43
Aðalnámskrá grunnskóla List- og verkgreinar Drög til umsagnar

Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Aðalnámskrá grunnskólaList- og verkgreinar

Drög til umsagnar

Page 2: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Efnisyfirlit

Inngangur.......................................................................................................................................3

Menntagildi list- og verkgreina.......................................................................................................3

Kennsluhættir í list- og verkgreinum...............................................................................................4

Námsmat í list- og verkgreinum......................................................................................................5

Sameiginleg hæfniviðmið í list- og verkgreinum.............................................................................7

Listgreinar.......................................................................................................................................8

Menntagildi listgreina.................................................................................................................8

Dans............................................................................................................................................8

Leiklist.........................................................................................................................................9

Myndmennt..............................................................................................................................12

Tónmennt.................................................................................................................................14

Námsmatsviðmið fyrir dans, leiklist, myndmennt og tónmennt við lok grunnskólanáms............15

Dans..........................................................................................................................................15

Leiklist.......................................................................................................................................16

Myndmennt..............................................................................................................................17

Tónmennt.................................................................................................................................18

Verkgreinar...................................................................................................................................19

Menntagildi verkgreina.............................................................................................................19

Heimilisfræði................................................................................................................................19

Hönnun og smíði...........................................................................................................................21

Textílmennt..................................................................................................................................24

Námsmatsviðmið fyrir heimilisfræði, hönnun og smíði og textílmennt........................................26

Heimilisfræði............................................................................................................................27

Hönnun og smíði.......................................................................................................................28

Textílmennt...............................................................................................................................29

Viðauki I – Hönnun og smíði.........................................................................................................30

Öryggi véla og verkfæra............................................................................................................30

Page 3: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Inngangur

Á grundvelli laga um grunnskóla nr. 91/2008 og ákvæða í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla eru útfærð námssvið sem tilgreind eru í viðmiðunarstundaskrá. Gerð er grein fyrir menntagildi námssviðsins og megintilgangi. Meðal annars er tekið mið af þeim sex grunnþáttum sem fjallað er um í sameiginlegum hluta fyrir aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla, áhersluþáttum í námi sem tilgreindir eru í 24. grein grunnskólalaga og lykilhæfni sem skilgreind er í kafla 9.5 í almennum hluta aðalnámskrár. Sett eru fram hæfniviðmið við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Þar er tilgreint hvaða þekkingu og leikni gera má ráð fyrir að nemandi búi yfir á fyrrgreindum aldursstigum. Athygli er beint að nemandanum, getu hans og framförum. Í framhaldi af hæfniviðmiðum er fjallað um kennsluhætti og námsmat og tekur sú umfjöllun mið af þeim áherslum sem birtast í hæfniviðmiðum. Á grundvelli hæfniviðmiða velja kennarar og nemendur kennsluaðferðir, námsefni og matsaðferðir og gerð er grein fyrir því í skólanámskrá skólans.

Menntagildi list- og verkgreina

Listir og handverk eru svo sterklega samtvinnuð daglegu lífi okkar að oft á tíðum erum við ekki meðvituð um tilvist þeirra og áhrif. Afrakstur lista og handverks einskorðast ekki við listviðburði, sýningar og verkstæði heldur er allt umhverfi okkar og daglegt líf okkar mótað af listum og handverki.

Að tjá sig myndrænt, í handverki, hreyfingu, leik og tónum er manninum eðlislægt. Afrakstur þess má finna í allri mannkynssögunni og hefur mótað hana til dagsins í dag. Einstaklingar þurfa að vera meðvitaðir um þessi mótunaröfl innan hvers samfélags til að geta notið þeirra á uppbyggjandi og gagnrýninn hátt samfara því að nýta þau og þróa áfram, sér og komandi kynslóðum til góðs.

Menntun í list- og verkgreinum veitir nemendum tækifæri til að þroska með sér sjálfstætt gildismat þar sem lögð er áhersla á að njóta list- og verkmenningar og móta sjálfstæðan lífsstíl. Þátttaka og þjálfun í gagnrýnni umræðu um handverk og listir veitir nemendum aðgang að menningarorðræðu samfélagsins. Í skapandi starfi og lausnaleit getur nemandinn haft áhrif á umhverfi sitt og tekið þátt í að móta menninguna.

Allir hafa hæfileikann til að skapa. Í list- og verkgreinum fá nemendur aðstæður og margvísleg tækifæri til þróa þann hæfileika, dýpka hann og þroska og læra leiðir til að koma sköpun sinni í verk. Í skapandi starfi fá nemendur tækifæri til að virkja og efla ímyndunarafl sitt, þjálfast í að taka ákvarðanir þar sem þeir vega og meta mismunandi valkosti og sjá afleiðingar af vali sínu. Nemendur þroskast í samvinnu við aðra, efla sjálfstæði sitt og sjálfsþekkingu og finna hæfileikum sínum farveg.

Í list- og verkgreinum temja nemendur sér læsi á menningu, ferla, myndir, heilsu, hreyfingar, líkamstjáningu og tilfinningar annarra, svipbrigði, blæbrigði í tungumáli og tónum, tækni og hið manngerða umhverfi.

List- og verkgreinar eru stór og fjölbreyttur atvinnuvettvangur. Framfarir á sviði tækni og vísinda eru byggðar á þekkingu og færni sem á rætur í verkmenningu. Þó tæki og vélar hafi leyst manninn af við ýmis störf er þekking á verkferlum, táknfræði, skipulagi og verskiptingu

Page 4: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

nauðsynleg undirstaða tæknilegrar og listrænnar þróunar. Slík verkfærni samhliða listfengi er því nauðsynleg undirstaða í allri þróun, fagurfræði og hönnun véla, húsa, fatnaðar og allrar hluta og listaverka sem við notum og njótum í daglegu lífi. Sú færni og þekking getur nýst bæði á skapandi hátt í starfi sem og tómstundum.

Í list- og verkgreinum fá nemendur einstakt tækifæri til að kynnast og viðhalda eigin menningu og verklagi fyrri tíma, hlúa að menningararfleið sinni samhliða því að kynnast öðrum menningarheimum.

Menntun í list- og verkgreinum eflir siðferði og þjóðfélagslega ábyrgð nemenda sem er grunnur að velferð þeirra og virkni í mótun samfélagsins í nútíð til framtíðar.

Megintilgangur

Megintilgangur list- og verkgreina er að allir nemendur kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkfærni, sköpunarkraft, samhæfingu hugar, hjarta og handar og margar ólíkar tjáningarleiðir. Þar fá þeir tækifæri til að skapa hluti í handverki, vinna með tákn, tóna og líkamann í tíma og rúmi og tengja þannig milli hugmyndar, verka og hluta. Allt þetta þroskar og eykur hæfni einstaklinga til að tengja milli hlutbundinnar og óhlutbundinnar hugsunar og takast á við síbreytilegan heim á persónulegan, gagnrýninn og skapandi hátt.

Kennsluhættir í list- og verkgreinum

List- og verkgreinar í grunnskóla greinast í dans, leiklist, myndmennt og tónmennt (listgreinar), hönnun og smíði, heimilisfræði og textílmennt (verkgreinar). Áherslur og hugmyndafræði list- og verkgreina í skólum eru byggðar á fjórum þáttum sem fléttast saman á órjúfanlegan hátt á mismunandi stigum vinnu og sköpunar.

Þekkingaröflun og hugmyndavinna Framkvæmd Greining Samhengi.

Þekkingaröflun og hugmyndavinna snýr að undirbúningsvinnu og tækniþjálfun. Nemendur viða að sér upplýsingum og efni, kanna, rannsaka, prófa, ímynda sér, læra tækni, forma, taka áhættu sem skerpir eigin þor og traust til viðfangsefnisins og eigin hugmynda. Framkvæmd felur í sér að nemendur beita aðferðum þar sem þeir; umbreyta, túlka, flytja, sýna, prófa, forma og framleiða. Greining felur í sér að nemendur dýpka skilning sinn og upplifun með umræðu, ígrundun, tjáningu og mati. Nemendur greina – yrða - meta – virða- gagnrýna- bera saman - túlka – ígrunda – rannsaka Samhengi felur í sér að setja ferlið í sögulegt, menningarlegt, persónulegt og félagslegt samhengi.Nemendur yrða – meta – ígrunda – skipuleggja / endurskipuleggja – smíða kenningar – þroskast – breytast.

Page 5: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Menntun í list- og verkgreinum felst í því að nemendur vinna verklega og skapandi vinnu þar sem reynir á huga, hjarta og hönd. Námið felur í sér kerfisbundna þjálfun út frá ofangreindum þáttum í hverri námsgrein fyrir sig þar sem reynir á ólíka þætti í mismiklum mæli eftir eðli verkefna. Þannig geta nemendur notað öll skilningsvitin og aflað sér þekkingar í gegnum lestur, hlustun, skoðun, hreyfingu, efniskönnun, leik, tjáningu, lykt og smökkun og prófa sig áfram með hugmyndir sínar. Undir leiðsögn kennara eiga þeir að fá tækifæri til að þróa þessar hugmyndir byggðar á þekkingu á fjölbreyttan hátt, þjálfast í að koma þeim í verk og á framfæri við margvísleg tækifæri. Í ferlinu gefast margvísleg tækifæri til ígrundunar og greiningar bæði á verkferlum, samskiptum og inntaki verka í persónulegu, menningarlegu og sögulegu samhengi. Vinnuferlið hefur því síst minna vægi en lokaafurðin.

Menntun í list- og verkgreinum á að lúta eðli greinanna og því mikilvægt að aðstaða og þekking sé fyrir hendi í skólunum. Er það fagleg forsenda þess að veita nemendum verklega og listræna þjálfun sem reynir á sjálfstæð vinnubrögð, fjölbreyttar vinnuaðferðir og gagnöflun ásamt aðstöðu til að koma hugmyndum í verk. Aðstaða og þekking felst í stærð nemendahópa þar sem verkfæri og verklag list- og verkgreina geta notið sín, viðeigandi tækjum og rými ásamt góðri þekkingu kennarans.

Hlutverk list- og verkgreinakennarans í hverri grein er að styðja nemandann við að þróa hugmyndir sínar, kenna honum verklag við hæfi, þjálfa hann í skapandi, greinandi og túlkandi vinnubrögðum og hjálpa þeim að raungera hugmyndir sínar. List- og verkgreinakennarar þurfa að hafa afbragðsþekkingu í sínu fagi og kunnáttu til að leiðbeina nemendum að réttu vinnulagi. Er það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska og aldri.

Nám í listum og verkgreinum þarf að vera merkingarbært og fela í sér stíganda eftir getu og þroska nemenda.

Margir grunnskólanemendur leggja stund á list- og verknám í frístundastarfi þar sem þeir leggja stund á eina eða fleiri listgreinar. Því er eðlilegt og mikilvægt í einstaklingsmiðuðu námi að taka tillit til ólíkra þarfa nemandans og tengja verkefni sem unnin eru innan og utan skólans.

Góð fagþekking á sviði lista og handverks skiptir einnig höfuðmáli í samfélagi og umhverfi hvers skóla sem á að endurspegla það samfélag sem hann er sprottinn úr.

List- og verkgreinar eiga að skipa veglegan sess í öllu skólastarfi, skólasamfélögum og nemendum til heilla. Nám þar sem aðferðum list- og verkgreina er beitt og samþættingarverkefni dýpkar skilning, þekkingu og reynslu nemenda í mörgum námsgreinum. Sú nálgun veitir nemendum tækifæri til að læra ýmsar námsgreinar á hlutbundinn hátt, gefur náminu aukna merkingu og dýpkar innihald.

Námsmat í list- og verkgreinum

Kennsla, nám og námsmat eru heildstætt ferli en misjafnt er hvaða kennsluhættir og námsmatsaðferðir eru notaðar hverju sinni. Miklivægt er í öllum tilvikum að endurgjöf kennara sé leiðbeinandi, regluleg og markviss svo hún leiði til framfara nemandans í námi. Námsmat tekur mið af hæfniviðmiðum fyrir hverja námsgrein sem og lykilhæfni sem sameiginleg er öllum námsgreinum grunnskólans. Það þarf að taka til allra þátta námsins svo bæði kennarinn og

Page 6: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

nemandinn geri sér grein fyrir framvindu námsins og hvort settum markmiðum sé náð. Námsmat skal útfært nánar í skólanámskrá.

Námsmatsaðferðir í list- og verkgreinum geta verið símat, frammistöðumat, sjálfsmat og lokamat. Hvaða aðferð er beitt fer eftir eðli verkefna hverju sinni. Símat felur í sér að kennari metur vissa fyrirframákveðna þætti nokkrum sinnum á námstímanum. Þannig fylgist kennarinn vel með því hvort nemandinn er að ná markmiðum sínum. Frammistöðumat hentar vel í list- og verkgreinum. Þar er bæði hugað að námsferlinu og afrakstri námsins. Frammistöðumat er í raun safn matsaðferða sem meta getu nemandans við raunverulegar aðstæður. Þegar notað er frammistöðumat eru oft notaðir gátlistar til viðmiðunar. Frammistöðumat er öflugt matstæki sem felur í sér að einstaklingurinn er metin á eigin forsendum. Sjálfsmat nemenda þar sem nemandinn metur sjálfur hvernig honum hefur gengið í náminu eða ákveðnum verkþáttum er einnig mikilsverð matsaðferð í list- og verkgreinum. Þetta hjálpar nemandanum að ná markmiðum sínum, gera sér grein fyrir styrkleikum sínum og á hvaða sviðum hann getur bætt sig. Í lokamati í list- og verkgreinum felst að námsárangur í heild sinni og er það oft lokaafurð (tónverk, gripur, leik- eða danssýning, myndverk). Enn fremur getur nemandinn safnað saman öllum gögnum um nám sitt á námstímanum í ferilmöppu. Þar er hægt að geyma þróunarvinnu nemandans, útfærslur hugmynda o.fl. Getur ferilmappan verið öflugt tæki til mats.

Margslungin heildList- og verkgreinar eru margar ólíkar námsgreinar. Þó ýmislegt tengi þessar greinar saman þá er margt sem greinir þær að. Það sem sameinar er áhersla á verkfærni, tækni, sköpun, fagurfræði og gildi, efnisþekkingu, líkamsbeitingu, túlkun og tjáningu. Hins vegar er um ólíka miðla og aðferðir að ræða í eftir greinum og því ólíkar nálganir og mismiklar áherslur á framantalda þætti. Í umfjöllun um hæfniviðmið og námsmat mun greinunum verða skipt í tvo flokka í þessari námskrá. Annarsvegar listgreinar; dans, leiklist, myndlist og tónlist og hins vegar verkgreinar; heimilisfræði, hönnun og smíði og textílmennt. Margar greinar eru ekki tilgreindar í námskránni. Dæmi um það er t.d. hreyfimynda- eða kvikmyndagerð. Hún getur tengst flestum greinum grunnskólans m.a. myndmennt og tónlist (tónlistarmyndbönd) þar sem nemendur þjálfast í skrásetningu verkefna á myndrænan hátt og í myndrænni frásögn

Page 7: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Sameiginleg hæfniviðmið í list- og verkgreinum

Hæfniviðmið við 4. bekkjar Hæfniviðmið við lok 7. bekkjar

Hæfniviðmið við lok 10. bekkjar

unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd að afurð

hagnýtt þá leikni sem hann hefur öðlast í einföldum verkefnum

unnið einföld verkefni í hópi

útskýrt á einfaldan hátt áhrif vinnu sinnar á umhverfið

gert grein fyrir hugtakinu tækni og hvernig það tengist vinnu hans

fjallað á einfaldan hátt um hugtakið menning í tengslum við verkefni sín

tjáð sig á einfaldan hátt um viðfangsefni sitt

gengið frá eftir vinnu sína lagt einfalt mat á eigin verk

útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að afurð

hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni

tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði

haft sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni

beitt helstu tækni sem námsgreinin býr yfir

gert grein fyrir menningarlegu hlutverki list- og verkgreina

gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefni hans

sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði

lagt mat á eigin verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum

unnið sjálfstætt eftir vinnuferli frá hugmynd að lokaafurð og greint frá mismunandi nálgun við vinnuna

hagnýtt þá sérhæfðu leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast á skapandi hátt og sýnt frumkvæði

tekið þátt í samvinnu með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi

skipulagt vinnu sína með sjálfbærni í huga

beitt þeirri tækni sem námsgreinin býr yfir á sjálfstæðan hátt

sett verkefni sín í menningarlegt samhengi

tjáð sig um verkefni sín með því að nota hugtök sem greinin býr yfir

sýnt frumkvæði í góðri umgengni og frágangi á vinnusvæði

metið eigið verk og annarra og rökstutt álit sitt með þeim hugtökum sem viðkomandi námsgrein býr yfir

Page 8: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Listgreinar

Menntagildi listgreina

Með listum getur maðurinn tjáð og dýpkað tilfinningar sínar og öðlast skilning og reynslu sem ekki verður færð í orð.

Listsköpun opnar einstaklingum fjölbreyttar leiðir til að vinna með hugmyndir, varpa fram spurningum, endurspegla og túlka eigin reynslu og annara og þroska þannig hæfileika sinn og getu til að vega og meta gjörðir sínar og umhverfi með gagnrýnum hætti. Við listsköpun losnar gjarnan um hömlur og kímnigáfa nemenda fær gjarnan notið sín í óvenjulegum og ögrandi verkefnum. Við slíkar aðstæður koma leyndir hæfileikar gjarnan fram og nemendur tengjast innbyrðis á allt annan hátt en í öðrum greinum.

Listir í sinni fjölbreyttustu mynd í fortíð og nútíð eru að fást við hugtök, hugmyndir hluti sem tengjast manneskjunni og nánasta umhverfi hennar. Þær hreyfa við okkur á margvíslegan hátt, næra ímyndunarafl og efla fegurðarskyn okkar.

Listupplifun er tilfinningalegt, líkamlegt og vitrænt ferli sem opnar farveg til að skoða og meta eigin gildi og viðhorf. Í listum geta nemendur rýnt í gildi samfélagsins á ólíkum tímum og einnig persónuleg gildi s.s. gagnvart; einstaklingum, fjölskyldu, samfélaginu, vinnu og leik, náttúru og umhverfi, fegurð, ljótleika, ofbeldi og ást.

Það er hlutverk skóla að jafna tækifæri barna, mennta þau í listum og veita þeim aðgang að menningu og menningarmótun. Því er mikilvægt er að nemendur á öllum skólastigum fái notið lista og listaverka í hæsta gæðaflokki, bæði innan og utan veggja skólans. Þannig eignast þeir viðmið og hvata fyrir eigin sköpun og tjáningu.

Menntun í listum á að stuðla að því að nemendur öðlist hæfni til að:takast á við ófyrirséða framtíð á skapandi hátt, sjá ný mynstur og hugsa í lausnum,læra af mistökum, þroska persónlega tjáningu og smekk.

Dans

Dans hefur margþætta merkingu í menningarlífi okkar. Hann er mikilvægur hluti af listaflóru landsins, hefur félaglegu- og sögulegu hlutverki að gegna og er að auki órjúfanlegur partur af hreyfimenningunni. En þó dansinn hafi mörg ólík andlit eiga þau það öll sameiginlegt að örva og þroska líkamsmeðvitund, líkamslæsi og hreyfigreind einstaklingsins.

Mikill hluti þeirrar þekkingar sem börn tileinka sér í lífinu öðlast þau í gegnum líkamlega tilvist og hreyfingu. Dansinn er mikilvæg leið til að hlúa að og örva hreyfi- og rýmisgreind og veita einstaklingum þannig aukið tækifæri til þroska og mennta.

Í líkamanum býr þekking og skilningur á veruleikanum sem í sumum tilfellum er eingöngu hægt að tjá í gegnum hreyfingu. Skapandi og listræn vinna í dansi gefur nemendum tækifæri á að koma þessari þöglu þekkingu á framfæri og fyrir suma er líkamsmálið nærtækasta leiðin til að tjá sig almennt. Í skapandi dansi takast nemendur á við mismunandi verkefni á eigin forsendum sem gefur meðal annars nemendum með þroskafrávik oft gullin tækifæri til að láta ljós sitt skína.

8

Page 9: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Mikilvægt er að styrkja hreyfigreind nemenda í gegnum dans og hvetja þau til að hreyfa sig daglega. og stuðla þannig að því að nemendur taki ábyrgð á eigin heilbrigði. Í þessum efnum helst dansmenntun í hendur við íþróttakennslu, en bætir við þekkingu á sköpun og líkamlegri tjáningu.

Dansar sem dansaðir eru í félagslegum tilgangi, eins og paradansar, hringdansar og hópdansar hafa alltaf verið hluti af daglegu lífi okkar þó að í mis miklu mæli og í mismunandi formi sé. Dansinn hefur því ríkt sögulegt- og menningalegt gildi í samfélaginu og er hluti þeirrar arfleifðar sem hver nemandi ber með sér. Hæfni í félagslegum dönsum veita möguleika á samveru innan ákveðins ramma þar sem þátttakendur geta átt samskipti innan öryggis leikreglna. Félagslegt gildi dansins felst ekki síður í möguleikum hans til að brjóta niður múra tengda tungumáli og eða þroska. Dans, bæði sem skilgreint og skapandi form, byggir að miklu leit á samvinnu og er því í sjálfu sér þjálfun í félagslegri færni.

Hæfniviðmið við lok 4. bekkjarNemandi getur:

Hæfniviðmið við lok 7. bekkjarNemandi getur:

Hæfniviðmið við lok 10. bekkjarNemandi getur:

hreyft sig frjálst og í takt við tónlist í samræmi við hreyfigetu eigin líkama.

dansað einföld hreyfimynstur og notað þau í paradönsum, barnadönsum og einföldum þjóðdönsum.

tekið virkan þátt í samstarfi við aðra og sýnt almenna kurteisi í samskiptum

beitt líkama sínum markvisst í dansi og hreyfingu sjálfum sér til ánægju

tengt saman hreyfingu og tónlist í dansi með samhæfðum hreyfingum í dansi

dansað grunnspor í paradönsum og einföldum þjóðdönsum

unnið sjálfstætt og með öðrum að dansverkefnum

samið sitt eigið dansverk með hjálp kennara og geti notað til þess grunntækni í skapandi dansi

geti sett saman einfalt dansverk, sýnt það og valið umgerð við hæfi (t.d. tónlist og rými)

bæði veitt og tekið á móti uppbyggilegri gagnrýni og nýtt sér hana í dansi

rætt um dans út frá ólíkum sjónarhornum.

dansað fyrir framan áhorfendur með tilfinningu fyrir þáttum eins og augnsambandi, rými, og líkamsbeitingu.

tekið þátt í skapandi vinnuferli í dansi og sett saman einfalt dansverk

samhæft tónlist og hreyfingu með góðri líkamsmeðvitund og –beitingu og dansað mismunandi dansform sér til ánægju

sýni almennar kurteisisvenjur í samskiptum í dansi

sýnt öryggi og færni til að dansa einn, eða sem hluti af pari eða hóp

valið milli ólíkra dansstíla prófað sig áfram og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í túlkunar- og sköpunarferli út frá eigin þekkingu og leikni í dansi

tjáð og túlkað hugmyndir sínar og rökrætt dans og efni á sviði á gagnrýninn hátt, beitt við það viðeigandi orðaforða og sett það í menningar- og sögulegt samhengi.

Leiklist

Menntun í leiklist snýst um að þjálfa nemendur í aðferðum listgreinarinnar en ekki síður um læsi á leiklist í víðu samhengi og á að dýpka skilning nemenda á sjálfum sér, mannlegu eðli og samfélagi. Í leiklist fá nemendur tækifæri til þess að setja sig í annarra spor og prófa sig áfram með mismunandi tjáningarform, hegðun og lausnir í öruggu umhverfi skólastofunnar. Hún styður nemandann í að tjá, móta og miðla hugmyndum sínum og tilfinningum sem hann mögulega fær ekki útrás fyrir á öðrum vettvangi. Leiklist reynir auk þess stöðugt á samvinnu, samskipti, sköpun, tungumálið, tjáningu, gagnrýna hugsun, líkams- og raddbeitingu. Allt fer þetta fram í gegnum leik og sköpun. Segja má að leiklist veiti þjálfun fyrir lífið sjálft, ekki síst hvað varðar það að takast á við siðferðileg álitamál, tilfinningar og blæbrigði mannlegra samskipta.

9

Page 10: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Nemendur beita töluðu máli bæði í spuna og í meðferð skrifaðs leiktexta. Tilraunir með mismunandi frásagnaraðferðir, málfar, málsnið og blæbrigði tungumálsins eru mikilvægur hluti af sköpunarferlinu í leiklist. Í listforminu er hið óyrta þó ekki síður mikilvægt en hið talaða mál og þannig reynir það á tjáningu í víðasta skilningi þess orðs.

Fjöldi leikja og æfinga í leiklist krefjast mikillar líkamlegrar virkni. Mörg börn sem ekki finna sig í hefðbundnu íþróttastarfi finna góðan farveg fyrir líkamlega útrás í leiklistariðkun.

Leiklist er list augnabliksins. Leiklistarkennslan bæði getur og ætti að takast á við þau mál sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni og brenna á nemendum. Þannig skerpist samfélagsvitund þeirra og þeir virkjast til lýðræðislegrar þátttöku.

Leiklist er í eðli sínu samþætt listform þar sem allar listgreinar koma saman. Hún nýtist líka vel til þess að auðga og styrkja kennslu í greinum eins og móðurmáli, samfélagsfræði, sögu og erlendum tungumálum.

Þó sköpunarferlið sé ekki síður mikilvægt en afurðin í leiklist, er mikilvægt að reglulega gefist tækifæri til þess að hampa afrakstri vinnunnar í formi kynninga og leiksýninga. Þegar allir leggjast á eitt við uppsetningu leiksýningar styrkjast stoðir jafnréttis og lýðræðis í skólastarfinu auk þess sem slíkir viðburðir hafa jákvæð áhrif á samkennd nemenda og skólaandann.

10

Page 11: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Hæfniviðmið við lok 4. bekkjarNemandi getur:

Hæfniviðmið við lok 7. bekkjarNemandi getur:

Hæfniviðmið við lok 10. bekkjarNemandi getur:

tekið tillit til jafningja sinna í hópvinnu í leiklist, hlustað á hugmyndir þeirra og lagt fram sínar eigin.

tekið virkan þátt í skapandi leikferli með jafningjum undir leiðsögn kennara.

lært stuttan texta utanbókar og flutt

hann á skýran hátt fyrir áhorfendur.

Spunnið stutta leikþætti í samstarfi við aðra

sýnt viðeigandi hegðun sem áhorfandi í leikhúsi eða á leiklistarviðburðum í skólanum.

rökrætt leiksýningu / leikþætti sem hann sá og rökrætt út frá innihaldi og uppsetningu.

sýnt þolinmæði og tillitssemi í samstarfi í leiklist.

unnið sjálfstætt með samnemendum að uppsetningu leikþáttar

sýnt fram á góð tök á grundvallarreglum í spuna.

flutt leiktexta utanbókar fyrir áhorfendur á lifandi og blæbrigðaríkan hátt.

Skrifað stuttan leiktexta þar sem persónur og framvinda er skýr

Greint milli nokkurra mismunandi leiksstíla og tegunda leiklistar beitt þeim í eigin, túlkun og sköpun og greiningu

sýnt fram á góðan skilning á leikrænni framvindu og frásögn á leiksviði.

bæði veitt og tekið á móti uppbyggilegri gagnrýni og nýtt sér hana inn í vinnuferli í leiklist.

rætt um leikið efni út frá ólíkum sjónarhornum.

sagt frá ferlinu við uppsetningu leiksýningar, helstu störfum sem unnin eru baksviðs í leikhúsi og lýst algengum sviðsbúnaði.

valið milli mismunandi aðferða við sviðssetningu, bæði hvað varðar frásagnarform og leikstíl, prófað sig áfram og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í sköpunarferlinu

Skrásett eigið vinnuferli og miðlað hugmyndum á fjölbeyttan hátt

Sett sig í spor annarra í leikrænu ferli og nýtt sér það til þess að dýpka skilning sinn á viðfangsefninu, sér sjálfum og öðru fólki

nýtt leikspuna sem verkfæri til sköpunar.

tjáð sig skýrt og af öryggi fyrir framan áhorfendur með tilfinningu fyrir þáttum eins og augnsambandi, rými, radd- og líkamsbeitingu.

sett á svið skrifaða og frumsamda leikþætti í virku samstarfi við aðra nemendur

túlkað leikpersónu á sviði Skrifað handrit að stuttu

leikverki þar sem beitt er grunnatriðum við uppsetningu leikhandrits fyrir svið og myndmiðla.

beitt tækni leikhússins (s.s. ljósum, leikhljóðum, búningum, leikmynd, leikmunum) á markvissan hátt til þess að skapa merkingu, spennu og stemningu á sviði

rökrætt leikið efni á sviði og í myndmiðlum á gagnrýninn hátt, beitt við það viðeigandi orðaforða og sett það í persónulegt, menningar- og sögulegt samhengi.

11

Page 12: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Myndmennt

Allir hlutir og öll verk byrja með hugmynd sem ekki verður virk nema henni sé miðlað á einhvern hátt. Í myndmennt er unnið með alla miðla sjónlista þar sem hugmyndum er fundinn farvegur. Frá fornöld hafa sjónlistir haft félagsleg, fagurfræðileg, og tilfinningarleg áhrif á fólk. Að rýna í listaverk hjálpar okkur að skilja sögu, menningu og samfélagið í heild á sama tíma og þau hjálpa okkur að eflast sem persónur. List eru einstök og oft óútreiknanleg. Í myndmennt öðlast nemendur tækifæri til að læra og tjá sig án orða. Þeir geta ýmist unnið á gagnrýninn hátt með málefni daglegs lífs eða með ímyndunaraflið. Slík reynsla veitir nemendum forsendur til að læra að þekkja sjálfa sig bæði í tengslum við náttúruna og efnisheiminn. Skilningurinn verður bæði almennur og persónulegur byggður á rannsóknum á raunveruleikanum og töfrum ímyndunaraflsins. Myndmennt er í eðli sínu skapandi námsferli. Mikilvægt ferli þar sem nemendur finna innri rödd, mynda tengingar, og þróa leikni í ólíkum nálgunum s.s. í teikningu, málun, mótun, þrykki klippiaðferð og skjámiðlum. Að taka þátt í að skapa, horfa á og njóta og greina list stuðlar að því að nemendur þjálfast í að upplifa list á sama tíma að þeir þrói með sér samkennd, umburðarlyndi og gagnrýninn skilning á heiminum og möguleikum hans. Með markvissri myndmennt er hægt að viðhalda og þróa þann hæfileika sem börn nota frá unga aldri , að segja sögu myndrænt. Til þess að þróa þann hæfileika verða kennarar að veita nemendum tækifæri til að taka áhættu til að stuðla að þróun skapandi hugsunar og ímyndunarafls.

Þegar nemendur skapa sjónræn verk vinna þeir ýmist út frá eigin rannsóknum, greiningu og með virkjun ímyndunaraflsins þar sem þau tengja við fyrri reynslu, menningu og umhverfi. Í umræðum um myndlist skapast tækifæri til að þjálfa orðaforða myndlistar, samkennd og umburðarlyndi í tengslum við gagnrýna umræðu um upplifanir nemenda á völdum listaverkum og eigin verkum. Með því að tengja við eigin reynslu þjálfast nemendur í að verða læsir á eigið umhverfi

Allstaðar í umhverfi okkar er sjónrænt áreiti sem mikilvægt er fyrir nemendur okkar að læra að lesa og greina. Eitt lykilhlutverk menntunar er að læra að skilja þann heim sem við búum í svo við verðum virkir, gagnrýnir samfélagsþegnar sem geta látið gott af sér leiða. Sjónlistir henta vel til þess, því í myndmennt er unnið markvisst með skynjun, greiningu og túlkun sem veitir nemendum forsendur til að sjá það sem þeir horfa á, heyra það sem þeir hlusta á, finna það sem þeir snerta og skapa út frá reynslunni. Með því að leyfa nemendum að velja inntak verka og/eða miðil í myndmennt er hægt að efla almennt frumkvæði þeirra. Það að þroska gagnrýna og skapandi hugsun nemanda í gegnum sjónlistir þjálfar þá í að bera kennsl á vandamál samfélagsins og finna lausnir á þeim.

12

Page 13: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Hæfniviðmið við lok 4. bekkjarNemandi getur:

Hæfniviðmið við lok 7. bekkjarNemandi getur:

Hæfniviðmið við lok 10. bekkjarNemandi getur:

útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki

nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar.

skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum

á einfaldan hátt tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki

sýnt ábyrgð í umgengni í myndmenntastofunni

þekkt og notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni

metið og fjallað um eigin verk og annarra

þekkt og gert grein fyrir völdum verkum listamanna og greint þau og þær aðferðir sem hann hefur kynnst.

notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun,

nýtt sér í eigin sköpun grunnþætti myndlistar

unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk

tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu

byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu

fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur.

beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni

greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu

greint, borið saman og metið aðferðir margskonar listaverka

gert grein fyrir og fjallað um ýmsar stefnur myndlistar með því að bera saman stíla og tímabil tiltekinna verka og sett þau í það menningarlega samhengi sem þau voru sköpuð í.

gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar.

valið á milli mismunandi aðferða við sköpun, prófað sig áfram og unnið hugmyndir í fjölbreytta miðla

skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt byggðum á eigin ímyndunarafli og / eða rannsókn, myndrænt og/ eða í texta

Sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal

greint og beitt fjölbreyttum aðferðum og tækni

gagnrýnt af þekkingu, sanngirni og virðingu eigin verk og annarra bæði einn og í samvinnu

greint hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhrif á líf okkar og gildismat

notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sýnar á myndlist og hönnun og fært rök fyrir þeim út frá eigin gildismati

greint hvernig samtímalist fæst við álitamálefni daglegs lífs með fjölbreyttum nálgunum sem oft fela í sér samþættingu listgreina

greint, borið saman og lýst fjölbreyttum stílum og stefnum í myndlist og hönnun, bæði á íslandi og erlendis og tengt það við þá menningu sem þeir eru sprottnir úr

túlkað listaverk og hönnun með tilvísun í eigin reynslu, nærumhverfi, samtímann, heimspekileg málefni og fagurfræði

gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar og sett þau í persónulegt, menningarlegt og sögulegt samhengi.

13

Page 14: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Tónmennt

Tónlist er snar þáttur í lífi og starfi manna hvar sem er í heiminum. Hún er leið til tjáskipta, oft án orða, sem einstaklingar fara til að tjá tilfinningar sínar, skoðanir og gildi. Tónlistin er nátengd daglegu lífi og fólk leitar á náðir hennar við flest þau tækifæri í lífi sínu sem það vill varðveita.

Í tónlistariðkun felst hlustun, sköpun og flutningur. Hún er ferli þar sem einstaklingar skapa merkingu með því að bregðast við og vinna úr tónum, hljóðum og þögn – með sjálfum sér eða í samstarfi. Tónlistariðkun krefst líkamlegrar samhæfingar, greinandi hugsunar og tilfinningatengsla. Þá hefur tónlistariðkun sterka félagslega tilvísun enda verið notuð í gegnum tíðina sem afl til sameiningar eða aðgreiningar meðal fólks.

Tónlist getur verið hluti skilgreindrar menningar eða sjálf skilgreinandi hluti menningar. Í síðara tilvikinu ræður ákveðin tónlistarstefna klæðaburði, framkomu og fleiru, sem myndar menningarheild. Tónlistarmenning vísar þannig til hvernig við tengjumst, notum, fremjum, semjum, og hugsum um tónlist.

Tónlistarkennsla í grunnskóla á að efla næmi nemenda og þekkingu á frumþáttum tónlistar – tónhæð, tónlengd, blæ, styrk, hljómum, túlkun og formi – til þess að þeir geti myndað sér skoðun á ólíkum stíl tónlistar, geti gert sér grein fyrir gildi hennar í eigin menningu og lífi og notið hennar á uppbyggilegan, markvissan og persónulegan hátt.

Í ljósi þessa margbrotna eðlis tónlistarinnar er mikilvægt að tónlistin sé tengd öllu skólastarfi óháð námsgreinum. Þannig kynnast nemendur fjölbreyttri tónlist og tengingu hennar við líf og starf með ólíkri og lifandi nálgun.

Hæfniviðmið við lok 4. bekkjarNemandi getur:

Hæfniviðmið við lok 7. bekkjarNemandi getur:

Hæfniviðmið við lok 10. bekkjarNemandi getur:

greint púls og hryn og túlkað í hreyfingu, samspili og söng.

greint ólíkar raddir og beitt rödd sinni sem hljóðfæri í samsöng og spuna.

leikið einfalda rytma eða þrástef á slagverkshljóðfæri og önnur skólahljóðfæri

greint einföld stílbrigði í tónlist (t.d. íslenskt þjóðlög)

tekið þátt í að skapa og flytja einfalt tónverk/ hljóðverk og skráð það með einhverjum hætti (nótur, grafísk nótnaskrift, upptaka, tölvuforrit),

greint, útskýrt og spilað púls og einföld hrynmynstur sem undirspil við söng eða í samspili

beitt eigin rödd á viðeigandi hátt í ólíkum raddverkum og söng, bæði í eigin verkum og annarra.

tekið þátt í samspili og / eða samsöng með öðrum og flutt og túlkað eigin verk eða annarra með viðeigandi hætti fyrir áheyrendur

notað einföld tæki og forrit til að taka upp, skrásetja og setja saman eigið hljóð- eða tónverk.

greint og að einhverju marki metið og endurskoðað eigin sköpunarverk og samnemenda í tónlist af sanngirni og rökstutt það út frá eigin smekk og fagurfræði

greint ólíkar stíltegundir, myndað sér skoðun á þeim og rökstutt hana í ræðu og riti.

greint og útskýrt ólík tónlistarstílbrigði og tengt við þá menningu sem þeir eru sprottnir úr.

greint og útskýrt samhengi tónlistar og menningarsögu ólíkra þjóða.

tekið þátt í tónsköpun af einhverju tagi, s.s. kórsöng eða samspili sjálfum sér og öðrum til ánægju

notað algeng tæki, hljóðfæri og forrit til að skapa eigin tónsmíð og / eða hljóðverk, sett það saman, og flutt af bandi og / eða myndbandi

staðið með eigin tónsköpun eða tónlistarvali og geti rökstutt val sitt.

samið tónverk á skólahljóðfæri (slagverk, stafspil, rafhljóðfæri), eigið hljóðfæri eða tölvu, æft það, skrásett það með einhverjum hætti og flutt, einn eða í hópi.

greint, metið, útskýrt og endurskoðað eigin sköpunarverk og samnemenda í tónlist af sanngirni og virðingu

gagnrýnt eigin verk og annarra og rökstutt það út frá eigin smekk, stíltegund tónlistar og fagurfræði

greint og útskýrt ólík

14

Page 15: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

tónlistarstílbrigði, hljóðfæri og hljóðgjafa og sett í persónulegt, sögulegt og menningarlegt samhengi

Námsmatsviðmið fyrir dans, leiklist, myndmennt og tónmennt við lok grunnskólanáms

Matsviðmið við lok 10.bekkjar eru sett fram samkvæmt ákvæðum í almennum hluta aðalnámskrár. Notaður er kvarðinn A, B, C. D. Matsviðmið í flokki B eru byggð á hæfniviðmiðum fyrir 10. bekk og framsetning þeirra með þeim hætti að gera má ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem þar er tilgreind. A fá þeir sem sýna framúrskarandi hæfni og C fá þeir sem ekki standast fyllilega þær kröfur sem gerðar eru í B viðmiðum. Ekki eru sett viðmið fyrir D því gera má ráð fyrir að sá vitnisburður sé notaður í þeim tilvikum þegar nemandi uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í C viðmiðum. Skóli geri þá sérstaka grein fyrir vitnisburði viðkomandi nemanda.

Skólum er skylt að nota þennan kvarða við lok 10. bekkjar en er í sjálfsvald sett hvernig þeir nota þennan matskvarða að öðru leyti í samræmi við þarfir skólans og aðstæður hverju sinni.

Dans

Nemandi getur:

A B Caf öryggi tekið þátt í skapandi ferli i dansi, sett saman dansverk og dansa, sýnt og valið umgjörð við hæfi

auðveldlega tekið þátt í dansathöfnum jafnt í hópi, í pari eða sem einstaklingur og sýnt kurteisi, virðingu og viðeigandi hegðun í alla staði í samskiptum

dansað fjölbreytta dansstíla af öryggi með góðri tilfinningu fyrir tónlist, tengslum, rými, tíma, blæbrigðum og líkamsbeitingu

fyrirhafnarlítið aflað sér þekkingar á dansi sér til gagns í gegnum lestur eða hreyfingu, tjáð sig á fjölbreyttan, viðeigandi og gagnrýninn hátt, sett á markvissan hátt í menningarlegt og sögulegt samhengi

tekið þátt í skapandi ferli í dansi og sett saman einföld dansverk og dansa, sýnt og valið umgjörð við hæfi

tekið þátt í dansathöfnum jafnt í hópi, í pari eða sem einstaklingur og sýnt kurteisi, virðingu og viðeigandi hegðun í samskiptum í dansi

dansað fjölbreytta dansstíla með tilfinningu fyrir tónlist, tengslum, rými, tíma, blæbrigðum og líkamsbeitingu.

aflað sér þekkingar á dansi í gegnum lestur eða hreyfingu, tjáð sig á viðeigandi og gagnrýninn hátt um hann og sett í menningarlegt og sögulegt samhengi

af sæmilegu öryggi tekið þátt í skapandi ferli í dansi, sett saman einföld dansverk og dansa, sýnt og valið umgjörð við hæfi

nokkurn veginn tekið þátt í dansathöfnum jafnt í hópi, í pari eða sem einstaklingur og sýnt sæmilega kurteisi, virðingu og viðeigandi hegðun í samskiptum

dansað fjölbreytta dansstíla af nokkru öryggi með sæmilegri tilfinningu fyrir tónlist, tengslum, rými, tíma, blæbrigðum og líkamsbeitingu.

aflað sér þekkingar á dans sér til nokkurs gagns í gegnum lestur eða hreyfingu, tjáð sig um hann á sæmilega gagnrýninn hátt og sett í nokkuð gott menningarlegt og sögulegt samhengi

15

Page 16: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Leiklist

Nemandi getur:

Matskvarði A Matskvarði B Matskvarði C...sýnt frumkvæði og listrænt áræði í sviðsetningu frumsaminna og tilbúinna leikþátta í virku samstarfi við aðra.

Beitt fjölbreyttum aðferðum og tækni leiklistar, frásagnarformi og stíl markvisst til þess að skapa merkingu og koma eigin hugmyndum í form á leiksviði.

...tjáð sig áreynslulaust og af miklu öryggi fyrir framan áhorfendur. Túlkað leikpersónu af innlifun og beitt við það blæbrigðum í radd- og líkamsbeitingu.

...greint og rökrætt leikið efni á sviði og í myndmiðlum á gagnrýninn hátt, beitt við að viðeigandi orðaforða og sett það í persónulegt, menningar- og sögulegt samhengi.

...sviðsett frumsamda og tilbúna leikþætti í virku samstarfi við aðra. Beitt fjölbreyttum aðferðum og tækni leiklistar, frásagnarformi og stíl til þess að skapa merkingu og koma eigin hugmyndum á framfæri á leiksviði.

...tjáð sig skýrt og af öryggi fyrir framan áhorfendur. Sýnt fram á góð tök á túlkun leikpersónu og markvissri notkun augnsambands, rýmis, radd- og líkamsbeitingar á leiksviði.

...greint og rökrætt leikið efni á sviði og í myndmiðlum á gagnrýninn hátt, beitt við það viðeigandi hugtökum og sett það að nokkru leyti í persónulegt, menningar- og sögulegt samhengi.

...sviðsett frumsamda og tilbúna leikþætti í samstarfi við aðra og beitt við það fleiri en einni aðferð leiklistar auk þess að geta sýnt fram á nokkur tök á beitingu frásagnarforms og stíls til þess að skapa merkingu á leiksviði.

...tjáð sig skýrt og af nokkru öryggi fyrir framan áhorfendur og sýnt fram á nokkuð góð tök á notkun viðeigandi radd- og líkamsbeitingar í túlkun á leikpersónu.

...rætt um leikið efni á sviði og í myndmiðlum og beitt við það nokkrum viðeigandi hugtökum. Sett leikið efni að einhverju leyti í persónulegt, menningar- og sögulegt samhengi.

16

Page 17: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Myndmennt

Nemandi getur:

A B Csýnt frumkvæði og þor í tilraunum og listsköpun sem byggja á eigin ímyndunarafli og frásagnarformi með því að beita fjölbreyttum aðferðum og tækni .

unnið fjölbreytt myndverk og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki. greint hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhrif á líf og gildismat

rætt, túlkað og greint á gagnrýninn hátt, inntak listaverka í virku samstarfi með umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra.

beitt viðeigandi orðaforða sjónlista, gert grein fyrir og greint margvíslegan tilgang myndlistar og hönnunar og sett viðfangsefnin í persónulegt, menningar- og sögulegt samhengi.

sýnt þor til að gera tilraunir í listsköpun sem byggja á eigin hugmyndum með því að beita nokkrum aðferðum og tækni .

unnið margskonar myndverk og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki. greint hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhrif á eigið líf.

rætt, greint og lýst af öryggi inntaki listaverka í samstarfi við aðra og sýnt skoðunum annarra tillitsemi.

beitt orðaforða sjónlista, lýst ólíkum tilgangi myndlistar og hönnunar og sett viðfangsefnin í persónulegt og samfélagslegt samhengi.

gert tilraunir í eigin listsköpun byggða á gefnum verkefnum. með því að beita fleiri en einni aðferð og tækni

unnið myndverk og útskýrt vinnuferlið á einfaldan hátt.

greint hvar sjónrænt áreiti daglegs lífs er að finna í umhverfinu.

fjallað um og lýst inntaki listaverka í samstarfi við aðra og sýnt skoðunum annarra tillitsemi.

beitt einföldum orðaforða sjónlista, nefnt fjölbreyttan starfsvettvang innan myndlistar og hönnunar og tengt viðfangsefnin eigin reynslu.

17

Page 18: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Tónmennt

Nemandi getur:

A B Cbeitt grunnþáttum tónlistar á fjölbreyttan hátt, tekið frumkvæði í tónlistarflutningi og tónsköpun,

valið og notað fjölbreytta tækni, tæki og hljóðfæri eftir því sem við á við flutning og skráningu og staðið af öryggi með eigin verkum

af öryggi tekið þátt í tónlistarflutningi, einn eða með öðrum, túlkað tilfinningar og blæbrigði af listfengi og næmi á persónulegan hátt og /eða út frá menningarlegu og sögulegu samhengi

greint og metið fjölbreyttar stíltegundir í tónlist, sett þær í menningarlegt og sögulegt samhengi

tjáð sig munnlega, skriflega á gagnrýninn, greinandi og uppbyggilegan hátt um tónsköpun og flutning eigin og annarra

beitt grunnþáttum tónlistar af nokkru öryggi í tónlistarflutningi og tónsköpun (hrynur, laglína, form, blær, styrkur o.fl.),

valið og notað þá tækni, tæki og hljóðfæri sem við á við flutning og skráningu og staðið með eigin verkum

tekið þátt í tónlistarflutningi, einn eða með öðrum, túlkað tilfinningar og blæbrigði á persónulegan hátt og /eða út frá menningarlegu og sögulegu samhengi

greint og metið stíltegundir í tónlist og sett þær í menningarlegt og sögulegt samhengi og tjáð sig munnlega, skriflega á gagnrýninn hátt og af tillitssemi um tónsköpun og flutning eigin og annarra

beitt flestum grunnþáttum tónlistar í einföldum tónlistarflutningi og tónsköpun (hrynur, laglína, form, blær, styrkur o.fl.),

valið og nýtt með aðstoð þá tækni, tæki og hljóðfæri sem við á við flutning og skráningu og staðið með eigin verkum

að einhverju marki tekið þátt í tónlistarflutningi, einn eða með öðrum, túlkað tilfinningar og blæbrigði samkvæmt leiðbeiningum og út frá menningarlegu og sögulegu samhengi

greint og metið stíltegundir í tónlist, sett þær sæmilega í menningarlegt og sögulegt samhengi og tjáð sig að nokkur marki munnlega, skriflega um tónsköpun og flutning eigin og annarra

18

Page 19: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Verkgreinar

Menntagildi verkgreina

Verkgreinar í grunnskóla eiga það sameiginlegt að stuðla að alhliða þroska nemenda og búa þá undir daglegt líf. Í verkgreinum fá nemendur tækifæri til að beita ímyndunarafli sínu, sköpunargáfu, þekkingu og verklegri færni til að takast á við umhverfi sitt í markvissum tilgangi. Nemendur þjálfa hæfileika til að leita lausna á vandamálum, verða sjálfstæðir í verki, og læra líta eigin verk og ákvarðanir gagnrýnum augum. Verkleg kunnátta hvílir á hefðum, tækni og verklagi sem mikilvægt er að nýjar kynslóðir tileinki sér. Nemandinn fæst við verkefni sem hæfa þroska hans, gerir tilraunir og nýtir tækni í vinnu sinni. Þetta eykur sjálfsöryggi og starfsánægju.

Verkgreinar sem kennslugreinar eiga sér langa sögu. Markmið þeirra hefur bæði verið að undirbúa nemendur undir verkleg störf og einnig stuðla að alhliða þroska nemenda. Umhverfi okkar byggist að miklu leyti á tækni og er hún ein af skapandi þáttum menningar og mótar ásýnd hennar, inntak, merkingu og tilgang. Í starfsumhverfi nútímans eru gerðar sífellt auknar kröfur til tækniþekkingar og skilnings. Í verkgreinum öðlast nemendur bæði skilning á umhverfi sínu sem og grundvallarþekkingu. Verkfærni og skilningur, sem byggist á rótgrónum hefðum handverks, er einnig undirstaða að öflugri verkmenningu. Að skilja og vera læs á umhverfið er forsenda þess að hafa áhrif á það.

Kennsla verkgreina eru liður í því að skapa virðingu og jákvætt viðhorf til verklegrar vinnu og eru einnig undirbúningur undir framhaldsnám í verklegum greinum. Hlutverk kennarans er að leiða nemandann á markvissan hátt þannig að hann verði sjálfstæður í verki, öðlist færni í að leysa vandamál, þjálfi fagurskyn og skynhreyfifærni. Verkgreinar eru því hvoru tveggja góður undirbúningur undir lífið og frekara nám.

Heimilisfræði

Heimilisfræði fjallar um manninn, líf hans og lífsskilyrði, líkamlegar og andlegar þarfir. Greininni er ætlað að stuðla að góðu heilsufari, heilbrigðum lífsháttum, hagsýni og verndun umhverfis. Í heimilisfræði gefst tækifæri til að hafa áhrif á lífsstíl nemenda og fjölskyldna þeirra með markvissri fræðslu um hollustu og holla matargerð. Til að vita hvað felst í hollustu og heilbrigði er nauðsynlegt að vera læs á upplýsingar í umhverfinu sem snerta heilsufar að einhverju leiti. Gott heilsulæsi stuðlar að getu til að meta og greina áreiðanleika upplýsinga og hæfni til að taka sjálfstæðar ákvarðanir sem stuðla að heilsu og vellíðan. Mótun matarvenja hefst þegar í bernsku og árangursríkast er talið að leggja áherslu á jákvæða umfjöllun um hollt fæðuval og forðast umræður um óhollan mat. Að þessu ætti að miða í kennslu í heimilisfræði.

Þekking og leikni í heimilisstörfum er kjarni heimilisfræðinnar og honum tengjast allir þættir námsins, fræðilegir sem verklegir. Heimilisfræði er að upplagi verkgrein og í henni eru órjúfanleg tengsl á milli næringarfræði og matreiðslu. Til að styrkja þess tengsl er mikilvægt að samþætta kennslu í matreiðslu og næringarfræði. Það auðveldar nemendum að átta sig á því hvaða næring er í matnum og hvernig er best að matreiða hann til að varðveita næringarefnin sem best. Góð þekking á næringarfræði er nauðsynlegur undirbúningur undir heimilishald og foreldrahlutverk nemenda síðar meir. Opinberar ráðleggingar (Lýðheilsustöðvar/Landlæknis) um mataræði og næringu skulu vera notaðar til hliðsjónar við kennslu í matreiðslu og næringarfræði.

Venjur og siðir þjóða eru mikilvægur þáttur í fæðuvali sem gerir mat og matarmenningu að góðri leið til að kynnast öðrum þjóðum. Félagslegt gildi matar er mikilvægt, þetta á við bæði í daglegu lífi og við tækifæri eins og veislur og hátíðarhöld ýmis konar þar sem matur gegnir jafnan stóru hlutverki.

19

Page 20: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Mikilvægt er að heimilisfræðin taki mið af umhverfissjónarmiðum og veiti innsýn í vistfræði og glæði áhuga á umhverfisvernd. Einnig að nemendur verði upplýstir neytendur og læri að velja matvörur og aðrar neysluvörur með því að lesa á umbúðir og vera gagnrýnir á auglýsingar og upplýsingar sem berast í sífellu frá umhverfi og fjölmiðlum.

Í nýjum hæfniviðmiðum í heimilisfræði hafa verið dregin saman í flokka viðmið sem eru lík að upplagi. Þetta er gert til að auðvelda kennurum að hafa yfirsýn yfir þá námsþætti sem verið er að vinna með hverju sinni. Að sjálfsögðu er það ekki svo að er verið sé að sinna aðeins einum þætti hverju sinni heldur má gera ráð fyrir að unnið sé með þá samhliða eftir eðli og umfangi hvers námsþáttar. Hæfniviðmiðin eru opin og gefa kennurum tækifæri til að útfæra kennsluna eftir eigin höfði og velja sínar leiðir til að nálgast þau. Þetta gefur færi á að nota fjölbreytta kennsluhætti.

Hæfniviðmið við lok 4. bekkjar

Hæfniviðmið við lok 7. bekkjar

Hæfniviðmið við lok 10. bekkjar

Matur og lífshættir

• getur útskýrt hvað felst í heilbrigðum lífsháttum

• getur valið hollan mat og útskýrt áhrif hans á líkama og líðan

• Þekkir fæðuhringinn og getur notað hann

• getur útskýrt gagnsemi og skaðsemi örvera

• getur fylgt leiðbeiningum um persónulegt hreinlæti og þrif ( s.s. handþvottur, tannheilsa, borðklútur)

• getur sagt frá helstu hættum sem fylgja vinnu í eldhúsi (slysahætta, hættuleg efni, notkun og geymsla)

Matur og vinnubrögð

• getur með aðstoð útbúið einfaldar og hollar litlar máltíðir

• getur farið eftir einföldum uppskriftum og notað algengustu mæli- og eldhúsáhöld

• getur lagt snyrtilega á borð, kann að nota hnífapör, getur sópað gólf og þvegið borð

Matur og umhverfi

• getur útskýrt einfaldar

Matur og lífshættir

• getur útskýrt hvað felst í heilbrigðum lífsháttum og tengslum þeirra við heilsufar

• getur útskýrt helstu þætti næringarfræðinnar (s.s. fæðuhringinn, fæðuflokka, heiti og hlutverk helstu næringarefna, hlutverk vatns, næringargildi, næringarefnatöflur og neyslukannanir)

• getur sagt frá helstu flokkum örvera, mikilvægi hreinlætis fyrir einstaklinga og við meðferð matvæla, og fylgt leiðbeiningum um persónulegt hreinlæti og önnur þrif

• getur sagt frá helstu orsökum slysa á heimilum og í umhverfi og hvernig má koma í veg fyrir þau

Matur og vinnubrögð

• getur matreitt og bakað einfaldar hollar máltíðir og valið sér hollt fæði út frá opinberum ráðleggingum (Lýðheilsustöð)

• getur unnið sjálfstætt eftir uppskriftum, notað rétt algengustu mæli- og eldhúsáhöld, stækkað, minnkað og umreiknað uppskriftir

Matur og lífshættir

• getur útskýrt hvað felst í heilbrigðum lífsháttum, tengslum þeirra við heilsufar og sett í samhengi við ábyrgð hvers og eins á eigin heilsufari

• þekkir og getur útskýrt helstu þætti næringarfræðinnar og tengt saman hráefni, næringarefni og matreiðslu

• getur útskýrt skaðsemi af völdum mismunandi örvera og getur beitt kunnáttu við að varast tjón af völdum þeirra (krossmengun og matareitranir/-sýkingar)

• þekkir og getur fjallað um mismunandi þarfir, sjúkdóma og kvilla sem tengjast mataræði (s.s. trúarbrögð, íþróttafólk, offita, sykursýki, ofnæmi og óþol, átröskunarsjúkdómar)

Matur og vinnubrögð

• getur skipulagt og matreitt fjölbreyttar máltíðir úr öllu algengu hráefni samkvæmt opinberum ráðleggingum (Lýðheilsustöð) um mataræði og næringarefni

• getur beitt helstu matreiðslu- og bakstursaðferðum og nýtt helstu miðla til að afla upplýsinga um matreiðslu og uppskriftir

• sýnir vönduð vinnubrögð og góða umgengni og frágang í

20

Page 21: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

umbúðamerkingar• getur útskýrt

umhverfisvernd, endurnýtingu, endurvinnslu og mengun og sagt frá nokkrum aðferðum sem leiða til betra umhverfis s.s. orkusparnaður, minni vatns- og pappírsnotkun, endurvinnsla, minni notkun eiturefna, flokkun sorps

Matur og menning

• getur útskýrt hugtök eins og kurteisi, mannasiði, borðsiði, ábyrgðartilfinningu og samvinnu

• getur sagt frá helstu hátíðum Íslendinga, siðum sem þeim fylgja og þjóðlegum mat

• getur beitt einföldum matreiðslu- og bakstursaðferðum

• sýnir vönduð vinnubrögð og góða umgengni og frágang

Matur og umhverfi

• getur útskýrt hugtakið sjálfbærni og önnur tengd því eins og umhverfisvernd, endurnýting, endurvinnsla, mengun, umhverfismerki og umhverfisvænar vörur

• getur metið útlit og gæði matvæla og útskýrt hvernig á að geyma þau

Matur og menning

• getur greint og útskýrt hugtök eins og samvinnu á heimili, jafnrétti, ólíkar matarvenjur og mismunandi siði og venjur

• getur sagt frá þjóðlegum íslenskum hefðum í matargerð (s.s. hangikjöt, þorramatur, fjallagrös, hvönn, söl, villtir fuglar, selur og hvalur)

samræmi við hreinlætiskröfur

Matur og umhverfi

• getur lesið og skilið umbúðamerkingar

• getur lagt sjálfstætt mat á auglýsingar og upplýsingar um matvæli og aðrar neysluvörur

• þekkir og getur sagt frá helstu flokkum aukefna í mat, flokkað helstu geymsluaðferðir og sagt frá mismunandi geymsluþoli malvæla

Matur og menning

• þekkir og getur sagt frá matarmenningu Íslendinga og matreitt ýmsa íslenska þjóðarrétti

• Þekkir og getur sagt frá matarmenningu og þjóðarréttum ýmissa landa

Hönnun og smíði

Hönnun og smíði sem skólanámsgrein fyrir börn og unglinga á sér langa sögu. Hún kom fram á sjónarsviðið í Skandinavíu um miðbik 19. aldar og var talin mikilvægur liður í uppeldi og námi barna. Markmið námsins var fyrst og fremst að gera nemendur sjálfstæða í verki, stuðla að vinnugleði og virðingu fyrir vinnu, þjálfa einbeitingu, iðjusemi og verkfærni. Þessi gildi eru enn í hávegum höfð í kennslu námsgreinarinnar en auk þess er lögð áhersla á handverk, menningu og tengsl við verklegt framhaldsnám. Námsgreinin byggir því í senn á rótgrónum handverkshefðum og almennum áherslum um uppeldi og menntun.

í hönnun og smíði er áhersla lögð á að nemandinn verði sjálfstæður í verki og öðlist færni í að smíða hluti með þeim efnum, verkfærum og tækni sem greinin býr yfir. Hann öðlast þekkingu og færni sem hann getur yfirfært á starfsvettvang, tómstundir eða heimilið. Lögð er áhersla á að nemandinn sé virkur í hönnunarferli og móti útlit og uppbyggingu hluta miðað við notkun þeirra. Þar fléttast einnig inn

21

Page 22: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

áhersla á nýsköpun og hagnýtingu þekkingar. Nemandinn hefur þannig áhrif á umhverfi sitt og er um leið hvattur til að sýna umhverfinu nærgætni og virðingu.

Í hönnun og smíð fléttast saman sköpun, læsi og sjálfbærni á áþreifanlegan hátt sem hjálpar nemandanum að skilja innihald hugtakanna. Kennarar eru hvattir til að nota efni úr nærumhverfi og nýta íslenska skóginn þar sem þess er kostur. Nemandinn öðlast einnig innsýn í heim tækninnar sem eykur skilning og eflir læsi hans á hið manngerða umhverfi.

Hæfniviðmiðum í hönnun og smíði er skipt upp í 3 efnisflokka og eru þeir megináherslusvið greinarinnar. Flokkarnir tengjast þó allir innbyrðis.

HandverkUndir þennan þátt falla markmið er miða að því að efla verkvit, þekkingu á efnum og færni í notkun verkfæra. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir hvenær frágangur telst vandaður.

Hönnun og tækniUndir þennan þátt falla markmið er lúta að hönnun og því að efla skilning nemenda á skipulagningu vinnu, hönnunarferli og gerð áætlana. Einnig er lögð áhersla á að efla tæknilegt innsæi nemenda og skilning.

UmhverfiUndir þennan þátt falla markmið er miða að því að efla skilning nemenda á tengsl umhverfisins við verkleg störf og kemur það m.a. fram í efnisvali. Lögð er áhersla á að nemendur læri rétta notkun hlífðarbúnaðar og þekki hugtakið vinnuvernd.

22

Page 23: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Hæfniviðmið við lok 4. bekkjar Hæfniviðmið við lok 7. bekkjar Hæfniviðmið við lok 10. bekkjar

Handverk

gert einfalda hluti sem hæfa aldri hans

valið verkfæri sem hæfa viðfangsefni og notað á öruggan hátt

greint frá hvað er vel gert og hvað ekki

gert grein fyrir helstu smíðaefnum sem unnið er með

Hönnun og tækni

unnið verkefni frá hugmynd að fullunnum hlut og teiknað einfalda tvívíða teikningu til skýringar

getur skreytt hluti á persónulegan hátt

sagt frá orkugjöfum sem nota má í smíðaverkefnum

framkvæmt einfaldar samsetningar

nýtt virkniþætti í smíðisgripum og útskýrt virkni þeirra s.s. vogarafl, gorma og teygjur

lýst hvernig tæknin birtist í nánasta umhverfi hans

Umhverfi

valið efni út frá umhverfissjónarmiðum

sagt frá kostum þess að nota efni úr nærumhverfi

sýnt rétta notkun hlífðarbúnaðar s.s. vinnuhanska, öryggisgleraugna og heyrnarhlífa

beitt líkamanum rétt við vinnu sína

Handverk

valið og notað á réttan hátt helstu verkfæri og mælitæki fyrir tré, málm og önnur efni sem notuð eru

sýnt vönduð vinnubrögð notað og gert grein fyrir

uppruna og notagildi þess efniviðar sem notaður er í smíðastofunni

sagt frá hvernig málmar og tré eru notuð í nánasta umhverfi hans

Hönnun og tækni

útskýrt hugmyndir sínar með því að rissa upp málsetta vinnuteikningu

lesið einfalda teikningu, smíðað eftir henni og unnið eftir hönnunarferli frá hugmynd að lokaafurð

valið yfirborðsmeðferð fyrir verkefni unnin í málm og tré

hannað og smíðað verkefni sem nýtir orkugjafa

valið samsetningar sem hæfa verkefnum

lýst því hvaða virkniþættir eru að verki í ýmsum hlutum

Umhverfi

gert grein fyrir hvernig hægt er að endurnýta efni og getur flokkað afganga sem falla til í smíðastofunni

útskýrt kosti þess að skila spæni og spreki aftur til jarðarinnar

gert við og endurnýjað eldri hluti og lengt þannig líftíma þeirra

lesið á umbúðir yfirborðsefna og gert sér grein fyrir því hvort þau eru hættuleg

sýnt réttar vinnustellingar

Handverk

valið aðferðir, efni og verkfæri sem hæfa þeim verkefnum sem hann á að vinna

sýnt rétta og ábyrga notkun helstu handverkfæra málm- og trésmíða

metið sjálfstætt og gert grein fyrir hvenær frágangur hluta telst vandaður

sagt frá mikilvægi verkþekkingar í nútíma samfélagi

unnið sjálfstætt eftir verkáætlun, valið efni, útbúið efnislista og reiknað kostnað út frá teikningu

Hönnun og tækni

útskýrt hugmyndir sínar með fríhendis- og grunnteikningu

hannað verkefni útfrá efni, fagurfræði, tækni, umhverfi, notkun og endingu

framkvæmt flóknari samsetningar s.s. samlímingu, töppun og skrúfun

sagt frá hvernig tækni er nýtt í atvinnulífinu

Umhverfi

greint vistvæn efni frá óvistvænum

haft sjálfbærni að leiðarljósi við vinnu sína s.s. við efnisval

útskýrt hugtakið vinnuvernd og hvers vegna reglur þar að lútandi eru settar

23

Page 24: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

24

Page 25: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Textílmennt

Námsgreinin textílmennt felur bæði í sér þátt hönnunar og handverks. Handverk á sér djúpar rætur í menningu þjóðarinnar, heimilisiðnaðinum, þar sem unnið er út frá hefð og rótgróinni þekkingu á efnum og aðferðum. Þeim menningararfi ber að skila áfram í takt við þá tíma er þjóðin lifir hverju sinni. Námsgrein sem byggir á gömlum merg þróast áfram og tekur með sér nýjar aðferðir og breyttar áherslur nútímans.

Textílnám byggist meðal annars á þekkingu á eðli og vinnslu efna og ríkri hefð nýtingar og endurnýtingar. Í nútímasamfélagi er mikilvægt að koma í veg fyrir mengun og sóun efna með endurnýtingu og leggja áherslu á sjálfbærni í sem víðustu mynd. Til þess að ná slíkum markmiðum þarf einstaklinga sem þekkja efni og eiginleika þeirra og þá hæfni til að hagnýta þessa eiginleika.

Textílmennt er ríkur þáttur í íslenskri menningu. Íslenskur útsaumur, tóvinna, prjón og vefnaður er meðala gersema íslenskrar listasögu, arfleifð sem þjóðin þarf að þekkja og meta sem veganesti til framtíðar. Þetta veganesti er ekki einungis þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar í því felast líka efnisleg verðmæti og tækifæri til atvinnusköpunar. Handverk var áður órjúfanlegur hluti lífsbaráttunnar en er nú vaxandi atvinnugrein og hluti þeirrar ímyndar sem einkennir íslenska menningu. Textílmennt er einnig ríkur þáttur í félagslegum veruleika þjóðarinnar. Með hannyrðum skapa fólk sér persónulegan stíl, setur svip á heimili sitt og nánasta umhverfi, gleður sig og sína nánustu með því að skapa hluti sem hafa persónulegt gildi. Með hannyrðum hefur þjóðin átt og mun eiga möguleika á að búa í haginn með því að búa til og gera við hluti til daglegrar nota. Á tímum breytinga á þjóðlífi og efnahagsástands er verkkunnátta á sviði hannyrða samfélagsleg auðlynd og trygging ákveðinna lífsgæða fyrir einstaklinginn.

Að nýta textílheiminn áþreifanlega og milliliðalaust til að búa til hlut er uppspretta gleði og lífsfyllingar fyrir einstaklinginn. Jafnframt er sú þekking, færni og skilningur, sem glíman við efnisheiminn hefur leitt til, undirstaða allrar verkmenningar í sérhæfðu nútíma samfélagi. Þráðamenning hvílir á árþúsundaþróun og rótgrónum hefðum. Verkmenningararfur felur því ekki aðeins í sér tækni og aðferðir heldur einnig fagurfræði sem er tungumál manngerðs umhverfis.

25

Page 26: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Hæfniviðmið við lok 4. bekkjar Hæfniviðmið við lok 7. bekkjar Hæfniviðmið við lok 10. bekkjar

Handverk, aðferðir og tækni

unnið með fjölbreytt textílefni, garn, þræði og endurnýtanleg efni

beitt nál og skærum ásamt öðrum áhöldum sem notuð eru við einfalda textílvinnu

notað einfaldar aðferðir textílgreinarinnar s.s. vefnað, fingrahekl, fingraprjón, þráðavinnu, útsaum, þrykk, prjón og þæfingu.

notað saumavél við einfaldar útfærslur

lesið einfaldar vinnuleiðbeiningar

Sköpun, hönnun og útfærsla

unnið með eigin hugmyndir á fjölbreyttan hátt

notað einfaldar aðferðir textílgreinarinnar í skapandi vinnuferli

Menningararfur, umhverfi og efnisfræði

útskýrt helstu eiginleika íslensku ullarinnar

gert grein fyrir mikilvægi íslensku ullarinnar í sögulegu samhengi

fjallað um mismunandi klæðnað fólks með tilliti til veðurfars, starfa og tilefna

Handverk, aðferðir og tækni

beitt grunnaðferðum textílgreinarinnar við sníðavinnu, útsaum, þæfingu, prjón, hekl og vélsaum

beitt helstu áhöldum og tækjum sem notuð eru í textílvinnu

notað fjölbreyttar aðferðir við skreytingar á textíl og unnið með þær á persónulegan hátt

lesið og unnið eftir leiðbeiningum

unnið sjálfstætt og undir leiðsögn

leitað upplýsinga um textílvinnu í bókum, tímaritum og vefmiðlum

skilið vinnuferli frá hugmynd til afurðar

Sköpun, hönnun og útfærsla

nýtt eigin færni og þekkingu á hagnýtan og skapandi hátt

þróað eigin hugmyndir í textílverk

útskýrt vinnuferli með orðum eða teikningu

útskýrt hagnýtt og fagurfræðilegt gildi handverks

Menningararfur, umhverfi og efnisfræði

fjallað um tóvinnu í sögulegu samhengi

útskýrt helstu eiginleika náttúruefna og gert grein fyrir gerviefnum

gert grein fyrir vefjarefnum og greint þau frá öðrum efnum

gert grein fyrir endurnýtingu og efnisveitum

Handverk, aðferðir og tækni

beitt fjölbreyttum aðferðum textílgreinarinnar til sjálfstæðrar vinnu með áherslu á sköpun, hönnun og persónulega útfærslu

nýtt verkþekkingu og færni við val og útfærslu textílverkefna

beitt fjölbreyttum aðferðum við skreytingar á fatnaði og textílverkum á skapandi hátt

unnið sjálfstætt og þróað eigin hugmyndir í afurð gegnum skapandi ferli

metið og rökstutt vinnu sína á öllum stigum vinnuferlisins

lesið snið og uppskriftir og unnið eftir þeim

tekið mál og áætlað stærðir og efnisþörf

sniðið og saumað einfalda flík

gert einfaldar sniðbreytingar

beitt hekl- og prjónatækni til að forma flík eða

hlut tekist á við ný verkefni og

leitað lausna

Sköpun, hönnun og útfærsla

beitt skapandi og gagnrýnni hugsun og yfirfært eigin hugmyndir í textílverk

nýtt eigin færni og þekkingu á persónulegan og skapandi hátt

metið eigin vinnubrögð og lagt mat á gott handbragð, form og hönnun

rökrætt eigin verk og tekið á móti gagnrýni frá öðrum

Menningararfur, umhverfi og

26

Page 27: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

útskýrt neyslustýringu og sjálfbærni í tengslum við textíliðnað

sett textílvinnu og textílverk í samhengi við sögu, samfélag og listir

efnisfræði

sagt frá sérkennum íslenskrar textílvinnu, handverki, textílsögu og menningararfi

gert grein fyrir textíliðnaði og starfsgreinum sem tengjast fatagerð og textílhönnun

sagt frá vinnslu textílefna við mismunandi aðstæður og sett í samhengi við umhverfisvernd og sjálfbærni

útskýrt tjáningarmáta og tákn textíla og tísku út frá mismunandi stíl, áferð og efniskennd

tekið þátt í samræðum um hin ýmsu viðfangsefni textílfagsins á gagnrýnan hátt.

Námsmatsviðmið fyrir heimilisfræði, hönnun og smíði og textílmennt

Matsviðmið við lok 10.bekkjar eru sett fram samkvæmt ákvæðum í almennum hluta aðalnámskrár. Notaður er kvarðinn A, B, C. D. Matsviðmið í flokki B eru byggð á hæfniviðmiðum fyrir 10. bekk og framsetning þeirra með þeim hætti að gera má ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem þar er tilgreind. A fá þeir sem sýna framúrskarandi hæfni og C fá þeir sem ekki standast fyllilega þær kröfur sem gerðar eru í B viðmiðum. Ekki eru sett viðmið fyrir D því gera má ráð fyrir að sá vitnisburður sé notaður í þeim tilvikum þegar nemandi uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í C viðmiðum. Skóli geri þá sérstaka grein fyrir vitnisburði viðkomandi nemanda.

Skólum er skylt að nota þennan kvarða við lok 10. bekkjar en er í sjálfsvald sett hvernig þeir nota þennan matskvarða að öðru leyti í samræmi við þarfir skólans og aðstæður hverju sinni.

27

Page 28: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Heimilisfræði

Nemandi getur:

A B Cmarkvisst útskýrt nokkuð ítarlega hvað felst í heilbrigðum lífsháttum, tengslum þeirra við heilsufar og sett í rökrétt samhengi við ábyrgð hvers og eins á eigin heilsufari.

fyrirhafnarlítið lesið texta um næringarfræði sér til gagns, tjáð sig markvisst um hann, túlkað rökrétt tengslin milli næringarefna, hráefna, matreiðslu og heilsufars og nokkuð ítarlega gert grein fyrir hvernig þessir þættir stuðla að heilbrigði.

á sjálfstæðan hátt skipulagt og matreitt fjölbreyttar og vel samansettar máltíðir og notað til þess margvíslegar matreiðslu- og bakstursaðferðir.

sagt ítarlega frá og lýst margvíslegum einkennum íslenskrar og erlendrar matarmenningar og matreitt fjölbreytta þjóðrétti frá ýmsum löndum.

útskýrt hvað felst í heilbrigðum lífsháttum, tengslum þeirra við heilsufar og sett í samhengi við ábyrgð hvers og eins á eigin heilsufari.

lesið texta um næringarfræði sér til gagns, tjáð sig um hann, túlkað tengslin milli næringarefna, hráefna, matreiðslu og heilsufars og gert grein fyrir hvernig þessir þættir stuðla að heilbrigði.

skipulagt og matreitt fjölbreyttar og vel samansettar máltíðir og notað til þess algengustu matreiðslu- og bakstursaðferðir.

sagt frá og lýst einkennum íslenskrar og erlendrar matarmenningar og matreitt þjóðrétti frá ýmsum löndum.

að nokkru marki útskýrt hvað felst í heilbrigðum lífsháttum, tengslum þeirra við heilsufar og sett að einhverju leyti í samhengi við ábyrgð hvers og eins á eigin heilsufari.

lesið texta um næringarfræði sér til nokkurs gagns, tjáð sig sæmilega um hann, að einhverju leyti túlkað tengslin milli næringarefna, hráefna, matreiðslu og heilsufars og að nokkru marki gert grein fyrir hvernig þessir þættir stuðla að heilbrigði.

að einhverju leyti skipulagt og matreitt nokkuð fjölbreyttar og vel samansettar máltíðir og notað til þess allra algengustu matreiðslu- og bakstursaðferðir.

að nokkru leyti sagt frá og lýst einhverjum einkennum íslenskrar og erlendrar matarmenningar og matreitt fáeina vel þekkta þjóðrétti frá ýmsum löndum.

28

Page 29: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Hönnun og smíði

Nemandi getur:

A B C

unnið mjög sjálfstætt og af öryggi eftir verkáætlun sem hann gerir sjálfur, lagt nokkuð ítarlegt mat á útfærslu og frágang eigin verka og annarra

sýnt fram á víðtæka þekkingu á þeim efnum sem notuð eru, mjög góða færni í notkun áhalda og viðhaft réttar vinnustellingar

hannað og teiknað framúrskarandi smíðisgripi með fagurfræði, tækni og notkun að leiðarsljósi, beitt fjölbreyttum samsetningum af öryggi og valið og notað yfirborðsefni við hæfi

valið af öryggi og þekkingu efni útfrá umhverfissjónarmiðum, tengt hugtakið sjálfbærni markvisst við vinnu sína og sýnt það í verki

unnið sjálfstætt eftir verkáætlun sem hann gerir sjálfur, lagt mat á útfærslu og frágang eigin verka

sýnt fram á þekkingu á þeim efnum sem notuð eru, færni í notkun áhalda og viðhaft réttar vinnustellingar

hannað og teiknað smíðisgripi með fagurfræði, tækni og notkun að leiðarsljósi, beitt mismunandi samsetningum og yfirborðsmeðferð

valið efni útfrá umhverfissjónarmiðum, tengt hugtakið sjálfbærni við vinnu sína og sýnt það í verki

unnið nokkuð sjálfstætt eftir einfaldri verkáætlun, lagt að einhverju marki mat á útfærslu og frágang eigin verka

sýnt fram á nokkra þekkingu á þeim efnum sem notuð eru, sæmilega færni í notkun áhalda og viðhaft nokkrar réttar vinnustellingar

hannað og teiknað einfalda smíðisgripi með notkun að leiðarsljósi, beitt einföldum samsetningum og yfirborðsmeðferð

sýnt nokkurn skilning á efnisvali útfrá umhverfissjónarmiðum, tengt hugtakið sjálfbærni við vinnu sína að einhverju leyti

29

Page 30: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Textílmennt

Nemandi getur:

A B C

fyrirhafnarlítið beitt fjölbreyttum aðferðum textílgreinarinnar í sjálfstæðri vinnu með áherslu á sköpun, hönnun og persónulega útfærslu

fyrirhafnarlítið nýtt verkþekkingu og færni við val og útfærslu textílverkefna

haft frumkvæði og unnið sjálfstætt, beitt gagnrýnni og skapandi hugsun við þróun hugmynda í vinnuferli

sagt ítarlega frá vinnslu textílefna við mismunandi aðstæður og rökstutt umhverfisvernd og sjálfbærni

beitt fjölbreyttum aðferðum og tækni textílgreinarinnar í sjálfstæðri vinnu með áherslu á sköpun, hönnun og persónulega útfærslu

nýtt verkþekkingu og færni við val og útfærslu textílverkefna

unnið sjálfstætt, beitt gagnrýnni og skapandi hugsun við þróun hugmynda í vinnuferli

sagt frá vinnslu textílefna við mismunandi aðstæður og sett í samhengi við umhverfisvernd og sjálfbærni

að nokkru leyti beitt aðferðum og tækni textílgreinarinnar í vinnu með áherslu á eigin útfærslu

að nokkru leyti nýtt verkþekkingu og færni val og útfærslu textílverkefna

að nokkru leyti unnið með skapandi hugsun við þróun hugmynda í vinnuferli

að einhverju leyti sagt frá vinnslu textílefna og rætt umhverfisvernd og sjálfbærni

30

Page 31: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Viðauki I – Hönnun og smíði

Öryggi véla og verkfæra

Í töflunum hér fyrir neðan er að finna viðmið um hvenær mælt er með að nemendur kynnist hinum mismunandi verkfærum. Töflurnar eru einungis til viðmiðunar og gerðar út frá öryggissjónarmiði. Verður hver kennari að meta sjálfur hvenær hann treystir nemendum til að nota einstök verkfæri. Getur það bæði verið fyrr eða seinna en gefið er hér til kynna. Þessi listi er engan veginn tæmandi.

Rafmagnsverkfæri og tæki Bekkur1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

Brennipenni x x x x x x x x x xBeltaslípivél (Hand-)                 x xFrauðplastskeri     x x x x x x x xGastæki           x x xGlerslípivél           x x x x x

Handborvél*         x x x x xHitablásari       x x x x x x x

Hleðsluborvél*       x x x x x x xHverfisteinn             x x x xJuðari         x x x x x xLímbyssa x x x x x xLóðbolti           x x x x xMálmborðklippur           x x xMálmplötubeygivél         x x x x x xMálmrennibekkur                 x xPlastbeygivél         x x x x x xPóleringsvél         x x x xRafsuðutæki                 x xSandpappírsvél (frístandandi)                 x xSmergel                 x xStingsög           x x

Súluborvél*         x x x x x xTifsög       x x x x x xTrérennibekkur           x x x x x

* Nemendur mega ekki nota stærri bora en 13 mm.

31

Page 32: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Handverkfæri Bekkur  1 2 3 4 5 6 7 8 9 10Bakkasög x x x x x x x x x xBeygitangir (x) (x) x x x x x x x xNaglbítur x x x x x x x x x xBorsveif x x x x x x x x x xExi                 x xGreinaklippur     x x x x x x x xHamar x x x x x x x x x xHandborvél x x x x x x x x x xHandsög   x x x x x x xHefill     x x x x x x x xHoljárn           x x x x xHringfari (x) (x) x x x x x x x xLaufsög x x x x x x x x x xMálmklippur       x x x x x x xDrifhamar       x x x x x x xPlasthamar x x x x x x x x x xRaspar x x x x x x x x x xRissmát (x) (x) (x) (x) x x x x x xSilfursög       x x x x x x xSíll/Alur   x x x x x x x x xSkerstokkur x x x x x x x x x xRennimát/Skífmál (x) (x) (x) (x) x x x x x xSkrúfjárn x x x x x x x x x xSniðmát (x) (x) (x) (x) x x x x x xSpaðabor             x x x xSporjárn           x x x x xTálguhnífar *     (x) x x x x x x xTommustokkur x x x x x x x x x xVinkill (x) x x x x x x x x xÞjalir x x x x x x x x x xÞvingur/Klemmur x x x x x x x x x x

* Forsenda þess að nemendur noti tálguhnífa er að þeir læri örugg hnífsbrögð. Svigi merkir að nemendur séu yfirleitt ekki tilbúnir til að nota þetta verkfæri í þessum bekk en geti það öryggisins vegna ef kennari treystir þeim til þess.

Page 33: Stjórnarráðið | Forsíða · Web viewEr það forsenda þess að nemendur geti fundið styrk sinn, tekið frumkvæði og þróað eigin útfærslur í vinnu með auknum þroska

Meðfylgjandi er listi yfir helstu stærri vélar og búnað sem gott getur verið að hafa í smíðastofu til þess að uppfylla markmið námskrár. Þessi listi er til viðmiðunar og alls ekki tæmandi.

Borðsög Bútsög

Þykktarhefill Afréttari

Rennibekkur Afsog á viðeigandi vélar

Smergel Súluborvél

Borðklippur og gastæki fyrir málma Bandsög

Rétt er að benda á viðauka reglugerðar Vinnueftirlitsins nr. 426/1999, um tæki sem börn og unglingar mega ekki vinna með. Ef börn eru látin vinna með tæki sem þar eru nefnd er það á ábyrgð stjórnenda skóla að meta hættuna og skipuleggja kennslu og öryggisráðstafanir þannig að lífi og heilsu nemenda sé ekki stefnt í voða.