21
FERÐAMENN Í ÞINGEYJARSÝSLUM

FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Í Þ

FERÐAMENN INGEYJARSÝSLUM

Page 2: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Forsíðumynd: Gunnar Jóhannesson

Sólsetur á Tjörnesi

Page 3: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

FERÐAMENN Í ÞINGEYJARSÝSLUM

Herðubreið, nýkrýnd drottning íslenskra fjalla Ljósmynd: Rafn Hafnfjörð

SamaAtvinnuþróunarf

Höfundur: R

Rannsóknir og rTæk

ntekt unnin fyrir élag Þingeyinga, maí 2004

ögnvaldur Guðmundsson

áðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) nigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík

Page 4: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi
Page 5: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Efnisyfirlit

Samantekt 1

1.0 Inngangur 3

1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5

2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi 2003 og spá um þróunina 6

2.1 Erlendir ferðamenn 6 2.2 Innlendir ferðamenn 7

3.0 Innlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum 8

3.1 Fjöldi gesta, heimsókna og gistinátta 2001-2003 8 3.2 Nánar um innlenda gesti árið 2003 10 3.3 Innlendir ferðamenn á Melrakkasléttu og Langanesi 11

4.0 Erlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum 12

3.1 Fjöldi gesta og gistinátta 12 3.2 Erlendir ferðamenn á Melrakkasléttu og Langanesi 15

Page 6: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi
Page 7: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum

Helstu niðurstöður Ferðamenn á Íslandi

Kannanir RRF benda til að um 85% Íslendinga hafi að jafnaði dvalið 15-17 nætur utan heimilis á ferðalögum innanlands árið 2003, alls 3,7 til 4,2 milljónir gistinátta (orlof, heimsóknir, vinna, íþróttir o.s.frv.). Kannanir benda einnig til að útgjöld Íslendinga á ferðum innanlands séu að jafnaði 3-4 þúsund krónur á sólarhring, og hafi því alls verið 12-16 milljarðar árið 2003. Þess utan námu heildarútgjöld Íslendinga í dagsferðum utan hversdagsumhverfis líklega 2-3 milljörðum króna.

Um 320 þúsund erlendir ferðamenn komu til Íslands árið 2003 og voru gjaldeyristekjur af þeim, samkvæmt tölum Seðlabankans, rúmlega 37 milljarðar króna eða um 13,1% af öllum gjaldeyristekjum Íslendinga á liðnu ári.

Sé fjöldi ferðamanna til Íslands frá árinu 1985 til 2000 borinn saman við fjölda ferðamanna til Norður-Evrópu kemur í ljós að við höfum aukið hlutdeild okkar úr 0,40% í 0,68% á tímabilinu eða um 70%. Miðað við þá þróun má færa rök fyrir því að áætlun um 540 þúsund ferðamenn til Íslands árið 2010 og eina milljón árið 2020 sé vel raunhæf. Er þá miðað við 6% árlega meðalfjölgun ferðamanna til Íslands sem er talsvert lægra en verið hefur síðastliðin 20 ár. Gjaldeyristekjur Íslendinga af ferðamönnum þá gætu orðið nálægt 100 milljörðum króna á núvirði, 65-70 milljarðar vegna útgjalda innanlands og 30-35 milljarðar vegna flugfargjalda. Að teknu tilliti til allra margfeldisáhrifa gæti velta af útgjöldum þeirra hér innlanlands skilað 260-280 milljarða króna umsvifum í þjóðarbúið.

Innlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum

Samkvæmt könnunum RRF komu 32% Íslendinga í Þingeyjarsýslur árið 2001, um 34% árið 2001 og 36% árið 2003.

Af þeim innlendu gestum sem komu í Þingeyjarsýslur á árunum 2001 til 2003 gistu 42-47% á svæðinu en 53-58% fóru um án þess að gista.

Þá eru vísbendingar um að innlendum ferðamönnum sem leggja leið sína um norðausturhluta svæðisins, Melrakkasléttu og Langanes, hafi fjölgað hlutfallslega á síðastliðnum þremur árum, úr rúmlega 6% árið 2001 í tæplega 8% árið 2003. Miðað við það fer fimmti hver Íslendingur sem heimsækir Þingeyjarsýslur eitthvað um norðaustur- hluta svæðisins.

Að þessu sögðu má m.a. áætla að um 93 þúsund innlendir ferðamenn hafi komið í Þingeyjarsýslur árið 2003 og um 20 þúsund af þeim hafi farið eitthvað um norðaustur-horn svæðisins; Kópasker, Raufarhöfn og/eða Þórshöfn.

Þeir sem gistu í Þingeyjarsýslum dvöldu þar að jafnaði í 5,1 nótt árið 2001, 4,6 nætur árið 2002 og 5,8 nætur árið 2003. Má því lauslega áætla að gistinætur Íslendinga í Þingeyjarsýslum hafi verið um 185 þúsund árið 2001, um 190 þúsund árið 2002 en um

1

Page 8: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2004

230 þúsund árið 2003 (+/- 5-10%). Hér við bætast svo gistinætur á hálendi Þingeyjarsýslna, einkum í Herðubreiðarlindum, við Öskju, í skálum og á víðavangi (húsbílar, fellihýsi). Þær gistinætur eru þó tæplega fleiri en um 10 þúsund á ári. Áætla má að gistinætur Íslendinga í Þingeyjarsýslum hafi verið 5-6% af gistinóttum Íslendinga á ferðum innanlands árið 2003 og er þá öll gisting meðtalin, m.a. í eigin sumarhúsi og hjá vinum.

Jafnframt má áætla að rúmlega helmingur af gistinóttum Íslendinga í Þingeyjarsýslum árið 2003 hafi verið meðal íbúa á landsbyggðinni en tæplega helmingur meðal íbúa í Reykjavík eða á Reykjanesi.

Erlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum

Um 55% erlendra þátttakenda í könnuninni Dear Visitors sumarið 2003 (júní-ágúst) komu í Þingeyjarsýslur og 40% gistu þar að jafnaði í 2,3 nætur. Þar sem um 160 þúsund erlendir ferðamenn komu til Íslands síðastliðið sumar með flugi eða ferjunni Norrönu má áætla fjölda erlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslum um 88 þúsund sumarið 2003. Af þeim hafi 64 þúsund gist, eða 73% þeirra sem þangað lögðu leið sína. Hér við bætist drjúgur hluti a.m.k. 20 þúsund ferðamanna sem komu með skemmtiferðaskipum til Akureyrar sumarið 2003 og í einhverjum mæli til Húsavíkur.

Þannig má lauslega áætla að erlendir ferðamenn hafi gist í Þingeyjarsýslum í um 150 þúsund nætur sumarið 2003. Þar við bætast gistinætur á hálendi Þingeyjarsýslna sem gætu hafa verið nálægt 20 þúsund þegar allt er talið. Alls er því áætlað að gistinætur erlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslum sumarið 2003 hafi verið um 170 þúsund, um 10% af gistinóttum útlendinga á Íslandi síðasta sumar. Þá má lauslega áætla að a.m.k. 10% erlendra ferðamanna utan sumartíma 2003 hafi lagt leið sína í Þingeyjarsýslur, líklega 15-20 þúsund manns og að 7-10 þúsund þeirra hafi gist í 15-25 þúsund gistinætur, eða 2-3,5% af gistinóttum erlendra ferðamanna utan sumartíma árið 2003.

Að öllu samanlögðu má áætla að 100-110 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í Þingeyjarsýslur árið 2003 og að 70-75 þúsund hafi gist þar í 185-195 þúsund gistinætur, að hálendinu meðtöldu. Miðað við það kom um þriðjungur allra ferðamanna til Íslands árið 2003 í Þingeyjarsýslur og gistu þar í um 8% af gistinóttum erlendra ferðamanna á liðnu ári.

Áætla má að ferðamenn frá Mið-Evrópu, Suður-Evrópu og Benelux löndunum hafi staðið fyrir 65-70% af öllum gistinóttum erlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslum síðastliðið sumar.

Um 6% erlendra ferðamanna í könnuninni fóru eitthvað um Melrakkasléttu eða Langanes sumarið 2003, þ.e. komu á Kópasker, Raufarhöfn eða Þórshöfn. Samkvæmt því má áætla að 9-10 þúsund erlendir ferðamenn hafi lagt leið sína á þetta svæði síðastliðið sumar, burtséð frá gestum með skemmtiferðaskipum. Það þýðir að 10-11% þeirra erlendu ferðamanna sem komu í Þingeyjarsýslur á liðnu sumri hafi lagt leið sína um Melrakkasléttu og/eða Langanes.

2

Page 9: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum

1.0 Inngangur Þessi samantekt er unnin fyrir Atvinnuþróunarfélaga Þingeyinga (AÞ). Beðið var um úrvinnslu á upplýsingum úr könnunum RRF um komur ferðamanna og gistinætur þeirra í Þingeyjarsýslum árið 2003 og um komur ferðamanna á norðausturhluta svæðisins, frá Melrakkasléttu að Langanesi. Auk þess var farið fram á að þróun síðustu ára í þessum efnum yrði metin eftir föngum, svo langt sem talnagögn RRF ná.

1.1 Kannanir sem stuðst er við

Þær niðurstöður um innlenda og erlenda ferðamenn í Þingeyjarsýslum sem kynntar eru í þessari greinargerð byggja á neðangreindum sex könnunum sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) hafa framkvæmt á árabilinu 1996 til 2003.

Þrjár símakannanir RRF um ferðir Íslendinga innanlands; 2001, 2002 og 2003 Hinar árlegu símakannanir RRF um ferðavenjur Íslendinga hafa verið framkvæmdar á fyrstu mánuðum áranna 2002, 2003 og 2004. Í öllum tilvikum hefur verið spurt um ferðir Íslendinga innanlands árið á undan. Úrtak í hvert skipti er 1200 manns á aldrinum 18-75 ára (slembiúrtak úr þjóðskrá). Svörun hefur verið á bilinu 70,4% til 72,3% eftir árum. Í könnununum hefur m.a. verið spurt hvort og hve oft viðkomandi komu í Þingeyjarsýslur. Einnig hvort þeir gistu í Þingeyjarsýslum og þá hve margar nætur. Jafnframt hefur verið spurt um komur Íslendinga á alla helstu þéttbýlisstaði í Þingeyjarsýslum þessi ár, þ.á.m. á Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn.

Í þessari greinargerð verður einkum stuðst við síðustu könnunina, um ferðir Íslendinga árið 2003, en niðurstöður hennar þó bornar saman við ferðir Íslendinga árin þar á undan, eftir því sem við á.

Dear Visitors kannanir meðal erlendra ferðamanna 1996, 2001 og 2003 1. Könnunin Dear Vistors 1996 stóð frá júlí og fram í september 1996 og var

framkvæmd meðal brottfararfarþega í Leifsstöð, en auk þess var tekið úrtak meðal Norrænugesta á Seyðisfirði. Alls tóku 1740 manns þátt í könnuninni. Í könnuninni var spurt hvort þátttakendur gistu í Þingeyjarsýslum og hve margar nætur

2. Könnunin Dear Vistors 2001 stóð frá júlí og fram í október 2001 og var framkvæmd í Leifsstöð á sama hátt og Dear Visitors 1998. Alls tóku 1665 manns þátt í könnuninni. Þar var m.a. spurt um sömu þætti hvað varðar Þingeyjarsýslur og árið 1998 en einnig spurt um komur að Dettifossi og Öskju.

3. Könnunin Dear Vistors 2003 stóð frá júní og fram í byrjun september 2003 og var framkvæmd í Leifsstöð og meðal Norrönufarþega á Seyðisfirði. Svöruðu 1.794 erlendir ferðamenn könnuninni. Þar var m.a. spurt um komur fólks og gistinætur í Þingeyjarsýslum, auk þess sem spurt var um komur fólks á alla þéttbýlisstaði í Þingeyjarsýslum sem og að Ásbyrgi, Dettifossi og Öskju.

3

Page 10: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2004

Í þessari greinargerð verður einkum stuðst við síðustu könnunina, um ferðir útlendinga um Þingeyjarsýslur sumarið 2003, en niðurstöðurnar bornar saman við ferðir þeirra um sýslurnar árin 1996 og 2001 eftir því sem verkast vill.

1.2 Úrvinnsla

Við úrvinnslu niðurstaðna eru Íslendingar sem þátt tóku í símakönnunum og heimsóttu Þingeyjarsýslur og norðausturhluta svæðisins, þ.e. Melrakkasléttu og Langanes, fyrst skoðaðir sem heild en síðan m.t.t. kyns, aldurshópa og búsetu (suðvesturhornið annars vegar og landsbyggðin hins vegar). Á sama hátt er unnið úr niðurstöðum meðal erlendra ferðamanna sem þátt tóku í Dear Visitors 2003 og komu á þessa sömu staði og niðurstaðan borin saman við talnagögn úr fyrri könnunum RRF. Erlendir ferðamenn eru flokkaðir eftir sex markaðssvæðum hvað búsetu varðar. Gestir sem falla utan þeirra svæða eru hafðir saman.

1. tafla Skilgreining á markaðssvæðum

Markaðssvæði Lönd

Norðurlönd Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk.

Mið-Evrópa Þýskaland, Austurríki og Sviss.

Benelux löndin Belgía, Holland og Lúxemborg

Bretland England, Wales, Skotland, N-Írland og Írska lýðveldið. 1

Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland og eyjar á Mið-jarðarhafi.

Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó.

Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka.

Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna eru svokölluð fráviksmörk notuð sem viðmið. Fráviksmörk eru reiknuð fyrir hverja hlutfallstölu og segja til um það með hve mikilli nákvæmni megi yfirfæra niðurstöður úrtakskönnunar á þann viðmiðunarhóp eða „þýði“ sem til skoðunar er. Í könnuninni Dear Visitor 2003 er þýðið t.d. allir erlendir ferðamenn sem komu til Íslands á tímabilinu júní til ágúst 2003 en þeir voru um 160 þúsund talsins. Í símakönnunum er þýðið hins vegar allir Íslendingar á aldrinum 18-75 ára, rúmlega 190 þúsund manns. Í 2. töflu má sjá fráviksmörkin eftir því hve stórt úrtakið er og eftir hlutfallstölum. Taflan miðar við 95% öryggismörk sem notuð eru í þessari samantekt.

1. Írska lýðveldið tilheyrir að sjálfsögðu ekki Bretum en er til einföldunar sett í þennan flokk þar sem það er á sama markaðssvæði.

4

Page 11: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum

2. tafla Fráviksmörk í úrtakskönnun - allar tölur í %

Fjöldi 5/95 10/90 15/85 20/80 25/75 30/70 40/60 50 100 4,3 5,9 7,0 7,8 8,5 9,0 9,6 9,8

200 3,0 4,2 5,0 5,5 6,0 6,4 6,8 6,9

300 2,5 3,4 4,0 4,5 4,9 5,2 5,5 5,7

400 2,1 2,9 3,5 3,9 4,2 4,5 4,8 4,9

500 1,9 2,6 3,1 3,5 3,9 4,1 4,3 4,4

600 1,8 2,4 2,9 3,3 3,6 3,8 4,0 4,2

700 1,7 2,3 2,7 3,1 3,4 3,5 3,8 4,0

800 1,6 2,2 2,5 2,9 3,2 3,3 3,6 3,7

1000 1,4 1,9 2,2 2,5 2,7 2,8 3,0 3,1

1200 1,3 1,7 2,0 2,3 2,5 2,6 2,8 2,8

1500 1,1 1,5 1,8 2,0 2,2 2,3 2,5 2,5

1700 1,0 1,4 1,7 1,9 2,1 2,2 2,3 2,4

2000 1,0 1,3 1,6 1,8 2,0 2,0 2,1 2,2

Sem dæmi má taka ef 95% eða 5% svarenda í Dear Visitors 2003 voru á ákveðinni skoðun þá verður frávikið frá gefnu hlutfalli +/- 1% miðað við 1700 svarendur. Ef 50% eru á ákveðinni skoðun verður frávikið hins vegar +/- 2,4%. Aftur á móti er nærri lagi að miða við um 800 svarendur þegar niðurstöður í símakönnunum meðal Íslendinga eru til umfjöllunar og þar geta fráviksmörkin verið frá +/- 1,6% til +/- 3,7%.

1.3 Markmið og hagnýting

Markmiðið með þessari greinargerð er að nýta niðurstöður kannana RRF til að áætla fjölda innlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslum, tíðni heimsókna þeirra og gistinætur árið 2003, samanborið við árin 2001 og 2002. Jafnframt verður fjöldi innlendra ferðamanna á svæðinu frá Melrakkasléttu að Langanesi áætlaður sérstaklega að ósk AÞ.

Á sama hátt verður fjöldi erlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslum, gistinætur þeirra og fjöldi erlendra ferðamanna á norðausturhluta svæðisins áætlaður árið 2003, miðað við niðurstöður Dear Visitors 2003. Jafnframt verður reynt að rýna í þróun á fjölda erlendra ferðamanna og gistinætur þeirra í Þingeyjarsýslum frá árinu 1996 og þar stuðst við fyrri kannanir RRF.

Niðurstöðurnar eiga að nýtast vel til að meta stöðu Þingeyjarsýslna í innlendri ferða-þjónustu. Þær eru auk þess grunnur til að mæla breytingar í hlutdeild svæðisins í þessari sívaxandi atvinnugrein þjóðarinnar. Þar eiga Þingeyjarsýslur svo sannarlega mörg sóknarfæri allan ársins hring.

5

Page 12: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2004

2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi 2003 og spá um þróunina

2.1 Erlendir ferðamenn

Um 320 þúsund erlendir ferðamenn komu til Íslands árið 2003 og voru gjaldeyristekjur af þeim, samkvæmt tölum Seðlabankans, rúmlega 37 milljarðar króna eða um 13,1% af öllum gjaldeyristekjum Íslendinga. Þar af voru rúmlega 24 milljarðar (65%) vegna útgjalda ferðamanna innanlands en 13 milljarðar (35%) vegna flugfargjalda.

Samkvæmt könnunum gistu 160 þúsund erlendir ferðamenn að jafnaði rúmlega 10 nætur á Íslandi í júní, júlí og ágúst 2003. Ámóta margir ferðamenn komu á öðrum tímum ársins og gistu hér tæplega 5 nætur að jafnaði. Þannig má áætla að erlendir ferðamenn hafi dvalið um 2,4 milljónir nátta hérlendis árið 2003; um 1.650 þúsund nætur sumarmánuð-ina þrjá en um 750 þúsund nætur á öðrum tímum ársins. Miðað við 24 milljarða króna útgjöld erlendra ferðamanna hérlendis árið 2003 voru meðalútgjöld þeirra því um 10 þúsund krónur á gistinótt.

Árið 2000 komu 45 milljónir ferðamanna til Norður-Evrópu, sem Ísland tilheyrir samkvæmt skilgreiningu World Tourism Organisation (WTO) 2. Stofnunin spáir að ferðamönnum til Norður-Evrópu muni fjölga að jafnaði um 3,9% á ári til 2020 og verði þá 97 milljónir. 3

Sé fjöldi ferðamanna til Íslands frá árinu 1985 til 2000 borinn saman við fjölda ferðamanna til Norður-Evrópu kemur í ljós að við höfum aukið hlutdeild okkar úr 0,40% í 0,68% á tímabilinu eða um 70%. Miðað við þá þróun má færa rök fyrir því að áætlun um 540 þúsund ferðamenn til Íslands árið 2010 og eina milljón árið 2020 sé vel raunhæf. Er þá miðað við 6% árlega meðalfjölgun ferðamanna til Íslands sem er talsvert lægra en verið hefur síðastliðin 20 ár.

3. tafla Fjöldi ferðamanna til Norður-Evrópu og Íslands 1985-2000 og spá um þróunina til 2020 (milljónir)

Ár

Norður Evrópa Ísland Hlutur

Íslands 1985 24,2 0,097 0,40% 1990 29,1 0,142 0,49% 1995 37,6 0,178 0,47% 2000 44,8 0,303 0,68% 2010 65,1 0,542 0,83% 2020 96,6 0,971 1,00%

WTO/Rögnvaldur Guðmundsson 2004

2. Norðurlöndin, Stóra-Bretland og Írland tilheyra Norður-Evrópu, samkvæmt skilgreiningu WTO. 3. Heimild: World Tourism Organization (WTO). „Tourism 2020 Vision - Europe, WTO 2000“.

6

Page 13: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum

Þetta þýðir að erlendir ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands árið 2020 verða þrefalt fleiri en árið 2003. Gjaldeyristekjur Íslendinga af ferðamönnum þá gætu orðið nálægt 100 milljörðum króna á núvirði, 65-70 milljarðar vegna útgjalda innanlands og 30-35 milljarðar vegna flugfargjalda. Að teknu tilliti til allra margfeldisáhrifa gæti velta af útgjöldum þeirra hér innlanlands skilað 260-280 milljarða króna umsvifum í þjóðarbúið.4

2.2 Innlendir ferðamenn

Kannanir RRF benda til að um 85% Íslendinga hafi að jafnaði dvalið 15-17 nætur á ferðalögum innanlands árið 2003, alls 3,7 til 4,2 milljónir gistinátta (orlof, heimsóknir, vinna, íþróttir o.s.frv.). Eru þá öll form gistingar meðtalin, s.s. gisting hjá vinum og kunningjum, í eigin sumarhúsum eða orlofshúsum stéttarfélaga. 5 Hér verður miðað við að gistinætur Íslendinga á ferðum innanlands hafi verið um 4 milljónir árið 2003. 6

Kannanir benda einnig til að útgjöld Íslendinga á ferðum innanlands séu að jafnaði 3-4 þúsund krónur á sólarhring, alls 12-16 milljarðar árið 2003. Þess utan námu heildar-útgjöld Íslendinga í dagsferðum utan hversdagsumhverfis líklega 2-3 milljörðum króna.

Ef miðað er við að Íslendingum fjölgi um 12% fram til 2012 og gistinóttum þeirra sem því nemur verða þær um 4,5 milljónir. Gætu þó vel orðið um 4,8 milljónir, haldi ferðalög Íslendinga innanlands áfram að aukast sem margt bendir til, s.s. vegna bætts vegakerfis, aukins frítíma og sumarhúsaeignar. Heildarútgjöld Íslendinga á ferðum innanlands árið 2012 verða samkvæmt því 17-22 milljarðar króna (að núvirði) og heildarvelta þjóðarbúsins vegna þeirra útjalda alls 60-80 milljarðar króna.

4. Í nýlegri samantekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir Samgönguráðuneytið er áætlað að 23 milljarða króna útgjöld erlendra ferðamanna á Íslandi árið 2002 (fargjöld ekki meðtalin) hafi skilað um 92 milljarða króna heildarumsvifum í íslenskt þjóðarbú. Samkvæmt þessum niðurstöðum má fjórfalda bein útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi til að áætla heildaráhrif þeirra í hagkerfinu. Heimild: „ Flug og ferðaþjónusta á Íslandi: Umfjöllum í tilefni af beiðni Ryanair um lækkun gjalda á Keflavíkurflugvelli “, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands 2003. 5. Í könnun Hagstofunnar, „Ferðavenjur Íslendinga 1996“, voru gistinætur Íslendinga 0-74 ára á ferðum innanlands það ár áætlaðar um 3,3 milljónir talsins. Þar voru ekki meðtaldar gistinætur fólks eldra en 74 ára. Þannig má lauslega áætla að gistinætur allra Íslendinga á ferðum innanlands hafi verið nálægt 3,5 milljónum árið 1996. Frá 1996 til 2003 hafa ferðalög Íslendinga innanlands aukist umtalsvert m.a. vegna aukinnar sumarhúsa-, fellihýsa- og jeppaeignar, auk þess sem landsmönnum fjölgaði um 7-8% á þessu árabili. Hins vegar nær hin hefðbundna gistináttatalning Hagstofunnar ekki yfir nema brot af öllum gistinóttum Íslendinga á ferð um landið, m.a. sökum þess hve stór hluti þeirra er í eigin sumarhúsum eða hjá vinum og kunningjum. 6. Kannanir RRF benda jafnframt til að um fjórðungur af gistinóttum Íslendinga árið 2003 hafi verið í eigin sumarhúsi, nálægt 1 milljón gistinátta. Þannig gistu um fjórðungur af þátttakendum í símakönnun RRF í eigin sumarhúsi árið 2003 að jafnaði í 15-16 nætur.

7

Page 14: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2004

3.0 Innlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum

3.1 Fjöldi gesta, heimsókna og gistinátta 2001-2003

Samkvæmt könnunum RRF komu 32% Íslendinga í Þingeyjarsýslur árið 2001. um 34% árið 2001 og 36% árið 2003. Þessi munur er á mörkum þess að geta talist marktækur en þó benda niðurstöðurnar til þess að innlendum ferðamönnum í Þingeyjarsýslum fari nokkuð fjölgandi.

1. mynd Hlutfall Íslendinga í Þingeyjarsýslur 2001, 2002 og 2003

14 16 15

18 18 21

0

10

20

30

40

2001 2002 2003

%

Næturgestir Dagsgestir

Af þeim gestum sem komu í Þingeyjarsýslur á árunum 2001 til 2003 gistu 42-47% en 53-58% fóru um svæðið án þess að gista. 7

Þá eru vísbendingar um að innlendum ferðamönnum sem leggja leið sína um norðausturhluta svæðisins, Melrakkasléttu og Langanes, hafi fjölgað nokkuð á síðastliðnum þremur árum, úr rúmlega 6% árið 2001 í tæplega 8% árið 2003. Miðað við það fer fimmti hver Íslendingur sem heimsækir Þingeyjarsýslur eitthvað um norðaustur-hlutann, 19% árið 2001 en 22% árið 2003.

2. mynd Hlutfall Íslendinga í Þingeyjarsýslur og á svæðið frá Hraunhafnartanga að Langanesi

2001, 2002 og 2003

32,2 34,4 35,8

7,87,46,30

10

20

30

40

2001 2002 2003

%

Þingeyjarsýslur NA-hornið

7. Hér eru niðurstöðurnar yfirfærðar á 260.000 Íslendinga til að forðast ofáætlanir. Ekki er raunhæft að miða niðurstöðurnar við alla Íslendinga þar sem allstór hópur eldra fólks á ekki heimangengt sökum krankleika og börn ferðast að jafnaði heldur minna en fullorðnir.

8

Page 15: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum

Samkvæmt þessu má m.a. áætla að um 93 þúsund innlendir ferðamenn hafi komið í Þingeyjarsýslur árið 2003 og um 20 þúsund af þeim hafi farið eitthvað um norðaustur-hluta svæðisins; Kópasker, Raufarhöfn og/eða Þórshöfn. Með þessu er ekki öll sagan sögð, því margir koma oftar en einu sinni á ári í Þingeyjarsýslur (gegnumakstur meðtalinn). Þeir sem komu í Þingeyjarsýslur árið 2001 komu þar að jafnaði í 2,6 skipti árið, árið 2002 í 3,2 skipti og árið 2003 að jafnaði í 3,4 skipti. Viðmælendur komu að jafnaði í 1,2-1,3 skipti á norðausturhluta svæðisins hvert þessara ára.

Þeir sem gistu í Þingeyjarsýslum dvöldu þar að jafnaði í 5,1 nótt árið 2001, 4,6 nætur árið 2002 og 5,8 nætur árið 2003. Samkvæmt því má lauslega áætla að gistinætur Íslendinga í Þingeyjarsýslum hafi verið um 185 þúsund árið 2001, um 190 þúsund árið 2002 en um 230 þúsund árið 2003 (+/- 5-10%). Hér bætast svo við gistinætur á hálendi Þingeyjarsýslna, einkum í Herðubreiðarlindum, við Öskju, í skálum og á víðavangi (húsbílar, fellihýsi). Þær gistinætur eru þó tæplega fleiri en um 10 þúsund á ári.

Í næstu töflu er fjöldi innlendra gesta og heimsóknir þeirra í Þingeyjarsýslur og á norðaustursvæðið áætlaður og einnig fjöldi gistinátta þeirra í Þingeyjarsýslum 2001 til 2003. Fráviksmörk í þessum áætlunum eru umtalsverð.

4. tafla Íslendingar í Þingeyjarsýslum 2001, 2002 og 2003 áætlaður fjöldi gesta, heimsókna og gistinátta

% skv könnun

Fjöldi gesta Skipti Heildarfjöldi heimsókna

Fjöldi gesta og heimsókna

Þingeyjarsýslur 2001 32,2 83.000 2,6 215.000

Þingeyjarsýslur 2002 34,4 89.000 3,2 284.000

Þingeyjarsýslur 2003 35,8 93.000 3,4 316.000

NA - svæðið 2001 6,3 16.000 1,2 19.000

NA - svæðið 2002 7,4 19.000 1,2 23.000

NA -svæðið 2003 7,8 20.000 1,3 26.000

% skv könnun

Fjöldi gesta Nætur Heildarfjöldi nátta

Gistinætur

Þingeyjarsýslur 2001 14,0 36.000 5,1 184.000

Þingeyjarsýslur 2002 16,1 42.000 4,6 193.000

Þingeyjarsýslur 2003 15,5 40.000 5,8 233.000

Hér að framan var áætlað að gistinætur Íslendinga á ferðum innanlands hefðu verið um 4 milljónir talsins árið 2003, og eru þá m.a. gistingar í eigin sumarhúsi og hjá vinum meðtaldar.

Miðað við það voru gistinætur Íslendinga í Þingeyjarsýslum 5-6% af öllum gistinóttum Íslendinga á ferðum innanlands árið 2003.

9

Page 16: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2004

3.2 Nánar um innenda gesti árið 2003

Séu niðurstöður síðustu könnunar RRF meðal Íslendinga greindar nánar kemur í ljós að fólk á aldrinum 36-55 ára kom meira í Þingeyjarsýslur og gisti þar einnig hlutfallslega meira en aðrir aldurshópar árið 2003. Þá kom fólk af landsbyggðinni fremur í Þingeyjarsýslur og gisti þar frekar en íbúar á suðvesturhorninu. Munar þar mestu um að íbúar á Norðausturlandi (Eyjafirði) og Austurlandi komu þangað mun meira en íbúar annarra landshluta. 3. mynd Hlutfall Íslendinga sem komu í Þingeyjarsýslur

árið 2003, eftir kyni aldri og búsetu

22

12

12

20

13

16

15

28

17

26

22

12

20

20

0 10 20 30 40 50

Landsbyggð

SV-hornið

> 55 ára

36-55 ára

18-35 ára

Karl

Kona

%

Næturgestir Dagsgestir

Í töflunni hér að neðan má einnig sjá meðaltíðni heimsókna og meðalfjölda gistinátta í Þingeyjarsýslum efir kyni, aldurshópum og búsetu. 5. tafla Íslendingar í Þingeyjarsýslum 2003 - eftir kyni, aldri og búsetu

KYN ALDURSHÓPAR BÚSETA %

Kona Karl 18-35 36-55 > 55 ára SV LB

Komugestir 35 36 25 42 38 29 50

Fjöldi skipta 3,5 3,3 4,1 3,6 2,4 2,5 4,6

Dagsgestir 20 20 12 22 26 17 28

Næturgestir 15 16 13 20 12 12 22

Fjöldi nátta 6,0 5,6 5,6 6,3 5,0 5,2 6,6

Miðað við þetta var rúmlega helmingur af gistinóttum Íslendinga í Þingeyjarsýslum árið 2003 meðal íbúa á landsbyggðinni en tæplega helmingur meðal íbúa í Reykjavík eða á Reykjanesi.

10

Page 17: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum

3.2 Innlendir ferðamenn á Melrakkasléttu og Langanesi

Sé litið til þeirra sem komu á svæðið frá Melrakkasléttu að Langanesi árið 2003 þá komu karlar þangað fremur en konur, eldra fólk fremur en þeir sem yngri eru og landsbyggðarfólk mun fremur en íbúar á suðvesturhorninu.

4. mynd Hlutfall Íslendinga á svæðið frá Melrakkasléttu að Langanesi árið 2003

eftir aldri, kyni og búsetu

9,3

6,3

5,1

13,4

9,5

8,5

5,4

0 5 10 15

Landsbyggð

SV-horn

> 55 ára

36-55

18-35

Karl

Kona

%

Við Rifsæðarvatn á Melrakkasléttu Ljósmynd: Margrét Jóhannsdóttir

11

Page 18: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2004

3.0 Erlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum

3.1 Fjöldi gesta og gistinátta

Um 55% erlendra þátttakenda í könnuninni Dear Visitors sumarið 2003 (júní-ágúst) komu í Þingeyjarsýslur og 40% gistu þar. Fólk á aldrinum 16-35 ára kom heldur minna í Þingeyjarsýslur en þeir sem eldri voru. Mikill munur var á komum fólks eftir búsetu. Þannig komu 72-79% svarenda frá Benelux-löndunum (aðallega Holland), Mið-Evrópu og Suður Evrópu en einungis 18% íbúa frá Norður-Ameríku, 37% Breta og 44% Norðurlandabúa. Svipað hlutfall þeirra sem voru eigin vegum og í hópferð komu en um tveir þriðju ferðamanna voru á eigin vegum. Um helmingur flugfarþega kom í Þingeyjarsýslur en allir Norrönfarþegar sem spurðir voru komu þangað og rúmlega 80% gistu. 5. mynd Hlutfall erlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslur

sumarið 2003

8136

4140

547

5530

6754

31

43

4436

4139

1914

1614

2511

187

1118

13

19

1413

1416

0 20 40 60 80 100

Ferja (Norröna)

Flug

Hópferð

Eigin vegum

Annað

N-Ameríka

S-Evrópa

Bretland

Benelux-lönd

Mið-Evrópa

Norðurlönd

> 55 ára

36-55 ára

16-35 ára

Karl

Kona

%

Næturgestir Dagsgestir

Þar sem um 160 þúsund erlendir ferðamenn komu til Íslands síðastliðið sumar má áætla að fjöldi erlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslum sem komu til landsins með flugi eða

12

Page 19: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum

ferjunni Norrönu hafi verið um 88 þúsund. Af þeim hafi 64 þúsund gist, eða 73% þeirra sem þangað lögðu leið sína. Hér við bætist drjúgur hluti a.m.k. 20 þúsund ferðamanna sem komu með skemmtiferðaskipum til Akureyrar á liðnu sumri og í einhverjum mæli til Húsavíkur. Næturgestir í Þingeyjarsýslum gistu þar að jafnaði 2,3 nætur sumarið 2003. Þannig má lauslega áætla að 64 þúsund erlendir ferðamenn hafi gist í Þingeyjarsýslum í um 150 þúsund nætur sumarið 2003. Þar við bætast gistinætur á hálendi Þingeyjarsýslna sem gætu hafa verið nálægt 20 þúsund þegar allt er talið. Alls er því áætlað að gistinætur erlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslum sumarið 2003 hafi verðið um 170 þúsund. 8

Skútustaðagígar í Mývatnssveit Ljósmynd: Rafn Hafnfjörð

Áður var áætlað að heildarfjöldi gistinátta erlendra ferðamanna á Íslandi sumarið 2003 hefðu verið um 1650 þúsund. Þar af leiðandi má áætla að Þingeyjarsýslur hafi verið með um 10% af öllum gistinóttum útlendinga síðastliðið sumar. Kannanir RRF benda til að

lutfallið hafi verið 11-12% árið 1996 og hafi því heldur lækkað síðan.

h Lítill munur var á dvalarlengd næturgesta í Þingeyjarsýslum sumarið 2003 eftir þeim breytum sem hér er unnið með. Þó dvöldu næturgestir eldri en 65 ára í 1,9 nætur að jafnaði en fólk á aldrinum 16-25 ára að jafnaði 2,8 nætur. Ferjufarþegar gistu ívið lengur (2,6 nætur) en flugfarþegar (2,3 nætur) og íbúar frá Mið-Evrópu, Brertlandi og Benelux

8. Samkvæmt Dear Visitors könnun RRF sumarið 2003 má áætla heildarfjölda gistinátta erlendra ferðamanna á austanverðu hálendinu (mest svæðið norðan Vatnajökuls auk Laugafells og Nýjadals) um 30 þúsund sumarið 2003. Líklegt má telja að nálægt tveir þriðju hlutar gistináttanna á þessu svæði hafi verið innan Þingeyjarsýslna.

13

Page 20: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2004

löndunum lengur (2,5-2,7 nætur) en fólk frá Norður-Ameríku og Norðurlöndum (1,8-1,9 nætur). Þar sem ferðamenn frá Mið-Evrópu, Suður-Evrópu og Benelux löndunum voru nær helmingur ferðamanna til Íslands sumarið 2003 má áætla að þeir hafi staðið fyrir 65-70% af

llum gistinóttum erlendra ferðamanna í

febrúar 2004 meðal um 600 eomu í Þingeyjarsýslur og 1,2% gistu þar. Niðurs

úsund manns og að 7-10 þúsund þeirra hafi gist í

dinu meðtöldu. Miðað við það komu um 003 í Þingeyjarsýslur og gistu þar í um 8% af öllu

ur nokkra athygli að fólkið með mestu mftir grunnskóla, komu meira í Þingeyjarsýslur (61

sem komu í Þingeyjarsýslur sumarlandi og þeir sem gistu þar dvöldu að jafnaði 13,

n í meðallagi.

öÞingeyjarsýslum síðastliðið sumar. Minna er vitað um komur og gistingu erlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslum utan sumartíma. Þó má taka nokkurt mið af könnuninni Dear Visitors 2001 sem framkvæmd var til loka október það ár. Niðurstöður hennar sýndu að um 20% af ferðamönnum í september komu í Þingeyjarsýslur og um 12% þeirra gistu þar. Einungis 5% gesta í október 2001 komu í Þingeyjarsýslur og 3,4% þeirra gistu. Gestum fækágúst. Þannig komu um 30% ferðamanna í fyrri hlseinni hluta september. Jafnframt má taka mið afRRF fyrir janúar og

kvænta á næstunni. Samkvæmt þessu virðist mega áætla að a.m.k. 10%(jan.- apríl og sept.-des.) hafi lagt leið sína í Þiþgistinóttum erlendra ferðamanna utan sumartíma á Að öllu samanlögðu má því áætla að 100-110 þúÞingeyjarsýslur árið 2003 og að 70-75 þúsund hafað hálen2Íslandi. Það veke(52%). Þeir ferðamenn Íse

14

Við Rauðanúp Ljósm.: Gunnar Jóhannesson

rlendra ferðamanna en um 4% þeirra taðna vegna mars og apríl 2004 er að

ur árið 2003, líklega 15-20 15-25 þúsund gistinætur eða 2-3,5% af

þriðjungur ferðamanna til Íslands árið m gistinóttum erlendra ferðamanna á

enntunina, meira en 8 ára skólagöngu %) en þeir sem minni menntun höfðu

ið 2003 dvöldu að jafnaði 13,3 nætur á 8 nætur hérlendis, um 3 nóttum meira

kaði hlutfallslega mjög hratt frá s.hl. uta september í sýslurnar en um 12% í nýjum upplýsingum úr vetrarkönnun

erlendra ferðamanna utan sumartíma ngeyjarsýsl

rið 2003.

sund erlendir ferðamenn hafi komið í i gist þar í 185-195 þúsund gistinætur,

Page 21: FERÐAMENN...Samantekt 1 1.0 Inngangur 3 1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5 2.0 Fjöldi, gistinætur og útgjöld ferðamanna á Íslandi

Ferðamenn í Þingeyjarsýslum

3.2 Erlendir ferðamenn á Melrakkasléttu og Langanesi

Um 6% erlendra ferðamanna í könnuninni fóru eitthvað um Melrakkasléttu eða Langanes sumarið 2003, þ.e. komu á Kópasker, Raufarhöfn eða Þórshöfn. Samkvæmt því má áætla að 9-10 þúsund erlendir ferðamenn hafi lagt leið sína á þetta svæði síðastliðið sumar, burtséð frá gestum með skemmtiferðaskipum. Það þýðir að 10-11% þeirra rlendu ferðamanna sem komu í Þingeyjarsýslur á liðnu sumri hafi lagt leið sína um

6. mynd Hlutfall erlendra gesta á svæðið frá Melrakksléttu að Langanesi sumarið 2003

eMelrakkasléttu og/eða Langanes.

19,44,7

4,26,8

5,9

7,33,2

13,910,1

2,5

8,56,6

4,1

5,86,2

0,6

0 5 10 15 20

Ferja (Norröna)Flug

HópferðEigin vegum

AnnaðN-Ameríka

S-EvrópaBretland

Benelux-löndMið-EvrópaNorðurlönd

> 55 ára36-55 ára16-35 ára

KarlKona

%

Þeir ferðamenn sem komu á svæðið frá Melrakkasléttu að Langanesi dvöldu að jafnaði plega 17 nætur á Íslandi, þ.e. 6-7 nóttum lengur en í meðallagi.

15