64
Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi Febrúar 2014

Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

  • Upload
    athygli

  • View
    273

  • Download
    6

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Febrúar 2014

Page 2: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

2 | SÓKNARFÆRI

Sjávarútvegur og væntingarnarAllt er mælt nú til dags, meira að segja vonir okkar. Sá mælikvarði kallast á fagmálinu væntingavísitala og hefur hún, samkvæmt nýj-um fréttum, verið á stöðugri uppleið hér á landi síðan um mitt síðasta ár. Vera má að það sé birtingarform á aukinni dagsbirtu eftir skuggadal efnahagshrunsins mikla.

Það er freistandi að yfirfæra þetta hugtak á sjávarútveginn sem heild. Sú grein hefur verið á talsverðri siglingu síðustu árin en þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að væntingarnar hafi verið miklar ef marka má þungann í umræðu um gjaldtöku og tilheyrandi átök milli greinar-innar og stjórnvalda. Afleiðingar lítilla væntinga til framtíðarinnar fyrir greinina hafa enda birst í því formi að fjárfestingar tóku mikla dýfu og hefur nánast þótti tíðindum sæta ef endurnýjuð eru skip, nema þá helst í uppsjávarskipaflotanum.

Á hinn bóginn virðist nú fjölmargt benda til breytinga á hugarfari í greininni; væntingunum. Breytingar hafa alltaf fylgt sjáv-arútveginum og verið eitt af sterkustu vopnum hans í samkeppninni. Þær birtast þessi miss-erin í aukinni áherslu á landvinnslu í stað sjó-frystingar en óvarlegt er út frá reynslunni að draga þá ályktun að sjófrysting sé á útleið úr íslenskum sjávarútvegi. Þarf ekki annað en líta til útgerðar í nágrannalöndum og á norðlæg-um hafsvæðum til að sjá að hún er hreint ekki að hverfa. Hins vegar virðist sem íslenskum sjávarútvegi henti nú um stundir betur að færa áherslu yfir í vinnslu á ferskfiski í landi.

Væntingar birtast hins vegar í því formi að fleiri skip eru nú í smíðum eða farvatninu en verið hefur í langan tíma. Mikill vöxtur er einnig í ýmsum nýsköpunarverkefnum í sjáv-arútvegi; nýtingu aukaafurða, líftækni og

fleiru. Þjónustufyrirtækin eru mörg hver að gera frábæra hluti hérlendis og erlendis. Áhugi á námi tengdu sjávarútvegi er einnig að aukast á nýjan leik og nú síðast hafa konur í greininni þjappað sér saman í félag sem ætlar sér að efla áhuga kvenna á þessari karllægu grein.

Allt er þetta að gerast þrátt fyrir að á sum-um sviðum sjávarútvegs sé hreint ekki bjart yf-ir; brestur í loðnuveiði, ýsustofn í djúpri lægð og svo framvegis. En þetta þekkja þeir reynd-ustu í sjávarútvegi mæta vel. Hæðir og lægðir – þegar eitt gengur vel er annað á niðurleið. Og í sjávarútvegi er ekki hægt að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Sem er um leið ein áhuga-verðasta hlið greinarinnar.

Jóhann Ólafur Halldórsson, ritstjóri skrifar.

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður

Sími 422 2442 - GSM 899 7807 - Fax 467 1203

Fiskistofa var sett á laggirnar í sept-ember 1992 þegar verkefni úr ýms-um áttum voru sett undir einn hatt. Þar má nefna verkefni eins og veiði-eftirlit, útgáfu veiðileyfa, auk verk-efna frá Hafrannsóknastofnuninni og Ríkismati sjávarafurða. Seinna bættust einnig við verkefni á sviði upplýsingasöfnunar sem áður voru á hendi Fiskifélags Íslands. Fiskistofa tók einnig yfir stjórnsýslu og eftirlit með lax- og silungsveiðum og fisk-eldi árið 2008. Hjá stofnuninni eru nú 74 fastráðnir starfsmenn.

Fiskistofa hefur meðal annars því hlutverki að gegna að hafa eftirlit með því að aðilar innan greinarinnar fari að reglum hvað varðar veiðar. Stærsti einstaki þátturinn þar er eft-irlit með vigtun og skráningu sjávar-afla.

„Vigtun og skráning verður að vera rétt svo við vitum hvað er tekið úr stofnunum og hvernig kvótinn er nýttur. Reglur um vigtun og skrán-ingu eru mjög flóknar. Þetta er orðið mjög stórt og flókið kerfi með mörgum mismunandi leyfum til

vigtunar,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.

Almenna reglan er sú að vigta á allan sjávarafla á hafnarvog í við-komandi höfn þegar landað er. Þeir sem vinna eða kaupa afla geta þó sótt um leyfi til þess að vigta hann þegar búið er að skilja frá ís þannig að vigtunin sýni nettóþunga. Þetta kallast endurvigtunarleyfi og þar get-ur verið um að ræða úrtaksvigtun eða heila vigtun þar sem hver einasti fiskur er vigtaður sérstaklega. Einnig er hægt að sækja um heimavigtunar-leyfi og í þeim tilvikum er ekki vigtað á hafnarvog.

„Það geta verið þær aðstæður að erfitt sé að koma afla á hafnarvog og þá er mögulegt að vinnsla geti fengið heimavigtunarleyfi en þá undir ströngum skilyrðum. Slík leyfi eru þó fá og einskorðast nánast ein-göngu við uppsjávarvinnslurnar,“ segir Eyþór.

Endurvigtunin alvarlegur veikleiki í kerfinu

Fiskistofustjóri segir því býsna flókið

regluverk að baki vigtun sjávarafla. „Í upphafi var hugsunin sú að vigtun leiddi í ljós nettóþunga fisks. En núna stefnir í það að það verði klæðskerasniðin leyfi að hverri ein-ustu vinnslu og það er engum aðila ætlandi að hafa eftirlit með slíku. Það þyrfti að einfalda þetta allt og ef hægt er að tala um alvarlegan veik-leika í regluverkinu þá er það endur-vigtunin. Ég sé þá lausn að endur-vigtun fisks verði hætt og að allri vigtun ljúki á hafnarvog. Það verða þó að sjálfsögðu að vera út-gönguleiðir fyrir uppsjávarvinnsluna þar sem afla er dælt beint inn í hús. En þar mætti gera vigtunina einsleit-ari,“ segir Eyþór.

Þann 1. september á síðasta ári breyttist reglugerð um vigtun sjávar-afla að því leyti að óheimilt er nú að endurvigta afla á uppboðsmörkuð-um erlendis. Fram að þessu höfðu þrír erlendir markaðir heimildir til þess að endurvigta fisk; í Þýskalandi, Englandi og Færeyjum. Nú er allur aflinn endanlega vigtaður á Íslandi áður en hann er sendur úr landi.

„Þetta er mikill léttir því það er yfrið verkefni að halda uppi eftirliti á Íslandi þótt Fiskistofa sé ekki með starfsfólk á erlendri grund líka. Við vorum með veiðieftirlitsmenn í Englandi og sendum einnig eftirlits-menn til Þýskalands áður en reglu-gerðinni var breytt.“

Eyþór kveðst hafa heyrt að mis-munandi vigtunarreglur hafi haft áhrif á samkeppnisstöðu aðila innan greinarinnar. Fiskmarkaðir hafi þannig misst aðila úr viðskiptum vegna þess að þriðji aðili með endur-vigtunarleyfi hafi getað boðið upp á hagstæðari ísprósentu. Þetta þýði m.ö.o. að verið sé að hagræða tölum í tengslum við vigtun.

„Önnur saga sem hefur borist okkur til eyrna og lýtur að strand-veiðum er sú að kaupendur afla hafi boðið útgerðarmönnum að koma í föst viðskipti gegn því að tryggt yrði að þeir færu aldrei yfir leyfilegt há-mark sem mætti veiða á hverjum degi. Einnig má benda á að sjómenn hafa ekki að ófyrirsynju áhyggjur af vigtunarmálum því vigtun sjávarafla hefur bein áhrif á tekjur þeirra. Sé minna vigtað upp úr skipi fá þeir skertan hlut. Við höfum ekki náð að staðreyna svona sögur en þær eru alls ekki til þess fallnar að draga úr áhyggjum okkar vegna þessa um-hverfis. Engu að síður stend ég í þeirri meiningu að flestir innan sjáv-arútvegsins vinni innan ramma reglnanna eða í það minnsta vilji gera það,“ segir Eyþór.

Bakreiknisdeild – plús og mínus

Eyþór segir að sýnilegi þátturinn í starfsemi Fiskistofu, sem er eftirlit úti á vettvangi, sé þó í raun og veru einungis brot af starfseminni. „Út-gáfa veiðileyfa og umsýsla með þau, úthlutun á kvótum og umsýsla með öllum kvótamillifærslum er umtals-vert stærri þáttur í starfseminni. Stundum minnir þessi hluti starf-seminnar dálítið á bankastarfsemi. Það sem kemur inn á reikninginn er það sem er úthlutað í upphafi fisk-veiðiársins. Svo er tekið út af reikn-ingnum um leið og landað er. Svo er millifært yfir á aðra reikninga þegar kvótinn er fluttur til. Ekki má held-ur fara yfir á reikningnum, þ.e.a.s. að veiða umfram heimildir. Með þessu fylgjumst við og höldum utan um hér á Fiskistofu,“ segir Eyþór.

Svonefnd bakreiknisdeild stofn-unarinnar hefur verið talsvert í um-ræðunni upp á síðkastið. Hlutverk hennar er að fylgjast með því hve mikinn afla fiskvinnslufyrirtæki hafa keypt og hve mikið af afurðum þau hafa flutt út. Þetta er borið saman og reiknað út á grundvelli nýt-ingarhlutfalla og afla upp úr sjó.

„Ef meira er selt en keypt er inn hefur væntanlega verið unninn ólög-legur sjávarafli sem hefur farið fram-hjá vigt. Viðurlögin við þessu eru þó ekki strangari en svo að lagt er á gjald sem nemur verðmæti þess afla sem ólöglegur er,“ segir Eyþór.

fiskistofa.is

Útilokað að hafa eftirlit með endurvigtun sjávarafla

- segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri

Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir reglur um vigtun og skráningu sjávarafla afar flóknar og brýnt sé að einfalda regluverkið.

Útgefandi: Athygli ehf.

Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.)

Texti: Guðjón Guðmundsson, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét

Þóra Þórsdóttir, Sigurður Sverrisson og Sólveig Baldursdóttir.

Forsíðumynd: Frá Reykjavíkurhöfn. Ljósmynd: LalliSig

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.

Augl‡singar: Ingibjörg Ágústsdóttir, [email protected]

Prent un: Landsprent ehf.

Dreift me› Morg un bla› inu föstudaginn 27. febrúar 2014.

Page 3: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 3

Page 4: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

4 | SÓKNARFÆRI

Saltkaup hf. • Cuxhavengata 1 • 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 • www.saltkaup.is

Örugg matvæli er heiti á samstarfs-verkefni íslenskra og þýskra stjórn-valda en megintilgangur þess er að auka matvælaöryggi og neytenda-vernd á Íslandi með aukinni vöktun á óæskilegum efnum í matvælum. Verkefnið er unnið í samstarf nokkurra stofnana og ráðuneyta; Matís, Matvælastofnunar (MAST), atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-neytisins, Federal Ministry of Food and Agriculture (BMEL), Federal Institute for Risk Assessment (BfR) og Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES) í Þýskalandi.

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís segir að verkefninu hafi nú þegar verið hleypt af stokkunum en það muni að fullu vera komið í framkvæmd þegar líður á árið og reiknað er með að því verði lokið í október. „Það gekk ekki alveg þrautalaust fyrir sig að koma þessu verkefni af stað og því er mjög ánægjulegt að sjá að hjólin eru farin að snúast,“ segir Sveinn. Verkefnið Örugg matvæla snýst fyrst og fremst um að framfylgja núgildandi reglu-gerðum um matvælaöryggi og að Ís-land standi við þær skuldbindingar sem gengist var undir þegar mat-vælalöggjöf EES var að fullu inn-leidd hér á landi árið 2011. „Það hefur því legið fyrir í nokkur ár að við yrðum að taka þetta upp,“ segir hann.

Kostnaður um 300 milljónirUpphaflega var ætlunin að standa straum af kostnaði við verkefnið með IPA-styrk frá Evrópusam-bandinu og hafði vilyrði fyrir þeim styrk fengist. Kostnaður nemur um 300 milljónum króna, um 200 milljónir til tækjakaupa og 100 milljónir króna fara í að þjálfa starfs-fólk bæði hjá Matís og MAST auk starfsfólks heilbrigðiseftirlits sveitar-félaga víða um land. Síðsumars í fyrra tilkynnti Evrópusambandið að allir þeir IPA-styrkir sem renna áttu til íslenskra verkefna og ekki voru

formlega komin af stað yrðu dregnir til baka, en sú var raunin með verk-efnið Örugg matvæli.

Möguleiki að mæla fyrir um 300 varnarefnum í

matvælumÍ fyrstu var verkefnið í uppnámi, en niðurstaðan varð sú að því var ýtt úr vör sem tvíhliða verkefni þýskra og íslenskra stjórnvalda. Verkefnið felur í sér kaup og uppsetningu á rann-sóknartækjum og þjálfun starfsfólks í faggiltum efnagreiningum og eft-irlitsstörfum. Sveinn segir að þegar Matís hafi flutt í núverandi höfuð-stöðvar sínar hafi verið tekið frá pláss fyrir tækin, hluti þeirra sé þegar kominn til landsins og unnið sé að uppsetningu þeirra. „Við höf-um þegar tekið í notkun hluta af þessum tækjum en gerum ráð fyrir að þau verði öll komin til landsins og uppsett á vordögum,“ segir Sveinn. „Með nýjum og bættum tækjabúnaði verður hægt að fram-kvæma mun fleiri mælingar hér inn-anlands en áður, m.a. munum við geta sinnt mælingum á þörungaeitri í skelfiski sem ekki var hægt áður og eins verður nú möguleiki að mæla þau 300 varnarefni í matvælum sem krafist er samkvæmt löggjöfinni. Áð-ur höfðum við ekki tækjabúnað til að mæla nema ríflega 60 varnarefni í matvælum, svo þetta er mikið stökk upp á við fyrir okkur, eftirlitsaðil-ana, íslenska neytendur en ekki síst fyrir framleiðendur og söluaðila,“ segir Sveinn.

Þjálfun starfsfólks tekur 6 mánuði

Þjálfun starfsfólks er hafin, en hún tekur 6 mánuði í allt að sögn Sveins og um hana sjá sérfræðingar frá þýsku stofnunum BfR og LAVES.

Hjá Matís felst þessi þjálfun t.d. í notkun nýrra rannsóknartækja, framkvæmd efnagreinina samkvæmt viðurkenndum aðferðalýsingum og gæðatryggingu verkferla. Hjá MAST felst þessi þjálfun í að framfylgja op-inberu matvælaeftirliti s.s. verklagi við sýnatökur og kynningu á löggjöf varðandi óæskileg efni í matvælum og fóðri.

Stór þáttur í starfsemi Matís eru örveru- og efnamælingar, m.a. á sýn-um úr matvælum, neysluvatni og sjó. Bæði er um opinber eftirlitssýni að ræða en einnig sýni frá matvæla- og fóðurframleiðendum. Þá sér Mat-ís um vöktun óæskilegra efna í mat-vælum, sem m.a. felst í mælingum á varnarefnaleifum í matvælum og þrávirkum lífrænum efnum og PCB-efnum. Sveinn segir að þær mælingar miði að því að skima fyrir ýmsum hjálparefnum sem notuð eru við ræktun ávaxta og grænmetis svo sem skordýraeitri og illgresiseyði og sömuleiðis fyrir mengunarefnum sem eru til staðar í umhverfinu og geta þannig borist í fæðukeðjuna.

Kemur neytendum til góða„Við teljum að með þessu verkefni skapist fjölmörg tækifæri og ótvírætt mun það koma neytendum til góða. Þeir vilja í auknum mæli fá upplýs-ingar um þau efni sem bæði eru og eru ekki í þeim matvælum sem þeir kaupa og neyta. Fyrir framleiðendur matvæla er þetta líka til mikilla hagsbóta, þeir vilja einnig að upplýs-ingar um innihald liggi fyrir en með því móti geta þeir unnið traust neyt-enda á sínum vörum,“ segir Sveinn, en m.a. hafa framleiðendur fisk-afurða í auknum mæli nýtt sér þá þjónustu sem Matís býður upp á í þessum efnum.

Tækifæri á markaði fyrir íslenskan sjávarútveg

„Þetta kemur sér afskaplega vel fyrir fyrir íslenskan sjávarútveg. Ástandið í hafinu umhverfis Ísland er almennt mjög gott sem kemur fram í þeim fiskafurðum sem hér eru framleidd-ar. Íslenskir framleiðendur í sjávarút-vegi geta sýnt fram á hreinleika af-urða sinna og það kemur sér vel úti á markaðnum, þeir geta nú með óyggjandi hætti sýnt fram á að um afbragðsvöru er að ræða,“ segir Sveinn. „Þetta skapar þeim tækifæri á markaði þar sem þeir keppa við aðra framleiðendur sem ef til vill geta ekki boðið upp á jafn ferska og hreina vöru. Orðsporið skiptir máli.“

Hann bætir við að almenningur hafi á undanförnum árum vaknað til vitundar um mikilvægi þess að borða hollan, góðan og hreinan mat og því komi það þeim til góða að möguleikar eru nú á að mæla fleiri varnarefni í þeim matvælum sem bæði eru framleidd hér á landi og flutt inn. Margs konar áföll, sem á umliðnum árum hafa orðið í mat-vælaframleiðslu, hafi skapað tor-tryggni meðal neytenda. „Það er grundvallaratriði að neytendur geti treyst því að maturinn sem þeir borða skaði þá ekki né ógni heilsu þeirra,“ segir Sveinn. „Með tilkomu nýju tækjanna og auknum mæling-um mun geta Matís og eftirlitsaðila til að upplýsa neytendur um efna-innihald matvæla aukast til muna.

Lán hvernig spilaðist úr málinu

„Það er að mínu mati mikið lán hvernig spilaðist úr þessu máli, þetta var tvísýnt um tíma og raunar má segja að viðskiptaumhverfi matvæla-markaðar hafi staðið ákveðin ógn af, enda er matvælaöryggi grunn-forsenda þess að viðskipti með mat-væli gangi greiðlega fyrir sig. Sem betur fer höfum við snúið vörn í sókn og stigið stórt framfaraskref þegar kemur að matvælaöryggi á Ís-landi, sérstaklega varðandi mælingar sem við ekki gátum framkvæmt áð-ur. Þá er auðvitað líka ánægjulegt að nú loksins getum við staðið við þær skuldbindingar sem við gengumst undir með því að innleiða reglugerð um matvælaöryggi og neytenda-vernd í gegnum EES-samninginn,“ segir Sveinn.

matis.is

Megintilgangur verkefnisins Örugg matvæli er að auka matvælaöryggi og neyt-endavernd á Íslandi með aukinni vöktun á óæskilegum efnum í matvælum. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís segir að um stórt framfaraskref á þessu sviði sé að ræða.

Helga Gunnlaugsdóttir, Vordís Baldursdóttir og Hrönn Ólína Jörundsdóttir við tæki sem nú er í uppsetningu á rannsóknarstofu Matís.

VIÐ ERUM GÓÐIR Í DÆLUM

Dalshrauni 5 Hafnarfirði Sími 585 1070 Fax 585 [email protected] www.varmaverk.is

Þýsk gæðavara

Gra

fika

11

• Þrepadælur• Miðflóttaaflsdælur• Borholudælur• Skolpdælur• Hringrásardælur

SamstarfsverkefninuÖrugg matvæli ýtt úr vör

Page 5: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 5

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávalt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár.

Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.

Page 6: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

6 | SÓKNARFÆRI

Eiríkur Tómasson, forstjóri Þor-björns hf. í Grindavík, hefur leitt fyrirtækið í gegnum dali og hæðir. Fyrirtækið er einn af burðarásunum í atvinnulífinu á staðnum en Eiríkur segir að nú sverfi að vegna verðlækk-ana á afurðum og fiskveiðigjaldi sem komi hart niður á útgerðinni.

Hjá Þorbirni starfa á milli 350 og 360 manns og eingöngu bæjarfélag-ið er stærri vinnuveitandi í Grinda-vík. Fyrirtækið var stofnað þann 24. nóvember árið 1953. Stofnendur voru fjórir sjómenn úr plássinu ásamt eiginkonum þeirra. Þeir voru Sigurður Magnússon, Kristinn Ólafsson, Sæmundur Sigurðsson og Tómas Þorvaldsson. Félagið rak lengstum mjög fjölþætta bátaútgerð ásamt vinnslu í landi, en þar var helst um að ræða síldar-, saltfisks-, og skreiðarverkun auk rækjuvinnslu á sjó og í landi. Saltfiskvinnslan var þó lang umfangsmesti hluti land-vinnslunnar. Félagið efldist og styrktist til muna 1. júlí árið 2000 þegar það sameinaðist Fiskanesi hf. í Grindavík og Valdimar hf. í Vog-um.

Umtalsvert meiri afli en svipuð verðmæti

Á árinu 2013 lönduðu skip Þor-björns hf. 28.119 tonnum að verð-mæti 7.039 milljónir kr. Afli frysti-togara var 18.438 tonn og afli línu-báta 9.684 tonn. Þetta er umtalsvert meiri afli en á árinu 2012, eða sem nemur tæplega 2.500 tonnum, en verðmæti aflans stóð því sem næst í stað sem segir sína sögu um afurða-verðslækkanir.

Eiríkur Tómasson, sonur Tómas-ar Þorvaldssonar, eins af stofnend-um Þorbjörns, er forstjóri fyrirtækis-ins en einnig vinna tvö systkini hans hjá fyrirtækinu; Gunnar fram-kvæmdastjóri og Gerður sem er gjaldkeri. Við hittum Eirík að máli á

skrifstofu hans hjá Þorbirni í glæsi-lega uppgerðu skrifstofuhúsnæði í Hafnargötu 12 þar sem áður voru verbúðir.

Fyrirtækið varð sextíu ára í nóv-ember síðastliðnum. Haldið var upp

á tímamótin með mikilli fiskiveislu (Fish and chips) að hætti Breta. Eigendur „Fish and Chicken“, feðgarnir Hugh og James Lipscombe, sem reka 38 veitinga-staði í og umhverfis London sáu um eldamennskuna, en þeir eru stórir kaupendur að sjófrystum flökum af frystitogurum fyrirtækisins. Um 800 gestir, starfsmenn, fyrrum starfs-menn, viðskiptavinir og velunnarar fyrirtækisins, nutu veitinganna og tónlistar.

Í gegnum tíðina hefur uppistaðan í framleiðslu Þorbjörns þó verið salt-fiskur. Um áratugaskeið hafa stjórn-endur fyrirtækisins verið í nánum viðskiptum við sömu ættirnar í Suð-ur-Evrópu.

Þorbjörn gerir út fjóra, stóra línubáta og þrjá frystitogara.

„Við ætlum að breyta útgerðinni á frystitogurunum og fækka um einn,“ segir Eiríkur.

Hjá fyrirtækinu starfa 350-360 manns en ársstörf eru um 280. Þessi munur helgast af tvöföldu kerfi á frystitogurunum og að hluta til á línubátunum.

Eiríkur segir að það sé góður gangur í Grindavík. Þar séu öflug fyrirtæki, eins og Þorbjörn, Vísir, Stakkavík og Einhamar og auk þess hafi bæjarfélagið efnast ágætlega þegar það seldi hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Eiríkur segir að fyrir-tækjunum hafi einnig borið gæfa til að starfa saman. Þannig eiga Þor-björn og Vísir saman fyrirtækið Haustak sem er með þurrkun á hausum og beinum. Þar er verið að setja upp verksmiðju sem bræðir slóg.

Mikil aukning hefur orðið á undanförnum misserum á útflutn-ingi á ferskum fiski og þar hefur

Þorbjörn einnig látið að sér kveða. Eiríkur segir þó stærstan hlutann í starfseminni vera saltfiskvinnslu og vinnslu á sjófrystum fiski.

„Við veiðum þorsk að mestu leyti á línubátunum og er hann unninn í landi en frystitogararnir veiða og vinna aðrar tegundir að mestu. Spánn, England og Asía eru stærstu markaðirnar en við seljum fisk í rauninni út um allan heim.“

Vonum að stjórnmála-menn sjái ljósið

Þorbjörn hefur ekki farið varhluta af afurðaverðslækkunum frekar en önnur útgerðar- og fiskvinnslufyrir-tæki landsins. „Á síðasta ári var að meðaltali 15-18% lægra verð á sjó-frystu afurðunum en árið á undan en verðlækkun á saltfiski var um 25%. Ofan í þessar lækkanir kom síðan þetta háa auðlindagjald sem okkur er gert að greiða. Þetta var því erfitt ár að flestu leyti. Það sama er að gerast í uppsjávarveiðunum. Þar er verðið að lækka verulega en veiði-gjaldið var hækkað,“ segir Eiríkur.

Hann segir að verðlækkunin og veiðigjaldið hafi haft alvarlegar af-leiðingar fyrir sjávarútveginn og landsbyggðina þar sem um 80% at-vinnugreinarinnar er. „Við þurfum að leggja til hliðar öll áform um þró-un og breytingar. Það verður lítið fjárfest í svona árferði og reksturinn snýst um að spara og þjappa saman í starfseminni og þetta á við um alla í greininni. En við vonum að stjórn-málamenn sjái ljósið og geri sér grein fyrir því að það er ekki hægt að blóðmjólka greinina.“

Slógið verður að heilsuvörumGríðarleg verðmætaaukning á sér stað innan sjávarútvegsins með full-

nýtingu á sjávarafurðum og segir Ei-ríkur að með tilkomu kvótakerfisins hafi orðið mikil breyting til hins betra á því hvernig auðlindin er nýtt. Auk þess að nýta hausa og bein í fyrirtækinu Haustaki er Þorbjörn meðeigandi að fyrirtækinu Codland Það skapar sér sérstöðu með því að bjóða upp á lausnir sem byggja m.a. á sérhannaðri verksmiðju sem breyt-ir afgangs hráefni í heilsutengdar vörur ásamt auðlindarsetri sem sér-hæfir sig í þróun, rannsóknum og nýsköpun á sjávartengdum vörum.

Fyrstu heildstæðu lausnina undir merkjum Codland er að finna í Grindavík. Þar er staðsett heilsu-vöruverksmiðja sem nýtir afgangs slóg frá sjávarútvegi og breytir því í hágæða mjöl og hrálýsi, ásamt ens-ímframleiðslu. Við hlið heilsuvörur-verksmiðjunar er þurrkverksmiðja Haustaks sem sérhæfir sig í þurrkun á fiskhausum og beingörðum.

Höfum áður séð dimma dali„Í gegnum þessi 60 ár höfum við áð-ur þurft að fara í gegnum dali og suma dimma. Við höfum líka átt okkar hæðir og þannig heldur þetta áfram. En það þarf að huga endur-nýjun á framleiðslutækjunum og þetta kemur allt smám saman. Skip-in í útgerð á Íslandi eru öll gömul og þeim hefur verið vel við haldið. En rekstrarkostnaður þeirra er of hár. Í einum bátnum okkar er aðalvélin t.d. frá 1967. Það er kominn tími á endurnýjun en við verðum að tjalda því sem til er meðan ástandið er eins og það er. Næstu verkefni eru á þessu sviði þegar hagur fyrirtækj-anna leyfir,“ segir Eiríkur.

thorfish.is

www.isfell.is

SjófatnaðurStarfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjörns hf., hefur starfað hjá fyrirtækinu í um fjóra áratugi. Vaktin staðin við flökunarvélina.

Saltað ofan í kar. Flökin færast eftir færibandi á milli vinnslustöðva hjá Þorbirni.

Verðlækkanir og fiskveiðigjald hafa haft alvarlegar afleiðingar

Page 7: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 7

Page 8: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

8 | SÓKNARFÆRI

Fiskneysla Íslendinga er almennt ágæt. Einn hópur sker sig þó úr en þær kannanir sem gerðar hafa verið á fiskneyslu sýna að fólk á aldrinum 16-26 ára er undir lýðheilsumark-miðum þar sem mælt er með neyslu fisks tvisvar sinnum í viku. Minnkandi fiskneysla meðal landans er þróun sem búin er að eiga sér stað í um 25 ár. Við vitum að fiskur er bráð-hollur og stútfullur af nauðsynlegum ómega fitusýrum, vítamínum og próteinum. Langlífi og gott heilsufar Íslendinga er talið skýrast af einhverjum hluta af mikilli fiskneyslu og því er nauðsynlegt að snúa þessari þróun við sem fyrst.

Hver er ástæðan?Við sem eldri erum eigum líklegast einhverja sök á því hvernig staðan er. Margsannað er að matarhefðir okkar eru í beinu samhengi við það sem við lærum sem börn. Ef fiskur er ekki hluti af almennum heimilismat þegar fólk er að alast upp eru minni líkur á að hann verði hluti af mataræðinu þegar það eldist.

„Fiskídag“Matís er rannsóknafyrirtæki sem vinnur meðal annars að þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði. Þar starfar Gunnþórunn Einarsdóttir en hún skrifaði meistararitgerð sína „Viðhorf og fiskneysla ungs fólks – bætt ímynd sjávar-afurða“ árið 2008. Ritgerðin byggði m.a. á lands könnun á fiskneyslu sem gerð var árið 2006. Fimm árum seinna var sambærileg könnun gerð sem sýndi að fiskneyslan stóð í stað. Því hefur Matís blásið í herlúðra og þar ætla menn að rífa upp fiskneyslu yngri kyn-slóðarinnar með ýmsum ráðum. Átakið er styrkt af AVS sjóðnum og hefur yfirskriftina „Fiskídag“. Ingunn Jónsdóttir stöðvarstjóri hjá Matís og Gunnþórunn Einarsdóttir verk-efnastjóri hjá Matís eru skipuleggjendur landsátaksins.

Eldað með unga fólkinuSjónvarpsþátturinn „Fiskídag“ hefur vakið mikla athygli en þar fær Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari til sín ungt fólk sem að-stoðar við matargerðina. Saman búa þau til sælkerarétti sem óhætt er að mæla með og Sveinn sýnir réttu handtökin. Sem dæmi um athyglisverða rétti er „Saltfiskpítsa“ með hvít-lauk en það er dæmi um einfaldan rétt sem all-ir ættu að geta útbúið. Þessir þættir hafa vakið verðskuldaða athygli og víst er að leiðin til að fá ungt fólk til að borða meiri fisk er að sýna fram á hversu einfalt það er að elda hráefnið og tengja það við rétti sem ungt fólk þekkir og sækir í. Þættirnir eru allir birtir á heimasíðu átaksins (www.fiskidag.is) auk þess sem Face-book síða átaksins er mjög lifandi.

Sushi og fiskneysla ferðamannaBreyting hefur orðið hjá vissum hópi ungs fólks þar sem matartíska hefur haft þau áhrif að nú borða þau „sushi“ æ oftar. Þær Ingunn og Gunnþórunn benda á að sushi hafi togað

upp fiskneyslu ungs fólks og hjálpað til við að gera fiskinum hærra undir höfði.

Ekki er langt síðan ferðamenn óku í gegn-um hvert sjávarplássið á Íslandi á fætur öðru án þess að geta keypt fisk í verslun eða á

veitingahúsi. Nú hafa verslunar- og veitinga-menn allt í kringum landið kveikt á perunni enda hefur fjöldi ferðamanna farið ört vaxandi síðustu ár og æ fleiri sjá sér hag í að versla með þetta eðalhráefni sem fiskurinn er.

Lærum nýjungar í fiskmatreiðsluFleiri þættir hafa áhrif á þróun fiskneyslunnar. Gunnþórun og Ingunn benda á að hér á landi er fjöldi útlendinga búsettur, fólk sem vant er að matreiða fisk á allt annan hátt en við Ís-lendingar. Þegar matarmenning þjóða blandast verði oft til mjög spennandi samsuða ólíkra rétta. Þannig læri Íslendingar hvernig aðrar þjóðir matreiða hráefni sem þeir þekkja og möguleikarnir verði endalausir þegar við sjáum hvaða tækifæri aðrir sjá í sama hráefni.

„Í dag er hægt að fá á Íslandi upprunavott-að lambakjöt eins og víða erlendis auk þess sem víðsýnir menn í sjávarútvegi hafa hvatt heimafólk til að nýta tækifæri sem hafa skapast með auknum ferðamannastraumi. En betur má ef duga skal og ef við ætlum að gera alvöru úr því að auka fiskneyslu Íslendinga verðum við að taka höndum saman. Og þá verða réttir eins og sushi-pítsa á veitingastöðum í öllum sjávarplássum í kringum landið.“

matis.is

Gunnþórunn Einarsdóttir verkefnastjóri og Ingunn Jónsdóttir stöðvarstjóri hjá Matís.

Sveinn Kjartansson meistarakokkur kennir krökkunum handtökin.

Þorskur í tikka masala. Lax í taco-skeljum.

Fiskurinn hennar Stínu er matreiðslubók fyrir unga áhugafólkið um fisk.

Er fiskur í matinn?

Page 9: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 9

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Árið 2012

46,8

Árið 2010

27,6

Árið 2006

12,6

Árið 2008

21,3

Aflaverðmæti uppsjávarfisks í milljörðum krónaHeimild: Hagstofa Íslands

Verðmæti verðatil með nýsköpunLandsbankinn er í fararbroddi þegar kemur að fjármögnun nýrra verkefna sem stuðla að framþróun í sjávarútvegi. Við styðjum frekari vöxt og fleiri verkefni sem renna styrkari stoðum undir atvinnulífið.

Page 10: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

10 | SÓKNARFÆRI

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is

K Ä R C H E R S Ö L U M E N N

F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

Háþrýstidælur

Teg: HD 6/16-4 M

Teg: HD 6/16-4 MX■ Vinnuþrýstingur

30-160 bör■ 230-600 ltr/klst■ 15 m slönguhjól

■ Stillanlegur úði■ Sápuskammtari■ Túrbóstútur + 50% Teg: HD 10/25-4 S

■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör

■ 500-1000 ltr/klst

■ Stillanlegur úði■ Sápuskammtari■ Túrbóstútur + 50%

Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota

Fyrirtækið Naust Marine í Hafnar-firði hefur á undanförnum árum selt vindustjórnkerfi sem fyrirtækið framleiðir í rússneska versksmiðju-togara. Kerfið, sem heitir ATW Catch Control, stjórnar togvindum skipanna en í þessum tilvikum er ekki um að ræða skipti á vindubún-aðinum sjálfum og rafmótorum sem knýja vindurnar heldur er eingöngu skipt um stjórnbúnaðinn sjálfan.

Naust Marine hefur um árabil nær eingöngu sótt sín verkefni á er-lenda markaði og vindustjórnbúnað-ur frá fyrirtækinu verið settur um borð í skip í flestum heimsálfum. Í öðrum tegundum skipa er þá oftast einnig skipt út vindum og rafmótor-um sem Naust Marine hefur þá ver-ið með innifalið í tilboðum sínum.

Vindubúnaður af stærstu gerð

Þessir rússnesku togarar eru af stærri gerðinni, 127 metra langir verk-smiðjutogarar með mjög öflugu raf-magnsvindukerfi. Á sínum tíma létu Sovétríkin sálugu byggja nokkra tugi slíkra skipa og þau eru víða að veið-um í dag, til dæmis úti fyrir Afríku-ströndum. Elstu skipin eru orðin yf-ir þrjátíu ára gömul og stjórnbúnað-ur fyrir vindurnar orðinn úr sér genginn.

„Þessi verkefni vinnum við þannig að við setjum kerfin saman hér heima og rússneskir aðilar ann-ast fyrir okkur uppsetningu þeirra og lagnir um borð í skipunum. Síð-asti hlutinn er síðan uppkeyrsla á kerfinu og stillingar en í það verk-efni fara menn frá okkur héðan að heiman,“ segir Helgi Kristjánsson, sölustjóri Naust Marine. Hann segir talsverða hreyfingu í kringum rúss-nesku togaraútgerðirnar og reynslan

hefur sýnt að ATW vindustjórnkerf-ið hentar mjög vel fyrir vindubúnað skipanna. Rafmótararnir sem knýja vindurnar eru með þeim stærstu sem sjást í fiskiskipum, yfir 400 kílóvött.

„Við höfum nú þegar sett okkar kerfi í yfir 20 rússneska togara , bæði fyrir rússneskar og kínverskar út-gerðir sem hafa keypt skip af Rúss-um. Með þessum sjálfvirka vindu-stjórnbúnaði má segja að skipin séu færð inn í nútímann í fiskveiðum,“ segir Helgi en raunar voru fyrstu kerfin sett um borð í svona skip sem voru þá í eigu Sjólaskipa og gerð út til veiða við Marokkó og Máritaníu.

Tækifæri í AmeríkuÁ síðasta ári seldi Naust Marine vindubúnað, þ.e. bæði vindur og stjórnkerfi, í nýjan japanskan togara. Þessa dagana er verið að taka ATW kerfi í notkun í togskipi í Úrúgvæ og nú er fyrirtækið að afgreiða Naust

Marine vindubúnað og stjórnkerfi í nýja togara sem eru í smíðum í Tyrklandi fyrir útgerðir í Bretlandi og Hollandi.

Fyrirtækið hefur líka verið að hasla sér völl á Ameríkumarkaði en það setti fyrir röskum tveimur árum upp söluskrifstofu í Seattle þaðan sem markaðs- og sölustarfinu er

stýrt. Helgi fylgdi sjálfur starfi skrif-stofunnar úr hlaði fyrsta hálfa annað árið. „Ameríka er annað sóknartæki-færi fyrir okkur, líkt og rússnesku skipin. Á þeim markaði skiptir miklu máli að vera með starfsemi á svæðinu því margir viðskiptavinanna líta þá á okkur sem heimamenn. Þarna eru skip með vindubúnað sem henta okkar kerfi vel,“ segir Helgi og svarar því aðspurður að lítil breyting

sé í sjónmáli hvað það varðar að Naust Marine byggi sína starfsemi alfarið á útflutningi. „Það hefur lítið verið að gerast hér á heimamarkaði enn sem komið. Við höfum þó heyrt af áhuga útgerða á endurnýjun skipa. Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður í þeim efnum,“ segir Helgi.

naustmarine.is

Helgi Kristjánsson, sölustjóri Naust Marine. Myndir: LalliSigÞessa dagana er verið að afgreiða út frá Naust Marine fyrra stjórnkerfið af tveimur sem fer til Tyrklands í nýja togara sem eru í smíðum fyrir hollenskar og breskar útgerðir. Drifskáparnir eru að fullu settir saman hér á landi en í heild stýrir kerfið í hvoru skipi á þriðja tug togvinda um borð.

Naust Marine í Hafnarfirði:

Selja vindustjórnbúnað í rússnesk verksmiðjuskip

„Menn eru svo sem bara í róleg-heitagír við þetta. Ná bara rétt að-eins í slatta fyrir vinnsluna en það væri hægt að veiða mun meira ef það væri sett í gírinn,“ segir Ólafur Einarsson, skipstjóri á Heimaey VE um yfirstandandi loðnuvertíð.

„Þetta hefur aðallega verið þannig að menn hafa lítið getað beitt sér út af kvótaleysi. Nú eru allir að bíða eftir að ná hámarks afrakstri og ná hrognunum undir lokin en fram að því skjótast þeir eftir smá slöttum. Þetta gefur því litla mynd af því hvað væri hægt að veiða ef kvótinn væri meiri. Það væri hægt að veiða miklu meira ef menn væru við þetta af einhverjum krafti. Ég horfi yfir höfnina og hér liggja bátarnir bundnir og hafa gert í marga daga. Menn vilja nýta þennan litla kvóta sem best og bíða fram eft-ir öllu þar til hrognastaðan er orðin góð,“ segir Ólafur. Hann segir að þegar leið á janúar hafi loðnan horf-ið en síðustu daga hafi það ekki ver-ið vandamál heldur einungis lítil kvótastaða.

Ekkert einsdæmiEn stefnir þá í afspyrnulélega loðnu-vertíð að mati Ólafs? „Já, það er ekki spurning ef þetta verður niðurstaðan. Þetta verður með lélegri vertíðum en við vitum samt ekki alveg hvernig þetta endar. En þetta er svo sem ekki einsdæmi og loðnuvertíðir hafa áður farið fyrir lítið,“ segir Ólafur.

Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki NK, sagði allan gang vera á loðnuveiði ár frá ári en hann vonað-ist til að úr rættist. Hann hafði haft spurnir af því að menn væru að sjá loðnu fyrir austan land sem gæti

bent til þess að ný ganga væri á leiðinni.

„Veðrið hefur svo sem ekki sett mikið strik í reikninginn en það var frekar það að loðnan gekk mjög

dreifð upp að landinu. Ég held að engin vertíð sé eins en við vonum fram á síðasta dag að þetta skáni,“ sagði Sturla.

Ólafur Einarsson skipstjóri í brúnni.

Hrognavinnsla hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað.

Spara sér kvótann fram að hrognafyllingu

Page 11: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 11

Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is

Góðar úrlausnir byggjast á faglegri þekkingu og vönduðum búnaði

Það besta er aldrei of gott!

Stjórnendum fyrirtækja er mikið í mun að öll áhöld tæki og vélar séu í góðu lagi. Vandaðar vörur þurfa minna viðhald og lipur þjónusta kemur í veg fyrir

kostnaðarsamar tafir, sem skapar mikið öryggi og sparnað í rekstri.

Danfoss hf. hefur kappkostað að bjóða íslenskum fyrirtækjum heimsþekktar gæðavörur, tryggan lager og góða þjónustu.

Hjá Danfoss hf. starfa tæknimenn með góða sérþekkingu hver á sínu sviði. Þeir leggja sig fram um að aðstoða við val á rétta búnaðinum við hvert úrlausnarefni.

Stjórnbúnaður fyrir hita-, kæli- og frystikerfi � Varmaskiptar Tengigrindur � Hraðabreytar � �ðnaðarstýringar

Vökvakerfislausnir Dælur og brunnar

Dælur og hrærur

Dælur

Snigildælur og hakkarar Dælur

Varmaskiptar

Varmaskiptar

Hitablásarar og ofnar

Dælur

VatnskerfalausnirTannhjóladælur

Plánetugírar

Patrónulokar

Tannhjóladælur og mótorar

Page 12: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

12 | SÓKNARFÆRI

Hesthálsi 6-8 – 110 Reykjavík - Sími 897 0525 – [email protected]

MATVÆLA-RÁÐGJÖFUppsetning og viðhald gæðakerfa

Gerð gæðahandbóka og skráningagagna

Samningur um vistun, uppfærslur, eftirfylgni og fleira

Námskeið um innra eftirlit byggðu á HACCP

Úttektir og gæðamat á matvælum

Fisktækniskóli Suðurnesja í Grinda-vík var stofnaður á vordögum 2010 og hefur það að markmiði að bjóða grunnnám á sviði veiða, fiskvinnslu og fiskeldis á framhaldsskólastigi ásamt endurmenntun fyrir starfandi fólk. Um skólann segir að þegar námi lýkur og tilsvarandi vinnustað-anámi hafi nemandi öðlast grunn-þekkingu og leikni í öllum almenn-um þáttum sjávarútvegs. Sóknarfæri heimsótti skólann á dögunum og náði þar tali af tveimur nemendum sem báðir láta afar vel af náminu.

Aldrei of seint að læra„Ég kem úr allt annarri starfsstétt og orðinn fullorðinn en það hefur lengi blundað í mér að tengjast sjávarút-veginum betur. Þess vegna ákvað ég að hefja nám hér,“ segir Hermann Hermannsson málarameistari.

Hermann er frá Ólafsfirði en hef-ur búið lengst af á Akranesi. Hann starfar við fag sitt hjá HB Granda og er því viðloðandi sjávarútveginn þótt með öðrum hætti sé en almennt tíðkast. „Það er aldrei of seint að læra. Sjávarútvegurinn hefur verið áhugamál mitt í gegnum tíðina. Ég hef verið til sjós og unnið í fiski, frystihúsi og saltfiskvinnslu svo dæmi séu nefnd.“ Hermann er í fjar-námi við Fisktækniskólann en ekur frá Akranesi þegar hann þarf að sækja tíma í Grindavík. Hann hóf nám í haust.

„Ég ætlaði mér alltaf að verða sjó-maður en svo æxluðust mál þannig að ég lagði fyrir mig málaraiðnina. Það var alla tíð talað niður til fisk-vinnslunnar. Almenna viðhorfið var það að maður kæmist eiginlega ekki neðar en að vera í fiskvinnslu eða veiðum. En það hefur allt snúist um sjávarútveg mann fram af manni í minni ætt. Móðurbróðir minn er út-gerðarmaður og faðir minn sjómað-ur og það er salt í æðum mínum.“

Hermann fær verkefni af marg-víslegum toga frá skólanum og heimsækir vinnustaði á Akranesi. Þar leitar hann svara við ákveðnum spurningum sem hann skilar í tölvu-tæku formi til kennara sinna. Verk-efnin snúa að rekstri fyrirtækjanna, sögu þeirra og markmiðum og hver framtíðarsýn þeirra er. Einnig er komið inn á menntun starfsmanna fyrirtækjanna.

„Þetta er stærsta atvinnugrein Ís-

lendinga en þarna er lægsta menntunarstigið. Stjórnendur eru margir háskólagengnir viðskipta-fræðingar eða með sjávarútvegsfræði úr háskóla. En menntun millistjórn-enda er ábótavant, myndi ég ætla,“ segir Hermann. Hann segir að yfir-leitt sé um góða starfsmenn að ræða en menntun þeirra felist í mörgum tilfellum einungis í styttri námskeið-um en ekki heildstæðri sjávarútvegs-menntun. Hermann segist vera með puttann á púlsinum vegna starfa sinna hjá HB Granda, þar sem mjög víðtæk starfsemi fer fram. Þar er fiskvinnsla, síldarvinnsla, þurrkun, hrognavinnsla, útgerð og nánast allt sem viðkemur sjávarútvegi.

„Það eru forréttindi að hafa að-gang að svo víðu sviði innan sjávar-útvegsins. Auk þess er HB Grandi fyrirmyndar fyrirtæki og gott að vinna þar. Fyrirtækið skilar alveg gríðarlega miklu til samfélagsins á Akranesi. Samlegðaráhrifin eru mik-il og atvinnulífið á staðnum blómstrar í kringum HB Granda.“

Námið er fjórar annir. Tvær þeirra fara fram innan skólans og aðrar tvær í starfsnámi. Samhliða starfsnáminu er unnið að ákveðnum verkefnum. „Þetta opnar vonandi dyr fyrir mig innan sjávarútvegsfyr-irtækja í starfi sem gæðastjóri, verk-stjóri eða eitthvað því um líkt. Ég myndi ætla að það væri metnaður hjá mönnum að hækka menntunar-stigið innan sjávarútvegsfyrirtækja. Það er alla vega rætt um það á tylli-dögum.“

Tilhlökkun að fara í skólannGuðrún S. Jónsdóttir er frá Vest-mannaeyjum og tengist sjávarútveg-inum sterkum böndum. Hún byrj-aði í Fisktækniskólanum síðastliðið haust og er einn af tólf nemendum í árganginum. „Ég hef alla mína tíð verið viðloðandi fisk. Ég fór mikið niður á bryggju og pabbi minn var skipasmiður. Ég var líka sjómanns-kona í ein 20 ár en maðurinn minn var með trillu í Vestmannaeyjum. En ég kem úr allt annarri starfsgrein því ég var hárgreiðslukona. Síðan fór ég að hanna skartgripi en þegar son-ur minn fór í sjávarútvegsfræði á Ak-ureyri fór ég að hugsa minn gang. Það laukst upp fyrir mér hve dýr-mætur fiskurinn er og hvað hann gerir mikið fyrir Ísland. Maður má

líka eldast í starfi innan þessarar greinar. Ég veit að ég get fengið vinnu í tengslum við námið og ég hef reyndar fengið loforð þar um. Ég get líka farið út í heim með próf frá þessum skóla og unnið þar við sjáv-arútveg,“ segir Guðrún.

Hún segir Fisktækniskólann opna fyrir sér margar dyr. Hún geti unnið í fiskvinnslu, á skrifstofu sjáv-arútvegsfyrirtækja og við gæðastjórn-un hjá hvaða matvælavinnslufyrir-tæki sem er. Námið bjóði upp á það.

„Ég hef mestan áhuga á að vinna við gæðastjórnun eða markaðsmál. Ég fer innan tíðar í starfsnám hjá Samherja á Akureyri og verð þar í tengslum við markaðssetningu og gæðastjórnun.“ Henni þykir einnig áhugavert að fara inn á rannsóknar-stofur og kynna sér mál sem lúta að auknum gæðum afurðanna í tengsl-um við rétta meðhöndlun og kæl-ingu.

Guðrún segir að skólinn geri þá kröfu til fyrirtækja sem taki að sér nemendur að þau fylgi þeim vel eftir og uppfræði þá. „Ég er viss um að innan tíðar förum við að hafa fisk í matinn á jólunum. Ég minnist þess alltaf þegar ég heyrði útlending sem hafði flust til Íslands segja að hann vildi hafa fisk í matinn á jólunum því það væri eðal máltíð. Ég held að það sé margt til í þessu og sömuleið-is er viðhorfið til sjávarútvegs að breytast talsvert. Það þykir ekkert slor lengur að vera í slori.“

Hún segir að þrátt fyrir talsverð-an aldursmun á yngstu nemendum Fisktækniskólans og þeim elstu sé

þetta samheldinn hópur og ekkert kynslóðabil skilur að nemendurna. „Ég finn mig mjög vel og hlakka á hverjum degi til að koma í skólann. Ég er stolt af sjálfri mér að hafa drif-

ið mig í Fisktækniskólann. Starfs-fólkið hérna er líka mjög gott.“

fiskt.is

Nemendur og starfsmenn Fisktækniskólans í heimsókn hjá HB Granda.

Hermann Hermannsson ekur frá Akranesi til Grindavíkur til að sækja nám í Fisktækniskólanum.

Guðrún S. Jónsdóttir frá Vestmanna-eyjum hefur mestan áhuga á því að starfa við gæða- og markaðsmál.

Hluti af náminu er námskeið um björgun úr sjó.

Líkar lífið vel í Fisktækniskólanum

Gerðar hafa verið breytingar á eyðublöðum afladagbóka í því skyni að auka upplýsingar um meðafla. Á netaveiðum er algengt að t.d. sjó-fuglar og hnísur komi í netin og þrátt fyrir að ekki hafi verið talið að þetta hafi áhrif á stofna tegundanna hafa skipstjórnarmenn á síðustu ár-um skráð þennan meðafla samhliða fiskafla í afladagbækur. Fiskistofa, atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-neytið, Hafrannsóknastofnunin og Landssamband smábátaeigenda hafa unnið að bættri skráningu meðafla og hefur nú skráningareyðublöðum verið breytt til að auðvelda skrán-inguna.

„Markmið þessa er að afla meiri og áreiðanlegri gagna um meðafla og treysta þannig mat á umfangi hans. Þess er vænst að skipstjórnarmenn og sjómenn almennt leggist á árarn-

ar með þessum aðilum í því skyni að gera skráningu og mat á meðafla hér við land sem áreiðanlegasta á kom-andi árum og bæta þannig um-

gengni um auðlindir Íslandsmiða,“ segir í frétt af vef Fiskistofu um þessa reglugerðarbreytingu.

Sjófuglar skráðir sem meðafli

Lundi verður nú skráður sem afli, komi hann í net fiskibáta.

Page 13: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 13

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

Umbúða- og pökkunarlausnir

LÍMMIÐAR • PLASTKORT

AÐGÖNGUMIÐAR OG

MARGT FLEIRRA.... Förum ekki hálfa leið í að pakka og merkja

verðmæta útflutningsvöru, förum alla leið!

Alvöru lausnir í pökkun og merkingu umbúða

Prentarar frá Markem-Imaje hafa reynst mjög vel á Íslandi sem annars staðar• Prentun beint á kassa í stað miða

• Bleksprautuprentun á smáar og stórar pakkningar

• TTO prentarar til prentunar beint á filmu í pökkunarvélum

• Límmiðaprentun með ásetningarbúnaði

Eftirfarandi fyrirtæki nota pökkunarlausnir

frá Samhentum:

Ísfélag Vestmannaeyja Huginn VE 55

Vinnslustöðin hf Síldarvinnslan hf

HB Grandi hf Katla Seafood

Varðin Pelagic, Færeyjum

Brettavafningslína frá Robopac Sistemi

MI 5800 - prentari fyrir kassa

PR

EN

TU

N.IS

Page 14: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

14 | SÓKNARFÆRI

„Sjávarútvegurinn stendur sem at-vinnugrein mjög traustum fótum og á margan hátt má fullyrða að staða greinarinnar hafi aldrei verið sterk-ari,“ segir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Eftir umrót síðustu ára hvað varðar starfsumhverfi sjáv-arútvegsfyrirtækja, gengisfall krón-unnar og samdrátt í fjárfestingum í sjávarútvegi segir Gústaf að vís-bendingar séu um að fjárfesting geti tekið við sér á ný. Þrátt fyrir að er-lendar skuldir fyrirtækjanna hafi aukist við gengisfall krónunnar hafi mjög svo batnandi undirliggjandi rekstur greinarinnar gert henni kleift að greiða niður skuldir sínar.

„Hlutfall rekstrarafgangs og skulda hefur sjaldan verið hag-stæðara og gæti greinin í rauninni greitt upp skuldir sínar á einungis nokkrum árum ef áhugi væri til þess. Það er þó ekki hagkvæmt fyrir fyrir-tækin en þetta sýnir bæði hversu mikil breyting hefur orðið á undir-liggjandi rekstri greinarinnar og um leið hversu sterka fjárhagslega stöðu hún hefur til vaxtar og sóknar á komandi árum,“ segir Gústaf.

Starfsumhverfið stöðugraÞrátt fyrir að öldur hafi ekki alfarið lægt hvað varðar veiðileyfagjöld segir

Gústaf margt benda til að fyrirtækin telji engu að síður að óvissan í kring-um mögulegar breytingar á fisk-veiðistjórnunarkerfinu sé minni nú en var á síðasta kjörtímabili. „Um-ræða um að fyrna kvótann hafði sýnilega mjög mikil áhrif í greininni en hljóðið í útgerðarmönnum í dag bendir til að þeir meti það svo að meiri festa sé nú í starfsumhverfinu.

Við þær aðstæður telja þeir sér fært að leggja í fjárfestingarverkefni,“ seg-ir Gústaf.

Gera má ráð fyrir nokkurri endurnýjun skipastólsins á komandi árum enda lengi verið rætt um háan meðalaldur skipastólsins. Gústaf seg-ir að einnig sé mikill áhugi almennt í greininni á aukinni nýtingu og þróun aukaafurða. Þar kunni greinin að geta sótt viðbótartekjur í framtíð-inni. Þá örli á aukinni umræðu um markaðsmál og hvernig staða ís-lenskra fiskafurða sé á erlendum mörkuðum. Vera kunni að fyrirtæki auki fjárfestingu sína í markaðssetn-ingu.

„Við sjáum líka að áhugi meðal sumra útgerða á fiskeldi hefur verið að aukast á ný enda samkeppn-ishæfni slíkrar starfsemi breyst mikið við gengisfall krónunnar. Þetta eru allt merki um hvaða getu greinin hefur til að takast á við ný verkefni sem rekja má að miklu leyti til veik-ingar krónunnar.“

Hlutabréfamarkaðurinn valkostur á ný?

Stefnt er að skráningu HB Granda á OMX-hlutabréfamarkaðinn hér á

landi en Gústaf segir ekki þar með sagt að mörg fyrirtæki í greininni fylgi í kjölfarið.

„Verulegur fjöldi sjávarútvegsfyr-irtækja fór á sínum tíma inn á hluta-bréfamarkaðinn og það skapaði ákveðinn farveg fyrir breytingar á eignarhaldi fyrirtækja, sameiningar og stækkun. Ég hygg hins vegar að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum með verðþróun hlutabréfanna og þar er að finna stærstu ástæðuna fyr-ir því að félögin voru flest hver af-skráð. HB Grandi er nú skráður á First North markaðinn hér á landi og hefur verð félagsins tvöfaldast á tveimur árum. Það verður því fróð-legt að sjá hvort það kveiki í fleiri útgerðarmönnum að komast á markaðinn,“ segir Gústaf en að hans mati mun núverandi eignarhald geta haft veruleg áhrif á það hvaða fyrir-tæki líti á skráningu sem spennandi tækifæri.

„Við þekkjum í greininni gróin gömul fjölskyldufyrirtæki og hjá mörgum þeirra er ekki áhugi á að breyta því formi. Almennt hafa kannanir sýnt að hjá minni fyrir-tækjum og fjölskyldufyrirtækjum er mun meiri tregða til sameiningar

eða annarra breytinga á eignarhaldi en hjá þeim stærri sem eru í dreifðari eign.

Harðnandi samkeppni við Norðmenn og Rússa

Aðspurður hvort eitthvert eitt atriði umfram annað sé ógn við vöxt og viðgang íslensks sjávarútvegs um þessari mundir segist Gústaf ekki koma auga á slíkt. Frekast sé að horfa til samkeppninnar á afurða-mörkuðum erlendis.

„Það er staðreynd að samkeppnin frá Norðmönnum og Rússum hefur aukist en þeir hafa lagt mikið í markaðsstarf hjá sér sem hefur að einhverju leyti saxað hlutfallslega á ímynd íslensks sjávarútvegs. Enn er ímynd íslenska fisksins góð og selst hann því víða á hærra verði en fisk-útflutningur margra annarra landa. Þá stöðu er mikilvægt að verja og má gera ráð fyrir að hluti af fjár-festingu íslensks sjávarútvegs á næstu árum muni liggja þar.“

landsbankinn.is

Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum.

Tæknivæðing í fiskvinnslu hér á landi er stöðugt að aukast og ferksfiskútflutningur sækir á. Gústaf telur mikilvægt að verja stöðu og ímynd íslenskra fiskafurða á erlendum mörkuðum.

Sjávarútvegurinnhefur sjaldan verið sterkari

- segir Gústaf Steingrímsson hjá hagfræðideild Landsbankans

Makrílvinnsla í fullum gangi. Þær veiðar og vinnsla hafa verið innspýting fyrir uppsjávarfyrirtækin í greininni.

Tökum að okkur viðgerðirá fiskikörum, línubölum

og fleiri plastvörum

Staðarsundi 14 | 240 Grindavík | Sími 895 4990

íshúsið Allt í kælikerfið á einum stað

Makríll ?• Lausfrystar• Frystiklefar• Plötufrystar

Ertu klár í frystinguna?

• Ísvélar• Frystiblásarar• Nýtt eða notað

Page 15: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 15

Page 16: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

16 | SÓKNARFÆRI

„Fyrirtækið Eyjalind var stofnað árið 2007 og hafa starfsmenn þess ára-tuga reynslu í sölu og þjónustu á lyfturum. Frá stofnun höfum við byggt upp fjölþætta þjónustu í kringum atvinnutæki. Stór þáttur í okkar rekstri hefur verið varahluta-sala fyrir allar gerðir lyftara sem hér eru á markaði og það styrkir okkur enn á þessu sviði að taka við Yale-lyftaraumboðinu,“ segir Eiríkur B. Jóhannesson, sölustjóri hjá Eyjalind. Í lok síðasta árs tók fyrirtækið við söluumboði hér á landi fyrir Yale lyftaralínuna en til hennar heyra bæði vöruhúsatæki, rafmagnslyftarar með lyftigetu allt upp í 5 tonn og dísel-lyftarar með allt upp í 16 tonna lyftigetu.

Með langa sögu á ÍslandiEiríkur segir að Yale-lyftarar séu vel þekktir á Íslandi og með gott orð-spor. Í grunninn eru þessir lyftarar frá Ameríku og fyrirtækið er einn af elstu lyftaraframleiðendum heims. Sögu fyrirtækisins má rekja aftur til 1844 en fyrsta lyftarann framleiddi Yale árið 1920. „Okkar markmið er að auka hlutdeild Yale á lyftara-markaðnum hér á landi á nýjan leik enda eru í vörulínunni lyftarar sem henta í mörgum atvinnugreinum, ekki síst í sjávarútveginum, hvort heldur er í fiskvinnsluhúsum eða á bryggjunum,“ segir Eiríkur. Frá Yale eru einmitt fáanlegir lyftarar með lokuðu bremsukerfi og viðhaldsfrí-um AC mótorum sem henta mjög vel fyrir fiskvinnslur; þ.e. aðstæður þar sem er mikill raki og gjarnan selta. Eiríkur segir viðskiptavini geta útfært lyftarana að sínum þörfum, t.d. hvað varðar lyftigetu, útfærslu á göfflum og svo framvegis. „Það er mikilvægast fyrir viðskiptavini að lyftarinn sé sem best sniðinn að þörfum þeirra. Þá nýtist fjárfestingin best,“ segir hann en hingað til lands koma lyftararnir oftast 3-6 mánuð-um eftir pöntun.

Fjölbreyttur búnaður og varahlutir

Eftir sem áður mun Eyjalind bjóða

varahluti í allar gerðir lyftara en fyr-irtækið hefur þegar skapað sér nafn fyrir varahlutaþjónustu fyrir margar

gerðir atvinnutækja; allt frá lyfturum yfir í jarðvinnuvélar, dráttarvélar og fleira. Eyjalind selur einnig vinnu-lyftur, hjólbarða á lyftara og vinnu-vélar ýmiss konar, varahluti í vökva-búnað og bátavélar og aðra stærri sem smærri mótora, óbrjótanlega spegla á vinnuvélar og síðast en ekki síst sæti í lyftara, vinnuvélar og báta frá Grammer sem er einn stærsti

framleiðandinn í heiminum á slík-um vörum.

„Okkar markmið er að veita sem besta þjónustu varðandi vélasölu og varahlutaþjónustu á sem flestum sviðum atvinnulífsins,“ segir Eiríkur.

eyjalind.is

Eiríkur B. Jóhannsson, sölustjóri hjá Eyjalind. Sæti og stólar eru meðal þess sem fyrirtækið hefur á boðstólum, allt frá vinnuvélasætum upp í vönduðustu skip-stjórastóla. Mynd: LalliSig

Yale lyftararnir eiga sér langa sögu hér á landi og telur Eiríkur þá ekki hvað síst eiga mikið erindi í þær krefjandi aðstæður sem gjarnan eru hjá sjávarútvegsfyr-irtækjum.

Eyjalind tekin við Yale lyftaraumboðinu

Á dögunum fékk áhöfnin á Húna II menningarverðlaunin Eyrarrósina fyrir hringsiglingu á bátnum síðast-liðið sumar þar sem haldnir voru tónleikar í höfnum landsins. Eikar-báturinn Húni II hefur fengið nýtt líf á Akureyri síðustu ár þar sem félagar í Hollvinafélagi Húna hafa gert honum til góða. Stöðugt er unnið að því að bæta bátinn og segir Þorsteinn Pétursson, einn af forvíg-ismönnum Hollvina Húna, að öllu skipti að afla bátnum verkefna, sigla honum og láta þannig sjóinn hjálpa til við að halda viðnum í bátnum í góðu ástandi. Þorsteinn segir Eyrar-rósina kærkomna viðurkenningu.

Aukinn áhugi á varðveislu trébáta

„Jú, svo sannarlega er hún kærkom-in viðurkenning og innlegg í þá bar-áttu okkar Húnamanna að varðveita trébáta í stað þess að þeir hverfi sjónum. Það eru mikil menningar-verðmæti í bátunum sem við meg-um ekki láta fara forgörðum,“ segir Þorsteinn en Húni II er 130 tonna gamall eikarbátur, smíðaður árið 1943 og sá eini af þessari stærð sem til er hér á landi.

Eins og flestir muna var áhöfnin á Húna II tvíþætt í hringferðinni síðastliðið sumar, annars vegar áhafnarmeðlimirnir sjálfir og hins

vegar tónlistaráhöfnin sem skemmti þúsundum manna hringinn í kring-um landið. Þorsteinn segir þetta samstarf hafa verið mjög skemmti-legt „jafnvel þótt við hefðum mátt vera heppnari með veðrið í ferðinni. En þetta var kærkomið verkefni fyrir bátinn því það er lykilatriði að sigla honum og nota. Báturinn sem slíkur vakti áhuga fólks í ferðinni og von-andi höfum við með þessu stuðlað að auknum áhuga á varðveislu tré-báta. Ég skynja að áhugi er að aukast á varðveislu trébáta og það er vel,“ segir Þorsteinn.

Í Hollvinasamtökum Húna II eru um 200 félagsmenn en virkasti kjarni þeirra sem vinna í bátnum telur 10-20 manns. „Margir okkar eru farnir að fullorðnast og ég segi oft að það er líka mjög mikilvægt

fyrir okkur að hafa þetta verkefni til að vinna að frá degi til dags. Þetta er okkar dagvistun; þegar við hættum að vinna fórum við í þetta verkefni af fullum krafti og þetta er mjög gef-andi og skemmtilegt,“ segir Þor-steinn.

Noregssigling í undirbúningiÞegar einu stórverkefni lýkur tekur næsta við hjá þeim Húnamönnum. Í byrjun júlí í sumar mun áhöfnin sigla eikarbátnum til Oslóarborgar þar sem Húni II mun taka þátt í stórri bátahátíð sem haldin verður þar í borg í tilefni af afmæli hennar. Þorsteinn segir að siglingin muni taka um 5 sólarhringa en í Osló mun Húni II liggja við hlið fær-eysku skútunnar Jóhönnu og vafa-lítið njóta mikillar athygli bátaá-hugafólks.

„Við gerum ráð fyrir að þessi ferð muni allt í allt taka um þrjár vikur og verður mjög spennandi verkefni,“ segir Þorsteinn og segir ekki útilok-að að tónlistin muni á nýjan leik koma við sögu. „Þótt formið verði ekki það sama og var í fyrra þá erum við að skoða hvort hægt verði að tengja íslensk sjómannalög á ein-hvern hátt við þessa Noregsferð,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn Pétursson við Húna II þar sem báturinn liggur við Torfunefsbryggju á Akureyri. Hann segir að áhugi sé að aukast á varðveislu gamalla trébáta. Húni II er 130 tonna bátur, smíðaður árið 1943 og er sá eini þessarar stærðar sem varð-veist hefur hér á landi.

Sumarið 2014 verður ekki síður spennandi hjá Húnamönnum en það síðasta. Nú skal haldið í víking til Nor-egs.

Áhöfnin á Húna II fékk Eyrarrósina:

Noregsferð næsta stórverkefni

Page 17: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 17

Traust geymsla – og öruggur flutningur alla leið!

Frystigámartil sölu eða leigu

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100

ATHYG

LI

Eigum á lager 20 og 40 ft. frystigáma.

Bjóðum einnig gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum.

Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins.

www.stolpigamar.is Hafðu samband!

Page 18: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

18 | SÓKNARFÆRI

Tuttugu og fimm ár eru liðin frá fyrir fyrir-tækið Akraborg tók til starfa á Akranesi en það sérhæfir sig í fram-leiðslu á niðursuðuvör-um úr íslensku sjávar-fangi, fyrst og fremst framleiðslu á niðursoð-inni þorsklifur. Fyrirtæk-ið er stóriðja á sína vísu, hefur um 45 manns í vinnu þessar vikurnar þegar mikið framboð er af þorsklifur en á heimsvísu hefur fyrirtækið líka sérstöðu sem það stærsta í sinni grein. Eigendur þess er íslenska út-flutningsfyrirtækið Triton og danska niðursuðu- og sölufyrirtækið Born-holms en þau tóku höndum saman og keyptu Akraborg fyrir um 10 ár-um. Rolf Hákon Arnarson, fram-kvæmdastjóri Akraborgar, segir framleiðsluna bæði beinast að mat-vörukeðjum og veitingahúsum sem sælkeramatur.

Ómengaður sjór opnar tækifæri

„Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar í framleiðslu á niðursoðinni þorsklifur. Á sínum tíma störfuðu mörg fyrirtæki í þess-um iðnaði í löndunum við Eystrasalt en með hertum kröfum Evrópusambandsins, m.a. vegna dí-oxínmengunar, hefur framleiðslan á þessu svæði lagst af og flust á norð-lægari slóðir. Í dag erum við stærst í þessari framleiðslu en hana er líka að finna í minna mæli í Norður-Noregi og Rússlandi. Við getum sagt að hér birtist í sinni tærustu mynd þau tækifæri sem opnast okkur vegna hreinleika sjávarins við Ísland og þeirrar ímyndar sem við höfum. Ómengaður sjór er okkar vopn,“ segir Rolf.

Gæsalifur hafsinsEins og áður segir er Akraborg stór-iðja á sína vísu. Fyrirtækið framleiðir 12-13 milljónir dósa árlega af niðursoðnum afurðum og lang stærsti hlutinn er niðursoðin þorsklifur. Auk hennar framleiðir fyrirtækið niðursoðna skötuselslifur í litlum mæli, sem og niðursoðna loðnu og svil. Fyrir innanlands-

markað framleiðir Akraborg niðursoðna þorsklifur, þorsklifrar-paté og sælkeraloðnu og eru það einu vöruflokkarnir sem fyrirtækið markaðssetur undir eigin vöru-merki. Öll önnur framleiðsla er fyrir erlenda kaupendur og undir þeirra vörumerkjum.

„Aðalsmerki okkar er þorsklifrin sem við framleiðum fyrir viðskipta-vini í Vestur-Evrópu, t.d. í Frakk-landi, Þýskalandi og Hollandi en síðan fer líka umtalsvert magn til Austur-Evrópu. Í okkar viðskipta-vinahópi eru smáir aðila sem stórir, t.d. keðjur á borð við Tesco og John West þannig að viðskiptavinahópur-inn er fjölbreyttur. Þetta er líka vara sem bæði höfðar til almennra neyt-

enda og sælkeranna enda hefur þorskalifrin oft verið kölluð Foie Gras of the Sea, eða gæsalifur hafs-ins. Í sögulegu samhengi er það líka þannig að þorsklifrin var notuð upp úr kreppuárunum þegar gæsalifur var illa fáanleg og dýr. Síðan er mjög breytilegt milli landa hversu mikil menning er fyrir notkun á þorsklifr-inni en hún er víða rík og að sama skapi þá okkar sterkustu markaðir,“ segir Rolf.

Nýtingarhugsunin hefur aukist

Sú viðhorfsbreyting að auka nýtingu sjávarfangs hefur komið sér vel fyrir Akraborg. Reglugerð, sem sett var fyrir fáum árum um að komið skuli

Rolf Hákon Arnarson, framkvæmda-stjóri Akraborgar.

Einar Víglundsson verskmiðjustjóri fylgist með framleiðsluvörunum streyma í gegnum vinnsluna.

Gæðaeftirlitið er strangt enda kröfuharðir kaupendur og hörð samkeppni á mörkuðum.

Akraborg hf. á Awkranesi:

Stóriðja á heimsvísuí niðursoðinni þorsklifur

Page 19: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 19

með lifur að landi, skipti líka miklu máli fyrir fyrirtækið og nú er hráefn-isframboðið jafnara yfir árið. Það segir Rolf mikilvægt.

„Á fáum árum höfum við séð mjög mikla framför í hugsun og fólk hefur áttað sig á því að þorsklifur er verðmæt matvara en ekki bara hrá-

efni í bræðslu. Við fáum lifur frá stórum sem smáum fyrirtækjum, smábátum jafnt sem stærri skipum og slægingarfyrirtækjum. Grund-vallaratriði í meðhöndlun á lifrinni er það sama og með annað sjávar-fang, þ.e. að flokka lifrina og ganga strax vel frá henni í kælingu. Það tryggir gæðin alla leið til okkar. Hér byrjum við á að handsnyrta lifrina en hún er flokkuð og heitreykt áður en hún er sett í dósir og soðin. Í stærstan hluta framleiðslunnar er að-eins notað lítið af salti þannig að segja má að þetta sé vara sem er eins

náttúruleg og frekast getur verið,“ segir Rolf.

Keppni við annað niðursoðið sjávarfang

Þrátt fyrir að Akraborg hafi sterka stöðu sem framleiðandi á þorsklifur segir Rolf að fyrirtækið sé fjarri því að vera án samkeppni á mörkuðum. Erlendis snúi hún að framleiðendum annarra niðursoðinna sjávarafurða.

„Hér á Íslandi erum við ekki með mikið úrval í þessum flokkum í mat-vöruverslunum en myndin er allt önnur í búðum erlendis. Þar eru

jafnvel tugir vöruflokka niðursoð-inna sjávarafurða í sömu verslun sem keppa um hylli neytenda þannig að við þurfum að standa okkur í þeirri samkeppni. Við höfum á undan-förnum árum þurft að mæta hækk-andi hráefnisverði hér heima sem við ekki höfum getað velt út í verðlagið á erlendum mörkuðum þannig að þetta er hörð samkeppni.“

akraborg.is

O p t i m a r - I c e l a n d | S t a n g a r hy l 6 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 8 7 1 3 0 0 | Fa x 5 8 7 1 3 0 1 | o p t i m a r @ o p t i m a r. i s | w w w. o p t i m a r. i s

Mjög mikilvægt er að kæla a�ann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði, það lengir geymsluþol verulega.

Notkun ísþykknis frá Optimar Ísland er góð aðferð til að ná fram hámarks kælihraða því �otmikið og fínkristallað ísþykknið umlykur allt hráefnið og orkuy�rfærslan er því gríðarlega hröð. Þessi hraða orkuy�rfærsla hamlar bakteríu- og örveruvexti og hámarks gæði a�ans eru tryggð.

Hröð niðurkæling er það sem Optim-Ice® ísþykknið snýst um.

Tryggir gæðin alla leið!

16

14

12

10

8

6

4

2

0

-20 1 2 3 4 5 6

Tími (klst)

Hita

stig

(°C

)

Hefðbundinn ís

Ísþykkni

NIÐURKÆLING Á ÝSU

Heimild: Sea�sh Scotland

Page 20: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

20 | SÓKNARFÆRI

Valka ehf. er hátæknifyrirtæki sem hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar lausnir fyrir hvítfiskvinnslu. Starfs-menn Völku eru 22 og er fyrirtækið með höfuðstöðvar í Víkurhvarfi í Kópavogi. Valka kynnti á Sjávarút-vegsráðstefnunni í október síðast-liðnum athyglisverða þróun í vél-búnaði sem hreinsar bein úr flökum á grundvelli röntgentækni sem grein-ir beinin og sker flökin í bita með vatnsskurði. Þessi tækni er nú þegar í notkun hjá HB Granda í Reykjavík og á Akranesi og fleiri fyrirtæki hafa keypt þennan nýja vinnslubúnað sem hefur fengið lofsamlegar mót-tökur. Búnaðurinn stuðlar að meiri afköstum á hráefni, betri nýtingu, meiri gæðum og minni yfirvigt við pökkun.

„Því hefur verið haldið fram að vélin okkar sé stærsta tækni-breytingin fyrir fiskvinnsluna í um 40 ár, eða frá því flæðilínurnar komu fram á sjónarsviðið,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Völku. Hann er vélaverk-fræðingur og stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum en hóf að vinna að þróun vélbúnaðar árið 2003 í bíl-skúrnum heima hjá systur sinni. Síð-an hefur verkefnið undið upp á sig og Valka búin að hasla sér völl inn-anlands og erlendis.

Nýting aukin um 8-10%Um er að ræða flæðilínu sem byggir á forsnyrtingu, röntgenmyndun, vatnsskurði með tölvustýrðum ró-bótum og loks flokkun og pökkun. Vatnskurðarvélin sker beingarðinn með sjálfvirkum hætti úr flökunum en fram til þessa hefur búnaður með viðlíka nákvæmni ekki verið til. Hingað til hefur þessi vinna fyrst og fremst farið fram í höndum.

„Fyrst er tekin röntgenmynd af flakinu og í framhaldi af því er tekin þrívíddarmynd. Myndirnar eru síðan lagðar saman sem gefur nákvæma mynd af beingarðinum og staðsetn-ingu hans í flakinu. Það er því hægt að skera beingarðinn úr með mikilli nákvæmni,“ segir Ágúst Sigurðarson, sölustjóri Völku.

Vélin sker flakið einnig í bita með vatnsskurði sem er stýrt með hug-

búnaði sem gefur kost á að ákvarða stærð bitanna út frá stærð flakanna. „Það er ekki sjálfgefið að sömu bitarnir komi úr stóru flaki og litlu flaki. Vélin sker bitana alltaf á ná-kvæmlega sama hátt en manns-höndin er ekki jafn nákvæm. Það er því mikil samkvæmni í skurðinum,“ segir Ágúst.

Enn frekari þróun er í gangi varð-andi skurðarvélina og verður ný tegund af skurðarróbót tekin í notk-un í næsta mánuði sem býður upp á mikinn sveigjanleika í bitaskurði. Einnig verður hægt í lok þessa árs að halla skurðinum og fylgja þar með beinagarðinum enn betur eftir sem felur í sér enn betri nýtingu á hráefn-inu.

Reiknað hefur verið út að vélin nái umtalsvert meiri nýtingu, t.d. í hnakkastykkjum, og getur sá munur verið allt að 8-10%.

Minni þörf á snyrtingu með skurðartækninni

Vatnskurðarvélin frá Völku hefur verið í notkun í rúmt eitt ár hjá HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík og nýlega var sett upp ný vél á Akra-nesi. Jafnframt er nú verið að setja upp vél í Noregi.

Með þessari nýju skurðartækni er ekki jafn mikil þörf á snyrtingu á flökunum. Nú þarf einungis að fjar-lægja laus bein, hugsanlega galla á flökun frá flökunarvélinni eða blóð-bletti. Komi flakið hins vegar í góðu ástandi frá flökunarvélinni þarf ekki að eiga frekar við það og það flæðir inn í skurðarvélina.

„Okkar upplegg með forsnyrti-línunni er stýring á hraða frá flök-unarvél inn á línuna. Markmiðið með því er að hráefni safnist ekki fyrir hjá snyrtara eins og gjarnan er á hefðbundnum snyrtilínum. Með okkar forsnyrtilínu verða aldrei fleiri en 2-3 flök sem bíða meðhöndlunar og með því lágmarkast sá tími frá því flak kemur frá flökunarvélinni þar til afurðin kemur fullunnin og pökkuð í kassa. Þessi tími er einungis um tvær mínútur,“ segir Ágúst en nýja forsnyrtilínan verður sett upp hjá fiskvinnslu Gjögurs á Grenivík um miðjan mars.

Tæknin nákvæmari en mannshöndin

Forsnyrtilínan og hraðinn í flæðinu stuðlar að því að varan er kaldari þegar hún fer í söluumbúðirnar auk þess sem hráefnismeðhöndlunin er betri en áður hefur sést og þar með nást umtalsvert meiri vörugæði.

Aftan við skurðarvélina er sjálf-virkur pökkunarflokkari sem er sá

eini sinnar tegundar. Verðmætustu hlutum afurðanna er pakkað með sjálfvirkum hætti í kassa og á þetta fyrst og fremst við um ferskar afurð-ir. Flokkarinn nýtir tölvusjón til að ákvarða staðsetningu á bitum en auk þess er hver biti vigtaður og því er unnt að flokka bitana eftir stærð auk þess að raða þeim sjálfvirkt ofan í kassa. Þessi búnaður gerir það að

verkum að yfirþyngd í hverjum kassa er í algjöru lágmarki, aðeins fáein grömm, en algengt er að yfirvigtin sé jafnvel yfir 100 grömm í hverjum 5 kg kassa þegar pakkað er handvirkt.

valka.is

Ágúst Sigurðsson, sölustjóri Völku ehf., og Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Hér má sjá vatnsskurð á þorskflaki sem með röntgentækn-inni er nákvæmari en mannshöndin ræður við.

Fremst í nýju vinnslulínunni frá Völku er forsnyrtilína. Flökin fara síðan í gegnum röntgen myndgreiningarvél og í framhaldi af því í vatnsskurð og loks flokkun.

Valka ehf.:

Byltingarkennd skurðarlína tvöfaldar afköst og bætir nýtingu og gæði

- snjallar lausnir

545 3200 wise.is [email protected] Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

Wise er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveginnmeð kerfið WiseFish í fararbroddi.

Helstu lausnir eru Útflutningskerfi Wise og WiseFish sem innihalda: útgerð og kvóta, vinnslu, sölu og dreifingu, gæðastjórnun og tengingar við jaðartæki.

Nú er einnig hægt að fá sjávarútvegslausnir í mánaðarlegri áskrift.

Lausnir Wise spanna alla virðiskeðju sjávarútvegsins frá �skeldi og veiðum til sölu og drei�ngar.

Page 21: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 21

AFGREIÐUM SJÓFRYSTA BEITU SAMDÆGURSVoot beita hefur áreiðanlega og persónulega þjónustu í forgrunni sem viðskiptavinir okkar kunna vel að meta. Við flytjum inn mest af saury, smokkfisk og makríl sem eru þær beitutegundir sem hafa reynst einna best á íslenskum fiskimiðum. Við erum einnig endursöluaðilar fyrir pokabeitu.

Okkar markmið er að bjóða gæðabeitu og skilvirka þjónustu fyrir íslenskar línuútgerðir. Við afgreiðum sjófrysta beitu samdægurs og sendum pöntunina hvert á land sem er. Erummeð afgreiðslustaði á fjórum stöðum hringinn í kringum landið. Vinsamlegast hafðu samband við söluskrifstofu - við tökum vel á móti þér.

Grindvík

Djúpivogur

HúsavíkÞingeyri

Afgreiðslustaðir

VOOT BEITA aðalskrifstofa Miðgarði 3 • 240 GrindavíkSími 581 2222 • Fax 5812223Gsm: 841 1222 • [email protected]

Page 22: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

22 | SÓKNARFÆRI

Mokveiði hefur verið hjá línubátum á Breiðafirði nú í upphafi vetrarver-tíðar. Pétur Björnsson, hafnarvörður í Ólafsvík, segir líf og fjör á vertíð-inni. Misjöfn veiði hafi þó verið í dragnót en mokveiði bæði á línu og í net. Hann segir að ýsugengd virðist vera minni en áður og þetta sé mest-megnis þorskur sem berist á land. Fjölmargir bátar landa í Ólafsvík og um 15 bátar voru á sjó þegar tíð-

indamaður hringdi, allt saman heimabátar. Kristinn SH hafði ný-lega landað 15 tonnum og gott fiskerí hefur verið hjá flestum þrátt fyrir leiðinlega og þráláta norðanátt.

Illugi Jens Jónasson, skipstjóri á Guðmundi Jenssyni SH, kvaðst vera á „hálfgerðum flóttaveiðum“, eins og hann kallaði það. Þeir voru að taka fyrsta halið af kola en voru ekki farnir að sjá í fisk ennþá.

„Já, við erum að treina okkur heimildirnar og erum komnir í kola núna. Það er eiginlega bara stóran þorsk að hafa, 8 kg og þar yfir og liggur við að sé lægsta verðið á hon-um núna,“ segir Illugi.

Hann sagði að algjör mokveiði hefði verið í net og þeir lönduðu fyr-ir skemmstu 16 tonnum. Þar af var um 80% af þorskinum 8 kg fiskur eða þaðan af stærri.

Vantar meiri ýsukvóta„Það vantar bara meiri ýsukvóta, menn hafa verið á flótta undan henni líka. Það er ekki að sjá hjá okkur að stofninn sé eitthvað slapp-ur. Að vísu vantar í þetta smáýsuna. Við höfum eiginlega bara verið að fá yfir 2 kg ýsu.“

Illugi segir að það hafi verið norðaustanbræla alveg frá því í des-ember og var þetta fyrsti dagurinn þar sem veitt var í blíðu og fallegu veðri. „Það er orðið allt of rólegt í kringum þetta. Við náðum að róa 100 daga á síðasta ári og mætti alveg vera meira.“

Illugi hefur verið til sjós frá árinu 1992. Faðir hans, Jónas Gunnars-son, var til sjós í um 50 ár en þeir feðgar eiga Útgerðafélagið Guð-mund saman. „Við vonum bara að loðnan komi svo fiskurinn hérna fái eitthvað að éta. Það myndi muna talsvert fyrir lífríkið hérna í sjónum að fá slatta af loðnu hingað.“

Illugi Jens Jónasson, skipstjóri á Guðmundi Jenssyni SH, segir mokveiði og góða vertíðarstemningu.

Það eru mörg handtökin um borð í Guðmundi Jenssyni.

Mokveiði á línu og net – en hálfgerð-ar „flóttaveiðar“

Mokveiði hefur verið í net að undan-förnu þótt bræla hafi verið lengst af.

VÖRUR FYRIR SJÁVARÚTVEG

HANDVERKFÆRI

BOLTAR, RÆR OG AÐRAR FESTINGARVÖRUR

SMÍÐASTÁL

Galvaniseraðar ristar og þrep í ýmsum stærðum.

Mikið úrval af vinnuvettlingum af ýmsum gerðum.

Allar gerðir af smíðastáli.

Ferro Zink hf. • www.ferrozink.is • [email protected] Árstíg 6 • 600 Akureyri • sími 460 1500 Álfhellu 12-14 • 221 Hafnarfjörður • sími 533 5700

FIBERRISTAR

HÖFUÐ- OG VASALJÓS

GÁMABRÝR STÁLRISTAR

Hleypa snjó og óhreinindum niður, ristaefni.Passa við mismunandi gáma, liður.Hámarksvernd gegn ryði, zinkhúð.

VINNUVETTLINGARRYÐFRÍTT SMÍÐASTÁL, RÖR OG FITTINGS

Margar gerðir af vasa- og höfuðljósum ásamt rafhlöðum. Mikil gæði og gottverð.

Mikið úrval handverkfæra fyrir alla iðnaðarmenn. Vönduð vara, gott verð. ®

Page 23: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 23

Fossaleyni 16 - 112 ReykjavíkSími 533 3838 - Fax 533 3839www.marport.com

Nýtt frá MarportNýr og endurbættur aflanemi frá Marport (V7)

Fjölvirkur straumhraðanemi (V7)

• Hraðhleðsla – 70% hleðsla á 1 klst• Stóraukið sendiafl

• ±180° pitch&roll mæling í stað ±90 í eldri gerðum• Einnig er hægt að uppfæra eldri aflanema upp í V7

• Samhæfður við önnur brúarkerfi og festingar

• +/- 6 mílur innstraumur (along) og +/- 3 mílur í þverstraum (across )

• 360° Pitch&roll viðbót innifalinn

Page 24: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

24 | SÓKNARFÆRI

SKIPLAND ALLT

SKOÐUM

UM

Skipaskoðunarsvið

ÞÍNIR MENN Í SKIPASKOÐUN -áratuga reynsla

Stefán Hans Stephensen ..................s. 8608378 [email protected] Axelsson ...................................s. 8608379 [email protected] Hilmarsson ...............................s. 8651490 [email protected]

[email protected]ðgeir Svavarsson ......................... s. 8953102 [email protected]ðmundur G. Guðmundsson ........ s. 8953103 [email protected]

Guðmundur Hanning Kristinsson .....s. 8608377

BETR

I STO

FAN

Marel náði nýlega þeim áfanga að selja þúsundasta Innova hugbúnað-arkerfið. Sala kerfanna hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2008 þegar Innova var kynnt til sögunnar og nú er svo komið að eitt eða fleiri kerfi eru seld og sett upp á hverjum virk-um degi. Innova er fimmta kynslóð kerfishugbúnaðar þróuðum af Mar-el. Jens Bjarnason, stjórnandi vöru-seturs Innova hjá Marel segir að þró-un Innova sé nýsköpun af sama meiði og fyrstu afurðir Marel sem voru tölvustýrðar vogir. „Allt frá stofnun Marel hefur markmiðið ver-ið að færa tæknina inn í mat-vælavinnslu til að auka afköst, nýt-ingu og gæði,“ segir Jens.

Jens segir að þegar tekinn sé saman fjöldi þeirra sem vinni við þróun kerfis- og tækjahugbúnaðar Marel í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ þá sé ljóst að Marel sé eitt af stærstu hugbúnaðarhúsum á Ís-landi.

Innova notað af stærstu matvælaframleiðendum

heims Innova hjálpar matvælaframleiðend-um að hámarka verðmæti og nýt-ingu hráefnisins í gegnum allt vinnsluferlið, allt frá því að tekið er á móti hráefninu og til vöruaf-

hendingar. Innova hugbúnaðurinn getur verið allt í senn, upplýsinga-, pöntunar-, stýri- og samhæf-ingarhugbúnaður sem gerir alla vinnslu skilvirkari auk þess sem rekj-anleiki er tryggður.

Jens segir að undanfarin ár hafi Innova verið sett upp hjá mörgum af helstu matvælaframleiðendum landsins og hefur reynslan verið góð. „Notkun kerfanna er þó langt frá því bundin við Ísland þar sem margir af stærstu matvælaframleið-endum heims í kjöti, fiski, kjúklingi og fullvinnslu nota Innova hugbún-aðinn,“ segir Jens. Sem dæmi nefnir hann kjúklingaframleiðandann Emsland í Þýskalandi þar sem allt að 400.000 kjúklingar fara í gegnum framleiðslu fyrirtækisins á dag. Í Emsland er Innova notað til að skrá allar upplýsingar um vinnsluna og til að fylgjast með gæðum, afköstum, nýtingu og rekjanleika.

Best þegar samspil við tækin er sem mest

Jens segir að Innova hafi náð að staðsetja sig mjög vel á markaði þar sem lítil eða engin samkeppni er. „Bestum árangri höfum við náð þar sem samspil hugbúnaðar og tækja er sem mest. Á því sviði höfum við náð framúrskarandi árangri,“ segir Jens.

Sem dæmi um þetta nefnir hann Streamline flæðilínuna þar sem Innova sendir upplýsingar miðað við pöntunarstöðu um hvernig eigi að skera viðkomandi hráefni þannig vinnslan séu hámörkuð hverju sinni út frá forgangsröðun pantana eða eiginleikum hráefnisis.

„Straumarnir á matvælamarkaði vinna með okkur þar sem sífellt meira er lagt upp úr gæðum og rekj-anleika og þar spilar Innova stórt

hlutverk en við getum tryggt rekjan-leika frá því að hráefnið kemur inn í verksmiðjuna og þar til það endar í neytendapakkningum í hillu stór-markaðanna. Marel hefur gert samkomulag um afhendingu á Innova kerfi til að tryggja rekjan-leika í gegnum öll sláturhús í Úrúg-væ og í Bretlandi eru gæðaupplýs-ingar um dýr, sem hefur verið slátr-að í Bretlandi, skráðar í miðlægt Innova kerfi. Rekjanleiki nýting, af-köst og gæði eru þau atriði sem skipta máli,“ segir Jens.

Hann segir að mikill metnaður og áhugi sé hjá Marel að þróa og bæta tæknina á þessu sviði. „Það eru

gríðarlega miklir möguleikar og við sjáum mikinn vaxtarbrodd fram-undan. Við erum auðvitað alltaf að bæta virkni Innova og við uppfær-um kerfin þrisvar á ári. Viðskipta-vinir okkar fá þessar uppfærslur í gegnum þjónustusamninga sem við gerum samhliða sölunni. Innova er byggt upp á einingum sem hægt er að raða saman allt frá kerfi fyrir eina vog og upp undir kerfi fyrir mörg hundruð tæki. Þannig getur Innova stækkað með viðskiptavininum,“ segir Jens að lokum.

marel.is

Innova hubúnaðurinn frá Marel er notaður af stærstu mat-vælaframleiðendum í heimi, í kjöt-, fisk- og kjúklinga-vinnslu.

Innova í notkun í íslensku fiskvinnsluhúsi. „Straumarnir á matvælamarkaði vinna með okkur þar sem sífellt meira er lagt upp úr gæðum og rekjanleika og þar spilar Innova stórt hlutverk en við getum tryggt rekjanleika frá því að hrá-efnið kemur inn í verksmiðjuna,“ segir Jens Bjarnason hjá Marel.

Þúsundasta Innova kerfið selt

Með nýju smáforriti fyrir snjallsíma og spjaldtölvur hefur sjómönnum nú verið gert auðveldara að reikna út ísþörf fiskafla. Matís stóð að gerð forritisins en fyrirtækið hefur beitt sér fyrir átaki til að efla vitund sjó-manna um mikilvægi þess að afli sé ísaður rétt og nægjanlega þegar gengið er frá honum um borð í skip-um og bátum.

Smáforritið eða „appið“, eins og slík eru gjarnan nefnd í daglegu tali, er þannig byggt upp að það tekur tillit til aðstæðna, þ.e. sjávarhita,

lofthita, daga á sjó og fleiri þátta sem notandinn setur inn í forsendur forritsins. Það veitir síðan leiðbein-andi upplýsingar um magn af ís í kílóum en viðmiðun er einnig gefin í fjölda af skóflum eða fötum, fyrir þá sem hafa tamið sér að nota þá mælikvarða þegar þeir ísa afla.

Smáforritið er aðgengilegt á svæði Google Play og var í upphafi skrifað fyrir síma með Android stýri-kerfi en verður einnig aðgengilegt fyrir síma frá Apple og síma með Windows stýrikerfi.

Mikilvægt er að rétt sé staðið að kælingu fiskafla í skipum og bátum.

App til að reikna ísþörf

Page 25: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 25

Page 26: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

26 | SÓKNARFÆRI

Friðrik A. Jónsson og Marás sérhæfa sig í öllu sem viðkemur sjávarútvegi og rekstri fiskiskipa. Hvort sem um er að ræða búnað sem nauðsynlegur er í brúnni, s.s. siglingatæki, stað-setningartæki, fiski leit ar tæki, fjar-skiptatæki eða vélbúnað fyrir skip, þ.e. bátavélar, gíra, bátaskrúfur og skipskrana, svo fátt eitt sé nefnt.

Hjá fyrirtækjunum starfa nú 16 manns, allt menntaðir vélstjórar, rafeindavirkjar og rafvirkjar, menn sem hafa unnið meira og minna í kringum sjávarútveginn megnið af sinni starfsævi.

Mikil áhersla er hjá fyrirtækjun-um lögð á að bjóða einungis upp á vandaðan og viðurkenndan búnað sem þolir það álag sem aðstæður við Ísland krefjast.

Stór lager og hátt þjónustustig

„Til að halda háu þjónustustigi fyrir þann búnað sem fyrirtækin selja þarf stóran lager sem í dag er um 10.000 vörunúmer. Það er mikilvægt fyrir viðskiptavini okkar að geta fengið sem flesta varahluti samdægurs, enda dýr hver dagur í frátöfum í þessari atvinnugrein. Sérpantanir er einnig mikilvægur hlekkur í okkar þjónustu sem við leggjum áherslu á að taki sem stystan tíma,“ segir Hall-grímur Hallgrímsson, sölustjóri hjá Marás.

„Í sjávarútvegi er það þjónustan sem telur. Menn hafa lítið við bún-að að gera ef honum fylgir engin þjónusta. Útgerðir með dýra fjár-festingu verða að geta treyst á góða þjónustu og faglega ráðgjöf,“ segir Hallgrímur.

Búnaður frá Marás og Friðrik A. Jónssyni er í mörgum þeim nýsmíð-um sem hafa verið afhentar íslensk-um útgerðum síðustu ár. Þar kemur í ljós hversu mikilvægt er að velja réttan búnað í byrjun til að verða ekki fyrir ófyrirséðum kostnaði og frátöfum.

„Það er skemmtilegt þegar nýr bátur er smíðaður og okkur treyst til

að velja viðeigandi búnað saman, svo sem aðalvél, skrúfu og gír og fleira. Það kallar á mikla nákvæmn-isvinnu og sérkunnáttu. Það skiptir miklu máli að allt sé rétt, að vél og annar búnaður búnaður þoli það álag sem hann verður fyrir. Marás hefur tekið að sér þann þátt í mörg-um nýsmíðum með góðum ár-angri.“

Verkefni um allan heimTækin frá SIMRAD, OLEX, SAIL-OR, JMC, Vingtor-Zenitel og Norselight, sem eru útgerðum og bátasmiðum að góðu kunn, verða oft fyrir valinu. Nýlega var lokið við að setja tólfta SX93 lágtíðnisónar-inn frá Simrad um borð nótaskipið Kap VE. Marás er m.a. umboðsaðili fyrir YANMAR skipavélar sem eru þekktar fyrir áreiðanleika, lágan

viðhaldskostnað og síðast en ekki síst fyrir sparneytni.

„Fyrirtækin hafa sent starfsmenn út um allan heim að sinna verkefn-um, bæði fyrir íslenska og erlenda aðila. Við höfum til að mynda veitt sænsku útgerðarfyrirtæki, sem gerir út í Vestur-Sahara, þjónustu með

allt hvað varðar siglingatæki og vél-búnað. Þess má einnig geta að starfsmaður frá Friðrik A. Jónssyni er nýkominn úr ferð frá Las Palma á Kanaríeyjum þar sem hann hafði umsjón með niðursetningu á þrem-ur Simrad ES70 dýptarmælum og SU93 sónar í rússneskum togara.

Það er óhætt að segja að tæknimenn frá okkur séu eftirsóttir,“ segir Eyjólfur Bergsson í sölu- og tækni-ráðgjöf hjá Friðrik A. Jónssyni.

faj.is

maras.is

Hallgrímur Hallgrímsson, sölustjóri hjá Marás. Eyjólfur Bergsson, starfsmaður í sölu- og tækniráðgjöf hjá Friðrik A. Jónssyni.

Marás og Friðrik A. Jónsson:

Vöruúrval, þjónusta og ábyrgð á einum stað

Samkomulag hefur verið gert um kaup IÁ hönnunar ehf. á 80% hlut í

3X Technology á Ísafirði. IÁ hönnun ehf. er félag í eigu Ingólfs Árnasonar, framkvæmdastjóra Skag-ans hf. og Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi. Kaupin eru háð samþykki Samkeppnisstofnunar.

Fyrirtækin hafa sérhæft sig í vinnslutengdum kælilausnum og átt í margháttuðu samstarfi á undan-förnum árum. Sameiginlega sérhæfa fyrirtækin sig ekki bara í vinnslu-kerfum fyrir rækju, bolfisk og upp-sjávartegundir heldur einnig í öðr-um matvælaiðnaði. Vinnslulausnir frá fyrirtækjunum hafa verið notaðar víða um heim með framúrskarandi árangri.

Í tilkynningu vegna kaupanna segir að með aukinni samvinnu, sem fyrirhuguð sé í kjölfar samkomulags-ins, gefist möguleiki á að samþætta markaðs-, vinnslu- innkaupa- og þróunarvinnu fyrirtækjanna. Mikil sérþekking sé fyrir hendi jafnt á Akranesi sem og á Ísafirði. Hún verði áfram nýtt á hvorum stað um sig til markaðssóknar, m.a. til að jafna sölusveiflur og til að efla heildarrekstur fyrirtækjanna enn frekar. Fjárhagsleg staða fyrirtækj-anna í dag er mjög sterk.

Hús 3X Technology á Ísafirði.

IÁ hönnun ehf. kaupir 80% hlut í 3X Technology

Page 27: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 27

Bakkatúni 26 | 300 Akranesi | Sími 430 2000 | www.skaginn.is

Ákvarðanataka í fiskvinnsluMat á ferskleikatímabili og geymsluþoli fyrir þorskafurðir háð hráefnisaldri við vinnslu, vöruhitastigi eftir pökkun og flutningsleiðum**

Aldur hráefnis við vinnslu 1 dagur 3 dagar frá veiði 5 dagar frá veiði frá veiði frá veiði

Hitastig í afurð (meðaltal) SC: C: AB: SC: C: AB: SC: C:

eftir flakavinnslu -1°C 0.5°C 2°C -1°C 0.5°C 2°C -1°C 0.5°C

Áætlað ferskleikatímabil (dagar) 10+ 8 6 10 6 5-6 10 4

Áætlað geymsluþol (dagar) 15-17 12-13 10 15-16 10-12 8-9 14 9-11

Sjófrakt (6 dagar á markað)

Geymsluþol e. afhendingu (dagar) 9-11 6-7 4 9-10 4-6 2-3 8 3-5

Ferskleikatímabil 4+ 2 0 4 0 0 4 0

e. afhendingu (dagar)

Flugfrakt (2 dagar á markað) NA NA NA

Geymsluþol e. afhendingu (dagar) 10-11 8 8-10 6-7 7-9

Ferskleikatímabil 6 4 4 3-4 2

e. afhendingu (dagar)

SC = undirkæling; C = kælt; AB = hitaálag; NA = ekki til

Skaginn - kælitengdar vinnslulausnir

Hver er munurinn á hráefnis-/afurðahitastiginu (-1°) og (+ 4°)?Svar: Geymsluþol afurðanna styttist um helming við +4°*

Skaginn hf. er sérhæfður í kælitengdum vinnslulausnum.Með Súperkælingu (kæla hráefni/flök niður í (-1° ) til (-2°) er m.a. hægt að:

Við hönnum lausn fyrir þig!Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að reyna að tryggja þér hagnað á fjárfestingum þínum.

Öðru vísi er hætta á því að þú kaupir ekki af okkur aftur.

Þess vegna hönnum við lausn fyrir þig!

Auka nýtingu hráefnis/afurða

Ná hagstæðari afurðaskiptingu

Auka afköst

Auðvelda sölu til lengri tíma

Framkalla úrvals gæði og hærra afurðaverð

Framkalla hægari vöxt á skemmdarörverum,

vegna kælingarinnar

Lengja geymsluþol flaka um 100% m.v. samb-

ærileg ómeðhöndluð flök

*He

imild

: No

fim

a.n

o

**H

eim

ild: k

ae

liga

tt.is

/vin

nsl

a

Page 28: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

28 | SÓKNARFÆRI

Kælismiðjan Frost fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli. Fyrirtækið hefur frá upphafi sérhæft sig í þjón-ustu við sjávarútveginn á sviði frysti- og kælikerfa hvers konar. Óhætt er að segja að hér sé um vítt svið að ræða; hönnun kerfa og búnaðar, ráðgjöf, sala búnaðar, nýsmíði, upp-setning, eftirlits- og viðhaldsþjón-usta. Fyrirtækið vinnur að verkefn-um sínum í skipum og landsvinnslu-fyrirtækjum, hérlendis en ekki síður erlendis. Auk þess að þjónusta sjáv-arútveginn og matvælaframleiðslu-fyrirtæki sem þurfa á kæli- og frysti-kerfum að halda er þjónusta við kælitæki í verslunum einnig umtals-verð hjá Kælismiðjunni Frosti en fyrirtækið er með starfsstöð í Garða-bæ, auk höfuðstöðva sinna á Akur-eyri sem fluttust þangað frá Reykja-vík 1999. Gunnar Larsen, fram-kvæmdastjóri Frosts, segir fyrirtækið vissulega hafa gengið í gegnum þrengingatímabil á þessum 20 árum en farsælar ákvarðanir hafi verið teknar í rekstrinum sem skilað hafi fyrirtækinu jafnt og þétt sterkari stöðu. Mikil verkefni eru um þessar mundir hjá Kælismiðjunni Frosti, hérlendis og erlendis og sem fyrr leikur sjávarútvegurinn aðalhlut-verkið.

Áherslubreytingar reyndust farsælar

„Í dag eru fastráðnir starfsmenn hér rösklega 40 talsins en það er samt ekki nema tæplega helmingur þess sem var þegar starfsmenn voru flest-ir. Fyrstu árin eftir að Frost var stofnað var uppgangstími í sjávarút-vegi, ekki hvað síst í uppsjávar-vinnslunum og á þeim tíma fram-leiddi fyrirtækið sjálft mikið af kæli-búnaði. Það útheimti mikinn fjölda starfsmanna en þegar síðan fór að harðna á dalnum undir 2000 sló í bakseglin í málmiðnaði á Íslandi al-mennt. Upp úr því var tekin ákvörðun um að breyta áherslum í fyrirtækinu, hætta framleiðslu bún-aðar hér innandyra en leggja áherslu á að bjóða búnað frá öðrum ásamt

hönnun, uppsetningu kerfa og þjón-ustu. Þetta tel ég að hafi verið rétt ákvörðun sem lagði grunninn að þeirri sterku stöðu sem við höfum í dag,“ segir Gunnar en fyrst eftir þessa breytingu fækkaði starfsmönn-um niður í um 20 en þeim hefur jafnt og þétt farið fjölgandi á ný.

„Önnur breyting á síðustu árum er sú að við reiðum okkur meira á verktaka og starfsmannaleigur til að mæta sveiflum í verkefnum. Þá er bæði um að ræða undirverktaka sem annast einstök verkefni fyrir okkur eða að við fáum starfsmenn frá öðr-um fyrirtækjum eða starfsmanna-leigum sem vinna undir stjórn okkar manna. Þetta hefur verið okkur mikilvægt til að geta mætt hæðum og lægðum í verkefnum því þær eru miklar í þessari starfsemi,“ segir Gunnar. Sem dæmi nefnir hann að einmitt þessar vikurnar séu um og yfir 30 starfsmenn með þessum hætti fengnir að verkefnum Frosts, starfsmenn alls staðar af landinu, auk pólskra málmiðnaðarmanna.

Starfsmannafjöldinn er því í reynd 70-80 sem stendur.

Aukin fjárfesting kemur Frost til góða

Erlend verkefni hafa sem hlutfall

verkefna Kælismiðjunnar Frosts far-ið vaxandi síðustu árin og má segja að þessi þróun hafi hafist um 2006. Margt skýrir þá þróun, segir Gunn-ar, meðal annars sveiflur í verkefn-um hér á heimamarkaði en eins og kunnugt er af umræðu tengdri sjáv-arútvegi á Íslandi varð mikið bakslag í fjárfestingu um árabil. Tölur sýna hins vegar að hún er að aukast á nýj-an leik, sem kemur þjónustufyrir-tæki á borð við Frost til góða.

„Í erlendu verkefnunum má segja að eitt hafi leitt af öðru. Almennt má segja að sjávarútvegurinn á heimsvísu sé frábrugðinn ýmsum öðrum atvinnugreinum hvað það varðar að fyrirtæki eru vön því að kaupa sér þjónustu víðs vegar að. Þetta sjáum við af samanburði við t.d. kjötiðnaðinn, sem líka þarf á þjónustu í kæli- og frystikerfum að halda. Það er fátíðara að slík fyrir-tæki erlendis leiti til aðila hér upp á Íslandi um þjónustu en slíkt þykir aftur á móti ekki tiltökumál fyrir er-lend sjávarútvegsfyrirtæki. Við höf-um líka verið mjög heppnir með okkar verkefni erlendis, þau hafa gengið vel og við höfum náð að tryggja okkur gott orðspor sem auð-vitað er mjög mikilvægt. Síðan má líka nefna Samherja í þessu sam-bandi en það fyrirtæki er þekkt í sjávarútvegi út um allan heim og við

finnum að það er borin mikil virðing fyrir Samherja og skiptir máli að geta státað af því að hafa veitt því fyrirtæki þjónustu okkar. Allt helst þetta í hendur en okkur hefur gengið vel erlendis og þar eru frekari tækifæri fyrir Frost.“

Árangursríkt klasasamstarfKælismiðjan Frost hefur í auknum mæli aflað sér verkefna hér á landi og erlendis með samstarfi við önnur fyrirtæki. Má þar nefna breytinga-verkefni í togurum sem fyrirtækið hefur unnið að með Slippnum og Rafeyri á Akureyri og sömuleiðis hefur Frost átt í vaxandi samstarfi við Skagann í uppsetningu stórra vinnslukerfa í uppsjávarlandvinnsl-um. Nýlokið er stóru verkefni á því sviði í Færeyjum og annað verkefni af sömu stærðargráðu einnig framundan þar í landi. Frost mun einnig koma að viðamiklum breytingum á næstu mánuðum á uppsjávarvinnslu Skinneyjar Þinganess á Höfn í Hornafirði en Skaginn framleiðir vinnslukerfin.

„Það má kalla þetta nokkurs kon-ar klasastarf þar sem fyrirtæki vinna saman að verkefnum. Við höfum góða reynslu af þessu fyrirkomulagi og ég sé frekari tækifæri fyrir okkur með samstarfi við þessi fyrirtæki. Við getum á þennan hátt haldið okkar sérhæfingu hvert á sínu sviði en unnið eins og eitt fyrirtæki gagn-vart viðskiptavininum. Ég sé fátt annað en jákvæðar hliðar við það að fyrirtæki leggi þannig saman krafta sína,“ segir Gunnar.

Nemum fjölgar á nýEins og áður segir er merkjanleg aukning á fjárfestingu í sjávarútvegi á Íslandi, bæði í landvinnslu og skip-um. Gunnar segir því framtíðina bjarta fyrir þjónustufyrirtækið Kæl-ismiðjuna Frost.

„Tækifærin eru í þróun land-vinnslunar, ekki síst í uppsjávar-vinnslunum. Þau felast einnig í ný-smíði skipa jafnvel þótt hún fari ekki fram hér á landi. Í vaxandi mæli erum við að hanna frysti- og kælikerfi skipa, selja búnað og hafa síðan eftirlit á staðnum með upp-setningu kerfanna. Þetta er eitt form okkar þjónustu og þannig verkefni erum við m.a. með núna, bæði í Póllandi og Tyrklandi.

Við sjáum líka jákvæða þróun í menntunarmálum vélvirkja og málmiðnaðarmanna. Eftir nokkuð langt hlé er aftur að fjölga nemum í þessum greinum, sem er nauðsyn-legt fyrirtækjum eins og okkar því sannarlega eru tækifæri til framtíðar í þessari þjónustu. Það er ekki spurning.“

frost.is

Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts.

Í smiðju Frosts á Akureyri er þessa dagana unnið hörðum höndum að samsetningu búnaðar fyrir tvö af stórum verkefnum fyrirtækisins á fyrri hluta ársins, þ.e. uppsjávarvinnslur í Færeyjum og hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði.

Kælismiðjan Frost 20 ára:

Aukin fjárfesting skilar meiri verkefnum

Page 29: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 29

Ný gerð verksmiðju frá Héðni til framleiðslu á próteinmjöli og fiskolíu úr fiskúrgangi þykir lofa góðu en prófunum á verksmiðjunni er að ljúka. Hugmyndir eru uppi um að leigja verksmiðjur til fyrir-tækja samhliða sölu á búnaðinum. Verksmiðjan verður framleidd í nokkrum stærðareiningum, jafnt til framleiðslu á landi sem og til sjós. Helsti kostur hennar er nýtt fram-leiðsluferli sem er nógu lítið og hag-kvæmt fyrir framleiðslu mjöls og fiskolíu úr annars ónýttum úrgangi. Hún hentar því við aðstæður þar sem verðmætavinnsla af þessu tagi hefur ekki áður komið til greina.

Frumgerð smíðuð

Verksmiðjan er hugarsmíð Gunnars Pálssonar, þróunarstjóra hjá Héðni, sem hefur unnið að þróun hennar undanfarin tíu ár. Hún er hönnuð til að skila próteinríku gæðamjöli með lághitaþurrkun og fiskolíu í hæsta gæðaflokki. Heiti verksmiðj-unnar, HPP, er stytting á Héðinn Protein Plant. Gunnar segir að litlar framfarir hafi orðið í þeirri tækni sem próteinverksmiðjur búa yfir um langt árabil. Markmiðið var að smíða litla verksmiðju sem nýtir allan fiskúrgang. Margar einfaldari verksmiðjur skila ekki öllu þurrefn-inu heldur skilja vökvann frá sem síðan er hent. Gunnar segir að í honum sé mikið mjöl og með mestu próteininnihaldi. „Þrjátíu prósent af þeim próteinum sem eru í úrgangin-um fara fyrir borð með vökvanum ef honum er hent,“ segir Gunnar.

Fyrir fimm árum hófst markviss vinna við þróun og smíði verksmiðj-unnar. Byrjað var að smíða einstaka hluti hennar en fyrir fjórum árum

var frumgerð hennar smíðuð og prufuvinnsla á próteini hafin. Fyrir tveimur árum hófst smíði á minnstu gerð verksmiðjunnar sem heitir HPP-300 og hefur hún verið í rekstri hjá Próteini ehf. í Garði í eitt ár. Eins og nafnið gefur til kynna er vinnslugetan 300 kg á klukkustund.

„Við höfum náð öllum okkar markmiðum með verksmiðjunni og hún býr yfir meiri afköstum en við reiknuðum með og með minni orkunotkun. Hún er algjörlega sjálf-virk að öðru leyti en því að það þarf að sjá henni fyrir hráefni og taka frá henni afurðirnar. Hún hefur verið að afkasta 330 kg af fiskúrgangi á klst. Þetta eru tæp 8 tonn á sólar-hring en við vitum að hægt er að

keyra hana upp í 9-10 tonn á sólar-hring. Út úr þessu kemur allt upp í eitt og hálft tonn af mjöli,“ segir Gunnar. Hægt er að fylgjast með öllum þáttum framleiðsluferlisins með fjarvöktun í gegnum netið hvar sem er.

Valkostur fyrir ísfisktogaraVerksmiðjan í Garði hefur eingöngu verið keyrð á slógi en getur unnið úr hvaða fiskúrgangi sem er. Hún skilar einnig frá sér lýsi þegar þannig hátt-ar til. Í desember framleiddi hún 17 tonn af mjöli en var þó eingöngu keyrð í þrettán sólarhringa. Fram-leiðslugetan er því a.m.k. 35 tonn, bærist hráefni til hennar 25 daga í mánuði.

„Nú erum við tilbúnir að setja þessa verksmiðju á markað en við stefnum að því að leigja tvær næstu verksmiðjur okkar til þess að fylgja framleiðslunni vel eftir. Þetta eru dýrar verksmiðjur og við sjáum að talsvert áhætta er fyrir rekstraraðila að kaupa þær. En við horfum einnig út í heim með markaðssetninguna og ekki síst til nota um borð í t.d. ís-fisktogurum þar sem hún myndi vinna afurðir úr slógi,“ segir Gunn-ar.

Um 2.000 tonn af slógi falla til frá togurum sem veiða yfir 10.000 tonn á ári upp úr sjó. Út úr því kæmu 400 tonn af mjöli og miðað við heimsmarkaðsverð er það um 75 milljónir kr. Annað eins kæmi af lýsi sem skilar miklum verðmætum. Í heildina gæti því verið um 150 milljónir kr. verðmæti að ræða við vinnslu á 2.000 tonnum af fiskúr-gangi.

hedinn.is

Gunnar Pálsson, þróunarstjóri hjá Héðni, hefur unnið við þróun próteinverksmiðjunnar undanfarin ár.

Smíðavinna í fullum gangi hjá Héðni.

Byltingarkennd próteinverkmiðja frá Héðni

Markmið Brammer er að þjónusta þúsundir viðskiptavina

sinna víðsvegar um Evrópu með vörur, vélar og varahluti í

samstarfi við viðurkennda framleiðendur og þjónustuaðila.

Með miklu vöruúrvali, öflugu birgðahaldi og sérhæfðri

viðhaldsþjónustu tekur Brammer þátt í að halda hjólum

iðnaðarins gangandi.

Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is

Page 30: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

30 | SÓKNARFÆRI

Bátasmíðar standa með ágætum í landinu en þessi iðnaður tekur að sjálfsögðu að einhverju leyti mið af afkomu í sjávarútvegi og aflabrögð-um. Eitt þeirra fyrirtækja sem hafa fest sig í sessi á þessu sviði er Trefjar ehf. Umsvif Trefja hafa aukist jafnt og þétt frá stofnun og er fyrirtækið í dag stærst og leiðandi á sínu sviði á Íslandi. Fyrirtækið hefur tvær starfs-stöðvar í Hafnarfirði.

Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri, segir að þótt áðurnefndir þættir geti haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum bátum eigi bátasmíði sér lengri að-draganda en tímabundið gæftaleysi. „En slíkt hefur klárlega áhrif ef ástandið er viðvarandi. Það er samt ekki hægt að segja að t.d. samdrátt í ýsu megi merkja með minni eftir-spurn núna. Við erum einnig tals-vert mikið í útflutningi og erum því ekki eingöngu bundnir heimamark-aði,“ segir Högni.

Tveir stórir bátar fyrir Einhamar

Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um stjórn fiskveiða sem fela m.a. í sér rýmkun á stærðarmörkum fyrir smábátakerfið á Íslandi. Högni segir að þetta hafi leitt til þess að hluti af stærri aðilum í smábátakerfinu sé áhugasamur um að fjárfesta í stærri bátum en þeir hafa áður fengið að nota til veiðanna.

„Við erum t.d. að smíða núna tvo báta af stærstu gerð fyrir útgerð-ar- og fiskvinnslufyrirtækið Einham-ar í Grindavík. Fyrirtækið er með þrjá báta frá okkur sem eru af stærstu gerð samkvæmt fyrri lögum en núna skiptir Einhamar þeim út fyrir tvo báta frá okkur, 30 tonna báta sem bera 42 ker í heildina,“ segir Högni. Það verður tvöföldun í burðargetu á kerum miðað við þá báta sem eru í rekstri hjá Einhamri

núna. Þetta gerir útgerðinni kleift að leggja línu aftur í annað sinn ef þannig hentar. Einnig opnar þetta fyrir möguleika fyrir útgerðina að vera með bátana þar á landinu sem best hentar á hverjum tíma. Í þess-um stóru bátum er komin mun betri aðstaða fyrir áhöfn og auk þess hafa útgerðaraðilar sett í þá blóðgunar- og þvottakerfi, sem gefur tækifæri til enn betri meðhöndlunar á aflanum.

Útflutningur sjaldnast undir 50%

Högni segir hlutfallið milli útflutn-

ings og framleiðslu fyrir innanlands-markað afar misjafnt milli ára. Í flestum árum fer útflutningurinn ekki undir 50%. Trefjar eru ekki eingöngu í smíði á fiskibátum held-ur einnig bátum til annarra nota; skemmtibátum, farþegabátum og vinnubátum af margvíslegu tagi.

„Niðursveifla í fiskverði um allan heim hefur áhrif á bátamarkaði í öll-um löndum. En yfirleitt er þetta þó þannig að gróska er á einhverjum mörkuðum meðan lægð er á öðrum. Þess vegna höfum við einbeitt okkur að því í markaðsstarfinu að bjóða okkar vöru á mörgum stöðum.“

Fjöldi framleiddra báta á ári er afar misjafn eftir verkefnum hverju

sinni. Það ræðst af stærð bátanna og þannig má nefna að stærsti báturinn sem Trefjar framleiðir er á við 6-8 báta af minnstu gerð. Högni segir að algengt sé að Trefjar framleiði frá 12 til 20 báta á ári en framleiðslan hef-ur þó farið alveg upp í 30 báta eitt árið. Veltan er þó yfirleitt svipuð þótt fjöldi framleiddra báta sé mis-jafn.

„Þróunin hefur orðið sú síðustu árin að bátarnir eru að verða flóknari og dýrari hver um sig. Það á jafnt við um vinnubáta og báta til fisk-veiða.“

trefjar.is

Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Trefja.

Jónína Brynja er af gerðinni Cleopatra 50 sem er flaggskipið frá Trefjum.

Tryggvi Eðvarðs er Cleopatra 38 bátur, gerður út frá Rifi.

Farþegabátur sem Trefjar afgreiddu til Grikklands á síðasta ári.

Breytt stærðarmörk báta í smábáta-kerfinu skapa nýja möguleika

Víkurhvarfi 8203 Kópavogur

S: 534 9300F: 534 9301

[email protected]

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskvinnslur

Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita

» Allt að 80 stk á mínútu

» Lágmarks yfirvigt

» Frábær hráefnismeðhöndlun

» Sjálfvirk kassamötun

» Möguleiki á millileggi

» Sjálfvirk miðaprentun

Page 31: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 31

Page 32: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

Vi›arhöf›a 6 - Reykjavík

Sjómannafélag Eyjafjarðar

Loðnuvinnslan hf.Fáskrúðsfirði

32 | SÓKNARFÆRI

Page 33: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

Tryggjum íslenskum sjávarútvegi stöðugt

rekstrarumhverfi

VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | [email protected] | mdvelar.is

Sigurbjörn ehf.Grímsey

Farmanna og fiskimannasamband

Íslands

Félagskipstjórnar-manna

SÓKNARFÆRI | 33

Page 34: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

34 | SÓKNARFÆRI

Víkurhvarf 5

Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel

STÁLGRINDAHÚSFjöldi stærða og gerða í boði

Stærð palls 2,55 x 8,60 m

Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti

Weckman flatvagnar / löndunarvagnar

RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNARStærð palls 2,55 x 8,6m

Vagnar 6,5 - 17 tonn.Verðdæmi:8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti.12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti.

Weckman sturtuvagnar

STURTUVAGNARBurðargeta 6,5 – 17 tonn

þak og veggstál galvaniserað og litað

Bárað• Kantað• Stallað•

Fjöldi lita í boði

Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 [email protected]

Víkurhvarf 5

SK

ES

SU

HO

RN

201

2

Vélaverkstæðið Þór ehf. í Vest-mannaeyjum, eða Þór eins og fyrir-tækið er nefnt í daglegu tali, smíðar búnað fyrir skip og fiskvinnslur. Það var stofnað þann 1. nóvember 1964 og verður því 50 ára í ár. Stofnendur

voru Garðar Þ. Gíslason, Hjálmar Jónsson og Stefán Ólafsson en árið 2000 breyttist eigendahópurinn þegar nokkrir af starfsmönnum keyptu sig inn í fyrirtækið.

Óhætt er að segja að Vélaverk-

stæðið Þór hafi víða komið við á fimmtíu ára starfsferli. Á upphafsár-unum var nýsmíði búnaðar fyrir sjávarútveginn strax fyrirferðarmikil og átti fyrirtækið þá í samstarfi við Sigmund Jóhannsson sem teiknaði ýmsar fiskvinnsluvélar, s.s. flokkun-ar- og garnhreinsivélar fyrir humar, færibönd og annan búnað fyrir fisk-vinnsluhús. Enn þann dag í dag framleiðir Vélaverkstæðið Þór sleppi búnað sem Sigmund hannaði og var fyrst settur um borð í skip hér á landi árið 1981. Búnaðurinn hefur í tímans rás þróast í framleiðslu hjá Þór en heita má að Sigmunds sleppi-búnað sé að finna í flestum skipum og bátum hér á landi.

Gjörbreyting á vinnunni í lestÍ framleiðslu búnaðar fyrir skip og báta hefur fyrirtækið alla tíð lagt áherslu á að bæta öryggi og vinnuað-stöðu sjómanna. Jafnframt er horft til þess að búnaðinn bæti meðferð aflans og auki þannig aflaverðmæti. Meðal nýjunga sem fyrirtækið hefur

komið með nýlega er svokallað snúningslestarband sem, eins og nafnið gefur til kynna, er flutnings-færiband fyrir lestar skipa. Færi-bandið er á snúningshring í lestar-loftinu og auðveldlega er hægt að færa bandið til þannig að aflinn fari beint á þann stað í lestinni sem hon-um er ætlað að fara hverju sinni, hvort heldur er úti í síðum eða fyrir miðri lest. Lestarband af þessari tegund var valið þegar frystitogara HB Granda, Helgu Maríu, var breytt fyrir skömmu í sérútbúið ís-fiskskip. Búnaðurinn auðveldar vinnu fyrir þá sem ganga frá aflan-um í ker í lestunum, jafnframt bættri aflameðferð. „Nú er slegist um að vera í lestinni,“ segja fram-leiðendurnir hjá Þór.

Af öðrum verkefnum Þórs má nefna aðgerðarkerfi og lestarband í togskipið Þórunni Sveinsdóttur VE. Verkefni fyrirtækisins eru fjölbreytt og má þar nefna smíði á færibönd-um, krapakerjum til kælingar á fiski um borð í skipum, tækjabúnað fyrir

loðnuhrognavinnslu, tanka fyrir repjuolíu, hlífar fyrir aflanema og fleira mætti nefna.

Mikil þörf á iðnmenntuðu ungu fólki

Forsvarsmenn Þórs segja tækifæri í sjávarútvegi og þegar vel gangi í sjáv-arútvegi verði áhrifanna strax vart í verkefnum fyrirtækisins. Það sem helst standi í vegi fyrir frekari vexti fyrirtækisins sé hversu fáir velja að fara í vélsmíði/vélvirkjun og renni-smíði. „Greinin er að eldast – ef svo má segja. Nauðsynlegt er að fjölga nemendum í iðnnámi, enda er það spennandi valkostur og greinin er orðin tækni- og tölvuvædd, öflug teikniforrit eru notuð í að teikna upp hluti, tölvustýrðir rennibekkir og fleira,“ segja forsvarsmenn Véla-verkstæðisins Þórs í Vestmannaeyj-um.

velathor.is

Lestarband frá Vélaverkstæðinu Þór komið upp í ísfisktogaranum Helgu Maríu sl. haust. Mikil bylting er á vinnu í lest skip-anna með tilkomu lestarbandsins því auðvelt er snúa færibandinu og stýra þannig aflanum þangað sem hann á að fara í lestina.

Vélaverkstæðið Þór í Vestmannaeyjum:

Nýtt snúingsband gjörbreytir vinnu í lestum skipa

Ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á fjölveiðiskipinu Þorsteini ÞH og uppsjávarfrystiskipinu Guð-mundi VE. Skipin verða seld til fé-lags sem Ísfélagið á aðild að ásamt Royal Greenland og fleirum. Skipin koma til með að verða gerð út á Grænlandsmið og afhent síðar á þessu ári.

Sala skipanna er í samræmi við tilkynningu Ísfélags Vestamannaeyja frá síðasta sumri þegar fyrirtækið skrifaði undir samning um smíði á nýju uppsjávarskipi. Það er í smíð-um í Tyrklandi og er 80 metra langt og 17 metra breitt. Skipið bætist í flota Ísfélags Vestmannaeyja síðar á

þessu ári en á sínum tíma tilkynnti fyrirtækið að tvö skip yrðu seld í stað þess nýja.

Ísfélag Vestmannaeyja hf. er elsta starfandi hlutafélag á landinu, stofn-að 1. desember árið 1901. Félagið er burðarás í atvinnulífi í Vestmanna-eyjum og á Þórshöfn.

Í tilkynningu vegna sölu skip-anna tveggja segir Ísfélag Vest-

mannaeyja að skattlagning í formi veiðigjalda sé nú að skapa óvissu um framtíðarhorfur í greininni og leggist þungt á. Óhófleg gjaldtaka geti ógnað samkeppnishæfni á er-lendum mörkuðum.

isfelag.is

Ísfélag Vestmannaeyja:

Tvö skip til Grænlandsog nýtt skip væntanlegt

Page 35: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 35

Hafið býr yfir Hundrað Hættum

Öryggistæki sjófarenda eru frá Garmin. Sjón er sögu ríkari.Þú finnur næsta Garmin söluaðila á garmin.is

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

PIPA

R\TB

WA

SÍA

112

444

Page 36: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

36 | SÓKNARFÆRI

„Verðlækkun á mjöli og lýsi síðustu 12 mánuði er umtalsverð. Verð-lækkunin á lýsi er úr um 2000 dollurum á tonnið niður í 13-1400 dollara og mjölið hefur lækkað úr um 11 þúsund norskum krónum niður í um 9.500 n.kr. Að baki þessari þróun eru fjölþættar ástæð-ur,“ segir Jens Garðar Helgason hjá sölufyrirtækinu Fiskimiðum á Eski-firði sem sérhæfir sig í sölu þessara afurða á erlendum mörkuðum. Fyr-irtækið annast sölu á öllu mjöli og lýsi sem Eskja á Eskifirði framleiðir.

Rannsóknir auknar á loðnulýsinu

Hvað lýsið varðar segir Jens Garðar að uppistaða útflutnings frá Íslandi sé loðnulýsi sem selt hefur verið í framleiðslu á fóðri fyrir laxeldi. Vax-andi krafa hefur verið um að í fóður-framleiðsluna sé notað lýsi með háu ómegagildi þar sem smásöluaðilar í Bretlandi gera ríkar kröfur til þessa þáttar og lofa kaupendum sínum

ákveðnum ómegastöðlum í hverju flaki af laxi. „Núna er svo komið að ómegastuðlarnir í hverju flaki af eld-islaxi eru orðnir hærri en í flaki af

villtum laxi. Íslenska loðnulýsið er sannarlega gott hráefni og hefur ver-ið eftirsótt á mörkuðum en aftur á móti hefur það ekki eins há ómega-gildi og spurt er eftir í dag og mætir þar af leiðandi harðri samkeppni frá lýsi úr ansjósu frá Suður-Ameríku. Þetta atriði hefur því haft áhrif á sölu á lýsi að undanförnu,“ segir Jens Garðar. Liður í viðbrögðum er að á vegum fiskimjölsframleiðenda hér á landi hefur verið hrint af stað rannsóknarverkefni á íslensku

loðnulýsi sem ætlað er að leiða betur í ljós þá kosti og gæði sem þetta hrá-efni hefur.

„Með þessari vinnu viljum við styrkja þá jákvæðu punkta sem gætu leitt af sér hækkun á verði á mörk-uðum. Staðreyndin er sú að við höf-um ekki haft nægjanlegar rannsókn-ir að baki okkur í markaðssetningu á þessari vöru og í mörgum tilfellum hafa kaupendur vitað meira um hana en við sem seljendur. Úr þess-um ætlum við að bæta og herða

Fiskimjölsverksmiðja Eskju á Eskifirði.

Jens Garðar Helgason, fram-kvæmdastjóri Fiskimiða ehf. Hann segist ekki eiga von á að Íslendingar missi viðskiptavini þrátt fyrir slaka loðnuvertíð í ár.

Verðlækkunin á mjöli og lýsi:

Fjölþættar ástæður en vonandi tímabundnar

- segir Jens Garðar Helgason hjá sölufyrirtækinu Fiskimiðum á Eskifirði

Page 37: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 37

þannig róðurinn í markaðsstarfinu,“ segir Jens Garðar.

Uppsveifla í veiðum í Perú ræður miklu

Aðra sögu er að segja af verðlækkun á íslensku fiskimjöli. Sú vara er á mörkuðum í samkeppni við mjöl frá stórum framleiðslulöndum á borð við Perú. Fiskimjöl frá Perú er unnið úr ansjósu og þar var niðursveifla í veiðum í fyrra. Vetrarkvótinn þar var um 800 þúsund tonn en nú um ára-mótin var kvótinn hins vegar aukinn í 2,4 milljónir tonna. Þetta segir Jens Garðar að hafi haft áhrif til verð-lækkana á mjölmörkuðum.

„Kína og Asíulönd eru stórir kaupendur á mjöli og þar kom upp alvarleg sýking í rækjueldi sem leiddi af sér um 50% framleiðslusamdrátt í fyrra. Auk heldur voru veður í Suð-ur-Kína óvenju slæm í fyrra sem einnig leiddi af sér samdrátt í fram-leiðslu á eldisfiski í þessum heims-hluta. Þegar þetta lagðist saman við aukið stóraukið framboð á mjöli frá Perú gætti áhrifanna strax til verð-lækkunar á mjöli. Við vonum hins vegar að þetta sé ekki komið til að vera heldur gangi þessar verðlækkan-ir aftur til baka, ekki síst í því ljósi að til lengri tíma litið hefur spurn eftir próteini farið vaxandi almennt og verð á því samhliða hækkandi,“ segir Jens Garðar.

Miklar breytingar í tækni hafa orðið í fiskimjölsverksmiðjunum hér á landi og meðal annars segir Jens Garðar auknum gæðum mjölsins að þakka hvaða stöðu afurðirnar hafi á mörkuðum. „Framleiðslan hér á landi hefur sannarlega tekið stakka-skiptum á síðustu 10 árum í mjöli og lýsi. Dæmi um það er einmitt hér hjá okkur í verksmiðju Eskju þar sem við höfum skipt yfir í fram-leiðslu með rafmagni í stað olíu áð-ur. Það að geta sýnt að framleiðslan er með sjálfbærri orku er líka atriði sem hjálpar okkur úti á mörkuðun-um. Tæknibreytingar hafa skilað auknum gæðum, að ógleymdu góðu samstarfi við útgerðir skipanna sem hafa staðið sig vel í að kæla aflann og koma þannig með hann í háum gæðum að bryggju.“

Missum ekki viðskiptavini Sýnt er að loðnuvertíðin í ár verður með allra daprasta móti og sömu sögu er að segja um vetrarvertíðina í Noregi. „Það verður mjög áhugavert að sjá hvort þetta skilar sér í hækk-andi afurðaverðum á ný. Enn er of snemmt að segja til um það og fleira kemur til, s.s. sumarkvóti á ansjósu-veiðum í Perú og fleira. En að mínu mati er ekki ástæða til að óttast að við missum viðskiptavini þrátt fyrir þessa slöku vertíð hér heima í ár,“ segir Jens Garðar.

fiskimid.is

Stakkaskipti hafa orðið í fiskimjölsverksmiðjum hér á landi síðustu árin og fjölgað þeim verksmiðjum sem knúðar eru með rafmagni.

Fiskimjöl frá Íslandi á harðri samkeppni við mjöl úr ansjósu í Perú. Þar var kvóti stóraukinn, sem skýrir öðru fremur verðlækkanir á afurðamörkuðunum.

Page 38: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

38 | SÓKNARFÆRI

www.lyfja.is

ÍSLENSKA

SIA

.IS

LY

F 6

7823

02/

14

Fær í flestan sjó

Þjónustum allar tegundir af skipskistum og sjúkrakössum í farartæki af öllu tagi.

Mætum á staðinn ef þess er óskað.

Snögg og góð þjónusta.

Komdu við í næstu Lyfju og fáðu nánari upplýsingar eða hafðu samband í síma 555 2306.

– Lifið heil

LágmúlaLaugavegiNýbýlavegi

SmáralindSmáratorgiBorgarnesi

GrundarfirðiStykkishólmiBúðardal

PatreksfirðiÍsafirðiBlönduósi

HvammstangaSkagaströndSauðárkróki

HúsavíkÞórshöfnEgilsstöðum

SeyðisfirðiNeskaupstaðEskifirði

ReyðarfirðiHöfnLaugarási

SelfossiGrindavíkKeflavík

„Frá áramótum hefur verið lífleg sala í lyfturum hjá okkur og ekki síður svokölluðum vöruhúsatækjum; raf-magns-, handtjökkum og slíkum minni búnaði. Árið byrjar því af miklum krafti og gefur okkur fyrir-heit um að það sé að lifna verulega yfir markaðnum á nýjan leik,“ segir Viktor Karl Ævarsson, sölustjóri hjá Kraftvélum í Kópavogi en fyrirtækið selur og þjónustar þrjú af þekktustu lyftaramerkjum á markaðnum; Toyota, BT og Kalmar. Nýverið hafa Kraftvélar útvíkkað þjónustu sína með opnun útibús að Draupn-isgötu 6 á Akureyri þar sem við-skiptavinir geta m.a. fengið varahluti í allar tegundir vinnuvéla, lyftara og landbúnaðartækja.

Fyrir stuttu kom til landsins ný gerð af 80 volta rafmagnslyftara frá Toyota sem áhugasamir kaupendur hafa beðið eftir en þetta er endurhönnun á einum vinsælasta fiskvinnslulyftaran-

um frá Toyota-verksmiðjunum. Viktor Karl segir hann sérhannaðan fyrir fiskvinnslur, sama lyftigeta og áður þrátt fyrir að lyftarinn sé nokk-uð nettari en fyrirrennarinn. Raf-hlöðubúnaðurinn er öflugur og inn-ifalið í fiskvinnsluútfærslu lyftarans er að allur búnaður er sérstaklega varinn fyrir vatni og seltu.

„Nú á vormánuðum munum við hefja kynningarferð um landið þar sem við kynnum þennan nýja raf-magnslyftara sérstaklega, sem og annan lyftarabúnað frá okkur. Við munum fara víða og leyfa fiskvinnsl-

um að prófa lyftarann. Oft fer það nú svo að menn

vilja ekki sleppa tæk-inu þegar þeir hafa kynnst því í raun-verulegum aðstæð-um,“ segir Viktor Karl en kynn-ingarferðina hefja þeir Kraftvéla-menn á Snæfells-nesi.

Sjávarútvegssýningin mikilvæg

Viktor Karl segir undirbúning fyrir þáttöku í Íslensku sjávarútvegssýn-

ingunni í haust kominn í fullan gang en á bás Kraftvéla verður meðal annars nýi Toyota rafmagnslyftar-inn. „Við verðum með nýjung, svo-

kallaðan lyftarahermi þar sem menn geta fengið tilfinninguna fyrir tæk-inu. Síðan munum við kynna alla lyftaralínuna frá Toyota, bæði dísel og rafmagnslyftara, hitta nýja sem eldri viðskiptavini og fara yfir mál-in,“ segir Viktor Karl og bætir við að sýningin hafi mikið gildi.

„Í sumum tilfellum erum við að selja tæki á sýningunni sjálfri en mikilvægasti þátturinn er að hitta fólk úr íslenskum sjávarútvegi, viðhalda viðskiptasamböndum og tengjast nýjum aðilum. Við höfum góða reynslu af þátttöku í fyrri sýn-ingum,“ segir hann.

kraftvelar.is

Viktor Karl Ævarsson, sölustjóri hjá Kraftvélum.

Nýi rafmagnslyftarinn frá Toyota er endurhönnun á einum vinsælasta fisk-vinnslulyftaranum frá verksmiðjunum.

Kraftvélar í Kópavogi:

Kynnisferð um landið með

nýjan Toyota rafmagnslyftara

Page 39: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 39

„Við vitum nú þegar af fjölmörgum öflugum konum sem starfa í sjávar-útvegi og við ætlum okkur að styrkja þennan hóp en jafnframt laða fleiri konur til greinarinnar,“ segir Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustuskrifstofu Marel á Íslandi og talsmaður nýstofnaðs fé-lags Konur í sjávarútvegi sem hélt fjölmennan kynningarfund á dögun-um.

Yfir 100 konur mættu til fundar-ins, sem endurspeglar áhuga og þörf á félaginu. Tilgangur þess er að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri. Í tilkynningu frá félaginu segir að í sjávarútvegi finnist fjöl-breytt tækifæri fyrir konur, hvort heldur er í framleiðslu, hugbúnaðar-gerð, veiðum, markaðsstarfi, vísind-um eða hvers kyns nýsköpum.

Kynningarfundur félagsins var haldinn í húsakynnum Íslands-banka, þar sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri, tók á móti gestum og fjallaði um mikilvægi íslensk sjávar-útvegs. Fram kom í hennar máli að hún vonist til að félagið komi til með að skapa konum vettvang til að ræða viðskipti og efla tenglsanet sitt. Einnig voru kynntar áherslur bank-ans í sjávarútvegi og hvaða tækifæri konum stæðu til boða er varðar styktarsjóði og fjárfestingakosti á vegum bankans.

Að auki var kynnt fagráð félags-ins en hlutverk þess er fyrst og fremst að vera stjórn félagsins innan handar varðandi stjórnunarþekkingu og veita ráðgjöf við einstök verkefni. Að auki mun fagráðið vera leiðbein-andi með stefnumótandi áherslur með það að leiðarljósi að efla ímynd og orðspor félagsins. Fagráðið skipa Sigurður Ingi Jóhannson sjávarút-vegsráðherra, Birna Einarsdóttir, Ís-landsbanka, Hildur Árnadóttir, Bakkavör, Þorgerður Katrín Gunn-ars dóttir, Samtökum atvinnulífsins og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Háskóla Íslands.

„Framtíðin er því björt og tæki-færin öll okkar. Við viljum því ná til sem flestra kvenna sem starfa í sjáv-

arútvegi og tengdum greinum auk þeirra sem ætla að gera þetta að framtíðarvettvangi sínum,“ segir Berta Daníelsdóttir hjá Marel.

www.kis.is

Konur í sjávar-útvegi taka

höndum saman

Yfir 100 konur mættu til kynningarfundar félagsins Konur í sjávarútvegi.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, ræðir um mikilvægi sjávarútvegs og tækifæri kvenna í greininni.

HAFNARFJARÐARHÖFNtengir flutninga um allan heim

Page 40: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

40 | SÓKNARFÆRI

Sameiginlegir hagsmunir íslenskra útflytjenda sjávarafurða verða kynnt-ir undir merkjum Iceland Responsi-ble Fisheries á hinni árlegu sjávarút-vegssýningu sem fram fer í Boston í

ár, að þessu sinni dagana 16.-18. mars nk. Fleiri íslensk fyrirtæki taka þátt í Boston-sýningunni nú en síð-ustu ár og skipuleggur Íslandsstofa sameiginlegt sýningarsvæði.

Tæplega 20 þúsund gestirRétt eins og á sjávarútvegssýn-ingunni í Brussel er þó í raun um að ræða tvær sýningar undir sama hatti. Önnur fyrir sjávarfang og hin fyrir

framleiðendur tækjabúnaðar fyrir sjávarútveginn; Seafood Expo North America og Seafood Processing North America. Tæplega 20.000 manns sóttu þennan viðburð í fyrra.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heim-sækir sýninguna og mun hún m.a. kynna sér framleiðslu íslensku fyrir-tækjanna og ræða við kaupendur ís-lenskra afurða. Þá mun viðskipta-fulltrúi Íslands í New York taka þátt í Seafood Expo og kynnir íslensk fyrirtæki sem taka þátt í markaðsver-kefninu „Fresh or Frozen Fresh – Sourcing from Iceland“. Verkefnið hefur að markmiði að koma á við-skiptasamböndum og auka sölu á ís-lenskum sjávarafurðum í Bandaríkj-unum og Kanada.

Taste of IcelandSamhliða sýningunni í Boston stendur yfir verkefnið „Taste of Iceland.“ Þar töfrar Hákon Már Örvarsson, matreiðslumeistari og faglegur framkvæmdastjóri íslenska kokkalandsliðsins, fram dýrindis rétti úr íslensku hráefni, þar á meðal þorski.

responsiblefisheries.is

Frá íslenska sýningarbásnum á sýningunni í Boston á síðasta ári.

Sjávarútvegssýningin í Boston dregur að sér tæplega 20.000 gesti:

Íslensk fyrirtæki fylkja liði í markaðs-

sókn í N-Ameríku

Page 41: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 41

• umgangast og nýta auðlindir hafsins með virðingu og skynsamlegri sókn.

• stjórna ferli veiða, vinnslu og markaðsmála allt til neytandans þannig að saman fari kröfur um gæði, ábyrgð og afrakstur í starfseminni.

• stuðla að sjálfbærni auðlinda og samfélags, styrkja innviði byggðarlags síns og velferð þjóðarinnar allrar.

• leitast við að láta gagnkvæma sanngirni ríkja í samskiptum, jafnt inn á við sem út á við.

• stuðla að arðsömum rekstri svo menn njóti ávöxtunar af vinnuframlagi sínu og skapi um leið forsendur þess að félagið fái staðið undir samfélagslegri ábyrgð sinni.

• bera virðingu fyrir neytendum sjávarfangs og leitast ætíð við að tryggja að vörumerkið VSV sé öruggt tákn um góðar og hollar afurðir.

• virða hvert annað, einnig þá sem starfa í sjávarútvegi og í þjónustu- og viðskiptagreinum sjávarútvegsins.

Gildi stjórnenda og starfsmanna Vinnslustöðvarinnar hf. í

Vestmannaeyjum eru að hafa virðingu, sjálfbærni og

sanngirni að leiðarljósi í starfsemi sinni til að skapa félaginu

og samfélaginu velferð og farsæld. Það gerist meðal annars

með því að

Hafnargata 2 | 900 Vestmannaeyjar | sími 488 8000 | [email protected] | www.vsv.is

Ath

ygli

- Effe

kt -

Sigu

rgei

r Jón

asso

n ljó

smyn

dari

Lyftaraframleiðandinn Linde Mater-ial Handling (MH) notar mat á um-hverfisáhrifum til að greina og skjal-festa hvaða umhverfisáhrif fram-leiðsla þeirra hefur á líftíma hennar. Losun á útblæstri frá þeim tækjum sem Linde framleiðir hefur nú verið metin sem hluti af þessu ferli og er árangurinn tilkomumikil, segir í frétt frá fyrirtækinu Íslyft, söluaðila Linde hér á landi

„Í söluhæsta flokki dísellyftara milli 2,5 til 3,5 tonn eru Linde hreinustu dísellyftararnir! Linde framleiðir líka dísellyftara í öðrum flokkum með lyftigetu upp í 2,5 tonn og frá 4 til 8 tonn sem eru með einna minnstu mengun. Með til-komu Linde H25 til H35 EVO dísellyftara er Linde MH eini lyftara-framleiðandinn til að uppfylla State IIIB mengunartilskipun 97/68/EC og 2004/26/EC fyrir færanleg tæki með vélum frá 37 til 55 kW síðan í janúar 2013. Þeir eru búnir nútíma „common-rail“ díselvél sem fram-leiðir 44 kW með sótagnasíu sem staðalbúnað. Ná þessir lyftarar ekki aðeins að uppfylla kröfur heldur eru þeir undir mörkum.

Það sem meira er; með því að setja í lyftarana sérstaka stimpildælu með breytilegum möndli „load sens-ins“ fyrir hífingarkerfi, svo og raf-magnsblásara, hafa afköst hinnar nýju „EVO gerðar“ verið aukin veru-lega. Í reynd, og af ásettu ráði, er hönnun á vökvadælu með breytileg-um afköstum gerð til að minnka vélarsnúning um allt að 1200 sn/mín þegar lyfting fer fram. Þetta minnkar olíueyðslu um 20% í samanburði við fyrri gerðir, sem voru samt eyðslu-grannar.“

Í frétt Íslyft segir að sambland af nýstárlegri díselvél, hagkvæmu hýdróstatísku drifkerfi og betri orku-nýtingu geri að verkum að í dag fari aðeins mjög lítið magn af skaðlegum útblæstri út í andrúmsloftið frá Linde dísellyfturum. Byggt á mæl-ingum á eldsneytiseyðslu frá VDI vinnuhringnum hafi díselagnir og kolsýringur í útblæstri frá Linde dísellyftara í tilgreindu hleðsluprófi minnkað um 98%. Á 10.000 vinnu-stundum hafi magn af skaðlegum efnum framleiddum af Linde H35 D EVO samanborið við fyrri gerðir, verið minnkað um 285 kíló í heild eða um 39%.

„Þessi minnkun dregur stórlega úr skaðlegum áhrifum á fólk sem vinnur umhverfis tækið og áhrif á umhverfið í heild. Án þess að skerða afköst lyftarans, hefur okkur tekist að minnka díselagnir frá 3,5 tonna dísellyftara á notkunartíma hans úr 30 kílóum í aðeins 500 grömm og við höfum minnkað kolmónoxíðlos-un úr 159,4 kílóum í aðeins 3,3 kíló. Með þessu hefur Linde MH staðfest stöðu sína sem leiðandi framleiðandi á lyfturum, þar sem fyrirtækinu tekst ávallt að auka virðisauka af fram-leiðslu sinni með nýsköpun.“.is

islyft.is

Framleiðandi Linde dísellyftara hefur lagt mikla áherslu á að draga úr útblástursmengun.

Dísellyftarar frá Linde Material Handling:

Minnsta mengun í útblæstri

Page 42: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

42 | SÓKNARFÆRI

Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

styrk?

Kynntu þér

rétt þinn á

sjomennt.is

starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika

PIPAR\TBW

A • SÍA

• 131721

Átt þú rétt á

Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:

SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

sjomennt.is • [email protected] • sími: 514 9601

Fyrirtækin Frjó Quatro og Um-búðasalan voru sameinuð á seinni-hluta síðast árs undir nafninu Frjó Umbúðasalan ehf. Umbúðasalan hefur á undanförnum árum sérhæft sig í sölu á umbúðum, mestmegnis fyrir sjávarútveg en Frjó Quatro hef-ur selt fjölbreyttar rekstrarvörur fyrir sjávarútveg, garðyrkju og kjötiðnað.

Ólafur Erlingur Ólafsson, fram-kvæmdastjóri og einn eigenda sam-einaðs fyrirtækis, leggur áherslu á að faglegur styrkur fyrirtækisins verði mikill, nú þegar þau hafa lagt saman krafta sína.

„Við búum yfir mikilli þekkingu og reynslu í sölu og þjónustu við fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Við leggjum áherslu á fjölbreytt úrval af umbúðum og vélum fyrir sjávarút-veginn og í raun matvælaiðnaðinn í heild. Þar má nefna pappakassa, plast, saltfiskkassa, bakka, íblöndun-arefni og ferskfiskkassa, sem eru allt í senn sterkir, einfaldir að reisa og með möguleika á prentun eftir ósk-um viðskiptavinarins.“

Við sameininguna opnast möguleikar til að auka úrvalið frá birgjum á þessu sviði, samhliða því að við fengum öflugan liðstyrk er Magni Þór Samsonarson hóf nýverið störf hjá félaginu en hann hefur ára-langa reynslu og þekkingu í þjón-ustu við sjávarútvegsfyrirtæki.

„Við erum líka með úrval af tækjabúnaði fyrir sjávarútveginn s.s. Fomaco sprautusöltunarvélar, Kroma flökunarvélar fyrir makríl, pökkunarvélar, brettavafningsvélar og fleira.

Í þriðja lagi má svo nefna íblöndunarefni fyrir sjávarútveginn, hjálparefni sem eru notuð í fram-leiðsluferlinu. Það svið er fjölbreytt og tekur til margra sviða vinnslunn-ar. Við getum því sagt að snertifletir

okkar við sjávarútveginn séu mjög margir og þeim fer fjölgandi,“ segir Ólafur.

Fagmenntað starfsfólkEnn sem komið er eru starfsstöðvar fyrirtækisins tvær, þ.e. að Fornubúð-um 5 í Hafnarfirði og Bæjarflöt 4 í Grafarvogi, en Ólafur reiknar með að áður en langt um líður verði starfsemin öll komin á einn stað.

„Með þessari sameiningu erum við orðið fyrirtæki sem þjónustar í raun allan matvælaiðnaðinn. Hér starfa m.a. sjávarútvegsfræðingar, kjötiðnaðarmenn og garðyrkju-fræðingar. Við bjóðum fjölbreyttar lausnir í umbúðum, tækjum og hjálparefnum og styðjum alla okkar þjónustu við viðskiptavini með víð-tækri þekkingu starfsmanna. Ég tel það skipta miklu fyrir matvæla-iðnaðinn að geta leitað til fólks sem hefur sérþekkingu, bæði á rekstrar-vörum og faginu sem slíku,“ segir Ólafur.

Starfsmenn Frjó Umbúðasölunn-ar eru 10 talsins.

frjo.is

Harðsnúinn kjarni starfsmanna í Frjó Umbúðasölunni sem þjónustar viðskiptavini í sjávarútvegi sem öðrum matvælagreinum. Frá vinstri: Ólafur Erlingur Ólafsson, Kristján Kjartansson, Magni Þór Samsonarson, Þorkell Þorkelsson og Páll Pálsson.

Fyrirtækið býður áprentaða ferskfiskassa.

Fomaco sprautusöltunarvél frá Frjó Umbúðasölunni.

Frjó Quatro og Umbúðasalan hafa sameinast:

Fagþekking á öllum sviðum matvælavinnslunnar

Page 43: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 43

Fjölbreytt þjónusta við sjávarútveg

Bás G40

» SÖLUDEILD» SÉRPANTANIR» DIESELSTILLINGAR» VARAHLUTAÞJÓNUSTA » TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA

DVERGSHÖFÐI 27110 ReykjavíkSími 535 5850 - blossi.is

NÝTT

VökvaspilAfgastúrbínurHita- & þrýstimælar

Kranar Efnavörur Loftpressur

Vélar & varahlutir Dælur Síubúnaður

Page 44: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

44 | SÓKNARFÆRI

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir ís-lenska vísindamenn því bæði leiðum við þetta samstarf fyrirtækja og stofnana vítt um Evrópu og nýtum þá reynslu og þekkingu sem byggð hefur verið upp hér á Íslandi á sviði fiskirannsókna og fiskveiðistjórnun-ar. Það er mikil samkeppni um þessa styrki en umsóknin hlaut 14 stig af 15 mögulegum og það segir mikið um stöðu íslenskra vísindamanna í alþjóðlegu vísindasamstarfi,“ segir dr. Gunnar Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands sem er vísindalegur verkefnisstjóri í nýju umfangsmiklu fjölþjóðaverk-efni sem 7. rannsóknaráætlun Evrópu styrkir til næstu fjögurra ára. Matís og Háskóli Íslands gegna for-ystuhlutverki í verkefninu sem ber

heitið MareFrame en markmiðið með því er að þróa fjölstofna fisk-veiðistjórnunarkerfi og finna leiðir til að auðvelda innleiðingu þess í Evrópu.

Verkefnisstjóri verður dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís. Hlutur Íslands nemur um 275 milljónum króna en heildar-kostnaður við verkefnið nemur um einum milljarði króna. Þetta er með-al stærstu verkefnastyrkja sem veittir eru í Evrópu á þessu sviði.

Höfum reynslu og þekkingu fram að færa

Áhersla verður í verkefninu á vist-væna, sjálfbæra, félagslega og hag-ræna stjórnun. Þetta felur meðal annars í sér samstarf við sjómenn,

útgerðir og vinnsluaðila, sem og aðra þá sem hafa hagsmuni af fyrir-komulagi fiskveiðistjórnunar. Þrír af hverjum fjórum fiskistofnum Evrópusambandsins eru ofveiddir í dag, þar af um 47% stofna í Atlants-

hafi og 80% í Miðjarðarhafi. Mikil þörf er því fyrir nýjar leiðir í fisk-veiðistjórnun og er fiskveiðistefna Evrópusambandsins í endurskoðun þar sem m.a. er leitað leiða til að stemma stigu við ofveiði.

Gunnar segir horft til íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins en þó sér í lagi til þeirra þátta sem búa að baki, þ.e. fiskveiðráðgjafarinnar og þeirra gagna sem aflað er og unnið með að baki henni. „Þetta snýst um

Dr. Gunnar Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands og dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís munu leiða MareFrame-verkefnið en það mun standa næstu fjögur ár.

Íslendingar leiða fjögurra ára evrópskt rannsóknaverkefni um þróun

fiskveiðistjórnunarkerfis:

Viðurkenning fyrir íslenska vísindamenn

- segir dr. Gunnar Stefánsson verkefnastjóri

SjókælarSjókælarFullbúin sjókælisamstæðaMargar stærðirLámarks orkunotkunKælir sjó niður í -1,3 °CStöðugt hitastig sjávar frá sjókæli

Hagstæðara verð en áður hefur séstÍslensk framleiðsla

Stóra myndin sýnir sjókæli íÖrvari SH 777Kæliafköst eru 65 Kw

Dalvegi 4 Kópavogi og Gagnheið 69 Selfossi Sími 544 5858, www.frostmark.is

Page 45: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 45

gagnasöfnun og úrvinnslu þeirra, líkön og hvernig þau eru notuð til að spá fyrir um þróun fiskistofna. Þar höfum við Íslendingar mikla reynslu fram að færa. Markmiðið með verkefninu er að bæta fiskveiði-stjórnun í Evrópu en í því felst ekki að taka eigi upp íslenska fiskveiði-stjórnunarkerfið sem slíkt,“ segir Gunnar.

Sérfræðingar og hagsmunaaðilar vinna samanÞau nýmæli felast í uppbyggingu MareFrame verkefnisins að kalla að borðinu mjög breiðan hóp sér-fræðinga og efna til samstarfs við hagsmunaaðila. „Við erum að tvinna saman félagsfræðinga, hagfræðinga, stærðfræðinga, fiskifræðinga, lög-fræðinga og fleiri, ásamt því að taka

hagsmunaaðilana beint inn í ferlið. Það hefur í einhverjum mæli verið gert hér á landi en hefur ekki þekkst í vinnu af þessu tagi í Evrópu. Hugsunin er ekki sú að vísinda-mennirnir fræði sjómennina eða öf-ugt heldur munu þessir aðilar vinna saman að því verkefni að móta leið-beinandi umhverfi fyrir stjórnvöld og hagsmunaaðila að taka sínar ákvarðanir,“ segir Gunnar og svarar því aðspurður að hann voni að ákveðna þætti verkefnisins verði hægt að nýta í fiskveiðiráðgjöf og uppbyggingu fiskveiðistjórnar hér á landi í framtíðinni. „Þar sem Evrópusambandið styrkir ekki sér-tæka uppbyggingu fiskveiðistjórn-unarkerfis á Íslandi þá verður ávinn-

ingurinn ekki eins mikill og ella væri en ef við gætum fengið styrki hér innanlands til að vinna samhliða áþekkt verkefni fyrir Ísland þá gæti vinningurinn orðið mjög mikill að mínu mati,“ segir Gunnar.

Eins og áður segir koma 28 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í 10 Evrópulöndum að verkefninu ásamt vísindamönnum frá Suður-Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Fyrsti fundur í verkefninu var haldinn hér á landi á dögunum og reiknar Gunnar með fleiri slíkum hérlendis á því fjögurra ára tímabili sem verk-efnið nær til.

matis.isReynsla Íslendinga á sviði fiskirannsókna og fiskveiðistjórnunar verður nýtt í MareFrame verkefninu.

„Viðurkenn-ing fyrir

starfsfólk Samherja“

Samherji hf. var eitt þriggja fyrir-tækja sem fengu sérstakar viður-kenningar Creditinfo sem „Fram-úrskarandi fyrirtæki ársins 2013“. Creditinfo hefir nú um fjögurra ára skeið gefið út lista yfir fyrirtæki sem öðlast þennan sess en í ár voru alls rösklega 460 fyrirtæki á listanum. Við val á fyrirtækjum á listann er byggt á ýmsum þáttum, m.a. skil á ársreikningum og litið til rekstrar-niðurstöðu undangengin þrjú ár, að litlar líkur séu á vanskilum, að eignir séu a.m.k. 80 milljónir króna og eig-infjárhlutfall að lágmarki 20%.

Í hófi í tilefni af kynningu fyrir-tækjalistans í ár voru veittar sérstakar viðurkenningar í þremur flokkum. Samherji hf. fékk viðurkenningu í flokki stórra fyrirtækja, Já fékk viðurkenninguna í flokki meðal-stórra fyrirtækja og Eignamiðlunin í flokki lítilla fyrirtækja. Fyrir hönd Samherja hf. tók Sigursteinn Ingv-arsson við viðurkenningunni úr hendi Bjarna Benediktssonar fjár-málaráðherra.

„Útnefning sem þessi er að sjálf-sögðu heiður og viðurkenning til Samherja og starfsfólks okkar á því starfi sem við höfum unnið í rekstri undanfarin ár við krefjandi aðstæð-ur. Það er alltaf gaman þegar eftir því er tekið og ánægjulegt að fjallað sé um jákvæða hluti opinberlega,“ segir Sigursteinn á heimasíðu Sam-herja í tilefni af veitingu viðurkenn-ingarinnar.

Úr vinnslu Samherja hf. á Dalvík.

Page 46: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

46 | SÓKNARFÆRI

Ásgeir Jónsson lýkur námi í sjávarútvegsfræði við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri á komandi vori. Hann, líkt og aðrir væntanlegir útskriftarnemar vinnur nú ötullega að því að skrifa lokaritgerð sína en viðfangsefni hans er útflutningur á ferskum þorskafurðum frá Ís-landi og Noregi sem og þau tækifæri sem fyrir hendi eru á markaði í Bandaríkjunum.

Ásgeir ætlar að skoða hvernig þróun út-flutnings hefur verið á þorski eftir vinnslu-flokkum, m.a. ferskum, söltuðum og frystum héðan frá Íslandi sem og einnig frá Noregi árin 1999 til 2013. En skoða svo ítarlega útflutning á ferskum þorskafurðum frá árinu 2002 til dagsins í dag.

Tækifæri fyrir hendi á markaðií Bandaríkjunum

„Ég er að athuga hvað hefur breyst á Íslandi á þessu tímabili hvað varðar veiðar, vinnslu, hrá-efnismeðhöndlun, flutning og sölu, en þó nokkrar breytingar hafi orðið á þessu umhverfi undanfarin ár og áratugi. Þá hef ég í hyggju að skoða hvernig Ísland hefur staðið að mark-aðssetningu í Bandaríkjunum samanborið við Noreg sem og freista þess að greina frekari markaðstækifæri fyrir íslenskan þorsk í álf-unni,“ segir Ásgeir. Hann segir að þó Evrópu-markaður sé sá mikilvægasti þegar kemur að ferskum þorskafurðum hafi sala á Bandaríkja-markað aukist hratt síðasta ár og þar séu ákveðin tækifæri fyrir hendi. Hins vegar sé flutningur takmarkandi þáttur þegar kemur að sölu ferskra afurða til Bandaríkjanna en engu að síður sé þar stórt markaðssvæði sem vert sé að skoða nánar.

Liggur yfir tölum og skoðar breytingar

Ásgeir segist liggja yfir gögnum frá Hagstof-unni um þessar mundir og ætlar að greina þau nánar á næstu vikum. „Ég tek saman allar töl-ur um veiðar og útflutning á þorski á því tímabili sem ég er að skoða, 1999 til 2013, skoða þær m.a. eftir vinnsluaðferðum, hvort um er að ræða frosnar afurðir, saltaðar, þurrk-aðar, heilar, ferskar og svo framvegis. Þessar tölur ætla ég svo að bera saman við samsvar-andi tölur frá Noregi en einkum og sér í lagi mun ég einblína á útflutning á ferskum þorsk-afurðum frá báðum löndum frá 2002 til ársins 2013,“ segir Ásgeir. Hann ætlar einnig að skoða hvað breyst hafi á umræddu tímabili varðandi veiðar, hráefnismeðhöndlun, vinnslu, geymslu, flutning og sölu líkt og áður kom fram. „Sá hluti ritgerðarinnar verður að mestu leyti í formi viðtala þar sem ég mun tala við fjölmarga aðila úr greininni sem eru með sér-fræðiþekkingu á hverju sviði fyrir sig.“

Vinna að bættri ímynd„Síðan ætla ég líka að bera saman markaðsstarf landanna tveggja, Íslands og Noregs í Banda-ríkjunum, en samkvæmt markaðsáætlun ætla Norðmenn markvisst að auka sókn sína á Bandaríkjamarkaði á komandi árum. Mark-mið þeirra er að auka vitund fólks á því að norskur þorskur sé gæðavara sem veiddur sé á ábyrgan hátt og þannig ætla þeir sér að vinna bæði að bættri ímynd landsins sem og tegundarinnar, þorsksins,“ segir Ásgeir. En vegna þess hvernig Norðmenn hátta sínum veiðum segir Ásgeir Íslendinga geta tryggt mun stöðugra framboð af sinni vöru og í því liggi styrkur og tækifæri íslensks sjávarútvegs.

Af hverju borða Þjóðverjar mun minna af þorski en íbúar í nágrannalöndum í Mið-Evrópu? Aðalheiður Alfreðsdóttir, nemi í sjáv-arútvegsfræði við Háskólann á Akureyri, hyggst leita svara við þeirri spurningu í loka-verkefni sínu við skólann sem hún vinnur að um þessar mundir. Ritgerðina skrifar hún í samvinnu við Icefresh, dótturfélag Samherja í Þýskalandi.

Aðalheiður segir að ekki sé fyrir hendi mikil hefð fyrir neyslu þorsks í Þýskalandi, en sala á íslenskum þorski þar hafi þó örlítið mjakast upp hin síðari ár. Þjóðverjum sé tamara að bera á borð ufsa eða karfa, þær tegundir hafi notið umtalsvert meiri vinsælda en þorskur. Þorskur hafi í raun aldrei átt upp á pallborðið hjá Þjóðverjum.

Skiptir mismunandi vinnsla máli?„Fyrir mér vakir að skoða þýska þorskmarkað-inn gaumgæfilega og bera hann saman við aðra miðevrópska markaði, en markmiðið er að kanna hvort stefni í aukna þorskneyslu í landinu í nánustu framtíð,“ segir Aðalheiður. Hún mun einnig í þessu samhengi skoða þá hefð sem er fyrir neyslu á vinsælustu fisk-tegundunum þar í landi og þá einkum beina sjónum að því hvernig þær eru unnar og boðn-ar á markaði. „Ég ætla svo að bera það saman við þorskinn, en vera má að mismunandi vinnsla á þessum tegundum hafi eitthvað að

segja um af hverju þorskurinn lýtur í lægra haldi fyrir t.d. karfa og ufsa.“

Ekki vanir miklum gæðumAðalheiður bjó í Þýskalandi um 14 ára skeið og segir að almennt séu Þjóðverjar ekki vanir miklum gæðum þegar að fiskmeti kemur. Helst séu það þó íbúar í norðan- og vestan-verðu landinu sem hafi aðgang að betri og ferskari fiski en þeir sem sunnar og austar búa. Þar hafi fólk líka meira fé á milli handanna en í öðrum hlutum landsins. Ætli framleiðendur sér í landvinninga með þorskinn fari best á því að horfa á þessar slóðir. Aðalheiður telur að unnt sé að vinna þorski umtalsvert meira vægi á þýskum markaði en nú er, en vissulega séu nokkur ljón á veginum.

Betri skilningurAðalheiður hyggst einnig skoða þá þróun sem orðið hefur í útflutningi frá Íslandi, þ.e. sölu á þorski frá Íslandi til Þýskalands, en tímabilið sem hún kannar er frá árinu 1980 til 2013.

„Ég vona að ávinningur af þessari ritgerð verði sá að við munum skilja betur af hverju sala á þorski í Þýskalandi er mun minni en í öðrum Mið-Evrópulöndum, hvaða ástæður liggja að baki og getum við þá ef til vill nýtt okkur það til að blása til sóknar á þessu stóra markaðssvæði,“ segir Aðalheiður.

Nemar á lokaári í sjávarútvegsfræði við Auðlindadeild Háskól-ans á Akureyri vinna nú að lokaverkefnum sínum, áhugaverðum verkefnum sem öll tengjast íslenskum sjávarútvegi. Þrír þeirra, Aðalheiður Alfreðsdóttir, Ásgeir Jónsson og Sigurður Steinn Einarsson, sem öll munu brautskrást með BS gráðu í sjávarút-vegsfræði næsta sumar, voru fús til að gefa dálitla innsýn í þau verkefni sem þau vinna nú að.

Skólafélagarnir eru sammála um að nám í sjávarútvegsfræði sé gott, einn af kostum þess er að það er þverfaglegt og er því víða komið við á þeim þremur árum sem að jafnaði tekur að ljúka BS gráðu. „Þetta er afskaplega fjölbreytt og skemmtilegt nám, snertifletirnir eru margir og lýsir íslenskum sjávarútvegi vel, á honum er margar hliðar,“ segja þau. Hluti námsins er á sviði viðskiptafræða, þá er komið inn á vinnslu, útgerð, gæða-

og markaðsmál í tengslum við sjávarútveg svo eitthvað sé nefnt. „Það er farið yfir fjölmarga þætti í þessu námi sem gerir það mjög spennandi, þetta nám gefur þeim sem því ljúka tækifæri til að starfa á hinum ýmsu sviðum innan sjávarútvegsins líkt og dæmin með útskrifaða sjávarútvegsfræðinema sanna,“ segja þau Aðalheiður, Ásgeir og Sigurður.

Þau koma sitt úr hvorri áttinn, Ásgeir bjó í Mosfellsbæ og hafði áður byrjað á stjórnmálafræðinámi við Háskóla Íslands og verið á vinnumarkaði um nokkurra ára skeið áður enn hann hóf nám í sjávarútvegsfræði. Hann ber Háskólanum á Akureyri vel söguna og segist kunna betur við sig í fámenni og þeirri nánd sem skapast milli nemenda og kennara en í fjölmenninu syðra. Aðalheiður er fædd á Akureyri en bjó í 14 ár í Þýskalandi, tilvilj-un réð því að hún hóf nám í sjávarútvegsfræði, en hún hafði

langt í frá ætlað sér í slíkt nám „og ég vissi ekkert um fisk áður en ég byrjaði í náminu, áhuginn kviknaði eftir því sem maður lærði meira. Þetta nám er algjör snilld.“

Sigurður er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hann hef-ur frá 16 ára aldrei unnið ýmis störf hjá Síldarvinnslunni þar í bæ þannig að áhuginn kviknaði snemma. Á fyrsta ári í námi stofnaði hann ásamt tveimur öðrum Norðfirðingum félagið Reykjavík Seafood ehf. í þeim tilgangi að selja fisk og læra betur á markaðshlið sjávarútvegsins. Velta félagins var á liðnu ári 150 milljónir. „Við verðum nú ekki milljónamæringar á þessu, en reynslan sem af þessu fæst er meira virði en peningarnir,“ segir hann.

Framtíðin í sjávarútveginum

Ásgeir Jónsson:

Útflutningur á ferskum þorskafurðum

Ásgeir Jónsson ætlar í lokaverkefni sínu í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri að skoða útflutning á ferskum þorskafurðum frá Íslandi og Noregi sem og markaðssetningu landanna í Banda-ríkjunum og þau tækifæri sem fyrir hendi eru á markaði þar.

Aðalheiður Alfreðsdóttir leitar svara við því af hverju Þjóðverjar borða mun minna af þorski en íbúar í nágrannalöndum þeirra.

Aðalheiður Alfreðsdóttir:

Af hverju á þorskur ekki upp á pallborðið hjá

Þjóðverjum?

Page 47: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 47

Sigurður Steinn Einarsson:

Kryfur veiðigjöldin ofan í kjölinn

„Umræðan um veiðigjöld hér á landi er ekki ný af nálinni. Fyrir aldarfjórðungi og alveg til dagsins í dag má finna mikla umræðu um auð-lindaskatt eða gjöld á þann umframhagnað sem frá auðlindinni kemur,“ segir Sigurður Steinn Einarsson sem vinnur nú af kappi við lokaritgerð sína í sjávarútvegsfræði við Auð-lindadeild Háskólans á Akureyri. Sigurður hef-ur verið viðriðinn veiðigjöldin allt frá 2012 þegar nemendur í sjávarútvegsfræðinni héldu úti vefsíðunni veiðigjald.com sem náði að opna umræðuna töluvert hér á landi.

Miklar breytingar eftir hrunSigurður segir að hann muni í ritgerð sinni

fjalla um helstu breytingar sem gerðar hafa verið á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir árið 2008. „Sjávarútvegur á Íslandi hefur allt frá því að kvótakerfi og frjálsu framsali aflaheimilda var komið á breyst mikið og þá ekki síst eftir efnahagshrun,“ segir hann.

Sigurður bendir á að hagnaður í sjávarút-vegi hafi aldrei verið meiri og þá hafi orðið mikil vakning meðal þjóðarinnar í þá veru að greinin sé mikilvægasti atvinnuvegur þjóðar-innar. Í kjölfarið hafi þær raddir orðið æ há-værari sem krefjist þess að greinin greiði arð af starfsemi sinni í ríkissjóð. Ríkissjóði sem svo sannarlega veiti ekki af auknum fjármunum.

Skilar 10 milljörðum í ríkissjóð„Það er talað um aukna gjaldtöku á veiðileyfi, ég kýs að kalla það gjald fyrir að veiða eða veiðigjald. Þetta gjald skilar um 10 milljörðum króna ár hvert í ríkissjóð miðað við núverandi kerfi, en útfærsla gjaldsins hefur tekið breytingum á milli ríkisstjórna, þó svo að grunnurinn sé sá sami,“ segir Sigurður. Veiði-gjaldið hefur verið gagnrýnt um margt og hvað mest notkunin á þorskígildisstuðli við gjald-töku. Sigurður segir þessa gagnrýni enn eiga rétt á sér og telur hann undarlegt að stjórnvöld hafi notast við þann grunn sem hvað mest var gagnrýndur og það úr öllum áttum. „Þorskíg-ildi er reiknað sem hlutfall aflaverðmætis tegunda af aflaverðmæti slægðs þorsks. Því er ekki tekið tillit til mismunandi kostnaðar við veiðar tegunda né heldur hvort tegundin komi fullunnin að landi eða til vinnslu. Ríkisstjórn-in tók hins vegar upp á því að nota „sérstaka þorskígildisstuðla“ við útreikning á gjaldinu til að mæta þessum mismun en sumir vilja ganga enn lengra,“ segir Sigurður.

Samanburður við önnur löndHann neitar því ekki að viðfangsefnið sé nokk-uð flókið og menn þurfi að hafa sig alla við að fylgjast með breytingum sem orðið hafi á gjaldtökunni, sem og þeim sem yfirvofandi eru. Hann hyggst nú á næstu vikum kafa ofan í málið og mun reyna að leggja til mismunandi útfærslur á gjaldinu, sem og einnig hvernig það leggst á einstök fyrirtæki, landssvæði og á fisktegundir. „Ég mun ræða við aðila í sjávar-

útvegi í löndum sem við Íslendingar berum okkur gjarnan saman við, svo sem Færeyinga, Norðmenn, Nýfundlendinga, Græn lendinga og einnig íbúa Alaska. Skoða hvernig hvert og eitt land nálgast viðfangsefnið og gera á því samanburð, en markmiðið er að finna kerfi sem betur hentar íslenskum sjávarútvegi en núverandi kerfi,“ segir Sigurður.

Miklar skerðingarSigurður bendir á að eitt atriði gleymist gjarn-an í umræðunni. „Eitt af því sem tekið hefur hvað mestum breytingum eftir hrun eru skerð-ingar á aflaheimildum. Nú í ár er, svo dæmi sé tekið, aflamark þeirra sem ráða fyrir aflahlut-deild skorin niður um 4,8%. Sá kvóti er settur í svonefnda potta, sem eftir atvikum geta verið byggðakvóti, línuívilnun, bætur vegna rækju- og skelfiskveiða og strandveiðar.“

Sigurður vonast til að kryfja þessar skerðingar og fá betri yfirsýn í þessi mál. „Eitt af því sem ég mun skoða í þessari vinnu er að taka saman lista yfir þau byggðarlög sem búa við skerðingu og eins hvaða byggðarlög það eru sem hagnast mest á skerðingum af þessu tagi. Spurning er hvort þessi byggðaaðstoð sé að ganga upp eða hvort betra væri að byggðar-lögin fengju fjármagn í stað kvóta til að byggja upp aðra atvinnustarfsemi. Til dæmis myndu aðeins veiðigjöldin af þessum skerðingum, þ.e.a.s. ef fyrirtækin fengu að veiða þennan kvóta vera 600 milljónir króna,“ segir Sigurð-ur.

Sigurður Steinn Einarsson mun á næstu vikum kafa ofan í veiðigjöld í tengslum við skrif á lokaritgerð sinni í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.

Þ A Ð B E S T A Ú R H A F I N U

K A L M A N S V Ö L L U M 6 3 0 0 A K R A N E S I

W W W . A K R A B O R G . I S

Page 48: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

48 | SÓKNARFÆRI

Smærri bátar í vanda vegna ýsuafla en lítils kvóta:

Stofninn í lægð og út-breiðslan breytt frá fyrri tíðSmábátaflotinn kláraði ýsuheimildir sínar fyrir jól og hefur síðan leigt hundruð tonna úr aflamarkskerfinu. Nú er staðan sú að menn fá ekki lengur leigt, það er ekkert framboð á leigukvóta. Þetta segir Bárður Guðmundsson, formaður SSÚ, samtaka smærri útgerða. Hann segir ýsuna 40-45% af aflanum á móti þorski á veiðislóð þar sem ýsa hefur ekki fengist nema í mjög litlum

mæli síðustu áratugi. Þar sem eðli-legt væri að ýsan væri 20-30% af aflanum er hlutfallið í dag 80-90% ýsa.

„Við þessar aðstæður sem hér er lýst neyðumst við til þess að róa 15 til 20 mílum dýpra með því óhag-ræði og kostnaði sem því fylgir. Allir ættu að gera sér grein fyrir því að slíkt er mjög óheppilegt á þessum árstíma þegar veður geta verið vá-

lynd eins og verið hefur undanfarn-ar vikur,“ segir Bárður.

Hann hvetur stjórnvöld til að-gerða og bendir á tillögur SSÚ, m.a. svokallaða ígildaleið. Í henni felist að menn gætu veitt ákveðinn hluta af úthlutuðum aflaheimildum í íg-ildum, óháð tegund. Önnur tillaga felist í því að krókaaflamarksbátar fái heimild til að veiða eigin kvóta í þorskanet.

Ekki verið góð nýliðun í 5-6 ár

Einar Jónsson, sérfræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofn-unarinnar, segir að ýsustofninn sé lítill. Hann hafi verið í niðursveiflu og ekki verið góð nýliðun í fimm til sex ár.

„Ýsan og allir ýsustofnar eru þekktir fyrir það að vera með stórar, náttúrulegar sveiflur. Það var góð nýliðun sem reis hæst í árganginum 2003. Fyrir og eftir hann voru góðir árgangar. Upp úr því og í kringum það fórum við upp í metafla, yfir 100.000 tonn. En síðan tók við léleg nýliðun og stofninn hefur verið á hraðri niðurleið. Afrakstur ýsustofn-ins til langs tíma er ekki nema um 60.000 tonn ef þessar sveiflur eru teknar út. Og við erum komnir nið-ur fyrir það,“ segir Einar.

„Það hefur enginn komið enn fram með haldbærar skýringar á þeim miklum sveiflum sem verða í ýsustofninum, sem eru allt upp í tífaldar, eða allt frá risaár-göngum upp á hálfgerða aumingja.“

Fyrsta áfanga stækkunar

Norð-fjarðarhafnar

lokiðViðamikil stækkun stendur nú yfir á höfninni á Norðfirði, auk ýmissa smærri verka í höfninni. Lokið er fyrsta áfanga stækkunar hafnarinnar en búið er að dæla 140 þúsund tonnum af efni í stæði fyrir nýja jafnargarðinn en úr eldri hafnargarði munu koma 50 þúsund tonn til við-bótar. Fyrirtækið Björgun hefur annast dýpkun hafnarinnar með dæluskipinu Perlunni en Héraðsverk hefur jarðvinnu með höndum. Munu fyrirtækin hefjast handa í lokaáfanga stækkunarinnar í apríl.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu sveitarfélagsins Fjarða-byggðar eru framkvæmdir við stálþil nýhafnar í Norðfjarðarhöfn en sam-hliða stækkunarframkvæmdunum er unnið að nýrri löndunarbryggju fyr-ir smábáta á Norðfirði. Segir í frétt sveitarfélagsins að það verk sé langt á undan áætlun og um það bil að ljúka þó verklok hafi upphaflega ekki átt að vera fyrr en í apríl.

Smábátar í Norðfjarðarhöfn.

Page 49: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 49

Dalvegur 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

Verðdæmi 2Toyota 80V rafmagnslyftari - fjögurra hjóla gámagengur með 2.000 kg. lyftigetu

Lyftihæð 3,3m, strikafrí dekk, vökvaúttak fyrir snúning, fingurstýrð stjórntæki, viðhaldslausar bremsur í olíubaði, LED ljós, öflugur rafgeymir, innbyggð vigt á göfflum, innbyggð greiningartölva ásamt sérstakri fiskvinnsluvörn frá verksmiðju Toyota.

Verð: 4.390.000.- kr. án vsk.*

* Gengi EUR 157.

Eigum til nýja rafmagns- og dísellyftara á lager, tilbúna til afhendingar.

Þýska tímaritið „DHF Intralogistik“ hefur mælt veltu allra lyftaraframleiðanda heims um árabil, og samkvæmt þeim mælingum hefur Toyota Industrial verið stærsti lyftaraframleiðandi heims undanfarin 11 ár.

Vertu í sambandi við sölumenn okkar og fáðu tilboð í tæki sem hentar þínu fyrirtæki. Nánari upplýsingar má finna á www.kraftvelar.is.

Gerðu verðsamanburð

Toyota rafmagns- og dísellyftarar

Verðdæmi 1Toyota dísellyftari - gámagengur með 2.000 kg. lyftigetu

Lyftihæð 3,3m, lokað ökumannshús með tvöfaldri miðstöð, loftfyllt dekk, vökvaúttak fyrir snúning, fingurstýrð stjórntæki, LED ljós, innbyggð vigt á göfflum og innbyggð greiningartölva.

Verð: 3.940.000.- kr. án vsk.*

* Gengi EUR 157.

Útbreiðsla ýsu-stofnsins breytt

Einar segist vissulega hafa heyrt um talsverða ýsugengd, einkum fyrir norðan.

„Útbreiðsla ýsustofnsins hefur breyst töluvert. Sums staðar er mjög lítið af ýsu og annars staðar er þessi tiltölulega litli stofn sem nú er og þá einkum fyrir norðan þar sem ýsa var ekki áður. Þar eiga menn lítinn ýsu-kvóta. Og þar skilja menn ekkert í því að þeir fái ekki meiri kvóta. Ég er ekki að rengja menn norðanlands þegar þeir segjast sjá mikið af ýsu. En hún er bara á tiltölulega tak-mörkuðum blettum. Þetta er vissu-lega erfið staða hjá mönnum sem við getum ekki beint leyst úr,“ segir Einar.

Hann segir að útbreiðslan hafi verið mikil fyrir norðan þar sem hún var lítt þekkt áður. „Að sumri til hefur hún verið í talsverðum mæli við Vestfirðina en síðan hefur hún verið mikið miðsvæðis úti fyrir miðju Norðurlandi og á grunnslóð. Í sumar hélt hún sig mikið í kring-um Grímsey og austur eftir og þar voru menn alveg að drukkna í ýsu. Ég hef ekki dregið í efa að svo hafi verið, en stofninn sjálfur er í niður-sveiflu og það skánar ekkert fyrr en við fáum aftur góða nýliðun. Það veit enginn hvenær það verður nema sá sem öllu stjórnar,“ segir Einar.

Hann segir að þrátt fyrir allt séu minnstar náttúrulegar sveiflur í ís-lenska ýsustofninum í samanburði við sex eða sjö ýsustofna í Norður-Atlantshafi. Miklar sveiflur eru í öðrum ýsustofnum og eiga þeir það til að hverfa með öllu.

„Það hefur enginn komið enn fram með haldbærar skýringar á þeim miklum sveiflum sem verða í ýsustofninum, sem eru allt upp í tí-

faldar, eða allt frá risaárgöngum upp á hálfgerða aumingja,“ segir Einar.

hafro.is

Einar Jónsson, sérfræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunarinnar. „Ástandið skánar ekki fyrr en við sjáum nýliðun í ýsustofninum á nýjan leik.“

Mynd: LalliSig

Í sumar mun skemmtiferðaskip í fyrsta sinn hafa viðkomu á Flateyri. Það er skemmtiferðaskipið Fram sem þangað mun koma þann 27. maí með 280 farþega. Alls munu 42 skemmtiferðaskip heimsækja Ísa-fjarðarbæ í sumar og þau verða með um 42 þúsund farþega samanlagt.

Fyrsta skipið er áformað þann 18. maí og koma skipin síðan eitt af öðru allt til 14. september þegar Ruby Princess lokar sumrinu. Gert er ráð fyrir flestum farþegum með því skipi, eða um 3300 talsins. Ann-að álíka stórt skip kemur þann 28.

júní; Costa Pacifica með um 3000 farþega.

Fyrsta skemmtiferðaskip sum-arsins í Fjarðabyggð verður áður-nefnt Fram sem kemur til Eskifjarð-ar þann 1. júní. Alls eru 10 skip nú á lista yfir skemmtiferðaskip sum-arsins í Fjarðabyggð. Flest heim-sækja þau Eskifjörð en eitt þeirra hefur viðkomu í tveimur höfnum í sveitarfélaginu. Það er Island Sky sem hafa mun viðkomu á Mjóafirði að morgni 8. júní en sigla síðan til Norðfjarðar.

Stöðugt bætast við nýir áfangastaðir skemmtiferðaskipa hér á landi. Flest skip-anna heimsækja Reykjavík og Akureyri.

Skemmtiferðaskipaumferðin í sumar:

Flateyri og Mjóifjörð-ur meðal áfangastaða

Page 50: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

50 | SÓKNARFÆRI

Um 20 íslensk fyrirtæki munu njóta verkefna vegna samnings Skagans hf. og Kælismiðjunnar Frosts hf. um smíði og uppsetningu uppsjávar-vinnslukerfis í nýja vinnslu fyrirtæk-isins P/f Pelagos í Fuglafirði í Fær-

eyjum. Verðmæti samningsins er um 3 milljarðar króna. Smíði bún-aðarins er þegar hafin hjá fyrirtækj-unum tveimur enda er áformað að hefja vinnslu í ágúst næstkomandi.

Kerfið verður með hliðstæðum

hætti og þegar sömu fyrirtæki önn-uðust smíði og uppsetningu á Þver-eyri á Suðurey í Færeyjum árið 2012. Líkt og þá verður í fyrri áfanga verkefnisins sett upp vinnslu-kerfi sem afkastað getur 600 tonn-

um á sólarhring en stefnt er síðan að aukningu upp í 1000 tonn á sólar-hring. Ýmsar tæknilegar nýjungar munu þó líta dagsins ljós í þessari verksmiðju. Smíði vinnslubúnaðar verður í höndum systurfyrirtækj-anna Skagans hf. og Þorgeirs og Ell-erts hf. á Akranesi en Kælismiðjan Frost hefur með höndum smíði og uppsetningu frystikerfis.

Stefnir í metár„Það stefnir allt í að árið 2014 verði það umsvifamesta í sögu Skagans hf. og Þorgeirs & Ellerts hf. og lok upp-byggingar á nýju 1800 fermetra hús-næði fyrir starfsemina á Akranesi gat því varla komið á betri tíma. Lykill-inn að þessu öllu saman liggur í far-sælu og metnaðarfullu starfsfólki sem við erum svo heppin að hafa í kringum okkur,“ segir Ingólfur

Árnason, framkvæmdastjóri Skagans hf. og Þorgeirs & Ellerts hf. Akra-nesi.

Um 20 fyrirtæki víðs vegar að af landinu koma að uppbyggingu verk-smiðjunnar í Fuglafirði enda stórt verkefni sem ljúka þarf á skömmum tíma. Auk fyrrnefndra fyrirtækja koma að verkinu aðrir innlendir að-ilar eins og Marel hf., Style technology ehf., Straumnes rafverk-takar ehf., Samhentir- kassagerð ehf., Blikkverk ehf., Vélsmiðja Ólafs Guðjónssonar ehf., Jötunstál ehf., Rafeyri ehf., Blikksmiðja Guð-mundar ehf., Stýrivélaþjónustan ehf., Benni Blikk ehf., Blikkrás ehf., Útrás ehf., HG verktaki ehf., Frysti-tækni ehf. og Slippurinn.

skaginn.is

Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans hf. og Þorgeirs & Ellerts hf. (t.h.) og Eyðun Rasmussen frá Christian í Grótinum handsala samning um vinnslukerfi nýju verksmiðjunnar í Fuglafirði í Færeyjum.

Úr uppsjávarvinnslunni á Þvereyri á Suðurey í Færeyjum sem búin er hliðstæðu kerfi og Skaginn og Kælismiðjan Frost koma til með að setja upp í Fuglafirði.

Skaginn hf. og Kælismiðjan Frost:

Samið um aðra uppsjávarverksmiðju í Færeyjum

Page 51: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 51

thor

risi

g.12

og3.

is 4

50.0

14

Þú ert alltaf í góðu sambandi við nýja SS4 hleranemann frá Scanmar.

SS4 gefur þér upplýsingar um marga mismunandi þætti samtímis m.a.

• Fjarlægð • Halla (pits og roll) • Dýpi • Hita

Stuttur hleðslutími, aðeins 1,5 klst.

Stillanlegur sendistyrkur – hefur áhrif á rafhlöðuendingu*

Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu.

Vertu í góðu sambandi!Rafhlöðuending í allt að 700 klst.*

Scanmar ehf. • Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 • Fax: 551 3345 • Netfang: [email protected]

www.scanmar.no

*12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu.

ábyrgð5ára*

ábyrgð5ára*

Nýr SS4 hleranemi frá Scanmar

Page 52: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

52 | SÓKNARFÆRI

Ný samantekt Hagstofu Íslands á aflaverðmæti íslenskra skipa fyrir fyrstu 11 mánuði ársins 2013 sýnir samdrátt um 4,7% eða sem nemur 7,1 milljarði króna milli áranna 2012 og 2013. Þróunin er misjöfn milli tegunda en þungt vegur þó samdráttur um rúmlega 5% í verð-mæti botnfisks, ekki hvað síst þorsks.

Fram kemur í samantekt Hag-stofunnar að í heild nam aflaverð-mæti íslenskra skipa tæpum 144 milljörðum fyrstu 11 mánuðina í fyrra en 151 milljarði árið 2012. Þar af var verðmæti botnfiskaflans í fyrra 85,2 milljarðar og af því er þorsk-urinn 43,4 milljarðar. Samdráttur-inn í þorski var 5,4% milli ára. Sam-dráttur ýsuaflans var 2,7% en verð-mæti hans nam um 11,2 milljörðum

króna. Verðmæti karfaaflans nam 12,7 milljörðum, sem er 4,9% sam-dráttur en verðmæti úthafskarfa jó-kst um 8% milli sömu tímabila 2012 og 2013, eða í 2,1 milljarð króna í fyrra. Ufsi var að verðmæti 9,3 milljarðar fyrstu 11 mánuðina í fyrra, sem var aukning um 5,2%.

Meiri sveiflur í uppsjávartegundunum

Hlutfallslegur samdráttur uppsjávar-aflans í heild var svipaður og í botn-fiskinum en þar voru sveiflurnar þó meiri milli tegunda. Í skýrslu Hag-stofunnar segir að það hafi numið 44,4 milljörðum á tímabilinu, sem er 4,1% samdráttur frá fyrra ári.

Aflaverðmæti loðnu nam 15,6 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2013 sem er

18,2% aukning miðað við sama tímabil árið 2012. Aflaverðmæti kolmunna jókst um 9,4% frá fyrra ári og var tæplega 3 milljarðar króna í janúar til nóvember 2013. Afla-verðmæti síldar dróst saman um 33,1% milli ára og var rúmlega 9,6 milljarðar króna í janúar til nóvem-ber 2013. Aflaverðmæti makríls var um 15,4 milljarðar króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2013 sem er 6,7% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Aflaverðmæti flat-fisksafla nam tæpum 9,3 milljörðum króna, sem er 4,3% samdráttur frá janúar til nóvember 2012.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu inn-anlands nam 67,8 milljörðum króna og dróst saman um 3,6% miðað við fyrstu ellefu mánuði ársins 2012. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 0,8% milli ára og nam tæplega 19,6 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam rúmum 51,2 milljörðum í janúar til nóvember 2013 og dróst saman um 6,5% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam rúmum 4,3 milljörðum króna, sem er 16,5% samdráttur frá árinu 2012.

Samdráttur er svipaður hvað varðar botnfisk annars vegar og uppsjávarfisk hins vegar. Munur milli einstakra tegunda er þó talsvert meiri hvað uppsjávaraflann snertir. Mynd: LalliSig

Verðmæti afla janúar-nóvember 2013 Nóvember Janúar-október Breyting frá 2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %

Verðmæti alls 12,647.90 12,592.00 151,035.70 143,916.00 -4.7Botnfiskur 8,332.50 8,836.00 89,710.90 85,154.10 -5.1Þorskur 4,283.50 5,077.40 45,901.40 43,419.40 -5.4Ýsa 1,093.60 1,411.80 11,488.40 11,174.60 -2.7Ufsi 850 673.5 8,823.40 9,278.40 5.2Karfi 1,346.70 1,115.70 13,303.60 12,653.70 -4.9Úthafskarfi 0 0 1,979.00 2,136.60 8Annar botnfiskur 758.7 557.5 8,215.00 6,491.50 -21

Flatfisksafli 444.7 842.8 9,699.70 9,285.20 -4.3Uppsjávarafli 3,736.70 2,717.30 46,258.20 44,356.20 -4.1Síld 3,619.20 2,716.50 14,409.70 9,642.20 -33.1Loðna 112.5 0 13,229.90 15,635.30 18.2Kolmunni 5 0.8 2,700.50 2,953.90 9.4Annar uppsjávarafli 0 0 15,918.10 16,124.70 1.3

Skel- og krabbadýraafli 131.6 195.4 4,080.10 4,282.30 5Rækja 73.7 173.8 2,989.30 3,448.60 15.4Annar skel- og krabbad.afli 57.9 21.6 1,090.80 833.7 -23.6

Annar afli 2.4 0.5 1,286.70 838.2 -34.9

Samdráttur í aflaverðmætinu

www.polardoors.com

Júpíter hw Júpíter t5 Herkúles t4 Neptúnus t4 Merkúr t4 Júpíter t4

Hlerar til allra togveiða

Page 53: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 53

Með tilkomu nýrrar aðveitustöðvar RARIK á Höfn í Hornafirði og nýj-um útgangi Landsnets í aðveitustöð á Hólum, ásamt 132 kV tengingu frá Hólum til Hafnar, hefur af-hendingargeta raforku tvöfaldast á Hornafjarðarsvæðinu. Þessum tíma-mótum var fagnað fyrir skömmu þegar spennu var hleypt á rafskauta-ketil í fiskimjölsverksmiðju Skinn-eyjar-Þinganess en þessi áfangi opnar leið fyrirtækisins að rafvæðingu verk-smiðjunnar. Landsnet og RARIK gerðu fyrir um einu ári samning við Skinney-Þinganes um afhendingu raforku til verksmiðjunnar.

Allar fiskimjölsverksmiðjur á Austurlandi hafa nú fært sig yfir í rafmagn í stað olíubrennslu en þurfa eftir sem áður að nota olíu sem varaafl þegar byggðalínan er fulllest-uð og annar ekki eftirspurn.

Landsnet hefur einnig lokið endurbótum og stækkun á tengivirki sínu á Stuðlum við Reyðarfjörð og er sá áfangi liður í aukinni flutnings-getu og áreiðanleika svæðaflutnings-kerfisins á Austurlandi. Þannig mæt-ir fyrirtækið vaxandi þörfum við-skiptavina sinna, ekki síst rafvæddra fiskimjölsverksmiðja.

Samanlagt kostuðu þessi tvö ver-kefni um 900 milljónir króna; fram-kvæmdirnar á Stuðlum um 400 milljónir og á Hornafirði um 500 milljónir.

Ný aðveitustöð RARIK á Hornafirði og tengdar aðgerðir Landsnet í raforkumálum skipta atvinnulífið á staðnum miklu máli og sér í lagi fiskimjölsverksmiðju Skinn-eyjar-Þinganess. Forsvarsmenn raforkufyrirtækjanna tveggja fögnuðu ásamt heimamönnum þegar áfanganum var náð. Frá vinstri: Gunnar Ásgeirsson, stjórnarfor-maður Skinneyjar-Þinganess, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Ásgerður Gylfadóttir, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK og Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess.

Landsnet mætir þörfum austfirskra fiskimjölsverksmiðja

Aðal- og hjálparvélar í miklu úrvali ásamt öllu tilheyrandi Sérhæfð ráðgjöf, viðhalds- og varahlutaþjónustaÁratuga reynsla og þekking

... í þjónustu við útgerðina

TIL DÆMIS:SOLE SM-105 Skrúfuvél 95 Hö við 2500 sn/mín.Rúmtak: 4,996 ltr.

Eigum úrval af viðurkenndum þenslutengjum fyrir röralagnir á lager

TIL DÆMIS:Gerð: S8U-MPTK

1343 kW við 1060 sn/mín.Borvídd x slaglengd: 240 x 260

Rúmtak: 94,10 ltr.Mengunarvottun : IMO2

TIL DÆMIS:MAS 1350-S Skipsrafstöð Vél: S12R-MPTAW.1351 kW við 1500 sn/min 50HzMengunarvottun : IMO2

MD VÉLAR | Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | Fax 567 2806 | [email protected] | www.mdvelar.is

Page 54: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

54 | SÓKNARFÆRI

Ákveðið hefur verið að halda áfram með sameiginlegt markaðs- og kynningarverkefni íslenskra salt-fiskframleiðenda í Suður-Evrópu, sem hófst í febrúar í fyrra og hefur

skilað ágætum árangri. Guðný Kára-dóttir, forstöðumaður sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu segir áherslu hafa verið lagða á að kynna gæði og ferskleika afurða sem eiga

uppruna í hreinu hafsvæði þar sem stundaðar eru ábyrgar fiskveiðar. Verkefnið er unnið á Spáni, Portú-gal og Ítalíu.

Verkefnið byggir annars á þeirri meginstefnu sem mörkuð hefur ver-ið í kynningu í sameiginlegu mark-aðsstarfi fyrir íslenskar sjávarafurðir hjá Íslandsstofu í gegnum Iceland Responsible Fisheries og kynningu á Íslandi og íslenskum uppruna á er-lendum mörkuðum undir yfirskrift-inni „Taste and share the secret of Icelandic Bacalao.“

Óhefðbundnar leiðir„Markmiðið hefur verið að styrkja orðspor og ímynd íslensks saltfisks sem úrvals afurða með því að vekja athygli á íslenskum uppruna og sér-stöðu sem byggir á gæðum og hrein-leika. Við höfum farið óhefðbundn-ar leiðir, nýtt okkur markaðsstarf og almannatengsl í gegnum stafræna miðlun, myndbönd og samfélags-miðla samhliða kynningum fyrir fjölmiðlafólk,“ segir Guðný.

Þegar hefur verið efnt til vel heppnaðra kynninga í Barcelona og Bilbao á Spáni og í Lissabon í Portú-gal í samvinnu við þekkta mat-reiðslumenn og viðurkennda veitingastaði. Þar hefur glöggt kom-ið í ljós að sterk hefð er á meðal neytenda fyrir neyslu á íslenskum saltfiski í þessum löndum þótt hart sé sótt að íslenskum framleiðendum með ódýrari vöru sem ekki uppfyllir sömu gæði.

Jákvæð viðbrögðGuðný segir ljóst að verkefninu verði haldið áfram a.m.k. út þetta ár en ekki sé ljóst hvað taki við að þeim tíma liðnum. „Þau viðbrögð sem við höfum þegar fengið hafa verið mjög jákvæð og áhugi fjölmiðla vekur þær vonir að hægt sé að gera enn betur,“ segir Guðný Káradóttir.

responsiblefisheries.is

Frá kynningu á íslenskum saltfiskafurðum í Bilbao á norðurströnd Spánar. Kynningin fór fram úr Eldhúsinu, táknmynd íslenska þorpsins, á bakka árinnar Nervión sem rennur í gegnum Bilbao.

Íslenskir saltfiskframleiðendur ánægðir með árangur samstarfsverkefnis:

Ákveðið að halda áfram með markaðs-átak í Suður-Evrópu

Hlutverk okkar er að veitaskipum öryggi og þjónustu

Grindavíkurhöfn hefur allra burði til þessað vera í allra fremstu röð. Hér er fram-sýn hafnarstjórn sem með góðumstuðningi bæjaryfirvalda hefur metnað tilþess að tryggja öryggi sjófarenda ogbjóða upp á góða þjónustu með sann-gjarnri gjaldskrá.Staðsetning hafnarinnar er góð og allar for-sendur til þess að auka umferð og þar meðtekjur hafnarinnar. Ímynd hafnarinnar stendurhenni helst fyrir þrifum; að innsiglingin sévarhugarverð. En sífellt hefur verið unnið aðendurbótum hafnarinnar til þess að bætaöryggi sjófarenda, nú síðast með dýpkunar-framkvæmdum í sumar.„Með þessu höfum við gert innsiglinguna

hjá okkur mun öruggari og betri, jafnframt þvísem nú er orðið auðveldara fyrir stóru skipinað snúa hér inni í höfninni. Þetta gerir Grinda-víkurhöfn samkeppnishæfari í hafnarþjónustuog það er markmiðið,“ segir Sigurður A. Krist-mundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar umdýpkunarvinnu sem staðið hefur yfir að und-anförnu og er að ljúka þessa dagana.Með tilkomu ytri hafnargarðanna í Grindavíká sínum tíma var stigið stórt framfaraskref íhafnarmálum þar í bæ. Sigurður segir þessagrjótgarða hafa verið byltingu. „Já, það erengin spurning að Siglingastofnun skilaðiokkur frábærri hönnun með þessum görðum

eins og lagt var upp með. Og í raun erinnsiglingin okkar alla jafna mjög örugg oggreiðfær. Þeir sem lítið þekkja hér til hafa veriðhikandi að koma inn hjálparlaust ef eitthvaðer að veðri en nú þegar rennan er orðin munbreiðari þá ætti öllum að vera greiðfært hingaðinn. Við sjáum því ekkert í þessu nema tæki-færi,“ segir Sigurður en dýpkunarframkvæmd-irnar hófust síðastliðið vor.

Stærra athafnasvæðiEndurbótum á höfninni inni í Grindavík erþó ekki lokið með dýpkuninni því nú eru hafn-ar framkvæmdir við landfyllingu sunnanSuðurgarðsins og stækka á þannig athafna-svæði hans um sem nemur 7000 fermetrum.Þetta svæði býður upp á ýmsa möguleika íframtíðinni.„Þetta athafnasvæði verður kærkomið til

þjónustu hér við höfnina í framtíðinni en viðerum líka að bæta ásýnd hafnarinnar með þvíað laga þetta svæði. Þetta verður algjör bylt-ing,” segir Sigurður.Einn helsti veikleiki Grindavíkurhafnar á

síðustu árum hefur verið að engin almennlöndunarþjónusta hefur staðið skipum meðaðra heimahöfn til boða. Við þessu hefurLöndunarþjónusta Þorbjarnar hf brugðistmeð því opna á almenna löndunarþjónustufyrir önnur skip sem hingað vilja koma.

Grindavíkurhöfn íallra fremstu röð

Hvað segjaskipstjórarnir?„Grindavíkurhöfn er orðin mjög góð, ekkisíst eftir dýpkunarframkvæmdirnar ísumar. Allir frystitogarar og fiskiskiplandsins geta komið hingað inn oglandað, aðstæðurnar eru virkilega góðar,“segir Sigurður Jónsson stýrimaður ogskipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK255.Sigurður segir verk að vinna til að breyta

viðhorfi til hafnarinnar. „Innsiglingin er góð ogreyndar miklu betri en menn halda. Hér blasavið tækifærin, hér er komin löndunarþjónustaog verið að auka enn frekar athafnasvæðið,“sagði Sigurður jafnframt.

Góð reynsla af höfninni

Viktor Jónsson, skipstjóri á smábátnumMaron GK 522, tekur í sama streng. Hannsegir öryggið í höfninni orðið miklu meira.„Síðustu tíu árin hefur enginn skipstjóri fariðoftar inn og út úr Grindavíkurhöfn en égþannig að ég tala af reynslu. Í dag kemst égalltaf á sjó þegar ég vil. Áður fyrr var þaðþannig að við komumst ekki út á sjó þegareitthvað var að veðri. Núna komumst við alltafá sjó og heim aftur. Munar þar mestu að núfáum við ekki brot á okkur. Ég myndi því segjaað mín reynsla af höfninni í dag væri mjöggóð,“ sagði Viktor.

GRINDAVÍKURHÖFNSeljabót 2a, 240 Grindavík • Sími: 426 8046 • 660 7305 • Fax: 426 7435 • [email protected] • www.grindavik.is

Sigurður hafnarstjóri

Velkomin til Grindavíkur!

grindavikurhofn:grindavikurhofn 19.2.2013 15:37 Page 1

Page 55: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 55

Marport setur nú á markaðinn tvo nýja nema sem byggja á nýjum A1v7 Brettum (kjarna) sem tekin voru í notkun í desember á síðasta ári. Annars vegar er um að ræða nýj-an aflanema með tvöföldun á sendi-afli miðað við eldri nema og nýjan forritanlegan toghraðanema.

Tvöföldun sendiafls í nýja aflanemanum kemur einkum til góða þegar fiskað er á mjögu djúpu vatni eða við uppsjávarveiðar á til dæmis makríl, segir í frétt frá Mar-port. „Þá skiptir hvert decibel máli þegar mikið er um truflanir. Einnig hefur hleðslutími verið styttur til muna og nú næst um það bil 70% rýmd eftir aðeins klukkutíma hleðslu. Síðast en ekki síst hefur mælisvið hallanema ( P&R ) verið aukið úr +/- 90° í +/- 180° sem kemur að miklu gagni við að fylgjast með hreyfingum á poka. Ekki er óalgengt að pokinn sé mjög óstöð-ugur í upphafi hols og þegar lítill afli er í honum og hættir þá jafnvel til að fara á hvolf. Þetta sýnir nýi nem-inn mjög greinilega.“

Öflugur toghraðanemi Nýjan toghraðanema frá Marport er hægt að forrita sem grindarnema. „Meðal nýjunga í nemanum má nefna að mælisviðið er +/- 3 sjómíl-ur í þverstraum og +/- 6 sjómílur á innstraum sem er nýjung þar sem ekki hefur verið hægt að mæla bak-straum í eldri gerðum nema. Einnig er P&R nú staðalbúnaður sem skipt-ir gríðarlega miklu máli því að ef neminn situr ekki réttur á veiðarfær-

inu þá bjagast allar mælingar. Sem dæmi má nefna að hver gráða í upp-halla eða hliðarhalla á nemanum orsakar lægri aflestur. Sem dæmi má nefna að 10° upphalli lækkar aflestur á innstraum um allt að 20%. Það gefur því auga leið að þegar neminn er notaður til að stýra togvindum er lykilatriði að hafa þessar upplýs-ingar.“

marport.comNýi toghraðaneminn frá Marport.

Tveir nýir nem-ar frá Marport

Hver bátur með 7,5 kílómetra

af netumMikill kurr hefur verið í smábátasjó-mönnum eftir að reglugerð í janúar um komandi grásleppuvertíð. At-vinnuvega- og nýsköpunarráðu-neytið setur í reglugerðinni tak-markandi ákvæði um veiðarnar, sér í lagi hvað varðar fjölda veiðidaga og netafjölda. Veiðar geta fyrst hafist þann 20. mars og veiðidagar verða 20 samtals. Gert er ráð fyrir að ákvörðun verði tekin út frá vorralli Hafrannsóknastofnunar um hvort dagafjöldanum verði breytt.

Breyting var gerð á reglugerðinni í síðustu viku í framhaldi af viðræð-um Landssambands smábátaeigenda við ráðuneytið. Í stað fjölda neta, eins og áður var kveðið á um í reglu-gerðinni, verður nú miðað við heildarlengd neta á hvern bát. Sam-kvæmt því má hver bátur með grá-sleppuleyfi vera með samtals 7,5 kílómetra af netum í sjó.

Grásleppunetin lögð.

Nýjung frá Vélaverkstæðinu Þór!

Bylting í lestum ísfiskskipa

Auðveldar vinnu - bætir aflameðferð

SNÚNINGSLESTARBAND

Fjölbreyttar lausnir

fyrir sjávarúteginn

Page 56: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

56 | SÓKNARFÆRI

VIÐ ERUM GÓÐIR

Í SKILVINDUM

Dalshrauni 5 Hafnarfirði Sími 585 1070 Fax 585 [email protected] www.vov.is

Gra

fika

11

Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð til leigu undir matvæli.

„Við erum komnir í fullan gang með hönnun á skipinu og útboðsgögn vegna smíðinnar verða tilbúin eftir um tvo mánuði. Þetta er stærsta hönnunarverkefni á nýsmíði sem við höfum ráðist í og stærsta fiskiskip sem hefur verið hannað frá grunni á Íslandi,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri verkfræði- og ráð-gjafafyrirtækisins Navis. Fyrir skömmu undirritaði Navis samning við útgerðarfyrirtæki í Saint Malo í Frakklandi um hönnun á 100 metra frystitogara af fullkomnustu gerð.

Hjörtur segir að skipið verði búið til veiða á bæði uppsjávar- og bol-fiski. Flakavinnsla verður um borð og einnig surimi-vinnslulína en hún byggir á að fiskurinn er hakkaður um borð og fer í sérstaka línu þar sem mótaðir eru surimi-fiskstautar. „Síðan er bræðsla um borð þannig að þetta er skip með mjög mikinn vinnslubúnað. En að öðru leyti er skipið nokkuð hefðbundinn frysti-togari. Þó þurfum við að taka tillit til þess í hönnuninni að aðstæður eru þröngar í heimahöfn skipsins og aðalmál og djúprista eru samkvæmt því,“ segir Hjörtur.

Ísfisktogarar í farvatninuHjörtur segir ýmsar vísbendingar um að fjárfestingar útgerða hér á landi fari nú vaxandi. „Við vitum af nokkrum útgerðum sem hafa spurst fyrir um hönnun og hugmyndir. Ný uppsjávarskip eru þegar í smíðum

erlendis fyrir íslenskar útgerðir en við finnum líka fyrir áhuga á endur-nýjun ísfisktogaranna enda flest skipin í þeim flota orðin um og yfir 30 ára gömul. Þar eru menn að velta fyrir sér 50-55 metra vel búnum skipum til ísfiskveiða og í lausnum okkar höfum við lagt áherslu á bún-

að til að nýta aflann sem best um borð og að vanda kælingu og afla-meðferð. Síðan eru þættirnir í okkar lausn sem snúa að sem mestri orku-nýtingu og aðbúnaði áhafnar,“ segir Hjörtur og undirstrikar að stóra málið í hönnun nýrra ísfiskskipa sé aflameðferðin um borð. Navis hefur einnig kynnt nýtt keraflutningskerfi um borð í lestum ísfiskskipanna sem auðveldar alla lestarvinnu og bætir hráefnismeðhöndlun.

„Ég hef trú á að fyrr en síðar munum við semja um verk af þess-um toga hér heima. Það er orðið tímabært,“ segir Hjörtur.

navis.is

Á síðasta ári var sjósettur nýr togari í Japan sem hannaður var af Navis fyrir þarlenda útgerð sem tapaði sínu skipi í flóðbylgjunni árið 2011.

Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri Navis.

Starfsmenn Navis hafa í mörg horn að líta næstu mánuði, enda stór verkefni í skipahönnun á borðum þeirra.

Navis semur um hönnun á 100 metra frystiskipi fyrir franska útgerð:

Stærsta fiskiskip sem hefurverið hannað á Íslandi

Page 57: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 57

FAKTORING BRÚAR BILIÐ

Faktoring opnar fyrir ný tækifæri í fjármögnun fyrirtækja og liðkar fyrir rekstri þeirra með betra fjárstreymi. Þjónustan gefur kost á fjármögnun í gegnum útistandandi viðskiptakröfur og brúar þannig bilið á milli lánsviðskipta og staðgreiðslu.

Útistandandi kröfur verða handbært fé

Betra flæði lausafjár

Fjármögnun í samræmi við vöxt þíns fyrirtækis

Aðstoð við innheimtu krafna

Greiðslufallstrygging

Þú færð nánari upplýsingar hjá sérfræðingum Faktoring hjá Arion banka í síma 444 7000 eða á arionbanki.is/fyrirtaeki.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

1

2-1

94

4

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

1

2-2

24

1

Page 58: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

58 | SÓKNARFÆRI

FRIÐRIK A. JÓNSSON EHFS: 552 2111 - www.faj.isMiðhrauni 13. Garðabæ

FAJ

AP70AP70Simrad AP70 er wheelmark samþykkt,með 5" skjá, forrit sem lærir á hegðunskipsins. Einnig er entil staðar auto ogwork eins og í eldri stýringum.Stýri NFU, FU og Quick stickeru öll komin með 1" aflestrar glugga.Þau eru innfellanleg eða utanáliggjandi.AP80 er með CAN bus og Ethernet.Hliðarskrúfur eru settar á og af meðeinum rofa. Eins einfalt og það geturverið. AP70 getur stjórnað nokkrumhliðarskrúfum og það er hægt að setjaupp nokkrar work stillingar í minni t.d.hafa eina stillingu fyrir botntroll, nót,flottroll og svo framvegis.Sjá nánar á www.faj.is

Nýlega setti Thrane & Thrane á markaðinn nýtt SAILORInmarst C tæki og er það fyrsti IMO samþykkti búnaðurinnsem er með snertiskjá og valmyndarkerfi sem einfaldar allanotkun búnaðarins. Þetta er hluti af hinni nýju Sailor fjarskiptalínu sem byggir á samtenginum með Thrane Link semeinfaldar og flýtir allri uppsetningarvinnu. Sjá nánar www.faj.is

GMDSSGMDSSMini-CMini-C

SAILOR

A1 A2 A3 A4A1 A2 A3 A4InmarsatInmarsat

Ódýr makríl sónar

ÍSLENSKVALMYND

• Senditíðni 180 kHz +/-10 kHz• Sendiorka 1,5 kW• Stamp og veltu leiðrétting +/- 25°• Læsing á torfu.• Halli +5° upp og -90° niður.• Snúningur á spegli: Lárétt 360°.• Skali 2000 metra.

Sjá nánar á www.faj.is

Íslenskur sjávarútvegur hefur mark-visst verið að auka útflutningstekjur sínar síðustu ár, mest með aukinni nýtingu þess afla sem á land kemur. Að vissu leyti má segja að sjávarút-vegurinn standi á krossgötum. Ekki er líklegt að nýtingin skili verulega auknum verðmætum til viðbótar á næstu árum. Verðmætaaukning í sjávarútvegi mun því snúast um fag-legra markaðsstarf.

Íslenskur sjávarútvegur hefur í gegnum tíðina fyrst og fremst stund-að persónulega sölumennsku en markvisst markaðsstarf og þar með uppbygging vörumerkjavirðis hefur að mestu setið á hakanum. Innan greinarinnar gætir nokkurs hug-takaruglings þar sem ekki er gerður greinarmunur á sölumennsku og markaðsstarfi. Til útskýringar er klassísk samlíking við markaðs-vinnuna að tala um sáðmanninn og ræktandann, þá sem setja niður fræ og rækta vel garðinn sinn. Það er svo sölumaðurinn sem kemur á upp-skerutíma og nær uppskerunni í hús.

Sjávarútvegurinn hér á Íslandi hefur fyrst og fremst notað þá aðferð að þrýsta vörunni (push strategy) að milliliðum með persónulegri sölu-mennsku. Minna hefur verið gert í því að reyna að auka hylli kaupenda í markhópnum með því að fá þá til að toga vöruna (pull strategy) til sín

í gegnum milliliðina. Samningsstaða milliliðanna verður sterkari þegar markaðssamskiptum (auglýsingum, söluhvötum, beinni markaðsfærslu og umfjöllun) er ekki beint að kaup-endum í markhópnum. Því verð-mætara sem hægt er að gera vöru-merki, fyrst og fremst í gegnum markaðssamskipti og vöruþróun í hugum markhópsins, því sterkari verður samningsstaða þess og þar með tekjur og hagnaður.

Árangur NorðmannaÞað er athyglisvert að skoða framan-greint í samhengi við það sem Norwegian Seefood Council (NSEC) í Noregi gerir í markaðs-setningu á norsku sjávarfangi. Þar er megin áhersla á uppbyggingu vöru-merkjavirðis fyrir norskan sjávarút-veg. Engin bein sölumennska á þeirra vegum á sér stað heldur mark-viss uppbygging á vörumerkinu „NORGE-seafood from Norway“ þar sem kaupendur í markhópnum eru stöðugt fræddir um gæði norsks sjávarfangs. Samkvæmt upplýsing-um frá Íslenska sjávarklasanum hef-ur NSC yfir að ráða 8 milljörðum króna árlega og tekur þátt í yfir 500 markaðsverkefnum í 25 mismun-andi löndum. Fjármagn til starfsemi NSEC kemur frá norska sjávarút-vegnum sjálfum. Þannig greiðir

greinin 0,75% útflutningsgjald á óunnar sjávarafurðir en 0,20% á unnar afurðir. Að auki er er lagt á 0,30% gjald á útflutning til rann-sóknar og þróunarstarfs sem styður við áframhaldandi vöruþróun í greininni.

Í Noregi eru til tölur úr markaðs-rannsóknum sem sýna verulegan ár-angur af starfi NSEC. Til dæmis sýndu markaðskannanir árið 2003 að 25% af kaupendum saltfisks á Portúgalsmarkaði völdu norskan saltfisk frekar en annan saltfisk. Árið

2012 var þetta hlutfall komið í 70%. Í Frakklandi hafði neysla á norskum eldislaxi nálægt því tvö-faldast á tímabilinu 2000 til 2010 vegna aukinnar eftirspurnar mark-hópsins.

Viðar Garðarsson skrifar:

Sjávarútvegur á krossgötum

„Því verðmætara sem hægt er að gera vörumerki, fyrst og fremst í gegnum markaðssamskipti og vöruþróun í hugum mark-hópsins, því sterkari verður samningsstaða þess og þar með tekjur og hagnaður," segir greinarhöfundur.

Page 59: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 59

Marás ehf.Miðhraun 13 - 210 GarðabærSími: 555 6444 - Fax: 565 7230www.maras.is

Fagleg ráðgjöf, sala og þjónustaBjóðum aðeins viðurkenndan búnað

Allt fyrir sjávarútveginn

Allt fyrir nýsmíðina

Stærð allt að 4500hö

Stjórntæki og GírarRafstöðvar og ljósavélar

Hliðarskrúfur

Kraftur

Ending

Sparneytni

Áreiðanleiki

Kúlulegur - Keflalegur

Vökvakranar fyrir skip og báta

Markhóparnir og áherslurnarHverjir eru markhópar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja? Hvaða mynd vilja þau skapa af vörum sínum í samanburði við helstu keppinauta í hugum markhópsins? Við hverja er samkeppnin aðallega, bæði bein (annar fiskur) og óbein (annað en fiskur). En grunninn að faglegu markaðsstarfi verður að leggja með markaðsrannsóknum sem varpa ljósi á stöðuna eins og hún er í dag. Hver er vitundin um vörumerki íslensks fisks meðal hinna mismunandi markhópa í mismunandi löndum? Hver er ímynd hans í samanburði við ímynd keppinautanna? Hvaða ímyndarþættir hafa mest tengsl við vörumerkjavirði og þar með árang-ur? Á hvað á að leggja mesta áherslu? Ef ekki er ljóst hvert á að stefna og ekki er vitneskja um stöðuna áður

en lagt er af stað verður markaðs-starfið allt ómarkvisst.

Kæruleysi að sitja aðgerðarlaus hjá

Íslenskur sjávarútvegur stendur sannarlega á krossgötum. Þær eru alltaf spennandi og fela í sér bæði ógnanir og tækifæri. Ein frægasta til-vitnun sem notuð er í stefnumótun-arfræðum er skemmtilegt samtal úr Lísu í Undralandi eftir breska heim-spekinginn Lewis Carroll.

Lísa kemur að krossgötum og hittir þar kött.

Þá segir Lísa við köttinn: „Getur þú vísað mér veginn?“

Kötturinn svarar: „Hvert ertu að fara?“

„Ég veit það ekki“ segir Lísa.Kötturinn svarar um hæl: „Þá

skiptir ekki máli hvaða leið þú velur, allar leiðir liggja þangað!“

Það er harðnandi samkeppni á þeim mörkuðum sem íslenskur sjáv-arútvegur sækir á. Stóraukinn

þorskafli Rússa og Norðmanna í Barentshafi, neikvæðar horfur í efna-hagsmálum í helstu viðskiptalönd-um, sveiflur í fiskneyslu og takmörk-uð vitund um gæði og hreinleika ís-lensks fisks umfram annan fisk svo fátt eitt sé nefnt.

Útflytjendur sjávarafurða verða að sýna frumkvæði og samstöðu og lyfta íslenskum sjávarafurðum á þann stall sem þeim ber í hugum mismunandi markhópa um heim allan. Markaðsskrifstofa sjávarút-vegsins í eigu útflytjenda, þar sem markvisst væri verið að byggja upp verðmæti vörumerkja íslensks sjávar-útvegs, þarf að verða að veruleika fyrr en seinna. Það er glórulaust kæruleysi að sitja aðgerðarlaus hjá og bíða eftir opinberum aðilum eða horfa á samkeppnislöndin vinna keppnina um hið huglæga mat markhópsins.

Höfundur er ráðgjafi hjá markadsmenn.is

Viðar Garðarsson, ráðgjafi.

„Útflytjendur sjávarafurða verða að sýna frumkvæði og samstöðu og lyfta íslenskum sjávarafurðum á þann stall sem þeim ber í hugum mismunandi mark-hópa um heim allan,“ segir Viðar m.a. í grein sinni.

Tíðarfarið nú á vetrarmánuðunum hefur verið smábátasjómönnum einstaklega erfitt og raunar segjast sumir vart muna annað eins. Á heimasíðu Landssambands smábáta-eigenda segir að verst hafi þessi tíð komið við félagsmenn á Vesturlandi og Norðurlandi þó víðast um land hafi menn óvenjulítið geta sótt sjó frá því í nóvember. Við tíðarfarið bættist að göngur af loðnu fóru fyrir Norðurlandi óvenju snemma í ár og datt botninn úr línuveiðum fyrir vikið með fyrra fallinu.

Af tölum yfir afla krókabáta má ráða að síðustu mánuðir hafi verið þungir. Þorskafli er það sem af er fiskveiðiári 11% minni en í fyrra og á tímabilinu 20. nóvember í fyrra til 15. febrúar í ár veiddu krókabátarnir 1.200 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Aflinn nú var orðinn um 9.600 tonn en rösklega 10.800 tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta þykir ekki síst athyglisvert í ljósi þess að aflaheimildir jukust milli ára.

Margir smábátar hafa legið óvenju mikið við bryggju síðustu mánuði vegna gæftaleysis. Mynd: LalliSig

Tíðin óvenju erfið smábáta-

sjómönnum

Page 60: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

60 | SÓKNARFÆRI

Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi • Sími 580 5800 • www.landvelar.is

Alhliða þjónusta við flestar gerðir af vökvadælum og mótorum

Sala - varahlutir - viðgerðir

„Á síðastliðnum 20 árum hefur orðið mikil bylting í viðhaldi skipa og báta hér á landi. Það er alger undantekning að við þurfum að stoppa skip af enda geta menn orðið af verulegum tekjum ef slíkt gerist. Almennt finnst mér það vera keppi-kefli eigenda skipa og báta að hafa hlutina í lagi, sem er auðvitað ánægjulegt,“ segir Stefán Hans Stephensen, sviðsstjóri skipa-skoðunarsviðs Frumherja hf. Það fyrirtæki er annað tveggja hér á landi sem hefur starfsleyfi til að fram-kvæma lögbundnar skoðanir á skip-um og bátum undir 400 brúttó-tonnum að stærð.

Um síðustu áramót fjölgaði starfsmönnum Frumherja hf. er Skipaskoðun AB ehf. hætti störfum og til Frumherja færðust tveir starfs-menn, þeir Guðgeir Svavarsson og Guðmundur G. Guðmundsson. Þeir sem hafa skoðanirnar með höndum búa yfir sérþekkingu á öll-um þáttum í búnaði skipa og ytra byrði þeirra. Stefán Hans segir ekk-ert vafamál að það aðhald sem skipa-

skoðanirnar veita útgerðum auki ör-yggi sjómanna og auki rekstrarör-yggi skipa og báta.

Árlegar skoðanir„Skipaskoðanir eru grundvöllur þess að skip fái haffærisskírteini og þau þarf að endurnýja árlega. Það er hins vegar misjafnt hvaða atriði þarf að skoða hverju sinni, sum atriði árlega, önnur með lengra millibili. Við yfir-förum marga þætti í búnaði skip-anna í þessum heimsóknum og síð-an skipsskrokkana sjálfa sem segja má að séu hvað mikilsverðustu þættirnir. Í stálskipunum þykktar-mælum við stálið en ef rafútleiðsla verður í skipunum getur stálið í botni skipanna tærst á mjög skömm-um tíma. Í skoðununum er farið yfir botnloka og annan botnbúnað, skrúfuöxla og margt fleira. Við stað-festum að búnaður sé í lagi eða að eitthvað þurfi að lagfæra innan til-tekins tíma. Þriðji valkosturinn, sem er sjaldgæfur eins og áður segir, er að ástand sé þannig að skip megi ekki sigla,“ segir Stefán Hans.

Skoðað í höfnum um allt landSkipaskoðanir fara þannig fram að eigendur sjófara hafa samband við Frumherja og panta skoðanir. Eftir samkomulagi er þeim síðan fundinn tími og fara starfsmenn Frumherja um landið og skoða skip og báta í

höfnum þar sem um er beðið. „Við röðum því skoðunum gjarnan saman þannig að ferðirnar nýtist vel og förum margar slíkar á ári. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel,“ segir Stefán Hans.

Til skipaskoðana heyra bæði

Narfi SU í Neskaupstað í bolskoðun.

Mikilvægt er að fylgjast vel með botni skipanna, sér í lagi stálskipanna þar sem rafútleiðsla getur valdið tæringu á skömmum tíma.

Stefán Hans Stephensen, sviðsstjóri skipaskoðunarsviðs Frumherja hf:

Bylting orðin á viðhaldi skipa og báta

Page 61: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 61stál-, tré- og plastskip. Frumherji annast einnig skoðanir og eftirlit á nýjum skipum í smíðum hér á landi. Þetta á sérstaklega við um framleið-endur smábáta en nokkur slík fyrir-tæki eru hér á landi.

„Í sumum tilfellum höfum við með höndum eftirlit fyrir kaupend-ur í viðkomandi löndum til að tryggja að bátarnir uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru í viðkomandi landi. Þá koma aðilar frá heimalandi kaupanda hingað til að gera lokaút-tekt en í sumum tilvikum, t.d. vegna báta sem fara á Noregsmarkað, fylgj-um við ferlinu allt til loka og fram-kvæmum lokaskoðun áður en bátarnir fara til kaupenda. Okkar verkefni eru því fjölþætt og mikil-vægt að hafa innanborðs starfsmenn með sérþekkingu og reynslu,“ segir Stefán Hans en í dag eru fjórir fastir starfsmenn á skipaskoðunarsviði Frumherja og tveimur starfsmönn-um er bætt við á mestu álagstímum.

frumherji.is

Við erum flutt

í Hús Sjávarklasans

Grandagarði 16

Skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit

Navis ehf Hús Sjávarklasans Grandagarði 16101 Reykjavík

Sími 544 [email protected]

Skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit

• Skipahönnun, bæði breytingar og nýsmíði. Gerð verklýsinga og útboðs gagna, kostnaðaráætlanir og mat á tilboðum.

• Eftirlit og umsjón með verkum, hvort sem það eru nýsmíði, breytingar eða viðgerðir.

• Skoðun og ráðgjöf um val á vélbúnaði skipa, hönnun vinnslulína um borð, útvegun tilboða og mat á þeim.

• Hallaprófanir, stöðugleikaútreikningar, þykktar­mælingar og tonnamælingar.

• Tjónaskoðanir og mat á tjónum á skipum, vélum og farmi. Verklýsingar til endurbóta og viðgerða.

• Úttektir af ýmsu tagi, t.d. “Draft eða Bunker Survey”; ástandsskoðanir við kaup, sölu eða leigu skips.

• Ráðgjöf um ISM­ og ISP­kóða og alhliða ráðgjöf um skipa rektur og skipa­ og vélaverkfræði.

Stefán Hans Stephensen, sviðsstjóri skipaskoðunarsviðs Frumherja hf.

Um síðustu áramót lauk fjárhagslegri endurskipulagn-ingu Frumherja hf. þegar Íslandsbanki eignaðist 80% í félaginu en samhliða keyptu Orri Vignir Hlöðversson framkvæmdastjóri og Ásgeir Baldurs stjórnarformaður 20% hlut í félaginu. Áætlað er að í framhaldinu verði hlutur Íslandsbanka seldur og er áformað að hefja söluferlið á næstu 12 mánuð-um.

Í heild starfa um 110 manns hjá Frumherja hf. og dreifist starfsemin um allt land. Orri segist hafa

mikla trú á framtíðarmöguleikum félagsins. „Áfram eru aðal áherslur okkar á bifreiðaskoðun, skipaskoðun, fasteignaskoðun, löggildingar mælitækja, rafmagns-skoðanir og umsýsla með orkusölumælum ásamt fleiri þáttum eins og framkvæmd ökuprófa fyrir Samgöngu-stofu. Við höfum samhliða fjárhagslegri endur-

skipulagningu unnið að ákveðinni endurskoðun á

starfseminni og lítum björt-um augum til framtíðar, nú þegar áföngum er náð í þessari vinnu,“ segir Orri.

Nýir eigendur Frumherja

Útséð er með aukningu á loðnu-kvótanum úr þeim 160 þúsund tonnum sem ráðlagður upphafskvóti að loknum stofnmælingum síðast-liðið haust. Rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson fóru í mælingaleiðangra vestur og norður fyrir land, auk þess sem ann-að skipanna mældi hrygningar-gönguna sem þá var komin suður

fyrir land. Ekki var að finna í þess-um leiðöngrum merki um svokall-aða vesturgöngu loðnu né heldur juku mælingar á hrygningargöngun-um vonir um að hægt yrði að auka útgefinn kvóta. Hrognataka loðnu fer senn að hefjast og styttist því verulega í loðnuvertíðinni sem ljóst er að verður með þeim slakari.

Niðursveifla er í loðnuveiðinni í ár.

Lítið meira að sjá af loðnu

Page 62: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

62 | SÓKNARFÆRI

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. www.matis.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-1

91

6

Að sjá verðmæti ...… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Fiskvinnslu- og útgerðarfélagið Stakkavík ehf. í Grindavík var stofnað í mars 1988 af feðgunum Ólafi Gamalíelssyni, Hermanni og

Gesti Ólafssonum og Benedikt Jónssyni, tengdaföður Hermanns. Fyrstu árin verkaði Stakkavík fisk nær eingöngu í salt og sérhæfði sig í

vinnslu á stórum fiski enda allt handflatt og flakað þar sem engar voru vélarnar. En nú eru tímarnir breyttir og Stakkavík orðið eitt af stærri fiskvinnslufyrirtækjunum á staðnum.

Fyrirtækið keypti fyrsta bát sinn árið 1995 og í kjölfarið stækkaði bátaflotinn hratt. Í dag er Stakkavík nútímalegt fyrirtæki með allan nýjasta útbúnað bæði til sjós og lands.

Nýir bátar í smíðumStakkavík sérhæfir sig í ferskum fiski til útflutnings og í bátaflota þess eru nú 7 dagróðrabátar sem gerðir eru út á línu stærstan hluta ársins. Breytingar eru framundan á báta-flotanum því Stakkavík hefur samið við bátasmiðjuna Seiglu um smíði á tveimur stórum línubátum sem koma til með að geta tekið allt upp í 42 ker í lest.

Hermann Ólafsson er fram-kvæmdastjóri Stakkavíkur. Hann segir að nýju bátarnir verði algjör bylting. Lestarrýmið í flotanum sé ekki nægilegt og þess vegna hafi skapast vandræði í miklu fiskeríi. Stefnt er að því að fyrri báturinn verði kominn í rekstur næsta haust. Þá verði einhverjir af minni bátun-um seldir.

„Bátarnir okkar eru kannski með 10-12 ker í dag þannig að nýju bátarnir munu bæta þetta verulega. Einn bátur verður því á við fjóra báta en eitt breytist þó aldrei. Það verða áfram bara 24 tímar í sólar-hringnum,“ segir Hermann og slær á létta strengi.

Með stærri bátum opnast sá möguleiki að slægja fyrri lögnina og koma síðan að landi með seinni lögnina óslægða. Þetta er ekki hægt á bátum Stakkavíkur í dag vegna plássleysis í þeim. Nýju bátarnir verða auk þess með fullkominni að-stöðu fyrir áhöfnina þannig að hægt

Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur.

Bræðurnir Hermann og Gestur Ólafs-synir fá upplýsingar um veiði dagsins.

Útgerð, fisk-vinnsla og ferða-mannaþjónusta!

Page 63: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

SÓKNARFÆRI | 63

verður að hafa úthöldin lengri án þess að það komi niður á þægind-um.

Mikil nýting og fjölbreyttur útflutningur

Hermann segir allan afla bátaflota Stakkavíkur fara til vinnslu hjá fyr-irtækinu og þaðan í útflutning. Vanti hráefni sé það keypt á mörk-uðum.

Fyrirtækið flytur aðallega út þorsk með roði, roðlausan eða haus-aðan. Einnig flytur Stakkavík út talsvert magn af steinbít og ýsu með eða án roðs. Allar aukaafurðir af fiskinum eru nýttar; þorskhausar gellaðir og þurrkaðir ásamt öðrum hausum, einnig eru öll bein og hryggir nýtt. Hrogn og lifur eru einnig nýtt.

Helstu viðskiptavinir Stakkavík-ur eru í Bandaríkjunum, á Írlandi, Englandi, í Belgíu, Sviss og Þýska-landi.

Fiskvinnsla í ferðaþjónustuHjá Stakkavík starfa um 100 manns til sjós og lands. Fiskvinnslan er eins og best verður á kosið í dag og vel er búið á allan hátt að starfsfólki.

En áhugasvið Hermanns og Gests liggja víðar. Stakkavík hefur líka haslað sér völl í ferðamanna-þjónustu og býður gestum að upp-lifa fiskvinnsluna og skoða fram-leiðsluferlið í stórum sýningarsal frá því fiskurinn kemur í hús og þar til hann er tilbúinn til útflutnings. Einnig er sýnd DVD mynd úr róðri á Þorkötlu GK-9, sem er í eigu Stakkavíkur, þar sem lína er lögð og dregin. Myndin er að hluta tekin neðarsjávar þar sem hægt er að sjá þegar fiskurinn er veiddur og er óhætt að segja að myndin sé afar fróðleg. Á meðan horft er á myndina er boðið upp á sjávarrétta-súpu og fiskrétt ásamt borðvíni fyrir þá sem það kjósa.

Og áhugasvið þeirra Stakka-víkurmanna liggja víða því Her-mann hefur einnig komið sér upp myndarlegu safni dráttarvéla og á á fjórða tug slíkra í góðu ástandi. Þá er ónefnt safn fornbifreiða en áhugamálunum sinnir hann á kvöldin og um helgar. Enda annar tími fullbókaður í rekstri fyrirtækis-ins.

stakkavik.is

Unnið við snyrtingu á flökum. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti og snyrtimennsku hjá Stakkavík. Nánast allur afli Stakkavíkur er unninn í ferskfisk og sendur til kaupenda víða um heim.

Miðhellu 4 ● 221 Hafnarfi rði ● S: 414 8080 ● www.naust.is

Rafdrifið vírastýri fyrir betri röðun

Rafdrifna vírastýrið frá Naust Marine stjórnar

hraða vírastýris til samræmis við breytilegt þvermál togtauga og vírs.

Passar á flestar gerðir togvinda.

Auðvelt í uppsetningu og einfalt í notkun þar sem

aðgerðum er stjórnað með snertiskjá í brú.

A T W f j ö l s k y l d a n s t æ k k a r e n n . H v e n æ r b æ t i s t þ i t t s k i p

í h ó p i n n ?

U p p f æ r s l u r o g n ý k e r f i 2 0 1 3

- Nútíminn er rafdrifinn

Page 64: Sóknarfæri í sjávarútvegi - 1 tbl. 2014

www.samskip.com

Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

> Persónuleg og traust þjónusta um allan heim

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

59

84

0

Saman náum við árangri