16
21 Hættuleg efni Rannsóknarvinna og tilraunir geta verið afar skemmtilegar en þær krefjast árvekni og skipulagðra vinnubragða. Kæru- leysi eða augnabliks hugsunarleysi getur verið dýrkeypt og valdið miklum skaða, bæði þér og umhverfinu. Ef undirbún- ingur er nægur eru líkurnar á óvæntum tilvikum litlar. Það er því mikilvægt að lesa vel allar verklýsingar og undirbúa sig vel áður en verkefnin eru sett af stað. Um 11% óhappa á rannsóknarstofum tengjast efnaslysum. Oft snúast þau um vanmat á aðstæðum eða að eiginleikar efnanna voru ekki kannaðir áður en hafist var handa. Þetta vanmat leiddi síðan til óvæntra atvika eða jafnvel efnahvarfa með tilheyrandi óhappi. Í efnafræði er unnið með mismun- andi efni í ýmsum formum. Efnin geta verið föst, fljótandi eða jafnvel lofttegund. Yfirleitt eru lofttegundirnar sam- þjappaðar í gaskútum. Efnin eru síðan flokkuð nánar í ýmsa hættuflokka eftir hegðun þeirra og eiginleikum. Má nefna eldfim, sjálfkveikjandi, oxandi, ætandi, eitruð, geislavirk eða hvarfgjörn efni. Á rannsóknarstofum í Háskóla Íslands er að finna flestar tegundir efna í öllum áhættuflokkum. Mikilvægi þess að vera undirbúinn Fyrsta skrefið í öllum undirbúningi er að kynna sér hvernig beri að umgangast þau efni sem koma við sögu í fyrirhug- uðu verkefni og kynna sér viðurkennt verklag. Kynntu þér efnin sem þú átt að vinna með og hvernig skuli meðhöndla 3 Kafli

Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

  • Upload
    dinhbao

  • View
    219

  • Download
    2

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

21

Hættuleg efni

Rannsóknarvinna og tilraunir geta verið afar skemmtilegar en þær krefjast árvekni og skipulagðra vinnubragða. Kæru-leysi eða augnabliks hugsunarleysi getur verið dýrkeypt og valdið miklum skaða, bæði þér og umhverfinu. Ef undirbún-ingur er nægur eru líkurnar á óvæntum tilvikum litlar. Það er því mikilvægt að lesa vel allar verklýsingar og undirbúa sig vel áður en verkefnin eru sett af stað.

Um 11% óhappa á rannsóknarstofum tengjast efnaslysum. Oft snúast þau um vanmat á aðstæðum eða að eiginleikar efnanna voru ekki kannaðir áður en hafist var handa. Þetta vanmat leiddi síðan til óvæntra atvika eða jafnvel efnahvarfa með tilheyrandi óhappi. Í efnafræði er unnið með mismun-andi efni í ýmsum formum. Efnin geta verið föst, fljótandi eða jafnvel lofttegund. Yfirleitt eru lofttegundirnar sam-þjappaðar í gaskútum. Efnin eru síðan flokkuð nánar í ýmsa hættuflokka eftir hegðun þeirra og eiginleikum. Má nefna eldfim, sjálfkveikjandi, oxandi, ætandi, eitruð, geislavirk eða hvarfgjörn efni. Á rannsóknarstofum í Háskóla Íslands er að finna flestar tegundir efna í öllum áhættuflokkum.

Mikilvægi þess að vera undirbúinnFyrsta skrefið í öllum undirbúningi er að kynna sér hvernig beri að umgangast þau efni sem koma við sögu í fyrirhug-uðu verkefni og kynna sér viðurkennt verklag. Kynntu þér efnin sem þú átt að vinna með og hvernig skuli meðhöndla

3Kafli

Page 2: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

22

þau. Það er gagnlegt að lesa sér til um eðlisefnafræðilega hegðun efnanna, t.d. suðumark þeirra, blossamark og gufu-þrýsting. Oft má finna þessar upplýsingar utan á umbúð-unum. Aðrar upplýsingar sem gagnlegt er að hafa í huga er hvarfgirni efnisins. Getur það myndað peroxíð? Er efnið oxandi eða afoxandi? Hvarfast það við vatn? Sundrast það? Getur ljós, hiti eða andrúmsloft haft áhrif á efnið? Er efnið útvermið? Og hve mikil orka leynist í því?

Ekki má gleyma að skoða áhrif efnanna á heilsuna: Eru efn-in ætandi, ertandi eða ofnæmisvaldandi? Eru þau krabba-meinsvaldandi, stökkbreytandi eða geta þau valdið van-sköpun í fóstrum? Geta þau valdið bráðum eða langtíma eituráhrifum? Eru sérstakar kröfur gerðar um meðhöndlun eða notkun efnanna? Er notkun þeirra takmörkuð? Krefst það sérhæfðra námskeiða að umgangast efnin (t.d. ef efn-ið er geislavirkt)? Þarf að hafa mótefni við höndina þegar unnið er með efnið (t.d. blásýru)? Allar þessar upplýsing-ar eru aðgengilegar. Fjallað verður um það nánar í þessum kafla hvernig megi nálgast þessar upplýsingar á einfaldan og fljótlegan hátt.

Þegar verið er að undirbúa efnasmíði eru ýmis atriði til viðbótar sem þarf að skoða. Getur notkun efnisins mynd-að óæskileg hvarfefni? Hve mikil orka mun losna þegar efnahvarfið er sett af stað? Eru einhver efni sem ekki mega vera í nágrenni efnisins eða hvarfsins? Getur hvarfið skapað hættur fyrir þá sem eru að vinna á rannsóknarstofunni? Er hvarfgangurinn þekktur? Hvað getur farið úrskeiðis? Þarftu að standa yfir hvarfinu á meðan það er í gangi eða máttu bregða þér í kaffi? Allur undirbúningur er því augljóslega mikilvægur og reynslan hefur kennt að vel undirbúin tilraun er lykillinn að góðum niðurstöðum.

Svör við flestöllum þeim spurningum sem hér hafa ver-ið bornar upp má finna í fylgiblöðum sem nálgast má um

Page 3: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

23

efnin. Þessi fylgiblöð kallast öryggisblöð eða material safety data sheet (MSDS). Öryggisblöð um flest þau efni sem Há-skóli Íslands kaupir má nálgast í gegnum heimasíður fyrir-tækjanna sem framleiða eða selja efnin. Nokkrar heimasíður eru tilgreindar innan á kápu þessa rits. Dæmi um öryggis-blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur fyrirtækið Gróco ehf. látið útbúa fyrir sig en öryggis-blöð frá öðrum framleiðendum eða heildsölum eiga að vera sambærileg og byggð upp á sama hátt.

Þar sem í Háskóla Íslands eru stundaðar rannsóknir eru mörg efnanna nýsmíði og hafa því aldrei verið búin til eða skilgreind áður. Sérstaka gát skal hafa þegar slík efni eru meðhöndluð.

MerkingarMerkingar á efnum skulu vera skýrar og fylgja alþjóðleg-um lögum og reglum. Framleiðendur og innflytjendur eru ábyrgir fyrir því að umbúðir séu rétt merktar. Jafnframt er gerð sú krafa að umbúðir beri varnaðar- og hættumerking-ar eða svokallaðar H- og P- setningar (sjá Viðauka IX). Þessar upplýsingar skulu vera leiðbeinandi um notkun og geymslu efnanna auk þess sem þær gefa stuttar og skýrar leiðbein-ingar um hvað beri sérstaklega að varast.

Hættumerkin ásamt hættu- og varnaðarsetningum mynda saman hættuflokkun efnisins. Hættuflokkarnir eru fjölmargir og mynda þeir grunninn að því hvernig hættutáknin eru valin. Hættumerki vísa til hættunnar sem af efninu getur stafað. Þau benda á í hverju hættan felst, t.d. hvort efni er eldfimt eða ertandi. Þessi merki eru 9 talsins en eitt og sama efni getur fengið fleiri en eitt hættumerki. Hættusetningar eru síðan notaðar til að tilgreina nánar hættulega eiginleika vörunnar, t.d. „ertir augu“. Varnaðarsetningar leiðbeina um meðhöndlun og notkun.

Page 4: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

24

Dæmi um hættu- og varnaðarsetningar:

Hættusetningar (Hazard statements)H224 Afar eldfimur vökvi og gufa H240 Getur valdið sprengingu við upphitunH330 Banvænt við innöndunH317 Getur valdið ofnæmisviðbrögðum á húð

Varnaðarsetningar (Precautionary statements)P202 Ekki meðhöndla fyrr en þið hafið lesið allar öryggisleiðbeiningar og skilið þærP232 Haldið fjarri rakaP235 Geymist á köldum stað P243 Verið jarðtengd (stöðurafmagn)

Flokkun hættulegra efna ræðst af því magni sem þarf til að valda heilsuskaða. Því minna sem þarf til að valda skaða, því hættulegra er efnið. Myndin hér að neðan sýnir hvernig þessi flokkun er byggð á LD50 skammti efnanna (LD50 er sá skammtur efnis sem veldur dauða í 50% tilfella ef efnið er innbyrt).

Frá og með 1. desember 2010 tóku gildi alþjóðlegar merk-ingareglur og gilda þessar reglur um allar efnavörur hér á landi. Eldri merkingar verða þó einnig í gildi til 1. júní 2015, sérstaklega á efnablöndum. Á bls. 27 er mynd sem sýnir dæmi um merkingar á umbúðum frá fyrirtækinu Aldrich (með eldri merkingunni).

Flokkur 1 < 5 mg/kg

Flokkur 2 5-50 mg/kg

Flokkur 3 50-300 mg/kg

Flokkur 4 300-2.000 mg/kg

Flokkur 5 >2.000 - <5.000 mg/kg

Efni eru flokkuð í hættuflokka, út frá LD50-gildum efnanna (mg/kg), Þ.e. hve lítið þurfi til að valda skaða.

Engin hættumerki

Page 5: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

25

Umbúðir og merkingar hættulegra efna hafa breyst mikið með tímanum. Hér áður fyrr voru merkingar einfaldar. Oft-ast nægði að gefa upp nafn efnisins, stundum skrautskrifað. Í dag mega umbúðir hættulegra efna hvorki vera mynd-skreyttar né þannig gerðar að þær geti laðað að forvitna. Umbúðir skulu jafnframt vera sterkar og þannig gerðar að efnið sé tryggilega geymt og leki ekki út. Mikilvægt er að efni séu alltaf geymd í upprunalegum umbúðum því ef ekki eru valdar réttar umbúðir geta sum þeirra smogið eða brennt sig í gegnum þær og önnur geta skemmst í nánd við ákveðnar tegundir umbúða (sjá viðauka XII).

Eiturefni og efni skaðleg heilsuMörg efni eru skaðleg heilsu og hafa reynst hættuleg mönn-um og dýrum. Margar rannsóknir liggja að baki slíkri flokk-un. Sum efni eru það skaðleg að yfirvöld hafa sett sérstakar reglur um notkun þeirra. Hér má nefna ýmis lyfjaefni, geisla-virk efni o.fl. Þótt efni séu skaðleg eru þau notuð í lækn-ingum og rannsóknum og við meðhöndlun þeirra starfa einstaklingar sem hafa lært að handleika efnin á þann hátt að engin hætta skapist. Það er á ábyrgð yfirmanna að sjá til þess að sá sem vinnur með varhugavert efni fái þjálfun og færni í að umgangast efnið áður en hann notar það í verk-efni sitt (sjá viðauka IV).

Það er ekki hægt að ganga út frá því að mótefni séu fáanleg gegn öllum eiturefnum. Ef mótefnið er til gæti það einnig verið hættulegt. Óþekkt efni eða nýtt efni sem ekki hefur verið rannsakað áður skal alltaf meðhöndla eins og um „lífs-hættulegt efni“ sé að ræða. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að eituráhrif efna koma ekki alltaf fram strax, heldur geta þau komið fram mörgum árum síðar. Mörg hættuleg efni eru lyktarlaus, litlaus, auðleysanleg og frásogast hratt í gegnum húð. Góðar vinnuaðferðir, árvekni í starfi, skipuleg

Page 6: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

26

og hreinleg vinnubrögð eru það sem einkennir vel heppn-aða tilraun.

Lífræn leysiefni eru dæmi um hættuleg efni. Þau eru oftast eldfim en hafa jafnframt slævandi áhrif. Leysiefni sem inni-halda klór geta haft áhrif á hjarta og æðakerfið en leysiefni sem innihalda aðra halógena geta myndað mjög eitraðar lofttegundir, t.d. við bruna. Rétt er að hafa þessar upplýs-ingar í huga þegar verið er að undirbúa tilraunir þar sem þessi efni koma við sögu.

Hættuflokkar (Hazard classes)

2.1. Óstöðug sprengiefni2.2. Eldfimar lofttegundir2.3. Eldfim úðaefni2.4. Oxandi (eldnærandi) lofttegundir2.5. Loft undir þrýstingi2.6. Eldfimir vökvar2.7. Eldfim föst efni2.8. Sjálfhvarfandi efni2.9. Sjálfkveikjandi vökvar2.10. Sjálfkveikjandi föst efni2.11. Sjálfhitandi efni2.12. Efni sem mynda eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn2.13. Oxandi (eldnærandi) vökvar2.14. Oxandi (eldnærandi) föst efni2.15. Lífræn peroxíð2.16. Ætandi á málma3.1. Bráð eitrun3.2. Ætandi á húð3.3. Alvarlegur augnskaði3.4. Húðertandi3.5. Veldur stökkbreytingum3.6. Veldur krabbameini3.7. Eiturhrif á æxlun (þ.m.t. á börn á brjósti)3.8. Eiturhrif á ákveðið líffæri – áverkun í eitt skipti (þ.m.t. erting í öndunarfærum og sljóvgandi áhrif)3.9. Eiturhrif á ákveðið líffæri – endurtekin áverkun3.10. Hætta við ásvelgingu

Page 7: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

27

SPRENGIFIMT

ELDFIMT ELDNÆRANDI

ÆTANDI

LOFT UNDIR ÞRÝSTINGI

STERKT EITUR EITUR

HÆTTULEGT HEILSU

HÆTTULEGT UMHVERFINU

Alþjóðleg hættutákn (Hazard pictograms)

Sýnishorn af miða utan á umbúðum. A: Nafn efnisins; B: Vörunúm-er; C: Nánari lýsing á efninu; D: Leiðbeiningar um hvernig skuli meðhöndla efnið og geyma það; E: Hættuflokkur efnis; F: Gæða-númer framleiðslu auk upplýsinga um virkni, hreinleika o.fl.; G: Magn í umbúðunum; H: Framleiðslulota; I: Hættumerking efnis; J: Nánari upplýsingar um hættur við notkun efnisins; K: CAS-númer efnis (efnafræðilegt flokkunarkerfi); L: Efnabygging og mólþyngd efnis; M: Hættu- og varnaðarsetningar efnisins; N: Upplýsingar um öryggisleiðbeiningar (MSDS) efnis; O: EC-númer efnis (eða EINECS/ELINCS-númer) sem er 7 stafa flokkunarkerfi efna.

Page 8: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

28

Áhættumat á efnablöndumAuðvelt er að nálgast upplýsingar um skaðsemi einstakra efna í gegnum öryggisblöð efnanna en öðru máli gegnir þegar um efnablöndur er að ræða. Í slíkum tilfellum get-ur þurft að meta áhættuna og byggja matið á öllum þeim efnum sem eru í blöndunni. Svona áhættumat byggist á einföldum útreikningum þar sem hlutfall sérhvers efnis er metið í heildarblöndunni.

Dæmi:Starfsmaður á rannsóknarstofu útbýr ferðafasa fyrir HPLC- mælitæki. Lausnin samanstendur af eftirfarandi efnum:

33% acetonitril (LD50 = 269 mg/kg)1% tetrahydrofuran (LD50 = 1.650 mg/kg)66% vatn (LD50 = >90.000 mg/kg)

Þegar áhættumat er framkvæmt þarf að taka tillit til allra þeirra efna sem eru með LD50 undir 2000 mg/kg. Það þýðir að ekki þarf að taka tillit til vatnsins. Notuð er eftirfarandi jafna:

Verið árvökul.

Page 9: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

29

GastegundirÁ flestum rannsóknarstofum eru notaðar lofttegundir við rannsóknir. Jafnframt þurfa þær mörg mælitæki og annan tækjabúnað. Þess vegna má finna margar stærðir gaskúta inni á rannsóknarstofum. Finna má litla kúta fyrir loftteg-undir sem notaðar eru í tilraunum og stóra fyrir gös sem eru notuð fyrir stærri tækjabúnað. Dæmi um lofttegundir fyrir tæki eru eðalloftegundin argon (Ar) og köfnunarefni (N2). Ekki eru allar lofttegundir eitraðar eða eldfimar. Hins vegar er mikill þrýstingur í gaskútum og því þarf að fara að öllu með gát. Geyma skal flesta gaskúta utandyra, varða fyrir rigningu og tæringu, og leggja síðan gaslagnir sem flytja lofttegundirnar þangað sem notkun þeirra fer fram.

Mismunandi kröfur eru gerðar til gaskúta eftir lofttegund-um. Í Bandaríkjunum eru t.d. 45 tegundir loka og ventla fyrir gaskúta eftir því hvaða lofttegund er í kútnum (svokall-aðir CGA-ventlar). Í Evrópu eru þeir færri. Í Viðauka XVII má

Þar sem EGi er eiturgildi efnisins/blöndunnar (acute toxicity estimate) og Ci er hlutfall efnisins í blöndunni. Fyrir lausnina hér að ofan myndi EGmix vera eftirfarandi:

Lausnin hér að ofan er með EGmix-gildið 811 mg/kg sem þýðir að hún er hættuleg heilsu og ætti að vera merkt sam-kvæmt því.

����� ��

�����

����� ��

���

��

���

� ����������

Page 10: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

30

sjá nokkrar algengar lofttegundir og hvaða tegundir ventla skuli notaðar. Suma loka skal skrúfa rangsælis þegar aðra skal skrúfa réttsælis o.s.frv. Hafir þú ekki fengið þjálfun í meðferð ventla og gaskúta, skaltu óska eftir leiðsögn og handleiðslu. Ekki fikta þig áfram! Allir kútar skulu vera vel merktir eins og önnur efni og þrýstimælar eiga að vera sýnilegir svo hægt sé að sjá hve mikið af lofttegundinni er í kútnum. Ætlast er til þess að farið sé yfir alla ventla, leiðslur og lesið af þrýstimæl-um áður en opnað er fyrir gasstreymið. Ef eitthvað lítur ekki rétt út, lokið þá fyrir og leitið aðstoðar. Tómir kútar eiga að vera vel merktir.

Geymsla efnaGríðarlegt magn efna er notað á rannsóknarstofum innan Háskóla Íslands. Settar hafa verið upp sérstakar efnageymslur í ýmsum byggingum, þar sem gengið er tryggilega frá þess-um efnum. Inni á rannsóknarstofunum eru efnin geymd í hillum eða sérstökum efnaskápum (loftræstum). Ekki má geyma flöskur og önnur efni í opnum hillum (þ.e. án kants) eða við borðbrún. Verði jarðskjálfti eða ef einhver rekst í um-búðirnar geta þær fallið til jarðar og valdið mengunarslysi.

Gangið alltaf frá efnunum aftur á þann stað sem þau voru tekin (öll efni eiga sinn stað á rannsóknarstofunni) og sjáið til þess að enginn taumur eða önnur efnamengun sé utan á umbúðunum.

Lághita vökvarVökvar sem sjóða við -73°C eða lægra hitastig kallast lág-hita vökvar. Þetta eru efni eins og fljótandi köfnunarefni (N2), helíum (He) og argon (Ar) en einnig efni eins og þurrís (CO2). Þessi efni geta valdið kali komist þau á húð. Nota skal viðeigandi hanska og öryggisgleraugu þegar unnið er með þessa vökva. Þegar efnin sleppa út í andrúmsloftið verður

Page 11: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

31

mjög hröð uppgufun en aðeins lítið magn vökva getur rutt frá sér miklu rúmmáli af lofti. Ef unnið er í litlu herbergi eða ef verið er að flytja efnið í lyftu getur það minnkað súrefnis-magn herbergisins verulega á örstundu, jafnvel gert rýmið súrefnissnautt. Alla vinnu með lág hitavökva skal framkvæma hægt og yfirvegað svo enginn hljóti skaða af.

Geislavirk efniNotkun geislavirkra efna er háð samþykki og leyfi Geislavarna ríkisins. Jónandi geislun, sem kemur m.a. frá geislavirkum efnum og röntgengeislum, getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu manna og umhverfi. Gerðar eru strangar kröfur um geymslu og meðhöndlun þessara efna. Jafnframt eru gerðar þær kröfur til þeirra sem vinna með geislavirk efni að þeir hafi sótt námskeið og kunni að meðhöndla slík efni. Geymslu geislavirkra efna skal þannig háttað að sem minnst geislun komi frá efninu. Það má tryggja með því að geyma geislavirka efnið í ísskáp eða frysti (ef um veika geisla er að ræða) eða á bak við plexígler eða blý (ef um sterka geisla er að ræða). Geislavirk efni eru flokkuð eftir því hvort þau senda frá sér alfa-geisla (helíum), beta-geisla (elektrónur) eða gamma-geisla (rafsegulgeisla). Þau eru jafnframt flokk-uð í fjóra áhættuflokka eftir því hve hættuleg þau eru mönn-um og umhverfi, þar sem flokkur 4 er sá hættuminnsti.

Efnageymslur geta verið með mikið magn efna.

Page 12: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

32

Í Viðauka XVIII má sjá lista yfir þessi efni og flokkun þeirra. Einingin sem notuð er til að meta magn geislavirks efnisins er Becquerel (Bq).

Vinna með mjög hættuleg efniEf ætlunin er að vinna með mjög hættuleg efni eins og krabbameinsvaldandi efni eða efni sem geta valdið stökk-breytingum eða fósturskaða, er mikilvægt að undirbúa rann sóknarstofuna fyrir slíka vinnu. Látið samstarfsfólk vita hvað sé í undirbúningi og takmarkið síðan aðgang að her-berginu. Öll eitruð efni skulu meðhöndluð á þartilgerðum svæðum, t.d. í sogskápum.

Öll notkun hættulegra efna er háð því að sá sem vinnur með þau hafi hlotið tilskilda þjálfun. Í viðaukum XIV, XV og XVI eru teknir saman listar yfir þekkt krabbameinsvaldandi efni (XIV), peroxíðmyndandi efni (XV) og sprengifim efni (XVI) sem oft eru í notkun á rannsóknarstofum.

Efni geymd á borðbrún geta auðveldlega fallið í gólfið og umbúð-irnar brotnað.

Page 13: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

33

Til vinstri er sýnishorn af gömlum umbúðum. Ofar til hægri er dæmi um efni sem kemst í gegnum plastlok umbúðanna og fellur út þegar það kemst í snertingu við andrúmsloftið. Neðar til hægri er flaska þar sem innihaldið hefur lekið út og eyðilagt merkimiða. Ekki er hægt að sjá hvert innihaldið er.

Efnageymsla.

Page 14: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

34

Öry

gg

isb

la�

(M

SD

S)

Skv

. re

glu

ger�

nr.

1027/2

005

5. B

run

i / a

�fe

r�ir

vi�

a�

slö

kkva

eld

Kold

íoxí

� (

CO

2).

Fyr

ir m

inni

eld

a,

noti�

alk

ohól-fr

o�u,

�urr

-efn

i e

�a

kold

íoxí

�.

Fyr

ir s

tærr

i eld

a,

beiti

� v

atn

i úr

ein

s m

ikill

i fja

rlæ

g� og

mögule

gt

er.

Mik

i� a

f va

tni

skal

beita

í f

orm

i ú�a,

bein

ar

bunur

ture

ynst

ára

ngurs

lausa

r. K

æli�

alla

r um

bú�ir m

e� m

iklu

vatn

i. N

oti�

loka

�a h

líf�arb

únin

ga v

i� s

lökk

vist

örf

ef til

�arf

.

Efn

i/a�f

erdi

r:

Noti�

vatn

sú�a til

a� k

æla

óopna�ar

um

bú�ir.

A�r

ar u

ppl�

sing

ar:

6. E

fnal

eki

For�

ist

innöndun

gufu

, ú

�a e

�a g

ass

. T

ryggi�

gile

ga

loftræ

stin

gu.

Fja

rlæ

gi�

neis

tagja

fa.

Fly

tji�

starf

sfólk

á

öru

ggan s

ta�.

Kom

i� í

ve

g f

yrir s

am

ansö

fnun g

ass

til

a�

for�

ast

sp

rengih

ættu.

Gas

getu

r sa

fnast

fy

rir

í gólfh

æ�.

Kom

i� í

veg f

yrir f

reka

ri l

eka

ef

�a� e

r m

ögule

iki

á.

Láti�

efn

i� e

kki b

era

st í n

i�urf

öll.

Var

ú�ar

rá�s

tafa

nir

var�

andi

efna

leka

:

Noti�

hlíf

�arf

atn

a�.

Æsk

ilegu

r hl

íf�ar

fatn

a�ur

:

Afm

ark

i� l

eka

nn o

g s

afn

i� í

óeld

fimt, v

ökv

adræ

gt

efn

i (t

.d.

sand,

mold

, kí

silg

úr,

verm

ikúlít

) og s

etji

� í

ílá

t til

förg

unar

ísa

mræ

mi v

i� s

væ�is

/rík

is r

eglu

ger�

(sj

á li

� 1

3).

Hre

insu

nara

�fer

�ir:

7. M

e�h

ön

dlu

n o

g g

eym

sla

For�

ist sn

ert

ingu v

i� h

ú� o

g a

ugu. F

or�

ist in

nöndun g

ass

e�a ú

�a.

Hald

i� e

fni

frá n

eis

tagja

fa -

Reyk

ingar

banna�ar.

Geri� r

á�st

afa

nir t

il a�

kom

ast

hjá

uppbyg

gin

gu h

le�sl

u v

i� e

fni.

Me�

hönd

lun:

Geym

ist

á k

öld

um

sta

�.

Hafi�

ílá

t �éttlo

ka� á

�urr

um

og v

el

loftræ

stum

sta�.

Ílát

sem

hafa

veri� o

pnu� b

er

a� l

oka

vandle

ga o

g h

öf�

uppré

tt t

ila� for�

ast

leka

.

Gey

msl

a:

Gró

co e

hf, �

verh

olt

14, 105 R

eyk

javí

k, Ice

land, T

el +

354-5

68-8

533, F

ax:

+354-5

68-0

304,

ww

w.g

roco

.is

Öry

gg

isb

la�

(M

SD

S)

Skv

. re

glu

ge

r� n

r. 1

02

7/2

00

5

Ace

ton

Hei

ti ef

nis:

24

20

1N

úmer

efn

is:

GR

ÓC

O e

hf

Söl

ua�i

li:

56

8 8

53

3S

íman

úmer

söl

ua�i

la:

11

2N

ey�a

rlína

n; s

júkr

abifr

ei�,

slö

kkvi

li� o

g lö

greg

la:

Eitr

unar

mi�

stö�

Lan

dspí

tala

ns:

1. U

pp

l�si

ng

ar u

m v

öru

, sel

jan

da

og

fra

mle

i�an

da

2420

1

2. In

nih

ald

sup

pl�

sin

gar

/ sa

mse

tnin

g e

fnis

67

-64

-1C

AS

nr:

20

06

62

2E

SB

nr:

CH

3C

OC

H3

Efn

afor

múl

a:

58

,08

Á e

kki v

i�S

tyrk

ur %

:M

ólm

assi

:

3. V

arú

�ar

up

pl�

sin

gar

Sjá

li�

i 4,

11

og

15

F –

ttuflo

kkun

F:

Xi

Nán

ari u

ppl�

sing

ar:

4. S

kyn

dih

jálp

ri�

vi

�ko

ma

nd

i í

fers

kt

loft

. E

f vi

�ko

ma

nd

i a

nd

ar

ekk

i, b

eiti

�ö

nd

un

arh

jálp

. H

afi�

sa

mb

an

d v

i� læ

kni.

Efti

r In

nönd

un:

Sko

li� m

e�

mik

lu v

atn

i í a

� m

inn

sta

15

mín

útu

r o

g h

afi�

sa

mb

an

d v

i�læ

kni.

Sne

rtin

g vi

� au

gu:

Sko

li� m

e� s

áp

u o

g n

æg

u v

atn

i. H

afi�

sa

mb

an

d v

i� læ

kni.

Sne

rtin

g vi

� hú

�:

Ka

lli�

EK

KI

fra

m u

pp

köst

. H

rein

si�

mu

nn

me

� v

atn

i ef v

i�ko

ma

nd

i er

ekk

i me

�vi

tun

da

rla

us.

Ha

fi� s

am

ba

nd

vi�

lækn

i.E

ftir

Innt

öku:

Ace

ton

e

� 9

9%

(G

C)

Hre

inle

iki:54

3 2

22

2

Gró

co e

hf,

�ve

rho

lt 1

4,

10

5 R

eyk

javí

k, I

cela

nd

, T

el +

35

4-5

68

-85

33

, F

ax:

+3

54

-56

8-0

30

4,

ww

w.g

roco

.is

Page 15: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

35

Öry

gg

isb

la�

(M

SD

S)

Skv

. re

glu

ge

r� n

r. 1

02

7/2

00

5

8. E

ftir

lit m

e� m

eng

un

/ p

ersó

nu

leg

ur

hlíf

�ar

na�

ur

Ef

áhæ

ttum

at

gefu

r til

ky

nna

a�

nota

st

ver�

i vi

öndunar-

hre

insi

grí

mur

noti�

vi�

urk

enda a

ndlit

shyl

jandi g

rím

u.

Fyr

ir ön

duna

rveg

:

Per

són

uh

lífar

:

Öry

ggis

gle

raugu

Fyr

ir au

gu:

Hlíf

�arh

ansk

ar

Fyr

ir he

ndur

:

Vatn

sheld

an k

læ�na�

og m

i�is

t vi

� m

agn �

ess

sem

unni�

er

me�

Fyr

ir hú

�:

9. E

fna-

og

e�

lisei

gin

leik

ar

Vökv

i, glæ

rE

�lis

ásta

nd:

Ekk

i tilt

ækt

/á e

kki v

i�S

�rus

tig p

H:

-94,0

°C

Bræ

�slu

mar

k:

56,0

°C

Su�

umar

k:

-17,0

°C

A�fe

r�: C

lose

d C

up

Blo

ssam

ark:

465 °

CH

ætta

á s

jálfs

íkve

ikju

13 %

(V)

Efr

i:

2 %

(V)

Ne�

ri:

533,3

hP

aG

ufun

ar�r

�stin

gur:

Litl

aust

Útli

t (lit

ur):

58,0

8 g

/mól

Mól

mas

si:

0,7

9 g

/cm

3E

�lis

mas

si:

Dre

ifist

u�ull:

log P

ow

: -0

,24

Ann

a�:

Spr

engi

mör

k

Leys

ist í öllu

m h

lutföllu

mLe

ysan

leik

i í v

atni

:

Vi�

hit

asti

g e

�a

�r�

stin

g

39,5

°C

20,0

°C

10. S

tö�

ug

leik

i og

hva

rfg

irn

i

Stö

�ugt vi

� á

�urn

efn

dar

geym

slu a

�st

æ�ur.

Stö

�ugl

eiki

:

245,3

hP

a

Gró

co e

hf, �

verh

olt

14,

105 R

eyk

javí

k, Ice

land, T

el +

354-5

68-8

533, F

ax:

+354-5

68-0

304,

ww

w.g

roco

.is

Öry

gg

isb

la�

(M

SD

S)

Skv

. re

glu

ger�

nr.

1027/2

005 Basa

r, o

xunarm

i�la

r, a

foxu

narm

i�la

r. A

ceto

ne h

varf

ast

hra

ttvi

� fosf

óro

xych

loride.

Efn

i sem

ska

l var

ast:

Hiti

, lo

gar

og n

eis

tar.

A�s

tæ�u

r se

m s

kal v

aras

t:

CO

X m

yndast

vi�

bru

na.

ttule

g ni

�urb

rots

efni

:

ttule

g ef

nahv

örf:

11. E

itu

refn

a u

pp

l�si

ng

ar

Getu

r ve

ri�

ska

�le

gt

og ert

andi.

Endurt

eki

n s

nert

ing g

etu

r va

ldi�

hú��urr

k.S

nert

ing

vi�

hú�:

Ert

andi.

Sne

rtin

g vi

� au

gu:

Getu

r ve

ri�

ska

�le

gt

og

ert

andi.

Gufu

r geta

va

ldi�

sl

jóle

ika

og

svim

a.

Vi�

Innö

ndun

:

Getu

r ve

ri� s

ka�

legt.

Vi�

Innt

öku:

12. H

ætt

ur

gag

nva

rt u

mh

verfi

nu

Engar

uppl�

singar

tiltæ

kar

um

hvo

rt a

� e

fni�

bro

tni n

i�ur

fyrir

áhrif örv

era

.H

eg�a

n í u

mhv

erfin

u:

Engar

uppl�

singar

tiltæ

kar.

A�r

ar v

istfr

æ�i

lega

r up

pl.:

13. F

örg

un

Farg

ist

í efn

abre

nnsl

u e

n g

æti�

sérs

takr

ar

varú

�ar

�ar

sem

efn

i� e

rm

jög

eld

fimt.

Fari�

eftir

öllu

m

um

hve

rfisl

ögum

og

reglu

m.

Hafi�

sam

band

vi�

sérh

æf�

an

förg

unara

�ila

(E

fnam

óttaka

n

hf.)

me�

lagaheim

ild til

a� farg

a �

ess

u e

fni.

För

gun

vöru

:

Farg

ist se

m ó

notu

� v

ara

.F

örgu

n um

bú�a

:

Fre

kari

uppl

�sin

gar:

Gró

co e

hf, �

verh

olt

14, 105 R

eyk

javí

k, Ice

land, T

el +

354-5

68-8

533, F

ax:

+354-5

68-0

304,

ww

w.g

roco

.is

Page 16: Kafli 3 - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/haettuleg_efni.pdfdata sheet (MSDS). ... blað fyrir leysiefnið aseton má sjá á bls. 34. Þetta öryggis blað hefur

36

Öry

gg

isb

la�

(M

SD

S)

Skv

. re

glu

ger�

nr.

1027/2

005

14. F

lutn

ing

ur

10

90

UN

nr:

3F

lokk

ur:

IIP

G:

Ace

ton

eH

eiti

vi�

flutn

inga

:

Flu

tnin

gu

r á

lan

di -

AD

R/R

ID

Flu

tnin

gu

r á

sjó

- IM

DG

10

90

UN

nr:

3F

lokk

ur:

IIP

G:

AC

ET

ON

EH

eiti

vi�

flutn

inga

:

Ne

iS

jáva

r-m

enga

ndi:

Mjö

g S

jáva

r-m

enga

ndi:

Flu

tnin

gu

r í l

oft

i - IC

AO

/IAT

A

10

90

UN

nr:

3F

lokk

ur:

IIP

G:

Ace

ton

eH

eiti

vi�

flutn

inga

:

15. U

pp

l�si

ng

ar u

m lö

g r

eglu

r se

m v

ar�

a n

otk

un

run

nar

Var

na�a

rmer

king

ar:

Var

na�a

rmer

ki:

Mjö

g e

ldfim

t. E

rtir a

ug

u.

En

du

rte

kin

sn

ert

ing

ge

tur

vald

i� �

urr

i e

�a

spru

ng

inn

i hú

�.

Inn

ön

du

n g

ufu

ge

tur

vald

i� s

ljóle

ika

og

svi

ma

.

H-s

etni

ngar

:

Ge

ymis

t á

ve

l lo

ftræ

stu

m s

ta�

. H

ald

i� f

rá h

ita-

og

ne

ista

gjö

fum

-R

eyk

ing

ar

ba

nn

a�

ar.

Be

rist

efn

i� í

au

gu

ska

l st

rax

sko

la v

an

dle

ga

me

� m

iklu

va

tni o

g le

ita læ

knis

.

V-s

etni

ngar

:

11

–3

6 –

66

–6

7

9 –

16

–2

6

Bla

nda�

ar:

Sjá

li�

3:

Skv

. reg

luge

r� 2

36/1

990

me�

sí�

ari b

reyt

ingu

m o

g til

skip

unum

ES

B

Bla

nda�

ar:

Ísle

nsk

sérlö

g, r

eglu

ger�

ir e�

a re

glur

sem

um

vör

una

gild

a:R

eg

lur

um

e

fna

no

tku

n

ávi

nn

ust

ö�

um

nr.

49

6/1

99

6

16. A

�ra

r u

pp

l�si

ng

ar

9/2

4/2

00

7D

agse

tnin

g:

Úts

krift

arn

em

ar

í e

fna

fræ

�i v

i� H

ásk

óla

ísl

an

ds

Ísle

nsku

n:

Ker

fissm

i�ur

:B

en

ed

ikt

Óm

ars

son

Ann

a�:

Öry

gg

isb

lö�

in

nih

ald

a m

ikilv

æg

ar

sem

og

na

u�

syn

leg

ar

up

pl�

sin

ga

r u

mg

eym

slu

, m

e�

nd

lun

og

no

tku

n v

öru

nn

ar.

Örr

ygg

isb

lö�

in �

urf

a a

� v

era

a�

ge

ng

ileg

öllu

m �

eim

se

m u

mg

an

ga

st v

öru

na

.

Gró

co e

hf,

�ve

rho

lt 1

4,

10

5 R

eyk

javí

k, I

cela

nd

, T

el +

35

4-5

68

-85

33

, F

ax:

+3

54

-56

8-0

30

4,

ww

w.g

roco

.is