22
Fræðsluefni fyrir barna- og unglingastarf KFUM og KFUK haustið 2014

Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

Fræðsluefnifyrir barna- og unglingastarf

KFUM og KFUK haustið 2014

Page 2: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

Fræðsluefni fyrir barna- og unglingastarf KFUM og KFUK haust 2014

Page 3: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

3

Efnisyfirlit

Hvatning .................................... 3 1 KFUM og KFUK - Sr. Friðrik ....... 4 2 Rakarinn .................................... 6 3 Bartímeus blindi ........................ 7 4 Verkfærabeltið ........................... 8 5 Jesús mettar .............................. 9 6 Elska náunga þinn .................... 11 7 Sakkeus ..................................... 12

8 Fílasagan ................................... 13 9 Jesús stillir storminn .................. 14 10 Herskip í hættu .......................... 15 11 Tveir synir .................................. 17 12 Jesús kennir okkur að hlusta - Marta og María ........................ 19 13 Jólaguðspjallið .......................... 20 Bænir ......................................... 21

KFUM og KFUK hefur staðið fyrir öflugu og metnaðarfullu barna- og ungmennastarfi síðastliðin 114 ár. Við ætlum okkur að halda því áfram. Það er frábært að fá þig til liðs við okkur.

Á stefnumótunarfundum sem haldnir voru síðastliðið vor til að skerpa stefnu æskulýðsmála kom það skýrt fram meðal félagsmanna að kristilega fræðslan skyldi enn vera stór þáttur í starfinu. Í ljósi þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í umhverfinu og í kristinni fræðslu í skólum er þörf á að segja börnunum frá Jesú. Þess vegna langar okkur til að hvetja þig kæri leiðtogi til þess að kynna þér vel þetta hefti. Hér er að finna sögur með kristilegum boðskap, biblíusögur, bænir og biblíuvers sem eru gott veganesti fyrir börnin sem sækja starfið. Í ár höfum við farið þá leið að hafa biblíusögur u.þ.b. annan hvern fund og svo stuttar sögur með kristilegum boðskap á móti. Hverjum fundi fylgir svo eitt biblíuvers sem börnin fá að læra.

Við gerð þessa fræðsluefnis poppaði sífellt upp ein saga sem kannski er viðeigandi að segja frá hér. Það er sagan um skógarhöggsmanninn.

Fyrir nokkrum árum kom ungur maður að máli við verkstjóra í skógarhöggi og bað um vinnu. „Það fer nú eftir ýmsu,“ sagði verkstjórinn. „Sjáum hvernig þér gengur að fella þetta tré.“ Ungi maðurinn gerði eins og honum var sagt og felldi tréð með glæsibrag. Verkstjórinn var hæstánægður með handbragð unga mannsins og sagði: „Þú ert ráðinn.“

Næsta mánudag mætti ungi maðurinn til vinnu. Dagurinn leið og svo kom þriðjudagur og miðvikudagur. Á fimmtudagseftirmiðdegi kom verkstjórinn til unga mannsins og sagði: „Þú mátt sækja launin þín áður en þú ferð heim í dag.“ Unga manninum var brugðið og hann sagði: „Ég hélt að þið borguðuð út á föstudögum.“ „Jú, það er rétt. Venjulega gerum við það. En við ætlum að biðja þig um að hætta í dag vegna þess að þú ert farinn að slaka of mikið á,“ sagði verkstjórinn. „Samkvæmt vinnuskýrslum varst þú afkastamestur á mánudaginn en í gær náðir þú minnstum afköstum allra.“ „En, ég hef lagt mig allan fram,“ sagði ungi maðurinn. „Ég mæti fyrstur á morgnana, fer síðastur heim og vinn meira að segja í kaffitímanum!“ Verkstjórinn sá að maðurinn var heill í því sem hann gerði og sagði því: „Hefur þú nokkuð gleymt að brýna öxina?“ Ungi maðurinn svaraði: „Sko, ég hef bara ekki mátt vera að því.“

Gefur þú þér tíma til að brýna öxina? Við skulum ekki gleyma að hugsa um okkur sjálf. Það er erfitt að gefa sífellt af sér án þess að bæta á eigin tank. Bænin er það brýni sem gefur þér flugbeitt egg. Því meira sem þú vinnur, því bitlausari verður þú – ef þú gleymir að biðja. Við verðum að taka okkur tíma í að „brýna“ ef við vinnum í ríki Guðs.

Verið svo óhrædd að hafa samband við okkur á æskulýðssviði ef ykkur vantar aðstoð eða ráðleggingar.

Bestu kveðjur,

Hjördís Rós, Jóhann og Petra

Hvatning

Page 4: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

4

Markmið - Að börnin kynnist sögu KFUM og KFUK og að Guð

hafi góðar áætlanir með líf þeirra.

BiblíuversÞví ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. (Jeremía 29:11)

Séra FriðrikSr. Friðrik Friðriksson fæddist þann 25. maí árið 1868 í Svarfaðardal á Norðurlandi. Við fæðingu var naflastrengurinn vafinn 3 hringi um höfuð Friðriks svo óttast var um líf hans. Ljósmóðirin skírði hann strax skemmri skírn og hann var látinn heita Friðrik í höfuðið á pabba sínum sem talinn var hafa látist á sjó skömmu áður. Seinna kom svo í ljós að pabbi hans hafði lent í hrakningum og hann skilaði sér heim heill á húfi stuttu eftir fæðingu sonar síns. Friðrik ólst upp á Norðurlandi en flutti oft á milli bæja með foreldrum sínum sem voru frekar fátækir. Strax í æsku hafði hann mikinn áhuga á bókum og var trúrækinn. Faðir Friðriks lést þegar hann var ungur og móðir hans var veik en þá var fjölskyldan leyst upp og Friðrik sendur í fóstur.

Friðrik fór í Menntaskólann í Reykjavík sem þá var Latínuskólinn. Hann var ágætis námsmaður og tók virkan þátt í félagslífi skólans. Á miðjum skólaferlinum lenti Friðrik í ástarsorg og hann reyndi að sefa þá sorg með áfengisdrykkju og varð sífellt óánægðari með sjálfan sig. Hann ákvað því að fara með skipi til Færeyja og vildi helst bara deyja. En á skipinu kynntist hann manni sem leið álíka illa og honum og Friðrik fór í það hlutverk að reyna að hughreysta hann. Við það áttaði Friðrik sig á því að hann yrði að takast á við eigið líf. Þegar Friðrik kom til Færeyja fékk hann sér vinnu. Hann varð einnig fyrir trúarlegri reynslu sem fékk hann til að snúa aftur heim til Íslands og klára skólann. Eftir stúdentsprófið fór Friðrik svo til Danmerkur og kynntist starfi KFUM, þar hjálpaði hann drengjum sem bjuggu við erfiðar aðstæður.

Starf Friðriks fréttist til Íslands og sendi skólastjóri prestaskólans í Reykjavík, Þórhallur, honum bréf þar sem hann bað hann að koma heim til Íslands og byrja KFUM starf. Friðriki þótti það ekki góð hugmynd að yfirgefa starfið í Danmörku sem gekk svo vel og fara út í óvissuna

á Íslandi. Einnig efaðist Friðrik um að hann hefði þá hæfileika sem þyrfti til að byrja starfið í Reykjavík. Friðrik geymdi bréfið en stuttu síðar þegar hann skoðaði bréfið betur tók hann eftir því að það var akkúrat skrifað sama kvöld og hann hafði beðið Guð að leiðbeina sér um framtíð sína. Friðrik leit á þetta sem tákn frá Guði og fór skömmu síðar til Íslands. Þegar hann kom heim fór hann að læra í Prestaskólanum og undirbúa stofnun KFUM. KFUM stofnaði hann svo formlega 2. janúar 1899 og 29. apríl samar ár eftir að stelpurnar höfðu þrýst á hann stofnaði hann KFUK. Eftir þetta gaf Friðrik sig allan í starf KFUM og KFUK á Íslandi.

Friðrik kom einnig að stofnun knattspyrnufélaganna Vals í Reykjavík og Hauka í Hafnarfirði. Einnig tók hann þátt í því að koma á fót bókasafni, kvöldskóla, bindindisfélagi, lúðrasveit og karlakór. Hann kom að stofnun skátafélags og síðast en ekki síst hófst sumarbúðastarf í Vatnaskógi fyrir hans tilstuðlan. En Friðrik hafði kynnst sumarbúðastarfi í Danmörku og því hvatti hann ungu mennina í KFUM á Íslandi til að byrja með samskonar starf.

Sr. Friðrik var vel virtur maður á Íslandi, innan sem og utan KFUM. Hann var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði, heiðursborgari Akraness og var sæmdur stórkrossi Fálkaorðunnar árið 1948 fyrir starf sitt í þágu æsku þessa lands.

Friðrik var mikið skáld og orti allt sitt líf, og því er til mikið magn sálma, söngva og kvæða eftir hann. Friðrik lést í mars árið 1961 tæplega 93 ára gamall. Líf Friðriks hafði meiri og dýpri áhrif á íslenska menn og menningu á 20. öldinni, en flestra samferðamanna hans.

Einkunnarorð Sr. Friðriks voru: Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins. (Jes 12:3) og uppáhalds biblíuversið hans var: Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm 46:2)

Samantekt og umræður- Við getum lagt allt okkar í hendur Guðs og hann getur

snúið öllu upp í eitthvað gott.

- Guð hefur fyrirætlanir með líf okkar eins og stendur í Biblíunni, og fyrirætlanir til heilla en ekki óhamingju.

- Guð getur alltaf gert gott úr hlutunum, jafnvel þegar við höfum klúðrað þeim.

- Við skulum aldrei gefast upp, þegar öll von virðist úti þá getur Guð gripið inn í og gert eitthvað gott úr því.

1. KFUM og KFUK- Séra Friðrik Friðriksson

Page 5: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

5

BænVertu Guð faðir (sjá aftast í hefti)

AukaefniLeir/trölladeig.Hægt er að móta ýmislegt úr leirnum, eyðileggja það og byrja upp á nýtt. Ef okkur mistekst þá getum við alltaf hnoðað leirinn aftur saman og byrjað upp á nýtt. Jesús vill líka móta lífið okkar og er alltaf tilbúinn að hjálpa okkur að laga það sem okkur hefur mistekist. Einnig fáum við tækifæri aftur og aftur.

Page 6: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

6

Markmið- Að börnin átti sig á því að Guð er alltaf til staðar og

elskar þau.

- Við höfum frjálsan vilja og þurfum að koma til Guðs, hann er alltaf tilbúinn að taka á móti okkur og bíður eftir okkur þar til við erum tilbúin að koma til hans.

Biblíuvers Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. (Matt. 11:28)

Rakarinn – höfundur óþekktur, þýðing: Hjördís Rós

Maður nokkur fór til rakara til að láta klippa á sér hárið og snyrta skeggið sitt. Á meðan rakarinn klippti hárið á manninum töluðu þeir um allt milli himins og jarðar. Allt í einu fóru þeir að tala um Guð. Þá sagði rakarinn: „Ég trúi ekki að Guð sé til.“

„Af hverju segir þú það?“ spurði maðurinn.

„Sko, þú þarft ekki annað en að ganga út á götu til að sjá það að Guð sé ekki til. Þú hefur greinilega misst af öllum stríðunum, fátæktinni og öðrum hörmungum sem hafa geisað um heiminn. Ef Guð væri til þá myndi enginn kveljast og þjást. Ég get ekki ímyndað mér að til sé kærleiksríkur Guð sem leyfir svona hlutum að gerast.“

Maðurinn hugsaði sig um, hann svaraði ekki rakaranum því hann vildi ekki stofna til rifrildis. Hann yfirgaf stofuna þegar rakarinn hafði lokið við að snyrta hann. Um leið og hann steig út sá hann mann á gangi út á götu. Hann var með slitið, skítugt hár og ósnyrt skegg. Hann var skítugur og illa til fara. Maðurinn sneri við og fór aftur inn á rakarastofuna og sagði við rakarann: „Veistu, það eru ekki til neinir rakarar!“

„Hvernig getur þú sagt það?“ spurði rakarinn hissa. „Ég er hér og ég er rakari. Ég var að enda við að klippa þig!“

„Nei“ sagði maðurinn. „Rakarar eru ekki til, ef þeir væru til væri enginn með sítt, skítugt hár og ósnyrt skegg eins og maðurinn þarna úti.“

„Aha, en rakarar ERU til, þetta er bara það sem gerist þegar fólk kemur ekki til mín“ sagði rakarinn.

„Nákvæmlega!“ sagði maðurinn. Það er einmitt málið! Guð er líka til! Við þurfum bara að leita til hans og biðja hann um hjálp. Guð gaf okkur frjálsan vilja. Við getum ekki ætlast til þess að Guðs vilji nái fram að ganga ef við gerum allt eftir eigin höfði.

BænBænin má aldrei bresta þig (sjá aftast í hefti)

Samantekt og umræðaÞað getur verið erfitt að sanna að Guð sé til, það eina sem þarf er trú. Þegar við höfum tekið á móti Guði í líf okkar finnum við fyrir honum, stundum mikið en stundum virðist hann vera fjarlægur. En við getum treyst því að hann er alltaf til staðar fyrir okkur. Hann fer ekki frí, fýlu, né er of upptekinn við eitthvað annað. Það er þó eðlilegt að efast um tilvist Guðs og flestir upplifa það einhvern tímann á lífsleiðinni. En eitt getum við verið viss um að Guð þráir ekkert heitar en að eiga samfélag við okkur og hann er og mun alltaf vera til staðar þegar við kjósum það. Nálægð við hann og samfélag er dýrmætt samband og við getum treyst því að ást Guðs til okkar er algjörlega skilyrðislaus.

2. Rakarinn

Page 7: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

7

Markmið - Að börnin átti sig á því að Jesús lætur sér annt um alla

og heyrir ákall/bæn okkar.

BiblíuversSjá, hönd Drottins er eigi svo stutt að hann geti ekki hjálpað og eyra hans ekki svo dauft að hann heyri ekki. (Jes 59:1)

Bartímeus blindi – Mark. 10:46-52Bartímeus bjó í Jeríkó. Hann var blindur og gat því ekki unnið fyrir sér. Þess í stað sat hann dag eftir dag við rykugan þjóðveginn og bað þá, sem framhjá fóru, að gefa sér pening eða mat. Hann þráði það meira en nokkuð annað að geta séð og starfað og notið lífsins eins og aðrir. Hann hafði heyrt sögur af Jesú, hvernig hann gat læknað alls konar sjúkdóma. Þá ákvað hann að biðja Jesú um hjálp ef leið hans lægi einhvern tíma um Jeríkó. Svo var það dag einn að Jesús kom. Bartímeus heyrði að mikill mannfjöldi var á ferð. „Hvað er á seyði, hvað er á seyði?“ Spurði hann. „Segið mér hvað þið sjáið.“ Það er Jesús, sögðu menn. Hann kemur þessa leið. Bartímeus sá ekkert, en hann hafði sterka rödd. Og nú hrópaði hann: „Jesús frá Nasaret, hjálpaðu mér.“ Hann hrópaði svo hátt að fólk reiddist og sussaði á hann. En hann hélt áfram að kalla. „Leiðið blinda manninn til mín“ sagði Jesús þá. En Bartímeus stökk á fætur og kom til hans. „Hvað viltu að ég geri fyrir þig?“ spurði Jesús. „Að þú gefir mér sjón“ sagði Bartímeus. „Það skal ég gera“ sagði Jesús „Trú þín hefur læknað þig“. Nú gat Bartímeus séð. Hann sá borgina sína, fólkið, hann sá Jesú. Frá sér numinn af gleði slóst hann í för með þeim sem fylgdu honum. Bartímeus var sannfærður um að Jesús væri sonur Guðs og trú hans var það sterk að hann lét engan stöðva sig í því að kalla á hann. Það var trú hans sem bjargaði honum.

Samantekt og umræðurJesús spyr okkur í dag hvað við viljum, hvað við viljum að hann geri fyrir okkur. Hann vill koma inn í líf okkar, fyrirgefa okkur syndir okkar og fá að vera með í okkar daglega lífi.

Jesús fer ekki í manngreinarálit, fyrir honum erum við öll jöfn og öll jafn dýrmæt. Hann elskar okkur öll sama hvernig við erum.

Jesús getur gert kraftaverk fyrir okkur enn í dag eins og á Bartímeusi.

Við getum lært að treysta Guði eins og Bartímeus gerði og fylgja honum í lífinu. Mikilvægt er að við látum ekki aðra stöðva okkur í því að fylgja Jesú og treysta honum. Bartímeus trúði á Jesú og lét engan fá sig ofan af því að treysta honum og hann uppskar samkvæmt því.

BænVertu Guð faðir

AukaefniÍ upphafi samverunnar og fyrir söguna er hægt að fara í eftirfarandi leik:

- Fá sjálfboðaliða til þess að koma upp, annar bindur fyrir augun á hinum og á að leiðbeina honum þannig að sá blindi komist á ákveðinn stað.

Hægt er að ræða um það hvernig sé að vera blindur og þurfa að treysta á aðra.

- Önnur útfærsla á leiknum (hentar kannski betur fyrir eldri hóp) er sú að búa til nokkur lið og binda fyrir augun á einum þátttakanda úr hverju liði. Sá hinn sami þarf svo að fara ákveðna þrautabraut með bundið fyrir augun og liðsmenn hans þurfa að vísa honum veginn á endastaðinn. Sá sem er fyrstur vinnur. Það getur verið erfitt að meta það hvaða rödd er að leiðbeina hverjum og mikilvægt að útiloka þær raddir sem nýtast ekki til að komast að endimörkum. Svo má taka umræðu um það

3. Bartímeus blindi

Page 8: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

8

Markmið- Að börnin viti að þau séu öll mikilvæg og hafi

mismunandi hæfileika. Öll skiptum við jafn miklu máli í augum Guðs.

BiblíuversVið erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau. (Efesus 2:10)

Belti smiðsins – höfundur óþekktur, þýðing: Hjördís RósHerra Hamar var formaður verkfærabeltisins. Hinir meðlimir beltisins tilkynntu honum að hann yrði að yfirgefa beltið því hann væri of hávær. En herra Hamar sagði: „Ef ég þarf að fara héðan, þá ætti nú herra Blýantur að fara líka. Hann er ekki merkilegur og gerir lítið gagn, skilur eftir sig strik hvert sem hann fer.“

Ungi herra Blýantur stóð upp og sagði: „Allt í lagi, en herra Skrúfjárn þarf þá líka að fara. Það þarf að snúa honum hring eftir hring til að komast eitthvað áfram með hann.“

Herra Skrúfjárn sneri sér að hinum verkfærum beltisins og sagði: „Ef þið óskið þess þá skal ég fara en þá verður herra Hefill að fara líka. Hann vinnur bara á yfirborðinu; það er engin dýpt í því sem hann gerir.“

Þessu svaraði herra Hefill með eftirfarandi orðum: „Sko, þá þarf herra Sög líka að fara því hann endar alltaf á því að saga of mikið.“

Herra Sög svaraði með kvörtunartóni: „Herra Málband þarf að draga sig í hlé ef ég fer. Hann er alltaf að mæla út annað fólk eins og hann sé sá eini sem hefur rétt fyrir sér.“

Herra Málband ávarpaði hópinn: „En herra Sandpappír á ekki heima hérna. Hann er allt of grófur og skilur alla eftir í sárum sem koma nálægt honum.“

Meðan þessar umræður áttu sér stað gekk ungur smiður frá Nasaret inn. Hann var kominn til að sinna verkefni dagsins. Hann setti verkfærabeltið á sig og gekk að vinnubekknum sínum til að búa til predikunarstól. Hann notaði málbandið, sögina, hefilinn, hamarinn, blýantinn, skrúfjárnið, sandpappírinn og öll hin verkfærin. Í lok vinnudagsins var predikunarstóllinn tilbúinn og smiðurinn hélt heimleiðis.

Allar ásakanirnar sem verkfærin höfðu á hendur hvers annars voru réttar en samt sem áður tókst smiðnum að nota öll verkfærin. Sama hvaða verkfæri hann notaði þá hefði ekkert annað þeirra geta skilað betra verki.

BænBænin má aldrei bresta þig

Samantekt og umræðurVið erum öll verkfæri Guðs hér á jörðu. Öll höfum við fengið hæfileika, ekki endilega sömu hæfileika og náungi okkar en það væri nú heldur ekki gaman ef við værum öll eins. Þá gætum við heldur ekki framkvæmt allt það sem þyrfti að koma í verk. Guð vill að við lifum og störfum í sameiningu og ræktum þá hæfileika sem okkur voru gefnir. Einnig eigum við að vera þakklát fyrir þá hæfileika sem aðrir hafa, því í sameiningu getum við áorkað svo miklu.

Einnig er hægt að tala um einelti/stríðni út frá þessari sögu. Við eigum ekki að dæma aðra.

AukaefniStund í snatri – nr. 66: Þvílíkt úrvalBiblíutilvitnun: 1. Kor 12:5-6, 27-30; 1. Pét 4:10

Markmið: Hver hefur sitt hlutverk innan kirkjunnar

Það sem þarf: Úrval eldhúsáhalda (nokkur óvenjuleg)

Farðu í gegnum eldhúsáhöldin þín og athugaðu hvort börnin þekki hlutverk hvers og eins. Öll áhöldin eru fyrir mismunandi verkefni, en samt eru þetta allt áhöld til að nota í eldhúsi. Við mennirnir viljum hafa réttu áhöldin fyrir hvert verk. Guð vill það líka. Hann skapaði hvert og eitt okkar með mismunandi hlutverk í huga, en með eitt að meginmarkmiði, að þjóna honum. Leggið áherslu á þetta með því að gefa dæmi úr ritningartextanum að ofan eða með því að lýsa fólki með mismunandi hlutverk. (Kristniboðum, læknum, prestum o.s.frv.)

4. Verkfærabeltið

Page 9: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

9

Markmið- Að börnin átti sig á því að ef við erum tilbúin að gefa

Guði það sem við eigum getur hann margfaldað það, hann getur gert svo mikið úr því sem við eigum.

- Jesús á nóg handa okkur öllum og hann þráir að við nýtum það sem hann gaf okkar, alla þá hæfileika og dýrmætu gjafir.

BiblíuversÉg er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir. (Jóh. 6:35)

Jesús mettar – Jóh. 6:1-15Jesús ferðaðist víða til að kenna fólki. Eitt sinn var hann á ferð með lærisveinum sínum. Þeir sigldu yfir Galíleuvatn eða Tíberíasvatn. Hann fór með þeim upp á fjall. Líklega vildi hann fá næði með lærisveinum sínum en mikill fjöldi fólks elti þá samt. Fólkið hafði séð Jesú gera tákn og vildi því fylgjast með honum. Það vildi ekki missa af því sem gerðist næst. En nú var farið að kvölda og allir voru orðnir svangir. Vinir Jesú sögðu honum að senda fólkið í burtu svo það gæti keypt sér mat en hann neitaði því. Hann sagði: „Við verðum að gefa fólkinu að borða, hvað hafið þið mikið brauð?“ Andrés bróðir Péturs svaraði: ,,Hér er drengur með fimm brauð og tvo smáfiska, en það dugar ekki til“. Segið fólkinu að setjast í grasið svaraði Jesús. Þetta voru að minnsta kosti 5000 manns. Þá tók Jesús brauð og fiska drengsins og þakkaði Guði og braut það niður í smá mola og vinir hans báru þetta út til fólksins. Þeim til mikillar furðu varð nógur matur fyrir alla. Það sem var afgangs fyllti 12 körfur. Þegar fólkið varð vitni að þessu ótrúlega kraftaverki þá var það sannfært um að hér væri kominn frelsarinn sem beðið væri eftir.

Samantekt og umræður Jesús á nóg handa öllum. Jesús gefur öllum ríkulega sem leita til hans. Í sögunni var ungur piltur með fimm brauð og tvo fiska. Jesús tók nestið hans, litla gjöf sem var þó allt sem hann átti, og gerði eitthvað stórfenglegt úr því.

5. Jesús mettarDaginn eftir talaði Jesús um annars konar brauð: Ég er brauð lífsins, sagði hann. Komið til mín og ég mun gefa ykkur allt sem þið þurfið til nýja lífsins í Guðs ríki.

Hér væri einnig hægt að ræða um hæfileika, fá krakkana til að tala um hvað eru hæfileikar. Það er ekki bara hæfileiki að vera bestur í íþróttum eða að vera fyrstur í einhverju.

BænVertu Guð faðir

AukaefniVið Guð erum vinir - Fyrir yngri börninHægt er að segja söguna eins og mamma Júlíu gerði í bókinni Við Guð erum vinir eftir Kari Vinje og nota til þess baunir eins og gert er í sögunni. Oft þarf ekki mikið til að fanga athygli barnanna, nóg gæti verið að vera með eitthvað aðeins öðruvísi en venjulega. Einnig gætuð þið lesið söguna og endursagt með ykkar eigin orðum, það er yfirleitt áhrifaríkari leið en beinn upplestur.

(Bókina og baunirnar er hægt að nálgast á Holtavegi 28.)

Hvaða eiginleika er best að hafa? – Fyrir eldriFyrir nokkru síðan kom ég í einn 6. bekk. Kennarinn hafði beðið mig um að segja eitthvað um sjálfstraust. Þetta voru krakkar sem voru á mörkum þess að vera unglingar og kennarinn vildi að við töluðum um hvaða augum maður á að líta sjálfan sig og hvaða eiginleikar eru manneskjunni mikilvægir.

Ég byrjaði á því að biðja tvo af nemendunum að koma upp að töflunni. Þeir áttu að vera ritarar og skrifa upp allt sem bekkjarfélagar þeirra sögðu. Þar á eftir fengu nemendurnir færi á að koma á framfæri þeim eiginleikum sem þeir vildu gjarnan hafa og þeir teldu að myndu gefa þeim aukið sjálfstraust. Næstum samstundis hrópaði drengur: Vera góður í fótbolta. Annar sagði íshokkí og þannig byrjaði það: hestar, hokkí, mótorcross, spretthlaup. Eftir smá stund höfðu þau nefnt flestar þær íþróttagreinar sem fyrirfinnast í veröldinni.

Við héldum áfram. Einn vildi vera góður í tölvum, stærðfræði og tungumálum, öðrum fannst mikilvægt að hafa hreint í herberginu sínu eða að kunna að gera við

Page 10: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

10

vélar. Ein stúlka sagðist vilja vera dugleg að skrifa, einn strákur vildi hafa gott peningavit, annar að taka myndir. Lítill strákur vildi vera sterkur og annar vildi geta sagt sögur sem fengju alla til að hlæja. Að lokum var öll taflan útkrotuð. Þá leyfði ég riturunum að lesa þetta allt í gegn, sem hinir höfðu stungið upp á. Þeir tóku sér góðan tíma og á meðan þeir lásu fannst okkur sem við yrðum minni og minni. Hver í veröldinni gæti verið góður í öllu þessu sem nemendurnir höfðu sagt?

Þess vegna bað ég nemendurna að stilla sér upp í langa röð. Nú fáið þið að stroka út af töflunni. Þegar röðin kemur að þér, ferðu upp að töflunni og strikar yfir einn eiginleika, þann eiginleika sem þér finnst skipta minnstu máli að hafa. Sá fyrsti sem kom var stúlka. Hún hugsaði sig um í nokkrar sekúndur og strikaði svo yfir íshokkí. Allar stelpurnar klöppuðu. Næstur var strákur. Hann fór upp og strikaði yfir hesta. Þá var komið að strákunum að fagna. Svona hélt þetta áfram dágóða stund. Strákarnir strikuðu yfir áhugamál stúlknanna og stúlkurnar strikuðu yfir þeirra áhugamál. En svo róuðust krakkarnir niður og andrúmsloftið varð þrungið alvöru. Strikað var yfir peningavit, gott skipulag og góða frásagnarhæfileika. Myndataka hvarf og eins vélar og tölvur.

Eftir nokkra stund fór einn strákur upp að töflunni. Hann las hægt yfir það sem eftir var. Það var næstum ómögulegt að strika eitthvað út núna. Samt sem áður neyddist hann til að gera það. Að lokum strikaði hann yfir stóra vöðva. Þá var komið að lítilli stúlku. Hún stóð þarna einnig í nokkra stund og lagði höfuðið í bleyti áður en hún strikaði yfir orðið sæt.

Að lokum voru aðeins fjórir eiginleikar eftir á töflunni sem töldust greinilega til þeirra mikilvægustu í lífinu. Það voru greind, vinsemd, gleði og eiginleikinn til að gleðja aðra.

Það var aðeins einn nemandi eftir í röðinni núna. Ég rétti henni þurrkuna. Hún stóð þarna í nokkrar sekúndur og hugsaði sig um. Svo strikaði hún ákveðið yfir það sem henni fannst skipta minnstu máli. Hún strikaði yfir greind, ekki vegna þess að hún væri ónauðsynleg, heldur vegna þess að hitt var mikilvægara.

Við stóðum og horfðum á þessa þrjá eiginleika sem eftir voru á töflunni. Á vissan hátt vorum við öll svolítið skelkuð. Það var ekki neitt merkilegt sem stóð þarna því það þarf nú enga sérstaka hæfileika til að vera vingjarnlegur eða glaður og góður við aðra. Samt sem áður var það einmitt þetta sem allur bekkurinn hafði beðið með að strika yfir. Að vissu leyti mátti skilja þetta sem svo að það að hafa gott sjálfstraust er ekki bara fyrir þá sem standa framarlega á einhverju ákveðnu sviðið, eins í íþróttum , heldur eitthvað sem allir gátu haft.

Tenging sögunnar við textann sem er til umfjöllunar:Jesús segir að allt sem við gerum öðrum, séum við um leið að gera honum, (sbr. Matt. 25:40. Allt sem þið gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þið gert mér). Það sem ég get fært Jesú – gjöfin í körfunni minni, getur einmitt verið það sem krakkarnir komust að, að vera mikilvægur þáttur í fari þess sem hefði gott sjálfstraust – að vera vinsamlegur og koma vel fram við aðra.

Sagan er úr hugleiðingabók eftir sænska skólaprestinn Torgny Wirén, Under overfladen, gefin út í danskri þýðingu árið 2000. Í bókinni fléttar hann saman eigin reynslu sem starfandi prestur með ungu fólki og sögum sem sumar eru vel þekktar. Söguna þýddi Helga Kolbeinsdóttir.

Page 11: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

11

Markmið- Að kenna börnunum að koma vel fram hvert við annað

og sýna hvert öðru kærleika. Við hjá KFUM og KFUK líðum ekki einelti. Guð hefur skapað okkur hvert og eitt og í hans augum erum við fullkomin eins og við erum. Því eiga allir rétt á að njóta sín og blómstra.

Biblíuvers„Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað.“ (Jóh. 13:34).

Naglasagan- Höfundur óþekkturÞetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins.

Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Hann hafði til dæmis slegist við strák úr bekknum, uppnefnt bekkjasystur sína og skilið hana útundan og skrifað niðrandi færslu um kennarann sinn á netið. Næstu vikurnar lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.

Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir.

Faðirinn tók í hönd sonar síns og leiddi hann að grindverkinu ?

Þú hefur staðið þig með prýði, en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur úr sárinu, en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar, örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör.

Samantekt og umræðurMikil umræða hefur átt sér stað upp á síðkastið um einelti, hatursorðræðu á netinu og ljóta framkomu í garð annarra. Þetta er þörf umræða og enginn á skilið að illa sé komið fram við hann. Eins og kom fram í sögunni þá geta orð og framkoma einnig skilið eftir sig ljót ör á sálinni. En Jesús gengur skrefinu lengra. Hann segir ekki bara að við eigum ekki að hata aðra heldur segir hann að við eigum að elska náunga okkar, elska óvini okkar og biðja fyrir þeim sem koma illa fram við okkur. Á rúmlega 20 stöðum í Nýja testamentinu talar Jesús um að við eigum að elska aðra. Kærleikurinn er kjarni alls þess sem Jesús kennir okkur. Hann vill að við komum fram við aðra á sama hátt og við viljum að komið sé fram við okkur. Auðvitað gerum við mistök einhvern tímann. En við eigum að keppast eftir því að gera það sem er gott. Tökum ekki þátt í einelti. Segjum frá ef við vitum um einhvern sem verður fyrir því. Berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Sigrum illt með góðu. Höfum kærleikann að leiðarljósi, elskum hvert annað eins og Jesús hefur elskað okkur. Þannig gerum við heiminn að betri stað.

BænBænin má aldrei bresta þig

6. Elska náunga þinn

Page 12: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

12

Markmið- Að börnin átti sig á því að við erum öll jöfn fyrir Guði.

Við erum sköpuð nákvæmlega eins og Guð vill hafa okkur og sköpun hans er fullkomin.

- Að börnin átti sig á því því að það er ekki okkar að dæma náunga okkar, við getum aldrei sett okkur fyllilega í spor annarra. Guð einn getur vitað hvað við erum að ganga í gegnum og hvers vegna við hegðum okkur eins og við gerum. Jesús vill að við breytum rétt í lífi okkar og það gerum við þegar við höfum kynnst honum.

BiblíuversÞví að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það. (Lúk. 19:10)

Sakkeus – Lúk. 19:1-10Þegar Jesús fór um voru margir sem eltu hann og voru forvitnir um hvað hann var að gera. Sumir voru vinir hans og hjálpuðu honum. Aðrir voru bara forvitnir og vildu fá lækningu og hjálp Jesú af því að þeir vissu að hann hefði gert mörg kraftaverk. Enn aðrir voru óvinir Jesú, farísearnir, sem voru að fylgjast með öllu sem hann gerði til að geta kært hann.

Dag einn fór Jesús til Jeríkó (sem er gömul borg í eyðimörk). Þar var margt fólk sem fylgdi Jesú. Þar bjó einnig maður að nafni Sakkeus. Sakkeus var ekki vinsæll maður – eiginlega var hann mjög óvinsæll. Hann var tollheimtumaður og allir sem komu inn í borgina þurftu að greiða honum toll. Sakkeus var ekki heiðarlegur. Hann tók meiri pening af fólki en það átti að borga og varð þannig mjög ríkur sjálfur. Hann var gráðugur maður og átti ekki marga vini.

Sakkeus hafði heyrt um Jesú og var forvitinn að sjá hann og vita hvort eitthvað merkilegt gerðist þar sem Jesús var. En Sakkeus var lágvaxinn og sá því ekki almennilega fyrir öllu fólkinu sem var þar að fylgjast með Jesú. Og ekki var fólkið viljugt að aðstoða hann við að sjá. Hann brá þá á það

ráð að klifra upp í tré til að hafa betra útsýni og geta fylgst með. Jesús sá Sakkeus uppi í trénu og öllum að óvörum gekk Jesús að trénu og fór að tala við Sakkeus og sagðist vilja koma heim til hans. Jesús var ekkert að hugsa um að Sakkeus væri óvinsæll og óheiðarlegur. Jesús vissi að Sakkeus var góð og falleg sköpun Guðs og þótti vænt um hann eins og hann var.

Samantekt og umræðurVið skulum ímynda okkur hvernig Sakkeusi hefur orðið við þegar Jesús talaði við hann í trénu og sagðist vilja koma heim til hans. Hvernig hefði okkur liðið ef við hefðum svikið fólk, stolið, logið og vissum upp á okkur sökina – og allt í einu stæði Jesús fyrir framan okkur og horfði í augu okkar? Sakkeus varð glaður að Jesús vildi heimsækja hann.

Þegar hann hafði kynnst Jesú fann hann að hann hafði gert margt rangt og hann iðraðist þess. Hann langaði líka til að bæta fyrir það. Hann ákvað að borga til baka allt sem hann hafði stolið – ferfalt, og helming alls sem hann átti vildi hann gefa fátækum. Jesús varð mjög glaður og blessaði Sakkeus.

Góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að Jesús þekkir okkur líka með nafni og hann vill koma til okkar. Þegar Jesús kemur lýsir hann upp líf okkar og þá sést kannski eitthvað óhreint sem við viljum ekki að hann sjái. Kannski höfum við verið ósanngjörn við systkini okkar, tekið eitthvað sem við máttum ekki eða verið gráðug og frek. Gerum þá eins og Sakkeus, bjóðum Jesú inn.

Þegar við finnum kærleika Jesú og kynnumst honum, langar okkur ekki að gera þá hluti sem særa hann. Þá viljum við ekki vera frek, gráðug og ósanngjörn og viljum bæta fyrir það slæma sem við höfum gert. Það er stundum erfitt, en það veitir okkur mikla blessun og gleði. Jesús hafði líka kennt Sakkeusi að allar manneskjur eru dýrmætar og við eigum að koma fram við þær af virðingu og kærleika.

BænVertu Guð faðir

7. Sakkeus

Page 13: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

13

Markmið- Að börnin átti sig á því að við upplifum Guð á

mismunandi hátt. Til þess að skilja hvernig Guð er þurfum við að lesa Biblíuna vandlega og reyna að skilja samhengið. Það er líka gott að tala við Guð í gegnum bænina og kynnast honum þannig og um leið að gera hann að þátttakanda í lífi okkar.

BiblíuversJesús segir: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. (Jóh. 14:6)

Blindu mennirnir og fíllinn– Þýðing: Auður PálsdóttirNú fáum við að heyra dæmisögu sem segir frá fólki í fornu þorpi þar sem allir íbúarnir voru blindir.

Dag nokkurn þegar sex menn úr þorpinu voru á gangi á veginum mættu þeir manni sem kom ríðandi á fíl. Mennirnir sex höfðu heyrt um fíla en aldrei komið nálægt þeim og spurðu því reiðmanninn hvort þeir mættu nú ekki snerta þessa stóru skepnu. Þá langaði síðan að fara aftur heim til þorpsins og segja hinum þorpsbúunum hvernig fílar líta út.

Reiðmaður fílsins leyfði þeim það fúslega og leiddi þá hvern og einn að ólíkum hlutum fílsins. Blindu mennirnir snertu og struku fílinn þar til þeir voru vissir um hvernig dýrið liti út.

Mennirnir snéru svo heim til þorpsins með eftirvæntingu og sögðu frá reynslu sinni. Þorpsbúar söfnuðust saman til að heyra um fílinn.

Fyrsti maðurinn, sem hafði komið við hlið fílsins sagði ábúðarfullur: „Fíll er eins og stór og þykkur veggur.“

„Hvaða vitleysa er þetta“ sagði annar maðurinn sem hafði þreifað á tönn fílsins. „Hann er frekar stuttur, hringlaga og sléttur, en nokkuð beittur. Ég myndi ekki líkja fíl við vegg heldur spjót.“

Þriðji maðurinn sem hafði snert eyrað mótmælti með móðgunartón. „Fíll er ekkert líkur vegg eða spjóti“ sagði hann.

„Hann er eins og risastórt laufblað gert úr mjúku ullarteppi og hreyfist ef þú snertir það.“

„Ég er algerlega ósammála“ sagði fjórði maðurinn, en hann hafði snert ranann. „Ég get sagt ykkur það að fíll er eins og gríðarstór snákur.“

Fimmti maðurinn sem hafði snert einn af fótum fílsins hrópaði nú í mótmælaskini: „Fíll er hringlaga, nokkuð þykkur og sver eins tré.“

Sjötta manninum hafði verið leyft að sitja á fílnum og andmælti nú hinum. „Getur enginn ykkar lýst fíl almennilega? Það er alveg ljóst að hann eins og gríðarstórt fjall á hreyfingu!“

Allt fram á þennan dag hafa mennirnir haldið áfram að þrátta án þess að þorpsbúarnir séu nokkru nær um það hvernig fíll lítur út í raun og veru.

Samantekt og umræðurÞað er margt hægt að læra af þessari dæmisögu og meðal annars það að ef við viljum læra að þekkja eitthvað, er mikilvægt að afla upplýsinga út frá fleiru en einu sjónarhorni. Eins er ef við viljum kynnast einhverjum þá skiptir öllu máli að eiga samskipti við hann, tala við hann og hlusta á hvað hann hefur að segja.

Biblían lýsir Guði á marga ólíka vegu því fólk upplifir Guð á svo margvíslegan hátt.

Til þess að skilja hvernig Guð er þurfum við að lesa Biblíuna vandlega og reyna að skilja samhengið.

Ef við skoðum bara eina hlið Guðs og kynnumst aðeins einum hluta hans, og þar með bara einni hlið sannleikans, þá eigum við erfiðara með að átta okkur á heildarmyndinni og sjáum þá Guð ekki í réttu samhengi.

Til þess að átta okkur á því hver Guð raunverulega er þurfum við að kynnast honum. Það getum við gert á þrennan hátt.

- Í gegnum Biblíuna: Þar sjáum við hvað Guð segir um sjálfan sig.

- Frá öðrum sem þekkja hann.

- Kynnast honum sjálf í gegnum bænina.

BænBænin má aldrei bresta þig

8. Fílasagan

Page 14: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

14

Markmið- Að börnin viti að Guð er ávallt með okkur. Við getum

hvílt örugg í trausti á hann. Hann er með okkur þegar við göngum í gegnum erfiða tíma.

BiblíuversDrottinn fer sjálfur fyrir þér, hann verður með þér. Hann mun hvorki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast. (5. Mós. 31:8)

Jesús stillir storminn – Lúk. 8:22-25Þegar Jesús var hér á jörðinni fór hann víða, flutti fagnaðarerindið um Guðsríki, kenndi fólkinu og læknaði menn og konur. Dag einn eftir að hafa verið með fólkinu fór hann út á bát með lærisveinum sínum til að sigla yfir um Galíleuvatn. Þegar þeir voru komnir nokkuð á leið þá kom óveður. Stormurinn geisaði og báturinn vaggaði. Veðrið versnaði og versnaði og báturinn tók að fyllast af vatni. Lærisveinar Jesú urðu mjög hræddir og hlupu til Jesú sem hafði lagt sig á bátnum. Þeir vöktu hann og sögðu: „Meistari, meistari, við eigum eftir að deyja, er þér alveg sama? ,,Hjálpaðu okkur.“ Ætli Jesú hafi verið alveg sama um þá? Nei, Jesús stóð upp, sagði vindinum að þegja og hafa hljótt um sig. Um leið gerði stillilogn. Þá spurði Jesú: „Hvers vegna voruð þið hræddir, hafið þið enga trú?“ En lærisveinarnir urðu steinhissa og sögðu: „Hver er þessi maður? Meira að segja vindur og vatn hlýða honum.“ Þeir höfðu eflaust séð margt til Jesú áður og átt að treysta því að hann myndi hjálpa þeim en þeir undruðust samt að vindurinn og vatnið hlýddu honum einnig. Þetta var enn ein staðfestingin á því að hann væri sonur Guðs.

Samantekt og umræðurHvernig ætli það sé að vera í þannig aðstæðum að maður ráði ekkert við eitt eða neitt? Hvernig ætli það hafi verið fyrir lærisveinana að sigla á bátnum, missa alla stjórn á honum og sjá hvernig báturinn smátt og smátt fylltist af vatni? Lærisveinarnir höfðu fylgt Jesú og séð hvers megnugur hann var. En engu að síður urðu þeir hræddir. Það er alveg eðlilegt að vera hræddur í aðstæðum sem við getum ekki stjórnað. En Jesús var alveg rólegur. Hann svaf meira að segja.

Stormurinn í sögunni táknar erfiðleika. Hann minnir okkur á það að lífið getur oft verið erfitt og við lendum í aðstæðum sem okkur finnst við ekki geta tekist á við. Þá verðum við oft hrædd og óörugg. En við gleymum þá, líkt og lærisveinarnir í sögunni, hver er með okkur á siglingunni? Svefn Jesú getur einmitt táknað traust. Hann sýnir okkur hvernig við getum verið örugg og hvílt í trausti til Guðs. Hann hefur lofað okkur því að vera alltaf með okkur og leiða okkur í gegnum erfiðleikana svo við þurfum ekki að gera annað en að leggja traust okkar á hann. Því miður er ekki hægt að lofa neinum því að hann komist áfallalaust í gegnum lífið. En þá er líka gott að eiga Guð að, sem leiðir mann í gegnum lífið, sama hvað bjátar á.

Bæn

Vertu Guð faðir

9. Jesús stillir storminn

Page 15: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

15

Markmið- Að börnin átti sig á því að í öllu okkar líferni þurfum

við að fylgja reglum. Guð setur okkur reglur sem eru leiðbeinandi, þær finnum við í Biblíunni. Einnig fáum við leiðbeiningar í gegnum bænina.

- Guð svarar bænum eins og er okkur fyrir bestu og setur okkur reglur eins og gott foreldri setur börnum sínum, þeim til varnar og heilla.

BiblíuversJesús segir: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. (Matt. 8:12)

Herskip í hættu – Þýð: Auður PálsdóttirÚti var svarta myrkur og þétt þokan lá yfir haffletinum. Skipstjórinn sigldi stóru herskipi sínu varlega og tók engar áhættur. Hann mændi út yfir stafnið og útí myrkrið til að koma auga á hugsanlegar hættur. Hjarta hans tók kipp þegar hann sá glitta í ljóstýru beint framundan. Þetta leit út fyrir að vera stórt skip sem stefndi beint á herskipið.

Til að koma í veg fyrir stórslys flýtti hann sér í talstöðina og sendi hinu skipinu viðvörun. „Þetta er Jeremiah Smith skipstjóri.“ Rödd hans snarkaði í talstöðinni þegar hann fyrirskipaði hinum skip-stjóranum að snúa skipinu 10 gráður til suðurs.

Jeremiah til mikillar furðu virtist ljósið ekki hörfa. Þess í stað heyrðist í talstöðinni, „Herra Smith, þetta er óbreyttur Thomas Johnson. Vinsamlegast beygið 10 gráður til norðurs!“

Jeremiah blöskraði lítilsvirðingin sem honum var sýnd og hann kallaði til baka, „Óbreytti Johnson, þetta er Smith skipstjóri og ég skipa þér að breyta stefnu þinni um 10 gráður til suðurs án tafar!“

Enn var ljósið á sínum stað og allt stefndi í árekstur. Þá heyrðist rödd óbreytts Johnsons aftur í talstöðinni, „Með fullri virðingu herra Smith, skipa ég yður að beygja 10 gráður til norðurs.“

Smith skipstjóri var orðinn æfur af reiði yfir þessum óbreytta sjóliða sem stefndi lífi áhafnar hans í hættu. Hann kallaði aftur í talstöðina, „Óbreytti Johnson, ég get kært þig fyrir

þessa ósæmilegu hegðun. Í síðasta sinn skipa ég þér í nafni yfirvalda að beygja 10 gráður til suðurs. Ég er á herskipi.“

Smith skipstjóri fölnaði þegar hann heyrði lokasvar óbreytts Johnsons, „Kæri herra Smith. Enn og aftur, með fullri virðingu, bið ég yður að beygja 10 gráður til norðurs. Ég er í vita.“

Samantekt og umræðurEitt af því sem við getum lært á þessari sögu er að reglur geta verið mjög mikilvægar.

Reglur hafa verið settar til að auðvelda okkur daglegt líf. Hvernig væri til dæmis að ferðast um á götum ef enginn færi eftir umferðarreglunum?

Leiðbeiningar kristinna manna koma úr Biblíunni. Þar kennir Guð okkur hvað er rétt og rangt, auk þess sem hann sendir okkur heilagan anda sinn, sem gefur okkur skilninginn (Jóh. 16:13).

Hlutverk heilags anda er að starfa til uppbyggingar og einingar í samfélagi kristinna manna.

Verk heilags anda, ávextir andans, valda ekki niðurrifi og sundrungu, heldur skapa kærleika, gleði, frið, gæsku, góðvild og langlyndi, trúmennsku, hógværð og bindindi (Gal. 5:22-23).

Mörg okkar bera litla sem enga virðingu fyrir yfirvaldi. Við hegðum okkur eins og hægt sé að aðlaga lög og reglur að okkar eigin vilja, okkar þörfum og okkar löngunum. Auglýsingarnar hvetja okkur áfram á þeirri leið: „Hafðu hlutina eins og þú vilt.“

Auðvitað getum við ekki alltaf haft hlutina eins og við viljum. Við getum ekki verið eins og Palli sem var einn í heiminum. Við þurfum að laga okkur að þeim reglum sem gilda, fara eftir sömu reglum og aðrir. Annars getur farið illa.

Sannleikur Guðs er eins og viti. Hann haggast ekki til að þóknast okkur. Það erum við sem þurfum að breytast og aðlagast því sem Guð hefur í hyggju fyrir okkur. Við þurfum að fara eftir því sem Guð vill.

Jesús er líka eins og viti. Hann er ljósið sem við getum reitt okkur á. Þegar við hlustum á hann og gerum eins og hann vill þá farnast okkur vel eins og skipstjóranum, þegar hann loksins hlustaði á vitavörðinn og fór eftir því sem hann sagði.

10. Herskip í hættu

Page 16: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

16

En er víst að við skiljum leiðbeiningar sem Guð gefur okkur í orði sínu? Hver kennir okkur það sem við skiljum ekki nógu vel? Það gerir heilagur andi. Það er heilagur andi Guðs sem gefur skilninginn og kveikir trúna í hjörtum okkar. Þess vegna þurfum við stöðugt á honum að halda. Við þurfum ekki bara á fyrirgefningu Guðs að halda. Við þurfum hjálp anda Guðs til að lifa samkvæmt vilja hans, honum til dýrðar og náunganum til nytsemdar. Þess vegna verðum við daglega að biðja Guð um að skapa í okkur hreint hjarta og gefa okkur nýjan stöðugan anda (Sálm. 51:12-15).

BænBænin má aldrei bresta þig

Page 17: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

17

Markmið- Að börnin átti sig á því að Guð elskar þau og þráir

ekkert heitar en að fá að vera með þeim og deila með þeim gleði og sorg. Og þó að við misstígum okkur eða segjumst ekkert vilja með Guð í okkar lífi þá bíður hann með opinn arminn, tilbúinn að taka á móti okkur aftur hvenær sem er.

BiblíuversNálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur. (Jak. 4:8a)

Tveir synir – Lúk. 15:11-32 Jesús sagði eitt sinn dæmisögu af ungum manni sem nennti ekki að vera heima á bóndabænum með föður sínum og eldri bróður. Þó að þessi ungi maður hefði ekki skoðað ferðabæklinga eða séð auglýsingar í sjónvarpi, þá langaði hann að komast burt úr gráum hversdagsleikanum og skoða fjarlæg lönd. Hann þráði ævintýri. Rétt eins og nú, var slíkt ferðalag dýrt svo að hann bað föður sinn um að greiða sér arfinn fyrirfram, þ.e. þann hluta af eignum sem sonurinn myndi fá eftir að faðir hans væri dáinn. Faðir hans lét það eftir syninum og þar með var hann horfinn að heiman. Oft stóð faðirinn og horfði út á veginn sem sonurinn hvarf eftir og vonaði að hann lifði þann dag að sjá hann koma til baka.

Eldri bróðirinn var jarðbundnari. Hann vann áfram á búinu og reyndi að vera föður sínum góður sonur. Trúlega hefur hugurinn stundum hvarflað til litla bróður sem hlaut að lifa í vellystingum á öllum peningunum sem hann tók með sér að heiman. Kannski öfundaði hann bróður sinn og kannski fylltist hann stolti yfir því að hann vann fyrir föður sinn af trúmennsku, var stoð hans og stytta.

En víkur nú sögunni aftur að yngri syninum sem hélt af stað eftir rykugum veginum og brosti af ánægju. Nú skyldi hann sko gera allt það sem hann langaði til. Enginn sagði honum fyrir verkum. Hann fór í burtu í fjarlægt land. Hann kynntist fullt af fólki, hélt partý og veislur á hverju kvöldi. Allir vildu vera vinir hans. Ekkert gat stöðvað hann og hann skemmti sér konunglega. En dag einn þegar hann ætlaði að borga var vasinn galtómur. Sömu sögu var að segja um alla hina vasana. Sonurinn hafði eytt öllum arfinum sem hann hafði

fengið. Ekki króna eftir. Þessir svokölluðu vinir hans voru ekki lengi að láta sig hverfa þegar þeir áttuðu sig á að peningurinn væri búinn. Á augnabliki hafði sonurinn farið frá því að vera vinsælasti maðurinn á svæðinu yfir í að vera allslaus. Hann þurfti því að fá sér vinnu en enginn vildi ráða hann. En hann fékk að gæta svína hjá bónda einum. Hann var orðinn svo svangur að hann langaði mest til að borða mat svínanna. Þá var honum hugsað til vinnumanna föður síns. Þeir fengju alltaf nóg að borða. Hann hugsaði með sér að hann skyldi fara heim og segja við föður sinn: „Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum.“ Síðan hélt hann af stað heim á leið. Þegar hann var farinn að nálgast heimilið sá hann hvar maður kom hlaupandi. Þetta var faðir hans sem kom hlaupandi á móti honum og faðmaði hann. Sonurinn sagði þá við föður sinn: „Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum.“ En viðbrögð föðurins voru að senda þjónana eftir bestu skikkjunni sem til var og klæða hann í, setja hring á hönd hans og klæða hann í skó. Hann vildi einnig láta slátra alikálfinum og slá upp veislu.

Sama dag var eldri sonurinn að koma heim af akrinum þegar hann heyrir að í húsinu er dansað og leikið á hljóðfæri. Hann verður mjög undrandi og kallar til eins vinnumannsins: „Hvað er eiginlega um að vera?“ Og fær svarið: „Bróðir þinn er kominn heim og faðir þinn varð svo glaður að hann lét slátra alikálfinum og sló upp veislu.“ Þessi frétt vakti upp mikla reiði í brjósti eldri bróðurins og hann vildi ekki fara inn og taka þátt í fögnuðinum. Hvað var faðir hans eiginlega að hugsa? Fyrst fer sonur hans að heiman, særir hann og í þokkabót sólundar hann arfinum í skemmtanir og óþarfa munað. Svo er honum fagnað eins og prinsi! Faðirinn kom út til að fá eldri son sinn með í fögnuðinn. En hann sagði: „Hvernig stendur á því að ég sem hef þjónað þér í mörg ár og verið þér hlýðinn sonur, hef ekki fengið svo mikið sem lítið lamb til að halda veislu með vinum mínum. En þegar hann kemur heim, þessi sonur sem hefur eytt eignum þínum í svall og vitleysu, þá slátrar þú alikálfi?“ – Það er auðvelt að skilja reiði unga mannsins, hinn sonurinn átti miklu fremur skilið að fá refsingu. – Faðirinn sagði hins vegar við soninn: „Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér og allt mitt er þitt. En nú verð ég að halda hátíð og fagna því hann bróðir þinn sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur en er fundinn.“

11. Tveir synir

Page 18: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

18

Samantekt og umræðurFöðurnum þótti ákaflega vænt um báða syni sína. Ekkert var honum mikilvægara en að vera með þeim og deila með þeim gleði og sorg. Báðir synirnir brugðust föðurnum einmitt í því. Annar fór burt í fjarlægt land, en fyrir hinum varð samveran við föðurinn svo sjálfsögð að hún hætti að skipta máli. Sonurinn varð upptekinn af því að vera betri en bróðirinn. Þess vegna gat hann ómögulega samglaðst föður sínum því hann sóttist svo eftir því að fá sjálfur hól og viðurkenningu.

Nærvera Guðs getur líka orðið svo sjálfsögð fyrir okkur að við hættum að taka eftir henni og gleymum að hún skiptir máli. Guð er ekki nálægur okkur af því að við erum sérstaklega góð og áreiðanleg. Nálægð Guðs er ekki verðlaun. Guð hefur skapað okkur, honum þykir vænt um okkur og hann vill að við lifum í hendi hans. Eins og bræðurnir í sögunni höfum við kannski villst burtu frá Guði. Og Guð bíður eftir að við komum til hans. Hann bíður, eins og faðirinn í sögunni sem horfði eftir veginum og vonaði að annar sonurinn sneri heim og þurfti að minna hinn soninn sinn á það sem hann átti. Ég veit ekki hvorum syninum ykkur finnst þið líkjast, en öll höfum við syndgað og þörfnumst fyrirgefningar Guðs. Biðjum Guð að það skipti okkur jafn miklu máli að vera nálægt honum eins og það skiptir hann miklu máli að vera nálægt okkur.

BænVertu Guð faðir

Page 19: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

19

Markmið- Að börnin læri að það er mikilvægt að hlusta á það

sem Jesús vill segja við okkur. Þegar við tökum okkur tíma til að hlusta á það sem Jesús vill kenna okkur, getum við lært að fara eftir boðskap hans og gera það sem rétt er.

BiblíuversMeistarinn er hér og vill finna þig. (Jóh. 11:28)

Að hlusta á Guð – Lúk. 10:38-42Á ferðum sínum kom Jesús oft í heimsókn til vina sinna sem áttu heima í Betaníu, litlu þorpi skammt frá Jerúsalem. Þetta voru þrjú systkini, tvær systur sem hétu Marta og María og bróðir þeirra sem hét Lasarus. Öll báru þau mikinn kærleika til Jesú og glöddust alltaf þegar hann kom í heimsókn. Í þá daga voru ekki til símar, svo heimsóknir Jesú og lærisveina hans komu þeim systkinum venjulega mjög á óvart.

Þegar Marta sá Jesú koma í heimsókn, var hún vön að flýta sér að taka til í húsinu, elda góðan mat og baka kökur og þess háttar. Hún vildi að Jesús fengi að njóta alls þess besta sem hún hafði að bjóða.

En Biblían gefur til kynna að María systir hennar, hafi hins vegar látið húsverkin lönd og leið en fylgt Jesú eftir og hlustað vel á allt sem hann sagði. Dag einn, þegar Marta var önnum kafin við að framreiða góðan kvöldverð fyrir Jesú, reiddist hún systur sinni fyrir að láta sig eina um alla vinnuna.

„María ætti að vera hér og hjálpa mér“, hugsaði hún með sér. Síðan fór hún til Jesú og sagði: „Drottinn, hirðir þú eigi um það að systir mín lætur mig eina um að þjóna gestum? Seg þú henni að hjálpa mér.“

En Jesús svarði og sagði við hana: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt. María hefur valið góða hlutann, hann skal ekki verða tekinn frá henni“.

Mörtu fannst það nauðsynlegt að gera allt sem hún gæti til þess að Jesú liði sem allra best og hún lagði mikið á sig til þess að svo mætti vera. En Jesús fannst mikilvægara að hafa athygli Mörtu óskipta.

Samantekt og umræðurHafið þið einhvern tíma farið í heimsókn til fólks sem hefur boðið ykkur að setjast inn í stofu en horfið sjálft inn í eldhús til að baka vöfflur eða búa til einhverjar góðar veitingar? Það verður til þess að ykkur gefst gott tækifæri til að tala við foreldra ykkar eða hvern þann sem kom með ykkur í þessa heimsókn. En þið hefðuð eins vel getað verið kyrr heima og tala þar við foreldra ykkar. Stundum væri jafnvel betra að fá litlar eða engar veitingar en hafa þess í stað tækifæri til að tala við kunningja okkar um það sem okkur liggur á hjarta.

Okkur finnst oft að við verðum að gera eitthvað fyrir vini okkar þegar þeir koma í heimsókn og það er vissulega fallega gert. En ef til vill hafa þeir einmitt komið til að tala við okkur en við verið of önnum kafin til þess að geta hlustað.

Jesús vildi kenna Mörtu mikilvægi þess að hlusta. Það er mjög þýðingarmikið að við hlustum á það sem vinir okkar hafa að segja. En það er sérstaklega mikilvægt að hlusta á það sem Jesús vill segja við okkur. Við getum heyrt það sem Jesús hefur að segja okkur, með því að lesa í Biblíunni, hlusta á hugleiðingu í KFUM og KFUK og læra minnisversin okkar. Þegar við tökum okkur tíma til að hlusta á það sem Jesús vill kenna okkur, getum við lært að fara eftir boðskap hans og gera það sem rétt er.

Nú styttist í aðventuna en hún hefst sunnudaginn 30. nóvember. Aðventan er undirbúningstími jólanna. Margir gleyma sér í jólastressi og fyllast kvíða á þessum tíma. Finnst þeir þurfa að þrífa allt húsið hátt og lágt og kaupa dýrustu og flottustu gjafirnar handa öllum sem þeir þekkja, baka 17 smákökutegundir og skreyta húsið. En hvorki aðventan né jólin snúast um það. Það má sjá svolitla Mörtu í þessum undirbúningi jólanna. En Jesús vill athygli okkar óskipta. Hann vill að við nýtum tímann til að undirbúa hjörtu okkar og huga fyrir komu frelsarans. Aðventan minnir okkur á að sá sem fæddist í Betlehem kemur enn og mun koma. Hann vill að við séum eins og María, áhyggjulaus og tilbúin að hlusta á Jesú og boðskap hans.

BænBænin má aldrei bresta þig

12. Jesús kennir okkur að hlusta- Marta og María

Page 20: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

20

Markmið- Að börnin þekki söguna um komu Jesúbarnsins í

heiminn.

BiblíuversYður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. (Lúk. 2:11)

InngangurNú er tími aðventunnar, sem þýðir koma, konungskoma. Á aðventunni erum við að undirbúa jólin, komu Jesú Krists, sonar Guðs. Margir eru mjög uppteknir því það þarf að ljúka svo mörgu áður en jólin koma. Við bökum, gerum hreint, kaupum gjafir og svo mætti lengi telja. Stundum verður þetta til þess að það sé eins og aðalgesturinn, sá sem er að koma, verði útundan og gleymist, þegar menn keppast við að undirbúa hátíðina og leitast við að gera allt sem best úr garði. Við þurfum að gæta þess að Jesú týnist ekki í öllu pakkaflóðinu og veisluhöldunum.

Jólaguðspjallið – Lúk. 2:1-20En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin er gerð var, þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni, sem var þunguð. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir, en engillinn sagði við þá:

„Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.“

Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirðarnir sín á milli: „Förum beint til Betlehem að sjá það, sem gjörst hefur og Drottinn hefur kunngjört oss.“ Og þeir fóru með skyndi og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið, sem lá í jötu. Þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er þeim hafði verið sagt um barn þetta. Og allir, sem heyrðu, undruðust það, er hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það.

Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það, sem þeir höfðu heyrt og séð, en allt var það eins og þeim hafði verið sagt.

SamantektÁ hverjum jólum, heyrum við þessi gleðitíðindi: „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Við fögnum þeim og erum glöð með fjölskyldum okkar. Það skiptir mestu máli, að gleði okkar sé vegna þess, að við höfum eignast frelsara, sem sætti okkur við Guð.

Mikilvægt er að við höfum rúm fyrir Jesú í hjörtum okkar og lífi. Gætum þess að ekkert verði til þess að hindra það.

Það skiptir ekki máli, að ekki var rúm fyrir Jesú í gistihúsinu, heldur að að það sé rúm fyrir hann í lífi okkar.

BænVertu Guð faðir

13. Jólaguðspjallið

Page 21: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

21

Bænin er afar mikilvægt og gagnlegt verkfæri sem við höfum. Bænin er trúnaðarsamtal við Guð. Við fáum tækifæri til að deila áhyggjum okkar og orða hugsanir. Við getum sagt Guði hvað sem er, ekkert er of stórt eða lítið í hans augum.

Kennum börnunum að biðja, sýnum þeim að hægt sé að biðja á marga mismunandi vegu, hægt er að notast við bænavers sem eru til, hægt er að nýta poppkornsbæn (þar sem hvert og eitt barn segir eina setningu), þakkarbænir, Faðir vorið og venjulegt samtal. Biðja má upphátt og í hljóði, með opin og lokuð augun, hvar sem er og hvenær sem er.

Okkur langar til að biðja ykkur um, kæru leiðtogar, að enda hverja hugleiðingu á bæn. Hægt er að notast við þessi tvö bænavers sem hér eru eða biðja með eigin orðum. Aðalatriðið er bara að börnin kynnist bæninni og mætti hennar.

Vertu Guð faðirVertu, Guð faðir, faðir minní frelsarans Jesú nafni,hönd þín leiði mig út og innsvo allri synd ég hafni.

Hallgrímur Pétursson

Bænin má aldrei bresta þigBænin má aldrei bresta þig,búin er freisting ýmisleg.Þá líf og sál er lúð og þjáðlykill er hún að drottins náð.

Hallgrímur Pétursson

Bænir

Page 22: Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2014

Fræðsluefni KFUM og KFUK fyrir barna- og unglingastarf haustið 2014 er einvörðungu ætlað til notkunar í starfi KFUM og KFUK á Íslandi.