32
FJÖLNIR

Áfram Fjölnir!

  • Upload
    vankhue

  • View
    240

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Áfram Fjölnir!

FJÖLNIRKARFA 2014–2015

Page 2: Áfram Fjölnir!

Yngri landsliðKKÍ tilkynnti á dögunum æfingahópa fyrir landslið U15, U16 og U18. Barna og ung-lingstarfið hefur verið mjög gott hjá Fjölni síðustu árin og margir fengið tækifæri til að æfa og keppa með landsliðum Íslands. Það ánægjulega er að það fjölgar í þessum hópi með nýja valinu. Eftirtaldir unglingar voru valdir og óskum við þeim til hamingju með þennan áfanga. Í U15 hjá stúlkunum voru það Adriana Sandra Sæþórsdóttir og Kristín María Matthíasdóttir. Í U15 hjá stráku-num voru það Smári Sigurz, Daníel Bjarki Stefánsson, Arnar Geir Laufdal og Guðjón Ari Logason. Í U16 hjá strákunum voru það Sigmar Jóhann Bjarnason, Davíð Alexander H. Magnússon, Þórður Kristbergur Ingibjar-garson og Anton Guðmundsson. Í U18 hjá strákunum voru það Árni Elmar Hrafnsson og Bergþór Ægir Ríkharðsson.

Allir velkomnir í körfuKörfuknattleiksdeild Fjölnis telur um 300 iðkendur, sem æfa undir leiðsögn framúrskarandi þjálfara 2–7 sinnum í viku. Við hvetjum þá sem vilja prófa hvernig er að æfa körfubolta að kíkja á æfingatöfluna aftast í blaðinu, en þar er að finna æfingatíma allra flokka. Þjálfarar leggja sig fram um að taka sérstaklega vel á móti nýjum iðkend-um. Upplýsingar um þjálfara, netföng og símanúmer er einnig að finna á fjolnir.is/karfa. Auk þess erum við á facebook.com/fjolnirkarfa.

Haustblaði körfuknattleiksdeildar fylgt úr hlaðiHaustblað körfunnar er nú komið út. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóg og viljum við þakka öllum þeim sem unnið hafa að blaðinu kærlega fyrir aðstoðina. Jafnframt þökkum við auglýsendum og öðrum styrktaraðilum fyrir þeirra framlag til blaðsins og deildarinnar. Blaðinu er dreift í öll hús í Grafarvogi og Grafarholti og verður einnig aðgengilegt á heimaleikjum meistaraflokkanna á meðan birgðir endast.

Addú, Ægir, Hörður og Haukur í Dalhúsum í sumar.

Sumarstarfið

Adriana Sandra Sæþórsdóttir

Viðurkenningar voru veittar á uppskeruhátíð meistaraflokkanna s.l. vor: Ólafur Torfason, Garðar Svein-björnsson, Róbert Sigurðsson, Eyrún L. Sigurðardóttir, Erla Sif Kristinsdóttir, Erna M. Sveinsdóttir

Page 3: Áfram Fjölnir!

hluti af Bygma

HÚSASMIÐJANHÚSASMIÐJANSTYÐUR FJÖLNIBYGGINGAVÖRUVERSLUNIN Í ÞÍNU HVERFI

Page 4: Áfram Fjölnir!

Meistaraflokkur karla 2014–2015.

Meistaraflokkur karla er nú mættur aftur í deild þeirra bestu eftir eins árs veru í 1. deild. Liðið er mjög svipað upp byggt og það var í fyrra. Emil Þór, Páll Fannar og Andri Þór ákváðu allir að taka sér frí frá körfu í vetur en í staðin komu þrír uppaldir Fjölnis-menn til baka. Arnþór Freyr kom aftur eftir að hafa verið að spila á Spáni í eitt tímabil, Valur kom frá Ísafirði og Sindri Már kom frá Vængjum Júpíters. Strákarnir stóðu sig gríðarlega vel í Lengjubikarnum þar sem þeir komust alla leið í undanúrslit og eru jafnt og þétt að bæta sinn leik í Dominos-deildinni þar sem þeir eru komnir með tvo góða sigra á móti Skallagrími og Keflavík. Það verður því spennandi að fylgjast með strákunum það sem eftir er af tímabilinu og hvetjum við alla til að mæta á leiki hjá strákunum og styðja við bakið á þeim!

Hvernig metur þú tímabilið hingað til?Tímabilið hingað til hefur verið frekar brö-sugt. Eftir flott undirbúningstímabil hefur ekki gengið vel í deildinni og vorum við fyrir leikinn á móti KEF í neðsta sæti ásamt Skallagrímsmönnum. En eftir frábæran sigur á Keflavík lítur þetta strax mikið betur út erum við í raun 2 sigrum frá úrslita-keppnarsæti.

Hver eru markmið vetrarins og getum við náð þeim?Markmiðið var að komast í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar og komst eins langt og hægt er í bikarnum og þau markmið eru ennþá eitthvað sem við stefnum að.

Hvaða lið hefur komið þér mest á óvart í vetur?Það hljóta að vera Stólarnir. Þeir eru búnir að vera frábærir og í raun bara óheppnir að vera ekki efstir í deildinni.

Það er í rauninni enginn einn sem kemur á óvart margir ungir strákar sem eru að stíga upp og spila vel. Má kannski helst nefna lið eins og Hauka og Tindastól sem eru með marga unga uppalda stráka í stórum hlutverkum og eru þeir oft að draga vagninn fyrir sín lið.

Hver er að þínu mati munurinn á liðinu í sigur- og tapleikjum? Af hverju töpum við t.d. á móti ÍR heima, en vinnum Keflavík?3. leikhluti hefur alltaf verið vandamálið hjá okkur í vetur höfum verið að spila vel oft á tíðum en svo misst dampinn í 3. leikhluta og verið að elta þegar leikirnir eru að klárast. Á móti Keflavík vorum við líka að fá framlag frá fleirum leikmönnum og var liðið loksins að spila sem heild en ekki bara einn til tveir að draga vagninn.

Meistaraflokkur karlaLeikir meistaraflokks karla í Domino’s Deild 2013–2014

Leikir mfl.karla

Snæfell – Fjölnir 84 : 65 Fjölnir – Njarðvík 86 : 110Haukar – Fjölnir 87 : 76 Fjölnir – ÍR 75 : 81Skallagrímur – Fjölnir 110 : 113 Fjölnir – Tindastóll 80 : 98Stjarnan – Fjölnir 93 : 76Fjölnir – Keflavík 93 : 81Þór Þ. – Fjölnir 108 : 85Fjölnir – Grindavík 91 : 97KR – Fjölnir 18. des.Fjölnir – Snæfell 9. jan.Njarðvík – Fjölnir 15. jan.Fjölnir – Haukar 22. jan.ÍR – Fjölnir 29. jan.Fjölnir – Skallagrímur 6. feb.Tindastóll – Fjölnir 12. feb.Fjölnir – Stjarnan 16. feb.Keflavík – Fjölnir 27. feb.Fjölnir – Þór Þ. 6. mar.Grindavík – Fjölnir 8. mar.Fjölnir – KR 12. mar.

Page 5: Áfram Fjölnir!

Alexander Hafþórsson f. 1995 – 192 cm

Arnþór F. Guðmundsson f. 1991 – 187 cm

Árni Elmar Hrafnsson f. 1998 – 186 cm

Bergþór Ríkharðsson f. 1997 – 194 cm

Davíð Ingi Bustion f. 1992 – 192 cm

Da'Ron Lee Sims f. 1987 – 192 cm

Garðar Sveinbjörnsson f. 1987 – 192 cm

Helgi H. Halldórsson f. 1983 – 198 cm

Ólafur Torfason f. 1987 – 194 cm

Guðjón Á. Guðjónsson f. 1995 – 198 cm

Róbert Sigurðsson f. 1994 – 180 cm

Smári Hrafnsson f. 1993 – 183 cm

Þorgeir Freyr Gíslason f. 1995 – 188 cm

Hjalti Vilhjálmsson þjálfari

David Patchell aðstoðarþjálfari

Hreiðar Vilhjálmsson f. 1995 – 190 cm

Sindri Már Kárason f. 1989 – 205 cm

Valur Sigurðsson f. 1988 – 180 cm

Þorri Arnarsson f. 1995 – 184 cm

Page 6: Áfram Fjölnir!

Meistaraflokkur kvenna hefur tekið þó nokkrum breytingum frá því á síðasta tíma-bili. Erna María fór í skiptinám til Banda-ríkjanna, Kristín Halla fór aftur í Tindastól og þá ákváðu Dagbjört, Hrund, Eyrún, Ragnheiður og Brynja að vera ekki með í vetur. Þrátt fyrir að hafa misst svona marga leikmenn þá hefur meistaraflokkur kvenna aldrei verið jafn fjölmennur og hann er nú. Tólf stelpur úr stúlkna- og unglingaflokk æfa nú með meistaraflokki og þá kom Heiðrún Harpa aftur í Fjölni eftir eins árs fjarveru. Gréta María ákvað að taka slaginn með okkur í vetur og Telma Sif tók skónna aftur fram.

Stelpurnar hafa spilað fjóra leiki í 1. deildinni í vetur og náð tveimur sigrum í þessum leikjum. Mikill stígandi er hjá liðinu og verður gaman að sjá framhaldið. Liðið á einn leik eftir fyrir áramót og spilar svo sjö leiki eftir áramót. Að sjálfsögðu hvetjum við alla til að mæta og horfa á stelpurnar spila.

Við spurðum Pétur Már Sigurðsson þjálf-ara nokkurra spurninga:

Hvernig finnst þér tímabilið búið að ganga hingað til?Tímabilið hefur gengið misjafnlega. Við

byrjuðum vel og náðum góðum úrslitum í Lengjubikar og var mikill stígandi í liðinu. Síðan misstum við leikmenn í meiðsli og veikindi og töpuðum fyrstu leikjunum í Íslandsmótinu. Liðið er að skríða saman aftur og er að komast í fínt form. Vonandi getum við fylgt eftir góðum sigri á Þór Akureyri (sem var 29. nóvember síðast-liðinn).

Hvernig er hópurinn að ná að saman?Það eru miklar mannabreytingar síðan í fyrra og komu mikið af unglingaflokks-stelpunum í meistarflokkinn. Einnig hafa leikmenn frá síðasta ári ákveðið að stíga til hliðar. Þetta er góð blanda af ungum og efnilegum leikmönnum í bland við nokkra reynslubolta. Þessi blanda gengur vonum framar og er liðið í stöðugum framförum.

Hvernig lýst þér á restina af tímabilinu?Mér líst vel á framhaldið. Ef að leikmenn eru tilbúnar að leggja á sig vinnu og sýna metnað þá eru þetta lið öllum vegir færir. Liðið er í stöðugum framförum og nægir leikir eftir til að sanna getu liðsins.

Meistaraflokkur kvennaLeikir meistaraflokks kvenna í 1. deild 2014–2015

Leikir – mfl. kvenna

Stjarnan – Fjölnir 87 : 66

Fjölnir – FSu/Hrunamenn 69 : 65

Fjölnir – Njarðvík 57 : 88

Fjölnir – Þór Ak. 93 : 65

KFÍ – Fjölnir 58 : 48

Fjölnir – Stjarnan 10. jan.

Fjölnir – Tindastóll 24. jan.

FSu/Hrunamenn – Fjölnir 8. feb.

Njarðvík – Fjölnir 24. feb.

Þór Ak. – Fjölnir 14. mar.

Tindastóll – Fjölnir 15. mar.

Fjölnir – KFÍ 21. mar.

Page 7: Áfram Fjölnir!

Aníka L. Hjálmarsdóttir 1997 – 182 cm

Elísa Birgisdóttir 1996 – 158 cm

Erla Sif Kristinsdóttir 1989 – 167 cm

Fanney Ragnarsdóttir 1996 – 170 cm

Gréta M. Grétarsdóttir 1980 – 173 cm

Halla M. Ástvaldsdóttir 1998 – 168 cm

Hanna M. Ástvaldsdóttir 1998 – 171 cm

Sigrún A. Ragnarsdóttir 1992 – 164 cm

Heiðrún H. Ríkharðsdóttir 1992 – 173 cm

Sigrún Elísa Gylfadóttir 1996 – 173 cm

Karen E. Guðmundsdóttir 1998 – 170 cm

Snæfríður B. Einarsdóttir 1997 – 170 cm

Katla Marín Stefánsdóttir1996 – 170 cm

Telma María Jónsdóttir1992 – 171 cm

Margrét Eiríksdóttir1996 – 170 cm

Telma Sif Reynisdóttir1994 – 170 cm

Moné Peoples1989 – 173 cm

Þórunn B. Bjarnadóttir1996 – 182 cm

Pétur Már Sigurðssonþjálfari

Hugbúnaður

Page 8: Áfram Fjölnir!

Þegar Gréta María Grétarsdóttir var rúmlega tvítug var hún ein af bestu

leikmönnum úrvals-deildarinnar. Hún var

lykilmaður í liði KR sem varð Íslands- og bikarmeistari tvö

ár í röð, 2001 og 2002, auk þess að spila stórt hlutverk í

landsliðinu.

Þegar skoðuð er tölfræði frá þessum tíma er ótrúlegt að sjá hversu ofarlega Gréta kemst á alla lista. Hún var með þeim efstu í stigaskorun, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og skotnýtingu. Þessi fjöl-hæfni er einmitt það sem ennþá einkennir leik Grétu Maríu, sem nýlega dró fram skóna að nýju og kemur nú með gæði og reynslu inní hið unga Fjölnislið sem stendur í stórræðum í 1. deildinni í vetur. Fjölnis-blaðið ræddi við Grétu Maríu um gömlu tímana og stöðuna hjá Fjölni í dag.

Þú byrjaðir körfuboltaferilinn í ÍR. Hvað varð til þess að þú valdir körfubolta og hversu gömul varstu þegar þú byrjaðir? ÍR var með körfuboltamót milli skóla í Breiðholti þegar ég var 11 ára og var öllum velkomið að mæta á æfingar fyrir mótið. Við mættum á æfingar nokkrar stelpur úr Seljaskóla. Mótið var mjög skemmtilegt og í kjölfarið byrjuðum við nokkrar úr Seljaskóla að æfa og héldum hópinn upp alla yngri flokkana.

Hvers vegna skiptir þú síðar yfir í KR? Einna helst til að fá nýja áskorun og verða betri í körfu. Það voru mjög margar lands-liðskonur í KR og mjög mikil og skemmtileg samkeppni á æfingu.

Þú varst ung fyrir meiðslum. Getur þú sagt frá því? Já ég sleit aftara krossband í leik við Grindavík. Það var ekki gerð aðgerð á aftara krossbandi hér heima á þeim tíma og hefði ég þurft að fara út í aðgerð. Ég sneri mér því að fullu að þjálfun og þjálfaði meistara-flokkinn hjá KR í 2 tímabil eftir þetta eða þangað til að ég fór út í framhaldsnám.

Þegar maður sér þig spila er áberandi hversu góð þú ert í grunnatriðum og hversu góðan leikskilning þú hefur. Er það þjálfuninni sem þú fékkst að þakka eða er það eitthvað sem þú tileinkaðir þér sjálf? Held að það sé sitt af hvoru. Faðir körfunnar

hjá ÍR, Einar Ólafsson þjálfaði mig fyrstu árin. Einar lagði mjög mikla áherslu á grunnatriðin og síðan hélt maður áfram að byggja ofan á það og ef ég var með þjálfara sem voru e.t.v. ekki að vinna mikið í grunn-atriðum þá gerði ég það sjálf. Varðandi leik-skilninginn þá held ég að sumir séu á ein-hvern hátt meira „með þetta“ en aðrir. Það þýðir samt ekki að maður vinni ekki í að auka leikskilninginn. Það er t.d. mikilvægt að vita hvernig allir í þínu liði eru að hreyfa sig inni á vellinum í kerfinu sem þið spilið því þá veistu hvar sendingar möguleikar eru. Það er því mikilvægt að kunna kerfin í öllum stöðum þrátt fyrir að spila þær ekki allar.

Hvaða fyrirmyndir hafðir þú sem ungur leik-maður? Ég horfði mikið á NBA og mínir uppáhalds-leikmenn voru Michael Jordan og Clyde Drexler.

Hvað finnst þér hafa breyst mest í körfubolt-anum frá því þú komst inn í úrvalsdeildina sem ungur leikmaður fyrir um 15 árum? Það hefur nánast allt breyst. Leikmenn eru mun betur þjálfaðir og meiri metnaður í þjálfun. Leikurinn er einnig orðinn hraðari en áður þar sem skotklukkan er styttri.

Nú eruð þið að spila í 1. deildinni. Hvað þarf til þess að Fjölnir öðlist aftur sterkt úrvalsdeild-arlið? Það tekur mörg ár að byggja upp stöðugt yngriflokka starf þannig að það þarf þolin-mæði til. Mikilvægt er á hverju hausti að ná inn góðum fjölda í yngri flokkana og hafa góða þjálfara. Að lokum mun þetta skila sér en það tekur tíma.

Þegar þetta er skrifað eruð þið 2-2 eftir fjóra leiki. Hvernig líst þér á framhaldið?Mjög vel. Hluti af hópnum eru öflugar ungar stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref í m.fl. og eiga eftir verða lykil leikmenn á næstu árum. Þær hafa vaxið mjög mikið frá

Þær eiga eftir verða lykil leikmenn

Page 9: Áfram Fjölnir!

því í haust og eiga eftir að fá meiri ábyrgð eftir því sem líður á veturinn. Við tökum einn leik fyrir í einu og erum ekkert að hugsa um stöðuna í deildinni. Ef við mætum í okkar leiki að fullum krafti þá er ég bjart-sýn á góða útkomu í lok tímabils.

Þú hefur reynslu að þjálfun í úrvalsdeild bæði hjá Fjölni og KR. Er það eitthvað sem þú kemur til með að gera meira af í framtíðinni? Já mér finnst mjög gaman að þjálfa og gæti vel hugsað mér að byrja að þjálfa aftur yngri flokka.

Hvað er mikilvægast fyrir unga leikmenn sem vilja ná árangri í körfubolta? Skilja að ef maður ætlar að ná langt þá þarf að leggja á sig. Ekki gleyma að vinna í þeim þáttum sem maður er ekki sterkur í því erfitt er að stoppa fjölhæfa leikmenn. Síðan að æfa, æfa og æfa.

Hvað fannst þér skemmtilegast þegar þú varst í yngri flokkum? Mér fannst mjög gaman að æfa og sjá að ef maður lagði hart að sér þá skilaði það sér á næsta móti. En félagsskapurinn var ekki síður mikilvægur og það að geta verið að gera það sem manni finnst skemmtilegt með vinum sínum er ómetanlegt.

Þegar þú lítur tilbaka á körfuboltaferilinn sem leikmaður og þjálfari, hvað er það sem stend-ur uppúr? Held að það sé þegar ég varð Íslandsmeist-ari með KR 2002, besta tímabilið mitt og það seinasta áður en ég meiddist. Við vorum með mjög gott lið og vorum í úrslitakeppn-inni ekki að spila neitt sérstaklega vel. En þrátt fyrir það þá höfðum við alltaf trú á því að við myndum vinna og komum alltaf til baka í leikjum þrátt fyrir að vera undir og oft á mjög dramatískan hátt.

Page 10: Áfram Fjölnir!

Það er heldur óvenjulegt að sjá Fjölnislið án Arnþórs

Freys Guðmundssonar, en þannig var það á síðustu leiktíð. Arnþór hafði lagt land undir fót og haldið í

sólina á Spáni þar sem hann spilaði með Albacete Basket. Nú er þessi 23 ára

leikmaður kominn aftur í Fjölnisbúninginn og hefur

verið einn af mikilvægustu mönnum liðsins það sem af

er vetri. Í stuttu viðtali segir Arnþór meðal annars

frá Spánardvölinni.

Hvernig stóð á því að þú fórst til Spánar?Ég hef reglulega verið í sambandi við Pete Strobl sem spilaði nokkra leiki fyrir Fjölni árið 2008 en hann kom mér í samband við spænskan umboðsmann sem bauð mér að koma og spila í Eurobasket Summer League í Madríd sumarið 2013. Eftir það sýndu nokkur lið mér áhuga og á endanum ákvað ég að fara til Albacete og ég sé svo sannarlega ekki eftir því í dag.

Voru allir hinir í liðinu Spánverjar?Nei við komum víðsvegar að úr heiminum; Íslandi, Senegal, Kúbu, Argentínu, tveir frá Bandaríkjunum og restin voru svo Spán-verjar.

Hvernig var stemmingin á leikjunum ykkar?Það var mjög misjafnt eftir því hvar maður var að spila. Stundum voru 50 manns í stúkunni og manni leið eins og maður væri að spila æfingaleik. Stuðningsmennirnir á

okkar heimaleikjum voru samt magnaðir og maður hlakkaði ávallt til þess að spila þar. Áhorfendum fjölgaði með hverjum leik og meiri stemming með trommum og lúðrum myndaðist eftir því sem leið á tímabilið vegna þess hversu vel liðinu gekk. Það komust t.d. færri að en vildu þegar við lékum á móti Real Madríd á heimavelli fyrir framan hátt í 3000 manns sem var algjörlega mögnuð upplifun þar sem maður heyrði ekki í sjálfum sér inni á vellinum.

Hvað er það besta og versta við að búa á Spáni?Það besta var klárlega að maður gat ein-beitt sér alveg að körfubolta, æft 2–3 sinnum á dag með þjálfara og við góðar aðstæður. Svo var ekki hægt að kvarta undan veðrinu þar sem maður gat farið út úr húsi léttklæddur nánast á hverjum degi. Það var ekkert slæmt við að búa úti á Spáni fyrir utan það kannski hvað fjölskylda og vinir voru langt í burtu og það kom fyrir að maður fékk leið á að vera mikið einn.

Hver er helsti munurinn á að spila þar og hér á Íslandi hvað leikskipulag varðar?Leikskipulagið var að mörgu leyti ólíkt því sem ég hafði upplifað á Íslandi og margir hlutir sem ég hafði aldrei heyrt um eða séð áður og tók því tíma að venjast. Leik-mennirnir úti spiluðu mikinn liðsbolta og boltavinnan var mjög öguð og markviss og því dreifðist stigaskorið mikið á milli manna. Varnarleikurinn var mjög stífur og aggresívur. Menn fengu sjaldan frið þegar þeir voru með boltann í höndunum og það var sjaldan sem að leikstjórnandi gat komið boltanum yfir miðju án þess að hafa mikla og ákafa pressu á sér.

Oft virðist vera áherslumunur í dómgæslu á milli landa. Var eitthvað sérstakt sem þú þurftir að passa þig á?Það var kannski ekki mikill munur en helsta sem ég varð var við voru einkenni-legir skrefadómar sem ég var ekki vanur hérna heima. Flestir erlendir leikmenn sem höfðu ekki spilað þarna áður lentu reyndar í vandræðum með þetta. Maður þurfti að muna að stinga boltanum strax í gólfið ef maður greip hann á ferð án þess að taka

Fyrst og fremst að hafa gaman

Page 11: Áfram Fjölnir!

þetta auka skref, auk þess sem ég fékk alltaf skref á mig þegar ég tók snúning að körfunni en ég hef ekki ennþá áttað mig á því eða fengið svör við af hverju það var ekki leyft.

Spánverjar eru alræmdir fyrir lélega ensku-kunnáttu. Hvernig gekk að hafa samskipti við samherjana og annað fólk í daglegu lífi?Það gekk ákaflega vel miðað við aðstæður þar sem ég kunni ekki stakt orð í spænsku þegar ég kom út og tjáði mig nánast með táknmáli fyrstu vikurnar en ég var fljótur að komast inn í tungumálið enda einungis töluð spænska á öllum æfingum og í kring-um mann. Ég hafði mjög gaman að því hvað fólk allsstaðar var tilbúið að hjálpa manni þegar maður var að segja eitthvað vitlaust í tungumálinu að leiðrétta mann hvort sem það var þegar maður var að versla í matinn eða jafnvel tala við dómara í leikjum en það hjálpaði mér helling.

Hvað lærðir þú á þessu ári á Spáni sem nýtist þér best hérna heima?Ég þroskaðist mikið sem einstaklingur á að fara þarna út og þurfa sjá um mig alveg sjálfur. Þetta var mögnuð lífsreynsla í umhverfi sem ég var ekki vanur. Ég lærði mikið nýtt körfuboltalega og sá margar nýjar hliðar á leiknum.

Hoppum þá inn í nútímann. Hverjir eru helstu styrkleikar Fjölnisliðsins í vetur?Helstu styrkleikar okkar er að við erum með gott varnarlið og keyrum hratt upp völlinn til þess að fá auðveldar körfur. Við erum með mikið af fjölhæfum og duglegum leik-mönnum sem leggja mikið á sig. Það hefur ekki gengið sem skildi ennþá en við vinnum stöðugt í að bæta okkar leik á hverjum degi til að þetta smelli hjá okkur.

Undirbýrð þú þig á sérstakan hátt fyrir leiki?Ég tek aldrei æfingu á morgnana á leikdegi, en ég borða eitthvað hollt og reyni að hugsa ekki of mikið um leikinn sjálfan, þó það sé oft erfitt. Ég hugleiði einnig stuttu fyrir leik þar sem ég fer yfir það leikplan sem er búið að setja upp fyrir leikinn og sé sjálfan mig fyrir mér á vellinum.

Á hvaða útivelli finnst þér best að spila?Gaman að spila á mörgum útivöllum en það er alltaf stemming þegar maður kemur í Borgarnes.

Hver er eftirminnilegasti sigurinn með meist-araflokki Fjölnis í gegnum tíðina?Það koma nokkrir sigrar til greina en ætli það sé ekki þegar við unnum Tindastól árið 2012 með sigurkörfu í Dalhúsum á síðustu

sekúndu sem Tómas Heiðar setti langt fyrir utan þriggja stiga línuna og allir gjörsam-lega trylltust.

Hvernig er 5 manna byrjunarlið af útlending-um sem hafa spilað með Fjölni?Karlton Mims, Jeb Ivey, Nathan Walkup, Darrell Flake og Brandon Brown.

Nú ert þú að þjálfa 9. flokk stráka hjá Fjölni. Hvað er erfiðast og skemmtilegast við að þjálfa?Mér finnst virklega skemmtilegt og gefandi að þjálfa. Sérstaklega að prófa sig áfram með sínar eigin hugmyndir út frá öllu því sem maður hefur lært í gegnum tíðina hjá hinum ýmsu þjálfurum sem maður hefur haft, þar sem áherslur hafa verið mis-munandi. Það sem gefur mér mest í þessu er að sjá framfarir hjá leikmönnum sem maður hefur verið að vinna með og sjá þá

vonandi fara ennþá lengra í framtíðinni. Ég hef ekki upplifað neitt erfitt í þjálfuninni ennþá. Ég myndi lýsa þessu sem fjölbreyttu og krefjandi starfi.

Hvað er mikilvægast fyrir unga leikmenn að hafa í huga?Fyrst og fremst að hafa gaman, hugsa vel um líkamann og ekki missa trú á sér þó svo það gangi ekki alltaf allt upp.

Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að æfa og hver var þjálfarinn þinn?Ég byrjaði þegar ég var 6 ára að æfa hjá Ragga Torfa í Engjaskóla.

Hvað er það sem stendur upp úr þegar þú hugsar um þín ár í yngri flokkum Fjölnis?Allir titlarnir sem við unnum í 91 árgang-inum ásamt öllum strákum sem maður kynntist í gegnum alla yngri flokkana.

Hver er eftirminnilegasti leikur þinn með yngri flokkum Fjölnis?Ætli það sé ekki þegar við vorum á yngra ári í drengjaflokki og unnum KR mjög óvænt með 40 stigum í úrslitaleik í Íslandsmóti á þeirra heimavelli en þeir voru með svaka-lega öflugt lið á þeim tíma. Þarna tryggðum við okkur sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð.

Page 12: Áfram Fjölnir!

Einar Hansberg – þjálfari ársins hjá Fjölni tímabilið 2013–14

Einar Hansberg er þjálfari minnibolta 10 ára og minnibolta 11 ára drengja. Hann er búinn að standa sig afar vel undanfarin ár sem þjálfari og hefur verið mjög vel liðinn af foreldrum og iðkendum. Síðastliðið vor var Einar valinn þjálfari ársins á lokahófi yngri flokka og er hann vel að þeirri nafnbót kominn.

Einar er uppalinn á Hvammstanga og byrjaði sinn körfuboltaferil þar með „stórliði Kormáks“ eins og hann sjálfur tekur til orða. Hann var hluti af Fjölnisliðinu sem fór upp í úrvalsdeild í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2004, en síðustu ár hefur hann spilað með Leikni í annarri deildinni. Unnusta Einars er Ásgerður Arna Sófusdóttir og eiga þau þrjú börn, Sófus Kára 5 ára, Örnu Maren 3 ára og Bríeti Alexöndru 5 mánaða.

Hvenær byrjaðir þú í þjálfun og af hverju? Ég byrjaði að þjálfa hjá Fjölni 2009. Ég var búinn að vera lengi á leiðinni að byrja. Árið 2009 var ég svo að læra Íþróttafræði í HR og ákvað að það væri rétti tímapunkturinn.

Hverjar eru þínar áherslur í þjálfun? Ég legg mikið upp úr því að vera aðgengilegur mínum iðkendum og að samskiptin okkar séu heiðarleg, einlæg og á uppbyggilegum nótum. Með því tel ég að það skapist þægilegt og óþvingað umhverfi fyrir þá til að æfa í. Ég vil að þeim líði vel á æfingum. Að þeir geti mætt á æfingu óhræddir við að gera mistök og þar af leiðandi opnir fyrir öllum áskorunum. Ef að þessir hlutir eru í réttum farveg er grunnurinn sterkur og því auðvelt að byggja ofan á.

Hvað eru margir að æfa hjá þér? Ég er að þjálfa 2004 og 2003 árgangana hjá strákunum. Það eru tíu að æfa í 2004 og 18 í 2003, eða 28 allt í allt.

Hvað ertu helst að kenna krökkunum? Ég reyni að kenna eins vel og ég get alla grunnþætti körfuboltans. Knattrak, sniðskot, send-ingar og skot svo ég nefni eitthvað. Ég legg mikla áherslu á knattrak í hinum ýmsu útfærslum. Ef krakkar ná valdi á knattrakinu verður allt annað svo auðvelt og sjálfstraustið eykst. Svo er ég að kenna þeim grunnatriði í sóknar- og varnarleik og hvernig liðsheild virkar í hinum ýmsu aðstæðum sem geta komið upp.

Eru krakkarnir áhugasamir? Já virkilega og þeir eru alltaf til í að læra eitthvað nýtt. Það eru bara forréttindi fyrir mig að fá að þjálfa þessa stráka. Ég læri ekki síður af þeim en þeir af mér. Það er fegurðin við þetta starf.

Hver eru helstu verkefni vetrarins og hvernig hefur gengið hingað-til? Við erum að taka þátt í fyrsta skipti á Íslandsmóti. Við sendum tvö lið til leiks sem byrjuðu þó í ólíkum riðlum. Það hefur gengið ágætlega hjá báðum liðum og ég er virkilega stoltur af þessum strákum. Ég sé framfarir hjá þeim í hverjum leik. En auðvitað koma leikir þar sem hlutirnir ganga bara ekki alveg upp. Það er bara þannig. En þeir halda alltaf áfram og eru sér og félaginu til mikils sóma.

Forréttindi fyrir mig að fá að þjálfa þessa stráka

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Grænt leigusamband Reita er samstarf um vistvænan rekstur atvinnuhúsnæðis.

Körfuknattleiksdeild Fjölnis býður upp á þá þjónustu að sækja jólatré upp að dyrum dagana 8.–10. janúar 2015 gegn vægu gjaldi. Boðið er upp á að sækja í Grafarvog, Grafarholt og Bryggjuhverfi. Hirðingin kostar einungis 1.500 kr. og er hægt að panta hirðingu með því að senda póst á [email protected] þar sem koma þarf fram nafn, heimilisfang (íbúðarnúmer ef við á) og símanúmer.

Hirðing jólatrjáa

Page 13: Áfram Fjölnir!

Kringlan 4–12Kringlan 4–12 103 Reykjavík103 Reykjavík www.reitir.iswww.reitir.is 575 9000 575 9000

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Reitir fasteignafélag býður viðskiptavinum sínum upp á grænt leigu-Reitir fasteignafélag býður viðskiptavinum sínum upp á grænt leigu-samband. Með grænu leigusambandi hjálpum við þér að breyta samband. Með grænu leigusambandi hjálpum við þér að breyta atvinnuhúsnæðinu þínu í vistvænan vinnustað.atvinnuhúsnæðinu þínu í vistvænan vinnustað.

Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins á sviði útleigu atvinnu-Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins á sviði útleigu atvinnu-húsnæðis húsnæðis með yfir 130 eignir til leigu um allt land. Markmið okkar með yfir 130 eignir til leigu um allt land. Markmið okkar er að vera leiðandi er að vera leiðandi í mótun umhverfisvitundar í íslensku atvinnulífi. í mótun umhverfisvitundar í íslensku atvinnulífi.

Kynntu þér græna reiti á reitir.is.Kynntu þér græna reiti á reitir.is.

Grænt umhverfiGrænt umhverfifyrir þitt fyrirtækifyrir þitt fyrirtæki

Grænt leigusamband Reita er samstarf um vistvænan rekstur atvinnuhúsnæðis.

Grænt leigusamband Reita Grænt leigusamband Reita

Page 14: Áfram Fjölnir!

Flestir leikmenn sem halda frá Íslandi í háskólakörfubolta eða atvinnumennsku eiga það sameiginlegt að hafa spilað í nokkur ár með ungmennalandsliðum og jafnvel lands-liði Íslands. Því er það eftirtektarvert þegar leikmaður sem ekki hefur fengið slíkan með-byr, fær tilboð um að fara út fyrir landstein-ana til að spila körfubolta. Fjölnismaðurinn Gunnar Ólafsson er slíkur leikmaður.

Eftir að hafa alist upp í yngri flokkum Fjölnis og hafið meistaraflokksferilinn með félaginu spilaði Gunnar einn vetur með Keflavík áður en hann hélt til Brooklyn í New York þar sem hann spilar með St. Francis háskólanum. Sannarlega merki-legur áfangi hjá þessum vinnusama leik-manni. Það má kannski orða það þannig að

Gunnar hafi farið sundlaugarmegin út úr Dalhúsum og Krýsuvíkurleiðina út á flugvöll á leið sinni til Bandaríkjanna. Fjölnisblaðið tók tal af Gunnari til að forvitnast um hagi hans í stórborginni frægu.

Hvernig atvikaðist það að þú fórst til St. Francis?Þetta fór aðallega í gegnum Andy Johnston, þjálfarann minn hjá Keflavík í fyrra. Hann var aðstoðarþjálfari hjá St. Francis fyrir nokkrum árum.

Hvernig kanntu við háskólalífið í Bandaríkjun-um?Ég kann mjög vel við þetta. Þetta er mikil keyrsla í bæði skóla og körfu, en það er bara gaman að hafa nóg að gera.

Hversu vel undirbúinn varstu fyrir amerískan körfubolta og hvernig hefur þú þurft að aðlagast?Ég tel mig vera ágætlega undirbúinn. Þetta er miklu meira „physical“ hérna úti og ég hef aðallega þurft að venjast þvi ásamt varnaleiknum.

Getur þú lýst venjulegum virkum degi?Fer í tíma á morgnanna. Svo fær maður sér

eina „morning bagel“. Lyftum og æfum í hádeginu. Skotæfing um fimm leytið. Ísbað. Matur. Svo lærir maður heima eða slakar á, á kvöldin.

Hvers konar nám stundar þú með körfubolt-anum?Business and management.

Hver er munur á þjálfun í Bandaríkjunum og á Íslandi?Miklu strangari þjálfun hér. Flest lið eru með 2–3 aðstoðarþjálfara, sem eru duglegir að öskra á mann.

Hvernig er leikstíll St. Francis?Aggressívir varnarlega. Pressum mikið. Við spilum hratt og skjótum mikið af þristum.

Hvaðan eru hinir strákarnir í liðinu?Flestir eru frá NY og nágrenni, en við fáum annan Íslending (Dag Kár Jónsson, Stjörnu-mann) og einn Serba á næsta ári !

Hvernig gengi er ykkur spáð í vetur?Okkur er spáð fyrsta sæti í okkar deild, Northeast Conference (NEC).

Nærðu að fylgjast með íslenskum körfubolta og ertu í sambandi við gömlu félagana úr Fjölni?Já ég fylgist með stattinu í ýmsum leikjum. Reyni að halda sambandi við sem flesta. Tala oft við stórskyttuna, þjálfarann og vin minn Smára Hrafnsson.

Hver er eftirminnilegasti leikur þinn með Fjölni?Þegar ég fékk fyrsta meistaraflokks-startið á móti Val 2012, þegar Örvar var að þjálfa okkur. Svo eru margir drengja- og unglinga-flokksleikir eftirminnilegir líka.

Hvað var skemmtilegast í yngri flokkunum?Að æfa í Rimaskóla og kvöldvökurnar hans Ragga Torfa á Hópbíla/Sambíómótunum! (Úllabalabbalei!)

Ertu búinn að kenna samherjum þínum ein-hver falleg orð á íslensku?Ég er aðeins byrjaður að kenna þeim. Núna er „gamli“ og „sjomli“ mjög vinsælt.

Hverju þakkar þú þann árangur að vera orðinn leikmaður í 1. deildarskóla í Bandaríkjunum?Ég þakka aukaæfingunum og ákveðninni í að ná markmiðum mínum. Svo er ég líka þakklátur fyrir samböndin sem hjálpuðu mér að komast hingað.

Úllabalabbalei!

SPÖNGIN INN

BURRITOER ALLTAF

Í BYRJUNARLIÐINU

SERRANO KEMUR FERSKUR INN Í SPÖNGINNI

www.postur.is

PAKKINN ÞINN

Komdu jólapökkunum til okkar og við komum þeim í réttar hendur hratt og örugglega.

er í traustum höndum

HV

ÍTA

SIÐ

/ SÍA

– 1

4–

25

18

Page 15: Áfram Fjölnir!

www.postur.is

PAKKINN ÞINN

Komdu jólapökkunum til okkar og við komum þeim í réttar hendur hratt og örugglega.

er í traustum höndum

HV

ÍTA

SIÐ

/ SÍA

– 1

4–

25

18

Page 16: Áfram Fjölnir!

Þegar Haukur Pálsson fetaði í fótspor bræðra sinna,

Magnúsar og Tryggva og hóf að stunda körfubolta í Fjölni,

kom fljótlega í ljós að hann gæti náð langt. Haukur vakti

athygli hér heima og með tímanum líka erlendis. 22 ára gamall er hann nú að

hefja sitt 6. tímabil á erlendri grundu en hann

spilar í vetur með LF Basket í Svíþjóð undir leiðsögn

Peter Öqvist fyrrverandi landsliðsþjálfara.

Við höfum verið svo heppin að hafa átt mörg tækifæri til að sjá Hauk á körfuboltavell-inum undanfarin ár þar sem hann hefur verið lykilmaður í landsliðinu, sem náði nýlega þeim ótrúlega áfanga að tryggja sér sæti á lokamóti EM 2015.

Við náðum í Hauk og spjölluðum við hann um ferilinn, landsliðið, yngri flokkana og fleira.

Ferillinn síðustu ár:2009–2010 Montverde Academy (USA) 2010–2011 Maryland (USA)2011–2012 Manresa (Spánn)2012–2013 Manresa (Spánn)

2013–2014 CB Breogán (Spánn)2014–2015 LF Basket (Svíþjóð)

Eins og sést á listanum hér fyrir ofan hefur þú verið á þó nokkru flakki síðustu ár. Getur þú sagt örstutt hvað einkennir körfuboltann í hverju landi fyrir sig? Í Bandaríkjunum var þetta mjög physical og hraður leikur, mikið af íþróttamönnum, mest farið „1 á 1“ og leitað af stjörnunni í liðinu. Á Spáni mikil taktík og mikið af klárum hæfileikaríkum strákum og mikið pælt í öllu varnarlega og sóknarlega. Mikill liðsbolti. Í Svíþjóð er þetta líkara Ameríku heldur en Spáni. Meira leitað að stjörnunum í liðinu. Hraður leikur og skotið mikið.

Varstu lengi að aðlagast lífinu í Luleå í Norð-ur-Svíþjóð eftir að hafa verið 3 ár á Spáni? Já, og ég er ennþá að því. Það er hrikalega kalt hér og verður allt að –40 gráður. Það er nú þegar orðið dimmt um 14:30. Annars er þetta hrikalega öðruvísi en Spánn og það er bara skemmtilegt.

Hvernig myndirðu lýsa Luleå í nokkrum orðum? Kalt, dimmt, og notalegt.

Buðu Ægir og Nat-vélin þér í vöfflur eftir leik-inn í Sundsvall í síðasta mánuði? Nei það gerðu þeir ekki! Við fórum hins-vegar allir Íslendingarnir saman út að borða og daginn eftir bauð Hlynur Bærings okkur öllum heim til sín í lambalæri og ís! Gest-risnin var í toppstandi hjá honum.

Kanntu núna sænsku og spænsku eða fer mest fram á ensku í körfuboltaheiminum? Satt að segja þá fer mest allt fram á ensku en ég er orðinn frekar sleipur í spænskuni og kann hana svona mestmegnis en sænsk-an kemur hægt og rólega.

Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að spila landsleiki fyrir Ísland? Mikill heiður fyrst og fremst að spila fyrir þjóðina sína. Líka gaman að fá að spila með mönnum sem maður horfði upp til þegar maður var yngri t.d. Jóni Arnóri, Jakob, Loga, og Hlyn.

Hvað er lykillinn að velgengni landsliðsins? Margt sem kemur til greina eins og viljinn til að vinna, baráttan, og trúin á að við getum unnið öll þessi lið sem við höfum spilað á móti. Annars ef ég ætti að segja eitt orð þá er það mórallinn í liðinu. Okkur líkar við hvorn annan og allir eru á sömu blaðsíðu þegar það kemur að því að spila.

Hefurðu einhverja óskamótherja á EM? Í sannleika sagt nei. Þetta eru frábærar þjóðir og það yrði spennandi og krefjandi að spila á móti þeim öllum.

Með alla þessa reynslu sem þú hefur öðlast í gegnum körfubolta síðustu ár, er eitthvað sem stendur uppúr? Það er svo mikið sem maður getur tekið en einhvað sem stendur uppúr verð ég eigilega að segja fólkið sem maður kynnist. Mikið af mismunandi karakterum sem maður hefur

Beint úr vélinni á Bæjarins Beztu!

Page 17: Áfram Fjölnir!

kynnst og leikmönnum sem maður lærir eitthvað frá. Annað er vináttan sem hefur myndast á milli mín og annara leikmanna héðan og þaðan úr heiminum.

Nærðu að fylgjast með íslenskum körfubolta og ertu í sambandi við gömlu félagana úr Fjölni? Ég get ekki sagt ég sé sá besti að horfa á leiki en ég fylgist með hverjir unnu hverja og svona. Ég reyni samt að haldi sambandi við gömlu félagana.

Hver er eftirminnilegasti leikur þinn með Fjölni?Núna er orðið þokkalega langt síðan ég spilaði leik með Fjölni en verður maður ekki

að segja þegar við komum okkur upp úr 1. deildinni með sigri á Haukum. Það var líka eina tímabilið sem ég spilaði með bræðrum mínum.

Hvað var skemmtilegast í yngri flokkunum?Þetta er erfið spurning og kemur margt til greina, en okkur fannst öllum gaman að vinna og gerðum mikið af því. Annars voru það túrneringarnar einhversstaðar annars-staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Fara eitt-hvert út á land með strákunum og gista og spila.

Hvort varst þú í meira stuði þegar þú spilaðir í Dalhúsum eða Rimaskóla? Það var alltaf gaman að fá að spila í Dal-

húsum. Mikil spenna að fá að spila leiki þar sem meistaraflokkurinn æfði og spilaði en ætli maður hefur ekki verið í meiri stuði í Rimaskóla.

Hvernig myndir þú hafa 5 manna byrjunarlið af útlendingum sem hafa spilað með Fjölni? Þetta eru þegar þeir voru að spila í Fjölni. Jeb Ivey, Karlton Mims,Nemanja Sovic, Darrel Flake, og Grady Reynolds.

Hvað er yfirleitt það fyrsta sem þú gerir þegar þú kemur til Íslands og hvenær er næsta ferð heim? Beint úr vélinni á Bæjarins Beztu! Kem núna heim um jólin (20. des.) í fyrsta skipti í 5 ár.

Ný og glæsileg verslun

Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922

Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | [email protected] | www.glerborg.is

Page 18: Áfram Fjölnir!

Sambíómót Fjölnis 2014

Page 19: Áfram Fjölnir!

Ljósmyndir birtar með góðfúslegu leyfi Sporthero

Page 20: Áfram Fjölnir!

Haustið 2007 þegar Helena Sverrisdóttir hélt til náms í Bandaríkjunum við Texas Christian University (TCU) á körfubolta-styrk var hún sennilega þegar orðin besta körfuboltakonan á Íslandi frá upphafi. Hún var aðeins 19 ára en hafði leitt Hauka til sigurs í úrvalsdeild tvö ár í röð. Allt of fá tækifæri hafa gefist til að sjá Helenu spila á þessum 7 árum frá því hún yfirgaf landið, en nú gæti orðið breyting þar á. KKÍ stefnir að því að koma kvennalandsliðinu almennilega í gang aftur. Sá uppgangur sem orðið hefur hjá karlalandsliðinu hófst með svipaðri reglubreytingu hjá Körfuboltasambandi Evrópu. Áður fyrr var spilað í getuskiptum deildum og gekk Íslendingum erfiðlega að vinna sig upp um deild. Eftir breytinguna var skipt í blandaða riðla, þannig að lið í lægri styrkleikaflokki fengu tækifæri til að spila á móti þeim bestu. Það sem líka breyttist var að spilað var heima og heiman í stað þess að spila alla leikina á sama stað í hálfgerðu hraðmóti. Þetta fyrirkomulag varð til þess að karlalandsliðið náði þeim ótrúlega árangri að tryggja sér þátttökurétt á lokamóti Evrópukeppninnar 2015 . Næsta Evrópukeppni hjá konunum verður einmitt með þessu sniði og hefst riðlakeppnin í nóvember 2015. KKÍ stefnir að því að senda landslið okkar til leiks og fáum við þá að sjá stórleiki hjá kvennalandsliðinu hér á Íslandi. Fjölnisblaðið heyrði í Helenu Sverrisdóttur og spurði hana út í landsliðið, atvinnu-mannaferilinn og annað.

Ferill Helenu frá því að hún fór frá Íslandi:2007–2008 Texas Christian University (TCU)

(Bandaríkin)2008–2009 TCU (Bandaríkin)2009–2010 TCU (Bandaríkin)2010–2011 TCU (Bandaríkin)2011–2012 Good Angels Kosice (Slóvakía)2012–2013 Good Angels Kosice (Slóvakía)

2013–2014 Aluinvent Miskolc (Ungverjaland)2014–2015 CCC Polkowice (Pólland)

Nú ert þú á fjórða ári sem atvinnumaður í körfubolta eftir glæsilegan fjögurra ára feril í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Er lífið sem atvinnumaður svipað og þú bjóst við?Já þetta er svipað og ég bjóst við. Mér finnst þetta skemmtilegasta starf í heimi en það kemur með miklu fórnum, því það er auð-vitað erfitt að búa ein í einhverju landi langt frá fjölskyldu og vinum. En ég elska að fá að spila körfubolta og fá borgað fyrir það.

Þú hefur spilað með þrem mismunandi liðum síðustu ár. Hefur tekið mikinn tíma að aðlagast körfuboltanum á hverjum stað?Það sem var erfiðast fannst mér var að koma frá Bandaríkjunum og háskóla til Slóvakíu fyrsta árið. Það var auðvitað smá menningarsjokk að koma í allt öðruvísi land og líka tók tíma að aðlagast körfunni, þar sem ég var að spila í betra liði en ég hafði nokkurn tíman verið í.

Það er auðvitað smá stress í hvert skipti þegar maður kemur í nýtt lið á nýjum stað en það er vel tekið á móti manni þannig maður aðlagast fljótt.

Hvernig er dagskráin á venjulegum degi hjá þér?Dagurinn byrjar á morgunæfingu sem er oftast lyftingar eða skot og smá liðsæf-ingar. Síðan höfum við frjálsan tíma fyrir kvöldæfingu. Ég nota vanalega þann tíma til að slaka á og horfi á sjónvarpið, púsla eða eitthvað álíka. Við æfum síðan aftur um 6 leytið og kvöldin mín fara alltaf í að tala við kærastann og fjölskylduna á skype.

Hefur þú lært tungumálin í þessum löndum sem þú hefur spilað í og jafnvel náð að kenna samherjum þínum einhver vel valin orð á íslensku?Ég náði að læra svoldið af slóvöskunni enda var ég þar í 2 ár. Ungverskan fannst mér alltof flókin og núna í Póllandi er ég hægt og rólega að pikka upp ný orð. Ég læri samt ávalt að telja upp í 20 og flest körfuboltaorð. Liðsfélagarnir eru oft mjög forvitnir um

íslenskuna og vilja oft læra að segja ég elska þig og kannski blótsyrði.

Karlalandsliðið tryggði sér nýlega þátttöku-rétt í lokakeppni Evrópukeppninar 2015. Nú hefur það verið tilynnt að kvennalandsliðið verði meðal þátttökuþjóða í undankeppni fyrir EM 2017. Hverjir eru möguleikar ykkar að feta í fótspor strákanna, annað hvort 2017 eða síðar?Við vitum auðvitað að við erum mjög lág-vaxnar en eins og karlarnir þá getur maður farið langt á baráttunni. En við verðum raunsæjar, á næsta ári er í fyrsta skipti í langan tíma sem við tökum þátt og því þurfum við bara að bíða og sjá hvernig við pössum á móti þessum liðum.

Hverju þakkar þú það hversu langt þú hefur náð í körfubolta?Ég vissi strax mjög ung að þetta var eitt-hvað sem ég vildi gera, og ég var tilbúin að leggja mjög mikið undir til að það yrði að möguleika. Ég setti körfubolta því númer 1 og einbeitti mér að því. Ég á síðan frábæra foreldra sem hjálpuðu mér og gáfu mér alla möguleika til þess að ná langt.

Hvað fannst þér skemmtilegast þegar þú varst í yngri flokkunum?Að ferðast með liðinu. Við fórum í margar keppnis- og æfingaferðir, þar á meðal til Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Það verða til margar minningar þegar þú ferðast með liðinu þínu sem er oftast og allavega í mínu tilviki allar mínar bestu vinkonur.

Hefurðu einhver góð ráð til ungra leikmanna sem vilja ná langt?Ég held að það sé mikilvægast að taka þá ákvörðun að vilja þetta nóg og vera þá til-búin að leggja allt á sig. Nota hvert einasta tækifæri til að verða betri og reyna að spila og æfa eins mikið og hægt er.

Heldur þú að þú eigir eftir að spila aftur á Íslandi?Já ég sé fyrir mér að þegar ég er búin að spila sem atvinnumaður í einhvern tíma þá muni ég enda ferilinn heima á Íslandi.

Mun enda ferilinn heima á Íslandi

Page 21: Áfram Fjölnir!

Í haust fóru stúlkurnar í stúlkna- og ung-lingaflokki í æfingabúðir í Serbíu – í annað sinn. Ferðin í fyrra vakti svo mikla lukku að þær voru varla komnar heim áður en þær byrjuðu að plana næstu Serbíuferð. Í ár fóru 9 stelpur og einn fararstjóri í ferðina.

Í Serbíu er körfuboltinn ein aðalíþróttin, og félagið Rauða Stjarnan sem er stórveldi í evrópska boltanum er með körfubolta-framhaldsskóla í höfuðborginni Belgrad, og voru æfingabúðirnar haldnar þar. Þar er öll aðstaða til körfuboltaiðkunar til fyrimyndar, stelpurnar gistu á heimavistinni og fengu að borða í mötuneyti skólans.

Liðið æfði saman allan tímann undir leið-sögn frábærra þjálfara. Æfingar voru tvisvar sinnum á dag, fjölbreyttar æfingar og krefj-andi en líka skemmtilegar. Stelpurnar lærðu margt og öllum fór vel fram í boltanum.

Á milli æfinga gerðu þær margt skemmti-legt, fóru í skoðunarferðir um borgina, út að borða, fóru á strönd og dagsferð í vatns-rennibrautagarð. Já og það var auðvitað verslað. Nýopnuð stórverslun H&M í Bel-grad fékk að kynnast því hvernig íslenskar unglingssúlkur versla.

Að fara í svona æfingaferð er frábær viðbót við körfuboltastarfið, og það voru þreyttar og ánægðar körfuboltastelpur sem komu heim, tvíelfdar til að takast á við starf vetrarins. Það kom sér mjög vel að hafa farið í búðirnar í Serbíu því stelpurnar æfa og spila með meistaraflokki í vetur ásamt því að spila í unglingaflokki.

Æfingaferð til Serbíu

LÖGMANNSÞJÓNUSTASÍÐAN 1907

[email protected]

www.logos.is

42 New Broad Street

London EC2M 1 JD

England

+44 (0) 207 920 3020

+44 (0) 207 920 3099

Efstaleiti 5

103 Reykjavík

Iceland

5 400 300

5 400 301

Page 22: Áfram Fjölnir!

MB 6–7 ára stúlkur og strákar. Þjálfari er Vikingur Goði Sigurðarson.

MB 8–9 ára stúlkur. Þjálfarar eru Fanney Ragnarsdóttir, Snæfríður Birta EInarsdóttir og Þórunn Björk Bjarnadóttir.

MB 8 ára strákar. Þjálfari er Davíð Ingi Bustion.

Page 23: Áfram Fjölnir!

á bremsuskiptum

Fáðu 20% afslátt af bremsuborðum, -klossum og -diskum

STOPPGildir út janúar - nýttu tækifærið!

Ef þú lætur gera við bremsurnar hjá MAX1 bjóðum við 20% afsláttaf bremsudiskum og bremsuklossum. Nýttu þér þetta frábæra

bremsutilboð og renndu við á MAX1. Farðu vel með þig og þína. Láttu skipta tímanlega.

3 mánaða vaxtalaus kortalán

20%afslátturPantaðu tíma eða renndu við!

Reykjavík: Bíldshöfða 5a Jafnaseli 6Knarrarvogi 2

Hafnarfjörður: Dalshrauni 5

Aðalsímanúmer:

515 7190

Skoðaðu MAX1.is

Tilboð

Opnunartími:Virka daga kl. 8-17Laugardaga: sjá MAX1.is

Page 24: Áfram Fjölnir!

MB 9 ára strákar. Þjálfarar eru Ólafur Torfason og Árni Elmar Hrafnsson.

MB 10 ára til 7. flokkur kvenna. Þjálfari er St. Bonnie Lúðvíksdóttir.

MB 10–11 ára strákar. Þjálfari er Einar Hansberg Árnason.

Page 25: Áfram Fjölnir!

Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

> Persónuleg og traust þjónusta um allan heim

www.samskip.com

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

613

07

Saman náum við árangri

Page 26: Áfram Fjölnir!

7. flokkur karla. Þjálfari er Halldór Steingrímsson.

8.–10. flokkur kvenna. Þjálfari er Ólafur Torfason.

8. flokkur karla. Þjálfari er Birgir Guðfinnsson.

Page 27: Áfram Fjölnir!

Snertilausar greiðslurí posumValitor býður hraðvirka og örugga posa sem gerir söluaðilum kleift að taka við snertilausum greiðslum.

Söluaðilar eiga þess kost að fá uppfærslu á posabúnað sinn og geta þá boðið viðskiptavinum sínum að greiða með síma eða snertilausu korti auk hefðbundinna greiðsluleiða.

Þú sérð um söluna – við sjáum um greiðsluna

525 2080 // [email protected] // www.valitor.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

1

4-0

72

7

Page 28: Áfram Fjölnir!

9. flokkur karla. Þjálfari eru Arnþór Freyr Guðmundsson og Tómas Holton.

10. flokkur karla. Þjálfari er Pétur Már Sigurðsson og Tómas Holton.

Stúlkna- og unglingaflokkur kvenna. Þjálfari er Pétur Már Sigurðsson.

Page 29: Áfram Fjölnir!

Drengja- og unglingaflokkur karla. Þjálfari er David Patchell.

Starfið í veturKörfuboltinn er með æfingaaðstöðu í Dal-húsum, Rimaskóla og Vættaskóla. Æfingar eru 2–4 sinnum í viku. Yngri börnin æfa sjaldnar og eldri börnin oftar. Nýjum iðkendum er velkomið að prófa í 2–3 skipti áður en gengið er frá æfingagjöldum. Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram i gegnum skráningakerfi félagsins á heimasíðu Fjölnis.

Allir flokkar taka þátt í keppnum í vetur. Yngri krakkarnir keppa í því sem kallast Minniboltamót og eldri krakkarnir keppa í Íslandsmótinu og stundum í Reykjavíkur-mótum.

MinniboltinnUpp að 11 ára aldri keppa börnin í Minni-boltamótum, yfirleitt er farið á 1–2 mót fyrir áramót og 1–2 eftir áramót. Öll mótin eru haldin um helgar. Sum mótin eru stutt – taka örfáa klukkutíma, á meðan önnur mót taka alla helgina og innifela gistingu, sund-ferðir, bíóferðir og alls konar skemmtanir. Stærstu mótin eru Nettómótið á Suður-nesjum og stóra mót Fjölnis sem í nokkur ár hefur borið nafnið Sambíómótið.

Í Minniboltanum eru keppnisreglur einfaldar og mikil áhersla á leikgleðina. Hjá yngstu börnunum eru yfirleitt ekki talin stig

í keppnum og allir fara heim sem sigur-vegarar með verðlaunapening. Dómgæslan snýst mikið um að leiðbeina og kenna. Eftir því sem börnin eldast og færnin eykst, aukast kröfurnar smám saman, dómgæsla verður meiri og byrjað að telja stig.

ÍslandsmótiðÞegar börnin eru á 11. ári tekur við riðla-keppni í Íslandsmótinu og smám saman eykst keppnin og dómgæslan verður strang-ari. Til dæmis er ekki byrjað að nota skot-klukku fyrr en við 15 ára aldur.

Riðlakeppnin fer þannig fram að yfirleitt eru 4 túrneringar, 2 fyrir áramót og 2 eftir

áramót. Liðin í riðlinum halda túrnering-arnar til skiptis, þá er keppt yfir helgi – yfir-leitt bæði laugardag og sunnudag. Það lið sem er efst eftir túrneringuna færist upp um riðil, en neðsta liðið færist niður um riðil. Í yngstu flokkunum verður það lið sem er efst í A riðli í lok vetrar Íslands-meistari. 9. flokkur og upp í Unglingaflokk enda veturinn með 4 liða úrslitakeppni um titilinn. Heimavöllur Fjölnis í riðlakeppninni er Rimaskóli.

Körfuboltadeild FjölnisÍ Grafarvoginum hefur skapast sterk hefð fyrir körfubolta. Fjölnir er ungt félag en hefur náð góðum árangri í körfuboltanum, bæði í yngri flokkum og meistaraflokkum. Núna er meistaraflokkur karla í efstu deild og meistaraflokkur kvenna í næstefstu deild. Þar að auki á Fjölnir nokkra atvinnu-menn hjá erlendum liðum sem hafa alist upp í barna- og unglingastarfinu. Við eigum margar frábærar fyrirmyndir. Til að fylgjast með starfi körfuboltadeildarinnar er best að finna „Fjölnir Karfa“ á Facebook og smella á „like“.

Áfram Fjölnir!

Gleði – Framfarir – ÞroskiÞetta eru þau atriði sem körfuboltadeild Fjölnis leggur áherslu á í barna- og unglingastarfinu. Deildin hefur ráðið inn mjög öfluga og reynda þjálfara og það er mikil uppsveifla og kraftur í starfinu.

Page 30: Áfram Fjölnir!

1.UMFERÐ 2. UMFERÐ 3. UMFERÐ 4. UMFERÐ 8-LIÐA ÚRSLIT 4-LIÐA ÚRSLIT ÚRSLIT1. deild: Ul.fl.ka. 28. mars-1. apríl 13.-19. apríl 25.apr1. deild: Dr.fl. 21.-27. mars 7.-12. apríl 26.apr1. deild: Ul.fl.kv. 28. mars-1. apríl 13.-19. apríl 25.apr

1. deild: Stúlknafl. 21.-27. mars 7.-12. apríl 26.apr1. deild: 11.fl. ka. 28. mars-1. apríl 13.-19. apríl 25.apr

1. deild: 8.fl.ka. 25.-26. okt 22.-23. nóv 28. feb-1. ma 2.-3. maí1. deild: 8.fl.kv. 25.-26. okt 22.-23. nóv 28. feb-1. ma 2.-3. maí

1. deild: 10.fl.ka. 11.-12. okt 8.-9. nóv 7.-8. feb 21.-22. mars 7.-12. apríl 26.apr1. deild: 9. fl. kv. 11.-12. okt 8.-9. nóv 7.-8. feb 21.-22. mars 7.-12. apríl 26.apr1. deild: 7.fl. ka. 11.-12. okt 8.-9. nóv 7.-8. feb 11.-12. apríl1. deild: MB 11 kv. 11.-12. okt 8.-9. nóv 7.-8. feb 11.-12. apríl

1. deild: 10.fl.kv. 18.-19. okt 15.-16. nóv 14.-15. feb 28.-29. mars 13.-19. apríl 25.apr1. deild: 9.fl.ka. 18.-19. okt 15.-16. nóv 14.-15. feb 28.-29. mars 13.-19. apríl 25.apr1. deild: 7.fl.kv. 18.-19. okt 15.-16. nóv 14.-15. feb 18.-19. apríl1. deild: MB 11 ka. 18.-19. okt 15.-16. nóv 14.-15. feb 18.-19. apríl

32-liða 16-liða 8-liða 4-liða Úrslitaleikur

Unglingafl. Ka 28. okt.-2. nóv. 18.-23. nóv 13.-18. jan 27.-jan.-1. feb. 20.-22. febUnglingafl. Kv. 28. okt.-2. nóv. 18.-23. nóv 20.-25. jan. 3.-8. feb. 20.-22. febDrengjaflokkur 21. okt-26. okt 11.-16. nóv 6.-11. jan 3.-8. feb. 20.-22. febStúlknaflokkur 21. okt-26. okt 11.-16. nóv 13.-18. jan 27.-jan.-1. feb. 20.-22. feb11. flokkur drengja 28. okt.-2. nóv. 18.-23. nóv 13.-18. jan 27.-jan.-1. feb. 20.-22. feb10. flokkur stúlkna 28. okt.-2. nóv. 1.-15. des 13.-18. jan 27.-jan.-1. feb. 20.-22. feb10. flokkur drengja 21. okt-26. okt 1.-15. des 6.-11. jan 20.-25. jan 20.-22. feb9. flokkur stúlkna 21. okt-26. okt 1.-15. des 6.-11. jan 20.-25. jan 20.-22. feb9. flokkur drengja 28. okt.-2. nóv. 1.-15. des 13.-18. jan 27.-jan.-1. feb. 20.-22. feb

• Ul.fl.ka. og kv., dr.fl., st.fl. og 11. fl. dr. leika í deildarfyrirkomulagi heima og að heiman.• Í 4-liða úrslitum Íslandsmóts leika ul.fl.ka., ul.fl.kv., dr.fl., st.fl., 11.fl., 10.fl.kv., 10.fl.ka., 9.fl.kv., og 9.fl.ka.• Í 8-liða úrslitum Íslandsmóts leika ul.fl.ka., ul.fl.kv., dr.fl., st.fl. og 11.fl.• Ekki er keppt í 2. deild yngri flokka.

Fax: 514 4101 • Fax: 514 4101 • Fax: 514 4101 • Fax: 514 4101 • Fax: 514 4101Tölvupóstur: [email protected] • Tölvupóstur: [email protected] • Tölvupóstur: [email protected]

Áætlun um keppni á Íslandsmóti og bikarkeppni yngri flokka 2014-15

Bikar yngri flokka áætlunFlokkur:

Ath: Áætlun þessi er gerð með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða gerðar á skipulagi keppnistímabilsins.

FJÖLLIÐAMÓT 2014-15

Körfuknattleikssamband Íslands • Körfuknattleikssamband Íslands Íþróttamiðstöðinni Laugardal • Íþróttamiðstöðinni Laugardal

104 Reykjavík • 104 Reykjavík • 104 Reykjavík • 104 Reykjavík • 104 Reykjavík Sími: 514 4100 • Sími: 514 4100 • Sími: 514 4100 • Sími: 514 4100 • Sími: 514 4100Fax: 514 4101 • Fax: 514 4101 • Fax: 514 4101 • Fax: 514 4101 • Fax: 514 4101

104 Reykjavík • 104 Reykjavík • 104 Reykjavík • 104 Reykjavík • 104 Reykjavík Sími: 514 4100 • Sími: 514 4100 • Sími: 514 4100 • Sími: 514 4100 • Sími: 514 4100

Page 31: Áfram Fjölnir!

Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Fjölnis 2014–2015Flokkar Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur

M.fl. kk. Dalhús 20:30–22:00

Rimaskóli 19:45–20:45

Dalhús 19:00–20:30

Rimaskóli 19:15–20:30

Rimaskóli 19:30–21:00

Dalhús 09:00–10:00

Dalhús 18:30–20:00

Drengja- og ungl. fl. kk.

Dalhús 22:00–23:00

Rimaskóli 20:45–22:00

Dalhús 20:30–22:00

Rimaskóli 21:00–22:00

11. fl. kk. Dalhús 20:30–22:00

Rimaskóli 20:45–22:00

Dalhús 18:00–19:00

Rimaskóli 21:00–22:00

10. fl. kk. Dalhús 18:00–19:00

Dalhús 17:00–18.00

Dalhús 16:30–17:30

Rimaskóli 10:30–12:00

9. fl. kk. Dalhús 18:00–19:00

Dalhús 18:00–19:00

Rimaskóli 18:10–19:15

Dalhús 10:00–11:00

8. fl. kk. Dalhús 17.00–18:00

Vættaskóli Borgir

18:00–19:00

Rimaskóli 18:20–19:30

Rimaskóli 09:00–10:30

7. fl. kk.Vættaskóli

Borgir 18:30–20:00

Vættaskóli Borgir

18:00–19:00

Rimaskóli 17:10–18:20

Dalhús 10:00–11:00

MB 11 ára kk. Dalhús 17:10–18:00

Vættaskóli Borgir

18:30–19:30

Vættaskóli Borgir

18:00–19:30

Dalhús 09:00–10:00

MB 10 ára kk. Rimaskóli 17:00–18:00

Vættaskóli Borgir

17:30 –18:30

Dalhús 09:00–10:00

MB 9 ára kk. Dalhús 15:20–16.10

Dalhús 15:20–16.10

MB 8 ára kk. Dalhús 16:10–17:00

Vættaskóli Borgir

17:00 –18:00

M.fl. og ungl. fl. kvk.

Dalhús 19:00–20:30

Rimaskóli 18:00–19:15

Dalhús 20:30–22:00

Rimaskóli 20:30–22:00

Dalhús 17:30–18:30

8.–10. fl. kvk. Dalhús 16:10–17:00

Rimaskóli 15:50–17:00

Dalhús 16:10–17:10

Dalhús 15:30–16:30

MB 10 ára til 7. fl. kvk.

Dalhús 17:00–18:00

Vættaskóli Borgir

16:50–18:00

Dalhús 14:30–15:20

Dalhús 14:30–15:30

MB 8–9 ára kvk. Dalhús 14:30–15:20

Dalhús 16:10–17:00

MB 6–7 ára kk./kvk.

Dalhús 14:30–15:20

Dalhús 15:20–16:10

MB 6–7 ára kk./kvk.

Rimaskóli 15:00–15:50

Rimaskóli 17:10–18:10

MB 6–7 ára kk./kvk.

Vættaskóli Borgir

16:00–17:00

Vættaskóli Borgir

16:00–17:00

M.fl. kk. B Rimaskóli 22:00–23:00

Dalhús 22:00–23:00

Rimaskóli 22:00–23:00

Prentun: Prentsmiðjan Oddi

Page 32: Áfram Fjölnir!

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf.Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

VERÐ FRÁ

6.990 kR. EINTAkIÐ