5
Þ rátt fyrir heimskreppu heldur íslensk tónlist áfram að sækja í sig veðrið á alþjóðavettvangi og skapa þjóðarbúinu tekjur. Þetta er niðurstaða könnunar sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) vann í samstarfi við Höfuðborgarstofu á meðal erlendra gesta á nýliðinni Iceland Airwaves-hátíð. 1. TBL. 1. ÁRG. DESEMBER 2010 Könnunin leiðir m.a. í ljós að erlendir gestir vörðu samtals 313 milljónum króna í Reykjavík á meðan á dvöl þeirra stóð og þá er ekki meðtalinn kostnaður við flug til landsins eða önnur útgjöld utan borgarinnar. Hver erlendur gestur eyddi að meðaltali 25 þúsund krónum á dag í Reykjavík og kostnaður vegna flugs þeirra hingað til lands er áætlaður um eða yfir 130 milljónir. Sambærileg könnun var gerð árið 2005 en þá eyddu erlendu gestirnir um 185 milljónum króna, eða um 260 milljónum miðað við verðlag nú. Er aukningin því um MEÐAL EFNIS www.islandsstofa.is 22% þegar tekið er tillit til vísitölu neysluverðs. „Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar,“ segir Tómas Young hjá ÚTÓN sem er til húsa á Íslandsstofu. „Erlendir gestir Iceland Airwaves auka veltu í hagkerfi Reykjavíkur um nær hálfan milljarð á einni helgi. Ljóst er að ferðaþjónustuaðilar í kringum Reykjavík njóta einnig góðs af hátíðinni, s.s. Bláa lónið, Gullfoss, Geysir, veit- ingastaðir, gististaðir, bílaleigur og fólksflutningafyr- irtæki. Þá er einnig ótalið það fé sem Íslendingar verja á meðan á hátíðinni stendur.“ Lesa má nánar um niðurstöður könnunarinnar á www.uton.is. ÍSLENSK TÓNLIST Í ÖFLUGRI SÓKN „Erlendir gestir Iceland Airwaves auka veltu í hagkerfi Reykjavíkur um nær hálfan milljarð á einni helgi.“ 2 FRIÐRIK PÁLSSON, STJÓRNARFORMAÐUR ÍSLANDSSTOFU 5 MARKAÐSÁTAKIÐ INSPIRED BY ICELAND 6 HLYNUR GUÐJÓNSSON, RÆÐISMAÐUR OG VIÐSKIPTAFULLTRÚI Í NEW YORK 7 VERKEFNI Í FATA- OG VÖRUHÖNNUN

Fréttablað 1

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Íslandsstofa - Fréttablað 1

Citation preview

Page 1: Fréttablað 1

Þrátt fyrir heimskreppu heldur íslensk tónlist áfram að sækja í sig veðrið á alþjóðavettvangi og skapa þjóðarbúinu tekjur. Þetta er niðurstaða könnunar

sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) vann í samstarfi við Höfuðborgarstofu á meðal erlendra gesta á nýliðinni Iceland Airwaves-hátíð.

1 . tbl. 1 . árg. DESEMbEr 2010

Könnunin leiðir m.a. í ljós að erlendir gestir vörðu samtals 313 mi l l jónum króna í Reykjavík á meðan á dvöl þeirra stóð og þá er ekki meðtalinn kostnaður við flug til landsins eða önnur útgjöld utan borgarinnar. Hver erlendur gestur eyddi að meðaltali 25 þúsund krónum á dag í Reykjavík og kostnaður vegna flugs þeirra hingað til lands er áætlaður um eða yfir 130 milljónir.

Sambærileg könnun var gerð árið 2005 en þá eyddu erlendu gestirnir um 185 milljónum króna, eða um 260 milljónum miðað við verðlag nú. Er aukningin því um

MeðAl efNIs

www.islandsstofa.is

22% þegar tekið er tillit ti l vísitölu neysluverðs. „Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar,“ segir Tómas Young hjá ÚTÓN sem er ti l húsa á Íslandsstofu.

„Erlendir gestir Iceland Airwaves auka veltu í hagkerfi Reykjavíkur um nær hálfan milljarð á einni helgi. Ljóst er að ferðaþjónustuaðilar í kringum Reykjavík njóta einnig góðs af hátíðinni, s.s. Bláa lónið, Gullfoss, Geysir, veit- ingastaðir, gististaðir, bílaleigur og fólksflutningafyr-irtæki. Þá er einnig ótalið það fé sem Íslendingar verja á meðan á hátíðinni stendur.“ Lesa má nánar um niðurstöður könnunarinnar á www.uton.is.

ÍsleNsk TÓNlIsT Í öflugrI sÓkN

„erlendir gestir Iceland Airwaves auka veltu í hagkerfi reykjavíkur um nær hálfan milljarð á einni helgi.“

2 frIðrIk PálssoN, sTjÓrNArforMAður ÍslANdssTofu

5 MArkAðsáTAkIð INsPIred by IcelANd

6 HlyNur guðjÓNssoN, ræðIsMAður og vIðskIPTAfullTrÚI

Í New york

7 verkefNI Í fATA- og vöruHöNNuN

Page 2: Fréttablað 1

2 Fréttablað ÍslandsstoFu 3Fréttablað ÍslandsstoFu

Hann heldur áfram og spyr: „En hver var og er ímyndin? Söguþjóðin, fiskveiðiþjóðin, skákþjóðin, bókaþjóðin, útrásarvíkingarnir o.s.frv. Hver viljum við að ímyndin sé? Hverju ráðum við um það? Einhvern tímann var sagt: bókvitið verður ekki í askana látið. Þeirri fullyrðingu var síðan snúið við og sagt: bókvitið verður í askana látið. Við búum ekki til ímynd að eigin vali. Ímyndin verður til og að baki henni verður að vera kjarni en ekki hjóm.“

Stórt verkefni Stofnun Íslandsstofu er djarft skref, að mati Friðriks. „Það er djarft vegna þess að það er sjálfsagt varasamt að fela sjö manna stjórn að bera ábyrgð á því stóra verkefni sem Íslandsstofu er trúað fyrir. Þessum hópi hefur verið falið að fylgja eftir frábæru starfi Útflutningsráðs Íslands og markaðshluta Ferðamálastofu og fleiri aðila sem hafa unnið að stuðningi við útflutning á undanförnum árum. Til þess að takast á við þetta verkefni erum við að stofna til fagráða, sem verða stjórninni til ráðgjafar. Við leggjum jafnframt mikla áherslu á vandaða stefnumótun

Íslandsstofu og leitum til hæfra ráðgjafa til að tryggja sem bestan árangur.“

talSmaður Samvinnu Friðrik kveðst allt frá lokum skólagöngu hafa unnið að útflutningi og markaðs- og sölumálum erlendis og ávallt hafa litið á Ísland sem eitt útflutningsfyrirtæki, stórt eða lítið eftir atvikum. „Ég hef jafnframt alltaf verið mikill talsmaður samvinnu í útflutningsmálum. Orðið samvinna fékk reyndar á sig svo pólitískan stimpil á tímabili að nú notum við orðið klasi, sem er þýðing úr enska orðinu cluster.

Hin svokölluðu stóru sölusamtök í sjávar-útveginum komu á sínum tíma Íslandi og íslenskum fiskafurðum á heimskortið í viðskipt-um. Þau stóðu að stórfelldri vöruþróun og miklum tækniframförum og sköpuðu íslenskum fiskafurðum þá ímynd sem enn í dag skiptir miklu máli. Ég trúi því að sjávarútvegurinn eigi um langa framtíð eftir að vera sterkari burðarás í útflutningsmálum okkar Íslendinga en okkur órar fyrir. Markviss uppbygging fiskstofnanna mun fyrr en síðar skila okkur miklum ávinningi.“

umdeildar fjárfeStingar Talið berst að ferðaþjónustu og tækifærum þar og á öðrum sviðum. „Saga Loftleiða og Flugfélags Íslands, sem síðar mynduðu Flugleiðir og Icelandair, er stórkostlegur vitnisburður um kjark, áræði og viðskiptavit; enn í dag er þetta sameinaða félag í fararbroddi útrásar okkar Íslendinga í ferðamálum. Fjöldi annarra fyrirtækja rær á sömu mið með góðum árangri og enn má gera betur.

Fjölmargir aðrir vaxtarsprotar hafa séð dagsins ljós. Sumir eru löngu hættir að vera sprotar. Marel, Össur, CCP, 66°N, svo aðeins örfá fyrirtæki séu nefnd, hafa þegar náð mikl-um árangri. Fjölmörg önnur sprotafyrirtæki eru líkleg til að ná langt. Það á ekki síst við í hugverkaiðnaðinum en þar er mikill vöxtur. Það verður verkefni Íslandsstofu að leggja þessum fyrirtækjum allt það lið sem við getum.“

Aðspurður um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi segir Friðrik þær geta verið umdeildar. „Ég er þó þeirrar skoðunar að oft sé betra að fá erlent áhættufjármagn inn í landið en lánsfé. Sérstaklega á það við í þeim greinum þar sem

við búum ekki til ímynd

„Það er djarft vegna þess að það er sjálfsagt varasamt að fela sjö manna stjórn að bera ábyrgð á því stóra verkefni sem Íslandsstofu er trúað fyrir.“

hinir erlendu fjárfestar sjá tækifæri sem við ekki sjáum eða teljum okkur ekki hafa efni á. Íslandsstofa mun vinna að þessu verkefni í nánu samstarfi við fyrirtæki og stjórnvöld á hverjum tíma.

grettiStak í menningamálum Við Íslendingar höfum um langt árabil reynt að stuðla að útflutningi almennra iðnaðarvara en gríðarlegar sveiflur í gengi íslensku krónunnar hafa með reglulegu millibili lagt stein í götu fyrirtækja sem töldu sig vera á góðri leið. Nú um sinn höfum við lágt skráð gengi krónunnar og það tækifæri ber að nýta. Víða sjáum við áhugaverð tækifæri. Hönnuðir ýmiss konar blómstra, útflutningur hugverka hefur tekið við sér, smáiðnaður réttir úr kútnum og frumkvæði einstaklingsins eru lítil takmörk sett. Íslandsstofa hefur það hlutverk að taka við hugmyndum þessara frumkvöðla, meta hvert verkefni fyrir sig og leggja þeim lið sem talið er að eigi erindi á erlendan markað.

Í upptalningu löggjafans um verkefni Íslandsstofu segir í lokin: „…styðja við kynningu á íslenskri menningu erlendis“. Þetta er full-komlega opið verkefni. Ég sé fyrir mér að Íslandsstofa eigi eftir að lyfta grettistaki í því efni, ekki aðeins með því að styðja við kynningu á íslenskri menningu erlendis heldur einnig veita henni jafnmikinn markaðslegan stuðning og öðrum íslenskum atvinnurekstri. Í mínum huga hefur ávallt verið sá samhljómur með fiskverkanda og listmálara, bónda og rithöfundi, húsamálara og tónskáldi, að þeir ætla að lifa af verkum sínum, hver á sinn hátt. Þeir eru allir hluti af atvinnulífinu. Íslandsstofa á að sinna þeim öllum.“

Friðrik Pálsson: „Ég trúi því að sjávarútvegurinn eigi um langa framtíð eftir að vera sterkari burðarás í útflutningsmálum okkar Íslendinga en okkur órar fyrir.“

rætt við friðrik Pálsson, stjórnarformann Íslandsstofu

„Sérstakt verkefni Íslandsstofu samkvæmt lögum er að efla ímynd og orðspor Íslands. Til þessa dags hefur ímyndaruppbygging

Íslands verið á margra höndum og vonandi verður svo enn. Hins vegar er það vilji löggjafans að sem allra flestir sem koma að kynningu og markaðssetningu Íslands erlendis þjappi sér saman að baki Íslandsstofu og að sameiginlega nái Ísland að skapa sér þá ímynd erlendis sem máli skiptir og eftir verður tekið,“ segir friðrik Pálsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, sem tók formlega til starfa 1. júlí sl.

íslandsfar nefnist nýtt lógó íslandsstofu sem kynnt var til sögunnar á haustdögum. Merkið endur-speglar Ísland með skírskotun í stórbrotna náttúru, sköpunar-kraftinn, vatnið, sjóinn, orkuna, jarðlögin og norðurljósin, svo eitthvað sé nefnt.

Efnt var til lokaðrar samkeppni fyrr á þessu ári um hönnun merkis Íslandsstofu sem skyldi vera einfalt, einstakt, sígilt, alþjóðlegt og lýsandi fyrir hlutverk hennar og markmið. Að mati dómnefndar er um að ræða glæsilegt merki og viðeigandi fyrir stofu sem hefur það að markmiði að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Íslandsfar var hannað af Oscari bjarnasyni á auglýsingastofunni Fíton.

HluTverk ÍslANdssTofu …er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Á vettvangi Íslandsstofu sameinast erlent markaðsstarf Ferðamálastofu, starfsemi Útflutningsráðs Íslands og Fjárfestingarstofunnar og er henni þannig ætlað víðtækt starfssvið. Jafnframt veitir Íslandsstofa fyrirtækjum faglega aðstoð við sölu á vörum, þjónustu og þekkingu erlendis og styður við kynningu á íslenskri menningu ytra.

Íslandsstofa er aðili að Enterprise Europe Network – stuðningsneti ESB fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Verkefni sjávarútvegsins um upprunamerki og ábyrgar fiskveiðar (Iceland Responsible Fisheries) nýtur þjónustu Íslandsstofu við kynningu og markaðssetningu erlendis. Skrifstofa ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, er hjá Íslandsstofu en þeir aðilar sem einnig standa að ÚTÓN eru Samtónn og ráðuneyti iðnaðar, mennta- og menningarmála, og utanríkismála.

Nánari upplýsingar um verkefni Íslandsstofu er að finna á vefnum www.islandsstofa.is.

Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Hótels Rangár, formaður stjórnar, Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, Einar Karl Haraldsson ráðgjafi, Innform, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel á Íslandi, og Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor.Varamenn: Ásta Magnúsdóttir, menntamálaráðuneyti, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Medis hf., Gunnar Tómasson, Þorbjörn-Fiskanes hf., Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Kristján Skarphéðinsson, iðnaðarráðuneyti, Stefán Einar Matthíasson, Lækning, og Urður Gunnarsdóttir, utanríkisráðuneyti.

sTjÓrN

Page 3: Fréttablað 1

Fréttablað ÍslandsstoFu Fréttablað ÍslandsstoFu 54

Eitt af hlutverkum Íslandsstofu er að laða til landsins erlenda ferðamenn með samræmdu kynningar- og markaðsstarfi. Í þessu augnamiði stendur fyrirtækjum í ferðaþjónustu til boða vandað kynningarefni af ýmsu tagi sem einnig er dreift til sendiráða Íslands, ræðismannsskrifstofa og söluskrifstofa erlendis.

fjölbreyTT kyNNINgArefNI „Mikil áhersla er lögð á myndefni í þessu

sambandi enda hægt að segja meira með nokkrum myndum en löngum texta, ekki síst þegar unnið er á aðskiljanlegustu málsvæðum,“ segir Jón Gunnar Borgþórsson hjá Íslandsstofu.

myndbönd og myndabankiÁ dögunum kom út landkynningarmyndbandið Iceland – Nature’s playground, sem er nýtt af nálinni. Myndbandið er í hágæðaupplausn, gefið út á níu tungumálum og dreift um allan heim. Því til viðbótar hefur Íslandsstofa yfir að ráða kynningarmyndbandi, Iceland Beautiful, sérsniðnu fyrir Bandaríkjamarkað sem leit dagsins ljós á síðasta ári. Landkynningarbæklingur kemur út árlega á 11 tungumálum. Bæklingurinn 2011, Iceland – Totally Inspiring, er nokkuð breyttur frá því sem verið hefur þar sem umfang texta er minna en áður en þeim mun meiri áhersla lögð á myndir.

Í s landsstofa hefur m.a . umsjón með stærsta landkynningarvef Íslands, visiticeland.com. Vefurinn hefur að geyma myndabanka sem fjölmiðlar og söluaðilar í ferðaþjónustu geta nálgast og notað til landkynningar, endurgjaldslaust. Þá eru ný plaköt með Íslandsmyndum farin í dreifingu út í heim, á sendiráð og söluskrifstofur. Aðrir vefir sem Ís landsstofa he ldur utan um eru goiceland.org, icelandgourmetguide.com og icelandwantstobeyourfriend.com.

gæddu sÉr á byggI og lÚruMikill áhugi var á íslenskri matvöru sem kynnt var á sýningunni Salone del Gusto í Torino á Ítalíu í októberlok. Á sýningunni, sem er stærsti viðburður Slow Food-samtakanna á alþjóðavett-vangi, er lögð áhersla á gæðamatvæli framleidd með sjálf-bærni að leiðarljósi. Fjölþætt kynning var haldin á íslenskum matvælum og matarsögu og fengu gestir að bragða á ýmsum gómsætum réttum, að sögn Berglindar Steindórsdóttur hjá Íslandsstofu sem hélt utan um þátttökuna.

Á íslenska sýningarbásnum voru kynntar framleiðslu-vörur úr lífrænni ræktun Móður jarðar og sjávarfang úr Ríki Vatnajökuls. Móðir jörð bauð upp á íslenskt bygg og hrökk-brauð úr byggi, sultur og grænmetischutney. Ríki Vatnajökuls lagði áherslu á að kynna svæðið í heild sinni sem áfangastað fyrir matartengda ferðamennsku og gátu gestir og gangandi m.a. bragðað á lúru sem veidd er með sjálfbærum aðferðum og samkvæmt gamalli hefð á Hornafirði. Á vinnustofu þar sem boðið var upp á smökkun töfraði Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu, fram nýstárlega rétti þar sem þari, skyr og rófuspaghetti komu við sögu, að ógleymdu íslensku lambakjöti.

ÍslANdssTofA á fullrI ferð

áframhald á verkefninu Inspired by Iceland

Í slandsstofa sameinar undir einn hatt starfsemi Útflutningsráðs Íslands, Fjárfestingarstofunnar

og erlent markaðsstarf Ferðamálastofu. Í lögunum um Íslandsstofu segir að markmið hennar sé að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.

Útflutningsráð hefur á sl. 24 árum veitt útflutnings-fyrirtækjum margháttaða þjónustu í því skyni að efla erlent markaðsstarf þeirra. Má þar nefna þekkingarmiðlun í formi ráðgjafar og námskeiða, sýningahald og ferðir viðskiptasendinefnda á erlenda markaði. Fjárfestingarstofan hefur unnið markvisst að því að laða til landsins beina erlenda fjárfestingu og markaðsstarf Ferðamálastofu er einn af hornsteinum þeirrar jákvæðu þróunar sem orðið hefur í ferðaþjón-ustu hér á landi síðustu árin.

Íslandsstofa er þó annað og meira en einföld sam-lagning þeirrar starfsemi sem þegar var fyrir hendi, því henni er ætlað víðtækara starf sem snýr m.a. að því að styrkja ímynd og orðspor Íslands og styðja við kynningu á íslenskri menningu erlendis. Orðspor og ímynd lands og þjóðar í útlöndum eru mikilvægir þættir í öllum viðskiptum okkar við erlenda aðila. Þeir sem kaupa íslenskar vörur, koma hingað sem ferða-

menn eða huga að fjárfestingum hér á landi eru líklegri til að vilja eiga hér viðskipti ef gott orð fer af landsmönnum og því sem hér er að finna.

Starfsemi Íslandsstofu er komin á fulla ferð. Sem dæmi má nefna að undir hennar merkjum tóku 16 fyrirtæki nýverið þátt í World Travel Market-ferðaþjónustusýning-unni í London, um 20 fyrirtæki tóku þátt í kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi, sem haldin var í samvinnu við Flugfélag Íslands, og viðskiptasendinefnd, með fulltrúum verktaka og verkfræði- og hönnunarstofa, er nýkomin heim frá Kúrdistan þar sem fjölmörg tækifæri eru í vegagerð og hönnun vatnsveitna. Þá hefur mikill fjöldi fyrirtækja sótt námskeið og kynningarfundi í markaðsmálum sem Íslandsstofa hefur haldið núna á haustmánuðum. Þessi verkefni stuðla öll að aukinni þátttöku íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegum viðskiptum og auðvelda þeim að ná til erlendra neytenda og notenda með útflutningi á vörum, þekkingu og þjónustu (þ.m.t. ferðaþjónustu) og laða erlenda fjárfestingu til landsins.

Ein helsta leið landsins út úr efnahagsþrengingum undanfarinna missera er að styðja við þau fyrirtæki og einstaklinga sem skapa þjóðarbúinu erlendan gjaldeyri. Íslandsstofu er ætlað lykilhlutverk í því efni og mun öll þjónusta hennar miða við þarfir þessara aðila, því starf-semi þeirra er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr.

Jón Ásbergssonframkvæmdastjóri

Markaðsátakið Inspired by Iceland hefur haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna og verður því haldið áfram. „Við erum mjög ánægð með móttökurnar og þá staðreynd að ekki aðeins aðilar í ferðaþjónustu eru að nýta sér það markaðsefni sem útbúið var í tengslum við átakið heldur mun fleiri, s.s. skátar, ungmenna-félög, ráðstefnuaðilar og skipuleggjendur Íslandshátíða erlendis. Nú erum við að skoða hvert verður framhald verkefnisins á nýju ári,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir hjá Íslandsstofu sem sæti á í verkefnisstjórn.

Inspired by Iceland, sem hrint var af stað sl. sumar, er samstarf ferðaþjónustufyr-irtækja, ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar, Icelandair, Iceland Express og Íslandsstofu. „Markaðsátakið hefur notið góðs af hagstæðri gengisþróun ásamt varfærnum samningum í upphafi og því var hægt að framlengja það til áramóta. Það er mjög jákvætt því það gefur okkur tækifæri til að einblína á fleiri markhópa en eitt af því sem nú er lögð áhersla á er funda- og ráðstefnumarkaðurinn, ásamt afþreyingu á Íslandi yfir vetrarmánuðina.“

Í viðhorfsrannsókn sem gerð var af MMR í þremur löndum – Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku – í maí og ágúst sl. voru Danir, Bretar og Þjóðverjar mun jákvæðari í garð Íslands sem áfangastaðar í ágúst en í maímánuði þegar átakið hófst. Þetta eru góð tíðindi fyrir íslenska ferðaþjónustu að sögn Ingu Hlínar, þar sem um lykilmarkaði sé að ræða og gera megi ráð fyrir því að áhrifa átaksins muni gæta að minnsta kosti fram á næsta sumar.

EN

GL

ISH

ICELANDTotally Inspiring

visiticeland.com. . Frá matvælasýningunni Salone del Gusto á Ítalíu.

vel HePPNAð áTAkÍ ferðAÞjÓNusTu

Page 4: Fréttablað 1

Fréttablað ÍslandsstoFu Fréttablað ÍslandsstoFu 76

H lynur tók við starfi viðskiptafulltrúa í New York árið 2006 og hefur Norður-

Ameríku – Bandaríkin og Kanada – á sinni könnu. „Starfið er afar fjölþætt og ég nálgast það sem viðskiptaþróun, þ.e. aðstoð við fyrirtæki og einstaklinga í leit að tækifærum í Norður-Ameríku og á Íslandi. Stór hluti af mínu starfi er að afla viðskiptatengsla og eitt af þeim verkefnum sem ég tók að mér var að stofna og stýra Foreign Trade Commissioner’s Assocation in New York til að auka og víkka tengslanet Íslands.“

Viðskiptaskrifstofan hefur í rúman áratug verið í nánu samstarfi við Ferðamálastofu Íslands í Norður-Ameríku í tengslum við verk-efnið Iceland Naturally, en tilgangur þess er að efla ímynd Íslands á Ameríkumarkaði. „Iceland Naturally er samningsbundið samstarfsverkefni milli ríkisins og 11 íslenskra fyrirtækja með hags-muni í Norður-Ameríku og kemur að hundruðum verkefna hér vestra svo og ferðum blaðamanna til Íslands ár hvert. Skrifstofur Ferðamálaráðs og viðskiptaskrifstofu hafa nú verið sameinaðar í nafni nánara samstarfs, hagræðingar og meiri framlegðar.

Styrkleikar íSlandSVið erum líka með hugann við tækifæri sem Ísland hefur upp á að bjóða og höfum frá 2006 einbeitt okkur að styrkleikum Íslands; endurnýjanlegri orku, sjávarútvegi og hugverki, þ.e. tækni og menningu. Við höfum unnið í markaðssetningu á íslenskum jarðhitafyrirtækjum og þekkingu í gegnum verksamninga og heimsótt f jölda fylkja sl . f jögur ár. Viðskiptaskrifstofan hefur sinnt ýmsum verkefnum í sjávarútvegi og kynnt f iskveiðist jórnunarkerf ið og nýtt vottunarferli þriðja aðila á fiskistofnum Íslands fyrir væntanlegum viðskiptavinum og hagsmunaaðilum. Ásóknin í þjónustu okkar hefur heldur aukist á báðum mörkuðum eftir að efnahagserfiðleikarnir byrjuðu á Íslandi; áhugi amerískra fyrirtækja er meiri og stöðugri og verkefnin fjölbreyttari.“

Hlynur segir Bandaríkin mikilvægan markað fyrir fyrirtæki á borð við Marel, CCP, Actavis, Össur, Icelandair og Icelandic Group, sem sum hafi verið þar með starfsemi síðan um miðja síðustu öld. Þá séu Bandaríkin vaxandi markaður fyrir ný fyrirtæki á markaði á borð

við 66°Norður, Icelandic Glacial, Iceland Spring, ORF líftækni og Bláa lónið, íslenska tónlist, tækni o.s.frv. „Íslensku vörumerkjunum hefur gengið vel og fyrirtæki koma betur undirbúin inn á markaðinn; má þar t.d. nefna vatnsút-flutning en ekki náðist raunverulegur árangur fyrr en með innkomu Iceland Spring árið 2004 og Icelandic Glacial árið 2007. Útflutningur á vatni til Bandaríkjanna fór úr nær engu árið 2005 í 600 milljónir króna árið 2009, sem er umtalsverður árangur á afskaplega erfiðum samkeppnismarkaði.“

auðmýkt nauðSynlegEn hverjar skyldu vera aðalhindranirnar á veginum? „Það þarf þolinmæði og þekkingu og í langflestum tilfellum fjármagn við sókn á Bandaríkjamarkað,“ segir Hlynur. „Styrkleikar okkar eru þónokkrir og á ýmsum sviðum en það þýðir hinsvegar ekki að aðgangurinn sé einfaldur. Jarðhitaþekking er mikil og spannar áratugi á Íslandi en það sama gildir um Bandaríkin sem eru stærsti notandi á jarðhita til rafmagnsframleiðslu í heiminum og þekking er hér víðtæk og á mörgum sviðum, allt frá

verkfræði til tækninýjunga og framleiðslu. Samkeppnin er fyrir hendi og hún er mikil en íslensku fyrirtækin hafa fundið sér stað í samkeppninni og ég er sannfærður um að þau munu ná frekari árangri. Þetta á jafnframt við um aðrar iðngreinar og smáauðmýkt gagnvart markaðinum er nauðsynleg og hjálpar til við að setja raunveruleg markmið.“

Og hann bætir við: „Við höfum hins vegar staðið okkur í þessari samkeppni og má benda á að Icelandair hefur flogið áætlunarflug til Bandaríkjanna frá því 1952 og Icelandic USA, Inc. hélt upp á 65 ára afmælið sitt í ár og er eitt af elstu og stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum Bandaríkjanna.“

jákvæðir neytendurHlynur bendir á að mikilvægt sé fyrir þá sem stefni á útflutning til Bandaríkjanna að vita hvernig

gAloPINN MArkAðurHlynur guðjónsson er ræðismaður og viðskiptafulltrúi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New york

þeir ætli inn á markaðinn, í samstarfi við hvern og eftir hvaða dreifileiðum. „Það er ekkert einfalt við Bandaríkjamarkað, hann er stór og flókinn. En það er gott að hafa í huga að þú getur byrjað smátt á einum markaði. Það er í mörgum tilfellum vænlegasta innkoman og í samstarfi við einhvern sem þekkir markaðinn og viðkomandi iðnað. Aðila sem hefur tengslin til að hreyfa vöruna og er þinn samstarfsaðili á markaðinum – sérstaklega ef þú ert þar ekki með eigin starfsemi.“

Inntur eft ir helstu tækifærum fyrir ís- lenska útflytjendur á Bandaríkjamarkaði segir Hlynur: „Markaðurinn er galopinn og gengið hagstætt og það er það sem er svo skemmtilegt við Bandaríkin og Kanada. Rannsóknir Iceland Naturally segja okkur að neytandinn er jákvæður gagnvart Íslandi og íslenskum vörum og hefur færst frá því að vera neikvæður og áhugalaus, yfir í að vera jákvæður og vilja meiri upplýsingar.“

„bandaríkin eru einn af okkar stærstu viðskiptaaðilum í inn- og

útflutningi og afar mikilvægur markaður fyrir okkur hvað varðar

beina erlenda fjárfestingu. bandaríkin voru jafnframt þriðji stærsti

ferðamarkaðurinn árið 2009, á eftir bretlandi og Þýskalandi, og

Norður-Ameríka er í mestri uppsveiflu af viðskiptalöndum okkar

í ferðaiðnaðinum,“ segir Hlynur guðjónsson, ræðismaður og

viðskiptafulltrúi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New york. „Það

er aragrúi af vöru og þjónustu frá Íslandi sem getur staðið sig í

samkeppni á þessum markaði en það er mikilvægt að gera sér

grein fyrir eðli hans og setja sér raunhæf markmið. upphrópanir

opna ekki margar dyr; hægt og hljótt, búð úr búð, hefur reynst

heppileg leið mörgum þeim sem náð hafa árangri.“

Hlynur guðjónsson: „ásóknin í þjónustu okkar hefur heldur aukist á báðum mörkuðum eftir að efnahagserfiðleikarnir byrjuðu á Íslandi; áhugi amerískra fyrirtækja er meiri og stöðugri og verkefnin fjölbreyttari.“

verkefNI á svIðI fATA- og vöruHöNNuNArMarkaðsverkefni á sviði vöruhönnunar, fatahönnunar og umverfistækni eru meðal fjölbreyttra verkefna sem Íslandsstofa mun bjóða fyrirtækjum upp á næstu mánuði. „Við finnum fyrir miklum meðbyr og áhuga á markaðs- og þróunarverkefnum af þessu tagi og það er ýmislegt fleira framundan hjá okkur sem auglýst verður þegar nær dregur,“ segir Hermann Ottósson hjá Íslandsstofu.

Verkefnið Frá hönnun til útflutnings verður haldið öðru sinni í byrjun næsta árs, en samstarfsaðilar auk Íslandsstofu og Hönnunarmiðstöðvar Íslands eru Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarins. Markmið verkefnisins er að sögn Hermanns að leiða saman hönnuði og fyrirtæki í vöruþróun til útflutnings. Samstarfinu er ætlað að efla þátt hönnunar innan fyrirtækja, með það að leiðarljósi að skapa ný tækifæri í útflutningi og innleiða sýn hönnunar við þróun á útflutningsvöru og þjónustu.

Annað á döfinni hjá Íslandsstofu er t .d. verkefni fyrir umhverfis–tæknifyrirtæki. Verkefnið miðar að því að undirbúa og aðstoða fyrirtæki við að markaðssetja tilbúna vöru erlendis og ennfremur að búa til vettvang til samskipta fyrir fyrirtækin og efla samstarf og tengslanet þeirra. Þá er ætlunin að efna til verkefnis fyrir fatahönnuði sem hyggja á útflutning en greint verður nánar frá því á næstu vikum.

Page 5: Fréttablað 1

Fréttablað ÍslandsstoFu

á döfINNIsýningar Íslandsstofa stefnir að þátttöku í fjölda sýninga í vetur, sjá nánar á www.islandsstofa.is. Frekari upplýsingar veita Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa . is , og Aðalsteinn H. Sverrisson, [email protected].

viðskiptasendinefndir Markmið viðskiptasendinefnda er að leita viðskiptatækifæra, efla tengslin við fyrirtæki og koma á nýjum samböndum erlendis. Íslandsstofa skipuleggur fjölda slíkra ferða á ári hverju, bæði á nágrannamarkaði og fjarlægar slóðir, sem kynntar eru á www.islandsstofa.is. Frekari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, [email protected].

Issues & IMAgesNýjasta tölublað tímaritsins Issues & Images hefur að geyma greinar af fjölbreyttum toga. Fjallað er um Íslensku óperuna, jólasiði á Íslandi og dregnar upp nærmyndir af íþróttamanni , borgarstjóra, framkvæmdastjóra og tónlistarmanni. Þá er litið í heimsókn í safn og ýmsa áhugaverða staði á landinu.

Issues & Images er dreift án endur-gjalds til fjölmargra aðila erlendis, m.a. í gegnum ræðismannaskrifstofur Íslands og íslensk fyrirtæki sem eru í erlendum samskiptum. Tímaritið er á ensku og annast Heimur útgáfu þess fyrir Íslandsstofu. Þeir sem hafa áhuga á að fá Issues & Images sent eru hvattir til að koma óskum þar um á [email protected].

Íslandsstofa, undir merkjum Visit Iceland, tók þátt í ferðamálasýningunni World Travel Market í London í nóvember, en fram til þessa hefur þátttaka í sýningunni verið í höndum Ferðamálastofu. Auk Íslandsstofu tóku fjölmörg Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki þátt í sýningunni. Grænlenska markaðsstofan og grænlensk ferðaþjónustufyrirtæki voru einnig með á Íslandsbásnum og er það í fyrsta sinn sem löndin hafa með sér samvinnu á þessari fjölsóttu ferðasýningu.

„Mikil ánægja var með samstarf ferðaþjón-ustuaðila frá Íslandi og Grænlandi, sem býður upp á nýja og spennandi ferðamöguleika þar sem bæði lönd koma við sögu,“ segir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, svæðisstjóri ferðamála á Bretlandsmarkaði hjá Íslandsstofu, sem sá um skipulagningu og framkvæmd á Íslandsbásnum. „Vel tókst til á sýningunni og fundu fyrirtækin fyrir miklum áhuga á ferðum til Íslands. Ljóst er að bæði breski markaðurinn og sá alþjóðlegi eru að eflast.“

MIkIll áHugI á ferðuM TIl ÍslANdsWorld Travel Market er ein stærsta ferða-

sýning í heimi og haldin árlega. Sýningarbásarnir eru um 700 talsins þar sem koma saman um 5.100 sýnendur frá öllum heimshornum. Íslendingar deila staðsetningu og margvíslegri aðstöðu með hinum Norðurlandaþjóðunum og hefur það samstarf að sögn gengið vel í gegnum árin.

vIðskIPTAsAMNINgAr á kAuPsTefNu Í Nuuk

Tuttugu íslensk fyrirtæki tóku þátt í vel heppnaðri kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi í nóvemberlok, sem Íslandsstofa stóð fyrir í samstarfi við Flugfélag Íslands. Var hún haldin í kjölfar þess að FÍ hóf nýverið áætlunarflug til Nuuk allt árið um kring. „Kaupstefnan heppnaðist afar vel og skilaði fyrirtækjunum bæði viðskiptasamböndum og -samningum,“ segir Aðalsteinn H. Sverrisson hjá Íslandsstofu.

Grænlendingar eru mjög áhugasamir um kaup á ferskri matvöru frá Íslandi svo og ýmsum öðrum varningi, að sögn Aðalsteins. Gengið var frá viðskiptasamningum á kaupstefnunni og eru fleiri samn-ingar í farvatninu. Íslenska sendinefndin átti einnig fundi með ráðherrum grænlensku heimastjórnar-innar sem lýstu vilja sínum til að efla samskiptin við Íslendinga.

Fyrirtækin sem tóku þátt í kaupstefnunni í Nuuk starfa á ýmsum sviðum, s.s. í sjávarútvegi, mat-vælaframleiðslu, tölvuiðnaði, fjarskiptum, og hótel- og veitingahúsarekstri.

Frá ferðamálasýningunni World Travel Market í London; f.v. Rakel Rós Ólafsdóttir frá Iceland Travel, Eva Maria Th. Lange frá Eldingu og Guðrún Þórisdóttir frá Iceland Excursion.

Útgefandi: Íslandsstofa, Borgartún 35, 105 Reykjavík - Sími: 511 4000 - [email protected] - www.islandsstofa.is Ritstjóri: Lilja Viðarsdóttir Ábyrgðarmaður: Jón ÁsbergssonTexti: Bergljót Friðriksdóttir Hönnun og umbrot: Plánetan Myndir: Ashley Cooper, Arnaldur Halldórsson, Ragnar Th. Sigurðsson o.fl. Prentun: Svansprent