36
VR-BLAÐIÐ 01 2019 BLAÐSÍÐA 7 Kannanir VR - Ekki gleyma þér! BLAÐSÍÐA 11 Kjarasamninga- viðræðum slitið BLAÐSÍÐA 16 Kosningar til stjórnar VR 2019 BLAÐSÍÐA 32 KLUKK - tímaskráningarapp

VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR-BLAÐIÐ 01 2019 VirðingRéttlæti

BLAÐSÍÐA 7

Kannanir VR - Ekki gleyma þér!

BLAÐSÍÐA 11

Kjarasamninga-viðræðum slitið

BLAÐSÍÐA 16

Kosningar til stjórnar VR 2019

BLAÐSÍÐA 32

KLUKK - tímaskráningarapp

Page 2: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

2 VR BLAÐIÐ 01 2019

VR BLAÐIÐ1. tbl. 41. árgangur mars 2019 Hús verslunarinnarKringlan 7 103 ReykjavíkSími 510 [email protected]

Ábyrgðarmaður Ragnar Þór Ingólfsson

Ritstjóri Fjóla Helgadóttir

RitstjórnÁrdís BirgisdóttirÁrni LeóssonFjóla HelgadóttirRagnar Þór IngólfssonSteinunn BöðvarsdóttirÞorsteinn Skúli Sveinsson

Umbrot og útlit Tómas Bolli Hafþórsson

Ljósmyndir Guðmundur Þór Kárason og Birgir Ísleifur Gunnarsson

Prentun Oddi

Upplag27.170

Stjórn VRRagnar Þór Ingólfsson, formaðurHelga Ingólfsdóttir, varaformaðurHarpa Sævarsdóttir, ritariArnþór SigurðssonBjarni Þór SigurðssonDóra Magnúsdóttir Friðrik Boði Ólafsson Guðrún Björk HallbjörnsdóttirIngibjörg Ósk BirgisdóttirSigríður Lovísa JónsdóttirBirgir Már Guðmundsson Elizabeth Ann Courtney Guðrún Björg Gunnarsdóttir Ólafur Reimar Gunnarsson Unnur María Pálmadóttir

Varamenn Agnes Erna Estherardóttir Sigmundur Halldórsson Sigurður Sigfússon

EFNISYFIRLIT

9

7

3 Leiðari

4 Fréttir

7Kannanir VR - Ekki gleyma þér!

8Hádegisfyrirlestrar VR

9Frumvarp um rýmri inntökuskilyrði í háskóla

30Trúnaðarmaðurinn – Bergdís Ingibergsdóttir

34Krossgátan

35Tilboð til félagsmanna VR

FÉLAGSMÁL

28

KJARAMÁL

10Tekjusaga Íslendinga í myndum

11Kjarasamningaviðræðum slitið

14Vinnustaðaeftirlit VR

32KLUKK - tímaskráningarapp

STARFSMENNTAMÁL

26Verslunarstörf framtíðarinnar

27Hvað er starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks?

28Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

29Vissir þú af leið 3?

ForsíðumyndHvíta húsið

KOSNINGAR 2019

16Allsherjaratkvæðagreiðsla í VR 2019

17Úr lögum VR um kosningar

18Kynning á frambjóðendum til stjórnar VR

31Listi stjórnar og trúnaðarráðs 2019 -2021

Page 3: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 3

Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og

segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona virkar þetta best. Að félagsmenn geti haft áhrif

á það hverjir hlaupa með kyndil hagsmuna okkar næstu árin. Bæði fyrir félagsmennina

sjálfa, afkomendur og samfélagið allt.

Ég tók þátt í mínum fyrstu kosningum í félaginu árið 2009, en þá var gerð nokkurs konar

„hallarbylting“ í VR eftir að upp komst m.a. að þáverandi formaður félagsins hafði átt sæti í

stjórn og lánanefnd Kaupþings banka sem endaði með einu stærsta gjaldþroti sögunnar.

Tengsl verkalýðsforystunnar við fjármálakerfið vöktu mikla reiði í samfélaginu og tók hópur

fólks sig til og bauð sig fram gegn sitjandi stjórn. Kosningakerfið sem þá var við lýði var mjög

óaðgengilegt og flókið. Framboðslista um stjórn og formann VR, „A-lista“, var stillt upp á

sérstökum fundum sem kallaðir voru nýársfundir. Þar var þröngum hópi félagsmanna

VR falið að velja sér forystu en ekki var hlaupið að því að bjóða fram mótframboð eða

„B-lista“. Það tókst þó árið 2009 en þá sigraði „B-listinn“ með miklum yfirburðum í alls-

herjaratkvæðagreiðslu í félaginu. Kosningalögum VR var breytt í kjölfarið og fer nú skipan

stjórnar fram í einstaklingskjöri og geta allir fullgildir félagsmenn VR boðið sig fram til

stjórnar, óháð listafyrirkomulagi. Þá eru kosningarnar rafrænar á vef VR og því mjög að-

gengilegt fyrir félagsmenn að kjósa.

Töluverð gagnrýni hefur komið frá sérhagsmunaöflum um að forysta VR njóti ekki mikils

trausts miðað við kosningaþátttöku sem hlutfall af heildarfjölda félagsmanna. Þ.e. að

stjórnarmenn og formaður hafi takmarkað umboð þar sem einungis 20 til 30 prósent

félagsmanna taki að meðaltali þátt í kosningum félagsins. Slíkar fullyrðingar eru í besta

falli broslegar tilraunir til að gera lítið úr umboði okkar enda vinna flest stéttarfélög enn

eftir gamla fyrirkomulaginu. Það má því spyrja á móti hversu sterkt umboð formanns og

stjórnar væri ef þau væru kosin af 100 manna hópi fulltrúa sem skipaður væri af stjórninni

sjálfri í 36 þúsund manna félagi. Ekki hef ég heyrt sömu raddir gagnrýna umboð ann-

arra verkalýðsforingja og stjórna stéttarfélaga sem enn skipa eftir þunglamalegum lista-

kosningareglum. VR er leiðandi stéttarfélag á flestum sviðum. Þegar kemur að opnu félagi

og lýðræði þá skerum við okkur úr.

Það segir ákveðna sögu að undirritaður er fimmti formaður félagsins á síðustu 10 árum en

nú liggur fyrir að ekkert mótframboð til formanns barst og er ég því sjálfkjörinn.

Það staðfestir að full þörf er á að forysta stéttarfélaga setji störf sín í dóm félagsmanna

reglulega. Í tilfelli VR er það á tveggja ára fresti. Formaður félagsins er jafnframt tals-

maður þess en starf formanns er að miðla þeim ákvörðunum og þeirri stefnu sem stjórnin

ákveður hverju sinni. Þess vegna er svo mikilvægt að velja öfluga og virka stjórn til að leiða

þau verkefni sem framundan eru.

Endurreisn verkalýðshreyfingarinnar með aukinni þátttöku félagsmanna verður ekki að

veruleika á einni nóttu. Það tekur tíma að byggja upp trausta og öfluga verkalýðshreyf-

ingu með aukinni stéttar- og samfélagsvitund. Á þeirri vegferð þarf að velja fólk til að

leiða hreyfinguna til vegs og virðingar. 13 félagsmenn VR eru í framboði til 7 stjórnarsæta

í stjórn VR, auk 3 varamanna, og hvet ég alla félagsmenn til að kynna sér frambjóðendur

og málefni þeirra vel og síðast en ekki síst, kjósa!

Ragnar Þór Ingólfsson

Formaður VR

RAGNAR ÞÓR INGÓLFSSONFORMAÐUR VR

„ Endurreisn verkalýðs-hreyfingarinnar með aukinni þátttöku félags-manna verður ekki að veruleika á einni nóttu.

LEIÐARI

LÝÐRÆÐIÐ

VirðingRéttlæti

Page 4: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

4 VR BLAÐIÐ 01 2019

FRÉTTIR

AÐALFUNDUR VR 27. MARS 2019

Aðalfundur VR verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 27. mars næstkomandi og hefst kl. 19.30. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.

VR HEIMSÆKIR SKÓLANAVR hefur staðið fyrir kynningum á réttindum og skyldum í grunn- og

framhaldsskólum undanfarin 20 ár. Á kynningunni er farið yfir helstu

grunnþætti sem mikilvægt er að ungt fólk þekki þegar það fer út á

vinnumarkaðinn eins og kjarasamninga, launataxta, lágmarkslaun og

veikindarétt svo eitthvað sé nefnt. Þá er mikilvægt að unga fólkið

sé meðvitað um hvaða hlutverki stéttarfélögin gegna og þjónustuna

sem þau veita.

Grunnskólakynningar fyrir skólaárið 2018-2019 eru 43 talsins og munu

um 1950 grunnskólanemendur fá slíka kynningu í sínum skóla.

Framhaldsskólar sem fá kynningu á skólaárinu eru 12 talsins og um 653

framhaldsskólanemendur koma til með að hlýða á kynningu í sínum

skóla. Forsvarsmenn skóla geta bókað kynningu með því að hringja í

þjónustuver VR í síma 510 1700 eða sent tölvupóst á [email protected].

SAMNINGUR MILLI VS OG VR UNDIRRITAÐURÞriðjudaginn 19. febrúar sl. undirrituðu formenn VS og VR, þeir

Guðbrandur Einarsson og Ragnar Þór Ingólfsson, samning um samruna

félaganna. Samningurinn gerir ráð fyrir að félögin starfi undir nafni og

kennitölu VR að aflokinni félagslegri afgreiðslu í samræmi við lög félag-

anna. VS mun viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna

sem hafist gæti í byrjun mars og VR mun leggja samninginn fyrir til

afgreiðslu á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 27. mars nk. Gert

er ráð fyrir að félögin sameinist 1. apríl nk. verði sameining samþykkt.

NÁMS- OG STARFS-RÁÐGJÖF FYRIR FÉLAGSMENN VRHjá náms- og starfsráðgjafa VR er hægt að fá einstaklingsviðtöl og

ráðgjöf varðandi nám, raunfærnimat, námskeið og fleira. Hægt er að

óska eftir viðtali þar sem m.a. er unnið með styrkleika hvers og eins,

veitt aðstoð við skipulag náms, ráðgjöf við lestraraðferðir og annað sem

upp kann að koma. Þá er einnig í boði leiðsögn varðandi lífsvenjur sem

geta stuðlað að betri einbeitingu í námi og aðstoð fyrir þá einstaklinga

sem eru í námi að samræma nám og starf sem getur verið flókið og

krefst góðs skipulags. Ef þig vantar ráðgjöf – pantaðu tíma með því að

senda tölvupóst á [email protected].

Page 5: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 5

FRÉTTIR

Traustur hlekkur í keðju VR félaga er nú fallinn frá en Teitur Jensson

félagi okkar lést á Hrafnistu DAS þann 9. janúar sl.

Teitur átti aðild að VR í tæpa hálfa öld en Teit þekktu allir virkir félags-

menn í VR á árunum 1978-2005 enda var hann á þeim tíma mjög virkur

í starfi og baráttu félagsins. Teitur lagði þung lóð á vogarskálar starfsins

hjá VR, var formaður deildar Samvinnustarfsmanna í VR, í stjórn VR í 12

ár frá 1978-1990 og svo önnur 12 ár í trúnaðarráði VR frá 1993-2005.

Teitur mætti fyrstur manna á alla fundi og var alltaf boðinn og búinn að

leggja starfi okkar lið. Fyrir hið mikla framlag sitt og hollustu við félagið

var hann sæmdur gullmerki VR árið 1991.

Við kveðjum þennan félaga okkar með hlýjar minningar og miklu

þakklæti í huga.

NÝTTU ATKVÆÐISRÉTT ÞINNAllsherjaratkvæðagreiðsla til stjórnar VR fyrir kjör- tímabilið 2019 til 2021 hefst mánudaginn 11. mars og lýkur á hádegi 15. mars. Kosningin er rafræn á Mínum síðum á vef VR. Innskráning er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Við hvetjum félags- menn til að kynna sér frambjóðendur og nýta atkvæðisrétt sinn.

MINNINGTeitur Jensson

VR STYÐUR GRÁA HERINNStjórn VR samþykkti einróma á síðasta fundi sínum þann 9. janúar sl. að

styðja við Gráa herinn, baráttuhóp eftirlaunafólks á vegum Félags eldri

borgara sem er að undirbúa málssókn gegn íslenska ríkinu vegna

skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. VR

hyggst leggja fram eina milljón króna vegna málskostnaðar þeirra og

hvetur önnur stéttarfélög til þess að leggja hönd á plóg og skipa sér

í lið með eldri borgurum sem auðvitað eru einnig eldri félagsmenn

stéttarfélaga. Þannig er í raun um að ræða hreint kjaramál sem stéttar-

félögunum ber að koma að.

Um er að ræða þann gjörning þegar lágmarksframfærslu, sem allt eftir-

launafólk átti að fá frá ríkinu við 67 ára aldur, var komið yfir á lífeyrissjóði

launafólks. Lífeyrissjóðsgreiðslur áttu í upphafi aðeins að vera viðbót

við lágmarksframfærslu frá ríkinu og þannig koma þeim til góða sem

lögðu á sig að spara reglulega með lífeyrissjóðsgreiðslum. Í dag er það

hins vegar þannig að fyrir sumt eftirlaunafólk hefði engu breytt þótt

það hefði sleppt því að greiða í lífeyrissjóð alla sína starfsævi því það

kemur á sama stað niður. Grái herinn hefur litið svo á að um hreina

eignaupptöku væri að ræða og vill VR styðja þau í sinni réttlætisbaráttu

með þessu framlagi.

Page 6: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

6 VR BLAÐIÐ 01 2019

FÉLAGSMÁL

Félagsmenn VR fá afslátt hjá Icelandair, WOW air, Flugfélaginu Erni,

Sumarferðum og hjá Úrvali Útsýn. Afslátturinn er í formi gjafabréfa sem

hægt er að kaupa á orlofsvef VR. Hver félagsmaður getur keypt tvö gjafabréf á ári hjá hverju fyrirtæki. Ekki er hægt að skila bréfunum

eftir að þau hafa verið keypt. Félagsmönnum er bent á að kynna sér vel

skilmálana áður en bréfin eru keypt.

Flugávísun Flugfélagsins Ernis gildir sem greiðsla fyrir flugmiða aðra

leið fyrir einn til eða frá Vestmannaeyjum, Húsavík, Höfn í Hornafirði og

Bíldudal. Flugávísunin gildir eingöngu fyrir félagsmann VR. Taka þarf

fram við pöntun að greitt sé með flugávísun frá VR. Ekki er hægt að nota

flugávísun VR í eftirfarandi flug á tímabilinu 1. júní - 31. ágúst: Kl. 8.55

(morgunflug) frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði mánudaga, miðvikudaga

og föstudaga og kl. 18:55 (síðdegisflug) frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur

AFSLÁTTUR Í FLUGErtu að fara til útlanda eða langar þig að ferðast innanlands?

mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Allt flug milli Reykja-

víkur og Vestmannaeyja um Verslunarmannahelgi ár hvert og er þá átt við

þá helgi frá föstudegi til mánudags.

Gjafabréf Icelandair kostar 23.000 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp

í flug og/eða pakkaferðir Icelandair. Gjafabréfið gildir ekki upp í skatta á

Vildarpunktamiðum. Gjafabréf Icelandair gildir í u.þ.b. fimm ár frá útgáfudegi.

Gjafabréf WOW air kostar 22.500 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp

í flug hjá WOW air. Einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í hverri

bókun. Bókunar- og ferðatímabil er u.þ.b. 1 ár frá útgáfu gjafabréfs. Í þessu

felst að flugferðin þarf að vera innan árs frá útgáfudegi gjafabréfsins og

ferð verður að vera lokið áður en gildistími gjafabréfs rennur út.

Gjafabréf Sumarferða kostar 25.000 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu

upp í pakkaferð. Gildir í allar auglýstar pakkaferðir til 31. desember 2019.

Nota má eitt gjafabréf á hvern félagsmann.

Gjafabréf hjá Úrvali Útsýn kostar 25.000 kr. og jafngildir 30.000 kr.

greiðslu upp í pakkaferð. Gildir í allar auglýstar pakkaferðir til 31. desember

2019. Nota má eitt gjafabréf á hvern félagsmann. VirðingRéttlæti

Page 7: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 7

FÉLAGSMÁL

EKKI GLEYMA ÞÉR!Ertu að sækja um starf? Veistu hvernig fyrirtækið kemur út í könnun VR á Fyrirtæki ársins? Könnunin 2019 er hafin og stend-ur fram í miðjan mars. Allir félagsmenn VR fá senda könnun.

HVERNIG ER FYRIRTÆKI ÁRSINS VALIÐ?

VR hefur kannað aðbúnað félagsmanna sinna og viðhorf þeirra árlega

í meira en tvo áratugi. Allir félagsmenn VR fá senda könnunina um

fyrirtæki ársins en fjöldi fyrirtækja tryggir að auki öðrum starfsmönnum

sínum þátttökurétt í könnuninni, óháð því í hvaða stéttarfélagi þeir eru.

Í ár fá allir starfsmenn í meira en eitt hundrað fyrirtækjum tækifæri til

að taka þátt og er könnunin því send til hátt í 40 þúsund starfsmanna

á almennum vinnumarkaði. Könnun VR á Fyrirtæki ársins er þannig ein

viðamesta vinnumarkaðskönnun sem gerð er á Íslandi.

Í könnuninni er spurt um viðhorf til níu lykilþátta í starfsumhverfi svar-

enda. Þættirnir eru stjórnun fyrirtækisins, starfsandi á vinnustaðnum,

launakjör, vinnuaðstaða, sveigjanleiki í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd

fyrirtækisins, jafnrétti og að síðustu ánægja og stolt af vinnustaðnum.

Gefin er einkunn fyrir hvern lykilþátt og saman mynda þær heildar-

einkunn fyrirtækis. Vægi þáttanna í heildareinkunninni er misjafnt,

viðhorf til stjórnenda fyrirtækisins vegur þar þyngst. Ítarleg umfjöllun

um þættina og þróun þeirra er á vefsíðu VR, www.vr.is.

FIMMTÁN FYRIRTÆKI FÁ TITILINN FYRIRTÆKI ÁRSINS

Fyrirtækjum er skipt í þrjá flokka eftir stærð, stærstu fyrirtækin eru þau

sem eru með 70 starfsmenn eða fleiri, hjá næststærstu fyrirtækjunum

eru starfsmenn frá 30 til 69 talsins og þeim minnstu eru starfsmenn

færri en 30. Fimm efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki fá titilinn

Fyrirtæki ársins, alls fimmtán fyrirtæki. Fyrirtækin í fimmtán efstu sæt-

unum fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki. Eingöngu fyrirtæki

sem tryggja öllum starfsmönnum sínum þátttökurétt koma til greina

í vali á Fyrirtæki ársins.

EKKI BARA VAL Á ÞEIM BESTU

Könnunin veitir starfsmönnum vettvang til að tala við stjórnendur

sinna vinnustaða, hrósa því sem vel er gert en benda jafnframt á það

sem þarf að laga. Niðurstöðurnar eru þannig mælikvarði á frammistöðu

stjórnenda fyrirtækja og nýttar til að veita þeim fyrirtækjum sem standa

sig vel í mannauðsmálum viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Könnunin

sýnir hver staða fyrirtækisins er í augum starfsmanna og í samanburði

við önnur fyrirtæki á vinnumarkaði.

En niðurstöður í könnun VR á fyrirtæki ársins eru meira en bara viður-

kenning til fyrirtækja. Þær gefa félagsmönnum og starfsmönnum á al-

menna vinnumarkaðnum almennt upplýsingar um starfskjör í fyrir-

tækjum og viðhorf starfsmanna þeirra sem og þróun á vinnuaðstæðum.

Þær gefa VR einnig dýrmætar upplýsingar um hvar hallar á félagsmenn

og hvernig kjarabaráttan hefur skilað árangri. Niðurstöður könnunar-

innar eru mikilvægt innlegg í kjaraviðræður og renna fleiri stoðum undir

starfsemi og þjónustu félagsins.

LAUNAKÖNNUN Á ÞRIGGJA ÁRA FRESTI

Síðustu tuttugu ár hefur launakönnun verið gerð meðal félagsmanna

samhliða könnun á Fyrirtæki ársins. Í ár er hins vegar gerð breyting á

því og verður launakönnun gerð á þriggja ára fresti héðan í frá. Ekki er

því spurt um launin í könnuninni í ár en það verður næst gert árið 2021.

Standast þín laun samanburð?

Í stað árlegrar launakönnunar höfum við eflt mjög allan launasaman-

burð á Mínum síðum. Þar geta félagsmenn nú skráð starfsheiti sitt og

vinnutíma og séð samanburð launa sinna – bæði grunnlauna og heildar-

launa – við aðra í samskonar starfi. Nú þegar hafa um 12 þúsund félags-

menn skráð upplýsingar sínar. Við hvetjum félagsmenn til að fara inn á

Mínar síður á vef VR og skoða stöðu sína í samanburði við aðra.

2019

VirðingRéttlæti

Page 8: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

8 VR BLAÐIÐ 01 2019

VARST ÞÚ AÐ MISSA VINNUNA?12. mars og 7. maí kl. 16.00-17.30Fundur þessi er hugsaður fyrir þá félagsmenn sem sagt hefur verið upp

störfum af hálfu atvinnurekanda.

Leiðbeinendur: Sérfræðingar á kjaramálasviði VR

og Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur

Sérfræðingar af kjaramálasviði VR fara yfir réttarstöðu einstaklings

gagnvart starfslokum af þessu tagi, umsóknarferli gagnvart atvinnu-

leysissjóði og nokkur praktísk atriði fyrir atvinnuleitina. Þá mun Jóhann

Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um hvernig megi vinna með og

breyta viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar

máli skiptir. Lögð verður áhersla á gagnlegar aðferðir til að takast á við

breytingar við krefjandi aðstæður. Fræðslan verður í formi fyrirlesturs

og umræðna í bland.

Jóhann Ingi Gunnarsson hefur áratugareynslu af klínískri vinnu með

einstaklinga auk þess sem hann hefur haldið fjölda námskeiða og

fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir bæði hér heima og erlendis. Einnig

má nefna að hann hefur lengi starfað á vettvangi íþrótta, t.d. sem lands-

liðsþjálfari ásamt því að vera andlegur styrktarþjálfari margra af okkar

fremstu íþróttamönnum.

Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Fund-

urinn tekur um eina og hálfa klukkustund.

HÁDEGISFYRIRLESTRAR VRVR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og umfram allt

fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæð

í Húsi verslunarinnar. Félagsmenn sem komast ekki á fyrirlestrana eða

búa utan höfuðborgarsvæðisins geta horft á þá í gegnum streymi.

Hægt er að skrá sig á fyrirlestrana eða í streymi á www.vr.is eða með

því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

HVERNIG HÁMÖRKUM VIÐ ORKU OG SKILVIRKNI Í VINNU OG DAGLEGU LÍFI?

4. apríl kl. 12.00-13.00Farið verður yfir þá þætti sem mikilvægastir eru til að hámarka orku og

skilvirkni, bæði þegar kemur að vinnu og einkalífi. Fjallað verður um

svefn, hreyfingu, kulnun og líkamleg álagseinkenni. Auk þess verður

fjallað um lausnir og einfaldar fyrirbyggjandi aðferðir.

Fyrirlesari er Sara Lind Brynjólfsdóttir. Sara er sjúkraþjálfari og lýðheilsu-

fræðingur. Í meistaraverkefni sínu skoðaði hún hvernig hreyfing og

svefn hafa áhrif á mat okkar á eigin heilsu.

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal VR á 0. hæði í Húsi verslunarinnar.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

SIGRAÐU SJÁLFA(N) ÞIG MEÐ HEILDARHUGSUN AÐ VOPNI!

23. maí kl. 12.00-13.00Ertu smámunasamur sjálfviti eða meðvirkur loftbelgur? Skemmtilegt

erindi um hvernig hugsun okkar hefur stefnumótandi áhrif á allt okkar

líf. Í þessum fyrirlestri svarar markþjálfinn og rithöfundurinn Ingvar

Jónsson áleitnum spurningum eins og:

1. Hvernig getum við mótað nýjar venjur og svelt þær sem standa í vegi

fyrir því að við náum árangri?

2. Af hverju einkennir ríkjandi blá hugsun formenn húsfélaga?

Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis

síðustu 20 ár. Hann hefur skrifað bækur um leiðtoga- og persónufærni

síðustu ár – nú síðast bókina Sigraðu sjálfan þig - þriggja vikna áskorun

fyrir venjulegt fólk sem vill meira.

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Nánari upplýsingar er að finna á www.vr.is

FÉLAGSMÁL

Page 9: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 9

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingiskona, átti góðan fund með fram-

kvæmdastjóra VR, Stefáni Sveinbjörnssyni, mánudaginn 18. febrúar sl.

Þar ræddi Áslaug Arna frumvarp sem hún hefur lagt fyrir þingið sem

snýr að rýmri inntökuskilyrðum fyrir umsækjendur í háskóla. VR telur

slík rýmri inntökuskilyrði til bóta fyrir marga félagsmenn og að þau séu

breyting sem komi sér vel fyrir þá sem hafa mikla og dýrmæta reynslu

af vinnumarkaðinum. VR tekur undir nauðsyn þess að opna háskólana

fyrir námsmenn með fjölbreyttari bakgrunn en gert er í dag.

VR kynnti fyrir Áslaugu Örnu diplómanám í viðskiptafræði og verslunar-

stjórnun, sem er fyrsta fagháskólanámið á Íslandi en VR vann að náminu

í samstarfi við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Félagið á í

virku samstarfi við háskólana um þetta verkefni og þar er vilji til breyt-

inga og vilji til þess að halda áfram þróun raunfærnimats í háskólanum.

Markmið VR er að félagsmenn, sem starfa í verslun, geti fengið reynslu

sína staðfesta og skjalfesta. Í kjölfarið sé greið leið til áframhaldandi

náms ef áhugi er fyrir því.

Þá kynnti VR henni einnig þróunarvinnu um heildsteypt fagnám fyrir

starfsfólk í verslun sem unnið er að með Verzlunarskóla Íslands og lykil-

fyrirtækjum. Um er að ræða 90 eininga fagnám þar sem stór hluti þess

fer fram í vinnustaðanámi. Við þróun námsins er lögð áhersla á mögu-

leika námsmanna á því að fara í áframhaldandi nám og ótvírætt sé að

þeir sem kjósa geti haldið áfram í diplómanámið í viðskiptafræði og

verslunarstjórnun.

FRUMVARP UM RÝMRI INNTÖKUSKILYRÐI Í HÁSKÓLA

VirðingRéttlæti

VirðingRéttlæti

Er ég að fara

að missa vinnuna?

Morgunverðarfundur

Morgunverðarfundur VR um sjálfvirknivæðingu og áhrif hennar á störf verslunarfólks

Grand Hótel 20. mars 2019 kl. 08.30-10.00 Húsið opnar kl 08.00 fyrir morgunmat

Skráning og nánari dagskrá inn á www.vr.is

Taktu daginn frá!

Page 10: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

10 VR BLAÐIÐ 01 2019

KJARAMÁL

Vefurinn veitir almenningi aðgang að gagnagrunni sem byggir á

ópersónugreinanlegum upplýsingum úr skattframtölum allra einstak-

linga á Íslandi yfir rúmlega aldafjórðung, frá 1991 til 2017. Hann skiptist

í tvennt, annars vegar sýnir hann þróun mánaðarlegra tekna, skatta og

bóta ríkis og sveitarfélaga frá 1991 til 2017 á föstu verði ársins 2017 og

hins vegar hreyfingu á milli tekjutíunda yfir tíma.

MIKILL MUNUR TEKJUHÓPA

Á myndinni má sjá hvernig hjónum á aldrinum 35 til 49 ára hefur vegnað

síðustu áratugi. Tekjum er skipt í tíu tekjuhópa og er á myndinni saman-

TEKJUSAGA ÍSLENDINGA Í MYNDUMNýr vefur um þróun ráðstöfunartekna eftir tekjuhópum opn-aði nýlega, tekjusagan.is. Þessi vefur er mikilvægt innlegg í þá umræðu sem nú á sér stað um þróun lífskjara mismunandi hópa og áhrif skatta og bóta. Þarna geta launamenn skoðað kaupmáttarþróun ólíkra hópa og séð hvernig þeir hreyfast milli tekjuhópa yfir ákveðið tímabil. Vefurinn veitir innsýn í stöðu og þróun eftir kyni, búsetu og fjölskyldustöðu. Hann sýnir meðal annars gríðarlegan mun á þróun kaupmáttar lægri tekjuhópa samanborið við hæsta tekjuhópinn yfir 26 ára tímabil.

burður tveggja fjölskyldna, annars vegar í tekjutíund fjögur og hins

vegar í tekjutíund tíu, sem er hæsta tíundin. Myndin sýnir þróun

mánaðarlegra ráðstöfunartekna frá 1991 til 2017 á föstu verðlagi, þ.e.

kaupmáttarþróun. Báðar fjölskyldur eru búsettar í eigin húsnæði á

höfuðborgarsvæðinu og eru börnin eitt til tvö hjá báðum.

Eins og sjá má á myndinni eru miklar sveiflur í kaupmætti fjölskyld-

unnar í efstu tekjutíundinni á árunum rétt fyrir og eftir hrun. Á árun-

um 2007 til ársins 2012 lækkuðu ráðstöfunartekjur þeirra um 8,8% að

meðaltali á ári.

Kaupmáttur hjónanna í tekjutíund fjögur jókst meira eftir hrun en kaup-

máttur hjónanna með hæstu launin en þegar litið er yfir allt saman-

burðartímabilið birtist hins vegar allt önnur mynd. Kaupmáttur hjón-

anna í efstu tekjutíundinni jókst um 72% á tímabilinu frá 1991 til 2017

en kaupmáttur hjónanna í tekjutíund fjögur jókst um 39% á sama tíma.

HREYFANLEIKI MILLI TÍUNDA

Á vefnum má einnig sjá hreyfanleika fólks milli tekjutíunda yfir tiltekin

tímabil. Þar má sjá hversu stórt hlutfall færist á milli tekjutíunda – upp

eða niður – eða stendur í stað eftir því sem árin líða. Nokkur hreyfanleiki

er á milli tíunda hjá flestum hópum. Sem dæmi má taka ungt fólk á

vinnumarkaði á aldrinum 25 til 29 ára árið 2001, í tekjutíund fjögur.

Sextán árum síðar, árið 2017, er þessi hópur á aldrinum 40 til 44 ára.

Meirihluti þeirra, eða 61%, hefur færst í hærri tekjutíund en tæpur þriðj-

ungur, eða 29%, hefur hins vegar færst í lægri tíund á tímabilinu.VirðingRéttlæti

Page 11: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 11

eða hærra fengju 2,5% hækkun launa á ári. Þessu tilboði var hafnað af

stéttarfélögunum fjórum enda dygði þessi hækkun ekki einu sinni til að

halda í við verðbólgu hjá stórum hluta VR félaga, eins og henni er spáð.

Á myndinni má sjá hvernig laun félagsmanna VR myndu þróast, miðað

við tilboðið SA. Hér er miðað við spá Hagstofu Íslands sem gerir ráð fyrir

3,8% verðbólgu á þessu ári, 3,3% á næsta ári og 2,9% árið 2021.

Tveimur dögum síðar lögðu stéttarfélögin fram gagntilboð þar sem

áfram var lagður meginþungi á hækkun launa þeirra lægstlaunuðu. Í

kröfugerð VR, sem birt er í heild sinni á vefsíðu félagsins og í síðasta VR

blaði, er farið fram á krónutöluhækkanir sem skila þeim sem hafa lægri

laun hlutfallslega meiri launahækkun og var gagntilboð félaganna á

þeim grunni. Atvinnurekendur höfnuðu tilboðinu.

TILLÖGUR STJÓRNVALDA VALDA VONBRIGÐUM

Þann 19. febrúar lögðu stjórnvöld fram tillögur að breytingum á hús-

næðis- og skattamálum með það í huga að liðka fyrir viðræðum. Til-

lögurnar gerðu m.a. ráð fyrir nýju skattþrepi fyrir lægstu launin sem

kæmi til framkvæmda árið 2020. Félögin fjögur lýstu yfir miklum von-

brigðum með tillögurnar sem engan veginn kæmu til móts við kröfur

stéttarfélaganna eða sköpuðu grundvöll til að halda viðræðum áfram.

Á fundum samninganefndar og trúnaðarráðs VR þann 20. febrúar 2019

var farið yfir stöðuna og formanni veitt heimild til viðræðuslita. Á fundi

með sáttasemjara daginn eftir slitu félögin fjögur svo viðræðunum.

Ragnar Þór, formaður VR, segir stéttarfélögin hafa lagt mikið á sig til

þess að ná samningum. Það hafi ekki tekist og myndu félögin nú nota

þau tæki og tól sem þeim stæðu til boða til að þrýsta á kröfur sínar,

meðal annars með því að boða til verkfallsaðgerða. Stjórn VR samþykkti

á fundi sínum þann 22. febrúar að hefja undirbúning verkfallsaðgerða.

Sá undirbúningur snýr að verkföllum smærri hópa en ekki er stefnt að

allsherjarverkfalli allra félagsmanna VR.

Þetta var staðan þegar VR blaðið fór í prentun. Við bendum félagsmönn-

um á að fylgjast með á vefsíðu VR og facebook síðu félagsins.

Þann 21. febrúar 2019 samþykkti samninganefnd VR að hefja undir-

búning verkfallsaðgerða í kjölfar þess að viðræðum VR og þriggja ann-

arra stéttarfélaga við atvinnurekendur var slitið. Þegar VR blaðið fór í

prentun var undirbúningur þegar hafinn. VR ásamt Eflingu og Verkalýðs-

félögum Akraness og Grindavíkur standa saman að þessum aðgerðum

enda hafa félögin flest verið samstíga frá því undir lok árs 2018.

VÍSAÐ TIL RÍKISSÁTTASEMJARA

Viðræður VR og Samtaka atvinnulífsins haustið 2018, um endurnýjun

kjarasamnings, skiluðu engum árangri og um miðjan desembermánuð

fékk formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, umboð til að leita sam-

starfs við önnur stéttarfélög í viðræðunum sem og umboð til að vísa

deilu félagsins við atvinnurekendur til ríkissáttasemjara. VR, Efling og

Verkalýðsfélag Akraness vísuðu deilum sínum sameiginlega til sátta-

semjara þremur dögum fyrir jól, þann 21. desember. Viðræður undir

forystu ríkissáttasemjara hófust svo strax milli jóla og nýárs og var fyrsti

fundurinn haldinn þann 28. desember. Fundað var stíft, haldnir voru

meira en tíu fundir á tæpum tveimur mánuðum, en árangurinn hvað

launalið kjarasamninga varðar lét á sér standa á meðan ágætlega gekk

í samningaviðræðum um sumar aðrar kröfur félaganna.

TILBOÐI ATVINNUREKENDA HAFNAÐ

Um miðjan febrúar lögðu Samtök atvinnurekenda fram tilboð um hækk-

un launa, Tilboðið hljóðaði upp á 15 þúsund króna hækkun mánaðar-

launa á ári hverju upp að 600 þúsund krónum, auk fimm þúsund króna

hækkun á taxta. Einstaklingar með 600 þúsund krónur í mánaðarlaun

MEÐALBREYTING Á KAUPMÆTTI LAUNA Á ÁRI 2019 TIL 2021, SKV. TILBOÐI SA

KJARAMÁL

KJARASAMNINGA- VIÐRÆÐUM SLITIÐ

VirðingRéttlæti

300.

000

350.

000

400.

000

450.

000

500.

000

550.

000

600.

000

650.

000

700.

000

750.

000

800.

000

850.

000

900.

000

950.

000

1.00

0.00

0

Mánaðarlaun

1,4%

0,8%

0,3%

-0,1%

-0,4%-0,7%

-0,8% -0,8% -0,8% -0,8% -0,8% -0,8% -0,8% -0,8% -0,8%

Page 12: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

12 VR BLAÐIÐ 01 2019

FALIÐ ATVINNULEYSI Á ÍSLANDI

Atvinnuleysi á Íslandi mælist lítið. Á þriðja ársfjórðungi 2018 var 1,8%

einstaklinga á aldrinum 16-74 ára atvinnulaus en 1,4% sé aðeins horft

til 25-54 ára. Í samanburði við önnur Evrópulönd er atvinnuleysi næst

lægst á Íslandi. Tölur um atvinnuleysi hafa þó fengið á sig nokkra

gagnrýni. Fyrst var fjallað um gallann á skilgreiningu atvinnuleysis í

Efnahagsyfirliti VR í janúar 2016. Þar var einnig talað um falið atvinnu-

leysi. Hér eru nýjar tölur um falið atvinnuleysi birtar og fjallað stuttlega

um gallann á opinberum tölum um atvinnuleysi.

Til að teljast atvinnulaus þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

1) Hafa leitað sér vinnu sl. fjórar vikur og eru tilbúnir að hefja störf innan

tveggja vikna frá því rannsóknin er gerð.

2) Hafa fengið starf en ekki hafið vinnu.

3) Bíða eftir að vera kallaðir til vinnu.

4) Hafa gefist upp á að leita að vinnu en bjóðist þeim starf eru þeir til-

búnir að hefja vinnu innan tveggja vikna.

Hagfræðingar hafa margir gagnrýnt þessa skilgreiningu sökum þess

að fjölmargir einstaklingar eru án atvinnu án þess að teljast atvinnu-

lausir. Hér er ekki átt við þá sem t.d. ekki vilja vinna, geta ekki unnið eða

námsmenn. Einstaklingur sem vill vinna en getur ekki hafið störf innan

tveggja vikna telst ekki atvinnulaus skv. skilgreiningu á atvinnuleysi en

er þó sannarlega án atvinnu og vill vinna.

Falið atvinnuleysi er skilgreint hér sem þeir aðilar sem uppfylla eitthvað

af eftirfarandi skilyrðum:

• Eru í hlutastarfi en vilja vinna meira

• Tilbúnir að vinna en ekki að leita

• Að leita en ekki tilbúnir að vinna

VR hefur birt þessar upplýsingar áður með það að markmiði að draga

fram frekari upplýsingar um þá sem eru ekki í vinnu eða vilja vinna

meira. Hlutfallið hefur lækkað fyrir bæði kynin undanfarin ár. Stuttu eftir

hrun uppfylltu um 8% kvenna á aldrinum 25-54 ára eitthvað af ofan-

greindu. Á þriðja ársfjórðungi 2018 var hlutfallið komið niður í 5,2%

sem er í takt við árin fyrir hrun. Fyrir karla á sama aldri var hlutfallið

2,3% á þriðja ársfjórðungi 2018 sem er nokkuð hærra en meðaltalið

fram að hruni.

KJARAMÁL

Greinin birtist fyrst í Efnahagsyfirliti VR, febrúar 2019.

Page 13: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 13

KJARAMÁL

Þeir einstaklingar sem uppfylla eitthvert ofangreindra skilyrða teljast

ekki atvinnulausir. Sá sem er í hlutastarfi en vill vinna meira er í raun

að hluta til atvinnulaus. Það má því segja að atvinnuleysi sé hærra en

almennt er talið m.v. opinberar tölur.

Nokkuð hefur verið rætt um sama galla í Bandaríkjunum. Þar sýna tölur

aðeins 3,9% atvinnuleysi. Sé hins vegar stuðst við mælikvarða sem

tekur tillit til þeirra sem eru sannarlega atvinnulausir en uppfylla ekki

öll viðeigandi skilyrði, mælist atvinnuleysi í Bandaríkjunum 7,6%. Það

er tæplega tvöfalt meira atvinnuleysi en opinberu tölurnar segja til um.

Álíka sögu er að segja um stöðuna í Evrópu.

Á Íslandi eru tölurnar einnig sláandi. Nýjustu upplýsingarnar eru frá

þriðja ársfjórðungi 2018. Taflan sýnir atvinnuleysi og falið atvinnuleysi

fyrir karla og konur á aldrinum 25-54 ára.

Það er því óhætt að segja að raunverulegt atvinnuleysi sé nokkuð

hærra en opinberar tölur benda til. Það er sérstaklega mikilvægt að

hafa þessar upplýsingar í huga þegar illa árar til að ofmeta ekki stöðu

vinnumarkaðarins.

FALIÐ ATVINNULEYSI Á ÍSLANDI

VirðingRéttlæti

Page 14: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

14 VR BLAÐIÐ 01 2019

VINNUSTAÐAEFTIRLIT VRFORSAGAN

Þann 15. ágúst 2010 tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnu-

staðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum byggt á lögum um sama efni.

Vinnustaðaskírteinum er ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi

og undirboðum á vinnumarkaði. Á vinnustaðaskírteinum skal vera

mynd af viðkomandi einstaklingi ásamt nafni, kennitölu og starfsheiti

en einnig nafn og kennitala ásamt heimilisfangi fyrirtækis. Markmið

vinnustaðaskírteina og eftirlits á vinnustöðum er að tryggja að atvinnu-

rekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og

kjarasamningum.

EFTIRLITSFULLTRÚAR

Samráðsnefnd ASÍ og SA hefur veitt sérstökum eftirlitsfulltrúum heimild

til að annast eftirlit og hafa þeir rétt skv. l. nr. 42/2010 til aðgangs að

vinnustöðum og heimild til að krefja atvinnurekanda og launamenn

hans um að sýna vinnustaðaskírteini. Þeir einir eru eftirlitsfulltrúar í

skilningi laganna sem fengið hafa formlega staðfestingu samráðs-

nefndar ASÍ og SA, undirritað trúnaðaryfirlýsingu og fengið skírteini

sem samráðsnefndin gefur út til staðfestingar á stöðu þeirra. Nöfn

og myndir af eftirlitsmönnum er að finna á vefnum www.skirteini.is

undir „Eftirlitsfulltrúar“. Eftirlitsfulltrúum er heimilt að fara í eftirlits-

heimsóknir á vinnustaði atvinnurekanda, sem undir lögin falla, til að

ganga úr skugga um að atvinnurekandi og starfsmenn hans starfi í

samræmi við gildandi lög, reglugerðir og kjarasamninga. Skal eftirlits-

fulltrúunum veittur aðgangur að vinnustöðum í þeim tilgangi.

FRAMKVÆMD EFTIRLITS

Ef eftirlitsfulltrúum er neitað um aðgengi að vinnustöðum eða ef

atvinnurekandi eða starfsmenn hans bera ekki vinnustaðaskírteini á sér

geta eftirlitsfulltrúar tilkynnt um það til Vinnumálastofnunar. Vinnu-

málastofnun getur krafist þess að atvinnurekandi bæti úr annmörk-

Á síðasta ári voru rétt tæplega 7.000 einstaklingar skráðir í 300 fyrirtækjum í eftirlitskerfið Finn, en þar af voru um 3.400 skráðir í eftirlitsferðum VR.KJARAMÁL

Page 15: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 15

unum innan hæfilegs frests að viðlögðum dagsektum. Eftirlitsfull-

trúum er heimilt að leita aðstoðar lögreglu við eftirlitið þegar slíkt þykir

nauðsynlegt.

Eftirlitsfulltrúar skulu senda upplýsingar þær sem fram koma á vinnu-

staðaskírteini til skattayfirvalda, Vinnumálastofnunar, Tryggingastofn-

unar ríkisins, lögreglustjóra og, þegar við á, Útlendingastofnunar og

Þjóðskrár þannig að unnt sé að kanna hvort atvinnurekandi eða starfs-

maður starfi í samræmi við hlutaðeigandi lög sem hverri stofnun er

ætlað að annast framkvæmd á. Til að uppfylla þetta skilyrði hafa ASÍ

og SA látið útbúa rafrænt skráningarkerfi sem nefnist Finnur og skrá

eftirlitsfulltrúar þar í rauntíma þannig að allir sem skráðir eru eiga að

vera á vinnustaðnum þegar skráning fer fram. Eftirlitsfulltrúar VR eru 2

og er annar með starfsstöð á Selfossi en hinn í Reykjavík.

SKRÁNINGAR 2018

Á síðasta ári voru rétt tæplega 7.000 einstaklingar skráðir í 300 fyrir-

tækjum í eftirlitskerfið Finn, en þar af voru um 3.400 skráðir í eftirlits-

ferðum VR. Þess ber að geta að í vinnureglum eftirlitsfulltrúa er skýrt

ákvæði um að þeir séu af öryggisástæðum aldrei einir á ferð og er því

ávallt farið í eftirlitsferðir í samstarfi við eftirlitsfulltrúa annarra stéttar-

félaga. Í eftirlitsheimsóknum eru einstaklingar, eins og fyrr sagði,

skráðir í kerfið en einnig er spurt um starfskjör og aðbúnaður starfsfólks

skoðaður ef ástæða þykir til og brot tilkynnt til viðkomandi stofnana.

Ekki er haldin sérstök skráning á slíkum tilkynningum en farið er aftur í

þau fyrirtæki að nokkrum tíma liðnum til að athuga hvort úrbætur hafi

verið gerðar. Ef vinnustaðaskírteini eru ekki til staðar er skrifuð eftir-

litsskýrsla og voru um 140 skýrslur skrifaðar á vegum VR á síðasta ári.

Gefinn er frestur til úrbóta, yfirleitt um 2 vikur, og fyrirtækið heimsótt

aftur að honum loknum. Um það bil 80% fyrirtækja hefur þá gert úr-

bætur, en hafi fyrirtæki ekki gert það er afrit af eftirlitsskýrslunni sent

til Vinnumálastofnunar sem þá sendir aðvörunarbréf til viðkomandi

fyrirtækis og hefur í framhaldinu heimild til að beita dagsektum sem

geta numið allt að einni milljón króna á dag. Vinnumálastofnun hefur

ekki upplýst um fjölda mála eða hvort dagsektum hafi á einhverjum

tímapunkti verið beitt.

Skráð voru 530 fyrirtæki í þessum heimsóknum fulltrúa VR en þess

ber að geta að heimsóknirnar eru all miklu fleiri þar sem ekki er til töl-

fræði um hversu oft fyrirtæki eru heimsótt á árinu né er tekið tillit

til starfsstöðva, sem geta verið fleiri en ein. Slíkt er nokkuð algengt

í skyndibitasölunni, til dæmis í pizza- og hamborgarasölu sem og í ís-

sölunni. Má því ætla að ekki séu undir 800 heimsóknir á bakvið

þessar 3.400 skráningar.

Sem betur fer er það alger undantekning að eftirlitsfulltrúar VR þurfi

að kalla til lögreglu vegna brota en það kemur þó fyrir og gerðist nú

síðast í byrjun febrúar, það mál rataði ekki í fjölmiðla.

VirðingRéttlæti

Þitt atkvæði

mótar framtíð félagsins!

Kosningar 2019

Nánar á vr.is

VirðingRéttlæti

Page 16: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

16 VR BLAÐIÐ 01 2019

ALLSHERJAR- ATKVÆÐAGREIÐSLA Í VR 2019

VR will hold a secret ballot to elect board members for VR for the term

2019-2021. The voting will begin at 9.00 AM 11th March 2019 and will

end at 12.00 noon on 15th March 2019.

WHO IS ENTITLED TO VOTE?

All VR members in good standing are entitled to vote. Also entitled to

vote are senior members (retired) who paid some dues in their 67th

year and paid dues for at least 50 of the 60 months from age 62 to 67.

Access to electronic ballot papers is via the VR website. If you believe

you are entitled to vote but do not have access to the ballot papers,

please send a complaint to the VR election committee, VR, Kringlunni 7,

103, Reykjavík or by e-mail to VR’s election committee [email protected],

before the end of voting.

HOW TO VOTE?

The voting is electronic via the VR website, www.vr.is, please choose

the button Elections in VR 2019-2021 (Kosningar í VR 2019-2021).

To access the ballot papers you need either an Icekey (Íslykill) og

E-Certificate (Rafræn skilríki), which you can apply for on the website

island.is. Once you have logged on you will be directed to the ballot.

Members are also welcome to cast their votes at the offices of VR in

Reykjavík, Vestmannaeyjar, Akranes, Selfoss and Egilsstaðir during the

election. The votes will be counted as soon as voting ends.

FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR VR Í STAFRÓFSRÖÐ /CANDIDATES FOR THE EXECUTIVE BOARD IN ALPHABETIC ORDER:

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs stjórnar

VR kjörtímabilið 2019-2021 hefst kl. 9.00 mánudaginn 11. mars 2019 og

lýkur kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 15. mars 2019. Atkvæðagreiðslan

er rafræn.

HVERJIR HAFA ATKVÆÐISRÉTT?

Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir fullgildir VR-félagar. Á kjörskrá

eru einnig eldri félagsmenn (hættir atvinnuþátttöku vegna aldurs) sem

greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt a.m.k. 50

mánuði af 60 á síðustu fimm árum áður en þeir urðu 67 ára.

UPPLÝSINGAR TIL ATKVÆÐISBÆRRA FÉLAGSMANNA

Allir atkvæðisbærir félagsmenn fá sendar upplýsingar í tölvupósti um

hvernig atkvæðagreiðslan fer fram. Upplýsingarnar verða einnig að-

gengilegar á Mínum síðum. Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli er

frá vef VR. Þeir sem ekki hafa aðgang að atkvæðaseðli en telja sig eiga

rétt til þátttöku í atkvæðagreiðslunni geta sent erindi til kjörstjórnar á

netfangið [email protected] eða í pósti til Kjörstjórnar VR, Húsi verslunar-

innar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir lok kjörfundar. Kærufrestur er til

loka kjörfundar.

HVERNIG Á AÐ KJÓSA?

Til að kjósa ferðu á vef VR, www.vr.is, smellir á Kosningar í VR 2019-

2021 og skráir þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Þá opnast

atkvæðaseðill í nýjum vafra og upplýsingar um hvernig þú átt að bera

þig að við að greiða atkvæði. Ef þú ert ekki með Íslykil eða rafræn skilríki

getur þú sótt um á island.is.

Rétt er að benda á að úthlutun sæta í stjórn á grundvelli niðurstöðu

kosninganna fer fram með svokallaðri fléttuaðferð, þ.e. karlar og konur

raðast til skiptis í sætin. Sjá nánar á bls. 17 þar sem 20. grein laga VR um

kosningu til trúnaðarstarfa er birt í heild sinni.

FRAMBJÓÐENDUR

Kosið er á milli 13 frambjóðenda til sjö sæta í stjórn. Kynning á fram-

bjóðendum er hér í blaðinu og á vef félagsins, www.vr.is.

VOTING FOR THE POSITIONS OF BOARD MEMBERS

Agnes Erna Estherardóttir

Anna Þóra Ísfold

Björn Kristjánsson

Harpa Sævarsdóttir

Helga Ingólfsdóttir

Jóna Fanney Friðriksdóttir

Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir

Ólafur Reimar Gunnarsson

Selma Árnadóttir

Sigmundur Halldórsson

Sigurður Sigfússon

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir

Þorvarður Bergmann Kjartansson

Nánari upplýsingar um kosningar VR eru á vr.is For further information please visit the VR website vr.is (in Icelandic only).

VirðingRéttlæti

Page 17: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 17

KOSNINGAR 2019ÚR LÖGUM VR

UM KOSNINGAR20.1. UM KOSNINGU FORMANNS OG STJÓRNAR

Formaður skal kosinn í einstaklingskosningu annað hvert ár. Árlega

skulu 7 stjórnarmenn kosnir til tveggja ára og 3 varamenn til eins árs í

einstaklingsbundinni kosningu.

Komi fram fleiri framboð en sæti sem í boði eru skal viðhafa rafræna

kosningu meðal fullgildra félagsmanna.

Berist ekki nægilega mörg framboð skal stjórn félagsins gera tillögu um

stjórnarmenn sem bera skal upp í trúnaðarráði til samþykktar. Ef fleiri

tillögur koma fram á fundi trúnaðarráðs skal kosið á milli þeirra á fund-

inum. Afl atkvæða ræður úrslitum.

20.2. UM KOSNINGU Í TRÚNAÐARRÁÐ

Árlega skal kjósa 41 fulltrúa í listakosningu til setu í trúnaðarráði til

tveggja ára í senn. Missi trúnaðarráðsmaður hæfi til setu í ráðinu sbr.

3. mgr. 11. gr. á fyrsta ári kjörs hans, skal í næstu kosningu til trúnaðar-

ráðs fjöldi fulltrúa á framboðslista vera aukinn umfram 41 sem nemur

þeim fjölda sem misst hefur hæfi. Þeir sem bætast þannig við fram-

boðslistann skulu þó aðeins vera í kjöri til eins árs.

Komi fram fleiri en einn listi skal viðhafa rafræna kosningu meðal full-

gildra félagsmanna. Þá skal kosið á milli lista og sá listi sem fær flest

atkvæði telst rétt kjörinn. Stjórn og trúnaðarráði er skylt að stilla upp

lista til trúnaðarráðs. Sama einstaklingi er óheimilt að skipa sæti sam-

tímis á lista til trúnaðarráðs og í einstaklingskosningu til formanns eða

stjórnar félagsins. Auglýsa skal í dagblöðum og á vefsíðu félagsins eftir

félagsmönnum sem vilja taka sæti á listanum.

Uppstillinganefnd skipuð formanni og fjórum einstaklingum kosnum

af trúnaðarráði skal skipuð fyrir 15. janúar annað hvert ár. Nefndin skal

velja frambjóðendur á listann úr hópi þeirra sem gefið hafa kost á sér

og kannar kjörgengi þeirra.

Berist ekki nægilega mörg framboð skal Uppstillinganefnd gera tillögu

um fulltrúa til setu á listanum sem bera skal upp í trúnaðarráði til

samþykktar.

Hafi fleiri gefið kost á sér en sætin sem skipa á skal listinn borinn upp í

trúnaðarráði til samþykktar. Sá sem gefið hefur kost á sér en ekki fengið

sæti á listanum getur krafist þess að kosið verði um frambjóðendur á

fundi trúnaðarráðs.

20.3. UM FRAMKVÆMD KOSNINGA

Kjörstjórn úrskurðar um lögmæti framboða.

Kjörstjórn sér um og tekur ákvarðanir um framkvæmd kosninga.

Ákvarðanir kjörstjórnar eru endanlegar.

Kjörstjórn skal auglýsa eftir framboðum í dagblöðum og á vefsíðu

félagsins. Framboðsfrestur skal vera að minnsta kosti ein vika.

Framboðum skal skila á skrifstofu félagsins og skulu fylgja þeim upp-

lýsingar um nafn og kennitölu frambjóðenda. Skrifleg meðmæli 15

félagsmanna þarf vegna framboðs til stjórnar. Skrifleg meðmæli 50

félagsmanna þarf vegna framboðs til formanns.

Við framboð lista til trúnaðarráðs skal liggja fyrir skriflegt samþykki allra

þeirra sem á listanum eru.

Til að listi sem borinn er fram gegn lista trúnaðarráðs sé löglega fram

borinn þarf skrifleg meðmæli 1% félagsmanna.

Kjörstjórn er heimilt að gefa sólarhringsfrest til að lagfæra annmarka

á framboðum. Kjörstjórn úrskurðar um hæfi og kjörgengi allra fram-

bjóðenda og auglýsir að því loknu upphaf atkvæðagreiðslu sbr. reglu-

gerð ASÍ um leynilega allsherjaratkvæðagreiðslu. Úrskurðir kjörstjórnar

eru endanlegir.

Kosning skal fara fram innan 6 vikna frá því að framboðsfrestur rennur út.

Kosningum til trúnaðarstarfa í félaginu skal lokið eigi síðar en 15. mars

ár hvert.

Frambjóðendur í einstaklingskosningu geta dregið framboð sitt til

baka allt að viku fyrir upphaf kjördags. Frambjóðendur í listakosningu

geta ekki dregið framboð sitt til baka eftir að framboðsfresti lýkur.

Skrifstofa félagsins sér um kynningu á frambjóðendum í miðlum félags-

ins eins og þeir eru á hverjum tíma. Þá skal haldinn kynningarfundur

meðal félagsmanna með frambjóðendum fyrir kjördag, krefjist einn eða

fleiri frambjóðendur þess. Um framkvæmd og undirbúning kosninga fer

að öðru leyti eftir reglugerð ASÍ um leynilegar atkvæðagreiðslur.

20.4. UM KJÖRSEÐLA OG RÖÐUN Á LISTA

VIÐ KOSNINGU TIL STJÓRNAR:

Raða skal frambjóðendum á kjörseðilinn eftir stafrófsröð og kjósendur

merkja við minnst 1 en mest 7. Til að viðhalda jafnri kynjaskiptingu

í stjórn VR skal sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær skipa 1. sæti í

stjórn. Næsta sæti skipar sá sem flest atkvæði fékk en er af hinu kyninu

o.s.frv. Þeir 7 sem flest atkvæði fá samkvæmt framansögðu teljast rétt

kjörnir aðalmenn í stjórn VR til 2ja ára. Næstu 3 teljast rétt kjörnir vara-

menn í stjórn VR til 1 árs.

VIÐ KOSNINGU TIL TRÚNAÐARRÁÐS:

Séu fleiri listar en listi stjórnar og trúnaðarráðs skal merkja listana með

bókstaf hvern fyrir sig í þeirri röð sem þeir berast. Nöfnum á hverjum

lista skal raðað í stafrófsröð. Sé á fundi trúnaðarráðs kosið milli einstak-

linga sem skipa skulu listann sbr. 5. mgr. 20. gr. 2, skal nöfnum raðað á

kjörseðil í stafrófsröð. VirðingRéttlæti

Page 18: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

18 VR BLAÐIÐ 01 2019

Agnes Erna Estherardóttir

Fæðingardagur og ár 11. janúar 1976

FélagssvæðiSuðurland

[email protected]

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Ég starfa hjá vefhýsingarfyrirtækinu 1984 ehf. við bókhald. Ég lærði

fagið hjá Sveinbirni Sveinbjörnssyni endurskoðanda ásamt því að fara

á hin ýmsu námskeið og hef starfað við bókhald í um 17 ár. Auk þess

lauk ég námi í ryþmískum söng frá tónlistarskóla FÍH árið 2014.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Frá 14 ára aldri gegndi ég ýmsum störfum t.d. í þvottahúsi, við umönn-

un og við skúringar, fram til tvítugs. Því næst vann ég við þjónustu-

störf á kaffi- og veitingastöðum, bæði hér á landi og erlendis. Ég hef

starfað við bókhald frá aldarmótum. Undanfarin 4 ár hef ég verið í

stjórn Vatnsveitufélags Hjallasóknar og leiði nú stjórnina sem formaður.

Einnig hef ég tekið þátt í ýmsum viðburðum varðandi kvennabaráttu

og hef hug á því að taka enn frekari þátt í félagsstarfi varðandi

jafnrétti, feminisma og jöfnuð í framtíðinni. Ég hef setið í stjórn VR sem

varamanneskja undanfarið ár og mætt  á hartnær alla fundi stjórnar-

innar. Ég hef setið í Kjaramálanefnd og Starfsmenntanefnd hjá VR ásamt

því að sitja í Mennta- og kynningarnefnd hjá ASÍ fyrir hönd VR.

HELSTU ÁHERSLUR

Það er mér mikið kappsmál að lægstu laun dugi til framfærslu og að

lægstu launaflokkar endurspegli lágmarkslaun á hverjum tíma en séu

ekki lægri eins og nú er raunin. Krónutöluhækkanir á laun og taxta

skyldu notaðar upp allan skalann til að koma í veg fyrir stækkandi bil

milli stétta. VR á að beita sér, eftir fremsta megni, fyrir breytingum á

skattkerfinu til kjarabóta fyrir almenning. Laun í „kvennastéttum“ endur-

spegli þá menntun sem liggur að baki þeirra. Ég vil að stéttarfélagið

beiti sér fyrir umbótum á leigumarkaði, bæði með tilliti til efnahags

leigjenda en einnig fyrir aðra sem óska eftir langtímaúrræðum á leigu-

markaði með rekstri leigufélags. Ég vil halda á lofti umræðu og um-

bótaverkefnum í kynjaumræðunni s.s. „metoo“ og öðrum sambærileg-

um herferðum. Afnám verðtryggingar þarf að skoða alvarlega, núver-

andi fyrirkomulag þjónar almenningi mjög illa. Ég veit að stjórn VR

getur beitt sér á margvíslegan hátt í hinum ýmsu samfélagsmálum

og mun styðja við það innan stjórnarinnar. Ég vil styðja Ragnar Þór

formann stjórnarinnar áfram til góðra verka. Hann hefur sýnt og sannað

að hann vilji starfa fyrir hönd alþýðunnar og því vil ég taka þátt í.

KOSNINGAR 2019 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR

Anna Þóra Ísfold

Fæðingardagur og ár 5. október 1974

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected]

FacebookAnna Þóra Ísfold

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Ég starfa sem sölustjóri í Heilsuborg. Lauk Bsc í viðskiptafræði frá HR árið

2005, Msc í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræðum frá HÍ árið 2016 og

viðbótardiplóma í lýðheilsuvísindum frá sama skóla árið 2017. Ég lauk

stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í Reykjavík vorið 2018

og námi í góðum stjórnarháttum frá HÍ árið 2016.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Ég hef starfað við stjórnun verkefna á sviði menntamála, rak m.a. Ný-

sköpunarkeppni grunnskólanna á árunum 2007-2016. Ég hef jafnframt

starfað við ráðgjöf í markaðsmálum með áherslu á stafræna miðlun,

ásamt því að sinna stjórnarsetu í Félagi kvenna í atvinnulífinu frá árinu

2016. Ég starfa í dag sem sölustjóri Heilsuborgar. Heilsuborg er staður

sem fólk leitar til þegar það vill öðlast aukna vellíðan. Fyrirtækið er

einstakt, enginn á Íslandi býður hliðstæða þjónustu. Heilsuborg býður

uppá samsetta nálgun tengda hornsteinum góðrar heilsu; mataræði,

hreyfingu, svefni og andlegri líðan.

HELSTU ÁHERSLUR

Ég býð mig fram til stjórnar VR til að hafa áhrif á samfélag mitt. Ég er

félagsvera að eðlisfari og fæ orku úr samskiptum og innihaldsríkum

samræðum við fólk sem vill vaxa sem manneskjur og um leið bæta

samfélag okkar. Fyrir utan að vilja betra samfélag, þar sem ótti við sam-

drátt og hækkandi verðbólgu svífur ekki yfir vötnum, þar sem vaxta-

umhverfi er eðlilegt fyrir almenning og ekki er aukin tíðni örmögnunar

fólks í atvinnulífinu, þá liggur ástríða mín í lýðheilsu, forvörnum hvað

varðar heilsu og jafnrétti og mun ég m.a. beita mér fyrir því að slík mál-

efni komist til umræðu. Sem stjórnarkona áskil ég mér rétt til að hafa

sjálfstæðar skoðanir á málum, fylgi eigin sannfæringu, spyr spurninga

sem mér finnst vera ósvarað og kalla eftir frekari gögnum ef þurfa þykir.

Hef óþreytandi hugmyndaflug þegar ég sé verkefni sem má skoða

betur eða þróa ný verkefni í takt við óleystar þarfir.

Page 19: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 19

Harpa Sævarsdóttir

Fæðingardagur og ár 8. maí 1971

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected]

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Ég hef unnið hjá Fastlandi bókhaldsstofu og sinnt þar bókhaldsstörfum

ásamt því að vera launafulltrúi. Þar á undan vann ég hjá AD Travel sem

bókari ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Einnig vann ég hjá Íshest-

um í nokkur ár og þar á undan hjá Flugfélaginu Atlanta í 15 ár. Ég var í

Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en einnig var ég í námi hjá Promennt

og svo í Endurmenntun Háskóla Íslands.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Árin 2014-2016 sat ég í stjórn VR, þar á eftir sem varamaður í eitt ár og

svo aftur í stjórn frá árinu 2017 til dagsins í dag. Ég var kosin í miðstjórn

ASÍ í október 2018 og er núverandi formaður Jafnréttis- og vinnu-

markaðsnefndar innan ASÍ. Á þessum árum hef ég öðlast töluverða

reynslu og góða innsýn í heildarstarfsemi VR og um hvað félagið snýst.

Ég hef setið í hinum ýmsu nefndum á vegum VR þann tíma sem ég hef

verið hjá félaginu. Þar á meðal Orlofsnefnd, en orlofsmál eru eitthvað

sem ég hef mikinn áhuga á. Einnig hef ég setið í Launanefnd, Vinnu-

deilusjóði, Laganefnd, Kjaramálanefnd auk Uppstillinganefndar vegna

stjórnarsetu í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna.

HELSTU ÁHERSLUR

Nái ég kjöri til setu í stjórn VR mun ég áfram standa vörð um grunnrétt-

indi félagsmanna s.s. kjarasamninga, orlofsréttindi og efla sjúkra- og

starfsmenntasjóð. Einnig vil ég leggja áherslu á orlofssvæði félags-

manna ásamt því að kynna betur fyrir félagsmönnum þau réttindi sem

fylgja jafn sterku og öflugu félagi sem VR er. Uppbygging orlofssvæða

félagsmanna hefur verið mjög góð en lengi má gott bæta. Annað sem

ég hef barist fyrir síðan ég var kosin og tók sæti í orlofsnefnd er leyfi til

að hafa gæludýr með sér í sumarbústaðina okkar og hefur verið bætt

við fjölda húsa sem leyfa gæludýr.

KOSNINGAR 2019 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR

Björn Kristjánsson

Fæðingardagur og ár 14. ágúst 1983

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected]

Vefsíðawww.kristjansson.is

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Ég starfa hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda þar sem ég sé meðal

annars um markaðsmál, blaðaumbrot, tæknimál og almenna aðstoð við

félagsmenn FÍB. Árið 2011 útskrifaðist ég úr frumgreinadeild Háskólans

á Bifröst. Innritaðist í viðskiptafræði og lauk þaðan, árið 2014, BS-prófi

í viðskiptafræðum með áherslu markaðssamskipti. Árið 2015 lauk ég

síðan MS-námi í alþjóðlegum viðskiptum frá sama skóla.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Ég hef komið víða við á vinnumarkaði og aflað mér þekkingar á hinum

ýmsu sviðum. Þar á meðal eru ýmis verslunar- og þjónustustörf auk

aksturs leigu- og sendibifreiða. Eftir nám sá ég um ábyrgðarmál og verk-

efnastýringu Porsche hjá Bílabúð Benna. Sem fjölskyldumaður og tveggja

barna faðir hef ég m.a. setið í stjórnum húsfélaga og foreldrafélaga.

HELSTU ÁHERSLUR

Ég trúi á það að allir eigi að sitja við sama borð þegar kemur að mögu-

leikum til menntunar og atvinnu óháð bakgrunni. Mig langar að auka

tækifæri fólks á atvinnumarkaði til að bæta við sig menntun og aukinni

reynslu meðfram vinnu. Aukinni þekkingu fylgja fjölmörg tækifæri til

að vaxa og dafna í lífi og starfi. Þá eykur hún á sjálfstraust, vellíðan og

getur þannig dregið úr hættu á kvíða og kulnun í starfi. Þá vil ég stuðla

að auknum ráðstöfunartekjum fyrir heimilin, ekki eingöngu með krónu-

og prósentuhækkunum á launaseðli, heldur einnig með því að draga

úr útgjöldum heimilanna eins og húsnæðiskostnaði, og með lækkun á

álögum á barnafólk með margvíslegum hætti. Það er að mínu mati allra

hagur, jafnt starfsmanna sem atvinnurekenda, að vellíðan og ánægja í

lífi og starfi sé ávallt höfð að leiðarljósi.

Page 20: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

20 VR BLAÐIÐ 01 2019

Helga Ingólsfdóttir

Fæðingardagur og ár 13. desember 1961

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected].

FacebookHelga Ingólfsdóttir

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Ég starfa sem bókari og bæjarfulltrúi. Ég rak eigið fyrirtæki um árabil

og hef góða reynslu af rekstri og stjórnun. Ég var framkvæmdastjóri í

innflutningsfyrirtæki í nokkur ár, hef starfað við verslunarstörf og ýmis

bankastörf í hlutastarfi meðfram barnauppeldi. Ég lauk verslunar-

prófi frá Verzlunarskóla Íslands, rekstrar- og viðskiptanámi frá Endur-

menntun Háskóla Íslands og hef auk þess sótt fjölmörg námskeið í gegn-

um árin í tengslum við vinnu og þau verkefni sem mér hafa verið falin.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Ég hef setið í stjórn VR í þrjú kjörtímabil og sem varaformaður síðustu

tvö ár. Er fulltrúi stjórnar í samninganefnd og orlofsnefnd og sit fyrir

hönd VR í miðstjórn ASÍ. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum

fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í

Hafnarfirði frá 2007-2010 og sat í Efnahags- og viðskiptanefnd flokksins

í tvö ár. Ég er kjörinn bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá 2010, formaður

Umhverfis- og framkvæmdaráðs og varaformaður Fjölskylduráðs. Ég er

félagi í Gildinu, félagsskap eldri skáta í Hafnarfirði.

HELSTU ÁHERSLUR

Ég hef setið í stjórn VR í 6 ár og síðustu tvö ár sem varaformaður og

fulltrúi félagsins í miðstjórn ASÍ frá 2018. Ég hef áhuga á því að starfa

áfram fyrir félagið að þeim fjölmörgu verkefnum sem snúa að því að

bæta hag félagsmanna. Mikilvægt er að næstu kjarasamningar verði

gott skref til þess að hækka lágmarkslaun og tryggja öllum félagsmönn-

um launahækkun í samræmi við þann virðisauka sem þeir hafa lagt

til samfélagsins. Einnig að lækka skattbyrði lægstu og millitekjuhópa

til leiðréttingar vegna hlutfallslegrar aukinnar skattbyrði þessara hópa

á undanförnum árum. Húsnæði er grunnþörf og á húsnæðismarkaði

er óviðunandi ástand. Tryggja þarf að húsnæði sé í boði á viðunandi

kjörum hvort sem er á leigu- eða kaupmarkaði. Önnur stór hagsmuna-

mál eru stytting vinnuvikunnar, sveigjanleg starfslok og að standa vakt-

ina varðandi launamun kynjanna sem enn er til staðar. Framundan eru

stórar áskoranir er varða tæknibreytingar, sem nefnd er 4. iðnbyltingin,

sem mun mögulega breyta og fækka störfum og þar verður VR að

standa vaktina fyrir sína félagsmenn. Mínar helstu áherslur eru jöfnuður

til betra lífs og ég óska eftir stuðningi þínum til þess að vinna áfram að

bættum kjörum fyrir félagsmenn VR.

KOSNINGAR 2019 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR

Jóna Fanney Friðriksdóttir

Fæðingardagur og ár 17. ágúst 1963

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected]

FacebookJóna Fanney Friðriksdóttir

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Sextán ára gömul dvaldi ég í eitt ár sem skiptinemi í Bandaríkjunum

sem auðgaði líf mitt mikið, ein mikilvægasta menntun mín á lífsbraut-

inni. Ég öðlaðist leiðsögumannaréttindi snemma, eða árið 1986. Ung

að árum hélt ég til Berlínar og lauk þar mastersgráðu í Fjölmiðla- og

markaðsfræðum frá Freie Universität í Berlín, Þýskalandi árið 1992.

Í dag starfa ég sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn auk þess

að kenna við ferðamáladeild Háskólans á Hólum.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Vinna í frystihúsi og á hjólbarðaverkstæði voru fyrstu störfin mín á

ungdómsárunum. Eftir nám starfaði ég sem blaðamaður, síðar lá leið

mín í stjórnunarstöður. Ég hef kennt þýsku og fjölmiðlafræði í fram-

haldsskólum og kenni nú í ferðamáladeildinni á Hólum. Ég hef sinnt

viðskiptaráðgjöf, var bæjarstjóri í nokkur ár, framkvæmdastjóri Lands-

móts hestamanna og síðar framkvæmdastjóri AFS. Þegar börnin mín

voru ung var ég virk innan íþróttahreyfingarinnar. Ég sat í stjórn Land-

verndar um árabil (gjaldkeri) og í stjórn Almannaheilla (ritari). Ég hef

setið í stjórn skiptinemasamtaka AFS (ritari/gjaldkeri) og gegnt ýmsum

sjálfboðaliðastörfum í þágu félagasamtaka. Í gegnum starf mitt sem

bæjarstjóri og setu í bæjarstjórn gegndi ég fjölda trúnaðarstarfa og sat

í fjölda nefnda og ráða um árabil.

HELSTU ÁHERSLUR

Málefni VR sem fjölmennasta verkalýðsfélags landsins snertir tugþús-

undir fjölskyldna í landinu. Mitt hlutverk sem frambjóðandi er því að

HLUSTA og heyra hvað brennur mest á fólki. Allir geta verið sammála

um þann mikla vanda sem steðjar að ungu fólki í dag við að koma sér

upp þaki yfir höfuðið. Ástandið er óviðunandi og hér þarf átak margra.

Samtímis því að ferðaþjónustan hefur vaxið á leifturhraða hefur

launum verið haldið niðri innan greinarinnar sem nú er borin upp af

láglaunafólki. Úrbóta er þörf. Efla þarf fræðslu út á við til félaga m.a.

með notkun samfélagsmiðla og upplýsa þá um réttindi þeirra og þá

þjónustu VR sem í boði er. Stytting vinnuvikunnar er löngu brýn.

Tilraunaverkefni á þessu sviði sýna samhljóða niðurstöður; afkasta-

geta eykst, streita minnkar og lífsgæði aukast. Hljóti ég stuðning í stjórn

VR mun ég starfa af heilindum að öllum þeim málum sem brenna

á félagsmönnum.

Page 21: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 21

Ólafur Reimar Gunnarsson

Fæðingardagur og ár 27. september 1954

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected]@is.ey.com

FacebookÓlafur Reimar Gunnarsson

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1976. Viðskiptafræðingur frá Háskóla

Íslands (Cand Oecon) árið 1981. Hef starfað hjá EY (Ernst & Young ehf.)

sem sérfræðingur á endurskoðunarsviði frá árinu 2002 að tveimur árum

undanskildum en árin 2008 og 2009 starfaði ég hjá stoðtækjaframleið-

andanum Össuri. Þar áður starfaði ég hjá PWC ehf. í nokkur ár.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Félagi í VR síðan árið 1980. Í trúnaðarráði VR í nokkur ár. Var kjörinn aðal-

maður í stjórn VR 2017 en hafði setið sem fyrsti varamaður í stjórn VR

þrjú ár þar á undan. Ég hef setið í nokkrum nefndum á vegum félags-

ins. Ég hef verið fulltrúi á ASÍ-þingum og á þingi LÍV. Kjörinn í stjórn

Lífeyrissjóðs verzlunarmanna kjörtímabilið 2016 til 2019 og er varafor-

maður stjórnar sjóðsins. Sat í stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga

2015 -2016. Hef verið virkur þátttakandi í starfi UMF Stjörnunnar. Er

félagi í Rauða Krossi Íslands og hef verið sjálfboðaliði í mörg ár. Var í

stjórn Fjölsmiðjunnar og er í dag tengiliður stjórnar og starfsmanna

Fjölsmiðjunnar. Er félagi í Rótarýklúbbnum Görðum.

HELSTU ÁHERSLUR

Ég hef setið sem aðalmaður í stjórn VR síðustu tvö ár og þar á undan var

ég 1. varamaður í stjórninni í þrjú ár. Ég hef tekið virkan þátt í starfinu

og er nú varamaður í framkvæmdastjórn sjúkrasjóðs, er aðalmaður

í starfsmenntanefnd og aðalmaður í húsnæðisnefnd félagins. Mínar

áherslur snúa að þessum málefnum.

Önnur mál sem undirritaður leggur mikla áherslu á:

• Auka ráðstöfunartekjur þeirra hópa sem ná ekki endum saman

eða eru á mörkum þess.

• Þeir sem eru að nálgast starfslok hafi val um hvenær þeir vilja fara

af vinnumarkaði, sveigjanleg starfslok.

• Stytting vinnuvikunnar og gera vinnuumhverfið fjölskylduvænna.

• Afnema skerðingar á barnabætur.

• Tryggja kaupmátt þeirra launa sem við fáum greidd.

Ég hef lært margt og öðlast mikla reynslu þessi ár sem ég hef starfað

fyrir félagið og býð fram krafta mína enn á ný til að gera VR að enn öfl-

ugra félagi. Kæri VR félagi, þitt atkvæði skiptir máli.

KOSNINGAR 2019 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR

Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir

Fæðingardagur og ár 19. maí 1974

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected]

Facebookfacebook.com/VRstjorn

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Hef starfað hjá A4 í rúm 13 ár. Er með sveinspróf í hárskurði, hef lokið

skrifstofubraut 1 og 2 frá MK ásamt námskeiðum af ýmsu tagi. Er í námi

í Opna Háskólanum sem heitir Vinnsla og greining gagna.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Ég hef komið víða við á vinnumarkaðinum í gegnum tíðina. Byrjaði

13 ára að vinna í sjoppu og bensínstöð á landsbyggðinni. Hef unnið í

frystihúsi, saltfiski og loðnu og fór sem au-pair til Bandaríkjanna. Var

rekstrarstjóri á skemmtistað í nokkur ár, vann í grunnskóla og við ýmis

sölustörf. Ég var trúnaðarmaður á mínum vinnustað frá 2006-2016.

Sat í trúnaðarráði VR frá 2007-2009 og 2010-2011. Sat í stjórn VR sem

aðalmaður og varamaður frá 2011-2018. Ég hef setið í starfsmennta-

nefnd og laganefnd VR í stjórnartíð minni og verið formaður laganefnd-

ar. Einnig sat ég í umhverfisnefnd ASÍ og var varamaður í miðstjórn.

HELSTU ÁHERSLUR

Mér finnst ótrúlega gaman að fá að taka þátt í starfi VR. Á þessu sein-

asta ári sem ég hef ekki verið í stjórn eða trúnaðarráði fékk ég tækifæri

til að vega og meta minn þátt í starfinu. Ég finn að ég sakna þess að

taka þátt og finnst ég ennþá hafa margt til málanna að leggja. Áhuginn

er ennþá mikill og þess vegna langar mig að fá tækifæri til að starfa

áfram fyrir félagsmenn. Ég er sérstaklega stolt af jafnréttisstaðlinum

og að hafa tekið þátt í að koma honum á laggirnar. Jafnréttismál eru

ofarlega á lista yfir þau mál sem mér finnst skipta miklu máli og vil ég

halda áfram að vinna að því að ná fram jafnrétti á vinnumarkaði. Bæði

þegar kemur að launum og tækifærum til starfa. Stytting vinnuvik-

unnar er mál sem við þurfum að halda áfram að skoða. Hvernig getum

við stytt vinnuvikuna, hverjir eru kostirnir og eru einhverjir gallar? Ég er

þess fullviss að stytting vinnuvikunnar hafi jákvæð áhrif á okkur öll og

sérstaklega börnin okkar. Aukið jafnvægi á milli kynja og á milli vinnu

og fjölskyldu bætir og eflir samfélagið okkar.

Page 22: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

22 VR BLAÐIÐ 01 2019

Selma Árnadóttir

Fæðingardagur og ár 20. desember 1994

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected]

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Ég lauk BSc-gráðu sem viðskiptafræðingur með tölvunarfræði sem

aukagrein í febrúar síðastliðinn og starfa í dag sem rekstrarstjóri Core

heildverslunar. Ég vann sem þjónustufulltrúi og síðar vaktstjóri í Hörpu

á árunum 2013-2018. Starfaði hjá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðis-

ins árin 2012-2017, var frístundaleiðbeinandi í sumarstarfi fatlaðra ung-

menna í Hinu Húsinu sumarið 2015 og vann ýmis afgreiðslustörf á

árunum 2007-2014. Ég hef verið félagsmaður VR frá árinu 2008 að

undanskildum hluta af árunum 2012-2013 þegar ég fór út til Ítalíu sem

skiptinemi. Þá tók ég að mér að sitja fundi með forstjóra og fleiri stjórn-

endum Hörpu í tengslum við kjarabaráttu þjónustufulltrúa Hörpu.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Í lok árs 2017 tók ég þátt í minni fyrstu kjarabaráttu ásamt öðrum

þjónustufulltrúum Hörpu. Til stóð að lækka laun okkar umtalsvert á

svipuðum tíma og laun forstjóra og stjórnar Hörpu voru hækkuð. Þessi

barátta kenndi mér að með samstöðu, mikilli réttlætiskennd og þraut-

seigju er hægt að ná árangri og hafa áhrif. Á þessum tíma sá ég hvað

styrkur og stuðningur VR skipti miklu máli. Í ljósi þessa langar mig að

leggja mitt af mörkum til að vinna að hagsmunum félagsmanna.

HELSTU ÁHERSLUR

Ég hef mikinn áhuga á húsnæðismálum og hef í allnokkurn tíma fylgst

með leigu- og fasteignamarkaði. Ég hef aflað mér töluverðar þekk-

ingar á þessum málaflokki og fjallaði lokaritgerð mín úr Háskólanum í

Reykjavík um húsnæðislán með tilliti til útreikningsaðferðar vísitölu

til verðtryggingar. Ég vil nýta þessa þekkingu og áhuga í að vinna að

úrbótum á húsnæðismarkaðnum svo að ég og mín kynslóð komumst

vonandi einhvern tímann út úr foreldrahúsum. Stytting vinnuviku og

sveigjanlegri vinnutími eru málefni sem mig langar til þess að kynna

mér betur og leggja áherslu á auk annarra mála er varða hagsmuni

félagsmanna VR.

KOSNINGAR 2019 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR

Sigmundur Halldórsson

Fæðingardagur og ár 17. desember 1966

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected]

Facebookfb.me/betravr

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Ég hef starfað við stafræna markaðssetningu, útgáfu og verkefna-

stjórnun m.a. hjá Icelandair, 365 og Símanum. Ég hef lokið MA-námi

í alþjóðasamskiptum frá Nottingham University í Bretlandi og BS í

fjölmiðlun frá Virginia Commonwealth University í Bandaríkjunum,

auk margvíslegra styttri námskeiða tengdum störfum mínum.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Ég hef verið félagsmaður í VR nánast alla mína starfsævi. Undanfarið

ár hef ég verið varamaður í stjórn VR og einnig árin 2015-2017. Ég hef

undanfarið ár setið í orlofs- og laganefnd VR og hef áður setið í jafn-

réttisnefnd VR. Auk þess hef ég setið ASÍ-þing fyrir hönd VR, var í

trúnaðarráði VR 2012 og var trúnaðarmaður hjá 365 árin 2012-2013.

Jafnframt hef ég setið í stjórn Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði, verið

í vefhóp SKÝ, stjórnarmaður í SVEF og er stoltur af því að styðja við

bakið á starfi Amnesty International á Íslandi.

HELSTU ÁHERSLUR

Mínar áherslur snúa að því að undirbúa okkur fyrir breytingar sem eru

framundan í tengslum við 4. iðnbyltinguna. Af þeim sökum hef ég

beitt mér fyrir auknu atvinnulýðræði og að starfsfólk fái sæti í stjórnum

fyrirtækja til að tryggja okkar hagsmuni í þessum miklu breytingum. Þar

skiptir líka gríðarlegu máli að tryggja að okkar félagsfólk hafi aðgang

að öflugum endurmenntunarvalkostum. Að stuðningur við félagsfólk í

VR sem stendur frammi fyrir breytingum á vinnustað sé tryggður. Jafn-

framt er gríðarlega mikilvægt fyrir VR að sinna vel þeim félögum okkar

sem ekki sinna hefðbundnum verslunarstörfum. Nú þegar heyrast

hryllingssögur af meðferð á fólki sem kemur nýtt á vinnumarkað og

þekkir ekki réttindi sín á íslenskum vinnumarkaði. Takmarkaður skiln-

ingur löggjafa og lagalegt umhverfi gerir þessu fólki oft erfitt fyrir.

Jafnframt þurfum við að standa vörð um störf hér á landi og þann

gríðarlega árangur sem við höfum náð í okkar réttindabaráttu. Þar vil

ég að VR beiti sér af afli og óska eftir þínum stuðningi til þess.

Page 23: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 23

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir

Fæðingardagur og ár 8. október 1969

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected]

FacebookSvanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Ég starfa hjá fjölmiðlafyrirtækinu Sýn hf. sem sölustjóri sjónvarpsmiðla.

Ég hef unnið við fjölmiðla í 29 ár eða allt frá árinu 1990 við útvarp,

prentmiðla og sjónvarp. Á þessum tíma hef ég meðfram starfi mínu

stjórnað vinsælum útvarpsþáttum á Bylgjunni ásamt fleiri spennandi

verkefnum. Ég útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands með B.ed-gráðu

árið 1999, árið 2009 lauk ég diplomagráðu í Mannauðsstjórnun frá

Háskóla Íslands og vorið 2016 útskrifaðist ég frá Promennt úr sölu- og

markaðsfræði.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á félagsmálum og setið í mörgum

nefndum í gegnum tíðina. Ég var forseti starfsmannafélags 365 miðla

í 9 ár, auk þess sem ég gegndi starfi trúnaðarmanns á sama vinnustað

til margra ára. Í gegnum starf mitt sem forseti starfsmannafélagsins

vann ég náið með starfsfólki og stjórnendum félagsins og var sá tími

mér bæði reynsluríkur og dýrmætur. Ég sat í stjórn VR í fjögur ár eða frá

árunum 2014-2018 og sinnti á því tímabili nefndarstörfum í launanefnd

og jafnréttis- og starfsmenntanefnd. Frá árinu 2017 hef ég setið í stjórn

Landssambands íslenskra verslunarmanna.

HELSTU ÁHERSLUR

Ég tel áríðandi að upplýsa VR-félaga um réttindi sín og efla þannig

þátttöku þeirra í félaginu. Jafnrétti er mér hjartans mál en kynbundinn

launamunur innan VR er því miður enn 10% skv. launakönnun félagsins

2018. Það er því mikilvægt að vinna markvisst að því að útrýma launa-

mun kynjanna og styrkja konur til sóknar. Ég tel mikilvægt að hvetja

félagsmenn til að nýta sér starfsmenntunarsjóð til að styrkja stöðu sína

á vinnumarkaði. Með aukinni menntun aukast atvinnu- og launamögu-

leikar en þýðingarmikið er að atvinnurekendur standi með því að auka

og efla stafsmenntun í landinu og starfsmenn sjái það í formi hærri

launa og stöðuhækkunnar. Aukinn kaupmáttur, lengra fæðingarorlof,

að leita lausna á húsnæðisvandanum og stytting vinnuvikunnar eru

málefni sem ég læt mig varða. Það er mikilvægt að í stjórn stærsta

stéttarfélags landsins sitji heiðarlegur og sanngjarn talsmaður félags-

manna, það tel ég mig vera.

KOSNINGAR 2019 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR

Sigurður Sigfússon

Fæðingardagur og ár 1. maí 1948

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected]

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Stundaði nám við Samvinnuskólann á Bifröst og framhaldsnám við

Norska Samvinnuskólann. Hef setið mikið af námskeiðum m.a. í stjórn-

un, ljósmyndun og myndvinnslu. Gjaldkeri hjá Dalvíkurbæ 1969 en

starfaði síðan fyrir Samvinnuhreyfinguna frá 1970 m.a. sem verslunar-

ráðunautur og útibússtjóri KÁ á Laugarvatni, stofnandi og verslunar-

stjóri starfsmannaverslunar Sambandsins, kennari við Samvinnuskól-

ann á Bifröst en ráðinn til Olíufélagsins hf., ESSO/N1, árið 1983. Hef

starfað þar síðan sem rekstrarstjóri bensínstöðva, svæðisstjóri, þjón-

ustustjóri og markaðsfulltrúi en síðustu árin fyrir Starfsmannafélag N1.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Formaður Starfsmannafélags ESSO frá 2000-2004. Í stjórn og síðar for-

maður deildar Samvinnustarfsmanna í VR. Tók ég sæti í stjórn VR þegar

deildin var lögð niður 1996, fyrst sem varamaður, en aðalmaður í stjórn

frá 2000. Hef verið formaður sjúkrasjóðs. Setið í laganefnd VR og í stjórn

Samvinnulífeyrissjóðsins/Stafa lífeyrissjóðs um árabil. Formaður stjórn-

ar orlofssjóðs VR frá 2012 og í störfum mínum fyrir VR hef ég helst beitt

mér á þeim vettvangi undanfarin ár.

HELSTU ÁHERSLUR

Á síðustu 4 árum hefur 21 eign bæst við þau 41 orlofshús og íbúðir sem

Orlofssjóður VR átti fyrir. Þar af 12 á síðasta ári. Ein ástæða fyrir því að

ég býð mig aftur fram til stjórnarsetu fyrir VR er að mig langar, sem for-

maður Orlofssjóðs, að halda þessari uppbyggingu áfram. Í kjaramálum

mun ég áfram standa vörð um þá stefnu að koma á stöðugleika á

Íslandi og um leið að tryggja kaupmátt þeirra launa sem við fáum greidd.

Hækkun á persónuafslættinum kemur okkur öllum til góða. Krónu-

tala í stað %-hækkana er réttlætismál. Tilraunaverkefni hjá Reykja-

víkurborg með styttingu vinnuvikunnar hefur gefið góða raun og er

nokkuð sem við hjá VR munum taka inn í okkar kröfugerð. Jafnlauna-

vottunin er mikilvægt tæki í baráttunni fyrir launajöfnuði kynjanna og

jafnrétti. Gera þarf breytingar á Varasjóði VR með það að markmiði að

hann þjóni betur þeim félagsmönnum sem eru á lægstu laununum. Ég

hef beitt mér fyrir úrbótum á þessu sviði og mun halda því áfram. VR

veitir félagsmönnum sínum mikla og góða þjónustu og er ég stoltur af

störfum mínum fyrir félagið á undanfönum árum og óska eftir umboði

til að halda því starfi áfram.

Page 24: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

24 VR BLAÐIÐ 01 2019

Þorvarður Bergmann Kjartansson

Fæðingardagur og ár 2. mars 1992

FélagssvæðiReykjavík og nágrenni

[email protected]

FacebookThorvardurVR2019

VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN

Ég vinn hjá Prógramm sem tölvunarfræðingur. Lærði tölvunarfræði í HR

og viðskipta- og hagfræði í MK.

REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM

Ég vann sem sölumaður í Elko í rúm 4 ár og á undan því 6 og hálft ár í

kjötborði í Nótatúni. Ég hef verið félagi í VR í næstum 12 ár.

HELSTU ÁHERSLUR

Fyrir mér er það óumflýjanleg grunnkrafa að fólk geti framfleytt sér

með reisn á launum sínum og þarf því að lyfta gólfinu með krónu-

töluhækkunum frekar en prósentum. VR þarf að þrýsta á ríkið að hækka

skattleysismörk og í staðinn að skattleggja fjármagnstekjur og hátekjur

í meira mæli enda er það óásættanlegt að þeir ríkustu séu með minni

skattbyrði en vinnandi fólk. Þrýsta þarf á ríkið um að Landsbankinn

verði gerður að samfélagsbanka sem ekki er rekinn í gróðaskyni.

Lýðræðisvæða þarf lífeyrissjóðina svo sjóðsfélagar geti kosið stjórnir

þeirra og stefnu. Ég vil að lýðræðisvæðing vinnustaðarins sé stefnumál

VR og að VR stuðli að fræðslu um rekstur fyrirtækja sem eru fyllilega í

eigu starfsfólks. Ég er ánægður með forystu Ragnars Þórs Ingólfssonar.

Hann hefur endurvakið verkalýðshreyfinguna og er ég spenntur fyrir

því að byggja ofan á það sem hann hefur uppskorið.

KOSNINGAR 2019 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR

Samkvæmt lögum VR gerir uppstillinganefnd félagsins tillögu um

skipan í trúnaðaráð. Í lögum VR um kosningu formanns, stjórnar og

trúnaðarráð segir:

Trúnaðarráðsfundur VR sem var haldinn mánudaginn 21. janúar 2019

samþykkti listann einróma.

Framboðsfrestur til að skila inn framboðslistum til trúnaðarráðs fyrir

kjörtímabilið 2019-2021 rann út á hádegi föstudaginn 18. janúar 2019.

Einn listi barst, listi stjórnar og trúnaðarráðs VR.

Þar sem ekki bárust fleiri framboðslistar telst þessi listi réttkjörinn í

trúnaðarráð VR. Listinn er birtur í heild sinni hér að neðan:

LISTI STJÓRNAR OG TRÚNAÐARRÁÐS 2019–2021

Anna Þórðardóttir Bachmann PricewaterhouseCoopers ehf.Álfhildur Sigurjónsdóttir DHL Express Iceland ehf.Árni Leósson VRÁslaug Alexandersdóttir Byko ehf.Birgir Már Guðmundsson SORPA bs.Birgitta Ragnarsdóttir Icetransport ehf.Björg Gilsdóttir Aðalskoðun hf.Björgvin Ingason Teitur Jónasson ehf.Björn Axel Jónsson Melabúðin ehf.Erla María Vilhjálmsdóttir Distica hf.Freyja Lárusdóttir VIRK-Starfsendurhæfingarsj.Guðlaug Rúna Guðmundsdóttir HagkaupGuðlaugur Sæmundsson Íslandshótel hf.Guðrún Jóna Valgeirsdóttir Icepharma hf.Halldóra María Steinarsdóttir Byko ehf.Hilmar Kristjánsson Nordic Visitor hf.Ingimar Þorsteinsson Marel Iceland ehf.Jakob Þór Einarsson VRJóhann Már Sigurbjörnsson Bændasamtök ÍslandsJón Guðmundur Björgvinsson Origo hf.Jón Hrafn Guðjónsson Flügger ehf.Kjartan Már Másson Ísaga ehf.Kristinn Örn Jóhannesson Grand Circle Iceland ehf.Óskar Guðmundsson Samskip hf.Páll Örn Líndal Festi hf.Ragnar Orri Benediktsson Ríkisútvarpið ohf.Selma Kristjánsdóttir VRSesselja Jónsdóttir Forlagið ehf.Sigrún Guðmundsdóttir Miklatorg hf.Sigurbjörg Þorláksdóttir Bókhald og þjónusta ehf.Silja Hlín Guðbjörnsdóttir Nordic Visitor hf.Soffía Óladóttir Egilsson ehf.Stefán Viðar Egilsson Tengi ehf.Steinar Viktorsson Húsasmiðjan ehf.Steinunn Böðvarsdóttir VRSteinþór Ásgeirsson Kortaþjónustan hf.Sveinbjörn F Pétursson Ormsson ehf.Valva Árnadóttir Penninn ehf.Þorsteinn Þórólfsson Húsasmiðjan ehf.Þóra Kristín Halldórsdóttir SERVIO ehf.Þröstur Ríkarðsson Ásbjörn Ólafsson ehf.

NAFN VINNUSTAÐUR

Page 25: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 25

ORLOFSHÚS

ORLOFSHÚS VRFyrsta orlofshús VR var tekið í notkun í Ölfusborgum árið 1965. Nú eru alls 64 hús í eigu VR og leigir félagið að jafnaði um 20 hús að auki yfir sumarmánuðina. Upplýsingar um þau hús eru jafnóðum birtar á vef VR. Markmiðið er að auðvelda félagsmönnum að njóta orlofs og hvíldar. Leitast er eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir félagsmanna með bættri þjónustu.

ORLOFSHÚS VR ERU Á EFTIRFARANDI STÖÐUM

Í Miðhúsaskógi – 26 hús og tjaldsvæði fyrir félagsmenn VR

Einarsstaðir – 3 hús

Húsafell – 6 hús

Vestmannaeyjar – 1 hús

Kirkjubæjarklaustur – 1 hús

Akureyri – 12 íbúðir

Ölfusborgir – 3 hús

Reykjavík – 3 íbúðir og hótelgisting

Flúðir – 4 hús

Grímsnes – 2 hús

Stykkishólmur – 1 hús

Fljótshlíð - 2 hús

GÆLUDÝR LEYFÐ Í FLEIRI HÚSUM FRÁ 1. JÚNÍ 2019

Gæludýr eru velkomin í hús nr. 29 og 30 á Flúðum og í hús nr. 1-8, 24

og 25 í Miðhúsaskógi, í hús nr. 21 á Lækjarbakka, hús nr. 9-12 í Húsa-

felli og hús nr. 16 á Hellishólum. Þá eru gæludýr leyfð á tjaldsvæði VR

í Miðhúsaskógi. Annars staðar eru gæludýr ekki leyfð. Lausaganga

gæludýra er með öllu óheimil á orlofssvæðum VR. Vinsamlega virðið

reglur varðandi gæludýr og takið tillit til annarra. Á öllum húsum VR

eru stubbahús sem gestum ber að nota, en reykingar eru ekki leyfðar í

orlofshúsum VR.

REGLUR ORLOFSHÚSA VR

Húsið er leigt með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum

lausamunum.

Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigu-

tíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón sem

verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum

í húsinu á leigutíma.

Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi, þrífa húsið við

brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað. Sé því ábóta-

vant áskilur VR sér rétt til að innheimta sérstakt gjald fyrir þrif.

Leigjandi skal skila af sér orlofshúsi á uppgefnum tíma skv.

samningi.

Leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, viskastykki,

sængurver, lök og koddaver.

Dvalargestir eru beðnir um að forðast hávaða með bílaumferð

á orlofshúsasvæðinu og taka tillit til annarra gesta.

Leigjandi skal ganga vel um staðinn og gæta þess að spilla ekki

gróðri eða landi á nokkurn hátt.

Vetrartímabil orlofshúsa VR er frá 2. september til 31. maí. Á þeim tíma

er komutími kl. 14.00 og brottför kl. 12 nema sunnudaga kl. 19.00.

Sumartímabilið er frá 31. maí til 30. ágúst. Á þeim tíma er komutími

kl. 17.00 og brottför kl. 12.00 nema sunnudaga kl. 19.00.

ELDRI FÉLAGSMENN ATHUGIÐ!

Félagsmenn 67 ára og eldri frá 20% afslátt af leigu. VirðingRéttlæti

Page 26: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

26 VR BLAÐIÐ 01 2019

og í dagvöruverslunum. Þessari þróun má líkja við það þegar bensín-

sjálfsalarnir komu, áhrifin voru vissulega einhver en takmörkuð þó.

Eðli verslunarstarfa mun breytast mun meira með aukinni netverslun og

öðrum nýrri tækninýjungum en sjálfsafgreiðslukössum dagsins í dag.

Netverslun krefst annars konar starfsfólks en búðir, en sem dæmi þarf

mun hærra hlutfall fagmenntaðs og sérhæfðs starfsfólks í netverslun-

um en búðum. Þá munu sjálfvirkar lausnir líkt og hin alsjálfvirka búð

Amazon Go gefa leiðarstefið í þróun næstu ára. Þetta þýðir þó ekki

endilega stórkostlega fækkun verslunarstarfa. Breytt viðhorf og aukinn

kaupmáttur neytenda þýðir að upplifunarþáttur verslunarferða verður

sífellt mikilvægari. Þannig verða verslunarferðir framtíðarinnar lifandi

og spennandi en aldrei leiðinlegar og einsleitar. Það má leiða að því

líkum að meginbreytingin verði líklega ekki á fjölda starfa við verslun

heldur eðli þeirra starfa sem unnin eru.

Fyrir nokkrum árum vísaði hugtakið sjálfsafgreiðsla í verslunum til

þeirrar breytingar sem varð upp úr seinni hluta síðustu aldar þegar

neytendur fóru að raða sjálfir í vörukörfur sínar í stað þess að fá vörur

afgreiddar yfir búðarborðið. Hugtakið hefur þróast en sjálfsafgreiðslu-

kassar, þar sem neytendur taka sér hlutverk afgreiðslufólks, hafa rutt

sér til rúms í nágrannalöndum okkar síðustu tvo áratugi. Það er raunar

verðugt rannsóknarefni hve hæg þróunin hefur verið hérlendis, enda

Íslendingar nýjungagjarnir og greiðslukortanotkun almennari en ann-

ars staðar í heiminum. Það er eiginlega fyrst núna þegar neytendur

hafa lært að afgreiða sig sjálfa í netverslunum að þessi gamla tækni

virðist hafa hafið innreið sína á markaðinn á Íslandi. Þetta er þó ekki

sú þróun sem mun breyta eðli verslunarstarfa til framtíðar enda leysa

sjálfsafgreiðslukassar einungis lítinn hluta starfsmanna verslana af og

einungis í verslunum þar sem neytendur koma mjög reglulega, líkt

VERSLUNARSTÖRF FRAMTÍÐARINNAR

VirðingRéttlæti

Texti: Árni Sverrir Hafsteinsson

STARFS-MENNTAMÁL

Eðli verslunarstarfa mun breytast mun meira með aukinni netverslun og öðrum nýrri tækninýjungum en sjálfsafgreiðslukössum dagsins í dag.

Page 27: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 27

ATVINNUREKENDUR greiða 0,3% af

launatengdum gjöldum

STÉTTARFÉLÖG greiða mótframlag

1/4 af framlagi atvinnurekenda

RÉTTUR Í STARFSMENNTASJÓÐ

er meðaltal af inngreiðslu sl. 12 mánuði

=+

HVAÐ ER STARFSMENNTASJÓÐUR VERSLUNAR- OG SKRIFSTOFUFÓLKS?

STARFSMENNTASTYRKUR90% af skráningargjaldi – hámark 130.000 kr. á ári.

Starfstengd námskeið.

Starfstengd netnámskeið.

Almennt nám til eininga.

Tungumálanámskeið.

Sjálfstyrkingarnámskeið innanlands (sem er ekki hluti af meðferðarúrræði).

Ráðstefnur sem tengjast starfi umsækjanda.

Stjórnendaþjálfun/starfstengd markþjálfun.

FERÐASTYRKUR50% af fargjaldi – hámark 40.000 kr. á ári. Dregst frá hámarksstyrk.

Þegar félagsmaður þarf að ferðast meira en 50 km til þess að komast frá heimili til fræðslustofnunar getur hann sótt um ferðastyrk.

TÓMSTUNDASTYRKUR50% af námskeiðsgjaldi – hámark 30.000 kr. á ári. Dregst frá hámarksstyrk. Hefur ekki áhrif á uppsöfnun.

Námskeið sem hafa skilgreint upphaf, endi og leiðbeinanda.

Aðeins er hægt að sækja um styrk vegna tómstundanámskeiða sem haldin eru innanlands.

STARFSMENNTASJÓÐUR

HVAR SÆKI ÉG UM STYRK Í STARFSMENNTASJÓÐ?Hjá þínu stéttarfélagi.

HVERSU LENGI Á ÉG RÉTT Í STARFSMENNTASJÓÐI VERSLUNAR- OG SKRIFSTOFUFÓLKS?Það fer eftir því hvenær greiðslur hætta að berast. Ef greiðslur hafa ekki borist í 6 mánuði þá falla réttindi niður.

NÁMSKEIÐNámskeið sem tengist starfi viðkomandi félagsmanns og starfstengt netnám.

Ef óljóst er hvernig námskeiðið tengist starfi viðkomandi verður rökstuðningur að fylgja umsókninni. Skilyrði fyrir starfsmenntastyrk er að félagsmaðurinn greiði sjálfur námskeiðsgjald/ráðstefnugjald og þurfa greiðslukvittanir að fylgja umsóknum.

SJÁLFSTYRKINGARNÁMSKEIÐAthugið að Starfsmenntasjóðnum er ekki ætlað að styrkja námskeið sem hafa það að markmiði að vinna með heilsubrest einstaklinga. Námskeið sem eru hluti af með-ferðarúrræðum vegna heilsubrests eru því ekki styrkt sérstaklega af sjóðnum.

NÁMNám til eininga og réttinda, ráðstefnugjald erlendis og innanlands og tungumálanámskeið. Athugið að hvorki er veittur styrkur vegna gistingar né uppihalds tengt starfsmenntuninni. Vegna starfstengdra ráðstefna erlendis og innanlands þarf dagskrá ráðstefnu að fylgja umsókn og tengill á heimasíðu.

STJÓRNENDAÞJÁLFUN Stjórnendaþjálfun / starfstengd markþjálfun, að hámarki 12 tímar innan almanaksárs. Á reikningi verður að koma fram að þjálfunin sé starfstengd og fjöldi tíma.

HVAÐ FELLUR UNDIR STARFSTENGDA STYRKI?

Nánari upplýsingar er að finna á vr.is

SAMEIGINLEGUR STYRKUR EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKJAFélagsmanni og fyrirtæki gefst kostur á að sækja um sameiginlegan styrk til sjóðsins ef nám félagsmanns kostar 200.000 kr. eða meira. Þá er réttur einstaklings og réttur fyrirtækis nýttur á móti hvor öðrum. Umsókn er afgreidd eftir reglum sjóðsins um starfstengda styrki.

Page 28: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

28 VR BLAÐIÐ 01 2019

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er tveggja ára dreif-

nám með vinnu og eru grunnnámskeið þess Birgða-, vöru- og rekstrar-

stjórnun, Kaupmennska og Verslunarréttur sem eru sérstaklega hann-

aðir fyrir nám í verslunarstjórnun. Einnig taka nemendur námskeið í

rekstrarhagfræði, stjórnun, mannauðsstjórnun, þjónustustjórnun og

reikningshaldi ásamt einu valnámskeiði sem nú þegar eru kennd til

BS-gráðu í viðskiptafræðum við Háskólann á Bifröst og í Háskólanum

í Reykjavík. Hægt er að sitja námskeiðin þar sem námsmanni hentar,

hvort sem er í staðnámi í HR eða í fjarnámi frá Bifröst. Námið byggir á

ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra og veitir góðan grunn í

viðskipta- og verslunarrekstri.

Hluti af náminu verður í formi vinnustofa þar sem stjórnendur úr atvinnu-

lífinu greina frá því helsta sem er að gerast í starfsgreininni. Sérstakur

náms- og starfsráðgjafi vinnur með nemendahópnum og veitir ráðgjöf.

Nýr hópur kom inn í námið 8. febrúar síðastliðinn með vinnuhelgi á

Bifröst. Vinnuhelgin markar upphaf fyrsta námskeiðsins í náminu sem

er Birgða-, vöru- og rekstrarstjórnun. Námskeiðið er eitt af þremur sér-

sniðnum námskeiðum námsins og eru þau öll þrjú kennd í fjarnámi.

Næsta sérsniðna námskeið verður í umsjón Háskólans í Reykjavík.

Nemendur geta valið hvort þeir sitji önnur skyldunámskeið í staðnámi

í HR eða í fjarnámi hjá Bifröst.

DIPLÓMANÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐI OG VERSLUNARSTJÓRNUN

STARFS-MENNTAMÁL

VirðingRéttlæti

Page 29: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 29

STARFS-MENNTAMÁL

VISSIR ÞÚ AF LEIÐ 3?Þrjár leiðir til að sækja um styrk í Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóð verslunarinnar. Einungis er hægt að sækja um eina leið af þessum þremur.

Leið 1Félagsmaður sækir nám/námskeið, greiddur reikningur er á nafni

félagsmanns. Félagsmaður sækir um styrk hjá sínu stéttarfélagi. Félags-

menn VR sækja um á Mínum síðum á www.vr.is og láta greiddan reikn-

ing fylgja umsókn. Félagsmaður fær styrk greiddan á sinn reikning.

Leið 2Fyrirtæki greiðir fyrir nám/námskeið félagsmanna og sækir um í sjóðinn

vegna þeirra gegnum www.attin.is. Greiddur reikningur á nafni fyrir-

tækis fylgir með umsókn ásamt upplýsingum um þátttakendur náms/

námskeiða. Fyrirtæki fær styrk greiddan á sinn reikning.

Leið 3Sameiginlegur styrkur einstaklings og fyrirtækis. Einstaklingur sækir

nám/námskeið og það skiptir ekki máli hvor greiðir reikninginn, ein-

staklingurinn eða fyrirtækið. Sótt er um sameiginlega í sjóðinn ef nám/

námskeið kostar 200 þús. eða meira eða vegna diplómanáms í við-

skiptafræði og verslunarstjórnun. Undirrituð yfirlýsing fyrirtækis verður

að fylgja með umsókn. Einstaklingur sækir um hjá sínu stéttarfélagi,

félagsmenn VR sækja um gegnum Mínar síður á www.vr.is og haka

við sameiginlega umsókn. Einstaklingsumsóknin gildir einnig vegna

styrks til fyrirtækisins. Umsóknir eru afgreiddar eftir reglum sjóðsins um

starfstengt nám.

Við samþykkt umsóknar dregst styrkupphæðin af rétti bæði félags-

manns og fyrirtækis og greiðist inn á reikning beggja aðila. Hámarks-

styrkur getur samtals orðið sem nemur hámarksrétti einstaklings og

hámarksrétti fyrirtækis.

Sjá nánar ákvæði um hámarksstyrk og uppsafnaðan styrk einstaklinga

og fyrirtækja á www.starfsmennt.is.

KOSTNAÐURNám verður að kosta að

lágmarki 200.000 kr.

REIKNINGUR Það skiptir ekki máli hvort fyrirtæki eða

einstaklingur greiðir reikninginn.

UMSÓKNEinstaklingur sækir

um styrkinn til VR eða stéttarfélags innan LÍV og sendir yfirlýsingu

fyrirtækis með umsókn. Í yfirlýsingunni frá fyrirtæki

skal koma fram að um sé að ræða sameiginlega umsókn og að námið sé

hluti af starfsþróunar- áætlun starfsmannsins.

AFGREIÐSLAMiðað er við 50/50 við

afgreiðslu sameiginlegs styrks en ef félagsmaður á uppsöfnun þá er hún nýtt fyrst og svo réttur

fyrirtækis.

ÚTBORGUNStyrkur greiðist inn á reikning félagsmanns

og einnig inn á reikning fyrirtækis.

UPPHÆÐ STYRKSStyrkur er aldrei hærri en

90% af námsgjaldi – hámark 130.000 kr. á

hvern nema í uppsöfnun einstaklings, þá 390.000 kr. til einstaklings og hámark 130.000 kr. til fyrirtækis en þó aldrei hærri en 90% af

námsgjaldi.

90%200.000

SAMEIGINLEGUR STYRKUR EINSTAKLINGS OG FYRIRTÆKISEinstaklingar sækja um styrk til VR eða síns stéttarfélags innan LÍV.

SAMEIGINLEGUR STYRKUR EINSTAKLINGS OG FYRIRTÆKISEinstaklingar sækja um styrk til VR eða síns stéttarfélags innan LÍV.

VirðingRéttlæti

Page 30: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

30 VR BLAÐIÐ 01 2019

HVAÐ HEFURÐU UNNIÐ LENGI HJÁ FOSSHÓTEL REYKJAVÍK?

Ég hóf störf í september 2017 sem þjónustufulltrúi í ráðstefnudeild.

HVAÐ HEFURÐU VERIÐ LENGI TRÚNAÐARMAÐUR?

Ég var kosin trúnaðarmaður í mars 2018.

HVERNIG FRÆÐSLU HEFURÐU SÓTT ÞÉR SEM TRÚNAÐARMAÐUR?

Ég er mjög dugleg að skoða vef VR og fylgist með þegar nýjar fréttir

koma þar inn. Einnig sendi ég reglulega tölvupósta á starfsmenn VR

þegar mig vantar upplýsingar fyrir annað hvort mig eða samstarfs-

menn. Ég er líka búin að fara á námskeið fyrir nýja trúnaðarmenn sem

var haldið í fyrrahaust. Ég var einnig búin að skrá mig á Kjaramála-

námskeið í fyrra en þurfti að afbóka mig vegna veikinda. Ég er því

mjög ánægð með að sama námskeiðið verður aftur núna í mars og er

ég búin að skrá mig á það. Ég ætla líka á námskeiðið Sjóðir og þjón-

usta. Það skiptir mig miklu máli að fræðast um alla þjónustu og réttindi

félagsmanna svo ég geti miðlað þeim upplýsingum áfram til samstarfs-

félaga minna.

HVERNIG KEMURÐU UPPLÝSINGUM Á FRAMFÆRI VIÐ SAMSTARFSFÉLAGA ÞÍNA VARÐANDI STYRKI OG AÐRA ÞJÓNUSTU SEM ER Í BOÐI HJÁ VR?

Ég ræði við fólkið. Ég hef sjálf nýtt mér starfsmenntasjóðinn minn og ég

reyni að hvetja samstarfsfélaga mína til að kynna sér hann ef það er að

hugsa um nám eða námskeið. Og líka að athuga hvort það er eitthvað

sem þau langar að gera eða læra því það er þá hægt að nota styrkina

í það sem hjálpar alveg gríðarlega og hvetur fólk jafnvel til að taka

skrefið og byrja í einhvers konar námi eða fræðslu.

FINNST ÞÉR ÞÚ HAFA LÆRT EITTHVAÐ AF ÞVÍ AÐ VERA TRÚNAÐARMAÐUR?

Já ég hef lært mjög mikið á þessum tíma. Þegar ég byrjaði sem

trúnaðarmaður vissi ég mjög takmarkað um starfsemi VR nema það

allra helsta. Núna hef ég aflað mér þekkingar á allskonar málum og get

miðlað þeirri vitneskju áfram. Það er líka hellingur sem ég á eftir að læra

og ég hlakka til að takast á við það.

HVAÐ GERIRÐU Í FRÍTÍMA ÞÍNUM?

Ég hef því miður ekki mikinn frítíma eins og er þar sem ég er í fullu námi

í háskólabrú Keilis samhliða vinnunni. En þegar tækifæri gefst þá þykir

mér skemmtilegast að verja tíma með fjölskyldunni og förum við mikið

í sund saman. Einnig þykir mér mikilvægt að rækta samband við vini og

vandamenn og reyni eftir fremsta megni að gefa mér tíma í það.

TRÚNAÐAR- MENN

TRÚNAÐARMAÐURINN BERGDÍS INGIBERGSDÓTTIR Aldur: 36 áraVinnustaður: Fosshótel Reykjavík

VirðingRéttlæti

Page 31: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 31

VirðingRéttlæti

trúnaðarmaður

á þínum vinnustað?

Er ekki örugglega

NÁMSKEIÐ FYRIRTRÚNAÐARMENNKJARAMÁLANÁMSKEIÐ 20. mars kl. 9.00-12.00Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Leiðbeinendur: Sérfræðingar á kjaramálasviði VR

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa

að kjaramálum félagsmanna. Þetta námskeið er hluti af þeirri stefnu en

hér verður farið yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt,

uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. Hér gefst trúnaðar-

mönnum tækifæri til þess að ræða saman, deila reynslu sinni og fá

svör við spurningum sínum. Sérlega gagnlegt námskeið sem enginn

trúnaðarmaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur

morgunverður í boði.

SJÓÐIR OG ÞJÓNUSTA 2. apríl kl. 9.00-12.00Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Leiðbeinandi: Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR

Þjónusta VR er víðtæk og varðar alla félagsmenn. Á þessu námskeiði

verður farið yfir þjónustuliði eins og VR varasjóð, Sjúkrasjóð, Orlofs-

sjóð og Starfsmenntasjóð. Auk þess er farið yfir helstu þætti starfsendur-

hæfingarsjóðsins VIRK. Fulltrúar frá hverjum þjónustulið heimsækja

námskeiðið, veita upplýsingar og svara spurningum. Námskeiðið er

kennt með fræðslu, umræðum og hópavinnu í bland. Þátttakendur

eru þjálfaðir í að nýta þau verkfæri og þær leiðir sem eru fyrir hendi til

þess að sækja upplýsingar um þjónustu VR. Lögð er áhersla á þátttöku

á námskeiðinu.

VR skorar á alla trúnaðarmenn að sækja námskeiðið þar sem þekking á

þessum þáttum er mikilvæg.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur

morgunverður í boði.

Nánari upplýsingar er að finna á www.vr.is

Page 32: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

32 VR BLAÐIÐ 01 2019

Tímaskráningarappið Klukk er gefið út af Alþýðusambandi Íslands. Hug-

myndin að appinu varð til vegna ábendinga frá stéttarfélögum sem fá

upplýsingar um deilur vegna vinnutíma. Auk þess hafa nemendur rætt

slík vandamál þegar fulltrúar VR hafa farið í fræðsluheimsóknir í grunn-

og framhaldsskóla. Með útgáfu Klukk-appsins er verkalýðshreyfingin

einnig að svara óskum unga fólksins um auðvelda skráningu á vinnu-

tíma. Klukk-appið nýtist eins og hvert annað samtímaskráningar-

sönnunargagn ef deilur um vinnutíma koma upp.

Klukk er einfalt tímaskráningarapp fyrir snjallsíma sem hægt er að sækja

í Apple store eða Play store og er ókeypis. Appið er ætlað launafólki en

með því skráir notandinn vinnutíma sína og hefur þannig yfirsýn yfir

unnar vinnustundir sem er svo hægt að bera saman við greiddar stund-

ir á launaseðli og/eða tímaskýrslur frá atvinnurekanda. Þá er í Klukk

hægt að setja inn staðsetningu vinnustaðar með því að virkja staðsetn-

ingarbúnað sem minnir notandann á að „Klukka“ sig inn og út. Appið

býður einnig upp á að senda tímaskýrslur hvenær sem er. Upplýsing-

arnar í Klukk snúa fyrst og fremst að vinnutíma notanda og eru aðeins

aðgengilegar notandanum.

Hægt er að vera með fleiri en einn atvinnurekanda skráðan í appinu

og því hægt að „Klukka“ sig inn hjá mismunandi atvinnurekendum

sama daginn. Þar sem Klukk er með staðsetningarbúnað þarf að vera

til staðar nettenging til þess að „Klukka“ sig inn og út en við innskrán-

ingu þarf einnig að tengjast netþjóni til að sækja gagnaupplýsingar

um notendanafn og lykilorð. Á auðveldan hátt er hægt að halda utan

um veikindadaga en þó ber að hafa í huga að atvinnurekandinn sér ekki

skráningarnar í Klukk-appinu og ber að tilkynna veikindi til hans með

réttmætum hætti. Auðvelt er að breyta skráningunni ef það gleymist

að „Klukka“ inn eða út en slíkar breytingar verða alltaf sýnilegar sem

eftiráskráning eða leiðrétting.

Klukk fylgir íslenskum lögum um meðferð persónuupplýsinga og

ítrasta öryggis er gætt í meðferð þeirra.

KLUKK – TÍMASKRÁNINGARAPP

VirðingRéttlæti

KJARAMÁL

Page 33: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 33

VERTU MEÐ VINNUTÍMANA Á HREINUKlukk er frítt tímaskráningarapp fyrir launafólk. Þú skráir vinnutímana þína með einum smelli í Klukk og veist þá nákvæmlega hversu mikið þú vinnur og hvenær. Hægt er að virkja staðsetningarbúnað í appinu sem minnir þig á að klukka þig inn eða út.Náðu þér í Klukk í AppStore eða á GooglePlay.

Nánar á asi.is/klukk

Now also in English

Teraz także w języku polskim

Page 34: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VERÐLAUN FYRIR RÉTTA LAUSN KR. 15.000 Lausnin á síðustu krossgátu er: „hermaður“.

Vinningshafi krossgátunnar úr síðasta VR blaði var Sólveig Björk Einarsdóttir. Sólveig starfar hjá Vistor í Garðabæ sem markaðs-stjóri og verkefnastjóri og segir það mjög góðan vinnustað. Í frítíma sínum leggur Sólveig áherslu á fjölskylduna, útiveru í náttúru Íslands og ferðalög. Fjallgöngur, hjólatúrar, skíði og í raun öll útivist er best til að slaka á og hlaða batteríin að sögn Sólveigar.

Í lausn krossgátunnar hér að ofan er orð. Vinsamlegast látið kennitölu fylgja og skrifið „krossgáta“ utan á umslagið.Skilafrestur er til 30. apríl 2019. Utanáskriftin er: VR-blaðið, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Einnig er hægt að senda lausnina á [email protected] Vinsamlegast athugið að næsta krossgáta í VR blaðinu verður ekki fyrr en að ári, í fyrsta tölublaði ársins 2020.

Frí-stundar

krossgátur©

STAUTAR Í KOLLA-FIRÐI ÁVÍTUR MÖGL KALLA STANS-

GÆLU-NAFNVAL-

GERÐARSJÓR GÖTU

Í RVÍKBISK-UPS-DÆMI

MEÐHÆGÐ

RADD-STERKS

1

GRIPUÍRAFÁR

HÚÐ-KEIPUR

ÁVÖXT-UR

2 ER TIL

HÖFUÐ-BÓLS

FJAR-STÆÐA

FRÁ KÚRD-ISTAN

MAS

SNUPR-UR

ALÞÝÐU-FÓLKI

FLYTJIÐÁ HESTI

SKEMM-AST Í

FROSTI

VIÐUR-KENNA

Í MUNNI

Í PÓST-ÁRITUN

GRÓÐ-URS

EIGNIRLÁTINS

4 FERÐAR

SALT AFSÝRU

3MÆLA

KINDUR

TÍSKU-PILTUR

GELD-NAUTS-

INS

GÖNGURVÆNDUR

UM

ÁLPAST

5 LÆS-

INGUM SKJÁLFA

GAMALSTÍMABILS

ÚTTEKTÁ NÓTU

BORGAÐ

HAKK-AST

EFTIR-FARANDI

ÝRING KONU-

NAFN

TOGAÐU

TRUFLI

TILKOMU-LÍTILL

LOSTIGEFURÁGÓÐA

SJÁ UM

NAG

MÓT-TÆKI-LEGT

ÁRÁSA KOPARS-

INS

LÉST

7 ÁHALDÍ BÁTI

JARÐ-EIGN-UNUM

SPILLAÆTUR

PENINGA-EIGN

RÚMSJÓ

HIRSL-UNA

BERG-MÁLA

SKÍT-VERKS

UMFRAM6 LÝSIR

SÁRS-AUKA

ALLS-NÆGTIR

SÖNGL

ANGAÐ

HELLANLÍF-

FÆRINU FEITAR

Á EFTIRÞREMUR

HIK

FLÓNUM

TÓNBIL

STRAX

ROTEYSILL

DAUFTLJÓS

INNYFLIÚR FISKI

FUGLS-MAGA

VATNA-GRÓÐRI

KROT

DVEL-URÐU

8 RYKKT-UR TIL

REIÐ

ÍSKUR

SPIL

9

KRAKKA-NÓRA

BAÐSINS

HRÆÐ-AST

ÞVER-SLÁR

FUGL-ARNIR

10FILTER-

INN

SKEL LJÓS-FÆRIN

Ó-BREYTT-

UR

KROSSGÁTAN

34 VR BLAÐIÐ 01 2019

Page 35: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VR BLAÐIÐ 01 2019 35

TILBOÐ TIL FÉLAGSMANNA VR

EFNALAUGIN BJÖRGHvað: 15% afsláttur af allri hreinsun

og þvotti.

Hvar: Efnalaugin Björg, Háaleitisbraut

58-60, 108 Reykjavík

Hvenær: Alla daga

Gildir til: Ótímabundið

JOHANSEN DELI 2 fyrir 1Hvað: 2 fyrir 1 af öllum heitum drykkjum.

Hvar: Johansen Deli, Þórunnartúni 2,

105 Reykjavík

Hvenær: Alla daga

Gildir til: Ótímabundið

STILLINGHvað: 5-15% afsláttur af vörum. Gildir

ekki af tilboðsvörum.

Hvar: Allar verslarnir Stillingar

Hvenær: Alla daga

Gildir til: Ótímabundið

MJÖLNIR Hvað: Mánaðarkort í Gryfjuna

á 5.900 kr. í stað 7.900 kr.

Hvar: Mjölnir,

Flugvallarvegur 3-5, 101 Reykjavík

Hvenær: Alla daga

Gildir til: 31. maí 2019

ATLANTSOLÍAHvað: 9 kr. afsláttur á valdri AO stöð en

7 kr. annars staðar.

Hvar: Öllum stöðvum Atlantsolíu

Hvenær: Alla daga

Gildir til: Ótímabundið

Hér að neðan má finna sérstök tilboð til félagsmanna VR gegn framvísun félagsskírteinis. Gildir ekki með öðrum tilboðum. Félags-skírteini VR er staðfesting á aðild félagsmanns að félaginu og veitir auk þess ýmis konar afslætti. Félagsskírteinið er rafrænt og er aðgengilegt á Mínum síðum. Fleiri tilboð má sjá á vr.is.

FLÜGGERHvað: 15-30% afsláttur af málningu,

10-15% afsláttur af málningarverk-

færum og öðrum vörum. Gildir ekki

af tilboðsvörum.

Hvar: Allar verslarnir Flügger

Hvenær: Alla daga

Gildir til: Ótímabundið

FÉLAGSMÁL

ORKANHvað: 20 kr. afsláttur fyrstu tvö skiptin.

16 kr. á afmælisdaginn. 20-40%

afsláttur af kaffi á þjónustustöðvum.

10-15% afsláttur af bílatengdum vörum.

Hvar: Öllum stöðvum Orkunnar

Hvenær: Alla daga

Gildir til: Ótímabundið

WORLD CLASS ICELANDHvað: 2 fyrir 1 í baðstofu

Hvar: World Class Laugum

Hvenær: Alla daga

Gildir til: Ótímabundið

WHALES OF ICELANDHvað: 2 fyrir 1 á sýningu.

Hvar: Whales of Iceland

Hvenær: Alla daga

Gildir til: Ótímabundið

Page 36: VR-BLAÐIÐ 01 2019VR BLAÐIÐ 01 2019 3 Nú eru kosningar í VR líkt og alltaf á þessum tíma árs. Margir myndu kannski dæsa og segja: „Enn einar kosningarnar!“ En svona

VINNUR ÞÚ HJÁFYRIRTÆKI ÁRSINS 2019?

Könnunin hefur verið send til þín – taktu þátt!

Hvað er vel gert innan fyrirtækisins? ∙ Hvað �nnst þér um fyrirtækið? ∙ Finnur þú fyrir stoltiog ánægju í star�?

Nýttu tækifærið til að hafa áhrif

Þátttaka þín í könnun VR um Fyrirtæki ársins er mikilvæg, bæði fyrir þig og aðra starfsmenn fyrirtækisins. Notaðu tækifærið og segðu stjórnendum fyrirtækisins hvað er vel gert og hvað má betur fara.