38
Ég er kominn heim Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund. Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól.

Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Ég er kominn heim

Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund. Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund.

Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól.

Page 2: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim.

Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim.

Page 3: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Ég fann þig

Ég hef allt líf mitt leitað að þér leitað og spurt, sértu þar eða hér því ég trúði að til væri þú, trúði og ég á þig nú. Loksins ég fann þig líka þú sást mig ljóminn úr brúnu augunum skein haltu mér fast í hjarta þér veistu að hjá mér er aðeins þú ein

Page 4: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Sá ég þig fyrst um sólgullið kvöld sá þig og fann að hjá mér tókstu völd því hjá þér ég hvíld finn og frið ferð mín er bundin þig við.

Loksins ég fann þig líka þú sást mig ljóminn úr brúnu augunum skein haltu mér fast í hjarta þér veistu að hjá mér er aðeins þú ein.

Page 5: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Þú komst við hjartað í mér

Á diskóbar, ég dansaði frá sirka tólf til sjö. Við mættumst þar, með hjörtun okkar brotin bæði tvö.

Ég var að leita að ást, ég var að leita að ást.

Page 6: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú komst við hjartað í mér, ó sem betur fer.

Og sem betur fer og sem betur fer þá fann ég þig hér. Og sem betur fer og sem betur fer þá fann ég þig hér.

Page 7: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Fyrr var oft í koti kátt

Fyrr var oft í koti kátt krakkar léku saman. Þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman. Úti’ um stéttar urðu þar einatt skrýtnar sögur þegar saman safnast var sumarkvöldin fögur.

Page 8: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Eins við brugðum okkur þá oft á milli bæja til að kankast eitthvað á eða til að hlæja. Margt eitt kvöld og margan dag máttum við í næði æfa saman eitthvert lag eða syngja kvæði.

Page 9: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Bænum mínum heima hjá, Hlíðar brekkum undir, er svo margt að minnast á margar glaðar stundir. Því vill hvarfla hugurinn, heillavinir góðir, heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir.

Page 10: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Tondeleyó

Á suðrænum sólskinsdegi ég sá þig, ó ástin mín, fyrst. Þú settist hjá mér í sandinn, þá var sungið, faðmað og kysst. Þá var drukkið, dansað og kysst. Tondeleyó, Tondeleyó. Aldrei gleymast mér augun þín svörtu og aldrei slógu tvö glaðari hjörtu. Tondeleyó, Tondeleyó.

Page 11: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Hve áhyggjulaus og alsæll í örmum þínum ég lá og oft hef ég elskað síðan, en aldrei jafn heitt eins og þá. Aldrei jafn eldheitt sem þá. Tondeleyó, Tondeleyó. Ævilangt hefði ég helst viljað sofa við hlið þér í dálitlum svertingjakofa. Tondeleyó, Tondeleyó.

Page 12: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Einu sinni á ágústkvöldi

Einu sinni' á ágústkvöldi austur í Þingvallasveit gerðist í dulitlu dragi dulítið sem enginn veit, nema við og nokkrir þrestir og kjarrið græna inní Bolabás og Ármannsfellið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.

Page 13: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Þó að æviárin hverfi út á tímans gráa rökkurveg, við saman munum geyma þetta ljúfa leyndarmál, landið okkar góða þú og ég.

Page 14: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Ég veit þú kemur

Ég veit þú kemur í kvöld til mín, þó kveðjan væri stutt í gær, ég trúi ekki á orðin þín ef annað segja stjörnur tvær.

Og þá mun allt verða eins og var, sko, áður en þú veist, þú veist, og þetta eina sem út af bar okkar á milli í friði leyst.

Page 15: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Og seinna þegar tunglið hefur tölt um langan veg, þá tölum við um drauminn sem við elskum þú og ég.

Ég veit þú kemur í kvöld til mín, þó kveðjan væri stutt í gær, ég trúi ekki á orðin þín ef annað segja stjörnur tvær. ef annað segja stjörnur tvær.

Page 16: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Síldarvalsinn

Syngjandi sæll og glaður til síldveiða nú ég held. Það er gaman á Grímseyjarsundi við glampandi kvöldsólareld, þegar hækkar i lest og hleðst mitt skip við "háfana" fleiri og fleiri. Svo landa ég síldinni sitt á hvað: á Dalvík og Dagverðareyri.

Page 17: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Seinna er sumri hallar og súld og bræla er, þá held ég fleyi til hafnar. Í hrifningu skemmti ég mér á dunandi balli, við dillandi spil og dansana fleiri og fleiri. Og nóg er um hýreyg og heillandi sprund á Dalvík og Dagverðareyri.

Page 18: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Vor í Vaglaskógi

Kvöldið er okkar og vor um Vaglaskóg. Við skulum tjalda í grænum berjamó . Leiddu mig vinur í lundinn frá í gær. Lindin þar niðar og birkihríslan grær.

Leikur í ljósum, lokkum og angandi rósum leikur í ljósum, lokkum hinn vaggandi blæ.

Page 19: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Daggperlur glitra um dalinn færist ró draumar þess rætast er gistir Vaglaskóg . Kveldrauðu skini á krækilyngið slær. Kyrrðin er friðandi mild og angurvær.

Leikur í ljósum, lokkum og angandi rósum leikur í ljósum, lokkum hinn fagnandi blær.

Page 20: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Við gengum tvö

Við gengum tvö, við gengum tvö í rökkurró við leiddumst hljóð, við leiddumst hljóð um húmgan skóg. Þú varst yndi, þú varst yndi og ástin mín og stundin áfeng, stundin áfeng eins og vín

Page 21: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Við hlýddum tvö, við hlýddum tvö í húmi ein er blærinn kvað, er blærinn kvað við blöð á grein. Ég var nóttin, ég var nóttin þögla þín og þú varst eina, þú varst eina stjarnan mín.

Á meðan norðurljósin leiftra um bláan himininn þá sit ég ein og þrái kveðjukossinn þinn

Page 22: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Heyr mína bæn

Heyr mína bæn, mildasti blær. Berðu kveðju mína’ yfir höf. Syngdu honum saknaðarljóð. Vanga hans blítt vermir þú sól vörum mjúkum, kysstu hans brá. Ástarorð hvísla mér frá.

Syngið þið fuglar ykkar fegursta ljóðaval flytjið honum í indælum óði ástarljóð mitt.

Page 23: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Heyr mína bæn, bára við strönd. Blítt þú vaggar honum við barm, þar til svefninn sígur á brá. Draumheimi í dveljum við þá daga langa saman tvö ein. Heyr mína bænir og þrár.

Syngið þið fuglar ykkar fegursta ljóðalag flytjið honum í indælum óði ástarljóð mitt.

Page 24: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Í fjarlægð

Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum dvel ég hjá.

Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymist meðan lífs ég er.

Page 25: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Draumalandið

Ó leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða Með sælu sumrin löng með sælu sumrin löng

Þar angar blómabreiða við blíðan fuglasöng. Þar angar blómabreiða Þar angar blómabreiða við blíðan fuglasöng.

Page 26: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Þar aðeins yndi fann ég. Þar aðeins við mig kann ég Þar batt mig tryggðarband Þar batt mig tryggðarband

Því þar er allt sem ann ég Þar er mitt „Draumaland“ Því þar er allt sem ann ég Því þar er allt sem ann ég það er mitt „Draumaland“.

Page 27: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Kveiktu ljós

Kveiktu ljós læstu fljótt þá líður þessi nótt með oss bæði út í fjarskann inn í fagrann stjörnugeim. Burt með Bakkusarvöld og blekkingartjöld og við tvö skulum skapa okkar heim.

Page 28: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Því þennan heim eigum ein sem enginn fær að sjá ástin alsæl og hrein enga sorg finna má. Kveiktu ljós læstu fljótt þá líða nótt með oss tvö inn í töfrandi heim.

Page 29: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Kveiktu ljós læstu fljótt þá líður þessi nótt með oss bæði út í fjarskann inn í fagrann stjörnugeim. Burt með Bakkusarvöld og blekkingartjöld og við tvö skulum skapa okkar heim.

Page 30: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Á Sprengisandi

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, rennur sól á bak við Arnarfell. Hér á reiki' er margur óhreinn andinn úr því fer að skyggja á jökulsvell.

Drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur verður síðasti áfanginn. Drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur verður síðasti áfanginn.

Page 31: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Þei þei, þei þei. Þaut í holti tófa, þurran vill hún blóði væta góm, eða líka einhver var að hóa undarlega digrum karlaróm.

Útilegumenn í Ódáðahraun eru kannski' að smala fé á laun. Útilegumenn í Ódáðahraun eru kannski' að smala fé á laun.

Page 32: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, rökkrið er að síga' á Herðubreið. Álfadrotting er að beisla gandinn, ekki' er gott að verða' á hennar leið. Vænsta klárinn vildi' ég gefa til að vera kominn ofan í Kiðagil. Vænsta klárinn vildi' ég gefa til að vera kominn ofan í Kiðagil.

Page 33: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Vor Akureyri

Vor Akureyri er öllu meiri

Með útgerð dráttarbraut og Sjallans paradís

Við höfum Lindu, við höfum Kea

og heilsu drykkinn Thule, Amaró og Sís.

Og besta skíðahótelið skín við upp í fjöllum

Og nýja skíðalyftan þar sparar göngu öllum

Við þurfum lítið sem ekkert að sækja suður

Og sjálfglöð menning er okkar stolt.

Page 34: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Vor Akureyri er öllu meiri.

Með útgerð dráttarbraut og Sjallans paradís

Við höfum Lindu, við höfum Kea

og heilsu drykkinn Thule, Amaró og SÍS

Og hér er gaman mesta að gá að hinu og þessu

Er ganga stúlkur okkar um rúntinn eftir messu

En varist drengir ekki vöndust dömur slíkar,

sér viðhald að kjósa, það er engum hollt.

Page 35: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Vor Akureyri er öllu meiri.

Með útgerð dráttarbraut og Sjallans paradís

Við höfum Lindu, við höfum Kea

Og heilsu drykkinn Thule, Amaró og SÍS

Við höfum Lindu, við höfum Kea

Og heilsu drykkinn Thule, Amaró og SÍS

Og heilsu drykkinn Thule, Amaró og SÍS

Page 36: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Víkivaki

Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða - draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Page 37: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin - mundu að það er stutt hver stundin stopult jarðneskt yndið þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Page 38: Ég er kominn heim - mak.is · Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú

Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma - segðu engum manni hitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!