24
Stefán Pálsson Þjálfaraspjall Fyrirliðinn Þorsteinn J Jón Steinar Gunnlaugsson Snorri Már Skúlason Fram-herjar Margt fleira „Mikil áskorun að koma í FRAM“ Ríkharður Daðason fyrirliði Fram: Sumar 2005

Fram football club 2005

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fram football club 2005

Citation preview

Page 1: Fram football club 2005

Stefán Pálsson

Þjálfaraspjall

Fyrirliðinn

Þorsteinn J

Jón Steinar Gunnlaugsson

Snorri Már Skúlason

Fram-herjar

Margt fleira

„Mikil áskorunað koma í FRAM“

Ríkharður Daðason fyrirliði Fram:

Sumar 2005

Page 2: Fram football club 2005
Page 3: Fram football club 2005

��

Umsjón og ábyrgð:Útgefandi: Media Group ehfRitstjóri: Hilmar Þór GuðmundssonBlaðamenn: Guðmundur Marinó Ingvarsson Hilmar Þórlindsson Róbert Jóhannsson Ljósmyndun: Hilmar Þór Guðmundsson Erling Ó. Aðalsteinsson

Umbrot: Media Group ehfPrentun: Prentmet

Efnisyfirlit:Bls. 3 Stefán Pálsson

Bls. 4 Eggert Stefánsson

Bls. 6 Þjálfaraspjall

Bls. 12 Þorsteinn J

Bls. 14 Fyrirliðinn

Bls. 17 Jón Steinar Gunnlaugsson

Bls. 18 Finnur Ingólfsson

Bls. 20 Fram-herjar

Bls. 22 Snorri Már Skúlason

Margt fleira

w w w . m e d i a g r o u p . i s

Fram-spjall

Á níunda áratugnum snérist tónlistin fyrst og fremst um útlitið. Allar alvöru hljómsveitir voru með her stílista og snyrtifræðinga á sínum snærum, karlmenn notuðu andlitsfarða og konur með axlapúða upp fyrir eyru. Örfáir tónlistarmenn syntu gegn straumnum, þeirra á meðal voru tvíburabræðurnir Charlie og Craig Reid.Reid-tvíbbarnir litu svo sannarlega ekki út eins og rokkstjörnur. Þeir voru frekar nördalegir Skotar með flöskubotnagleraugu og sterkan hreim. Þeir kölluðu sig The Proclaimers og saman öðluðust þeir heimsfrægð fyrir lagið 500 miles – eða 500 mílur. Lagið var ástarjátning til einhverrar stelpu og til að sýna ást sína í verki sögðust þeir ætla að ganga 500 mílur og svo aðrar 500 mílur þar á eftir.1000 mílur eru dágóður spotti. Það er eins og margar, margar Keflavíkurgöngur (og trúið mér, þær eru sko ekki stuttar). Hvaða labbakútur sem er getur trítlað út í sjoppu fyrir kærustuna eða jafnvel rölt í Kópavoginn – en sá sem arkar 1000 mílur er annað hvort ákaflega ástfanginn eða Reynir Pétur.Að styðja fótboltalið er eins og að leggja land undir fót til að ganga í augun á stelpu. Stundum er leiðin greið, undan brekku og í glaða sólskini – en það eru ekki þeir göngutúrar sem virkilega endurspegla tilfinningarnar sem maður ber í brjósti. Það er á löngu, erfiðu leiðunum í mótvindi, bleytu og með stein í skónum, sem það sést hvað er raunveruleg ást og hvað er bara smáskot.Við Framarar höfum að þessu leyti verið heppnir síðustu árin. Blessunarlega höfum við verið laus við stuttu og léttu röltferðirnar. Þess í stað höfum við á hverju einasta ári tekist á við þúsundmílurnar og haft betur. Alltaf skulum við hreppa mótvind og oft reynast skórnir lakar en til var ætlast og nestið naumar skammtað – en við komumst alltaf í mark.Þótt heimspekingarnir í The Proclaimers hafi þóst syngja um stúlkuástir í laginu góða, þá vaknar sá grunur að þeir hafi í raun átt við fótbolta. Sjálfir eru þeir grjótharðir stuðningsmenn Edinborgarliðsins Hibernian, sem þrátt fyrir að hafa lengst af verið í efstu deild í skoska boltanum hefur ekki sigrað í deild eða bikar frá árinu 1901. Þegar þessi 104 ára þrautaganga er höfð í huga, virðast nokkur titlalaus ár ekki svo mikið. Aðalmálið er að vera tilbúinn að reima á sig skóna og skokka þessa litlu 1000 mílur fyrir félagið sem maður elskar.

Stefán Pálsson.

1000mílur

Page 4: Fram football club 2005

��

Íþróttamenn eru miklar fyrirmyndir enda eru þeir fyrir augunum á börnum og unglingum er þeir leika fyrir félagslið sín. Okkur fannst því mikilvægt að heyra hvað leikmenn liðanna segja sjálfir um þá stöðu sem þeir eru í sem fyrirmyndir. Eggert Stefánsson er kominn af mikilli íþróttafjölskyldu en flestir þekkja til hans og bræðra hans, þeirra Ólafs Stefánssonar handboltamanns og Jóns Arnars Stefánssonar körfuboltamanns.

Hvað finnst þér um tóbaksnotkun hjá íþróttamönnum?Ég er á móti tóbaksnotkun almennt, ekki bara hjá íþróttamönnum. Þetta er ósiður sem er ekki „töff.” Hér áður reykti fólk sígarettur í takt við tíðarandann því engar forvarnir voru í gangi til að upplýsa fólk um skaðsemina. Þetta á ekki við í nútímanum. Fyrst varð ég var við munntóbakið þegar ég var að byrja í meistaraflokki. Ég man að innvígslan í hópinn var troðfull efri vör af illþefjandi munntóbaki sem var ekki hundi bjóðandi. Ég ældi lungum og lifur og varð fárveikur í kjölfarið. Fyrir suma var ekki aftur snúið og fíknin varð aganum yfirsterkari. Svona byrjaði þetta hugsanlega hjá mörgum liðum. Menn voru að taka í vör í liðsteitum og leyfðu öðrum að prófa o.s.frv. Þetta er viðbjóðslegur ávani sem er hallærislegur og óeftirsóknarverður fyrir utan hvað hann er náttúrulega dýr!

Hvað finnst þér um vímuefni almennt?Vímuefni eiga jafnmikla samleið með íþróttum líkt og áfengi með akstri. Íþróttir eru tákn um heilbrigðan líkama og heilbrigða sál. Eitthvað

sem er eftirsóknarvert, hvetjandi og jákvætt. Vímuefni eru ekki tákn um neitt jákvætt að mínu mati. Þau fara illa með starfsemi líkamans og hægt er að ánetjast þeim ef fram úr hófi fer. Ef ég tek íþróttamenn sem dæmi, þá æfa þeir eins og rottur og berjast í bökkum við að halda sér í toppformi mestan hluta ársins til að ná árangri. Að reykja sígarettur, taka í vör eða vera sauðdrukkinn um hverja helgi er ekki til að auðvelda vinnuna heldur hið gagnstæða. Um þetta gildir eins og flest að allt er gott í hófi.

Finnst þér þú bera ábyrgð sem fyrirmynd?Mér finnst ég bera ábyrgð sem fullorðin manneskja. Sem íþróttamanni ber mér að sýna gott fordæmi innan vallar sem utan og er fyllilega meðvitaður um það. Ég átti sem betur fer góðar fyrirmyndir þegar ég var gutti sem héldu mér á réttri braut og hef ég notið góðs af því. Auðvitað fæ ég mér í tána öðru hverju en það er bara hluti af því að lifa

lífinu lifandi. Að gæta hófsemi í flestu er góður leiðarvísir og hefur stuðlað að góðu lífi hjá mér. Ég get ekki annað en mælt með því sama fyrir aðra því ég er mjög sáttur með sjálfan mig.

Hvaða skilaboðum myndirðu vilja koma til þeirra sem líta á þig sem fyrirmynd?Að vera það sjálft og fylgja hjartanu. Það er flott að geta fylgt hjartanu og sagt nei þegar aðrir segja já. Það þurfa ekki allir að vera eins og feta í sömu fótspor. Ef svo væri þá hefðum við ekki orðið til eins ólík og við erum mörg. Við eigum að mynda sérstöðu og fylgja sannfæringunni. Þótt félaginn eða vinkonan misstígi sig og ákveði að prófa munntóbak eða önnur vímuefni þá er í lagi að bakka út og segja hingað og ekki lengra. Það versta sem fólk getur gert er að fljóta með straumnum þegar hjartað segir því að synda. Það krefst hugrekkis að fylgja hjartanu og vera maður sjálfur en það borgar sig margfalt í lífinu.

Vímuefni eiga enga samleið með íþróttum

Eggert Stefánsson

Page 5: Fram football club 2005
Page 6: Fram football club 2005

��

Þjálfari Fram er Ólafur H. Kristjánsson. Ólafur tók við liðinu á miðju tímabili í fyrra og náði að bjarga því frá falli á ótrúlegan hátt þrátt fyrir stórt tap í lokaleiknum. Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá AGF í Danmörku þar sem hann var um árabil. Ólafur gerði það gott sem leikmaður en á ferli sínum lék hann með FH og KR hér heima, auk AGF í Danmörku. Hann lék með íslenska landsliðinu á þeim tíma.

Ertu búinn að styrkja liðið eins og þú getur eða ætlarðu að fá fleiri leikmenn? Það er ekki búið að loka fyrir það en eins og staðan er núna er ég samt mjög sáttur með hópinn.

Ef eitthvað kæmi til væri það þá íslenskur leikmaður? Nei það væri ekki á Íslandi. Ég held að ég sé kominn með hópinn núna sem ég ætla að nota í sumar en það er samt ekki alveg búið að loka fyrir þetta.

Það er frægt að það voru sambönd þín í Danmörku sem skiluðu Tommy Nielsen og Allan Borgvardt til FH og þetta eru nú tveir af bestu mönnum sem hafa spilað hérna. Hvernig eru nýju dönsku leikmennirnir hjá Fram miðað við þá? Góð spurning! Ég sagði það á sínum tíma þegar ég ætlaði mér að ná í leikmenn frá Danmörku að þeir yrðu að vera í svipuðum klassa og Allan og Tommy, það hefði ekkert upp á sig að fá menn sem væru ekki betri en þeir sem eru fyrir. Allan og Tommy komu náttúrulega í gegnum mín sambönd en þeir gerðu restina. Þeir voru góðir leikmenn, þeir eru ekki góðir af því ég reddaði þeim. Það er það sama með Hans og Kim, þeir eru góðir leikmenn, en það er þeirra að sýna hversu góðir þeir eru.

Ef maður tekur Allan og Tommy fyrst þá voru þeir báðir í varaliðinu hjá AGF þegar þeir komu til FH sem spilar í fjórðu bestu deildinni í Danmörku. Það er semsagt Superleague, 1. deild, 2. deild og svo þessi Danmarksdeild og þar spiluðu þeir. Á þeim tímapunkti var hvorugur í byrjunarliðinu hjá AGF. Hans hefur verið að spila leiki með Horsense og í varaliðinu hjá Horsense sem er efsta liðið í 1. deildinni og hann er uppalinn í Bröndby og var eitt mesta efni Danmerkur í sínum árgangi. Hann er á svona svipuðu róli og Allan að mörgu leyti, kannski ekki alveg náð að standast þær væntingar sem gerðar voru til hans. Allan var líka

mjög öflugur á sínum yngri árum en hefur ekki alveg náð að stíga skrefið til fulls og því eru þeir á svipuðu róli án þess þó að bera þá saman sem leikmenn því annar er náttúrulega miðjumaður og hinn framherji.

Kim Nörholt er að spila núna með Fredericia og er ennþá þeirra leikmaður. Það er lið sem er í efri hlutanum í 1. deildinni og er gríðarlega reynslumikill og hann á að vera með betri mönnum sem eru að spila hér á landi. Sem týpur er ekkert hægt að bera þá saman því þeir eru báðir miðjumenn en Tommy varnarmaður og Allan sóknarmaður en getulega þá eiga þeir að vera svipaðir í getu. (Eftir að viðtalið var tekið kom Kim Hörholt til landsins og er hann byrjaður að spila með Fram innsk; blm)

Hefurðu unnið með þessum mönnum áður? Nei ég hef ekki unnið með þeim. Ég hef fylgst með Hans því hann er í sama árgangi og unglingaliðið sem ég þjálfaði þegar ég byrjaði hjá AGF þannig að ég hef séð hann margoft áður. Kim spilaði ég sjálfur á móti á sínum tíma og hef því fylgst með honum í gegnum boltann í Danmörku.

Skoðarðu mótherjann og ákveður hvernig þú leggur leikinn upp?Nei ég vil helst hafa það þannig að leikstíllinn okkar er alltaf alveg eins. Það segir mér ofsalega lítið þegar út í leikinn er komið og að sjá að mótherjinn spilar 4-4-2. Þú ert kannski að horfa á fótbolta í sjónvarpinu og sérð að eitthvað lið stillir upp í 4-4-2, og hvað? Vilja þeir flytja boltann upp með stuttum sendingum eða vilja þeir senda boltann upp og pressa? Það segir mér miklu meira. En ef við mætum til dæmis liði sem spilar á einhvern ákveðinn hátt þá er mjög gott að geta breytt útaf, bæði fyrir leik eða í leiknum.

En segjum sem svo að ef Andri Fannar, Ómar eða Rikki eða hver sem er meiðist sem eru þessir fljótu kantarar og sterkur miðjusenter sem maður þarf þá þýðir ekkert að vera að reyna að þröngva öðrum inn í það kerfi. Þá verður maður bara að sætta sig við það og spila kannski 4-4-2. Þannig að hverjir spila, hvernig við spilum og hvernig týpur ég vil nota í ákveðnar stöður er alveg fastmótað í minn haus. Ég er til dæmis kannski með Þórhall og Kristófer í bakvarðarstöðunum og margir segja kannski: “Geta þeir eitthvað spilað þar?” Tóti er búinn að vera hafsent, hann er búinn að vera senter og á miðjunni. En það er bara af því ég vil hafa bakverði sem geta spilað fótbolta, menn sem geta spilað boltanum og ég vil hafa hafsenta sem geta varist.

Þú tókst við liðinu um mitt sumar í fyrra, ekki með þitt lið en núna ertu kominn með það, hverjar eru væntingarnar? Væntingarnar eru annarsvegar væntingar til leiksins, hvernig við spilum og svo eru það náttúrulega væntingar til árangursins. Eins

og þú segir þá kem ég inn og þá er annar búinn að vera með liðið og það er bara eins og að slökkva eld. Þá þarftu bara að koma jafnvægi á hlutina og fá það til að virka í stuttan tíma.

Núna er náttúrulega búið að vera undirbúningstímabil og þá hef ég getað mótað liðið og væntingarnar til þess eru þær að við spilum fótbolta eins og ég vil sjá fótbolta spilaðann. Það er ákveðið ferli, það er langt ferli. Ef það heppnast hvernig ég vil spila þá trúi ég að árangurinn komi. Þannig að ég hef tröllatrú á því hvernig ég vil spila fótbolta.

Ef maður kemur til liðs sem er búið að vera í botnbaráttu í nokkur ár þá er kannski ekki raunhæft að segja að við ætlum að vera í toppbaráttunni núna en það er ekki spurning að við ætlum í toppbaráttuna. Með þennan mannskap og þetta lið þá segjum við kannski að raunhæft markmið sé 4.-7. sætið, ef allt gengur á afturfótunum þá liggjum við kannski í 6.-8. sæti og ef allt gengur upp þá liggjum við kannski í 2.-4. sæti Þannig að ef allt er eðlilegt 4.-7. sæti, ef allt er í rugli, hlutirnir eru stöngin út en ekki stöngin inn þá er það kannski 6.-8. sæti en ef hlutirnir ganga upp þá er það 1. sætið.... nei 2.-4.

Ertu að finna væntingar frá stuðningsmönnum líka, er pressa á þér? Tjahh, nei pressan er ekkert frá stuðningsmönnunum, pressan er frá mér sjálfum og á hópinn. Ef maður er að nota svona mikinn tíma í þetta, bæði tíma og peninga og annað að þá vill maður sjá árangur. Mér finnst það bara gott ef menn vilja árangur, það er bara af hinum góða. Þetta eru bara 18 leikir, mætum hverju liði tvisvar sinnum og það er svo stutt á milli liðanna þannig að það getur allt gerst.

Finnst þér þetta vera of lítið, myndirðu vilja fjölga í deildinni? Já ég myndi vilja fjölga í deildinni. Þú sérð það að við spilum sex leiki á stuttum tíma. Í kringum 17. júní ertu að spila 6. umferð og þú byrjar 16. maí. Á 4 og hálfri – 5 vikum ertu að spila 1/3 af mótinu. Það er náttúrulega ekkert eðlilegt, það er mjög óeðlilegt en auðvitað kemur bikar inní og annað. En ég sé ekkert að því að spila lengur á haustin. Ég sé ekkert að því að spila fram í byrjun október og ef í harðbakkann slær að þá hefurðu alltaf hallirnar. Það eru tveir möguleikar, að spila lengur eða byrja fyrr eða segja að við spilum fyrstu 4. umferðirnar inní höll.

Nú erum við einmitt að sjá að Deildabikarinn er spilaður úti núna strax.Já já, eða á þeim gervigrasvöllum sem eru komnir. Ég kaupi það ekki að það sé ekki hægt að raða upp deild með 12, 14 liðum þess vegna. 14 lið 26 leikir, 12 lið, 22 leikir. 14 liða deild er kannski of stórt skref svona til að byrja með en ég held að það sé alveg hægt að ráða við 12 liða deild. Ekkert mál að ráða við það.

Þjálfaraspjall

Menn eiga aðleggja sig FRAM

Page 7: Fram football club 2005

��

Þú telur að það séu alveg tvö lið í 1. deildinni sem geta vel spilað í efstu deild? Já ég held að það myndi bara auka breiddina. Þá spilum við fleiri leiki og lengjum mótið. Við erum að sjá bestu liðin í 1. deild, lið eins og Breiðablik standa uppi í hárinu á úrvalsdeildarliðunum og fleiri lið, HK, bara af því sem ég hef séð. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu.

Hvernig sérðu mótið í sumar fyrir þér með hin liðin? Hverjir verða í toppbaráttu og hverjir við það að falla? Miðað við mannskap og annað þá á lið eins og FH að vera í tveimur efstu sætunum, það er ekki spurning. KR-ingar eru auðvitað, með sterkan mannskap, þeir eiga að vera þarna í toppbaráttunni og Fylkir. Þetta eru þau þrjú lið svona miðað við síðustu ár og mannskap og svona sem eiga að vera í toppbaráttunni. Svo er eitt lið sem kemur á óvart jákvætt og eitt lið sem kemur á óvart í hina áttina. Það gætu verið 7-8 lið sem væru að berjast um að falla ekki en á pappírunum eru það þessi 2-3 lið sem eiga að vera sterkust.

Sérðu ekkert Valsarana þarna, það eru margir sem spá þeim velgengni í sumar? Ja ég meina… svo geturðu flokkað þessi 7 lið sem eftir eru í tvo hluta. Valur eru kannski hvað líklegastir af þeim liðum til að vera í topp 4 en þeir eru að koma upp úr 1. deild, eru búnir að fá haug af mönnum þannig að leyfum þeim aðeins að spila mótið áður en við förum að spá. En það er engin spurning að þeir eru búnir að standa sig vel á undirbúningstímabilinu, en það hafa fleiri lið gert og mörg þeirra mjög vel.

Í lok síðasta sumars þá varst þú með Fram liðið, tapaðir fyrir Keflavík, þínir gömlu menn í FH að verða Íslandsmeistarar fyrir Norðan, hvernig var þér innanbrjósts? Ég var auðvitað hundfúll að tapa fyrir Keflavík. Hundfúll alveg eins og við töpuðum þessu. Við vorum okkur þarna á vissan hátt

til skammar. Þannig að í raun og veru það að FH skyldi verða Íslandsmeistari, ég gladdist í raun og veru ekkert yfir því vegna þess að það var annað sem skyggði á það.

En þegar ljóst var orðið að við vorum uppi og FH var orðið Íslandsmeistari þá varð ég auðvitað mjög glaður. En ef KA hefði jafnað fyrir norðan þá hefðum við getað verið í tómu tjóni en aðal málið fyrir mér var hvernig við spiluðum úr þessu. Við hefðum getað klárað þetta sjálfir en gerðum það ekki og það var það sem skyggði á allt annað.

Grétar Hjartarson skoraði markið sem felldi Víkinga og bjargaði ykkur frá falli, hann hefur ekkert fengið þakkir frá ykkur? Höfðuð þið ekkert samband við hann? Nei nei, ég ætlast bara til þess að þegar menn eru að spila að þó það sé ekkert undir hjá liðunum að þá leggi menn sig 100% fram. Ég myndi aldrei fara að spila og ekki ætlast til þess að spila til sigurs. Sama hversu lítið er í húfi, þó að lið séu búin að bjarga sér frá falli og annað. Ef við hefðum átt FH í síðasta leik og FH hefði þurft að vinna okkur þá hefði ég aldrei farið öðruvísi inn í leikinn en með það markmið að sigra FH. Þó það hefði kostað þá Íslandsmeistaratitilinn, þá getur maður ekkert gert fyrir hin liðin, þau verða bara að vinna fyrir sínu sjálf.

En eru einhverjir efnilegir í Framliðinu sem verður spennandi að fylgjast með? Já það eru þarna strákar sem eru búnir að vera að gera mjög góða hluti. Nú Eggert er lykilmaður hjá okkur þegar hann er í standi. Svo er það Heiðar Geir Júlíusson sem er enn í 2. flokki, Kristján Hauksson er líka í 2. flokki, búinn að vera að spila geysilega vel. Svo er það strákur eins og Andri Fannar. Það er strákur með alveg ótrúlega hæfileika en hann hefur ekki alveg náð að nýta þá. Ég á von á því að hann verði betri en í fyrra. Hann hefur unnið gríðarlega vel úr sínum málum og ég er búinn að færa hann út á kant, búinn að reyna að gera kantara úr honum. Hann hefur hraða og með fínar sendingar. Þannig að ég er ekki í vafa um það að hann á möguleika á því að koma vel út.

Það var orðrómur um það í vetur að Stig Töfting væri á leið í Fram, var eitthvað til í þessu, hafðirðu samband við hann? Ég talaði við Stig já.

Var hann jákvæður á að koma til Íslands? Já hann er opinn fyrir öllu . Það var bara það að Hacken kom með rosalega gott tilboð og hann gerði 9 mánaða samning þar.

Hefði hann ekkert verið of dýr ef Hacken hefði ekki komið til? Hann hefði að sjálfsögðu orðið dýr en ekkert of dýr. Það hefði alltaf verið hægt að græja það einhvern veginn.

Þannig að við sjáum hann kannski bara hérna næsta sumar? Jaa… ég meina þetta er maður sem ég þekki mjög vel og hann er tilbúinn að prófa ýmislegt. Hann er búinn að vera í Kína og núna í Svíþjóð.

Er þetta ekki maður sem myndi standa sig ágætlega hérna eða er hann búinn? Nei hann er ekki búinn. Hann er hörku góður. Hann væri ekki búinn að spila alla þessa landsleiki og aðra leiki sem hann hefur spilað ef hann væri ekki hörkugóður leikmaður. Hann væri algjör yfirburðamaður í þessari deild ef hann kæmi.

Talandi um dýra leikmenn, hvað finnst þér um launagreiðslur hjá leikmönnum á Íslandi, finnst þér þetta vera orðið of mikið. Er erfitt að kaupa leikmenn á Íslandi vegna hárra launakrafna? Mér finnst bara ekki vera neitt samræmi á milli gæða og verðs. Þegar ég ber það saman við það sem ég þekki í Skandinavíu þá erum við að borga allt, allt, alltof mikið oft og tíðum. Miðað við það sem gerist og gengur. Bara eins og í sambærilegum deildum, jafnvel sterkari deildum á Norðurlöndunum. Þannig að mér finnst að mörgu leyti að þetta sé komið út í öfgar.

Þjálfaraspjall

Page 8: Fram football club 2005

��

Hvað finnst þér vera miklir peningar? Það er náttúrulega afstætt. En ég get bara sagt það að meðallaun hjá toppliði í dönsku 1. deildinni, meðallaun brúttó, eru svona rétt um 100.000 krónur á mánuði. Leikmenn hérna sem kæmust ekki í 1. deildarlið í Danmörku eru margir hverjir að fá hærra kaup en það. Það náttúrulega er ekki hægt. Það hangir ekki saman. En það hafa verið leikmenn héðan og reynt fyrir sér í Danmörku til dæmis en hafa ekki náð að pluma sig. Það segir söguna, þá eru þeir ekki nógu góðir.

Hver eru meðallaunin hjá Fram miðað við þetta? Við höfum gert það hjá Fram að við höfum dregið mjög úr öllum greiðslum til leikmanna miðað við hvernig þetta var áður. Þó svo að ég hafi ekki komið að því þá veit ég það. Það hefur dregið mjög úr greiðslum og það er þannig að það eru nánast allir á árangurstengdum tekjum. Ef menn spila geta þeir borið eitthvað úr býtum, ef þeir spila ekki þá bera þeir minna.

Skapar þetta enga óánægju? Nei ég hef ekki orðið var við það vegna þess að þetta tryggir það að liðið eru með nokkurn veginn sömu útgjöld. Ef einn dettur út þá kemur annar inn, kannski á hærri greiðslum en þá sveiflast þetta ekki jafn mikið. Þá náttúrulega veistu að þú ert að borga mönnunum sem eru að spila og þannig á það náttúrulega að vera.

Þetta er væntanlega ekki svona í dæmi Dananna? Neinei, það eru kannski fastar greiðslur en minna um einhverja bónusa. Mér finnst það eðlilegt að borga þeim sem spila. Auðvitað æfa hinir jafn mikið, það er ekki spurning. En það er nú einu sinni svo að það eru bara 11 sem spila.

Finnur þú það að leikmenn séu að hugsa mikið um peninga? Það hefur verið mjög einfalt að ná samningum við þessa stráka sem við höfum verið að semja við. Þeir leikmenn sem við erum að semja við segja bara flestir “Já takk”. Ég hef hinsvegar haft það þannig að þegar ég tala við leikmenn og ég heyri það að það gengur meira út á það hvað hann fær í vasann heldur en metnaðurinn að verða betri að þá slít ég yfirleitt viðræðunum strax.

Hefur þetta verið að gerast núna í vetur? Já það hefur borið á því. Ég met það svoleiðis að ef ég met síma á 40.000 krónur þá er ég ekki tilbúinn að borga 70.000 krónur fyrir hann. Ég get boðið upp á margt gott. Ég get boðið upp á góða aðstöðu, gott umhverfi – til þess að verða betri, góðar æfingar – til þess að verða betri. Spila í góðu liði – til þess að verða betri. Ef það heppnast, og mennirnir verða betri, þá geta þeir átt möguleika á því að komast eitthvað út í atvinnumennsku. Þá geta þeir farið að hugsa um að græða peninga, en ekki í áhugamennsku á Íslandi.

Verðurðu þá var við að menn séu að ganga á milli félaga? Það hefur ekki gerst í neinu tilviki hjá okkur, en ég veit alveg af því að menn séu að nota þessa aðferð. En það hafa líka komið leikmenn sem segja bara “við ræðum þetta bara

seinna og hvað ég get fengið þarna það kemur málinu ekkert við”. En það virðist vera í gangi núna hjá sumum liðum sem eru orðin örvæntingarfull að þau virðast vera tilbúin að borga nánast hvað sem er fyrir hvern sem er.

Þú ert ekkert að falla í þessa gryfju í leit að leikmönnum? Nei ég er mjög ánægður með hópinn minn í dag en ég er kannski opinn fyrir einum leikmanni í viðbót. Ef það kemur réttur leikmaður á réttu verði, þá slær maður ekkert hendinni á móti því. Ég veit ekkert hvernig það er annarsstaðar en ég hef það þannig að þegar ég er að búa til lið þá segjum við: Við erum með þennan, þennan, þennan og þennan, hérna er gloppa, hérna er gloppa hérna er gloppa. Hvernig fyllum við upp í þetta? Eigum við leikmann til að fylla upp í þessa stöðu? Ok, kannski ekki í ár, þá þurfum við kannski að kaupa leikmann.

Ég fer ekkert bara út og segi við þurfum að fá nýjan leikmann, útlending. Svo fáum við kannski fjóra framherja en mig vantar tvo varnarmenn. Þú tekur ekkert þessa fjóra framherja ef þig vantar tvo varnarmenn. Þetta er eins og að byggja hús, þú kaupir ekkert fjórar útidyrahurðir, þú ert bara með eina! Eða ef þú ert með einfaldan bílskúr þá ertu ekkert að kaupa tvær bílskúrshurðir. En ég veit ekkert hvernig þetta er hjá öðrum liðum en ég reyni að vinna eftir þessu.

Hvernig skipuleggur þú þig fyrir æfingar og leiki? Þegar ég skipulegg eins og með liðið til dæmis þá segi ég bara, Ok, ég er með þetta hérna í höndunum hvernig vil ég spila fótbolta? Hvað í liðinu er gott? Hvar þarf ég að gera breytingar og fá nýja menn og svo framvegis. Hvað þarf ég svo til að geta spilað svona? Svo fer maður bara að vinna í því.

Svo varðandi æfingarnar þá vinn ég þetta eiginlega afturábak. Við byrjum í deildinni 14. maí, ok hvernig ásigkomulagi þurfum við að vera í fyrir fyrsta leik. Svo tökum við vikuna fram að fyrsta leik og svo koll af kolli til baka. Það er ákveðin aðferð sem við notum en það þarf að vinna í líkamsþættinum, það þarf að vinna í tækninni og það þarf að vinna í taktíkinni.

Hvenær vinn ég í líkamsþættinum, hvenær vinn ég í tækninni og hvenær vinn ég í taktíkinni? Innan þessara flokka eru svo ákveðnir þættir sem við vinnum í. Í líkamsþættinum er það til dæmis styrkur, hraði og þol og hvenær vinnurðu í hverju? Í taktíkinni það er varnarleikur, það er sóknarleikur, hvað gerum við þegar við missum boltann og hvað gerum við þegar við vinnum boltann? Og í tækninni er það náttúrulega sendingar, móttaka, snúningar með boltann, skot og fleira. Þetta set ég bara niður svo það sé alveg borðleggjandi. Svo skipulegg ég tímabilið, hvenær ætla ég að vinna í hverju og af hverju?

Við byrjum til dæmis á líkamsþættinum og þá byrjum við að vinna í grunnþolinu. Svo förum við yfir í hlaupaþol og tökum styrkinn en þetta fléttast alltaf saman. Svo er ég með fyrirfram ákveðið hvernig ég vil gera þetta en svo þegar ég vel æfingarnar þá er það náttúrulega út frá því hvernig við

spilum. Viljum við spila þannig að við spilum boltanum upp, við spilum honum niður og við spilum honum út. Þá erum við með sendingar æfingar og svo kannski skotæfingu út frá þessu og það er eiginlega svona rauður þráður í gegnum allt sem þú ert að gera. Þannig að taktíkín síast í rauninni líka inní menn í tækninni.

En svo kemurðu kannski á æfingu og ert búinn að skipuleggja eitthvað en þú finnur að við höfum ekki alveg farið nóg og vel í þetta eða hitt, þá breytir maður auðvitað bara útaf. Þetta er ekki þannig að við erum 17 mínútur í þessu, 12 og hálfa í þessu og svo framvegis. Ég held að það sé best þannig að með endurtekningum, endurtekningum, endurtekningum þá síast þetta inn einhversstaðar og við verðum öruggir í því sem við erum að gera. Ég reyni líka mikið að útskýra af hverju við erum að vinna í því sem við erum að vinna í þannig að menn séu meðvitaðir um af hverju við erum að gera ákveðna hluti þannig að menn mæti ekki bara á æfingu án þess að vita hvað þeir eru að fara að gera.

Þetta hefur reynst mér mjög vel að vinna svona. Það veitir mér ákveðið öryggi og ég held að það veiti þeim sem eru að vinna með mér ákveðið öryggi og leikmönnunum ákveðið öryggi líka.

Hvernig er það, ertu að starfa eitthvað með þjálfuninni? Nei ekki neitt. En það væri til dæmis alveg hægt að vera í hálfu starfi með þessu en ég ætti erfitt með að vera, eins og ég vinn, í fullu starfi. En það væri alveg hægt að vera í hálfu starfi með þessu. Það eru náttúrulega menn sem eru í fullu starfi og ég ber fulla virðingu fyrir því.

Hver eru þín framtíðarmarkmið í þjálfuninni? Eiga ekki allir sína drauma?

Og hverjir eru þínir? Núna er það bara að ná góðum árangri með Fram, bæði árangri þannig að við náum árangri í deildinni en líka þannig að við sýnum að við getum spilað góðan, skemmtilegan og árangursíkan fótbolta. Auðvitað bara að verða betri sem þjálfari, og ef maður finnur út úr því og undirbýr sig vel og veit hvað maður vill þá eru fleiri dyr opnar en færar?

Þú byrjaðir þinn þjálfaraferil auðvitað úti, langar þig þangað aftur kannski? Já ég hef áhuga á því þegar og ef rétta dæmið kemur upp. Það er umhverfi sem passaði mér mjög vel og var mjög gaman að vinna þar.

Þjálfaraspjall

Vissir þú að:

Guðmundur Steinsson er næstmarkahæsti leikmaður bikarkeppninnar, hefur skorað 24 mörk

Page 9: Fram football club 2005
Page 10: Fram football club 2005

10

Page 11: Fram football club 2005

1111

Þorvaldur þurfti að hætta knattspyrnuiðkun vegna meiðsla og því spurðum við hverslags meiðsli væri um að ræða. „Höfuðhögg sem

ég fékk síðastliðið sumar. Það skemmdist vefur sem á að verja

hægra heilahvelið. Við það blæddi inná heilann og ég missti mátt í vinstri

helming líkama míns og sjónsvið skemmdist einnig. Í dag hef ég enn mar

á heilanum en einhverjar líkur eru á því að það hverfi, hinsvegar er alveg ljóst að

vefurinn mun ekki lagast og get ég því ekki tekið áhættu á því að fá frekari höfuðhögg.“

Þetta eru auðvitað hræðileg tíðindi fyrir Þorvald sem er á besta aldri

sem knattspyrnumaður. Aðspurður segist hann

ekki ætla að byrja aftur í fótbolta enda fullmikið

í húfi. „ Nei það mun ég ekki gera. Má ekki einu sinni spila með oldboys enda er víst ógurlega harka hjá Binna og félögum. Auðvitað hefur maður lært að gefa ekki neitt frá sér því það er aldrei að vita

hvernig líkaminn þróast

með stærri bumbu.“

Þorvaldur gekk til liðs við Fram frá KA og líkaði vistin mjög vel í Safamýrinni enda hafði það verið draumur hans að leika fyrir Fram síðan hann var gutti en sagði svo: „Því miður fyrir mig og vonandi klúbbinn líka þá náði ég ekki nógu mörgum leikjum en ég skoraði þó tvö mörk sem er sennilega meira en Jón Pétur (Jonny Black) stórvinur minn gerði og svo ég tali nú ekki um Jón Steinar“

Þorvaldur Makan þjálfaði 2. flokk hjá Fram í fyrra og því lá beinast við að spyrja hann hvort að hann myndi halda því áfram. „Nei, ég er ekkert að þjálfa í dag. Í dag þegar ég er spurður hvort ég sé að þjálfa þá svara ég yfirleitt svona; ef ég væri alkahólisti þá myndi ég sennilega ekki fá mér vinnu á bar. Það eru svo miklar freistingar í gangi að vera inná grænum vellinum með hvítu línurnar í kringum sig að það verður enn erfiðar að hugsa útí það að hafa þurft að hætta. En svo veit maður ekki ævi sína fyrr en öll er og ef ég róast í kringum boltann og finn fyrir minni söknuði þegar ég horfi á hann þá er aldrei að vita.“

Stuðningsmenn félagana skipta gríðarlegu máli og mun meira máli heldur en menn halda. Góður stuðningur getur virkað sem vítamínsprauta á liðið og Þorvaldi finnst íslenskir áhorfendur mættu bæta sig. En hvernig stuðningsmenn eiga Framarara? „Ég tel að þeir séu ágætir miðað við íslenska stuðningsmenn. Almennt séð eru stuðningsmenn á Íslandi frekar þögulir og

neikvæðir en með samstilltu átaki má laga það.

Ég hvet alla FRAMARA til þess að láta í sér heyra (á jákvæðu nótunum) í

allt sumar. Góður stuðningur gæti hugsanlega skilað liðinu

í baráttu um Evrópusæti á meðan lélegur eða enginn stuðningur gæti ekki gefið liðinu neitt og það væri í áframhaldandi basli.“

Nú þegar Íslandsmótið er hafið segist Þorvaldur lítast vel á byrjunina. Fyrir mótið sagði Þorvaldur að mótið væri óskrifað blað og mörg lið hafa styrkt sig mikið á meðan sum lið misst leikmenn. „Svo hafa lið fengið nokkra útlendinga og ef þau eru heppin þá er aldrei að vita hvað gerist. Nú þegar ég hef séð nokkra leiki þá kemur það mér helst á óvart hvað það gengur erfiðlega hjá KR og ÍA en árangur Vals og FH kemur mér alls ekki á óvart. Svo er bara að bíða og vona að FRAM nái að vinna nokkra leiki í röð og skipa sér í baráttuna meðal þeirra allra bestu. Það hefur því miður verið þannig hjá liðinu að það vinnur þegar það spilar vel (sem er jákvætt) en tapar þegar það spilar illa en það er einmitt það sem skilur að gott lið og miðlungs lið. Að lið sem spilar illa en vinnur er með gott sjálfstraust og líklegt til árangurs.“

Fram-liðið hefur verið í miklu basli undanfarin ár og oft bjargað sér frá falli með undraverðum hætti. Þegar Þorvaldur var spurður hvort sama sagan myndi endurtaka sig í sumar var hann ekki sammála. „Ég held að þeir hlutir séu að breytast í dag. Stjórnun félagsins og umgjörðin er alltaf að verða meira og meira pro. Þjálfari liðsins er mjög fær þannig að ég held að nái menn að vinna sig úr fallbaráttunni í sumar þá er aldrei að vita nema á næstu árum séu bjartir tímar framundan í Safamýrinni. „

Margir hafa eflaust velt því fyrir sér sem ekki vita af hverju Þorvaldur Makan sé ekki að leika með úrvalsdeildarliði Fram á Íslandsmótinu. Þorvaldur er leikmaður sem er með gífurlega reynslu og myndi án efa hjálpa Fram liðinu mikið í sumar en hver er ástæðan fyrir fjarveru hans?

Bjartir tímar íSafamýri

Þorvaldur Makan

Vissir þú að:Pétur Ormslev lék 231 leik fyrir Fram í efstu deild

Page 12: Fram football club 2005

1212

STAY COOLÞetta kemur

Page 13: Fram football club 2005

1�1�

Þorsteinn J. Vilhjálmsson er einn þekktasti sjónvarpsmaður Íslands í dag og mikill Framari. Þorsteinn J. lék 38 leiki með Meistaraflokki Fram ásamt því að leika eitt ár með Fylki áður en hann lagði skóna á hilluna og fór að einbeita sér að ferli sínum í fjölmiðlum. Blaðamaður Fram blaðsins ræddi við Þorstein um gömlu góðu dagana í Fram og hvernig bæta mætti umfjöllun um fótboltann í íslensku sjónvarpi.

Þorsteinn J. er eins og gefur að skilja önnum kafinn í starfi sínu og því við hæfi að spyrja hann hvort hann nái að fylgjast almennilega með Fram liðinu á sumrin? „Ég reyni alltaf að fylgjast vel með, bæði í tíu fréttum og á netinu komist ég ekki á völlinn sjálfur. Ég hringi meira að segja stundum rakleitt á Laugardalsvöllinn ef ég er úti á landi til að fá stöðuna og úrslitin. Ég get því miður ekki sagt að ég hafi farið á völlinn síðustu ár mér til mikillar gleði. Þetta hafa verið fremur raunaleg sumur og vitaskuld hefur liðinu gengið illa en mér þykir verst hvað liðið hefur spilað hræðilega. Mér eru minnisstæðir tveir heimaleikir gegn Keflavík í fyrrasumar. 0-1 tap í bikarnum sem er einhver allra slappasti fótboltaleikur sem ég hef séð og svo lokaleikurinn á tímabilinu sem tapaðist 1-6 þó mjög mikið væri í húfi. En ég geng samt aldrei af trúnni og bíð þess dags þegar þessir hæfileikaríku fótboltamenn, ungir sem gamlir, fari að spila fallegan, hraðan og árangursríkan sóknarbolta.“

Var meðalgóður leikmaður í frábæru liðiÞorsteinn J. gekk til liðs við Fram á eldra ári í þriðja flokki þegar hann ásamt fleiri félögum sínum komu úr Glímufélaginu Ármanni. „Ég átti því láni að fagna að vera samferða frábærum leikmönnum úr Ármanni í Safamýrina, Steini Guðjónssyni, Kristni Jónssyni, Jóni Sveinssyni og Friðriki Friðrikssyni markverði sem reyndar fór í Fram árinu á undan okkur. Þarna voru fyrir frábærir leikmenn sem síðan mynduðu

kjarnann í afar sigursælu liði í þriðja og öðrum flokki eins og Þorsteinn Þorsteinsson og Viðar Þorkelsson svo ég nefni einhver nöfn og helst þá sem spiluðu með mér í vörninni. Ég var alltaf afar lánsamur með samherja. Ég var sjálfur meðal góður leikmaður í frábæru liði og skilaði mínu vel held ég en allt þetta sem var sannarlega brilljant kom frá samherjunum fyrrnefndu og svo leikmönnum eins og Pétri Ormslev, Guðmundi Torfasyni og þessum snillingum öllum í meistaraflokki.”Þorsteinn lék eins og áður segir 38 leiki með Fram en meirihluti þeirra var á hans fyrsta ári í meistaraflokki. „Það var vitaskuld erfitt að komast í meistaraflokksliðið sem var mjög sterkt. En ég spilaði þó nokkuð fyrsta árið mitt í meistaraflokki undir stjórn Jóhannesar Atlasonar sem þjálfaði liðið. Síðan tóku við erfiðari dagar fyrir mig þegar Ásgeir Elíasson tók við. Hann var afar fastheldinn á byrjunarliðið og lét sömu mennina gjarnan spila, hvernig sem gekk. Hann hafði einfaldlega mjög sterka sýn á fótboltann og vissi hvaða menn hann vildi nota til að ná árangri sem hann sannarlega náði. Mig minnir að ég hafi leikið í þrjú ár með meistaraflokki áður en ég skipti í Fylki þar sem ég lék í eitt ár. Ég hætti að spila fljótlega eftir það þar sem mér fannst þetta orðið fínt og í hreinskilni sagt þá ákvað ég að einbeita mér að vinnunni minni og áhugamáli númer eitt, fjölmiðlum.“

Ólafur getur snúið við taflinuEins og margir Framarar þá er Þorsteinn ósáttur við gengi síðustu ára og vill sjá meiri stöðuleika í kringum liðið. „Það má segja að Fram hjartað hafi alltaf slegið hratt, þótt mér finnist mjög miður hvað andinn í kringum Fram-liðið er daufur. Þá á ég við öll þau leiðindi sem hafa gengið yfir síðustu tíu ár. Gamalreyndir Framarar eins og Marteinn Geirsson, Guðmundur Torfason, Kristinn Jónsson hafa verið reknir sem þjálfarar þegar illa hefur gengið og hefur það skilið eftir djúp sár í félaginu. Ég vil ekki kenna neinum sérstökum um það, hvorki stjórn né viðkomandi einstaklingum en þetta hefur allt saman verið á kostnað félagsins. Það er nóg að horfa upp í stúkuna á þessar rétt tæplega tvö hundruð hræður sem koma á leikina til að sjá að það er ekki allt í lagi í klúbbnum. Þetta helst auðvitað í hendur við árangur liðsins en þegar vel gengur mæta margir á völlinn og þegar allt

er í steik vill ekki nokkur maður eyða tíma á vellinum. En þessu þarf að breyta og það er hægt. Mér líst bráðvel á Ólaf þjálfara og það sem hann stendur fyrir og hann getur snúið við taflinu, frá því að ná lágmarksárangri síðustu fimm ár í að vera vel yfir miðja deild og jafnvel vinna dollu. Þá fara Framarar að sjá til sólar að nýju.“

Umfjöllun um íslenskan fótbolta í sjónvarpi þarf að lagaÞað vakti forvitni blaðamanns Fram- blaðsins hvort Þorsteinn hefði áhuga á að gera sjónvarpsþætti eða mynd um menninguna á áhorfendapöllunum hér heima og þá sérstaklega hjá Fram. Þetta fannst Þorsteini fín hugmynd en fyrst vill hann sjá breytingar í umfjöllun um íslenska knattspyrnu ásamt fleiru. „Mig langar að sjá umfjöllun um íslenska knattspyrnu og ekki síst uppgjör á leikjum og slíkt, verða miklu betra. Ég verð að segja eins og er að það er fremur dapurlegt að sjá hvernig íslenskur fótbolti er gerður upp vikulega á sumrin í sjónvarpinu. Það er fínt að hafa beinar útsendingar, ég hef ekkert nema gott að segja um það, en að bjóða áhorfendum uppá eina myndavél á öllum hinum leikjunum er hreint hörmulegt. Þetta þarf að laga því sjónvarp á ríkan þátt í að laða áhorfendur að leiknum og fá þá til að mæta á völlinn. Niðurröðun leikja sumarsins er svo sér kapítuli útaf fyrir sig. Það er fáránlegt að hafa leikina tvist og bast um vikuna, á öllum mögulegum og ómögulegum tímum. Það þarf ekki stjarneðlisfræðing til að sjá að þetta eyðileggur alla stemningu í kringum mótið. Ég vil leyfa mér að panta fjóra leiki á sama tíma, til dæmis á fimmtudagskvöldum og svo laugardags eða sunnudagsleiki í beinni útsendingu vikulega, þetta er ekki flókið. Þegar þetta er allt orðið að veruleika skal ég íhuga heimildarmynd um stemninguna á pöllunum því hún er næstum því núll í dag nema á KR-vellinum.“En að lokum er eitthvað sem Þorsteinn vill koma á framfæri til annarra Framara? „Fram er frábært félag sem á miklu betra skilið en að vera lið sem liggur við botninn í efstu deild ár eftir ár. Stay cool, þetta kemur.“

Þorsteinn J

Vissir þú að:Fram hefur tvisvar mætt Barcelona í Evrópukeppni, hafa samtals skorað 1 mark gegn 12 mörkum Barcelona.

Page 14: Fram football club 2005

1�1�

Ríkharður Daðason gekk í raðir Fram í fyrra eftir að hafa leikið sem atvinnumaður í mörg ár. Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um það að mörg félög fólust eftir kröftum þessa snjalla leikmanns en hann valdi Fram. Og þessi fyrrum landsliðsmaður er ansi sáttur í Safamýrinni.

En af hverju valdi hann Fram framyfir eitthvað annað lið. „Hjá Fram taldi ég minnstar líkur á því að utanaðkomandi ástæður, ótengdar knattspyrnulegri getu minni, myndu hafa áhrif á hvort ég kæmist í liðið eður ei. Ég hafði átt leiðinleg tímabil með Stoke og Lilleström þar sem ég upplifði að geta mín sem knattspyrnumanns réð minnstu (engu) um það hvort ég spilaði fyrir liðin og ég hafði engan áhuga á því að upplifa það aftur. Einnig var það mikil áskorun að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa félaginu aftur í toppbaráttu efstu deildar þar sem það var þegar ég hóf að leika með meistaraflokki.“

Eins og flestir vita þá lék Ríkharður sem atvinnumaður og vakti mikla athygli og ekki síst þegar hann lék í Noregi með Viking, en þar var hann gjörsamlega óstöðvandi leik eftir leik. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvar honum hafi liðið hvað best sem atvinnumanni. „Mér leið best hjá Viking í Stavanger. Ástæðan fyrir því er sú að þar fóru saman margir hlutir sem stuðla að vellíðan. Liðinu gekk ágætlega öll árin og mér persónulega líka. Félagið stóð vel við bakið á leikmönnum í meðbyr og mótbyr og stóð algerlega við allar skuldbindingar gagnvart mér og rúmlega það. Það voru góðir þjálfarar hjá liðinu þann tíma sem ég var þar sem gerðu mig að betri leikmanni en ég var fyrir. Þá samanstóð leikmannahópurinn af góðum drengjum sem stóðu saman innan vallar sem utan sem gerði það að verkum að félagslega leið mér mjög vel. Og einnig er Stavanger líflegur bær með alþjóðlegan blæ og þar kynntist ég fljótt skemmtilegu fólki utan fótboltans sem auðveldaði manni að hvíla sig á fótbolta öðru hverju.“

Ríkharður hefur kynnst “hinni” hliðinni á atvinnumennskunni einnig en það eru meiðslin. Þau meiðsli sem Ríkharður hefur meðal annars glímt við er liðþófavandamál eins og svo margir aðrir íþróttamenn. En Ríkharður segir að þessi meiðsli hafi ekki þurft að vera svona langdregin. „Í raun hef ég að því er mér finnst bara lent í einum alvarlegum meiðslum á ferlinum sem síðan hafa í raun fylgt mér allan minn feril. Það kaldhæðnislegasta við þau meiðsli er að líklega hefðu þau aldrei þurft að verða svona alvarleg. Ég reif liðþófa í hné í síðasta deildarleik Fram 1991 og venjulega eru liðþófameiðsli ekkert stórmál. Ég hins vegar fór of fljótt af stað og afleiðingin varð sú að brjóskið í hnénu skemmdist og það tók mig nálægt tveimur árum að ná mér, þó með þeim formerkjum að hnéð gat aldrei orðið jafngott aftur.

Og á þessum árum hefur hnéð “slitnað” talsvert þannig að ég hef farið í nokkuð margar aðgerðir á því í gegnum tíðina. Sú síðasta var haustið 2003 og ég held að það hafi verið í ellefta sinn sem aðgerð var gerð á hnénu.“

Þegar knattspyrnumenn glíma við erfið meiðsli og margar aðgerðir þá reynir mjög mikið á andlega styrkinn ekki síður en þann líkamlega við endurhæfingu. Menn læra þá inná sig betur og Ríkharður hafði þetta að segja um þá hlið. „Ég hef lært mikið á þessu ferli og sé mest eftir því að hafa ekki sjálfur gert mér grein fyrir mikilvægi fullrar endurhæfingar fyrr en of seint. En eftir því sem árin hafa liðið hefur í raun verið léttara að takast á við meiðsli og endurhæfinguna sem þeim fylgir því þá veit maður að þótt maður missi af einhverjum stórum leikjum þá koma fleiri slíkir. Það er það sem hefur komið manni yfir erfiðu hjallana: að hamra á því að með því að sinna endurhæfingunni að krafti og gefa sér þann tíma sem þarf, þá muni maður spila fleiri og mikilvægari leiki en áður.“

Flestir vita að atvinnuknattspyrnumenn fá vel greitt fyrir að sinna sportinu og þeir allra bestu eru moldríkir sem aldrei þurfa að hafa áhyggjur af peningum framar ef þeir halda rétt á spöðunum. Því lá okkur forvitni á að vita hvort Rikki væri ríkur eftir atvinnumennskuna. „Ég fékk ágætlega borgað fyrir að spila fótbolta í fimm sex ár, en var lengst af í Noregi og maður verður ekki „ríkur“ af að spila fótbolta í Noregi. Hins vegar hefur mér alltaf fundist það vera forréttindi að fá borgað fyrir að spila fótbolta, og það að hafa getað lifað af því gerði mér kleift að verða betri knattspyrnumaður en ég hefði annars getað orðið.“

Fram hefur átt í miklu basli undanfarin ár og bjargað sér ítrekað frá falli í lokaumferðinni. Ekkert lið stefnir á að vera í basli en þegar lið hafa lent í botnbaráttu ár eftir ár getur það orðið sálfræðilegt en samt ekkert yfirstíganlegt. Rikki sagði að liðið hefði sett sér markmið og það væri ekki einungis rétt til að halda sér í deildinni heldur nær þeim sætum sem Evrópukeppnin er.

Ólafur Kristjánsson þjálfari liðsins tók við liðinu fyrir lok mótsins í fyrra og gerði mjög góða hluti með liðið og það sjá það allir að Fram liðið er allt annað og betra með Ólaf í brúnni. Við spurðum Rikka varðandi Óla þjálfara. „Óli er mjög hæfur þjálfari. Allar æfingar eru skipulagðar og falla inn í stærra heildarplan sem stefnir að ákveðnu marki. Hann hefur mikinn skilning á leiknum og getur miðlað því til leikmanna sem er ekki öllum gefið. Jafnframt er hann mjög metnaðarfullur, sem þýðir að hann krefst mikils af leikmönnum, þar sem lágmarkskröfurnar eru að menn séu alltaf tilbúnir að leggja sig

fram og læra.Framliðið styrkti sig mikið fyrir sumarið og er Rikki hæstánægður með þá menn sem hafa gengið í raðir Fram liðsins. „Við höfum fengið góða blöndu af yngri og aðeins eldri leikmönnum til okkar. Þeir Ívar Björnsson frá Fjölni og Ingólfur Þórarinsson frá Selfossi eru mjög efnilegir yngri strákar sem við eigum vonandi eftir að sjá töluvert af strax í sumar. Þórhallur Dan Jóhannsson og Kristófer Sigurgeirsson eru góðir fótboltamenn með mikla reynslu sem flestir þekkja vel og ég er viss um að eiga eftir að leika stór hlutverk fyrir okkur í sumar. Auk þeirra tveggja hefur Þorbjörn Atli snúið heim eftir eitt ár í Árbænum og Bjössi er leikmaður sem getur skorað mörk og jafnframt búið til færi fyrir samherja sína og ég er viss um að við munum sjá Bjössa í toppformi í sumar. Einnig höfum við fengið til liðs við okkur þrjá útlendinga sem við bindum miklar vonir við. Ross Mclynn er írskur varnarmaður sem fólk mun taka eftir. Þar fer strákur sem gefur sig allan í leikinn og getur látið finna fyrir sér ef með þarf, auk þess sem hann talar mikið innan vallar og gefur þannig samherjum sínum mikinn stuðning. Að lokum höfum við fengið tvo miðjumenn frá Danmörku, þá Hans Mathisen og Kim Norholt. Hans er grimmur varnartengiliður sem jafnframt dreifir spilinu vel á meðan Kim er meira skapandi leikmaður með góða spyrnugetu og mikla reynslu sem heldur boltanum mjög vel. Með þessari viðbót við leikmannahópinn frá því í fyrra teljum við okkur komna með breiðari og betri hóp sem á að geta náð betri árangri en liðið hefur náð á undanförnum árum.“

Ríkki starfar í KB-Banka ásamt því að leika knattspyrnu og við spurðum hann að lokum hvernig gengi að samræma knattspyrnuna og krefjandi vinnu samhliða. „Það gengur ágætlega. Auðvitað kemur fyrir að vinnan og fótboltinn skarast og þá verður að leysa það. Nú er það svo að vinnan hefur forgang og þannig er það bara. Hins vegar er það er sennilega fjölskyldan sem líður mest fyrir tímann sem óneitanlega fer í að sinna þessum tvöföldu skyldum.“

Ríkharður Daðason

Page 15: Fram football club 2005

1515

Breiðari ogbetri hópur

Page 16: Fram football club 2005
Page 17: Fram football club 2005

1�1�

Einn umdeildasti Fram-arinn í seinni tíð er án vafa hæstaréttardómarinn Jón Steinar Guðlaugsson. Jón Steinar er þekktur fyrir allt annað en að sitja á skoðunum sínum og því tilvalið að fá hann til að útskýra hvernig er að vera Framari í dag og hvort Framarar séu enn bjartsýnir eftir fallbaráttu undanfarinna ára.

Þrír DanirJón Steinar fylgdist ekki mikið með liðinu síðastliðinn vetur en segist fullviss um að nýju leikmennirnir hjá félaginu eigi eftir að standa sig og styrkja liðið. „Mér er kunnugt um að það séu þrír Danir komnir til félagsins. Tveir frá Danmörku og Þórhallur Dan. Ég held að það sé að sýna sig að þessir leikmenn styrkja hópinn ásamt Íranum sem er kominn. Maður vonaði að margir af okkar eigin strákum myndu mæta sterkari til leiks en í fyrra og ég tel að svo sé. Síðan eru auðvitað burðarásar í þessu liði eins og Gunnar, Ríkharður og Andri Fannar sem kom vel undan vetri.“

Erum hættir öllu bjartsýnisrausiEins og flestir ef ekki allir Framarar þá er Jón Steinar hrifinn af Ólafi Kristjánssyni þjálfara liðsins. „Mér líst vel á Ólaf. Hann virðist vera heilsteyptur náungi sem lifir í raunveruleikanum en ekki draumi. Hann heldur greinilega vinnusemi að piltunum og kennir þeim að til að uppskera þarf maður að leggja á sig heilmikið erfiði. Slakt gengi á undirbúningstímabilinu

hafði ekkert að segja eins og sést á fínni byrjun á Íslandsmótinu.“ Þrátt fyrir þessa ánægju með Ólaf er Jón Steinar ekki bjartsýnn á framúrskarandi árangur þetta tímabilið. „Við Framarar erum hættir öllu bjartsýnisrausi. Ég vona að liðið haldi sér uppi og að grundvöllur verði lagður að uppbyggingu næstu árin. Ég tel að 7. sætið sé viðunandi. Allt fyrir ofan það er gott en titillinn sjálfur bestur. Ég vona bara að liðið leiki góða knattspyrnu þar sem leikmenn þora að halda boltanum innan liðsins og að sendingatækni lagist verulega frá því sem verið hefur undanfarin ár.“

Hefur alla tíð verið FramariJón Steinar segist hafa verið Framari alla tíð og ekkert val haft um það hvaða lið hann styddi. „Ég var

skrifaður inn í Fram á skírnardaginn 2. nóvember 1947 og er því áreiðnalega að verða einn elsti núlifandi Framari! Segja má að ég hafi ekki frekar geta valið mér félag frekar en foreldra og uni ég glaður við mitt hlutskipti í þessu efni.“ Það var því ekki blái liturinn sem Jón Steinar laðaðist að í byrjun? „Ég hef alltaf verið veikur fyrir bláa litnum. Himininn er blár. Líka hafið og fjöllin í fjarska. Leikmenn verða bláir ef þeir leggja hart að sér í baráttunni við andstæðinganna inni á vellinum. Ég horfi hins vegar ekki á bláar kvikmyndir þó að ég efist ekki um að margir hafi yndi af þeim. Svo má við þetta bæta að í gamla daga voru sýndar hér sænskar kvikmyndir sem við ungu mennirnir kölluðum einu nafni “Ég er forvitin, gul, blá og marin”. Þær þóttu mér athyglisverðar.“

Það jafnast á við trúarbrögð að vera FramariÞegar Jón Steinar leikur fótbolta með félögum sínum spilar hann ekki í Fram treyju því hann vill ekki svitna í hana. „Ég hef staðið fyrir því að kapplið lögmanna sem lék á Litla-Hrauni klæddist bláum treyjum. Það dugði

alltaf til sigurs.”“ En hver er galdurinn á bakvið það að Fram liðið hafi haldið í sinn dygga stuðningsmannahóp þrátt fyrir dapurt gengi undanfarinna ára? „Það er einfalt. Það heyrir til trúarbragða að vera Framari. Við stæðum með okkar mönnum jafnvel þó þeir féllu úr deildarkeppninni og yrðu að leika utandeilda.“En hvað þarf Fram að gera til að bæta árangurinn? „Leikmenn verða alltaf að setja leikgleðina í efsta sæti. Svo eiga þjálfarar og leikmenn að höndla þann sannleika sem við gömlu hundarnir þekkjum: Fram er lið sigurvegara. Þannig var það og þannig á það að vera. Menn eiga að telja það fullkomlega óeðlilegt að tapa fótboltaleik og mega heldur ALDREI vera sáttir við slíkt eftir að leik lýkur!“

Trúarbrögðað vera Framari

Jón Steinar Gunnlaugsson

Page 18: Fram football club 2005

1�1�

Finnur Ingólfsson forstjóri helsta stuðningsaðila Fram, Vátryggingafélags Íslands, er mikill stuðningsmaður Fram og fylgist vel með gangi mála hjá liðinu þrátt fyrir að vera mjög upptekinn vinnu sinnar vegna. Blaðamaður Framblaðsins hafði samband við Finn og spurði hann út í vonir hans og væntingar fyrir nýhafið tímabil og út í stuðning VÍS við Fram.

Finnur eins og aðrir stuðningsmenn Fram fylgist vel með liðinu þó hann sé í ákaflega tímafreku starfi hjá VÍS. „Stuðningsmenn Fram eru almennt mjög áhugasamir um að fylgjast með liðinu og ræða gengi liðsins þegar þeir koma saman eins og stuðningsmenn flestra liða. Ég reyni að sjálfsögðu að taka þátt í því eins og ég hef tök á. Ég hef því miður ekki mikinn tíma til að fara á völlinn en ég reyni að mæta þegar tími gefst til og ég fylgist alltaf vel með því sem er að gerast hjá liðinu.“Eins og Framarar vita mætti Fram liðið töluvert breytt til leiks nú byrjun tímabils og líst Finni vel á breytingarnar á liðinu þó hann sakni Þorvalds Makan. „Ég þekki kannski ekki nógu vel til allra ungu strákana sem eru að koma inn í liðið en ég tel að Þórhallur Dan og Kristófer Sigurgeirsson geti gert góða hluti með liðinu og hefur Þórhallur sérstaklega staðið sig vel í byrjun móts, eins og reyndar fleiri leikmenn liðsins. Hins vega sakna ég Þorvalds Makan og mér finnst mjög sorglegt að hann þurfti að leggja skóna á hilluna, hann var skemmtilegur og góður leikmaður.“

Þrautseigjan við að forðast fall getur hjálpað liðinu í toppbaráttuÞað þarf ekki að minna Framara á það að Fram liðið hefur verið heppið við að forðast fall undanfarin tímabil og hefur það tekið á taugarnar hjá Finni eins og öðrum stuðningsmönnum Fram. „Vissulega hefur þetta tekið á taugarnar en auðvitað hefur maður alltaf trú á sínum mönnum og heldur í vonina fram á síðustu stundu. Ég tel að liðið hafi sýnt ákveðna þrautseigju undanfarin ár sem vonandi verður hægt að nýta líka í toppbaráttunni sem við getum hæglega komist í. Mér líst mjög

vel á það sem ég hef séð til Ólafs þjálfara og liðið hefur styrkt sig vel og ég held að það muni skila góðum árangri, það verður engin fallbarátta í Safamýrinni þetta sumarið.“

Þetta var sameiginleg ákvörðunÞað virðist blasa við mönnum að Finnur hefur heilmikið með það að segja að VÍS sé helsti styrktaraðili Fram og neitar Finnur því ekki þó hann segi markaðsdeildina að sjálfsögðu líka koma að

þessu. „Þegar við ákváðum að auglýsa hjá Fram og um leið styðja félagið þá var það sameiginleg ákvörðun eins og ávallt þegar við gerum svona stóra samninga hjá VÍS. Hjá okkur er mikil ánægja með þetta samstarf og erum við fullviss um að VÍS njóti góðs af því ekki síður en Fram“ sagði Finnur sem að lokum vildi óska liðinu og þjálfaranum áframhaldandi góðs gengis í sumar og hvetja alla stuðningsmennina til að standa þétt að baki þeim.

Finnur Ingólfsson

Líst vel ábreytingarnar

Page 19: Fram football club 2005

1919

Page 20: Fram football club 2005

2020

Eins og allir Framarar þekkja státar liðið af frábærum stuðningsmannaklúbbi sem kallar sig FRAMherjar. FRAMherjar gefa út blað fyrir alla leiki Fram ásamt því að bjóða upp góðar veitingar í hálfleik í Baldurshaga undir stúkunni í Laugardalnum. Fram blaðið hafði samband við hinn landsþekkta söngvara og FRAMherja Hreim Örn Heimisson sem hefur verið duglegur í sjálfboðastarfi sínu fyrir stuðningsmannaklúbbinn og spurði hann nánar út í starfsemi klúbbsins og væntingar til sumarsins.

Hreimur Fram-herji

Mikill hugur íFRAM-herjum

Page 21: Fram football club 2005

2121

Þrátt fyrir erfitt gengi Fram undanfarin sjö tímabil er Hreimur þokkalega bjartsýnn fyrir komandi tímabil. “Við Framarar bíðum spenntir eftir því að nýtt tímabil hefjist. Við erum ekki síst spenntir þar sem væntingar manna eru ekki eins háar og undanfarin tímabil. Við treystum á að Ólafur Kristjánsson þjálfari nái að framkalla stöðuleika í leik liðsins sem hefur vantað síðustu tímabil þó við búumst ekki við því að hirða titla í ár.” Ólafur er maðurinn á bakvið dönsku leikmennina Allan Borgvardt og Tommy Nielsen sem slegið hafa í gegn hjá Íslandsmeisturum FH. Hreimur er ekki viss hvort nýju leikmennirnir í lið Fram eigi eftir hafa eins mikil áhrif á íslenska knattspyrnu. “Ég held að íslensk knattspyrna geti verið

góður stökkpallur fyrir erlenda leikmenn og verður sérstaklega spennandi að sjá hvort Daninn ungi Hans Mathiesen nái að blómstra undir stjórn Ólafs. Hans var meðal efnilegri leikmanna Danmerkur en hefur ekki náð að fylgja því eftir. Ef hann leggur hart að sér getur hann gert frábæra hluti fyrir Fram. Það er líka rosalega gott að fá Þorbjörn Atla heim aftur og ég held að Þórhallur Dan eigi eftir að skila miklu en hann er mikill leiðtogi sem er einmitt það sem hefur vantað í liðið. Menn eru líka mjög ánægðir með Írann Ross McLynn. Hann er ákaflega skemmtilegur en hann er þessi týpíski Íri sem vill kynnast fólki og það er alltaf fjör í kringum hann.”

Við ætlum að gera betur fyrir FRAMherjaÞað eru á milli 400 og 500 manns í stuðningsmannaklúbbnum en það mæta að allt að 2000 manns á heimaleiki Fram. “Það hefur dregið úr aðsókn á leiki vegna dapurs gengi en við vorum einfaldlega heppnir að hanga í deildinni í fyrra. FRAMherjar hafa ekki hist mikið í vetur en þetta starf þarfnast ekki mikillar skipulagningar en það eru ekki margir sem sækja völlinn hverju sinni. Við ætlum þrátt fyrir það að vera með mikið og gott starf í sumar. Stefán Pálsson stýrir blaðinu sem við gefum út fyrir hvern leik og gerir það frábærlega. Við ætlum að bæta kjör FRAMherja í sumar og bjóða upp á flottari veitingar en áður undir stúkunni.”FRAMherjar eru nú þegar byrjaðir að undirbúa dagskránna fyrir fyrsta heimaleik tímabilsins og hvetur Hreimur Framara um að notfæra sér góða heimasíðu Fram. “Við ætlum að virkja heimasíðuna betur í sumar en áður hefur verið gert. Við erum með frábæran vefstjóra og ætlum við að kynna dagskrá okkar vel á síðunni. Á heimasíðunni er líka hægt að skrá sig í FRAMherja og hvet ég alla Framara til að gera það.”

Stemningin á pöllunum skiptir miklu máliAðspurður að því hvort Hreimur sé að taka við af Stefáni Pálssyni sem forstjóra FRAMherja segir hann svo ekki vera. “Það eru margir strákar sem skipta með sér verkum til að láta FRAMherja ganga og titlar skipta okkur engu máli. Ég reyni að vera í forsvari fyrir þetta en ég er fyrst og fremst Framari og það skiptir öllu máli.”Framarar hittast oft á Ölveri eða öðrum

pöbbum í nágrenni Laugardalsvallar fyrir leiki og telur Hreimur mjög mikilvægt að menn hópi sig saman fyrir leiki og mæti snemma á völlinn. “Við eigum í viðræðum við staði í nágrenninu um að fá að hópast saman á þeim en við viljum rotta öllum Frömurum saman fyrir leiki. Fólk mætir oft of seint á leiki og við viljum snúa því við því eins og allir vita þá skiptir stuðningur áhorfenda miklu máli og það er nauðsynlegt að menn mæti snemma og hvetji liðið frá fyrstu mínútu.” Það er ekki síður mikilvægt fyrir lið að vera vel stutt á útivelli en á heimavelli og segir Hreimur Framara vera duglega að elta lið sitt á hvaða útivöll sem er. “Við FRAMherjar höfum gert meira að því undanfarin ár að hópa okkur saman fyrir útileiki. Það fór full vél af Frömurum til Eyja í fyrra þegar við mættum ÍBV og menn deila bílum þegar farið er á Suðurnesin eða upp á Skaga. Það virðist oft vera meiri stemning á útivöllum hjá Fram en á heimavelli. Árangurinn heima hefur heldur ekki verið nógu góður en við munum bæta úr því á komandi tímabili.”

Forðumst allar yfirlýsingarHreimur er ekki að horfa mikið til síðustu tímabila og horfir jákvæður fram á veginn undir stjórn Ólafs Kristjánssonar. “Það er ekki hægt að neita því að það hefur verið erfitt að vera Framari síðastliðin ár, en við vonum þetta ár verði betra. Við erum almennt með jákvæða stuðningsmenn og ég vil biðja alla Framara að lyfta höfðinu hátt og mæta jákvæðir til leiks og ekki vera að velta sér of mikið upp úr fortíðinni” sagði Hreimur jákvæður að vonum.Framarar hafa ekki verið áberandi í vetur og forðast allar yfirlýsingar. “Ólafur nýtur mikils traust og virðist vera með hlutina á hreinu. Hann einbeitir sér fyrst og fremst að fótboltanum og er alveg sama um allar spár. Hann hefur ekki lagt áherslu á að vinna alla leikina á undirbúningstímabilinu heldur hefur hann lagt áherslu á að koma mönnum í form. Það er léttara yfir leikmönnum liðsins en oft áður en hópurinn er mjög stór og samkeppnin um stöður í liðinu er sem aldrei fyrr. Stjórn knattspyrnudeildar Fram er ákaflega góð en hún vinnur mjög vel með þjálfaranum og er verkaskiptingin mjög greinileg sem hefur ekki alltaf verið og það á eftir að gera okkur gott í sumar. Framarar þora samt ekki að fullyrða að þeir verði í efri hluta deildarinnar þetta tímabil en uppbyggingin gengur vel en góðir hlutir gerast hægt” sagði Hreimur að lokum.

Hreimur Fram-herji

FRAM-herjum

Vissir þú að:

Framarar hafa 18 sinnum orðið Íslandsmeistarar... og sjö sinnum bikarmeistarar

Page 22: Fram football club 2005

2222

Nafn: Andri Fannar Ottósson

Aldur: Jordan-ára

Starf: vinna er fyrir letingja sem nenna ekki að slappa af.

Lið: Fram

Landsleikir: Sjö í fótbolta og fimm í körfubolta.

Hjúskaparstaða: sambúð

Börn: nei

Gæludýr: Tara

Áhugamál utan fótbolta: Heimspeki

Uppáhaldslið og uppáhaldsleikmaður í enska boltanum: Ég hefvopnabúrið Arsenal og Henry.

Uppáhaldslið í spænska boltanum: nei

Erfiðasti andstæðingur: sá besti

Auðveldasti andstæðingur: sá lélegasti

Besti samherjinn: þeir eru margir.

Uppáhaldsmatur: S eða N á Eldsmiðjunni

Uppáhaldsdrykkur: drykkur allra landsmanna, kolsvart Kaffi.

Uppáhaldsmatsölustaður: Eldsmiðjan (er það smiðjan eða miðjan?)

Uppáhaldskvikmynd: París Texas

Pearl Jam eða Nylon: Án allrar kaldhæðni þá er Nylon mun betri.

Síminn eða Og Vodafone: Vodafone

Hver er kynþokkafyllst/ur: Linda og Bjarni Þór

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í keppnis- og/eða æfingaferð: Þegar ónefndur aðili í ónefndri keppnisferð pantaði pizzuá eftirfarandi hátt: “one pizza with ham and sperm” í þeirri trú að hiðsíðarnefnda væru sveppir.

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: 6 vetra

Botnaðu eftirfarandi setningar:

Á dæmigerðum degi: gerist eitthvað sem er ekki í frásögur færandi ogfellur því í flokk með því dæmigerða.

Mér finnst slátur: gott

Skata á Þorláksmessu er: hefð sem ég tek ekki þátt í.

Mér finnst stjórnmál á Íslandi: valdabrölt frá vinstri og hægri.

Mér finnst: fólki finnast of mikið

Ég fíla: Megas

Ég fíla ekki: tilhugsunina um að deyja úr þorsta í sjónum, örugglegahræðilegt.

Reykingar eru: fyrir þá sem þora ekki að verða eldgleypar og taka þvínæst besta kostinn.

Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri? Ég sigli, ég sigli,Verið þið bless.

hin hliðinAndri Fannar

Snorri Már Skúlason er eitilharður Framari fram í fingurgóma. Í frítímanum á milli Íslandsmóta hefur hann verið að vinna sem verkefnisstjóri enska boltans á Skjá Einum. Við fengum Snorra til þess að spá í komandi tímabil og væntingar hans til liðsins.

Snorri Már segist alltaf vera bjartsýnn fyrir mót, en nú sé sérstök ástæða til þess þar sem þeir eru komnir með góðan mann í brúna að hans mati: „Við erum vel mannaðir og ég hef tröllatrú á Óla Kristjáns. Hann er taktískt sterkur þjálfari með mikinn leikskilning, hann leiðbeinir og er snjall í að mótívera bæði einstaklinga og hópinn sem heild. Það vita allir að Óli hjálpaði FH að ná í Danana sem hafa verið lykilmenn í því liði og ég vona að hann hafi aftur sett í stóra fiska með þessum tveimur Dönum sem eru komnir til okkar. Þá er mikill karakter í Íranum Ross McLynn sem er líka nýr.“ Þá telur hann að þeir eldri og reyndari í liðinu ættu að geta gert yngri leikmennina að enn betri leikmönnum: „Þorbjörn Atli, Þórhallur Dan, Rikki Daða og Gunni Sig eru lykilmenn í að veita liðinu sjálfstraust og þessir menn ásamt útlendingunum geta gert stráka eins og Eggert, Andra Fannar, Heiðar Geir, Andra Stein og Ómar að enn betri leikmönnum. Það er alveg ljóst að við verðum að fá Andra Fannar í gang í sumar. Ef hann skorar 10 plús á tímabilinu þá fleytir það eitt og sér liðinu upp fyrir miðja deild. Andri Fannar hefur verið að spila gríðarlega vel í vetur og hefur tekið miklum framförum.“

Björt framtíðEins og áður segir líst Snorra mjög vel á þjálfara liðsins nú og heldur að hann eigi eftir að gera góða hluti fyrir liðið í nánustu framtíð: „Ég lít svo á að Ólarnir sem mynda þjálfarateymið í meistaraflokknum séu að hefja vinnu sem á næstu 2-3 árum mun skila okkur fyrir alvöru í

toppbaráttu. Ég er mjög sáttur við að lenda fyrir ofan miðja deild í sumar. Bið ekki um meira að sinni enda væri það stórsigur eftir 6 ár í erfiðri og taugatrekkjandi botnbaráttu. Við gætum hins vegar alveg farið alla leið í bikarnum, ég hef góða tilfinningu fyrir þeirri keppni.“ Við í Fram-blaðinu spurðum Snorra að því hvernig honum litist á að Framarar myndu breiða út boðskapinn og færa starfsemina yfir í Grafarholtið. Honum leist mjög vel á það og taldi að þar gæti verið lausnin á framtíð Fram: „Ég er mjög hlynntur því að við færum okkur upp í Grafarholt. Framsvæðið í dag er bæði lítið og „gamalt“ sem sést á þeim fámennu árgöngum sem eru að koma upp hjá okkur. Það verður gríðarleg innspýting fyrir félagið að komast á nýtt svæði þar sem úir og grúir af ungu barnafólki. Fram er eitt elsta og virtasta félag landsins og því held ég að við eigum eftir að fá mikinn fjölda barna og stuðningsmanna úr Grafarvogi auk Grafarholtsins sérstaklega ef Fjölnir kemst ekki í efstu deild á næstu árum. Við fáum þarna glæsilegan heimavöll og ég held það sé ekki spurning að stemningin í kringum klúbbinn á eftir að verða fantafín undir Úlfarsfellinu.“

Íslenska deildin í opinni dagskrá?Við hjá Framblaðinu gátum ekki sleppt Snorra Má án þess að spyrja hann hvort hann myndi ekki bráðlega sýna boltann í opinni dagskrá á Skjá Einum: „Ha ha. Ég hugsa að það verði seint á Skjá Einum en gæti hugsanlega orðið á öðrum rásum sama félags enda er sjónvarpsumhverfið að taka gríðarlegum breytingum þessa mánuðina. Það er aldrei að vita nema að við sýnum íslenska boltann í gegnum ADSL einhverntíma í framtíðinni.“

Tröllatrú á Óla

Page 23: Fram football club 2005

2�2�

Page 24: Fram football club 2005

ÍSLE

NSK

A A

UG

LÝSI

NG

AST

OFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7863

05

/05

Við styðjum íslenska knattspyrnu með stolti