23
Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 8. tbl. 18. árg. 2007 - ágúst Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR Komdu beint til okkar! – og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu! Nýir tímar fyrir tjónaþola: Það skiptir engu máli hvernig bíl þú ert á! Allar almennar bílaviðgerðir Allar almennar bílaviðgerðir Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Þjónustuaðili Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 Eitt númer 410 4000 Við erum alltaf í leiðinni Landsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi. Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Vínlandsleið 1 og Höfðabakka 9. Ragnar Þór tekur við af Guðlaugi Gjöf fyrir veiði- menn Upplýsingar á Krafla.is og í síma 698-2844 - Gjöfin fyrir veiði menn sem eiga allt - Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði - Gröfum nafn veiði mannsins á boxið - Laxa- og silunga flugur - Flugur í sérflokki - íslensk hönnun Ragnar Þór Guðgeirsson tók við formennsku hjá Fjölni af Guðlaugi Þór Þórðarsyni á aðalfundi félagsins sem fram fór nýverið. Á aðalfundinum voru veittar margar viðurkenningar til Fjölnisfólks. Sjá nánar á bls. 14

Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Citation preview

Page 1: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi8. tbl. 18. árg. 2007 - ágúst

Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR

Komdu beint til okkar! – og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu!

Nýir tímar fyrir tjónaþola:

Það skiptir engu máli hvernig bíl þú ert á!

Allar almennarbílaviðgerðir

Allar almennarbílaviðgerðir

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

Þjónustuaðili

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

Eitt númer

410 4000

Við erum alltaf í leiðinniLandsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi.

Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Vínlandsleið 1 og Höfðabakka 9.

Ragnar Þór tekur við af Guðlaugi

Gjöf fyrir

veiði-menn

Upplýsingar áKrafla.is og í

síma 698-2844

- Gjöfin fyrir veiðimenn sem eiga allt

- Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði

- Gröfum nafn veiðimannsins á boxið

- Laxa- og silungaflugur

- Flugur í sérflokki - íslensk hönnun

Ragnar Þór Guðgeirsson tók við formennsku hjá Fjölni af Guðlaugi Þór Þórðarsyni á aðalfundi félagsins sem fram fór nýverið. Á aðalfundinumvoru veittar margar viðurkenningar til Fjölnisfólks. Sjá nánar á bls. 14

Page 2: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Dansskóli Ragnars Sverrissonarvar stofnaður í júní 2007 af RagnariSverrissyni og Kristínu Ingu Arnar-dóttur. Dansskólinn er staðsettur aðBíldshöfða 18 í Reykjavík í næstahúsi við Húsgagnahöllina.

Dansskólinn er öllum opinn ogættu allir að geta fundið námskeiðvið sitt hæfi. Boðið er upp á almennasamkvæmisdansa, barnadansa, línu-dansa og salsa sem dæmi. Starfsfólk-ið hefur mikinn metnað fyrir hönddansskólans og leggur upp með aðveita fyrsta flokks þjónustu fyrirbyrjendur jafnt sem lengra komna.

Ragnar Sverrisson á að baki 25 árareynslu í samkvæmisdönsum.Margfaldur Íslandsmeistari á sínum

unglingsárum og langa keppnis-reynslu bæði sem áhugamaður og at-vinnumaður. Ragnar hefur 14 árareynslu sem danskennari. Hannkenndi á árunum 1993-1994 hjá Dans-skóla Hermanns Ragnars, 1994-1996hjá Dansskóla Auðar Haralds, 1997-1999 hjá Dansskóla Sigurðar Hákon-arsonar og frá 2000-2003 hjá Dans-skóla Jóns Péturs og Köru. Frá 2003hefur hann starfað sjálfstætt við dan-skennslu bæði hérlendis og erlendis.

Fyrsti kennsludagur í nýja dans-skólanum verður mánudagurinn 3.september og er starfsfólk dansskól-ans orðið spennt fyrir skemmtileg-um vetri.

Keppnispör dansskólans eru nú

þegar byrjuð að æfa fyrir átök vetr-arins og fyrsti erlendi gestakennar-inn Julie Tomkins frá Englandi bú-inn að vera hjá okkur til þess aðskerpa á því nýjasta sem er að gerastí dansheiminum. Julie er væntanlegaftur von bráðar og einnig eigum viðvon á miklum danshetjum á næstuvikum og mánuðum sem viðbót viðþá gæðakennara sem starfa við skól-ann. Nánari fréttir af því síðar.

Afgreiðsla dansskólans er opin frá17.00 til 21.00 alla virka daga og álaugardögum frá 10.00 til 13.00. Sím-inn er 586-2600, netfangið [email protected] ogveffangið www.dansskoliragnars.is.Og svo að lokum: ALLIR Í DANS.

Fréttir GV2

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðÚtgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Netfang Grafarvogsblaðsins: [email protected]órn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844.Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi.Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Í fremstu röð?Líkur á því að við Grafarvogsbúar eignumst knatt-

spyrnulið á meðal þeirra bestu á Íslandi jukust verulega ádögunum. Fjölnir á í einna mestri baráttunni þessa daganavið Fjarðarbyggð um sæti í Landsbankadeildinni á næstaári. Fjölnir vann KA 4-0 um liðna helgi og á sama tíma tap-aði Fjarðarbyggð leik sínum gegn Þór. Fjölnir hefur nú sexstigum meira en Fjarðarbyggð en þrátt fyrir góða stöðu erlangur vegur frá því að sætið í efstu deild sé tryggt. En stað-an er vissulega góð.

Lið Fjölnis leikur mjög skemmtilega knattspyrnu, mik-inn sóknarleik og skorar jafnan mikið af mörkum í leikjumsínum og hefur ekkert lið í 1. deildinni skorað eins mörgmörk og Fjölnisliðið. Í upphafi Íslandsmótsins blés ekkibyrlega. Fjölnir náði aðeins einu stigi úr fyrstu þremurleikjunum. Þá tóku okkar menn sig saman í andlitinu ogsíðan hefur liðið verið á ánægjulegri sigurbraut.

Öll umgjörð á heimaleikjum Fjölnis hefur tekið stakka-skiptum en enn vantar fleira fólk á völlinn. LeikmennFjölnis og aðstandendur liðsins hafa sýnt það og sannað aðþeir eru svo sannarlega þess virði að horfa á.

Stuðningsmenn Fjölnis eru kappsfullir. Ástæða þótti til ísumar að finna að framkomu þeirra á leik gegn ÍBV en þeirhalda fram sakleysi sínu. Í leiknum gegn KA á dögunumhöfðu þeir sig mikið í frammi og voru linnulaus hrópþeirra að leikmönnum og aðstandendum KA-liðsins barna-leg og algjörlega óþörf. Þegar vel gengur inni á vellinum ogstaðan er góð er engin ástæða til að eyða í það 90 mínútumað rakka andstæðinginn niður. Þessir dyggu stuðnings-menn ættu að taka gleði sína sem fyrst og hrópa jákvæðskilaboð til sinna manna. Það er skammt eftir af móti ogekki seinna vænna. Stefán Kristjánsson

[email protected]

Starfsfólk Dansskóla Ragnars Sverrissonar en sjálfur er hann fyrir miðri myndinni.

Dansskóli Ragnarsopnar í Bíldshöfða

Höldum vöku okkarÁ líðandi sumri hafa ýmis mál,

sem koma okkur Grafarvogsbúumvið, verið í kynningu hjá skipulagsyf-irvöldum borgarinnar. Frestur tilþess að skila inn athugasemdum ernú liðinn vegna flestra þessara málaen þar sem kynningarferlið hefurverið á þeim tíma sem flestir eru ísumarleyfum og hafa um flest annaðað hugsa en auglýsingar frá borgar-yfirvöldum hefur skiplagsráð, aðbeiðni stjórnar Íbúasamtaka Grafar-vogs, fallist á að gefa aukinn frestvegna ákveðinna mála.

Ber þar helzt að nefna breyttskipulag vestan Spangarinnar viðMóaveg. Það svæði var áður skil-greint sem verzlunar- og þjónustu-svæði og stóð til á sínum tíma að þaryrði m.a. reist kvikmyndahús. Þarsem sú bygging mun nú rísa við Eg-ilshöll kallar slíkt á skipulagsbreyt-ingu á þessum reit. Skipulagsráð erþví með í kynningu áætlanir um íbú-abyggð með allt að 100 íbúðum vestanSpangarinnar.

Nú gæti maður hugsað sér ýmis-legt verra en íbúabyggð á þessum reiten samt hlýtur maður að velta því

fyrir sér hvort ekki sé orðið mjögþrengt að Spönginni og stækkunar-möguleikar hennar gerðir að engu.Sérstaklega í ljósi þess að þegar erbúið að ráðstafa svæðinu austan ogsunnan Spangarinnar fyrir þjónust-uíbúðir fyrir aldraða. Þjóðfélagshópsem frekar en margir aðrir þurfa ánærtækri þjónustu að halda.

Spöngin er "miðbær" okkar Graf-arvogsbúa og þegar byggð tekur aðrísa á Geldinganesi eykst verulegamikilvægi Spangarinnar. Til aðmæta aukinni umferð þarf aukin bif-reiðastæði auk þess sem ýmis fyrir-tæki s.s. heilsugæzlan eru löngu vax-in úr sér og þurfa að eiga möguleikaá því að stækka. Það er reyndar meðeindæmum að ný og glæsileg heilsu-gæzla, eins og er í Spönginni, skuliekki geta annað sínum starfsvett-vangi og meðan enn er verið aðskipuleggja aukna íbúabyggð í hverf-inu er þeim íbúum sem þegar erufluttir hingað neitað um reglulegalæknisþjónustu.

Eftir sem áður er ýmislegt viðhugmyndir um áætlaða íbúbyggð áþessu svæði að athuga. Í eitthundrað

íbúðum má búast við um 300 - 400íbúum, eða ríflega einni Grenivík, áekki stærri reit. Fjögurra hæðablokkir standa hærra en gera hefðimátt ráð fyrir miðað við gildandiskipulag og gnæfa yfir aðliggjandigötur. Allt útsýni þeirra sem búa ínæsta nágrenni er óðum að hverfa íeinhverjum blokkarskógi og nýting-arhlutfall lóða ekki í nokkru sam-ræmi við aðliggjandi göt-ur.

Svo má líka nefna, þóþað komi ekki fram ískipulagslýsingu, að þaðhefur komið fram í fund-argerðum að þessi byggðskuli að mestu leyti verask. félagslegar íbúðir. Núgeri ég mér fyllilegagrein fyrir þörfinni fyrir félagslegaríbúðir en ég hélt að það hefði sýnt sigfyrir löngu að það væri misráðið aðhrúga þeim í tugatali á eitt lítinnblett í borgarlandinu. Ég man reynd-ar ekki betur en að það sé opinberstefna borgaryfirvalda að félagsleg-um íbúðum eigi að dreifa sem mest.

Ég hvet því alla sem hagsmuna

eiga að gæta að kynna sér þessarskipulagshugmyndir á vef Reykja-víkurborgar og koma athugasemd-um sínum til Skipulags- og bygging-arsviðs Reykjavíkur fyrir 30. ágústnæstkomandi.

Önnur mál sem einnig þarf aðvera vakandi yfir eru áætlanir umSundabraut og Hallsveg.

Það er með eindæm-

um að nú þegar loksinsvirðist ætla að verða sáttum að leggja alla áherzlu á að kannaþann möguleika að setja 1. áfangaSundabrautar í göng milli Laugar-ness og Gufuness eru menn hjáFramkvæmdasviði borgarinnar aðenn leggja dýra hönnunarvinnu í sk.Eyjaleið. Og menn eru ekki bara að

hanna brýr. Nei! Þar er enn uppi áborðinu hraðbrautin Hallsvegurmeðfram Hamrahverfi. Leið sem varbúið að segja íbúum að væri ekkilengur inni í myndinni.

Við megum ekki láta það eftir aðþað verði lögð hraðbraut í gegnumhverfið okkar. Hverfaráð, Íbúasam-

tökin og margir fleirhafa lýst því yfir. Við

skulum öll standavörð um að Grafar-vogshverfi verðiáfram eitt glæsileg-asta og heildstæðastahverfi borgarinnar.Það hlýtur því að verakrafa okkar íbúa aðskipulagsyfirvöldleggi nú öll spil á borð-

ið og kynni fyrir íbúumallar áætlanir um um-

hverfis og umferðamál hverfisins ísem víðustu samhengi og hætti aðleggja fram skipulagstillgöur íógreinilegum bútum sem enginnkann að henda reiður á.

Höfundur er varaformaður Íbúa-samtaka Grafarvogs

Emil Örn Kristjánssson,varaformaður Íbúasam-taka Grafarvogs, skrifar:

Page 3: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007
Page 4: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

,,Við viljum deila með ykkur mat-seðli sem við notum gjarnan þegargóðir vinir koma í mat - seðill sembæði bragðast vel - en er einnig nokkuðeinfaldur í vinnslu.

Forréttur:Við erum veiðimenn og reynum að

eiga alltaf reyktan lax í kistunni. Lax-inn er skorinn í mjög þunnar sneiðarog sneiðunum er raðað á plastfilmu,þjappað saman og þær lagðar þar tilþær mynda laxafilmu á stærð við A4blað. Laxinn er síðan smurður meðkryddosti að vali - gott er að hafa aspasí miðjunni. Laxafilmunni er síðan rúll-að upp og síðan eru skornir um 4 cmbitar af rúllunni. 1-2 bitar af rúllufara á disk, með salatblaði, nokkrumbláberjum eða öðru skrauti. Þetta erborið fram með ristuðu brauði og sósuað smekk - við notum oftast sinneps-sósu eða graflaxsósu.

Aðalréttur:Kaupum góða nautalund - oftast um

2,5 - 3,0 kg - fer að sjálfsögð eftir því hve

margir koma í mat. Lundin er sett íheilu lagi á pönnu og kjötinu er lokað -snöggsteikt við góðan hita. Eftir steik-ingu er kjötið kryddað eftir smekk - viðnotum aðeins salt og pipar. Lundin ersíðan sett í heilu lagi í ofnskúffu. Ofn-inn er stilltur á 95-100 °C og lundin erlátin eldast við þennan lága hita íkringum 3 klukkutíma. Mjói endilundarinnar er brotinn undir, til aðjafna yfirborð. Ef kjöthitamælir er til áheimilinu þá á hann að sýna um 68°Cinn í þykkasta hluta lundarinnar þeg-ar lundin er tilbúin. Þegar lundin ertekin úr ofninum er gott að láta hanastanda í um 10-15 mínútur á borði áðuren hún er skorin. Með lundinni berumvið yfirleitt fram bakaðar kartöflur.Gott er að hafa mikið af salati meðréttinum. Við notum gjarnan rukólakál, mangó, bláber og kokteiltómata ísalat. Mikið af parmasanosti er notað-ur með - rifinn yfir salatið með ost-askera. Furuhnetur eru ristaðar að-eins á pönnu og þeim helt yfir. Til aðbleyta aðeins í salatinu er notað balsa-

mik edik og góð olívuolía. Við berumsíðan yfirleitt bernais sósu fram meðkjötinu - hún fæst mjög góð í hyrnum íHagkaupum! Eins og gefur að skilja þáer sósan mjög einföld þannig - hituð ípotti og við bætum aðeins af rjóma ípottinn. Þetta er einfaldur réttur -mjög góður og vinsæll - enda gríðar-lega góður. Eftirréttur:

Uppáhaldseftirréttur okkar kemurfrá meistara Nigellu - góður sumarrétt-ur sem vinafólk okkar kynnti fyrirokkur eitt fallegt sumarkvöld í Kópa-vogi.

1 flaska af góðu ávaxtaríku Char-donnay hvítvíni.250-300 hindber.1 vanillustöng - klofin að endilöngu ( má sleppa ).5 matarlímsblöð.250 gr. sykur.Rjómi - sem meðlæti.

Vínið og berin eru látin liggja í skálí um hálfa klukkustund. Víninu - ánberja er síðan hellt í pott með vanill-ustönginni, hitað næstum að suðu ogsíðan látið standa í um 15 mínútur.Matarlímið er bleytt í köldu vatni í um5 mínútur.

Vanillustöng er tekin úr víninu - ogþað er hitað aftur og sykrinum hrærtút í þar til hann er uppleystur. Matar-límsblöðin eru tekin úr vatninu - þaukreyst og sett í könnu. Um þriðjungi af

heitu víninu er hellt yfir blöðin oghrært er í þar til þau leysast upp. Þá erblöndunni hellt til baka út í afganginnaf víninu og hrært er vel í blöndunni.Það má sía blönduna - er þó ekki nauð-synlegt. Blöndunni er síðan skipt -bróðurlega - í um 6 miðlungsstór víng-lös - fín stærð eru rauðvínsglös úr IK-EA.

Hinderjunum er skipt jafnt í glösin -þetta verða helst að vera hindber, þvíað þau fljóta ofan á í glösunum. Glösineru sett í kæli og hlaupið látið stífnaþar í a.m.k. 3 klukkutíma. Eftirréttur-inn er borinn fram í glösunum og meðhonum er gott að hafa léttþeyttanrjóma - ekki stífþeyttan. Herlegheitineru síðan borðuð með skeið beint úrglösunum.

Þetta er fallegur og skemmtilegurréttur, sem útbúa má daginn áður.Þetta er þó að sjálfsögðu enn aðeinsáfengt, þannig að börnin fá yfirleitt ís,þegar þetta er á borðum fyrir þá semþað vilja.

Verði ykkur að góðu,Valfríður og Jón Karl

Matgoggurinn GV4

- að hætti Valfríðar og Jóns Karls

Reyktur laxog nautalund

Valfríður Möller og Jón KarlÓlafsson ásamt syni sínum.

Linda og Gunnar Máreru næstu matgoggar

Jón Karl Ólafsson og Valfríður Möller, Funafold 97, skora áGrafarvogsbúana Gunnar Má Sigurfinnsson og Lindu Hængs-

dóttur - ,,þau luma alltaf á skemmtilegum réttum - annaðhvort frá Vestmannaeyjum eða Þýskalandi.’’

Við birtum frá þeim girnilegar uppskriftir í næsta Grafar-vogsblaði sem kemur út í september.

Villtu léttast án erfiðis!!LR Henning kúrinn er einfaldur og

öflugur kúr í baráttunni við auka-

kílóin auk þess sem hann er ein-

ungis unnin úr náttúrulegum efnum. Ég sjálf er búin að missa 8 kíló á 4 vikum.

Ef þú villt frekari upplýsingar um kúrinn hringdu þá ímig í síma 867-4195 eða

sendu mér póst á [email protected]

Þær eu allar með hárlengingu, litaða lokka og þykkinguÁgúst- september tilboð:

Hárlengingar og þykking á frábæru verði

Vönduð vinnubrögð notum aðeins hágæða hár frá BALMAIN Paris sem

er með 6 mánaða ábyrgð, í kaupbætir fylgir pakki af hársyrtivörum og

bursti fyrir viðskiptavin að andvirði kr. 8000,-

Skoðið myndir á stubbalubbar.isHárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5

Sími 586 1717 - panta tíma á netinu! - stubbalubbar.isOpnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19 föst 10-18 laugard 10-16

Page 5: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007
Page 6: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Fréttir frá Miðgarði:

Fjölbreytt dagskrá við allra hæfi

Skipst á stökum sokkum

Hera Hallbera Björnsdóttir,frístundaráðgjafi

Miðgarði, þjónustumiðstöðGrafarvogs og Kjalarnesshera.hallbera.bjornsdott-

[email protected]

Grafarvogsdagurinn var haldinní fyrsta sinn 1998 og hefur frá upp-hafi verið ætlað að sameina Grafar-vogsbúa og skapa þeim tækifæri tilað hittast, skemmta sér og öðrumog koma því mikla og merkilegamenningarstarfi á framfæri semfram fer í hverfinu.

Dagskránni er ætlað að höfða tilallra aldurshópa og hefur alltaf ver-ið lagt mikið upp úr því að fjöl-skyldan taki þátt í deginum saman.

Staðsetning og dagskrá eru mis-munandi frá ári til árs. Með þessumóti er tryggt að ný og fersk atriðikomi fram og mismunandi stað-setningar færa hátíðahöldin næreinhverjum íbúum á hverju áriheldur en öðrum.

Ákveðnar skemmtilegar hefðirhafa þó skapast í dagskránni semeru orðnar að föstum liðum. Morg-unkaffið í Grafarvogslaug, sögu-gangan, helgistundin undir berum

himni, Grunnskólahlaupið, Grafar-vogsglíman og útitónleikarnir.

Heimagerður dagur fyrirmyndí öðrum hverfum

Frá upphafi hefur sú stefna ríktvið undirbúninginn að hann sé semmest heimagerður. Að Grafarvogs-búar undirbúi, komi fram og mætitil að njóta og sýni með því máttsinn og menningu, samheldni ogsameiningu í lífi, list og leik. Graf-

arvogsdagurinn hefur orðið fyrir-mynd að nýjum hverfishátíðum íöðrum og eldri hverfum Reykjavík-ur s.s. í Vesturbæ og Breiðholti.Þátttaka í deginum hefur farið stig-vaxandi frá ári til árs og talið að umsex þúsund manns hafi tekið þáttGrafarvogsdaginn í fyrra við Borg-arholtsskóla. Þá hefur þátttaka fé-laga, stofnana og einstaklinga sí-fellt verið að aukast.

Grafarvogsdagurinn í tíunda sinn

Mikið fjölmenni tekur jafnan þátt í viðburðum Grafarvogsdagsins. Þessi mynd er frá Grafarvogsdeginum 2006.

Á móti sólá tónleikum við

HamraskólaÚtitónleikar Grafarvogs-

dagins hefjast að þessusinni strax að loknu opnuhúsi í Hamraskóla.

Tónleikarnir hefjast kl.17:00 og lýkur um kl. 19:30.Hljómsveitin Á móti sól lýk-ur tónleikunum en á undanþeim spila nokkrir tónlist-armenn úr hverfinu.

Má þar t.d. nefna hljóm-sveitina Shogun en hljóm-sveitarmeðlimir stundanám við Borgarholtsskóla.Má til gamans nefna aðhljómsveitin vann Músíktil-raunir 2007.

Þá mun Bjarmi Alexand-er Rósmannsson, nemandi íBorgaskóla, spila nokkurlög.

Sögugangaum voginn Eins og á öllum fyrri

Grafarvogsdögum verðurfarin söguganga með leið-sögn.

Að þessu sinni mun Ein-ar Birnir sjá um gönguna.Mun hann fræða gesti umsögu Grafarvogs. Ganganhefst við Hamraskóla kl.11:00 og tekur um 2 klukku-tíma.

Grafarvogs-dagurinn fjöl-skylduhátíð

Frá upphafi hefur ávalltverið lögð á það áhersla aðGrafarvogsdagurinn sé fjöl-skylduhátíð.

Markmiðið hefur verið aðdagskrá dagsins sé sem fjöl-breyttust svo ungir og aldn-ir geti skemmt sér saman.Því er alveg tilvalið fyriralla fjölskylduna að komasaman á hátíðahöld Grafar-vogsdagsins og skemmta sérsaman.

Vert er að benda foreldr-um á að halda útivistartíma,frá og með 1. septembermega börn yngri en 12 áraekki vera úti lengur en tilkl. 20:00 nema í fylgd meðfullorðnum og börn 13-16ára mega ekki vera úti leng-ur en til kl. 22:00.

Að venju er dagskrá Grafarvogsdagsins fjölbreytt,líkt og sjá má hér á síðunni til hliðar, og ættu allir aðgeta fundið eitthvað við sitt hæft.

Að þessu sinni verður Grafarvogsdagurinn hald-inn hátíðlegur við Hamraskóla. Nemendur og starfs-lið skólans taka á móti gestum milli kl. 14:00 - 16:30og verða flestar stofur skólans opnar.

Nemendur í 10. bekk sjá um kaffisölu og munuþau nýta ágóðann upp í útskriftarferð sína næstavor.

Nemendur í leik- og grunnskólum hverfisins takavirkan þátt í Grafarvogsdeginum. Þannig munuleikskólanemendur sýna atriði á sviði sem tengistþema dagsins ,,Fjölskyldan og frístundir’’.

Hver grunnskóli kemur með sitt atriði sem eru

mjög margbreytileg. Má þar t.d. nefna að SigurðurSkúli Sigurgeirsson, nemandi við Borgaskóla, munsýna hreyfimyndina sína ,,Leynilöggur aftur tilstarfa’’ en hann vann vann kvikmyndahátíð grunn-skólanna, TAKA 2007. Þá munu nemendur við dans-skóla Jóns Péturs og Köru sýna samkvæmisdansa ognemendur úr dansskóla Birnu Björnsdóttur sýnadans. Nemendur úr leikskólanum Klettaborg takalagið og nokkrir nemendur sem tóku þátt í Stóruupplestrarkeppninni sl. vor munu lesa fyrir gesti.

Undirbúningsnefnd Grafarvogsdagsins hefurundanfarin ár gengið undir nafninu ,,Menningar-hópur Grafarvogs’’. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frástofnunum og félögum í Grafarvogi sem og þeir íbú-ar í hverfinu sem bjóða fram krafta sína. Hópurinn í

ár er skipaður eftirtöldum: Björg Blöndal frá frí-stundamiðstöðinni Gufunesbæ, Ásdís Kristinsdóttirfrá Borgarholtsskóla, Gunnar Einar Steingrímssonfrá Grafarvogskirkju, Kristinn R. Jónsson og Krist-ófer Sigurgeirsson frá ungmennafélaginu Fjölni,Svavar Ásbjörnsson frá skautafélaginu Birninum,Sigfús Sigurðsson frá skátafélaginu Hamar, ElísabetGísladóttir frá Íbúasamtökum Grafarvogs, Sigur-björg Björnsdóttir frá Foldasafni, Auður Thoraren-sen og Hörður Hinriksson frá Hamraskóla, Lilja Ey-þórsdóttir frá leikskólanum Klettaborg og Hera Hall-bera Björnsdóttir frá Miðgarði, þjónustumiðstöðGrafarvogs og Kjalarness.

Er fataskápurinn fullur af stökum sokkumsem þú veist ekki hvað þú átt að gera við?

Skiptimarkaður fyrir staka sokka verður viðHamraskóla á Grafarvogsdaginn. Grafarvogsbú-

ar tökum höndum saman og útrýmum stökumsokkum í hverfinu. Hvort heldur eru kvensokk-ar, karlmannssokkar, barnasokkar eða annarskonar sokkar. Tökum stöku sokkana okkar með

á hátíðarhöld Grafarvogsdagsins og pörum viðaðra staka sokka eða bættum okkar stöku sokk-um í pottinn svo aðrir geti parað sína.

Grunnskólaboðhlaup Grafarvogs fer nú fram í þriðja skipti

Árið 2005 var Grunnskólaboðhlaup Grafarvogs haldið í fyrstaskipti með þátttöku allra grunnskólar Grafarvogs. Í ár verður hlaup-ið haldið í þriðja sinn og hlaupa einn strákur og ein stelpa úr hverj-um árgangi hlaupa fyrir sinn skóla.

Yngstu börnin hefja hlaupið og hlaupa stystu vegalengdirnar ensprettirnir lengjast eftir því sem ofar kemur í aldursstigann og ung-lingar í 10. bekk hlaupa lokasprettinn sem jafnframt er sá lengsti íboðhlaupinu. Samtals taka því 20 börn frá hverjum skóla þátt í hlaup-inu eða 160 alls. Hlaupið hefst klukkan 14:30 við Hamraskóla og verð-ur hlaupið umhverfis Hamrahverfið og endað við Hamraskóla.

Opið hús á Korpúlfsstöðum á Grafarvogsdaginn

Korpúlfsstaðir iða af mannlífiá Grafarvogsdaginn. Korpúlfar,samtök eldri borgara í Grafarvogiverða með opið hús hjá sér þarsem gestir geta kynnt sér starf-semi samtakanna, séð myndir frástarfinu og hluti sem aðildar-menn samtakanna hafa unnið aðá undanförnum árum. Þá verðursjónlistamiðstöðin á Korpúlfs-stöðum líka opin og munu lista-menn og hönnuðir í húsinu opnavinnustofur sínar.

Myndlistaskóli Reykjavíkurhefur aðstöðu fyrir starfsemi sínaá Koprúlfsstöðum og verður hægtað kynna sér vetrarstarf þeirraog skrá sig á námskeið.

Götugrill á Grafarvogsdaginn

Grafarvogsdagurinn verðurhaldinn í tíunda sinn laugardag-inn 8. september næstkomandi.Að venju hefjast hátíðahöldinmeð pottakaffi í Grafarvogslaugog síðan tekur sögugangan við.Guðsþjónusta undir berum himniverður á sínum stað og í beinuframhaldi tekur við opið hús íHamraskóla með ýmsum upp-ákomum. Að venju lýkur hátíða-höldunum með útitónleikum oghefjast þeir strax að loknu opnuhúsi í Hamraskóla að um kl. 17:00og standa til kl. 20:00.

Að útitónleikum loknum er þvíalveg tilvalið fyrir íbúa Grafar-vogs að halda götugrill í sínuhverfi.

Page 7: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Grafarvogsdagurinn 8. september 2007Drög að dagskrá

9:00-11:00 Morgunkaffi í pottinumSundlaug Grafarvogs býður Grafarvogsbúum að gæða sér á gómsætu morgunkaffi í heitu pottunum.

11:00-13:00 SöguganganÞekkir þú sögu Grafarvogs? Hver bjó á síðasta bænum í voginum? Einar Birnir þekkir vel sögu Grafarvogs og mun hann fræða gesti í göngunni. Gang-

an tekur um tvo klukkutíma og er byrjað og endað við Hamraskóla.

11:00-13:00 Opið hús á KorpúlfsstöðumKorpúlfsstaðir iða af mannlífi á Grafarvogsdaginn. Korpúlfar, samtök eldri borgara í Grafarvogi verða með opið hús hjá sér þar sem gestir geta kynnt

sér starfsemi samtakanna, séð myndir frá starfinu og hluti sem aðildarmenn samtakanna hafa unnið að á undanförnum árum. Þá verður sjónlistamið-stöðin á Korpúlfsstöðum líka opin og munu listamenn og hönnuðir í húsinu opna vinnustofur sínar. Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur aðstöðu fyrirstarfsemi sína á Koprúlfsstöðum og verður hægt að kynna sér vetrarstarf þeirra og skrá sig á námskeið.

13:00-14:00 Guðsþjónusta við HamraskólaPrestar Grafarvogskirkju þjóna fyrir altari. Sr. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Lena Rós

Matthíasdóttir auk Gunnars Einars Steingrímssonar. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt barnakórum kirkjunnar. Stjórnendur: Hörður Bragason org-anisti, Gróa Hreinsdóttir og Svava Kr. Ingólfsdóttir kórstjórar.

14:00-17:00 Hátíðarhöld við og í HamraskólaDagskrá á sviði í Hamraskóla- Afhending Máttarstólpans. Viðurkenning hverfisráðs Grafarvogs fyrir framúrskrandi félagsstarf í hverfinu.- Söngur, leiklist og dans frá leik-, grunn- og framhaldsskólanemum í Grafarvogi.- Dansskóli Jóns Péturs og Köru samkvæmisdansar.- Dansskóli Birnu Björnsdóttur danssýning- Stóra upplestrarkeppnin nokkrir nemendur sem tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni lesa fyrir gesti- Hreyfimyndasýning Leynilöggur aftur til starfa- ITC Melkorka kynning á félagsstarfinu- Kaffisala nemendur í 10. bekk Hamraskóla sjá um kaffisölu á Grafarvogsdaginn og munu þeir nýta ágóðann upp í fyrirhugaða útskriftarferð næsta

vor.

Opið hús í HamraskólaNemendur og kennarar taka á móti gestum og sýna vinnuaðstöðu og verkefni víðsvegar um skólann.

Markaður fyrir staka sokkaEr fataskápurinn fullur af stökum sokkum sem þú veist ekki hvað þú átt að gera við? Grafarvogsbúar tökum höndum saman og útrýmum stökum sokk-

um í hverfinu. Hvort heldur eru kvensokkar, karlmannssokkar, barnasokkar eða annars konar sokkar. Tökum stöku sokkana okkar með á hátíðarhöldGrafarvogsdagsins og pörum við aðra staka sokka eða bættum okkar stöku sokkum við í pottinn svo aðrir geti parað sína.

Borgarbókasafn/FoldasafnBókabíllinn verður á staðnum og hægt að fá lánaðar bækur. Sala á gömlum bókum.

HandverksmarkaðurSölusýning handverksfólks úr Grafarvogi.

Hreyfing fyrir allaLeiðsögn í stafagöngu, genginn stuttur hringum um Hamrahverfið. Hægt að fá stafi lánaða á staðnum.

KassaklifurSkátafélagið Hamar sýnir kassaklifur.

Kynning á starfi ýmissa félaga og samtakaITC Melkorka; JCI Esja; ungmennafélagið Fjölnir; Grafarvogskirkja, æskulýðsstarf kirkjunnar; skautafélagið Björninn; skátafélagið Hamar; sumar-

starf ÍTR, myndir frá starfi Umhverfishópsins;

Kaffisala, pylsusala og candy flosssala

14:30 Grunnskólaboðhlaup GrafarvogsHlaupið hefst og endar við Hamraskóla. 20 manna sveitir frá hverjum grunnskóla, ein stelpa og einn strákur úr hverjum árgangi frá hverjum skóla

hlaupa. Hlaupið umhverfis Hamrahverfi.

14:00-17:00 Hreyfing á skólalóð, allir fá að prófa- Íþróttakynningar: Línuskautahokký, skautafélagið Björninn sýnir línuskautahokký, þeir sem koma á/með línuskauta geta fengið að taka þátt.- Leiktæki frá ÍTR; kassabílar, stultur, sippubönd og fleira.- Hoppikastalar og fleira.- Strumpaleikar frístundaheimila ÍTR á skólalóð: Leikir í óhefðbundnum íþróttum fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Allir krakkar á frístundaheimilum

grunnskólanna taka þátt.- Grafarvogsglíman: Keppni í óhefðbundnum íþróttagreinum á milli stofnana, félaga og fyrirtækja í Grafarvogi.

17:00-20:00 Fjölskylduskemmtun og tónleikar við HamraskólaHljómsveitir úr Grafarvogi leika og syngja.Má til dæmis nefna:Bjarmi Alexander RósmannssonShogun

Lokaatriði hátíðarhaldanna er hljómsveitin Á móti sól með Magna í broddi fylkingar.

Fjölskyldan skemmtir sér saman. Frír aðgangur.

Dagskráin getur tekið breytingum. Nánari upplýsingar er að finna á www.grafarvogur.is

Page 8: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Fréttir GV8

Meistaraflokkurinn stendur í strönguMeistaraflokkur karla hefur stað-

ið í ströngu í sumar, á í mikilli bar-áttu í 1. deildinni um að komast íLandsbankadeildina næsta sumaren liðið er í 3. sæti deildarinnar semstendur en fyrstu þrjú liðin munuspila með þeim bestu að ári.

Fjölnir byrjaði tímabilið mjög illaen fyrstu tveir leikirnir töpuðustgegn tveimur nýliðum í 1. deildinni,fyrst gegn Reyni Sandgerði (0-3) ogsvo gegn Fjarðabyggð (0-1). Síðangerði Fjölnir jafntefli gegnStjörnunni 1-1 og Fjölnir einungismeð 1 stig eftir þrjá leiki.

En síðan tók við sigurganga semvonandi sér ekki ennþá fyrir endanná, því Fjölnir hefur náð í 29 stig af 36mögulegum í seinustu 12 umferðum.

Styrkleikar Fjölnis felast sérstak-lega í mjög öflugum sóknarleik enliðið hefur skorað lang flest mörk í 1.deildinni eða 43 mörk í 15 leikjum ogeru Gunnar Már Guðmundsson,Tómas Leifsson og Atli Viðar Björns-son með markahæstu mönnumdeildarinnar. Má segja að gamla mál-tækið ,,Þú skorar bara meira en and-stæðingurinn’’ eigi vel við hjá Fjölnií sumar.

Í upphafi móts var stefnt leynt ogóljóst að því að komast upp í Lands-bankadeildina og þegar þetta er rit-að eru möguleikarnir mjög góðir áað það takist, en það þýðir einfald-lega að liðið má ekkert slaka á í bar-áttunni sem er framundan. Grinda-vík og Þróttur eru fyrir ofan Fjölni í

deildinni en þau lið hafa verið aðspila mjög vel í sumar og eru mjöglíkleg til að komast upp. Fjarðabyggðog ÍBV eru ekki langt undan í 4. og 5.sæti deildarinnar en þessi fimm liðhafa skorið sig mjög frá hinum liðun-um og má með sanni segja að þessifimm lið eigi öll möguleika á að spilaí Landsbankadeildinni að ári.

Leikir Fjölnis í sumar hafa veriðskemmtilegir fyrir áhorfendur þvíalltaf er fullt af mörkum og hafanokkrir leikir unnist á dramatískanhátt á lokamínútum leiksins.

Stuðningsmenn Fjölnis eru byrj-aðir að fjölmenna á heimaleiki fé-lagsins og er öll umgjörð orðin munbetri í leikjunum, en 4. flokkur Fjöln-is hefur séð um gæslu og sjoppuna á

leikjunum. Lukkudýr Fjölnis, Tígri,kemur reglulega og skemmtir börn-um sem fullorðnum, Papinos hefurboðið upp á ljúffengar flatbökur ogsvo hefur Eiki feiti komið reglulegaog grillað sína heimsfrægu ham-borgara sem hafa runnið mjög velniður í áhorfendur.

VISA-bikarinnLeikmenn Fjölnis hafa farið á

kostum í bikarkeppninni en sigrarhafa unnist á Njarðvík, Stjörnunni,Fjarðabyggð og svo nú seinast Hauk-um í 8-liða úrslitum og er liðið kom-ið í undanúrslit þar sem andstæðing-ar okkar eru Fylkismenn sem erumeð efri liðum í Landsbankadeild-

inni. Leikurinn verður 2. septemberen undanúrslitaleikirnir eru spilað-ir á þjóðarleikvangi okkar í Laugar-dalnum.

Gera má ráð fyrir því að mikil há-tíð verði fyrir leikinn en það verðurauglýst betur þegar nær dregur áheimasíðu Fjölnis www.fjolnir.is, enþetta er í fyrsta skiptið sem Fjölnirkemst svo langt í bikarnum og er þaðskylda Grafarvogsbúa að mæta ávöllinn og hjálpa strákunum að kom-ast í úrslitaleikinn sem spilaðurverður 6. október.

Allir á völlinn og styðjum okkarmenn.

ÁFRAM FJÖLNIR.

Heiðursforseti Fjölnis, Snorri HjaltasonFélagið okkar í Grafarvoginum verð-

ur 20 ára 15. febrúar nk. Á þessum ár-um hefur félagið dafnað og stækkað ogátt velgengni að fagna. Unga fólkið okk-ar nýtur þjónustu félagsins og er því tilsóma. Á afmælisárinu er félagið okkarstærst íþróttafélaga á Íslandi og hefurverið svo um árabil.

Að starfi félagsins hafa komið fjöl-margir einstaklingar sem lagt hafafram mikið og fórnfúst starf. Sá maðursem er þar fremstur meðal jafningja erheiðursforseti félagsins, Snorri Hjalta-son. Snorri var formaður félagsins í 8ár og á þeim tíma fimmfaldaðist félagiðað stærð og náði forystu á landsvísumeð frumkvæði og nýjungum í félags-starfi. Grundvöllur að aðstöðu og styr-krar fjárhagsstöðu félagsins í dag var

lagður í tíð Snorra.Snorri hefur komið að fjölmörgum

störfum innan félagsins í þessi 20 ár.Varlega má áætla að hann hafi stuðlaðað stofnun flestra deilda félagsins og áttþátt í að byggja upp alla aðstöðu félags-ins og situr enn í bygginganefnd Fjölnissem hefur núna 950 milljónir til aðframkvæma fyrir á næstu 4 árum. Þásitur kappinn í bygginganefnd UMFÍsem byggir nýjar höfðustöðvar íReykjavík. Þannig er Snorri þar sembyggja þarf upp og árangurinn ertryggður ef Snorri gefur sig í verkefnið.

Fáir vita að fjölskylda Snorra ogeinkafyrirtæki hafa að auki veitt gríð-arlegu fjármagni úr eigin vasa í starfs-semi félagsins öll þessi 20 ár. Þar hefurlitlu máli skipt hvort um einstaklings-

eða hópíþróttir var að ræða, alltaf hef-ur Snorri fundið eitthvað til. Gott dæmium þetta er Fjölnisskálin sem er boðinupp á hverju ári á Herrakvöldi Fjölnis.Snorri hefur keypt þessa skál nánast öllárin og gefið hana jafnharðan til baka.Snorri vill lítið gera úr framlagi sínu ogaldrei var krafa um að fá eitthvað í stað-inn. Því miður hefur það aukist tilmuna að fyrirtæki sem styrkja íþrótta-félög heimti viðskiptavild í staðinn oglíta á sjálfsagðan styrk til eflingar æskulandsins meira sem viðskipti en fram-lag í uppbyggingu. Í þessu er Snorri ein-stakur eins og svo mörgu öðru með for-dæmi sem fjármagnseigendur mættutaka sér til fyrirmyndar.

Skilningur Snorra á mikilvægiíþróttastarfs er ekki síst til kominnvegna áhuga hans á íþróttum og mikilskeppnisskaps. Mér skilst að hann hafilært höggleik á mettíma og slegið öllmet í að vinna niður eigin forgjöf í golfi

á mettíma. Öll fjölskyldan er á kafi ííþróttum eða félagsmálum og stendur

þétt að baki sínum manni.Fjölnir á því láni að fagna að geta

þakkað mörgum á ári hverju fórnfúststarf og stöðugt fjölgar þeim sem beragull- og silfurmerki félagsins sem eruveitt til sjálfboðaliða félagsins. Áhverju ári er valinn Fjölnismaður árs-ins sem er stærsta viðurkenning félags-ins til sjálfboðaliða fyrir störf í þágu fé-lagsins. Snorri hefur verið sæmdurflestum viðurkenningum íþróttahreyf-ingarinnar sem hægt er að veita og varvalinn fyrsti heiðursforseti Fjölnis á að-alfundi félagsins fyrir nokkrum árum.Ég veit að Snorra þykir vænt um þenn-an titil og allt hitt tilstandið og er þakk-látur félögum sínum hjá félaginu fyrirheiðurinn.

Menn eins og Snorri þurfa að vera tilhjá öllum íþróttafélögum. Það segirkannski mest um manninn og störfhans. Kveðja, Birgir Gunnlaugsson

Meistaraflokkur karla hjá Fjölni. Þetta eru leikmennirnir sem hafa verið að gera frábæra hluti í sumar. Herslumuninn vantar á að tryggja keppnisréttinn í Landsbankadeildinni.

- eftir Birgi Gunnlaugsson

Snorri Hjaltason. Líkast til hefurenginn einstaklingur lagt einsmikla vinnu og fjármagn tilFjölnis og Snorri í gegnum árin.

Page 9: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007
Page 10: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Þrátt fyrir að mikið hafi veriðrætt og ritað um Sundabraut er ekkibúið að ákveða hvar hún skuli lögð.Umræðan hefur öll snúist um fyrstaáfanga brautarinnar sem íbúar erusammála um að vilja í göng. Minnahefur farið fyrir umræðu um þannhluta hennar sem liggja mun umLeiruvog og Blikastaðakró og varð-ar ríkulega hagsmuni okkar Grafar-vogsbúa.

Nýlega var kynnt matsáætlunfyrir annan áfanga Sundabrautarfrá Gufunesi á Kjalarnes. Þar er lagttil að valkostirnir "brú alla leið" ogjarðgangnaleið með mislægumgatnamótum undir Geldinganesi tilað tengja fyrirhugaða íbúabyggð,séu ekki settir í umhverfismat held-ur eingöngu valkostir sem gera ráð

fyrir uppfyllingum með brúm yfirLeiruvog. Eftir að hafa hugsað mál-ið sendi ég inn eftirfarandi tillöguað jarðgöngum:

Sundabraut verði lögð í jarðgöngfrá mislægum gatnamótum í Gufun-esi yfir í Gunnunes/Álfsnes. Fyrir-huguð íbúabyggð í Geldinganesiverði tengd Gufunesi/ Sundabrautmeð brú yfir Eiðisvík.

Það sem vinnst með þessari út-færslu Sundabrautar umfram aðrarleiðir er:

- Einstök náttúra sem nýtur frið-unar helst óspillt

o Leiruvogur er friðlýstur ogBlikastaðkró er á náttúruminjaskrávegna sérlega auðugs lífríkis.

o Engin truflun á farleiðum lax-fiska í árnar svo sem Úlfarsá

o Blikastaðakró- Leiruvogur hafaómetanlegt útivistar- og fræðslu-gildi fyrir alla íbúa

o Engin röskun verður á setflutn-ingum en á því er veruleg hætta séLeiruvogur þveraður á uppfylling-um með brúm líktog í Borgarfirði.

- Lífsgæði oglýðheilsa

o Lífsgæði íbúaverða meiri efSundabraut er ígöngum endahvorki hljóð- nésjómengun.

o Stígarnir meðfram strandlengj-unni eru mikilvægir daglegu lífiíbúa enda viðurkennt náttúra hefurafbragðsáhrif á andlega og líkam-

lega heilsu fólks.o Kayakmenn munu áfram geta

notið þeirra ánægju að róa óheft umSundin.

- Einstakt bygg-ingarland

o Afar verðmæt-ar sjávarlóðir móti suðri bæði íGeldinga- og Gunnunesi munu nýt-ast til íbúabyggðar í stað umferðar-

mannvirkja. Aðgengi að náttúrugerir svæðið það eftirsóknarverð-asta byggingarlandið á höfuðborg-arsvæðinu.

Í kostnaðaráætlun fyrirSundabraut eru lífsgæði og

einstök náttúra ekki metintil fjár. Sú leið sem hér erbent á er vel fær og örugg-lega bestur kostur fyrirlífsgæða íbúa og náttúru íborginni. Vonandi verðurhún tekin til umhverfis-mats svo við eigum raun-verulega valkosti.

Ásta ÞorleifsdóttirÍbúi í Grafarvogi og fulltrúi F-

lista í umhverfis- og skipulagsráði

Fréttir GV10

Meistaraflokkur kvenna ,,spútniklið’’Landsbankadeildarinnar í sumar

Meistaraflokkur kvenna hjáFjölni í knattspyrnu hefur veriðkallað spútníklið sumarsins íLandsbankadeild kvenna. Liðið erum miðja deild og komst í undan-úrslit VISA bikarsins. ÞrösturGrétarsson, formaður meistar-aflokksráðs kvenna, fer nokkrumorðum um sumarið hjá Fjölnisstel-punum.

Takmarkið í ár að halda sætinuLið sem koma upp úr 1.deildinni

eiga oft erfitt uppdráttar í Lands-bankadeildinni næstu ár á eftir.Þessi lið hafa verið í mikilli fall-baráttu og oft tapað illa gegnstærri liðunum. Takmark okkarvar því einfalt, halda sætinu ídeildinni, takmarka stóra skelligegn stóru liðunum og ná í leiðinniákveðnum stöðugleika í liðið. Viðfáum reynslumikinn þjálfara,Andrés Ellert Ólafsson, til starfasem þekkir félagið og leikmennmjög vel. Við verðum ekki fyrirmikilli blóðtöku varðandi leik-menn, þó svo að við missum reynd-ar 2-3 leikmenn sem tóku þátt í át-

tökunum í 1. deildinni í fyrra.

Leikmannahópurinn erlítill en góður

Leikmannahópur okkar er frek-ar lítill og samanstendur af mikl-um hluta af stelpum sem eru upp-aldnar í Fjölni. Við erum meðnokkra eldri ,,jaxla’’ eins og GuðnýJónsdóttir, Elínu Gunnarsdóttur,Hrafnhildi Eymundsdóttur og ErluÞórhallsdóttur en þetta eru leik-menn sem hafa mikla reynslu íkvennaboltanum og jafnvel í efstudeild. Síðan kemur nokkuð stórhópur leikmanna sem eru í kring-um 18-21 ára eins og t.d. KristrúnKristjánsdóttir, Helga Franklíns-dóttir, Edda María Birgisdóttir,Rúna Sif Stefánsdóttir, Tinna Þor-steinsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir,Ásta Friðriksdóttir, MargrétHólmarsdóttir og markmaðurinnokkar, Sonný Þráinsdóttir. Þó svoað þetta séu stelpur sem eru þettaungar þá hafa þær margar nú þeg-ar öðlast mikla reynslu enda hafaþær flestar spilað með meistar-aflokknum í nokkur ár. Yngsti leik-

maðurinn, Íris Valmundardóttir eraðeins 16 ára en auk hennar höfumvið fleiri yngri leikmenn eins ogBirnu Kristinsdóttur, FanneyjuGröndal og Sigrúnu Evu Jónsdótt-ur sem eru að standa sig vel ogvinna sig inn í hópinn.

Við ákváðum að styrkja hópinn ísumar með tveimur bandarískumleikmönnum, Carolyn Warhaftigog Meagan Dewan en báðar komaþær úr efstu deild háskólaboltans íBandaríkjunum. Þær hafa báðarstaðið sig vel, Carolyn hefur veriðgríðarlega sterk í vörninni í sumarog Meagan hefur sett nokkur mjögþýðingarmikil mörk fyrir okkur ísumar.

Við gerum okkur þó grein fyrirþví að við þurfum að stækka leik-mannahópinn okkar fyrir næstaár. Við höfum verið heppin í sumarvarðandi meiðsli og annað. Okkurhefur hingað til tekist að keyra ásama mannskapnum þó svo aðálagið hafi oft á tíðum verið nokk-uð mikið. Okkar metnaður er aðsjálfsögðu að halda þessum mann-skap og vonandi bæta við

nokkrum góðum leikmönnum aðauki.

Staðan í deildinni er góðÞegar þetta er skrifað er Fjölnis-

liðið í 5. sæti Landsbankadeildar-innar með 12 stig eftir 10 leiki. Lið-ið hefur unnið þrjá leiki, gert þrjújafntefli og tapað fjórum leikjum.Það vekur eftirtekt að liðið hefuraðeins fengið á sig 14 mörk semhlýtur að teljast frábær árangur.Liðið hefur sótt sigur gegnÞór/KA, ÍR og Keflavík á heima-velli og gert jafntefli við Fylki,Stjörnunni og Þór/KA (úti). Liðiðlék tvo mjög góða leiki gegn gríðar-lega sterku liði KR þar sem spennahélst út báða leikina. Í raun másegja að staða liðsins í deildinni séfrábær og má búast við því að liðiðsé búið að lyfta sér úr baráttu umfallsæti. Metnaður okkar er þómikill og viljum við gera enn betur,hala inn fleiri stigum og haldaáfram að stríða stóru liðunum.Þegar þetta er skrifað er liðiðeinnig að undirbúa sig fyrir und-anúrslitaleik í VISA bikar kvenna

en Fjölnisstelpur fara í Reykjanes-bæinn og heimsækja Keflavík 21.ágúst n.k. Þetta er þriðja árið í röðsem Fjölnir kemst í undanúrslit íþessari keppni en mikil stemningfylgir því að ganga vel í bikar-keppninni. Fjölnisstelpur ætla sérað standa sig vel í þessari rimmuvið Keflavík og hafa sett stefnuna áLaugardalsvöllinn í september.

Framtíðin björt í kvenna-boltanum hjá Fjölni

Við erum stolt af stelpunumokkar í meistaraflokknum. Þærhafa staðið sig frábærlega í sumarog sýnt mikla baráttu í öllum sín-um leikjum. Í raun má segja aðþessi staða í dag eigi ekki að komaá óvart því þetta er metnaðarfullurhópur leikmanna sem hafa nú þeg-ar mikla reynslu. Nú þurfum viðbara að halda vel utan um það semvið höfum og halda áfram þeirrivinnu að gera kvennaboltann hjáFjölni að einhverju sem við getumöll verið stolt af.

ÁFRAM FJÖLNIR!

Ásta Þorleifsdóttir íbúi íGrafarvogi og fulltrúi F-listaí umhverfis- og skipulagsráði,skrifar:

Hvar á Sundabraut eiginlega að liggja?

Meistaraflokkslið Fjölnis í knattspyrnu kvenna þykir afar efnilegt og árangur liðsins í sumar hefur vakið mikla athygli.

Page 11: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

150 FRÍAR FÆRSLUR Á ÁRI FYRIR NÁMSMENN

Það gerum við með því að bjóða þér betri kjör sem henta aðstæðum þínum sem námsmaður. Kynntu þér málið í útibúum Glitnis, þjónustuveri í síma 440 4000 og á glitnir.is.

Glitnir léttir námsmönnum lífið

Page 12: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Fréttir GV12

Glæsilegur árangur á Smá-þjóðaleikunum í Mónakó

Sigrún Brá Sverrisdóttirkeppti í fjórum einstaklingsgreinum og tveimur boðsund-um á smáþjóðaleikunum íMónakó sem haldnir voru íjúníbyrjun. Hún náði hreintfrábærum árangr, bætti sig íöllum einstklingsgreinunumog setti met í hverju sundi.Kom heim með verðlaun úröllum sundunum sínum, alls 6verðlaun, 3 gull og 3 silfur.

Fyrst keppti hún í 200 mflugsundi. Kom hún fyrst ímark og bætti þar eigið Ís-landsmet í kvenna- og stúlkna-flokki um rúmar 3 sekúndur.

Hún keppti svo í 400 mskriðsundi á öðrum degi ogvarð Sigrún Brá önnur á nýjuíslensku stúlknameti en húnbætti þar eigið met um 4.68sek. er hún synti á 4.25,05 mín.

Keppti hún svo í boðsundifyrir Íslands hönd 4x200 mskriðsundi en sveitin landaði1. sætinu á tímanum 8.39,15.

Á þriðja degi keppti Sigrún

Brá svo í 200 m skriðsundi enþar varð hún önnur á enn einustúlknametinu en hún bættiþar eigið met um 1 sek. er húnkom í mark á 2.05,27 mín.

Sigrún Brá var alls ekkihætt. Á fjórða keppnisdegi eft-ir að hafa synt undanrásir ogúrslit í öllum sínum sundumgerði hún sér lítið fyrir ogvarð önnur í 800 m skriðsundiá nýju íslensku stúlknameti9.17,83 mín. Hún bætti eigiðmet um 2 sekúndur. Hún end-aði svo gott mót á því að syndaí boðsundssveit Íslands í 4x100m skriðsundi sem kom fyrst ímark á nýju Íslandsmeti3.54,55 mín. Frábær endir áfrábæru móti hjá þessari 17ára sundkonu.

Eftir heimkomuna fór svostrembinn mánuður í höndhjá Sigrúnu Brá. BikarkeppniÍslands var helgina eftir heim-komu og vann sunddeildFjölnis þar 2. deildina og lagðihún þar inn góðan fjölda afstigum og var að synda við

sína bestu tíma. Hálfum mán-uði seinna var svo AMÍ (ung-lingameistaramót Íslands)haldið á Akureyri í 25 m laug.Sigrún Brá keppti þar í síðastasinn en hún varð aldursflokk-ameistari í öllum 6 greinunumsínum og jafnframt stigahæstastúlkan á mótinu en hún hefurhlotið þann titil 4 ár í röð.

Sigrún Brá setti Íslandsmetí kvennaflokki og stúlknamet í400 m skriðsundi á mótinu.Hún setti einnig stúlknamet í400 m fjórsundi og var aðeins0,25 sek. frá Íslandsmeti íþeirri grein. Í vikunni eftirAMÍ var svo haldið á Opnadanska meistaramótið með Af-rekslandsliði Íslands en þá varkeppt í 50 m laug. Sigrún Brásynti þar 4 greinar og þrjárþeirra til úrslita. Það vargreinilegt að Sigrún Brá varorðin þreytt og ekki bætti húnsig að þessu sinni en átti nokk-ur ágætis sund inn á milli.Frábær íþróttamaður SigrúnBrá.

Af mörgu er að taka ef við förum yf-ir árangurinn í sumar. Eftir sumariðstendur Sveinn Elías Elíasson upp úr-en keppnistímabilið er reyndar ekki al-veg búið. Sveinn á eftir að keppa átveimur mótum, MÍ 15-22 ára og Norð-urlandameistaramóti 19 ára og yngri.

Hæst ber hjá Svenna, 10. sæti á EM 19ára og yngri í tugþraut. Hann kepptiþrívegis í tugþraut í sumar og varð Ís-landsmeistari í tugþraut í byjun júní.Síðan varð hann í 2. sæti á Norður-landameistaramótinu í júní og að lok-um varð hann í 10. sæti á EM 19 ára ogyngri þar sem hann sigraði m.a. þannsem vann hann á NM fyrr um sumarið.

Sveinn Elías hefur eftir þessarkeppnir í tugþraut, einbeitt sér aðspretthlaupunum með góðum árangri.Hann hefur bætt Íslandsmetin í sínumaldursflokki og næstu flokkum fyrir of-an, í 100 m, 200 m og 400 m hlaupum í

sumar. Hann er sá hraðskreiðasti í dagog vinnur öll hlaup. Hann fór meðlandsliðinu í nokkrar keppnisferðir ogstóð sig frábærlega. Hann hefur unniðöll hlaupin í sumar og að auki hljóphann ,,í skarðið’’ í sumar á Smáþjóðal-eikunum í Mónakó og hljóp 400 mgrindarhlaup á 8. besta tíma Íslendingsog sigraði hlaupið. Það hafa líklega ver-ið óvæntustu úrslit mótsins.

Boðhlaupssveitin okkar í karla-flokki, Svenni og Arndís Ýr urðu meist-arar á Landsmótinu í Kópavogi núna íjúlí sl. Svenni vann bikar fyrir besta af-rek mótsins í karlaflokki - fyrir 400 mhlaup og einnig fyrir að vera stigahæstikeppandi karla fyrir sigur í flestumgreinum.

Strákarnir í 4x100 m boðhlaupi,Siggi Lúlli, Bjarni, Leifur og Svenni,stálu senunni þegar þeir komu lang-fyrstir í mark og bættu 10 ára gamalt

met, í 19 - 22 ára flokki um tæpa 1 sek.Tíminn þeirra var 42,65 sek. Þeir voru

t.d. að hlaupa betur heldur en landsliðÍslands í Evrópubikar 2 vikum áður.

Bjarni Malmquist hefur einnig bættsig gríðarlega í sumar og hljóp núna íBikarkeppni FRÍ, 400 m grindarhlaup á2. besta tíma árins (Svenni á þann bestasíðan í Evrópubikar í júní sl.) og 12.besta frá upphafi. Hann hefur einnigverið að keppa í langstökki og þrístökkiog verið í fremstu röð.

Leifur Þorbergsson hefur bætt sigmjög vel í ár og á 5. besta tímann í 800 mhlaupi.

Ingvar Haukur er í stöðugri og jafnriframför og fikrar sig upp alla afrek-alista. Ef skoðaðir eru afrekslistarFrjálsíþróttasambandsins í ár, þá eruFjölnismenn ofarlega í mjög mörgumgreinum. Okkur vantar kastara í hóp-inn - hér með auglýsum við eftir köstur-um í liðið okkar.

Stelpunum hefur ekki gengið eins velí sumar en þær eru samt ofarlega ímörgum greinum og hafa verið að

vinna mót og vera í efstu sætum. Arn-dís Ýr varð Landsmótsmeistari í 1500 mhlaupi og 3000 m hlaupi. Íris Annakeppti ekki á MÍ að þessu sinni - en tókþátt í Bikarkeppni FRÍ og vann þar 3000m hlaupið. Stefanía hefur ekki veriðupp á sitt besta í sumar heldur - en hef-ur verið ofarlega á öllum mótum. Berg-lind hefur verið að bæta sig vel í hlaup-um og Júlíana í spjótkasti og Íris Þórshefur einnig verið að bæta sig í hlaup-unum.

Að loknu MÍ 15-22 ára, fara flest íhvíld fram í október - en þá hefst undir-búningur fyrir innanhússtímabilið. Æf-ingar verða auglýstar á heimasíðunniwww.fjolnir.is/frjalsar

Æfingar fyrir yngri iðkendurna hefj-ast núna í byrjun september og verðaeinnig auglýsingar á heimasíðunni. Þarer líka hægt að fylgjast með öllum mót-um sem Fjölnisfólk keppir á.

Sigrún Brá Sverrisdóttir með verðlaunapeningana sína frá Smáþjóðaleikunum.

Frábær árangur í frjálsum í sumar

Keppendur Fjölnis á Landsmótinu. F.v. neðri röð: Freyr, þjálfari, Stefanía, Björg. Aftari röð frá vinstri: ÁsaMarta, Berglind, Íris Þórs, Bjarni, Svenni, Leifur, Siggi Lúlli, Ingvar og Stefán Jóhannsson, þjálfari.

Boðhlaupssveitir Fjörmanns: Leifur, Siggi Lúlli, Bjarni, Svenni, Stefanía, Björg, Íris Þórs. og Berglind.

Page 13: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Fréttir GV14

Ragnar Þór nýr formaður

FjölnislagiðÚt er komið Fjölnislagið sem hægt er

að sækja á heimasíðu Fjölnis www.fjoln-ir.is

Jón Jósep (Jónsi í Svörtum fötum)syngur lagið að sinni alkunnu snilld ogÞorvaldur Bjarni samdi og útsetti. Lag-ið var frumflutt á aðalfundi Fjölnis þann9. ágúst og var greinilegt að fólk kunnivel að meta þetta frábæra lag. Lagið ernú alltaf flutt á heimaleikjum Fjölnis.

Hér að neðan er textinn að laginu ognú fara allir Grafarvogsbúar að syngjameð.

Fjölnislagið:Áfram, áfram Fjölnir,við stöndum saman og styðjum okkar

menn.Við syngjum áfram, áfram Fjölnir, við

gefum allt í leikinn, gul og hreykin, gef-umst aldrei upp.

Inn við sundin, undir sólu, eyrar hug-urinn, þar í góðu, góðu skjóli, glóir vog-

urinnÍbúarnir allir saman eiga félagslið,

einum rómi útá velli eitt er þeirra liðViðlagVið getum unnið og gerum það enn og

gleðjumst öll og syngjum í senn, sigur-inn er okkar Fjölnismenn.

Við syngjum áfram, áfram Fjölnir, viðstöndum saman og styðjum okkarmenn.

Við syngjum áfram, áfram Fjölnir, viðgefum allt í leikinn, gul og hreykin, gef-umst aldrei upp.

ÁFRAM FJÖLNIRGrafarvoginn gyllir sólin, gott er

mannlífið, öll við finnum út á velli aðeitt er takmarkið.

Stöndum þétt og þróttmikil um þettafélagslið, þor og dugur, þrek og snerpa,þetta erum við.

Viðlag

Aðalfundur Fjölnis var haldinn í salá 3. hæð í Egilshöll þann 9. ágúst s.l. ogvar fjöldi manns sem lagði leið sína áfundinn.

Ný stjórn var mynduð og lætur Guð-laugur Þór Þórðarsson af störfum semformaður félagsins og er Ragnar ÞórGuðgeirsson nýr formaður Fjölnis,vilja Fjölnismenn þakka Guðlaugi Þórfyrir frábær fjögur ár sem hann hefurverið formaður, en margt hefur breystá þessum árum og tekur Ragnar Þórvið mjög góðu búi af Guðlaugi. Ný lögfélagsins voru samþykkt á fundinumen nýju lögin má lesa á heimasíðuFjölnis, www.fjolnir.is

Veittar voru viðurkenningar tilþeirra sem skarað höfðu framúr á sein-asta ári en Fjölnir hefur á að skipa ein-staklega mörgum afreksmenn í sínumröðum. Frjálsíþróttamaðurinn SveinnElías Elíasson var valinn afreksmaðurFjölnis en hann er gríðarlega góður

íþróttamaður sem er til fyrirmyndarfyrir alla iðkendur Fjölnis. Einnig fékkSveinn Elías afhent verðlaun fráLandsmótinu sem var í Kópavogi enSveinn var stigahæsti maður mótsins.

Kári Arnórsson var valinn Fjölnis-maður ársins 2006, en Kári hefur veriðeinstaklega duglegur við að gefa vinnusína og tíma í þágu félagsins. Einnigvoru veitt silfurmerki Fjölnis en þauhlutu Þorfinnur Hjaltason (78), JónOddur Davíðsson (79), Steinar Davíðs-son (80), Þóra Melsted (81), GuðlaugBaldvinsdóttir (82), Guðrún Heiðars-dóttir (83), Hafþór Helgi Einarsson (84),Anna Bergmann (85), Oddur ValurBjarnason (86), Rúnar Ingibjartsson(87) og Sævar Hilmarsson (88).

Síðasta verk Guðlaugs Þórs sem for-manns var að veita Snorra Snorrasynigullmerki félagsins en Snorri er ní-undi Fjölnismaðurinn sem hlýturþann heiður.

- formannsskipti á aðalfundi Fjölnis

Hér er hluti af afreksmönnum Fjölnis sem fengu afhent verðlaun fyrir frammisstöðu sína.

Sveinn Elías Elíasson, afreksmað-ur Fjölnis 2006.

Kári Arnórsson, Fjölnismaðurársins.

Snorri Snorrason var veitt gull-merki Fjölnis.

Page 14: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Allt áeinum stað!

Golfherm

ir

Guf

ubað

Karfa

Skvass

T ækjasalur

Erobik

k

Sp

inni

ng

Viltu vinna með börnum í skemmtilegu starfsumhverfi í vetur?Frístundaráðgjafar/-leiðbeinendur á frístundaheimilum í Grafarvogi

Við leitum að fólki á öllum aldri og af báðum kynjum sem vill vera með 6-9 ára börnum íleik og starfi á frístundaheimili eftir að skóla lýkur.

Á frístundaheimilum er lögð áhersla á að skapa öruggt og notalegt umhverfi þar sembörnin taka m.a. þátt í:

- List- og verkgreinum, s.s. tónlist, myndlist, leiklist, smíði, textíl- Íþróttum og leikjum- Útivist og umhverfismennt- Barnalýðræði og lífsleikni (hópastarf, barnafundir, vinátta og samvera)

Starfið veitir mjög góða reynslu fyrir fólk sem hefur áhuga á samskiptum, uppeldi, sál-fræði og skapandi starfi.

Vinnutími getur verið sveigjanlegur frá kl. 13:15 - 17:15 einn til fimm daga vikunnar.

Hægt er að sækja um störfin á heimasíðu Gufunesbæjar, www.gufunes.isUpplýsingar um starfið veitir Þóra Melsted [email protected] í síma 520-2300.

Laun eru skv. Kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.Þetta er gjöfin

fyrir vandlátuveiðimennina!

Glæsileg flugubox úr MangóviðiGröfum nöfn veiðimanna á boxin

Langmesta úrval landsins af íslenskum laxa- og silungaflugum

Kíktu á www.Krafla.is

Page 15: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Fréttir GV16

Þegar hausta tekur

Orkuveita Reykjavíkur hefur settá laggirnar umfangsmikinn fræðslu-vef um umhverfis- og orkumál. Ávefnum er að finna margvíslegtfræðsluefni um raforku, vatn ogheitt vatn, nýtingu og orkuöflun meðvistvænum hætti, auk fróðleiks umlóðir og lendur Orkuveitu Reykjavík-ur. Vefurinn er öllum opinn og er aðfinna á slóðinni http://fraedsla.or.is.

Stjórn Orkuveitunnar samþykktisíðastliðið haust að efna til sam-starfs við fræðsluyfirvöld í Reykja-vík og er fræðsluvefurinn afraksturþeirrar samþykktar. Hann hefur ver-

ið kynntur fulltrúum fræðsluyfir-valda, kennara, skólastjóra og for-eldra. Orkuveitan réð til sín kenn-aranema í sumarstarf og er afrakst-ur þeirrar vinnu námsefni og tillög-ur að verkefnum með tilliti til aðal-námsskrár grunnskólanna.

Eitt markmiða fræðsluvefsins erað vekja áhuga nemenda á umhverfisínu og hvetja þá til að þekkja lögmálog hugtök innan náttúrufræðinnar.Þá er fræðsluvefurinn ekki síst tækisem kennarar og leiðbeinendur getanýtt sér til að brjóta upp hefðbundnakennslu.

Nú eru skólarnir að byrja og ínógu að snúast hjá foreldrum. Þaðþarf kannski að stilla ýmislegtupp á nýtt eftir sumarfríið eins ogt.d. svefntímann. Það eru ákveðinviðbrigði fyrir krakkana að byrjaaftur í skólanum og auðveldara aðtakast á við þau ef þau fá þá hvíldsem þeim er nauðsynleg. Í þvísambandi er ennfremur eðlilegtað skoða útivistartímann. Reglurum útivistartíma eru heimildar-ákvæði, þ.e. eru hámarksrammar,

og eru hugsaðar til verndar börn-um. Ef foreldrar telja að útivistar-tíminn sé of rúmur, þ.e. vilja ekkiað börnin þeirra séu svona lengiúti, þá er það að sjálfsögðu áþeirra valdi að setja sínar eiginreglur.

Oft er vísað í máltækið ,,þaðþarf heilt þorp til að ala uppbarn’’ og vissulega er mikið til íþví. Það er alveg öruggt að fyrirokkur foreldra, sem berum höfuð-ábyrgð á uppeldi og menntun

barnanna, skiptir miklu máli aðhafa góða liðsmenn, eða sam-starfsaðila, þegar tekist er á viðþetta verkefni.

Gott samstarf við starfsfólkleik- og grunnskóla og aðra þá ergegna hlutverki í lífi barnannaskiptir miklu máli um hvernig tiltekst. Þar er mikilvægt að hafagagnkvæma virðingu fyrir hlut-verki hvers og eins að leiðarljósi íöllum samskiptum.

Sterkt tengslanet foreldra, þ.e.

hversu vel við foreldrar þekkj-umst, skiptir líka miklu máli íuppeldinu. Margt bendir til þessað í þeim bekkjum þar sem for-eldrar þekkjast vel sé námsárang-ur betri, nemendum líði betur ogþeir neyti síður áfengis og ann-arra vímuefna. Samstaða foreldraum ákveðna ramma og reglur íuppeldinu getur skilað mjög mikl-um árangri.

Hvatning, stuðningur og áhugiforeldra á skólastarfi, íþróttum og

öðru tómstundastarfi er lykilat-riði í góðu uppeldi. Gróska, stýri-hópur um forvarnir í Grafarvogi,hvetur foreldra til að gefa sér tímaog njóta, með börnum sínum,þeirra verkefna sem fyrir liggjavið upphaf skólastarfs. Nýtumhvert tækifæri til að safna góðumminningum!

F.h. Grósku, stýrihóps um for-varnir í Grafarvogi,Bergþóra Valsdóttir

Fimleikaþjálfararóskast

Fimleikadeild Fjölnis vill ráða þjálfara og yfirþjálfara tilstarfa fyrir næsta vetur, bæði fyrir

stelpur og stráka

Áhugasamir vinsamlega hafið sam-band í netfangið: [email protected]

eða hringið í Ólöfu í s. 897 6569 / Ingi-björgu s. 860 5949

Orkuveita Reykjavíkur setur á laggirnar nýjan fræðsluvef:

Öllum opinn áfraedsla.or.is

Frá opnun fræðsluvefjar Orkuveitu Reykjavíkur. Ung dama aðstoðar þáverandi stjórnarformann OR, Guð-laug Þór Þórðarson.

Skólaheimsókn í Rafheima.

Page 16: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Gildir frá

23. - 30. ágúst

Grillið í Grafarvogi - Gylfaflöt 1 - Sími: 567-7974

Frábær tilboð íGULLNESTI

690Barnaísaðeins

99,-

Page 17: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Fréttir GV18

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Kæru viðskiptavinir!Haustið nálgast. Þann 15. september byrjum við aftur að

vinna á laugardögum eftir sumarfrí og útilegur.

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Skáksveit Fjölnis vann mjög ör-uggan sigur á Landsmóti UMFÍ

Á nýafstöðnu Lands-móti UMFÍ í Kópavogivann skáksveit Fjölnis ör-uggan sigur. Fjölnismennhöfðu forystu allt skák-mótið og þrátt fyrir aðsveitir ÍBR og Eyfiðringaværu með stigahærrisveitir á pappírnum þáurðu þær að lúta í lægrahaldi fyrir Grafarvogs-sveitinni 4-0 og 3-1.

Þetta er í annað skiptisem Umf. Fjölnir sendirskáksveit á landsmót UM-FÍ og í bæði skiptin hafaFjölnismenn hrósað ör-uggum sigri. Sigurinnnúna var ennþá sætari ensíðast þar sem mun sterk-ari sveitir mættu til leiks íþetta sinn.

Skákdeild Fjölnis varstofnuð árið 2004. A sveitliðsins hefur verið einstak-lega sigursæl í gegnum ár-in, unnið sér upp um þrjárdeildir, unnið bæði lands-mótin og teflir í vetur með-al þeirra bestu í 1. deild Ís-landsmóts félagsliða.

Umf. Fjölnir hefur áþessum fáu árum orðið aðstórveldi í íslenskri skáks-ögu.

Skáksveitir Fjölnis eruskipaðar mörgum sterk-ustu og einnig efnilegustuskákmönnum Íslands.

Tónvinnsluskólinn stendurfyrir nýju stórskemmtilegu nám-skeiði fyrir krakka á aldrinum 7-14 ára sem fer fram í Foldaskólaeftir að hefðbundnum skólatímalýkur.

Undirbúningur fyrir sjónvarpBarna- og unglinganámskeiðið

verður undirbúningur að barn-aþætti fyrir sjónvarp. Og upptökuá nýrri krakkaútgáfu af nýja,,Fjölnislaginu’’.

Birgitta Haukdal og ValgerðurGuðnadóttir munu sjá um þetta10 vikna söng og leiknámskeið.

Námskeiðið er um leið undir-búningur að upptöku á barn-aþætti fyrir sjónvarp. Í þættinumkoma börnin fram ásamt Birgittuog Valgerði í söng og leik við und-irleik valinkunnra hljóðfæraleik-ara og tilbúnu undirspili afþekktum dægurlögum.

Þetta er skemmtilegt námskeiðfyrir krakka á aldrinum 7 til 14ára þar sem krakkarnir fá æfinguí að koma fram opinberlega og fáað upplifa hvernig vinna fer framí sjónvarpsveri sem beinir þátt-takendur.

Skáksveit Fjölnis, Landsmótsmeistarar annað skiptið í röð. F.v. Helgi Árnason formaður skákdeildar, Jón Árni Hall-dórsson, Davíð Kjartansson fyrirliði, Erlingur Þorsteinsson sem vann allar sínar skákir og Sveinbjörn Jónsson. Ámyndina vantar Tómas Björnsson.

Skemmtilegtnámskeið íFoldaskóla

Page 18: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

ıwww.itr.is sími 411 5000

AFGREIÐSLUTÍMI LAUGAR

Virka daga frá kl. 6:30 – 22:30

Helgar kl. 8:00 – 20:30

ıit is sími 411 5000

GRAFARVOGSLAUG

ER LAUGIN Í ÞÍNU HVERFI

Page 19: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Fréttir GV20

Spönginni

Sími: 5 700 900

Líkamsræktarstöðin Veggsport fagnar 20 ára afmæli:

Líkamsræktar og heilsustöðinVeggsport hefur starfað frá árinu1987 og er því tuttugu ára á þessu áriog er ein af elstu líkamsræktar-stöðvum landsins. Eigendur Vegg-sports eru þeir Hilmar Gunnarssonog Hafsteinn Daníelsson.

,,Við erum tveir íþróttakennararsem tókum okkur saman og settumVeggsport á laggirnar í gamlaHéðinshúsinu vestur í bæ þar semLoftkastallinn er núna til húsa. Ífyrstu lögðum við áherslu á skvass-íþróttina en árið 1991 fluttum viðupp á Stórhöfða og fórum fljótlega aðbæta við okkur. Góður og öflugurtækjasalur, spinning, eróbikk og aðr-ir fjölbreyttir tímar ásamt körfu-bolta eru hlutir sem fólk getur stund-að hjá okkur. Skvassið er aðallegaspilað hjá okkur enda höfum við 4skvasssali,’’ sögðu þeir félagar í sam-tali við Grafarvogsblaðið.

Samkvæmt könnun sem tímaritiðForbes gerði 2003 er skvassíþróttinheilsusamlegasta íþrótt í heimi.(www.forbes.com)

,,Fyrir um tvemur árum tókumvið í notkun golfhermi sem er mjögvinsæll. Þar er hægt að velja um 9velli til að spila á. Vinahópar og eðavinnufélagar hittast gjarnan hálfs-mánaðarlega og spila 18 holu völl ogeru svona um þrjá til fjóra tíma þrírtil fjórir saman og eiga góða kvöldst-und,’’ segja þeir Hilmar og Haf-steinn.

Afmælisárið hjá Veggsport hefurgengið vel og þeir horfa björtum aug-um til framtíðarinnar:

,,Við komum góðir undan sumriog haustið leggst mjög vel í okkur.Við verðum með nýungar hjá okkurí vetur og má þar nefna ketilbjöllu-tíma (kettlebells) sipptíma og svoverða auðvitað þeir tímar og nám-

skeið sem hafa verið undanfarin ár,morgunspinning og leikfimi, hádeg-isspinning og þrekæfingar, síðdegis-spinning, ropeyoga, yogaleikfimi,hópþjálfun og einkaþjálfun.’’

Skvassfélag Reykjavíkur hefur að-setur í Veggsport og mun félagiðstanda fyrir æfingum fyrir krakkaog unglinga þrisvar í viku í vetur.Félagið stendur líka fyrir skvassmót-um vetrarins eins og undanfarin ár.

Tvö alþjóðleg skvassmót verða íhaust annað kvennamót á vegumWISPA sem eru alþjóðleg kvennasamtök og hitt er árlegt skvassmótEvrópusmáþjóða sem nú verðurhaldið í Veggsport í þriðja sinn.

,,Okkur hlakkar til að sjá ykkur íVeggsport í vetur. Við tökum vel ámóti ykkur,’’ sögðu þeir Hilmar ogHafsteinn að lokum.

Söngur fyrir börn og unglinga- Kórar Grafarvogskirkju

Kórar Grafarvogskirkju eru að hefja starfsemi sína að nýju umþessar mundir. Gróa Hreinsdóttir mun eins og síðasta vetur stjórna ogþjálfa yngsta kórinn, frá 6 - 8 ára, en Gróa er bæði píanó- og orgelleik-ari með gríðarlega reynslu sem kórstjóri. Svava Kristín Ingólfsdóttir munstjórna og þjálfa barnakórinn, frá 9 - 11 ára, og unglingakórinn, frá 12ára og uppúr, en auk þess að vera kórstjóri er hún starfandi söngkonaog söngkennari og er enn að bæta við sig námi, því nú í vetur ætlar húnað taka 1árs diploma í ,,Complete Vocal techniqe’’ sem er þekking á hin-um ýmsu söngstílum.

Í kórastarfinu er lögð rík áhersla á sönggleði, allir fá söng- og radd-þjálfun, læra að syngja í samhljóm en einnig er lagt uppúr því að hverfái að njóta sín sem einstaklingur. Kórfélagar fá því oft að spreyta sigsem einsöngvarar í bland við kórsönginn.

Margt spennandi er á dagskránni hjá kórunum og má t.d. nefna aðstefnt er á tónleikaferð með unglingakórinn til útlanda.

Skráning fer fram milli kl. 17:00 og 19:00 mánudaginn 27. ágúst ogþriðjudaginn 28. ágúst í Grafarvogskirkju. Einnig er hægt að skrá og fáfrekari uppl. hjá Svövu í síma 867 7882 og á netfangi [email protected] og hjá Gróu í síma 699 1886 og á netfanginu : [email protected]

Atvinna í boðiVeggsport heilsurækt vantar starfskraft í afgreiðslu

frá kl.9:00 – 16:00 virka daga.

Góð laun og hlunnindi fylga starfinu.

Vinsamlega hafið samband í síma 577-5555

Veggsport Skvass & Heilsurækt Stórhöfða 17 110 Rvk. S: 577-5555

Kórstjórarnir Gróa Hreinsdóttir, til vinstri og Svava Kristín Ingólfsdóttir.

Hafsteinn Daníelsson og Hilmar Gunnarsson, eigendur Veggsports við Stórhöfða.

,,Komum góðir undan sumrinu og haustið leggst vel í okkur’’

Page 20: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007
Page 21: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Viltu vinna í þínu hverfi?Við leitum að áhugasömu starfsfólki með hæfni í mannlegum samskiptum.Möguleikar á fullu starfi eða hlutastarfi, til dæmis fyrir skólafólk seinnihluta dags.

Við leitum bæði að leikskólakennurum og öðrum umsækjendum með fjöl-breytta menntun.

Deildarstjóri:Fífuborg, Fífurima 13, sími 587-4515

Sérkennsla, þroskaþjálfi eða sérkennari:Brekkuborg, Hlíðarhúsum 1, sími 557-1240Fífuborg, Fífurima 13, sími 587-4515

Leikskólakennari/leiðbeinandi:Brekkuborg, Hlíðarhúsum 1, sími 557-1240Fífuborg, Fífurima 13, sími 587-4515Foldakot, Logafold 18, sími 587-3077Funaborg, Funafold 42, sími 587-9160Hulduheimar, Vættaborgum 11, sími 586-1870Klettaborg, Dyrhömrum 5, sími 567-5970Laufskálar, Laufrima 9, 587-1140Sjónarhóll, Völundarhús 1, sími 567-8585

Yfirmaður í eldhús:Brekkuborg, Hlíðarhúsum 1, sími 557-1240

Aðstoðarfólk í eldhús:Brekkuborg, Hlíðarhúsum 1, sími 557-1240Engjaborg, Reyrengi 1, sími 587-9130Fífuborg, Fífurima 13, sími 587-4515Laufskálar, Laufrima 9, 587-1140

Nánari upplýsingar veita leikskólastjórar í viðkomandi leikskólum eða starfsmannaþjónusta Leikskólasviðs í síma 411-7000.

Allar lausar stöður í leikskólum Reykjavíkurborgar eru auglýstar á www.leikskolar.is

Fréttir GV22

Atvinnuhúsnæðióskast til leigu

Ca 60-90 fermetra verslunar- og/eða skrifstofuhúsnæði

óskast til leiguSnyrtileg aðkoma skilyrði

Uppl. í síma: 699-1322 / 698-2844

Sendill óskastBílaverkstæðið Bílastofan

óskar eftir ungum og röskum starfs-manni til að sinna sendiferðum og öðrum tilfallandi verkefnum.

Starfið hentar jafnt báðum kynjum en bílpróf og reykleysi eru skilyrði.

Upplýsingar í síma 587 3131

Leikskólasvið

Umhverfishópur Gufunesbæjar á fund BorgarstjóraUmhverfishópur Gufunesbæjar fór í lok júlí á

fundi með borgarstjóra og formanni Umhverfis-ráðs. Tilgangur fundarins var að bera tillögur hóps-ins undir ráðamenn og reyna að hafa áhrif á um-hverfismál Grafarvogsins. Borgarstjóri og formað-ur Umhverfisráðs tóku afar vel í hugmyndir hóps-ins og er aldrei að vita nema einhverjar hugmynd-ir komi til framkvæmdar á næstunni.

Þrátt fyrir að störfum hópsins sé lokið í sumarætlar hópurinn að halda sýningu á Grafarvogsdag-inn. Á sýningunni verða sýndar ljósmyndir frástarfi sumarsins ásamt því að tillögurnar sembornar voru undir borgarstjóra verða til sýnis.

Umhverfishópurinn telst til skapandi sumar-hópa Vinnuskóla Reykjavíkur og var starfræktur ísamstarfi Vinnuskólans og Gufunesbæjar og voruþátttakendur í starfinu unglingar á fimmtánda ald-ursári.

Áhugasömum er einnig bent á að hægt er aðskoða myndir og fleira frá sumrinu á www.gufun-es.is

Umhverfishópurinn með borgrstjóra.

Page 22: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Aðsóknarmet var slegið á leikj-anámskeiðum Gufunesbæjar í sum-ar. Í sumar komu 112 fleiri börn en ífyrrasumar þrátt fyrir að starfseminværi viku styttri í ár.

Leikjanámskeiðunum lauk 17.ágúst með Karnivalhátíð við Gufun-esbæ þar sem börn og starfsfólkmættu til leiks í búningum ogskemmtu sér vel. Uppblásin þrauta-

braut var á staðnum og allir fengugrillaðar pylsur og ís.

Þátttaka á smíðavöllunum fyrr ísumar var einnig mjög góð sem og áleikvellinum við Fróðengi en hannvar opinn í allt sumar.

Starfsfólk Gufunesbæjar þakkaröllum börnum sem tóku þátt í sum-arstarfinu fyrir skemmtilega sam-veru.

Strandblakvöllur við GufunesbæNýlega var lokið gerð strandblak-

vallar við Gufunesbæ. Einstaklingarog hópar geta nýtt sér völlinn.Stærri viðburði eða æfingar þarf aðfá leyfi fyrir hjá Gufunesbæ.

FréttirGV23

no. 1 St. 40 - 48 verð 9.450.-

no. 2 St. 35 - 42 verð 8.995.-

no. 3 St. 39 - 47 verð 8.595.-

Ítalskirgæðaskór

á dömur og herra

SPÖNGINNI S: 587 0740MJÓDDINNI S: 557 1291GLÆSIBÆ S: 553 7060BORGARNESI S: 437 1240

no. 4 St. 41 - 47 verð 10.650.-

www.xena.is

no. 5 St. 36 - 42 verð 8.995.-

ÍTR · Bæjarhálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 411-5000 · www.itr.is · [email protected]

Frístundakort- Nýtt styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6-18 ára

börn og unglinga í Reykjavík.

Metaðsókn í sumarstarfiGufunesbæjar

Aldrei hafa fleiri börn mætt á leikjanámskeiðin en í sumar.

Page 23: Grafarvogsbladid 8.tbl 2007

Taktu þessar með í veiðitúrinn

Iða Krafla gul Krafla rauð Krafla orange

Krafla blá Krafla græn Iða Skröggur

Grænfriðungur Elsa Gríma blá Krafla orange

Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)

Beygla

SilungaKrafla bleik

Beykir

SilungaKrafla orange

Krókurinn Mýsla

Laxaflugur

Tungsten keilutúpur

Íslenska landsliðið í silungaflugum

Kíktu á Krafla.is- Gjöfular, fallegar og sterkar flugur

- Íslensk hönnun

íslensk fluguveiði

Skrautás ehf. Sími: 587-9500