8
Hjartað þitt 25. febrúar 2017 Anna Rós var aðeins 49 ára þegar hún fékk kransæðastíflu. MYND/STEFÁN KARLSSON Lúmsk kransæðastífla Anna Rós Bergsdóttir fékk kransæðastíflu þegar hún var aðeins 49 ára að aldri. Hún fékk ekki dæmigerð einkenni á borð við brjóstverk eða verk í handlegg og þakkar snöggum viðbrögðum lækna að ekki fór verr. Hjartamánuður 2017

Hjartað þitt - Vísir · skrýtnum verkjum sem mér fannst vera í lungunum. Ég settist niður og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp að sópa. Þá kom þessi verkur aftur

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hjartað þitt - Vísir · skrýtnum verkjum sem mér fannst vera í lungunum. Ég settist niður og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp að sópa. Þá kom þessi verkur aftur

Hjartað þitt25. febrúar 2017

Anna Rós var aðeins 49 ára þegar hún fékk kransæðastíflu. MYND/STEFÁN KARLSSON

Lúmsk kransæðastífla

Anna Rós Bergsdóttir fékk kransæðastíflu þegar hún var aðeins 49 ára að aldri. Hún

fékk ekki dæmigerð einkenni á borð við brjóstverk eða verk í handlegg og

þakkar snöggum viðbrögðum lækna að ekki fór verr.

Hjartamánuður 2017

Page 2: Hjartað þitt - Vísir · skrýtnum verkjum sem mér fannst vera í lungunum. Ég settist niður og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp að sópa. Þá kom þessi verkur aftur

Kæru lesendur.Febrúar er hjarta-

mánuðurinn okkar. Það er ekki bara vegna þess að Valentínusardag-inn og konudaginn ber upp í febrúar, heldur finnst okkur það góður mánuður til að minna landsmenn á að hlúa að líffærinu sem dælir næringu til allra kerfa líkamans. Hvað er betra en að grípa tæki-færið, líta í eigin barm og hlúa að hjartanu – græjunni sem heldur okkur gangandi, en er á sama tíma svo við-kvæm fyrir áföllum? Margir halda að þegar rætt er um hjarta- og æðasjúkdóma þá eigi sú umræða eingöngu við um gamalt fólk eða fólk sem hefur á einhvern hátt farið illa með sig. Þannig er því þó ekki háttað, þessi sjúkdóma-flokkur er mjög breið-ur og getur spannað allt frá því að vera saklaus-ar takttruflanir á gangi hjartans yfir í alvarlega hjarta-bilun, skyndidauða, kransæða-stíflu og heilaáföll. Það má held-ur ekki gleyma því að árlega fæð-ast mörg börn með mis alvarlega hjartagalla.

Það er því mikilvægt að allir séu meðvitaðir um hvað sé þess-um mikilvægasta vöðva líkamans fyrir bestu. Þá er átt við þætti sem við sjálf getum haft áhrif á; góður svefn, fjölbreytt og nær-ingarríkt mataræði, reglubund-in hreyfing, þyngdar- og streitu-stjórnun. Að sjálfsögðu eigum við að þekkja tölur hjartans; blóð-þrýsting, blóðfitu og blóðsykur, ekki síður en símanúmer og pin-númer sem allir eru með á hreinu. Þessar lykiltölur gefa okkur vís-bendingar um ástand í líkaman-um sem við getum haft áhrif á bæði með lífsstíl og ef þarf, með lyfjagjöf. Þeir sem eru með fjöl-skyldusögu um kransæðasjúk-dóm þurfa sérstaklega að huga

að þessum þáttum. Það getur orðið okkur til lífs að vera meðvituð um innra ástand æða-kerfis okkar snemma á lífsleiðinni og vera virk í að fylgjast með því alla ævi og leita að-stoðar ef við þörfnumst hennar.

GoRed átakið hefur verið starfrækt hér á landi frá árinu 2009 og rauði dagurinn hefur öðlast fastan sess, en hann er jafnan í byrjun febrúarmánaðar og var svo einnig þetta árið. Upphaflega var stofnað til átaksins til þess að vekja athygli á konum og hjartasjúkdómum, en það hefur sýnt sig að einkenni t.d. hjarta-áfalla hjá konum geta verið ólík þeim ein-kennum sem við venju-lega teljum að komi frá hjarta. Nú höfum við breytt örlítið um stefnu hér á landi í þá átt að átakinu er beint til allra óháð aldri og kyni.

Átakið er samstarfsverkefni Hjartaverndar, Hjartaheilla, Heilaheilla, hjartadeilda Land-spítalans og Neistans. Á öllum þessum stöðum starfar fólk sem hefur að atvinnu að sinna og leið-beina fólki sem á við minni- eða meiriháttar veikindi að stríða eða sem er í reglubundnu eftirliti vegna áhættuþátta, t.d. hækkaðs blóðþrýstings. Til þess að minna sjónrænt á átakið hafa nokkr-ar byggingar verið lýstar upp með rauðum lit; Háskóli Íslands, Landspítali, Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal og Harpa. Við þökk-um öllum samstarfsaðilum okkar fyrir að leggja hönd á plóg.

En munum að hjartað slær líka alla hina mánuði ársins, við erum einungis að minna ykkur á það núna og vonum að þið njótið fræðslunnar í blaðinu okkar og fylgist með okkur á Facebook-síðu okkar GoRed Ísland.

Með hjartans kveðju.

Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301

RitStjóRn Rannveig H. Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri, skrifstofa hjartalækninga Lsh | [email protected] | s. 543-6109

ÁbyRgðaRmaðuR Svanur Valgeirsson

Veffang visir.is

Við Anna Rós mælum okkur mót á skrifstofu hennar í Hvaleyr-arskóla þar sem hún er deildar-stjóri. Skólinn iðar af lífi og nem-endur þjóta um gangana á leið í kennslustund. Anna Rós er hreyst-in uppmáluð og ekki á henni að sjá að fyrir sjö árum hafi hún fengið alvarlega kransæðastíflu.

„Þetta gerðst vorið 2010. Sama ár og Eyjafjallajökull gaus,“ segir hún kankvíslega. „Ég var búin að vera frekar óánægð með mig, fannst ég vera í lélegu formi þótt ég væri búin að vera dugleg að hreyfa mig. Ég var í líkamsrækt og fór oft út að ganga með hund-inn okkar en mér fannst ég alltaf finna fyrir einhverjum óþægind-um. Þegar ég lá út af fannst mér eins og það væri þungt loft í her-berginu og mig vantaði súrefni. Ef ég gekk brekkur fannst mér betra að bakka upp, það var léttara,“ rifjar Anna Rós upp.

Hún sótti einnig tíma í jóga og sumar æfingarnar ollu henni sárs-auka. „Ég fann til í viðbeininu þegar ég sneri mér í ákveðna átt. Það voru því ýmis teikn á lofti sem ég áttaði mig ekki á og grunaði alls ekki að eitthvað alvarlegt væri að mér,“ segir hún, enda ekki saga um hjartveiki í hennar fjölskyldu.

Send á Hjartagáttina„Ég var stödd í vinnunni þegar ég ákvað að hringja í lækni og láta athuga mig. Það var búið að vera ofboðslega mikið álag á mér. Við erum fá í stjórnendateymi hér við skólann og það hafði verið mikið um forföll svo það var enn meira að gera en vanalega. Daginn áður hafði ég verið uppi í hesthúsi að sópa fóðurganginn og fann þá fyrir skrýtnum verkjum sem mér fannst vera í lungunum. Ég settist niður og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp að sópa. Þá kom þessi verkur aftur. Hann leiddi ekki út í handlegg og það var ekkert sérstakt sem benti til hvað þetta gæti verið,“ segir Anna Rós sem fannst vissara að láta skoða sig. „Ég var svo hepp-in að það hafði einmitt losnað tími hjá Gunnari Þór Jónssyni, sem er heimilislæknirinn minn, en ég á honum líf mitt að launa.“

Anna Rós sagði ritara skólans að hún yrði í burtu í mesta lagi hálf-tíma. Annað kom þó á daginn. „Ég tók ekki einu sinni kápuna mína með mér. Mér fannst ég varla hafa tíma til að staldra við hjá læknin-um en hann vildi athuga mig betur og setti mig í línurit. Hann fór yfir niðurstöðurnar, kom til baka og spurði hvort ég væri á bíl. Ég sagði svo vera og hélt að hann vantaði far og var alveg til í að skutla honum. Gunnar læknir sagði þá að ég yrði að skilja bílinn eftir, hann ætlaði að hringja á sjúkrabíl, hann væri búinn að hringja niður á Hjartagátt og þar yrði tekið á móti mér. Mér fannst þetta ægilega mikil fyrir-höfn og vildi alls ekki fara í sjúkra-bíl,“ segir Anna Rós sem hringdi í eiginmann sinn og bað hann um að skutla sér á Hjartagáttina. Henni fannst þó betra að koma bílnum heim, sem hún og gerði og þaðan fór hún á sjúkrahúsið.

Tók lækninn ekki alvarlega„Ég tók þetta ekki alvarlega. En ég var rosalega heppin því ég lenti í góðum höndum og það var strax brugðist hárrétt við. Á Hjartagátt-inni var byrjað á að senda mig í rannsóknir sem ég man reynd-ar óljóst eftir. Ég steinsofnaði því ég var svo þreytt,“ segir Anna Rós sem var ung, reyklaus, í kjörþyngd og góðu formi og því ekki dæmi-gerður hjartasjúklingur. „Það var ekkert sem benti til þess að ég væri að fá hjartaáfall en Þór-

dís Jóna Hrafnkelsdóttir, sem er hjartalæknirinn minn í dag, ákvað að setja mig í hjartaþræðingu. Ég man að í aðgerðinni sagði einn læknirinn að hér væri greinilega korter í hjartaáfall.“

Aðspurð segist hún ekki hafa verið hrædd en þetta hafi allt verið mjög óraunverulegt. „Ég var eins og við hliðina á sjálfri mér,“ segir hún.

Ein æð reyndist alveg stífluð og tvær með þrengingar. Stoðnet var sett í stífluðu æðina en það

víkkar hana út. Anna Rós var á sjúkrahúsi í viku og þaðan lá leið-in á Reykjalund. „Ég fékk rosalega góða þjónustu í öllu þessu ferli. Ég fór í endurhæfingu á Reykjalund í sex vikur, sem var yndislegt. Alls var ég frá vinnu í um þrjá mánuði,“ segir Anna Rós.

Hún segir mesta áfallið hafa verið þegar hún áttaði sig á að hún þyrfti að taka sex tegundir af hjartalyfjum daglega það sem eftir væri ævinnar. „Þá kom smá blús yfir mig. Hins vegar lít ég aldrei á mig sem sjúkling og finnst furðu-legt að fá póst þar sem ég er ávörp-uð sem „kæri hjartasjúklingur“. Mér finnst það ekki eiga við mig.“

Að endurhæfingu lokinni fór Anna Rós að vinna á ný og hefur auk þess lokið námi í stjórnun og sérkennslufræðum. Hún hefur ekki látið þessi veikindi stoppa sig í daglegu lífi en skyldi hún hafa breytt einhverju varðandi lífsstíl? „Ég hugsa öðruvísi um mataræðið en áður. Ég er alin upp við íslensk-an mat en núna forðast ég reyktan og saltaðan mat. Auk þess hreyfi ég mig mikið en ég hef svo sem alltaf gert það.“

Engin skýring fannst á því að hún fékk kransæðastíflu svona ung. „Ég veit ekki hvort það er vís-indalega sannað en sjálf held ég að stress og mikill erill hafi slæm áhrif á heilsuna og geti komið und-irliggjandi veikindum af stað.“

anna Rós er mikil hestakona.

„ef ég gekk brekkur fannst mér betra að bakka upp, það var léttara,“ segir anna Rós sem í dag gengur á fjöll eins og ekkert sé.

anna Rós lítur alls ekki á sig sem sjúkling og segir fjölskylduna ekki heldur gera það.

Sigríður inga Sigurðardó[email protected]

Þekkið tölur hjartans

Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri goRed Ísland

Þórdís jóna Hrafnkelsdóttir, formaður goRed Ísland

HjaRtamÁnuðuR - gO Red Kynningarblað25. febrúar 20172

Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983. Stofn-félagar voru 230, flestir hjarta-sjúklingar, vandamenn þeirra og velunnarar, en einnig voru þar læknar og hjúkrunarfólk. Árið 2012 var nafni samtakanna breytt í Hjartaheill.

Hlutverk Hjartaheilla er:l að sameina hjartasjúklinga, að-

standendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta

l að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi, með áherslu á fram-farir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma

l að standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga

Framtíðarsýn Hjartaheilla:l Hjartaheill verði leiðandi við að

bæta lífsgæði landsmanna með eflingu forvarna og fræðslu um hjartasjúkdóma

l Hjartaheill verði öflug hags-munasamtök á sviði heilbrigð-ismála á Íslandi með stóran og virkan hóp félagsmanna.Samtökin hafa frá árinu 2000

staðið fyrir fræðslu, blóðfitu-, blóðsykurs- blóðþrýstingsmæl-ingum og súrefnismettunar-mælingum. Hefur þetta framtak mælst afar vel fyrir en mæling-ar hafa verið gerðar á 112 stöðum um land allt og um 13.200 ein-staklingar notið slíkrar þjónustu.

Árlega deyja um 2.200 Íslend-ingar, þar af um 800 úr hjarta- og æðasjúkdómum eða 36% allra sem látast á hverju ári.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru langalgengasta dánarorsök Ís-lendinga. Sjá nánar á hjartaheill.is

HjaRTaHeiLL – LandSSamTök HjaRTaSjúkLinga

Sveinn guðmundsson, formaður Hjartaheilla.

Page 3: Hjartað þitt - Vísir · skrýtnum verkjum sem mér fannst vera í lungunum. Ég settist niður og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp að sópa. Þá kom þessi verkur aftur

Kransæðaþræðing (einnig köll-uð hjartaþræðing eða kransæða-myndataka) er í senn rannsókn og möguleg meðferð. Berglind Gerða Libungan er hjartalæknir með kransæðaþræðingar og -víkkanir sem undirgrein. Hún fer yfir fram-kvæmdina.

Hvernig fer rannsóknin fram?Sjúklingar eru vakandi meðan á rannsókninni stendur, en boðið er upp á róandi lyf fyrir rannsókn. Eftir sótthreinsun og dúkun er ástunga gerð á slagæð á úlnlið eða í sumum tilfellum nára. Þunnur, um 2 mm æðaleggur, er þræddur að hjartanu. Litlu magni af skugga-efni er sprautað í gegnum æðalegg-inn og röntgenmyndir teknar sam-tímis. Myndir eru teknar frá mis-munandi sjónarhornum. Skipta þarf um æðalegg að minnsta kosti einu sinni til að geta myndað bæði hægri og vinstri kransæð. Þá er fyrst hægt að sjá hvort kransæðar séu með þrengsli.

Í hvaða tilfellum er rannsóknin gerð?Fyrst og fremst er rannsóknin gerð á sjúklingum sem hafa einkenni og lækni grunar að einkennin útskýr-ist af kransæðasjúkdómi.

Einkenni eru fyrst og fremst brjóstverkir (stundum kallað hjartaöng) eða verkur í kjálka, hálsi, baki eða handlegg sem oft-ast tengist áreynslu.

Aðrar ábendingar geta verið:l Ný eða versnandi einkenni um

brjóstverk (hvikul hjartaöng eða kransæðastífla).

l Vegna hjartagalla (meðfæddur hjartasjúkdómur).

l Hjartabilun. l Hjartalokusjúkdómar sem gætu

þurft meðferð með skurðaðgerð.l Alvarlegar takt truflanir

FylgikvillarVegna þess að það er hætta á fylgi-kvillum eru kransæðaþræðingar gerðar eftir að aðrar hjartarann-sóknir hafa verið gerðar, svo sem hjartalínurit, áreynslupróf og/eða kransæðasneiðmyndataka.

Algengasti fylgikvillinn er blæð-ing frá stungustað, en tíðnin er þó undir 5%. Alvarlegir fylgikvillar eru sjaldgæfir (<1%) en helst má nefna: heilablóðfall, æðavandamál og ofnæmisviðbrögð.

Hvað gerist eftir kransæðamyndatöku?Eftir að búið er að mynda krans-æðarnar er rætt við sjúklinginn um niðurstöðurnar. Eftir þetta samtal, sem oftast fer fram á meðan sjúklingurinn liggur enn á borðinu, getur þrennt gerst:1. Sjúklingur fær enga meðferð

eða lyfjameðferð. Venjulega er þá um að ræða engan/vægan kransæðasjúkdóm eða sjúkdóm sem erfitt er að meðhöndla með víkkun eða hjáveituaðgerð.

2. Sjúklingur fer frá þræðingar-stofu, en myndirnar eru sýnd-ar á svokölluðum hjartafundi. Venjulega eru þetta sjúkling-

ar með flókinn kransæðasjúk-dóm eða sjúklingar sem eru með lokusjúkdóm. Á slíkum fundum er tekin ákvörðun um hvort eigi að bjóða upp á hjá-veituaðgerð.

3. Sjúklingur fer í kransæðavíkk-un sem er gerð í beinu fram-haldi af kransæðaþræðingunni.

KransæðavíkkunKransæðavíkkun er að jafnaði ár-angursrík fyrir fólk með krans-æðaþrengsli. Þá er þröng krans-æð víkkuð út og við það eykst blóðflæðið til hjartans. Þá geta ein-kenni minnkað eða horfið sem fólk hafði vegna þrengslanna.

Aðgerðin fer þannig fram að mjór vír er þræddur fram hjá þrengslasvæðinu. Síðan er belg-ur blásinn upp á þrengslasvæð-inu. Oftast er sett stoðnet á svæð-inu til að minnka líkurnar á endur-þrengslum.

Kransæðaþræðingar á ÍslandiFyrsta kransæðavíkkunin var gerð á Íslandi árið 1987. Hröð þróun hefur átt sér stað frá því að fyrsta þræðingin var gerð og aðferðin verður stöðugt öruggari.

Tvær hjartaþræðingarstofur eru starfandi hérlendis og gerð-ar eru um 5-10 þræðingar á virk-um dögum. Árið 2014 kom nýtt hjartaþræðingartæki á Landspít-alann sem var að mestu fjármagn-að með gjafafé. Í dag er hægt að meðhöndla fleiri og fleiri með flók-inn kransæðasjúkdóm með víkkun á kransæð/um. Vakt er á hjarta-þræðingarstofunni allan sólar-hringinn alla daga ársins. Tafar-laus kransæðavíkkun er kjörmeð-ferð við bráðri kransæðastíflu og þarf því að vera í boði hvenær sem er sólarhringsins.

Fyrirbyggjandi aðgerðirÞað besta sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir kransæðasjúk-dóm er fyrirbyggjandi meðferð, helst má nefna:l Hætta að reykja, mjög mikil-

vægt! l Huga vel að mataræðinu. Borða

hollan mat sem ekki inniheldur of mikið af kolvetnum og fitu.

l Hreyfa sig reglulega. l Halda kjörþyngd. l Fylgjast með blóðþrýstingi,

efri mörk blóðþrýstings eiga að jafnaði að liggja <140mmHg en strangara <135mmHg hjá þeim sem eru með sykursýki.

l Fylgjast með blóðfitu (kólester-ól í blóði). Sumir þurfa kólester-óllækkandi lyf til að lækka blóð-fitu. Það er mismunandi eftir ein-staklingum hvað telst vera of hátt kólesteról, og er miðað við undir-liggjandi áhættu fyrir æðasjúk-dómi.

Rannsókn og möguleg meðferð í sennKransæðaþræðing er rannsókn þar sem skuggaefni og röntgengeislun er beitt til að mynda æðarnar umhverfis hjartað. Kransæðaþræðing er ein besta rannsókn sem völ er á til að greina kransæðasjúkdóm og gefur möguleika á meðferð eins og kransæðavíkkun eða -aðgerð.

Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, var stofnað þann 9. maí 1995.

Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna og fullorðinna með hjarta-galla.

Í dag eru rúmlega 400 fjöl-skyldur í félaginu en árlega grein-ast um 70 íslensk börn með hjartagalla. Gallarnir eru mis-flóknir og þurfa sum börn að fara í nokkrar hjartaaðgerð-ir. Neistinn leggur mikla áherslu á að styðja við bakið á fjölskyld-um hjartveikra barna, félagslega jafnt sem fjárhagslega svo að þau geti tekist á við þetta mikla verk-efni sem er fyrir höndum þar sem mörg hver þurfa að ferðast til út-landa til að gangast undir flókn-ar aðgerðir.

Einnig miðlar Neistinn fræðslu hvers kyns sem lýtur að hjarta-

göllum og meðferð þeirra, til dæmis með útgáfu frétta-

blaðs og upplýsingavef sínum, Hjartagáttinni, sem hefur komið sér vel fyrir foreldra í undirbún-ingi sínum.

Neistinn er með öflugt félags-starf, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings. Má þar nefna reglulegan hitting mæðra hjartabarna, sumarhá-tíð, árshátíð, spilakvöld foreldra og bingó.

Unglingastarfið, sem þétt-ir hóp hjartveikra unglinga, þykir líka einkar líflegt með alls kyns uppákomum svo sem norrænum sumarbúðum, bíókvöldum, keilu og mörgu fleira.

Neistinn stendur líka að baki

og vinnur náið í samstarfi með styrktarsjóði hjartveikra barna, sem styrkir hjartafjölskyldur fjár-hagslega.

Húfuverkefni NeistansVikuna 7. til 14. febrúar stóð yfir alþjóðleg vitundarvika um með-fædda hjartagalla. Þá var vakin athygli á fræðslu til almennings um meðfædda hjartagalla og um leið á starfi Neistans.

Stjórn Neistans ákvað að hefja vinnu á húfuverkefni að amerískri fyrirmynd, eftir hugmynd banda-rísku hjartasamtakanna og félagi hjartveikra barna í Ameríku sem kallast „Little hats, big hearts“.

Þá prjónaði Neistinn og gaf, með aðstoð sjálfboðaliða og hjartavina, öllum nýburum sem fæddust þessa viku rauða húfu til að heiðra baráttu hjartveikra barna og minnast um leið þeirra barna sem látist hafa. Sjá nánar á neistinn.is

NeistiNN – styrKtArFélAg HjArtveiKrA bArNA

Samtök slagþolenda, að-standenda og fagað-ila, voru stofnuð 1. des-ember 1994 og hétu þá Félag heilablóðfallssjúkl-inga og stofnfélagar voru um 65, flestir slagsjúkling-ar, vandamenn þeirra og velunn-arar. Fagaðilar bættust við á síðari árum. Árið 2006 var nafni samtak-anna breytt í Heilaheill.

Hlutverk Heilaheilla er:l að sameina heilablóðfallssjúkl-inga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigðan heila og gæta hagsmuna þeirra.l að stuðla að betri heilsu og bætt-um lífsgæðum í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörn-um, fræðslu og meðferð heila- og æðasjúkdóma.l að standa vörð um hagsmuni og réttindi þeirra er hafa fengið heila-blóðfall.

Framtíðarsýn Heilaheilla:

l Heilaheill hafa verið leiðandi með öðrum félögum við að bæta lífsgæði landsmanna með eflingu forvarna og fræðslu um heilablóð-fall.l Heilaheill verði öflugri hags-munasamtök á sviði heilbrigðis-mála á Íslandi með stóran og virk-an hóp félagsmanna. Samtökin hafa staðið fyrir fræðslu á áhættu-þáttum er leiða til slags s.s. gátta-tifi, blóðþrýstingsmælingum o.fl. og almennri lýðheilsu.

Árlega fá 343 Íslendinga heila-blóðfall í fyrsta sinn og er það talið þriðja algengasta dánarorsök í heiminum. Sjá nánar á heilaheill.is

HeilAHeill – FélAg HeilAblóðFAllssjúKliNgA

Að sögn Berglindar Libungan hjartasérfræðings eru gerðar fimm til tíu þræðingar á dag á virkum dögum.

Ingibjörg Guðmundsdóttir yfirlæknir myndar kransæðar.

Séð inn á þræðingarstofu frá stjórnstöð.

Elín Eiríksdóttir, formaður Neistans Þórir Steingrímsson,

formaður Heilaheilla

Kynningarblað HjARtAmáNuðuR - Go REd

25. febrúar 2017 3

Page 4: Hjartað þitt - Vísir · skrýtnum verkjum sem mér fannst vera í lungunum. Ég settist niður og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp að sópa. Þá kom þessi verkur aftur

Þeim einkennum sem sjúklingarnir fá svipar á margan hátt til einkenna við bráða kransæða-stíflu.

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir

Hjartahnoð er framkvæmt með því að krjúpa við hlið einstaklingsins, leggja þykkhönd hinnar handarinnar ofan á þá fyrri og læsa fingrunum saman.

Í hjartastoppi hættir hjartað að dæla blóði til líkamans og heilans annað hvort af því að það slær of hratt og óreglulega eða af því að það hefur stoppað. Ef einstakling-ar fá enga meðferð eftir hjarta-stopp verður heilinn fyrir skaða eftir 4-6 mínútur. Einstakling-urinn deyr nema viðstaddir hefji endurlífgun. Hjartahnoð getur viðhaldið blóðflæði þar til sérhæfð aðstoð berst.

Rétt fyrstu viðbrögð geta skipt sköpum fyrir horfur einstaklinga sem fara í hjartastopp en þau eru að kalla strax eftir aðstoð í Neyð-arlínu (112) og hefja tafarlaust hjartahnoð. Ekki er lögð áhersla á munn við munn blástur fyrstu mínútur eftir hjartastopp og ekki þarf lengur að staðfesta púlsleysi með þreifingu enda hefur komið í ljós að slíkt er ekki áreiðanlegt og getur tafið fyrir að endurlífg-un sé hafin. Hjartahnoð er fram-kvæmt með því að krjúpa við hlið einstaklingsins, leggja þykkhönd hinnar handarinnar ofan á þá fyrri og læsa fingrunum saman. Gæta þarf þess að axlirnar séu beint yfir hnoðstað og hendur séu á miðju bringubeini. Ýta á bringubeini 4-5 cm niður í hverju hnoði og ekki minna en 100 sinn-um á mínútu. Halda skal áfram að hnoða þar til sérhæfð aðstoð berst. Sá sem veitir hjartahnoð finnur að hann þreytist fljótt. Ef mögu-leiki er á, er mælt með að skiptast á að hnoða, á um tveggja mín-útna fresti og með sem minnst-um töfum, til þess að tryggja að

hjartahnoðið verði sem áhrifarík-ast.

Í mörgum opinberum bygg-ingum, líkamsræktarstöðvum, íþróttahúsum og verslunarmið-stöðvum eru sjálfvirk hjartastuð-tæki. Gott að er að kynna sér hvar slík tæki eru til staðar og hvar þau eru geymd. Ef sjálfvirkt hjarta-stuðstæki er nálægt á að sækja það eins fljótt og hægt er. Sjálf-virk hjartastuðtæki eru einföld í notkun og getur nánast hver sem er notað tækið með því að fylgja leiðbeiningum þess. Hjartastuð-tæki gefur ekki rafstuð nema ástæða sé til. Rafstuð er heldur ekki trygging fyrir því að hjart-að byrji aftur að slá.

Nokkrir staðir, eins og Rauði krossinn, bjóða upp á námskeið í skyndihjálp og grunn endurlífg-un fyrir almenning.

Þú gætir bjargað mannslífi með kunnáttu í skyndihjálp og endurlífgun. Auðvelt er að muna rétt viðbrögð, með því að hafa í huga orðin hringja og hnoða.

Einkenni kransæðastífluStigun bráðra kransæðaheilkenna fer eftir alvarleika þeirra en vægasta formið er kallað hvikul hjartaöng. Þá verður ekki drep í hjartavöðvanum þrátt fyrir alvar-leg einkenni eins og brjóstverk. Næst er svokallað brátt hjarta-drep en þá koma fram breyting-ar á hjartalínuriti og ensím úr hjartanu losna út í blóðið. Alvar-legasta formið af bráða kransæða-heilkenni er síðan skyndidauði en

þá hættir hjartað að slá. Í öllum þessum tilvikum er um að ræða skerðingu á blóðflæði til hjartans.

Brjóstverkur er helsta ein-kenni á bráðum kransæðaheil-kennum en birtingarmynd hans getur verið mjög breytileg og sumir fá jafnvel engan verk en aðrir fá afar slæman verk og oft-ast yfir miðjan brjóstkassann.

Sjúklingar með bráða kransæða-heilkenni leita í flestum tilfell-um á heilsugæslustöð eða sjúkra-hús vegna brjóstverkja enda er brjóstverkur helsta einkenni kransæðastíflu. Verkurinn er oft-ast mjög óþægilegur og er gjarn-an lýst sem herpingi í bringunni, seyðings- eða þyngslaverk yfir brjóstkassann og oft leiðir verk-

urinn upp í axlirnar og handleggi og upp í háls, kjálka eða tungu. Verkurinn stendur yfir í 15 mín-útur eða lengur.

Fyrirvari bráðs kransæðaheil-kennis getur komið fram klukku-stundum, dögum eða vikum fyrir áfallið. Snemmkomin einkenni áfalls eru endurteknir verkir sem koma fram við líkamlega áreynslu en láta undan í hvíld.

Brátt kransæðaheilkenni, byrjar skyndilega og getur falið í sér öll eða nokkur af eftirfarandi einkennum:l Brjóstverkur eða óþægindi, oft

lýst sem þrýstingur, herpingur eða sviði.

l Leiðni frá brjóstkassa og út í axlir, hendur, efra kviðarhol, bak, háls eða kjálka.

l Ógleði eða uppköst.l Meltingartruflanir.l Andþyngsli.l Svitakóf.l Svimi eða yfirlið.l Óeðlileg eða óútskýrð þreyta.l Eirðarleysi eða kvíði.

Viðbrögð við brjóstverk:l Hringja eftir hjálp, í 112.l Láttu aðra í kringum þig vita

af einkennum þínum og líðan.l Ekki fara afsíðis eða vera ein/

einn, vertu innan um aðra.l Ekki keyra bíl á bráðamóttöku,

það setur þig og aðra í hættu ef ástand þitt breytist skyndilega.

Hildur Rut Albertsdóttir og Bylgja Kærnested, hjúkrunarfræðingar

Skyndihjálp getur skipt sköpumÁrangur endurlífgunar utan sjúkrahúss á Íslandi er góður í samanburði við önnur lönd. Hægt er að bjarga mannslífi með kunnáttu í skyndihjálp og endurlífgun. Brjóstverkur er helsta einkenni á bráðum kransæðaheilkennum en birtingarmynd hans getur verið breytileg.

Japanar lýstu fyrstir manna sjúk-dómi sem stundum hefur verið kallaður „broken heart syndrome“ árið 1990. En skyldu Japanar vera eitthvað sérstaklega tilfinninga-næmir,“ spyr Þórdís Jóna Hrafn-kelsdóttir hjartalæknir.

„Þeir töldu sjúkdóminn oftast koma fram í kjölfarið á skyndilegu andlegu áfalli eins og við fráfall maka, náttúruhamfarir eða eitt-hvað sambærilegt en nú er raun-ar vitað að einnig góðar fréttir, til dæmis að hljóta stóra lottóvinning-inn, mikið líkamlegt álag eða jafn-vel krefjandi lyfjameðferð getur komið þessu af stað. Eins sést þetta all oft í tengslum við önnur alvar-leg veikindi. Japönsku læknarn-ir nefndu þetta fyrirbæri „takot-subo“ eftir gildrunni sem kolkrabb-ar eru veiddir í, en hún er einhvers konar sekkur. Hjartað verður nefnilega oft eins og poki í laginu þegar þetta gerist því hjartabrodd-urinn dregst illa eða ekki saman og efri hluti hjartahólfsins (vi. slegils) dregst mjög mikið saman. Þá verð-ur hjartað næstum eins og uppblás-in blaðra og hefur sjúkdómurinn líka verið kallaður „broddþenslu-heilkenni“ á íslensku. Í nýlegri umfjöllun í Speglinum á Rás 2 var stungið upp á því að þetta fyrirbæri yrði kallað „harmslegill“ með vísan í að þetta gerist oft í tengslum við mikla sorg.“

Meirihluti þeirra sem greinast með broddþensluheilkenni eru að sögn Þórdísar miðaldra eða eldri konur, þótt sjúkdómurinn sé vissu-lega þekktur hjá öðrum hópum. Af hverju þetta virðist hlutfallslega algengast hjá eldri konum er ekki vitað.

„Þeim einkennum sem sjúkl-ingarnir fá svipar á margan hátt til einkenna við bráða kransæða-stíflu; sár eða þungur verkur fyrir brjósti, mæði, hjartsláttartruflanir. Einnig getur hjartalínuritið bent til kransæðastíflu. Kransæðamynda-taka hjá sjúklingum með takotsubo leiðir hins vegar í ljós að kransæð-arnar eru allar opnar, sem ekki er tilfellið við kransæðastífluna. Hér

er því miklu frekar um skyndi-lega hjartabilun að ræða. Talið er að 1-2% þeirra sem eru grunað-ir um bráða kransæðastíflu séu með broddþensluheilkenni en ekki hjartadrep,“ upplýsir Þórdís.

Hún segir ekki almennilega ljóst hvað veldur þessari skyndi-legu hjartabilun. Læknar eru þó sammála um að stresshormón eigi hér stóran hlut að máli. „Svo virð-

ist sem hluti hjartavöðvans bregðist við skyndilegri ofgnótt stresshorm-óna með því að hreinlega lamast. Þetta veldur því að hjartað pump-ar ekki sem skyldi, sjúklingurinn verður móður, fær jafnvel vatn í lungun og hjartsláttartruflanir.“

Til að greina sjúkdóminn er nauðsynlegt að gera kransæða-myndatöku og útiloka að krans-æðarnar séu stíflaðar, en grunur-inn vaknar oftast vegna sérkenni-legs útlits hjartans við ómskoðun (sónar). „Í sumum tilfellum velja menn einnig að gera segulómun af hjartanu, en slík rannsókn getur greint á milli broddþensluheil-kennis og t.d. bólgusjúkdóms eða örmyndunar í hjartavöðvanum af öðrum orsökum. Ekki er til nein sérhæfð meðferð við broddþenslu-heilkenni, en mikilvægt er að fylgj-ast vel með sjúklingunum og beita viðeigandi hjartabilunarmeðferð.“

Að sögn Þórdísar jafna flest-ir sjúklinganna sig fljótt. Í væg-ustu tilfellunum jafnvel á nokkr-um dögum. Í alvarlegri tilfellum er hjartabilunin þó meira langdregin og það geta jafnvel komið upp fylgi-kvillar eins og heilaslag og alvar-legar hjartsláttartruflanir hjá þeim eru mest veikir. Lítill hluti þeirra sem hafa fengið takotsubo veikist aftur síðar á lífsleiðinni, en ekki er til nein ákveðin fyrirbyggjandi meðferð við sjúkdómnum.

Þórdís segir því ákveðin sann-mæli að hjartað geti brostið úr sorg. „Við getum þó flest tekið undir með Stebba Hilmars og félögum í söngn-um þeirra um brostna hjartað, brosað út í annað og kannski stig-ið nokkur létt dansspor, svona til að létta okkur lundina.“

Þegar hjartað brestur úr sorg„Ég hef skilið eftir brostið hjarta – ég hef skilið eftir opið sár …“ syngur Stefán Hilmarsson í laginu Brostið hjarta, enda dramatíkin gjarnan í hávegum höfð í dægurlögum. Í flestum almennilegum ástarsögum eru hjörtun ýmist við að springa eða bresta þegar ástin svíkur.

Að sögn Þórdísar geta áföll og sorg leitt til broddþensluheilkennis eða harmslegils. Sömuleiðis góðar fréttir og líkamlegt álag. Meirihluti þeirra sem greinast eru miðaldra eða eldri konur. MYND/ANTON BRINK

HjARTAMáNuðuR - GO RED Kynningarblað

25. febrúar 20174

Page 5: Hjartað þitt - Vísir · skrýtnum verkjum sem mér fannst vera í lungunum. Ég settist niður og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp að sópa. Þá kom þessi verkur aftur

Frá upphafi hefur Hjartavernd lagt áherslu á að koma niðurstöðum rannsókna sinna til almennings og heilbrigðisstarfsfólks og er Handbók Hjarta-verndar og áhættureiknir Hjartaverndar hluti af því.

Lærdómur sem draga má af

þessari vitneskju er að það er mikilvægt að allir, einkum ungt fólk, átti sig á því að líkamsþyngd er erfitt að stilla af eftir hentugleika. Að berjast gegn viðleitni heilans til að viðhalda jafnvægi með viljastýrðum ákvörðunum getur reynst erfitt.

Bolli Þórsson

Vafalítið hefur sú hugsun hvarfl-að að mörgum þeirra sem tóku þátt í rannsókn Hjartaverndar á árunum 2006-2013 að rétt væri að grenna sig

Stór ástæða þess að fólk á erf-itt með að grennast liggur í stjórn heilans á líkamanum. Allar lífver-ur kappkosta að halda umhverfi sínu í jafnvægi (homeostasis). Þannig stýrir heilinn líkamsstarf-seminni til að ná sem mestu jafn-vægi. Dæmi um þetta er stjórnun á þéttni súrefnis, koltvísýrings og salt-jóna í blóði sem er haldið hár-nákvæmri með ýmsum leiðum. Halda má fram að hægt sé að hafa áhrif á slíkt jafnvægi í líkamanum með viljastýrðum hætti. Það gild-ir til dæmis um öndun. Börn reyna gjarnan að athuga hvað þau geta haldið lengi niðri í sér andanum en komast fljótt að raun um það geng-ur aðeins mjög stutta stund. Lík-amsþyngd þ.e. orkuefnaskiptun-um, er stjórnað með viðlíka hætti. Þetta sést glöggt ef magn þeirr-ar fæðu sem neytt er á ákveðnu tímabili, t.d. yfir eitt ár, er skoð-að í samhengi við líkamsþyngd-ina. Þyngdin helst oftast tiltölu-lega jöfn frá ári til árs þrátt fyrir mikla „veltu“ í þeirri fæðu sem neytt er. Þarna eru að verki mik-ilvæg stjórntæki líkamans sem vernda okkur gegn orkuskorti, en orkuskortur er bein hótun við líf viðkomandi. Mikill orkuforði á formi líkamsfitu er ekki viðlíka hótun. Heilinn kappkostar að halda þyngdarjafnvægi, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir orkuskort.

Þessi stýring heilans á orkubú-skapnum hefur mikið verið rann-sökuð. Fjölmörg boðefni og horm-ón hafa verið uppgötvuð sem eru hluti af þessu kerfi. Það hefur hvatt lyfjaframleiðendur til að reyna að þróa lyf sem hafa áhrif á líkamsþyngdina. Það hefur þó ekki borið mikinn árangur. Aðeins eitt

lyf við offitu er skráð hér á landi. Það lyf dregur úr frásogi fitu í görn en hefur ekki bein áhrif á sjálfa líkamsþyngdarstjórnunina. Önnur lyf sem sem fást við sjálfa þyngdarstjórnunina hafa verið reynd á tilraunadýrum en hafa flest aðeins skammvinn áhrif til megrunar. Þetta hafa menn talið

að geti skýrst af því, að sé ein boð-leið í þyngdarstjórnuninni trufluð taki önnur við. Þannig hafi í gegn-um þróun mannslíkamans komið fram fjölmörg stjórnkerfi sem geti tekið við hvert af öðru ef eitt bregst. Því sé ekki einfalt að hafa áhrif á þessi kerfi með lyfjum.

Lærdómur sem draga má af

þessari vitneskju er að það er mikilvægt að allir, einkum ungt fólk, átti sig á því að líkamsþyngd er erfitt að stilla af eftir hentug-leika. Þótt megrunarkúrar séu flestir árangursríkir til skamms tíma litið, þekkja flestir að þyngd-in leitar aftur í sama farið eftir einhverja mánuði eða ár. Að berj-

ast gegn viðleitni heilans til að við-halda jafnvægi með viljastýrðum ákvörðunum getur þannig reynst erfitt. Of algengt er að ungt fólk láti eftir sér að fitna t.d. þegar fólk hættir að reykja, vinnur að erfiðu verkefni eða fer í erfið próf. Einn-ig hættir ungum mæðrum til að fitna of mikið á meðgöngu. Megr-un sem fólk ætlar í „einhvern tíma seinna“ er ólíkleg til að hafa langtíma áhrif. Vörumst því að „kynna“ fyrir heilanum í okkur það ástand að hafa mikið orku-forðabúr því líklega mun hann líta á það sem eðlilegt ástand. Vörumst fitugildruna!

Bolli Þórsson, innkirtlasérfræðingur

Hvernig á að grennast?Svarið virðist einfalt: Með því að borða minna. En hvers vegna grennast þá svona fáir? Í rannsókn Hjartaverndar, þar sem fólk á miðjum aldri kom í tvær heimsóknir á árunum 2006-2013 kom í ljós að aðeins 8% karla grenntust um meira en 5 kg milli heimsókna á meðan 92% stóðu í stað eða þyngdust. Þó voru 80% karla yfir kjörþyngd og 30% glímdu við offitu. Svipað gilti um konur.

Á árunum upp úr 1950  urðu læknar á lyflækningadeild Land-spítala þess varir að innlögn-um vegna bráðrar kransæða-stíflu fjölgaði verulega. Á þess-um árum var lítið vitað um það hvað olli sjúkdómnum og engin sérhæfð meðferð var til. Um það bil þriðjungur þeirra sem veiktust létust af sjúkdómnum áður en þeir náðu að útskrifast af sjúkrahúsinu og oft var þetta fólk á besta aldri. Þrír læknar sem störfuðu á lyflækningadeild-inni á þessum árum, þeir Sigurð-ur Samúelsson, Theodór Skúla-son og Snorri Páll Snorrason sáu að við svo varð ekki búið. Þeir kölluðu til fundar í turnherbergi Hótel Borgar miðvikudaginn 15. apríl 1964 þar sem Hjartavernd-arfélag Reykjavíkur var stofn-

að. Litlu síðar voru landssam-tök hjartaverndarfélaga: Hjarta-vernd stofnuð.

Tilgangur félagsins var strax í upphafi, eins og segir í fyrstu lögum samtakanna: „barátta við hjarta- og æðasjúkdóma, út-breiðslu þeirra og afleiðingar“ og til þess að ná þeim markmið-um hugðust menn stuðla að aukn-um rannsóknum á þeim hérlend-is. Það var svo árið 1967 sem Rannsóknarstöð Hjartavernd-ar var stofnuð og Hóprannsókn Hjartaverndar hleypt af stokk-unum. Þetta var ein stærsta far-aldsfræðilega rannsókn á hjarta- og æðasjúkdómum sem fram-kvæmd hafði verið á þeim tíma. Með því var lagður grunnurinn að því starfi Hjartaverndar sem haldið hefur verið uppi æ síðan, að fylgjast með áhættuþáttum og faraldsfræði kransæðasjúkdóma hjá íslensku þjóðinni.

Hjá Hjartavernd hefur einnig verið lögð áhersla á rannsóknir á öðrum langvinnum sjúkdóm-um. Helst er þar að nefna Öldr-unarrannsókn Hjartaverndar. Þar hefur safnast gífurleg þekk-ing á þróun sjúkdóma í öldrun og möguleika á því að hafa áhrif á þá þróun.

Frá upphafi hefur Hjartavernd lagt áherslu á að koma niðurstöð-

um rannsókna sinna til almenn-ings og heilbrigðisstarfsfólks og er Handbók Hjartaverndar og áhættureiknir Hjartavernd-ar hluti af því starfi. Hver og einn getur reiknað út líkur á því að hann fái kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum með áhættureikni Hjartaverndar sem er opinn al-menningi og fagfólki á netinu. Hjartavernd hefur einnig stað-ið að útgáfu ritraðar fræðslu-bæklinga um áhættu hjarta- og æðasjúkdóma og gaf út Tímarit Hjartaverndar samfellt í 38 ár.

Hjartavernd er mjög virkt í því að koma vísindalegum nið-urstöðum sínum á framfæri til annarra vísindamanna og birt-ir árlega rannsóknarniðurstöð-ur í mörgum tugum alþjóðlegra læknisfræði og vísindatíma-rita í fremstu röð. Hjartavernd er einnig í náinni samvinnu við Háskóla Íslands og eru nokkrir starfsmenn Hjartaverndar einn-ig starfsmenn háskólans.

Á þeim fimm áratugum sem nú eru liðnir frá því að braut-ryðjendastarf Sigurðar Samú-elssonar og félaga hófst hefur mikið áunnist. Við vitum nú að dauðsföllum vegna kransæða-sjúkdóma hefur fækkað jafnt og þétt frá því um 1980 en eru samt sem áður helsta orsök ótíma-bærra dauðsfalla á Íslandi. Við þekkjum allar helstu orsakir þessara sjúkdóma og vitum að um 80-90% þeirra er hægt að koma í veg fyrir vegna þess að þeir ráðast af lífsstíl okkar og venjum. Við vitum sömuleiðis að með markvissum aðgerðum má hafa áhrif á þessa þætti og draga úr sjúkdómsbyrði. Þættir eins og reykingar, óhollt mataræði og hreyfingarleysi hafa legið til grundvallar stórum hluta krans-æðasjúkdóma og eru sem betur fer á undanhaldi. Þetta má að miklu leyti þakka markvissum lýðheilsuinngripum sem allar þjóðir geta ekki státað af. Við

höfum líka skyggnst inn í fram-tíðina og sjáum að á næstu árum og áratugum eru það vaxandi of-fita og sykursýki sem koma til með að valda auknum ótíma-bærum dauðsföllum ef ekki verð-ur gripið í taumana. Við þekkj-um verkfærin sem þarf að nota til að draga úr þessum áhrifum og vitum að til þess þarf að beita lýðgrunduðum forvarnaraðgerð-um sem ná til alls almennings. Dæmi um þetta eru reglugerðir um innihald matvæla og auknir möguleikar til að ferðast bíllaust í og úr vinnu. Hér þurfa allir að leggjast á eitt til þess að ná ár-angri, stjórnvöld, sveitarfélög, íþróttafélög, skólar, vinnuveit-endur, fagfélög og heimili.

Sá árangur sem náðst hefur í forvörnum hjarta- og æðasjúk-dóma hér á landi er engin tilvilj-un heldur byggir hann á mark-vissum aðgerðum í lýðheilsu. Þessar aðgerðir eiga stoð í þeirri þekkingu sem hefur meðal ann-ars skapast með margra ára vís-indastarfi Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar. Hjá Hjartavernd verður áfram unnið að forvörn-um hjarta- og æðasjúkdóma byggt á faraldsfræðilegum gögn-um og vísindarannsóknum. Þar er mikið starf óunnið. Sjá nánar á hjartavernd.is

Fimm áratuga forvarnarstarfRannsóknarstöð Hjartaverndar var stofnuð árið 1967. Sama ár var hóprannsókn Hjartaverndar hleypt af stokkunum en með því var lagður grunnur að starfsemi Hjartaverndar í dag sem hverfist um að fylgjast með áhættuþáttum og faraldsfræði kransæðasjúkdóma.

Karl Andersen, stjórnarformaður Hjartaverndar

Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar

Bolli segir stóra ástæðu þess að fólk eigi erfitt með að grennast liggja í stjórn heilans á líkamanum. MYND/EYÞÓR

Kynningarblað HjARtAMáNuðuR - Go RED

25. febrúar 2017 5

Page 6: Hjartað þitt - Vísir · skrýtnum verkjum sem mér fannst vera í lungunum. Ég settist niður og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp að sópa. Þá kom þessi verkur aftur

Algengast hefur verið að skipt sé um ósæðarlokuna í opinni hjartaað-gerð þar sem gamla lokan er tekin burt og nýrri komið fyrir í stað-inn. Við opna hjartaaðgerð þarf að kljúfa bringubeinið, opna inn á hjartað, tengja sjúkling við hjarta- og lungnavél, stoppa hjartað og skipta svo um lokuna. Í lok aðgerð-ar er hjartað stuðað aftur í gang og bringubeini og sárum lokað. Að-gerðin krefst svæfingar, gjörgæslu-legu í 1-2 sólarhringa og 7-10 daga legu á sjúkrahúsinu. Bringubeinið er um sex vikur að gróa og endur-hæfingin tekur tvo til þrjá mánuði.

Nýja lokan er ýmist úr lífrænu efni (lífræn loka) eða úr ólífrænu efni t.d. málmi eða öðru hörðu efni (mekanisk loka). Ókostur við mek-anisku lokurnar er að sjúkling-ar þurfa ævilanga blóðþynningu með warfarini, en kostur við slík-ar lokur er að þær endast lengur en lífrænu lokurnar. Ending lífrænnar loku er þó talin um 10-15 ár.

ÞræðingalokurFyrir um tíu árum var farið að skipta um ósæðarlokur með þræð-ingatækni. Þessar lokur, sem kalla má þræðingalokur, eru byggðar upp þannig að á grind úr málm-blöndu eru saumuð lokublöð úr líf-rænu efni. Grindina er hægt að krumpa á æðalegg sem er færð-ur upp að ósæðarlokunni gegnum slagæð og henni sleppt þar eða hún blásin upp með belg. Þessar lokur eru úr svipuðu efni og lífrænar lokur sem settar eru í opnu hjarta-aðgerðunum. Lokublöðin eru oft gerð úr gollurshúsi svína eða naut-gripa.

Algengast er að færa þessa nýju loku upp í hjartað frá náraslagæð-inni enda hefur sú leið reynst gefa bestan árangur og minnsta fylgi-kvilla. Þó er hægt að fara aðrar leiðir að hjartanu t.d. milli rifja í vinstri síðu og beint í gegnum hjartabroddinn, um slagæð undir viðbeini eða slagæð á hálsi. Einn-ig er hægt að fara beint gegnum ósæðina en þá þarf að opna brjóst-holið svipað og við opna hjartaað-gerð. Þræðingalokurnar endast að líkindum eins og aðrar lífrænar lokur en það á eftir að staðfesta það þegar lengri reynsla fæst af þeim.

Í upphafi stóðu þræðingalokur einungis til boða sjúklingum sem ekki var treyst í opna aðgerð. Þeir voru oftast aldraðir, með marga sjúkdóma og höfðu margir áður farið í opna hjartaaðgerð. Síðan hafa rannsóknir sýnt gagnsemi þræðingatækninnar einnig hjá eldri sjúklingum með minni sjúk-dómsbyrði. Nú fara fram rannsókn-

ir á enn yngri sjúklingum með litla áhættu við opnar aðgerðir. Í fram-tíðinni má því jafnvel búast við að yngri og hraustari sjúklingar geti fengið þræðingaloku ef þær koma vel út.

Lokuaðgerðir með þræðinga-tækni eru mikilvægt framfara-skref og góð viðbót við opnu að-gerðirnar. Opin aðgerð verð-ur samt áfram betri kostur fyrir suma sjúklinga t.d. þá sem eru að-eins með lokuleka, þá sem þurfa kransæðahjáveituaðgerð samtím-is lokuskiptum, eða ef þrengingar eru í náraæðum svo lokunni verði ekki komið upp þá leið.

Heildarkostnaðurinn er svipað-ur við þræðingaloku og við opna aðgerð. Verð þræðingalokanna er að lækka og sennilegt að þessi meðferð verði fljótlega ódýrari en opin aðgerð. Eftir þræðingaloku-aðgerð er að jafnaði ekki er þörf á gjörgæslumeðferð, legutíminn er styttri, og hægt er að hefja endur-hæfingu fyrr en eftir opna aðgerð. Kostnaður sparast við heimilisað-

stoð, hjúkrun og umönnun. Eftir báðar gerðir aðgerða fækkar svo spítalalegum og bráðamóttöku-heimsóknum, auk þess sem lífs-gæði batna.

Þræðingalokur á ÍslandiÓsæðarlokuaðgerðir með þræð-ingatækninni hafa verið fram-kvæmdar á Landspítalanum síðan í janúar 2012 eða í fimm ár. Á þeim tíma hafa aðgerðirnar þró-ast mikið. Bæði hefur tækninni fleygt fram og aðgerðirnar hafa verið einfaldaðar, þær taka styttri tíma og reyna minna á sjúkling-ana. Þannig hefur verið hætt að svæfa sjúklingana og aðeins sumir þurfa æðalegg í háls og tímabund-inn gangráð sem þurfti hjá öllum sjúklingunum áður. Ekki er leng-ur þörf á þvaglegg, öndunarvél eða hjartaómskoðun um vélinda. Áður þurfti að forvíkka allar gömlu lok-urnar með belg áður en nýju lok-unni var komið fyrir en nú er það aðeins gert í völdum tilvikum t.d. ef mikið kalk er til staðar. Síðast

en ekki síst er slíðrið sem notast er við í náraslagæðina orðið grennra en áður sem minnkar hættu á blæð-ingum. Vegna þessa alls er ekki lengur þörf á gjörgæslulegu eftir aðgerðina. Stórt teymi bæði lækna og starfsfólks frá ýmsum deildum spítalans kemur að aðgerðunum, eða milli 15-20 manns.

Nú hafa sjötíu sjúklingar fengið þræðingaloku á Landspítala. Með-alaldur þeirra er 84 ár. Aðgerðirn-ar hafa gengið vel og flestir sjúkl-inganna hafa bætt áreynslugetu sína og hafa minni sjúkdómsein-kenni. Fylgikvillar hafa verið fá-tíðari en búist var við á grundvelli erlendra rannsókna. Enginn sjúkl-ingur hefur andast í aðgerð og að-eins einn sjúklingur hefur látist í sjúkrahúslegunni eftir aðgerð. Aðrir hafa útskrifast af sjúkrahús-inu og flestir eru enn á lífi þrátt fyrir háan meðalaldur við aðgerð.

Frekari þróun og framtíðinÞræðingalokurnar eru taldar end-ast í að minnsta kosti 10 ár og

sennilega lengur. Ef lokan bilar t.d. eftir 10 ár er hægt að setja nýja þræðingaloku inn í þá gömlu á ný. Það á einnig við um þær lífrænu lokur sem settar eru í opnu aðgerð-unum í dag, í þær er hægt að setja þræðingaloku síðar ef þörf er á.

Þær lokur sem notaðar hafa verið hér á Íslandi kallast Core-Valve og Evolute-R. Á þessu ári er vonast til að framkvæmdar verði 20-30 þræðingalokuaðgerðir á Landspítala með slíkum lokum. Einnig er stefnt að þátttöku í fjöl-þjóðlegri vísindarannsókn, þar sem sjúklingar sem eru yngri en 70 ára gangast annað hvort undir opna að-gerð eða fá þræðingaloku og hóp-arnir verða svo bornir saman.

Síðasta nýjungin, stærri loka að þvermáli en áður hefur þekkst eða 34 mm, kom á markað nú í janúar 2017. Með henni er hægt að bjóða sjúklingum með mjög stórar lokur aðgerð með þræðingu, sem áður urðu að fara í opna aðgerð eða vera án aðgerðar. Nú þegar hafa tvær slíkar lokur verið settar í á Land-spítalanum með góðum árangri. Því voru tveir íslenskir sjúklingar með þeim fyrstu í heiminum að fá svo stóra loku.

Áfram verður fylgst náið með framförum og rannsóknum á loku-aðgerðum erlendis og Landspítal-inn stefnir að því að bjóða sjúkl-ingum bestu meðferð og nýjustu úrræðin. Framtíðin verður því að teljast björt varðandi meðferð sjúklinga með sjúkdóma í ósæðar-loku.

Þórarinn Guðnason, hjartasérfræðingur

Fyrir um tíu árum var farið að skipta

um ósæðarlokur með þræðingatækni. Þessar lokur eru byggðar upp þannig að á grind úr málmblöndu eru saumuð lokublöð úr lífrænu efni. Grindina er hægt að krumpa á æðalegg sem er færður upp að ósæð-arlokunni gegnum slag-æð og henni sleppt þar eða hún blásin upp með belg.

Ísetning ósæðarloku í þræðingu.

Hér sést hvernig nýja lokan þenst út. Lokan sjálf.

Ör framþróun í ósæðarlokuaðgerðumÓsæðarlokan er sú hjartaloka sem algengast er að þarfnist viðgerðar vegna lokuþrengsla og/eða lokuleka. Ósæðarlokuaðgerðir með

þræðingatækni hafa verið framkvæmdar á Landspítalanum síðan í janúar 2012. Á þeim tíma hafa aðgerðirnar þróast mikið og til hins betra.

Allir í rauðu

Starfsmenn Hjartaverndar rauðklæddir.

Starfsmenn Hjartaheilla klæddust rauðu.

Starfsfólk hjarta-deildar tekur alltaf þátt í rauða deginum. Starfsmenn Ráðhúss Hafnarfjarðar eru til fyrirmyndar.

Rauði dagurinn var að þessu sinni haldinn hátíðlegur 3. febrúar sl. Hér eru örfáar myndir frá deginum. Fylgist með á facebook á GoRed Ísland.

HjARtAmánuðuR - GO RED Kynningarblað

25. febrúar 20176

Page 7: Hjartað þitt - Vísir · skrýtnum verkjum sem mér fannst vera í lungunum. Ég settist niður og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp að sópa. Þá kom þessi verkur aftur

Reykjavík A. Wendel ehf Aðalmálun ehf Aðalvík ehf ARGOS ehf - Arkitektastofa Grétars og Stefáns Arka heilsuvörur ehf Arkitektastofan OG ehf ASK Arkitektar ehf Augað gleraugnaverslun Auglýsingastofan ENNEMM Aurum Lífstíll Avis bílaleiga-www.avis.is, s: 591 4000 Áman ehf ÁM-ferðir ehf Árbæjarapótek ehf ÁS sjúkraþjálfun ehf Ásbyrgi, fasteignasala ÁTVR Vínbúðir B. Ingvarsson ehf B.B.bílaréttingar ehf Balletskóli Sigríðar Ármann ehf Básfell ehf Ber ehf, vínheildsala Bifreiðaverkstæði Svans ehf Bílanaust ehf Bílar Korputorgi ehf-www.bill.is BK eignir ehf Bláhornið Blikksmiðja Reykjavíkur Blikksmiðjan Glófaxi hf Blómagallerí ehf Bókhaldsstofa Arnar Ingólfssonar ehf Bólstrarinn ehf Bólstrun Ásgríms ehf Bólstursmiðjan slf Bón og þvottastöðin ehf Brimdal ehf Brúskur hársnyrtistofa, s: 587 7900 BSI bifreiðaverkstæði ehf Danica sjávarafurðir ehf Dansrækt JSB ehf Dengsi ehf Dokkan, þekkingar- og tengslanet-www.dokkan.is E.T. hf Egill Jónsson ehf Eignamiðlunin ehf Eimskip Ísland ehf Ernir ehf Faxaflóahafnir sf Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Félag skipstjórnarmanna Fjallabak ehf Fjallamenn-Mountaineers of Iceland Fjölbrautarskólinn í Breiðholti Formverk G.Á. verktakar sf Gallerí Fold Garcia ehf Gatnaþjónustan ehf GB Tjónaviðgerðir ehf Gilbert úrsmiður-www.jswatch.com GLÁMA-KÍM arkitektar Gleraugnasalan 65 slf Gullsmiðurinn í Mjódd Gunnar Eggertsson hf Gúmmísteypa Þ. Lárusson ehf Hamborgarabúlla Tómasar - Við erum öll jöfn Hársnyrtistofa Dóra Hilmar D. Ólafsson ehf Hitastýring hf Hjá Dóra ehf, matsala Hótel Leifur Eiríksson ehf Hótel Örkin, sjómannaheimili Hreinsitækni ehf Húsalagnir ehf Höfði fasteignasala Íris B. Guðnadóttir klínískur tannsmíðameistari Íslenskir aðalverktakar hf Íþróttabandalag Reykjavíkur J. S. Gunnarsson hf JBB Tannlæknastofa ehf Jóhann Hauksson, trésmíði ehf K. H. G. Þjónustan ehf Kemi ehf-www.kemi.is Klöpp Arkitektar - Verkfræðingar ehf Kortaþjónustan hf Lagnalagerinn ehf Landssamband lögreglumanna Lásaþjónustan ehf Láshúsið ehf Leiguval ehf Loki 101 Gistiheimili Læknasetrið ehf Magnús og Steingrímur ehf MD vélar ehf-www.mdvelar.is Meba- úr og skart Multivac ehf Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. Neskjör ehf Nínukot ehf - Vinna um víða veröld Nostra ræstingar ehf Nýi ökuskólinn ehf Nýja sendibílastöðin hf Nýtt Skil slf Orka ehf Orkuvirki ehf Ottó B. Arnar ehf Ósal ehf Parlogis hf - Lyfjadreifing ehf Pétur Stefánsson ehf Póstmiðstöðin ehf Pósturinn Pökkun og flutningar ehf Raf og boðlagnir ehf Rafeindastofan ehf Rafsvið sf Ráðgjafar ehf Reki ehf Renniverkstæði Jóns Þorgrímssonar ehf

Renniverkstæði Ægis ehf Reykjagarður hf Reykjavíkurborg RG Lögmenn ehf RJ Verkfræðingar ehf Röntgen Domus Medica S.B.S. innréttingar SagaMedica Salatbarinn Buffet Restaurant Samtals ehf Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja-SSF Segull ehf Sláturfélag Suðurlands svf SM kvótaþing ehf Smíðaþjónustan ehf Spöng ehf Steypustöðin ehf Stjörnuegg hf Subway Suzuki bílar hf SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu Sögn ehf Tandur hf Tannlæknastofa Friðgerðar Samúelsdóttur Tannþing ehf The Coocoo’s Nest THG Arkitektar ehf TrueNorth Ísland ehf Tölvar ehf Tösku- og hanskabúðin ehf Úti og inni sf VA arkitektar ehf Vagnasmiðjan ehf Verkfræðistofan Skipatækni ehf Verkfærasalan ehf Verslunartækni ehf Verslunin Rangá Vélar og verkfæri ehf Vélvík ehf Við og Við sf Vilberg kranaleiga ehf Vinnufatabúðin Yndisauki ehf

Kópavogur Adamsson arkitektastofa ALARK arkitektar ehf Alur blikksmiðja ehf AMG Aukaraf ehf AP varahlutir ehf AuðÁs ehf Ásborg slf Bakkabros tannsmíðaverkstæði ehf Bazaar Reykjavík ehf. Bifreiðaverkstæði Kópavogs ehf Bifreiðaverkstæðið Stimpill ehf Birgir G. Magnússon hdl Bílaklæðningar hf Bílamálunin Varmi ehf Bílasprautun og réttingar Auðuns Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs sf Blikkform ehf Blikksmiðjan Vík ehf Bremsan ehf Byggingafélagið Skuld ehf Einar Ágústsson & Co ehf Einar Beinteins ehf - Dúklagningameistari Fararsnið, léttar gönguferðir um Ítalíu Fjölvirki ehf Fríform ehf GG Sport Greiðabílar hf Guðmundur Skúlason ehf Hilmar Bjarnason ehf, rafverktaki Iðnaðarlausnir ehf Iðnvélar ehf Init ehf ÍSA stál Járnsmiðja Óðins JS-hús ehf Klippistofa Jörgens ehf Körfuberg ehf Litlaprent ehf Línan ehf Loft og raftæki ehf Lyra ehf Marvís ehf Merkúr húsgagnabólstrun slf MHG verslun ehf Nýþrif - ræstingaverktaki ehf Oxus heildverslun Pottagaldrar ehf Rafholt ehf Rafmiðlun hf Skilaborg ehf bókhaldsþjónusta Slökkvitækjaþjónustan ehf Sportvörur Stáliðjan Söguferðir ehf Ungmennafélagið Breiðablik Vatn ehf Viðskiptaþjónusta ÁGG ehf Zenus sófar

Garðabær Aflbinding-Járnverktakar ehf Bílasprautun Íslands ehf Cintamani ehf Curaprox Ísland-www.facebook.com/ curaproxiceland Efnalaug og fatahreinsun Garðabæ Garðasókn GJ bílahús Stjörnu-Oddi hf Val - Ás ehf Vörukaup ehf, heildverslun Öryggisgirðingar ehf

Hafnarfjörður Aðalskoðun hf Ás, fasteignasala ehf Batteríð Arkitektar ehf Bortækni ehf Efnamóttakan hf Einar í Bjarnabæ ehf Eiríkur og Einar Valur ehf EÓ-Tréverk sf Fjölur ehf Fjörukráin-Hótel Víking Gunnars mæjónes ehf H. Jacobsen Hafnarfjarðarhöfn Hallbertsson ehf Héðinn hf HH Trésmiðja ehf Kona Tískuverslun Smyril Line Ísland ehf Stoðtækni ehf Tannlæknastofa Harðar V Sigmarssonar sf Trefjar ehf Tupperware á Íslandi Umbúðamiðlun ehf Útvík hf Vélsmiðjan Altak ehf Víðir og Alda ehf VSB verkfræðistofa ehf

Álftanes BITAKOT, við sundlaugina, s: 555 6556 GO múrverk ehf

Reykjanesbær Áfangar ehf-hreinlætisvörur Bed and Breakfast - Keflavik Airport Bókhalds og rekstrarþjónusta Gunnars Þórarinssonar DMM Lausnir ehf Eignamiðlun Suðurnesja Ferðaþjónusta Reykjaness ehf Fjölbrautaskóli Suðurnesja GE bílasala Húsagerðin ehf, trésmiðja IceMar ehf M² Fasteignasala & Leigumiðlun Málverk slf Nesraf ehf Rafkompaní slf Reiknistofa fiskmarkaða hf SB Trésmíði ehf Skólamatur ehf Sporthúsið Reykjanesbæ Suðurflug ehf Verslunarmannafélag Suðurnesja Víkurfréttir ehf Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum

Grindavík Bláa lónið E.P.verk ehf EVH verktakar ehf Jens V Óskarsson Ó S fiskverkun ehf Staðarbúið ehf Vísir hf

Sandgerði Staftré ehf Vélsmiðja Sandgerðis ehf

Mosfellsbær Alefli ehf byggingaverktakar Álgluggar JG ehf Eignarhaldsfélagið Bakki ehf Elektrus ehf, löggiltur rafverktaki Fasteignasala Mosfellsbæjar ehf Guðmundur S Borgarsson ehf Kvenfélag Kjósarhrepps Múr og meira ehf Nonni litli ehf ÓP skrúðgarðyrkja ehf Sjöund slf

Akranes Gallerý Snotra ehf Grastec ehf Meitill ehf Smurstöð Akraness sf Snókur verktakar ehf Straumnes ehf, rafverktakar Viðar Einarsson ökukennsla ehf

Borgarnes B. Björnsson ehf Bifreiðaverkstæðið Hvannnes ehf Dýralæknaþjónusta Vesturlands ehf Kaupfélag Borgfirðinga Skorradalshreppur Velverk ehf

Stykkishólmur Málflutningsstofa Snæfellsness Stjórnendafélag Vesturlands Útgerðarfélagið Kári ehf

Grundarfjörður Grundarfjarðarbær Suða ehf Þjónustustofan ehf

Ólafsvík Kvenfélag Ólafsvíkur Steinprent ehf Útgerðarfélagið Guðmundur ehf

Reykhólahreppur Reykhólahreppur Steinver sf

Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða Gámaþjónusta Vestfjarða ehf Hamraborg ehf Jón og Gunna ehf Sjúkraþjálfun Vestfjarða Skipsbækur ehf

Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður Endurskoðun Vestfjarða ehf Sigurgeir G. Jóhannsson ehf

Patreksfjörður Bókhaldsstofan Stapar ehf

Tálknafjörður Gistiheimilið Bjarmalandi ehf T.V. Verk ehf

Bíldudalur Íslenska kalkþörungafélagið ehf

Þingeyri Gistihúsið Við fjörðinn

Hvammstangi Hótel Hvammstangi

Blönduós Húnavatnshreppur Stéttarfélagið Samstaða

Skagaströnd Vík ehf

Sauðárkrókur Blóma og gjafabúðin ehf Fjólmundur ehf K-Tak ehf Trésmiðjan Ýr ehf Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf

Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði

Siglufjörður Siglufjarðar Apótek ehf Snerpa, íþróttafélag fatlaðra

Akureyri AUTO ehf, bílapartasala B. Snorra ehf Bakaríið við brúna ehf Baldur Halldórsson ehf Bifreiðastöð Oddeyrar ehf Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins ehf Bílapartasalan Austurhlíð Bílasala Akureyrar ehf Byggingarfélagið Hyrna ehf Eining-Iðja Hlíð hf HSH verktakar ehf Húsprýði sf Höldur ehf, bílaleiga Index tannsmíðaverkstæði ehf Ísbúðin Akureyri J M J Herradeild Jafnréttisstofa Malbikun KM ehf Myndlistaskólinn á Akureyri ehf Pedromyndir ehf ProMat Akureyri ehf Raftákn ehf - Verkfræðistofa Samvirkni ehf Sjúkrahúsið á Akureyri Skútaberg ehf Steypustöð Akureyrar ehf Tannlæknastofa Björns Rögnvaldssonar Timbra ehf,byggingarverktaki Toyota Akureyri Trétak ehf Vélaleiga HB ehf

Grenivík Grýtubakkahreppur

Grímsey Sigurbjörn ehf

Dalvík Bruggsmiðjan Kaldi ehf Kussungur ehf Vélvirki ehf, verkstæði

Húsavík Fatahreinsun Húsavíkur sf Heimabakarí Húsavík Jarðverk ehf Skóbúð Húsavíkur ehf Steinsteypir ehf Stórey ehf Trésmiðjan Rein ehf Vermir sf Víkurraf ehf Ökuskóli Húsavíkur

Mývatn Dimmuborgir Guesthouse Vogar, ferðaþjónusta

Vopnafjörður Bílar og vélar ehf Hofssókn, Vopnafirði

Egilsstaðir Bókráð,bókhald og ráðgjöf ehf Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir Héraðsprent ehf

Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf Kúpp ehf Menntaskólinn á Egilsstöðum MSV, Stál og Vélar ehf Myllan ehf, s: 470-1700 Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf Tréiðjan Einir ehf

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður

Reyðarfjörður Heilsuhreysti, sjúkraþjálfun Krana- og gröfuleiga Borgþórs ehf Skiltaval ehf

Eskifjörður Egersund Ísland ehf Kaffihúsið Eskifirði Ökuskóli Austfjarða ehf

Neskaupstaður Bílaverkstæði Önundar ehf Síldarvinnslan hf

Djúpavogur S.G. Vélar ehf, verkstæði

Höfn í Hornafirði Efnalaug Dóru ehf Króm og hvítt ehf Sveitafélagið Hornafjörður Þingvað ehf, byggingaverktakar

Selfoss Árvirkinn ehf Bíltak ehf Café Mika Reykholti Gróðrarstöðin Hæðarenda Hótel Geysir JÁ pípulagnir ehf Jeppasmiðjan ehf Kvenfélag Grímsneshrepps Kökugerð H P ehf Pylsuvagninn Selfossi við brúarendann Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf Veiðisport ehf X5 ehf Österby-hár

Hveragerði Ficus ehf Raftaug ehf

Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus Þorlákshafnarhöfn

Ölfus Eldhestar ehf Ferðaþjónustan Núpum-www.nupar.is Gljúfurbústaðir ehf Skjólklettur ehf

Stokkseyri Bjartás slf

Laugarvatn Ásvélar ehf Menntaskólinn að Laugarvatni

Flúðir Flúðasveppir ehf Íslenskt grænmeti ehf Kaffi-Sel ehf

Hella Bílaverkstæðið Rauðalæk ehf Gistihús Árhúsa Kanslarinn veitingahús Stracta Hotels Söluskálinn Landvegamótum ehf

Hvolsvöllur Krappi ehf, byggingaverktakar Kvenfélagið Freyja

Vík Hópferðabílar Suðurlands sf Hótel Katla Mýrdælingur ehf Volcano Hotel

Kirkjubæjarklaustur Geirland ehf, hótel og veitingarekstur

Vestmannaeyjar Bíla- og vélaverkstæðið Nethamar ehf Bragginn sf, bílaverkstæði Eyjaprent hf IP-lagnir slf Kranabílaþjónustan ehf Miðstöðin ehf Ós ehf Skipalyftan ehf

Þökkum stuðninginn

Kynningarblað Hjartamánuður - Go red

25. febrúar 2017 7

Page 8: Hjartað þitt - Vísir · skrýtnum verkjum sem mér fannst vera í lungunum. Ég settist niður og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp að sópa. Þá kom þessi verkur aftur

Hjartamánuður - GO rED Kynningarblað

25. febrúar 20178

Allar viðgerðir, þjónusta og uppsetningar á kæli- og frystikerfum. Almenn raflagnaþjónusta, viðgerðir og uppsetningar.

Bakvaktar og neyðarþjónusta Sími: 660-2970 • 517-4000

[email protected] • expert.is

Viðmiðunarreglur Mörkunnar

ASETUR – Túlkaþjónusta

Pantone 272

Process Color 60C+47M

Black

ÞÓR ehf vélaverkstæðiPósthólf 133, 902 VestmannaeyjarSími 481-2111, fax 481-2918Netfang: [email protected]íða: www.velathor.is

Merkið Landsvirkjun_Merki

Þökkum stuðninginn