46
Fjölrit nr. 3-08 GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS Unnið fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Mosfellsbæ og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar Hilmar J. Malmquist, Haraldur Rafn Ingvason, Stefán Már Stefánsson og Finnur Ingimarsson Desember 2008 Hamraborg 6a - 200 Kópavogur - natkop.is

GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Fjölrit nr. 3-08

GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Unnið fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Mosfellsbæ og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar

Hilmar J. Malmquist, Haraldur Rafn Ingvason, Stefán Már Stefánsson og Finnur Ingimarsson

Desember 2008

Hamraborg 6a - 200 Kópavogur - natkop.is

Page 2: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

2

Fjölrit nr. 3-08

GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Unnið fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Mosfellsbæ og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar

Hilmar J. Malmquist, Haraldur Rafn Ingvason, Stefán Már Stefánsson og Finnur Ingimarsson

Desember 2008

Hamraborg 6a - 200 Kópavogur - natkop.is

[Type a quote from the document or

[Type a quote from the document or

Page 3: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

3[Type a quote from the document or

[Type a quote from the document or

Page 4: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

4

Ágrip

Vistkerfi Hafravatns var rannsakað í maí–október 2007 á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Mosfellsbæ og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla grunnupplýsinga um lífríki, efnaþætti og eðlisþætti vatnsins. Öðrum þræði var ráðist í verkefnið til að svara spurningum um umhverfisálag og hugsanlega mengun í vatninu. Ástand Hafravatns m.t.t. næringarefna og þungmálma var mjög gott. Næringarefnastyrkur var lítill og telst Hafravatn næringarefnasnautt. Heildarstyrkur fosfórs (Tot-P) mældist 4–5 µg/l og köfnunarefnis (Tot-N) 66–93 µg/l. Hlutfall PO4:NH4+NO3 var um 1,0 sem bendir til þess að köfnunarefni sé takmarkandi í frumframleiðslu. Styrkur þungmálma (Cu, Zn, Cd, Pb, Cr, Ni, As) var lítill og jafnan undir greiningarmörkum. Rafleiðni mældist 95 µS/cm (± 1,3, n=9). Samkvæmt langtímagögnum Náttúrufræðistofunnar og fyrri rannsóknum hefur rafleiðnin aukist marktækt í vatninu um 10–15 µS/cm á sl. tíu árum eða svo. Þetta bendir til þess að ákoma efna í vatnið hafi aukist og eða að yfirborðslag vatnsins hafi hlýnað. Aukning í rafleiðni gefur tilefni til að ætla að lífsskilyrði hafi batnað almennt í vatninu. Sjóndýpi mældist fremur lítið, 5,8 m (± 0,48), sem kemur á óvart m.t.t. þess hve lítið var af gruggi (0,96 ± 0,23 FNU), blaðgrænu–a (2,3 ± 0,27 µg/l) og lífrænu kolefni (0,72 ± 0,05 mg/l). Gróðurþekja í vatninu var lítil og á meðal háplantna fundust fjallnykra (Potamogeton alpinus), álftalaukur (Isoetes echinospora) og síkjamari (Myriophyllum alterniflorum). Kransþörungurinn tjarnarnál (Nitella opaca) fannst á 2–12 m dýpi. Í grýttu fjörubelti fundust 36 tegundir og tegundahópar af hryggleysingjum og var þéttleikinn 12.677–62.247 dýr/m2. Árfætlur, vatnaflær, rykmýslirfur og ánar voru algengustu dýrahóparnir. Ofan í mjúkum setbotni fundust 25 tegundir og tegundahópar hryggleysingja og var þéttleikinn 10.794–116.190 dýr/m2. Ánar, skelkrabbar, árfætlur og rykmýslirfur voru algengustu dýrahóparnir á setbotninum. Þéttleiki og tegundasamsetning botndýra í Hafravatni svipar til þess sem þekkist í álíka djúpum vötnum á landinu. Í vatnsbol Hafravatns fundust 12 tegundir og tegundahópar krabbadýra og var þéttleikinn 25–184 dýr/10 l. Allsráðandi tegundir voru halafló (Daphnia galeata), ranafló (Bosmina coregonii) og svifdíli (Diaptomus teg.). Lítið var af hornsílum í vatninu en afli bleikju og urriða var umtalsverður og álíka mikið af hvorri tegund. Bleikjan náði hámarksstærð við 5+ ára aldur og var þá um 20 cm á lengd og 100 g. Urriðinn óx bæði hraðar og varð stærri en bleikja. Aðalfæða bleikju var sviflægar vatnaflær, en vatnabobbar, vorflugulirfur og hornsíli var aðalfæða urriða. Magafylli var töluverð hjá bæði bleikju og urriða og fiskarnir almennt í góðum holdum (holdastuðull Fultons > 1,0). Samanburður við fyrri rannsóknir í Hafravatni bendir til þess að bleikjustofninn hafi stækkað á sl. tíu árum, sem og að lengdar– og þyngdarvöxtur einstaklinga hafi aukist og lífslíkur vaxið. Sömu tilhneigingar gætir í grósku smádýra í grýttu fjörubelti og í vatnsbolnum – þéttleiki dýra er meiri nú en fyrir um tíu árum. Þessar breytingar kunna að standa í sambandi við víðtækari breytingar á umhverfisþáttum sem virðast eiga sér stað á vatnasviði Hafravatns og höfuðborgarsvæðinu öllu, þ.e.a.s. í hlýnandi veðurfari.

Page 5: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

5

Summary Physico–chemical factors and biological components of Lake Hafravatn, Mosfellsbær municipal, SW–Iceland, were studied in the period May–October 2007. Lake Hafravatn is 1.08 km2, with mean depth of 8 m and max. depth 28 m. The lake is situated at 75 m a.s.l. and the catchment (~ 30 km2) is a mixture of barren land and vegetated heath– and wetland. The main outlet is by River Úlfarsá (~ 1,3 m3/s), giving a rough estimate of retention time of 73 days. Surface water quality of Lake Hafravatn was very high. All major nutrients, trace elements and heavy metals measured in low concentrations. Lake Hafravatn classifies as an oligotrophic lake. Tot-P (n = 3) measured 4–5 µg/l, PO4 2–3 µg/l, Tot-N 66–93 µg/l while NH4 and NO3 were below detection limits. The ratio of available N:P was around 1.0, indicating that nitrogen rather than phosphorus was the limiting factor for primary production. Concentrations of Cu, Zn, Cd, Pb, Cr, Ni and As was low and usually below detection limits. Secchi depth was rather low (5.8 m ± 0.48) and less than expected with regard to low concentrations of chlorphyll–a (2.3 µg/l ± 0.27) and TOC (0,72 mg/l ± 0.05). Conductivity was on average 95 µS/cm ± 1.3 (n=9), complying with conductivity in Icelandic lakes of similar depth. According to longtime dataseries, conductivity in Lake Hafravatn has increased significantly by 10–15 µS/cm for the past 10 years or so. This suggests that nutrient load into the lake might have increased and or that the uppermost surface layer of the lake has warmed up. Increased conductivity implies that general conditions for life in the lake have improoved. Lake Hafravatn is poor in macrophytes, mainly because of its depth and limited Secchi depth. Three specis of macrophytes were identfied (Potamogeton alpinus, Isoetes echinospora and Myriophyllum alterniflorum) and one species of chara algae (Nitella opaca). Regarding invertebrates, 36 species and species–groups were identified in the rocky surf zone with a density of 12.677–62.247 ind./m2. Copepods (Cyclops teg.), cladocerans, chironomid larvae and oligochaets were the most abundant groups. In the profundal habitat, 25 species and species–groups were identified with a density of 10.794–116.190 ind./m2. Oligochaets, ostracods, copepods and chironomid larvae were most common. In the pelagic, 12 species and species–groups were identified with a density of 25–184 ind./10 l. Dominant species were Daphnia

galeata, Bosmina coregonii and Diaptomus teg. Regarding fish, three–spined sticklebacks (Gasterosteus aculeatus) were caught in very low numbers, but cpue of Arctic charr (Salvelinus alpinus) and brown trout (Salmo trutta) was quite high and even among both species. Growth of Arctic charr was rather slow, with maximum size of ~20 cm and 100 g at the age 5+ yr. Brown trout grew faster and reached greater size. Main food of Arctic charr was zooplankton, whereas molluscs, trichopterans and sticklebacks were main food for brown trout. Comparison with earlier studies on Lake Hafravatn indicates that the Arctic charr population has improved considerably for the past 10 years, as well has individual growth rate of fish and survival. Also, densities of littoral and profundal invertebrates, and that of zooplankton, are higher now than a decade ago. These changes may be related to more comprehensive changes taking place in environmental factors in the catchment area of Lake Hafravatn as well as the whole capital area, i.e. climate warming.

Page 6: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

6

Efnisyfirlit

Ágrip .............................................................................................................. 4

Summary ....................................................................................................... 5

Myndaskrá ..................................................................................................... 7

Töfluskrá ....................................................................................................... 7

1. Inngangur................................................................................................... 8

2. Aðferðir ..................................................................................................... 9

2.1 Staðhættir ................................................................................................................ 9

2.2 Sýnataka, mælingar og meðhöndlun gagna .......................................................... 10

2.2.1 Eðlis– og efnaþættir ....................................................................................... 11

2.2.2 Botngróður og svifþörungar .......................................................................... 11

2.2.3 Smádýralíf ..................................................................................................... 11

2.2.4 Fiskar ............................................................................................................. 12

3. Niðurstöður og umræður ......................................................................... 14

3.1 Eðlis– og efnaþættir .............................................................................................. 14

3.2 Þörungar og háplöntur .......................................................................................... 19

3.3 Smádýralíf ............................................................................................................ 21

3.3.1 Grýtt fjörubelti – steinasýni ........................................................................... 21

3.3.2 Mjúkur setbotn – Kajaksýni .......................................................................... 25

3.3.3 Mjúkur setbotn – gildrusýni .......................................................................... 26

3.3.4 Vatnsbolur – svifsýni ..................................................................................... 29

3.4 Fiskar .................................................................................................................... 31

3.4.5 Hornsíli .......................................................................................................... 31

3.4.6 Laxfiskar ........................................................................................................ 31

4. Samantekt ................................................................................................ 36

4.1 Vatnafræði, efna– og eðlisþættir .......................................................................... 36

4.2 Lífríki .................................................................................................................... 36

5. Þakkir ....................................................................................................... 38

6. Heimildir ................................................................................................. 39

7. Viðaukar .................................................................................................. 42

Page 7: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

7

Myndaskrá Mynd 1. Berggrunns- og vatnafarskort af nágrenni Hafravatns 9 Mynd 2. Sýnatökustöðvar í Hafravatni sumarið 2007 10 Mynd 3. Rafleiðni í Hafravatni 2007 15 Mynd 4. Rafleiðni í fjórum vötnum á höfuðborgarsvæðinu 2004–2008 15 Mynd 5. Vatnshiti og súrefnsimettun á djúpstöð 1 í Hafravatni árið 2007 16 Mynd 6. Heildarstyrkur fosfórs og köfnunarefnis í Hafravatni árið 2007 og 1998 18 Mynd 7. Gróðurþekja í Hafravatni 20 Mynd 8. Magn blaðgrænu–a í Hafravatni 20 Mynd 9. Meðalþéttleiki botndýra í grýttu fjörubelti 24 Mynd 10. Lengd og þyngd bleikju og urriða eftir aldri 33 Mynd 11. Fæða bleikju og urriða í Hafravatni og fleiri vötnum 35

Töfluskrá Tafla 1. Eðlisþættir og magn blaðgrænu–a í Hafravatni árið 2007 14 Tafla 2. Basavirkni, grugg og næringarefni í yfirborðsvatni í Hafravatni árið 2007 17 Tafla 3. Aðalefni í yfirborðsvatni á stöð 1 í Hafravatni árið 2007 19 Tafla 4. Þungmálmar í yfirborðsvatni á stöð 1 í Hafravatni árið 2007 19 Tafla 5. Þéttleiki dýra á fjörugrjóti á steinastöð 1 í Hafravatni árið 2007 21 Tafla 6. Þéttleiki dýra á fjörugrjóti á steinastöð 2 í Hafravatni árið 2007 22 Tafla 7. Þéttleiki dýra á fjörugrjóti á steinastöð 3 í Hafravatni árið 2007 23 Tafla 8. Þéttleiki dýra í grýttu fjörubelti í Hafravatni árið 1998 og 2007 23 Tafla 9. Þéttleiki dýra á setbotni í Hafravatni árið 2007 25 Tafla 10. Þéttleiki dýra á setbotni í Hafravatni 1998 og 2007 26 Tafla 11. Þéttleiki helstu krabbadýra á setbotni í Hafravatni árið 2007 27 Tafla 12. Þéttleiki helstu tegunda og hópa þyrildýra á setbotni í Hafravatni árið 2007 28 Tafla 13. Þéttleiki helstu tegunda og hópa krabbadýra í vatnsbol Hafravatns árið 2007 29 Tafla 14. Þéttleiki helstu krabbadýra í svifsýnum í Hafravatni 1998 og 2007 30 Tafla 15. Þéttleiki helstu tegunda og hópa þyrildýra í svifsýnum í Hafravatni árið 2007 30 Tafla 16. Fjöldi veiddra hornsíla í gildrur í Hafravatni árið 2007 31 Tafla 17. Afli á sóknareiningu fyrir bleikju og urriða í Hafravatni árið 1998 og 2007 32 Tafla 18. Kynþroskahlutfall bleikju og urriða í Hafravatni árið 2007 32 Tafla 19. Lengd, þyngd og aldur bleikju og urriða í Hafravatni 1998 og 2007 32 Tafla 20. Fæða bleikju og urriða í Hafravatni og fleiri vötnum 35

Page 8: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

8

1. Inngangur

Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum rannsóknar á vistfræði Hafravatns í Mosfellsbæ sem Náttúrufræðistofa Kópavogs vann á tímabilinu maí til október 2007. Verkefnið var unnið að beiðni Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og í samvinnu við Mosfellsbæ og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla grunnupplýsinga um lífríki og efna− og eðlisþætti Hafravatns og draga upp heildstæða mynd af gerð og eðli vistkerfisins í tíma og rúmi. Rannsóknin var gerð öðrum þræði til að svara spurningum um ástand fiskistofna í vatninu, umhverfisálagi og mengun. Lífríki Hafravatns hefur lítið verið rannsakað áður á heildstæðan hátt. Aðeins er vitað um eina rannsókn þar sem hugað var með samræmdum hætti að helstu lykilþáttum vistkerfisins, þ.m.t. efnafræði, gróðri, smádýrum, fiski og fuglum. Hér er um að ræða gagnasöfnun í verkefninu Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna, sem fram fór árið 1998, en að Yfirlitskönnuninni standa Náttúrufræðistofa Kópavogs, Líffræðistofnun Háskólans, Hólaskóli og Veiðimálastofnun. Unnið hefur verið úr flestum gögnum sem aflað var í Hafravatni árið 1998 og nýtast þau til samanburðar við niðurstöður sem fást í verkefninu sem hér er greint frá. Fiskirannsóknir hafa verið stundaðar um árabil af Veiðimálastofnun á vatnasviði Hafravatns í Úlfarsá og Seljadalsá þar sem fylgst hefur verið með veiði og seiðabúskap, einkum hjá laxi í Úlfarsá (Friðþjófur Árnason og Þórólfur Antonsson 2001, Friðþjófur Árnason 2004, 2008). Minna hefur farið fyrir rannsóknum á fiski í sjálfu Hafravatni, en í vatninu lifa lax, urriði, bleikja, áll og hornsíli. Auk fiskirannsóknarinnar í framangreindri Yfirlitskönnun var gögnum um fisk í vatninu safnað í nemendaverkefni árið 2005 (Katrín Sóley Bjarnadóttir 2007). Upplýsingar liggja fyrir um efnafræði Hafravatns frá fyrri tíð, en á tímabilinu apríl 2003 til mars 2004 voru vatnssýni tekin til efnagreiningar og Hafravatn mengunarflokkað m.t.t. reglulgerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns (Tryggvi Þórðarson 2004a). Samkvæmt þeirri rannsókn voru vatnsgæði Hafravatns mikil og vatnið almennt í góðu ástandi að undanskildu köfnunarefni og sér í lagi lífrænu kolefni, sem mældist í talsvert miklu magni.

Page 9: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

9

2. Aðferðir Rannsóknin í Hafravatni laut að þremur meginatriðum. Í fyrsta lagi var hugað að efna–og eðlisþáttum, þ.m.t. hitastigi, sýrustigi og rafleiðni. Jafnframt voru næringarefni, málmar og fleiri efni mæld í vatnssýnum. Í öðru lagi var hugað að plöntum og athuganir gerðar á þörungamagni og könnuð útbreiðsla og tegundasamsetning rótfastra háplantna. Í þriðja lagi voru vatnadýr rannsökuð og m.a. gerðar athuganir á þéttleika og tegundasamsetningu hryggleysingja í grýttu fjörubelti, á mjúkum setbotni og úti í vatnsbol. Einnig voru fiskar rannsakaðir og hugað að gerð og ástandi stofna meðal bleikju og urriða. Áður en lengra er haldið skal stiklað á stóru um umgjörð Hafravatns og vatnafræðileg einkenni.

2.1 Staðhættir Hafravatn (mynd 1) er fremur lítið vatn og meðaldjúpt á íslenskan mælikvarða. Það er 1,08 km2 (108 hektarar) að flatarmáli, meðaldýpi er um 8 m og mesta dýpi 28 m (Sigurjón Rist 1975, Hákon Aðalsteinsson 1989). Rúmtak vatnsins er um 8,2 Gl. Helsta írennsli í Hafravatn á yfirborði er um Seljadalsá en aðal frárennsli er um Úlfarsá. Til Hafravatns berst einnig grunn– og lindavatn með svokölluðum Mosfellsheiðarstraumi (Árni Hjartarson o.fl. 1998). Meðalrennsli í Úlfarsá við Vesturlandsveg á tímabilinu maí–nóvember 2008 var um 1,3 m3/s (http://vmkerfi.os.is/vatn/VV_Frame.php?r= 11037). Út frá rúmtaki vatnsins og rennslistölum í Úlfarsá má reikna fræðilegan viðstöðutíma vatnsins, þ.e. hve lengi vatnsmassinn er að endurnýja sig. Samkvæmt þessu tekur það vatnsmassann í Hafravatni 73 daga að endurnýjast, sem er fremur hæg endurnýjun.

Mynd 1. Berggrunns- og vatnafarskort af nágrenni Hafravatns. Ásamt vatninu sjást helstu ár og lækir á svæðinu. Rauðar örvar benda á meginútfallið, Úlfarsá, og innfallið, Seljadalsá. Kortið er kallað fram af natturuvefsja.is

Page 10: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

10

Vatnið er staðsett í um 75 m h.y.s. undir Hafrafelli og hvílir á fremur lekum grágrýtisgrunni frá síðkvarter (Árni Hjartarson og Freysteinn Sigurðsson 1993, http://natturuvefsja.is/). Stærð vatnasviðsins er um 30 km2 (www.gagnavefsja.is) og liggur einkum um Þormóðsdal austur af vatninu. Vatnasviðið er á köflum vel gróið og er nokkur hluti þess gömul ræktarlönd, en að öðru leyti er landið fremur gróðursnautt. Norðaustan og austan við vatnið eru skógræktarsvæði (Skógræktarfélag Mosfellsbæjar 2005).

2.2 Sýnataka, mælingar og meðhöndlun gagna Farnar voru þrjár vettvangsferðir til sýnatöku á hryggleysingjum og mælinga á efna– og eðlisþáttum í Hafravatni; 3.–4. maí, 9.–10. ágúst og 20.–21. september 2007. Að auki var gróður í vatninu kortlagður 14. ágúst og farið til netaveiða á laxfiskum 18.–19. september. Þá var bætt við ferð til gildruveiða á hornsílum á strandgrunni 8.–9. október. Allar stöðvarnar í sýnatökunni árið 2007 voru hnitaðar með GPS–tæki (Garmin summit) í því skyni að endurtaka sýnatöku og mælingar á sama stað. GPS–hnitun var einnig beitt við kortlagningu gróðurfars. Sýnatökustöðvarnar árið 2007 voru valdar með hliðsjón af sýnatöku í Hafravatni árið 1998 sem gerð var í tengslum við rannsóknaverkefnið Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra

vatna (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2000, 2003). Gögn úr Yfirlitskönnuninni eru notuð til samanburðar við niðurstöður rannsóknarinnar árið 2007, m.a. í því skyni að setja vitsfræði Hafravatns í samhengi á landsvísu.

Mynd 2. Sýnatökustöðvar í Hafravatni sumarið 2007. Upprunalegt kort er fengið frá Sigurjóni Rist (1975).

Page 11: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

11

2.2.1 Eðlis– og efnaþættir Á hverri djúpstöð voru gerðar mælingar á vatnshita, sýrustigi og rafleiðni. Notaðir voru fjölþáttamælar af gerðunum YSI Model 63, YSI 650MDS/6600 og YSI 600XLM. Eftirfarandi breytur voru mældar: vatnshiti (0,01º C upplausn, ± 0,15º C mælinákvæmni), sýrustig (pH 0,01, ± pH 0,2) og rafleiðni (1 µS/cm, ± 0,5%). Mælingar voru gerðar á 0−1 m dýpi undir vatnsyfirborði. Þessu til viðbótar voru áðurnefndir eðlisþættir mældir nokkrum sinnum á djúpstöð 1 á lóðréttu sniði frá yfirborði og niður að botni. Rafleiðni mælir heildarstyrk hlaðinna jóna og efnasambanda í vatnslausn og má nota hana m.a. til að spá fyrir um lífvænleika í vötnum. Þumalfingursreglan er að lífvænleiki vatns er meiri eftir því sem rafleiðnin er hærri. Rafleiðni getur einnig gefið til kynna hvort efnamengun er til staðar. Fjarlægð frá sjó hefur einnig áhrif á rafleiðni vatna, til aukningar er nær dregur sjó vegna seltuáhrifa. Vatnssýni fyrir greiningu á snefil- og aðalefnum voru tekin á stöð 1 í 1,0 lítra plastflösku á 20–40 cm dýpi undir vatnsborði. Efnagreining fór fram á ósíuðum sýnum hjá NIVA í Noregi (Norsk Institutt for Vannforskning, Osló). Alls voru valdar 16 efnabreytur til mælinga; heildarfosfór (Tot-P), fosfat (PO4-P), heildarköfnunarefni (Tot-N), ammóníak (NH4-N), nítrat (NO3-N), lífrænt kolefni (TOC), klór (Cl), flúor (F), súlfat (SO4), kísill (SiO2), ál (Al/R, Al/ICP), kalsíum (Ca), járn (Fe), kalíum (K), magnesíum (Mg) og natríum (Na). Að auki var magn eftirfarandi málma mælt með hliðsjón af reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns: Arsen (As), kopar (Cu), sínk (Zn), kadmíum (Cd), blý (Pb), króm (Cr) og nikkel (Ni).

2.2.2 Botngróður og svifþörungar Við kortlagningu botngróðurs þann 14. ágúst 2007 var báti siglt eftir ákveðnum sniðum og staðnæmst á 47 punktum, botninn skimaður með vatnskíki og þekja og tegundasamsetning gróðurs metin. Þar sem dýpi var of mikið fyrir sjónrænt mat var tegundahlutfall gróðurs metið með því að slaka gróðurkröku niður á botn og náð í sýni. Við gróðurkortlagninguna var skyggni í vatninu mjög lítið, eða um 4 m. Magn sviflægra þörunga var metið með því að mæla magn blaðgrænu−a (chlorophyll-a). Til mælinganna var tekið eitt 1 l vatnssýni á 20–40 cm dýpi á hverri stöð samhliða annarri sýnatöku í maí, ágúst og september. Á rannsóknastofu voru sýnin síuð í gegnum Whatman síupappír GF/C (Cat no 1822 047), hann vafinn í álpappír og geymdur í frysti þar til mæling fór fram. Til að leysa blaðgrænuna úr sýninu var síupappírinn lagður í 96% etanól og hafður í myrkri í kæliskáp í 24 klst. Blaðgræna–a var mæld við bylgjulengdina 665 nm með ljósgleypnimæli (HACH, DR 5000) á Veiðimálastofnun.

2.2.3 Smádýralíf Sýni af smádýralífi voru tekin í maí, ágúst og september úr þremur helstu búsvæðum smálífvera í stöðuvötnum, þ.e. úr grýttu fjörubelti (strandstöðvar), mjúkum setbotni og vatnsbol (djúpstöðvar) (sjá mynd 2).

Page 12: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

12

Á rannsóknastofu voru dýrasýnin greind undir víðsjá (allt að 90 x stækkun) til tegunda eða tegundahópa eftir því sem við var komið og fjöldi einstaklinga af hverri tegund eða tegundahópi talinn. Í nokkrum tilfellum voru dýrasýni skoðuð undir smásjá við allt að 400 x stækkun. Þéttleiki dýra var reiknaður sem fjöldi á flatar– eða rúmmálseiningu eftir gerð sýnis. Við tölfræðilega meðhöndlun á niðurstöðum var notuð útgáfa 10.2 af Systat tölfræðiforriti. 2.2.3.1 Grýtt fjörubelti – steinasýni Valdar voru þrjár stöðvar (mynd 2). Á hverri stöð voru fimm steinar valdir af handahófi af 20–50 cm dýpi. Skaftháfi með 250 µm möskvastærð var haldið undir steinunum þegar þeir voru teknir upp og þeim komið fyrir í fötu með vatni. Smádýr voru þvegin með mjúkum bursta af steinunum ofan í fötunni og innihaldið sigtað í gegnum 250 µm sigti. Það sem eftir sat í sigtinu var varðveitt í 80% etanóli og síðar athugað á rannsóknastofu. Til að magnbinda sýnatökuna var ofanvarpsflatarmál steinanna mælt. 2.2.3.2 Mjúkur setbotn – kajaksýni Smádýrum sem hafast við ofan í botnleðju var safnað með svokölluðu Kajakröri, sem nær í kjarna úr efsta setlagi botnsins. Þrjú Kajaksýni voru tekin á hverri stöð (mynd 2). Innihald Kajaksýna var síað með 250 µm sigti og það sem eftir sat af smádýrum hirt og varðveitt í 80% etanóli og síðar athugað á rannsóknastofu. Sýnatökuflötur Kajakrörsins er 21 cm2. Einungis var unnið úr sýnum sem safnað var í september. 2.2.3.3 Mjúkur setbotn – gildrusýni Trektagildrur voru notaðar til að safna dýrum sem hafast við ofan á botni og nærri honum (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2006a, b). Gildrurnar safna einkum botnlægum krabbadýrum. Einni trektagildru var komið fyrir á hverri djúpstöð (mynd 2) og þær látnar liggja í um 24 klst. Þá voru þær teknar upp og vatn úr gildrunum síað í gegnum 45 µm sigti til að safna dýrunum. Sýnin voru skoluð úr sigtinu í sýnaflösku og varðveitt í 0,1% kalíumjoðlausn (Lugol). Dýrin voru síðar greind til tegunda og talin. 2.2.3.4 Vatnsbolur – svifsýni Sýnastöðvar fyrir svifdýr og svifþörunga voru úti í vatnsbol á sama stað og sýnastöðvar fyri dýr á setbotni (mynd 2). Á hverrri stöð voru tekin þrjú svifhöl með svifháfi (möskvastærð 125 µm), 2–20 m löng eftir dýpi. Sýnin voru skoluð úr háfnum í sýnaflösku og varðveitt í 0,1% kalíumjoðlausn (Lugol).

2.2.4 Fiskar Hornsíli voru veidd í vírnetsgildrur („minnow trap“) sem eru 40 cm langar, 20 cm í þvermál og með möskvastærðina 3,2 mm. Gildrurnar voru lagðar á djúpstöðvar (3–28 m dýpi, mynd 2) í maí, ágúst og september og látnar liggja yfir nótt í u.þ.b. sólarhring. Vegna dræmrar veiði voru gildrur einnig lagðar á strandgrunn (1–2 m dýpi) í byrjun október. Veiði þar reyndist einnig dræm. Alls veiddust 114 hornsíli í rannsókninni. Skráður var afli á sóknareiningu (fjöldi hornsíla/gildru/klst.). Vegna fárra fiska var ákveðið að vinna ekki nánar með sílin að sinni. Lögð voru net fyrir laxfiska yfir nótt í um 14 klst. milli 18. og 19. september 2007. Veitt var í eitt fjölmöskva flotnet (30 m á lengd, 3 m á hæð) með möskvastærðunum 10, 12,5, 15,5, 19 og 24 mm (legglengd). Hver möskvastærð í flotnetinu var 6 m á lengd.

Page 13: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

13

Flotnetið var lagt nálægt djúpstöð 1 (mynd 2). Einnig voru lögð níu lagnet (30 m á lengd og 1,5 m á hæð) með möskvastærðunum 10, 12,5, 15,5, 19, 24, 29, 35, 43 og 55 mm (legglengd). Lagnetin voru lögð í sunnanverðu vatninu, hornrétt út frá fjörubeltinu. Afla úr hverri möskvastærð var haldið fyrir sig og greint á milli bleikju og urriða. Skráður var afli á sóknareiningu (ASE, fjöldi fiska/m2/klst). Aflinn var frystur og unninn síðar á rannsóknastofu. Lengd fiska var mæld frá snoppu í sporðsýlingu (klauflengd) að næsta 1 mm. Þyngd fiska (votvigt) var mæld að næsta 0,1 g fyrir fiska ≤ 200 g og að næsta 1 g fyrir fiska > 200 g. Fiskarnir voru kyngreindir og kynþroskastig metið. Kvarnir voru teknar úr bleikjum til aldursgreiningar en hreistur úr urriðum. Aldur fisks sem er á fyrsta vaxtarsumri (vorgamall) er táknaður sem 0+, aldur ársgamals fisks sem er á öðru vaxtarsumri sem 1+, o.s.frv. Holdastuðull Fultons (K) fyrir fiska var reiknaður sem: K = (þyngd/klauflengd3) x 100, þar sem þyngdin er í grömmum og lengdin í sentimetrum. Stuðullinn er mælikvarði á holdafar og líkamlegt ástand fiska og er um og yfir 1,0 hjá laxfiskum í „eðlilegum” holdum (Bagenal og Tesch 1978). Fæða fiskanna var athuguð með greiningu á magainnihaldi. Innihaldi maga var komið fyrir á kvarðaðri skál og tegundir og aðrar flokkunarfræðilegar einingar ákvarðaðar og taldar. Magafylli var metin með sjónmati og gefin stig frá 0 til 3 (0 = tómur magi, 1 = magi með vott af fæðu, 2 = hálffullur magi og 3 = troðfullur magi). Greining sníkjudýra innvortis í fiskum náði til tveggja bandormategunda, þ.e. Diphyllobothrium teg. og Eubothrium salvelini. Skráð var sýkingartíðni, þ.e. fjöldi sýktra fiska af viðkomandi sníkjudýri, og sníkjudýrabyrði bandormanna metin í fjóra flokka (0 = engir bandormar, 1 = vottur af bandormum, 2 = bandormasýking í meðallagi og 3 = mikið af bandormum).

Page 14: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

14

3. Niðurstöður og umræður

3.1 Eðlis– og efnaþættir Rafleiðni í Hafravatni mældist 87–99 µS/cm og að meðaltali 95 µS/cm (tafla 1). Rafleiðni á þessu bili er nær því að vera um miðbik þess sem mælist í stöðuvötnum almennt á landinu og er eins og búast má við með hliðsjón af dýpi vatnsins (mynd 3). Niðurstöður rafleiðnimælinganna gefa ekki tilefni til að ætla að um sé að ræða efnamengun í vatninu. Rafleiðnin sem mældist nú í Hafravatni var öllu hærri en hún var sumarið 1998, þegar hún var 79 µS/cm (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2003), svo og á tímabilinu maí 2003 til mars 2004, þegar hún mældist á bilinu 75–92 µS/cm (n = 11) og 82 µS/cm að meðaltali (Tryggvi Þórðarson 2004a). Þetta bendir til þess að ákoma efna í vatnið hafi hugsanlega aukist á síðastliðnum tíu árum eða svo. Aðrar skýringar koma einnig til greina. Þar á meðal að aukningin í rafleiðninni stafi af hlýnun vatns og aukinni uppgufun. Í þessu sambandi má benda á að Elliðavatn hefur hlýnað á síðastliðnum tveimur áratugum samhliða hækkandi lofthita á vatnasviðinu (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2008a). Langtímagögn í fórum Náttúrufræðistofu Kópavogs renna stoðum undir að efnastyrkur hafi aukist í Hafravatni á undanförnum árum. Síðan í maí 2004 hefur Náttúrufræðistofan vaktað sýrustig, rafleiðni og vatnshita í Hafravatni og þremur öðrum vötnum á höfuðborgarsvæðinu. Mælingarnar hafa farið fram á tveggja vikna fresti frá maí til loka ágúst og einu sinni í mánuði frá september til loka apríl. Samkvæmt vöktunargögnunum hefur rafleiðni í Hafravatni aukist mjög marktækt á umræddu tímabili (mynd 4).

Tafla 1. Niðurstöður mælinga á eðlisþáttum og magni blaðgrænu–a á djúpstöð 1, 2 og 3 í Hafravatni árið 2007. Rafleiðni er leiðrétt fyrir 25° C. Í dálkinum með sjóndýpi merkir x að sjóndýpi var jafnt vatnsdýpi, þ.e. dýpi niður á botn. St. sk. er staðalskekkja.

Rafleiðni Vatnshiti Blaðgræna−a Vatnsdýpi SjóndýpiDags. Djúpstöð pH µS/cm °C µg/l m m

3.5.2007 1 8,17 93 7,4 3,3 27,03.5.2007 2 7,69 91 7,3 3,2 2,7 x3.5.2007 3 7,61 87 7,3 3,5 18,0 4,0

9.8.2007 1 8,67 99 12,6 2,0 25,4 5,79.8.2007 2 7,90 99 12,6 2,2 3,2 x9.8.2007 3 7,86 99 12,7 2,0 16,8 6,8

20.9.2007 1 8,00 95 8,2 1,5 27,5 6,320.9.2007 2 8,06 95 8,2 1,4 3,5 x20.9.2007 3 8,00 95 8,1 1,6 15,6 6,3

Meðaltal 8,00 95 9,4 2,3 5,8St.sk. 0,10 1,3 0,82 0,27 0,48

Lágmark 7,61 87 7,3 1,4 4,0Hámark 8,67 99 12,7 3,5 6,8

Page 15: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

15

Stöðuvötn (n = 64)

Raf

leið

ni (

µS/

cm)

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

Hafravatn 1998Hafravatn 2007

Mynd 3. Rafleiðni í Hafravatni 2007 (rauð súla) og 1998 (blá súla), auk rafleiðni í 62 stöðuvötnum á Íslandi til samanburðar. Rafleiðninni er raðað eftir hækkandi gildum. Ísölt vötn og jökulvötn eru ekki með í úrtakinu. Gögn úr gagnagrunni Yfirlitskönnunar á lífríki

íslenskra vatna (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2003).

2004 2005 2006 2007 2008 2009

Raf

leið

ni (

µS/

cm)

0

60

80

100

120

140

160

180

200ElliðavatnVífilsstaðavatnHafravatnRauðavatn

Mynd 4. Rafleiðni í fjórum stöðuvötnum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu maí 2004 til september 2008. Úr gagnagrunni Náttúrufræðistofu Kópavogs. Rafleiðni eykst marktækt með tíma í Hafravatni (r = 0,79, ft. = 72, p< 0,01), sem og í Elliðavatni (r = 0,27, ft. = 69, p< 0,05), Rauðavatni (r = 0,63, ft. = 60, p< 0,01) og Vífilsstaðavatni (r = 0,53, ft. = 69, p< 0,01).

Page 16: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

16

Sýrustig í Hafravatni mældist á bilinu pH 7,6 til 8,7 (tafla 1) og hélst nokkuð stöðugt yfir sumarið. Sýrustig í Hafravatni verður ekki jafnhátt á sumrin eins og í grynnri vötnum á höfuðborgarsvæðinu, en þar mælist sýrustig oft allt að pH 10 þegar gróska er hvað mest í plöntuvexti, en öfugt samband er milli umfangs í frumframleiðni og styrks vetnisjóna (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2004, Hilmar J. Malmquist o.fl. 2006b, 2008a). Lægri pH gildi í Hafravatni stafa líklega af því að frumframleiðsla botngróðurs, einkum rótfastra háplantna, er mun minni í Hafravatni vegna rýrari botngróðurs. Vatnshiti í Hafravatni mældist á rannsóknartímabilinu 7,3−12,7° C (tafla 1). Þetta eru fremur lág gildi miðað við vatnshitann í grunnum vötnum á borð við Elliðavatn og Rauðavatn, en á sólríkum sumardögum getur vatnshitinn í þeim hangið í kringum 20° C svo dögum skiptir (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2004, Hilmar J. Malmquist o.fl. 2006b, 2008a). Það er dýpi Hafravatns og mikil varmarýmd vatnsmassans sem ræður mestu um það að vatnið er í kaldari kantinum. Ekki var um neina lagskiptingu að ræða í Hafravatni m.t.t. vatnshita eða súrefnismettunar (mynd 5). Súrefnismagnið mældist 10,5–12,6 mg O2/l yfir allt tímabilið.

Mynd 5. Vatnshiti og súrefnismettun á djúpstöð 1 í Hafravatni árið 2007.

Page 17: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

17

Sjóndýpi í Hafravatni mældist tiltölulega lítið, ekki nema 4,0–6,8 m og 5,8 m að meðaltali (tafla 1). Í mælingum árið 2003 mældist sjóndýpið enn minna, eða 2,3–5,7 m og 4,5 m að meðaltali (Tryggvi Þórðarson 2004a). Í jafn djúpu vatni og Hafravatni hefði mátt búast við að sjóndýpi næði 8–10 m, líkt og þekkist í djúpum vötnum á borð við Hvalvatn (Tryggvi Þórðarson 2004b) og Þingvallavatn (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2008b). Lítið rýni í Hafravatni árið 2007 kemur ekki aðeins á óvart m.t.t. þess að magn blaðgrænu–a mældist mjög lítið í vatninu (tafla 1), heldur einnig vegna þess að grugg og lífrænt kolefni mældist í fremur litlum mæli (tafla 2). Magn lífræns kolefnis í grunnum stöðuvötnum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Elliðavatni (Tryggvi Þórðarson 2003), Rauðavatni (Hilmar J. Malmquist 2006b, Tryggvi Þórðarson 2008), Reynisvatni (Tryggvi Þórðarson 2008) og Urriðavatni (Tryggvi Þórðarson 2006), hefur mælst á bilinu 1,97–8,71 mg/l. Í Reykjavíkurtjörn, þar sem umtalsverðrar mengunar gætir, hefur magn lífræns kolefnis mælst 5,5–12,8 mg/l (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2008c). Athygli vekur að styrkur lífræns kolefnis árið 2007 var margfalt minni en árið 2003, en á tímabilinu 14. apríl til 2. október mældist hann 3,78–5,73 mg/l og að meðaltali 4,91 mg/l (Tryggvi Þórðarson 2004a). Í mengunarflokkuninni sem fram fór 2003–2004 kom Hafravatn slælega út m.t.t. lífræns kolefnis, þ.e. vatnið lenti í flokki C með hliðsjón af reglugerð nr. 796/1999 (Tryggvi Þórðarson 2004a). Samkvæmt mælingunum nú lendir Hafravatn hins vegar í flokki A m.t.t. lífræns kolefnis, en viðmiðunarmörkin fyrir þann flokk eru <1,5 mg/l. Styrkur næringarefnanna fosfórs og köfnunarefnis var mjög lítill í Hafravatni (tafla 2) og voru styrksgildin á því bili sem búast má við með hliðsjón af dýpi vatnsins (mynd 6). Athygli vekur hve lágur styrkur ammóníaks og nítrats var (tafla 2), en þessi köfnunarefnissambönd eru nýtanleg frumframleiðendum á beinan hátt. Jafnan er litið svo á að ef N:P hlutfallið er minna en 7,0 þá sé köfnunarefni hinn takmarkandi næringarefnaþáttur. Hvað varðar heildarstyrk köfnunarefnis og fosfórs (Tot-N:Tot-P hlutfall) í Hafravatni þá er hlutfallstalan 13,2 fyrir maí, 23,3 fyrir ágúst og 18,6 fyrir september. Þetta undirstrikar gnægð köfnunarefnis þótt ekki sé það á því formi sem nýtist frumframleiðendum beint. Ef hins vegar litið er til hlutfalls aðgengilegs köfnunarefnis (NH4 og NO3) og aðgengilegs fosfórs (PO4), þá kveður við allt annan tón. Þá er N:P hlutfallið um og undir 1,0, sem gefur til kynna að köfnunarefni er hinn takmarkandi næringarefnaþáttur í vatninu. Það virðist einmitt vera tilfellið með mörg stöðuvötn á Íslandi (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2003, Hilmar J. Malmquist o.fl. 2008b, c, d).

Tafla 2. Basavirkni, grugg og næringarefni í yfirborðsvatni á stöð 1 í Hafravatni árið 2007 (sjá mynd 2).

Dags.Basavirkni

mmol/lGrugg

FNU

FosfórTot-P

µg/l

FosfatPO4-P

µg/l

NiturTot-N

µg/l

AmóníakNH4-N

µg/l

NítratNO3-N

µg/l

KolefniTOCmg/l

3.5.2007 0,432 1,22 5 3 66 <2 <1 0,68

9.8.2007 0,495 0,84 4 2 93 <2 <1 0,72

20.9.2007 0,504 0,81 5 2 93 <2 <1 0,77

Meðaltal 0,477 0,96 5 2 84 <2 <1 0,72Staðalfrávik 0,039 0,23 0,6 0,6 16 0,05

Page 18: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

18

Næringarefnastyrkur var árið 2007 á mjög svipuðu róli og árið 1998, en þá mældist heildarstyrkur fosfórs 5 µg/l, styrkur fosfats 3 µg/l og heildarstyrkur köfnunarefnis 81 µg/l (mynd 6, Hilmar J. Malmquist o.fl. 2003). Í mengunarflokkun Hafravatns árið 2003 mældist heildarstyrkur fosfórs að meðaltali 6,56 µg/l og meðalstyrkur fosfórs 3,97 µg/l (Tryggvi Þórðarson 2004a). Styrkur köfnunarefnissambanda var aftur á móti mun hærri árið 2003, en þá mældist heildarstyrkur köfnunarefnis að meðaltali 533 µg/l og meðalstyrkur ammóníaks var 5,8 µg/l (Tryggvi Þórðarson 2004a).

Hvað varðar kalsíum, járn, kalíum og magnesíum (tafla 3) er styrkur jónanna í Hafravatni nær því að vera um miðbik þess sem mælst hefur í vötnum víða á landinu (Skjelkvale o.fl. 2001, Hilmar J. Malmquist o.fl. 2003). Styrkur framangreindra jóna svipar til þess sem mælst hefur í Elliðavatni (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2004), Rauðavatni (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2006b) og Þingvallavatni (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2008b). Styrkur klórs í Hafravatni er aftur á móti í hærri kantinum miðað við vötn almennt á landinu, en það skýrist líklega af nálægð vatnsins við sjó. Klórstyrkur í Hafravatni var áþekkur því sem mælst hefur í Elliðavatni (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2004) og Rauðavatni (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2006b). Styrkur kísils í Hafravatni var nær því sem gerist í meðallagi meðal vatna á landinu og svipaða sögu er að segja af súlfati sem þó var heldur í lægri kantinum (Skjelkvale o.fl. 2001, Hilmar J. Malmquist o.fl. 2003). Styrkur þungmálma í Hafravatni mældist almennt mjög lítill (tafla 4) og var að áli undanskildu undir viðmiðunarmörkum fyrir flokk A samkvæmt reglugerð nr. 796/1999. Hið sama var uppi á teningnum árið 2003 (Tryggvi Þórðarson 2004a). Ál fellur ekki undir reglugerð nr. 796/1999 en styrkur áls (Al/R) í Hafravatni árið 2007 mældist í hærri kantinum miðað við það sem þekkist í stöðuvötnum hér á landi (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2003, 2004). Álstyrkur í Hafravatni er þó langtum minni en nýlega

(b) (a)

0 10 20 30 400

10

20

30

40

50

60

70

80

0 10 20 30 400

100

200

300

400

500

600

700

800

Meðaldýpi (m)

Tot

-N (µ

g/l)

Meðaldýpi (m)

Tot

-P (µ

g/l)

Mynd 6. Heildarstyrkur fosfórs (a) og heildarstyrkur köfnunarefnis (b) í Hafravatni árið 2007 (rauðir punktar), árið 1998 (grænir punktar) og í 62 stöðuvötnum á Íslandi (bláir hringir). Raðað eftir meðaldýpi vatnanna. Ísölt vötn og jökulvötn eru ekki með í úrtakinu. Úr gagnagrunni Yfirlitskönnunar á lífríki íslenskra vatna (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2003).

Page 19: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

19

hefur mælst í Rauðavatni (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2006b) og ívið lægri en í Þingvallavatni (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2008b), Reykjavíkurtjörn (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2008c) og í stöðuvötnum á Mýrum í Borgarbyggð (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2008d).

3.2 Þörungar og háplöntur Gróðurþekja í Hafravatni mældist lítil og nánast enginn botngróður fannst þar sem dýpi var meira en 6 m (mynd 7, viðauki 1). Alls fundust þrjár tegundir af vatnaháplöntum; síkjamari (Myriophyllum alterniflorum), fjallnykra (Potamogeton alpinus) og álftalaukur (Isoetes echinospora). Einnig fannst mosi í litlum mæli á takmörkuðu svæði nærri útfallinu við Úlfarsá, en jurtin hefur ekki verið greind til tegundar. Af háplöntunum bar mest á síkjamara sem óx á strandgrunninu á 0,5–6 m dýpi. Kransþörungurinn tjarnarnál (Nitella opaca) fannst á 2–12 m dýpi í vatninu norðan– og suðaustanverðu. Tjarnarnál er algeng í fremur djúpum og tærum vötnum og myndar sumstaðar þéttvaxið gróðurbelti á dýptarbilinu 10–20 m, eins og þekkist t.d. í Þingvallavatni (Gunnar Steinn Jónsson o.fl. 2002). Líklegt má telja að fremur lítið sjóndýpi í Hafravatni, þ.e.a.s. að birta nær tiltölulega skammt niður í vatnið, sé meginástæðan fyrir því að tjarnarnál nær ekki lengra niður en raun ber vitni.

Tafla 3. Aðalefni í yfirborðsvatni á stöð 1 í Hafravatni árið 2007 (sjá mynd 2).

Dags.

KísillSiO2

mg/l

KlórCl

mg/l

SúlfatSO4

mg/l

FlúorF

µg/l

KalsíumCa

mg/l

JárnFe

mg/l

KalíumK

mg/l

MagnesíumMg

mg/l

NatríumNa

mg/l

3.5.2007 3,53 14,10 1,95 29 4,89 67 0,31 2,09 9,19

9.8.2007 3,51 13,60 1,80 34 5,46 68 0,27 2,13 9,35

20.9.2007 3,62 14,10 1,94 29 5,53 70 0,42 2,16 9,29

Meðaltal 3,55 13,93 1,90 31 5,29 68 0,33 2,13 9,28Staðalfrávik 0,059 0,289 0,084 2,9 0,351 1,4 0,078 0,035 0,081

Tafla 4. Þungmálmar í yfirborðsvatni á stöð 1 í Hafravatni árið 2007 (sjá mynd 2).

Dags.

ÁlAl/Rµg/l

ÁlAl/ICP

µg/l

KoparCu

µg/l

SínkZn

µg/l

KadmíumCd

µg/l

BlýPb

µg/l

KrómCr

µg/l

NikkelNi

µg/l

Arsen As

µg/l

3.5.2007 22 <5 0,313 0,20 <0,005 0,010 <0,1 <0,05 <0,05

9.8.2007 16 <5 0,270 0,43 <0,005 0,026 <0,1 <0,05 <0,05

20.9.2007 16 <5 0,421 0,81 <0,005 0,047 <0,1 <0,05 <0,05

Meðaltal 18 <5 0,335 0,48 <0,005 0,028 <0,1 <0,05 <0,05

Staðalfrávik 3,5 0,078 0,31 0,019

Page 20: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

20

Magn blaðgrænu–a í Hafravatni var fremur lítið (tafla 1, mynd 8) og svipar til þess sem mælst hefur í djúpum vötnum á borð við Hvalvatn (Tryggvi Þórðarson 2004b) og Þingvallavatn (Hilmar J. Malmquist 2008b). Þetta bendir til þess að frumframleiðsla og eða lífþyngd svifþörunga úti í vatnsbolnum sé ekki mikil. Greina má árstíðamun í magni sviflægra þörunga í Hafravatni með hámarki um vor og aftur að hausti (mynd 8). Slíkt tvítoppa framleiðsluhámark meðal svifþörunga þekkist vel í Þingvallavatni (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2008b).

Mynd 8. Magn blaðgrænu–a í Hafravatni. Rauðar súlur eru mælingar frá 2007 (meðaltal sýna af öllum þremur stöðvum) og gráar súlur eru mælingar frá 2008 (við útfall vatnsins). Úr gagnagrunni Náttúrufræðistofu Kópavogs.

5. m

ars

9. a

príl

3. m

5. m

15. m

3. jú

16. j

úní

30. j

úní

17. j

úlí

5. á

gúst

9. á

gúst

19. á

gúst

2. s

ept.

20. s

ept.

8. o

kt.

Bla

ðgræ

na-a

g/l)

0

1

2

3

4

20082007

Mynd 7. Gróðurþekja í Hafravatni. Mælt 14. ágúst 2007.

Page 21: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

21

3.3 Smádýralíf

3.3.1 Grýtt fjörubelti – steinasýni Alls fundust 36 tegundir og hópar af hryggleysingjum á fjörugrjóti í Hafravatni í sýnatökunni árið 2007 og lék meðalþéttleiki allra dýra á bilinu 12.627–62.247 dýr/m2

(töflur 5–7, viðauki 5). Þéttleikinn var að jafnaði minnstur á stöð 1 nálægt útfallinu (tafla 5) og mestur á stöð 3 í suðaustanverðu vatninu (tafla 7). Á stöðvum 1 og 3 var mestur þéttleiki dýra í byrjun ágúst en á stöð 2 í september (tafla 6). Samanburður við fjörusýni sem tekin voru í Hafravatni 1998 sýnir að þéttleiki nær allra dýrahópa var minni þá en nú (tafla 8). Þéttleikinn nú er um þrisvar sinnum meiri. Marktækur munur er á heildarþéttleika allra dýra á öllum stöðvunum þremur milli ára (stöð 1; t = -2,50, ft. = 8, p = 0,037; stöð 2; t = -3,98, ft. = 8, p = 0,004; stöð 3; t = -9,08, ft. = 8, p < 0,001). Hugsanlega má rekja þennan mun til betri lífsskilyrða í vatninu nú í seinni tíð og er hér skírskotað til aukningarinnar sem orðið hefur í rafleiðni í vatninu. Í þessu sambandi ber þó að hafa í huga að sýnin árið 1998 voru tekin um mánuði fyrr en haustið 2007.

Tafla 5. Þéttleiki dýra (fjöldi einstaklinga/m2) á fjörugrjóti á steinastöð 1 í Hafravatni árið 2007. St.sk. er staðalskekkja (n = 5). Bandstrik merkir að viðkomandi dýrahópur var ekki greindur nánar.

meðaltal st.sk. meðaltal st.sk. meðaltal st.sk.

Vatnabobbi, Radix balthica 0 0 22 22 23 23

Ánar (Oligochaeta)Sundánar (Naididae) - - - - 387 219Aðrir ánar - - - - 695 272Samtals ánar 1.434 407 5.208 1.371 1.082 249

Rykmý (Chironomidae) lirfurRánmý (Tanypodinae) 360 183 1.031 164 794 242Vatnsmý (Orthocladiinae) 1.122 349 4.324 708 1.709 261Slæðumý (Tanytarsini) 0 0 386 115 0 0Toppmý (Chironomini) 0 0 17 17 0 0Samtals rykmýslirfur 1.482 462 5.758 944 2.504 412

Vatnaflær (Cladocera)Hjálmfló, Acroperus harpae - - - - 82 37Mánaflær, Alona teg. - - - - 3.840 940Aðrar vatnaflær - - - - 269 94Samtals vatnaflær 5.244 2.255 3.921 926 4.190 1.010

Árfætlur (Copepoda)Ormdíli (Canthocamptidae) - - - - 6.231 2.597Aðrar árfætlur - - - - 91 67Samtals árfætlur 3.013 1.207 11.691 3.595 6.323 2.568

Vatnamaurar (Hydracarina) 488 124 645 175 63 45

Örmlur (Hydra) 51 51 457 208 23 23

Þráðormar (Nematoda) 522 344 1.202 422 2.516 848

Annað 393 209 158 70 238 136

Heildarþéttleiki 12.627 4.517 29.062 6.626 16.961 4.309

4.5.2007 9.8.2007 21.9.2007

Page 22: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

22

Hvað flokkunarfræðilega samsetningu varðar voru árfætlur, vatnaflær, rykmýslirfur og ánar fjórir algengustu dýrahóparnir í fjörubelti Hafravatns (töflur 5–7). Að teknu tilliti til stærðar dýranna, þ.e. þyngd þeirra, er aftur á móti ljóst að rykmýslirfur tróna efst á toppinum meðal framangreindra dýrahópa í fjörubelti Hafravatns. Rykmýslirfur ásamt vatnabobbum eru jafnan mikilvæg fæða fyrir silung og ýmsa fugla. Ekki varð vart við sjaldgæfar tegundir í sýnunum úr fjörubeltinu.

Tafla 6. Þéttleiki dýra (fjöldi einstaklinga/m2) á fjörugrjóti á steinastöð 2 í Hafravatni árið 2007. St.sk. er staðalskekkja (n = 5). Bandstrik merkir að viðkomandi dýrahópur var ekki greindur nánar.

meðaltal st.sk. meðaltal st.sk. meðaltal st.sk.

Vatnabobbi, Radix balthica 771 315 10 10 147 66

Ánar (Oligochaeta)Sundánar (Naididae) 238 84 2.664 400 - -Aðrir ánar 311 184 406 154 - -Samtals ánar 549 175 3.070 443 3.470 858

Rykmý (Chironomidae) lirfurRánmý (Tanypodinae) 772 369 814 146 1.101 179Vatnsmý (Orthocladiinae) 3.702 521 3.028 643 4.459 1.072Slæðumý (Tanytarsini) 16 16 155 48 22 22Toppmý (Chironomini) 0 0 0 0 0 0Samtals rykmýslirfur 4.489 877 3.997 541 5.582 1.098

Vatnaflær (Cladocera)Hjálmfló, Acroperus harpae 559 225 201 72 - -Mánaflær, Alona teg. 1.147 205 3.322 498 - -Aðrar vatnaflær 927 505 69 32 - -Samtals vatnaflær 2.632 902 3.592 515 12.397 1.774

Árfætlur (Copepoda)Ormdíli (Canthocamptidae) 3.938 2.129 3.024 801 - -Aðrar árfætlur 51 34 429 146 - -Samtals árfætlur 3.989 2.110 3.453 927 16.785 3.066

Vatnamaurar (Hydracarina) 366 88 333 82 761 226

Örmlur (Hydra) 125 63 379 82 848 161

Þráðormar (Nematoda) 5.451 2.913 3.349 1.647 6.274 632

Annað 157 37 143 47 53 34

Heildarþéttleiki 18.531 6.706 18.326 3.149 46.317 5.743

4.5.2007 9.8.2007 21.9.2007

Page 23: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

23

Tafla 8. Þéttleiki dýra (fjöldi einstaklinga/m2) á fjörugrjóti á steinastöðvum í Hafravatni árin 1998 og 2007. St.sk. er staðalskekkja (n = 5). Bandstrik merkir að viðkomandi dýrahópur var ekki greindur nánar. Krabbadýr (vatnaflær og árfætlur) voru ekki athuguð sérstaklega árið 1998 og er þeim því sleppt úr mælingunum 2007.

meðalt. st.sk. meðalt. st.sk. meðalt. st.sk. meðalt. st.sk. meðalt. st.sk. meðalt. st.sk.

Vatnabobbi, Radix balthica 18 18 23 23 0 0 147 66 54 35 516 53

Ánar (Oligochaeta)Sundánar (Naididae) 1.054 364 387 219 2.147 298 - - 1.236 278 424 141Aðrir ánar 51 35 695 272 494 186 - - 43 27 62 42Samtals ánar 1.105 395 1.082 249 2.641 408 3.470 858 1.279 263 486 171

Rykmý (Chironomidae) lirfur 16 16 111 56 17 17Ránmý (Tanypodinae) 53 53 794 242 772 143 1.101 179 553 43 1.086 141Vatnsmý (Orthocladiinae) 828 221 1.709 261 2.154 575 4.459 1.072 1.899 223 6.095 467Þeymý (Chironominae) 18 18 0 0 710 420 22 22 64 41 17 17Samtals rykmýslirfur 914 258 2.504 412 3.747 615 5.582 1.098 2.533 274 7.199 406

Vatnamaurar (Hydracarina) 90 48 63 45 36 22 761 226 77 20 541 125

Örmlur (Hydra) 0 0 23 23 375 60 848 161 300 100 96 64

Þráðormar (Nematoda) 31 31 2.516 848 379 104 6.274 632 330 43 4.718 670

Annað 158 47 238 136 201 86 53 34 195 58 240 41

Heildarþéttleiki 2.315 720 6.448 1.491 7.379 1.081 17.135 2.201 4.768 354 13.796 929

Stöð 1 Stöð 2 Stöð 321.9.200719.8.199821.9.2007 19.8.199819.8.1998 21.9.2007

Tafla 7. Þéttleiki dýra (fjöldi einstaklinga/m2) á fjörugrjóti á steinastöð 3 í Hafravatni árið 2007. St.sk. er staðalskekkja (n = 5). Bandstrik merkir að viðkomandi dýrahópur var ekki greindur nánar.

meðaltal st.sk. meðaltal st.sk. meðaltal st.sk.

Vatnabobbi, Radix balthica 93 42 316 139 516 53

Ánar (Oligochaeta)Sundánar (Naididae) - - - - 424 141Aðrir ánar - - - - 62 42Samtals ánar 1.684 447 4.648 1.303 486 171

Rykmý (Chironomidae) lirfurRánmý (Tanypodinae) 374 119 1.586 157 1.086 141Vatnsmý (Orthocladiinae) 3.947 677 7.265 1.376 6.095 467Slæðumý (Tanytarsini) 93 48 798 183 17 17Toppmý (Chironomini) 0 0 11 11 0 0Samtals rykmýslirfur 4.415 825 9.660 1.522 7.199 406

Vatnaflær (Cladocera)Hjálmfló, Acroperus harpae - - - - 690 221Mánaflær, Alona teg. - - - - 16.131 724Aðrar vatnaflær - - - - 176 73Samtals vatnaflær 5.002 841 24.291 2.021 16.998 493

Árfætlur (Copepoda)Ormdíli (Canthocamptidae) - - - - 7.772 481Aðrar árfætlur - - - - 238 66Samtals árfætlur 4.861 780 17.448 2.730 8.010 448

Vatnamaurar (Hydracarina) 802 136 1.305 370 541 125

Örmlur (Hydra) 20 20 59 38 96 64

Þráðormar (Nematoda) 1.238 299 4.141 1.282 4.718 670

Annað 97 34 378 92 240 41

Heildarþéttleiki 18.212 1.543 62.247 7.621 38.803 1.706

4.5.2007 9.8.2007 21.9.2007

Page 24: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

24

Þéttleiki fjörudýra í Hafravatni árið 2007 er í meðallagi miðað við það sem gengur og gerist í fjöruvist íslenskra stöðuvatna (mynd 9). Magn fjörudýranna í Hafravatni er á því reki sem búast má við með hliðsjón af yfirborðsáferð fjörugrjótsins sem þar er að finna. Yfirborð fjörugrjótsins í Hafravatni er fremur slétt og þvegið, en jafnan er fjöldi tegunda og magn dýra minna á slíku grjóti en á lítt veðruðu og hrufóttu hraungrýti (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2000, Hilmar J. Malmquist o.fl. 2003, 2006a). Fjöldi tegunda og tegundahópa í fjörubelti Hafravatns er einnig í meðallagi miðað við það sem þekkist í fjörubúsvæði íslenskra stöðuvatna (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2000). Ef hins vegar einvörðungu er horft til vatna sem eru álíka djúp og Hafravatn og mynduð eru á sama hátt sem jökulgrafnar skálar á gömlum berggrunni, er tegundaríki í Hafravatni nokkuð yfir meðallagi.

Mynd 9. Meðalþéttleiki botndýra (fjöldi einstakl./m2, + st.sk.) í grýttu fjörubelti í ágúst–september í íslenskum stöðuvötnum raðað eftir vaxandi meðalþéttleika. Gögn fyrir Hafravatn eru byggð á sýnum frá 19.8.1998 og 21.9.2007. Úr gagnagrunni Yfirlitskönnunar á lífríki íslenskra vatna (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2000, 2003).

0

10000

20000

30000

40000

50000

60000

70000

80000

90000

100000

1 5 9 13 17 21 25 29 33 37 41 45 49 53Stöðuvötn (n = 53)

Þét

tleik

i bot

ndýr

a (f

jöld

i ein

stak

l. / m

2 )

0

10000

20000

30000

40000

50000

60000

70000

80000

90000

100000

1 5 9 13 17 21 25 29 33 37 41 45 49 53Stöðuvötn (n = 53)

Þét

tleik

i bot

ndýr

a (f

jöld

i ein

stak

l. / m

2 )

Hafravatn 1998

Hafravatn 2007

Page 25: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

25

3.3.2 Mjúkur setbotn – Kajaksýni Alls voru greindar 25 tegundir og dýrahópar í Kajaksýnum af mjúkum setbotni í Hafravatni árið 2007 og var meðalþéttleiki dýra á bilinu 10.794–116.190 dýr/m2 (tafla 9). Athygli vekur hve þéttleiki dýra á stöð 2 var miklu meiri en á hinum stöðvunum tveimur. Stöð 2 er lang grynnsta stöðin og dýpið einungis um 3,5 m (tafla 1). Líklegt er að lítið dýpi á stöð 2 valdi miklu um hversu mikil gróska er þar, en lífverurnar þar njóta mun betri birtuskilyrða en á hinum stöðvunum.

Samanburður við gögn frá 1998 sýnir að einnig þá var mun meiri þéttleiki botndýra á stöð 2 en á stöð 1 (tafla 10). Segja má að í stórum dráttum sé um sömu flokkunarfræðilegu samsetningu botndýra að ræða á stöðvum 1 og 2 árin 1998 og 2007. Hjá allflestum hópum á stöð 1 er þéttleiki þó öllu minni 2007 en 1998 og er heildarþéttleiki botndýra marktækt minni nú en árið 1998 (t = 5,65, ft. = 6, p = 0,001).

Tafla 9. Þéttleiki dýra (fjöldi einstaklinga/m2) á setbotni í Hafravatni 20. september 2007. St.sk. er staðalskekkja (n = 3).

meðaltal st.sk. meðaltal st.sk. meðaltal st.sk.

Vatnabobbi, Radix balthica 0 0 952 476 0 0

Ertuskel, Pisidium teg. 159 159 317 159 1.429 727

Ánar (Oligochaeta)Sundánar (Naididae) 952 476 9.841 4.444 476 0Röránar (Tubificidae) 1.270 692 23.016 7.244 2.063 1.145Samtals ánar 2.222 420 32.857 11.589 2.540 1.145

Rykmý (Chironomidae) lirfurRánmý (Tanypodinae) 159 159 476 476 159 159Vatnsmý (Orthocladiinae) 159 159 11.429 8.819 159 159Slæðumý (Tanytarsini) 0 0 159 159 159 159Toppmý (Chironomini) 317 159 2.540 692 0 0Samtals rykmýslirfur 635 159 14.603 9.429 476 275

Vatnaflær (Cladocera)Hjálmfló, Acroperus harpae 159 159 3.175 2.940 0 0Mánaflær, Alona teg. 2.540 884 952 727 1.270 1.041Aðrar vatnaflær 635 159 952 727 0 0Samtals vatnaflær 3.333 825 5.079 3.546 1.270 1.041

Árfætlur (Copepoda)Ormdíli (Canthocamptidae) 0 0 1.429 991 0 0Svifdíli, Diaptomus teg. 159 159 159 159 317 317Augndíli (Cyclopidae) 5.238 1.455 10.000 7.148 3.175 2.698Samtals árfætlur 5.397 1.356 11.587 8.017 3.492 3.016

Skelkrabbar (Ostracoda) 6.190 550 49.683 13.531 1.270 1.041

Annað 476 275 1.111 159 317 159

Heildarþéttleiki 18.413 1.563 116.190 40.670 10.794 6.514

Stöð 1 Stöð 2 Stöð 3

Page 26: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

26

3.3.3 Mjúkur setbotn – gildrusýni Alls fundust 17 tegundir og hópar af krabbadýrum í trektagildrunum í Hafravatni og var meðalþéttleiki allra dýra í vettvangsferðunum þremur 13.101–50.341 dýr/m2 (tafla 11, viðauki 2). Hámarki náði þéttleiki krabbadýranna í maí, en þar var fyrst og fremst um ungviði árfætlna að ræða. Þéttleiki vatnaflóa fór vaxandi eftir því sem leið á sumarið og náði hámarki í september. Þéttleiki árfætlanna var hins vegar mestur í maí og minnstur í ágúst, þótt litið sé framhjá ungviðum. Athygli vekur að mikill breytileiki var í fjölda krabbadýra meðal gildranna sem lýsir sér í hárri staðalskekkju (tafla 11). Þessi mikli breytileiki stafar væntanlega af mismunandi umhverfi, þar sem dýpi vegur trúlega þyngst. Hinar margvíslegu tegundir krabbadýra velja sér mismunandi búsvæði eftir þörfum, t.d. úti í vatnsbol eða á grónum leðjubotni. Lífsöguþættir krabbadýranna eru einnig misjafnir og stofnar vaxa og þroskast á mismunandi tímabilum. Af framangreindum ástæðum er mjög algengt að mikill breytileiki sé í stofnum krabbadýra í vötnum bæði í tíma og rúmi. Sá þéttleiki botnlægra krabbadýra sem um ræðir í Hafravatni má teljast all hár og er svipaður því sem fundist hefur í Elliðavatni og Rauðavatni (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2004, Hilmar J. Malmquist o.fl. 2006b).

.

Tafla 10. Þéttleiki dýra (fjöldi einstaklinga/m2) á setbotni í Hafravatni 1998 og 2007. St.sk. er staðalskekkja (n = 5 fyrir 1998 og 3 fyrir 2007). Ekki voru tekin sýni á stöð 3 árið 1998.

meðalt. st.sk. meðalt. st.sk. meðalt. st.sk. meðalt. st.sk.

Vatnabobbi, Radix balthica 0 0 0 0 0 0 952 476

Ertuskel, Pisidium teg. 571 178 159 159 1.048 628 317 159

Ánar (Oligochaeta)Sundánar (Naididae) 0 0 952 476 95 95 9.841 4.444Röránar (Tubificidae) 1.619 873 1.270 692 23.619 6.308 23.016 7.244Pottormar (Enchytraeidae) 2.857 1.242 0 0 7.619 2.932 0 0Samtals ánar 4.476 971 2.222 420 31.333 8.995 32.857 11.589

Rykmý (Chironomidae) lirfurRánmý (Tanypodinae) 571 278 159 159 0 0 476 476Vatnsmý (Orthocladiinae) 0 0 159 159 762 323 11.429 8.819Þeymý (Chironominae) 0 0 317 159 2.095 762 2.698 692Samtals rykmýslirfur 571 278 635 159 2.857 1.075 14.603 9.429

Vatnaflær (Cladocera) 6.286 697 3.333 825 11.238 1.908 5.079 3.546

Árfætlur (Copepoda) 16.190 2.239 5.397 1.356 12.000 1.531 11.587 8.017

Skelkrabbar (Ostracoda) 7.714 1.575 6.190 550 33.905 7.632 49.683 13.531

Annað 95 95 476 275 857 278 1.111 159

Heildarþéttleiki 35.905 2.159 18.413 1.563 93.238 18.122 116.190 40.670

Stöð 1 Stöð 219.8.1998 20.9.2007 19.8.1998 20.9.2007

Page 27: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

27

Á meðal vatnaflónna voru gárafló (Alonella nana), hjálmfló (Acroperus harpae) og ranafló (Bosmina coregonii) hvað algengastar í Hafravatni (tafla 11). Kúlufló (Chydorus

sphaericus) og halafló (Daphnia galeata) komu einnig fyrir í umtalsverðum mæli. Þá var nokkuð um árfætlurnar augndíli (Cyclopidae) og svifdíli (Diaptomus teg.) en eins og nafnið gefur til kynna þá er svifdílið sviflægt krabbadýr. Þá vekur mikill fjöldi árfætluungviða nokkra athygli en í maí voru þau yfir 80% af heildarfjöldanum. Tegundasamsetning krabbadýranna í Hafravatni er með nokkuð öðrum hætti en í öðrum vötnum á höfuðborgarsvæðinu og helgast það af fjölda sviflægra tegunda, þ.e. ranafló, halafló og svifdíli. Helsta skýringin á þessum mun er að Hafravatn er mun dýpra en flest ef ekki öll önnur vötn á höfuðborgarsvæðinu og þar eru lífsskilyrði fyrir tegundir sem eru aðlagaðar að lífi í svifvist. Svifdýrin eru síarar og lifa fyrst og fremst á smásæjum sviflægum þörungum. Botnlæg krabbadýr lifa aftur á móti í meira mæli á lífrænu groti og botnþörungum. Samfélög vatnaflóa geta gefið vísbendingar um næringarefnaástand viðkomandi vatna (sjá t.d. de Eyto og Irvine 2001, de Eyto o.fl. 2003). Há hlutdeild gáraflóar og hjálmflóar ásamt lágri hlutdeild mánaflóarinnar Alona rectangula er gjarnan tekin sem vísbending um að vatnsgæði séu mikil með hliðsjón af næringarefnum, þ.e.a.s. að ekki gæti áhrifa vegna ofauðgunar af völdum fosfórs og eða köfnunarefnis. Hins vegar er há hlutdeild kúluflóar oft talin til marks um aukna ákomu næringarefna. Miðað við þessar forsendur er ljóst að vatnsgæði Hafravatns eru með besta móti, þar eð gárafló og

Tafla 11. Þéttleiki helstu krabbadýra (fjöldi einstaklinga/m2) í trektagildrum á setbotni í Hafravatni árið 2007. St.sk. er staðalskekkja (n = 3).

meðaltal st.sk. meðaltal st.sk. meðaltal st.sk.

Vatnaflær (Cladocera)Hjálmfló, Acroperus harpae 1.027 1.027 1.169 1.149 3.406 3.358Mánafló, Alona affinis 63 30 168 116 146 25Mánafló, Alona intermedia 0 0 84 44 9 5Mánafló, Alona quadrangularis 78 78 0 0 0 0Gárafló, Alonella nana 3.798 3.427 3.756 3.577 7.701 7.606Ranafló, Bosmina coregonii 24 24 4.130 1.972 1.025 492Goggfló, Camptocercus rectrirostris 0 0 0 0 5 5Kúlufló, Chydorus sphaericus 1.616 1.507 115 101 959 925Langhalafló, Daphnia galeata 285 180 281 171 978 632Kornáta, Eurycercus lamellatus 5 5 18 12 60 17Granfló, Graptoleberis testudinaria 0 0 0 0 74 37Glerfló, Sida crystallina 14 8 0 0 0 0Hakafló, Simocephalus vetulus 5 5 0 0 4 4

Samtals 6.915 5.780 9.721 2.883 14.366 10.992

Árfætlur (Copepoda)Svifdíli, Diaptomus teg. 415 187 699 321 1.188 590Augndíli (Cyclopidae) 3.832 906 2.003 1.226 1.998 712Ormdíli (Canthocamptidae) 140 133 124 110 51 44Ungviði, ógreint 39.034 9.198 494 56 1.177 498

Samtals 43.421 9.308 3.319 1.063 4.415 375

Skelkrabbar (Ostracoda) 5 5 61 36 9 5

Heildarþéttleiki 50.341 4.205 13.101 3.921 18.790 10.705

3.5.2007 10.8.2007 21.9.2007

Page 28: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

28

hjálmfló hafa jafnan yfirgnæfandi vægi á við kúlufló. Auk þess finnst mánaflóin A.

rectangula ekki í vatninu. Rétt er að taka fram að þessar forsendur byggjast á erlendum rannsóknum, en þau gögn sem aflað hefur verið hér á landi benda til að þessar tegundir séu einnig vel nothæfar sem vísitegundir á næringarefnaástand í íslenskum vötnum (Jón S. Ólafsson og Sesselja G. Sigurðardóttir 2003, Hilmar J. Malmquist o.fl. 2006a, b, 2008c). Alls fundust 18 tegundir og hópar þyrildýra í sýnum úr trektagildum á botni (tafla 12, viðauki 3). Fjöldi dýra var langmestur í ágúst, en uppistaðan í þeim fjölda eru stakar sólþyrlur sem jafnan eru í sambýlum. Ljóst er að mikill breytileiki er í stofnum þyrildýra bæði í tíma og rúmi, enda um að ræða dýr með skamman kynslóðatíma sem svara breytingum í umhverfi mjög fljótt. Þegar kemur að samanburði við önnur vötn er fátt um fína drætti, þar eð þessi dýrahópur hefur gjarnan orðið útundan í lífríkisathugunum. Upplýsingar eru til um botnlæg þyrildýr í Elliðavatni (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2004). Þar kemur einnig fram mjög mikill breytileiki í fjölda og tegundasamsetningu í tíma og rúmi. Þéttleiki þyrildýra er að jafnaði meiri í Elliðavatni, en tegundafjöldi er hins vegar meiri í Hafravatni.

Tafla 12. Þéttleiki (fjöldi einstaklinga/m2) helstu tegunda og hópa þyrildýra í trektagildrum á setbotni í Hafravatni árið 2007. St.sk. er staðalskekkja (n = 3). Í maí var unnið úr tveimur af þremur sýnum.

meðaltal st.sk. meðaltal st.sk. meðaltal st.sk.

Þyrildýr (Rotifera)Pokaþyrla, Asplachna priodonta 750 3.116 1.625 2.196 773Sólþyrla, Conochilus teg. stakar 0 159.450 159.450 479 479Sólþyrla, Conochilus teg. sambýli 0 5.449 5.239 250 250Sporðþyrla, Euchlanis cf. incisa 116 119 119 125 125Sporðþyrla, Euchlanis teg. 289 0 0 0 0Slóðaþyrla, Filinia terminalis 634 4.370 2.622 0 0Spjótþyrla, Kellicottia teg. 58 464 413 253 140Spaðaþyrla, Keratella coclearis 16.076 1.903 1.563 6.730 3.677Spaðaþyrla, Keratella quadrata 1.382 0 0 0 0Mánaþyrla, Lecane teg. 405 0 0 0 0Svuntuþyrla, Notholca foliacea 28.837 0 0 0 0Svuntuþyrla, Notholca teg. 4.046 0 0 74 74Ploesoma teg. 0 4.446 2.445 453 227Fjaðraþyrla, Polyarthra teg. 0 1.867 451 3.391 1.738Eyraþyrla, Synchaeta cf. oblonga 0 0 0 73 36Skottþyrla, Trichocerca teg. 3.414 107 107 1.758 1.626Trichotria teg. 810 0 0 461 384Rotifera ógr. 9.773 3.535 2.488 4.563 3.447

Heildarþéttleiki 66.590 184.826 161.177 20.805 2.977

3.5.2007 10.8.2007 21.9.2007

Page 29: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

29

3.3.4 Vatnsbolur – svifsýni Í svifsýnum úr vatnsbol Hafravatns fundust 12 tegundir og hópar af krabbadýrum og var meðalþéttleiki allra dýra samanlagt 25–184 dýr/10 l (tafla 13, viðauki 4). Allar 12 tegundirnar, utan mánaflóartegundarinnar (Alona guttata), komu einnig fyrir í trektagildrunum (tafla 11). Einungis tvær vatnaflóategundir, þ.e. halafló og ranafló, og svifdíli fundust í umtalsverðum mæli í svifsýnunum.

Heildarþéttleiki krabbadýra var svipaður allt tímabilið, þótt hann væri heldur tekinn að dala um haustið. Þéttleiki vatnaflóa var þó greinilega mestur í ágúst og minnstur í maí. Af árfætlum var langmest af svifdíli, eins og við var að búast úti í vatnsbolnum. Mest var af því í ágúst en í september var þéttleikinn fallinn um rúman helming. Ungviði árfætlna voru allsráðandi í maí sem endurspeglar þroskun eggja eftir vetrardvala. Fjölgun árfætluungviða aftur um haustið vekur athygli. Hugsanleg skýring á þessu getur verið að um sé að ræða tvær kynslóðir sömu tegundar árfætlna með mismunandi lífsögu eftir árstíma. Einnig gæti verið um að ræða mismunandi tegundir árfætlna, en ungviðin voru ekki greind í ættir. Þegar þéttleiki krabbadýra úr þessari rannsókn er borinn saman við rannsóknina sem gerð var árið 1998 kemur í ljós verulegur munur. Þéttleiki krabbadýra árið 1998 var mun minni og á það bæði við um vatnaflær og árfætlur (tafla 14). Það skýtur skökku við að þéttleikinn skuli vera meiri síðla hausts en um hásumar. Erfitt er að fullyrða nokkuð í þessum efnum þar sem fáar mælingar liggja að baki svifdýrunum. Hugsanlega má tengja þennan mun við þær breytingar sem virðast hafa átt sér stað í rafleiðni vatnsins og batnandi lífsskilyrðum í kjölfar hlýnunar á veðurfari á höfuðborgarsvæðinu eins og vikið hefur verið að hér að framan.

Tafla 13. Þéttleiki helstu tegunda og hópa krabbadýra (fjöldi einstaklinga/10 l) í svifsýnum í Hafravatni árið 2007. St.sk. er staðalskekkja (n = 3).

meðaltal st.sk. meðaltal st.sk. meðaltal st.sk.

Vatnaflær (Cladocera)Ranafló, Bosmina coregonii 1,2 0,3 18,5 5,6 6,3 0,8Langhalafló, Daphnia galeata 1,1 0,3 19,5 6,2 12,4 2,2Aðrar vatnaflær 0,5 0,1 0,3 0,1 0,2 0,1

Samtals 2,8 0,6 38,3 9,0 18,8 2,8

Árfætlur (Copepoda)Svifdíli, Diaptomus teg. 15,5 5,0 48,0 8,7 21,7 3,6Augndíli (Cyclopidae) 4,1 0,7 6,0 1,6 8,3 1,8Ormdíli (Canthocamptidae) 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0Ungviði, ógreint 72,1 17,9 2,8 0,7 30,1 2,7

Samtals 91,8 23,1 56,8 9,2 60,1 6,6

Heildarþéttleiki 94,7 23,6 95,1 17,9 78,9 6,7

3.5.2007 9.8.2007 20.9.2007

Page 30: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

30

Þéttleiki sviflægra þyrildýra í Hafravatni reyndist mestur í ágúst og minnstur í maí (tafla 15, viðauki 4). Algengustu tegundirnar voru sólþyrlur (Conochilus teg.), en í september var pokaþyrla (Aspanchna priodonta) álíka algeng. Sólþyrlur mynda kúlulaga sambýli nokkurra einstaklinga sem sitja í hlaupmassa. Þessi sambýli eru viðkvæm og virðast oft brotna upp við meðhöndlun og því eru einstaklingar einnig taldir þegar þeir koma fyrir. Í samanburði við önnur djúp vötn þar sem upplýsingar liggja fyrir um þéttleika þyrildýra, þ.e. í Kleifarvatni og Þingvallavatni, er þéttleiki þyrildýra í Hafravatni ívið meiri en í Kleifarvatni (upplýsingar í gagnagrunni Náttúrufræðistofu Kópavogs), en langtum minni en í Þingvallavatni (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2008b).

meðaltal st.sk. meðaltal st.sk.

Vatnaflær (Cladocera)Ranafló, Bosmina coregonii 0,27 0,01 6,41Langhalafló, Daphnia galeata 0,26 0,04 12,37Gárafló, Alonella nana 0,00 0,00 0,08

Samtals 0,53 0,05 18,86

Árfætlur (Copepoda)Svifdíli, Diaptomus teg. 1,12 0,15 25,22Augndíli (Cyclopidae) 0,10 0,00 6,41Ungviði, ógreint 0,00 0,00 23,02

Samtals 1,22 0,15 54,65

Heildarþéttleiki 1,75 0,18 73,51

19.8.1998 20.9.2007

Tafla 14. Þéttleiki (fjöldi einstaklinga/10 l) helstu tegunda og hópa krabbadýra í svifsýnum í Hafravatni 1998 og 2007 á sýnastöð 1. St.sk. er staðalskekkja (n = 3). Árið 2007 voru tekin tvö svifsýni.

Tafla 15. Þéttleiki helstu tegunda og hópa þyrildýra (fjöldi einstaklinga/10 l) í svifsýnum í Hafravatni árið 2007. St.sk. er staðalskekkja (n = 3).

meðaltal st.sk. meðaltal st.sk. meðaltal st.sk.

Þyrildýr (Rotifera)Pokaþyrla, Asplanchna priodonta 5 1 4 0 29 4Sólþyrlur, Conochilus teg. stakar 1 1 104 34 32 7Sólþyrlur, Conochilus teg. sambýli 2 0 39 9 8 4Slóðaþyrla, Filinia terminalis 9 2 4 2 0 0Spjótþyrlur, Kellicottia teg. 1 0 3 1 9 2Önnur þyrildýr 1 0 1 0 0 0Ógreind þyrildýr 4 1 5 1 14 1

Heildarþéttleiki 22 4 160 30 92 5

3.5.2007 9.8.2007 20.9.2007

Page 31: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

31

3.4 Fiskar

3.4.5 Hornsíli Þéttleiki hornsíla í Hafravatni var lítill og afli á sóknareiningu aðeins 0,01–1,71 hornsíli/klst. (tafla 16). Vegna dræmrar veiði á djúpstöðvum (3–28 m dýpi) voru lagðar gildrur á strandgrunninu (1–2 m dýpi) til að kanna hvort sílin héldu sig frekar þar. Veiði á strandgrunninu var hins vegar síst meiri en á djúpstöðvunum. Í samanburði við önnur vötn lítur út fyrir að þéttleiki hornsíla í Hafravatni sé lítill. Nefna má Rauðavatn sem dæmi en þar hefur afli á sóknareiningu mælst 0,32–9,02 síli/gildru/klst. (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2006b). Afli í Ástjörn í Hafnarfirði hefur mælst 1,4–10,7 síli/gildru/klst. (Hilmar J. Malmqusit o.fl. 2001). Þá virðist mikill þéttleiki vera á hornsílum í Urriðavatni í Garðabæ (Bjarni Jónsson o.fl. 2005). Í nokkrum vötnum á Mýrum í Borgarbyggð hefur hornsílaafli mælst að meðaltali 0,08–8,23 síli/gildru/klst. (Haraldur R. Ingvason o.fl. 2007). Þess ber að geta að framangreind vötn eru öll grunn og rík af botngróðri og því verulega frábrugðin Hafravatni.

3.4.6 Laxfiskar Haustið 2007 veiddust alls 261 fiskur þar af 127 bleikjur (49%) og 134 urriðar (51%) (tafla 17). Í samanburði við veiðigögn frá 1998 úr gagnagrunni Yfirlitskönnunar á lífríki

íslenskra vatna vekur bæði athygli að silungsafli á sóknareiningu er umtalsvert meiri nú árið 2007, sem og að hlutdeild bleikju er mun meiri nú en 1998, þegar hún var 12%. Í veiði árið 2005 reyndist hlutdeild bleikju í silungsafla um 25% (Katrín Sóley Bjarnadóttir 2007). Framangreind gögn benda til þess að bleikjustofninn í Hafravatni hafi stækkað á sl. tíu árum.

Tafla 16. Fjöldi veiddra hornsíla í gildrur í Hafravatni með hliðsjón af veiðistað og tíma. ASE er afli á sóknareiningu (fjöldi hornsíla í gildru á klst.). Dagsetning gefur til kynna daginn sem gildrur voru teknar upp en þær lágu í vatninu yfir nótt.

Dags. Djúpstöð Strandstöð Alls ASE

4.5.2007 1 2 0,034.5.2007 2 72 1,714.5.2007 3 4 0,06

10.8.2007 1 1 0,0110.8.2007 2 1 0,0110.8.2007 3 5 0,07

21.9.2007 1 8 0,1121.9.2007 2 1 0,0221.9.2007 3 2 0,03

9.10.2007 1 1 0,019.10.2007 2 9 0,129.10.2007 3 8 0,11

Samtals 114

Page 32: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

32

Athygli vekur hve gríðarlegur munur var á hlutfalli kynþroska fiska milli tegundanna, en eingöngu 4% urriðanna voru kynþroska miðað við 88% bleikjanna (tafla 18). Í ágúst 1998 reyndust 25% urriðanna og 67% bleikjanna kynþroska (Yfirlitskönnun á lífríki

íslenskra vatna, óbirt gögn). Þar sem veiðarnar árið 2007 fóru fram seinnipart september, eða mánuði síðar en árið 1998, kann skýringin á þessum mun að liggja í hrygningaratferli urriðanna, en aðalhrygningartími þeirra er jafnan á tímabilinu september–nóvember (Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 1996). Hugsanlegt er að haustið 2007 hafi kynþroska urriðar verið farnir á hrygningarstöðvar í Úlfarsá og eða Seljadalsá. Riðastöðvar bleikjunnar eru að líkindum fyrst og fremst í vatninu sjálfu. Meðalaldur bleikja í veiðinni árið 2007 var sex ár en tæp fjögur ár hjá urriða (tafla 19) og er munurinn mjög marktækur meðal fisktegundanna (U = 1040, ft. = 164, p< 0,001). Hér ber líklega að sama brunni og er varðar kynþroskahlutfallið, þ.e. að eldri urriðar hafi verið horfnir til æxlunar í nærliggjandi ám. Elsta bleikjan árið 2007 var níu ára og elsti urriðinn var sjö ára (mynd 10).

Tafla 18. Kynþroskahlutfall bleikju og urriða í Hafravatni 18.–19. september 2007.

FjöldiHlutfall

(%) Fjöldi Hlutfall

(%)

Kynþroska 76 88 3 4Ókynþroska 10 12 78 96

Alls 86 100 81 100

Bleikja Urriði

Tafla 17. Afli á sóknareiningu (ASE) fyrir bleikju og urriða í Hafravatni árið 1998 og 2007.

Fjöldi ASE Fjöldi ASE

Bleikja 13 0,003 127 0,027Urriði 95 0,019 134 0,028

Alls 108 261

19.–20.8.1998 18.–19. 9.2007

Tafla 19. Lengd, þyngd og aldur bleikju og urriða í Hafravatni 1998 og 2007. Tölur eru meðaltöl ásamt staðalskekkju (í sviga).

Lengd (cm)

Þyngd (g)

Aldur (+ ár)

Lengd (cm)

Þyngd (g)

Aldur (+ ár)

Bleikja 18,3 (± 0,9) 62,2 (± 8,4) 4,0 (± 0,4) 21,6 (± 0,2) 104,5 (± 3,1) 6,0 (± 0,16)Urriði 24,9 (± 0,6) 181,0 (± 22,2) 5,5 (± 0,3) 21,2 (± 0,7) 128,1 (± 17,1) 3,9 (± 0,16)

18.–19.9.200719.–20.8.1998

Page 33: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

33

Hvað varðar vöxt virðast bleikjurnar í Hafravatni ná hámarksstærð við fimm ára aldur, en þá eru þær rúmlega 20 cm langar og um 100 g að þyngd (mynd 10). Urriðinn heldur hins vegar áfram að vaxa á meðan hann lifir. Bleikja og urriði í Urriðavatni í Garðabæ (Bjarni Jónsson o.fl. 2005) vaxa bæði ívið hraðar en tegundirnar gera í Hafravatni. Aftur á móti er vöxturinn svipaður meðal beggja tegundanna í Hafravatni og Elliðavatni (Þórólfur Antonsson og Guðni Guðbergsson 2000). Árið 1998 var bleikjan allt í senn yngri, styttri og léttari en árið 2007 (tafla 19) og var munurinn mjög marktækur í öllum tilfellum (aldur; U = 154, ft. = 96, p < 0,001, lengd; U = 205, ft. = 96, p < 0.001; þyngd; U = 148, ft. = 96, p < 0,001). Þessu var algerlega öfugt farið með urriðann. Hann var marktækt eldri í veiðinni 1998 (U = 740, ft. = 118, p

< 0,001), lengri (U = 2446, ft. = 173, p < 0,001) og þyngd (U = 2580, ft. = 173, p < 0,001). Þetta verður þó að túlka með varúð þar sem fáar bleikjur veiddust 1998 og veiðin fór ekki fram á sama tíma árin tvö.

Mynd 10. Dreifing lengdar (a) og þyngdar (b) eftir aldri meðal bleikju og urriða í Hafravatni haustið 2007. Hver puntur táknar einn fisk. Einum urriða hefur verið sleppt úr vegna útlagagilda (7+ ára hrygna, 49 cm, 1230 g).

(a)

(b)

Page 34: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

34

Holdastuðull bleikju í Hafravatni spannaði bilið 0,94−1,45 og var að meðaltali 1,09 (± 0,009). Holdastuðull urriða lék á bilinu 0,94−1,15 og var að meðaltali 1,04 (± 0,006). Framangreind gildi á holdastuðlum gefa ekki tilefni til annars en að ætla að fiskarnir séu í góðum holdum og hafi það ágætt. Tvær tegundir af bandormum voru greindar í fiskunum í Hafravatni, þ.e. Diphyllobothrium teg. og Eubothrium salvelini (tafla 20). Báðar tegundirnar eru algeng sníkjudýr í silungi hér á landi (Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 1996). Bandormurinn Diphyllobothrium teg. er háður árfætlum, m.a. augndíli (Cyclops teg.) sem fyrsta hýsil, en hornsíli og fleiri fisktegundir eru millihýslar og dýr með heitt blóð á borð við fugla eru lokahýslar (Hilmar J. Malmquist o.fl. 1986, Frandsen o.fl. 1989). Smitleið Eubothrium salvelini er hin sama nema hvað fiskar eru lokahýslar. Í veiðinni 2007 voru bæði bleikja og urriði aðallega sýkt af Diphyllobothrium teg. Ljóst er að tíðni og byrði á sýkingu á Diphyllobothrium teg. er svipuð meðal bleikju og urriða bæði árin 1998 og 2007. Aftur á móti var munur milli ára meðal fisktegundanna, þannig að tíðni og byrði sýkingar á Diphyllobothrium teg. var meiri 1998 en 2007. Gera má ráð fyrir að léttari sýkingarbyrði og lægri sýkingartíðni hafi í för með sér að fiskarnir í Hafravatni hafi það betra en ella hvað varðar vöxt og viðgang. Aðalfæða bleikju í Hafravatni í veiðinni árið 2007 var hin smágerðu krabbadýr ranaflær og þó einkum halaflær (mynd 11). Fæða bleikjunnar í veiðinni 1998 var keimlík, en auk vatnaflónna átu bleikjurnar þá rykmýspúpur og aðra hryggleysingja. Aðalfæða urriða í Hafravatni árið 2007 var af allt öðrum toga en meðal bleikjanna og voru fæðudýrin í stærri kantinum miðað við stærð fæðubita hjá bleikjunum. Mest bar á vatnabobbum, vorflugulirfum og hornsílum í urriðamögunum (mynd 11). Fæða urriða í veiðinni árið 1998 var með nokkrum öðrum hætti en 2007. Árið 1998 var hlutdeild rykmýspúpa mjög mikil og kann það að endurspegla að veiðar árið 1998 fóru fram í ágúst, um mánuði fyrr en árið 2007. Margar tegundir rykmýs fljúga upp á svipuðum tíma og verða púpurnar þá mjög aðgengileg fæða sem fiskar nýta sér óspart og kann það að hafa átt sér stað í ágúst 1998.

Tafla 20. Sníkjudýrabyrði og sýkingartíðni tveggja bandormategunda í bleikju og urriða í Hafravatni árin 1998 og 2007. Fjöldi merkir fjölda fiska sem voru rannsakaðir. Gögn frá 1998 eru úr gagnagrunni Yfirlitskönnunar á lífríki íslenskra vatna, óbirt gögn í fórum Náttúrufræðistofu Kópavogs.

1998 2007

Fjöldi Diphyllob. Eubothrium Fjöldi Diphyllob. Eubothrium

Tíðni (%) 92 0 56 10Sýking 2,36 0,00 2,18 1,89

Tíðni (%) 100 40 60 4Sýking 2,18 1,06 1,63 1,00

81

86

Urriði

Bleikja

40

12

Page 35: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

35

Magafylli var svipuð meðal beggja fisktegundanna í Hafravatni árið 2007, eða að meðaltali 2,21 hjá bleikjunum og 1,96 hjá urriðunum. Fæðu bleikju og urriða í Hafravatni svipar mjög til þess sem gengur og gerist meðal þessara tegunda þar sem þær lifa saman í öðrum djúpum vötnum á landinu (mynd 11). Þar sem fisktegundirnar þrífast saman í djúpum vötnum sem bjóða upp á eiginlega vatnsbolsvist og strandgrunnsvist, nærist urriði iðulega í meira mæli á fæðu sem finnst á strandgrunninu.

Mynd 11. Fæða bleikju og urriða í Hafravatni 18.−19.9.2007 og 19.−20.8.1998 auk fæðu bleikju úr 14 djúpum vötnum og fæðu urriða úr 9 djúpum vötnum á Íslandi (meðaldýpi ≥ 6 m, mesta dýpi ≥ 16 m). Gögn úr djúpum vötnum eru fengin úr gagnagrunni Yfirlitskönnunar á lífríki íslenskra vatna (óbirt gögn). Súlurnar sýna fjöldahlutfall (%) fæðugerða. N er fjöldi maga sem innihélt greinanlega fæðu.

Page 36: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

36

4. Samantekt

4.1 Vatnafræði, efna– og eðlisþættir Hafravatn er fremur lítið vatn (1,08 km2) og í meðallagi djúpt (meðaldýpi 8 m, mesta dýpi 28 m). Rúmtak vatnsins er um 8,2 Gl. Helsta írennsli á yfirborði er um Seljadalsá en aðal frárennsli er um Úlfarsá (~ 1,3 m3/s). Fræðilegur viðstöðutími vatnsins er um 73 dagar. Ástand Hafravatns var mjög gott m.t.t. næringarefna og þungmálma. Næringarefnastyrkur var lítill og fellur Hafravatn í flokk næringarefnasnauðra (oligotrophic) vatna, rétt eins og virðist gilda um djúp og meðaldjúp vötn á landinu. Heildarstyrkur fosfórs (Tot-P) mældist 4–5 µg/l og köfnunarefnis (Tot-N) 66–93 µg/l. Hlutfall PO4:NH4+NO3 var nær 1,0, sem bendir til þess að köfnunarefni fremur en fosfór sé takmarkandi næringarefnaþáttur í frumframleiðslunni, a.m.k. meðal plöntusvifsins. Hvað varðar N:P hlutfallið sver Hafravatn sig í ætt við það sem almennt virðist gilda um stöðuvötn á landinu. Styrkur þungmálma (Cu, Zn, Cd, Pb, Cr, Ni, As) var lítill og jafnan undir greiningarmörkum og langt undir viðmiðunarmörkum fyrir flokk A skv. reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Sjóndýpi mældist fremur lítið í vatninu, eða 5,8 m (± 0,48), sem kemur á óvart m.t.t. þess hve lítið mældist af gruggi (0,96 ± 0,23 FNU), blaðgrænu–a (2,3 ± 0,27 µg/l) og lífrænu kolefni (0,72 ± 0,05 mg/l). Lítið magn blaðgrænu–a kemur ágætlega heim og saman við lítinn næringarefnastyrk í vatninu. Vatnshiti mældist 7,3–12,7º C sem er fremur lágt miðað við hitastig í grunnum vötnum. Dýpi Hafravatns og mikil varmarýmd ráða mestu um að vatnið er í kaldari kantinum. Sýrustig mældist á bilinu pH 7,6–8,7 og magn súrefnis 10,5–12,6 mg O2/l. Ekki varð vart við neina lagskiptingu í vatninu m.t.t. vatnshita eða súrefnismettunar og bendir það til þess að vatnsmassinn hafi verið vel blandaður frá yfirborði og niður á botn. Rafleiðni mældist á bilinu 87–99 µS/cm og að meðaltali 95 µS/cm (± 1,3, n=9). Þetta er í meðallagi fyrir vötn almennt á landinu og í samræmi við það sem búast má við með hliðsjón af dýpi vatnsins, en dýpi vatna ræður miklu um heildarstyrk uppleystra efna í þeim. Samkvæmt langtímagögnum Náttúrufræðistofunnar og fyrri rannsóknum á vegum annarra aðila hefur rafleiðnin aukist marktækt í Hafravatni um 10–15 µS/cm á sl. tíu árum eða svo. Þetta bendir til þess að ákoma efna í vatnið hafi aukist og eða að yfirborðslag vatnsins hafi hlýnað. Aukningin í rafleiðni gefur tilefni til að ætla að lífsskilyrði hafi almennt batnað í vatninu.

4.2 Lífríki Háplöntugróður var rýr í Hafravatni. Mest bar á síkjamara (Myriophyllum alterniflorum) en mun minna á fjallnykru (Potamogeton alpinus) og álftalauki (Isoetes echinospora).

Page 37: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

37

Nokkuð fannst af kransþörungnum tjarnarnál (Nitella opaca) á 2–12 m dýpi. Tiltölulega lítið sjóndýpi á líklega mestan þátt í því að tjarnarnálin nær ekki niður á meira dýpi en raun ber vitni. Umtalsverð gróska var í smádýralífi Hafravatns. Í grýttu fjörubelti fundust 36 tegundir og tegundahópar af hryggleysingjum og var þéttleikinn 12.677–62.247 dýr/m2. Árfætlur, vatnaflær, rykmýslirfur og ánar voru algengustu dýrahóparnir. Bæði magn fjörudýranna í Hafravatni og fjölbreytileiki er um og yfir meðallagi miðað við það sem þekkist í öðrum vötnum sem eru álíka djúp og sömu gerðar m.t.t. lögunar vatnsskálar og yfirborðsáferðar fjörugrjótsins (slétt og þvegið). Ofan í mjúkum setbotni fundust 25 tegundir og tegundahópar hryggleysingja og var þéttleikinn 10.794–116.190 dýr/m2. Ánar, skelkrabbar, árfætlur og rykmýslirfur voru algengustu dýrahóparnir. Á meðal vatnaflóa ofan á setbotninum og nærri honum bar langmest á gárafló (Alonella nana), hjálmfló (Acroperus harpae) og ranafló (Bosmina

coregonii). Kúlufló (Chydorus sphaericus) og halafló (Daphnia galeata) komu einnig fyrir í umtalsverðum mæli. Há hlutdeild gáraflóar og hjálmflóar gefur til kynna að vatnsgæði í Hafravatni eru mikil með hliðsjón af næringarefnum, þ.e.a.s. að ekki gætir áhrifa af völdum ofauðgunar. Í vatnsbol Hafravatns fundust 12 tegundir og tegundahópar krabbadýra og var þéttleikinn 25–184 dýr/10 l. Allsráðandi tegundir voru halafló (Daphnia galeata), ranafló (Bosmina coregonii) og svifdíli (Diaptomus teg.). Samanburður við gögn frá 1998 staðfestir að árið 2007 var þéttleiki hryggleysingja í grýttu fjörubelti nær þrisvar sinnum meiri. Sömu sögu var að segja um magn smádýra í setbotnsvistinni og í vatnsbolnum – þéttleiki dýra var umtalsvert meiri 2007 en 1998. Þessar breytingar má skýra í tengslum við þá aukningu sem hefur átt sér stað í rafleiðni í vatninu, sem kann að endurspegla aukið framboð á næringarefnum og betri lífsskilyrði. Lítið var af hornsílum í vatninu en afli bleikju og urriða var umtalsverður og álíka mikið af hvorri tegund. Bleikjan náði hámarksstærð við 5+ ára aldur og var þá um 20 cm á lengd og 100 g. Urriðinn óx bæði hraðar og varð stærri en bleikja. Aðalfæða bleikju voru sviflægar vatnaflær, en vatnabobbar, vorflugulirfur og hornsíli voru aðalfæða urriða. Magafylli var töluverð hjá bæði bleikju og urriða og fiskarnir almennt í góðum holdum (holdastuðull Fultons > 1,0). Samanburður við fyrri rannsóknir í Hafravatni bendir til þess að bleikjustofninn hafi stækkað á sl. tíu árum, sem og að lengdar– og þyngdarvöxtur einstaklinga hafi aukist og lífslíkur vaxið. Sömu tilhneigingar gætir í grósku smádýra í grýttu fjörubelti og í vatnsbolnum – þéttleiki dýra er meiri nú en fyrir um tíu árum. Þessar breytingar kunna að standa í sambandi við víðtækari breytingar á umhverfisþáttum sem virðast eiga sér stað á vatnasviði Hafravatns og á höfuðborgarsvæðinu öllu, þ.e.a.s. í hlýnandi veðurfari.

Page 38: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

38

5. Þakkir

Sabrinu Scholz, fyrrum starfsmanni á Náttúrufræðistofu Kópavogs er þökkuð vettvangsvinna og úrvinnsla á sýnum í verkefninu. Þóra Hrafnsdóttir og Rakel Júlía Sigursteinsdóttir, starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs, aðstoðuðu við vettvangsvinnu og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.

Page 39: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

39

6. Heimildir

Árni Hjartarson og Freysteinn Sigurðsson. 1993. Vatnafarskort, Vífilsfell 1613 III SA-V, 1:25.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg. Árni Hjartarson, Freysteinn Sigurðsson og Kristján Sæmundsson. 1998. Mat á framtíðar– eða varavatnsbólum fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur. OS-98016, Orkustofnun, Reykjavík, 17 bls. + kort. Bagenal, T.B. og Tesch, F.W. 1978. Age and growth. Bls. 101-137. Í: Methods for assessment of fish production in freshwater. (Bagenal, T.B. ritstj.). IBP handbook no 3. 3. útg. Blackwell Sci. Publ. Oxford. Bjarni Jónsson, Eik Elfarsdóttir og Karl Bjarnason. 2005. Fiskistofnar Urriðavatns – lífshættir og sérstaða. Veiðimálastofnun Norðurlandsdeild, Skagafirði. VMST-N/0504. 32 bls. de Eyto, E. og Irvine, K. 2001. The response of three chydorid species to temperature, pH and food. Hydrobiologia, 459: 165–172. de Eyto, E., Irvine, K., Garcia-Criado, F., Gyllström, M., Jeppesen, E., Kornijow, R., Miracle, M.R., Nykänen, M., Bareiss, C., Cerbin, S., Salujõe, J., Frandsen, R., Stephins, D. og Moss, B. 2003. The distribution of chydorids (Branchiopoda, Anomopoda) in European shallow lakes and its application to ecological quality monitoring. Arch. Hydrobiol., 156, 2: 181 – 202. Frandsen, F., H.J. Malmquist og S.S. Snorrason. 1989. Ecological parasitology of polymorphic arctic charr, Salvelinus alpinus (L.), in Lake Thingvallavatn, Iceland. J. Fish Biol. 34: 281–297. Friðþjófur Árnason. 2004. Þéttleiki, ástand seiða og laxveiði í Úlfarsá árin 2002–2004. Veiðimálastofnun. VMST-R/0424, 23 bls. Friðþjófur Árnason. 2008. Seiðaástand, stangveiði og fiskteljari í Úlfarsá árið 2007. Veiðimálastofnun. VMST/08022. 15 bls. Friðþjófur Árnason og Þórólfur Antonsson. 2001. Úlfarsá 2000. Seiðabúskapur og laxveiðin. Veiðimálastofnun. VMST-R/0102. 19 bls. Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson. 1996. Fiskar í ám og vötnum. Landvernd, Reykjavík. 191 bls. Gunnar Steinn Jónsson, Karl Gunnarsson og Pétur M. Jónasson. 2002. Gróður og dýralíf á botni. Bls. 159─176. Í: Þingvallavatn ─ undraheimur í mótun (Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson ritstj.) Mál og menning. Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson, Stefán Már Stefánsson og Hilmar J. Malmquist. 2007. Áhrif Mýraelda á smádýralíf í vötnum sumarið 2006. Fræðaþing landbúnaðarins 2007: 440–445. Hákon Aðalsteinsson. 1989. Stöðuvötn á Íslandi - skrá um vötn stærri en 0,1 km2. Skýrsla Orkustofnunar, OS-89004/VOD-02. 48 bls. Hilmar J. Malmquist, Sigurður S. Snorrason og Skúli Skúlason. 1986. Bleikjan í Þingvallavatni. II. Bandormasýking. Náttúrufræðingurinn. 56: 77–87. Hilmar J. Malmquist, Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson, Skúli Skúlason og Sigurður S. Snorrason. 2000. Biodiversity of macroinvertebrates on rocky substrate in the surf zone of Icelandic lakes. Verh.

Internat. Verein. Limnol,. 27: 121–127.

Page 40: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

40

Hilmar J. Malmquist, Erlín E. Jóhannsdóttir og Finnur Ingimarsson. 2001. Smádýralíf og efnaþættir í Hamarkotslæk og Ástjörn. Bls. 45-79. Í: Náttúrufar á vatnasvæðum í landi Hafnarfjarðar.

Umhverfisúttekt (Ingibjörg Kaldal ritstj.). Orkustofnun, OS-2001/064. Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ. 140 bls. Hilmar J. Malmquist, Jón S. Ólafsson , Guðni Guðbergsson, Þórólfur Antonsson, Skúli Skúlason og Sigurður S. Snorrason. 2003. Vistfræði- og verndarflokkun íslenskra stöðuvatna. Verkefni unnið fyrir Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Áfangaskýrsla. Fjölrit nr. 1-03, Náttúrufræðistofa Kópavogs. 33 bls. Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson og Haraldur Rafn Ingvason. 2004. Vöktun á lífríki Elliðavatns: Forkönnun og rannsóknatillögur. Greinargerð unnin fyrir Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ. Náttúrufræðistofa Kópavogs. Fjölrit nr. 1-04. 43 bls. Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson og Haraldur Rafn Ingvason. 2006a. Grunnrannsókn á lífríki

Urriðavatns. Unnið fyrir Garðabæ og Þekkingarhúsið ehf. Náttúrufræðistofa Kópavogs. Fjölrit nr. 1-06. 44 bls. Hilmar J. Malmquist, Haraldur Rafn Ingvason og Finnur Ingimarsson. 2006b. Grunnrannsókn á lífríki

Rauðavatns. Unnið fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar. Náttúrufræðistofa Kópavogs. Fjölrit nr. 3-06. 41 bls. H. J. Malmquist, Þ. Antonsson, H.R. Ingvason, F. Ingimarsson og F. Árnason. 2008a. Salmonid fish and warming of shallow Lake Elliðavatn in SW-Iceland. Verh. Internat. Verein. Limnol. 30: (samþykkt handrit, 12 bls., 2 töflur og 3 myndir). Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingvason og Stefán Már Stefánsson. 2008b. Vöktun á vatnsgæðum og lífríki Þingvallavatns. Gagnaskýrsla fyrir árið 2007. Verkþáttur nr. 2: Lífríki og efna– og eðlisþættir í vatnsbol. Unnið fyrir Umhverfisstofnun, Þjóðgarðinn á Þingvöllum, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun. Náttúrufræðistofa Kópavogs. Fjölrit nr. 2–08. 38 bls. Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingvason og Stefán Már Stefánsson. 2008c. Mengunarflokkun á Reykjavíkurtjörn. Unnið fyrir Umhverfis–- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. Náttúrufræðistofa Kópavogs. Fjölrit nr. 1–08. 47 bls. Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur R. Ingvason og Stefán Már Stefánsson. 2008d. Áhrif Mýraelda vorið 2006 á eðlis– og efnaþætti vatns sumarið 2007. Fræðaþing landbúnaðarins 2008: 422–430. Jón S. Ólafsson og Sesselja G. Sigurðardóttir. 2003. Botn- og svifdýr í Reykjavíkurtjörn. Könnun í ágúst 2002. Líffræðistofnun Háskólans. Fjölrit nr. 68. 18 bls. Katrín Sóley Bjarnadóttir. 2007. Vistfræði bleikju (Salvelinus alpinus (L.)) og urriða (Salmo truttta (L.)) í Elliðavatni, Hafravatni og Vífilsstaðavatni. Ritgerð til 4. árs náms. Líffræðiskor Háskóla Íslands. 39 bls. Sigurjón Rist. 1975. Stöðuvötn. Orkustofnun, Vatnamælingar. OS-Vatn 7503, OS-ROD 7519. Skjelkvale, B.L., Henriksen, A., Gunnar St. Jónsson, Jensen, J.M., Wilander, A., Jenssen, J.P., Fjeld, E. og Lien, L. 2001. Chemistry of lakes in the Nordic region – Denmark, Finland with Åland, Iceland, Norway with Svalbard and Bear Island, and Sweden. NIVA, Oslo. SNO 4391-2001, Acid Rain Research Report 53/2001. 39 bls. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar. 2005. 50 ára afmælisrit Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. http://www.internet.is/skogmos/50net.pdf.

Tryggvi Þórðarson. 2003. Mengunarstaða Elliðavatns 2001–2002. Unnið fyrir Umhverfis– og heilbrigðissvið Reykjavíkur. Háskólasetrið í Hveragerði. 60 bls.

Page 41: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

41

Tryggvi Þórðarson. 2004a. Flokkun vatna á Kjósarsvæði. Hafravatn. Háskólasetrið í Hveragerði. 31 bls. Tryggvi Þórðarson. 2004b. Flokkun vatna á Kjósarsvæði. Hvalvatn. Háskólasetrið í Hveragerði. 27 bls. Tryggvi Þórðarson. 2006. Mengunarflokkun á Urriðakotsvatni og ofanverðum Stórakrókslæk. Háskólasetrið í Hveragerði. 59 bls. Tryggvi Þórðarson. 2008. Mengunarflokkun á Rauðavatni og Reynisvatni. Háskólasetrið í Hveragerði. 57 bls. Þórólfur Antonsson og Guðni Guðbergsson. 2000. Silungur í Elliðavatni. Samantekt rannsókna 1987–1999. VMST-R/0018. 33 bls.

Page 42: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

42

7. Viðaukar Viðauki 1. Þekjumæling vatnagróðurs þann 14. ágúst 2007.

Stöð Lengd Breidd Dýpi m Tegund Þekja % Tog m. gróðurkröku

1 N64 08 03.4 W21 40 20.6 1,3 Mari 100 Mari - - - Álftalaukur 5 Álftalaukur

2 N64 08 05.3 W21 40 20.5 1,1 Mari 1003 N64 08 08.2 W21 40 16.9 2,5 Mari 504 N64 08 11.0 W21 40 10.8 2,3 Mari 105 N64 08 13.1 W21 40 06.5 1,1 Mari 56 N64 08 11.9 W21 40 00.5 3,3 Mari 10 Mari

- - - Álftalaukur 57 N64 08 11.3 W21 39 54.6 1,6 Mari 20

- - - Álftalaukur 58 N64 08 08.0 W21 39 57.7 4,3 Nitella 5 Nitella9 N64 08 03.2 W21 40 03.8 5,1 Nitella 100 Nitella10 N64 07 59.1 W21 40 08.6 2,9 011 N64 07 55.9 W21 40 12.4 0,9 Mari 512 N64 07 57.2 W21 40 07.0 4,7 Mari 30

- - - Álftalaukur 30 - - - Mosi 40

13 N64 08 00.4 W21 39 59.0 7,3 Nitella 5 Nitella14 N64 08 02.7 W21 39 56.3 13,3 015 N64 08 04.5 W21 39 52.8 5,4 Nitella 100 Nitella16 N64 08 05.9 W21 39 48.2 2,1 Mari 5017 N64 08 01.8 W21 39 50.2 14,3 018 N64 07 57.8 W21 39 53.0 12,2 Nitella 5 Nitella19 N64 07 53.0 W21 39 56.7 13,3 020 N64 07 46.8 W21 39 58.7 12 021 N64 07 43.6 W21 40 00.2 12,9 022 N64 07 40.1 W21 40 01.1 1,5 Mari 80

- - - Álftalaukur 2023 N64 07 36.7 W21 40 01.3 0,8 024 N64 07 40.3 W21 39 55.8 11,6 025 N64 07 45.1 W21 39 48.5 21,5 026 N64 07 49.3 W21 39 41.3 25,4 x x x27 N64 07 54.2 W21 39 33.5 18,5 028 N64 07 55.4 W21 39 30.8 6 Mari 9029 N64 07 39.2 W21 39 44.6 17,7 030 N64 07 35.1 W21 39 48.8 1,6 Mari 10031 N64 07 32.1 W21 39 51.2 1 Mari 532 N64 07 36.2 W21 39 43.8 5,7 Nitella 5 Nitella33 N64 07 38.8 W21 39 39.2 19 034 N64 07 48.6 W21 39 19.2 12 Nitella 100 Nitella35 N64 07 49.8 W21 39 17.9 2,5 Fjallnykra 70

- - - Nitella 10036 N64 07 50.6 W21 39 15.3 0,8 Mari 537 N64 07 48.3 W21 39 16.3 7,2 Nitella ? Nitella38 N64 07 44.7 W21 39 17.9 14 039 N64 07 37.9 W21 39 21.7 13,1 040 N64 07 35.2 W21 39 22.6 0,5 Þráðnykra séð 041 N64 07 36.6 W21 39 15.1 7 042 N64 07 40.0 W21 39 05.2 1,7 Nitella 100

- - - Fjallnykra 3043 N64 07 41.5 W21 39 01.3 0,7 Mari 5044 N64 07 35.3 W21 39 02.5 2,2 Nitella 100

- - - Mari 20 - - - Fjallnykra 30

45 N64 07 28.6 W21 39 05.7 0,6 Mari 95 - - - Álftalaukur 5 - - - Fjallnykra 10

46 N64 07 30.6 W21 38 56.6 1,2 Mari 100 - - - Fjallnykra 5

47 N64 07 36.0 W21 38 51.0 1,3 Mari 80Álftalaukur 5

x = ógreindur gróðurvottur

Page 43: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

43

Viðauki 2. Þéttleiki krabbadýra (fjöldi einstaklinga/m2) í trektagildrum.

Hjálmfló, Acroperus harpae

Mánafló, Alona affinis

Mánafló, Alona intermedia

Mánafló, Alona quadrangularis

Gárafló, Alonella nana

Ranafló, Bosmina coregonii

Goggfló Camptocercus rectrirostris

Kúlufló, Chydorus sphaericus

Langhalafló, Daphnia galeata

Kornáta, Eurycercus lamellatus

Granfló, Graptoleberis testudinaria

Glerfló, Sida crystallina

Hakafló, Simocephalus vetulus

Vatnaflær samtals

Svifdíli Diaptomus sp.

Augndíli (Cyclopidae)

Ormdíli (Canthocamptidae)

Ungviði, ógreint

Árfætlur samtals

Skelkrabbi (Ostracoda) samtals

Heildarþéttleiki krabbadýra

3.5.

2007

10,

014

,40,

00,

015

8,4

72,0

0,0

100,

861

9,1

0,0

0,0

14,4

0,0

979,

174

8,7

2778

,814

,453

906,

157

448,

00,

058

427,

03.

5.20

072

3081

,457

,90,

00,

010

647,

40,

00,

046

29,3

0,0

14,5

0,0

28,9

14,5

1847

3,8

101,

330

81,4

405,

122

220,

625

808,

314

,544

296,

63.

5.20

073

0,0

117,

40,

023

4,8

587,

00,

00,

011

7,4

234,

80,

00,

00,

00,

012

91,5

396,

356

35,7

0,0

4097

6,0

4700

7,9

0,0

4829

9,4

Me

ðalt

al

1027,1

63,2

0,0

78,3

3797,6

24,0

0,0

1615

,8284,6

4,8

0,0

14,4

4,8

6914,8

41

5,4

3831,9

139,8

390

34,2

43421,4

4,8

50341,0

SE

1027,1

29,9

0,0

78,3

3427,1

24,0

0,0

1506

,7180,5

4,8

0,0

8,4

4,8

5780,2

18

7,1

906,1

132,7

91

98,2

9308,0

4,8

4204,9

10.8

.200

71

0,0

78,6

39,3

0,0

39,3

6089

,00,

013

,158

9,3

0,0

0,0

0,0

0,0

6848

,591

6,6

942,

813

,151

0,7

2383

,213

0,9

9362

,710

.8.2

007

234

68,2

397,

117

2,1

0,0

1090

7,6

185,

30,

031

7,7

0,0

39,7

0,0

0,0

0,0

1548

7,7

66,2

4447

,834

4,2

582,

454

40,6

13,2

2094

1,5

10.8

.200

73

40,2

26,8

40,2

0,0

321,

961

16,2

0,0

13,4

254,

813

,40,

00,

00,

068

27,1

1113

,361

7,0

13,4

389,

021

32,6

40,2

8999

,9M

alt

al

1169,5

167,5

83,9

0,0

3756,3

4130,2

0,0

114

,7281,4

17,7

0,0

0,0

0,0

9721,1

69

8,7

2002,5

123,6

494,0

3318,8

61,5

13101,4

SE

1149,4

115,8

44,1

0,0

3576,6

1972,4

0,0

101

,5170,6

11,7

0,0

0,0

0,0

2883,3

32

1,3

1226,2

110,3

56,5

1063,3

35,6

3921,5

21.9

.200

71

41,4

110,

513

,80,

069

,015

60,4

0,0

27,6

2181

,869

,011

0,5

0,0

0,0

4184

,113

80,9

1477

,60,

014

08,5

4267

,013

,884

64,9

21.9

.200

72

1012

1,9

194,

70,

00,

022

913,

441

,713

,928

08,6

41,7

83,4

111,

20,

00,

036

330,

683

,434

06,4

139,

022

2,5

3851

,313

,940

195,

821

.9.2

007

353

,513

3,8

13,4

0,0

120,

414

72,1

0,0

40,1

709,

326

,80,

00,

013

,425

82,9

2101

,211

10,8

13,4

1900

,451

25,7

0,0

7708

,7M

alt

al

3405,6

146,3

9,1

0,0

7701,0

1024,8

4,6

958

,8977,6

59,7

73,9

0,0

4,5

14365,9

118

8,5

1998,3

50,8

11

77,1

4414,7

9,2

18789,8

SE

3358,2

25,1

4,5

0,0

7606,2

492,2

4,6

924

,9632,2

17,0

37,0

0,0

4,5

10992,1

59

0,4

712,0

44,3

498,0

375,2

4,6

10705,2

Page 44: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

44

Viðauki 3. Þéttleiki þyrildýra (fjöldi einstaklinga/m2) í trektagildrum.

Þyrildýr ógr.

Pokaþyrla Asplachna priodonta

Sólþyrla Conochilus sp. stakar

Sólþyrla Conochilus sp. sambýli

Sporðþyrla Euchlanis spp.

Euchlanis cf. incisa Þríh.

Slóðaþyrla Filinia terminalis

Spjótþyrla Kellicottia sp.

Spaðaþyrla Keratella coclearis

Spaðaþyrla Keratella quadrata

Mánaþyrla Lecane sp.

Svuntuþyrla Notholca foliacea

Svuntuþyrla Notholca spp.

Ploesoma sp.

Fjaðraþyrla Polyarthra sp.

Eyraþyrla Synchaeta cf. oblonga

Skottþyrla Trichocerca sp.

Trichotria sp.

Heildagþéttleiki Þyrildýra

3.5.

2007

128

79,6

1036

,70,

00,

00,

00,

092

1,5

115,

228

680,

826

49,2

0,0

4042

9,5

1958

,10,

00,

00,

00,

00,

078

670,

63.

5.20

072

1666

5,5

462,

90,

00,

057

8,7

231,

534

7,2

0,0

3472

,011

5,7

810,

117

244,

161

33,8

0,0

0,0

0,0

6828

,216

20,3

5450

9,9

3.5.

2007

3M

alt

al

9772,5

749,8

0,0

0,0

289,3

115,7

634,3

57,6

16076,4

1382,5

405,1

28836,8

4046,0

0,0

0,0

0,0

3414,1

810,1

66590,3

SE

10.8

.200

71

523,

838

76,0

0,0

1592

3,2

0,0

0,0

3352

,210

4,8

5028

,40,

00,

00,

00,

019

90,4

2304

,70,

00,

00,

033

103,

410

.8.2

007

284

71,9

0,0

0,0

423,

60,

035

7,4

423,

60,

035

7,4

0,0

0,0

0,0

0,0

2012

,123

29,8

0,0

0,0

0,0

1437

5,8

10.8

.200

73

1609

,554

72,4

4783

50,2

0,0

0,0

0,0

9335

,212

87,6

321,

90,

00,

00,

00,

093

35,2

965,

70,

032

1,9

0,0

5069

99,7

Með

alt

al

3535,1

3116,1

159450,1

5448,9

0,0

119,1

4370,4

464,1

1902,6

0,0

0,0

0,0

0,0

4445,9

1866,7

0,0

107,3

0,0

184826,3

SE

2488,2

1624,8

159450,1

5238,6

0,0

119,1

2622,5

412,9

1562,9

0,0

0,0

0,0

0,0

2444,7

450,6

0,0

107,3

0,0

161177,4

21.9

.200

71

1215

,227

61,8

1436

,10,

00,

00,

00,

027

6,2

1336

7,1

0,0

0,0

0,0

0,0

662,

864

62,6

110,

50,

00,

026

292,

321

.9.2

007

211

456,

766

7,4

0,0

0,0

0,0

375,

40,

00,

066

7,4

0,0

0,0

0,0

222,

50,

044

4,9

0,0

5005

,412

23,5

2006

3,1

21.9

.200

73

1017

,131

58,4

0,0

749,

50,

00,

00,

048

1,8

6156

,20,

00,

00,

00,

069

5,9

3265

,510

7,1

267,

716

0,6

1605

9,8

Með

alt

al

4563,0

2195,9

478,7

249,8

0,0

125,1

0,0

252,7

6730,2

0,0

0,0

0,0

74,2

452,9

3391,0

72,5

1757,7

461,4

20805,1

SE

3447,3

772,8

478,7

249,8

0,0

125,1

0,0

139,6

3677,3

0,0

0,0

0,0

74,2

226,7

1738,3

36,3

1625,7

383,9

2977,1

Page 45: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Lífríki Hafravatns

45

Viðauki 4. Þéttleiki krabbadýra og þyrildýra (fjöldi einstaklinga/10 l) í svifsýnum.

DAGS.

STÖÐ

SÝNI / HAL

Ranafló, Bosmina coregonii

Langhalafló, Daphnia galeata

Hjálmfló, Acroperus harpae

Mánafló, Alona affinis

Mánafló, Alona guttata

Mánafló, Alona intermedia

Mánafló, Alona quadrangularis

Gárafló, Alonella nana

Kúlufló, Chydorus sphaericus

Vatnaflær samtals

Svifdíli Diaptomus sp.

Augndíli (Cyclopidae)

Ormdíli (Canthocamptidae)

Ungviði, ógreint

Árfætlur samtals

Heildarþéttleiki krabbadýra

DAGS.

STÖÐ

SÝNI / HAL

Sólþyrla Conochilus sp. stakar

Sólþyrla Conochilus sp. sambýli

Slóðaþyrla Filinia terminalis

Spjótþyrla Kellicottia sp.

Önnur þyrildýr

Þyrildýr ógr.

Heildagþéttleiki Þyrildýra

3.5.

2007

11

1,1

0,9

0,0

0,0

0,0

0,0

0,1

0,1

0,8

3,0

10,6

3,2

0,1

53,4

67,3

70,2

3.5.

2007

11

0,0

1,5

19,3

0,5

0,4

2,9

28,6

3.5.

2007

20,

20,

20,

00,

00,

00,

00,

00,

00,

00,

41,

20,

60,

023

,925

,726

,13.

5.20

072

0,0

0,7

5,2

0,2

0,4

1,1

8,4

3.5.

2007

31,

70,

60,

00,

00,

00,

00,

00,

30,

53,

110

,03,

60,

00,

514

,217

,23.

5.20

073

0,0

2,8

11,5

1,1

0,2

2,2

21,8

3.5.

2007

21

1,6

2,0

0,1

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,1

3,9

31,7

7,0

0,0

117,

915

6,6

160,

53.

5.20

072

14,

93,

35,

71,

62,

48,

636

,33.

5.20

072

2,0

2,9

0,1

0,0

0,0

0,0

0,0

0,3

0,3

5,6

34,9

6,9

0,0

134,

517

6,3

181,

93.

5.20

072

0,0

3,7

15,9

1,2

1,2

4,5

38,0

3.5.

2007

32,

81,

70,

20,

00,

00,

00,

00,

10,

04,

838

,26,

40,

016

1,2

205,

821

0,6

3.5.

2007

30,

00,

06,

70,

00,

011

,818

,63.

5.20

073

10,

20,

90,

20,

00,

00,

00,

00,

10,

01,

44,

73,

30,

060

,968

,970

,33.

5.20

073

10,

01,

48,

60,

20,

14,

019

,73.

5.20

072

1,0

0,4

0,1

0,0

0,0

0,0

0,1

0,2

0,2

2,0

4,1

3,5

0,1

50,6

58,2

60,1

3.5.

2007

20,

02,

17,

40,

00,

52,

617

,63.

5.20

073

0,7

0,6

0,1

0,0

0,0

0,0

0,0

0,1

0,0

1,5

4,3

2,7

0,0

46,4

53,4

54,9

3.5.

2007

30,

00,

00,

01,

86,

0M

alt

al

1,2

1,1

0,1

0,0

0,0

0,0

0,0

0,1

0,2

2,8

15,5

4,1

0,0

72,1

91,8

94,7

Með

alt

al

0,6

1,9

8,9

0,5

0,6

4,4

21,7

SE

0,3

0,3

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,1

0,6

5,0

0,7

0,0

17,9

23,1

23,6

SE

0,6

0,5

1,9

0,2

0,3

1,2

3,7

9.8.

2007

11

15,8

48,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

63,8

60,7

14,2

0,0

2,9

77,8

141,

69.

8.20

071

115

4,4

64,6

0,0

2,3

0,0

5,4

230,

19.

8.20

072

16,3

45,7

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

62,0

62,4

12,4

0,0

1,8

76,5

138,

59.

8.20

072

0,0

77,6

2,0

3,4

0,0

10,2

96,7

9.8.

2007

315

,433

,70,

00,

00,

00,

10,

00,

10,

049

,475

,69,

80,

01,

286

,613

6,0

9.8.

2007

320

8,2

60,2

2,0

3,4

0,0

7,1

283,

09.

8.20

072

11,

12,

30,

00,

10,

10,

50,

00,

30,

04,

513

,41,

20,

05,

620

,224

,79.

8.20

072

187

,323

,714

,73,

33,

64,

114

0,7

9.8.

2007

21,

01,

20,

00,

00,

00,

00,

00,

50,

02,

814

,51,

00,

04,

620

,122

,99.

8.20

072

37,6

30,2

9,8

4,9

1,6

5,7

93,1

9.8.

2007

30,

41,

90,

00,

00,

00,

20,

00,

20,

02,

815

,51,

90,

06,

323

,826

,59.

8.20

073

1,6

57,1

7,3

5,7

3,3

5,7

85,7

9.8.

2007

31

36,7

13,8

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

50,5

74,9

4,7

0,0

0,7

80,2

130,

79.

8.20

073

119

3,6

9,8

0,3

1,0

0,3

1,6

210,

69.

8.20

072

43,3

17,4

0,1

0,0

0,1

0,0

0,0

0,3

0,0

61,3

59,2

4,8

0,0

1,4

65,4

126,

79.

8.20

072

255,

74,

22,

03,

30,

01,

627

1,7

9.8.

2007

336

,611

,00,

00,

00,

00,

00,

00,

00,

047

,656

,34,

00,

00,

761

,010

8,5

9.8.

2007

30,

025

,70,

81,

30,

01,

932

,1M

alt

al

18,5

19,5

0,0

0,0

0,0

0,1

0,0

0,2

0,0

38,3

48,0

6,0

0,0

2,8

56,8

95,1

Með

alt

al

104,3

39,2

4,3

3,2

1,0

4,8

160,4

SE

5,6

6,2

0,0

0,0

0,0

0,1

0,0

0,1

0,0

9,0

8,7

1,6

0,0

0,7

9,2

17,9

SE

33,6

8,7

1,7

0,5

0,5

1,0

30,2

20.9

.200

71

16,

015

,60,

00,

00,

00,

00,

00,

20,

021

,726

,97,

00,

023

,457

,379

,020

.9.2

007

11

44,6

0,0

0,2

2,2

0,2

8,3

74,4

20.9

.200

72

20.9

.200

72

20.9

.200

73

6,9

9,1

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

16,0

23,6

5,8

0,0

22,6

52,0

68,0

20.9

.200

73

49,0

0,2

0,0

3,2

0,0

9,1

83,5

20.9

.200

72

14,

34,

60,

00,

00,

00,

00,

00,

20,

09,

115

,34,

40,

018

,638

,347

,320

.9.2

007

21

6,9

8,6

0,8

16,7

0,0

13,1

86,5

20.9

.200

72

5,6

6,4

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,1

0,0

12,1

26,5

8,0

0,0

29,8

64,3

76,4

20.9

.200

72

6,5

30,2

0,8

18,8

1,6

17,1

112,

220

.9.2

007

34,

47,

40,

00,

00,

00,

10,

00,

30,

012

,242

,220

,70,

039

,510

2,4

114,

720

.9.2

007

314

,324

,10,

810

,60,

813

,511

2,2

20.9

.200

73

111

,619

,70,

00,

00,

00,

00,

00,

30,

031

,613

,57,

10,

036

,557

,088

,620

.9.2

007

31

45,7

0,0

0,0

6,1

0,4

13,9

100,

420

.9.2

007

26,

419

,70,

00,

00,

00,

00,

00,

00,

026

,112

,78,

30,

036

,557

,483

,520

.9.2

007

229

,40,

40,

06,

90,

018

,072

,720

.9.2

007

35,

016

,50,

00,

00,

00,

00,

00,

30,

021

,812

,85,

40,

033

,952

,173

,920

.9.2

007

356

,31,

60,

07,

30,

415

,995

,9M

alt

al

6,3

12,4

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,2

0,0

18,8

21,7

8,3

0,0

30,1

60,1

78,9

Með

alt

al

31,6

8,1

0,3

9,0

0,4

13,6

92,2

SE

0,8

2,2

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

2,8

3,6

1,8

0,0

2,7

6,6

6,7

SE

7,1

4,3

0,1

2,1

0,2

1,2

5,5

Þyri

ldýr

(R

otif

era)

K

rabb

adýr

(C

rust

acea

)

Page 46: GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI HAFRAVATNS

Dag

s

Stö

ð

Sýn

i nr

Fla

tarm

ál m

2

Hyd

rozo

a

Nem

atod

a

Fla

torm

ur

Rad

ix b

alth

ica

Olig

ocha

eta

Nai

dida

e

Cha

etog

aste

r sp

p

Tub

ific

idae

Ael

osom

atid

ae

Enc

hytr

aeid

ae

Lum

bric

ulid

ae

Tri

chop

tera

(lir

fur)

Apa

tani

a zo

nella

(lir

fur)

Apa

tani

a zo

nella

(pú

pur)

Lim

neph

ilus

affi

nis

Tan

ypod

inae

(lir

fur)

Ort

hocl

adii

nae

(lir

fur)

Tan

ytar

sini

(li

rfur

)

Chi

rono

min

i (lir

fur)

Ort

hocl

adii

nae

(púp

ur)

Tan

ytar

sini

(pú

pur)

Chi

rono

mid

ae (

púpu

ham

ur)

Ort

hocl

adii

nae

(púp

uham

ur)

Tan

ytar

sini

(pú

puha

mur

)

Chi

rono

mid

ae (

kvk

flug

ur)

Chi

rono

mid

ae (

kk f

lugu

r)

O (

P.)

cons

obri

nus

(kk

flug

a)

Mic

rops

ectr

a lin

drot

hi (

kk f

luga

)

Chi

rono

mid

ae (

eggj

amas

si)

Clin

ocer

a st

agna

lis

Ple

copt

era

Eph

emer

opte

ra

Hal

iplu

s fl

uvus

(bj

alla

)

Hal

iplu

s fl

uvus

(lir

fa)

Aca

rina

Aca

rina

(eg

g)

Col

lem

bola

Tar

digr

ada

Cla

doce

ra

Söð

ulhý

ði

Acr

oper

us h

arpa

e

Alo

na s

pp

Bos

min

a co

rego

nii

Chy

doru

s sp

haer

icus

Dap

hnia

spp

Eur

ycer

cus

lam

ella

tus

Gra

ptol

eber

is te

stud

inar

ia

Cla

doce

ra ó

grei

nt u

ngvi

ði

Cop

epod

a

Can

thoc

ampt

idae

Dia

ptom

us s

p

Cyc

lops

spp

Nau

pliu

s

Ost

raco

da

Alls

Fjö

ldi h

ópa

4.5.2007 1 1 0,0141 0 71 0 0 498 0 0 0 0 0 0 0 71 0 0 0 641 0 0 0 0 0 142 71 0 0 0 142 0 71 0 0 0 0 285 0 0 0 641 0 0 0 0 0 0 0 0 0 854 0 0 0 0 0 3.4884.5.2007 1 2 0,0130 0 0 0 0 1.931 0 0 0 0 0 0 0 849 309 0 77 695 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 772 0 0 0 3.784 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.158 0 0 0 0 0 9.2664.5.2007 1 3 0,0078 256 639 0 0 1.278 0 0 0 0 0 0 0 128 256 0 1.022 1.278 0 0 0 0 0 256 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 767 0 128 0 8.307 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2.939 0 0 0 0 0 16.9974.5.2007 1 4 0,0122 0 82 0 0 736 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 245 573 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 164 0 0 0 1.063 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2.536 0 0 0 0 0 5.3994.5.2007 1 5 0,0066 0 1.818 0 0 2.727 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 455 2.424 0 0 0 0 0 152 0 0 0 0 0 0 152 0 0 0 0 455 0 0 0 12.424 0 0 0 0 0 0 0 0 0 7.576 0 0 0 0 0 28.182

Meðaltal 51 522 0 0 1.434 0 0 0 0 0 0 0 210 113 0 360 1.122 0 0 0 0 0 110 14 0 0 0 28 0 45 0 0 0 0 488 0 26 0 5.244 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3.013 0 0 0 0 0 12.666 11SE 51 344 0 0 407 0 0 0 0 0 0 0 162 70 0 183 349 0 0 0 0 0 49 14 0 0 0 28 0 30 0 0 0 0 124 0 26 0 2.255 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.207 0 0 0 0 0 4.517

4.5.2007 2 1 0,0126 80 3.108 0 319 0 0 80 80 0 0 0 0 0 0 0 319 3.187 80 0 0 0 0 80 0 0 80 0 0 0 0 0 0 0 0 239 0 80 0 0 0 478 637 0 398 0 0 0 0 0 1.275 0 80 0 0 10.5984.5.2007 2 2 0,0115 0 2.343 0 434 0 174 347 0 0 0 0 0 0 0 0 174 2.863 0 0 0 0 0 0 0 0 87 0 0 0 0 0 0 87 0 694 0 0 87 0 0 434 1.215 0 174 0 0 0 0 0 434 0 87 87 0 9.7184.5.2007 2 3 0,0087 230 17.011 0 230 0 0 345 345 0 0 0 0 0 0 0 2.184 5.747 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 115 0 0 0 0 345 0 0 115 0 0 1.379 1.839 0 2.759 0 0 0 115 0 12.069 0 0 0 0 44.8284.5.2007 2 4 0,0159 315 3.470 0 946 0 0 126 189 0 820 0 0 0 0 63 820 3.218 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 189 0 0 0 0 63 505 1.199 0 946 0 0 0 0 0 4.227 0 0 0 0 17.0984.5.2007 2 5 0,0083 0 1.325 120 1.928 0 0 120 120 0 0 0 0 120 0 0 361 3.494 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 361 0 0 0 0 0 0 843 0 241 0 0 0 0 0 1.687 0 0 0 0 10.723

Meðaltal 125 5.451 24 771 0 35 204 147 0 164 0 0 24 0 13 772 3.702 16 0 0 0 0 16 0 0 33 0 0 0 23 0 0 17 0 366 0 16 40 0 13 559 1.147 0 904 0 0 0 23 0 3.938 0 33 17 0 23SE 63 2.913 24 315 0 35 59 58 0 164 0 0 24 0 13 369 521 16 0 0 0 0 16 0 0 20 0 0 0 23 0 0 17 0 88 0 16 25 0 13 225 205 0 483 0 0 0 23 0 2.129 0 20 17 0

4.5.2007 3 1 0,0100 100 200 0 200 2.000 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 500 3.300 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.200 800 0 0 3.700 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2.700 0 0 0 0 0 14.7004.5.2007 3 2 0,0114 0 1.225 0 88 525 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 788 6.652 263 0 0 88 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 350 0 0 0 2.976 0 0 0 0 0 0 0 0 0 5.602 0 0 0 0 0 18.5564.5.2007 3 3 0,0103 0 2.039 0 0 3.204 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 194 3.301 97 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 777 0 0 97 6.117 0 0 0 0 0 0 0 0 0 7.379 0 0 0 0 0 23.2044.5.2007 3 4 0,0187 0 1.228 0 0 1.282 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 214 3.311 107 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 53 53 801 0 0 107 7.637 0 0 0 0 0 0 0 0 0 4.219 0 0 0 0 0 18.9594.5.2007 3 5 0,0114 0 1.498 0 176 1.410 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 176 3.172 0 0 0 88 88 0 88 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 881 0 0 0 4.581 0 0 0 0 0 0 0 0 0 4.405 0 0 0 0 0 16.564

Meðaltal 20 1.238 0 93 1.684 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 374 3.947 93 0 0 35 18 0 18 0 0 0 0 0 0 0 0 11 11 802 160 0 41 5.002 0 0 0 0 0 0 0 0 0 4.861 0 0 0 0 0 13SE 20 299 0 42 447 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 119 677 48 0 0 22 18 0 18 0 0 0 0 0 0 0 0 11 11 136 160 0 25 841 0 0 0 0 0 0 0 0 0 780 0 0 0 0 0

9.8.2007 1 1 0,0093 968 0 0 0 1.935 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 645 2.473 0 0 0 0 0 108 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 430 0 0 0 2.903 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3.978 0 0 0 0 0 13.4419.8.2007 1 2 0,0120 84 753 0 0 9.791 0 0 0 0 0 0 0 84 0 0 1.423 5.021 335 84 167 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 84 0 0 0 1.339 0 0 0 7.280 0 0 0 0 0 0 0 0 0 19.749 0 0 0 0 84 46.2769.8.2007 1 3 0,0135 297 967 0 0 4.535 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 743 3.420 595 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 149 0 0 0 0 446 0 0 0 2.528 0 0 0 0 0 0 0 0 0 6.914 0 0 0 0 0 20.5959.8.2007 1 4 0,0092 0 1.951 0 108 6.504 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.409 6.612 650 0 108 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 542 0 0 0 4.553 0 0 0 0 0 0 0 0 0 21.030 0 0 0 0 0 43.4699.8.2007 1 5 0,0086 936 2.339 0 0 3.275 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 936 4.094 351 0 117 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 468 0 0 0 2.339 0 0 0 0 0 0 0 0 0 6.784 0 0 0 0 0 21.637

Meðaltal 457 1.202 0 22 5.208 0 0 0 0 0 0 0 17 0 0 1.031 4.324 386 17 79 0 0 22 0 0 0 0 0 0 30 17 0 0 0 645 0 0 0 3.921 0 0 0 0 0 0 0 0 0 11.691 0 0 0 0 17 29.084 15SE 208 422 0 22 1.371 0 0 0 0 0 0 0 17 0 0 164 708 115 17 34 0 0 22 0 0 0 0 0 0 30 17 0 0 0 175 0 0 0 926 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3.595 0 0 0 0 17 6.613

9.8.2007 2 1 0,0121 83 1.325 0 0 0 414 1.242 166 0 0 0 0 0 0 0 745 3.644 83 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 580 0 0 0 0 0 0 2.070 0 0 0 0 0 0 0 1.159 0 248 0 0 11.7609.8.2007 2 2 0,0191 472 840 0 52 0 682 1.890 52 157 0 0 0 52 0 0 1.207 1.995 52 0 52 0 0 0 0 0 0 0 0 0 52 0 0 0 0 472 0 0 0 0 0 52 4.777 0 0 0 0 0 0 0 1.155 0 105 0 52 14.1739.8.2007 2 3 0,0188 479 3.245 0 0 0 53 2.128 957 0 0 0 0 53 0 0 798 2.819 160 0 53 53 0 0 0 0 0 0 0 0 0 106 0 0 0 213 0 0 0 0 0 319 2.766 0 53 0 0 53 0 0 3.989 0 745 0 0 19.0439.8.2007 2 4 0,0122 327 9.734 82 0 0 82 2.781 164 0 0 0 0 0 0 0 327 5.153 327 0 0 82 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 245 0 0 0 0 82 327 4.172 0 0 0 0 164 0 0 5.153 0 818 0 0 30.0209.8.2007 2 5 0,0131 534 1.603 0 0 0 229 3.817 305 229 0 0 0 0 0 0 992 1.527 153 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 76 0 0 0 0 153 0 0 0 0 0 305 2.824 0 0 0 0 0 76 0 3.664 0 229 0 0 16.718

Meðaltal 379 3.349 16 10 0 292 2.372 329 77 0 0 0 21 0 0 814 3.028 155 0 21 27 0 0 0 0 0 0 0 0 26 21 0 0 0 333 0 0 0 0 16 201 3.322 0 11 0 0 43 15 0 3.024 0 429 0 10 18.343 23SE 82 1.647 16 10 0 117 437 162 49 0 0 0 13 0 0 146 643 48 0 13 17 0 0 0 0 0 0 0 0 16 21 0 0 0 82 0 0 0 0 16 72 498 0 11 0 0 32 15 0 801 0 146 0 10 3.164

9.8.2007 3 1 0,0091 0 767 0 0 2.630 0 0 0 0 0 0 0 110 0 0 1.973 2.959 329 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 329 0 0 0 17.863 0 0 0 0 0 0 0 0 0 10.082 0 0 0 0 0 37.0419.8.2007 3 2 0,0109 183 5.767 0 275 3.844 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.373 10.343 1.373 0 92 0 0 0 0 0 0 0 0 0 92 0 366 0 0 2.014 0 0 92 30.114 92 0 0 0 0 0 0 0 0 16.201 0 0 0 0 0 72.2209.8.2007 3 3 0,0137 0 2.332 0 146 1.384 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.311 6.266 510 0 0 0 0 0 0 73 0 0 0 0 0 0 219 0 0 1.093 0 0 219 22.514 0 0 0 0 0 0 0 0 0 17.486 0 0 0 0 0 53.5529.8.2007 3 4 0,0176 114 8.068 0 341 7.841 0 0 0 0 0 0 0 0 57 0 1.307 6.591 795 57 0 0 0 57 0 0 0 0 0 0 57 0 0 0 0 795 0 0 341 25.966 0 0 0 0 0 0 0 0 0 16.420 0 0 0 0 0 68.7509.8.2007 3 5 0,0122 0 3.770 0 820 7.541 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.967 10.164 984 0 0 0 0 0 0 0 0 82 0 0 0 0 82 0 0 2.295 0 0 164 25.000 0 0 0 0 0 0 0 0 0 27.049 0 0 0 0 0 79.918

Meðaltal 59 4.141 0 316 4.648 0 0 0 0 0 0 0 22 11 0 1.586 7.265 798 11 18 0 0 11 0 15 0 16 0 0 30 0 133 0 0 1.305 0 0 163 24.291 18 0 0 0 0 0 0 0 0 17.448 0 0 0 0 0 62.296 15SE 38 1.282 0 139 1.303 0 0 0 0 0 0 0 22 11 0 157 1.376 183 11 18 0 0 11 0 15 0 16 0 0 19 0 71 0 0 370 0 0 58 2.021 18 0 0 0 0 0 0 0 0 2.730 0 0 0 0 0 7.632

21.9.2007 1 1 0,0088 114 2.165 114 114 0 228 0 798 0 456 0 0 114 0 0 912 2.621 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 114 0 0 0 0 228 0 0 0 0 456 114 7.407 228 114 114 0 0 0 0 5.812 114 0 0 0 22.33621.9.2007 1 2 0,0104 0 3.741 0 0 0 0 0 288 192 959 0 0 0 0 0 959 1.439 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 192 3.453 0 0 0 0 0 0 0 6.235 0 0 0 0 17.45821.9.2007 1 3 0,0097 0 5.039 0 0 0 1.234 0 0 206 103 0 0 206 0 0 1.542 1.645 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 514 0 0 0 0 0 0 0 0 0 925 103 3.290 103 0 0 308 0 0 0 15.835 0 0 0 0 31.05421.9.2007 1 4 0,0077 0 260 0 0 0 130 0 130 130 130 0 0 130 0 0 130 1.039 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 260 0 3.247 260 0 0 130 0 0 0 1.299 0 0 0 0 7.27321.9.2007 1 5 0,0117 0 1.373 0 0 0 343 0 0 0 0 86 0 0 0 0 429 1.803 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 86 0 0 0 0 515 0 1.803 86 0 0 0 0 0 0 1.974 86 258 0 0 8.841

Meðaltal 23 2.516 23 23 0 387 0 243 105 330 17 0 90 0 0 794 1.709 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 126 0 0 0 0 63 0 0 0 0 431 82 3.840 135 23 23 88 0 0 0 6.231 40 52 0 0 17.392 23SE 23 848 23 23 0 219 0 148 45 175 17 0 40 0 0 242 261 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 100 0 0 0 0 45 0 0 0 0 153 37 940 48 23 23 61 0 0 0 2.597 25 52 0 0 4.397

21.9.2007 2 1 0,0093 1.081 4.541 0 0 865 0 0 0 0 0 0 0 108 0 0 649 4.757 108 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 108 0 0 0 0 0 757 0 0 0 11.459 973 0 0 0 0 0 0 0 0 14.270 0 0 0 0 0 39.67621.9.2007 2 2 0,0075 1.196 6.113 0 0 3.056 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 797 2.924 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 266 0 0 0 11.827 1.329 0 0 0 0 0 0 0 0 10.233 0 0 0 0 0 37.74121.9.2007 2 3 0,0080 1.000 8.125 0 250 5.500 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.500 7.625 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.500 0 0 0 13.000 1.750 0 0 0 0 0 0 0 0 28.375 0 0 0 0 0 68.62521.9.2007 2 4 0,0092 326 7.174 0 326 5.217 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.522 1.413 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 326 0 0 0 18.370 1.630 0 0 0 0 0 0 0 0 16.304 0 0 0 0 0 52.60921.9.2007 2 5 0,0126 637 5.418 0 159 2.709 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.036 5.578 0 0 0 0 0 0 0 159 0 0 0 0 0 0 0 0 0 956 0 0 159 7.331 956 0 0 0 0 0 0 0 0 14.741 0 0 0 0 0 39.841

Meðaltal 848 6.274 0 147 3.470 0 0 0 0 0 0 0 22 0 0 1.101 4.459 22 0 0 0 0 0 0 32 0 0 0 22 0 0 0 0 0 761 0 0 32 12.397 1.328 0 0 0 0 0 0 0 0 16.785 0 0 0 0 0 47.698 12SE 161 632 0 66 858 0 0 0 0 0 0 0 22 0 0 179 1.072 22 0 0 0 0 0 0 32 0 0 0 22 0 0 0 0 0 226 0 0 32 1.774 163 0 0 0 0 0 0 0 0 3.066 0 0 0 0 0 5.862

21.9.2007 3 1 0,0102 0 2.451 0 588 0 196 98 0 98 0 0 0 98 0 0 1.078 5.098 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 196 0 0 0 0 196 0 0 0 0 1.176 784 14.804 294 0 0 0 0 0 0 6.275 0 294 0 0 33.72521.9.2007 3 2 0,0115 0 6.435 0 609 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.130 5.217 87 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 87 0 0 0 0 870 0 0 174 0 783 609 15.391 87 87 0 87 0 0 0 8.000 0 87 0 0 39.73921.9.2007 3 3 0,0122 164 5.481 0 573 0 245 327 0 0 0 0 164 0 0 0 818 6.626 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 573 0 0 82 0 1.472 164 18.405 0 0 0 0 0 0 0 9.243 0 82 0 0 44.25421.9.2007 3 4 0,0122 0 4.990 0 491 0 82 327 0 0 0 0 0 0 0 0 818 7.607 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 82 0 0 0 0 327 0 0 0 0 1.800 1.472 14.806 0 164 0 82 0 82 0 7.935 0 409 0 0 41.47221.9.2007 3 5 0,0095 317 4.233 0 317 0 212 635 0 0 212 0 0 317 0 0 1.587 5.926 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 741 0 0 0 0 1.164 423 17.249 0 0 0 0 0 0 0 7.407 106 212 0 0 41.058

Meðaltal 96 4.718 0 516 0 147 277 0 20 42 0 33 83 0 0 1.086 6.095 17 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 73 0 0 0 0 541 0 0 51 0 1.279 690 16.131 76 50 0 34 0 16 0 7.772 21 217 0 0 40.050 24SE 64 670 0 53 0 46 110 0 20 42 0 33 62 0 0 141 467 17 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 36 0 0 0 0 125 0 0 35 0 170 221 724 57 33 0 21 0 16 0 481 21 62 0 0 1.744

Viðauki 5. Þéttleiki dýra (fjöldi einstaklinga/m2) í steinasýnum.