20
KNATTSPYRNU sumarið 2013

ÍR Knattspyrna - 2013

  • Upload
    atli

  • View
    239

  • Download
    9

Embed Size (px)

DESCRIPTION

ÍR Knattspyrnusumarið 2013 - Maí

Citation preview

Page 1: ÍR Knattspyrna - 2013

KNATTSPYRNUsumarið

2013

Page 2: ÍR Knattspyrna - 2013
Page 3: ÍR Knattspyrna - 2013

Kæru ÍR-ingar!

Nú er enn eitt knattspyrnusumarið að hefjast. Eftir vetur- langan undirbúning hefst langþráð tímabil í öllum flokk- um. Mót á vegum félagsins í yngri flokkum verða fleiri en áður og þess utan munu þeir fara víða til keppni, fyrir utan leikina í sjálfu Íslandsmótinu. Eftir mikil stakkaskipti í vetur er komið að uppbyggingu á öllum sviðum knattspyrnudeildarinnar. Það er óhætt að segja að miklar breytingar hafi orðið á starfi hennar undan-farin misseri og hefur ný stjórn þurft að horfast í augu við víðtækan fjárhagsvanda. Auk þess hafa miklar manna-breytingar orðið í stjórn og ráðum og er mikil þörf á því að allir innan deildarinnar snúi bökum saman og taki hraust-lega á uppbyggingu innra starfs deildarinnar. Eftir víðtæka fundasetu stjórnar með öllum foreldraráðum og fleirum innan deildarinnar er samhljóma álit allra að samtaka getum við gert stóra hluti. Með samstarfi og samráði getur uppbygging hafist af fullum krafti og ætti enginn að láta

sitt eftir liggja. Áherslan á þessu tímabili og þeim næstu verður að byggja á ÍR-ingum frá grunni og upp úr. Saman gerum við deildina sterka og er það ætlun okkar allra, sem komum þar að verki, að ÍR verði áður en langt um líður í fremstu röð. Það er von okkar í stjórn deildarinnar að sem flestir leggi þar hönd á plóg, samvinna og stuðningur við alla flokka fleytir okkur áfram og með því móti gerum við ÍR að því félagi sem því ber. Í lok þessa pistils vil ég svo, fyrir hönd knattspyrnu-deildarinnar, óska handboltamönnum í ÍR til hamingju með sigurinn í bikarkeppninni. Sannarlega glæsilegur árangur það og um leið hvatning til annarra ÍR-inga að gera vel, hvaða íþróttagrein sem þeir annars tilheyra.

Áfram ÍR!Jóhannes Guðlaugsson,formaður knattspyrnudeildar ÍR

Árni Birgissonmeðstjórnandi

Hrólfur Sumarliðasongjaldkeri

Guðmundur Sigurðssonritari

Þórður Már Jónssonmeðstjórnandi

Í sumar ætla ÍR-ingar að veita viðurkenningu á undan fyrstu og síðustu heimaleikjum meistaraflokkanna beggja og kemur hún að hverju sinni í hlut einhvers sem unnið hefur félaginu vel á einhvern máta í lengri eða skemmri tíma. Fólkið sem þar kemur við sögu hefur ekki verið mjög áberandi út á við, en á hinn bóginn hefur svo sannarlega munað um starfskrafta þess. Þetta fólk hefur aldrei beðið um eitt eða neitt fyrir störf sín innan félagsins og því verður reglu-lega gaman að veita því viðurkenningu og vafalítið verða einhverjir hissa þegar „kallið kemur”.

Fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Eyjólfur Þórðarson. Hann hefur um árabil unnið mikið og gott starf í kringum meistara- flokk karla og fékk hann þakklætisvottinn skömmu áður en ÍR tók á móti Gróttu, en það var tvöhundruðasti leikur Eyjólfs sem liðsstjóri hjá Breiðholtsliðinu. Skemmst er frá því að segja að leikmenn ÍR glöddu Eyjólf einnig með því að leggja Seltirningana að velli, 1-0. Meistarafokkur kvenna hjá ÍR hafði hins vegar ekki spilað sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmótinu þetta árið og því var ekki búið að veita sams konar viðurkenningu þar.

Gylfi Guðmundssonvaramaður

Sveinn Sveinssonvaramaður

Formannspistill

Aðrir í stjórn knattspyrnudeildar ÍRViðurkenningar

Page 4: ÍR Knattspyrna - 2013
Page 5: ÍR Knattspyrna - 2013

Síðastliðið haust voru gerðar miklar breytingar í kvennafótboltanum. Nýir þjálfarar voru ráðnir fyrir alla flokka og gert var átak í að fjölga að nýju í flokkunum. Starfið er nú komið á flug og allir flokkarnir í góðum málum. Við endurreistum 4. flokkinn og stelpurnar þar munu fara til Danmerkur um verslunarmannahelgina. Strákarnir í 3. flokki karla fóru þangað í fyrra og hlakka stelpurnar mjög til ferðarinnar og hafa verið duglegar að safna fyrir henni. 5. flokkurinn hefur spilað fleiri leiki en nokkuð annað lið á Íslandi og hafa staðið sig gífurlega vel í allan vetur. Þær munu svo fara til Vestmannaeyja í júní á hið fræga Pæjumót. 6. og 7. flokkur hafa verið að vaxa stöðugt og munu stelpurnar fara til Siglufjarðar í ágúst í sína keppnis-ferð. Stelpurnar hafa í vetur reglulega fengið heimsóknir frá landsliðskonum og munu þær heimsóknir halda áfram í sumar. Sif Atladóttir, Dóra María Lárusdóttir og Rakel Hönnudóttir eru þær sem hafa heimsótt stelpurnar. Allir flokkarnir hafa farið í keilu, við höfum farið í spurningakeppnir, horft á bíómyndir og borðað pizzu saman og framundan eru gistinætur og ýmislegt annað. Stelpurnar æfa til skiptis á ÍR-velli og Leiknis-velli og þar sem liðin eru sameinuð þá spila þær í fallegum, bleikum búningum sem hafa vakið mikla athygli. Við hvetjum þig til að kíkja á æfingu hjá okkur.Egill, Engilbert, Hrannar og Óli þjálfarar.

Æfingatafla kvennafótboltans í Breiðholti 10. júní til 18. ágúst4. flokkur kvenna - fæddar 1999 og 2000mánudagur kl. 14:00 - 15:30 ÍR völlurþriðjudagur kl. 14:00 - 15:30 ÍR völlurmiðvikudagur kl. 14:00 - 15:30 Leiknisvöllurfimmtudagur kl. 14:00 - 15:30 LeiknisvöllurÞjálfari: Egill Atlason s: 615-03075. flokkur kvenna - fæddar 2001 og 2002mánudagur kl. 17:15 - 18:30 ÍR völlurþriðjudagur kl. 17:15 - 18:30 ÍR völlurmiðvikudagur kl. 17:15 - 18:30 Leiknisvöllurfimmtudagur kl. 17:15 - 18:30 LeiknisvöllurÞjálfari: Engilbert Friðfinnsson s: 699-76696. flokkur kvenna - fæddar 2003 og 2004mánudagur kl. 16:00 - 17:00 Leiknisvöllurþriðjudagur kl. 16:00 - 17:00 Leiknisvöllurmiðvikudagur kl. 16:00 - 17:00 ÍR völlurfimmtudagur kl. 16:00 - 17:00 ÍR völlurÞjálfari: Hrannar Halldórsson s: 659-30117. flokkur kvenna - fæddar 2005 og 2006mánudagur kl. 16:30 - 17:30 Leiknisvöllurþriðjudagur kl. 16:30 - 17:30 Leiknisvöllurfimmtudagur kl. 16:30 - 17:30 ÍR völlurÞjálfari: Óli H. Sigurjónsson s: 861-5648

Kvennaboltinn í Breiðholti

ÍR Knattspyrnusumarið | 5

Page 6: ÍR Knattspyrna - 2013

Auður Sólrún Ólafsdóttir27 ára - mark/vörn

Dana Marteinsdóttir22 ára - vörn/miðja

Tara Kristín Kjartansdóttir21 árs - vörn/miðja

Eva Dröfn Ólafsdóttir26 ára - varnarmaður

Arna Albertsdóttir23 ára - varnarmaður

Tanja Björk Þórðardóttir17 ára - vörn/miðja

Selma Rut Gestsdóttir22 ára - varnarmaður

Dagný Harðardóttir20 ára - miðjumaður

Hjördís Ólafsdóttir23 ára - miðjumaður

Erla Sóldís Þorbergsdóttir23 ára - miðjumaður

Freyja Gunnarsdóttir22 ára - miðjumaður

Hafdís Erla Valdimarsdóttir25 ára - miðjumaður

Sandra Dögg Bjarnadóttir17 ára - miðjumaður

Ívana Anna Nikolic18 ára - miðjumaður

Kristín Freyja Óskarsdóttir25 ára - miðja/sókn

Tara Kristín er fyrirliði meistaraflokks kvenna hjá ÍR. Hún er 21 árs og ein af þessum hressu og eitil- hörðu stelpum sem hafa komið upp í gegnum unglingastarf félagsins og eru tilbúnar að leggja mikið á sig til að árangur náist. Tara Kristín vinnur á frístundaheimilinu Álf-heimum í Breiðholti og þegar stund gafst á milli stríða (vinnunnar og knattspyrnunnar) var henni stillt upp við vegg og hún beðin að svara nokkrum spurningum.

Fer ÍR ekki rakleitt upp í Pepsídeildina eða á eitthvað að slóra við þetta? „Slóra og ekki slóra, við erum með mjög ungt og reynslulítið lið. Þetta eru flest allt uppaldir ÍR-ingar, þannig við erum ekkert að flýta okkur upp í Pepsí þó það sé langtímamarkmiðið. Markmiðið fyrir þetta sumar er að vera í topp 4 og reyna að komast í úrslitakeppnina.”

Hverjar eru sterkustu hliðarnar hjá ykkur?„Við erum flestar góðar varnalega, vantar aðeins upp á sóknarleikinn. Síðan er mórall- inn í hópnum rosalega góður.”Nú hefur kvennalandsliðið verið mjög sterkt undanfarin ár. Sérðu einhverja/einhverjar

úr ykkar hópi banka þar á dyrnar á næstu misserum og þá hverja/hverjar?„Já, það eru alltaf stelpur að taka framförum hjá okkur og gæti hver sem er bankað þarna uppá. Eins og staðan er í dag held ég að

Sandra yrði líklegust þarna inn í framtíðinni.”Ef þú mættir velja eina af núverandi landsliðskonunum til að leika með ykkur hver yrði þá fyrir val- inu og af hverju hún?„Katrín Ómars. Hún er að mínu mati langbest í landsliðinu.”

Hvað er það skemmtilegasta við Sigga þjálfara?„Sögurnar og fróðleiksmolarnir hans. Hann

er alltaf að koma með einhverjar fyndnar og skrýtnar sögur, haha.”Hvaða lag myndirðu vilja að hljómaði úr hátalarakerfinu á Hertz-vellinum á undan heimaleikjum ykkar?„Kanye West – Stronger.”

Það er leikdagur. Mikilvægur leikur fram- undan, nánar tiltekið baráttan um topp- sætið. Hvernig háttar þú undirbúningi þínum fyrir leikinn?„Vakna snemma, borða vel, ná smá lögn en ekki of langri og hafa það bara rólegt og ein-beita mér að leiknum.”Hvert er pínlegasta atvikið sem hefur komið fyrir í leik hjá ykkur ÍR-stelpunum?„Man ekki eftir neinu sérstöku en stundum smá pínlegt þegar Kiddan fer að rífa kjaft í leikjum, haha.” En það stórfenglegasta á jákvæðu nót- unum?„Að markmaðurinn okkar Kelsey hafi verið markahæst síðustu tvö ár.”Ef þú mættir bæta eða breyta einhverju á æfingasvæði ÍR hvað yrði þá gert?Byggt yfir gervigrasvöllinn!!

Hvaða skilaboðum viltu að lokum koma á framfæri við ÍR-inga sem og Breiðhyltinga almennt?„Vonumst til að sjá sem flesta á vellinum í sumar.”

Meistaraflokkur kvenna

TARA KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR - FYRIRLIÐI MEISTARAFLOKKS KVENNA

Smá pínlegt þegar Kiddan rífur kjaft

ÍR Knattspyrnusumarið | 6

Þórdís Sara Þórðardóttir25 ára - sóknarmaður

Aðrir leikmenn:Anna M. Konráðsdóttir

20 ára - vörn/miðja/sókn

Page 7: ÍR Knattspyrna - 2013

Það eru sennilega fáir sem geta státað af jafnlöngum þjálfararferli og Sigurður Þórir Þor-steinsson sem þjálfar nú meistaraflokk kvenna hjá ÍR annað árið í röð. Hann gefur Sir Alex Ferguson lítið eftir hvað árafjöldann varðar, en þjálfaraferill Sigga spannar 31 ár og hefur hann eytt mörgum þeirra í að þjálfa ÍR-inga. Einnig hefur hann þjálfað hjá öðrum liðum. Siggi er ÍR-ingur að upplagi og spilaði með félaginu upp alla yngri flokkana. Hann státar meðal annars af Íslandsmeistaratitli í 5. flokki og er mynd af því sigursæla liði að finna annars staðar í blaðinu. Þá lék hann líka með meistara-flokki ÍR um tíma. Siggi er menntaður íþróttakennari og starfar sem slíkur í Borgarholtsskóla. Hann er með UEFA A-próf í þjálfun og hefur um nokkurra ára skeið gegnt formennsku í Knattspyrnuþjál-farafélagi Íslands. Það má því með sanni segja að íþróttir og það sem þeim fylgir skipi stóran sess í lífi hans, en þrátt fyrir mikið annríki á öll-

um vígstöðvum tókst á endanum að króa hann af og eiga við hann stutt spjall.

Hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum frá síðasta sumri og þá hvaða? „Hópurinn hefur tekið töluverðum breyting-um frá síðasta tímabili. Nokkrir leikmenn hafi kvatt okkur í bili og nýir komið í staðinn.”Hver eru markmiðin fyrir sumarið?„Við fórum yfir stöðuna í vetur og ætlum

okkur að setjast niður saman fyrir tímabilið og setja okkur markmið. Þetta er vægast sagt búinn að vera mjög erfiður vetur á ýmsan hátt en nú sjáum við til sólar og horfum björtum augum á framtíðina.”

Hverjar eru sterkustu hliðar liðsins? „Hópurinn getur verið mjög sam-heldinn, mórallinn oftast góður.”En hvað þarf að bæta? „Þær þurfa að spila hraðar - vera

á hærra tempói. Einnig þurfa þær að bæta móttöku bolta undir pressu mótherja. Þá þarf klárlega að bæta talandann. Nokkrar þurfa að læra hvenær á að tala og hvenær ekki. Það á að hafa góðan talanda í leikjum.”

Hefurðu eitthvað kortlagt andstæðinga sumarsins? Ef svo er, hverjir verða þá í toppbaráttunni? „Við erum í gríðarlega sterkum riðli og að mínu mati eru ÍA og Fylkir með sterkustu liðin í riðlinum og í deildinni og Haukar fylgja í kjölfarið. Við ætlum okkur að vinna vel í því að nálgast þau.”Áttu þér einhveja fyrirmynd (fyrirmyndir) í þjálfun og þá af hverju?

„Gunnar Pétursson, bróðir Magga Pé dómara, en hann þjálfaði mig þegar ÍR varð Íslands-meistari í 5. flokki árið 1979. Síðan þegar ég var á yngra árinu í 3. flokki bað hann mig um að vera aðstoðarþjálfari hjá sér í 4. flokki karla og ég hef þjálfað síðan. Það er því honum að þakka (eða kenna) að ég er að þjálfa.”Þú ert á nokkurra klukkutíma rútuferða- lagi með liðið. Ef þú mættir ráða hvaða tónlist yrði spiluð í rútunni, hvað yrði þá fyrir valinu? „Cold Play. Ég hlusta oftast á þá þegar ég er í millilandaflugi og mun klárlega hlusta á þá í nokkurra klukkutíma rútuferð.”En ef þú ættir að lesa upp úr bók fyrir liðið í staðinn fyrir að hlusta á tónlist, hvaða bók yrði þá fyrir valinu og af hverju? „Íslensk knattspyrna - búa til spurningakeppni upp úr henni. Það er gott fyrir leikmenn að þekkja söguna. Nú svo get ég þá í kjölfarið komið með nokkrar sögur!!!”

Eitthvað að lokum? „Ég hvet alla ÍR-inga nær og fjær til að fjölmenna á völlinn í sumar, á heimaleiki og útileiki, kvenna- og karlaleiki hjá meistara- flokkunum og yngri flokkunum. Vera dugleg að hvetja á uppbyggilegan hátt. Það er flott að kalla: ÁFRAM ÍR! Einnig skora ég á fólk að koma að starfinu hjá knattspyrnudeildinni á einn eða annan hátt. Það gera allir gagn.”

Hvenær á að tala og hvenær ekki

SIGURÐUR ÞÓRIR ÞORSTEINSSON - ÞJÁLFARI MEISTARAFLOKKS KVENNA

Yngri flokkar kvenna / haustið 2012

ÍR Knattspyrnusumarið | 7

Page 8: ÍR Knattspyrna - 2013

burt meðeinelti

um þetta vandamál og hefjast þær heimsóknir nú í haust. Knattspyrnudeild ÍR ætlar að leggja sitt að mörkum í þessari baráttu og munum við á næstunni fara í alla flokka, bæði hjá stelpum og strákum og ræða um einelti og hvað við getum gert til þess að vinna bug á því.Við ÍR-ingar höfum hannað merki sem við munum hafa sýnilegt til þess að minna á að einelti er eitthvað sem við líðum ekki og ætlum að uppræta verði þess vart hjá okkur. Sjá merkið hér til hliðar. Við viljum biðja foreldra um að grípa öll þau tækifæri sem gefast til að ræða þessi mál við börnin/unglingana.

Allt of mikið hefur borið á og heyrst af einelti hjá íþróttafélögum og oft verður brottfall af þeim sökum. Það er bara ósköp eðlilegt að börn og unglingar hætti ef að þeim líður ekki vel. KSÍ hefur hrundið af stað tveggja ára verkefni í samstarfi við fjögur ráðuneyti en í því felst að heimsækja alla grunnskóla landsins til að ræða

ÍR Knattspyrnusumarið | 8

Page 9: ÍR Knattspyrna - 2013

VERSLUNARMIÐSTÖÐINHÓLAGARÐUR

ÍR Knattspyrnusumarið | 9

Page 10: ÍR Knattspyrna - 2013

Helgi Freyr Þorsteinsson18 ára - markvörður

Guðmundur Gunnar Sveinss.20 ára - miðjumaður

Arthúr Kristján Staub24 ára - sóknarmaður

Eiður Benedikt Eiríksson22 ára - Aðstoðarþjálfari

Arnar Þór Valsson (Addó) hefur fengið það vandasama hlutverk að rífa upp meistaraflokk- karla hjá ÍR. Hann er 39 ára og hefur verið alla sína knattspyrnutíð í ÍR sem leikmaður og síðar sem þjálfari. Addó á að baki um 400 leiki með mfl. ÍR og var fyrirliði þar síðustu sex árin sem hann spilaði. Þjálfaraferill Addó hófst árið 1992 og hefur hann frá þeim tíma þjálfað alla flokka hjá ÍR, allt frá byrjendaflokki til meistaraflokks, en þar kom hann fyrst að málum á miðju tímabili 2006 og svo aftur í ágúst í fyrra og stjórn- aði hann þá liðinu til loka þeirra tímabila. Síðastliðið haust var hann svo ráðinn þjálfari meistaraflokksins til þriggja ára og hefur nú betri tækifæri en áður til að móta liðið og koma sínum hugmyndum á framfæri. Addó er með UEFA B-próf í þjálfun. Honum til aðstoðar þetta árið verður Eiður Benedikt Eiríksson en hann þjálfar einnig 6. flokkinn hjá ÍR. Hann hefur að sögn Addó komið með ferskar æfingar inní þetta, enda ungur og áhugasamur og virkilega góður þjálfari, sem á framtíðina fyrir sér. En þá að Addó:

Hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum frá síðasta sumri og þá hvaða?„Já, leikmannahópurinn hefur tekið miklum breytingum frá síðasta sumri, 19 leikmenn hafa horfið á braut og ungir og efnilegir leikmenn hafa komið inn úr yngri flokka starfi ÍR, auk viðbótar frá öðrum liðum. Við höfum fengið sex leikmenn til okkar og fjórir leikmenn eru að snúa heim frá öðrum liðum,

sem sagt uppaldir ÍR-ingar, en hinir koma úr hinu góða unglingastarfi ÍR. Við höfum breytt stefnu okkar hjá ÍR og viljum vinna innan frá, það er að nota þá drengi sem við höfum haft í gegnum allt unglingastarfið okkar og gefa þeim sénsinn hjá meistaraflokki. Það er þó samt þannig að það er nánast ógerningur að hafa meistaraflokk einungis skipaðan „upp- öldum” ÍR-ingum og því höfum við leitað eftir styrk úr öðrum félögum og ég tel að það hafi tekist 100% þetta árið. Allir leikmennirnir sem hafa komið til okkar hafa passað fullkomlega inní okkar hóp, innan vallar sem og utan. Við erum að keyra þetta á mjög ungum og góðum hópi þar sem meðalaldurinn er rétt rúmlega 21 ár, og það er bara frábært að félagið sé tilbúið að taka þessa stefnu og gefa þessum strákum séns.”Hver eru markmiðin fyrir sumarið? „Markmiðin eru nokkur, meðal annars að njóta þess að spila fótbolta, hafa gaman að því og leggja sig 100% fram á æfingum og í leikjum, en klárlega er stóra markmiðið að koma liðinu aftur uppí 1. deild.”Hverjar eru sterkustu hliðar liðsins? „Ég myndi segja að sterkustu hliðar liðsins séu

stór og skemmtilegur hópur með góðan móral og allir eru að stefna í sömu átt sem er mjög mikilvægt. Fótboltaleg geta og skilningur er mjög sterkur í okkar leikmönnum þótt þeir séu ungir. Einnig er sterkt að hafa svona marga ÍR-inga í liðinu sem hafa stórt og sterkt ÍR-hjarta og vilja leggja sig fram og ná árangri fyrir félagið.”

En hvað þarf að bæta? „Í mínum huga er fátt sem þarf að bæta þar sem allir eru á sömu línu með þetta, það er að gefa ungum og efnilegum mönnum tækifæri á að láta ljós sitt skína inni á vell-inum. En því verður

ekki neitað að leikmannahópurinn er ungur, maður væri alveg til í hærri meðalaldur. En samt þá er þetta svo skemmtilegur aldur að ég kvarta ekki.”Hefurðu eitthvað kortlagt andstæðinga sumarsins? Ef svo er, hverjir verða þá í topp- baráttunni? „Ég hef nú mest verið að einbeita mér að mínu liði, við höfum spilað við lið í vetur í Lengju- bikarnum sem við mætum í sumar en ég tel lítið að marka þá leiki þar sem þau lið hafa styrkt sig mikið fyrir Íslandsmótið, þannig að ég horfi ekki mikið á úrslitin úr þeim leikjum. Af þeim liðum sem ég hef séð eða spilað við þá tel ég að HK, Grótta, Ægir og KV séu með

sterk lið og svo er Afturelding með sterkan leikmannahóp, hin liðin hef ég bara ekki séð og er ekki dómbær á þau. En ég held að allir geti unnið alla í þessari deild og hún verði mjög jöfn.”Áttu þér einhveja fyrirmynd (fyrirmyndir) í þjálfun og þá af hverju? „Maður hefur nú haft nokkra þjálfara um ævina og fyrst ber að nefna Kristján Guð-mundsson sem þjálfaði mig eiginlega upp alla yngri flokka hjá ÍR og nokkur ár í meist- araflokki. Hann kenndi mér mikið og náði vel til manns, hann var duglegur með mig á séræfingum þegar maður var yngri og hann var með virkilega góðar æfingar. Svo er það náttúrlega Njáll Eiðsson en hann kom okkur uppí Úrvalsdeildina árið 1997, maður var alltaf í 100% líkamlegu formi hjá honum.” Þú ert á nokkura klukkutíma rútuferðalagi með liðið. Ef þú mættir ráða hvaða tónlist yrði spiluð í rútunni, hvað yrði þá fyrir valinu? „Fyrst myndi ég renna í gegn disknum hennar Whitney Houston sem ber heitið „Whitney” og kom út árið 1990. Svo er skilduspilun að spila „ÍR skorar mörkin” eftir meistara Halla Reynis

á klukkutíma fresti. Og svo blöndu af 80´s tónlist það sem eftir er af ferðinni.”En ef þú ættir að lesa upp úr bók fyrir liðið í staðinn fyrir að hlusta á tónlist, hvaða bók yrði þá fyrir valinu og af hverju? „Mýrin eftir Arnald Indriðason, mögnuð bók sem heldur manni í heljargreipum frá upphafi til enda. Og þessi rútuferð yrði leikur einn.”Hvað viltu fá frá þínum leikmönnum í sumar? „Númer 1, 2 og 3 er að mínir leikmenn hafi gaman af þessu og séu að skemmta sér hvort sem er á æfingu eða leikjum. Mín skoðun er sú að ef leikmenn eru ánægðir og finnst skemmtilegt það sem þeir eru að gera þá er hægt að ná miklu meira út úr þeim inná vellinum. Það er hægt að taka vel á því og brosa um leið. Einnig vil ég vinnusemi og aga inná vellinum, við höfum sýnt það í leikjum vetrarins að ÍR-liðið gefst aldrei upp þannig að það er eitthvað sem við munum ekki sjá á vellinum í sumar, menn munu gefa allt í leikina og leggja sig 100% fram. Svo kemur bara í ljós í leikslok hvort það dugi til sigurs. Einnig legg ég mikið upp úr því að leikmenn séu virkir hugsunarlega á æfingum og í leikjum og við hjálpumst allir að við að gera æfingarnar skemmtilegar og vinnum saman að lausnum í leikjum. Ég ætla ekki að vera einræðisherra á hliðarlínunni, ég spyr mína menn reglulega hvernig þeim líki æfingarnar sem ég hef þannig að ég sé ekki að keyra á einhverrri æfingu sem mönnum finnst leiðinleg, það skilar ekki árangri. En að sjálfsögðu tek ég

lokaákvörðun um alla hluti.”Eitthvað að lokum? „Hvet alla Breiðhyltinga til að kíkja á völlinn og sjá marga „uppalda” leikmenn ÍR fá að spreyta sig á stóra sviðinu og um leið senda jákvæða strauma til þeirra frá áhorfendapöllunum og hvetja þá á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Við ætlum að treysta mikið á unga og efnilega leikmenn og það er nauðsynlegt að allir séu að stefna í sömu átt leikmenn, þjálfari, stjórn og stuðningsmenn. Höfum gaman að þessu í sumar og gerum okkar besta. Sjáumst á vell- inum í sumar og LIFI ÍR.”

Markmiðið að koma liðinu upp í 1. deild

ARNAR ÞÓR VALSSON - ÞJÁLFARI MEISTARAFLOKKS KARLA

ÍR Knattspyrnusumarið | 10

Page 11: ÍR Knattspyrna - 2013

Helgi Freyr Þorsteinsson18 ára - markvörður

Brynjar Sigurðsson20 ára - markvörður

Magnús Þór Magnússon30 ára - markvörður

Sigurður Þór Arnarsson22 ára - varnarmaður

Reynir Magnússon21 árs - varnarmaður

Atli Þór Jóhannsson23 ára - varnarmaður

Hrannar Darri Gunnarsson20 ára - varnarmaður

Atli Guðjónsson25 ára - varnarmaður

Reynir Haraldsson18 ára - varnarmaður

Halldór Hrannar Halldórss.19 ára - varnarmaður

Steinar Haraldsson19 ára - varnarmaður

Már Viðarsson19 ára - varnarmaður

Arnar Már Runólfsson20 ára - miðjumaður

Jónatan Hróbjartsson19 ára - miðjumaður

Hafliði Hafliðason25 ára - miðjumaður

Alexander Kostic21 árs - miðjumaður

Guðmundur Gunnar Sveinss.20 ára - miðjumaður

Sigurður Heiðar Höskuldss.28 ára - miðjumaður

Arnór Björnsson22 ára - sóknarmaður

Viktor Smári Segatta21 árs - sóknarmaður

Marteinn Pétur Urbancic20 ára - sóknarmaður

Jóhann Arnar Sigurþórss.19 ára - sóknarmaður

Arthúr Kristján Staub24 ára - sóknarmaður

Kristján Ari Halldórsson26 ára - sóknarmaður

Meistaraflokkur karla

ÍR Knattspyrnusumarið | 11

Page 12: ÍR Knattspyrna - 2013

2., 3. og 4. flokkur karla / haustið 2012

5., 6., 7. og 8. flokkur karla / haustið 2012

ÍR Knattspyrnusumarið | 12

Page 13: ÍR Knattspyrna - 2013

Hinn nýi fyrirliði meistaraflokks karla heitir Alexander Kostic og er tvítugur nemandi við Háskóla Íslands, en einnig prangar hann fötum inn á fólk í fatabúðinni Next. Hann er enn ein sönnun þess að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni því faðir hans er Luka Kostic sem lék meðal annars með ÍA og hefur þjálfað lið á borð við Grindavík og KR. Og hjá hinu síðastnefnda var Alli upp alla yngri flokkana, en sá þá að það var ekkert vit á að hanga þar og vippaði sér upp í Breiðholtið – til ÍR. Alli er með hressari piltum og féllst góðfús lega á koma í stutt viðtal til að svara mis- gáfulegum spurningum, sem vitanlega kalla á misgáfuleg svör. Hér er afraksturinn:

Af hverju valdirðu ÍR?„Eftir að ég var látinn fara frá KR var maður svolítið á krossgötum en þá hringdi Andri Marteinsson, þáverandi þjálfari ÍR í mig, og bauð mér á æfingu. Ég heillaðist strax af félaginu og þeim snillingum sem voru í liðinu og sé alls ekki eftir að hafa komið hingað.”Hvernig myndirðu lýsa meistaraflokki ÍR? „Þetta er virkilega samheldinn hópur þar sem góður mórall er ríkjandi. Við erum mjög ungir, baráttuglaðir og þið munið aldrei sjá okkur gefast upp í sumar því karakterinn í liðinu er mikill.”Hver er mesti töffarinn í hópnum og af hverju? „Ég held að Atli Guðjóns haldi að hann sé mesti töffarinn en það hlýtur að vera módelið Marteinn Urbancic. Hann mætir alltaf á æf- ingu eins og hann sé að fara á tískusýningu og er bara fjallmyndarlegur maður. Svo er

Reynir Magnússon mikill töffari líka, þessir tveir deila þessu með sér.”Ef þú gætir lokkað einhvern yfir í ÍR, sem virkilega myndi muna um, hver yrði þá fyrir valinu og af hverju?„Það sem myndi styrkja okkur verulega væri ef Addó þjálfari tæki skóna af hillunni, þessi hægri fótur mundi skjóta okkur upp um tvær deildir á tveimur árum.” Hefur þér einhvern tímann verið líkt við annan leikmann og þá hvern? „Ekkert af ráði svo sem en Bjarni Guðjónsson hefur einhvern tímann komið upp í um-ræðunni.”Hver er helsta fyrirmyndin þín vell-inum? „Ég lít mikið upp til tveggja körfubolta-manna en það eru þeir Micheal Jordan og Kobe Bryant. Þetta eru sigurvegarar af guðs

náð sem spila/spiluðu leikinn af mikilli ástríðu og uppskera/uppskáru eftir því.”Hvað geturðu haldið boltanum lengi á lofti í einni lotu? „Ég hef ekki prófað það lengi en þegar maður var lítill var maður að ná upp í 500 og það er örugglega eitthvað svipað núna.”Hver er erfiðasti andstæðingurinn á æfing-um og af hverju? „Guðmundur Gunnar Sveinsson. Við þolum hvorugir að tapa á æfingum, sérstaklega gegn hvor öðrum, og spilum eftir því.”

Þú átt að spila í stórleik klukkan tvö að degi til. Hvað borðarðu fyrir leikinn og hvernig undirbýrðu þig að öðru leyti fyrir átökin? „Ég myndi vakna klukkan 9 og fá mér morgunmat sem yrði líklegast kornflex með mjólk. Svo tæki við slökun þangað til ég fengi mér pastamáltið klukkan 11 en ég borða alltaf þremur tímum fyrir leik. Síðan er haldið í göngutúr til að melta matinn og á meðan

hlusta ég á tónlistina mína og kem mér í gírinn. Á leikdegi er maður mikið að hugsa um leikinn og hvað maður ætlar að gera í honum en mér finnst einnig mjög gott að leiða hugann eitthvað annað og þá er maður afslappaðari í leiknum sjálfum.”Hugsarðu um hollustuna eða ertu algjör nammigrís? „Maður getur varla verið í boltanum ef maður væri algjör nammigrís og ég reyni að passa hvað ég set upp í mig. Mér finnst samt ekkert leiðinlegt að fá mér hamborgara stöku sinn- um og kíkja á nammibarinn á laugardögum.”Á hvernig tónlist hlustar þú? „Ég fylgi alls ekki einni tónlistastefnu og ég hlusta bara á það sem mér finnst vera skemmtilegt og það getur alveg verið frá óperu til Hip Hops.”

Hvernig bíl áttu? „Ég á silfurgráan Volkswagen Polo sem mér þykir mjög vænt um.”Þú ert á leiðinni í afmæli til félaga þíns, Atla Guðjónssonar. Þú ákveður að gefa honum eitthvað sem hann þarfnast alls ekki. Hvað leynist í pakkanum? „Haha, þetta er virkilega skemmtileg spurning en ég myndi líklegast gefa góðvini mínum Atla legghlífar. Bæði held ég að hann eigi safn af legghlífum, þar sem hann er meira segja með þær þegar hann er ekki á æfing-um, og ég veit að hann mundi aldrei treysta mér til þess að velja réttu legghlífarnar.”Ef þú fengir 150.000 til þess að dressa þig upp, hvernig fatnaður yrði þá fyrir valinu? „Ég myndi kaupa mér einhver rosaleg jakka- föt og skyrtu og skó með því, eða þá að fara í Next þar sem ég fengi nóg fyrir peningin.”Gummi Ben eða Hjörtur Hjartar? „Ég leit mikið upp til Gumma Ben þegar ég að ég var alast upp sem gutti hjá KR og hann var aðalmaðurinn þá þannig hann verður fyrir valinu. Einnig er hann besti íþróttalýsandi landsins. Hjörtur Hjartar er samt toppmaður líka.”Hver er uppáhaldssjónvarpsþátturinn þinn? „Modern Family, Klovn og Game of Thrones.”Hvaða tölvuleikur er í uppáhaldi hjá þér? „Knattspyrnuleikurinn Football Manager hiklaust.” Uppáhaldslið? „ÍR og Liverpool, góð blanda.”Uppáhaldsleikmaður hérlendis?

„Atli Guðjónsson.”Uppáhaldsleikmaður erlendis? „Geri ekki upp á milli Daniel Agger og Xabi Alonso.”Og í lokin: Áttu ekki eitthvað gott heilræði til handa ungum knattspyrnuiðkendum? „Það er bara þetta klassíska að æfa eins og skepna og þá sérstaklega aukalega. Þetta er gömul mýta en hún er svo sannarlega sönn. Það er þetta auka sem skilur á milli þeirra sem ná langt og þeirra sem gera það ekki.Svo vil ég hvetja alla til þess að koma á völlinn í sumar, það er langt síðan að ÍR hefur verið með lið þar sem það er svona mikið af uppöldum leikmönnum. Við stefnum langt í sumar og það væri mjög gaman að ef sem flestir tæku þátt í þessu sumri með okkur.”

Ungir og baráttuglaðir

ALEXANDER KOSTIC - FYRIRLIÐI MEISTARAFLOKKS KARLA

Foreldrar að störfum á Subwaymóti 5. flokks karla

Ábyrgðarmaður: Jóhannes Guðlaugsson Ritstjórn: Guðjón Ingi Eiríksson og Atli Geir JóhannessonAuglýsingar: Sigurður Þórir Þorsteinsson, Gylfi Guðmundsson og Sigurfinnur Sigurjónsson

Umbrot: Atli Geir Jóhannesson

ÍR Knattspyrnusumarið | 13

Page 14: ÍR Knattspyrna - 2013

2. flokkur karla

3. flokkur karla á hlaupaæfingu

Page 15: ÍR Knattspyrna - 2013

Yngri flokkar karlaStarfsemi yngri flokka karla hjá ÍR hefur á síðustu árum verið í góðri sókn og einungis ein breyting var gerð á þjálfarateyminu í haust. Starfið fór strax á flug í októberbyrjun og nú þegar þessi orð eru skrifuð þá eru allir flokkar mannaðir áhugasömum, menntuðum og metnaðarfullum þjálfurum sem hafa framtíð iðkendanna að leiðarljósi. Flokkarnir hafa haft nóg að gera í vetur bæði utan sem innan vallar. Mikið hefur verið um hraðmót hjá yngstu flokkunum en hjá þeim eldri hefur verið eitt langt keppnismót á vegum KRR frá októberbyrjun. Iðkendur hafa fengið kennslu í hlaupatækni, fræðslu frá fyrirlesurum, gestaþjálfara á æfingar og síðast en ekki síst tekið þátt í jólagleði, páskagleði og mörgum öðrum viðburðum sem knattspyrnudeildin hefur haldið síðustu mánuði. Iðkendafjöldinn hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu vikur, þrátt fyrir fækkun barna í hverfinu. Flokkarnir hafa staðið í ströngu síðustu mánuði til að safna fyrir kostnaði vegna móta og ferðalaga. Nú styttist óðum í fyrstu mótin, en líkt og síðustu ár þá fara flokkarnir á öll helstu mót sem eru í boði. Knattspyrnudeildin hefur einnig skipt um gír og haldið mót í 7., 6. og 5. flokki karla síðustu vikur og eru þau nú komin til með að verða áfram næstu árin.

Hver flokkur fer alltaf á eitt stórmót sem er haldið víðsvegar um landið. Helstu mótin sem yngri flokkar karla sækja í sumar eru:

8. flokkur karla/kvenna fer á Arionbankamótið í Víkinni. (17.-18. ágúst).7. flokkur karla fer á Norðurálsmótið á Akranesi. (21. - 23. júní).6. flokkur karla fer á Shellmót í Vestmannaeyjum. (26. - 29. júní).5. flokkur karla fer á N1-mótið á Akureyri. (3. til 6. júlí).4. flokkur karla fer á Rey Cup í Laugardal. (24. – 28. júlí).3. flokkur karla fer á Rey Cup í Laugardal. (24. – 28. júlí).

Sumaræfingartafla yngri flokka verður sú sama og síðustu ár og má nefna að 7., 6. og 5. flokkur karla æfa allir á sama tíma á ÍR svæðinu. Það verður því líf og fjör á ÍR-vellinum í sumar. Við hlökkum til að sjá þig og þína þar! Sjá æfingatöflu hér til hliðar eða á www.ir.is!

Við hvetjum þig til að kíkja á æfingu hjá okkur,Árni, Eiður Ben, Eiður Ottó, Sigurður, Jakob, Tinni Kári og Halldór, þjálfarar yngri flokka karla.

Æfingatafla yngriflokka drengja 10. júní til 18. ágúst2. flokkur karla - fæddir 1994, 1995 og 1996Þjálfari: Jakob Hallgeirsson s: 899-70823. flokkur karla - fæddir 1997 og 1998mánudagur kl. 17:00 - 18:30 ÍR völlurþriðjudagur kl. 17:00 - 18:30 ÍR völlurmiðvikudagur kl. 17:00 - 18:30 ÍR völlurfimmtudagur kl. 17:00 - 18:30 ÍR völlurföstudagur kl 17:00 - 18:30 ÍR völlurÞjálfari: Eiður Ottó Bjarnason s: 696-5939 Þjálfari: Tinni Kári Jóhannesson s: 847-60474. flokkur karla - fæddir 1999 og 2000mánudagur kl. 15:00 - 16:30 ÍR völlurþriðjudagur kl. 15:00 - 16:30 ÍR völlurfimmtudagur kl. 14:00 - 15:30 ÍR völlur föstudagur kl. 13:00-14:30 ÍR völlurÞjálfari: Halldór Þ. Halldórsson s: 891-63205. flokkur karla - fæddir 2001 og 2002mánudagur kl. 13:00 - 14:15 ÍR völlurþriðjudagur kl. 13:00 - 14:15 ÍR völlurmiðvikudagur kl. 13:00 - 14:15 ÍR völlurfimmtudagur kl. 13:00 – 14:15 ÍR völlurÞjálfari: Halldór Þ. Halldórsson s: 891-63206. flokkur karla - fæddir 2003 og 2004mánudagur kl. 13:00 - 14:15 ÍR völlurþriðjudagur kl. 13:00 - 14:15 ÍR völlurmiðvikudagur kl. 13:00 - 14:15 ÍR völlurfimmtudagur kl. 13:00 - 14:15 ÍR völlurÞjálfari: Eiður Ben Eiríksson s: 699-4699*aukaæfingar fyrir þá sem vilja vera lengur verða kl. 14:15-15:00.7. flokkur karla - fæddir 2005 og 2006mánudagur kl. 13:00 - 14:00 ÍR völlurþriðjudagur kl. 13:00 - 14:00 ÍR völlurfimmtudagur kl. 13:00 - 14:00 ÍR völlur *aukaæfingar fyrir þá sem vilja vera lengur verða kl. 14:00-15:00.Þjálfari: Árni Guðmundsson s: 896-51178. flokkur karla/kvenna - fædd 2007 og yngrimánudagur kl. 17:00 - 18:00 ÍR völlurfimmtudagur kl. 17:00 - 18:00 ÍR völlurÞjálfari: Halldór Þ. Halldórsson s: 891-6320 *Ath. að æfingatímar geta breyst vegna móta, leikja og annara viðburða. Því er alltaf gott að hringja í þjálfara áður en mætt er á fyrstu æfinguna.

Knattspyrnudeild ÍR mun starfrækja tvo knatt-spyrnuskóla í sumar fyrir iðkendur á öllum aldri. Iðkendur sem eru í 1.-4. bekk eiga kost á að sækja knattspyrnuskóla sem er í samstarfi við frjálsar undir nafninu Fjörkálfar í fótbolta og frjálsum. Iðkendur sem eru í 5.-8. bekk eiga kost á að fara á tvö knattspyrnunámskeið í sumar. Annað verður haldið 10. júní til og með 21. júní

en hitt verður haldið frá 6. ágúst til og með 16. ágúst. Nánari upplýsingar verður hægt að fá á www.ir.is eða með því að senda vefpóst á [email protected]. Iðkendur eiga því kost á að vera á ÍR-vellinum frá kl. 08:00 til 15:00 og jafnvel lengur ef þeir sækja íþróttaskóla ÍR strax eftir æfingar.

ÍR Knattspyrnusumarið | 15

Page 16: ÍR Knattspyrna - 2013
Page 17: ÍR Knattspyrna - 2013

FótboltagetraunHér á eftir eru 10 spurningar úr enska boltanum. Þrír svarmögu-leikar eru gefnir við hverja spurningu og þú gerir hring utan um það svar sem þú veist eða heldur að sé rétt. Síðan skrifar þú nafn þitt, símanúmer og netfang og klippir þetta út og setur í svarkassa í ÍR heimilinu sem merktur er FÓTBOLTAGETRAUN. Þann 10. júní verða svo dregnir út 20 vinningshafar og fær hver og einn þeirra Fót-

boltaspilið að launum en það inniheldur 1800 fótboltaspurningar og er allt í senn: fræðandi, spennandi og skemmtilegt. Nöfn vinningshafa verða birt á heimasíðu ÍR en einnig verður haft samband við viðkom- andi.

1. Hjá hvaða liði hóf framherjinn Andy Carroll knattspyrnuferil sinn?1 Wigan X Newcastle 2 Aston Villa

2. Hverrar þjóðar er miðvallarspilarinn/útherjinn Gareth Bale?1 Velskur X Skoskur 2 Írskur

3. Hvaða lið spilar heimaleiki sína á St. Mary’s?1 Southampton X Stoke 2 Fulham

4. Frá hvaða liði keypti Manchester United varnarmanninn Rio Ferdinand?1 Wolves X Leeds 2 West Ham

5. Hver var knattspyrnustjóri Liverpool á milli valdatíma þeirra Rafael Benítez og Kenny Dalglish?1 Gerard Houllier X Roy Evans 2 Roy Hodgson

6. Wolves og Bolton féllu úr Úrvalsdeildinni vorið 2012. Hvaða lið fylgdi þeim niður?1 Middlesbrough X Blackpool 2 Blackburn

7. Hvert af þessum liðum skreytir keppnistreyju sína með fallbyssu?1 Arsenal X Everton 2 Sunderland

8. Með hvaða liði hafa þeir báðir leikið, Gianfranco Zola og Didier Drogba?1 Tottenham X Reading 2 Chelsea

9. Gegn hvaða liði hafði Manchester City betur á lokadegi Úrvalsdeildarinnar vorið 2012 og tryggði sér þar með Englandsmeistaratitilinn?1 QPR X WBA 2 Norwich

10. Hvaða lið varð bikarmeistari árið 1978?1 Leicester X Ipswich 2 Coventry

Hvað veistu um enska boltann?

Fjörkálfanámskeiðin eru fyrir hádegi, vikulöng og ætlað stelpum og strákum, f. 2003–2007. Á námskeiðunum fá börnin tækifæri til að iðka bæði fótbolta og frjálsíþróttir í bland við ýmsa leiki og útiveru. Á hverju námskeiði verður ákveðið þema sem gera námskeiðin enn

skemmtilegri og skapar fjölbreytni milli vikna, hugsað fyrir þá sem vilja koma á mörg námskeið.

Gæsla er í boði kl. 08:00–08:30 fyrir þá sem nauðsynlega þurfa, en námskeiðið sjálft er kl. 08:30–12:30. Börnin hafa með sér nesti sem er borðað um kl.10:30.Í íþróttagreinunum tveimur verða börnin að hluta til saman en einnig verður þeim skipt upp í smærri hópa eftir aldri og kunnáttu í viðkomandi grein. Börnin fá að upplifa íþróttirnar sem hreina skemmtun í góðum félagsskap þar sem allir standa jafnir. ÍR er með úrvalsfólk á sviði íþrótta og fólk sem vant er að um- gangast börn og mun það kenna öll helstu tækniatriði beggja íþróttagreinanna og leggja áherslu á að börnin fái sem mest út úr námskeiðunum. Fótboltaskóli ÍR hlaut nú nýverið viðurkenningu frá UEFA og fær því að nota grasrótarmerki UEFA. en það er gæðastimpill og staðfestir það að knattspyrnudeildin standist allar þær kröfur sem KSÍ og UEFA setja um uppeldi ungra knattspyrnu manna og kvenna í fótboltaskólum félagsins. Viðurkenningin er veitt í eitt ár í senn og þarf því að endurnýja á hverju ári, en það er stefna knattspyrnudeildarinnar að viðhalda henni um ókomna framtíð.

Öllum þátttakendum verður veitt viðurkenning að námskeiði loknu og í lok mánaðar er Fjörkálfahátíð fyrir alla sem sótt hafa námskeið í þeim mánuði. Mót og grill á þeim degi.

Skráning á námskeiðin er þegar hafin og fer hún fram á vef félagsins www.ir.is og gengið er frá greiðslu við skráningu. Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að finna á heimasíðu ÍR www.ir.is og hjá starfsfólki ÍR, í síma 587-7080.

1. námskeið 10.-14.júní 5.500 kr.2. námskeið 18.-21.júní 5.500 kr.3. námskeið 24.-28. júní 5.500 kr.4. námskeið 1.-5. júlí 5.500 kr.5. námskeið 8.-12. júlí 5.500 kr.6. námskeið 15.-19. júlí 5.500 kr.7. námskeið 22.-26. júlí 5.500 kr.

Þátttakandi:____________________________________ Sími:_______________ Netfang:___________________________________

Fjörkálfar í frjálsum og fótbolta

ÍR Knattspyrnusumarið | 17

Page 18: ÍR Knattspyrna - 2013
Page 19: ÍR Knattspyrna - 2013

Einn af vanköntum þess að æfa íþróttir er hættan á að meiðast. Á meðan sumir eru heppnir og meiðast lítið, eru sumir sem þurfa að hætta íþróttaiðkun í marga mánuði og í einstaka tilfellum lengur. Aðalmarkmið hvers íþróttamanns sem lendir

í meiðslum er að komast sem allra fyrst af stað aftur til sinnar íþróttar. Algengustu meiðsli sem íþróttamaður verður fyrir eru tognun í vöðvum, tognun á liðböndum, sinafestuvandamál og liðþófa- vandamál. Meiðsli eru ýmist álagstengd eða af völdum högga eða hnjasks á æfingum, keppnum og í sumum tilfellum í tóm-stundum.

Þegar fólk lendir í meiðslum er mikilvægt að brugðist sé rétt við. Fyrstu viðbrögð eiga alltaf að vera að kæla og setja þrýsting á meiðslasvæði. Þrýstingur þarf að vera í a.m.k. 36 klst en það er um það bil sá tími sem bólga er ennþá að koma fram í vefjum líkamans. Fyrstu viðbrögð segja mikið til um hversu mikið meidda svæðið bólgnar og rétt viðbrögð flýta fyrir að viðkomandi íþróttamaður komist fyrr til æfinga.

Þá hefst meðferð hjá sjúkraþjálfara. Í fyrsta tíma metur og skoðar sjúkraþjálfari einstaklinginn og gefur ráðleggingar sem getur komið í veg fyrir að minnstu meiðsli verði stærri og valdið jafnvel enn lengra stoppi frá íþróttaiðkun. Meðferð er mismunandi eftir áverka og er allra leiða leitað til að flýta bataferlinu. Íþróttamaður fær leiðbeining-ar um hvað hann á sjálfur að gera til að flýta fyrir ferlinu, minnka bólgu og gera styrkjandi- og eða stöðugleikaæfingar fyrir meitt svæði. Æfingar miðast við einstaklinginn sjálfan og hans meiðsli. Ýmis tæki, liðkun og mjúkpartameðferðir eru notuð til að flýta bataferlinu.

Þetta myndar þann ramma sem flestir sem lenda í meiðslum þurfa og niðurstaðan er sú að einstaklingurinn er fljótari að ná sér og kemst þar að leiðandi fljótar í þá hreyfingu/íþrótt sem honum finnst skemmtilegust. Leiðin þarf ekkert endilega alltaf að vera bein, það geta komið afturkippir í endurhæfingu, en eitt skref afturábak gefur oft af sér tvö skref framávið. Ekki gera ekki neitt.

Sævar Ómarsson, sjúkraþjálfariGáski sjúkraþjálfun

Árið 1979 hampaði 5. flokkur ÍR hvorki meira né minna en sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Nöfn meistaranna og annarra á mynd-inni eru, efri röð talið frá vinstri: Þórir Lárusson, formaður ÍR, Óskar H. Valgarðsson, stjórnarmaður, Þorvaldur Þorvaldsson, stjórnarmaður, Sigurður Þorvaldsson, Friðrik Már Jónsson, Sveinn Ólafur Arnórsson, Ingi Grétarsson, Fannar Gauti Dagbjartsson, Hörður Theodórsson, Gunnar V. Pétursson þjálfari, Walter Hjaltested og Albert Guðmundsson heiðursforseti ÍR. Neðri röð frá vinstri: Jón Ármann Guðjónsson, Þórarinn Guðjónsson, Sigþór Sigurðsson, Gunnar Ólafsson, Viktor Viktorsson, Finnur Pálmason, Kristinn Grétarsson, Jónas Guðjónsson, Hlynur Jóhannsson og Sigurður Þórir Þorsteinsson.

Ekki gera ekki neitt

Gamla myndin

ÍR Knattspyrnusumarið | 19

Page 20: ÍR Knattspyrna - 2013

10. maí - fös. 20:00 ÍR - Grótta 1 - 0 Hertz völlurinn17. maí - fös. 19:15 HK - ÍR 1 - 0 Kópavogsvöllur23. maí - fim. 20:00 ÍR - Ægir Hertz völlurinn01. jún - lau. 14:00 Afturelding - ÍR Varmárvöllur08. jún - lau. 14:00 ÍR - Höttur Hertz völlurinn13. jún - fim. 20:00 KV - ÍR KR völlur21. jún - fös. 20:00 ÍR - Njarðvík Hertz völlurinn27. jún - fim. 20:00 ÍR - Hamar Herz völlurinn02. júl - þri. 20:00 Reynir S. - ÍR N1 völlurinn06. júl - lau. 16:00 ÍR - Dalvík/Reynir Hertz völlurinn13. júl - lau. 16:30 Sindri - ÍR Sindra vellir18. júl - fim. 19:15 Grótta - ÍR Gróttuvöllur25. júl - fim. 20:00 ÍR - HK Hertz völlurinn31. júl - mið. 20:00 Ægir - ÍR Þorlákshafnarv.08. ágú - fim. 19:00 ÍR - Afturelding Hertz völlurinn13. ágú - þri. 18:00 Höttur - ÍR Vilhjálmsvöllur18. ágú - sun. 19:00 ÍR - KV Hertz völlurinn22. ágú - fim. 18:30 Njarðvík - ÍR Njarðtaksvöllur29. ágú - fim. 18:00 Hamar - ÍR Grýluvöllur05. sep - fim. 18:00 ÍR - Reynir S. Hertz völlurinn14. sep - lau. 14:00 Dalvík/Reynir - ÍR Dalvíkurvöllur21. sep - lau. 14:00 ÍR - Sindri Hertz völlurinn

Eins og allir ÍR-ingar vita þá féll meistaraflokkur félagsins í karla- flokki niður í 2. deild síðastliðið haust eftir nokkurra ára veru í 1. deildinni. Spilamennska liðsins var ekki upp á marga fiska, einkum síðari hluta mótsins, og því urðu þessi dapurlegu örlög

ekki umflúin. Margir af leikmönnum síðasta árs eru horfnir á braut og er liðið nú byggt upp á ungum og sprækum strákum sem flestir hafa komið upp í gegnum unglingastarfið hjá ÍR. Þeir ætla sér ekki að gefa neitt eftir og stefna vitaskuld á toppinn, en margar hindranir eru þó í veginum, enda býsna sterk lið í 2. deildinni nú í sumar. Þar má m.a. nefna Aftureld- ingu, Gróttu, Hött, KV, HK og Reyni frá Sandgerði. Síðastnefnda liðið þjálfar enginn annar en Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari, sem kann öll trixin í boltanum, og víða glittir í reynslumikla menn hjá vætanlegum andstæðingum ÍR, bæði við stjórnvölinn og í leikmanna-hópunum. En strákarnir í Neðra-Breiðholtinu, sem lúta stjórn Arnars Þórs Valssonar er tók við liðinu síðastliðið haust, hræðast enga og munu mæta ákveðnir til leiks, staðráðnir í að gera sitt besta – og örlítið betur en það. Óþarfi er að nefna að stuðningur áhorfenda skiptir þarna gríðarlega miklu máli og vonandi verður hann mikill á komandi mánuðum.

Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR leikur áfram í A-riðli 1. deild- ar, en þar hafnaði liðið í næstneðsta sæti á síðustu leiktíð og vantaði reyndar bara einn sigur eða svo til þess a enda um miðja deildina. Nú ætla ÍR-stelpurnar, sem eru áfram

undir stjórn hins reynda þjálfara Sigurðar Þóris Þorsteinssonar, að gera enn betur enda voru þær margar hverjar í yngri kantinum í fyrra en eru nú reynslunni ríkari – og miklu betri. Vafalítið verður oft um hörkuleiki að ræða hjá ÍR-stelpunum í sumar, en á meðal andstæðinga þeirra eru ÍA, Fylkir, Haukar og Fram, svo ein-hver félög séu nefnd. Og þær þurfa, eins og keppnisfólk allt, á góðum stuðningi að halda og vonandi verður það reyndin að hann fáist. Þá gæti sæti í Pepsí-deildinni að ári verið raunhæft markmið.

22. maí - mið. 20:00 ÍR - Víkingur Ól. Hertz völlurinn25. maí - lau. 16:00 BÍ/Bolungarv. - ÍR Torfunesvöllur31. maí - fös. 20:00 Fram - ÍR Úlfarsárdal05. jún - mið. 20:00 ÍR - Álftanes Herz völlurinn15. jún - lau. 14:00 ÍA - ÍR Norðurálsv.20. jún - fim. 20:00 ÍR - Fylkir Herz völlurinn26. jún - mið. 19:15 Haukar - ÍR Schenkerv.04. júl - fim. 19:00 ÍR - Tindastóll Herz völlurinn

12. júl - fös. 20:00 Víkingur Ól. - ÍR N1 völlurinn16. júl - þri. 20:00 ÍR - Fram Herz völlurinn19. júl - fös. 20:00 ÍR - BÍ/Bolungarv. Herz völlurinn24. júl - mið. 19:15 Álftanes - ÍR Álftanesvöllur29. júl - mán. 20:00 ÍR - ÍA Hertz völlurinn09. ágú - fös. 19:00 Fylkir - ÍR Fylkisvöllur15. ágú - fim. 19:00 ÍR - Haukar Hertz völlurinn18. ágú - sun. 17:00 Tindastóll - ÍR Sauðárkróksv.

Meistaraflokkur karla Leikir sumarsins

Meistaraflokkur kvenna Leikir sumarsins

ALLIR Á VÖLLINN Í SUMAR