8
Samfylkingin í Suðurkjördæmi Öruggt og gott samfélag

Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Kosningablað Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2013.

Citation preview

Page 1: Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Öruggt og gott samfélag

Page 2: Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Kæru kjósendur í SuðurkjördæmiSenn líður að kjördegi. Við jafnaðarmenn höfum tekist á við afleiðingar hrunsins með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi á þessu krefjandi kjörtímabili. Helsta verkefnið var að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Í því erfiða verkefni var velferðarkerfið varið og kjör þeirra verst settu. Við hrunið versnuðu kjör allra – óhjákvæmilega. Allar greiningar sýna að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur varði kjör þeirra efnaminnstu. Í anda jafnaðarstefnunnar var skattkerfinu breytt þannig að um 60% heimila greiða nú sama eða lægra hlutfall launa sinna í tekjuskatt, persónuafslátturinn var hækkaður og er nú verðtryggður. Verk og áherslur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu sýna svo ekki verður um villst að unnið hefur verið í anda jafnaðarstefnunnar. Ég er hvað stoltust af því að málefni barna og unglinga voru sett í forgang, barnabætur hækkaðar, hækkun og lenging fæðingarorlofs, staðfesting barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og fríar tannlækningar fyrir börn. Uppbygging samfélags út frá bættum hag barna er grunntónn í stefnu

Samfylkingarinnar.Nú þegar jafnaðarmenn hafa tekið til í ríkisbúskapnum og náð endum saman er mögulegt að fara að byggja upp að nýju. Þá segja önnur stjórnmálaöfl „nú getum við.“ Þau sömu stjórnmálaöfl sem stuðluðu að yfirskuldsetningu íslenskra heimila og fyrirtækja og gáfu bankamönnum svigrúm til að leggja Ísland undir í veðmáli sem þeir töpuðu með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning í landinu. Jafnaðarmenn eru búnir að taka erfiðar ákvarðanir sem ekki varð komist hjá. Nú vilja aðrir komast að kötlunum til að taka vinsælu ákvarðanirnar. Óábyrg kosningaloforð þeirra stefna árangri og erfiði fólksins í landinu við að koma okkur upp úr kreppunni í hættu. Þann árangur verður að verja og það er best gert með því að tryggja uppbyggingu í anda jafnaðar og réttlætis.Ég hvet ykkur til að veita Samfylkingunni – jafnaðarmannaflokki Íslands atkvæði ykkar þann 27. apríl. Gleðilegt sumar!

Oddný G. Harðardóttir

Setjum velferð barna ávallt fremstHækkum barnabætur og styrkjum fæðingarorlofssjóð með hækkun mánaðargreiðslna og lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði. Tannlækningar verði gjaldfrjálsar.

Styrkjum heilbrigðiskerfið og dreifum verkefnumHeilbrigðisstofnunum kjördæmisins verði gert kleift að tryggja góða grunnþjónustu við íbúa og taka við sérhæfðum verkefnum. Flytjum þjónustu við aldraða og heilsugæslu til sveitarfélaga og bætum aðstæður og kjör fatlaðra.

Forgangsröðum í þágu menntunarGerum menntastofnunum á Suðurnesjum og á Suðurlandi kleift að bjóða nemendum upp á fjölbreytt námsframboð og aðlaðandi námsumhverfi, t.d. með því að efla framhaldsskólana á Selfossi, Suðurnesjum, Laugarvatni og Hornafirði. Eflum símenntun og framhaldsfræðslu og höldum áfram uppbyggingu fræða – og þekkingarsetra.

Betri og öruggari samgöngurLjúkum breikkun og tvöföldun Suðurlandsvegar og Reykjanesbrautar, smíði nýs Herjólfs og lagfæringar Landeyjahafnar, byggingu nýrrar brúar yfir Hornafjarðafljót ásamt átaki í uppbyggingu safn- og tengivega um sveitir landsins. Átak verði gert í að fækka einbreiðum brúm.

Tryggjum öruggt húsnæði alla æviÞróað verði áfram nýtt húsnæðis- og húsnæðisbótakerfi þar sem allir sitja við sama borð hvort sem þeir kjósa að búa í eigin húsnæði eða leigja.Samfylkingin ætlar að taka enn frekar á skuldavanda þeirra sem keyptu húsnæði á þensluárunum og fjölga valkostum húsnæðislána.

Betri staða eldri borgaraByggjum upp öldrunarstofnanir á Suðurlandi og Suðurnesjum og eyðum biðlistum.Komum á einfaldara og betra almannatryggingakerfi sem styrkir stöðu eldri borgara verulega.

Page 3: Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Með lífskjör almennings á heilanum

Samfélag fyrir alla!

„Sagt er að við séum með Evrópusambandið á heilanum, en það er þá bara vegna þess að við erum með lífskjör almennings á heilanum,” sagði Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, í kosningaþætti Ríkissjónvarpsins um efnahagsmál. Það má til sanns vegar færa að við séum með lífskjör almennings á heilanum það rammar inn hvers vegna jafnaðarmenn leggja áherslu á að ljúka viðræðum um aðild að ESB og leyfa fólkinu í landinu að kjósa um fullgerðan samning. Einfaldlega vegna þess að samningurinn snýst um brýnustu lífskjaramál almennings á Íslandi. Þar skiptir sköpum mikilvægi þess að koma á varanlegum stöðugleika í verðlagi, lækkun vaxta um meira en helming og afnám verðtryggingar með upptöku evru. Tökum nokkur dæmi um þau stakkaskipti sem yrðu í fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja með fasttengingu við evru. Það er ekki tilviljun að frændur okkar Færeyingar eru með sína krónu fasta við þá dönsku sem er fasttengd við evru. Sama gengi, sömu lágu vextirnir og engin verðtrygging. Fyrir vikið eru laun í Færeyjum helmingi hærri en hér, vegna stöðugs gengis.Samanburður aðstæðna hér á landi og í Evrópusambandinu og á evrusvæðinu leiðir í ljós að sláandi munur er á aðstæðum sem almenningur í þessum ríkjum býr við:• Frá árinu 2008 hefur íslenska matarkarfan hækkað um 32%.

Í Evrópusambandinu hækkaði hún um 5,2%.• Á síðustu 10 árum fóru vextir Seðlabanka Evrópu hæst í

4,75%. Á sama tímabili fóru vextir Seðlabanka Íslands hæst í 18%.

• Meðalvextir á óverðtryggðu húsnæðisláni á Írlandi eru nú 3,5%, á Spáni 3,3% og í Þýskalandi 2,9 %. Á Íslandi eru þeir um 6,75%.

• Síðasta árið var verðbólga á Íslandi á bilinu 3,9% til 6,4%. Verðbólga á evrusvæðinu var aðeins 1,7%-2,7%.

Niðurstaðan er sú að ef Íslendingar fengju að borga meðaltalsvexti á evrusvæðinu myndi það spara íslenskum heimilum um 117 milljarða króna á ári. Það jafngildir að meðaltali 17% hækkun ráðstöfunartekna. Þetta undirstrikar enn frekar að skuldamál heimilanna eru nátengd gjaldmiðilsmálunum.

Sanngjörn skuldaskilSanngjörn skuldaskil gagnvart þeim sem eru með verðtryggð húsnæðislán er eitt stærsta úrlausnarefni næstu missera. Sparnaður landsmanna var varinn þegar mest gekk á og útilokað er að gera þetta átakatímabil upp með réttlátum hætti nema að mæta frekar vanda þeirra sem skuldsettu sig vegna húsnæðiskaupa árin fyrir kreppu.Þessi hópur varð fyrir forsendubresti og þarf að finna færar leiðir til að mæta skuldavandanum með sértækum aðgerðum sem eru kostaðar með einskiptis skatti á fjármálafyrirtækin og í gegnum samninga við kröfuhafa.Búið er að verja um 300 milljörðum í skuldaleiðréttingar. Á gjaldeyrislánum, í gegnum greiðsluaðlögum, vaxtabætur og 110% leiðina en meira þarf að gera. Því þarf að leita allra færra leiða til að skapa svigrúm til frekari aðgerða svo sanngjarnt uppgjör fari fram gagnvart þessum stóra hópi fólks.

Björgvin G. Sigurðsson

Í stefnu Samfylkingarinnar í velferðarmálum felast grunngildi um samstöðu og samábyrgð fólks. Hún leitast við að beita almennum fremur en sértækum aðgerðum, forðast forsjárhyggju og stendur vörð um mannlega reisn. Við viljum samfélag umburðarlyndis og samkenndar.Tryggja skal jafnt aðgengi allra að velferðarþjónustu, án mismununar. Þeir sem njóta opinberrar þjónustu eiga rétt á að taka þátt í að móta þá þjónustu.

Jöfn tækifæriVið viljum að fólk hafi jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og fái aðstoð í samræmi við þarfir sínar. Til að ná því fram er nauðsynlegt að mismunandi þjónustuþættir skóla og félags- og heilbrigðisþjónustu myndi samfellda heild. Það eiga allir að geta haft verðug hlutverk í samfélaginu hvort sem þeir þurfa aðstoð til þess eður ei.FjölbreytniVið viljum öruggt og gott samfélag. Allir þurfa að geta notið hæfileika sinna, lært það sem þá langar og því þarf fjölbreytt nám við allra hæfi. Við þurfum að geta unnið við það sem okkur langar. Þess vegna þarf fjölbreytt atvinnulíf um allt land sem nýtir ólíka þekkingu og sköpunarkraft okkar allra, án þess að ganga á náttúruperlur landsins.Atvinna fyrir allaAtvinnumál eru velferðarmál. Að vera á vinnumarkaði og leggja að mörkum til samfélagsins skiptir miklu máli fyrir sjálfsmynd hvers og eins. Með mikilli atvinnuþátttöku berjumst við gegn fátækt, stuðlum að jafnrétti og höfum meira til ráðstöfunar til að bæta velferðarþjónustuna okkar. Atvinna fyrir alla er mikilvægasta markmiðið.

Líf í litVið viljum samfélag þar sem við höfum öll frelsi til að vera við sjálf. Samfylkingin er kvenfrelsisflokkur, flokkur umhverfis- og náttúruverndar ásamt því að vera flokkur sem berst fyrir rétti minnihlutahópa. Við viljum frelsi til að búa þar sem við kjósum og til að fræðast og tjá okkur á netinu. Við viljum líf í öllum regnbogans litum. Við eigum að vera jöfn og frjáls.Réttlátt og gott samfélagÉg hef alla tíð haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og er reiðubúin að leggjast á árarnar til þess að gera samfélagið okkar réttlátt og gott, samfélag þar sem allir eiga möguleika á að taka virkan þátt. Við erum ekki fjölmenn þjóð og við eigum að láta okkur hvert annað varða. Hver og einn einstaklingur á Íslandi skiptir miklu máli og við þurfum á öllum okkar liðsstyrk að halda. Það skiptir máli hverjir stjórna og hvernig það er gert. Með yfirvegun, heiðarleika og jafnaðarstefnuna að vopni er ég sannfærð um að við getum við byggt betra samfélag fyrir alla.

Arna Ír Gunnarsdóttir

Page 4: Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Fjárfestum til framtíðar í menntamálum

Á Íslandi er fjölbreytt námsval á öllum skólastigum þar sem allir geta fundið nám við sitt hæfi. Samfylkingin samþykkti á síðasta landsfundi að tími sé til kominn að setja menntamál í forgang. Samfylkingin vill halda áfram að standa vörð um menntamálin í landinu og stórefla starfsmenntun og fjarnám vítt og breitt um landið. Samfylkingin vill beita sér fyrir því á næsta kjörtímabili að þeir háskólastúdentar sem ljúka námi með viðurkendri námsframvindu fái þriðjung námslána sinna endurgreiddan í formi styrkja. Þetta mál er gríðarlega mikið hagsmunamál allra háskólastútenda og Samfylkingin ætlar að greiða götu þessa mikla hagsmunamáls í upphafi næsta kjörtímabils. Samfylkingin vill einnig vinna að hækkun dreifbýlisstyrkja fyrir þá framhaldsskólanemendur sem stunda nám fjarri heimabyggð. Stjórnvöld eiga að hvetja til náms á hvaða skólastigi sem er. Menntamál eru ein af lykilstoðum samfélagsins og með öflugri menntastefnu með fjölbreyttu námsvali ásamt myndarlegu styrkjakerfi í menntamálunum byggjum við öflugt samfélag og fjárfestum til framtíðar.

Bergvin Oddsson

Samgöngumál, nettengingar og menntamálSamgöngumál, aðgangur að háhraðnettengingu ásamt upplýsingatækni og menntamálum eru krefjandi málefni á Suðurlandi. Fjárfesting í þessum málaflokkum eflir undirstöður atvinnulífs. Í samgöngumálum hefur tenging við strætókerfið skilað miklum árangri. Tryggja verður að Landeyjahöfn verði heilsárhöfn. Það tryggir jafnrétti í samgöngumálum og opnar möguleika á auknu samstarfi milli svæðanna á áhrifasvæði hafnarinnar. Einnig er mikilvægt að standa vörð um innanlandsflugið. Aðgangur að háhraðaneti fyrir alla landsmenn er áherslumál jafnaðarmanna. Á sama hátt er tölvulæsi fyrir alla frá grunnskólaaldri allt til ellilífeyrisþega nauðsynlegt svo að allir geti nýtt sér tækifærin sem felast í upplýsingatækninni.Síðast en ekki síst skilar fjárfesting í endurmenntun kennara, starfsmönnum leik- og grunnskóla og bættum tækjakosti árangri í menntamálum. Einnig er mikilvægt að bæta kjör kennara enda er það þeirra verkefni að búa nemendur undir framtíðina.

Muhammad Azfar Karim

Eflum sveitarfélögin

Það þarf öflug sveitarfélög til að takast á við áskoranir 21. aldarinnar. Við viljum að Íslendingar búi við góð lífsskilyrði óháð búsetu og eigi greiðan aðgang að menntun, atvinnu og þjónustu. Leiðin að þessu markmiði er að efla sveitarstjórnarstigið og færa ákvarðanatöku nær þeim sem nýta þjónustuna. Jafnframt þarf að vinna að þróun íbúalýðræðis og auka samráð um stærstu verkefnin.Samfylkingin telur að málefni aldraðra, heilsugæsla, atvinnuþróun, heilbrigðis- og matvælaeftirlit og forgangsröðun í samgöngumálum landshlutanna eigi heima á sveitarstjórnastiginu. Til þess að sveitarfélögin geti tekist á við aukin verkefni þarf að styrkja þau með frekari sameiningu og samvinnu innan landshlutanna. Nú þegar hafa verið stigin stór skref í þessa átt með sóknaráætluninni Íslandi 2020 sem er mikilvægt framlag ríkisstjórnarinnar til sóknar fyrir samfélag og atvinnulíf alls staðar á landinu. Það þarf jafnframt að tryggja sanngjarna tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga svo fjárhagslegt bolmagn sé heima í héraði til að takast á við krefjandi viðfangsefni.Á hverju svæði eru það heimamenn sem þekkja sitt hérað manna best, sjá tækifærin og kunna að lesa í hætturnar. Þessa dýrmætu þekkingu þarf að virkja til að tryggja velferð og jöfnuð um allt Ísland.

Ólafur Þór Ólafsson

Fjölbreytt atvinnulífStefna skal að fjölbreyttu atvinnulífi. Það er markmið sem ætti ekki að vera mikið þrætuepli en hugsanlega greinir menn á um hvaða leið sé best til að markmiðinu. Það sem skiptir máli er bætt umhverfi fyrir nýsköpun og stuðningur við frumkvöðla. Á liðnu kjörtímabili voru samþykkt lög um skattaívilnun fyrir þróunarverkefni og hefur hún komið sér vel fyrir mjög marga. Vaxtasamningar eru í gildi um land allt en þeir hafa verið farvegur styrkja ríkisins til atvinnulífsins. En það er fleira matur en feitt kjöt. Fyrirgreiðsla til kvikmyndaiðnaðar hefur aukið öll umsvif í þeim geira hér á landi og í ljós hefur komið að hlutur menningargeirans í þjóðarkökunni er stór og afar mikilvægur.Við þurfum alltaf að vera tilbúin að styrkja og styðja nýjar hugmyndir, betri nýtingu á gæðum hafsins, markvissari markaðssetningu á gómsætu fjallalambi eða bara eitthvað alveg nýtt og spennandi.Hinu opinbera ber að skapa atvinnulífinu lífvænlegt umhverfi. Í því felst sanngjörn skattlagning, virkt samkeppniseftirlit og gott menntakerfi. En það sem skiptir fyrirtæki og heimili mestu máli er stöðugleiki og að fjármagn fáist á eðlilegu og fyrirsjáanlegu endurgjaldi.

Bryndís Sigurðardóttir

Komum á efnahagslegu öryggi og stöðugum gjaldmiðliLjúkum viðræðum við Evrópusambandið og tökum upp stöðugan gjaldmiðil með afnámi verðtryggingar og lágum vöxtum til langs tíma.

Page 5: Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Meðal verka jafnaðarmanna í Suðurkjördæmi á kjörtímabilinu• Fjórir fjárfestingarsamningar við fyrirtæki sem eru með starfsemi á Suðurnesjum eða ætla sér að

hefja þar starfsemi; gagnaver á Ásbrú, fiskverkun í Sandgerði, kísilver í Helguvík og álver í Helguvík.

• Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að ganga til viðræðna við Reykjanesbæ um málefni Helguvíkurhafnar og fjárframlag ríkisins til uppbyggingar þar.

• Ríkisfyrirtækið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur lagt nokkra milljarða í atvinnulífið á Suðurnesjum. Nú starfa 115 fyrirtæki á Ásbrú þar sem áður var byggð í kringum herinn.

• Endurbygging spítalasviðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands verður boðin út en hönnun er lokið. Gert er ráð fyrir að hefjast handa við fyrsta hluta framkvæmdanna á þessu ári, en heildarkostnaður er áætlaður um 1.360 m. kr.

• Nýtt gosminjasafn í Vestmannaeyjum verður sett á laggirnar.

• Hamar, verknámshús Fjölbrautaskóla Suðurlands verður endurnýjað. Um er að ræða tvöföldun á núverandi húsnæði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir verði boðnar út í september á þessu ári. Þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu starfsmenntunar.

• Endurnýjun þjónustusamnings við Sveitarfélagið Hornafjörð um rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands var lokið. Það þurfti jafnaðarmann í velferðarráðuneytið til ljúka samningum en samningar höfðu verið lausir síðan 2006.

• Stoðir Nýheima á Hornafirði og hugmyndafræði þeirra styrktar með 15 m.kr. framlagi ríkisstjórnarinnar og undirritun samninga um samþættingu fræðslu og menntunar á Suðurlandi.

• Byggt verður Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri fyrir um 870 m.kr., sem mun hýsa gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs.

• Óskiptur pottur tryggður í almennu löggæsluna og þannig komið í veg fyrir fækkun í löggæslunni á erfiðum tímum.

• Endurbætur á Litla-Hrauni hafnar í áföngum. Varanleg starfsemi opins fangelsis á Sogni bætir fangelsisrýmum við þau sem fyrir eru á Litla-Hrauni.

Bættur hagur barnaStóra málið fyrir komandi Alþingiskosningar er hagur heimilanna í landinu. Greiningar hafa sýnt að þær fjölskyldur sem verst standa eru barnafjölskyldur. Á kjörtímabilinu hefur verið komið til móts við þær og voru barnabætur fyrir árið 2013 hækkaðar um 30%. Hámarksþak greiðslna í fæðingarorlofi var hækkað og áætlun samþykkt um 12 mánaða fæðingarorlof. Samningur var nýlega undirritaður um gjaldfrjálsar tannlækningar fyrir börn undir 18 ára aldri, sem jafnaðarmenn hafa lengi barist fyrir. Þrotlaus vinna við að ná jöfnuði í ríkisfjármálum hefur skapað ákveðið svigrúm sem Samfylkingin vill nýta til þess að efla velferð í landinu. Mikilvægasta verkefnið er að tryggja jafnan rétt og aðgengi að lífsgæðum. Öll börn eiga rétt á menntun við hæfi og aðgangi að tómstundum án tillits til efnahags. Tryggjum velferð og jöfnuð til framtíðar og setjum X við S.

Marta Sigurðardóttir

Veiðigjöld – hlutdeild sjávarbyggða

Fiskurinn í sjónum er sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Fiskveiðiauðlindin er ekki eign fárra útvaldra. Eigandi auðlindarinnar – þjóðin – á að fá eðlilegan og sanngjarnan arð af nýtingu hennar. Þrátt fyrir harðar deilur um sjávarútveg og stjórn fiskveiða eru flestir sammála um þetta grundvallaratriði. Markmiðið með veiðigjaldinu er einmitt að tryggja þjóðinni, sem eiganda auðlindarinnar, sanngjarna og eðlilega hlutdeild í þeim arði sem er tilkominn vegna nýtingar hinnar sameiginlegu auðlindar. Samfylkingin telur að sjávarbyggðirnar eigi að njóta þess arðs sem til verður í greininni og vill að þær fái sanngjarna hlutdeild í veiðigjöldunum. Sanngjörn útfærsla veiðigjalda og eðlileg hlutdeild sjávarbyggðanna í þeim getur markað upphafið að þeirri sátt sem er nauðsynleg í sjávarútvegsmálum.

Árni Rúnar Þorvaldsson

Page 6: Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Meðal verka jafnaðarmanna í Suðurkjördæmi á kjörtímabilinu• Landeyjarhöfn markaði þáttaskil í samgöngum á milli lands og Eyja. Ríkisstjórn og Alþingi hafa sett

af stað smíði nýs Herjólfs.

• Hvítárbrú og Gjábakkavegur marka tímamót í samgöngum um uppsveitir Árnessýslu en þingmenn Samfylkingarinnar stóðu í farabroddi ákvarðanatöku um framkvæmdirnar.

• Tvöföldun Suðurlandsvegar heldur nú áfram. Breikkun Kamba og Heiðarinnar er nú í útboði og hefjast framkvæmdir í kjölfarið.

• Atvinnuþróunarfélag var stofnað aftur á Suðurnesjum en ekkert atvinnuþróunarfélag hafði starfað þar síðan Markaðs- og atvinnumálaskrifstofan var lögð niður árið 2002.

• Frumkvöðlasetrið Eldey starfar nú á Ásbrú þar sem um 30 frumkvöðlafyrirtæki starfa.

• Vaxtarsamningur Suðurnesja var tvöfaldaður og styður mjög fjölbreytt atvinnuverkefni.

• Sóknaráætlun landshlutanna hefur styrkt Suðurnes og Suðurland svo um munar.

• Atvinnuleysi hefur minnkað umtalsvert í kjördæminu á kjörtímabilinu en glíman við það hefur verið erfið. Nám er vinnandi vegur, liðstyrkur og opnir framhaldsskólar hafa reynst atvinnuleitendum vel.

• Framkvæmdum við 60 rúma hjúkrunarheimili á Nesvöllum er að ljúka en um fyrstu nýbyggingu fyrir sjúka aldraða á Suðurnesjum er að ræða. Langþráð tímamót fyrir eldri borgara og mikilvæg framkvæmd á mikilvægum tíma fyrir byggingariðnaðinn.

• Margsviknasta kosningaloforð undanfarin kjörtímabil, Suðurstrandavegur, er í höfn undir forystu jafnaðarmanna.

• Viðbygging dvalar og hjúkrunarheimilisins Lundar á Hellu hafin, tvíbýlum verður breytt í einbýli.

• Starfsemi Heilsugæslunnar á Hellu tryggð til framtíðar og lokun hennar afturkölluð.

Við óskum ykkur gleðilegs sumars

Ritnefnd: Prentun:Oddný G Harðardóttir PrentmetÁrni Rúnar Þorvaldsson Hjörtur M Guðbjartsson Útgáfa: Samfylkingin í SuðurkjördæmiÁbyrgðarmaður:Oddný G Harðardóttir

Raunveruleg náttúruvernd á grundvelli rammaáætlunarÓspillt og hrein náttúra er verðmætasta auðlind þjóðarinnar. Verjum náttúruverðmætin á grundvelli nýrra laga um náttúruvernd og verndum, rannsökum og nýtum á grundvelli rammaáætlunar.

Page 7: Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Við óskum ykkur gleðilegs sumarsGrímsnes- og Grafningshreppur

Hornafjörður

Hveragerðisbær

Rangárþing Eystra

Rangárþing Ytra

Reykjanesbær

Sandgerðisbær

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Sveitarfélagið Árborg

Sveitarfélagið Ölfus

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold

Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir

Selfoss · Akureyri

Ódýrasti valkosturinn í nettÓ

Kosningaskrifstofur

Hafnargötu 90Reykjanesbæ571 6164

Einnig er opið í húsnæði Samfylkingarinnar í Grindavík og Hveragerði.

Eyrarvegi 14Árborg562 1900

Víkurbraut 4Hornafirði864 4974

Page 8: Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Alþingiskosningar 2013

Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Oddný G Harðardóttir1. sæti

Bryndís Sigurðardóttir6. sæti

Marta Sigurðardóttir11. sæti

Ingimundur B Garðarsson16. sæti

Björgvin G Sigurðsson2. sæti

Bergvin Oddsson7. sæti

Hróðmar Bjarnason12. sæti

Soffía Sigurðardóttir17. sæti

Arna Ír Gunnarsdóttir3. sæti

Borghildur Kristinsdóttir8. sæti

Dagmar Lóa Hilmarsdóttir13. sæti

Gísli Hermannsson18. sæti

Árni Rúnar Þorvaldsson4. sæti

Hannes Friðriksson9. sæti

Muhammad Azfar Karim14. sæti

Eyjólfur Eysteinsson19. sæti

Ólafur Þór Ólafsson5. sæti

Gunnar H Garðarsson10. sæti

Guðrún Ingimundardóttir15. sæti

Margrét Frímannsdóttir20. sæti