31
Sett lög í rýmri merkingu Stjórnvaldsfyrirmæli

Sett lög í rýmri merkingu

  • Upload
    katoka

  • View
    54

  • Download
    3

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Sett lög í rýmri merkingu. Stjórnvaldsfyrirmæli. Afmörkun stjórnvaldsfyrirmæla. Reglur, sem handhafar framkvæmdarvalds samkvæmt 2. gr. STS setja Stjórnvaldsfyrirmæli hafa almenna skírskotun - taka til ótiltekins fjölda aðilja - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: Sett lög í rýmri merkingu

Sett lög í rýmri merkingu

Stjórnvaldsfyrirmæli

Page 2: Sett lög í rýmri merkingu

Afmörkun stjórnvaldsfyrirmæla

Reglur, sem handhafar framkvæmdarvalds samkvæmt 2. gr. STS setja

Stjórnvaldsfyrirmæli hafa almenna skírskotun - taka til ótiltekins fjölda aðilja

Stjórnvaldsákvörðun felur í sér ráðstöfun á rétti eða skyldu tiltekins aðilja

Stjórnsýslulög nr. 37/1993 taka ekki til stjórnvaldsathafna (2. mgr. 1. gr. STL)

Page 3: Sett lög í rýmri merkingu

Heiti stjórnvaldsfyrirmæla

Reglur, tilskipanir, auglýsingar, bréf (t.d. forsetabréf, erindisbréf, stjórnarráðsbréf), fyrirmæli, gjaldskrár, samþykktir

Reglugerðir algengasta heiti stjórnvaldsfyrirmæla

Lítt hægt að draga sjálfstæðar ályktanir af heiti stjórnvaldsfyrirmæla

Page 4: Sett lög í rýmri merkingu

Hverjir setja stjórnvaldsfyrirmæli Þeir sem fara með framkvæmdavald samkvæmt 2. gr. STS Forseti með atbeina ráðherra

forsetabréf, forsetaúrskurðir Ráðherrar

reglugerðir, reglur, auglýsingar og fleiri nöfn Sveitastjórnir og stofnanir þeirra

samþykktir, gjaldskrár Geta aðrir en þeir sem fara með framkvæmdavald

samkvæmt 2. gr. STS sett stjórnvaldsfyrirmæli?

Page 5: Sett lög í rýmri merkingu

Lögmætisreglan og stjvf.

Samkvæmt lögmætisreglunni þurfa stjvf. að styðjast við viðhlítandi heimild mega stjvf. ekki ganga gegn rétthærri reglum

Stjórnvaldsfyrirmæli verða almennt að styðjast við sett lög og þau mega aldrei ganga gegn settum lögum

Lögmætisreglan lýtur að heimildum stjórnvalda en ekki að löggjafanum

Page 6: Sett lög í rýmri merkingu

Álitamál v. lögmætisregluna

Hvenær og að hvaða marki má setja stjvf.? Þarf alltaf heimild í settum lögum til setningar stjvf? Hvernig ber að skýra lagaheimildir til setningar stjvf.?

Hvenær skortir stjvf. lagastoð? Hvaða stöðu hafa stjórnvaldsfyrirmæli gagnvart

lögum og öðrum réttarheimildum? Hvað með aðrar heimildir en sett lög, t.d. fordæmi og

venjur?

Page 7: Sett lög í rýmri merkingu

Lagaáskilnaðarreglur STS

Skv. STS fara Alþingi og forseti með lagasetningarvald

STS áskilur "lög" til ákveðinna athafna Lagaáskilnaðarreglur lúta að heimildum

löggjafans en ekki að stjórnvöldum Lagaáskilnaðarreglur skipta þó verulegu máli

við skýringu á heimildum til setningar stjvf.

Page 8: Sett lög í rýmri merkingu

Álitamál v. lagaáskilnaðarreglur

Að hvaða marki er almennt heimilt að fela stjórnvöldum að setja reglur?

Er þessi heimild meiri takmörkunum háð í einstökum málaflokkum?

Er heimilt að framselja vald til setningar reglna til annarra en stjórnvalda?

Page 9: Sett lög í rýmri merkingu

Meginálitamál um stjvf.

Fullnægja stjvf. lögmætisreglu stjórnsýsluréttar: Hafa þau nægilega lagastoð? Eru þau í samræmi við sett lög?

Fullnægja sett lög, sem heimila setningu stjvf., áskilnaði STS um að málefni skuli skipað með lögum?

Page 10: Sett lög í rýmri merkingu

Stjvf. og stjórnarskráin

Að fullnægðum hvaða skilyrðum geta stjórnvöld (eða aðrir) sett réttarreglur

Page 11: Sett lög í rýmri merkingu

Kostir og gallar við framsal löggjafvarvalds Lagasetningarreglugerðir og lagaframkvæmdareglugerðir Rök lagasetningarreglugerða

Lög verða stutt Auðveldara að breyta gildandi reglum Nauðsynleg sérfræðikunnátta til staðar hjá stjórnvöldum

Rök gegn lagasetningarreglugerðum Alþingi á að setja þegnunum lög, ekki stjórnvöld (lýðræði,

greining valdsins) Reglugerðir eru óstöðugar Löggjafinn getur sjálfur aflað sérfræðikunnáttu

Page 12: Sett lög í rýmri merkingu

Hvenær er heimilt að setja stjórnvaldsfyrirmæli?

Samkvæmt 2. gr. STS fer Alþingi og forseti með lagasetningarvald - ekki stjórnvöld

Þrátt fyrir 2. gr. STS er almennt talið að stjórnvöld geti sett almennar reglur að ákveðnum skilyrðum fullnægðum Í undantekningatilv. án lagaheimildar Að öðru leyti með stoð í settum lögum

Löggjafinn felur þá stjórnvöldum að setja reglur að meira eða minna leyti

Framsal lagasetn.valds

Page 13: Sett lög í rýmri merkingu

Heimildir til setningar stjórnvaldsfyrirmæla

Óskráðar heimildir (venja, eðli máls) fullnægjandi heimild Heimilt að kveða á um innri málefni stjórnsýslunnar án settrar lagaheimildar Geta reglur þjóðaréttar verið fullnægjandi heimild? - dómur Hæstaréttar 21.

apríl 1999 í máli nr. 4031998 Ef kveða á um réttindi eða skyldur þegnanna á þurfa

stjórnvaldsfyrirmæli almennt að styðjast við heimild í settum lögum

Þessi heimild löggjafans takmarkast hins vegar af STS löggjafinn getur ekki framselt stjórnvöldum vald sitt takmarkalaust

Page 14: Sett lög í rýmri merkingu

Takmörk við framsali

2. gr. STS takmarkar almennt hversu langt má ganga í framsali lagasetningarvalds Alþingi og forseti eiga að fara með lagasetningarvaldið

Ýmis ákvæði STS sem áskilja lög Fela í sér frekari takmörkun á því hversu langt

má ganga

Page 15: Sett lög í rýmri merkingu

Ákvæði STS, sem takmarka áskilja lög

40. gr. sbr. 77. gr. STS - skattamál 66. gr. - réttindi útlendinga 67. gr. - handtaka 69. gr. - refsingar 72. gr. - eignarréttindi 74. gr. - tjáningarfrelsið 75. gr.- atvinnufrelsið 78. gr. - sveitarfélög

Page 16: Sett lög í rýmri merkingu

Framsal skattlagningarvalds Dómaframkvæmd fyrir stjórnarskipunarlög nr. 97/1995

H 1985:1544 (kjarnfóðurgjald) H 1986:462 (þungaskattur) H 1986:1361 (búnaðarmálasjóðsgjald) H 1987:1018 (gengismunur)

Dómaframkvæmd eftir stjórnarskipunarlög nr. 97/1995 Dómur Hæstaréttar í máli nr. 64/1999 frá 21. október 1999: Framleiðsluráð landbúnaðarins gegn Báru Siguróladóttur og gagnsök (búnaðarmálasjóðsgjald II)

Page 17: Sett lög í rýmri merkingu

Dómur Hæstaréttar í máli nr. 64/1999

Af orðalagi framangreinds ákvæðis stjórnarskrárinnar [77. gr.], eins og það varð með 15. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 og með vísun til áðurgreindra ummæla í greinargerð með því ákvæði, verður ráðið að ætlun stjórnarskrárgjafans hafi verið sú að banna með því fortakslaust, að almenni löggjafinn heimili stjórnvöldum að ákveða hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema. Úrlausnir dómstóla fyrir þessa stjórnarskrárbreytingu verða af þessum sökum ekki taldar hafa nema takmörkuð áhrif við skýringu á lögmæti skattlagningarheimilda eftir breytinguna.

Page 18: Sett lög í rýmri merkingu

Skerðingar á eigna- og atvinnuréttindum

Eldri dómafrakvæmd - sjá t.d. H 1984:1126 (afturköllun leigubílaleyfis)

H 1996:2956 (Samherji) Dómur Hæstaréttar 6. apríl 2000 í máli nr.

12/2000: Ákæruvaldið gegn Svavari Guðnasyni o.fl. (Vatneyrarmál)

Dómur Hæstaréttar 13. apríl 2000 í máli nr. 15/2000: Stjörnugrís hf. gegn íslenska ríkinu (Stjörnugrís)

Page 19: Sett lög í rýmri merkingu

Dómur Hæstaréttar í máli nr. 15/2000

Í 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 er kveðið á um friðhelgi eignarréttar og í 75. gr. hennar um atvinnufrelsi, sbr. 10. gr. og 13. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Má hvorugt skerða nema með lagaboði að því tilskildu, að almenningsþörf krefji. Þessi fyrirmæli stjórnarskrárinnar verða ekki túlkuð öðruvísi en svo, að hinum almenna löggjafa sé óheimilt að fela framkvæmdarvaldshöfum óhefta ákvörðun um þessi efni. Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar, sem talin er nauðsynleg. Á þetta einnig við um ráðstafanir til að laga íslenskan rétt að skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Í samræmi við stjórnskipun landsins er það á valdi löggjafans en ekki framkvæmdarvaldsins að ákveða, hvernig heimild íslenska ríkisins í 2. mgr. 4. gr. tilskipunar nr. 85/337/EBE verði nýtt.

Page 20: Sett lög í rýmri merkingu

Til hverra má framselja vald?

Lagasetningarvald framselt ráðherrum Lagasetningarvald framselt öðrum en

stjórnvöldum H 1985:1544 (kjarnfóður)

Ath. 2. mgr. 78. gr. STS að því er varðar sveitarfélög

Page 21: Sett lög í rýmri merkingu

Niðurstaða um framsal valds Þegar STS áskilur lög verður að mæla fyrir í settum lögum um

þær meginreglur, þar sem fram koma takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar, sem talin er nauðsynleg löggjafinn verður sjálfur að taka afstöðu til skerðingarinnar

Þegar er um er að ræða framsal skattlagningarvalds virðist óheimilt að fela stjórnvaldi mat á skattprósentu, hvort endurgreiða á skatt eða fella hann niður kveða þarf ítarlega á um skattlagningu í settum lögum, m.a. skatthlutfall

Almennt er óheimilt að framselja lagasetningarvald annarra en stjórnvalda

Page 22: Sett lög í rýmri merkingu

Lögmætisreglan og stjvf.

Eru stjvf. í samræmi við lög?Eiga stjvf. sér næga lagastoð?

Page 23: Sett lög í rýmri merkingu

Réttarheimildarleg staða stjfv.

Stjórnvaldsfyrirmæli eru réttlægri réttarheimild en allar reglur, sem handhafar löggjafarvalds setja Lögum verður ekki breytt með stjórnvaldsfyrirmælum Ef stjórnvaldsfyrirmæli eru andstæð lögum víkja þau

Page 24: Sett lög í rýmri merkingu

Álitamál um réttarh. stöðu í frkv.

Ákvæði í stjvf. eru talin andstæð þeim lögum sem þau eru reist á Skýra verður lögin og stjvf. og komast að niðurstöðu um

hvort ósamræmi er á milli Sjá dóma í kafla 3.5.4. hjá S.L. Líkist því þegar stjvf. skortir lagastoð, sbr. síðar

Ákvæði í stjvf. eru andstæð öðrum lögum Skýra verður viðk. lög og heimildarlög stjvf.

H 1954:439 (forsetaúrskurður)

Page 25: Sett lög í rýmri merkingu

Stjvf. og aðrar réttarheimildir

Ef stjvf. hafa næga lagastoð þoka þau fordæmum og réttarvenjum

Er hægt að breyta dómvenjubundnum skýringum á ákvæðum laga með reglugerð? Til hliðsjónar dómur Hæstaréttar í máli nr. 143/1999 18. Júní 1999: Ákæruvaldið gegn Kjartani Arnald Hlöðverssyni (sératkvæði)

Page 26: Sett lög í rýmri merkingu

Stjórnvaldsfyrirmæli skortir lagastoð

Skýra þarf reglugerðarheimild með hliðsjón af almennum lögskýringarsjónarmiðum Sbr. tilgangur laga, greinargerðir og skýringar

til samræmis við STS, þjóðarétt og fordæmi Reglugerð þarf að hafa nægilega stoð

samkvæmt lögunum þannig skýrðum

Page 27: Sett lög í rýmri merkingu

Skýring lagaheimildar til samræmis við stjórnarskrá

Má setja íþyngjandi reglur án skýrrar lagaheimildar?

H 1988:1532 (leigubílstjóri) - lagaheimild skýrð með hliðsjón af 69. gr. (nú 75. gr.) STS - lagaheimild skorti til að ákveða skylduaðild að stéttarfélagi með reglugerð

H 1996:3002 (fullvirðisréttur í mjólk) - fullvirðisréttur í mjólk varð ekki felldur niður nema með heimild í settum lögum

Page 28: Sett lög í rýmri merkingu

Önnur álitamál varðandi stjvf.

Page 29: Sett lög í rýmri merkingu

Annmarkar á setningu stjórnvaldsfyrirmæla

Rangur stjórnvaldshafi setur reglur Málsmeðferð er brotin við setningu reglna

1966:1038 (heimtaugagjald)

Page 30: Sett lög í rýmri merkingu

Afdrif stjórnvaldsfyrirmæla við lagabreytingar

Meta þarf í hverju og einu tilviki hvort lagaheimild sé enn til staðar

Lagaheimild brestur H 1984:775 (handtaka á Keflavíkurflugvelli)

Lagaheimild heldur H 1975:601 (hundahald) H 1965:376 (flugstjóri)

Page 31: Sett lög í rýmri merkingu

Stjórnvaldsfyrirmæli sem refsiheimild

H 1986:1723 (okur) H 1989:488 (möskvastærð)