32

Elding tbl.1 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Blað Knattspyrnudeildar Aftureldingar 2013

Citation preview

Page 1: Elding tbl.1 2013
Page 2: Elding tbl.1 2013
Page 3: Elding tbl.1 2013

Sumarið er tíminn

Loksins er sumarið komið. Langur vetur er að baki þar sem knattspyrnu fólkið okkar hefur æft af kappi og undirbúið sig fyrir keppni sumarsins. Sumarið er tíminn fyrir iðkendur, þjálfara og sjálfboðaliða að uppskera eftir æfingar og starf vetrarins og bæjarbúa til að styðja við bakið á knattspyrnufólkinu okkar.

Barna- og unglingaráðBarna- og unglingaráð (BUR) er fjölmennasta einingin innan knatt-spyrnu deildar. Þar hefur á undanförnum árum verið unnið frábært upp- byggingarstarf undir forystu Bjarka Márs Sverrissonar yfir þjálfara. Þrátt fyrir að aðstöðuleysi hafi hamlað fjölgun iðkenda í deildinni hefur starfið skilað af sér landsliðsstúlkum og drengjum. Þannig lék Birkir Þór Guðmundsson leikmaður 3 flokks sinn fyrsta landsleik á dögunum og Telma H. Þrastardóttir, Lára Kristín Pedersen og Halla Margrét Hinriks dóttir tóku allar þátt í Evrópumóti landsliða undir 19 ára í Portú-gal nú á vormánuðum. Í blaðinu er jafnframt viðtal við Axel Óskar Andrésson leikmann 3 flokks sem fer um miðjan mánuðinn á reynslu til enska úrvalsdeildarfélagsins Norwich City. Í sumar er tilvalið tækifæri fyrir þá krakka sem ekki hafa enn prófað að æfa knattspyrnu að mæta á æfingar. Það er ódýrt að æfa knattspyrnu en mánðargjaldið er á bilinu fjögur til sex þúsund krónur fyrir 16 til 20 æfingar á mánuði auk móts- og æfingaleikja. Nánari upplýsingar um einstaka flokka er að finna í blaðinu og á heimasíðu félagsins, www.afturelding.is.

Meistaraflokkur kvennaStelpurnar okkar eru að hefja sitt 6 tímabil í Pepsi deildinni, einni sterkustu deild Evrópu. Þetta frábær árangur hjá stelpunum, þjálfara-num og hinum fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja starfinu lið. Flott-ur hópur þarna á ferð.Þjálfari stelpanna er Írinn viðkunnalegi John Adrews. Kjarninn í liðinu eru uppaldar stelpur auk þess sem í hópnum eru tveir erlendir leikmenn. Stelpurnar byrja Íslandsmótið á útileik á móti Val á Hlíðarenda en fyrsti heimaleikurinn er á móti Þrótti Reykjavík þriðjudaginn 14. maí kl. 19:15 á Varmárvelli. Það er klárt mál að sumarið á eftir að vera skemmtilegt og er markmið liðsins að festa sig í sessi í efri hluta Pepsi deildarinnar.

Meistaraflokkur karlaUndanfarin tvö ár hefur meistaraflokkur karla verið í baráttu um sæti í 1 deild og í sumar er markmikðið að tryggja sér sæti í deildinni. Leikmannahópurinn er vel mannaður og eru uppaldir leikmenn þar í miklum meirihluta. Enes Cogic stýrir skútunni og hefur hann Baldvinn Jón Hallgrímsson sér til aðstoðar. Strákunum og þjálfurum til halds og traust eru síðan fjölmargir sjálfboðaliðar sem vinna óeigingjarnt starf fyrir liðið. Strákarnir okkar koma vel stemmdir undan vetri og byrja þeir Ís-landsmótið föstudagskvöldið 10 maí klukkan 19:15 á heimaleik á móti Njarðvík. Styðjum við bakið á strákunum okkar í sumar og leggjum þannig okkar af mörkum til að markmið sumarsins náist.

LokaorðÍ sumar fer fram fjöldinn allur af leikjum í öllum aldursflokkum í Mos-fellsbæ. Um leið og ég þakka öllum sjálfboðaliðum, stuðningsmönnum og styrktaraðilum fyrir ómetanlegan stuðning hvet ég bæjarbúa til að standa saman, mæta á völlinn og styðja við bakið á félaginu okkar.

f.h. Knattspyrnudeildar

Ingólfur Garðarsson, formaður

Útgefandi: Knattspyrnudeild Aftureldingar.Ábyrgðarmaður: Pétur Magnússon.Höfundar efnis: Hanna Símonardóttir, Pétur Magnússon, þjálfarar og fleiri.Myndir: Ragnar Þór Ólason, Hanna Símonardóttir og fleiri.Umbrot og grafík: Jóhann Fannar Ólafsson.Prentun: Prentmet.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 4: Elding tbl.1 2013

Að halda í horfinu eða blása til sóknar

Það má segja að knattspyrnudeild standi á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. Á næsta ári eru 40 ár liðin frá stofnun knattspyrnudeildar og hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma. Undirritaður lék sinn fyrsta leik í búningi félagsins árið 1984, þá sex ára gamall og síðan þá komið að margvíslegri og skemmtilegri vinnu fyrir félagið sem sjálfboðaliði, aðstoðarþjálfari, þjálfari og nú yfirþjálfari. Til þess að geta horft til framtíðar er mikilvægt að tryggja ákveðnar grunnstoðir og aðstöðu. Það er markmið hvers knattspyrnufélags að huga að barna-og unglingastarfi og gæta þess að skapa aðstæður fyrir börn þannig að þau njóti sín innan knattspyrnunnar.Til lengri tíma, með markvissri og fjölbreyttri þjálfun getum við skapað aðstæður fyrir afreksmenn og framtíðar leikmenn meistaraflokka Aftur-eldingar. Leiðir að þessum markmiðum ættu að vera skýrar. Tryggja þarf vel menntaða þjálfara sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Styðja við endurmenntun þeirra og viðhalda stöðugleika í þjálfararáðningum. Við þurfum að bera okkur saman við félögin í kringum okkur og halda í við þau í þjónustu við iðkendur. Vegur þar þyngst aðstöðumunur milli félaga. Einnig þurfum við að efla foreldrastarfið í öllum flokkum og tryggja jákvæð og góð samskipti stjórnar og þjálfara við foreldra. Stuðningur foreldra er gríðarlega mikilvægur og ekki síst í eldri flokk-um þar sem brottfallið er hvað mest.

Knattspyrnudeild hefur átt um 20 leikmenn sem tekið hafa þátt í land-sliðsverkefnum á árinu og síðustu vikur hafa fjórir leikmenn leikið landsleiki með yngri landsliðum Íslands erlendis og erum við afar stolt af því. Það hefur lengi verið eitt af markmiðum deildarinnar að fjölga þeim iðkendum sem komast á landsliðsæfingar og hefur árangurinn verið betri með hverju árinu. Til þess að þróunin verði áfram jákvæð

næstu árin er mikilvægt að Afturelding haldi úti knattspyrnu akademíu í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Til þess að geta verið aðlaðandi félag þarf að hafa góða umgjörð í kringum yngri flokka og meistaraflokka. Kröfurnar eru alltaf að aukast og þess vegna þarf þjónusta við leikmenn að vera góð til þess að það sé hægt að búa til framúrskarandi knattspyrnumenn úr yngri flokkum. Þetta ber að virða og til þess að geta stigið næsta skref í upp byggingu knattspyrnudeildar þarf að fjölga iðkendum og tel ég afar brýnt að sveitar félag eins og Mosfellsbær setji í fyrsta sæti að reisa knattspyrnu-hús á 40 ára afmæli knattspyrnudeildar árið 2014.

Bjarki Már SverrissonYfirþjálfari knattspyrnudeildar Aftureldingar

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 5: Elding tbl.1 2013
Page 6: Elding tbl.1 2013

RÉTT INGAVERKSTÆÐIRÉTT INGAVERKSTÆÐI

Jóns B. ehf

Landsliðsverkefni

Á reynslu til Norwich

Enn fjölgar þeim sem koma við sögu frá Aftureldingu í verkefnum KSÍ. Á dögunum tók Birkir Guðmundsson í 3. Flokki þátt í undirbúnings-móti UEFA í Wales. Birkir spilaði tvo af þremur leikjum í mótinu og stóð sig vel. Knattspyrnudeild óskar honum til hamingju. Skömmu áður tóku þrjár stúlkur úr Aftureldingu þátt í æfingamóti U19 í Portúgal. Það eru þær Lára Kristín Petersen, Halla Margrét Hinriks-dóttir og Thelma Hjaltalín Þrastardóttir. Framtíðin er svo sannarlega björt í Mosfellsbænum hvað afreksknattspyrnufólk varðar.

Nú um miðjan maí heldur Axel Óskar Andrésson leikmaður í 3. Flokki og aðstoðarþjálfari í 6. Flokki til reynslu hjá enska knattspyrnuliðinu Norwich city. Axel mun taka þátt í æfingaferð jafnaldra sinna í Norwich til Lyon í Frakklandi. Það verður gaman að fylgjast með þessu hæfileika ríka knattspyrnumanni í framtíðinni

Tilboð

Þverholti 2 - Sími: 566 5066 - Opið virka daga kl. 9-18

Komið og fáið ráðleggingarvarðandi fóðrun.

Ýmis tilboð á Hill´s fóðri.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Munið getraunanúmerið 270

Page 7: Elding tbl.1 2013

Liverpool skólinn í Mosfellsbæ 2013

Knattspyrnuskóli Liverpool á Íslandi fer fram í þriðja skiptið á Tungubökkum í sumar. Skólinn hefur verð afar vel heppnaður undanfarin tvö ár og fjöldi barna af öllu landinu haldið ánægður heim eftir þrjá daga á Tungubökkum. Í sumar verður sú nýbreytni á að skólinn fer einnig fram á Akureyri í samstarfi við Þór. Fyrra námskeiðið verður á Tungubökkum 6. - 8. Júní og það seinna á Akureyri 9. – 11. Júní. Ellefu þjálfarar koma frá Liverpool, þar af einn yfirþjálfari. Í Mosfellsbæ verða 10 hópar og þar af einn markmannshópur. Kennt er frá kl 10 – 15 og fá krakkarnir heitan mat frá Matfugl í hádeginu alla dagana, einnig er stutt pása um morguninn þar sem krakkarnir fá ávexti og vatn.Þjálfararnir sem komið hafa frá Liverpool undanfarin ár hafa haft það á orði að íslenskir knattspyrnukrakkar séu vel á sig komin og standi jafn-öldrum sínum sem fremst standa í heiminum jafnfætis í færni. Einnig hafa þeir haft á orði að framkvæmd og umgjörð knattspyrnuskólans á Íslandi sé í hæsta gæðaflokki, sjálfboðaliðar úr röðum Aftureldingarforeldra hafa fengið mikið hrós fyrir vandað starf. Þessa dagana er skólinn að fyllast svo það þarf að hafa hraðar hendur að ná í síðustu lausu plássin, allar upplýsingar fást í gegnum netfangið l [email protected]

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 8: Elding tbl.1 2013
Page 9: Elding tbl.1 2013

Vélvík ehf www.velvik.is

Page 10: Elding tbl.1 2013
Page 11: Elding tbl.1 2013

Tungubakkar

Hvíti riddarinn

Fyrstu æfingar eru hafnar á Tungubökkum þetta árið, þrátt fyrir erfitt tíðarfar. Völlurinn kemur ágætlega undan vetri, en mikilvægt að sinna honum vel á næstu vikum, svo allt verði klárt til að taka við hudruðum iðkenda þegar sumaræfingataflan tekur gildi í upphafi júní. Meistaraflokkur karla hefur þegar leikið tvo leiki á Tungubökkum og er myndin hér að ofan tekin í öðrum þeirra, kuldalegur dagur en sigurleikur.

Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur notið góðs af samstarfi við Hvíta riddarann undanfarin misseri. Leikmenn sem hafa af ýmsum ástæðum ekki tekið slaginn með meistaraflokki Aftureldingar, eða ekki haft erindi sem erfiði þegar þeir hafa gert atlögu að sæti í liðinu mynda nú öflugt lið Hvíta riddarans. Spila því fótbolta í flottu liði í Mosfellsbæ í stað þess að þurfa að leita sér að liði utan bæjarmarkanna. Þessir leikmenn breikka hóp félagsmanna í kringum knattspyrnustarfið í bæjarfélaginu. Einnig er Hvíti riddarinn fínn vettvangur sterkra leikmanna í 2. Flokki til að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokksliði, öðlast þar dýrmæta reynslu og eflast sem knattspyrnumenn. Leikmannahópur Hvíta riddarans hefur talið yfir 20 manns í vetur. Til að halda starfinu gangandi greiða leikmenn æfingagjöld og taka til hendinni í fjáröflunum. Bjarki Már Sverrisson lét af störfum sem þjálfari liðsins á haustmánuðum vegna anna í starfi við þjálfun hjá Aftureldingu. Við tóku Guðmundur Viðar Mete og Sigurbjartur Sigurjónsson.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 12: Elding tbl.1 2013
Page 13: Elding tbl.1 2013

Vallarhúsið á Varmá endurbætt

Í vetur tóku sjálfboðaliðar í knattspyrnudeild sig til og gerðu eftirtektarverðar breytingar og lagfæringar á Vallarhúsinu við Varmárvöll. Um árabil hefur húsið, sem byggt var sem vélaskemma, verið skásta félagsaðstaða Aftureldingar. Þrátt fyrir að húsið hafi vart haldið vatni, vindi né músum, svo virkileg þörf var orðin á að bæta úr. Fjöldi sjálfboðaliða kom við sögu við þessar viðamiklu endurbætur og má búast við að yfir 300 vinnu-stundir séu að baki. Ýmis fyrirtæki lögðu líka sitt að mörkum með því að gefa bæði efni og vinnu, þeim er knattspyrnudeild afskaplega þakklát. Eftir lagfæringarnar er félaginu hinn mesti sómi af því að taka á móti félagsmönnum sem og gestum í húsinu, en að meðaltali má búast við að 4 – 5 atburðir fari fram í húsinu í hverri viku, allt árið um kring.

Eftirtöldum aðilum eru sendar innilegar þakkir fyrir frábært og alveg ómetanlegt framlag við endurbætur á Vallarhúsi:Afltak, Rafmögnun, Hannes málari, Gluggasmiðjan, Glertækni, Elvar rafvirki, BJ málun, B Markan, Flotlagnir og Rafgæði.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 14: Elding tbl.1 2013

Leikmenn meistaraflokks karla 2013

Alexander A. Davorsson 22 áraUppáhalds matur: fiskisúpa í raspi. Leyndur kostur: get sett löppina aftur fyrir haus.

Elvar Ingi Vignisson 18 áraUppáhalds matur: gæsalifrar pate með uppstúf. Leyndur kostur: tek 100 kg í bekk

Wentzel S. R. Kamban 25 áraUppáhalds matur: skerpukjöt, hvað heldurðu ! Leyndur kostur: Er góður í að skora með vinsri.

Kjartan Óskarsson liðsstjóri Uppáhalds matur: föstudagsvöf-flurnar á Varmá, ekki spurning. Leyndur kostur: Er betri í skák en Þorgeir

Andri H. Sigurðarson 24 áraUppáhalds matur: grænmetis sushi. Leyndur kostur: tala hálf frönsku reiprennandi.

Guðmundrur G Vigfússon 20 áraUppáhalds matur: bara allt sem ég elda sjálfur. Leyndur kostur: hef ekki pælt í því

Þorgeir L. Gunnarsson 21 ársUppáhalds matur: Pekingönd. Leyndur kostur: Er hrikelaga góður kokkur.

Vala Mörk styrktarþjálfariUppáhalds matur: Nautalundir með bökuðum kartöflum og bernaise. Leyndur kostur: er betri í upphífingum en allir strákarnir og fer létt með það

Arnór S. Guðmundsson 20 áraUppáhalds matur: bara allt nema það sem mér finnst ekki gott. Leyndur kostur: á mestu krútt mömmu í Mosfellsbæ.

Guðmundur Mete 32 áraUppáhalds matur: frönsk súk-kulaðikaka. Leyndur kostur: Er frændi hans Ragga Óla, ekki hægt að toppa það

Sigurbjartur Sigurjónsson 26Uppáhalds matur: humarsúpa með pepp og svepp. Leyndur kostur: spurðu Söndru

Hanna Símonar nuddari Uppáhalds matur: Toblerone Leyndur kostur: Held meira með Aftureldingu en Liverpool

Atli Freyr Gunnarsson 25 áraUppáhalds matur: lasagna hjá tengdó. Leyndur kostur: er bara alveg ótrúlegur.

Hilmir Ægisson 23 áraUppáhalds matur: Plokkfiskurinn kemur sterkur inn Leyndur kostur: Get flogið, það vita það samt mjög fáir.

Heiðar N. Hrafsnsson 24 ára Uppáhalds matur: gratineraðar kartöflur Leyndur kostur: er besta vítaskytta sem sögur fara af.

Óli Valur Steindórsson formaður Uppáhalds matur: Hákarl Leyndur kostur: Er mjög fjölhæfur

Page 15: Elding tbl.1 2013

Leikmenn meistaraflokks karla 2013

Axel Lárusson 25 áraUppáhalds matur: gratínerað grænmeti með bernaise. Leyndur kostur: hef hafnað tilboði að leika í Dressman auglýsingu.

Magnús Már Einarsson 24 áraUppáhalds matur: Brokkolí allan daginn. Leyndur kostur: Er búin að láta laga markanefið.

Anton Ari Einarsson 18 áraUppáhalds matur: hrefnukjöt medium rear. Leyndur kostur: er orðinn stærri en Óli frændi

Birgir F. Ragnarsson 25 ára Uppáhalds matur: frikkadeller Leyndur kostur: held ekki.

Marinó Haraldsson 20 ára Uppáhalds matur: svínasúpa. Leyndur kostur: alveg sammála.

Enes Cogic þjálfari Uppáhalds matur: Ćevapi Leyndur kostur: Ég elska fótbolta

Egill G. Steingrímsson 22 ára Uppáhalds matur: foreldraðir lambaskankar. Leyndur kostur: þoli ekki að tapa.

Paul McShane 34 áraUppáhalds matur: Elska þorramat, sérlega pungana. Leyndur kostur: er bara ferlega næs

Guðjón Svansson StyrktarþjálfariUppáhalds matur: Sunnudags kóteletturnar hjá mömmu. Leyndur kostur: Er bara alveg meiriháttar

Einar Marteinsson 24 áraUppáhalds matur: Súrsætur ofn­pottréttur Leyndur kostur: Er bara frekar fínn sko.

Steinar Ægisson 21 ársUppáhalds matur: Hangikjöt, al-lavega á jólunum. Leyndur kostur: Kann að prjóna en nenni því samt ekki oft

Baldvin J.Hallgrímsson .AðstoðarþjálfariUppáhalds matur: Bláberja frómas Leyndur kostur: ég er bestur í ÖLLU

LEIKDAGUR KL HEIMALIÐ GESTIRfös. 10. maí 19:15 Afturelding Njarðvík lau. 18. maí 14:00 Afturelding Höttur lau. 01. jún 14:00 Afturelding ÍR fim. 13. jún 19:15 Afturelding Reynir S.lau. 06. júl 14:00 Afturelding HKmið. 31. júl 19:15 Afturelding KVþri. 13. ágú 19:15 Afturelding Hamarlau. 24. ágú 16:00 Afturelding Dalvík/Reynirlau. 31. ágú 14:00 Afturelding Sindrifim. 05. sep 18:00 Afturelding Gróttalau. 21. sep 14:00 Afturelding Ægir

Heimaleikir meistaraflokks karla í 2. deild sumarið 2013

Mosfellingar, allir á völlinn, áfram Afturelding!

Afturelding - Njardvikfyrsti leikur a varmarvelli 2013

meistaraflokki karla

Fostudaginn 10. mai kl 19:15

Dregid i halfleik.

Allir vallargestir fra

happdraettismida vid innganginn

Hittir þú í slánna?

Þrír dregnir út sem fá að prófa í hálfleik

verðlaun í boði!

Page 16: Elding tbl.1 2013

Meistaraflokkur karla

Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Undir-búningur meistaraflokks karla Aftureldingar hefur verið langur og strangur í vetur og vor, enda stefna menn allir sem einn að fara upp og að þetta verði í síðasta sinn sem Afturelding spili í 2. deild. Eru þetta raunhæf markmið? Svo sannarlega! Leikmannahópurinn er svo þéttur að ekki kemst hnífsblað á milli manna. Andinn er svo sterkur að það má segja að þar sé tólfti maðurinn á ferð. Strákarnir orðnir svo rammir af afli að járnin bogna í styrktar-æfingunum. Hlutverkaskipanin klár og valinn maður í hverju rúmi.Úrslit lengjubikarsins segja sitt um markagleði. Liðið skoraði 23 mörk í fimm leikjum og fékk á sig 6, þar af 4 í eina tapleiknum. Æfingaferð til Víkur í Mýrdal heppnaðist vel og var unun að sjá hversu vel liðið hélt í 6-1 sigri gegn Sindra þar sem 6 leikmenn annars flokks fengu að spreyta sig. Menn sýndu og sönnuðu að hópurinn er ekki bara þéttur heldur breiður og allir með hlutverk sitt á hreinu.Það er einstaklega gaman að segja frá því að hópurinn hefur styrkst allverulega á allan hátt í vetur og miklar framfarir leikmanna verða vörumerki okkar. Samvinna þjálfara og leikmanna hefur hefur verið góð og frábært að upplifa árangurinn sem byggist á áralöngu og miklu uppbyggingastarfi í yngri flokkum Aftureldingar enda hópurinn að mestu leyti byggður upp af uppöldum strákum. Síðast en ekki síst hefur undirbúningur einkennst af gleði, dugnaði og aga þar sem menn hafa einhent sér í allskonar verk tengdum fjáröflunum – bón, glugga þvottur, ruslatýnsla og fleira, og ávallt með bros á vör. Ef ég ætti eingöngu pláss fyrir þrjú orð til að lýsa hópnum þá myndi ég velja “allir sem einn”. Það er ekki spurning fyrir Mosfellinga að rýma dagatölin sín í sumar til þess að taka þátt í stuðinu og gleðinni sem mun verða á Varmárvelli í hverjum leik þar sem strákarnir okkar ætla að sýna okkur til hvers þeir eru megnugir. Fyrsti leikur er á móti Njarðvík þann 10. Maí nk. og hvetjum við alla til að mæta til að setja tóninn fyrir sannkallaðan sambabolta, gleði og einbeiting í fyrirrúmi. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvernig við förum upp í ár.

Við hvetjum alla til þess að taka þátt í að kveðja aðra deildina með stæl og fagna fyrstu deildinni að ári enda munu stuðningsmenn Aftur-eldingar sjá til þess að stemningin verði frábær á leikjum sumarsins. Tökum þátt í gleðinni!

Við getum svo sannarlega sagt með stolti “Áfram Afturelding”!!!

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Munið getraunanúmerið 270

Page 17: Elding tbl.1 2013

2. flokkur karlaFlokkurinn telur um 20 stráka en tveir leikmenn á 2. flokks aldri eru einöngu að æfa og spila með meistaraflokki. Margir leikmenn hafa fengið smjörþefinn af meistaraflokki og fjölmargir hafa fengið að æfa og spila með meistaraflokki. Slíkt er af hinu góða og gefur ungum leik-mönnum gulrót og þeir sjá að þeir eru framtíðarleikmenn fyrir félagið. Æfingar hafa gengið vel en flokkurinn hefur æft alls 6x í viku, 4x í fót-bolta og 2x í þrek- og styrktarþjálfun. Faxaflóamótið var veglegt í vetur og leiknir voru leiknir á ca 2ja vikna fresti. Mótið var afar sterkt og mjög gagnlegt fyrir baráttuna í sumar en 2. flokkur leikur í C deild í sumar og er það skýrt markmið að komast upp í B deild strax í fyrstu tilraun en flokkurinn féll í fyrra. Það er helsta verkefni 2. flokks í sumar, C deild Íslandsmóts, en einnig tekur flokkur inn þátt í bikarnum þar sem haldið verður til Eyja og takist okkar mönnum að leggja þá að velli koma Fjölnismenn í Mosfellsbæinn. Það eru allir sem tengjast flokknum fullir tilhlökkunar fyrir sumrinu og fyrsti leikur verður á Ísafirði þann 20. maí en einn af þjálfurum flokksins er þar fæddur og því líklega manna spenntastur fyrir leiknum. Þrír leik-menn voru boðaðir á U19 æfingar.

3. flokkur karla:Flokkurinn telur rétt rúmlega 30 leikmenn og fjölmargir eru nánast eingöngu að æfa með 2. flokki. Flokkurinn í ár er mjög flottur og hefur A liðinu gengið vel í Faxaflóamótinu og leikið afar vel í mörgum leikjum. Margir leikmenn hafa einnig fengið mínútur með 2. flokki. Tveir leik-menn hafa æft með U16 og fjórir með U17 en fleiri áttu erindi þangað að mati þjálfara. B liðinu gekk illa til að byrja með í Faxanum eins og Faxaflóamótið er oft kallað, en eftir því sem leið á veturinn komust áherslur þjálfara meira og meira til skila og spilamennskan hefur verið vaxandi og miklar framfarir, enda mótið afar sterkt. Verkefni sumarins er B deild Íslandsmótsins en flokkurinn vann sig upp í þá deild í fyrra. B deildin er afar sterk og flestir þjálfarar því sammála að A og B deildirnar séu álíka sterkar í ár. Teflt verður fram A og B liðum en einnig verður tekið þátt í bikarnum og drógust okkar menn gegn sterku liði Víkinga. Framundan er hópefli hjá flokknum og stefnan sett á skemmtiferð í sumar þar sem planið er að hafa gaman saman og gista 1 nótt. Mikil stemning er í flokknum og öllum hlakkar mikið til sumarsins enda hafa menn lagt á sig mikla vinnu í vetur og æft alls 6x í viku, þar af 2x í Eld-

ingu þar sem unnið er í styrk og þreki. Markmið sumarsins er að vera betur spilandi en andstæðingur, hafa boltann meira og ná háu hlutfalli heppnaðra sendinga og vinna út frá leikfræðilegum áherslum í öllum leikjum. Vonandi munu úrslit fylgja frammistöðu en fyrst og fremst er einblínt á frammistöðu leikmanna og liðsins umfram úrslit.

4.flokkur karlaÍ 4.flokki karla eru 34 leikmenn að æfa og skiptast þeir nokkuð jafnt milli árganga. Strákarnir hafa verið duglegir að æfa í vetur við mis-jafnar aðstæður og hafa þeir leikið nokkra æfingaleiki og tekið þátt í Faxaflóamóti sem lýkur nú í byrjun maí. Flokkurinn skráði til leiks A, B og C lið í Faxaflóamótið og hefur árangurinn verið ásættanlegur og framfarir hafa verið milli leikja hjá strákunum. Flokkurinn stefnir að því taka eina æfingahelgi fyrir átökin í Íslands-mótinu í sumar og svo stefnir flokkurinn á Reycup mótið í júlí. Leikið verður í B deild Íslandsmóts í sumar og teflir flokkurinn fram tveimur liðum þar. Strákarnir eru orðnir virkilega spenntir fyrir sumrinu og stytt ist í fyrsta grasleikinn. Fyrsti heimaleikur liðsins fer fram á Tungu-bökkum 25.maí og verður gaman að fylgjast með framförum hjá stráku-num í sumar.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 18: Elding tbl.1 2013

5. flokkur karla 7. flokkur karlaUm 60 strákar eru skráðir í fimmta flokkinn hjá okkur. Líklega einn fjölmennasti flokkur í Aftureldingu frá stofnun knattspyrnudeildarinnar fyrir þrjátíu og níu árum. Frábærir þjálfarar halda úti skemmtielgum æfingum svo allir fá verkefni við sitt hæfi þrátt fyrir þennan fjölda. Það eru nýbúnir æfingaleikir og verða fleiri áður en keppnistímabilið hefst. Íslandsmótið byrjar strax í maí en það er spilað jafnt og þétt yfir sumarið, reyndar með góðri pásu í júlí, enda margir í ferðalögum á þeim tíma. Þegar deildakeppni í íslandsmótinu lýkur fer fram úrslitakeppni, að sjálfsögðu stefna strákarnir og þjálfarar þangað. Fimm lið eru skráð til leiks í íslandsmótinu þetta árið. Fyrstu helgina í júlí er svo hápuntur sumarsins þegar strákarnir ásamt þjálfurum og foreldrum flestra drengj-anna halda til Akureyrar á N1 mótið. Það er fjögurra daga mót ásamt ýmsikonar skemmtun. Margir eru búnir að hlakka til síðan á N1 mótinu í fyrra, þetta er svo gaman.

6. flokkur karlaVeturinn er búinn að vera skemmtilegur hjá vel yfir fjörtíu sprækum strákum í 6. Flokki. Æfingara hafa að vísu farið fram á gervigrasinu í allskonar veðrum, en inni æfingin á fimmtudögum hefur oft bjargað vikunni. Það hefur verið mikið að gera undanfarnar vikur á ýmsum æfingamótum því að á stuttum tíma hefur flokknum boðist að taka þátt í fjórum hraðmótum. Þau hafa nýst vel til að æfa spilið til að vera sem allra tilbúnastir fyrir stór verkefni sumarsins. Flokkurinn stefnir m.a. á Shellmót í Vestmannaeyjum, sem er fimm daga mót í júní. Margir fullorðnir knattspyrnumenn nefna Shellmót sem sína bestu minningu úr öllum yngri flokkunum, svo það verður án efa frábær ferð sem strákarnir, þjálfarar og foreldrar fara í til Vestmannaeyja í sumar. 6 . Flokkur tekur svo auðvitað þátt í Íslandsmótinu og fleiri mótum. Svo stefna margir af strákunum á að mæta í knattspyrnuskóla Aftureldingar í sumar til að æfa sig aukalega og bæta sig enn meir.

Veturinn hjá okkur í 8. flokki barna hefur verið mjög skemmtilegur. Við höfum verið að æfa tvisvar sinnum í viku, og haft æfingarnar inni í íþróttahúsinu að Varmá, þó við höfum einstaka sinnum þurft að vera úti eða í Lágafelli. Iðkendur hafa verið um 40 í vetur og hafa verið að mæta í kringum 20 börn á hverja æfingu. Við höfum verið að leggja mesta áherslu á að æfa grunnatriði knattspyrnunnar og höfum mikið æft skot, sendingar og einfalt knattrak, auk þess sem við reynum að sjálfsögðu alltaf að hafa æfingarnar sem skemmtilegastar. Í sumar munum við færa æfingarnar út. Við munum svo taka þátt í Atlantismótinu á Tungubökk-um sem haldið verður í lok ágúst.

8. flokkur barnaVeturinn hjá okkur í 8. flokki barna hefur verið mjög skemmtilegur. Við höfum verið að æfa tvisvar sinnum í viku, og haft æfingarnar inni í íþróttahúsinu að Varmá, þó við höfum einstaka sinnum þurft að vera úti eða í Lágafelli. Iðkendur hafa verið um 40 í vetur og hafa verið að mæta í kringum 20 börn á hverja æfingu. Við höfum verið að leggja mesta áherslu á að æfa grunnatriði knattspyrnunnar og höfum mikið æft skot, sendingar og einfalt knattrak, auk þess sem við reynum að sjálf-sögðu alltaf að hafa æfingarnar sem skemmtilegastar. Í sumar munum við færa æfingarnar út. Við munum svo taka þátt í Atlantismótinu á Tungu bökkum sem haldið verður í lok ágúst.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 19: Elding tbl.1 2013
Page 20: Elding tbl.1 2013

Leikmenn meistaraflokks kvenna 2013

Aldis Mjöll Helgadóttir

Rósa Hauksdóttir

John Andrews

Helga D. Bjarnadóttir

Eydís E. Lúðvíksdóttir

Sandra Björgvinsdóttir

Hallur Birgisson

Hildur R. Þórðardóttir

Guðrún Ýr Eyfjörð

Sigríður Ó. Birgisdóttir

Jenna Roncarati

Guðrún S. Gunnarsdót-tir

Snædís G. Guðmundsd.

kristín Tryggvadóttir

Munið getraunanúmerið 270

Page 21: Elding tbl.1 2013

Leikmenn meistaraflokks kvenna 2013

Guðný Lena Jónsdóttir

Kristrún H. Gylfadóttir

Stefanía Ásbjörnsdóttir

Hafdís Rún Einarsdóttir

Lára K. Petersen

Svandís Ösp Long

Halla M. Hinriksdóttir

Marcia Rosa Silva

Telma H. Þrastardóttir

Halldóra Ó. Birgisdóttir

Megan Link

Valdís Friðriksdóttor

LEIKDAGUR KL HEIMALIÐ GESTIRþri. 14. maí 19:15 Afturelding Þróttur R.þri. 28. maí 19:15 Afturelding Breiðabliklau. 15. jún 16:00 Afturelding Þór/KAmán. 01. júl 19:15 Afturelding HK/Víkingurþri. 30. júl 19:15 Afturelding Valurfim. 15. ágú 19:15 Afturelding Selfossþri. 20. ágú 19:00 Afturelding FHmán. 02. sep 18:00 Afturelding ÍBVmið. 11. sep 17:30 Afturelding Stjarnan

Heimaleikir meistaraflokks kvenna í Pepsi deildinnis 2013

Mosfellingar, allir á völlinn, áfram Afturelding!

Page 22: Elding tbl.1 2013

Meistaraflokkur kvenna

Meistaraflokkur kvenna mun í ár leika sitt 6. tímabil í röð í Úrvaldsdeild (Pepsí-deild). Það er athyglisvert að á þessum 5 árum, sem Aftureld-ing hefur haldið sér í efstu deild kvenna, hafa 10 félagslið orðið undir í baráttunni og fallið niður í 1. deild, þetta eru félagsliðin: Grindavík, Keflavík, Haukar, FH, ÍR, Fylkir, HK/Víkingur, Fjölnir, Þróttur og KR. Það má því segja að Afturelding hafi staðið í ströngu öll þessi ár og ein-nig staðið undir nafni, þrátt fyrir að félaginu hafi alltaf verið spáð falli.Liðinu hefur aldrei gengið sérlega vel á undirbúningstímabilinu, en vaxið ásmegin yfir sumartímann. En í ár hefur verið unun að sjá leik-stíl og samspil stúlknana í leikjum vetrarsins, undir styrkri stjórn John Andrews þjálfara. Leikmennirnir hafa vaxið mikið undafarin ár og spila nú flotta knattspyrnu, halda boltanum mikið innan liðsins og sprengja síðan upp varnir andstæðingana með hættulegum skyndisóknum. Það verður því mjög spennandi að fylgjast með liðinu í sumar.Það er ánægjulegt að nú í ár hefur tekist að fá íslenska leikmenn til að styrkja liðið. Þrír leikmenn komu til okkar í vetur: Rósa Hauksdóttir frá Fram, Helga Dagný Bjarnadóttir frá ÍR og Telma Hjaltalín Þrastardóttir frá Val. Telma er að vísu að koma aftur “heim” þar sem hún er uppalin í Aftureldingu. Við bjóðum þessar stúlkur velkomnar í Aftureldingu.Liðið verður einnig styrkt með tveimur erlendum leikmönnum í sumar. Þær koma báðar frá USA og heita Jenna R. Roncarati (bakvörður) og Megan Link (markmaður).Stjórn meistaraflokksráðs kvenna heldur stöðugt áfram þeirri baráttu að komaAftureldingu í efri hluta Úrvaldsdeildar. Liðið hefur síðustu 5 ár alltaf verið í neðri hluta deildarinnar og þykir öllum nóg komið og skal gera betur nú í sumar, enda engan bilbug að finna á leikmönnum sem hafa fengið góða reynslu í efstu deild og sjá núna að það þarf svo lítið, til að komast yfir þennan hjalla.

Stóra spurningin fyrir þetta sumar, er: Tekst okkur öllum að ná því markmiði að spila í efri hluta deildarinnar? Það er að minnsta kosti markmið stjórnar og leikmanna liðsins, til að halda öruggu sætir í Úr-valdsdeildinni og spila þar 7. árið í röð. Þetta mun takast ef liðið fær góðan stuðning á vellinum frá áhorfendum. Þess vegna skorum við á þig og alla í kringum þig, að mæta á völlinn í sumar og skapa góða “mosfellska stemningu”, … þið eruð 12. leikmaðurinn okkar! Verið velkomin á völlinn.Áfram Afturelding !

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 23: Elding tbl.1 2013

2 & 3 flokkur kvennaNú í vetur höfum við í fyrsta sinn haldið úti 2. fl. kvk. án samvinnu við önnur félög. Flokkurinn samanstendur af stelpum á yngra ári í flokk-num ásamt stelpum úr 3. flokki þar sem sá flokkur er ekki nógu fjölmen-nur til að halda úti liði. Hópurinn telur í heildina um 20 stelpur og má segja að um 15 stelpur séu að æfa reglulega, von er á fleiri iðkendum á vormánuðum. Töluverð samvinna er við meistaraflokk kvenna og hafa ákveðnir leikmenn úr 2.fl. tekið þátt í æfingum og verkefnum með þeim í vetur. Þar sem flest allir leikmenn flokksins eru á yngra ári og yngri, gerðum við okkur grein fyrir því að á brattann yrði að sækja í þeim leikjum sem liðið myndi spila. Annað hefur þó komið á daginn og hafa stelpurnar sýnt flotta knattspyrnu og náð hagstæðum úrslitum í leikjum vetrarins. Það má því með sanni segja að framtíðin sé björt fyrir meistaraflokk kvk. á næstu árum ef þessar stelpur halda áfram að stunda knattspyrnu.

4. flokkur kvennaFlokkurinn í ár skipar 21 iðkennda, sem er sami fjöldi og árið áður.Um ræðir mjög efnilegan hóp sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.Í sumar er flokkurinn skráður með eitt 11-manna lið og eitt 7-manna lið til keppnis á Íslandsmótinu.Þar að auki er stefnan sett á að taka þátt á Rey Cup sem er alþjóðlegt fótboltamót í laugardalnum.Æfingasókn í vetur var með besta móti, æft var 2x í viku úti á gervigras-inu og 2x inni í íþróttahúsi.Í sumar komum við svo til með að æfa 4x í viku á Tungubökkum.Stelpurnar voru mjög virkar í öllu félagstengdu starfi, hvort sem það var í keilu, út að borða saman eða einhvað annað, en reynt er að gera einhvað félagstengt í hverjum mánuði.Öllum velunnurum fótboltans er bent á að fylgjast vel með þessum stelpum en eldra árið fékk silfurverðlaun á Dana Cup í fyrra sem er þriðja stærsta fótboltamót í heiminum og yngra árið vann til gull-verðlauna á Pæjumótinu í eyjum.Lofað er skemmtilegum fótbolta, mikilli leikgleði og spennandi leikjum í sumar og því engin afsökun til þess að mæta ekki á völlinn hjá framtíðar leikmönnum félagsins og vonandi landsliðsins.Spennandi sumar er framundan hjá stelpunum og öllum áhugasömum stúlkum er velkomið að koma og prófa.Þjálfarar eru þeir Sigurbjartur Sigurjónsson og Sandra Dögg Björg-vinsdóttir, leikmenn hjá meistaraflokkum Aftureldingar. Þar að auki er Sandra Dögg fyrirliði og leikjahæsti leikmaður kvennaliðsins.

5. flokkur kvennaUm 20 stelpur hafa skipað 5.flokkinn í vetur og hefur verið að fjölga í hópnum undanfarnar vikur. Æfingar hafa gengið vel í vetur, bæði hefur veðrið verið nokkuð gott og einnig hefur flokkurinn fengið fleiri innitíma en oft áður. Við höfum tekið þátt í tveimur Faxaflóahraðmótum og spilað æfingaleiki við önnur lið. Fyrir utan fótboltann höfum við líka gert okkur glaðan dag, fengið okkur pizzu, haldið spurningakeppni og farið saman í sund. Fyrirhuguð er þátttaka í Íslandsmótinu í sumar en hápunktur sumarsins verður Eyjaferð á Pæjumótið um miðjan júní. Stelpurnar hafa upp til hópa tekið töluverðum framförum í vetur og bíða spenntar eftir mótum sumarsins og ævintýrum sem þeim fylgja.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 24: Elding tbl.1 2013

Lengi býr að fyrstu gerð

Knattspyrna barna og unglinga er hópíþrótt þar sem lögð er áhersla á félagslega, andlega og líkamlega þætti þeirra sem hana stunda. Til að svo geti orðið er mikilvægt að skapa aðstæður fyrir sem flest börn og unglinga þar sem þau fá að njóta sín og stunda knattspyrnu við sitt hæfi. Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Aftureldingar (BUR) hefur það að markmiði í sínu starfi að stuðla að faglegri og markvissri uppbyggingu knattspyrnuiðkunar meðal yngri flokka félagsins. Þar er jafnframt lögð áhersla á jafnræði í starfi kvenna- og karlaflokka sem og að skila af sér góðum félagsmönnum. Þessi markmið grundvallast á stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga og endurspeglast í stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tóm-stundamálum þar sem m.a. er lögð áhersla á öflugar forvarnir og að íþróttastarf sé virkt forvarnarafl í sveitarfélaginu. Það er óumdeilt að íþróttastarf er ein öflugast forvörn sem býðst og með því getum við lagt grunninn að þroska og velferð okkar barna og ungmenna. Auk þess er iðkun íþrótta hvetjandi og jákvæð upplifun þar sem margir eignast góða vini og mynda vinabönd sem verða alltaf til staðar. Síðustu misserin hefur barna- og unglingastarf Knattpyrnudeildar átt undir högg að sækja. Iðkendum hefur fækkað og fjárhagstaða BUR er þröng. Helsta skýringin er að aðstaða til knattspyrnuiðkunar að vetrar-lagi er ekki nægilega góð og erfitt hefur verið að halda uppi fullu starfi þegar veðurguðirnir eru okkur óhagstæðir. Þannig hefur iðkendum í yngri flokkum fækkað og mikið brottfall hjá stelpunum er sérstakt áhyg-

gjuefni. Það er einlæg ósk okkar að hér rísi knattspyrnuhús sem fyrst sem gerir okkar iðkendum auðveldara að æfa íþróttina yfir vetrartímann og auki þannig stöðugleika í rekstri BUR. Einnig er umhugsunarefni hvers vegna ekki fleiri börn- og unglingar kjósa að stunda knattspyrnu í Mosfellsbæ. Innan BUR eru nú um 350 börn og unglingar sem getur ekki talist mikið í sveitarfélagi með um 9 þúsund íbúa. Nýkjörin stjórn BUR vill blása til sóknar með það að markmiði að fjölga iðkendum og efla starf deildarinnar til framtíðar. Þar ber hæst að nefna stóra knattspyrnudaginn sem haldin verður á Varmá 1. Júní. Þar verður boðið upp á kynningu á íþróttinni fyrir nýliða og skemmtilegt æfinga-prógramm fyrir alla fjölskylduna. Einnig verður haldin sérstök Vina-vika hjá stelpunum okkar í maí þar sem lögð verður áhersla á fjölgun í kvennaflokkunum. Hápunktur sumarsins er svo Tungubakkamótið fyrir 6.-8. flokk sem haldið verður samhliða bæjarhátíðinni okkar „Í túninu heima“ í ágúst. Það mót er mikilvæg fjáröflun fyrir BUR og í fyrra mættu um 1.000 börn til leiks á mótið sem tókst vel í alla staði. Að lokum vijum við undirstrika mikilvægi þess að foreldrar taki virkan þátt í starfi BUR. Allt okkar starf byggir á framlagi og frumkvæði sjálf-boðaliða og því mikilvægt að sem flestir leggi hönd á plóginn. Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn hafðu þá endilega samband og munum að „margar hendur vinna létt verk“ Okkar hlutverk sem foreldrar er að styðja okkar börn, vera jákvæð og láta gott af okkur leiða.

Með sumarkveðju

Barna og unglingaráð Aftureldingar

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 25: Elding tbl.1 2013

Skannaðu QR kóðannog sæktu appið frí�í símann þinn

EINN SMELLURog þú tekur stöðunameð Arion appinu

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-2

43

8

Page 26: Elding tbl.1 2013
Page 27: Elding tbl.1 2013
Page 28: Elding tbl.1 2013

6. og 7. flokkur kvenna

Í vetur hafa stelpurnar í 6. og 7. Flokki æft saman. Þjálfarar flokksins Hugo Esteves og Steinar Ægisson og hafa þeir lagt sitt að mörkum til að halda uppi skemmtilegum æfingum fyrir stelpurnar og tekist vel til. Um þessar mundir hættir Hugo með flokkinn vegna anna í annari vinnu og við tekur Anton Ari Einarsson, en hann þjálfar einnig 7. Flokk karla. Leiðinda veður undanfarinn vetur hefur sett sitt mark á þessa yngstu stelpna flokka og eru þeir búnir að vera með fámennasta móti undanfarin misseri. Ekki hjálpar að æfingarnar þrjár í vikunni eru allar á sitthvorum staðnum. Ein útiæfing á gervigrasinu, ein inni í Lágafelli og ein inni á Varmá. Knattspyrnudeild stefnir á átak í fjölgun ungra stúlkna í sumar og verður það nánar kynnt fljótlega. Æfingarnar í sumar fara allar fram á gervigrasvellinum á Varmá og að sjálfsögðu er stefnt á að taka þátt í skemmtilegum mótum í sumar. Fyrir ungar stúlkur í Aftureldingu eru fyrirmyndirnar aldeilis fyrir hendi, svo hjá knattspyrnudeild er ekkert annað að gera við fækkun í yngstu stúlknaflokkunum en að snúa vörn í sókn og stefna á fjölgun iðkenda sem allra fyrst.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 29: Elding tbl.1 2013

Vallarþulur á Varmárvelli

Ljóst er nú að Hilmar Gunnarsson mun að mestu draga sig í hlé sem vallar þulur á Varmárvelli. Hilmar hefur glatt flesta vallargesti sem heimsótt hafa völlinn undanfarin misseri með einstaklega skemmti-legu og líflegu viðmóti. Vonir standa þó til að Hilmar láti sjá sig sem gestur og stuðningsmaður á vellinum í sumar. Enn hvílir leynd yfir því hver tekur við starfinu, en í fyrsta leik sem fram fer á Varmárvelli knattspyrnu sumarið 2013 verður þekktur Mosfellingur við hljóðne-mann, látið ykkur hlakka til .

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Munið getraunanúmerið 270

Page 30: Elding tbl.1 2013

Knattspyrnuskóli Aftureldingar

Knattspyrnuskólinn er haldinn á vegum knattspyrnudeildar Aftureldingar. Meginmarkmið skólans er að skapa börnum möguleika á að læra undirstöðuatriði fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Þar sem allir fá verkefni við sitt hæfi. Aðaláherslan var lögð á grunntækni í knattspyrnu. Æfingarnar komu ekki í stað æfinga 4., 5. og 6. og 7.flokks, heldur eru þær viðbót fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á knattspyrnu og vilja bæta við sig æfingum til viðbótar þeim sem fram fara í hverjum flokki. Einnig er þetta vettvangur fyrir nýja iðkendur að kynnast grunnatriðum í knattspyrnu.

Knattspyrnuskólinn er fyrir hressa krakka fædd 1999-2006

Námskeiðin verða 7 og verða á eftirfarandi tímum:6.-8.júní Liverpool skólinn 10.júní-14.júní (1 vika) 18.júní-24.júní (1 vika)24.júní-28.júní ( 1 vika )6.ágúst-9.ágúst (1 vika)12.ágúst-16.ágúst (1 vika) 19.ágúst-22.ágúst (1 vika)

Kennt er alla virka daga frá 09:30-12:00Boðið verður uppá gæslu frá kl.09:00 á öllum námskeiðum

Hverju námskeiði lýkur svo með knattþrautum og grillveislu

Leynigestir kíkja í heimsókn á öll námskeiðin í sumarVerð fyrir hvert námskeið 5.500 (5 dagar) og 4.500 (4 dagar)Systkinaafláttur er 20% af öðru barni

Skráning á námskeið og nánari upplýsingar hjá yfirþjálfara: [email protected] Hægt er að nálgast skráningarblöð hjá þjálfurum knattspyrnudeildar og í afgreiðslu íþróttamistöðvarinnar að Varmá og Lágafelli.Tekið verður við skráningarblöðum í íþróttamiðstöðinni að Varmá og einnig hjá þjálfurum knattspyrnudeildar. Mæting við gervigrasið á Varmá alla dagana.

Afturelding - Njardvik

fyrsti leikur a varmarvelli 2013meistaraflokki karlaFostudaginn 10. mai kl 19:15

Dregid i halfleik.

Allir vallargestir fra happdraettismida

Hittir þú í slánna?Þrír dregnir út sem fá að prófa í hálfleikverðlaun í boði!

Page 31: Elding tbl.1 2013

Þjálfarar knattspyrnudeildar tímabilið 2012-2013

8.flokkur barna:Ísak Már Friðriksson s:8664820 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: Íþróttafræðingur, KSÍ IIIWentzel Steinarr Ragnarsson s: 8238659 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ IIKristófer Örn Jónsson s:6978348 þjálfaramenntun: KSÍ I7.flokkur karla:Ísak Már Friðriksson s:8664820 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: Íþróttafræðingur, KSÍ IIIAnton Ari Einarsson s:6997360 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ IIIGunnar Birgisson s:8569614 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ IKristófer Örn Jónsson s:6978348 þjálfaramenntun: KSÍ I7.flokkur kvenna:Anton Ari Einarsson s:6997360 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ IIISteinar Ægisson s:8668245 netfang: [email protected] Snædís Guðrún Guðmundsdóttir s: 8447144 netfang: 6.flokkur karla:Vilberg Sverrisson s:8632887 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: íþróttafræðingur, UEFA B og KSÍ IVÁrni Brynjólfsson s:6189181 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: íþróttafræðingur, KSÍ IIAxel Óskar Andrésson s:77802426.flokku kvenna:Anton Ari Einarsson s:6997360 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ IIISteinar Ægisson s:8668245 netfang: [email protected] Snædís Guðrún Guðmundsdóttir s: 8447144 netfang: [email protected] 5.flokkur karla:Vilberg Sverrisson s:8632887 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: íþróttafræðingur, UEFA B og KSÍ IVGunnar Andri Pétursson s:8248921 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ IIISindri Snær Ólafsson s:8473806 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ III5.flokkur kvenna:Ásþór Sigurðsson s:6618846 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: sjúkraþjálfari, UEFA B og KSÍ IVArnór Snær Guðmundsson s:7774748 netfang: [email protected] þjálfaramenntun KSÍ IIEydís Embla Lúðvíksdóttir s:65905814.flokkur karla:Bjarki Már Sverrisson s: 6986621 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: UEFA A Vilberg Sverrisson s:8632887 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: íþróttafræðingur, UEFA B og KSÍ IVSigurbjartur Sigurjónsson s:8981030 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ III4.flokkur kvenna:Sigurbjartur Sigurjónsson s:8981030 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ IIISandra Dögg Björgvinsdóttir s:8678402 netfang: [email protected] 3.flokkur karla:Úlfur Arnar Jökulsson s:8689378 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: íþróttafræðingur, UEFA B og KSÍ IVEinar Jóhannes Finnbogason s:6973689 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ I3.flokkur kvenna:Ásþór Sigurðsson s:6618846 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: sjúkraþjálfari, UEFA B og KSÍ IV2.flokkur karla:Úlfur Arnar Jökulsson s:8689378 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: Íþróttafræðingur, UEFA B og KSÍ IVBjarki Már Sverrisson s: 6986621 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: UEFA A Einar Jóhannes Finnbogason s:6973689 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ I2.flokkur kvenna:Ásþór Sigurðsson s:6618846 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: sjúkraþjálfari, UEFA B og KSÍ IV

Page 32: Elding tbl.1 2013