10
52 Náttúrufræðingurinn eiðarfæri taka árlega talsverð- an toll af stofnum sjófugla hér við land. Fuglar drukkna í net- um, krækjast á öngla eða drepast á annan hátt (1. mynd). Einnig er nokkuð um að fuglar séu drepnir í þeim tilgangi að halda þeim frá veið- arfærum eða fiskeldiskvíum. Þrátt fyrir að þessar staðreyndir hafi verið ljósar lengi hafa fáar skipulegar kannanir verið gerðar á fugladauða í veiðarfærum hér við land. Þekking okkar byggist því að verulegu leyti á tilviljana- eða brota- kenndum upplýsingum. Þannig er ekkert heildaryfirlit til yfir það hverskonar veiðarfæri eru fuglum hættulegust, hvaða fuglategundir drepast helst í veiðarfærum, hvar við landið slík dauðsföll eiga sér einkum stað og á hvaða árstíma. Þegar upp er staðið er mikilvægustu spurningunni enn ósvarað, þ.e. hvort fugladauði í veiðarfærum sé viðbót við önnur dauðsföll (af nátt- úrulegum toga eða vegna veiða) og hafi áhrif á viðkomandi stofna þegar litið er til framtíðar. Hvort sem sú er raunin eður ei er um veigamikið fuglaverndarmál að ræða, því fuglar drepast ömurlegum dauðdaga í stórum stíl mestmegnis að nauð- synjalausu. Á öðrum ársfundi samstarfs þjóða um lífríkisvernd á norðurslóð- um árið 1993, svonefnds CAFF-sam- starfs (Conservation of Arctic Flora and Fauna), sem er einn af starfshópum Norðurskautsráðsins (Arctic Council), var settur á laggirnar sérstakur vinnuhópur um sjófugla, Circumpol- ar Seabird Group (CBird). Hópurinn kemur saman einu sinni á ári til skrafs og ráðagerða og taka fulltrúar 10 þjóðlanda þátt í því starfi. Hlut- verk hópsins er að stuðla að sam- starfi þjóða á norðurslóðum um vernd sjófugla, benda á vandamál er steðja að sjófuglastofnum og koma með tillögur um lausnir. Þær geta m.a. falist í markvissri upplýsinga- öflun, skipulögðum rannsóknum og dreifingu upplýsinga eða ábend- inga. Samstarfshópurinn hefur bent á að dauðsföll sjófugla í veiðarfær- um sé verulegt umhverfisvandamál í öllum löndunum, í raun um allan heim. Í þessu greinarkorni er dregin saman vitneskja um fugladauða í veiðarfærum hér við land. Að nokkru er byggt á yfirliti sem tekið var saman vegna CAFF-samstarfsins (Ævar Petersen 1998a). Einnig er skoðað hvernig þessi mál líta út í al- þjóðlegu samhengi. Að lokum er at- hygli vakin á því að nauðsynlegt er að kanna fugladauða í veiðarfærum mun skipulegar en gert hefur verið hingað til og lagðar fram tillögur um leiðir til frekari þekkingaröflunar. Hvaða gagnasöfn eru til? Hér á landi hafa verið framkvæmd- ar fjórar kannanir á fugladauða í veiðarfærum í sjó og áhrifum á við- komandi fuglastofna. Tvær þeirra fjölluðu um teistu Cepphus grylle en tvær um æðarfugl Somateria moll- issima. Allar beindust þær að einu veiðarfæri, þ.e. grásleppunetum. Sumar náðu aðeins til lítils hluta af hafsvæði Íslands og þær gefa því ekki heildaryfirlit yfir það vandamál sem fugladauði í veiðarfærum er. Rétt er að nefna hér fyrstu könnun- ina sem fram fór á fugladauða í veið- arfærum en það var í silungsnetum í Mývatni (Arnþór Garðarsson 1961). Árið 1977 mat höfundur áhrif grá- sleppuneta á varpstofn teistu í Flatey á Breiðafirði (Ævar Petersen 1981). Önnur könnun fór fram árið 1984 að tilhlutan Náttúrufræðistofnunar Ís- lands og var einkum beint að æðar- fugli, þótt upplýsingum um aðra fugla hafi einnig verið haldið til haga (Ævar Petersen og Jón Guðmunds- son, í handriti). Sú þriðja var fram- kvæmd af Hafrannsóknastofnun- inni 1987 og 1991 og tók til æðar- fugls (Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðrún Marteinsdóttir 1992). Í fjórðu könnuninni var á ný fjallað um teistu í Flatey og að þessu sinni notast við gögn frá tímabilinu 1974– 1995 (Frederiksen og Ævar Petersen 1999). Fleiri gagnasöfn eru til hérlendis sem unnt er að nota til þess að skoða fugladauða í veiðarfærum, þótt ekk- ert þeirra gefi heildarmynd af vandamálinu. Þannig er á Náttúru- fræðistofnun Íslands safnað upplýs- ingum um atvik þegar merktir fugl- ar endurheimtast. Gögnin má nota til að skoða hvaða fuglategundir lenda í veiðarfærum, um hvaða teg- und veiðarfæra er að ræða og hlut- fallslega tíðni einstakra tegunda. Gögnin má einnig nýta til þess að skoða hvar við landið fuglum er hættast við að lenda í veiðarfærum og á hvaða árstíma. Upplýsingar Náttúrufræðingurinn 71 (1–2), bls. 52–61, 2002 V Fugladauði í veiðarfærum í sjó við ísland Ævar Petersen

Fugladauði í veiðarfærum í sjó við Ísland. [Seabird bycatch in fishing gear in Iceland.]

Embed Size (px)

Citation preview

52

Náttúrufræðingurinn

eiðarfæri taka árlega talsverð-an toll af stofnum sjófugla hérvið land. Fuglar drukkna í net-

um, krækjast á öngla eða drepast áannan hátt (1. mynd). Einnig ernokkuð um að fuglar séu drepnir íþeim tilgangi að halda þeim frá veið-arfærum eða fiskeldiskvíum.

Þrátt fyrir að þessar staðreyndirhafi verið ljósar lengi hafa fáarskipulegar kannanir verið gerðar áfugladauða í veiðarfærum hér viðland. Þekking okkar byggist því aðverulegu leyti á tilviljana- eða brota-kenndum upplýsingum. Þannig erekkert heildaryfirlit til yfir þaðhverskonar veiðarfæri eru fuglumhættulegust, hvaða fuglategundirdrepast helst í veiðarfærum, hvarvið landið slík dauðsföll eiga séreinkum stað og á hvaða árstíma.Þegar upp er staðið er mikilvægustuspurningunni enn ósvarað, þ.e.hvort fugladauði í veiðarfærum séviðbót við önnur dauðsföll (af nátt-úrulegum toga eða vegna veiða) oghafi áhrif á viðkomandi stofna þegarlitið er til framtíðar. Hvort sem sú erraunin eður ei er um veigamikiðfuglaverndarmál að ræða, því fuglardrepast ömurlegum dauðdaga ístórum stíl mestmegnis að nauð-synjalausu.

Á öðrum ársfundi samstarfsþjóða um lífríkisvernd á norðurslóð-um árið 1993, svonefnds CAFF-sam-starfs (Conservation of Arctic Flora andFauna), sem er einn af starfshópumNorðurskautsráðsins (Arctic Council),var settur á laggirnar sérstakurvinnuhópur um sjófugla, Circumpol-ar Seabird Group (CBird). Hópurinn

kemur saman einu sinni á ári tilskrafs og ráðagerða og taka fulltrúar10 þjóðlanda þátt í því starfi. Hlut-verk hópsins er að stuðla að sam-starfi þjóða á norðurslóðum umvernd sjófugla, benda á vandamál ersteðja að sjófuglastofnum og komameð tillögur um lausnir. Þær getam.a. falist í markvissri upplýsinga-öflun, skipulögðum rannsóknum ogdreifingu upplýsinga eða ábend-inga. Samstarfshópurinn hefur bentá að dauðsföll sjófugla í veiðarfær-um sé verulegt umhverfisvandamálí öllum löndunum, í raun um allanheim.

Í þessu greinarkorni er dreginsaman vitneskja um fugladauða íveiðarfærum hér við land. Aðnokkru er byggt á yfirliti sem tekiðvar saman vegna CAFF-samstarfsins(Ævar Petersen 1998a). Einnig erskoðað hvernig þessi mál líta út í al-þjóðlegu samhengi. Að lokum er at-hygli vakin á því að nauðsynlegt erað kanna fugladauða í veiðarfærummun skipulegar en gert hefur veriðhingað til og lagðar fram tillögur umleiðir til frekari þekkingaröflunar.

Hvaða gagnasöfn erutil?

Hér á landi hafa verið framkvæmd-ar fjórar kannanir á fugladauða íveiðarfærum í sjó og áhrifum á við-komandi fuglastofna. Tvær þeirrafjölluðu um teistu Cepphus grylle entvær um æðarfugl Somateria moll-issima. Allar beindust þær að einuveiðarfæri, þ.e. grásleppunetum.Sumar náðu aðeins til lítils hluta af

hafsvæði Íslands og þær gefa þvíekki heildaryfirlit yfir það vandamálsem fugladauði í veiðarfærum er.Rétt er að nefna hér fyrstu könnun-ina sem fram fór á fugladauða í veið-arfærum en það var í silungsnetum íMývatni (Arnþór Garðarsson 1961).

Árið 1977 mat höfundur áhrif grá-sleppuneta á varpstofn teistu í Flateyá Breiðafirði (Ævar Petersen 1981).Önnur könnun fór fram árið 1984 aðtilhlutan Náttúrufræðistofnunar Ís-lands og var einkum beint að æðar-fugli, þótt upplýsingum um aðrafugla hafi einnig verið haldið til haga(Ævar Petersen og Jón Guðmunds-son, í handriti). Sú þriðja var fram-kvæmd af Hafrannsóknastofnun-inni 1987 og 1991 og tók til æðar-fugls (Vilhjálmur Þorsteinsson ogGuðrún Marteinsdóttir 1992). Ífjórðu könnuninni var á ný fjallaðum teistu í Flatey og að þessu sinninotast við gögn frá tímabilinu 1974–1995 (Frederiksen og Ævar Petersen1999).

Fleiri gagnasöfn eru til hérlendissem unnt er að nota til þess að skoðafugladauða í veiðarfærum, þótt ekk-ert þeirra gefi heildarmynd afvandamálinu. Þannig er á Náttúru-fræðistofnun Íslands safnað upplýs-ingum um atvik þegar merktir fugl-ar endurheimtast. Gögnin má notatil að skoða hvaða fuglategundirlenda í veiðarfærum, um hvaða teg-und veiðarfæra er að ræða og hlut-fallslega tíðni einstakra tegunda.Gögnin má einnig nýta til þess aðskoða hvar við landið fuglum erhættast við að lenda í veiðarfærumog á hvaða árstíma. Upplýsingar

Náttúrufræðingurinn 71 (1–2), bls. 52–61, 2002

V

Fugladauði íveiðarfærum ísjó við ísland

Ævar Petersen

SJOFUGLADAUDI.qxp 15.4.2003 23:33 Page 52

byggðar á fuglamerkingum segjahins vegar harla lítið um hve margirfuglar drepast árlega í veiðarfærum.

Eina vísindalega fuglasafn lands-ins er að finna á Náttúrufræðistofn-un Íslands. Skráð er á hvern háttfuglar sem þar lenda drepast, eins oggert er með endurheimta merktafugla. Gerð veiðarfæra er skilgreindeins nákvæmlega og hægt er. Gögnþessi gefa vissar upplýsingar umtegundir fugla sem lenda í veiðar-færum, fjölda einstaklinga og hlut-föll eftir tegundum. Gögnin eru hinsvegar talsvert háð því hvaða fugla-tegundir hafa verið rannsakaðar.Einnig er viss samsvörun milli fugla-safnsins og fuglaendurheimtnannaþar eð sumir merktir fuglar eruvarðveittir í fuglasafninu og eru þessvegna skráðir í báðum gagnasöfn-um.

Sala á fuglum sem drepast í veið-arfærum er ólögleg samkvæmt lög-um um vernd, friðun og veiðar ávilltum fuglum og spendýrum (lögnr. 60/1994). Engu að síður hafa net-dauðir svartfuglar verið seldir á fisk-

mörkuðum mörg undanfarin ár, einsog dagleg yfirlit í Morgunblaðinuvitna um. Söluyfirlitin sýna vel áhvaða árstíma svartfuglar drepasthelst í netum. Hitt er svo jafnljóst aðaðeins hluti netafugla fer um fisk-markaðina.

Í mörg ár þurftu þeir sem fenguleyfi til grásleppuveiða að fylla útaflaskýrslur, þ. á m. um allan auka-afla. Skýrslurnar hafa aldrei veriðnotaðar að ráði til að skoða að hvaðamarki fuglar drepast í grásleppunet-um. Þær eru einnig mjög gallaðar aðþví leyti að sjómenn fylltu skýrsl-urnar misvel út, sumir af samvisku-semi en aðrir virtust aldrei fá fuglané annan aukaafla í net sín. Vafa-samt er að hve miklum notum þess-ar skýrslur koma, en ef til vill mánýta þær til þess að sýna breytingarmilli ára ef gert er ráð fyrir aðskekkjan í þeim sé sú sama ár fráári. Ekki er lengur gerð krafa umslíka skýrslugerð, enda voru upp-lýsingarnar lítið notaðar og ekkertgert til að fylgja því eftir að rétt væriskráð.

Önnur skráð gögn um fugladauða íveiðarfærum eru tilviljanakennd,svo sem ýmis tilvik um stórfelldanfugladauða, einkum svartfugla íþorskanetum (sjá síðar). Sjómennvita mætavel að fuglar drepast íveiðarfærum og gætu eflaust miðlaðaf reynslu sinni um það hvaða fugla-tegundum er hættast og hversu yfir-gripsmikið vandamálið er. Þó erstaðan í dag sú að margt er enn áhuldu um hversu víðtækur vandinnog hver eru áhrif dauðsfalla í veiðar-færum á stofna sjófugla.

Vandamálið íhnotskurn

Sjófuglar drepast í stórum stíl í veið-arfærum á Íslandsmiðum eins og ár-legar fregnir vitna um. Dæmin erumýmörg og skulu aðeins örfá nefndeftir heimildum á Náttúrufræði-stofnun Íslands. Í aprílbyrjun 1979fengu trillubátar 2500–3000 svart-fugla í net á einum sólarhring viðÞormóðssker. Í apríl 1980 komu3000–4000 svartfuglar í þorskanet

53

Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags

1. mynd/Fig. 1. Svartfuglar sem drepist hafa í netum. – Auks drowned in fishing net. Ljósm./photo: DV-myndir. Sveinn Þormóðsson.

SJOFUGLADAUDI.qxp 15.4.2003 23:33 Page 53

frá einum bát á einum sólarhring áFaxaflóa. Einn bátur fékk 500 svart-fugla eftir nóttina á Breiðafirði í maí1985. Vorið 1985 drápust 1000–2000fuglar, mest langvía Uria aalge, íeinni gráslepputrossu undir Rauða-núpi. Á einum sólarhring árið 1990drápust um 10 þúsund svartfuglar íþorskanetum Grímseyinga og allt aðþrjár langvíur komu í einu á hand-færin við Grímsey í desember 1976.Og í apríl 2001 fyllti einn bátur 16fiskkör af svartfuglum sem komu ínet á Faxaflóa í eitt og sama skipti.Eitt fiskkar rúmar um 500 fugla svoalls hafa drepist um 8000 fuglar í net-um eins báts þetta skiptið.

Áðurnefnd dæmi eru sláandi eneinnig ljóst að undantekning erfremur en regla að hundruð eða þús-undir fugla drepist á einum og samatíma. Hins vegar er ekki talið óal-gengt að 20–40 fuglar fáist í róðriþegar fuglar ánetjast á annað borð(Fiskifréttir 24. 5. 2002). Kunnugt erað sjófugladauði er mjög breytilegureftir tegund veiðarfæra, árstíma ogfuglategundum (Ævar Petersen1998a). Raunveruleg áhrif fugla-dauða í veiðarfærum á viðkomandistofna hafa aldrei verið metin. Fjöldifugla sem drepast segir ekki endi-lega alla söguna, þótt hættan á nei-kvæðum áhrifum á stofna aukist eft-ir því sem fleiri fuglar drepast.

Jafnvel þótt í ljós kæmi að dauðs-föll í veiðarfærum hefðu óverulegáhrif á fuglastofna væri engu að síð-ur um fugla- og dýraverndarmál aðræða, enda má segja að fuglarnirdrepist á fremur ómannúðlegan háttog mestmegnis að óþörfu. Af þeimástæðum einum er nauðsynlegt aðleita leiða til að draga úr slíkumdauðsföllum. Kannski er það hægtmeð tiltölulega einföldum, ódýrumbreytingum á fiskibátum ef vilji erfyrir hendi. Að auki er hér um hags-munamál sjómanna að ræða. Dauðirfuglar geta eyðilagt veiðarfæri ogdregið úr afla. Stundum er dýrmæt-um tíma eytt í að stugga fuglum fráveiðarfærum eða losa dauða fugla úrþeim. Stundum eru fuglar drepnirmeð skotvopnum, t.d. til að koma íveg fyrir að þeir nái beitu af línu eðahalda þeim frá fiskeldiskvíum.

Þau veiðarfæri sem helst virðast eigaí hlut eru þorskanet, grásleppunetog lína. Fuglar hafa einnig drepist ílaxa- og silunganetum, netleiðurumvið laxagildrur, síldarnótum, kola-netum og trolli, sem og komið í skel-plóg eða önglast á færi. Líklegadrepast langflestir fuglar í þorska-netum, eins og áðurnefnd dæmibenda til. Þó er nokkuð ljóst að mis-jafnt er eftir veiðarfærum hvaðafuglategundir þau drepa. Þorskanet-in drepa mestmegnis svartfugla,einkum langvíur, grásleppunet teist-ur og æðarfugla en lína fýla Fulmar-us glacialis.

Árið 1997 var reynt að meta hvemargir fuglar drepast á ári hverju íveiðarfærum. Giskað var á að allt að70 þúsund langvíur og stuttnefjurUria lomvia (fyrri tegundin í yfir-gnæfandi meirihluta) drepist árhvert í netum landsmanna (Guð-mundur A. Guðmundsson, ÆvarPetersen og Arnþór Garðarsson1997). Þá hefur verið áætlað að þús-undir ef ekki tugþúsundir fýla drep-ist árlega við línuveiðar Íslendinga(Dunn og Steel 2001). Eins og þessartölur benda til eru dauðsföllin meirien svo að unnt sé að láta sem ekkertsé og getur fugladauði af þessumástæðum hæglega verið meiri.

Dauðsföll teistna ínetum

Lengi hefur verið þekkt að teista er íhvað mestri hættu á að lenda í grá-sleppunetum (Ævar Petersen 1998b). Sumarið 1977 voru áhrif grá-sleppuneta á varpstofn teistu í Flateyá Breiðafirði metin á veiðitímanum,sem stóð frá maí og fram eftir júlí(Ævar Petersen 1981). Fjöldinn alluraf fullorðnum teistum drapst í net-unum þetta sumar, en niðurstaðarannsóknanna var sú að dauðsföll ínetum námu 10% af árlegum dauðs-föllum í teistustofninum. Áhrif netaá teistustofninn voru talin lítil, eðaaðeins um helmingur af meðal-dauðsföllum hvers mánaðar ársins.Enda kom í ljós að árleg dauðsföllmeðal fullorðinna teistna breyttustlítið sem ekkert á tímabilinu 1975–1995 þótt grásleppuveiðar margföld-

uðust á svæðinu (Frederiksen ogÆvar Petersen 1999). Varpstofnteistu í Flatey fór engu að síður örtminnkandi um árabil og þess vegnahljóta aðrir þættir en dauðsföllvarpteistna hafa verið að verki(Ævar Petersen 2001).

Grásleppunet geta haft áhrif áteistustofninn á annan hátt en aðdrepa fullorðnu fuglana. Ef varp-teista drepst getur eftirlifandi makiekki ungað út eggjum né alið einnönn fyrir ungum í hreiðri og því mis-ferst varp það árið. Einnig drepastmargar ungar, ókynþroska teistur(2–4 ára) í grásleppunetum. Nú erein af ástæðunum fyrir minnkandivarpstofni álitin sú að grásleppunethafi áhrif á lífslíkur ungra teistna ogendurnýjun í varpinu verður þvíekki sem skyldi. Seinni tíma rann-sóknir hafa rennt stoðum undir þániðurstöðu, þótt enn frekari rann-sókna sé þörf (Ævar Petersen íundirbúningi).

Dauðsföll æðarfuglaí netum

Árið 1982 var kannað hve mikið afæðarfuglum og öðrum tegundumdrukknaði í grásleppunetum á ver-tíðinni, sem stóð frá febrúar fram íjúlí. Stuðst var við skýrslur um auka-afla, en þær voru leiðréttar með sam-anburði við gögn frá aðilum þar semaukaafli var þekktur (Ævar Petersenog Jón Guðmundsson, í handriti).

Niðurstaðan var sú að um 400 æð-arfuglar voru taldir hafa drepist ígrásleppunetum á vertíðinni 1982,eða um 0,06% af heildarstofni æðar-fugla við Ísland (Asbirk o.fl. 1997,Ævar Petersen og Jón Guðmunds-son, í handriti). Niðurstaðan var ekkitalin gefa tilefni til aðgerða til varnaríslenska æðarstofninum. Engu aðsíður er full ástæða til að draga úrdánartíðni í netum eins og kostur er.

Dauðsföll æðarfugla voru rann-sökuð að nýju fimm árum síðar (áBreiðafirði 1987) og níu árum síðar(á Húnaflóa 1991) með nokkuð öðr-um aðferðum (Vilhjálmur Þor-steinsson og Guðrún Marteinsdótt-ir 1992). Niðurstöður gáfu lítið eitthærri tölur en fyrsta könnunin, þ.e.

54

Náttúrufræðingurinn

SJOFUGLADAUDI.qxp 15.4.2003 23:33 Page 54

að 0,3% (Breiðafjörður) og 1,3%(Húnaflói) af viðkomandi stofnumhafi drepist. Grásleppuveiðar juk-ust nokkuð frá 1982 til 1987 og1991, sem getur skýrt af hverjuseinni tölurnar voru hærri, en semfyrr var ekki talið að þær hefðu af-gerandi áhrif á framtíð íslenska æð-arstofnsins.

Fuglamerkingar ogfuglasafn

Endurheimtur merktra fugla veitanokkrar upplýsingar um fugla semlenda í veiðarfærum. Slík gögn mánota til að draga fram dánartíðni íveiðarfærum eftir tegundum, breyt-ingar á tíðni eftir tímabilum, hvaðagerðir veiðarfæra eru skeinuhættast-ar einstökum fuglategundum og áhvaða árstíma mestar líkur eru á aðfuglar drepist. Þessi atriði eru aðsjálfsögðu öll háð lifnaðarháttumfuglanna, fjölda og viðveru þeirravið landið, hvernig staðið er að mis-munandi fiskveiðum, hvað merkthefur verið af fuglum og ýmsumfleiri þáttum.

Í 1. töflu er yfirlit yfir fuglateg-undir sem hafa lent í veiðarfærumog tíðni endurheimtna miðað viðfjölda merktra fugla.

Berlega kemur í ljós að teistu erlanghættast við að lenda í veiðar-færum, og þá lómi Gavia stellatasem kom frekar á óvart. Mjög mis-jafnlega mikil gögn liggja að bakiþessum niðurstöðum og eru upp-lýsingar um teistuna mun áreiðan-legri. Stuðla þarf að frekari merk-ingum á lómum, m.a. til þess að fágreinarbetri gögn um þátt veiðar-færa í dauðsföllum þeirra. Í þriðjasæti er dílaskarfur Phalacrocoraxcarbo, síðan langvía og toppskarfur

Phalacrocorax aristotelis. Hjá öðrumtegundum er tíðni dauðsfalla íveiðarfærum lægri.

Nokkrar tegundir sem drepaststundum í veiðarfærum eru ekki ítöflunni, enda hafa hvorki margirfuglar af þeim tegundum veriðmerktir né merktir fuglar endur-heimst í veiðarfærum. Upplýsingarum fugla í vísindasafni Náttúrufræði-stofnunar Íslands eru hins vegaróháðar því hvort fuglar hafi veriðmerktir eða ekki. Í 2. töflu er að finnayfirlit um fugla sem fundist hafa íveiðarfærum og eru í fuglasafninu.

Eins og 2. tafla ber með sér eruteista og æðarfugl langalgengustufuglarnir í veiðarfærum. Gögnin erusamt ekki hlutlæg, því báðar tegund-ir hafa verið rannsakaðar sérstaklegaog því eru hlutfallslega margir fuglaraf þeim tegundum í safninu.

Hlutföll milli annarra tegunda erumun hlutlægari en þó ekki að ölluleyti. Himbrimi Gavia immer er tildæmis óvenjualgengur í safninu ogeinnig æðarkóngur Somateria spectabil-is, líklega af því að báðar tegundir erufremur óalgengar og hlutfallslegamargir fuglar sem berast Náttúru-fræðistofnun Íslands enda í fuglasafn-inu. Taflan sýnir á hinn bóginn aðlangvía, toppskarfur, súla Sula bassanaog lómur virðast lenda talsvert í veið-arfærum. Þá er eftirtektarvert að eng-in álka Alca torda er í safninu, ólíkt þvísem fram kom í niðurstöðum merk-

55

Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags

1. tafla/Tab. 1. Fjöldi og hlutföll sjófugla sem endurheimst hafa í veiðarfærum miðað viðfjölda merktra fugla, byggt á upplýsingum úr fuglamerkingum NáttúrufræðistofnunarÍslands fyrir árin 1932–1994 (úr grein Ævars Petersen 1998a). – The numbers andproportion of seabird ringing recoveries in fishing gear compared to numbers ringed,based on data from the Icelandic Bird Ringing Scheme at the Icelandic Institute ofNatural History over the period 1932–1994 (from Ævar Petersen 1998a).

Fjöldi/ Fjöldi Endurheimtur/Nos merktra fugla/ Recoveries:

Tegund/Species Nos ringed* %

Lómur Gavia stellata 283 6 2,1Fýll Fulmarus glacialis 23682 5 <0,1Súla Sula bassana 1270 2 0,2Dílaskarfur Phalacrocorax carbo 2432 40 1,6Toppskarfur P. aristotelis 5073 21 0,4Æðarfugl Somateria mollissima 7611 15 0,2Skúmur Stercorarius skua 18695 17 0,1Silfurmáfur Larus argentatus 2830 1 <0,1Hvítmáfur L. hyperboreus 2713 1 <0,1Svartbakur L. marinus 2909 1 <0,1Langvía Uria aalge 3263 14 0,4Álka Alca torda 4087 7 0,2Teista Cepphus grylle 13815 472 3,4Lundi Fratercula arctica 62342 1 <0,1

* Fjöldi merktra fugla sum árin var ekki þekktur þegar greinin sem taflan er úr var unnin og heildarfjöldiþví áætlaður. Tölurnar hafa verið leiðréttar með hliðsjón af grein Ævars Petersen og Guðmundar A.Guðmundssonar (1998). – The numbers ringed were not known for some years at the time of the1998 paper from which the table originates. The figures have been corrected with reference to ÆvarPetersen & Guðmundur A. Guðmundsson (1998).

2. tafla/Tab. 2. Fjöldi sjófugla og hlutfall milli tegunda í fuglasafni NáttúrufræðistofnunarÍslands annars vegar og skráðra tilfella dauðra fugla í veiðarfærum hins vegar. Fjöldifugla er 361. – The numbers of seabird specimens and proportion between species in thestudy skin collection of the Icelandic Institute of Natural History and registered as killedin fishing gear. N = 361.

Tegund/Species Fjöldi/Nos %

Lómur Gavia stellata 3 0,8Himbrimi G. immer 10 2,7Fýll Fulmarus glacialis 1 0,3Gráskrofa Puffinus griseus 1 0,3Súla Sula bassana 5 1,4Dílaskarfur Phalacrocorax carbo 0,3Toppskarfur P. aristotelis 7 1,9Æðarfugl Somateria mollissima 92 25,5Æðarkóngur S. spectabilis 6 1,7Hávella Clangula hyemalis 1 0,3Hrafnsönd Melanitta nigra 1 0,3Langvía Uria aalge 9 2,5Stuttnefja U. lomvia 1 0,3Teista Cepphus grylle 219 60,7Lundi Fratercula arctica 1 0,3

SJOFUGLADAUDI.qxp 15.4.2003 23:33 Page 55

inga. Vegna hlutdrægni gagnanna eróráðlegt að draga af þeim of miklarályktanir.

Ein tegund til viðbótar sem hvorkikemur fram í merkingagögnum néfuglasafninu en vitað er að lent hafi íveiðarfærum er haftyrðill Alle alle.

Af fyrirliggjandi gögnum má sjá aðalls 20 fuglategundir hafa fundist íveiðarfærum hér við land.

Áhrif veiðarfæra áfuglastofna

Fuglar, eins og aðrar lífverur, drep-ast á margvíslegan hátt. Eftir þvísem áhrif manna á stofnana erumeiri og fjölbreyttari eykst hættaná því að þeir verði fyrir skakkaföll-um.

Frá og með árinu 1995 var byrjaðað skrá upplýsingar úr fuglaveiði íveiðiskýrslum sem veiðistjórnar-svið Umhverfisstofnunar (áður Veiði-stjóraembættið) safnar ár hvert (sjávefsíðu www.veidistjori.is). Veiði-skýrslurnar hafa nú þegar gefiðmikilsverðar upplýsingar um fjöld-a veiddra fugla og stutt grein hefurverið tekin saman um hugsanlegáhrif veiða á íslenska sjófuglastofna(Ævar Petersen, í prentun). Mikil-vægt er að áhrif sjófugladauða íveiðarfærum á viðkomandi fugla-stofna verði metin. Forsenda þesser að safnað verði mun betri gögn-um um hve mikið drepst af fuglumár hvert, af hvaða tegundum, áhvaða aldri fuglarnir eru, hvar viðlandið þeir drepast, hver er upp-runi þeirra o.s.frv.

Áhrif dauðsfalla í veiðarfærum áviðkomandi fuglastofna fara ekkiendilega eftir fjölda fugla, þótt meirilíkur séu á alvarlegri áhrifum eftirþví sem fleiri einstaklingar drepast.Áhrifin fara einnig eftir stærð stofn-anna og hvaða einstaklingar drep-ast. Neikvæð áhrif á stofna eru al-mennt ekki talin eins hættuleg efungir, ókynþroska fuglar eiga í hlutmiðað við varpfugla, þótt slíkt þurfiekki að vera einhlítt. Uppruni fugl-anna skiptir einnig máli, því ef fugl-arnir koma víða að er minni hætta ávaranlegum áhrifum á einstakastofna. Ef fuglarnir eru allir úr sama

varpi getur viðkomandi fuglabyggðorðið fyrir skaða til frambúðar, jafn-vel liðið undir lok ef dauðsföll eruumtalsverð. Fuglar sem lenda íveiðarfærum geta verið upprunnirannars staðar en á Íslandi og því erudauðsföll fugla í veiðarfærum hérvið land ekkert einkamál Íslend-inga.

Fuglategundir lenda mismikið íhinum ýmsu gerðum veiðarfæra.Máli skiptir hvort veiðarfærin erunotuð til strand- eða úthafsveiða,hvernig þeim er komið fyrir í sjó,hvar fuglarnir halda sig, hverskon-ar aðferðir fuglar nota við fæðuöfl-un o.s.frv. Í 3. töflu er yfirlit yfirveiðarfæri sem fuglar drápust í, enþær upplýsingar eru dregnar úrniðurstöðum fuglamerkinga.

Í 3. töflu koma ekki fram öllveiðarfæri sem fuglar finnast í. Tildæmis hefur súla komið í síldarnót(Vísir 25. 4. 1961). Grásleppunet erulanghættulegustu veiðarfærin fyrirsjófugla samkvæmt þessum gögn-um. Samt er ekki allt sem sýnist,því máli skiptir hvaða fuglategund-ir hafa einkum verið merktar oghvar, stærð stofnanna, á hve víð-áttumiklu hafsvæði hefur veriðveitt, hvaðan tilkynningar hafaborist um merkta fugla o.s.frv.Einnig vantar upplýsingar umveiðiálag eftir gerð veiðarfæra, haf-svæðum og tíma árs.

Tölurnar í töflunni gefa einungisákveðnar vísbendingar. Laxanetvirðast valda talsverðum fugla-dauða. Þegar grannt er skoðað

voru þau nær eingöngu dauða-gildra fyrir dílaskarfa. Laxveiðarsem stundaðar voru í árósum erunú aflagðar. Aftur á móti er fiskeldií kvíum ennþá stundað og talsvertum að fuglar séu beinlínis skotnirvið þær, þ. á m. dílaskarfar ogmáfar.

Sjófuglar drepast greinilega mik-ið við línu- og þorskveiðar og senni-lega eru dauðsföll vegna þessa van-áætluð. Línuveiðar verða fuglumtalsvert að fjörtjóni, ekki síst fýlumog skúmum Stercorarius skua, aukþess sem slíkar veiðar virka óbeint ásuma fuglastofna. Sjómenn hafagjarnan byssu með sér til að drepaeða hræða fugla sem flykkjast aðbátunum til að koma í veg fyrir aðþeir hirði beitu af önglum. Nauð-synlegt er að skoða þátt línu- ogþorskaneta í dauðsföllum sjófuglamun betur. Einnig er spurninghvort loðnuveiðarnar taki ekki sinntoll af fuglum þótt engin gögn séuþar að lútandi.

Sala á fiskmörkuðum

Frá því fiskmarkaðir voru settir áfót hér á landi hafa þeir selt svart-fugla sem sjómenn fá í net. Skoðuná sölutölum markaðanna leiðir ým-islegt áhugavert í ljós. Auk þess aðgefa upplýsingar um lágmarks-fjölda svartfugla sem farast á þenn-an hátt sýna þær ágætlega breyt-ingar eftir árstíðum og hvar viðlandið svartfuglar drepast aðallegaí veiðarfærum.

56

Náttúrufræðingurinn

3. tafla/Tab. 3. Dauðsföll sjófugla eftir gerðum veiðarfæra; byggt á endurheimtum merktrafugla á árunum 1932–1994. Fjöldi endurheimtna er 603. – Seabird mortality accordingto type of fishing gear, based on recoveries of ringed birds during the years 1932–1994.N = 603.

Laxanet/Salmon net 11Laxaleiðari/Salmon trap leader 3Silunganet/Trout net 1Þorskanet/Cod net 8Rauðsprettunet/Flounder net 4Óskilgreint hrognkelsanet/Unspecified Lumpsucker net 2Rauðmaganet/Male Lumpsucker net 3Grásleppunet/Female Lumpsucker net 509Óskilgreint fiskinet/Unspecified fishing net 16Troll/Troll 1Skelplógur/Scallop plough 1Öngull/Fishing hook 1Lína/Long line 18Fiskinet á landi/Fishing gear on land 9Óskilgreint veiðarfæri/Unspecified fishing gear 16

SJOFUGLADAUDI.qxp 15.4.2003 23:33 Page 56

Á 2. mynd eru sýndar árstíða-bundnar breytingar í svartfugla-dauða í þorskanetum og er línurit-ið byggt á gögnum frá fiskmörk-uðunum 1993–1994.

Fæst eru dauðsföllin síðsumarsog fram á haust. Frá septemberaukast þau jafnt og þétt og nátveimur hámörkum, öðru í desem-ber en hinu í maí og er það síðaramargfalt hærra. Ýmsar upplýsingarbenda til þess að mest drepist afsvartfuglum á því tímabili þegarþeir fylgja loðnutorfum, oft alvegupp undir landsteina. Sjómennveiða á sömu slóðum því þorskur-inn eltir einnig loðnugöngurnar.Árin 1993 og 1994 kom meirihlutifuglanna á fiskmarkaði við Faxa-flóa og Breiðafjörð. Í ljósi þesskomu fuglarnir sennilega flestir afveiðislóð undan Vesturlandi, líktog á árunum 1999–2001 (sbr. Við-skiptablað Morgunblaðsins 18. 10.2001).

Árið 2001 var selt yfir 21 tonn afsvartfuglum á fiskmörkuðum, eðasem nemur 20–30 þúsund fuglum(Viðskiptablað Morgunblaðsins 18.10. 2001). Greinilega varð mikilaukning í sölu fugla á fiskmörkuð-

um frá 1993 og 1994 þegar seldirvoru um 7 þúsund fuglar á ári(Ævar Petersen 1998a) til 2001.

Alþjóðasamvinna

Litið er á sjófugladauða í veiðarfær-um sem alþjóðlegt vandamál, einsog lesa má í ritum Northridge(1991), BirdLife Int. (1995), FAO(1995) og Brothers, Cooper ogLøkkeborg (1999), svo einhver séunefnd. Innan CAFF-samstarfsinshafa dauðsföll sjófugla í veiðarfær-um lengi verið til umræðu. Sjófugla-hópur CAFF hefur bent á nauðsynþess að skoða og skilgreina vanda-málið betur í norðurskautslöndun-um átta.

Í fyrstu var ákveðið að taka sam-an yfirlit um stöðu mála, þ. á m. hvemikið af fuglum var talið að dræpistá þennan hátt, hvort löndin aðhefð-ust eitthvað til að draga úr slíkumfugladauða og hvort og þá hvaðagögn vantaði til þess að fá betri yfir-sýn. Árið 1998 kom skýrslan út(Bakken og Falk 1998), en þar erm.a. staða mála hérlendis tíunduð ístuttu máli ásamt tillögum um frek-ari aðgerðir (Ævar Petersen 1998a).Skýrslunni var dreift til fjölmargraaðila hér á landi, bæði á sviði um-hverfis- og sjávarútvegsmála, íþeirri von að hún mætti verða tilþess að þessi mál yrðu tekin fastaritökum en hingað til. CAFF-samstarf-ið byggist á samvinnu en ákvarðan-ir þess eru ekki bindandi fyrir lönd-in; það er undir hverju þeirra komiðhvort og til hvaða aðgerða er gripið.Því miður hafa engin viðbrögð orð-ið hérlendis til þessa.

Innan CAFF hefur verið reynt aðvinna áfram að framgangi málsins.Til þess að taka saman frekari hug-myndir um umfang vandans oglausnir á honum boðuðu kanadískstjórnvöld til vinnufundar árið 2000.Skýrsla var tekin saman eftir fund-inn þar sem lagðar voru fram marg-ar tillögur til úrbóta (CAFF 2000).Síðan hefur verið unnið að því aðfinna heppilegustu leiðirnar til aðþoka málinu enn frekar áfram.

Á öðrum alþjóðlegum vettvangi,innan FAO (Matvæla- og landbúnað-

arstofnunar Sameinuðu þjóðanna),var samþykkt ályktun árið 1999 erlýtur að sjófugladauða. Ályktunintók einungis til tiltekins veiðarfæris,þ.e. línu, og var fyrst og fremst til-komin vegna þess mikla fjölda sjald-gæfra albatrosategunda sem drepstvegna línuveiða í Norður-Kyrrahafi.Þótt fugladauði af völdum línuveiðasé einnig umtalsverður í Norður-Atlantshafi (Dunn og Steel 2001) erálit manna að dauðsföll í netum vegienn þyngra (Bakken og Falk 1998).

Ályktun FAO gerir ráð fyrir aðlönd Sameinuðu þjóðanna taki sam-an yfirlit yfir hve mikið drepst affuglum vegna línuveiða (FAO 1998,1999). Ályktunin var samin innanþess geira FAO sem fjallar um ábyrg-ar fiskveiðar (Code of Conduct forResponsible Fisheries, FAO 1995). Þarer lagt til að upplýsingum verði m.a.safnað um eftirtalin atriði: fjölda ogstærð skipa sem stunda línuveiðar,tegund línuveiða, staðsetninguveiðisvæða, á hvaða árstíma veiðarstanda yfir, ásamt upplýsingum umaflabrögð, fisktegund og saman-lagða lengd lína, stöðu sjófugla-stofna á veiðisvæðum, fjölda fuglasem drepst við þessar veiðar, hvaðgert er til þess að koma í veg fyrirfugladauða o.fl. FAO leggur til aðlönd sem geri slíka úttekt leggi framtillögur um hvernig þau hyggistdraga úr sjófugladauða við línu-veiðar.

Hingað til hefur Ísland ekki séðástæðu til þess að taka samanskýrslu í kjölfar ályktunar FAO.Greinilegt er að netaveiðar taka hérmun stærri toll af stofnum sjófuglaen lína. Á Íslandsmiðum eru svart-fuglar umtalsverður hluti þeirrafugla sem koma í veiðarfæri, senni-lega sá veigamesti, einkum langvía.Árið 1997 var sérstök áætlun umvernd langvíu og stuttnefju sam-þykkt af umhverfisráðherrum norð-urskautslandanna (CAFF 1996). Þarer kveðið á um að löndin vinni sam-an að því að meta dauðsföll svart-fugla í veiðarfærum og leiti leiða tilað draga úr þeim. Taka verður þettamál fastari tökum en hingað til, efverndaráætlunin á að vera annað ogmeira en orðin tóm.

57

Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags

0

500

1000

1500

2000

2500

3000

3500

4000

4500

5000

Mánuður/Month

Fjöl

di f

ugla

/N

o. o

f bir

ds

Janú

ar

Febr

úar

Mar

s

Apr

íl

Maí

Júní

Júlí

Ágú

st

Sept

embe

r

Okt

óber

Nóv

embe

r

Des

embe

r

378

808

1524

1963

4335

11781553

7 54 51 193437

2. mynd/Fig. 2. Árstíðabreytingar í fjöldasvartfugla í þorskanetum 1993–1994;byggt á gögnum frá fiskmörkuðum (úrMorgunblaðinu, sjá Ævar Petersen1998a). – The figure shows the temporalvariation on numbers of alcids drowned incod nets 1993–1994; based on informationfrom fishmarket sales (published in thenewspaper Morgunblaðið, see Ævar Pet-ersen 1998a).

SJOFUGLADAUDI.qxp 15.4.2003 23:33 Page 57

58

Náttúrufræðingurinn

Umræða og ályktanir

Tíðni sjófugladauða af völdum veið-arfæra fer mjög eftir fuglategund-um, gerð veiðarfæra, veiðiálagi,veiðislóð og árstíma. Ólöglegt er aðnýta þennan aukaafla, en það lagaá-kvæði var sett til þess að koma í vegfyrir að veiðarfæri, einkum net,væru beinlínis lögð til að veiða fugla,eins og dæmi eru um frá fyrri tíð.Skjalfest dæmi eru einnig til um slíktfrá síðari tímum, s.s. við Grímseyvorið 1990 þegar þorskafli var tregurog um 10 þúsund svartfuglar vorudrepnir á einum degi (óbirtar uppl. áNáttúrufræðistofnun Íslands). Þrá-látur orðrómur hefur lengi verið umað net séu lögð í grennd við fugla-björg á vorin í þeim tilgangi að námiklum fjölda fugla á sem skemmst-um tíma. Góð fiskimið eru einmitt ígrennd við sum stærstu fuglabjörglandsins, þ. á m. Látrabjarg, Svörtu-loft og Krísuvíkurberg. Því virðistenn vera full ástæða til þess að hafavakandi auga með því að veiðarfær-in séu ekki notuð beinlínis til fugla-dráps.

Þótt nýting aukaafla sé óheimilverður að segjast að hún dregur úrskotveiðum, enda geta sjómenn boð-ið netafugl á lægra verði en veiði-menn skotfugl. Að því leyti er skyn-samlegt að leyfa nýtingu þessaaukaafla ef fuglar lenda óvart í veið-arfærum. Fuglar sem seldir eru áfiskmörkuðum eru þó aðeins lítillhluti af öllum fuglum sem farast íveiðarfærum við landið ár hvert ogþar er einungis um að ræða fugla úrnetum. Nokkuð er selt af fuglumbeint eða þeir eru gefnir. Samt er lík-legt að stórum hluta þeirra sé hentog þess vegna um óþarfa sóun á matað ræða. Dauðum fuglum er m.a.hent í talsverðum mæli vegna bannsvið nýtingu slíkra fugla (t.d. DV 17.5. og 21. 5. 2001, Fiskifréttir 24. 5.2002). Að drepa fugla í veiðarfærumer hins vegar ekki heppilegasta að-ferðin til að aflífa fugla til matar. Fullástæða er til að taka fugladauða íveiðarfærum alvarlega sem dýra-verndarmál.

Eins og fyrrgreindar upplýsingarbera með sér er vissulega ástæða til

að staldra við og skoða betur um-fang sjófugladauða í veiðarfærum áÍslandsmiðum. Líklega drepast 100–200 þúsund sjófuglar á þennan hátt áári hverju. Upplýsingar um ástandiðeru allsendis ófullnægjandi og lítiðsem ekkert hefur verið gert til þessað reyna að draga úr þessu drápi.

Þótt ályktun FAO hafi beinst sér-staklega að línuveiðum virðast þærekki vera stærsta vandamálið hérvið land. Netin, ekki síst þorskanet,virðast taka stærstan toll af sjófugla-stofnum. Þó er breytilegt eftir gerðveiðarfæra hvaða fuglategundumþau eru hættulegust. Mikilvægt erfyrir Ísland sem fiskveiðiþjóð, semvill ganga vel um náttúrulegar auð-lindir og nýta þær á sjálfbæran hátt,að sýna að fugladauði af þessu tagisé tekinn alvarlega og reynt sé aðdraga úr honum. Hér er um að ræðasambærilegt mál og það sem endur-speglast í mikilli umfjöllun fjölmiðlaum brottkast á fiski á árunum 2001–2002.

Svör þurfa að fást við áleitnumspurningum um hugsanleg áhrif ástofna þeirra fugla sem drepast áþennan hátt. Við Íslendingar þurfumað hafa svör fyrir okkur sjálfa, aukþess sem við verðum krafðir svara ávettvangi alþjóðlegrar samvinnu ogskuldbindinga. Sama á við íferskvatni, því talsvert af fuglumdrepst í silunga- og laxanetum. ÁMývatni drepast endur og flórgoðarPodiceps auritus í stórum stíl í sil-unganetum (Arnþór Garðarsson1961). Árni Einarsson (munnl. uppl.)hefur gert tilraunir til þess að dragaúr slíku drápi með því setja út líkanaf himbrima í grennd við silunganettil að hræða aðra fugla frá þeim.Engar tilraunir hafa verið gerðarhérlendis til að draga úr fugladrápi íveiðarfærum í sjó, þótt einstaka sjó-menn hafi reynt aðferðir sem þróað-ar hafa verið erlendis, þ. á m. að hafaveifur ofan við línuna þegar hún erlögð út.

Auk þess að vera fuglaverndar-mál er þetta hagsmunamál sjó-manna, enda geta dauðir fuglardregið úr fiskafla og tafið störfþeirra. Með bréfi 30. apríl 2002 lagðiNáttúrufræðistofnun Íslands til að

yfirvöld umhverfis- og sjávarútvegs-mála tækju á þessum málum og varþeim send stutt greinargerð í þvísambandi (Ævar Petersen 2002).

Í næsta kafla eru settar fram til-lögur um hvernig bæta megi þekk-ingu okkar á umfangi sjófugladauðaí veiðarfærum. Vonandi leiðir frekarigagnasöfnun til hnitmiðaðra tillagnaum úrbætur.

Tillögur

Mikilvægt er fyrir Íslendinga að getasvarað með meiri vissu en nú hvortdauðsföll í veiðarfærum hafi áhrif áíslenska fuglastofna. Því er lagt til aðunnið verði skipulega að þremurmeginmarkmiðum í þessu skyni:

• Bæta þekkingu á því hve mikiðdrepst af fuglum á ári og hvaðaveiðarfæri eru hættulegust ein-stökum fuglategundum

• Meta hvort og að hvaða markidauði í veiðarfærum hefur áhrif ástofna sjófugla

• Skoða með hvaða hætti unnt er aðdraga úr dauðsföllum fugla í veið-arfærum

Til að byrja með er lagt til að stöðu-skýrsla verði tekin saman þar semreynt verði að meta umfang fugla-dauða á Íslandsmiðum í heild,hvaða fuglategundir og hvaða veið-arfæri eiga í hlut. Síðar er mikilvægtað takast á við verkefni sem lúta aðeinstökum fuglategundum. Ekkiverði aðeins leitast við að afla upp-lýsinga um fugladauða í línuveið-um, svo unnt sé að mæta ályktunFAO, heldur einnig í net og önnurveiðarfæri. Slík skýrsla yrði mikil-vægt innlegg í framkvæmd áætlun-ar norðurskautslandanna um verndsvartfugla, sbr. CAFF (1996).

Unnt er að beita mismunandi að-ferðum við að taka saman stöðu-skýrslu. Sjómenn gætu svaraðspurningum í vel skipulagðri könn-un. Leita má eftir nánari upplýsing-um frá fiskmörkuðum. Unnt er aðláta veiðieftirlitsmenn skrá aukaaflaí veiðarfærum. Ennfremur er heppi-legt að nota niðurstöður úr fugla-merkingum frekar eftir því sem þær

SJOFUGLADAUDI.qxp 15.4.2003 23:33 Page 58

gefa tilefni til. Hvernig svo semkönnun af þessu tagi er framkvæmdí smáatriðum er brýnt að skoða upp-lýsingar um veiðiálag eftir hafsvæð-um og árstíma með hliðsjón af teg-undum veiðarfæra.

Til að fylgja eftir ofangreindummarkmiðum er lagt til að eftirfarandiverkefni verði unnin. Tillögurnareru lagðar fram með hliðsjón afþeirri þekkingu sem fyrir liggur ávandamálinu. Verkefnum er skiptupp eftir fuglategundum, hverskon-ar veiðarfæri eiga í hlut og við hvaðaaðstæður veiðar fara fram, enda ernauðsynlegt að skipta viðfangsefn-inu í viðráðanlega áfanga. Einnigþarf að átta sig á að kannanir þurfaað vera misnákvæmar til þess að fáfram svör við mismunandi spurn-ingum. Eins og áður segir er lögðáhersla á almenna yfirlitskönnun íupphafi. Öðrum verkefnum er ekkiraðað í neina sérstaka forgangsröð.

Almenn yfirlitskönnun. Slíkkönnun miðar að því að fá al-mennt yfirlit yfir fuglategundirsem drepast í veiðarfærum, hlut-fallslega tíðni þeirra, dreifinguvið landið og yfir árið. Athugan-ir geta verið í tveimur hlutum,þ.e. (1) könnun byggð á ákveðnuúrtaki sjómanna (í síma, með út-sendum spurningarlista eða hvorttveggja) og (2) vettvangskönnuná mismunandi árstímum eftirveiðarfærum og veiðislóð. Eðli-legt er að taka tillit til þeirra at-riða um línuveiðar sem FAOleggur áherslu á að sé safnað.

Svartfuglar. Hér er um að ræðasamheiti yfir þrjár fuglategundir(langvíu, stuttnefju og álku).Svartfuglar eru taldir drepastfugla mest í veiðarfærum, eink-anlega langvía. Meta þarf árleg-an fjölda fugla sem drepst áþennan hátt, hvenær árs dauðs-föll eiga sér stað og hvar viðlandið. Hlutfall fullorðinna ogókynþroska fugla segir mikið tilum áhrif fugladauða á viðkom-andi stofna. Niðurstöður erubornar saman við stærð og dreif-ingu stofnanna til að fá hug-

mynd um áhrif fugladauða afþessum völdum með hliðsjón afniðurstöðum fuglamerkinga umferðir fugla, en þeir geta bæðiverið komnir úr íslenskumfuglabyggðum og erlendis frá.Hvort unnt er að greina úrhvaða varpbyggðum fuglarnireru ættaðir ræðst af greiningar-hæfni DNA-tækni. Dauðsföll íveiðarfærum geta haft umtals-verð áhrif á einstök sjófugla-vörp, þótt þau séu ekki afger-andi fyrir viðkomandi fugla-stofn í heild.

Lómur og himbrimi. Upplýsing-ar úr fuglamerkingum og fugla-safni Náttúrufræðistofnunar Ís-lands benda til þess aðóvenjumikið af lómum og him-brimum drepist í veiðarfærum.Himbrimi, sem er náskyldurlómi, hefur svipaða lífshætti oglíklegt að hann lendi jafnoft íveiðarfærum og lómur, sbr.grein Sigurðar Gunnarssonar(2000) og Válista Náttúrufræði-stofnunar Íslands (2000). Stofnarbeggja tegunda eru fremur litlir,auk þess sem himbrimi verpurnær hvergi í Evrópu nema hér álandi (Ævar Petersen 1998). Ís-lendingar bera því sérstakaábyrgð á vernd tegundarinnar.Við túlkun niðurstaðna þarf aðtaka tillit til uppruna fuglanna,aldurs, hvar þeir drepast og áhvaða árstíma.

Dílaskarfur og toppskarfur.Stofnstærð beggja skarfateg-undanna sem verpa hér á landier nokkur þúsund pör (ArnþórGarðarsson 1979, 1996, 1999).Skarfar eru veiddir nokkuð aukþess að koma í net í talsverðummæli. Stærð dílaskarfastofnsinshefur sveiflast mikið síðustuáratugi (Arnþór Garðarsson1996, 1999, Ævar Petersen 1993).Ýmsar ástæður hafa verið nefnd-ar til sögunnar, þ. á m. grá-sleppuveiðar. Skoða þarf fjöldaog aldurssamsetningu fugla semdrepast í netum og meta áhrif ástofnana.

Teista. Áhrif grásleppuveiða áteistustofninn hafa verið könnuð ítvígang án þess að unnt hafi ver-ið að sýna fram á að þau væruneikvæð fyrir varpstofninn(Ævar Petersen 1981, Frederiksenog Ævar Petersen 1999). Gildarástæður eru taldar vera fyrirþeim niðurstöðum og talið líkleg-ast að ónákvæm gögn um um-fang grásleppuveiða séu meginá-stæða þess að ekkert sambandfannst við stofnbreytingar. Teistu-stofninn í Flatey á Breiðafirði, þarsem hann er vaktaður, minnkaðisífellt í mörg ár (Ævar Petersen,2001; í undirbúningi). Hrindaþarf í framkvæmd frekari rann-sóknum á áhrifum grásleppunetaá teistustofninn víðar við landið.

Æðarfugl. Efnahagslega er æð-arfugl mikilvægasta fuglateg-undin hér á landi. Tvær kannan-ir á fjölda fugla sem drapst ígrásleppunetum bentu ekki tiláhrifa á stofninn. Síðustu kann-anir fóru fram 1987 og 1991 (Vil-hjálmur Þorsteinsson og GuðrúnMarteinsdóttir 1992) en síðanhafa grásleppuveiðar aukist.Ástæða er til að endurtaka fyrrikannanir til að sjá hvort líkur séuá því að netadauði hafi áhrif áæðarstofninn. Hyggja þarf aðstaðbundnum áhrifum semhluta af þessu verkefni, því ein-stök æðarvörp geta orðið fyriráföllum þótt áhrifin á íslenskaæðarstofninn í heild séu hverf-andi.

Fýll. Vitað er að fýlar koma tals-vert á króka þegar lína er lögðút. Lagt hefur verið fram gróftmat á fjölda fugla sem drepst áþennan hátt hér við land (Dunnog Steel 2001). Slíkur dauðdagier kvalafullur jafnvel þótt línu-veiðar hafi ekki afgerandi áhrifá fýlastofninn. Það samræmistekki íslenskum dýraverndar-lögum að láta slíkt afskipta-laust. Fiskimenn verða auk þessfyrir talsverðum skaða af þess-um sökum. Reyna þarf aðferðirsem draga úr eða koma í veg

59

Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags

SJOFUGLADAUDI.qxp 15.4.2003 23:33 Page 59

60

Náttúrufræðingurinn

fyrir að fýlar drepist við línu-veiðar.

Aðgerðir til að draga úr fugla-dauða í veiðarfærum. Lagt er tilað yfirvöld láti skoða hvaða að-ferðir hafa verið þróaðar erlend-is til þess að draga úr fugla-dauða í veiðarfærum, sbr.nýlega samantekt þar um (sjáBrothers, Cooper og Løkkeborg1999). Einnig kann að vera nauð-synlegt að gera ákveðnar til-raunir til þess að fá hnitmiðaðriupplýsingar sem eiga við hér-lendis. Taka þarf saman niður-stöður slíkrar könnunar ogdreifa til útgerðar- og sjómanna ísamvinnu við samtök þeirra.

Summary

Seabird bycatch in fishing gear inIceland

An overview is given of the issue ofbycatch of seabirds in Icelandic waters,more detailed than presented earlier (seeÆvar Petersen 1998a). A systematic sur-vey has not been carried out of thismortality factor in the Icelandic fisheriesin general. Representative data need tobe compiled on, for instance, the birdspecies affected, the type of fishing gearinvolved, the spatial and temporal distri-bution of bycatch and, most importantly,whether incidental take in fishing gearaffects the bird populations. Whateverthe result, this is also an animal welfareissue, as drowning in nets or gettinghooked cannot be seen as humanemethods of killing birds. Furthermore,bycatch is to a large extent both wastefuland unnecessary (cf. Fig. 1).

Icelandic environmental and fisheryauthorities have been urged to considerbycatch as a serious conservation prob-lem. It is pointed out that FAO has issued

a plan of action to reduce seabirdbycatch in longline fisheries (FAO 1995,1998, 1999). The Arctic Council workinggroup CAFF (Conservation of Arctic Floraand Fauna) has considered bycatch asignificant source of mortality in Arcticseabirds. In the North Atlantic bycatch innets is considered more serious thanlongline (Bakken & Falk 1998). Assessingand reducing mortality of murres (Uriaspp.) in commercial fishing gear is anaction item of the International MurreConservation Strategy and Action Plan(CAFF 1996), which all the Arctic coun-tries have endorsed.

Four surveys have been carried outon incidental take in individual birdspecies and the impact of this on theirpopulations. All these surveys relatedonly to Lumpsucker fishing nets and/oronly a small part of the respective birdpopulations. Two of them dealt with theBlack Guillemot Cepphus grylle (ÆvarPetersen 1981, Frederiksen & Ævar Pet-ersen 1999). The other two were aimed atthe Common Eider Somateria mollissima,although one of these also included allother birds caught (Ævar Petersen & JónGuðmundsson ms, Vilhjámur Þorsteins-son & Guðrún Marteinsdóttir 1992).None of these surveys could show signi-ficant influences of bycatch on therespective bird populations.

Other sources of information on thebycatch issue in Iceland include datafrom the Icelandic Bird Ringing Scheme(cf. Ævar Petersen 1998a) and the sci-entific bird skin collection, both at theIcelandic Institute of Natural History.Other sources are the sale (illegal) ofbycaught birds at fish markets (cf. ÆvarPetersen 1998a), official reports from theLumpsucker fishery (not required anymore) and incidental information fromnewspapers and other informal sources.

Examples of incidental take are nu-merous in Iceland. Some of the mostexceptional ones include 10000 alcids

killed in 24 hours off Grimsey island in1990. In April 2001 one fishing vesselcaught 8000 alcids in nets in 24 hours inFaxaflói Bay. However, bycatch is veryvariable according to type of fishinggear, time of year and region (Fig. 2).Probably the most important fishinggear in this respect are cod nets,Lumpsucker nets and longline, althoughvarious other gear has been registered inbird recoveries of the Icelandic BirdRinging Scheme and in the scientific birdcollection at the Icelandic Institute ofNatural History (Tabs. 1–3).

In 1997 as many as 70 thousand mur-res (mostly Common Murre Uria aalge)were estimated killed annually in nets,Common Murre being by far the mostcommon species (Guðmundur A. Guð-mundsson, Ævar Petersen & ArnþórGarðarsson 1997). Thousands if not tensof thousands Fulmars Fulmarus glacialishave been estimated killed in theIcelandic longline fishery (Dunn & Steel2001). Somewhere between 100 and 200thousand seabirds are estimated killedin fishing gear from the Icelandic fleeteach year, possibly more. Altogether, 20seabird species have been registeredfrom fishing gear.

It is suggested as a start that an over-all status report of the bycatch issue inIcelandic waters be compiled. More con-centrated studies are needed of (1) thealcids (especially Common Murre,Thick-billed Murre and Razorbill Alcatorda), (2) Red-throated Loon Gavia stella-ta and Common Loon G. immer, (3) GreatCormorant Phalacrocorax carbo and ShagP. aristotelis, (4) continued research onBlack Guillemot, (5) a repeated survey ofCommon Eiders, and (6) Fulmar. Acompilation of mitigation measures withparticular reference to Iceland is alsorequired, leading to cooperation with thefishery industry in solving, or at leastreducing, the bycatch problem inIcelandic fisheries.

ÞakkirSverrir Thorstensen og Sólveig Bergs lásu greinina í handriti og færðumargt til betri vegar. Þeim eru færðar þakkir fyrir.

HeimildirArnþór Garðarsson 1961. Fugladauði af völdum netja í Mývatni. Nátt-

úrufræðingurinn 31. 145–168.Arnþór Garðarsson 1979. Skarfatal 1975. Náttúrufræðingurinn 49. 126-

154.

Arnþór Garðarsson 1996. Dílaskarfsbyggðir 1975–1994. Bliki 17. 35–42.Arnþór Garðarsson 1999. Fjöldi og viðkoma dílaskarfs. Veiðistjóraemb-

ættið. Veiðidagbók 1999. 10–12.Asbirk, S., L. Berg, G. Hardeng, P. Koskimies & Ævar Petersen 1997.

Population sizes and recent trends in the Nordic countries 1978-1994. TemaNord 1997: 614. Nordisk Ministerråd. 88 bls.

Bakken, V. & K. Falk (ritstj.) 1998. Incidental Take of Seabirds inCommercial Fisheries in the Arctic Countries. CAFF TechnicalReport no. 1. v+50 bls.

BirdLife Int. 1995. Global impacts of fisheries on seabirds. BirdLife Int.27 bls.

SJOFUGLADAUDI.qxp 15.4.2003 23:33 Page 60

61

Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags

Brothers, N.P., J. Cooper & S. Løkkeborg 1999. The incidental catch ofseabirds by longline fisheries: worldwide review and technicalguidelines for mitigation. FAO Fisheries Circular no. 937. 100 bls.

CAFF 1996. International Murre Conservation Strategy and Action Plan.v+16 bls.

CAFF 2000. Workshop on Seabird Incidental Catch in the waters of Arct-ic Countries. Report and Recommendations. CAFF Technical Reportno. 7. 65 bls.

Dunn, E. & C. Steel 2001. The impact of longline fishing on seabirds inthe north-east Atlantic: recommendations for reducing mortality.RSPB, NOF, JNCC and BirdLife Int. 108 bls.

DV 17.5.2001. Sala á svartfugli stöðvuð. DV fimmtudagur 91 & 27(112).2.

DV 21.5.2001. Sala á svartfugli stöðvuð eftir að frétt þess efnis birtist íDV. DV mánudagur 91 & 27(115). 6.

FAO 1995. Code of conduct for responsible fisheries. FAO, Rome. 41 bls.FAO 1998. International Plan of Action for reducing incidental catch of

seabirds in longline fisheries. Food and Agricultural Organization ofthe U.N., Rome. Bls. 1-9.

FAO 1999. International plan of action for reducing incidental catch ofseabirds in longline fisheries. FAO, Rome. 26 bls.

Fiskifréttir 24.5.2002. [Umfjöllun um svartfugladauða í netum]. Fiski-fréttir föstudagur 20(20). 1-2, 4.

Frederiksen, M. & Ævar Petersen 1999. Adult survival of the BlackGuillemot in Iceland. Condor 101(4). 589-597.

Guðmundur A. Guðmundsson, Ævar Petersen & Arnþór Garðarsson1997. Circumpolar Murre Conservation Strategy and Action Plan:Iceland. Unpublished report to the Circumpolar Seabird WorkingGroup. June 1997. 9 bls.

Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum(nr. 60/1994).

Náttúrufræðistofnun Íslands 2000. Válisti. Fuglar. 103 bls.Northridge, S.P. 1991. Driftnet fisheries and their impacts on non-target

species: a worldwide review. FAO Fisheries Technical Paper 320. 115bls.

Sigurður Gunnarsson 2000. Tveir himbrimar. Bliki 20. 64-65.Viðskiptablað Morgunblaðsins 18.10.2001, 89(238). C1.Vilhjálmur Þorsteinsson & Guðrún Marteinsdóttir 1992. Æðarfugladauði

í grásleppunetum. Hafrannsóknastofnun. Óbirt skýrsla. 7 + 14 bls.Vísir 25.4.1961. Fengu súlu í síldarnót.Ævar Petersen 1981. Breeding biology and feeding ecology of Black

Guillemots. D. Phil. thesis. University of Oxford, Englandi. xiv + 378bls.

Ævar Petersen 1993. Fækkun dílaskarfs á Breiðafirði. Greinargerð fyrirumhverfisráðuneytið. 19.11.1993. 2 bls.

Ævar Petersen 1998a. Incidental take of seabirds in Iceland. Bls. 23-27 í:V. Bakken & K. Falk (ritstj.). Incidental Take of Seabirds inCommercial Fisheries in the Arctic Countries. CAFF TechnicalReport no. 1. v+50 bls.

Ævar Petersen 1998b. Íslenskir fuglar. Vaka-Helgafell, Reykjavík. 312bls.

Ævar Petersen 2001. Black Guillemots in Iceland: A case-history ofpopulation changes (Box 70). Bls. 212-213 í: Arctic Flora and Fauna(Status and Conservation). CAFF/Edita, Helsinki. 272 bls.

Ævar Petersen 2002. Stutt greinargerð um sjófugladauða í veiðarfærumvið Ísland. Óbirt greinargerð. 3 bls. [Með bréfi Jóns Gunnars Ottós-sonar og Ævars Petersen til umhverfisráðherra og sjávarútvegsráð-herra 30. apríl 2002].

Ævar Petersen & Guðmundur A. Guðmundsson 1998. Fuglamerkingar áÍslandi í 75 ár. Bliki 19. 49-56.

Ævar Petersen. Seabirds in Iceland: legislation and hunting statistics.Circumpolar Seabird Bulletin 3, í prentun.

Ævar Petersen. Vöktun íslenska teistustofnsins. Náttúrufræðistofnun Ís-lands. Skýrsla NÍ, í undirbúningi.

Ævar Petersen & Jón Guðmundsson. Fugladauði í grásleppunetum. Íhandriti.

Póstfang höfundar/Author’s addressÆvar PetersenNáttúrufræðistofnun ÍslandsIcelandic Institute of Natural HistoryPósthólf/Box 5320IS-125 Reykjaví[email protected]

Um HöfundinnÆvar Petersen (f. 1948) lauk B.Sc. Honours-prófi ídýrafræði frá Aberdeenháskóla í Skotlandi 1971 ogdoktorsprófi í fuglafræði frá Oxfordháskóla áEnglandi 1981. Ævar hefur unnið á Náttúrufræði-stofnun Íslands frá 1978 og er nú forstöðumaðurReykjavíkurseturs stofnunarinnar.

Um miðjan september 2002 hófst íKaliforníu smíði á geimsjónauka sem áað leysa Hubble-sjónaukann af hólmiárið 2010. Nýi sjónaukinn, sem kennd-ur verður við fyrrum forstjóra NASA,James Webb, verður verulega frábugð-inn Hubble. Til að draga úr truflunumfrá rafsegulbylgjum verður hann tildæmis mun lengra úti í geimnum,nánar tilgreint 1,6 milljón kílómetra frájörðu, eða fjórfalt lengra frá okkur entunglið. Braut sjónaukans, svonefndLangrage-2 braut, verður þar sem að-dráttarkraftar sólar og jarðar upphefjahvor annan.

Eins og menn muna, sendi Hubble-sjónaukinn upphaflega óskýrar mynd-ir til jarðar, en viðgerðarmönnum ígeimferju tókst að gera við hann. Nýisjónaukinn verður utan seilingar allra

tæknimanna, svo það er eins gott aðekkert bregðist þegar hann verðursendur á braut.

Og þar gæti svo sannarlega ýmis-legt farið úrskeiðis. Spegill Webbsverður 6,5 metrar í þvermál, saman-borið við 2,4 m spegil Hubbles, oghann verður úr afar þunnu efni til aðdraga úr þyngdinni. Svo verðurhann felldur saman í þrjá hluta ígeimflauginni og á að springa úteins og blóm þegar út á brautinakemur, en oft hafa komið uppvandamál þegar til dæmis sólar-rafsellur eiga að opnast úti í geimn-um, og það jafnvel þótt tæknimennséu þar til taks.

Webb-sjónaukinn á að greinalengri innrauðar varmabylgjur enHubble, svo hiti myndi trufla myndir

frá honum. Með honum verður þvísend samanbrotin varmahlíf úr plasti,á stærð við tennisvöll, sem á að verjahann geislun bæði frá sól og jörð oghalda hitanum niðri undir 40 kelvín-gráðum (eða um -230°C).

Þessi kuldi mun stuðla að skýrummyndum, en hann gæti kallað ávandamál við hönnun hreyfibúnaðar-ins, sem á að stilla lögun sveigjanlegaholspegilsins í sjónaukanum.

Fréttir

New Scientist, 21. september 2002. Örnólfur Thorlacius tók saman.

Arftaki Hubbles

© NASA / STScI

SJOFUGLADAUDI.qxp 15.4.2003 23:33 Page 61