20
Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?

Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Hvernig á að lesa á

umbúðarmerkingar matvæla?

Page 2: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Innihaldsefni

• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til.

• Það efni sem mest er af er talið upp fyrst

– Svo eru hráefnin talin upp eftir minnkandi magni.

• Athyglisvert er að skoða hvort sykur eða hörð fita eru meðal þeirra hráefna sem fyrst eru talin upp

– Athugið líka að oft eru mörg nöfn á viðbættum sykri og fitu.

– Þannig geta margar tegundir viðbætts sykurs raðast neðarlega á innhaldslýsinguna en myndi lenda ofar í lýsingunni ef eingöngu væri notuð ein tegund sykurs.

• Innihaldslýsing er sérstaklega mikilvæg fyrir þá sem þurfa að varast ákveðin hráefni vegna ofnæmis eða óþols.

Page 3: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Næringargildi

• Veitir upplýsingar um hversu mikið er af orku og næringarefnum eins og t.d. Orkuefnum, vítamínum og steinefnum í matvælum.

• Upplýsingar miðast við innihaldið í 100 g eða 100 ml – En við erum kannski að borða 30 g eða 200 g.

• Á sumum umbúðum er gefið upp hversu mikið er í algengum skammti.

• Almennt er ekki skylda að hafa næringargildismerkingar á vörum en merkingin er valfrjáls – Ef eitthvað er fullyrt um næringargildi, t.d. að varan sé

sykurlaus eða trefjarík, þá á alltaf að vera næringargildismerking á umbúðunum

Page 4: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Dæmi um innihaldslýsingu og

næringargildis merkingu

Page 5: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Verum vakandi við val á vörum

• Heiti vöru og fullyrðingar um hana gefa ekki alltaf rétta mynd af vörunni.

• Fullyrðingar á borð við „sykurlaust” og „fitulaust” geta verið villandi fyrir neytandann, þ.e. hann gæti þar með talið hana holla en reyndin getur verið allt önnur.

– Dæmi: Vörur sem sagðar eru innihalda lítið magn af fitu geta innihaldið þeim mun meira magn af sykri.

Page 6: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Fullyrðingar

• „Sykurlaust” þýðir að það er nánast enginn sykur í vörunni, hvorki náttúrulegur né viðbættur en hinsvegar geta verið í henni sætuefni.

• „Enginn viðbættur sykur” þýðir að sykri hefur ekki verið bætt í vöruna, en hún getur samt innihaldið náttúrulegan sykur sem er þá í hráefnunum s.s. ávöxtum og mjólk.

• Þó að vara sé „fitulaus” þá getur verið í henni mikið magn af sykri og þar af leiðandi verið alveg jafn orkurík og þær vörur sem ekki eru merktar fitulausar.

Page 7: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Fullyrðingar

• Hugtök eins og „skert” og „létt” þýðir að vara hafi að minnsta kosti 30% lægra innihald af t.d. fitu eða sykri en hefðbundnar sambærilegar vörur.

• Orkuinnihald á þá líka að vera 30% lægra í þessum tilvikum.

• Þegar svona fullyrðingar eru notaðar er skylt að hafa næringargildismerkingu á vörunni.

Page 8: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

„Þar af sykur”

• Í næringargildismerkingum er stundum tilgreint hversu mikill hluti kolvetna er sykur og þá stendur fyrir aftan kolvetnin „þar af sykur” eða á ensku „of which sugars”.

• Þegar sykurinnihald er skoðað er hægt að styðjast við þessar tölur yfir sykur.

• Merkingin segir hins vegar ekki til um hvers konar sykur er um að ræða né hvort hann er viðbættur eða náttúrulega til staðar í vörunni, sbr. mjólkur- og ávaxtasykur.

Page 9: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

„Þar af mettuð fita”

• Í næringargildismerkingum er oft tilgreint hversu mikill hluti fitu er mettuð fita og þá stendur fyrir aftan fituna „þar af mettuð fita” eða á ensku „saturated fat”.

• Á sama hátt er stundum tilgreint hversu mikill hluti fitu er transfita og þá stendur „þar af trans-fita” eða á ensku „trans fat”.

Page 10: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Hvernig er hægt að vita hvort vara

innihaldi transfitusýrur?

• Ef eitthvað af eftirtöldu er nefnt í innihaldslýsingu matvæla þá er nær víst að varan innihaldi transfitusýrur: að hluta til hert fita/jurtafita/jurtaolía. Á ensku er þetta nefnt ,,partially hydrogenated oil/fat“ og á dönsku ,,delvis hærdet fedt”.

• Orðið hert fita (hydrogenated fat) í innihaldslýsingu vörunnar er hins vegar ekki sönnun þess að transfitusýrur séu í vörunni.

• Gera má ráð fyrir að í vöru sem inniheldur herta fitu sé talsvert magn af mettuðum fitusýrum sem einnig eru óæskilegar fyrir hjarta- og æðakerfi líkamans.

Page 11: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Orkuefnin gefa mismikla orku

• Sú orka sem matvæli gefa okkur er mæld í kílócaloríum (kcal) eða kílójúlum (kJ)

– Í daglegu tali er oft talað um hitaeiningar og þá er átt við kcal sem er algengasti mælikvarðinn.

– Kolvetni 4 kcal/g

– Prótein 4 kcal/g

– Fita 9 kcal/g

– Alkóhól 7 kcal/g

• Til að reikna orkuna (kcal) úr matvælum þarf að margfalda grömm orkuefnanna með þessum stuðlum.

Fita gefur meira en tvöfalt fleiri hitaeiningar en kolvetni og prótein.

Page 12: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Dæmi um útreikning á orkugildi

• Næringargildi í 100 g af skyri með bláberjum

– Orka 92 kcal

– Prótein 9,8 g

– Kolvetni 12,7 g

– Fita 0,2 g

• Reiknað orkugildi: 9,8 g * 4 g/kcal +12,7 g * 4 g/kcal + 0,2 g * 9 g/kcal = 91,8 kcal

Prótein 4 kcal/g

Kolvetni 4 kcal/g

Fita 9 kcal/g

Alkóhól 7 kcal/g

Page 13: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Gott að muna

• Ef við reiknum hlutfall (%) allra orkuefnanna þá verður hlutfallstala þeirra samtals 100%.

• Dæmi um skyrið hér á undan: – Prótein: 9,8g * 4 kcal/g = 39,2kcal – Kolvetni: 12,7g * 4 kcal/g = 50,8 kcal – Fita: 0,2g * 9 kcal/g = 1,8 kcal

• Alls 39,2 kcal + 50,8 kcal + 1,8 kcal = 91,8 kcal

• Hlutfall orkuefna (%) – Prótein: 39,2 kcal/91,8 kcal = 0,427 ~ 43% – Kolvetni: 50,8kcal /91,8 kcal =0,553 ~55% – Fita: 1,8kcal /91,8kcal = 0,0196 ~ 2%

• Alls 43 + 55 + 2 =100%

Page 14: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Annað dæmi

• Næringargildi í 100 g af morgunkorni – Orka 370 kcal

– Prótein 12,3 g

– Kolvetni 65,4 g

– Fita 6,6 g

• Reiknað orkugildi:

12,3 g * 4 g/kcal + 65,4 g * 4 g/kcal + 6,6 g * 9 g/kcal = 370,2 kcal

Prótein 4 kcal/g

Kolvetni 4 kcal/g

Fita 9 kcal/g

Alkóhól 7 kcal/g

Page 15: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Frh.

• Dæmi um morgunkornið

– Prótein: 12,3g * 4 kcal/g = 49,2 kcal

– Kolvetni: 65,4g * 4 kcal/g = 261,6 kcal

– Fita: 6,6 * 9 kcal/g = 59,4 kcal

• Alls 49,2 kcal + 261,6 kcal + 59,4 kcal = 370,2 kcal

• Hlutfall orkuefna (%)

– Prótein: 49,2 kcal/370,2 kcal = 0,13 ~ 13%

– Kolvetni: 261,6kcal /370,2 kcal = 0,706 ~71%

– Fita: 59,4 kcal /370,2kcal = 0,16 ~ 16%

• Alls 13+71+16=100%.

Page 16: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Orkuþéttni

• Mælikvarði á það hversu orkurík matvæli eru miðað við magn matar (kcal í grammi) – Sætindi og fiturík matvæli hafa t.d. mikla orkuþéttni, þ.e.

mikil orka í litlu magni, en grænmeti og ávextir litla orkuþéttni.

• Það er gagnlegt að vita hvaða matvæli eru orkuþétt og hver ekki, þar sem að orkuþétt matvæli eru hitaeiningarík en innihalda oft hlutfallslega lítið af næringarefnum.

• Orkuþétt matvæli ýta einnig undir að við innbyrðum mikið magn hitaeininga þar sem að við verðum síður södd af þeim en af matvælum með lága orkuþéttni.

Page 17: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Dæmi um matarskammta sem veita 200

hitaeiningar

Page 18: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Svona má skoða orkuþéttnina

• Dæmi: Í 100 g af skyri með bláberjum eru 98 kcal (sjá dæmi hér á undan).

98 kcal/100g= 0,98 kcal/g

• Dæmi: Í 100 g af morgunkorni eru 370 kcal (sjá dæmi hér á undan).

370 kcal/100 g= 3,7 kcal/g

Page 19: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Verkefni

• Reiknið út orkuþéttni nokkurra matvæla eins og sýnt er í dæmunum hér að framan.

Page 20: Hvernig á að lesa á umbúðarmerkingar matvæla?...• Innihaldsefni eru þau hráefni, aukefni og önnur efni sem notuð eru til að búa matvöruna til. • Það efni sem mest

Heimaverkefni

• Veljið tvö eða fleiri matvæli og reiknið hlutfall orkuefna eins og í dæmunum hér að framan (glærur 12-15).