48
Rótarýblaðið 2014 Vörpum ljósi á Rótarý Umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi haldið í Garðabæ 10.-11. október 2014 Rótarýklúbburinn Görðum

Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Rótarýblað sem Rótarýklúbburinn Görðum gaf út í tengslum við umdæmisþing Rótarý á Íslandi 2014

Citation preview

Page 1: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

Rótarýblaðið 2014

Vörpum ljósi á Rótarý

Umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi

haldið í Garðabæ 10.-11. október 2014

Rótarýklúbburinn Görðum

Page 2: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý
Page 3: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

„Við bjóðum upp á ljúffengan og fjölbreyttan mat í hádeginu“

Við veitum ráðgjöfvarðandi veitingar í þínu fyrirtæki.Ljúffengur hádegismatur, fundaveitingar og veislur.

F A S T E I G N A U M S J Ó N | R Æ S T I N G | Þ R I F Í M A T V Æ L A I Ð N A Ð I | S É R V E R K E F N I | V E I T I N G A R | www.iss.is

Page 4: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

4

Umdæmisþing Rótarý er nú haldið í 69. sinn og að þessu sinni í Garðabæ. Það er klúbburinn minn, Rótarýklúbburinn Görðum, sem heldur þingið að þessu sinni. Rótarýklúbburinn Görðum var stofnaður í Samkomuhúsinu á Garða-holti 6. desember 1965. Umdæmisstjóri var á þessum tíma Sverrir Magnússon. Hann fól Ólafi G. Einarssyni sveitar-stjóra að undirbúa stofnfundinn . Fyrsta stjórn Rótarýklúbbsins Görðum var þannig skipuð: Jóhann Jónasson for-seti, Ólafur G. Einarsson varaforseti, sr. Bragi Friðriksson ritari, Einar Halldórs-son gjaldkeri og Sveinn Torfi Sveinsson stallari. Þessir menn höfðu allir verið félagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar. Í varastjórn voru: Jónas Aðalsteinsson, Ólafur Nilsson og Guðmann Magnús-son. Umsjárklúbbur („Sponsor“ klúbbur) var Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar. 

Það er ósjaldan að við erum spurð, „Hvað er Rótarý“

Rótarý eru fremstu mannúðar- og þjónustusamtök í heimi. Samtökin eru fjölbreytt, alþjóðlegt samfélag félaga sem koma úr forystu ýmissa starfs-greina og beita sér fyrir betra lífi, góð-vild og friði, í heimalandi og erlendis. Fjórprófið okkar lýsir vel hvernig við Rótarýfélagar vegum og metum gjörðir okkar:

•Erþaðsattogrétt• Erþaðdrengilegt• Eykurþaðvelvildogvinarhug•ErþaðöllumtilgóðsRótarý vinnur með WHO, UNICEF,

Vörpum ljósi á RotaryGuðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi 2014-2015

heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkj-unum, Bill & Melinda Gates sjóðnum og ríkisstjórnum við að vinna að út-rýmingu lömunarveiki (polio) á heims-vísu. Þetta verkefni er eitt fjölmargra annarra stórverkefna Rótarýhreyf-ingarinnar en þar má nefna þjónustu-verkefni eins og:

• Friðurogúrlausnágreiningsmála• Forvarnirsjúkdómaogmeðferð•Vatnoghreinlæti•Heilbrigðimæðraogbarna•GrunnmenntunoglæsiÁ Íslandi eru um 1.200 Rótarýfé-

lagar í 30 klúbbum um allt land, en á heimsvísu er heildarfjöldinn um 1,2 milljónir í 34.000 klúbbum í ríflega 200 löndum.

Þessi lýsing varpar vonandi ein-hverju ljósi á hvað við stöndum fyrir. Rótarýsjóðurinn er kjarninn sem gerir hreyfingunni kleift að starfa að öllum þessum verkum. Sjóðurinn hefur fengið verðlaun fyrir hversu vel hann er rekinn og að nálægt 100% af því sem fer í hann kemst á rétta staði.

Við Rótarýfélagar greiðum árlega eða mánaðarlega í hann auk þess að standa að ýmsum verkefnum í nærsamfélaginu á Íslandi. En allt of fáir vita um það. Þess vegna hefur alþjóðaforsetinn á mínu starfsári, Gary Huang, valið einkunnarorðin „LIGHT UP ROTARY“ sem á íslensku er „VÖRPUM LJÓSI Á RÓTARÝ“, sem jafnframt eru einkunnarorð þingsins í Garðabæ. Með þessu viljum við reyna

að gera Rótarý sýnilegra. Ég mun leggja áhersu á þetta á mínu starfsári með hjálp minna félaga. Rótarýdagur mun verða haldinn í fyrsta sinn á Ís-landi, 28. febrúar á næsta ári.

Vonandi kveikir þessi stutti pistill áhuga þeirra, sem eru ekki í Rótarý, því við viljum gjarnan fjölga félögum og breiða út allt það góða sem hreyf-ingin stendur fyrir.

Rótarý er gríðarlega skemmti-legur félagsskapur og reynir af fremsta megni að vera bakhjarl góðra verka. Það gerir okkur að betri manneskjum og veitir lífsfyllingu. Við víkkum líka sjóndeildarhringinn og fræðumst á hverju fundi sem og á þessu þingi.

Hjartanlega velkomin á 69. um-dæmisþing Rótarýumdæmisins 1360.

Útgefandi: Rótarýklúbburinn Görðum

Ritstjórn: Elín Þ. Þorsteinsdóttir ritstjóri, Þorsteinn Þorsteinsson,

Kolbrún Jónsdóttir

Auglýsingar: Kristján Þorsteinsson, Arnþrúður Jónsdóttir, Jón

Guðmundsson

Forsíðumynd: Emil Þór Sigurðsson

Útlit og umbrot: Oddi

Upplag: 6000

Prentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja

Undirbúningsnefnd umdæmisþingsins:Undirbúningsnefnd umdæmisþingsins sem starfað hefur í rúmt ár skipa eftirfarandi aðilar: Páll Hilmarsson, formaður, Kristján Þor-steinsson, fjármál, Einar Sveinbjörnsson, dagskrá, Brynjar Haralds-son, veitingar, Elín Þ. Þorsteinssdóttir, blaðaútgáfa, Guðmundur Einarsson, skráning, Svala Guðmundsdóttir, móttaka gesta, Þor-steinn Þorsteinsson, makadagskrá, Sigrún Gísladóttir, fyrrverandi forseti, Eiríkur Þorbjörnsson, núverandi forseti , Kolbrún Jónsdóttir, verðandi forseti, Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri.Auk þess hafa fjölmargir félagar í Rótarýklúbbnum Görðum komið að undirbúningi umdæmisþingsins.

Page 5: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

5

Rótarýklúbburinn Görðum var stofn-aður 6. desember 1965. Stofnbréf var veitt 8. apríl 1966 og afhent 11. júní 1966. Rótarýklúbburinn Görðum er í 1360. umdæmi Rotary International.

Klúbbfélagar eru einstaklingar með trausta skapgerð og góðan orðstír. Félagar verða að starfa eða eiga heima í því sveitarfélagi þar sem klúbburinn er skráður. Í svokölluðu Rótarýumdæmi tengjast klúbbarnir í samræmi við stjórnskipulag alþjóðahreyfingarinnar sem hefur það hlutverk að liðsinna klúbbum.

Á stofnári klúbbsins 1965 var byggð mjög farin að vaxa í Garða-hreppi eins og sveitarfélagið hét á þeim tíma og við það óx áhugi fólks á ýmsum félagslegum aðgerðum. Nokkrir mætir menn höfðu þá kynnst hugsjónum Rótarý og samráð þeirra leiddi til þess að efnt var til stofn-unar rótarýklúbbs sem átti að starfa í Bessastaða- og Garðahreppi eins og fram kemur í sögu klúbbsins á öðrum stað í blaðinu.

Rótarýklúbburinn Görðum hefur verið virkur í starfi umdæmisins og sést

það m.a. á því að fjórir félagar hafa verið kjörnir umdæmisstjórar á Íslandi sem er mikill heiður fyrir klúbbinn. Það eru Ólafur G. Einarsson, 1969-1970, Ólafur E. Stefánsson, 1983-1984, Egill Jónsson, 2004-2005 og núverandi umdæmisstjóri Guðbjörg Alfreðsdóttir. Nánari umfjöllun um þetta heiðursfólk er að finna í grein í blaðinu þar sem farið er yfir sögu Rótarý-klúbbsins Görðum.

Umdæmisþing Rótarý á Íslandi er í ár haldið í Garðabæ undir kjörorðinu „Vörpum ljósi á Rótarý“. Fluttir verða áhugaverðir fyrirlestrar á þinginu um leið og félagslegi þátturinn er hafður í heiðri eins og á undanförnum um-dæmisþingum. Á umdæmisþinginu viljum við varpa ljósi á starfsemi Rótarý og um leið bjóða þátttakendur velkomna í bæinn okkar kæra, Garða-bæ. Á þinginu er margt um að vera sem vonandi kemur fólki skemmtilega á óvart. Margir hafa talið Garðabæ vera svokallaðan svefnbæ en við viljum sýna þinggestum fram á hið gagn-stæða því að hér er blómlegt menn-ingarlíf svo og margvíslegur rekstur hjá öflugum fyrirtækjum.

Félagar í Rótarýklúbbnum Görðum bjóða alla þinggesti hjartanlega vel-komna í Garðabæ og vonast til að allir fari sáttir heim eftir góða og árangurs-ríka helgi með félögum og vinum í Rótarý.

Ávarp forsetaEiríkur K. Þorbjörnsson, forseti RKL Görðum

EfnisyfirlitGuðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri 4

Velkomin í Garðabæ 6

Kveðja frá alþjóðaforseta Rótarý 7

Fulltrúi frá alþjóðaforseta 7

Fulltrúi Rótarý frá Norðurlöndum 8

Rótarýklúbburinn Görðum 9

Rótarýfundir veita fjölþætta sýn á samfélagið 13

Garðasteinninn 14

Ólafslundur í Smalaholti 16

Unglinganámskeið Rótarý í ræðulist - URR 18

Lýsum leiðina – Inner Wheel á Íslandi 19

Rótaractklúbburinn Geysir 20

Að láta gott af sér leiða 21

Sama lagið er óendanleg uppspretta 23

Úr starfi Rótarýklúbbsins Görðum 25

Fornleifar og sögulegar minjar í Garðabæ 26

Bessastaðir – höfuðstöðvar valdsins 28

Hönnunarsafn Íslands 30

Hlúð að flórgoðavarpi í friðlandi Vífilsstaðavatns 31

Of Monsters and Men 32

Náttúrufræðistofnun Íslands 34

Kringsjá á Garðaholti 36

Skátafélagið Vífill í Garðabæ 37

Hjálparsveit skáta Garðabæ 38

Berlínarferð Rótarýfélaga og maka vorið 2013 40

Rotarýklúbburinn Görðum – félagsmenn 42

Rótarýklúbbar á Íslandi – forsetar og ritarar 46

Page 6: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

6

Kæru Rótarý félagarÞað er mér sérstök ánægja að bjóða ykkur velkomna á umdæmisþing í Garðabæ.

Það hefur lengi verið mín trú að í frjálsum félagasamtökum búi mikil verðmæti fyrir samfélagið. Þar eru samankomin karlar og konur sem búa að ólíkri þekkingu og reynslu og eru tilbúnin að gefa af tíma sínum og orku til að vinna að því að bæta samfélagið og reyndar heiminn allan. Með aukinni samvinnu, sveitarfélaga og annarra opinberra aðila við frjáls félagasamtök er hægt að stuðla að því að nýta enn betur þennan mikla félagsauð og gera samfélagið um leið mannvænna og skemmtilegra.

Rótarýklúbburinn Görðum hefur alla tíð verið mikilvægur aðili í samfélaginu í Garðabæ. Klúbburinn hefur látið sig málefni bæjarbúa varða og stutt við og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum þeim til góðs. Klúbburinn hefur einnig beitt sér fyrir aðgerðum og umbótum á þeim sviðum sem hann hefur talið þörf á. Klúbburinn hefur m.a. veitt nem-endum í skólum í Garðabæ verðlaun fyrir árangur í námi, annast starfskynn-ingu í skólum, unnið að gróðursetningu og áburðardreifingu í Heiðmörk og látið gera kort yfir skemmtilegar gönguleiðir

á klúbbsvæðinu. Þá hefur klúbburinn ávallt tekið þátt í söfnun til Hjálparsjóðs Garðasóknar og stutt við starf í þágu aldraðra.

Hugsjón Rótarý-hreyfingarinnar um frið og skilning á meðal manna og þjóða og viljann til að þjóna öðrum án tillits til trúarbragða, stjórnmála, kyn-þátta eða þjóðernis, er sérlega falleg og á brýnt erindi í dag, bæði á okkar litla landi og á alþjóðavísu. Víst er að heimurinn væri betri ef allir myndu tileinka sér þessa fallegu hugsjón hreyfingarinnar og félaga hennar.

Ég tel því óhikað að Rótarý og önnur sambærileg félög hafi afar mikilvægu hlutverki að gegna í dag og að þaðmikilvægi muni aukast enn frekar í náinni framtíð. Ég vil hvetja okkur Rótarý félaga til að halda hugmynda-fræði Rótarý hreyfingarinnar á lofti og vera henni trúir. Höfum þjónustuhug-sjónina sem er grunnurinn að Rótarý hreyfingunni að leiðarljósi í leik og starfi og leggjum þannig okkar af mörkum til að auka „alþjóðlegan skilning, velvild og frið með alheims félagsskap manna í öllum starfsgreinum“ eins og segir í markmiðum okkar. Munum að margt smátt gerir eitt stórt og að hver maður sem vill tileinka sér að vera boðberi velvildar og friðar skiptir máli. Saman

Velkomin í GarðabæGunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar

myndum við hreyfingu sem er mikils megnug og skiptir máli, bæði í samfé-lagi hvers og eins klúbbs, á landsvísu og á alþjóðavísu.

Kæru Rótarý félagar. Garðabær er ríkt samfélag að því leyti að hér er blómlegt félagsstarf af ólíku tagi og margir sem vilja láta gott af sér leiða til samfélagsins. Samkenndin er mikil og almennt erum við Garðbæingar stoltir af bænum okkar. Ég vona að þingið hér í Garðabæ verði gott, bæði fyrir hreyfinguna og fyrir þá sem það sækja og að þið náið að njóta einhvers af því sem bærinn hefur upp á að bjóða.

Skútuvogi 6 • Sími 568 6755www.alfaborg.is

KÆLI- OG FRYSTITÆKI

Page 7: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

7

Kveðja frá alþjóðaforseta RótarýGary C.K. Huang, forseti 2014-15

Fulltrúi frá alþjóðaforsetaLeila Risteli

Kæru Rótarýfélagar og vinir á Íslandi:Það er mér mikil ánægja að óska

ykkur velgengni á þessu umdæmis-þingi starfsársins 2014-15. Umdæmis-þing er frábært tækifæri til að njóta félagsskapar annarra rótarýfélaga og velunnara hreyfingarinnar. Í dag-skránni felst að auki hvetjandi um-fjöllun og og upplýsingar um fjölþætt verkefni hreyfingarinnar innan um-dæmisins. Við hjónin minnumst slíkra umdæmisþinga með mikilli ánægju og við vonum að þið fáið sem mest út úr þeim tíma sem þið verjið þannig með öðrum rótarýfélögum.

Konfúsíus, kínverski heims-spekingurinn, sagði: „Það er betra að kveikja á einu kerti en að sitja í myrkrinu og formæla því“. Þessi boð-skapur er mér hjartfólginn. Rótarýfé-lagar framfylgja slíkri hugsun í hvert skipti sem þeir takast á hendur verk-

efni í samfélaginu eða veröldinni. Þeir kveikja ljós vonar með athöfnum sínum.

Sú áskorun, sem ég hef tekist á hendur þetta starfsár, er að „Varpa ljósi á Rótarý“. Það er best gert með því að gera starfið skemmtilegt, með því að efla nýliðun meðal félaganna, með því að ráðast í ný og enn betri verkefni og með því að ná að koma vitneskju um það, sem Rótarý er að gera, til almenn-ings. „Vörpum ljósi á Rótarý“ eru ein-kunnarorð starfsársins og við látum athafnir fylgja þessum orðum. Við látum þau lýsa upp daglegar athafnir, störf okkar, hugsunarhátt okkar og þar með líðan okkar. Við látum þau leiða starf okkar svo að það skipti raunveru-legu máli, hvern dag, í hverjum klúbbi, hverju umdæmi og í hverju landi sem við þjónum.

Ég vona að þið eigið frábært

umdæmisþing og að þið farið þaðan með endurnýjaðan ásetning um enn betra starf sem eflir Rótarýhreyfinguna til enn betri verka um víða veröld. Vörpum ljósi á Rótarý !

Leila og Juha Risteli eru „rótarýhjón“ frá Norður-Finnlandi. Leila, sem gekk í Rótarý 1997, var Umdæmisstjóri 2010-2011. Juha gekk í Rótarý 2001 og er nú Viðtakandi Umdæmisstjóri. Þau eru bæði Major Donors (3ja stigs) og Paul Harris félagar. Dóttir þeirra Hanna er fyrrum forseti Rótaract klúbbs Oulu og Paul Harris félagi. Þau eiga einnig tvo syni, Matti og Antti.

Rótarýhreyfingin og alþjóðleg verk-efni hennar, þar á meðal uppræting lömunarveikinnar, eru þeim hjónum hjartfólgin. Þau hafa tekið þátt í lang-tímaverkefnum svæðis 3150 í Ind-landi og skipulagt þátttöku finnskra rótarýfélaga í Bólusetningardeginum í Indlandi 2011. Þau hafa tekið þátt í níu Heimsþingum hreyfingarinnar og sjö Heimshlutaþingum og má því ljóst vera að þau hafa ánægju af að ferðast

og hitta rótarýfélaga annarra landa. Bæði hafa tekið þátt í gagnkvæmum kynnisferðum og æskulýðsstarfi.

Leila var svæðisþjálfari (District Trai-ner) 2011-13 og er nú formaður stjórnar Rótarýsjóðs umdæmisins og eins er hún formaður Rótarýsjóðs Finnlands en landið er nokkur umdæmi. Hún kynnti námskrá Rotary Leadership Institute árið 2012 á sínu svæði og er formaður stjórnar Finnlandsdeildar RLI. Hún var í stjórn Rótarý Finnlands 2012-14.

Meðan Juha var forseti síns klúbbs varð klúbburinn 100% Paul Harris klúbbur og skuldbatt sig þannig til aukinna framlaga til alþjóðlegu hreyf-ingarinnar. Síðan 2010 hefur Juha tekið að sér að leiða Polio Plús verkefnið.

Leila og Juha eru bæði læknar sem starfa við rannsóknir. Leila er lækninga-forstjóri NordLab, sem er læknisfræðilegt

rannsóknarsetur í Norður-Finnlandi, en Juha er prófessor í klínískri efnafræði við háskólann í Oulu og í hlutastarfi sem yfirlæknir við NordLab. Fyrir utan Rótarý hefur Leila áhuga á indo-evrópskum tungumálum, lestri, heimspekilegum vangaveltum og að prjóna sokka. Juha hefur áhuga á göngum, matseld og vísindalegum rannsóknum.

Gary og Corinna Huang.

Leila og Juha Risteli.

Page 8: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

8

Anders gekk í rótarýklúbb í Sandviken, Svíþjóð, árið 1998. Bærinn er iðnaðarbær og þar starfaði hann fyrir Sandvik, sem er alþjóðlegt iðnfyrirtæki, frá 1971 þar til hann lét af stöfum fyrir aldurs sakir árið 2012. Hann starfaði og bjó á þessum árum í mörgum löndum ásamt fjölskyldu sinni. Lengst var hann í Kobe í Japan sem framkvæmdastjóri Sandvik KK árin 1988 – 1996. Anders hafði löngum með markaðs- og sölumál að gera en síðustu árin var hann í framkvæmdastjórn Sandvik Group. Hann fór með samskipti innan samstæðunnar, þar til hann lét af störfum 66 ára gamall 2012.

Eiginkona Anders er Aja (Anna-Lena). Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Eftir heimkomuna frá Japan stofnaði Aja „Springboard”, skóla fyrir ungt folk. Hún sá þarfir ungs fólks sem hafði hlekkst á og flosnað upp úr námi. Hún stofnaði og rak sérstakan skóla sem mætti þeirra þörfum og kom þeim aftur á beinu brautina. Hún hefur nú dregið sig í hlé en starf skólans er áfram öflugt í höndum eftirmanns hennar.

Fulltrúi Rótarý frá NorðurlöndumAnders Wallin, umdæmisstjóri 2330

Anders og Aja búa enn í Sandviken en verja miklum tíma í sumarbústað sínum við Malaren vatnið nærri Stokk-hólmi. Anders var forseti Sandviken Vestur rótarýklúbbsins 2011-12.

Vörpum ljósi á....

MargæsinaMargæsin er árviss vorboði í Garðabæ þar sem stórir flokkar hennar halda sig aðallega á Lamb-húsatjörn, Bessastaðatjörn og á Arnarnesvogi í hálfan annan mánuð á meðan fuglinn býr sig undir langferð á varpstöðvar í heimskautahéruðum Kanada og fitar sig, enda étur fuglinn nánast

ekkert fyrr en hann kemur við á sömu slóðum á haustin. Aðalfæðan er mar-hálmur sem er eina háplantan sem vex í sjó við Ísland og nóg er af á svæðinu. Á seinni árum hefur margæs þó fjölgað svo mikið að hún er farin að sækja í ræktað land. Héðan flýgur margæsin í einum áfanga á varpstöðvarnar, um 3.000 kílómetra leið, og fer yfir Græn-landsjökul þar sem sést hefur til hennar í svipaðri hæð og þotur fljúga. Margæs er alfriðuð hérlendis og ráðstafanir hafa verið gerðar til að vernda forða-svæði hennar.

Aja og Anders Wallin

Page 9: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

9

Rótarýhreyfing nam land á Íslandi með stofnun Rótarýklúbbs Reykjavíkur 13. september 1934. Á næstu árum fjölgaði klúbbum og þegar sérstakt umdæmi var stofnað á Íslandi 1. júlí 1946 voru þeir orðnir sex talsins. Á næstu árum vann hreyfingin ötullega að því að fjölga klúbbum og meðal þeirra sem þá voru stofnaðir var Rótarýklúbbur Hafn-arfjarðar. Frá upphafi hélt hann uppi öflugu starfi og varð strax í fararbroddi hvað mætingar félaga varðaði.

Þegar þéttbýli tók að vaxa í Garðahreppi ákvað Rótarýhreyfing að kanna möguleika á stofnun klúbbs í hreppnum. Mætti Sverrir Magnússon þáverandi umdæmisstjóri á fund í Rotaryklúbbi Hafnarfjarðar vorið 1965 en fimm menn sem voru búsettir í Garðahreppi og Álftanesi voru félagar í þeim klúbbi, þeir séra Bragi Frið-riksson, Einar Halldórsson á Setbergi, Jóhann Jónasson forstjóri, Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri og Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur. Lýstu fimm-menningarnir áhuga á klúbbstofnun og Hafnfirðingar að þeir myndu gefa þetta svæði eftir ef til þess kæmi. Fól Sverrir Ólafi G. Einarssyni að verða fulltrúi forseta Rotary International við stofnun nýja klúbbsins. Reyndist auðvelt að fá félaga og var stofn-fundur haldinn í samkomuhúsinu að Garðaholti 6. desember 1965. Til hans mættu 26 af þeim 27 sem höfðu skráð

Rótarýklúbburinn GörðumSteinar J. Lúðvíksson rithöfundur og félagi í RKL Görðum

sig sem stofnfélaga. Á fundinum var kjörin fyrsta stjórn klúbbsins. Jóhann Jónasson var kjörinn fyrsti forseti en hann hafði lengi verið Rótarýfélagi og m.a. verið forseti Hafnarfjarðar-klúbbsins. Ólafur G. Einarsson var kjörinn varaforseti, séra Bragi Frið-riksson ritari, Einar Halldórsson gjaldkeri og Sveinn Torfi Sveinsson stallari. Ákveðið var að starfssvæði nýja klúbbsins yrði Garða- og Bessa-staðahreppur og honum valið nafnið Rótarýklúbburinn Görðum.

Stofnbréf klúbbsins var sam-þykkt 8. apríl 1966 og það afhent við hátíðlega athöfn í Oddfellowhúsinu 11. júní 1966. Viðstaddur athöfnina var herra Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands sem vitanlega var búsettur á félagssvæði nýja klúbbsins.

Allt frá upphafi hélt klúbburinn uppi öflugu starfi svo sem sjá má af því að fyrsta starfsárið voru haldnir 47 fundir og flutt 36 erindi. Fundir voru haldnir í hádeginu á mánudögum að Garðaholti. Það sem greindi klúbb-inn frá öðrum Rótarýklúbbum var að félagar voru flestir mun yngri en gerðist og gekk, sá yngsti 28 ára en flestir á milli þrítugs og fertugs. Þessi aldurskipting leiddi til þess að minni hreyfing var á félögum en í öðrum Rótarýklúbbum og þegar klúbburinn varð fertugur á árinu 2005 voru 9 af stofnendunum enn virkir félagar.

Lögð var mikil áhersla á góða mætingu og ríkti í þeim efnum nokkur samkeppni við Hafnarfjarðar-klúbbinn sem skarað hafði frammúr. Náði Rótarýklúbburinn Görðum brátt forystuhlutverkinu og vann m.a. til verðlauna í alþjóðlegri mætingasam-keppni Rótarýklúbba.

Fundir klúbbsins voru með hefð-bundnu sniði. Klúbbfélagar skiptust á að halda svokölluð 3-mínútna erindi, lögð var áhersla á að nýir félagar kynntu sig og starfsgrein sína og jafnan var reynt að hafa fjölbreytni og fræðslu í fyrirlestrum. Árshátíð klúbbs-ins var haldin á Garðaholti og lögðu félagar mikla vinnu í breytilega skreyt-ingu hússins. Á árshátíðunum voru heimatilbúin skemmtiatriði og varð þá m.a. til kvartett sem gerði stormandi lukku. Kallaðist hann stjóra-kvartettinn enda báru söngvararnir allir stjóranafn í starfsheiti sínu. Þeir voru Viktor Aðalsteinsson flugstjóri, Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri, Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri og Árni Jóns-son verslunarstjóri. Svo góður þótti kvartettinn að hann var fenginn til þess að skemmta á samkomum hjá öðrum Rótarýklúbbum.Stofnfélagar Rótarýklúbbsins Görðum11. júní 1966

Guðbjörg Alfreðsdóttir tekur við embætti

umdæmisstjóra af Birni B. Jónssyni.

Page 10: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

10

Rótarýklúbburinn Görðum lét til sín taka við ýmis verkefni á starfs-svæði sínu. Þar er af mörgu að taka en nefna má að klúbburinn veitti nem-endum í skólum sveitarfélagsins verð-laun fyrir námsárangur, verðlaunaði fallega og velhirta garða og umgengni á sveitabýlum og safnaði bókum fyrir bókasöfnin í Garðabæ og á Álftanesi. Kringum 1970 tóku klúbbfélagar sig til, tíndu grjót úr brekku í Smalaholti og útbjuggu þar skíðasvæði sem síðar var breytt í trjáræktarlund í samvinnu við Skógræktarfélag Garðabæjar. Við gróð-ursetninguna fór Ólafur Vilhjálmsson á Bólstað í fararbroddi og gaf græðlinga

úr heimagarði sínum. Í heiðursskyni við Ólaf nefndu Rótarýmenn reitinn Ólafslund og hittast þeir þar jafnan einu sinni á ári.

Í tilefni af eitt þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974 ákvað klúbburinn að láta gera og kosta upp-setningu útsýnisskífu á Garðaholti. Annaðist einn klúbbfélaga, Sigurður Björnsson verkfræðingur, gerð skíf-unnar en á henni eru leiðarvísar bæði örnefna, fjalla og byggðar á svæð-inu. Ennfremur gekkst klúbburinn fyrir gerð göngu- og útivistarkorta og annaðist dr. Gunnar Sigurðsson það verk. Nutu kortin mikilla vinsælda og

opnuðu mörgum nýja sýn á umhverfið.Klúbburinn studdi einnig Hjálpar-

sjóð Garðakirkju og um árabil gengu félagar, ásamt félögum í öðrum klúbb-um, hús úr húsi í bænum til að safna framlögum í sjóðinn. Innan klúbbsins var stofnaður sérstakur menn-ingarsjóður sem styrkt hefur listafólk í Garðabæ og stutt árlega styrktar-tónleika Rótarýhreyfingarinnar sem haldnir hafa verið í Salnum í Kópavogi.

Frá og með árinu 2010 hefur klúbburinn veitt sérstakar viðurkenn-ingu til einstaklinga eða félaga sem unnið hafa bæjarfélaginu mikið og óeigingjarnt starf. Viðurkenning þessi kallast „Garðasteinninn” enda verð-launagripurinn steinn úr Garðaholtinu með viðfestri silfurplötu þar sem skráð er nafn verðlaunahafa og ástæða viður-kenningarinnar. Þeir séra Bragi Frið-riksson og Ólafur G. Einarsson áttu frumkvæðið að verðlaunaveitingunni en verðlaunagripinn hannaði Man-freð Vilhjálmsson, arkitekt og félagi í Görðum. Fyrsti verðlaunahafinn var Sigurbjörn Árnason kirkjuvörður sem unnið hafði kirkjunni í Garðabæ mikið starf og haft umsjón með umhirðu og skipulagi kirkjugarðsins í Görðum.

Rótarýklúbburinn Görðum hefur um langt skeið lagt áherslu á að styðja vel hinn alþjóðlega Rotarysjóð en upp-haflega var aðalverkefni sjóðsins að styrkja ungt fólk til náms en sjóðurinn hefur einnig lagt mikið fjármagn í önnur verkefni eins og PolioPlus átakið sem miðar að því að útrýma lömunarveiki í heiminum. Hefur Rótarýklúbburinn Görðum lagt fram myndarleg framlög í sjóðinn og verið þar í fararbroddi íslenskra klúbba.

Annað verkefni sem Rótarýklúbb-urinn Görðum hefur tekið virkan þátt í er starf sem tengist ungmennum. Á undanförnum árum hafa klúbbfélagar annast námskeið í ræðumennsku og framkomu í efri bekkjum grunnskól-anna í bæjarfélaginu og tekið virkan þátt í skiptinemasamskiptum Rótarý-hreyfingarinnar. Fjölmörg ungmenni úr Garðabæ hafa farið til útlanda og í staðinn hafa félagar í Rótarýklúbbnum Görðum tekið á móti erlendum ung-

PREMIUMEINGÖNGU SÉRVALIÐ HRÁEFNI

P I Z Z U R

DOMINO’S APPWWW.DOMINOS.IS SÍMI 58 12345

Premium pizzur Domino’s verða til þegar pizzubakararnir okkarfara fram úr sjálfum sér, í jákvæðum skilningi, svo úr verða

framúrskarandi pizzur. Við fengum listakokkinn HrefnuSætran til samstarfs og hún töfraði fram tvær af Premium

pizzum okkar, Bröns og Prima. Prófaðu Premium pizzurnar okkar, þær gera góðan

matseðil okkar enn fjölbreyttari.

PRIMABRÖNS MEAT DELIGHT ELDÓRADÓ

Page 11: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

11

mennum til dvalar á heimilum sínum og séð um framfærslu þeirra og skóla-göngu hérlendis.

Sem fyrr greinir hélt klúbburinn fundi sína á Garðaholti fyrstu árin. Síð-an voru fundirnir færðir á Hótel Sögu og síðar á Hótel Loftleiðir en þegar Stjörnuheimilið var tekið í notkun voru fundirnir þar um árabil en hafa verið í skátaheimilinu Jötunheimum hin síðari ár. Fundartími hefur hins vegar haldist óbreyttur og verið í hádeginu á mánudögum. Auk hefðbundinna funda hafa klúbbfélagar farið í kynnis-ferðir í fyrirtæki í Garðabæ og víðar, efnt hefur verið til gönguferða, farið í leikhús og aðrar samkomur. Og nokkr-um sinnum hafa félagar brugðið sér af bæ svo um munar og má þar nefna að árið 2002 var farið til St. Pétursborgar í Rússlandi, 2004 var farið til Ungverja-lands, 2005 til Kanada á slóðir Vestur-Íslendinga og 2013 til Berlínar.

Fjórir félagar í Rótarýklúbbnum Görðum hafa til þessa gegnt embætti umdæmisstjóra, æðsta embætti hreyf-ingarinnar á Íslandi

Ólafur G. Einarsson:Ólafur G. Einarsson var umdæmis-stjóri starfsárið 1969 – 1970. Hann varð félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar 1963 og sat í stjórn þess klúbbs 1964-1965. Hann var einn stofenda Rótarý-klúbbsins Görðum og sérstakur fulltrúi forseta R.Í. við stofnunina. Hann var forseti klúbbsins 1966-1967.

Ólafur átti tvívegis sæti í „Nom-inating Committe” fyrir Zon 4 í CEN AEM- svæðinu. Hann er heiðursfélagi í Rótarýklúbbnum Görðum.

Eiginkona Ólafs G. Einarssonar er Ragna Bjarnadóttir.

Ólafur E. Stefánsson:Ólafur E. Stefánsson var umdæmis-stjóri starfsárið 1983 – 1984. Hann gerðist félagi í Rótarýklúbbnum Görðum 17. október 1966. Ólafur var alla tíð mjög virkur í starfi klúbbsins og var forseti hans 1969-1970.

Eiginkona Ólafs E. Stefánssonar var Þórunn Árnadóttir.

Ólafur lést 6. febrúar 2005.

Egill Jónsson:Egill Jónsson var umdæmisstjóri starfsárið 2004 – 2005. Hann varð félagi í Rótarýklúbbi Keflavíkur árið 1968 og var forseti hans 1983-1984. Er Egill fluttist í Garðabæ gerðist hann félagi í Rótarýklúbbnum Görðum og var forseti hans 1994-1995. Allt frá því að Egill gerðist Rótarýfélagi hefur hann verið mjög virkur í starfi hreyf-ingarinnar og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir hana. M.a. hefur hann tvívegis verið formaður íslenska umdæmisins vegna starfshópaskipta.

Eiginkona Egils er Alma V. Sverris-

VIÐ ERUM ÞAR SEM FYRIRTÆKIN ERU Í útibúi Arion banka við Garðatorg starfa fyrirtækjaráðgjafar sem bjóða þínu fyrirtæki sérsniðna þjónustu og faglega ráðgjöf á öllum sviðum.

Við leggjum áherslu á að vera í næsta nágrenni við viðskiptavini okkar.

dóttir en hún var fyrsti formaður Inner Wheel Görðum og umdæmisstjóri Inner Wheel á Íslandi 1999-2000.

Guðbjörg Alfreðsdóttir:Guðbjörg Alfreðsdóttir er fjórði fé-laginn í Rótarýklúbbnum Görðum sem gegnir starfi umdæmisstjóra en við því embætti tók hún vorið 2014. Guðbjörg gekk í Rótarýklúbbinn Görðum árið 2002 og var forseti klúbbsins starfsárið 2011- 2012.

Eiginmaður Guðbjargar er Ás-mundur Karlsson.

Page 12: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

ÁRNASYNIR

HÁGÆÐA HRÁEFNI+

ÁST OG UMHYGGJA=

EINSTÖK ÚTKOMABLÁTT KORNAX HVEITI ER SÉRSTAKLEGAÆTLAÐ FYRIR BRAUÐ- OG PIZZUBAKSTUR

Page 13: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

13

Eitt af því sem gerir þátttöku í starfi Rótarýhreyfingarinnar áhugaverða er sú fræðsla sem fer fram á Rótarý-fundum. Á flesta fundi koma gesta-fyrirlesarar með fjölbreytt erindi um margvísleg málefni sem gefa fróðlega innsýn inn í þjóðfélagsmál, menningu, listir og fleira. Öðru hvoru eru fyrir-tæki og stofnanir einnig heimsótt og njóta þá klúbbfélagar leiðsagnar og kynningar á staðnum. Eftirfarandi eru nokkrir kaflar eru úr fundargerðum klúbbsins á síðasta starfsári:

12. ágúst 2013HúsnæðisvandinnEygló Harðardóttir félags- og hús-næðisráðherra var gestur klúbbsins og fyrirlesari. Ráðherrann rakti helstu áherslur á hennar starfssviði, en þar eru húsnæðismál í forgangi. Sérstaklega vantar leiguíbúðir á markaðinn, auk þess sem skuldavandinn og lánsveða-vandinn brennur enn á mörgum. Sagði hún mega ræða um „markaðsbrest“ á leiguíbúðamarkaði og velti þeirri spurn-ingu upp hvort verkalýðshreyfingin mundi vilja koma að lausninni líkt og var þegar farið var í að byggja Breiðholtið upp í Reykjavík fyrir 1970. Þá sagði hún í athugun að skattkerfið yrði virkjað til að styrkja stöðu fjölskyldna í þessum málaflokki, þ.m.t. með því að hvatt yrði til sparnaðar og eiginfjárframlags með skattkjörum. Að síðustu minnti ráð-herrann á að jafnréttismál eru sífellt við-fangsefni og að þau snúast ekki aðeins um jafnrétti kynjanna heldur einnig um jafnrétti hinna ýmsu hópa samfélagsins. Víkka þyrfti út umræðuna um jafn-réttismál, sagði ráðherrann.

6. september 2013Störf UtanríkismálanefndarBirgir Ármannsson alþingis-

Rótarýfundir veita fjölþættasýn á samfélagiðRagnar Önundarson, ritari RKl Görðum 2013-14

maður var fyrirlesari fundarins og var ræðuefnið störf Utanríkismálanefndar. Nefndin gegnir þýðingarmiklu eftir-litshlutverki og ríkir sá skilningur að utanríkisráðherra beri að kynna meiri háttar mál í trúnaði fyrir nefndinni og að þau skuli hljóta umræðu áður en ákvarðanir eru teknar, en þær eru á valdi ráðherrans. Mál Íraks, Afganistan, Tyrklands og Egyptalands hafa verið rædd, enda getur ástand í þessum löndum haft áhrif hér á landi. Mikilverðasta mál til umræðu í seinni tíð er þó umsókn Íslands um aðild að ESB, en viðræðum hefur nú verið hætt, án þess að umsóknin hafi verið dregin til baka. Væntanleg er skýrsla um stöðu viðræðnanna. Hugsanleg þjóðar-atkvæðagreiðsla mun koma til umræðu í kjölfar skýrslunnar.

16. september 2013Efnahagsmál og vinnumark-aðurHalldór Árnason hagfræðingur var fyrirlesari fundarins og var ræðu-efnið staðan í efnahagsmálum og á vinnumarkaði. Síðan 2008 hefur meiri hagvöxtur verið hér hér á landi en í OECD, en hins vegar minni en áætlað var. Sömu sögu er að segja um fjár-festingar, sem eru minni en áður á lýðveldistímanum. Kauphækkanir hafa verið meiri hér á landi en í nálægum löndum, en kaupmáttaraukning minni. Talið er að 10-11 þús. störf hafi tapast við hrunið, en 3-4 þúsund hafi endur-heimst. Nettó hafa um 6 þús. manns flust utan. Hóflegar launahækkanir, jafnvægi í ríkisbúskapnum og afnám gjaldeyrishafta eru brýnustu verk-efnin. Fjárfestingar í orkuvinnslu verða að aukast, einfalda þarf skattkerfið, samræma lífeyriskerfi landsmanna og hækka lífeyrisaldur. Auka ber skilvirkni

og afköst í opinberum rekstri og inn-leiða samkeppni í heilbrigðisþjónustu.

23. september 2013Rótaractklúbburinn GeysirFríður Halldórsdóttir og Arnór Bjarki Svarfdal frá Rótaractklúbbnum Geysi voru fyrirlesarar fundarins og var ræðuefnið starfsemi klúbbsins. Rotary International er með níu aðalmarkmið og er starfsemi fyrir ungt fólk meðal þeirra. Starfsemin er bæði fjölbreytt og lífleg. Klúbburinn heldur fundi hálfs-mánaðarlega í „Molanum“, félagsheim-ili í Kópavogi. Klúbbfélagar, 30 talsins, eru flestir á aldrinum 18 – 25 ára.

7. október 2013Þekking efli framfarirSigurður Ingi Jóhannsson ráðherra var fyrirlesari. Hann fullyrti að sótt væri fram í öllum málaflokkum. Hann færði félögum þau tíðindi að íslenskur sjávarútvegur væri driffjöður efnahags-lífsins, en vilji stæði til að efla ferðaþjón-ustuna, unnt væri að láta þessar tvær greinar styðja hvor aðra. Á komandi árum yrði skortur á fæðu og heilnæmu vatni í heiminum. Hann nefndi m.a. aukna framleiðslu landbúnaðarafurða og þ.á.m. útflutning á skyri. Þá fór hann yfir umhverfismálin og hvatti til fram-sýnnar skoðunar á þeim málaflokki, treysta yrði þekkingu til að efla fram-farir. skriftin „Auður jarðar“, sem hann benti á að væri í eðlilegu framhaldi af „Sáum og uppskerum“.

Page 14: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

14

Vörpum ljósi á....

GálgahraunÞar sem hraunstraumurinn frá Búrfelli rann til sjávar fyrir rúmlega 7.200 árum mynduðust sums

staðar miklir stapar við Álftanes. Hluti þessa hrauns fékk nafnið Gálgahraun af þeirri ástæðu að líkur benda til þess að þar hafi saka-menn verið teknir af lífi. Á einum stað, gegnt Bessastöð-um, eru tveir myndarlegir klettadrangar og segir sagan að tré hafi verið lagt á milli þeirra og notað sem gálgi. Heimildir um aftökur á þessum stað eru ekki til aðrar en þær að annálar geta þess að frá Bessastöðum hafi menn „verið hengdir suður í hrauni.” Hefur þá væntanlega verið róið með sakamennina yfir Lambúsatjörn, enda stutt að fara. Frásagnir eru einnig til um að mannabein hafi fundist við klettana. Sekum konum sem Bessastaða-menn þurftu að „rétta” eins og það var kallað, var hins vegar drekkt í mógröfum skammt frá bænum.

Rótarýklúbburinn Görðum hefur um nær hálfrar aldar skeið sinnt fjölmörgum samfélagsverkefnum. Hér verður í fáum orðum greint frá því viðfangsefni sem klúbburinn ákvað að ráðast í árið 2010. Verkefnið nefnist Garðasteinninn.

Hugmyndina átti séra Bragi Friðriksson sem var einn af stofn-félögum klúbbsins. Reglur um Garða-steininn voru settar. Í þeim segir að Rótarýklúbburinn Görðum veiti árlega viðurkenningu þeirri konu eða karli á klúbbsvæðinu sem, að áliti stjórnar klúbbsins, hafi sýnt sérstaka forystu, frumkvæði eða hugkvæmni í starfi. Þessa viðurkenningu veiti klúbburinn með skrautrituðu skjali og á tákn-rænan hátt með sérstökum steini, sem bera skal heitið Garðasteinninn. Á steininn skal festa plötu sem ber nafn klúbbsins, nafn handhafa og ástæðu fyrir veitingu þessarar viðurkenningar. Nokkur fleiri atriði eru í reglunum sem ekki verða raktar hér.

Nafngiftin, Garðasteinninn, á sér

GarðasteinninnÓlafur G. Einarsson heiðursfélagi í RKL Görðum

ákveðna sögu. Í fyrsta lagi minnir hún að hluta til á heiti klúbbsvæðisins. Nafnið á sér þó aðra fyrirmynd. Hún er sú að í kirkjugarðinum að Görðum á Álftanesi er að finna legsteina af sérstakri gerð. Um þá hefur Gunnar Bollason, sagnfræð-ingur, skrifað grein í „Ársrit hins íslenska fornleifafélags, 2009“. Þar segir m.a.: „Um miðbik 17.aldar hefst merkilegt tímabil í íslenskri steinsmíðasögu þegar í Garðahreppi hinum forna eru meitlaðir legsteinar af slíkri íþrótt að athygli vekur. Hver eða hverjir héldu þar um hamar og meitil er ókunnugt. Höfundarein-kenni steinsmiðsins eða steinsmiðanna í Görðum eru sterk og má því bera kennsl á verkin hvar sem þau er að finna. Flestir þessara steina eru á einum stað í Garða-kirkjugarði á Álftanesi. Hafa þeir því verið nefndir einu nafni Garðasteinar“.

Eins og nefnt er hér að framan er viðurkenningin veitt árlega. Félagi i Garðaklúbbnum, Manfreð Vilhjálms-son, arkitekt, hannaði Garðasteininn.Eftirtaldir hafa hlotið Garðasteinn:

2010 Sigurbjörn Árnason, fyrir skipu-lag kirkjugarðs og fegrun umhverfis Garðakirkju.2011 Gunnar Richardsson, fyrir farsæl störf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála í Garðabæ.2012 Ragnheiður Traustadóttir, fyrir merkt framlag til fornleifarannsókna í Garðabæ.2013 Elín Birna Guðmundsdóttir og Ólafur Gíslason fyrir frumkvöðlastarf á sviði líkamsræktar og heilsueflingar í Garðabæ.2014 Erla Bil Bjarnadóttir fyrir störf í þágu garðræktar í Garðabæ og vinnu fyrir Skógræktarfélag Garðabæjar.

Erla Bil Bjarnadóttir handahafi Garða-steinsins 2014 ásamt Sigrúnu Gísladótt-ur og Eiríki K. Þorbjörnssyni.

Page 15: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý
Page 16: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

16

Í Smalaholti norðaustan Vífilsstaða-vatns hafa félagar í Rótarýklúbbnum Görðum plantað trjám og útbúið aðstöðu til að staldra við með útsýni yfir Vífilsstaðavatn og nágrenni. Það gerðist reyndar á 8. áratug síðustu aldar að nokkrir ofurhugar og skíða-áhugamenn í klúbbnum beittu sér fyrir því að rótarýfélagar hæfust handa við grjótburð í Smalaholtshlíð í þeim tilgangi að auðvelda notkun hennar fyrir skíðafólk.

Það sem kveikti áhuga félaga á þessari brekku var að menn höfðu fundið það út að þarna var hin ákjós-anlegasta skíðabrekka og fjöldi fólks var þar á skíðum um tíma. Til þess að bæta brekkuna og auðvelda skíðun í litlum snjó tókum við það til ráðs að grjóthreinsa brekkuna og var grjótinu komið fyrir til beggja hliða, utan miðju svæðisins. Enn má sjá þessa stór-grýtisgarða í brekkunni, sem bendir til

Ólafslundur í SmalaholtiÓlafur Nilsson, félagi í RKL Görðum

þess að líkamlegt atgerfi klúbbfélaga hafi verið annað og meira en það er í dag. Þetta framtak okkar félaganna vakti að sjálfsögðu verðskuldaða athygli og eru til ritaðar heimildir um þetta uppátæki, m.a. birtist grein í Rotary Norden með mynd úr brekk-unni þar sem félagar og hjálparlið er að störfum.

Svo gerðist hið óvænta eftir að brekkan hafði verið stórbætt. Í fyrsta lagi hætti að snjóa að nokkru gagni þannig að hér gáfust lítil tækifæri til skíðaiðkunar. Svo var hitt að aðstaða til skíðaiðkunar með notkun skíða-lyftna fór á þessum árum vaxandi og ekki þýddi að bjóða upp á skíðasvæði án skíðalyftu og ekki þótti ástæða til að reisa skíðalyftu á snjólausu svæði.

En svo kom bjargvætturinn til skjalanna. Meðal félaga okkar í klúbbnum var Ólafur Vilhjálmsson sem bjó með fjölskyldu sinni að Ból-

stað neðan við Hafnarfjarðarveg og sunnan Vífilstaðavegar, en Ólafur var mikill áhugamaður um skógrækt. Hann var einn af stofnendum Skóg-ræktarfélags Hafnarfjarðar 1946 og formaður þess í 24 ár og á 45 ára afmæli félagsins 1991 var hann gerður að heiðursfélaga þess. Á árunum 1980 til 1988 hét félagið reyndar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Garðabæjar, en á árinu 1988 beitti Ólafur sér fyrir stofnun Skógræktar-félags Garðabæjar. Fyrir forgöngu Ólafs leitaði Skógræktarfélagið síðan eftir spildu í landi Vífilstaða fyrir áhugafólk um skógrækt. Félagið fékk land í Smalaholti og úthlutaði síðan spildum í hlíðinni til félagasamtaka og auðvitað kom skíðabrekkan í hlut Rótarýklúbbsins.

Á árinu 1989 var hafist handa við plöntun í hlíðinni undir stjórn Ólafs Vilhjálmssonar, reyndar höfðum

Rótarýfundur í Ólafslundi.

Page 17: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

sími 525 4444 endurmenntun.is

Samningatækni

Nærðu hugann… skráðu þig á námskeið

Menning

Stjórnun

Fjármál

Þjóðfélagsmál

Verkefnastjórnun

Ítalska

Rekstur

Íslendingasögur

Lífríki TímastjórnunÞýska

BókmenntirListir

SagnfræðiSjálfstraust Jarðfræði

Leiðtogafærni

Spænska

Áfallahjálp

Íslandssaga

Samskipti

Raunvísindi

við byrjað nokkru fyrr að koma fyrir plöntum, í og við grjótgarðana með Ólafi, en við skíðaáhugamenn vildum í fyrstu beina gróðursetningunni til hliðar við miðsvæðið því við vorum enn tregir til að gefa skíðabrekkuna alveg upp á bátinn. Fljótlega fórum við þó að planta í miðbrekkuna, en þess sjást enn merki þegar brekkan er skoðuð að gróðurinn er öflugri út til hliðanna.

Ólafur stjórnaði hér öllu af sinni alkunnu ljúfmennsku og þrautseigju meðan hans naut við. Hann kom oft einn í reitinn með plöntur úr upp-eldi sínu og setti niður, en við félag-arnir mættum hér nokkrir á hverju ári, plöntuðum og bárum á og árangurinn hefur verið góður. Sigurður Björnsson félagi okkar og áhugamaður um efnið hefur haldið til haga og skráð allar teg-undir og fjölda þeirra plantna sem hafa verið gróðursettar, en þær eru samtals rúmlega 10.000. Ekki er nú víst að þær finnist allar í dag, færi fram talning, en afföll voru nokkur, sérstaklega í upp-hafi. Mest var plantað af birki eða um 3.300 plöntum og stafafuru um 2.600 plöntum.

Ólafur Vilhjálmsson var einstakur maður sem á allan heiður af ræktun reitsins í nafni Rótýklúbbsins. Á árinu 1996 var reiturinn kenndur við nafn hans og nefndur Ólafslundur og áttu nokkrir félagar hugmynd að gerð skiltis neðst í reitnum með ártölunum 1989, þegar gróðursetning hófst fyrir

árinu 1996, en hann lést síðar á því ári.

Á síðustu árum hefur klúbburinn haldið einn fund á ári í skógar-reitnum og eru þá jafnan settar niður nokkrar plöntur og hlúð að öðrum. Nú hafa verið lagðir göngustígar um Smalaholtið á vegum sveitarfélagsins til að gera svæðið aðgengilegt og er Smalaholtshlíðin nú hið ákjósanlegasta útivistarsvæði.

Draumar skíðamanna gætu ræst á næsta kuldaskeiði eða þegar kólna tekur á ný og snjór leggst yfir. Þá yrðu skíðabrautir lagðar í skóginum að und-angenginni nokkurri grisjun og skíðin stunduð í skjóli trjánna eins og gerist á alvöru skíðasvæðum. Grjótburður Rótarýfélaga á þá kannski eftir að bera einhvern árangur eftir allt.

alvöru og 1996 þegar reiturinn fékk þetta nafn og skiltið var reist. Ólafur var sjálfur viðstaddur nafngiftina á

Bekkir smíðaðir af Rótarýfélögum.

Page 18: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

18

Eitt af markmiðum Rótarýhreyfingarinnar er að taka þátt í samfélagsverkefnum. Rótarýklúbburinn Görðum hefur boðið nemendum í grunnskólum Garðabæjar upp á nám-skeið í ræðulist frá árinu 2006. Rótarýfélagar mæta í þrjú til fjögur skipti í hvern bekk á vorönn.

Kennt í 9. bekkFyrstu árin voru þessi námskeið einungis fyrir nemendur í 9. bekk Garðaskóla. Þegar nemendur voru komnir á efri stig grunnskóla í Sjálandsskóla, var námskeiðið einnig í boði fyrir nemendur í Sjálandsskóla og í fyrsta skipti á síðasta skólaári var það einnig haldið fyrir nemendur í níunda bekk í Álftanesskóla.

Uppsprettan – 3ja mínútuna erindiÞað var Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg sem hafði frum-kvæði að þessu verkefni árið 2004 og útbjó upphaflegt námsefni og var með námskeiðin í Hagaskóla í Reykjavík. Eitt af föstum verkefnum á Rótarýfundum eru svokölluð þriggja mínútna erindi, þar sem Rótarýfélagar flytja stutt erindi fyrir félaga sína. Það var kveikjan af því að Reykjavík Miðborg fór af stað með

Unglinganámskeið Rótarý í ræðulist - URRHalldóra Gyða Matthíasdóttir, félagi í RKL Görðum

þetta verkefni. Námsefnið hefur svo verið þróað af Rótarýfélögum í Görðum sem hafa tekið virkan þátt í þessu verkefni.

Gefandi og skemmtilegtNámskeiðið hefur verið unnið með lífsleiknikennurum í skól-unum og það er almennt mikil ánægja með námskeiðin, bæði meðal nemenda sem og kennara. Þeir Rótarýfélagar sem hafa tekið þátt hafa verið mjög ánægðir enda virkilega gefandi og skemmtilegt að miðla ræðulistinni til komandi kynslóða.

Áhugasamir þátttakendur.

Page 19: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

19

Light the path eða Lýsum leiðina – eru einkunnarorð Inner Wheel hreyfingar-innar í ár sem frú Abha Gupta frá Indlandi, forseti IIW, hefur valið. Hún velur þau til að lýsa leiðina til vináttu, þjónustu og elsku við náungann. Þegar við lýsum leiðina opnast augu okkar, við öðlumst meiri visku og við sjáum betur ekki bara með augunum heldur líka með hjartanu, höndunum og sálinni. Glampinn kemur innan frá og með neistanum lýsum við leiðina vonandi til bjartari framtíðar. Mann-úðarverkefni International Inner Wheel undanfarin ár er „Happier future – Gi-ving children a better live“ eða Bjartari framtíð – gefum börnum betra líf. Þetta er alþjóðlegt verkefni. Markmiðið kemur fram í heiti þess og hefur hver klúbbur eða umdæmi frjálsar hendur og tækifæri til að styðja við og styrkja börn í sinni heimabyggð.

Inner Wheel á Íslandi er hluti af International Inner Wheel samtökum sem rekja má aftur til ársins 1923 í Manchester á Englandi. Þá höfðu eiginkonur Rótarýmanna margar hverjar starfað við hlið manna sinna að ýmsum mannúðarstörfum og fannst tími til kominn að mynda formlega klúbb sem byggði á inntaki Rótarý.

Lýsum leiðina – Inner Wheel á ÍslandiKristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, umdæmisstjóri 2014-2015

Hlutverk klúbbsins átti að vera tví-þætt, að auka vináttu og veita meiri mannúðarþjónustu.

Fyrsti fundurinn var 10. janúar 1924, þannig að í ár eru liðin 90 ár frá stofnun fyrsta klúbbsins. Frá 1970 hefur sá dagur verið Alþjóðlegur dagur Inner Wheel. Konur sem hafa tengsl við Rótarýfélaga/fyrrum Rótarýfélaga eða Inner Wheel félaga /fyrrum Inner Wheel félaga geta gengið í hreyfinguna og einnig er nú hægt að bjóða konum í hreyfinguna. Inner Wheel starfar í 103 löndum með um 103.000 félaga.

Hingað til lands barst Inner Wheel hreyfingin árið 1973 þegar Ingibjörg Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur, beitti sér fyrir stofnun Inner Wheel klúbbs Reykjavíkur. Íslenska umdæmið var stofnað 1987 og eru klúbbarnir sjö.

Markmið Inner Wheel eru: að auka sanna vináttu; að efla mannleg sam-skipti og að auka alþjóðlegan skilning.

Vináttuna aukum við með því að hittast einu sinni í mánuði yfir vetrar-tímann frá september fram í maí. Við fáum til okkar fyrirlesara með ýmiss konar fróðleik. Þriggja mínútna erindi félaga er líka á dagskránni. Margir klúbbar hafa fyrir venju að bjóða mökum á einn fund og aðrir bjóða

kvenkyns ættingjum á fund. Í maí á næsta ári verður alþjóðlegt þing haldið í Kaupmannahöfn og ætlum við að fjölmenna frá Íslandi. Ég hvet Rótarý-félaga til að segja eiginkonum sínum frá Inner Wheel hreyfingunni því að markmið mitt er að fjölga félögum í Inner Wheel á Íslandi.

Það er von mín að við lítum í eigin barm og finnum innra með okkur glóð-ina sem lýsir leiðina til betri heims.

Með Inner Wheel kveðju,Inner Wheel Hafnarfjörður

http://www.internationalinnerw-heel.org/logos.html

ÍsveislurSendum til fyrirtækja ísveislu fyrir 10 manns eða fleiri

Salur fyrir hópaÍsbúðin Háaleitisbraut Sími: 578-9500 - isbud.is - [email protected]

Háaleiti - Garðabæ

Sendum til f

SSaluÍsbúðin

Page 20: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

20

Rótaractklúbburinn Geysir var stofn-aður í janúar 2009 en hann er fyrsti og eini Rótaractklúbburinn á Íslandi. Móðurklúbbar Geysis eru Rótarýklúbb-urinn Görðum og Rótarýklúbburinn Borgir, en þeir hafa stutt við bakið á okkur frá stofnun klúbbsins. Rótaract er eitt öflugasta og áhrifamesta verk-efni Rótarý International og eitt af 9 skipulögðum verkefnum Rótarý. Rótaract eru félagssamtök fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára sem hafa það að leiðarljósi að þroska faglega hæfni og leiðtogahæfileika meðlima. Við fundum 1. og 3. þriðjudag hvers mán-aðar í Molanum í Kópavogi. Starfið er frábær vettvangur fyrir ungt fólk til þess að hittast og ræða þau málefni sem brenna á þeim á hverri stundu. Við reynum að spyrja okkur spurninga eins og hvað megi betur fara í okkar samfélagi og hvað sé hægt að gera til þess að breyta því. Við viljum skapa tækifæri fyrir ungt fólk til þess að láta

Rótaractklúbburinn GeysirFríður Halldórsdóttir, forseti starfsárið 2013-2014

gott af sér leiða, ýta undir alþjóðlegan skilning, auka velvild og vinarhug.

Frá stofnun hefur Rótaractklúbbur-inn Geysir tekið sér fyrir hendur mörg spennandi verkefni. Við vinnum mikið með þeim skiptinemum sem koma til Íslands á vegum Rótarý. Við bjóðum þeim á fundi, skipuleggjum sumarbú-staðaferðir fyrir þau og reynum að hafa gaman með þeim. Við höfum einnig aðstoðað Stígamót við að standsetja hús fyrir konur sem hafa lent í vændi, haldið góðgerðarbingó, unnið um-hverfisverkefni í Garðabæ og Kópavogi og staðið fyrir átaki til þess að hvetja ungt fólk á Íslandi til þess að gefa blóð.

Stærstu verkefnin okkar eru þó tvær utanlandsferðir. Í febrúar 2011 tókum við þátt í Polioplus verkefni Rótarý á Indlandi. Meðlimir klúbbsins fóru til Indlands þar sem við bólu-settum börn gegn lömunarveiki og byggðum stíflu fyrir lítið þorp rétt utan við Delhi. Það var ólýsanleg upplifun að fá að sjá með eigin augum og taka þátt í svona stóru, alþjóðlegu verkefni á vegum Rótarý.

Í október 2013 fórum við til Rúm-eníu þar sem við unnum sameiginlegt

verkefni með Rótaract Bucharesti. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins. Markmið þess var að efla samvinnu ungs fólks í Evrópu, minnka fordóma og vinna með þeim sem minna mega sín. Við heimsóttum munaðarleysingjaheimili Bucharest, færðum þeim gjafir og störfuðum með vistmönnum heimilis fyrir fatlaða. Allir voru sammála um að ferðin hafi verið frábær í alla staði og hlökkum við til frekara samstarfs við Rotaract Bucharesti.

Við höfum mikinn áhuga á því að efla samstarfið við Rótarý á Íslandi. Við ímyndum okkur að Rótarýmeð-limir gætu miðlað reynslu sinni til okkar og við í staðinn komið með nýja, ferska sýn og hugmyndir inn í starf Rótarý . Við vilijum því hvetja sem flesta Rótarýklúbba til þess að hafa samband við okkur, bæði ef þið viljið fræðast frekar um okkar starf eða vinna verkefni með okkur. Netfangið okkar er [email protected]. Auk þess vil ég benda á heimasíðu klúbbsins: www.rotaracticeland.com, en klúbburinn er einnig á Facebook undir Rótaractklúbburinn Geysir.

Meðlimir Rotaract ásamt Rotaracklúbbi Búkarest.

Áslaug Björk á heimili fyrir fatlaða í Rúm-

eníu.

Page 21: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

21

Rótarýhreyfingin er alheimshreyfing sem stofnuð var í Bandaríkjunum fyrir rúmri öld. Rótarýfélagar eru um 1,2 milljón í 34 þúsund klúbbum um allan heim. Þrátt fyrir það hafa kannanir í 5 heimsálfum sýnt fram á að aðeins 4 af hverjum 10 aðspurðra hafa aldrei heyrt um Rótarý getið, aðrir 4 af hverjum tíu höfðu heyrt nafnið en vissu lítið um hvað Rótarý var og aðeins 2 af hverjum 10 þekktu eitthvað til Rótarý en gátu ekki gert grein fyrir hvað það var.

Þegar Rótarýfélagar hafa verið spurðir hvers vegna þeir hafi gengið í Rótarý og hvers vegna þeir séu ennþá félagar í Rótarý þá eru svörin á þann veg að þeir vilji vera þátttakendur í sínu nánasta samfélagi og í Rótarý megi að finna vináttubönd og góðan félagsskap.

Rótarýfélagar eru valdir vegna starfa sinna sem leiðtogar, stjórnendur og afburðastarfsmenn, bæði félagslega og siðferðislega. Sumir bera titla en aðrir hafa náð árangri í kröfuhörðum störfum í samfélaginu. Þegar fólk stígur fram sem Rótarýfélagar þá eru þeir leiðtogar. Tengslamyndun er drif-krafturinn og styrkurinn í Rótarý og vinskapurinn tengir félaga. Við erum félagar í alheimssamtökum sem hefur áhrif á heimsvísu og stuðlar að sam-félagsábyrgð í verkum.

Meginþátturinn í starfi Rótarý-hreyfingarinnar á heimsvísu er Rótarýsjóðurinn. Alheimsforseti Rótarý og formaður Rótarýsjóðsins leggja höfuðáherslu á að styrkja sjóðinn og standa vörð um hann. Sjóðurinn er einn stærsti sjóður í eigu félagasam-taka í heiminum. Hann hefur hlotið sterkt orðspor fyrir skilvísa og örugga meðferð fjár og hlotið hæstu viður-kenningar helstu álitsgjafa um sjóði og meðferð þeirra. Rótarýsjóðurinn hefur verið í samstarfi við Alþjóðaheil-brigðisstofnunina WHO og UNICEF

Að láta gott af sér leiðaBirna Bjarnadóttir, formaður Rótarýsjóðsins á Íslandi

um árabil. Auk þess hefur sjóður Bill og Melindu Gates valið að leggja um-talsvert fé í Pólíó verkefnið með Rótarý í nokkur ár og raunar tvöfaldað framlag sitt í hvert sinn þar sem þau treysta á tryggð Rótarý við verkefnið.

Rótarýsjóðurinn hefur styrkt verk-efni á vegum Rótarýumdæma og Rótarýklúbba í öllum heimsálfum. Rótarý á Íslandi hefur um árabil hlotið ótal tækifæri til að veita styrki til námsmanna til langtímadvalar í háskólum erlendis, námsmanna í friðarfræðum og ungs fólks á vinnu-markaði sem hefur fengið tækifæri til að kynnast starfsaðstæðum í framandi löndum í starfshópaskiptum.

Nú hefur áherslum í styrkveiting-um Rótarýsjóðsins verið breytt. Sjóður-inn skiptist í 4 meginsjóði. Það er Árlegi sjóðurinn eða Annual Fund þar sem lögð er áhersla á að allir félagar og allir klúbbar greiði árlega framlög í þennan sjóð með það að markmiði að umdæmin sæki síðan um styrki til ákveðinna verkefni að 3 árum liðnum. Þá er Pólío Plús sjóðurinn sem styrkir bólusetningaherferðina gegn mænu-veiki í Afríku, Pakistan og Afganistan ásamt WHO og Bill og Melindu Gate sjóðnum. Friðarsetursjóðurinn er sjóður sem leggur áherslu á menntun og fræðslu um mikilvægi friðarumleit-ana í heiminum og við höfum notið ríkulega af með öllum þeim styrkjum sem íslenskir friðarstyrkþegar hafa hlotið á undanförnum árum. Síðast ber að telja Fasta sjóðinn sem er grunnur að öllum verkefnum sem alheimsfor-setinn leggur áherslu á í starfi sínu á hverju ári.

Á heimsvísu fara flest framlög nú í Árlega sjóðinn og Pólíó Plús sjóðinn. Það eru framlög Rótarýklúbba, Rótarýfélaga, einstaklinga og fyrir-tækja. Alheimsforseti Rótarý á þessu starfsári hefur lagt áherslu á að sér-

hver Rótarýfélagi leggi sitt af mörkum í sjóðinn auk framlaga frá sérhverjum Rótarýklúbbi. Hann setur markmiðið hátt. Rótarýumdæmið á Íslandi til-heyrir svæði 16 ásamt hluta umdæma í Noregi, Svíþjóð, Finlandi, Danmörku, Póllandi, Hvíta Rússlandi og Úkraínu. Framlög í Rótarýsjóðinn á Íslandi í árlega sjóðinn starfsárið 2012 – 2013 náðu settu markmiði sem var 25 doll-arar og framlög komu frá 30 klúbbum með sérstöku átaki þáverandi um-dæmisstjóra Kristjáns Haraldssonar. Sérstakar viðurkenningar fyrir framlög í sjóðinn fengu Rótarýklúbbur Kefla-víkur, Rótarýklúbbur Mosfellsbæjar og Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar. Á síðasta starfsári var markmið þessa svæðis 45 dollara framlag á hvern félaga í árlega sjóðinn. Framlag á hvern félaga í okkar umdæmi var rétt um 23,50 dollarar og framlög í árlega sjóðinn bárust frá 14 klúbbum, 5 klúbbar greiddu í Pólíó Plús sjóðinn, en 13 klúbbar lögðu alls ekkert í Rótarýsjóðina.

Umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi Guðbjörg Alfreðsdóttir hefur sett markmiðið hátt varðandi framlög í Rótarýsjóðinn á þessu starfsári eða 100 dollara á hvern Rótarýfélaga. Það er mikilvægt að stjórnir klúbb-anna leggist á eitt með forystu hreyf-

Page 22: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

22

ingarinnar um að allir klúbbar og allir félagar leggi í Rótarýsjóðinn. Þegar Rótarýfélagi leggur í Rótarýsjóðinn styrkir hann framlag klúbbsins síns þar sem framlag hans telst með fram-lagi klúbbsins. Rétt er að árétta að reikningsár sjóðsins er frá 1. júlí til 30. júní en ekki er tryggt að framlög sem greiðast eftir 1. maí nái inn í reikn-ingsskil nema þau séu greidd með greiðslukortum með beinni greiðslu á heimasíðu Rótarý International. Lögð er áhersla á að greiðslur fari þar í gegn en síður í gegnum Evrópuskrifstofu Rótarý eins og ennþá er siður hjá ein-hverjum klúbbum.

Setjum okkur markmið og leggjum áherslu á að allir klúbbar og allir félagar leggi sitt af mörkum í Rótarý-sjóðinn á þessu ári. Með því að gefa í sjóðinn getum við undirbúið verðug verkefni með styrk frá Rótarýsjóðnum og látið gott af okkur leiða. Þess vegna erum við Rótarýfélagar.

www.postur.is

Við erum út um allt land, í öllum veðrum alla daga. Við komum með pakkann á pósthús eða beina leið heim að dyrum.

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA

Vörpum ljósi á....

HeiðmörkHeiðmörk tekur yfir um 3000 hektara land-svæði og er um þriðjungur þess innan bæjarlands Garðabæjar. Frumkvæðið að því að svæðið var gert að frið-landi og útivistarsvæði höfuðborgar-svæðisins áttu Hákon Bjarnason og Einar Sæmundsen en Sigurður Nordal gaf svæðinu nafnið Heiðmörk. Þegar svæðið var friðað var það að mestu örfoka og aðeins gróðurleifar á stöku stað. Heiðmörk var formlega vígð 25.

júní 1950 að viðstöddum miklum mannfjölda og síðan hófst umfangsmikil uppgræðsla og skógrækt á svæðinu sem var í fyrstu skipulögð þannig að félög og hópar tóku að sér ákveðna reiti og önnuðust þá en Skógræktarfélag Íslands sá um að girða landið. Eftir aðeins 10 ára ræktun var yfirbragð svæðsins orðið gjörólíkt því sem áður var og varð það brátt geysivinsælt útivistarsvæði. Nú er talið að 600-700 þúsund gestir komi þangað árlega. Aðeins ein húsbygging hefur verið leyfð í Heiðmörk, Þorgeirsstaðir, sem er í eigu Norðmanna en þeir veittu ómetanlega aðstoð við uppgræðslu svæðisins fyrstu áratugina.

Page 23: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

23

„Árangurinn spratt af áhuganum. Ég byrjaði ungur í tónlistarnámi, fimm eða sex ára, og tólf ára gamall vann ég til verðlauna fyrir góðan árangur. Þar með má eiginlega segja að ég hafi fundið mína fjöl og vissi eftir það hvert stefna skyldi,“ segir Sigurður Flosason tónlistarmaður. Hann er einn þeirra fjölmörgu listamanna sem búa í Garðabæ og hefur með störfum sínum lagt margt menningaraukandi til samfélagsins. Var meðal annars bæjarlistamaður Garðabæjar 2005 og hefur staðið fyrir jazzhátíð Garðabæjar undanfarin 10 ár.

Ómar um allan bæSigurður segir tónlistarskóla og starf þeirra gegna þýðingarmiklu hlutverki í hverju samfélagi. Þar geti nemendur aflað sér menntunar en einnig hafi skólarnir smitandi áhrif . Sé skóla-starfið öflugt og vel að því staðið ómi tónlistin um allan bæinn, ef svo má að orði komast.

„Hér í Garðabæ er frábær tónlistar-skóli og héðan hafa komið margir góðir tónlistarmenn. Þarna gæti ég til dæmis nefnt Sigrúnu Eðvaldsdóttur, systkinin Ragnheiði og Hauk Gröndal, bræðurna Óskar og Ómar Guðjóns-syni og fleiri. Þá eiga hljómsveitirnar Of Monsters and Men og Dikta báðar rætur sínar hér í bæ. Og það munar sannarlega um slíka frábæra lista-menn,“ segir Sigurður sem flutti í Garðabæ fyrir fimmtán árum eða svo. Segir fjölskylduna fyrir löngu hafa fest þar rætur og uni sér vel.

Þá má geta þess að tvær dætur Sigurðar og Vilborgar Önnu Björns-dóttur hafa farið utan sem skiptinemar

Sama lagið eróendanleg uppsprettaTónlistarskólarnir og starf þeirra þýðingarmikið, segir Sigurður Flosason

á vegum Rótarý-hreyfingarinnar: Anna Gréta sem fór til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og Sólveig Erla sem ekki alls fyrir löngu kom heim úr ársdvöl í Ekvador.

Haldið í hefðirSigurður segir að víða á Norðurlönd-unum horfi skólamenn til þess hve vel sé staðið að tónlistarkennslu hér á landi. Hér fái fólk, í fullu námi, klukku-stund í einkakennslu í viku hverri. Í nágrannalöndunum séu einkatímar oft mun styttri, allt niður í tólf mínútur. Stundum sé einnig um hópkennslu að ræða og árangurinn sé auðvitað lakari.

„Á síðustu árum hafa tónlistar-skólarnir eins og aðrir þurft að rifa seglin. Hins vegar hafa þeir sem ráða borið gæfu til þess að halda í ríkjandi kennsluhefðir og það muni skila sér. Það sé alltjent engin tilviljun að ís-lenskum listamönnum vegni vel.

Mörg járn í eldinumSigurður segist fljótt hafa heillast af djassinum. Hann hafi lagt sig eftir þeirri tónlistarstefnu í námi – og hefur veitt djassdeild tónlistarskóla FÍH for-stöðu undanfarin 25 ár.

„Spuninn gerir djassinn alltaf spennandi; þetta frelsi að mega alltaf skálda í skörðin. Sama lagið er aldrei eins tvisvar sinnum. Þetta er óendan-leg uppspretta,“ segir Sigurður. Um þessar mundir er hann með fjölmörg fleiri járn í eldinum. Má þar nefna hljómlötu með frumsömdum djasslög-um hans sem Kristjana Stefánsdóttir syngur. Einnig plötu þar sem hann leikur á saxafóninn verk á mörkum klassískrar tónlistar og jazz eftir Áskel Másson, Gunnar Reyni Sveinsson og Árna Egilsson. Þá stóð tónleikaferð til Danmerkur og plötuupptaka þar fyrir dyrum þegar blaðamaður ræddi við Sigurð síðustu dagana í ágúst.

Page 24: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

www.n1.is facebook.com/enneinn

Hluti af umhverfinu

UmhverfisvottuðhestöflAníta er hestakona. Gammur er hestur. Á Gammi kemst Aníta í tengsl við náttúruna. Gammur kann að meta það. Stundum langar þau að komast fjær hesthúsinu. Þá þarf bíl og ólíkt Gammi þarf bíllinn olíu. Þess vegna eru Aníta og Gammur ánægð með ISO-vottaðar stöðvar N1 sem bjóða upp á jákvæðari orku – VLO-blandaða díselolíu sem minnkar útblástur og eykur endingu vélarinnar.

Það er stórt skref í átt að umhverfisvænni þjónustu.

Vetnisblönduð lífræn olía dregur úr út blæstri koltví sýr­ings. Hún er í boði á flestum af 98 útsölu stöðum N1.

Hjá N1 eru níu þjónustu stöðvar og eitt hjól barða verk stæði ISO­ umhverfis vottaðar starfs­stöðvar – og það eru fleiri á leiðinni.

Aníta tók þátt í 1.000 km þeysireið yfir sléttur Mongólíu með góðum árangri. Með þessu þrekvirki safnaði hún fé fyrir Barnaspítala Hringsins og Cool Earth verkefnið.

Þjónustustöð N1 á Bílds höfða býður öku mönnum umhverfis­vænt íslenskt metan.

ÍST ISO 14001

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS E

NN

70379 08/14

Page 25: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

25

Úr starfi Rótarýklúbbsins Görðum

Page 26: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

26

Fornleifafundir í Garðabæ staðfesta að hið tiltölulega unga bæjarfélag stendur á gömlum merg. Skráðar fornminjar í Garðabæ voru tæplega þúsund fyrir sameiningu við Álftanes en eru nú hátt í tvö þúsund. Margar þeirra eru afar merkilegar, svo sem í Garðahverfi, Heiðmörk, miðbænum og auðvitað á Álftanesi, ekki síst á og við Bessastaði. Fornminjarnar eru ekki aðeins margar heldur einnig mjög fjölbreyttar, þær elstu allt að því frá landnámi norrænna manna.

Einhver stærsti víkingaaldarskáli sem fundist hefur á Íslandi er á Hofs-stöðum við Kirkjulund, rétt austan og ofan við miðbæjarkjarna Garðabæjar. Þar hefur nú verið gerður minjagarður með margmiðlunarsýningu. Skálinn var hefðbundinn að gerð með langeldi á miðju gólfi. Við hann fundust einnig soðholur (seyðar), hringlaga gerði, smiðja og gripir á borð við forn verk-færi. Urmull dýrabeina fannst í soðhol-

Fornleifar og sögulegar minjar í GarðabæRagnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur

unum sem gefur til kynna ræktun svína, nautpenings og sauðfjár.

Á Bessastöðum hafa fundist tveir minni skálar frá víkingaöld. Þá hefur nýlega fundist þar hjá meint, mjög gamalt, kúasel.

Ýmsir athyglisverðir forngripir hafa komið upp við fornleifarannsóknir í bæjarlandinu, eins og bronsnæla frá 10. öld á Hofsstöðum og silfur-hringur frá 11. öld og snældusnúður með rúnaletri frá 13. öld, sem fundust í Urriðakoti, þar sem var breytilegur seljabúskapur til forna. Þar fund-ust einnig perlur, innflutt brýni og bökunarhellur.

Fjöldi gripa kom í ljós við upp-gröftinn á Bessastöðum og báru ýmsir þeirra vott um hlutverk höfð-ingjaseturs og stjórnsýslumiðstöðvar en einnig um viðsjár í gamla daga, s.s. fallbyssuleifar, byssukúlur og byssutinnur auk Skansins, virkisins sem stendur enn en var reist á 17. öld

til að verjast sjóræningjum og öðru illþýði.

Minjar í Garðahverfi eru ein-stakar, ekki síst fyrir þá heild sem þær mynda saman. Slíkt heildstætt menningarlandslag er fáséð. Þar og í Gálgahrauni er að finna meira en 250 kunnar fornleifar frá sjósókn, búskap, samgöngum, trúarlífi, skólahaldi og jafnvel réttarsögu. Byggðin var girt með hlöðnum görðum, varnargarður lá meðfram sjónum og norðaustanmegin teygði sig hinn mikli Garðatúngarður frá Balatjörn í suðaustri, um Dysjamýri og Garðaholt, til Skógtjarnar í norð-vestri. Þarna eru, svo að dæmi séu tekin, bæjarhólar, varir, brunnar, úti-hús, garðar, stekkir, fjárrétt, fjárborg, gerði, kirkjugarður, aftökustaður og fornar leiðir.

Á Hausastöðum í Garðahverfi var Hausastaðaskóli reistur 1759, fyrsti heimavistarskólinn sérstaklega ætlað-ur almúgabörnum. Tóftin er greinileg.

Þá má nefna fógetastíginn um Gálgahraun, selstíga og leiðir á milli bæja, alfaraleið um Heiðmörk og einnig yfir í Hafnarfjörð og Kópavog en á þeirri leið voru dysjar sakamanna sem líflátnir voru á Kópavogsþingstað. Hleðsla í hellisskúta í Búrfellsgjá í Garðabæ.

Page 27: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

27

Í Arnarnesi er Gvendarlind (-brunnur).Í Heiðmörk er að finna rústir af

seljum, fjárskjólum, kolagröfum, brunnum, vörðum, hellum, fjárborg og refagildru svo að nokkuð sé nefnt. Gjárétt (Gjáarétt) var fjallskilarétt í

vesturenda Búrfellsgjár, ekki langt frá misgengisbrúninni á mótum hennar og Selgjár. Hún var reist árið 1840 úr hraungrýti. Í Selgjá eru a.m.k. 11-12 friðlýstar seljasamstæður sem telja má einstakar í sinni röð, byggðar upp við

gjárbarmana með baðstofum, eldhúsi,, búri, kvíum og stekkjum.

Út frá Vífilsstöðum eru sömuleiðis leifar af gömlum seljasamstæðum og fjölda annarra búsetuminja.

Hér hefur aðeins verið tæpt á því helsta í því skyni að gefa einhverja mynd af þeim fjölda fornleifa sem til eru í Garðabæ. Ýmsar fleiri merkilegar minjar er að finna innan bæjarmarka í Garðabæ þótt ekki teljist þær endilega til fornleifa í skilningi fornminjalaga. Þetta eru leifar frá stríðsárunum í Garðahverfi, Álftanesi og Urriðakoti, landreksstöpull Wegeners á Arnarnes-hæð frá 1930 og hleðslur í hrauninu niður af Flötunum sem voru reistar í tengslum við járnbrautartilraunargerð snemma á 20. öld.

Garðabær á sér þannig langa og merkilega sögu og það sem meira er, á þess kost að varðveita sögulegar og áþreifanlegar minjar í umhverfinu, íbúum hans og gestum til fróðleiks og ánægju.

Varða í Heiðmörk.

Farðu inn á www.fimman.isog sjáðu alla söguna!

Aukinnethraði

Vatns- ogrykvarinn

Öflugrimyndavél

Skiluríslensku

Púlsmælir ogeinkaþjálfari

Vertu með

Page 28: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

28

Ýmsir telja að Bessastaðir séu hin „týnda” landnámsjörð Skúlastaðir sem getið er um í Landnámu þótt líkur bendi fremur til að hún hafi verið þar sem Garðar eru nú. En umfangsmiklar fornleifarannsóknir sem gerðar voru á Bessastöðum undir lok síðustu aldar leiddu í ljós að þar hefur verið byggð allt frá 9. öld. Hvernig nafnið Bessastaðir er komið til veit enginn en nafnið Bessi eða Bersi var ekki óalgengt á þeim tíma sem búseta á jörðinni hefur hafist.

Raunar er lítið sem ekkert vitað um byggð á Bessastöðum fremur en annars staðar á svæðinu fram á 13. öld en þá tókst Snorra Sturlusyni í Reykholti að sölsa Bessastaði og Eyvindarstaði undir sig, sennilega með klækjum. Varð sú gjörð til þess að það stefndi í einn mesta bardaga Íslandssögunnar er um 600 manna lið Snorra og Magnúsar goða mættust alvopnuð á Alþingi. En Magnúsi biskupi tókst að afstýra átök-unum og Snorri hélt Álftanesjörðunum.

Ekki er vitað hvernig Snorri nytjaði jörðina en líklegt þykir að á hans veg-um hafi verið stunduð þar akuryrkja. Sjálfur dvaldist Snorri á Bessastöðum í lengri eða skemmri tíma og flúði m.a. þangað þegar andstæðingar hans sóttu að honum í Reykholti. Eftir víg Snorra sölsaði Þórður kakali Sighvatsson Bessastaði undir sig, sem og aðrar eig-ur Snorra, en þegar Ísland gekk Noregs-konungi á hönd gerði hann kröfur um að eigur Snorra féllu til krúnunnar þar sem hann hefði verið „lendur maður” er hann var veginn. Í fyrstu tók krúnan þó ekki aðrar jarðir en Bessastaði og má segja að sú eignaupptaka hafi verið upphafið að aldalöngu hlutverki staðar-ins sem höfuðstaður hins erlenda valds á Íslandi. Fyrsti hirðstjóri konungs sem vitað er með vissu að sat Bessastaði var Holti Þorgrímsson sem gegndi embætt-inu á árunum 1346-1348.

Fyrstu tvær aldirnar eftir að konungsvaldið hreiðraði um sig á Bessastöðum átti það í erjum við Eng-

Bessastaðir – höfuðstöðvar valdsinsSteinar J. Lúðvíksson rithöfundur og félagi í RKL Görðum

lendinga sem ásældust samskipti og viðskipti við Íslendinga. Um tíma seldi konungur landið á leigu með sköttum og skyldum og þóttu leigutakarnir ágjarnir og fóru stundum með flokk vopnaðra manna um landið og kúguðu fé af Íslendingum.

Veruleg breyting varð á samskiptum við Bessastaðavaldið á 16. öld og þá einkum við siðaskiptin. Ákvörðun um aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans var tekin á Bessastöðum. Í kjölfarið lá við uppreisn í landinu og til þess að tryggja áhrif sín sendi konungur þrjú fullmönnuð herskip til landsins og var bækistöð þeirra á Seilunni við Bessastaði. Konungur notaði líka tækifærið til þess að sölsa undir sig miklar jarðeignir á Íslandi og voru mikil verðmæti flutt úr landi. Sá hirðstjóri sem gekk harðast fram var Páll Stígsson en hann vann sér það einnig til frægðar að koma á hinum svokallaða stóradómi en eftir að hann komst á var fólk miskunnarlaust dæmt til dauða fyrir jafnvel smávægileg afbrot. Var Páll ekki Íslendingum harmdauði er hann drukkn-aði í hlandfor við Lambhús árið 1566. Hann var jarðsettur í Bessastaðakirkju og er legsteinn hans þar enn við lýði.

Ýmis ráð notuðu Bessastaðamenn til þess að auka tekjur sínar af Íslandi. Öll verslun við landið var færð dönskum kaupmönnum, brennisteinsnámur voru yfirteknar og um langt árabil tíðkuðust fálkaveiðar og voru fuglarnir aldir á Bessastöðum meðan beðið var út-flutnings. Kom það illa við búendur á

Álftanesi og nágrenni að þurfa að sjá kóngsmönnum fyrir fálkafóðri og töðu sem sláturgripir voru aldir á.

Bessastaðir voru stöðugt í sviðsljós-inu og ekki af góðu. Ekki þóttu t.d. stór-mannleg viðbrögð valdsmanna þar er sjóræningjar sigldu skipum sínum inn á Skerjafjörð í Tyrkjaráninu 1627. Eitt skip-anna strandaði við Bessastaði og horfðu menn í landi á sjóræningjana flytja fanga milli skipa án þess að aðhafast nokkuð. Eftir að ræningjarnir sigldu brott var hins vegar drifið í að koma upp virki við Skansinn og var settur á sérstakur skattur til þess að kosta þá framkvæmd. Ekki kom til þess að fallbyssunum í virkinu væri beitt og fór svo að lokum að þær voru settar í báta, róið með þær frá landi og þeim sökkt í sjávardjúp.

Á valdatíma Friðriks konungs II var áformað að flytja Alþingi frá Þing-völlum til Bessastaða en af því varð ekki. Þegar svo Friðrik III ákvað að láta þegna sína á Íslandi erfðahylla sig átti sú athöfn að fara fram þar en hætt var við þau áform á síðustu stundu og athöfnin flutt í Kópavog. Ástæðan var sú að konungsmenn óttuðust harða andstöðu Íslendinga. Erfðahylling Kristjáns konungs V fór hins vegar fram á hlaðinu á Bessastöðum.

Það var ekki fyrr en um miðja átjándu öld sem konungsveldið tók að lina tök sín á Íslandi og Bessastaðir breyttu um hlutverk í íslensku þjóðlífi. Árið 1749 var Skúli Magnússon skip-aður landfógeti, fyrstur Íslendinga. Ekki

Page 29: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

29

sat Skúli Bessastaði lengi heldur flutti í nýbyggðan embættisbústað í Viðey og var um tíma enginn embættismaður á Bessastöðum. Það tækifæri notaði Bjarni Pálsson landlæknir til þess að nýta húsin þar sem sjúkrahús. Síðan voru húsin notuð um hríð fyrir Innréttingarnar, iðn-aðarfyrirtæki sem Skúli Magnússon kom á fót meðan unnið var að því að byggja hús fyrir það við Aðalstræti í Reykjavík.

Síðasti erlendi valdsmaðurinn sem bjó að Bessastöðum var Trampe greifi en húsakosturinn var þá orðinn þannig að hann vildi fremur búa í tugt-húsinu við Austurvöll og flutti þangað. Þegar Magnús Gíslason var skipaður amtmaður flutti hann að Bessastöðum og hóf hann baráttu fyrir því að reist yrði nýtt íveruhús á Bessastöðum og hafði erindi sem erfiði. Konungsvaldið hafði löngum verið tregt til að leggja fé í byggingar en brást þannig við beiðni Magnúsar að ákveðið var að reisa þar myndarlegt steinhús, Bessastaðastofu, sem enn er í fullri notkun.

Frá því að búsetu konungsmanna lauk á Bessastöðum má segja að staðurinn hafi orðið uppspretta nýrrar hugsunar, framfara og mennta á Íslandi. Latínuskólinn, eini menntaskólinn á Íslandi, var fluttur þangað árið 1805 og starfræktur í um fjörutíu ár. Kennarar við skólann sem voru helstu menntamenn landsins fluttu þá á svæðið og má þar nefna Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugsson. Meðal nemenda í Bessastaðaskóla voru menn sem áttu síðar eftir að koma mikið við Íslandssög-una, eins og t.d. Jónas Hallgrímsson.

Eftir að skólinn flutti aftur til Reykja-víkur keypti Grímur Thomsen jörðina af dönskum stjórnvöldum og var hún síðan í einkaeign um langt skeið. Meðal eigenda var Skúli Thoroddsen sem, auk búskapar, rak þar prentsmiðju í allmörg ár og gaf út blað sitt, Þjóðviljann. Þegar Sveinn Björnsson tók við nýstofnuðu ríkisstjóra-embætti árið 1941 hófust umræður um hvar hann ætti að búa og mun það hafa verið Hermann Jónasson sem fékk hug-

myndina að við hæfi væri að hann sæti að Bessastöðum. Kannaði ríkissjóður hvort jörðin væri föl og er skemmst frá því að segja að þáverandi eigandi jarðarinnar, Sigurður Jónasson forstjóri gaf ríkinu jörðina. Töluverðar umbætur voru gerðar á Bessastaðastofu áður en Sveinn flutti þangað en síðan hafa Bessastaðir verið aðsetur þjóðhöfðingja Íslands.

Á tímum hinna erlendu valds-manna á Bessastöðum guldu grannar þeirra í Álftaneshreppi nábýlisins. Á þá voru lagðar ýmsar kvaðir og skyldur umfram aðra þegna landsins og átti það sinn þátt í mikilli fátækt sem löngum var á svæðinu. Kóngur og kirkja áttu allar jarðir í hreppnum nema Set-berg og kröfðu leiguliðana óspart um greiðslur. Að auki voru flestir undir þá kvöð seldir að þjóna Bessastaðavaldinu hvenær sem þurfa þótti. Margir hinna konunglegu embættismanna sýndu svo mikla frekju og lítilsvirðingu í sam-skiptum við fólk að nánast var um kúgun að ræða.

Ferðir sem segja..

WOW!

travel

Skoðaðu úrvalið á wowtravel.is og hafðu samband með því að senda póst á [email protected]

Hópferðir við allra hæfiEr kominn tími á hvataferð fyrir hópinn þinn eða er árshátíð framundan? WOW travel gerir tilboð fyrir hópa og sníður pakka eftir þörfum hvers og eins.

Starfsfólk okkar getur hjálpað þér að velja stað fyrir árshátíðina, námsferðina eða borgarupplifunina auk þess sem við bjóðum upp á skoðunar- og gönguferðir undir leiðsögn einstakra, íslenskra fararstjóra. Skoðið einnig okkar frábæru skíða- og gol�erðir.

Hópaferðirmeð hópknúsum

Sérferðirsérlega sérstakar

Borgarferðirsem borga sig

Katrínartún 12 | 105 Reykjavík | 590 3000 | [email protected]

Page 30: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

30

Hönnunarsafn Íslands var stofnað í lok árs 1998 en safnið er rekið af Garðabæ með samningi bæjarins við Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Safnið er staðsett á Garðatorgi 1.

Safnið er sérsafn á sviði íslenskrar hönnunar og listhandverks frá alda-mótunum 1900 til dagsins í dag. Í Hönnunarsafninu eru varðveittir um 2000 munir og ber þar helst að nefna íslensk húsgögn, íslenska og alþjóð-lega vöruhönnun, leirlist, glerlist, fatn-að, textíl og grafíska hönnun. Safnið er miðstöð heimilda um íslenska hönnuði og verk. Í Hönnunarsafninu eru haldnar fjórar til sex sérsýningar á ári, boðið er upp á hópleiðsagnir um sýningar safnsins og reglulega efnt til fyrirlestrahalds um íslenska og alþjóð-lega hönnun. Í safnverslun fæst úrval íslenskrar hönnunar ásamt bókum og tímaritum um hönnun, þar er einnig hægt að setjast niður og fá sér kaffi. Safnið er opið daglega frá kl. 12-17 en lokað er á mánudögum.

Helgina, sem Umdæmisþing

Hönnunarsafn ÍslandsHarpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands

Rótarý fer fram í Garðabæ, verður sýn-ingin Ertu tilbúin frú forseti? í sölum Hönnunarsafnsins en ákveðið hefur verið að framlengja sýninguna fram á næsta ár.

Ertu tilbúin frú forseti? Á sýningunni Ertu tilbúin frú forseti? er sjónum beint að fatnaði frú Vigdísar Finnbogadóttur, opinberrar persónu úr íslensku samfélagi. Vigdís var fimm-tug þegar hún var fyrst kvenna kjörin leiðtogi af þjóð sinni í lýðræðislegum kosningum. Frá fyrsta degi og í þau 16 ár, sem hún gegndi embætti forseta Íslands, var hún eftirsóttur þjóðhöfð-ingi og fyrirmynd. Nærveru hennar og þátttöku var óskað við fjölbreytileg tækifæri, ekki aðeins hér heima heldur víða um heim.

Verkefni og athafnir Vigdísar fyrstu ár hennar í embætti sköpuðu henni ákveðna ímynd. Hún kom fram fyrir hönd lands og þjóðar og hafði ávallt í huga þá ábyrgð sem þjóðin hafði falið henni. Umkringd jakkafataklæddum ráðamönnum ruddi hún óhikað brautir, hvort sem það var með orðum sínum eða verkum. Þessi ímyndarsköpun lá ekki síst í vali hennar á fatnaði og frá fyrsta degi var hún tákn glæsilegrar nútímakonu, studd áfram af körlum og konum.

Hið stéttlausa íslenska samfélag, eins og við lýsum því gjarnan, endur-speglast ekki síst í þeirri staðreynd að hefðir og siðareglur varðandi klæðaburð tengjast aðeins fáum embættum sem

fólk gegnir tímabundið. Búningar opin-berra embættismanna hér á landi eiga sér fyrirmyndir hjá öðrum þjóðum og um notkun þeirra gilda alla jafna reglur. Vigdís hafði engar slíkar fyrirmyndir þegar hún var kjörin í embætti, né heldur meitlaða hugmynd um hvernig fataskápur kvenforsetans ætti að vera. Í því fólst tækifæri sem hún nýtti til að skapa sér og þjóð sinni trúverðugleika sem síst skyldi vanmeta.

Með sýningunni Ertu tilbúin frú forseti? er nú fyrsta sinni varpað ljósi á mikilvægan þátt í embætti fyrsta kven-forseta lýðveldisins. Fatnaður, sem Vigdís valdi í forsetatíð sinni, endur-speglar persónulegan stíl hennar. Fataval hvers og eins er bundið smekk en hefðir og siðareglur sem fylgja slíku embætti hafa líka áhrif. Við val á fatn-aði var leitast við að sýna þann glæsi-leika og þá miklu vinnu sem fólst í því „að vera Vigdís“ en haft hefur verið eftir Vígdísi „að hún hafi viljað vera vel til fara af virðingu við umhverfið og fólk”.

Innan úr safninu.

Mynd frá sýningunni Ertu tilbúin frú

forseti?

Page 31: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

31

Fuglaáhugafólk gladdist í sumar yfir því að eitt flórgoðapar kom ungum á legg í friðlandi Vífilsstaðavatns. Sér-stakur varpstaður var útbúinn fyrir flórgoða á vatninu vorið 2014. Starfs-menn Garðabæjar brugðust í vor við tilmælum fuglafræðinga sem fylgdust með fuglalífi við vötn og strendur Garðabæjar á síðastliðnu ári um „að hlú að flórgoðanum og útbúa varp-staði fyrir hann á Vífilsstaðavatni“ en í skýrslu fuglafræðinganna segir að með því séu líkur á að varppörum þar muni fjölga.

Greinabúntum var komið fyrir úti í vatninu í umsjón umhverfisstjóra strax og ísa leysti í vor. Greinabúntin voru ætluð sem búsvæði fyrir hreiðurgerð flórgoða því að þeir gera hreiður úti á vötnum en síður á vatnsbökkum. Búntin eru úr birkigreinum sem komið var fyrir út frá norðurbakka vatnsins til móts við litla bílaplanið þar sem flórgoðahreiður var í sefinu sl. sumar. Áformin gengu eftir því að flórgoðapar

Hlúð að flórgoðavarpi í friðlandi Vífilsstaðavatns

helgaði sér greinabúntin þann 25. apríl. Vonast var til að fleiri pör kæm-ust þar að líka en það gekk ekki upp því að fyrsta parið varði svæðið með látum. Þá voru sett út fleiri greinabúnt vestar á vatninu en þau voru ekki tekin í sátt af flórgoðunum.

Það er athyglisvert að birkið tók

að skrýðast blaðskrúði sem gerði bú-svæðið enn þá vistlegra. Svo vistlegar voru grænar birkigreinarnar að komið var að veiðimanni sem taldi víst að fiskurinn héldi sig undir greinunum, sem vel má vera, en athugaði ekki að með því að kasta að búntinu raskaði hann ró fuglsins sem lá þar á hreiðri. Samkvæmt ráðleggingum fugla-fræðinga var hundabann við vatnið framlengt þar til 15. júlí til að gefa fugl-unum meiri frið. Einnig var lúpínu-sláttur felldur niður í sumar til að veita þeim enn meiri frið við varpið.

Annað flórgoðapar reyndi hreiður-gerð í sefinu út frá norðaustur bakk-anum en það eyðilagðist í óveðri í byrjun júlí. Þau hjón gáfust ekki upp strax og voru komin með nýtt hreiður á sama stað en svo virðist sem það hafi ekki tekist hjá þeim. Niðurstaða tilraunarinnar í sumar sýnir að tveir ungar komust upp hjá flórgoðaparinu en aðrar tilraunir þeirra mistókust. En eitt er víst að fleiri flórgoðar laðast að friðlandi Vífilsstaðavatns og áhuga-vert væri að endurtaka þessa tilraun að ári. Tekið af vef Garðabæjar

Flórgoðapar á Vífilsstaðavatni.

Hreiðurstæði flórgoðans.

Page 32: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

32

Á undanförnum árum hefur hljóm-sveitin Of Monsters And Men farið sigurför um heiminn. Velgengni þeirra hefur aukist með hverjum tónleik-unum en fyrsta tónleikaferðalag sveitarinnar varði í 18 mánuði þar sem þau spiluðu á 231 tónleikum í 27 löndum í fimm heimsálfum. Frumraun þeirra, My Head Is An Animal, hefur til að mynda náð platínusölu hér á Ís-landi, í Bandaríkjunum og Ástralíu en til platínusölu í Bandaríkjunum teljast milljón seld eintök.

Margir meðlima Of Monsters and Men eru bornir og barnfæddir í Garða-bæ og hlutu þar sitt tónlistaruppeldi. Meðlimir Of Monsters of Men eru:

•NannaBryndísHilmarsdóttir,söngur/gítar

•RagnarÞórhallsson,söngur/gítar• BrynjarLeifsson,gítar•ArnarRósenkranzHilmarsson,

trommur •KristjánPállKristjánsson,bassiNanna er alin upp í Garðinum á

Suðurnesjunum og Brynjar er úr Kefla-

Of Monsters and Menvinna að nýrri plötu í GarðabæEiríkur K. Þorbjörnsson, forseti RKL Görðum

vík. Þeir Ragnar, Arnar og Kristján Páll eru allir úr Garðabæ. Kristján og Arnar hafa báðir verið í nokkrum hljómsveit-um í Garðabæ og Kristján stundaði nám við Tónlistarskóla Garðabæjar.

Ný plata í undirbúningiOf Monsters and Men vinnur nú hörð-um höndum að nýrri plötu í æfinga-húsnæði sínu í Garðabæ en stefnt er að útgáfu á vormánuðum á næsta ári. Aðspurð um aðstöðuna sem Garðabær leigir sveitinni segja þau mjög gott að hafa húsnæði þar sem þau getið unnið frá morgni til kvölds. Mikilvægt sé í svona vinnutörnum að eiga vísan stað þar sem öllum líður vel og geta þar af leiðandi gert sitt besta, það sé gott að vera í Garðabæ.

Margt hefur gerst frá því að My Head Is An Animal kom út og fimm-menningarnir hafa svo sannarlega bætt í reynslubankann og mun það án efa koma skýrt fram á nýju plötunni. Það verður því spennandi að heyra hvað sveitin lætur frá sér fara á næsta ári.

Mikilvægt að nýta velgengn-ina til góðsÍ ágúst árið 2013 stóðu Of Monsters and Men og Garðabær að fríum útitón-leikum sem heppnuðust mjög vel og voru gríðarvel sóttir en talið er að um 20 þúsund manns hafi komið saman á túninu við Vífilsstaði. Tónleikarnir voru einmitt lokatónleikar tónleika-ferðalagsins fyrrnefnda.

Í tilefni tónleikanna voru hann-aðir bolir sem seldir voru á svæðinu ásamt geisladiskum og rann allur ágóði af sölu þeirra til Barnaspítala Hringsins sem festi kaup á nýjum blöðruskanna fyrir peningagjöfina. Á bolunum voru myndir eftir tvö börn á barnaspítalanum og er enn þá hægt að kaupa bolina á heimasíðu hljóm-sveitarinnar og styrkja gott málefni í leiðinni.

Of Monsters and Men eru nú að skoða leiðir til að halda áfram að styðja við góð málefni í tengslum við útgáfu á nýrri plötu.

Spennt að fara í tónleika-ferðalag á nýÍ kjölfar útgáfu næstu plötu mun Of Monsters and Men leggja í víking á ný og hefja tónleikaferðalag til að kynna nýju plötuna. Allir meðlimir sveitar-innar eru spenntir fyrir að leggja land undir fót og spila nýtt efni fyrir aðdá-endur. Öllum þykir þeim gaman á tónleikaferðalagi og að komast í návígi við aðdáendur um allan heim. Stefnan er tekin á Bandaríkin, Evrópu, Ástralíu og Japan.

Það má með sanni segja að heimurinn liggi að fótum þess-arar duglegu hljómsveitar og óskar Rótarýblaðið Of Monsters and Men alls hins besta. Á sviði í Garðabæ.

Page 33: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý
Page 34: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

34

Árið 2010 flutti Náttúrufræðistofnun Íslands starfstöðvar sínar í nýtt og glæsilegt hús í Urriðaholti. Húsið er séstaklega hannað fyrir starfsemi stofnunarinnar og er alls 3.500 m2 á þremur hæðum auk kjallara. Hús Nátt-úrufræðistofnunar hefur hlotið hina alþjóðlegu BREEAM umhverfisvottun sem vistvæn bygging.

Meginhlutverk Náttúrufræðistofn-unar Íslands er að stunda undirstöðu-rannsóknir í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði landsins, annast skipulega heimildasöfnun um náttúru Íslands og varðveita niðurstöður og eintök í fræðilegum söfnum. Stofnunin býr yfir gagnabanka um náttúru landsins og hlutverk hennar er að hafa yfirsýn og veita ráðgjöf og leiðbeiningar um verndun og skynsamlega nýtingu náttúrunnar. Hún hefur einnig víðtækt vöktunarhlutverk. Þá annast Náttúru-fræðistofnun Íslands fræðslu og skipu-lega miðlun upplýsinga um náttúru landsins og er í virkum tengslum við skóla og nemendur á öllum skólastig-um, almenning og fræðasamfélagið. Stofnunin er einnig vísindalegur og fræðilegur bakhjarl Náttúruminjasafns Íslands.

Gróður við UrriðavatnUrriðavatn og nánasta umhverfi er á Náttúruminjaskrá og nýtur bæjar-

Náttúrufræðistofnun Íslands

verndar samkvæmt aðalskipulagi Garðabæjar. Vatnið liggur á milli Setbergsholts og Urriðaholts og er um 13 ha að stærð. Í vatnið falla að sunnan Oddsmýrarlækur og Þurrumýrarlækur, en útfall vatnsins er í Stórkrókslæk í norðvesturhluta þess. Austan við vatnið er eyðibýlið Urriðakot. Svæðið við Urriðavatn var kortlagt af Náttúru-fræðistofnun Íslands. Kortlagt svæði við vatnið er um um 57 ha að flatar-máli og er almennt mjög vel gróið. Holtin upp af svæðinu eru minna gróin en þar hefur verið sáð alaskalúpínu sem breiðist hratt út. Lítt eða ógróið land með gróðurþekju <10% er aðeins 1% af kortlögðu svæði ef vatn er frátalið. Um 62% gróins lands er þurr-

lendi og 38% er votlendi. Fjölbreytt gróðurfar svæðisins einkennist af sam-spili votlendis, mólendis, graslendis og ræktaðs lands.

Votlendi einkennir svæðið sunnan við vatnið. Dýjamýri er suðaustan þess, Dýjakrókar að ofan og Þurramýri við vatnið suðvestanvert. Á holtunum sunnan og vestan við Urriðavatn er mólendi og grös með smárunnum sem og í bollum og utan í hraunkollum í hrauninu á Hrauntanga. Gisnari mosa-gróður er ofan á hraunkollunum.

Ofan við votlendið við austanvert vatnið er graslendi sem var áður hluti af gamla Urriðakotstúninu. Í gamla túninu í Setbergslandi við norð-vestanvert vatnið er nú golfvöllur. Á Setbergsholti vex alaskalúpína í stórum breiðum.

Landnotkun og nálægð við þétt-býli hefur víða haft áhrif á gróðurfar á svæðinu. Þurramýri í landi Setbergs hefur verið ræst fram og ber gróðurfar þess merki. Þar og í mólendinu fyrir ofan sjást einnig merki hrossabeitar. Búskapur var stundaður í Urriðakoti fram á miðja síðustu öld og voru mýrar og tún nýtt til beitar og slægna. Óvíst er hvaða áhrif þetta hefur haft á gróð-urfar votlendisins en í seinni tíð hafa víðitegundir smám saman verið að auka hlutdeild sína í Dýjamýri, hugs-

Hús Náttúrufræðistofnunar. Ljósmyndari: Magnús Guðmundsson.

Séð yfir Urriðavatn.

Page 35: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

35

anlega sem afleiðing beitarfriðunar. Skógrækt er ekki mikil á svæðinu en ýmsum trjátegundum hefur þó verið plantað á víð og dreif á Hrauntanga. Sjálfsáðar plöntur, út frá staðbundinni skógrækt og frá nálægum ræktunar-svæðum, hafa náð að festa rætur á Hrauntanga og víðar á svæðinu.

Talið er að fergin sem áður óx út í vatnið og hafði töluverða útbreiðslu hafa horfið við að vatnsborðið lækkaði tímabundið við malarnám vestan Stór-akrókslækjar sem stóð frá 1965-1975. Ferginið var áður slegið og nýtt. Mal-arnáman hefur að hluta verið grædd upp en þar hefur garðaúrgangi einnig verið fleygt. Þetta gerir það að verkum að villtur gróður sem er að nema land þar á undir högg á sækja í samkeppni við hávaxnar garðaplöntur.

Við kortlagningu svæðisins fannst alls 131 vilt háplöntutegund. Þar af teljast þrjár háplöntutegundir sjald-gæfar á landsvísu, blátoppa, Seleria albicans, gulkollur, Anthyllis vulneraria

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS 2009

Útlit korts: Helga M. Schram

Urriðavatn

SkýringarGróðurlendi

Mosagróður

Lyngmói

Gulvíðikjarr

Sefmói

Graslendi

Blómlendi

Alaskalúpína

Ræktað land (golfvöllur)

Uppgræðsla

Skógrækt

Deiglendi

Mýri

Flói

Vatnagróður

URRIÐAVATNGróðurlendakort

1. kort

Landgerð

Raskað land

Annað lítt eða ógróið land

Vatn

Byggð og önnur mannvirki

m0 200

Reskigróður (raskað land með gróðri)

og sóldögg, Drosera rotundifolia, sem er einn þriggja plöntutegunda sem er skordýraæta. Margar fleiri plöntuteg-undir hafa verulegt náttúruverndar-gildi á svæðisvísu þar sem þær eru undirstaða fjölbreytileika gróðurfars á svæðinu.

Friðlandið við Urriðavatn hefur margþætt gildi. Það er vel gróið, gróskumikið með fjölbreyttu gróður-fari þar sem votlendi skipar háan sess. Þegar hefur um 10% af því votlendi sem er við Urriðavatn farið undir byggð. Votlendið við Urriðavatn og lindirnar í Dýjamýri eru ein af megin-undirstöðum lífríkis í vatninu. Nánast ekkert sambærilegt votlendi er að finna sunnan við Urriðavatns út allan Reykjanesskagann. Samspil ólíkra gróðurlenda á tiltölulega litlu svæði og nálægð þess við þéttbýli gefa svæðinu hátt náttúruverndar-, fræðslu og úti-vistargildi.

(Úr ársskýrslu Náttúrufræðistofn-unar Íslands 2010, aðeins stytt)

Page 36: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

36

Það mun hafa verið við þúsund ára afmæli Íslands byggðar árið 1974, að upp kom sú hugmynd að Rótarý-klúbburinn léti gera kringsjá, öðru nafni útsýnisskífu, og setja upp einhvers staðar á klúbbsvæðinu. Ekki kom til framkvæmda þá, enda ekki einhugur um hvar slíku mannvirki skyldi valinn staður. Ýmsir staðir komu til umræðu. Rætt var um Vífilsstaðahlíðina, þ.e. uppi á ásnum í námunda við vörðuna Gunnhildi en sá ljóður þótti þar á, að varla er þar nógu víðsýnt til allra átta og einnig að þegar var komin útsýnisskífa á hæðinni inn undir Hjöllum. Skoðað var opið svæði á Hofstaðahæðinni, við leik-skólann Lundaból. Það hafði þann kost að vera miðsvæðis í byggðinni en varla þótti þar nógu víðsýnt heldur. Garða-holtið þótti álitlegt en þar er fyrirhuguð byggð og því ekki á vísan að róa hversu lengi kringsjá þar gæti gengt hlutverki sínu. Einhverjir fleiri staðir voru nefndir bæði í Garðabæ og úti á Álftanesi. Þess-ar umræður drógust á langinn. Það var svo, líklega um 1990, að stjórn klúbbsins tók af skarið að útsýnisskífu skyldi reisa á Garðaholti. Tilvalið þótti að miða við fimmtíu ára afmæli hins íslenska lýðveldis hinn 17. Júní 1994. Það varð úr

Kringsjá á GarðaholtiSigurður Björnsson, verkfræðingur

að klúbbfélagi okkar, Sigurður Björns-son verkfræðingur, tók að sér að sjá um framkvæmd verksins í sjálfboðavinnu og eðli málsins samkvæmt í hjáverkum. Verk þetta varð mun tímafrekara en í upphafi var ætlað og dróst það því nokk-uð á langinn umfram það, sem æskilegt hefði verið að því yrði lokið.

Ákveðið var, og fengið leyfi til, að koma kringsjánni fyrir á gömlum land-mælingastöpli Landmælinga Íslands á Garðaholti. Sá stöpull var tekinn að hallast svolítið og lét ég því smíða tæplega 60 cm vítt koparrör og koma því fyrir lóðréttu um stöpulinn þannig að mælipunkturinn væri í miðju röri og steypa síðan í holrúmin. Félagi okkar og verðandi umdæmisstjóri, Egill Jóns-son, aðstoðaði við það verk. Vandað var til gerðar skífunnar, teiknaður upp fjallahringurinn og grafinn á jaðarinn. Þetta jók talsvert allt umstang við undirbúning og vinnu. Teknar voru myndir allan sjóndeildarhringinn, allar stefnur á fjöll og kennileiti mældar með hornamæli og stefnulínur teiknaðar inn á landakort í mælikvarðanum 1: 250.000 og hæðir fjallanna lesnar af kortinu og fjarlægðir mældar og skráðar. Aflagt er að handgrafa svona útsýnisskífur

eins og gert var hér áður fyrr, heldur er allt orðið tölvustýrt. Allar niðurstöður úr mælingum og athugunum voru því teknar og skráðar inn í tölvu og fjallahringurinn teiknaður samkvæmt myndum. Það gerði Ólafur Gunn-arsson verkfræðingur hjá Kópavogs-kaupstað. Skífan var síðan grafin hjá Netþjónustunni í Kópavogi. Að lokum þurfti að smíða traustan koparhring og kveikja hann á skífuna og var krings-jánni síðan komið fyrir og hún skrúfuð föst á mælingastöpulinn á Garðaholtinu að afloknum Rótarýfundi í indælu veðri hinn 22. maí 1995 að viðstöddum all-mörgum félögum.

Ég get að lokum ekki setið á mér að benda á , að ég tel álitlegasta staðinn fyrir kringsjá hér í bæ vera uppi á Sanda-hlíð suður af hesthúsunum á Kjóavöllum. Þar er fagurt víðsýni til allra átta.

Page 37: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

37

Skátafélagið Vífill hefur starfað í Garðabæ síðan árið 1967 og hefur á þessum tæpum fimmtíu árum vaxið og dafnað og er í dag eitt af fjölmennustu og öflugustu skátafélögum landsins.

Fyrstu árin fór starfsemi félags-ins fram í Flataskóla og færðist svo í eigið húsnæði að Hraunhólum þar til flutt var inn í núverandi hús-næði, Jötunheima, við Bæjarbraut þar sem Vífill og Hjálparsveit skáta í Garðabæ eiga farsælt og gefandi sambýli. Einnig á félagið skátaskál-ann Vífilsbúð í Heiðmörk sem gegnir mikilvægu hlutverki í útilífi og starfi skátanna. Við Jötunheima er fallegur garður sem byggður er upp sem úti-kennslu- og leiksvæði sem nýtist mjög vel í skátastarfinu.

Starfsár félagsins er frá hausti og fram á vor auk reglulegra viðburða yfir sumartímann. Kjarni starfsins fer fram í aldursskiptum sveitum og minni flokkum. Skátaaldurinn miðast við 7 til 22 ára en enginn er of gamall til þess að vera skáti og því taka margvísleg verkefni við hvort sem er innan félags-ins eða Bandalags íslenskra skáta.

Skátafélagið Vífill í GarðabæHafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils

Vífill á mjög gott samstarf við skátafé-lagið Svani á Álftanesi í Garðabæ sem og önnur skátafélög.

Fastir liðir á dagskrá Vífils eru sveitarútilegur, dagsferðir, félags-útilega, jólabingó, þrettándagleði, hátíðahöld sumardagsins fyrsta auk þátttöku í skátamótum bæði hér heima og erlendis. Skátasveitirnar og flokkarnir hafa einnig sína eigin dag-skrá sem fléttast inn í vikulega fundi. Dagskráin er fjölbreytt og ögrandi fyrir unga fólkið og endurspeglar áherslur í skátastarfinu almennt sem stuðla að heilbrigðri æsku og öflugum ein-staklingum.

Skátastarfið er leitt af öflugum for-ingjum sem þurfa að hafa náð 18 ára aldri en engin efri mörk eru varðandi aldur. Mikið er lagt upp úr því að fræða og mennta foringjana til þess að auka leiðtogahæfni þeirra. Til stuðnings for-ingjunum er svo stjórn og fastanefndir að ógleymdu baklandi félagsins en það samanstendur af eldri skátum, foreldr-um og velunnurum Vífils. Störf bak-landsins eru ómetanleg fyrir félagið og má nefna sem dæmi að allt viðhald á

húsnæðinu er unnið af baklandinu auk þess sem það er meginstoðin í stærri viðburðum og þjónustuverkefnum s.s. hátíðahöldunum á 17. júní.

Stór þáttur í starfi félagsins er rekstur sumarnámskeiða fyrir börnin í bænum og hafa þau verið afar vel sótt á undanförnum árum. Grallara-, ævin-týra- og útilífsnámskeiðin eru sívinsæl enda krefjandi og skemmtileg dagskrá í boði. Smíðavöllurinn er einnig mjög vinsæll og sumar vikur komast færri að en vilja. Víða í Garðabæ er að finna kofabyggingar sem urðu til á nám-skeiðum félagsins.

Stærsti viðburður þessa árs er án efa Landsmót skáta sem haldið var á Hömrum við Akureyri í lok júlí sl. Skátar úr Vífli voru fjölmennasti hópur-inn sem sótti mótið og áttu skátarnir ógleymanlega viku við leiki og störf. Færni í útilífi og margs konar skátaí-þróttum jókst og vinabönd voru treyst. Á næsta ári fara nokkrir skátar alla leið til Japans á Alheimsmót skáta.

Glöð á góðri stundu.

Skátar í hátíðabúningi.

Page 38: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

38

Hjálparsveit skáta Garðabæ (HSG) var stofnuð árið 1969 og hafði aðstöðu í húsi sem kallað var Strýtan við Silfur-tún. Árið 1974 flutti Hjálparsveitin í bílskúr skátaheimilis Skátafélagsins Vífils. Árið 1983 eignaðist sveitin sitt eigið húsnæði að Bæjarbraut 7 sem var sveitarheimili í mörg ár eða þar til ákveðið var að byggja nýtt hús í sam-vinnu við Skátafélagið Vífil. Það hús var svo vígt haustið 2004 og hefur með sanni gjörbylt starfsemi sveitarinnar hvað varðar aðstöðu fyrir tæki og búnað sem og félaga í sveitinni.

HSG hefur síðastliðin ár vaxið nokkuð þétt og mikil endurnýjun hefur átt sér stað enda býr sveitin við góðan tækjakost og frábæra aðstöðu. Það hefur verið markmið HSG að vera „fremstir meðal jafningja” og að vera leiðandi í framþróun björgunarstarfs á Íslandi. Félagar sveitarinnar leggja metnað í starfið og sýna mikla fag-mennsku. Þeir æfa reglulega saman, sinna menntun afar vel og eru vel vakandi fyrir nýjungum í starfi. Að meðaltali eru yfir tveir viðburðir skráðir á vegum sveitarinnar á dag – alla daga ársins. Hver viðburður getur verið allt frá einni klukkustund og upp í viku. Á síðasta ári fór sveitin í 49 útköll.

Sveitin er alfarið rekin með sjálfs-aflafé með fjáröflunum og er sá liður

Hjálparsveit skáta GarðabæHrafnhildur Sigurðardóttir, varaformaður HSG

starfsins mjög stór þáttur. Helsta fjár-öflun er eins og annarra hjálparsveita, flugeldasala um áramót og fyrir þrett-ándann en einnig er sveitin með jóla-trjáasölu í Garðabæ fyrir jól. Það má því segja að desember sé fjáröflunarmán-uður en einnig eru nokkur verkefni sem dreifast yfir árið t.d. Neyðarkallasalan og gæsla við stórleiki í fótbolta.

Nú eru starfandi níu flokkar innan vébanda HSG, hver á sínu sviði en algengt er að hver félagi í HSG starfi innan 2ja – 3ja flokka í senn. Þeir

flokkar sem eru starfandi innan HSG eru: Bátaflokkur, Beltaflokkur, Bíla-flokkur, Hundaflokkur, Leitartækni-flokkur, Sjúkraflokkur, Sleðaflokkur, Undanfarar og Vélhjólaflokkur.

HSG er í samstarfi við skátafé-lögin í bænum, Vífil og Svani. Einu sinni í mánuði sér HSG um fund fyrir skáta á aldrinum 15 til 18 ára. Á þessum fundum er farið yfir það helsta sem felst í ferðmennsku og rötun og að auki er farið með skát-unum í ferðir.

Fjallganga í góðu veðri.

Eins gott að halda hópinn.

Page 39: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

39

Vörpum ljósi á....

VífilsstaðiVífilsstaðir eru önnur tveggja landnámsjarða á svæðinu. Eftir að þrælarnir Vífill og Karli höfðu fundið öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar gaf Ingólfur Vífli frelsi og jarðarskika en Karli stakk hins vegar af og settist að við Þingvallavatn. Jörð Vífils nefndist í fyrstu Vífilstóftir og segir Landnáma að hann hafi verið skilríkur maður. Þáttaskil urðu í sögu Vífilsstaða árið 1910 en þá tók þar til starfa berklahæli í nýreistu húsi sem var þá eitt stærsta húsið á Íslandi. Var það teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni sem talinn er fyrsti íslenski arkitektinn. Í áratugi voru berklar algengasta dánarorsökin á Íslandi og lögðust ekki síst á

ungt fólk. Vegna einangrunar varð til sérstakt samfélag á Vífilsstöðum og þótt dauðinn væri ávalt nærri ríkti þar samhugur og oft glaðværð. Smátt og smátt fjölgaði byggingum á svæðinu og um tíma voru þar allt að 300 manns. Upp úr miðri síðustu öld fundust lyf við berklum og um 1970 var sjúkdómurinn að mestu úr sögunni. Þá fengu Vífilsstaðir nýtt hlutverk og þar var sett upp fyrsta lungnalækningadeildin á Íslandi sem svo var lögð niður árið 2001. Síðan þá hefur var rekið hjúkrunarheimli aldraða á Víflis-stöðum um tíma og á árinu 2013 var stofnuð þar deild fyrir langlegusjúklinga.

OKKAR VAKT LÝKUR ALDREI35 ÁRA REYNSLA

◊ RÚMLEGA 400 STARFSMENN

◊ YFIR 100 ÖRYGGIS- OG ÞJÓNUSTUBÍLAR

◊ Á VAKTINNI ALLAN SÓLARHRINGINN — 365 DAGA ÁRSINS

◊ RÚMLEGA 20.000 VIÐSKIPTAVINIR

HEIMAVÖRN SUMARHÚSAVÖRNFIRMAVÖRN

Page 40: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

40

Skemmti- og ferðanefnd RG kannaði hug félaga til utanlandsferðar og varð Berlín fyrir valinu.

Það var Lilja Hilmarsdóttir, for-stöðumaður sérferða, hjá WOWair sem tók að sér skipulag ferðarinnar.

Lilja lagði upp dagskrána í samráði við nefndina og fór síðan með okkur fimmtíu sem fararstjóri, þannig að við

BerlínarferðRótarýfélaga og maka vorið 2013

vorum í góðum og öruggum höndum allan tímann.

Klúbbfélagar fóru á morgunfund enskumælandi rótarýklúbbs í Berlín. Þar var okkur afar vel tekið og varð fundurinn eftirminnilegur.

Skipulagðar voru tvær skoðunar-ferðir, önnur var með rútu og aldeilis frábærum leiðsögumanni, ungum Ís-lendingi Eiríki Sördal sem var búsettur í borginni, og hin var gönguferð í Austur- Berlín undir öruggri leiðsögn Lilju. Þar draup menningin, sagan og húsagerðarlistin sannarlega af hverju strái. Á þennan hátt náðum við að kynnast borginni all vel á skömmum tíma.

Hópurinn heimsótti einnig íslenska sendiráðið í Berlín sem er til húsa í nýrri og verðlaunaðri byggingu,

en hún var reist sameiginlega af Norðurlöndunum og opnaði 1999. Í sendiráðinu fengum við bæði fróð-Sigrún og Bjarni mætast. Klúbbfáninn afhentur.

Samhentir og glaðir félagar ásamt mökum.

legan fyrirlestur og leiðsögn um þessi glæsilegu og sérstöku húsakynni.

Ávinningur af ferðum sem þessum er einnig og ekki síst sá, að félagar og makar eiga þarna ógleymanlegar stundir saman, efla kynnin og treysta vináttuböndin.

Annar skemmtilegur vinningur varð af þessari frábæru ferð. Fararstjór-anum Lilju leist það vel á hópinn að nú er hún orðin meðlimur í okkar góða klúbbi!

Page 41: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

UPPGJÖR OG BÓKHALD

Einblíndu á það sem

skiptir máliÍ rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja er hver

viðskiptavinur í aðalhlutverki og þá er brýnt að hafa forgangsröðina í lagi. Úthýsing bókhaldsins

til KPMG gefur þér færi á að vinna að því sem skiptir mestu máli.

Fáðu tilboð fyrir þinn rekstur eða nánari upplýsingar hjá Eyvindi Albertssyni í síma

545 6212 og [email protected]

kpmg.is

Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ

Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn

Verkjastillandi bólgueyðandi

Fæst án lyfseðils

Page 42: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

42

Helgi K. HjálmssonInnganga: 6.des. 1965

Hilmar PálssonInnganga: 6.des. 1965

Jón SveinssonInnganga: 6.des. 1965

Jónas A. AðalsteinssonInnganga: 6.des. 1965

Manfreð VilhjálmssonInnganga: 6.des. 1965

Ólafur G. EinarssonInnganga: 6.des. 1965

Ólafur NilssonInnganga: 6.des. 1965

Sigurður BjörnssonInnganga: 6. nóv. 1967

Aðrir félagar:

Agnar Kofoed-Hansen Innganga: 12. okt. 1992

Rotarýklúbburinn Görðum – félagsmennHeiðursfélagar: Arnþrúður Jónsdóttir

Innganga: 31. okt. 2011

Axel GíslasonInnganga: 28. mars 1979

Ásmundur StefánssonInnganga: 8. jan. 2012

Baldvin JónssonInnganga: 25. jan. 1993

Benedikt SveinssonInnganga: 6. des. 1976

Birgir Örn BirgissonInnganga: 13. jan. 2014

Bjarni JónassonInnganga: 29. apríl 2002

Brynjar HaraldssonInnganga: 13. júní 1994

Egill JónssonInnganga: 26.sept.1968

Einar GuðmundssonInnganga: 30. nóv. 2009

Einar SveinbjörnssonInnganga: 26. okt. 2009

Einar ÞorbjörnssonInnganga: 26. okt. 1990

Eiríkur S. SvavarssonInnganga: 2. mars 2009

Eiríkur KristjánÞorbjörnssonInnganga: 19. mars 2007

Elías Kristjánsson Innganga: 21. mars 2011

Elín JóhannsdóttirInnganga: 12. júní 2006

Elín Þ. ÞorsteinsdóttirInnganga: 2008-09, síðan aftur 13. janúar 2014

Erling ÁsgeirssonInnganga: 1. júlí 1984

Eyjólfur Einar BragasonInnganga: 18. nóv. 1991

Eymundur SveinnEinarssonInnganga: 22. nóv. 2004

Page 43: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

43

Eysteinn HaraldssonInnganga: 19. mars 2007

Geirþrúður AlfreðsdóttirInnganga: 20. jan. 2014

Guðbjörg AlfreðsdóttirInnganga: 29. apríl 2002

Guðmundur H.EinarssonInnganga: 19. maí 2003

GuðmundurGuðmundssonInnganga: 10. maí 1999

Guðrún HögnadóttirInnganga: 7. ágúst 2010

Gunnar EinarssonInnganga: 15. apríl 1998

GunnlaugurSigurðssonInnganga: 20. feb. 1970

Gunnur HelgadóttirInnganga: 31. mars 2014

Halldóra GyðaMatthíasd. ProppéInnganga: 29. des. 2003

Hanna KristínGunnarsdóttirInnganga: 10. febrúar 2014

Heiðrún HauksdóttirInnganga: 27. júní 2011

Heimir ErlingssonInnganga: 30. nóv. 2009

Helgi JónassonInnganga: 24. maí 1982

Hjálmar HelgasonInnganga: 27. júní 2011

Ingibjörg HauksdóttirInnganga: 16. nóv 2000

Ingibjörg ValgeirsdóttirInnganga: 18. nóv 2013

IngimundurSigurpálssonInnganga: 13. feb. 1989

Jóhann GuðniHlöðverssonInnganga: 12. mars 2007

Jón BenediktssonInnganga: 27. júní 2011

Jón GuðmundssonInnganga: 2. maí 1983

Jón Ásgeir JónssonInnganga: Rkl Hérðasbúa 8. feb.1968, RG 15. okt. 2012

Jón Ísfeld KarlssonInnganga: 8. apríl 1966

Jón Hjaltalín ÓlafssonInnganga: 4. feb. 2002

Jón B. StefánssonInnganga: 19. des. 1986

Jónas HallgrímssonInnganga: 14. des 1969

Jónas Friðrik JónssonInnganga: 30. maí 2005

Klara LísaHervaldsdóttirInnganga: 30. nóv. 2001

Kolbrún JónsdóttirInnganga: 30. nóv. 2005

Kristján ÞorsteinssonInnganga: 9. mars 1992

Page 44: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

• Aðeins 1,43 kg • 18 mm að þykkt • Fislétt og þunn með frábærri rafhlöðu

• Aðeins 1,57 kg • Spjald og fartölva í einni öflugri vél

Veldu þér traustan og kraftmikinn samstarfsfélaga

Lenovo X1 Carbon Lenovo ThinkPad Yoga

360

Lenovo Tiny Lenovo ThinkPad 10

3 ára ábyrgð

3 ára ábyrgð

3 ára ábyrgð

2 ára ábyrgð

Borgartúni 37 // 569-7700 // [email protected]

NM

6312

3

• 3,5 cm á breidd • 18 cm á hæð • Einstaklega smá og fyrirferðarlítil borðtölva

• Aðeins 600 gr • 4GB minni og Windows 8.1 Pro • Allt að 10 klst rafhlöðuending

Page 45: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

45

Lilja HilmarsdóttirInnganga: 18. nóv 2013

Margrét BjörkSvavarsdóttirInnganga: 12. mars 2007

Markús (Kristinn) MöllerInnganga: 20. janúar 2014

Ólafur ReimarGunnarssonInnganga: 31. okt. 2011

Óli Björn HannessonInnganga: 24. maí 1982

Páll HalldórssonInnganga: 12. feb. 1996

Páll JóhannHilmarssonInnganga: 30. nóv. 2001

Páll Bragi KristjónssonInnganga: 29. des. 2003

Pétur KristinssonInnganga: 2. mars 2009

Pétur StefánssonInnganga: 30. ágúst 1993

Ragnar ÖnundarsonInnganga: 29. júní 2009

Ríkharð OttóRíkharðssonInnganga: 6. maí 2002

Sigrún GísladóttirInnganga: 29. des. 2003

Sigurður BriemInnganga: 9. júní 1975

Sigurður HallgrímssonInnganga: 12. júlí 2004

Sófus GústavssonInnganga: 13. janúar 2014

Sólveig HjaltadóttirInnganga: 19. nóv. 2012

Steinar J. LúðvíkssonInnganga: 12. mars 2007

Stella StefánsdóttirInnganga: 31. okt. 2011

Svala GuðmundsdóttirInnganga: 19.nóv. 2012

Sveinn MagnússonInnganga: 11. júní 2007

Vigfús BjörnssonInnganga: 28.janúar 2013

Vilhjálmur BjarnasonInnganga: 23. júní 2008

Þorsteinn ÞorsteinssonInnganga: 12. júní 2006

Þorvaldur ÞorsteinssonInnganga: 13. janúar 2014

Þórdís BjörkSigurbjörnsdóttirInnganga: 20. janúar 2014

Össur StefánssonInnganga: 21.mars 2011

Page 46: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

46

Rótarýklúbbar á Íslandi – forsetar og ritararRótarýklúbbur AkranessForseti Leó Jóhannesson [email protected]

Ritari Jóhann Ársælsson [email protected]

Rótarýklúbbur AkureyrarForseti Stefán Steindórsson [email protected]

Ritari GunnlaugurGarðarsson

[email protected]

Rótarýklúbbur BorgarnessForseti Daníel Ingi

[email protected]

Ritari Þorvaldur Heiðarsson [email protected]

Rótarýklúbburinn Borgir-KópavogiForseti Magnús Jóhannsson [email protected]

Ritari Ágúst Ingi Jónsson [email protected]

Rótarýklúbbur EyjafjarðarForseti Helgi Þór Helgason [email protected]

Ritari Eiður Guðmundsson [email protected]

Rótarýklúbburinn GörðumForseti Eiríkur Þorbjörnsson [email protected]

Ritari Eymundur Sveinn Einarsson

[email protected]

Rótarýklúbbur HafnarfjarðarForseti Jóhannes Pálmi

[email protected]

Ritari Bessi H. Þorsteinsson [email protected]

Rótarýklúbbur HúsavíkurForseti Vigfús Sigurðsson [email protected]

Ritari Daði LangeFriðriksson

[email protected]

Rótarýklúbbur ÍsafjarðarForseti Bergmann Ólafsson [email protected]

Ritari Viðar Konraðsson [email protected]

Rótarýklúbbur KópavogsForseti Helgi Sigurðsson [email protected]

Ritari Hallgrímur Jónasson [email protected]

Rótarýklúbbur MosfellssveitarForseti Ragnheiður

Gunnarsdó[email protected]

Ritari Alfreð Erlingsson [email protected]

Rótarýklúbbur NeskaupstaðarForseti Guðmundur Haraldsson [email protected]

Ritari Sigurður RúnarRagnarsson

[email protected]

Rótarýklúbbur ÓlafsfjarðarForseti Lára Stefánsdóttir [email protected]

Ritari Haukur Sigurðsson [email protected]

Rótarýklúbbur RangæingaForseti Grétar Hrafn Harðarsson [email protected]

Ritari Sigurður Sigurðsson [email protected]

Rótarýklúbbur ReykjavíkurForseti Jóhann Sigurjónsson [email protected]

Ritari Friðrik MárBaldursson

[email protected]

Rótarýklúbburinn Reykjavík ÁrbærForseti Skúli Jónsson [email protected]

Ritari Sigurður EgillÞorvaldsson

[email protected]

Rótarýklúbburinn Reykjavík BreiðholtForseti Elías Ólafsson [email protected]

Ritari Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir

[email protected]

Rótarýklúbburinn Reykjavík MiðborgForseti Jón Bergmundsson [email protected]

Ritari Pétur Magnússon [email protected]

Rótarýklúbburinn Reykjavík-AusturbærForseti Benedikt Olgeirsson [email protected]

Ritari Högni Óskarsson [email protected]

Rótarýklúbburinn Reykjavík-GrafarvogurForseti Eiríkur Arnarson [email protected]

Ritari Ólafur Ólafsson [email protected]

Rótarýklúbbur SauðárkróksForseti Pétur Bjarnason [email protected]

Ritari Árni Stefánsson [email protected]

Rótarýklúbbur SeltjarnarnesForseti Guðmundur

[email protected]

Ritari Árni Ármann Árnason [email protected]

Rótarýklúbburinn Straumur HafnarfjörðurForseti Edda Möller [email protected]

Ritari Jóhanna Erlingsdóttir [email protected]

Rótarýklúbburinn ÞinghóllForseti Jón Guðlaugur

Magnú[email protected]

Ritari Þórarinn Þórarinnsson [email protected]

Rótarýklúbbur HéraðsbúaForseti Ævar Orri Dungal [email protected]

Ritari Signý Ómarsdóttir [email protected]

Rótarýklúbbur KeflavíkurForseti Friðfinnur Skaftason [email protected]

Ritari Þórunn Benedikstdóttir [email protected]

Rótary Reykjavík-InternationalForseti Paula Gould [email protected]

Ritari Andreas Roth [email protected]

Rótarýklúbbur SelfossForseti Björgvin Örn

[email protected]

Ritari Garðar Eiríksson [email protected]

Rótaract GeysirForseti Fríður Halldórsdóttir [email protected]

Ritari Andrea Ósk Sigur-björnsdóttir

E-club of IcelandForseti Guðmunda

Smáradó[email protected]

Ritari Ingibjörg Reynisdóttir [email protected]

Rótarýklúbbur VestmannaeyjaForseti

Ritari

Page 47: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/LE

X 7

0365

08/

14

Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400

lexus.is

LEXUS IS300hLexus IS300h er hannaður til að hreyfa við þér. Glæsilegar sportlegar línur og ríkulegur staðal-útbúnaður gera aksturinn að 223 hestafla lífsnautn. Mögnuð samhæfing Lexus hybrid-kerfisins sparar eldsneyti og minnkar útblástur án þess að glata mýkt eða snerpu. Fáguð tækni, bakkmyndavél og 7" marg-miðlunarskjár ásamt möguleika á leiðsögukerfi með Íslandskorti gefa hverju augnabliki nýja vídd undir stýri.

Lexus IS300h. Komdu. Reynsluaktu.

AF FORMINUSPRETTURHREINNKRAFTUR

AF FORMINUSPRETTURHREINNKRAFTUR

AF FORMINUSPRETTURHREINNKRAFTUR

AF FORMINUSPRETTURHREINNKRAFTUR

Page 48: Rótarýþingblað 2014 vörpum ljósi á rótarý

Sendum mjúka og harða pakka út um allan heim

Það er okkur hjá IceTransport mikið kappsmál að veita sem besta og víðtækasta þjónustu í inn- og útflutningi á hverskyns vörum og varningi bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Við leggjum áherslu á að koma öllum sendingum á áfangastað á sem skemmstum tíma, í góðu ástandi og á samkeppnishæfu verði.

Við sjáum líka um alla skjalagerð og komum vörunni tollafgreiddri upp að dyrum viðtakanda.

Sjófrakt Flugfrakt Selhellu 9 • IS-220 Hafnarfjörður • Sími 4 120 120 • [email protected] • www.icetransport.is