137
Vikan Efnisskrá janúar – apríl 2011 Laufey Katrín Hilmarsdóttir Lokaverkefni til BA–gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði Leiðbeinandi: Stefanía Júlíusdóttir Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands September 2012

Vikan Efnisskrá janúar – apríl 2011 Katrín.pdf · 2018. 10. 15. · 73. árg., 5. tbl. (2011), s. 35 Efnisorð: Kjötréttir – Mataruppskriftir – Pastaréttir Undirtitill

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  •  

     

     

     

    Vikan Efnisskrá janúar – apríl 2011

    Laufey Katrín Hilmarsdóttir

    Lokaverkefni til BA–gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði Leiðbeinandi: Stefanía Júlíusdóttir

    Félags- og mannvísindadeild

    Félagsvísindasvið Háskóla Íslands September 2012

  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA–gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Laufey Katrín Hilmarsdóttir 2012 Reykjavík, Ísland 2012

  • Útdráttur Efnisskrá þessi inniheldur lyklaðar bókfræðifærslur yfir efni tímaritsins

    Vikunnar. Tilgangur verkefnisins er að auðvelda leit, hverjum þeim sem vill

    finna greinar í Vikunni á sem fljótlegastan og öruggastan hátt.

    Um er að ræða aðalskrá frá tímabilinu janúar 2011 til apríl 2011 að báðum

    mánuðum meðtöldum, samtals 17 tölublöð. Í inngangi er stuttlega farið yfir

    vinnu og tilgang verkefnisins. Því næst eru uppbyggingu og gerð skrárinnar

    gerð skil og loks eru ítarlegar útskýringar á aðalskrá og hjálparskrám. Skráin

    skiptist í aðal-, efnisorða-, titla- og mannanafnaskrá. Í aðalskrá eru 384

    lyklaðar bókfræðifærslur í stafrófsröð og hverri færslu gefin færslunúmer frá 1

    til 384. Efnisorðaskrá inniheldur þau efnisorð sem voru gefin að undanskildum

    mannanöfnum sem eru sett í mannanafnaskrá, titlaskrá inniheldur alla

    greinatitla og mannanafnaskrá inniheldur öll þau mannanöfn sem koma fram í

    þeim greinum sem lyklaðar voru. Hjálparskrárnar vísa í fulla færslu greinar í

    aðalskrá.

  • Efnisyfirlit

    Formáli..............................................................................................................1

    Inngangur..........................................................................................................2

    Hvað er lyklun........................................................................................2

    Uppbygging og gerð skrárinnar..............................................................3

    Útskýring á aðalskrá...............................................................................4

    Höfuð...........................................................................................5

    Titill / undirtitill og ábyrgðaraðild..................................................6

    Staðsetning greinar, athugasemdir og efnisorð...........................6

    Óhefðbundnar útgáfur og fylgirit..................................................8

    Útskýring á efnisorðaskrá…………………………………………………..9

    Útskýring á titlaskrá………………………………………………………..10

    Útskýring á mannanafnaskrá……………………………………………..11

    Lokaorð ……………………………………………………………………………..12

    Heimildaskrá ……………………………………………………………………….13

    Aðalskrá..........................................................................................................15

    Efnisorðaskrá……………………………………………………………………….89

    Titlaskrá……………………………………………………………………………106

    Mannanafnaskrá………………………………………………………………….119

     

     

     

     

  •   1 

    Formáli Þetta lokaverkefni er 12 eininga B. A. verkefni í Bókasafns- og

    upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða efnisgreiningu 17 fyrstu

    tölublaða tímaritsins Vikunnar árgang 2011. Vinna við verkefnið hófst í maí

    2012 og endaði í lok ágúst 2012. Verkefnið var unnið undir leiðsögn Stefaníu

    Júlíusdóttur og fær hún mínar bestu þakkir fyrir góða leiðsögn og ábendingar.

    Einnig vil ég þakka foreldrum mínum fyrir yfirlestur og góðan stuðning allt

    háskólanámið.

    Reykjavík, 5. ágúst 2012

    Laufey Katrín Hilmarsdóttir

  •   2 

    Inngangur Efnisskrá Vikunnar er unnin sem B. A. verkefni í bókasafns- og

    upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Á vorönn 2012 sat ég námskeið í lyklun

    og sem lokaverkefni á námskeiðinu lykluðu nemendur tímarit. Ég kaus að

    lykla tímaritið Vikuna og þótti mér það mjög lærdómsríkt og ákvað því að lykla

    heilan árgang af því tímariti sem B.A. verkefni. Því miður ætlaði ég mér um of

    og í samráði við leiðbeinanda minn ákváðum við að nóg væri að taka fyrstu 4

    mánuðina eða 17 tölublöð.

    Tilgangur verkefnisins er að auðvelda leit, hverjum þeim sem vill finna greinar

    í Vikunni á sem fljótlegastan og öruggastan hátt.

    Vikan er tímarit sem útgáfufélagið Birtingur gefur út og kemur út vikulega.

    Vikan hefur komið út í yfir 70 ár og hefur notið mikilla vinsælda. Markhópur

    Vikunnar eru konur á öllum aldri. Í Vikunni er að finna lífsreynslusögur, viðtöl,

    umfjöllun um tísku, útlit og heilsu, mataruppskriftir og fjölbreyttar greinar.

    (Birtingur, e.d.).

    Hvað er lyklun? Samkvæmt staðlinum Heimildaskráning: aðferðir við athugun heimilda,

    greiningu á efni þeirra og val efnisorða er lyklun: „sú athöfn að lýsa heimild

    eða greina hana samkvæmt efnisinntaki hennar” (1994, bls. 8). Í staðlinum

    stendur um framkvæmd lyklunar: „Við lyklun eru hugtök fengin úr heimildum

    með vitsmunalegri greiningu og þau síðan umorðuð sem efnisorð. Bæði við

    greiningu og umorðun ætti að styðjast við hjálpartæki lyklunar svo sem

    kerfisbundnar efnisorðaskrár og flokkunarkerfi” (1994, bls. 8).

    „Meginmarkmiðið með efnisgreiningu bókakosts safna almennt, hvort sem um

    er að ræða flokkun eða lyklun (efnisorðagjöf), er að skipuleggja safnkostinn

    og gera efni hans aðgengilegt notendum” (Þórdís T. Þórarinsdóttir, 1996, bls.

    5). Alltaf þarf að hafa notandann í huga þegar lyklað er svo lyklunin hafi gildi

    og nýtist sem best við heimildaleit.

  •   3 

    Uppbygging og gerð skrárinnar Skráin inniheldur aðalskrá frá tímabilinu janúar 2011 til apríl 2011 að báðum

    mánuðum meðtöldum, samtals 17 tölublöð. Í aðalsskránni eru 384 færslur

    sem raðað er í stafrófsröð eftir höfundi, ef höfundar er ekki getið þá eftir titli,

    og gefið færslunúmer frá 1 til 384. Hver færsla inniheldur bókfræðilegar

    upplýsingar auk efnisorðanna sem eru auðkennd með skáletrun.

    Ég ákvað að lykla ekki allt efnið í tímaritinu eins og það leggur sig, heldur lykla

    það sem ég tel hafa gildi fyrir notandann. Hér á eftir er upptalning á því efni

    sem ég tók ekki með í efnisskrána: Leiðari, Dagskráin, Fræga fólkið, Heitt og

    kalt, Kitschfríður, Krossgáta/Orðaleit/Sudoku, Stjörnuspá, Afmælisbörn

    vikunnar, Veröldin, Flott og gott og Tískan. Einnig tek ég ekki með

    auglýsingar.

    Titill greinanna í efnisyfirliti Vikunnar er yfirleitt frábrugðin þeim sem er í

    blaðinu sjálfu. Í efnisyfirliti er t.d. titill viðtals nafnið á viðmælanda en í blaðinu

    er það annað. Titil aðalheimild lýsingar var tekin upp því samkvæmt

    alþjóðlegum skráningareglum AACR2, eins og þær eru útfærðar í bókinni

    Skráningareglur bókasafna (1988) skulu upplýsingar í aðalheimild tekin fram

    yfir upplýsingar annars staðar frá.

    Greinarnar voru lesnar og efnisorð umorðuð sem þóttu lýsa greininni best og í

    leiðinni hugsað um hvaða efnisorðum notandinn myndi leita eftir.

    Við gerð efnisorða var farið eftir staðlinum Heimildaskráning – leiðbeiningar

    um gerð og þróun kerfisbundinna efnisorðaskráa á einu tungumáli (1991) og

    staðlinum Heimildaskráning – aðferðir við athugun heimilda, greiningu á efni

    þeirra og val efnisorða (1994). Stuðst var við ritið Kerfisbundinn efnisorðalykill

    fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar eftir Þórdísi T. Þórarinsdóttur og

    Margrét Loftsdóttur (2001) ásamt heildarviðbótum við lykilinn 2004-2010

    (2010). Þó ber að taka fram að önnur efnisorð voru notuð, ef sýnt þótti að

    þeirra þyrfti við til að lýsa innihald greina en þá var reynt að styðjast sem mest

    við Íslenska orðabók (2002). Brennivín var t.d notað sem efnisorð til að lýsa

    innihaldi greinar sem best, en hvergi var að finna það orð í Kerfisbundna

    efnisorðalyklinum né í viðbótunum. Brennd vín var hinsvegar að finna í

    Kerfisbundna efnisorðalyklinum og var þá kosið að nota það sem vikorð í

    efnisorðaskránni, sjá dæmi I.

  •   4 

    Í staðlinum Heimildaskráning: aðferðir við athugun heimilda, greiningu á efni

    þeirra og val efnisorða, grein 7.5 um val efnisorða kemur fram að:

    Í reynd mun sá sem lyklar oft rekast á hugtök sem ekki er að finna í neinni kerfisbundinni efnisorðaskrá eða flokkunarkerfi sem til er. Ýmsum aðferðum má beita við meðferð slíkra hugtaka og fara þær eftir því kerfi sem notað er hverju sinni, t.d.: a) hugtök eru sett fram með heitum eða efnisvísum sem tekin eru beint upp í lyklunarmálið. (1994, bls. 10)

    Dæmi I, vikorð vísa á valorð:

    Brennd vín sjá Brennivín

    Skráin inniheldur þrjár hjálparskrár: efnisorða-, titla- og höfundaskrá.

    Útskýring á aðalskrá Færslurnar eru skráðar samkvæmt alþjóðlegum skráningareglum AACR2,

    eins og þær eru útfærðar í bókinni Skráningareglur bókasafna (1988). Þáttum

    er síðan skipt í atriði sem aðgreind eru með greinamerkjum milli orða.

    Þessi greinamerki eru notuð milli atriða í skránni:

    : undirtitill

    / ábyrgðaraðild

    , jöfn ábyrgðaraðild

    ; önnur ábyrgðaraðild

    ( ) ártal og útskýringar við efnisorð

    Skáletrun Efnisorð

    [ ] Leiðréttingar og athugasemdir

    Færslur í aðalskrá eru byggðar upp með eftirfarandi hætti:

    1 Höfuð Titill : undirtitill / ábyrgðaraðild ; önnur ábyrgðaraðild

    Athugasemdir svo sem um efni eða viðmælendur þegar við á

    Árgangur, tölublað, (ár), blaðsíðutal

    Efnisorð

  •   5 

    Dæmi II, uppsetning færslu:

    48 Björk Eiðsdóttir

    Úr stærð 16 í 6 / texti Björk Eiðsdóttir 73. árg., 8. tbl. (2011), s. 14-15

    Efnisorð: Hudson, Jennifer – Mataræði

    Höfuð Höfuð er alltaf feitletrað og þar kemur fram fullt nafn aðalábyrgðaraðila, sjá

    dæmi III. Ef nafn höfundar er ekki þekkt er titill greinar aðalhöfuð færslunnar,

    sjá dæmi IV.

    Dæmi III, skráð á höfund:

    179 Helga Kristjánsdóttir Þúsund mílna ferðalag hefst með einu skrefi / texti Helga Kristjáns[dóttir]

    ; mynd Kristinn Magnússon

    Viðmælandi er María Árnadóttir

    73. árg., 8. tbl. (2011), s. 10-11 Efnisorð: María Árnadóttir – Markþjálfun – Viðtöl

    Dæmi IV, skráð á titil:

    8 Áttu erfitt með að standast freistingar? 73. árg., 15. tbl. (2011), s. 72

    Efnisorð: Persónuleikapróf

    Árgangur, tölublað og blaðsíðutal

    Færslunúmer Höfuð

    Titill

    Ábyrgðaraðild

    Efnisorð

    Notast er við hornklofa til þess að fullt föðurnafn komi fram

  •   6 

    Titill / undirtitill og ábyrgðaraðild Titill var tekinn upp eins og hann kom fyrir í aðalheimild lýsingar, en stórum og

    litlum stöfum breytt. Einnig var … tekið út. Greinar voru skráðar á titil ef

    höfundur var óþekktur. Þegar svo var, var titill feitletraður, sjá dæmi IV. Einnig

    kom fyrir að hvorugt var að finna í vissum tölublöðum og þá var aðaltitill lagður

    til af skrásetjara, sjá dæmi V.

    Dæmi V, aðaltitill lagður til af skrásetjara:

    263 Matgæðingur : gamalt og gott

    Aðaltitill lagður til af skrásetjara Efni: Heiðagæs, Mammas eldgrýta, Fylltar pönnukökur 73. árg., 5. tbl. (2011), s. 35 Efnisorð: Kjötréttir – Mataruppskriftir – Pastaréttir

    Undirtitill er aðgreindur frá aðaltitli með bil tvípunkti bil. Hann var ákveðinn eftir

    staðsetningu, stærð og formi leturs.

    Loks fylgir skástrik á eftir titli til aðgreiningar frá ábyrgðaraðila, s.s. höfundi

    greinarinnar og nafni ljósmyndara ef við á (en síðari ábyrgðaraðild er greind á

    eftir). Ábyrgðaraðilar voru nefndir í þeirri röð er fram kemur í blaðinu.

    Nafn aðalábyrgðaraðila er aðalhöfuð. Í lýsingu kemur önnur tegund

    ábyrgðaraðildar og er semíkomma á undan, sjá VI.

    Dæmi VI, nafn aðalábyrgðaraðila er aðalhöfuð. Í lýsingu kemur önnur tegund

    ábyrgðaraðildar og er semíkomma á undan:

    27 Björk Eiðsdóttir Ekkert jafnljótt og súr svipur / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Rakel Ósk

    Sigurðardóttir

    Viðmælandi er Rakel Pálsdóttir

    73. árg., 4. tbl. (2011), s. 18 Efnisorð: Rakel Pálsdóttir - Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl

    Staðsetning greinar, athugasemdir og efnisorð Í hverri aðalfærslu koma fram ítarlegar upplýsingar um hvar megi finna

    viðkomandi grein í Vikunni. Greindur er árgangur, tölublað, ártal og

  •   7 

    blaðsíðutal. Allar þessar upplýsingar eru feitletraðar í þessari skrá, sjá dæmi

    VII. Oft koma fram upplýsingar á eftir ábyrgðaraðild, upplýsingarnar eru

    athugasemdir sem skrásetjara fannst mikilvægt að kæmu fram s.s nafn á

    viðmælendum, sjá dæmi VII. Í handavinnu- og matreiðsluþáttum eru öll

    uppskriftarheitin talin upp sem við á fyrir greinina og eru uppskriftarheiti talin

    upp í þeirri röð sem þau birtast í greininni en ekki í stafrófsröð. Þá er sá þáttur

    sérstaklega merktur Efni: í athugasemdunum, sjá dæmi VIII.

    Dæmi VII, staðsetning greinar og athugasemdir:

    20 Björk Eiðsdóttir Blokkerið orkusugur! / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Bragi Þór Jósefsson

    og úr einkasafni

    Viðmælandi er Helga Sörensdóttir

    73. árg., 7. tbl. (2011), s. 21 Efnisorð: Helga Sörensdóttir – Snyrtivörur - Tíska - Viðtöl

    Dæmi VIII, uppskriftarheiti talin upp í athugasemdum:

    72 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara

    Efni: Reykt skinka með eplasalsa og hrásalati, Agúrka með krabbafyllingu

    73. árg., 5. tbl. (2011), s. 31 Efnisorð: Danski kúrinn – Mataruppskriftir – Salöt – Sjávarréttir

    Efnisorðin eru alltaf skáletruð. Þau eru höfð í stafrófsröð, með bandstriki á

    milli, byrja alltaf á hástaf og eru síðasta atriðið í hverri færslu. Fjöldi gefinna

    efnisorða í hverri færslu er misjafn sem fór að mestu leyti eftir lengd og

    efnisinnihaldi greinarinnar. Sé hægt að leggja mismunandi skilning í efnisorð

    er skýring látin fylgja innan sviga.

    Athugasemdir   Staðsetning greinar

    Athugasemdir

  •   8 

    Dæmi IX, efnisorð:

    102 Elín Arnar Kurteist fólk / texti Elín Arnar

    73. árg., 14. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Kurteist fólk (bíómynd) – Kvikmyndagagnrýni

    Leitast var við að nota alltaf sértækasta efnisorðið til að lýsa greinum sem

    best, en í sumum tilvikum eins og í færslu 3 var ekki annað í stöðunni en að

    hafa bæði bollakökur og kökur sem efnisorð því það er líklegt að notendur

    myndu leita eftir öðru hvoru efnisorði. Sjá dæmi XI.

    Efnisorðið Mataruppskriftir er notað fyrir allar uppskriftir, hvort sem um var að

    ræða kökuuppskriftir, brauðuppskriftir eða aðrar mataruppskriftir. Sjá dæmi XI.

    Leitast var við að finna full nöfn einstaklinga en sumstaðar var ómögulegt að

    finna þau og á það sérstaklega við einstaklinga sem ekki eru þjóðþekktir og

    komu einungis fram í blaðinu undir skírnarnafni.

    Óhefðbundnar útgáfur og fylgirit 16. tölublað Vikunnar var óhefðbundin útgáfa þar sem innihald blaðsins var

    einungis krossgátur, sudoku, þrautir og brandarar. Blaðið í heild sinni er skráð

    sem ein færsla og útskýringar fylgja með í athugasemdum, sjá dæmi X.

    Þau fylgirit sem fylgja tölublöðum (mataruppskriftir) eru skráð sem ein færsla,

    sjá dæmi XI.

    Dæmi X, 16. tölublaðið, óhefðbundin útgáfa:

    382 Vikan : krossgátublað Óhefðbundin útgáfa, ekkert efnisyfirlit, engin skipulögð röðun á efni og

    í blaðinu er efni bæði fyrir fullorðna og börn

    73. árg., 16. tbl. (2011), s. 3-50

    Efnisorð: Brandarar - Krossgátur - Sudoku – Þrautir

    Dæmi XI, fylgirit skráð sem ein færsla, Ósamræmi í heitum á kökum,

    Mataruppskriftir notað sem efnisorð:

    3 50 bollakökur / bakstur og stílisering mömmur.is, Hjördís Dögg

    Efnisorð

  •   9 

    Grímarsdóttir, Petrún Sveinsdóttir ; ljósmyndir Kristinn Magnússon ;

    samantekt Elín Arnar

    Efni: Rice crispies-bollaköku, Karamellu-bollakökur, Krakkabollakökur,

    Haribo-sykurmassi, Vanillu-bollakökur, Gulrótar-bollakökur, Sítrónu-

    fiðrildakökur, Vanillu-bollakökur, Hnetusmjörskökur, Eplasósu- og

    kanilkökur, Banana-bollakökur, Chai-bollakökur, Súkkulaðikökur

    með fljótandi súkkulaði, Súkkulaði-bollakökur með vanilluís inni í,

    Bollaköku-brownies, Bollakökur með hvítu súkkulaði og jarðaberjum,

    Regnboga-bollakökur, Oreo-bollakökur, Kardimommu- og

    appelsínu-bollakökur, Chili-súkkulaðikökur, Kirsuberja- og súkkulaði-

    bollakökur, Bleikar bollakökur, Límónu-bollakökur, Rjóma- og jarðaberja-

    bollakökur, Ísformakökur, Límónu- og bláberjakökur, Klístraðar toffí-

    bollakökur, Osta-bollakökur, Litlar karamellu-bollakökur, Myntusúkkulaði-

    bollakökur, Súkkulaði-bollakökur með berjaþema, Litlar

    hnetusmjörskökur, Sprengjukökur, Appelsínusúkkulaði-bollakökur,

    Súkkulaði-bollakökur, Espressókökur, Muffins með súkkulaði- og

    hnetukremi, Möndlu-muffins með jarðaberjakremi, Kókos- og límónu-

    muffins með kókosflögum, Spínat- og feta-muffins, Glútenlaus vanillu- og

    appelsínu-muffins, Hafrakökur, Vegan-súkkulaðibollakökur,

    Bláberjamúffur, Hunangs- og bananakökur, Soyjamjólkurkökur, Fitulitlar

    gulrótarkökur, Fljótlegar epplamaukskökur

    50 bollakökur : [fylgirit með] 73. árg., 7. tbl. (2011), s. 1-27 Efnisorð: Bollakökur – Kökur - Mataruppskriftir

    Útskýring á efnisorðaskrá Í efnisorðaskránni er efnisorðum aðalskrár raðað í stafrófsröð. Mannanöfn eru

    ekki sett í efnisorðaskrá heldur í mannanafnaskrá. Öll efnisorðin byrja á hástaf

    sama með vikorðin í efnisorðaskránni. Efnisorðin vísa í fulla færslu greinar í

    aðalskrár, sjá dæmi XII. Vísað er frá því efnisorði sem ekki er notað til þess

    sem notað er í aðalskránni, þ.e.a.s. frá vikorðum til valorða, sjá dæmi XIII.

    Dæmi XII, efnisorð vísa í fulla færslu aðalskrár:

    Átsýki 34, 232, 316

  •   10 

    Dæmi XIII, vísað frá vikorðum til valorða

    Brennd vín sjá Brennivín

    Við gerð efnisorða var farið eftir staðlinum Heimildaskráning – leiðbeiningar

    um gerð og þróun kerfisbundinna efnisorðaskráa á einu tungumáli (1991) og

    staðlinum Heimildaskráning – aðferðir við athugun heimilda, greiningu á efni

    þeirra og val efnisorða (1994). Stuðst var við Kerfisbundna efnisorðalykilinn

    fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar eftir Þórdísi T. Þórarinsdóttur og

    Margrét Loftsdóttur (2001) ásamt heildarviðbótum við lykilinn 2004-2010

    (2010).

    Útskýring á titlaskrá Ákveðið var að gera titlaskrá sem hjálparskrá svo notendur skrárinnar geti hafi

    auðveldari yfirsýn yfir efni Vikunnar.

    Titlaskráin inniheldur alla titla greina sem lyklaðar voru. Titlum er raðað í

    stafrófsröð og vísa í fulla færslu greinar í aðalskrá, sjá dæmi XIV.

    Feitletur, hornklofar og gæsalappir voru ekki tekin með í titlaskrána til að

    auðvelda notendum lesturinn, sjá dæmi XV.

    Dæmi XIV, titill vísar í fulla færslu aðalskrár:

    Algeng Feng Shui mistök 4 Dæmi XV, úr titlaskrá og aðalskrá:

    Úr titlaskrá:

    Einelti í leikfimi : tókum til okkar ráða 79

    Úr aðalskrá:

    79 Einelti í leikfimi : tókum til okkar ráða

    73. árg., 13. tbl. (2011), s. 54-55 Efnisorð: Einelti – Grunnskólar - Reynslusögur

  •   11 

    Útskýring á mannanafnaskrá Mannanafnaskráin inniheldur öll mannanöfn sem koma fram í aðalskránni

    hvort sem það eru aðalábyrgðaraðilar, aðrir ábyrgðaraðili, stílistar,

    ljósmyndarar eða viðmælendur. Nöfnum er raðað í stafrófsröð og vísa í fulla

    færslu greinar í aðalskrá. Viðmælendur koma fram sem athugasemdir í

    aðalskránni, en ekki allir viðmælendur koma fyrir sem efnisorð. Til að aðgreina

    þetta tvennt var ákveðið að nöfn viðmælenda sem koma fyrir sem efnisorð eru

    rituð með skáletri, en nöfn viðmælenda sem ekki koma fyrir sem efnisorð, eru

    þá með starfstitil í sviga fyrir aftan nafnið og ekki skáletruð, sjá dæmi XVI.

    Íslenskum mannanöfnum er raðað eftir fornafni en erlendum nöfnum er raðað

    eftir eftirnafni, sjá dæmi XVII.

    Ef einstaklingur er þekktur undir fleiri en einu nafni þá er búið til eitt valorð

    sem er alltaf notað sem efnisorð í aðalskrá og vikorð sem vísar á valorðið,

    sjá dæmi XVIII.

    Dæmi XVI, munur á nöfnum viðmælenda í mannanafnaskrá:

    Nöfn viðmælenda sem koma fyrir sem efnisorð:

    Grettir Hreinsson 357

    Nöfn viðmælenda sem koma fram í athugasemdum en ekki sem efnisorð:

    Gréta Jónsdóttir (einstaklings- og hjónaráðgjafi) 177 Dæmi XVII, íslenskt nafn og erlent nafn:

    Haukur Sigurðsson (sálfræðingur) 19

    Haugen, Kari 173

    Dæmi XVIII, vikorð vísar á valorð:

    Tobba Marínós sjá Þorbjörg Alda Marínósdóttir

  •   12 

    Lokaorð Gerð þessa verkefnis hefur verið mjög krefjandi og mikið þolinmæðisverk en

    engu að síður mjög lærdómsríkt. Ég hafði ekki hugsað mikið út í það fyrr, en

    það kom mér mikið á óvart hversu mikilvægt það er að tímarit séu vel ritstýrð

    og að samræmi ríki, en því miður fannst mér það vanta í Vikuna.

    Engu að síður lærði ég mikið á því að finna lausn á þeim vandamálum sem ég

    varð vör við í vinnu minni við þetta verkefni. Ég tel mikilvægt að efniskrár séu

    með innra samræmi, aðgengilegar og notendahæfar.

     

     

  •   13 

    Heimildaskrá  

    Birtingur. (e.d.). Auglýsingar. Sótt 25. maí 2012 af http://birtingur.is/auglysingar/vikan/.

    Birtingur (e.d.). Fyrirtækið. Sótt 25. maí 2012 af http://birtingur.is/fyrirtaekid/.

    Efnisorðaráð. (2010). Kerfisbundinn efnisorðalykill: Heildarviðbætur og

    breytingar 2004-2010 – 4. mars 2010. Sótt 1. júní 2012 af vef

    Landskerfis bókasafna:

    http://www.landskerfi.is/skjol/efnisord/KE3_vidbaetur_2004_2010_abc_1

    10.pdf.

    Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2002). Gagnfræðakver handa háskólanemum. 3. Útgáfa. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

    Gorman, Michael. (1988). Skráningarreglur bókasafna: Stytt gerð eftir AACR2

    (íslensk þýðing Sigbergur Friðriksson). Reykjavík: Samstarfsnefnd um

    upplýsingamál.

    Heimildaskráning: aðferðir við athugun heimilda, greiningu á efni þeirra og val

    efnisorða = Documentation: methods for examining documents,

    determining their subjects, and selecting indexing terms. (1994).

    Reykjavík: Staðlaráð Íslands. (ÍST ISO 5963: 1985).

    Heimildaskráning: leiðbeiningar um gerð og þróun kerfisbundinna

    efnisorðaskráa á einu tungumáli = Documentation: guidelines for the

    establishment and development of monolingual thesauri. (1991).

    Reykjavík: Staðlaráð Íslands. (ÍST 90).

    Mörður Árnason (ritstjóri). (2002). Íslensk orðabók (3. útgáfa). Reykjavík:

    Edda útgáfa hf.

  •   14 

    Þórdís T. Þórarinsdóttir. (1996). Kerfisbundnar efnisorðaskrár; uppbygging og

    notagildi við lyklun heimilda. Bókasafnið, 20, 5-12.

    Þórdís T. Þórarinsdóttir og Margrét Loftsdóttir. (2001). Kerfisbundinn

    efnisorðalykill fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar. Reykjavík:

    Höfundar. Sótt 1. júní 2012 af vef Landskerfis bókasafna:

    http://www.landskerfi.is/php/efnisord.php.

     

  • Aðalskrá

      15 

    Aðalskrá Í aðalskrá eru 384 færslur. Þeim er raðað í númeraða stafrófsröð eftir

    aðalhöfði sem er heiti höfundar eða titli. Ef fleiri en ein grein er eftir sama

    höfund er þeim raðað í stafrófsröð eftir heiti greinar. Hvert færslunúmer

    inniheldur bókfræðilegar upplýsingar auk efnisorða sem lýsa efni greinarinnar.

    1 10 rómantískustu borgir í heimi

    73. árg., 6. tbl. (2011), s. 46 Efnisorð: Bangkok (Taíland) - Barcelona (Spánn) – Cape Town (Suður Afríka) - Feneyjar (Ítalía) – Ferðalög - Istanbúl (Tyrkland) - París

    (Frakkland) – Seattle (Bandaríkin) – St. Petersburg (Rússland) – Róm

    (Ítalía)

    2 12 Feng Shui – ráð til að fagna vorinu 73. árg., 11. tbl. (2011), s. 61

    Efnisorð: Feng-Shui – Heimilið

    3 50 bollakökur / bakstur og stílisering mömmur.is, Hjördís Dögg Grímarsdóttir, Petrún Sveinsdóttir ; ljósmyndir Kristinn Magnússon ;

    samantekt Elín Arnar

    Efni: Rice crispies-bollaköku, Karamellu-bollakökur, Krakkabollakökur, Haribo-sykurmassi, Vanillu-bollakökur, Gulrótar-bollakökur, Sítrónu-

    fiðrildakökur, Vanillu-bollakökur, Hnetusmjörskökur, Eplasósu- og

    kanilkökur, Banana-bollakökur, Chai-bollakökur, Súkkulaðikökur

    með fljótandi súkkulaði, Súkkulaði-bollakökur með vanilluís inni í,

    Bollaköku-brownies, Bollakökur með hvítu súkkulaði og jarðaberjum,

    Regnboga-bollakökur, Oreo-bollakökur, Kardimommu- og

    appelsínu-bollakökur, Chili-súkkulaðikökur, Kirsuberja- og súkkulaði-

    bollakökur, Bleikar bollakökur, Límónu-bollakökur, Rjóma- og jarðaberja-

    bollakökur, Ísformakökur, Límónu- og bláberjakökur, Klístraðar toffí-

    bollakökur, Osta-bollakökur, Litlar karamellu-bollakökur, Myntusúkkulaði-

  • Aðalskrá

      16 

    bollakökur, Súkkulaði-bollakökur með berjaþema, Litlar

    hnetusmjörskökur, Sprengjukökur, Appelsínusúkkulaði-bollakökur,

    Súkkulaði-bollakökur, Espressókökur, Muffins með súkkulaði- og

    hnetukremi, Möndlu-muffins með jarðaberjakremi, Kókos- og límónu-

    muffins með kókosflögum, Spínat- og feta-muffins, Glútenlaus vanillu- og

    appelsínu-muffins, Hafrakökur, Vegan-súkkulaðibollakökur,

    Bláberjamúffur, Hunangs- og bananakökur, Soyjamjólkurkökur, Fitulitlar

    gulrótarkökur, Fljótlegar epplamaukskökur

    50 bollakökur : [fylgirit með] 73. árg., 7. tbl. (2011), s. 1-27 Efnisorð: Bollakökur – Kökur - Mataruppskriftir

    4 Algeng Feng Shui mistök 73. árg., 15. tbl. (2011), s. 92-93 Efnisorð: Feng-Shui – Heimilið

    5 Auðna Hödd Jónatansdóttir Að finna draumaprinsinn / texti Auðna Hödd Jónatansdóttir 73. árg., 15. tbl. (2011), s. 80-81 Efnisorð: Makaval

    6 Ár hérans 73. árg., 5. tbl. (2011), s. 60-61 Efnisorð: Kína – Spádómar - Stjörnumerkin – Stjörnuspeki

    7 Ásthildur Björnsdóttir Hvað eru allir að rúlla? / texti Ásthildur Björnsdóttir ; myndir Kristinn Magnússon

    73. árg., 17. tbl. (2011), s. 42-43 Efnisorð: Líkamsrækt 8 Áttu erfitt með að standast freistingar?

    73. árg., 15. tbl. (2011), s. 72 Efnisorð: Persónuleikapróf

  • Aðalskrá

      17 

    9 Barnasett : kjóll, hneppt peysa, buxur, húfa, skór og teppi Efni: Kjóll, Hneppt peysa, Buxur, Húfa, Skór, Teppi

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 44-47 Efnisorð: Ábreiður – Barnaföt – Buxur - Börn – Hekl – Höfuðföt - Kjólar – Peysur - Prjón – Skófatnaður

    10 Besta og versta Evróvisjónlagið okkar? 73. árg., 4. tbl. (2011), s. 26-27 Efnisorð: Elín Reynisdóttir - Evróvisjón - Gísli Marteinn Baldurson – Hrund Þórsdóttir - Kristófer Dingus - Lára Björg Björnsdóttir - Markús

    Þórhallsson - Ragnheiður Hanson - Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir -

    Sigurður Sverrisson – Skoðanakannanir – Tónlist - Þorbjörg Alda

    Marínósdóttir - Þórður Snær Júlíusson

    11 Björk Eiðsdóttir „Ella Dís er hamingjusamt barn” / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir og úr einkasafni

    Viðmælandi er Ragna Erlendsdóttir

    73. árg., 13. tbl. (2011), s. 10-12 Efnisorð: Ella Dís - Ragna Erlendsdóttir – Reynslusögur – Sjúkdómar – Viðtöl

    12 Björk Eiðsdóttir „Heimavinnandi skrautmaki” / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir úr einkasafni Viðmælandi er Þorkell Sigurður Harðarson

    73. árg., 11. tbl. (2011), s. 10-12

    Efnisorð: Feathered cocain (heimildarmynd) – Kvikmyndagerð - Viðtöl - Þorkell Sigurður Harðarson – Æviþættir

    13 Björk Eiðsdóttir

    „Held maður fái meiri respekt” / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Kristinn Magnússon

    Viðmælendur eru Lara, Salka, Todda og Guðrún

  • Aðalskrá

      18 

    73. árg., 12. tbl. (2011), s. 46-47 Efnisorð: Fermingin – Guðrún – Lara – Salka – Todda – Viðtöl

    14 Björk Eiðsdóttir „Hættið að éta sælgæti, bara alveg!” / texti Björk Eiðsdóttir; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir

    Viðmælandi er Heiða Eiríksdóttir

    73. árg., 5. tbl. (2011), s. 14 Efnisorð: Heiða Eiríksdóttir – Snyrtivörur - Tíska - Viðtöl 15 Björk Eiðsdóttir

    Alíslensk húsgögn / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Arnaldur Halldórsson og Magnús Stephensen

    Viðmælandi er Reynir Sýrusson

    73. árg., 13. tbl. (2011), s. 40-45

    Efnisorð: Húsgögn - Hönnun - Reynir Sýrusson – Viðtöl

    16 Björk Eiðsdóttir Að gera fínt þarf hvorki að vera dýrt né flókið / texti Björk Eiðsdóttir ;

    myndir Bragi [Þór] Jósefsson og úr einkasafni

    Viðmælandi er Sesselja Thorberg

    73. árg., 5. tbl. (2011), s. 28-29 Efnisorð: Fröken Fix (innanhúsráðgjafarfyrirtæki) – Heimilið -

    Innanhúsarkitektúr – Innlit/Útlit (sjónvarpsþættir) – Sesselja Thorberg –

    Viðtöl

    17 Björk Eiðsdóttir

    Aðgát skal höfð í nærveru sálar / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir ; förðun og stílisering Helga Kristjáns[dóttir]

    Viðmælandi er Freyja Dís Númadóttir

    73. árg., 3. tbl. (2011), s. 18-22

    Efnisorð: Freyja Dís Númadóttir - Heimilisofbeldi - Sálræn áföll – Viðtöl - Örorkubætur – Æviþættir

  • Aðalskrá

      19 

    18 Björk Eiðsdóttir Áhugaljósmyndari fær birta mynd í Financial Times / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Kristinn Magnússon og Jóhannes Frank Jóhannesson

    Viðmælandi er Jóhannes Frank Jóhannesson

    73. árg., 15. tbl. (2011), s. 32-33 Efnisorð: Jóhannes Frank Jóhannesson – Ljósmyndun - Viðtöl

    19 Björk Eiðsdóttir Árangursrík lausn á svefnleysi / texti Björk Eiðsdóttir ; mynd Kristinn Magnússon og úr einkasafni

    Viðmælendur eru Haukur Sigurðsson (sálfræðingur) og Þyri Emma

    Þorsteinsdóttir

    73. árg., 8. tbl. (2011), s. 30-32 Efnisorð: Heilsustöðin – Hugræn atferlismeðferð - Reynslusögur - Svefnleysi – Viðtöl – Þyri Emma Þorsteinsdóttir

    20 Björk Eiðsdóttir Blokkerið orkusugur! / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Bragi Þór Jósefsson og úr einkasafni

    Viðmælandi er Helga Sörensdóttir

    73. árg., 7. tbl. (2011), s. 21 Efnisorð: Helga Sörensdóttir – Snyrtivörur - Tíska - Viðtöl

    21 Björk Eiðsdóttir Blómstrar í nýjum hlutverkum / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Kristinn Magnússon ; förðun og stílisering ; Helga Kristjáns[dóttir]

    Viðmælandi er Lilja Katrín Gunnarsdóttir

    73. árg., 4. tbl. (2011), s. 32-35 Efnisorð: Leiklist - Lilja Katrín Eiðsdóttir – Makalaus (sjónvarpsþættir) – Viðtöl – Æviþættir

    22 Björk Eiðsdóttir Börn engin fyrirstaða á ferðalagi / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir úr

    einkasafni

  • Aðalskrá

      20 

    Viðmælendur eru Hrund Gunnsteinsdóttir og Sigurjón Eiðsson

    73. árg., 5. tbl. (2011), s. 46-47 Efnisorð: Börn – Ferðalög - Hrund Gunnsteinsdóttir – Sigurjón Eiðsson

    – Viðtöl

    23 Björk Eiðsdóttir Börn ætíð velkomin / texti Björk Eiðsdóttir

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 54-55 Efnisorð: Bryggjan (kaffihús) - Börn – Fjallkonubakaríið – Iðunnareplið (kaffihús) - Kaffihús - Laundromat café – Mömmukaffi – Te & Kaffi

    24 Björk Eiðsdóttir Dagdreymin og rómantísk / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir

    Viðmælandi er Brynja Þorgeirsdóttir

    73. árg., 8. tbl. (2011), s. 12 Efnisorð: Brynja Þorgeirsdóttir – Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl

    25 Björk Eiðsdóttir

    Dansa nógu mikið / texti Björk Eiðsdóttir Viðmælandi er Dýrley Dan Sigurðardóttir

    73. árg., 3. tbl. (2011), s. 12 Efnisorð: Dýrley Dan Sigurðardóttir – Snyrtivörur - Tíska – Viðtöl

    26 Björk Eiðsdóttir Drykkir barna og unglinga stórt vandamál / texti Björk Eiðsdóttir 73. árg., 10. tbl. (2011), s. 58-59

    Efnisorð: Ávaxtadrykkir - Börn – Gosdrykkir – Mataræði – Orkudrykkir - Unglingar

    27 Björk Eiðsdóttir

    Ekkert jafnljótt og súr svipur / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir

    Viðmælandi er Rakel Pálsdóttir

  • Aðalskrá

      21 

    73. árg., 4. tbl. (2011), s. 18 Efnisorð: Rakel Pálsdóttir - Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl

    28 Björk Eiðsdóttir Endurlífguð eftir hjartaáfall 39 ára gömul / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir og úr einkasafni

    Viðmælandi er Guðrún Hauksdóttir

    73. árg., 7. tbl. (2011), s. 10-12 Efnisorð: Guðrún Hauksdóttir – Hjartasjúkdómar – Viðtöl

    29 Björk Eiðsdóttir

    Er ástin geðveiki? / texti Björk Eiðsdóttir 73. árg., 6. tbl. (2011), s. 38-37 Efnisorð: Ást – Hormónar - Samskipti kynjanna

    30 Björk Eiðsdóttir Er fertugt hið nýja þrítugt? / texti Björk Eiðsdóttir ; mynd Kristinn Magnússon

    Viðmælendur eru Sigríður Þórisdóttir og Erla S. Grétarsdóttir

    73. árg., 11. tbl. (2011), s. 40-41 Efnisorð: Erla S. Grétarsdóttir - Konur - Sigríður Þórisdóttir – Viðtöl

    31 Björk Eiðsdóttir

    Gott skap klæðir alla vel / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Karl Petersson Viðmælandi er Ríkey Kristjánsdóttir

    73. árg., 6. tbl. (2011), s. 14 Efnisorð: Ríkey Kristjánsdóttir – Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl

    32 Björk Eiðsdóttir Góð ráð fyrir ferminguna / text Björk Eiðsdóttir 73. árg., 12. tbl. (2011), s. 52

    Efnisorð: Fermingin

    33 Björk Eiðsdóttir

  • Aðalskrá

      22 

    Haltu lífi í kryddjurtinni á auðveldan hátt! / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Kristinn Magnússon og úr einkasafni

    Viðmælendur eru Bylgja Rún Svansdóttir, Embla Vigfúsdóttir, Dagný

    Tómasdóttir, Halla Björk Jósefsdóttir og Guðmundur Skúli Halldórsson

    73. árg., 13. tbl. (2011), s. 38 Efnisorð: Bylgja Rún Svansdóttir – Dagný Tómasdóttir – Embla Vigfúsdóttir – Guðmundur Skúli Halldórsson – GrowMe

    (kryddjurtapottur) – Halla Björk Jósefsdóttir - Bjarkarás – Frumkvöðlar

    - Hönnun - Kryddjurtir – Spark design space

    34 Björk Eiðsdóttir

    Hefur nærri helmingað vigt sína / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Kristinn

    Magnússon og úr einkasafni

    Viðmælandi er Jón Halldór Eiríksson

    73. árg., 1. tbl. (2011), s. 36-37

    Efnisorð: Átsýki - Heilsufar – Jón Halldór Eiríksson – Offita - Matarfíknarmiðstöðin – Viðtöl

    35 Björk Eiðsdóttir

    Hitaeiningarnar í kaffidrykkjum / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir

    photos.com

    Viðmælandi er Svandís Erna Jónsdóttir (næringarfræðingur)

    73. árg., 1. tbl. (2011), s. 35

    Efnisorð: Kaffi – Næringarfræði - Viðtöl 36 Björk Eiðsdóttir Hvað kostar að ferma barn? / texti Björk Eiðsdóttir

    73. árg., 12. tbl. (2011), s. 50 Efnisorð: Fermingin – Kostnaður 37 Björk Eiðsdóttir

    Hvar er hægt að skíða á Íslandinu? / texti Björk Eiðsdóttir 73. árg., 2. tbl. (2011), s. 46-47

  • Aðalskrá

      23 

    Efnisorð: Akureyri - Fjarðarheiði - Innanlandsferðir – Ólafsfjörður - Skíðaferðir – Snæfellsjökull

    38 Björk Eiðsdóttir Íslensk börn sykurlegin? / texti Björk Eiðsdóttir Viðmælandi er Jóhanna Vilhjálmsdóttir (stjórnar Heilsuþættir Jóhönnu á

    ÍNN)

    73. árg., 17. tbl. (2011), s. 44-45 Efnisorð: Börn – Sykur – Viðtöl 39 Björk Eiðsdóttir

    Lopapeysufréttamaður kynnir Evróvisjón / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Karl Petersson og úr einkasafni

    Viðmælandi er Guðmundur Gunnarsson

    73. árg., 2. tbl. (2011), s. 10-12

    Efnisorð: Guðmundur Gunnarsson - Söngvakeppni Sjónvarpsins - Viðtöl

    40 Björk Eiðsdóttir

    Lærði að elska sjálfa sig / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Rakel Ósk

    Sigurðardóttir, María Krista Hreiðarsdóttir og úr safni ; förðun og

    stílisering Helga Kristjáns[dóttir]

    Viðmælandi er Þuríður Óskarsdóttir

    73. árg., 1. tbl. (2011), s. 24-27 Efnisorð: Heilsufar - Sálræn áföll – Viðtöl - Þuríður Óskarsdóttir

    41 Björk Eiðsdóttir

    Of mikið fréttagláp eykur hrukkur / texti Björk Eiðsdóttir Viðmælandi er María Guðvarðardóttir

    73. árg., 1. tbl. (2011), s. 14 Efnisorð: María Guðvarðardóttir – Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl

    42 Björk Eiðsdóttir Páskamatur Sjávarkjallarans / texti Björk Eiðsdóttir

  • Aðalskrá

      24 

    Viðmælandi er Ólafur Ágústsson (matreiðslumaður) Efni: Lamb úr Öxnadal, Steiktur hlýri og reykt svínasíða 73. árg., 15. tbl. (2011), s. 48-49

    Efnisorð: Kjötréttir - Mataruppskriftir – Páskar – Sjávarréttir

    43 Björk Eiðsdóttir Snyrtivörur, skór og fylgihlutir / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Kristinn

    Magnússon

    Viðmælandi er Katla Einarsdóttir

    73. árg., 2. tbl. (2011), s. 14 Efnisorð: Katla Einarsdóttir – Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl

    44 Björk Eiðsdóttir Stíga öldur lífsins saman / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Bragi Þór Jósefsson ; förðun og stílisering Helga Kristjáns[dóttir]

    Viðmælendur eru Guðni Gunnarsson og Guðlaug Pétursdóttir

    73. árg., 14. tbl. (2011), s. 24-27 Efnisorð: Fjölskyldan - Guðlaug Pétursdóttir - Guðni Gunnarsson - Viðtöl – Æviþættir

    45 Björk Eiðsdóttir Ung og efnileg! / texti Björk Eiðsdóttir 73. árg., 17. tbl. (2011), s. 36-37

    Efnisorð: Álfrún Örnólfsdóttir - Björgvin Frans Gíslason – Björk Guðmundsdóttir - Garðar Thór Cortes – Gunnar Hansson - Guðmundur

    Steingrímsson - Ívar Örn Sverrisson - Pétur Jóhann Sigfússon -

    Snæfríður Ingadóttir

    46 Björk Eiðsdóttir Upp er runninn öskudagur : ákaflega skýr og fagur / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir úr einkasöfnum

    73. árg., 9. tbl. (2011), s. 32-33 Efnisorð: Söguleg umfjöllun - Öskudagur

  • Aðalskrá

      25 

    47 Björk Eiðsdóttir Úr sirkusskóla í Borgarleikhúsið / texti Björk Eiðsdóttir ; myndir Karl Petersson

    Viðmælandi er Sigríður Soffía Níelsdóttir

    73. árg., 9. tbl. (2011), s. 8-9 Efnisorð: Fjölleikahús - Listdans - Sigríður Soffía Níelsdóttir – Viðtöl

    48 Björk Eiðsdóttir Úr stærð 16 í 6 / texti Björk Eiðsdóttir 73. árg., 8. tbl. (2011), s. 14-15 Efnisorð: Hudson, Jennifer – Mataræði

    49 Björk Eiðsdóttir Við elskum þessar mottur! / texti Björk Eiðsdóttir 73. árg., 11. tbl. (2011), s. 38

    Efnisorð: Mottu mars - Skegg

    50 Björk Eiðsdóttir Það sem þú ættir að forðast í snyrtivörum / Björk Eiðsdóttir

    73. árg., 14. tbl. (2011), s. 38-39 Efnisorð: Eiturefni - Húðin – Snyrtivörur

    51 Björk Eiðsdóttir

    Það skilur mig enginn! / texti Björk Eiðsdóttir 73. árg., 6. tbl. (2011), s. 48 Efnisorð: Samskipti foreldra og barna – Unglingar – Unglingsár

    52 Björk Eiðsdóttir Þorrahefðir : hvaðan og hvers vegna? / texti Björk Eiðsdóttir 73. árg., 3. tbl. (2011), s. 30 Efnisorð: Brennivín - Haraldur S. Gröndal – Þorrablót – Þorramatur

    53 Bliss, Debbie Stjörnupeysa / hönnun Debbie Bliss

  • Aðalskrá

      26 

    Efni: Stjörnupeysa 73. árg., 10. tbl. (2011), s. 52 Efnisorð: Börn – Peysur – Prjón

    54 Bliss, Debbie Tvíhneppt jakkapeysa / hönnun Debbie Bliss Efni: Tvíhneppt jakkapeysa

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 48 Efnisorð: Barnaföt – Börn – Peysur – Prjón

    55 Bliss, Debbie

    Ungbarnateppi með gataprjóni og blúndu / hönnun Debbie Bliss

    Efni: Ungbarnateppi með gataprjóni og blúndu 73. árg., 10. tbl. (2011), s. 50 Efnisorð: Ábreiður – Börn – Prjón

    56 Brighton : fjölskylduvæn og töff 73. árg., 3. tbl. (2011), s. 35 Efnisorð: Brighton (England) – Ferðalög

    57 Brúðuheimar í Borgarnesi 73. árg., 11. tbl. (2011), s. 47 Efnisorð: Borgarnes – Brúðuheimar - Ferðalög

    58 Dagur með börnunum 73. árg., 14. tbl. (2011), s. 29 Efnisorð: Fjölskyldan - Útivist

    59 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara Efni: Appelsínukjúklingur, Steikt grænmeti með pestó

    73. árg., 15. tbl. (2011), s. 44 Efnisorð: Danski kúrinn – Grænmetisréttir - Kjötréttir – Mataruppskriftir

  • Aðalskrá

      27 

    60 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara

    Efni: Bökuð epli og sveskjur með kókós og möndlum, Fiskibollur

    með remúlaðisalati

    73. árg., 4. tbl. (2011), s. 31 Efnisorð: Eftirréttir – Danski kúrinn – Mataruppskriftir – Sjávarréttir

    61 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara

    Efni: Fiskisalat og hrásalat, Linsu-gulrótarsúpa 73. árg., 1. tbl. (2011), s. 33

    Efnisorð: Danski kúrinn – Mataruppskriftir - Salöt – Súpur

    62 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara

    Efni: Fiskur í fati með vínberjum og möndlum, Mokkakrem með gljáðum hnetum

    73. árg., 3. tbl. (2011), s. 23 Efnisorð: Danski kúrinn – Eftirréttir – Mataruppskriftir – Sjávarréttir

    63 Danski: borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara Efni: Hollur engiferdrykkur og sítruseftirréttur, Fyllt eggaldin

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 30 Efnisorð: Danski kúrinn - Drykkir – Eftirréttir - Grænmetisréttir - Mataruppskriftir

    64 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara Efni: Hrognasalat, Heit berjasúpa 73. árg., 6. tbl. (2011), s. 31

    Efnisorð: Danski kúrinn – Mataruppskriftir – Salöt – Súpur 65 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum

  • Aðalskrá

      28 

    Aðaltitill er lagður til af skrásetjara

    Efni: Kalkúnaréttur með grænmeti, Pizzusnúðar 73. árg., 7. tbl. (2011), s. 27

    Efnisorð: Danski kúrinn – Kjötréttir – Mataruppskriftir

    66 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara

    Efni: Kjúklingasamloka með avókadókremi, Steiktar risarækjur með heitu hvítkálssalati

    73. árg., 2. tbl. (2011), s. 31 Efnisorð: Danski kúrinn – Mataruppskriftir – Samlokur (matvæli) –

    Sjávarréttir

    67 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara

    Efni: Kjúklingasúpa, Núðlur með tofu 73. árg., 11. tbl. (2011), s. 30 Efnisorð: Danski kúrinn – Grænmetisréttir - Mataruppskriftir – Súpur

    68 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara

    Efni: Krabbasalat, Fiskirúlla með spergilkálsósu 73. árg., 8. tbl. (2011), s. 23

    Efnisorð: Danski kúrinn - Mataruppskriftir – Salöt – Sjávarréttir

    69 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara

    Efni: Ofnbakaður lax með kryddjurtum og bökuðu grænmeti, Samloka með parmaskinku og kjúklingi

    73. árg., 13. tbl. (2011), s. 31 Efnisorð: Danski kúrinn - Mataruppskriftir – Samlokur (matvæli) -

    Sjávarréttir

    70 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum

  • Aðalskrá

      29 

    Aðaltitill er lagður til af skrásetjara Efni: Parmaskinka með hnetum og rósakáli, Agúrka með krabbakjöti

    73. árg., 12. tbl. (2011), s. 30 Efnisorð: Danski kúrinn – Kjötréttir - Mataruppskriftir – Sjávarréttir

    71 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum

    Aðaltitill er lagður til af skrásetjara Efni: Pottréttur með karríi og hrísgrjónum, Fyllt egg á rauðrófutzatziki 73. árg., 14. tbl. (2011), s. 30 Efnisorð: Danski kúrinn – Grænmetisréttir - Kjötréttir – Mataruppskriftir

    72 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara Efni: Reykt skinka með eplasalsa og hrásalati, Agúrka með

    Krabbafyllingu

    73. árg., 5. tbl. (2011), s. 31 Efnisorð: Danski kúrinn – Mataruppskriftir – Salöt – Sjávarréttir

    73 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Aðaltitill er lagður til af skrásetjara Efni: Speltsalat með osti, Grófar baunabollur með kremaðri tómatsósu

    73. árg., 17. tbl. (2011), s. 30 Efnisorð: Danski kúrinn – Grænmetisréttir – Mataruppskriftir – Salöt

    74 Danski : borðaðu þig granna(n) með íslensku vigtarráðgjöfunum Efni: Ávaxta-gazpacho, Salat með reyktum osti og toppkáli, Andabringa með steiktum hrísgrjónum, Toppkálspakkar, Grillaðar

    kjúklingalundir með krydduðu rauðrófupestói, Grillpylsur með salati, Köld

    melónu-tómatsúpa með fetabrauði, Grænmetisbollur með guinoa (kínóa)

    og hrásalati, Mjólkurhristingur með appelsínu og kókós, Dillkryddaður lax

    með baba ghanoush, Salat með laxakremi, Salat með kartöflum, skinku,

  • Aðalskrá

      30 

    og pestói, Eggjakaka með spergilkáli, Sveppagratín, Búlgursalat með

    reyktum laxi, Köld steik með rauðrófusalati, Svínalundir með bökuðum

    gulrótum, Hindberjamuffins, Kalkúnabollur með paprikusósu, Volgt

    linsusalat, Brómberja-mousse, Portobello sveppir með spínatfyllingu,

    Blómkálssúpa með baunum, Kotabaka, Grillaðar fíkjur með kremi,

    Súpa með steinseljurót, saffrani og kjúklingi, Heitir ávextir með sósu,

    Kúskús-kæfa, Bakaður fiskur með hrísgrjónablöndu, Steik með rauðkáls-

    greipsalati, Mangósúpa með kókósmjöli, Kjúklingasalat með

    parmaskinku, Misósúpa, Pönnukökur með ávaxtakremi, Grænmetis-chili,

    Steikt kjúklingalifur með trönuberjamauki, Ávaxta- og

    grænmetismarmelaði, Bakaðar svínalundir með sellerírót og epli, Reykt

    andabringa með jólasalati og granatepli, Reyktur lax með hrærðu eggi,

    Grænkálsspelt með hamborgarhrygg

    Danski : [fylgirit með] 73. árg., 4. tbl. (2011), s. 2-22 Efnisorð: Brauð - Danski kúrinn – Drykkir – Eftirréttir – Grænmetisréttir

    - Kjötréttir – Mataruppskriftir - Salöt – Sjávarréttir - Sultur – Súpur

    75 Dómur hæstaréttar 73. árg., 12. tbl. (2011), s. 60

    Efnisorð: Dómsmál – Guðríður Haraldsdóttir - Meiðyrði – Vikan (tímarit) 76 Draumar 73. árg., 6. tbl. (2011), s. 60-61

    Efnisorð: Draumar – Draumaráðningar

    77 Efnilegi tengdasonurinn 73. árg., 12. tbl. (2011), s. 72-73

    Efnisorð: Dætur - Reynslusögur – Sambúðarslit 78 Eftirréttir 73. árg., 15. tbl. (2011), s. 54

    Efni: Heitir ávextir með sojarjóma, Ávaxtabomba, Súkkulaði brownie Efnisorð: Eftirréttir - Mataruppskriftir

  • Aðalskrá

      31 

    79 Einelti í leikfimi : tókum til okkar ráða 73. árg., 13. tbl. (2011), s. 54-55 Efnisorð: Einelti – Grunnskólar - Reynslusögur

    80 Einföld og skemmtileg talnaspeki! 73. árg., 11. tbl. (2011), s. 60 Efnisorð: Talnaspeki

    81 Elín Arnar „Slysalaus” brúnka án sólar / texti Elín Arnar ; myndir héðan og þaðan 73. árg., 13. tbl. (2011), s. 22

    Efnisorð: Snyrtivörur

    82 Elín Arnar 5 ástæður fyrir að nýta þjónustu ferðaskrifstofu / texti Elín Arnar ;

    myndir héðan og þaðan

    73. árg., 12. tbl. (2011), s. 62 Efnisorð: Ferðalög – Ferðaskrifstofur

    83 Elín Arnar Adobo kjúklingur / texti Elín Arnar ; myndir Karl Petersson Viðmælandi er Panol, Sarah Jean

    Efni: Kjúklinga-adobo með kartöflum

    73. árg., 14. tbl. (2011), s. 34 Efnisorð: Kjötréttir - Mataruppskriftir – Panol, Sarah Jean - Viðtöl 84 Elín Arnar

    Afrísk fiski- og kjúklingasúpa – Egusi / texti Elín Arnar ; myndir Bragi Þór Jósefsson

    Viðmælandi er Ukwubuaku, Camilus Ogechukwu

    Efni: Egusi – afrísk fiski- og kjúklingasúpa með melónufræjum

    73. árg., 17. tbl. (2011), s. 34 Efnisorð: Mataruppskriftir – Súpur – Ukwubuaku, Camilus Ogechukwu - Viðtöl

  • Aðalskrá

      32 

    85 Elín Arnar Allir synir mínir / texti Elín Arnar 73. árg., 12. tbl. (2011), s. 6

    Efnisorð: Allir synir mínir (leikrit) – Leiklistargagnrýni 86 Elín Arnar Alltaf ánægjulegt að elda fyrir fólk / texti Elín Arnar ; myndir Kristinn

    Magnússon

    Viðmælandi er Devergnies-Wastraete, Jessica

    Efni: Quiche með mozzarella, skinku og spínati 73. árg., 10. tbl. (2011), s. 32

    Efnisorð: Devergnies-Wastraete, Jessica – Mataruppskriftir – Viðtöl

    87 Elín Arnar Bjart með köflum / texti Elín Arnar

    73. árg., 17. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Bjart með köflum (söngleikur) – Leiklistargagnrýni

    88 Elín Arnar

    Brasilískt ostabrauð / texti Elín Arnar ; myndir einkasafn Viðmælandi er Dieterich, Ana Luisa Goettert

    Efni: Brasilískt ostabrauð 73. árg., 12. tbl. (2011), s. 32

    Efnisorð: Brauð – Dieterich, Ana Luisa Goettert - Mataruppskriftir – Viðtöl

    89 Elín Arnar

    Ert þú í vandræðum með Candida? / texti Elín Arnar 73. árg., 4. tbl. (2011), s. 36-37 Efnisorð: Candida sveppasýking: einkenni og lyfjalaus meðferð (bók) - Mataræði – Sveppasýkingar

    90 Elín Arnar Flott nesti í skólann / texti Elín Arnar ; myndir Karl Petersson

  • Aðalskrá

      33 

    Viðmælandi er Ragnar Ómarsson (matreiðslumaður) Efni: Hnetusmjörs- og bananaklemma, Salat-vorrúlla, Skyrhristingur með bláberjum, banana og myntu, Kjúklinga-skinkuvefja, Ávaxta- og

    múslíorkustangir, Hafra- og bláberjaorkuklattar, Píta með ceasar-salati,

    Ceasar-salat, Ávaxtaspjót með jógurtdýfu

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 42-43 Efnisorð: Álegg – Ávextir – Brauð - Börn - Drykkir - Grænmeti –

    Mataruppskriftir - Salöt - Viðtöl

    91 Elín Arnar Gaman að stússast í eldhúsinu / texti Elín Arnar

    Viðmælandi er Helga Arnfríður Haraldsdóttir

    Efni: Grænmetislasagna 73. árg., 3. tbl. (2011), s. 26 Efnisorð: Grænmetisréttir – Helga Arnfríður Haraldsdóttir -

    Mataruppskriftir – Viðtöl

    92 Elín Arnar Gerðu þitt eigið dagkrem / texti Elín Arnar

    73. árg., 4. tbl. (2011), s. 20 Efnisorð: Húðin – Snyrtivörur 93 Elín Arnar

    Girnilegur laxaréttur / texti Elín Arnar Viðmælandi er Jónína Vala Kristinsdóttir

    Efni: Spínat- og rótargrænmetisréttur, Ofnbakaður lax 73. árg., 7. tbl. (2011), s. 30

    Efnisorð: Grænmetisréttir – Jónína Vala Kristinsdóttir – Mataruppskriftir – Sjávarréttir - Viðtöl

    94 Elín Arnar

    Gott fyrir hjartað / texti Elín Arnar ; mynd Rakel Ósk Sigurðardóttir Viðmælandi er Bylgja Valtýsdóttir

    Efni: Lax með hunangs-og balsamikgljáa

  • Aðalskrá

      34 

    73. árg., 4. tbl. (2011), s. 29 Efnisorð: Bylga Valtýsdóttir - Mataruppskriftir – Sjávarréttir – Viðtöl

    95 Elín Arnar Góð ráð þegar ferðast er með smábörn / texti Elín Arnar 73. árg., 10. tbl. (2011), s. 66-67 Efnisorð: Ferðalög – Ungbörn

    96 Elín Arnar Guðdómleg eplasúkkulaðibaka / texti Elín Arnar Viðmælandi er Voight, Gudrun Elisabet

    Efni: Apfel- streuselkuchen (eplasúkkulaðibaka) 73. árg., 9. tbl. (2011), s. 25 Efnisorð: Bökur - Mataruppskriftir – Viðtöl – Voight, Gudrun Elisabet

    97 Elín Arnar Hefði átt að fara í húsmæðraskólann / texti Elín Arnar Viðmælandi er Íris Dögg Pétursdóttir

    Efni: Mexíkóskt gúmmilaði

    73. árg., 1. tbl. (2011), s. 31 Efnisorð: Íris Dögg Pétursdóttir – Kjötréttir – Mataruppskriftir – Viðtöl

    98 Elín Arnar

    Heimatilbúnar remedíur fyrir þurra húð / texti Elín Arnar 73. árg., 3. tbl. (2011), s. 14-15 Efnisorð: Ávextir – Grænmeti – Húðin – Snyrtivörur

    99 Elín Arnar Heimsókn á heimili Halldórs Laxness / texti Elín Arnar ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir

    73. árg., 15. tbl. (2011), s. 77

    Efnisorð: Ferðalög - Gljúfrasteinn – Halldór Laxness

    100 Elín Arnar

  • Aðalskrá

      35 

    Íslenskt á Íslenska barnum / texti Elín Arnar ; myndir úr einkasafni 73. árg., 13. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Íslenski barinn - Veitingastaðir

    101 Elín Arnar Kenýskur baunaréttur / texti Elín Arnar ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir Viðmælandi er Lilja Dís Harðardóttir

    Efni: Kenýskur baunaréttur fyrir tvo, Chapati 73. árg., 13. tbl. (2011), s. 34 Efnisorð: Brauð – Grænmetisréttir - Lilja Dís Harðardóttir – Mataruppskriftir - Viðtöl

    102 Elín Arnar Kurteist fólk / texti Elín Arnar 73. árg., 14. tbl. (2011), s. 6

    Efnisorð: Kurteist fólk (bíómynd) - Kvikmyndagagnrýni

    103 Elín Arnar Langar þig að gista á öðruvísi hóteli? / texti Elín Arnar ; myndir héðan

    og þaðan

    73. árg., 13. tbl. (2011), s. 46-47 Efnisorð: Ferðalög – Hótel

    104 Elín Arnar Lengri augnhár á náttúrulegan máta / texti Elín Arnar 73. árg., 2. tbl. (2011), s. 16-17 Efnisorð: Hár – Næringarfræði - Tíska

    105 Elín Arnar Marineraður kjötforréttur / texti Elín Arnar Viðmælandi er Gunnlaugur Þór Pálsson

    Efni: Grafið ungnauta-innanlæri 73. árg., 8. tbl. (2011), s. 25 Efnisorð: Forréttir - Gunnlaugur Þór Pálsson - Kjötréttir -

  • Aðalskrá

      36 

    Mataruppskriftir – Viðtöl

    106 Elín Arnar

    Matur fyrir börnin / samantekt Elín Arnar ; myndir Gunnar Konráðsson Viðmælandi er Þóra Sigurðardóttir (höfundur Foreldrahandbókarinnar) Efni: Banana- og bláberjamauk, Gulrótarmauk, Plokkfiskur, Kanil- og rúsínubrauð, Laxapasta, Kjúklingur og sætar kartöflur

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 36-40 Efnisorð: Foreldrahandbókin (bók) – Mataruppskriftir – Ungbörn

    107 Elín Arnar

    Nei, ráðherra! / texti Elín Arnar 73. árg., 10. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Leiklistargagnrýni – Nei, ráðherra! (leikrit)

    108 Elín Arnar Og svo þarf að skreyta / samantekt Elín Arnar ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir og Kristinn Magnússon

    Skreytingarmeistarar eru Hafdís Heiðarsdóttir, Inga Bryndís, Jenný

    Ragnarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir

    73. árg., 12. tbl. (2011), s. 58-59 Efnisorð: Allt í köku (verslun) – Arcadesign – Blómasmiðjan - Blómastofa Friðfinns – Fermingin – Föndur - Heimili og hugmyndir

    (verslun)

    109 Elín Arnar Rússnesk pirozhki með eggjum og hvítkáli / texti Elín Arnar ; myndir Karl

    Petersson

    Viðmælandi er Braga Stefaný Mileris

    Efni: Rússneskt pirozhki 73. árg., 15. tbl. (2011), s. 46

    Efnisorð: Braga Stefaný Mileris – Mataruppskriftir – Viðtöl

    110 Elín Arnar

  • Aðalskrá

      37 

    Sagt að fara af Indian Mango / texti Elín Arnar 73. árg., 15. tbl. (2011), s. 10 Efnisorð: Indian Mango (veitingastaður) - Veitingastaðir

    111 Elín Arnar Sinnum þrír / texti Elín Arnar 73. árg., 11. tbl. (2011), s. 6

    Efnisorð: Íslenski dansflokkurinn – Sinnum þrír (danssýning) 112 Elín Arnar Snerting getur gert húðina fallegri / texti Elín Arnar

    73. árg., 15. tbl. (2011), s. 22 Efnisorð: Húðin

    113 Elín Arnar

    Spænskur sunnudagsmatur / texti Elín Arnar ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir

    Viðmælandi er Dagmar Haraldsdóttir

    Efni: Úrbeinaður kjúklingur

    73. árg., 2. tbl. (2011), s. 35 Efnisorð: Dagmar Haraldsdóttir – Kjötréttir – Mataruppskriftir – Viðtöl

    114 Elín Arnar

    The black swan / texti Elín Arnar 73. árg., 7. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Kvikmyndagagnrýni - The black swan (bíómynd)

    115 Elín Arnar Vatnsdeigsbollur sem klikka ekki frá mömmunum / texti Elín Arnar ; myndir Kristinn Magnússon og mömmur.is

    Efni: Vatnsdeigsbollur

    73. árg., 9. tbl. (2011), s. 26 Efnisorð: Bolludagur - Mataruppskriftir

  • Aðalskrá

      38 

    116 Elín Arnar Veitingahúsið Ghandi / texti Elín Arnar 73. árg., 8. tbl. (2011), s. 5

    Efnisorð: Ghandi (veitingastaður) – Veitingastaðir

    117 Elín Arnar Visby : falin perla í Svíþjóð / texti Elín Arnar

    73. árg., 9. tbl. (2011), s. 36-37 Efnisorð: Ferðalög – Visby (Svíþjóð)

    118 Elsku pabbi

    73. árg., 4. tbl. (2011), s. 48-49 Efnisorð: Feður – Fjölskyldan – Reynslusögur – Ættleiðingar

    119 Er líklegt að hann skilji þín vegna?

    73. árg., 12. tbl. (2011), s. 68 Efnisorð: Persónuleikapróf 120 Er sjálfstraustið í lagi?

    73. árg., 6. tbl. (2011), s. 50-51 Efnisorð: Persónuleikapróf 121 Ertu klárari en þú heldur?

    73. árg., 5. tbl. (2011), s. 50-51 Efnisorð: Persónuleikapróf

    122 Ertu partíljón eða sófapúki?

    73. árg., 17. tbl. (2011), s. 48 Efnisorð: Persónuleikapróf

    123 Eyðileggur heimilislífið hjónabandið þitt?

    73. árg., 11. tbl. (2011), s. 48 Efnisorð: Persónuleikapróf

  • Aðalskrá

      39 

    124 Feng Shui-aðu árið 2011 73. árg., 8. tbl. (2011), s. 45 Efnisorð: Feng-Shui – Heimilið

    125 Ferðaráð frá konum fyrir konur 73. árg., 13. tbl. (2011), s. 47 Efnisorð: Ferðalög – Konur

    126 Fermingargjafir stjörnumerkjanna 73. árg., 12. tbl. (2011), s. 77 Efnisorð: Fermingin - Gjafir - Stjörnumerkin

    127 Fyrir hvað skammast þú þín? 73. árg., 3. tbl. (2011), s. 39 Efnisorð: Persónuleikapróf

    128 Gerirðu of mikið úr öllu? 73. árg., 1. tbl. (2011), s. 50-51 Efnisorð: Persónuleikapróf

    129 Gríska eyjan Korfu 73. árg., 4. tbl. (2011), s. 41 Efnisorð: Ferðalög – Korfu

    130 Guðríður Haraldsdóttir Allir græða / texti Guðríður Haraldsdóttir Viðmælandi er Aðalheiður Héðinsdóttir (forstjóri og stofnandi Kaffitárs)

    73. árg., 15. tbl. (2011), s. 38 Efnisorð: Kaffitár (kaffihús) – Svansvottun - Umhverfisvernd - Viðtöl 131 Guðríður Haraldsdóttir

    Amma og afi : skjól og stuðningur eða óforbetranlegir dekrarar? / texti Guðríður Haraldsdóttir ; mynd Rakel Ósk Sigurðardóttir

    Viðmælandi er Valgerður Magnúsdóttir (sálfræðingur)

  • Aðalskrá

      40 

    73. árg., 11. tbl. (2011), s. 44-45 Efnisorð: Fjölskyldan – Uppeldi - Viðtöl

    132 Guðríður Haraldsdóttir Blómakaka Katrínar í þrjátíu ár / umsjón Guðríður Haraldsdóttir ; myndir Karl Petersson

    Viðmælandi er María Kristín Jónsdóttir

    Efni: Katrineblommekage 73. árg., 5. tbl. (2011), s. 34 Efnisorð: Kökur - María Kristín Jónsdóttir - Mataruppskriftir - Viðtöl

    133 Guðríður Haraldsdóttir Draumfarir / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 5. tbl. (2011), s. 56-57 Efnisorð: Draumar – Dulskynjun – Heimilisofbeldi - Reynslusögur

    134 Guðríður Haraldsdóttir Engin lausn / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 8. tbl. (2011), s. 38-39

    Efnisorð: Reynslusögur – Sjálfsvíg – Þunglyndi

    135 Guðríður Haraldsdóttir Erfið ákvörðun / texti Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 13. tbl. (2011), s. 56-57 Efnisorð: Fóstureyðingar - Reynslusögur

    136 Guðríður Haraldsdóttir

    Erfið fjölskylda / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 11. tbl. (2011), s. 56-57 Efnisorð: Ágreiningur – Fjölskyldan - Reynslusögur

    137 Guðríður Haraldsdóttir Eyðileggjandi lygasögur / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 10. tbl. (2011), s. 72-73

  • Aðalskrá

      41 

    Efnisorð: Meiðyrði - Reynslusögur

    138 Guðríður Haraldsdóttir

    Facebook stefnumótið / texti Guðríður Haraldsdóttir ; umsjón Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

    73. árg., 15. tbl. (2011), s. 86-87 Efnisorð: Facebook – Reynslusögur - Samskipti kynjanna

    139 Guðríður Haraldsdóttir Fordómar frá fagfólki / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 15. tbl. (2011), s. 82-83

    Efnisorð: Börn – Ofvirkni - Reynslusögur – Sambúðarslit – Skólar

    140 Guðríður Haraldsdóttir Heimilishjálp eða húsþræll / texti Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 3. tbl. (2011), s. 40-41 Efnisorð: Heimilishjálp – Reynslusögur

    141 Guðríður Haraldsdóttir

    Hættulegur kærasti / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 7. tbl. (2011), s. 44-45 Efnisorð: Kúgun - Lygi - Reynslusögur

    142 Guðríður Haraldsdóttir Innblástur, áhugi og salt! / umsjón Guðríður Haraldsdóttir ; myndir Kristinn Magnússon

    Viðmælandi er Guðrún Karlsdóttir

    Efni: Hlýri fyrir sex 73. árg., 6. tbl. (2011), s. 34 Efnisorð: Guðrún Karlsdóttir – Mataruppskriftir – Sjávarréttir – Viðtöl

    143 Guðríður Haraldsdóttir Í lausu lofti / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 8. tbl. (2011), s. 40-41

  • Aðalskrá

      42 

    Efnisorð: Feður - Fjölskyldan - Reynslusögur – Sambúðarslit

    144 Guðríður Haraldsdóttir

    Í vist á Spáni : ill meðferð / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 12. tbl. (2011), s. 70-71 Efnisorð: Heimilishjálp - Reynslusögur – Spánn

    145 Guðríður Haraldsdóttir Kraftaverkastelpurnar mínar / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 5. tbl. (2011), s. 54-55 Efnisorð: Barneignir – Fósturlát – Reynslusögur

    146 Guðríður Haraldsdóttir Leiðin að hjarta elskunnar þinnar / texti Guðríður Haraldsdóttir ; myndir Bragi Þór Jósepsson

    Viðmælandi er Hafþór Sveinsson (matreiðslumaður) Efni: Humar í hvítlauksrjómasósu 73. árg., 6. tbl. (2011), s. 40 Efnisorð: Mataruppskriftir – Sjávarréttir – Viðtöl

    147 Guðríður Haraldsdóttir Leynast dulin skilaboð í nafninu þínu / texti Aldraður hrísguð (Guðríður Haraldsdóttir)

    73. árg., 6. tbl. (2011), s. 28-29 Efnisorð: Leikir – Mannanöfn 148 Guðríður Haraldsdóttir

    Mannskemmandi mynstur / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 9. tbl. (2011), s. 40-41 Efnisorð: Draumar – Dulskynjun – Framhjáhald – Reynslusögur

    149 Guðríður Haraldsdóttir Mikil þáttaka í bollakökukeppninni : litadýrð og hugmyndaflug / texti Guðríður Haraldsdóttir

  • Aðalskrá

      43 

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 28 Efnisorð: Bollakökur – Eyrun Ösp Birgisdóttir – Kristbjörg Ágústdóttir – Þórdís Bj. Guðmundsdóttir

    150 Guðríður Haraldsdóttir Óvænt vinslit eða hvað? / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 6. tbl. (2011), s. 56-57

    Efnisorð: Reynslusögur – Vinátta 151 Guðríður Haraldsdóttir Símtalið sem breytti öllu / texti Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 15. tbl. (2011), s. 84-85 Efnisorð: Reynslusögur – Vinátta – Þunglyndi 152 Guðríður Haraldsdóttir

    Slysið kom upp um manninn minn! / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 17. tbl. (2011), s. 56-57 Efnisorð: Framhjáhald - Hjónabandið - Reynslusögur

    153 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 1. tbl. (2011), s. 4

    Efnisorð: Danskennarinn snýr aftur (bók) – Dömusiðir (bók) - The

    twilight saga: eclipse (dvd)

    154 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / texti Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 2. tbl. (2011), s. 4 Efnisorð: Aþena (bók) - Dávaldurinn (bók) – Klovn: the movie (bíómynd)

    155 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 3. tbl. (2011), s. 4

  • Aðalskrá

      44 

    Efnisorð: Eyru Busters (bók) – The tourist (bíómynd) - Töframaðurinn (bók)

    156 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 4. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Súldarsker (leikrit) – Utangarðsbörn (bók) - Þú getur eldað!

    (bók)

    157 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 5. tbl. (2011), s. 4 Efnisorð: Elsku barn (leikrit) - Lifandi dauð í Dallas (bók) - Þrjú á palli (geisladiskur)

    158 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / texti Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 6. tbl. (2011), s. 4 Efnisorð: Brúður Fabians (bók) – Come dine with me (Sjónvarpsþættir)

    – Safar og þeytingar (bók)

    159 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 7. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Hrossafræði Ingimars (bók) – Prjónaklúbburinn (bók) - Það er bara þú (geisladiskur)

    160 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 8. tbl. (2011), s. 5 Efnisorð: Ballið á Bessastöðum (leikrit) - Galdrameistarinn (bók) -

    Söngvakeppni Sjónvarpsins (geisladiskur)

    161 Guðríður Haraldsdóttir

  • Aðalskrá

      45 

    Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 9. tbl. (2011), s. 4 Efnisorð: Ballið á Bessastöðum (geisladiskur) - Hús andanna (bók) –

    Þannig er lífið núna (bók)

    162 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Brothætt (bók) - Okkar eigin Osló (bíómynd) – The mechanic (bíómynd)

    163 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 11. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Makalaus (sjónvarpsþættir) – Sjöundi himinn (bók) - Wikileaks

    (bók)

    164 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 12. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Betri næring, betra líf (bók) – Hinir dauðu (bók) - Season of the witch (bíómynd)

    165 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 13. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: DNA (leikrit) - Pressan (sjónvarpsþættir) – The adjustment

    bureau (bíómynd)

    166 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 14. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Hringnum lokað (bók) - Limitless (bíómynd) - Tími nornarinnar (sjónvarpsþættir)

  • Aðalskrá

      46 

    167 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 15. tbl. (2011), s. 10 Efnisorð: Djöflastjarnan (bók) - Home sweet homicide (DVD) - Maður í myrkri (bók)

    168 Guðríður Haraldsdóttir Vikan mælir með / umsjón Guðríður Haraldsdóttir 73. árg., 17. tbl. (2011), s. 6 Efnisorð: Konan í búrinu (bók) - Mundu mig, ég man þig (bók) – Sigga

    Guðna (geisladiskur)

    169 Guðríður Haraldsdóttir Það virkar! / texti Guðríður Haraldsdóttir

    73. árg., 11. tbl. (2011), s. 22-23 Efnisorð: Húðin – TUA VISO (nuddtæki)

    170 Halldóra Anna Hagalín

    Leiðir til betra lífs / texti Halldóra Anna Hagalín ; myndir Kristinn Magnússon

    Viðmælandi er Þórdís Jóna Sigurðardóttir (eigandi HaPP) 73. árg., 2. tbl. (2011), s. 48-49

    Efnisorð: Heilsufar – Hráfæði – Námskeið – Stykkishólmur – Viðtöl 171 Hann eyðilagði vináttu okkar 73. árg., 14. tbl. (2011), s. 54-55

    Efnisorð: Reynslusögur – Vinátta 172 Harding, Louisa Sparilegar ermar / hönnun Louisa Harding

    Efni: Sparilegar ermar 73. árg., 12. tbl. (2011), s. 64-65 Efnisorð: Ermar – Prjón

  • Aðalskrá

      47 

    173 Haugen, Kari Teppi, púði, bangsi a, röndóttur bangsi b og kubbur / hönnun Kari

    Haugen

    Efni: Teppi, Púði, Bangsar, Kubbur 73. árg., 7. tbl. (2011), s. 24-25 Efnisorð: Ábreiður – Bangsar - Hekl – Kubbar - Prjón – Púðar

    174 Hefurðu ofkeyrt þig? 73. árg., 10. tbl. (2011), s. 70 Efnisorð: Persónuleikapróf

    175 Heimsviðburðir : dagatal 73. árg., 12. tbl. (2011), s. 63 Efnisorð: Almanök - Ferðalög

    176 Helga Kristjánsdóttir 10 ráð til að auka kynþokkann! / texti Helga Kristjáns[dóttir] 73. árg., 10. tbl. (2011), s. 20

    Efnisorð: Kynþokki 177 Helga Kristjánsdóttir Auka þarf þekkingu á foreldrafirringu / texti Helga Kristjáns[dóttir]

    Viðmælendur eru María Júlía Rúnarsdóttir (héraðsdómslögmaður), Gréta Jónsdóttir (einstaklings- og hjónaráðgjafi)

    73. árg., 14. tbl. (2011), s. 44-45 Efnisorð: Barnavernd - Forsjármál – Viðtöl

    178 Helga Kristjánsdóttir Hvernig konur vilja karlmenn? / texti og umsjón Helga Kristjáns[dóttir] ; myndir úr safni

    73. árg., 5. tbl. (2011), s. 48-49 Efnisorð: Arnold Björnsson - Ásgeir Hjartarson - Gassi - Halldór Högurður - Heiðar Austmann - Jón Gunnar Geirdal - Kristján Aage -

  • Aðalskrá

      48 

    Kristján I. Gunnarsson – Makaval – Skoðanakannanir

    179 Helga Kristjánsdóttir

    Þúsund mílna ferðalag hefst með einu skrefi / texti Helga Kristjáns[dóttir] ; mynd Kristinn Magnússon

    Viðmælandi er María Árnadóttir

    73. árg., 8. Tbl. (2011), s. 10-11

    Efnisorð: María Árnadóttir – Markþjálfun – Viðtöl 180 Helsinki 73. árg., 4. Tbl. (2011), s. 41

    Efnisorð: Ferðalög – Helsinki

    181 Hettupeysa, buxur og sokkar Efni: Hettupeysa, Buxur, Sokkar

    73. árg., 11. tbl. (2011), s. 50-51 Efnisorð: Barnaföt - Buxur - Peysur – Prjón - Sokkar 182 Hrund Þórsdóttir

    Búðu til listaverk úr ís! / texti Hrund Þórsdóttir 73. árg., 2. tbl. (2011), s. 38 Efnisorð: Föndur – Skúlptúrar

    183 Hrund Þórsdóttir Hvernig líta 200 hitaeiningar út? / texti Hrund Þórsdóttir

    73. árg., 1. tbl. (2011), s. 48-49 Efnisorð: Heilsufar – Matvæli

    184 Hvað afhjúpar fataskápurinn þinn? 73. árg., 7. tbl. (2011), s. 43 Efnisorð: Persónuleikapróf

    185 Hvað segir fæðingardagurinn þinn um þig? 73. árg., 12. tbl. (2011), s. 76

  • Aðalskrá

      49 

    Efnisorð: Dulfræði 186 Hvað segir munnurinn um þig?

    73. árg., 3. tbl. (2011), s. 44-45 Efnisorð: Dulfræði 187 Hvað segja eyrun um þig?

    73. árg., 8. tbl. (2011), s. 44-45 Efnisorð: Dulfræði 188 Hvað segja stjörnumerkin um barnið þitt?

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 76-77 Efnisorð: Börn - Stjörnumerkin 189 Hvaða áhrif hefur þú á manninn í lífi þínu?

    73. árg., 8. tbl. (2011), s. 33 Efnisorð: Persónuleikapróf 190 Hvaða barn hefur ekki dreymt um að búa í kastala?

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 67 Efnisorð: Ferðalög – Kastalar 191 Hvernig eiga nöfnin saman?

    73. árg., 17. tbl. (2011), s. 60-61 Efnisorð: Talnaspeki

    192 Hvers konar starfskraftur ertu?

    73. árg., 4. tbl. (2011), s. 42 Efnisorð: Persónuleikapróf 193 Hversu hjátrúarfull ertu?

    73. árg., 13. tbl. (2011), s. 48 Efnisorð: Persónuleikapróf

  • Aðalskrá

      50 

    194 Høivik, Sidsel J. Heklaðar diskamottur, löber, servíettuhringir og pottaleppar / hönnun Sidsel J. Høivik ; garn Lerke

    Efni: Heklaðar diskamottur, Löber, Servíettuhringir, Pottaleppar 73. árg., 15. tbl. (2011), s. 66-68 Efnisorð: Borðbúnaður – Hekl

    195 Høivik, Sidsel J. Peysa með köðlum á berustykki og lausum kraga / hönnun Sidsel J. Høivik

    Efni: Peysa með köðlum á berustykki og lausum kraga

    73. árg., 4. Tbl. (2011), s. 43 Efnisorð: Peysur – Prjón

    196 Høivik, Sidsel J.

    Peysa með munsturúrtöku, húfa og trefill / hönnun Sidsel J. Høivik ; garn Falk

    Efni: Peysa með munsturúrtöku, Húfa, Trefill 73. árg., 2. Tbl. (2011), s. 28-29

    Efnisorð: Hekl – Höfuðföt – Peysur – Prjón – Treflar 197 Jóhannes Felixson Láttu ekki plata þig / höfundur Jóhannes Felixson (bakarameistari og

    formaður LABAK)

    73. árg., 17. tbl. (2011), s. 40 Efnisorð: Matvæli – Næringarfræði

    198 Kanntu að fara með peninga? 73. árg., 2. tbl. (2011), s. 50-51 Efnisorð: Persónuleikapróf

    199 Kínversku áramótin í nánd 73. árg., 4. tbl. (2011), s. 52-53 Efnisorð: Kína – Spádómar - Stjörnumerkin – Stjörnuspeki

  • Aðalskrá

      51 

    200 Kleppe, Olaug Peysa, galli, húfa, sokkar og teppi / hönnun Olaug Kleppe ; garn Dale

    baby ull

    Efni: Peysa, Galli, Húfa, Sokkar, Teppi 73. árg., 6. tbl. (2011), s. 22-23 Efnisorð: Ábreiður – Barnaföt – Börn – Gallar – Höfuðföt – Peysur –

    Prjón – Sokkar

    201 Konunglega hjónabandið rósum prýtt? 73. árg., 17. tbl. (2011), s. 61

    Efnisorð: Middleton, Catherine Elizabeth – Talnaspeki – Windsor, William Arthur Philip Louis

    202 Kristín Ýr Gunnarsdóttir

    „Sko, páskarnir eru því Guð fæddist um jólin” / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Kristinn Magnússon

    Viðmælendur eru Aþena Mist Kjartansdóttir, Jón Gunnar Magnússon,

    Hans Haraldsson, Eygló Eyja Bjarnadóttir, Dagmar Sveinbjörnsdóttir,

    Jónas Guðmarsson, Kristín Ólafsdóttir, Ísold Örvarsdóttir og Dagmar

    Bryndísardóttir

    73. árg., 15. tbl. (2011), s. 36-37 Efnisorð: Aþena Mist Kjartansdóttir – Dagmar Bryndísardóttir -

    Dagmar Sveinbjörnsdóttir – Eygló Eyja Bjarnadóttir - Furuborg

    (leikskóli) – Hans Haraldsson – Ísold Örvarsdóttir - Jón Gunnar

    Magnússon – Jónas Guðmarsson - Kristín Ólafsdóttir - Páskar - Viðtöl

    203 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Almennur gleðskapur nauðsynlegur / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Karl Petersson

    Viðmælandi er Rakel Garðarsdóttir

    73. árg., 15. tbl. (2011), s. 26 Efnisorð: Rakel Garðarsdóttir – Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl

  • Aðalskrá

      52 

    204 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Augabrúnir í gegnum árin / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir Viðmælandi er Karl Berndsen

    73. árg., 11. tbl. (2011), s. 28-29 Efnisorð: Förðun - Karl Berndsen – Tíska - Viðtöl

    205 Kristín Ýr Gunnarsdóttir

    Barist fyrir skráargatinu! / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir Viðmælandi er Þuríður Hjartardóttir (framkvæmdastjóri

    Neytendasamtakanna)

    73. árg., 17. tbl. (2011), s. 49

    Efnisorð: Matvæli - Skráargatið (hollustumerki) – Viðtöl 206 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Baugafelari & fallegur kinnalitur gera gæfumun / texti Kristín Ýr

    Gunnarsdóttir ; myndir Kristinn Magnússon

    Viðmælandi er Fríða María Harðardóttir

    73. árg., 13. tbl. (2011), s. 14 Efnisorð: Fríða María Harðardóttir – Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl

    207 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Besta fegurðarleyndarmálið er bros / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir

    Viðmælandi er Jóhanna Sigríður Pálsdóttir

    73. árg., 11. tbl. (2011), s. 14 Efnisorð: Jóhanna Sigríður Pálsdóttir – Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl

    208 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Breytum heimilinu á einfaldan hátt / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir úr einkasafni

    73. árg., 5. tbl. (2011), s. 38-39

    Efnisorð: Endurnýting - Heimilið – Húsgögn 209 Kristín Ýr Gunnarsdóttir

  • Aðalskrá

      53 

    Börn passa ekki inn í lífsmynstrið / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir Viðmælandi er Ingibjörg Rósa Björnsdóttir

    73. árg., 3. tbl. (2011), s. 32-33

    Efnisorð: Barneignir - Ingibjörg Rósa Björnsdóttir – Lífshættir - Viðtöl

    210 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Fallegt bros hefur góð áhrif / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir

    Kristinn Magnússon

    Viðmælandi er Harpa Sjöfn Lárusdóttir

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 14 Efnisorð: Harpa Sjöfn Lárusdóttir – Snyrtivörur – Tíska - Viðtöl

    211 Kristín Ýr Guðnadóttir Ferðast umhverfis jörðina til styrktar langveikum börnum / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir úr einkasafni

    Viðmælandi er Sighvatur Bjarnason

    73. árg., 17. tbl. (2011), s. 10-12 Efnisorð: Ferðalög – Reynslusögur - Sighvatur Bjarnason – Viðtöl

    212 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Flottar árshátíðargreiðslur / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir, Bragi Þór Jósefsson og Kristinn Magnússon

    Hárgreiðslufólk eru Agnes Hrönn Gunnarsdóttir, Eva Dögg Lárusdóttir,

    Eyrún Guðmundsdóttir, Jónína Sóley Snorradóttir, Margrét Silja

    Sigurðardóttir 73. árg., 8. tbl. (2011), s. 26-27 Efnisorð: Árshátíðir - Hárgreiðsla - Höfuðlausnir (hárgreiðslustofa) -

    Kompaníið (hárgreiðslustofa) – Slippurinn (hárgreiðslustofa)

    213 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Flottir eftir fimmtugt / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir

    73. árg., 13. tbl. (2011), s. 35-36 Efnisorð: Alfreð Gíslason - Arnar Jónsson - Bubbi Morthens - Egill Ólafsson – Einar Kárason - Helgi Björnsson - Hilmar Oddson –

  • Aðalskrá

      54 

    Kristján Franklín Magnússon – Páll Magnússon - Ragnar Axelsson –

    Sigmundur Ernir Rúnarsson – Þorgrímur Þráinsson – Þorvaldur

    Þorsteinsson – Þórólfur Árnason

    214 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Flytur landa á milli fjórða hvert ár / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Kristinn Magnússon og úr einkasafni

    Viðmælandi er Svanhvít Valgeirsdóttir

    73. árg., 5. tbl. (2011), s. 24-27 Efnisorð: Ferðalög - Fjölskyldan - Svanhvít Valgeirsdóttir – Viðtöl - Æviþættir

    215 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Forseti Sameinuðu Þjóðanna eða leikkona / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Bragi Þór Jósefsson

    Viðmælandi er Aðalbjörg Árnadóttir

    73. árg., 4. tbl. (2011), s. 12-13 Efnisorð: Aðalbjörg Árnadóttir – Leiklist – Súldarsker (leikrit) - Viðtöl

    216 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Foursquare : spennandi nýjung! / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir

    73. árg., 1. tbl. (2011), s. 38 Efnisorð: Farsími – Foursquare - Tækni

    217 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Fólk talar, ýkir og segir sögur um aðra / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir og úr einkasafni

    Viðmælandi er Gurrý Jónsdóttir

    73. árg., 7. tbl. (2011), s. 32-36 Efnisorð: Gurrý Jónsdóttir - Viðtöl – Æviþættir

    218 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Fylgihlutir eru frábær og sniðug lausn / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Bragi Þór Jósefsson

  • Aðalskrá

      55 

    Viðmælandi er Hlín Reykdal

    73. árg., 17. tbl. (2011), s. 14 Efnisorð: Hlín Reykdal - Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl

    219 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Fyrirsæta, flugfreyja & heimshornaflakkari / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Kristinn Magnússon

    Viðmælandi er Íris Hreinsdóttir

    73. árg., 11. tbl. (2011), s. 24-27 Efnisorð: Ferðalög – Fjölskyldan - Íris Hreinsdóttir - Viðtöl - Æviþættir

    220 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Getur ekki hætt að kaupa varaliti / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Kristinn Magnússon

    Viðmælandi er Arndís Ey Eiríksdóttir

    73. árg., 9. tbl. (2011), s. 10 Efnisorð: Arndís Ey Eiríksdóttir – Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl 221 Kristín Ýr Gunnarsdóttir

    Góð lýsing skiptir miklu máli / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Rakel Ósk Sigurðardóttir

    Viðmælandi er Maríanna Clara Lúthersdóttir

    73. árg., 12. tbl. (2011), s. 24

    Efnisorð: Maríanna Clara Lúthersdóttir – Snyrtivörur – Tíska – Viðtöl

    222 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Heiða og mismunandi stílar / Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Karl

    Petersson ; förðun og stílisering Harpa Sjöfn Lárusdóttir

    Módel er Heiða Ólafsdóttir (söng- og leikkona) 73. árg., 17. tbl. (2011), s. 28-29 Efnisorð: Forynja (tískumerki) – Helicopter (tískumerki) - Kow

    (tískumerki) – Royal Extreme (tískumerki) - Volcano (tískumerki)

    223 Kristín Ýr Gunnarsdóttir

  • Aðalskrá

      56 

    Hugurinn ber þig alla leið / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Kristinn

    Magnússon

    Viðmælandi er Kári Eyþórsson

    73. árg., 6. tbl. (2011), s. 10-12 Efnisorð: Boðskipti - Kári Eyþórsson - Viðtöl

    224 Kristín Ýr Gunnarsdóttir

    Hóf nám í læknisfræði en endaði í leiklist / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Karl Petersson og úr einkasafni

    Viðmælandi er Lára Jóhanna Jónsdóttir

    73. árg., 3. tbl. (2011), s. 10-11

    Efnisorð: Lára Jóhanna Jónsdóttir - Leiklist - Viðtöl 225 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Hressum upp á veturinn með góður ferðalagi / texti Kristín Ýr

    Gunnarsdóttir

    73. árg., 1. tbl. (2011), s. 46 Efnisorð: Akureyri - Ferðalög – Indland - Mjóeyri

    226 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Hvar leynist draumaprinsinn? / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir úr mynda- og einkasafni

    Viðmælendur eru Sigrún Þorsteinsdóttir, Jóhannes Smári, Kristín

    Egilsdóttir, Ellert Ágúst Pálsson, Verna Sigurðardóttir og Sigurjón

    Egilsson

    73. árg., 6. tbl. (2011), s. 36-37 Efnisorð: Ást - Ellert Ágúst Pálsson - Jóhannes Smári - Kristín

    Egilsdóttir - Makaval – Samskipti kynjanna – Sigrún Þorsteinsdóttir -

    Sigurjón Egilsson – Verna Sigurðardóttir – Viðtöl

    227 Kristín Ýr Gunnarsdóttir

    Hver er framtíð barnanna okkar? / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Bragi Þór Jósefsson

    Viðmælandi er Valgerður P. Maack

  • Aðalskrá

      57 

    73. árg., 6. tbl. (2011), s. 44-45 Efnisorð: Grunnskólar – Menntamál – Rekstrarhagræðing - Valgerður P. Maack – Viðtöl

    228 Kristín Ýr Gunnarsdóttir Kvennadeildin er ekki bara fyrir konur / texti Kristín Ýr Gunnarsdóttir ; myndir Bragi Þór Jósefsson

    Viðmælandi er Eva Ásrún Albertsdóttir

    73. árg., 10. tbl. (2011), s. 10-11 Efnisorð: Eva Ásrún Albertsdóttir – Kvennadeild Landspítalans – Viðtöl

    229 Kristín Ýr