12
1 Greinargerð handknattleiksdeildar Fjölnis vegna unglingabikars HSÍ 2014 Handknattleiksdeild Fjölnis, hér eftir nefnd HKD Fjölnis, skilar inn greinargerð sem umsókn til unglingabikars HSÍ fyrir tímabilið 2013-2014. Aldrei áður hefur HKD Fjölnis sótt um unglingabikar HSÍ en nú teljum við þörf á því. HKD Fjölnis telur sig hafa unnið frábært starf í þágu yngri flokka og í þeirri uppbyggingu sem er nauðsynleg fyrir framþróun félagsins. Þess má geta að í júní 2013 sama dag og hópur frá HKD Fjölnis fór á Partille Cup var deildinni afhent viðurkenning ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Partille hópur Fjölnis 2013 (fædd 1995-2000)

Greinargerð handknattleiksdeildar Fjölnis til unglingabikars HSÍ 2014 (loka)

Embed Size (px)

Citation preview

1

Greinargerð handknattleiksdeildar Fjölnis vegna

unglingabikars HSÍ 2014

Handknattleiksdeild Fjölnis, hér eftir nefnd HKD Fjölnis, skilar inn greinargerð sem umsókn til

unglingabikars HSÍ fyrir tímabilið 2013-2014. Aldrei áður hefur HKD Fjölnis sótt um

unglingabikar HSÍ en nú teljum við þörf á því. HKD Fjölnis telur sig hafa unnið frábært starf í

þágu yngri flokka og í þeirri uppbyggingu sem er nauðsynleg fyrir framþróun félagsins.

Þess má geta að í júní 2013 sama dag og hópur frá HKD Fjölnis fór á Partille Cup var deildinni

afhent viðurkenning ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Partille hópur Fjölnis 2013 (fædd 1995-2000)

2

HKD Fjölnis skiptir umsókinni upp í flokka eins og kemur fram í reglugerð HSÍ um

unglingabikar HSÍ.

Keppnisbúningar

HKD Fjölnis hefur síðastliðin tvö ár unnið hörðum höndum að því að koma öllum yngri

flokkum í sama keppnisbúning, áður voru ekki allir flokkar eins og það vantaði alltaf að klára

þessi mál 100%. Nú má sjá á öllum leikjum og mótum sama keppnisbúning, gul treyja og

bláar stuttbuxur. Búningarnir eru frá Errea.

Framkoma leikmanna og þjálfara

Það er markmið deildarinnar að framkoma leikmanna og þjálfara sé til fyrirmyndar. Hvorki

leikmenn né þjálfarar yngri flokka HKD Fjölnis hafa þurft að sæta keppnisbanni á tímabilinu

og hefur framkoma þeirra verið til fyrirmyndar.

Félagsleg starfsemi

3

HKD Fjölnis heldur úti virkri facebook síðu undir nafninu „Fjölnir handbolti“ þar sem myndir

og fréttir koma af starfi deildarinnar.

Til viðbótar er heimasíða handboltans undir www.fjolnir.is/handbolti, en ný heimasíða mun

líta dagsins ljós innan skamms.

Þjálfarar deildarinnar eru duglegir við að skipuleggja pizzakvöld, foreldrafundi, sleep-over

o.fl., og í flestum flokkum er virkt foreldraráð sem sér um fjáraflanir og keppnisferðir út á

land ásamt tilfallandi verkefnum.

Sú ákvörðun var tekin í byrjun árs 2014 að halda úti sjoppu á öllum heimaleikjum

deildarinnar. Í sjoppunni er alltaf hægt að fá kaffi og súkkulaði og á vissum leikjum er farið

alla leið þar sem jafnvel pylsur eru í boði.

Stofnað hefur verið ráð í kringum bæði karla og kvennaflokka (3. og 4. flokkur) sem heitir

„Fjölnir 2016“. Markmið þessa ráðs er að efla umgjörð flokkana og hlúa vel að upprennandi

leikmönnnum. Verkefnið hefur farið vel af stað og ríkir mikil bjartsýni með áframhaldandi

vinnu. Í kjölfarið var samið við alla leikmenn þessa flokka.

4

Keppnis- og æfingaferðir

Fyrir utan fjölliðamót HSÍ þá hefur HKD Fjölnis ákveðið að annað hvert ár munu flokkar frá

deildinni fara á Partille Cup og þess á milli er farið á önnur mót eða æfingaferðir erlendis ef

áhugi er fyir hendi hjá hverjum flokki fyrir sig. Á síðasta ári fór fjölmennur hópur á Partille

Cup og skemmti sér konunglega. Árangurinn var ágætur, þar ber helst að nefna stelpurnar

sem eru fæddar 1998 komust í 16 liða úrslit en töpuðu þar naumlega. Flokkunum stendur

einnig til boða að fara í æfingaferðir í Garðinn og á Hellu.

Árangur í keppnum

Árangur yngri flokkana hefur verið framúrskarandi þetta tímabilið og miklar bætingar hafa

verið hjá mörgum iðkendum. Samtals hafa flokkarnir unnið sér inn fimm bikara og er ennþá

möguleiki á þeim sjötta. 2 deildarmeistaratitlar, 1 Reykjavíkurmeistaratitill og 2

Fylkismeistaratitlar.

Flokkarnir sem spila á fjölliðamótum hafa verið að standa sig prýðilega, mörg lið hafa verið

að komast í 1. deild en ekki alveg tekist að halda sér þar. 5.fl.kk eldra ár og 5.fl.kv eldra ár

hafa verið að standa sig best.

5

Stelpurnar á eldra ári 4. flokks urðu deildarmeistarar annað árið í röð og nú án þess að tapa

leik. Þær urðu jafnframt Reykjavíkurmeistarar og unnu æfingamót Fylkis. Þær spila til úrslita

á Íslandsmótinu gegn HK annað árið í röð.

6

Strákarnir á eldra ári 4. flokks unnu sína deild án þess að tapa stigum. Þeir spiluðu gegn ÍBV í

8 liða úrslitum.

2. flokkur karla lenti í þriðja sæti í 2. deild eftir mikla baráttu við FH/ÍH og ÍR.

3. flokkur karla lenti í níunda sæti í 1. deild og komust í 4 liða úrslit B úrslita.

3. flokkur kvenna lenti í fimmta sæti 2. deildar aðeins fjórum stigum frá úrslitakeppni.

4. flokkur karla yngra ár lenti í fimmta sæti 1. deildar og fimmta sæti 2. deildar.

4. flokkur kvenna yngra ár lenti í sjöunda sæti 1. deildar og komust í úrslit B úrslita.

Fjöldi keppnisflokka

HKD Fjölnis sendi keppnislið í öllum flokkum eldri og yngri ára 2013-2014. Alls voru 184

iðkendur skráðir í yngri flokka þennan vetur og er sú tala á uppleið. Markmið deildarinnar er

að ná yfir 200 sem við teljum raunhæft á næsta tímabili.

7

Menntun þjálfara

Flestir þjálfarar 4. flokks og eldri eru með háskólamenntun. Við deildina starfa nú sex

íþróttafræðingar; Sveinn Þorgeirsson (yfirþjálfari), Arnór Ásgeirsson (framkvæmdarstjóri),

Arnar Gunnarsson (þjálfari mfl.kk), Grétar Eiríksson (fráfarandi þjálfari mfl.kk), Guðmundur

Rúnar Guðmundsson (þjálfari 3. og 4.fl.kk) og Halldóra Björk Sigurðardóttir (þjálfari 7. og

8.fl.kk og kv). Flestir þjálfarar deildarinnar hafa sótt þau námskeið sem standa þeim til boða

bæði frá HSÍ og ÍSÍ.

Umsjónir með mótahaldi

HKD Fjölnis sótti um þrjú mót fyrir núverandi keppnistímabil og fékk úthlutað tveimur

mótum. Annað mótið var haldið síðasta haust fyrir 6.fl.kv eldra ár og það síðara verður haldið

2.-4. maí fyrir 6.fl.kk yngra ár. Vegna aðstöðuleysis höfum við ekki getað haldið 5. flokks mót.

Á hverju ári heldur deildin svokallað „Skólamót“ þar sem öllum skólum er boðið að senda lið

til keppni í 1-8 bekk. Það mót hefur fests í sessi undanfarin ár og er komið til að vera. Einnig

hélt deildin B – úrslit 4.fl.kv yngra ár.

Annað

Í haust tók deildin upp á því að ráða í launaða stöðu hjá deildinni þegar Arnór Ásgeirsson var

ráðinn sem framkvæmdarstjóri. Hlutverk hans er helst að sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig

í deildinni, vera tengiliður við HSÍ og önnur félög, sjá um breytingar á leikjum og skapa betri

umgjörð innan deildar. Vel hefur tekist og markmið deildarinnar eru að halda því starfi

áfram.

Milli jóla og nýárs spiluðu elstu stelpurnar leiki við Alberta frá Kanada sem komu hingað

þriðja árið í röð. Vel hefur tekist og hafa stelpurnar alltaf haft gaman að.

Mikill uppgangur hefur verið í yngstu flokkunum 7. og 8 flokki. Deildin var með stórt og mikið

átak í byrjun hausts til að trekkja að fleiri iðkendur og tókst það vel. Við munum halda áfram

þeirri vinnu enda teljum við mjög mikilvægt að fá inn iðkendur á þessum aldri.

8

Landsliðsúrtök og lokahópar HSÍ

Jón Pálsson í U-20

Kristján Örn Kristjánsson í U-18

9

Sveinn Jóhannsson og Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson í U-16

Andrea Jacobsen, Sunneva Ýr Sigurðardóttir og Helena Ósk Kristjánsdóttir í U-16

Um jólin voru þær sex í æfingahóp U-16

10

Sara Dögg Hjaltadóttir í Reykjavíkurúrvali

Sara Sif Helgadóttir í Reykjavíkurúrvali

11

Stofnun Íþróttaakademíu Fjölnis

Íþróttaakademía Fjölnis (ÍAF) er verkefni innan Umf. Fjölnis og er það tækifæri ætlað

unglingum sem æfa íþróttir í Fjölni og eru í 9. og 10. bekk. Verkefnið snýst um að bjóða upp á

skipulagða tækniþjálfun í handbolta, fótbolta og körfubolta ásamt hagnýtri fræðslu í þeim

þáttum sem skipta máli, s.s. sögu félagsins, þjálffræði, íþróttasálfræði og næringarfræði.

Bóklegi þátturinn er öllum greinum félagsins aðgengilegur. Aðalmarkmið ÍAF er að bjóða upp

á þjálfun og fræðslu sem styður við það sem þegar er gert í flokkum félagsins, annað og

meira en gert er nú þegar í deildunum. Þetta verkefni er hugsað fyrir þá íþróttamenn sem

vilja ná langt í sinni íþrótt og eru tilbúin að leggja mikið á sig, til að svo megi verða.

12

Meistaraflokkur kvenna í efstu deild 2015

Það er alveg ljóst að HKD Fjölnis er á mikilli uppleið og hefur núverandi tímabil slegið öðrum

rækilega við. Aldrei hafa flokkarnir unnið jafn marga bikara og staðið sig eins vel. Við eigum

tvo deildarmeistara og stelpurnar á eldra árið 4. flokks unnu annað árið í röð og eru komnar

annað árið í röð í úrslit á Íslandsmótinu ásamt því að vinna Reykjavíkurmótið og æfingamót

Fylkis. Aldrei hafa fleiri landsliðmenn komið frá Fjölni og einnig erum við með stelpur í

lokahóp Reykavíkurúrvals fjórða árið í röð. Með tilkomu framkvæmdarstjóra hefur deildin

haft meiri tíma í að bæta umgjörð og tengja betur foreldra við starfið. Við teljum okkur geta

bætti enn frekar við og hlökkum til að takast á við næstu verkefni.

Fyrir hönd handknattleiksdeildar Fjölnis,

Arnór Ásgeirsson

Framkvæmdarstjóri