32

Elding 1. tlb

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Íþróttafréttablað Aftureldingar

Citation preview

Page 1: Elding 1. tlb
Page 2: Elding 1. tlb
Page 3: Elding 1. tlb

Gleðilegt knattspyrnusumar!

Útgefandi: Knattspyrnudeild Aftureldingar.Ábyrgðarmaður: Pétur Magnússon.Höfundar efnis: Hanna Símonardóttir, Pétur Magnússon, Ívar Benediktsson, þjálfarar yngri flokka knattspyrnudeildarinnar og fleiri.Myndir: Ragnar Þór Ólason, Tryggvi Þorsteinsson, Hanna Símonardóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Friðrik Már Gunnarsson, Ruth Örnólfsdóttir og fleiri.Umbrot: Jóhann Fannar Ólafsson.Prentun: Prentmet.

Það er vor í lofti og grasilmurinn fyllir loftið. Slík staðreynd þýðir bara eitt – knattspyrnusumarið er að byrja!Knattspyrnudeild Aftureldingar er stærsta deild Ung menna­félagsins Aftureldingar með iðkendur allt frá leikskóla aldri í og upp í meistaraflokka í alls 16 mismunandi flokkum. Mikill gróska er í starfi Knattspyrnudeildarinnar um þessar mundir og sett hefur verið fram framtíðarsýn fyrir starfsemina sem unnið er eftir. Í meistaraflokksstarfi er það árangursstefna sem er rauði þráðurinn í starfinu en aðalmarkmið barna­ og unglingastarfs verður alltaf það sama; uppeldisstarf sem veitir börnum líkamlega og andlegra örvun og hvatningu sem á endanum skilar betri þjóðfélagsþegnum. Á næstu árum er ætlun in að starfsemi knattspyrnudeildar verið enn blóm­legri en verið hefur, með því að halda úti metnaðarfullri, skemmti legri og uppbyggilegri starfsemi fyrir iðkendur og aðstandend ur þeirra.Markmið forsvarsmanna Knattspyrnudeildar Aftureld ingar með starfinu er skýrt. Við ætlum að eiga meistaraflokka í fremstu röð sem verða eitt af helstu táknum Mosfells bæjar í framtíðinni. Jafnframt ætlum við okkur að veita knattspyrnu­börnum Mosfellsbæjar dýrmæta reynslu, líkamlega þjálfun

og hugarfar sem gerir þau að betri einstaklingum og þjóð félagsþegnum. Jafnframt fá þau veganesti út í lífið í formi ógleyman legra minninga, fjölda félaga og félagshjarta. Með því að búa til “Aftureldingarhjarta” er átt við, að þó öll börnin okkar verði ekki endilega knattspyrnufólk í fremstu röð á fullorðins árum, eiga þau eftir að verða stjórnarmenn, þjálf­ar ar, dómarar og stuðningsmenn félagsins og miðla þannig áfram starfinu sem þau fengu að njóta, til komandi kynslóða.

Með samstilltu átaki bæjaryfirvalda, foreldra, iðkenda og stuðningsmanna er Mosfellsbær nú að eignast knattspyrnu­félag í fremstu röð. Í þessu blaði flautum við knattspyrnu­sumarið í gang og kynnum starfsemi Knattspyrnudeildar fyrir bæjarbúum. Við þökkum stuðningsaðilum okkar kær­lega fyrir sitt ómetanlega framlag og vonum að þið njótið þess vel að fá þetta blað í hendurnar.

Sjáumst á vellinu í sumar – Áfram Afturelding!

Fyrir hönd Knattspyrnudeildar AftureldingarPétur Magnússon

Page 4: Elding 1. tlb

Mikil ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar í MosfellsbæMosfellsbær á 25 ára afmæli í ár. Það var 9. ágúst 1987 sem sveitin okkar varð bær og nafnið breyttist úr Mosfellssveit í Mosfellsbæ. Margt hefur breyst í okkar góða samfélagi á þ ess ­u m 25 árum. Árið 1987 bjuggu 3.897 íbúar í Mosfellsbæ og hefur því fjölgað um 4.925 síðan þá eða um 126%. mikil upp­bygging hefur átt sér stað samfara þessari fjölgun. Bylting hefu r t.a.m. orðið í aðstöðu til íþróttaiðkunar. Sem dæmi um þessa byltingu má nefna, Varmárvöll, íþróttahús að Varmá, gervigrasvöll að Varmá, vallarhús á Tungubökkum og íþrótta­miðstöðina Lágafell með einni glæsilegustu almenn ings ­sundlaug landsins. Þessu til viðbótar má nefna tugi kíló metra af göngu­, hjólreiða­ og reiðstígum ásamt stikuðum göngu­leiðum. Golfvöllum, mótocrossbraut og reiðhöll. Þannig að það má með sanni segja að hér hafi orðið bylting í aðstöðu til íþróttaiðkunar og útivistar á þessum tíma enda eru Mosfell­ingar ánægðir með þá aðstöðu til íþróttaiðkunar sem boðið er upp á hér í bæ. Í árlegri þjónustukönnun Gallu p meðal sveitarfélaga kemur fram að um 90% bæjarbúa eru ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar í bænum sem er með því allra hæsta sem gerist hjá sveitarfélögum í landinu.

Áfram skal haldið á 25 ára afmælinu. Þó að mikið hafi áunn­ist á síðustu árum varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar þýðir það ekki að hafa beri hendur í skauti. Áfram þarf að halda og byggja upp í takt við íbúafjölgun og íbúaþróun. Mosfells­bær er ákaflega vinsælt bæjarfélag til búsetu, sérstaklega er það meðal fjölskyldufólks, það sanna tölurnar. En við því þarf að bregðast. Því hefur verið tekin sú ákvörðun að byggja n ý­j a n íþróttasal að Varmá sem vonandi verður tekin í notkun um næstu áramót. Þessi salur er fyrst og fremst hugsaður

fyrir fimleika og bardagaíþróttir en hann nýtist í raun m iklu fleirum. Við opnun hans verður til aukið svigrúm í eldri sölum fyrir aðrar íþróttagreinar þannig að hagur allra ætti að vænkast.

Mikið um að vera á afmælisárinu. Staðið verður fyrir mörg­um viðburðum, bæði stórum og smáum í tengslum við 25 ára afmæli bæjarins. Leitast verður við að dreifa þeim á afmælisárið, þó með sumarið sem hápunktinn. Á íþrótta­sviðinu ber sjálfsagt hæst landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Mosfellsbænum 8­10. júní. Það er mikil viðurkenning fyrir Mosfellsbæ að verða valinn til að taka að sér að hýsa þetta mót. Ég er viss um að þetta mót mun verða vel sótt og Mosfellsbæ og Aftureldingu til sóma.

Ég vil að lokum óska öllu íþróttafólki í Mosfellsbæ velfarnaðar í leik og keppni á afmælisárinu 2012 og megið þið öll eiga gleðilegt og árangursríkt sumar.

Haraldur Sverrisson

bæjarstjóri

Page 5: Elding 1. tlb
Page 6: Elding 1. tlb

Dagana 7. – 9. júní næstkomandi fer fram öðru sinni á Tungubökkum knattspyrnuskóli Liverpool á Íslandi, í samstarfi við Aftureldingu. Skólinn hóf göngu sína í fyrra og tókst með eindæmum vel. Nú á öðru starfsári verður verður iðkendum fjölgað svo það verða rétt tæplega 200 krakkar sem æfa af kappi undir leiðsögn þjálfara frá hinu sögufræga liði Liverpool. Skólinn stendur yfir frá kl 9.30 – 15 alla dagana og er með fullu fæði. Matfugl, Mosfellsbakarí og Krónan eru stærstu styrktar aðilar skólans, og gera Aftureldingu kleift að bjóða upp á heitan mat í hádeginu fyrir alla krakkana og þjálfarana sem eru fjölmargir. Frá Liverpool koma 12 þjálfarar, þar af einn yfirþjálfari. Einn markmannshópur verður í boði og svo verða íslenskir aðstoðarþjálfarar til aðstoðar og til að túlka fyrir börnin.

Löngu er uppselt í skólann, en á síðustu dögum hafa nokkur börn komist inn af biðlista vegna forfalla.

Page 7: Elding 1. tlb
Page 8: Elding 1. tlb
Page 9: Elding 1. tlb

Tungubakkar snemma í toppstandi

Tungubakkar komu vel undan vetri og hófust æfingar þar mun fyrr en í fyrra. Fyrsti leikurinn sem leikinn var á svæðinu var æfingaleikur við Fjölni sumardaginn fyrrsta. Afturelding vann örugglega, 3:0. Meistaraflokksmenn verja talsverður tíma á Tungubökkum við fleira en æfingar og keppni þessa dagana. Á dögunum vörðu þeir meginhluta laugardags við lagfæringar á þessu einstaka knattspyrnusvæði.

Page 10: Elding 1. tlb

8.flokkur barna:Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban

Birgir Freyr RagnarssonAxel Óskar Andrésson

7.flokkur kvenna:Hugo Esteves

Sesselja Líf Valgeirsdóttir

7.flokkur karla:Árni Brynjólfsson

Anton Ari Einarsson

6.flokkur kvenna:Hugo Esteves

Sesselja Líf Valgeirsdóttir

6.flokkur karla:Vilberg SverrissonÁrni Brynjólfsson

5.flokkur kvenna:Sigurbjartur Sigurjónsson

5.flokkur karla:Vilberg Sverrisson

Hugo EstevesGunnar Andri Pétursson

Sindri Snær Ólafsson

4.flokkur kvenna:Sigurbjartur Sigurjónsson

Vilberg Sverrisson

4.flokkur karla:Jóhann Ingi Jónsson

Árni MagnússonArnór Snær Guðmundsson

3.flokkur kvenna:Ásþór Sigurðsson

3.flokkur karla:Úlfur Arnar Jökulsson

Einar Jóhannes Finnbogason

2.flokkur karla:Bjarki Már SverrissonÚlfur Arnar Jökulsson

Meistaraflokkur karla:Þorsteinn Magnússon

Enes Gogic

Meistaraflokkur kvenna:John Anrews

Hvíti riddarinn:Bjarki Már Sverrisson

Sigurbjartur Sigurjónsson

Allar upplýsingar um æfingatíma flokkana er að finna á afturelding.is

Þjálfarar knattspyrnudeildar 2011-2012

Page 11: Elding 1. tlb
Page 12: Elding 1. tlb

8.flokkur barna8.flokkur barna hefur notið vaxandi vinsælda með hverju ári og æfðu rúmlega 30 krakkar knattspyrnu með flokknum síðastliðið tímabil. Þetta er góður vettvangur fyrir 4­5 ára börn að kynnast undirstöðuatriðum knattspyrnu og læra að umgangast bolta og læra grunnreglur í hópíþróttum. Flokkurinn æfði tvisvar sinnum í viku á Varmá síðasta vetur og tvisvar sinnum í viku á gervigrasinu yfir sumar mánuð­ina. Það er gefandi starf að þjálfa börn á þessum aldri og skín einbeiting og leikgleði úr öllum andlitum á hverri æfingu. Flokkurinn tók þátt í tveimur mótum síðastliðið sumar; Atlantismótinu á Tungubökkum og Króksmótinu á Sauðárkróki þar sem teflt hefur verið fram einu liði í keppni í D liða keppni 7.flokks undanfarin ár. Þjálfarar flokksins voru Axel Lárusson, Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban og Birgir Freyr Ragnarsson.

7.flokkur kvennaÍ 7.flokki kvenna æfðu fáar stúlkur framan af vetri og var útlitið ekki bjart. Strax eftir áramót rofaði til og fjölg aði í flokknum jafnt og þétt. Stelpurnar tóku þátt í n okkr­u m mótum á nýju ári og stóðu sig vel. Þær gerðu ýmis­legt sér til skemmtu nar eins og að halda furðufata æfingu og vinkonuæfingu. Einnig fóru þær í bíóferðir og fleira skemmti legt var gert utan æfingatíma. Um sumarið voru

Uppgjör yngri flokkannanærri 20 stelpur að æfa og fóru þær í góða ferð á Nikulásar­mótið í Ólafsfirði í ágúst. Þjálfari var Kristín Lovísa Lárusdóttir. Henni til aðstoðar var Aðalheiður Katrín Magnúsdóttir

6.flokkur kvennaÍ 6.flokki kvenna æfðu rúmlega 20 stelpur og var skiptingin nokkuð jöfn milli eldra og yngra árs. Æft var þrisvar sinn­um í viku yfir veturinn, leiknir voru nokkrir æfingaleikir og tekið þátt í hraðmótum, auk þess einnig var tekið þátt í ýmsu félagslegu starfi utan æfinga. Yfir sumarið var æft þrisvar sinnum í viku og farið var á fjölmörg mót víðsvegar um land. Flokkurinn tók einnig þátt í Hnátumóti KSÍ þar sem A liðið vann sinn riðil og komst í úrslitakeppnina. Þjálfarar voru Erla Edvardsdóttir og Kristín Lovísa Lárus­dóttir.

5. flokkur kvennaStelpurnar sem æfðu í 5. flokki voru að jafnaði hátt í 30. Á ýmsu gekk innan vallar þar sem liðið var í afar sterkum riðli á Íslandsmótinu þar sem sumarið á undan hafði unnist sæti í A­riðli. Þar af leiðandi var var verið að etja kappi við þær allra bestu í þessum flokki um sumarið. Stelpurnar gáfust að

Page 13: Elding 1. tlb

sjálfsögðu ekki upp og gáfu allt í hvern leik. Góður stígandi var í liðinu allt tímabilið. Það var mikið fjör í Eyjum á Pæjumótinu og gaman að fylgj­ast með stelpunum verða betri með hverjum leiknum sem þær spiluðu. Það sem er mikilvægast er að lang flestar af þessum stelpum, ef ekki allar, hafa ekki látið deigan siga og haldið áfram að æfa af krafti, ýmist í 5. flokki eða þá í 4. flokki, þær sem gengu upp úr 5. flokki á síðasta hausti.Auk Íslandsmótsins og Pæjumótsins í Vestamannaeyjum var tekið þátt í Keflavíkurmótinu, Hleðslumóti HK og Síma­mótinu í Kópavogi að ógleymdu Faxaflóamótinu.

Fyrir utan þetta voru leiknir að jafnaði tveir æfingaleikir á mánuði allan veturinn.

Þá var þetta staðið saman utan æfinga og m.a. farið í bíó, keilu, lazertag og margt fleira. Í hópnum var skemmtileg blanda af hressum stelpum sem margar hverjar eiga framtíð fyrir sér í fótboltanum. Þjálfarar voru Vilberg Sverrisson og Sigurbjartur Sigurjóns­son.

4. flokkur kvenna Fjórði flokkur kvenna stóð sig með stakri prýði árið 2011. Liðið var byggt á nær eingöngu yngra árs stelpum sem eru reynslunni ríkari fyrir vikið. Æft var fjórum sinnum á viku á gervigrasinu yfir vetrartímann og síðan á Tungubökkum yfir sumarið, en auk þess spilaði liðið að jafnaði einn til tvo leiki á viku.Alls voru um 14 stelpur skráðar í flokkinn og því fengu marg ar stelpur úr 5. flokk að spila upp fyrir sig allt sumarið. Þær stóðu sig frábærlega og komu reynslunni ríkari upp í fjórða flokk árið eftir..Flokkurinn tók þátt á sterku hraðmóti KR þar sem hann

hafnaði í 3. sæti eftir að hafa tapað í vítaspyrnukeppni í undan úrslitum fyrir Stjörnunni. Liðið lék svo í hverri viku á Íslandsmótinu og háði marga hörku leiki. Áræðni og barátta einkenndi liðið og lögðu stúlkurnar sig alla fram í hverjum leik.Eins og fleiri flokkar þá var að vanda tekið þátt í hinum árlega Rey Cup mót í Laugardal þar sem stelpurnar stóðu sig með sóma. Liðið hlaut háttvísiverðlaun KSÍ fyrir fram­komu sína á mótinu sem er ein stærsta og mikilvægusta viðurkenn ing sem hægt er að fá.Stelpurnar drógu mikinn lærdóm af sumrinu sem mun nýtast þeim vel sumarið 2012.Fjöldi iðkennda í flokknum hefur nú tvöfaldast og verða bæði A og B lið send til þátttöku á mótum í sumar. Liðið stefnir á keppnisferð til Amsterdam í sumar og hefur undir­búningur staðið sleitulaust síðustu mánuði enda að mörgu að hyggja.

Hvetjum við allar stúlkur sem hafa áhuga á knattspyrnu að ekki hika við að kíkja á æfingar enda frábær hópur sem er að æfa og þvílíkir höfðingjar sem þjálfarar.Þjálfarar flokksins voru Sigurbjartur Sigurjónsson og Vilberg Sverrisson.

3.flokkur kvennaStelpurnar í þriðja flokki kvenna fóru enn eitt árið af stað með einungis kjarna af yngra árs stelpum og var spilað í B­riðli á Íslandsmótinu. Um 15 stelpur æfðu að staðaldri og sem fyrr var mætingarsóknin til fyrirmyndar hjá þessum hópi.Liðið tók þátt í Faxaflóamótinu um vorið og Íslandsmótinu að sumri. Einnig var farið á Rey ­ Cup Þróttar þar sem þær skemmtu sér konunglega þó úrslitin hafi ekki verið eins og best var á kosið.

Page 14: Elding 1. tlb

Stelpurnar spiluðu sem fyrr glimrandi góða knattspyrnu og voru nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Íslands­mótsins. Í lok sumars var farið í hópeflisferð á Flúðir, en það er orðinn fastur liður hjá hópnum. Þar var m.a. farið í river­rafting ásamt mörgu öðru og skemmtu foreldrar, þjálfarar og að sjálfsögðu leikmennirnir sér mjög vel.Þjálfari flokksins var Snorri Helgason

7.flokkur karlaÍ 7.flokki karla voru um 40 strákar sem skiptust nokkuð jafnt milli eldra og yngra árs. Flokkurinn æfði þrisvar sinnum í viku allt árið og voru strákarnir mjög duglegir að sinna æfingum allan veturinn og stóðu sig vel á mótum sumarsins. Flokkurinn lék nokkra æfingaleiki og tók þátt í hraðmótum yfir vetrarmánuðina. Einnig fór hann sama í bíó og horfði á leiki í enska boltanum með þjálfurum sínum. Yfir sumarið tók flokkurinn þátt í Norðurálsmótinu á Akranesi, sem er eitt stærsta mótið fyrir þennan flokk. Einnig var keppt á Króksmótinu á Sauðárkróki og á Atlan­tismótinu sem Afturelding heldur árlega á Tungubökkum. Strákarnir voru félagi sínu til sóma í öllum mótum og verkefnum flokksins og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Þjálfarar flokksins voru Árni Brynjólfsson, Anton Ari Einars son og Guðbjörn Jón Pálsson.

6.flokkur karlaÍ 6. flokki karla voru á milli 50­60 strákar skráðir til leiks og yfirleitt á milli 40 og 50 á hverri æfingu. Skiptingin var nokkuð jöfn á milli eldra og yngra árs. Árið gekk afar vel og var mikið af frábærum fótboltastrákum í flokknum. Tekið var þátt í mörgum mótum og leikinir margir æfingarleikir. Til að mynda spilaði A lið flokksins yfir 70 leiki og af þeim töpuðust bara þrír. Farið var með fimm lið til Eyja og fjögur þeirra fóru í úrslit í sínum styrkleika og drengirnir komu heim með tvo bikara og tvö silfur en síðasta en ekki síst sól

í sinni. Fjögur af fimm liðum á palli í Eyjum sem er síður en svo sjálfgefið. Skráð voru fjögur lið til leiks á Íslandsmótinu og fóru öll í úrslitakeppnina í lok ágúst. A liðið lenti í 3. sæti eftir sig­ur á Stjörnunni um bronsið. B liði tapaði leik um 3. sætið, C liðið vann sinn leik um 3. sætið og D liðið hafnaði í 7. sæti. Frábær árangur hjá þessum guttum.Það var stuð og stemming í hópnum og allir tilbúnir að læra meira og leggja sig fram. Þess má geta til samanburðar að Aftur elding var með jafn mörg lið í úrslitakeppninni í 6. flokki og Breiðablik sem var með 15 lið skráð á Íslands­mótinu. A og C liðin unnu Atlantismót Aftureldingar sem fram fór í ágúst. Þá var ýmislegt brallað fyrir utan fótbolta eins og farið í bíó, keilu, lazertag og í grillveislu, minigolf og margt fleira. Þjálfari flokksins var Vilberg Sverrisson. Honum til aðstoðar voru Sindri Snær Ólafsson, Guðmundur Kristinn Pálsson og Elvar Kató Sigurðsson.

5.flokkur karla5. flokkur karla samanstóð af rétt rúmlega 50 strákum sem skiptist nánast jafnt á eldra og yngra ár. Send voru fimm lið til leiks á Faxaflóamótinu og hafnaði Afturelding í 2. sæti hjá A liðum, 4. sæti í B liðum, 4. sæti í C liðum, en D liðið varð Faxaflóameistari. E liðið hreppti 7. sætið. Þá voru að jafnaði spilaðir tveir æfingaleikir yfir vetrarmánuðina.Flokkurinn tók svo þátt í Íslandsmótinu yfir sumarið og gekk nokkuð vel og var mikill stígandi í leikjum hans. Teflt var fram fjórum liðum (A,B,C og D) þar sem margir dreng­ir voru fjarverandi vegna sumarleyfa var ekki hægt að tefla fram fimmta liðinu eins og í Faxaflóamótinu. Mikið var brallað utan fótboltavallarins en m.a. var farið í keilu, pizzu og videó, lazertag og margt fleira.Fullt var af mjög efnilegurm fótboltastrákum í þessum flokki sem gaman að vinna með, að sögn þjálfara. Þjálfari flokksins var Vilberg Sverrisson. Honum til aðstoðar voru Hugo Miguel Borges, Arnór Snær Guðmundsson og Gunnar Andri Pétursson.

Page 15: Elding 1. tlb

4. flokkur karla Um 40 strákar stunduðu æfingar af kappi með með 4. flokki. Fjöldinn dreifðist tiltölulega jafnt á milli árgangana 1997 og 1998. Það sem einkenndi þennan hóp var gríðarlegur metn­a ður og samstaða ásamt góðri æfingasókn og skipti litlu hvernig viðraði. Hópurinn var duglegur við að spila æfinga­leiki yfir vetrarmánuðina og var leikið við hin og þessi lið af höfuðborgarsvæðinu aðra hverja viku. Send voru þrjú lið til leiks í Faxaflóamótinu en tvö í Íslandsmótið. Þar var spilað í gríðarlega sterkum A­riðli og náði liðið að halda sæti sínum í hinum. Bæði A og B liðum höfnuðu um miðja röð liða riðilsins sem jákvæða markatölu. Send voru þrjú lið til leiks á Reycup í lok júlí þar sem hópu­rinn skemmti sér vel. B­liðið hafnaði í þriðja sæti og voru það stoltir strákar sem tóku á móti verðlaunum sínum í mótslok. Timabilinu lauk með skemmtilegu lazertagmóti í Skemmtigarðinum þar sem grillað var og skemmt sér fram á kvöld. Góður tími var að baki og greinilegt að framtíðin er björt hjá þessum strákum miðað við þann áhuga og eljusemi sem þeir sýndu á tímabilinu.Þjálfarar flokksins voru Ásþór Sigurðsson, Bjarki Már Sverris son og Arnór Snær Guðmundsson.

3.flokkur karlaÍ 3.flokki karla stunduðu um 30 piltar æfingar. Undirbúnings­tímabilið var langt og strangt en mætingin var góð hjá strákunum. Aldurskipting milli eldra og yngra árs var nokk uð jöfn. Að venju var tekið þátt í Faxaflóamótinu auk þess sem leiknir voru 5 til 6 æfingaleikir á undirbúnings tímabilinu. Flokkurinn tefldi fram tveimur liðum í Íslandsmótinu og léku þau bæð í C deild. A liðið hóf mótið ekki vel, tapaði dýrmætum stigum í upphafi og náði sér aldrei almennilega á strik þrátt fyrir að leika flotta knattspyrnu. Margir leikir

liðsins voru skemmtilegir og unnust nokkrir góðir sigrar. B liðið lék 12 leiki í Íslandsmótinu og voru óheppið að vinna ekki fleiri leiki en raun varð á. Fór svo að það endaði í 3. sæti riðilsins og voru greinilega framfarir í spilamennsku liðsins yfir keppnistímabilið. Flokkurinn sendi tvö lið á Reycup og endaði A liðið í 3. sæti mótsins sem var frábær árangur. Það sem stendur þó upp úr er að allir leikmenn fengu að spreyta sig og fengu verkefni við hæfi. M.a. af þeim sökum hafa mjög fáir leikmenn heltst úr lestinni.Þjálfarar flokksins voru Bjarki Már Sverrisson og Vésteinn Gauti Hauksson en Árni Magnússon tók við af Vésteini yfir sumarmánuðina.

2.flokkur karla2.flokkur karla stóð sig frábærlega á tímabilinu og náði góðum árangri í Íslandsmótinu. Í flokknum voru rúm­lega 20 leikmenn sem stunduðu æfinar af samviskusemi og kappi. Flokkurinn lék 16 leiki í Faxaflóamótinu yfir veturinn og lék auk þess nokkra æfingaleiki fyrir áramót. Um vorið léku fjölmargir leikmenn flokksins með 3.deildar liði Hvíta riddarans í Lengjubikarnum. Yfir sumarið lék flokkurinn 10 leiki í C deild Íslandsmóts 10 leiki og hafnaði í 2. sæti síns riðils og uppskar rétt til þátttöku í úrslitakeppninni þar sem hann var Tindastól/Hvöt samanlagt í tveimur leikjum og tekur þar með þátt í B deild Íslandsmótsins í sumar. Frábær árangur hjá strák­unum sem bættu sig í hverjum leik yfir sumarið. Margir fengu og dýrmæta reynslu með liði Hvíta riddarans sem vó eflaust þungt í árangri þeirra í 2.flokki.

Þjálfari flokksins var Vésteinn Gauti Hauksson.

Page 16: Elding 1. tlb

Við höfum engar afsakanir

Þorsteinn Magnússon þjálfari meistaraflokks karla t.v. ásamt Jóhanni Jóni Ísleifssyni sem lengi var formaður meistaraflokksráðs karla

„Væntingar til sumarsins eru þær sömu og áður undir minni stjórn, það er að vinna bikara og verðlaunapeninga. Við ætlum að fara upp um deild, það okkar markimið og þar af leiðandi er ætlun okkar sú að vinna alla leiki sem við förum í,“ segir Þorsteinn Magnússon, þjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu. Eins og þrjú síðustu ár tekur Afturelding þátt í 2. deild karla Íslandsmótinu en gangi markmið Þorsteins og lærisveina hans eftir þá leikur Afturelding í 1. deild, þeirri næst efstu, að ári.Þorsteinn tók við Aftureldingu þegar langt var liðið á leik­tíðina sumarið 2010. Þá hafði flest verið liðinu mótdrægt og af þeim sökum m.a. talið nauðsynlegt að skipta um karl í brúnni. Þorsteinn hafði þá um nokkurt skeið þjálfað yngri flokka Aftureldingar, einnig verið markvarðaþjálfari deildar­innar og viðloðandi meistaraflokkinn. Auk hefur Þorsteinn margvíslega reynslu af þjálfun víða m.a. hjá KSÍ auk haldgóðrar þjálfaramenntunar. Undir stjórn Þorsteins tókst Aftureldingu að forðast fall úr 2. deild haustið 2010 og hann því ráðinn á ný þjálfari fyrir síðustu leiktíð. Keppnin í 2. deild á síðasta sumri var og átti Afturelding mögulega á að flytjast upp um deild allt fram í síðustu umferð. Þegar upp var staðið munaði aðeins 12 stigum á efsta liði deildarinnar og því sem hafnaði í 9. sæti. Mikið var skorað í leikjum deildarinnar og áhorfendur fengu því góða skemmtun á leikjum. Afturelding varð í fjórða sæti, tveimur stigum frá að komast upp í 1. deild.

Mörg lið að berjastÞorsteinn segist ekki eiga von á öðru en að komandi keppnis­tímabil verði eins skemmtilegt og það síðasta en væntir þessa

að Afturelding verði ofar þegar upp verður staðið. Fyrsti leikur Aftureldingar í 2. deild Íslandsmótsins fer fram á Varmárvelli föstudaginn 11. maí þegar tekið verður á móti Njarðvíkingum. Flautað verður til leiks klukkan 20 og eru Mosfellingar kvattir til að láta sig ekki vanta á völlinn.

„Keppnin í 2. deild verður ekkert síðri en á síðasta ári, það er jöfn og spennandi. Liðin sem féllu niður í deildina á síðasta sumri, HK og Grótta, ætla sér rakleitt upp og þau sem rétt misstu af lestinni á síðasta sumri hyggjast ekki að brenna sig á því aftur. Við erum eitt af þessum liðum,“ segir Þorsteinn ákveðinn. „Deildin verður gífurlega jöfn þar sem sex til átta lið munu berjast um sætin tvö sem í boði eru í deildinni fyrir ofan á næsta sumri.“

Inniæfingar í Kórnum mikilvægar„Undirbúningurinn í vetur byrjaði ekki vel þar sem veðrið setti talsvert strik í reikninginn. Við létum það ekki á okkur fá og reyndum að halda okkar striki eins og kostur var á. Ég var þokkla lega sáttur um áramótin en fljótlega á nýju ári fengum við einn tíma í víku innandyra í knattspyrnuhúsinu Kórnum sem gerði að verkum að við gátum æft við betri aðstæður en áður. Þá sást fljótlega mikill munur á leikmönnum til betri vegar,“ segir Þorsteinn spurður um undirbúning Aftureldingar­liðsins framan af vetri en undirbúningstími knattspyrnufólks hér á landi getur verið langur, strangur og kaldur. Heita má að lið Aftureldingar sé eingöngu byggt upp á heima­mönnum, strákum sem alist hafa upp innan félagsins og farið upp í gegnum yngri flokkana. Hópurinn hefur verið lítið

Þorsteinn Magnússon, þjálfari meistaraflokks karla, segir ekkert an­nað koma til greina en fara upp úr 2. deild í haust – leikmannhópurinn sterkur og samheldin – menn þekkja vel hvern annan

Page 17: Elding 1. tlb

breytt ur síðustu þrjú ár að því undanskildu að einn og einn yngri maður hefur komið upp. Þorsteinn segist vera ánægður með hópinn. „Ég og stjórnendur deildarinnar eru mjög ánægðir með strákana. Þeir hafa lagt sig fram og æft af miklum dugnaði og einbeitingu og eiga allt hrós skilið,“ segir Þorsteinn og leggur áherslu á orð sín.

Höfum lið til þess að fara upp„Liðið er ungt að árum og segja má að við höfum aðeins einn reynslubolta innan hópsins, John Andrews. Þótt strákarnir séu ungir þá hafa þeir lengi spilað saman fótbolta. Þeir þekkjast því vel innan vallar sem utan og það er óneitanlega kostur. Fá lið í 2. deild eiga þess kost að vera með sama hóp ár eftir ár. Á síðasta ári vorum við nærri því að fara upp. Segja má að reynsluleysi hafi þá orðið okkur að falli að nokkru leyti. Nú eru menn reynslunni ríkari, árinu eldri. Ég tel okkur því ekki hafa neina afsökun í ár fyrir að verða ekki í toppbaráttu frá fyrsta leik og fara ekki upp úr deildinni þegar upp verður staðið í haust. Við þurfum ekki að afsaka eitt né neitt því ég tel okkur hafa nógu sterkan hóp til þess að fara upp úr deildinni, ég tala ekki um ef við næðum að krækja í tvo leikmenn til viðbótar, þá verðum við komnir með nógu stóran hóp til þess að takast á við þetta verkefni. Í fyrra þá tefldi ég fram 26 leikmönnum og sennilega þurfum við að álíka fjölmennan hóp á þessu keppnistímabili. Deidin er erfiðari en áður var, boltinn er hraðari, harkan meiri og þar af leiðandi eigum við eftir að missa menn í leikbönn og meiðsli og af ófyrirséðum orsökum.“Afturelding tapaði á ósanngjarnan hátt fyrir Njarðvík, 3:2, á

útivelli í undanúrslitum B­deildar Lengjubikarsins á dögunum, en Njarðvík verður einmitt fyrsti andstæðingur Aftureldingar á Íslandsmótinu eins og áður sagði. „Tapið fyrir Njarðvík var það ósanngjarnasta sem við höfum orðið fyrir að mínu mati, ekki það að Njarðvík hafi verið svo slakt en við vorum bara miklu betri aðilinn í leiknum á öllum sviðum. En því miður þá lék dómari leiksins stórt hlutverk, að vísu gerðum við tvenn mistök sem kostuðu mörk, en áður en að því kom áttum við að vera búnir að fá þrjár til fjórar vítaspyrnur auk þess dómarinn sleppti nokkrum brotum innan teigs sem hefðu getað nýst okkur. Ég er ekki að afsaka neitt við þennan ósigur en það var bara eitt lið á vellinum,“ segir Þorsteinn og slær niður penna til þess að leggja áherslu á orð sín um leið og hann bætir við.

Göngum óhræddir til verks„Þetta er það sem koma skal. Við erum ekki hræddir við einn né neinn en berum vitanlega virðingu fyrir öðrum liðum og leikmönnum þeirra og fyrir hvað þeir standa. En við göngum óhræddir til hvers leiks, hvort heldur heima eða að heiman og sýnum enga miskunn. Ég tel að það verði spennandi að fylgjast með Aftureldingu í sumar. Stemningin í strákunum er einhvernveginn þannig að þeir sætta sig ekki við neitt annað en sigur, þannig er mórallinn hjá okkur. Viðhorfið hjá leikmönnum er gott, bæði hjá leik­mönnum gagnvart hver öðrum og síðan til þeirra verkefna sem við erum fást við hverju sinni. Ég erum mjög vel búnir undir sumar ið,“ segir Þorsteinn Magnússon, þjálfari meistaraflokks.

Page 18: Elding 1. tlb

Leikmenn meistaraflokks karla 2012

Alexander A. Davorsson

Birgir Freyr Ragnarsson

Sigurjón B. Grétarsson

Þorsteinn Magnússon, þjálfari

Andri Sigurðsson

Elvar Ingi Vignisson

Snorri Helgason

Enes Cogic, aðstoðar þjálfari

Anton Ari Einarsson

Fannar Baldvinsson

Steinar Ægisson

Pétur Magnússon, formaður

Arnór S. Guðmundsson

Guðbjörn Jón Pálsson

Sævar Alexandersson

Kjartan Óskarsson, liðsstjóri

Page 19: Elding 1. tlb

Leikmenn meistaraflokks karla 2012

Arnór Þrastarson

Guðmundur Pálsson

Wentzel S. R. Kamban

Jens Ingvarsson, sjúkraþjálfari

Atli Freyr Gunnarsson

Hörður S. Harðarson

Þorgeir Leó Gunnarsson

Hanna Símonardóttir, nuddari

Axel Lárusson

John Andrews

Axel Helgi Ívarsson

Baldvin J. Hallgrímsson

Magnús Már Einarsson

Sigurbjartur Sigurjónss.

LEIKDAGUR KL HEIMALIÐ GESTIRfös. 11. maí 20:00 Afturelding Njarðvíkfim. 24. maí 20:00 Afturelding Hamarmán. 11. jún 20:00 Afturelding Gróttafim. 14. jún 20:00 Afturelding Reynir S.fim. 28. jún 20:00 Afturelding KVþri. 10. júl 20:00 Afturelding Fjarðabyggðlau. 28. júl 16:00 Afturelding KFlau. 11. ágú 16:00 Afturelding Völsungurlau. 25. ágú 15:00 Afturelding Dalvík/Reynirsun. 09. sep 14:00 Afturelding KFRlau. 22. sep 14:00 Afturelding HK

Heimaleikir meistaraflokks karla í 2. deild sumarið 2012

Page 20: Elding 1. tlb
Page 21: Elding 1. tlb
Page 22: Elding 1. tlb

„Ég er orðinn Mosfellingur“

John þjálfari

John Andrews er fæddur í Cork á Írlandi tveimur árum eftir að þrír þá óþekktir landar hans, Paul Hewson (Bono), Larry Mullen, David Howell Evans, (The Edge) og Adam Clayton stofnuðu rokkhljómsveit U2. Hann var og aðeins tveggja ára þegar fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar, Boy, kom út árið 1980 og írska rokkhljómsveitin sló í gegn um veröld víða. En ólíkt Bono og félögum, sem aldrei hafa komið til Íslands, þá hefur John heillast af landi og þjóð og vill hvergi annarsstaðar vera en í Mosfellsbæ eftir nærri fimm ára dvöl. „Ég er Mosfellingur og líkar lífið vel hér með hundinum mínum,“ segir John þegar útsendari Eldingar hitti hann yfir tebolla í Mosfellsbakaríi á dögunum.

John hefur þjálfað meistaraflokkslið Aftureldingar í kvenna­flokki frá því júlí 2010 og samhliða leikið með karlaliðið félagsins frá 2008 auk þess að sjá um þjálfun markvarða yngri flokka Aftureldingar síðustu misseri. „Ég var staddur í Banda­ríkjunum, þar sem hafði verið við nám, þegar vinur minn spurði mig hvort ég vildi fara til Íslands og leika knattspyrnu með Aftureldingu. Á þeim tíma stóð ég á krossgötum í lífinu og ákvað að slá til. Þegar ég kom til Íslands í ársbyrjun 2008 draup smjör enn af hverju strái, eða svo virtist vera. Ég sá tækifæri í að koma til Íslands og afla mér skotsilfurs og snúa síðan til baka til Bandaríkjanna. En ýmislegt fór á annan veg en ætlað var. Mér líkaði strax vel við landið og félagsskapinn og haustið 2008 fór Afturelding upp um deild og mér var í framhaldinu boðið að

vera áfram. Síðan hef ég verið í Mosfellsbæ,“ segir John en líf hans snýst fyrst og fremst um knattspyrnu daginn út og inn.

Er alls ekki á leið til ÍrlandsÁður en John tók við þjálfun meistaraflokks kvenna þjálfaði hann lið Hvíta riddarans um nokkurt skeið með góðum árangri. Spurður hvort hann hafi ekkert í hyggju að flytja aftur til Írlands svarar hinn glaðbeitti og rauðbirkini Íri með nokkurri undrun í röddinni ; „Frekar færi ég til Bandaríkjanna.“„Mér líkar afar vel á Íslandi. Mér þykja veturnir góðir þótt þeir geti verið kaldir og vindasamir. Ég er maður andstæðnanna, eða svo sagði faðir minn eitt sinn. Sama var upp á teninginum þegar ég var í Bandaríkjunum. Þá kunni ég vel við hitann og eins er með kuldan á Íslandi. Andstæðurnar eiga vel við mig, en kannski síður það sem er þar mitt á milli,“ sagði John.

Fór ungur til Englands„Ég fékk alveg nóg af Írlandi þar sem lítið var við að vera og hélt til Bandaríkjanna til náms. Ég fór ungur til Englands til þess að æfa og leika knattspyrnu en lofaði móður minni því að þegar þeim kafla lyki tæki ég upp þráðinn við námið og þess vegna hélt ég vestur um haf. Þar lauk ég námi, spilaði knattspyrnu og var í þjálfun. Stefnan var alltaf sú að fara á ný til Englands og vinna þar við þjálfun en lífið tók aðra stefnu þegar mér var boðið að koma til Íslands til þess að spila og þjálfa,“ segir John sem var ungur að árum um nokkurra ára skeið á mála hjá

Írinn glabeittir kann vel við sig hér í bæ – Veturnir á Íslandi eru frábærir

Page 23: Elding 1. tlb

Coventry og síðar hjá Mansfield og fleiri félögum á Englandi í hálft níunda ár. John tók við þjálfun meistaraflokks kvenna í júlí 2010 og tókst að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni sem kennd er við Pepsi. Á síðustu leiktíð var Afturelding í 7. sæti deildarinnar og komst í undanúrlit í bikarkeppninni þar sem liðið tapaði, 1:0, fyrir Val sem síðar varð John Andrews er fæddur í Cork á Írlandi tveimur árum eftir að þrír þá óþekktir landar hans, Paul Hewson (Bono), Larry Mullen, David Howell Evans, (The Edge) og Adam Clayton stofnuðu rokkhljómsveit U2. Hann var og aðeins tveggja ára þegar fyrsta breiðskífa hljómsveit­arinnar, Boy, kom út árið 1980 og írska rokkhljómsveitin sló í gegn um veröld víða. En ólíkt Bono og félögum, sem aldrei hafa komið til Íslands, þá hefur John heillast af landi og þjóð og vill hvergi annarsstaðar vera en í Mosfellsbæ eftir nærri fimm ára dvöl. „Ég er Mosfellingur og líkar lífið vel hér með hundinum mínum,“ segir John þegar útsendari Eldingar hitti hann yfir tebolla í Mosfellsbakaríi á dögunum.

John hefur þjálfað meistaraflokkslið Aftureldingar í kvenna­flokki frá því júlí 2010 og samhliða leikið með karlaliðið félagsins frá 2008 auk þess að sjá um þjálfun markvarða yngri flokka Aftureldingar síðustu misseri. „Ég var staddur í Banda­ríkjunum, þar sem hafði verið við nám, þegar vinur minn spurði mig hvort ég vildi fara til Íslands og leika knattspyrnu með Aftureldingu. Á þeim tíma stóð ég á krossgötum í lífinu og ákvað að slá til. Þegar ég kom til Íslands í ársbyrjun 2008 draup smjör enn af hverju strái, eða svo virtist vera. Ég sá tækifæri í að koma til Íslands og afla mér skotsilfurs og snúa síðan til baka til Bandaríkjanna. En ýmislegt fór á annan veg en ætlað var. Mér

líkaði strax vel við landið og félagsskapinn og haustið 2008 fór Afturelding upp um deild og mér var í framhaldinu boðið að vera áfram. Síðan hef ég verið í Mosfellsbæ,“ segir John en líf hans snýst fyrst og fremst um knattspyrnu daginn út og inn.

Er alls ekki á leið til ÍrlandsÁður en John tók við þjálfun meistaraflokks kvenna þjálfaði hann lið Hvíta riddarans um nokkurt skeið með góðum árangri. Spurður hvort hann hafi ekkert í hyggju að flytja aftur til Írlands svarar hinn glaðbeitti og rauðbirkini Íri með nokkurri undrun í röddinni ; „Frekar færi ég til Bandaríkjanna.“„Mér líkar afar vel á Íslandi. Mér þykja veturnir góðir þótt þeir geti verið kaldir og vindasamir. Ég er maður andstæðnanna, eða svo sagði faðir minn eitt sinn. Sama var upp á teninginum þegar ég var í Bandaríkjunum. Þá kunni ég vel við hitann og eins er með kuldan á Íslandi. Andstæðurnar eiga vel við mig, en kannski síður það sem er þar mitt á milli,“ sagði John.

Fór ungur til Englands„Ég fékk alveg nóg af Írlandi þar sem lítið var við að vera og hélt til Bandaríkjanna til náms. Ég fór ungur til Englands til þess að æfa og leika knattspyrnu en lofaði móður minni því að þegar þeim kafla lyki tæki ég upp þráðinn við námið og þess vegna hélt ég vestur um haf. Þar lauk ég námi, spilaði knattspyrnu og var í þjálfun. Stefnan var alltaf sú að fara á ný til Englands og vinna þar við þjálfun en lífið tók aðra stefnu þegar mér var boðið að koma til Íslands til þess að spila og þjálfa,“ segir John sem var ungur að árum um nokkurra ára skeið á mála hjá Coventry og síðar hjá Mansfield og fleiri félögum á Englandi í hálft níunda ár.

Page 24: Elding 1. tlb

John tók við þjálfun meistaraflokks kvenna í júlí 2010 og tókst að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni sem kennd er við Pepsi. Á síðustu leiktíð var Afturelding í 7. sæti deildarinnar og komst í undanúrlit í bikarkeppninni þar sem liðið tapaði, 1:0, fyrir Val sem síðar varð bikarmeistari. Afturelding er nú að hefja sitt fimmta keppnistímabil í úrvalsdeildinni.

Æfa eins og karlalið„Þegar mér var boðið að taka við þjálfun kvennaliðsins á miðju tímabili sumarið 2010 kom ég ekki að tómum kofanum. Ég hafði fylgst vel með leikjum liðsins og þekkti nokkuð til innan hópsins. Ég var ákveðinn í því að liðið skyldi æfa eins karlalið, það er að mínu mati besta leiðin til þess að ná árangri. Leik­menn tóku líka vel á móti mér þannig að allt flest hjálpaðist að. Mér hefur líkað mjög vel við starfið og vona að að svo verði áfram.“John segist vera í stórum dráttum sáttur við síðasta ár, sem var hans fyrsta heila ár með liðið. „Helstu mistökin sem ég gerði var að hlusta of mikið á aðra, í stað þess að fylgja eigin sann­færingu þegar vafaatriði komu upp. Aðallega sneru þessi atriði á leikmönnum sem okkur stóðu til boða og ég afþakkaði. Það kom mér í koll þegar á leið leiktímabilið og hópurinn okkar varð þunnskipaður vegna meiðsla. Af þeim ástæðum voru til dæmis án framherja í sex eða sjö vikur á keppnistímabilinu. Á þeim tíma skoruðu við varla mark og unnum því ekki leik. Þegar á leið og við fengum leikmenn að láni frá öðrum félögum sem gátu skorað þá fórum við að safna stigum á ný, en því er ekki að leyna að við vorum í fallbaráttu um tíma,“ segir John sem telur að annað verði upp á teningnum í sumar.

Stefnt á sigur í öllum leikjum„Í fyrra fórum við með því hugarfari inn í flesta leiki að tapa ekki. Nú er ástandið það gott á hópnum að okkar markmið verður að vinna alla leiki sem við förum út í. Líkamlegt og andlegt ástand á leikmannahópnum er betra en nokkru sinni fyrr auk þess sem sjálfstraustið hefur vaxið jafnt og þétt.“ Uppistaðan í liði Aftureldingar eru stúlkur sem er uppaldar hjá félaginu. Alls eru sextán stúlkur í leikmannahópnum í deildinni í sumar eru aldar upp innan Aftureldingar. Þeim til halds og trausts bætast þrír til fjórir útlendingar í hópinn eins hjá flest­um liðum Pepsi­deildar kvenna. John segir afar mikilvægt að nær allir leikmenn liðsins séu uppaldir hjá félaginu. Fyrir vikið sé „hjartað“ á réttum stað í liðinu. John segir ennfremur mikilvægt að í sumar hafi tekist samstarf við Þrótt um að halda úti sameiginlegu annars flokks liði. Þar munu yngri stúlkur frá mikilvægt tækifæri til þess að þroskast

sem leikmenn, en því miður hefur hópurinn af þeim stúlkum sem tilheyra öðrum flokki ekki verið nógu fjölmennur síðustu ár til að hægt væri að halda honum gangandi undir merkjum Aftureldingar. „Það er svo mikið stökk að koma úr þriðja flokki upp í meistaraflokk. Annar flokkur er því nauðsynlegur svo leikmenn þroskist og þróist rétt. Efniviðurinn er fyrir hendi hjá Aftureldingu og ef vel tekst til gæti sú staða komið upp innan fárra ára við þurfum ekkert að styrkja liðið með útlendingum,“ segir John.

Ekki nóg að vinna lakari liðin„Við förum í alla leiki í sumar til þess að vinna, alveg sama hvort andstæðingurinn er Íslandsmeistarar Stjörnunnar, Breiðablik, Valur, KR eða Þór/KA. Hvort það tekst kemur síðan í ljós en við sættum okkur ekki eingöngu við að vinna liðin sem talin eru lakari í deildinni.Ég var spurður að því að dögunum hvert væri markmiðið hjá mér og liðinu, við hvaða árangur við yrðum ánægð með við lok leiktíðar. Ég svaraði því hiklaust til að ég yrði ánægður með að vinna deildina og verða meistari. Það þótti fyrirspyrjanda undarlegt svar en ég sagði á móti að það væri sá árangur við yrðum ánægð með en síðan væri það annað mál hvort okkur tækist að verða Íslandsmeistari. Við stefnum að minnsta kosti á sigur í öllum leikjum sumarsins,” segir John ákveðinn.

Skorað á Mosfellinga„Leikmenn Aftureldingar hafa æft mjög vel og samviskusemi þeirra er rík. Þeir eru því góðri æfingu, mun betri en fyrir ári síðan og því tel ég okkur geta tekið skref fram á við og náð betri árangri en nokkru sinni fyrr. Deildin í sumar verður jöfn og spennandi og það er ljóst að við sjáum fram á skemmtilegt sumar. Við óskum þess að Mosfellingar mæti á heimaleikina okkar og hvetji liðið til dáða. Það er ólíkt skemmtilegra að leika fyrir framan nokkur hundruð manns en á tómum velli. Það búa um níu þúsund manns í Mosfellsbæ, Afturelding á eitt besta kvennalið landsins í knattspyrnu sem er skipað uppöldum stúlkum að mestu. Það á vera Mosfellingum hvatning að mæta á völlinn og styðja þar með við bakið á sínu liði, bæði andlega og fjárhagslega. Ég skora á Mosfellinga á koma á völlinn í sumar, það verður enginn svikinn af þeim fótbolta sem við munum bjóða upp á,“ segir írski Mosfellingurinn, John Andrews, ákveðinn um leið og hann lýkur úr tebolla sínum.

Fyrsti heimaleikur Aftureldingar í Pepsi­deild kvenna verður á Varmárvelli sunnudaginn 13. maí. Þá koma FH­ingar í heim­sókn.

Page 25: Elding 1. tlb
Page 26: Elding 1. tlb

Leikmenn meistaraflokks kvenna 2012

Aldis Mjöll Helgadóttir

Hafdís Rún Einarsdóttir

Kristín Tryggvadóttir

Sandra Björgvínsdóttir

Carla Lee

Halla M. Hinriksdóttir

Kristrún H. Gylfadóttir

Sesselja Valgeirsdóttir

Eva H. Ásgrímsdóttir

Halldóra Þ. Birgisdóttir

Lára Kristín Pedersen

Stefanía Ásbjörnsdóttir

Guðný Lena Jónsdóttir

Harpa K. Björnsdóttir

Nína Björk Gísladóttir

Svandís Ösp Long

Page 27: Elding 1. tlb

Leikmenn meistaraflokks kvenna 2012

Elín Svavarsdóttir

John Andrews

Erica Henderson Kristin Russel Vendula Strnidova

LEIKDAGUR KL HEIMALIÐ GESTIRsun. 13. maí 19:15 Afturelding FHmið. 23. maí 19:15 Afturelding Fylkirþri. 29. maí 18:00 Afturelding ÍBVsun. 10. júní 18:00 Afturelding Þór/KAþri. 3. júlí 19:15 Afturelding KRþri. 24. júlí 19:15 Afturelding Breiðablikfim. 16. ágúst 19:15 Afturelding Selfossmið. 29. ágúst 18:30 Afturelding Stjarnanlau. 8. sep. 14:00 Afturelding Valur

Heimaleikir meistaraflokks kvenna í Pepsi deildinnis 2012

Mosfellingar, allir á völlinn, áfram Afturelding!

Page 28: Elding 1. tlb

Mikil endurnýjun hjá Hvíta

Um árabil hefur knattspyrnudeild Aftureldingar rekið knatt­spyrnuliðið Hvíta riddarann sem einn af sínum flokkum og teflt því liði fram í 3. deild karla. Í upphafi þjónaði liðið þeim til­gangi að þar gætu æft og leikið þeir leikmenn sem komnir voru upp úr yngri flokka starfinu, en spiluðu af ýmsum ástæðum ekki með meistaraflokki Aftureldingar. Á þriðja starfsári með þessu fyrirkomulagi breyttust forsendur tímabundið. Meistaraflokks­lið Aftureldingar féll niður um deild og í kjölfarið hættu nánast allir leikmennirnir eða fóru annað. Einungis þrír urðu eftir. Á sama tíma hafnaði öflugt lið Hvíta riddarans í þriðja sæti í þriðju deild. Um haustið fluttist því allt lið Hvíta riddarans í heilu lagi yfir í meistaraflokkslið Aftureldingar og skipar það að mestu hluta meistaraflokks lið félagsins sem leikur í 2. deild.

Á þeim tveimur árum sem liðin eru hefur Hvíti riddarinn átt virkilega erfitt uppdráttar, skipaður örfáum leikmönnum á meistaraflokksaldri en megin uppistaðan verið leikmenn úr 2. flokki. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið álag hefur verið á hluta af leikmönnum 2. flokks vegna þessa, en á móti kemur að

stór hluti þeirra hefur tekið gríðarlegum framförum á þessum tíma enda ungir leikmenn að leika gegn fullorðnum meistara­flokksmönnum í 3. deild og þannig vaxið af reynslu og dáð.

Í vetur hefur orðið breyting á. Fastur kjarni hörku leikmanna hefur sótt æfingar Hvíta riddarans og ljóst að breyttar og bættar forsendur verða fyrir þátttöku liðsins í 3. deildar keppninni. Færri 2. flokks strákar fá þar með að öllu óbreyttu fá tækifæri með liðinu en verið hefur.

Einstaklega ánægjulegt er að sjá hversu margir efnilegir ungir menn sem léku upp alla flokka með Aftureldingu, en hafa tekið sér mislangt frí, hafa tekið fram skóna á nýjan leik til þess að æfa og leika með Hvíta riddaranum. Það stefnir því í bráðskemmti legt sumar hjá Hvíta riddaranum.

Þjálfari er Bjarki Már Sverrisson. Honum til aðstoðar er Sigurbjartur Sigurjónsson. Formaður Knattspyrnufélagsins Hvíta riddarans er Kristján Sigurðsson.

Page 29: Elding 1. tlb

Grill nestiHáHolt 24 - s. 566-7273

beint í bílinn

áfram afturelding

verið velkomin

hamborgarar - pylsur - sælgæti - samlokur - ís - kaffi

kjúklingasalat - súpa í hádeginu - djúpsteikrur fiskur

Page 30: Elding 1. tlb

KjötbúðinGrensásvegi 48 - Sími 571 5511 - [email protected]

Geir Rúnar Birgisson, fyrrverandi fyrirliðiði knattspyrnuliðs Aftureldingar, á og rekur að margra mati ferskustu og bestu kjötbúð höfuðborgarsvæðisins – Kjötbúðina ­ sem er til húsa á Grensásvegi 48. Mosfellingar eru kvattir til að koma við hjá Geira í Kjötbúðinni. Óvíða er betra og ferskara úrval af nauta, ­ lamba­ og svínakjöti auk ýmissa rétta sem eru fljótlegir í matreiðslu. Hvort sem í upp­siglingu er hversdagsmáltíð eða veisla þá á fólk klárlega erindi í Kjötbúðina hjá Geira á Grensásvegi.Geiri segist sérhæfa sig í nautakjöti og víst er vart er hægt að komast í ferskara og girnilegra kjötborð en í Kjötbúðinni á Grensás vegi.Geiri, sem er kjötiðnaðarmaður, hefur rekið Kjötbúðina í tvö ár. Hann er Mosfellingum að góðu kunnu enda uppalinn í „sveit­inni“ og var lengi vel kjötiðnaðarmaður í Nóatúni í Mosfellsbæ og vann þar við glæsilegt kjötborð verslunarinnar. Hann er einn margra trausta bakhjarla knattspyrnufólks í Mosfellsbæ.

Ferskasta kjötmetið hjá Geira!

Page 31: Elding 1. tlb
Page 32: Elding 1. tlb