13

2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin
Page 2: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

FAXI � 2 FAXI

Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.Skrifstofa: Grófin 8, 230 Reykjanesbær, pósthólf 182. Ritstjóri: Eðvarð T. Jónsson, netfang: [email protected]ími 825 1053.Blaðstjórn: Kristján G. Gunnarsson, formaður,Kristján A. Jónsson, Helgi Hólm, Karl Steinar Guðnasonog Eðvarð T. Jónsson.

Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Grófin 13c - 230 Keflavík. Sími 421 4388 - Netfang: [email protected] v/auglýsinga: [email protected]ími vegna auglýsinga 699 2126Forsíðumynd: Fuglinn Fönix eftir Erling Jónsson

1. tölublað - 68. árgangur - 2008

Allir myndatextar í þessu og öðrum heftum Faxa eru blaðsins.

Skúlptúr Erlings Jónssonar lista-manns af fuglinum Fönix prýðir forsíðu Faxa. Listaverkið sameinar

þætti úr sögnum um þennan goðsagna-kennda fugl, sem orðið hefur að sígildu tákni upprisu og endurkomu. Fönix var sagður getað lifað í 500 ár. Þegar hann fann dauðann nálgast flaug hann til Egyptalands, gerði sér þar hreiður og lagði eld að því. Úr öskunni reis síðan nýr og margefldur Fönix. Því er hann stund-um kallaður eldfuglinn.

Skúlptúr Erlings samanstendur af fimm flý-gildum, sem minna á eldspúandi árásarþotur og gætu táknað heimsálfurnar fimm sem búa yfir gereyðingarvopnum. Afstaða flýgildanna innbyrðis er slík að málmbogar sem tengja þau saman og halda á lofti minna í heild sinni á fugl í hegralíki. Erlingur segir sjálfur um verk-ið: ”Enginn getur verið viss um eigið eða ann-ara ágæti.” Hann er segir við hæfi að minna á vísdómsorð skáldmæringsins Einars Bene-diktssonar, svohljóðandi:

Fornhelga spekin veit að afl skal móti afli.Andanum gefur hún seinasta leikinn í tafli.

Gæti ekki einnig talist við hæfi að þessum magnaða skúlptúr verður fundinn staður á Miðnesheiði þar sem hernaðarflýgildi Banda-ríkjahers hófu sig á loft áratugum saman? Listaverkið mætti gjarnan blasa við sjónum á þeim stað þar sem nú miðstöð þekkingar, atvinnulífs, vísinda og fræða er að rísa. Áður heyrðust þar hark hermannastígvéla og sker-andi hljóð vígvéla en úr táknrænni ösku kalda stríðsins rís endurborin hugsjón og von um nýja og friðsæla framtíð þar sem þekkingin er í fyrirrúmi. Þetta er hin nýja upprisa.

Dagskrá tileinkuð pólskri menninguHið árlega Erlingskvöld Bókasafns Reykja-

nesbæjar til heiðurs Erlingi Jónssyni var haldið fimmtudagskvöldið 27. mars í bíósal Duus-húsa. Erlingur hefur fært Bókasafni Reykjanesbæjar tvö listaverk að gjöf, brons-lágmyndir af Halldóri Laxness og Matthíasi Johannessen, fyrrv. ritstjóra Morgunblaðsins. Þá færði áhugahópur um Listasafni Erlings-Jónssonar safninu Laxness-fjöðrina árið 2002, en afsteypunni var fundin staður framan við húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesj-

um þar sem áður var Barnaskólinn í Keflavík. Ákveðið var árið 2002 að bókasafnið skyldi standa fyrir árlegu Erlingskvöldi á eða nálægt fæðingardegi listamannsins, sem er 30. mars.

Þetta er í sjötta sinn sem safnið stendur fyrir slíkum viðburði.

Dagskráin í ár var tileinkuð pólskri menn-ingu. Kristbjörg Kjeld, leikkona, las pólsk ljóð sem þýdd hafa verið á íslensku. Kennarar og nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu pólska tónlist. Þær Helga Ólafs og Sól-veig Jónsdóttir frá Alþjóðahúsi fluttu erindi um mikilvægi menningar í fjölþjóðasamfélög-um. Loks var að vanda kynnt eitt af verkum Erlings, að þessu sinni listaverkið Fuglinn Fönix. Erlingskvöld er samstarfsverkefni Áhugahóps um Listasafn Erlings Jónssonar, Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Fuglinn Fönix rís úr öskunni til óþekktra hæðaErlingskvöld helgað pólskri menningu

Meira um fuglinn FönixEins og fyrr var sagt flýgur fuglinn Fönix með fimmhundruð ára millibili frá Arabíu til

Egyptalands, sest niður í Heliopolis, sem er borg sólguðsins Ré, brennur þar upp og stígur endurnýjaður upp af öskunni, flýgur til baka og er þannig tákn upprisu og eilífs lífs.

Egyptar kölluðu fuglinn Bennu og var hann í hegralíki. Þegar á annari öld eftir Krist túlk-uðu kristin skáld og kirkjufeður helgisögnina um Föniks sem tákn um dauða og upprisu Krists. Ýmsir velta fyrir sér hvort sögnin um storkinn, sem færi móðurinni barnið í körfu sem hann flýgur með í goggnum eigi rætur í sömu helgisögn. Í kvæðinu Völuspá er sagt frá sköpun, eyðingu og endurkomu heimsins, samanber eftirfarandi:

SköpuninÁr var alda þar er Ymir byggði, vara sandr né sær né svalar unnir. Jörð fannsk æva né upphiminn, gap var ginnunga, en gras hvergi.

Áðr Burs synir bjöðum um yppðu, þeir er Miðgarð mæran skópu. Sól skein sunnan á salar steina, þá var grund gróin grœnum lauki.

EyðinginBrœðr munu berjask ok at bönom verðask, munu systrungar sifjum spilla. Hart er í heimi, hórdómr mikill, skeggöld, skálmöld, skildir ro klofnir, vindöld, vargöld áðr veröld steypisk, mun engi maðr öðrum þyrma.

Sól tér sortna, sígr fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur, geisar eimi við aldrnara, leikr hár hiti við himin sjálfan.

EndurkomanSér hon upp koma öðru sinni jörð ór ægi iðjagrœna. Falla forsar, flýgr örn yfir, sá er á fjalli fiska veiðir.

Sal sér hon standa sólu fegra, gulli þakðan, á Gimléi: þar skulu dyggvar dróttir byggja ok um aldrdaga yndis njóta.

Jafnan hefur verið talið að barna-skólahúsið við Skólaveg í Keflavík sem reist var 1911 -1912 væri fyrsta

steinhús bæjarins en svo er þó ekki. Þann 30. mars 1892 tók Arnbjörn Ólafsson í Bakaríinu 1800 kr. bankalán gegn veði í íbúðarhúsi sínu ásamt meðfylgjandi geymsluhúsi úr steini sem hvortveggja stendur á lóðinni í Keflavík.

Eins og segir í veðsetningu Arnbjörns í veð-málabók Gullbringusýslu 1892-1894 (bls. 82-83) tók Arnbjörn 3800 kr. lán úr Landssjóði Íslands gegn fyrsta veðrétti í eignum hans við Keflavík. Þær voru íbúðarhús með bökunar-ofni, pakkhús úr steini og annað pakkhús úr timbri sem Arnbjörn hefur væntanlega látið reisa sumarið 1892.

Arnbjörn var framkvæmdamaðurVeðmálabækurnar bera það með sér að Arn-

björn hafi brotist í ýmsum framkvæmdum þessi ár enda tók hann mörg lán um þetta leyti og veðsetti allar eigur sínar að fullu. Samkvæmt fyrrnefndri veðmálabók tók Arnbjörn land á erfðafestu til ábúðar ofan við ósinn sem var innst í suðvesturkrika Keflavíkur þann og hóf þá fljótlega smíði íbúðarhúss sem enn stend-ur við Hafnargötu í Keflavík. Það var ávallt kallað Bakaríið eða gamla bakaríið. Eftir að brauðgerðahúsum fjölgaði í bænum þegar Arn-björn lauk við gerð íbúðarhússins hefur hann sennilega látið hlaða bökunarofninn í kjall-aranum og til viðbótar hafið smíði áðurnefnds geymsluhúss úr steini en þá var trúlega sjaldg-jæft að menn notuðu grjót í slíkar byggingar. Timbur hafði ætíð verið haft í pakkhús fyrir tíma og hentaði ef til vill betur til geymslu þess varnings sem geymdur var í pakkhúsum. Steinhús vildu fyllast sagga og raka enda var einangrun ábótavant í íslenskum steinhúsum á þessum tíma og upphitun íbúðahúsa afar kostnaðarsöm og erfið.

Árabátarnir einnig veðsettirLíkindi eru til að steinhús Arnbjörns hafi

staðið norðan við timburpakkhús hans sem hann reisti 1892 og sést á ljósmyndinni sem fylgir þessari grein. Dyr hafa því annað hvort verið á húsinu norðan eða vestan í átt að íbúðarhússins. Austan við þau var fjaran og ósinn en utar að norðan og neðan við stein-pakkhúsið hefur Arnbjörn látið gera uppsátur þar sem hann geymdi árabáta sína sem hann eignaðist fljótlega, enn þeir voru líka veðsettir vegna lána sem hann tók samkv. veðmálabók-um. Líklega stóð steinpakkhúsið á svipuðum slóðum og grunnur að skóvinnustofu Sig-urberg Ásbergssonar var síðar. Hverjir stóðu að hleðslu hins nýja pakkhúss Arnbjörns veit nú enginn því þessa húss er hvergi getið í samtíma heimildum. Varla getur því verið að steinhúsið hafi staðið mjög lengi því ella hefði það ekki gleymst svona rækilega eins og raun virðist hafa orðið á. Grjótið hefur líklegast ver-ið tekið út á Vatnsnesi, t.d. upp á básnum, en þar var grjót sennilega betur fallið til vinnslu heldur en þar sem býlið Framnes var síðar reist við enda Frammnessvegar á sjávarbakkanum. Smíði þessa steinpakkhúss skýrir sennilega að nokkru þær miklu lántökur sem Arnbjörn Ólafsson stóð í árin við upphaf síðasta áratugs 19. aldar.

Edinborgarverslun fékk húsinUm svipað leyti, hugsanlega sumarið 1892,

hóf Ólafur Ásbjörnsson úr Innri-Njarðvík verslun í húsi sem hann reisti upp af ósnum og norðan við lóð Arnbjörns sem hann hafði fengið með erfðafestu 6. júní 1891. Á lóð sinni reisti Ólafur járnklætt timburhús, 12 álna langt og 10 álna breitt, og hóf þar fljótlega einhverja verslun. En það var þó ekki fyrr en 1895 sem hann fékk leyfi sýslumanns til sveitarversl-unar í Njarðvíkurhreppi. Það er því ekki hægt að útiloka að það hafi verið sumarið 1893, en þann 14 september það ár tók hann 750 kr lán í Landsbankanum og veðsetti þá íbúðarhús sitt sem hugsanlega var þá nýbyggt, “svo og tilheyrandi lóð og með öllu sem eign þessari fylgir”, eins og segir í veðmálabók Gullbringu-

sýslu 1893. Því miður kemur ekkert fram í veðmálabókinni um hvort önnur mannvirki voru á lóð Ólafs sem líka voru þá veðsett. Eins og alkunna er eignaðist Edinborgarverslun hús Ólafs og lóðarréttindi við ósinn 1899.

EdinborgarbryggjaFram að íbúðar- og verslunarhúsinu var lít-

ill bryggja í sjó fram sem þó stóð á þurru um fjöru. Bryggjan var alltaf kölluð Edinborg-arbryggja eftir að Edinborg hóf verslun í húsi Ólafs. En það er þó ekki ljóst hver stóð að smíði þessarar bryggju í upphafi. Í veðmála-bókinni 1893 þegar Ólafur tók lánið er ekki minnst á bryggju. Nú var slík bryggja talsvert mannvirki á þessum tíma þótt stutt væri. Ann-aðhvort létu þeir Arnbörn og Ólafur Ásbjarnar-son gera bryggjuna á eigin kostnað eftir komur þess síðarnefnda til Keflavíkur 1892-1893 eða Edinborg lét gera bryggjuna 1899. Fremsti hluti hennar var hlaðinn úr höggnu og grjóti og var sú hleðsla fagmannlega gerð og stóð lengi óhögguð í ósnum þrátt fyrir allmikið brim í norðan veðrum. Hugsanlegt er að grjótið í bryggjuna hafi einmitt komið úr hinu gleymda pakkhúsi Arnbjörns Ólafssonar. En efri hluti bryggjunar var úr timbri og hefur trúlega oft þurft að lagfæra hann eftir mikil norðan áhlaup og brim sem þeim fylgdi.

Byggingargrjót var verðmættEdinborg var stór verslun á sinni tíð og betur

efnum búin til að kosta þetta mannvirki en hafi Edinborg látið smíða bryggjuna 1899-1900 er lítt hugsandi að steinpakkhús Arnbjörns hafi staðið svo lengi, uns grjótið úr því fór þá í bryggjuna. Annars væri hússins getið í heim-ildum frá þessum árum. Nær væri að álykta að húsið hafi verið rifið til grunna einhverra hluta vegna eftir stuttan tíma, eitt til tvö ár á tímabilinu 1893-1894. Ekki er þó óhugsandi að húsið sjálft hafi verið rifið eigi löngu eftir að það komst upp og grjótið úr því hafi síð-an legið ónotað þarna við ósinn uns það var selt Edinborg 1899. Ýmis dæmi voru um slík vinnubrögð. Byggingargrjót var verðmætt og var oft geymt um árabil uns not fengust fyrir það síðar. Þá var það loks selt. En gátan um upphaf Edinborgarbryggju verður trauðla leyst úr þessu né sú gáta hvað varð um fyrsta stein-húsið í Keflavík og hverjir hlóðu þessi mann-virki. Með því að leggja grjót til í bryggjuna var Arnbjörn Ólafsson að líklega tryggja sér afnotarétt og eignarhald í bryggjuni í byrjun. Vetrarvertíðina 1916 notaði vb. Stakkur Ed-inborgarbryggjuna til losunar fiskjar og töku veiðarfæra á meðan bann frá eigendum Duus verslunar lá við notum á Miðbryggju vegna deilna Duus verslunar og útgerðarmanna í Keflavík. Bryggjan var síðan eitthvað notuð a.m.k. til 1929-1939 en þá hafi hafði greinar-höfundar bækistöð við Edinborgarbryggju að vori og sumri er hann réri stundum á árabáti út með Bergi eða inn undir Stapa er vel viðraði.

Skúli Magnússon

- og upphaf EdinborgarbryggjuFyrsta steinhúsið í Keflavík

Þessi mynd frá austurbænum í Keflavík var tekin 1905. Fremst á myndinni er vörupakkhús Arnbjörns Ólafssonar í Bakaríinu. Því var síðar breytt í íbúðarhús sem stóð við Austurgötu 6, aðeins neðar en þar sem Hótel Keilir stendur nú við Hafnargötu.

Page 3: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

4 FAXI FAXI 5

Skrímsli við Hunangshellu Á mótum Hafnavegar og Stapafellsvegar á

Þrívörðuhæð, beint af augum, sjást Ósar, eða Kirkjuvogur, en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndast vegna landsigs. Vís-bendingar um það er að minnst er á 50 kúa fl æðiengi, sem lægi undir jörðina Vog sem var norðan Ósa í Vilkinsmáldaga frá 1397. Áður en komið er að Ósum eru vegamót á hægri hönd. Það er nýr vegur, Suðurstrandarvegur, sem liggur til Sandgerðis. Ósar eru eitt af nátt-úruverndarsvæðum landsins. Þar er óvenjuleg fjölbreytni í lífríki fjöruborðsins auk fuglalífs. Ofan af Þrívörðuhæð liggur vegurinn niður slakka og nefnist hann Bringar (3,3) og neðst í honum, næst veginum, er vik sem nefnist Ósabotn (5,2). Suðurnesjamenn nefna þessar smáskorur vik en stærri víkur. Hún liggur á milli Þjófhellistanga að vestanverðu og Stein-

boga sem er lítill klettatangi að austanverðu (nær Bringum). Spölkorni lengra er Hun-angshella (5,5) klöpp norðvestan vegarins (á hægri hönd). Gamall niðurgrafi nn vegur í Hafnir lá í gegn um skarð sem er í klöpp-inni - nú grasi gróið. Sjálf Hunangshellan er stærri hluti klapparinnar sjávarmegin, nokk-uð löng klöpp sem hallar móti norðvestri. Á háfl óði eru 25-30 metrar á milli Hunangshellu

og sjávarborðs. Þjóðsagan segir að á þessum stað hafi skrímsli legið fyrir ferðamönnum í myrku skammdeginu og gert þeim ýmsa skráveifu. En þessi meinvættur var svo vör um sig að engin leið reyndist að komast í færi til að vinna á henni - ekki fyrr en einhverjum hugkvæmdist að smyrja hunangi á klöppina. Á meðan dýrið sleikti hunangið skreið maður með byssu að því og komst í skotfæri. Sagt

er að hann hafi til öryggis rennt þrísigndum silfurhnappi í hlaup framhlaðningsins en fyrir slíku skoti stenst ekkert, hvorki þessa heims né annars.

ÓsarÞegar ekið er áfram í vestur meðfram Ósum

er komið að gamalli heimreið (7,1). Á hægri hönd sést eins konar steyptur strompur. Það mun vera það eina sem eftir er af mannvirkjum býlis sem hét Teigur og er reyndar ekki stromp-ur heldur gömul undirstaða vindrafstöðvar sem framleiddi rafmagn fyrir loðdýra- og síð-ar svínabú sem þar var sett á stofn snemma á 6. áratug síðustu aldar. Það var rekið fram á síðari hluta 8. áratugarins og mun hafa verið eitt fyrsta stóra svínabú landsins og sem slíkt merkilegur áfangi í nútímaiðnvæðingu lands-ins en fóðrið var matarúrgangar frá mötuneyt-um í herstöðinni á Vellinum (en með honum streymdu hnífapör og annað dót í Hafnir). Bóndinn í Teigi hét Guðmundur Sveinbjörns-son, var frá Teigi í Fljótshlíð, lærður skósmið-ur og hafði rekið skósmíðastofu í Reykjavík þegar hann setti upp búið í Teigi. Og þótt það sé aukaatriði má geta þess að Guðmundur í Teigi mun hafa verið einna fyrstur manna til að kaupa og nota japanskan ,,pikköpp-bíl“ hér-lendis - en Guðmundur í Teigi mun hafa verið á undan sínum samtíðarmönnum í ýmsu sem laut að tækni.

Þá er komið í Kirkjuvogshverfi (7,6) sem nú nefnast Hafnir í daglegu tali en þar hafa búið 80-130 manns sl. 2 áratugi. Fyrr á öldum voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins en þær eru samheiti fyrir 3 hverfi (lendingar), þ.e. Kalmansstjörn, Merkines og Kirkjuvog. Nú er byggðin öll í gamla Kirkjuvogshverfi nu auk íbúðarhúss í Merkinesi og í Junkaragerði. (Km-mælinn núllum við seinna aftur á öðrum stað eftir hringferð í þorpinu).

Stórbændur og höfðingjarÁ 19. öld var Kotvogur í Höfnum eitt

stærsta býli landsins. Þar bjuggu m.a. 3 for-ríkir útvegsbændur mann fram af manni, þeir hétu allir Ketill og eru oftast nefndir Katlarnir þrír. Annað stórbýli var Kirkjuvogur í Höfn-um þar sem búið hafa margir höfðingjar. Á 19. öldinni bjó í Kirkjuvogi dannebrogsmað-urinn Wilhjálmur (Chr(istinn) Hákonarson (1812-1871), en þannig er nafn hans stafað á leiði hans í Kirkjuvogskirkjugarði og skamm-stafað á vindhananum efst á turni kirkjunnar. Vilhjálmur átti 2 dætur. Önnur þeirra hét Anna. Heimiliskennari í Kirkjuvogi var þá ungur menntamaður, Oddur V. Gíslason, og felldu þau Anna hugi saman. Þegar ungi maðurinn bað um hönd dótturinnar brást faðir hennar hinn versti við og þvertók fyrir ráðahaginn. Afl eiðingin varð eitt frægasta og æsilegasta brúðarrán Íslandssögunnar. Sættir tókust þó síðar. Oddur varð prestur í Grindavík við mik-inn orðstír og var m.a. upphafsmaður að sjó-slysavörnum á Íslandi. Af honum er mikil saga

Þegar erlendum ferðamönnum var boðið í skoðunarferð um Suðurnes var yfi rleitt ekki farið með þá fram eða aftur um Kefl avík eða Njarðvíkur og sjaldan í Garðinn og Sandgerði. Hins vegar var nærri undantekningarlaust farið með þá í Hafnir; staðið við í þorp-inu Kirkjuvogshverfi í Höfnum og haldið áfram um gamla Hafnahrepp til Grindavíkur. Með auknu framboði gistingar, veitinga

og þjónustu við ferðamenn svo sem hvalaskoðunarferða að ógleymdu nýju og glæsilegu Bláa lóninu hefur þetta gjörbreyst á s.l. 20 árum. (Þeirri þróun hratt athafna- og kaupsýslumaðurinn Jón William Magnússon, öðrum fremur, af stað þegar hann byggði, stofnaði og opnaði Hótel Kefl avík 1986 þrátt fyrir vantrú og úrtölur ýmissa spekinga). Kirkjuvogshverfi er afskekktasta og fámennasta þorpið á utanverðum Reykjanesskaganum, nú dæmigert ,,svefnþorp“ í sveitarfélaginu Reykjanesbæ (eftir sameiningu Kefl avíkur, Njarðvíkur og Hafna 1994). Til marks um þá breytingu, sem orðið hefur með breyttum lifnaðar- og atvinnuháttum er ekki lengra síðan en 1980 að enn var á lífi gömul kona sem mundi þá tíð þegar Kirkjuvogshverfi í Höfnum var talsvert stærra pláss en Kefl avík.

Leó M. Jónsson

Ökuferð um Hafnahrepp

Fyrir sameiningu Hafna, Njarðvíkna og Keflavíkur árið 1994 var Hafnahreppur stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum mælt í ferkílómetr-um. Leó M. Jónsson, iðnaðar- og véltæknifræðingur, hefur í meira en þrjá áratugi kannað flestar þekktar gönguleiðir um Hafnahrepp og á Reykjanesskaga. Í þessari grein er að finna upplýsingar og fróðleik um þetta merkilega svæði Reykjanesskagans, staðhætti, örnefni og sögu.

Til hagræðis er vísað í mældar vegalengdir í þessari grein og þá miðað við að km.mælir bíls sé núllstilltur á vegamótum Hafnavegar (Nr. 44) og Flug-vallarvegar sem eru rétt neðan við fyrrum aðalhlið bandaríska hersins og svo aftur þegar farið er út úr Höfnum suður á Reykjanes. Flestir útlendir ferðamenn sem fara um Reykjanesskagann, til annars en að fara um Leifs-stöð eða í Bláa lónið, fara suður í Hafnir og um gamla Hafnahrepp.

Ljósm. Svavar Ellertsson

Ljósm. Svavar Ellertsson

Page 4: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

� FAXI FAXI �

sem endar í Bandaríkjunum. Oddur var alinn upp í Skuggahverfinu í Reykjavík og braust til mennta þrátt fyrir fátækt. Eftir að hafa ver-ið prestur Grindvíkinga í áratugi og á meðal hörðustu sjósóknara hélt hann til Bandaríkj-anna, þá aldraður, og lærði til læknis. Bók um Odd skrifaði Gunnar Benediktsson og nefnist hún „Oddur frá Rósuhúsi’’.

Vilhjálmur Kr. Hákonarson reisti þá kirkju sem nú stendur í Höfnum. Hún er úr timbri og var vígð árið 1861. Vilhjálmur lést 10 árum seinna 59 ára að aldri. Ekkert er eftir af Kirkju-vogsbænum en kirkjan stendur nánast á bæj-arhlaðinu enda nefnist hún Kirkjuvogskirkja og sóknin Kirkjuvogssókn. Ketill Ketilsson (1823-1902) dannebrogsmaður og útvegs-bóndi í Kotvogi, stundum nefndur Mið-Ketill vegna þess að hann tók við búi af föður sínum og Ketill sonur hans tók svo við búi af hon-um, hefur ekki viljað vera minni maður en Vilhjálmur í Kirkjuvogi og byggði kirkju úr timbri á Hvalsnesi í Miðneshreppi, en þá jörð átti hann. Kirkjuna lét hann síðar rífa og byggja aðra stærri og íburðarmeiri úr tilhöggnu grjóti. Sú kirkja var vígð 1887 og stendur enn.

Sem dæmi um stærð Kotvogs á dögum Mið-Ketils á 19. öld má nefna að þá var bær-inn alls 16 hús og mörg þeirra stór, 38 hurðir á lömum og 72 í heimili á vertíðinni. Bærinn í Kotvogi var enn reisulegur og stór um alda-mótin 1899/1900. Hinn 5. apríl 1939 brann íbúðarhúsið og fórst þrennt í brunanum. Pakk-hús úr timbri var austast og fjærst eldinum og skemmdist því ekki. Því var breytt í íbúðarhús og notað sem slíkt til 1984. Það stendur enn ásamt nokkrum útihúsum en allt er það illa far-ið og ekki svipur hjá sjón (stendur á kampinum strax vestan við stórhýsi sem áður var frystihús og er neðan kirkjunnar.). Stór grasi vaxinn hóll rétt hjá Kotvogi hægra megin götunnar þegar horft er í vestur nefnist Virkishóll.

Uppblásið og hrikalegt svæðiGamli Hafnahreppur var stærsta sveitarfélag-

ið á Suðurnesjum mælt í ferkílómetrum - víð-áttumikil hraunúfin flatneskja og sandflæmi að stórum hluta. Nyrðri hluti landsins er nokkuð gróið hraun en syðri hlutinn eldbrunnið, upp-blásið og hrikalegt svæði. Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsald-an myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim. Á sl. 30 árum hefur hraunið ofan við Hafnir tekið stakkaskiptum vegna aukins grasvaxt-ar sem er árangur landgræðslu sem stunduð hefur verið með flugvélum á Reykjanesskag-anum auk þess sem sáð hefur verið í veg-kanta af starfsmönnum Vegagerðar ríkisins. Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar land-græðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma. Sunnan hennar var sauðfé bannað. Síðar var svæðið stækkað með því að sett var

horn á girðinguna uppi í hrauninu og girt norð-ur að Ósum og sá hluti girðingarinnar sem lá fram í sjó að vestanverðu var lagður niður.

Fjölbreytt fuglalífMikið og fjölbreytt fuglalíf er í hrauninu,

m.a. talsvert af rjúpu í góðum árum, talsvert af kjóa og einstaka smyrill. Nokkuð er um æð-arfugl við Ósa en æðarvarp er ekki svipur hjá sjón eftir að minkurinn kom á svæðið. Mikið er um sjófugl og mest byggð í Hafnabergi og Eld-ey. Hafnir eru eitt af mestu veðravítum lands-ins og þar er sjaldan logn. Hvöss austanátt með rigningu getur staðið svo dögum og vikum skiptir, einkum á haustin og eirir engu sökum vindálags. Oft bresta stórviðri á fyrirvaralaust eins og hendi sé veifað. Mest og hættulegust veður nefna Hafnamenn ,,aftakastórveltu af suðvestri“ (í einni slíkri eyðulögðust tún að vestanverðu í Kirkjuvogshverfi og í Merkinesi

vegna grjótregns). Hríðarbyljir og skafrenn-ingur eru algengir að vetri - snjói á annað borð. Og þótt ekki séu nema 9 km frá Höfnum til Njarðvíkna er veðurfar gjörólíkt.

Byggðin í HöfnumByggðin, Kirkjuvogshverfi í Höfnum, er

dæmigert ,,svefnþorp" því flestir sækja vinnu annars staðar. Á síðustu árum hefur nýjum íbúðarhúsum í Höfnum fjölgað eftir áratugi án nýbygginga. Frystihús var reist upp af gömlu bryggjunni árið 1943 af Eggerti Ólafssyni og fleirum og var starfrækt fram á 8. áratug 20. aldar (Einar ríki stofnaði og rak þar talsverða starfsemi um tíma en síðast nefndist frystihús-ið Hafblik og var rekið af Þórarni St. Sigurðs-syni ljósmyndara, athafnamanni og síðar sveit-arstjóra Hafnahrepps). Húsið sem er skammt fyrir neðan kirkjuna stóð ónotað um margra ára skeið þar til fiskeldi hófst í hluta þess. Sú

starfsemi lagðist af með gjaldþroti en fram á árið 2004 var rekið myndarlegt Sæfiskasafn í húsinu. Nú er þar aftur fiskeldi. Laxeldisstöð er skammt sunnan við þorpið og 2 verksmiðjur úti á sjálfu Reykjanesinu, önnur sem framleiddi salt úr jarðsjó um tíma en hin sem notar hvera-gufu til þurrkunar á sjávarfangi. Þar er einnig nýlega risin Reykjanesvirkjun. Fiskverkun í Höfnum stundaði Eggert Ólafsson fram á 9. áratuginn í síðara húsinu sem hann byggði og er upp af nýrri hafnargarðinum og síðan aðr-ir í nokkur ár eftir að hann hætti. Í því húsi var starfrækt líftæknifyrirtæki (og merkt upp á ensku ,,Bio Process") en lognaðist útaf eft-ir 2ja ára starfrækslu 2004. Húsið er nú í eigu áðurnefnds fiskeldis. Einangrunarstöð fyrir hunda og ketti var stofnuð af Kristínu Jóhanns-dóttur og tók til starfa 1. desember 2005. Hún stendur við Seljavog að austanverðu skammt upp af hafnargarðinum. Á nýliðinni öld var mikil smábátaútgerð stunduð frá Höfnum en síðan 1990 hefur hún nánast lagst af og á fisk-veiðistjórnunarkerfið líklega meiri þátt í því en

aflabrestur. Frá Kirkjuvogshverfi er stutt sigl-ing á fengsæl fiskimið. Vegna veðra er hafn-araðstaðan þó ófullnægjandi og hafa bátar oft eyðilagst í stórviðrum.

Þjóðvegurinn frá Kirkjuvogshverfi út á Reykjanes, sem skaginn allur er nefndur eftir, og áfram til Grindavíkur, nefnist Nesvegur og er nr. 425. Hann er hin „eina rétta Reykjanes-braut’’. Um hann hefur umferð vaxið jafnt og þétt síðan hann var lagður enda er svæðið sunn-an Hafna sérkennilegt, einstakt og áhugavert í fleiri en einu tilliti þótt því hafi verið spillt með stórframkvæmdum.

SkipalegustaðurSkipsströnd hafa mörg orðið í Hafnahreppi.

Stundum hefur tekist að bjarga mönnum en

stundum ekki. Björgunarsveit Slysavarnafélags Íslands, Eldey í Höfnum, starfaði í rúm 66 ár, fram til ársins 1997 að hún var sameinuð öðr-um björgunarsveitum í Reykjanesbæ, og hef-ur tekist að bjarga mörgum sjómanninum, oft við mjög erfiðar aðstæður. Þess eru dæmi að heppnin hafi verið einstök: Eitt þeirra er strand þýsks togara snemma á 20. öld: Við vesturenda Hafnagötunnar, sem liggur fyrir neðan kirkj-una - í fjörunni, er klöpp sem nefnist Troll-araklöpp og kemur upp úr á fjöru. Ofan við fjörukambinn, sunnan við vesturenda Hafna-götunnar, stóð áður bærinn Réttarhús. Þegar fólkið á bænum reis úr rekkju einn morguninn sá það undarleg ljós fyrir neðan túnið. Þegar betur var að gáð reyndist þar vera strandaður togari með fullum ljósum og stóð á réttum kili.

Kotvogur í Höfnum var eitt stærsta býli landsins á 19 öld og Hafnir voru þá blómlegasta byggð á Suðurnesjum. Hafnir eru samheiti fyrir 3 hverfi eða verstöðvar: Kalmansstjörn, Merkines og Kirkjuvog. Nú er nær öll byggðin í gamla Kirkjuvogshverfinu.

Kirkjuvogskirkja

Ketill Ketilsson í Kotvogi.

Akkerið úr Jamestown.Ljósm. Svavar Ellertsson

Ljósm. Svavar Ellertsson

Page 5: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

� FAXI FAXI �

Háflóð var, sjór nokkuð kyrr en dimmviðri. Með útfallinu gengu skipsmenn þurrum fótum í land. Togarinn brotnaði niður í hafróti sem gerði skömmu síðar, sumt var rifið og týndist flakið smám saman burt. Trollaraklöppin dreg-ur nafn af þessu strandi. Togarinn var þýskur, hét Grænland og var í sinni fyrstu veiðiferð.

JamestownÞá rak gríðarlega stórt tréskip, hlaðið timbri,

á land nálægt þar sem heitir Hvalsnes á milli Þórshafnar (verslunarhöfn á 19. öld) og Hesta-kletts nokkru norðan Ósa og gegnt þorpinu. Skipið, sem hét Jamestown og var frá Maine í Bandaríkjunum, rak að landi mannlaust og var auðséð að það hafði verið lengi á reki. Þetta gerðist að morgni sunnudags þann 26. júní 1881. Skipið, sem var þrímastrað og þriggja þilfara, var sagt tröllaukið að stærð. Heim-ildum bar ekki saman um mál þess. Þau feng-ust seinna á hreint því um þetta strand, skipið og sögu þess má lesa sjálfstæða grein á vef-síðu minni www.leoemm.com/jamestown.htm. Jamestown mun hafa verið með stærstu seglskipum á 19. öld; á lengd svipað og fót-boltavöllur og líklega mælst um eða yfir 4000 tonna skip á okkar tíma mælikvarða. Gríð-arlegu magni af timbri, sem allt var plankar, var bjargað úr skipinu og flutt á brott. Timbrið var notað til húsbygginga á Suðurnesjum og víðar, t.d. austur um allar sveitir. Þó var það einungis hluti timburfarmsins því áður en tókst að bjarga meiru brotnaði skipið í spón í óveðri. Rak þá talsvert af timbri á land. Sögusagn-ir um annan farm skipsins virðast ekki hafa verið á rökum reistar. Sumarið 1989 var einu af 4 akkerum þessa risaskips lyft upp af hafs-botni þar sem það hafði legið í 108 ár. Að því verki stóðu tveir Hafnamenn. Akkerið og hluti af akkerisfestinni prýðir nú hlaðið framan við kirkjuna í Kirkjuvogshverfi. Hin akkerin ásamt lengri akkerisfesti höfðu fyrir löngu verið flutt til Vestmannaeyja þar sem festin var lengi not-uð sem landfesti smábáta í höfninni.

MerkinesÞegar farið er út úr þorpinu að sunnanverðu

og aftur inn á Nesveg (veg 425) skulum við núllstilla vegmæli bílsins á nýjan leik. (Töl-urnar í svigunum segja til um vegalengd frá Kirkjuvogshverfi að næstu kennileitum). Þeg-ar ekið er út úr Kirkjuvogshverfi og sem leið liggur í suður er brátt komið að Merkinesi, býli sem er á hægri hönd. Í Merkinesi bjó síðast (Vilhjálmur) Hinrik Ívarsson ásamt eiginkonu sinni Hólmfríði Oddsdóttur. Hinrik í Merk-inesi var fyrrverandi hreppstjóri Hafnahrepps, þekktur sjósóknari, refaskytta, báta- og húsa-smiður og hagyrðingur (faðir m.a. Ellýar Vil-hjálms söngkonu og Vilhjálms Vilhjálmssonar flugmanns og söngvara en þau eru látin). Hlað-inn hringlaga steingarður sem er hægra megin vegarins spölkorn norðan Merkiness nefnist Skipagarður. Þetta var kálgarður en hér áður fyrr voru vertíðarskipin dregin upp og höfð í skjóli við garðinn. Skammt sunnan Merkiness (1,7) er grasi vaxinn hóll vinstra megin veg-arins. Hóllinn nefnist Syðri Grænhóll. Sunnan hans mun ekki hafa fundist stingandi strá, sem heitið gat, fyrr en melgresi fór að taka við sér en því var fyrst sáð til að hefta sandfok utar á skaganum fyrir um 70 árum.

JunkaragerðiSpölkorn sunnan Grænhóls (1,9) sér á þak

Junkaragerðis en það er fornt býli og verstöð sem nú er notað sem íbúð. Upphlaðinn tún-garður á hægri hönd eru einu minjarnar sem eftir eru af býlinu og verstöðinni Kalmanns-tjörn (þaðan var Oddur Ólafsson læknir á Reykjalundi og alþingismaður) en íbúðarhúsið var rifið 1990. Á Kalmannstjörn var búið fram á miðjan 8. áratug 20. aldar. Gamli vegurinn út á Hafnaberg og áfram út á Reykjanes lá á milli Kalmannstjarnar og Junkaragerðis. Hann er nú lokaður allri umferð. Í lýsingu skráðri af Hinriki í Merkinesi fyrir Örnefnastofnun segir m.a: ,,Fyrr á öldum, er sagt, að ,,þýzkir“ hafi

haft mikinn útveg á opnum skipum í Höfn-um. Meðal annarra staða höfðu þeir búðir, þar sem nú heitir Junkaragerði, en svo voru þeir nefndir. Þessir menn voru ribbaldar miklir og ,,óeirðamenn um kvennafar“, þeir voru illa séð-ir af landsmönnum, sem vildu fyrir alla muni koma þeim af höndum sér.“ Til er þjóðsaga um hvernig Hafnamenn fóru að því að losa sig við Junkarana. Vestan vegarins (2,7), neðan við brekku, er Hundadalur. Þar er fiskeldisstöð. Á vinstri hönd má sjá nokkrar vörður en við þær liggur Prestastígur - vel vörðuð forn gönguleið úr Höfnum yfir Hafnasand og Eldvörp yfir í Staðarhverfi í Grindavík, um 5-6 tíma gangur.

Á gamla HafnarveginumSé gengið í átt til sjávar ofan við Laxeld-

isstöðina er komið á gamla Hafnaveginn eft-ir um 10 mínútna gang um Merarholt. Þegar komið er upp á brekkuna sunnan Hundadals sjást margir gígahraukar í hrauninu. Á hægri hönd sést langt nes sem gengur út í sjó til norð-vesturs. Það nefnist Eyri. Nokkru sunnan við Eyri, við þríhyrningslaga klapparstrýtu, sem nefnist Klauf, hefst Hafnaberg sem lágaberg og smáhækkar til suðurs og er hæst 80 metrar, þverhnípt í sjó fram. Þar sem ,,Bergið“ endar að sunnanverðu, en það er um 3 km að lengd, nefnist ,,Á boðanum“ en það er klapparrani og nefnist syðra horn ,,Bergsins“ Boðaklöpp. Nokkurn veginn nyrst á Hafnabergi er hring-myndað gat, nyrðra Gatið, fram við brúnina og er þar stór hellir undir berginu. Í hafróti verða ferleg gos lóðrétt upp um Gatið þegar aldan veður inn í hellinn. Annað gat er í bergnefi nokkurn vegin syðst á Hafnabergi. Það nefnist syðra Gatið og sést einungis af sjó og er not-að sem siglingamið eins og mörg önnur nátt-úruverk á skaganum.

Við KalmannstjörnNýr uppbyggður vegur var lagður frá Höfn-

um út á Reykjanes um miðjan 9. áratug nýlið-innar aldar. Hann liggur fjær sjó en sá gamli sem reyndar var ekkert annað en slóð og skurð-ur á víxl. Eins og áður sagði tekur einungis um 10 mínútur að ganga yfir holtið frá bílastæðinu ofan Laxeldisstöðvarinnar og niður á gamla veginn skammt sunnan Kalmannstjarnartúns. Af gamla veginum þar sjást 5 áberandi stórir grasi vaxnir hólar. Þessir hólar koma við sögu í bókum Sr. Jóns Thorarensens, (Litla skinnið, Rauðskinna, Marína ofl.) en sögusvið þeirra er Hafnir (Jón var ættaður frá kotvogi og ólst þar upp). Nyrstur og næst Kalmannstjörn er Stekkhóll hægra megin vegarins. Annar stærri hóll er sunnar, einnig hægra megin vegarins. Sá heitir Kirkjuhafnarhóll. Vinstra megin veg-arins er lægri hóll og sést garðhleðsla í jöðrum hans að norðan- og austanverðu. Þetta er talinn vera gamall kirkjugarður Kirkjuhafnar og mun hann hafa lagst af um miðja 14. öld. Suðvestan Kirkjuhafnarhóls, nær sjó, eru 2 graxi vaxnir hólar og eru sýnilegar rústir í syðri hólnum. Hólarnir nefnast Sandhafnarhólar. Sandhöfn

og Kirkjuhöfn voru fyrr á öldum þekkt stórbýli og helsta útræði í Höfnum. Talið er að býlin hafi farið í eyði á 17. öld. Til eru heimildir um stærð Kirkjuhafnar sem segja að þar hafi verið miklar byggingar, m.a. 50 hurðir á hjörum, en sá mælikvarði var algengur áður. Umhverfis Sandhafnarhóla, en þar munu hús einning hafa verið mörg og stór, eru bæði hleðslur og rústir. Því hefur verið haldið fram að í Kirkjuhöfn og Sandhöfn hafi útflutningur á verkuðum salt-fiski hafist frá Íslandi.

HafnaeyriSkammt utar, nær sjó, eru rústir tvíbýlis sem

nefnist Hafnaeyri og talið hafa farið í eyði um 1830. Nokkuð heillegur hlaðinn garður er yst á Eyri um 15 m á kant. Þessi hleðsla varði kál-garð fyrir sandfoki. Þegar gengið er um þessa hóla nú er erfitt að gera sér í hugarlund að þar hafi áður fyrr verið stórbýli - svo vandlega hefur foksandurinn unnið sitt eyðingarstarf. En nú skal haldið til baka austur á akveginn. Af veginum efst á brekkubrúninni (4,1) ofan Laxeldisstöðvarinnar í Hundadal sjást grashól-arnir í Kirkjuhöfn á hægri hönd. Greinilega sést ofan á kollinn á Stekkhól lengst til hægri. Framundan Stekkhóli er Stekkjarvik (Í Höfn-um heita smærri skörð eða bugur í ströndina vik en stærri nefnast víkur). Sandhafnarhólar sjást upp af Eyri. Ströndin frá Kalmanstjarn-arvör að Stekkjarviki nefnist Draugar (suður í Draugum). Syðst í Stekkjarviki er há klöpp sem nefnist Hvarfklöpp (í henni býr álfkona, segir í sögunni Marína eftir Jón Thorarensen).

Á SiginuSvæðið frá brekkubrún ofan Hundadals og

fram undan báðu megin vegarins nefnis Melar. Eftir ekinn spöl (4,8) er komið að stóru útskoti á hægri hönd. Þaðan er styst að ganga beina leið út á Hafnaberg við Bjarghól þar sem það er hæst og tignarlegast. Drjúgur spölur er að berginu og má reikna með a.m.k. 30-45 mín. göngu. Efst á Bjarghól er varða. Þegar komið er að hólnum sjást 2 vörður fremst á berginu. Þar heitir Sig (Á Siginu) og er það rétt sunn-an við mitt bergið en nokkru sunnar er fremur stór hellir í berginu. Munni hellisins, sem nefn-ist Dimma, er skakkur. Vitað er með vissu um einn mann sem hefur klifið úr hellinum og upp á brún en sá er Þóroddur Vilhjálmsson (Hin-riksson) í Höfnum, oftast kenndur við Merk-ines.

Hið raunverulega ReykjanesÞegar haldið er lengra suður eftir veginum

er komið á hæð (5,7) þar sem vegurinn sveigir til austurs. Beint af augum er gamalt eldfjall, Sýrfell, en á milli þess og Reykjanessvita, sem stendur á hinu 50 m háa Vatnsfelli, í suðvestri, en fellið heitir eftir stórri tjörn sem er við það, eru Rauðhólar og Sýrfellsdrög. Vitinn er 28 m á hæð og því 78 m yfir sjávarmáli. Mannvirkin norðvestan við Rauðhóla er Sjóefnavinnslan (oft ranglega nefnd Saltverksmiðjan). Einnig

blasir við nýreist Reykjanesvirkjun. Hér blas-ir hið raunverulega Reykjanes við augum sem Reykjanesskaginn er kenndur við. Sérkennilegi hnjúkurinn með u-laga skarði í, sem sést héðan vestan vitans, nefnist Valahnjúkur. Lengst til hægri sést strýtan á móbergsdrangi sem nefnist Karl en hann stendur í sjónum skammt suður af vestasta tanga Reykjanessins sem nefnist Önglabrjótsnef og teygir sig út í sjóinn í átt til Eldeyjar. Þjóðsagan segir að tröllkarl og kerl-

ing, sem bjuggu í Eldey hafi vaðið til lands og haldið á kú að leiða til nauts. Tókst ekki bet-ur til en svo að vegna tafa dagaði þau uppi og urðu að steini. Karlinn stendur þarna enn úti í sjó en Kerling, hátt eldvarp, sem stóð sunnar uppi á landi, brotnaði niður fyrir löngu.

EldeyEldey er sérkennileg 77 m há þverhnípt

klettsey sem liggur tæpa 15 km frá landi og

Ljósm. Kr. Ben.

Ljósm. Svavar Ellertsson

Bréf frá Ástralíu: Cooktown 15.3.04Blessaður Leó!Þú ert kannski hálfundrandi á að fá bréf á íslensku frá Ástralíu. Í eina tíð hét ég Maron í

Merkinesi, fæddur þar og uppalinn.Ástæðan fyrir þessu bréfkorni er Leiðarlýsing þín um Hafnir. Ég er þér sammála um

flest eins og t.d. ,,skrímslið" en hugmynd þín um Forsetahólinn er alröng. Mundu að ég þekkti Kedda Ólafs (Ketil Ólafsson frá Kalmanstjörn) frá barnæsku. Sagan er sú - beint frá Kedda - að hann var búinn að klára allan sandinn í Hundadalnum og vantaði leið suður eftir. Hann (Keddi) og Oddur voru búnir að ræða við Vegamálastjóra, ýmsa ráðherra og embættismenn um akfæra braut svo hægt væri að koma liði og tækjum nálægt strandstað en ekkert gekk; þeir vísuðu hver á annan, eins og embættismanna er vandi, þangað til hraut út úr Kedda: ,,Andskotinn, - við verðum víst að tala við forsetann sjálfan"! Oddur þagði smástund og svaraði svo: ,,Já, við erum búnir að tala við alla aðra." Þeir tóku strikið út á Álftanes og knúðu dyra á Bessastöðum. Sveinn Björnsson tók vingjarnlega á móti þeim og hlustaði á mál þeirra. (Oddur var talsmaðurinn). Forsetinn íhugaði málið um stund en sagði svo: ,,Já, þetta er greinilega ábyrgðarmál en sjálfur get ég ekkert gert, ég er bara forseti. Skiljið þetta eftir hjá mér og ég skal athuga hvort ég eigi ekki hönk upp í bakið á einhverjum þessarra svokölluðu ráðamanna."

Stuttur tími leið þangað til forsetinn hringdi í Odd á Reykjalundi og sagði honum ,,það er engin leið að fá neitt af viti frá þessum pólitískusum, einfaldasta bakferlið er að þið gefið forsetaembættinu sumarbústaðarland á Reykjanesi." Bræðurnir voru til í það og gáfu hólinn, sem nú er kallaður ,,Forsetahóll". Það var góður slóði frá Kistu til vitans en hin hraunin þurfti að ryðja. Eftir að embættið hafði þegið gjöfina gat Sveinn forseti farið fram á að slóðinn yrði ruddur. Vegurinn kom nokkrum árum seinna og vann ég við hann, þrettán ára að aldri, en það er allt önnur saga.

Sem sagt, forseti fékk hólinn í gegn um ,,bakdyramakk" en fékk hann ekki í þakklæt-isskyni.

Kveðjur,Ron

Page 6: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

10 FAXI FAXI 11

er talin m.a. vera mesta súlubyggð Evrópu (alfriðuð). Milli Eldeyjar og Reykjaness er Húllið - fjölfarin siglingaleið. Vegarslóði (6,4) á hægri hönd liggur niður í Stóru-Sandvík og að gamla Reykjanessveginum þar sem heitir Skjótastaðir en það er hár höfði norðan við víkina og mun þar hafa verið byggð fyrr á öldum. Annar vegarslóði liggur í Stóru-Sand-vík niðri í dalverpinu framundan. Frá útskoti (6,7) við enda beygjunnar til austurs sést ofan í Stóru-Sandvík vaxna melgresi. Handan henn-ar í suðri tekur við talsvert hraun, kolsvart og sviðið með foksand í flákum. Stamparnir þrír, sem blasa við framundan handan víkurinnar, eru sérkennilegir eldgígar og eftir þeim nefnist hraunið Stampahraun og nær fram í sjó. (Hér voru reist háspennumöstur, þrátt fyrir að upp-haflega hafi verið gert ráð fyrir jarðstreng frá virkjuninni að Sýrfelli. Sú breyting er vondur vitnisburður um menningarstig Suðurnesja-manna að mati höfundar!). Eldgígarnir tveir sem sjást suðvestar, lengra til hægri og utar á nesinu, nefnast Eldborgir. Eins og við er að búast eru þessir upptyppingar notaðir sem mið til staðsetningar fiskiskipa úti á Eldeyjarbanka. Sú Eldborganna sem sést af grynnra vatni nefnist Eldborg grynnri og stendur sunnar og nær sjó. Eldborg dýpri nefnist sú sem sést af dýpra vatni. Er hún stærri og stendur vestar. Þar heitir Eldborgahraun. Fjær til norðaust-urs eru mikil ummerki eldsumbrota. Eru það nefnd Eldvörp. Hafnamenn nefna það einnig í daglegu tali hörzl, þ.e. ójöfnur. Stamparnir, Eldborgirnar og aðrar eldstöðvar, eru eins og misstórir hnútar á svörtu bandi í landslaginu og setja ógnþrunginn svip á umhverfið, jafnvel svo að sumt fólk verður hrætt og þorir ekki að dvelja lengi á svæðinu af ótta við eldgos - enda er hér eldur undir, sem sést m.a. á hverasvæð-inu, gufuaflsvirkjuninni og blásandi borholum austan Reykjanesvita.

MönguselsgjáÞar sem vegurinn sveigir aftur til suðurs

(6,8) gengur stór gjá upp frá sjó og inn í landið. Hún nefnist Mönguselsgjá og liggur nyrst upp úr Stóru-Sandvík. Gjáin er ein af mörgum sem mynda sprungubelti. Jarðskorpan gliðnar hér á miklum hrygg og jarðeldasvæði sem liggur í miðju Atlantshafi frá suðri til norðurs. Landsig sést greinilega þegar horft er um öxl til Möngu-selsgjár eftir að komið er upp á Stampahraun. Yfir Mönguselsgjá (ekki Tjaldstaðagjá sem er stærri og sunnar) hafa lafafrakka-menn, úr Keflavík, byggt brú til að drýgja tekjur sínar af erlendum ferðamönnum með því að telja þeim trú um að þarna séu meginlandaflekar Ameríku og Evrópu að reka hvor frá öðrum. Grein-arhöfundur er einn þeirra Hafnabúa sem hafa skömm á tiltækinu og líta á þetta sem pretti - í skásta falli fíflagang og Suðurnesjamönnum til vansæmdar enda hafa jarðvísindamenn bent á og staðfest að landrekið kemur ekki fram á þessum stað heldur miklu austar (nánar tiltekið austur í Hreppum).

Tjörn gerð af mannavöldumNú komum við að syðri troðningnum (7,7)

sem liggur niður í Stóru-Sandvík. Hér var mel-gresi sáð um 1950 til að hefta sandfok. Eins og sjá má hefur það tekist vel. Tjörnin sem prýðir svæðið og laðar að sjó og vaðfugla í stórum flokkum, myndaðist ekki fyrr en melgresið hafði stöðvað fokið. Hún er því gerð af manna-völdum! Afleiðingar hrikalegra náttúruhamfara blasa við í Stampahrauni í suðvestri og Eld-vörpum í austri. Ævagamlar heimildir segja að árið 1000 hafi mest allt Reykjanes sokkið í sjó og Geirfuglasker komið upp. Þá átti landið að hafa legið langt út fyrir Eldey í norðvestur en Eldey og drangar við hana hafi áður verið fjöll á Reykjanesskaganum. Til að girða fyrir mis-skilning skal aftur ítrekað að Reykjanesskagi og Reykjanes er tvennt ólíkt þótt skaginn dragi nafn af þessu litla nesi yst á honum.

Heimildir um landskjálftaAnnálar greina frá eldsumbrotum með stuttum

hléum á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálft-ar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanes-ið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á

fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118. Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjanesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum“ árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geir-fuglasker. Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu elds-umbrot sem heyrst hefur um fyrir Reykjanesi eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey. (Athygli er vakin á því að í ljósi niðurstaðna jarðfræði-rannsóknir á svæðinu, m.a. á vegum HÍ, hafa tímasetningar eldsumbrota verið endurskoðaðar 2005).

ForsetahóllÁ mótum vegar að Reykjanessvita eru um

11 km frá syðri hraðahindruninni í Kirkjuvogs-hverfi. Vegurinn liggur fyrst í vestur að Sjó-efnaverksmiðjunni, síðan í norðvestur fram hjá gúanóverksmiðju en skammt þaðan (12,4) er vinkilbeygja til vinstri á veginum að vitanum og út að Valahnjúki. Þessar verksmiðjur eru hér vegna jarðhita sem fæst úr borholum en þær eru með öflugustu borholum landsins um og yfir 10 megavött hver. Spölkorn frá kröppu beygjunni er grasi vaxinn hóll eða fell á vinstri hönd sem nefnist Litlafell og einnig Forseta-hóll (en þennan hól gáfu bræðurnir Ketill og Oddur Ólafssynir frá Kalmanstjörn forseta-embættinu í tíð Sveins Björnssonar, að hans ráði (en ekki Hafnamenn sem þakklæti fyrir veg út á Reykjanes eins og ég hafði áður haldið fram og haft ákveðna heimildarmenn að) - til að forsetinn gæti aðstoðað þá við að fá ruddan slóða út á Reykjanes - sjá bréf Marons heitins Vilhjálmssonar frá Merkinesi sem birt er hér aftan við greinina). Suðaustan við Litlafell, í hvarfi frá veginum, er mjög fallegt stórt blátt lón. Sé gengið upp á Litlafell blasir lónið við og hverasvæði upp af því, að sunnanverðu.

Ekið er um hlað vitavarðarhússins (þar er snyrtiaðstaða fyrir ferðafólk) og áfram út að Valahnjúki. Við strönd Reykjaness og báðu

megin nessins hafa orðið mörg og mikil sjó-slys á þessari öld. (Greinarhöfundur hefur skrifað sögu Björgunarsveitarinnar Eldeyjar í Höfnum. Þar er m.a. fjallað nokkuð ítarlega um stærri sjóslys á þessu svæði. Greinin er einnig birt á vefsíðu höfundar www.leoemm.com). Við Reykjanes strandaði m.a. eitt af stærstu skipum sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam. Það var 28. febrúar 1950. Skipið varð vélarvana eftir að hafa rekið upp í fjöru í Reykjavík og á leið til útlanda dregið af dráttarbáti, sem það slitnaði frá í ofsaveðri. Um borð voru 50 skipverjar. Hvers vegna 50 manns voru um borð í vélarvana skipi sem draga átti til útlanda af dráttarbáti bíður sagn-fræðinga að rannsaka. Þarna fórust 27 manns en 23 tókst að bjarga.

Niðurlag Mörkin á milli gamla Hafnahrepps (nú

Reykjanessbæjar) og Grindavíkur liggja á Reykjanesi í línu frá tindi Sýrfells í þúfu í Val-bjargargjá strax sunnan Valahnjúks og þaðan í kamb Valahnjúksmalar. (Eftir þinglýstu skjali nr. 240479 dags. 16/1/79) Ástæða er til að geta þess að í þessari grein er stuðst við upp-lýsingar staðfróðra heimamanna í Höfnum um örnefni. Mest munar þar um örnefnasafn og lýsingu Hinriks í Merkinesi á staðháttum í gamla Hafnahreppi sem hann vann fyrir Örnefnastofnun 1978. Á nokkrum stöðum eru önnur heiti notuð á sumum kortum Landmæl-inga ríkisins en í þessari grein. Þau eru eftirfar-andi: Á korti stendur Valahnjúkar. Í Höfnum er aðeins talað um einn Valahnjúk. Á korti eru 5 Stampar sagðir í Stampahrauni. Í Höfnum eru 3 gígar næst vegi nr. 425 nefndir Stampar. Þeir tveir sem eru sunnar á nesinu nefnast Eldborg grynnri og Eldborg dýpri og þar er Eldborga-hraun. Á korti stendur Eldvarpahraun. Í Höfn-um er talað um Eldvörp á þeim stað. Norð-arlega upp af Hafnabergi er hóll sem nefndur er Berghóll á korti. Í Höfnum heitir þessi hóll Bjarghóll (hann er við Sigið (á Siginu) þar sem sigið var í bjargið). Á korti er hluti strand-arinnar undir Valahnjúki nefnd Miðgarðamöl. Í Höfnum heitir þessi staður Valahnjúksmöl (eins og er á a.m.k. einu kortanna í mkv. 1:100 000). Gjáin sem gengur upp úr Stóru Sandvík (sú sem hefur verið brúuð við hlið vegarins!) nefnist Mönguselsgjá eftir Möngu frá Kalman-stjörn sem var selsstúlka fyrrum en ummerki selsins er að finna austarlega í gjánni. Þessi gjá hefur ranglega verið nefnd Tjaldstæðagjá í fréttatilkynningum frá Ferðamálaskrifstofu Reykjanesbæjar. Sú gjá nefnist réttu nafni Tjaldstaðagjá. Hún er breiðari en Möngu-selsgjá og liggur spölkorn sunnar.

Fyrsti ljósviti á Íslandi var reistur á Vala-hnjúki 1878. Í miklum jarðskjálftum 8-9 árum síðar hrundi úr hnjúknum og sprung-ur mynduðust ofan á honum. Var þá talið að reisa yrði vitann á öruggari stað og var þá núverandi viti á Vatnsfelli byggður og tekinn í notkun 1908 (Vatnsfell er nefnt eftir litlu vatni/uppsprettu sem er norðan þess - reynd-ar eru þeir til sem fullyrða að heitið Vatnsfell sé dregið af eimingartækjum sem þar voru sett upp og áttu að sjá vitavarðarhúsinu fyrir drykkjarvatni en sem ekki reyndist svo þörf fyrir). Annar viti, minni, var reistur sunnar á svonefndu Austurnefi og er ástæðan sú að lítið fell, sem nefnist Skálarfell, skyggir á ljósið frá stóra vitanum á nokkru svæði þegar siglt er úr suðri. Hóllinn sem er á móti Vatnsfelli og er á vinstri hönd þegar ekið er fram hjá vitavarðarhúsinu á leið út að Vala-hjúk nefnist Bæjarfell.

Ljósm. Rósinkar Ólafsson.

Page 7: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

12 FAXI FAXI 1�

Á uppvaxtarárum mínum (milli 1880-90) mátti segja að allt mor-aði hér á Suðurnesjum af flökku-

kindum og sníkjulýð, en einkum þó hér í Hafnarhreppi þar sem fjárhagsleg vel-megun var þá mest á öllum Suðurnesjum. En mest bar þó á þessum flökkulýð um og eftir sláturtíðina á haustin og fyrir stórhá-tíðarnar, jólin og nýárið. Og enn er mér minnisstætt hvað kerlingarnar gátu grát-ið og karlarnir kjökrað er það var að lýsa heimilsástæðunum. – Kerlingarnar fóru bláfastandi að heiman frá bjargarlausu kotinu og bóndanum á líkbörunum og voru þær nú að reyta saman í útförina eða minninguna eftir manninn sinn sáluga. Og svo hertu þessar harmþrungnu ekkjur grátinn svo að hinar góðu og göfugu kon-ur hreppsins komust við og leituðust við með matgjöfum og fleiru að hugga hinar harmandi sálir.

Hjónin á líkbörunumNákvæmlega sömu sögu höfðu svo karlarnir

þeirra svo að segja í næsta hrepp og jafnvel í sama hrepp samtímis. Og spannst einu sinni hlægileg saga af þessum dánartilkynningum karlanna og kerlinganna og set ég hana hér.

Eitt haust fyrir hátíðarnar kom kerling ein að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd til Jóns sáluga Breiðfjörðs hreppstjóra og baðst þar

gistingar. Var hún mjög harmþrungin og hafði átakanlega sorgarsögu að segja. Hún fór frá bjargarsnauðu barnaheimilinu og bóndanum á líkbörunum og var kerlingin að reyta saman í útförina eftir manninn sinn sæla.

Var gamla konan svo leidd til stofu og veittur þar góður beini af frú Arndísi konu Jóns er jafnframt reyndi með mjúkleik orða sinna að hugga hina sorgmæddu ekkju. Þegar leið á kvöldið gerði vonskuveður svo varla var fært milli bæja. En laust fyrir vökulokin var barið að dyrum á Brunnastöðum. Fór Jón sjálfur til dyra til að taka á móti gestinum. Þegar Jón opnaði hurðina var þar maður fyrr í myrkrinu og baðst gistingar en sorglega sögu hafði hann að segja: Konan á líkbörunum og ekkert til í útförina, En þó dimmt væri úti kannaðist Jón þó fljótlega við gestinn og kvað honum velkomna gistinguna. „En“, bætti Jón við, „þú verður víst að gera þér það að góðu að hafa lagsmann hjá þér því nú er margt um manninn á Brunnastöðum.“

Gesturinn hafði ekkert við það að athuga. En langdregin urðu andlitin á lagsmönnunum þegar átti að fara að hátta og þau litu hvort á annað, karl og kerling, um leið og Jón sagði að sér fyndist það eiga mjög vel við að þau lægju hlið við hlið á líkbörunum.

En um morguninn voru þó bæði þessi fátæku hjón leyst út með góðum gjöfum af hinum miklu höfðingshjónum á Brunnastöðum.

Um Hans hjuttKynlegt má að kallast að ekki var einn einasti,

hvorki karl né kona, af þessum betlaralýð sem ekki hafði eitthvert auknefni. En öll voru þau miður vel valin og ekki til þess gerð að auka hróður eða vegsemd þess er bar og skal nú nefna nokkra úr þeim hóp er í æsku minni voru tíðir gestir á heimili foreldra minna, svo sem: Imba skotta, Elín rifa, Bjarni læða, Jón böðull (starfandi að húðlátum á hryggjatindum afbrotamanna um 1880 í Rangárvallasýslu, að mig minnir), Pétur á sokkaleistunum, Pétur læpa, Guðlaugur búðarbrauðlaugur, Eiríkur hlóðbræðingur, Hans hjutt, Símon æjú og ótal fleiri sem hér yrði alltof löng halarófa til þess að telja upp.

En aðallega voru það tveir úr þessum hópi sem ég hef nú talið upp sem voru sannkallaðir vinir mínir þó aldursmunur væri mikill milli mín og þeirra. Þessir tveir sártsöknuðu vinir mínir voru þeir Hans hjutt og Símon æjú, og þó að Hans baunaði tvisvar eða þrisvar á mig úr byssuhólknum sínum á varð það ekki til að spilla vináttu okkar hið minnsta, enda líka mér mátulegt fyrir öll mín kerknisbrögð við karlinn og það því fremur sem ég slapp óskemmdur undan hagladrífunni. En því get ég ekki neitað að stundum veitti ég honum Hjutt ríflegar sárabætur úr hinu auðuga forðabúri móður minnar, og þá var ég þegar orðið „tryggðablóðið“ hans. Skal

ég nú hér á eftir segja frá ýmsu sem ég man eftir óskráðu úr æfisögunni hans Hjutt, þó ekki geti það talist eftirbreytnisvert eða til lofsamlegrar mætrar minningar um þennan löngu horfna góðvin minn.

„Fyrirmyndar fylliraftur“Hans var fæddur að Junkaragerði í

Hafnarhreppi 1830. Voru foreldrar hans Jón Sæmundsson og Vigdís Auðunsdóttir, sæmdarhjón en fremur fátæk. Var Vigdís móðir hans hið mesta kventröll, prýðisvel greind, stálminnug og ættfróð svo um munaði af ómenntaðri konu.

Hjá foreldrum sínum ólst Hans upp þar til hann missti föður sinn árið 1847. Brá Vigdís móðir hans þá búi og fór í vist en Hans komst þá þegar á hálfgerðan flæking en var þó um eitt skeið vinnumaður á Kalmannstjörn hjá Stefáni heitnum Sveinssyni.

Ungur hneigðist Hjutt að hóflausri víndrykkju og var í orðsins fyllstu merking fyrirmyndar fylliraftur. En hann var sérlega

hreinlátur með sjálfan sig og gætti þess ávallt, fullur sem ófullur, að hafa föt sín hrein og órifin, og um margt annað en víndrykkjuna var hann reglusamur og aldrei brá hann frá þeirri venju að hafa byssuna sína hlaðna hangandi á sperrunni við rúmstæði sitt. Það kom sér líka stundum vel þegar hann þurfti fljótlega að grípa til hólksins eins og síðar mun sagt verða. En með afbrigðum var hann ofsabráður, einkum þegar hann var fullur sem oftast var frá því ég man fyrst eftir honum.

Óvíst um aðallífsstarfiðEkki er mér hægt að segja hvað var

aðallífsstarfið hans hans Hjutt því hann fékkst við svo margt. Hanns stundaði sjóróðra. Hann fór sveit úr sveit til þess að bræða grút. Hann var kjörinn í ýmsar sveitir til þess að aflífa hunda og ketti. Hann var fenginn til þess að liggja á grenjum og lánaðist það vel (þó að hann hitti mig ekki). Af þessu má marka að Hjutt var ekki einhæfur heldur marghæfur í athöfnum sínum, og lagði gjörfa hönd á margt. En mesta

lipurð og leikni sýndi hann þó við lógun hunda og katta eftir margra ára verklega æfingu. Eitt sinn fór þó svo að Hjutt fannst nóg um og blöskraði fjöldi fórnardýranna. Hann hafði þá verið pantaður út í Miðneshrepp til að slátra hundum og köttum sem safnaði hafði verið saman í tvo fjárhúskofa í Hvalsneshverfinu. Voru gamlir hundar í öðrum kofanum en eldgamlir illir kettir í hinum. – Þegar Hjutt opnaði katttakofann og leit yfir allan hópinn varð hann hvumsa við og orðfall um stund þar til hann sagði: „Já já, er það nú andsk. fénaður, ég held ég hafi nú tvo í snörunni í einu til þess að þetta klárist einhverntíma.“ En hvert hann svo hafði tvo ketti í snörunni í einu vissi ég aldrei.

Stundum hélt Hans Hjutt til í útikofum eða þá á bæjardyraloftum og bjó þar um sig eftir föngum og þótti mér oft gaman að heimsækja hann á þeim stöðum og syngja fyrir mig danskar vísur og fleira, en þó skömm sé frá að segja var það þó aðalskemmtun mín að hleypa karlinum upp þegar hann var fullur.

Einkennlegir menn á Suðurnesjum fyrr á tímum-Hans hjutt og „tryggðablóðið“

„Miklir atorkumenn og önd-vegishöldar hafa jafnan uppi verið á Suðurnesjum, að minnsta kosti á hinum síðari öldum. Ólafur er kynborinn Íslendingur í allar ættir sem á honum sér, hár maður, höfð-inglegur, norrænn að öllu yf-irbragði. Standa og að honum nafnkunnir atkvæðamenn, karlar og konur, í aldir fram þar um nesin, stórbændur, sægarpar og sveitahöfðingj-ar.“

Þannig hefst grein sem birtist í Mbl. sumarið 1939 um Ólaf Ketilsson, hreppstjóra frá Kalmannstjörn, á 75 ára afmæli hans. Ólafur var fæddist 3. júlí 1864, að Kotvogi í Höfnum. Hann var sonur Vilborgar Eiríksdóttur og Ketils Ketilssonar, útvegsbónda og dannebrogsmanns. Vandist hann snemma sjávarverkum og sjóróðrum, því sjór var sleitulaust stundaður þaðan á flestum tímum árs um þær mundir. Á 17. ári varð hann formaður hjá föður sínum á vetrarvertíðum. Árið 1892 gekk hann að eiga Steinunni Oddsdóttur, dóttur síra Odds Gíslasonar frá Stað í Grindavík. Þau hófu búskap í Kirkjuvogi í Höfnum, og bjuggu þar til ársins 1902, en þá fluttust þau að Kalmannstjörn í sömu sveit. Byggði Ólafur þar upp öll gripahús og íbúðarhús úr timbri — stórt og mjög vandað á þeirra tíma vísu. Bjuggu þau hjónin þar miklu rausnarbúi og var sjór stundaður af kappi samhliða landbúnaði.

Nýbýli í KirkjuvogshverfiSumarið 1928 fluttust þau hjónin frá Kalmannstjörn og byggðu

nýbýli úr steini í Kirkjuvogshverfi, gegnt því, er ósarnir skerast inn í landið og nefndu það Ósland. Ræktaði Ólafur þar tún úr harðvellisbala og var óþreytandi að sinna því og hlynna að, þótt skilyrði til búskapar væru ekki góð. Þeim hjónum varð 6 barna

auðið. Ólafur var hreppsstjóri Hafnahrepps um 40 ára skeið samtals, sýslunefndarmaður um fjölmörg ár og sat í hreppsnefnd. Hann var organisti við Kirkjuvogskirkju um langt skeið og rækti það starf af mikilli kostgæfni. Póstafgreiðslumaður hreppsins var hann einnig um langt skeið. Hann var lögfróður í besta lagi og fáir voru þeir gjörningar gerðir skriflegir innanhrepps, að ekki væri leitað fulltingis hans. Þótt hann nyti ekki skólagöngu mátti hann kallast fjölmenntaður. Í minningargrein sem Hinrik Ívarsson í Merkinesi skrifaði í Faxa um Ólaf 1947 kom fram að hann var enskumaður ágætur, las og talaði þýsku auk Norðurlandamálanna. Ólafur var góður hagyrðingur og samdi a.m.k. eitt gamanleikrit sem var æft og leikið í Höfnum, og víðar um Suðurnes. Ljóst er af greinum hans og frásöguþáttum að hann hefur búið yfir óvenju auðugri kímnigáfu og snjallri frásagnarlist.

Hár og höfðinglegurÓlafi er lýst svo af samtímamönnum að hann hafi verið hár maður

vexti og samsvaraði sér vel. Þrátt fyrir hinn háa aldur sinn og vanheilsu sem gerði honum örðugt um gang án tveggja göngustafa, þá var hann teinréttur og bar höfuðið hátt. Það var sögð ein af íþróttum Ólafs hve fljótur hann var að „fá fisk“, sem kallað var á formannsárum hans og kom oft til lands á undan öðrum skipum með fullfermi.

Önnur var sú íþrótt Ólafs, að hann hæfði nálega allt er hann skaut til. Skotfimi hans var svo frábær að undrum sætti. Eru fjölda sagnir til um skotfimi hans með kúlu og lagði hann mikinn hóp sela að velli - ásamt tófum, sem hann þótti framúrskarandi laginn að fást við, og átti hann marga kalda stund við að liggja fyrir þeim í tunglsljósi og brunafrosti.

Ólafur var mjög vel ritfær eins og fram kemur í frásöguþætti hans af einkennilegum mönnum. Nokkrir þeirra birtust í Lesbók Mbl. á þriðja áratug síðustu aldar, í safnritum og bókum. Þessir þættir gefa skemmtilega innsýn inn í hugarheim, umhverfi og aðbúð á Suðurnesjum á síðari hluta nítjándu aldar og framan af þeirri tuttugustu. Fróðleiksfýsn og ritfærni Ólafs kemur vel fram í þjóðsagnasafninu Rauðskinni sem séra Jón Thorarensen safnaði en mikill hluti þess efnis sem er í bókinni er kominn frá Ólafi.

Ólafur Ketilsson, hreppstjóri frá Kalmannstjörn

Úr endurminningum Ólafs Ketilssonar, hreppstjóra í Höfnum:

Ljósm. Svavar Ellertsson

Page 8: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

14 FAXI FAXI 15

Kom æðandi með byssuna Eitt sumar hélt hann til í fjárhúskofa sem stóð

í afgirtu gerði fyrri ofan Kirkjuvogstúnin. Hlið var á gerðinu örskammt frá austurgafli kofans. Einn dag þegar ég ætlaði að heimsækja karlinn þá heyri ég þegar ég kem að kofadyrunum að Hjutt er að kjafta við sjálfan sig og er sem oftar blindfullur. Ég hætti þá við að fara inn til hans en fór að austurgafli kofans sem var með hálfþili úr timbri, tók stóran stein og senti í trégaflinn svo af varð dynkur mikill. Svo þaut ég eins og elding út fyrir hliðið og lagðist þar flatur niður og gægðist á milli kampsteinanna. Augnabliki síðar kom karlinn æðandi út, berhausaður og bersköllóttur með byssuna í hendinni. Og enn þann dag í dag sé ég hann Hjutt fyrir augum mínum þar sem hann var að læðast hálfboginn í kringum kofann og smábregða byssunni upp að kinninni og sigta í allar áttir en sá engan manninn. Litli seinna fór hann svo inn í kofann aftur og ætlaði ég honum stundirnar þar til hann væri búinn að hengja byssuna á sperruna því það vissi ég hann myndi gera, Aftur dundi svo kletturinn á þilinu og aftur kom Hjutti æðandi út með byssuna og var hinn ógurlegasti ásýndum. – Ógleymanleg verður mér stundin sú þegar karlinn var að gægjast fyrir kofahornið og kippa hausnum til baka aftur og þrífa til byssunnar og sigta sitt í hverja áttina. Í þriðja sinn sem hann kom æðandi út var hann svo ofsareiður að hann sendi skotinu beint út í loftið til þess að svala heiftinni. – Litlu seinna fór ég svo inn til karlsins og var hann þá í óða önn að hlaða byssuna ógurlega reiður og allur í einu svitabaði. En er hann sá mig var eins og honum létti um leið og hann sagði: „Varst það þú tryggðablóðið mitt sem varst að senda klettinum í þilið?“ En ég var nú ekki alveg á að svo hefði verið. Litlu seinna voru svo báðir sestir að kaffidrykkju en kofinn bergmálaði af hinum fegustu samstilltu mannsröddum.

Hjutt og guðfræðineminnÁrið 1848 hélt Hjutt til á bæjardyraloftinu

hjá foreldrum mínum. Hafði hann þar stórt og rúmgott herbergi og leið honum þar mjög vel og var hinn ánægðasti með lífið. En það man

ég að pabbi sálugi var oft að furða sig á hvað karlinn var oft sjóðandi fullur og fara þó aldrei í Keflavík að sækja brennivín. „Bölvað fyllerí er þetta á karlinum, hann er alltaf sjóðandi fullur, hvaðan hefur hann allt þetta brennivín,“ sagði pabbi sálugi stundum þegar honum þótti úr hófi keyra.

Sennilega hefði faðir minn ekki undrast eins fylleríið hans Hjutts ef hann hefði vitað hvað einn af sonum hans átti oft leið niður í búrið þar sem brennivínstunnan stóð á stokkunum eða þá ef hann hefði fundið lyktina sem stundum lagði upp úr grautaraskinum hans Hjutts. – Þá hefði föður minn að öllum líkindum farið að gruna hvernig á því stóð að Hjutt var alltaf blindfullur.

Þetta vor fór Hjutt út í Garð að bræða grút og aflífa kvikindi hjá Einari Sigurðssyni bónda í Vörum. Þegar hann kom aftur var hann með 15 potta nýjan blikkbrúsa, fullan af brennivíni. Þetta sama sumar var guðfræðinemi einn sendur hingað suður í Hafnir til þess að lesa undir próf. Var piltur þessi bráðgáfaður en var víst nokkuð vínhneigður og því komið hingað suður til að halda honum frá vínnautninni. En þar sem ekki eru nema 60 faðmar á milli Kotvogs og Kirkjuvogs þá frétti guðfræðineminn bráðlega af komu Hjutts og brennivínsbrúsanum. Tókust brátt kærleikar miklir milli þeirra og voru þeir öllum stundum saman á bæjardyraloftinu og undu þar hag sínum hið besta. Var Hjutt sem vonlegt var ofhlaðinn af upphefð að hafa þarna ættgöfugan ungan guðfræðing fyrir einkavin. Einn dag er ég kom upp til þeirra lágu þeir félaga báðir steinsofandi í rúminu með brúsann eins og barn á milli sín.

Púðurreykur og brennisteinssvælaÉg fór þá strax ofan aftur, tók skóflu sem

stóð í bæjardyrum og hamaðist svo við að berja henni upp í loftið til þess að vekja þá. En það var sama hvað fast ég barði, þá vaknaði hvorugur. Mér þótti þetta mjög leitt og vissi í svipinn ekki hvað ég skyldi til bragðs taka, en svo datt mér í hug byssa (framhlaðningur) sem Eiríkur sálugi bróðir minn átti. Hana tók ég og hálffyllti hana af púðri. Svo rak ég byssukjaftinn upp í loftsgatið og hleypti af.

Ég ætla ekki að lýsa hér þeim ósköpum sem á gengu en það munaði minnstu að byssan rotaði mig um leið og hún hentist úr höndum mínum en drununni sjálfri undirganginum, púðurreyknum og brennisteinsvælunni er ekki hægt að lýsa. Það var víst þvílíkast sem himinn og jörð væru að forganga. En við öll þessi ósköp sen á gengu vöknuðu þeir Hjutt og guðfræðingurinn og ég heyrði að hann var að biðja góðan guð að hjálpa sér. En Hjutt hentist eins og elding fram úr rúminu um leið og hann sagði: „Bíddu við drengur minn.“ En ég beið ekki heldur skaust ég sem elding inn í eldhúsgöngin og samtímis kom skot niður um stigagatið og er til sýnis enn þann dag í dag í eldhúskampinum í Kotvogi.

Skallaði rúmstólpannLitlu seinna komu svo foreldrar mínir og allt

vinnufólkið æðandi fram baðstofugöngin að vita hver undur á gengi, en í bæjardyrunum mætti þeim kolsvartur púðurreykur og brennisteinssvæla svo ekk sá handa skil. En þegar ég heyrði að móðir mín sagði „Hvar ætli að drengurinn sé?“ Þá þorði ég ekki annað en að gefa mig fram því ég heyrði að ótti var í raddhreimnum. Sem eðlilegt var fékk ég engar þakkir fyrir tiltækið og móðir mín var þess fullviss að ekki hætti ég þessum aðförum við karlinn fyrr en hann kláraði mig. Litlu seinna var ég kominn inn í vinnufólksherbergið á baðstofuloftinu og stóð þar fremur skömmustulegur og þögull. Ekki hafði ég lengi staðið upp við ein rúmstólpann er ég sá Hjutt koma æðandi upp á loftið, kolsvartan af púðurreyk, berhausaðan og blindfullan. Þegar hann sá mig byrjaði hann að róta úr sér yfir mig eldibröndum og ókvæðisorðum eins og vonlegt var.

Svo sá ég að hann fór að strjúka hægri hönd sinni um ennið og vissi ég þá hvað til stóð. Að hann ætlaði að fara að gefa mér „skalla“ en Hjutt þóttist allra manna æfðastur í þeirri list, þó að hann gerði það á þann einkennilegan hátt að hann kom æðandi hálfboginn með hausinn beint fram undan sér og lenti höggið þó vanalega í maganum á þeim sem skallann fékk. Þegar Hjutt hafði strokið ennið nokkrum sinnum með hendinni setti hann sig í einn hálfboginn hnipur og kom svo æðandi á mig með bersköllóttan hausinn beint framundan sér. En á sama augnabliki og hann ætlaði að reka hausinn í mig skaust ég sem elding frá rúmstólpanum svo hausinn lenti á egghvassri stólpabrúninni en Hjutt lagðist mjög hóglátlega flötum beinum á gólfið. Það man ég að til ofurlítillar iðrunar fann ég er ég litlu seinna horfði í hin undurmildu augu móður minnar, er hún leit til mín og ég sá ásökunina sem úr augum hennar skein á meðan hún var eftir öllum kúnstarinnar reglum að doktora sundurskorinn skallann á honum Hjutt. En þrátt fyrir allt sem á undan var gengið var ég samt um kvöldið orðið tryggðablóðið gamla mannsins.

Ljósm. Svavar Ellertsson

Page 9: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

1� FAXI FAXI 1�

Nú standa yfir flutningar á varð-veislurými Byggðasafnsins. Við höfum verið með varðveisluna

aðallega á þrem stöðum. Munasafnið á Njarðarbraut 3, vélar og tæki í verk-stæðishúsi Steypustöðvarinnar á Fitjum, myndir og filmur í Kjarna, Hafnargötu 57 en þar er einnig hýst Skjalasafn Reykja-nesbæjar.

Það var ljóst að tæma þurfti geymslurnar í Kjarna og á Fitjunum á næstu vikum og mán-uðum. Húsnæðið á Njarðarbraut 3 hefur reynst okkur afar vel en ljóst er að það yrði mjög þröngt um okkur ef við þyrftum að taka inn allt það sem geymt hefur verið á öðrum stöðum.

Aðalstöðvarnar verða á VallarheiðiGagnvarslan ehf er fyrirtæki sem sérhæfir

sig í varðveislu skjala og menningarminja og hverskyns þjónustu þar að lútandi. Fulltrúar fyrirtækisins sýndu áhuga á að koma með að-alstöðvar þess til bæjarins til að byggja hér upp öflugt þekkingarfyrirtæki á Vallarheiði. Eftir þó nokkra umræðu varð til sú hugmynd að búa til þróunar- og samstarfssamning við fyrirtæk-ið þar sem öll varðveisla bæjarfélagsins yrði flutt inn í húsnæði þeirra. Það er að segja; varð-veisla Byggðasafns-, Skjalasafns og Listasafns Reykjanesbæjar.

Hér er miklum áfanga náð með því að öll varðveisla menningarminja verður á sama stað í viðunandi húsnæði. Mikilvægt er þó að und-irstrika að forræði yfir varðveittum gripum og skjölum verður eftir sem áður ávallt hjá hverri stofnun. Í húsnæðinu verður vinnu- og skrif-stofuaðstaða fyrir starfsmenn Byggðasafnsins sem verða fulltrúar bæjarins í samskiptum við fyrirtækið.

Hugmyndir um námsbraut í þekk-ingar- og safnafræðum

Það er auðvitað ekki einfalt að tengja sam-an opinberan- og einkarekstur. Þetta útheimtir mikla hugmynda- og þróunarvinnu sem báðir aðilar þurfa að leggja af mörkum og verður áhersla lögð á það á næstu árum. Við vonumst til að sú vinna skili betri rekstri varðveislunn-ar, þróunar í aðferðum og auknum skilningi á verkefninu. Jafnframt sem vinnan efli starfsemi þekkingarfyrirtækja á svæðinu. Gagnavarslan hefur mikinn metnað til að bjóða framúrskar-andi þjónustu og styður bærinn með þessum hætti við þróun starfsemi þess. Þá hafa verið uppi hugmyndir um námsbraut á háskólasviði við Keili í þekkingar- og safnafræðum. Ef það

gengur eftir þá getum við orðið leiðandi afl í þessum geira á landsvísu.

Tvær megindeildirStarfsemi Byggðasafnsins skiptist í tvær

megindeildir, annars vegar er það varðveislan sem er lager af sögulegum gripum (munir og myndir), skráning upplýsinga um þá í safn-skrá og hins vegar miðlunin eða sýningarnar. Það er varðveisludeildin, lagerinn, sem verður hýstur á Vellinum en sýningarnar verða áfram í Duushúsum, Stekkjarkoti og í Innri Njarðvík. Algengur misskilningur er að fólk álíti að á sýningum safna sé og eigi að vera nánast allur safnkosturinn og að það sem ekki er á sýning-um sé álitið jafnvel lítils virði. Því tala sumir um að safngripunum sé sýnd virðing eða sómi með því að hafa þá ávallt til sýnis. Þessi hugs-un endurspeglar ekki starfsemi byggðasafna og allra stærri safna í heiminum. Á hverjum tíma er tiltölulega lítill hluti af safnkostinum sýndur. Með sýningum safna er ekki einungis verið að sýna safngripi heldur er reynt að varpa ljósi á þá sögu sem safnkosturinn tengist.

Viðfangsefnin aldrei uppurinViðfangsefni byggðasafna, staðbundin saga,

er aldrei uppurin og nýjar kynslóðir koma fram með aðrar áherslu og ný áhugamál. Það skipt-ir því máli að hægt sé að efla sýningahaldið þannig að fleiri og fjölbreyttari sýningar verði í boði fyrir almenning. Þar skiptir miklu að lag-er safnsins, safnkosturinn og þekking á honum sé sannfærandi og gefi möguleika til að mæta margvíslegum þörfum samfélagsins.

Vildarvinir ByggðasafnsinsMargir hafa spurt um starfsemi safnsins í

Vatnsnesi. Það var höfðingleg gjöf á sínum tíma að leggja þetta falleg hús til safnsins. Hefur safnið átt þar sínar höfuðstöðvar í um þrjá áratugi. Lengi var hluti af lager safnsins geymdur í húsinu en stærri hluti var þó lengst af geymdur í geymslu í Röstinni. Nú höfum við flutt skrifstofur safnsins úr húsinu sem og lagerinn. Eftir stendur tómt hús sem þarfnast verulegra viðgerða.

En þó er húsið ekki alveg tómt. Unnið er að því að stofna Vildarvini Byggðasafnsins sem fá þá inni í húsinu. Vildarvinirnir verður hópur einstaklinga sem hefur mikinn áhuga á sögu svæðisins. Til dæmis mun hluti þeirra einbeita sér að söfnun munnlegra heimilda. Starfsem-in í Vatnsnesi og Vildarvinir Byggðasafnsins verða kynnt nánar síðar.

Sigrún Ásta Jónsdóttir,forstöðumaður Byggðasafns

Reykjanesbæjar

Fréttir frá Byggðasafni Reykjanesbæjar:

Öll varðveisla menningarminja í Reykjabæ verður flutt á Vallarheiði

Sigrún Ásta Jónsdóttir, safnstjóri.SG Bílar - bílasala, Bolafæti 1 – sími 421 4444

Bílasalan Holtsgötu 52 – sími 421 8808 Bílasalan bílahornið – hjá Sissa Brekkustíg 38 – sími 420 3300

Bílasalan Bernhard Njarðarbraut 15 – sími 421 7800 Hekla – sölu- og þjónustuumboð Njarðarbraut 13 – sími 420 5000

Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 – 420 6600 Bensínorkan Fitjum – sími 421 2410

Bensínstöð Olís / Básinn Vatnsnesvegi 16 – sími 421 3755 ÓB – sjálfsafgreiðslustöð Fitjabakka 2-4

Bílar & bensíní Reykjanesbæ

Hvetjum lesendur Faxa til að beina viðskiptum sínum til þeirra sem selja bíla og bensín í Reykjanesbæ

Eins og sjá má er um mjög mörg góð fyrirtæki að ræða

Page 10: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

1� FAXI FAXI 1�

Skúli Magnússon:

Upphaf tveggja timburhúsa í Keflavík

Sumarið 1907 lét Duus-verslun í Keflavík smíða tvö ný timburhús í þorpinu. Annað húsið var lítið

einlyft með risi og lágri skúr-útbyggingu ofan við þar sem herbergi voru. Hús þetta var reist á grunni svonefnds Önnubæjar sem stóð á mótum núverandi Vallagötu og Íshússtígs. Önnubær var torfbær og var rifinn þegar timburhúsið var reist sum-arið 1907. Þetta timburhús brann sum-arið 1964 og var þá rifið. Þá átti húsið Sigurður Hannesson, sem kenndur var við svínabúið sem hann átti og rak yst í bæn-um utan við Birkiteig, og í daglegu tali kallaður Siggi svína. Á hinni gömlu lóð Önnubæjar var ekki reist aftur hús eftir brunann 1964 en um og nokkru fyrir 1990 lét Indriði Adólfsson flytja íbúðarhús sitt sunnan úr Höfnum og setja það niður á lóð hins gamla Önnubæjar.

Á mótum Kirkjuvegar og Tjarn-argötu

Hitt húsið sem Duus-verslun lét smíða í Keflavík sumarið 1907 stóð á núverandi gatna-mótum Kirkjuvegar og Tjarnargötu. Húsið var flutt suður í Hafnir eftir 1980 þegar undirbún-ingur hófst að smíði stórhýsis þess sem hýsir nú Sparisjóðinn í Keflavík og skrifstofur Reykja-nesbæjar. Umrætt hús seldi Duus-verslun 1907 Guðmundi Kr. Guðmundssyni fiskimatsmanni í Keflavík en hann starfaði langa ævi hjá Duus-verslun við verkun, móttöku og útskipun á saltfiski og gegndi auk þess öðrum hússtörfum hjá versluninni eftir því sem til féll. Fram til 1905 stundaði Guðmundur líka sjómennsku

að staðaldri á árabátum frá Keflavík en fór þá í land og hætti sjómennsku. Frá 1905 starfaði Guðmundur við fiskmat hjá Duus-verslun þar til verslunin var seld og eitthvað lengur þó hjá nýjum eigendum Duus-eignarinnar fram und-ir miðjan fjórða áratug 20. aldar meðan heilsa entist.

Þórun EinarsdóttirKona Guðmundar var Þórunn Einarsdóttir og

lýsir Marta Valgerður þeim hjónum og heim-ili þeirra í þáttum sínum um Keflvíkinga sem

birtust í Faxa á árunum 1948-1968. Guðmund-ur og Þórunn bjuggu í húsi sínu við Tjarnagötu þar til Guðmundur dó 1944. Eftir það var húsið selt og flutti Þórunn til Guðmundar Kr. skip-stjóra í nýtt hús hans við Vatnsnesveg. Þar bjó hún 1946 þegar Guðmundur fórst með báti sínum Geir GK 198. Fór Þórunn þá á Grund í Reykjavík og dó þar háöldruð.

Fyrsta portbyggða íbúðarhúsiðÁður en þau Guðmundur og Þórunn keyptu

hús sitt af Duus-verslun 1907 bjuggu þau í litlum timbur- og torfbæ sem stóð skammt fyrir ofan og norðvestan við timburhús þeirra á hæðinni norðan við Hábæ. Þar standa nú íbúaðablokkir aldraðra í Keflavík við Kirkju-veg. Guðmundur og Þórunn munu hafa haf-ið búskap sinn í torfbænum hjá Hábæ, líklega 1887-88 að því er ég best veit og þar fædd-ust synir þeirra. Yngstur var Guðjón Magnús (fæddur 1899, dáinn 1984). Timburhús það sem Guðmundur keypti af Duus-verslun 1907 var allstæðilegt að þeirra tíðar hætti og var að því ég held fyrsta portbyggða íbúðarhús-ið í Keflavík. Hver reist húsið veit ég ekki en hugsanlegt er að smíði þessara tveggja timb-urhúsa, húss Guðmundar Kr. og hússins á lóð Önnubæjar, hafi verið liður í þeirri viðleitni Duus-verslunar að fegra og bæta umhverfið í Keflavík. Marta Valgerður getur þess í minn-ingum sínum frá Keflavík að þegar Ágúst Ólavsen var faktor Duus-verslunar í Keflavík nálægt 1901-1905 hafi sú stefna verið tekin að bæta húsakost og endurnýja og bæta umhverfi og þrifnað. Má því hugsanlegt telja að versl-unin hafi reist umrædd timburhús til að gefa starfsmönnum sínum kost á að kaupa þau. Um svipað leyti var hlaðinn steingarður sá sem enn umlykur hús þau sem síðast tilheyrðu Keflavík h/f sem brann á sjöunda áratug 20. aldar.

Duus í vegagerðÞví má til fróðleiks bæta hér við að Duus-

verslun tók að sér, líklega sumarið 1906, að leggja og ljúka við ysta hluta núverandi Kirkjuvegar í Keflavík, kaflann frá Vesturgötu og út að Grófinni skammt utan við þar sem lengi var hænsnabú Gísla Gíslasonar. Í fram-haldi af þessum ysta hluta Kirkjuvegar lá síðan gamla þjóðleiðin út yfir Hólmsberg út í Leiru og Garð. Þessi vegarlagning hefur líklega verið hluti af þeim samfélagsverkefnum sem Duus-verslun lét gera til hagsbóta fyrir íbúa í Keflavík. Sýslunefnd Gullbringusýslu greiddi versluninni síðan fyrir vegalagninguna eins og til stóð en þetta er í eina skiptið sem ég veit til að Duus-verslun hafi staðið í vegagerð í Kefla-vík sem sýslufélaginu bar þó að sjá um.

Í S Á T T V I Ð U M H V E R F I Ð

Brauðlist í Reykjanesbæ

Þuríður Davíðsdóttir opnaði nýlega smurbrauðsstofun Brauðlist að Grófinni 8 í Reykjanesbæ. Þuríður hefur starfað erlendis um langt ára-bil en kom aftur á heimaslóðir fyrir tveimur árum og settist að í Vog-um. Þuríður sérhæfir sig í veisluþjónustu með smurbrauð og brauð-tertur og býður upp á fjölbreytta rétti. Til að byrja með ætlar hún að halda sig við að taka pantanir en útilokar ekki að bjóða upp á tilbúnar sneiðar í afgreiðslunni þegar fram líða stundir. Með Þuríði á myndinni er Birgir Guðnason sem leigir Brauðlist húsnæði í Grófinni.

Guðmundur Kr. Guðmundsson

Þórunn Einarsdóttir, kona Guðmundur Kr., með Einari syni þeirra.

Hús Guðmundur Kr. að Tjarnargötu 7. Hús þetta var síðar flutt í Hafnir.

Page 11: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

20 FAXI FAXI 21

Um og eftir aldamótin 1900 var út-gerð í Vatnsleysustrandarhreppi vart svipur hjá sjón miðað við það

umfang sem verið hafði á meginhluta síð-ari helmings liðinnar aldar. Róðrabáta-útgerð var þó stunduð á vetravertíð frá flestum bæjum meðfram ströndinni frá Hvassahrauni að Vogastapa.

Segja má að útvegsmenn í hreppnum hafi verið nokkuð fljótir að tileinka sér vélbáta sé miðað við framvindu vélvæð-ingar á Suðurnesjum. Besti möguleiki til að halda bát á legu var í Vogavík sem jafnframt var talin ein besta höfnin á Suð-urnesjum frá náttúrunnar hendi. Einnig var hægt að láta báta liggja við festar á Vatnsleysuvík. Frá þessum stöðum hófst vélbátaútgerðin í hreppnum.

Fyrsti vélbáturinnFyrsti vélbáturinn í eigu heimamanna kom

haustið 1908, var það Vonin GK. 352. rúmlega 7. tonn að stærð í eigu Ásmundar Árnasonar og fl . í Vogum. Vonin var fyrst gerð út á vetr-ar-vertíð 1909, en þá vertíð hófu einnig tveir aðrir vélbátar róðra frá Vogavík. Voru báðir bátarnir frá Akranesi, Höfrungur um 7. tonn í eigu Haraldar Böðvarssonar og fl . og Fram um 12. tonn í eigu Bjarna Ólafssonar og fl . Var útgerð Akranesbátanna með aðstöðu á hólma undir Vogastapa þar sem verstöðin Hólmabúð hafði áður haft aðsetur.

Sjö vélbátar á vetrarvertíðÁ vetrarvertíð 1913 voru gerðir út sjö vél-

bátar af heimamönnum, fi mm frá Vogavík og

tveir frá Vatnsleysuvík. Frá Vogavík voru auk Vonarinnar. Sörli um 10. tonna bátur í eigu Sigurjóns J. Waage og Klemensar Egilssonar. Björgvin tæplega 5 tonn. eigendur voru bræð-urnir Þórður og Bjarni Skúlasynir. Báturinn var síðan umbyggður og stækkaður og hét eftir það Skúli. Hafalda tæplega 11 tonn, eigend-ur voru bræðurnir Eyjólfur, Andrés og Ólafur Péturssynir. Auk þess var leigubátur Víkingur tæplega 8 tonn, sem Benedikt Pétursson gerði út. Frá Vatnsleysuvík voru Hermann um 6,5 tonn. í eigu Sæmundar Jónssonar og fl . af Vatnsleysubæjum, og Barðinn, tæplega 9 tonn, leigubátur gerður út af Auðunni Sæmundssyni og fl .

Afl inn breytilegurUm þetta leyti var vélbátaeignin í hreppn-

um í hámarki, tveir bátar bættust að vísu við og fylltu upp í skörð annara. Voru báðir með kútterlagi, nýrri gerð vélbáta sem þá voru að verða allsráðandi. Annar báturinn Haukur, um

11 tonn, var fyrst í eigu Hallgríms Sc. Árna-sonar og fl . Vogum en síðar sameign manna frá Vatnsleysum, Hvassahrauni og Þorbjarn-arstöðum. Hinn var Sæbjörg, um 11 tonn að stærð, í eigu Auðuns Sæmundssonar og fl . af Vatnsleysubæjum. Úthaldstíminn var að mestu bundinn við vetrarvertíðina en lítið var um útgerð vélbáta á öðrum tíma ársins. Afl i var breytilegur frá ári til árs og þegar skoðað er afl abrögð vertíðanna 1913-1917 þá hefur afl -inn verið að jafnaði um 50 tonn á bát. En sá afl i hefur vart dugað til endurnýjunar báta.

SjóslysSlysfarir settu svip sinn á tímabilið. Tveir

vélbátar fórust með allri áhöfn með fi mm ára millibili, og voru báðir frá sömu útgerðinni. Vélbáturinn Hermann frá Vatnsleysu fórst þann 24. mars 1916 í illviðri sem þá gekk yfi r. Báturinn réri frá Sandgerði og var í fi skiróðri suður í Miðnessjó en fékk á sig brotsjó og sást ekki til bátsins eftir það. Með bátnum fórst öll áhöfnin sjö menn. Þá fórst vélbáturinn Haukur frá Vatnsleysu þann 9. febrúar 1921 með allri áhöfn fi mm mönnum. Báturinn hafði stundað róðra frá Sandgerði og farið til veiða þá um morguninn. Af einhverjum ástæðum hefur hann farið inn á Vatnsleysuströnd og síðan far-ist við Keilisnes, en þar fannst báturinn og var svo grunnt að siglutrén stóðu upp úr sjónum. Ef litið er til þessa tímabils má segja að á sama hátt og útvegsmenn hafi verið fl jótir að tileinka sér vélbáta þá sé eins og þessi útgerð hafi ekki staðist væntingar og að hún hafi staðnað. Lítil endurnýjun varð á bátum og með tímanum fór svo að það dró úr útgerðinni og þegar leið á þriðja áratuginn var þessi kynslóð vélbátaút-gerðar nær liðin undir lok.

Vogavík og Vatnsleysuvík

BG Bílakringlan ehf • Grófi nni � • Kefl avík • Sími 421-4242 • [email protected]

Þjónustuverkstæði

BílageymslaBílageymslaBílageymslaBílageymslaBílageymsla

BúslóðageymslaBúslóðageymslaBúslóðageymslaBúslóðageymslaBúslóðageymsla

Haukur Aðalsteinsson:

Ljósm. Svavar Ellertsson

Vébáturinn Höfrungur við bryggju í Kaup-mannahöfn.

Sæbjörg GK 470 (áður VE 244) var smíðuð í Reykjavík 1913.

Page 12: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

22 FAXI FAXI 2�

Útskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja á haustönn 2007

Anna Pálína Árnadóttir

Heiðarhorn 3 230 ReykjanesbærStuðningsfulltrúa/

skólaliðabraut

Anna María ÆvarsdóttirTýsvellir 3

230 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Arnar Páll GuðmundssonNorðurvellir 2

230 ReykjanesbærViðskipta- og

hagfræðibraut

Ágúst RúnarEiríksson

Háseyla 31260 ReykjanesbærHúsasmíðabraut

Árni Páll JónssonHeiðarhraun 20240 Grindavík

Félagsfræðibraut

Árni RagnarssonStarfsbraut

Ásmundur Rafnar Ólafsson

Íshússtígur 2230 ReykjanesbærVélstjórnarbraut

1. stigs

Baldur WaageÁsabraut 11

230 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Bára BragadóttirSunnubraut 27

250 GarðurNáttúrufræðibraut

Birgir Bachmann Konráðsson

Brekkustígur 16230 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Bogi Rafn EinarssonSuðurvör 3

240 GrindavíkFélagsfræðibraut

Bryndís ValdimarsdóttirNorðurvellir 10

230 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Disa RhiannonEdwards

Ránarvellir 8230 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Einar HelgiHelgason

Gerðavellir 7240 Grindavík

Félagsfræðibraut

Elín IngaÓlafsdóttir

Félagsfræðibraut

Gísli LárussonLyngholt 19

230 ReykjanesbærRafvirkjabraut

Geirþrúður ÓskGeirsdóttir

Smáratún 33230 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Guðfinna MagnúsdóttirEfstahraun 28240 Grindavík

Náttúrufræðibraut

Guðmundur Eggert Gíslason

Blikabraut 7230 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Guðríður EvaHalldórsdóttirKirkjuvogur 1

233 HafnirMálabraut

Guðrún Sigríður Egilsdóttir

Heiðarholt 44230 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Guðrún Gunnarsdóttir

Baðsvellir 1240 Grindavík

Félagsfræðibraut

Gunnar Ólafur Ragnarsson

Glæsivellir 14240 Grindavík

FélagsfræðibrautHúsasmíðabraut

Hanna Sigga Unnarsdóttir

Túngata 1245 Sandgerði

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Hanna Rúna KristínardóttirMávabraut 11

230 ReykjanesbærListnámsbraut

Heiða Birna Guðlaugsdóttir

Melavegur 6260 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Helga HafsteinsdóttirHlíðarvegur 14

260 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Helga JónsdóttirÁsabraut 14

240 GrindavíkNáttúrufræðibraut

Helga Dagný Sigurjónsdóttir

Týsvellir 7230 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Helgi Valdimar Viðarsson Biering

Smáratún 36230 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Hrafnhildur GuðjónsdóttirBaðsvellir 18

240 GrindavíkFélagsfræðibraut

Hrefna BjörkSigurðardóttirSúlutjörn 23

230 ReykjanesbærSkólaliðabraut

Hrönn Þorgrímsdóttir

Efstaleiti 44230 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir

Gónhóll 1 260 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Ingveldur Eyjólfsdóttir

Suðurgarður 2230 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Íris Stefanía Neri Gylfadóttir

Bragavellir 5230 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Jenný Rut GuðjónsdóttirVesturhóp 26

240 GrindavíkViðskipta- og

hagfræðibraut

Jenný Karitas Ingadóttir

Miðgarður 5230 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Jóhann Árni Ólafsson

Holtsgata 19260 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Lilja Charlene Thomas

Borgarhraun 12240 Grindavík

Félagsfræðibraut

Óli Þór HjaltasonSteinás 33

260 ReykjanesbærVélstjórnarbraut

2. stigs

Pétur Rúnar Guðmundsson

Grænás 3a260 ReykjanesbærVélstjórnarbraut

2. stigs

Pétur Karl IngólfsonÓðinsvellir 15

230 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Sigurjón K. Fjeldsted

Hafnargata 82230 Reykjanesbær

Verknámsbraut rafvirkjunnar

Sigurjóna Guðnadóttir

Sunnubraut 22250 Garður

Félagsfræðibraut

Símon G. Þorsteinsson

Blómsturvellir 1240 Grindavík

Félagsfræðibraut

Skarphéðinn Njálsson

Birkiteigur 37230 ReykjanesbærFélagsfræðibraut

Sólrún Mary GunnarsdóttirVallargata 22245 Sandgerði

Málabraut

Svanhildur ÓskSigurfinnsdóttirArnarhraun 18240 Grindavík

Náttúrufræðibraut

Sverrir Örn LeifssonHeiðarbakki 21

230 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Theodór Kjartansson

Félagsmálabraut

Þorsteinn ÞorsteinssonBragavellir 3

230 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Björgvin BjörgvinssonStaðarhraun 23240 Grindavík

Meistaranám húsasmíði

Jón Ingibjörn ArnarssonSunnubraut 26

250 GarðurVélstjórnarbraut 1. stigs

Elísabet A. SigurðardóttirVíkingsbraut 754230 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Ragnar MagnússonSóltún 8

230 ReykjanesbærNáttúrufræðibraut

Þórunn Eva Guðbjargar Thapa

Iðavellir 12240 Grindavík

Page 13: 2 FAXI FAXImitt.is/faxi/1. tbl 2008.pdf · 2008. 9. 1. · og brim sem þeim fylgdi. Byggingargrjót var verðmætt Edinborg var stór verslun á sinni tíð og betur efnum búin

www.spar.isHæsta einkunn í ánægjuvog fjármálafyrirtækja DÚX

Sparisjóðurinn býður nú viðskiptavinum sínum upp á SP12, hávaxta sparnaðarleið í Heimabankanum, sem felur í sér mánaðarlegar

vaxtagreiðslur. Reikningurinn er óverðtryggður og óbundinn og fara vextir eftir innstæðu hans. Fjárhæðin er ávallt laus til útborgunar

og millifærsla í Heimabankanum er gjaldfrjáls. SP12 er frábær kostur fyrir þá sem vilja sjálfir halda utan um sinn sparnað.Fí

to

n/

A

Nú kemur þetta mánaðarlega

spara A4 kallinn copy.ai 2/21/08 4:16:12 PM