19
Rannveig Lund, 2013 Teikningar: Rakel McMahon @Lestrarsetur Rannveigar Lund

á Ferð

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: á Ferð

Rannveig Lund, 2013Teikningar: Rakel McMahon@Lestrarsetur Rannveigar Lund

Page 2: á Ferð
Page 3: á Ferð

Fram-rúðan á Séra er héluð.

Pési tekur að sér að skafa.

Ég elska að vera í bíl,

horfa út, hugsa, tala og spyrja.

Ég byrja strax, því leiðin er stutt.

- Mamma, af hverju kallaði afi

lambið mitt Spé?

-16-

Page 4: á Ferð

- Afi þinn var að hlusta

á eitt-hvert spaug í útvarpinu,

þegar lambið fæddist.

- Þá datt honum í hug þetta nafn.

Spé er sama og spaug. - Ég veit af hverju Héla fékk nafnið Héla, segir Pési.

-17-

Page 5: á Ferð

- Hún fæddist um nótt.

Það var smá frost úti

eins og núna.

Túnið var hélað og hált. Afi tók ekkert eftir því

þegar hann hljóp út í fjár-hús.

Hann rann og datt á hnéð.

-18-

Page 6: á Ferð
Page 7: á Ferð

Mamma leggurheima við Sléttu.

Þegar við komum út bendir hún upp í Fé-múla.

- Sjáið, þarna er féð að koma niður.Það heyrast hróp og köll, gelt og jarm.

-19-

Page 8: á Ferð

- Ég er hrædd um að afi ykkar

sé orðinn þreyttur og svangur,segir mamma.

Nú fer ég og elda kjöt-súpu.

Þið hjálpið honum að draga féð

inn í dilkinn hans.

- Ég dreg Hélu, segir Pési.

- Ég dreg Spé, segi ég.

-20-

Page 9: á Ferð

Þarna standa nokkrir

bændur úr héraðinu.

Afi er þar, höfðinu hærri en hin.

Þau tala hátt og hlægja dátt. Hæst heyrist í afa.

- Þéttur á velli, léttur í lund. Og sér-lega hávær.

Þetta sagði amma Gréta þegar hún hélt ræðu

um afa á afmælinu hans.

-21-

Page 10: á Ferð

- Nú fæ ég hjálp, segir afi þegar hann sér okkur.

Védís mín og Pési minn eru mætt í réttirnar.

- Við hjálpum þér.

En þú verður að hjálpa okkur Pésa

að finna Hélu og Spé, segi ég.

- Sérðu Pési.Þarna er Héla.

-22-

Page 11: á Ferð

Afi bendi inn í þvöguna.

- Nú drögum við Héluí dilkinn minn.

Afi lyftir okkur inn í réttina.

Mér finnst erfitt að standa í fæturna.

Lömbin eru æst og hrædd.

Þau ýta mér til og frá.

-23-

Page 12: á Ferð

- Nú tekur þú í hausinn á Hélu.

Svo tosar þú hana inn í dilkinn segir afi við Pésa.Védís, þú ýtir aftan á Hélu ef með þarf.

Pési tosar, ég ýti. En Héla haggast ekki.

-24-

Page 13: á Ferð

Allt í einu fæ ég sáran sting í rassinn.

Ég hendist upp á Hélu sem nú rýkur áfram.

Pési dettur. Afi rétt nær

að grípa í hann.

Annars hefði hann troðist

undir ótal fótum.

-25-

Page 14: á Ferð

- Védís, ertu biluð, æpir Pési á mig.Afi hlær og hlær. Hann sá hvað gerðist.

Það er Rútur sem á sökina.

Rútur er hrútur sem afi á.

Hann hafði rekið hornin í rassinn á mér.

-26-

Page 15: á Ferð

Héla komst inn í dilkinn.En ég er ekki í skapi tilað vera þarna áfram.Ég er eld-sár í rassinum.

- Þið getið séð um Spé, segi ég.Ég sé hana bara seinna í dag.Ég er farin.

- Hjálpaðu þá mömmu þinni, kallar afi .

-27-

Page 16: á Ferð

Þegar ég horfiheim að Sléttu

sé ég litla flug-vélá túninu.

Maður og kona

eru þar með mynda-vélar og fleira dót.Ég kannast við konuna.

- Nú man ég hvar ég hef séð hana. Í sjón-varpinu!

Þetta eru frétta-menn. Best að ræða við þá.

-28-

Page 17: á Ferð

Nú víkur sögunni til pabba.

Það er búið að loka í VÉLAR OG TÆKI.

Hann dormar fyrir framan

fréttirnar í sjónvarpinu.

- Í dag var réttað á Sléttu

við Sléttu-vík, segir þulurinn.

Frétta-menn tóku myndir

og viðtöl í réttunum. Þar á meðal við

Védísi Héðins-dóttur.

-29-

Page 18: á Ferð

And-litið á Védísibirtist á skjánum.

Hann heyrir Védísitala um pabbann

sem fékk ekki frí til að fara í réttir.Um afann á Sléttu. Um óléttu mömmuna. Um baslið við að draga

Hélu í dilkinn.

-30-

Page 19: á Ferð

Svo sér hannað Védís

snýr sér viðog beygir sig.

Sérðu götin?segir hún.

Þau eru eftir hornin á Rúti hrút.

Það getur verið hættu-legt að fara í réttir!

- Sú lét það flakka, hugsar pabbi.Og það í FRÉTTUNUM!

-31-