19
Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 2. tbl. 19. árg. 2008 - febrúar Allar almennar bílaviðgerðir Allar almennar bílaviðgerðir Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Þjónustuaðili Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 Við rákumst á þessa skepnu í fjörunni undan Hamrahverfi fyrir nokkru. Sérfræðingar hjá Hafró telja líklegt að þetta sé svokallaður Hnýðingur sem er af höfrungaætt. Á myndinni er einnig tíkin Berta sem fann höfrunginn. Á innfelldu myndinni sést að skepnan er vel tennt. Sjá bls. 8 Mjódd – Kringlan- Spöng Opið í Spöng og Mjódd Opið í Spöng og Mjódd Mán.– fim. 10-18 Mán.– fim. 10-18 Föstudaga 10-19 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-16 Laugardaga 10-16 Opið í Kringlunni Opið í Kringlunni Mán.– fim. 10-18 Mán.– fim. 10-18 Föstudaga 10-19 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-18 Laugardaga 10-18 Sunndaga 13-17 Sunndaga 13-17 Höfrung rak á land í Hamrahverfi Framleiðandi: Skrautás ehf. - Sími: 587-9500 - www.krafla.is Falleg flugubox úr léttum viði með glæsilegum og gjöfulum flugum eftir Kristján Gíslason. Mikið úrval. Sjá nánar á www.krafla.is Falleg gjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki 5 tegundir boxa - 26 laxaflugur - 18 laxaflugur - 20 Kröflur - 15 tvíkrækjur - 25 silungaflugur

Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Citation preview

Page 1: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi2. tbl. 19. árg. 2008 - febrúar

Allar almennarbílaviðgerðir

Allar almennarbílaviðgerðir

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

Þjónustuaðili

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

Við rákumst á þessa skepnu í fjörunni undan Hamrahverfi fyrir nokkru. Sérfræðingar hjá Hafró telja líklegt að þetta sé svokallaður Hnýðingursem er af höfrungaætt. Á myndinni er einnig tíkin Berta sem fann höfrunginn. Á innfelldu myndinni sést að skepnan er vel tennt. Sjá bls. 8

Mjódd – Kringlan- Spöng

Mjódd – Kringlan- Spöng

Opið í Spöng og Mjódd Opið í Spöng og Mjódd

Mán.– fim. 10-18 Mán.– fim. 10-18

Föstudaga 10-19 Föstudaga 10-19

Laugardaga 10-16 Laugardaga 10-16 Opið í Kringlunni Opið í Kringlunni

Mán.– fim. 10-18 Mán.– fim. 10-18

Föstudaga 10-19 Föstudaga 10-19

Laugardaga 10-18 Laugardaga 10-18

Sunndaga 13-17 Sunndaga 13-17

Höfrung rak á landí Hamrahverfi

Framleiðandi: Skrautás ehf. - Sími: 587-9500 - www.krafla.is

Falleg flugubox úr léttum viði með glæsilegum

og gjöfulum flugum eftir Kristján Gíslason.

Mikið úrval. Sjá nánar á www.krafla.is

Falleg gjöf fyrir

einstaklinga

og fyrirtæki

5 tegundir boxa

- 26 laxaflugur

- 18 laxaflugur

- 20 Kröflur

- 15 tvíkrækjur

- 25 silungaflugur

Page 2: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Fréttir GV2

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðÚtgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Netfang Grafarvogsblaðsins: [email protected]órn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844.Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Landsprent ehf..Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi.Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Allir í HöllinaÞrátt fyrir að árangur Fjölnis í úrvalsdeildinni í körfuknatt-

leik hafi látið nokkuð á sér standa í vetur er árangur liðsins íbikarkeppninni mjög athyglisverður en þar er lið Fjölnis kom-ið alla leið í úrslitaleikinn. Andstæðingurinn er lið Snæfellsfrá Stykkishólmi og fer úrslitaleikurinn fram í Laugardalshöll-inni sunnudaginn 24. febrúar.

Það þarf varla að taka það fram að skildumæting er hjáíþróttaáhugafólki í Grafarvogi í Höllina þennan dag. Gera máráð fyrir að fólk fjölmenni frá Stykkishólmi á leikinn og meg-um við Grafarvogsbúar ekki láta okkur vanta. Allur möguleg-ur stuðningur er Fjölni mikilvægur í þessum leik og ekki áhverjum degi sem Fjölnir er í úrslitaleik bikarkeppni þó ekkisé lengra síðan en í fyrra í knattspyrnunni eins og frægt er orð-ið.

Grafarvogsbúar láta víða að sér kveða þessa dagana. Afaröflugt starf skákfólks í Rimaskóla er athyglisvert eins og sjámá á síðunni hér til hliðar. Árangurinn hefur víða vakið at-hygli og nú er svo komið að stór fyrirtæki eru farin að styrkjaskákfólkið á stórmót erlendis.

Við greinum einnig frá vægast sagt athyglisverðum fundi ífjörunni neðan við Hamrahverfi. Ekki daglegt brauð að höf-runga reki á fjörur okkar og líkast til hefur það ekki gerst áð-ur.

Við hvetjum Grafarvogsbúa til að nýta sér göngustíga hverf-isins og ekki síst með sjónum. Þeir sem áhuga hafa á sínu nán-asta umhverfi geta þar séð ýmislegt forvitnilegt. Nefna má aðalgengt er að forvitnir selir skjóti upp kolli og fuglalífið er ótrú-lega fjölbreytt, jafnvel yfir vetrartímann eins og lesa má i blað-

inu.Einn af velunnurum Grafarvogsblaðsins

til margra ára, Emil Örn Kristjánsson, héltupp á stórafmæli á dögunum ásamt sinniheittelskuðu. Við sendum þeim hjónum inni-legar hmingjuóskir með árin 100.

[email protected]

Stúlknasveit Rimaskóla í skákvann Íslandsmót grunnskólasveitasjötta árið í röð. Á Íslandsmótistúlkna um liðna helgi urðu HrundHauksdóttir og Sigríður BjörgHelgadóttir úr Rimaskóla efstar íyngri og eldri flokki. Þær hafa báð-ar æft af kappi undanfarin ár ogleiddu Rimaskólasveitina til sigursásamt stúlkum sem lítið hafa æftað undanförnu en engu gleymt ískáklistinni. Á grunnskólamótinuvar keppnin hnífjöfn á milli skáks-veita Rimaskóla og Grunnskólansá Seltjarnarnesi. Sveitirnar mætt-ust í næstsíðustu umferð og þáhafði Rimaskóli betur 3-1 og sigr-aði mótið að lokum með einumvinning. Naumur en sætur sigurhjá þessu skákstórveldi í Grafar-vogi.

Á Íslandsmóti stúlkna einstak-lingskeppni sigraði Hrund Hauks-dóttir alla andstæðinga sína íyngri flokki og hlaut með því Ís-landsmeistaratitilinn í fyrsta sinn.Í eldri flokknum varð Sigríður

Björg núverandi Íslandsmeistariefst ásamt Hallgerði H. Þorsteins-dóttur úr Hagaskóla. Þær unnu all-ar sína andstæðinga og gerðu inn-byrðis jafntefli. Þær munu heygja

einvígi um Íslandsmeistaratitilinninnan tíðar. Mótin fóru fram sömuhelgina og því óhætt að segja að ár-angur Rimaskóla hafi verið glæsi-legur.

Íslandsmóti grunnskólasveita og einstaklingskeppni:

Rimaskólastúlkurunnu með glæisbrag

Stefán Kristjánsson, ritstjóri Grafarvogsblaðsins

Símanúmer GV er 587-9500

Sjötta Íslandsmeistaratitlinum í röð fagnað: Stúlknaskáksveit Rimaskóla ásamt Guðfríði Lilju Grét-arsdóttur forseta Skáksambandsins og Helga Árnasyni skólastjóra.

Sigríður Björg 1. borðs manneskja Rimaskólavarð í efsta sæti á Íslandsmóti stúlkna í eldriflokki.

Hrund Hauksdóttir vann Íslandsmeistaramótstúlkna í yngri flokki örugglega.

Úrslitaviðureign Rimaskóla og Grunnskóla Seltjarnarness endaðimeð sigri Rimaskóla, 3-1.

Karlalið Fjölis í körfunni tryggði sér rétt til að leika til úrslita í Lýsingarbikar-keppni karla í körfu á dögunum þegar liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi í gríðar-lega spennandi leik. Úrslitaleikurinn verður í Laugardalshöllinni sunnudaginn24. febrúar og verða mótherjarnir lið Snæfells þannig að Báður Eyþórsson, þjálf-ari Fjölnis, ætti að vera öllum hnútum kunnugur enda þjálfaði hann Snæfell ímörg ár.

Þetta er í annað sinn sem karlalið Fjölnis kemst í úrslitaleik bikarkeppninnarþví þann 13. febrúar 2005 mætti liðið Njarðvíkingum í úrslitum og tapaði þá nokk-uð stórt 90:64. Í liðinu þá voru fjórir leikmenn sem enn eru á fullu með meistar-aflokki, Hjalti Vilhjálmsson fyrirliði, Magnús Pálsson, Helgi Þorláksson og ÁrniÞ. Jónsson.

Leikurinn við skallagrím var sögulegur enda hefur það ekki verið daglegtbrauð í vetur að Fjölnisliðið náði að vinna upp mikinn mun, en það gerði það íBorgarnsei því Skallagrímsmenn voru með þægilega stöðu er líða fór á leikinn,voru til dæmis 13 stigum yfir um tíma í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða var staðan76:65 en Fjölismenn gáfust ekki upp og tókst að snúa leiknum sér í hag og sigra85:83.

Mikil stemmning skapat jafnan í kring um úrslitaleiki í bikarkeppninni enda erþetta stærsti einstaki leikurinn á hverju tímabili. Fjölnismenn eru stolltir af þvíað komast í Laugardalshöllinna í annað sinn á þremur árum og ætla að fjölmennaog leggja sitt að mörkum til þess að bikarinn komi í Grafarvoginn.Áfram Fjölnir!

Fjölnismenn aftur í Höllina

Page 3: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Pöntunarsími

567 2770Bíldshöfða 18 • 110 Reykjavík • [email protected] • Fax 567 2760

FermingarveislurMunið að panta tímanlega

www.matbordid.is

Page 4: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Ásta Björg Guðjónsdóttir og Sig-urður Björn Reynisson eru matgogg-ar okkar að þessu sinni og fara upp-skriftir þeirra hér á eftir. Í aðalrétteru svínalundir með bakaðri kartöfl-umús og súkkulaðimús í eftirrétt.

2 svínalundir.Salt og pipar.50-70 gr. smjör.200 gr. beikon.Dijon sinnep.Ostasneiðar.1 laukur.Karrí.

1,5 dl. rjómi.1 dl. tómatpúrra.

Lundirnar eru skornar í u.þ.b. 2cm þykkar sneiðar og barðar létt,kryddaðar með salti og pipar. Steiktá pönnu, raðað í eldfast mót. Beikoniraðað ofan á og smurt með sinnepiog osturinn lagður yfir. Gott er aðbera fram hrásalat með lundunum.

SósaKarríið er brúnað á pönnu í

smjöri ásamt lauknum. Rjóma ogtómatpúrru bætt við. Sósunni er

hellt yfir kjötið og bakað við 225°C í30 mínútur.

Bökuð kartöflumús750 gr. kartöflur.50 gr. smjör.0,5 dl. rjómi.2 egg aðskilin.Salt og pipar.

Kartöflur soðnar, stappaðar ásamtsmjöri og rjóma, eggjarauðurnarhrærðar saman við ein í einu. Eggja-hvíturnar stífþeyttar og hræðrar

varlega saman við. Sett í nokkur lítilform og bakað við 225°C í 25 mínútureða eitt stórt form og bakað við 200°Cí 35 mínútur.

Súkkulaðimús300 gr. suðusúkkulaði.4 egg aðskilin.100 gr. sykur.50 gr. smjör.5 dl. rjómi.

Súkkulaði og smjör brætt yfirvatnsbaði. Eggjarauður þeyttar

ásamt 25 gr. af sykri og eggjahvít-urnar þeyttar ásamt 75 gr. af sykri.Eggjum og súkkulaði blandað velsaman. Gott er að hafa jarðarber ogþeyttan rjóma með súkkulðimús-inni.

Hrærunni er síðan blandað var-lega saman við þeyttan rjóma. Sett íglös eða stóra skál og kælt í þrjá tilfimm tíma.

Verði ykkur að góðu,Ásta Björg og Sigurður Björn

Matgoggurinn GV4

- að hætti Ástu og Sigurðar

Svínalundirmeð bakaðrikartöflumús

Ásta Björg ásamt fallegu hundunum sínum fimm. GV-mynd PS

Örn og Bjarnfríðureru næstu matgoggar

Ásta Björg Guðjónsdóttir og Sigurður Björn Reynisson, Miðhúsum50, skora á Örn Eiríksson og Bjarnfríði Elínu Karlsdóttur, Barð-astöðum 49, að vera matgoggar næsta mánaðar og koma með girni-legar uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim þessar girni-legu uppskriftir í næsta blaði í mars.

Page 5: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

845845

999999

998998

479479

725725808808

898898 798798

198198 198198

298298

198198Myllu skúffukaka 400 gr 198 kr.

NF sjófryst ýsuflök roðlaus808 kr/kg. MERKT VERÐ 899 KR/KG.

NF saltfiskbitar beinlausir m/roði 725 kr/kg. MERKT VERÐ 806 KR/KG.

NF laxabitar beinhreinsaðir m/roði845 kr/kg. MERKT VERÐ 938 KR/KG

Ömmu Pizzur ferskar 350g 298 kr.KS frosið læri í sneiðum 999 kr/kg.

Ferskur heill kryddaður kjúklingur 479 kr/kg. MERKT VERÐ 799 KR/KG. MERKT VERÐ 799 KR/KG.

Nautaats borgarar 10 stk. 120g898 kr. MERKT VERÐ 1198 KR/KG.MERKT VERÐ 1198 KR/KG.

Óðals nautahakk 798 kr/kg. Innihald 85% nautakjöt og 15% prótein.

Sparigrís Bacon 998 kr/kg.

EUROSHOPPER broccoli1 kg 198 kr

EUROSHOPPER broccolimix 1 kg 198 kr.

PEPPERONI MARGARITA SKINKA OG ANANASPEPPERONI MARGARITA SKINKA OG ANANAS

40% afsláttur40% afsláttur

10% afsláttur10% afsláttur 10% afsláttur10% afsláttur 10% afsláttur10% afsláttur

25% afsláttur

FIMMTUDAGSTILBOÐ 14. FEB.

AFGREIÐSLUTÍMI: FIMMTUDAGA 12.00-18.30

Page 6: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs ogKjalarness óskar eftir að ráða áhugasamt fólk18 ára og eldra til að starfa við liðveislu fyrirfatlaða, bæði börn og fullorðna í Grafarvogiog á Kjalarnesi.

Markmið stuðningsþjónustunnar er aðveita félagslegan stuðning til þátttöku í samfé-laginu og stuðla að aukinni félagsfærni.

Helstu verkefni:

- Að veita persónulegan stuðning til þess aðnjóta menningar og félagslífs.

- Að veita aðstoð til að taka þátt í íþrótta- ogtómstundastarfi.

Hæfniskröfur:- Umsækjendur þurfa að búa yfir hæfni í

mannlegum samskiptum og geta starfað sjálf-stætt.

Við bjóðum upp á:- Fjölbreytt og gefandi störf

- Sveigjanlegan vinnutíma sem er tilvalinmeð námi

- Fræðslu og leiðsögn frá sérfræðingumMiðgarðs

Um er að ræða hlutastörf með sveigjanleg-an vinnutíma 16 - 30 klst. í mánuði. Vinnutímier aðallega á eftirmiðdögum og um helgar.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningiReykjavíkurborgar og Starfsmannafélags

Reykjavík-urborgar.

Nánariupplýsing-ar veitir Margrét Magnúsdóttir, félagsráðgjafií síma 411-1400. Umsóknum skal skilað í þjón-ustumiðstöðina Miðgarð, Langarima 21 eða ánetfangið [email protected] 22. febrúar 2008.

Fréttir frá Miðgarði:

Vilt þú taka að þér spenn-andi og gefandi starf í stuðn-ingsþjónustu hjá Miðgarði?

Nýr bæklingur ,,Hverfið mitt’’

Hera Hallbera Björnsdóttir,frístundaráðgjafi

Miðgarði, þjónustumiðstöðGrafarvogs og Kjalarnesshera.hallbera.bjornsdott-

[email protected]

Ábending til foreldra og forráðamanna barna

Gróska í Grafarvogi, stýrihópurum forvarnir, hefur í nærri áratughvatt foreldra til að veita börnumsínum aðhald og umhyggju ogvera góðar fyrirmyndir. Það ermjög ánægjulegt hversu vel for-eldrar vilja standa að uppeldibarna sinna og við í Grósku vilj-um deila með ykkur góðu fréttun-um!

Niðurstöður könnunar Rann-sókna og greiningar sem gerð varmeðal 8., 9. og 10. bekkinga í Graf-arvogi 2007 bendir til þess að sí-fellt fleiri af unglingunum okkarvelji heilbrigðan lífsstíl. 98% afáttundu bekkingum, 95% af ní-undu bekkingum og 88% af tí-undu bekkingum hafa valið heil-brigðan lífsstíl og reykja ekki.

Í óformlegri könnun Gróskunn-ar meðal skólastjóra grunnskól-

anna í Grafarvogi kom í ljós að íþeim átta skólum sem svöruðukönnuninni var skipulögð fræðslaum skaðsemi tóbaks. Hópurinnfagnar þessu og hvetur skólastjóratil að leggja áfram áherslu á for-varnir um skaðsemi tóbaks þvíþær eru án efa mikilvægar. Enn-fremur ber að líta á niðurstöðurn-ar sem hvatningu fyrir foreldrasem hafa verið góðar fyrirmyndir,veitt börnum sínum aðhald og um-hyggju og þar með stuðlað að þess-um árangri.

Síðast en ekki síst eiga ungling-arnir okkar skilið að fá gott klappá bakið og rós í hnappagatið fyrirað velja heilbrigðan lífsstíl!

f.h. Grósku í GrafarvogiBergþóra Valsdóttir

Lesum fyrir börninGóð gjöf til barna er að lesa fyrir þau. Að sitja með barn sitt í fanginu,

við hlið sér eða liggja við hlið þess upp í rúmi veitir hlýju og nánd ogstyrkir öryggiskennd barnsins. Lestur er örvun sem börnum er mikil-væg og getur haft jákvæð áhrif á viðhorf til náms sem helst út lífið. Viðgetum spurt um textann, rætt um hann eða vísað til einhvers á heimil-inu eða í fjölskyldunni. Þannig er viðfangsefnið uppspretta samræðna ogsamskipta. Lykill að velgengi barna er mikil og jákvæð samvera með for-eldrum sínum. Að lesa fyrir börnin er mikilvægur liður í að auka gæðisamverunnar. Að lesa fyrir börnin er því einföld, skemmtileg og hlýlegleið að jákvæðum árangri í uppeldi barnanna okkar. Gerum meira afþví! Helgi Viborg, sálfræðingur

Á næstu dögum verður dreift á öll heimili í Grafar-vogi, á Kjalarnesi og í bryggjuhverfi nýr bæklingursem ber heitið ,,Hverfið mitt’’.

Í bæklingnum er að finna upplýsingar um flesta þáþjónustu með Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogsog Kjalarness, veitir íbúum. Má þar m.a. nefna upplýs-ingar um daggæslu í heimahúsum, leikskóla, grunn-skóla, félagslega heimaþjónustu, fjárhagsaðstoð, leik-skóla, grunnskóla, skóla- og sérfræðiaðstoð. Að auki erí bæklingnum að finna upplýsingar um ýmsa aðra

þjónustu sem í boði er í Grafarvogi og á Kjalarnesi, t.d.heilsugæsla, lögreglan, Eir svo eitthvað sé nefnt.Einnig er í bæklingnum að finna upplýsingar um hinýmsu félög og stofnanir, t.d. skátafélagið Hamar, frí-stundamiðstöðina Gufunesbæ, tónlistarskóla, íþrótta-félög, sundlaugar og margt fleira. Hvetjum við íbúa tilað geyma bæklinginn. Bæklingurinn verður gefinn útá þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku, ogverður hann jafnframt settur á heimasíðu Miðgarðswww.midgardur.is

Reglur um útivistartíma barna og ungmenna voru settarfyrir nokkrum áratugum í Reykjavík með það fyrir augumað vernda börn og ungmenni. Reglur þessar voru settar ílög nr. 80 árið 2002. Hafa forsendurnar síður en svo breystog er ástæðan ekki síður fyrir hendi í dag en er reglurnarvoru fyrst settar.

Er það mat okkar lögreglumanna í hverfinu að ástæða sétil að skerpa á vitund foreldra og forráðamanna hvað þess-ar reglur varðar og hvetja þá til að fara eftir þeim. Úti-vistarreglurnar eru ekki eingöngu til þeirra nota að gripiðsé til þeirra svona endrum og sinnum, þegar það hentarviðkomandi, heldur til þess að ávallt sé farið eftir þeim.

Höfum eftirfarandi reglur í huga, fyrir börnin okkar.Reglur um útivistartíma!

Áfengisneysla:Höfum við reynt að hafa augun opin gagnvart áfengis-

neyslu ungmenna í hverfinu og um leið þurft að hafa af-skipti af þeim vegna ölvunar. Virðast unglingar hafa ýms-ar leiðir til að verða sér úti um áfengi, oftast bjór, og eruþað í flestum tilvikum eldri kunningjar sem útvega áfeng-ið. Þó höfum við fregnað að foreldrar og forráðamenn hafií sumum tilfellum verið unglingnum innan handar við út-vegun áfengis. Slíkt er að sjálfsögðu brot á lögum, refsivertathæfi og gjörsamlega ábyrgðarlaust. Það hlýtur að veramartröð hvers foreldri að upplifa það að barnið þeirra hafiorðið fyrir alvarlegum hlutum, jafnvel ölvað af áfengi semforeldrarnir hafa keypt fyrir það. Ölvunarástand veikirallar varnir barnsins og er jafnvel fyrsta skrefið inn í

aðra neyslu.Skemmdarverk:Ástæða er til að vekja foreldra til vitundar um eign-

aspjöll, veggjakrot, í hverfinu og hvetja þá til að ræða þaumál við börn sín. Við, lögreglumenn, höfum orðið varir viðþann misskilning hjá foreldrum að veggjakrot sé leyfilegt ít.d. undirgöngum í hverfinu og jafnvel víðar. Við förumþess því á leit við foreldra og forráðamenn að þeir gefi þess-um málum gaum og fræði börn sín um að um skemmdar-verk, eignaspjöll, er að ræða og eignir einstaklinga, fyrir-tækja og hins opinbera. Vonandi vakna þeir foreldrarsem keypt hafa málningu til slíkra verka fyrir börneinnig til vitundar um alvarleika málsins.

Hnupl:Undanfarið höfum við þurft að hafa afskipti af ung-

mennum vegna hnuplmála í hverfinu og og hafa foreldrarþeirra sem að verki voru verið, lögum samkvæmt, kallaðirtil ásamt barnavernd við vinnslu þeirra mála. Er rétt aðárétta við foreldra að hafa augun opin og spyrja börn sín útí hvar þau hafi komist yfir hluti sem þau hafi auðsjáanlegaekki fjárráð til að eignast á eigin spýtur, fatnað sem annað.

Að lokum:Það er rétt að hafa það í huga að börn læra það sem fyr-

ir þeim er haft, reglur, viðhorf og hegðun. Foreldrarnireru þar í aðalhlutverki.

Einar Ásbjörnsson, aðalvarðstjóriÁrni Pálsson, hverfislögreglumaður

Unglingar í Grafarvogivelja heilbrigðan lífsstíl

Page 7: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Þú getur stofnað reikning

á spron.is

Upplýsingar um innlánsreikninga SPRON fást í næsta útibúi, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is

*Samkvæmt gildandi vaxtatöflu SPRON 11. febrúar 2008.

SPRON Viðbót– allt að vextir*

SPRON Veltubót– allt að ársávöxtun*

SPRON Vaxtabót – allt að vextir*

Frábærir

15,05%

15,05% 7,95% 14,59%

Page 8: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Fréttir GV8

Páskar páskaPáskar páskar

GrafarvogsblaðiðRitstjórn og auglýsingar - 587-9500

Höfrungurinn í fjörunni í Grafar-vogi. Sannarlega ekki algengurgestur í voginum en þessi gaf uppöndina fyrir nokkrum vikum.

GV mynd SK

Höfrungrak á landneðan viðHamra-hverfi

Nýverið rákumst við hjá Grafar-vogsblaðinu á sjaldgæft fyrirbærisem gefið hafði upp öndina í fjörunnineðan við Hamrahverfi í Grafarvogi,gegnt Bryggjuhverfi.

Fróðir menn hjá Hafrannsóknar-stofnun segja fyrirbærið af höfrung-aætt og mjög líklega er þetta Hnýð-ingur (Lagenorhynchus albirostris).Höfrungurinn er um 2,5 metrar aðlengd. Er þetta algengasta afbrigðihöfrunga við strendur Íslands.

Það er svo sannarlega ekki áhverjum degi sem dauðan höfrungrekur á fjörur Grafarvogs en þar erþó mjög mikið fuglalíf og oftar enekki er þar seli að sjá.

Fuglalíf í Grafarvogi er óvenju líf-legt í vetur. Í stuttri skoðunarferðokkar á dögunum sáum við fjórartegundir fugla í fjöruborðinu, Stokk-andarpar, Sendlinga, Tjaldur enmest kom á óvart að sjá Músarindils-par leika sér þar við hvurn sinn fing-ur í vetrarstillunni.

Opinn fundur með menntamálaráðherraOpinn fundur með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamála-

ráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins verður haldinnþriðjudaginn 19. febrúar í sal Félags sjálfstæðis-

manna í Grafarvogi, Hverafold 5. Fundurinnhefst klukkan 20:00. Allir velkomnir. FjölmennumFélag stjálfstæðismanna í Grafarvogi - www.grafarvogurinn.is

Page 9: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Grillið í Grafarvogi - Gylfaflöt 1 - Sími: 567-7974

GULLNESTI

1 líter af ís úr vél + sósaAðeins 490,-

Fjölskyldutilboð4 hamborgararStór franskarSósa2 lítrar Kók

Aðeins 2.150,-Gildir frá 14. - 21. febrúar

Page 10: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Fréttir GV10

FréttirGV11

AldarafmæliHjónin Guðrún Erla Guðjóns-

dóttir og Emil Örn Kristjánssonbuðu til mikillar veislu á dögun-um en þá urðu þau fimmtug. Ald-arafmæli hjónanna sóttu um 200gestir og svignuðu borð undankræsingum.

Guðrún Erla Guðjónsdóttir,reyndar aldrei kölluð annað enErla, er tanntæknir að mennt oghefur unnið sem slíkur lengst af.Auk þess hefur hún gegnt ýmsum

trúnaðarstörfum fyrir Félag tann-tækna og aðstoðarfólks tann-tækna.

Emil Örn hefur lengi verið mik-ið ,,félagsmálatröll’’ í Grafarvogi.Hann er stúdent frá Verzlunar-skóla Íslands, B.Ed frá Kennara-háskóla Íslands og með leiðsögu-mannspróf frá Leiðsöguskóla Ís-lands. Erla og Emil Örn eiga 5börn á aldrinum 14 ára til 31 einsárs og 4 barnabörn.

Emil var lengi í stjórn Fimleika-deildar Ármanns, en það er langtsíðan. Hann var í stjórn Foreldra-félags Rimaskóla, situr í Foreldra-ráði Rimaskóla og hefur gert ímörg ár, er í stjórn ForeldrafélagsSkólahljómsveitrar Grafarvogs, ervaraformaður Íbúasamtaka Graf-arvogs, er í Verði – Fulltrúaráðisjálfstæðisfélganna í Reykjavík, erritari Félags Sjálfstæðismanna íGrafarvogi, situr í nýskipuðu

Hverfisráði Grafarvogs fyrir Sjálf-stæðisflokkinn og er virkur félagií Viskíklúbbnum í Reykjavík svofátt eitt sé nefnt.

Þá er Emil einn af traustari vel-unnurum Grafarvogsblaðsins oghefur verið iðinn við að skrifagreinar í blaðið til margra ára.

Við hjá Grafarvogsblaðinu ósk-um þeim hjónum innilega til ham-ingju með merkan áfanga.

Gildir frá 14. til 21. feb. 2008 Grafarvogi - Hverafold 1-3

Emilía Emilsdóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur.

Magni með afmælisstúlkunni.

Þessir þremenningar voru kampakátir. Jón Arnar Sigurjónsson, Ingibjörg Óðinsdóttir og Guðlaug Björgvinsdóttir.

Forsætisráðherrahjónin, Geir H. Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir, með afmælisbörnunum.

Afmælisbörnin með fjölskyldu sinni. Heilbrigðisráðherrann, Guðlaugur Þór, með afmælisbörnunum.

Afmælisbörnin Guðrún Erla Guðjónsdóttir og Emil Örn Kristjánsson.

Tanntæknarnir Inga, Linda, Auður, Lóa, Hlíf Anna og Valgerður.

Page 11: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Fréttir GV12

FJÖLNIRÍR

Íþróttamiðstöðin Grafarvogi.

Föstudaginn 15. febrúarKl.19:15

Grafarvogsbúar mætum öll og styðjum okkar menn í baráttunni!

Frítt fyrir börn innan 16 ára!

Mikið að gerast- í félagsmiðstöðvum Gufunesbæjar!

Dagskráin í félagsmiðstöðvunum er komin í fullan gang eftir jólafrí-ið.Vökunætur, skíðaferðir, hlaupaársball, söngkeppnir og margt fleira eruhluti af dagskránni um þessar mundir.

Söngyn, sem er söngkeppni félagsmiðstöðvanna í Grafarvogi, fer fram 22.febrúar. Þar keppa hæfileikaríkustu söngvarar á meðal unglinga í hverfinuum þátttöku í söngkeppni Samfés (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) semfram fer í Laugardalshöllinni þann 8. mars.

,,Kvöldið’’ nefnist nýr viðburður sem haldinn verður í lok febrúar og von-ast er til að verði að föstum lið í starfi félagsmiðstöðvanna. Þar býðst ungumog upprennandi tónlistarmönnum að koma sér og tónlist sinni á framfæri.

Félagsmiðstöðin Engyn er á leið í skíðaferð til Dalvíkur 29. febrúar og fleirifélagsmiðstöðvar munu fylgja í kjölfarið og fara í skíðaferðir. Árshátíðir skól-anna eru flestar haldnar í febrúar og þá er öllu tjaldað til.

Föstudaginn 7. mars stendur Samfés fyrir árlegu Samfésballi í Laugardals-höllinni þar sem fram koma Páll Óskar, Á móti sól, Bubbi Morthens, Sign ogLjótu hálfvitarnir ásamt unglingahljómsveitum. Einungis er hægt að kaupamiða á ballið í félagsmiðstöðvunum.

Það er nokkuð ljóst að enginn unglingur í Grafarvogi þarf að láta sér leið-ast á næstunni!

Stúlkur og stælgæjar.

Föngulegur hópur fyrirmyndar unglinga.

Glæsileg tilþrif.

Hér voru allir kátir og í góða skapinu.

Page 12: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

FréttirGV13

Þegar Viljálmur Þ Vilhjálmssontók við sem borgarstjóri eftir kosn-ingarnar 2006 voru hverfisráð borg-arinnar vængstýfð. Þau höfðu í tíð R-listans haft til umráða peninga til aðstyrkja gott starf innan hverfis enþað fannst þeim sem tóku við stjórnborgarinnar eftir kosningar ekkisnjallt. Nær væri að allir sem vildufá styrk til góðra samfélagsverkefnaværu látnir koma bónarveg til borg-arstjóra.

Á fagmáli heitir viðleitni R-listansað styðja við íbúalýðræði og vald-dreifingu en stefna Sjálfstæðis-flokksins undir forystu Vilhjálmsheitir miðstýring.

Íbúalýðræði og valddreifingAf því íbúalýðræði og valddreif-

ing er Samfylkingunni mikið hjart-ans mál var það eitt fyrsta verk nýsmeirihluta undir stjórn Dags B. Egg-ertssonar að endurreisa hverfisráð

borgarinnar.Í fyrsta lagi var fjölgað í ráðunum

úr 3 upp í 7 til að ráðin gætu beturendurspeglað og hlustað á raddirhverfisbúa. Í öðru lagi voru hverfis-ráðunum skammtaðir umtalsverðirfjármunir til að styrkja gott starf íhverfum borgarinnar og í þriðja lagivar stofnaður sérstakur framfara- ogforvarnarsjóður sem einstaklingar

og félagasamtök í borginni geta sótt ístuðning við góð verkefni.

1, 2 og ReykjavíkÍ fjórða lagi var lagt af stað með

risastórt verkefni undir heitinu 1, 2og Reykjavík. Fjármagn til uppbygg-ingar útivistasvæða, göngu- og hjóla-stíga, sparkvalla og opinna svæðavar tvöfaldað og sett í gang samráðs-ferli þar sem hverfisráð borgarinnarvoru í lykilhlutverki. Þegar núver-andi meirihluti tók yfir völdin varverkefnið komið vel á veg, búið aðfunda um það í hverfisráðum borgar-innar, formenn ráða búnir að hittastog ræða hvernig best yrði að hagasamráði við íbúa, safna saman góð-um hugmyndum og óskum um for-gangsröðun framkvæmda. Það lá áað vinna hratt og vel til að óskir íbúaborgarinnar um framkvæmdir í sínunánasta umhverfi kæmust á fram-

kvæmdaáætlun næsta árs.

FélagsauðurVerkefni eins og 1, 2 og Reykjavík

hefur tvíþættan tilgang. Í fyrsta lagiað gera íbúum kleift að hafa meiriáhrif á sitt nánasta umhverfi en einsog ekki síður að rækta félagsauð

hverfisins. Því þegar íbúar í heiluhverfi eins og hér í Grafarvogi erubúnir að leggja á sig mikla vinnu viðað móta tillögur að betra umhverfiog koma þeim til skila á réttan staðþá er um leið búið að koma á sam-skiptum sem eru gríðarlega verð-mæt. Í hverfi þar sem íbúar hafaáhrif á umhverfi sitt og koma samantil að ræða málin þar verður hverfis-vitundin meiri, öryggisnet nágrann-anna þéttara og tengslin á milli for-eldra, skóla og barna betri.

Til mikils að vinnaÞrátt fyrir miðstýringaráráttu

leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í borg-arstjórn hafa fulltrúar flokksins íHverfisráði Grafarvogs jafnan staðiðvörð um hagsmuni hverfisráðsins ogGrafarvogsbúa. Um það hefur veriðsterk þverpólitísk sátt og ég vona aðsvo verði áfram.

Þótt líkast til séum við búin aðmissa af tækifærinu til samráðs umframkvæmdaáætlun næsta árs erengu að síður til mikils að vinna fyr-

ir okkur að Hverfisráð Grafarvogsverði ekki aftur vængstýft eins oggert var vorið 2006.

Ég skora á þá Grafarvogsbúa semvilja eiga öflugt og gott hverfisráð aðláta í sér heyra. Hægt er að sendaskilaboðin á netfangið [email protected]

Því verður komið til skila.Dofri Hermannsson,fráfarandi formaður

Hverfisráðs Grafarvogs.

Stöndum vörð um hverfisráðið

Dofri Hermannsson, 1. varaborgarfulltrúi Samfylk-ingarinnar og fulltrúi í Hverf-isráði Grafarvogs, skrifar:

Ég skora á þá Grafarvogsbúa sem vilja eiga öflugt og gott hverfisráð að láta í sér heyra. Hægt er að sendaskilaboðin á netfangið [email protected] - segir Dofri meðal annars í grein sinni.

Page 13: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Eignin sem Fasteignamiðlun Grafar-vogs kynnir í blaðinu að þessu sinni er viðBerjarima 14.

Mjög falleg og vel skipulögð 4ra her-bergja, 91,2 fm íbúð á jarðhæð með sér lóð,ásamt stæði í bílageymslu, á góðum stað íGrafarvogi.

Komið er inn í flísalagt anddyri meðfataskápum. Stofan er rúmgóð og björt ogþaðan er gengið út á sólpall sem snýr ívestur. Opið er úr stofunni inn í fallegt eld-hús með borðkrók. Eldhúsinnrétting ermeð miklu skáparými og er flísalagt ámilli. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni oger hjónaherbergið með fataskápum.Þvottaherbergi er innan íbúðar. Baðher-bergið er flísalagt í hólf og gólf og meðinnréttingu og baðkari með sturtuað-stöðu. Fallegt parket og flísar eru á gólfumen gólf í þvottaherbergi er málað. Innfelld-ar hurðir. Í sameign er rúmgóð sérgeymsla ásamt 2 sameiginlegum hjóla- ogvagnageymslum og sameginlegri dekkj-ageymslu. 28,2 fm stæði í lokaðri bíla-geymslu fylgir eigninni. Þar er einnigsameiginleg þvottaaðstaða.

Íbúðin er í góðu og grónu hverfi og stutter í flest alla þjónustu m.a. skóla, leik-skóla, verslanir og o.fl.

Fréttir GV14

Hársnyrtistofa

Höfðabakka 1 - S. 587-7900

Við hliðina á Fiskisögu

HársnyrtistofaHöfðabakka 1 - S. 587-7900

Við hliðina á Fiskisögu

Opið: Mán-fim 08-18fös 08-19 og lau 10-14

Falleg 4raherb. íbúð íBerjarima

Berjarimi 14.

Opið er úr stofunni inn í fallegt eldhús með borðkrók.

Hinni öflugu skáksveit Rimaskóla var afhentur veglegur styrkur við úthlut-un úr Styrktarsjóði Baugs Group þann 6. febrúar sl. Jóhannes Jónsson kaup-maður afhenti Helga Árnasyni skólastjóra og liðsmönnum skáksveitarinnar400.000 kr til þátttöku í Evrópumóti grunnskóla sem fram fer í borginni Varnaí Búlgaríu dagana 20. - 28. júní n.k. Þessi glæsilegi styrkur kemur að góðumnotum og er frábær viðurkenning á öflugu skákstarfi í Rimaskóla. Skáksveit-ir skólans hafa náð athyglisverðum árangri á síðustu árum og landað Norður-landameistaratitli og fjölmörgum Íslandsmeistaratitlum í drengja- og stúlkna-flokki. Fyrirliði skáksveitar Rimaskóla er Hjörvar Steinn Grétarsson þrefald-ur Norðurlandameistari og landsliðsflokksmaður, efnilegasti skákmaðurlandsins. Þjálfarar krakkanna eru þeir Helgi Ólafsson stórmeistari og DavíðKjartansson nýbakaður Reykjavíkurmeistari.

Skáksveit Rimaskóla tekur við 400.000 kr styrk úr Styrktarsjóði Baugs Group. f.v. Hrund Hauksdóttir, HelgiÁrnason skólastjóri og liðstjóri skáksveitar, Hörður Aron Hauksson, Hjörvar Steinn Grétarsson, SigríðurBjörg Helgadóttir, Ingibjörg Pálmadóttir í sjóðstjórn og Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus og formaðurstyrktarsjóðsins.

Baugur Group styrkirskáksveit Rimaskóla áEvrópumót grunnskóla

Gengið er út á sólpall sem snýr í vestur úr stofunni.

Page 14: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Fimmtudaginn 7. febrúar varVetrarhátíð sett í Reykjavík og samakvöld fór fram svokallað Ljóða-slamm á Borgarbókasafni Reykja-víkur.

Ljóðaslamm er keppni sem felst íflutningi frumsamins ljóðs eða ljóðaþar sem áherslan er ekki síður áflutninginn eða gjörninginn en áljóðið sjálft.

Keppnin var opin fyrir ungt fólk áaldrinum 14-22 ára. Fjórtán keppend-ur voru skráðir til leiks og eftir mjögflott kvöld var það Halldóra Ársæls-

dóttir (Dóra) úr félagsmiðstöðinniGræðgyn í Hamraskóla sem stóðuppi sem sigurvegari kvöldsins.Dóra flutti lag sitt ,,Verðbréfadreng-urinn’’ á eftirminnilegan hátt.

Við óskum henni til hamingju meðglæsilegan sigur!

FréttirGV15

ıwww.itr.is sími 411 5000

AFGREIÐSLUTÍMI LAUGAR

Virka daga frá kl. 6:30 – 22:30

Helgar kl. 8:00 – 20:30

ıit is sími 411 5000

GRAFARVOGSLAUG

ER LAUGIN Í ÞÍNU HVERFI

Vetrarhátíð í Reykjavík:

Dóra sigraðiLjóðaslammið

Halldóra Ársælsdóttir (Dóra) úr Græðgyn í Hamraskóla vann ljóðaslammið með glæsibrg á vetrarhátíð.

Ásta Þorleifsdóttir.

Ásta er nýrformaður

Hverfisráðs

Grafarvogssókn bauð starfsfólkileikskólanna í Grafarvogi á nám-skeið 10. nóvember sl.

Námskeiðið var í boði Grafar-vogssóknar og Reykjavíkurpróf-astsdæmis eystra og var því starfs-fólki leikskólanna að kostnaðar-lausu. Námskeiðið fór fram í Graf-arvogskirkju.

Með þessu móti vildi kirkjanrétta fram hönd til þessa hóps ogþakka honum fyrir frábær störf íþágu samfélagsins. Störf hópsinseru afar mikilvæg, enda leggurhann grunn að velferð og framtíðbarnanna í Grafarvogi. Góður leik-skóli er hagur okkar allra.

Eitt hundrað starfsmenn leik-skólanna sóttu þetta námskeið, semer hið þriðja í Grafarvogskirkju ájafn mörgum árum.

Ásta Þorleifsdóttir af F-listaer nýr formður HverfisráðsGrafarvogs.

Aðrir í ráðinu eru þessir: AfFD-lista í meirihluta: RagnarSær Ragnarsson, Jón Arnar Sig-urjónsson, Emil Örn Kristjáns-son. Af X-lista í minnihluta:Dofri Hermannsson, Einar MárGuðmundsson og Halldór Lár-usson.

Varamenn eru af FD-lista:Ingibjörg Óðinsdóttir, TómasHafliðason, Kristján Erlendssonog Hafdís Kjartansdóttir. Af X-lista: Halla Þorkelsson, JóhannBjörnsson og Karl Hreiðarsson.

Kirkjan þakkarmeð námskeiði

Frá námskeiðinu í kirkjunni.

Page 15: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Fréttir GV16

ÍTR · Bæjarhálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 411-5000 · www.itr.is · [email protected]

frístundastarfi?

Frístundakortið er styrkjakerfií frístundastarfi fyrir 6-18 árabörn og unglinga í Reykjavík.

Nánari upplýsingar á www.itr.is

Er barnið þitt í

Frístundakortið 25.000 kr.

fyrir árið 2008

Fjör á öskudegi

vilb

org

a@

cen

tru

m.i

s

AðhlynningHrafnista Reykjavík

Starfsfólk óskast í aðhlynningu. Um er að ræða

vaktavinnu eða dagvinnu. Starfshlutfall og vinnu-

tími samkomulag. Einnig eru stuttar vaktir í boði.

Góð íslenskukunnátta skilyrði.

www.hrafnista.is

Nánari upplýsingar í síma 585 9529

og á www.hrafnista.is

Öskudagurinn var haldinn hátíð-legur í Rimaskóla. Í skólanum varhaldið furðufataball í íþróttahúsinufrá kl. 8:30 - 11:00 og marserað umallan skólann. Nemendur 7. bekkjarog kröftugur foreldrahópur sá umað andlitsmála alla nemendur ogbaka skúffukökur í hundruðatalisem öllum nemendum og starfs-

mönnum var boðið upp á ásamtmjólk. Kennarar sem flestir voru ígrímubúningum kepptu í kókós-bollukappáti og voru hvattir til dáðaaf nemendum sínum. Stemmninginvar frábær einkum i dansinum ííþróttahúsinu þar sem Hulda Halls-dóttir danskennari stjórnaði ogfékk alla með í fjörið.

Hressir krakkar á öskudegi í Rimaskóla.

Búningarnir voru margir hverjir skrautlegir.

Þessar dömur vöktu athygli fyrir skemmtilega búninga.

Allir tóku þátt í dansinum.

Page 16: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

FréttirGV17

Árleg söfnun ABC barnahjálpar,Börn hjálpa börnum, hófst formelgaföstudaginn 1. febrúar með heim-sókn 24 nemenda úr 4. bekk Rima-skóla til forseta Íslands.

Á Bessastöðum tók Herra Ólafur

Ragnar Grímsson forseti á mótiþeim og gaf í alla baukana sem börn-in höfðu meðferðis. Forsetinn gafsér góðan tíma með gestunum úr Ri-maskóla. Hann hafði nóg að gera viðað stinga samanbeygluðum seðlum í

baukana og leyfði fjölmiðlum aðmynda sig með krökkunum. Síðanbauð Ólafur Ragnar upp á veitingarog spjall. Hann var ánægður með aðheyra hversu meðvituð krakkarnirvoru um söfnunarhlutverk sitt ogþær aðstæður sem bágstödd börn íPakistan og Kenía búa við. Í lokheimsóknarinnar sungu gestirnirRimaskólasönginn eftir kennaranaTorfa Ólafsson og Val Óskarsson.Forestanum líkaði vel við lagið ogþann jákvæða boðskap sem framkemur í textanum. Bað hann krakk-ana í 4. bekk um að endurtaka söng-inn um leið og þau kvöddu og þökk-uðu fyrir góðar viðtökur á Bessa-stöðum. Söfnun ABC barnahjálparstendur til loka febrúarmánaðar.

Söfnun ABC barnahjálpar:

Fjórði bekkurRimaskóla heim-

sótti forsetann

Krakkarnir í fjórða bekk í Rima-skóla á Bessastöðum ásamt for-seta Íslands, Herra Ólafi RagnariGrímssyni.

Forsetinn sýndi gott fordæmi og setti peninga í baukana. Á ferðinni í Bessastaðastofu, Freyja Sól, María Rós og Sigríður Ósk.

Page 17: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

Fréttir GV18

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Kæru viðskiptavinir!Parafin handar-meðferð með lit og strípum til 29. febrúar

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Að venju var öskudeginum fagnað íöllum frístundaheimilum Gufunesbæj-ar í Grafarvogi.

Börn og starfsfólk mættu til leiks í

skrautlegum búningum og skemmtusér í tilefni dagsins. Víða var kötturinnsleginn úr tunnunni, farið í leiki, dans-að og var gleðin allsráðandi.

Öskudegi fagnað í frístundaheimilunum

Gleðin var í aðalhlutverki hjá krökkunum á öskudeginum.

Mikið var lagt í búningana og margar mömmur líklega svitnað við saumaskapinn.

Föndrað í flottum búningum.

Kötturinn sleginn úr tunnunni, eðaöllu heldur kassanum. Sú stutta ámyndinni lét ekki sitt eftir liggja oggaf hvergi eftir með kylfuna.

Page 18: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008

FréttirGV19

Tilboð 1 fyrir 2 - Kr. 2.790,-- Djúpsteiktar rækjur

- Steiktar núðlur með grænmeti og kjöti - Kjöt í karrí

- 1 lítri af pepsi

Tilboð 2 fyrir 3 - Kr. 3.780,-- Djúpsteiktar rækjur

- Steiktar núðlur með grænmeti og kjöti- Kjöt í karrí

- Pönnuréttur með kjöti- 1 lítri af pepsi

Tilboð 3 fyrir 4 - Kr. 4.200,-- Djúpsteiktar rækjur

- Steiktar eggjanúðlur með kjúklingi og grænmeti

- Kjúklingur með kasjúhnetum í ostrusósu- Kjöt í karrí

- 2 lítrar af pepsi

Tilboð 4 fyrir 5 - Kr. 5.150,-- Djúpsteiktar rækjur

- Steiktar eggjanúðlur með kjúklingi og grænmeti

- Vorrúllur með grænmeti og kjúklingi- Kjúklingur með kasjúhnetum í ostrusósu

- Kjöt í karrí- 2 lítrar af pepsi

FjölskyldutilboðFrá kl. 11.30 - 13.30

virka dagaÞrír réttir á kr. 850.-

Hádegistilboð

Tælenskur veitingastaður - Spönginni 13 - Sími: 577 - 4775

Skólahreysti - frábær frammistaðaFimmtudaginn 17. janúar fór

fram fyrsti riðillinn í Skólahreystisem er fittnesskeppni grunnskól-anna. Nemendur Foldaskóla sigruðuí undankeppninni sem haldin var ííþróttahúsinu Austurbergi í Breið-holti og eru því komnir áfram í úr-slitakeppnina í Laugardalshöllinni

17. apríl nk. sem sýnd verður í beinniútsendingu á Skjá einum.

Fyrir hönd skólans tóku þátt EvaHlín Harðardóttir, Berglind S.Bjarnadóttir, Viktor Guðbergsson ogPálmi Rafn Steindórsson en þaukepptu m.a. í armbeygjum, upphíf-ingum, dýfum og hraðþrautum.

Eva Hlín náði flestum armbeygj-um eða 60 en Íslandsmetið eru 65!

Um 60 manna stuðningshópur úrröðum nemenda stóð sig frábærlegaí því að hvetja sitt fólk áfram og var íalla staði til fyrirmyndar.

Hægt er að sjá nánari upplýsingarinn á www.skolahreysti.is

Sigurlið Foldaskóla í undankeppninni í Skólahreysti.

Lið Engjaskóla sigraði lið Rima-skóla í spurningakeppni grunnskól-anna, ,,Nema hvað’’ í úrslitaviður-eign þeirra um hverfismeistaratitil-inn, í félagsmiðstöðinni Fjörgyn 22.

janúar síðastliðinn.Í liði Engjaskóla voru, Jóhann B.

Arnarsson Hall, Sigtryggur Hauks-son, Þórunn M. Sigurðardóttir ogArnar Óli Björnsson.

Engjaskóli varð því Grafarvogs-meistari spurningarkeppninnar,,Nema hvað’’ og komst í 4 liða úrslití Reykjavík sem fram fóru í beinniútsendingu Ríkisútvarpsins.

Nú virðist stefnan vera sú að tengjaSundabraut við Grafarvog með brú eðagöngum (innri og ytrileið) og síðanáfram með tengingu við Hallsveg meðmislægum gatnamótum á Vesturlands-vegi hjá verslunarmiðstöð sem þar rís.Þá tengist nýja hverfið í Úlfarsfelli þess-um gatnamótum og líklegt er að margirþeirra velji þá að fara Hallsveg ogSundabraut á leið sinni til vinnu meðtilheyrandi umferð gegnum miðjangrafarvog. Hætta er að það verði bílaumferð í þúsunda tali ef ekki tugþús-unda tali ef þessi leið er valin. Nú varHallsvegur gerður þrátt fyrir mikil mót-mæli í hverfinu, það var gert með "sam-ráði samfylkingar (R-lista)" við íbúaGrafarvogs. Þannig að lítil von er tilþess að við getum einkvað gert við þess-um áformum skipulagsyfirvalda.

Lausnin á þessu gæti verið sú að fágöng frá Laugarnesi út í Viðey og upp-fyllingu/brú frá Viðey að Gufunesi.Með því að leysa þetta svona er tengingvið miðbæ Reykjavíkur góð og líkur á

að Sundabraut til norðurs klárist fyrr.Tenging inn á Hallsveg verður þá ekkieins mikilvæg fyrir Sundabraut eins ogef innri eða ytrileið væri farinn. Kostn-aður er einnig væntanlega meir enhelmingi minni en á ytrileið, aðallegavegna þess að göngin væru bara einnþriðji af leiðinni. Sjón- og hljóðmengunfrá Sundabraut yrði einnig í lágmarkimeð þessari lausn og hugsanlega værigott að stór hluti vegarins væri í stokkgegnum Geldingarnes. Tenging Sunda-brautar við Grafarvog væri þá viðGufunes og ekki í sjónlínu við nein húsí nágrenni.

Það er ekki nokkur von fyrir okkur íGrafarvogi til að hafa áhrif á þessi málnema með samstilltu átaki og það að viðgerum skipulagsyfirvöldum ljóst aðSundabraut með aðaltengingu til langstíma við Vesturlandsveg í gegnum mitthverfið með Hallsvegi verður ekki liðin.

Kveðja,Þorfinnur P. Eggertsson,

íbúi í Grafarvogi.

Engjaskóli Grafarvogsmeistari- í spurningakeppni grunnskólanna ,,NEMA HVAÐ’’

Sigurlið Engjaskóla í ,,Nema Hvað’’ í Grafarvogi.

Grafarvogsbúar fái skýrsvör varðandi Sundabraut

OpnunartímiVirka daga og á laugardögum frá kl. 11.30 - 21.30

sunnudögum frá kl. 17.00 - 21.30Mikið úrval af sérréttum

Page 19: Grafarvogsbladid 2.tbl 2008