64
Hug- og félagsvísindadeild Sálfræði 2014 Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur Erla Steinunn Árnadóttir Lokaverkefni í Hug- og félagsvísindadeild

Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

Hug- og félagsvísindadeild

Sálfræði

2014

Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum:

Lyf og lyfleysur

Erla Steinunn Árnadóttir

Lokaverkefni í Hug- og félagsvísindadeild

Page 2: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

Hug- og félagsvísindadeild

Sálfræði

2014

Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum:

Lyf og lyfleysur

Erla Steinunn Árnadóttir

Leiðbeinandi: Dr. Ársæll Már Arnarsson

Lokaverkefni til 180 eininga B.A. prófs við Hug- og félagsvísindadeild

Page 3: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR ii

Yfirlýsing

Ég lýsi því hér með yfir að ég ein er höfundur þessa verkefnis og það er afrakstur eigin

rannsókna.

__________________________________

Erla Steinunn Árnadóttir

Það staðfestist hér með að lokaverkefni þetta fullnægir að mínum dómi kröfum til B.A. prófs

við Hug- og félagsvísindasvið.

__________________________________

Ársæll Már Arnarsson

Page 4: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR iii

Útdráttur

Með bættri heilbrigðisþjónustu og framförum í læknavísindum er fólk farið að lifa lengur og í

kjölfar þess fer tíðni greininga á heilabilun af Alzheimersgerð hækkandi. Talið er að ríflega

100 milljónir manna muni verða greindir með Alzheimerssjúkdóminn árið 2050 en það eru

fjórfalt fleiri en þeir sem greindir voru árið 2006. Til að greina sjúkdóminn þarf að fara í

gegnum frekar flókið ferli greiningarviðmiða og prófana en samt fæst óyggjandi greining

ekki fyrr eftir lát sjúklinga með krufningu. Ekki er mikið vitað um orsakir sjúkdómsins en

margar kenningar komið fram. Fjallað verður um það hvort ákveðnir sjúkdómar, á borð við

sykursýki, offitu, háþrýsting auk hjarta- og æðasjúkdóma, hafi aukna hættu á þróun

heilabilunarsjúkdóma í för með sér. Þar sem mikil áhugi er á að finna lausn á þessum stóra

heilbrigðisvanda sem við stöndum frammi fyrir er algengt að sjá umfjallanir í fjölmiðlum um

mögulegar lausnir og meðferðir til að takast á við eða fyrirbyggja sjúkdóminn og reynist oft

erfitt að greina réttar upplýsingar frá æsifréttamennsku. Farið er vandlega ofan í kjölinn á

þessum hugmyndum, hvort sem um ræðir lyfjameðferðir og þróun þeirra, vítamín eða

óhefðbundnar lækningar. Einnig er skoðað hvort lífsstíll hafi einhver áhrif á framvindu

sjúkdómsins og hvort fólk geti gert eitthvað til að sporna við þessu sjálft.

Page 5: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR iv

Abstract

Diagnosis of Alzheimer‘s disease is on the rise due to advances in medicine and better health

care that promotes longevity. By 2050 the number of people diagnosed with Alzheimer‘s

disease will exceed 100 millions worldwide. The diagnosis of Alzheimer‘s disease relies on

multiple diagnostic tools and techniques to diagnose probable Alzheimer‘s disease. The

diagnosis can only be established with accuracy postmortem. Who will get Alzheimer‘s

disease and is there comorbidity of diseases such as diabetes, obesity, hypertension and

cardiovascular disease and Alzheimer‘s disease are questions that will be addressed. Since

news of a medical breakthrough in the battle with Alzheimer‘s disease do not always reflect

the research findings but give people false hope. This dissertation attempts to bring together

what is known about the causes of dementia and what can be done to prevent or delay the

onset of the disease.

Page 6: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR v

Þakkarorð

Innilegar þakkir fær besti vinur minn og maðurinn minn, Tómas Hansson, fyrir

stuðninginn og óþrjótandi þolinmæði bæði við vangaveltur og umræður tengdar þessu

lokaverkefni.

Leiðbeinanda mínum, Ársæli Má Arnarssyni, vil ég þakka fyrir leiðsögnina við

vinnslu verkefnisins.

Einnig vil ég þakka Iðunni Elsu Kristinsdóttur fyrir ómetanlega aðstoð við fyrsta

yfirlesturinn og Jóhanni Frímanni fyrir prófarkalestur.

Page 7: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 1

Efnisyfirlit

Heilabilun og mild hugræn skerðing ..................................................................................................... 4

Tegundir heilabilana ............................................................................................................................. 5

Kenningar um orsakir heilabilunar af Alzheimersgerð .......................................................................... 6

Beta Amyloid-kenningin .................................................................................................................... 7

Tau-kenningin ................................................................................................................................... 8

Greiningarferlið, greiningarviðmið ........................................................................................................ 8

Blóðrannsóknir og saga ..................................................................................................................... 8

Minnispróf ........................................................................................................................................ 9

Taugasálfræðilegt mat og myndgreiningar ....................................................................................... 9

ICD- 10 greiningarviðmiðin og DSM kerfið ...................................................................................... 10

Önnur greiningartæki ...................................................................................................................... 11

Hverjir fá heilabilun? ........................................................................................................................... 11

Áhættuþættir .................................................................................................................................. 11

Genatengsl og genagallar tengdir elliglöpum .................................................................................. 12

Reskiglöp ......................................................................................................................................... 13

Tengingar við Downs heilkenni ....................................................................................................... 13

Framtíð genarannsókna .................................................................................................................. 13

Lyfjameðferðir við heilabilun .............................................................................................................. 14

Lyfjaþróunarferlið ........................................................................................................................... 14

Asetýlkólínesterasa hamlandi lyf .................................................................................................... 15

N-methyl-D-aspartate (NMDA) viðtaka hemill: ............................................................................... 16

Önnur lyf sem gagnast geta einstaklingum með heilabilun ............................................................ 17

Þunglyndislyf og flogaveikilyf. ..................................................................................................... 18

Geðrofslyf. .................................................................................................................................. 18

Svefnlyf. ...................................................................................................................................... 19

Önnur meðferðarúrræði ................................................................................................................. 20

Samkvillasjúkdómar ............................................................................................................................ 20

Hjarta- og æðasjúkdómar ............................................................................................................... 21

Háþrýstingur ................................................................................................................................... 22

Offita og kólesteról ......................................................................................................................... 22

Sykursýki ......................................................................................................................................... 23

Önnur lyf sem ekki hafa verið samþykkt sem meðferðarúrræði við heilabilunarsjúkdómum............. 24

Lyf samþykkt fyrir aðra sjúkdóma ................................................................................................... 24

Page 8: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 2

Kínverskar lækningajurtir ................................................................................................................ 28

Vítamín og andoxunarefni .............................................................................................................. 29

Steinefni og fitutegundir ................................................................................................................. 32

Heilbrigður lífsstíll ............................................................................................................................... 33

Hreyfing .......................................................................................................................................... 34

Mataræði ........................................................................................................................................ 34

Hugræn þjálfun ............................................................................................................................... 35

Niðurstöður og umræða ..................................................................................................................... 36

Heimildaskrá ....................................................................................................................................... 38

Page 9: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 3

Öldrunarsjúkdómar eru að verða eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem við stöndum

frammi fyrir og útlit er fyrir að þetta vandamál muni verða mun meira þegar fram líða

stundir. Hækkandi hlutfall aldraðra er í takt við framfarir læknavísinda og aukin lífsgæði sem

stuðla að auknu langlífi (Brookmeyer, Johnson, Ziegler-Graham og Arrighi, 2007;

LoGiudice, 2002).

Lífslíkur eftir greiningu heilabilunar af Alzheimersgerð eru að meðaltali átta ár en

geta þó verið breytilegar. Taka þarf mið af hverju tilfelli fyrir sig en eðlilegt þykir að hluta af

þessum tíma sé varið á viðeigandi stofnun sem getur boðið upp á þá þjónustu og aðstoð sem

fólk með heilabilun getur þurft á að halda, sérstaklega á seinni hluta sjúkdómsferlisins. Ef

þróunin verður áfram sú sem verið hefur mun að öðru óbreyttu hugsanlega verða skortur á

þjónustu á þessu sviði innan heilbrigðisgeirans (Gililland, 2007; Smith, 2000).

Til að gera sér grein fyrir umfangi vandans má benda á að samkvæmt ameríska

geðlæknafélaginu er tíðni heilabilunar fyrir fólk á aldrinum 65 ára 1,4-1,6% en hún eykst með

aldrinum og liggur á bilinu 16-25% eftir 85 ára aldur (American Psychiatric Association,

2000). Árið 2006 náði útbreiðsla heilabilunar af Alzheimersgerð til 26,6 milljóna manna en

gert er ráð fyrir að árið 2050 muni þessi tala hafa fjórfaldast. Gert er ráð fyrir að einn af

hverjum 85 manns í heiminum verði með sjúkdóminn og þar af muni í 43% tilfella þurfa á

mikilli utanaðkomandi aðstoð að halda, til dæmis í formi dvalar á hjúkrunarheimili. Jafnvel

minnstu framfarir í átt að því að seinka birtingu sjúkdómsins geta haft verulega mikið að

segja þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og þeim vanda sem við munum standa frammi fyrir

með hækkandi aldri og hærri tíðni Alzheimerssjúkdómsins (Brookmeyer o.fl., 2007).

Um 70% tilfella heilabilunar sem greind eru í Norður-Ameríku og Evrópu eru af

Alzheimersgerð en svæðisbundinn munur virðist vera á algengi sjúkdómsins á milli

heimshluta, þar sem hærra hlutfall heilabilana er greint sem æðaheilabilun en Alzheimers í

Asíu. Þetta er samt ekki alveg svona einfalt því mælanlegur svæðisbundinn munur finnst

einnig innan Evrópu og til að mynda er hærri tíðni æðaheilabilunar í Þýskalandi, Frakklandi

og Ítalíu ef borið er saman við Holland, Bretland og Skandinavíu (Smith, 2000). Einnig

virðist Alzheimerssjúkdómurinn vera sjaldgæfur á meðal Cree-indíána og Nígeríubúa. Ekki

er vitað með vissu í hverju munurinn liggur og ýmsar kenningar eru uppi en ekki eru allir á

eitt sáttir um hvort muninn megi fremur rekja til erfðafræðilegra- eða umhverfisþátta (Manly

og Mayeux, 2004).

Page 10: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 4

Heilabilun og mild hugræn skerðing

Mild hugræn skerðing er oft talin vera forstig heilabilunar þar sem einstaklingurinn

uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir heilabilun en undirflokkun gerir greinarmun á því hvort

minnisskerðing fylgir eða ekki. Algengari gerðin er með minnisskerðingu en væg hugræn

skerðing án minnisskerðingar getur komið fram sem lítilsháttar skerðing á hæfileikanum til

skipulagningar, tungumálaörðugleikar eða jafnvel skortur á því að viðhalda athygli.

Einkennin geta verið það smávægileg að einungis allra nánustu aðstandendur einstaklingsins

veita þeim eftirtekt á meðan aðrir sjá ekkert athugavert við hegðun hans (Petersen, 2011).

Heilabilun er yfirhugtak yfir marga sjúkdóma sem hafa í för með sér alvarlega

hugræna skerðingu sem kemur í veg fyrir að einstaklingar geti lifað eðlilegu lífi án

utanaðkomandi aðstoðar. Algengasta vandamál einstaklinga með heilabilun snýr að

minnisskerðingu og vandamálum við að átta sig á umhverfi sínu. Algengt er að einstaklingar

með heilabilun villist jafnvel við áður kunnuglegar aðstæður en einnig getur skerðing komið

fram í hreyfigetu. Einnig geta komið upp vandamál tengd tjáningu og skilningi í samskiptum

við aðra. Ennfremur er algengt að fram komi persónuleikatruflanir auk kvíða og þunglyndis.

Þegar sjúkdómurinn er langt genginn nær skerðingin ekki einungis til félagslegra tengsla

einstaklingsins heldur einnig til almennrar daglegrar virkni á borð við að klæða sig og nota

salerni. Svefntruflanir eru algengar en sumir þjást einnig af ranghugmyndum og ofsjónum

þegar lengra gengur á sjúkdóminn (Butler og Radhakrishnan, 2012; Gililland, 2007;

LoGiudice, 2002).

Samkvæmt National Institute of Neurological Disorders and Stroke (NINDS) má

skipta heilabilun gróflega í eftirfarandi þrjá flokka: Barkar-heilabilun (e. cortical dementia),

neðanbarkar-heilabilun (e. subcortical dementia) og framsækna heilabilun (e. progressive

dementia). Barkar-heilabilunin kemur aðallega fram í heilaberki sem er ytri hluti heilans.

Heilabilun af þessari gerð hefur oftast áhrif á minni, tungumál, hugsun og félagslega hegðun

á meðan neðanbarkar-heilabilunin nær til svæða undir heilaberki og hefur helst áhrif á

tilfinningalegar breytingar, stjórn hreyfinga auk minnisvandamála. Framsækin heilabilun

versnar með tímanum og hugræn geta fer versnandi. Heilabilun má einnig flokka eftir því

hvort hún er fyrsta stigs heilabilun (e. primary) sem er ekki komin til vegna annars sjúkdóms

eða annars stigs heilabilun (e. secondary) sem kemur til vegna annars sjúkdóms. Hugsanlega

er hægt að snúa við áhrifum annars stigs heilabilunar ef frumorsökin er meðhöndluð nægilega

snemma. Heilabilun getur verið samsetning af ofantöldu og til að mynda telst

Alzheimerssjúkdómurinn bæði framsækinn og frumorsök á meðan æðaheilabilun (e. vascular

Page 11: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 5

dementia) er annars stigs heilabilun komin til vegna heilablóðfalls. Annað dæmi um annars

stigs heilabilun er heilabilun sem komin er til vegna krónískrar alkóhól- og lyfjamisnotkunar.

Í sumum tilfellum er hægt að snúa við ferlinu með því að hætta notkun lyfjanna. Einnig má

nefna vírus-, bakteríu- eða sveppasýkingar. Þegar þessar sýkingar ná að komast inn í

heilahvelin geta komið fram heilabilunarlík einkenni. Oft er hægt að snúa þessu við með því

að meðhöndla undirliggjandi sjúkdóminn (Gililland, 2007).

Tegundir heilabilana

Yfir 50 tegundir heilabilana eru þekktar en sú algengasta er Alzheimerssjúkdómurinn.

Dr. Alois Alzheimer lýsti sjúkdómnum manna fyrstur árið 1906 eftir að hafa fengið til sín

eldri konu að nafni Auguste Deter sem sýndi einkenni framsækinnar hugrænar skerðingar. Í

byrjun lýstu einkennin sér í óeðlilegri afbrýðisemi en síðar komu í ljós minnistruflanir ásamt

verkstoli, kvíða og ofsóknaræði. Konan hitti Dr. Alzheimer fyrst árið 1901 í Frankfurt og mál

hennar vakti strax áhuga hans. Hann færði sig samt frá Frankfurt ári síðar til að hefja störf við

Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils

Kraeplins sem var þekktur geðlæknir. Hann fylgdi Kraeplin síðar til starfa til München árið

1904 en fylgdist þó alla tíð með máli Deter. Dr. Alzheimer fékk fréttir um lát Deter í apríl

1906 og rannsakaði heila konunnar eftir lát hennar. Við krufningu kom í ljós að heili

konunnar hafði rýrnað mikið auk þess að hafa taugatrefjaflækjur og beta amyloid

próteinútfellingar sem einkennandi eru í heila Alzheimerssjúklinga. Dr. Alzheimer fjallaði

um sjúkdóminn á ráðstefnu í Tübingen í nóvember 1906 og síðar var sjúkdómurinn nefndur

eftir honum (Maurer, Volk og Gerbaldo, 1997).

Alzheimerssjúkdómurinn kemur helst fram hjá eldra fólki og er talinn geta komið til

vegna margra undirliggjandi þátta. Mikilvægt er að greina á milli heilabilunar og óráðs (e.

delirium) sem einkennist af hraðari birtingu en heilabilun sem ágerist hægar. Óráð getur

komið fram vegna lyfja, efnaskiptasjúkdóma og geðraskana svo fátt eitt sé nefnt. Oft er hægt

er að snúa þessu ferli við ef orsökin finnst og gripið er nægilega snemma inn í (Gililliland,

2007; Smith, 2000).

Þar sem sjúkdómurinn er stigvaxandi og afturför er einstaklingsbundin er algengt að

flokka hann í þrennt eftir alvarleika einkenna. Fyrsta stigið flokkast sem mildasta form

heilabilunar og inniheldur minnisskerðingu, hættu á að týnast við kunnuglegar aðstæður, vera

lengur að ná að klára verkefni sem snúa að daglegu lífi, dómgreindarskortur, minna

frumkvæði, persónuleika- og skapgerðarbreytingar auk kvíða og tilhneigingar til þunglyndis.

Page 12: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 6

Til annars stigs heilabilunar sem er miðlungs heilabilun telst aukin minnisskerðing og

ruglingur, vandi við að bera kennsl á vini og ættingja, málörðugleikar, einstaklingurinn

verður ófær um að læra nýja hluti eða takast á við óvænta hluti, sýnilegan óróleika og pirring

auk þess að einstaklingar geta tekið upp á því að ráfa um, sérstaklega á kvöldin og á nóttunni.

Á þessu stigi geta hugsanlegar ofskynjanir og ranghugmyndir komið fram. Til þriðja stigs

heilabilunar sem telst alvarleg heilabilun teljast erfiðleikar við að kyngja. Algengt er að

einstaklingar léttist mikið, erfiðleikar við tjáningu lýsa sér í ýmsum hljóðum á borð við

andvörp, stunur og að rymja, aukinn svefn og erfiðleikar við stjórn á þvagblöðru og þörmum.

Á þessu lokastigi er einstaklingurinn algerlega háður umönnun annarra (Gililland, 2007).

Annar algengasti heilabilunarsjúkdómurinn kallast æðavitglöp (e. vascular dementia).

Eitt af hverjum fimm tilfellum af heilabilun má rekja til æðavitglapa (Smith, 2000). Aðrar

tegundir heilabilana eru sjaldgæfari en þar á meðal má nefna heilabilun vegna Lewy Body (e.

dementia with Lewy Body), framheilabilun (e. fronto-temporal dementia), Pickssjúkdóminn,

heilabilun tengda höfuðáverkum, Parkinsonssjúkdóminn, heilabilun vegna HIV/AIDS,

Creutzfeldt-Jakob-sjúkdóminn, Huntingtonssjúkdóminn og heilabilun tengda áfengis- og

fíkniefnamisnotkun (American Psychiatric Association, 2000; Smith, 2000).

Kenningar um orsakir heilabilunar af Alzheimersgerð

Það gefur auga leið að ávinningur er af því að finna hvað veldur heilabilun til að geta

tekist á við sjúkdóminn. Ýmsar hugmyndir og kenningar hafa verið settar fram til að skýra

orsakir heilabilunar af Alzheimersgerð en ekki er enn búið að svara þessum spurningum með

vísindalegum hætti. Fjölmargar kenningar hafa verið settar fram um orsakir heilabilunar sem

ekki hafa staðist nánari skoðun og má meðal annars nefna kalsíumkenninguna,

hormónakenninguna, andoxunarkenninguna, kenningar tengdar álmengun, herpesvírusnum

og genatengdar kenningar (Smith, 2000). Önnur kenning sem vert er að minnast á er

asetýlkólín-kenningin sem er afar merkileg þó ekki sé nema í sögulegu samhengi þar sem

lyfjameðferðir sem notaðar eru í dag byggjast á þessari kenningu. Lyfin miða að því að bæta

upp skort á taugaboðefninu asetýlkólín í heila. Vert er að minnast á að lyfin eru ekki lækning

við sjúkdómum heldur er einungis verið að meðhöndla einkenni sjúkdómsins tímabundið

(Cayton , Graham og Warner, 2008).

Page 13: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 7

Lífseigustu kenningarnar sem er helst verið að vinna út frá í dag eru almennt þekktar

sem beta amyloid-kenningin og tau-kenningin. Kenningarnar eru byggðar út frá hinum

einkennandi prótein útfellingum (e. amyloid plaques) og taugatrefjaflækjum (e.

neurofibrillary tangles) sem fyrirfinnast í miklum mæli í heila einstaklinga með

Alzheimerssjúkdóminn.

Beta Amyloid-kenningin

Prótein útfellingar eru einkennilegt slétt efni, einhvers konar mýlildisflákar, sem eru án

sýnilegrar innri formgerðar og finnast í miklum mæli á milli og í kringum heilafrumurnar.

Prótein útfellingarnar virðast oft koma í staðinn fyrir frumurnar og taka upp svæði sem annars

væri notað af heilafrumunum í heilbrigðum heila. Þessi fyrirbæri finnast einnig í heila þeirra

sem ekki hafa sýnt nokkur merki Alzheimerssjúkdómsins en þó í mun minni mæli en hjá

einstaklingum með Alzheimerssjúkdóminn (Pastorino, Sun, Lu, Zhou, Balastik o.fl., 2006;

Smith, 2000). Beta amyloid-kenningin gengur út frá því að orsakirnar séu niðurbrot á

forverapróteini amyloid (e. amyloid precursor protein, APP) sem veldur klofningsafurð sem

kallast beta amyloid. APP er stórt prótein sem fast er í frumuhimnu heilafrumna. Undir

venjulegum kringumstæðum klippir ensímið Alpha- secratase á amyloid precursor próteinið

(APP) og síðan klippir seinna ensímið gamma secratase (γ-secratase) á APP á öðrum stað.

Þessir bútar sem verða til við þetta eru taldir vera gagnlegir taugafrumum. Í heila einstaklinga

með Alzheimerssjúkdóminn virðist fyrri klippingin vera gerð af öðru ensími sem kallast beta-

secratase (BACE1) og það klippir APP á öðrum stað en fyrra próteinið, sem veldur því að

búturinn sem losnar við seinni klippinguna af völdum gamma-secratase verður lengri og

kallast beta amyloid sem er klofningsafurðin sem áður var minnst á. Þessi klofningsafurð

safnast upp og verður að klump sem truflar eðlileg samskipti á milli heilafrumna. Með

tímanum verða þessir klumpar óuppleysanlegir og mynda hinar einkennandi beta amyloid

próteinútfellingar fyrir utan heilafrumurnar. Þessi uppsöfnun á beta amyloid er einnig talin

leiða til minnisskerðingar, oxunarskemmda, skemmda á heila-blóðþröskuldi og

taugatrefjaflækja. Nýjustu kenningar sem byggðar eru á sama grunni og amyloid-kenningin

beinast að því að offramleiðsla á APP leiði til vítahrings sem stuðli að dauða taugafrumna.

Áherslurnar eru því að færast frá sjálfum útfellingunum sem orsakavaldinum yfir á

offramleiðslu beta amyloid (Morley og Farr, 2014; Ohnishi og Takano, 2004; Pastorino o.fl.,

2006 og Þorkell Jóhannesson og Jón Snædal, 2003).

Page 14: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 8

Tau-kenningin

Taugatrefjaflækjurnar eru samansettar úr tau-próteinum. Flækjurnar myndast á

taugaþráðlungum, sem eru fyrirbæri sem standa út úr taugafrumum, nánast eins og trjágreinar

og bera boð á milli heilbrigðra taugafrumna. Hjá einstaklingum með Alzheimerssjúkdóminn

eru þessar greinar flæktar og tengjast því ekki öðrum taugafrumum eins og þær ættu að gera.

Í kjölfarið bera þær því ekki boð til aðlægra frumna og missa því tenginguna við aðra hluta

heilans. Þau svæði heilans sem virðast vera viðkvæmust fyrir þessum breytingum eru dreki

(e. hippocampus) og framheilabörkur (e. prefrontal cortex) (Burke og Barnes, 2006; Smith,

2000). Tau-kenningin leggur áherslu á taugatrefjaflækjurnar sem orsakavald

Alzheimerssjúkdómsins og beinist að galla tengdum tau-próteininu sem kemur af stað ferli

sem endar að lokum í frumudauða. Undir venjulegum kringumstæðum styrkir tau-próteinið

frymisgrindina sem er burðarvirki frumnanna (e. cytoskeleton) svo að næringarefni og önnur

efni geti ferðast í gegnum frymispíplur (e. microtubules) til allra svæða innan taugafrumunnar

(Iqbal, Alonso, Chen, Chohan og El-Akkad, 2005).

Hjá fólki með Alzheimerssjúkdóminn virðist vera óeðlileg fosfórun (e.

hyperphosphorylation) sem minnkar virkni tau-próteinsins sem veldur því að hið afbrigðilega

tau-prótein skilur sig frá frymispíplunum sem aftur veldur því að þær haldast illa saman.

Strengir eða einhvers konar trefjar af tau-próteini safnast saman innan taugafrumunnar og

mynda taugatrefjaflækjur (Goedert, Klug og Crowther, 2006; Pastorino o.fl., 2006).

Affosfórun getur snúið þessu ferli við og komið af stað eðlilegri starfsemi aftur innan frumna

sem styður við kenninguna. Frumurnar sem eiga í hlut reyna að sporna við þessu með því að

framleiða meira af eðlilegu tau-próteini auk þess að pakka hinu fosfórsháa tau-próteini inn í

fjölliður en smám saman verður hrörnun á frumunni (Iqbal o.fl., 2005).

Greiningarferlið, greiningarviðmið

Blóðrannsóknir og saga

Ekki er hægt að staðfesta greiningu Alzheimerssjúkdómsins með óyggjandi hætti fyrr en við

krufningu en ýmsar rannsóknir er hægt að framkvæma ef grunur leikur á að einstaklingur sé

með sjúkdóminn. Fyrst af öllu þarf þó að byrja á því að útiloka að heilabilunin stafi af öðrum

orsökum. Til að mynda getur minnisskerðing orsakast af hlutum á borð við heilablóðfall,

flogaveiki, minniháttar heilaskaða og misnotkun lyfja auk þess að ýmsir geðrænir kvillar, til

að mynda þunglyndi, geta kallað fram einkenni heilabilunar. Að auki má nefna vanvirkni í

skjaldkirtli, skort á B-12 vítamíni sem getur komið ásamt blóðhvarfi (e. pernicious anaemia),

Page 15: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 9

góðkynja æxli, innanbastsblæðingar (e. subdural haematoma) og vökvaþrýsting innan heilans

af völdum vatnshöfuðs (e. hydrocephalus). Ýmis lyf geta einnig kallað fram heilabilunarlík

einkenni, þar með talin róandi og krampastillandi lyf. Ennfremur geta eitranir á borð við

blýeitranir kallað fram sömu einkenni. Byrjað er á blóðrannsókn til að útiloka marga þessara

þátta sem orsakavald heilabilanalíkra einkenna (Chertkow, Bergman, Schipper, Gauthier og

Bouchard, 2001; Björn Einarsson, 2007; Smith, 2000).

Hefðbundið mat byggist á ítarlegri sögu sjúklingsins þar sem byrjað er á að safna

upplýsingum um einstaklinginn og er stuðst við upplýsingar frá einstaklingnum sjálfum sem

fengnar eru í viðtali við hann. Einnig er mikilvægt að fá upplýsingar frá aðstandendum þar

sem ýmislegt getur vantað upp á ef upplýsingar eru eingöngu fengnar frá einstaklingi sem

hugsanlega er með heilabilun (Ballard, gauthier, Corbett, Brayne og Aarsland, 2011).

Minnispróf

Stuðst er við minnispróf á borð við MMSE (mini mental state examination) sem er

einfalt próf og einstaklega einfalt í fyrirlögn. Prófið samanstendur af 30 atriðum sem eru

ýmist einföld verkefni eða spurningar. Hvert verkefni eða spurning gefur eitt stig og

möguleiki er því á að fá 30 stig í heild fyrir prófið. Miðað er við að heilbrigðir einstaklingar

nái 26 stigum eða hærra. Miðað er við skor á bilinu 21-26 stig fyrir greiningu vægrar

heilabilunar, skor á bilinu 10-20 stig gefa til kynna meðal alvarlega heilabilun en þeir sem fá

færri en 10 stig eru taldir vera komnir með alvarlega heilabilun (Landlæknisembættið, 2007).

Einnig er hægt að nota klukkuprófið, sem er annað próf sem er einstaklega einfalt í fyrirlögn.

Klukkuprófið fer fram á þann hátt að einstaklingnum er gert að skrifa tölur inn í hring á blaði

til að líkja eftir klukkuskífu og setja síðan vísana á viðeigandi stað (Brodaty og Moore, 1997;

Landlæknisembættið, 2007). Til að greina æðaheilabilun er notaður enn annar

spurningakvarði: Hachinski kvarðinn. Skor á bilinu 0-4 gefur vísbendingu um heilabilun af

völdum Alzheimerssjúkdómsins en skor á bilinu 5-12 gefur til kynna að líklega sé um

æðaheilabilun að ræða (Landlæknisembættið, 2007; Smith, 2000).

Taugasálfræðilegt mat og myndgreiningar

Annar mikilvægur þáttur greiningarferlisins byggir á taugasálfræðilegum prófunum.

Taugasálfræðileg próf leggja mat á hugræna getu einstaklingsins á staðlaðan hátt og gefa

möguleika á að leggja sama prófið aftur seinna fyrir viðkomandi til að bera saman

niðurstöður frá fyrra mati. Með þessu gefst tækifæri til að gera sér í hugarlund hversu mikil

hrörnun á sér stað í hugrænni getu yfir ákveðinn tíma. Helstu þættir sem rannsakaðir eru með

taugasálfræðilegum prófum eru yrt og óyrt minni, áttun, athygli, rökhugsun, sjónræn

Page 16: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 10

úrvinnsla og fleira. Mælt er með því að endurtaka mælingar eftir 6-12 mánuði (Jacova,

Kertesz, Blair, Fisk og Feldman, 2007; Landlæknisembættið, 2007).

Myndarannsóknir hafa einnig verið notaðar til að renna stoðum undir greiningu

Alzheimerssjúkdómsins. Helstu tegundir myndgreininga sem notaðar eru í greiningartilgangi

fyrir heilabilun eru segulómun (MRI) og tölvusneiðmynd (CT) en með þessu er verið að

útiloka að einkennin séu komin til vegna heilaskemmda, innanbastsblæðinga, æxla eða

vatnshöfuðs (Ballard o.fl., 2011). Breytingar á heila sjúklinga með Alzheimerssjúkdóminn

eru sýnilegar á mynd þar sem pýramídafrumur deyja fyrst í dreka sem gerir það að verkum að

heilinn skreppur saman. Minni dreki gefur því vísbendingu um framsækna heilabilun. Eftir

því sem líður á sjúkdóminn gerast sömu breytingar á yfirborðsfrumum heilans, nánar tiltekið í

heilaberkinum. Þetta leiðir til skerðingar á langtímaminni, getunnar til skilnings á

dagsdaglegum hlutum og beitingu rökhugsunar. PET myndarannsóknir hafa sýnt fram á að

frumur sem seyta asetýlkólíni eru þær fyrstu sem fara. Við eðlilega öldrun rýrnar heilinn

töluvert en við heilabilun rýrnar heilinn enn meira og skerðing verður gjarnan á blóðflæði,

sérstaklega um gagnaugablað (Cayton o.fl., 2008; Smith, 2000).

ICD- 10 greiningarviðmiðin og DSM kerfið

Á Íslandi er notast við greiningarkerfi ICD-10 við greiningu á heilabilun en

greiningarviðmið ameríska geðlæknafélagsins (DSM greiningarkerfið) eru höfð til hliðsjónar

(Landlæknisembættið, 2007). Greiningarviðmiðin taka mið af því að einkenni þurfa að hafa

verið til staðar í a.m.k. sex mánuði og einkennin eru flokkuð eftir alvarleika í milda-,

miðlungs- eða alvarlega heilabilun af Alzheimersgerð. Milt form Alzheimerssjúkdómsins

getur valdið truflun á daglegu lífi einstaklingsins án þess að viðkomandi sé háður öðrum.

Vandamál snúa aðallega að því að læra nýja hluti. Miðlungs heilabilun einkennist af

alvarlegri skerðingu á hæfileikanum til að búa sjálfstætt án aðstoðar og inngripa annarra.

Einstaklingurinn þarfnast aðstoðar við dagleg störf. Efsta stig Alzheimerssjúkdómsins

einkennist af því að einstaklingurinn getur ekki meðtekið nýjar upplýsingar. Alvarleg

minnisvandamál skjóta upp kollinum og erfitt getur jafnvel reynst fyrir viðkomandi að bera

kennsl á nána ættingja og vini (WHO, 1993).

Sjúkdómnum er einnig skipt í tvo flokka eftir aldri einstaklings við birtingu einkenna.

Sjúkdómurinn skiptist í elliglöp af Alzheimersgerð (e. late onset Alzheimers disease) þegar

greining er gerð eftir 65 ára aldur og reskiglöp af Alzheimersgerð þegar greining er gerð fyrir

Page 17: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 11

þann tíma (e. early onset Alzheimers disease). Elliglöp eru algengara form sjúkdómsins

(Smith, 2011; WHO, 1993).

Samkvæmt báðum greiningarkerfunum þarf hugræna skerðingin að valda verulegri

skerðingu í vinnu eða félagsvirkni og endurspegla hnignun frá fyrri virkni. Einstaklingar

gleyma ýmsu áður lærðu og eiga erfitt með að tileinka sér nýja vitneskju. Sjúkdómurinn

ágerist hægt og bítandi og hugræn geta fer þverrandi (American Psychiatric Association,

2000; WHO, 1993).

Önnur greiningartæki

Ýmsar aðferðir hafa verið prófaðar til að greina Alzheimerssjúkdóminn og hafa reynst

mismunandi árangursríkar. Mænustunga er ein þessara aðferða en tau-prótein mælist hærra í

mænuvökva einstaklinga með Alzheimerssjúkdóminn. Þrátt fyrir að þetta renni styrkari

stoðum undir greiningu á Alzheimerssjúkdómi er mænustunga einstaklega sársaukafull

aðgerð og er því ekki hentug sem greiningaraðferð. Mælingar tau-próteins í mænuvökva eru

ekki notaðar við greiningar á Alzheimerssjúkdómi á Íslandi (Blennow, Wallin, Agren,

Spenger og Siegfried, 1995; Kandimalla, Prabhakar, Wani, Kaushal og Gupta, 2013;

Landlæknisembættið, 2007).

Einnig voru prófaðir augndropar sem greiningartæki þar sem talið var að augasteinar

einstaklinga með Alzheimerssjúkdóminn þendust meira út en heilbrigðra þegar augndroparnir

Tropicamide væru notaðir. Við nánari rannsóknir kom í ljós að þessar niðurstöður voru ekki

marktækar (Graff-Radford, Lin, Brazis, Bolling og Liesegang, 1997).

EEG heilarafrit sýna engan mun á heila einstaklinga með Alzheimerssjúkdóminn og

heilbrigðra nema ef mælingar eru gerðar í svefni. Heilarafrit eru því ekki notuð í

greiningarskyni (Landlæknisembættið, 2007; Smith, 2000).

Hverjir fá heilabilun?

Áhættuþættir

Miklar rannsóknir hafa verið helgaðar því að athuga hvort til sé sérstakur áhættuhópur

sem líklegri sé til þess að þróa með sér heilabilunarsjúkdóma. Um 80% allra heilabilana eru

af gerðinni Alzheimers, æðaheilabilun, heilabilun vegna Lewy Body eða framheilabilun og

þar af er langstærsti hlutinn Alzheimerssjúkdómurinn; um 60% heilabilanasjúkdóma hjá fólki

65 ára og eldri eru af þeirri tegund. Í kjölfarið hefur Alzheimerssjúkdómurinn verið mest

rannsakaða tegund heilabilunar. Ekki er vitað hvað veldur sjúkdómnum en talið er að margir

Page 18: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 12

þættir spili þar inn í. Innan við 5% einstaklinga á aldursbilinu 65-74 ára greinast með

Alzheimerssjúkdóminn af gerðinni elliglöp. Tíðni heilabilunar tvöfaldast með hverjum fimm

árum á milli 65 og 85 ára aldurs. Talið er að um 20 -30% einstaklinga 85 ára og eldri fái

heilabilun í Evrópu (Alzheimers association, 2013; Lobo, Launer, Fratiglione, Andersen og

Di Carlo, 2000; LoGiudice, 2002).

Vandinn sem við stöndum frammi fyrir tengist einnig hækkandi meðalaldri og

kynslóðamun sem kemur fram í fækkun barneigna í hinum vestræna heimi. Þar hafa

einstaklingar bæði seinkað barneignum og fækkað þeim, sérstaklega ef miðað er við hina

svokölluðu „baby boomers“ kynslóð. Nafn „baby boomers“ kynslóðarinnar er bein vísun í

einstaklega háa fæðingatíðni sem kom í kjölfar stríðsloka árið 1945. Þessi tiltekna kynslóð er

einmitt að komast á eftirlaunaaldur og mikil aukning er í tíðni heilabilana með hækkandi aldri

(Vann, 2010). Það má því telja hækkandi aldur vera einn helsta áhættuþáttinn fyrir

Alzheimerssjúkdóminn en þar að auki er örlítill mælanlegur kynjamunur þar sem konur

virðast vera líklegri til að þróa með sér sjúkdóminn. Hugsanlegt er að þennan kynjamun megi

rekja til þess að konur eru langlífari en karlar (Alzheimers association, 2013).

Minni menntun virðist vera einn af áhættuþáttunum fyrir Alzheimerssjúkdóminn en

það þarf að fara varlega í að túlka slíkar tölur, því margar ástæður gætu legið þar að baki.

Hugsanlega geta þeir einstaklingar sem hafa meiri menntun falið betur einkenni heilabilunar í

upphafi sjúkdómsbirtingar og gætu í kjölfarið hlotið greiningu seinna (Smith, 2000).

Genatengsl og genagallar tengdir elliglöpum

Eins og áður hefur komið fram leiðir óeðlilegt niðurbrot APP próteins til framleiðslu á

beta amyloid útfellingum en galli á litning 19 er algengari litningagalli og tengist elliglöpum

af Alzheimersgerð. Þessi litningur er mikilvægur þegar kemur að því að framleiða efni sem

samsett er úr fitu og próteini sem kallað er apo lipoprotein E eða ApoE. Það eru til margar

tegundir af ApoE en meiri áhætta er talin vera hjá einstaklingum sem bera genasamsæturnar

APOE ɛ4 og enn meiri ef einstaklingurinn ber tvær slíkar samsætur (Molinuevo, Valls-Pedret

og Rami, 2010). Ef einstaklingur erfir genasamsæturnar APOE ɛ4 frá báðum foreldrum

virðast vera um 18 sinnum meiri líkur á að viðkomandi fái Alzheimerssjúkdóminn. Það hefur

einnig verið sýnt fram á tengsl á milli þess að hafa APOE ɛ4 og að hafa verra minni á efri

árum en þeir sem hafa APOE ɛ2 eða APOE ɛ3 (Farrer, Cupples, Haines, Hyman og Kukull,

1997).

Page 19: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 13

Reskiglöp

Þekktir eru þrír genagallar sem tengjast reskiglöpum sem greind eru á aldursbilinu 30-

64 ára. Þegar sterk fjölskyldusaga er um Alzheimerssjúkdóminn hefur komið í ljós að margir

þessara einstaklinga bera afbrigðileika í genum sem talinn er tengjast tilteknum litningum.

Litningur 21 (amyloid precursor protein, APP, genið), litningur 14 (presenilin 1) og litningur

1 (presenilin 2). Þetta er þó afar sjaldséð og kemur einungis fram hjá innan við 1%

einstaklinga með Alzheimerssjúkdóminn. Talið er að umhverfisþættir geti valdið ákveðnum

breytingum hjá fólki með þennan tiltekna afbrigðileika í genum sem eykur magn beta

amyloid sem ýtir jafnframt undir myndun próteinútfellinga og fosfórun tau-próteins

(LoGiudice, 2002).

Tengingar við Downs heilkenni

Einstaklingar með Downs heilkennið hafa þrjár gerðir af litningi 21. Algengt er að

þeir sýni einhver merki heilabilunar þegar þeir eldast og þetta kemur fram hjá yngri hópi en

almennt gengur og gerist hjá einstaklingum sem ekki hafa heilkennið. Nánast allir þeir

einstaklingar með Downs heilkennið sem komnir eru á fimmtugsaldur eru með mikið magn

beta amyloid próteinútfellinga og taugatrefjaflækjur í heila sem er einkennandi fyrir

Alzheimerssjúklinga. Þetta er talið að megi rekja til galla á erfðavísi tengdum litningi 21

(Zigman, 2013).

Framtíð genarannsókna

Mikið kapp er lagt á rannsóknir á sviði genarannsókna til að auka skilning okkar á

taugahrörnunarsjúkdómum á borð við heilabilun. Helst má þar nefna nýjustu rannsóknir sem

hafa leitt í ljós tengingar við 11 ný næmni genasæti (e. susceptibility loci) sem talin eru

tengjast elliglöpum af Alzheimersgerð. Þetta kom í ljós með safngreiningu á 74.046

einstaklingum (Lambert, Ibrahim-Verbaas, Harold, Naj og Sims, 2013).

Fjölmargar áhugaverðar rannsóknir fara fram á sviði lyfjaþróunar og má þar meðal

annars nefna rannsóknir Breta sem beinast sérstaklega að prófun lyfja sem nú þegar eru í sölu

og markaðssett fyrir aðra sjúkdóma. Byrjað verður að safna þátttakendum í rannsókn í lok

ársins 2014 en rannsaka á áhrif háþrýstingslyfsins Amlodipine á heilabilun. Þessi rannsókn á

að standa yfir í fjögur ár (Alzheimer‘s Society, 2014).

Íslendingar hafa einnig lagt ýmislegt af mörkum við rannsóknir á þessu sviði og voru

nýlega birtar niðurstöður sem Íslensk erfðagreining átti stóran þátt í. Um er að ræða rannsókn

þar sem genasamsætur 1.795 Íslendinga voru bornar saman við sjúkrasögu þeirra til að finna

Page 20: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 14

erfðaþátt sem virðist vera verndandi gegn heilabilun af gerðinni Alzheimer. Erfðaþátturinn

kallast coding mutation A6713T. Rannsakendur báru síðan saman gögn 400.000 annarra

Skandinavíubúa. Í ljós kom að um 0,5% Íslendinga bera erfðaþáttinn samanborið við 0,2% -

0,5% Finna, Svía og Norðmanna. Nóg er að erfa eitt eintak af genasamsætunni til að

erfðaþátturinn sé verndandi fyrir heilabilun og eru þessir einstaklingar sjö sinnum líklegri til

að ná 80 ára aldri án þess að upplifa hugræna skerðingu á borð við minnistap (Callaway,

2012; Jonsson, Atwal, Steinberg, Snaedal og Jonsson, 2012).

Lyfjameðferðir við heilabilun

Þar sem mörg meðferðarúrræði hafa verið reynd er mjög mikið til af misvísandi

upplýsingum um ágæti meðferða við heilabilun. Til eru ýmsar stofnanir sem lagt hafa

línurnar fyrir það hvaða meðferðir eru samþykktar við þessum sjúkdómum eftir því hvað

rannsóknir hafa sýnt fram á hverju sinni. Ályktanir þessara stofnana eru yfirfarnar og

uppfærðar með reglubundnum hætti. Ein þessara stofnana er The National Institute for Health

and Clinical Exellence (NICE) sem leggur línurnar fyrir viðmið um heilsuvernd í Bretlandi.

Hlutverk þessarar stofnunar er meðal annars að setja upp klínísk viðmið fyrir meðferðir

sjúkdóma (e. clinical guidelines), annast viðmið fyrir lýðheilsu og heilsueflingu og að sinna

smit- og sóttvörnum (NICE, 2014).

Lyfjaþróunarferlið

Til að fá nýtt lyf samþykkt á markað fyrir neytendur, þarf það að ganga í gegnum

margra ára og jafnvel áratuga ferli og mikill hluti lyfja kemst ekki í gegn. Þau lyf sem líta

dagsins ljós fyrir neytendur hafa það því sameiginlegt að hafa farið í gegnum þetta langa og

stranga ferli öryggisprófana sem má almennt skipta upp í eftirfarandi fjóra þætti:

Fyrsti þátturinn er samansettur úr úrtaki fárra einstaklinga þar sem skoðað er öryggi

lyfsins, hentug skammtastærð er fundin út og skráðar eru aukaverkanir lyfsins. Annar þáttur

lyfjaþróunarferlisins felst í því að prófa lyfið á stærra úrtaki til að staðfesta virkni þess og

aukaverkanir. Þriðji þátturinn snýr enn að öryggisprófun þar sem fylgst er með virkni lyfsins

og aukaverkunum. Samanburður er gerður á lyfinu og öðrum meðferðarúrræðum sem eru í

boði. Notað er enn stærra úrtak þátttakenda en áður. Fjórði og síðasti þátturinn er gerður eftir

að lyf hefur verið markaðssett til að fá upplýsingar úr mismunandi þýði auk þess að safna

upplýsingum um aukaverkanir sem geta komið fram af langtímanotkun lyfsins (U.S. National

Library og Medicine, 2008). Þau lyf sem samþykkt eru af NICE við meðferð við

heilabilunarsjúkdómum eru asetýlkólínesterasa hamlandi lyf og NMDA viðtaka hamlandi lyf.

Page 21: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 15

Asetýlkólínesterasa hamlandi lyf

Asetýlkólínesterasa hamlandi lyf eru þau lyf sem algengust eru við meðhöndlun

Alzheimerssjúkdómsins auk þess að vera notuð við heilabilun vegna Lewy Body- og

Parkinsonssjúkdómnum. Lyf af þessari gerð eru aðallega notuð ef tilfellin eru flokkuð sem

mild eða meðal alvarleg og þeim er ætlað að takast á við einkenni sem tengjast minni,

hugsun, máli, dómgreind og öðrum hugarferlum. Lyfin verka hamlandi á ensímið

asetýlkólínesterasa. Asetýlkólínesterasi brýtur niður taugaboðefnið asetýlkólín í heilanum og

er sérstaklega áberandi skortur á þessu taugaboðefni í heila einstaklinga með

Alzheimerssjúkdóminn. Skorturinn kemur vel fram á tilteknum svæðum heilans en helst ber

að nefna dreka og heilabörk. Þessi lyf verka á þann hátt að þau koma í veg fyrir virkni

niðurbrotsensíms sem kallast asetýlkólínesterasi og stuðla því að auknu magni asetýlkólíns

með því að tefja niðurbrot asetýlkólíns í heila. Þetta er talið vega upp á móti þeim skorti sem

verður við rýrnun á heilafrumum í heila Alzheimerssjúklinga. Einnig virðast

asetýlkólínesterasa hamlandi lyf hafa annan ávinning sem mismunandi er eftir tegund

lyfjanna. Vakin skal athygli á að lyfin eru ekki lækning við Alzheimerssjúkdómnum og veita

einungis tímabundna lausn, þar sem þau koma ekki í veg fyrir undirliggjandi skemmdir á

taugafrumum í heila. Lyfin eru því einungis notuð í þeim tilgangi að hægja á versnandi

einkennum sjúkdómsins í þeim tilfellum sem sjúklingar svara meðferð vel. Árangur af

þessum lyfjum er einstaklingsbundinn og talið er að einungis um helmingur sjúklinga sem

reyna þessa tegund lyfjameðferðar hagnist á henni (Yiannopoulou og Papageorgiou, 2013).

Tacrine er af tegundinni asetýlkólínesterasa hemill og er fyrsta lyfið sem notað var við

heilabilun af Alzheimersgerð til meðhöndlunar við mildum til meðal alvarlegum einkennum

sjúkdómsins. Lyfið hefur verið tekið af markaði þar sem lyfið hefur verið tengt við háa tíðni

lifrarskemmda. Algengasta aukaverkun lyfsins veldur hækkun ensímsins alanine

aminiotransferase (ALT). Þegar sjúklingur hefur meðferð með þessu lyfi er tekið blóðsýni til

að mæla ALT gildi og skammtastærð lyfsins ræðst út frá svörun sjúklingsins í ALT gildum.

Aðrar algengar aukaverkanir eru ógleði meltingatruflanir, uppköst, niðurgangur, kviðverkir

og útbrot á húð (Lagadic-Gossmann, Rissel, Le Bot og Guillouzo, 1998; Ma og Gang, 2004).

Dónepezíl er annað asetýlkólínesterasa hamlandi lyf sem selt er á Íslandi undir

nöfnunum Aricept, Donepezil Actavis, Donepezil Bluefish, Donepezil medical og Donesyn.

Lyfið er tekið einu sinni á sólarhring og er notað í vægum til meðal alvarlegum tilfellum

Alzheimerssjúkdómsins (Lyfjastofnun, 2014). Einnig hafa verið gerðar rannsóknir sem styðja

það að lyfið geti hentað í tilfellum Alzheimerssjúkdómsins þar sem einkenni eru flokkuð sem

Page 22: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 16

alvarleg heilabilun (Winblad, Kilander, Eriksson, Minthon og Batsman, 2006). Dónepezil er

einnig talið gagnast í meðferð annarra tegunda heilabilana á borð við Lewy Body heilabilun

(Rojas-Fernandes, 2001; Mori, Ikeda og Kosaka, 2012). Lyfið getur einnig gagnast við

æðaheilabilun (Malouf og Birks, 2004; Pavlovic, Pavlovic, Aleksic og Sternic, 2013;

Rockwood, Mitnitski, Black, Richard og Defoy, 2013).

Galantamín er selt undir nöfnunum Reminyl og Galantamine Portfarma á Íslandi.

Lyfið er tekið einu sinni á sólarhring (Lyfjastofnun, 2014). Auk þess að hindra niðurbrot

asetýlkólíns virðist lyfið einnig örva losun asetýlkólíns og hafa styrkjandi áhrif á svörun

ákveðinna taugamóttakara í heila (Alzheimer‘s Association, 2012). Lyfið er talið vera hvati á

nikótíníska asetýlkólín viðtaka sem gerir það að verkum að framleiðsla asetýlkólíns eykst í

heila við inntöku þess (Woodruff-Pak, Vogel og Wenk, 2001). Lyfið gagnast einnig við

æðaheilabilun og heilabilun vegna Lewy Body (Birks og Craig, 2006).

Rivastigmín er skráð undir nafninu Exelon og Nimvastid á Íslandi og er selt í

töfluformi eða sem forðaplástur (Exelon) sem verkar í 24 klst. Töflurnar verka í níu tíma í

senn og eru því teknar tvisvar á sólarhring (Lyfjastofnun, 2014). Lyfið hamlar virkni

asetýlkólínesterasa auk annars niðurbrotsensíms sem kallast bútýrýlkólínesterasa (e.

butyrylcholinesterase) sem tekur þátt í að brjóta niður asetýlkólín. Lyfið er einnig notað við

meðhöndlun heilabilunar hjá sjúklingum með sjálfvakta Parkinsonsveiki (Alzheimer‘s

Association, 2012; Nordberg, Ballard, Bullock, Darreh-Shori og Somogyi, 2013).

Flest þessara lyfja sem notuð eru við heilabilun hafa þær aukaverkanir að ólag kemst á

meltingarveg sem kemur fram í ógleði, uppköstum og niðurgangi. Líklegt er þó að einkennin

hverfi eða minnki eftir nokkurra vikna notkun (Lyfjastofnun, 2014). Lyfin gagnast ekki öllum

sem þjást af heilabilun og virkni þeirra er einungis tímabundin fyrir þá einstaklinga sem svara

meðferðinni vel. Lyfin bæta minni í fæstum tilfellum en þau virðast hægja á hinni hröðu

hrörnun tímabundið. Notkun þessara lyfja getur seinkað framvindu sjúkdómsins um nokkra

mánuði og allt upp í ár hjá þeim einstaklingum sem svara meðferð vel. Heppilegast er að nota

þessi lyf í þeim tilfellum sem einstaklingar eru ekki komnir langt inn í sjúkdóminn og eru því

greindir með væga til miðlungs heilabilun. Þeir sem komnir eru lengra inn í sjúkdóminn

hagnast minna af inntöku þessara lyfja (Smith, 2000).

N-methyl-D-aspartate (NMDA) viðtaka hemill:

Memantine virðist vera heppilegt bæði fyrir fólk með heilabilun af völdum Lewy

Body og fyrir einstaklinga sem eru greindir á miðstigi Alzheimerssjúkdómsins auk þess að

Page 23: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 17

vera talið einnig henta þeim sem komnir eru lengra inn í sjúkdóminn. Lyfið er talið skerpa

einbeitingu en hefur ekki áhrif á minnisgetu. Memantin gengur á Íslandi undir nöfnunum

Ebixa, Memantine LEK, Memantine Merz, Memantine Mylan, Memantine Ratiophatm,

Nemdatine og Zalatine og er selt í töfluformi eða sem dropar til inntöku (Ebixa). Lyfið er

tekið einu sinni á sólarhring (Lyfjastofnun, 2014). Lyfið er NMDA viðtaka hemill og virknin

felst í því að bindast NMDA viðtakanum og koma þannig í veg fyrir virkni taugaboðefnisins

glútamat sem er taugaboðefni tengt námi og minni. Mikilvægt er að stilla lyfjagjöfina vel af

þar sem of mikið framboð af glútamati getur haft í för með sér oförvun á taugafrumum sem

getur leitt til frumudauða. Rannsóknir hafa sýnt fram á bætta hugræna getu og aukna getu til

að takast á við dagleg störf (Alzheimer‘s Assocition, 2012; Smith, 2000). Memantine virkar

líka hamlandi á nikótíníska asetýlkólín viðtaka α9/α10 og serótónín 5-HT3 viðtaka sem gætu

hugsanlega hjálpað til í baráttunni við Alzheimerssjúkdóminn (Rammes, Danysz og Parsons,

2008). Algengar aukaverkanir sem fylgja lyfinu memantine eru höfuðverkur, hægðatregða,

þreyta, mæði og svimi (Lyfjastofnun, 2014).

NICE hefur mælst til að þessi lyf séu einungis notuð ef einstaklingur uppfyllir

tilteknar kröfur. Viðkomandi þarf að hafa fengið greiningu hjá lækni sem sérhæfir sig í

öldrunarsjúkdómum, sá hinn sami þarf að vera með greiningu upp á heilabilun af

Alzheimersgerð og skor viðkomandi á MMSE verður að liggja á bilinu 20–10 stig sem gefur

til kynna miðlungs heilabilun af Alzheimersgerð. Viðmið vegna lyfsins voru endurskoðuð

árið 2011 og samþykkt var að lyfið teldist æskilegt í meðferð við þeim tilfellum sjúklinga

með Alzheimerssjúkdóminn sem flokkast sem miðlungs alvarleg en geta ekki notað

asetýlkólínesterasa hamlandi lyf. Einnig að lyfið væri ætlað þeim sem eru með alvarlega

heilabilun af völdum Alzheimerssjúkdómsins (NICE, 2011). Bæði við lyfjagjöf með

asetýlkólínesterasa hamlandi lyfjum og NMDA viðtaka hamlandi lyfjum er vert að endurmeta

reglulega ávinning af lyfjagjöf og mælt er með því að lyfjagjöf sé hætt ef talið er útséð að

lyfið geri ekki gagn lengur vegna framvindu sjúkdómsins eða ef aukaverkanir eru taldar verri

en ávinningurinn er af inntöku lyfsins (Smith, 2000).

Önnur lyf sem gagnast geta einstaklingum með heilabilun

Algengt er að fólk með Alzheimerssjúkdóminn upplifi á einhverjum tíma önnur

einkenni sálfræðilegra kvilla á borð við kvíða, þunglyndi, pirring, sýni árásargirni eða upplifi

ofskynjanir. Þessi einkenni eru oftast einungis tímabundin og leysast oft án inngripa á innan

við fjórum vikum. Læknar reyna að forðast að skrifa upp á slævandi eða róandi lyf við kvíða

og pirringi þar sem ávinningurinn af slíkum lyfjum vegur oftast ekki þyngra en vandamálin

Page 24: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 18

sem geta komið upp í tengslum við inntöku slíkra lyfja hjá Alzheimerssjúklingum. Í öðrum

tilfellum getur verið nauðsynlegt að nota geðrofslyf og þá eru nýrri kynslóðar lyf á borð við

Risperidone og Olanzapine oft talin heppilegri en önnur, þar sem þau hafa róandi áhrif án

þess að vera of slævandi fyrir sjúklinginn og valda síður stífleika og skjálfta sem

aukaverkunum. Þessi lyf ætti þó einungis að nota í stuttan tíma þar sem þau virðast auka

töluvert hættuna á heilablóðfalli hjá sjúklingum með heilabilun. Önnur lyf hafa sýnt fram á

árangur í þessum efnum og má þar nefna flogaveikilyfið Carbamazepin. Tekið skal fram að

ekki er mælt með að taka þessi lyf nema allt annað hafi brugðist. Einnig er mikilvægt að farið

hafi fram læknisskoðun áður en gripið er til lyfjameðferðar þar sem aðrir hugsanlegir

undirliggjandi kvillar eru útilokaðir. Mögulegt er að kvillar sem valda einstaklingi til dæmis

sársauka geti kallað fram önnur einkenni á borð við pirring og ýgi sem hverfa ef rót vandans

er fundin og meðhöndluð fyrst (Cayton o.fl., 2008). Einnig er mælt með að reyna slökunar-

og verkjameðferðir áður en gripið er til lyfjagjafar (NICE 2014).

Þunglyndislyf og flogaveikilyf.

Þegar verið er að takast á við þunglyndi hjá fólki með Alzheimerssjúkdóminn er ekki

ráðlegt að notast við eldri kynslóðar þunglyndislyf, þar sem aukaverkanir þeirra hafa gjarnan

slæm áhrif á minni og þau eru því afar óheppileg fyrir fólk með heilabilun. Samtalsmeðferðir

eru taldar heppilegur kostur ef einstaklingurinn er ekki kominn langt inn í sjúkdóminn en

þegar lengra gengur á sjúkdóminn eru samtalsmeðferðir á borð við hugrænar

atferlismeðferðir og sálmeðferðir ekki gagnlegar, þar sem einstaklingar hafa ekki nægt úthald

til að gera sér grein fyrir hvað verið er að ræða í meðferðinni og tapa oft þræðinum í miðju

samtali. Heppilegri lyf við þunglyndi væru SSRI lyf (serotonin specific reuptake inhibitors)

sem hafa ekki sömu aukaverkanir og eldri lyfin og eru því talin henta betur við meðhöndlun

þunglyndis hjá einstaklingum með Alzheimerssjúkdóminn. Þunglyndislyf geta hjálpað ef

sjúklingur sýnir áhugaleysi og framtaksleysi sem er algengt hjá Alzheimerssjúklingum á

ákveðnu stigi sjúkdómsins. Lyfin geta einnig minnkað ýgihegðun (Smith, 2000).

Flogaveikilyf hafa verið notuð til að takast á við ýgi og pirring hjá fólki með

heilabilun. Talið er að frekari rannsókna sé þörf til að sýna fram á gagnsemi þessara lyfja sem

meðferðarúrræðis við sálfræðilegum kvillum hjá fólki með heilabilun (Alzheimers

Association, 2012).

Geðrofslyf.

Ofskynjanir eru algengar hjá fólki með Alzheimerssjúkdóminn en eru oftast

tímabundið ástand sem lagast þegar lengra gengur á sjúkdóminn. Ofskynjanir geta lýst sér í

Page 25: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 19

því að sjá, heyra, finna lykt af eða skynja hluti sem ekki eru til staðar. Dagamunur getur

einnig verið á upplifun ofskynjana. Oftast er reynt að takast á við ofskynjanir hjá sjúklingum

án aukinnar lyfjagjafar en ef þörf er á lyfjum er algengt að skrifa upp á smáa skammta af

róandi lyfjum til skemmri tíma. Ef ofskynjanirnar eru komnar til vegna heilabilunar vegna

Lewy body eða tengt Parkinsonssjúkdómnum er ekki mælt með notkun geðrofslyfja vegna

aukaverkananna (Smith, 2000).

Geðrofslyf geta einnig haft róandi áhrif ef einstaklingur með Alzheimerssjúkdóminn

sýnir mikla ýgi. Lyfin geta gagnast í tilfellum einstaklinga með Alzheimerssjúkdóminn,

æðaheilabilun og blandaða heilabilun. Varlega skal farið í að skrifa upp á geðrofslyf fyrir

einstaklinga með heilabilun af völdum Lewy Body, þar sem alvarlegar aukaverkanir geta

komið fram hjá einstaklingum með þessa tegund heilabilunar. Ekki er mælt með að

einstaklingar með heilabilun taki geðrofslyf lengur en í 12 vikur vegna aukaverkana sem eru

meðal annars aukin hætta á sýkingum, jafnvægisvandamál, myndun blóðtappa, aukin hætta á

heilablóðfalli og aukning einkenna heilabilunar (Alzheimers Association, 2014). Hugsanlega

getur verið ávinningur af notkun heilabilunarlyfsins Rivastigmine við einkennum á borð við

ofskynjanir hjá fólki með heilabilun (Butler o.fl., 2012).

Svefnlyf.

Algengt er að einstaklingar með heilabilun upplifi erfiðleika tengda svefni. Bæði er

þekkt að erfiðleikar geti tengst því að ná að sofna á kvöldin en einnig getur reynst erfitt að ná

fullum nætursvefni og fólk vaknar jafnvel oft yfir nóttina og á í vandræðum með að sofna

aftur. Lyf sem notuð eru við heilabilun geta einnig valdið martröðum eða syfju yfir daginn

sem gerir það að verkum að einstaklingurinn er ekki nægilega þreyttur þegar kemur að

nætursvefni (Alzheimer‘s Association, 2014).

Notkun annarra lyfja skal vera höfð í lágmarki. Róandi eða slævandi lyf á borð við

svefnlyf geta aukið á rugling fyrir sjúklinginn auk þess að skerða jafnvægisskyn sem eykur

líkurnar á því að viðkomandi detti og slasi sig. Reyna á að komast hjá því að skrifa upp á slík

lyf fyrir heilabilunarsjúklinga. Ef um svefnörðugleika er að ræða er best að reyna aðrar

aðferðir fyrst. Mælt er með því að reyna að minnka neyslu koffíns seinni hluta dags, hafa

kvöldmáltíðina í léttara lagi og koma upp róandi rútínu fyrir svefninn á borð við slakandi bað

og gæta þess að hitastig í svefnherberginu sé þægilegt. Í sumum tilfellum er þó nauðsynlegt

að nota svefnlyf og er þá heppilegra að reyna að nota svefnlyf sem eru ekki slævandi

(Alzheimer‘s Association, 2014; Smith, 2000).

Page 26: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 20

Önnur meðferðarúrræði

Til eru aðrar tegundir meðferða sem vert er að skoða áður en gripið er til

lyfjameðferðar sem geta hjálpað einstaklingum með heilabilun. Endurminningameðferð (e.

reminiscence therapy), raunáttum (e. reality orientation) og óhefðbundnar lækningar (e.

complementary medicine) eru oft kostir sem fólk skoðar áður en gripið er til lyfjagjafar.

Endurminningameðferð hefur reynst vinsælt meðferðarform sem felur í sér örvun

minninga úr fortíð einstaklings. Ýmis hjálpartæki eru notuð í slíkri minningavinnu og má þá

helst nefna gamlar upptökur og myndskeið, ljósmyndir og hluti sem tengjast liðnum tíma.

Ekki er talið að þessi meðferð skili miklum árangri í baráttunni við sjúkdóminn en aftur á

móti virðast einstaklingar njóta þess að taka þátt í þessum tímum sem oftast fara fram í litlum

hópum. Einstaklingar sem þjáðst hafa af Alzheimerssjúkdómnum eiga oft auðveldara með að

muna atburði sem gerst hafa í fortíðinni en þá sem nær eru rauntíma og þess vegna getur þetta

reynst þeim skemmtileg upplifun (Cotelli, manenti og Zanetti, 2012; Woods, Spector, Jones,

Orrell og Pavies, 2005).

Raunáttun er önnur tegund meðferðarforms sem felur til dæmis í sér að starfsmaður

stofnunar sem vistar einstaklinga með heilabilun gefur sér tíma í að útskýra fyrir einstaklingi

með heilabilun hvar hann er staddur og hvaða tími dags er í hvert skipti sem þeir hittast.

Einnig leiðréttir starfsmaðurinn einstaklinginn ef viðkomandi hefur rangt fyrir sér. Þetta getur

komið illa við marga sjúklinga og eru skiptar skoðanir á því hvort þetta meðferðarform skili

árangri fyrir einstaklinga með heilabilun (Baines, Saxby og Ehlert, 1987; Smith, 2000).

Óhefðbundnar lækningar eru til af ýmsum toga en til óhefðbundinna lækninga má

telja nálastungur, hómópatíu, hnykkingar, nudd, ilmkjarnaolíumeðferðir og reikimeðferðir.

Ekki hefur verið sýnt fram á gagnsemi óhefðbundinna lækninga með vísindalegum hætti. Það

er þó ekkert sem mælir gegn því að fólk leiti sér aukalega aðstoðar í gegnum óhefðbundnar

lækningar. Slíkt þarf þó að gera í samráði við lækna, þar sem sumar aðferðir sem teljast til

óhefðbundinna lækninga geta haft truflandi áhrif á aðrar tegundir meðferða. Mikilvægt er að

ganga úr skugga um að óhefðbundnar lækningameðferðir vinni ekki gegn áhrifum lyfja sem

sjúklingurinn tekur (Smith, 2000).

Samkvillasjúkdómar

Algengir sjúkdómar sem almennt eru viðurkenndir sem samkvilla (e. comorbid) við

Alzheimerssjúkdóminn á einhverjum tíma í veikindum einstaklinga eru, eins og áður hefur

Page 27: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 21

komið fram, þunglyndi, kvíði, svefnraskanir og pirringur og ýgi. Ýmsar hugmyndir hafa verið

uppi um að hugsanlega komi aðrir sjúkdómar samhliða heilabilun og geti jafnvel aukið

líkurnar á því að heilabilun komi fram ef þeir eru ekki meðhöndlaðir á réttan hátt. Þeir

sjúkdómar sem hafa verið sérstaklega rannsakaðir með tengsl við heilabilun eru hjarta- og

æðasjúkdómar, háþrýstingur, sykursýki, offita og of hátt kólesteról (Barnes og Yaffe, 2011).

Talið er að því lengra sem einstaklingur er kominn inn í heilabilunarsjúkdóminn, því

algengara sé að slíkir sjúkdómar komi í ljós (Doraiswamy, Leon, Cummings, Marin og

Neumann, 2002).

Einstaklingar með heilabilun af Alzheimersgerð virðast hafa annað sjúkdómsmynstur

þegar skoðaðar eru ástæður fyrir innlögn á spítala. Þrátt fyrir að þessi sjúklingahópur virðist

sækja sér læknisaðstoðar af öðrum ástæðum en aðrir sjúklingar þá eru dánarorsakir þessara

sjúklinga samt þær sömu og annarra sem ekki hafa þessa tegund heilabilunar (Heun Schoepf,

Potluri og Natalwala, 2013).

Hjarta- og æðasjúkdómar

Eins og má gera sér í hugarlund eru hjarta- og æðasjúkdómar stór áhættuþáttur í

æðaheilabilun en ýmsar rannsóknir hafa einnig beinst að því að kanna hvort samband sé á

milli annarra heilabilunarsjúkdóma og þá helst af Alzheimersgerð. Hugmyndirnar snúa að því

að háþrýstingur, æðakölkun, sykursýki, hækkuð blóðfita (e. dyslipidaemia) auk offitu geta

haft áhrif á æðabyggingu og virkni sem getur haft áhrif á og jafnvel ýtt undir

heilabilunarsjúkdóma. Rannsóknir virðast styðja þessa kenningu og hafa verið prófuð inngrip

til að bæta blóðflæði sem virðast minnka áhættuna á að fólk þrói með sér

heilabilunarsjúkdóma (Kalaria, Akinyemi og Ihara, 2012).

Til að skoða tengsl á milli Alzheimerssjúkdómsins við hjarta- og æðasjúkdóma var til

að mynda gerð rannsókn þar sem heilar einstaklinga sem látist höfðu úr kransæðasjúkdómum

voru skoðaðir. Við krufningu kom í ljós að tengsl voru á milli alvarleika kransæðasjúkdóma

og gerðar og magns heilaskemmda af völdum Alzheimerssjúkdómsins (Beeri, Rapp,

Silverman, Schmeidler og Grossman, 2006). Eldri einstaklingar með hjarta- og æðasjúkdóma

(aðra en heilablóðfall) virtust vera líklegri til að þróa með sér heilabilunarsjúkdóma og

Alzheimerssjúkdóminn en þeir sem ekki þjáðust af hjarta- og æðasjúkdómum. Mældist

æðakölkun sérstaklega stór áhættuþáttur (Newman, Fitzpatrick, Lopez, Jackson og Lyketsos,

2005; Stampfer, 2006).

Page 28: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 22

Háþrýstingur

Rannsóknir benda til þess að með því að meðhöndla háþrýsting með

blóðþrýstingslækkandi lyfjum sé mögulegt að minnka líkurnar á því að einstaklingar þrói

með sér heilabilun af Alzheimersgerð auk annarra tegunda hugrænnar skerðingar.

Háþrýstingur er ekki talinn valda Alzheimerssjúkdómnum beint en er samt talinn vera

áhættuþáttur. Háþrýstingur er talinn vera einn af þeim þáttum sem á hlut í þeim skemmdum

sem geta komið fram í heilavef og getur þannig stuðlað að vanvirkni í heila-blóðþröskuldi

sem verður gjarnan í heila Alzheimerssjúklinga (Dickstein, Walsh, Brautigam, Stockton og

Gandy, 2010; Kivipelto, Laakso, Tuomilehto, Nissinen og Soininen, 2002).

Athygli hefur sérstaklega beinst að rannsóknum á háþrýstingslyfjum og tengslum við

lægri tíðni Alzheimerssjúkdómsins og æðaheilabilunar. Sérstaklega hefur verið einblínt á

sérstaka tegund lyfja sem hefur áhrif á renin angiotensin kerfi líkamans. ACE hemill (e.

angiotensin-converting-enzyme inhibitor) er lyf sem notað er við háþrýstingi með því að

víkka æðarnar og lækka þar með blóðþrýsting. Ákveðin rannsókn leiddi í ljós að einstaklingar

eldri en 60 ára sem höfðu tekið lyf af þessari tegund voru í 50% minni hættu á að þróa með

sér heilabilun af Alzheimersgerð og 25% minni hættu á að þróa með sér æðaheilabilun

samanborið við aðra sjúklinga sem voru á annarri tegund háþrýstingslyfja (Davies, Kehoe,

Ben-Shlomo og Martin, 2011). Aðrar rannsóknir hafa þó komið með andstæðar niðurstöður

og enn er því ekki hægt að slá því föstu að háþrýstingslyf séu heppileg sem meðferð til að

fyrirbyggja heilabilunarsjúkdóma af þessari tegund (Schneider, Buerger, Teipel, Uspenskaya

og Hartmann, 2011).

Enn er mikill áhugi á að rannsaka hvort hægt sé að takast á við

Alzheimerssjúkdóminn með háþrýstingslyfjum. Ný rannsókn á vegum Queens University í

Belfast er ætlað að rannsaka áhrif háþrýstingslyfsins Amlodipine á heilabilun af

Alzheimersgerð. Til stendur að byrja að safna þátttakendum fyrir rannsóknina í lok ársins

2014 og mun rannsóknin standa í fjögur ár (Alzheimer's Society, 2014).

Offita og kólesteról

Kenningar eru uppi um að tengsl séu á milli áhrifa offitu og heilabilunar af

Alzheimersgerð. Hugsanlegt er að rekja megi þetta til galla í æðakerfi, skerðingar í

efnaskiptum insúlíns eða jafnvel galla í flutningskerfi glúkósa innan heilans. Tengslin eru enn

ekki fyllilega ljós en mælt er með frekari rannsóknum til að kanna hvort raunveruleg tengsl

séu þarna á milli (Naderali, Ratcliffe og Dale, 2009). Líklegt þykir að offita og sykursýki auki

líkurnar marktækt á að einstaklingar þrói með sér Alzheimerssjúkdóminn en áhættan er samt

Page 29: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 23

talin minni en ef einstaklingurinn ber genasamsæturnar APOE ɛ4 (Profenno, Þorsteinsson og

Faraone, 2010). Þessu enn frekar til stuðnings hefur tíðni greininga Alzheimerssjúkdómsins

farið hækkandi í Japan og er hugsanlega hægt að tengja það við breytingar í átt að vestrænna

mataræði og hærri tíðni offitu, aukinni tíðni reykinga og neyslu áfengis (Grant, 2014).

Þegar litið er til þáttar kólesteróls má nefna að áhugaverðar hugmyndir hafa verið

uppi um að hugsanleg tenging sé á milli kransæðasjúkdóma, háþrýstings, kólesteróls og

Alzheimerssjúkdómsins. Til að mynda finnst hærra mælanlegt kólesteról í heilaberki hjá

einstaklingum með Alzheimerssjúkdóminn og kransæðasjúkdóma samanborið við heilbrigða

einstaklinga (Sparks, 1997). Aftur á móti hafa nýlegri rannsóknir tengdar kólesteróli og

kólesteróllyfjum í forvarnarskyni fyrir heilabilunarsjúkdóma ekki skilað niðurstöðum sem

styðja þetta. Frekari rannsókna er því enn þörf á þessu sviði (Reed, Villeneuve, Mack,

DeCarli og Chui, 2014).

Sykursýki

Eins og minnst hefur verið á er búið að skoða hvort offita sé einn af áhættuþáttunum

fyrir heilabilun af Alzheimersgerð. Áunnin sykursýki er þáttur sem er nátengdur offitu og

gæti verið jafn líklegur áhættuþáttur og offita. Áhættan er þó minni en ef viðkomandi er með

APOE ɛ4 genasamsætuna. Hugsanlegt er að sameiginlegir áhættuþættir liggi á bakvið

Alzheimerssjúkdóminn og það sem veldur offitu og sykursýki (Profenno o.fl., 2010). Annað

sem styrkir þessa ályktun er að tíðni heilabilana hefur aukist í löndum sem hafa tekið upp

vestrænar matarvenjur í auknum mæli sem talið er að ýti undir offitufaraldurinn. Þetta hefur

einnig í för með sér hækkandi tíðni áunninnar sykursýki og aukna tíðni heilabilunar af

Alzheimersgerð (Grant, 2014; Trivedi, 2012).

Þrátt fyrir að sambandið á milli áunninnar sykursýki og heilabilunar sé ekki þekkt að

fullu leyti virðast margar rannsóknir benda til þess að sterk tengsl séu á milli þessara

sjúkdóma og margar rannsóknir munu vera gerðar á næstu árum til að kanna þetta samband

enn frekar. Það sem vitað er um þessi tengsl er að sykursýki er talin auka áhættuna á

æðaheilabilun en hugsanleg tengsl eru einnig við heilabilun af Alzheimersgerð (Akter, Lanza,

Martin, Myronyuk og Rua, 2011; Candeias, Duarte, Carvalho, Correia og Cardoso, 2012;

Yang og Song, 2013). Tengingin er komin til vegna insúlínviðnáms einstaklinga með áunna

sykursýki og sjúkdómurinn er því talinn stuðla að taugahrörnunarsjúkdómum. Rannsóknir

hafa bæði bent til aukinnar áhættu á að þróa með sér heilabilun af Alzheimersgerð ef um

áunna sykursýki er að ræða og öfugt (Candeias o.fl., 2012). Insúlín í blóði eykur framleiðslu

Page 30: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 24

beta amyloid svo að með því að takmarka insúlínmagn í blóði er hægt að minnka magn beta

amyloid sem hefur jafnframt í för með sér minna magn af myndun próteinútfellinga af

völdum beta amyloid. Insúlín og beta amyloid eiga það sameiginlegt að efnin eru brotin niður

af sama ensíminu (Farris, Mansourian, Chang, Lindsley og Eckman, 2004).

Rannsóknir voru gerðar á heilavef einstaklinga með heilabilun af Alzheimersgerð og

bornar saman við heilavef einstaklinga sem ekki höfðu haft heilabilun. Við að dýfa heilavef í

insúlínlausn kom í ljós að heilavefur einstaklinganna sem ekki höfðu þjáðst af heilabilun

virtist lifna við og sýna virkni í taugafrumum á meðan heilavefur einstaklinganna sem höfðu

verið með Alzheimerssjúkdóminn sýndu lítil viðbrögð við sömu meðferð (Talbot, Wang,

Kazi, Han og Bakshi, 2012). Út frá þessum rannsóknum hefur vaknað áhugi á því að kanna

hvort sykursýkislyf gætu hugsanlega verið heppileg í sumum tilfellum meðferðar við

heilabilun af Alzheimersgerð (Gupta, Bisht og Dey, 2011).

Til að mynda hefur sykursýkislyfið Pioglitazone virst hafa verndandi áhrif á vissa

þætti tengda minni og er því hugsanlegur ávinningur af notkun þess við meðferð á heilabilun

af Alzheimersgerð, en frekari rannsókna er þörf til að staðfesta gagnsemi lyfsins (Gupta, og

Gupta, 2012; Miller, Willett og Desilets, 2011). Annað lyf sem hefur verið prófað er

Rosiglitazone. Kannað var hvort lyfið væri heppilegt sem meðferð við að viðhalda hugrænni

getu hjá einstaklingum sem ekki hafa APOE ɛ4 genasamsætuna en í ljós kom við þriðja hluta

lyfjarannsóknanna að lyfið gagnaðist ekki í þessum tilgangi (Gold, Alderton, Zvartau-Hind,

Egginton og Saunders, 2010, Miller o.fl., 2011). Rannsóknum á gagnsemi sykursýkislyfja við

heilabilun af Alzheimersgerð er langt frá því lokið. Til dæmis stendur til að kanna hvort hægt

sé að nota sykursýkislyfið Metformin sem meðferðarúrræði við heilabilun og vægri vitrænni

skerðingu (Alzheimer‘s Association, 2013).

Önnur lyf sem ekki hafa verið samþykkt sem meðferðarúrræði við

heilabilunarsjúkdómum

Lyf samþykkt fyrir aðra sjúkdóma

Mörg lyf sem þegar hafa hlotið samþykki lyfjastofnana hafa einnig verið prófuð sem

meðferðarúrræði fyrir heilabilunarsjúkdóma og sum þeirra hafa þótt líkleg til árangurs. Enn

eru mörg þeirra í prófun og áhersla lögð á rannsóknir í þessum hluta lyfjaþróunar, þar sem

hugmyndin um styttri tíma í lyfjaþróun er heillandi. Ekki þarf að eyða eins miklum tíma í

öryggisprófanir þeirra lyfja sem eru nú þegar á markaði og til mikils að vinna ef virkni þeirra

Page 31: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 25

reynist gagnleg til að koma í veg fyrir eða hægja á þróun heilabilunarsjúkdóma (Alzheimer

Europe, 2009).

Bólgueyðandi lyf hafa verið mikið rannsökuð í þessum tilgangi þar sem aukaverkanir

eru vel þekktar af þessum lyfjum og hugmyndir hafa verið uppi um að bólgur í taugafrumum

séu hluti af vandanum þegar kemur að Alzheimerssjúkdómnum. Langvarandi notkun

bólgueyðandi lyfja virðist hafa verndandi áhrif gegn birtingu heilabilunar og voru því gerðar

margar rannsóknir í kjölfarið sem beindust að því að kanna hvort hægt væri að koma í veg

fyrir heilabilun með bólgueyðandi lyfjum (Szekely, Thorne, Zandi, Ek og Messias, 2004;

Vagnucci og Li, 2003). Stórar rannsóknir hafa verið gerðar á inntöku þekktra bólgueyðandi

lyfja á borð við aspirin, ibuprofen, naproxen og gigtarlyfsins indomethacin og í ljós kom að

færri þróuðu með sér heilabilun sem tóku sum þessara lyfja (Szekely, Town og Zandi, 2007;

Tuppo og Arias, 2004). Þrátt fyrir að miklar vonir hafi verið bundnar við að notkun

bólgueyðandi lyfja myndi gera gagn í baráttunni við heilabilunarsjúkdóma, á borð við

Alzheimerssjúkdóminn, hafa rannsakendur þó ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að notkun

bólgueyðandi lyfja hafi ekki verndandi áhrif gegn birtingu heilabilunarsjúkdóma og er því

hægt að draga þá ályktun að bólgueyðandi lyf séu ekki heppilegt meðferðarúrræði fyrir

einstaklinga til að fyrirbyggja slíka sjúkdóma (Frankish, 2003; Jaturapatporn, Isaac,

McCleery og Tabet, 2012; McGeer og McGeer, 2007).

Hormónameðferðir (e. hormone replacement therapy, HRT) hafa einnig verið

skoðaðar sem hugsanlegur verndandi þáttur fyrir heilabilun af Alzheimersgerð og meðal

annars var gerð rannsókn á því hvaða áhrif estrogen við tíðahvörf hefðu í sambandi við

áhættu og aldur við birtingu Alzheimerssjúkdómsins. Estrogen stuðlar að vexti kólínergra

tauga og örvar niðurbrot amyloid. Báðir þessir þættir geta hugsanlega frestað eða komið í veg

fyrir birtingu Alzheimerssjúkdómsins. HRT virðist einnig vinna apoliprótein E í hag og

þannig auka afköst heilans í nýtingu á glúkósa og bæta um leið blóðflæði í heila. Einkennin

komu marktækt seinna í ljós hjá þeim sem fékk HRT meðferðina í lágmark eitt ár (Tang

ofl.1996). Í kjölfar þessara rannsókna vaknaði áhugi á að sjá hvort hormónameðferðir gætu

haft áhrif á hugræna hluta heilabilunarsjúkdóma og gerði Schneider rannsókn á því hvort

notkun estrógenmeðferða (e. estrogen replacement therapy, ERT) hefðu áhrif á hugræna og

klíníska svörun við asetýlkólínesterasa hamlandi lyfið Tacrine hjá konum með

Alzheimerssjúkdóminn. Þær konur sem fengu ERT svöruðu betur meðferð með Tacrine, þ.e.

komu betur út í mælingum gerðum með ADASc Alzheimers disease assessment scale-

cognitive scale en tekið var fram að frekari rannsókna væri þörf (Schneider, 1996).

Page 32: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 26

Rannsakað var hvort HRT hefði áhrif á hugræna getu kvenna eldri en 75 ára eftir níu mánaða

HRT meðferð. Í ljós kom að meðferð HRT hafði engin áhrif á hugræna getu (Binder, 2001).

Þar sem niðurstöður á forvarnargildi HRT fyrir Alzheimerssjúkdóminn virðast vera

misvísandi var enn önnur stór rannsókn gerð á árunum 1996–2006. Niðurstöðurnar voru þær

að hugsanlega væru tengsl á milli tímalengdar lyfjagjafar fyrir breytingaskeið hjá konum en

ekki þóttu niðurstöðurnar nægilega marktækar svo hægt væri að túlka þær á sannfærandi hátt

(Shao, 2012).

Melatónín er annað hormón sem framleitt er í heiladingli og stuðlar að syfju sem

stillir af líkamsklukku okkar á svefn- og vökutímabil. Framleiðsla melatóníns minnkar með

aldrinum og virðist vera enn minni hjá fólki með heilabilun af Alzheimersgerð. Stungið hefur

verið upp á því að hægt sé að nota melatónín sem fyrirbyggjandi meðferð við

Alzheimerssjúkdómnum, þar sem það er talið vinna gegn myndun amyloid próteinúrfellinga

og vinni sem andoxunarefni (Lin, 2013). Skortur er á rannsóknum sem sýna fram á gagnsemi

melatóníns sem fyrirbyggjandi meðferð við heilabilun en aftur á móti virðist melatónín hjálpa

einstaklingum með Alzheimerssjúkdóminn við að ná betri nætursvefni sem getur verið stórt

vandamál hjá þessum tiltekna sjúklingahópi (Cardinali, 2010).

Önnur hugmynd sem reynd hefur verið, og margan vísindamanninn dreymir

væntanlega um, er að hægt sé að finna einhvers konar bóluefni svo hægt sé að bólusetja

einstaklinga til að koma í veg fyrir að þeir þrói með sér heilabilunarsjúkdóma. Intravenous

immunoglobulin IVIg er ein slíkra hugmynda. Kenningar eru uppi um að IVIg innihaldi

náttúrulegt mótefni sem hamli eituráhrifum af völdum A-beta sem fyrirfinnst í miklum mæli í

heila einstaklinga með Alzheimerssjúkdóminn. Þetta náttúrulega mótefni mælist í minna

mæli hjá einstaklingum með heilabilun af Alzheimersgerð en hjá heilbrigðum einstaklingum.

Vonir hafa verið bundnar við að hægt sé að sporna við framvindu Alzheimerssjúkdómsins hjá

einstaklingum með IVIg bólusetningu (Dodel, 2010). Árið 2013 komu niðurstöður úr þriðja

þáttar lyfjarannsóknum á IVIg lyfinu Gammaglobulin sem ollu miklum vonbrigðum, þar sem

í ljós kom að það stóðst ekki þær væntingar sem gerðar höfðu verið til bóluefnisins og fyrri

rannsóknir höfðu gefið vonir um. Rannsóknum á bóluefninu var hætt snögglega eftir að fyrstu

niðurstöðurnar sýndu fram á að bólusetningin hefði hvorki áhrif á útkomu hugrænna prófa né

virkni einstaklinga til starfa daglegs lífs (Weill Cornell Medical College, 2013). Enn er beðið

eftir niðurstöðum úr þriðja þáttar rannsóknum á IVIg lyfinu Flebogamma en vonir eru

bundnar við að jákvæðar niðurstöður fáist úr þeim (Loeffler, 2013).

Page 33: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 27

Beta amino ónæmismeðferð er önnur tegund meðferðar þar sem frumum og afurðum

ónæmiskerfisins er beitt til að takast á við sjúkdóminn. Þrátt fyrir að

Alzheimerssjúkdómurinn sé flokkaður sem taugahrörnunarsjúkdómur hafa vonir samt verið

bundnar við að hægt sé að nota ónæmismeðferðir í lækningarskyni til varnar þessum

sjúkdómi (Gelinas, 2004; Monsonego, 2003). Rannsóknum var hætt í öðrum þætti

lyfjarannsókna þegar hluti sjúklinganna þróaði með sér heilahimnu- og heilabólgur (e.

meningoencephalitis) sem aukaverkun af lyfinu (Lemere, 2013; Monsonego, 2003).

Mun fleiri lyf hafa verið prófuð og eiga það sameiginlegt að niðurstöður rannsókna

hafa leitt í ljós annað hvort misvísandi niðurstöður eða lyfin hafa einfaldlega ekki virkað. Má

þá helst nefna Acetyl-L-carnitine sem er efni sem líkaminn notar í efnaskiptaferli kolvetna og

fitu og var talið að það gæti haft verndandi áhrif á taugafrumur og hugsanlega gert gagn við

forvarnir gegn Alzheimerssjúkdómnum (Malarguarnera, 2012; Wang, Wang, Tang, Shan og

Wang, 2014). Niðurstöður rannsókna hafa ekki verið samhljóða um hvort lyfið hafi næga

virkni til að skila marktækum niðurstöðum og því er ekki mælt með því að nota Acetyl-L

carnitine sem meðferð við heilabilunarsjúkdómum (Hudson og Tabet, 2003).

Annað lyf kallast Propentofylline og er mótandi efni fyrir glíal frumur. Glíal frumur

eru frumur sem liggja á milli heilafrumna og gegna því hlutverki að gera við taugaskemmdir.

Ein kenningin er um það að í Alzheimerssjúklingum séu þessar frumur óeðlilega virkar og

losi sindurefni sem geti skaðað heilafrumurnar. Í frumrannsóknum hefur Propentofylline

komið jafnvægi á þessar glíal frumur og bundnar voru vonir við að lyfið gagnaðist fólki með

heilabilun af Alzheimersgerð og æðaheilabilun. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á gagnsemi

Propentofylline fyrir þennan sjúklingahóp (Frampton, Harvey og Kirchner, 2003; Noble og

Wagstaff, 1997). Propentofylline er aftur á móti notað í dag af dýralæknum sem lyf fyrir

gamla hunda til að takast á við þreytu og slen (Landsberg, 2005).

Kalsíum gangna hemillinn Nimodipine var rannsakaður út frá kalsíumkenningunni

sem meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum en er eingöngu notaður í dag í

heilablæðingartilfellum, þar sem í ljós kom að lyfið gerði ekki gagn í heilabilunartilfellum

(Kehoe og Wilcock, 2007; Morich, Bieber, Lewis, Keiser og Cutler, 1996). Þrátt fyrir

fjölmargar rannsóknir sem hafa gefið svipaðar niðurstöður um lítið sem ekkert gagn tiltekinna

lyfja, virðast sum nöfn skjóta upp kollinum síendurtekið og margir virðast vera óþreytandi í

að halda uppi vörnum fyrir og endurtúlka eldri niðurstöður svo það jaðrar jafnvel við

óskhyggju. Eitt af þessum lyfjum er Hydergine (Co-dergocrine mesylate) sem hefur verið

Page 34: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 28

mikið notað síðan snemma á níunda áratugnum við heilabilunarsjúkdómum en ekki hefur

verið hægt að sýna fram á neina virkni lyfsins, svo það er ekki viðurkennd meðferð við

heilabilunarsjúkdómum (Olin, Schneider, Novit og Luczak, 2001).

Kínverskar lækningajurtir

Ginkgo biloba en annað gott dæmi um lyf sem virðist skjóta upp kollinum í nánast

allri umræðu um meðferð við heilabilun af Alzheimersgerð. Ginkgo biloba er gömul kínversk

lækningarjurt sem talin er vera rík af andoxunarefnum og er talin hafa bólgueyðandi áhrif. Úr

jurtinni er unnið seyði eða extrakt sem notað er til lækninga við ýmsum kvillum (Mamtani og

Cimino, 2002). Ginkgo biloba er sú lækningajurt sem mest hefur verið rannsökuð í tengslum

við Alzheimerssjúkdóminn og hugræna kvilla almennt. Þrátt fyrir mikinn fjölda rannsókna er

enn mikil óvissa um hvort notkun umræddrar lækningajurtar skili nokkrum árangri.

Rannsóknir á sjúklingum sem voru þegar að taka inn kólínesterasa hamlandi lyf og tóku

Ginkgo biloba aukalega sýndu fram á að hugsanlega væri einhver ávinningur fyrir

Alzheimerssjúklinga varðandi hugræna getu (Canevelli, Adali, Kelaiditi, Cantet og Ousset,

2014; Gertz og Kiefer, 2004). Þegar skoðaðar eru rannsóknir á þessari lækningajurt er

niðurstaða flestra þeirra sú að notkun Ginkgo biloba sé ekki áhrifaríkari en lyfleysa í

meðhöndlun á Alzheimerssjúkdómnum og áhrif Ginkgo biloba séu því engin á hugræna getu

einstaklinga með milda hugræna skerðingu eða heilabilun af Alzheimersgerð (Brown, 2012;

DeKosky, Williamson, Fitzpatrick, Kronmal og Ives, 2008; Mancuso, Siciliano, Barone og

Preziosi, 2012). Þrátt fyrir þessar niðurstöður kjósa margir að láta reyna á þessa lyfleysu sem

lausn. Þrátt fyrir að hægt sé að fá Ginkgo biloba án lyfseðils verður að fara með gát í meðferð

jurtarinnar og ekki er ráðlegt að nota hana nema í samráði við lækni, þar sem Ginkgo biloba

getur valdið alvarlegum aukaverkunum. Til dæmis má nefna blæðingar og óþægindi tengd

meltingarvegi. Ginkgo biloba getur einnig haft áhrif á virkni þunglyndislyfja og

segavarnarlyfja (Mamtani o.fl., 2002).

Önnur kínversk lækningajurt er Huperzine A sem er mosaseyði unnið úr kínversku

lækningajurtinni Huperzia serrata. Jurtin hefur verið notuð um áraraðir við ýmsum kvillum á

borð við ofreynslu, bólgum og jafnvel geðklofa. Seyðið hefur svipaða eiginleika og

kólínesterasa hemlar. Huperzine A virðist hafa fjölþætta virkni en seyðið virðist meðal annars

koma reglu á efnaskipti beta amyloid forvera próteinið APP, vera verndandi gegn

streitutengdum oxunaráhrifum (e. abeta-mediated oxadative stress), vernda gegn frumudauða

auk þess að vera bólgueyðandi. Vegna þessara þátta getur verið að notkun Huperazine A

mosaseyðisins teljist heppilegur kostur í meðferð við heilabilun af Alzheimersgerð og

Page 35: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 29

æðaheilabilun. Lyfið hefur verið notað í Kína við heilabilun af Alzheimersgerð og

æðaheilabilun og er talið hafa sýnt fram á bætta hugræna getu, minni og þætti sem snúa að

daglegu lífi (Zhang, Zheng, Yan, Wang og Tang, 2008; Wang Yan og Tang, 2006). Það sem

er ólíkt þessari kínversku lækningajurt og Ginkgo biloba er að borið saman við sjúklinga með

Alzheimerssjúkdóminn þá virðast sjúklingar með æðaheilabilun upplifa færri aukaverkanir.

Talið er að lyfið geti gagnast til að skerpa hugræna getu hjá fólki með æðaheilabilun og

Alzheimerssjúkdóminn án þess að upplifa of miklar aukaverkanir (Xing, Zhu, Zhang og An,

2014). Eins og með önnur náttúrulyf má finna rannsóknir sem mæla með og á móti notkun

jurtarinnar. Margir benda á að þrátt fyrir að margar rannsóknir bendi á ágæti mosaseyðisins,

eigi þær það allar sameiginlegt að vera afar smáar í sniðum og því sé ekki hægt að alhæfa um

gagnsemi jurtarinnar. Það eru ekki nægilega sterk rök fyrir því að nota mosaseyðið sem

meðferð við heilabilunarsjúkdómum þrátt fyrir að seyðið virðist hafa jákvæð áhrif á hugræna

getu og þætti sem snúa að daglegu lífi (Li, Wu, Zhou, Liu og Dong, 2008; Yang, Wang, Tian

og Liu, 2013).

Vítamín og andoxunarefni

Annar flokkur sem vert er að skoða eru vítamín og andoxunarefni þar sem umræðan

virðist reglulega snúast um lækningamátt vítamína bæði í formi bætiefna og úr fæðunni sem

við neytum. Sérstaklega hefur verið áberandi umræða um lækningamátt B-vítamíns og þá af

gerðinni B-12, B-6 og Fólínsýru sem er form af B-9.

B-vítamínskortur er stundum greindur seint, þar sem erfitt er að greina hann og hann

getur komið fyrir hjá fólki á öllum aldri. Hann getur valdið alvarlegum tauga- og

heilaskemmdum ef hann er langvarandi. Talið er að skort á B-12 sé líklega hægt að rekja til

galla í úrvinnslu líkamans á vítamíninu frekar en of lítillar inntöku, þar sem einstaklingar sem

innbyrða töluvert magn af vítamíninu geta samt sýnt merki um skort á því (Smith, 2000).

Rannsóknir hafa sýnt fram á að gráa efnið (e. grey matter) í heilanum á tilteknum

heilasvæðum rýrnar töluvert hjá einstaklingum með heilabilun af Alzheimersgerð. Áhrif af

inntöku B-vítamíns hafa sýnt fram á hlutfallslega minni rýrnun á þessum heilavef. Talið er að

verndandi þáttur B-vítamíns sé sérstaklega áberandi hjá þeim einstaklingum sem hafa hátt

hlutfall af amínósýrunni homocysteine. Í rannsókn einni á áhrifum B-vítamíns á rýrnun í

heilavef kom í ljós að þeir þátttakendur sem höfðu hærra hlutfall af homocysteine sýndu

hraðari og meiri rýrnun á heilavef. Tekið skal fram að þrátt fyrir minni rýrnun á heilavef segir

það ekkert til um hugræna getu og framvindu Alzheimerssjúkdómsins (Donaud, Refsum, de

Jager, Jacoby og Nichols, 2013). Áhugavert er þó að skoða hvort há mælanleg homocystine

Page 36: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 30

gildi gætu hugsanlega gefið hugmynd um heilabilun sem ekki er enn komin í ljós. Ef

einstaklingur hefur lág gildi B-12 og fólínsýru virðist hann hækka í homocystine gildum

(McCaddon, 2013). Flestar rannsóknir á öllum tegundum B-vítamína og áhrifum þeirra

virðast sýna fram á sömu niðurstöðu. Rannsóknir hafa ekki leitt í ljós að ávinningur sé af

inntöku B-vítamíns til skemmri eða lengri tíma, hvort sem um er að ræða hugræna getu,

þunglyndi eða orku- og framtaksleysi. Ekki er vitað hvort inntaka B-vítamíns skili nokkrum

ávinningi hjá eldra fólki, hvort sem um ræðir einstaklinga með skerta hugræna getu eða

heilbrigða einstaklinga (Aisen, Schneider, Sano, Diaz-Arrastia og van Dyck, 2008; Doets,

van Wijngaarden, Szczeeinska, Dullmeijer og Souverein, 2012; Hvas, Juul, Lauritzen, Nexo

og Ellegaard, 2004; Malouf og Grimley Evans, 2003; Malouf og Grimley Evans, 2008).

Rannsóknir á E- og C-vítamínum hafa einnig verið margar og flestar hafa komist að

sömu niðurstöðu þegar litið er til forvarnargildis þessara vítamína gegn

heilabilunarsjúkdómum. Neysla á E- og C-vítamínum hafði ekki áhrif á birtingu heilabilunar

og Alzheimerssjúkdómsins. Enginn marktækur mælanlegur munur fannst á milli þeirra sem

tók vítamínin og þeirra sem ekki tók vítamínin. Ekki skal mælt með því að nota bætiefni á

borð við E-vítamín og C vítamín til forvarna við heilabilun (Arit, Muller-Thomsen, Beisiegel

og Kontush, 2012; Boothby og Doering, 2005; Crichton, Bryan og Murphy, 2013;

Fillenbaum, Kuchibhatla, Hanlon, Artz og Pieper, 2005).

Annað er þó uppi á teningnum með D-vítamínið. Ekki er alveg komið á hreint hver

tengingin á milli Alzheimerssjúkdómsins og D-vítamínskorts er, en rannsókn sem birt var

árið 2014 virðist renna stoðum undir að einhver tengsl séu þar á milli. Við mildan D-3

vítamínskort varð mælanleg aukning á amyloid-beta peptíði sem kemur til vegna aukningar á

beta-secractase virkni og BACE1 prótein gildi. Þetta gefur til kynna að D-3 vítamín gæti haft

jákvæð áhrif á forvarnir gegn Alzheimerssjúkdómnum (Grimm, Lehmann, Mett, Zimmer og

Grosgen, 2014). Einnig hefur verið talið að D-vítamín, hvort sem það er fengið úr matvælum,

bætiefnum eða í gegnum framleiðslu húðar á D-vítamíni við sólarljós, virðist hafa góð áhrif á

hugræna getu hjá eldra fólki (Annweiler, Karras, Anagnostis og Beauchet, 2014).

Coenzyme Q10 eða öðru nafni Idebenonenone er ensím sem framleitt er í líkamanum

og stuðlar að viðhaldi og vexti frumna. Q10 er einnig andoxunarefni og verndar því frumur

líkamans. Ensímið fyrirfinnst í litlu magni í ákveðnum matvælum en búið var til bætiefnið

Idebenone sem er manngerð útgáfa af Q-10 og talið var að gæti hjálpað til í baráttunni við

Alzheimerssjúkdóminn (Dumont, Kipiani, Yu, Wille og Katz, 2011). Þrátt fyrir að in vitro

Page 37: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 31

rannsóknir hafi gefið von um að andoxunarefni á borð við Q-10 hafi verndandi áhrif gegn

taugahrörnun virðast klínískar rannsóknir gefa aðra niðurstöðu (Teixeira, Silva, Andrade og

Borges, 2013). Rannsóknir á manngerða Q-10 ensíminu Idebenone sýndi fram á að

Idebenone náði ekki að hægja marktækt á hrörnun af völdum Alzheimerssjúkdómsins. Þar að

auki er ekki er vitað með vissu hvað myndi teljast hæfilegt magn af ensíminu til inntöku en

vitað er að of mikið af því getur verið skaðlegt (Thal, Grundman, Berg, Ernstrom og

Margolin, 2003).

Resveratrol er efni sem fyrirfinnst í ýmsum jurtum og má finna ríkulegt magn þess í

hýði rauðra vínberja. Því hefur verið haldið fram að hófleg drykkja á rauðvíni geti þannig

stuðlað að bættri heilsu og langlífi. Talið er að resveratrol hafi fyrirbyggjandi áhrif á

frumudauða og geti þannig verið verndandi þáttur gegn ýmsum taugahrörnunarsjúkdómum

(Marambaud, Zhao og Davies, 2005; Villaflores, Chen, Chen, Yeh og Wu, 2012). Fáar

rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort resveratrol hafi fyrirbyggjandi áhrif gegn heilabilun

og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið eru afar smáar í sniðum eða gerðar á dýramódelum,

svo erfitt getur verið að yfirfæra niðurstöður yfir á þýði. Ekkert mælir því með neyslu á

resveratroli eða rauðvíni sem fyrirbyggjandi meðferð við heilabilun (Markus og Morris,

2008; Vingtdeux, Dreses-Werringloer, Zhao, Davies og Marabaud, 2008).

Annað efni sem hefur fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum undanfarin ár sem allra

meina bót er kúrkúma. Kúrkúma (e. curcumin) er eitt af efnunum sem finnst í kryddjurtinni

túrmerik sem vex í Suður-Asíu og er því algengt í indverskri, asískri og miðausturlenskri

matargerð. Talið er að kryddið sé bólgueyðandi, sé einnig virkt andoxunarefni sem styrkir

frumur líkamans og hægi jafnvel á niðurbroti taugafrumna og minnki myndun beta amyloid

próteinúrfellinga. Kúrkúma kemst með blóðrás yfir heila-blóðþröskuld í litlu magni (Mishra

og Palanivelu, 2008). Þegar skoðað var hvort kryddið hefði mögulega áhrif á hugræna getu

einstaklinga með Alzheimerssjúkdóminn kom í ljós að enginn marktækur munur fannst á

hugrænni virkni á milli tilraunahóps sem fékk kúrkúma og viðmiðunarhóps sem fékk lyfleysu

(Hamaguchi, Ono og Yamada, 2010). Þrátt fyrir mikinn lofsöng í garð kúrkúmu virðast

rannsóknirnar vera illa sniðnar eða of litlar til að hægt sé að túlka niðurstöðurnar á

marktækan hátt. Mælt er með því að frekari rannsóknir séu gerðar til að skera úr um hvort

þetta annars ágæta krydd hafi einhvern möguleika á því að verða notað sem lyf til að sporna

við heilabilun af gerðinni Alzheimers (Brondino, Boldrini, Cuccomarino, Lanati og Barale,

2014; Villaflores o.fl., 2012).

Page 38: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 32

Enn eitt lyfið sem finnst í heilsuhillunni í apótekinu er Tramiprosate. Tramiprosate

eða homotaurine var prófað undir nafninu Alzhemed og er selt í dag undir merkinu Vivimind

í mörgum löndum. Lyfið er breytt form amínósýrunnar Taurine sem unnin er úr þangi.

Rannsóknir skiluðu ekki marktækum niðurstöðum og er lyfið nú selt sem fæðubótarefni undir

nafninu Vivimind. Mælt er með frekari rannsóknum til að fá úr því skorið hvort marktæk

áhrif séu af notkun Tramiprosate fyrir heilabilun af Alzheimersgerð, þar sem óljóst er hvort

ávinningur sé af inntöku þess (Aisen, Gauthier, Ferris, Saumier og Haine, 2011; Alzheimer‘s

Association, 2012; Caltagirone, Ferrannini, Marchionni, Nappi og Scapagnini, 2012).

Steinefni og fitutegundir

Ekki hafa verið gerðar eins margar rannsóknir á gagnsemi steinefna í baráttunni við

heilabilunarsjúkdóma en zink er mikilvægt snefilefni í líkamanum og talið er að bæði of

mikið magn af zinki eða skortur á því geti tengst taugahrörnun tengdri

Alzheimerssjúkdómnum. Ekki hefur enn verið komist að niðurstöðu um hvort zink hafi áhrif

á Alzheimerssjúkdóminn (Cuajungco og Lees, 1997; Yuan, Niu, Liu og Lu, 2014), en þó

virðist vera algengara að einstaklingar með Alzheimerssjúkdóminn þjáist af zinkskorti. Zink-

meðferð gæti hugsanlega gert eitthvert gagn fyrir einstaklinga með heilabilun af

Alzheimersgerð en þó þarf frekari rannsóknir til að geta sagt um það með einhverri vissu

(Brewer og Kaur, 2013).

Kóralkalk (e. coral calcium) er unnið úr skeljum og inniheldur nokkur steinefni

umfram venjulegt kalk. Þrátt fyrir að hafa fengið einhverja umfjöllun sem gagnlegt efni við

heilabilun af Alzheimersgerð eru engar sannanir fyrir því og eru jafnvel kærumál í gangi

vegna auglýsingaherferða með staðhæfingum um gagnsemi þess fyrir heilabilun (Smith,

2000).

Ketasyn er enn eitt bætiefnið sem á að hafa sömu virkni og Caprylic sýra sem unnin er

úr kókos- og pálmafeiti. Efnið var rannsakað undir nafninu Ketasyn en er markaðssett og selt

í dag undir nafninu Axona. Axona er selt sem bætiefni sem hjálpa á við einkenni tengdum

Alzheimerssjúkdómnum en engar rannsóknir eru til sem styðja það og bætiefnið er ekki

samþykkt af FDA sem slíkt. Sama má segja um kókosolíu sem sumir kjósa að nota í sama

tilgangi. Engar rannsóknir styðja að kókosolía létti á einkennum heilabilana og þar að auki er

magn mettaðrar fitu í olíunni hátt, svo að mikil neysla kókosolíu er ekki talin heilsusamleg

fyrir hjarta- og æðakerfið (Alzheimer‘s association, 2012).

Page 39: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 33

Fosfatíðserín (e. phosphatidylserine) er tegund fitu sem umlykur taugafrumur. Talið

var að efnið hefði verndandi áhrif fyrir taugafrumur gegn hrörnun (Crook, Petrie, Wells og

Massari, 1992). Rannsóknir voru gerðar með frumum úr kúm en um 1990 var þessum

rannsóknum hætt vegna kúariðufaraldurs. Seldar eru vörur unnar úr soja-extrakti en frekari

rannsókna er þörf til að kanna hvort fitan hafi verndandi áhrif gegn

taugahrörnunarsjúkdómum (Alzheimer‘s association, 2012).

Dokósahexanósýra (DHA) er hin margrómaða omega 3 fitusýra sem er einfaldlega

fjölómettaðar fitusýrur. Þær eru mikilvægt byggingarefni í taugafrumum, meðal annars í heila

og augum. DHA er hægt að fá úr fæðu eins og feitum fiski en einnig eru framleidd

fæðubótaefni sem hafa verið rannsökuð í tengslum við forvarnir gegn

heilabilunarsjúkdómum. Rannsóknir á dýramódelum hafa bent til þess að hægt sé að hægja á

framgangi Alzheimerssjúkdómsins hjá rottum með DHA (Hooijmans, Pasker-de Jong, de

Vries og riskes-Hoitinga, 2012; Quinn, Raman, Thomas, Yurko-Mauro og Nelson, 2010).

Sumar rannsóknir hafa bent til þess að neysla á DHA geti verið hjálpleg þegar kemur að

varðveislu hugrænnar getu hjá heilbrigðu fólki og jafnvel þeim sem þjást af mildri hugrænni

skerðingu (Huang, 2010). Ekki hefur verið sýnt fram á að hægt sé að hægja á hugrænni

hrörnun með inntöku á DHA hjá því fólki með Alzheimerssjúkdóminn sem talið er að sé með

heilabilunina á miðlungs til alvarlegu stigi (Freund-Levy, Eriksdotter-Jonhagen, Cederholm

og Basun, 2006; Huang, 2010; Mazereeuw, Lanctot, Chau, Swardfager og Herrmann, 2012;

Quinn o.fl., 2010).

Heilbrigður lífsstíll

Mikið er lagt upp úr því að fólk tileinki sér heilbrigðari lífsstíl og margir telja að hægt

sé að koma í veg fyrir marga sjúkdóma með þeim hætti. Fyrst af öllu þurfum við þó að

komast að því hvað er almennt talið vera heilbrigður lífsstíll og þá koma stofnanir á borð við

NICE og Landlæknisembættið á Íslandi til sögunnar. Þessum stofnunum er ætlað að sjá til

þess að almenningur hafi aðgang að nýjustu upplýsingum um ráðleggingar að bættri lýðheilsu

(NICE, 2011, Landlæknisembættið, 2006). Almennt er talið að heilbrigður lífsstíll feli í sér

tvo þætti sem haldast í hendur og þeir eru reglubundin hreyfing og hollt mataræði. Þriðji

þátturinn sem vert er að nefna er þáttur hugrænnar örvunar eða þjálfun hugans sem getur

einnig stuðlað að hugrænni færni og minnkað áhættuna á hugrænni skerðingu (Srisuwan,

2013). Margt styður þessar hugmyndir en samkvæmt upplýsingum fengnum úr hinni frægu

Caerphilly cohort study, sem gerð var í Bretlandi yfir 30 ára skeið, virðist heilbrigður lífsstíll

Page 40: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 34

hafa mikið að segja varðandi frestun á birtingu eða jafnvel fyrirbyggja hugræna skerðingu.

Viðmiðin sem notuð voru fyrir heilbrigðan lífsstíl voru reykleysi, BMI stuðull á bilinu 18-25

(fyrir karlmenn), ríkuleg neysla ávaxta og grænmetis, regluleg hreyfing og hófleg

áfengisneysla. Í ljós kom að um 60% minni líkur voru á því að einstaklingar sem stunduðu

heilbrigt líferni þróuðu með sér heilabilun. Enn fremur kom í ljós að þeir sem fengu

heilabilun en stunduðu heilbrigða lifnaðarhætti frestuðu birtingu heilabilunarinnar um að

meðaltali sjö ár (Elwood, Galante, Pickering, Palmer og Bayer, 2013).

Hreyfing

Rannsóknir hafa bent til þess að reglubundin hreyfing geti stuðlað að heilbrigði þegar

kemur að hugrænni getu og einstaklingar sem hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á dag

fimm daga vikunnar hafa sýnt fram á minni hugræna skerðingu. Reglubundin hreyfing í

þessum skilningi getur verið allt frá því að fara í sund eða létta göngu upp í röska göngu og

hlaup (Garcia-Mesa, Lopez-Ramos, Gimenez-Llort, Revilla og Guerra, 2011; Kim, Shin,

Kim, Baek og Ko, 2014, Rovio, Kareholt, Helkala, Viitanen og Winblad, 2005). Áhugavert

verður að teljast að sýnt hefur verið fram á minni rýrnun í dreka hjá einstaklingum með milda

hugræna skerðingu samanborið við þá einstaklinga sem ekki stunda nokkra líkamsrækt (Ten

Brinkle, Bolandzadeh, Nagamatsu, Hsu og Davis, 2014)

Mataræði

Því er oft haldið fram að við séum í raun það sem við borðum. Ef við höldum okkur

við gæða hráefni megi búast við betri útkomu en ef við vöndum ekki valið á því hvaðan við

fáum orkuna. Fæða sem inniheldur hátt hlutfall mettaðrar fitu og mikinn viðbættan sykur

virðist hafa slæm áhrif á hugræna getu og má því til stuðnings nefna rannsókn sem gerð var á

rottum sem fengu fæði sem samanstóð af vökva sem innihélt hátt frúktósa kornsíróp í sex

vikur. Í lok tilraunarinnar áttu dýrin í erfiðleikum með nám og minni sem lýsti sér í

erfiðleikum við að rata um völundarhús sem sérhannað er til að prófa minni slíkra

tilraunadýra. Heilavefur þeirra sýndi einnig minni svörun við insúlíni. Rottur sem voru á

sama fæði en fengu að auki fæði sem innihélt omega-3 fitusýrur, virtust ekki verða fyrir

þessari sömu skerðingu á hugrænni getu (Trivedi, 2012).

Mikil tengsl eru talin vera við hið svokallaða Miðjarðarhafsmataræði sem er

upprunnið frá svæðum í kringum Miðjarðarhaf, nánar tiltekið löndunum Kýpur, Króatíu,

Spáni, Grikklandi, Ítalíu, Marokkó og Portúgal (UNESCO, 2013). Þetta tiltekna mataræði er

afar ríkt af fiski- og grænmetisolíum, sterkjusnauðu grænmeti, grófu korni, ávöxtum með

lágum sykurstuðli og mjólkurvörur eru almennt fitusnauðar. Frekar hátt hlutfall orkunnar er

Page 41: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 35

fengið úr fitu en fitan sem um ræðir er aðallega komin frá ólífum og ólífuolíu. Einnig er

hófleg neysla á víni með mat. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir einstaklingar sem

fylgja Miðjarðarhafsmataræðinu virðast vera betur á sig komnir þegar kemur að hjarta- og

æðakerfinu en einnig er talið að þessir einstaklingar séu í minni hættu á að þróa með sér

vandamál tengdum minni og hugrænni skerðingu (Ferrari og Stern, 2011; Trivedi, 2012;

Tsivgoulis, Judd, Letter, Alexandrov og Howard, 2013).

Ráðleggingar Landlæknisembættisins voru gefnar út í bæklingi árið 2006 og er ætlað

að gefa góða hugmynd um hvernig hægt sé að stuðla að bættri heilsu með því að tryggja

fjölbreytt fæðuval í skynsamlegum hlutföllum. Ráðleggingarnar eru settar saman út frá

endurskoðuðum manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga og eru nokkurn veginn í takt við

Miðjarðarhafsmataræðið, þar sem mælt er með því að um 10-20% heildarorkunnar komi úr

mögru próteini, 25-35% orkunnar komi úr fitu en þar af sé lítill hluti fitunnar kominn úr

harðri fitu og 50-60% orkunnar komi úr kolvetnum. Einnig er mælt með takmörkun viðbætts

sykurs og tekið fram að dagleg neysla trefja sé um 25 grömm. Áhersla er lögð á að auka

fiskneyslu, omega 3 olíu, gróft kornmeti og á fituminni mjólkurvörur (Landlæknisembættið,

2006).

Hugræn þjálfun

Hugræn þjálfun þarf ekki að vera eitthvað skipulagt og hannað af sérfræðingum,

heldur er átt við einfalda hluti sem reyna örlítið á hugann og ýtir fólki aðeins út fyrir

þægindarammann sem margir festast í. Hugræn örvun getur talist vera lestur eða að spila á

hljóðfæri. Jafnvel að spila bridds eða bingó getur verið flokkað sem hugræn þjálfun fyrir eldri

borgara (Scarmeas og Stern, 2003; Smith, 2000). Það eitt að reyna að ráða krossgátuna getur

flokkast undir hugræna þjálfun fyrir fólk á öllum aldri og einnig er það örvandi að vinna

krefjandi starf. Tekið skal fram að þrátt fyrir að hugræn örvun geti hjálpað til við varðveislu

hugrænnar getu, er ekki átt við að það sé vörn gegn heilabilunarsjúkdómum (Wilson, Boyle,

Yu, Barnes og Schneider, 2013). Lægra menntunarstig getur talist áhættuþáttur. Þeir sem eru

meira menntaðir hafa meira af einhvers konar hugrænum varaforða (e. cognitive reserve), eru

líklegri til að taka þátt í hlutum sem reyna á heilann og byggja því upp enn meira af

umræddum varaforða en þeir sem eru minna menntaðir (Stern, Gurland, Tatemichi, Tang og

Wilder, 1994). Hugsanlega getur hugræn þjálfun gert það að verkum að heilinn sé færari um

að aðlagast þegar á þarf að halda. Mótrökin eru þau að þeir sem kjósa að taka þátt í þeim

hlutum sem flokkast undir hugræna þjálfun hafi þessa aðlögunarhæfni fyrir og kjósi því

frekar að taka þátt í hugrænt örvandi starfi. Talið er að þeir sem hafa meira af þessum

Page 42: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 36

svokallaða hugræna forða geti hugsanlega frestað birtingu sjúkdómsins en þegar

sjúkdómurinn kemur fram sé birtingin hraðari í staðinn (Scarmeas o.fl., 2003).

Niðurstöður og umræða

Það er augljóst að helstu rannsóknir framtíðar beinast að því að rannsaka

Alzheimerssjúkdóminn út frá kenningum beta amyloid og tau-kenninganna. Fyrir utan

rannsóknir sem tengjast lyfjaprófunum ber helst að nefna stofnfrumurannsóknir sem hafa gert

vísindamönnum við Harvard-háskóla kleift að rækta heilafrumur sem fengnar voru frá

einstaklingum sem voru með Alzheimerssjúkdóminn af reskiglapagerð. Frumurnar sem þeir

hafa ræktað er því hægt að nota til að prófa ýmis mismunandi meðferðarúrræði á sama tíma á

sama úrtaki. Einnig er með þessari þróun hægt að skoða náið hvernig sjúkdómurinn þróast frá

byrjun sem getur gefið afar dýrmætar upplýsingar umfram það sem hefur verið í boði áður

(Harvard University, 2014; Muratore, Rice, Shrikant, Callahan og Shin, 2014).

Miðað við það hvað vitað er um heilabilunarsjúkdóma af Alzheimersgerð í dag er

greiningarferlið nokkuð flókið en óyggjandi greining á Alzheimerssjúkdómnum er enn ekki

gerð fyrr en við krufningu. Núverandi greiningarferli getur samt gefið nokkuð góða hugmynd

um hvort sjúkdómurinn sé til staðar eða ekki.

Lyfin sem samþykkt eru og hafa staðist prófanir eru tiltölulega fá og þau lyf sem eru

leyfð af viðurkenndum stofnunum lækna ekki sjúkdóminn heldur hægja eingöngu lítillega á

framvindu hans og má því kalla einkennameðferð frekar en raunverulega lausn. Ekki hefur

verið hægt að sýna fram á með vísindalegum hætti að náttúrulyf eða bætiefni fyrirbyggi eða

lækni heilabilun af Alzheimersgerð. Þó svo að óhefðbundnar lækningar hafi ekki reynst

gagnlegar til að lækna sjúkdóminn, geta þær þó hugsanlega veitt örvæntingarfullum

sjúklingum og aðstandendum þeirra í baráttunni við þennan ógnvekjandi sjúkdóm huggun í

formi lyfleysuáhrifa (e. placebo effect), svo hver og einn verður að gera það upp við sig hvort

það sé þess virði að láta reyna á slíkar aðferðir.

Á meðan unnið er hörðum höndum að rannsóknum á sviði heilabilunarsjúkdóma er þó

ekkert sem mælir gegn því að reyna að halda sig við heilbrigt líferni og þá er sérstaklega átt

við það að halda sig við heilbrigt og fjölbreytt mataræði ásamt því að hreyfa sig reglulega og

sleppa því að reykja. Með þessu eru einnig minnkaðar líkurnar á öðrum sjúkdómum sem geta

hugsanlega tengst heilabilun á einhvern hátt, sbr. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar, offita,

of hátt kólesteról og háþrýstingur. Einnig er gott að taka þátt í einhverju sem gæti talist vera

Page 43: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 37

heilaleikfimi, hvort sem það er lestur, spil eða jafnvel það vera virkur í samskiptum við aðra,

þó ekki væri nema fyrir skemmtunina sem af því hlýst.

Page 44: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 38

Heimildaskrá

Aisen, P. S., Gauthier, S., Ferris, S. H., Saumier, D., Haine, D., Garceau, D., . . . Sampalis, J.

(2011). Tramiprosate in mild-to-moderate alzheimer's disease - a randomized, double-

blind, placebo-controlled, multi-centre study (the alphase study). Archives of Medical

Science : AMS, 7(1), 102-111. doi:10.5114/aoms.2011.20612; 10.5114/aoms.2011.20612

Aisen, P. S., Schneider, L. S., Sano, M., Diaz-Arrastia, R., van Dyck, C. H., Weiner, M. F., . .

. Alzheimer Disease Cooperative Study. (2008). High-dose B vitamin supplementation

and cognitive decline in alzheimer disease: A randomized controlled trial. JAMA : The

Journal of the American Medical Association, 300(15), 1774-1783.

doi:10.1001/jama.300.15.1774; 10.1001/jama.300.15.1774

Akter, K., Lanza, E. A., Martin, S. A., Myronyuk, N., Rua, M. og Raffa, R. B. (2011).

Diabetes mellitus and alzheimer's disease: Shared pathology and treatment? British

Journal of Clinical Pharmacology, 71(3), 365-376. doi:10.1111/j.1365-

2125.2010.03830.x; 10.1111/j.1365-2125.2010.03830.x

Alzheimer Europe. (2009). Phases of clinical trials. Sótt 14. apríl 2014 af

http://www.alzheimer-europe.org/Research/Understanding-dementia-research/Clinical-

trials/Phases-of-clinical-trials

Alzheimer’s Association. (2013). Alzheimer’s association report 2013: Alzheimer’s disease

facts and figures. Sótt 3. mars 2014 af

http://www.alz.org/downloads/facts_figures_2013.pdf

Alzheimer’s Association. (2013). Press realese from AAIC-. Sótt 11. apríl 2014 af

http://www.alz.org/aaic/_releases_2013/wed_130pm_new_research.asp

Alzheimer's Association. (2012). FDA-approved treatments for alzheimer's. Sótt 20. mars

2014 af https://www.alz.org/national/documents/topicsheet_treatments.pdf

Alzheimer's Society. (2014). A clinical trial to test amlodipine as a new treatment for

vascular dementia. Sótt 9. apríl 2014 af http://www.alzheimers.org.uk/vasculartrial

American Psychiatric Association: Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, 4.

útg., Text Revision. Washington, DC, American Psychiatric Association, 2000.

Page 45: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 39

Annweiler, C., Karras, S. N., Anagnostis, P. og Beauchet, O. (2014). Vitamin D supplements:

A novel therapeutic approach for alzheimer patients. Frontiers in Pharmacology, 5, 6.

doi:10.3389/fphar.2014.00006; 10.3389/fphar.2014.00006

Arlt, S., Muller-Thomsen, T., Beisiegel, U. og Kontush, A. (2012). Effect of one-year vitamin

C- and E-supplementation on cerebrospinal fluid oxidation parameters and clinical

course in alzheimer's disease. Neurochemical Research, 37(12), 2706-2714.

doi:10.1007/s11064-012-0860-8; 10.1007/s11064-012-0860-8

Baines, S., Saxby, P. og Ehlert, K. (1987). Reality orientation and reminiscence therapy. A

controlled cross-over study of elderly confused people. The British Journal of

Psychiatry: The Journal of Mental Science, 151, 222-231.

Ballard, C., Gauthier, S., Corbett, A., Brayne, C., Aarsland, D. og Jones, E. (2011).

Alzheimer's disease. The Lancet, 377(9770), 1019-1031. doi:10.1016/S0140-

6736(10)61349-9

Barnes, D. E. og Yaffe, K. (2011). The projected effect of risk factor reduction on alzheimer's

disease prevalence. Lancet Neurology, 10(9), 819-828. doi:10.1016/S1474-

4422(11)70072-2; 10.1016/S1474-4422(11)70072-2

Beeri, M. S., Rapp, M., Silverman, J. M., Schmeidler, J., Grossman, H. T., Fallon, J. T., . . .

Haroutunian, V. (2006). Coronary artery disease is associated with alzheimer disease

neuropathology in APOE4 carriers. Neurology, 66(9), 1399-1404.

doi:10.1212/01.wnl.0000210447.19748.0b

Binder, E. F., Schechtman, K. B., Birge, S. J., Williams, D. B. og Kohrt, W. M. (2001).

Effects of hormone replacement therapy on cognitive performance in elderly women.

Maturitas, 38(2), 137-146. doi:10.1016/S0378-5122(00)00214-0

Birks, J. og Craig, D. (2006). Galantamine for vascular cognitive impairment. The Cochrane

Database of Systematic Reviews, 4, CD004746. doi:10.1002/14651858.CD004746.pub2

Björn Einarsson. (2007). Heilabilun greinagerð um heilabilun, Ítarefni. Sótt 3. Mars 2014 af

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2522/3168.pdf

Page 46: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 40

Blennow, K., Wallin, A., Agren, H., Spenger, C., Siegfried, J. og Vanmechelen, E. (1995).

Tau protein in cerebrospinal fluid: A biochemical marker for axonal degeneration in

alzheimer disease? Molecular and Chemical Neuropathology / Sponsored by the

International Society for Neurochemistry and the World Federation of Neurology and

Research Groups on Neurochemistry and Cerebrospinal Fluid, 26(3), 231-245.

doi:10.1007/BF02815140

Boothby, L. A. og Doering, P. L. (2005). Vitamin C and vitamin E for alzheimer's disease.

The Annals of Pharmacotherapy, 39(12), 2073-2080. doi:10.1345/aph.1E495

Brewer, G. J. og Kaur, S. (2013). Zinc deficiency and zinc therapy efficacy with reduction of

serum free copper in alzheimer's disease. International Journal of Alzheimer's Disease,

2013, 586365. doi:10.1155/2013/586365

Brodaty, H. og Moore, C. M. (1997). The clock drawing test for dementia of the alzheimer's

type: A comparison of three scoring methods in a memory disorders clinic. International

Journal of Geriatric Psychiatry, 12(6), 619-627. doi:10.1002/(SICI)1099-

1166(199706)12:6<619::AID-GPS554>3.0.CO;2-H [pii]

Brondino, N., Re, S., Boldrini, A., Cuccomarino, A., Lanati, N., Barale, F. og Politi, P.

(2014). Curcumin as a therapeutic agent in dementia: A mini systematic review of

human studies. Thescientificworldjournal, 2014, 174282. doi:10.1155/2014/174282;

10.1155/2014/174282

Brookmeyer, R., Johnson, E., Ziegler-Graham, K. og Arrighi, H. M. (2007). Forecasting the

global burden of alzheimer's disease. Alzheimer's & Dementia : The Journal of the

Alzheimer's Association, 3(3), 186-191. doi:10.1016/j.jalz.2007.04.381;

10.1016/j.jalz.2007.04.381

Brown, S. (2012). Ginkgo biloba no better than placebo in preventing dementia. Menopause

International, 18(4), 125. doi:10.1258/mi.2012.012038 [doi]

Burke, S. N. og Barnes, C. A. (2006). Neural plasticity in the ageing brain. Nature

Reviews.Neuroscience, 7(1), 30-40. doi:10.1038/nrn1809

Butler, R. og Radhakrishnan, R. (2012). Dementia. Clinical Evidence, 2012, 1001.

Page 47: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 41

Callaway, E. (2012). Gene mutation defends against alzheimer's disease. Nature, 487(7406),

153. doi:10.1038/487153a; 10.1038/487153a

Caltagirone, C., Ferrannini, L., Marchionni, N., Nappi, G., Scapagnini, G. og Trabucchi, M.

(2012). The potential protective effect of tramiprosate (homotaurine) against alzheimer's

disease: A review. Aging Clinical and Experimental Research, 24(6), 580-587.

doi:10.3275/8585; 10.3275/8585

Candeias, E., Duarte, A. I., Carvalho, C., Correia, S. C., Cardoso, S., Santos, R. X., . . .

Moreira, P. I. (2012). The impairment of insulin signaling in alzheimer's disease. IUBMB

Life, 64(12), 951-957. doi:10.1002/iub.1098; 10.1002/iub.1098

Canevelli, M., Adali, N., Kelaiditi, E., Cantet, C., Ousset, P. J., Cesari, M. og ICTUS/DSA

Group. (2014). Effects of gingko biloba supplementation in alzheimer's disease patients

receiving cholinesterase inhibitors: Data from the ICTUS study. Phytomedicine :

International Journal of Phytotherapy and Phytopharmacology,

doi:10.1016/j.phymed.2014.01.003; 10.1016/j.phymed.2014.01.003

Cardinali, D. P., Furio, A. M. og Brusco, L. I. (2010). Clinical aspects of melatonin

intervention in alzheimer's disease progression. Current Neuropharmacology, 8(3), 218-

227. doi:10.2174/157015910792246209; 10.2174/157015910792246209

Cayton, H., Graham, N. og Warner, J. (2008). Alzheimer's and other dementias (3rd ed.).

London: Class Publishing.

Chertkow, H., Bergman, H., Schipper, H. M., Gauthier, S., Bouchard, R., Fontaine, S. og

Clarfield, A. M. (2001). Assessment of suspected dementia. The Canadian Journal of

Neurological Sciences.Le Journal Canadien Des Sciences Neurologiques, 28 Suppl 1,

S28-41.

Cotelli, M., Manenti, R. og Zanetti, O. (2012). Reminiscence therapy in dementia: A review.

Maturitas, 72(3), 203-205. doi:10.1016/j.maturitas.2012.04.008 [doi]

Page 48: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 42

Crichton, G. E., Bryan, J. og Murphy, K. J. (2013). Dietary antioxidants, cognitive function

and dementia--a systematic review. Plant Foods for Human Nutrition (Dordrecht,

Netherlands), 68(3), 279-292. doi:10.1007/s11130-013-0370-0; 10.1007/s11130-013-

0370-0

Crook, T., Petrie, W., Wells, C. og Massari, D. C. (1992). Effects of phosphatidylserine in

alzheimer's disease. Psychopharmacology Bulletin, 28(1), 61-66.

Cuajungco, M. P. og Lees, G. J. (1997). Zinc and alzheimer's disease: Is there a direct link?

Brain Research.Brain Research Reviews, 23(3), 219-236.

Davies, N. M., Kehoe, P. G., Ben-Shlomo, Y. og Martin, R. M. (2011). Associations of anti-

hypertensive treatments with alzheimer's disease, vascular dementia, and other

dementias. Journal of Alzheimer's Disease : JAD, 26(4), 699-708. doi:10.3233/JAD-

2011-110347; 10.3233/JAD-2011-110347

DeKosky, S. T., Williamson, J. D., Fitzpatrick, A. L., Kronmal, R. A., Ives, D. G., Saxton, J.

A., . . . Furberg, C. D. (2008). Ginkgo biloba for prevention of dementia: A randomized

controlled trial. JAMA : The Journal of the American Medical Association, 300(19),

2253. doi:10.1001/jama.2008.683

Dickstein, D. L., Walsh, J., Brautigam, H., Stockton, S. D.,Jr, Gandy, S. og Hof, P. R. (2010).

Role of vascular risk factors and vascular dysfunction in alzheimer's disease. The Mount

Sinai Journal of Medicine, New York, 77(1), 82-102. doi:10.1002/msj.20155 [doi]

Dodel, R., Neff, F., Noelker, C., Pul, R., Du, Y., Bacher, M., og Oertel, W. (2010).

Intravenous immunoglobulins as a treatment for alzheimer's disease: Rationale and

current evidence. Drugs, 70(5), 513-528. doi:10.2165/11533070-000000000-00000 [doi]

Doets, E. L., van Wijngaarden, J. P., Szczecinska, A., Dullemeijer, C., Souverein, O. W.,

Dhonukshe-Rutten, R. A., . . . de Groot, L. C. (2012). Vitamin B12 intake and status and

cognitive function in elderly people. Epidemiologic Reviews, doi:10.1093/epirev/mxs003

Doraiswamy, P. M., Leon, J., Cummings, J. L., Marin, D. og Neumann, P. J. (2002).

Prevalence and impact of medical comorbidity in alzheimer's disease. The Journals of

Gerontology.Series A, Biological Sciences and Medical Sciences, 57(3), M173-7.

Page 49: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 43

Douaud, G., Refsum, H., de Jager, D. A., Jacoby, R., Nichols, T. E., Smith, S. M. og Smith,

A. D. (2013). Preventing Alzheimer’s disease-related gray matter atrophy by B-vitamin

treatment. Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of

America, doi:10.1073/pnas.1301816110

Dumont, M., Kipiani, K., Yu, F., Wille, E., Katz, M., Calingasan, N. Y., . . . Beal, M. F.

(2011). Coenzyme Q10 decreases amyloid pathology and improves behavior in a

transgenic mouse model of alzheimer's disease. Journal of Alzheimer's Disease : JAD,

27(1), 211-223. doi:10.3233/JAD-2011-110209; 10.3233/JAD-2011-110209

Elwood, P., Galante, J., Pickering, J., Palmer, S., Bayer, A., Ben-Schlomo, Y., . . . Gallacher,

J. (2013). Healthy lifestyles reduce the incidence of chronic diseases and dementia:

Evidence from the caerphilly cohort study. Plos One, 8, 81877.

doi:10.1371/journal.pone.0081877

Farrer, L. A., Cupples, L. A., Haines, J. L., Hyman, B., Kukull, W. A., Mayeux, R., . . . van

Duijn, C. M. (1997). Effects of age, sex, and ethnicity on the association between

apolipoprotein E genotype and alzheimer disease. A meta-analysis. APOE and alzheimer

disease meta analysis consortium. JAMA : The Journal of the American Medical Association,

278(16), 1349-1356.

Farris, W., Mansourian, S., Chang, Y., Lindsley, L., Eckman, E. A., Frosch, M. P., . . .

Guenette, S. (2003). Insulin-degrading enzyme regulates the levels of insulin, amyloid

beta-protein, and the beta-amyloid precursor protein intracellular domain in vivo.

Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America,

100(7), 4162-4167. doi:10.1073/pnas.0230450100

Ferrari, R. og Rapezzi, C. (2011). The mediterranean diet: A cultural journey. Lancet,

377(9779), 1730-1731. doi:10.1016/S0140-6736(11)60316-4 [doi]

Fillenbaum, G. G., Kuchibhatla, M. N., Hanlon, J. T., Artz, M. B., Pieper, C. F., Schmader,

K. E., . . . Gray, S. L. (2005). Dementia and alzheimer's disease in community-dwelling

elders taking vitamin C and/or vitamin E. The Annals of Pharmacotherapy, 39(12),

2009-2014. doi:10.1345/aph.1G280

Page 50: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 44

Frampton, M., Harvey, R. J., og Kirchner, V. (2003). Propentofylline for dementia. The

Cochrane Database of Systematic Reviews, (2)(2), CD002853.

doi:10.1002/14651858.CD002853

Frankish, H. (2003). NSAIDs do not slow alzheimer's progression. The Lancet, 361(9373),

1964-1964. doi:10.1016/S0140-6736(03)13609-4

Freund-Levi, Y., Eriksdotter-Jonhagen, M., Cederholm, T., Basun, H., Faxen-Irving, G.,

Garlind, A., . . . Palmblad, J. (2006). Omega-3 fatty acid treatment in 174 patients with

mild to moderate alzheimer disease: OmegAD study: A randomized double-blind trial.

Archives of Neurology, 63(10), 1402-1408. doi:10.1001/archneur.63.10.1402

Garcia-Mesa, Y., Lopez-Ramos, J. C., Gimenez-Llort, L., Revilla, S., Guerra, R., Gruart, A., .

. . Sanfeliu, C. (2011). Physical exercise protects against alzheimer's disease in 3xTg-AD

mice. Journal of Alzheimer's Disease : JAD, 24(3), 421-454. doi:10.3233/JAD-2011-

101635 [doi]

Gelinas, D. S., DaSilva, K., Fenili, D., St George-Hyslop, P. og McLaurin, J. (2004).

Immunotherapy for alzheimer's disease. Proceedings of the National Academy of

Sciences of the United States of America, 101, 14657.

Gertz, H. J., og Kiefer, M. (2004). Review about ginkgo biloba special extract EGb 761

(ginkgo). Current Pharmaceutical Design, 10(3), 261-264.

Gililland, M. (2007). Dementia. The Journal of Practical Nursing, 57(4), 5-13; quiz 14-6.

Goedert, M., Klug, A. og Crowther, R. A. (2006). Tau protein, the paired helical filament and

alzheimer's disease. Journal of Alzheimer's Disease : JAD, 9(3 Suppl), 195-207.

Gold, M., Alderton, C., Zvartau-Hind, M., Egginton, S., Saunders, A. M., Irizarry, M., . . .

Sawchak, S. (2010). Rosiglitazone monotherapy in mild-to-moderate alzheimer's

disease: Results from a randomized, double-blind, placebo-controlled phase III study.

Dementia and Geriatric Cognitive Disorders, 30(2), 131-146. doi:10.1159/000318845;

10.1159/000318845

Page 51: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 45

Graff-Radford, N. R., Lin, S. C., Brazis, P. W., Bolling, J. P., Liesegang, T. J., Lucas, J. A., .

. . O'Brien, P. C. (1997). Tropicamide eyedrops cannot be used for reliable diagnosis of

alzheimer's disease. Mayo Clinic Proceedings, 72(6), 495-504. doi:10.1016/S0025-

6196(11)63297-7

Grant, W. B. (2014). Trends in diet and alzheimer's disease during the nutrition transition in

japan and developing countries. Journal of Alzheimer's Disease : JAD, 38(3), 611-620.

doi:10.3233/JAD-130719; 10.3233/JAD-130719

Grimm, M. O., Lehmann, J., Mett, J., Zimmer, V. C., Grosgen, S., Stahlmann, C. P., . . .

Hartmann, T. (2014). Impact of vitamin D on amyloid precursor protein processing and

amyloid-beta peptide degradation in alzheimer's disease. Neuro-Degenerative Diseases,

13(2-3), 75-81. doi:10.1159/000355462; 10.1159/000355462

Gupta, A., Bisht, B. og Dey, C. S. (2011). Peripheral insulin-sensitizer drug metformin

ameliorates neuronal insulin resistance and alzheimer's-like changes.

Neuropharmacology, 60(6), 910-920. doi:10.1016/j.neuropharm.2011.01.033;

10.1016/j.neuropharm.2011.01.033

Gupta, R. og Gupta, L. K. (2012). Improvement in long term and visuo-spatial memory

following chronic pioglitazone in mouse model of alzheimer's disease. Pharmacology,

Biochemistry, and Behavior, 102(2), 184-190. doi:10.1016/j.pbb.2012.03.028;

10.1016/j.pbb.2012.03.028

Hamaguchi, T., Ono, K. og Yamada, M. (2010). REVIEW: Curcumin and alzheimer's

disease. CNS Neuroscience & Therapeutics, 16(5), 285-297. doi:10.1111/j.1755-

5949.2010.00147.x

Harvard University. (2014). Alzheimer's in a dish. Sótt 14. apríl 2014 af

http://hsci.harvard.edu/news/alzheimer%E2%80%99s-dish

Heun, R., Schoepf, D., Potluri, R. og Natalwala, A. (2013). Alzheimer's disease and co-

morbidity: Increased prevalence and possible risk factors of excess mortality in a

naturalistic 7-year follow-up. European Psychiatry, 28(1), 40-48.

doi:10.1016/j.eurpsy.2011.06.001

Page 52: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 46

Hooijmans, C. R., Pasker-de Jong, P. C., de Vries, R. B. og Ritskes-Hoitinga, M. (2012). The

effects of long-term omega-3 fatty acid supplementation on cognition and alzheimer's

pathology in animal models of alzheimer's disease: A systematic review and meta-

analysis. Journal of Alzheimer's Disease : JAD, 28(1), 191-209. doi:10.3233/JAD-2011-

111217; 10.3233/JAD-2011-111217

Horn, J., de Haan, R. J., Vermeulen, M. og Limburg, M. (2001). Very early nimodipine use in

stroke (VENUS): A randomized, double-blind, placebo-controlled trial. Stroke; a

Journal of Cerebral Circulation, 32(2), 461-465.

Huang, T. L. (2010). Omega-3 fatty acids, cognitive decline, and alzheimer's disease: A

critical review and evaluation of the literature. Journal of Alzheimer's Disease : JAD,

21(3), 673-690. doi:10.3233/JAD-2010-090934 [doi]

Hudson Sheila, A. og Tabet, N. (2003). Acetyl-l-carnitine for dementia. John Wiley & Sons,

Ltd. doi:10.1002/14651858.CD003158

Hvas, A. M., Juul, S., Lauritzen, L., Nexo, E. og Ellegaard, J. (2004). No effect of vitamin B-

12 treatment on cognitive function and depression: A randomized placebo controlled

study. Journal of Affective Disorders, 81(3), 269-273. doi:10.1016/S0165-

0327(03)00169-1

Iqbal, K., Alonso Adel, C., Chen, S., Chohan, M. O., El-Akkad, E., Gong, C. X., . . .

Grundke-Iqbal, I. (2005). Tau pathology in alzheimer disease and other tauopathies.

Biochimica Et Biophysica Acta, 1739(2-3), 198-210. doi:10.1016/j.bbadis.2004.09.008

Jacova, C., Kertesz, A., Blair, M., Fisk, J. D. og Feldman, H. H. (2007). Neuropsychological

testing and assessment for dementia. Alzheimers & Dementia, 3(4), 299-317.

doi:10.1016/j.jalz.2007.07.011

Jaturapatporn, D., Isaac, M. G., McCleery, J. og Tabet, N. (2012). Aspirin, steroidal and non-

steroidal anti-inflammatory drugs for the treatment of alzheimer's disease. The Cochrane

Database of Systematic Reviews, 2, CD006378. doi:10.1002/14651858.CD006378.pub2;

10.1002/14651858.CD006378.pub2

Page 53: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 47

Jóhannesson, Þ., Kristinsson, J. og Snædal, J. (2003). Hrörnunarsjúkdómar í heilað

oxavarnarensím og kopar kynning á rannsóknum.89(9)

Jonsson, T., Atwal, J. K., Steinberg, S., Snaedal, J., Jonsson, P. V., Bjornsson, S., . . .

Stefansson, K. (2012). A mutation in APP protects against alzheimer's disease and age-

related cognitive decline. Nature, 488(7409), 96-99. doi:10.1038/nature11283;

10.1038/nature11283

Joshi, A., Ringman, J. M., Lee, A. S., Juarez, K. O. og Mendez, M. F. (2012). Comparison of

clinical characteristics between familial and non-familial early onset alzheimer's disease.

Journal of Neurology, 259(10), 2182-2188. doi:10.1007/s00415-012-6481-y;

10.1007/s00415-012-6481-y

Kalaria, R. N., Akinyemi, R., og Ihara, M. (2012). Does vascular pathology contribute to

alzheimer changes? Journal of the Neurological Sciences, 322(1-2), 141-147.

doi:10.1016/j.jns.2012.07.032

Kandimalla, R. J., Prabhakar, S., Wani, W. Y., Kaushal, A., Gupta, N., Sharma, D. R., . . .

Gill, K. D. (2013). CSF p-tau levels in the prediction of alzheimer's disease. Biology

Open, 2(11), 1119-1124. doi:10.1242/bio.20135447; 10.1242/bio.20135447

Kehoe, P. G. og Wilcock, G. K. (2007). Is inhibition of the renin–angiotensin system a new

treatment option for alzheimer's disease? The Lancet Neurology, 6(4), 373-378.

doi:10.1016/S1474-4422(07)70077-7

Kim, B. K., Shin, M. S., Kim, C. J., Baek, S. B., Ko, Y. C. og Kim, Y. P. (2014). Treadmill

exercise improves short-term memory by enhancing neurogenesis in amyloid beta-

induced alzheimer disease rats. Journal of Exercise Rehabilitation, 10(1), 2-8.

doi:10.12965/jer.140086 [doi]

Kivipelto, M., Laakso, M. P., Tuomilehto, J., Nissinen, A. og Soininen, H. (2002).

Hypertension and hypercholesterolaemia as risk factors for alzheimer's disease: Potential

for pharmacological intervention. CNS Drugs, 16(7), 435-444. doi:160701 [pii]

Page 54: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 48

Lagadic-Gossmann, D., Rissel, M., Le Bot, M. A. og Guillouzo, A. (1998). Toxic effects of

tacrine on primary hepatocytes and liver epithelial cells in culture. Cell Biology and

Toxicology, 14(5), 361-373.

Lambert, J. C., Ibrahim-Verbaas, C. A., Harold, D., Naj, A. C., Sims, R., Bellenguez, C., . . .

Amouyel, P. (2013). Meta-analysis of 74,046 individuals identifies 11 new susceptibility

loci for alzheimer's disease. Nature Genetics, 45(12), 1452-1458. doi:10.1038/ng.2802;

10.1038/ng.2802

Landlæknisembættið. (2006). Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og

börn frá tveggjaára aldri. Sótt 14. apríl 2014 af

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11479/mataraedi-lowres.pdf

Landlæknisembættið. (2007). Heilabilun greining og meðferð. Sótt 11. apríl 2014 af

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2523/3189.pdf

Landsberg, G. (2005). Therapeutic agents for the treatment of cognitive dysfunction

syndrome in senior dogs. Progress in Neuro-Psychopharmacology and Biological

Psychiatry, 29(3), 471-479. doi:10.1016/j.pnpbp.2004.12.012

Lemere, C. A. (2013). Immunotherapy for alzheimer's disease: Hoops and hurdles. Molecular

Neurodegeneration, 8, 36-1326-8-36. doi:10.1186/1750-1326-8-36; 10.1186/1750-1326-

8-36

Li, J., Wu, H. M., Zhou, R. L., Liu, G. J. og Dong, B. R. (2008). Huperzine A for alzheimer's

disease. The Cochrane Database of Systematic Reviews, (2):CD005592. doi(2),

CD005592. doi:10.1002/14651858.CD005592.pub2;

10.1002/14651858.CD005592.pub2

Lin, L., Huang, Q. X., Yang, S. S., Chu, J., Wang, J. Z. og Tian, Q. (2013). Melatonin in

alzheimer's disease. International Journal of Molecular Sciences, 14(7), 14575-14593.

doi:10.3390/ijms140714575; 10.3390/ijms140714575

Page 55: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 49

Lobo, A., Launer, L. J., Fratiglioni, L., Andersen, K., Di Carlo, A., Breteler, M. M., . . .

Hofman, A. (2000). Prevalence of dementia and major subtypes in europe: A

collaborative study of population-based cohorts. neurologic diseases in the elderly

research group. Neurology, 54(11 Suppl 5), S4-9.

Loeffler, D. A. (2013). Intravenous immunoglobulin and alzheimer's disease: What now?

Journal of Neuroinflammation, 10(1), 70-2094-10-70. doi:10.1186/1742-2094-10-70;

10.1186/1742-2094-10-70

LoGiudice, D. (2002). Dementia: An update to refresh your memory. Internal Medicine

Journal, 32(11), 535-540.

Lyfjastofnun. (2014). Lyfjaupplýsingar- sérlyfjaskrá. Sótt 20. mars 2014 af

http://serlyfjaskra.is/

Ma, X. og Gang, D. R. (2004). The lycopodium alkaloids. Natural Product Reports, 21(6),

752-772. doi:10.1039/b409720n

Malaguarnera, M. (2012). Carnitine derivatives: Clinical usefulness. Current Opinion in

Gastroenterology, 28(2), 166-176. doi:10.1097/MOG.0b013e3283505a3b;

10.1097/MOG.0b013e3283505a3b

Malouf, R. og Birks, J. (2004). Donepezil for vascular cognitive impairment. The Cochrane

Database of Systematic Reviews, (1)(1), CD004395.

doi:10.1002/14651858.CD004395.pub2

Malouf, R. og Grimley Evans, J. (2003). The effect of vitamin B6 on cognition. The

Cochrane Database of Systematic Reviews, (4)(4), CD004393.

doi:10.1002/14651858.CD004393

Malouf, R. og Grimley Evans, J. (2008). Folic acid with or without vitamin B12 for the

prevention and treatment of healthy elderly and demented people. The Cochrane

Database of Systematic Reviews, (4):CD004514. doi(4), CD004514.

doi:10.1002/14651858.CD004514.pub2; 10.1002/14651858.CD004514.pub2

Page 56: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 50

Mamtani, R. og Cimino, A. (2002). A primer of complementary and alternative medicine and

its relevance in the treatment of mental health problems. The Psychiatric Quarterly,

73(4), 367-381.

Mancuso, C., Siciliano, R., Barone, E., og Preziosi, P. (2012). Natural substances and

alzheimer's disease: From preclinical studies to evidence based medicine. Biochimica Et

Biophysica Acta, 1822(5), 616-624. doi:10.1016/j.bbadis.2011.09.004 [doi]

Manly, J. J. og Mayeux, R. (2004). Ethnic differences in dementia and Alzheimer‘s disease.

In N. B. Anderson, R. A. Bulatao og B. Cohen (Eds.), Critical perspectives on racial

and ethnic differences in health in late life (). Washington (DC): National Academies

Press.

Marambaud, P., Zhao, H. og Davies, P. (2005). Resveratrol promotes clearance of

alzheimer's disease amyloid-beta peptides. The Journal of Biological Chemistry,

280(45), 37377-37382. doi:10.1074/jbc.M508246200

Markus, M. A. og Morris, B. J. (2008). Resveratrol in prevention and treatment of common

clinical conditions of aging. Clinical Interventions in Aging, 3(2), 331-339.

Maurer, K., Volk, S. og Gerbaldo, H. (1997). Auguste D and alzheimer's disease. The Lancet,

349(9064), 1546-1549. doi:10.1016/S0140-6736(96)10203-8

Mazereeuw, G., Lanctot, K. L., Chau, S. A., Swardfager, W. og Herrmann, N. (2012). Effects

of omega-3 fatty acids on cognitive performance: A meta-analysis. Neurobiology of

Aging, 33(7), 1482.e17-1482.e29. doi:10.1016/j.neurobiolaging.2011.12.014;

10.1016/j.neurobiolaging.2011.12.014

McCaddon, A. (2013). Vitamin B12 in neurology and ageing; clinical and genetic aspects.

Biochimie, 95(5), 1066-1076. doi:10.1016/j.biochi.2012.11.017;

10.1016/j.biochi.2012.11.017

McGeer, P. L. og McGeer, E. G. (2007). NSAIDs and alzheimer disease: Epidemiological,

animal model and clinical studies. Neurobiology of Aging, 28(5), 639-647.

doi:10.1016/j.neurobiolaging.2006.03.013

Page 57: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 51

Miller, B. W., Willett, K. C. og Desilets, A. R. (2011). Rosiglitazone and pioglitazone for the

treatment of alzheimer's disease. The Annals of Pharmacotherapy, 45(11), 1416-1424.

doi:10.1345/aph.1Q238; 10.1345/aph.1Q238

Mishra, S. og Palanivelu, K. (2008). The effect of curcumin (turmeric) on alzheimer's

disease: An overview. Annals of Indian Academy of Neurology, 11(1), 13-19.

doi:10.4103/0972-2327.40220; 10.4103/0972-2327.40220

Molinuevo, J. L., Valls-Pedret, C. og Rami, L. (2010). From mild cognitive impairment to

prodromal alzheimer disease: A nosological evolution. European Geriatric Medicine,

1(3), 146-154. doi:10.1016/j.eurger.2010.05.003

Monsonego, A. og Weiner, H. L. (2003). Immunotherapeutic approaches to alzheimer's

disease. Science (New York, N.Y.), 302(5646), 834.

Mori, E., Ikeda, M., Kosaka, K. og Donepezil-DLB Study Investigators. (2012). Donepezil

for dementia with lewy bodies: A randomized, placebo-controlled trial. Annals of

Neurology, 72(1), 41-52. doi:10.1002/ana.23557; 10.1002/ana.23557

Morich, F. J., Bieber, F., Lewis, J. M., Keiser, L., Cutler, N. L., Escobar, J. I., . . . Reisberg,

B. (1996). Nimodipine in the treatment of probable alzheimer's disease. Clinical Drug

Investigation, 11(4), 185-195. doi:10.2165/00044011-199611040-00001

Morley, J. E. og Farr, S. A. (2014). The role of amyloid-beta in the regulation of memory.

Biochemical Pharmacology, doi:10.1016/j.bcp.2013.12.018; 10.1016/j.bcp.2013.12.018

Muratore, C. R., Rice, H. C., Srikanth, P., Callahan, D. G., Shin, T., Benjamin, L., . . .

Young-Pearse, T. L. (2014). The familial alzheimer's disease APPV717I mutation alters

APP processing and tau expression in iPSC-derived neurons doi:10.1093/hmg/ddu064

Naderali, E. K., Ratcliffe, S. H. og Dale, M. C. (2009). Obesity and alzheimer's disease: A

link between body weight and cognitive function in old age. American Journal of

Alzheimer's Disease and Other Dementias, 24(6), 445-449.

doi:10.1177/1533317509348208; 10.1177/1533317509348208

Page 58: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 52

Newman, A. B., Fitzpatrick, A. L., Lopez, O., Jackson, S., Lyketsos, C., Jagust, W., . . .

Kuller, L. H. (2005). Dementia and alzheimer's disease incidence in relationship to

cardiovascular disease in the cardiovascular health study cohort. Journal of the American

Geriatrics Society, 53(7), 1101-1107. doi:10.1111/j.1532-5415.2005.53360.x

NICE National Institute for Health and Care Exellence. (2011). Donepezil, galantamine,

rivastigmine and memantine for the treatment of alzheimer's disease. Sótt 20. mars 2014

af http://publications.nice.org.uk/donepezil-galantamine-rivastigmine-and-memantine-

for-the-treatment-of-alzheimers-disease-ta217

Noble, S. og Wagstaff, A. J. (1997). Propentofylline. CNS Drugs, 8(3), 257-264.

doi:10.2165/00023210-199708030-00008

Nordberg, A., Ballard, C., Bullock, R., Darreh-Shori, T. og Somogyi, M. (2013). A review of

butyrylcholinesterase as a therapeutic target in the treatment of alzheimer's disease. The

Primary Care Companion to CNS Disorders, 15(2), 10.4088/PCC.12r01412. Epub 2013

Mar 7. doi:10.4088/PCC.12r01412; 10.4088/PCC.12r01412

Ohnishi, S. og Takano, K. (2004). Amyloid fibrils from the viewpoint of protein folding.

Cellular and Molecular Life Sciences : CMLS, 61(5), 511-524. doi:10.1007/s00018-003-

3264-8

Olin, J., Schneider, L., Novit, A. og Luczak, S. (2001). Hydergine for dementia. The

Cochrane Database of Systematic Reviews, (2)(2), CD000359. doi:CD000359 [pii]

Pastorino, L., Sun, A., Lu, P. J., Zhou, X. Z., Balastik, M., Finn, G., . . . Lu, K. P. (2006). The

prolyl isomerase Pin1 regulates amyloid precursor protein processing and amyloid-beta

production. Nature, 440(7083), 528-534. doi:10.1038/nature04543

Pavlovic, A., Pavlovic, D., Aleksic, V. og Sternic, N. (2013). Vascular dementia: Facts and

controversies. Srpski Arhiv Za Celokupno Lekarstvo, 141(3-4), 247-255.

Petersen, R. C. (2011). Mild cognitive impairment. New England Journal of Medicine,

364(23), 2227-2234.

Page 59: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 53

Profenno, L. A., Porsteinsson, A. P. og Faraone, S. V. (2010). Meta-analysis of alzheimer's

disease risk with obesity, diabetes, and related disorders. Biological Psychiatry, 67(6),

505-512. doi:10.1016/j.biopsych.2009.02.013; 10.1016/j.biopsych.2009.02.013

Quinn, J. F., Raman, R., Thomas, R. G., Yurko-Mauro, K., Nelson, E. B., Van Dyck, C., . . .

Aisen, P. S. (2010). Docosahexaenoic acid supplementation and cognitive decline in

alzheimer disease: A randomized trial. JAMA : The Journal of the American Medical

Association, 304(17), 1903-1911. doi:10.1001/jama.2010.1510; 10.1001/jama.2010.1510

Rammes, G., Danysz, W. og Parsons, C. G. (2008). Pharmacodynamics of memantine: An

update. Current Neuropharmacology, 6(1), 55-78. doi:10.2174/157015908783769671;

10.2174/157015908783769671

Reed, B., Villeneuve, S., Mack, W., DeCarli, C., Chui, H. C. og Jagust, W. (2014).

Associations between serum cholesterol levels and cerebral amyloidosis. JAMA

Neurology, 71(2), 195-200. doi:10.1001/jamaneurol.2013.5390;

10.1001/jamaneurol.2013.5390

Rockwood, K., Mitnitski, A., Black, S. E., Richard, M., Defoy, I. og VASPECT study, i.

(2013). Cognitive change in donepezil treated patients with vascular or mixed dementia.

The Canadian Journal of Neurological Sciences.Le Journal Canadien Des Sciences

Neurologiques, 40(4), 564-571.

Rojas-Fernandez, C. H. (2001). Successful use of donepezil for the treatment of dementia

with lewy bodies. The Annals of Pharmacotherapy, 35(2), 202-205.

Rovio, S., Kareholt, I., Helkala, E. L., Viitanen, M., Winblad, B., Tuomilehto, J., . . .

Kivipelto, M. (2005). Leisure-time physical activity at midlife and the risk of dementia

and alzheimer's disease. Lancet Neurology, 4(11), 705-711. doi:S1474-4422(05)70198-8

[pii]

Scarmeas, N. og Stern, Y. (2003). Cognitive reserve and lifestyle. Journal of Clinical and

Experimental Neuropsychology, 25(5), 625-633. doi:10.1076/jcen.25.5.625.14576 [doi]

Page 60: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 54

Schneider, L. S., Farlow, M. R., Henderson, V. W. og Pogoda, J. M. (1996). Effects of

estrogen replacement therapy on response to tacrine in patients with alzheimer's disease.

Neurology, 46(6), 1580-1584.

Schneider, P., Buerger, K., Teipel, S., Uspenskaya, O., Hartmann, O., Hansson, O., . . .

Hampel, H. (2011). Antihypertensive therapy is associated with reduced rate of

conversion to alzheimer's disease in midregional proatrial natriuretic peptide stratified

subjects with mild cognitive impairment. Biological Psychiatry, 70(2), 145-151.

doi:10.1016/j.biopsych.2011.01.036; 10.1016/j.biopsych.2011.01.036

Shao, H., Breitner, J. C., Whitmer, R. A., Wang, J., Hayden, K., Wengreen, H., . . . Cache

County Investigators. (2012). Hormone therapy and alzheimer disease dementia: New

findings from the cache county study. Neurology, 79(18), 1846-1852.

doi:10.1212/WNL.0b013e318271f823 [doi]

Smith, T. (2000). Living with Alzheimer´s Disease. London: Sheldon Press.

Smith, T. (2011). Reducing your risk of dementia. London: Sheldon Press.

Sparks, D. L. (1997). Coronary artery disease, hypertension, ApoE, and cholesterol: A link to

alzheimer's disease? Annals of the New York Academy of Sciences, 826, 128-146.

Srisuwan, P. (2013). Primary prevention of dementia: Focus on modifiable risk factors.

Journal of the Medical Association of Thailand = Chotmaihet Thangphaet, 96(2), 251-

258.

Stampfer, M. J. (2006). Cardiovascular disease and alzheimer's disease: Common links.

Journal of Internal Medicine, 260(3), 211-223. doi:10.1111/j.1365-2796.2006.01687.x

Stern, Y., Gurland, B., Tatemichi, T. K., Tang, M. X., Wilder, D. og Mayeux, R. (1994).

Influence of education and occupation on the incidence of alzheimer's disease. JAMA :

The Journal of the American Medical Association, 271(13), 1004-1010.

Page 61: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 55

Szekely, C. A., Thorne, J. E., Zandi, P. P., Ek, M., Messias, E., Breitner, J. C. og Goodman,

S. N. (2004). Nonsteroidal anti-inflammatory drugs for the prevention of alzheimer's

disease: A systematic review. Neuroepidemiology, 23(4), 159-169.

doi:10.1159/000078501

Szekely, C. A., Town, T. og Zandi, P. P. (2007). NSAIDs for the chemoprevention of

alzheimer's disease. Sub-Cellular Biochemistry, 42, 229-248.

Talbot, K., Wang, H. Y., Kazi, H., Han, L. Y., Bakshi, K. P., Stucky, A., . . . Arnold, S. E.

(2012). Demonstrated brain insulin resistance in alzheimer's disease patients is

associated with IGF-1 resistance, IRS-1 dysregulation, and cognitive decline. The

Journal of Clinical Investigation, 122(4), 1316-1338. doi:10.1172/JCI59903;

10.1172/JCI59903

Tang, M. X., Jacobs, D., Stern, Y., Marder, K., Schofield, P., Gurland, B., . . . Mayeux, R.

(1996). Effect of oestrogen during menopause on risk and age at onset of alzheimer's

disease. Lancet, 348(9025), 429-432. doi:10.1016/S0140-6736(96)03356-9

Teixeira, J., Silva, T., Andrade, P. B. og Borges, F. (2013). Alzheimer's disease and

antioxidant therapy: How long how far? Current Medicinal Chemistry, 20(24), 2939-

2952.

Ten Brinke, L. F., Bolandzadeh, N., Nagamatsu, L. S., Hsu, C. L., Davis, J. C., Miran-Khan,

K. og Liu-Ambrose, T. (2014). Aerobic exercise increases hippocampal volume in older

women with probable mild cognitive impairment: A 6-month randomised controlled

trial. British Journal of Sports Medicine, doi:10.1136/bjsports-2013-093184 [doi]

Thal, L. J., Grundman, M., Berg, J., Ernstrom, K., Margolin, R., Pfeiffer, E., . . . Thomas, R.

G. (2003). Idebenone treatment fails to slow cognitive decline in alzheimer's disease.

Neurology, 61(11), 1498-1502.

Trivedi, B. (2012). Eat your way to dementia. New Scientist, 215(2880), 32-37.

doi:10.1016/S0262-4079(12)62276-3

Page 62: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 56

Tsivgoulis, G., Judd, S., Letter, A. J., Alexandrov, A. V., Howard, G., Nahab, F., . . . Wadley,

V. G. (2013). Adherence to a mediterranean diet and risk of incident cognitive

impairment. Neurology, 80(18), 1684-1692. doi:10.1212/WNL.0b013e3182904f69 [doi]

Tuppo, E. E. og Arias, H. R. (2005). The role of inflammation in alzheimer's disease. The

International Journal of Biochemistry & Cell Biology, 37(2), 289-305.

doi:10.1016/j.biocel.2004.07.009

U.S. National Library of Medicine. (2008). ClinicalTrials.gov- clinical trial phases. Sótt 11.

apríl 2014 af http://www.nlm.nih.gov/services/ctphases.html

UNESCO. (2013). Mediterranean diet. Sótt 28. mars 2014 af

http://www.unesco.org/culture/ich/index.php?lg=en&pg=00011&RL=00884

Vagnucci Jr, A. H. og Li, W. W. (2003). Alzheimer's disease and angiogenesis. The Lancet,

361(9357), 605-608. doi:10.1016/S0140-6736(03)12521-4

Vann, A. (2010). Alzheimer's and baby boomers. American Journal of Alzheimer's Disease

and Other Dementias, 25(6), 477-478. doi:10.1177/1533317510374225

Villaflores, O. B., Chen, Y. J., Chen, C. P., Yeh, J. M. og Wu, T. Y. (2012). Curcuminoids

and resveratrol as anti-alzheimer agents. Taiwanese Journal of Obstetrics & Gynecology,

51(4), 515-525. doi:10.1016/j.tjog.2012.09.005; 10.1016/j.tjog.2012.09.005

Vingtdeux, V., Dreses-Werringloer, U., Zhao, H., Davies, P. og Marambaud, P. (2008).

Therapeutic potential of resveratrol in alzheimer's disease. BMC Neuroscience, 9, 1-5.

doi:10.1186/1471-2202-9-S2-S6

Wang, R., Yan, H. og Tang, X. C. (2006). Progress in studies of huperzine A, a natural

cholinesterase inhibitor from chinese herbal medicine. Acta Pharmacologica Sinica,

27(1), 1-26. doi:10.1111/j.1745-7254.2006.00255.x

Wang, X., Wang, L. P., Tang, H., Shan, W. Y., Wang, X., Liu, D., . . . Zhu, L. Q. (2014).

Acetyl-L-carnitine rescues scopolamine-induced memory deficits by restoring insulin-

like growth factor II via decreasing p53 oxidation. Neuropharmacology, 76 Pt A, 80-87.

doi:10.1016/j.neuropharm.2013.08.022; 10.1016/j.neuropharm.2013.08.022

Page 63: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 57

Weill Cornell Medical College. (2013). Updated results from phase 3 trial of IVIG for

alzheimer's disease. Sciencedaily,

Wilson, R. S., Boyle, P. A., Yu, L., Barnes, L. L., Schneider, J. A. og Bennett, D. A. (2013).

Life-span cognitive activity, neuropathologic burden, and cognitive aging. Neurology,

81(4), 314-321. doi:10.1212/WNL.0b013e31829c5e8a [doi]

Winblad, B., Kilander, L., Eriksson, S., Minthon, L., Batsman, S., Wetterholm, A. L., . . .

Severe Alzheimer's Disease Study Group. (2006). Donepezil in patients with severe

alzheimer's disease: Double-blind, parallel-group, placebo-controlled study. Lancet,

367(9516), 1057-1065. doi:10.1016/S0140-6736(06)68350-5

Woodruff-Pak, D. S., Vogel, R. W.,3rd og Wenk, G. L. (2001). Galantamine: Effect on

nicotinic receptor binding, acetylcholinesterase inhibition, and learning. Proceedings of

the National Academy of Sciences of the United States of America, 98(4), 2089-2094.

doi:10.1073/pnas.031584398

Woods, B., Spector, A., Jones, C., Orrell, M. og Davies, S. (2005). Reminiscence therapy for

dementia. The Cochrane Database of Systematic Reviews, (2)(2), CD001120.

doi:10.1002/14651858.CD001120.pub2 [doi]

World Health Organization. (1993). The ICD-10 classication of mental and behavioural

disorders: diagnostic criteria for research. Geneva: World Health Organization.

Xing, S. H., Zhu, C. X., Zhang, R. og An, L. (2014). Huperzine A in the treatment of

alzheimer's disease and vascular dementia: A meta-analysis. Evidence-Based

Complementary and Alternative Medicine : ECAM, 2014, 363985.

doi:10.1155/2014/363985

Yang, G., Wang, Y., Tian, J. og Liu, J. P. (2013). Huperzine a for alzheimer's disease: A

systematic review and meta-analysis of randomized clinical trials. PloS One, 8(9),

e74916. doi:10.1371/journal.pone.0074916; 10.1371/journal.pone.0074916

Yang, Y. og Song, W. (2013). Molecular links between alzheimer's disease and diabetes

mellitus. Neuroscience, 250, 140-150. doi:10.1016/j.neuroscience.2013.07.009;

10.1016/j.neuroscience.2013.07.009

Page 64: Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum: Lyf og lyfleysur · Psychiatrichen Universitätsklinik í Heidelberg sem aðstoðarmaður prófessors Emils Kraeplins sem var þekktur

MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ ALZHEIMERSSJÚKDÓMNUM: LYF OG LYFLEYSUR 58

Yiannopoulou, K. G. og Papageorgiou, S. G. (2013). Current and future treatments for

alzheimer's disease. Therapeutic Advances in Neurological Disorders, 6(1), 19-33.

doi:10.1177/1756285612461679; 10.1177/1756285612461679

Yuan, Y., Niu, F., Liu, Y. og Lu, N. (2014). Zinc and its effects on oxidative stress in

alzheimer's disease. Neurological Sciences : Official Journal of the Italian Neurological

Society and of the Italian Society of Clinical Neurophysiology, doi:10.1007/s10072-014-

1668-x

Zhang, H. Y., Zheng, C. Y., Yan, H., Wang, Z. F., Tang, L. L., Gao, X. og Tang, X. C.

(2008). Potential therapeutic targets of huperzine A for alzheimer's disease and vascular

dementia. Chemico-Biological Interactions, 175(1-3), 396-402.

doi:10.1016/j.cbi.2008.04.049; 10.1016/j.cbi.2008.04.049

Zhang, J., Yang, J., Zhang, C., Jiang, X., Zhou, H. og Liu, M. (2012). Calcium antagonists

for acute ischemic stroke. The Cochrane Database of Systematic Reviews, 5, CD001928.

doi:10.1002/14651858.CD001928.pub2; 10.1002/14651858.CD001928.pub2

Zigman, W. B. (2013). Atypical aging in down syndrome. Developmental Disabilities

Research Reviews, 18(1), 51-67. doi:10.1002/ddrr.1128; 10.1002/ddrr.1128