9
Deiliskipulag Vesturbugtar Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturbugt við gömlu höfnina var samþykkt 20. nóvember sl. Betri Hverfi Á síðustu tveimur árum hafa 322 verkefni verið valin í gegnum Betri Hverfi og verið framkvæmd víðs vegar í hverfum borgarinnar Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Borgarsýn 08 2014 Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi er sífellt að festa sig betur í sessi og er orðinn hluti af jólahaldi Reykvíkinga

2014 Borgarsýn 08 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar · 2015. 10. 28. · 2–8. Mýrargata í núverandi legu af markar reitinn til norðurs. Hætt er við að lengja

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 2014 Borgarsýn 08 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar · 2015. 10. 28. · 2–8. Mýrargata í núverandi legu af markar reitinn til norðurs. Hætt er við að lengja

Deiliskipulag Vesturbugtar

Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi

Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturbugt við gömlu höfnina var samþykkt 20. nóvember sl.

Betri Hverfi

Á síðustu tveimur árum hafa 322 verkefni verið valin í gegnum Betri Hverfi og verið framkvæmd víðs vegar í hverfum borgarinnar

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Borgarsýn 082014

Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi er sífellt að festa sig betur í sessi og er orðinn hluti af jólahaldi Reykvíkinga

Page 2: 2014 Borgarsýn 08 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar · 2015. 10. 28. · 2–8. Mýrargata í núverandi legu af markar reitinn til norðurs. Hætt er við að lengja

Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBorgarsýn 08 32

LeiðariInngangur

Mannlíf

Reykjavík er ábyrg borg sem tekur mið af hagsmunum framtíðarinnar við skipu l ag og framkvæmdir. Stúdenta­garðar við Brautarholt lýsa þessu vel því mark miðið er að skapa möguleika á meira mannlífi með því að þétta byggð. Ferðavenjur stúdenta verða vistvænar á þessu svæði því bæði er fljótlegt að hjóla í háskólana og einnig eru greiðar almenn ings samgöngur við Hlemm. Skrifað er um þetta svæði í Borgarsýn að þessu sinni ásamt fjölmörgu öðru spennandi efni, t.d. verðlaunatillögu um við byggingu og útisundlaug við Sund­höll Reykjavíkur, hugmynda sam keppni um Vogabyggð, skipulag Öskjuhlíðar og vist væna byggð í Vesturbugt.

Efni Borgarsýnar varpar góðu ljósi á samvinnu milli stjórnsýslu og borgarbúa. Verkefnið Betri hverfi byggir t.a.m. á íbúalýðræði og að virkja almenning til þátttöku en hægt er að kjósa um allt að 20 hugmyndir í hverju hverfi. Fram kemur í blaðinu að loftgæðin árið 2013 voru góð en þess má geta að nú eru fimm loftgæðamælistöðvar í Reykjavíkur­borg. Þá má lesa um að Náttúruverndar­nefnd Reykjavíkur réðst í ýmis verkefni á friðlýstu svæðunum með það að mark miði að varðveita verndargildi þeirra.

Af öðrum góðum fréttum má nefna að samstarfsvettvangur um eflingu þekkingar svæðis í Vatnsmýrinni og

mótun áætlunar þar að lútandi var stofnaður í janúar með undirritun sam­komulags sem Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar svæðinu og Landspítalinn standa að. Sameiginlegt markmið allra er að móta metnaðarfulla áætlun um eflingu Vatns mýrarinnar sem miðstöðvar þekkingar greina og nýsköpunar á Íslandi.

Loks er vert að geta þess að mikill hugur er í Reykvíkingum til að flokka heimilis­sorpið því allur pappír fer nú til endur­vinnslu. Rúmlega 10. þúsund tonnum minna en áður féll til af blönduðu heim­ilis sorpi í Reykjavík árið 2013 miðað við árið 2004. Það vitnar um mikinn hug og metnað borgarbúa í endur vinnslu málum.

Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Magnað myrkur í Reykjavík!

Ljósalistaverk eftir innlenda og er lenda listamenn verða tendruð og ljósa­við burðir munu eiga sér stað um alla borg þegar byggingar og almennings­rými verða lýst upp með fjöl breyttum hætti. Megin stoðir Vetrar hátíðar 2014 verða Safn anótt, Sundlauganótt og ljósalistaverk. Aðrir skemmtilegir við burðir á hátíðinni eru tónleikarnir Denver Calling Reykjavík, snjóskurður, heimsdagur barna og ráðstefna.

Vetrarhátíð verður sett fimmtudaginn 6. febrúar kl. 19:30 í safni Einars Jónssonar. Hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna taka þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Markmið hátíðarinnar er að lýsa upp mesta skammdegið í febrúar með við­burðum og uppákomum af ýmsu tagi, stórum sem smáum en yfirskrift hátíð­arinnar er Magnað myrkur! Alls verða á hátíðinni 200 viðburðir af ýmsu tagi, stórir sem smáir, en hún stendur yfir í tíu daga.

Samspil ljóss og myrkurs verður magnað á Vetrarhátið sem haldin verður í Reykjavík 6.–15. febrúar

Nánari upplýsingar um dagskrárliði og dagsetningar eru á heimasíðu Vetrarhátíðar: www.vetrarhatid.is

Jólamarkaðurinn hefur verið nefndur sem ein ástæða þess að Reykjavík er ofarlega á listum yfir mest aðlaðandi jólaborgir heimsins

Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi

Mannlíf

Brakandi eldur, rjúkandi jólaglögg, ljúfir tónar kóra og ilmur af lífrænt ræktuðum íslenskum jólatrjám voru allsráðandi á Ingólfstorgi fyrir jól. Jólamarkaðurinn Ingólfstorgi var haldinn dagana 7.–8., 14.–15. og 19.–23. desember. Fyrstu tvær helgarnar voru jólabjálkahús á torginu en 19.–23. desember bættist heldur betur í gleðina og jólatjald hýsti ennþá fleiri söluaðila.

JólabjálkahúsinKósí stemning í jólatjaldinu

Um 40 söluaðilar voru þegar mest var. Það vakti athygli hversu margir spennandi litlir matvælaframleiðendur tóku þátt í jólamarkaðnum. Segja má að gestir jólamarkaðarins hafi getað gert öll sín jólainnkaup á markaðnum þar sem hægt var að kaupa jólagjafir, í jólamatinn, jólatréð og jafnvel hægt að nýta sér innpökkunarþjónustuna sem var þar í boði og látið pakka inn jólagjöfunum í leiðinni.

Jólamarkaður á Ingólfstorgi hefur heldur betur fest sig í sessi og er orðinn hluti af jólahaldi Reykvíkinga. Jólamarkaðar­ins var getið í erlendum fjölmiðlum og hann nefndur sem ein ástæða þess að Reykjavík er ofarlega á listum yfir mest aðlaðandi jólaborgir heimsins og hvers vegna erlendir ferðamenn skuli sækja borgina heim.

Jólamarkaðurinn er samstarfsverkefni umhverfis­ og skipulagssviðs, Höfuð­borgarstofu og Miðborgarinnar okkar en markaðsstjóri var Hlédís Sveins dóttir sem hefur lengi unnið að bættu aðgengi almennings að sveit.

Page 3: 2014 Borgarsýn 08 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar · 2015. 10. 28. · 2–8. Mýrargata í núverandi legu af markar reitinn til norðurs. Hætt er við að lengja

Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBorgarsýn 08 54

Byggingarreitur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar þrengdurBreyting á deiliskipulagi Nýlendureits var samþykkt um leið og nýtt deili­skipulag fyrir Vesturbugt. Helsta breyt­ingin á deiliskipulagi Nýlendureits felst í smækkun reitsins, þar sem að fallið var frá því að færa Mýrargötu norður fyrir Slippfélagshúsið, Mýrargötu

2–8. Mýrargata í núverandi legu af­markar reitinn til norðurs. Hætt er við að lengja Bræðraborgarstíg niður að Mýrargötu, en þess í stað gert ráð fyrir göngustíg sem liggur í beinu framhaldi af Bræðraborgarstíg frá Vesturgötu yfir Nýlendugötu og niður að Mýrargötu.

Nýlendureitur smækkaður

Deiliskipulag

Vistvæn byggð í VesturbugtDeiliskipulag

Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturbugt við gömlu höfnina var samþykkt í umhverfis­ og skipulagsráði þann 20. nóvember 2013. Að auki var samþykkt breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 sem snýst um að fallið verði frá því að leggja Mýrargötu í stokk.

Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturbugt leggur áherslu á vistvæna byggð. Nýja byggðin mun einkennast af vönduðum almenn ings rýmum og atvinnuhúsnæði á jarð hæð sem mun skapa grundvöll fyrir iðandi mannlíf. Byggðin mun styðja við þá gróskumiklu starfsemi sem hefur þegar fest rætur umhverfis reitinn. Öll svæði utanhúss verða vandlega hönnuð almenningsrými. Reiturinn verður því mun meira aðlaðandi fyrir mannlíf og útivist en hann er í dag.

Byggðin verður þétt sem er liður í þeirri stefnu að auka byggðina í nálægð við vinnustaði, verslun og þjónustu mið­borgarinnar. 0,8 bílastæði verða á íbúð sem þýðir að hægt verður að selja minni íbúðir án bílastæða sem lækkar kostnað töluvert og ýtir undir fjölbreytta íbúa­sam setningu. 20% íbúða skulu vera leiguíbúðir.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi átti að fjarlægja Slippinn og rífa hluta ver­búða við Suðurbugt. Horfið er frá því sam kvæmt þessu deiliskipulagi og mun Slipp urinn fá að standa eins og hann er.

Vistvænar lausnirGerð verður krafa um græn þök á byggingum sem þýðir að gras eða annar gróður verður á þökum en hann einangrar hús, bindur kolefni og minnkar þörf á upphitun auk þess sem gróður bindur vatn sem gufar í kjölfarið upp. Regnvatn af þökum sem vanalega er leitt í ræsi verður leitt í gegnum náttúru lega ferla. Slík lausn mun fegra almennings rýmin og gera þau einstök í borginni. Nýstárlegar lausnir í sorp­málum á svæðinu ýta undir flokkun sorps og auðvelt verður að bæta flokk unar möguleikum við. Hæðarlega svæðisins tekur mið af nýjustu spám um hækkun sjávarstöðu auk þess sem allt affallsvatn verður nýtt til þess að hita upp almenningsrýmin á svæðinu.

Samráð við hagsmunaaðila var eitt af markmiðum deiliskipulagsvinnunnar.

Komið var til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma deiliskipu lagsins með því að lækka hús

Haldinn var fjölmennur fundur í Sjó­minjasafninu Vík þar sem tillagan var kynnt auk þess sem farnar voru tvær fjölmennar göngur um skipulagssvæðið til þess að kynna rammaskipulagið sem tillagan byggir á. Komið var til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingar­tíma deiliskipulagsins með því að lækka hús næst hafnarbakkanum úr fimm hæðum í fjórar ásamt því að lækka hús við Hlésgötu til að gera húsa hæðir á reitnum fjölbreyttari. Þá hefur verið bætt við stíg á norð vestur hluta reits 03A en fyrri deiliskipulagstillaga var gagnrýnd fyrir að húsin sem standa næst hafnar­bakkanum mynduðu nánast samfelldan vegg út að sjónum. Stígurinn dregur úr þessum áhrifum en rík áhersla er lögð á sjónása frá Mýrargötu niður að höfninni sem eykur tengsl gömlu byggðar innar við hafnarsvæðið og sjóinn.

Vesturbugt 1. áfangi

Hafnarbakkinn

Leiksvæði milli Vesturgötu og Ný lendu­götu verður látið halda sér, í stað þess skipta því niður í lóðir, eins og deili­skipu lagið sem samþykkt var 2007 gerði ráð fyrir.

Þar sem núverandi legu Mýrargötu verður ekki breytt og vegna breytinga á deiliskipulagi norðan Mýrargötu, sem áður var Slippa­Ellingsenreitur, en nefnist nú Vesturbugt, er gert ráð fyrir að Seljavegur haldi núverandi stefnu sinni. Þá myndast meira rými fyrir bygg ingar. Gert er ráð fyrir raðhúsum á horni Seljavegs og Mýrargötu, en ein lóð á reitnum verður ætluð flutnings húsi. Þar sem skortur er á lóðum fyrir lítil flutn ings hús er gert ráð fyrir að önnur flutn ings húsa lóð fyrir lítið hús verði á horni Nýlendugötu og Seljavegs.

Nú liggur fyrir tillaga með nánari út­færslu á rússnesku rét ttrúnaðar kirkjunni og hefur byggingarreitur kirkjunnar verið sniðinn að þeirri tillögu. Ekki er lengur gert ráð fyrir bílageymslu undir kirkjunni og lóð kirkjunnar verður opin og að­gengi leg almenningi. Til að koma til móts við athugasemdir varðandi stærð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar var byggingar reitur hennar þrengdur enn frekar, þannig að bygging á 75% grunn ­flatar megi ekki fara yfir 12m (var áður 17m), tveir litlir turnar megi fara upp í 17m og einn stór turn í allt að 22m.

Deiliskipulag

Lögð var áhersla á vistvænar lausnir út frá

eftirfarandi þáttum:

• Íbúasamsetning: Fjölbreytt íbúasamsetning

með misstórum íbúðum.

• Þétt og blönduð byggð: Byggt á gömlu

iðnaðarsvæði við þéttasta hluta borgarinnar og

mikilvæg atvinnu­ og þjónustusvæði.

• Þátttaka íbúa og hagsmunaðila: Tillagan

var vel kynnt og áhersla lögð á það að taka

tillit til athugasemda og hugmynda.

• Byggðamynstur: Stefnt er að fjölbreytileika í

útliti húsa á uppbyggingarreitum og að vandað

verði til hönnunar á almenningsrýmum.

• Samgöngur: Gangandi og hjólandi

vegfarendur verða í forgangi á svæðinu.

• Almenningsrými: Almenningsrými eru

hönnuð út frá sólaráttum og skjóli með gott

nærveður að leiðarljósi.

• Veðurfar: Sérstaklega er hugað að nærveðri

á skipulagssvæðinu

• Sjávarhæð: Hugað er að mótvægisaðgerðum

vegna hugsanlegra breytinga á sjávarhæð í

framtíðinni.

• Gegndræpi/ofanvatnslausnir/græn þök

• Endurvinnsla: Gert er ráð fyrir niðurgröfnum

gámum við götur þar sem sorp verður flokkað.

• Upphitun útirýma: Skipulagið gerir ráð fyrir

að nýta affallsvatn nýbygginga til upphitunar á

útirýmum, stígum og torgum.

Visthæfi byggðar

Page 4: 2014 Borgarsýn 08 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar · 2015. 10. 28. · 2–8. Mýrargata í núverandi legu af markar reitinn til norðurs. Hætt er við að lengja

Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBorgarsýn 08 76

ÚTSÝNISPALLUR

SUÐU

RGEI

SLIN

N

Ein aðalhugmynd tillögunnar er „Perlufestin“ sem er greiðfær, nánast lárétt hringleið sem þræðir saman áhugaverða staði, ásamt því að auðvelda aðgengi fyrir alla.

svæðisins. Í niður stöðu dóm nefndar segir að vinningstillaga Lands lags sé metnaðarfull með skýrri hug mynd þar sem geislar út frá Perlunni tengja hana við Öskjuhlíðina og nær umhverfið, þannig að svæðið verði öruggara og að gengi legra öllum. Bungu laga form Öskjuhlíðar er eins konar „and rými“ og felur í sér það viðfangsefni að ná saman svæðum sem snúa hvert í sína áttina. Í tillögunni er lögð áhersla á að skilgreina auð ratan legt net stíga um Öskju hlíðina og að henni. Ein aðal­hug mynd tillögunnar er “Perlu festin” sem er greiðfær, nánast lárétt hringleið sem þræðir saman áhuga verða staði, ásamt því að auð velda aðgengi fyrir alla. Hugmyndin er áhugaverð.

Í vinningstillögunni er lagt til að sögu­minjar verði verndaðar og gert hærra undir höfði með merkingum og fróð­

Landslag ehf. hlaut fyrstu verðlaun í hug mynda samkeppni um skipulag Öskju hlíðar sem afhent voru 24. október 2013. Umhverfis– og skipulags svið Rey kja víkur borgar, í samvinnu við Félag íslenskra lands lagsarkitekta, FÍLA, efndi til hug mynda samkeppninnar en til­gangur inn var að fá hugmyndir að fram tíðar þróun Öskju hlíðarsvæðis ins sem stuðlar að fjölbreyttri notkun þess og aðlögun að aðliggjandi svæðum sem leitt geti til endur skoðunar á skipulagi ein stakra reita.

Öskjuhlíðin er eitt stærsta útivistar svæði borgar innar og gegnir mikilvægu hlut ­verki í keðju opinna svæða í Reykja vík. Þar eru margar náttúru­ og sögu minjar og fjöl skrúðugt náttúrulíf. Á undan­förnum árum hafa komið upp margar hug myndir að frekari þróun svæðisins og nokkrar breytingar eru á döfinni sem auka þörf fyrir heildar skipulag

leiks skiltum. Við umhirðu svæðisins verði gróðursamfélög þróuð í átt að vist fræði­legum fjölbreytileika. Lögð er áhersla á að þróa austurhluta skógarins að Foss vogs kirkjugarði yfir í hæfilega gisinn birkiskóg með stórum rjóðrum, þar sem blómagróður, víðikjarr og stök reynitré fái notið sín með tilheyrandi fuglalífi. Lögð er áhersla á að engið vestan Perl unnar haldi sér sem slíkt. Höfundar til lögu sýna mikið næmi fyrir gróðri og náttúru upplifun. Önnur verðlaun hlaut Garðar Snæ­björns son, arkitekt AÍ með aðstoð Tamara Kocan skipulagsfræðingi og Mark Smith arkitekt. Í niðurstöðu dóm­nefndar segir að í tillögunni sé mikil áhersla lögð á vestursvæðið, þar sem hugað er vel að hugsanlegri þróun byggðar til vesturs. Lögð til einföldun á núverandi gatna­ og göngustígakerfi.

Vinningshafar við

verðlaunaafhendingu

ÖSKJUHLÍÐ - HUGMYNDASAMKEPPNI

Greinargerð með tillögu 31913

Landslag hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag Öskjuhlíðar

Samkeppni

Page 5: 2014 Borgarsýn 08 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar · 2015. 10. 28. · 2–8. Mýrargata í núverandi legu af markar reitinn til norðurs. Hætt er við að lengja

Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBorgarsýn 08 98

Vinningstillögur í hugmynda-samkeppni um Vogabyggð

Samkeppni

tími til að gefa því endurnýjað hlutverk í takt við óskir og þarfir borgarbúa fyrir fleiri íbúðir.

Alls voru fimm tillögur í úrslitum í keppninni sem Reykjavíkurborg hélt í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Hömlur ehf. Samkeppnin var lokuð hugmyndasamkeppni þar sem valdar höfðu verið fimm aðilar til þátttöku að undangegnu forvali. Dómnefnd valdi tvær tillögur sem verðlaunatillögu og segir í niðurstöðu dómnefndar að þær nálgist verkefnið á ólíkan hátt en vegi hvor aðra upp á spennandi hátt. Hinar stofurnar sem skiluðu inn tillögu, en unnu ekki til verðlauna, voru Arkís arkitektar, THG arkitektar og Studio Granda. Dómnefnd telur verðlaunatillögu jvantspijker + FELIXX áræðna og frumlega. „Samgöngukerfi hverfis­hlutans er vel leyst og tenging Súðarvogs við Dugguvog er sann­færandi. Sameinaðar eru þær megin akstursleiðir gegnum hverfið. Nýtt miðlægt torg sem býður upp á sterka

Tvær tillögur unnu til verðlauna í hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar í Reykjavík, en það er landsvæðið í kringum Elliðavog; og áttu jvantspijker + FELIXX frá Hollandi og Teiknistofan Tröð vinningstillögurnar. Verðlaunaafhending fór fram 23. janúar sl. í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12­14.

Hugmyndasamkeppnin gekk út á að útfæra hugmyndir og tillögur að skipulagi svæðisins í samræmi við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur 2010–2030 þar sem gert er ráð fyrir nýrri blandaðri og vistvænni byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis á svæðinu. Svæðið afmarkast af Sæbraut, Klepps­mýrarvegi og Elliðaárósum og var áður í útjaðri byggðar, en er nú nærri þunga­miðju búsetu Reykjavíkur. Á svæðinu hafa verið iðnaðarfyrirtæki, verkstæði og geymslur gegnum tíðina og enn er slík starfsemi víða. Undanfarin ár hefur verið meiri ásókn í að búa á svæðinu og einhver starfsemi hefur vikið fyrir íbúðum. Svæðið hefur þjónað hlutverki sínu í núverandi mynd og er nú kominn

hverfismiðju er annarsvegar skemmti­lega tengt göngu­ og hjólabrú yfir Sæ braut og hinsvegar göngubrú yfir Nausta vog leiðin tengist þannig aðalleið að skóla. Feiknarlega vel unnin tillaga og skemmtileg”. Verðlaunatillögu Teiknistofunnar Traðar telur dómnefndin að sé jarðbundin og raunsæ. „Tillagan byggir á skýrri land notkun með atvinnuhúsnæði við Sæ braut, því næst blandaðri byggð sem nær yfir Súðarvog og austast íbúða byggð að Naustavogi. Byggðin er 3–5 hæða. Núverandi gatnakerfi er lagt til grund vallar og Súðarvogur er megin ásinn í norður­suður. Duggu vogur og Súðar vogur halda sér að mestu og þver götur frá Súðarvogi liggja niður að strand gönguleið. Tillagan er vel unnin og skýr, bæði í framsetningu og hugsun.“ Dómnefndin telur að saman gefi til lögurnar svo áhugaverða framtíðar sýn á svæðið að ákveðið var að velja þær báðar sem verðlaunatillögur.

Dómnefndin telur að saman gefi tillögurnar svo áhugaverða framtíðarsýn á svæðið að ákveðið var að velja þær báðar sem verðlauna tillögur

Frá verðlaunaafhendingu

13

Ver

ðlau

nati

llaga

till

aga

nr. 5

- a

uðke

nnd

1936

0

Elliðaár

Elliðaár

Elliðaár

Ellið

avog

ur

Elliða

ár

Kænuvogur

Tran

avog

ur

Dugguvogur

Súðarvo

gur

Súðarvogur

Naustavogur

Sæbraut

Sævarhöfði

Sæbraut

Sæbraut

Klep

psmýr

arve

gur

Dugguvogur

Súðarvogur

Kjalarvogur

Sæbraut

Reykjanesbraut

Malarhöfði

Bíld

shöfði

Vest

urlan

dsve

gur

Knarrarvogur

Siglu

vogu

r

Hlun

navo

gur

Barðavogur

Langholtsvegur

Skeið

arvo

gur

Barðavogur

Snek

kjuvo

gur

Eikjuvogur

Tung

uveg

ur

Báse

ndi

Ásendi

Garðs

endi

Bíld

shöfði

1

2

2

11

2

41

12

4 4

4

3

2

12

2

2

13

44

2

4

4

1

23

4

3

3 23

3

44

4

3

3

4

4 4

4444

4

4

4

3 1

22

5

5

5

5

55

5

5

5

5

5

5

6

6

6

6

6

6

6

6

6

6

7

7 7

8

9

9

10

11

11

12

13

1415

16

16

17

17

17

17

18

18

19

20

21

23

22

22

22

23

244

19360

INN

GAN

GU

R O

G M

ARKM

IÐÞa

ð sk

apas

t eins

takt

tækif

æri

til up

pbyg

ging

ar b

orga

rum

hver

Þs í

sam

spili

við s

trand

svæði

hjá

ósum

Ellið

ár. M

eð á

hers

lu á

vistv

æna

byg

gð ú

t frá

staðb

undn

um fo

rsen

dum

fær

Voga

bygg

ð sé

rstöðu

og

gæti

orðið

fyrirm

ynda

bygg

ð. H

verÞð

einke

nnist

af m

arkv

issri

landn

otku

n, þ

éttri

byg

gð, g

óðri

hönn

un, m

eðvit

aðar

i not

kun

bygg

ingar

efna

út f

rá líf

tíma,

vist

- og

sót

spor

i og

vand

aðri

útfæ

rslu

man

nvirk

ja og

um

hver

Þs. M

örku

ð ve

rði s

amgö

ngus

tefn

a og

ge

rðar

krö

fur u

m o

rku-

og

vatn

snot

kun

ásam

t úrg

angs

losu

n á

fram

kvæ

mda

tíma

og ti

l fra

mtíð

ar.

Meg

ináh

ersla

er l

ögð

á að

ska

pa m

anne

skjul

egt u

mhv

erÞ

og v

erðu

r efti

rsót

t að

búa

og

star

fa.

Umhv

erÞs

leg o

g sa

mfé

lagsle

g gæ

ði e

ndur

speg

last í

van

daðr

i og

góðr

i hön

nun

man

nvirk

ja, ga

tna

og o

pinn

a rý

ma.

Vön

duð

og aðl

aðan

di s

ameig

inleg

rým

i, gö

tur,

torg

og

garð

ar á

sam

t áh

ugav

erðr

i og

fjölb

reyt

tri b

lönd

u at

vinnu

- og

íbúð

arhú

snæði

s st

uðla

að a

uknu

m g

æðu

m sa

mfé

lagsin

s.

SAM

FÉLA

GG

runn

steÞð

í skip

ulags

hugm

ynd

Voga

bygg

ðar e

r að

hver

Þð s

é he

ildst

æð

og s

jálfb

ær e

ining

se

m e

inken

nist a

f miki

lli bl

öndu

íbúð

ar- o

g at

vinnu

húsæ

ðis

sem

ram

mar

inn

fjölsk

rúðu

gt m

annl

íf, m

ismun

andi

ald

urs-

og þj

óðfé

lagsh

ópa.

Skip

ulag

Voga

bygg

ðar m

ynda

r m

anne

skju

lega

umgj

örð

og aðl

aðan

di s

taði

, stuðl

að e

r að

meir

i not

kun

almen

nings

rým

a og

au

knum

sam

skip

tum

fólks

. Fjö

lbre

ytt s

máv

öruv

erslu

n og

þjó

nust

a se

m þ

jóna

r íb

úum

og

þeim

sem

þar

sta

rfa e

ykur

sam

félag

sleg

gæði

hve

rÞsin

s. K

aupm

aður

inn á

hor

ninu

er e

inn a

f ho

rnst

einum

rsam

félag

s. A

tvinn

uhús

næði

þar

sem

möt

uney

ti er

sta

rfræ

kt, e

r það

á gö

tuhæ

ð og

opið

almen

ningi

. Gru

nnþj

ónus

ta í

Voga

hver

Þ þj

ónar

íbúu

m V

ogab

yggð

ar, þ

ar er

u gr

unn-

og

fram

hald

sskó

li auk

leiks

kóla.

Gön

gubr

ú yÞ

r Sæ

brau

t við

Tra

navo

g og

Sn

ekkju

vog

mun

auk

a ör

yggi

gan

gand

i veg

fare

nda

og s

tuðl

a að

bet

ra aðg

engi

milli

hve

rfa.

Núve

rand

i hús

næði

hef

ur m

arga

áhu

gave

rða

mög

uleika

til s

kem

mri

eða

lengr

i tím

a, td

. væ

ri væ

ri þa

ð m

ikið

aðd

rátta

raþ

ef þ

ar v

æri

galle

rýhv

erÞ

með

svip

uðu

snið

i og þe

kkist

víð

a er

lendi

s td

. Che

lsea

í New

Yor

k.

GÆÐ

I BYG

AR /

SKIP

ULA

GSv

æðið

er s

kipt í

byg

gðar

svæði

og

stra

ndsv

æði

, þar

er g

ott s

amsp

il alm

ennin

gsrý

ma,

bygg

inga

og

næru

mhv

erÞs

. Stíg

aker

Þ st

rand

svæða

teng

ist g

atna

kerÞ

, útirým

um o

g gö

rðum

by

ggða

svæði

sins.

Horft

er t

il þes

s að

fjár

fest

ar o

g fra

mkv

æm

daað

ilar h

afa

mism

unan

di m

arkm

ið o

g tilg

ang

með

aðk

omu

að u

ppby

gging

u Vo

gaby

ggða

r. Fjö

lbre

ytile

iki h

verÞ

sins

bygg

ir á þv

í að

skip

ulag

ið h

enta

r sm

áum

sem

stó

rum

fjár

fest

um, þ

ar s

em b

oðið

er u

pp á

miss

tóra

r lóð

ir og

by

ggin

garre

iti. Þ

ar fá

eins

takli

ngar

og

örfyr

irtæ

ki tæ

kifæ

ri til

að k

oma

sér u

pp h

úsnæ

ði ti

l eig

in n

ota,

ása

mt a

ðilum

sem

hyg

gjas

t fjár

fest

a í s

tærra

hús

næði

til ú

tleig

u á

fyrirt

ækja

- og

íbúð

amar

kaði

.De

iliskip

ulag

fyrir

svæ

ðið

útfæ

ra í

tveim

ur eða

þeir

i hlut

um. E

infalt

er a

ð sk

ipta

deilis

kipul

agi s

væði

sins

í tvo

hlut

a um

Tra

navo

g. E

nnfre

mur

er m

ögule

iki að

skip

ta h

voru

m hl

uta

í þeir

i eini

ngar

, þrjá

r skip

ulags

eining

ar n

orða

n Tr

anav

ogs

og tv

ær a

ð su

nnan

verð

u. De

iliskip

ulag

fyrir

stra

ndsv

æðið

taka

í ein

ni he

ild eða

skip

ta í

eining

ar, G

eirsn

ef o

g G

elgju

tang

i.

BYG

ASVÆ

ÐI

Skip

ulag

stilla

gan

gerir

ráð

fyrir

fjölb

reyt

tum

hús

akos

ti íb

úðar

- og

atvin

nuhú

snæði

s í 3

-5 hæ

ða ra

ndby

ggð,

sem

myn

da h

eilds

tæða

r göt

umyn

dir í

bor

garm

iðuð

u ga

tnak

erÞ.

Núv

eran

di ga

tnak

erÞ

er la

gt ti

l gru

ndva

llar n

ýrri

skip

ulags

hugm

ynd

fyrir

svæðið.

Dug

guvo

gur e

r fra

mlen

gdur

í eð

lilegu

fram

hald

i af n

úver

andi

göt

u. Þ

verg

ötur

eru

lagð

ar þ

annig

allar

bet

ri by

ggin

gar v

ið S

úðav

og g

eti s

taðið

áfra

m, ó

brey

ttar e

ða þ

ær s

tækk

aðar

og

endu

rbyg

gðar

.By

ggin

garm

agn

og íb

úðaþ

éttlé

ki ge

tur o

rðið

um

talsv

ert m

eiri e

n kv

eðið

er á

í till

ögum

aðals

kipul

agi.

Mið

að v

ið að

með

altali

4 h

æða

byg

gð v

esta

n Sú

ðavo

gar o

g 3

hæða

byg

aust

an S

úðav

ogar

ti he

ildar

bygg

ingar

mag

n íb

úðar

- og

atvin

nuhú

snæði

s orðið

um

115.

000m

2. A

uka

eða

minn

ka b

yggi

ngar

mag

n m

eð þ

ví að

kka

eða

lækk

a hú

sin.

Enda

nleg

ur fj

öldi

íbúð

a og

mag

n at

vinnu

húsn

æði

s er

háð

aðg

engi

grun

nþjó

nust

u, arðs

emisk

röfu

m fj

árfe

sta

og k

röfu

m u

m b

ílast

æði

. Sam

nýtin

g bí

lastæ

ða d

regu

r ver

ulega

úr

heild

arfjö

lda þe

irra

og e

r hag

kvæ

mur

og

vistv

ænn

kos

tur.

Á by

ggða

svæði

nu að

Sæbr

aut e

r meg

ináhe

rsla

á at

vinnu

húsn

æði

, sem

myn

dar h

ljóðs

kjöld

fyrir

hve

rÞð.

Reit

irnir

milli

Súð

avog

ar o

g Du

gguv

ogar

eink

enna

st a

f mjö

g bl

anda

ðri b

yggð

at

vinnu

- og

íbúð

arhú

snæði

s, íb

úðar

bygg

ð er

stra

ndsv

æðu

nu. S

kipula

gstill

agan

ger

ir ráð

fyrir

stó

rum

sem

sm

áum

íbúð

um o

g all

t þar

á m

illi. Í

búði

r eru

ým

ist í

raðh

úsum

, fjö

lbýli

shús

um eða

á e

fri h

æðu

m a

tvinn

uhús

næði

s. In

nan

sam

a re

its e

r ger

t ráð

fyrir

fjöl

býlis

- og

raðh

úsum

.

•Fj

ölbr

eytt

íbúð

arhú

snæði

, stó

rt og

sm

átt:

osé

rbýli

/raðh

ús, h

æði

r, ef

ri hæ

ðir a

tvinn

uhús

næði

s, fj

ölbý

li o

félag

slegt

hús

næði

, leig

uhús

næði

, sér

eign

•Fj

ölbr

eytt

atvin

nuhú

snæði

, skr

ifsto

fust

arfs

emi,

vers

lun,

þjón

usta

og

léttu

r iðn

aður

:o

smáf

yrirt

æki,

stó

rfyrir

tæki

oein

kafy

rirtæ

ki, o

pinb

er fy

rirtæ

ki, s

tofn

anir

ove

rslan

ir, v

eiting

astaði

r, þj

ónus

ta, s

máið

naðu

r, sk

rifst

ofur

ÚTI

RÝM

IÚt

irým

in ge

gna

lykilh

lutve

rki v

ið að

auka

gæði

Vog

abyg

gðar

. Opi

n sv

æði

eru

mör

g og

fjö

lbre

ytt;

áhug

averði

r og

sérs

tæði

r dva

larst

aðir,

stra

ndsv

æði

, Ellið

aárd

alur o

g sk

jólg

óðir

garð

ar í

teng

slum

við

íbúð

arby

ggð

ásam

t aðl

aðan

di g

öturým

um, m

eð á

hers

lu á

sól o

g sk

jól.

Allst

aðar

er g

ott a

ðgen

gi g

anga

ndi o

g hjó

landi

veg

fare

nda.

Þéttl

eiki b

yggð

ar s

kapa

r skjó

l í næ

rum

hver

Þnu.

Hug

að e

r sés

takle

ga að

skjó

lmyn

dun

gagn

vart

norð

anát

tum

, sem

ríkja

gjar

nan

á só

lríkum

dög

um í

Reyk

javík.

Skjó

l gag

nvar

t no

rðan

átt e

r í g

örðu

m íb

úðar

reita

og þv

ergö

tum

. Garða

rnir

eru

leik-

og

dvala

rsvæ

ði íb

úann

a og

þve

rgöt

urna

r aðl

aðan

di a

lmen

nings

rým

i. Tr

ágróðu

r í g

ötum

hef

ur m

argþ

ætta

n tilg

ang,

með

al an

nars

gera

um

hver

Þð v

istleg

ra, b

rjóta

nið

ur v

indst

reng

i og

kolef

nisbi

nding

.Um

hver

Þ he

fur m

ikil á

hrif

á sa

msk

ipti

man

na. M

eð g

óðri

hönn

un o

g vö

nduð

um ú

tfærs

lum

man

nvirk

ja, g

atna

og

torg

a m

á eþ

a ják

væð

sam

skip

ti fó

lks o

g st

uðla

að a

ukinn

i vell

íðan

og

heilb

rigði

þeir

ra s

em b

úa o

g st

arfa

í hv

erÞn

u.

STRA

ND

SVÆÐ

IÁh

erslu

atrið

i stra

nsvæ

ðis

er n

áttú

uppl

ifun,

alm

enn

útivi

st o

g friðlýs

ing n

áttú

rum

inja.

Stra

ndsv

æðið

er í

mjö

g gó

ðum

teng

slum

við

byg

gðas

væðið

og ú

tsýn

i er f

rá þ

estu

m íb

úðum

, þv

í að

garð

ar íb

úðab

yggð

arinn

ar a

usta

n við

Súð

avog

opn

ast a

ð st

rand

svæði

nu, s

em

afm

arka

st a

f gön

gust

ígnu

m v

ið H

áuba

kka

með

föld

a án

ingas

taða

. Góð

ar g

öngu

- og

hjól

astíg

aten

ging

ar e

ru v

ið ú

tivist

arsv

æðið

í Ellið

aárd

al og

aðl

iggj

andi

hve

rÞ.

Lögð

er á

hers

la að

þró

a út

ivist

arm

ögule

ika s

trand

svæði

sins

ásam

t því

að h

lúa að

náttú

ru,

fugl

alíÞ o

g friðlýs

tum

svæ

ðum

. End

urhe

imt E

lliðaá

rvog

ar e

r lið

ur í þe

irri þ

róun

. Miki

l um

hver

Þssp

jöll v

oru

unnin

í El

liðaá

rvog

i á s

ínum

tím

a þe

gar v

ogur

inn v

ar g

erðu

r að

urðu

nars

tað

og ti

pp fy

rir e

fni,

sem

féll t

il úr b

yggi

ngar

grun

num

. Ljó

st e

r að

órau

nhæ

ft er

endu

rheim

ta E

lliðaá

rvog

með

því

fjölsk

úðug

a lífr

íki s

em þ

ar v

ar, h

insve

gar m

á þr

óa

útivi

star

svæðið

með

þeim

tti s

em s

tuðl

ar að

fjölsk

rúðu

gri þ

óru

og fá

nu o

g þá

er

sérs

takle

ga h

orft

til fu

glalí

fs. Þ

etta

er l

angt

ímav

erke

fni o

g he

ntar

vel

jarðv

innuv

erkt

ökum

á sa

mdr

átta

rtím

um, a

rðse

min

er m

æld

í án

ægj

u bo

rgar

anna

og

gest

a se

m g

leðjas

t yÞr

fjölsk

rúðu

gri n

áttú

ru.

Lagt

er t

il að

landf

ylling

arna

r Geir

snef

og

Gelg

jutan

gi v

erði

end

urm

ótað

ar þ

annig

að þæ

r m

yndi

eyju

r í E

lliðaá

rvog

i. Lö

gð e

r áhe

rsla

á að

jarð

efni

verð

i ekk

i þut

t af s

væði

nu, n

ema þa

ð ný

tist a

nnar

sstaða

r, he

ldur

not

að ti

l að

bygg

ja up

p ey

jarna

r. Hv

er e

yja fæ

r sín

sérk

enni.

Sy

ðsti

hluti

Geir

snef

s ve

rður

áfra

m la

ndfa

stur

tang

i með

bet

ri að

stöð

u fyr

ir hu

ndae

igen

dur e

n nú

er.

Norð

an ta

ngan

s er

eyja

, frið

land

fugl

a ys

t er ú

tivist

arey

ja te

ngd

nýjum

gön

gu- o

g hj

ólab

rúm

. La

gt e

r til a

ð G

elgjut

angi

verði

roÞn

n frá

land

i þan

nig að

sjáva

rstra

umar

þæði

um

stra

ndsv

æðið

við H

áuba

kka.

Brú

arte

nging

veg

a og

hjó

lastíg

a við

land

. Sm

ábát

ahöf

nin e

r efti

r se

m áðu

r á s

ínum

stað.

Ger

t er r

áð fy

rir u

ppby

gging

u ve

rbúð

a og

þjó

nust

uhús

næði

s fyr

ir sm

ábát

ahöf

nina

. Ger

a m

á ráð

fyrir

að s

tarfs

emi v

ið s

máb

átah

öfnin

a m

uni a

ukas

t í fr

amtíð

inni

og v

erða

fjöl

brey

ttari,

td. k

ajaks

iglin

gar o

g an

nað

vatn

aspo

rt. E

inföl

d br

ú te

ngir

smáb

átah

afna

rsvæ

ðið

við g

öngu

stíg

a by

ggða

svæði

sins.

Sunn

an s

máb

átah

afna

rinna

r er ó

ráðs

tafað

svæði

. Þar

er l

agt t

il að

gerð

verði

aða

stað

a fyr

ir hj

ólab

retta

iðke

ndur

og þá

sem

stu

nda þr

auta

hjólam

enns

ku o

g pa

rkou

r á re

iðhjó

lum.

SAM

NG

UR

Í sam

göng

uste

fnu

hver

Þsins

verði

lögð

meg

ináhe

rsla

á vis

tvæ

nar s

amgö

ngur

, þar

sem

um

ferð

gan

gand

i og

hjólan

di á

sam

t alm

ennin

gssa

mgö

ngum

er s

ett í

forg

ang,

aðg

engi

einka

bíla

tir a

fgan

gi þ

egar

við

á. B

lönd

un b

yggð

ar, a

tvinn

u- o

g íb

úðar

húsn

æði

s ey

kur

mög

uleik

a íb

úa að

star

fa o

g sæ

kja þ

jónu

stu

í sínu

sta

nágr

enni,

þan

nig e

r dre

gið

veru

lega

úr u

mfe

rð in

nan

hver

Þsins

og

til an

narra

bor

garh

luta.

Borg

arm

iðað

gat

nake

rÞ V

ogab

yggð

ar e

inken

nist a

f einn

i aða

lgöt

u, S

úðav

ogi,

hliða

rgöt

unni

Dugg

uvog

i og þv

ergö

tum

, sem

afm

arka

hve

rÞsr

eitina

. Öll u

mfe

rð h

verÞ

sins

fer u

m S

úðav

og,

þar m

unu

almen

nings

vagn

ar e

iga

leið,

bið

stöð

var e

ru v

ið K

narra

rvog

og

Klep

psmýr

arve

g. Hj

ólar

einar

ása

mt g

angs

tétt

eru

begg

ja ve

gna

götu

. Með

því

að d

raga

úr u

mfe

rðar

hrað

a og

leg

gja

áher

slu á

vist

væna

sam

göng

umát

a ve

rða

götu

rnar

aðl

aðan

di o

g ef

tirsó

ttar f

yrir

vers

lun

og þ

jónu

stu.

SAM

RÝM

ILa

gt e

r til a

ð Du

gguv

ogur

og þv

ergö

turn

ar v

erði

útfæ

rðar

skv

. hug

myn

dafræ

ði u

m s

amrý

mi,

öllu

m fe

rðav

enjum

er g

ert j

afn

hátt

undi

r höfði

og

án aðg

reini

ngar

. Erle

ndis

hefu

r þet

ta fy

rirko

mul

ag g

eÞð

góða

raun

, stuðl

að að

meir

i tilli

tsem

i og

virði

ngu

ásam

t auk

num

sam

skip

tum

veg

fare

nda.

BÍLA

STÆÐ

IVe

gna

blön

dun

bygg

ðar e

ru b

ílast

æði

sem

eru

í þv

ergö

tum

og

við D

uggu

vog

sam

nýtt.

Ennf

rem

ur e

r mög

uleiki

hafa

bíla

kjalla

ra þ

ar s

em aðs

tæðu

r og

efni

leyfa

, td.

í at

vinnu

húsn

æði

nu að

Sæbr

aut.

Ef b

yggð

ir er

u bí

lakjal

larar

und

ir at

vinnu

húsn

æði

fylg

ir sú

kv

öð að

íbúa

r í n

ágre

nni g

eti h

aft a

fnot

af s

tæðu

m u

tan

hefð

bund

ins d

agvin

nutím

a. E

kki e

r ge

rt ráð

fyrir

bílas

tæðu

m í

Súða

rvog

i.

VIST

VÆN

AR S

AMG

ÖN

GU

RG

öngu

- og

hjólas

tígak

erÞð

teng

ist n

ærlig

gjan

di h

verÞ

og

útivi

star

svæði

. Auk

um

ferð

arljó

sa við

Kna

rravo

g og

Klep

psmýr

arve

g er

ger

t ráð

fyrir

kom

i gön

gubr

ú yÞ

r Sæ

brau

t til a

ð try

ggja

skól

abör

num

öru

gga

leið

milli

hve

rfa.

Huga

ð er

teng

ingum

fyrir

vist

væna

r sam

göng

ur fr

á by

ggða

rsvæ

ðum

inn

á fyr

irhug

aðan

þr

óuna

r- og

sam

göng

uás,

sem

skil

grein

dur e

r í aða

lskip

ulagi

. Mar

gir v

alkos

tir e

ru v

ið út

færs

lu te

nging

ar þ

róun

ar- o

g sa

mgö

nguá

ss y

Þr E

lliðaá

rnar

. Það

get

a ve

rðið

allt

frá m

iklum

br

úarm

annv

irkju

m y

Þr S

æbr

aut o

g El

liðaá

rnar

, en

stæ

rsta

um

ferð

arm

annv

irki

Reyk

javíku

rbor

gar e

r við

jaða

r sk

ipula

gssv

æði

sins,

til þ

ess

að n

otas

t við

þæ

r ten

ging

ar o

g ve

gasp

otta

sem

þeg

ar h

afa

verið

lagð

ir m

eð n

auðs

ynleg

um v

iðbó

tum

og

lagfæ

ringu

m, þ

mun

vald

a m

instri

rösk

un á

um

hver

Þ.

VIST

KERF

I OG

MIN

JAR

Mer

kust

u ná

ttúru

minj

ar s

væði

sins

eru

friðlýs

t set

lög

á Há

ubök

kum

. Hug

a þa

rf m

arkv

isst a

ð ve

rndu

n og

við

hald

i minj

anna

, auk

a sý

nileik

a þe

irra

og h

reins

a ru

sl og

fram

andi

háv

axin

gróð

ur a

f svæ

ðinu

. Gön

gust

ígur

við

Háu

bakk

a bæ

tir aðg

engi

alm

ennin

gs o

g st

uðlar

jaf

nfra

mt a

ð bæ

ttri u

mge

ngni

sem

sóm

ir friðlýs

ingu.

Í fjö

runn

i er g

ert r

áð fy

rir e

inföl

dum

fræðs

lust

íg.

Men

ning

arm

injar

eru

þau

man

nvirk

i sem

fyrir

eru

á s

væði

nu o

g er

u vit

nisbu

rður

atv

innus

ögu

Reyk

javíku

r á s

einni

hluti

20. a

ldar

. Byg

ging

ar o

g gö

tur e

ru m

isverðm

æt o

g he

nnta

misj

afnl

ega

til fra

mtíð

arno

ta. S

kipula

gstill

agan

teku

r mið

af n

úver

andi

aðs

tæðu

m o

g þe

im

bygg

ingu

m s

em h

afa þr

óuna

rmög

uleika

.Se

m d

æm

i má

hugs

a sé

r að

brag

ginn

við

Dug

guvo

g st

andi

áfra

m fá

nýt

t hlut

verk

. Vi

rðin

g er

bor

in fyr

ir st

aðar

anda

Vog

abyg

gðar

sem

mun

eink

enna

st a

f meir

i blö

ndun

st

arfs

emi e

n þe

kkist

í öð

rum

hve

rfum

bor

garin

nar.

lt er

til þ

ess

að lö

gð v

erði

meir

i áhe

rsla

á va

ndað

a hö

nnun

og

sam

ræm

da e

fnisn

otku

n en

þek

kst h

efur

á lið

num

ára

tugu

m o

g by

ggði

n fá

i heil

dstæ

tt yÞ

rbra

gð.

OR

KA O

G A

LIN

DIR

Sjálf

bær n

ýting

og

virði

ng fy

rir a

uðlin

dum

felst

í þv

í að

að ta

kmar

ka a

uðlin

dano

tkun

, nýt

a lan

d se

m b

est m

eð þ

ví að

byg

gja

á þe

im in

nvið

um s

em fy

rir e

r. By

ggða

rsvæ

ði e

r not

að ti

l up

pbyg

ging

ar íb

úðar

- og

atvin

nuhú

snæði

s. L

eitas

t er v

ið að

nýta

man

nvirk

i sem

fyrir

eru

og

endu

rbyg

gð o

g st

ækk

uð e

f nau

ðsyn

kre

fur. Þa

nnig

er s

tuðl

a að

því

að e

kki s

é að

óþö

rfu

geng

ið á

óen

durnýja

nlega

r auð

lindi

r ása

mt þ

ví að

nýt

a þa

ð by

gging

arlan

d se

m þ

egar

hef

ur ve

rið b

rotið

til f

ram

tíðar

.Í s

kipula

gssk

ilmálu

m v

erði

ákv

æði

sem

kveða

á u

m m

eðvit

aða

vatn

s- o

g ra

fork

unot

kun,

með

hönd

lun

yÞrb

orðs

vatn

s, k

olef

nisbi

nding

u, s

ótsp

or, o

g að

dre

gið

verð

i úr o

rkun

otku

n við

shitu

n og

lingu

ása

mt e

ndur

vinns

lu og

sor

pþok

kun.

Lög

ð ve

rði s

érst

ök á

hers

la á

góða

nnun

og

vistv

æn

bygg

ingar

efni

út fr

á ísl

ensk

um aðs

tæðu

m. F

ram

kvæ

mda

aðilu

m v

erði

umbu

nað

fyrir

aukin

gæði

man

nvirk

ja.

MAN

NVI

RKI

Tekið

verð

ur ti

llit fr

amþr

óuna

r á v

istvæ

nni b

yggi

ngar

tækn

i og

man

nvirk

jagerð

sem

skil

yrtu

r hlu

ti fra

mkv

æm

da- o

g by

gging

arsk

ilmála

. Ste

fnt e

r að þv

í að

Voga

bygg

ð ve

rði

fyrir

myn

dars

væði

á h

eimsv

ísu h

vað

varð

ar v

istvæ

nar b

yggi

ngar

. Svæ

ðið

verð

i alþ

jóðl

egt

sýni

ngar

svæði

þar

sem

sýn

d ve

rða

dæm

i um

hels

tu fr

amfa

rir í

man

nvirk

jagerð

á no

rður

slóðu

m á

byr

jun 2

1. a

ldar

innar

.G

ert v

erði

heil

darm

at á

ást

andi

og

notk

unar

mög

uleiku

m b

yggi

nga

sem

eru

á s

væði

nu, þ

ær

þokk

aðar

efti

r gæðu

m o

g en

durnýt

ingam

ögule

ikum

. Leit

ast v

erði

við

nýta

vist

væn

bygg

inga

refn

i eins

og

kost

ur e

r í a

llar n

ýbyg

ging

ar. Þ

að m

un h

afa

í för

með

sér

auk

na n

otku

n tim

burs

en

minn

i not

kun

hefð

bund

innna

r ste

inste

ypu.

Ald

agöm

ul gi

ldi s

em e

ru g

æði

, feg

urð

og n

otag

ildi e

ru g

rund

valla

rþæ

ttir þ

egar

hor

ft er

til f

ramþr

óuna

r á v

istvæ

nni b

yggi

ngar

tækn

i.G

ert e

r ráð

fyrir

stæ

kka,

kka

og u

mbr

eyta

núv

eran

di h

úsnæ

ði. Í

nýb

yggi

ngum

er h

orft

til sv

eigan

leika

í no

tkun

og þæ

r get

i hýs

t mar

gsko

nar s

tarfs

emi.

Alm

enn

verð

i þá

mið

að v

ið au

kna

lofth

æð

í íbú

ðarh

úsnæ

ði o

g lo

fthæð

jarðh

æða

verði

þan

nig að þa

r meg

i kom

a fyr

ir ve

rslu

n eð

a an

narri

atv

innus

tarfs

emi s

íðar

, þó

bygg

ingin

sé u

ppha

þega

hug

suð

sem

íbúð

arhú

snæði

.

Náttú

ruvá

: Ge

ra v

iðeiga

ndi r

áðst

afan

ir og

mar

ka s

tefn

u til

að lá

gmar

ka h

ættu

af v

öldum

lo

ftslag

sbre

yting

a á

lágsv

æðu

m.

Helst

a hæ

ttan

vegn

a lo

fslag

sbre

yting

a er

kkan

di s

jávar

stað

a H

UG

MYN

DAS

AMKE

PPN

I UM

SKI

PULA

GVO

GABY

GGÐ

A

AB

B

DD

CC

SNEIÐ

ING

A-A

1/2

000

SNEIÐ

ING

B-B

1/5

00SN

EIÐ

ING

C-C

1/5

00SN

EIÐ

ING

D-D

1/5

00H

UG

MYN

DAS

AMKE

PPN

I UM

SKI

PULA

GVO

GABY

GGÐ

Dugg

uvog

urSú

ðavo

gur

Íbúa

gata

Íbúð

Skrif

stof

ur

Vers

lun

Íbúð

Íbúð

Vers

lun

Íbúð

Íbúð

Íbúð

Íbúð

Íbúð

Bílak

jallar

i

Íbúð

9

Ver

ðlau

nati

llaga

till

aga

nr. 3

- a

uðke

nnd

0102

0

Yfirlitsmyn

d

025

5010

020

0 m

N

Tillaga jvantspijker + FELIXX frá Hollandi

Tillaga Teiknistofunnar Traðar

Page 6: 2014 Borgarsýn 08 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar · 2015. 10. 28. · 2–8. Mýrargata í núverandi legu af markar reitinn til norðurs. Hætt er við að lengja

Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBorgarsýn 08 1110

Loftgæði í Reykjavík 2013

Umhverfismál

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur vaktað loftgæði frá árinu 1990. Fimm loft gæðamælistöðvar eru staðsettar í ReykjavíkBorgarbúar eiga rétt á heilnæmu um hverfi og kemur sífellt betur í ljós að mengað andrúmsloft getur haft marg vísleg áhrif á heilsu almennings. Loft gæði eru þó almennt góð í Reykja­vík. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur vaktað loftgæði í Reykjavík frá árinu 1990 og sér m.a. um að vinna úr gögnum, greina upptök mengunar, senda út til kynningar og grípa til mótvægis aðgerða.

Mælistöðvar og viðbragðsteymiFimm loftgæðamælistöðvar eru stað­settar í Reykjavík, þrjár fastar (Grensás­vegi, Fjölskyldu­ og húsdýragarðinum og í Norðlingaholti) og tvær farstöðvar. Í mælistöðvunum fara m.a. fram mæl­ingar á köfnunarefnisdíoxíði, svifryki (PM10) og brennisteinsvetni og er stuðst við heilsuverndarmörk sem koma fram í tilskipunum Evrópusambandsins um loftgæði sem teknar hafa verið upp í íslenskri löggjöf.

Viðbragðsáætlun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur var samþykkt árið 2009. Í henni er m.a. fjallað um helstu upp­sprettur mengunarefna og mögulegar skammtíma mótvægis aðgerðir. Við­bragðs teymi, sem Heilbrigðiseftirlitið stýrir, er skipað fagfólki hjá borginni auk fulltrúa Vegagerðar Ríkisins. Teymið tekur ákvarðanir um hvenær eigi að senda út tilkynningar og hvenær fara eigi í mótvægisaðgerðir eins og rykbindingar. Loftgæðin 2013Á nýliðnu ári fór svifryk átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg. Samkvæmt loftgæða­reglugerð má svifryk fara sjö sinnum á ári yfir mörkin þegar búið er að draga frá þau skipti sem eru út af náttúrulegum orsökum eins og t.d. ösku eða sandfoki. Í nýrri Evróputilskipun um loftgæði sem verið er að innleiða hérlendis er leyfilegt fyrir styrk svifryks (PM10) að fara 35

sinnum yfir sólarhrings­heilsu verndar­mörkin en ekki hefur verið ákveðið af stjórnvöldum hvort svo mörg skipti verði sett í lög við innleiðinguna. Fjöldi skipta sem styrkur svifryks (PM10) hefur farið yfir mörkin hefur verið innan þessara marka (35 skipta) frá því að mælingar hófust, eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Köfnunarefnisdíoxíð (NO2) fór aldrei yfir sólarhringsheilsuverndarmörk (75 µg/m3) við Grensásveg og einungis einu sinni yfir klukkutímamörkin (110 µg/m3) við Grensásveg – en það má fara 175 sinnum yfir. Brennisteinsvetni (H2S) fór aldrei yfir sólarhrings heilsu verndar­mörk (50 µg/m3) en má fara 5 sinnum fram til 14. júlí 2014. Veðurfar hefur mikil áhrif á loftgæði en í blautviðri dregur m.a. úr svifryksmengun.

Ársskýrsla Náttúruverndar-nefndar Reykjavíkur

Náttúruvernd

(svo sem girðinga, skilta, bekkja o.fl.) skoðað og stöðumat gert á fræðslu­málum. Niðurstöður úttektanna ásamt tillögum til úrbóta voru gefnar út í sér stökum skýrslum í september 2013. Hafist var handa við sambærilega úttekt á Rauðhólafólkvangi sem áætlað er að halda áfram sumarið 2014 en þá verður einnig gerð úttekt á Eldborg í Bláfjöllum.

Ráðist var í fleiri verkefni á friðlýstu svæðunum á árinu með það að markmiði að varðveita verndargildi þeirra. Má þar nefna aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu og trjágróðurs sem og stígagerð í Laugarási, ruslhreinsun í Háubökkum og gert var við girðingu í Rauðhólafólkvangi. Sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar aðstoðuðu við framkvæmdir í Laugarási. Þá voru hönnuð og smíðuð ný fræðsluskilti fyrir Fossvogsbakka, Háubakka og Laugarás sem sett voru upp í ársbyrjun 2014 þar sem ítarlega er fjallað um hinar merku jarðmyndanir sem þar eru að finna; þykk sjávarsetlög með steingervingum í bæði Fossvogsbökkum og Háubökkum, og jökulsorfnar grágrýtisklappir með um merkjum um hærri sjávarstöðu við lok ísaldar í Laugarási.

Umhverfis­ og skipulagsráð Reykjavíkur sinnir hlutverki Náttúruverndarnefndar Reykjavíkur en lögum samkvæmt starfa náttúruverndarnefndir í öllum sveitarf­élögum. Helstu hlutverk þeirra er að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál, stuðla að náttúru­vernd m.a. með fræðslu og um fjöllum um framkvæmdir og starfsemi sem líkleg er til að hafa áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur.

Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur skilar árlega skýrslu til Umhverfisstofnunar. Í skýrslunni er gefið yfirlit um ástand og framkvæmdir á friðlýstum svæðum í Reykjavík, ástand efnis töku svæða, utan vegaakstur í óbyggðum, almanna­rétt, fræðslu á náttúru verndarsvæðum, stöðu svæða á náttúruminjaskrá, rann sóknir og vöktun á náttúru verndar­svæðum, framandi ágengar tegundir og aðgerður sem gripið hefur verið til að sporna við út breiðslu þeirra og fleiri náttúru verndarmál. Skýrsla Náttúru­verndar nefndar Reykjavíkur fyrir árið 2013 var samþykkt á fundi umhverfis­ og skipulagsráðs þann 21. janúar síðastliðinn.

Ráðist var í ýmis verkefni á friðlýstu svæðunum á árinu með það að mark-miði að varðveita verndar gildi þeirra.

Fimm friðlýst svæði eru í umsjá ReykjavíkurÁ árinu 2013 var ástandi friðlýstra svæða í Reykjavík gefinn sérstaklega mikill gaumur og er því gerð skil í fyrsta kafla skýrslu náttúruverndarnefndar. Fimm friðlýst svæði eru alfarið í um sjá Reykja­víkurborgar en það eru náttúruvættin Eldborg í Bláfjöllum, Foss vogs bakkar, Háubakkar í Elliðaárvogi og Laugarási, og fólkvangurinn Rauðhólar. Þá er Reykjavíkurborg ásamt fleiri sveitar­félögum á Suðvesturlandi aðili að tveimur fólkvöngum, Bláfjallafólkvangi og Reykjanesfólkvangi. Sumarið 2013 fóru fram ítarlegar úttektir á ástandi þriggja náttúruvætta: Fossvogsbakka, Háubakka og Laugaráss, sem öll eru friðlýst vegna merkra jarðminja. Úttektin fól í sér mat á ástandi jarðminjanna (ásýnd, aðkoma, sýnileiki, ástand nálægs umhverfis o.fl.) og þar með verndar gildi þeirra. Jafnframt fór fram kortlagning á lífríki friðlýstu svæðanna. Gróðurfar var kortlagt og sérstaklega var fylgst með útbreiðslu ágengra plöntutegunda. Þá var önnur sýnileg líffræðileg fjölbreytni skrásett svo sem fugla­ og smádýralíf. Einnig var ástand mannvirkja innan friðlýstu svæðanna

Nánari upplýsingar á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/loftgaedi

Fossvogsbakkar

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013

Fjöldi skipta sem má fara yfir mörk skv. EB tilskipun

Fjöldi skipta skv. núverandi löggjöf

35

30

25

20

15

10

5

Page 7: 2014 Borgarsýn 08 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar · 2015. 10. 28. · 2–8. Mýrargata í núverandi legu af markar reitinn til norðurs. Hætt er við að lengja

Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBorgarsýn 08 1312

Yfir 300 verkefni verið valin til framkvæmda í gegnum „Betri Hverfi“ á síðustu árum

Framkvæmdir

Betri hverfi er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og út hlutun fjármagns til smærri nýfram­kvæmda og viðhalds í hverfum Reykja­víkur borgar. Verkefnið byggir á hug­myndum um íbúalýðræði og að virkja almenning til þátttöku umfram það sem gerist í hefðbundnu fulltrúalýðræði. Betri hverfi­verkefnið hófst árið 2010 og er tilraun borgarinnar til að virkja borgar búa til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku um nær­umhverfi sitt og ekki síður að fá hug­myndir og sýn íbúanna sjálfra á hvaða verkefni þeim finnst brýnast að ráðast í eða getur haft áhrif til góðs á lífsgæði hverfa og upp lifun.

Í upphafi fór val verkefna þannig fram að fagfólk umhverfis­ og skipulagssviðs kom með tillögur að verkefnum í sam­vinnu við hverfaráðin (sem eru fulltrúar íbúa). Verkefnið hefur þróast þannig að síðustu tvö ár hafa borgarbúar getað sett fram hugmyndir sínar og tillögur á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Á vefnum geta borgarbúar svo tekið þátt í umræðum um tillögurnar og sett fram rök bæði með eða á móti og gefið hugmyndunum vægi. Stuðningur við hugmynd á samráðsvefnum er mikil­vægur og hefur áhrif á það hvort hún á möguleika á að komast áfram í lokavalið. Innsendar hugmyndir eru metnar af fagteymi starfsfólks umhverfis­ og

skipulagssviðs, sem skoðar hvort þær eru framkvæmanlegar og hvað þær kosta. Því næst fara hverfisráð yfir hug myndir, skoða niðurstöðu fagteymis, vinsældir hugmynda og dreifingu þeirra um hverfin, áður en þeim er endanlega stillt upp til kosningar. Að loknu þessu samráðsferli gefst íbúum Reykjavíkur­borgar kostur á að velja á milli verk­efnanna á sérstöku vefsvæði þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti og hvert atkvæði er dulkóðað. Þegar niðurstaða kosningar liggur fyrir eru verkefnin sem valin eru hönnuð, boðin út og framkvæmd og íbúar geta fylgst með framgangi þeirra m.a. á vef Reykjavíkurborgar (www.reykjavík.is).

Verkefnið „Betri Hverfi“ byggir á hugmyndum um íbúalýðræði og að virkja almenning til þátttöku umfram það sem gerist í hefðbundnu fulltrúalýðræði

Tilteknir fjármunir eru teknir frá á fjár hags áætlun Reykjavíkurborgar til verk efnanna í Betri hverfi og er þeim skipt á hverfin eftir íbúafjölda. Hægt er að kjósa um allt að 20 hugmyndir í hverju hverfi, sem þó rúmast innan þess kostn aðar ramma sem hvert hverfi hefur yfir að ráða. Á árunum 2010­2013 hefur samtals verið varið 850 millj.kr. til verk efna með þessum hætti og á þessu ári eru áætlaðar 300 millj.kr. til viðbótar.

Verkefnin sem valin hafa verið til fram ­kvæmda eru bæði stór og smá, en mörg eiga það sameiginlegt að bæta aðstöðu til útivistar og íveru á opnum svæðum í hverfunum. Á árunum 2010­2013 hafa 322 verkefni verið valin í gegnum Betri hverfi og verið fram kvæmd víðs vegar í hverfum borgarinnar. Meðal verkefna sem unnin hafa verið með þessum hætti eru fjöldi göngu­ og hjólastíga, sem styður stefnu borgarinnar um aukið vægi umhverfis vænna ferðamáta innan borgarinnar og bætir öryggi vegfarenda, leiksvæði hafa verið endur gerð og leik ­tæki og listaverk sett upp á grænum svæðum. Þá hafa strand blak vellir, trimm ­tæki og hreysti brautir verið sett upp, hundagerði, að staða til skíða iðkunar og sleðabrekkur, jólaljós­ og skreytingar, grillaðstaða og bekkir, borð og upp­lýsinga skilti sett upp á áningar stöðum svo fátt eitt sé nefnt.

Í ár bárust tæplega 500 tillögur frá íbúum sem nú er verið að skoða og kostn aðar meta áður en kemur að endan legu vali. Kosningar fara svo fram dagana 11. – 18. mars næst komandi á sérstöku vefsvæði, en fyrir komulag verður kynnt nánar þegar nær dregur. Borgarbúar eru hvattir til að kynna sér hugmyndirnar og taka þátt í kosn­ingunni, en þeim sem hafa áhuga á að hafa áhrif á nærumhverfi sitt með þessum hætti fjölgar ár frá ári.

Lyftingasteinar á ÆgisíðuHægt er að skoða skýrslu um verkefnin sem unnin hafa verið í gegnum Betri hverfi á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

Útikennslustofa á Kjalarnesi

Grillhús í Gufunesi

Trimmtæki við Hlaðbæ

Page 8: 2014 Borgarsýn 08 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar · 2015. 10. 28. · 2–8. Mýrargata í núverandi legu af markar reitinn til norðurs. Hætt er við að lengja

Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBorgarsýn 08 1514

Sundhöll ReykjavíkurSamkeppni

VA arkitektar hlutu fyrstu verðlaun í hönn unar samkeppni um viðbyggingu og úti sund laug ásamt pottum og vatns leik­svæði fyrir börn við Sundhöll Reykja víkur sem voru afhent þriðju daginn 12. nóv em­ber 2013. Heba Hertervig, Karl Magnús Karls son og Ólafur Óskar Axels son eru skrifuð fyrir tillögunni, sem dóm nefndin mat heilsteypta og að lað andi. „Aðlögun að Sund höll inni er ein stak lega vel heppnuð þar sem gagn sæ við bygg ing myndar skemmti legt mót vægi við þyngra yfir bragð Sund hallar innar.“ Dóm nefndin telur ferli mál ein stak lega vel leyst með notkun á lyftum á bæði blaut­ og þurr­svæðum. Þá er dregið fram að gagnsæi frá Baróns stíg inn í sund laugar garð sé góð hug mynd því þannig njóti suðurhlið Sund hallar innar sín til fullnustu þrátt fyrir við byggingu.

Útisundlaug og bætt aðgengiVerðlaunatillagan gerir ráð fyrir 25 metra langri útisundlaug, nýjum pottum, vað laug fyrir börn, nýju eimbaði og annarri að stöðu sem þarf til að gera

Sundhöllina að alhliða heilsurækt fyrir almenning. Miðað er við að byggja nýja búnings klefa kvenna og stækka bún ing sklefa karla, en gert er ráð fyrir að gömlu búningsklefarnir verði notaðir áfram, enda eru þeir friðaðir. Einnig er gert ráð fyrir að gera þurfi lágmarks­breytingar á hinu friðaða innra byrði hússins til að tenging og samnýting eldri og fyrir hugaðrar viðbyggingar verði með sem bestu móti.

Að byggja við friðað húsMarkmið Reykjavíkurborgar með sam keppn inni var að fá fram vandaðar tillögur að viðbótum við Sundhöllina, þar sem sérstök áhersla var lögð á að bygg ingar list hússins innan sem utan yrði gert hátt undir höfði. Sundhöllin er byggð á árunum 1929 – 1937, hönnuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, í fúnkisstíl með nýklassískum áhrifum. Í dómnefndarálitinu er bent á að samkeppnin marki að vissu leyti tímamót í íslenskri byggingarlistasögu þar sem í fyrsta skipti er boðað til

Í fyrsta skipti sem boðað er til hönnunar samkeppni um við byggingu og breytingar á friðlýstu húsi

Aðkoma frá Barónsstíg

Sundlaugarbakkinn

Rauðarárholt – Brautarholt stúdentagarðar

Deiliskipulag

Gert er ráð fyrir að götur og umferð umhverfis svæðið verði óbreyttar og að stúdentar noti fyrst og fremst nálægar almenningssamgöngur og reiðhjól sem samgöngutæki þannig að umferðarálag verði sem minnst. Því er boðið upp á takmarkaðan fjölda bílastæða og í staðinn lögð áhersla á góðar göngu­ og hjólatengingar, reiðhjólastæði í inngarði svæðisins og lokaðar reiðhjólageymslur á jarðhæð hússins við Brautarholt. Einnig er lögð áhersla á gott aðgengi fyrir alla á svæðinu. Lagt er upp úr vandaðri hönnun á torgi í inngarði hvað varðar götugögn, gróður, yfirborðsefni og lýsingu. Gert er ráð fyrir þjónustu­rýmum á jarðhæð suðurbyggingarinnar við Brautarholt sem snýr til norðurs inn

Til umfjöllunar er tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðar innar nr. 7 við Brautarholt. Deili­skipu lags breytingin afmarkast af Mjölnis holti, Ásholti, Stakkholti og Brauta rholti. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnu starfsemi á lóðinni og í staðinn verði reistar þar um 95 litlar stúdenta íbúðir.

Markmiðið með byggingu stúdentagarða á þessum stað er að færa mannlíf inn á svæðið og þétta byggð þar sem áður var iðnaðar­ og atvinnusvæði. Lóðin er miðsvæðis í borginni, í góðum tengslum við almenningssamgöngukerfi borg­arinnar og með góðar göngu­ og hjólaleiðir í allar áttir.

á torgið t.d. fyrir lítið kaffihús, skrifstofu húsvarðar, reiðhjólageymslur og sorpgeymslu.

Fyrirhugaðar byggingar munu liggja með ytri mörkum skipulagsreitsins og mynda skjólgóðan inngarð með aðkomu í íbúðir um veggsvalir sem snúa inn að torginu. Byggingar verða þrjár hæðir, þar af efsta hæðin inndregin með flöt þök. Til þess að koma í veg fyrir einsleitt yfirbragð á að brjóta upp útlit bygginga á reitnum í smærri einingar í takt við mælikvarða miðborgarinnar með því að skipta um efni, lit eða áferð á útveggjum húsa.

Markmiðið með byggingu stúdenta-garða er að færa mannlíf inn á svæðið og þétta byggð. Gert er ráð fyrir að stúdentar muni fyrst og fremst nota vistvæna ferðamáta

Skýringarmynd

hönnunarsamkeppni um viðbyggingu og breytingar á friðlýstu húsi.

Önnur verðlaun komu í hlut sam­starfshóps arkitektanna Agnesar Nils­son, Andreu Tryggvadóttur, og Guðnýjar Örnu Eggertsdóttur. Þriðju verðlaun fékk samstarfshópur tveggja arkitektastofa Kurt og pí og T.ark, en í þeim hópi eru arkitektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson, Steinþór Kári Kárason, Anja Schröter, Ásgeir Ásgeirsson, Hlín Finnsdóttir og Michael Blikdal Ericsen.

Page 9: 2014 Borgarsýn 08 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar · 2015. 10. 28. · 2–8. Mýrargata í núverandi legu af markar reitinn til norðurs. Hætt er við að lengja

Borgartúni 12–14 105 Reykjavík Sími: 411–1111 [email protected]

Ábyrgðarmaður: Ólöf Örvarsdóttir

Ritstjórar: Björn Ingi Edvardsson Elínborg Ragnarsdóttir Gunnar Hersveinn Sigursteinsson Halldóra Hrólfsdóttir Hönnun og umbrot: Vinnustofa Atla Hilmarssonar

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar www.skipbygg.is skipulagssja.skipbygg.is

Mannlíf

Prentun: Prentmet Forsíðumynd: Ragnar Th. Sigurðsson