14
Helgi Hólm Kirkjuvegi 59 230 Keflavík Netfang: [email protected] ; sími: 6992126 Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár Erindi flutt á Landsbyggðarráðstefnu Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Sagnfræðingafélags Íslands og heimamanna, haldin í Duus húsum í Reykjanesbæ, 4.mars 2006.

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Helgi Hólm

Kirkjuvegi 59

230 Keflavík

Netfang: [email protected]; sími: 6992126

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Erindi flutt á Landsbyggðarráðstefnu Félags þjóðfræðinga á Íslandi,

Sagnfræðingafélags Íslands og heimamanna, haldin í Duus húsum í Reykjanesbæ,

4.mars 2006.

Page 2: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 2

Málfundafélagð Faxi stofnað Það mun hafa verið að áeggjan Ingva Loftssonar múrarameistara að boðað var

til stofnfundar Málfundafélagsins Faxa. Ingvi bjó þá að Suðurgötu 43 í Keflavík og

þangað stefndi hann fimm öðrum mönnum að kvöldi þess 10. október 1939. Þetta

voru þeir Guðni Magnússon, Margeir Jónsson, Ragnar Guðleifsson, Valtýr

Guðjónsson og Hallgrímur Th. Björnsson. Augljóslega hefur fundurinn verið vel

undirbúinn því samþykkt voru lög fyrir hið nýja félag og kosin hin fyrsta stjórn og var

formaður kjörinn Valtýr Guðjónsson.

Í lögum Faxa segir svo: Tilgangur félagsins er að efla félagsþroska félaganna

og gefa þeim kost á æfingu í rökréttri hugsun og munnlegri framsetningu hennar.

Jafnframt að víkka sjóndeildarhring þeirra gagnvart ýmsum viðhorfum á sem flestum

sviðum. Í lögunum er síðan nákvæm skilgreining á fyrirkomulagi funda, m.a. skyldu

þeir haldnir til skiptis á heimilum félagsmanna og gildir sú regla enn í dag. Einnig er

félagsmönnum óheimilt að ræða málflutning einstakra félaga utan félagsins. Þó

stofnfélagar hafi aðeins verið sex þá voru félagarnir orðnir tólf talsins áður en ár var

liðið og hefur sú tala haldist óbreytt síðan. Þeir sem gengu í Faxa til viðbótar

stofnfélögunum voru þeir Ingimundur Jónsson, Danival Danivalsson, Sverrir

Júlíusson, Einar Norðfjörð, Þórður Helgason, og Páll S. Pálsson. Frá upphafi og fram

á daginn í dag hafa alls 40 manns verið félagar í Faxa um lengri og skemmri tíma og

má geta þess að einn félaganna í dag, Gunnar Sveinsson, gekk í félagið árið 1951.

Aðdragandi að stofnun blaðaútgáfu Faxa. Hér leyfi ég mér að grípa niður í grein Kristins Reyrs í jólablaði Faxa 1950 þar

sem hann skrifar um Faxa tíu ára: ,,Forsögu þína er að finna í velmeðfarinni

fundagerðabók Málfundafélagsins Faxa, sem var stofnað 10. október 1939, og hafði

því aðeins starfað í rúmt ár, er hugmyndin um blaðaútgáfu á vegum félagsins kom

fram á málfundi 24. október 1940.” Í fundagerðinni segir m.a.:

,,Þá var 25 fundur settur að heimili Ingva Loftssonar”. Hallgrímur Th.

Björnsson var frummælandi fundarins og hélt góða tölu um blaðaútgáfu í Keflavík.

Voru honum allir sammála um þörfina á blaði, en enginn fundarmanna var svo djúpt

sokkinn að vera blaðamaður, og þar af leiðandi var ekki hægt að gera sér grein fyrir

hvað útgáfa blaðs myndi kosta.

Page 3: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 3

Og margt fleira sögðu þeir Faxamenn það kvöldið, þar til sigurverkið á

veggnum sló tólf högg á miðnætti, en þá áttu allir eftir að segja enn meira um upphaf

þitt. Svo að framhaldsumræða var ákveðin á næsta fundi.

Sumum varð ekki svefnsamt, er heim var komið. En þá, sem sofnuðu loksins,

dreymdi þig í dýrðarljóma meðal lýðs síns, flytjandi frumsamdar greinar, frumort

ljómæli og ábatasamar auglýsingar! Þannig hófst draumurinn um þig.

Er síðan ekki þörf á því að orðlengja tilurð útgáfu Faxa nema að segja að á

næsta fundi var stofnuð undirbúningsnefnd um stofnun blaðaútgáfu og á fundi þann 1.

desember var útgáfan ákveðin og blaðstjórn kosin.

Ávarp Valtýs Guðjónssonar ritstjóra í 1. tölublaði Faxa, 21. desember 1940.

,,Á þeim erfiðleika og ófriðartímum sem um þessar mundir ganga yfir

menningarþjóðirnar, verður mörgum manni það á að segja, að fátt sé óþarfara en

skriffinnskan, og margt þarfara ætti að mega taka sé fyrir hendur en að hefja

blaðaútgáfu, bæta einu blaðinu enn við þann sæg, sem fyrir er af því tagi. Þegar

íslenska þjóðin verður í ýmsum málum að lúta valdboði erlends herveldis, og

ógnareldar styrjaldarinnar brenna svo að segja á næstu grösum við hana, þá sé það

ekki beinasti bjargræðisvegurinn fyrir okkur, að setjast niður til að skrifa, eyða pappír

og prentsvertu til að ræða ýmis mál, sem bundin eru viðjum erfiðleika þeirra, er af

styrjöldinni leiðir. Á þessu máli, eins og flestum öðrum, eru þó fleiri hliðar en ein.

Þetta kann að vera rétt að nokkru leyti, en ekki öllu.

Um leið og Keflvíkingar og aðrir Suðurnesjamenn sækja sjóinn af slíku kappi,

sem alkunna er, um leið og þeir vinna að framleiðslu lífsnauðsynjanna jafnvel enn

ótrauðar en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir þau óveðursský, sem gera loft allt lævi

blandið, þá virðist ekki óviðeigandi, að einmitt nú komi út blað, sem fyrst og fremst

ræði mál þessara manna, og héraðs þess er þeir byggja. Þar sem eins hagar til um störf

manna og hér, afköst þeirra og afrek, hefur fyrir löngu verið komið af stað blaðkosti.

Slík blöð hafa mörgu góðu til leiðar komið, hvert á sínum vettvangi, bæði með því að

rjúfa þögnina, og vera þannig tengiliður milli viðburðanna og þess fólks, sem gjarnan

vill leggja eyrun við, og eins með því, að taka upp markvissa baráttu fyrir sönnum

framfaramálum.

Page 4: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 4

Varla getur það kallast að bera í bakkafullan lækinn að gefa hér út blað, því að

hvort tveggja er, að ekki hefur verið um neitt þessháttar að ræða í héraðinu (að

undanteknum fjölrituðum félags- og skólablöðum), og að í blöðum þeim sem menn

lesa hér almennt og gefin eru út í höfuðstaðnum fer frábærlega lítið fyrir öllu því , er

einkum snertir málefni Suðurnesja. Við þessu væri ekkert að segja, ef hér væri högum

þann veg komið, að æskilegast þætti að almennt sinnuleysi ríkti um öll þeirra mál. Um

það, að svo sé ekki, munu allir héraðsmenn sammála.

Það, sem vakir fyrir Málfundafélaginu Faxa í Keflavík, er það ræðst í þessa

blaðaútgáfu, er meðal annars þetta: Sú þögn sem ríkir um menningar- og framfarmál

þessa héraðs bæði utan þess og innan, er óréttmæt og óholl. Héraðsbúum sjálfum þarf

að gefast kostur á að fylgjast með því, hvað er að gerast í þeirra fjölmenna og

athafnasama héraði. Þeir þurfa að skilja og meta það sem þegar hefur áunnist fyrir

átök margra manna. Þeir þurfa að koma auga á hina margháttuðu möguleika til stærri

átaka í framtíð á sviði menningar og framfara. – Og það þarf að verða öllum ljóst, að

sá hlutur, sem Suðurnesjabúar draga í þjóðarbúið, er ekki ýkja rýr. Bæði

Suðurnesjamenn og aðrir munu sammála um, að sá skerfur sé það vænn, að hann

verðskuldi annað og meira en þögnina eina.”

Þróun blaðútgáfunnar Eins og áður sagði kom fyrsta tölublað Faxa út 21. desember 1940. Síðan var

þróunin furðu ör því að auk þess sem Faxi færðist mjög í aukana voru gerðar tvær –

þrjár tilraunir til blaðaútgáfu í héraðinu. Fyrstu blaðstjórn Faxa skipuðu eftirtaldir:

Ragnar Guðleifsson, Kristinn Pétursson, Ingimundur Jónsson, Valtýr Guðjónsson og

Guðni Magnússon. Þeir skiptu þannig með sér verkum að Valtýr Guðjónsson var

ábyrgðarmaður og formaður blaðstjórnar en Kristinn Pétursson annaðist afgreiðslu og

gjaldkerastörf. Þetta fyrirkomulag hélst til áramóta 1941-1942. Á rösku ári höfðu

komið út sex tölublöð, átta síður hvert. Verð blaðsins var 35 aurar en upplag fimm

hundruð. Af fenginni reynslu var nú ýmsu breytt. M.a. var fækkað í blaðstjórn niður í

þrjá og þeir Hallgrímur Th. Björnsson, Ingimundur Jónsson og Ragnar Guðleifsson

kosnir og var Hallgrímur formaður blaðstjórnar. Þessi blaðstjórn réð Kristinn

Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

var aukið í sex hundruð og verðið í 50 aura. Ári seinna hættir Kristinn sem ritstjóri en

blaðstjónin öll annaðist ritstjórnina. Tölublöðin tóku nú að stækka, voru flest 12 síður

en sum 16 síður og betri pappír var notaður í útgáfuna. Verðið hækkaði í eina krónu

Page 5: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 5

og upplagið fór stöðugt vaxandi. Tíu ára afmælisblað Faxa, jólablaðið 1950, var 32

síður að stærð og prentað að hluta til í lit. Ekki tókst alltaf að halda útgáfu Faxa úti

með jafnmiklum krafti en þó voru mörg árin gefin út þetta 7-8 blöð og sum árin voru

jólablöðin 88 blaðsíður. Síðustu áratugina hefur æ stærri hluti blaðsins verið gefinn út

í fjórlit. Einn af ánægjulegustu þáttunum við útgáfu Faxa voru samskiptin við

sölubörnin sem voru fjölmörg. Vonandi gefst síðar tækifæri til að fjalla um þann þátt

en árið 2001 var sú ákvörðun tekin að hætta lausasölu blaðsins og var því eftir það

dreift ókeypis í öll hús í Reykjanesbæ og einnig er nokkuð upplag látið liggja frammi í

verslunum í Grindavík, Vogum, Sandgerði og Garði. Var þá upplag blaðsins orðið um

5000 eintök. Einnig eru um 100 eintök send í pósti til ýmissa aðila vítt og breitt um

landið. Eftir þessa breytingu hafa auglýsingatekjur og ýmsir styrkir staðið undir

útgáfukostnaði.

Helstu efnisliðir í Faxa Þegar Faxi hafði komið út í nokkur ár komst fljótlega nokkuð fast form á

efnisvalið. Í fyrsta lagi ber að telja fréttir af störfum hreppsnefndar Keflavíkur og

síðan komu fréttir af aflabrögðum og öðru er tengdist sjósókninni. Í dálknum ,,Úr

flæðarmálinu” birtust stuttar fréttir um ýmsa viðburði frá líðandi stund og síðan birtust

greinar frá ýmsum pennafærum héraðsmönnum sem fjölluðu um hin ýmsu mál er til

framfara máttu horfa. Sérstök síða, Kvennasíðan, var í blaðinu um nokkurt skeið og

þar birtist ýmislegt efni sem talið var að höfðaði til kvenna fyrst og fremst sem og

ýmis aðsend bréf frá konum. Ritstjórar blaðsins á hverjum tíma reyndust mjög

afkastamiklir í skrifum um allt milli himins og jarðar. Að lokum ber síðan að nefna

þær ýmsu auglýsingar sem bera vitni um verslunarsögu hvers tíma.

Ritstjórar Faxa Á þeim sextíu og fimm árum sem Faxi hefur komið út hafa eftirtaldir ritstýrt blaðinu:

1. Valtýr Guðjónsson tímabilið 1940 –1941

2. Kristinn Pétursson árið 1942

Page 6: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 6

3. Á árunum 1943 – 1954 ber blaðstjón sameiginlega ábyrgð á blaðinu sem og

ritstjórn þess. Allan þann tíma var Hallgrímur Th. Björnsson formaður

blaðstjórnar og í raun ritstjóri blaðsins. Þennan tíma var blaðstjórnin skipuð sem

hér segir: Hallgrímur Th Björnsson, Ragnar Guðleifsson og Ingimndur Jónsson.

Jón Tómasson kom fljótlega í blaðstjón fyrir Ingimund og Valtýr kom í blaðstjórn

1947 fyrir Ragnar Guðleifsson. Í byrjun árs 1951 hverfur Valtýr úr blaðstjórninni

og Kristinn Pétursson kemur í hans stað. Kristinn situr í blaðstjórn það ár en í

byrjun árs 1952 kemur Margeir Jónsson í hans stað. Í janúar 1953 kemur Kristinn

aftur inn í blaðstjórnina og nú fyrir Jón Tómasson.

4. Ólafur Skúlason leysti Hallgrím Th. Björnsson af við 1. – 6. tbl. 1954

5. Hallgrímur Th. Björnsson frá 7. tbl. 1954 til ársloka 1971

6. Magnús Gíslason tímabilið 1972 til ársloka 1978

7. Jón Tómasson tímabilið 1979 til ársloka 1986

8. Helgi Hólm tímabilið 1987 til ársloka 2000

9. Guðni Kjærbo tímabilið 2001 til og með 1. tbl. 2005

10. Helgi Hólm og Eðvarð T. Jónsson ritstýrðu saman 2. tbl. 2005

11. Eðvarð T. Jónsson frá og með 3. tbl. 2005

Útgáfa blaðsins Faxa hefur meira og minna byggst á sjálfboðavinnu þeirra sem setið

hafa í blaðstjórn hverju sinni. Oftast hefur tekist að halda fjárhagnum réttu megin við

strikið. Í þrjátíu ár var blaðið prentað í Reykjavík en með 9. tölublaði 32. árgangs, þ.e.

árið 1972, var blaðið í fyrsta skipti prentað í Keflavík og þá hjá prentsmiðjunni

Grágás. Síðan þá hefur nokkrum sinnum verið skipt um prentsmiðju, fyrst kom

Prisma árið 1979, Prenthúsið 1982, Prentstofa G. Benediktssonar frá og með 8. tbl.

1982 og að lokum Stapaprent frá 4. tbl. 53. árg. 1993. Stapaprent var fyrst til húsa í

Njarðvík en er nú til húsa í Grófinni 13 í Keflavík. Er rétt að taka það fram hér að

aldrei hefði verið nokkur mynd á útgáfu blaðsins ef ekki hefði til komið frábær

samvinna alls þess fólks sem blaðstjórn átti viðskipti við á hverjum tíma. Bestu þakkir

til þeirra allra.

Page 7: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 7

Sögulegar heimildir af heimaslóð Erindi þetta ber heitið Sögulegar heimildir af heimaslóð, blaðaútgáfa Faxa í 65

ár. Hefur hér að framan verið gerð grein fyrir útgáfunni þótt það sé engan veginn

tæmandi frásögn. Rétt er þá að víkja nokkrum orðum að fyrri liðnum í nafni

erindisins. Eftir því sem útgáfuárunum hefur fjölgað hefur æ betur komið í ljós að

Faxi hefur öðlast heilmikið heimildargildi. Í gegnum tíðina hafa nefnilega fjölmargir

birt í blaðinu efni sem hefur að geyma heimildir um sögu Suðurnesja á ýmsum tímum.

Sumar þessar heimildir eru ómetanlegar því þær segja frá atburðum sem hvergi annars

staðar hafa verið skráðir. Þessar frásagnir fela í sér heimildir um daglegt líf genginna

kynslóða. Það er vel við hæfi að nefna sérstaklega tvö nöfn í þessu sambandi og ber

þá hæst nafn Mörtu Valgerðar Jónsdóttur ættfræðings en hún ritaði m.a. mjög merka

þætti í Faxa er hún nefndi Minningar frá Keflavík. Birtust þættir hennar í Faxa á

árunum 1945-1969. Þessir þættir urðu síðan meginuppistaðan í merku þriggja binda

riti ,,Keflavík í byrjun aldar” sem gefið var út 1989 af Ættfræðistofu Þorsteins

Jónssonar í samvinnu við Sögunefnd Keflavíkur. Marta Valgerður fæddist að

Landakoti á Vatnsleysuströnd 10. janúar 1889. Hún fluttist með foreldrum sínum til

Keflavíkur um aldamótin 1900 og bjó þar utan eins árs (1912) til ársins 1919. Hafa

fjölmargir leitað sér heimilda í skrif hennar. Einnig er tilhlíðilegt að nefna nafn Skúla

Magnússonar sem um langt skeið hefur skrifað merkar greinar um ýmis efni sem

snerta lífið hér syðra. Með skrifum sínum hafa síðan ritstjórar blaðsins á hverjum tíma

skrifað eitt og annað sem markvert má telja, ekki síst fjölmörg viðtöl.

Að lokum er rétt að nefna að Faxi hefur fjallað um merkisafmæli hjá ýmsum

fyrirtækjum og félögum þar sem skráð er viðkomandi saga í máli og myndum. Má í

því sambandi nefna að 2. tölublað 2005 var helgað 60 ára sögu Kaupfélags

Suðurnesja.

Dæmi um heimildir í Faxa

1. Tilkynning frá ríkisstjórninni, 2. árgangur 6.-7. tbl., mai-júní 1942.

Í því skyni að ameríska hernum megi takast að verja Ísland og draga sem mest úr

áhættu landsmanna, er aðeins takmörkuð umferð leyfð um svæði það á Reykjanesi,

sem sýnt er á hér birtum uppdrætti. Á Reykjanesi norðvestanverðu, allt það svæði,

sem afmarkast af línu dreginni yfir nesið, og liggur hún þannig: hefst í Litlu-Sandvík

Page 8: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 8

og liggur þaðan austur á við h.u.b. 6,3 km. til staðar, sem liggur um 1 km. í suður frá

Sandfellshæð, þaðan í norðaustlæga átt h.u.b. 13 km. vegalengd upp á brún hæðar

þeirrar, er nefnist Litla-Skógfell, þaðan í norður átt h.u.b. 6,3 km. vegalengd til

strandarinnar skammt innan við Grímshól á Vogastapa.

Land það sem aðeins takmörkuð umferð er leyfð um, skal ekki taka yfir Innri-

Njarðvík, Ytri-Njarðvík, Keflavík, Leiru, Garð, Sandgerði, Hvalsnes, Stafnes, Hafnir,

né heldur tiltekin landsvæði ræktuð eða umbætt og eru þau sýnd utan merkjalínu

greinds svæðis á áðurgreindum uppdrætti.

Auk þess eru neðangreindir vegir innan svæðis umferðartakmörkunarinnar

undanskildir takmörkuninni, svo sem sýnt er á uppdrættinum, sem hér er prentaður

með:

1. Vegurinn um Njarðvíkur, Keflavík, Leiru, Garð, Sandgerði og Stafnes.

2. Vegurinn frá Innri-Njarðvík til Hafna.

3. Vegurinn til Grindavíkur.

Landamerki þessara kauptúna og svæða verða auðkennd með staurum máluðum

rauðum og hvítum.

Á tilkynningu þessari sem

gefin er út í Reykjavík þann

18. maí 1942 eru einnig

tiltekin sérstök bannsvæði og

gilti það um svæði þar sem

reist væru mannvirki eða

hernaðarstörf framkvæmd og

máttu Íslendingar ekki fara inn

á þau svæði nema hafa til þess

sérstök vegabréf sem hægt var

að fá hjá bæjarfógetanum í

Hafnarfirði eða lögreglu-

stjóranum í Keflavík.

Page 9: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 9

2. Keflavík til forna, þættir úr útvarpserindi Helga S. Jónssonar. 2. árgangur 8.-9.

tbl, des. 1942.

,,Þær munu vera 5 Keflavíkurnar á landinu að ég best veit, og útræði hefur

verið frá þeim öllum, eins og orðtakið landskunna virðist benda til, ,,að sama sé í

hverri Keflavík sé róið.” Nafnkunnust er Keflavík sú, er skerst inn í tána á Reykja-

nesskaga austanverða, en hinar koma nú lítt við sögu lengur, og verða vart kunnar

nema í nánasta umhverfi sínu.

Keflavík stendur við litla vík, sem myndast af Hólmsbergi annars vegar, en

Vatnsnesi hins vegar. Landið umhverfis er mjög hrjóstrugt eins og reyndar Reykja-

nesskaginn allur, næst eru uppblásnir melar og svo, þegar lengra dregur, taka við

sandar og hraun. Útsýni er aftur á móti vítt og fagurt, beint á móti blasir við eitt

fegursta fjall á landinu, - þúsundlita fjallið, Esja – og Akrafjall og Skarðsheiðin að

baki.”

Í erindi sínu rifjar Helgi S. Jónsson upp verslunarsögu Keflavíkur, verslun

Englendinga og Þjóðverja á 16. öld, einokurnartímabilið 1602 – 1787 og síðan tímabil

dönsku kaupmannanna fram til upphafs 20. aldar. Þar komu við sögu þeir Duus,

Fisher og Knutsen og lifa nöfn þeirra enn í bænum.

3. Auglýsing

Eins og áður sagði má augljóslega

líta á þær auglýsingar sem

gegnum tíðina hafa birst í Faxa

sem heimild um verslunarmáta

hvers tíma. Meðfylgjandi aug-

lýsing frá Kaupfélagi Suðurnesja

minnir á þá tíma er fólk keypti kol

til eldunar og upphitunar.

Page 10: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 10

Eitt af fjölmörgum ljóðum sem birst hafa í Faxa

Page 11: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 11

Lokaorð Það er langt frá því að vera auðvelt að hemja sig þegar tækifæri fæst til að

ræða um Faxa í svo lærðum hópi sem hér er saman komin. Samt sem áður er nú

komið að lokum þessa fyrirlestrar um blaðið Faxa. Mig langar að ljúka með því að

vitna í orð Huldu Bjarnadóttur bókavarðar Bókasafns Reykjanesbæjar í

fréttatilkynningu frá safninu fyrr í vetur: ,,Faxi er ómetanleg heimild um sögu og

mannlíf á Suðurnesjum og komst ég fljótt að raun um það þegar ég hóf störf sem

bókasafnsfræðingur á skólasöfnum í Keflavík upp úr 1970. Sérstaklega nýttist blaðið

vel í ritgerðarvinnu í Fjölbrautaskólanum. Það var því eitt af fyrstu verkum mínum

sem bæjarbókavörður að fá leyfi Faxafélaga til að lykla blaðið og gáfu þeir safninu

tölvu til verksins. Verkið vannst hægt en örugglega og hefur þessi gagnagrunnur verið

aðgengilegur á safninu í nokkur ár.”

Við þetta er því að bæta að nú er þessi gagnagrunnur öllum aðgengilegur á

netinu og er því hér um að ræða merkan áfanga í útgáfusögu Faxa. Megi blaðið Faxi

áfram dafna um ókomna framtíð.

Ég þakka þeim sem á hafa hlýtt.

Page 12: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 12

Fréttatilkynning Bókasafns Reykjanesbæjar í nóvember 2006.

Faxi 65 ára - afmælisgjöf frá bókasafninu

Þann 21. desember árið 1940 kom 1. tbl. Faxa út. Blaðið hefur komið út allar götur

síða og það eru félagar í Málfundafélaginu Faxa sem gefa blaðið út. Faxi er ómetanleg

heimild um sögu og mannlíf á Suðurnesjum og komst ég fljótt að raun um það þegar

ég hóf störf sem bókasafnsfræðingur á skólasöfnum í Keflavík uppúr 1970.

Sérstaklega nýttist blaðið vel í ritgerðarvinnu í Fjölbrautaskólanum og naut ég þá

fulltingis Skúla Magnússonar við að finna efni sem hentaði hverju sinni því Skúli

þekkti efnið í Faxa út og inn. Þegar Skúli fór svo til náms í Reykjavík var þörfin fyrir

að Lykla Faxa mikil. Það var því eitt af fyrstu verkum mínum sem bæjarbókavörður

að fá leyfi Faxafélaga til að lykla blaðið og gáfu þeir safninu tölvu til verksins. Verkið

vannst hægt en örugglega og hefur þessi gagnagrunnur verið aðgengilegur á safninu í

nokkur ár. Einn starfsmanna safnsins, Ragnhildur Árnadóttir, safnaði auk þess

heimildum um svæðið úr bókum og tímaritum sem lokavekefni til BA prófs í

bókasafns- og upplýsingafræðum. Nú höfum við sameinað þessa tvo gagnagrunna í

einn, Gagnagrunnur um Suðurnes, og er hann aðgengilegur öllum sem vilja nýta sér

hann á vef bókasafnsins: http://www.reykjanesbaer.is/bokasafn Þar er hægt að leita

eftir efni eftir titlum greina, höfundum og efnisorðum. Það er okkur á bókasafninu

mikil ánægja að geta opnað þennan gagnagrunn á netinu á þessum merku tímamótum

í útgáfusögu Faxa. Við sendum félögum í Málfundafélaginu Faxa afmælis- og

jólakveðjur og hvetjum þá til að halda áfram á sömu braut.

Hulda Þorkelsdóttir

Page 13: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 13

Til glöggvinar – uppdrátturinn er fylgdi með tilkynningu ríkisstjórnar í Faxa 1942.

Page 14: Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ármitt.is/faxi/faxier.pdf · Pétursson ritstjóra og ábyrgðarmann og Jón Tómasson sem afgreiðslumann. Upplagið

Sögulegar heimildir af heimaslóðum, blaðaútgáfa Faxa í 65 ár

Síða 14

Heimildir:

Blaðið Faxi 1. tbl. 1940 – 3. tbl. 2005 – 65 árgangar.