16
Sérblað amk um Símamótið 2016 HVAÐ ER GOTT AÐ BORÐA MILLI LEIKJA? HARPA ÞORSTEINS GEFUR GÓÐ RÁÐ TVÍBURASYSTURNAR KARÍTAS OG LOVÍSA SEGJA SÍMAMÓTIÐ VIÐBURÐ ÁRSINS SYSTURNAR RAKEL OG REBEKKA LEGGJA SIG ALLAR FRAM Í LEIKJUM

Símamótið Fréttatíminn

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Lifestyle, soccer, Fréttatíminn, AMK, Iceland

Citation preview

Page 1: Símamótið Fréttatíminn

Sérblað amk um Símamótið 2016

HVAÐ ER GOTTAÐ BORÐA

MILLI LEIKJA?

HARPA ÞORSTEINSGEFUR GÓÐ RÁÐ

TVÍBURASYSTURNARKARÍTAS OG LOVÍSASEGJA SÍMAMÓTIÐ

VIÐBURÐ ÁRSINS

SYSTURNAR RAKELOG REBEKKALEGGJA SIG ALLARFRAM Í LEIKJUM

Page 2: Símamótið Fréttatíminn

Skemmtilegast er að vera hluti af liði, en öll fjölskyldan okkar er í fótbolta,“ segir 12 ára Rakel en yngri systir

hennar, 7 ára Rebekka, mótmæl-ir þessu. „Ekki Leó, hann er ekki í fótbolta,“ og vísar þá í heimilis-hundinn.

Systurnar segjast stundum spila saman en þær eiga í nægu að snú-ast að spila með tveim-ur liðum. Rakel: „Ég spila bæði með stelpum og strákum, B-liði stráka og A-liði stelpna í Gróttu. Mér finnst bæði jafn gaman, en þér Rebekka hvort finnst þér?“ Eftir dágóða um-hugsun er hún sammála systur sinni í þetta skiptið. „Mér finnst bæði jafn gaman.“

Um helgina er Rakel, sem spil-ar stöðu hægri kants, á leið á sitt síðasta Símamót en framherjinn Rebekka er á leið á sitt annað mót. „Ég hef farið oft, oft, oft, það er alltaf mjög gaman,“ segir Rakel og sú stutta bætir við: „Við spilum fullt af leikjum og bara gaman að vera með vinkonunum.“

Báðar dreymir þær um að kom-ast í A-landsliðið í framtíðinni og líta upp til pabba, Brynjars Björns Gunnarssonar, sem spilaði með landsliðinu. „Pabbi er mín fyrirmynd, Gylfi Sigurðsson og svo held ég með Manchest-er United,“ segir Rebekka og Rakel er sammála.

Aðspurð hvort hún hafi einhver ráð til yngri systur sinnar eða krakka í fótbolta segir Rakel það skipta öllu máli að mæta á æfingar. „Maður á alltaf að leggja sig allan fram í leikjum, fyrir liðið og fyrir þjálfarann. Ekki hugsa bara „ég, ég, ég“ heldur standa saman og hrósa liðinu áfram, þó svo einhver klúðri.“

300 lið eru skráð til leiks á mótið í ár, sem er það 31. í röðinni.

Keppt er í 5., 6. og 7. flokki kvenna.

Liðin koma frá 38 félögum með rétt rúmlega 2.000 keppendum og um 400 þjálfurum og liðsstjórum.

Leikið er á 32 völlum og er leikja-fjöldinn vel yfir 1150.

Sjálfboðaliðar eru nokkur hundruð talsins.

Enginn fer tómhentur heim og verða verðlaun og gjafir afhentar öllum keppendum.

Símamótið 2016

Systur Rebekka og Rakel eru á leið á Símamótið um helgina og eru fullar tilhlökkunar. Mynd | Hari

Hugsa „við“ en ekki „ég, ég, ég“Systurnar Rebekka Sif og Rakel Lóa Brynjarsdætur spila báðar með Gróttu á Símamótinu um helgina, önnur í síðasta skiptið, hin í annað sinn. Þær segja það skipta máli að spila fyrir allt liðið ekki bara sjálfan sig.

…símamótið 2016 2 | amk… FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2016

Allt um mótið á simamotid.isMótið á sinn eigin vef, simamotid.is, sem hefur notið mikilla vin-sælda. Allar upplýs-ingar um mótshaldið: Dagskrá, leikir og riðlar, vallarkort og Instagram-myndir. Þar má einnig lesa helstu fréttir frá mótinu.

Við spilum

fullt af leikjum

og bara gaman

að vera með

vinkonunum.

Alls 290 lið prýða Símamótið í ár. Baráttan verður háð á 32 völlum á þessu 31. stúlkna-móti Breiðabliks. Forráðamenn og að sjálf-sögðu stúlkurnar sjálfar geta fylgst með mótshaldinu á síðu þess; simamotid.is.

Nærri 2.000 stúlkur keppa á Símamótinu í ár í 290 liðum. Í fyrsta sinn er keppt á aðalvelli Breiðabliks en keppt verður á 32 völlum þessa helgi, á elsta og fjölmennasta knattspyrnumóti stúlkna. Mótið er það 31. frá upphafi. Þjálfarar, liðsstjórar og farar-stjórar verða hátt í fjögur hundruð og um 450 foreldrar vinna við mótið.

Birna Ósk Einarsdóttir, fram-kvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Síman-um, setur mótið í ár. „Afar mikilvægt er að huga að grasrótinni, því þannig tryggjum við árangur í framtíðinni. Síminn stendur því hreykinn á bak við þessar ungu stúlkur. Fótboltamót sem þetta og þétt utanumhald er ein lykilástæða þess að kvennalandsliðið er á leið á EM2017,“ segir hún.

„Stúlkurnar okkar eru í fremstu röð þegar kemur að knattspyrnu. Þær hafa unnið fyrir sætinu sínu með elju, leikni og áræðni. Fullyrða má að nánast hver ein-asta, nú ef ekki allar landsliðskonur okkar, hafi stigið sín fyrstu knattspyrnuskref á rótgrónu móti Breiðabliks – Símamótinu. Við viljum stuðla að því að svo verði áfram. Framsýni Breiðabliks og úthald þegar kem-ur að mótinu er þakkarvert.“

Páll Liljar Guðmundsson, annar móts-stjóra Símamótsins, segir félagið metn-aðarfullt þegar kemur að barna- og ung-lingastarfi. „Um 1.400 börn iðka fótbolta í Breiðabliki. Það er markmið að allir þjálf-arar séu með FIFA gráður og kynni sér nýj-ungar í þjálfun. Foreldraumgjörðin er þétt. Þegar iðkendur eru svona margir er mann-mergð á bak við þá líka. Það gerir Síma-mótið að viðburði sem við erum stolt af.“

Síminn er ekki einungis fjárhagslegur bakhjarl stúlknamóts Breiðabliks, heldur tryggir sterkara símasamband á meðan á mótinu stendur og stendur að mótssíðunni simamotid.is, þar sem fylgjast má með allri dagskránni. „Stöndum öll með stúlk-unum okkar. Þær eru framtíð íslenskrar kvennaknattspyrnu,“ segir Birna: „Helgin er ykkar. Áfram stelpur!“

Birna Ósk Einarsdóttir Framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum.

Fjölmennt Símamótið hefur vaxið og dafnað í gegnum árið. Keppendurnir eru nú rétt tæplega 2.000 í 290 liðum.

2.000 stúlkur á Símamótinu

Fimmtudagur 14. júlí 17.00–21.00 Afhending mótsgjafa í upplýsingamiðstöð17.30–19.15 Kvöldmatur í Smáranum fyrir lið sem gista19.30 Skrúðganga leggur af stað frá Digraneskirkju að Kópavogsvelli20.00 Setning á Kópavogsvelli með Friðriki Dór21.00 Fundur fyrir þjálfara og fararstjóra allra liða á 2. hæð Smárans

Föstudagur 15. júlí07.00–10.00 Morgunmatur fyrir lið sem gista09.00–17.30 Leikið í riðlum17.30–19.15 Kvöldmatur í Smáranum fyrir lið sem gista

Laugardagur 16. júlí07.00–10.00 Morgunmatur fyrir lið sem gista09.00–17.30 Leikið í riðlum10.00–18.00 Tennis í Tennishöll Kópavogs – keppendur mega koma og leika sér17.00–19.00 Grillaðar pylsur fyrir keppendur og aðra mótsgesti við nýju stúkuna18.00 Landsliðið – Pressan á Kópavogsvelli (valið úr 5. flokki af þjálfurum)20.00–21.00 Skemmtun í Smáranum. Glowie og BMX strákarnir.

Sunnudagur 17. júlí07.00–10.00 Morgunmatur fyrir lið sem gista08.30–15.30 Leikið í riðlum og úrslitakeppni (verðlaunaafhending úti á Kópa-vogsvelli strax að leikjum loknum)*Verðlaunaafhending: Verðlaun (bikarar, gull og silfur) verða afhent strax að úrslitaleikjum loknum. Þetta er fyrst og fremst gert til að liðin utan af landi geti lagt fyrr af stað heim. Viðurkenningarpeningar verða afhentir við greiðslu þátttökugjalda og háttvísiverðlaun á skemmtuninni á laugardagskvöld.

Dagskrá Símamótið 2016

Page 3: Símamótið Fréttatíminn

Þið eruð framtíðin í fótboltanum!Við óskum öllum fótboltastelpum sem taka þátt í Símamótinu 2016 góðs gengis og hvetjum alla til að mæta á völlinn að hvetja þær og skemmta sér.

Vertu með Símamótið í vasanum!

simamotid.is

Page 4: Símamótið Fréttatíminn

Tvíburasysturnar Karítas og Lovísa njóta þess að spila saman í 6. flokki hjá KR og segja Símamótið skemmti-legasta fótboltaviðburð ársins.

Frá leikskólaaldri hafa systurnar haft brennandi áhuga á fótbolta og kinka kolli ákaft og hrópa „auð-vitað“, aðspurðar hvort þær ætli að gerast atvinnukonur í framtíðinni. Á hvaða aldri þær byrjuðu að æfa er ekki alveg ljóst en Lovísa man það ljóslifandi að það var einum degi á undan systurinni.

Um helgina keppa þær á Síma-

mótinu í fimm manna liði og spila alls átta leiki. Mik-

ill tilhlökkun ríkir hjá liðinu en þetta verður fjórða Síma-mót þeirra systra.

„Þetta er það sem við bíðum eftir allt árið,“ segir Karítas og Lovísa tekur undir, „það er bara svo gaman að

fara að keppa og allt svo skemmtilegt við þetta.“

Systurnar sammælast um að það sé ekkert eitt skemmtilegt við fót-bolta, heldur allt. „Við A-liðið þekkj-umst allar mjög vel og erum góðar

að spila með hver annarri,“ segir Lovísa og bætir við

að sé ekkert verra að fá að spila með systur sinni. „Við rífumst svona stund-um en alls ekkert mikið.

Það er miklu meira gaman hjá okkur,“ segir Karítas.

Karítas og Lovísa eru duglegar að mæta á lands-leiki hjá Stelpunum okkar

og líta upp til þeirra. „Sara Björk er ein af mínum upp-

áhalds,“ segir Karítas. „Glódís Perla og Margrét Lára eru mínar fyrirmyndir,“ segir Lovísa.

Æfingin skapar meistarannNafn: Ragna Guðný ElvarsdóttirAldur: 10 ára í desemberLið: Fjarðabyggð 6. flokkurStaða: Vörn

Hefur þú tekið þátt í Símamótinu áður? Ég tók þátt í fyrra í fyrsta skiptið. Það skemmtilegasta við Síma-mótið er að keppa og vinna leiki.

Áttu þér fyrirmyndir í fótbolta?Ragnar Sigurðsson og Margrét Lára Viðarsdóttir.

Hvað er það besta við að spila fótbolta?Bara allt.

Hver er eftir-minnilegasti fót-boltaleikur sem þú hefur spilað?Á móti Hetti á Hnátumótinu 2016.

Hvert er þitt mottó í lífinu?Æfingin skapar meistarann.

Hvaða ráð getur þú gefið krökk-um sem eru að byrja í fótbolta?Taka aukaæfingar og vera dugleg að mæta á allar æfingar.

Að bæta sig á hverri æfinguNafn: Signý SveinbjörnsdóttirAldur: 11 áraLið: StjarnanStaða: Miðja/vörn

Hefur þú tekið þátt í Símamótinu áður?Já, ég tók síðast þátt sumarið 2014. Það skemmtilegasta er að vinna leiki.

Áttu þér fyrirmyndir í fótbolta?Já, það er Messi.

Hvað er það besta við að spila fótbolta?Það er að skora mörk.

Hver er eftirminnilegasti fót-boltaleikur sem þú hefur spilað?Það er úrslitaleikurinn í okkar riðli á Pæjumótinu í Eyjum í júní.

Hvert er þitt mottó í lífinu?Aukaæfingin skapar meistarann.

Hvaða ráð getur þú gefið krökk-um sem eru að byrja í fótbolta?Að reyna að bæta sig á hverri æfingu.

Góða vinkonur Þó þær þræti stundum þá er meira gaman hjá systrunum á vellinum enda bestu vinkonur. Mynd | Hari

Bíðum eftir þessu allt árið

Gaman að vinna Ragna Guðný spilar með 6. flokki í Fjarðabyggð og finnst skemmti-legast að keppa og vinna leiki.

Markaskorari Signý spilar með Stjörnunni og þykir skemmtilegast að skora.

„Fyr-irmyndin

mín er Margrét Lára Viðars-

dóttir.“ - Ragna Guðný Elvars-

dóttir

„Fyr-irmyndin

mín er Sara Björk Gunnars-dóttir.“ – Karít-as Ingvadótt-

ir

„Fyr-irmyndin

mín er Glódís Perla

Viggósdóttir.“ – Lovísa Ingva-

dóttir

FYLGIR

…símamótið 2016 4 | amk… FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2016

Page 5: Símamótið Fréttatíminn

Sund er dásamleg líkamsrækt, hvort sem þú vilt ná þér í holla hreyfingu,

slökun og vellíðan í þægilegu umhverfi eða bara busla og skemmta þér!

Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum bjóða frábæra aðstöðu,

vatnsrennibrautir og heita potta. Komdu í sund!

Opið

virka daga: 06.30–22.00

um helgar: 08.00–20.00

kopavogur.is

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

153

467

Sundlaugin Versölum

Versölum 3

Sími 570 0480

Sundlaug Kópavogs

Borgarholtsbraut 17–19

Sími 570 0470

í sundlaugum KópavogsNjóttu lífsins

Page 6: Símamótið Fréttatíminn

Næring milli leikja

Gróft brauð: Fínt eða milligróft brauð með áleggi gefur góða orku á milli leikja. Passið samt að velja ekki of gróf brauð ef stutt er í næsta leik þar sem trefjarnar gætu valdið óþægindum í maga.

Spennustigið á Símamótinu í ár verður væntanlega mjög hátt eins og á fyrri á mótum. Í öllum spenningnum skiptir hins vegar miklu máli að nærast vel á milli leikja. Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur, segir að mikilvægast sé að skapa ró í kringum aðalmatmálstíma, það er morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. „Einnig skiptir máli að taka tillit til þess að einstaklingar eru mislengi að borða. Eins er orkuþörf einstaklinga mjög mismunandi á þessum aldri og mikilvægt að taka tillit til þess bæði á matmálstímum og eins þegar liðin eru nestuð yfir daginn,“ segir Ingibjörg. Hér koma nokkrar sniðugar hugmyndir að nesti sem má grípa í milli leikja.

Vatn, vatn og meira vatn: Munið að drekka vel af vatni í gegnum allt mótið.

Safar: Ef matarlyst er lítil er gott að velja drykki sem gefa orku (kol-vetni), t.d. ávaxtasafa, mjólk eða kókómjólk.

Ávaxta- og berjaveisla: Hvernig væri svo að fagna góðum og vonandi sólríkum degi með fallegu ávaxta- og berjahlaðborði fyrir liðið?

Ávextir: Auðvelt er að nálgast ferska ávexti í næstu versl-un í nágrenni keppn-issvæðisins á Síma-mótinu, t.d. banana

og epli.Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík

Sími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Rekstrarvörur- vinna með þér

Rekstrarvörur– fyrir þig og þinn vinnustað

Curver karfa ferköntuð Knit með höldum 8l, hvít

Curver karfa ferköntuð Knit með höldum 3l, hvít

Söluaðilar: Húsasmiðjan, um allt land • Miðstöðin, Vestmannaeyjum Vaskur, Egilsstöðum • Rekstrarvörur, Reykjavik og RV.is

– fyrir ruslið

– fyrir þvottinn

– fyrir þína hluti

Curver fata m.fótstigi 30x27x45 cm - 20 l - svört

Curver fata m.fótstigi 31x35x70 cm - 40 l - svört

Curver fata með fótstigi Slim Bin - 25 l - málm

Curver fata m.fótstigi Slim Bin - 25x42x61 cm 40 l - málm

Curver taukarfa Style með loki - 45x26x62 cm - 60 l - hvít

Curver taukarfa Style með loki - 45x26x62 cm - 60 l - dökkgrá

Curver taukarfa Style með loki - 59x38x27 cm - 45 l - hvít

Curver taukarfa Style með loki - 59x38x27 cm - 45 l - svört

er komið aftur til Íslands!– körfur, box og fötur til allra nota

Knit

Ný lína

2016

Curver karfa Knit með höldum 3l, hvít

Curver karfa ferköntuð Knit með höldum 19l, hvít

…símamótið 2016 6 | amk… FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2016

Eftirminnilegasti leikur sem ég hef spilað var bara núna um daginn. Ég spilaði minn fyrsta leik í Pepsideildinni og skoraði mark. Það var eina mark leiksins en við sigruðum ÍA 1-0,“ segir hin 14 ára Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Karólína spilar með meistaraflokki FH og þriðja flokki FH. „Ég hef einnig farið á tvö æfingamót með U17 í Finnlandi og Noregi.“

Draumur Karólínu er að komast í A-landsliðið og gerast atvinnu-maður erlendis. „Það væri auð-vitað geggjað að spila með DC Rosengard eða Wolfsburg.“ Hvað varðar fyrirmyndir í boltanum lítur Karólína upp til Dóru Maríu Lárusdóttur, Ötzil og Gylfa. Sjálf spilar hún miðju og vinstri kant og hefur lagt stund á fótbolta frá fjögurra ára aldri.

Karólína hefur margsinnis keppt á Símamótinu og á margar góðar minningar það-

an. „Það stendur kannski helst upp úr þegar við komumst í úrslit

á móti Breiðabliki þegar ég var 10 ára. Við sigruðum 1-0 og ég skor-

aði skallamark.“ Karólína ráðleggur stelpum á mótinu að gefast aldrei upp og hugsa um mataræðið. „En fyrst og fremst þarf maður að hafa trú á sjálfum sér.“

Nafn: Sigríður Fanney JónsdóttirAldur: 10 áraLið: HötturStaða: Framherji

Hefur þú tekið þátt í Símamótinu áður? Ég hef tekið þátt áður. Skemmtilegast er að spila fótbolta og kynnast nýjum krökkum.

Áttu þér fyrirmyndir í fótbolta? Allir og enginn.

Hvað er það besta við að spila fót-bolta? Að spila með félögunum.

Hver er eftirminnilegasti fótboltaleikur sem þú hefur spilað? Þegar ég spilaði með 5. flokki á fót-boltamóti á Höfn í sumar.

Hvert er þitt mottó í lífinu? Að gera mitt besta.

Hvaða ráð getur þú gefið krökkum sem eru að byrja í fótbolta? Að hlusta á þjálfarann og fylgjast með þeim sem eru búnir að æfa lengur.

Alltaf að gera sitt besta

Framherji Hattar Sigríður spila með fámennasta félagi Símamótsins, Hetti, og þykir gaman að kynnast nýjum krökkum.

Skallaði sigurmarkiðKarólína Lea Vilhjálmsdóttir spilar með meistaraflokki FH aðeins 14 ára. Hún spilaði sinn fyrsta Pepsi-deildarleik nýverið og skoraði eina mark leiksins.

Rísandi stjarna Karólína segir mikilvægt að hafa trú á sjálfri sér.

„Fyrirmyndin mín er Dóra

María Lárus-dóttir.“

– Karólína Lea

Fyrst og fremst þarf

maður að hafa

trú á sjálfum sér.

Page 7: Símamótið Fréttatíminn

„Það er virkilega gaman að vinna með leikmönnum, ungum sem eldri, og hjálpa þeim að verða betri. Þú kynnist mörgu skemmtilegu fólki, bæði leikmönnum, foreldr­um, og svo þjálfurum í þínu félagi og öðrum liðum. Mér hefur alltaf þótt sérstaklega skemmtilegt að fara í keppnisferðir út á land eða út fyrir landsteinana,“ segir Orri Þórðarson, þjálfari meistaraflokks kvenna í FH.

Orri segir framtíð kvenna­knattspyrnu vera bjarta. „Það er gott grasrótarstarf í félögunum víða um landið og ég held að fótbolti sé vinsælasta íþróttagreinin hjá stelp­um. Við eigum gott landslið og efsta deild kvenna er í mikilli sókn. Um­fjöllun hefur aukist jafnt og þétt og vonandi heldur sú þróun áfram.“

Hvaða ráð hefur þjálfarinn fyrir upprennandi knattspyrnustelpum? „Setja sér raunhæf markmið og vinna að því að ná þeim. Verið dug­legar að æfa ykkur sjálfar. Það þarf ekkert að fara í einkaþjálfun til þess að verða betri í fótbolta, það eina sem þarft er bolti. Leitið ráða hjá þjálfurum ykkar hvernig þið getið æft ykkur heima til þess að verða betri í ákveðnum þáttum leiksins.“

Orri leggur áherslu á mikilvægi þess að borða góðan kvöldmat og hvílast vel. „Á leikdegi á að borða góðan morgunmat og byrja að hugsa um leikinn. Passa sig á að gleyma ekki neinu, mæta á réttum tíma, hlusta á þjálfarann og leggja sig alla fram fyrir liðið. Gefa af sér til liðsins með því að tala inn á vellinum; leið­beina, hrósa og hvetja. Og síðast en ekki síst að njóta þess að spila fót­bolta með vinkonum sínum.“

Öflugt grasrótarstarf leiðir bjarta framtíð

Nafn: Orri Þórðarson Starf: Þjálfari meistaraflokks kvenna í FH.Menntun: Grunnskólakennari, UEFA A-réttindi.Áhugamál: Tónlist, útivera, fót-bolti, stjórnmál, umhverfisvernd, bókmenntir og margt fleira.Met í að halda á lofti: Eitthvað í kringum 1500–2000, minnir mig.

Gló · Hæðasmára 6 · Kópavogi · Sími 553 1111 · www.glo.is · #GloMeUp · @gloiceland

Krin

glan

Krin

glum

ýrar

brau

t

Miklabraut

Miklabraut

Við erum hér!

Tilboð

17 10 bitar fyrir 4-55 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

kjúklingavefjur og borgarar

…símamótið 20167 | amk… FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2016

Verið duglegar að æfa ykkur

sjálfar. Það þarf ekk-ert að fara í einka-þjálfun til þess að verða betri í fótbolta

Page 8: Símamótið Fréttatíminn

i

3

4

5

6

7

8

13

16

17

14

21

15

18 19 20

Upphitun eingöngu

fyrir leikmenn

23

22

24

29 30 31 32

25 26 27 28

2 11 12

1 9 10

Kópavogsvöllur

Skotmói

Fífan

BlikavellirFífuvellir

Smáraskóli

VallarkortHér má sjá vallarkort af keppnissvæðinu. Leikið er á 32 völlum á

Símamótinu í ár og er leikjafjöldinn vel yfir 1150. Það er því gott að hafa góða yfirsýn yfir númer vallanna svo mikilvægir leikir fari ekki framhjá

neinum. Tími milli leikja er 30 mínútur á föstudeginum og laugardeginum en 35 mínútur á sunnudeginum þar sem leikir geta farið í framlengingu.

Tjaldstæði á SímamótiTjaldsvæði verður á grasinu vestan við Hafnarfjarðarveg (á Kópa-vogstúni) fyrir neðan Sunnuhlíð – ekið inn frá götunni Kópavogs-túni. Vatnssalerni er á svæðinu. Takmarkað rafmagn er á svæðinu. Gjald fyrir aðstöðuna alla helgina er 5.000 kr. á tjald fyrir utan rafmagn.

Einnig eru tjaldstæði í Laugar-dalnum og á Vífilstaðatúni í Hafnar-firði.

Vinsamlegast virðið að rafmagn á svæðinu er takmarkað og er ekki innifalið í gjaldinu. Þar sem rafmagn er takmarkað þá er bannað að vera með hitablásara í gangi.

1 2

5

8

9 10

13

14

15

11

6

3

7

4

12

Fótboltakrossgáta Spreyttu þig á skemmtilegri krossgátu um íslenska knattspyrnu

1. Hvað heitir knattspyrnukonan sem er dóttir fyrrverandi landsliðsmannsins Atla Eðvaldssonar?

2. Hvað heitir þjálfari íslenska kvennalands-liðsins í fótbolta?

3. Úr hvaða liði kom Ásta B Gunnlaugsdóttir?

4. Hvað táknar gula spjaldið í knattspyrnu?

5. Frá hvaða borg var erlendi fótboltaskólinn sem haldinn var á Vals-vellinum í júlí 2016?

6. Hver er lágmarksfjöldi leikmanna eins liðs í lög-legum fótboltaleik?

7. Hvað kallast tvær línur sem dregnar eru frá markalínu, 5,5 metra frá marksúlu, samsíða hliðarlínum?

8. Hvaða stöðu spilar knattspyrnukonan Guð-björg Gunnarsdóttir sem leikur með Djurgardens IF Dam?

9. Íslenska kvenna-landsliðið vann 12–0 sigur þann 17. september 2009. Við hvern kepptu þær?

10. Í hvaða styrk-leikasæti FIFA er kvennalandsliðið í knattspyrnu?

11. Hver er tímastjórn-andi fótboltaleiks?

12. Hversu margar landsliðskonur urðu atvinnumenn í knattspyrnu árið 2008?

13. Hvernig eiga marksúlur og markslá að vera á litinn?

14. Hversu oft hef-ur kvennalandsliðið í knattspyrnu tekið þátt í átta liða úrslitum í Evrópukeppninni?

15. Hvernig var völlurinn sem þótti óviðunandi á leik Western New York Flash og Seattle Reign á dögunum?

1. Sif. 2. Freyr. 3. Breiðabliki. 4. Viðvörun. 5. Barcelona. 6. Sjö. 7. Markteigur. 8. Markvörður. 9. Eistland. 10. Sextánda. 11. Dómarinn. 12. Tíu. 13. Hvítar. 14. Tvisvar. 15. Þröngur.Svör

…símamótið 2016 8 | amk… FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2016

Page 9: Símamótið Fréttatíminn

Áfram stelpur!

TANNLÆKNASTOFUR

PIZZERIA GRÍMSBÆ

HANDMADE ICELAND

Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogi

Page 10: Símamótið Fréttatíminn

Jórdanskur staður í hjarta KópavogsÞeir sem gera sér ferð á Jordan Grill í Hamraborg verða ekki fyrir vonbrigðum.Unnið í samstarfi við Jordan Grill

Á Jordan Grill í Kópavogi ræður maður að nafni Adnan Abokoush ríkjum. Hann er frá Jórdaníu

og býður staðurinn upp á góm-sætan jórdanskan mat af ýmsu tagi. Jordan Grill er í Hamra-borg, hjarta Kópavogs, og er allur matur þar eldaður frá grunni, engin örbylgjuofn kemur við sögu eða upphitun. Öll krydd sérpant-ar Adnan frá Jórdaníu, nema þau sem fáanleg eru fyrir hér á landi.

„Ég legg mikla áherslu á að elda alla rétti frá grunni, þó það geti tekið smá tíma. Fólk sem hingað kemur virðist mjög ánægt og kemur aftur og aftur,“ segir Adnan og samkvæmt vefsíðunni likealocalguide.com hefur hann ekki rangt fyrir sér. Þar er staðnum hælt fyrir besta arabíska matinn á landinu og sagt að fólk sem gerir sér ferð þangað komi ekki til með að verða fyrir vonbrigðum. Á vefsíðunni er sérstak-lega mælt með að prófa shawerma eða kebab og talað um að hummus-inn sem Jordan grill býður upp á sé einstakur.

Jordan Grill er opið alla daga vikunnar til klukkan 22 á kvöldin. Hægt er að kynna sér veitinga-staðinn og matseðilinn betur á heimasíðu þeirra, jordangrill.is.

„Ég legg mikla

áherslu á að

elda alla rétti frá

grunni.“

Hreyfigreining minnkar líkur á álagsmeiðslum Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu býður upp á hreyfigreiningu fyrir yngri flokka í íþróttum til að fyrirbyggja álagsmeiðsl í framtíðinni. Unnið í samstarfi við Sporthúsið

Við fáum sífellt yngri krakka til okkar sem glíma við álagsmeiðsl. Þetta eru gjarnan meiðsl

sem hægt er að fyrirbyggja með viðeigandi ráðgjöf og fræðslu. Við teljum mikilvægt forvarnarstarf að bjóða upp á hreyfigreiningu fyrir yngri flokkana í íþróttum og stuðla að farsælum ferli þeirra án álagsmeiðsla,“ segir Hildur Kristín Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari og eigandi Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu.

Þegar farið er í hreyfigrein-ingunni eru stærstu vöðva-hóparnir teknir fyrir og gerðar æfingar í samræmi við íþróttina sem er stunduð. „Ef við sjáum að einstaklingurinn stjórnar hreyf-ingunni illa þá förum við ítarlega yfir það hvernig má styrkja veik-leikana og koma í veg fyrir meiðsl í framtíðinni. Þetta getur skipt sköpum upp á framtíð krakkana í íþróttinni, við fáum sjáum alltof mörg dæmi þar sem hefði mátt fyrirbyggja.“

Greiningin fer fram á stofu sjúkraþjálfunarinnar og tekur eina klukkustund. Iðkandi svarar spurningalista, greining fer fram og úrvinnsla. „Ef við sjáum að styrk skortir, eða veikleikar liggja fyrir þá skipuleggjum við sér-sniðna æfingaáætlun fyrir hvern og einn. Við förum yfir æfingarn-ar, líkamsbeitingu og hvernig skal fylgja áætluninni eftir.“

Áhersla er lögð á unglinga í 4.

flokki en á þeim aldri tekur líkam-inn miklum breytingum. „Við vilj-um ekki síður fá til okkar krakka í 5. flokki til að grípa fyrr inn í til að fyrirbyggja snjóboltaáhrifin sem röng líkamsbeiting og mikið álag getur haft. Iðkendur fá fræðslu, ráðgjöf, kennslu og æfingaáætl-un. Við viljum undirbúa alla fyrir álagið sem koma skal.“

Hægt er að panta tíma í síma 564-4067 og í gegnum netfang stofunnar, [email protected].

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI

Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

BÚDAPEST Í UNGVERJALANDIEin af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka.Flogið er tvisvar í viku allt árið.

GDANSK Í PÓLLANDIHansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands.Flogið er tvisvar í viku allt árið.

RIGA Í LETTLANDIGamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

VERÐ FRÁ 87.900.-

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

…símamótið 2016 10 | amk… FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2016

Jórdanískur matur Adnan Abokoush eldar alla sína rétti frá grunni Mynd | Hari

Ef við sjáum að styrk skortir,

eða veikleikar liggja fyrir þá skipuleggj-um við sérsniðna æfingaáætlun fyrir hvern og einn.

Page 11: Símamótið Fréttatíminn
Page 12: Símamótið Fréttatíminn

Hvenær ákvaðst þú að gerast atvinnumaður í fótbolta? Ég var alltaf ákveðin í að vera í fótbolta og það kom engin önnur íþrótt til greina. Ég hef alltaf haft mik-inn metnað fyrir fótbolta og viljað ná sem lengst. Það var draumur snemma að spila fyrir Ísland og að spila með bestu leikmönnunum. Til þess þarf að fórna miklu, mæta á all-ar æfingar og æfa aukalega.

Hvað er það besta við fótbolta? Að uppskera. Þegar ég hef lagt mikið á mig, æft mikið og gert allt sem ég get til að eiga góðan leik eða gott mót og það tekst. Það er frábær til-finning að geta sagt að maður hafi gert allt sem maður gat til þess að ná sem árangri. Að eiga sigurstund-ir með liðinu sínu er ótrúlega gaman og gefandi.

Átt þú þér fyrirmyndir í fótbolta? Ég fylgist vel með og það eru fyr-irmyndir í hverju horni eins og t.d. í karlalandsliðinu núna á EM og það er svo ótrúlega mikið af flottum leik-mönnum í kvennabolta sýnilegar í dag. Þegar ég var lítil vissi ég varla hverjar voru í landsliðinu, eða voru að spila úti í heimi. Það var ekki fyrr en ég var farin að spila með meist-araflokki sem maður fór að setja andlit á nöfnin sem maður hafði heyrt að maður ætti að líta upp til.

Hvernig er tilfinningin að skora þrennu í einum leik? Geggjuð! Ég veit ekkert skemmtilegra en að skora og þegar liðið manns spilar

það vel að ég fæ fullt af færum þá er æðislegt að ná að nýta þau vel.

Fórst þú á Símamótið á sínum tíma, ef svo, áttu einhverjar skemmti-legar sögur frá því? Nei, ég fór ekki á Símamótið en ég fór á önnur mót og það var alltaf hápunktur sum-arsins. Góðar minningar af flottum fótbolta og að kynnast stelpunum úr hinum liðunum. Ég man eftir að hafa keppt á móti stelpum sem síðar urðu liðsfélagar mínir annað hvort með félagsliði eða landsliðinu.

Hvernig setur þú þér markmið? Ég set mér alltaf vinnumarkmið fyrir hvern leik. Hvort sem það er að hlaupa, pressa, spila í fáum snertingu eða eitthvað slíkt sem er kannski erfitt að mæla en þú ein-beitir þér að því fyrir leik og sérð fyrir þér vinnuna sem þú leggur í leikinn. Svo er líka gott að vera með markmið sem er mælanlegt, t.d. að skora, leggja upp, halda hreinu, vinna skallabolta eða tæklingu. Ég skrifa markmiðið niður því þannig verður það áþreifanlegra og gaman að geta hakað við það þegar því er náð.

Hvaða ráð getur þú gefið ungum, upprennandi fótboltastelpum?Njótið hverrar mínútu í leikjun-um, leggið ykkur fram og farið inn í hverja æfingu með það í huga að hafa gaman og læra meira. Hrós-ið ykkur sjálfum og liðsfélögum því það er eitt það besta sem þið fáið og getið gert fyrir liðið ykkar. Það spila allir betur þegar sjálfstraustið er gott og liðsandinn er góður. Gangi ykkur öllum sem allra best!

…símamótið 2016 12 | amk… FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2016

Svo er líka gott að vera

með markmið sem er mælanlegt, t.d. að skora, leggja upp, halda hreinu, vinna skallabolta eða tæklingu. Ég skrifa markmiðið niður því þannig verður það áþreifanlegra.

Geggjuð tilfinning að skora þrennuMarkadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er markahæst allra leikmanna í undankeppni EM með tíu mörk í sex leikjum. Hún ráðleggur ungum knattspyrnustúlkum að læra af hverjum leik, vera duglegar að hrósa sjálfum sér og ekki síst liðsfélögum.

Félagslið: StjarnanFyrri lið: Spilaði með Breiðabliki frá 2008-2010Númer á treyju: 26 með Stjörnunni og 16 með landsliðinuStaða á vellinum: FramherjiFjöldi landsleikja: 61Mörk: 18Mottó: Spilaðu fyrir liðið!

Fyrirmyndir í hverju horni Harpa segir nóg um fyrirmyndir í boltanum í dag, þegar kvenna-boltinn verður sífellt sýnilegri.

Nadine Angerer

Kristine Lilly

Hallbera Guðný

Gísladóttir

Abby Wambach

Margrét Lára

Viðarsdóttir

Sun Wen

Christine Sinclair

Marta Vieira

da Silva

Dagný Brynjarsdóttir

Mia Hamm

Tengið saman fótboltahetjuna við nafnið

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

1. Dagný Brynjarsdóttir 2. Abby Wambach 3. Kristine Lilly 4. Margrét Lára Viðarsdóttir 5. Christine Sinclair 6. Marta Vieira da Silva 7. Mia Hamm 8. Nadine Angerer 9. Sun Wen 10. Hallbera Guðný Gísladóttir.Lausn

Page 13: Símamótið Fréttatíminn
Page 14: Símamótið Fréttatíminn

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enginn eftirbátur karlalandsliðsins, nema síður sé. Þótt framganga karlanna á Evrópumótinu í Frakklandi

hafi vakið mikla athygli má ekki gleyma því að landsliðskonurnar hafa tvívegis komist í lokakeppni EM. Fyrst árið 2009 og síðan árið 2013. Í bæði skiptin undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar. Og nýverið tryggði liðið sér sæti í loka-keppni EM í Hollandi næsta sumar jafnvel þótt tvær umferðir séu eftir af undankeppninni. Það gerði liðið með stórglæsilegum 4-0 útisigri á sínum helstu keppninautum, Skotlandi, og stórsigri á Makedón-um, 8-0, á Laugardalsvelli.

Undankeppnin hefur verið samfelld sigurganga. Sex sigrar í sex leikjum, 29 mörk skoruð án þess að andstæðingar Íslands hafi náð koma boltanum einu sinni í markið. Liðið státar af næstbesta árangri allra liða í undankeppn-inni. Aðeins Evrópumeist-arar Þýskalands frá 2013 eru með betri árangur – með fullt hús stiga og marka-töluna 30-0 eftir sex leiki.

Eins og áður sagði hefur undankeppnin fyrir EM á næsta ári hefur verið ævintýri líkust. Íslenska liðið byrjaði á því að því að vinna Hvíta-Rússland í september á síðasta ári og árinu var lokað með tveimur flottum úti-

sigrum, fyrst 4-0 gegn Makedóníu og síðan 6-0 gegn Slóveníu. Í ár

hefur liðið spilað þrjá leiki í undankeppninni. Fyrst

kom 5-0 skyldusig-ur í mars í Minsk í Hvíta-Rússlandi og síðan einn glæsileg-asti útisigur íslenska kvennalandsliðsins þegar Skotar voru

lagðir að velli, 4-0, í Falkirk. Farseðillinn til

Hollands var síðan tryggð-ur með stórsigri á Makedóníu

7. júní síðastliðinn. Liðið á tvo heimaleiki eftir í keppninni, gegn Skotum og Slóvenum í september.

Í fyrsta sinn sem íslenska lands-liðið var með í lokakeppni EM, árið 2009 í Finnlandi, tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni, gegn Frökkum, Norðmönnum og Þjóðverjum.

Fjórum árum síðar komst Ís-lenska landsliðið í átta liða úrslit á lokakeppni EM. Þá tapaði liðið 4-0 fyrir Svíum eftir að hafa unnið Hollendinga, gert jafntefli við Norðmenn og tapað fyrir Þjóðverj-um í riðlakeppninni.

Á þessu má sjá að stígandi hefur verið hjá íslenska liðinu á loka-mótum EM og ómögulegt að segja hversu langt þetta frábæra lið get-ur komist í Hollandi á næsta ári.

Íslenska kvennalandsliðið á leiðinni til Hollands á næsta ári

Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er lykilleikmaður á miðju íslenska landsliðsins.

STAÐAN Í RIÐLINUM

Ísland 6 6 0 0 29:0 18Skotland 7 6 0 1 28:6 18Slóvenía 6 3 0 3 21:13 9Hvíta-Rússland 6 1 0 5 2:18 3Makedónía 7 0 0 7 2:45 0

LEIKIR ÍSLANDS Í RIÐLINUM

Ísland – Hvíta-Rússland 2-0Hólmfríður Magnúsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir

Makedónía – Ísland 0-4Margrét Lára Viðarsdóttir 2, Glódís Perla Viggósdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir

Slóvenía – Ísland 0-6Dagný Brynjarsdóttir 2, Harpa Þorsteinsdóttir 2, Margrét Lára Viðarsdóttir, Sandra María Jessen

Hvíta-Rússland – Ísland 0-5Harpa Þorsteinsdóttir 3, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir

Skotland – Ísland 0-4Hallbera Guðný Gísladóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir

Ísland – Makedónía 8-0Harpa Þorsteinsdóttir 3, Fanndís Friðriksdóttir 2, Elín Metta Jensen, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir

Harpa markahæstMarkadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er markahæst allra leikmanna í undankeppninni. Hún hefur skorað tíu mörk í leikjunum sex, tveimur mörkum meira en hin skoska Jane Ross. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir hafa hvor um sig skorað fimm mörk og eru einnig ofarlega á lista yfir markahæstu leikmenn undankeppninnar.

Efstar Íslenska kvennalandsliðið er á feiknasiglingu þessi misserin og þykir vera með þeim betri í Evrópu. Mynd | KSÍ

Ómögulegt er

að segja hversu

langt þetta frábæra

lið getur komist

í Hollandi á

næsta ári.

…símamótið 2016 14 | amk… FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2016

Að gera sitt

besta, leggja sig

100% fram í alla leiki,

vera jákvæður en

fyrst og fremst að

hafa gaman!

Grjótharðar fótboltastelpur Guðný, Valdís og Alexandra spila saman í U17 ára landsliði kvenna. Þær tóku allar þátt í Símamótinu á sínum tíma og bera því góða söguna. Mynd | Hari

Skiptir öllu máli að hafa gaman Þær Alexandra, Valdís og Guðný eru allar í U17 ára landsliði kvenna í fótbolta. Þær eru sammála um að íþróttin og félagsskapurinn sé það sem keyrir ástríðuna áfram.

Alexandra Jóhannsdóttir Aldur: 16Lið: Haukar Númer á treyju: 18Staða á vellinum: Miðja

Hvert væri þitt draumalið að spila með? FC Rosengård

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Símamótinu? Öll árin sem ég mátti taka þátt, veit ekki alveg hvað það eru mörg. Áttu einhverja skemmtilega sögu frá Símamótinu? Þegar ég var í 6. flokki þá unnum við Síma-mótið, það er alltaf gaman að vinna.

Hvað er það besta við fótbolta? Útrásin sem maður fær, að vera hluti af liði sem hefur metnað í að standa sig vel. Síðan er auðvitað alltaf gam-an að vinna og upplifa þessa sigur-tilfinningu.

Áttu þér fyrirmynd í knattspyrnu-heiminum? Án efa Sara Björk.

Ertu hjátrúarfull fyrir leiki? Já frekar, ég klæði mig alltaf í réttri röð í legghlífarnar, sokkana og takka-skóna. Ég borða alltaf hafragraut á leikdegi.

Hvaða ráð hefur þú fyrir ungar og upprennandi fótboltastelpur sem keppa á Símamótinu í ár? Að gera sitt besta, leggja sig 100% fram í alla leiki, vera jákvæður en fyrst og fremst að hafa gaman!

Valdís Björg SigurbjörnsdóttirAldur: 15 áraLið: BreiðablikNúmer á treyju: 22Staða á vellinum: Miðvörður

Hvert væri þitt draumalið að spila með?Draumurinn væri að Breiðablik yrði lið sem næði langt í Evrópu einhvern daginn og að ég yrði þátttakandi í því. Einnig langar mig að spila með góðu liði erlendis, t.d í Svíþjóð eða Þýskalandi, sem leggur mikla áherslu á að spila fótbolta.

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Símamótinu?Fjórum sinnum.

Áttu einhverja skemmtilega sögu frá Símamótinu? Þegar ég var á eldra ári í 5. flokki og var að keppa í síðasta skipti á mótinu, þá unnum við nauman sigur á Hauk-um í undanúrslitunum og komumst því í úrslitaleikinn sem var spilaður á Kópavogsvelli. Við unnum Val 1-0 og urðum því Símamótsmeistarar, sem var ógeðslega gaman.

Hvað er það besta við fótbolta?Fótboltinn sjálfur og félagsskapurinn.

Áttu þér fyrirmynd í knattspyrnu-heiminum?Neymar Jr og Glódís Perla.

Ertu hjátrúarfull fyrir leiki?Nei, ég er það ekki.

Hvaða ráð hefur þú fyrir ungar og upprennandi fótboltastelpur sem keppa á Símamótinu í ár? Að njóta og hafa gaman.

Guðný ÁrnadóttirAldur: 15 áraLið: FHNúmer á treyju: 24Staða á vellinum: miðvörður/bak-vörður

Hvert væri þitt draumalið til að spila með? Ekkert sérstakt lið en væri gaman að það væri eitthvert topplið í Þýskalandi eða Bandaríkjunum.

Hversu oft hefur þú tek-ið þátt í Símamótinu?

Þrisvar sinnum.

Áttu einhverja skemmtilega sögu frá Símamótinu? Ég var liðsmaður Sindra

þegar ég var yngri og í eitt skiptið var ég

að keppa á móti FH og við unnum leikinn. Ég gat

hinsvegar ekki fagnað því ég á frænda sem er svo mikill

FH-ingur og ég hafði áhyggjur af því að hann væri mjög sár.

Hvað er það besta við fótbolta? Bara ótrúlega skemmtilegt að spila fótbolta og svo eignast maður helling af góðum vinkonum.

Áttu þér fyrirmynd í knattspyrnu-heiminum? Sergio Ramos og Glódís Perla.

Ertu hjátrúarfull fyrir leiki? Nei, ég get ekki sagt það.

Hvaða ráð hefur þú fyrir ungar og upprennandi fótboltastelpur sem keppa á Símamótinu í ár? Það skipt-ir máli að njóta þess að spila fótbolta og vera með vinkonunum sínum.

Page 15: Símamótið Fréttatíminn

BANKASTRÆTI | AÐALSTRÆTI | AUSTURHRAUN | SMÁRALIND | KRINGLAN | AKUREYRI | CINTAMANI.IS

DRESSCODE ICELAND

Page 16: Símamótið Fréttatíminn

Hollir, ristaðir tröllahafrarEN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

713

24

HAFRATREFJAR

LÆK K A KÓL E S T E RÓL V

E L D U H E I L K OR

N

SÓLSKIN BEINTÍ HJARTASTAD-