38
Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara Lausnahefti til kennara Minnsta málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFSRÖÐ Hljómplötuskápurinn hans pabba Íslenskir diskar í stafrófsröð eftir flytjendum: Baggalútur: Pabbi þarf að vinna Björk: Debut Botnleðja: Magnyl Bubbi: Frelsi til sölu HAM: Lengi lifi Hjálmar: Ferðasót Hljómsveit Ingimars Eydal: Litla sæta ljúfan góða KK band: Bein leið Lay Low: Farewell Good Night’s Sleep Mannakorn: Í gegnum tíðina Mugison: Mugimama, is this monkeymusic Sigurrós: Takk… Spilverk þjóðanna: Götuskór Stuðmenn: Sumar á Sýrlandi Trúbrot: Lifun Þursaflokkurinn: Þursabit Erlendir diskar í stafrófsröð eftir flytjendum: The Clash: London Calling The Beatles: Let It Be Miles Davis (eða Davis, Miles): Kind of Blue Deep Purple: Machine Head Duffy: Rockferry Bob Dylan (eða Dylan, Bob): Infidel The Kinks: Lola Led Zeppelin: Houses of the Holy John Lennon (eða Lennon, John): Imagine Pink Floyd: Dark Side of the Moon Pink Floyd: The Wall Rolling Stones: Exile on Main Street Bruce Springsteen (eða Springsteen, Bruce): Born to Run U2: The Joshua Tree Neil Young (eða Young, Neil): Harvest

lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Lausnahefti til kennara Minnsta málið – Vinnubók 1

1. STAFRÓFSRÖÐ

Hljómplötuskápurinn hans pabba

Íslenskir diskar í stafrófsröð eftir flytjendum: Baggalútur: Pabbi þarf að vinna Björk: Debut Botnleðja: Magnyl Bubbi: Frelsi til sölu HAM: Lengi lifi Hjálmar: Ferðasót Hljómsveit Ingimars Eydal: Litla sæta ljúfan góða KK band: Bein leið Lay Low: Farewell Good Night’s Sleep Mannakorn: Í gegnum tíðina Mugison: Mugimama, is this monkeymusic Sigurrós: Takk… Spilverk þjóðanna: Götuskór Stuðmenn: Sumar á Sýrlandi Trúbrot: Lifun Þursaflokkurinn: Þursabit

Erlendir diskar í stafrófsröð eftir flytjendum: The Clash: London Calling The Beatles: Let It Be Miles Davis (eða Davis, Miles): Kind of Blue Deep Purple: Machine Head Duffy: Rockferry Bob Dylan (eða Dylan, Bob): Infidel The Kinks: Lola Led Zeppelin: Houses of the Holy John Lennon (eða Lennon, John): Imagine Pink Floyd: Dark Side of the Moon Pink Floyd: The Wall Rolling Stones: Exile on Main Street Bruce Springsteen (eða Springsteen, Bruce): Born to Run U2: The Joshua Tree Neil Young (eða Young, Neil): Harvest

Page 2: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

3. NAFNORÐ – EYÐUFYLLING Skrifaðu nafnorð að eigin vali í eyðurnar.

Tillaga. Maður nokkur, Tómas að nafni, komst óvænt til mikilla metorða. Þegar gamall vinur Tómasar frétti af þessari upphefð vinar síns, hélt hann á fund hans til að samfagna honum. En þá gerðist það að Tómas þóttist ekki þekkja sinn gamla vin. Brá vininum nokkuð við þessa afgreiðslu en var fljótur að átta sig og sagði: „Það var þá rétt sem ég heyrði. Að þú værir orðinn blindur.“

4. NAFNORÐ Strikaðu undir nafnorðin í textanum.

Kaffi og kakó var framleitt til útflutnings, en heimamenn ræktuðu ávexti, grænmeti og ýmislegt annað til eigin neyslu. Framan af síðustu öld var gúmmí helsta útflutningsvara Líberíumanna, en á sjötta áratugnum var farið að vinna þar járngrýti til útflutnings. Demanta og gull er einnig að finna í Líberíu. Talsverður uppgangur var í sjávarútvegi í Líberíu á níunda áratug síðustu aldar og veiddu heimamenn meðal annars kola, humar, rækju og ýmsar krabbategundir, en sjávarútvegurinn nánast hrundi í byrjun tíunda áratugarins vegna borgarastyrjaldarinnar. Nokkrar vatnsaflsvirkjanir eru í Líberíu. Veldu þrjú orðanna sem þú strikaðir undir og fallbeygðu þau í eintölu og fleirtölu.

Dæmi:

et. nf. öld áratugur rækja þf. öld áratug rækju þgf. öld áratugi rækju ef. aldar áratugar rækju ft. nf. aldir áratugir rækjur þf. aldir áratugi rækjur þgf. öldum áratugum rækjum ef. alda áratuga rækja

Skrifaðu kennimyndir orðsins tugur: tugur tugar tugir

Page 3: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

5. VÍÐTÆK MERKING, ÞRENGRI MERKING Raðaðu eftirfarandi nafnorðum þannig upp að fyrst komi það orð sem hefur víðustu merkinguna og síðan koll af kolli. (Dæmi: dýr – nautgripur – kálfur.)

Farartæki, farartæki á hjólum, bíll, Volkswagen, Volkswagen Golf, Golfinn hennar mömmu. Er þessi staðhæfing rétt?

Allar kýr eru dýr en öll dýr eru ekki kýr. Já. Hvort eftirfarandi lýsingarorða hefur þrengri merkingu?

öfundsjúkur afbrýðisamur (tengist einkum öfund gagnvart keppinaut um ástir eða hylli)

6. SKAMMSTAFANIR Hvað merkja eftirfarandi skammstafanir?

t.d. þ.e. s.s. m.a.s. o.þ.h.

til dæmis það er svo sem meira að segja og þess háttar

u.þ.b. m.a. o.fl. t.a.m. e.t.v.

um það bilmeðal annars og fleira til að mynda ef til vill

7. ALMENN EYÐUFYLLING Skrifaðu orð úr kassanum í eyðurnar. Athugaðu að þú gætir þurft að beygja orðin.

Förumunkur kom til ágjarns manns og beiddist ölmusu. Þá mælti hinn ágjarni: „Ef þú gerir eina bón mína, þá skal ég gera allt sem þú biður mig um.“ Munkurinn spurði: „Hvaða bón er það?“ „Að þú biðjir mig aldrei um nokkurn hlut.“

Page 4: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

8. SAMSETT ORÐ Tengdu orð í vinstra dálkinum við orð í hægra dálkinum þannig að úr verði eitt orð. Stundum þarf að breyta orðunum örlítið. Skrifaðu samsettu orðin á línurnar.

steinn A saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H

D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber

steindrapsamfagna ljónshaus veiðiför landstjóri skotfæri jarðarber mánaðamót

9. KROSSGÁTA Lárétt 4. eldfjall 5. vika 6. belja 8. einmana 11. ekta 12. eitur 13. almanak 16. einvaldur 17. bara 18. bófi

Lóðrétt 1. eldavél 2. elda 3. ekkja 4. eldast 7. elding 9. árna 10. bringusund 11. einkunn 14. bifreið 15. blístra

Page 5: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

10. NAFNORÐ – KYN, TALA, FALL Greindu undirstrikuðu orðin í töflunni.

Einn af þeim konungum sem settu svip sinn á sögu Norðurlanda á þeim tíma er Ísland var að byggjast var Haraldur Gormsson Danakonungur, oft nefndur Haraldur blátönn. Hann ríkti frá um 950–985. Eftir því sem sagan segir færði hann út lendur Dana og kristnaði landið. Þá kom hann við sögu Íslendinga, er hann bauð fjölkunnugum manni að fara í hvalslíki til landsins og kanna aðstæður áður en hann sigldi þangað með her sinn. En landvættirnar stóðu vörð um landið og niðurstaða mannsins í hvalslíkinu var sú að ráða konungi frá því að fara með her til Íslands. konungum kk ft þgfNorðurlanda hk ft efblátönn kvk et nfsagan kvk et nflendur kvk ft þflandið hk et þfÍslendinga kk ft efmanni kk et þgflandsins hk et efher kk et þflandvættirnar kvk ft nfmannsins kk et ef

11. ORÐABÓKIN Bílar Skrifaðu eins mörg orð yfir bíla og þú þekkir.

Dæmi: kaggi, skrjóður, blikkdós, bifreið, kranabíll, líkbíll, strætó, vörubíll, drusla... Sum þessara orða eru gildishlaðin (drusla), önnur hlutlaus (bifreið). Veðrátta Skrifaðu eins mörg orð yfir veðráttu og þér detta í hug.

Dæmi: súld, rigning, hraglandi, kalsi, slydda, kuldatíð, hitabylgja, éljagangur, skafrenningur, frost, skúrir, úrhelli....

Page 6: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Landslag Skrifaðu tíu orð yfir það sem sjá má í landslagi.

Dæmi: fjall, á, hóll, steinn, bjarg, berg, fell, hæð, lækjarspræna, fljót, klettur, strönd, strandlengja, fjallshnúkur, stapi, háls...

12. FALLBEYGING Fallbeygðu orðin í eintölu og fleirtölu.

nf. vetur móðir ærþf. vetur móður áþgf. vetri móður áef. vetrar móður ær nf. vetur mæður ærþf. vetur mæður ærþgf. vetrum mæðrum ámef. vetra mæðra áa

13. KENNIFÖLL Skrifaðu í eyðurnar kenniföll orðanna sem þú varst að beygja.

vetur vetrar veturmóðir móður mæðurær ær ær

14. ORÐATILTÆKI Útskýrðu merkingu orðatiltækjanna með eigin orðum og sýndu svo dæmi um notkunina.

Að berjast í bökkum Að berjast í bökkum merkir að hafa varla nóg til að komast af. Upphafleg merking: reyna að komast upp á bakka (úr fljóti eða vatni). Dæmi: Atvinnulaust fólk berst í bökkum. Að róa að einhverju öllum árum

Page 7: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Að gera allt til að ná einhverju fram; til að eitthvað verði að veruleika. Orðasambandið er greinilega fengið úr sjómannamáli. Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði Nú er ég aldeilis hissa. Engum blöðum er um eitthvað að fletta Það liggur alveg ljóst fyrir; það er alveg klárt. (það þarf ekki að fletta upp á neinu (í lagabókum) í því sambandi) Að bera beinin (einhvers staðar) Að deyja og vera grafinn (einhvers staðar)

15. LÝSINGARORÐ Strikaðu undir lýsingarorðin í textanum.

Einn geisli frá sólinni, sem er að setjast, skín inn í tómlegan fangaklefann. Sólin skín jafnt yfir vonda og góða. Fanginn horfir svipdimmur og hörkulegur á kaldan geislann og augnaráðið er ljótt. Dálítill fugl kemur fljúgandi að gluggagrindinni. Fuglinn syngur jafnt fyrir réttláta og rangláta, hann kvakar: „Ví, ví,“ situr kyrr um stund við grindina, reytir af sér eina fjöður og ýfir á sér fiðrið um háls og bringu – og vondi maðurinn hlekkjaði horfir á það, og mýkist þá svipurinn nokkuð, þó harður sé og ófrýnn.

16. STIGBREYTING LÝSINGARORÐA Stigbreyttu lýsingarorðin hér fyrir neðan.

FRUMSTIG MIÐSTIG EFSTASTIG

fagur fegurri fegursturhreinn hreinni hreinasturungur yngri yngstursvangur svengri svengsturmjúkur mýkri mýksturgrannur grennri grennsturþungur þyngri þyngsturvondur verri verstur

Page 8: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

illur verri versturmargur fleiri flesturlágur lægri lægsturháll hálli hálasturþröngur þrengri þrengsturmagur magrari/megurri magrastur/megurstur grænn grænni grænasturlangur lengri lengsturstuttur styttri stystur

17. KROSSGÁTA Lárétt

3. Brennisteinn. 5. Ermi. 9. Eyða. 10. Eldspýta. 11. Hellur. 12. Enginn. 13. Elta. 14. Elgur. 16. Eygja. 17. Boli.

Lóðrétt

1. Eskimói. 2. Strit. 4. Tómlegur. 6. Ellefti. 7. Epli. 8. Útlendur. 9. Engill. 14. Eyja. 15. Eldgos. 16. Engi.

18. ÞRAUTIR Raðaðu stafakössunum þannig að út komi kunnugleg braglína.

Fyrr var oft í koti kátt. Raðaðu stafakössunum þannig að út komi algengur málsháttur.

Blindur er bóklaus maður.

Page 9: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

19. EYÐUFYLLING Bættu lýsingarorðum inn í textann úr kassanum eins og við á og breyttu þeim svo þau passi. Í kassanum er stofnmynd orðanna.

Þormóður var nokkru (1)eldri en þó var Þorgeir (2)sterkari. Þormóður þótti strax á unga aldri (3)hvatur maður og (4)hugprúður. Hár hans var (5)svart og (6)hrokkið. Þorgeir var (7)bráðger maður, (8)mikill vexti og kappsfullur.

20. STOFN LÝSINGARORÐA Finndu stofn lýsingarorðanna fyrir neðan.

ORÐ STOFN (KVK. ET. NF.) svangur (hún er) svöng grannur (hún er) grönn langur (hún er) löng fagur (hún er) fögur lágur (hún er) lág

21. FALLBEYGING LÝSINGARORÐA Fallbeygðu orðin saman í eintölu og fleirtölu.

nf. leikin stúlka leiknar stúlkurþf. leikna stúlku leiknar stúlkurþgf. leikinni stúlku leiknum stúlkumef. leikinnar stúlku leikinna stúlkna nf. feiminn drengur feimnir drengirþf. feiminn dreng feimna drengiþgf. feimnum dreng feimnum drengjum ef. feimins drengs feiminna drengja nf. fallegt barn falleg börnþf. fallegt barn falleg börnþgf. fallegu barni fallegum börnumef. fallegs barns fallegra barna

Page 10: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

22. KYN LÝSINGARORÐA Greindu kyn lýsingarorðanna. Athugaðu að þau standa öll í eintölu.

langt (hk) fyndin (kvk) hál (kvk) frjór (kk ) brýnt (hk )

háll (kk) gömul (kvk) knár (kk) löt (kvk) fagur (kk)

léttfætt (kvk) fagurt ( hk ) hljóð (kvk) ungt (hk) mjúk (kvk)

dýrlegur (kk) ódýr (kvk) blár (kk) björt (kvk) grannt (hk)

Geturðu verið viss um kyn á lýsingarorðinu stór ef það stendur eitt sér? Hvaða kyn getur það mögulega haft? (Miðaðu bæði við eintölu og fleirtölu!)

Öll – Í kk og kvk í eintölu og í hk fleirtölu.

23. FLEIRTALA Skrifaðu fleirtölumyndir orðanna (ef þær eru til).

sól sólir fjall fjöll kálfur kálfar brú brýr her herir hérað héruð land lönd starf störf dóttir dætur skari skarar kind kindur hundrað hundruð mjólk dýr dýr fótur fætur Sumir segja hundruðir manna. Telst það vera rétt samkvæmt orðabókum?

Nei, hundruð er rétt (hk.ft.).

24. STAFSETNING Veldu réttan staf úr svigunum og settu í eyðurnar.

Arngrímur Jónsson lærði, sem var uppi á sextándu og sautjándu öld, var prestur á Melstað í Miðfirði og prófastur í Húnavatnsþingi, en þekktastur er hann þó fyrir fræðistörf. Julian Duranona fæddist á Kúbu, en gerðist íslenskur ríkisborgari. Hann lék um skeið með íslenska landsliðinu í handknattleik og skoraði mörg mörk. Hann leikur nú með

Page 11: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

liði í Þýskalandi. Það hefur rignt mikið í dag, en veðurfræðingurinn í sjónvarpinu sagði í gær að það ætti að stytta upp seinnipartinn og jafnvel bregða fyrir sólarglætu. Sagan Keflvíkingasaga er eftir Þórarin Eldjárn, en hún segir frá því þegar landnámsmaður aftan úr forneskju siglir öllum að óvörum inn í nútímann. Síðastliðinn mánudag skráði Hreggviður sig í nám á hugvísindasviði Háskóla Íslands, en undanfarin þrjú ár hefur hann starfað við menntamálaráðuneytið.

25. KROSSGÁTA Lárétt

2. Fastur. 5. Eyðimörk. 8. Farangur. 10. Blikka. 11. Faðma. 14. Fatnaður. 15. Fagur. 16. Draumórar. 17. Falla

Lóðrétt

1. Fallhlíf. 3. Sérfræðingur. 4. Eyra. 6. Evrópa. 7. Borða. 9. Fantur. 12. Pabbi. 13. Fag. 14. Farfugl. 15. Fata. 17. Fangi.

26. LÝSINGARORÐ Strikaðu undir lýsingarorðin í textanum.

Hann hélt út á þjóðveginn, því að þar taldi hann mestar líkur á að rekast á eitthvað forvitnilegt. Á miðri leið var lækur einn afar breiður, en ekki mjög djúpur. Komumaður var ungur, hraustlegur og hávaxinn. Hann hafði gildan eikarstaf í hendi og eigi annað vopna. Einn morgun var Hrói höttur á reiki í skóginum; þá sá hann ungan mann sem gekk áhyggjulaus eftir veginum og raulaði gamanvísu fyrir munni sér. Ókunni maðurinn var klæddur fagurri, skarlatsrauðri silkitreyju og samlitum buxum; hann hafði græna húfu á höfði með fagurrauðri fjöður í. Glæsilegt sverð hékk við hlið hans og voru hjöltun greypt gimsteinum. Í vinstri hendi hafði

Page 12: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

hann fagurlega útskorinn boga og vandaður örvamælir úr eikartré, silfurgreyptur hékk í breiðum silkifetli á baki hans. Aukaspurning: Hvaða orðflokki tilheyrir orðið úrvinda?

Lýsingarorð.

27. RÍM Finndu orð sem ríma við eftirfarandi orð.

Tillögur: saga Braga baga dagadýr kýr nýr hlýrsteinn beinn teinn sveinnklár smár hár tár

28. SAGNORÐ Strikaðu undir sagnirnar í textanum hér fyrir neðan.

Á sextándu öld var talsvert um rán útlendinga hér við land enda fjölmennt lið fiskimanna sem stundaði sjósókn á íslenskum miðum. Sumarið 1579 komu enskir (eða hollenskir) hvalveiðimenn frá Hollandi til Vestfjarða. Þeir rændu kirkjur og gerðu fleiri óskunda. Þessir ræningjar fréttu af ríkidæmi Eggerts Hannessonar sem bjó í Bæ á Rauðasandi í Barðastrandarsýslu en hann hafði áður verið lögmaður og hirðstjóri. Sagt er að tilefni ránsins hafi líka m.a. verið það að Eggert lét taka nokkra fálka af foringja ræningjanna þegar hann dvaldist á Bæ árið áður. Þrjótarnir rændu bæinn en tóku Eggert lögmann höndum og settu hann nakinn upp á hest og fluttu með sér langa leið til skips. Þeir héldu honum föngnum í mánuð og kúguðu af honum fé, og frændur og vinir guldu silfur til lausnar honum. Áður en þeir slepptu Eggerti létu þeir hann vinna eið að því að kæra þá ekki. Ræningjarnir herjuðu víðar og héldu síðan á brott með miklu herfangi. Eggert brást við skjótt þegar hann losnaði úr haldinu og fór á konungsfund og bað hann ásjár og varð honum vel ágengt því ræningjarnir voru gripnir í Hollandi og enduðu ævi sína í gálganum. Eggert flutti skömmu síðan alfarinn af Íslandi og settist að í Hamborg og bar þar beinin.

Page 13: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Svaraðu spurningunum.

1. Hversu algengar eru sagnir í venjulegum texta? Þær eru um fjórða hvert orð í venjulegum texta.

2. Hvaða sagnmynd finnum við í orðabókum? Í orðabókum finnum við nafnhátt sagna.

3. Hvað merkir orðasambandið „að bera beinin“? Það merkir að vera jarðaður.

4. Hvenær var 16. öld? 16. öldin stóð frá árinu 1500 til ársins 1600

5. Í hvaða tíð er textinn skrifaður? Hann er skrifaður í þátíð.

Skrifaðu sagnirnar í nafnhætti. (Hafðu í huga að sumar sagnir geta endað á -st í nafnhætti. Dæmi: (að) bregðast, (að) farast.)

fréttu (að) frétta lét (að) látadvaldist (að) dveljast gripnir (að) grípa brást (að) bregðast slepptu (að) sleppa bað (að) biðja guldu (að) gjalda

29. SAGNORÐ OG PERSÓNUR Beygðu sögnina að sofa eftir persónum í nútíð og þátíð.

Nútíð

pers. EINTALA pers. FLEIRTALA1.p. ég sef 1.p. við sofum2.p. þú sefur 2.p. þið sofið3.p. hann sefur 3.p. þeir sofa3.p. hún sefur 3.p. þær sofa3.p. það sefur 3.p. þau sofa Þátíð

pers. EINTALA pers. FLEIRTALA 1.p. ég svaf 1.p. við sváfum 2.p. þú svafst 2.p. þið sváfuð 3.p. hann/hún/það svaf 3.p. þeir/þær/þau sváfu

Page 14: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Aukaspurningar:

Hver er munur á merkingu orðanna sofa, sofna og svæfa?

Að sofa merkir að vera sofandi, að sofna merkir að fara úr vöku í svefn og að svæfa merkir að hjálpa einhverjum að sofna. Búðu til tíu samsett nafnorð með orðinu svefn. (Dæmi: svefnloft, dásvefn.)

svefnhöfgi, svefnsýki, kæfisvefn, draumsvefn, svefnþörf, svefnstaður, svefnherbergi, svefnleysi, svefngólf, nætursvefn.

30. TÍÐIR SAGNORÐA Skrifaðu sagnirnar hér að neðan í þátíð.

Ég syndi Ég synti Ég æpi Ég æpti Ég tala Ég talaði Ég ræ Ég reri Ég fer Ég fór Ég veð Ég óðÉg kem Ég kom Ég þvæ Ég þvoði/þó Ég sé Ég sá Ég herði Ég herti Ég kaupi Ég keypti Ég reima Ég reimaði Ég sef Ég svaf Ég leik Ég lékÉg vel Ég valdi Ég slæ Ég slóÉg hleyp Ég hljóp Ég hirði Ég hirti Ég sit Ég sat Ég dreg Ég dró Ég set Ég setti Ég vef Ég óf

31. TÖLUR SAGNORÐA Útbúðu setningar í eintölu og fleirtölu, nútíð og þátíð með sögnunum: borða, sjá, draga, vinna, þýða.

Tillögur: Ég borða aldrei morgunmat á morgnana. Georg og Jakob borða ekki hamborgara. Ég borðaði hangikjöt á aðfangadagskvöld. Við borðuðum á veitingastað í gær. Jónas sér mjög vel. Við sjáum ekki hvað stendur á töflunni.

Page 15: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Þú sást mig ekki syngja síðastliðinn laugardag. Benni og Nína sáu farsímann hennar Jónu á borðinu. Ég dreg bróður minn stundum með mér út í fótbolta. Þið dróguð andann djúpt áður en þið svöruðuð. Gréta dró sleðann aftur upp brekkuna. Þær drógu fram pennana og byrjuðu strax að skrifa. Hún vinnur ekki á fimmtudögum. Við vinnum í Krónunni aðra hverja helgi. Tómas vann í bakaríinu í tvö ár. Jón vann af kappi við lærdóminn. Hvað þýðir þetta orð? Lilja og Pétur þýða oft enskar smásögur í kennslutímum. Kennarinn þýddi textann fyrir okkur. Við Jónína þýddum heila skáldsögu á síðasta ári.

32. PERSÓNUR SAGNORÐA Greindu persónu og tölu sagnanna í textanum.

Hefur (2.p. / et.) þú aldrei farið til Akureyrar? spurði (3.p. / et.) Guðmundur, þegar hann hitti ( 3.p. / et. ) Guðrúnu. Ég fer ( 1.p. / et. ) þangað á morgun með mömmu, sagði (3.p. / et.) Guðrún. Við ætlum (1.p. / ft.) að fara í Lystigarðinn og sjá skemmtilegt leikrit. Mamma hefur (3.p. / et.) heldur ekki komið til Akureyrar svo það verður (3.p. / et.) nóg að gera. Ég kem (1.p. / et.) svo suður á laugardag. Aukaspurning: Finndu eina sögn í nafnhætti í textanum.

(að) fara

33. SAGNORÐ Greinið tíð, persónu og tölu sagnanna í textanum.

Guðmundur gekk upp á hólinn og horfði yfir landið. Sér hann þá að hestur kemur í áttina til hans. Hvað er nú þetta? segir Guðmundur. Þetta er undarlegt. Guðmundur sá að þetta var Skjóni gamli. Þegar hesturinn kom til hans segir hann: Hvers vegna hleypur þú svona? Voruð þið hrossin hrædd?

Page 16: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Sögn tíð persóna tala

gekk þt. 3.p. et.horfði þt. 3.p. et.sér nt. 3.p. et.kemur nt. 3.p. et.er nt. 3.p. et.segir nt. 3.p. et.er nt. 3.p. et.sá þt. 3.p. et.var þt. 3.p. et.kom þt. 3.p. et.segir nt. 3.p. et.hleypur nt. 2.p. et.voruð þt. 2.p. ft.

34. NÚTÍÐ OG ÞÁTÍÐ Skrifaðu upp eftirfarandi kafla og breyttu honum í nútíð (nafnháttur sagnanna í textanum breytist ekki).

Ég rétti honum hönd mína, reisi hann á fætur og reyni með öllu móti að gera honum skiljanlegt að hann þurfi ekkert illt að óttast af minni hendi. Þá lít ég við og sé, að villimaðurinn, sem ég hef slegið til jarðar með byssuskeftinu, er að rísa á fætur. Hann hefur aðeins fallið í rot. Ég bendi villimanninum mínum á þetta og talar hann þá einhver annarleg orð sem ég, eins og að líkindum ræður, skil alls ekki. Þetta eru fyrstu orðin sem ég hef heyrt af mannlegum vörum eftir tuttugu og fimm ára tíma. Áhrifin, sem þau hafa á mig, eru óumræðileg.

Aukaspurning: Ég rétti honum bókina. Ég fletti bókinni. Hvað er að segja um tíð sagnanna?

Þær geta bæði verið í nútíð og þátíð. Við getum einungis greint það af samhenginu.

Page 17: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

35. ORÐABÓKIN

Tölvur

Skrifaðu 10 íslensk orð sem tengjast tölvum á einn eða annan hátt.

Tölvuskjár, hugbúnaður, mús, tölvuleikur, netvafri, lyklaborð, tölvuforrit, fartölva, tölvustóll, tölvuborð ....

Fjármál

Skrifaðu eins mörg orð yfir fjármál og þér koma í hug.

Verðbólga, peningar, banki, vextir, lán, viðskipti, kreppa, verðhrun, skuldir, þensla, krónur, dalur .....

Grös og jurtir

Skrifaðu tíu orð yfir grös, jurtir og tré sem þú kannast við.

blóm, rós, plöntur, fífill, eik, smári, baldursbrá, reynitré, fura, greni, skógur, runnar, mosi, gras .....

36. KROSSGÁTA Lárétt 2. Fé. 4. Fell. 5. Ferningur. 6. Febrúar. 8. Feðgin. 9. Ferskur. 10. Fáfróður. 12. Ferskeytla. 13. Ferming. 14. Fermetri. 15. Fáni. 16. Fax.

Lóðrétt 1. Fátækur. 2. Fellibylur. 3. Fiðla. 5. Feitur. 7. Borga. 11. Feimni. 12. Fát. 14. Féhirsla.

Page 18: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

37. ORÐ OG ORÐFLOKKAR Sýndu fram á sams konar skyldleika hjá eftirfarandi orðum.

Nafnorð Sagnorð Lýsingarorð

erfiðleikar að erfiða erfiður styrkur að styrkja sterkurbit að bíta beitturkvöl að kvelja kvalinnljós að lýsa ljósstríð að stríða stríðurþyngsli að þyngja þungurþreyta að þreyta þreyttur birta að birta bjarturgleði að gleðja glaður

38. ORÐFLOKKAR Skráðu orðflokk orðanna sem standa fyrir framan svigana.

Það var svo bjart (lo) úti að birtan (no) skar í augun. Hann hafði vonað að það myndi ekki birta (so) svo skjótt. Hann var mjög þreyttur (lo) og þreytan (no) lagðist illa í hann. Það var slæmt að þreyta (so) sig á þessu smáræði. Góður hnífur með gott bit (no) er veiðimönnum nauðsynlegur. Hnífurinn hans var mjög beittur (lo) enda þurfti hann að bíta (so) vel.

39. ATKVÆÐI Skráðu atkvæðafjölda orðanna í svigana.

hugulsöm (3) Grasafræðigarðinum (7) fyrirmynd (3) flotaforingi (5) undirdjúpanna (5)

ófyrirsjáanlegt (6)margmenni (3) skrúfuspaðar (4) iðaði (3)

Page 19: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

40. ORÐAFORÐI „Á miðju gólfi stóð viðhafnarlaust tréborð.“ Hvers konar borð er viðhafnarlaust?

Hversdagslegt; sem ekki er mjög fínt.

41. ORÐATILTÆKI (ORÐTÖK) Hér koma fjögur algeng orðatiltæki sem gott er að kunna skil á.

Útskýrðu merkingu þeirra með eigin orðum og sýndu svo dæmi um hvernig má nota þau.

Að vera óskrifað blað

Sem ekkert er vitað um eða þá að ekki er vitað hvernig muni spjara sig í ákveðnum kringumstæðum. - Þegar hún byrjaði í náminu má segja að hún hafi verið óskrifað blað.

Að koma af fjöllum

Að hafa ekki hugmynd um eitthvað. (Upphaflega tengist þetta því að viðkomandi hefur verið í óbyggðum og ekki haft tök á að fylgjast með því sem gerðist í mannfélaginu.) - Þegar hún sagði honum frá slysinu kom hann af fjöllum.

Að fara á fjörurnar við einhvern

Að biðja einhvern um eitthvað, fara fram á eitthvað við einhvern. Leita ásta við einhvern. (Tengist upphaflega því að ganga á fjörur í leit að einhverju.) - Mig grunar að hann Siggi sé að fara á fjörurnar við hana Láru.

Að hafa marga fjöruna sopið

Að hafa reynt mikið; prófað margt. - Hún vissi að hann hafði marga fjöruna sopið til að ná þangað sem hann var nú.

Skrifaðu upp tvö orðtök og láttu orðið ermi (ft. ermar) koma fyrir í þeim báðum.

- Að bretta upp ermarnar. - Að hrista eitthvað fram úr erminni. - Að láta hendur standa fram úr ermum.

Page 20: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

42. LÝSINGARORÐ Veldu lýsingarorð til að skrifa á línurnar.

Dæmi: Gúllíver sá einkennilega furðuveru koma í áttina til sín. Þessi vera sem virtist vera bæði ráðrík og skapmikil hafði einkennilegan hatt á höfði. Þrátt fyrir smæðina var andlit verunnar tilkomumikið. Gúllíver gat lítið hreyft höfuðið vegna þess að hár hans, sem var bæði sítt og úfið, var fest við jörðina. Ekki bætti hitinn frá sólinni úr skák. Gúllíver fann fyrir því að hann var bæði þyrstur og þreyttur. Aukaspurning: Orðið vera kemur tvisvar fyrir í textanum. Í hvaða orðflokkumstendur það?

Nafnorð og sagnorð.

44. HLJÓÐ DÝRANNA Hljóð hundanna heitir gelt. Hvað heitir hljóð katta, kúa, hænsna og hesta?

katta = mjálm, kúa = baul, hænsna = gagg, hesta = hnegg

45. ORÐFLOKKAGREINING Skráðu í svigana orðflokk orðanna fyrir framan þá.

Til þess að vera (so) viss (lo), herti (so) ég á og ýtti (so) á eftir, þar til allur handleggurinn (no) var (so) kominn (so) ofan í hann upp að öxl (no). En hvernig átti (so) ég svo að losa (so) mig? Mér leið (so) ekkert vel í þessari klípu (no), að horfast (so) þarna í augu (no) við úlf (no); og það voru (so) engin ástaraugu (no), sem við renndum (so) þar hvor til annars. Drægi (so) ég að mér handlegginn (no) var (so) hann vís (lo) með að rjúka (so) á mig enn vitlausari (lo) en áður, því að augun (no) tindruðu (so) í honum.

Page 21: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

46. KYN, TALA, FALL Fylltu réttar upplýsingar inn í töfluna.

kyn tala fallhamingja kvk et nfsteinvölum kvk ft þgfsjónina kvk et þfsjávar kk et efvasanum kk et þgfbananana kk ft þf

47. GREINIR Strikaðu undir nafnorðin sem eru með greini í textanum.

Einn morgun var Hrói höttur á reiki í skóginum; þá sá hann ungan mann sem gekk áhyggjulaus eftir veginum og raulaði gamanvísu fyrir munni sér. Frá runnunum gekk hann út í rjóður. Það birti fyrir augum þegar hann kom út úr skógarþykkninu því að þar ljómaði hádegissólin í allri sinni dýrð. Þá sá hann hvar hópur dádýra var á beit. Frændurnir héldu nú saman af stað til fylgsna skógarmannanna og ræddust við á leiðinni, því þeir höfðu margt að segja hvor öðrum. Þegar þeir nálguðust fylgsnin, tók Hrói höttur hornið frá belti sér og blés í það snöggt. Óðara en hljómurinn hætti, stóð Litli-Jón við hlið honum.

48. ANDHEITI Finndu andheiti þessara orða.

fyrsta leyfa ekkert hægt fleira

síðasta banna allt hratt færra

ysti erfitt stríð hvergi lágum

innstiauðvelt friður allstaðar háum

Page 22: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

49. FÖLL Í EINTÖLU OG FLEIRTÖLU Skrifaðu í svigana fall orðanna sem standa fyrir framan.

En þegar ég (nf) var nærri búinn að gefast upp og hafði ekki krafta (þf) til að halda mér (þgf) uppi lengur, þá fann ég loks botn (þf) með tánni og var þá mjög farið að ganga niður veðrið (nf). Ég varð að vaða nærri mílufjórðung til lands (ef), og var það rétt fyrir náttmál um kvöldið (þf). Ég hélt svo áfram upp eftir ströndinni (þgf) góðan spöl, en sá engin merki (þf) manna (ef) né mannabústaða (ef). Flettu upp orðinu náttmál. Hvað merkir það?

Tíminn um klukkan 21:00 (þegar nóttin byrjar)

50. ORÐAFORÐI Skrifaðu 10 orð yfir farartæki á sjó og vötnum.

Til dæmis: bátur, skip, kanó, kajak, fleki, kuggur, trilla, togari, prammi, gufuskip, seglskip, áttæringur, teinæringur, skekta, gondóli...

51. ORÐALEIKUR Raðaðu stöfunum upp á nýtt til að fá út orð.

keggs skegg akragú agúrka jeay eyja rödvel veröld ormstur stormur leklti ketill

53. SAGNORÐ Finndu sagnorðin í kaflanum hér fyrir neðan og skráðu á strikin. Þótt sama orðið komi fyrir oftar en einu sinni skaltu skrifa það. Þá eiga að koma út 24 orð.

Þegar keisarinn hafði rannsakað allt sem ég hafði í vösum mínum, bauð hann mér kurteislega að láta af hendi ýmsa muni. Fyrst heimtaði hann

Page 23: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

sverð mitt og fékk ég honum það. Þá bauð hann þremur þúsundum af einvala liði því sem fylgdi honum, að slá hring um mig með boga sína og örvar og vera viðbúnir að skjóta. Næst bað hann mig um að fá eitt af holu járnkeflunum mínum. Það voru vasabyssur mínar. Ég tók aðra upp og útskýrði eins og vel og ég gat til hvers hún væri höfð. Ég hlóð hana svo með tómu púðri, og varaði keisarann við, svo hann yrði ekki hræddur og hleypti svo úr byssunni upp í loftið. hafði rannsakað hafði bauð láta heimtaði fékk bauð fylgdi slá vera skjóta bað fá voru tók útskýrði gat væri höfð hlóð varaði yrði hleypti Hvað merkja undirstrikuðu orðin?

Nú var að komast ofan afturþá fór að grána gamanið komst nú góðan spöl

niður(þá fór allta að) versna vegalengd

54. FALLBEYGING Beygðu orðin í svigunum þannig að þau passi.

Beggja megin (dyrnar) dyranna voru (gluggar) gluggar og lágu þeir neðarlega og stutt frá (jörðin) jörðinni. (Keðjan) Keðjan sem hélt mér föngnum var fest af bestu (járnsmiðir) járnsmiðum (konungur) konungs. Annar endi (þessi) þessarar sveru (járnkeðja) járnkeðju var svo festur um vinstri (fóturinn) fótinn á mér með 36 (hengilásar) hengilásum. Gegnt (musterið) musterinu handan við (þjóðvegurinn) þjóðveginn stóð dálítill turn, að minnsta kosti 5 feta hár. Upp í (þessi) þennan turn steig keisarinn með mörgum helstu höfðingjum (hirðin) hirðarinnar til þess að geta séð (ég) mig sem best, að því er mér var sagt, því sjálfur gat ég ekki séð þá. Svo taldist (menn) mönnum til, sem hundrað þúsundir (landsmenn) landsmanna kæmu þá þangað í sömu (erindi) erindum, og þó að varðlið mitt ætti að gæta allrar reglu, þá hugsa ég að þeir hafi stundum ekki verið færri en 10 þúsundir, sem voru á gangi ofan á mér í einu, og komu þangað upp (stigar) stiga.

Page 24: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

55. KROSSGÁTA Lárétt

1. Flagga. 2. Fíll. 4. Bón. 6. Fjarlægur. 8. Fimm. 9. Fjölkynngi. 11. Fjórðungur. 12. Fjölbrautaskóli. 13. Fiskar. 14. Fjón.

Lóðrétt

1. Fjölskylda. 2. Fjórir. 3. Fjöldi. 5. Finnland. 6. Fíkniefni. 7. Gluggar. 8. Fjölnir. 10. Brjóta. 13. Fjós. 14. Fjöl.

56. STERKAR SAGNIR OG VEIKAR SAGNIR Aukaspurning: Hvað er sérstakt við sagnmyndina snerti hér að ofan?

Hún er eins í nútíð og þátíð. Skrifaðu hvort sagnirnar eru veikar eða sterkar.

hlaupa sterk spinna sterk borða veik reykja veik höggva sterk rjúka sterk sigla veik þrá veik synda veik vinna sterk flokka veik svamla veik saga veik sjóða sterk slá sterk bera sterk springa sterk anda veik rigna veik sprengja veik

57. ORÐFLOKKAGREINING Greindu orðin fyrir framan svigana í orðflokka (no. / so. / lo.).

Við komum (so) heim 13. apríl (no) 1702. Það ólán (no) henti (so) mig á skipinu (no) að rottur stálu (so) einni ánni (no) minni. Ég fann (so) beinagrind hennar þar inni í holu (no) og var hver kjöttætla kroppuð (so) af. Afganginum af fénaðinum kom ég heilum (lo) á land og kom öllu á

Page 25: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

haga (no) á ofurlítilli (lo) knattleikaflöt í kaupstaðnum (no) Grænuvík; þarvar gott (lo) gras og smágert (lo), sem fénaðurinn beit (so) með ánægju, svo að kvíði (no) minn um það reyndist (so) óþarfur (lo). Hvaða orð mundir þú nota um knattleikaflöt?

T.d. fótboltavöllur, handboltavöllur

58. FRAMBURÐUR – STAFSETNING Hver er munur á merkingu orðanna kvalinn og hvalinn?

Berðu þessi orð eins fram? Í hvaða falli og kyni er seinna orðið?

Í flestum landshlutum eru þau borin eins fram en margir Sunnlendingar nota enn hv-framburð á sinna orðinu. Hvalinn er í kk. og þolfalli.

59. PERSÓNUR SAGNORÐA Beygðu sagnirnar skjóta, hlaupa og stíga eftir persónum í nútíð eintölu og fleirtölu.

skjóta eintala fleirtala

1. persóna (ég ) skýt skjótum2. persóna (þú) skýtur skjótið3. pers. kk. (hann) skýtur skjóta3. pers. kvk. (hún) skýtur skjóta3. pers. hk. (það) skýtur skjóta hlaupa eintala fleirtala

1. persóna (ég ) hleyp hlaupum2. persóna (þú) hleypur hlaupið3. pers. kk. (hann) hleypur hlaupa3. pers. kvk. (hún) hleypur hlaupa3. pers. hk. (það) hleypur hlaupa

Page 26: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

stíga eintala fleirtala

1. persóna (ég ) stíg stígum2. persóna (þú) stígur stígið3. pers. kk. (hann) stígur stíga3. pers. kvk. (hún) stígur stíga3. pers. hk. (það) stígur stíga

60. ORÐATILTÆKI Hér koma fjögur algeng orðatiltæki sem gott er að kunna skil á.

Útskýrðu merkingu orðatiltækjanna með eigin orðum og sýndu svo dæmi um hvernig má nota þau.

Það dettur hvorki né drýpur af einhverjum

Einhver sem er ofur rólegur og sýnir lítil geðhrif . - Það dettur hvorki né drýpur af nýja starfsmanninum. Að snúa við blaðinu Að breyta algjörlega um lífsstíl eða verklag.

- Hann sneri við blaðinu og hætti að drekka. Eitthvað er erfiður biti að kyngja Það er erfitt era ð sætta sig við eitthvað.

- Niðurstaðan á prófinu var honum erfiður biti að kyngja. Að finna einhvern í fjöru

Að lúskra á einhverjum; að ganga hreinlega frá einhverjum. - Ég skal finna þig í fjöru ef þú hættir ekki að stríða henni.

61. KYN NAFNORÐA Finndu kyn orðanna sem standa fyrir framan eyðurnar.

Ég hélt svo áfram upp eftir ströndinni (kvk) góðan spöl (kk), en sá engin merki (hk) manna (kk) né mannabústaða (kk). Þann 5. nóvember gerði mikla þoku (kvk) og sáu skipverjar (kk) þá sker (hk) fyrir stafni (kk), svo sem 50 faðma (kk) frá okkur, en veðrið (hk) var svo mikið að okkur rak

Page 27: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

beint á boðann (kk) og braut skipið (hk) þar. Sjálfur synti ég eitthvað út í bláinn, þangað sem vindurinn (kk) og öldurnar (kvk) báru mig.

62. ANDHEITI Finndu andheiti eftirfarandi orða.

snemma seint máttleysi karftur síga lyftast veikur frískur rólegur ör hverfa birtast kalt heitt vaka sofaloka opna ungur gamall morgunn kvöld svipmikill dauflegur saddur svangur stirður liðugur sefast espast síðastur fyrstur

63. NÚTÍÐ OG ÞÁTÍÐ Breyttu textabrotinu fyrir neðan úr þátíð í nútíð.

Ég hleð hana svo með tómu púðri, og vara keisarann við, svo hann verði ekki hræddur og hleypi svo úr byssunni upp í loftið. Mörg hundruð manna detta til jarðar eins og þeir hafi verið skotnir, og sjálfur keisarinn missir í bili meðvitund sína, og tekur hann þó á allri sinni karlmennsku. Ég fæ þeim einnig vasaúr mitt og þykir hans hátign það mjög merkileg skepna, og býður tveimur hinum hæstu mönnum af lífverði sínum að bera það á stöng á öxlunum. Sverð mitt, vasabyssur og kúlupungur eru færð á vagni til hallar hans hátignar, en hitt dót mitt er mér fengið aftur.

64. NAFNORÐ Strikaðu undir nafnorðin í kaflanum.

Rétt eftir að ég var búinn að vinna þennan frækna sigur á þessum tveimur voldugu óvinum mínum, kom félagi minn. Hafði hann verið að leita að mér, því að þegar hann sá að ég kom ekki inn í skóginn á eftir honum, sneri hann til baka og hélt að ég hefði villst eða orðið fyrir einhverju slysi.

Page 28: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Aukaverkefni: Myndaðu setningu þar sem orðið færeyska kemur fram sem lýsingarorð og nafnorð.

Dæmi: Þessi færeyska stúlka sagði mér að það væri færeyska sem fólkið væri að tala.

65. SAMSETT ORÐ Búðu til fimm samsett orð með því að tengja saman orð úr hvorum ramma. Skrifaðu þau fyrir neðan. Fyrra orðið getur tekið einhverjum breytingum.

flotaforingi, kapphlaup, klukkustund, vatnsgusa, reykjarmökkur

66. STAFSETNING Veldu rétt orð úr svigunum til að skrifa á strikin.

Var það auðsótt en þó með því skilyrði að ég skemmdi ekkert, hvorki borgara né heimkynni þeirra. Svo var borgarbúum tilkynnt með auglýsingum að ég væri væntanlegur í skoðunarferð. Á múrnum eru rammbyggðir turnar með 10 feta bilum á milli. Borgin er nákvæmlega jafnhliða ferhyrningur og er hver hlið u.þ.b. 500 feta löng. Tvö aðalstrætin skipta bænum í fjóra hluta. Hann sagði að fyrir meira en 70 tunglum hefðu risið hér upp tveir andvígir flokkar í ríkinu, sem hefðu kallað sig Tam og Slam, eftir háum og lágum skóhælum, sem þeir höfðu að einkennismerkjum. Óvildin milli þessara flokka varð svo mögnuð, að þeir fengust hvorki til að borða né tala saman.

67. ORÐ SEM HLJÓMA EINS Myndaðu setingu þar sem orðin a) hver og kver b) kirkja og kyrkja c) leyti og leiti d) hvalir og kvalir koma fyrir.

a) Hver kom með þetta kver? b) Það stendur kirkja á hólnum þar sem þeir ætla að kyrkja mig. c) Um þetta leyti á morgun ætla ég að heimsækja Gróu á Leiti (leiti=hæð, hóll en getur líka verið bæjarnafn). d) Ætli hvalir líði stundum kvalir.

Page 29: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

68. ORÐFLOKKAGREINING Greindu orðin fyrir framan svigana í orðflokka (no / so / lo).

En það var (so) skráð (so) í lagabækur (no) Putalands (no) að hvern þann sem kastaði (so) einhverju óhreinu (lo) eða skemmdu (lo) inn fyrir hallarmúrana (no) mætti (so) dæma (so) til lífláts (no). Ég hefði (so) því fyrst átt (so) að hella (so) sápuskólpinu (no) úr ámunni (no) og fylla (so) hana svo af hreinu (lo) vatni (no) úr lindinni (no) áður en ég fór (so) að slökkva (so) eldinn (no). Hvað merkir orðið áma? Tunna.

69. FALLBEYGING Skrifaðu í svigana fall orðanna sem standa fyrir framan.

Ég (nf) rauk upp í fluginu (þgf). Öllum (þgf) var boðið að víkja úr vegi (þgf) fyrir mér (þgf) og af því bjart tunglsljós (nf) var lánaðist mér að komast til hallarinnar (ef) án þess að stíga ofan á nokkurn (þf) mann (þf). Ég sá að það hafði verið reistur stigi (nf) upp að herbergjum (þgf) keisara (ef) og búið var að sækja fjölda af vatnsskjólum (þgf), en vatn (þf) þurfti að sækja nokkuð langan (þf) veg (þf). Skjólur (nf) þessar voru á við vænar fingurbjargir (þf) og veslings fólkið (nf) bar til mín svo mikið af þeim (þgf) sem það orkaði, en eldurinn (nf) var svo magnaður að það dugði lítið. Hvað merkir orðið skjóla? Fata

70. SKAMMSTAFANIR Í MÁLFRÆÐI Hvað merkja eftirfarandi skammstafanir?

no., lo., so., nf., þf., þgf., ef., et., ft., nt., þt., 1.p., kk., kvk., hk.

nafnorð, lýsingarorð, sagnorð, nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall, eintala, fleirtala, nútíð, þátíð, 1. persóna, karlkyn, kvenkyn, hvorugkyn.

Page 30: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

71. SAMBEYGING Beygðu saman í eintölu og fleirtölu. Notaðu orðabók eða líttu á slóðina http://bin.arnastofnun.is ef þú ert ekki viss.

eintala nf. harður vetur góður dagurþf. harðan vetur góðan dagþgf. hörðum vetri góðum degief. harðs vetrar góðs dags fleirtala nf. harðir vetur góðir dagarþf. harða vetur góða dagaþgf. hörðum vetrum góðum dögumef. harðra vetra góðra daga

72. ORÐFLOKKAGREINING Greindu orðin fyrir framan svigana í orðflokka. (no / so / lo)

Þér hafið (so) valdið (so) fáleikum (no) milli okkar sem gerir (so) okkur lífið (no) gleðisnautt (lo). Þér talið (so) um frelsi (no). Þér hafið (so) barist (so) fyrir frelsi (no) og hafið (so) öðlast (so) það sjálfur, en neitið (so) okkur um það.

73. VEIK OG STERK BEYGING NAFNORÐA Skrifaðu í svigana (vb) ef orðið hefur veika beygingu og (sb) ef það hefur sterka beygingu.

gólf (sb) freigáta (vb) hola (vb) hraði (vb) skip (sb) morgunn (sb) sporður (sb) skepna (vb) ferlíki (sb) ketill (sb) vélstjóri (vb) þoka (vb) smjör (sb) súkkulaði (sb) frelsi (sb) kona (vb)

Page 31: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

74. ORÐABÓKIN Hvað merkja undirstrikuðu orðin?

Sá kvittur kom upp... - orðrómur. Menn háðu harðar rimmur... - deilur. ...urðu þar stöðugt þrætuefni... - deilumál. Á öndverðu ári 1867... - í upphafi (árs) Það kvað svo rammt að... - mikið, sterkt. Það var fyrirsjáanlegt... - það mátti sjá það fyrir. Hann réð sér ekki... – missti nánast stjórn á sér.

77. PERSÓNUFORNÖFN Fallbeygðu fornöfnin þú, hún, hann og það eins og búið er að gera með fornafnið ég.

eintala: nf. ég þú hann hún það þf. mig þig hann hana það þgf. mér þér honum henni því ef. mín þín hans hennar þess fleirtala nf. við þið þeir þær þau þf. okkur ykkur þá þær þau þgf. okkur ykkur þeim þeim þeim ef. okkar ykkar þeirra þeirra þeirra Strikaðu undir persónufornöfnin í textabrotinu.

Á járnbrautarstöðinni í Feneyjum upplifði ég dauða hans, því flest stórblöð Ítalíu voru með andlát hans þvert yfir forsíðuna. Þar sem ég stóð þarna fyrir framan blaðastandinn og virti forsíðurnar fyrir mér fór ég að hugsa um kynni okkar, en þau hófust með pílagrímsför hans til Íslands og ég var einskonar kynnir hans um landslag þeirrar arfleifðar sem við höfum verið hvað stoltust af.

Page 32: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

78. PERSÓNUFORNÖFN Ljúktu við setningarnar með því að bæta við persónufornafni.

Ég elska Þú hjálpaðir Hann fór með Ég sá Við lékum á Þeir sáu Þau fundu Þær töluðu við Hún ræddi við

hana. mér. þér. ykkur. þá. okkur. þig. mig. þá/þær/þau.

(3. p.et.)(1. p.et.) (2. p.et.) (2. p.ft.) (3. p.ft.) (1. p.ft.) (2. p.et.) (1. p.et.) (3. p.ft.)

Skrifaðu persónufornöfn í eyðurnar þannig að textinn gangi upp.

Dæmi: Þegar ég kom til Akureyrar var ég ákveðinn í að heimsæka hana, en mér til mikilla vonbrigða var hún ekki heima. Það var þá sem ég rakst á þig og hann. Þú áttir að flytja erindi á ráðstefnu um íslensk fræði.

79. ÞÁTÍÐ Beygðu sagnirnar eins og sýnt er.

Ég steig Við stigum Þið stiguðÉg gat Við gátum Þið gátuðÉg hraut Við hrutum Þið hrutuðÉg sveif Við svifum Þið svifuðÉg lyfti Við lyftum Þið lyftuð

80. KYN Greindu kyn orðanna sem standa framan við svigana (kk/kvk/hk).

Tveimur dögum (kk) eftir þennan atburð (kk) skipaði keisari (kk) þeim hluta (kk) af herliði (hk) hans, sem setu (kvk) átti í borginni (kvk) og umhverfis hana (kvk) að vera viðbúið, því hann (kk) ætlaði að útbúa mjög einkennilega skemmtun (kvk). Loks var mér gefið frelsi (hk) eftir samþykkt (kvk) alls ráðsins (hk), með skildögum (kk), sem ég vann eið

Page 33: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

(kk) að, eftir því sem lög (hk) þeirra mæla fyrir, og skyldi ég þá halda uppi hægra fæti (kk) mínum með vinstri hendi (kvk), og leggja hægri handar löngutöng (kvk) á hvirfil (kk) minn og þumalfingur (kk) ofan á hægra eyra (hk). Hvernig beygist orðið hönd í eintölu?

hönd hönd hendi handar

81. ANDHEITI Skrifaðu andheiti orðanna.

vel illa kveikja slökkvadagur nótt losa festasundur saman skemmst lengstlítið stórt niður upp

82. ORÐFLOKKARGREINING Skráðu orðflokk orðanna í svigana fyrir aftan þau.

Skógarmennirnir (no) fögnuðu (so) hástöfum, þegar foringinn (no) skipti (so) hinum (greinir) fögru (lo) vopnum (no) á milli þeirra (fn). Margir (lo) fóru (so) þegar að reyna (so) hin (gr) nýju (lo) vopn (no), aðrir sátu (so) kyrrir (lo) hjá riddaranum (no) og sveinum (no) hans (fn).

83. FALLBEYGING Beygðu saman í eintölu.

nf fagurt útsýni fagur klettur fögur náttúra þf fagurt útsýni fagran klett fagra náttúru þgf fögru útsýni fögrum kletti fagurri náttúru ef fagurs útsýnis fagurs kletts fagurrar náttúru

Page 34: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

84. KROSSGÁTA Lárétt 2. Flokkur. 4. Flugvél. 5. Dís. 6. Flet. 7. Folald. 10. Flís. 12. Flauta. 13. Fletta. 14. Digur. 15. Dimmur.

Lóðrétt 1. Flugsund. 2. Flygill. 3. Flóð. 4. Fljóta. 6. Flæðarmál. 7. Flaska. 8. Diskur. 9. Flatur. 11. Dalur. 13. Flúðir.

85. STAFSETNING Veldu rétt orð úr svigunum til að skrifa á strikin.

Bruninn sýndist nú orðinn óviðráðanlegur og þessi dýrlega höll hefði brunnið viðstöðulaust niður að grunni ef mér hefði þá ekki hugkvæmst eitt snjallræði. Þannig var mál með vexti að aðstoðarfólk mitt hafði átt í mestu vandræðum með að finna hentug þvottaáhöld í musteri mitt og höfðu því tekið á það ráð að koma með stóra tunnu handa mér. Og til þess að vera vissir um að ég lenti ekki í vatnsskorti, settu þeir ámuna við lind rétt hjá borgarhliðinu ekki ýkja langt frá konungshöllinni. Myndaðu samsett orð úr eftirfarandi orðapörum.

þáttur og taka þátttaka illur og leysanlegur illleysanlegur kross og saumur krosssaumur ydd og dunkur ydddunkur

Page 35: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

86. STIGBREYTING Stigbreyttu lýsingarorðin í eintölu í því kyni sem gefið er upp í sviganum.

orð FRUMSTIG MIÐSTIG EFSTASTIG glaður (hk) glatt glaðara glaðast fríður (hk) frítt fríðara fríðast hár (kk) hár hærri hæstur þungur (kvk) þung þyngri þyngst stór (kvk) stór stærri stærst

87. SAMHEITI Finndu eins mörg samheiti og þú getur við eftirfarandi orð.

þreyttur - lúinn, útkeyrður, uppgefinn, úrvinda …. glaður - kátur, hress, reifur, ánægður…. dapur - sorgmæddur, niðurdreginn, óglaður, daufur…. hús - hjallur, kofi, bygging, blokk…. hestur - fákur, jór, gæðingur, hryssa, foli…. kennari - leiðbeinandi, prófessor, lærifaðir… þjóðhöfðingi - þjóðarleiðtogi, konungur, forseti…

88. UPPRIFJUN

Kennimyndir sagna

Beygðu eftirfarandi sagnir í kennimyndum.

hlaupa hljóp hlupum hlaupið grípa greip gripum gripið sníða sneið sniðum sniðið smíða smíðaði smíðað valda olli ollum (ullum) valdið vefa óf ófum ofið hegna hegndi hegnt hengja hengdi hengt þegja þagði þagað

Page 36: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Finndu nafnorð sem er skylt sögninni að grípa. Grip

Finndu nafnorð sem er skylt sögninni að sníða. Snið

Myndaðu setningu þar sem sagnmyndirnar skýtur og skítur koma fyrir.

Það skýtur skökku við ef skítur sést á spariskóm þessa snyrtimennis.

Beyging fallorða

Beygðu þessi orð saman í öllum föllum eintölu og fleirtölu.

mikil hrifning fagur hjörtur mikla hrifningu fagran hjört mikilli hrifningu fögrum hirti mikillar hrifningar fagurs hjartar fagur hjörtur fagrir hirtir fagran hjört fagra hirti fögrum hirti fögrum hjörtum fagurs hjartar fagurra hjarta annað hús vitur kona annað hús vitra konu öðru húsi viturri konu annars húss viturrar konu önnur hús vitrar konur önnur hús vitrar konur öðrum húsum vitrum konum annarra húsa viturra kvenna Beygðu orðið kona í öllum föllum fleirtölu með greini.

konurnar, konurnar, konunum, kvennanna

Hvernig er orðið banani í þf. ft. með greini? bananana

Page 37: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Stafsetning

Ráðlagt er að nota klausur úr dagblöðum við stafsetningar-kennsluna og láta nemendur t.d. skrifa fimm til tíu línur eftir upplestri í hverri viku.

Um stafavíxl

Settu þátíðarmynd orðsins í eyðurnar.

Rúna hringdi í mig í gær. Barnið gegndi ekki móður sinni. Hann hvolfdi úr fötunni. Hún fylgdi mér heim. Hann negldi spýturnar saman og hengdi síðan frakkann á snagann. Litla stúlka signdi sig. Friðrik tefldi meistaralega.

Um hljóðlaust g

Settu sagnirnar í sviganum í eyðurnar og láttu þær standa í nútíð og í viðeigandi beygingarmynd.

Hér er ekkert nema skógur svo langt sem augað eygir. Barnið hneigir sig. Hann segir alltaf satt. Bóndinn heyjar í júlí.

Tvöfaldur samhljóði – einfaldur samhljóði

Settu einfaldan eða tvöfaldan samhljóð í eyðurnar.

Mér er illt í höfðinu. Hann tók snöggt viðbragð. Hún er gulls ígildi. Þú heimsóttir móður Halls og Þorkels í gær. Borðaðu eggið; það er hollt. Kústskaftið er holt að innan. Ég keppti í þrístökki í gær. Hann brenndi sig í fyrradag. Þeir hylltu konung sinn síðastliðinn sunnudag. Hann hellti sér yfir mig í gær og lagði sig síðan á sófann. Þessi miði gilti ekki á tónleikana í gær. Hún var í gylltum kjól. Þjálfarinn sleppti sér eftir leikinn í gær. Léreftið er þunnt. Ég hreppti (hreppa) eitt sinn gullið í golfkeppni.

Page 38: lausnahefti minnsta malid vinnubok 1 - skolavefurinn · saman B ljón C veiði D land E skot F jörð G mánuður H D för E stjóri F færi A drap C haus B fagna H mót G ber steindrap

Skólavefurinn | Vanda málið | Minnsta málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Settu ks, gs eða x í eyðurnar.

Jóna veiddi sex punda lax í Laxá í Kjós. Framlimir hvala kallast bægsli. Tannlæknirinn dró jaxl úr pabba. Horfðu á roðaglóð sólarlagsins. Texti sönglagsins er eftir Guðmund skólaskáld. Öxullinn á bílnum brotnaði við Öxará. Rekstur margra fyrirtækja gengur illa núna. En ef okkur tekst að sigrast á efnahagsvandanum mun ástandið skána. Akstur utan vega er óleyfilegur. Jólabaksturinn gekk að óskum hjá Axel og fjölskyldu hans.

Blönduð æfing.

Á fimmtudaginn fyrir hvítasunnu voru kosningar á Norðurlandi vestra. Skalla-Grímur bjó á Borg á Mýrum. Friðrik tefldi vel. Það rigndi mikið um morguninn. Það er kröpp beygja á veginum. Helgi magri trúði á Krist og Þór. Í þessari götu býr Þórarinn Sveinsson. Eysteinn og Reynir eru bræður. Það skefldi yfir slóðina í hríðinni. Sæunn signdi sig. Ekki er leyfilegt að leika sér á annarra manna lóðum. Systkinin koma um mánaðamótin. Steinka og Mangi koma á Jónsmessu.