33
Eru konur þaggaður hópur? Hugmyndir um stöðu kvenna, kyn og vald. Sæunn Þórisdóttir Lokaverkefni til BA–gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið

Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

  • Upload
    others

  • View
    10

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

Eru konur þaggaður hópur?

Hugmyndir um stöðu kvenna, kyn og vald.

Sæunn Þórisdóttir

Lokaverkefni til BA–gráðu í mannfræði

Félagsvísindasvið

Page 2: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

Eru konur þaggaður hópur? Hugmyndir um stöðu kvenna, kyn og vald.

Sæunn Þórisdóttir

Lokaverkefni til BA–gráðu í mannfræði

Leiðbeinandi: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

Félags- og mannvísindadeild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Febrúar 2014

Page 3: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA–gráðu í mannfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Sæunn Þórisdóttir 2014.

Reykjavík, Ísland, 2014.

Page 4: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

3

Útdráttur

Markmið ritgerðarinnar var að skoða hugmyndir mannfræðinga um stöðu kvenna, kyn og

vald. Rannsóknarspurningar sem leitað var svara við voru: Eru konur þaggaður hópur og ef

svo er þá hvers vegna? Af hverju hafa konur ekki sömu völd og karlar? Konur eru tæplega

helmingur mankynsins, oft sagðar vera hinn þaggaði helmingur. Byrjað var á því að fara yfir

upphaf mannfræðinnar og ólíkar stefnur sem settu mark sitt á stöðu kvenna fram til ársins

1970. Ólíkar kenningar voru skoðaðar en þær þróuðust hver af annarri yfir í að farið var að

rannsaka nánar af hverju raddir kvenna fengu ekki sama hljómgrunn í samanburði við raddir

karla. Í því sambandi var meðal annars fjallað um etnógrafíur mannfræðinga þar sem

mannfræðin hefur verið gagnrýnd fyrir að gera konum ekki jafn hátt undir höfði og körlum í

rannsóknum. Nútímakenningar voru skoðaðar, þróun og framgangur femínismans og femínisk

mannfræði, sem leiddu til þess að raddir kvenna urðu meira áberandi í rannsóknum á 7.

áratugnum. Að lokum var fjallað um vald og árangur jafnréttisbaráttunnar og í ljós kom að

konur hafa alltaf haft minna aðgengi að áhrifastöðum þegar miðað er við karla. Megin

niðurstöður ritgerðarinnar voru nokkuð skýrar. Raddir kvenna eiga erfitt uppdráttar og er í því

sambandi talað um að þær séu hinn þaggaði hópur. Konur hafa ekki sömu völd og karlar þar

sem stjórnunarhlutverkið er lagt að jöfnu við karlmennsku. Til að jafna hlut kvenna og karla á

jafnréttisgrundvelli er hugarfarsbreyting kvenna og karla mikilvægur þáttur til að þróa

jafnrétti í átt að því að konur og karlar lifi í samfélagi þar sem jafnrétti kynja þykir eðlilegur

hluti af menningunni.

Page 5: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

4

Efnisyfirlit

Útdráttur ..................................................................................................................................... 3  

Inngangur ................................................................................................................................... 5  

1   Staða kvenna í sögulegu samhengi ....................................................................................... 8  

1.1   Stefnur fram til 1970 ...................................................................................................... 8  

2   Kenningar nútíma mannfræði ............................................................................................. 10  

2.1   Femínismi ..................................................................................................................... 10  

2.2   Simone De Beauvoir ..................................................................................................... 12  

2.3   Kyn og kyngervi ........................................................................................................... 15  

2.4   Feðraveldið og karlmennskuhugmyndir ....................................................................... 16  

2.5   Þöggunarkenningin ....................................................................................................... 18  

3   Völd og valdastöður ........................................................................................................... 19  

3.1   Kynjakerfið og vald ...................................................................................................... 20  

3.2   Etnógrafían um kyn og vald ......................................................................................... 23  

4   Umræða og niðurlag ........................................................................................................... 26  

Heimildaskrá ............................................................................................................................ 29  

Page 6: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

5

Inngangur Sameinuðu þjóðirnar gefa út skýrsluna World Population Prospects annað hvert ár.

Samkvæmt skýrslunni World Population Prospects: The 2012 revision, sem kom út 13. júní

2013 var mannfjöldi í heiminum 7.2 billjónir um mitt árið 2013. 3.610.470.000 karlar voru á

móti 3.551.649.000 konum, sem gera 102 karla á móti 100 konum, þannig að konur voru

hlutfallslega færri en karlar miðað við heildar mannfjölda í heiminum (United Nations,

Department of Economic and Social Affairs, Population Division, 2013).

Frá alda öðli hafa konur gengt öðrum störfum en karlar. Þegar talað er um stöðu

kvenna er verið að ræða um lífsýn þeirra og þær hugmyndir sem eiga sér uppsprettu í sérstakri

lífsreynslu þeirra. Lífsreynsla kvenna hefur í gegnum aldirnar mótast af þeirri staðreynd að

ávallt hefur verið litið svo á að staða kvenna sé skörinni lægri en staða karla. Staða kvenna

hefur að miklu leyti einkennst af áhrifa- og valdaleysi. Konur hafa þar af leiðandi ekki notið

jafnréttis á við karla og gera ekki enn í dag. Kvennahreyfingar hafa um áratuga skeið barist

fyrir auknum réttindum fyrir konur og þrátt fyrir að baráttan hafi skilað konum auknu jafnrétti

er ennþá langt í land varðandi jafnrétti á mörgum sviðum samfélagsins. Rannsóknir hafa leitt í

ljós að raddir kvenna hafa ekki verið áberandi þó að greina megi breytingar með tilkomu

hugmynda og kenninga femínismans. Er hugsanlegt að orsakir misréttisins sé tilkomið vegna

þess að raddir kvenna eru þaggaðar niður af körlum sem skilja ekki tungumál kvenna eins og

mannfræðingurinn Edwin Ardener fjallaði um árið 1977?

Í ritgerðinni verður fjallað um hugmyndir fræðimanna um stöðu kvenna, kyn og vald.

Umræðan í þessari ritgerð er ekki tæmandi fyrir þetta viðfangsefni. Leitast verður við að

varpa ljósi á kenningar helstu mannfræðinga og annarra fræðimanna, allt frá því í byrjun 19.

aldar og fram að kenningum dagsins í dag. Rannsóknarspurningarnar sem leitast verður við að

svara í þessari ritgerð eru: Eru konur þaggaður hópur og ef svo er hvers vegna? Af hverju hafa

konur ekki sömu völd og karlar?

Ritgerðin skiptist í þrjá meginkafla. Í fyrsta kaflanum er fjallað stuttlega um upphaf

mannfræðinnar og farið yfir ólíkar stefnur sem settu mark sitt á stöðu kvenna fram til ársins

1970. Farið verður yfir ólíkar kenningar sem þróuðust hver af annarri þar sem raddir kvenna

virtust ekki vera eins áberandi í samanburði við raddir karla.

Í öðrum kafla verður fjallað um kenningar sem komu fram frá og með árinu 1970, en

þá fór nútíma mannfræði að þróast þegar mannfræðingar fóru að endurskilgreina fyrri hugtök

og kenningar í kjölfar breyttra samfélagsaðstæðna. Farið verður yfir ólíkar kenningar hvað

varðar stöðu kvenna, kyn og vald. Simone De Beauvoir (1997) fjallaði um að konan hafi

ávallt verið skilgreind sem hitt kynið og því sé valdaleysi kvenna ekki nýtilkomið. Hún

Page 7: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

6

fjallaði um það að konur hafa alltaf verið í hlutverki hins kynsins og ekki verið meðteknar

sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Margaret Andersen (2003) benti einnig á að enginn

vafi sé á því að karlaveldið haldi undirokun kvenna stöðugri, en til þess að skilja stöðu kvenna

er nauðsynlegt að skoða og skilja karlmennskuhugmyndir. Í helstu fræðilegum og

kenningarlegum umfjöllunum, sem mótuðu og þróuðu þessar kenningar virðist hlutdeild

kvenna vera lítil miðað við karla þó að greina megi breytingar hvað það varðar með tilkomu

femínismans. Í þessum kafla verður fjallað um hugmyndafræði femínismans, en hún hefur

þróast úr því að vera partur af frjálslyndisstefnunni sem færði konum kosningarrétt yfir í það

að skoða persónulega reynslu kvenna og samfélagslega undirokun þeirra, sem leiddi síðan til

skoðunar á margbreytileikanum þar sem fleiri breytur en kyn hafa áhrif á stöðu kvenna.

Femíniskir fræðimenn hafa lengi fjallað um hugtökin kyn og kyngervi sem verða einnig tekin

fyrir. Fólk hefur fyrirfram ákveðnar skoðanir um það hvernig kynin eiga að haga sér og þær

hugmyndir eru veigamikil ástæða fyrir því hvers vegna karlar hafa frekar verið áberandi á

opinbera sviðinu en konur á einkasviðinu. Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður

tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem

raunveruleiki þeirra og viðhorf til heimsins sé með engu móti hægt að skilja né tjá undir

skilmálum ríkjandi karlastjórnar.

Í þriðja og seinasta kaflanum verður fjallað um völd og valdastöður. Fræðimenn sem

hafa rannsakað aðgengi kvenna að völdum telja margir að valdastrúktúr skipulagsheilda

endurspegli ríkjandi hugmyndir samfélaga um völd, hverjir eiga að hafa aðgang að þeim og

hvernig hægt er að öðlast þau. Einnig verður fjallað um kynjakerfið, en það er eitt þeirra

hugtaka sem hefur verið notað til að skýra valdatengslin á milli kvenna og karla í

samfélaginu. Fjallað verður um etnógrafíur mannfræðinga, en mannfræðin hefur verið

gagnrýnd fyrir það að gera konum ekki jafn hátt undir höfði og körlum í rannsóknum sínum.

Með tilkomu femíniskrar mannfræði urðu þær breytingar að konur og staða þeirra í

samfélögum voru sérstaklega skoðaðar og raddir kvenna fóru loks að heyrast. Í lokin verður

gerður samanburður á etnógrafíum Bronislaw Malinowski (1922) og Annette Weiner (1976),

en þau gerðu rannsóknir á sama samfélagi á ólíkum tímum. Niðurstöður þeirra voru fremur

ólíkar, en í anda síns tíma veitti Malinowski lífsmáta kvenna ekki mikla athygli og leiðrétti

Weiner margt sem honum hafði yfirsést að hennar mati, um sextíu árum síðar.

Í lokakafla ritgerðarinnar verða niðurstöður ritgerðarinnar kynntar og

rannsóknarspurningunum svarað. En áður en lengra er haldið er rétt að gera grein fyrir ástæðu

þess að ég valdi að skrifa um þetta efni. Jafnréttisbarátta kvenna hefur verið mér afar

hugleikið efni í gegnum alla háskólagönguna mína. Konur hafa alið af sér margar einstakar

Page 8: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

7

byltingarkonur sem ég hef fengið að kynnast í gegnum mannfræðirit á síðustu árum í náminu

mínu í mannfræði við Háskóla Íslands og hafa þær margar hverjar veitt mér innblástur.

Page 9: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

8

1 Staða kvenna í sögulegu samhengi

Það hefur í langan tíma hallað á konur sem hafa lengstum verið minna áberandi hópur

mannkynsins, oft sagðar vera hinn þaggaði helmingur. Í þessum kafla verður farið yfir

sögulega atburði og verða stefnur hvað varða stöðu kvenna settar upp í einhvers konar tímaás.

Kenningar taka sögulega við hver af annarri og því er mikilvægt að þekkja sögu þeirra til þess

að skilja hugmyndafræðina á bak við þær kenningar sem eru ríkjandi í dag.

1.1 Stefnur fram til 1970

Mannfræðina má rekja til upphafs 19. aldar og má segja að fyrsta stefnan innan

fræðigreinarinnar hafi verið þróunarhyggjan (Barnard, 2000). Sú stefna fjallaði lítið um stöðu

kvenna enda voru hlutverk þeirra og áhrif afmörkuð á þeim tíma. Þróunarhyggjumenn á borð

við Johann Jacob Bachofen (1815-1887) komu fram með þær kenningar að á fyrri stigum í

þróun manna hafi konur farið með völdin og svokallað mæðraveldi hafi verið ríkjandi. Hann

fullyrti í riti sínu, sem kom út árið 1861, að í upphafi hafi mannkynið lotið forsjá kvenna.

Hann hélt því fram að konur hefðu fundið upp landbúnað og smám saman í krafti

tækninýjunga hafi þær tekið völdin. Að mati Bachofen stóð mæðraveldið yfir í árþúsundir, en

þá tóku feðurnir sig til og kollvörpuðu því. Hann hafði þó ekki haldgóðar útskýringar á því

hversvegna karlarnir gerðu það, en helst er svo að skilja sem þeir hafi tekið völdin af

konunum með því að hefja sig yfir þær. Segir hann karlana hafa komið upp eigin

karlamenningu, menningu sem var háleitari og æðri en jarðbundna menning kvennanna.

Bachofen vildi þó meina að þetta hafi ekki gerst átakalaust og að í goðsögum megi gjarnan sjá

merki um mikilfengleg átök þegar feðraveldið var við það að bera sigurorð af hinni fornu

skipan kvennanna (Bachofen, 1861). Slíkar goðsögur um mæðraveldið hafa í áraraðir verið í

hugum manna um allan heim, en engar heimildir benda þó til þess að slíkt veldi hafi verið til,

hvorki í etnógrafískum heimildum mannfræðinga né í uppgröftum fornleifafræðinga. Það má

því fullyrða að þetta hafi verið gullaldir, sem löngu eru horfnar þar sem mæðraveldi ríkti

(Lewellen, 2003). Goðsögurnar um mæðraveldið hafa af þessum sökum gjarnan verið

útskýrðar með tilliti til þess hvernig konurnar glötuðu völdunum fremur en af hverju þær voru

ráðandi. Þessar goðsagnir réttlæta af hverju karlar sitja við völdin og eru því einhverskonar

stjórnarskrá fyrir feðrafeldið (Kurtz, 2001). Það er ekkert sem bendir til þess að reynt hafi

verið að snúa aftur til þessa tíma á ný. Það sem þessar goðsagnir láta í ljós er réttlæting á því

að konur skuli vera valdalausar, að þær hafi verið við völd þegar óöld ríkti og að taka af þeim

völdin hafi verið öllum til góðs (Godelier, 1986). Ef rýnt er í goðsögnina kemur í ljós að

Page 10: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

9

þarna var verið að leggja áherslu á ríkjandi hugmyndir um ríkjandi kyn. Líffræðilegur munur

karla og kvenna réttlættir hversvegna karlar ættu að fara með völdin frekar en konur.

Konurnar voru önnum kafnar sem húsmæður og uppteknar við móðurhlutverkið og höfðu þær

ekki tök á að taka þátt í opinberum störfum. Þessar hugmyndir sem ýta undir goðsagnirnar

réttlæta að konur, óháð aðstæðum og umhverfi sem þær bjuggu við, hafi einfaldlega ekki haft

tíma til að fara með völdin vegna móðurhlutverksins (Kurtz, 2001). Þessi útfærsla styrkir þá

skoðun að það sé okkur eðlilegt að karlar fari með stjórn samfélagsins og að konur hafi smám

saman þróast í það að vera hógværar og valdalausar verur í háleita feðraveldinu.

Út frá þróunarhyggjunni þróaðist virknishyggjan, en í þeirri stefnu var leitast við að

varpa ljósi á normið í samfélögum (Barnard, 2000). Mannfræðingar telja margir hverjir að

hugtakið norm hafi átt stóran hlut í að móta stöðu kvenna og karla. Samkvæmt norminu voru

konur og karlar skilgreind á ákveðinn hátt og því hafði það mótandi áhrif á stöðu kvenna og

karla innan samfélagsins (Moore, 1988). Eðlishyggjan var ríkjandi á þessum tíma og hafði

hún þau áhrif að konur voru lægra settar en karlar (Rosaldo og Lamphere, 1974).

Réttindabarátta síðustu árin hefur að miklu leyti tekist að leiðrétta þessa hugmyndafræði og

hafa mannfræðingar nútímans fullyrt að ekki sé hægt að rannsaka samfélög út frá

hugmyndum eðlishyggju (Ortner, 1972). Alhæfingar eðlishyggjunnar lifa þó enn í hugum

manna um allan heim.

Félagsgerðarhyggja var stefnan sem tók næst við og var ráðandi fram að 8. áratugnum

(Barnard, 2000). Kenningar á þessu tímabili leiddu meðal annars til endurvakningar

persónuhugtaksins, sem átti eftir að gegna veigamiklu hlutverki í réttindabaráttu kvenna um

ókomin ár. Margaret Mead (1901-1978) varð þekktust á þessu tímabili, en hún lærði hjá Franz

Boas (1858-1952), sem talinn er hafa verið upphafsmaður bandarískrar mannfræði. Nancy

Parezo (1993) benti á að hin almenna tilhneiging innan mannfræðinnar sé sú að kona fái

einungis helming þeirrar viðurkenningar sem karlmaður fær fyrir vinnu sína. Hún fjallaði

einnig um það að verk fræðikvenna eru ekki lesnar jafn oft upp og verk karla. Parezo greindi

frá því að þegar um áhrifakonur á borð við Mead er að ræða sé hún oftast nefnd í tengslum

við Boas frekar en að vísað sé til hennar sem sjálfstæðs fræðimanns sem hefur mótað sínar

eigin hugmyndir og kenningar. Í þessu samhengi er Parezo að benda á ákveðin ósýnileika

kvenna í söguritum (Parezo, 1993). Áhrif kvenna á mótun mannfræðinnar fram að 8.

áratugnum virðast því ekki hafa vera mikil ef litið er á helstu birtu fræðiritin og fræðigreinar

þessa liðna tíma þar sem flest þeirra voru rituð af karlkyns mannfræðingum. Í helstu skrifum

um mótun þessara kenninga virðast konur vart hafa átt hlut að máli né nokkra aðkomu að

mótun mannfræðinnar. Þannig virðast raddir kvenna einfaldlega blikna í samanburði við

Page 11: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

10

karllægar kenningar (Moore, 1988). Moore (1988) greindi frá því að jafnvel þótt konur hafi

talað, að þá hafi ekki verið hlustað á þær þar sem þær voru álitnar valda- og áhrifalausar. Það

er því vert að huga að því hvort minna hafi verið gert úr hlut kvenna í þróun mannfræðinnar á

þessum tímum.

2 Kenningar nútíma mannfræði

Í kjölfar breyttra samfélagsaðstæðna í kringum árið 1970 tók nútíma mannfræði að þróast.

Mannfræðingar fóru að leggja meiri áherslu á einstaklinginn í rannsóknum sínum og tóku að

endurskilgreina fyrri hugtök og kenningar sem höfðu verið ríkjandi. Upp spratt það sem hefur

verið kallað praxískar kenningar en þær voru viðbrögð við öllum þeim viðamiklu kenningum

sem höfðu verið uppi (Ortner, 1984). Á meðal praxískra kenninga telst femínismi þótt

vissulega hafi femímísminn byrjað að láta bera á sér fyrir árið 1970.

Í þessum kafla verður fjallað um kenningarlegan bakgrunn sem ritgerðin byggir á, en

fræðilegur bakgrunnur er mikilvægur til þess að skoða stöðu þekkingar. Hér fléttast saman

kenningar nútíma mannfræði og má þar nefna femíniskar kenningar, mannfræðikenningar,

hugtökin kyn og kyngervi ásamt þöggunarkenningunni. Helstu rannsóknir á þessum sviðum

verða skoðaðar út frá hugmyndum margra fræðimanna á borð við Simone De Beauvoir (1997)

til að varpa ljósi á þá þróun sem hefur orðið á hugmyndum um stöðu kvenna.

2.1 Femínismi

Femínismi er vítt og yfirgripsmikið hugtak sem nær yfir margar kenningar og hugmyndir og

því getur verið erfitt að skilgreina það. Andersen og Hysock (2000) hafa komið með víðtæka

skilgreiningu á hugtakinu sem nær yfir flest svið femínismans að þeirra mati. Þeir greina frá

því að grunnhugmynd femínismans gangi út á það að staða kvenna og karla sé félagslega

sköpuð en ekki líffræðilega. Það hafa komið fram mismunandi stefnur innan femínismans en

flestar þeirra fela í sér að virk löngun er til að breyta stöðu kvenna í samfélaginu, sem

einkennist oftast af undirgefni (Mascia-Lees og Black, 2000). Femínistar eru á þeirri skoðun

að reynsla og hugmyndir kvenna skipti jafn miklu máli og hugmyndir karla og því ættu

hugmyndir kynjanna að vera jafn réttháar og hafa sama vægi. Femíniskir fræðimenn leggja

áherslu á að rannsaka og skilja hvað nákvæmlega stendur á bak við kúgun kvenna (Andersen

og Hysock, 2000).

Þegar kenningar femíniskra hreyfinga eru rannsakaðar er hægt að skipta þeim í þrjú

tímabil. Upphafið að kenningum femínisma má rekja til þess að konur og karlar sem voru að

Page 12: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

11

útskýra stöðu kvenna voru að horfa til þess að konur höfðu ekki enn náð sama rétti og karlar

innan samfélagsins og ekki haft sömu tækifæri til menntunar. Þetta var kallaður frjálslyndur

femínismi og varð þessi fyrsta bylgja einkar framsækið afl á sínum tíma og náði fram

kosningarrétti kvenna og réttindum til aukinnar menntunar kvenna (Cudd og Andreasen,

2007).

Annað tímabil femínismans er gjarnan kennt við árið 1949 þegar Simone De Beauvoir

(1997) gaf út bókina sína Le Deuxiéme Sexe (e. The Second Sex). Femínistar sem fylgdu

þessari bylgju greindu frá því að þó að stjórnmálaleg og lagaleg réttindi kvenna væru

mikilvæg þá væri þau ekki nægjanleg til þess að binda enda á undirokun og þöggun kvenna.

Markmið femínista á þessum tíma var að breyta sjónarhorninu varðandi persónulegt og

stjórnmálalegt líf og sögðu að hið persónulega væri stjórnmálalegt (Þorgerður Einarsdóttir,

2004). Femínisminn varð á þessu tímabili að fjöldahreyfingu og róttækir femínistar tóku að

líta dagsins ljós. Þessi hreyfing gagnrýndi meðal annars fyrri kenningar hjá frjálslyndum

femínistum og töldu að í flestum samfélögum mætti finna karlaveldi þar sem kvennakúgun og

kynjamismunun væri algeng og að það væri álitið hið eðlilega ástand (Rosaldo og Lamphere,

1974). Femínistar litu svo á að hugtakið kona væri það sem sameinaði allar konur frá öllum

heimshornum (McGee og Warms, 1996). Á þessum tíma fóru að fléttast inn í umræðuna

hugtökin opinbert svið og einkasvið, sem hafa verið áberandi í mannfræðinni síðan þá.

Mannfræðingurinn Sherry Ortner (1972) fjallaði mikið um hugtökin og greindi frá því að ein

aðal ástæðan fyrir því að litið er á konur á þann hátt að konur séu frekar tengdar náttúrunni en

menningunni sé sú staðreynd að þær eru frekar tengdar einkasviðinu en opinbera sviði

samfélagsins. Karlmenn eru aftur á móti tengdir við menninguna og þar sem menningin er

sífellt að reyna að sigra náttúruna þá væri þar komin haldgóð skýringin á því að konan væri

álitin lægra sett í öllum samfélögum. Ortner taldi að allstaðar væru verk karla álitin meira

virði en verk kvenna. Hún greindi frá því að konunni fylgi yfirleitt tákn um mengun eða

óhreinindi og að konan væri útilokuð frá ákveðnum stofnunum í samfélaginu (Ortner, 1972).

Ortner benti einnig á að það sé hlutverk kvenna að miðla á milli þess sem er álitið vera villt

yfir í það sem er talið vera siðmenntað. Ortner tók skýrt fram að hún áliti konuna ekki minna

virði en karlinn, hún sé einungis að benda á þessa undirröðun til þess að hægt sé að stuðla að

breytingum (Ortner, 1974). Kenningar Ortner hafa verið gagnrýndar vegna þess að hún

gengur út frá því að tenging konunnar við náttúruna sé til þess fallin að hún sé allstaðar

undirgefin. Gagnrýnin felst meðal annars í því að ekki sé allsstaðar einblínt á að það þurfi að

sigrast á náttúrunni (Moore, 1988). Þá hafa aðrir gagnrýnendur bent á að þær rannsóknir sem

Page 13: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

12

Ortner byggði kenningar sínar á væru að mestu leyti gerðar af vestrænum karlmönnum og

sýndu því gjarnan hlutina í röngu ljósi (Mascia-Lees og Black, 2000).

Þriðja tímabil femínismans hófst um 1980 og stendur yfir enn í dag. Femínistar fóru

hér að horfa meira til margbreytileika. Femínistar töldu að kenningar fram að þessum tíma

hafi skort allan margbreytileika því ekki væri hægt að setja allar konur í einn flokk eða tala

almennt um kvennakúgun, sem samræmt fyrirbæri, því konur eru jafn misjafnar eins og þær

eru margar (Cudd og Andreasen, 2007). Edward Said (2000) hafði mikil áhrif á þriðja tímibili

femínismans, en hann greindi frá því að það að vera flokkuð sem kona þarf ekki endilega að

koma í staðinn fyrir eða í veg fyrir önnur hlutverk. Með þessu á hann við að það er ekki nóg

að vera kona til þess að deila sameiginlegum skoðunum og þrám, því munu fleiri félagslegir

þættir spila inn í það að móta þann einstakling sem konan er (Said, 2000).

Á þriðja tímabili femínismans fóru kvennarannsóknir að verða vinsælar á meðal

mannfræðinga og fræðilegt sjálfstæði femínismans tók að aukast. Þá varð femínisk mannfræði

að sjálfstæðri undirgrein (Þorgerður Einarsdóttir, 2004). Helstu baráttumál femíniskrar

mannfræði hafa hingað til verið að breyta karllægum yfirráðum í samfélögum og að útskýra

margbreytileika kynhlutverka. Í mannfræðinni var Margaret Mead á meðal brautryðjenda í

femíniskri sýn, en hún rannsakaði meðal annars sköpun félagslegs kyngervis ungra stúlkna.

Hún varð fyrsti mannfræðingurinn til þess að hrekja þær hugmyndir að líffræðin útskýrði

kynjahlutverk okkar og viðtekna hegðun (Mascia-Lees og Black, 2000). Henrietta Moore

(1988) fjallaði mikið um þróun femíniskrar mannfræði og sagði hana vera meira en bara

rannsókn á konum og taldi hana jafnframt vera rannsókn á kynjunum. Hún greindi frá því að

femínisk mannfræði rannsakaði meðal annars tengslin á milli kynjanna, hlutverk þeirra innan

samfélagsins, sögu og hugmyndafræði (Moore, 1988). Hún taldi að femínisk mannfræði hafi

aðgreint sig með því að sýna fram á hversvegna skilningur á samskiptum kyngerva þarf að

vera þungmiðjan í greiningu á þeim lykilspurningum sem mannfræðin spyr sig. Femínisk

mannfræði þarf að hennar mati að halda áfram þeirri vinnu sem snýr að því að skoða og

véfengja þær stöðluðu ímyndir sem fólk hefur á mismunandi hegðun kvenna og karla og

kynhlutverkum. Helsta áskorunin er að útskýra hvað veldur sjáanlegum mismun á kynjunum,

þar sem rótgrónar skoðanir eru fyrir, og hvað það þýðir að vera annarsvegar kona og

hinsvegar karl (Moore, 1988).

2.2 Simone De Beauvoir

Simone De Beauvoir (1908-1986) var franskur femínisti og heimspekingur, sem er oft á tíðum

talin vera amma kvennabaráttunar og frumkvöðull nútíma vestrænnar femínistabaráttu. Árið

Page 14: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

13

1946 gaf hún út bókina Le Deuxiéme Sexe (e. The Second Sex), sem varð einn af helstu

áhrifaþáttum kvennabaráttunnar á síðustu öld og átti eftir að hafa mikil áhrif á kynjabaráttuna

um ókomna framtíð. Hugmyndafræði Beauvoir vakti athygli fræðimanna um allan heim, en

hún fjallaði um stöðu kvenna með byltingakenndari hætti en áður hafði komið fram (Irma

Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, 1999). Nafn bókarinnar, Le Deuxiéme Sexe, sem á

íslensku hefur verið þýtt sem “Hitt kynið”, vísar til þeirrar afstöðu að kvenkynið sé leitt af

hinu algilda karlkyni og því séu konur frávikið sem stendur körlunum að baki. Beauvoir

skrifaði um reynsluheim kvenna án þess að vera með fyrirfram ákveðnar skoðanir um þau

hlutverk sem konur eru gjarnan bundnar við. Hún vildi með þessu riti reyna að afhjúpa þá

sögulegu og menningarlegu þætti sem móta kynferði og kynhlutverk (Beauvoir, 1997).

Beauvoir taldi líkamlegan mun kynjanna ekki hafa í för með sér óbreytileika kvenkyns

eða karlkyns eiginleika. Hún sagði konuna ávallt hafa verið skilgreinda sem “hitt kynið” og

benti á að það voru karlarnir sem ákváðu það þar sem þeir hafa ætíð verið “æðra kynið” (Irma

Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, 1999). Beauvoir sagði hugmyndina um hinn eilífa

kvenleika einungis gegna því hlutverki að viðhalda valdaójafnvægi á milli kynjanna. Hún var

þá ekki einungis að fjalla um kvenfyrirlitningu og kúgun kvenna, heldur einnig að í

menningarsögunni hafa konur reglulega verið sveipaðar dulúð og settar hafa verið fram

margvísilegar kenningar um eðlislegan kvenleika. Hún sagði jafnframt að sú eðlishyggju

nálgun sem notuð væri til að útskýra stöðu kvenna gangvart körlum væri til þess fallin að

benda á hið augljósa, tvo einsleita líkama. Munurinn sem er á líkömum kvenna og karla er

notaður sem skýrasta mynd þess að konur falla ekki undir það sem nefnist hið tiltekna norm

og eru þannig útilokaðar frá því að ná sömu stöðu og karlkynið (Sigríður Dúna

Kristmundsdóttir, 1999). Beauvoir skoðaði grunnþætti þessarar eðlishyggju með

byltingarkenndri nálgun sinni, sem seinna átti eftir að verða eitt af einkennismerkjum hennar.

Hún hélt því fram að kona fæðist ekki kona heldur verður hún að konu vegna áhrifa frá

samfélaginu og þeim kynhlutverkum sem hafa verið búin til af því (Beauvoir, 1997). Með

þessu á hún við að það eru ekki til eilífir og óbreytanlegir eiginleikar sem einkenna allar

konur. Beauvoir var þeirrar skoðunar að undirokun kvenna væri félagslegt fyrirbæri, þar sem

sögulegir og menningarlegir þættir mótuðu hugmyndir um kynhlutverk þeirra hverju sinni.

Þrátt fyrir að Beauvoir hafi hafnað eðlishyggjunni þá tók hún vissulega tillit til þess í

hugmyndafræði sinni að líkamar karla og kvenna eru ekki eins. Munurinn á hugmyndum

hennar og þeirra sem aðhylltust eðlishyggjuna var einfaldlega sá að hún taldi að ekki væri

hægt að rökfæra aðstæðurnar á þann veg að kynjamisrétti væri eðlilegur hlutur (Irma

Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, 1999). Beauvoir taldi að það væri ekki líkami

Page 15: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

14

konunnar sem væri ómerkilegur, heldur væru það ríkjandi viðhorf og fyrirframgefnar

hugmyndir samfélagsins sem gerðu hann að ómerkum hlut (Beauvoir, 1997). Í bókinni sinni

gagnrýndi hún fræðimenn sem töldu að tiltekinn tímapunktur í mannkynssögunni hafi orsakað

að konan hafi orðið undir og feðraveldið tekið völdin. Hún taldi þetta ekki vera rétt og fullyrti

að konur hafi verið undirokaðar af körlum frá örófi alda. Þessa staðreynd byggir hún á ritum

allt frá tímum Aristoteles og fram að tímum Freud (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1999).

Valdaleysi kvenna er því ekkert nýtt af nálinni og Beauvoir sagði að þær hefðu alltaf verið í

hlutverki hins kynsins og ekki meðteknar sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Konur

hafa ætíð verið skilgreindar út frá stöðu karla, sem sjálfsvera þar sem hún gegnir hlutverki

hins kynsins og fellur því ekki undir hið tiltekna viðurkennda norm.

Hugmyndir Beauvoir um hið félagslega mótaða kyn fengu hana til þess að varpa fram

spurningunni „hvað er kona?“ (Beauvoir, 1997). Í framhaldi af þessari spurningu varð til hin

fræga setning hennar að maður fæðist ekki kona, heldur verður kona og átti hún þá við að

kynferði væri ekki líffræðileg örlög sem dæmdu konur til ófrelsis. Hún sagði eiginleika

konunnar verða til sem viðbrögð við aðstæðum og átti við að hver einstaklingur fullkomni

ekki frelsi sitt nema með því að vera sífellt að fara fram úr því til að öðlast annað og meira

frelsi (Beauvoir, 1997). Beauvoir taldi að hver einstaklingur finni bæði fyrir þörfinni að

réttlæta tilveru sína og að víkka út eigin mörk og takast á við fyrirætlanir sem viðkomandi

hefur valið sér sjálfur. Það sem skilgreinir stöðu konunnar á einstakan hátt er að þótt að í

henni búi sjálfstætt frelsi að þá uppgötvar hún sig og velur að vera það sem hún er, í heimi þar

sem karlmenn láta hana til að axla hlutverk hins kynsins. Vandi kvenna liggur hér í þessum

átökum á milli grundvallarkröfu hvers einstaklings um að vera sjálfsmerkur og aðstæðna sem

gera ráð fyrir því að konan sé ómerk (Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, 1999). Það

sem Beauvoir á við með þessu er að móður- og húsmóðurhlutverkið ómerki í raun og veru

konuna. Konan verði með þeim hlutverkum þræll aðstæðna og getur því ekki þanið sig út eins

og karlarnir geta. Þannig verður konan, eða hitt kynið, til. Því fæðist hún ekki sem kona

heldur verður hún kona vegna þessara aðstæðna. Kvenleikinn er því tilkominn vegna

félagslegrar og menningarlegrar mótunar eins og kom fram hér að ofan. Ef svo er raunin, að

maður fæðist ekki sem kona heldur verður kona, þá má einnig segja að konan sjálf er hugtak í

vinnslu, hún er túlkun sem á sér hvorki upphaf né endi. Því er hugtakið opið íhlutun (Butler,

1999). Konan er í þeim skilning ekki bara kona heldur getur hún sett sig í óteljandi hlutverk

eins og henni hentar. Því eru hugtökin kyn og kyngervi verðandi en ekki varanleg (Moore,

1999).

Page 16: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

15

2.3 Kyn og kyngervi

Þegar fjallað er um femínisma fylgir í kjölfarið að fjalla um hugtökin kyn og kyngervi.

Mannfræðin hefur lengi fjallað um þessi tvö hugtök. Kyn er hið líffræðilega ferli og kyngervi

það félagslega. Eftir að við fæðumst inn í heiminn þá hefst félagsleg uppbygging kynsins þar

sem væntingar og viðhorf samfélagsins eru oft ólík eftir því um hvort kynið er að ræða

(Andersen, 2003). Í mörgum fræðigreinum er hefð fyrir því að líta á hugtakið kyn sem

líffræðilega aðgreiningu á konum og körlum. Kyngervi lýsir því hinsvegar hvaða

menningarlegu merkingu við gefum hugtökunum karl og kona. Þau kynhlutverk sem konur og

karlar taka þátt í eru því atferlismynstur eftir því hvaða menningarlegu væntingar samfélagið

hefur til kynhlutverka kynjanna (Moore, 1988). Kyngervi mótast af mörgum þáttum, til

dæmis félagslegum og efnahagslegum. Kynin læra sín kynjahlutverk út frá samfélaginu eins

og hvað þykir kvenlegt og hvað þykir frekar eiga við karlkynið (Andersen, 2003). Með því að

reyna að skilja hugtakið kyngervi er verið að ögra þeirri almennu hugmynd um að maðurinn

sé fastur í líffræðilegu formi sínu og að það séu hans forlög. Þegar hugtakið er skoðað út frá

félagslegu og menningarlegu sjónarhorni fæst betri sýn á samskipti karla og kvenna og

hvernig það hefur meiri áhrif á kyngervi og sjálfsmyndina en líffræðin gerir. Í ljósi þessara

hugmynda er einnig mikilvægt að greina milli kyngervis og kyns og svo kynhneigðar (Moore,

1988).

Kyn og kyngervi eru breytur sem ná yfir alla hópa og menning þeirra er órjúfanlegur

þáttur hversdagsleikans. Breyturnar stjórna því hvernig við sjáum heiminn og hvernig hinir

sjá okkur. Kenningar um kyngervi skoða oft með samanburði tengsl kvenna í samskiptum

sínum við karla. Þótt það liggi ekki í augum uppi þá opnar þetta möguleikann á því að skoða

mismunandi form á valdi karla yfir konum í mismunandi samfélögum heimsins (Stolcke,

1993). Einnig er hægt að rannsaka hvað olli valdamun kynjanna í söglegu samhengi.

Kynjafræðin reynir ekki einungis að grafa undan og ögra feðraveldinu heldur reynir hún

einnig að útskýra ójöfnuð kynjanna frá grunni. Út frá þessum hugmyndum er markmiðið að

breyta kenningum um kyngervi á róttækan hátt (Stolcke, 1993). Andersen (2003) segir

kyngervi móta stofnanir samfélagsins á kerfisbundinn hátt. Hún fjallaði um það að kyngervið

verði til í samfélaginu og að það sé mótað af helstu félagslegu stofnunum þess. Þó mótist ekki

allir á sama hátt enda hefur hver einstaklingur sína sérstöðu og áhrif hverrar stofnunar á

mótun hans er mismikil.

Ortner (1974) taldi að undirokun kvenna væri alþjóðleg, að hana væri að finna í

flestum samfélögum heimsins. Því taldi hún að ekki væri hægt að útskýra valdaleysi kvenna

Page 17: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

16

sem eitthvað líffræðilegt. Ortner greindi frá því að það sem sameinar allar konur frá ólíkum

heimshlutum væri nærvera þeirra við náttúruna vegna móðurhlutverksins, það hlutverk væri

öllum konum náttúrulegt og því væru þær gjarnan tengdar náttúrunni og karlar menningunni

eins og kom fram hér framar. Hún taldi að menning væri nátengd náttúrunni, en hefði samt

sem áður yfirráð yfir henni (Ortner, 1974).

Judith Butler (1999) greindi frá því að kyngervi vísi til félagslegra væntinga um

einstaklinginn, hvers beri að vænta frá honum með tilliti til þess hlutverks sem hann leikur.

Hún segir samfélagið skipta þessum hlutverkum í tvo mótaða flokka, konur og karla. Þessi

félagslega skipting er oftast byggð á þeim staðreyndum að líffærafræðilega séu kvenmenn

konur og karlmenn karlar. Butler telur að líffræðilegt kyn virðist undantekningarlaust vísa til

aðgreiningar í konu og karl, sem feli sjálfkrafa í sér tilvist kynfæra annað hvort kvenna eða

karla. Kyngervið, að mati Butler, er afleiðing af stýrðum framkvæmdum þar sem notast er við

kröfur gagnkynhneigðarinnar. Ef karlar samsama sig ekki að viðurkenndu kyngervi karla þá

álítur fólk oft að um samkynhneigð sé að ræða í neikvæðum skilningi og það á einnig við um

konur ef að þær fara út fyrir norm kyngervis síns. Þessvegna er kynhneigð ákveðið form af

valdi. Kynjunum er skipt eftir kyngervi með félagslegum kröfum gagnkynhneigðarinnar þar

sem konan er ávallt undirgefin karlinum. Hún fjallaði um það að kyngervi sé félagsleg afurð

sem verður til í gjörningi og orðræðum. Kyngervi sem félagslegur tilbúningur er þá ímynd

þess en ekki öfugt. Körlum og konum er skipt eftir kyngervi, þau eru mótuð í þessi kyn eins

og við þekkjum þau, með félagslegum kröfum gagnkynhneigðarinnar, sem gerir karlkynið

drottnandi kynferðislega og konur kynferðislega undirgefnar. Kynhneigð, að mati Butler, er

því lykilatriði í ójöfnuði á milli kvenna og karla (Butler, 1999).

2.4 Feðraveldið og karlmennskuhugmyndir

Margaret Andersen (2003) greindi frá því að róttækir feministar bendi gjarnan á að enginn

vafi sé á því að karlaveldið viðhaldi undirokun kvenna stöðugri. Hún taldi að til þess að skilja

stöðu kvenna sé brýn nauðsyn að fara yfir karlmennskuhugmyndir til að greina frá þeim

yfirráðum sem eru tengd líkamlegum yfirburðum karla. Ingólfur Á. Jóhannesson (2004) er

einn þeirra sem hefur rannsakað karlmennskuna og hugmyndir hennar. Hann greindi frá því

að karlmennskuhugtakið snertir stöðu kvenna ekki síður en stöðu karla. Hann fjallaði um það

að karlmennskan væri gildishlaðið hugtak, sem felst í því að aðgreina karla frá konum.

Almenn viðhorf til hugtaksins eru þau að það er tengt völdum karla og yfirráðum þeirra yfir

konum þó líkamlegur yfirburður sé einnig viðtekin hugmynd um karlmennsku. Að mati

Harvy Mansfield (2006) hefur sjálfstæði konunnar þó dregið úr karlmennskunni og telur hann

Page 18: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

17

því hugtakið vera úrelt nú á dögum.

Ingólfur vitnaði í Whitehead og Barrett í umfjöllun sinni, sem sögðu hugtakið vera

tengt feðraveldinu, en það er sögulegt fyrirbrigði, sem vísar til þeirrar hugmyndafræði að

karlar ráði mestu í samfélögum og að völd gangi frá einum karli til annars, oftast í gegnum

erfðir (Ingólfur Á. Jóhannesson, 2004, 38-39). Feðraveldi í samtímanum vísar til þess að eldri

karlar hvetja yngri kynbræður sína áfram frekar en konur og ali þá upp til að njóta valda. Nú á

dögum er hugtakið mikið notað af femínistum og vísar þá til þess hversu lífsseig völd karla

hafa verið í gegnum tíðina. Viðteknar hugmyndir um karlmennsku eru hugmyndir fólks um

hvað er viðtekið fyrir karla og sem dæmi um það er sú hugmynd að karlar séu sterkari en

konur. Karlhyggja er því hugtak sem vísar til þess að völd karla þykja sjálfsögð, bæði í

einkalífinu og opinbera lífinu (Ingólfur Á. Jóhannesson, 2004). Karlhyggju hugmyndafræði

byggir á því að eðlislegur munur sé á kynjunum og hið eðlilega sambandsform er

gagnkynhneigð. Þeir sem standa á bak við karlhyggjuna telja ekkert óeðlilegt við það að

karlmenn hafi meiri völd en konur. Ingólfur fjallaði um það að karlmennska og kvenleiki séu

óáþreifanleg fyrirbæri sem vísa til ríkjandi hugmynda um staðalímyndir kynjanna. Hugmyndir

um karlmennskuna tengjast straumum og sjónarmiðum í karlafræðum og hafa verið flokkaðar

niður í tvö sjónarmið. Annarsvegar er um að ræða eðlishyggjusjónarmiðið og hinsvegar er um

að ræða sjónarmið sem leggur áherslu á að kyngervið mótist félagslega. Feðraveldis hugtakið

frá sjónarhorni karlmennskunnar myndi falla undir seinna sjónarmiðið, þar sem karlar ala

yngri karla upp til að njóta valda og eru því að móta þá á félagslegum forsendum. Viðteknar

hugmyndir um karlmennsku og karlhyggju hugtakið tilheyra hinsvegar fyrra sjónarhorninu

(Ingólfur Á. Jóhannesson, 2004).

Raewyn Connell (1995) er einn þekktasti frumkvöðullinn í rannsóknum á ríkjandi

karlmennsku og lítur á hana sem eftirsóknarverðustu karlmennskuna á hverjum tíma og stað

hverju sinni. Hún tengir karlmennskuna við yfirráð, samsekt, undirskipun og jaðarsetningu.

Yfirráðakarlmennska á við þá karlmenn sem geta nýtt sér arf feðraveldisins. Þeir hafa í hendi

sér mestu áhrifin og mesta valdið vegna menningarlegrar upphafningar á gerðum sínum.

Yfirráðakarlmennskan felst í þeirri staðalímynd hvað það er að vera alvöru karlmaður. Það

sem einkennir þessa karlmennsku er meðal annars áherslan á líkamlegan styrk, ævintýraþrá,

öryggi og vald. Hún skilgreinir sig frá kvenleika sem felst í líkamlegu þróttleysi, ósjálfstæði

og huglægni, sem um leið þykir minna virði (Krook og Mackay, 2011). Valdið kemur því til

út af undirskipun kvenleika og allra þeirra sem ekki geta uppfyllt skilyrði

yfirráðakarlmennsku. Karlmennskan þarf að mati Connell ekki að vera hið tiltekna norm, það

er að segja að meirihluti karla uppfylli kröfur um karlmennsku, heldur er hún það sem flestir

Page 19: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

18

karlar miða sig við. Karlar velja sér þá staðsetningu innan orðræðunnar um karlmennsku sem

best hjálpar þeim að komast hjá því að upplifa sig valdalausa. Ríkjandi karlmennska birtist

ekki sem skýr og aðskilin frá öðrum hugmyndum um karlmennsku, heldur skarast þær.

Connell hefur greint frá því að hugmyndir um karlmennsku séu næmar fyrir gagnrýni og laga

sig yfirleitt að henni ef mótstaðan er nógu öflug. Ríkjandi karlmennska réttlætir það

hugmyndafræðilega að konur séu undirskipaðar körlum innan kynjakerfisins. Innan þess hafa

karlar völd og njóta forréttinda sem þeir vilja ekki láta af hendi (Connell, 1995). Nánar verður

greint frá kynjakerfinu hér neðar.

2.5 Þöggunarkenningin

Mannfræðingurinn Edwin Ardener gaf út bók á áttunda áratuginum þar sem er að finna

greinar sem fjalla um þöggun og jöðrun kvenna. Í bókinni Perceiving women (1977) kom

hann meðal annars fram með kenninguna um hinn þögla hóp (e. muted group).

Hugmyndafræði Ardener byggir á því að innan hvers samfélags eru fleiri en eitt

hugmyndakerfi um það hvernig samfélag á að vera. Hann greindi frá því að innan samfélags

er að finna bæði kvenna- og karlamenningar og að mikil átök eiga sér stað á milli þeirra sem

snúast gjarnan um vald og tungumál. Ríkjandi menninguna segir hann stjórna tungumálinu,

hún ræður gildismati samfélagsins og stjórnar því hvernig hugmyndir eru tjáðar í

tungumálinu. Ríkjandi hópurinn ræður því yfir tjáningu og frelsi kvenna, hins þögla hóps.

Ardener fjallaði um það að ef meðlimir hins þögla hóps vilja tjá sig verða þeir að gera það í

gegnum hinn ráðandi hóp og því á hans forsendum og með rödd meirihlutans. Þar af leiðandi

á þaggaði hópurinn oft erfitt með að tjá sig (Ardener, 1977). Ef þaggaði hópurinn notar sitt

eigið tungumál er ólíklegt að ráðandi hópurinn skilji hvað hann er að segja. Konur eru því

þaggaðar þar sem raunveruleiki þeirra og viðhorf til heimsins er ekki hægt að tjá undir

skilmálum ríkjandi karlastjórnar (Moore, 1988).

Ardener skilgreinir hugtakið þöggun (e. muted) sem svo að tungumál kvenna skiljist

ekki. Hann sagði að þöggun orsakist af vanhæfni ríkjandi hópsins til þess að túlka

tjáningarform víkjandi hópsins. Hann fjallaði um það að í samfélögum megi greina félagslegt

stigveldi þar sem einn hópur nýtur forréttinda. Þessi ríkjandi hópur gefur fyrirmæli og ræður

yfir tjáningarfrelsi víkjandi hópsins, því verður víkjandi hópurinn þaggaður og er ekki fær um

að tjá sig undir skilmálum ríkjandi hópsins (Ardener, 1977).

Ellen Lewin (2006) benti þó á að erfitt sé að tala um konur sem þögulan hóp þar sem

þær hafi svo margt að segja. Vandinn að hennar mati felst í því að ekki er tekið mark á því

sem þær gera, gjörðir þeirra eru dæmdar ómerkilegar og því ekki tekið tillit til þeirra. Þessir

Page 20: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

19

tveir hópar eru tengdir hinu villta sem er náttúran og hinu siðmenntaða sem er menningin. Þar

sem menningin reynir sífellt að sigra náttúruna, líkt og kom fram í kenningum Ortner hér ofar,

þá eru karlar ávallt skörinni hærra settir en konur (Ortner, 1974). Það er því ekki undarlegt að

það sem konur hafa í raun og veru að segja mætir oft daufum eyrum annarra. Þegar

mannfræðingar eiga að hlusta og túlka hlutlaust heyrist rödd kvenna oft ekki þar sem það eru

karlmenn sem eru að rannsaka og miða alla reynslu og gjörðir annarra við sínar eigin skoðanir

og gildi (Moore, 1988).

Cheris Kramarae (2005) hefur lengi leytast við að skilja samskipti og ójafnrétti

kynjanna og hefur í rannsóknum sínum notast við kenningu Ardener um hinn þögla hóp. Hún

gengur þó út frá því að vandinn felist í þeirri staðreynd að tungumál flestra samfélaga séu of

karllæg. Hún greinir frá því að í mörgum tungumálum er að finna allmörg orð sem eru

niðrandi fyrir konur og að sum orð eiga einungis við um karlmenn. Dæmi um slík orð í

íslensku tungumáli eru hin ýmsu starfsheiti hátt settra í samfélaginu, sem einungis eru til í

karlkyni eins og orðin forseti, framkvæmdastjóri og yfirmaður. Kramarae vill með þessu sýna

fram á að orðin séu því einungis ætluð karlmönnum. Hún greindi einnig frá því að ríkjandi

hópurinn gerir gjarnan lítið úr skoðunum víkjandi hópsins, sem verður til þess að víkjandi

hópurinn hræðist það að tjá sig opinberlega og verður af þeim sökum þaggaður hópur

(Karmaere, 2005).

3 Völd og valdastöður

Mannfræðin hefur verið gagnrýnd fyrir að gera konum ekki jafn hátt undir höfði og körlum í

rannsóknum sínum og komu ámælin flest frá mannfræðingum á 8. áratugnum. Edwin Ardener

(1977) gagnrýndi mannfræðinga meðal annars fyrir það að gera ekki ráð fyrir reynslu kvenna

í rannsóknum sínum. Hann sagði þá skoða samfélög út frá upplifun karlmanna og að þeir

gerðu ekki ráð fyrir því að konur kynnu að upplifa heiminn á eigin hátt. Mannfræðingar

töluðu að hans mati lítið við konur og virtu ekki þeirra skoðanir og fullyrti hann því að

röddum um helmings íbúa allra samfélaga væri sleppt í rannsóknum mannfræðinga. Ardener

greindi þó frá því að vandamálið lægi ekki einungis hjá karlkyns mannfræðingum heldur

einnig hjá kvenkyns mannfræðingum. Vandinn væri sá að mannfræðin væri fag sem fylgdi

karllægum gildum. Til þess að kvenkyns mannfræðingar njóti virðingar innan

fræðigreinarinnar þurfa þær að fylgja þessum karllægu gildum og þar með væru þær búnar að

missa ákveðinn eiginleika til þess að túlka konur í rannsóknum sínum (Ardener, 1977).

Moore (1988) sagði mikinn mun hafa verið á því hvernig fjallað var um konur í

rannsóknum mannfræðinga. Hún sagði karlkyns mannfræðinga hafa litið á konurnar sem

Page 21: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

20

ósjálfstæðar, valdalausar og óþarfar í efnahagslegum skilningi, á meðan kvenkyns

rannsakendur litu á þær sem lykilmanneskjur í viðkomandi samfélögum. Moore greindi frá

því að konur hafi alltaf verið sýnilegar í etnógrafíum fyrr á tímum þó svo að það hafi verið

mismunandi eftir kyni rannsakandans hversu mikla virðingu þær höfðu sem virkir

þátttakendur í samfélaginu. Þá taldi mannfræðingurinn Evans Pritchard á sínum tíma að í

öllum samfélögum færu karlar með völdin (Levellen, 2003). Í næsta kafla verður rýnt í

mannfræðirannsóknir og skoðað hvernig umræðan um kyn og völd hafa komið fram í þeim.

3.1 Kynjakerfið og vald

Hér að ofan var fjallað um þær hugmyndir Beauvoir (1997) að kynin mótist í takt við ríkjandi

hugmyndir um ólík hlutverk kynjanna. Hugmyndir um mótunarafl menningar tengjast gjarnan

þeim hugmyndum um hvernig vald mótar og viðheldur sjálfu sér í samfélaginu. Michael

Foucault (1926-1984) var franskur heimspekingur sem fjallaði mikið um vald, en verk hans

hafa haft mikil áhrif langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault (1982) taldi að valdið móti og

stjórni hegðun fólks, viðhorfum þeirra og skynjun á ýmsum þáttum samfélagsins. Þeir sem

hafi völdin í höndum sér móta reglur samfélagsins og koma þeim til skila með athöfnum sem

hafa bein áhrif á hegðun fólksins. Hann vildi meina að með tímanum yrðu viðhorf og hegðun

fólks ómeðvituð í hugum þeirra, fólkið telji þau frekar sjálfsprottin og taki þannig þátt í að

viðhalda ríkjandi hugmyndum valdsins um rétt viðhorf. Menningin er þannig lituð af

viðhorfum valdhafa sem hafa mótandi áhrif á fólkið í samfélaginu. Foucault sagði að erfitt

væri að meðhöndla vald þar sem að það er afl sem tengist í gegnum umræðu og þekkingu.

Vald er þannig samofið mannlegum samskiptum, hegðun, aga og stjórnun. Í gegnum valdhafa

er því hugmyndum og hegðun fólks stýrt (Lewellen, 2003). Eric Wolf (1990) fjallaði um það

að vald færir einstaklingum yfirburðargetu eða stöðu. Vald er hæfileiki til þess að koma

einstaklingi á framfæri og í valdinu felst einnig að geta staðið öðrum fram í samfélaginu og í

samskiptum.

Pierre Bourdieu (1989) greindi frá því að valdinu væri viðhaldið í samskiptum fólks í

menningu sem samanstendur af táknkerfum sem viðhalda samkeppni um ákveðin yfirráð

einstaklinga. Að mati Bourdieu felst barátta einstaklinga fyrir völdum í því að ná yfirráðum

yfir virðingarstöðum í samfélaginu og til að öðlast vald þurfa þeir einstaklingar að eiga

menningarlegan auð sem felur meðal annars í sér að einstaklingur deilir sömu gildum og þeir

sem völdin hafa. Algjör forsenda þess að einstaklingi gangi vel í stofnunum samfélagsins er

að miklu leyti háð því hvort viðkomandi aðlagast algjörlega ríkjandi valdakerfi (Bourdieu,

1989). Hugmyndafræðin um handhafa valds hefur að miklu leyti mótast af hugmyndum um

Page 22: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

21

stöðu kvenna sem lengi vel voru inni á heimilunum og án menntunar. Hugmyndir og

kenningar um konur og karla hafa þróast í gegnum aldirnar vegna gagnrýni á það ríkjandi

viðhorf að konan hafi verið undirskipuð í samfélaginu af þeim sem höfðu völdin. En ríkjandi

hugmyndum um hlutverk kynjanna er ögrað með mótunarhyggjunni sem mótmælir einföldum

skilgreiningum einstaklinga á viðeigandi hlutverkum kvenna og karla (Walby, 1990). Litið er

á mótandi áhrif samfélagsins á kyngervi kvenna, en einnig á getu þeirra til að hafa mótandi

áhrif á eigið umhverfi. Umhverfið setur konum þó ákveðin takmörk þegar litið er til tækifæra

þeirra til áhrifa í gegnum stjórnmálalegar skipulagsheildir þar sem barátta ríkir um völd sem

byggir á hugmyndum ráðandi afla (Krook og Mackay, 2011).

Þeir fræðimenn sem hafa rannsakað aðgengi kvenna að völdum telja margir hverjir að

valdastrúktúr skipulagsheilda endurspegli áberandi hugmyndir samfélaga um völd og hverjir

eiga að hafa þau (Walby, 1990). Konur hafa ætíð haft minna aðgengi að áhrifastöðum en

karlar sem sýnir sig enn á mörgum sviðum samfélagsins í dag (Krook og Mackay, 2011). Þótt

konur hafi vissulega á undanförnum árum orðið mun sýnilegri á opinbera sviðinu en áður þá

gegna karlar mun oftar valdameiri stöðum. Connell (1995) nefnir sem dæmi um það að í

kapítalískum löndum eru meðaltekjur karla um það bil tvöfalt hærri en tekjur kvenna og að

karlar eru tíu sinnum líklegri til þess að vera í valdastöðu (Connell, 1995).

Kynjakerfið er eitt þeirra hugtaka sem hefur verið notað til að útskýra valdatengslin á

milli kvenna og karla í samfélaginu, en Sylvia Walby (1990) hefur skilgreint hugtakið sem

félagslegt yfirráðakerfi þar sem karlar njóta góðs af kerfisbundinni undirskipan kvenna. Með

því á hún við að karlar eru í valdameiri stöðum í samfélaginu vegna þess að karlmannlegir

eiginleikar þykja verðugri og hefðbundin störf karla í samfélaginu teljast mikilvægari. Walby

segir svið samfélagsins skiptast í tvennt: opinbera sviðið og einkasviðið. Hún telur

kynjakerfið hafa verið sterkast á einkasviðinu framan af 20. öldinni, en eftir að konur fengu

formleg réttindi á við karla, hafi megin uppspretta valds færst yfir á opinbera sviðið. Walby

segir kynjað vald birtast á sex sviðum samfélagsins. Fyrsta sviðið er vinnumarkaðurinn en þar

birtist kynjaða valdið til dæmis í kynskiptum vinnumarkaði þar sem kynin gegna ólíkum

störfum. Kvennastörf eru gjarnan minna metin en karlastörf. Annað sviðið er heimilið en

kynjaða valdið birtist meðal annars í því að konur bera að mestum hluta ábyrgð á heimilinu og

uppeldi barnanna þrátt fyrir að þær vinna einnig utan heimilis líkt og karlarnir. Þriðja sviðið er

menning, en kynjað vald kemur þar fram í fjölmiðlum, tímaritum, auglýsingum og

orðræðunni svo eitthvað sé nefnt. Fjórða sviðið er kynverund en í klámvæðingunni má sjá

hvernig konur eru hlutgerðar og lítilsvirtar. Ofbeldi er einnig ein uppspretta kynjaðs valds en

dæmi um slíkt eru nauðganir og heimilisofbeldi þar sem karlmenn eru í meirihluta gerendur.

Page 23: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

22

Síðasta sviði sem Walby nefnir er ríkið en kynjað vald hjá ríkinu birtist aðalega í

valdamisræmi á milli kynjanna. Karlar eru mun oftar í áhrifameiri stöðum en konur (Walby,

1990).

En hvers vegna hafa konur ekki náð lengra í jafnréttisbaráttunni? Nú standa konur

betur að vígi menntunarlega séð og hvers vegna eru þá ekki fleiri konur í valdastöðum

samfélagsins?

Christina Hughes (2002) er prófessor í kynjafræði og greinir frá því að femímismi

snúist um það að gera konur gjaldgengar í heimi karla. Segir hún femínisma vilja koma

konum til valda og að hann snúist um jöfn tækifæri án þess þó að athuga hvort aðstæðurnar til

uppdráttar séu jafnar, þar sem konan þarf nánast að breyta sér í karlmann til þess að sitja í

valdamikilli stöðu. Hún segir konur sem hafa náð langt sem stjórnendur hafi þurft að aðlaga

sig að karllægum fyrirmyndum og ekki fengið að ná árangri á eigin kvenlegum forsendum.

Hughes bendir á að jafnréttisbaráttan hafi hingað til sett konur og karla undir sama hatt og

þannig gert lítið úr eðlislægum mun kynjanna. Hún greindi frá rannsókn sem var gerð á

konum í nokkrum alþjóðlegum fyrirtækjum í Bandaríkjunum, sem öll voru talin í fremstu röð

þegar kom að jafnrétti kynjanna. Rannsóknin leiddi í ljós að þær konur sem höfðu náð langt

innan fyrirtækisins höfðu allar svipaðan bakgrunn og viðhorf og karlarnir. Þær eyddu jafn

miklum tíma í vinnunni, voru með sömu reynslu og menntun. Það var varla hægt að finna

mismun á þeim konum sem höfðu komist í yfirmannastöður og körlum í svipuðum stöðum.

Það eina sem reyndist ólíkt með konum og körlum var að konurnar höfðu frestað barneignum

til seinni tíma en ekki karlar. Niðurstöðurnar leiddu því í ljós að til þess að komast í

valdastöður innan fyrirtækja urðu konur að tileinka sér og taka upp karlmannalega hegðun

(Hughes, 2002). Að vera yfirmaður í valdamikilli stöðu og að vera kona eru því andstæður þar

sem stjórnunarhlutverkið er lagt að jöfnu við karlmennsku. Konur hafa þar að leiðandi ekki

náð fram auknu jafnrétti þar sem hið svokallaða jafnrétti sem virðist vera komið á er byggt á

staðalímynd karlmannlegrar hegðunar. Til þess að sitja í valdastöðum er því nauðsynlegt fyrir

konur að aðlaga sig þessum gildum, að hugsa og hegða sér eins og karlmaður. Því má færa

rök fyrir því af hverju konur leita frekar í láglaunastéttir menntunarlega séð sem stundum er

talað um sem “kvennastéttir”.

En hvers vegna hefur jafnréttisbaráttan ekki náð betri árangri? Rannsóknir benda til

þess að almennar hugmyndir um kynin séu ein af helstu ástæðum þess að enn ríki misrétti á

milli þeirra. Enn eru til staðar ákveðnar tvíhyggjuhugmyndir þegar fjallað er um eðli kvenna

og eðli karla. Kynin eiga að vera fulltrúar ákveðinna eiginleika og sundurgreining kynjanna

gerir það að verkum að þau mynda andstæður (Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir,

Page 24: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

23

1999). Það sem er talið kvenlegt er því andstæða við það sem er talið karlmannlegt. Má þar

nefna tengingu kvenna við náttúruna og karla við menninguna (Ortner, 1974). Því má draga

þá ályktun að ástæða kvenna og karla fyrir vali á ákveðnum sviðum samfélagsins er mótuð af

þessari gömlu tvíhyggju. Þetta misvægi er afleiðing félagslegrar formgerðar sem byggir á

fjölda staðalímynda sem má finna í samfélaginu.

Það er nokkuð augljóst að fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna getur ekki náðst

nema kynjakerfið hrynji. Þá fyrst munu raddir kvenna fá sama mikilvægi og raddir karla á

opinbera sviðinu. Connell (1995) hefur á hinn bóginn bent á að karlar hafi mikilla hagsmuna

að gæta í kynjakerfinu. Breytingar á kynjakerfinu sem dregur úr völdum karla höfða ekki til

þeirra af þeirri einföldu ástæðu að þær eru þeim ekki til hagsbóta. Til að aukinn

jafnréttisárangur náist þurfi því frekar að vinna að breytingum á karlmennskuhugmyndum.

3.2 Etnógrafían um kyn og vald

Með tilkomu femínismans á 7. áratugnum hófu mannfræðingar að rannsaka í hvaða ljósi

konur höfðu verið sýndar í etnígrafískum rannsóknum þeirra fram að þessu. Það þótti nokkuð

augljóst að hlutdrægni karlkyns rannsakenda var áberandi þegar rannsaka átti nýja og

ókunnuga staðarhætti. Í stað hlutleysis höfðu þeir fyrirfram mótaðar skoðanir um hvernig

sambönd milli kvenna og karla væri háttað og hvert hlutverk kvennanna væri í samfélaginu.

(Moore, 1988). Hugarfarið á svæðinu gat líka spilað inn í upplifun rannsakandans því ef

aðstæðum svipaði til þess sem hann þekkti heiman að frá taldi hann ómeðvitað að konum væri

ekki gert eins hátt undir höfði og körlum líkt og á eigin heimaslóðum. Rannsakandinn alhæfir

þar með því út frá ófullnægjandi reynslu af svæðinu þar sem hann er litaður af skoðunum og

aðstæðum frá eigin heimahögum. Moore (1988) bendir á að femínistar halda því fram að

þegar karlkyns mannfræðingar rannsaki staði þar sem jafnrétti kynjanna er í raun og veru

töluvert og staða kvenna er að miklu leyti jöfn á við karla, að þá geri þeir sér oftar en ekki í

hugarlund ójafnari aðstæður, þar sem konan sé þögguð og ekki metin að verðleikum og að

valdajafnvægið sé ójafnt. Þeir ákveða þar með að ólíkar aðstæður hljóti að þýða ójöfnuð. Það

er því ekki að furða að femínistar innan mannfræðinnar litu á það sem algjört forgangsatriði

að fara að hlusta á raddir kvenna og sýna hvernig konur hefðu það í raun og veru þegar líða

tók á 8. áratuginn (Moore, 1988).

Eitt þekktasta dæmið hvað þetta varðar er samanburður á entógrafíum

mannfræðinganna Bronislaw Malinowski (1884-1942) og Annette Weiner (1933-1997), en

þau gerðu rannsóknir á sama samfélagi á ólíkum tímum. Etnógrafía Malinowski kom út árið

1922 og varð eitt þekktasta rit mannfræðinga á fyrri hluta tuttugustu aldar. Malinowski taldi

Page 25: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

24

hugmyndir almennings á þeim tíma hvað varðaði frumstæða manninn vera rangar og vildi

afsanna þann mun sem fólk taldi vera á honum og hinum vestræna manni. Eitt af megin

viðfangsefnum bókarinnar var því að takast á við ríkjandi viðhorf um það hvernig þessir

frumstæðu villimenn sáu sér farboða. Malinowski hélt í þrígang til Tróbríandeyja í Papua

Nýju Gíneu, á árunum 1914-1920, til þess að rannsaka líf og siði eyjaskeggja. Malinowski

lagði mikla áherslu á að mannfræðingar yrðu að vinna einir á vettvangi við söfnun gagna, læra

tungumál innfæddra og talaði mikið um mikilvægi þess að taka þátt í daglegu amstri

heimamanna til að rannsaka samfélag þeirra sem eina heild. Hann hefur því af mörgum verið

talinn frumkvöðull vettvangsrannsókna í mannfræði (Mauss, 1970).

Í anda síns tíma veitti Malinowski lífsmáta kvenna ekki mikla athygli á meðan á dvöl

hans stóð þrátt fyrir að hann hafi lagt mikla áherslu á að rannsaka samfélagið sem eina heild.

Því er ekki að heyra raddir kvenna í rannsóknarniðurstöðum né upplýsingar um vægi kvenna í

samfélagi Tróbríanda í Papua Nýju Gíneu í etnógrafíunni hans. Margir hafa því gagnrýnt

karllæga slagsíðu á rannsókn Malinowski á þeim forsendum að rannsóknir mannfræðinga eigi

að endurspegla samfélög í heild sinni, en að hann hafi einungis birt þá hlið sem snéri að

karlmönnum og þeirra hlutverkum (Moore, 1988). Í þessu samhengi er rannsókn Malinowski

gjarnan borin saman við rannsókn Weiner á Tróbríandeyjum í Papua Nýju Gíneu þar sem

niðurstöður þeirra voru talsvert ólíkar.

Annette Weiner hélt til Tróbríandeyja rúmum sextíu árum á eftir Malinowski. Á

árunum 1971 til 1981 heimsótti hún eyjarnar fimm sinnum og bjó á meðal eyjaskeggja í tæp

tvö ár (Weiner, 1988). Hún gerði rannsókn sína á Tróbríöndum á póstmódernískum tíma og

lagði því mun meiri áherslu á hlutverk og stöðu kvenna heldur en Malinowski hafði gert. Í

fyrstu heimsókn sinni varð Weiner vitni að athöfn sem fékk hana til þess að vilja rannsaka

stöðu kvenna innan samfélags Tróbríanda (Weiner, 1976). Athöfnin sem hún varð vitni að

nefnist Sagali og gengur út á að við andlát þarf móðurætt hins látna að launa móðurætt

ekkjunnar fyrir hinn félagslega auð, sem hinn látni eignaðist í gegnum ræktun á

rótargrænmeti, sem föðurætt ekkjunnar hafði verið að rækta fyrir þann látna á hverju ári.

Þessa skuld eiginmannsins er einungis hægt að greiða með auði kvenna, bananaknippum og

pilsum sem þær sjálfar búa til. Knippin og pilsin sýna auð og virðingu móðurættar hins látna

og þar með völd og styrk. Sú sem nær að gefa mest er talin vera auðug kona. Weiner komst

þar að leiðandi af því að konurnar skapa sér sinn eigin táknræna auð. Hún sá þarna tengingu á

bananaknippum kvenna við hagkerfi karlanna, sem sáu um að rækta allt rótargrænmetið

(Weiner, 1976). Þó svo að Weiner hafi ekki endilega ætlað sér að leiðrétta fyrrum rannsókn

Malinowski þá fór hún brátt að taka eftir ýmsum þáttum sem honum hafði yfirsést og leiðrétti

Page 26: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

25

hún því margt sem Malinowski hafði að hennar mati mistúlkað. Hún lætur meðal annars í ljós

að Malinowski hafi hreinlega misskilið samfélag Tróbríanda. Weiner sagði að konurnar hefðu

sömu stöðu og karlarnir í samfélaginu og að litið væri á þær sem jafningja karla. Með því að

veita konum ekki næga athygli í rannsókn sinni og með því að vanmeta stöðu þeirra innan

samfélagsins vildi Weiner meina að Malinowski hafi yfirsést nokkur grundvallaratriði í

samfélagi Tróbríanda (Weiner, 1988). Það mætti því segja að meginmunurinn á áherslum

Weiner og Malinowski sé sá að Weiner leggur mikla áherslu á raddir kvenna og aðkomu

kvenna að efnahagslífinu á meðan Malinowski beindi athygli sinni frekar að karlmönnum og

hlutverki þeirra. Það er nokkuð ljóst að bæði auður kvenna og karla skiptir miklu máli

félagslega séð í samfélagi Tróbríanda. Það mætti þó segja að auður kvenna sé að vissu leyti

einstakari og virtari þar sem hann er bundinn við það að viðhalda völdum fjölskyldunnar,

sýna fram á að hún standi enn sterk þrátt fyrir dauðsfallið (Weiner, 1988). Bæði Malinowski

og Weiner áttuðu sig á því að konur væru til staðar í samfélagi Tróbríanda, þó svo að

Malinowski hafi ekki fjallað mikið um það. Malinowski tókst þess vegna ekki að lýsa

samfélagi Tróbríanda til fulls þar sem honum yfirsáust þessir mikilvægu þættir. Á meðan

Malinowski var sífellt í leit af sannleika og staðreyndum til þess að afsanna vestrænar

hugmyndir á frumstæða manninum þá virðist sem Weiner hafi frekar rannsakað samfélagið

með opnari huga.

Það er nokkuð ljóst að báðar etnógrafíurnar endurspegla þann tíma sem þær voru

skrifaðar á, en helsti munurinn er sá að áherslur þeirra eru mjög ólíkar. Þetta mætti meðal

annars útskýra með því að Weiner var undir áhrifum femínisma, sem var byrjaður að þróast í

hinum vestræna heimi þegar hún hélt til Tróbríanda í fyrsta sinn. Þó svo að rannsókn Weiner

hafi þegar á heildina er litið ekki haft jafn mikil áhrif og rannsókn Malinowski þá varð hún

samt til þess að raddir kvenna fóru að vera mun sýnilegri í rannsóknum mannfræðinga. Til að

ýta undir femíniskt sjónarhorn í félagsvísindum hefur hlutur kvenna í rannsóknum verið

aukinn, bæði sem þátttakendur og rannsakendur. Margar af eldri rannsóknum hafa verið

endurskoðaðar með tilliti til þess hvort og þá hvernig konur birtast í þeim og þá hefur einnig

verið farið fram á endurskoðun á kenningum sem í áraraðir sniðgengu konur og byggðu á

sjónarhorni, röddum og hugmyndum karla (Moore, 1988).

Page 27: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

26

4 Umræða og lokaorð

Í þessari ritgerð var farið yfir hugmyndir mannfræðinga og annarra fræðimanna um stöðu

kvenna, kyn og vald. Leitast var eftir að svara eftirfarandi spurningum: Eru konur þaggaður

hópur og ef svo er þá hvers vegna? Afhverju hafa konur ekki sömu völd og karlar? Hér á eftir

verður í meginatriðum farið yfir þær niðurstöður sem fengust í ritgerðinni.

Hugmyndir um stöðu kvenna, kyn og vald hafa alið af sér margar kenningar sem hefur

verið gert grein fyrir í ritgerðinni. Þessum kenningum má skipta í tvö tímabil, annarsvegar

tímabilið frá byrjun 19. aldar fram til ársins 1970 og hinsvegar tímabilið frá árinu 1970, sem

stendur yfir enn þann dag í dag. Það sem einkennir fyrra tímabilið er eðlishyggja.

Líffræðilegur munur karla og kvenna réttlættir hversvegna karlar voru einungis sýnilegir á

opinbera sviði samfélagsins. Konurnar voru uppteknar af húsmóður- og móðurhlutverkinu og

því var litið svo á að þær hefðu ekki tök á því að sinna opinberum störfum að auki. Smám

saman þróuðust konurnar því í það að vera valdalausar. Fram að 8. áratugnum voru margar

ólíkar stefnur í gangi, en líkt og Parezo (1993) greindi frá má greina töluverðan ósýnileika

kvenna í söguritum yfir þetta tímabil þar sem raddir þeirra áttu nánast hvergi hlut að máli.

Sumir fræðimenn á þessu tímabili, á borð við Bachofen (1861) vildu þó meina að á fyrri

stigum í þróun manna hafi konur farið með völdin og svokallað mæðraveldi verið ríkjandi.

Engar heimildir benda þó til að slíkt veldi hafi verið til og því hafa þessar kenningar verið

sagðar goðsögur. Eðlishyggjan réð ríkjum yfir þetta fyrra tímabil sem hafði þau áhrif að

konurnar voru lægra settar en karlarnir, þær voru áhrifa- og valdlausar og því þaggaður hópur.

Sú eðlishyggju nálgun sem notuð var til að útskýra stöðu kvenna gagnvart körlum var

einungis til þess fallin að benda á tvo einsleita líkama. Sá munur sem var á líkömum karla og

kvenna var síðan notaður sem skýrasta mynd þess að konur væru ekki það sem kallaðist hið

tiltekta norm og því væru þær útilokaðar frá því að öðlast sömu stöðu og karlar.

Beauvoir (1997) greindi frá því að valdaleysi kvenna sé ekkert nýtt af nálinni og sagði

þær alltaf hafa verið í hlutverki hins kynsins og því ekki meðteknar sem fullgildir

þátttakendur í samfélögum. Hún sagði konuna ætíð hafa verið skilgreinda út frá karlinum sem

hin svokallaða sjálfsvera á meðan hún sjálf er hitt kynið. Hún fjallaði um það að móður- og

húsmóðurhlutverkið ómerki konuna því með þeim hlutverkum verði hún þræll aðstæðna og

geti ekki þroskast og haft áhrif líkt og karlarnir. Hún gagnrýndi eðlishyggjuna og greindi frá

því að konur fæðast ekki sem konur heldur verða þær að konum vegna áhrifa frá samfélaginu

og þeim kynhlutverkum sem hafa verið búin til. Undirokun og þöggun kvenna er því

Page 28: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

27

félagslegt fyrirbæri þar sem sögulegir og menningarlegir þættir móta hugmyndir um

kynhlutverk hverju sinni.

Kenningar Ardener (1977) voru einnig reifaðar í ritgerðinni, en hann fjallaði um að

karlar skilja ekki tungumál kvenna og þessvegna eru þær þaggaður hópur. Karlar skilja ekki

tjáningarform kvenna að hans mati og konur þurfa því að lúta lögmálum ríkjandi hóps

samfélagsins, karlanna. Karlar bjuggu til viðmið og reglur samfélagsins sem og tungumálið.

Konur hafa þesss vegna þurft að hafa talsvert fyrir því að komast áfram í þessu karllæga veldi

þar sem raddir þeirra virðast ekki heyrast.

Eins og áður kom fram hefur hallað á konur og í gegnum aldirnar hefur staða kvenna

ávallt verið álitin skörinni lægri en staða karla. Fyrir nokkrum áratugum síðan virtust raddir

kvenna blikna í samanburði við raddir karla. Konur börðust fyrir að láta heyra í sér og var það

ekki fyrr en með tilkomu femínismans á 7. áratugnum, sem raddir kvenna tóku að heyrast.

Með tilkomu femíniskrar mannfræði fóru raddir kvenna loksins að verða sýnilegri í

rannsóknum mannfræðinga og varð það til þess að margar kenningar sem sniðgengu konur

voru endurskoðaðar. Þetta leiddi í ljós að konur um allan heim voru í raun og veru mun

valdameiri og mikilvægari í samfélögum en áður hafði verið haldið fram, eins og kom fram í

ritgerðinni þegar samanburður var gerður á etnógrafíum Malinowski og Weiner.

Niðurstöður ritgerðarinnar þykja nokkuð skýrar en þær leiða í ljós að konur hafa ekki

sömu völd og karlar þar sem stjórnunarhlutverkið er lagt að jöfnu við karlmennsku. Því

jafnrétti sem virðist vera komið á er því byggt á staðalímynd karlmannalegrar hegðunar og til

þess að sitja í valdastöðum er því nauðsynlegt fyrir konur að aðlaga sig að gildum karlmanna.

Þá greinir Hughes (2002) frá því að þær konur sem hafa náð langt í valdamiklum stöðum hafi

orðið að aðlaga sig að karllægum fyrirmyndum og því ekki náð árangri á eigin forsendum.

Þótt konur hafi vissulega áorkað miklu á síðustu áratugum þá virðast raddir kvenna enn eiga

erfitt uppdráttar á mörgum sviðum samfélagsins og því má draga þá ályktun að um sé að ræða

þaggaðan hóp. Þó skal það tekið fram að vissulega eru þær ekki þaggaðar í sama skilningi og

þær voru árum áður, því eins og kom fram í ritgerðinni þá hafa kvennabaráttur og bylgjur

femínismans skilað konum miklu, en afraksturinn er enn rýr í roðinu. Það þarf sameiginlegt

átak beggja kynja til þess að jafna hlutfallið, hvort sem það er í söguritum eða á opinberu

sviði samfélagsins. Það þarf að skoða og breyta aðstæðunum en ekki konunum svo raddir

kvenna fái meiri hljómgrunn og athygli. Konum hefur orðið ágengt á síðustu áratugum, en

betur má ef duga skal. Beauvoir (1997), sem ég held mikið upp á, greindi frá því fyrir rúmum

sextíu árum síðan að til þess að konur geti öðlast jafnrétti á við karla verði þær að fara fram úr

þeim réttindum og því frelsi sem þær hafa á því augnabliki og ætíð sækjast eftir meiri

Page 29: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

28

réttindum. Ótrúlegt en satt að þá eiga þessi orð enn við okkur konur í dag og því ættum við

allar að hafa þau hugfast.

Page 30: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

29

Heimildaskrá

Andersen, M. (2003). Thinking about women: sociological perspectives on sex and gender (6.

útgáfa). Boston: Pearson Education, Inc.

Andersen, M. og Hysock, D. (2000). Thinking about women: Sociological Perspectives on

Sex and Gender. Boston: Allyn & Bacon.

Ardener, E. (1977). Belief and Problem of Women. Í Ardener, S., (ritstjóri), Perceiving

Woman, (bls. 1-17). London: Dent.

Bachofen, J. J. (1861). Mother Right: An investigation of the religious and juridical

character of matriarchy in the Ancient World. Stuttgart: Kreis & Hoffman.

Barnard, A. (2000). History and Theory in Anthropology. Cambridge: University Press.

Beauvoir, S. (1997). The Second Sex. (Parshley, H.M. þýddi). London: Vintage.

Butler, J. (1999). Gender trouble: Feminism and the subversion of identity. New York:

Routledge.

Bourdieu, P. (1989). Social space and symbolic power. Sociological Theory, 7 (1), 14-25. Sótt

af: http://www.scribd.com/doc/96588474/PierreBourdieu-Social-Space-and-Symbolic-

Power

Connell, R. W. (1995). Masculinities. Cambridge: Polity Press.

Cudd, A. E. and Andreasen, R. O. (2007). Feminist Theory: A Philosophical Anthology.

Oxford: Blackwell Publishing.

Foucault, M. (1982). The subject and power. Why Study Power? The Question of the

Subject. Critical Inquiry, 8(4), 777-795. Sótt af:

http://www2.warwick.ac.uk/fac/soc/philosophy/undergraduate/modules/ph348/2013-

14/foucault_-_the_subject_and_power.pdf

Page 31: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

30

Godelier, M. (1986). The making of great men: Male domination and power among the New

Guinea Baruya. Cambridge: Cambridge University Press.

Hughes, C. (2002). Women’s contemporary lives: Within and beyond the mirror. London:

Routledge.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2004). Karlmennska og jafnréttisuppeldi. Reykjavík:

Rannsóknarstofa í kvenna-og kynjafræðum.

Irma Erlingsdsóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. (1999). Simone De Beauvoir:

heimspekingur, rithöfundur, feministi. Reykjavík: Rannsóknarstofa í

kvennafræðum. Háskólaútgáfan.

Kramarae, C. (2005). Muted Group Theory and Communication: Asking Dangerous

Questions . Women and Language, 28 (2), 55-63.

Krook, M. L. og Mackay, F. (ritstjórar). (2011). Gender, Politics and Institutions: Towards a

Feminist Institutionalism. Basingstoke: Palgrave Macmillan.

Kurtz, D. V. (2001). Political Anthropology: Power and Paradigms. Colorado: Westview

Press.

Lewellen, T. X. (2003). Political Anthropology: An Introduction. Westport: Praeger

Publishers.

Lewin, E. (2006). Feminist Anthropology: A reader. Malden: Blackwell.

Malinowski, B. (1922). Argonauts of the Western Pacific. London: Routledge & Kegan Paul.

McGee, J. og Warms, R. L. (1996). Anthropological Theory: An Introductory History.

Mountain View: Mayfield publishing company.

Mansfield, H. C. (2006). Manliness. New Haven: Yale University Press.

Page 32: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

31

Mascia-Lees, F. E. and Black, N. J. (2000). Gender and anthropology. Prospect Heights.

Illinois: Waveland Press, Inc.

Mauss, M. (1970). The Gift; Forms And Functions Of Exchange In Archaic Societies.

Cohen & West ltd. London: Carter Lane.

Moore, L. H. (1999). Anthropological Theory at the Turn of the Century. Í H. L. Moore

(ritstjóri), Anthropological theory today, (bls. 1-23). Cambridge: Polity Press.

Moore, H. L. (1988). Feminism and Anthropology. Cambridge: Polity Press.

Ortner, S. B. (1974). Is Female to Male as Nature Is to Culture? Feminist Studies, 1,(2). 5-31.

Ortner, S.B. (1984). Theory in Anthropology since the Sixties. Comparative Studies in

Society and History, 26 (1), 126-166.

Parezo, N. J. (1993). Anthropology: The Welcoming Science. Í N. J. Parezo (ritstjóri), Hidden

Scholars: Women Anthropologist and the Native American Southwest. (bls. 276-290).

Albuquerque: University of New Mexico Press.

Rosaldo, M. Z. og Lamphere, L. (ritstjórar). (1974). Woman, Culture & Society. Stanford:

Stanford University Press.

Said, E. (2000). The Edward Said reader. New York: Vintage books.

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. (1999). Konan með kyndilinn. Áhrif Simone de Beauvoir á

íslenska kvennabaráttu. Í Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir (ritstjórar),

Simone de Beauvoir, Heimspekingur, Rithöfundur, Femínisti. (bls. 67- 82). Reykjavík:

Rannsóknastofa í Kvennafræðum Háskólaútgáfan.

Stolcke, V. (1993). Is sex to gender as race is to ethnicity. Í T. D. Valle (ritstjóri), Gendered

anthropology. (bls 17-37). London: Routledge.

Page 33: Eru konur þaggaður hópur? ritgerð...Þöggunarkenning Edwin Ardener (1977) verður tekin til umfjöllunar, en hún fjallar um það að konur séu þaggaður hópur þar sem raunveruleiki

32

United Nations, Department of Economic and Social Affairs, Population Division

(2013). World Population Prospects: The 2012 Revision, Key Findings and

Advance Tables. Working Paper No. ESA/P/WP.227. Sótt af

http://esa.un.org/wpp/Documentation/pdf/WPP2012_%20KEY%20FINDINGS.pdf

Walby, S. (1990). Theorizing patriarchy. Oxford: Basil Blackwell Inc.

Weiner, A.B. (1976). Women of Value, Men of Renown: New Perspectives in Trobriand

Exchange. Austin: University of Texas Press.

Weiner, A.B. (1988). The Trobrianders of Papua New Guinea. New York: Holt.

Rinehart & Winston.

Wolf, E. R. (1990). Facing power: Old insights, new questions. American Anthropologist,

New Series, 92 (3), 586 -596.

Þorgerður Einarsdóttir. (2004). Hið vísindalega er pólitískt. Femínismi sem

fræðikenning andófs og breytinga. Í Þóroddur Bjarnason og Helgi Gunnlaugsson

(ritstjórar). Íslensk félagsfræði. Landnám alþjóðlegrar fræðigreinar. (bls. 200-225).

Reykjavík: Háskólaútgáfan.