37
Landafræði handa unglingum Yfirferð fyrir próf

Yfirferð fyrir próf

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Yfirferð fyrir próf

Landafræði handa

unglingum

Yfirferð fyrir próf

Page 2: Yfirferð fyrir próf

Fólksfjöldi

Íbúar jarðarinnar eru u.þ.b. 7 milljarðar.

Á 19. öld hófst veruleg fólksfjölgun, í tengslum við bætta heilsugæslu og þrifnað.

Um 60% mannkyns býr í Asíu.

Tvö fjölmennustu ríki jarðar eru Kína og Indland.

Page 3: Yfirferð fyrir próf

Fólksfjöldafræði

Fæðingartíðni – hversu margir íbúar fæðast á hverja 1000 íbúa árlega.

Dánartíðni – hversu margir íbúar deyja á hverja 1000 íbúa árlega.

Náttúruleg fólksfjölgun – fleiri fæðast en deyja.

Náttúruleg fólksfækkun – fleiri deyja en fæðast.

Page 4: Yfirferð fyrir próf

Mestu þéttbýlissvæði jarðar

80% íbúa jarðarinnar búa á um 20% af flatarmáli hennar.

Ástæður fyrir búsetu fólks geta m.a. verið gott akurlendi og aðgangur að hráefnum og orku til iðnaðar.

Dreifbýl landsvæði eru þau of heitu og köldu – erfitt um fæðuöflun.

Page 5: Yfirferð fyrir próf

Offjölgun

Um 7200 börn fæðast á hverri klukkustund = 1,2 millj. á viku.

Um milljarður mannkyns lifir án nægilegs matar.

Talað er um norður/suður skiptingu jarðar, fátækt, hungursneið og offjölgun einkennir þjóðir í suðri.

Andstæður vaxa þegar munur ríkra og fátækra eykst – hætta á óeirðum eða styrjöldum.

Page 6: Yfirferð fyrir próf

Þróunarlöndin

Fólk flyst í borgina í von um betra líf – flestir enda í kofaborgum í úthverfum.

Kofaborgirnar eru kallaðar barriadaseða favelas í Suður-Ameríku, shanty-towns í Afríku.

Kofarnir eru úr blikkplötum og fjölum, ekkert rafmagn er þarna né vatns- eða skolpleiðslur.

Page 7: Yfirferð fyrir próf

Þróunarlöndin frh.

Einkenni þróunar landanna er m.a. hátt hlutfall landbúnaðar í skiptingu atvinnu-greina.

Í þróunarlöndunum deyja 93 af 1000 börnum á fyrsta ári á meðan 19 af 1000 deyja í iðnríkjum!

Offjölgun á sér ekki stað nema land geti ekki framfleytt íbúum.

Fjölmennustu borgirnar eru Tókíó í Japan og Mexíkóborg.

Page 8: Yfirferð fyrir próf

Iðnríkin - fólksfjölgun

Í sumum löndum iðnríkjanna er hörgull (vöntun) á vinnuafli í iðnaði –farandverkamenn hafa flust inn frá öðrum löndum.

Vandamál sem fylgja aukinni ævilengd er aukið hlutfall eldra fólks sem þarfnast umönnunar yngri kynslóða.

Page 9: Yfirferð fyrir próf

Spornað við vandanum

Kínverjar leyfa einungis að eitt barn fæðist í fjölskyldu – þetta hefur verið gagnrýnt sem ómannúðlegt.

Ef fólk hefur eignast fleiri börn hefur refsingum verið beitt t.d. í formi fjársekta

Indverjar reyna að draga úr offjölgun með fræðslu – ekki gengið eins vel og í Kína.

Page 10: Yfirferð fyrir próf

Rússland bls. 14-25

Almennt um svæði Sovétríkjanna fyrrverandi

• 1991 Sovétríkin hrynja og leysast upp í 15 lýðveldi. – Síðasta heimsveldið –

• 100 þjóðir höfðu byggt gömlu Sovétríkin.

• Fjarlægð frá vestasta til austasta staðar er 8000 km og nær yfir 11 tímabelti.

• Sovétríkin voru 217 sinnum stærri en Ísland.

Page 11: Yfirferð fyrir próf

Rússland – gróður

Túndra:

• Trjálaust land þar sem frost fer aldrei úr jörðu. Túndran í Síberíu er allt að því 1000 km. að breidd.

Barrskógarbeltið:

• Tekur við sunnan túndrunnar. Stærsta samfellda skóglendi jarðar, frá Finnlandi að Kyrrahafi.

Page 12: Yfirferð fyrir próf

Rússland - Landshættir

Mjög kalt er á veturna í Síberíu (meginlandsloftslag). Meðalhitinn er ca. -50°C og fer allt niður í -70°C

Úralfjöll:

• Fjallgarður í Rússlandi sem markar skil Evrópu og Asíu.

Volga:

• Lengsta fljót Evrópu sem rennur í Kaspíahaf.

Page 13: Yfirferð fyrir próf

Rússland – Landshættir frh.

Rússnesku árnar eru afar mikilvægar fyrir samgöngur.

Don – Rennur í Svartahaf.

Dnepr – Rennur í Svartahaf.

Fjórar af lengstu ám heims eru í Síberíu:• Ob, Jenísej, Lena sem renna til sjávar í

N-Íshafi.

• Amúr sem rennur til sjávar í Kyrrahaf og markar landamæri Rússlands og Kína.

Page 14: Yfirferð fyrir próf

Rússland – Landshættir frh.

Kaspíahaf:• Stærsta innhaf heims eða um 3.6

sinnum stærra en Ísland.

Í Evrópuhluta Rússlands eru stærstu vötnin:• Ladoga og Onega

Í Asíuhlutanum eru helstu vötnin:• Aralvatn, Balkhashvatn og Bajkalvatn

(sem er stærsta ósalta vatn í heimi.)

Page 15: Yfirferð fyrir próf

Rússland – staðreyndir

Rússland er stærsta land í heimi. 17 milljón ferkílómetrar eða um 165 sinnum stærra en Ísland.

83% íbúanna eru Rússar – alls um 148 milljónir íbúa.

U.þ.b. 20% Rússa vinna við landbúnað, þar með talið skógarnytjar og fiskveiðar (ferskvatn)

Rússar eru stærstu framleiðendur skógarafurða í heimi.

Þeir eru næst mesta fiskveiðiþjóð í heimi, næst á eftir Japönum.

Page 16: Yfirferð fyrir próf

Rússland – staðreyndir

Mesti hráefnisforði í heimi – margt sem erfitt er að nýta vegna lélegra samgangna og erfiðs veðurfars.

Mikilvægustu hráefnin eru olía; jarðgas; steinkol og járn.

Rússland er eitt af mestu framleiðsluríkjum olíu í heimi.

Þrátt fyrir þetta eru Rússar langt á eftir V-Evrópu í framleiðslu, hún er oft léleg og framleiðnin er lág.

Page 17: Yfirferð fyrir próf

Rússland - Samgöngur

Járnbrautir eru mikilvægasta samgönguleiðin í Rússlandi.

Síberíujárnbrautin er lengsta járnbraut í heimi – 9330 km að lengd!

Ár og skipaskurðir eru einnig mikilvægar samgönguleiðir.

Vegir eru víða slæmir og bílaeign ekki almenn.

Page 18: Yfirferð fyrir próf

Rússland - Umhverfismál

Mjög mikill umhverfisvandamál eru í Rússlandi.

Í gömlu Sovétríkjunum var umhverfismálum og mengunarvörnum ekki sinnt.

Mengun er mikil og almenn, sérstaklega frá iðnaði.

Page 19: Yfirferð fyrir próf

Á Kólaskaga er ein mesta iðnaðarmengun á jörðinni. Ef ekki sú mesta!

Þar er að finna mikið magn af jarðefnum, t.d. nikkel, kopar og apetít.

Þegar var verið að byggja upp iðnað í tengslum við námurnar var ekkert hirt um hreinsibúnað.

Ath. umhverfi í nánd við borgirnar Nikel og Montsjegorsk.

Page 20: Yfirferð fyrir próf

Eystrasaltslöndin bls. 26-28

Eistland, Lettland og Litháen eru kölluð Eystrasaltslöndin.

Þau voru sjálfstæð ríki 1918-1938 þegar þau voru innlimuð inn í Sovétríkin.

Urðu sjálfstæð ríki árið 1991.

Ísland varð fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði þeirra.

Page 21: Yfirferð fyrir próf

Eistland

Er minnst Eystrasaltslandanna, aðeins 41.000 ferkílómetrar eða um 40% af flatarmáli Íslands.

Íbúar eru um 1.6 milljón manns.

Tallin er höfuðborg Eistlands og þar er mest allur iðnaður samankominn.

Landið er lítið þróað efnahagslega – margir vinna við landbúnað.

Víðtæk umhverfisspjöll á NA-horni landsins.

Þungmálmar og geislavirk efni frá fosfórítvinnslu renna út í jarðvatn og stöðuvötn og jafnvel út í Kirjálabotn sem er orðinn mjög mengaður.

Page 22: Yfirferð fyrir próf

Lettland

Landið er um 64.600 ferkílómetrar.

Þar búa um 3 milljónir manna.

Höfuðborgin heitir Riga.

Í Lettlandi er iðnvæðingin komin hvað lengst af Eystrasaltsríkjunum.

Iðnaðurinn byggir einna helst á vopnaiðnaði, bílaiðnaði og skipasmíðaiðnaði.

Enn starfa margir við landbúnað og eru afköstin frekar lítil.

Page 23: Yfirferð fyrir próf

Litháen

Landið er 65.000 ferkílómetrar og er stærst Eystrasaltsríkjanna.

Íbúarnir eru um 4 milljónir.

Höfuðborgin heitir Viliníus.

Litháar hafa bæði lotið stjórn Pólverja og Rússa.

Á millistríðsárunum 1920-1939 var Litháen sjálfstætt ríki, Kaunas var höfuðborg því Viliníus taldist til Póllands.

Page 24: Yfirferð fyrir próf

Litháen frh

80% íbúanna eru Litháar og eru kaþólskir.

Landbúnaður er stærsta atvinnugreinin en matvæla og vefnaðariðnaður eru stærstu iðngreinarnar.

Á milli Litháen og Póllands er landskiki sem tilheyrir Rússlandi.

Page 25: Yfirferð fyrir próf

Úkraína, Hvíta-Rússland

og Moldavíabls. 28-30

Page 26: Yfirferð fyrir próf

Úkraína, Hvíta Rússland og Moldavía

Árið 1991 bættust við 3 ný lönd í Austur Evrópu:

Úkraína Hvíta Rússland Moldavía

Úkraína er stærst og fjölmennast og eina landið sem hefur aðgang að sjó.

Í Úkraínu og Hvíta Rússlandi eru töluð mál sem eru náskyld rússnesku en rúmenska í Moldavíu.

Hvíta Rússland og Moldavía hafa aldrei verið sjálfstæð fyrr .

Page 27: Yfirferð fyrir próf

Úkraína

Úkraína er næst stærsta land í Evrópu á eftir Rússlandi.

Íbúar eru um 52 milljónir og er Ú. sjötta fjölmennasta ríki Evrópu

Kiev er höfuðborgin . Aðrar helstu borgir eru: Kharkov, Donetsk ogOdessa.

Úkraína er ekki auðugt land en hefur allar forsendur til að verða það.

Page 28: Yfirferð fyrir próf

Í Úkraínu eru miklar náttúruauðlindir. Steinkol og járngrýti skipta iðnaðinn mestu máli.

Helsta iðnaðarsvæðið er Donbss sem er eitt stærsta iðnaðarsvæði heims.

Iðnaðurinn er ekki samkeppnisfær við iðnað í V- Evrópu.

Önnur auðlind Úkraínu er sk. fokmold eða “lössjarðvegur”

Í svörtu moldinni er ræktað mikið magn af hveiti, maís og sykurrófum.

Lössjarðvegur varð til á ísöld.

Page 29: Yfirferð fyrir próf

Hvíta Rússland

Hvíta Rússland er um helmingi stærra en Ísland.

Í landinu búa um 10 milljónir manna.

Höfuðborgin heitir Minsk.

Aðal atvinnuvegirnir eru landbúnaður og iðnaður.• Landbúnaðurinn er líkur því sem gerist í

Eystrasaltslöndunum, hveiti, rúgur og kartöflur.

• Iðnaðurinn er aðallega vélaiðnaður. Vörubílar og landbúnaðarvélar.

Page 30: Yfirferð fyrir próf

frh.

Á tímum Sovétríkjanna lá leiðin til Evrópu í gegnum Hvíta Rússland. Þar eru akvegir, járnbrautir og olíuleiðslur sem liggja frá Rússlandi til Mið-Evrópu.

Sökum alls þessa hefur landið oft orðið illa úti í styrjöldum. Síðast í heimsstyrjöldinni síðari.

Page 31: Yfirferð fyrir próf

Moldavía

Landið liggur á milli Úkraínu og Rúmeníu og er um 1/3 af stærð Íslands.

Höfuðborgin heitir Kíshínjov. Í landinu búa um 4,3 milljónir manna. Þar

af eru 2/3 Rúmenar og er rúmenska opinbert mál í landinu.

Moldavía var hluti af Rúmeníu áður og vilja margir að löndin sameinist aftur.

Helsti atvinnuvegurinn er landbúnaður. Þar er helst ræktaðar vínþrúgur í vínframleiðslu og rósir í ilmefnaiðnað.

Page 32: Yfirferð fyrir próf
Page 33: Yfirferð fyrir próf

Nýju ríkin á landssvæði Sovétríkjanna fyrrverandi

Úkraína, Hvíta-Rússland og Moldavía

Hvíta Rússland bls. 29

10 milljónir íbúa

Minsk höfuðborgin

Mikill iðnaður, einkum vélaiðnaður (í kringum Minsk)

Moldavía bls. 30

4,3 milljónir íbúa

Kíshínjov höfuðborgin

Dæmigert landbúnaðarland• Vínframleiðsla

• Rósarækt (til ilmefnaframleiðslu)

Úkraína (Getur orðið stórveldi í A – Evrópu bls. 28)

• Náttúruauðlindir –svört mold (frjósamur fínkornóttur jarðvegur)

Stærsta land í Evrópu eftir Rússlandi

Íbúafjöldi 52 milljónir (6. stærst í Heimi)

Kíev höfuðborgin

Page 34: Yfirferð fyrir próf

Nýju ríkin á landssvæði Sovétríkjanna fyrrverandi

Kákasuslönd: Georgía – Armenía og

Aserbaídsjan

Georgía bls. 30

5,4 milljónir íbúa

Tbílísí höfuðborgin

Stalín þekktasti Georgíumaðurinn

Armenía bls. 30

3,7 milljónir íbúa

Jerevan höfðuborgin

Jarðskjálftasvæði

Deila um Nagorno-Karabakh hérað milli Armena og Aserbaídsjana. Tilheyrir Aserbaídsjan í dag en íbúarnir eru flestir kristnir í héraðinu.

Aserbaídsjan bls. 32

7,8 milljónir íbúa

Bakú höfuðborgin

Page 35: Yfirferð fyrir próf

Nýju ríkin á landssvæði Sovétríkjanna fyrrverandi

Mið- Asíulýðveldin

Túrkmenistan, Úsberkistan, Tadsjikistan, Kirgistan og Kasakstan.

Kasakstan

Íbúar 14 milljónir

Höfuðborg : Alma – Ata

Umhverfisvandamál

• Árum saman gerðu Sovétmenn kjarnorkutilraunir á slóðum Kasakstan.

• Þriðja hvert barn fæðist vanskapað : með krabbamein eða bilað ónæmiskerfi.

Úsebekistan

• Íbúar 27 milljónir

• Höfuðborg : Tashkent

Aralvatn – vatn sem er að hverfa

• Ekkert afrennsli er úr Aralvatni, sem er á þurrkasvæði og uppgufun því mikil.

• Var eitt sinn fjórða stærsta stöðuvatn heims, en hefur misst rúmlega helming af flatarmáli.

Farið úr því að vera eitt af 4 stærstu í númer 6.

• Öll fiskveiði hætt en áður fyrr störfuðu rúmlega 60.000 manns þarna.

• Stefnt er að færa stöðuvatnið aftur í fyrra horf með því að veita í það vatni.

• Reyna að framkalla regn og úrkomu, láta snjó frysta og svo bráðna og renna svo í Aralvatn.

Page 36: Yfirferð fyrir próf