12
1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging Ársuppgjör 2018 Embætti landlæknis ber lögum samkvæmt að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu. Hluti af því eftirliti er fólgið í reglulegum athugunum á bið eftir ýmiss konar heilbrigðisþjónustu. Nú hafa tölur um bið eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými og þá sem fengu hjúkrunarrými á árinu 2018 verið teknar saman og bornar saman við fyrri ár. Þann 1. janúar 2014 voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Það jafngildir 6,1 á hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri eða 19,1 á hverja 1.000 íbúa 80 ára og eldri. Um áramótin 2018/2019 voru 395 á biðlista, sem jafngildir 9,0 á hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri eða 31,7 á hverja 1.000 íbúa 80 ára og eldri (mynd A). Mynd A. Fjöldi allra einstaklinga á biðlista á hverja 1.000 aldraða íbúa, 1. janúar ár hvert. Áramótin 2018/2019 voru 2.582 almenn hjúkrunarrými á landsvísu, 39 fleiri en áramótin á undan. Á sama tíma fjölgaði um 33 einstaklinga á biðlista. Þannig biðu 0,15 eftir hverju almennu hjúkrunarrými áramótin 2018/2019 en 0,14 ári áður. 6,1 7,2 8,2 7,3 8,6 9,0 19,1 23,0 26,7 24,2 29,2 31,7 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Biðlisti eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými Fjöldi á hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri Fjöldi á hverja 1.000 íbúa 80 ára og eldri

Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

1

Reykjavík, 25. mars 2019

Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

Ársuppgjör 2018

Embætti landlæknis ber lögum samkvæmt að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu. Hluti af því eftirliti er fólgið í

reglulegum athugunum á bið eftir ýmiss konar heilbrigðisþjónustu. Nú hafa tölur um bið eftir varanlegri búsetu

í hjúkrunarrými og þá sem fengu hjúkrunarrými á árinu 2018 verið teknar saman og bornar saman við fyrri ár.

Þann 1. janúar 2014 voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Það jafngildir 6,1 á

hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri eða 19,1 á hverja 1.000 íbúa 80 ára og eldri. Um áramótin 2018/2019 voru 395

á biðlista, sem jafngildir 9,0 á hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri eða 31,7 á hverja 1.000 íbúa 80 ára og eldri

(mynd A).

Mynd A. Fjöldi allra einstaklinga á biðlista á hverja 1.000 aldraða íbúa, 1. janúar ár hvert.

Áramótin 2018/2019 voru 2.582 almenn hjúkrunarrými á landsvísu, 39 fleiri en áramótin á undan. Á sama tíma

fjölgaði um 33 einstaklinga á biðlista. Þannig biðu 0,15 eftir hverju almennu hjúkrunarrými áramótin 2018/2019

en 0,14 ári áður.

6,1 7,2 8,2 7,38,6 9,0

19,1

23,0

26,724,2

29,231,7

2014 2015 2016 2017 2018 2019

Biðlisti eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými

Fjöldi á hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri Fjöldi á hverja 1.000 íbúa 80 ára og eldri

Page 2: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

2

Mynd B sýnir fjölda sem fékk hjúkrunarrými á árunum 2014-2018. Stöplarnir skiptast eftir biðtíma, neðri hlutinn

(blár) sýnir fjölda sem beið 90 daga eða skemur en efri hlutinn (grár) sýnir fjölda sem beið lengur en 90 daga. Af

einstaklingum sem fengu varanlega dvöl í hjúkrunarrými árið 2014 biðu 212 af 808 (26%) lengur en 90 daga en

árið 2018 voru það 373 af 875 (42%).

Mynd B. Fjöldi sem fékk varanlegt hjúkrunarrými á árunum 2014-2018.

Meðalbiðtími þeirra 875 einstaklinga sem fengu hjúkrunarrými á Íslandi á árinu 2018 var 125 dagar. Gagnlegt

getur verið að skoða líka miðgildi biðtíma, þar sem áhrif mjög skamms eða langs biðtíma eru ekki jafn mikil og á

meðalbiðtíma. Miðgildi er reiknað með því að raða biðtíma allra einstaklinga í röð eftir lengd og finna gildið í

miðjunni. Það sýnir því eftir hve langa bið helmingur hópsins hafði fengið hjúkrunarrými. Miðgildi á landsvísu

árið 2018 var 83 dagar. Sjá má hvernig biðtími hefur þróast eftir ársfjórðungum 2014-2018 á mynd C. Miðgildi

biðtíma jókst úr 45 dögum á fjórða ársfjórðungi 2014 í 84 daga á fjórða ársfjórðungi 2018.

Mynd C. Fjöldi sem fékk hjúkrunarrými á hverjum ársfjórðungi og biðtími.

596519

630530 502

212266

287331 373

0

100

200

300

400

500

600

700

800

900

1000

2014 2015 2016 2017 2018

Fjöldi sem fékk hjúkrunarrými 2014-2018

Fjöldi sembeið >90 daga

Fjöldi sem beið ≤90 daga

0

50

100

150

200

250

300

FJÖ

LDI E

INST

AK

LIN

GA

(ST

ÖP

LAR

) EÐ

A D

AG

AFJ

ÖLD

I (LÍ

NU

R)

ÁRSFJÓRÐUNGUR OG ÁR

Fjöldi sem fékk hjúkrunarrými og biðtími þeirra

Fjöldi sem fékk varanlega dvöl í hjúkrunarrými Meðalbiðtími Miðgildi biðtíma

Page 3: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

3

Ef dagafjöldi búsetu í hjúkrunarrými minnkar getur það gefið til kynna að fólk sé orðið veikara þegar það kemst

inn til dvalar. Enginn munur var á meðallengd búsetu fólks sem lauk dvöl árin 2014 eða 2018, meðaltal var 965

dagar bæði árin, en fólk sem lauk dvöl í hjúkrunarrými árið 2017 hafði búið að meðaltali 71 degi skemur í

hjúkrunarrými. Árið 2010 var meðalfjöldi daga í búsetu 1.022. Miðgildi búsetulengdar var iðulega um 300

dögum styttra en meðaltalið hjá þeim sem luku dvöl milli 2010 og 2018, sem bendir til að einstaklingar með

sérlega langa búsetu hafi hækkað meðaltalið umtalsvert. Miðgildi búsetu þeirra sem luku dvöl árið 2018 var

665,5 dagar, eða innan við tvö ár.

Mynd D. Lengd búsetu, þ.e. dagafjöldi frá dagsetningu innritunar að dagsetningu útskriftar eða andláts.

Löng bið eftir hjúkrunarrými er verulegt áhyggjuefni og endurspeglast meðal annars í yfirfullum Landspítala. Í

nýlegri Hlutaúttekt Embættis landlæknis vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítalans kemur m.a.

fram að í desember 2018 hafi 53 einstaklingar sem lokið höfðu meðferð á Landspítala og voru með gilt færni-

og heilsumat beðið á bráðadeildum og endurhæfingu eftir hjúkrunarrými. Auk þess voru 68 einstaklingar í

sérstökum biðrýmum. Alls beið því 121 einstaklingur með gilt færni- og heilsumat eftir að geta útskrifast. U.þ.b.

1 af hverjum 6 opnum rúmum á deildum Landspítala (án öldrunardeildar á Vífilsstöðum og líknardeildar) var

notað af fólki með gilt færni- og heilsumat sem beið úrræðis utan spítalans.1 Árið 2018 voru að sögn forstjóra

Sjúkrahússins á Akureyri að meðaltali 5% rúma á Sjúkrahúsinu á Akureyri upptekin vegna einstaklinga sem lokið

höfðu meðferð og biðu eftir öðru úrræði, t.d. endurhæfingu eða hjúkrunarrými.

Dvöl aldraðra á bráðasjúkrahúsi, eftir að meðferð þar lýkur, skerðir lífsgæði þeirra og getur leitt til

frekara færnitaps auk hættu á sýkingum. Í skýrslunni Sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða2 frá árinu 2017

kemur fram að hefðbundin sjúkrahúslega er öldruðum áhættusöm, en talið er að þeir þurfi tveggja til þriggja

daga endurhæfingu fyrir hvern legudag á sjúkrahúsi til þess að ná aftur fyrri færni. Embætti landlæknis lýsir sem

fyrr yfir þungum áhyggjum af stöðunni og þeim áhrifum sem löng bið eftir hjúkrunarrými getur haft á lífsgæði

þeirra sem bíða svo og heilbrigðiskerfið. Mikil sóun fjármuna er fólgin í því að ekki er unnt að meðhöndla

1 Starfsemisupplýsingar Landspítala. Nóvember 2018. Útgefandi: Fjármálasvið Landspítala. Ritstjóri: Elísabet Guðmundsdóttir. 2 Sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða – samvinnuverkefni velferðarráðuneytis, Landspítala, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tilraunaverkefni sem lokið var í maí 2017.

0

200

400

600

800

1000

1200

2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018

Dag

ar

Ár sem dvöl lauk

Lengd búsetu

Meðaltal Miðgildi

Page 4: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

4

sjúklinga á réttu þjónustustigi, eins og kemur fram í skýrslu frá OECD, Health at a Glance: Europe 2018.3

Samkvæmt skýrslunni er metið að hægt sé að fara betur með allt að 20% fjármuna sem fara til

heilbrigðisþjónustu. Athygli er m.a. beint að sjúkrahúsþjónustu og bent á mikilvægi þess að hægt sé að útskrifa

sjúklinga sem lokið hafa meðferð og er þar sérstaklega rætt um aldraða.

Í skýrslu úttektar Embættis landlæknis á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var það mat embættisins að

brýnt væri að efla starfsemi heimahjúkrunar, ekki síst vegna stefnu stjórnvalda um að aldraðir og langveikir eigi

að geta búið sem lengst á eigin heimili. Samkvæmt tölum um fjármagn til heilbrigðismála4 voru opinber útgjöld

til heilbrigðismála 6,8% af vergri landsframleiðslu á Íslandi árið 2016. Hlutfallið var 7,1-9,4% í hinum löndunum

sem sýnd eru á mynd E. Af opinberum útgjöldum til heilbrigðismála árið 2016 var 0,3% fjármuna varið til

heilbrigðisþjónustu í heimahúsum (e.home-based curative and rehabilitative care).5 Hlutfallið var 0,1-2,6% í

hinum löndunum sem sýnd eru á mynd E.

Mynd E. Stöplarnir sýna opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu í nokkrum

löndum árið 2016. Punktarnir sýna hlutfall af útgjöldum til heilbrigðismála sem fer í heilbrigðisþjónustu í

heimahúsum. Ekki voru til upplýsingar frá öllum Norðurlöndunum.

Síðan framangreind úttekt var gerð á bráðamóttöku Landspítalans hefur verið greint frá fyrirhugaðri opnun nýs

hjúkrunarheimilis fyrir 40 einstaklinga á Seltjarnarnesi nú á vordögum. Þar að auki er fyrirhugað að 100

hjúkrunarrými bætist við á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári með opnun nýs Sólvangs í Hafnarfirði og

hjúkrunarheimilis við Sléttuveg í Reykjavík. Einnig er áætlað að opna nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili í Árborg í

lok næsta árs. Mikil uppbygging er því framundan, en samtals eru 790 hjúkrunarrými á framkvæmdaáætlun til

ársins 2023 víða um land, þar af er fjölgun um rúmlega 580 rými og endurbætur á yfir 200 rýmum. Fram hefur

komið að heilbrigðisráðherra hefur ríkan vilja til að styrkja heimahjúkrun enn frekar, ekki hvað síst sérhæfða

3 Health at a Glance: Europe 2018. State of Health in the EU cycle. Bls. 59. Sjá á: https://read.oecd-ilibrary.org/social-issues-migration-health/health-at-a-glance-europe-2018_health_glance_eur-2018-en#page1 4 OECD (2019), "Health expenditure and financing: Health expenditure indicators", OECD Health Statistics (database), https://doi.org/10.1787/data-00349-en (sótt 12. mars 2019). 5 Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu fellur læknisþjónusta og þjónusta heilbrigðisstarfsfólks sem veitt er á heimili sjúklings þar undir (t.d. húsvitjanir, þjónusta vegna fjarlækninga, fæðingarhjálp og hjúkrun).

7,9%7,4%

8,7%

7,1%

9,4%

6,8%

8,9% 9,1%

7,8%

1,3%0,1% 0,6% 0,6% 0,3% 0,5%

2,6%

Opinber útgjöld til heilbrigðismála árið 2016

Opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu

Hlutfall af opinberum útgjöldum til heilbrigðismála sem fer í heilbrigðisþjónustu íheimahúsum

Page 5: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

5

hjúkrun/heilbrigðisþjónustu í heimahúsum. Þá hefur heilbrigðisráðherra sett fram áherslur í heilbrigðismálum

og tiltekin forgangsverkefni og þar er heilbrigðisþjónusta við aldraða sérstaklega nefnd. Auk öflugrar

heimahjúkrunar og nægs fjölda hjúkrunarrýma fyrir þá sem ekki geta búið á eigin heimili lengur er einnig brýnt

að beina sjónum að heilsueflingu eldri borgara en bætt heilsa og styrkur aldraðra stuðlar að því að þeir geti

dvalið lengur heima.

Tölurnar eru greindar nánar og sundurgreindar eftir heilbrigðisumdæmum hér á eftir.

Agnes Gísladóttir, verkefnisstjóri á heilbrigðisupplýsingasviði

Laura Sch. Thorsteinsson, teymisstjóri úttekta á sviði eftirlits og gæða

Sigríður Egilsdóttir, verkefnisstjóri á sviði eftirlits og gæða

Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsingasviðs

Page 6: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

6

Greiningar eftir heilbrigðisumdæmum

Biðlistar

Þegar biðlistatölur eru greindar eftir kyni má sjá að konur eru yfirleitt fleiri en karlar á biðlistum, eins og við er

að búast miðað við mannfjölda (1. janúar 2019 voru 5.270 karlar en 7.208 konur 80 ára eða eldri með lögheimili

á Íslandi). Hlutfall 80 ára og eldri af íbúafjölda er misjafnt á milli heilbrigðisumdæma, frá 2,3% á Suðurnesjum í

4,3% á Norðurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu eru íbúar sem náð hafa 80 ára aldri 3,4% af íbúum.

Mynd 1. Meðalfjöldi á biðlista eftir árum, kyni og heilbrigðisumdæmum.

0

50

100

150

200

250

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

Austurland Höfuðborgarsv. Norðurland Suðurland Suðurnes Vestfirðir Vesturland

Meðalfjöldi á biðlista á ári2014-2018

Konur

Karlar

Page 7: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

7

Í janúar 2017 voru að meðaltali 303 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í desember

2018 var fjöldinn að meðaltali 410. Um þriðjungi fleiri voru því á biðlista að meðaltali í desember 2018 en

janúar 2017, en hlutfallsleg breyting er misjöfn eftir heilbrigðisumdæmum.

Mynd 2. Meðalfjöldi á biðlista eftir mánuðum og heilbrigðisumdæmum. Hver súla táknar einn mánuð á tímabilinu

janúar 2017 til desember 2018.

Árið 2018 voru að meðaltali 386 á biðlista eftir varanlegri dvöl í hjúkrunarrými. Af þeim höfðu ríflega 70% náð

80 ára aldri. Íbúaafjöldi 80 ára og eldri á landsvísu var 12.400 að meðaltali árið 2018. Ef fjöldi 80 ára og eldri á

biðlista er reiknaður út frá fjölda íbúa í aldurshópnum voru 22,4 af hverjum 1.000 íbúum á landsvísu á biðlista

(22,4/1.000). Fjöldi á biðlista á hverja 1.000 íbúa var mjög misjafn milli heilbrigðisumdæma eins og sjá má á

mynd 3. Myndin sýnir meðal annars að hlutfallið tvöfaldaðist á höfuðborgarsvæðinu frá 2014 til 2018 og jókst

umtalsvert á Vesturlandi, en minnkaði um helming á Suðurnesjum. Ekki er hægt að taka með í samanburð hvers

konar þjónustu fólk fær á meðan það er á biðlista eftir varanlegri dvöl í hjúkunarrými.

Mynd 3. Fjöldi einstaklinga 80 ára og eldri á biðlista á hverja 1.000 íbúa á sama aldri.

169

14 10 9

73

16 12

303

258

17 21 11

74

15 13

410

Meðalfjöldi á biðlista í hverjum mánuði janúar 2017 - desember 2018

10,4

44,4

7,1

31,6

22,9

58,0

12,9 15,520,8 22,6

17,3

40,033,7

37,9

11,3

22,4

Höfuðborgarsv. Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland Landið allt

Fjöldi 80 ára og eldri á biðlista á hverja 1.000 íbúa á sama aldri í heilbrigðisumdæminu

2014 2015 2016 2017 2018

Page 8: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

8

Um áramótin 2018/2019 voru 2.582 almenn hjúkrunarrými á landsvísu. Eins og sjá má í töflu 1 er fjöldi

hjúkrunarrýma á hverja 1.000 íbúa 80 ára og eldri misjafn, frá 178/1.000 á Suðurnesjum í 294/1.000 á

Austurlandi.

Tafla 1. Fjöldi á biðlista, fjöldi hjúkrunarrýma og mannfjöldi.6

Ef skoðað er hve margir voru á biðlista á móti fjölda hjúkrunarrýma um áramótin 2018/2019 er hlutfallið 0,15 á

landsvísu, þ.e. 0,15 einstaklingar biðu eftir hverju rými (=395/2.582). Lægst var hlutfallið á Suðurlandi, þar biðu

11 einstaklingar en fjöldi rýma var 249 og hlutfallið því 0,04. Hæst var hlutfallið í minnsta heilbrigðisumdæminu,

Vestfjörðum, en litlar breytingar þar geta valdið meiri sveiflum vegna smæðar. Þar biðu 12 einstaklingar eftir 57

rýmum og hlutfallið því 0,21. Á höfuðborgarsvæðinu jókst hlutfallið úr 0,14 (áramótin 2017/2018) í 0,17

(áramótin 2018/2019) og úr 0,10 í 0,15 á Austurlandi. Annars staðar lækkaði hlutfallið milli ára (ekki er prófað

fyrir tölfræðilegri marktækni).

Mynd 4. Fjöldi á biðlista á móti fjölda hjúkrunarrýma um áramót í hverju umdæmi.

6 Tölur af vef Heilbrigðisráðuneytisins. Sjá hér.

Fjöldi á biðlista

áramótin

2018/2019

Fjöldi íbúa

1.janúar

2019

Fjöldi íbúa 80

ára og eldri

Heildarfjöldi á

biðlista á hverja

1.000 íbúa 80

ára og eldri

Fjöldi almennra

hjúkrunarrýma í

árslok 20186

Fjöldi

hjúkrunarrýma á

hverja 1.000 íbúa

80 ára og eldri í

umdæminu

Fjöldi á

biðlista/fjölda

hjúkrunarrýma

Höfuðborgarsvæðið 252 228.231 7.842 32,1 1.459 186,0 0,17

Suðurnes 17 27.113 618 27,5 110 178,0 0,15

Vesturland 20 18.538 759 26,4 213 280,6 0,09

Vestfirðir 12 6.213 250 48,0 57 228,0 0,21

Norðurland 67 36.491 1.573 42,6 385 244,8 0,17

Austurland 16 10.670 371 43,1 109 293,8 0,15

Suðurland 11 29.735 1.065 10,3 249 233,8 0,04

395 356.991 12.478 31,7 2.582 206,9 0,15

0,14

0,20

0,10

0,23

0,19

0,10 0,09

0,17 0,15

0,09

0,21

0,17

0,15

0,04

Fjöldi á biðlista á móti fjölda rýma

Fjöldi á biðlista/fjölda hjúkrunarrýma 2017/2018 Fjöldi á biðlista/fjölda hjúkrunarrýma 2018/2019

Page 9: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

9

Bið þeirra sem fengið hafa hjúkrunarrými

Mynd 5 sýnir fjölda sem fékk hjúkrunarrými í hverju heilbrigðisumdæmi á árunum 2014-2018. Stór hluti fólks

beið lengur en 90 daga eftir rýminu, en hlutfallið var misjafnt milli umdæma. Af þeim sem fengu hjúkrunarrými

á Norðurlandi á árinu 2018 biðu ríflega 5 af hverjum 10 lengur en 90 daga, á höfuðborgarsvæðinu voru það

rúmlega 4 af hverjum 10 en á Suðurlandi biðu um 3 af hverjum 10 svo lengi.

Mynd 5. Fjöldi sem fékk hjúkrunarrými á árunum 2014-2018, skipt eftir lengd biðtíma.

0

100

200

300

400

500

600

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

Höfuðborgarsv. Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland

FJÖLDI SEM FÉKK HJÚKRUNARRÝMI OG BIÐTÍMI2014-2018

Fjöldi sem beið >90 daga

Fjöldi sem beið 90 dagaeða skemur

Page 10: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

10

Meðalbiðtími þeirra sem fengu hjúkrunarrými á árinu 2018 var 125 dagar á landsvísu, allt frá 84 dögum upp í

202 daga þegar hann er skoðaður eftir heilbrigðisumdæmum. Sérlega stuttur eða langur biðtími getur haft

töluverð áhrif þegar meðaltal er reiknað og þess vegna getur miðgildi verið gagnlegt til samanburðar. Miðgildi

biðtíma þeirra sem fengu hjúkrunarrými á árinu 2018 var 83 dagar á landsvísu, á bilinu 53 til 120 dagar.

Mynd 6. Biðtími þeirra sem fengu hjúkrunarrými á árinu 2018 (dagar).

11

8

11

6

11

9

15

7

20

2

99

8485

76

69

69

12

0

55

53

H Ö F U Ð B O R G A R S V . S U Ð U R N E S V E S T U R L A N D V E S T F I R Ð I R N O R Ð U R L A N D A U S T U R L A N D S U Ð U R L A N D

DA

GA

R

BIÐTÍMI 2018

Meðalbiðtími Miðgildi biðtíma

Page 11: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

11

Með lengd búsetu í hjúkrunarrými er átt við fjölda daga frá því að búseta hófst þar til henni lauk vegna

útskriftar eða andláts. Ef tekið er meðaltal á lengd búsetu í hjúkrunarrými eftir heilbrigðisumdæmum á árunum

2014 til 2018 sést að meðaltallið er allt frá 685 dögum í 1.120 daga. Búseta var þannig að meðaltali innan við 2

ár á Vestfjörðum en rúmlega 3 ár á Vesturlandi.

Mynd 7. Meðallengd búsetu í hjúkrunarrými 2014-2018.

Eins og greint var frá við mynd D er talsverður munur á meðaltali og miðgildi þegar lengd búsetu er skoðuð.

Miðgildi fyrir lengd búsetu var 665,5 dagar á landsvísu hjá þeim sem luku dvöl árið 2018. Mynd 8 sýnir miðgildið

eftir heilbrigðisumdæmum. Í minni umdæmunum eru sveiflur talsvert miklar milli ára og því ber að fara varlega

í túlkun þessara talna.

Mynd 8. Lengd búsetu í hjúkrunarrými, miðgildi dagafjölda eftir heilbrigðisumdæmum.

963

920

1.120

685

876

963

1.014

Höfuðborgarsvæðið

Suðurnes

Vesturland

Vestfirðir

Norðurland

Austurland

Suðurland

Dagar

Meðaltal 2014-2018

62

1

78

9,5

93

5

78

2

63

0

64

1 70

0

60

2

63

1,5

65

5

61

1

57

2

46

7,5

61

567

9

50

7

78

0

51

2 60

7

1.1

38

63

5

H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I Ð S U Ð U R N E S V E S T U R L A N D V E S T F I R Ð I R N O R Ð U R L A N D A U S T U R L A N D S U Ð U R L A N D

DA

GA

R

LENGD BÚSETU: MIÐGILDI EFTIR HEILBRIGÐISUMDÆMUM

2016 2017 2018

Page 12: Hjúkrunarrými á Íslandi biðlistar, biðtími, lengd búsetu ... · 1 Reykjavík, 25. mars 2019 Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar, biðtími, lengd búsetu og uppbygging

12

Heimild: Embætti landlæknis, heilbrigðisupplýsingasvið. Færni- og heilsumatsskrá

Grunnurinn er „lifandi“, þ.e. breytist dag frá degi. Unnið var með gögn sem voru uppfærð 14.01.2019. Í þessari

samantekt er miðað við að einstaklingur sé kominn á biðlista þegar ósk um hjúkrunarrými hefur verið skráð.

Vinnsluaðilar: AG og KJ