28
Jarðvarmi á Íslandi Möguleikar Íslands á sviði jarðhita eru til umfjöllunar í fylgiriti um jarðvarma sem fylgir með Iðn- aðarblaðinu. »9 til 20 Verri horfur Ætla má af viðbrögðum stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að starfsmönnum þeirra fækki um allt að 300 á næstu sex mánuðum. Langflestir, eða nærri tveir þriðju, búast við óbreyttum starfsmannafjölda á næstu sex mánuðum, 15 prósent áforma fjölgun starfsmanna en fjórðungur býst við fækkun. Fækkun starfsmanna er áformuð í öllum þeim atvinnugreinum sem flokkað er eftir nema í sérhæfðri þjónustu, þar sem áform eru um fjölgun starfsmanna og í verslun þar sem búist er við óbreyttum starfs- mannafjölda. »8 Þ J ó N U S T U M I ð I L L I ð N A ð A R I N S desember 2011 » 9. tölublað » 3. árgangur Steinull á Sauðárkróki Bætt afkoma Steinullar h.f. er til marks um frekari eflingu iðnaðar í sveitar- félaginu Skagafirði. »22 Nýjustu viðskiptavinir okkar, sem koma frá Tékklandi og Ástralíu, voru hins vegar ekki svo lengi að ákveða sig... »2 úTVEGSBLAðIð » Fréttir og fréttaskýringar Útvegsblaðið er að venju fullt af fróðleik. Þar eru fréttir og frétta- skýringar ásamt viðtölum og fleiru. Með sanni má segja að blaðið sé haf- sjór af fróðleik.

Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Iðnaðarblaðið

Citation preview

Page 1: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Jarðvarmi á ÍslandiMöguleikar Íslands á sviði jarðhita eru til umfjöllunar í fylgiriti um jarðvarma sem fylgir með Iðn-aðarblaðinu. »9 til 20

Verri horfur Ætla má af viðbrögðum stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja

landsins að starfsmönnum þeirra fækki um allt að 300 á

næstu sex mánuðum. Langflestir, eða nærri tveir þriðju, búast

við óbreyttum starfsmannafjölda á næstu sex mánuðum,

15 prósent áforma fjölgun starfsmanna en fjórðungur

býst við fækkun. Fækkun starfsmanna er áformuð í

öllum þeim atvinnugreinum sem flokkað er eftir

nema í sérhæfðri þjónustu, þar sem áform

eru um fjölgun starfsmanna og í verslun

þar sem búist er við óbreyttum starfs-

mannafjölda. »8

Þ J ó n u s t u m i ð i l l i ð n a ð a r i n s

d e s e m b e r 2 0 1 1 » 9 . t ö l u b l a ð » 3 . á r g a n g u r

steinull á sauðárkrókiBætt afkoma Steinullar h.f. er til marks um frekari eflingu iðnaðar í sveitar- félaginu Skagafirði. »22

N ý j u s t u v i ð s k i pt av i n i r o k k a r, s e m k o m a f r á Té k k l a n d i o g Á s t r a l í u , vo r u h i n s ve g a r e k k i s vo l e n g i a ð á k ve ð a s i g . . . »2

útvegsblaðið »

Fréttir og fréttaskýringarÚtvegsblaðið er að venju fullt af fróðleik. Þar eru fréttir og frétta-skýringar ásamt viðtölum og fleiru. Með sanni má segja að blaðið sé haf-sjór af fróðleik.

Page 2: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Nýsköpunarfyrirtækið Oxymap ehf. hefur frá árinu 2002 unnið að þró-un súrefnismælis sem mælir súr-efnismettun í augnbotnum manna. Mælirinn tekur stafrænar ljósmynd-ir af augnbotninum, án tilfinninga-legra óþæginda fyrir sjúklinginn, og vinnur upplýsingar úr þeim. Með notkun súrefnismælisins vonast menn til að geta greint gláku, sykur- sýki og hrörnun í augnbotni, fyrr en áður. Nýlega afgreiddi fyrirtækið tvo súrefnismæla til erlendra kaup-enda í Ástralíu og Tékklandi. Áður hafði það selt eða leigt 12 tæki, þar á meðal til Danmerkur, Bretlands og Bandaríkjanna.

Súrefnismælir fyrirtækisins byggir á rannsóknum Dr. Einars Stefánssonar, prófessors í augn-lækningum, en hann hefur starfað á þessu sviði í 30 ár. Að sögn Árna Þórs Árnasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, kviknaði hugmynd að súrefnismælinum þegar Einar sat námsstefnu lækna hjá geimferða-stofnun Bandaríkjanna, NASA. Eft-ir það hófst þróun mælisins og hann varð smám saman að veruleika.

„Upphaflega var Oxymap rek-ið fyrir fjármagn eigenda og styrki, en árið 2008 komu hluthafar inn í myndina. Þar var um að ræða hóp sem nefndist Framtíðartækni, en að honum stóðu einstakir fjárfestar og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Á þeim tíma hafði Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins gert faglega úttekt á fyrirtækinu. Það hjálpaði fjárfest-unum, sem voru algjörlega óháð-ir fyrirtækinu, að taka upplýsta ákvörðun um hvort þeir ættu að setja peninga inn í fyrirtækið. Ein-stakir fjárfestar hafa oft ekki tíma og þekkingu til að rannsaka nýsköp-

unarfyrirtæki, og því tel ég Nýsköp-unarsjóð eiga að standa að fleiri slík-um verkefnum,“ segir Árni.

Hugbúnaðurinn er verðmætasturSúrefnismælir Oxymap er festur ofan á Topcon augnbotnamynda-vél, og er samansettur af hugbún-aði, tveimur stafrænum mynda-vélum og linsum. Hugbúnaðurinn er verðmætasta vara fyrirtækisins, en vinna við hann hófst árið 2002. Síðan þá hefur hann farið í gegnum fjögur þúsund uppfærslur. „Súrefnis- mælirinn mælir súrefnismettun í æðum í augnbotni og æðavídd. Hug-myndin að slíkum mæli er meira en 50 ára gömul, en það var ekki fyrr en stafrænar myndavélar og öflug-ar tölvur komu til sögunnar að þetta varð mögulegt,“ segir Árni.

Þó önnur erlend fyrirtæki hafi unnið að svipuðum súrefnismælum, þá státar Oxymap af eina mælinum sem er jafn langt á veg kominn. Með súrefnismæli fyrirtækisins er hægt að mæla súrefnismettun í augn-botnum á einungis 15 sekúndum, á meðan það tekur aðra sambærilega mæla allt að 30 mínútur.

Enn langt í landViðskiptavinir Oxymap eru aðallega aðilar á rannsóknarmarkaði. Fyrir-

tækið hefur ekki enn komist inn á klíníska markaðinn, en til að svo verði þarf það fyrst að fá hina evr-ópsku CE vottun. „Við vonumst til að fá hana á næsta ári. En til þess þurfum við að sýna fram á ákveð-ið gæðakerfi og gæðastaðla,“ segir Árni og bætir við að þessi eftirlits-iðnaður sé hálfgert peningaplokk.

Að hans sögn tekur að meðaltali um tvö til þrjú ár að selja hvert tæki. Viðskiptavinir fyrirtækisins vilja oft kanna hvort aðrir séu að fram-leiða álíka tæki og fara í kjölfarið í mikla rannsóknarvinnu á súrefnis-mælinum. „Nýjustu viðskiptavinir okkar, sem koma frá Tékklandi og Ástralíu, voru hins vegar ekki svo lengi að ákveða sig. Við hittum þá fyrst í maí 2010, á rannsóknarþingi í Flórída.“

Árni bendir að lokum á að það tekur oft um 10 ár fyrir nýsköpun-arfyrirtæki að verða að fullvaxta fyrirtæki. „Við eigum nokkur ár eftir af þessum tíu árum, því fyrirtækið varð ekki „alvöru“ nýsköpunarfyrir-tæki fyrr en árið 2007. En ég vænti þess að á næstu árum verði hægt að breyta Oxymap úr rannsóknarfyrir-tæki yfir í markaðsfyrirtæki.“

Það er gjá milli ríkisvaldsins og atvinnulífsins. Með réttu eða röngu er stjórnvöld sökuð um að draga lappirnar, sökuð um að tefja fyrir uppbyggingu, sökuð um áhugaleysi, sökuð um að hindra framþróun atvinnulífsins.

Ef við gefum okkur aðstæðurnar séu ýktar, að stjórnvöld séu ekki sá vegatálmi sem af er látið, gefum okkur að aðeins hluti þess sem sagt er eigi við rök að styðjast. Gefum okkur það.

Hvað stendur þá eftir af gagnrýninni? Nægilega mikið til að hafa áhyggjur, nægilega mikið til að bölsóttast, nægilega mikið til að stappa niður fótum, nægilega mikið til að segja hingað og ekki lengra.

Vissulega er það þannig að einn veldur ekki þegar tveir deila. En það er mikið vald að fara með ríkisvaldið. Það er mikil ábyrgð að sitja í rík-isstjórn og hafa tekið að sér að vera leiðandi í framgangi þjóðarinnar. Þess vegna er helst bent á ríkisvaldið. Ráðherrar eru fimir í að verjast gagnrýninni, enda aldeilis vanir í þeirri baráttu.

Atvinnuvegafjárfestingar eru ekki nægar. Aðeins Jóhanna Sigurðar-dóttir virðist telja annað. Þetta blað fjallar ekki um sjávarútveg. En sá hægagangur sem er á stjórnvöldum hvað varðar framtíðarskipan laga um fiskveiðistjórnina hefur dregið mjög úr fjárfestingum í sjávarút-vegi. Og afleiðingarnar eru miklar og ekki síst í iðnaði.

Hafa þarf í huga að málmiðnaðurinn, sem dæmi, er verulega háður sjávarútveginum. Lætur nærri að um helmingur allra viðskipta málm-iðnaðarins sé við útgerðina í landinu. Og þegar dregur úr framkvæmd-um við útgerðina kemur það eðlilega við aðra, og ekki síst við iðnað-inn.

Allt er þetta alvörumál. Þess vegna er ónotalegt að hlusta á forsætis-ráðherra, annað hvort ekki skilja alvöru málanna, eða hreinlega beita fyrir sig útúrsnúningi og rangindum.

Það er hægt að gera betur. Það verða allir að taka til sín. Ekki bara stjórnvöld. Líka atvinnulífið. Við öll.

Sigurjón M. Egilsson

leiðari

Ósamstaða

útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavíksími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is netpóstur: [email protected] ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson ábm. Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Geir A. Guðsteinsson, Karl Eskil Pálsson, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. auglýsingar: [email protected] Sími: 899 9964 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: Iðnaðarblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fisk-vinnslustöðva. Iðnaðarblaðið kemur út átta sinnum á ári.

Þ J ó n u s t u m i ð i l l i ð n a ð a r i n s

2 deSeMBer 2011

Janúar:

Maí:

Mars:

Júlí:

Október:

Febrúar:

Júní:

September:

Apríl:

Ágúst:

Nóvember:

Skráð atvinnuleySi á árinu:

Mælir súrefnismettun í augnbotnum manna

Hugbúnaðarfyrirtæki á heilbrigðistæknisviði:

Haraldur Guðmundsson skrifar:[email protected]

» Háskóli Íslands og Oxymap gerðu með sér samning um rannsóknir á sviði súrefnis-mælinga. kristín ingólfsdóttir, rektor, árni Þór árnason, framkvæmdastjóri Oxymap og Guðmundur Þorgeirsson, forseti læknadeildar, undirrituðu samninginn.

8,5%

7,4%

8,6%

6,6%

6,8%

8,6%

6,7%

6,6%

8,1%

6,7%

7,1%

» Starfsmenn Oxymap kynntu súrefnismælinn á augnlæknaþingi árið 2010. Mynd/ GuðMundur InGÓlfSSon.

Page 3: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

8,5%

7,4%

8,6%8,6%

8,1%

7,1%

óskar viðskiptavinum sínumog landsmönnum öllumgleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

XEIN

N VH

111

2001

HUGVIT Í VERKI

Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf.

Melabraut 27 • IS-220 Hafnarfjörður • Iceland • tel +354 575 9700 • fax +354 575 9701 • www.vhe.is • [email protected]

Page 4: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

4 deSeMBer 2011

vilja að Jóhanna standi við loforðinSamtök sprotafyrirtækja Skora á ríkisstjórnina að standa við gefin loforð:

Formaður Samtaka sprotafyrirtækja skorar á Jóhönnu Sigurðardóttur for-sætisráðherra að gera grein fyrir því hvernig staðið verði við loforð ríkis-stjórnarinnar um fjárframlag í klasa-samstarf sprotafyrirtækja, ríkis-stofnana og ríkisstjórnarinnar. Engu fé hafi verið ráðstafað í þetta sam-starf á fjárlögum 2012 og verkefnin geti því dagað uppi.

Samtök sprotafyrirtækja héldu aðalfund sinni nýlega þar sem með-al annars var fjallað um yfirlýsing-ar sem ríkisstjórnin gaf út vegna kjarasamninga í vor varðandi klasa-samstarf og samstarf fyrirtækja, stofnana á vegum hins opinbera og ríkisstjórnarinnar. Allir ætluðu þess-ir aðilar að leggjast á eitt og vinna sameiginlega að betri og hagkvæm-ari lausnum fyrir stofnanir ríkisins. Um leið átti að nýta tækifæri til þró-unar á lausnum sem eiga erindi á al-þjóðlegan markað.

Verkefnið er hluti af samkomu-lagi við aðila vinnumarkaðar og rík-isstjórnar varðandi síðustu kjara-samninga. Samkomulagið felur í sér að ríkið veiti 150 milljónum króna á ári í sérstaka þriggja ára markaðs-áætlun hjá Tækniþróunarsjóði til

að virkja samstarf á heil-brigðissviði, menntasviði og orkusviði í formi klasa. Þessir fjármunir mynda fjórðung heildarumsvifa verkefna en 75 prósent koma frá fyrirtækjum og samstarfsstofnunum þeirra. Þar af greiða fyrir-tækin sjálf 50 prósent en stofnanirnar leggja fram 25 prósent af kostnaði vegna verkefnanna.

Ákveðið var að 150 milljónir, sem er síðasta greiðslan af árlegu iðn-aðarmálagjaldi og nú er búið að af-nema, ætti að renna í klasasam-starfið fyrsta árið. Síðan ætlaði ríkisstjórnin að tryggja framhaldið með árlegu fjárframlagi í tvö ár til viðbótar, 150 milljónir hvort árið.

„Samkomulagið var gert til að hvetja til nýsköpunar í opinbera geiranum, til að hið opinbera fengi betri lausnir fyrir minna fé í heil-brigðisþjónustu, menntageiranum og orkugeiranum. Þetta eru þau svið sem ríkisstjórnin vildi alveg sérstaklega hvetja til nýsköpunar. Tilgangurinn var sá að almenning-ur á Íslandi fengi að endingu betri

lausnir og þjónustu með sem minnstum tilkostn-aði. Búið var að lofa 150 milljónum króna, sem rík-isstjórnin ætlaði að setja á fjárlög fyrir árið 2012, en það gekk ekki eftir. Þetta er afar sorglegt því þar með hverfa þær 450 millj-ónir króna sem fyrirtæk-in og stofnanirnar leggja fram á móti. Í rauninni tap-

ast enn meira, því fyrirtækin ætla sér í mörgum tilvikum að leggja enn meira fram en sem nemur þeirra 50 prósenta lágmarkskostnaðarhlut-deild,“ segir Svana Helen Björns-dóttir, formaður Samtaka sprota-fyrirtækja og forstjóri Stika.

Hún sér ekki fram á að fá pen-inga frá ríkinu í þetta verkefni og óttast að fjari undan klasasamstarf-inu og að verkefnin dagi uppi hálf-kláruð því ríkisstjórnin standi ekki við orð sín.

Styrkjum úthlutað í janúarLjóst er að klasasamstarfið fer í gang á næsta ári því að búið er að tryggja fjármögnun þess fyrsta árið með þeim 150 milljónum sem áður runnu til Samtaka iðnaðarins í formi iðnaðarmálagjalds. Alls bár-ust 21 verkefnisumsókn í haust. Þær skiptast þannig að níu voru á heilbrigðissviði, sex á menntasviði og sex á orku- og umhverfissviði. Í öllum þessum verkefnum ætla fyr-irtæki og stofnanir að vinna sam-an, til dæmis að lausnum í öldrun-arþjónustu og skólastarfi. Nú eru þessi verkefni í hættu því 25 pró-senta framlag ríkisins vantar, það eru 150 milljónir króna sem hefðu átt að fara inn á nýsamþykkt fjár-lög ársins 2012. Samtök sprotafyrir-tækja hafa því sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa við loforð um að setja 150 milljónir í þetta samstarf.

„Það verður byrjað á verkefn-inu og styrkjum úthlutað í janúar á næsta ári. Fyrirtæki og stofnan-ir fara af stað með sín verkefni en flest þeirra eru til tveggja eða þriggja ára. Hugmyndin var sú að hafa ann-an umsóknarfrest fyrir ný verkefni á næsta ári því að ekki náðu allir að ganga frá umsóknum sínum fyrir umsóknarfrestinn nú og stofnan-

irnar vildu fá tækifæri aftur á næsta ári og jafnvel á þriðja ári. En ef ekkert fjárframlag kemur frá ríkinu þá verð-ur trúlega ekkert meira um þetta þannig að verkefni sem eru hugsuð til lengri tíma daga uppi eða vinnast til hálfs og ekki verður svigrúm fyr-ir þá sem ætluðu að taka þátt í þessu síðar,“ segir Svana Helen.

Næsta stórvirkjunHún bendir á að markmið verkefnis-ins hafi frá upphafi verið að vinna lausnir fyrir hið opinbera og efla samstarf, þannig að stofnanir ríkis-ins, sem þekkja sínar þarfir og vilja fara í nýsköpunarverkefni en hafa ekki næga fjármuni og mannafl til þess, gætu látið til skarar skríða. Þannig væri atvinnulífið um leið virkjað og fyrirtækin fengin til sam-starfs. Hugmyndin að baki sé góð og

komi öllum vel því þarna eigi fyrst og fremst að vinna betri lausnir fyr-ir minna fé fyrir íslenskan almenn-ing. Verkefnin geti líka gefið meira af sér. Fyrirtækin hafi möguleika á að útfæra síðar lausnirnar, jafnvel til útflutnings.

En Svana Helen telur að því miður sé útséð með fjármagnið. Hún bend-ir á að fjárlög hafi verið samþykkt og ekki sé að sjá hvernig ríkið ætli að standa við loforð sín. „Forsætis-ráðherra lofaði þessum peningum á sínum tíma,“ segir hún og rifjar upp að forsætisráðherra hafi látið orðin „hugvitið er næsta stórvirkjun þjóð-arinnar“ falla þegar hún setti tækni- og hugverkaþing Samtaka sprota-fyrirtækja 2011.

Svana Helen lýsir eftir svörum frá forsætisráðherra um það hvern-ig staðið verði við loforðin.

» verkefnið er hluti af samkomulagi við aðila vinnumark-aðar og ríkisstjórnar varðandi síðustu kjarasamninga. Samkomulagið felur í sér að ríkið veiti 150 milljónum króna á ári í sérstaka þriggja ára markðsáætlun hjá tækniþróunarsjóði til að virkja samstarf á heilbrigðis-sviði, menntasviði og orkusviði í formi klasa.

samtök sprotafyrirtækja eru ánægð með nýja 20 prósenta endurgreiðslu af bókfærðum kostnaði vegna nýsköpunar hjá fyrirtækjum. endurgreiðslan kemur til vegna kostnaðar sem fyrirtækin höfðu árið 2010 og kom til greiðslu í byrjun nóvember í haust. Öll fyrirtæki, sem hafa staðið í nýsköpun og sýnt fram á það í ársreikningum, gátu óskað eftir þessari endurgreiðslu. svana Helen segir að þessi endurgreiðsla skipti verulegu máli því að hún sé mikill hvati að nýsköpun.

samtökin sendu líka frá sér aðra ályktun til stjórnvalda þar sem ítrekað er að samtökin telja mikilvægt að efla tækniþróunarsjóð þannig að fjárhæðin í sjóðnum fari úr 725 milljónum króna í fjóra milljarða. svana Helen segir að þetta hafi verið rætt í atvinnumálanefnd alþingis en ekki komið fram í fjár-málafrumvarpinu. Þar hafi upphaflega verið gert ráð fyrir 720 milljónum en fimm milljónum bætt við svo úr hafi orðið 725 milljónir. Það sé samt ekki nóg.

„Þetta er í rauninni eini sjóðurinn sem hugverkaiðnaðurinn getur sótt í til að brúa þróunarkostnað. en þetta er samkeppnissjóður og allir sem hljóta styrk verða að leggja sjálfir a.m.k. jafnmikið á móti styrkfjárhæðinni. Öll há-tækni- og sprotafyrirtæki geta sótt um peninga í þennan sjóð og fengið allt að 10 milljónum króna á ári. Fjárhæðin hefur ekkert hækkað frá 2004. úthlut-að er tvisvar sinnum á ári og um 120 milljónir eru til úthlutunar í hvert sinn. Þetta er mjög sérstakur sjóður og eini stuðningurinn af þessu tagi sem hug-verkafyrirtæki hafa haft,“ útskýrir svana Helen.

Hún er ekki sátt við núverandi fyrirkomulag og bendir á að tækniþróunar-sjóður sé hjá iðnaðarráðuneytinu en svo séu sér sjóðir hjá sjávarútvegsráðu-neyti og landbúnaðarráðuneyti fyrir fyrirtæki í þessum geirum en þau geta líka sótt um í tækniþróunarsjóð því að þar eru engin skilyrði önnur en þau að fyrirtækin séu með nýsköpunarverkefni og geti lagt farm góðar viðskipta-áætlanir. Fyrirtæki í hugverkaiðnaði geta hins vegar almennt ekki sótt um í sjóðum í sjávarútvegs- og landbúnaðargeiranum og það finnst svönu Helen ójafna samkeppnisstöðuna. Þessu hafa forsvarsmenn hugverkafyrirtækja kvartað yfir. svana Helen esgir að þeir vilji að ríkið beini öllum fjárframlögum úr þessum þremur sjóðum í einn sjóð og jafni þannig samkeppnisstöðu at-vinnugreina í landinu.

Fá endurgreiðslu

» Svana Helen Björnsdóttir

Page 5: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Gleðilega hátíð!Við óskum starfsfólki okkar, nágrönnum og Íslendingum öllum gleðilegrar jólahátíðar.

VIð þökkum árangursríka samvinnu á liðnum árum og hlökkum til að taka þátt í kraftmiklu

samstarfi við uppbyggingu atvinnulífs og verðmætasköpun á Íslandi á nýju ári.

VERÐMÆTUR KRAFTUR

EN

NE

MM

/ S

ÍA

Page 6: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Raforkutaxtar stærri iðnfyrirtækja, sem gengið hafa undir heitinu ótryggð orka, hafa verið lagðir nið-ur og nýir taxtar teknir upp í stað-inn. Nýju taxtarnir eru 70-100 pró-sentum hærri en gömlu taxtarnir og gera að verkum að heildarreikn-ingurinn hækkar um allt að helm-ing.

„Þessir taxtar voru lokaðir og bara ákveðin fyrirtæki sem voru á þeim og ekki meira til af orku á

þeim töxtum. Nýju taxtarnir eru hinsvegar opnir fyrir aðra að koma inn á en hækka tals-vert í leiðinni frá því sem var. Þeir eru samt hagstæðari en forgangsorka. Þessir taxtar

hafa í för með sér að það má rjúfa orkuna til kaupandans ef álag er á kerfinu. Þessir taxtar henta ein-göngu stærri fyrirtækjum sem geta verið með varaafl og það eru slík-ir notendur sem hafa verið að nota þessa taxta,“ segir Bryndís Skúla-dóttir, forstöðumaður umhverfis-mála hjá Samtökum iðnaðarins.

Umframorka í kerfinuRaforkuverð skiptist í tvennt, dreif-ingu sem er í sérleyfisstarfsemi og sölu sem er í frjálsri samkeppni. Söluhlutinn hækkar í verði um 70-100 prósent og segir Bryndís að heildarreikningurinn hækki því um 30-50 prósent. „Við höfum ákveðinn skilning á því að það hafi þurft að breyta þessum töxtum en við erum uggandi yfir því hvernig þróunin verður. Við vitum um um-framorku í kerfinu og að fyrirtæk-in hafi kost á að bjóða ágætt verð en veltum fyrir okkur hvaða taxt-ar verði í boði fyrir stærri iðnfyrir-tæki þegar umframorkan í kerfinu minnkar,“ segir hún.

Þegar iðnfyrirtæki ákveða hvort þau ætla að byggja upp starfsemi og starfa hérlendis eða erlendis þá er raforkuverð eitt af því sem getur hjálpað til við að velja staðsetningu hér. „Við höfum tækifæri til að láta það hjálpa okkur. Sum af þessum fyrirtækjum eru bæði með starfsemi hér og erlendis og standa frammi fyrir þessu vali,“ segir hún og hefur áhyggjur af því að hækkandi raf-orkuverð geri fyrirtækin fráhverf því að starfa hér.

Hærra gjaldSamtök iðnaðarins gagnrýna fram-kvæmdina á hækkuninni. Bryndís rifjar upp að ákveðið hafi verið í byrjun árs að fella niður taxtana, samningum við iðnfyrirtækin hafi verið sagt upp um mitt ár með sex mánaða fyrirvara. Í haust hafi nýju taxtarnir komið fram og þeir séu gjörólíkir þeim fyrri. Í þeim sé til dæmis gert ráð fyrir að fyrirtækin skili inn áætlun um orkunotkun. „Ef þú ferð til dæmis 10 prósent

yfir áætlun þá borgarðu hærra gjald, nokkurs konar refsigjald,“ segir Bryndís og bætir við að með þessu sé kallað eftir algjörlega nýj-um vinnubrögðum frá fyrirtækj-unum.

„Við gagnrýnum að þetta sé gert með svo skömmum fyrirvara og höfum áhyggjur af því hvernig þetta muni ganga að fyrirtækin gefi upp áætlanir um orkunotkun og hvern-ig þeim gangi að standa við hana,“ segir hún.

Fara aftur að brenna olíuSamtök iðnaðarins heyra á sínum félagsmönnum vangaveltur um hvernig verði að vinna eftir þessum nýju töxtum. Bryndís segir að koma verði í ljós hvort þetta séu vinnu-brögð sem henti iðnfyrirtækjum. „Þetta er bara það sem er í boði. Það er þess virði að skoða þetta fyr-ir þá sem ráða við þetta. En þetta kemur með skömmum fyrirvara. Nýju taxtarnir taka gildi um áramót þannig að ekki er mikill tími til að

leita tilboða, skoða hvað er í boði eða stilla vinnubrögðin af í fyrir-tækinu. Svo er spurning hvernig taxtarnir þróast fyrir fyrirtæki sem geta búið við það að straumurinn rofni af og til,“ segir hún og bendir líka á að talsvert af iðnfyrirtækjum, sem hafi áður brennt olíu, eigi enn katla til að nota sem varaafl. Bryn-dís telur að taxtinn þurfi ekki að hækka mikið til að það geti borgað sig fyrir þá að fara aftur að brenna olíu.

6 deSeMBer 2011

refsigjald í nýjum orkutaxtabryndís skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins

» Bryndís Skúladóttir

» Sum af þessum fyrirtækjum eru bæði með starfsemi hér og erlendis og standa frammi fyrir þessu vali,“ segir Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfis-mála hjá Samtökum iðnaðarins.

skyr er selt í fjórum lönd-um. útflutningsverðmætið nemur hundruðum milljóna króna. ms vonast til að geta selt rússum smjör á næst-unni.

„við flytjum út skyr til bandaríkjanna og Finnlands og áætlum að útflutningur-inn nemi 550 tonnum á næsta ári. skyr er svo framleitt með sér-stöku leyfi í noregi fyrir noreg og sví-þjóð og það skapar okkur talsverðar tekjur. við gerum ráð fyrir að skyrút-flutningurinn aukist á næstunni en líka framleiðsla með leyfisgjöldum í noregi,“ segir einar sigurðsson, for-stjóri ms.

varan skyr er að verða þekktari erlendis og það segir einar að geri út-flutninginn auðveldari nú en áður. við bætist að almennt er áhugi á vörum með háu próteingildi og lítilli fitu svo að skyrið á greiða leið inn á

heilsumarkaðinn. Í noregi hefur til dæmis aðal mark-hópurinn verið ungar konur

sem hugsa um heilsuna og útlitið.

„svo finnum við líka fyrir því að áhugi á Íslandi dregur skyr-áhugann, bæði í Finnlandi, sví-þjóð og bandaríkjunum þannig

að þetta tvennt dregur áhugann. að auki er gengið hagstætt til út-flutnings og allar útflutningsgreinar að sækja í sig veðrið,“ segir einar.

skyrútflutningurinn hefur þre-faldast frá árinu 2009. einar segir að útflutningurinn sé fyrst og fremst góður fyrir íslenska bændur, þeir njóti ávaxtanna. „Þetta styrkir þeirra starfsemi og hjálpar til að halda niðri vöruverði hér heima. við getum gert þetta með hagkvæmum og arðbær-um hætti og bændur og neytend-ur hér heima sem njóta góðs af því. skyrútflutningurinn styrkir afkomu

bændanna og stemmir af hækkanir hér heima,“ segir hann. vonir eru bundnar við markaði í skandinavíu og bandaríkjunum. Þannig hefur skyrútflutningurinn gengið mjög vel í Finnlandi og horfurnar góðar. Þá er rússlandsmarkaður að opnast með samningum milli þjóðanna en einar segir að það verði fyrst og fremst fyr-ir smjörútflutning. rússar hafi flutt inn mikið af smjöri undanfarin ár.

„Þetta er markaður sem hefur ver-ið lokaður undanfarið vegna afstöðu stjórnvalda þar en nú er búið að opna hann fyrir innflutningi með gagn-kvæmri viðurkenningu á vottunar-kerfum. Þar sjáum við fyrst og fremst fyrir okkur að flytja út smjör. rússar hafa verið að kaupa smjör á heims-markaði á háu verði og rússlands-markaður stækkar svæðið sem við getum athafnað okkur á því að við höfum ekki haft aðgang að þessum markaði,“ segir einar.

Skyrútflutningur hefur þrefaldast

Page 7: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

ALDAGÖMUL HEFÐ ÞROSKUÐ Í ÍSLENSKU UMHVERFI

Íslenskir mjólkurbændur kynna með stolti hina íslensku Óðalsosta. Átta ostar byggðir á alþjóðlegri hefð og fullkomnaðir með besta

hráefni sem völ er á — íslenskri mjólk.

ERTU NÓGU ÞROSKAÐUR FYRIR BRAGÐIÐ?

ÚR FÓRUM MEISTARANS

OSTAR

ÍSLENSKA/S

IA.IS

/MS

A 5

7426

11/

11

Page 8: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins telja að-stæður í atvinnulífinu vera slæmar samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðla-bankann. Samkvæmt könnuninni telja 72% stjórnenda aðstæður vera slæmar, 26% að þær séu hvorki góðar né slæmar en 2% að þær séu góðar. Fleiri stjórnendur telja að ástand-ið versni en batni á næstunni, þótt flestir telji að þær breytist ekki. Meiri svartsýni ríkir á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu í þessu efni og meiri svartsýni gætir í iðnaði og sjáv-arútvegi en í öðrum atvinnugreinum.

Fjárfestingar aukast ekki á árinuEkki eru horfur á því að fjárfestingar fyrirtækja aukist á þessu ári sam-kvæmt könnuninni. Rúmur helm-ingur stjórnenda telur að fjárfest-ingar fyrirtækjanna verði svipaðar á þessu ári og árið 2010, fjórðungur að þær verði minni en tæpur fjórðung-ur að þær verði meiri. Útlit er fyrir smávægilega aukningu fjárfestinga á höfuðborgarsvæðinu en samdrátt á landsbyggðinni.

Nægt framboð af starfsfólkiFlestir stjórnendur búa við nægt framboð af starfsfólki. Skortur á starfsfólki hefur þó heldur farið vax-andi undanfarin misseri. Skortur á starfsfólki er mun meiri á lands-byggðinni en á höfuðborgarsvæð-inu og þær atvinnugreinar sem helst skortir starfsfólk eru sjávarútvegur og sérhæfð þjónusta og skortur er áber-andi meiri í útflutningsfyrirtækjum en í öðrum fyrirtækjum.

Fjölgun eða fækkun starfsmannaRúmlega 30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnun-inni. Ætla má af svörum stjórnend-anna að starfsmönnum þeirra fækki um 150-300 á næstu sex mánuðum, eða um 0,5-1%. Langflestir, eða 62%, búast við óbreyttum starfsmanna-fjölda á næstu sex mánuðum, 15% áforma fjölgun starfsmanna en 23% búast við fækkun. Fækkun starfs-manna er áformuð í öllum þeim atvinnugreinum sem flokkað er eftir nema í sérhæfðri þjónustu, þar sem áform eru um fjölgun starfsmanna og í verslun þar sem búist er við óbreytt-um starfsmannafjölda.

Framlegð (EBITDA)Útlit er fyrir að framlegð fyrirtækja minnki að jafnaði á næstu sex mán-uðum. Tæpur helmingur stjórnenda, 45%, telur að framlegð fyrirtækja þeirra muni standa í stað, en rúmur þriðjungur að hún minnki.

Framlegð fyrirtækjanna (EBITDA) hefur heldur minnkað á síðustu sex mánuðum og er útlit fyrir að fram-legðin þeirra minnki áfram á næstu sex mánuðum. Hagnaður fyrirtækj-anna verður að jafnaði minni á þessu ári en á því síðasta.

Innlend eftirspurn stöðug en vaxandi erlendisStjórnendur búast að jafnaði við óbreyttri eftirspurn á innanlands-markaði en að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu á erlendum mörk-uðum muni aukast á næstunni. Helmingur stjórnenda útflutnings-

fyrirtækja telur að eftirspurn á er-lendum mörkuðum verði óbreytt á næstu sex mánuðum en 40% sjá fram á aukningu.

Stöðugir vextir og gengi en talsverð verðbólgaAð jafnaði búast stjórnendur við því að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir eftir 12 mánuði en þeir eru nú 4,75%. Þeir vænta þess að verð-bólgan verði 3,6% eftir eitt ár en 4,7% eftir tvö ár. Flestir stjórnendur búast við því að gengi krónunnar verði óbreytt eftir eitt ár en hóparnir eru álíka stórir sem vænta styrkingar og veikingar.

Um könnuninaSamtök atvinnulífsins eru í sam-starfi við Seðlabanka Íslands um reglubundna könnun á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi. Könnunin er gerð árs-fjórðungslega og er framkvæmd hennar í höndum Capacent. Ein-föld könnun með 7 spurningum er gerð í annað hvort skipti, en hin skiptin er gerð ítarlegri könnun með 19 spurningum.

Að þessu sinni var könnunin gerð á tímabilinu 17. október til 7. nóvember 2011 og voru spurningar 19. Í úrtaki voru 443 stærstu fyrirtæki landsins (miðað við heildarlaun) og svöruðu 280 þeirra þannig að svar-hlutfall var 63% Niðurstöður eru greindar eftir staðsetningu, atvinnu-grein, veltu og starfsmannafjölda. Ekki er um að ræða samræmda túlk-un samstarfsaðilanna á niðurstöðum könnunarinnar.

8 deSeMBer 2011

versnandi horfurstjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna:

Áform stjórnvalda um svokallaðan kolefnisskatt á eldsneyti í föstu formi ollu talsverðu uppnámi í síð-asta mánuði. Þarna var um að ræða stórfellda tvöfalda gjaldtöku af stórum iðnfyrirtækjum hér á landi. sú gjaldtaka braut í bága við sér-stakt samkomulag sem ríkisstjórnin gerði við þau fyrirtæki fyrir tveim-ur árum. skatturinn hefði fyrst og fremst lagst á fyrirtæki sem þegar falla undir hið samevrópska við-skiptakerfi með losunarheimildir, ets (e. emissions trading system). stjórnvöld hafa fyrir margt löngu ákveðið að innleiða ets hér á landi en það kerfi felur í sér hagræna hvata til að takmarka losun fyrir-tækjanna á gróðurhúsalofttegund-um við framleiðslu sína. Því þróaðri umhverfistækni sem fyrirtækin nýta, því lægri gjöld fyrir heimildir.

Aðfangaskattur bætir ekki umhverfiðKolefnisskatturinn umræddi leggst hins vegar á hráefni sem fyrirtækin nýta í framleiðslu sinni. mikilvægt er að átta sig á þeim grundvall-armun sem er á þessum tveimur útgáfum skattheimtu. Í aðfanga-skatti, eins og kolefnisskattinum, er ekkert hagrænt keppikefli til að lágmarka losun á hverja framleidda einingu. Þegar hráefnið er komið inn fyrir dyr fyrirtækisins, hefur skatturinn fallið til, óháð því sem gengur af í framleiðsluferlinu. Í kol-efnisskattinum er því ekkert tilefni til að fjárfesta í heilnæmu verklagi eða mengunarvörnum. má þar nefna afhendingu CO2 inn í verk-smiðjugróðurhús, eins og er í fyrir-hugað á Hellisheiði, og framleiðslu metanóls, eins og Carbon recycl-ing rekur í svartsengi. Hefðbundin förgun kemur líka til greina. Því er ekki að undra að öll önnur evrópu-lönd hafa eftir áralanga skoðun ákveðið að nota ets fremur en hrá-efnisskatt til að tempra losun.

Vafasöm skattáformeftir nokkurt at og misvísandi skila-boð úr stjórnarráðinu, tók fjármála-ráðherra loks af allan vafa og dró þessar hugmyndir til baka. allt er gott sem endar vel, segir orðtækið. Hins vegar er umhugsunarefni hví þessi misskilningur, sem svo hefur verið nefndur af kurteisi, fór af stað á annað borð. uppákoman er sér-staklega kvíðvænleg í ljósi þess að þrjú ný kísilverkefni komast von-andi brátt á legg. eina kísilfyrirtæk-ið, sem nú þegar er starfandi hér á landi, elkem á grundartanga, hefur í hyggju að auka umfang starf-seminnar. Fyrrnefnd skattafyrir-ætlan hefði gert þau áform að engu og reyndar lagt að velli núverandi starfsemi elkem. sú niðurstaða átti ekki að koma ráðamönnum á óvart enda málið margrætt á undanförn-um árum.

Skyndiákvarðanir óheppilegaratburðarásin leiðir hugann að því almenna umhverfi sem við búum fjárfestingu í landinu. tíðar og tilviljanakenndar breytingar hafa verið gerðar á skattkerfinu á liðnum þremur árum og óvarlegt er að treysta á að þessar grunn-undirstöður hagkerfisins séu eins í dag og í gær. Það eina, sem er fast í hendi eru stöðugar breytingar. ríkisfjármálin á Íslandi á hins vegar hvorki að meðhöndla sem átaks-verkefni né beita skyndiredding-um. Fjárhag hins opinbera ber þess í stað að rétta af með varanlegum hætti með því að auka efnahagsleg umsvif í landinu til frambúðar. sá veiki hagvöxtur, sem nú má greina, byggist á einkaneyslu. skuldug ís-lensk heimili geta ekki ein og óstöð-ug borið vöxtinn lengi uppi.Kjarni máls er því ekki flókinn. Það bráðvantar aukna fjárfestingu hér á landi til að skapa megi framtíðar-virði og útflutning. óumdeilt er að tekjuáhrif örfárra fjárfestingar-verkefna eru umtalsvert meiri en áformaðar tekjur af hinu van-hugsaða kolefnisgjaldi. Þannig má með varfærnum hætti reikna út að skatttekjur ríkissjóðs af fram-kvæmdum við álver og kísilver í Helguvík næmu vel á annan tug milljarða á ári. Því verður að láta nú þegar af flumbrugangi sem rýrir traust á stofnunum og stjórnvöld-um landsins, hvort sem er gagnvart útlendingum eða okkur sjálfum. Þá mega ráðamenn ekki freistast til að reyna að skilja á milli nýrra fyrir-tækja og rótgróinna þegar á að fá útrás fyrir skammsýna skattgleði. Hin nýju verða nefnilega rótgróin um leið og þau hefja starfsemi. nýir fjárfestar eru ekki það bláeygir að þeir líti bara til spariviðmóts sem kann að mæta þeim í upphafi ef hinir rótgrónu þramma sífelld svipugöng. við eigum því að taka kurteislega og fagmannlega á móti erlendum fjárfestum og reyna að gera við þá viðskiptasamninga sem við höfum góðan hag af og von-andi þeir líka. Það er hvorki siðaðra háttur að breyta reglunum eftir á né reyna að þurrausa þá sem geta ekki forðað sér með hraði. Kolefnis-skatturinn fékk farsælan endi eins og hefðbundin Hollywood mynd.vonandi dettur engum í hug að gera framhaldsmyndina. Þær eru alltaf verri ef eitthvað er.

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins:

Hollywood endir?

» að þessu sinni var könnunin gerð á tímabilinu 17. október til 7. nóvember 2011 og voru spurningar 19. Í úrtaki voru 443 stærstu fyrirtæki landsins (miðað við heildarlaun) og svöruðu 280 þeirra þannig að svarhlutfall var 63% niðurstöður eru greindar eftir staðsetningu, atvinnugrein, veltu og starfsmanna-fjölda. ekki er um að ræða samræmda túlkun samstarfsaðilanna á niðurstöðum könnunarinnar.

Page 9: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Jarðvarmi F y l g i r i t I ð n a ð a r b l a ð s i n s d e s e m b e r 2 0 1 1

Jarðhitinn nemur tveimur þriðju af allri frumorkunotkun á Íslandi og fer vax-andi. Í rammaáætlun er gert ráð fyrir að raforkuvinnsla aukist þrisvar sinnum

meira í jarðhita en í vatnsafli að því gefnu að allir kostir nýtingarkostir verði nýttir. Íslendingar hafa mun fleiri virkjanakosti í jarðhita en í vatnsafli þannig að búast má

við að nýting jarðhitans aukist verulega á næstu árum. Jarðhitinn er nú þegar mjög stór hluti af frumorkunotkun landsins, eða 66 prósent, og það fer hækkandi að sögn Jónasar Ketilssonar, verkefnisstjóra hjá Orkustofnun. Hann segir að raforkuvinnsla gæti aukist

um tíu terevattstundir í jarðhita ef horft er til rammaáætlunar en þrjár í vatnsafli. Þórarinn sveinn arnarson, verkefnisstjóri í olíuleit hjá Orkustofnun, segir að Íslendingar nýti ekki all-an varmann sem tekinn er upp úr jörðinni, hann nýtist ekki allur í raforkuvinnslunni. af inn-lendri raforku fari um 75-80 prósent í stóriðjuna. Þetta hlutfall sé afar hátt og mun hærra en í öðrum löndum. „Þetta er bara af því að við erum lítil þjóð með mikla orku. Það er lítil raforku-

notkun hjá hinum almenna borgara,“ segir hann. Ýmsir nýtingarmöguleikar liggja fyrir. Í rammaáætlun kemur til dæmis fram möguleg nýting á svartsengi, stækkun á nesja-völlum, Kröflu og leirhnjúk, brennisteinsfjöllum, Þeistareykjum, nokkrum stöðum á Hengilssvæðinu, í Krýsuvík, á Kröflusvæðinu og á reykjanessvæðinu og á nokkrum

stöðum á torfajökulssvæðinu. „ef horft er til rammaáæltunar þá sést að það eru mun fleiri virkjanakostir í jarðhita en vatnsafli,“ segir Þórarinn sveinn og á von

á því að jarðhitinn verði meira nýttur í framtíðinni en vatnsaflið. „ef horft er til rammaáætlunar þá gæti raforkuvinnsla aukist um 10 teravatt-

stundir í jarðhita en þrjár í vatnsafli. Það yrði því rúmlega þreföld aukning, þrisvar sinnum meiri nýting í jarðhita en vatns-

afli að því gefnu að allir kostir í nýtingarflokki verði nýttir,“ segir hann.

Jarðhitinn gefur meiri möguleika en vatnsafl

Page 10: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Árið 2006 kom Harvard prófess-orinn Dr. Michael Porter hingað til lands. Í fyrirlestri sem hann hélt fyrir fullum sal í Háskólabíói kynnti hann greiningu sína á samkeppnishæfnis lands, sem hann hafði unnið ásamt aðstoðarmanni sínum Dr. Christian Ketels. Á þessum tíma varaði hann landsmenn við „ofhitnun hagkerf-isins“ og bað okkur lengstra orða að snúa okkur að hlutum þar sem um-framhæfni væri til staðar á Íslandi.

Margir kannast við Porter og kenningar hans. Hann er leiðandi í akademískri umræðu á heimsvísu um stefnumótun fyrirtækja, sam-keppnishæfni þjóða og núna síðast hefur hann mikið skrifað um sam-félagslega ábyrgð fyrirtækja, til dæmis með forsíðugrein í Harvard Business Review fyrr á þessu ári. Porter telur fyrirtækin gegna lyk-ilhlutverki í jákvæðri framþróun samfélaga og þar sé verðmætaaukn-ingin sem drífur hagkerfi heimsins áfram.

Árið 2010 gerðu Dr. Michael Por-ter og Dr. Christian Ketels greiningu á hinum íslenska jarðvarmaklasa í samvinnu við íslenska ráðgjafafyr-irtækið Gekon. Dr. Porter – sem er verkfræðingur að upplagi – hefur

tröllatrú á leiðandi hlutverki Íslands á þessu sviði á heimsvísu.

Verkefnið tókst afar vel. Hátt í 60 ólíkir hagsmunaaðilar innan klasans tóku þátt. Niðurstöður voru á þá leið að Ísland er frá náttúrunnar hendi einstaklega vel úr garði gert hvað varðar aðgang að gæða auðlind.

Hátt hlutfall jarðvarma-orku af heildarorkunotkun landsins er einstakt í heim-inum. Jarðvarmanýting á Íslandi hefur að mestu byggst upp og þróast síð-astliðin eitt hundrað ár eða svo, sér í lagi eftir að líða tók á seinni hluta síðustu aldar. Ísland mætir sterkt til leiks á hinum alþjóð-lega jarðvarmamarkaði, þar sem öflugur jarðvarmaklasi er til staðar.

Styrkur íslenska jarðvarmaklas-ans felst í þróuðum aðferðum við fjölnýtingu jarðvarma, reynslumikl-um sérfræðingum, góðum orðstír og viðamiklum tengslum á alþjóðlegum vettvangi. Veikleikar klasans felast m.a. í lélegu aðgengi að fjármagni, skorti á stærðarhagkvæmni fyrir-tækja, erfiðu starfsumhverfi heima fyrir auk dreifðra krafta mennta-stofnana. Þá kom fram að aðilar inn-an íslenska jarðvarmaklasans verða að móta stefnu og aðgerðaráætlun hafi þeir á annað borð áhuga á að nýta einstök tækifæri innan alþjóð-lega jarðvarmageirans.

Hinn 16. mars 2011 skipuðu helstu hagsmunaaðilar innan hins íslenska jarðvarmaklasa sjö ein-staklinga í sérstakt fagráð sem vinna skyldi að mótun formlegs samstarfs innan klasans, á grund-

velli kortlagningar dr. Por-ters. Haldin var vinnustofa 4. maí 2011 þar sem hátt í 110 einstaklingar innan klasans tóku þátt. Út frá því efni, sem þar safnaðist saman, skilgreindi fagráðið tíu samstarfsverkefni klas-ans. Vinna við samstarfs-

verkefnin hófst í júlí 2011 og stendur til desember 2012. Verkefnin bera eft-

irfarandi yfirskriftir:

1. Fjölnýting 2. Uppbygging þekkingar á verkefnastjórnun 3. Boranir 4. Vélbúnaður; þróun og viðhald 5. Nýliðun í greininni 6. Ráðstefnan Iceland Geothermal 2012 7. Starfsumhverfi jarðvarma- klasans 8. Öflun grunnupplýsinga um klasann 9. Skipulögð samskipti klasastjóra 10. Fjármögnun

Verkefnin tíu mynda grund-völl fyrir formlegt klasasamstarf sem nefnist Iceland Geothermal og var stofnað til þess frá og með 28. júní 2011. Tilgangur þess er m.a. að skapa fyrirtækjadrifinn samstarfs-vettvang innan hins íslenska jarð-

varmaklasa til frekari framþróunar og vaxtar. Leiðarljós samstarfsins er Virðisauki í jarðvarma.

Við stofnun Iceland Geothermal samstarfsins í lok júní voru stofnað-ilar samstarfsins 20 talsins en horf-ur eru á að þeir verði á 60 til 70. Sér-fræðingar úr jarðvarmaklasanum annast framkvæmd verkefnanna tíu með myndun faghópa utan um hvert verkefni. Umsýsla og aðstoð við vinnslu er í höndum sérstaks klasastjóra. Fagráðið hefur yfir um-sjón með framvindunni. Í desember 2012 verður farið yfir árangur verk-efnanna og metið hvort formlegu samstarfi Iceland Geothermal skuli haldið áfram og í hvaða formi.

Lögð er sérstök áhersla á góða samvinnu og samskipti á milli hins rannsóknardrifna samstarfs innan íslenska jarðvarmaklasans (GEORG) annars vegar og hins vegar fyrir-tækjadrifins klasasamstarfs (Iceland Geothermal), jafnvel með það í huga að GEORG og Iceland Geothermal renni síðar saman. Þá er mikilvægt að stjórnvöld taki þátt í samræðum við klasann, hlusti eftir þörfum hans og skapi honum gott starfsumhverfi.

Þetta er í fyrsta sinn sem víð-tækt fyrirtækjadrifið klasasamstarf er byggt upp með svo skipulögðum hætti á Íslandi. Ef vel tekst til gæti Iceland Geothermal orðið fyrirmynd annarra klasa á Íslandi og jafnvel víðar um heim. Rannsóknir benda til að það taki formlegt klasasamstarf fjögur ár að ná fullum þroska. Þeg-ar fram líða stundir, reynsla kemst á samstarfið og ítarlegri gögn um klas-ann liggja fyrir er von til þess að unnt sé að móta stefnu og sérstöðu hins íslenska jarðvarmaklasa; honum og samfélaginu til áframhaldandi vaxt-ar og virðisauka.

Það verður afar spennandi að sjá hvernig klasasamstarfinu reiðir af á árinu 2012. Innan fagráðs eru menn eru sammála því að hóparn-ir hafa farið betur af stað en búist var við og væntingarnar eru mikl-ar. Niðurstaðan veltur á samstarf-inu og stjórnun þess. Framlag fyr-irtækjanna skiptir þarna sköpum en ef áhuginn verður jafn mikill og hingað til erum við hjá Gekon bjart-sýn á að þetta frumkvæði verði at-vinnugreininni til góðs.

Hákon Gunnarsson

STOFNAðILAR ICELAND GEOTHERMAL ERU MEðAL ANNARS:

10 deSeMBer 2011 Jarðvarmi

Staðreyndir um kosti og galla

háspennuloftlína og jarðstrengja,

stefnumótun erlendis og umfjöllun

hér heima. Kynntu þér málið á

www.landsnet.is/linurogstrengir

Upplýsingavefur um loftlínur og jarðstrengi

Íslenski jarðvarmaklasinn – iceland geothermalHákon gunnarsson framkvæmdastjóri Gekon:

» Hákon Gunnarsson

» Hér má sjá dæmi um klasakort jarðvarmaiðnaðarins á Íslandi.

Page 11: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA 1

1-10

98

Við erum með hugann við það sem þú ert að gera

Árni Magnússon hefur áratuga reynslu á sviði endurnýjanlegrar orku. Árni er viðskiptastjóri orkuteymis Íslandsbanka.

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó við kunnum kannski ekki handtökin í þínu

Page 12: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

FRAMTAKVÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA EHF

FRAMTAKBLOSSI ehf

ÖflugirSaman

Vesturhraun 1 210 Garðabæ Netfang [email protected] Sími 535 5800 Fax 535 5801

stefnum til framtíðar

auglýsing SKRÚFAN.indd 1 9.11.2009 08:57:39

12 deSeMBer 2011 Jarðvarmi

Unnið er að því hjá Matís að fjármagna verk-efni tengt þeim auðlindun sem nú eru ekki nýttar í kringum jarðvarmaorkuver. Stefnt er að því að leita fjarmagns í gegnum styrkja-kerfi Evrópusambandsins og tengja saman fyrirtæki í Evrópu sem hafa svipaðar aðstæð-ur. Stefnt er að því að nýta afgangsvarma og ýmis efni sem falla til og skapa úr þeim verð-mæti og nýta sem hráefni milli fyrirtækja, byggja upp þekkingu á fullnýtingu orkuauð-lindarinnar.

Samstarf er hafið milli Matís og Jarðvarma-klasans hjá Gekon. Ragnar Jóhannsson, fag-stjóri í viðskiptaþróun hjá Matís, segir að stefnt sé að því að nýta þann afgangsvarma sem til falli í miklum mæli, til dæmis heitt vatn og ýmis efnasambönd eins og koltvísýring, í sambandi við orkuvinnslu á Reykjanesi. Þess-ar auðlindir segir Ragnar sé hægt að nýta í alls konar ræktun, til dæmis við ræktun á þör-ungum og örverum, við ræktun grænmetis og ávaxta og til ræktunar hraðvaxta fiska og sjávarhryggleysinga.

„Hugmyndin er að það sem fellur til hjá einu fyrirtæki nýtist öðrum fyrirtækjum og með því byggist upp netverk nýtingar á öllum þessum auðlindum sem þarna falla til, öllum hráefnastraumnum, til að byggja upp hring-rás,“ útskýrir hann og bætir við að með því að byggja upp þekkingu í kringum þetta og tengja saman fyrirtæki í Evrópu verði hægt að nýta auðlindagarðinn hér sem prufueiningu sem síðan verði hægt að fjölfalda annars stað-ar í fyllingu tímans.

Tengja samanMatís hefur lengi unnið að verkefnum tengd-um háhitasvæðum. Matís og einn af forverum þess, líftæknifyrirtækið Prokaria, sem rann inn í Matís á sínum tíma, hafa lengi unnið með hita-kærar örverur með því markmiði að með sam-eindafræðilegum aðferðum nýta upplýsingar úr erfðamengi þeirra við þróun ensíma fyrir rannsóknir og fyrir matvæla- og lyfjaiðnað.

„Við höfum mikinn áhuga á að koma að þessum málum og vinna áhugaverð ensím sem því tengjast. Við höfum einnig komið að þróun ræktun á hraðvaxta fiskum sem nýta sér af-gangsvarma og einnig ræktun japanskra sæ-bjúgna og sæeyrna og ræktun þörunga. Sem dæmi höfum við unnið mikið með þróun á eldi á beitarfiski hérlendis og er sá fiskur seldur nú hérlendis undir nafninu Hekluborri,“ segir Ragnar.

Svona klasasamstarf felst í að leiða saman ólíka aðila, eins og til dæmis ríkisvald, opin-berar stofnanir, framleiðslufyrirtæki, birgja, þjónustuaðila, dreifingaraðila, rannsóknarað-

ila, menntastofnanir, fjármálastofnanir, sam-tök og aðra þá sem styrkja klasann með þátt-töku sinni.

Hugmyndin með samstarfi Matís og Gekon að orku- og auðlindagarði er að tengja auð-lindagarðinn við fyrirtæki og stofnanir annars staðar í Evrópu sem hafa svipaðar aðstæður eða jafnvel mismunandi aðstöðu en þar sem hugmyndafræðin gæti nýst og þannig væri hægt að afla verkefna sem gætu orðið samevr-ópsk á þessu sviði. Ragnar nefnir sem dæmi að orku- og auðlindagarðurinn hafi verið í sam-bandi við fyrirtæki í Sviss, Tropenhaus, sem er að nýta afgangsvarma við að rækta hita-beltisávexti, beitarfisk og styrju í lokuðu kerfi. Þeir séu með stórt gróðurhús undir starfsemi sína og þar á meðal veitingastað þar sem gest-ir geta snætt afurðirnar og gengið um og skoð-að sig um.

„Þeir eru með gróðurhús á tveimur stöðum og sækja 60 þúsund manns það heim á ári á hvorum stað fyrir sig,“ segir hann.

Samkeppnishæf í Evrópu„Við erum í sambandi við Svisslendinga og fleiri þjóðir í Evrópu sem hafa jarðhita og hafa áhuga á svipaðri vinnslu. Við erum líka að byggja upp samband við aðila í Svíþjóð. Þó þar sé ekki jarðhiti þá er þar mikill iðnaður úr trjám, framleiðsla á pappír og sellulósa, og þar verður til mikið af koltvísýringi og heitu vatni. Að mörgu leyti eru þetta sambærilegir auðlindastraumar. Þetta væri hægt að nýta til framleiðslu á fóðri og matvörum eins og tóm-ötum og fiski. Við komum að þessari uppbygg-ingu, hugmyndavinnu og verkefnaþróun til að koma þessu á laggirnar,“ segir Ragnar.

Miklar vonir eru bundnar við fyrirtækin í jarðvarmaklasanum. Eitt þeirra hér á landi er fyrirtæki sem hefur áhuga á að rækta fínni gerðir af tómötum og væri sú framleiðsla sam-keppnishæf á Evrópumarkaði. „Við erum að nýta þá landkosti og aðra kosti sem allir þessir auðlindastraumar gefa í matvælaframleiðslu. Á Reykjanesi væri til dæmis hægt að rækta

mörg þúsund tonn af fiski uppi á landi og síð-an væri hægt að rækta þar ýmislegt annað,“ heldur Ragnar áfram. Sumt af þessu er þegar komið langt í undirbúningi svo sem ræktun á Senegalskri þykkvalúru sem fyrirtækið Stolt Sefarm hyggst rækta við Reykjanesvirkjun.

Gróðurhúsaræktun er þegar hafin á Reykja-nesi, eins og gróðurhús Orf líftækni ber vitni um. Í gróðurhúsinu er verið að rækta bygg sem er svo nýtt við framleiðslu á svokölluð-um Frumuvökum. Frumuvakar eru mjög mik-ilvægir í stýringu frumustarfsemi og eru boð-efni sem berast milli fruma. Vaxtaþættir fyrir mannafrumur eru síðan markaðasettar fyrir rannsóknarmarkað en þessi efni eru mikið not-aðar í læknisfræðilegum rannsóknum. Einnig framleiða þeir frumuvaka sem leiðrétta og eða hægja á líffræðilegum ferlum öldrunar og auka aftur framleiðslu á elastíni og kollageni. Þetta er fyrirtækið meðal annars að nýta sér í að framleiða krem sem minnka öldrun húðarinnar. Hugmyndin um auðlindagarð eða jarðvarma-klasa hafði verið lengi í maganum á Albert Albertssyni, aðstoðarforstjóra HS Orku, en hann hefur haft áhuga á að nýta sér afgangs-varmann í ræktun á þörungum. Ragnar telur að framtíðin liggi í nýtingu á afgangsvarma og bendir á að stórfyrirtæki í Evrópu séu farin að velta þessum möguleika fyrir sér.

Framtíðarsýn skapar tækifæri„Oft er talað um að framtíðin í þörungarækt sé í lífdísel en ég held að það sé miklu meiri mark-aður fyrir allskonar lífvirk efni sem hægt er að nýta í til dæmis matvæli,“ segir hann og nefn-ir sem dæmi litarefni í kjúklingaiðnaði til að fá réttan lit á afurðir og sykrur í sjúkrafæði. „Það er fullt af möguleikum. Í auðlindagarðinum er ekki bara heitt vatn heldur líka kalt vatn. Það þýðir að að er hægt að stýra hitastigi mjög ná-kvæmlega.“

Ragnar bendir á að svo auðvelt sé að stýra hitastiginu, hækka það og lækka, að auðvelt sé að rækta þá þörunga sem eru heilkjörnung-ar sem eru viðkvæmir fyrir of miklum hita. „Þeir þurfa mikið sólarljós og sólin getur orðið ansi heit svo að það er mikilvægt að geta kælt niður svo þörungarnir deyi ekki. Þessir mögu-leikar í framleiðslu og stýringu á framleiðslu-þáttum gera að verkum að við getum haldið hitastiginu í toppgæðum og það er það sem er svo mikilvægt og gefur gríðarlega möguleika,“ segir Ragnar.

Hann bendir á að mikilvægt sé að velta hlutunum fyrir sér og skoða hverja viðskipta-hugmynd fyrir sig með framtíðina í huga, velta fyrir sér hvað verður ódýrara og dýrara. Með því að hafa framtíðarsýn skapist tækifæri.

afgangsvarmi skapar tækifæriragnar Jóhannsson segir að það sem falli til hjá einu fyrirtæki nýtist öðrum:

» ragnar Jóhannsson fagstjóri hjá MatÍS.

STOFNAðILAR ICELAND GEOTHERMAL ERU MEðAL ANNARS:

Page 13: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Verkís verkfræðistofa | Ármúla 4 | 108 Reykjavík | Sími 422 8000 | www.verkis.is

Verkís er orkumikið fyrirtæki enda starfa þar hugmyndaríkir og útsjónarsamir

orkuboltar á öllum sviðum verkfræði og skyldra greina. Verkís hefur frá

stofnun 1932 komið að eða átt þátt í flestum helstu vatnsaflsvirkjunum og

jarðvarmavirkjunum á Íslandi, auk annarra mannvirkja og framkvæmda,

stórra sem smárra.

Við erum þess þó fullviss að mestu verðmæti Verkís felast í fólkinu sem

vinnur þar og margháttaðri reynslu sem hefur byggst upp í gegnum tíðina

og viðskiptavinirnir njóta með okkur.

full af orku

Page 14: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Yfir 90 prósent af heimildum lands-ins eru hituð með jarðhita. Um 27 prósent af allri raforkuframleiðslu á Íslandi kemur frá jarðvarma en jarðhitinn gefur svo miklu fleiri nýtingarmöguleika með bættri nýtingu á því sem upp kemur.

Næstu orkuframkvæmdir, sem eru fyrirhugaðar, eru jarðvarma-verkefni, til dæmis á Norðaustur-landi og Reykjanesi, þannig að hlutur jarðvarmans fer vaxandi í raforkuframleiðslu í landinu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-herra segir að þjóðin eigi að horfa á jarðvarmann í víðara samhengi en bara sem hita og rafmagn.

Fleiri möguleikar eru framund-an í nýtingu jarðhita en vatnsafls. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-herra segir að gæta verði að því að jarðhitinn sé nýttur með sjálfbær-um hætti. „Það sem er spennandi varðandi jarðhitann nú er fókus-inn, við þurfum að hafa sterka sýn á heildstæða nýtingu á jarðhit-anum þannig að við notum hann ekki bara til að hita hús og búa til rafmagn heldur notum líka efnin sem koma upp úr holunum sem í dag eru ekki nýtt í neitt,“ segir hún og nefnir sem dæmi framleiðslu á metanóli í Svartsefni og snyrti-

vörur úr Bláa lóninu. „Með þessu fæst betri nýting á gufunni.“

Dyntóttari en vatnsafliðÍslendingar eru framarlega á heimsvísu í nýtingu á jarðvarma og ráðherrann bendir á að á þessu sviði hafi þjóðin ekki verið toguð áfram af öðrum ríkjum heldur hafi sjálf þreifað sig áfram og miðlað reynslu sinni í góðu samstarfi út um allan heim. Í olíukreppunni hafi Íslendingar tekið byltingu varðandi húshitun og nú sé stökk í gangi raforkuframleiðslu og hlið-arnýtingu, það er bætta nýtingu á því sem upp kemur.

„Úr þessu fást gríðarlega aukin verðmæti úr jarðvarmanum því að þetta er ofboðslega verðmæt auð-lind ef við förum vel með hana. Á móti kemur að hún er dyntóttari en vatnsaflið þar sem menn geta ýtt á takka og vita þá hvað kemur út úr virkjuninni áratugi fram í tímann. Jarðvarminn er þannig að enginn veit endanlega hverju hann skilar nema jarðvarmasvæðið sjálft þar til búið er að bora,“ segir Katrín.

Ágengni engum til góðsJarðvarminn er græn orkunýt-ing. Katrín leggur áherslu á kröfu um að hann sé nýttur með sjálf-bærum hætti. Ágeng nýting sé engum til góðs, ekki þjóðinni og

heldur ekki kaupanda raforkunnar eða raforkusalanum. Stóra málið sé að tryggja sjálfbærni og að vel sé gengið um auðlindina, færustu vísindamenn þjóðarinnar séu að vinna í því.

Íslendingar hafa flutt út þekk-ingu á jarðvarma síðustu áratug-ina. „Jarðvarminn er merkileg auð-lind en á móti skiptir máli fyrir okkur að Ísland haldi ákveðnum gæðastimpli í þessum efnum og að við gerum kröfu hvert á annað að ráðgjöf héðan sé alltaf góð og

fagleg og að við nýtum auðlindina alltaf á sjálfbæran hátt. Menn eru farnir að vinna saman á mismun-

andi sviðum nýtingarinnar til að tryggja þetta og það er mjög gott,“ segir Katrín að lokum.

Jarðboranir, Hlíðasmára 1, 201 Kópavogi, sími 585 5200, www.jardboranir.is

Íslendingar eru forystuþjóð í öun og ný ngu endurnýjanlegrar orku.Gildi þess að geta hagný vistvæna orku verður landsmönnum sífelltmikilvægara og þar gegna Jarðboranir stóru hlutverki.

Með mikilvægan heimamarkað að bakhjarli starfar fyrirtækið einnigá Azoreyjum, Nýja Sjálandi, Dominica, í Þýskalandi og Danmörku.

Þar ný st vel sú reynsla og verktækni sem þróast hefur við kre andiaðstæður á Íslandi. Þannig verður reynslan að ú lutningsvöru semaar þjóðinni dýrmæts gjaldeyris og byggir upp jákvæ orðspor.

Þegar reynslan skapar ný verðmæ

Á móti kemur að hún er dyntóttari en vatnsaflið þar sem menn geta ýtt á takka og vita þá hvað kemur út úr virkjuninni áratugi fram í tímann. Jarðvarminn er þannig að enginn veit endanlega hverju hann skilar nema jarðvarmasvæðið sjálft þar til búið er að bora.

Katrín Júlíusdóttiriðnaðarráðherra.

Bætt nýting gefur aukin verðmæti

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu:

14 deSeMBer 2011 Jarðvarmi

Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar:[email protected]

» katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. „við gerum kröfu hvert á annað að ráðgjöf héðan sé alltaf góð og fagleg og að við nýtum auðlindina alltaf á sjálfbæran hátt,“ segir hún um jarðvarmann.

Page 15: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

mikilvæg verðmætasköpunnýsköpunarmiðstöð Íslands vinnur ýmis verkefni á sviði jarðvarma:

Undanfarin þrjú ár hafa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykja-vík, ÍSOR, Jarðboranir, Orkuveita Reykjavík-ur, HS Orka og Landsvirkjun unnið saman að verkefninu „Háhitaborholutækni - Öndveg-issetur á Íslandi“. Verkefnið hefur beint sjón-um að rannsóknum á ýmsum þáttum sem hafa áhrif á rekstur og viðhald jarðvarma-virkjana og hefur verið styrkt af Tækniþró-unarsjóði.

„Í verkefninu voru rannsakaðir ýms-ir þættir sem hafa áhrif á rekstur og við-hald jarðvarmavirkjana, eins og tæring og varmaálag í fóðringum háhitaborhola, þró-un nýrrar borholusteypu og rannsókn á tær-ingu í suðum í lögnum jarðvarmavirkjana. Þessir þættir voru meðal annars rannsak-aðir í þeim tilgangi að skilja betur uppbygg-ingu háhitaborhola, rekstur þeirra og við-hald, með það fyrir augum að auka endingu þeirra og þar með stuðla að bættri arðsemi af rekstri jarðhitavera. Markmið verkefnisins var jafnframt að mynda klasasamstarf inn-lendra, sem og erlendra sérfræðinga, á sviði borholutækni, og styrkja og auka menntun verk- og tæknimanna á þessu sviði,“ seg-ir Sigrún Nanna Karlsdóttir, verkefnastjóri Efnis-, líf- og orkutækni hjá Nýsköpunar-miðstöð Íslands.

Samstarf lykilaðila leiðir af sér nýja þekkingu„Í þessu verkefni sameinuðust allir helstu lykilaðilar hérlendis og viss þekking varð til. Sú þekking getur nýst öllum aðilum verkefn-isins og ekki síður íslensku þekkingarsam-félagi. Auknar upplýsingar eru nú fáanlegar hvað varðar tæringarþol mismunandi efna í

súru og mjög heitu umhverfi fyrir háhitabor-holur, áhrif tæringar á suðu lagna og búnað-ar í jarðhitaumhverfi og áhrif íblöndunar-efna á borholusteypu, þ.e. á flotfræðilega eiginleika og styrk. Hannað var þrívítt líkan af háhitaborholu sem nýtist til að meta hegð-un fóðringa við mismunandi álag sem holan verður fyrir á líftíma sínum, auk þess sem yfirlit yfir helstu áhrifaþætti skemmda á há-

hitaborholum og helstu aðferðir til hreins-unar á útfellingum í borholum og um eftirlit og viðgerðir á jarðhitabúnaði er nú aðgengi-legt,“ segir hún.

Framtíðarsýn á sviði jarðnýtingaNýsköpunarmiðstöð Íslands vinnur ýmis verkefni á sviði jarðhitanýtinga, auk þess að þjónusta fyrirtæki á sviðinu. Sérfræðing-

ar Nýsköpunarmiðstöðvar hafa meðal ann-ars unnið tjónagreiningarverkefni, þar sem greind eru tjón vegna tæringar í lögnum og búnaði. Einnig hafa verið settar upp ýmsar efnisprófanir fyrir jarðhitaiðnaðinn, til að mynda tæringarprófanir fyrir orkufyrirtæki hérlendis.

„Framtíðarsýn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að hérlendis verði öndvegissetur í háhitaborholutækni og að á hverjum tíma-punkti verði metnaðarfull rannsókna- og þróunarverkefni í gangi í nánu samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Hagkvæmni orkuöflunar á jarðhitasvæðum landsins til framtíðar litið er að miklu leyti háð auknum rannsóknum og þekkingu í bor-holutækni og því er verkefni sem þetta mikil- vægt í verðmætasköpun á sviði jarðvarma-nýtingar,“ segir Sigrún Nanna.

Jarðvarmi deSeMBer 2011 15

» Þversnið af sprungu á hitaáhrifasvæði suðu í gufulögnum úr jarðvarmavirkjun hérlendis. Mynd tekin í rafeindasmásjá nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Í verkefninu voru rannsakaðir ýmsir þættir sem hafa áhrif á rekstur og viðhald jarðvarmavirkj-ana, eins og tæring og varmaálag í fóðringum háhitaborhola, þróun nýrrar borholusteypu og rann-sókn á tæringu í suðum í lögnum jarðvarmavirkjana.

Sigrún Nanna Karlsdóttirverkefnastjóri Efnis-, líf- og orkutækni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Page 16: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

www.matis.is

Nýsköpun – auðlind framtíðarinnar

SW

OO

SH

11

/20

11

Hugmyndir dagsins í dag geta orðið að mikilvægum afurðum eða atvinnu-starfsemi í framtíðinni og þess vegna eru nýjar hugmyndir nauðsynlegar fyrir framþróun. Nýsköpun er miklu meira en bara góð hugmynd. Til þess að hugmyndir geti orðið að veruleika þarf að fylgja þeim vel eftir og leggja í þær mikla vinnu.

Matís ohf. er ö�ugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir �ölbreyttu rannsókna- og nýsköpunar-star� í matvælaiðnaði og líftækni, hér á landi sem og erlendis. Hjá Matís starfa margir af helstu sérfræðingum landsins í matvælatækni og líftækni; svo sem matvælafræðingar, efnafræðingar, lí�ræðingar, verkfræðingar og sjávarútvegsfræðingar. Einnig starfar �öldi M.Sc.- og Ph.D.-nemenda við rannsóknartengt nám hjá Matís.

Klasasamstarfið mikilvægtverkís hefur komið að ráðgjöf og hönnun allra jarðvarmavirkjana á Íslandi:

Verkfræðistofan Verkís er einn af stofnaðilum klasasamstarfs í jarðvarma og tekur þátt í þeim samstarfsverkefnum sem unnið er að innan hópsins. Iðnaðarblað-ið ræddi við Pál R. Guðmundsson, sviðsstjóra jarðvarma- og veitu-sviðs Verkís, og spurði hann um aðkomu fyrirtækisins að klasa-samstarfinu og reynslu þess af ýmsum verkefnum á sviði jarð-varma.

Vænta mikils af klasasamstarfinuAð sögn Páls R. Guðmundssonar eru stærstu verkefni og sérþekk-ing Verkís á sviði iðnaðar og orku. Alhliða verkfræðiráðgjöf við nýt-ingu jarðvarma er stór hluti þeirra verkefna. „Samstarf íslenskra ráð-gjafafyrirtækja er þó ekki nýtt af nálinni. Flest stærri ráðgjafaverk-efni á sviði jarðvarma á Íslandi og erlendis eru jafnan unnin í sam-starfi nokkurra aðila. Til að mynda má nefna að ráðgjafafyrirtækið Virkir Engineering Group (síðar Virkir Orkint, og enn síðar Enex) var stofnað árið 1969 til að halda utan um og markaðssetja útflutn-ing á þekkingu íslenskra sérfræð-inga á sviði jarðhita og raforku. Þar mótaðist ákveðið samstarf um sókn á erlenda markaði sem hef-ur haldist að einhverju leyti síð-an. Árangur af þessu samstarfi þótti hins vegar ekki nægilega góður og þessi fyrirtæki liðu undir lok í þeirri mynd sem til þeirra var stofnað,“ segir Páll.

Hann segir Verkís vænta mikils af klasasamstarfinu og vonast til að með öflugum jarðvarmaklasa á Íslandi, og nánara samstarfi fyrir-tækja á þessi sviði, geti fyrirtækið styrkt samkeppnishæfni sína og getu til að takast á við stór erlend verkefni á sviði jarðvarmanýting-ar.

Mikil reynslaÍ haust undirritaði Landsvirkj-un ráðgjafasamning um jarð-varmavirkjanir í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum. Þar munu Verkís og Mannvit vera aðalráðgjafar og hönnuðir. Fleiri spennandi verk-efni á sviði jarðvarmavirkjunar eru einnig í burðarliðnum hér á landi. Þar ber helst að nefna stækkun

Reykjanesvirkjunar og virkjun í Hverahlíð. Hins vegar er ekki búið að tímasetja þessar framkvæmdir, og ráðast þær að mestu af fram-gangi stóriðju, ásamt almennu efnahagsumhverfi á Íslandi.

Þegar að framkvæmdum kem-ur er hins vegar ljóst að Verkís býr yfir þeirri þekkingu og reynslu sem þarf í slík verkefni. „Starfs-

menn Verkís hafa veitt ráðgjöf við uppbyggingu flestra hitaveitna á Íslandi og unnu meðal annars við hitaveitu Reykjavíkur frá 1962. Frá 1975 hafa verið nokkuð sam-felld verkefni á sviði jarðvarma-virkjana, en Verkís hefur komið að ráðgjöf og hönnun allra jarðvarma-virkjana á Íslandi. Undanfarin ár hafa helstu verkefni okkar innan-lands verið hönnun og ráðgjöf við Hellisheiðarvirkjun, sem unnin hafa verið í samstarfi við Mann-vit, arkitektastofur og Orkuveitu Reykjavíkur, sem og hönnun og ráðgjöf við Reykjanesvirkjun og Orkuver í Svartsengi. Þau verkefni hafa verið unnin í samstarfi við Verkfræðistofu Jóhanns Indriða-sonar, arkitektastofur, HS Orku og fleiri,“ segir Páll.

Jarðhitaverkefni erlendisVerkís hefur ekki einungis séð um jarðhitaverkefni hér á landi. „Jarðhitaverkefni okkar erlend-is eru vaxandi og snúa einkum að nýtingu jarðvarma í raforku-framleiðslu. Í Chile rekur Verkís þjónustu- og ráðgjafafyrirtæk-ið GeoThermHydro (GTH), í sam-starfi við ÍSOR, en GTH vinnur að markaðssetningu þar í landi á sviði jarðvarma,“ segir Páll.

Að hans sögn stefnir allt í að jarðhitaumsvif í Chile verði tölu-verð á næstu árum og hafa verk-

efni þar verið að aukast. Nýjasta verkefnið þar í landi er fyrir stórt námufyrirtæki, sem ráðgerir að reisa jarðvarmavirkjun til raforku-vinnslu til nota við námuvinnslu, en slík vinnsla krefst mikillar orku. „Umfang verkefnisins tengist jarð-hitarannsóknum, borholuhönnun og eftirliti með borunum. Starfs-menn Verkís og ÍSOR hafa verið staðsettir í Chile undanfarna mán-uði, en aðstæður á borsvæðum eru mjög krefjandi þar sem vinnslu-svæðið sem um ræðir er í 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli.“

Um þessar mundir er Verkís einnig að vinna að tveimur jarð-hitaverkefnum í Kenía. Annað þeirra er mat á nýtanlegum jarð-hita til raforkuframleiðslu á stóru jarðhitasvæði og það verkefni er unnið í samstarfi með Mannvit, ÍSOR og Vatnaskil. Hitt verkefn-ið er ráðgjöf og aðstoð við þróun holutoppsstöðva, sem eru litlar jarðvarmavirkjanir, 2,5-5 mega-wött, settar upp við borholur. Verkefnið er unnið fyrir Green Energy Group, sem er norskt fyrir-tæki með starfsstöð á Íslandi og ís-lenska starfsmenn.

„Auk þessara verkefna hefur verið unnið að verkefnum í Mið-Evrópu, Tyrklandi og á Guadeloupe eyjum í Karabíska hafinu. Þá hef-ur verið mikið um fyrirspurnir er-lendis frá, ásamt tilboðsgerð í slík verkefni. Þessi verkefni eru oftast unnin í samvinnu við íslensk ráð-gjafafyrirtæki eða stofnanir sem eru aðilar að hinum íslenska jarð-varmaklasa,“ segir Páll að lokum.

» af helstu verkefnum verkís undanfarin ár má nefna hönnun og ráðgjöf við Hellisheiðarvirkjun og virkjanir á Suðurnesjum.

n verkfræðistofan verkís hf. var stofnuð árið 2008 en rekur uppruna sinn til ársins 1932 og fagnar því 80 ára afmæli á næsta ári. Hjá verkís starfa um 320 starfsmenn með víð-tæka þekkingu og reynslu.

» verkís væntir mikils af klasasamstarfinu og vonast til að með öflugum jarðvarmaklasa á Íslandi geti fyrirtækið styrkt samkeppnishæfni sína og getu til að takast á við stór erlend verkefni á sviði jarðvarmanýtingar.

KYnning

16 deSeMBer 2011 Jarðvarmi

Page 17: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Landsbankinn 410 4000landsbankinn.is

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Landsbankinner öfl ugursamstarfsaðiliÞað er stefna okkar að vera hreyfiafl í íslensku samfélagi.

Landsbankinn tekur virkan þátt í uppbyggingu í orkuiðnaði

og er þar traustur bakhjarl og samstarfsaðili.

Page 18: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Jarðhitaupplýsingaveita ÍslandsbankaÁhugasamir geta nálgast ýmis gögn um jarðhita á einum stað:

KYnning

Á undanförnum árum hefur Íslands-banki og forverar hans haslað sér völl á sviði endurnýtanlegrar orku og umhverfisvænna orkugjafa. Bankinn byggir á áralangri reynslu og þekkingu Íslendinga á nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Með þessa einstöku reynslu í bakhöndinni hef-ur Íslandsbanki náð að hasla sér völl á heimsvísu.

Sérfræðingahópur á sviði endurnýtanlegrar orku„Til að tryggja afburðarþjónustu á sviði endurnýtanlegrar orku hefur verið myndaður sérfræðingahóp-ur sem samanstendur af starfsfólki með áralanga reynslu í fjármála-geiranum og orkumálum. Hópurinn ber ábyrgð á samskiptum og þjón-ustu við innlend og erlend fyrir-tæki í orkugeiranum og auk þess sér teymið um út-gáfu greininga og skýrslna um orku-mál. Þar á meðal er jarð-hitaupp-lýsinga-veita með hin-um ýmsu gögnum um grein-ina,“ segir Sigur-jón

Magnússon, sérfræðingur í orku-teymi Íslandsbanka.

Hann segir að jarðhitaupp- lýsingaveitan sé til þess gerð að auðvelda iðnaðinum að fylgjast með hinum ýmsu gögnum um jarðhita á einum stað. Upplýsingarnar sem birtar eru koma frá ýmsum gagna-grunnum, skýrslum og vefsíðum en í gegnum upplýsingaveitu Íslands-banka er hægt að skoða þessar upp-lýsingar á einum stað á myndrænan hátt. „Hægt er að skoða ákveðið safn upplýsinga hverju sinni, allt eftir því hvaða markað eða upplýsingar við-komandi vill athuga og fylgjast með. Upplýsingaveita okkar er alþjóðleg upplýsingaveita um jarðhitamark-aðinn, en með sérstaka áherslu á Bandaríkin og Ísland. Veitunni er skipt í fjóra hluta sem heita Global, United States, Iceland og Publica-tions, sem hver um sig hýsir ólíkar

upplýsingar,“ segir Sigurjón. Upplýsingaveitan er að sögn Sigurjóns í stöðugri þróun og sífellt er verið að bæta frekari gögnum inn í hana. Hún er unnin í samvinnu við gagnatorgið DataMar-ket, sem rekur markaðs-

svæði fyrir tölfræði og töluleg gögn. Jarðhitaupp-

lýsingaveita Íslandsbanka er opin öllum og aðgengileg

á vefsíðu bankans www.is-landsbanki.is/orka. Hægt er að

nálgast allar skýrslur bankans á sama stað.

» Hægt er að nálgast mikið magn gagna í gegnum upplýsingaveitu Íslandsbanka.

» Sigurjón Magnússon, sérfræðingur í orku-

teymi Íslandsbanka.

n global: alþjóðleg gögn um jarðhita, þar á meðal um rafmagnsframleiðslu með jarðhita og áætlaða aukn-ingu eftir löndum. samanburður á jarðhita og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum, með tilliti til fram-leiðslugetu, kostnaðar og landnýtingu. einnig inni-heldur þessi hluti upplýsingaveitunnar hlutabréfa-verð helstu jarðhitafyrirtækja í heiminum.

n united states: gögn um jarðhitamarkaðinn í bandaríkjunum. meðal annars frumorkunotkun, bein notkun jarðhita, rafmagnsframleiðsla eftir

fylkjum og áætluð aukning á næstu árum. einnig eru upplýsingar um fjölda jarðhitaverkefna í bandaríkj-unum.

n iceland: gögn um íslenska jarðhitamarkaðinn, þar á meðal um frumorkunotkun, heildarrafmagnsfram-leiðslu og framleiðslugetu eftir orkugjöfum og verði.

n Publications: Á upplýsingaveitunni er einnig hægt að nálgast allar greiningar Íslandsbanka um jarðhita-markaðinn.

Jarðhitaupplýsingaveita Íslandsbanka

18 deSeMBer 2011 Jarðvarmi

Page 19: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Hringir þettaeinhverjum

bjöllum?

Spennandi húsnæði til sölu eða leigu

Húsnæðið hýsti áður samskiptamiðstöð Bandaríkjahers. Það var byggt árið 1997 og er tæplega 1.700 m2. Húsið er ákaflega rammbyggt, hefur eins metra þykka steypuveggi og stálhurðir sem hannaðar eru til að standast loftárásir. Lóðin er afgirt og slökkvistöð í næsta nágrenni. Húsið hentar því vel sem geymsla fyrir mikilvæg verðmæti, hvort sem þau eru stafræn eða áþreifanleg.

Skotheld byggingHúsnæði með 100 íbúðum er til sölu eða leigu. Húsið er 3.359 m2 á þremur hæðum. Það var byggt árið 1976 og er í mjög góðu ástandi. Baðherbergi og eldhús er í öllum íbúðum og húsnæðið gæti því hentað vel undir stúdentagarða, lýðheilsuskóla, ráðstefnur o.fl. Húsið er staðsett í heilsu-þorpinu á Ásbrú.

Lýðháskóli

Atlantic Studios er 4.730 m2 kvikmyndaver í flug skýli sem þjónaði áður Bandaríkjaher. Kvikmyndaverið er hið stærsta á Íslandi, með 2.700 m2 aðalsviði (e. soundstage) þar sem lofthæð er 9 metrar. Einnig er þjónustuaðstaða með búningsherbergjum, skrifstofum og ka�stofu. Kvikmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre var meðal annars tekin upp í verinu.

Atlantic Studios

Kirkjubyggingin á Ásbrú er nú til sölu eða leigu. Kapella ljóssins þjónaði áður varnarliðinu og var síðar nýtt sem skólabygging Keilis. Kirkjubyggingin er 981 m2 og var byggð árið 1985. Töluverðar breytingar voru gerðar á húsnæðinu árið 2007 og var rafmagn m.a. endurnýjað. Húsnæðið getur hentað undir margvíslega starfsemi, s.s. skrifstofur, veitingastað, gallerí, samkomuhús o.fl.

Hið sögufræga Andrews-leikhús er til sölu eða leigu. Húsið var áður kvikmyndasýningar-salur Nató, en byggingin var endurnýjuð árið 2010. Salurinn tekur 499 í sæti og sviðið er 100 m2. Myndvarpi, tjald og gott hljóðkerfi er til staðar fyrir fyrirlestra. Húsnæðið hentar undir leik- eða kvikmyndasýningar, tónleika eða ráðstefnur.

Andrews-leikhúsið

Sími 425 2100 | [email protected]

Þetta er einungis sýnishorn af þeim eignum sem eru til sölu eða leigu á svæðinu. Nánari upplýsingar um eignir á www.asbru.is/fasteignir.

Ásbrú er spennandi svæði þar sem fyrrum herstöð er

um breytt í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs.

Á Ásbrú er stór háskólagarður,

spenn andi nám í boði hjá Keili,

kvik myndaver, heilsuþorp í

fararbroddi heilsu ferða mennsku,

tækniþorp þar sem alþjóðlegt

gagnaver er að rísa og �öldi

áhugaverðra sprota fyrirtækja.

Mikil upp bygg ing er á svæðinu

og má þar nú meðal annars finna leikskóla, grunnskóla,

verslun og veitingastað.

PIP

AR

\TB

WA

-SÍA

Page 20: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

FRAMTAKVÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA EHF

FRAMTAKBLOSSI ehf

ÖflugirSaman

Vesturhraun 1 210 Garðabæ Netfang [email protected] Sími 535 5800 Fax 535 5801

stefnum til framtíðar

auglýsing SKRÚFAN.indd 1 9.11.2009 08:57:39

Page 21: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011
Page 22: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Loðfeldur ehfVíðihlíð 7 - 550 Sauðárkróki

Sími: 862 5422 - 453 5318 - 453 5683Email: [email protected]

www.lodfeldur.com

aldan stéttarfélag loðskinn

VIð ERUM SKAGAFJÖRðUR

22 deSeMBer 2011

Þrátt fyrir hremmingar á ís-lenskum byggingamarkaði í kjölfar hrunsins hefur rekstur Steinullar h.f. skilað viðunandi afkomu síðustu árin. Hagnaður hefur verið af rekstrinum öll árin og efnahagur fyrirtækisins er afar traustur. Til marks um þetta er fyrirtækið á lista CreditInfo yfir framúr-skarandi fyrirtæki landsins 2010.

Fyrsta framleiðsla Steinullarverksmiðj-unnar hf á Sauðárkróki kom á markaðinn seinnihluta árs 1985. Fyrir þann tíma hafði undirbúningur að starfssemi verksmiðj-unnar staðið yfir í nokkur ár að frumkvæði heimamanna á Sauðárkróki, sem í þeim til-gangi stofnuðu með sér Steinullarfélagið hf. Stofnendur Steinullarverksmiðjunnar h.f voru síðan Ríkissjóður, Partek AB, Sauð-árkróksbær, Steinullarfélagið hf, Kaupfélag Skagfirðinga og Samband Íslenskra Sam-vinnufélaga. Með aðkomu finnska stein-ullarframleiðandans Partek var tryggður aðgangur að nýjustu framleiðslutækni og hefur samstarf fyrirtækjanna reynst afar farsælt æ síðan. Við undirbúning verk-smiðjunnar var alltaf miðað við að notað yrði rafmagn til bræðslu hráefnanna til þess að nýta mætti svarta fjörusandinn við Sauðárkrók og vatnsafl íslensku fall-vatnanna, en nær allar steinullarverk-smiðjur nota kol sem orkugjafa og vinna hráefnið úr bergi.

Verksmiðjan var einkavædd árið 2001 og fékk þá nafnið Steinull hf. og er í dag í eigu BYKO, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga sem eiga 24,5% hver aðili, síðan á finnska fyrirtækið Paroc Group í Finnlandi 11,5% og félag starfsmanna í verksmiðjunni 15%. Samkeppnisstofnun setti mjög ströng skilyrði fyrir því að BYKO og Húsasmiðjan mættu eiga saman tæp-an helmingshlut í fyrirtækinu og hlutfall-ið milli þeirra eignarhluta má heldur ekki raskast vegna þess að þessi fyrirtæki eru með markaðsráðandi stöðu á bygginga-markaðnum. Hjá Steinull hf. starfa nú um 30 starfsmenn, framleitt er á tvískiptum vöktum allan sólarhringinn frá mánudags-morgni til fimmtudagskvölds. Velta síðustu ára hefur verið um 700 milljónir og fram-leiðslan um 100 þúsund m³.

Búnaður verksmiðjunnar hefur verið í stöðugri endurnýjun með það að mark-miði að auka sjálfvirkni hans og bæta gæði framleiðslunnar. Ný pökkunarlína var tek-in í notkun síðla árs 2001 og hefur þessi breyting haft í för með sér aukna hagræð-ingu bæði í rekstri verksmiðjunnar, sem og fyrir starfsmenn og viðskiptamenn henn-ar. Öll framleiðsla og pökkun er nú nánast sjálfvirk og nær allri vöru pakkað á vöru-bretti. Í framhaldi af tilskipun Evrópusam-bandsins um CE merkingu á byggingavörum í þeim tilgangi að tryggja öryggi afurðanna og óheftan aðgang framleiðenda að mörk-uðum í Evrópu hefur rannsóknarstofa fyr-irtækisins verið styrkt verulega, m.a. með tækjakaupum. Vottun og heimild til CE merkingu afurðanna fékk fyrirtækið í júní 2004. Auk þessa eru afurðir verksmiðjunn-ar vottaðar til ýmissa nota, t.d. til notkun-ar í skipasmíðaiðnaðinum. Aukinn tækja-búnaður til rannsókna og enn öflugra innra eftirlit stuðlar líka að frekari þróun fram-

leiðslunnar til auk-inna gæða og fjöl-breytni.

Vægi útflutningsins hefur aukistEinar Einarsson framkvæmda-stjóri segir að framleiðslan á árinu 2010 hafi verið um 4750 tonn en var mest árið 2007, þá 12.350 tonn og þar af selt innanlands

9.364 tonn. Í dag er um helmingur fram-leiðslunnar fluttur út, mest til Færeyja og Bretlands en einnig til Hollands og Belgíu. ,,Okkar markaðssvæði erlendis er eingöngu norður Evrópulönd. Viðskipti við Bandaríkin eru ekki raunhæf vegna þess hversu flutn-ingskostnaðurinn þangað er mikill. Stein-ullin er að mestu loft, eða allt að 95% og við reynum því að þjappa henni eins mikið saman og við getum til þess að koma sem mestu magni í gáminn og þar með lækka flutningskostnaðinn, en alltaf verður þessi vara samt rúmmálsfrek í flutningi. Í Fær-eyjum erum við að selja hefðbundna bygg-ingaeinangrun en þar er engin verksmiðja þannig að þar keppum við á sama grunni og evrópskar verksmiðjur, en í Bretlandi, Hol-landi og Belgíu erum við með sérafurðir, sem tekist hefur að selja á hærra verði en hefðbundna byggingaeinangrun. Í Bretlandi er steinullin fyrst og fremst notuð til að ein-angra loftræsistokka en við límum á hana álfilmu og gerum það betur en aðrir fram-leiðendur sem þurfa að flytja hana í aðra verksmiðju og rúlla henni þar út til álíming-ar. Þarna njótum við að vissu marki smæðar verksmiðjunnar, en nær allar verksmiðjurn-ar erlendis eru gríðarlega stórar og afkasta-miklar. Fyrir hollenska markaðinn erum við aðallega að framleiða einangrun til notk-unar í skipasmíðaiðnaðinum,” segir Einar Einarsson, sem segir að vegna þessara við-skiptasambanda erlendis hafi ekki dregið jafn mikið úr framleiðslunni og annars hefði orðið þó vissulega sé hún minni en þegar mest var, en er nú nokkuð stöðug.

„Við flytjum steinullina í gámum yfir Atl-antshafið og inn í landið þar sem kaupand-inn gerir kröfur um stuttan afgreiðslufrest og áreiðanleika. Við erum samkeppnishæf-ir og vel það í gæðum en kannski ekki alltaf í verðum, vegna hins gríðarmikla flutnings-kostnaðar. Það eru allir okkar samkeppnis-aðilar erlendis með góða vöru, gæðastað-allinn er hár og flestir kaupendur eru ekki mikið að velta vöngum yfir einangrun sem uppfyllir alla staðla og fer svo inn í vegg og sést ekki. Framleiðsla okkar er um 1750 kg á klukkustund, en í verksmiðjunum erlend-is er nánast lágmark að það séu tvær fram-leiðslulínur í hverri verksmiðju þar sem framleidd eru milli 5 og 6 tonn á hverri línu á klukkustund.“

Unnið allan sólarhringinn fimm daga vikunnarFramleiðslan hefur dregist talsvert saman síðan árið 2007, leiddi það ekki til þess að segja þurfti upp einhverjum starfsmönn-um?

„Við vorum að vinna á þremur vöktum áður en sögðum upp einni vakt. Við erum enn með vaktir allan sólarhringinn, en frá mánudagsmorgni til fimmtudagskvölds og frá þeim tíma fram að mánudegi er ofnin-um haldið heitum en er síðan keyrður upp aftur til framleiðslu á mánudagsmorgni.

Það skaðar ekkert gæði framleiðslunnar að geta ekki framleitt allan sólarhring-inn alla daga vikunnar en kemur auðvitað eitthvað niður á afkomu verksmiðjunnar.

Það eru margir sem kenna í brjóst um okkur og finnst það skelfilegt að við séum ekki framleiða meira en raun ber vitni, en ég hef stundum bent á að við erum að framleiða jafn lengi eða lengur í hverri

viku en gert er t.d. í mörgum fiskvinnslum hringinn í kringum landið, þar sem vinnu-vikan er kannski um 50 tímar, stundum minna. Það eru margir með minni afkasta-nýtingu en við hér í steinullarverksmiðj-unni en auðvitað er þetta skelfileg nýting á fjárfestingunni.”

Einar segir innflutning á steinull vera tiltölulega lítinn, samt einhver hundr-

Útflutningurinn grundvöllur að jákvæðri afkomurekstur Steinullar h.f. á sauðárkróki gengur vel.

Geir Guðsteinsson skrifar:[email protected]

» einar einarsson

» Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki.

Page 23: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

uðir tonna, það sé mest þegar verið er að flytja inn einingarhús og um leið verið að nýta flutningsrýmið sem þessi hús skapa eðlilega. ,,Ég held reyndar að það komi allt með þeim húsum svo viðskipti við inn-lendar byggingavöruverslanir eru kannski ekki mikil við slíkan innflutning.“

Er steinull endanleg vara, dugar hún í þúsund ár ef því væri að skipta?

„Já, hún fellur ekki saman eða hverf-ur, eða sígur niður í miðjan vegg eins og kannski var tilfellið oft áður með það nátt-úrulega efni sem notað var áður til ein-angrunar. Hefðbundin Steinull í veggi og þök er þó nokkuð létt, vegur um 28 kg á rúmmetra.“

Nú hefur verið mikil lægð í bygginga-iðnaðinum hérlendis síðustu ár vegna

efnahagskreppunnar. Telurðu að botnin-um sé náð og framundan sé bjartari tíð?

„Það er ekki alveg eins mikill dauði nú og hefur verið en við verðum strax varir við breytingu til batnaðar þegar hún verð-ur, þá aukast viðskiptin við verksmiðjuna því mikið af því húsnæði sem er í byggingu hefur ekki verið einangrað. Við höfum far-ið gegnum erfið þrjú ár og ég óttast að við

kunnum að þurfa að þreyja önnur þrjú ár til viðbótar áður en ástandið í bygginga-bransanum hérlendis fer að batna. Krepp-an í Finnlandi var jafn brött og sú sem við höfum verið að ganga í gegnum og hún stóð í 6 – 7 ár. Svo erum við líka að sjá mjög misvísandi spár um verðþróun á húsnæði í landinu svo það er erfitt að sjá fyrir um framhaldið á næstu mánuðum.

Fram á síðasta áratug var talið að endur-nýjunarþörfin á íbúðum í landinu væri 1800 - 2.000 íbúðir, en síðstu árin fyrir hrun voru byggðar 3.500 íbúðir á ári eða nær helmingi meira en markaðsþörfin. Greiningardeildir bankanna töldu m.a. að vegna þess að svo mikill innflutningur væri á vinnuafli, ekki síst frá austur Evrópu mundi þetta fólk þurfa að kaupa íbúðir. Með öðrum orðum, við vorum að flytja inn vinnuafl til þess að byggja yfir sjálft sig!

En nú eru liðin þrjú ár og ungt fólk alltaf að koma á vinnumarkaðinn svo eitthvað hefur væntanlega gengið á þennan fjölda íbúða sem hafa verið til í landinu, þörfin hlýtur að fara vaxandi,“ segir Einar Ein-arsson, framkvæmdastjóri Steinullar hf.

deSeMBer 2011 23

Útflutningurinn grundvöllur að jákvæðri afkomu Okkar markaðssvæði

erlendis er eingöngu norður Evrópulönd. Viðskipti við Bandaríkin eru ekki raunhæf vegna þess hversu flutnings-kostnaðurinn þangað er mikill. Steinullin er að mestu loft, eða allt að 95% og við reynum því að þjappa henni eins mikið sam-an og við getum til þess að koma sem mestu magni í gáminn og þar með lækka flutningskostnaðinn.

Einar Einarsson framkvæmdastjóri.

Ásta björg Pálmadóttir hefur verið sveitarstjóri sveitar-félagsins skagafjarðar frá sveitarstjórnarkosningunum vorið 2010, en hún var áður útibússtjóri landsbankans á sauðárkróki. meirihluta sveitarstjórnar skipa fulltrúar Framsóknarflokks og vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs. sveitarstjóri var spurður hvort sveitarfélagið skagafjörður hefði markað sér einhverja stefnu eða sett sér markmið í iðnaðaruppbyggingu í sveitarfélaginu.

Ásta björg segir að á undanförnum árum hafi verið lögð á það mikil áhersla að sá iðnaður og sú atvinnu-starfsemi sem fyrir er í sveitarfélaginu geti vaxið og dafnað. ,,samhliða hefur verið unnið að því að auka fjöl-breytni í iðnaði og annarri atvinnustarfsemi og hafa þar margvísleg verkefni verið til skoðunar, stór sem smá. ekki hefur þó verið samþykkt formleg stefna þar að lút-andi í sveitarstjórn.“

bygging koltrefjaverksmiðju hefur verið á dagskrá undanfarin ár en efnahagskreppan í heiminum hefur sett þar strik í reikninginn. er bygging þessar verk-smiðju enn á dagskrá?

,,Já. Áfram er unnið að því að koltrefjaverksmiðja rísi í skagafirði. efnahagskreppan hefur vissulega sett strik í reikninginn en til lengri tíma litið eru spár um vöxt í þessum iðnaði bjartar. tíminn hefur verið nýttur til ým-iss konar undirbúnings, auk þess sem unnið hefur verið að verkefnum sem koma til með að styðja vel við bakið á fyrirhugaðri verksmiðju. nýlegt dæmi um það er sam-starfsverkefni Fjölbrautaskóla norðurlands vestra, ný-sköpunarmiðstöðvar Íslands og tveggja erlendra skóla um að koma á fót námi í trefja- og plastsmíði í skaga-firði. verkefnið er styrkt af menntaáætlun evrópusam-bandsins og tekur til tveggja ára.“

starfsemi versins, vísindagarðs á sauðárkróki, hefur verið að aukast jafnt og þétt. er aðkoma sveitarfélags-

ins með einhverjum öðrum hætti en að vera einn af eig-endum? Hefur sveitarfélagið reynt að auka aðkomu há-skólasamfélagsins að þessari starfsemi?

,,aðkoma sveitarfélagsins er fyrst og fremst í gegn-um stjórn versins en þar á sveitarfélagið fulltrúa sem einn af aðstandendum verkefnisins. sveitarfélagið hefur lagt mikla áherslu á að laða að fjölbreytta starf-semi og efla rannsóknastarfsemi í verinu og er gott

að geta sagt frá því að það hefur tekist nokkuð vel því húsnæði versins hefur stækkað og starfsemin vaxið á liðnum mánuðum og árum,“ segir Ása björg Pálmadóttir sveitarstjóri.

unnið að meiri fjölbreytni í iðnaðiÁsa Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar:

» ása Björg Pálmadóttir sveitarstjóri. efnahagskreppan hefur vissulega sett strik í reikninginn en til lengri tíma litið eru spár um vöxt í þessum iðnaði bjartar.

Page 24: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Öflug þjónustudeild sérhæfðra starfsmannaAukin áhersla á almennar rekstrarvörur fyrir járn- og tréiðnað:

Iðnvélar ehf. hefur frá árinu 1974 verið í far-arbroddi í sölu á vélum og verkfærum. Fyrstu árin sá fyrirtækið um sölu á trésmíðavélum frá SCM og um 1980 bættist við innflutn-ingur á járnsmíðavélum og loftpressum. Frá aldamótum hefur fyrirtækið lagt frekari áherslu á almennar rekstrarvörur fyrir járn- og tréiðnað og sölu á skúffubrautum, grind-um og höldum fyrir innréttingar.

Áhersla á þjónustuÁ undanförnum árum hafa iðnfyrirtæki hér-lendis dregið úr kaupum á nýjum tækjum og búnaði. Þar af leiðandi er reglubundin og vönduð viðhaldsþjónusta á tækjabúnaði mikilvæg. „Við erum með öfluga þjónustu-deild sérhæfðra starfsmanna sem sinna þeim fjölmörgu iðnaðarvélum og loftpress-um sem fyrirtækið hefur selt undanfarin ár. Síðustu ár höfum við einnig tekið að okkur viðhald á vélum frá öðrum framleiðendum,“ segir Hjörtur P. Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnvéla.

Hjörtur segir breidd fyrirtækisins oft koma viðskiptavinum á óvart. „Fyrir járn-iðnaðinn erum við með vörumerki eins og HAAS, Euromac, Dardi, Amada, Esprit (CAD/CAM forrit) og fleira, ásamt því að bjóða upp á margvíslegar rekstrarvörur fyrir járn- og tréiðnað. Þegar kemur að loftpressum og tengdum búnaði erum við umboðsaðili fyrir Compair, Hydrovane og Adicomp, og bjóðum upp á síur í allar gerðir af loftpressum. Okkar þekktustu vörumerki, SCM og Mini Max, eru síðan ætluð tréiðnaðinum,“ segir Hjörtur.

Hann segir Iðnvélar leggja aukna áherslu á sölu á rekstrarvörum. „Fyrirtæki og einstak-lingar reyna sífellt að hagræða í rekstri og við það opnast tækifæri fyrir okkur því við bjóð-um upp á ýmsar leiðir til að ná þeim markmið-

um. Sem dæmi eru Amada sagarblöðin okkar einstaklega endingargóð, og sama má segja um Hermes slípiböndin. Af öðrum vörum má nefna kælivökva, sandblásturssand og lím.“

Styðja við bakið á iðnmenntunÁ dögunum opnaði Fjölbrautaskóli Norður-lands vestra Hátæknimenntasetur sem Iðn-vélar og bandaríska fyrirtækið HAAS komu að. Hjörtur segir það vera stefnu Iðnvéla að styðja við bakið á íslenskum menntastofn-unum sem kenna iðngreinar. „Við gerum okkur grein fyrir að íslenskur iðnaður bygg-

ist á iðnmenntuðu fólki og því miður hefur menntastefna stjórnvalda nánast einblínt á bóklegt nám. Sú stefna hefur komið veru-lega niður á iðngreinum, en nú vantar bók-staflega kynslóðir í greinar eins og renni-smíði. Við sem störfum í iðnaði þurfum ásamt menntastofnunum að koma skilaboðum til ungs fólks um hvað iðngreinar bjóða upp á og hvernig þær hafa breyst á síðustu 10-20 árum,“ segir Hjörtur.

» iðnvélar er með umboð fyrir hágæða loftpressur.

» Í verslun iðnvéla má finna mikið úrval af verkfærum og vélum.

KYnning

24 deSeMBer 2011

Fagmenn.is er öflugt fyrirtæki iðnaðarmanna sem sérhæfir sig í viðhaldi, breytingum og endurbótum húsa. Fyrirtækið hefur verið starfrækt um árabil og þar starfa iðnaðar-menn úr öllum helstu iðngreinum; múrarar, smiðir, málarar, píparar og rafvirkjar.

Breiður hópur iðnaðarmannaAð sögn Jóhanns Einarssonar, framkvæmda-stjóra Fagmenn.is, hefur fyrirtækið á síð-ustu árum tekið að sér hundruð mismunandi verkefna. Þau spanna allt frá því að skipta um blöndunartæki og upp í allsherjar yfir-halningu á stórum fjölbýlishúsum. Engu máli skiptir hvort verkið er innanhúss eða utan, lít-ið eða stórt.

Hjá fyrirtækinu hafa viðskiptavinir aðgang að breiðum hópi iðnaðarmanna og Jóhann bendir á kosti þess að láta einn samstilltan hóp fagmanna sjá um verkið. „Það getur haft mikla kosti í för með sér fyrir verkkaupendur að öll framkvæmd verks sé á einni hendi. Oft þurfa þeir að eltast við iðnaðarmenn í von um að samhæfa framkvæmd verksins. Við bjóðum upp á skynsamlegri lausn, sem sparar bæði tíma og fyrirhöfn. Iðnaðarmenn okkar vinna sem ein heild,“ segir hann.

Mikilvægt að huga tímanlega að viðhaldsframkvæmdumJóhann segir mikilvægt að húseigendur hugi tímanlega að þeim viðhaldsframkvæmdum sem stefnt sé að næsta sumar. „Þegar vorið nálgast er það oft venjan að húseigendur og

forsvarsmenn húsfélaga vakni upp við vond-an draum og uppgötvi að það þarf að dytta að hinu og þessu. Sumir fara að leita sér að iðnað-armönnum síðsumars og þá er hvort tveggja ekki víst að það fáist menn í verkið eða þá að það náist ekki að klára það sem þarf að gera

það árið. Mun betra er að fá tilboð í verkin, annaðhvort síðla hausts, eða fljótlega eftir áramót,“ segir Jóhann.

Hjá Fagmenn.is geta tilvonandi viðskipta-vinir fengið tilboð í verk sér að kostnaðar-lausu.

allt á einum staðHjá Fagmenn.is hafa viðskiptavinir aðgang að breiðum hópi iðnaðarmanna:

» „Það getur haft mikla kosti í för með sér fyrir verkkaupendur að öll fram-

kvæmd verks sé á einni hendi. Oft þurfa þeir að eltast við iðnaðarmenn í von um

að samhæfa framkvæmd verksins. við bjóðum upp á skynsamlegri lausn, sem sparar bæði tíma og fyrirhöfn. iðnaðar-

menn okkar vinna sem ein heild.“

KYnning

» Mun betra er að fá tilboð í verkin, annað-hvort síðla hausts, eða fljótlega eftir áramót.

Page 25: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Klettagarðar 19 | 104 Reykjavík | Sími 530 8500Óseyri 3 | 603 Akureyri | Sími 530 8500 | www.ekran.is

MATUR ER OKKAR MEGIN

EKRAN - HEILDARLAUSN SEM TRYGGIR VÖRUGÆÐI, ÁREIÐANLEIKA OG ÞJÓNUSTU

Ekran er þjónustufyrirtæki sem selur matvæli, hráefni og hjálparefni til veitingahúsa, mötuneyta, framleiðslueldhúsa, útgerða og matvælaiðnaðar.

Ekran þjónar um 1.200 ánægðum viðskiptavinum á kröfuhörðum markaði. Við erum með skrifstofur og starfsemi bæði í Reykjavík og á Akureyri og á báðum stöðum höfum við yfir að ráða fullkomnum frysti- og kæligeymslum svo að gæði vörunnar eru tryggð eins og kostur er.

HAFÐU SAMBAND OG KYNNTU ÞÉR HVAÐ VIÐ GETUM GERT FYRIR ÞIG.

Page 26: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

VIð óSKUM IðNAðARFóLKI OG IðNREKENDUM GLEðILEGRA JóLA

Dalvegi 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

Kraftvélar, umboðsaðili fyrir Toyota lyftara á Íslandi,óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðar

www.tskoli.is

Komdu í heimsóknOpið hús í Tækniskólanum laugardaginn 27. febrúar á milli kl. 12:00-16:00. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, kynningar á náminu, sýningar nemenda og margt fleira. Nánari dagskrá verður kynnt á www.tskoli.is.

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins býður upp á fjölbreytt og skapandi nám.

Í skólanum er hefðbundið framhaldsskólanám, iðnnám, stúdentsnám,

flugnám, marmiðlunarnám, hljóðtækninám, diplómanám auk spennandi

námskeiða fyrir almenning.

Bíldshöfða 12, 112 Reykjavík - Sími 587 6666 - Fax 567 [email protected] - www.isloft.is

mentor

26 deSeMBer 2011

fríða Jónsdóttir, gullsmiður:

fríða skartgripahönnuður» Hver er saga fyrirtækisins í stuttu máli? Síðan 1999 hef ég hannað og smíðað mína skart-gripi, með það að markmiði að opna mína eigin verslun, sem ég svo gerði haustið 2007.

» Hefur þú alltaf starfað sem gullsmiður?Já, síðan 1992 þegar ég útskrifast. Fyrst starfaði ég hjá öðrum gullsmiðum, en snéri mér síðan að barnauppeldi. Ég lagði hamarinn þó aldrei alveg frá mér og smíðaði heima og kom mér upp góðum kúnnahóp.

» Hefur fyrirtækið breyst mikið síðan það var stofnað?Frá upphafi höfum við lagt áherslu á mína smíði og hönnun og úrvalið hefur aukist jafnt og þétt. Margar skartgripalínur hafa orðið til og nú síðast lína sem kallast „Slétt og brugðið“, sem er bæði úr gulli og silfri.

» Telurðu staðsetninguna á Strandgötu í Hafnarfirði vera góða?Ég er mjög ánægð á Strandgötunni. Gatan er sjarmerandi og hér eru alltaf næg bílastæði. Ekki skemmir svo fyrir að hafa Hafnarborg, menning-armiðstöð Hafnarfjarðar, beint á móti.

» Hvað ertu með marga starfsmenn?Við hjónin erum tvö, og síðan með eina aðstoðar-konu þegar við þurfum á að halda.

» Hvernig gengur að reka lítið fyrirtæki á Íslandi í dag?Það þarf að passa hverja krónu, því bæði hefur hráefni og annar kostnaður hækkað, en við reyn-um að vera sanngjörn í verði. En sem betur fer versla Íslendingar mikið íslenska hönnun.

» Eruð þið með marga fastakúnna?Já, og ég er mjög ánægð og þakklát fyrir þá.

» Hafa viðskiptin aukist eftir hrun?Já, við vorum aðeins búin að vera hér í eitt ár þeg-ar hrunið varð, þannig viðskiptin hafa alltaf auk-ist ár frá ári, eftir því sem fleiri vita af okkur.

EINYRKINN

Miðstjórn Samiðnar mótmælir harðlega fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um skattlagningu á eignir lífeyris-sjóðanna og upptöku fjársýsluskatts á lífeyrissjóðina.

Þetta kom fram í ályktun miðstjórnar, en þar segir:„Miðstjórn Samiðnar krefst þess að ríkisstjórnin

dragi til baka öll áform um skattlagningu á lífeyrissjóði en standi þess í stað við gefin fyrirheit um jöfnun líf-eyrisréttinda í tengslum við kjarasamninga.

Á komandi árum mun aldurshlutfall þjóðarinnar breytast í þá veru að fjöldi 67 ára og eldri fer hratt vax-andi með tilheyrandi hækkun kostnaðar í félags- og heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma mun þeim hlutfalls-lega fækka sem verða á vinnumarkaði. Mikilvægt er að lífeyrir sé ekki skattlagður við inngreiðslur heldur við útgreiðslu en þannig er viðhaldið því grundvallar-markmiði að lífeyrisþegar standi sjálfir undir stærst-

um hluta þess kostnaðar sem tilfellur í samfélaginu þeirra vegna.

Sjóðssöfnun til greiðslu lífeyris er hluti af sátt kyn-slóðanna sem byggir á því að fólk á vinnumarkaði greiði í sjóði til að mæta kostnaði þegar það hverfur af vinnu-markaði en lífeyrir þess sé ekki eingöngu fjármagnaður af samtímasköttun þeirra yngri.

Miðstjórnin vill minna á fyrirheit ríkisstjórnarinnar um jöfnun lífeyrisréttinda, en fyrirhuguð skattlagning snertir eingöngu almennu lífeyrissjóðina þar sem ríkið mun verða að bæta opinberu sjóðunum upp skattlagn-inguna með auknum inngreiðslum sem teknar verða af skattfé almennings.

Miðstjórn áréttar jafnframt fyrri ályktun um skatt-lagningu séreignalífeyrissparnaðar þar sem skattur-inn er gróft inngrip í frjálsa kjarasamninga.“

Dragið áformin til bakaMiðstjórn samiðnar er ósátt við skatt á eignir lífeyrissjóða:

Page 27: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011

Dragið áformin til bakaMiðstjórn samiðnar er ósátt við skatt á eignir lífeyrissjóða:

Jónína Hrólfsdóttir framleiðslustjóri

40.000 öskjur utan um verðmætar afurðir

fyrir markaði erlendis.

UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA

Prentun frá A til ÖOddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar.

Page 28: Iðnaðarblaðið 9. tbl. 2011