4
NÁMSSKRÁ MSS Mars 2013 FYLGSTU MEÐ Á FACEBOOK!

Námskrá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum mars 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Námskrá MSS fyrir mars 2013

Citation preview

NÁMSSKRÁ MSS Mars 2013

FYLGSTU MEÐ Á FACEBOOK!

Skráning og nánari upplýsingar á

www.mss.is

Aftur í nám er ætlað einstaklingum sem eiga við lesblindu, tölublindu eða eiga við aðra námsörðugleika að etja. Stuðst er við Ron Davis aðferðina. Aðrir námsþættir eru sjálfstyrking, notkun tölvu og upplýsingatækni og íslensku. Námskeiðið er 95 kennslustundir, þar af eru 40 einkatímar. Námið er góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám. Tími: 3.aprílVerð:kr 66.000

FÆRNI Í FERÐAÞJÓNUSTUNýtt nám fyrir innflytjendur þar sem tekið verður tillit til íslensku kunnáttu þátttakenda. Námið hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu s.s. á hótelum, gistiheimilum, söfnum, bílaleigum, veitingastöðum, verslunum og við ýmiskonar afþreyingu. Í náminu verður m.a. farið í þjónustu, staðarþekkingu, tungumál, tölvur, umhverfi og ferðaþjónustu og sjálfseflingu. Námið er 160 stundir að lengd.Tími: 4.mars Verð:kr 32.000

UMHVERFISSMIÐJA Megin kennsluefni smiðjunnar er hellu- og steinalögn en jafnframt fá nemendur innsýn inn í umhirðu garða, þökulögn og gróðursetningar. Tími: Hefst í mars. Verð:kr 25.000

Designed for all those who do not have Icelandic as mother tongue.

Ætlað fyrir alla sem hafa ekki íslensku sem móðurmál.

Dla wszystkich, dla których islandzki nie jest językiem ojczystym.

Nýtt

MENNTASTOÐIR

Staðnám 1: 55 einingum lokið á 6 mánuðum. Staðnám 2: 55 einingum lokið á 10 mánuðum.Dreifinám: 55 einingum lokið á 10 mánuðum.Nánari upplýsingar á www.mss.is

Haust 2013

AFTUR Í NÁM nám fyrir lesblinda

NÆRINGARFRÆÐI 103Meginmarkmið áfangans er að nemandi geri sér grein fyrir mikilvægi næringar fyrir heilsu og vellíðan ólíkra hópa fólks og næringarþarfir fólks á ýmsum aldursskeiðum. Mataræði sjúklinga á sjúkrahúsum, öldrunarheimilum og í heimahúsum er m.a. tekið fyrir og fjallað um allar helstu gerðir af sérfæði og forsendur fyrir því.Kennt verður á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 17:15 til 20:00Verð:kr 9000

Skapandi skrif með Þorgrími ÞráinssyniÁttu þér draum að skrifa skáldsögu eða smásögu ? Hvað skiptir mestu máli þegar saga er skrifuð og þarf höfundurinn að vita allt um söguna áður en hann byrjar. Þátttakendur fá innsýn í uppbyggingu skáldsögu, persónusköpun og hvernig maður fangar athygli lesenda. Unnið verður á tölvu og mega þátttakendur sem vilja koma með sína eigin tölvu. Annars er hægt að fá lánaða tölvu á staðnum. Kennsla fer fram 4. og 11. mars kl. 17:00 til 20:00. Verð:kr 10.900

TÓMSTUNDANÁM

GERÐ HEIMAMYNDBANDANámskeið þar sem þátttakendur læra að gera stuttar myndir úr myndböndum sem þau hafa tekið sjálf. Farið í gegnum tól og tæki sem þarf til verksins. Myndbrot klippt og gerð klár til sýningar Æskilegt er að þátttakendur komi með myndefnið sitt á tölvutæku formi svo sem á usb lykli eða á skrifað á geisladisk. Kennt verður 14. og 21. mars kl. 17:00 til 21:00 Verð:kr 10.900

SOKKA- OG VETTLINGAPRJÓNPrjónað er annað hvort sokkur eða vettlingur. Lögð er áhersla á hæl og þumal. Tími: 4. og 11. mars kl. 18:00 - 21:00. Verð:kr 9.900

Skráðu þig á póstlista hjá okkur www.mss.is

Nýtt

LEÐURTÖSKUGERÐÞátttakendur fá að gera sína eigin leðurtösku Tími: 19. mars kl 17:00 - 22:00Verð:kr 9.900

RÚSSNESKT HEKL FRAMHALDÞátttakendur þurfa að hafa undirstöðu í rússnesku hekli. Tími: 8. apríl kl. 18:00 - 21:00 Verð:kr 5.900

HANDMÁLUN OG SPAÐI – OLÍA OG KOLÞátttakendur fá að spreyta sig og skapa sína eigin mynd. Unnið verður með olíu á striga. Tími: 7. mars kl. 17:30 - 20:30 Verð:kr 9.900

MÁLUN HELGARNÁMSKEIÐAbstraktmálari og kennir í þeim stíl. Nemendur sprengja sig út í sterkum litatónum og helst þá stærri verk. Kennsla fer fram dagana 1., 2. og 3. mars.Kennt verður föstudaginn 1. mars. frá kl. 18:00 til 22:00, laugardaginn 2. mars. frá kl. 10:00 til 18:00 og sunnudaginn 3.mars frá kl. 10:00 til 17:00 í Listasmiðjunni ( FMR)Nemendur taki með sér sitt dót ásamt blindrömmum (plötum), olíu og terpentínu.Verð:kr 25.000

MÁLUN FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA FMR Farið verður í mynduppbyggingu og aðferðafræði við málun og nemendum leiðbeint í gegnum verkin og hvernig má nýta sér ýmsa blandaða tækni við gerð verka. Nemendur hafi með sér sitt dót og blindramma.Leiðbeinandi er Hermann Árnason.Kennt í Listasmiðjunni (FMR) 7. mars kl. 19:30 til 22:30 á fimmtudagskvöldum. ( 6 skipti )Verð:kr 18.000

Nýtt

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ S: 421-7500 www.mss.is

NORSKA ITími : Hefst 12.marsKennt er á þriðjudögum frá kl. 17:30 - 19:30.Verð:kr 32.000

Hefur þú áhuga á að setja þér markmið, efla sjálfstraustið eða skoða

möguleika varðandi nám eða störf? Bjóðum upp á ókeypis náms- og starfs-ráðgjöf fyrir alla og getum boðið upp á einstaklings- eða hópráðgjöf (4-8 í hóp).

•Ókeypis ráðgjöf í markmiðasetningu

•Ókeypis ráðgjöf í sjálfstyrkingu

Þær Anna Lóa Ólafsdóttir og Jónína Magnúsdóttir náms- og starfsráðgjafar taka vel á móti þér. Vertu í sambandi og við sníðum ráðgjöfina að þínum þörfum.

HVAÐ ER RAUNFÆRNIMAT ?Raunfærnimat er skipulagt ferli þar sem lagt er formlegt mat á þekkingu og færni einstaklings sem hann hefur aflað sér með starfsreynslu, námi, félagsstöfum og lífsreynslu.

Markmið er að einstaklingur fái viðurkennda raunfærni sem hann býr yfir á tilteknum tíma.

Þegar raunfærnimat fer fram með hliðsjón af námskrá hefur viðkomandi tækifæri til þess að fá metna reynslu og færni sem jafngilda námsáföngum. Þá þarf viðkomandi ekki að sækja nám í því sem hann kann nú þegar . Þegar raunfærnimat fer fram með hliðsjón af kröfum ákveðinna starfsgreina fær viðkomandi metna reynslu og færni sem starfssvið krefst.

ÁTTU ÞÚ ERINDI Í RAUNFÆRNIMAT ?

ERTU ORÐIN/N 23 ÁRA ?

HEFUR ÞÚ UNNIÐ VIÐ VERSLUN Í 3 ÁR EÐA LENGUR ?

VILTU BÆTA VIÐ MENNTUN ÞÍNA ?

VILTU STYRKJA STÖÐU ÞÍNA Á VINNUMARKAÐI ?

ÞÁ ER RAUNFÆRNIMAT FYRIR ÞIG !

Náms- og starfsráðgjöf

Boðið verður upp á raunfærnimat í VESLUNARFAGNÁM, MATRÁÐ, OG MÁLMSUÐU.

Hafið gaf og hafið tókSjóslys á SuðurnesjumTími: 6. mars kl. 20:00-22:00

Hver var Jean-Baptiste Charcot?Tími: 21. mars kl. 20:00-22:00

Námskeiðin verða haldin í húsnæði Þekkingarseturs Suðurnesja að Garðvegi 1, Sandgerði. Þessi námskeið eru í boði Þekkingarsetursins og MSS.Upplýsingar hjá [email protected]

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ S: 421-7500 www.mss.is

Nýtt

Námskeið í samvinnu Þekkingarseturs Suðurnesja og MSS

STARFSTENGD NÁMSKEIÐ

TAUGASJÚKDÓMARMarkmið: Að þátttakendur auki þekkingu sína á algengustu taugasjúkdómum, einkennum og meðferðar úrræðum.Tími: 13., 14. og 18. mars kl.: 17:00 – 21:00

Sjúkraliðar

VERKSTJÓRINN Fjallað um verkstjórann sem stjórnanda og málefni tengd starfsmanna-stjórnun sem hann kann að fást við. Hvað er að vera leiðtogi og hvað er gott fyrir góðan leiðtoga að tileinka sér? Fjallað um jafningjastjórnun, móttöku nýliða og margt fleira.Haldið í mars – 3 klst.

RÉTTINDI OG SKYLDURFarið yfir réttindi og skyldur verkstjóra og almennra starfsmanna og ábyrgð verkstjóra gagnvart undirmönnum og vinnuveitanda. Farið er yfir þau atriði kjarasamninga sem gott er að kunna skil á.Haldið í mars – 3 klst.

ERFIÐIR STARFSMENN OG ERFIÐIR VIÐSKIPTAVINIRFarið yfir það hvernig verkstjórar geta af öryggi og á fagmannlegan hátt tekist á við erfið mál sem tengjast einstökum starfsmönnum, hópum starfsmanna og erfiðum viðskiptavinum. Þá verður einnig farið yfir hvernig skal á sem bestan hátt taka á móti kvörtunum.Haldið í apríl – 3 klst.

ÁRANGURSRÍK SAMSKIPTIFjallað um ábyrgð einstaklina í samskiptum og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni. Bent er á hvernig hægt er að breyta því sem þarf að breyta í eigin fari til að auka lýkur á góðu andrúmslofti. Hver er munurinn á óákveðnum, ákveðnum og ágengum stjórnanda og hver þeirra er líklegastur til að ná sem bestum árangri í starfi? Að lokum er farið yfir mikilvægi sjálfstrausts þegar kemur að stjórnun og samskiptum almennt. Haldið í byrjun maí – 3 klst.

STERKARI STJÓRNANDI Námskeið fyrir verkstjóra

HLJÓÐSMIÐJA INám fyrir þá sem vilja starfa sem hljóðmenn, fara í ferkara nám á því sviði eða hafa sérstakan áhuga á faginu.Tími: Hefst 11. mars.Verð:kr 25.000

HLJÓÐSMIÐJA IIHljóðsmiðja II er sjálfstætt framhald af hljóðsmiðju I. Tími: Hefst í mars Nemendur sem lokið hafa Hljóðsmiðju I -II með fullnægjandi einingafjölda úr framhaldsskóla hafa lokið fullnægjandi kröfum til að sækja um inn í hljóðtækninám Tækniskólans. Verð:kr 25.000

KVIKMYNDASMIÐJA IKvikmyndasmiðja I er 120 kennslustunda námsleið þar sem gefin er innsýn inn í heim handritagerðar og kvikmyndatöku. Farið er í gegnum tól og tæki sem þarf til verksins. Nemendur gera sitt eigið handrit og taka upp stuttmynd, klippa og gera klára til sýningar.Tími: Hefst 11.marsVerð:kr 25.000

KVIKMYNDASMIÐJA IIKvikmyndasmiðja II er sjálfstætt framhald af Kvikmyndasmiðju I. Í náminu er farið dýpra í handritagerð og kvikmyndatökur, unnin er lengri mynd með hljóði og lýsingum og gerð tilbúin til sýningar. Tími: Hefst í mars.Nemendur sem lokið hafa Kvikmyndasmiðju I-II með fullnægjandi mætingu og verkefnaskilum hafa lokið fullnægjandi kröfum til að sækja um inn í Kvikmyndaskóla Íslands. Verð:kr 25.000

TÆKNISMIÐJATæknismiðjan er 120 kennslustunda námsleið sem hefur það markmið að gefa innsýn inn í heim tæknináms. Námið er kennt í samstarfi við FS og Keili. Nemendur vinna verkefni í öllum fögum og fá að kynnast ólíkum greinum tæknináms eins og tré- og málmsmíði, tölvunarfræði, rafeindavirkjun og eðlis- og efnafræði.Tími: Hefst 4. mars.Verð:kr 25.000

Námið hentar öllum þeim sem eru starfandi í greininni og vilja auka þekkingu sína og styrkja sig á vinnumarkaði. Þetta nám hentar öllum þeim sem áhuga hafa á að komast inn í greinina. Námið er kennt í fjarnámi og hentar vel þeim sem eru starfandi í greininni og vilja auka þekkingu sína og styrkja á vinnumarkaði. Námið eflir færni einstaklinga til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í ferðaþjónustu. Þátttakendur auka þjónustuvitund sína, vöruþekkingu og verkkunnáttu. Námið er 160 kennslustundir og geta framhaldsskólar metið námið til allt að 14 eininga á framhaldsskólastigi. Tími: 11.mars Verð:kr 35.000

FÆRNI Í FERÐAÞJÓNUSTU – FJARNÁM. Nýtt

Nýtt

Skránig og nánari upplýsingar á www.mss.is

FYLGSTU MEÐ Á FACEBOOK!

Mikil TÆKIFÆRI í ferðaþjónustu