203
Ingólfur Gíslason STÆRÐFRÆÐI 103 TILRAUNAÚTGÁFA 2009

reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

  • Upload
    others

  • View
    13

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

Ingólfur Gíslason

STÆRÐFRÆÐI 103

TILRAUNAÚTGÁFA 2009

Page 2: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

Heftið er gefið út í tilraunaskyni haustið 2009

Page 3: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

Efni    0: Inngangur ................................................................................................................... 1  1: Hugsað um tölur og bókstafi ...................................................................................... 7  2: Jöfnur, liðun og þáttun ............................................................................................. 27  3: Stærðfræðileg líkön .................................................................................................. 47  4: Veldi og rætur .......................................................................................................... 60  5: Reikningur, hlutföll og brot ..................................................................................... 71  6: Kóngavegur að rúmfræði ......................................................................................... 85  7: Hornasummur og þríhyrningar .............................................................................. 100  8: Sannanir og frumsendukerfi ................................................................................... 108  9: Þríhyrningar: nánari kynni ..................................................................................... 122  10: Flatarmál .............................................................................................................. 131  11: Rétthyrndir þríhyrningar og Pýþagóras ............................................................... 139  12: Horn og hringir .................................................................................................... 150  13: Rétthyrndir þríhyrningar og hornaföll ................................................................. 154  14: Hnitakerfi ............................................................................................................. 165  15: Verkefni, verkefni ................................................................................................ 187  

Page 4: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum
Page 5: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

1

0: Inngangur Engin gleði, ekkert lært. Ekkert lært, engin gleði.

- Wang Ken (Song of Joy) Almennt talað, þegar við lesum, verðum við fyrst að kynnast textanum svo náið að orðin virðast koma úr okkar eigin munni. Við ættum þá að halda áfram að ígrunda þau svo að hugmyndirnar eins og spretti upp í okkar eigin huga. Einungis þá getur orðið raunverulegur skilningur. En samt sem áður, eftir að hafa öðlast skilning með nánum lestri og vandaðri ígrundun, ættum að halda áfram að spyrja. Þá gætum við náð enn lengra. Ef við hættum að spyrja, náum við ekki lengra.

- Zhu Xi (Song of Joy)

Að vita ekki er slæmt. Að vilja ekki vita er verra.

- Máltæki frá Nígeríu

Maður hefur ekki eiginleika heldur möguleika. Ein áhrifamesta heimspekistefna 20.

aldar, tilvistarstefnan, kenndi okkur að við höfum val. Við veljum okkur. Við eigum

ekki að taka því sem gefnu hver við erum og hvað við getum. Til að vera heil

manneskja ættum við að hugsa alvarlega um nokkrar spurningar, til dæmis þessa:

• Er ég sú manneskja sem ég vil vera? Hvernig félagi vil ég vera?

Hvernig nemandi?

Til að fara ekki of langt út fyrir efnið, sem er stærðfræðinám, þá geturðu spurt þig:

• Hvað vil ég fá út úr náminu?

Nokkur atriði sem þér gætu dottið í hug: persónulegur þroski, skilningur á heiminum,

öflug tæki til að hugsa með.

Til umhugsunar Til hvers er verið að kenna stærðfræði í skólum? Hvernig gengur þér að læra stærðfræði? Hvað er það að læra stærðfræði?

Page 6: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

2

• Vil ég læra stærðfræði mér til gagns og ánægju, þannig að mér gangi

vel í áframhaldandi námi, til að auka möguleika mína til hugsunar á

öllum sviðum. Eða ætla ég að sitja með hálfum hug og bíða eftir því að

tíminn líði og vona að ég nái prófum svo ég fái að útskrifast? Helst

þannig að ég læri sem minnst?

Það ert þú sem velur hvað þú færð út úr námi. Hlutverk kennarans er að hjálpa þér að

læra, að skapa tækifæri fyrir þig til að læra, en það ert þú sem lærir og það getur

enginn annar gert það fyrir þig. Það er ekki hægt að hugsa með annarra manna heila.

• Af hverju er verið að kenna stærðfræði? Af hverju heldur þú að verið sé

að kenna stærðfræði?

Við þessari spurningu eru mörg svör, sum þeirra klisjur. Stærðfræði er meðal annars

notuð til þess að fjalla um almennar stærðir til að tjá almenn lögmál og reglur á öllum

sviðum, til að setja fram líkön af raunverulegum aðstæðum. Hún er til dæmis notuð til

að:

• Lýsa einhverjum aðstæðum í náttúru, iðnaði og samfélagi.

• Útskýra hvers vegna fyrirbæri hegða sér á tiltekinn hátt.

• Spá fyrir um hvað muni gerast við tilteknar aðstæður.

• Stjórna útkomum úr einhverjum ferlum.

Stærðfræði getur veitt manni nýja innsýn í veruleikann og gefur manni ný sjónarhorn á

heiminn. Aðferð hennar: að skoða eiginleika eiginleika (að slíta vissa eiginleika

hlutanna úr samhengi við hlutina sjálfa) með rökvissum hætti hefur getið af sér öflugar

kenningar í ýmsum vísindum.

• Geturðu nefnt einhverja tækni sem ekki reiðir sig á mikla stærðfræði?

Öryggi samskipta á netinu, sneiðmyndavélar og önnur lækningatæki sem sjá má í

þáttunum um House lækni, Ipod, veðurspár, tryggingar, lyfjaþróun, staðsetningartæki,

eru örfá dæmi um tækni sem byggir á mjög mikilli stærðfræði. Listinn yfir tæknina

Page 7: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

3

sem hefur orðið til með aðstoð eða fyrir tilverknað stærðfræði er of langur til að hægt

sé svo mikið sem að hefja upptalninguna. Að hafa vald á þessum hugsunarhætti er

mikill kostur og dýrmætt fyrir hvern þann sem hefur. Á hinn bóginn er auðvitað hægt

að eiga gott og áhugavert líf án stærðfræði.

Að læra stærðfræði er bæði krefjandi og skemmtilegt. Ekki trúa þeim sem segja að

stærðfræði sé „í raun og veru létt“. Hún er það ekki. Stundum er auðvelt að læra að

fara eftir einhverjum tilteknum reglum og læra aðferðir, en stærðfræðinám snýst lítið

um að leggja eitthvað á minnið, eins og tilteknar reglur eða aðferðir. Stærðfræðinám,

eins og allt annað nám sem einhverju máli skiptir, snýst um að breyta hugsuninni,

breyta því hvernig við lítum á hlutina, það er að segja við sköpum okkur tækifæri til

þess að sjá hlutina frá fleiri hliðum. Í okkar tilviki: við lærum að hugsa stærðfræðilega.

... í hvert sinn sem tilverunni opnast nýr möguleiki, jafnvel þótt hann sé afar

smár, gerbreytir hann allri tilverunni.

– Milan Kundera

Það er ekki einfalt mál að gera grein fyrir því í hverju það felst að læra að hugsa

stærðfræðilega, en við viljum til dæmis geta:

• alhæft út frá því sem við tökum eftir við einstök dæmi,

• giskað skynsamlega, sett fram tilgátu, prófað lausnirnar og reynt að

giska betur,

• brotið stærri verkefni niður í minni vandamál, sem við getum ef til vill

leyst, og

• tjáð okkur með skýrum rökvísum hætti um verkefni og lausnir, bæði

munnlega og skriflega.

Meginmarkmið náms í stærðfræði er að nemendur öðlist stærðfræðilegan þroska sem

gerir þeim mögulegt að fást við ný verkefni og vandamál, að þeir eflist – ekki að þeir

leggi á minnið dauða þekkingu, hugsanir annarra.

Page 8: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

4

Í þessari bók eru svörin ekki gefin aftast, og það eru ekki mörg sýnidæmi, dæmi til að

herma eftir. Markmið bókarinnar er að þau sem lesa hana þroski stærðfræðilega

hugsun sína, verði sjálf betri í að nota bókstafareikning og rúmfræði, öflugri í að leysa

allskonar verkefni og vandamál.

Lesandi þarf að spyrja sig, helst sem oftast:

Hvað kann ég? Hvað veit ég? Hverjar eru tilfinningar mínar til efnisins og

bókarinnar?

Bókin reynir að fá lesandann til að staldra við og hugsa málið, hugsa um það hvað

hann er að upplifa við lesturinn. Hún biður lesandann um að íhuga út fyrir bókina:

hvað gæti staðið hér annað, hvað gæti ekki staðið hér annað. En lesandi ætti semsagt

alltaf að hafa spurningar sem þessar í huga.

Mikilvægasti hluti allra kennslubóka í stærðfræði eru verkefnin. En verkefnum ber

ekki að taka sem endanlega ákveðnum, og ekki heldur sem æfingum til að ljúka við á

sem skemmstum tíma. Vonin er sú að lesandi fyllist eldmóði og semji sjálf tilbrigði

við þau stef sem verkefnin eru. Og jafnvel alveg ný stef. Stefnan er að opna hugann.

Ekki að læra að apa eftir heldur segja eitthvað nýtt. Leita að hinu óvænta og frábæra,

skerpa á spurningum um heiminn, ekki að læra gömul svör annarra. Í bókinni eru

stundum endurtekningar, eins og hér. Því endurtekningar geta verið nytsamlegar.

Stundum þarf maður að þylja fyrir sér, læra utanað, þangað til að maður fær

tilfinningu fyrir efninu.

Þessi bók útskýrir ekki bókstafareikning eða rúmfræði, það er að segja hún miðlar

efninu ekki af síðunni og inn í heila lesandans, ekki frekar en aðrar bækur um

stærðfræði. Tök á efninu nást ekki nema með virkri hugsun lesandans og tjáningu hans

við aðra nemendur og kennara. Bókin getur ekki lært fyrir þig.

Hvað getur svona bók gert? Veitt nemendum upplifun og reynslu af stærðfræði og

hugtökum hennar. Reynt að tæla lesanda til stærðfræðilegrar hugsunar? Stærðfræðileg

hugsun er skapandi hugsun og leikandi hugsun, ekki síður en greinandi hugsun.

Page 9: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

5

Náðargáfa hans var að geta gert mörg mistök, yfirleitt í rétta átt. Ég öfundaði

hann af þessu, og reyndi að herma eftir honum, en með litlum árangri. Það var

mjög erfitt að gera góð mistök.

- Japanski stærðfræðingurinn Goro Shimura, um starfsbróður sinn, Yukata

Tamayana.

Það mikilvægasta af öllu, ef maður vill ná árangri í stærðfræðinámi, er að fást við erfið

verkefni. Auðveld dæmi gera minna gagn. Til hvers er maður að leysa verkefni: til að

læra af því. Og til þess að læra af því þarf að hugsa um það hvað maður er að gera, og

vanda sig.

Glíma við erfið verkefni kostar auðvitað átök og oft gerum við einhverja vitleysu.

Allir lenda í því, líka mestu snillingar, og er ekkert til að skammast sín fyrir. Mistök

ættu fyrst og fremst að vera tækifæri til að læra. En þá verður maður að velta

mistökunum fyrir sér. Hér eru nokkrar spurningar sem gætu verið gagnlegar:

• Hvaða spurningar gætu villurnar mínar kveikt með mér?

• Hvaða villur gæti verið þess virði að skoða betur? Að hverju gæti ég

komist ef ég hafna ekki strax einhverju sem ég held að sé villa?

• Er eitthvert annað samhengi (ef til vill önnur spurning en sú sem ég er að

fást við, eitthvvað er öðruvísi) þar sem villurnar mínar eru ekki villur?

• Fyrir hvað, í mínu lífi, hefur hugtakið villa merkingu? Við hvers konar

aðstæður á það alls ekki við?

Í þessari bók er gerð tilraun til að auka vægi hugsunar í námi. Það er ætlast til þess að

lesandinn sé virkur og taki engu sem gefnu sem í bókinni stendur. Þau sem lesa bókina

ættu að taka allar spurningar sem vakna alvarlega. Hér eru nokkrar spurningar sem

gætu verið áhugaverðar, þegar fengist er við verkefni:

• Hvaða tilgangi þjónar það að ég leysi þetta verkefni eða þessi verkefni?

• Af hverju er verið að biðja mig að gera þetta núna?

• Að hverju kemst ég um sjálfa(n) mig og aðra með því að taka þátt í þessu

verkefni?

Page 10: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

6

• Ef ég lendi í erfiðleikum með því að skilja vandamálið (verkefnið), hvaða

ástæður gætu verið fyrir því?

• Hvernig get ég notað þetta verkefni (eða þessar aðstæður) til þess að búa til

önnur sem eru að einhverju leyti lík eða ólík því sem er gefið?

• Hvaða ljósi varpar þetta tiltekna verkefni á það hvernig ég hugsa um

stærðfræðilega rannsókn?

• Hvað segir það þér um tengsl stærðfræði við samfélag og menningu ef þú

hugsar um hvernig þú og aðrir í mannkynssögunni hafa litið á fyrirbærið?

• Skiptir verkefnið (aðstæðurnar) mig einhverju máli? Hvað þyrfti til, til að

ég léti mig það einhverju skipta?

En þegar þú svarar, hvort sem það er í bók, fyrir sjálfan þig, eða sem skilaverkefni,

eða á prófi, skaltu vanda svarið. Svar við spurningu, eða lausn verkefnis, verður að

geta staðið eitt og sér. Það á að vera skýrt og skiljanlegt, þannig að aðrir nemendur

geti lesið, og þannig að það komi sjálfum þér að gagni við upprifjun. Þú miðar öll

svörin við að sá sem lesi eigi að skilja hvers vegna niðurstaða þín er rétt. Hægt er að

hafa í huga feril á borð við þennan:

• Fyrst sannfæri ég sjálfan mig

• Svo sannfæri ég félaga

• Svo sannfæri ég tortrygginn lesanda

Lesandi góður, þessi bók er handa þér, en það er undir þér komið hvort eða hve mikið

þú nærð út úr lestrinum. Mundu bara að það er ekki hægt að búast við því að skilja allt

til fulls í fyrstu tilraun.

Ég vona að einhverjir hafi gagn og gleði af bókinni. Þeim sem eru þvinguð til að lesa

hana votta ég hins vegar samúð.

Ingólfur Gíslason,

Reykjavík, mars 2009.

Page 11: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

7

1: Hugsað um tölur og bókstafi

Augun sjá það sem hugurinn er tilbúinn að sjá.

- Henri Bergson

Ég bið þig að lesa kaflann með blað og blýant við höndina. Pappír og skriffæri eru

stundum vanmetin, en þau eru mögnuð hjálpargögn fyrir heilann. Þessi kafli er

einskonar upphitun, kannski upprifjun fyrir suma. Mig langar að beina þér til að veita

nokkrum hlutum athygli. Þú færð lítið út úr lestrinum nema þú bregðist við orðunum,

hugsir og skrifir niður það sem þér dettur í hug, lausnir þínar og svör við spurningum.

Með þessum kafla vil ég að þú fáir tilfinningu fyrir því til hvers bókstafir eru í

bókstafareikningi, og vekja athygli þína á nokkrum leiðum til að hugsa um tölur.

Reynum þetta.

Verkefni 1 Hugsaðu þér tölu. Skrifaðu hana hjá þér.

Hvaða tala var það? Datt þér í hug að velja neikvæða tölu, brot, eða einhverja annars

konar tölu? Valdirðu nokkuð töluna 7? (Ef þú biður einhvern að hugsa sér tölu á bilinu

1-10 er talan 7 líklegri en hinar - af hverju skyldi það vera?) Gætirðu valið þér tölu

sem enginn annar lesandi bókarinnar hefur valið sér eða mun nokkurn tíma velja sér?

(Ég hugsa mér töluna -65336,507. Hve líklegt er að einhver annar velji þá tölu?)

Verkefni 2 Hugsaðu þér tölu. Bættu við þremur, tvöfaldaðu niðurstöðuna, dragðu

upphaflegu töluna frá. Dragðu fjóra frá. Dragðu upphaflegu töluna frá aftur. Hvað

færðu?

Prófaðu einhverja aðra tölu, og gerðu nákvæmlega það sama. Færðu það sama út? En

ef þú reynir þriðju töluna? Kemur alltaf sama útkoma? Geturðu utskýrt það?

Til umhugsunar Hvað er tala? Til hvers notum við þær? Það er hægt að raða tölum, leggja saman, draga frá, margfalda og deila (stundum). Hvaða reglur gilda um þessar aðgerðir?

Page 12: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

8

Ein aðferð (sem þú ættir að prófa núna) er að hugsa sér hvernig upphaflega talan í

huganum færist fram og til baka á talnalínunni.

Hvað er annars talnalínan? Hvernig sérð þú tölurnar fyrir þér? Í bókum er talnalínan

oftast sýnd einhvern veginn svona:

En talnalínan kemst ekki öll fyrir á neinni mynd, við vitum ekki hvar og hvernig hún

ætti að enda. Við hugsum okkur að hún sé endalaus. Heldurðu að það sé raunhæft?

Það getur að minnsta kosti verið gagnlegt.

Verkefni 3 Ekki nota pappír eða blýant við eftirfarandi. Þú gerir þessa æfingu

eingöngu í huganum. Hugsaðu um þrautina í einhverjar mínútur og íhugaðu svo hvað

það var sem fór í gegnum huga þinn þegar þú varst að hugsa um hana. Lokaðu

augunum eftir að þú lest leiðbeiningar ef þér finnst það betra.

Veldu þér tölu á bilinu –10 til 10, en ekki velja töluna 0. Sjáðu hana fyrir þér á

talnalínu. Hvar er talan? Er hún vinstra megin eða hægra megin við töluna 0? Hugsaðu

þér að þú margfaldir töluna þína með tölunni )1(− . Við hugsum okkur að talan færist

til. Hvað gerist? Hvar er talan núna? Vinstra megin eða hægra megin við 0? Dragðu nú

1 frá tölunni. Í hvaða átt færist hún? Margfaldaðu nú töluna (sem komin er) með 2. Í

hvaða átt færist hún? Fer það eftir því hvort þú ert með neikvæða tölu eða jákvæða?

Færist hún nær 0 eða fjær 0? Fer það eftir því hvort talan er neikvæð eða jákvæð?

Bættu nú tveimur við töluna. Hún færist í hvaða átt? Og að lokum, margfaldaðu töluna

með 21− . Hvar er talan þín núna? Sérðu það fyrir þér? Misstirðu af henni á leiðinni?

Tilgangurinn með þessari æfingu er bæði sá að styrkja hugmynd þína um talnalínuna

(sem getur verið ákaflega gagnleg mynd til að hafa í huga), en líka að hvetja þig til

þess að rissa upp talnalínu á blað, til að auðvelda þér að hugsa um það hvað gerist

þegar reikniaðgerðum er beitt á tölur.

1 2 3 4 0

0

1

1

2

2

3

3

4

4

– 1

– 1

– 2

– 2

– 3

– 3

– 4

– 4

Hluti talnalínunnar

Page 13: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

9

Verkefni 4 Hér er talnalína:

5 10 0

0

5

5

10

10

– 5

– 5

– 10

– 10

Merktu inn á hana einhverja tölu á bilinu frá -2 til 3. Bættu tveimur við, og merktu hvar sú tala er. Tvöfaldaðu niðurstöðuna. Hvar er hún núna? Dragðu 4 frá. Helmingaðu þá töluna. Ertu aftur á upphaflegu tölunni sem þú valdir?

Aðferð algebrunnar er að gefa tölunni nafn eða merki, til dæmis bókstafinn a , og

skrifa niður útkomuna út frá þeim bókstaf. Þannig táknar

1+a

að 1 sé bætt við töluna a og

)1(2 +⋅ a eða 2)1( ⋅+a

að sú útkoma hafi verið tvöfölduð. Stærðir eins og þessar verða nefndar stæður í

þessari bók (eins og í mörgum öðrum bókum).

Verkefni 5 Ef til vill hefur þú lært vel í grunnskólanum, en hér eru nokkrar

spurningar sem þú getur notað til þess að átta þig á því hvort þú skilur hvað stæður

eru. Þegar spurt er um merkingu („hvað merkir“) er átt við að þú getir sagt eða skrifað

með þínum eigin orðum.

(a) Hvað merkir )5(4 +⋅ x ? Merkir þessi stæða það sama og 54 +x ? Ef ekki, hver er

munurinn? (Hér gæti einhver svarað: Nei, fyrri stæðan merkir að maður tekur töluna x

og bætir við 5, og margfaldar svo útkomuna með 4, en seinni stæðan merkir að maður

tekur töluna x, margfaldar með 4 og bætir við 5. Fyrri stæðan er jafngild 204 +x , svo

munurinn er 15.)

(b) Hvað merkir 2)5( x ? Merkir þessi stæða það sama og 25x ? Ef ekki, hver er

munurinn?

(c) Hvað merkir 2)6( +x ? Merkir þessi stæða það sama og 62 +x ? Ef ekki, hver er

munurinn?

Verkefni 5 Reyndu núna að skrifa niðurstöðuna úr verkefni 2 með því að nota

bókstafinn a og þær reikniaðgerðir sem notaðar voru. Kannski varstu búin að gera

þetta, og ef allt hefur gengið vel ættirðu, með þessu, að sjá í gegnum bragðið.

Page 14: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

10

Nú skulum við segja að tveir lesendur hafi fengið tvær mismunandi útkomur út úr

tilrauninni:

Ingólfur reiknaði:

aaa −−−⋅+ 423

Eðvarð reiknaði:

aaa −−−⋅+ 42)3(

= aaa −−−+ 46 = aaa −−−+ 462

= a−2 = 2

Hverju tekurðu eftir? Hver er munurinn? Hvor heldurðu að hafi rétt fyrir sér? Hvað

mundir þú segja Ingólfi?

Eðvarð notaði sviga. Til hvers eru þeir?

Verkefni 6 Settu sviga inn á mismunandi stöðum í stæðuna 1234 −+− . Hvað er

mögulegt að fá margar mismunandi útkomur? Gerðu það sama fyrir stæðurnar

1234 +−+ 1234 ⋅+⋅ 1234 −÷−

Venja er að reikna margföldun og deilingu á undan mínus og plús. Þannig

reiknum við

262064532 =+=⋅+⋅

en við pössum okkur vel á að

644824532 =⋅⋅≠⋅+⋅

Hér sérðu merkið ≠ sem þýðir „ekki jafnt og“.

Þetta er auðvitað bara hefð, en kennslubækur í stærðfræði síðustu hundrað ára notast

við hana, og þetta er almenn venja í vísindum. Reyndar er þessi les- og ritháttur ekki

sá eini mögulegi, og í tölvuforritun koma önnur kerfi að gagni.

Ef ákveðin röð á að vera á reikningum notum við sviga til að gefa röðina til

kynna, fyrst reiknum við út úr svigum: 644824)53(2 =⋅⋅=⋅+⋅

Page 15: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

11

En skiptir alltaf máli í hvaða röð við reiknum?

Verkefni 7 Reiknið út og skrifið öll milliskref, alla reikninga.

a) 2)35( ++ e) 2)35( ⋅⋅

b) )23(5 ++ f) )23(5 ⋅⋅

c) 2)35( −− g) 2/)4/72(

d) )23(5 −− h) )2/4/(72

Í töflunni eru dæmi með reikniaðgerðunum fjórum: samlagningu, frádrætti,

margföldun og deilingu. Hvað er líkt og hvað er ólíkt með reikniaðgerðunum? Gildir

sama lögmál um þær allar? Það skiptir ekki máli í samlagningu og margföldun,

hvernig svigarnir standa. En hvað með frádrátt og deilingu? Þessi staðreynd heitir

tengireglan fyrir samlagningu og margföldun. Eitt af hlutverkum stærðfræðinnar er að

vera tungumál sem hentar til þess að tjá alls konar reglur og staðreyndir um tölur og

fleira á skýran hátt. Tengireglan etur litið svona út á stærðfræðimáli:

Um allar tölur a , b og c gilda jöfnurnar

cbacba ++=++ )()( , og

cabbca )()( =

Verkefni 8 Gildir tengiregla um frádrátt og/eða deilingu? Prófaðu að reikna nokkur

dæmi með þínum eigin tölum. Færðu sömu útkomu ef þú breytir röðinni? Gerðu dæmi

sem sýnir með skýrum hætti að það skiptir máli í hvaða röð maður dregur frá.

Verkefni 9 Hér eru nokkrar stæður:

12 +⋅ a , )1(2 +⋅ a , 3)2(2 −+⋅ a , 2)2(2 −+⋅ a , 22 +⋅ a , 21 ⋅+ a , 22 ⋅+ a

Flokkaðu stæðurnar: hvaða stæður gefa sömu útkomur?

Verkefni 10 Hugsaðu þér tölu milli 1 og 10. Bættu við 1, tvöfaldaðu niðurstöðuna,

bættu við 3, dragðu 4 frá, bættu við 5, helmingaðu niðurstöðuna, bættu við 6, dragðu 7

frá, bættu við 8, dragðu 9 frá, dragðu loks upphaflegu töluna þína frá. Hvað færðu? Af

hverju? Skrifaðu stæðu.

Page 16: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

12

Notaðirðu sviga? Eins og sagt var áður eru svigar notaðir til að gera grein fyrir því í

hvaða röð á að reikna. En hvað ef svigarnir eru margir? Hvernig á til dæmis að lesa

þetta: )))21(2(34)32(( +−⋅−⋅+ ? Skrifaðu niður með þínum eigin orðum hvernig á

að lesa sig gegnum svona svigasúpu.

Verkefni 11 Skrifaðu niður einhverja slétta tölu. Og svo aðra. Og enn aðra. Geturðu

skrifað niður einhverja slétta tölu sem enginn annar lesandi þessarar bókar hefur

skrifað niður? Geturðu skrifað stæðu þannig að útkoman úr stæðunni verði alltaf slétt

tala, og þannig að hver einasta slétta tala komi einmitt fram út úr stæðunni. Gerðu ráð

fyrir því að n sé einhver heil tala (ekki endilega slétt). Finndu upp stæðu með

bókstafinum n sem gefur alltaf slétta tölu.

Verkefni 12 Skrifaðu niður einhverja oddatölu. Og svo aðra. Og enn aðra. Gerðu ráð

fyrir því að n sé einhver heil tala (ekki endilega slétt). Finndu upp stæðu með

bókstafinum n sem gefur alltaf oddatölu og þannig að sérhver oddatala geti fengist

með því að setja heila tölu inn í stæðuna.

Verkefni 13 Ég held að oddatala plús oddatala sé alltaf slétt tala. Er það rétt? Geturðu

rökstutt það? Geturðu skrifað alveg pottþétta röksemdarfærslu með bókstafareikning

þér til hjálpar?

Verkefni 14 Með því að nota bókstafareikning getur þú komist að því, og sannað í eitt

skipti fyrir öll reglur um það hvort útkoma sé slétt tala eða odda tala ef þú reiknar:

(a) slétt tala plús slétt tala

(b) slétt tala plús oddatala

(c) slétt tala sinnum slétt tala

(d) oddatala sinnum oddatala

(e) slétt tala sinnum oddatala

Verkefni 15

(a) Fyllum í töfluna

1 1=

)1(− )1(−=

Page 17: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

13

)1(−− 1=

))1(( −−− =

)))1((( −−− =

(b) Hvað er hægt að segja um útkomuna úr dæmum sem þessum? Er hægt að segja

hver útkoman er ef við notum 10 mínusmerki? En fyrir hvaða fjölda sem er? Hver er

reglan? Í stærðfræðibókum er venja að setja reglur um svona lagað fram með

formúlum sem sýna alla möguleika í einu. Þannig getum skrifað niður „talan )1(− í

hvaða veldi sem er“ sem k)1(− , og þá táknar bókstafurinn k veldið sem talan er í.

Stundum getur verið sniðugt að nota tvær (eða fleiri) stæður til að lýsa einhverju

lögmáli um tölur. Til dæmis má segja, í verkefninu hér að ofan, hvað fæst ef við

reiknum n2)1(− , og hvað fæst ef við reiknum 12)1( +− n , þar sem n táknar hvaða heilu

tölu sem er.

Það að búa til reglu, eins og í verkefninu hér er stundum kallað að alhæfa. Þá er

maður að segja eitthvað algilt, eitthvað sem gildir um alla hluti af einhverju tagi, til

dæmis öll reikningsdæmi sem hafa einhverja tiltekna gerð.

Verkefni 16 Í stærðfræði er mikilvægt að hafa fleiri en eina aðferð til að hugsa um

hluti. Í verkefninu á undan skoðuðum við hvað gerist við að „setja mínus fyrir

framan.“ Skoðum þetta á talnalínu:

5 10 0

0

5

5

10

10

– 5

– 5

– 10

– 10

Merktu inn á hana einhverja tölu, kallaðu hana til dæmis x . Merktu svo inn á línuna

töluna )( x− . Hvar er hún? Geturðu lýst því með orðum hvert samband x er við )( x−

á talnalínunni? Gerðu þessa æfingu með nokkrum tölum og ekki gleyma því að prófa

þann möguleika að x sé upphaflega neikvæð tala.

- Margar hliðar - Hvað er það að skilja eitthvað? Eitt svar: Að skilja eitthvað er meðal annars að geta

séð eitthvað frá mörgum hliðum og sjá hvernig það er líkt og ólíkt öðrum hlutum.

Page 18: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

14

Sama fyrirbærið getur haft margar mismunandi framsetningar í heimi stærðfræðinnar.

Við getum tjáð sömu upplýsingar með stæðu, töflu, orðum eða myndum, svo eitthvað

sé nefnt: sama fyrirbærið frá mörgum hliðum

Tölur:

0, 3, 12, 27, ...

Mynd:

n

n

n

n

n

n

n

n

Stæða:

23n

Lýsing í orðum:

„Margfaldaðu tölu með sjálfri sér og margfaldaðu svo með þremur.“

Tafla:

n -1 0 1 2 3 4 5 6 23n 3 0 3 12 27 48 75 108

Línurit:

En tvær stæður geta líka lýst sömu stærð, hægt er að orða sama hlut á marga vegu,

teikna mismunandi myndir og gera misstórar töflur.

Page 19: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

15

Verkefni 16 Fyllið út töfluna:

Orðalýsing Stæða Tafla Flatarmynd

Margfaldaðu

með tveimur,

bættu við

þremur og

settu í annað

veldi.

63 2 +n

n 0 1 2 3

1 2 5 10

Hér er rétt að íhuga að það eru margir möguleikar á að velja stæðu fyrir hverja töflu.

-Ferningsrætur, prósentur og reiknireglur-

Skoðum nokkur fleiri brögð til að útskýra með bókstafareikningi, en rifjum upp að

ferningsrót jákvæðrar tölu er sú jákvæða tala sem margfölduð með sjálfri sér gefur

upphaflegu töluna, eða með bókstafareikningi:

Talan x er ferningsrót tölunnar a ef ax =2 og x er jákvæð tala. Venjulegt tákn fyrir

ferningsrót tölunnar a er a .

Page 20: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

16

Verkefni 17

(a) Af hverju þarf að taka fram að a eigi að vera jákvæð tala?

(b) Hvernig ætti að skilgreina 0 ?

Tölur eins og 1, 4, 9, 16, 25, 36, 49, 64 (og svo framvegis) nefnast ferningstölur.

Ferningsrót af tölu sem er ekki ferningstala er ekki heil tala. Til dæmis er

...414213562,12 =

Aukastafirnir eru óendanlega margir (sem þýðir: það er hægt að reikna eins marga

aukastafi og maður hefur tíma til, en maður verður aldrei alveg búin) og það er engin

lota (sem þýðir: það er engin runa af aukastöfum sem fer að endurtaka sig).

Verkefni 18

(a) Hugsaðu þér tölu. Bættu við 2, margfaldaðu með upphaflegu tölunni, bættu við 1,

dragðu ferningsrót, dragðu upphaflegu töluna frá, svarið er 1.

(b) Hugsaðu þér tölu. Settu í annað veldi, bættu við 4, dragðu frá fjórum sinnum

upphaflegu töluna, dragðu ferningsrót, bættu við 2, nú ertu aftur með töluna sem þú

hugsaðir þér.

Ef þú hugsaðir þér ekki jákvæða tölu í upphafi gætir þú hafa lent í vandræðum í þessu

verkefni. Það er mikilvægt að huga að því fyrir hvers konar tölur tilteknar stæður

virka. Þú ættir að reyna að gera tæmandi grein fyrir því hvernig niðurstöður

verkefnisins eru háðar því hvernig tala valin er í upphafi.

Verkefni 19 Reiknaðu þessar summur:

4332 ++

5442 ++

6552 ++

Hver er næsta summa? Eftir hverju tekurðu? Geturðu útskýrt hvað er að gerast?

Page 21: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

17

Verkefni 19 Hugsanalesarinn (þú) biður áhorfanda um að hugsa sér tölu og svo að

margfalda hana með 5, bæta við 6, margfalda með 4, bæta við 9, margfalda aftur með

5 og segja útkomuna. Við skulum segja að áhorfandinn segist vera kominn með 1365.

Hvaða tölu hugsaði hann sér í upphafi?

Ef til vill er erfitt fyrir skemmtikrafta að fá fólk til að reikna svona lagað í huganum nú

á dögum, en síðasta bragðið er í gamalli bók. Aftur á móti er ólíklegt að fólki þyki

eftirfarandi merkilegt bragð:

Hugsanalesari: Hugsaðu þér tölu. Bættu við tveimur. Hvað færðu þá?

Áhorfandi: Níu.

Hugsanalesari: Þá hugsaðirðu þér töluna sjö!

Verkefni 20

(a) Geturðu samið bragð til „hugsanalesturs”. Reyndu að láta reikningana (líta út fyrir

að) vera flókna, en þannig að það sé auðvelt fyrir þig. Æfðu það og beittu því á

ættingja eða vini.

(b) Hvert er einfaldasta og stysta bragð af þessu tagi sem þú getur hugsað þér?

Eitt af því sem læra má í stærðfræði, er að nota bókstafi til þess að tjá einhverja

útreikninga, einfaldlega til þess að segja hvað á að gera. Heimurinn er nefnilega svo

flókinn að það er mjög erfitt að lýsa ýmsum hlutum sem gæti verið sniðugt að reikna

út með orðum. Tökum stutt dæmi:

Verkefni 21

Hvernig má tákna að óákveðna talan u hafi verið helminguð? Hvernig má tákna að

óákveðna talan v hafi verið þrefölduð og svo 5 dregnir frá? Eru fleiri en einn

möguleiki? Hvernig má tákna að við óákveðnu töluna a sé bætt 3 og svo sé útkoman

fimmfölduð? Margir möguleikar? Hvernig má tákna að tölurnar a, b og c séu lagðar

saman, deilt í útkomuna með 6 og svo 2 lagðir við þá útkomu?

Verkefni 22 Þegar við lærum fyrst um prósentur og verð hugsum við ef til vill á

þennan hátt: Segjum að vara kosti 600 krónur en hækki um 20%. Þá hækkar hún um

Page 22: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

18

hlutfallið 10020 af 600 krónum, það er að segja hún hækkar um 1206002,0 =⋅ krónur.

(Rifjaðu upp að prósent þýðir „af hundraði“, svo %20 þýðir 10020 ). Nýja verðið er þá

720120600 =+ krónur. Þegar lengra er komið vitum við að hægt er að reikna í einu

lagi 7202,1600 =⋅ . En hvers vegna gefa þessar leiðir sömu niðurstöðu?

Nákvæm útskýring á reikningnum í verkefni 12 er eftirfarandi: Í fyrri leiðinni reiknum

við 6002,0600 ⋅+ , en í þeirri seinni reiknum við )2,01(600 +⋅ , en þetta tvennt er það

sama, og á ekki einungis við um þessar tilteknu tölur, heldur um allar tölur, og sú

staðreynd á sér ákveðið nafn, og heitir dreifireglan. Hún getur litið svona út á

stærðfræðimáli:

Um allar tölur a , b og c gildir jafnan

acabcba +=+ )(

(Í dæminu hér að ofan var þá 600=a , 1=b og 2,0=c .)

Verkefni 23 Handboltaleikur fór 30-20. Jóna var í tapliðinu. „Ef við hefðum skorað

10% fleiri mörk og þær 10% færri mörk hefðum við náð jafntefli“ hugsaði hún.

(a) Giskaðu eins hratt og þú getur: er þetta rétt hjá Jónu?

(b) Reiknaðu út: lækkaðu 30 um 10% og hækkaðu 20 um 10% og segðu hvort Jóna

hefur rétt fyrir sér.

(c) Ef talan 30 er lækkuð um p%, hver er útkoman? (Svarið er formúla með

bókstafnum p.)

(d) Finnið prósentutölu p, þannig að ef 30 lækkar um p% og 20 hækkar um sömu

prósentutölu, p%, fáist sama útkoma.

(e) Geturðu samið annað dæmi með sömu eiginleika – hvað ef tölurnar eru ekki 30 og

20, heldur einhverjar aðrar? Er hægt að búa til fleiri dæmi? Hvernig?

Verkefni 24 Þegar Flóki, 6 ára, var spurður hvað væri 27 + átti hann ekki í miklum

vandræðum. Hann gat hugsað sér að hafa 7, bætti við 1 og svo aftur 1 og fékk út 9.

Þegar hann var spurður hvað væri 72 + fannst honum það erfiðara, því að hann þurfti

að byrja á því að hafa 2, og bæta svo 1 við, sjö sinnum. En börn átta sig reyndar á því

eftir dálitla æfingu í því að telja og leggja saman, að það má víxla liðum í

Page 23: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

19

samlagningu. Geturðu hugsað upp dæmi um það hvernig víxlreglan er notuð í reynd?

Hvernig væri heimurinn ef hún væri ekki í gildi? Ábending: hugsið til dæmis um

kassafæriband í stórmarkaði. Skiptir máli hvort maður setur fyrst á bandið mjólkina

eða brauðið?

Þessi eiginleiki talna nefnist víxlregla um samlagningu: það skiptir ekki máli í hvaða

röð tvær tölur eru lagðar saman:

Um allar tölur a og b gildir jafnan

abba +=+

Verkefni 25 Gildir víxlregla um frádrátt? Er hægt að segja eitthvað um tölurnar a og

b ef abba −=− ? Prófið að nota einhverjar ákveðnar tölur og sjáið hvað gerist. Er

einhver regla á því hvað gerist ef liðum er víxlað í frádrætti? Hvað gerist?

Ein leið er að segja að eftirfarandi jafna gildir alltaf: )( baab −−=−

Verkefni 26 Gildir víxlregla um margföldun? Geturðu útskýrt það á einhvern hátt?

Ábending: hvað með flatarmál ferhyrninga? Teiknaðu ferhyrning. Hvernig reiknarðu

flatarmálið? Skiptir máli hvernig hann snýr?

Verkefni 27 Gildir víxlregla um deilingu? Prófaðu að nota einhverjar tölur.

Bókstafareikningur, stundum nefndur algebra, gefur okkur öflugt tungumál,

sérstaklega til þess að tala um almennar stærðir - stærðir sem lúta hugsanlega

einhverjum reglum eða lögmálum, en eru ekki sjálfar niðurnegldar. Með öðrum orðum

getum við talað um óendanlega margar stærðir í einu. Það veitir möguleika til

sjálfvirkni, eins og í tölvum. Með einni formúlu er hægt að reikna marga hluti í einu.

Til að taka dæmi úr verslun og viðskiptum, þá getum við látið forrit, töflureikni (eins

og til dæmis Excel), reikna verð hvaða vöru sem er eftir að lagður hefur verið á hana

25% virðisaukaskattur. Við getum búið okkur til töflu eins og:

Page 24: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

20

Vsk. (í prósentum) Verð fyrir vsk. (kr) Verð eftir vsk. (kr)

25 100 ?

Hvernig eigum við að segja tölvunni hvernig hún á að reikna út verðið í þriðja

dálkinum? Við viljum segja henni að taka verðið í dálki 2 og reikna út breytt verð út

frá prósentutölunni í fyrsta dálkinum.

Verkefni 28 Segjum að vara kosti 100 krónur án vsk. Hvað kostar hún með 25% vsk?

Segjum að vara kosti x krónur án vsk. Hvað kostar hún þá með 25% vsk? Segjum að

lokum að vara kosti x krónur án vsk. og að virðisaukaskattsprósentan sé %p . Hvað

kostar varan þá með vsk?

Þegar töflureiknir er notaður er beinlínis verið að nota bókstafareikning. Ýmist er

reitum gefið nafn, eða hnit þess er notað í staðinn. Til að láta töflureikni reikna fyrir

sig útkomu úr stæðunni )25,01( +⋅x fyrir ákveðna gildið 100=x , getur maður sett

það upp svona:

A B C

1 100 =A1*(1+0,25)

2

3

Í reit A1 setjum við gildið 100=x , í reit B1 reiknum við útkomuna )25,01( +⋅x , það

er að segja margföldum gildið í A1 með (1+0,25). Táknið * er notað fyrir margföldun,

og táknið = er sett fremst til að segja tölvunni að hún eigi að reikna. Sýnum nú hvernig

setja mætti upp sjálfvirkan útreikning til að reikna verð með vsk. eins og gert var hér

að ofan:

Page 25: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

21

A B C

1 Vsk. (í prósentum) Verð fyrir vsk. (kr) Verð eftir vsk. (kr)

2 25 100 =B2*(1+(A2/100))

3

Í reit A2 setjum við þá virðisaukaskattsprósentu sem við á. Í reit B2 setjum við verð

fyrir álagningu skatts. Í reit C2 reiknum við út nýtt verð með stæðunni )1( 100px +⋅ .

(Munum að prósent þýðir „af hundraði“, svo %p þýðir 100p ). Í töflunni var notað B2

fyrir x , og A2 fyrir p . Tölvan ætti nú að birta töluna 125 í reit C2.

Þegar við höfum einu sinni fundið réttu stæðuna getur tölvan reiknað verðið út frá

öllum mögulegum upplýsingum. Stærðfræði getur af sér aðferðir til þess að skilja

raunveruleikann, til samskipta um hann og til að stjórna ýmsum ferlum, eins og

verðlagningu hér að ofan.

Verkefni 29

(a) Reiknum tekjuskatt sem 38% af launum, að frádregnum persónuafslætti, 32500 kr.

Lýstu útborguðum launum með stæðu, sem nota má til að reikna með.

(b) Þegar launin hækkuðu um 10%, fékk ég samt ekki 10% meira útborgað. Hvers

vegna?

(c) Hvaða áhrif hefur það á útborguð laun, ef tekjurnar hækka um 10% ? (Svarið er

auðvitað ekki tala, heldur stæða sem nota má til að reikna með ef ég þekki tekjur

mínar.)

(d) Mig vantar 10.000 krónum meira í útborguð laun á mánuði. Hvað á ég að biðja um

mikla launahækkun? (Svarið er aftur ekki tala...)

Verkefni 30 Ein aðferð til að meta líkamsástand er svonefnd BMI tala (body mass

index). Hún er einfaldlega skilgreind sem hlutfallið milli þyngdar og hæðar í öðru

veldi, það er að segja, ef maður kann ekki á táknmál bókstafareiknings, taktu þyngd

þína í kílóum, og deildu svo með tölunni sem þú færð ef þú tekur hæð þína í metrum

og setur í annað veldi.

Page 26: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

22

Hvernig væri hægt að skrifa þetta á táknmáli algebrunnar? (Þú gætir til dæmis látið

bókstafinn m tákna hæð í metrum.)

Fyrir lesendur sem hafa aðgang að töflureikni eins og Excel er upplagt að búa til lítið

skjal sem reiknar BMI-stuðul út frá upplýsingum um þyngd og hæð. Við viljum þá fá

töflu eins og

A B C

1 Þyngd (kg) Hæð (m) BMI-stuðull

2 95 1,88 26,87868

3

Hér sést svarið, en þú átt að finna stæðuna til þess að reikna út svarið í C2.

Flestir fullorðnir lenda á bilinu 18-30. Hver er líkamsmassastuðull manns sem er 100

kíló og 1,88 metrar á hæð? Hver er þinn líkamsmassastuðull? Hver er merking

þessarar tölu?

Verkefni 31 Galileo Galilei uppgötvaði á 16. öld lögmál um hreyfingu fallandi hluta.

Hann sýndi fram á að við getum reiknað út vegalengdina sem hlutur fellur á tilteknum

tíma:

Taktu tímann í sekúndum og settu í annað veldi. Margfaldaðu með

þyngdarhröðunarfasta (sem er um það bil 9,8 m/sek2 á jörðinni). Deildu svo

með tveimur. Þá færðu vegalendina sem hluturinn hefur fallið á þessum tíma.

Hvernig væri hægt að skrifa þetta á táknmáli algebrunnar? Trúir þú þessu lögmáli?

Heldurðu að það gildi alltaf alls staðar? Ef epli er látið falla úr Hallgrímskirkjuturni er

það 3,9 sekúndur að falla til jarðar. Hve hár er turninn?

(Athugaðu: Öll svona lögmál eru einfaldanir, til dæmis er í þessu lögmáli ekki reiknað

með áhrifum vegna loftmótstöðu.)

Verkefni 32

(a) Stutt ritgerð: Hvernig gerir notkun bókstafa manni kleift að hugsa um og

meðhöndla röð af reikniaðgerðum? Taktu ákveðin dæmi.

Page 27: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

23

(b) Stutt ritgerð: Hvernig er hægt að gera grein fyrir röð útreikinga með svigum?

Taktu hér líka einhver ákveðin dæmi.

(c) Sýndu dæmi um misskilning sem getur orðið ef allir nota ekki sömu reglur um röð

reikniaðgerða.

Verkefni 33 Hér er eitt dálítið flókið úr gamalli bók, Riddles in Mathematics. A Book

of Paradoxes eftir Eugene P. Northrop:

Hugsaðu þér tölu. Bættu við 10. Margfaldaðu með 2. Bættu við fjölda tíkalla sem þú

ert með á þér. Margfalda með 4. Bæta við 20. Bættu við fjórum sinnum aldri þínum í

árum. Deildu með 2. Dragðu frá tvisvar sinnum fjölda tíkalla sem þú ert með á þér.

Dragðu 10 frá. Deildu með 2. Dragðu aldur þinn frá. Deildu með 2. Dragðu frá

upphaflegu töluna. Hver er niðurstaðan?

Verkefni 34

(a) Margfeldi af 5 er tala sem 5 gengur upp í. Það eru tölur eins og 5, 10, 15 og svo

framvegis. Skrifaðu niður tölu sem er 1 hærri en einhver tala sem er margfeldi af 5. Og

svo aðra. Og enn eina. Og eina í viðbót. Hvað færðu í afgang ef þú deilir með fimm í

þessar tölur?

(b) Skrifaðu niður tíu stafa tölu sem er 1 hærri en margfeldi af 5. Hver er afgangurinn

ef þú deilir þessari tölu með 5?

(c) Hvernig geturðu skrifað niður almenna tölu sem er 1 hærri en margfeldi af 5? Með

öðrum orðum áttu að skrifa niður stæðu fyrir tölu sem er 1 hærri en margfeldi af 5.

Koma allar tölur til greina fyrir óþekktu stærðina? (Neikvæðar, brot, tugabrot?)

Verkefni 35 Svigasúpur: hvað ætti að koma út úr þessum stæðum, ef svigar eru

felldir niður?

(a) ))32(1( +⋅

(b) ))43(2(1( +⋅+

(c) )))54(3(2(1( +⋅++

(d) ))))65(4(3(2(1( +⋅+++

(e) Hvernig væri næsti liður? Giskaðu á það hvað kemur út. Jói heldur því fram að

svarið verði alltaf tala í fimm-sinnum töflunni, sama hvað maður býr til langt dæmi

eftir sömu reglu. Hvernig myndirðu athuga hvort það er satt?

Page 28: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

24

Verkefni 36 Gerðu þín eigin svigadæmi:

(a) Með einum sviga (einn vinstri og einn hægri svigi).

(b) Með tveimur svigum.

(c) Með tveimur svigum þar sem annar er innan í hinum.

(d) Eins flókna svigasúpu og þú treystir þér til að leysa úr sjálf(ur).

(e) Hvernig geta svigar verið í stæðum? Til dæmis er )2+3))( bara merkingarlaus

runa af táknum ef miðað er við venjulegar reglur. Er mögulegt að segja eitthvað um

það hvernig svigar verða að vera? Skrifaðu niður þær reglur sem þér dettur í hug.

Verkefni 37 Reikniröð

(a) 4321 ⋅+⋅

(b) 6543 ⋅+⋅

(c) 8765 ⋅+⋅

(d) Ég held að útkoman úr öllum liðum hér á undan sé slétt tala, og næsti liður yrði

það líka. Hvernig get ég komist að því hvort það er rétt?

(e) Reiknaðu )3()2()1( +⋅+++⋅ nnnn . Segir svarið þér eitthvað um d-lið?

Verkefni 38 Við skulum segja að við notum þessa reikniaðferð: tökum tölu, bætum

við 5, margföldum með 3, drögum frá 1, deilum með 2. Geturðu fundið upphafstölu

sem gefur útkomuna 13. Bættu um betur og komdu þér upp aðferð til að finna

upphafstölu fyrir hvaða útkomu sem er.

Verkefni 39 Skoðum punktamynstur, svona byrjar röðin:

1 2 3

Page 29: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

25

(a) Eftir hverju tekurðu? Reyndu að lýsa mynstrunum og því sem gerist þegar næsta

mynd er teiknuð. Teiknaðu næstu mynd.

(b) Hve margir punktar eru á 5. myndinni í röðinni? En á 10. mynd?

(c) Hvernig taldirðu þá? Hvaða aðrar aðferðir geturðu fundið?

(d) Er hægt að alhæfa út frá þinni aðferð? Er hægt að sjá með henni hve margir

punktar eru á mynd númer k, ef k er hvaða tala sem er?

(e) Búðu til svona dæmi, með einhverju öðru mynstri. Reyndu að finna formúlu sem

sýnir hve margir punktar eru á mynd númer k, ef k er hvaða tala sem er.

Verkefni 40 Lítum á þraut:

Sérhver tala á hlið þríhyrningsins á að koma út þegar þær tvær tölur sem eru við enda

hliðarinnar eru lagðar saman.

(a) Hvaða tölur koma til greina þar sem spurningamerkin standa?

(b) Hvernig gætirðu sett verkefnið upp sem algebruverkefni, notað bókstafi fyrir

óþekktu tölurnar?

(c) Er mögulegt að setja hvaða tölur sem er á hliðarnar og leysa samsvarandi verkefni?

Ef ekki: hvernig er það takmarkað?

(d) Búðu til nýjan svona talnaþríhyrning til að leysa.

(e) Hvað ef tölurnar í hornunum eru gefnar, í stað þeirra sem eru á hliðunum?

(f) Hvað ef við breytum þríhyrningnum í ferhyrning, fimmhyrning, ....?

? ?

?

63 57

100

Page 30: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

26

(g) Hvaða fleiri spurninga væri áhugavert að spyrja? Til dæmis má velta fyrir sér

talnaþríhyrningum með sérstaka eiginleika, sem dæmi mætti spyrja: Ef gefnu tölurnar

eru allar sama talan, hvað þá með hinar?

Verkefni 41 Veldu einhverja náttúrlega tölu. Ef hún er slétt, skaltu deila með 2, ef hún

er odda skaltu margfalda með 3 og bæta 1 við. Endurtaktu þetta.

(a) Notaðu bókstafi til að tákna það sem þú gerir: Segjum að þú byrjir með töluna n .

Hver er þá næsta tala?

(b) Hvað geturðu endurtekið þetta oft þangað til tölurnar fara að endurtaka sig? Til

dæmis ef þú byrjaðir á 5, færðu 5→16→8→4→2→1→4.

(c) Flestir, sem um þetta hafa hugsað, halda að maður muni alltaf lenda í því að

endurtaka tölur, alveg sama á hvaða tölu maður byrjar. En engum hefur tekist að

útskýra það eða sanna. Þetta er ein af fjölmörgum einföldum spurningum í stærðfræði

sem enginn á ennþá svar við.

Verkefni 42 Í rafmagnsfræðum er venja að tákna straumstyrk með I , spennu með E

og viðnám með R . Þessar stærðir tengjast (við vissar aðstæður) með jöfnunni IRE =

(ef stærðirnar eru mældar í viðeigandi einingum), sem nefnist lögmál Ohms.

(a) Finnið viðnámið ef 10=E og 3=I

(b) Hvernig breytist straumstyrkur ef spenna er tvöfölduð (en viðnámið er óbreytt)?

(c) Hvernig breytist straumstyrkur ef spenna er helminguð (viðnámið er óbreytt)?

(d) Hvernig breytist straumstyrkur ef viðnámið er tvöfaldað (spenna er óbreytt)?

Verkefni 43

(a) Er eftirfarandi fullyrðing alltaf, stundum, eða aldrei sönn? Ef hún er stundum sönn,

útskýrðu þá hvenær.

„Jón fékk 15% launahækkun. Jóhanna fékk 10% launahækkun. Svo Jón fékk

meiri hækkun en Jóhanna.“

(b) Af hverju heldur þú að samið sé um launahækkanir í fyrir stóra hópa launþega í

prósentum en ekki föstum krónutölum? (Við þessu er ekki stærðfræðilegt svar, en

hvað heldur þú?)

Page 31: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

27

2: Jöfnur, liðun og þáttun

Vitið að samsemdarlögmálið sem segir að A sé jafnt A á aðeins við í heimi

rökfræðinnar, að ekkert er raunverulega jafnt sjálfu sér vegna þess að ekkert helst hið

sama í svo mikið sem andartak, andartak samanburðarins.

- Lance Olsen (Nietzsches Kisses)

And, in the end, the love you take

Is equal to the love you make.

- The End John Lennon og Paul McCartney (The End)

Þú hefur sjálfsagt leyst jöfnur áður, að minnsta kosti í skólanum. En hvað er það að

leysa jöfnu? Þessi spurning er ekki eins einföld og maður gæti haldið.

Lítum aðeins á nokkrar jöfnur:

(a) 422 =+ (b) aaa 752 =+ (c) 2053 =+x (d) 222 cba =+ (e) 12)1(2 +=+ xx (f) 22)1(2 +=+ xx (g) 53 =

Verkefni 1 Skoðið þessar jöfnur, og reynið að finna einhverjar tölur sem uppfylla

þær. Hvað er líkt og hvað er ólíkt með þessum sex jöfnum? (Stoppaðu og hugsaðu um

þessa spurningu áður en þú lest lengra. Náðu þér í blað og blýant ef þú hefur það ekki

við höndina. Gefðu þér svolítinn tíma, láttu spurningar vakna og skrifaðu þær niður.)

Nokkur atriði sem mætti minnast á er að sú fyrsta inniheldur engar óþekktar stærðir,

en hinar gera það. Jöfnur b) og c) innihalda hvor um sig einn bókstaf. Jafna a), b) og f)

Til umhugsunar Hvað geturðu skrifað margar mismunandi jöfnur til þess að tjá það, að stærðirnar a og b séu jafnar?

Page 32: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

28

eru alltaf sannar, það sem stendur vinstra megin við jafnaðarmerkið er jafnt því sem er

hægra megin. Jafna c) er einungis sönn ef 5=x , annars ósönn, en jafna d) er stundum

sönn, og stundum ósönn - það fer allt eftir því hvaða tölur bókstafirnir tákna. Hún er til

dæmis sönn ef allir bókstafirnir tákna töluna 0, en líka til dæmis ef 3=a , 4=b og

5=c . Jafna e) getur aldrei verið sönn, sama hvaða tölu x er látin standa fyrir, og jafna

g) er einnig alltaf ósönn. Þegar við viljum segja að stærðir séu ekki jafnar getum við

notað „ekki jafnt og“ merkið, og skrifum til dæmis 53 ≠ .

Verkefni 2 Finndu fleiri dæmi um tölur a, b og c sem gera jöfnu d) sanna. Finndu líka

einhver dæmi um tölur sem gera hana ósanna.

Það er mjög misjafnt hvað jöfnur segja manni mikið. Til dæmis er frekar erfitt að

meðtaka eða skilja hvað jafnan

70259629629632341987654321 =x

segir, en hún segir reyndar nákvæmlega það sama og jafnan

3=x

sem segir okkur eitthvað. Það að breyta jöfnu í aðra einfaldari er eitt af hinum elstu

viðfangsefnum bókstafareiknings. Þegar við breytum flókinni jöfnu í aðra sem segir

beint og milliliðalaust hvaða tala einhver bókstafur verður að tákna, segjumst vera að

leysa jöfnuna.

Verkefni 3 Hér sjáum við tvo einstaklinga reikna. Hvað er að gerast í hvorum lið?

(a) „Ef 5=x , þá er 353 +=+x , og þá er )35(2)3(2 +⋅−=+⋅− x , sem ég

einfalda og fæ jöfnuna 1662 −=+− x .“

(b) „Ef xx +=− 2074 , þá er xxxx −+=−− )20()74( , sem ég einfalda og fæ

2073 =−x , og þá er 7207)73( +=+−x , sem ég einfalda og fæ 273 =x , og

þá er 31

31 273 ⋅=⋅x , sem ég einfalda og fæ 9=x .“

Athugaðu: Ef annar liðurinn lýsir hugsun nemanda og hinn liðurinn lýsir hugsun

kennara, hvor er þá líklega hvor (og hvað eru þeir að gera?)

Page 33: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

29

Í báðum liðum síðasta dæmis var stuðst við grundvallaratriði jöfnureiknings:

Ef tvær stærðir eru jafnar, þá halda þær áfram að vera jafnar ef maður bætir því

sama við báðar stærðirnar eða margfaldar þær báðar með sömu tölu.

Stundum er talað um að draga frá hverri hlið eða deila með sömu tölu, en eins og þú

veist kannski, þá er alveg eins hægt að tala um að bæta við neikvæðri tölu í staðinn

fyrir frádrátt, og að margfalda með broti í staðinn fyrir deilingu. Ég vona að þú skiljir

að jafnan )( aXaX −+=− er alltaf sönn, og að þú hafir einhverja tilfinningu fyrir

því að jafnan aXaX 1⋅= er líka alltaf sönn (nema ef 0=a ), en það er kannski ekki

alveg jafn augljóst.

Ef BA = þá gildir til dæmis að

11 +=+ BA

því við bættum 1 við hvora hlið, og þá gildir einnig, að

)1(2)1(2 +=+ BA

því þá höfum við margfaldað báðar útkomur með 2.

Við getum sett fram, í eitt skipti fyrir öll, nákvæmlega hvaða tvær reglur við notum til

þess að leysa jöfnur með bókstafareikningi.

1. Jafnan YaX =+ segir það sama og aYX −= .

2. Jafnan YaX = segir það sama og aYX ⋅= ef a er ekki talan 0.

Hér geta X, Y og a bæði verið tölur en líka stæður með einum eða fleiri bókstöfum.

Page 34: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

30

Fyrri regluna getum við rökstutt svona:

Í fyrsta lagi: ef YaX =+ þá er líka aYaaX −=−+ (við bættum )( a− við báðar

hliðar jöfnunnar).

Í öðru lagi: ef aYX −= þá er líka aaYaX +−=+ (við bættum a við báðar hliðar

jöfnunnar).

Seinni regluna má rökstyðja með hliðstæðum hætti, og lesandi ætti að reyna að gera

það sjálfur.

Verkefni 4

(a) Búðu til jöfnu sem hefur lausnina 9=x .

(b) Búðu til aðra jöfnu sem hefur lausnina 9=x , hafðu hana þannig að enginn

annar í skólanum hafi, eða muni, finna upp á sömu jöfnu.

(c) Búðu til jöfnu sem hefur lausnina 9=x , sem enginn annar í heiminum hefur

skrifað niður.

(d) Geturðu búið til jöfnu sem hefur lausnina 9=x , sem kennarinn getur ekki

leyst.

Eins og þú hefur nú vonandi komist að er hægt að reikna jöfnu fram og aftur. Þetta er

mikilvægt stef í stærðfræði.

Verkefni 5 Leystu nokkrar jöfnur:

(a) 122 −=+ xx

(b) 432 −=+ xx

(c) 742 −=+ xx

(d) 1052 −=+ xx

Eftir hverju tekurðu? Hvernig gæti næsta jafna á listanum verið? Gerðu þér tilgátu um

það hvað er í gangi hér. (Tilgáta er uppástunga um það hvað sé satt.) Prófaðu

tilgátuna. Geturðu rökstutt tilgátuna?

Verkefni 6 Leystu aftur nokkrar jöfnur:

(a) 513 +−=+ xx

(b) 613 +−=+ xx

Page 35: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

31

(c) 713 +−=+ xx

(d) 813 +−=+ xx

Hver væri næsta jafna á listanum og hvert væri svarið? En geturðu giskað á lausnina á

jöfnunni 100013 +−=+ xx án þess að reikna? Geturðu alhæft um þetta og sagt

nákvæmlega hver lausnin er á jöfnunni axx +−=+13 , alveg sama hvaða tala a er?

Stundum er þetta kallað að leysa fyrir x . Geturðu búið til svona jöfnu þar sem svarið

er 99=x ?

Verkefni 7 Leystu enn nokkrar jöfnur:

(a) 625 +=+ xx

(b) 7372 +=+ xx

(c) 8413 +=+ xx

Hver væri næsta jafna á listanum og hvert væri svarið? Geturðu alhæft um þetta og

sagt nákvæmlega hver lausnin er á jöfnunni cxabax ++=+ )1( , alveg sama hvaða

tölur a , b og c eru, það er að segja: leystu fyrir x .

Verkefni 8 Leystu enn nokkrar jöfnur – ekki spyrja kennara strax hvernig þú eigir að

svara, þó að þú finnir fyrir óöryggi.

(a) 8252 +=+ xx

(b) 5252 +=+ xx

(c) 10373 +=+ xx

(d) 1313 +=+ xx

Hvað kemur í ljós? Fannst þér þessi dæmi óþægileg, af því þú vissir ekki hvernig þú

áttir að svara? Athugaðirðu hvaða merkingu svörin hafa? Líttu aftur á svörin og

spurningarnar. Við leitum að tölu, sem við nefnum x , sem uppfyllir jöfnuna, tölu sem

gerir jöfnuna sanna. Það er fyrirfram engin trygging fyrir því að slík tala sé til. Og það

gætu verið margar slíkar tölur. Okkar aðferð gengur út á að athuga jöfnuna, og sjá

hvað þarf líka að vera satt ef jafnan á að gilda. Ef við fáum út jöfnu sem getur ekki

verið sönn, þá getur upphaflega jafnan okkar ekki heldur staðist. Ef við fáum út jöfnu

sem er alltaf sönn, þá skiptir engu máli hvaða tölu við setjum fyrir x , og hvaða tala

sem er uppfyllir jöfnuna.

Page 36: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

32

Verkefni 9 Leystu í eitt skipti fyrir öll jöfnuna dcxbax +=+ , fyrir x . Þú átt að fá

út jöfnu sem segir hvernig finna má töluna x ef þú þekkir tölurnar a , b , c og d . Við

hvaða skilyrði hefur jafnan enga lausn? En við hvaða skilyrði er hvaða tala sem er

lausn á henni? Og hvað getum við þá sagt um jöfnur sem hafa nákvæmlega eina

lausn? Heldurðu að það geti verið að jöfnur af þessu tagi ( dcxbax +=+ , þar sem x

er óþekkt stærð en a , b , c og d eru fastar tölur) geti haft nákvæmlega tvær lausnir?

Verkefni 10 Leysa á jöfnuna 303105 +−=− xx . Mismunandi svör þriggja nemenda

eru sýnd hér að neðan. Skoðið hverja lausn fyrir sig og ákveðið hvort hún er rétt, og ef

ekki: hver er villan?

I.

303105 +−=− xx

30102 =−x

202 =x

10=x

II.

303105 +−=− xx

30108 =+x

208 =x

5,2=x

III.

303105 +−=− xx

30108 =−x

408 =x

5=x

Reyndar er „rétta lausnin“ ekki vel fram sett, vegna þess að hún inniheldur ekki

skýringar og sýnir ekki röklegt samhengi hlutanna. Það getur verið í lagi þegar maður

er að reikna fyrir sjálfan sig, en er verra þegar aðrir eiga að lesa lausnina.

Verkefni 11 Leystu enn nokkrar jöfnur:

(a) 211412

151010 −=+ xx

(b) 211413

151010 −=+ xx

(c) 211414

151010 −=+ xx

(d) 211414

151010 +=+ xx

Verkefni 12 Reynum að sýna hvernig leysa má ákveðnar tegundir af jöfnum í eitt

skipti fyrir öll: leystu fyrir x :

fedx

cbax +=+

Page 37: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

33

Hvaða skilyrði þurfa að gilda til þess að á jöfnunni sé engin, ein, eða fleiri lausnir?

Verkefni 13 Hvað geturðu skrifað margar mismunandi jöfnur til þess að tjá það, að

stærðirnar a og b séu jafnar?

Þrír einfaldir möguleikar sem sýna ólík sjónarhorn eru ba = , 0=− ba , og 1=ba .

Tilbrigði við þessar þrjár jöfnur fást með því að víxla stærðartáknunum. Reyndar eru

óendanlega margir möguleikar, þar á meðal þessi: )15(7735 +=+ ba . Fyrir þau sem

læra meira í stærðfræði verður eftirfarandi staðreynd síðar mikilvæg: a og b eru

jafnar rauntölur ef um sérhverja jákvæða tölu e gildir að mismunurinn á a og b er

minni en e . (Það er hægt að tákna svo: eba <− ).

Verkefni 14 Finndu tvær tölur sem samanlagðar gefa töluna 1. Skrifaðu nokkur ólík

pör af tölum. Eru einhver takmörk í því hvernig tölurnar voru valdar hjá þér. Ef ég gef

þér tölu, x , geturðu þá gefið mér tölu, y , þannig að 1=+ yx ? Hvernig?

Verkefni 15

Flestir vita að 2222 ⋅=+ . Það skiptir ekki máli hvort tölurnar eru lagðar saman eða

margfaldaðar! En vissir þú að 23

23 33 ⋅=+ ? Eru fleiri dæmi um þetta: talnapör sem

gefa sömu útkomu ef hvort sem ein er lögð við aðra eða þær margfaldaðar saman?

Hægt er að „leysa“ jöfnuna yxxy += fyrir hvort heldur sem er, x eða y. Til dæmis, ef

við leysum fyrir x:

Gerum ráð fyrir að yxxy +=

svo yxxy =− x ⋅ y – x = y (x dregið frá báðum hliðum)

og þá er yyx =− )1( (x tekið út fyrir sviga vinstra megin)

og þá fæst að lokum 1−

=yyx (deilt með 1−y í báðar hliðar) .

Page 38: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

34

Svo við getum valið hvaða tölu sem er fyrir y (nema eina tiltekna tölu, hver er hún?)

og reiknað út x. Þá fáum við talnapar sem virkar.

Verkefni 16

Leystu jöfnurnar:

(a) 0)2)(1( =−− xx

(b) 0)1( =−xx

(c) 0)1( =+ xx

(d) 0)1)(2( =++ xx

(e) 0)998)(999( =++ xx

(f) 0)9999)(99998( =−− xx

(g) Alhæfðu: 0))(( =−− bxax

Stærðfræðin er full af tengingum og hliðstæðum. Einfaldar staðreyndir koma að notum

í óvæntu samhengi, ganga aftur í margvíslegum verkefnum. Ein þeirra er sprottin af

því að tekið er eftir því hvaða ályktun er hægt að draga um tvær stærðir, ef margfeldi

þeirra er núll. Hér er enn meiri alhæfing en í síðasta lið síðasta dæmis:

Verkefni 17 Hvað veistu um A og B ef þú veist að 0=⋅ BA ?

Að svara síðustu spurningu er að orða einn mikilvægasta eiginleika bókstafa- og

talnareiknings!

Verkefni 18 Leystu jöfnurnar

(a) 0100 =−x

(b) 0)100( 2 =−x

(c) 0)100( 3 =−x

(d) 0)100( 2009 =−x

(d) Alhæfðu: 0)( =− nax (Má n vera hvaða tala sem er? Gerðu grein fyrir því.)

Verkefni 19 Leystu jöfnurnar

(a) 0))()(( =−−− cxbxax

Page 39: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

35

(b) 0))()()(( =−−−− dxcxbxax

Verkefni 20 Leystu jöfnurnar

(a) 05 =−x

(b) 0)5(2 =−x

(c) 0)5(21 =−x

(d) Alhæfið: leysið jöfnuna 0)5( =−xk (Getur k verið hvaða tala sem er? Útskýrið.)

Verkefni 21 Leystu jöfnurnar

(a) Búðu til jöfnu sem hefur lausnirnar 4−=x , 3=x og 21=x og engar aðrar.

(b) Búðu til jöfnu sem hefur fjórar ólíkar lausnir, og ein þeirra er 0=x .

Í mörgum vísindum, fræðum, við hönnun og við lausn alls kyns tæknilegra vandamála

koma fram jöfnur sem þarf að leysa. Þær jöfnur geta verið mjög flóknar og oft er ekki

hægt að leysa þær með beinum hætti. Stundum er hægt að finna góðar nálganir, og

stundum er hægt að giska. En þegar fram kemur tilgáta um lausn, þá er alltaf hægt að

prófa hana – það er miklu auðveldara að athuga hvort tala er lausn heldur en að finna

lausnina.

Verkefni 22 Athugaðu hvort 1=x er lausn á jöfnunni

1241553 2345 −++−− xxxxx

-Liðun og þáttun-

Nú rifjum við upp, eða kynnum til sögunnar tæki til að nota þegar fengist er við

algebruverkefni. Þetta eru tæki til þess að breyta stæðum á einu formi í annað, eða til

þess að hægt sé að sjá sama hlutinn frá tveimur sjónarhornum: sem summu og sem

margfeldi. Það fer eftir aðstæðum hvort formið hentar betur, og hvort segir okkur

meira.

Snemma á 17. öld setti landmælingamaðurinn Thomas Harriot (1560-1621) fram

tækni sem í þá daga var bylting, en er í dag sjálfsagt efni í kennslu í bókstafareikningi:

Page 40: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

36

Settu alla liði jöfnunnar öðru megin jafnaðarmerkisins, svo að jafnan taki

formið

[einhver stæða] = 0.

Verkefni 23 Við hverskonar verkefni getur verið gagnlegt að tjá stæðu sem

margfeldi?

Ef hægt er að þátta stæðuna öðru megin jafnaðarmerkisins (og hinu megin stendur 0),

fáum við einfaldara verkefni, því þá getum við litið á hvern þátt fyrir sig. Tengingin á

milli samlagningar og margföldunar er dreifireglan. Dreifireglan segir okkur að við

megum taka út fyrir sviga sem svo er kallað. Stundum blasir við hvernig það er hægt

en stundum getur þurft næmt auga til að sjá möguleikann. Sérðu til dæmis hvað hægt

er að taka út fyrir sviga hér:

bababa −++− ))((

Hér er gott dæmi um gagnsemi þess að geta séð heila stæðu sem einn hlut. Mörgum

finnst léttara að sjá hvað mögulegt er að taka út fyrir sviga hér:

)1( +=+ YXXXY

en formið er nákvæmlega það sama og í jöfnunni á undan. Við búum bara til ný nöfn,

X og Y.

baX −= og baY +=

Svo við getum alveg eins þáttað:

)1)(())(( ++−=−++− bababababa

Verkefni 24 Túlkið þessa jöfnu að ofan sem mynd af flatarmálum.

Hér er ein útgáfa:

Page 41: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

37

a

a

1

1

b

b

1

1

a + b

a + b

1

1

a – b

a – b

a – b

a – b

a + b + 1

a + b + 1

Þó svo að áherslan í þessari bók sé fyrst og fremst á hugsun, en ekki sjálfvirkni, þá

þarf maður líka að æfa sig í að nota tækni.

Verkefni 25 Hér eru nokkrar tækniæfingar: takið út fyrir sviga.

(a) yyzxy 32 +−

(b) 444 ixpxax ++

(c) 432 saxkexfax ++

(d) )2)(())(( vzyxvzyx +++++

(e) ))(())(( dcbadcba +++−+

Verkefni 26 Geturðu reiknað út margfeldið 99101⋅ án þess að nota reiknivél?

Nú leiðir þú út sígilda reglu, sem lætur lítið yfir sér, en er hið gagnlegasta tæki:

Verkefni 27 Reiknaðu út margfeldið ))(( baba −+ og einfaldaðu.

Þetta samband sem þú reiknaðir út í verkefninu hefur reynst gagnleg í stærðfræði og

því er venja að kenna hana í skólum, hún er oftast nefnd samokareglan:

22))(( bababa −=−+

Samokareglan gefur (meðal margs annars) leið til að reikna sum margfeldi í huganum:

9999991100000011000)11000)(11000(9991001 22 =−=−=−+=⋅

Page 42: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

38

Þar sem margföldun getur túlkast sem flatarmál, er upplýsandi að skoða reglur um

margföldun í því ljósi.

Verkefni 28

Hvernig má sjá sannleika samokareglunnar með mynd?

Til að athuga: Ein lausn gæti verið á þessa leið.

Verkefni 29 Hér er þraut: Amma Önd var í sumar með ferningslaga kálgarð, sem er

stærri en ferningslaga kálgarðurinn sem hún var með í fyrra. Af þessum sökum er

uppskeran í ár 211 kálhausum meiri en hún var þá. Hvað fékk Amma Önd marga

kálhausa úr garðinum í haust.

Vísbending: Teiknið mynd. Notið samokaregluna. Prófið að einfalda dæmið: hvernig

væri að reyna minni tölu?

Nú lítum við á tvíliður í öðru veldi. (Tvíliða þýðir bara stæða sem hefur tvo liði.)

Verkefni 30 Reiknaðu út margfeldin 2)( ba + og 2)( ba − .

Þær formúlur sem þú fékkst eru sígildar og í uppáhaldi meðal prófsemjenda allra tíma,

við getum nefnt þær ferningsreglurnar eins og stendur í mörgum bókum. Ég sýni

hérna eina leið til þess að reikna út fyrra margfeldið, alveg í smáskrefum, þar sem á að

sjást nákvæmlega hvaða reglur eru notaðar í hverju skrefi.

22222 2)()())(()( babababbaabbaababababa ++=+++=+++=++=+

Svo ferningsreglurnar eru jöfnurnar 222 2)( bababa ++=+

=

=

=

=

+

+

=

=

Page 43: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

39

222 2)( bababa +−=−

Verkefni 31 Reiknaðu út, án þess að nota reiknivél:

(a) 2101

(b) 21002

(c) 299

(d) 2999

Eins og áður er gagnlegt að hugsa frá sem flestum hliðum:

Verkefni 32 Getum við skoðað reglurnar (samokaregluna og tvíliðureglurnar) með

myndrænni túlkun (um flatarmál)? Hvernig?

Þegar við breytum summu í margfeldi er talað um að þátta, en þegar við breytum

margfeldi í summu er talað um að liða. Liðun og þáttun eru einskonar andhverfur, og

gott dæmi um fram-og-aftur stef í stærðfræði.

Verkefni 33 Hvort finnst þér erfiðara að liða eða þátta? Er mögulegt að búa til stæðu

sem ómögulegt er að liða? Er mögulegt að búa til stæðu sem ómögulegt er að þátta?

Ef þú hefur hugsað vel um síðasta verkefni hefur þú komist að því að það er miklu

erfiðara verkefni að þátta en að liða. Þú getur liðað öll möguleg margfeldi, ef þú

vandar þig, en það getur verið erfitt að þátta stæður, og stundum er hreinlega engin

leið að þátta.

Verkefni 34

(a) Gakktu úr skugga um að 1)1)(1( 2532 +−+=+−+ xxxxxx . Hvort liðaðirðu

vinstri hlið jöfnunnar eða þáttaðir þá hægri?

(b) Búðu til þáttunardæmi sem hvorki félagar þínir né kennari getur þáttað, en þannig

að þú þekkir svarið.

Verkefni 35

Page 44: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

40

Við skulum segja að við viljum reikna út margfeldi tveggja talna á hverjum daglega,

en tölurnar sjálfar breytast dag frá degi. Yfirleitt er breytingin tiltölulega lítil, á bilinu

eitt til tíu prósent.

(a) Berðu saman margfeldi tveggja talna og svo margfeldið ef hvor þeirra hefur

stækkað um 10%. Hver er hækkun margfeldisins í prósentum?

(Svar: abababbbaa 01,02,0)1,0)(1,0( ++=++ )

(b) Settu dæmið í samhengi. Geturðu fundið upp á dæmi úr verslun og viðskiptum?

(c) Skrifaðu almennara dæmi, hafðu breytinguna óþekkta prósentustærð.

(d) Væri hægt að gera dæmið sérhæfðara eða almennara? Hugsaðu hvað ef, og hvað ef

ekki?

Það kemur mörgum á óvart að uppgötva mynstrið þegar tvíliður eru settar í hærri veldi

og útkoman skrifuð skipulega niður.

Verkefni 36 Liðaðu þessi margfeldi. Einfaldaðu eins og hægt er. 0)( ba + , 1)( ba + , 2)( ba + , 3)( ba + , 4)( ba + , 5)( ba +

Tölur fyrir framan bókstafi í stæðum eins og a5 eru nefndir stuðlar, hér er stuðullinn

við a sem sagt talan 5. Ef við prófum að skrifa niður alla stuðla við öll margfeldi a og

b í útkomunum hér að ofan fæst áhugavert mynstur:

Byrjum á 1)( 0 =+ ba og svo baba +=+ 1)( , svo stuðlarnir eru 1 og 1. Næst er

222 2)( bababa ++=+ svo stuðlarnir þar eru 1, 2 og 1.

Skrifum þetta svona:

1

1 1

1 2 1

Hvernig eru næstu 2 línur? Hverju getum við tekið eftir við mynstrið? Skrifaðu það

sem þú sérð.

Verkefni 37 Veldu tvær heilar tölur, þannig að mismunur þeirra sé 2. Margfaldaðu

þær saman og bættu einum við. Er útkoman ferningstala? (Tala sem er einhver heil

Page 45: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

41

tala í öðru veldi, til dæmis 4, 9 eða 16). Prófaðu nokkur önnur svona pör af tölum.

Gerist þetta alltaf eða bara stundum? Hvað heldur þú? Ef þú vilt athuga hvort tilgáta

þín standist geturðu athugað fleiri talnapör, en svo ættirðu að prófa að nota bókstafi,

og nota alla eiginleika sem gefnir eru: hvað þýðir til dæmis að mismunur a og b sé 2?

Hvernig geturðu skrifað margfeldi a og b og bætt einum við?

Verkefni 38 Skrifum niður ferningstölur talnanna 1, 2, 3, ... og tökum eftir og skráum

mismun allra samliggjandi talna í þeirri röð:

Ferningstölur: 1 4 9 16 25 36

Mismunur: 3 5 7 9 11

Í seinni röðinni er mismunurinn milli samliggjandi talna alltaf 2. Geturðu útskýrt hvers

vegna?

Verkefni 39

(a) Reiknaðu 2)( cba ++

(b) Reiknaðu 2)( dcba +++

-Óuppsettar jöfnur-

Í mörg þúsund ára gömlum kennslubókum er að finna óuppsettar jöfnur, svonefnd

orðadæmi. Þau er líka að finna í þessari bók og eflaust hefurðu séð slíkar þrautir áður.

Dæmin sjálf eru auðvitað ekki raunhæf í þeim skilningi að líklegt sé að maður lendi í

þeim aðstæðum að þurfa að leysa þau utan skólans. Þau eru hins vegar ætluð sem

æfing í að nota stærðfræðilega hugsun. Raunveruleg vandamál eru yfirleitt miklu

flóknari en svona þrautir. Mörgum þykja þær samt erfiðar - og vissulega geta þær

verið það - en það er vel hægt að hafa gaman af þeim, alveg eins og fólk hefur gaman

af krossgátum, talnaþrautum eins og sudoku, skákþrautum, spurningaleikjum og

heilabrotum af ýmsu tagi.

Verkefni 40

(a) Geturðu skipt 100 í tvennt, geturðu fundið tvær tölur sem lagðar saman gefa 100?

(b) Geturðu skipt 100 í tvennt, þannig að mismunurinn á tölunum sem samalagðar

gefa 100 sé 30?

Page 46: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

42

(c) Geturðu skipt gefinni tölu í tvennt, ef mismunurinn á tölunum sem mynda

upphaflegu töluna er gefinn? Nákvæmlega hvernig? Ef þú átt að skipta tölunni a í

tvennt, og mismunurinn á að vera b , hvernig geturðu reiknað út tölurnar?

Á máli algebrunar mundi maður segja að við vildum finna tölur a og b, ef jöfnurnar

baX += baY −=

eru gefnar. (X og Y eru þá gefnar tölur).

Verkefnið (í c-lið) er fengið úr kennslubók Díofantosar frá þriðju öld eftir Krist. Í

þeirri kennslubók voru fleiri dæmi af sömu ætt, en orðalagið er ef til vill dálítið

knappt:

Verkefni 41 Verkefnin eru:

(a) Að skipta gefinni tölu í tvennt, ef hlutfallið er gefið.

(b) Að finna tvær tölur í gefnu hlutfalli, ef mismunur þeirra er gefinn.

Útskýrðu hvernig þú gætir leyst þessi verkefni. Hér sem endranær er mikilvægast að

þú útskýrir með þínum eigin hætti, þannig að það sé skiljanlegt bæði þér og öðrum.

Hér er ein gömul, hana er að finna á papýrus frá því um 1650 fyrir Krist:

100 brauðhleifum skal skipta milli 5 manna á þann hátt að hver og einn fær

mismikið og munurinn á milli þess hvað hver fær og sá næsti er alltaf sá sami.

Summa þeirra tveggja sem fá minnst á að vera einn sjöundi hluti af því sem

þeir þrír sem fá mest, fá samanlagt.

Táknmál algebrunar kom ekki til sögunnar fyrr en tvö þúsund árum síðar, svo þetta

hefur verið dálítið þungt dæmi. Okkur sem síðar komum er þetta æfing í algebru, við

einfaldlega göngum til verks og skrifum upplýsingarnar sem bókstafareikning:

Ef sá sem fær minnst, fær x brauðhleifa, fær sá næsti ax + og sá þarnæsti

axaax 2+=++ og svo koll af kolli. Við fáum jöfnuna

)4()3()2()(100 axaxaxaxx ++++++++= eða

ax 105100 += ef við tökum saman, og þá

Page 47: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

43

ax 220 += ef við deilum með 5 báðu megin jöfnunnar (sem er það sama og að

margfalda hliðarnar með 51 .)

Svo fáum við að vita að þeir tveir sem fá minnst, fá einn sjöunda hluta þess sem hinir

þrír fá, sem við skrifum:

7)4()3()2()( axaxaxaxx +++++=++ sem verður

7932 axax +=+ ef tekið er saman, og þá margföldum við með 7 og fáum

axax 93714 +=+ og með því að laga aðeins til fæst

ax 211 = .

Nú höfum við á tvær jöfnur sem báðar þurfa að gilda í einu.

(1) ax 220 += (2) ax 211 =

Ef jafna (2) er sönn um allar tölur x og a getum við skipt á stærðunum a2 og x11

hvar sem önnur hvor þeirra kemur fyrir. Og nú vill svo heppilega til að í jöfnu (1)

stendur stæðan a2 . Við megum því skipta inn á: x11 í stað a2 . Fyrri jafnan er því

jafngild þessari:

xx 1120 += , sem þýðir að

x1220 = og með deilingu og styttingu fæst þá lausnin

35=x .

Og nú getum við reiknað út a, því enn vitum við af jöfnu (2) að

a211 35 =⋅ , svo

655=a .

Nú getum við sagt hvað hver og einn fékk af brauði.

Verkefni 42 Hér er æfing úr gamalli kennslubók:

Hvað eru þessir bræður gamlir? Ef þú leggur saman aldur þeirra í árum færðu 17, en

aldursmunurinn er 3 ár.

Page 48: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

44

Verkefni 43 Er hægt að leysa öll svona dæmi í eitt skipti fyrir öll? Hverju má breyta?

Með hvaða skilyrðum?

Verkefni 44 Hvort er hærri tala: tvisvar aldur þinn eftir ellefu ár, eða þrisvar aldur

þinn eftir tvö ár?

Verkefni 45 Faðir er 32 ára og sonur hans er 17. Hvenær er faðirinn tvöfalt eldri en

sonurinn?

Verkefni 46 Stærðfræðingurinn Augustus de Morgan, sem var uppi á 19.öld, tók eftir

því að hann var x ára árið 2x sem var, í hans tilfelli, árið 1849. Hvað var hann gamall

þá, og hvenær geta þeir sem eru fæddir árið 1980 búist við því að upplifa þetta? Gæti

þetta gerst í þínu lífi?

Verkefni 47 Hér er eitt þungt dæmi úr kennslubók Ólafs Daníelssonar í Algebru:

Skipin Gullfoss og Goðafoss sigla viðstöðulaust kringum landið. Ef þeir fara í sína

áttina hvor, mætast þeir á 321 dags fresti, en ef þeir fara báðir í sömu áttina, siglir

Gullfoss fram á Goðafoss á 15 daga fresti. Hve lengi er hvor um sig að fara kringum

landið?

Sumar jöfnur ná því að verða heimsfrægar. Hver hefur til dæmis ekki séð jöfnu

Einsteins 2mcE = ? Hún er úr eðlisfræði og lýsir sambandi orku og massa

Verkefni 48 Skoðum aðeins jöfnu Einsteins, 2mcE = . Bókstafurinn E táknar orku,

bókstafurinn m táknar massa, og bókstafurinn c táknar ljóshraða. Það má nota

jöfnuna ef orkan er mæld í einingu sem heitir Joule, massinn er mældur í

kílógrömmum og ljóshraðinn í metrum á sekúndum (og þá er 000.000.300=c ).

Hve mikil orka er í einu grammi af efni? (Eitt kílógramm er þúsund grömm.)

Einhvern tíma á 17.öld skrifaði franski lögmaðurinn Pierre Fermat á spássíu í bók, að

hann hefði komist að eftirfarandi reglu (ef við orðum hana á táknmáli algebrunnar):

nnn cba =+

Page 49: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

45

Jafnan nnn cba =+ á sér enga lausn, ef a, b og c eiga að vera heilar tölur, og

veldisvísirinn n er stærri tala en 2. (Og engin af tölunum a, b eða c eru 0.)

Hann skrifaði líka að hann hefði fundið á þessu dásamlega sönnun, en að það væri

ekki pláss fyrir hana á spássíunni. Þessi fullyrðing hefur verið nefnd síðasta setning

Fermats og stærðfræðingar glímdu við að finna á henni sönnun í meira en 300 ár.

Breskum stærðfræðingi, Andrew Wiles tókst það loks árið 1994, en sönnun hans er

mjög löng og flókin og er ekki skiljanleg nema með löngum undirbúningi og þjálfun

(háskólanámi).

Verkefni 49 Í Simpsons-þættinum “Treehouse Of Horror VI” (Þáttur 3F04) fór

Hómer inn í 3ju víddina og í þrívíddarlandinu flugu framhjá honum nokkrar jöfnur,

þar með talin jafnan 121212 192218411782 =+

(a) Getur setning Fermats verið rétt, ef þessi jafna er sönn? Hvernig stangast þær á?

(b) Er hægt að sjá að þessi jafna getur ekki staðist, alveg án þess að reikna neitt?

Hvernig? (Þetta er mjög lúmskt, ef til vill hjálpar það manni að segja allt sem maður

veit um tölurnar hægra megin annars vegar og vinstra megin hins vegar, og sjá hvort

báðar hliðarnar geti verið af sama tagi.)

(c) Ef reiknað er á flestum reiknivélum 1212 18411782 + og síðan tekin 12-ta rót, þá

skilar vélin tölunni 1922, sem er í mótsögn við a)-lið. Hvernig getur staðið á þessu?

Í stærðfræði er mýgrútur af óleystum jöfnum, eða flokkum af jöfnum, sem ekki er

vitað hvernig á að leysa eða hvort hægt er að leysa, hér er ein:

Er til einhver lausn á jöfnunni 6=− qp yx ef allar óþekktu tölurnar verða að

vera heilar tölur? (Hér eru veldin líka óákveðin.)

Verkefni 50 Nú skaltu hugleiða hvort þú getir rætt eftirfarandi spurningar:

(a) til hvers gæti maður viljað leysa jöfnu?

(b) hvaða aðgerðir er hægt að nota til þess að leysa jöfnu (og hvers vegna virka þær?)

(c) hvernig er hægt að tjá að A sé jafnt B á nokkra mismunandi vegu?

Page 50: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

46

(e) „Ekkert helst hið sama í svo mikið sem andartak, andartak samanburðarins.”

Hvað merkir þetta? Hvenær á þetta við? Spurningin er ef til vill frekar heimspekileg

en stærðfræðileg.

Hér væri mjög gagnlegt að setja eitthvað á blað, og tækir þér tíma til að útskýra fyrir

einhverjum öðrum, til dæmis á heimilinu. Þetta er hins vegar ekki æfing í að fletta

bók, þú ættir að vinna þetta án þess að líta aftur í bókina.

Page 51: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

47

3: Stærðfræðileg líkön

Stærðfræði, eins og tónlist eða hver önnur list, er ein af leiðum okkar til að komast til

fullrar sjálfsvitundar. Mikilvægi stærðfræðinnar liggur í því að hún er list; með því að

upplýsa fyrir okkur eðli okkar eigin huga, upplýsir hún okkur um margt sem er háð

hugsun okkar.

- John W.N. Sullivan

Auðvitað kanntu vel að leggja saman, draga frá, margfalda. Líklega hefur verið um

þig, eins og flest börn, að þau læra (eða uppgötva?) fyrst muninn á einum og mörgum.

Svo læra þau að telja: einn, tveir, þrír, fjórir, og svo framvegis. Og þau læra líka

merkingu orðanna „ekkert“ og „enginn“. Þetta eru náttúrulegu tölurnar. Það eru tölur

sem samsvara „fjölda“ hluta - þeir geta verið 0, 1, 2, 3, eða fleiri.

Verkefni 1 Er hægt að bera saman fjölda hluta í tveimur hópum án þess að nota

tölur? Hvernig? Hugsaðu um þetta í svolitla stund áður en þú heldur áfram að lesa eða

skoðar myndina á næstu síðu.

Spurningin í verkefninu tengist heimspekilegri spurningu: hvað er tala? Sumir hafa

reynt að skilgreina hvað tölur eru, en það er í raun ekki til nein skilgreining sem allir

geta fallist á, enda eru tölur nær því að vera einhvers konar hugsunargleraugu heldur

en hlutir. Við hugsum með tölum og í tölum.

Ef til vill hafa dýrahirðar fornaldar passað upp á fjölda dýra sinna með því að hafa

steina til hliðsjónar. Hirðirinn gæti hafa parað saman eina steinvölu við eina kind áður

en hann hleypti þeim á fjall. Svo gat hann séð hvort eitthvert dýrið vantaði þegar hann

smalaði þeim aftur saman.

Til umhugsunar Hvers vegna er „mínus sinnum mínus jafnt og plús“ ?

Page 52: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

48

En einhvertíma hefur það gerst að maðurinn hætti að þurfa áþreifanleg hjálpartæki og

fór í stað þess að telja. Þá þarf ekki lengur steina eða önnur hjálpartæki til þess að

halda utan um fjölda, maður gerir það í huganum (eða með því að skrifa niður). Og

einfaldur talnareikningur er sennilega fyrsta dæmið um það sem við getum kallað

stærðfræðilegt líkan: í stað þess að nota áþreifanlega hluti notum við stærðfræðileg

hugtök - í þessu tilviki tölur. Við getum alveg sleppt því að hugsa um þær í samhengi

við áþreifanlega hluti, það eina sem skiptir máli eru eiginleikar talnanna. Og tala er

einskonar eiginleiki hópa, við getum spurt um hvaða hóp sem er: hvað eru margir í

hópnum. Þegar við erum að skoða hvaða reglur gilda um tölur erum við eiginlega að

velta fyrir okkur eiginleikum eiginleika!

Við höfum nú þegar talað um nokkra eiginleika talna og reikniaðgerða: það gildir

víxlregla, tengiregla og dreifiregla um samlagningu og margföldun. Um þessa

eiginleika var fjallað í fyrsta kafla, en þeir voru nær einungis ræddir með heilar tölur í

huga. En ekki eru allar tölur heilar tölur þó að þær dugi til að telja hluti. Önnur túlkun

á tölum byggir á hugmyndum okkar um lengdir og fjarlægðir. Við getum hugsað

okkur að línustrik hafi tiltekna lengd, og að til sérhverrar jákvæðrar tölu heyri línustrik

af samsvarandi lengd.

Verkefni 2 Hvað er þetta línustrik langt?

Page 53: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

49

Þessi spurning er auðvitað brella. Svarið veltur á mælikvarðanum. Kannski mældirðu

strikið með reglustiku og sást að lengdin var nálægt því að vera 5,4 sentímetrar. En í

fyrsta lagi er ekkert heilagt við sentimetra og í öðru lagi er það ekki sérlega nákvæm

mæling. Það sem reglustikan sýnir er í besta falli að lengdin falli nær því að vera 5,4

sentimetrar en að vera 5,3 eða 5,5 sentimetrar.

Í fyrsta kafla beindum við athygli okkar að nokkrum staðreyndum um talnareikning.

Til dæmis því að það skiptir ekki máli í hvaða röð við leggjum tvær tölur saman. Ein

leið til að sjá fyrir sér víxlregluna er að horfa á þessar tvær myndir:

Við hugsum okkur að við leggjum saman línustrikin, það skiptir ekki máli hvort er

vinstra megin og hvort hægra megin.

Ef við erum að reikna með heilum tölum, þá er hægt að hugsa sér að margföldun sé

það að leggja saman oft. Við getum túlkað margfeldið 83 ⋅ , þrisvar sinnum átta, sem

summuna átta plús átta plús átta, 8 + 8 + 8.

Við getum til dæmis hugsað okkur þrjár láréttar raðir af átta hlutum.

Þetta eru líka átta lóðréttar raðir (dálkar) af þremur hlutum! Svo það er líka hægt að

hugsa margfeldið sem 3 + 3 + 3 + 3 + 3 + 3 + 3 + 3 sem er átta sinnum þrír.

En margföldun tveggja talna má líka túlka sem flatarmál, eða hreinlega tvívíðan flöt.

Ef við hugsum okkur að tölur svari til línustrika, þá svarar margfeldi línustrikanna til

ferhyrningslaga flatar:

a

a

b

b

a

a

b

b

Page 54: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

50

a

a

b

b

a

a

b

b

a ⋅ b

a ⋅ b

Hér er engin ástæða til þess að tölurnar þurfi að vera heilar, en er eitthvert annað

skilyrði sem takmarkar það að þessi mynd sýni að margföldun sé víxlin aðgerð, það er

að segja, að baab = ? Hvað með neikvæðar tölur?

Verkefni 3 Ímyndaðu þér að víxlreglan gilti ekki um margföldun. Hvað mundi það

þýða? Er hægt að hugsa sér einhverjar slíkar aðstæður?

Til að athuga: Er til dæmis hugsanlegt að einhverjar geimverur væru með þannig

„sjónskekkju“ að þegar hlut væri snúið breyttist lögunin?

Stærðfræðin notar stundum sérstakt tungumál til þess að tjá staðreyndir, reglur, og

hugmyndir. Til dæmis eru víxlreglurnar ritaðar svona: Um sérhverjar tvær jákvæðar

tölur, a og b gilda reglurnar

• a + b = b + a

• a ⋅ b = b ⋅ a

Þarna sjáum við fyrir okkur að í stað bókstafanna a og b gætu staðið hvaða tölur sem

er, og samkvæmt gamalli venju er ekkert því til fyrirstöðu að a og b geti verið sama

talan. Þegar þú lest reglur sem þessar verður þú að vara þig á því að hvert einasta

smáatriði skiptir máli. Hér að ofan er það til dæmis tekið sérstaklega fram að tölurnar

eiga að vera jákvæðar, sem í stærðfræði þýðir að þær verða að vera stærri en núll.

Víxlreglurnar gilda að vísu líka um allar neikvæðar tölur, en hugleiðingarnar hér að

ofan eru eingöngu um heilar jákvæðar tölur og lengdir strika (sem svara til jákvæðra

rauntalna).

Jákvæðu heilu tölurnar geta verið líkan af fjölda. Neikvæðu tölurnar geta verið líkan af

skorti eða skuldum, breytingu (minnkun, fækkun eða tilfærslu), eða að eitthvað er

Page 55: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

51

hugsað í „hina áttina“. Hvað vantar upp á hóp 8 stúlkna að þær nái í 11 manna

fótboltalið? Jú, það vantar 3 stúlkur. Við erum í raun og veru bara að leyfa okkur að

skrifa sömu upplýsingar á mismunandi vegu. Það skiptir engu hvort ég skrifa:

8 – 11 = (-3) , 8 = (-3) + 11 , 3 = (-8) + 11 , eða jafnvel

0 = (-3) + (-8) + 11

Í orðum gætum við hugsað okkur: ef ég á 8 stykki en þarf 11 vantar mig 3, eða ég á í

raun 8 krónur ef ég skulda þrjár en hef 11, og svo framvegis. Grundvallaratriðið er að

líkanið gengur upp með þessum reikniaðferðum. Í stærðfræði skilgreinum við

neikvæða tölu á eftirfarandi hátt:

Ef a er jákvæð tala, þá er ( – a) neikvæða talan sem virkar þannig:

a + ( – a) = 0

Það eina sem þarf í raun að vita um neikvæðar tölur til að geta reiknað er hvernig þær

virka. Við getum notað þær í reikningi án þess að hafa áhyggjur af því hvað þær

merkja. Og sama á við um öll stærðfræðileg hugtök! Þó að það skipti auðvitað miklu

máli að læra hvernig hægt er að láta stærðfræðileg hugtök merkja eitthvað.

Verkefni 4 Hvernig væri hægt að gefa neikvæðum tölum myndræna merkingu?

Til að athuga: Hér er ein leið: við getum hugsað okkur að hvert línustrik stefni í eina

átt. Ef a táknar strik, þá gæti – a táknað strik sem er alveg eins og a nema að það

stefnir í öfuga átt.

Vandinn hér er að gera grein fyrir því hver eru jákvæðu strikin og hver neikvæðu, og

hvað merkir að leggja saman og draga frá: við neyðumst til að krefjast þess að þau

liggi öll á sömu línunni. En þá lendum við í vandræðum með margfeldið. Við leyfum

þessum pælingum að lifa, hér verða ekki gefin frekari svör. Til eru

stærðfræðikenningar um almennan reikning með strikum, sem þú átt kannski eftir að

kynnast síðar.

a

a

– a

– a

Page 56: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

52

En nú eigum við eftir að skoða hvernig neikvæðar tölur virka í margföldun. Við

höldum okkur nú við náttúrlegar tölur: heilar tölur og ekki neikvæðar. Spurningin er

ekki hvernig er margföldun með neikvæðum tölum „í raun og veru“. (Hver ákveður

hvað er í „raun og veru“) heldur frekar þessi: hvernig viljum við að þær virki? Er

einhver gagnleg og eðlileg túlkun á margföldun neikvæðra talna? Það er nokkuð ljóst

að ef maður eykur við skuldir sínar, um 1000 krónur á dag, þá skuldar maður 7000

krónum meira eftir viku. Því er eðlilegt að

7 × (-1000 ) = -7000

Og í samræmi við venjulega margföldun höfum við

(-1000 ) × 7 = -7000

En hvað með (-7) × (-1000 )? Þú veist kannski að (-7) × (-1000 ) = 7000 , því

„mínus sinnum mínus gerir plús“. En af hverju? Í raun og veru er þetta bara

samkomulagsatriði, en reyndar er það mjög mikilvægt! Ef við viljum geta reiknað með

sömu aðferðum og reglum og gilda um jákvæðar tölur þá er það óhjákvæmilegt.

Verkefni 5 Ljúktu við töfluna: í efri röðinni eru heilu tölurnar frá og með -3 upp í 5. Í

neðri röðina á að færa inn útkomuna sem fæst ef við reiknum margfeldið (-1) sinnum

talan í efri röðinni. Ein tala hefur verið færð inn.

n -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5

(-1) ⋅ n -2

Taktu eftir mynstrinu. Hvernig fer maður til hægri í töflunni? En vinstri?

Verkefni 6 Hugsaðu þér að þú standir á beinni línu. Þú ferð tvö skref áfram, síðan eitt

afturábak, svo þrjú áfram, en að lokum átta afturábak. Hvar stendurðu að lokum, hvað

hefðirðu getað gert í upphafi til að komast beint á lokapunktinn? Væri hægt að lýsa

ferðalögum sem þessum á einhvern almennan hátt: ef maður tekur x skref áfram og

Page 57: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

53

svo y skref afturábak, hvert er maður kominn? Þetta er ágætt dæmi um stærðfræði sem

tungumál. Bara við það að geta talað og hugsað um neikvæðar tölur verður miklu

auðveldara að eiga við alls konar verkefni og vandamál þar sem tvær áttir koma við

sögu. Eða sýnir þetta dæmi vel fram á gagnsemi þess að hafa neikvæðar tölur til

umráða? Geturðu ímyndað þér annað dæmi, hugsanlega betra?

Víxlregla gildir um samlagningu og margföldun. En gildir hún þegar dregið er frá?

Verkefni 7 Reiknaðu út margfeldið )11()1( −⋅− með tveimur mismunandi aðferðum.

Annars vegar með því að nota dreifiregluna, acabcba +=+⋅ )( (hvaða tölur eru a ,

b og c í þessu dæmi?) og hins vegar með því að reikna fyrst út hvað er í sviganum

og margfalda þá niðurstöðu með )1(− .

Til að athuga: Í stærðfræði skrifum við röksemdarfærslur í þessum dúr: Ef þú skrifar

útkomurnar, fæst jafnan 0)1()1(1)1( =−⋅−+⋅− , og með því að við vitum að

11)1( −=⋅− , getum við bætt einum við báðar hliðar jöfnunnar og fengið að

1)1()1( =−⋅− .

Síðasta verkefni sýnir fram á að ef dreifireglan á að gilda um allar tölur, þá er

óhjákvæmilegt að 1)1()1( =−⋅− .

Verkefni 8 Það að „mínus sinnum mínus jafnt og plús“ má sjá fyrir sér á talnalínu.

Við getum túlkað margföldun með )1(− sem speglun um töluna 0. Gerðu

skýringamynd sem sýnir það.

Eins og þú ert vonandi að koma auga á getum við „eytt“ margföldun með )1(− með

því að margfalda aftur með )1(− . Þannig er hægt að fara fram-og-aftur með því að

gera nákvæmlega sama hlutinn.

Verkefni 9 Þessi óhlutbundna hugmynd, „mínus sinnum mínus jafnt og plús“ gengur

ljósum logum um menningu okkar og tungumál. Til dæmis er hliðstæða í því sem er

nefnt tvöföld neitun, þegar einhverju er neitað tvisvar sinnum til þess að fá út jákvæða

Page 58: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

54

merkingu. Stundum á slíkt við en stundum alls ekki, og ófáir brandarar nýta sér þá

óvissu. Hvað finnst þér um eftirfarandi setningar?

(a) „Óvinur óvina minna er vinur minn.“

(b) „Two wrongs don´t make a right.“

(c) „Ég tek heils hugar undir hugmyndir þessar enda eru þær alls ekki óvitlausar!“

(d) „Jón var hér tíður gestur og heimsótti okkur ekki ósjaldan.“

Lítum nú á einfalda deilingu heilla talna:

213= 7

Hvað merkir þessi jafna? Jú, við erum vön að túlka hana sem svo: ef maður skiptir

tuttugu og einni kúlu jafnt á milli þriggja einstaklinga, þá fær hver þeirra sjö kúlur. En

hún getur líka þýtt: ef maður myndar þriggja manna hópa í bekk með tuttugu og einum

nemanda, þá verða hóparnir sjö talsins.

Verkefni 10 Hvað er líkt og hvað er ólíkt með eftirfarandi spurningum?

(a) Hópur 330 skólabarna ætlar í ferðalag. Rútufyrirtækið býður upp á 30-sæta rútur.

Hvað þarf að panta margar rútur?

(b) Skipta á 330 pítsusneiðum jafnt milli 55 barna. Hvað fær hvert barn margar

sneiðar?

(c) Hópur 1128 skólabarna ætlar í ferðalag. Rútufyrirtækið býður upp á 30-sæta rútur.

Hvað þarf að panta margar rútur?

Tökum eftir því að jöfnurnar

213= 7 , 21

7= 3 , og 21 = 7 × 3

segja allar það sama, í þeim felast nákvæmlega sömu upplýsingarnar. Það er almennt

lykilatriði í stærðfræðilegri hugsun: að sjá að hvað er líkt með hlutum og geta sýnt

sama sambandið á mismunandi vegu.

Page 59: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

55

Nú gerist það, að ekki er hægt að skipta stærð í tiltekin fjölda af jöfnum hlutum. Til

dæmis samsvara 53 ekki neinum heilum fjölda. Í stærðfræði er þetta orðað sem svo að

deiling heilla talna sé ekki lokuð aðgerð. Ef aðgerðin gefur alltaf útkomu sem tilheyrir

upphaflega talnamenginu er hún sögð lokuð, annars ekki.

Hér er eitt margfeldi:

a

b c

Verkefni 11

(a) Hvað er hægt að sjá marga ferhyrninga á myndinni?

(b) Hver eru flatarmál minni ferhyrninganna tveggja?

(c) Hvert er flatarmál stærsta ferhyrningsins? Skrifaðu flatarmálið á tvo vegu.

Þetta ætti að gefa eina skýringu í viðbót á dreifireglunni

a ⋅ (b + c) = ab + ac

gildir um allar jákvæðar tölur a , b , og c .

Það getur verið mikils virði að draga upp úr huganum þau lögmál sem maður notar

ósjálfrátt í hugsun sinni. Í þessum kafla hefur athygli þinni verið beint að nokkrum

reiknireglum sem allir sem kunna að fara út í búð notfæra sér. Oftast er það

ómeðvitað. Hluti af því að menntast er að verða meðvitaðri. Bæði um sjálfan sig og

heiminn. Og stærðfræðin er að verki í hugum okkar allra á hverjum degi auk þess sem

hún er notuð í vísindum og tækni. Til að hún komi að sem mestu gagni er vænlegt að

skerpa á henni og reyna að vera meðvituð um þá möguleika sem hún býður upp á til

skilnings á heiminum.

Page 60: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

56

Sumum finnst efni eins og er í þessum kafla dálítið einkennilegt: af hverju að gera

svona mikið mál úr hlutum sem eru augljósir hvort sem er, allir vita til dæmis að

5 + 7 = 7 + 5. Fyrir stærðfræðinga og fræðigreinina sjálfa skiptir hins vegar mjög

miklu máli að gera grein fyrir undirstöðunni - hvaða staðreyndum göngum við

ósjálfrátt út frá þegar við reiknum. Ein þessara reglna er dreifireglan: hún kemur að

gagni nánast daglega, því hún er notuð þegar maður margfaldar til dæmis

15 ⋅ 3 = 10 ⋅ 3 + 5 ⋅ 3 = 30 + 15 = 45 . Þarna notaði ég mér að 15 = 10 + 5 og svo

margfaldaði ég hvorn lið fyrir sig, en lagði saman að lokum.

Til þess að fá ná betri tökum á reglum, skilgreiningum og verkefnum er ekki bara gott

að hugsa um dæmi sem „ganga upp“ og „hvernig er þetta“. Það er líka gagnlegt að

spyrja sig: hvað ef ekki? Hvað ef þetta er alls ekki svona? Til dæmis hvað ef

dreifireglan segði ekki: a ⋅ (b + c) = ab + ac , heldur eitthvað annað, til dæmis

a + (b ⋅ c) = (a + b) ⋅ (a + c) . (Víxlað á reikniaðgerðum!)

Verkefni 12

(a) Gildir þessi óvenjulega dreifiregla hér að ofan? Geturðu fundið dæmi um tölur sem

sýna að jafnan a + (b ⋅ c) = (a + b) ⋅ (a + c) er ekki alltaf sönn?

(b) Þó að reglan gildi ekki alltaf er ekki þar með sagt að engar þrjár tölur uppfylli

jöfnuna, það gætu alveg verið til einhverjar tölur a , b og c sem ganga. Reyndu að

finna einhverjar slíkar tölur.

(c) Prófaðu tölurnar a = 13, b = 1

5 og c = 7

15.

(d) Er eitthvað sérstakt við tölurnar í c-lið? Geturðu fundið fleiri svona tölur?

Stærðfræði er að mörgu leyti mjög sérstök grein. Hún er óhlutbundin - hún fjallar ekki

um áþreifanlega hluti eins og epli og appelsínur. Það er eitt af því sem gerir hana

erfiða námsgrein. Meginmunurinn á stærðfræði og flestum öðrum vísindagreinum er

hins vegar sá að allar niðurstöður stærðfræðinnar eru staðfestar með

röksemdafærslum. Auk þess eru stærðfræðilegar röksemdafærslur nákvæmari,

heillegri, skýrari og venjulega pottþéttari en gerist og gengur í öðrum fræðigreinum —

einnig þeim sem komast næst stærðfræði í að byggjast á röksemdafærslum, eins og til

dæmis sumum sviðum heimspekinnar. Og stærðfræðilegur texti er að mestu leyti

ekkert annað en röksemdafærslur. Röksemdarfærsla í stærðfræði heitir sönnun. Ef þú

Page 61: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

57

vilt leggja stund á eða læra stærðfræði er mikilvægt að læra að lesa sannanir og svo

líka að skrifa sannanir.

Byrjum á að sanna regluna (a + b)(c + d) = ac + ad + bc + bd. Þú hefur kannski oft

notað þessa reiknireglu og þér virðist hún kannski augljós. En það er hægt að

rökstyðja hana fullkomlega með því að nota fyrri reglur:

Fyrst tökum við eftir því að við megum rita jöfnuna

(a + b)(c + d) = (a + b)c + (a + b)d

samkvæmt dreifireglunni.

Athugaðu: Hér verður þú að sjá og hugsa um svigann (a + b) sem eina stærð.

Við gætum til dæmis gefið þessari stærð nýtt nafn, segjum X , og þá værum

við bara að segja X ⋅ (c + d) = X ⋅ c + X ⋅ d sem er leyfilegt samkvæmt

dreifireglunni.

Og nú notum við aftur dreifireglu á útkomuna. Ef henni er beitt á báða liðina

(a + b) ⋅ c og (a + b) ⋅ d og þá fáum við út að

(a + b) ⋅ c + (a + b) ⋅ d = ac + bc + ad + bd

sem er jafnt

ac + ad + bc + bd

vegna þess að víxlreglan gildir um samlagningu.

Athugaðu: Sönnunin gengur semsagt út á að sýna „jöfnukeðjuna“

(a + b)(c + d) = (a + b)c + (a + b)d = ac + bc + ad + bd = ac + ad + bc + bd

Svo nú hefur verið sýnt fram á að

Page 62: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

58

(a + b)(c + d) = ac + ad + bc + bd.

Þegar þú skoðar sönnun eins og þessa verður þú að gæta þig á því að fara ekki of hratt

- ef eitthvað er óljóst þarftu að athuga málið nánar. En engin sönnun flýgur af sjálfri

sér, hún styðst alltaf við einhverjar forsendur, eitthvað sem áður hefur komið fram.

Verkefni 13 Hvaða forsendur eru notaðar í sönnuninni hér að ofan? Með öðrum

orðum: hvaða reglur þurfa að vera örugglega sannar til þess að þessi regla verði

örugglega sönn?

Til að athuga: skoðaðirðu hvort notaðar voru víxlreglur, tengireglur og dreifireglur?

Verkefni 14 Hvaða tækni var beitt í sönnuninni sem gerði kleift að nota dreifiregluna

á mikilvægu augnabliki?

Til að athuga: Til dæmis þegar litið var á svigann (a + b) sem eina stærð, einn lið.

Kannski datt þér eitthvað annað í hug sem þér þótti athyglisvert.

Er jafnvel enn meira sannfærandi að horfa á eftirfarandi mynd og telja ferhyrninga?

Verkefni 15 Útskýrið hvernig myndin tengist reglunni

(a + b)(c + d) = ac + ad + bc + bd.

Stundum er sagt í gamni að í stærðfræði fáist menn við að sanna hluti sem eru

annaðhvort

(a) augljósir hvort sem er, eða

(b) augljóslega rangir.

a

b

c d

Page 63: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

59

Verkefni 16 Er einhver ástæða til þess að sanna „augljósa“ hluti? Hvað finnst þér

annars um brandarann hér að ofan? Veistu um einhver dæmi úr stærðfræði sem væri

hægt að túlka þannig að þeir séu rangir ?

Til að athuga: Í fyrsta lagi er það sem er augljóst stundum ekki augljóst þegar betur

er að gáð. Það gerist líka oft að það sem eitt sinn var talið augljóst er síðar talið

beinlínis rangt. Í öðru lagi er mikilvægt að vita á hverju þekking manns hvílir - hvaða

forsendur eru í huga manns. Það er líka áhugaverð og djúp pæling: hvað þarf maður

að gefa sér að sé satt, til þess að geta dregið allar hugsanlegar sannar ályktanir af

því.

Verkefni 17 Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein (1889-1951) sagði

eftirfarandi:

Mörk tungumálsins eru mörk hugans. Allt sem ég veit eru þeir hlutir sem ég á

orð yfir.

Hvað á hann við? Ertu sammála? Kemur stærðfræði þessu við? Hvernig eða hvers

vegna ekki?

Verkefni 18 Nú skaltu hugleiða hvort þú getir útskýrt eftirfarandi hugtök fyrir þér og

öðrum:

• stærðfræðilegt líkan

• víxlregla um samlagningu og margföldun

• neikvæðar tölur

• tengiregla um samlagningu og margföldun

• dreifiregla

• sönnun

Hér væri mjög gagnlegt að setja eitthvað á blað, og tækir þér tíma til að útskýra fyrir

einhverjum öðrum, til dæmis á heimilinu. Þetta er hins vegar ekki æfing í að fletta

bók, þú ættir að vinna þetta án þess að líta aftur í bókina.

Page 64: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

60

4: Veldi og rætur

Stærðfræði má skilgreina sem þá grein þar sem við vitum aldrei um hvað við erum að tala, né hvort það sem við segjum er satt.

- Bertrand Russel

Ráðgátan um stærðfræði, eins og dýrð hennar, liggur ekki svo mikið í því að

óhlutbundnar kenningar reynast gagnlegar til að leysa vandamál, heldur, undur og

stórmerki, í þeirri staðreynd að kenning sem smíðuð var til að leysa eina gerð af

vandamálum felur oft í sér einu leiðina til þess að leysa vandamál af allt annari

tegund, vandamál sem kenningin átti aldrei erindi við.

- Gian-Carlo Rota

Stærðfræði er best að læra með því að hugsa um áhugaverðar spurningar. Giskaðu á

svarið við spurningunni (til umhugsunar) í kassanum áður en þú glímir við það í

smáatriðum.

Verkefni 1 Bakteríutegund fjölgar sér með skiptingu, ein baktería skiptir sér og

verður að tveimur á 30 sekúndna fresti.

(a) Ef við byrjum með eina bakteríu, giskaðu á hve langur tími líður þangað til þær eru

orðnar fleiri en 100.000 talsins.

(b) Hve margar eru bakteríurnar eftir eina mínútu? Tvær mínútur? Átta mínútur?

(c) Hvenær eru bakteríurnar orðnar fleiri en 100.000?

Verkefni 2 Við uppgufun rýrnar magn vökva um þriðjung á klukkustund. Í upphafi

eru 100 lítrar.

(a) Giskaðu á það hve lengi þarf að bíða þangað til það er minna en einn lítri eftir.

Til umhugsunar Bakteríutegund fjölgar sér með skiptingu, ein baktería skiptir sér

og verður að tveimur á 30 sekúndna fresti. Ef ein baktería er í bakkanum í byrjun,

hvenær verða þær orðnar fleiri en 100.000?

Page 65: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

61

(b) Hve mikill vökvi er eftir þegar ein klukkustund er liðin? En þrjár, fjórar, fimm,

sex?

(c) Hve lengi þarf að bíða þangað til það er minna en einn lítri eftir?

Í þessum verkefnum varstu að fást við veldareikning. Að hefja tölu í heilt jákvætt

veldi er að margfalda töluna með sjálfri sér aftur og aftur. Ein spurning sem kann að

hafa vaknað er: ef það var meira en lítri eftir af vökva eftir fimm klukkustundir, en

minna en lítri eftir sex klukkustundir, hvenær var þá nákvæmlega einn lítri eftir?

Spurning táknmáli stærðfræðinnar væri þá: Nú er 0878,0)( 632 = , og 132,0)( 5

32 = . Er

til einhver tala r þannig að 1,0)( 32 =r ? Ætti þá r að vera tala milli 5 og 6? Við getum

ekki svarað þessari spurningu í þessari bók, og það kann að koma á óvart en í raun og

veru er dálítið flókið mál að útskýra hvort og hvernig talan r er fundin. (Reiknivélar

hafa forritaða aðferð til þess að finna nálganir á svona tölum, og ef þú vilt vita gildið á

r með nokkrum réttum aukastöfum geturðu fundið það með því að finna takka

merktan ln á reiknivél, og reikna út ))/(1,0ln( 32 ).

Verkefni 3 Hér hafa nokkur veldi af 2 verið færð í töflu. Til þess að hækka veldi um

1 margfaldar maður með 2. En hvað gerir maður til þess að lækka veldi um 1?

Hvernig mundi maður þá ljúka við töfluna?

2n 2 – 3 2– 2 2 – 1 20 21 22 23 24 25

er jafnt 2 4 8

Taktu eftir mynstrinu. Hvernig fer maður til hægri í töflunni? En vinstri?

Verkefni 4 Hér hafa nokkur veldi af 31 verið færð í töflu. Fylltu töfluna út eftir sama

mynstri, notaðu sömu aðferð til að fara til hægri eins og gert er, og líka til vinstri.

Hvað gerir maður til þess að hækka eða lækka veldi um einn?

( )n31

331 )( −

2

31 )( − 1

31 )( − 0

31 )( 1

31 )( 2

31 )( 3

31 )( 4

31 )( 5

31 )(

er jafnt 31 9

1

Page 66: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

62

Hér geturðu meðal annars tekið eftir því hvað það merkir að deila með broti.

Samskonar mynstur og kom fram í þessum tveimur verkefnum kemur fram ef maður

gerir svona töflu fyrir aðrar tölur, (en það er þó ein undantekning).

Verkefni 5 Við viljum láta sama yfir allar tölur ganga. Svo nú skalt þú skilgreina:

a– n

=

Það er sérstaklega mikilvægt að muna að a

a 11 =− . Rifjum upp að deiling er skrifuð

með nokkrum mismunandi táknum, til að tákna brotið 32 má allt eins skrifa 3/2 , 3:2

eða 32 ÷ . Nú höfum við einn möguleika í viðbót, við getum líka skrifað 132 −⋅ .

Verkefni 6 Reiknaðu

1936 −⋅ = 936 =

125100 −⋅ = 25100 =

1222 )( −⋅ bba = 2

22

bba =

19:36 − = 936 ⋅ =

125:100 − = 25100 ⋅ =

1222 )(: −bba = 222 bba =

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á þeirri staðreynd að aXaX ⋅=−1: , sem

gildir alltaf nema þegar .0=a Þetta gerir að verkum að það er hægt að reikna út úr

stæðum eins og dcba ::: með því að breyta öllum deilingarmerkjum í viðeigandi

margfeldi, því 111::: −−− ⋅⋅⋅= dcbadcba .

Verkefni 7 Talan 0 er til dálítilla vandræða. Hvað ætti 0 – 1 að tákna? En 00 ?

Kannski er sniðugt að gera töflu:

Page 67: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

63

...

30 = 1

20 = 1

10 = 1

00 = ? 01 = 0 02 = 0 03 = 0 ...

Það virðast vera tveir möguleikar fyrir 00 . Við ætlum ekki að ákveða hvort er, enda

væri það bara val eða samkomulags atriði: það er ekki hægt að segja hvað 00 er í

„raun og veru“. Eins og allt annað í stærðfræði fer það bara eftir því hvað hentar, hvað

er gagnlegt. Hins vegar er alveg ljóst að 0 – 1 getur ekki haft sömu merkingu og ef núll

væri venjuleg tala, því táknið 10

hefur enga merkingu.

Með því að alhæfa út frá þeim mynstrum sem við höfum séð í síðustu verkefnum

sjáum við að það virðist skynsamlegt að skilgreina sem svo:

1. Um allar heilar tölur, nema núll, gildir að ef hún er sett í núllta veldi fæst talan 1.

2. Þegar heil tala (en ekki núll) er hafin í neikvætt veldi, er það það sama og að deila

með tölunni í samsvarandi jákvæðu veldi.

Þú tekur eftir því að orðalagið í seinni liðnum er dálítið flókið, enda er miklu

einfaldara að segja þetta á táknmáli algebrunar:

1. Um sérhverja heila tölu a , ef a ≠ 0 , gildir að a0 = 1 .

2. Um sérhverja heila tölu a , ef a ≠ 0 , og náttúrlega tölu n gildir að a – n = 1an

Hér er eitt til að taka sérstaklega eftir: sagt er að talan n eigi að vera náttúrleg tala.

Verkefni 8 Af hverju er ekki skynsamlegt að segja að n sé hvaða heila tala sem er

(jákvæð eða neikvæð)? Ef n er heil tala, er þá talan ( – n) endilega neikvæð?

Page 68: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

64

Hér er rétt að benda á eitt atriði um rithátt. Ef við viljum setja neikvæða tölu í veldi þá

skrifum við til dæmis

(-3)2

sem táknar (-3) × (-3) og útkoman er 9. Ef við skrifum hins vegar

-32

þá meinum við – (32) sem táknar – (3 × 3) og er jafnt -9 . Það er auðvelt og algengt

að rugla þessu saman.

Verkefni 9 Er til einhver tala, x , þannig að 22)( xx −=− ? (Svar: já, það er ein slík

tala, hver er hún?) En er til tala, þannig að 33)( xx −=− ? (Svar: já, það eru óendanlega

margar slíkar tölur.) Hvað með aðra veldisvísa? Ef til vill er um reglu að ræða, hver

gæti hún verið? Hvernig væri hægt að rökstyðja hana?

Verkefni 10 Reiknaðu 25 ⋅ 23 . Er hægt að skrifa svarið sem veldi af 2, er til tala n ,

þannig að svarið megi skrifa sem 2n ? Reiknaðu svo a5 ⋅ a3 en ekki nota neina reglu

um veldi, notaðu eingöngu merkingu veldatáknsins. Sýndu að lokum fram á regluna

an ⋅ am = an +m þannig að þú sjálf(ur) sjáir hvers vegna hún er sönn:

Verkefni 11 Reiknaðu margfeldin án þess að nota annað en merkingu veldatáknsins:

a5 ⋅ a – 3, a-5 ⋅ a3 , a-5 ⋅ a – 3, og am ⋅ a0 . Settu fram reglu um það hvernig hægt er að

reikna út am

an . Gildir reglan um allar heilar tölur m og n ? Sýndu fram á að reglan er

sönn.

Verkefni 12 Reiknaðu (2 ⋅ 3)4 og 24 ⋅ 34 . (Gerðu það með því að nota tölurnar 2 og 3

aftur og aftur). Geturðu rökstutt regluna (ab)n = an ⋅ bn?

Page 69: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

65

Verkefni 13 Reiknaðu (23)4 og (24)

3 og 24 ⋅ 3. Gerðu það með því að nota bara töluna

2 (já það eru dálítið margir tvistar). Geturðu rökstutt regluna (an)m= (am)

n= am ⋅ n?

Verkefni 14 Reiknaðu 11)( −−a og 111 ))(( −−−a . Hvað kemur út ef við höfum ekki þrjá

veldisvísa sem eru 1− , heldur tíu? Hvað ef fjöldi þeirra er n? Útskýrðu.

Verkefni 15 Hvað er 2(22) ? En (22)

2? Hvað kemur í ljós? Gildir það sama um 3(3

3)

og (33)3 ?

Venja er að láta táknið abc

merkja að a sé sett í veldið bc , semsagt eru efstu veldin

reiknuð fyrst. Þó er oftast vissara að nota sviga til að sýna hvað maður á við.

Verkefni 16 Reiknið og einfaldið:

==

=

1

1

1

):::()::(

):(

aaaaaaa

aa

Í síðasta dæminu voru fjögur a. Hvað færðu ef þú reiknar samskonar dæmi og það

standa hundrað a? Alhæfðu: hvað gerist ef fjöldi a-táknanna er n? Útskýrðu.

Verkefni 17 Reiknið og einfaldið:

=⋅⋅=⋅

=⋅

1

1

1

):():(

)(

aaaaaaa

aa

Hvert yrði næsta dæmi? Ef við látum skiptast á margföldun og deilingu, hvað færðu ef

þú reiknar samskonar dæmi og það standa hundrað a? En ef fjöldi a-táknanna er n?

Útskýrðu.

Verkefni 18 Reiknið og einfaldið:

Page 70: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

66

=⋅⋅=⋅

=⋅

3

2

1

):():(

)(

aaaaaaa

aa

Hvert yrði næsta dæmi? Ef við látum skiptast á margföldun og deilingu, hvað færðu ef

þú reiknar samskonar dæmi og það standa hundrað a? En ef fjöldi a-táknanna er n?

Útskýrðu.

Verkefni 19 Reiknið og einfaldið:

==

=

−−−−−

−−−−

−−

11111

1111

11

):::()::(

):(

aaaaaaa

aa

Hvert yrði næsta dæmi? Hvað færðu ef þú reiknar samskonar dæmi og það standa

hundrað a? En ef fjöldi a-táknanna er n? Útskýrðu.

Rifjum nú upp hvað það er að draga ferningsrót (sem stundum er nefnd kvaðratrót eða

bara rót.) Látum a vera jákvæða tölu. Þá er ferningsrót hennar táknuð með a og hún

er skilgreind af tveimur eiginleikum:

1. a 2 = a

2. a er jákvæð tala

Verkefni 20 Hver er stærsta heila jákvæða tala N, minni en 1.000.000, sem er þannig

að N+1 er heil tala? (Hér er tilvalið að nota reiknivél og prófa og giska, auk þess

að beita rökhugsun.)

Verkefni 21

(a) Hvað er 9 ⋅ 4 og hvað er 9 ⋅ 4 ? Prófaðu fleiri samskonar dæmi. Hvað kemur

í ljós?

(b) Hvað er 9 + 4 og hvað er 9 + 4 ? Prófaðu fleiri samskonar dæmi. Hvað

kemur í ljós?

Verkefni 22

Page 71: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

67

(a) Hvað nákvæmlega þýðir X = ab ? Reyndu að skrifa það eftir skilgreiningunni

hér að ofan: hvað merkir ferningsrót?

(b) Prófaðu að setja X = a ⋅ b . Hvað er X2 ?

(c) Geturðu skrifað reglu um tengsl ab og a ⋅ b ?

(d) Hvað nákvæmlega þýðir X = a + b ? Reyndu að skrifa það eftir skilgreiningunni

hér að ofan: hvað merkir ferningsrót?

(e) Prófaðu að setja X = a + b . Hvað er X2 ? (Til þess að reikna það út þarftu að

geta reiknað margfeldi eins og ))(( wzyx ++ ).

(f) Hvað getum við sagt um tengsl a + b og a + b ? Nemendum hættir til að gera

eina ákveðna villu í meðferð ferningsróta. Hvaða villa ætli það sé? Hvað heldur þú?

Af hverju stafar hún?

Verkefni 23 Reiknið 3a , 5a og 7a .

Geturðu notað þessar útkomur til að segja hvað kemur út úr 12 −na ef n er bara

einhver jákvæð heil tala? Rökstyddu niðurstöðuna.

Verkefni 24 Reiknið 24ba , 46ba og 68ba .

Geturðu notað þessar útkomur til að segja hvað kemur út úr 222 −nnba ef n er bara

einhver heil tala sem er stærri en 1? Rökstyddu niðurstöðuna.

Verkefni 25 Reiknið 432 cba , 543 cba og 654 cba .

Geturðu notað þessar útkomur til að segja hvað kemur út úr 21 ++ nnn cba ef n er bara

einhver heil tala sem er stærri en 2? Ef til vill þarf að útskýra tvö mismunandi tilfelli.

Rökstyddu niðurstöðuna.

Verkefni 26 Hvernig væri hægt að gefa stærðartáknum eins og 212 merkingu? Hugsið

um þetta: hvað ætti 212 ⋅ 2

12 að vera, ef veldareglurnar gilda?

Til að athuga: Ef veldareglurnar gilda þá er 212 ⋅ 2

12 = 2

12 +

12 = 21 = 2 . Svo að 2

12 er sú

tala sem margfölduð við sjálfa sig gefur 2. Sú tala er oftast nefnd ferningsrótin af 2, og

táknuð með 2 .

Page 72: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

68

Verkefni 27 Hver er þriðja rót tölunnar 27? (Þriðja rót heitir líka teningsrót, og það

að finna þriðju rót tölunnar 27 er að finna töluna sem í þriðja veldi gefur töluna 27.)

Setjum hér nákvæmlega niður hvað átt er við með draga þriðju, fjórðu og hvaða rót

sem er: Látum a vera jákvæða tölu. Þá er n -ta rót hennar jákvæða talan sem verður a

ef hún er hafin í n -ta veldi. Hún er táknuð með n a og því er hún skilgreind af

tveimur eiginleikum:

1. (n a )n = a

2. n a er jákvæð tala

Verkefni 28 Venja er að gefa tákninu xpq merkinguna q xp vegna þess að þá gilda

áfram sömu veldareglur og áður. En þó þarf að huga aðeins að því hvers konar tölur

eru hér notaðar. Vandinn kemur til dæmis í ljós ef maður spyr: hvað er (-8)13 ?

Til að athuga: Við vitum að (-2)3 = -8 , og því ætti jafnan (-8)13 = -2 að vera rétt. En

ef allar veldareglurnar eru í gildi fæst líka (-8)13 = (-8)

26 = (-8)

2 ⋅ 16 = ((-8)2)16 = 64

16 = 2 .

Þar með höfum við sýnt fram á að 2 = -2 sem er óhugsandi.

Lausnin við vandanum er að gera skýrar kröfur um það hvers konar tölur má nota:

Skilgreinum: Ef x er jákvæð tala, p er heil tala og q er náttúrleg tala, þá er xpq talan

sem verður xp ef hún er margfölduð q sinnum við sjálfa sig. Við táknum hana líka

með q xp .

Verkefni 29

(a) Þú veist að 3 = 312 en geturðu sýnt að ( 3 )3 ⋅ 3 = (3 ⋅ 3 ) 3 ?

(b) Þú veist að 3 4 = 413 en geturðu sýnt að (3 4 )4 ⋅

3 4 = (4 ⋅ 3 4 )3 4

?

Verkefni 30 Hvað er líkt og hvað er ólíkt með eftirfarandi jöfnum?

Page 73: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

69

24 = 42, ( 3 )3 ⋅ 3 = (3 ⋅ 3 ) 3 , (3 4 )4 ⋅3 4 = (4 ⋅ 3 4 )

3 4 , ...

Hver væri næsta jafna? Geturðu alhæft, sýnt hið almenna tilfelli?

Ábending: Kannski hjálpar að setja 22 fyrir 4 í fyrstu jöfnuna.

Verkefni 31 Hvor er stærri tala, 999

eða (99)9 eða eru þær jafnar? Ef þú giskar

þarftu að finna leið til þess að athuga hvort ágiskunin er rétt.

Verkefni 32 Skoðaðu jöfnuna ab ba = . Er hún alltaf sönn, eða stundum sönn, eða

aldrei sönn? Ef hún er stundum sönn, reyndu þá að finna sem fjölbreyttust dæmi um

tölur sem gera hana sanna.

Verkefni 33 Hvernig er hægt að búa til röðina 0, 1, 0, 1, 0, ... með formúlu sem gefur

réttu útkomuna: formúlu með bókstaf sem táknar númer hvað í röðinni. Þannig að ef

maður vill vita hvort það er 0 eða 1 í sæti númer 50, þá setur maður 50 í stað

bókstafsins og fær réttu niðurstöðuna.

Enski listamaðurinn Justin Mullins hefur gert mynd af einni formúlu sem getur verið svar og kallar hana Vél númer 2. Af hverju gæti það verið?

Page 74: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

70

Verkefni 34

Enski heimspekingurinn Bertrand Russel skrifaði tilvitnun sem sett er við upphaf

kaflans:

Stærðfræði má skilgreina sem þá grein þar sem við vitum aldrei um hvað við

erum að tala, né hvort það sem við segjum er satt.

Hvað ætli hann hafi átt við? Ertu sammála? Hvers vegna (ekki)?

Page 75: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

71

5: Reikningur, hlutföll og brot

Stærðfræði óhefts vaxtar er hrollvekjandi. Ein fruma af bakteríunnu E. coli myndi, við hagstæðustu skilyrði, skipta sér á hverjum tuttugu mínútum. Það er ekki tiltakanlega truflandi þangað til að maður fer að hugsa um það, en staðreyndin er að bakteríur fjölga sér í jöfnu hlutfalli: ein verður tvær, tvær verða fjórar, fjórar verða átta, og svo framvegis. Með þessum hætti er hægt að sýna að á einum degi, gæti ein fruma af E. coli, orðið að risaklasa jafn miklum og allri jörðinni að þyngd og umfangi.

- Michael Crichton (The Andromeda Strain)

Líklega er lærdómsríkast að reyna strax við þetta umhugsunarverkefni, og gera það sem þú getur til að leysa það. Svo geturðu athugað hvort þú getir lýst því hvernig þú myndir eiga við önnur samskonar vandamál, þar sem stærðirnar gætu verið aðrar. Þá ertu komin með stærðfræðilegt líkan af raunverulegum aðstæðum. Til þess að geta sett fram stærðfræðilíkan eða kenningu, þarf hugtök og aðferðir, og til dæmis þarf maður að geta áttað sig á reikningi með hlutföllum. Það er viðfangsefni þessa kafla. Verkefni 1 Reiknaðu út og einfaldaðu eins og mögulegt er:

(a) 61103 −−

(b) 6

103 x−− (settu upp á eitt strik).

Verkefni 2 Látum 1=x . Hvað fæst þá út úr stæðunni 6

103 x−− , ef þú notar svarið

þitt við b-lið hér að ofan? Er það í samræmi við a-lið?

Verkefni 3 Geturðu skrifað stæðuna vuyx −− sem eitt brot?

Til umhugsunar Ef til eru 10.000 lítrar af olíu, og árleg notkun á olíu er 100 lítrar, hve lengi duga birgðirnar? En hvað ef notkunin eykst um 2% á ári? Og hvað getum við sagt ef við spáum því að notkunin aukist sennilega um eitt til þrjú prósent á ári?

Page 76: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

72

Ástæðan fyrir því að þessi verkefni eru hér er sú að það er auðvelt að gera villur í útreikningum á svona stæðum. Besta leiðin til að forðast slíkar vitleysur er að vita hvað maður er að gera, og þá þarf maður meðal annars að vita hvers vegna reiknireglur eru eins og þær eru. Nú skoðum við aðeins hvernig á að fara með mínus fyrir framan brot, sviga, og deilingu með broti.

Verkefni 4 Hugsaðu þér jákvæðar tvær tölur, a og b og hugsaðu þér svo summu

talnanna, ba + á talnalínunni. Þá geturðu líka séð fyrir þér hvernig tölurnar tvær

„skipta“ summunni. Þú gætir viljað teikna mynd. Hér er ein möguleg mynd af því sem

gerist ef þú hugsaðir þér tölurnar 2 og 3:

5 10 0

0

5

5

10

10

– 5

– 5

– 10

– 10

2

2

3

3

Í fyrsta kafla sáum við fyrir okkur hvað gerðist þegar við margfölduðum með )1(− .

Hvað er – (2 + 3)? Sjáðu það fyrir þér á talnalínu. Hvað er – (a + b)? Hvar er hún á

talnalínunni?

Verkefni 5 Taktu sömu tvær jákvæðar tvær tölur, a og b og þú notaðir í síðasta

verkefni hugsaðu þér svo að þú reiknir ba −− á talnalínunni. Þú átt að geta hugsað

það þannig að fyrst farir þú til vinstri um lengdina a , og svo áfram til vinstri um

lengdina b . Þú gætir viljað teikna mynd af talnalínu. Hvar er ba −− á talnalínunni?

Þessi verkefni eru hér í þeim tilgangi að beina athygli þinni að því að það er eðlileg og

mikilvæg ástæða fyrir því (sem þú veist kannski) að við höfum jöfnuna

baba −−=+− )( .

Verkefni 6 Hér eru nokkrar æfingar í því að nota þessa jöfnu. Fellið niður svigana

þannig að þið fáið stæðu sem er jöfn þeirri sem gefin er.

(a) )( ba −−

(b) )( ba −−−

(c) )( ba +−−

Page 77: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

73

(d) ))(( ba −−−−

Verkefni 7 Skoðum nú brot, eins og 321+− . Mínustáknið á við um allt brotið, svo

merking táknsins er ⎟⎠⎞⎜

⎝⎛ +−321 . Hvað færðu ef þú reiknar fyrst út það sem er í

sviganum?

Með verkfærum bókstafareiknings getum við sýnt fram á, í eitt skipti fyrir öll, að sama

hvaða tölur eða stæður bókstafirnir a og b standa fyrir, þá gildir að ba

ba

ba

−=−=− .

Hvaða merkingu hefur táknið ba− ? Jú, það táknar þá stærð sem þarf að leggja við

ba

til þess að fá út 0.

Verkefni 8 Reiknaðu út ba

ba −+ . (Þú átt að fá út 0.)

Nú þarftu ef til vill að rifja upp samlagninu brota. Til þess að gera raunverulega grein

fyrir reikningi með brotum er mikilvægt að hafa skýra skilgreiningu til að notast við.

Verkefni 9 Reiknaðu

(a) Reiknaðu út:

323 −⋅ ,

313 −⋅ ,

303 ⋅ ,

313 ⋅ ,

323 ⋅ ,

333 ⋅ ,

343 ⋅

(b) Finndu einhverja stærð, sem verður að 4 ef hún er margfölduð með 1.

(c) Finndu einhverja stærð, sem verður að 4 ef hún er margfölduð með 2.

(d) Finndu einhverja stærð, sem verður að 4 ef hún er margfölduð með 3.

(e) Finndu einhverja stærð, sem verður að 4 ef hún er margfölduð með 4.

(f) Finndu einhverja stærð, sem verður að 4 ef hún er margfölduð með 5.

(g) Finndu einhverja stærð, sem verður að a ef hún er margfölduð með b .

Page 78: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

74

Þetta verkefni ætti að vera vísbending um eftirfarandi staðreynd um almenn brot af

heilum tölum (slík talnabrot eru líka nefndar ræðar tölur), og er í samræmi við

hugsunina um talnalínuna. Það er hægt að nota hana til þess að leiða fram allar

reiknireglur um brot. Þessi eiginleiki er eftirfarandi:

Sú stærð, sem verður að a ef hún er margfölduð með b er brotið ba

Við notum þessa skilgreiningu líka þó svo að a og b þurfi ekki að vera tölur,

bókstafirnir geta líka staðið fyrir aðra bókstafi og samsetningar af bókstöfum með

reikniaðgerðum, en slíkar samsetningar köllum við stæður. Annað orð sem notað er

um brotið ba er hlutfallið

ba , sem er oft lesið „ a á móti b “, eða „hlutfall a og b “.

Verkefni 10

(a) Geturðu útskýrt hvers vegna ekki má deila með núlli? Þú gætir byrjað á að skrifa

niður hvað það ætti að merkja, að deila með 0: Brotið 0a er sú stærð, sem verður að a

ef hún er margfölduð með ...

(b) Að deila með stærðinni a er það sama og að margfalda með stærðinni a1 . Hvers

vegna?

Til að athuga: Deilum tölunni x með a . Útkoman er sú tala, sem verður x ef hún er

margfölduð með a . Sem sagt er xa⋅ a = x . Talan 1

a er sú tala sem margfölduð með a

gefur 1. Það þýðir að x ⋅⎝⎜⎛ 1a⋅ a

⎠⎟⎞ = x ⋅ 1 = x . En x ⋅

⎝⎜⎛1a⋅ a

⎠⎟⎞ =

⎝⎜⎛ x ⋅ 1

a⎠⎟⎞ ⋅ a samkvæmt

tengireglunni og því er ⎝⎜⎛ x ⋅ 1

a⎠⎟⎞ ⋅ a = x , svo nú sést að ef x er margfaldað með 1

a fæst

talan sem verður x ef hún er margfölduð með a .

Verkefni 11

(a) Jói var að leggja saman brot. Hann reiknaði: 73

4312

41

32 ==+ +

+ . Geturðu útskýrt fyrir

Jóa að samlagningin hans getur alls ekki verið rétt?

(b) Af hverju er bdbcad

dc

ba +=+ samkvæmt skilgreiningu okkar á broti?

Page 79: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

75

Vísbending: Margfaldið bddc

ba ⋅⎟

⎠⎞⎜

⎝⎛ + . Notið dreifireglu og tengireglu. Hver er

útkoman?

(c) Geturðu sagt eitthvað um það hvenær ranga samlagningin dbca

dc

ba

++=+

gefur

rétta niðurstöðu? Geturðu fundið einhverjar tölur fyrir bókstafina sem gera jöfnuna

sanna? (Það eru til slíkar tölur, meira að segja óendanlega margar.)

Verkefni 12 Reiknaðu nú út ba

ba

−+ . Þú ættir að fá 0, sem sýnir að

ba

ba −=−

.

Eitt af því sem reynt er að æfa skólanemendur í er að einfalda brot, stundum kallað

„að stytta“. Hvað skyldi það nú vera í raun og veru?

Verkefni 13 Jói var að einfalda brot og fékk 5)23(4)23(3++⋅

+⋅xx . „Nú þá má ég stytta“

hugsaði Jói og reiknaði:

3 ⋅ (3x + 2)4 ⋅ (3x + 2) + 5

3 ⋅ (3x + 2)4 ⋅ (3x + 2) + 5

og fékk þá 3/19/3

543 ==+

. Kennarinn gaf Jóa 0 fyrir dæmið. Hvaða vitleysu gerði

Jói? Útskýrðu fyrir honum af hverju þetta er vitleysa.

Vitleysa eins og Jói gerði í dæminu er mjög algeng. Sennilega stafar hún af

vanhugsun, og því að nemendur alhæfa ómeðvitað, en ekki á þann hátt sem virðir

merkingu reikningshugtaka og tákna. Því hvað er það að „stytta“? Það eina sem þessi

„aðgerð“ felur í sér er þessi jafna:

ba

kbka = (svo lengi sem 0≠k )

Það hjálpar manni yfirleitt að skilja reiknireglur til þess að reikna rétt. Geturðu séð

hvers vegna þessi jafna er rétt? Hvernig veit maður hvort tvö brot eru jöfn? Við getum

kannað það, með hliðsjón af því hvernig við skilgreindum brot, og af þeim

Page 80: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

76

reiknireglum sem við þekkjum um allar tölur. Minnumst þess þá að brotið kbka er sú

stærð, sem verður að ka ef hún er margfölduð með kb . Athugum hvort ba er einnig

sú stærð. Margföldun með kb gefur kaakkbbabk

bakb

ba ==⋅⋅=⋅=⋅ )()()( . (Hér var

víxlregla notuð tvisvar, auk tengireglu.) Svo ba er stærð sem verður jöfn ka ef hún er

margfölduð með kb , og því er ba

kbka = .

Verkefni 14 Hvernig er rétt að margfalda saman tvö brot? Geturðu rökstutt regluna

með skilgreiningunni? Reyndu aðeins við þetta áður en þú heldur áfram.

Spurt var: hvaða stærð er jöfn margfeldinudc

ba ⋅ ? Skrifum útkomuna sem X . Þá

vitum við semsagt að dc

baX ⋅= . Ef við marföldum báðar hliðar jöfnunnar með

tölunni bd fáum við jöfnuna caddcb

babd

dc

babdX ⋅=⋅⋅⋅=⋅⎟

⎠⎞⎜

⎝⎛ ⋅=⋅ . (Hér skaltu

fullvissa þig um að þú sjáir hvaða reglur eru notaðar í hverju skrefi). Skilgreiningin

segir: sú stærð, sem verður að ac ef hún er margfölduð með bd er bdac , og við hödum

sýnt að X er slík stærð, svo X hlýtur að vera bdac .

Verkefni 15 Er eftirfarandi fullyrðing aldrei sönn, stundum sönn, eða alltaf sönn?

Ef dc

ba = þá er

ba

dbca =

++ .

Rökstyðjið svar ykkar.

Athugið: Taktu eftir því og skráðu hvaða aðferðir þú notar við að reyna að leysa

verkefnið. Líka það sem virkar ekki. Spurning sem gæti hjálpað: Hvernig er hægt að

prófa hvort tvær stærðir séu jafnar?

Page 81: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

77

Þegar við margföldum tölu með 1 er útkoman bara aftur sama talan. Þess vegna er sagt

að talan 1 sé margföldunarhlutleysa.

Verkefni 16 Reiknaðu margfeldin

(a) 52

52 ⋅

(b) 43

51 ⋅

(c) 34

52 ⋅

(d) 25

52 ⋅

Sagt er að talan 52 eigi sér margföldunarumhverfuna

25 . Um sérhverja stærð er hægt

að segja: stærðin x á sér margföldunarumhverfuna y ef 1=xy .

Verkefni 17 Stæðan ba á sér margföldunarumhverfu. Hver verður hún að vera?

Til að athuga: Ef X er margföldunarumhverfa tölunnar ab

þá verður jafnan ab⋅ X = 1

að gilda, og það sést að ab⋅ ba= abab= 1 , svo margföldunarandhverfa a

b er b

a .

Nú getum við spurt okkur: hvernig á að deila með broti? Hvað er til dæmis 23 ÷ 1

2 ?

(Sem er líka hægt að skrifa sem „brotabrotið“2132

.)

Verkefni 18 Getur þú skilgreint deilingu með broti? Hvernig rökstyður þú hana?

Skilgreining okkar segir: sú stærð, sem verður að ab ef hún er margfölduð með

cd er

ræða talan ab

÷ cd

, og við sjáum að ef stærðin adbc

er margfölduð með cd

, fæst

Page 82: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

78

⎝⎜⎛adbc ⎠⎟

⎞ ⋅ cd= ab⋅⎝⎜⎛dc⋅ cd⎠⎟⎞ = ab⋅ 1 = a

b .

Því er sýnt að

ab

÷ cd

= adbc

Stundum er þetta orðað þannig: að deila með broti er að margfalda með umhverfu.

Verkefni 19 Reiknaðu stærðirnar í töflunni og giskaðu svo á það hvað ætti að standa í

næstu línu.

)1(3 21++ = )1(3 2

1+⋅ =

)1(4 31++ = )1(4 3

1+⋅ =

)1(5 41++ = )1(5 4

1+⋅ =

? ?

Hvað er að gerast hér? Geturðu alhæft um þetta, skrifað niður einhverja almenna reglu

með bókstöfum? Reglan ætti til dæmis að svara því hvort )1(23)1(23 221

221 +⋅=++ ,

án þess að það þurfi að reikna það sérstaklega.

Verkefni 20 Leibniz þríhyrningurinn byrjar svona:

11

21 2

1

31 6

1 31

41 12

1 121 4

1

51 20

1 301 20

1 51

(a) Reiknaðu og einfaldaðu: 61

31 + , 12

141 + , og 30

1201 + .

(b) Hvernig er þríhyrningurinn uppbyggður – hvað sérðu?

(c) Geturðu haldið áfram og fundið út hvernig næsta lína á að vera?

Page 83: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

79

Til þess að hægt sé að eiga við ýmsa hluti þarf fyrst að þróa skilvirkt táknmál. Til þess

að hægt sé að fjalla um þríhyrning Leibniz af viti, þarf að finna leið til þess að tala um

einstakar tölur í honum. Við getum til dæmis sagt: talan í röð númer 4, númer 2 frá

vinstri er talan 121 . Enn betra er að búa til tákn, til dæmis 121)2,4( =T . Þarna stendur

fyrri talan fyrir röð (upp-niður, efsta er númer 1), og seinni talan fyrir sæti í röð,

byrjað frá vinstri.

(d) Athugið hvort )3,5()2,5()2,4( TTT += .

(e) Reyndu að átta þig á því hvað eftirfarandi jafna segir:

)1,1(),1(),( ++++= knTknTknT . Er hún rétt? En þessi:

)),1(),()1,1( knTknTknT +−=++ ?

(f) Prófið að reikna „hornalínuna“ 201

121

61

21 +++ . Reiknið nokkra liði til viðbótar, eftir

að þið finnið út hvernig hægt er að búa til fleiri liði. Hvað haldið þið að sé að gerast?

Fyrir metnaðarfulla nemendur: getið þið sýnt fram á að summan er alltaf minni en 1?

Ef þú lærir meira í stærðfræði færðu tækifæri til að kanna hvernig stundum er hægt að

leggja saman óendanlega marga liði. Ef þú leggur saman alla liði óendanlegu

hornalínunnar færðu summuna 1. Hvað með hinar hornalínurnar?

Verkefni 21 Teiknaðu ferning. Reiknaðu ummál ferningsins. Finndu lengd striks frá

miðju ferningsins að einum hornpunktinum. Reiknaðu svo hlutfallið milli ummálsins

og striksins. Endurtaktu þessa æfingu með að minnsta kosti þremur ólíkum ferningum.

Hvað kemur í ljós? Er mögulegt að sýna fram á einhverja staðreynd um hlutfallið ?

(Til þess þarftu að nota reglu Pýþagórasar).

Verkefni 22 Þú veist sennilega að flatarmál fernings með hliðarlengdina x er 2x .

Hvernig breytist flatarmál fernings ef við tvöföldum hliðarlengdina? Hvaða hlutfall

verður milli nýja ferningsins og gamla ferningsins? Hvert verður hlutfallið ef við

margföldum hliðarlengdina með k ?

Verkefni 23 Segjum að ferningur hafi hliðarlengd x . Hver er viðbótin á flatarmálinu

ef hliðarlengd upphaflega ferningsins er lengd um 2? Hvert er hlutfall aukningar

flatarmáls á móti lengdaraukningu? (Svar: 22244

2)2( 22

+=+=−+ xxxx .)

Svaraðu sömu spurningu ef hliðarnar eru lengdar um 1. Fylltu í eftirfarandi töflu:

Page 84: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

80

Lenging

hliðar

Aukning flatarmáls Hlutfall

2 44 +x 22 +x

1

0,5

0,1

0,01

0,001

h

Seinna lærir þú ef til vill um hugtakið markgildi, en sem dæmi um það væri hægt að

spyrja: á hvaða stærð stefnir hlutfallið flatarmálsaukning á móti lengdaraukningu

þegar lengdaraukningin stefnir á núll.

Verkefni 24 Vatni er dælt í sundlaug gegnum tvær pípur. Ein pípan getur fyllt laugina

á 20 klukkustundum, en hin getur það á 30 klukkustundum. Ef við gerum ráð fyrir

jöfnu streymi, hve lengi er verið að fylla laugina ef báðar pípurnar eru notaðar

samtímis? Geturðu alhæft: hvernig leysirðu dæmið í eitt skipti fyrir öll, til dæmis ef

ein pípa fyllir laugina á k klukkustundum, en hin á l klukkustundum?

Verkefni 25 Vökvablanda er 99% vatn. Nú gufar eitthvað af vatninu upp, og eftir

stendur vökvi sem er 98% vatn. Hve mikið vatn gufaði upp? Geturðu alhæft: ef

vökvablanda er p% vatn, og eftir stendur vökvi sem er )( qp − % vatn, hve mikið

vatn gufaði upp?

Verkefni 26 - Pabbi segir að ef hann keyri á 90 km hraða til Keflavíkur sé hann hálftíma á leiðinni.

- Hvað er hann fljótur ef hann keyrir á 100?

- Hmmm, bíddu við, ... jú hann er 27 mínútur. Það munar ekki svo miklu...

- Ef maður keyrir 10 km hraðar, sparar maður þá alltaf 3 mínútur??

- Það fer eftir hraðanum...

Verkefnið er: útskýrðu samtalið og alla þá stærðfræði sem þar kemur fyrir. Ef þú veist

ekki hvað þú átt að gera eru hérna nokkrar spurningar til þess að hjálpa þér:

Page 85: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

81

(a) Hve löng er leiðin til Keflavíkur?

(b) Ef maður keyrir 10 km hraðar hve mikinn tíma sparar maður? (Ef þú vilt máttu

kalla vegalengdina d , hraðann h og tímann t .)

(Ekki reyna að rifja upp einhverjar hraðaformúlur, nema hina einu sönnu, sem svarar

því hvað hraði er: vegalengd deilt með tíma, eða með þeim táknum sem stungið er upp

á í dæminu: tdh = (þess vegna er talað um metra á sekúndu, kílómetra á klukkustund,

og svo framvegis.)

Verkefni 27

(a) Nú skulum við hugsa okkur að við keyrum fyrst í eina klukkustund á hraðanum 50

km/klst og svo í eina klukkustund á hraðanum 100 km/klst. Hvað höfum við þá keyrt

langt? Hve lengi vorum við á leiðinni? Hver var meðalhraði okkar á leiðinni? (Rifjum

upp að meðaltal tveggja talna a og b er fundið með því að reikna út stærðina 2ba + .)

(b) Hver er meðalhraðinn ef keyrt er í eina klukkustund á 50 km hraða og í hálftíma á

100 km hraða?

(c) Hver er meðalhraðinn ef keyrt er í a klukkustundir á 50 km hraða og í b

klukkustundir á 100 km hraða?

(d) Hver er meðalhraðinn ef keyrt er í a klukkustundir á x km hraða og í b

klukkustundir á y km hraða?

(e) Maður keyrði frá Reykjavík til Selfoss á 90 km hraða, en á Selfossi bilaði

gírkassinn og hann gat ekki keyrt til baka nema á 60 km hraða. Hver var meðalhraði

mannsins?

(f) Maður keyrði einhverja leið á x km hraða og svo tilbaka á y km hraða. Hver var

meðalhraði mannsins? (Svarið er formúla sem nefnist þýtt meðaltal x og y .)

Verkefni 28

- Jæja, hvernig var fyrsti skóladagurinn?

- Leiðinlegur! sagði Blær.

- Leeeeiðinlegur! sagði Alex.

- Nú hvernig stendur á því? spurði pabbi áhyggjufullur.

Page 86: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

82

- Æi, 1712 af hinum krökkunum voru stelpur, sagði Blær og andvarpaði.

- Nú? Ég fann það út að 75 af hinum krökkunum voru stelpur! sagði Alex.

Útskýrið samtalið: hve margar stelpur og strákar voru í skólanum, og hvers kyns eru

Alex og Blær?

Verkefni 29

Hér er dæmi um krónur og aura: Verðbólga í landi var 8% eitt árið. Hvað minnkaði

kaupmáttur á hverja krónu mikið? (Stærðfræðileg skilgreining á 8% verðbólgu er:

vörur kosta 8% meira í lok árs en í upphafi árs. Ef kaupmáttur minnkar um 10% þýðir

það að fyrir hverja krónu fæst 10% minna af vörum.) Geturðu alhæft um þetta og

svarað þessu: Verðbólga í landi var p% eitt árið. Hvað minnkaði kaupmáttur á hverja

krónu mikið?

Svar við alhæfingu: %10010000100 ⎟⎟⎠

⎞⎜⎜⎝

⎛+

−p

Verkefni 30 Tvö sjúkrahús (Sjúkrahús A og Sjúkrahús B) halda því fram hvert um

sig að það sé betra í að lækna ákveðinn sjúkdóm. Sjúkrahús A bendir á að það hafi

læknað hærra hlutfall af karlkyns sjúklingum sínum á liðnu ári en Sjúkrahús B, og að

það hafi líka læknað hærra hlutfall af kvenkyns sjúklingum sínum en Sjúkrahús B. Á

móti bendir Sjúkrahús B á það, að á heildina, þá læknaði það hærra hlutfall af

sjúklingum sínum en Sjúkrahús A. Ef gefið er að engin tala sem kemur við sögu er 0,

er þetta mögulegt? Á hvoru sjúkrahúsanna vildir þú heldur leita lækningar? Líf þitt

liggur við!

Verkefni 31 Eftirfarandi jafna lýsir því hve mikið hilla bognar vegna þunga sem á

hana er lagður:

81.9325

3

3

⋅⋅⋅⋅

⋅⋅=dbElQf

(a) Hvernig breytist stærðin f ef stærðin b tvöfaldast? En ef d tvöfaldast? Hvað ef l

tvöfaldast?

(b) Er þessi hegðun trúleg um raunverulega hillu?

Page 87: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

83

Verkefni 32

Stundum er talað um að tiltekið efni eða skoðun höfði til lægsta samnefnara. Hvað er

átt við? Útskýrðu líkinguna. Hefur þetta eitthvað með stærðfræði að gera?

Verkefni 33

Jói og Kalli fundu köku. Jói sagði skiptum henni til helminga, en Kalli heimtaði alla

kökuna. Þeir rifust. Opinberlega. Á síðum blaða. Þekktur fjölmiðlamaður, sem var

vanur að feta hinn gullna meðalveg, úrskurðaði í málinu. Við skulum gæta hófs, við

viljum engar öfgar, Jói fær fjórðung, en Kalli þrjá fjórðu. Þannig mætast þeir á miðri

leið. Hver gæti verið merking þessarar sögu? Hver er stærðfræðin í henni? Er hún

notuð á viðeigandi hátt?

Verkefni 34

Vitnum í rússneska rithöfundinn Tolstoj (1828-1910):

Manneskja, er eins og almennt brot, þar sem teljarinn er það sem hún er, en

nefnarinn er það sem hún heldur að hún sé. Því stærri sem nefnarinn er, því

minna er brotið.

Hvað heldur þú um þessa kenningu? Geturðu skrifað hana á táknmáli algebrunar?

Ræddu þessa hugmynd við vini þína eða fjölskyldu - útskýrðu hana fyrir þeim sem

ekki skilja hana.

Verkefni 35

Hér er formúla úr gæðastjórnunarfræðum, fundin í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá

júní 2007 um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu í viðskiptafræði, lögfræði og

tölvunarfræði

föngairafurskilvirkni

ðð=

Page 88: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

84

Veltu þessari jöfnu fyrir þér. Flettu upp eða finndu á annan hátt út hver er merking

orðanna. Hvaða mælieining skyldi venjulega vera notuð um afurðir og aðföng?

Svaraðu svo þessum spurningum:

(a) Hvaða áhrif hefur það á skilvirkni ef virði afurða tvöfaldast, en kostnaður við

aðföng breytist ekki?

(b) Hvað þýðir það fyrir skilvirkni ef kostnaður við aðföng tvöfaldast en virði afurða

breytist ekkert?

(c) Hvað þýðir það fyrir skilvirkni ef kostnaður við aðföng helmingast en virði afurða

breytist ekkert?

Verkefni 36

Sölumaður: „Sjáðu nú til minn kæri húsfreyr, þessi ryksuga mun gera starf þitt

helmingi auðveldara.“

Húsfreyr: „Frábært! Láttu mig hafa tvær.“

Ef þú vildir vera svo leiðinlegur lesandi að útskýra brandarann með stærðfræði?

Page 89: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

85

6: Kóngavegur að rúmfræði

Einu sinni spurði Ptólemeus Evklíð hvort það væri ekki einhver styttri leið til að læra

rúmfræði, en að lesa sig gegnum Frumþættina, og Evklíð svaraði því til að það lægju

engir kóngavegir til rúmfræðinnar.

- Próklos (Skýringar við Frumþættina)

Strepsiades: En hvað er þetta?

Nemandi: Rúmfræði.

Strepsiades: Til hvers er hún?

Nemandi: Til að mæla land.

Strepsiades: Lóðaúthlutanir og svona?

Nemandi: Nei, heldur allan heiminn.

- Aristófanes (Skýin)

Upphaf fræða og vísinda er oft rakið til Grikklands hins forna. Í þessum seinni hluta bókarinnar fjöllum við um þá rúmfræði sem á rætur sínar þar. Þú þekkir eflaust sumar af þeim reglum sem fjallað verður um, en ég get lofað þér að hér er líka ýmislegt sem þú hefur ekki hugsað út í. Þessi fræði eru svo sígild að með því að nema þau ertu að ganga inn í meira en tvö þúsund ára óslitna hefð, gangast inn í samfélag mennta, hugsunar og sköpunar sem getur veitt ómælda ánægju.

Við byrjum á hugartilraun.

Til umhugsunar Er alltaf hægt að teikna hring gegnum hornpunkta þríhyrnings, alveg sama hvernig þríhyrningurinn er?

Page 90: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

86

Verkefni 1 Reyndu að gera eftirfarandi án þess að teikna neitt eða skrifa. Hugsaðu

um þrautina í einhverjar mínútur og íhugaðu svo hvað það var sem fór í gegnum huga

þinn þegar þú varst að hugsa um hana. Lokaðu augunum eftir að þú lest leiðbeiningar,

ef þér finnst það betra.

• Ímyndaðu þér hring sem hreyfist um á blaði. Hann getur stækkað og minnkað

og hann getur hreyfst um hvert sem er á blaðinu.

• Hugsaðu þér nú fastan punkt á blaðinu. Hringurinn fer aftur að hreyfast, en

punkturinn er fastur, og hringferillinn verður alltaf að fara í gegnum fasta

punktinn. Geturðu séð hringinn fyrir þér? Hvert getur hann hreyfst?

• Gerðu þetta aftur, en núna með tveimur föstum punktum sem verða að vera á

hringferlinum. Geturðu séð hringinn fyrir þér? Hvert getur hann hreyfst?

• Gerðu þetta aftur með þremur punktum. Hvert getur hringurinn hreyfst?

Mundu að gera þetta í huganum áður en þú horfir á eitthvað. Lokaðu augunum ef þér

finnst það betra. Gerðu þetta fyrst ein en talaðu svo um það sem þú sást fyrir þér við

aðra en ekki gefa þeim svarið – hjálpaðu þeim að sjá það sem þú getur séð. Mundu að

það má ekki teikna, eingöngu tala, og ekki nota hendurnar, það er bannað að benda

eða nota hendurnar á nokkurn hátt.

Hér er vísbending: Í því tilfelli þegar hringferillinn fer gegnum tvo fasta punkta, getur

verið gott að hugsa sér miðju hringsins. Þegar þú hefur gert þetta, breyttu hringnum,

en haltu punktunum föstum. Hvar er miðjan núna? Hvar verður miðjan alltaf að vera?

Lýstu því núna með orðum hvar hringirnir liggja og það mun hjálpa þér að sjá þá fyrir

þér: að orða hlutina og að sjá þá fyrir sér tengjast órjúfanlegum böndum.

Ef þú hefur reynt af alvöru við verkefnið og tekist að einbeita þér að því, þá hefurðu

verið að stunda stærðfræði í huganum og hugsa um þína eigin hugsun. Jafnvel þó að

þú hafir ekki getað svarað spurningunni til fulls getur vel verið að þú hafir verið að

hugsa stærðfræðilega – að alhæfa, sérhæfa, gera tilgátu, spá, athuga, hrekja, sanna –

þegar þú veltir þrautinni fyrir þér í huganum. En núna er sennilega rétti tíminn til þess

að kanna spurningarnar á pappír eða með rúmfræðiforriti á borð við Geogebra.

Page 91: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

87

Tilgangurinn með fyrsta verkefninu er meðal annars sá að reyna að vekja hjá þér löngun til þess að teikna. Margir nemendur gera þau mistök að teikna ekki myndir til þess að hjálpa sér. Gerum þá næst nokkrar teikniæfingar. Þær eru til þess að gefa þér tilfinningu fyrir hugtökunum sem fjallað verður um. Best er að nota alveg autt blað (ekki rúðustrikað), ef til vill tvö blöð, og vanda sig mjög vel. Annars er þessi æfing minna gagnleg. En rifjum fyrst upp örfá orð. Horn sem er minna en rétt horn nefnist hvasst horn, en horn sem er stærra en rétt horn nefnum við gleitt horn.

Hvasst hornRétt horn Gleitt horn

Verkefni 2 Hvernig er hægt að skilgreina rétt horn? Hvað, nákvæmlega er rétt horn? Ekki nota gráðutölur, við höfum ekki skilgreint þær. Enda verður að skilgreina þær út frá einhverju, til dæmis má ákveða að 90 gráður mæli rétt horn. Verkefni 3 Teikna skal allar myndir án þess að nota reglustiku eða hringfara:

1. Dragðu beina línu og punkt sem er ekki á línunni. Dragðu svo línu gegnum punktinn sem er samsíða upphaflegu línunni. (Línur sem skerast aldrei nefnast samsíða línur.)

2. Dragðu línustrik og reyndu að finna miðpunkt striksins. Mældu svo með reglustiku og gáðu að því hvort þú ert nærri lagi.

3. Teiknaðu þríhyrning og finndu miðpunkta allra hliðanna. Dragðu svo línustrik frá sérhverjum hornpunkti að miðpunkti mótlægrar hliðar. Teiknið tvær ólíkar myndir. Hvað gerist? (Sýnist þér að strikin skerist öll þrjú í sama punktinum?) Þessar línur nefnast miðlínur í þríhyrningi.

Page 92: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

88

4. Teiknaðu aftur þríhyrning og finndu miðpunkta allra hliðanna. Að þessu sinni skaltu tengja alla miðpunktana saman með beinum línum. Þá koma í ljós fjórir minni þríhyrningar. Er eitthvað hægt að segja um þá, eða stærðir þeirra?

5. Dragðu línu og punkt sem er ekki á línunni. Dragðu svo línu gegnum punktinn sem er hornrétt á upphaflegu línuna.

6. Dragðu hvasst horn. Dragðu hornrétta línu frá punkti öðrum megin við annan arm hornsins í gegnum þann arm. Taktu eftir því hvar sú lína sker hinn arminn. Gerðu þetta með nokkrum mismunandi hornum.

7. Dragðu gleitt horn. Dragðu hornrétta línu frá punkti öðrum megin við annan arm hornsins í gegnum þann arm. Sker sú lína hinn arminn? Gerðu þetta með nokkrum mismunandi hornum.

8. Teiknaðu þríhyrning og teiknaðu hornréttar línur frá öllum hornpunktunum niður á mótlægar hliðar. Teiknaðu nokkra svona þríhyrninga, suma hvasshyrnda og aðra gleiðhyrnda. Þessar línur nefnast hæðir í þríhyrningnum. Sýnist þér að hæðirnar skerist allar í einum punkti?

9. Dragðu línustrik og teiknaðu hornrétta línu gegnum miðpunkt striksins. Seinni línan kallast miðþverill striksins. Hvað er hægt að segja um fjarlægð punkts á miðþverlinum að endapunktum striksins? (Ef þú velur einhvern punkt á miðþverlinum, er einhver munur á því hve langt hann er frá hvorum endapunkti línustriksins?)

10. Teiknaðu þríhyrning og miðþverla allra hliðanna. Hvað er hægt að segja um miðþverlana? Hittast allir miðþverlarnir í sama punktinum? Teiknið bæði hvassa og gleiða þríhyrninga.

11. Teiknaðu þríhyrning og reyndu að draga hring sem fer gegnum alla hornpunkta þríhyrningsins. Er þetta alltaf hægt? Ef svo er, hvernig? Prófið hvassa, gleiða og rétthyrnda þríhyrninga.

Athugaðu að vanda þig vel, skrifa niður allar spurningar við réttar myndir, og þín svör, þínar tilgátur.

Page 93: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

89

Í verkefninu var minnst á miðþveril striks: það er lína sem er hornrétt á strik og fer í gegnum miðjuna á strikinu. Miðþverill hliðarinnar a í þríhyrningi er táknaður með an ,

(n stendur fyrir normall, sem er eldra orð fyrir þveril.)

na

na

A

a

a

Við spurðum: hvað er hægt að segja um fjarlægð punkts á miðþverlinum að endapunktum striksins?

na

na

A

a

a

Brotnu strikin eru jafn löng.

Eitt svar við því er: fjarlægðin er alltaf jöfn í báða endapunktana. Þetta kristallar þá staðreynd, að það að læra stærðfræði er það að læra að taka eftir miklu frekar en að læra reglur. Eitt sem við getum tekið eftir er að tvær hliðar og hornið á milli þeirra ákvarða þríhyrning. Það þýðir að ef maður þekkir tvær hliðar og hornið á milli þeirra, getur maður reiknað út lengd þriðju hliðarinnar og hin hornin tvö.

Ef merkta hornið og hliðarnar tvær sem eru armarhornsins eru jafnar, þá eru þríhyrningarnir eins.

Verkefni 4 Gerðu grein fyrir því hvaða horn eru jöfn og hvaða hliðar jafnar í þrihyrningunum sem mynduðust þegar strik voru dregin úr hornpunktum í einhvern punkt á miðþverlinum. (Þetta eru „litlu þríhyrningarnir“ á myndinni.)

Page 94: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

90

Hugsum okkur nú að við viljum teikna hring sem fer í gegnum alla þrjá hornpunkta þríhyrnings. Verkefni 5 Hvaða eiginleika þarf miðpunktur hringsins að hafa?

A

Hvaða eiginleika hefur miðja hringsins?

B C

Hér er gagnlegt að „segja það sem þú sérð“, skrá niður allt sem þú tekur eftir. Til dæmis: er fjarlægð miðpunktsins til punktanna A og B sú sama? Hvað er hringur? Sérhver punktur á hring er nákvæmlega jafn langt frá miðju hringsins, sú lengd nefnist geisli eða radíus. Þetta er skilgreining á því hvað við eigum við með orðinu hringur í rúmfræði. Verkefni 6 Teiknaðu nú þríhyrning og tvo miðþverla, þannig að miðþverlarnir skerist í punkti. Hvað er hægt að segja um fjarlægð skurðpunktarins til tveggja horna þríhyrningsins? Geturðu nú lýst því hvernig teikna skal hring sem fer gegnum alla hornpunkta þríhyrnings? Verkefni 7 Er hægt að taka hvaða þríhyrning sem er og teikna hring sem snertir hverja hlið þríhyrningsins í nákvæmlega einum punkti? Hvað heldur þú?

Hvaða eiginleika þyrfti miðpunktur hringsins að hafa? Hér er hjálparspurning: hvernig liggur lína L, ef fjarlægð hvaða punkts sem er á línunni er nákvæmlega jafn langt frá báðum örmum hornsins á myndinni?

Page 95: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

91

L

Brotnu strikin eru jafn löng

Hver er þín niðurstaða? Lína frá hornpunkti sem skiptir horninu í tvö jafn stór horn nefnist helmingalína hornsins. Hún er einnig sú lína sem gerð er úr þeim punktum sem eru jafn langt frá örmum hornsins. Í rúmfræði, eins og öðrum greinum stærðfræðinnar verðum við að ákveða hvaða orð við ætlum að nota yfir hlutina. Þau verða að vera mjög nákvæmlega skilgreind, það má ekki vera óljóst við hvað er átt. Þó verða alltaf nokkur hugtök eftir óskilgreind, því að þeim verður ekki lýst með neinum einfaldari hugtökum en þeim sjálfum. Venjuleg rúmfræði, eins og í þessari bók, fjallar um eiginleika punkta, lína, og horna, ef við hugsum um þessa hluti eins og þeir birtast okkur á tvívíðum sléttum fleti, svipað og á venjulegu pappírsblaði. Þó hugsum við okkur að blaðið okkar sé „óendanlega stórt.“ Með því er átt við að við getum framlengt öll línustrik eins langt og við viljum. Við hugsum okkur að punktar hafi enga stærð og línur enga þykkt. Ef við höfum tvær línur, í okkar flatarmyndafræði, getur tvennt gerst: annaðhvort skerast þær í einum punkti, eða þær skerast ekki. Línur sem skerast ekki (sem þýðir að þær eiga engan sameiginlegan punkt), nefnum við samsíða línur, en lína telst líka samsíða sjálfri sér. Á eftirfarandi mynd eru línurnar l og m samsíða.

l

l

m

m

Tákn:

l ⎜⎜m

l ⎜⎜m

Verkefni 8 Er hægt að hugsa sér tvívíðan flöt þar sem engar tvær línur skerist? Eða þannig að þær skerist í tveimur punktum? Hvað með flöt þar sem sérhverjar tvær línur

Page 96: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

92

skerast í einum punkti (og það eru engar samsíða línur)? Hugsaðu um yfirborð hluta eins og kúlna, eða tvívíða teikningu af þrívíðu rúmi. Detta þér fleiri möguleikar í hug?

Til þess að geta haft samskipti og talað um rúmfræði þarf að setja niður fleiri orð. Þegar lína sker tvær aðrar línur, eins og á myndinni, er hefð að tilgreina sambönd milli horna með ákveðnum hætti.

u

u

v

v

x

x

y

y

Hornin u og x eru sögð einslæg (við hvort annað), og hornin y og v eru sögð einslæg (við hvort annað). Það er dálítið snúið að orða þetta nákvæmlega, án þess að benda á myndina. Verkefni 9 Reyndu að lýsa því í orðum hvenær tvö horn eru einslæg hvort við annað. Það er ekki svo einfalt! Nokkrar venjur eru til þess að gera teikningar skýrar og skiljanlegar. Til þess að tákna að tvö strik séu jöfn, er venja að merkja þau stundum með örstuttum þverstrikum, eins og hér:

Í næsta verkefni verða kynnt nokkur fleiri orð um horn í rúmfræði. Við viljum festa okkur orð yfir ýmiskonar hugsanleg tengsl milli tveggja horna. Við getum notað bæði

Page 97: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

93

orð og jöfnur til þess að lýsa þessum tengslum. Best er að hafa hvorutveggja á sínu valdi. Verkefni 10

1. Leitum að tengslum milli hornanna u og v á myndinni:

u

u

v

v

Hvaða tengsl eru milli hornanna u og v? (Hvað veistu um hitt hornið ef þú þekkir annað þeirra.) Horn sem þessi eru kölluð topphorn hvors annars. Reyndu að sýna fram á, með óyggjandi hætti, hver tengslin eru.

2. Finna skal hornið x á myndinni:

x

x

60°

60°

Hve stórt er hornið x? Hvernig getum við orðað tengsl hornanna á myndinni?

3. Leitum að tengslum milli hornanna u og v á myndinni:

u

u

v

v

Hvaða tengsl eru milli hornanna u og v? Skrifið jöfnu sem tengir þau saman. Reyndu að sýna fram á, með óyggjandi hætti, að jafnan sé sönn. Horn sem þessi eru kölluð grannhorn hvors annars.

4. Finna skal hornið x á myndinni:

Page 98: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

94

x

x

60°

60°

Hve stórt er hornið x? Hvaða eiginleika beinnar línu notaðirðu til þess að reikna það út? Hvernig getum við orðað tengsl hornanna á myndinni?

5. Leitum að tengslum milli hornanna u og v á myndinni:

u

u

v

v

Hvaða tengsl eru milli hornanna u og v? Skrifið jöfnu sem tengir þau saman. Sýndu fram á, með óyggjandi hætti, hver tengslin eru. Horn sem þessi eru kölluð úthorn hvors annars.

6. Finna skal hornið x á myndinni:

110°

110°

x

x

7. Hvaða tengsl eru milli hornanna u og v á myndinni (línurnar eru samsíða):

u

u

v

v

Hvaða tengsl eru milli hornanna u og v? Skrifið jöfnu sem tengir þau saman, og sannið jöfnuna. Horn sem þessi eru kölluð frændhorn hvors annars.

8. Finna skal hornið x á myndinni:

Page 99: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

95

x

x

110°

110°

Hve stórt er hornið x?

9. Við leitum að tengslum milli hornanna u og v á myndinni:

u

u

v

v

Hvaða tengsl eru milli hornanna u og v? Horn sem þessi eru kölluð lagshorn hvors annars.

10. Finna skal hornið x á myndinni:

30°

30°

x

x

Lítum aftur á fyrstu spurninguna í verkefninu að ofan: hver eru tengsl milli topphorna? Þú hefur ef til vill sannfærst um að hornin séu jafn stór, á myndinni er hornið u jafn stórt og hornið v. En hvernig vitum við það? Getum við orðað það mjög nákvæmlega? Er nóg að segjast „bara sjá það“? Eitt af því sem einkennir fræðigreinina stærðfræði er að allar reglur og niðurstöður hennar eru sannaðar. Ein möguleg sönnun á reglunni um topphorn gæti verið svona:

Skoðum eitt horn í viðbót, sem er merkt með w á myndinni.

Page 100: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

96

u

u

v

v

w

w

l

l

m

m

Hvað sjáum við á myndinni? Við sjáum að ef við leggjum saman hornin u og w myndast bein lína, sem er merkt með l á myndinni, og ef við leggjum saman hornin w og v myndast einnig bein lína, sú sem er merkt með m á myndinni. Því hljóta hornin u og v að vera jöfn. Eða, með öðrum orðum, gilda jöfnurnar:

°=+ 180wu °=+ 180wv

og því er vu = . Með því að skoða sönnun, á lesandi að geta skilið hversvegna tiltekin regla er sönn. Sannanir eru einskonar opinber umræðuvettvangur um stærðfræði, þar sem hugmyndir koma fram og eru ræddar. Hægt er að sýna fram á að stærðfræðileg skilgreining sé í samræmi við skilning okkar á því hvað tiltekið hugtak merkir með því að sanna að allir mikilvægir eiginleikar hugtaksins séu afleiðingar skilgreiningarinnar. Þetta er til dæmis meginástæðan fyrir því að við sönnum margar reglur sem virðast hvort sem er „augljósar“. En engin regla er samþykkt í stærðfræði nema að sett hafi verið fram fullkomin sönnun: röksemdarfærsla sem sýnir fram á með pottþéttum hætti að reglan sé raunverulega sönn. Verkefni 11 Líttu aftur á síðasta verkefni. Reyndu að skrifa sannanir á öllum reglunum, í anda sönnunarinnar hér að ofan. Verkefni 12 Á myndinni eru þrjú pör af samsíða línustrikum.

Hvað þarftu að þekkja mörg horn til þess að geta reiknað út öll hornin sem eru á myndinni? Búðu til dæmi með lágmarksupplýsingum, og leystu það svo.

Page 101: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

97

Verkefni 13 Hér eru nokkrar myndir. Á þeim öllum eru óþekkt horn merkt bókstöfum. Við viljum geta reiknað stærðir þeirra út frá eiginleikum hornanna, það er að segja, út frá tengslum þeirra við önnur horn á myndinni. (a)

x

x

2x

2x

y

y

(b)

x

x

2x

2x

(c)

x

x

2x

2x

y

y

(d)

x

x

2x

2x

Verkefni 14 Í þessu verkefni gerum við ráð fyrir því að báðir vísar á venjulegri klukku hreyfist alltaf með jöfnum hraða.

Page 102: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

98

(a) Annar armur horns vísar beint á töluna 12 á venjulegri klukku, og leikur hlutverk stóra vísis (sem sýnir mínútur). Hinn armurinn er litli vísir klukkunnar (sem sýnir klukkustundir. Hvert er hornið milli armanna klukkan 3? En klukkan 5? (b) Hvert er hornið milli stóra vísis og litla vísis klukkan 3.30? En klukkan 4.40? (c) Hve margar gráður fer stóri vísirinn á klukkustund? En litli vísirinn? Hve margar gráður fer stóri vísirinn á einni mínútu? Um hve margar gráður færist litli vísirinn á meðan stóri vísirinn færist um eina gráðu? (d) Hvert er hornið milli stóra vísis og litla vísis klukkan 17.38? Verkefni 15 Skoðið meðfylgjandi mynd og finnið hornið x. (Það getur verið gott að teikna aukalínu.) Finnið helst nokkrar mismunandi leiðir til að reikna út hornið.

30° 20°

40°

x

Venja er að nota eftirfarandi aðferð til þess að tákna horn og línustrik: Hornið ABC∠ er hornið sem markast af línustrikum BA og BC. Skurðpunkturinn B nefnist hornpunktur hornsins.

B

A

C

Hornið

∠ABC

∠ABC

Verkefni 16 Skoðið myndina

Page 103: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

99

A

BC

DE

Á myndinni er °=∠ 60ACB og DEBC || . Hve stórt er hornið EDC∠ ?

Verkefni 17 Reyndu að gera eftirfarandi án þess að teikna neitt eða skrifa. Hugsaðu

um þrautina í einhverjar mínútur og íhugaðu svo hvað það var sem fór í gegnum huga

þinn þegar þú varst að hugsa um hana. Lokaðu augunum eftir að þú lest leiðbeiningar,

ef þér finnst það betra.

• Sjáðu fyrir þér ferhyrning. Hugsaðu þér svo hring sem hefur alla hornpunkta

ferhyrningsins á ferli sínum. Hvað geturðu sagt um staðsetningu miðju

hringsins? Er þetta alltaf hægt, hvernig sem ferhyrningurinn er?

Gerðu þetta fyrst ein en talaðu svo helst um það sem þú sást fyrir þér við aðra en ekki

gefa þeim svarið – hjálpaðu þeim að sjá það sem þú getur séð. Mundu að það má ekki

teikna, eingöngu tala, og ekki nota hendurnar, það er bannað að benda eða nota

hendurnar á nokkurn hátt. Að endingu skaltu skoða verkefnið með blað og blýant eða

með rúmfræðiforriti.

Verkefni 18 Hér er annað verkefni til að gera í huganum, svo hafðu leiðbeiningarnar

úr síðasta verkefni að leiðarljósi.

• Ímyndaðu þér línu. Sjáðu hana fyrir þér hreyfast frjálst. Festu svo línuna, og

ímyndaðu þér aðra línu sem sker upphaflegu línuna.

• Ímyndaðu þér nú hring sem snertir báðar línurnar í einum punkti hvora.

Hringurinn sker ekki línurnar heldur snertir í einum punkti. Geturðu séð

hringinn fyrir þér? Hvert getur hann hreyfst?

• Ímyndaðu þér nú þriðju línuna sem sker hinar tvær. Línurnar eru fastar en

hringurinn getur hreyfst með því skilyrði að hann snertir sérhverja af þessum

þremur línum í einum punkti á hverri línu. Hvað geturðu sagt um staðsetningu

hringsins? Hve margir mögulegir hringir uppfylla skilyrðið?

Page 104: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

100

7: Hornasummur og þríhyrningar

Það er ekki hægt að skilja eitthvað nema að læra það á marga vegu. - Marvin Minsky

Í þessum kafla skoðum við nokkrar gamlar og góðar reglur rúmfræðinnar. Fyrstir til þess að sanna reglurnar, svo vitað sé, voru forn-Grikkir, fyrir um tvö þúsund og fimm hundruð árum. Verkefni 1 Teiknaðu þríhyrning. Vandaðu teikninguna. Teiknaðu nú línu gegnum einhvern hornpunktanna sem er samsíða mótlægri hlið. Framlengdu hinar hliðarnar aðeins gegnum sama hornpunkt. Þú gætir fengið mynd svipaða þessari:

Verkefnið er eftirfarandi: merktu öll hornin með bókstöfum, og notaðu þér eiginleika einslægra horna við samsíða línur og topphorna til þess að reikna út summu allra hornanna í þríhyrningnum.

Til umhugsunar Eru til ólíkir þríhyrningar sem hafa allar hliðar jafn langar?

Page 105: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

101

Hér er ein hugsanleg lausn:

u

u

v

v

w

w

x

x

y

y

z

z Við vitum að v=x og u=z því þetta eru einslæg horn við samsíða línur, og að w=y því þau eru topphorn. Því er v+w+u=x+y+z=180°, því x, y og z mynda beina línu samanlagt.

Verkefni 2 (a) Á myndinni eru merkt inn nokkur horn.

70°

70°

50°

50°

w

w

Hver er stærð hornsins w? (b) Alhæfðu: hvaða regla gildir um hornin u, v og w á myndinni:

v

v

u

u

w

w

Hver er reglan? Útskýrðu hvers vegna hún er sönn: sannaðu regluna. Verkefni 3 Teiknaðu þríhyrninga samkvæmt eftirfarandi lýsingum:

(a) °=∠ 45B , 5=BC , 6=AC (b) °=∠ 45B , 5=BC , 4=AC . (c) °=∠ 45B , 5=BC , 3=AC .

Hvað er það sama og hvað er ólíkt með þessum þremur tilfellum? Hannaðu og teiknaðu þín eigin dæmi. Hvaða ályktun geturðu dregið? Ein spurning er: er nóg að vita eitt horn og tvær hliðar þríhyrnings til að geta „klárað“ teikninguna?

Page 106: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

102

Sennilega gastu teiknað fyrsta þríhyrninginn út frá upplýsingunum sem gefnar voru, en tókstu eftir því að tveir ólíkir þríhyrningar uppfylla skilyrðin í (b)? Og það er ómögulegt að teikna þríhyrning samkvæmt (c). Í síðasta kafla minntumst við á þá (ósönnuðu) staðreynd að tvær hliðar og hornið á milli þeirra ákvarða þríhyrning. Ef við vitum að tveir þríhyrningar hafa tvær hliðar jafnar og hornið á milli þeirra, þá eru öll hornin jöfn og allar hliðarnar jafnar. Í síðasta verkefni sástu að það sama er ekki hægt að segja ef maður þekkir eitt horn, eina samliggjandi hlið og eina mótlæga hlið. En hvað er hægt að segja ef maður þekkir tvö horn og hliðina á milli þeirra? Hvað um öll þrjú hornin? Eru tveir þríhyrningar eins ef þeir hafa jafn stór horn? Hvaða upplýsingar skyldu duga til þess að ákvarða þríhyrning? Í raun og veru er erfitt að sanna reglur um það hvað dugar til þess að ákvarða þríhyrning, þær verða að teljast til frumforsendna rúmfræðinnar okkar, þær lýsa hugmyndum okkar um hvað þríhyrningur er. Í þessari bók gilda eftirfarandi reglur um þríhyrninga: 1. Tvær hliðar og hornið á milli þeirra ákvarða nákvæmlega einn þríhyrning.

Tvær hliðar og horn á milli þeirra þekkt.

Við sjáum að þriðja hliðin (brotna strikið) og þar með þau tvö horn sem vantar, eru alveg ákvörðuð. 2. Tvö horn og hliðin á milli þeirra ákvarðar nákvæmlega einn þríhyrning.

Tvö horn og hliðin á milli þekkt.

Við sjáum að þriðja hornið og þær tvær hliðar sem vantar eru alveg ákvörðuð. 3. Þrjár hliðar ákvarða nákvæmlega einn þríhyrning, ef þær geta myndað þríhyrning.

Page 107: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

103

a

a

b

b

c

c

a

a

b

b

c

c

Hliðarlengdir eru þekktar

Þetta er ekki augljóst! Reyndu að sjá fyrir þér að þú reynir að breyta hornunum en haldir hliðarlengdum föstum. Prófaðu að nota penna eða blýanta og setja saman í þríhyrning. Geturðu breytt hornunum? Verkefni 4 Teiknaðu þríhyrninga samkvæmt eftirfarandi lýsingum:

(a) 3=AB , 4=BC , 5=AC . (b) 3=AB , 4=BC , 6=AC .

Þrjár hliðar (þrjú strik) mynda ekki alltaf þríhyrning. Hvaða skilyrði þarf að gilda um þrjú strik til þess að hægt sé að búa til þríhyrning? Verkefni 5 Eins og þú sást í verkefni hér að ofan dugar ekki að vita eitt horn, eina samliggjandi hlið við hornið og mótlæga hlið við hornið. Gerðu góða skýringarmynd sem sýnir hvernig slíkar upplýsingar geta gefið möguleika á tveimur ólíkum þríhyrningum. Við köllum þríhyrning sem hefur tvær jafn langar hliðar jafnarma þríhyrning.

u

u

v

v

Hliðarnar tvær sem merktar eru striki eru jafn langar.

Verkefni 6 Hvaða regla gildir um hornin í jafnarma þríhyrningi? Hver eru tengsl hornanna u og v á myndinni? Sýndu fram á tengslin með óyggjandi hætti. Við köllum þríhyrning sem hefur allar hliðar jafn langar jafnhliða þríhyrning.

Page 108: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

104

Allar hliðar eru jafn langar

Verkefni 7 Hvaða regla gildir um hornin í jafnhliða þríhyrningi? Hve stór eru hornin? Verkefni 8 Nú ætlum við að snúa við reglunni um horn í jafnarma þríhyrningum: ef þríhyrningur hefur tvö jafn stór horn, þá er hann jafnarma.

Merktu hornin eru jafn stór

Sýndu fram á að tvær hliðar séu jafnar. Það gæti borgað sig að draga einhverja hjálparlínu. Verkefni 9 Hér er mynd úr enskri bók (frá 1903), Elementary Geometry Practical and Theoretical, eftir C. Godfrey og A.W Siddons.

Myndin lýsir aðferð til að mæla fjarlægðina milli H og G, milli horna í húsi, ef maður kemst ekki inn í húsið. Hvernig? Það þarf að sjálfsögðu að útskýra og rökstyðja svarið. Verkefni 10 Bátur er staddur í sjónfæri við vita sem stendur við strönd. Sæfari mælir hornið x, siglir svo beint áfram og fylgist með vitanum þar til hornið hefur tvöfaldast.

Page 109: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

105

Hvernig getur sæfarinn metið fjarlægðina til vitans? (Hann getur metið hvað hann siglir langt.)

x

x

2x

2x

Verkefni 11 (a) Á myndinni er þríhyrningur með hornpunkta á hring. Ein hlið þríhyrningsins er miðstrengur hringsins (það þýðir að hliðin fer í gegnum miðpunkt hringsins). Einnig hefur verið dregið strik úr horninu á móti miðstrengnum í miðpunkt hringsins. Finnið stærðir óþekktu hornanna. (Þetta er erfitt nema að maður taki eftir því að sum strik á myndinni eru jafn löng.)

50°

50°

v

v

y

y

u

u

(b) Sagan segir að gríski heimspekingurinn Þales hafi uppgötvað sönnun á reglu um horn: Ef þríhyrningur hefur miðstreng hrings fyrir grunnlínu þá er hornið á móti grunnlínunni rétt horn. Sagt er að Þales hafi orðið svo uppnuminn af sönnuninni að hann hafi fórnað nauti í gleðivímunni. Verkefnið er að sanna reglu Þalesar.

x

x

v

v

y

y

u

u

Hvað er hornið á móti miðstrengnum stórt? (Skrifaðu stæðu fyrir hornið.) Hvað er hægt að segja um tengsl hornanna x og y (og hvers vegna). En hornanna u og v? Notaðu þér svo að hornasumma þríhyrnings er 180 gráður og dragðu ályktun um hornið á móti miðstrengnum.

Page 110: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

106

Verkefni 12 Á myndinni er rétthyrningur og hringur sem hefur hliðina BC fyrir miðstreng.

A B

CD

P

Ef hliðin BP hefur lengdina 3 og hliðin PC hefur lengdina 4, hvert er þá flatarmál rétthyrningsins ABCD? (Hér þarf að nota reglu Pýþagórasar.) Verkefni 13 Á myndinni eru AB og CD samsíða. Hver er summa hornanna, A + E + C ?

A B

E

C D

Verkefni 14 Á myndinni er punktur X á striki sem er samsíða QR og strikin QX og

RX eru á helminglínum hornanna.

.

P

Q R

XA B

(a) Ef °=∠ 30XQR , hver er þá stærð XAQ∠ ?

Page 111: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

107

(b) Ef PQ = 10, PR = 17 og QR er 15, hvert er ummál þríhyrningsins PAB? (Rifjum

upp að ummál er samanlögð lengd hliðanna.)

Page 112: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

108

8: Sannanir og frumsendukerfi

Þessar löngu keðjur af fullkomlega einföldum og auðveldum rökfærslum sem rúmfræðingar nota í sínum erfiðustu sönnunum, höfðu leitt mig á þá skoðun að allt sem getur fallið undir mannlega þekkingu myndi slíka runu; og svo lengi sem við forðumst að samþykkja eitthvað sem sannleika sem er það ekki, og höldum okkur við rétta röð þegar við leiðum einn hlut af öðrum, er ekkert svo fjarri að við náum ekki til þess að lokum, né svo vel falið að ekki sé hægt að uppgötva.

- Descartes Þegar ég nota orð, sagði Humpty Dumpty í fyrirlitningartón, þá merkir það einungis

það sem ég ákveð að það merki – hvorki meira né minna. Spurningin er, sagði Lísa,

hvort þú GETUR látið orð merkja svona marga mismunandi hluti. Spurningin er,

sagði Humpty Dumpty, hver ræður – það er allt og sumt.

- Lewis Carroll (Gegnum stækkunarglerið)

Í þessum kafla skoðum við nokkrar gamlar og góðar reglur rúmfræðinnar. Fyrstir til þess að sanna reglurnar, svo vitað sé, voru forn-Grikkir, fyrir um tvö þúsund og fimm hundruð árum. Allar reglur í stærðfræði eru annaðhvort rökstuddar með sönnun út frá öðrum reglum, eða þær eru látnar ósannaðar, og heita þá frumsendur. Frumsendur eru þá reglur sem annaðhvort „liggja í augum uppi“ eða við lítum svo á að þær skilgreini einfaldlega „um hvað er verið að tala.“ Til dæmis byggir reglan um hornasummu þríhyrninga á frumsendu, nefnilega þessari:

Ef þriðja lína sker tvær samsíða línur þá eru einslæg horn jafn stór. (Og einnig gildir: ef einslæg horn eru jafn stór þá eru línurnar samsíða.)

Til umhugsunar Hvað einkennir sannfærandi röksemdarfærslu? Til hvers eru sannanir í stærðfræði?

Page 113: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

109

x

x

y

y

x = y

x = y Ef og aðeins ef línurnar eru samsíða er

Þessi frumsenda virðist augljóslega rétt í tvívíðri rúmfræði á sléttum fleti. En er hún til dæmis rétt á kúluyfirborði? Til þess að sönnun í stærðfræði sannfæri einhvern þarf sá (sem á að sannfærast) að samþykkja og skilja forsendurnar sem sönnunin hvílir á. Það sem þú ert að lesa um í þessari bók mætti nefna „sígilda rúmfræði tvívíðrar sléttu“ og hún byggir á nokkrum forsendum. Lengi var sagt sem svo að þessar forsendur (sem ekki verða sannaðar út frá einfaldari forsendum) yrðu að vera alveg augljósar. Allir ættu að sjá í hendi sér að þær hlytu að vera sannar. Og það má ef til vill segja að þær séu það, ef miðað er við tvívíðan flöt sem er einhvern veginn eins og slétt pappírsblað eða skautasvell. Þó er stærðfræðilega sléttan óendanleg í allar áttir. Og þessi rúmfræði er ágætt líkan af skika á yfirborði jarðar sem er ekki allt of stór. Það er hins vegar ekki nógu gott líkan af öllu yfirborði jarðar. Til dæmis er yfirborð jarðar takmarkað en ekki óendanlegt, það er frekar eins og yfirborð kúlu en slétta. Frumforsendur sem gengið er út frá í einhverri stærðfræðikenningu nefnast stundum frumsendur. Elsta kennslubókin í stærðfræði sem varðveist hefur heitir Frumþættir eftir Evklíð, frá því um 300 fyrir Krist. Á ensku er hún nefnd The Elements, en á frummálinu, forngrísku, heitir ritið Stóikeia, eða með grískri stafsetningu Στοιχεϊα. Í Frumþáttunum er rúmfræði sett fram með þeim hætti sem síðan hefur tíðkast í stærðfræði: Í upphafi eru settar fram frumsendur og skilgreiningar, og svo eru allar reglur sannaðar með rökvísum hætti út frá frumsendunum. Sannaðar reglur heita setningar í stærðfræði (theorem á erlendum málum). Þannig er kenning byggð upp með afleiðslukerfi. Eitt af því sem er merkilegt við slíkt kerfi, er að þannig má uppgötva raunverulega gagnlega þekkingu með rökhugsun einni saman, án þess að skynjun á hinum ytra heimi komi við sögu! Frumþættirnir voru kenndir við æðri menntastofnanir í meira en 2400 ár, og er vinsælasta kennslubók sögunnar og eitt áhrifamesta rit allra tíma. Hún hefur verið fyrirmynd fræðibóka á mörgum sviðum, en sérstaklega í stærðfræði, heimspeki og raunvísindum.

Page 114: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

110

Hinar sígildu frumsendur Evklíðs voru fimm. Þær eru svona:

1. Gegnum tvo ólíka punkta liggur nákvæmlega ein lína. 2. Endanlegt línustrik má framlengja óendanlega. 3. Einn punktur og einn geisli ákvarða einn og aðeins einn hring. 4. Öll rétt horn eru jöfn hvert öðru. 5. Skeri bein lína tvær beinar línur þannig að innanverð hornin sömu megin verði minna en tvö rétt horn, þá mætast línurnar tvær þeim megin sem hornin eru minni en tvö rétt horn.

Það er þess virði að reyna að átta sig á því hvað síðasta frumsendan segir. Rissum tvær línur, og þriðju línuna sem sker þær. Þá kemur tvennt til greina: línurnar tvær eru samsíða eða ekki samsíða.

Ef þær eru samsíða, eins og á myndinni að ofan, eru innanverð hornin samtals 180

gráður (tvö rétt horn eins og Evklíð segir).

Ef innanverðu hornin eru minna en 180 gráður samtals, þá skerast línurnar í

einhverjum punkti. Finnst þér þetta vera augljóst? Lengi vel töldu margir að það hlyti

að vera hægt að sanna þessa staðreynd út frá hinum frumsendunum. Það er hins vegar

Page 115: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

111

ekki hægt, og nú eru til gagnlegar rúmfræðikenningar þar sem þessi frumsenda er ekki

notuð, og hún á ekki við. Reyndar er í mörgum kennslubókum notuð frumsenda sem

er einfaldari en jafngild fimmtu frumsendu Evklíðs:

Fyrir gefna línu og gefinn punkt sem liggur ekki á línunni er til ein og aðeins

ein lína gegnum punktinn samsíða gefnu línunni.

Og þetta hljómar vissulega sannfærandi ef við hugsum um tvívítt slétt yfirborð.

Verkefni 1 Til umræðu:

(a) Sagt er að síðasta frumsendan sem orðuð er hér að ofan sé það sem gerir

Evklíðska rúmfræði tvívíða. Passar hún við upplifun okkar af þrívíðu rúmi, ef

við hugsum okkur línur í þrívídd?

(b) Geturðu hugsað þér tvívítt yfirborð þar sem síðasta frumsendan gildir ekki?

Afleiðslukerfi, þar sem bálkur þekkingar er leiddur út með sönnunum, inniheldur

1. Frumhugtök. (Það eru hugtök sem ekki verða skilgreind frekar.) 2. Skilgreiningar. (Hugtök skilgreind út frá áður kynntum hugtökum.) 3. Frumsendur. (Ósannaðar reglur sem gert er ráð fyrir að séu sannar.) 4. Setningar. Það eru allar reglur sem eru sannaðar út frá frumsendum og áður sönnuðum reglum.

Í Evklíðskri rúmfræði eru mikilvægustu óskilgreindu hugtökin punktur og lína. Í

Frumþáttunum eru þessi hugtök reyndar „skilgreind“ í upphafi (ásamt 23 öðrum

hugtökum) og þar segir að punktur sé „það sem ekki er hægt að skipta“ og að lína sé

„lengd án breiddar“. En þessar skilgreiningar kalla á aðrar spurningar, það er til dæmis

hægt að spyrja „hvað er að skipta einhverju“ eða „hvað er lengd“. Á síðari tímum eru

alltaf einhver hugtök óskilgreind í afleiðslukerfum, þó svo að hægt sé að gera grein

fyrir merkingu þeirra innan kerfisins, með því að taka fram allt sem hægt er að segja

um þau. Dæmi um þetta væri að taka fram að um sérhvern punkt og sérhverja línu

megi alltaf segja nákvæmlega annað tveggja: „punkturinn er á línunni“ og „punkturinn

er ekki á línunni“. Ef það á að gera þetta með tæmandi hætti verður umfjöllunin lengri

og tæknilegri en viðeigandi er á þessu stigi, og geymist til háskólanáms.

Page 116: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

112

Skilgreiningar leika sérstaklega stórt hlutverk í stærðfræði en skilgreiningar í

stærðfræði hafa ekki sama tilgang og skilgreiningar í daglegu máli eða mörgum öðrum

fræðum. Venjulegar skilgreiningar snúast um það að segja „hvað eitthvað er“. Við

getum því spurt heimspekilegra spurninga á borð við „hvað er ást“ eða „hvað er

réttlæti“, auk þess sem við viljum hafa nothæfar skilgreiningar á hugtökum í ýmsum

efnum, til dæmis lögum og leikjum.

Verkefni 2 Semdu og ræddu um að minnsta kosti tvær mögulegar skilgreiningar á

eftirfarandi:

(a) hvenær líf manneskju kviknar

(b) hvenær manneskja telst látin

(c) hvað er klám

Um venjulegt tungumál lýsir skilgreining því hvernig orð er notað, hvað það merkir í

hugum þeirra sem nota orðið, og oft er ágæt leið að lýsa því hvernig hugtak er

sögulega tilkomið. Í stærðfræði er þetta ekki þannig. Skilgreining í stærðfræði er

samkomulag um merkingu, og hugtak sem hefur verið skilgreint í stærðfræði merkir

ekkert annað en það sem stendur í skilgreiningunni. Þetta veldur nemendum oft

miklum ruglingi. Í fyrsta lagi samsvara stærðfræðihugtök ekki neinum raunveruleika,

það er tilgangslaust, í stærðfræði, að spyrja sig hvað (til dæmis) bein lína sé í raun og

veru. Í öðru lagi má ekki, í röksemdarfærslum um stærðfræði (sönnunum), notast við

neina eiginleika hugtaka aðra en þá sem fram koma í frumsendum og skilgreiningum.

Þegar Evklíð skilgreinir rétt horn, til dæmis, segir hann: „Þegar bein lína er reist út frá

annarri beinni línu þannig að hornin sem liggja hvort upp að öðru verða jafnstór eru

þau nefnd rétt horn.“ Í þessari skilgreiningu kemur ekkert fram um að rétt horn sé 90

gráður eða spanni fjórðung úr hring. Til þess að mega nota þær staðreyndir þarf að

sanna að svo sé.

Verkefni 3 Skoðum tilbúið afleiðslukerfi:

Frumhugtök: Óskilgreind hugtök eru stelpa, strákur og elska. Skilgreiningar: Einstaklingur er annaðhvort stelpa eða strákur. Ástarsamband inniheldur nákvæmlega tvo einstaklinga þannig að hvor þeirra elskar hinn. Hefðbundið ástarsamband inniheldur nákvæmlega einn strák og eina stelpu þannig að hvort þeirra elskar hitt.

Page 117: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

113

Frumsendur: 1. Það eru nákvæmlega þrír einstaklingar og að minnsta kosti ein stelpa

og einn strákur. 2. Annaðhvort elskar einstaklingur annan einstakling eða ekki. 3. Allir elska að minnsta kosti einn einstakling. 4. Enginn er í meira en einu ástarsambandi.

Setningar: 1. Það er annaðhvort eitt ástarsamband eða ekkert. 2. Ef sérhver einstaklingur elskar að minnsta kosti einn einstakling af

gagnstæðu kyni þá er nákvæmlega eitt hefðbundið ástarsamband og einn einstaklingur sem er ekki í ástarsambandi.

(a) Sannaðu setningarnar tvær. (b) Breyttu einhverjum frumsendum eða bættu við og sannaðu einhverja nýja

setningu. (c) Finndu upp þitt eigið frumsendukerfi.

Verkefni 4 Í orðabókum er að finna skilgreiningar orða eins og þau eru notuð í

tungumáli. Þó er aldrei hægt að komast að endanlegum skilgreiningum, því að í hverri

skilgreiningu eru notuð önnur orð sem líka þarf að þekkja. Til dæmis, ef leitað er að

orðinu punktur gæti staðið hugsaður depill, ákveðinn staður í rúminu. Og ef nú er flett

upp orðinu depill fæst blettur, ákveðinn staður. Nú mætti fletta upp orðunum blettur

og staður og halda svona áfram, þangað til við komum í hring. Eltu nú orðin lína og

hringur í orðabók.

Í þessari bók er ekki fylgt ströngustu kröfum um að öll orð (sem ekki eru frumhugtök)

séu alveg nákvæmlega skilgreind, enda yrði bókin þá mun lengri og erfiðari í lestri.

Við reynum að feta milliveg hæfilegrar nákvæmni.

Verkefni 5 Hvernig skilgreinir þú ferhyrning?

Skoðaðu nú myndirnar og segðu hvaða myndir falla undir þína skilgreiningu. Þú

verður að fara eftir því sem þú skrifaðir, nákvæmlega, en ekki því sem þú sást fyrir

þér.

Page 118: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

114

Þú sérð vonandi að það getur verið erfitt að skilgreina stærðfræðilega hluti

nákvæmlega, þannig að ekkert geti misskilist eða verið túlkað á annan hátt en ætlunin

var. Þær kröfur sem eru venjulega gerðar til góðrar skilgreiningar í stærðfræði eru

1. Hún lýsir nákvæmlega þeirri hugmynd sem á að skilgreina.

2. Hún inniheldur einungis orð eða tákn sem allir almennt skilja, hafa verið

skilgreind áður, eða eru óskilgreind frumhugtök.

3. Hún inniheldur ekki óþarfa upplýsingar.

Síðasta krafan er þó ekki ófrávíkjanleg, sérstaklega í kennslubókum.

Verkefni 6 Í bókum um rúmfræði má finna margar mismunandi skilgreiningar á því

hvað rétthyrningur er, til dæmis:

(a) Rétthyrningur er samsíðungur með fjórum réttum hornum.

(b) Rétthyrningur er ferhyrningur með fjórum réttum hornum.

(c) Rétthyrningur er samsíðungur með (að minnsta kosti einu) réttu horni.

(d) Rétthyrningur er samsíðungur þar sem tvær hliðar eru hornréttar.

(e) Rétthyrningur er samsíðungur þar sem hornalínurnar tvær eru jafn langar.

Fjallaðu um þessar skilgreiningar. Hver finnst þér best?

Reglur sem sannaðar eru í stærðfræði nefnast setningar. Sönnun innan afleiðslukerfis

er ekkert annað en pottþétt röksemdarfærsla, þar sem hver fullyrðing er annaðhvort

frumsenda eða bein rökrétt afleiðing af skilgreiningum og áður sönnuðum setningum.

Page 119: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

115

Hér er ein setning til að lesa, með sönnun:

Setning. Hornalínurnar tvær í rétthyrningi eru jafn langar.

Sönnun: Látum ABCD vera rétthyrning. Við notum algengustu skilgreininguna, sem

þýðir að öll hornin eru rétt. Við getum fullyrt að mótlægar hliðar rétthyrningsins eru

samsíða (annars myndu þær skerast einhvers staðar ef þær væru framlengdar, og þá

kæmi fram þríhyrningur með tveimur réttum hornum, sem er ómögulegt því

hornasumma þríhyrnings er 180 gráður).

(Teiknið viðeigandi mynd.)

Þar sem hornalínan BD fellur á samsíða línur verða hornin ABD og CDB jöfn og

hornin ADB og CBD eru jöfn. Þar með eru þríhyrningarnir ABD og BCD eins (þeir

hafa sömu horn og sameiginlegu hliðina BD.

(Bætið við myndina.)

Þess vegna er CDAB = . Lítum þá á þríhyrningana ACD og ABD.

(Fullgerið myndina.)

Þeir eru eins, vegna þess að þeir hafa jafnt: tvær hliða og hornið á milli þeirra.

Það væri reyndar ekki rétt að segja að sannanir í stærðfræði væru alveg svo strangar,

að hver einasta fullyrðing sé annaðhvort frumsenda eða bein nauðsynleg afleiðing af

skilgreiningum og áður sönnuðum setningum Oft eru notuð ýmis pottþétt rök sem falla

ekki alveg undir þessa ströngu kröfu. Meira að segja Evklíð sjálfur notar víða alls

konar augljósa eiginleika út frá myndum sem ekki eru teknir fram sem frumsendur. Til

dæmis, í setningu I.1, segir hann:

Tökum línustrik AB. Teiknum hring með miðju í A og geisla AB og annan hring með miðju í B

og geisla AB.

Page 120: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

116

Látum C vera skurðpunkt hringjanna.

Svo heldur sönnunin áfram, en hún sýnir hvernig hægt er að teikna jafnhliða

þríhyrning með hringfara og stiku. En þessi síðasta lína er ekki samkvæmt neinni

frumsendu, því það kemur ekkert fram í þeim um það hvenær hringir skerast. Hvernig

vitum við þá að þessir hringir skerast? Þeir hljóta vissulega að gera það, en ef við

ættum að halda okkur við strangasta skilning á afleiðslukerfi er ekki leyfilegt að draga

þá ályktun. Allt verður að koma fram í frumsendunum.

Þó svo að Evklíð hafi ekki alveg staðið undir nútímaskilning á því hvernig setja eigi

fram kenningu með afleiðslukerfi, og þó að það sé bæði óþarft og fyrirhafnarsamt að

útbúa algerlega fullkomið afleiðslukerfi, þá er stendur það fyrir sínu sem fyrirmynd.

Fyrir lesendur þessarar bókar er hægt að segja um sönnun, að hún á að vera:

1. Útskýring. Með því að skoða sönnun, á lesandi að geta skilið hversvegna

tiltekin regla er sönn.

2. Samskiptaleið. Sannanir eru einskonar opinber umræðuvettvangur um

stærðfræði, þar sem hugmyndir koma fram og eru ræddar.

3. Réttlæting fyrir skilgreiningum. Hægt er að sýna fram á að stærðfræðileg

skilgreining sé í samræmi við skilning okkar á því hvað tiltekið hugtak merkir

með því að sanna að allir mikilvægir eiginleikar hugtaksins eru nauðsynlegar

afleiðingar skilgreiningarinnar. Þetta er til dæmis aðalástæðan fyrir því að

sanna reglur sem virðast hvort sem er ,,augljósar''.

Page 121: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

117

4. Rökstuðningur fyrir nýja reglu: Engin regla er samþykkt í stærðfræði nema að

sett hafi verið fram sönnun, röksemdarfærsla sem sýnir fram á með óyggjandi

hætti að reglan sé raunverulega sönn.

Þegar þú ert beðinn að útskýra, sanna eða sýna fram á eitthvað er ágætt að hafa í huga

eftirfarandi skref:

1. Fyrst sannfærirðu sjálfan þig,

2. svo sannfærirðu vin,

3. að lokum sannfærirðu vantrúaðan lesanda.

Flestar setningar stærðfræðinnar má orða sem skilyrðissetningu á forminu „ef ... þá“.

Til dæmis segjum við „ef tvær oddatölur eru lagðar saman þá er útkoman slétt tala“,

eða „ef A, B og C eru horn í þríhyrningi þá er summan °=++ 180CBA “. Í

stærðfræði gilda ströng regla um „ef ... þá“ setningar, sem eru ekki alltaf alveg eins og

við skiljum þær í venjulegu máli. Þegar við segjum „ef A þá B“ í stærðfræðitexta

meinum við að ef A er satt, þá er B örugglega satt. Þessu má ekki snúa við, við megum

ekki draga neina ályktun um það hvort A er satt, þó að við vissum að B væri satt.

Verkefni 7 Látum A tákna fullyrðinguna „ 0=⋅ yx “ og látum B tákna fullyrðinguna

„ 0=x og 5=y “. Segið hverjar af eftirfarandi fullyrðingum eru nauðsynlega sannar,

og útskýrið:

(a) „ef A þá B“

(b) „ef B þá A“

(c) „ef ekki A þá ekki B“

(d) „ef ekki B þá ekki A“

Tókstu eftir því að það er samhengi milli fullyrðinga (a) og (d) í verkefninu?

Til eru nokkur mismunandi orðasambönd til að tjá fullyrðinguna „ef A þá B“. Meðal

annars er hægt að segja: „A er nægjanlegt skilyrði fyrir B“ (vegna þess að það nægir

okkur að vita A til að geta dregið ályktunina B) eða „B er nauðsynlegt skilyrði fyrir A“

(vegna þess að ef B er ósatt, þá getur A ekki verið satt).

Page 122: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

118

Verkefni 8 Fræg er fullyrðing franska heimspekingsins Rene Descartes, „ég hugsa

þess vegna er ég til.“ (Fjallað verður meira um Descartes síðar í bókinni.) Að hugsa er

því nægjanlegt skilyrði fyrir því að vera til. En er það nauðsynlegt?

Í afleiðslukerfi á semsagt að vera hægt að sanna allar setningar með keðju af

fullyrðingum, þannig að allar fullyrðingar eru nauðsynlegar afleiðingar þeirra

fullyrðinga sem komnar eru áður í keðjunni. Kostir þess að setja kenningu fram með

afleiðslukerfi eru ýmsir. Meðal þeirra mætti nefna:

(a) Forsendur kenningarinnar koma skýrt fram í frumsendunum.

(b) Hægt er að sanna með óyggjandi hætti hvaða afleiðingar forsendurnar hafa í

för með sér.

(c) Oft er hægt að kanna með tilraunum eða könnunum hvort kenningin er röng,

því ef tilraunaniðurstöður koma ekki heim og saman við sannaðar niðurstöður,

þá geta forsendurnar ekki verið réttar. (Athugið þó að aldrei er hægt að sanna

að kenning sé rétt, tilraunin sem hrekur hana gæti alltaf leynst handan

hornsins.)

(d) Ef vel tekst til, fegurð.

Hver sem er á því að geta lesið um kenninguna frá fyrstu síðu og kannað réttmæti

niðurstaða. Kenningar stærðfræðinnar henta vel til slíkrar framsetningar, en þar er c-

liðnum reyndar ofaukið þar sem „sannleikur“ frumsenda í stærðfræði má liggja milli

hluta.

Verkefni 9 Látum A tákna fullyrðinguna „ 162 =x og x er heil tala“ og látum B tákna

fullyrðinguna „ 4−=x “. Segið hverjar af eftirfarandi fullyrðingum eru nauðsynlega

sannar, og útskýrið:

(a) „ef A þá B“

(b) „ef B þá A“

(c) „ef ekki A þá ekki B“

(d) „ef ekki B þá ekki A“

Page 123: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

119

Frumþættir Evklíðs í menningunni

Frumþættir Evklíðs hafa orðið mörgum innblástur, bæði til lista, vísinda og hagnýtra

verka. Abraham Lincoln (1809 – 1865), sextándi forseti Bandaríkjanna, lagðist yfir

bókina í því skyni að bæta rökvísi sína. In the course of my law reading I constantly came upon the word "demonstrate". I thought at first that I understood its meaning, but soon became satisfied that I did not. I said to myself, What do I do when I demonstrate more than when I reason or prove? How does demonstration differ from any other proof? I consulted Webster's Dictionary. They told of 'certain proof,' 'proof beyond the possibility of doubt'; but I could form no idea of what sort of proof that was. I thought a great many things were proved beyond the possibility of doubt, without recourse to any such extraordinary process of reasoning as I understood demonstration to be. I consulted all the dictionaries and books of reference I could find, but with no better results. You might as well have defined blue to a blind man. At last I said,- Lincoln, you never can make a lawyer if you do not understand what demonstrate means; and I left my situation in Springfield, went home to my father's house, and stayed there till I could give any proposition in the six books of Euclid at sight. I then found out what demonstrate means, and went back to my law studies. (http://www.mathopenref.com/euclid.html)

Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna frá Bretlandi frá 1776 hefur framsetningu Evklíðs

að fyrirmynd. Skjalinu mætti reyndar lýsa ágætlega með því að þar sé um einskonar

stærðfræðilega sönnun að ræða, út frá þremur frumsendum er sannað að nýlendurnar

hafi rétt á því að stofna sjálfstætt ríki. Eftir stuttan inngang eru frumsendurnar kynntar: We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness.

...

( http://www.ushistory.org/Declaration/document/index.htm)

Það væri því ekki ofsögum sagt að kennslubók Evklíðs hafi verið mönnum fyrirmynd

um uppbyggingu nákvæmra og rökréttra texta. Auk þess var lestur á henni (eða hluta

hennar) talin nauðsyn þeim sem vildu komast til æðri mennta, og má jafnvel segja að

hún hafi verið notuð sem hindrun, eða það sem kallað er sía í dag, og nokkuð víst að

margir hafa ekki notið þessa náms. Ein regla Evklíðs hlaut meira að segja sérstakt

nafn, setning númer fimm í fyrsta bindinu var kölluð asnabrúin (pons asinorum),

vegna þess að sagt var að þar færu hinir lakari nemendur að finna fyrir erfiðleikum.

Skýringarmyndin við regluna getur minnt á brú, og hér sjáum við regluna með sönnun

Page 124: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

120

úr stórkostlegri útgáfu Oliver Byrne frá 1847, þar sem að notast er við liti og myndir í

stað bókstafa til þess að tákna hugtök:

Skoða má útgáfu Byrne á http://www.sunsite.ubc.ca/DigitalMathArchive/Euclid/byrne.html

Enskt skáld, Andrew Marvell (1621-1678), notar sér hugmyndina um samsíða línur í

ástarljóðinu Definition of Love:

As lines so Loves oblique may well oblique: óbeinn Themselves in every angle greet: greet: heilsa, taka á móti But ours so truly parallel, parallel: samsíða Though infinite can never meet. infinite: óendanlegur (Hartshorne, 6)

Page 125: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

121

Og bandaríska skáldið Edna St. Vincent Millay (1892-1950) orti svo um Evklíð (sem

heitir Euclid á enskri stafsetningu):

Euclid alone has looked on Beauty bare. bare: nakinn Let all who prate of Beauty hold their peace, prate: þvaðra And lay them prone upon the earth and cease prone: flatur, cease: hætta að To ponder on themselves, the while they stare ponder: íhuga At nothing, intricately drawn nowhere intricately: flókið In shapes of shifting lineage; let geese lineage: ætt Gabble and hiss, but heroes seek release gabble and hiss: babla og hvæsa From dusty bondage into luminous air. bondage: þrælkun, luminous: ljós O blinding hour, O holy, terrible day, When first the shaft into his vision shone shaft: geisli Of light anatomized! Euclid alone anatomized: krufið, greint í smáatriðum Has looked on Beauty bare. Fortunate they Who, though once only and then but far away, Have heard her massive sandal set on stone.

-- Edna St. Vincent Millay Verkefni 10 Til er saga af Evklíð og einum nemenda hans sem var búinn að læra eina

rúmfræðisetningu. Hann spurði þá: „Hvað fæ ég í aðra hönd ef ég læri þessa hluti?“

Evklíð sagði þá þræli sínum að gefa honum pening, „úr því að hann verður að græða

á því sem hann lærir.“ (Þorstein Vilhjálmsson, 166) Verkefni þitt er að hugsa um og

ræða þessa sögu.

Mjög margar útgáfur og þýðingar eru til af Frumþáttum Evklíðs. Elstu varðveittu

handritabrotin eru frá því um einni öld eftir upphaf tímatals okkar, en meðal nýrri

útgáfa ætti að telja net-útgáfu með gagnvirkum skýringarmyndum, sem sjá má á

slóðinni http://aleph0.clarku.edu/~djoyce/java/elements/toc.html. Enn sem komið er

(2009) hefur engin íslensk þýðing verið gefin út.

Page 126: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

122

9: Þríhyrningar: nánari kynni

Stærðfræði er ekki sköpuð grein heldur grein til að skapa.

- Hans Freudenthal

Þríhyrningar eru minnstu marghyrningarnir, það er að segja marghyrningar með fæstu hornin. Hægt er að skipta öllum marghyrningum í þríhyrninga. Þetta er ein af ástæðum þess að þríhyrningar eru fyrirferðamiklir í hefðbundinni rúmfræði. Við táknum þríhyrning oft með stórum bókstöfum, tölum um þríhyrninginn ABCΔ eða bara ABC, og þá tákna bókstafirnir hornpunktana eða (hornin sjálf). Venja er að tákna hliðina á móti horninu A með a. Við segjum stundum að hliðin a sé mótlæg við hornið A.

A

B

C

ab

c

Þríhyrningur

ABC

ABC

Til umhugsunar Er hægt að mæla lengdir úr fjarlægð?

Þessi mynd frá 16. öld sýnir þríhyrningamælingu á breidd fljóts.

Page 127: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

123

Þegar við teiknum þríhyrning án þess að vita um neina sérstaka eiginleika hans, reynum við að teikna ekki neina sérstaka eiginleika á myndina: við höfum hann ekki jafnarma eða rétthyrndan. Rifjum nú upp orðin hæð, miðlína, helmingalína og miðþverill, og lærum hvernig þessar línur eru táknaðar í þríhyrningi: Verkefni 1 (a) Teiknaðu þríhyrning. Rifjum upp að hæð í þríhyrningi er línustrik (eða lína, ef við á) úr einu horni hornrétt niður á mótlæga hlið. Við táknum hæð á hliðina c með því að rita ch , ef það þarf að gera greinarmun á hæðunum, og á samsvarandi hátt á hinar

hliðarnar. Dragðu eina hæð í þríhyrningnum. Það myndast tveir minni þríhyrningar í upphaflega þríhyrningum. Er eitthvað hægt að segja um þá, eða hornin í þeim, eitthvert einkenni? Merkjum hornin. Getum við tengt saman summurnar af hornunum,

yx + og vu + ? Hvernig? Hvers vegna?

x

x

y

y

u

u

v

v

Einhvern veginn svona gæti þríhyrningurinn litið út.

A B

C

hc

hc

(b) Rifjum upp að miðlína í þríhyrningi er lína úr hornpunkti í gegnum miðpunkt mótlægrar hliðar. Miðlína frá horninu A yfir á hliðina a er oft táknum með am .

Þríhyrningur og miðlína.

A

BC

ma

ma

Hvað sýnist þér um flatarmál litlu þríhyrninganna sem myndast? Geturðu sýnt fram á eitthvað um þá? (c) Rifjum upp að lína frá hornpunkti sem skiptir horninu í tvö jafn stór horn nefnist helmingalína hornsins. Helmingalína hornsins A er stundum táknuð með Av . Eins og

Page 128: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

124

við komumst að í verkefni að ofan, er fjarlægð hvaða punkts sem er á línunni nákvæmlega jafn langt frá báðum örmum hornsins.

Þríhyrningur og helmingalína horns.

A

BC

va

va

Manstu eftir einhverjum áhugaverðum eiginleika helmingarlína þríhyrnings? Athugaðu verkefnið að teikna hring sem snertir hverja hlið þríhyrningsins í nákvæmlega einum punkti (sjá verkefni að ofan). (d) Rifjum upp að miðþverill á hlið er hornrétt lína á hliðina sem fer í gegnum miðpunkt hennar. Miðþverill á hliðina a er oft táknaður með an .

A

a

na

Þríhyrningur og miðþverill á hlið.

Manstu eftir einhverju áhugaverðum eiginleika miðþverla? Hvernig var miðja hrings gegnum alla hornpunktana fundin? Verkefni 2 Hugsum aðeins um eftirfarandi línur í þríhyrningi: hæðir, miðþverla, miðlínur og helmingalínur. (a) Hvað geta í mesta lagi verið margar mismunandi línur af þessu tagi í einum þríhyrningi? (Ef tvær línur falla saman teljum við bara eina línu.) (b) Hvað geta í minnsta lagi verið margar svona línur? Í hvers konar þríhyrningi gerist það? (c) Er hægt að „nota“ allar tölur á milli talnanna sem fást í liðum a og b? Rökstyðjið og útskýrið svörin með skýringarmyndum. Verkefni 3 Ef tvö horn í þríhyrningi eru þekkt, er þá hægt að reikna út hornin milli hvaða tveggja lína sem er? (Hér er átt við sjálfar hliðar þríhyrningsins, hæðir, miðþverla, miðlínur og helmingalínur.) Lýstu því eins vel og þú getur hvernig maður

Page 129: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

125

getur reiknað svona dæmi. Búið til einhver dæmi og reiknið þau. Nákvæmlega hvaða aðferðir og reglur notarðu? Hér væri hugsanlega gott að staldra við og gera yfirlit yfir línur í þríhyrningi. Þú gætir fyllt út í þessa yfirlitstöflu (hér eða í þína eigin stílabók). Ekki gleyma að ljúka við teikningarnar. Nafn Skilgreining Eiginleikar Mynd Hæð á hlið Tákn:

Miðþverill á hlið Tákn: an

Miðþverill á hlið er hornrétt á hana og fer í gegnum miðpunkt hennar.

Frá hverjum punkti á miðþverli hliðar er jafn langt í bæði horn hliðarinnar. Hringur gegnum alla hornpunktana fæst með því að hafa miðju hrings í skurðpunkti miðþverla.

A

a

na

Helminga-lína horns Tákn:

Miðlína á hlið Tákn:

- Einshyrndir þríhyrningar - Við ætlum núna að gefa okkur aðra frumsendu, og hún er um einshyrnda þríhyrninga: Tveir þríhyrningar eru einshyrndir þá og því aðeins að hlutföll tilsvarandi hliða séu jöfn.

Page 130: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

126

Reyndar er hægt að sanna þetta út frá frumsendum Evklíðs, en það tæki svolítið meiri tíma en ætlaður er í rúmfræði í áfanganum STÆ 103.

Við getum táknað að þríhyrningar séu einshyrndir: 222111 ~ CBACBA ΔΔ þýðir að um hornin gildir 21 AA = , 21 BB = og 21 CC = .

Við athugum að skrifa röð hornanna þannig að samsvarandi horn séu jöfn. Frumsendan segir:

Ef 222111 ~ CBACBA ΔΔ þá gildir að 2

2

1

1

BA

BA

= , 2

2

1

1

CB

CB

= og 2

2

1

1

AC

AC

= .

Með þessari reglu er mögulegt að leysa ótal verkefni, og hún hefur nýst í tækni og vísindum frá örófi alda. Verkefni 4 Að finna vegalengd án þess að mæla hana.

10 m

10 m

30 m

30 m

2 m

2 m

Hver er fjarlægðin frá trénu að manneskjunni hinum megin við fljótið? Verkefni 5 Að finna hæð húsa og fjalla: Lýstu því hvernig hægt er að reikna hæð hvaða hlutar sem er með einshyrndum þríhyrningum:

Page 131: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

127

Merktu öll strik sem þú þarft inn á myndina til að tákna vegalengdir. Lýstu því í samfelldu máli með skýrum útreikningum hvernig þú getur fundið hæðina. Hægt er að hugsa sér að brotna línan sé sólargeisli, þannig að endapunktur láréttu línunnar við fót manneskjunnar sé endir skuggans.

Þessi kýr hefur verið „þríhyrninguð“, sem er grundvallaraðferð í tölvugrafík. (Mynd fengin á

http://math.lanl.gov/~rao/Meshing-Projects/CurvEst/)

Verkefni 6 Hér er mynd af þríhyrningi. Hann er jafnarma, með ACAB = . Punkturinn D er skurðpunktur hliðarinnar AC og helmingalínu hornsins B . Lengd BC er 1. Hornið í A er °36 .

Page 132: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

128

a) Finndu stærðir allra horna í þríhyrningum. b) Útskýrðu hvers vegna BCDBAD == . c) Setjum ACx = . Notaðu einshyrnda þríhyrninga til að sýna fram á að 12 += xx .

d) Athugaðu hvort 251+=x er lausn á þessari jöfnu. Þetta hlutfall er stundum nefnt

gullna hlutfallið (e. golden ratio), og þú getur flett ýmsu upp um það með því að leita á netinu, þó að sumt af því kunni að vera vafasamar upplýsingar. e) Teiknaðu reglulegan fimmhyrning (allar hliðar jafnar og öll horn jöfn.) Teiknaðu síðan allar hornalínur. Hve marga jafnarma þríhyrninga geturðu fundið með topphorn sem er °36 að stærð? Verkefni 7 Á myndinni er rétthyrndur þríhyrningur PQRΔ en PDEF er ferningur,

þannig að allir punktar hans eru á hliðum þríhyrningsins.

(a) Ef 4=PQ og 4=PR , hver verður hliðarlengd ferningsins?

(b) Ef 3=PQ og 4=PR , hver verður hliðarlengd ferningsins?

(c) Ef aPQ = og bPR = , hver verður hliðarlengd ferningsins? (Svar: ba

ab+

)

Verkefni 8 Á myndinni er hálfhringur og miðstreng hans er skipt í strik sem hafa

lengdirnar 1 og x. Þverill er dreginn þar sem strengnum er skipt.

1

1

x

x

y

y

(a) Ef 2=x , hver er þá lengd þverilsins, það er að segja lengdin y? (b) Alhæfið: hver er lengd þverilsins, miðað við strikið sem hefur lengdina x?

Page 133: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

129

(Vísbending: hægt er að nota reglu Þalesar og svo þarf að taka vel eftir og finna einshyrnda þríhyrninga.) Verkefni 9 Á myndinni er strikið CQ samsíða strikinu AB. Strikið BQ er á helmingalínu hornsins ABC∠ . (Það gæti þá staðið, með táknum: ABCQ || og BQ liggur á Av .)

A

B

C

Q

P

(a) Eru þríhyrningarnir ABPΔ og CQPΔ einshyrndir? Hér verður að tilgreina

nákvæmlega hvernig maður fær niðurstöðuna.

(b) Að því gefnu að ABPΔ og CQPΔ séu einshyrndir, segðu hvers vegna PCBC

APAB = .

(c) Skoðaðu fyrri liði dæmisins og skrifaðu niður samfellda og skýra sönnun á eftirfarandi reglu: Um þríhyrning ABCΔ gildir: Ef P er skurðpunktur helmingalínu

hornsins B og mótlægrar hliðar hornsins þá er PCBC

APAB = .

Verkefni 10 Tökum þríhyrning ABCΔ og látum línuna m skera hliðar þríhyrningsins

(framlengdar ef þarf) í punktunum D, E og F.

Page 134: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

130

(a) Teiknaðu línu gegnum A sem er samsíða BC. Skurðpunktinn við línuna m

nefnum við G.

(b) Notaðu einshyrnda þríhyrninga til að sýna fram á að BFBD

AGAD = og

CFCE

AGAE = . Ekki gleyma að rökstyðja.

(c) Sýndu fram á að 1=⋅⋅AECE

CFBF

BDAD . Þessi snyrtilega jafna nefnist setning

Menelaus.

Page 135: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

131

10: Flatarmál

Það er dýrð rúmfræðinnar að af svo fáum lögmálum, sem fengin eru að utan, skuli

hún afreka svo mikið.

- Isaac Newton.

Eitt af þeim mikilvægu hugtökum sem stærðfræði fjallar um er flatarmál. Þú veist

sjálfsagt eitthvað um flatarmál (enda hefur verið minnst á það í nokkrum dæmum.)

Verkefni 1 Skrifaðu niður hvað þú veist um flatarmál nú þegar. Flatarmál hvers

konar mynda kanntu að reikna? Gætirðu útskýrt hvers vegna þau eru fundin eins og

þau eru fundin? Hvað er flatarmál? Eiga allar flatarmyndir sér flatarmál?

Grunnhugmyndin er einföld: við hugsum okkur að ferningur sem hefur hliðarlengdina

1, hafi flatarmálið 1. Við gætum nefnt slíkan ferning einingarferning. Fyrir hvaða

flatarmynd sem er reynum við að meta stærð hennar út frá því „hve margir

einingarferningar“ komast fyrir í myndinni. Ef flatarmyndin er einföld, er þetta

tiltölulega einfalt, annars getur þurft að hugsa sig talsvert um.

Til umhugsunar Hvaða skyggðu svæði hafa mesta flatarmálið?

Page 136: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

132

Einfalt Flóknara

Við reiknum flatarmál rétthyrnings með því að margfalda saman hliðarlengdirnar,

lengd sinnum breidd, eins og það er stundum orðað.

Verkefni 2 Á myndinni er dökki ferningurinn með hliðarlengdina 1. Utan um hann er

stærri ferningur, en hann er þannig að svæðið „utan um“, hefur líka flatarmálið 1.

Hver er hliðarlengd þess fernings?

Til þess að reikna flatarmál hvaða marghyrnings sem er, er nóg að vita hvernig hægt er

að finna flatarmál þríhyrnings. Því það er alltaf hægt að skipta marghyrningi niður í

þríhyrninga. (Marghyrningur hefur bara hliðar sem eru bein línustrik.)

Marghyrningi skipt í þríhyrninga

Við sammælumst um að flatarmál hafi slíka merkingu að flatarmál rétthyrnings sé

margfeldi hliðarlengdanna. Skoðum næst, hvernig við reiknum flatarmál samsíðungs.

Samsíðungur er ferhyrningur þar sem gagnstæðar hliðar eru samsíða.

Verkefni 3 Skoðið mynd af rétthyrningi ABCD og samsíðungi EBCF.

Page 137: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

133

(a) Berið saman þríhyrningana AEBΔ og DFCΔ . Geturðu sannað að þeir eru

eins?

(b) Nú er hægt að reikna flatarmál ferhyrningsins AFCB á tvo vegu: með því að

leggja saman rétthyrninginn ABCD og þríhyrninginn DFCΔ , eða með því að

leggja saman samsíðunginn EBCF og þríhyrninginn AEBΔ . Útskýrið hvernig

sjá má að flatarmál ABCD er jafnt flatarmáli EBCF.

Verkefni 4 Á myndinni hér að ofan náði samsíðungurinn „út fyrir“ rétthyrninginn, en

það þarf ekki að gerast. Skoðaðu mynd af því tilfelli þegar það gerist ekki, og reyndu

að skrifa skýra röksemdarfærslu til að sýna að sama regla gildir: flatarmál

samsíðungsins er jafnt flatarmáli rétthyrningsins.

Og þá er komið að þríhyrningum. Lítum á þríhyrning ABCΔ :

Við drögum línu gegnum A samsíða BC, og línu gegnum C samsíða AB. Þá myndast

samsíðungurinn ABCD og við sjáum að þríhyrningurinn er nákvæmlega helmingurinn

af honum. Sá samsíðungur hefur sama flatarmál og rétthyrningur með hliðarlengdir h

og b eins og sjá má á myndinni. Þess vegna fæst:

Page 138: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

134

flatarmál 2hgABC ⋅=Δ

Verkefni 5 Byrjum með þríhyrning ABCΔ með flatarmálið 6. Drögum línustrik

gegnum miðpunkta tveggja hliða. Það strik verður samsíða einni hlið þríhyrningsins.

Hvert er flatarmál minni þríhyrningsins? Reyndu að alhæfa um þetta: hvað ef

punktarnir eru ekki miðpunktar, heldur skipti þeir hliðum í einhverju öðru hlutfalli.

Verkefni 6 Við byrjum með ferning. Svo tengjum við hvern hornpunkt við miðpunkt

einnar hliðar. Hvert er flatarmál skyggða ferhyrningsins sem myndast ?

Þú mátt gefa þér einhverja tölu fyrir hliðarlengd, en spurningin er um hlutfall – hve

stór er innri ferhyrningurinn miðað við upphaflega ferninginn. Það eru margar leiðir til

að sjá þetta, ekki vera hrædd við að teikna aukalínur.

Verkefni 7 Teiknaðu ferhyrning sem hefur flatarmálið 4. Teiknaðu svo annan

ferhyrning sem hefur sama flatarmál. Og enn annan. Hafa þeir allir sama ummál?

Verkefni 8 Segðu um hverja af eftirfarandi fullyrðingum, hvort hún er alltaf sönn,

stundum sönn eða aldrei sönn:

(a) Fyrir sérhvern rétthyrning með tiltekið flatarmál er til annar rétthyrningur með

sama flatarmál en stærra ummál.

(b) Fyrir sérhvern þríhyrning með tiltekið flatarmál er til annar þríhyrningur með

sama flatarmál en stærra ummál.

(c) Fyrir sérhvern rétthyrning með tilteknu ummáli er til annar rétthyrningur með

minna flatarmál.

(d) Fyrir sérhvern þríhyrning með tilteknu ummáli er til annar þríhyrningur með

minna flatarmál.

Page 139: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

135

Verkefni 9 Anna og Bjarni eiga landskika hvort um sig. Skikarnir eru afmarkaðir með girðingu eins og sést á myndinni. Nú stendur til að endurnýja girðinguna og Anna og Bjarni vilja hafa hana eins ódýra og hægt er. Þau vilja því finna leið til að afmarka löndin með einni beinni línu, en flatarmál hvors þeirra um sig má ekki breytast. Getur þú hjálpað þeim?

AnnaBjarni

Vísbending: Hér er gagnlegt að draga hjálparlínur. Verkefni 10 Á myndinni eru ferningar. Ysta ferningnum er skipt í fjóra minni. Einum af þessum fjórum er aftur skipt eins og svo koll af kolli.

(a) Lýstu því hvað er á myndinni. Skrifaðu lýsingu sem þú gætir sagt einhverjum

til að lýsa myndinni í síma. Sýndu öðrum myndina og berið saman lýsingarnar.

Sáu þið myndina eins?

(b) Ef hliðarlengd ysta ferningsins myndin er fengin með sex skiptingum, hvert er

þá flatarmál hvers af minnstu ferningunum?

(c) Myndina má nota til þess að rökstyðja það að ef við leggjum saman

óendanlega marga liði, ⋅⋅⋅+++ 32 41

41

41 fáist útkoman

31 . Geturðu séð hvers

vegna? Hvað finnst þér?

Page 140: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

136

Verkefni 11 Byrjum með jafnarma rétthyrndan þríhyrning. Svo teiknum við tvo

minni, einslaga þríhyrninga, hvor um sig með helmingi styttri langhlið. Höldum svona

áfram.

(a) Hvert er ummál fyrsta þríhyrningsins? En flatarmál?

(b) Hvert er heildar ummál þriðju myndarinnar? En flatarmál?

(a) Hvað ef við höldum áfram með sama hætti? Hvert verður heildar ummálið. En

hvert verður flatarmálið? Skrifið stæðu fyrir flatarmál myndar númer n.

(b) Ef ég vil fá mynd með flatarmál sem er minna en 2001 hvað þarf ég þá að taka

mörg skref?

-Hringir-

Við höfum nú hugsað um flatarmál marghyrninga, svæða sem afmarkast af beinum

línum. En hvað með annars konar svæði, til dæmis hring? Það er dálítið flókið að

rökstyðja nákvæmlega hvernig hægt er að reikna flatarmál hrings. Arkímedes (287-

212 f.k) sýndi fram á að flatarmál hrings liggur á milli flatarmáls innri

marghyrningsins og ytri marghyrningsins eins og sýndir eru á myndunum:

Hann sýndi líka fram á að ummál hringsins liggur á milli ummáls innri og ytri

marghyrninganna. Með því að reikna flatarmál og ummál reglulegs 96-hyrnings, fékk

Page 141: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

137

hann góðar nálganir á flatarmáli og ummáli hrings. Áður höfðu forn-Grikkir sýnt fram

á að hlutfallið milli flatarmáls hrings og geislans í öðru veldi væri hið sama fyrir

hvaða tvo hringi sem er. Þetta hlutfall þekkjum við nú sem töluna π . Arkímedes fékk

með sínum mælingum að π væri stærri tala en 71103 en minni en 7

13 .

Verkefni 12 Teiknum hring. Drögum tvo miðstrengi, hornrétt hvor á annan. Teiknum

svo helmingalínur hornanna sem myndast í miðju hringsins. Hugsum okkur að við

endurtökum þessa hornskiptingu aftur og aftur. (Á myndinni sést bara hvernig eitt

horn er helmingað nokkrum sinnum.) Lítum svo á sneiðarnar sem myndast.

Við getum litið svo á að hver sneið sé gerð úr þríhyrningi og lítilli aukasneið sem

afmarkast af hringboga og einni hlið þríhyrningsins. Eftir því sem sneiðunum fjölgar

þeim mun minni verður aukasneiðin. Hugsum okkur að við röðum sneiðunum upp hlið

við hlið. (Við skiptum hringgeirunum alltaf í tvennt, svo við getum parað þá svona

saman, tvo og tvo.)

(a) Hvernig má finna nálgun fyrir grunnlínu samsíðungsins sem myndast úr öllum

sneiðunum?

(b) Hver er hæðin í samsíðungnum, og hvert er þá flatarmál hans?

Vonandi komstu að því að flatarmál samsíðungsins er um það bil 2Ur ⋅ , þar sem r

táknar geisla hringsins, og U er ummál hans. Látum F tákna flatarmálið, og þá höfum

við jöfnuna 2UrF ⋅= . Eins og áður kom fram er

2rF=π (sama hvaða tiltekni hringur

er notaður) og þá getur maður fengið með bókstafareikningi venjulegu jöfnuna fyrir

flatarmál hrings sem stendur í bókum:

Page 142: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

138

2rF π=

Ég tek fram að hér hefur alls ekki verið fjallað um flatarmál eða ummál hrings með

fullnægjandi hætti enda er ekki rúm til þess hér.

Page 143: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

139

11: Rétthyrndir þríhyrningar og Pýþagóras

Hvaða kjáni sem er getur vitað. Það sem máli skiptir er að skilja. - Albert Einstein

Það er ekki hægt að kenna neinum neitt, það er einungis hægt að hjálpa honum að

uppgötva það í sjálfum sér.

-Galileo Galilei

Verkefni 1 Lítum á mynd:

(a) Hvað sérðu á þessari mynd? Taktu tíma í að horfa og hugsa. Sjáðu fyrst

heildarmyndina en reyndu svo að taka eftir þeim tengslum og eiginleikum sem búa í

henni. (Það eru engin brögð í tafli, það sem virðist hornrétt er hornrétt, og það sem

virðist jafn langt er jafn langt.)

Til umhugsunar Hvað er langt út að sjóndeildarhring?

Page 144: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

140

(b) Sagt er að myndin sýni að það er til ferningur með flatarmálið 2. Gerir hún það?

Best er að hugsa og rökræða það eingöngu út frá því sem sést á myndinni og ekki

notast við neina reikninga.

(c) Í raun og veru lýsir þessi mynd einu sértilfelli af reglu Pýþagórasar. Geturðu

útskýrt hvernig?

Í samræðunni Menón eftir Platon spyr Sókrates þræl nokkurra spurninga um ferning

og flatarmál. Spurningin er: hvernig er hægt að teikna ferning sem hefur tvöfalt

flatarmál gefins fernings? Hann leiðir þrælinn áfram að myndinni hér að ofan, og það

lítur út fyrir að hinn ómenntaði þræll svari af eigin rammleik og án þess að Sókrates

eða neinn annar segi honum svörin. Af þessu dregur Sókrates þá ályktun að þekkingin

hafi búið í drengnum frá upphafi og hann hafi einungis þurft að „rifja þær upp“. Þetta

er síðan kallað „upprifjunarkenningin“ um nám, en í raun og veru er þversögn Menóns

enn óleyst, það er að segja: hvernig er nám yfirhöfuð mögulegt, eða eins og Menón

orðar það:

Hvernig getur þú grennslazt eftir því, Sókrates minn, sem þú alls ekki veizt

hvað er? Að hverju, af öllu því sem þú ekki þekkir, ætlar þú að leita? Eða þótt

þú rataðir einhvern veginn á þann hlut sem þú ert að leita að, hvernig geturðu

þá vitað að það er hann fyrst þú ekki áður þekktir hann? (Platon, Menón, Hið

íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1985, bls. 80D.)

Verkefni 2

Lítum á tiltekinn rétthyrndan þríhyrning, þar sem C er rétta hornið:

A B

C

H

50°

50°

y

y

u

u

v

v

Finndu stærðir allra óþekktu hornanna: u, y, og v. Verkefni 3 Lítum á almennan rétthyrndan þríhyrning, þar sem C er rétta hornið:

Page 145: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

141

A B

C

x

x

y

y

u

u

v

v

a

a

c

c

b

b

(a) Hvers vegna eru hornin x og y jöfn, og hornin u og v jöfn? Finndu þrjá

einshyrnda þríhyrninga. (b) Minni þríhyrningarnir tveir falla ofan í stóra (upphaflega) þríhyrninginn.

Skrifaðu jöfnu um flatarmál þessara þriggja þríhyrninga, einfaldaðu jöfnuna og sýndu með þeim hætti fram á Pýþagórasarregluna: 222 cba =+ .

Verkefni 4 Merkjum nú inn á sama þríhyrning svonefnd ofanvörp hliðanna a og b á hliðina c, og nefnum ofanvörpin e og f (sjá mynd).

AB

C

H

f

f

a

a

e

e

b

b

h

h

(a) Notaðu þér frumsenduna um einshyrnda þríhyrninga (reiknaðu viðeigandi hlutföll) til að sýna fram á jöfnurnar eca =2 og fcb =2 . Byrjaðu til dæmis á að finna hvaða

hlutfall í þríhyrningnum ABC svarar til hlutfallsins ae .

(b) Leggðu þessar tvær jöfnur saman og notaðu svo þekkingu þína á bókstafareikningi til að sanna aftur Pýþagórasarregluna: 222 cba =+ . Vísbending: Er hægt að taka út fyrir sviga? Hvað er fe + ?

Regla Pýþagórasar er merkileg regla því að hún lýsir einhverju djúpu grundvallaratriði um heiminn eins og við skynjum hann, og er þar að auki einföld og sannanleg með hreinni rökhugsun – við þurfum ekki að mæla einn einasta raunverulega þríhyrning til þess að geta verið alveg viss um að hún er sönn. Hún er grundvallaratriði í bæði sígildri eðlisfræði og afstæðiskenningunni auk þess sem hún nýtist húsasmiðum og hönnuðum. Til að skilja hana betur og njóta, höfum við í þessum kafla nokkrar sannanir, en það eru til ennþá fleiri, eins og lesa má sér til um á netinu.

Page 146: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

142

Verkefni 5 Lítum á mynd, sem er fengin með því að taka rétthyrndan þríhyrning, teikna hann fjórum sinnum eins og sýnt er, og mynda þannig ferning.

Við sjáum að hljótum að fá stærri ferninginn með þessum hætti, en við þurfum að sýna fram á að það myndast minni ferningur innan í honum.

(a) Hvernig vitum við að hornin í litla ferhyrningnum eru rétt horn? (b) Hvert er flatarmál stærri ferningsins á myndinni? (c) Hvert er flatarmál minni ferningsins á myndinni? (d) Hvert er flatarmál eins þríhyrnings á myndinni? (e) Leggðu saman flatarmál minni ferningsins og allra þríhyrninganna. (f) Hvernig tengist stærðin í lið d, flatarmálinu í lið 1? Berið þessi 2 svör saman.

Þú átt að geta notað svörin þín við liðum a-f til að búa til aðra sönnun á Pýþagórasarreglu. Verkefni 6 Hér er enn ein sönnun á Pýþagóras, sönnun sem er eignuð J.A. Garfield, en hann var forseti Bandaríkjanna á árunum 188 Við höfum rétthyrndan þríhyrning, með skammhliðum a og b og langhlið c. Teiknum tvö eintök af þríhyrningnum, eins og á myndinni:

a

a

b

b

c

c

a

a

b

b

c

c

Reiknum nú út flatarmál allrar myndarinnar (trapisunnar) á tvo vegu: með því að leggja saman þríhyrninga, og með formúlu fyrir flatarmáli trapisu.

(a) Hvert er samanlagt flatarmál þríhyrninga þriggja?

Page 147: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

143

(b) Reiknið flatarmál trapisunnar: (Flatarmál trapisu er fengið með því að leggja saman lengdir samsíða hliða, deila með tveimur í þá stærð og margfalda svo með lengd hæðarinnar. Þetta tvennt er jafnt, og þá fæst aftur regla Pýþagórasar.

Verkefni 7 Hve langt er út að sjóndeildarhringnum? Eða hve langt er hægt að sjá á

jörðinni, ef maður hefur fullkomna sjón, og fjarlægðin sem slík skiptir ekki máli.

Jörðin er nálægt því að vera kúla með geisla 6378140 m, og það skiptir máli í hvaða

hæð augun eru. Til vísbendingar mætti draga upp mynd:

Á myndinni táknar h hæð augna yfir jörðu, og d er þá lengd sjónlínunnar, sem þú getur

reiknað út. Fjarlægð eftir yfirborði jarðar er svo ekki nákvæmlega sú sama. Þú ættir að

búa til jöfnu sem má nota til þess að reikna út sjónlínu út frá hvaða hæð sem er, og

jafnvel útbúa skjal í töflureikni sem reiknar lengdina sjálfvirkt.

Saga reglu Pýþagórasar eru löng, en hún er kennd við Pýþagóras sem tilheyrði hinni

fornu grísku menningu. Hann var uppi um 500 árum fyrir krist. Lítið er vitað um líf

hans eða verk þó svo að ýmsar hugmyndir séu raktar til hans, nemenda hans og

samstarfsmanna. Ekkert hefur varðveist af hans eigin skrifum, og allar heimildir um

hann eru mun yngri en hann sjálfur. Talið er að reglan sjálf hafi verið þekkt fyrir hans

daga, en ekki er vitað hvenær hún var fyrst sönnuð. Fyrsta þekkta sönnunin er sönnun

Evklíðs sem er að finna í bók hans Frumþáttum. Til eru ótal heimildir um upplifun

manna og notkun á reglu Pýþagórasar, og hér er ein um heimspekinginn Thomas

Hobbes (1588- 1679):

Hann las setninguna. „Guð minn góður“, sagði hann, „þetta er ómögulegt!“

Svo hann les sönnunina á henni, sem vísar honum aftur á slíka sönnun; sem

Page 148: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

144

vísar á aðra, sem hann las líka. ... að lokum sannfærðist hann algerlega um

sannleika hennar. Þetta gerði hann ástfanginn af rúmfræði.

(Brief Lives , John Aubrey, 1694.)

Hobbes er þar fyrir utan þekktastur fyrir stjórnmálaheimspeki og fleyg er setning hans

um að líf manna í náttúrunni, án stjórnvalda, væri „einmannalegt, fátæklegt, grimmt

og stutt.“Albert Einstein lýsti upplifun sinni af því að sanna regluna sjálfur með

einshyrndum þríhyrningum:

„Fyrir hvern þann sem upplifir [þessar tilfinningar] í fyrsta skipti, “ skrifaði

Einstein, „er það nógu ótrúlegt að maðurinn skuli vera fær um að ná slíkri

vissu tærleika í hreinni hugsun.“

(Albert Einstein: Philosopher-Scientist, Paul Arthur Schilpp, 1951.)

Verkefni 8

Á myndinni er rétthyrningur:

A B

CD

F

E

a) Ef gefið er, að AB = 8 og BC = 6, finnið lengd allra strika á myndinni. b) Segjum að AB = b, og BC = a, og b > a. Finnið stæður (formúlur með bókstöfunum a og b) fyrir lengdir allra strikanna, eða eins margra og þú getur. (Sem dæmi fæst að

22 baDB += ).

Page 149: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

145

Verkefni 9 Á myndinni er ABCD er rétthyrningur og hornið DEF∠ er rétt horn.

A

D

B

C

E

F

(a) Ef hornið xADE =∠ , finnið þá formúlur fyrir stærðir hornanna DEA∠ og FEB∠ . (Þannig að ef maður þekkir hornið x þá geti maður reiknað hin.)

(b) Segjum að DC = 12, AD = 8 og AE = 4. Finnið lengdir DE og EF. (c) Hvert er flatarmál DEFΔ ? (Áfram er DC = 12, AD = 8 og AE = 4. Svarið er heil tala!) Verkefni 10 Á myndinni er rétthyrndur þríhyrningur, og á hliðum hans eru hálfhringir.

C B

A

(a) Hver eru flatarmál hálfhringanna? (Rifjið upp að flatarmál hrings er 2rπ þar sem r táknar radíus (geisla) hringsins). (b) Hvernig tengjast flatarmál minni hálfhringjanna flatarmáli stóra hálfhringsins? (c) Hvað ef á hliðunum eru ekki hringir, heldur einhver önnur mynd, þríhyrningar af einhverju tagi, eða annað? Verkefni 11 Á myndinni er jafnarma rétthyrndur þríhyrningur.

Page 150: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

146

(a) Ef langhliðin hefur lengdina 1, hverjar eru þá lengdir skammhliðanna? (b) Ef langhliðin hefur lengdina x, hverjar eru þá lengdir skammhliðanna? Verkefni 12 Á myndinni er rétthyrndur þríhyrningur, með hornastærðirnar 30°, 60° og 90°, og spegilmynd hans um aðra skammhliðina.

30°

30°

60°

60°

30°

30°

60°

60°

(a) Ef langhliðin hefur lengdina 1, hverjar eru þá lengdir skammhliðanna? Ef þetta reynist erfið spurning er rétt að byrja á að horfa á myndina, og segja (skrifa) allt sem maður tekur eftir við hana. Segðu það sem þú sérð, og dragðu ályktanir. (b) Ef langhliðin hefur lengdina x, hverjar eru þá lengdir skammhliðanna? Verkefni 13 a) Sýnið að hornalínan í ferningi með hliðarlengdina 1 er 2 . b) Sýnið að hornalínan í ferningi með hliðarlengdina x er x⋅2 .

c) Sýnið að hæð í jafnhliða þríhyrningi með hliðarlengdina 1 er 23 .

b) Sýnið að hæð í jafnhliða þríhyrningi með hliðarlengd x er x⋅23 .

Verkefni 14 Reiknaðu ummál, flatarmál og lengd hornalínu í ferningi, reglulegum

sexhyrningi og reglulegum átthyrningi. Reiknaðu svo hlutfall ummáls og hornalínu, og

hlutfall flatarmáls og helmings hornalínu í öðru veldi (ef F táknar flatarmál og d

Page 151: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

147

hornalínu er þetta hlutfallið 2

2)(dF ). Reiknaðu líka ummálið í öðru veldi og hlutfall

flatarmáls og ummáls í öðru veldi. Best væri að gera sér töflu á borð við

Form Ummál

(U)

Lengd horna-

línu (d) dU Flatarmál

(F)

22)(d

22)(dF

2U 2UF

Ferningur

...

Reiknaðu að lokum sömu hlutföll, en núna fyrir hring. Kemur eitthvað á óvart?

Verkefni 15 Teiknum jafnhliða þríhyrning. Teiknum ferninga út frá hliðum þríhyrningsins. Tengjum hornpunkta hvers fernings við næsta hornpunkt næsta fernings. Þá myndast þrír nýir þríhyrningar.

(c) Hvaða þríhyrningur er stærstur af þeim fjórum sem eru á myndinni? (d) Skiptir máli að upphaflegi þríhyrningurinn er jafnhliða? Prófaðu að skoða aðra þríhyrningar og sjá hvort þú kemst að einhverju.

Verkefni 16 Byrjum með jafnarma rétthyrndan þríhyrning. Svo teiknum við tvo

minni, einslaga þríhyrninga, hvor um sig með helmingi styttri langhlið. Höldum svona

áfram.

Page 152: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

148

(c) Hvert er ummál fyrsta þríhyrningsins? En flatarmál?

(d) Hvert er heildar ummál þriðju myndarinnar? En flatarmál?

(e) Hvað ef við höldum áfram með sama hætti? Hvert verður heildar ummálið. En

hvert verður flatarmálið? Skrifið stæðu fyrir flatarmál myndar númer n.

(f) Ef ég vil fá mynd með flatarmál sem er minna en 2001 hvað þarf ég þá að taka

mörg skref?

Verkefni 17 Gefinn er rétthyrningur ABCD, og punktur P innan réttyrningsins.

A

B C

D

P

(a) Ef 3=PA , 4=PB og 5=PC , finnið lengd PD . (b) Breytið einhverju við dæmið. (Til dæmis: hvað ef gefinn er þríhyrningur,

óreglulegur ferhyrningur eða punkturinn utan rétthyrningsins?) Regla Pýþagórasar má orða svo: Ef þríhyrningur er rétthyrndur þá er summan af öðrum veldum lengda skammhliðanna jöfn langhliðinni í öðru veldi, eða með bókstöfum, ef þríhyrningur er rétthyrndur og skammhliðarnar heita a og b , og langhliðin heitir c , þá er 222 cba =+ . Flestar reglur í stærðfræði má orða með þessum almenna hætti: „ef ... þá ...“. Annað dæmi um þetta form væri að segja „ef

2−=x þá er 42 =x “. Stundum má snúa slíkum fullyrðingum við, það er að segja: stundum er bæði satt að „ef A þá B“ og „ef B þá A“, en það er alls ekki alltaf. Verkefni 18 Hér er listi af „ef A þá B“ fullyrðingum. Sumar eru sannar, aðrar

ósannar. Segðu hvort er, og snúðu þeim svo við, skrifaðu þær sem „ef B þá A“ og

segðu hvort þær eru sannar. Þetta verkefni er tilvalið að gera tvö og tvö saman,

rökræða um spurningarnar.

„Ef 2−=x þá er 42 =x .“

„Ef 3=x þá er 0)3)(2( =−+ xx .“

„Ef tveir þríhyrningar hafa allar hliðar jafn langar þá eru þeir einshyrndir.“

Page 153: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

149

„Ef punkturinn C er jafn langt frá punktinum A og B, þá er C á miðju línustrikinu AB.“

Sagt er að fullyrðingin „ef B þá A“ sé umhverfa fullyrðingarinnar „ef A þá B“.

Verkefni 19 Hvað heldurðu um umhverfu Pýþagórasarreglu? Hún er eftirfarandi: Ef

um hliðar þríhyrnings ABCΔ gildir að 222 cba =+ , þá er þríhyrningurinn

rétthyrndur, með rétta horninu í C.

Verkefni 20 Látum ABCΔ vera þríhyrning, þannig að 222 cba =+ . Drögum línu

hornrétt á b í gegnum C, og setjum á hornréttu línuna punktinn D þannig að CBCD = .

Getur verið að hornið ACB∠ sé ekki rétt horn? Þá væri hægt að teikna myndina af

þessari stöðu svona:

Dragið eitt aukastrik og notið Pýþagórasarregluna til þess að sýna fram á að hornið

ACB∠ er rétt horn, og umhverfa reglunnar gildir.

Page 154: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

150

12: Horn og hringir

Augun sjá það sem hugurinn er tilbúinn að sjá.

- Henri Bergson

Verkefni 1 Gefinn er hringur, með miðpunkt O, og punkta á hringnum A, B, C og D. Hornið OAB∠ er 30° og hornið OAC∠ er 20° eins og kemur fram á myndinni.

O

A

B

C

D

30°

30°

20°

20°

x

x

y

y

Finnið hornin x og y. Vísbending: hægt er að nota sér að mörg strik á myndinni eru jöfn geisla hringsins. Verkefni 2 Gefinn er hringur, með miðpunkt O, og punkta á hringnum A, B, C og D.

Til umhugsunar Hugsum okkur fullt af línum gegnum punktinn A. Teiknum svo þverla frá punktinum B á sérhverja línu.

Á hvernig ferli liggja skurðpunktarir?

Page 155: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

151

O

A

B

C

D

u

u

v

v

x

x

y

y

 Finnið stæður sem hægt er að nota til þess að reikna út hornin x og y, ef hornin u og v eru þekkt. Horn sem hefur oddpunkt sinn á hringferli, og strengi fyrir arma, nefnist ferilhorn. Horn sem hefur oddpunkt sinn í miðju hrings, og geisla fyrir arma, nefnist miðhorn.

Ferilhorn Miðhorn

Verkefni 3 Finnið stærð hornsins yx + á myndinni:

Page 156: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

152

u

A

B

C

D

x

x

y

y

w

w v

(a) Finndu stærð ferilhornsins yx + ef °= 110w

(b) Finndu aðferð til þess að reikna út ferilhornið ef þú þekkir w. Vonin er sú að þú hafir náð að setja fram setninguna um ferilhorn: Ferilhorn er helmingurinn af boganum sem það spannar. Verkefni 4 Hér er æfing í því að nota setninguna:

Á myndinni er fjórðungur úr hring með miðju í O. Finna á hornið ACB. Verkefni 5 Gefinn er hringur, og tveir hringstrengir, AB og CD sem skerast í punktinum P. Auk þess hafa verið teiknuð tvö hjálparstrik.

A

C

P

D

B

(a) Hvernig veistu að hornin DAB∠ og DCB∠ eru jöfn, og að hornin ADC∠ og ABC∠ eru jöfn?

Page 157: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

153

(b) Skrifaðu jöfnu fyrir stærð hornsins APC, út frá stærðum hornanna PAD∠ og PDA∠ .

(c) Hvað færðu út sem lýsir sambandi hornsins APC∠ við bogana AC og BD ? (d) Ef 2=AP , 4=PB og 5,2=CP , hve langt er þá strikið PD ?

(e) Er þessi jafna alltaf rétt: PDCPPBAP ⋅=⋅ ? Verkefni 6 Gefinn er hringur, og horn utan við hringinn, með arma sem skera hringinn. Auk þess hefur verið teiknað hjálparstrik.

A

CP D

B

(a) Hverjar eru stærðir hornanna BAC∠ og ACD∠ . (Miðað við einhverja hringboga.) (b) Finnið stæðu til þess að reikna út hornið PAC∠ . (c) Notið regluna um hornasummu þríhyrnings til þess að reikna út hornið P. Tjáðu svo svarið miðað við bogana tvo, BC og AD. (d) Sýndu að PCPDPBPA ⋅=⋅ .

Page 158: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

154

13: Rétthyrndir þríhyrningar og hornaföll

Ekkert hefði orðið grískum stærðfræðingi til jafn mikillar undrunar og sú staðreynd að

allur almenningur í Evrópu kann deilingu.

- A. N. Whitehead

Svo, verkefnið er, ekki svo mikið að sjá eitthvað sem enginn hefur ennþá séð, heldur að hugsa það sem enginn hefur áður hugsað, um það sem allir sjá.

- Erwin Schrödinger

Verkefni 1 Lítum á tvo einshyrnda rétthyrnda þríhyrninga:

A1

A1

B1

B1

C1

C1

a1

a1

b1

b1

c1

c1 A

B

C

a

b

c

(a) Ef a

b= 0,75 , og b1 = 4 hvað er þá a1 ?

Til umhugsunar (Úr bók frá 1896) Skipið sigldi frá B til C. Vitinn er 20 metra hár. Ef °= 10γ og °=11'γ og hornið við vitann er °127 , hve löng er fjarlægðin

BC?

Page 159: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

155

(b) Ef ab= 0,75 , hvað er þá a2

b2 ?

Verkefni 2 Skoðum þríhyrninga með hornin 30 ° , 60 ° og 90 ° . Segjum að skammhliðin á móti 30 ° horninu í ΔABC hafi lengdina 1.

A

A

B = 60°

B = 60°

C

C

a = 1

a = 1

c

c

b

b

30°

30°

D

D

E = 60°

E = 60°

F

F

30°

30°

Við reiknuðum út í verkefni í síðasta kafla, með því að spegla þríhyrninginn um hliðina b, að 2=c og (með reglu Pýþagórasar) að 3=b .

(a) Hvert er hlutfallið milli hliðanna EF og DF, reiknið DFEF .

(b) Reiknið hlutfallið DEEF .

(c) Reiknið hlutfallið DEDF .

Verkefni 3 Segjum að við séum með skráð um rétthyrndan þríhyrning: eitt hornið er 36 gráður, og hlutfallið milli mótlægrar skammhliðar og aðlægrar skammhliðar er talan 0,7265. Gefinn er rétthyrndur þríhyrningur með horni sem er 36 gráður, og skammhliðin á móti því horni hefur lengdina 4. (a) Hver er lengd hinnar skammhliðarinnar? (b) Hver er lengd langhliðarinnar? Vegna þess að hlutföll milli hliða í einshyrndum þríhyrningum eru þau sömu, hafa sum þeirra verið reiknuð út og eru geymd í töflum og reiknivélum. Hér er ein pínulítil tafla:

A

A

B

B

C

C

a

a

c

c

b

b

Stærð horns A í gráðum

ab

ac

bc

Page 160: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

156

1 0,017455 0,999848 0,017452 15 0,267949 0,965926 0,258819 30 0,57735 0,866025 0,5 45 1 0,707107 0,707107 88 28,63625 0,034899 0,999391 89 57,28996 0,017452 0,999848

Verkefni 4 Þessi hlutföll eru stundum nefnd tangens, kósínus, og sínus af hornunum. (Þetta eru gömul heiti úr latínu). Upplýsingar um hlutföll í rétthyrndum þríhyrningum eru geymdar í mjög stórum og nákvæmum töflum í reiknivélum. Út frá þeim er þá ekki bara hægt að finna hlutfall milli hliða ef hornið er þekkt, heldur líka öfugt: hægt er að fletta upp á því hvaða horn á við hvaða hlutfall. Af hverju skyldu það bara vera rétthyrndir þríhyrningar sem fá slíka meðferð? Orðið sínus er komið langa krókaleið. Upphaflega merkti orðið „hálfur strengur“ á máli hindúa, og er skrifað eitthvað í áttina að ardha-jya, en það var stundum stytt í jya. Þegar arabar þýddu stærðfræðirit hindúa létu þeir orðið halda sér. Hins vegar er hefð í arabísku að skrifa ekki sérhljóða, þeir eiga að skiljast af samhenginu, og því var orðið yfirleitt borið fram eins og jiba eða jaib, sem þýðir brjóst, felling, eða vík. Þegar ritin voru þýdd yfir á latínu var orðið einfaldlega þýtt yfir í samsvarandi orð, sem er sinus. Það er enn þann dag í dag hið alþjóðlega orð, sem er stytt á reiknivélum og formúlum í sin. Hálfi strengurinn sem orðið á við sést á þessari mynd:

Page 161: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

157

α

α

α

α

r

r

r

r

O

O

Lítum á hornið α : stjörnufræðingar Hindúa sáu gagnsemi þess að þekkja lengd helmings strengsins sem myndast. Þeir mældu og reiknuðu miklar töflur, þar sem þeir létu radíus hringsins vera töluna 3438. Hvers vegna einmitt þá tölu? Jú vegna þess að þeir vildu að ummál hringsins væri sem næst tölunni 2160060360 =⋅ , þannig að hægt væri að skipta hverri gráðu í 60 mínútur. Og ummál hrings með radíus 3438 er einmitt:_______________. Svo töflurnar innihéldu horn og lengdir hálfstrengja í hring með radíus 3438. Fylltu eina línu í töflunni: Horn (í gráðum) Lengd viðeignadi hálfstrengs í hring með r = 3438 45 Skoðum aðra mynd: Teiknaður hefur verið hringur með radíus r, og jafnarma þrihyrningur, OAB, þar sem miðhornið er 2α . Svo hefur verið dregin lína sem er samsíða grunnlínunni AB, sem snertir hringinn í nákvæmlega einum punkti, sem er merktur með P.

Page 162: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

158

Verkefni 5 (a) Skrifið formúlu fyrir αsin , það er að segja skrifið hvernig hægt er að reikna αsin

ef maður þekkir lengdir strikanna. Leysið þessa jöfnu fyrir lengd striksins, AB, fáið jöfnu þar sem stendur AB = ....... (b) Skrifið sambærilega formúlu fyrir αtan , og strikið CD.

Orðið tangens, kom ekki til fyrr en þúsund árum eftir að orðið sinus hafði náð fótfestu. Það er dregið af latneska orðinu tangere sem er sögnin “að snerta”. Dansinn tango dregur einnig nafn sitt af snertingu. Ástæðuna má sjá af verkefninu hér að ofan. Hvernig eru hornaföll notuð til þess að reikna fjarlægð til stjarna? Jörðin fer einn hring í kringum sólu á einu ári. Það er hægt að fylgjast með því hvernig stjörnurnar færast smám saman á þessum tíma. Þannig er valin einhver stjarna, staða hennar á himninum skráð, og breytingin mæld með mjög nákvæmum gráðuboga. Þegar hálft ár er liðið er jörðin nákvæmlega hálfnuð á ferð sinni um sólu, og þá má gera sér eftirfarandi mynd af innbyrðis stöðu jarðar, sólar og stjörnu, þar sem tvær jarðir eru teiknaðar inn, þær tákna staðsetningu jarðar með hálfs árs millibili:

α

α

α

α

r

r

r

r

C

C

D

D

A

A

B

B

P

P

O

O

Page 163: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

159

α

α

α

α

d

d

Jörð 1 Sól Jörð 2

Verkefni 6 Ef við þekkjum hornið α , og fjarlægð jarðar frá sólu, getum við reiknað fjarlægð stjörnu frá jörðu. Hvernig? Verkefni 7 Fjarlægð jarðar frá sólu er nálægt því að vera 150.000 km (fjarlægðin er ekki alltaf sú sama, braut jarðar er ekki hringur heldur sporbaugur.) Þýski stærðfræðingurinn og stjörnufræðingurinn Friedrich Wilhelm Bessel (1784–1846) mældi hornið α til að finna fjarlægð til stjörnunnar 61 Cygni, árið 1838. Mæling hans sýndi að hornið væri 0.314 sekúndur (ein sekúnda er 1/3600 af einni gráðu). Hvað er stjarnan þá langt frá jörðu? Í stjörnumælingum getur nákvæmni skipt töluverðu máli. Verkefni 8 (a) Útskýrið hvers vegna 190sin =° (b) Jói prófaði að reikna °60sin , °60cos og °60tan . Hann tók eftir því að útkoman

úr deilingunni °°

60cos60sin var sú sama og ef hann reiknaði °60tan . Er það rétt? Skyldi

þetta vera tilviljun? Útskýrið. Verkefni 9 Hér er þríhyrningur:

Page 164: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

160

L

x

x

y

y

Ef maður þekkir hornin x og y, og lengdina L, þá er hægt að reikna út allt annað í þessum þríhyrningi, þriðja hornið, hinar tvær hliðarnar. (a) Segjum að °= 35x , °= 45y og að L = 8. Finnið hinar tvær hliðarnar.

(b) Finnið hæðina á L, með því að nota bara bókstafi, ekki tölur. Þetta verkefni leiðir hugann að þeirri áhugaverðu spurningu: hvað þarf að gefa upp miklar upplýsingar til að ákvarða algerlega þríhyrning? Um þetta var fjallað áður, en samkvæmt þríhyrningafrumsendum eru tveir þríhyrningar eins ef þeir hafa jöfn:

• tvö horn og hliðina á milli þeirra (þetta sést í dæminu hér að ofan), • þrjár hliðar (og ekkert horn!) eða • tvær hliðar og hornið milli þeirra.

Þess vegna er hægt að reikna út allar stærðir þríhyrnings ef maður hefur upplýsingar um þessa sem nefndir eru. En eins og þú sérð ef þú hugsar um það dugar ekki að þekkja þrjú horn (en enga hlið). Verkefni 10 Á myndinni er rétthyrndur þríhyrningur með hæð dregna á langhliðina. Litlir bókstafir standa fyrir lengdir strika.

a

a

b

b

y

y

x

x

h

h

c

c

A

A

Page 165: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

161

(a) Finnið hlutfall af lengdum einhverra tveggja strika sem er jafnt Asin . (b) Finnið annað hlutfall af lengdum einhverra tveggja strika sem er jafnt Asin . (c) Finnið þriðja hlutfallið af lengdum einhverra tveggja strika sem er jafnt Asin . (Jú, það er þarna!) Verkefni 11 Á myndinni er hvasshyrndur þríhyrningur, með hæð dregna á eina hliðina. Litlir bókstafir standa fyrir lengdir strika, stórir standa fyrir hornpunkta.

a

a

b

b

y

y

x

x

h

h

c

c

A

A B

C

(a) Finnið hlutfall einhverra tveggja línustrika sem er jafnt Asin . (b) Skrifið jöfnu fyrir h sem inniheldur stærðirnar Asin og b. (c) Hvert er flatarmál þríhyrningsins ABC ? Skrifið jöfnu fyrir flatarmálið, sem inniheldur stærðirnar b, c og Asin . (d) Teiknið aðra mynd af sama þríhyrningi, en dragið núna hæðina á hliðina a, það er að segja hæðina ah . Skrifið svo jöfnu fyrir lengd ah sem inniheldur stærðirnar Bsin

og c. (e) Skrifið jöfnu fyrir flatarmálinu sem inniheldur stærðirnar a, c og Bsin . Verkefni 12 Á myndinni er hvasshyrndur þríhyrningur, með hæð dregna á eina hliðina. Litlir bókstafir standa fyrir lengdir strika, stórir standa fyrir hornpunkta.

Page 166: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

162

a

a

b

b

y

y

x

x

h

h

c

c

A

A B

C

(a) Skrifið tvær jöfnur fyrir hæðina h: í einni eiga að vera stærðirnar Asin og b, í hinni eiga að vera stærðirnar Bsin og a. (b) Skoðið a-lið. Er það satt að AbBa sinsin ⋅=⋅ ? (c) Notið sama þríhyrning, eða teiknið nýjan til þess að sýna að CbBc sinsin ⋅=⋅ . Útskýrið í nákvæmu samfelldu máli. (Hér gæti borgað sig að teikna aðra hæð.)

(d) Sýnið að eftirfarandi jafna gildir: Cc

Bb

Aa

sinsinsin== . Þetta er stundum nefnt

„sínusreglan“. Verkefni 13 Á myndinni er hvasshyrndur, með hæð dregna á eina hliðina. Litlir bókstafir standa fyrir lengdir strika, stórir standa fyrir hornpunkta.

c

c

a

a

b

b

y

y

x

x

h

h

A

A B

C

D

(a) Finnið hlutfall sem er jafnt stærðinni Bcos . (b) Skrifið jöfnu fyrir lengd striksins y, sem inniheldur stærðirnar a og Bcos . (c) Hvað segir regla Pýþagórasar um þríhyrninginn ACD? En þríhyrninginn BCD? (d) Notið niðurstöðuna í c-lið til þess að fá út jöfnu fyrir 22 ab − . (e) Skrifið jöfnu fyrir x út frá c og y.

Page 167: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

163

(f) Notið jöfnurnar í d- og e-lið til þess að fá út jöfnu fyrir 2b sem inniheldur einungis bókstafina a, c, og y. (Þið ættuð að fá, eftir nokkra útreikninga, yccab 2222 −+= .)

(g) Notið núna niðurstöður b- og f-liðar til þess að fá út regluna )cos(2222 Baccab ⋅−+= . Þetta er stundum nefnt “kósínusreglan”.

Verkefni 14 Á myndinni er rétthyrndur þríhyrningur ABC:

B

A C

a

a c

b

(a) Hvað er Asin og hvað er Acos í þessum þríhyrningi? (b) Reiknið 2)(sin A . Hefð er fyrir því að rita þessa stærð sem A2sin . Reiknið líka

2)(cos A , sem venja er að tákna með As 2co .

(c) Hvað segir Pýþagórasarregla í þessum þríhyrningi? d) Reiknið út summuna AA 22 cossin + , og notið c-lið til þess að einfalda eins og hægt er. Hver er útkoman? (Það er einhver ein tala!) Í verkefnum kaflans hefurðu kynnst eftirfarandi reglum um hvasshyrndan þríhyrning ABC.

Flatarmál þríhyrnings er 2sin Acb ⋅⋅

Sínusreglan Cc

Bb

Aa

sinsinsin==

Kósínusreglan )cos(2222 Baccab ⋅−+=

Þessar reglur geta verið þægilegar til þess að reikna út stærðir í þríhyrningum. Verkefni 15 Í þessum dæmum er þríhyrningur ABC. (a) Gefið er að þríhyrningur hefur hornin °= 46A , °= 39B og hliðina 3=c . Finnið þriðja hornið, og þær tvær hliðar sem óþekktar eru.

Page 168: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

164

(b) Gefið er að þríhyrningur hefur hornið °= 55B , hliðarnar 3=a , 5=c . Finnið þriðju hliðina, og þau tvö horn sem óþekkt eru. (c) Gefið er að þríhyrningur hefur hliðarnar 35=a , 56=b og 42=c . Finnið hornin. Reglan 1cossin 22 =+ AA er mikilvæg fyrir þau sem halda í lengra nám í stærðfræði eða raunvísindum. Vægi hennar felst til dæmis í því að hún tengir saman hornaföllin sínus og kósínus.

Verkefni 16 Ef vitað er að 21sin =A , hvað er þá hægt að segja um Acos , án þess

að reikna út hornið? Verkefni 17

(a) Sýnið að jafnan bhb

aha ⋅=⋅ gildir um allar jákvæðar tölur.

(b) Teiknið þríhyrning með hliðar a, b, og hæðina h dregna frá hornpunktinum þar sem hliðarnar tvær mætast. Hvað segir jafnan í a-lið núna (ef þið notið sin alls staðar þar sem hægt er að koma því við)? Verkefni 18 Á myndinni er hringur með geisla 1, og hringnum er skipt jafnt í 12

geira. Út frá einum punkti á hringnum er dregin hæð, eins og sést á myndinni. Svo

drögum við hæð aftur niður frá fótpunkti fyrstu hæðarinnar á næstu línu sem afmarkar

geira. Og svo framvegis.

(a) Hvert er hornið í fyrsta rétthyrnda þríhyrningnum? Hver er lengd hæðarinnar?

(b) Hverjar eru þá lengdir hæðar númer 2, 3, og svo framvegis? Hver er lengd n-tu

hæðarinnar? Munið einslögun.

(c) Eru einhver takmörk á samanlagðri lengd hæðanna? Hvað með flatarmálið

(sem afmarkast innan þríhyrninganna)?

Page 169: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

165

14: Hnitakerfi Ég vona að seinni tímar muni dæma mig mildilega, ekki einungis vegna þeirra hluta sem ég hef útskýrt, heldur líka vegna þeirra sem ég sleppti viljandi til þess að leyfa öðrum að njóta þess að uppgötva.

- Descartes (úr bók hans, La Geometrie.)

Skoðum mynd af venjulegu hnitakerfi. Inn í það hafa verið færðir tveir punktar,

)1,2(=A og )4,3(=B . Eins og þú hefur sjálfsagt séð áður er venja er að skrifa hnit

punkta með þessum hætti, að x-gildið er skrifað vinstra megin, og y-gildið hægra megin.

y

x

1

1

2

2

3

3

4

4

5

5

– 1

– 1

– 2

– 2

– 3

– 3

– 4

– 4

– 5

– 5

1

1

2

2

3

3

4

4

5

5

– 1

– 1

– 2

– 2

– 3

– 3

– 4

– 4

– 5

– 5

A

B

Til umhugsunar Hvernig er tölvugrafík hönnuð? Skyldi stærðfræði koma við sögu?

Page 170: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

166

Verkefni 1 Hver er fjarlægðin milli punktanna A og B? Vísbending: hvað segir regla Pýþagórasar? Verkefni 2 Hver er fjarlægð eftirfarandi punkta frá miðju hnitakerfisins?

)4,3(=A , )4,3(−=B , )4,3( −−=C og )4,3( −=D .

Eftir hverju tekurðu? Hvernig gætum við sett fram einhverja almenna reglu? Verkefni 3 Hver er fjarlægð eftirfarandi punkta frá punktinum (3,4) ?

)5,4(=A , )3,4(=B , )3,2(=C og )5,2(=D .

Eftir hverju tekurðu? Hvernig gætum við sett fram einhverja almenna reglu? Til dæmis: hver er fjarlægðin milli punktanna ),( yx og )1,1( ++ yx ?

Verkefni 4 Hvernig má reikna út fjarlægðina milli punktanna ),( yx og ),( vu ?

Verkefni 5 Inn í hnitakerfi hafa verið færðir tveir punktar, )1,2(=A og )3,4(=B .

y

x

1

1

2

2

3

3

4

4

5

5

– 1

– 1

– 2

– 2

– 3

– 3

– 4

– 4

– 5

– 5

1

1

2

2

3

3

4

4

5

5

– 1

– 1

– 2

– 2

– 3

– 3

– 4

– 4

– 5

– 5

A

B

(a) Hver er miðpunktur striksins AB?

(b) Geturðu fundið aðferð til þess að reikna út miðpunkt striksins AB milli punktsins

),( yxA = og punktsins ),( vuB = ?

Verkefni 6 Teiknaðu tvo punkta í hnitakerfi, og skráðu hnitin. Köllum punktana

),( yxA = og ),( vuB = . Nú notum við strikið AB sem eina hlið fernings. Teiknaðu

slíkan ferning, og finndu hnit hinna hornpunktanna. Reiknaðu út almenna formúlu til

þess að finna hornpunktana.

Page 171: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

167

Vísbending: það getur hjálpað að teikna ferning utan um þinn ferning, eins og á

þessari mynd:

[Svar: það eru auðvitað tveir möguleikar á að teikna ferning. Einn möguleikinn er að

annað hnitið sem vantar sé ))(),(( uxyyvx −+−− ]

Beinar línur í hnitakerfi

Eins og við vitum ákvarða tveir punktar nákvæmlega eina línu. En á línu eru

óendanlega margir punktar. Hvernig getum við náð utan um alla punktana í einu? Við

skulum teikna eina línu í hnitakerfi, og gera töflu yfir hnit punkta á þessari línu,

svonefnda gildistöflu.

x y

-3 5

-2 4,5

-1 4

0 3,5

1 3

2 2,5

3 2

Page 172: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

168

Verkefni 7 Lýstu þessari línu á eins marga vegu og þú getur. Skoðaðu töfluna og

segðu eftir hverju þú tekur.

Verkefni 8 Lýstu þessum línum með orðum eins vel og þú getur. Best er að gera þetta

verkefni í pörum, þannig að annar lýsir línu og hinn teiknar hana eftir lýsingunni, án

þess að sjá línuna.

Page 173: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

169

Meðal hugtaka sem notuð eru til þess að tala um línur í hnitakerfi, er skurðpunktur við

x-ás, skurðpunktur við y-ás, og hallatala. Vandinn við að nota gildistöflu yfir hnitin er

að þar eru aldrei öll hnit línunnar, þau eru óendanlega mörg.

Verkefni 9 Í hnitakerfinu hér að neðan eru tveir punktar og strikið á milli þeirra. Nú

viljum við framlengja strikið, teikna línu. Hún er sýnd með punktalínu.

(a) Finndu fleiri punkta sem væru á framlengingu striksins.

(b) Hvaða punktur á línunni hefur x-hnitið 10? Hvaða punktur hefur y-hnitið 10?

(c) Er punkturinn )6,5( á línunni? Hvað með punktinn )12,10( ? En ?)52,100(

(d) Hver er skurðpunktur línunnar við x-ás og hver er skurðpunkturinn við y-ás?

Verkefni 10 Hvað er sameiginlegt með þessum línum á myndinni og hvað er ólíkt?

Page 174: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

170

Verkefni 11 Hvað er sameiginlegt með þessum línum á myndinni og hvað er ólíkt?

Ef til vill hefur þú nú rifjað upp hugtök sem notuð eru til þess að tala um línur í

hnitakerfi: skurðpunktur við x-ás, skurðpunktur við y-ás, og hallatölu. Jafna

einhverrar flatarmyndar í hnitakerfi er jafna með tveimur óþekktum stærðum. Yfirleitt

nefnum við óþekktu stærðirnar x og y. Ef við teiknum í hnitakerfi öll hnit af tölum

),( yx sem gera jöfnuna sanna fæst mynd af ferli, línurit. Þannig er punkturinn )3,7( á

línuriti jöfnunnar 112 −= xy vegna þess að 11723 −⋅= , en punkturinn )5,3( er ekki

á sama línuriti, vegna þess að 11325 −⋅≠ . Til þess að teikna línurit jöfnu gerir maður

oft gildistöflu eins og sýnt var í upphafi umfjöllunar um beinar línur. Hægt er að láta

tölvuforrit fylla út gildistöflu og/eða teikna línuritið. Það er þó alltaf spurning hvernig

á að „tengja“ milli punktana sem maður reiknar út, því að á milli þeirra eru óendanlega

margir aðrir punktar!

Page 175: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

171

Verkefni 12 Teiknaðu línurit samkvæmt jöfnunum

(a) xy = (d) xy −=

(b) xy 2= (e) xy 2−=

(c) xy 3= (f) xy 3−=

(g) Teiknaðu þessar línur og fleiri línur af sömu gerð í hnitakerfið. Alhæfðu. Hér eru

margir möguleikar á að alhæfa.

Verkefni 13 Teiknaðu línurit samkvæmt jöfnunum

(a) xy 2= (d) 32 += xy

(b) 12 += xy (e) 12 −= xy

(c) 22 += xy (f) 22 −= xy

(g) Teiknaðu þessar línur og fleiri línur af sömu gerð í hnitakerfið. Alhæfðu. Hér eru

margir möguleikar á að alhæfa.

Verkefni 14 Hvað er hægt að segja um myndina af línunni qhxy += ? Hvað segja

tölurnar h og q um línuna? Teiknaðu skýringarmynd.

Þú hefur vonandi séð að lýsa má beinni línu með jöfnunni qhxy += , þar sem h er

hallatala og ),0( q er skurðpunktur línunnar við y-ás, og að hallatölu má hugsa sér

sem þá viðbót sem fæst við y-gildi ef x-gildið er hækkað um 1. En hér er eitt verkefni

til þess að hugsa um það hvers vegna þetta er svona:

Verkefni 15 Við teiknum línuna l í hnitakerfið. Línan fer gegnum punktana

)3,1( −−=A og )1,1(=B . Teiknum svo rétthyrndan þríhyrning, með því að teikna

lárétt strik gegnum )1,0( −=C og lóðrétt strik gegnum )1,1( −=B , eins og á

myndinni.

Page 176: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

172

(a) Reiknaðu út hlutfallið milli lengda skammhliðanna, það er að segja hlutfallið

CDBD .

(b) Láttu nú punktinn B færast eftir línunni, og punktinn D fylgja honum eftir,

þannig að BCDΔ verði alltaf rétthyrndur. Þú gætir gert þetta í rúmfræðiforriti,

eða á blaði, eða hugsað þér þetta. Stöðvaðu nú B á línunni, og notaðu það hnit

til þess að reikna CDBD . Breytist hlutfallið?

(c) Teiknaðu línu í hnitakerfið sem er samsíða línunni l. Veldu einhverja tvo

punkta á línunni og teiknaðu rétthyrndan þríhyrning svipað og á myndinni.

Reiknaðu sama hlutfall: lengdina á lóðrétta strikinu deilt með lengdinni á

lárétta strikinu. Hvað kemur í ljós?

(d) Veldu punkt á línunni þinni og teiknaðu rétthyrndan þríhyrning þar sem lárétta

skammhliðin hefur lengdina 1. Reiknaðu sama hlutfall. Hvað kemur í ljós?

Það sem þú átt að fá meiri tilfinningu fyrir með því að vinna síðasta verkefni, er að

hallatala er hlutfallið milli mismunar á y-hnitum og mismunar á x-hnitum. Hægt er að

miða við hvaða tvo punkta sem er á línunni, segjum að þeir séu ),( 11 yxA = og

),( 22 yxB = . Þá er hallatalan 21

21

xxyyh

−−

= . Ef við veljum 1x og 2x þannig að

munurinn á þeim sé 1, þá sést að hallatölu má hugsa sér sem þá viðbót sem fæst við y-

gildi ef x-gildið er hækkað um 1.

Page 177: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

173

Verkefni 16 Finndu hallatölu línunnar sem fer gegnum

(a) )3,4( og )8,12( (e) )3,4( og )4,12(

(b) )3,4( og )7,12( (f) )3,4( og )3,12(

(c) )3,4( og )6,12( (g) )3,4( og )2,12(

(d) )3,4( og )5,12( (h) )3,4( og )1,12(

(j) Eftir hverju tekurðu? (i) Teiknaðu línurnar í sama hnitakerfi.

Verkefni 17 Punktar )5,3( og )4,2(− liggja á línu. Óðinn notar formúluna

21

21

xxyyh

−−

= til að finna hallatölu línunnar en Þór notar formúluna 12

12

xxyyh

−−

= . Geta

þeir báðir haft rétt fyrir sér? Útskýrðu.

Verkefni 18 Týr reiknar út að hallatala línu sé 1=h . Iðunn lítur á línuritið hér að

neðan og segir „þetta getur ekki verið“ án þess að reikna neitt. Útskýrðu.

Verkefni 19 Finndu jöfnu línunnar sem fer gegnum

(a) )0,10( og )10,0( (d) )0,7( og )7,0(

(b) )0,9( og )9,0( (e) )0,6( og )6,0(

(c) )0,8( og )8,0( (e) )0,5( og )5,0(

(g) Teiknaðu þessar línur og fleiri línur af sömu gerð í hnitakerfið. Alhæfðu.

Rökstyddu hér sem annars staðar.

Verkefni 20 Gefin er lína með jöfnunni 12 += xy . Finnið jöfnu línu sem fer í

gegnum punktinn )3,4( og er samsíða þessari línu.

Page 178: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

174

Verkefni 21 Finndu jöfnu línunnar sem fer gegnum

(a) )0,10( og )1,0( (d) )0,7( og )4,0(

(b) )0,9( og )2,0( (e) )0,6( og )5,0(

(c) )0,8( og )3,0( (f) )0,5( og )6,0(

(g) Teiknaðu þessar línur og fleiri línur af sömu gerð í hnitakerfið. Alhæfðu. Hér eru

margir möguleikar á að alhæfa.

Verkefni 22 Finndu einhverjar tvær tölur sem samanlagt gefa útkomuna 3. Finndu

aðrar tvær. Og enn aðrar. Notaðirðu neikvæðar tölur? Teiknaðu nú lausnirnar þínar í

hnitakerfi – nefndu fyrri töluna x og seinni töluna y og notaðu hnitin ),( yx . Eftir

hverju tekurðu? Teiknaðu fleiri lausnir á jöfnunni. Finndu svo tölur sem samanlagt

gefa útkomuna -3, teiknaðu lausnir í hnitakerfi.

Stundum er þægilegt að tala um línu með því að nefna hallatölu línunnar og

skurðpunkt við y-ás, enda má lesa þessar stærðir beint út frá forminu qhxy += . En

það er alls ekki eina leiðin. Í sjálfu sér má nefna hvaða punkt sem er, í stað

skurðpunktar við y-ás, en þá höfum við ekki samsvörun við þessa sömu jöfnu. Annað

form sem algengt er að nota er formið 0=++ cbyax . Þú gerðir einfalda útgáfu af því

í síðasta dæmi.

Verkefni 23 Teiknaðu línur samkvæmt jöfnunum

(a) 0=+ yx (d) 3=+ yx

(b) 1=+ yx (e) 4=+ yx

(c) 2=+ yx (f) 5=+ yx

(g) Teiknaðu þessar línur í hnitakerfið. Alhæfðu: hvers konar lína hefur jöfnuna

kyx =+ þar sem k er einhver föst tala?

Verkefni 24 Teiknaðu línur samkvæmt jöfnunum

(a) 02 =+ yx (d) 32 =+ yx

(b) 12 =+ yx (e) 42 =+ yx

(c) 22 =+ yx (f) 52 =+ yx

Page 179: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

175

(g) Teiknaðu þessar línur í hnitakerfið. Alhæfðu. Hvað geturðu sagt um línu af taginu

kyax =+ þar sem a og k eru einhverjar fastar tölur?

Verkefni 25 Hvað er hægt að segja um myndina af línunni 0=++ cbyax ? Hvað

segja tölurnar a , b og c um línuna? Teiknaðu skýringarmynd.

Verkefni 26

(a) Nú förum við aftur í bókstafareikning. Hvað er líkt og hvað er ólíkt með þessum

þremur jöfnuhneppum:

(i) 725=+

=−yxyx

(ii) 822

5=−

=−yx

yx (iii)

10225=−

=−yx

yx

(b) Teiknið línurnar í hverjum lið fyrir sig í sama hnitakerfi. Hvað kemur í ljós?

Markmiðið er að tengja saman í huganum myndræna merkingu jöfnuhneppanna og

lausnirnar sem hægt er að reikna út. Hvernig tengist þetta?

Verkefni 27 Finnið skurðpunkta tveggja lína í hverjum lið, ef hægt er.

(i) 2613

+=+=xyxy

(ii) 2413

+=+=xyxy

(iii) 2313

+=+=xyxy

Teiknið línurnar í hverjum lið fyrir sig í sama hnitakerfi. Hvað kemur í ljós?

Hnitarúmfræði er tenging rúmfræði við bókstafareikning. Með þeirri tengingu opnast

nýr heimur og ný hugsun: það má nota myndir í hnitakerfi til þess að átta sig á alls

konar jöfnum, og tengslum milli stærða, og það má nota bókstafareikning til þess að fá

nákvæm svör og draga ályktanir um eiginleika alls konar flatarmynda. Í síðasta

verkefni sástu hvernig flokka má jöfnuhneppi og gefa þeim myndræna merkingu. Nú

ætlum við að skoða hvernig rúmfræðilegur eiginleiki, það að tvær línur séu hornréttar

hvor á aðra, hefur reikningslega túlkun.

Verkefni 28 Skoðið myndina.

Page 180: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

176

(a) Finnið öll hornin sem vantar ef °= 40v .

(b) Útskýrðu hvers vegna DBBE

ACAD = . (Stærð hornsins v skiptir ekki máli, en réttu

hornin eru ennþá rétt.)

Verkefni 29 Skoðið svipaða mynd, en nú er EBAD = .

(a) Hvers vegna er DBAC =

(b) Reiknið margfeldið DBBE

ACAD ⋅

Og nú ætlum við að finna reglu um línur sem eru hornréttar hvor á aðra:

Verkefni 30 Skoðið svipaða mynd, en nú er um að ræða tvær línur n og m. Þær eru

hornréttar hvor á aðra og skerast í punktinum D.

Page 181: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

177

(a) Finnið samband milli hallatölu línunnar n og hallatölu línunnar m.

(b) Alhæfið um samband milli hallatalna tveggja lína sem eru hornréttar hvor á

aðra. (Athugið að það er eitt undantekningartilvik – hvernig er það?)

Verkefni 31 Teiknið línuna 12 += xy í hnitakerfi. Teiknið líka línurnar :

(a) xy 21−=

(b) 121 +−= xy

(c) 221 +−= xy

Reiknið skurðpunkta þessara lína við upphaflegu línuna.

Verkefni 32 Gefin er lína með jöfnunni 12 += xy . Finnið jöfnu línu sem fer í

gegnum punktinn )3,4( og er hornrétt á þessa línu.

Verkefni 30 Línan fer gegnum )0,0( og sker aðra línu hornrétt í )2,5( . Hvar er

skurðpunktur hornréttu línunnar við x-

Page 182: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

178

Verkefni 33 Teiknaðu punktinn )2,5( í hnitakerfi. Teiknaðu svo einhverja línu

gegnum )2,5( sem sker báða ása hnitakerfisins. Kallaðu skurðpunktinn við y-ás ),0( a

og skurðpunktinn við x-ás )0,(b . Dragðu strikin svo þú sjáir þríhyrninginn sem hefur

hornpunktana )0,0( , ),0( a og )0,(b .

(a) Hvert er flatarmál þessa þríhyrnings?

(b) Hugsaðu þér að við megum hreyfa línuna gegnum punktinn )2,5( , en samt

þannig að punkturinn verði áfram á línunni. Með öðrum orðum má snúa

línunni. Látum skurðpunktana við ásana ennþá heita ),0( a og )0,(b . Geturðu

fundið stæðu sem sýnir flatarmál þríhyrningsins?

(c) Hvernig væri hægt að finna þann þríhyrning (eins og í b-lið) sem hefur mesta

mögulega flatarmálið? Hér gæti verið gagnlegt að nota tölvuforrit.

Verkefni 34 Á myndinni er línan xy 2= og almennur punktur á þeirri línu er

merktur með D. Nú teiknum við ferning: Teiknum lóðrétta línu frá D á x-ásinn og

nefnum skurðpunktinn E. Þarmeð fáum við hlið ferningsins.Teiknum svo ferninginn

þannig að hann sé „undir línunni“, nefnum hinn hornpunktinn á x-ás F og fjórða

hornpunktinn G.

(a) Hvernig er hægt að skrifa hnit punkts sem er á línunni xy 2= (almennt)?

(Svar: Til dæmis sem )2,( xx )

(b) Finnið jöfnu línu gegnum )0,0( og G.

(c) Alhæfðu: reiknaðu svona dæmi fyrir almenna línu baxy += .

Verkefni 35 Á myndinni er þríhyrningur sem hefur verið lagður í hnitakerfið með

eina hliðina á x-ás og horn í )0,0( . EDGF er ferningur.

Page 183: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

179

(a) Ef AB liggur á línunni xy 2= og BC liggur á línunni 10+−= xy , hvert er þá

hnit G ?

(b) Ef ABC er þríhyrningur geturðu þá alltaf teiknað svona ferning, þannig að tveir

hornpunktar séu á einni hlið þríhyrningsins en hinir tveir á sitthvorri hliðinni?

Hvernig?

(c) Reyndu að leysa b-lið án þess að nota hnitakerfi.

Verkefni 36

- Viltu heyra um nýjustu uppfinninguna mína?

- Hef ég eitthvert val?

- Það er auðveld leið til þess að margfalda saman tölur.

- Meinarðu að ná í reiknivél?

- Segjum að þú viljir margfalda saman 2 og 3.

- Já, hver vill það ekki?

- Tengdu saman punktana )4,2(− og )9,3( með línu.

- Bíddu, hvaðan koma þessir punktar?

- Þetta eru ),( 2aa− og ),( 2bb .

- Ókei.

- Hvar sker línan y-ásinn?

- Frábært! Virkar þetta alltaf?

Verkefni 38 Finndu línuna gegnum punktinn )4,3( sem afmarkar minnsta flatarmálið

í fyrsta fjórðungi hnitakerfisins. (Fyrsti fjórðungur er sá hluti þar sem bæði x-hnit og

y-hnit eru jákvæð. Á myndinni er ein slík lína sýnd, og flatarmálið skyggt.

Page 184: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

180

Athugaðu: Leystu þrautina hvernig sem þú vilt, hvort sem þú finnur nákvæma lausn

eða einhverja nálgun. Taktu vel eftir ferlinu og þeim aðferðum sem þú notar. Haltu

utan um það hvernig þú hugsaðir um verkefnið og alla innsýn og hugmyndir sem

kvikna við það að hugsa um þær aðferðir sem þú notaðir. Geymdu allar aðferðir og

sjónarhorn sem þú reyndir, líka þær sem virkuðu ekki. Spurningar til að hjálpa þér við

þetta: Hvað ákvarðar jöfnu línu? Hvernig finnur maður skurðpunkta við ása? Geta

skurðpunktarnir hjálpað við að leysa verkefnið?

Verkefni 40 Þú ert stödd í óþekktum punkti ),( yx en ert með tæki sem nemur merki

frá staðsetningarvitum. Viti )4,5(=A er í 2 km fjarlægð.

og viti )8,6(=B er í 5 km fjarlægð.

(a) Hvar gætirðu verið stödd í hnitakerfinu?

(b) Ef þú veist að auki að viti )8,6(=B er í 5 km fjarlægð og viti )7,3(=C er í 3

km fjarlægð, geturðu þá staðsett þig nákvæmlega?

Síðasta verkefni sýnir reyndar hvernig staðsetningarkerfi á borð við GPS virka.

Staðsetningarvitarnir eru reyndar gervihnettir sem senda boð til GPS-tækja, og þau

hafa líka oft innbyggð kort í samræmi við hnitakerfi. (Með samræmdum klukkum

hægt að meta fjarlægð tækis sem sem sendir boð. Hvað er langt í tækið ef þú færð

send boðin „klukkan er 15:19:34“ og hraði boðanna 3000 m/sek og þín klukka er

15:20.34 þegar þú móttekur sendinguna?)

Page 185: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

181

Söguleg þróun hnitakerfisins

Einn frægasti heimspekingur og vísindamaður sögunnar er frakkinn René Descartes

(1596-1650). Við hann er rétthyrnda hnitakerfið kennt á mörgum tungumálum (á

ensku er það oft kallað the Cartesian coordinate system.) Hann setti reyndar ekki fram

hornrétta hnitakerfið sem við notum í dag, en það sem hann gerði, sem öllu máli

skiptir, er að hann fann leið til að nota viðmiðunarlínu með lengdareiningu (eins og

hnitaás) og algebru til að rannsaka flatarmyndir. Hann fann leið til að tala um myndir

með bókstafareikningi. Og hann frelsaði reikning undan þeirri rúmfræðilegu túlkun

sem lögð var í reikniaðgerðirnar. Áður hafði til dæmis annað veldi einungis

rúmfræðilegu merkinguna ferningur, það var ekki til „tala í öðru veldi“, og eins merkti

þriðja veldi tening. Fjórða veldi hefði verið merkingarlaust, „ekki til“. En fyrir

Descartes var annað veldi bara tala margfölduð með sjálfri sér, og gat táknað lengd

línustriks, og þurfti ekki að tákna ferning. Það er ef til vill dálítið skrítið fyrir okkur í

dag sem erum vön því að nota tölur og reikna með þeim, en ef við hugsum okkur

nánar um, þá kemur í ljós að það er ekkert endilega augljóst að sama talnahugtakið

geti átt við tvö gersamlega ólík form skynjunar og hugsunar, nefnilega það að annars

vegar telja fjölda og hins vegar það að mæla lengdir, flatarmál og rúmmál.

Með þessu lagði Descartes grunn að þeim aðferðum sem notaðar eru til þess að lýsa

raunveruleikanum í vísindum í dag, með táknkerfi og tungumáli bókstafareiknings.

Hann fann auk þess upp á því að skrifa veldi eins og gert er í dag og að nota

bókstafinn x fyrir óþekkta stærð. Annar franskur stærðfræðingur sem áður hefur verið

Page 186: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

182

minnst á í þessari bók, og samtímamaður Descartes, Pierre Fermat, var sá fyrsti sem

benti á að það væri hægt að teikna jöfnur. Eða með hans eigin orðum:

Hvenær sem tvær óþekktar stærðir koma fram lokajöfnu, fáum við leg, þar sem

mörk einnar óþekktu stærðarinnar eru á beinni línu eða ferli. (Berlinghoff,

Gouvea, 171.)

Descartes og Fermat deila heiðrinum að því að hafa fundið upp aðferðina sem þróaðist

yfir í hnitakerfi vorra daga. Þeir tveir höfðu reyndar lítil eða engin samskipti að því er

talið er. Og hvorugur þeirra hafði tvo rétthyrnda ása, né heldur notuðu þeir neikvæðar

tölur, því þeir litu svo á að neikvæðar tölur stæðu ekki fyrir „raunverulegar stærðir“.

Rúmfræðibók Descartesar, La Géométrie, var viðauki við heimspekirit sem hefur

verið nefnt Orðræða um aðferð á íslensku. Markmið hans var að finna aðferð til þess

að leita sannleikans í öllum málum, um alla hluti. Fyrirmynd hans voru Frumþættir

Evklíð – hann vildi byggja aðferðina á pottþéttum afleiðslum frá augljósum

frumsendum. Frægasta setningin sem höfð er eftir honum er cogito ergo sum, sem er

latína og merkir ég hugsa, þess vegna er ég, og á að sýna fram á að maður geti ekki

efast um eigin tilvist: „ef ég hugsa þá er ég til“. Þessi orð eru talin grundvallaratriði og

hornsteinn hefðbundinnar vestrænnar heimspeki þó svo að þau (og einkum og sér í

lagi þær hugmyndir sem leynast að baki) hafi verið gagnrýnd af mörgum á seinustu

áratugum. Descartes skrifaði setninguna reyndar upphaflega á frönsku (sem var

óvenjulegt vegna þess að alþjóðlegt mál fræðimanna þess tíma var latína) : Je pense

donc je suis. Þessi hugsun hafði verið sett fram löngu áður, til dæmis gerði

Forngrikkinn Aristóteles (384 – 322 f.k.) það í Siðfræði Nikkómakkusar, en Descartes

gerði hana að útgangspunkti fyrir alla sína rannsókn á eðli sjálfsins og heimsins.

Verkefni 41

Fyrsta rúmfræðimyndin í La Géométrie er svona:

Page 187: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

183

Svo segir Descartes að hann láti AB tákna einingu, það strik hafi semsagt lengdina 1,

og að þá verði lengdin BE jöfn margfeldi lengda BD og BC. Sýndu fram á það.

Það sem Descartes gerði fyrstur var að teikna mynd þar sem miðað var út frá einingu.

Eins og í síðasta verkefni sýndi hvernig mátti reikna með línustrikum, þannig að til

dæmis væri hægt að reikna margfeldi tveggja talna, a og b með því að leggja strik með

lengd a í einn ás, og strik með lengd b í annan ás. Síðar varð venja að hafa ásana

hornrétta hvor á annan.

Verkefni 42

(a) Finndu jöfnu línu í gegnum )1,0( og )0,(a .

(b) Reiknaðu jöfnu línu gegnum ),0( b sem er samsíða fyrri línunni.

(c) Finndu skurðpunkt seinni línunnar við x-ás, og sýndu með því hvernig við

finnum margfeldið ab .

Page 188: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

184

Síða 2 úr bók Descartesar, La Géométrie

Hnitarúmfræði opnaði leið til að rannsaka og hugsa um heiminn á nýjan hátt og gerði

mögulegt að þróa örsmæðareikning (það er sú grein stærðfræðinnar sem fjallar um

hraða og hreyfingar) og þar með aflfræði (eðlisfræði krafta). Í dag er hnitarúmfræði,

með tilheyrandi bókstafareikningi, grunnur að öllum náttúruvísindum. Hún er notuð til

þess að búa til staðsetningartæki (GPS), hermilíkön af náttúrufyrirbærum, til að stjórna

Page 189: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

185

flugvélum, hanna tölvuleiki, gera teiknimyndir, setja bækur og blöð og margt fleira. Í

vísindum eru ekki bara notuð tvívíð hnitakerfi, heldur líka þrívíð og fjórvíð, og jafnvel

óendanlega víð. Hnitarúmfræði hefur líka þróast sem hrein stærðfræðigrein og hún er

rannsökuð út frá ýmsum sjónarhornum í diffurrúmfræði, algebrulegri rúmfræði og

grannfræði, svo eitthvað sé nefnt.

Mynd úr kennslubók Abrahm Bosse í rúmteikningu frá 1648. Þarna

má sjá þrívítt hnitakerfi teiknað með fjarvídd eins og þau sem notuð

eru til þess að hanna og forrita tölvuleiki og aðra tölvugrafík.

Í þessari bók er hins vegar ekki færi á því að fjalla nánar um hnitarúmfræði, þó að vart

hafi verið snert á yfirborðinu. Vonandi átt þú eftir að læra meira um hnitarúmfræði.

Verkefni 43 Ræðið eftirfarandi bút úr viðtali:

Það var fyrst þegar ég byrjaði að forrita tölvur til að búa til teikningar og

myndir sem ég lærði að meta gagnsemi stærðfræðinnar. Margföldun varð það

sama og kvörðun, deiling skapaði sjónhorf; sínus og kósínus sneru hlutum,

Page 190: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

186

tangensar framleiddu skekkingu, og rúmfræði og hornafræði veittu tól til þess

að greina og leysa alls konar vandamál.

Flettið upp orðunum kvörðun (scaling), sjónhorf (perspective), skekking (shearing) á

netinu, til dæmis á Wikipedia, og munið að þið eruð að leita að merkingu orðanna í

stærðfræði (mathematics).

Verkefni 44 Flettið upp orðunum kvörðun (scaling), sjónhorf (perspective), skekking

(shearing) á netinu, til dæmis á Wikipedia, og munið að þið eruð að leita að merkingu

orðanna í stærðfræði (mathematics).

Page 191: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

187

15: Verkefni, verkefni Mikla uppgötvun þarf til að leysa mikla þraut, en það felst frækorn uppgötvunnar í lausn á hverri þraut. Þrautin getur verið hófleg að þyngd, en ef hún ögrar forvitni þinni, og dregur fram skapandi hæfileika þína, og ef þú leysir hana upp á eigin spýtur, þá geturðu upplifað spennuna og notið þess sigurs að hafa uppgötvað eitthvað.

- George Polya

1. Skrifaðu stæðu sem merkir:

(a) Bættu 8 við n og margfaldaðu útkomuna með 3.

(b) Margfaldaðu n með 3, bættu svo 8 við.

(c) Bættu 2 við n, deildu svo í útkomuna með 4.

(d) Margfaldaðu n með n, margfaldaðu svo útkomuna með 5.

(e) Margfaldaðu n með 6, margfaldaðu svo útkomuna með útkomunni.

2. Sumar tölur eru jafnar einhverri summu talna í röð, tveggja og/eða fleiri:

325 +=

549 +=

4329 ++=

(a) Finndu einhvern eiginleika talna sem eru summur tveggja talna í röð.

(b) Finndu einhvern eiginleika talna sem eru summur þriggja talna í röð.

(c) Alhæfðu: finndu einhvern eiginleika talna sem eru summur n talna í röð.

(d) Hvaða tölur eru ekki summur neinna svona talnaraða?

Í öllum liðum á að útskýra svörin vel og vandlega, og gott gæti verið að nota

bókstafareikning.

3. Kalli kennari ætlar að búa til dæmi fyrir próf, til að athuga hvort nemendur geta

notað sviga og hvort þeir muni í hvaða röð á að reikna. Hann setur niður dæmið

„Einfaldið ))3)93(2(43(7 +−⋅+⋅⋅ “. Reiknið þetta dæmi, en búið líka til annað dæmi,

sem er að minnsta kosti jafn flókið, og reiknið það.

4. Semdu bragð til hugsanalesturs. Láttu þann sem hugsar sér tölu reikna nýja tölu að

minnsta kosti fimm sinnum.

(a) Hann á að enda aftur á þeirri tölu sem hann byrjaði með.

Page 192: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

188

(b) Hann á að enda með töluna 2.

5. Segðu um eftirfarandi fullyrðingar: hún er alltaf sönn, hún er stundum sönn (og þá í

hvaða tilfelli) eða hún er aldrei sönn. Sýndu fram á að svar þitt sé rétt. [Ekki gefa þér

nein stig fyrir að giska á rétta svarið.]

(a) Ef vara hækkar um 10% og lækkar svo um 10%, þá kostar hún það sama og í

upphafi.

(b) Ef vara hækkar um 10% og lækkar svo um 11,11%, þá kostar hún það sama og

í upphafi.

(c) Ef vara hækkar um p% og lækkar svo um %100 ⎟⎟⎠

⎞⎜⎜⎝

⎛+

−p

p , þá kostar hún það

sama og í upphafi.

6. Fingraæfingar:

(a) Liðaðu og einfaldaðu stærðirnar )2)((3 2 ++ yyx og abbababa +−− )(2 .

(b) Þáttaðu stærðirnar 28102 2 −− xx og yxybaxab 2222 −+−

(c) Leystu jöfnurnar xx 314937 +=− og 23

624 xxx =+− .

(d) „Jói og Kiddi fóru saman á útsölu í Tækjabúðinni. Jói keypti fjögur spliff og tvær

gengjur en Kiddi keypti þrjú spliff og fjórar gengjur. Kiddi þurfti að greiða 21.300 kr.

sem var 1.900 kr. meira en Jói greiddi.“

Hvert er stykkjaverðið á gengjunum og hvert er stykkjaverð á spliffunum?

7. Skoðaðu jöfnurnar og segðu hvort þær eru alltaf sannar, stundum (hvenær?) eða

aldrei. Rökstyðja svörin, hér eins og alltaf.

(a) )4)(1()2)(2( −+=−+ xxxx

(b) 4)2)(2( 2 +=−+ xxx

(c) 0)2)(2( =−+ xx

8. Liðið

(a) )1)(1( xx −+

(b) )1)(1( 2 xxx −++

Page 193: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

189

(c) )1)(1( 32 xxxx −+++

(d) Hvernig væri næsta dæmi? Hvernig væri dæmi númer 100? Alhæfðu: útskýrðu

hvernig má reikna dæmi númer n, liðaðu margfeldið )1)(1( 2 xxxx n −+⋅⋅⋅+++ .

9. Berið saman eftirfarandi jöfnur. Hver hentar best til að leysa? Hvernig tengjast þær?

(a) 0))((6 31

21 =−+ xx

(b) 0)13)(12( =−+ xx

(c) 016 2 =−+ xx

10. Búðu til jöfnu sem hefur fjórar ólíkar lausnir, og komdu henni á þannig form að

hvorki félagar þínir né kennarinn geti leyst hana. Þú átt hins vegar að geta sýnt

lausnirnar.

11. Sumir nota jöfnuna 422 =+ sem dæmi um eitthvað sem er algerlega öruggt og

pottþétt. En hvers vegna er það svona pottþétt? Hvernig væri hægt að sanna að þetta er

rétt jafna? Við þurfum fyrst að vita hver merking táknanna er, og samkvæmt venju er

112 += (þessi jafna lýsir því bara hvað táknið 2 stendur fyrir). Á sama hátt getum við

skilgreint 123 += og 134 += . (Hér erum við bara að segja það sem við segjum

börnunum: þrír er næsta tala á eftir tveimur, og svo framvegis.) Hvaða regla (eða

reglur) er nauðsynlegt að nota ef við viljum sanna 422 =+ ? Geturðu skrifað slíka

sönnun? (Dæmið felst ekki síst í því að lesa og átta sig á textanum.)

12. Túlkaðu myndina sem jöfnu – það er ekki endilega eitt rétt svar, heldur fleiri.

a

b

13. Hvernig myndir þú útskýra „mínus sinnum mínus jafnt og plús“ fyrir jafningja

þínum?

14. Hugsaðu þér talnalínu þar sem búið er að merkja 0 og 1 inn á, en engar aðrar tölur.

Hugsaðu þér einhvern punkt, x, á línunni. Sjáðu fyrir þér punktinn færast fram og aftur

Page 194: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

190

á línunni. Bættu nú við öðrum punkti, sem er staðsettur í x2 . Hvar er hann miðað við

fyrsta punktinn? Sjáðu fyrir þér hvernig punkturinn þinn færist fram og aftur og

hvernig seinni punkturinn færist í samræmi. Bættu svo við þriðja punktinum, x−1 . Er

hann hægra megin eða vinstra megin við x2 ? (Sem fer eftir því hvar x er.) Hugsaðu

þér svo að punktarnir hreyfist, en samt þannig að fyrsti punkturinn sé í x, næsti í x2

og sá þriðji í x−1 . Geturðu fundið einhvern stað þar sem allir punktarnir falla saman,

mætast? Þegar þú hefur gert þetta í huganum skaltu reikna þetta út.

15. Hvaða sérstöku eiginleika hafa tölurnar 0 og 1? Geturðu skrifað almennar reglur,

jöfnur, sem lýsa þessum sérstöku eiginleikum.

Vísbending: Hvernig virka tölurnar 0 og 1 í reikningi?

16. Sýndu fram á að baab ⋅= , ef a og b eru jákvæðar stærðir. Sannfærðu

sjálfan þig, og rökstyddu þannig að efasemdarmaður myndi sannfærast.

17. „Aha ég get bara reiknað baba +=+ “ segir Lalli. Hvað segirðu Lalla?

Stenst þetta hjá honum?

18. Sýndu fram á að an ⋅ am = an +m, ef a og b eru jákvæðar stærðir. Sannfærðu sjálfan

þig, og rökstyddu þannig að efasemdarmaður myndi sannfærast.

19. Reiknaðu án þess að ruglast (og án reiknivélar!)

(a) 2(-2)2 – 22 + 4 16

(b) 2 × 6 + 62 – 26

(c) (-1)20000

(d) (-1)99999

(e) 2-4(2 + 62) – 3

20. Einfaldaðu með veldareglum

(a) 3222 )()( baba −−

(b) 321221 )()( baba −−

Page 195: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

191

(c) 133 )()( +++ mkkmkk baba

(d) Hvað er líkt og hvað er ólíkt með liðunum þremur á undan?

21. Einfaldaðu stæðurnar

(a)

x11

11+

+ (b)

x11

11

11

++

+ (c)

x11

11

11

11

++

++ (d)  

x11

11

11

11

11

++

++

+

22. Af hverju er CD

BA

DCBA

⋅= ? Útskýrðu með þínum eigin orðum hvers vegna þetta

verður að vera svona.

23.

(a) Haukur Már átti að reikna 1a+ 1b

og fékk út 1a + b

. Er þetta rétt reiknað?

Útskýrðu. Er mögulegt að einhverjar tölur a og b geti gert þetta að jöfnum stærðum?

Finndu þá einhverjar slíkar tölur, helst allar.

(b) Eiríkur Örn átti líka að reikna 1a+ 1b

en hann fékk 2a + b

. Er þetta rétt? Útskýrðu.

Er mögulegt að einhverjar tölur a og b geti gert þetta að jöfnum stærðum? Finndu þá

einhverjar slíkar tölur, helst allar.

24. Tölurnar ab

og cd

nefnum við grannatölur ef teljari mismunar þeirra, ad – bcbd

er

jafn 1 eða (-1), það er að segja, ef ad – bc = ±1 .

(a) Eru 34

og 23

grannatölur? Hvað með 12

og 45

?

(b) Búið til einhverjar grannatölur.

(c) Geturðu rökstutt að bæði brotin ab

og cd

verði að vera fullstytt til að geta verið

grannatölur?

Page 196: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

192

25. Þegar tala er rituð sem summa af brotum sem öll hafa teljarann 1, en ólíka nefnara,

er hún sögð vera skrifuð með egypskum hætti. Til dæmis væri hægt að skrifa 56= 26+ 36= 13+ 12 og þá er maður búinn að skrifa 5

6 með egypskum rithætti.

(a) Geturðu skrifað brotin 23

, 310

og 37 með egypskum hætti?

(b) Er þetta almenn regla: 1n= 1n + 1

+ 1n ⋅ (n + 1)

? Gilda einhver takmörk um töluna

n ?

(c) Geturðu, með því að nota b-lið, ritað 56

á fleiri vegu með egypskum hætti?

26.

(a) Finnið hornin x og y á myndinni, ef línurnar r og s eru samsíða

(b) Öll merktu hornin eru eins. Finnið stærðir allra horna á myndinni, og rökstyðjið.

(c) Hér koma tvær fullyrðingar. Um hvora fyrir sig á að segja: er hún alltaf sönn,

stundum sönn eða aldrei sönn. Útskýrðu svörin.

„Ef línan l er samsíða línunni m og línan m er samsíða línunni n, þá er línan l

samsíða línunni n.“

„Ef línan l er hornrétt á línuna m og línan m er hornrétt á línuna n, þá er línan l

hornrétt á línuna n.“

Page 197: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

193

27. Er til þríhyrningur með hliðarlengdir 3, 4 og 8? Útskýrðu svarið.

28. Hugsaðu þér ferhyrning. Hugsaðu þér ferhyrning sem er ekki rétthyrningur.

Geturðu hugsað þér ferhyrning þar sem mótlægar hliðar liggja á línum sem eru

hornréttar hvor á aðra? (Mótlægar hliðar eru hliðar sem liggja ekki saman.) Geturðu

hugsað þér ferhyrning þar sem bæði pörin af mótlægum hliðum liggja á línum sem eru

hornréttar hvor á aðra? Fyrst skaltu reyna að hugsa þér þetta, en svo máttu teikna,

annaðhvort á blað, eða í tölvu.

29. Teikniæfing: „fyrsta þríhyrningateikning Evklíðs“. (Hér þarf annaðhvort hringfara

eða tölvuforrit).

(a) Teiknaðu línustrik. Teiknaðu svo hring með miðju í öðrum endapunktinum, og

geisli hringsins á að vera jafn langur strikinu. Teiknaðu annan slíkan hring með miðju

í hinum endapunktinum. Hvað skerast hringirnir í mörgum punktum.

(b) Teiknaðu nú línustrik milli endapunkts striksins og einhvers skurðpunkta

hringanna. Teiknaðu línustrik milli hins endapunktsins og sama skurðpunkts

hringanna. Þá kemur fram þríhyrningur. Hvað er hægt að segja um þennan þríhyrning?

Hefur hann einhverja sérstaka eiginleika?

30. Teikniæfing (með hringfara eða tölvuforriti.)

(a) Teiknaðu þrjú strik a, b og c, þannig að ekkert þeirra sé lengra en hin tvö lögð

saman.

(b) Taktu eitt strikið, til dæmis c og teiknaðu í sinnhvorn endapunkt þess hringi með

geisla sem er annars vegar lengd striksins a og hins vegar lengd striksins b. Skerast

hringirnir? Tengdu nú skurðpunkt hringanna við endapunkta striksins c. Þá kemur

fram þríhyrningur. Hverjar eru hliðarlengdir þessa þríhyrnings?

31. Búðu til þitt eigið dæmi um fullyrðingar A og B, þannig að fullyrðingin „ef A þá

B“ verði nauðsynlega sönn, en fullyrðingin „ef B þá A“ verði nauðsynlega ósönn.

32. Látum A tákna fullyrðinguna „ 3133 =

++

xx “ og látum B tákna fullyrðinguna

„ 1−≠x “. Segið hverjar af eftirfarandi fullyrðingum eru nauðsynlega sannar, og

útskýrið:

Page 198: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

194

(a) „ef A þá B“

(b) „ef B þá A“

(c) „ef ekki A þá ekki B“

(d) „ef ekki B þá ekki A“

33. Látum A tákna fullyrðinguna „p og q eru oddatölur“ og látum B tákna

fullyrðinguna „talan ))(( qpqp −+ er í fjórum-sinnum töflunni“. Segið hverjar af

eftirfarandi fullyrðingum eru nauðsynlega sannar, og útskýrið:

(a) „ef A þá B“

(b) „ef B þá A“

(c) „ef ekki A þá ekki B“

(d) „ef ekki B þá ekki A“

34. Hver er munurinn á skilgreiningu í stærðfræði og skilgreiningu í venjulegu máli?

35. Skoðið frumsendurnar í upphafi sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Eru þessar

frumsendur augljós sannindi í þínum huga? Útskýrðu út frá þínum eigin hugmyndum.

36. Á myndinni eru þríhyrningur ABC, og strikið DE sem er samsíða BC.

(a) Ef 4=AB , 5=BC og 3=AD , finnið lengd DE .

(b) Ef 4=AB , 5.2=AD og 3=DE , finnið lengd BC .

(c) Ef 4=AB , 2=AD og 3=EC , finnið lengd AC .

37.

(a) Við Háskóla Íslands eru ljóskastarar við jörðina sem lýsa upp húsið. Þegar ég stóð

mitt á milli kastarans og hússins, var ég þrjá metra frá kastaranum (og húsinu). Ég er

188 sentímetrar á hæð. Hve hár var skugginn af mér á veggnum?

Page 199: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

195

(b) Teiknaðu ferning sem hefur hliðarlengdina 1. Dragðu hornalínurnar tvær. Þá koma

fram nokkrir minni þríhyrningar, sem allir eru rétthyrndir. Sýndu, með því að bera

saman einshyrnda þríhyrninga, og nota hlutföll, að lengd hornalínanna er 2 .

(c) Gefinn er rétthyrndur þríhyrningur ABC. Hæðin er dregin frá rétta horninu C, niður

á mótlæga hlið, og fótpunktinn (skurðpunkt hæðar og mótlægrar hliðar) nefnum við E.

Sýnið að EBCE

CEAE = . (Ef lengdirnar AE og EB eru gefnar, nefnist stærðin CE, sem

uppfyllir þessa jöfnu, rúmfræðilegt meðaltal þeirra.)

38. Þríhyrningur ABCΔ hefur hornin A = 50° og B = 60°.

(a) Rissaðu mynd af svona þríhyrningi, og teiknaðu inn á hann hæðina hb og

helmingalínuna vC.

(b) Finndu hornið milli hb og vC.

39. Drögum miðlínurnar am og bm í þríhyrningi ABC. Látum skurðpunkta miðlínanna

við mótlægar hliðar (fótpunkta þeirra) heita aM og bM og skurðpunkt miðlínanna

tveggja heita G. Sýndu fram á að aGMAG 2= , semsagt að miðlínan skiptist í

hlutföllunum 2:1. Vísbending: dragðu línustrikið baMM og finndu einshyrnda

þríhyrninga.

40. Finna á hlutfall skyggða svæðisins, að því gefnu að um er að ræða ferning og miðpunkta á hliðunum. Er öruggt að skyggða svæðið sé ferningur? Hvers vegna?

41. Á myndinni er ferningur með hliðarlengdina 1, og annar ferningur sem teiknaður er með því að nota hornalínu fyrsta ferningsins sem hliðarlengd. Hvert er flatarmál seinni ferningsins, og hver er þá lengd hornalínu fyrsta ferningsins?

Page 200: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

196

42. Gefinn er þríhyrningur með flatarmálið 1. Dregnar eru línur gegnum punkta á hliðunum sem eru fimmtung ( 51 af hliðarlengdinni) frá hornpunktunum. Hvert er

flatarmál innri þríhyrningsins sem myndast?

43. Á myndunum á að finna (a) geisla gráu og hvítu hringanna, ef flatarmál svæðanna allra eru jöfn og flatarmál dekksta hringsins er 2rπ . (Það má til dæmis prófa að gefa sér að 1=r , og sjá hvað gerist þá. Svo þarf að gera grein fyrir því hvað breytist og hvað breytist ekki, ef við breytum gildinu á r .)

(b) hliðarlengd stærri ferningsins, ef flatarmál ljósara svæðisins er jafnt flatarmáli minni ferningsins, sem er 2x .

Page 201: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

197

44. Á myndinni er ferningur og hlutar úr hringum. Lýstu myndinni með orðum. Finndu svo samanlagt flatarmál tunglanna, það er skyggðu svæðanna. Ekki nota tölulega nálgun fyrir π , notaðu bara bókstafinn sjálfan þar sem það á við.

45. Útvarpsmastur er 56 metrar á hæð. Það brotnar í fárviðri, þannig að efri hlutinn hangir á neðri hlutanum, en snertir jörðina 12 metra frá fæti mastursins. Í hvaða hæð yfir jörðinni brotnaði mastrið? 46. Látum a og b vera tvær tölur, þannig að ba > . Teiknum rétthyrndan þríhyrning með skammhliðum sem hafa lengdirnar 2

ba+ og 2ba− . Reiknið lengd langhliðarinnar og

rökstyðjið svo út frá mynd ójöfnuna abba ≥+2 .

47. Lítum á mynd af rétthyrndum þríhyrningi, ABCΔ , þar sem C er rétta hornið.

Við drögum önnur línustrik, þannig að ABCE ⊥ (CE er hæðin á AB), CBAD || ,

ACDB || , og GBCEFA |||| . Notið myndina til að sanna reglu Pýþagórasar.

48. Í bókinni Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon kemur þessi setning fram: „Þríhyrningur með hliðarlengdirnar 12 +n , 12 −n og n2 , þar sem

1>n , er rétthyrndur.“ Er þetta satt? Útskýrðu.

Page 202: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

198

49. Á myndinni er rétthyrndur þríhyrningur og þrír hálfhringir, hver þeirra er með eina hlið rétthyrnda þríhyrningsins fyrir miðstreng.

Sagt er að flatarmál tunglanna (óskyggðu svæðin utan þríhyrningsins) sé jafnt flatarmáli þríhyrningsins. Er það satt? Útskýrðu. (Þessi svæði nefnast stundum tungl Hippókratesar.) Örfá svardrög: 26. (a) °= 53x °=127y

(b) Öll hornin eru jafn stór, samkvæmt eiginleikum horna við samsíða línur, og þar

sem þrjú slík horn samanlagt mynda °180 horn, þá eru þau öll °60 .

(c) Fyrri er alltaf sönn ef línurnar eru allar ólíkar, seinni er alltaf ósönn. Þetta má

rökstyðja með myndum, eða, ef maður vill vera alveg nákvæmur má til dæmis segja

um fyrri fullyrðinguna: Fyrst l og m eru samsíða, eiga þær engan sameiginlegan punkt.

Eins eiga m og n engan sameiginlegan punkt. Ef l og n ættu sameiginlegan punkt P þá

væru komnar fram tvær ólíkar línur l og n gegnum sama punktinn P sem væru báðar

samsíða m. Er það mögulegt? Það er ekki leyfilegt í venjulegri flatarmyndafræði, en er

reyndar mögulegt á annars konar flötum, til dæmis kúluyfirborði! Svo svarið er í raun

háð ákveðnum forsendum.

27. Nei, sérhverjar tvær hliðar geta ekki verið samanlagt styttri en þriðja hliðin.

28. Ferhyrningur þar sem bæði pörin af mótlægum hliðum liggja á línum sem eru

hornréttar hvor á aðra er mögulegur, til dæmis getur hann litið einhvern veginn svona

út:

Page 203: reikna.skjabjort.is › wp-content › uploads › 2012 › 06 › STÆ103... · Ingólfur Gíslason2013-09-28 · 3: Stærðfræðileg líkön ... • tjáð okkur með skýrum rökvísum

199

29. (b) Þríhyrningurinn ætti að verða jafnhliða: allar hliðar jafn langar.

30. Þríhyrningurinn ætti að hafa hliðarlengdir a, b og c.

40. 1/8 41. Flatarmál: 2. Lengd hornalínu: 2 42. 4/25 43. (a) Geislarnir hafa lengdirnar r⋅2 og r⋅3 . (b) hliðarlengd stærri ferningsins er

x⋅2 . 44. 1 45. 7

187

46. Langhliðin hefur lengdina ab . 48. Fullyrðingin er sönn, og sést til dæmis með því að reikna 22 )1( +n og fá út það sama og ef reiknað er 222 )2()1( nn +− . (Fyrst þarf að athuga hvort langhliðin er ekki

örugglega sú sem hefur lengdina 12 +n . 49. Þetta er satt. Hægt er að nota reglu Pýþagórasar við lausnina.