56
1 2.tbl. 2015 FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA Hjól í huga Umferðaröryggisátak FÍB Límmiði fylgir blaðinu BIFREIÐAÞJÓNUSTA FÍB VERSLUN AFSLÆTTIR SHOW YOUR CARD Bílaprófanir Loftpúðamartröðin Rafbílar á Íslandi Ef þú lítur ekki í speglana veist þú ekki af hverju þú ert að missa! Einkennileg niðurstaða úrskurðarnefndar vátrygginga

Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

Embed Size (px)

DESCRIPTION

FÍB Blaðið kemur út 3svar á ári (mars/ júlí /okt) og er sent til 15.000 félagsmanna FÍB og bifreiðatengd fyrirtæki um allt land. Blaðið er fullt af fróðleik um bílinn,umferðina, umhverfismál, fjölskylduna í bílnum, sértilboð, hagsmunabaráttu bifreiðaeigenda o.fl.

Citation preview

Page 1: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

1

2.tbl. 2015

F É L A G Í S L E N S K R A B I F R E I Ð A E I G E N D A

GILT ÖKUSKÍRTEINI HUNSAÐ

Hjól í hugaUmferðaröryggisátak FÍB

Límmiði fylgir blaðinu

BIFREIÐAÞJÓNUSTA FÍB VERSLUN AFSLÆTTIR SHOW YOUR CARD Bílaprófanir Loftpúðamartröðin

Rafbílar á Íslandi

Ef þú lítur ekki í speglana veist þú ekki af hverju þú ert að missa!

Einkennileg niðurstaða úrskurðarnefndar vátrygginga

Page 2: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

2

ÖRYGGI & SPARNAÐUR

Page 3: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

3

Page 4: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

4

LÖÐUR

Rafmagnið er komið í umferð

Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar

Nú liggur straumurinn í rafbílana og þess vegna hefur Orka náttúrunnar opnað 10 hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á rúmu ári. Þannig leggjum við hinni hljóðlátu samgöngubyltingu lið og stuðlum að vistvænum samgöngum.

Kynntu þér staðsetningu hraðhleðslustöðvanna og kosti rafbíla á heimasíðu okkar on.is

ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · [email protected]

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.

ÚTGEFANDI

FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA

Ritstjóri

Stefán Ásgrímsson

Ábyrgðarmaður

Runólfur Ólafsson

HÖFUNDAR EFNIS

RUNÓLFUR ÓLAFSSON

RÓBRT MÁR RUNÓLFSSON

Stefán Ásgrímsson

LjósmyndIR

bOGI AUÐARSON

Stefán Ásgrímsson O.FL.

UMBROT / AUGLÝSINGAR

Bogi Auðarson

[email protected]

Prentun

Ísafoldarprentsmiðja

UPPLAG

16.500

FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA

skúlagata 19

101 Reykjavík

Sími: 414-9999

Fax: 414-9998

Netfang: [email protected]

Veffang: www.fib.is

FÍB Blaðið kemur út þrisvar á ári

og er innifalið í árgjaldinu.

Árgjald FÍB er kr. 7.260.-

Heimilt er að vitna í

FÍB blaðið í öðrum fjölmiðlum

sé heimildar getið

Forsíðumynd:

hÖFUM HJÓLIN Í HUGA

Page 5: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

5

Rafmagnið er komið í umferð

Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar

Nú liggur straumurinn í rafbílana og þess vegna hefur Orka náttúrunnar opnað 10 hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á rúmu ári. Þannig leggjum við hinni hljóðlátu samgöngubyltingu lið og stuðlum að vistvænum samgöngum.

Kynntu þér staðsetningu hraðhleðslustöðvanna og kosti rafbíla á heimasíðu okkar on.is

ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · [email protected]

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.

ÚTGEFANDI

FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA

Ritstjóri

Stefán Ásgrímsson

Ábyrgðarmaður

Runólfur Ólafsson

HÖFUNDAR EFNIS

RUNÓLFUR ÓLAFSSON

RÓBRT MÁR RUNÓLFSSON

Stefán Ásgrímsson

LjósmyndIR

bOGI AUÐARSON

Stefán Ásgrímsson O.FL.

UMBROT / AUGLÝSINGAR

Bogi Auðarson

[email protected]

Prentun

Ísafoldarprentsmiðja

UPPLAG

16.500

FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA

skúlagata 19

101 Reykjavík

Sími: 414-9999

Fax: 414-9998

Netfang: [email protected]

Veffang: www.fib.is

FÍB Blaðið kemur út þrisvar á ári

og er innifalið í árgjaldinu.

Árgjald FÍB er kr. 7.260.-

Heimilt er að vitna í

FÍB blaðið í öðrum fjölmiðlum

sé heimildar getið

Forsíðumynd:

hÖFUM HJÓLIN Í HUGA

Runólfur ÓlafssonFramkvæmdarstjóri

Nýlega hafnaði úrskurðarnefnd í vátryggingamálum bótakröfu félagsmanns

í FÍB á hendur tryggingafélagi Vegagerðarinnar. Maðurinn ók ofan í slæma holu á Mýrargötu í Reykjavík. Talsvert tjón varð á bíl hans.

Mýrargatan er þjóðvegur og því er það á ábyrgð Vegagerðarinnar að halda henni við. Vegagerðin tryggir sig gagnvart hugsanlegum málsóknum á hendur sér vegna óhappa sem rekja má til ástands vegar. En þar sem ábyrgð veghaldara hér á landi er minni en í grannlöndunum firrir það veghaldara bótaskyldu hafi hann ekki vitað af tilvist tjónsorsakarinnar - í þessu tilfelli holunni á Mýrargötunni. Þetta er í raun inntakið í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Engin bótaskylda sé til staðar vegna þess að Vegagerðin vissi ekki af holunni og brást því ekki við og lagfærði tjónagildruna. Í það minnsta hefði ekki tjónþola tekist að sýna fram á það.

Úrskurðarnefndin gerir ekkert með það að tjónþoli gat bent á að fleiri en hann hefðu ekið ofan í holuna umræddu og orðið fyrir tjóni. Ekkert gerir hún heldur með það að reynt hafði verið að klastra í holuna með möl. Sú viðgerð dugði stutt og mikil lausamöl hafði dreifst úr holunni um næsta nágrenni hennar þegar félagsmaður FÍB lenti í henni. Umferð er ávalt gríðarlega mikil um Mýrargötu og á þeim tíma sem umrætt tjón varð, áttu sér stað miklar byggingaframkvæmdir í

næsta nágrenni holunnar miklu. Því má færa rök fyrir því að veghaldara hafi ekki getað dulist að ástand vegarins þarna var gersamlega ófullnægjandi. Í niðurstöðu sinni gerir úrskurðarnefndin ekkert með þessi atriði, minnist ekkert á þau. FÍB gerir alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð. Niðurstaðan og einstaklega fátæklegur rökstuðn-ingurinn hlýtur að vekja spurningar um hlutleysi nefndarinnar og vinnubrögð.

Lengst af var formaður þessarar þriggja manna nefndar hlutlaus starfsmaður Fjármálaeftirlitsins. Það var að mati FÍB ákjósanlegt fyrirkomulag. Núverandi formaður hins vegar er fyrrverandi lögfræðingur þess tryggingafélags sem í hlut á. Þegar hann var skipaður gerði FÍB þó ekki athugasemdir heldur ákvað að láta formanninn njóta vafans enda þótt skipunin gæti vart talist traustvekjandi. En nú liggur „rökstuðningur“ nefndarinnar í þessu máli fyrir og ef úrskurðir hennar verða framvegis því sem næst órökstuddir í málum fyrrverandi vinnuveitanda formannsins, á FÍB ekki annars kostar völ en að kalla eftir því að annar lögfræðingur verði skipaður formaður. Sjá nánar á bls. 38-40.

Dugar að stinga höfðinu í sandinn?

Page 6: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

6

Stefán Ásgrímsson ritstjóri

Efnisyfirlit

8 Euro RAP/iRAP

12 Hjól í huga - umferðaröryggisátak

14 Árekstur bíls og reiðhjóls

16 Rafbílar á íslandi

22 Citroen fjöðrunin senn úr sögunni

24 Bílaverkstæðum gert erfitt fyrir

26 Loftpúðamartröðin

32 Uppdæling eldsneytis - reynsla

33 Íslensk hjólbarðaverksmiðja

34 Bílaprófanir

37 Fjölgun nýskráninga hjá Fiat

38 Niðustaða Úrskurðarnefnar

42 Sjálfbært bensín Audi

43 Góð hugmynd varð staðalbúnaður

44 Fyrsta rallkeppnin á Íslandi

48 Þjónustumerki fyrir rafbíla

49 Bílasýningin Allt á hjólum

50 Show your card afsláttur á flugvöllum

51 Sumarvörur í FÍB verslun

52 Show your card afslættir

53 Tjaldbúðarskírteinið kemur sér vel

54 Bifreiðaþjónusta

sjálfum og gerð þeirra. Varð slysið af því einhver leynd hætta var á eða við veginn sjálfan sem vegfarandi gat ekki séð fyrir?

Í Euro RAP öryggisskoðun eru vegir og vegakaflar metnir út frá slysahættu og síðan stjörnumerktir. Mjög háskalegir vegir fá eina stjörnu en þeir hættuminnstu fimm. Einnar stjörnu vegur er margfalt hættulegri en fimm stjörnu vegna þess að bara við það að lagfæra einnar stjörnu veg og gera hann að tveggja störnu vegi, fækkar dauðaslysum og alvaregum slysum

um helming. Aftur minnka þær um helming þegar tveggja stjörnu vegur er uppfærður í þriggja stjörnu veg og koll af kolli. Við getum lagfært hlutina og bægt hættunni frá. Sjá nánar á bls. 8.

Að óbreyttu getum við reiknað með því að um það bil þrjú þúsund manns eigi eftir

að deyja og/eða slasast alvarlega í umferðarslysum á Íslandi næstu 15 árin. Ætlum við að láta það gerast?

Það hefur lengstum verið almenn trú að kenna megi ökumönnum alfarið um umferðarslys þegar þau verða. Þeir hefðu átt að aka hægar eða gera eitthvað öðruvísi en þeir gerðu, sem auðvitað er sannleikskorn í. En orsakasamhengið er ekki svona einfalt. Slysin ráðast umtalsvert af vegunum

Hjól í huga umferðaröryggisátak

12

Einkennileg niðurstaða úrskurðarnefndar vátrygginga

Þrjú þúsund manns?

10

26

14

Loftpúðamartröðin

Rafbílar á Íslandi

Page 7: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

7

Þrjú þúsund manns?

Við fjármögnum flest milli himins og

jarðar: flæðilínur, flutningatæki, flugvélar, fjórhjól, ferðaþjónustu,

farartæki, ferðavagna og fjölmiðlatæki – og líka

fjölmarga aðra hluti sem ekki byrja á f.

Við aðstoðum með ánægju.

Page 8: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

8

Við Íslendingar getur að óbreyttu reiknað með því að um það bil þrjú þúsund

manns muni deyja og/eða slasast alvarlega í umferðarslysum næstu 15 árin. Þetta kom fram í máli Rob McInerney framkvæmdastjóra iRAP og James Bradford tæknilegs framkvæmdastjóra Euro RAP á fundi þeirra með starfsmönnum FÍB og nokkrum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins og rannsóknanefndar samgönguslysa.

Þetta eru hrollvekjandi tölur. Á heimsvísu er framtíðarsýnin ekki síður skuggaleg. Spáin segir að verði ekkert aðhafst muni 265 milljón manns ýmist slasast alvarlega og varanlega eða deyja á næstu 15 árum (2015-2030). Sé þessi tala sett í samhengi við fólksfjöldatölur þá jafngildir hún 800-faldri íbúatölu Íslands, 85 prósentum af íbúatölu Bandaríkjanna, öllum íbúum Ind-ónesíu, öllum íbúum Þýskalands,

Filippseyja, og Vietnam samanlagt og samanlögðum íbúafjölda Kanada, Taílands, Tyrklands, Kólumbíu og S. Afríku. Segja má að um sé að ræða nokkurskonar drepsóttarfaraldur eða stórstyrjöld. En sem betur eru til aðferðir til að takast á við vandann og afstýra verstu hörmungunum.

„Vandinn er svo alvarlegur að full ástæða er til að bregðast við honum af fullri alvöru. Þessar spár eru fyllilega marktækar,“ segir Rob McInerney. „Þær og eru byggðar á fólksfjöldatölum, mannfjöldaspám og á faraldursfræðilegum spám alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO. Tjónið sem samfélög og þjóðir verða fyrir af völdum umferðarslysanna er gríðarlegt. Skaðinn nemur, samkvæmt okkar útreikningum 2-5 prósentum af vergri (brúttó) þjóðarframleiðslu ríkja. Kostnaðurinn leggst þyngra á fátækari og vanþróaðri ríki en þróuðu iðnríkin,“ sagði Rob McInerney.

Hver Euro RAP/iRAP viðbótarstjarna helmingar slysalíkurnar- segja Rob McInerney frá iRAP og James Bradford frá Euro RAP

Þegar talað er um kostnað samfélaga af umferðarslysum er átt við allan þann kostnað sem til fellur. Hann er í fyrsta lagi vinna viðbragðsaðila eins og lögreglu, bráðaliða og lækna, sjúkraflutningafólks og slíkra aðila. Síðan taka sjúkrahúsin við hinum slösuðu og svo hugsan-lega endurhæfingarstofnanir. Rannsóknaaðilar rannsaka slysin og slysavettvanga, ökutæki og allar aðstæður, slasaða og látna, til að fá yfirsýn yfir atvikakeðjuna alla. Þá er komið að dómskerfinu að dæma í málunum og síðan að greiða út tryggingabætur, vinnutap og annað tjón sem af slysum geta hlotist. Þá er enn ótalinn sá skaði og röskun á högum þeirra sem slasast sem og aðstandenda og fjölskyldna þeirra sem og aðstandenda látinna. Það er ótalmargt sem of langt er að telja upp hér, enda yrði sá listi seint tæmandi. Kjarni málsins er þó ljós – kostnaðurinn er óheyrilegur.

ESB DREGUR Í LAND MEÐ LÍFELDSNEYTIÐ

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

UMFE

RÐAR

ÖRY

GG

I

Page 9: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

9

Heimssamtök bifreiðaeigendafélaga, FIA eiga frumkvæði að stofnun Euro RAP sem er án vafa það verkfæri sem hvað best dugar til þess að halda umferðarslysafaraldrinum í skefjum og draga úr honum. Euro RAP og allar þess systurstofnanir og „afleggjarar“ vinna þannig að vegir eru skoðaðir út frá slysahættu og öryggi vegfarenda. Skoðunaraðferðir og gagnasöfnun og gagnavinnsla hefur mjög breyst í áranna rás og er nú að stórum hluta sjálfvirkt. Upplýsingarnar sem safnað er fara í mikinn gagnagrunn sem metur þær og vegur saman og gefur síðan veginum frá einni upp í fimm stjörnur eftir því hvað þeir eru öruggir. Gagnagrunnur þessi nefnist VIDA og það er ekki síst James Bradford, hinn tæknilegi framkvæmdastjóri Euro RAP sem hefur skapað hann. Gagnagrunnurinn er öllum opinn. Í hann má sækja allar upplýsingar um vegi og einstaka vegarkafla sem hafa verið áhættumetnir, hvar svo sem þeir eru í veröldinni. Hægt er að kalla fram úr grunninum upplýsingar

um einstaka slysa- og hættustaði, hvernig má lagfæra þá til að draga úr slysahættunni og meira að segja líka hvað lagfæringarnar kosta.

En þótt lagfæringar kosti einhverja peninga þá er arðsemi af þeim gríðarlega mikil og miklu meiri en flestir átta sig á. Vegir eru í Euro RAP kerfinu stjörnumerktir eftir því hve öruggir þeir eru. Neðstir og hættulegastir eru einnar stjörnu vegir og efstir og hættuminnstir eru fimm stjörnu vegir. Það þarf hvorki miklar né sérlega kostnaðarsamar endurbætur á einnar stjörnu vegi til að færa hann upp um stjörnuflokk og gera hann að tveggja stjörnu vegi. En við það helmingast líkur á því að fólk slasist eða láti lífið á veginum. Við hverja viðbótarstjörnu helmingast svo slysalíkurnar aftur miðað við næsta stjörnuflokk fyrir neðan,“ sagði james Bradford.

Rob McInerney segir að hingað til hafi vega- og umferðaryfirvöld og raunar velflestir aðrir líka, eins

og t.d. almenningur, fjölmiðlar og stjórnmálamenn, lítt hikað við að kenna ökumönnum um öll dauðaslys, alvarleg slys sem og flest önnur óhöpp sem verða í umferðinni. En þegar nánar er aðgætt er orsakasamhengið töluvert annað og alls ekki eins einfalt og flestir halda. Orsakanna er nefnilega síður en svo alfarið að leita hjá ökumanninum. Slysin ráðast verulega af vegunum sjálfum og gerð þeirra.

Þegar rýnt er í gögn um umferðarslys í heiminum og um vegina sjálfa og gerð þeirra þá kemur margt í ljós. Flest dauðaslys og alvarleg slys á vegum verða í framaná-árekstrum farartækja sem koma úr gagnstæðum áttum, í útafkeyrslum og veltum, þegar ekið er á gangandi og í árekstrum milli bíla og hjólandi fólks á reiðhjólum og vélhjólum. Í öllum þessum slysum skiptir vegurinn, ástand hans og umhverfi allt miklu máli. Lítum á fáein dæmi úr VIDA gagnagrunninum. Dæmin byggja á iRAP athugunum á

Rob McInerney.James Bradford. Ágúst Mogensen rannsóknastjóri samgönguslysa th. og Jóhannes Tómasson frá innanríkisráðuneytinu.

Page 10: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

10

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

vegum í 33 ríkjum, sem samtals eru 164876 km.

Meðfram 80 prósent vega þar sem fótgangandi eru á ferðinni og umferðarharðiinn er 40 km á klst eða meiri, eru engar gangstéttir.

Meðfram 86 prósentum vega þar sem reiðhjólafólk er á ferðinni og umferðarhraðinn er 40 km á klst. eru engar hjólreiðabrautir.

Á 94 prósentum vega þar sem umferð vél- og mótorhjóla er mikil (minnst 20 prósent umferðarinnar) og umferðarhraði er 60 km á klst. eða meiri, er engin aðstaða eða búnaður sem sérstaklega miðast við þarfir mótorhjólafólks.

59 prósent vega með umferðarhraða 80 km á klst. hafa einungis eina akrein í hvora akstursstefnu og umferð til gagnsstæðra átta er ekki aðskilin.

Á 50 prósent beygja á vegum með 80 km umferðarhraða á klst. eða meir, eru háskalegir hlutir í vegkantinum sem valdið geta slysum og bana ef ekið er á þá.

Engin hringtorg er að finna á 72 prósentum vegamóta þar sem afleggjarar tengjast aðalvegum með 60 km umferðarhraða á klst. eða meir.

Ofantalin atriði lýsa sex aðstæðum á vegum – aðstæðum þar sem dauðaslys og alvarleg slys eru tíð. Sumir þeirra staðhátta sem þarna er lýst eru vel þekktir hér á landi og sem hafa verið kunnir slysastaðir eða „svartblettir“ í vegakerfinu. Sem betur fer eru mörg dæmi um lagfæringar sem hafa útrýmt alvarlegum slysum að miklu leyti. – slysum sem áður voru allt of algeng. Dæmi um það eru t.d. hringtorgin á mótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar við Rauðavatn og við Hveragerði og vegrið sem aðskilja aðskildar akstursstefnu t.d. í Ártúnsbrekku og í Svínahrauni.

Þetta er í hnotskurn tilgangurinn með vegrýni Euro RAP og þeirra verkefna sem vaxið hafa út frá því. Tilgangurinn er að skoða um-ferðarmannvirki út frá líklegri slysahættu, benda á þá staði sem þarfnast endurbóta, benda á hvaða endurbætur þarf að gera og hvernig og jafnvel hvað þær kosta. Starfsemi

Euro RAP á Íslandi hefur vissulega borið árangur. Hann felst ekki síst í því að hugarfarsbreyting hefur orðið á þann veg að sjálfsagt þykir nú að huga að örygginu þegar nýir vegir og samgöngumannvirki eru hönnuð. Í öðru lagi felst breytingin í því að ekki þykir lengur sjálfsagt að allri ábyrgðinni á slysalausri umferð sé velt á herðar ökumanna.

Ekki ósvipað hefur gerst í öðrum löndum að sögn Rob McInerney. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á vegakerfum til að gera vegina og umferð um þá öruggari. Lögð hefur verið aukin áhersla á sameiginlega ábyrgð allra á slysalausri umferð - ökumanna, gangandi, hjólandi, löggjafans og veghaldara – allra. Mikill árangur hefur náðst, t.d. í Frakklandi og Hollandi og reyndar mun víðar. Þá hefur Bretland nýlega sett sér það markmið að árið 2020 eigi 90% allrar bílaumferðar sér stað á þriggja stjörnu og þaðan af betri vegum. Vegir með 50 þúsund bíla dagsumferð eða meiri, verði minnst fjögurra stjörnu. Með þessu einu mun banaslysum og alvarlegum slysum fækka stórlega.

UMFE

RÐAR

ÖRY

GG

I

Page 11: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

11

Meðfram 80 prósent vega þar sem fótgangandi eru á ferðinni og umferðarharðiinn er 40 km á klst eða meiri, eru engar gangstéttir.

Meðfram 86 prósentum vega þar sem reiðhjólafólk er á ferðinni og umferðarhraðinn er 40 km á klst. eru engar hjólreiðabrautir.

Á 94 prósentum vega þar sem umferð vél- og mótorhjóla er mikil (minnst 20 prósent umferðarinnar) og umferðarhraði er 60 km á klst. eða meiri, er engin aðstaða eða búnaður sem sérstaklega miðast við þarfir mótorhjólafólks.

59 prósent þeirra vega þar sem umferðarhraði er 80 km á klst. hafa einungis eina akrein í hvora ak-stursstefnu og umferð til gagnsstæðra átta er ekki aðskilin.

Á 50 prósent beygja á vegum með 80 km umferðarhraða á klst. eða meir, eru háskalegir hlutir í veg-kantinum sem valdið geta slysum og bana ef ekið er á þá.

Engin hringtorg er að finna á 72 prósentum vegamóta þar sem afleggjarar tengjast aðalvegum með 60 km umferðarhraða á klst. eða meir.

Árlegur kostnaður samfélaga vegna dauðaslysa og alvarlegra umferðarslysa er gríðarlegur. 43 prósent alvarlegra slysa sem meðhöndluð eru á sjúkra-húsum Victoria-fylkis í Ástralíu áttu sér stað í umferðinni.

Page 12: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

12

UMFE

RÐAR

ÖRY

GG

I

FÍB stendur um þessar mundir að mikilvægu um-ferðaröryggisátaki sem nefnist Hjól í huga! Markmið

þess er að efla vitund ökumanna um hjólreiða- og mótorhjólafólk í umferðinni – hina óvörðu veg-farendur. Átakið er alþjóðlegt og nefnist á ensku Think Bike! Gert hefur verið myndband sem hægt er að nálgast hjá FÍB. Myndbandið sýnir nakinn mann hjóla í umferðinni og þá athygli sem nekt mannsins vekur hjá öðrum vegfarendum.

Myndbandið sýnir tvennt: Annars-vegar það að allir vegfarendur; ökumenn sem aðrir taka strax eftir hjólreiðamanninum af því hann er nakinn. Á hinn bóginn undirstrikar nektin líka hversu viðkvæmur hin óvarða manneskja er í umferðinni og hversu lítið má út af bera til að hún verði fyrir líkams- eða jafnvel fjörtjóni. Þetta skyldu allir hafa í huga, bæði ökumenn en líka og ekki síður hjólreiðamennirnir sjálfir.

Upphaflega fæddist hugmyndin

Framkvæmdastjóri FIA svæðis 1 er Daninn Jacob Bangsgaard. Hann segir að Think Bike/Hjól í huga! sé einstakt að því leyti hversu vel það nær að skila hinum mikilvæga boðskap sínum til almennings með góðri blöndu kímni, einfaldleika og alvöru. Það minni ökumenn á muna alltaf eftir hinum viðkvæmu vegfarendum í umferðinni, ekki síst í þéttri umferð miðborganna þar sem allt að þriðjungur vegfarenda eru á ferðinni á reiðhjólum og vél-hjólum. „Það er ástæðan fyrir því að FIA ákvað að taka þátt í verkefninu og hvetja aðildarfélögin til þess hvert og eitt að ýta úr vör sínum eigin Hjól í huga!/ Think Bike! verkefnum.“

FÍB hefur nú byrjað að dreifa mynd-bandinu til sýninga, Hægt er að nálgast það á heimasíðu og facebook-síðu FÍB. Í dreifingu eru einnig litlir gulir sjálflímandi viðvörunarþríhyrningar til að líma á baksýnisspegla bíla og þannig minna hina akandi á að hafa hjólin í huga.

Hjól í hugaað átakinu hjá breskum vegaþjón-ustumanni, sarfsmanni AA, hins breska systurfélags FÍB. Vegaþjónustumaðurinn fékk hugmyndina að átakinu eftir að mótorhjólahjólamaður, kunningi hans, hafði látið lífið í umferðarslysi. AA stóð síðan að fyrsta Think Bike! umferðarátakinu sem hófst í marsmánuði í fyrra. Átakið vakta mikla athygli í Bretlandi og í framhaldinu tóku heimssamtök bifreiðaeigendafélaga, FIA hugmynd-ina upp á sína arma og styðja við Think Bike! herferðir um allan heim. Þessar herferðir hafa nú þegar komið fyrir augu milljóna manna og eiga eftir að ná til miklu fleiri eftir því sem þær breiðast út um veröldina. Hinn íslenski þáttur hennar; Hjól í huga! á vafalítið eftir að sjást miklu víðar en á Íslandi, þar sem myndbandi FÍB verður dreift til systurfélaganna í Evrópu á næstunni.

FIA samtökin eru svæðaskipt eftir heimshlutum og tilheyrir FÍB svæði 1 (Region 1), sem er Evrópa, Mið-Austurlönd og Afríka.

Umferðaröryggisátak FÍB í samstarfi við Hjólabætum Ísland

Ef þú lítur ekki í speglana veist þú ekki af hverju þú ert að missa!

Page 13: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

13

ÞETTA ER ÁMINNING TIL ÞÍN UM AÐ NOTA SPEGLANA OG GLEYMA EKKI REIÐHJÓLUNUM OG VÉLHJÓLUNUM

Þessa límmiða má setja á útispeglana, á hurðaklæðninguna, hliðarrúðurnar eða á mælaborðið.Reiðhjólamiðinn á að vera farþegamegin oen mótorhjólamiðinn ökumannsmegin.

Athugið! Staðsettu ekki límmiðann þar sem hann kann að skerða útsýni þitt eða hylja hverskonar viðvörunarmerki t.d. frá blindsvæðisskynjara.

Tökur á öryggismyndbandi FÍB; Hjól í huga fóru fram í miðbæ Reykjavíkur í björtu júníveðri en köldu. Leik-arinn, Guðmundur Elías Knudsen hjólar á eftir fjór-hjólinu og Ólafur Rögnvaldsson kvikmyndagerðarmaður myndar.

Bjarki Þór Arnarson frá Björgunarsveitinni Kjölur á Kjalarnesi gerði tökurnar mögulegar með því að koma á nýju hjóli sveitarinnar. FÍB þakkar björgunarsveitinni þetta ómetanlega framlag hennar.

Fjölmenni var í miðbænum þegar tökur fóru fram og ekki ófáir myndavélasímarnir sem fóru á loft við að sjá allt í einu nakinn karlmann koma hjólandi.

Guðmundur Elías varðist kuldanum milli taka ýmist með teppi eða Kraft-samfestingi. Það er Hjörtur starfsmaður FÍB sem hér aðstoðar Guðmund Elías.

Límmiða er hægt að nálgast hjá: FÍB Skúlagötu 19 10 - 11 verslunum um land allt Flestum hjólreiða- og bifhjólaverslunum Nánar á fib.is

Page 14: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

14

HVA

Ð SE

GJA

GIN

UM

HJÓ

LIN

Með auknum vinsældum hjólreiða á Íslandi hefur því miður fjölgað verulega tilvikum þar sem slys verða við árekstur bifreiða og hjóla. Vakna þá ýmsar spurningar um réttarstöðu ökumanna og hjólreiðamanna. FÍB blaðið hefur með aðstoð lögmanns FÍB tekið saman nokkur atriði þessu tengd, einkum þó þau er varða tjón og tryggingar.

Árekstur reiðhjóls og bíls - hver er staða reiðhjólamanna í eftirmálum slysa?

- Tjón á hjólreiðamanni

o Hjólreiðamaður fær líkamstjón sitt bætt úr ábyrgðartryggingu ökutækisins, sbr. 88. gr. umferðarlaga.

Tilvik 1:

Ökumaður bifreiðar sýnir af sér gáleysi sem verður til þess að hann lendir í árekstri við hjólreiðamann. Sökin liggur því hjá ökumanninum.

- Tjón á reiðhjólinu

o Hjólreiðamaður fær munatjón sitt bætt úr ábyrgðartryggingu ökutækisins, sbr. 88. gr. umferðarlaga.

- Tjón á ökumanni bifreiðarinnar

o Ökumaður fær bætur úr slysatryggingu ökumanns vegna líkamstjóns síns, sbr. 92. gr. umferðarlaga.

- Tjón á bifreiðinni

o Ökumaður fær ekki bætur fyrir þetta tjón nema hann sé með húftryggingu (kaskótryggingu). Án hennar ber hann tjón sitt sjálfur.

Tilvik 2:

Hjólreiðamaður sýnir af sér gáleysi sem verður til þess að til árekstrar kemur við ökutæki. Sökin liggur því hjá hjólreiðamanninum.

- Tjón á hjólreiðamanni

o Hjólreiðamaður fær líkamstjón sitt bætt úr ábyrgðartryggingu ökutækisins jafnvel þótt hann hafi sýnt af sér gáleysi. Bætur til hjólreiðamannsins mætti hins vegar lækka eða fella niður ef talið yrði að hann hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða ásetning, sbr. 2. mgr. 88. gr. umferðarlaga. Þetta kynni til dæmis að eiga við ef í ljós kæmi að hann væri ölvaður. trar kemur við ökutæki. Sökin liggur því hjá hjólreiðamanninum.

- Tjón á reiðhjólinu

o Ekki er sjálfgefið að hjólreiðamaðurinn fái þetta tjón sitt bætt, enda má lækka eða fella niður bætur fyrir munatjón ef sá sem fyrir tjóni varð var meðvaldur að því af ásetningi eða gáleysi, sbr. 3. mgr. 88. gr. umferðarlaga. Athuga ber að hér er ekki áskilið stórkostlegt gáleysi. Minni háttar gáleysi nægir því til að hjólreiðamaðurinn fái ekki bætur fyrir munatjón sitt.

- Tjón á ökumanni bifreiðarinnar

o Hjólreiðamaðurinn yrði bótaskyldur samkvæmt almennum reglum gagnvart ökumanni bifreiðarinnar fyrir líkamstjón ökumannsins, sbr. 3. mgr. 90. gr. umferðarlaga. Ökumaðurinn kynni að geta sótt bætur í heimilistryggingu hjólreiðamannsins, en í öllu falli gæti hann sótt bætur í slysatryggingu ökutækisins síns.

- Tjón á bifreiðinni

o Hjólreiðamaðurinn yrði bótaskyldur samkvæmt almennum reglum gagnvart ökumanni bifreiðarinnar fyrir tjón á bifreiðinni, sbr. 3. mgr. 90. gr. umferðarlaga. Ökumaðurinn kynni að geta sótt bætur í heimilistryggingu hjólreiðamannsins. Ef ökumaðurinn hefði tekið húftryggingu (kaskótryggingu) gæti hann sótt bætur þangað.

Hagkvæmbílafjármögnunfyrir viðskiptaviniMeð reiknivélinni á arionbanki.is getur þú skoðað greiðslubyrði og hvaða fjármögnunarkostir henta þér.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

5-1

38

4

Page 15: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

15

Hagkvæmbílafjármögnunfyrir viðskiptaviniMeð reiknivélinni á arionbanki.is getur þú skoðað greiðslubyrði og hvaða fjármögnunarkostir henta þér.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

5-1

38

4

Smiðsbúð 2 210 GarðabæSími 577 6670 [email protected]

ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR

BIFREIÐAVERKSTÆÐI GARÐABÆJAR

Mekka

Getum tjakkað spíssa úr mörgum gerðum bíla án þessa að taka heddin af.

Getum borað spíssa úr 2.0L Renault, Nissan og

Opel ef spíss slitnar.

Skiptum um tímareimar, hjólalegur, spindilkúlur, stýrisenda og bremsubúnað. Gírkassa- og vélaviðgerðir. Yfirförum og gerum við.

Færum í skoðun sé þess óskað. Fljót og góð þjónusta!

NÝ OG BETRI

ÞJÓNUSTA

Eigum rafmagnstengi fyrir spíssa og tveggja til

sex pinna skynjara.

LOSUMSPÍSSA!

Page 16: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

16

Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I S. 540 1700 I lykill.is I [email protected]

Lán til alltað 7 ára

10% útborgun af nýjum bíl

8,5%Lægstu vextir

Nýir bílar á betri kjörum!Lykillán er hagkvæm leið til að eignast bíl. Með Lykilláni bjóðum við nú

hærra lánshlutfall og lægri vexti.

Þú finnur bíl sem hentar

þínum þörfum.

Við fjármögnum allt að 90% af

kaupverði bílsins.Lykillán Nýir

bílar 1 2 3 Við aðlögumgreiðslubyrðinaað þínum fjárhag.

Íslensk stjórnvöld hafa á liðnum árum haft á stefnuskrá sinni að auka orkuskipti í samgöngum.

Með aukinni tækniþróun er ljóst að orkuskiptin eru líklega skemmra undan en áður var talið.

Rafbílar eru alltaf að verða vænlegri valkostur í samgöngum. Tæknilega og rekstrarlega eru rafbílarnir orðnir mun betri. Stjórnvöld hafa einnig eflt tímabundið samkeppnishæfni rafbíla með því að fella niður inn-flutningsgjöld og virðisaukaskatt af rafknúnum bílum. FÍB fagnar þessum aðgerðum stjórnvalda til þess að draga úr hindrunum við innleiðingu á nýrri og umhverfisvænni tækni.

Bíllinn veitir okkur mikið frelsi og á hundrað árum hefur hann orðið helsta samgöngutæki heimsins. Bíllinn hefur átt mikinn þátt í aukinni velmegun á liðnum áratugum. Á Íslandi hefur bíllinn haft jákvæð áhrif á tengingu byggða, menningartengsl og athafnalíf.

Hér á landi er nánast öll raforka endurnýjanleg framleiðsla. Nú þegar er til næg raforka í landinu til að fullnægja orkuþörf alls bifreiðaflota

landsmanna. Rafbíllinn hentar íslenskum orkubúskap mjög vel sérstaklega í ljósi frekari framþróunar rafbíla og rafhlaðna. Allt þetta gefur Íslandi mikla möguleika á að verða fyrsta land í heimi sem nýtir næstum eingöngu endurnýjanlega orkugjafa í samgöngum og til húshitunar.

Ennþá eru rafbílar aðeins lítið hlutfall af heildar bílaflota landsmanna. Uppbygging innviða s.s hraðhleðslustöðva er skammt á veg komin en þróunin hefur verið jákvæð síðustu misserin. Almenningur er farinn að líta á rafbílinn sem fýsilegan kost. Hér á eftir eru nytsamar upplýsingar um íslenska rafbílamarkaðinn. Úttektin er ekki tæmandi og nær aðeins yfir „hreina“ rafbíla, þ.e. ekki tvinn- eða tengiltvinnbíla, sem seldir eru hér á landi. Þessi listi verður einnig aðgengilegur á heimasíðu FÍB og verður hann uppfærður eftir því sem fleiri rafbílar verða kynntir á Íslandi sem og þegar nýir hleðslumöguleikar verða í boði.

Rafbílar á Íslandi

Hleðslutími í heimahleðslustöðvum sem gefinn er upp í eftirfarandi upptalningu er miðaður við þær stöðvar sem umboðin mæla með. Margvíslegar heimahleðslustöðvar eru í boði, en verð á þeim fer frá um 130.000 kr – 490.000 kr, eftir því hve aflmiklar þær eru.

Page 17: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

17

Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I S. 540 1700 I lykill.is I [email protected]

Lán til alltað 7 ára

10% útborgun af nýjum bíl

8,5%Lægstu vextir

Nýir bílar á betri kjörum!Lykillán er hagkvæm leið til að eignast bíl. Með Lykilláni bjóðum við nú

hærra lánshlutfall og lægri vexti.

Þú finnur bíl sem hentar

þínum þörfum.

Við fjármögnum allt að 90% af

kaupverði bílsins.Lykillán Nýir

bílar 1 2 3 Við aðlögumgreiðslubyrðinaað þínum fjárhag.

Page 18: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

18

BÍLAPRÓFUN FÍB RAFMAGNSBÍLAR

Verð

Rafhlaða

Hámarks afköst

Uppgefin drægni

Raun drægni

BLNissan Leaf

3.990.000

24 kWh

Lithium-Ion

80 kW (108 hö),

254 Nm

199 km

100 - 160 km

BLNissan e-NV200 4.790.000 kr

sem sendibíll, 4.990.000 kr sem 5 manna

fólksbíll

24 kWh Lithium-Ion

80 kW (108 hö),

254 Nm

170 km (skv. NEDC*)

80 - 120 km

BLRenault Kangoo EV

4.390.000

22 kWh Lithium-Ion

44 kW (59 hö),

226 Nm

170 km

80 - 120 km

AskjaKia Soul EV

4.750.777

27 kWh Lithium-Ion

81.4 kW (109 hö),

285 Nm

212 km (skv. NEDC*)

130–190 km

EvenKia Soul EV

4.590.000

27 kWh Lithium-Ion

81.4 kW (109 hö),

285 Nm

212 km (skv. NEDC*)

130 - 190 km

EvenTesla

Model S Frá

12.390.000

70 kWh eða

85 kWh Lithium-Ion

Frá 270 kW (360 hö),

441 Nm

502 km (skv. NEDC*)

360 – 480 km

EvenNissan Leaf

Frá 3.990.000

24 kWh

Lithium-Ion

80 kW (108 hö),

254 Nm

199 km

100 - 160 km

Rafbílar á Íslandi og umboðin sem selja þá:

Page 19: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

19

Hleðslutími

Hleðslutími Heimahleðslu- stöð

11 klst

m.v.220V og 16A öryggi

4 klst m.v. 230V og 32A

öryggi

11 klst m.v. 220V og

16A öryggi

4 klst m.v. 230V og 32A

öryggi

11 klst m.v. 220V og

16A öryggi

4 klst m.v. 230V og 32A

öryggi

14 klst

5 klst í heima-hleðslustöð (ekki innifalin í verði)

sem kostar 180.000 kr. + 50.000 kr. uppsetning frá

Rönning

14 klst

5 klst

20 klst m.v. 220V og 16A

öryggi

U.þ.b. 3 klst

11 klst m.v. 220V og 16A

öryggi

4 klst m.v. 230V og 32A

öryggi

*NEDC: New European Drive Cycle Raundrægni miðast við íslenskar og/eða norskar aðstæður út frá reynslu og skráðum gögnumHraðhleðsla - Það tekur alltaf 20-30 mínútur að hlaða upp í 80% á þeim bílum sem eru með CHAdeMO staðal

Bíllinn er byggður á nýjustu kynslóð Kia Soul og er fyrsti rafbíllinn sem Kia framleiðir á alþjóðlegan markað. Bíllinn er með djarft útlit og rúmgóður. Bíllinn er með 7 ára Kia ábyrgð og vel búinn aukabúnaði. Soul EV fékk 4 stjörnur í áreks-trarprófun EuroNCAP.

Bíllinn er byggður á nýjustu kynslóð Kia Soul og er fyrsti rafbíllinn sem Kia framleiðir á alþjóðlegan markað. Bíllinn er með djarft útlit og rúmgóður. Bíllinn er með 7 ára Kia ábyrgð og vel búinn aukabúnaði. Soul EV fékk 4 stjörnur í áreks-trarprófun EuroNCAP.

Lúxus 7 manna rafbíll með miklum þægindum og auka-búnaði. 8 ára ábyrgð á rafhlöðu og drifbúnaði. Mesta aksturs-drægni rafbíla á markaðnum. Hægt er að fá bílinn í fjórum útfærslum. Tesla Model S er með 5 stjörnur í árekstrarprófun EuroNCAP.

Bíllinn var kjörinn ,,sendibíll ársins í Evrópu 2012”. Kangoo EV er skemmtilegur valkostur fyrir fyrirtæki og þjónustuaðila sem kjósa umhverfisvænan og eyðslugrannan sendibíl.

Kemur bæði sem sendibíll og 5 manna fólksbíll. Fjölnotabíll fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Þrjár stjörnur í árekstrarprófun EuroNCAP

Fimm manna fjölskyldubíll með gott farangursrými. Leaf var kjörinn bíll ársins 2011 og hefur verið verið í farar-broddi rafknúinna fjölskyldubíla liðin ár. Hægt er að fá bílinn í þrem útfærslum. Nissan Leaf er með 5 stjörnur í árekstrarprófun EuroNCAP.

Fimm manna fjölskyldubíll með gott farangursrými. Leaf var kjörinn bíll ársins 2011 og hefur verið verið í farar-broddi rafknúinna fjölskyldubíla liðin ár. Hægt er að fá bílinn í þrem útfærslum. Nissan Leaf er með 5 stjörnur í árekstrarprófun EuroNCAP.

Page 20: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

20

BÍLAPRÓFUN FÍB RAFMAGNSBÍLAR

EvenNissan e-NV200

Frá 4.250.000

24 kWh

Lithium-Ion

80 kW (108 hö),

254 Nm

170 km

80 - 120 km

EvenRenault Zoe

Frá 3.990.000

22 kWh

Lithium-Ion

65 kW (88 hö),

220 Nm

210 km (skv. NEDC*)

100 - 160 km

HeklaVW e-Up

Frá

3.190.000

18,7 kWh

Lithium-Ion

60 kW (83 hö),

210 Nm

160 km (skv. NEDC*)

100 - 140 km

HeklaVW e-Golf

Frá 4.590.000

24 kWh

Lithium-Ion

85 kW (115 hö),

270 Nm

190 km (skv. NEDC*)

120-160 km

HeklaMitsubishi

i-MiEV Frá 3.380.000

16 kWh

Lithium-Ion

49 kW (66 hö),

196 Nm

160 km (skv. NEDC*)

80 – 155 km

Verð

Rafhlaða

Hámarks afköst

Uppgefin drægni

Raun drægni

BMW i8 sportlegur rafbíll.Hefur ekki verið í boði á Íslandi enn.

Page 21: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

21

11 klst m.v. 220V og

16A öryggi

4 klst m.v. 230V og 32A

öryggi

6-8 klst m.v 220V og 16A

öryggi

1 klst t.d. crOhm-stöð

(32A og 22kW) sem kostar

290.000 kr hjá Even

8 klst m.v. 220V og 16A

öryggi

4 klst m.v. 230V og 32A öryggi

8-9 klst m.v. 220V og 16A

öryggi

4 - 5 klst m.v. 230V og 32A

öryggi

6 klst m.v. 230V og 16A

öryggi

3 - 4 klst m.v. 230V og 32A

öryggi

Hleðslutími

Hleðslutími Heimahleðslu- stöð

*NEDC: New European Drive Cycle. Raundrægni miðast við íslenskar og/eða norskar aðstæður út frá reynslu og skráðum gögnum

Lipur fimm manna bill. Byggður á sama grunni og Renault Clio en aðeins lengri og hærri til þaksins. Fyrsti rafbíllinn með Caméléon-hleðslu sem gefur möguleika á hraðhleðslu heima. Takmörkuð hleðslugeta með venjulegri innstungu. Zoe fékk fimm stjörnur í EuroNCAP árekstrarprófuninni.

Lipur smábíll fyrir fjóra. Kjörinn í borgarsnattið. Heima-hleðslustöð fylgir með í kaupum. Up hefur ekki verið árekstrarprófaður sem rafbíll.

Snarpur 5 manna fjölskyldubíll í millistærð með gott farang-ursrými. Heimahleðslustöð fylgir með í kaupum hjá Heklu. VW e-Golf hefur ekki verið árekstrarprófaður.

Fjögurra sæta smábíll sem hefur verið á íslenskum markaði frá upphafi þessa áratugar. Fjórar stjörnur í árekstrarprófi EuroNCAP.

Kemur bæði sem sendibíll og 5 manna fólksbíll. Fjölnotabíll fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Þrjár stjörnur í árekstrarprófun EuroNCAP

Ökumenn rafbíla geta meðal annars fengið áfyllingu á bílinn við IKEA, á stöð sem ON hefur sett upp í samstarfi við IKEA. Frá vinstri: Ásdís Gíslason, markaðsstjóri ON, Guðný Camilla Aradóttir, markaðsfulltrúi og ábyrgðarmaður umhverfismála hjá IKEA.

Page 22: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

22

BÍLAPRÓFUN FÍB HLEÐSLUSTÖÐVAR VIÐ VEGINN

Hraðhleðslustöðvar ONwww.on.is

ON hefur sett upp 10 hraðhleðslustöðvar sem eru af CHAd-eMO staðli sem. Upplýsingar um þá bíla sem geta nýtt sér stöðvarnar er að finna á vefsíðu ON, www.on.is. Meðal tegunda eru:

• NissanLeaf• Nissane-NV200• Mitsubishii-MiEV• MitsubishiOutlanderPHEV• KiaSoulEV

Uppsetning hraðhleðslustöðvanna er tilraunaverkefni ON í samstarfi við BL og Nissan Europe og er til tveggja ára. Hraðhleðslustöðvar eru öryggisventill fyrir rafbílaeigen-dur en flestir rafbílar eru hlaðnir heima. Stöðvarnar gefa rafbílaeigendum tækifæri að auka þá vegalengd sem þeir komast á sínum bílum. Árið 2014 þegar verkefnið hófst var stærsti hluti rafbílaeigenda á höfuðborgarsvæðinu og því var teiknaður „krans“ umhverfis það svæði. Rafbílaeigendur hafa tekið stöðvunum vel og hefur rekstur þeirra gengið samkvæmt áætlun.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Kynntu þér bílafjármögnun Landsbankans á landsbankinn.is.

Hagkvæm fjármögnunatvinnutækjaLandsbankinn býður fyrirtækjum hagkvæma fjármögnun

á bifreiðum, vélum og rekstrartækjum. Við bjóðum

sveigjanleika í greiðslubyrði og allt að 80% lánshlutfall.

Staðsetningar hraðhleðslustöðva á Íslandi í júlí 2015:

Page 23: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

23landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Kynntu þér bílafjármögnun Landsbankans á landsbankinn.is.

Hagkvæm fjármögnunatvinnutækjaLandsbankinn býður fyrirtækjum hagkvæma fjármögnun

á bifreiðum, vélum og rekstrartækjum. Við bjóðum

sveigjanleika í greiðslubyrði og allt að 80% lánshlutfall.

Page 24: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

24

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

TÆKN

I

Vökva-gasfjöðrunarkerfi Citroën er senn úr sög-unni. Þegar hætt verður

að framleiða C5 bílinn - eina Citroënbíllinn með kerfinu, þá verður það hreinlega lagt af. Það er einfaldlega of dýrt í framleiðslu og með nútíma tækni er hægt að ná sömu fjöðrunarmýkt en á miklu ódýrari hátt.

Vökva-gasfjöðrunarkerfið kom fyrst fram í Citroën DS upp úr árinu 1950 en með tímanum kom kerfið fram í fleiri gerðum Citroënbíla. Bílarnir með kerfinu voru einstaklega mjúkir í hreyfingum og bílarnir bókstaflega liðu yfir holur og öldur í vegunum. Eina sem kerfið réði ekki mjög vel við voru svokölluð þvottabretti sem

stundum myndast á malarvegum. Á þvottabrettunum var eins og kerfið gæti ekki svarað nógu fljótt og hefði ekki undan og þá dró úr fjöðrunargetunni og bílarnir urðu hastir.

En meginkostur kerfisins var sá að hægt var að hækka bílana sem gat komið sér vel t.d. í snjóþyngslum. Citroën DS var sérlega mjúkfjaðrandi í lægstu akstursstöðu, en því meir sem hann var hækkaður með þar til gerðri stöng milli framsætanna, þeim mun hastari varð bíllinn og í efstu stöðu fjöðruðu hjólin hreinlega ekki neitt. Bíllinn varð eins og traktor í akstri en

Citroën gasfjöðrunin senn úr sögunni- allt of dýr í framleiðslu segir framleiðandinn

um leið var álíka hátt undir botn hans eins og hæstu breyttu jeppa nútímans.

Skrifari þessara orða heyrði eitt sinn íslenskan trúarleiðtoga lýsa för sinni til Akureyrar að vetrarlagi á Citroën DS. Öxnadalsheiðin var þá kolófær vegna snjóa en trúarleiðtoginn kvaðst hafa keyrt á fullri ferð inn í skaflana í lægstu stöðu. Þegar bíllinn svo sat fastur, stillti maðurinn í hæstu stöðu og bakkaði út úr sköflunum eins og ekkert væri og endurtók þetta síðan aftur og aftur uns hann komst í gegn, Og til Akureyrar komst hann svo og lofaði guð sinn hástofum fyrir Citroën bifreiðar.

Page 25: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

25

Bílskúrshurðirfyrir íslenskar aðstæður

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

Héðinshurðir eru glæsilegar og endingargóðar bílskúrshurðir sem hafa sannað sig í rysjóttu íslensku veðurfari. Gerðar úr galvanhúðuðu stáli með þykkri einangrun, þola mikið vindálag og kulda.

Fyrsta �okks viðhalds- og varahlutaþjónusta. Ítarlegar leiðbeiningar um uppsetningu fylgja.

Page 26: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

26

Síðan 2008 hafa yfir tíu bílaframleiðendur neyðst til að innkalla um 34 milljónir

bíla vegna meintra gallaðra loftpúða. Allar þessar innkallanir tengjast aðeins einum framleiðanda loftpúða – hinum indversk-japanska Takata. Í fyrra hóf svo General Motors að innkalla bíla vegna gallaðs kveikiláss sem talinn er vera frumorsök a.m.k. 50 dauðaslysa. Hinn gallaða kveikilás er að finna í velflestum bandarískum fólksbílagerðum GM- alls um 34 milljónum bíla. Takata loftpúðainnköllunin nær til 10 bílaframleiðenda í Evrópu, Japan fleiri Asíuríkjum og í Ameríku. Af fyrirliggjandi gögnum má ætla að alls hafi verið innkallaðir 70-90 milljón bílar árið 2014 í heiminum vegna loftpúðanna og kveikilásanna hjá GM.

Innkallanirnar vegna Takata loft-púðanna og kveikilássins hjá GM eru sannarlega fyrirferðarmiklar, en auk þeirra hafa bílar verið inn-kallaðir af ýmsum fleiri ástæðum. Engu er líkara en að eftir því sem bílar hafa orðið tölvu- og tæknilega flóknari hafi öryggiságöllum fjölgað að sama skapi. Bílaframleiðendum ber að tilkynna yfirvöldum um alla öryggisgalla sem gætu haft slys og dauða í för með sér. Vegna minniháttar galla sem tæpast teljast lífshættulegir geta þeir farið sér

hægar og jafnvel látið duga að lagfæra þá í næstu þjónustuskoðun. Dæmi um slíka galla eru mörg og misstór. Ett það nýjasta og stærsta er þegar ADAC, systurfélag FÍB í Þýskalandi uppgötvaði rétt fyrir síðustu jól að hægt væri að opna 2,2 milljónir nýlegra BMW bíla með venjulegum farsíma.

Engin samræmd tölfræði yfir framleiðslugalla og innkallanir á bílum – meiriháttar sem minniháttar – fyrirfinnst á einhverjum einum aðgengilegum stað. Og það finnast hreinlega hvergi marktæk gögn um innkallanir á hinum rísastóru og vaxandi mörkuðum Rússlands, Kína og víðar í Asíu. Um minniháttar galla sem ekki hafa komið inn á borð

umferðaröryggisyfirvalda er fátt að finna í Evrópu og Bandaríkjunum sbr. áðurnefnda BMW bíla sem hægt reyndist að brjótast inn í með farsímann einan að vopni. Af og til berast þó fregnir af slíku frá ýmsum aðilum eins og t.d. þýsku stofnuninni Center of Automotive Management (CAM). CAM hefur greint frá því að á síðustu fáum árum hefur þurft að færa 63 milljónir bíla á verkstæði í Bandaríkjunum til að uppfæra tölvurnar í þeim. En þegar farið er yfir gögn sem þessi má með réttu draga þá ályktun að innkallanir bíla á síðasta ári hafi verið verið verulega fleiri en stóru öryggisinnkallanirnar vegna loftpúða og kveikilása eða að öllum líkindum allt að 90 milljón bílar hið minnsta.

-34 milljónir bíla innkallaðar vegna háskalegra loftpúða

loftpúðamartröðin

Page 27: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

27

Hver er skýringin?

Þróun og markaðssetning nýrra bílagerða hefur aldrei áður verið jafn hröð og ör og nú. Þess vegna hefur tími til að þrautprófa og þróa nýja bíla og nýja tækni heldur aldrei verið knappari en nú þrátt fyrir það að bílarnir eru stöðugt að verða tæknilega flóknari. Sömu íhlutir eru notaðir í stöðugt fleiri tegundir og gerðir bíla til að halda kostnaðinum niðri. Jafnframt því eykst þrýstingur á undirframleiðendurna sem framleiða íhlutina og tæknibúnaðinn að halda verðlagningu sinni í skefjum og það leiðir oft til minni vöruvöndunar og rýrara gæðaeftirlits. Einstakir íhlutir verða rýrari að gæðum, eins og einmitt Takata loftpúðarnir og kveikilásarnir hjá GM. Mary Barra forstjóri GM var spurð um þetta og hversvegna GM hefði ekkert aðhafst fyrr en nýlega, hafandi vitað af gölluðu kveikilásunum í yfir áratug og hún svaraði: „Það hefur eitthvað farið úrskeiðis og hræðilegir hlutir hafa gerst. Nú gerum við allt sem við getum til að hreinsa þetta upp.“

Komið hefur fram að verkfræðingar og tæknimenn GM vissu af því að í kveikilásunum umræddu var slöpp fjöður sem gæti gefið sig. Ef það gerðist rofnaði straumrásin og drapst

á bílnum. Þegar vélin deyr á fullri ferð, verða hemlar bílsins nánast óvirkir, stýrið verður mjög þungt og loftpúðarnir og annar tölvustýrður öryggisbúnaður bílsins verður óvirkur. Til þessa hafa 50 dauðaslys verið rakin samkvæmt upplýsingum bandarískrar lögmannastofu sem sér um málarekstur fyrir aðstandendur þeirra sem farist hafa í þessum slysum.Skaðabótakröfur skipta milljörðum dollara og GM hefur þegar kostað milljörðum dollara til að lagfæra gallann.

Síðla hausts 2008 innkallaði Honda Motor 4.000 Accord og Civic bíla af árgerð 2001. Ástæðan var sú sprengihulsa Takata loftpúða gæti sprungið og tætt loftpúðann og málmflísar úr sprengibúnaðinum dreifst um farþegarýmið.

Í maí 2009 lést ung stúlka í Okla-homa þegar loftpúðinn í stýrinu sprakk og málmbrot skutust í háls hennar. Bíll stúlkunnar var Honda Accord árgerð 2001. Bæði Honda og Takata neituðu því að um galla væri að ræða en samþykktu þó að greiða ótilgreindar dánarbætur.

Í desember 2009 fórst kona í Virg-iníuríki. Hún ók Honda Accord árgerð 2001 og lenti í minniháttar

árekstri. Loftpúðinn sprakk út og „sprengjubrot“ úr búnaðinum skutust í háls hennar og rufu slagæð. Fjölskylda hinnar látnu höfðaði mál á hendur Honda og Takata árið 2011 og krafðist rúmlega 75 milljón dollara dánarbóta þar sem Honda og Takata hefði verið kunnugt um galla loftpúðanna allt frá árinu 2004. Sátt náðist áður en málflutningur hófst. Samkvæmt henni greiddu Honda og Takata ættingjunum 3 milljónir dollara.

Takata loftpúðamálið hefur kom-ið harðast niður á Honda sem hef-ur innkallað alls sex milljón bíla vegna gallaðrar sprengihulsu fyrir loftpúðana. Við árekstur, jafnvel mjög minniháttar, sprakk þessi sprengihulsa og málmbrot úr henni þeyttust út í fólksrými bílanna eins og frá handsprengju. Fimm dauðaslys eru rakin til svona sprenginga. Takata málið hefur mjög dregið úr tiltrú til Hondabíla og sala á þeim stórlega dregist saman bæði í Bandaríkjunum en líka í Evrópu.

Honda byrjaði að innkalla bíla vegna loftpúðanna haustið 2008. Í apríl var hún svo víkkuð út 2011. Þá voru innkallaðir 896 þúsund Honda og Acura bíla af árgerðum 2001-2003 til að leita uppi sprengihleðslur fyrir Takata loftpúða sem gætu verið

Bandaríski þingmaðurinn, Demókratinn Bill Nelson, sýnir hér gallaðan loftpúðabúnað frá Takata.

Page 28: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

28

gallaðar. Þessi innköllun var svo útvíkkuð enn í desember sama ár.

Í apríl 2013 innkölluðu Toyota Motor, Honda, Nissan Motor og Mazda Motor 3,4 milljón bíla um allan heim vegna Takata loftpúða. Í maímánuði bætist svo BMW í hópinn. Allt málið er þá farið að hafa mjög slæm áhrif á orðspor og fjárhag Takata sem tilkynnir um hundruða milljóna dollara tap.

Í september 2013 lést maður á Acura TL fólksbíl. Loftpúðinn í bílnum sprakk út í smávægilegum árekstri á bílastæði og áverkar eftir „sprengjubrot“ í andliti og á hálsi ökumannsins drógu hann til dauða.

Árið 2014

Í júní 2014 víkkaði Toyota út fyrri innköllun og náði hún nú til 2,27 milljón bíla um allan heim. Um svipað leyti hóf bandaríska

umferðaröryggisstofnunin NHTSA að rannsaka hvort lítill eða enginn fyrirvari á sprengingu Takata loftpúða tengdist á einhvern hátt því hversu hátt loftrakastigið væri á notkunarsvæði bílanna. Þann 23. júní víkkuðu Honda, Nissan og Mazda út fyrri innkallanir um 2,95 milljón bíla sem þar með náði þá til 10,5 milljón bíla á samtals fimm ára tímabili - allt saman út af Takata loftpúðum. 16. júlí innkallaði BMW um 1,6 milljón bíla á heimsvísu. Þann 2. október varð svo enn eitt staðfesta dauðsfallið. Þá lést kona í Orlando í Flórída af áverkum frá sprengihleðslu Takata loftpúða eftir árekstur. Bíll konunnar var Honda Accort árgerð 2001.

22. október víkkaði NHTSA út innkallanir undangenginna 18 mán-

aða vegna Takata loftpúða. Þar með náði hún orðið til 7,8 milljón bíla í Bandaríkjunum. Þann 27. okt. var höfðað opinbert mál í Florida á hendur Takata og nokkrum bílaframleiðendum, þar á meðal Honda og Toyota fyrir að hafa haldið leyndri vitneskju um gallaða loftpúða. Þann 7. nóvember birtist svo grein í New York Times um að yfirmenn Takata hefðu skipað tæknifólki að eyðileggja skýrslur um prófanir sem höfðu leitt í ljós sprungur og ágalla í sprengihulsum fyrir loftpúða. Í kjölfar þessa kröfðust þingmenn Demókrata lögreglurannsóknar á vinnubrögðum Takata.

Þann 13. nóvember tilkynnti Honda að kona í Malasíu hefði látið lífið af sárum sem hún hlaut af

Page 29: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

29

„sprengjubrotum“ frá loftpúðanum í bíl af gerðinni Honda City. Þótt Takata segðist í kjölfarið hafa endurbætt sprengibúnað púðanna, ákvað Honda engu að síður að víkka enn út sínar fyrri innkallanir. Þar með náðu þær til samtals 10 milljón Honda bíla.

Það sem af er þessu ári, 2015 hefur eitt dauðaslys enn orðið af völdum loftpúða-sprengihleðslu. Það var í febrúar í Houston í Texas. Hinn látni ók Honda Accord árgerð 2002 með Takata loftpúðum. Í framhaldi af því hétu nýir yfirmenn Takata því að leitin að gölluðum loftpúðabúnaði yrði hert og gölluðum búnaði yrði skipt út fyrir gallalausan. En þolinmæði bandarískra yfirvalda var komin að þrotum og þrátt fyrir góð orð um herta leit, voru lagðar dagsektir á Takata frá 20. febrúar fyrir það að ganga óheilir

til samstarf við yfirvöld. Sektirnar nema 14 þúsund dollurum á dag. Þá hefur Honda ráðið bandarískt verkfræðifyrirtæki til að rannsaka gallana í Takata loftpúðunum. Loks hefur Toyota boð-að nýja innköllun á heimsvísu. Hún mun ná til 5 milljón bíla, m.a. af gerðunum Corolla og Vitz árgerð 2003-2007. Sömuleiðis ætlar Nissan að innkalla 1,56 milljón bíla til viðbótar og fleiri framleiðendur hafa boðað hið sama. Þar með ná innkallanir vegna Takata lofpúða til 34 milljóna bíla á átta árum.

Plasthlífará húdd, glugga og ljós

arctictrucks.is

Kletthálsi 3 - 110 Reykjavík - sími 540 4900 - www.arctictrucks.is

Page 30: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

30

-Hvað með þinn bíl?Bílar á Íslandi eru lang flestir framleiddir samkvæmt evrópskum stöðlum enda ætlaðir til sölu og notk-unar í Evrópu. All-margir bandarískir bílar eru einnig skráðir hér á landi. Velflestir þeirra eru framleiddir fyrir N. Ameríkumarkaðina (Banda-ríkin og Kanada). Í sumum tilfellum kann því að vera óvissa um hversu virk ábyrgð framleiðenda bílanna er hér í Evrópu. Söluumboð og innflytjendur bíla hér á landi fá allar upplýsingar um innkallanir bíla sem og ýmis sér-verkstæði fyrir einsta-kar tegundir bíla. Nokkuð er hins vegar misjafnt hversu innkallanir vegna framleiðslugalla skila sér hingað norður til Íslands og FÍB fær talsvert reglulega tilkynningar frá félagsmönn-um sem telja að bílar þeirra hafi ekki verið innkallaðir enda þótt þeir hefðu átt að vera það. Best er því að bíleigendur reyni að verða sér sjálfir úti um upplýsingar um þessi mál. Á fib.is undir flokknum umferðaröryggi/innkallanir bíla má finna yfirlit yfir innkallanir síðustu ára:

Page 31: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

31

Á eftirfarandi lista má sjá hvaða bíltegundir og –gerðir eru með Takata loftpúðum:

Honda:2001-2007 Honda Accord2001-2006 Honda Civic2003 Honda Civic Hybrid2002 Honda CR-V2003-2011 Honda Element2002-2004 Honda Odyssey2003-2008 Honda Pilot2006 Honda Ridgeline

Toyota:2003-2007 Toyota Corolla2003-2007 Toyota Matrix2003-2007 Pontiac Vibe2002-2005 Toyota Sequoia2003-2005 Toyota Tundra

BMW:2004-2006 BMW 325Ci2004-2006 BMW 325i2004-2005 BMW 325Xi2004-2006 BMW 330Ci2004-2006 BMW 330i2004-2005 BMW 330Xi2004-2006 BMW M3

Chrysler:2005-2007 Chrysler 3002005-2007 Chrysler 300C2007 Chrysler Aspen2005-2007 Chrysler SRT8

Dodge:2005-2007 Dodge Charger2005-2007 Dodge Dakota2004-2007 Dodge Durango2005-2007 Dodge Magnum2004-2007 Dodge Ram 15002005-2007 Dodge Ram 25002006-2007 Dodge Ram 35002005 Dodge Dakota2005 Dodge Magnum2003-2005 Ram Pickup

Mitsubishi:2006-2007 Mitsubishi Raider2004-2005 Mitsubishi Lancer

Ford:2004-2008 Ford Mustang2005-2006 Ford GT

2004-2005 Ford Ranger

Acura:2003-2006 Acura MDX2002-2003 Acura TL2003 Acura CL

Mazda:2004-2008 Mazda62006-2007 Mazdaspeed 62004-2008 Mazda RX-8

Saab:2005 Saab 92X

Subaru:2003-2005 Subaru Baja2003-2005 Subaru Impreza2003-2005 Subaru Legacy2003-2005 Subaru Outback

Infiniti:2003-2005 Infiniti FX35,452006 Infiniti M35,452003-2004 Infiniti I35

Nissan:2003-2004 Nissan Pathfinder2004-2006 Nissan Sentra

Lexus:2002-2005 Lexus SC

Pontiac:2003-2005 Pontiac Vibe

Bílar innkallaðir í fyrra

BMW: 627,615 bílar samtals2000 – 2005 3 Series Sedan2000 – 2006 3 Series Coupe2000 – 2005 3 Series Sports Wagon2000 – 2006 3 Series Convertible2001 – 2006 M3 Coupe2001 – 2006 M3 Convertible

Chrysler: 371,309 bílar samtals2003 – 2008 Dodge Ram 15002005 – 2008 Dodge Ram 25002006 – 2008 Dodge Ram 35002006 – 2008 Dodge Ram 45002008 – Dodge Ram 55002005 – 2008 Dodge Durango2005 – 2008 Dodge Dakota2005 – 2008 Chrysler 300

2007 – 2008 Chrysler Aspen

Ford: 58,669 bílar samtals2004 – Ranger2005 – 2006 GT2005 – 2007 Mustang

General Motors:2003 – 2005 Pontiac Vibe2005 – Saab 9-2X

Honda: 5.4 milljón bílar samtals2001 – 2007 Honda Accord2001-2002 Honda Accord with V6 engines2001 – 2005 Honda Civic2002 – 2006 Honda CR-V2003 – 2011 Honda Element2002 – 2004 Honda Odyssey2003 – 2007 Honda Pilot2006 – Honda Ridgeline2003 – 2006 Acura MDX2002 – 2003 Acura TL/CL2005 – Acura RL

Nissan: 694,626 bílar samtals2001 – 2003 Nissan Maxima2001 – 2003 Nissan Pathfinder2002 – 2003 Nissan Sentra2001 – 2003 Infiniti I30/I352002 – 2003 Infiniti QX42003 – Infiniti FX

Mazda: 64,872 bílar samtals2003 – 2007 Mazda62006 – 2007 MazdaSpeed62004 – 2008 Mazda RX-82004 – 2005 MPV2004 – B-Series Truck

Mitsubishi: 11,985 bílar samtals2004 – 2005 Lancer2006 – 2007 Raider

Subaru: 17,516 bílar samtals2003 – 2005 Baja2003 – 2005 Legacy2003 – 2005 Outback2004 – 2005 Impreza

Toyota: 877,000 bílar samtals2002 – 2005 Lexus SC2002 – 2005 Toyota Corolla2003 – 2005 Toyota Matrix2002 – 2005 Toyota Sequoia2003 – 2005 Toyota Tundra

34 milljónir bíla innkallaðar vegna háskalegra loftpúða

Page 32: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

32

Gríðarlegur verðmunur eða allt að 30.000 kr. getur verið á uppdælingu á röngu

eldsneyti sem fyrir slysni hefur ver-ið dælt á bílinn. Það fékk Halldór Ólafsson félagsmaður FÍB að reyna laugardaginn fyrir sl. páska. Halldóri segist svo frá:

„Laugadaginn 4.apríl 2015 fyrir páska kl.13.30 e.h. var ég fyrir því óláni að dæla bensíni á dísilbílinn minn hjá Atlantsolíu við Bílshöfða. Ég átta mig á þessu þegar ég er búin að dæla 65 lítrum.af bensíni í stað olíunnar. Mér brá í brún og hvað var til ráða? Á dælunni var gefið upp neyðarnúmer sem ég hringdi í. En þar sem þetta númer er tengt á Securitas er svarað þar og sá sem svarar segir að ég sé ekki sá fyrsti þann daginn. Hann gefur mér því næst samband við Oliudreifingu. Þar var mér sagt að þeir geti verið komnir eftir 20 mín. og þetta kosti 44.000 kr í næturvinnu og helgidagavinnu en kosti 14.000 kr í dagvinnu á virkum dögum. Ég var tilneyddur að taka þessu eða bíða ella með bílinn fram á þriðjudag. Ég tók þessu því tilneyddur en hét því að athuga málið nánar eftir helgina.

Eg hafði svo samband við FÍB þar sem ég er félagsmaður til nokkra ára. Þar var mér sagt að Sólning sé með samskonar þjónustu. Þangað hringdi ég og var sagt að gjaldið sé 14.000 kr. í dagvinnu en 20.000 kr. í nætur- og helgidagavinnu. Ennfremur sá ég að N1 er lika með samskonar þjónustu. Ég hafði samband þangað og fékk þær

upplýsingar að gjaldið þar á bæ væri um 14.000 kr. í dagvinnu og 23.000 kr. í nætur og helgarvinnu.

Mér blöskraði þessi græðgi hjá Olíudreifingu og hringdi því þangað og bað um samtal við fram-kvæmdastjórann. Hann var sagður upptekinn á fundi en ég bað um að hann hefði samband við mig, sem hann svo gerði. Ég bar málið upp við hann og hann sagðist myndu kanna það og hringja síðan í mig daginn eftir.

Hann hafði svo samband aftur og gaf þær skýringar að um hefði verið að ræða útkall sem reiknast fjórar klst. og hver klst. kosti 11.000 kr. Bið eftir dælumanninum hefði verið 15 mín. Þvínæst hefði það tekið um 30 mín. að dæla bensíninu af bílnum (samtals 45 mín). Taka skal fram að starfsmaðurinn sem dældi bensínu upp stóð sig óaðfinnanlega á allan hátt og var fyrirtæki sínu til sóma. Eins voru samskiptin við framkvæmdastjóra Olíudreifingar bæði mjög hreinskiptin og bein.

En við þessa verðlagningu var ég mjög ósáttur. Ég tók það skýrt fram við framkvæmdastjóra Olíudreifingar og að málinu væri ekki lokið af minni

UPPDÆLING EFTIR RANGA ELDSNEYTISÁFYLLINGU

Sólning. Milli kl. 8-18 – 12.900 kr. – Milli kl. 18-8 - Kr.23.000N1. Afdæling per klst. 14.240 kr - Milli 18-24 bætist við gjaldið- 7900 –kr álag – Stórhátíðarálag/ útkall 12.000 kr. – Fyrir aðstoð frá kl:18-24, um helgar og stórhátíðar-daga er útkall innheimt samhliða þeirri þjónustu ser veitt er samkvæmt gjaldskrá N1.Olíudreifing. – Milli 8-17 – 15.500 kr. – Eftir klukkan 17 til 8 – 44.000 kr.Skeljungur. – Milli 8-17 - 10.000 –kr. – Milli 17-8 – 20.000 kr.

hálfu heldur myndi ég greina frá því opinberlega þar sem mér blöskraði og að ég gæti ekki sætt mig við að okrað væri á okkur borgurunum með þessum hætti. Hann bað mig þá að bíða með að gera málið opinbert í einn sólarhring meðan hann hefði samband við sinn yfirmann. Jafnframt lofaði hann að hringja næsta dag. Við það stóð hann hins vegar ekki. Ég hringdi þá í hann og þá tjáði hann mér að ekki væri ætlunin að breyta þessari gjaldtöku Olíudreifingar.

Ég get því ekki annað en látið vita af þessu og hef þegar haft samband við Atlantsoliu. Þar hefur því verið lofað að haft verði samband við Securitas. Ég tel það vera skyldu okkar neytenda að fylgjast með verðlagi í landinu og hvet eindregið fleiri að láta vita ef þeir hafa lent í svipaðri stöðu og ég.

Við hljótum öll að vilja veita aðhald sem stuðlað getur að lægra og sanngjarnara verði. Það er það vopn sem við getum beitt í viðskiptaumhverfi þar sem álagning er frjáls og ekkert opinbert eftirlit með óhóflegri verðlagningu söluaðila þjónustu fyrirfinnst.“

- 30 þús. kr. verðmunur dagvinnu og helgidagataxta

Page 33: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

33

Sólning. Milli kl. 8-18 – 12.900 kr. – Milli kl. 18-8 - Kr.23.000N1. Afdæling per klst. 14.240 kr - Milli 18-24 bætist við gjaldið- 7900 –kr álag – Stórhátíðarálag/ útkall 12.000 kr. – Fyrir aðstoð frá kl:18-24, um helgar og stórhátíðar-daga er útkall innheimt samhliða þeirri þjónustu ser veitt er samkvæmt gjaldskrá N1.Olíudreifing. – Milli 8-17 – 15.500 kr. – Eftir klukkan 17 til 8 – 44.000 kr.Skeljungur. – Milli 8-17 - 10.000 –kr. – Milli 17-8 – 20.000 kr.

Fréttavefur Morgunblaðsins greinir frá því að í bígerð sé að gangsetja á Íslandi umhverfisvæna verksmiðju sem framleiða á vetrarhjólbarða sem sérstaklega eru gerðir fyrir erfiðar vetraraðstæður á norðlægum slóðum. Stofnað hefur verið félagið Iceland Tyres. Að því standa erlendir og inn-lendir fjárfestar Framkvæmdastjóri er Gunnlaugur Erlendsson.

Gunnlaugur segir við Morgunblaðið að þeir sem standa að baki félaginu séu leiðandi norrænir sérfræðingar í dekkjaiðnaðinum frá Nokian Tyres í Finnlandi og hópur af fjárfestum m.a. frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Ekki sé ætlunin að framleiða nokk-ur dekk í hátækniverskmiðjunni fyrirhuguðu, heldur nokkrar milljónir. Stefnt sé að því..... „að byggja dekkjaverksmiðju sem yrði

sú umhverfisvænsta í heiminum.Umhverfisvæn dekk séu flókin mark-aðsvara sem er bundin mörgum öryggisstöðlum, og framleiðsla þeirra

Íslensk hjólbarðaverksmiðja-hágæða vetrarhjólbarðar fyrir norðurslóðir

byggist á hugarafli og starfskrafti frekar en að vera orkufrekur iðnaður,“ segir Gunnlaugur.

Page 34: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

34

REYN

SLUA

KSTU

R-SA

MAN

BURÐ

UR

Í þessum samanburði verða teknir fyrir tveir glænýjir japanskir fjölskyldubílar sem eflaust margir eiga eftir að erfiða við að

velja á milli. Annars vegar höfum við Subaru Outback og hins vegar Nis-san X-Trail. Báðir bílar voru kynntir á Íslandi fyrr á þessu ári, fást báðir hjá bílaumboðinu BL og keppast um athygli kaupenda sem leita að skyn-samlegum fjölskyldum með nokkra getu utan vega og í vetrarfærð. Báðir bílar eru talsvert breyttir umfram fyrri kynslóðir sínar, en meðan Subaru fer örugga og hreinlega frekar líflausa leið í útlitshönnun þá er X-Trail gjörólíkur fyrri kynslóðum. Nú sver hann sig í ætt við hinn nýja Nissan Qashqai og er auðvelt að rugla þeim saman séu þeir séðir úr fjarlægð.Fyrst var reynsluekið Out-back í Premium útfærslu með 2.0 lítra, 150 hestafla dísilvél, því næst LUX útfærslu með 2.5 lítra, 175 hestafla bensínvél og loks X-Trail í Tekna 4WD útfærslu með 1.6 lítra, 130 hestafla dísilvél. Báðir Outback bílar komu með nýja kynslóð CVT sjálfskiptingar á meðan einungis er hægt að fá X-Trail með 6 gíra beinskiptingu vilji maður bílinn með fjórhjóla-drifi.

Innrétting og tæknibúnaðurSæti beggja bíla voru rúmgóð, auðstill-anleg og þægileg. Ökumaður situr þó ögn hærra í X-Trail ásamt því að í ho-num er hærra til lofts og betra útsýni út um framrúðu. Efnisnotkun var full-komlega viðsættanleg og einkenndist af smekklegri blöndu leðurs og plasts sem var mjúkt viðkomu og gaf gæði vel til kynna. Sama er að segja um aft-ursætin; nóg pláss fyrir þrjá fullorðna og fótapláss svipað og í fyrsta farrými flugvéla. Farangursrými voru flenni-

stór, með gott aðgengi ásamt því að hægt var að fella niður aftursætin úr farþegarýminu með einu handtaki. Að auki er hægt að fá X-Trailinn í 7 sæta útfærslu, en Outbackinn ekki.Báðir bílar voru afar vel búnir með öllum helsta nútímabúnaði. Subaruinn var útbúinn hinum glænýja Eye-sight búnaði sem er í raun samvinna myndavéla og skynjara sem hreinlega koma í veg fyrir að ökumaður eigi kost á að lenda í árekstri. Þar ber að nefna akreinavara, sem lætur ökumann vita

Nissan X-TrailSubaru Outback

Subaru Outback

Page 35: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

35

ef hann slysast yfir á vitlausa akrein (gerist þó ekki ef stefnuljós er kveikt), blindapunktsviðvörun, sem lætur öku-mann vita með ljósi í hliðarspeglum hvort bíll sé í „blinda punktinum“ og loks hinn radarstýrði hraðastillir. Hann virkar þannig að bíllinn heldur föstum fyrirfram ákveðnum hraða, en styður þó við bremsurnar ef hann nál-gast bíl sem ferðast hægar – án þess þó að ökumaður snerti fótstigin. Um leið og bíllinn fyrir framan harðar á sér eða beygir í burtu er hraðinn aukinn á ný upp í áður tilgreindan hraða. Loks er bíllinn útbúinn skýrri bakkmyndavél sem auðveldar að leggja þessum an-nars talsvert langa bíl. X-Trail bíllinn skartar allsvipuðum búnaði, að undanskildum radarstýrða

hraðastillinum. Hins vegar er hann útbúinn svo-kölluðu 360° myndavélakerfi. Það samanstendur af 4 myndavélum; í framgrilli, á afturstuðara og undir báðum hliðarspeglum, sem í fullkom-num samhljómi mynda 360° mynd umhverfis bílinn og má því sjá hæt-tur og hindranir við hvert horn bílsins þegar honum er lagt. Að auki er hann útbúinn eins konar „bíl-astæðaaðstoð“, en hún sér um að stýra bílnum í samhliða stæði án þess að ökumaður snerti stýrið, en stýrir eingöngu fótstigu-num. Báðir bílarnir voru útbúnir 7“ upplýsinga-snertiskjá og voru afþreyingarkerfi bílanna bæði mjög skilvirk í notkun. Ef velja ætti á milli stelur Subaruinn

sigrinum naumlega, þá helst vegna þess hve svörun skjásins við snertingu var næmari en í Nissaninum. Bæði X-Trail og bensínútfærsla Outback voru prófaðir í sínum fínustu útfærslum og skörtuðu þá t.a.m. rafstýrðum leðursætum, topplúgu og rafdrifnum afturhlera. Ódýrari útfærslurnar eru jafnfærir akstursbílar, en hver og einn verður að gera upp við sig hvað hann er til í að verja háum fjárhæðum í það sem sumir gætu kallað „gerviþarfir“.

AksturseiginleikarBáðir bílar reyndust þægilegir í akstri; hljóðlátir bæði með tilliti til vélarhljóðs og til vega- og dekkja-hljóðs. Góð fjöðrun beggja bíla gerði akstur mjúkan, hvort sem keyrt var á malarvegi, malbiki eða yfir hraðahi-ndranir. Bensínvélin í Outbackinum var áberandi hljóðlátust, en dísil-

Nissan X-Trail

Page 36: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

36

vélarnar tvær svipaðar hvor annarri í hljóðstyrk. Subaru Outback kemur með McPherson fjöðrun að framan, en ólíkt mörgum bílum sem hannaðir eru með kostnað og hagkvæmni að leiðarljósi er að finna tvöfaldar klof-spyrnur (e. double wishbone) að aftan sem eiga það til veita meiri stöðugleika í háhraðabeygjum en leyfa á sama tíma mikla lóðrétta færslu þegar keyrt er yfir grófar ójöfnur líkt og steina eða snjóskafla. Nissan X-Trail er eins með McPherson fjöðrun að framan, en fjölarmafjöðrun (e. multi-link) að aftan, sem er nú sennilega algengasta gerð afturfjöðrunar þar sem hún er tiltölulega ódýr í hönnun og framleiðs-lu, ekki plássfrek og hefur að mörgu leyti svipaða eiginleika og tvöföldu armarnir. Í sannleika sagt þarf að fara langt út fyrir lögleg mörk hraðaksturs og torfæruaksturs til að taka eftir raunverulegum mun á þessum gerðum fjöðrunar. Að svo sögðu er ekki hið minnsta sportlegt við akstur þessara bíla. Í svona stórum og þungum bílum hefði maður búist við aflmeiri vélum, en hröðun beggja frá 0 – 100 km/klst tekur um 10 sekúndur. Áðurnefnd dúnmjúk fjöðrun, í bland við fislétt og veikt rafmagns-aflstýri, gera svo að verkum að báðir bílar vagga og velta ívið meira en aðrir smájeppar, hvað þá aðrir skutbílar. Þess má geta að bestu akstursbílarnir í hvorum flokki fyrir sig, aðeins með tilliti til aksturseigin-leika, eru Mazda CX-5 og VW Passat Variant að mati undirritaðs. Því er

best að velta sér ekki of mikið upp úr hraðanum og sleppa því að flýta sér á þessum bílum. Akstur á malarvegi og í léttvægum torfærum var hinn þægile-gasti, en samvinna stöðugleikabúnaðar (ESP) og fágaðrar fjöðrunar skila mjúkum akstri og mikilli öryggistil-finningu. Þrátt fyrir að Outbackinn sé byggður á Legacy skutbílnum og að X-Trail var áður einn „jeppalegasti“ smájeppinn á markaðnum er lágmarksveghæð meiri hjá þeim fyrrnefnda; 213 mm frá vegi í neðsta punkt undirvagns saman-borið við 210 mm hjá X-Trail, sem jafnframt er 5 mm lægri en hjá síðustu kynslóð. Það er því þessum undarlegu staðreyndum að þakka að Outbackinn var sá sem kom á óvart og stóð sig betur við krefjandi aðstæður þökk sé veghæðinni og meira svigrúmi undir framstuðaranum. Þegar öllu er á botninn hvolft er erfitt að gera upp á milli þessara bíla. Báðir hafa sína kosti og galla, en þar sem þeir eru svo keimlíkir er ekki hægt að velja sigurvegara í þessum saman-burði. Því er hentugra að taka saman þá fáu þætti sem skilur þá að leyfa lesandanum að velja sinn sigurvegara.

Reynsluekið var Subaru Outback Pre-mium 2,0 dísil (6.590.000 kr), Subaru Outback LUX 2,5i bensín (6.990.000 kr) og Nissan X-Trail Tekna 4wd (6.690.000 kr), fáanlegir hjá bílaumboðinu BL

Róbert Már Runólfsson

Subaru OutbackVerð: Frá 6.290.000 kr – 6.990.000 kr.Vél: 2.000 cc dísil, 150 hestöfl og 2.500 cc bensín, 175 hestöflEldsneytiseyðsla í blönduðum akstri (rauntölur úr reynslu-akstri): 6,9 l / 100 km (dísil); 8,1 l / 100 km (bensín)Útblástur CO2: 159 g / km (dísil); 163 g / km (bensín).Kostir:• Sparneytni• Farþega-ogfarangursrými• Öryggis- og tæknibúnaður• UtanvegagetaÓkostir:• Aflleysi• Óspennandiútlit

Nissan X-TrailVerð: Frá 5.490.000 kr – 6.690.000 krVél: 1598 cc, 130 hestöflEldsneytiseyðsla í blönduðum akstri (rauntölur úr reynsluakstri): 6,8 l / 100 kmÚtblástur CO2: 135 g / 100 km (2wd); 139 g / km (4wd)Kostir:• Sparneytni• Farþega-ogfarangursrými• Öryggis-ogtæknibúnaður• Útsýniogakstursstaða• MöguleikiáþriðjusætaröðÓkostir:• Aflleysi• Skertutanvegageta (samanborið við fyrri kynslóð)• Skorturávaliumsjálf skiptingu í fjórhjóladrifnu út- færslunni

Nissan X-Trail

REYN

SLUA

KSTU

R-SA

MAN

BURÐ

UR

Page 37: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

37

Samkvæmt tölum ACEA – samtökum evrópskra bíla-framleiðenda - yfir nýskráningar

fólksbíla í Evrópu fyrstu fjóra mánuði ársins, er Fiat í verulegri uppsveiflu. Nýskráningum á Fiatbílum fjölgaði um 17,4 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Nýskráðir voru samtals 89 þúsund Fiatbílar á tímabilinu og vantaði einungis 1.500 bíla upp á að Fiat ýtti Opel úr fimmta sætinu yfir mest seldu bíltegundirnar í álfunni.

Það sem þyngst vegur í þessari miklu aukningu hjá Fiat eru góðar móttökur sem nýju 500X gerðirnar hafa hlotið. 500X gerðirnar eru mjög líkar Fiat 500 í útliti en stærri. Ennfremur hefur bílasala aukist umtalsvert á Ítalíu..

Í Evrópu sem heild fjölgaði nýskrán-ingum bíla um 3,2 prósent Mest selda bíltegundin í Evrópu er enn sem áður Volkswagen en nýskráningum VW

17,4% fjölgun nýskráninga hjá Fiatbíla fjölgaði um 8,1 prósent sem er 4,7% umfram vöxt bílamarkaðarins. Númer tvö er Renault. Ford er nr. 3, Peugeot er nr.4, Opel er nr. 5, Fiat er nr. 6, Mercedes nr. 7, Audi nr. 8, Citroen nr 9 og BMW nr. 10.

En þótt bílamarkaðurinn í Evrópu hafi stækkað það sem af er árinu

njóta ekki allar tegundir góðs af því. Nýskráningar rússnesku Lada bílanna hafa þannig skroppið saman 38,2 prósent. Svipað, en þó minna hefur nýskráningum Honda bíla fækkað, eða um 24,1 prósent.

-Volkswagen mest selda tegundin í Evrópu

Page 38: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

38

Úrskurðarnefnd í vá-tryggingamálum hefur hafnað beiðni félagsmanns í FÍB sem

ók ofan í slæma holu á Mýrargötu í Reykjavík, um tryggingabætur vegna tjóns sem varð á bíl mannsins við það að aka ofan í stóra holu í akbrautinni.

Maðurinn, sem átti sér einskis ills von, ók ofan í holuna sem var bæði stór og með hvössum brúnum. Við það rifnuðu og eyðilögðust tvö dekk undir bíl hans sem er umtalsvert tjón. Mýrargatan er þjóðvegur og því á ábyrgð Vegagerðarinnar að halda henni við Vegagerðin (og aðrir veghaldarar) tryggir sig gagnvart hugsanlegum málsóknum á hendur sér vegna óhappa sem rekja má til ástand

vegar. Ábyrgð veghaldara hér á landi er minni en í grannlöndunum að því leyti til að sá sem fyrir tjóni verður þarf að geta fært sönnur á að vanrækslan sé óviljandi af hálfu veghaldara – hann hafi ekki vitað af holunni þarna á Mýrargötunni og því ekki getað brugðist við og lagfært hana. Enginn hafi nefnilega tilkynnt holuna til lögreglu eða Vegagerðarinnar.

Sá sem fyrir tjóninu varð gat bent á að fleiri en hann hefðu lent í holunni umræddu og að áður hafi verið gerð tilraun til að fylla upp í holuna með möl. Sú viðgerð hafði greinilega ekki dugað lengi því að mikil lausamöl hafði dreifst úr holunni um næsta nágrenni hennar.

En úrskurðarnefndin segir í úrskurði sínum að ekki hafi verið sýnt fram á að veghaldari hafi vitað af holunni á Mýrargötu. Þessvegna sé Vegagerðin og starfsfólk hennar sára-saklaust og sá sem fyrir tjóninu varð eigi þar með engan rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu Vegagerðarinnar hjá Sjóvá. Úrskurðurinn er lítt eða ekki rökstuddur frekar og nefndin eins og stingur höfðinu í sandinn og gerir ekkert með gögn sem tjónþoli lagði fram til stuðnings kröfu sinni.

Af þessu tilefni ritar framkvæmdastjóri FÍB; Runólfur Ólafsson opið bréf til Úrskurðarnefndarinnar. Bréfið má lesa hér á næstu opnu.

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

NEY

TEN

DU

R

Einkennileg niðurstaða Úrskurðarnefndar

í vátryggingamálum:

ER NÓG AÐ ÞYKJAST

EKKI VITA?

Page 39: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

39

Page 40: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

40

Opið bréf til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum

Ég ákvað setja nokkur orð á blað í tilefni úrskurðar sem mér barst í hendur frá félagsmanni

nýverið. Um er að ræða eitt af mörgum svonefndnum holu-málum sem komið hafa upp undanfarið.

FÍB hefur verið félagsmönnum sínum innan handar í þessum málum og hvatt þá til að leita réttar síns. Félagið hefur sérstaklega haft áhuga á þeim málum sem upp hafa komið nýverið þar sem færa má rök fyrir því að veghaldara hafi ekki getað dulist að ástand vega hefur reynst ófullnægjandi. Þetta á einkum við í málum þar sem holur á fjölförnum vegum á höfuðborgarsvæðinu hafa valdið tjóni á bifreiðum félagsmanna.

FÍB hefur verið stuðnings-aðili úrskurðarnefndar í vátryggingamálum og jafnan tekið upp hanskann fyrir nefndina þótt félagsmenn hafi eins og gengur og gerist ekki ávallt verið sáttir við niðurstöður nefndarinnar. Á þessari afstöðu FÍB kann nú að verða breyting eftir lestur okkar á úrskurði nefndarinnar í máli nr. 175/2015. Það er ekki sjálf niðurstaða nefndarinnar sem ég geri athugasemd við heldur skortur á rökstuðningi fyrir niðurstöðu nefndarinnar. Nánar tiltekið nær rökstuðningur nefndarinnar ekki að fylla þrjár línur.

Í áranna rás höfum við hjá FÍB sýnt því skilning að rökstuðningur nefndarinnar hefur gjarnan verið knappur, enda höfum við litið svo á að þetta sé fylgifiskur skjótari afgreiðslu mála. Það hlýtur þó að ráðast af atvikum hverju sinni hversu mikil

röksemdafærsla er nauðsynleg af hálfu nefndarinnar. Í umræddu máli tefldi félagsmaðurinn fram margvíslegum rök-semdum sem ekki er vikið einu orði að í niðurstöðu nefndarinnar. Við mat á því hvernig úrskurðarnefnd í vátryggingamálum stendur sig verður nefndin að sæta því að vera dæmd af verkum sínum. Garðar Gíslason, fyrrverandi hæstaréttardómari, ritaði formála að íslenskri þýðingu ritsins Um lög eftir Tómas af Akvínó. Þar segir Garðar meðal annars:

„Ágreiningsmál er flutt með því að setja hliðar þess fram á sem skýrastan og bestan hátt og síðan er niðurstaðan fengin með rökstuðningi. Sannleikurinn er sá að dómsmál er aldrei aðeins önnur hliðin og ekki aðeins niðurstaðan, heldur allt þetta saman, á sama hátt og dóma æðra og lægra dómstigs verður að lesa saman. Rökin má aldrei skorta því að þá er ekki um gilda niðurstöðu að ræða.“

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

NEY

TEN

DU

R

Page 41: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

41

FÍB er kunnugt um að eftirlitsvald umboðsmanns Alþingis tekur ekki til úrskurðarnefndarinnar þar sem hún starfar á einkaréttarlegum grundvelli. Af samtölum mínum við lögfræðinga þykist ég þó næsta fullviss um að skortur á rökstuðningi af hálfu nefndarinnar yrði umboðsmanni mikið áhyggjuefni ef valdsvið hans næði til starfa nefndarinnar.

Í áraraðir gegndi hlutlaus starfsmaður Fjármálaeftirlitsins formennsku í úrskurðarnefnd í vátryggingamál. FÍB taldi það ákjósanlegt fyrirkomulag. FÍB lét það þó óátalið þegar fyrrverandi lögfræðingur vátryggingafélags var skipaður formaður nefndarinnar, enda vildi FÍB láta formanninn njóta vafans. Rökstuðningur nefndarinnar

í þessu máli, sem varðar fyrrum vinnuveitanda formannsins, vekur óneitanlega upp spurningar hvort formaður nefndarinnar sé hlutlaus í störfum sínum. Ef úrskurðir nefndarinnar verða áfram því sem næst órökstuddir í málum fyrrverandi vinnuveitanda formannsins á FÍB ekki annars kostar völ en að kalla eftir því að annar lögfræðingur verði skipaður formaður nefndarinnar eða að lögum um starfsemi nefndarinnar verði breytt þannig að hún starfi

framvegis á skýrum grundvelli sem stjórnsýslunefnd. Nefndin hlýtur a.m.k. að vera sammála þeim orðum Garðars Gíslasonar að rökin megi aldrei skorta því að þá sé ekki um gilda niðurstöðu að ræða.

Virðingarfyllst,

Runólfur Ólafsson Framkvæmdastjóri FÍB

Page 42: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

42

Audi bílaframleiðandinn í Þýskalandi hefur um nokkurt skeið stundað

tilraunir, rannsóknir og nú síðast tilraunaframleiðslu sjálfbærs bílaeldsneytis í samvinnu við tæknifyrirtæki í efnaiðnaði. Nú hefur náðst sá árangur að til er orðin tækni til að framleiða sjálfbært og umhverfismilt bensín, svonefnt e-bensín.

Engin jarðolía kemur við sögu í framleiðslunni og í bensíninu er hvorki brennisteinn né íblöndunarefnið benzen. Oktantala nýja e-bensínsins er 100 sem gerir það heppilegt til nota á mjög háþrýstar og hraðgengar bensínvélar. Ennfremur er bruni þess mjög hreinn. Audi hefur unnið að þróun þessa bensíns í samvinnu við þýsk-bandarískt fyrirtæki sem heitir Global Bioenergies. Byrjað er á að reisa verksmiðju í Leuna í Þýskalandi til að framleiða e-bensínið í allstórum stíl. Áætlað er að framleiðslan hefjist strax á næsta ári.

– Sá mikli árangur hefur náðst að fundin er hagkvæm aðferð til að framleiða Audi e-bensín, segir Reiner Mangold stjórnandi sjálfbærniþróunar hjá Audi við þýska fjölmiðla. Hann segir að fyrsti skammturinn af Audi e-bensíni hafi verið búinn til með því að nota isobutylen sem framleitt var úr lífmassa í franskri verksmiðju. Isobutylen er m.a. notað sem íblöndunarefni í jarðefnaeldsneyti. Þessu efni; Isobutylen, var þvínæst breytt í iso-oktangas sem nýta má beint sem eldsneyti fyrir bensínvélar. En lokastigið var þó það að blanda þessu gasi saman við ýmis önnur efni og koma síðan blöndunni í fljótandi form á ný, og þar með var nýja e-bensínið orðið til.

Með tímanum hyggjast Audi og Global Bioenergies þróa framleiðsluaðferðirnar þannig að ekki verði lengur þörf á lífmassa. Nóg verði að hafa efnafræðina á hreinu og nýta einungis vatn, vetni, koldíoxíð og sólarljós við bensínframleiðsluna. Marc Delcourt forstjóri Global

Bioenergies segir að nýja e-bensínið marki söguleg tímamót. –Þetta er upphafið að nýjum sjálfstæðum og óháðum umhverfismildum tækni- og orkuiðnaði sem smá saman mun leysa af hólmi jarðefnaeldsneytið, segir hann.

Audi stendur að fleiri framtíðar-verkefnum á sviði sjálfbærs og hreins eldsneytis. Ekki er langt síðan umtalsverður árangur náðist í því að framleiða jarðolíufría og mjög hreina, nothæfa e-dísilolíu. Þá er framleiðsla þegar hafin á efnafræðilega tilbúnu Audi-metangasi sem framleitt er með sólarorkurafmagni, vatni og koldíoxíði.

- engin olía kemur við sögu í framleiðslunni Sjálfbært bensín frá Audi

Page 43: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

43

- ESC stöðugleikakerfi í bílum orðið tvítugt

Góð hugmynd sem varð staðalbúnaðurUm þessar mundir eru tveir áratugir frá því að ESC (Electronic Stability Control) stöðugleikastýrikerfið kom fyrst fram í lúxusbíl frá Mercedes Benz. ESC kerfið er í rauninni viðbót við aðra eldri hugmynd sem er ABS hemlalæsivörnin sem sér til þess að þegar nauðhemlað er ná hjólin aldrei að stöðvast alveg. Það þýðir það að hemlunin verður mun virkari og hemlunarvegalengdin styttist verulega.

ABS læsivörnin kom líka fram fyrst í bílum frá Mercedes Benz árið 1978 og spólvörn bættist svo við árið 1985. Þegar þetta hvorttveggja var til staðar, voru dyrnar í rauninni opnar fyrir næsta skref sem var skrikvörnin. Hún var svo kynnt til sögunnar árið 1995. Skrikvörnin er í rauninni þannig gerð að bætt var við ABS kerfið og spólvörnina skynjurum sem námu stýrishreyfingar og miðflóttafl í beygjum. Með tilkomu þeirra varð til kerfi sem skynjaði undireins allar snöggar breytingar á hreyfingum

bílsins og snúningi hjólanna og gat strax gripið inn í atburðarásina með því að ýmist hemla eða slaka á hemlun einstakra hjóla og slegið af vélarsnúningnum og þannig hjálpað ökumanni til að ná aftur valdi á bílnum í erfiðum akstursaðstæðum. Þetta hefur sannarlega virkað eins og ætlast var til því að nýjar bandarískar rannsóknir sýna að látnum og alvarlega slösuðum í eins bíls óhöppum í fólksbílum hefur fækkað um 30 prósent og um 67 prósent í eins bíls slysum á jeppum og jepplingum.

ESC skrikvörn kom fyrst fram í stærstu og dýrustu gerðum Mercedes fólksbíla og varð fljótlega staðalbúnaður– fyrst í S-600 lúxusbílunum með V12 vélum. Í öðrum gerðum Mercedes bíla var það hins vegar valbúnaður um sinn eða þar til það varð árið 1997 staðalbúnaður í minnsta og ódýrasta Mercedesbílnum Benz A. Eftir það leið ekki á löngu þar

til ESC varð staðalbúnaður í öllum Mercedes Benz bílum og nú, árið 2015 er kerfið staðalbúnaður í öllum bílum í Evrópu, ódýrum sem dýrum.

En hversvegna varð kerfið svona snemma staðalbúnaður í minnsta og ódýrasta bílnum frá Mercedes Benz?

Ástæðan er talsvert sérstök: Vorið 1997 var litli framhjóladrifni hábyggði A-Benzinn glænýr og voru sænskir blaðamenn að reynsluaka honum og var reynsluaksturbíllinn með öllum þeim búnaði sem fáanlegur var þá, þar á meðal með ESC stöðugleikakerfi. Einn sænsku blaðamannanna vildi ganga úr skugga um hversu stöðugur þessi hábyggði smábíll væri í raun og veru og aftengdi því ESC-kerfið. Í ljós kom að án ESC bar bíllinn frekar valtur og svo fór að blaðamaðurinn velti honum þegar hann ók gegn um elgsprófið þar sem snöggbeygt er fram hjá hindrun svipað og manneskju eða dýri sem stekkur í veg fyrir bílinn.

Page 44: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

44

Fyrsta rallkeppni á íslandi samkvæmt alþjóðareglum 24. maí 1975:

FYRS

TA R

ALLI

Ð Á

ÍSLA

ND

I

S.l. hvítasunnudag voru nákvæmlega 40 ár frá því að fyrsta rallkeppnin sem var haldin á Íslandi fór fram. FÍB stóð fyrir keppninni og fór hún fram samkvæmt alþjóðlegum reglum hins alþjóðlega bílaíþróttasambands; FIA. Keppnin vakti mjög mikla athygli og greindu fjölmiðlar mjög ítarlega frá henni og flestu sem henni tengdist.

Ómar Ragnarsson fréttamaður tók þátt í keppninni með Jón bróður sinn sem leiðsöguökumann, á Fiat 127 árgerð 1974. Þetta var fyrsta rallkeppni Ómars en þær áttu eftir að verða margar, bæði hér heima en einnig erlendis. Hann segir í samtali við FÍB blaðið að sér sé þessi keppni mjög minnisstæð. Hún hafi loks orðið að veruleika eftir margra ára baráttu við yfirvöld og skriffinna þeirra sem

voru mjög á móti akstursíþróttum. Þeir hefðu loks látið undan með þeim skilyrðum að aldrei yrði ekið yfir lögbundinn hámarkshraða sem þá var 70 km á klst.

Í þeim rallviðburðum sem á eftir komu næstu mörg árin stóðu skriffinnar yfirvalda fast á þessari 70 km reglu en loks tók að slakna á henni smám saman, fyrst þannig að

Ómar Ragnarsson fréttamaður tók þátt í keppninni með Jón bróður sinn sem leiðsöguökumann, á Fiat 127 árgerð 1974. Hann gerðist síðan mikill rallkappi og keppti bæði innanlands og utan, m.a. á þessum Renault 5 bíl.

Halldór E. Sigurðsson þáverandi samgönguráðherra ræsti fyrstu keppnisbílana af stað.

Sigurbíllinn var Fiat 128 Rally sem jafnframt var eini bíllinn í keppninni sem var sérstaklega styrktur til rallaksturs.

Page 45: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

45

fjöldi fólks vann við undirbúning og framkvæmd keppninnar í sjálf-boðastarfi og verulegur fjöldi FÍB manna komu að því verki. Sveinn Oddgeirsson þáverandi fram-kvæmdastjóri FÍB var sá sem sam-hæfði krafta þessa fórnfúsa fólks, dyggilega studdur af stjórn FÍB og þáverandi formanni félagsins, Eggerti Steinsen. Margir sjálfboðaliðar sem árið 1975 voru unglingar að aldri, urðu síðarmeir bæði keppnismenn og framámenn á sviði aksturskeppni og umferðaröryggismála. Þeirra á meðal mætti nefna Ólaf Kr. Guðmundsson varaformann FÍB og um skeið dómara í Formúlunni og reyndar marga fleiri.

hún varð að 70 km meðalhraða en að lokum lagðist hún af gagnvart akstri inni á harðlokuðum sérleiðum. Það gerðist þó ekki fyrr en hátt í áratug síðar. Ómar segir að vegna 70 km reglunnar hefðu skipuleggjendur rallkeppni um langt árabil neyðst til að leita uppi nógu erfiðar sérleiðir sem voru svo slæmar yfirferðar að nánast útilokað væri að komast yfir 70 á þeim nokkurs staðar. Þá minnist Ómar þess að yfirvöld, ekki síst einstök sýslumannsembætti, beittu mjög lögreglu gegn rallkeppendum sem hraðamældi þá í tíma og ótíma og sat fyrir þeim og stöðvaði af minnsta tilefni í miðri keppni.

Það var því í umhverfi fjandskapar yfirvalda gagnvart hverskonar keppnishaldi á bílum sem fyrsta rallkeppnin fór fram. Af þeim ástæðum var leitast eindregið við að stilla hraðanum í (óhóflegt?) hóf. „Keppnin var því klukkurall. Hún fólst fyrst og fremst í því að halda alla tímaramma á sérleiðunum. Sá tímarammi réðist af 70 km hraða-reglunni,,“ segir Ómar.

Frumkvöðlar FÍB

Undirbúningur, skipulag og framkvæmd þessarar keppni var í höndum FÍB. Sjálf framkvæmdin var algjört frumkvöðlastarf, bæði verulega flókið og vinnuaflsfrekt. Mikill

Erling Andersen bifvélavirki hafði um það leyti sem fyrsta rallkeppnin fór fram, verið einn öflugasti vegaþjónustumaður FÍB um árabil. Hann minnist fyrsta rallsins á Ís-landi sem hápunktsins í félagsstarfi FÍB. „Við Bjarni Jónasson rafvirki skipulögðum sérstakt talstöðvanet til að stjórnendur og starfsfólk gætu haft samband þar sem þá fyrirfundust engir farsímar. Á hverri sérleið voru hlið sem keppendur þurftu að fara í gegn um og þar voru þeir tímamældir út og inn og niðurstöður jafnharðan tilkynntar keppnisstjórn,“ sagði Erling Andersen við FÍB blaðið. „Í hverju hliði þurfti að vera sérstakur bíll með talstöð svo samskipti milli starfsmanna

Keppnisbílarnir voru af ýmsu tagi og á ýmsum aldri. Þessi Jeep Wagoneer þætti tæpast sigurstranglegur nú.

Keppnin vakti mikla athygli og fjöldi fólks var viðstaddur upphafi keppninnar og endi við Hótel Loftleiðir.

Page 46: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

46

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

FÍB

- RAL

LIÐ

1975

og tímavarða væru sem skyldi og allar tímasetningar og tímatökur stæðust. Þetta var talsvert flókið og í rauninni hefði keppnin verið óframkvæmanleg án talstöðvanna. Skipulagsvinnan var verulega flókið verkefni og mig minnir að við höfum verið rúma viku að berjast í því dag og nótt að koma þessu heim og saman, fyrst að finna leiðirnar, tímasetja þær og skipuleggja keppnisaksturinn og öll samskiptin þannig að ekkert gæti farið úrskeiðis. Öll skilaboð þurftu að komast óbrengluð sína réttu boðleið í hvelli, hversu löng sem hún annars var, segir Erling.

-Nákvæmnisvinna – enginn ofsaakstur

Þessi fyrsta rallkeppni var vissulega mikill viðburður sem vakti gríðarlega mikla athygli í samfélaginu og hlaut mikla og góða fjölmiðlaumfjöllun. En í alþjóðlegu „rall-samhengi“ var hún að sönnu ekki stór. Keppnislengdin

var ekki nema rúmir 154 kílómetrar og keppni hófst og endaði við Hótel Loftleiðir við Reykjavíkurflugvöll að viðstöddum miklum fjölda fólks. 54 keppnisbílar hófu keppni. Tveggja manna áhöfn var í hverjum bíl þannig að keppendur voru 108. Það var Halldór E. Sigurðsson þáverandi samgönguráðherra sem ræsti fyrsta bílinn kl. 13.31. Aðeins ein kvenáhöfn tók þátt í keppninni. Það voru öku-maðurinn Guðrún Runólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir sem óku Toyota Corolla árgerð 1973.

Sigurvegari keppninngar, Hall-dór Jónsson frá Akureyri sagði í blaðaviðtali eftir þessa fyrstu rallkeppni á Íslandi samkvæmt alþjóðlegur reglum FIA, að fyrir sig hefði hún verið nákvæmnisvinna, en enginn ofsaakstur. Aðstoðarmaður Halldórs var Úlfar Hauksson, einnig Akureyringur, en báðir voru þeir viðskiptafræðinemar þá. Bíll þeirra

var Fiat 128 Rally árg. 1974. Nr. 2 varð Halldór Sigurþórsson og Karl Rosenkjær á Peugeot 404 1963. Nr 3 varð Karl H. Sveinsson og Jón G. Viggóson á Fiat 125.

Keppt var í tveimur bílaflokkum; fólksbíla- og jeppaflokki. Í jeppaflokki sigruðu Hallgrímur Marinósson og Baldur Hlöðversson á Ford Bronco 1968. Nr 2 urðu Vilmar Þ. Kristjánsson og Sigurður I. Ólafsson, einnig á Ford Bronco en frá 1974. Þriðju urðu Gunnar Pétursson og Sigurður Ingi Ólafsson á Jeepster 1967

Óskar Ólason yfirlögreglumaður í Reykjavík var hreint ekki óánægður með keppnina því að henni lokinni sagði hann við dagblaðið Vísi: „Keppnin var mjög vel skipulögð og fór vel fram. Það urðu þrír minni háttar árekstrar, en svona keppni er ekkert hættuspil.“

Tveir Ford Bronco jeppar urðu ofarlega í keppninni og þessi rauði sigraði í jeppaflokki. Honum Ók Hallgrímur Marinósson sem síðar varð þjóðkuinnur þegar hann bakkaði umhverfis landið eftir þjóðvegi 1 á Skodabíl.

Sigurvegarar í fyrstu íslensku rallkeppninni 1975. Lengst til hægri er Guðmundur G. Þórarinsson sem afhenti sigurlaunin. Í miðið er Úlfar Hauksson aðstoðarökumaður og t.v. er Halldór Jónsson ökumaður.

Einu konurnar sem þátt tóku voru ökumaðurinn Guðrún Runólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir sem óku Toyota Corolla árgerð 1973.

Buick blæjubíll á fullri ferð á einni sérleiðinni.

Page 47: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

47

Þann 1. júlí sl. tóku gildi breytt lög um vátryggingasamninga. Nú þurfa þeir sem vilja

skipta um tryggingafélag ekki lengur að bíða heilt ár eftir því að „uppsagnarglugginn“ opnist fáeina daga einu sinni á ári. Framvegis nægir að segja upp vátryggingasamningi með mánaðar fyrirvara og miðast uppsögnin þá við næstu mánaðamót þar á eftir.

Að losa neytendur úr þessum höftum hefur um langt árabil verið baráttumál FÍB og má segja að loks hafi sjónarmið félagsins orðið ofan á hjá löggjafarvaldinu. Félagið hefur ætíð hvatt bifreiðaeigendur til þess að fylgjast grannt með iðgjöldum bifreiðatrygginga sinna og leita reglulega tilboða í þær. Gallinn

Félagsskiptagluggi tryggingakaupenda- vátryggingar loks uppsegjanlegar allt árið með mánaðar fyrirvara - opnaðist 1. júlí

hefur bara verið sá að samkvæmt eldri lögunum framlengdust tryggingasamningar sjálfvirkt um ár í senn, væri þeim ekki sagt upp a.m.k. mánuði áður en þeir runnu út. Þar með voru tryggingatakar fastir hjá „sínu“ tryggingafélagi næsta tryggingaárið.

Nú er það breytt. Fjötrinum hefur verið létt af neytendum og í 14. grein laganna segir m.a. þetta: „Hyggist vátryggingartaki segja vátryggingu upp vegna flutnings vátryggingar til annars félags, sbr. 2. mgr., skal tilkynna félaginu um uppsögn með mánaðar fyrirvara og miðast uppsögn við næstu mánaðamót þar á eftir. Upplýsa skal til hvaða vátryggingafélags er flutt og frá hvaða tíma.“

Page 48: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

48

- Frítt að skrá farartæki til 7. apríl

Samgöngufélagið, félag frumkvöðulsins Jónasar

Guðmundssonar sýslumanns í Bol-ungarvík, hefur látið hanna sérstakt þjónustumerki sem vísar á staði þar sem hlaða má ökutæki rafmagni. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis,

kom fyrsta merkinu fyrir og tók það formlega í notkun. Það er staðsett við verslunina Verslunar-Geira við Þuríðarbraut, við mörk þéttbýlisins í Bolungarvík.

Merkið var hannað af Vegagerðinni að ósk Samgöngufélagsins, en þetta er fyrsta merkið með þessu útliti sem tekið er í notkun. Hefur Samgöngufélagið jafnframt óskað eftir að merkið verði innleitt í reglugerð nr. 289/1995 um umferðarmerki .

Full þörf verður að telja fyrir merki sem þetta þar sem ökutækjum knúnum rafmagni, jafnt bifreiðum sem hjólum, fer ört fjögandi og stefnt að frekari fjölgun þeirra. Telst því nauðsynlegt að sem víðast megi hlaða þessi ökutæki rafmagni og að upplýsingar um og aðgengi að

Nú er það orðið ljóst að skemmti- og bílaþáttaröðin TopGear

hjá BBC heldur áfram. Búið er að ráða arftaka Jeremy Clarkson. Sá er þekktur útvarps- og sjónvarpsmaður í Bretlandi og áhugamaður um Ferraribíla og heitir Chris Evans. Hann hefur áður verið orðaður við starfið en jafnan harðneitað – þar til nýlega er hann greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali.

hleðslunni en með rafhlöðkerrunni góðu aftan í eru drægið sagt aukast upp í um það bil 600 km. Hjá Nomadic Power hefur verið smíðuð amk ein frumgerð svona kerra. Fullhlaðin rúmar hún 85 kílóWattstundir af rafmagni og getur bæði nýst sem drægisauki fyrir rafbílinn en líka sem varaaflstöð fyrir heimili.

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

ÝMSA

R FR

ÉTTI

R

slíkri hleðslu sé sem sýnilegast. Samgöngufélagið áformar að koma þessu merki á framfæri við flest sveitarfélög og aðra sem hafa með orkugjafa fyrir ökutæki að gera. Er þess vænst að sem víðast verði hugað að hvort ekki sé rétt að koma fyrir eða útbúa rafmagnstengla eða innstungur og setja síðan merkið upp til upplýsingar fyrir þá sem eru á ferð á rafknúnum ökutækjum hérlendis bæði við götur og vegi en ekki síður á bílastæðum t.d. fjölbýlishúsa eða skóla og annarra vinnustaða.

Einnig hefur verið útbúið sérstakt merki fyrir svokallaðar hraðhleðslustöðvar sem er eins útlits og merkið sem tekið var í notkun í gær að öðru leyti en að bætt hefur verið inn á það mynd af skeiðklukku.

Hann sagðist helst kjósa að þeir James May og Richard Hammond yrðu áfram í TopGear. En þar sem þeir væri ófáanlegir til þess yrði nú auglýst eftir tveimur meðstjórnendum. Frumskilyrðið væri að umsækjendur hefðu brennandi áhuga og mikla þekkingu á bílum en að öðru leyti kæmu allir til greina – ungir, gamlir, fríðir, ófríðir, haltir eða heilir.

En þótt hugmyndin að kerrunni sé í sjálfu sér góð og gild þá er það nú þannig að algengustu rafbílarnir í Evrópu, eins og t.d. Nissan Leaf og BMW i3 eru þannig byggðir að ekki er mögulegt að skrúfa á þá dráttarbeisli sem stenst öryggis- og gerðarviðurkenningarkröfur.

Arftaki Clarksons fundinn

Rafhlöðukerra aftan í rafbílanaÞýskt tæknifyrirtæki sem heitir

Nomadic Power hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá ESB til að þróa sérstaka rafhlöðukerru til að hengja aftan í rafbíla til að auka drægi þeirra. Mögulegt á að verða að hlaða rafmagni inn á kerru þessa á hraðhleðslustöðvum, frá heimilisrafmagninu eða á stöðum þar sem komast má í rafmagn sem framleitt er með sólar- og vindorku.

Flestir rafbílar til heimilisnota komast þetta 150-200 kílómetra á

Page 49: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

49

Um og yfir 20 þúsund manns sóttu bílasýninguna Allt á hjólum í Fífunni í Kópavogi sem fram fór síðustu helgina í apríl sl. Bílgreinasambandið stendur að sýningunni sem haldin er annað hvert ár. Sýningin ívor var sú þriðja í röðinni. FÍB var með mjög fjölsóttan bás á henni og kynnti þar starfsemi sína.

Á sýningunni gaf að líta flesta þá nýju bíla sem neytendum á Íslandi standa til boða, auk ýmislegs annars sem tengist bílum og samgöngum. Áhugi sýningargesta var að sögn Özurar Lárussonar framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins, greinilegur og höfðu starfsmenn bílaumboðanna nóg að gera að svara fyrirspurnum gesta og veita þeim upplýsingar og taka móti pöntunum, enda er bílafloti landsmanna orðinn nokkuð gamall að meðaltali og endurnýjun heimilisbílsins orðin verulega aðkallandi hjá mörgum.

En auk algengustu heimilisbíla voru á sýningunni ýmsir sérstæðir eða áhugaverðir bílar eins og sérbyggður keppnisbíll ungversks rallkappa sem keppt hefur einum 10 sinnum í Dakar rallinu, einni erfiðustu rallkeppni sem um getur. Næsta „Allt á hjólum-sýning“ verður haldin vorið 2017.

Bílasýningin Allt á hjólum

Árekstursbrúða FÍB vakti mikla athygli og sýningarbás FÍB var mjög fjölsóttur báða sýningardagana.

Veltibíllinn var vinsæll hjá yngstu börnunum.

Page 50: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

50

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

NÝR

AFS

LÁTT

ARAÐ

ILI

DragonPass stendur nú öllum handhöfum fullgilds félagsskírteinis í FÍB til boða. DragonPass veitir aðgang að 750 veitinga- og hvíldarstofum í yfir 200 flugstöðvum um allan heim - afdrepum sem annars eru einungis opin farþegum á dýrustu farrýmum flugfélaganna. Þar geta félagsmenn FÍB notið góðs matar og drykkja sem allt er innifalið í aðganginum og

Netsamband eins og best verður á kosið. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem eru að ferðast um langan veg og þurfa að millilenda og bíða, oft mjög lengi, eftir næsta flugi og því hvíldar þurfi.

Dragon „passann“ er einvörðungu hægt að nálgast og greiða fyrir á vefnum í gegn um heimasíðuna www.fib.is eða á https://showyourcard.dragonpassuk.com/ Það verð sem félagsmenn FÍB greiða er allt að helmingi lægra en það verð sem flugfarþegar greiða og er innifalið í farmiðaverðinu. Félagsmaður getur tekið með sé allt að sex gesti. Það er þó ekki algilt og því skal á það minnt að fólk kynni sér alla skilmála áður en greiðsla er innt af hendi.

1. Þessi sérkjör fást með því að fara inn á https://showyourcard.dragonpassuk.com/ og velja þar flugvöll og veitingastað (Business Lounge). Fylgið síðan leiðbeiningunum og kynnið ykkur hvað er í boði og hve marga gesti má taka með sér inn á staðinn.

2. Smellið á „Buy Voucher“ (kaupa aðgöngumiða) og fyllið síðan út reiti fyrir persónu- og greiðsluupplýsingar og fyrir afsláttarkóðann sem er SYC15.

3. Þegar greitt hefur verið, prentið út e-kvittunina eða vistið hana inn á snjallsímann.

4. Framvísið e-kvittuninni (útprentuninni eða í snjallsímanum) þegar komið er á staðinn.

DragonPass í Show your Card afsláttarkerfinu

SAMSUNG SETUR SJÓNVARP AFTAN Í TRUKKA

Léttbærari flugvallarbiðJóhannes Karlsson250467-4999018887

Samsung sjónvarpsframleiðandinn er um þessar mundir að prófa búnað sem kall-ast „Safety Truck.” Prófanirnar fara fram í Argentínu. Búnaðurinn er í

raun sáraeinfaldur en er talinn geta forðað mörgum frá bráðum dauða. Hann er í rauninni ekki annað en stór sjón-varpsskjár sem festur er aftan á flutningabíla. Í framrúðunni vörubílsins er svo þráðlaus upptökuvél sem myndar veginn framundan og umferðina á honum og varpar hrey-fimyndinni upp á skjáinn aftan á trukknum. Þar með sjá ökumenn sem á eftir koma hvort einhver umferð er á móti og þá hvort og hvenær er óhætt að aka framúr trukknum.

Sumarleyfistímabilið í Evrópu nálgast nú hápunktinn og umferð er mikil á vegum í álf-unni. En það eru ekki allir í fríi, vöruflutninga-trukkarnir eru á ferðinni hvarvetna og margir þekkja hvernig það er að læsast fyrir aftan slíkt hæg-fara farartæki og sjá ekkei hvað er framundan og komast því ekki fram úr.

Fjöldi mjög alvarlegra slysa á sér stað í slíkum aðstæðum þegar ótímabær framúrakstur er reyndur.

-þeir sem á eftir koma sjá veginn framan við trukkinn

Page 51: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

51

Innihaldslýsing:

Hreinsigrisjur, sárabindi, teygjubindi, heftiplástur, blástursgríma, sáragrisja,plástur, hanskar, álteppi, skæri, flísatöng, þrýstiböggull, augnskol, klemmuplástur, plásturslengja.Stærð sjúkratösku 19,5 sm x 14 sm

Vönduð handhæg sjúkrataska í bíllinn með íslenskum merkingum frá Landsbjörg.

Fullkomin polaroide sólgleraugu með UV-400 gleri, sem gefur betri sýn í bæði sterku sólarljósi og skýjuðu veðri. Glerið fangar útfjólubláu geislana og tekur skyggingar í burtu.Frábær gleraugu á frábæru verði.Hulstur og klútur fylgir með.

Varan fæst hjá FÍB að Skúlagötu 19 Opið frá kl. 8.15 - 16.30 virka daga. Almennt verð kr. 7.185.-

Verð til félagsmanna kr. 5.748.-

Almennt verð kr. 5.040.-

Verð til félagsmanna kr. 3.528.-

Almennt verð kr. 4.865.-

Ísland Vegaatlaskr. 4.379.-

FÍB VERSLUN SKÚLAGÖTU 19 OG VEFVERSLUN Á FIB.IS

FÍB VERSLUN SKÚLAGÖTU 19, SÍMI 414-9999, OPIÐ VIRKA FRÁ KL. 8.15 - 16.30 VIRKA DAGA. VEFVERSLUN Á FIB.IS

FÉLAGSMENN SUMARIÐ ER KOMIÐ!

QUIXX RispubaniKr.1.840Kr.2.943 Kr.5.126Kr. 5.360 Kr. 1.064

Stafrænn loftmælir

Kr.9.900Gistimiðar

Loftdæla VegahandbókinSólskyggni

Almennt verð kr. 5.560.-

Verð til félagsmanna kr. 4.448.-

FÍB SJÚKRATASKA

SNJALLSÍMAHALDARI Í BÍLINNKr. 10.400Gistimiðar

Page 52: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

52

InnanlandsFélagsmenn FÍB hafa aðgang að einum stærsta afsláttarklúbbi í heimi Show your Card! landamæralaus afsláttarklúbbur bílaklúbba. Tugþúsundir staða út um allan heim sem gefa afslátt. Ef þú ætlar að leigja bíl í fríinu, kaupa hótelgistingu, fara í dýragarðinn, vatnagarðinn eða á söfn, kann-aðu Show your Card! afsláttinn inni á fib.is áður en þú ferð og ferðakostnaðurinn minnkar. Mundu eftir FÍB félagsskírteininu það veitir þér aðgang.

Nánar á fib.is

Jóhannes Karlsson250467-4999018887

15%

20%

10-15%

15%

15%

15%

10%

Hvalfjarðargöngin kr. 700

Miðarnir fást einungis á skrifstofu FÍB, Skúlagötu 19Sendum um land allt - s. 414-9999

Jarðböðin við Mývatn

Page 53: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

53

Page 54: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

5454

Skemmuvegi 44m Kópavogi · www.bilarogtjon.isAvis bílaleigubílar á staðnum

BIFREIÐAÞJÓNUSTA

Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar

bfo.isBifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

[email protected]

BGS VOTTUÐ ÞJÓNUSTA

BGS VOTTUÐ ÞJÓNUSTA

Þjónustuverkstæði fyrir eftirtaldar bifreiðar

reynsla – þekking – góð þjónusta

54

Skemmuvegi 44m Kópavogi · www.bilarogtjon.isAvis bílaleigubílar á staðnum

BIFREIÐAÞJÓNUSTA

Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar

bfo.isBifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

[email protected]

BGS VOTTUÐ ÞJÓNUSTA

BGS VOTTUÐ ÞJÓNUSTA

Þjónustuverkstæði fyrir eftirtaldar bifreiðar

reynsla – þekking – góð þjónusta

Page 55: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

5555

BIFREIÐASKOÐUNAðalskoðun hf. Hjallahrauni 4, 220 HafnarfirðiSími 590 6900 www.adalskodun.isSkeifan 5 (hjá vínbúðinni) sími 590 6930Grjóthálsi 10 (við vesturlandsveg) sími 590 6940Skemmuvegur 6, Kópavogi sími 590 6935www.adalskodun.isFrumherji hf. Hestshálsi 6-8, ReykjavíkSkeifunni (Grensásvegi 7) ReykjavíkGylfaflöt 19, Grafarvogi, Dalvegi 22, KópavogiGarðatorgi, Garðabæ, Sími 570 9090 frumherji.is Dalshraun, Hafnarfjörður, Sími 570 9217Tékkland Borgartún 24, 105 ReykjavíkHoltagarðar, Reykjavík s. 414-9914Reykjavíkurvegur 54, Hafnarfjörður s. 414-9912Dalsbaut 1, Akureyri sími. 414-9916BÍLAHÚS Bergstaðir - Bergstaðastræti 6, 101 Rvk. Kolaport - við Seðlabanka Íslands, 101 Rvk.Ráðhúskjallari - við Ráðhús Reykjav. 101 Rvk.Stjörnuport - Laugavegi 94, 101 Rvk.Traðarkot - Hverfisgötu 20, 101 Rvk.Vesturgata - Vesturgötu 7, 101 Rvk.Vitatorg - Skúlagötu/Vitastíg, 101 Rvk.Nánari upplýsingar www.bilastaedasjodur.isBÍLALEIGUR Bílaleiga Flugleiða ehf. www.hertz.isSími 522 4400 Fax 522 4401 [email protected]ÍLARÉTTING, SPRAUTUN,TJÓNAMAT Arctic trucks ehf. Klettshálsi 3, 110 ReykjavíkSími 540 4900, www.arctictrucks.isA.B. skálinn, Gagnheiði 11, Selfossi s. 482 2200Bifreiðaverkst.Kaupf. Skagfirðinga Hesteyri 2, 550 Sauðarkróki, Sími. 455 4570 fax.455 4571Bílamálun Egilsstöðum ehf. Fagradalsbraut 21Sími 471 2005, 700 Egilsstöðum, Bílamálunin Lakkhúsið, Smiðjuvegi 48200 Kópavogi, Sími 567-0790, www.lakkhusid.isBílar og tjón ehf.Skemmuvegi 44m Bleik gata200 Kópavogi, Sími 578 5070, www.bilarogtjon.is Bílasprautun og réttingar Hjartar Smiðjuvegi 56 rauð gata, Kópavogi, S.587 9020, rettingar.isBliki- Bílamálun og réttingar ehf,Smiðjuvegi 38 gul gata, 200 Kópavogi,S.567 4477Bílverk BÁ ehf, Gagnheiði 3, 800 SelfossiSími 482 2224, Fax 482 2354 www.bilverkba.is5 stjörnu vottað, [email protected] ehf, Bæjarflöt 10, 112 Reykjavík S. 567 8686Lakkskemman ehf.Skemmuvegi 30, blá gata200 Kópavogi, Sími 557 4540Réttingaverk ehf,Hamarshöfða10,RvkS.5674343Réttingaþjónustan ehf, Smiðjuvegi 40, gull gataKópavogi, s. 557 6333, [email protected]éttur – bílaréttingar, Funahöfða 17,108 Reykjavík s. 587 6350, F 587 6351, rettur.net Smáréttingar ehf. – RéttingaþjónustaSmiðjuvegi 36 gul gata, 200 Kópavogi S.588 4644 Víkur-ós ehf, Bæjarflöt 6, 112 Reykjavík Sími 587 7760, Fax 587 7761, www.vikuros.is BÍLASÖLURBílver ehf. Innnesvegi 1, Akranesi s.431 1985,Bílaverkstæði Austurlands, Miðási 2 700 Egilsstöðum, Sími 471 1436, Nýir og notaðirBÍLAVARAHLUTIRAB Varahlutir, Bíldshöfða 18, Rvk, s.567 6020E.T. Einar og Tryggvi, Klettagarðar 11Rvk, S. 568 1580, F. 568 0844 www.et.is Stilling hf, Kletthálsi 5, 110 ReykjavíkSími 520 8000, www.stilling.isVolvovarahlutir.is Parts4u.is, Febest.is

Varahlutaverslunin Kistufell ehf, Brautarholti 105 Reykjavík, Sími 562 2104, www.kistufell.isMekonomen, Smiðsbúð 2, 210 Garðabær, Símli 527 2300, www.mekonomen.isLjósboginn ehf, Bíldshöfða 14, 110 ReykjavíkSími 553 1244, [email protected]ÍLAUMBOÐAskja, Krókhálsi 11, 110 ReykjavíkSími: 590 2100, www.askja.isBernhard, Vatnagörðum 24-26, 104 ReykjavíkSími: 520 1100, www.bernhard.isBrimborg, Bíldshöfða 6 og 8, 110 Reykjavík Sími: 5157000 www.brimborg.is BL, Sævarhöfða 2, 110 ReykjavíkSími: 525 8000 www.bl.is Bílabúð Benna, Tangarhöfða 8, 110 ReykjavíkSími: 590 2000, www.benni.isHekla hf, Laugavegi 170-174, 105 ReykjavíkSími: 590 5000, www.hekla.isToyota, Kauptún, Garðabær Sími: 570 5070, www.toyotakauptuni.isSuzuki, Skeifunni 17, 108 Reykjavík Sími: 568-5100, www.suzuki.isALMENN BIFREIÐAVERKSTÆÐIBílhúsið ehf, Smiðjuvegi 60, rauð gata, KópavogiSími 557 2540, Verkstæði/smurþjónusta, bilhusid.is Bifreiðastillingin ehf, Smiðjuvegi 40d, rauð gata200 Kópavogi, Sími 557 6400, Fax 557 7258Bifreiðaverkstæðið Baugsbót, Frostagötu 1b, 603 Akureyri S.462 7033, Metanísetningar Bifreiðaverkstæði Friðriks ÓlafssonarSmiðjuvegi 22, græn gata, 200 KópavogiSími 567 7360, Fax 557 7374, www.bfo.isBifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf, Gylfaflöt 24-30112 Reykjavík, Sími 577 4477, Þjón. Bílabúð BennaBifreiðaverkstæði Jónasar, Skemmuvegi 46, 200 Kópavogur, sími 557 1430. www.jonasar.isBílaverkstæðið KirkjubæjarklaustriIðjuvöllum 5, 880 Kirkjubæjarklaustri S.487 4630, Gsm 820 4515, Verkstæði, hjólbarðaverkstæði,Bifreiðaverkstæði Kaupfélags SkagfirðingaHesteyri 2, 550 Sauðarkróki, S.455 4570 F.455 4571Bifreiðaverkstæðið Pardus. Suðurbraut 565 Hofsósi, S.453 7380 [email protected], Bílanes – Grandanes ehf. Bygggörðum 8, 170 Seltjarnarnesi S.561 1190, GSM 698 2212.Bílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 KópavogiSími 564 1180, Fax 564 1153, Almennar viðgerðir.Bílaverkstæði Austurlands, Miðási 2 700 Egilsstöðum, Sími 4705070, www.bva.isBíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 KópavogiSími 587 1400, [email protected]ílaþjónusta Péturs ehf, Vallholti 17, 800 SelfossiSími 482 2050, Alhliða viðgerðaverkstæði, smurstöðBíljöfur bifreiðaverkstæði ehf. - biljofur.isSmiðjuvegi 34, 200 Kópavogi, Sími 544 5151Bílstál ehf, Askalind 3, Kópavogi Sími 564 4632Bílver ehf, Innnesvegi 1,300 Akranesi S. 431 1985Hekla hf, Laugavegi 170-174, 105 ReykjavíkSími: 590 5000, www.hekla.isJeppasmiðjan ehf,Ljónsstöðum Árborg 801 SelfossiSími 482 2858, Fax 482 1004, Varahlutir/breytingarRafstilling ehf, Dugguvogi 23, 104 ReykjavíkSími 581 4991, Fax 581 4981, www.rafstilling.is Stimpill ehf, Akralind 9, 201 Kópavogi S. 564 1268, Þjónusta fyrir Renault, Hyundai, Land Rover, BMWSmur og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3450 Patreksfirði, Sími 456 1144 Vélastilling sf, Auðbrekku 16, 200 KópavogurSími 554 3140, Fax 564 4460, [email protected]

Vélrás Bifreiða- og vélaverkstæði [email protected]öfða 5, 110 Reykjavík, Sími 577 6670BÍLSKÚRSHURÐIR OG OPNARARGlófaxi ehf. blikksmiðja, Ármúla 42, 108 ReykjavíkSími 581 2900, Fax 588 8336, www.glofaxi.is Héðinn, Gjáhellu 4, Hafnarfjörður, Sími 5692100Bílskúrshurðaþjónustan, sími 892 7285BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐVARBílaþvottastöðin Löður ehf, Sími 544 4540, www.lodur.is HJÓLBARÐAR OG ÞJÓNUSTABarðinn Skútuvogi 2, Reykjavík, s. 568-3080. Bifreiðaverkstæði Kaupfélags SkagfirðingaHesteyri 2, 550 Sauðarkróki, Sími 455 4570Bíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 KópavogiSími 587 1400, [email protected]ílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 KópavogiSími 564 1180, Fax 564 1153, [email protected] Dekkjahöllin, Skeifan 5, 108 Reykjavík, S.581 3002 Draupnisgata 5, 600 Akureyri S. 462 3002Þverklettar 1, sími 471 2002, www.dekkjahollin.isHjólbarðaverkstæði Sigurjóns, Hátúni 2a105 Reykjavík, Sími 551 5508Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Gylfaflöt 3112 Reykjavík , Sími 567 4468Smur og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3450 Patreksfirði, Sími 456 1144Sólning hf, Smiðjuvegi 68-70, 200 KópavogiSími 544-5000, www.solning.isNjarðvík, Fitjabraut 12, s.421-1399Selfossi, Austurvegi 52, s,482-2722Hafnarfjörður, Rauðhellu 11, s. 568-2035Hafnarfjörður, Hjallahraun 4, s. 565-2121PÚSTÞJÓNUSTAKvikk Þjónustan, Vagnhöfða 5, 110 Reykjavík, Drangahrauni 1, Hafnarfirði, s. 520 0600 kvikk.isKERRUR OG DRÁTTARBEISLIVagnar og þjónusta,Tunguhálsi 10, Rvk s.567 3440VERSLUN, LÁSASMIÐIR OG ÞJÓNUSTABílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16, 110 ReykjavíkSími 567 2330, Fax 567 3844, bilasmidurinn.isNeyðarþjónustan lykla- og lásasmiður Skútuvogur 11, Reykjavík, s.5108888 Neyð.8006000RAFGEYMAR OG ÞJÓNUSTA Rafgeymasalan ehf, Dalshrauni 17, 220 HafnarfirðiSími 565 4060, www.rafgeymar.isRafstilling ehf, Dugguvogi 23, 104 ReykjavíkS. 581 4991, Fax 581 4981, www.rafstilling.is Skorri ehf, Bíldshöfða 12, 110 ReykjavíkSími 577 1515, Fax 577 1517, www.skorri.is SJÁLFSKIPTIVIÐGERÐIRStimpill ehf, Akralind 9, 201 Kópavogi,S. 564 1268SMURSTÖÐVARBílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 KópavogiSími 564 1180, Fax 564 1153 Bíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 KópavogiSími 587 14 00, [email protected] og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3450 Patreksfirði, Sími 456 1144Smurstöðin Fosshálsi, Fosshálsi 1, Rvk s.567 3545Smurstöðin Akranesi, Smiðjuvöllum 2, S.431 2445Stimpill ehf, Akralind 9, Kópavogi, Sími 564 1268VINNUVÉLAR Vélfang ehf, Gylfaflöt 32, 112 ReykjavíkSími 580-8200, [email protected] www.velfang.is

BIFR

EIÐAÞJÓ

NU

STA 800-6666

Page 56: Fib blaðið 2.tbl 2015 Hjol i huga

56

Liqui Moly hefur verið valið í fjórum sjálfstæðum könnunum í Þýskalandi, besta vörumerkið í olíuvörum fyrir bíla.

Nútíma vélar þurfa bestu smur- og hreinsiefnin til þess hámarka nýtinguna á eldsneytinu og lágmarka mengandi útblástur samkvæmt ríkjandi mengunar-stöðlum.

Liqui Moly sérhæfir sig í efna-vörum fyrir bíla og framleiðir öll smurefni samkvæmt stöðlum bílaframleiðenda.

Notaðu Liqui Moly efnavörur og þú hámarkar virkni vélarinnar en lágmarkar eyðsluna.

Er ekki kominn tími til að nota Liqui Moly á bílinn þinn?

Númer 1 í Þýskalandi

S t i l l i n g h f . | S í m i 5 2 0 8 0 0 0 | w w w . s t i l l i n g . i s | s t i l l i n g @ s t i l l i n g . i s