20
Umferðin Unnur María Sólmundardóttir Lífsleikninámsefni um slys & slysavarnir - 6. hefti

Umferðin - TMT7 ára: Ekki má lengur reiða mig á hjóli. 12 ára: Ég má hjóla án fylgdar í umferðinni. 15 ára: Ég má reiða börn yngri en 7 ára. 17 ára: Ég má taka

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • ���������

    ��������

    Umferðin

    Unnur María Sólmundardóttir

    Lífsleikninámsefni um slys & slysavarnir - 6. hefti

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:26 Side 1

  • Geimálfurinn fráVarslys:

    1. Brotlending geimálfsins

    2. Merkjalandið Ísland

    3. Rafmagn og opinn eldur

    4. Ár, höf og vötn

    5. Efnin í umhverfinu

    6. Umferðin

    Útgefandi:SlysavarnafélagiðLandsbjörg

    Höfundur námsefnis:Unnur MaríaSólmundardóttir

    Grafísk hönnun: Lóa Dís Finnsdóttir

    Ljósmyndir:Hreinn MagnússonRauði kross ÍslandssigosigSlysavarnafélagiðLandsbjörg

    Reykjavík 1. útgáfa2004

    Síða 2

    Umferðin

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:26 Side 2

  • �Hvenær kom fyrsti bíllinn?

    �Hvernig ferðuð-ust Íslendingar ámilli staða áður en bíllinn kom?

    �Nefndu fleiri samgöngutæki en bíla.

    �Hvað er hægri-umferð?

    �Hvaða hættur steðja helst að þeim sem hefur aldrei kynnst bílaumferð?

    Hæstvirta Stjörnuráð! Hér kemurlokaskýrslan um veru mína á plá-netunni Jörð. Hún er um sam-göngukerfi jarðarbúa sem oft átíðum er nokkuð sérkennilegt.

    Geimskip eru sjaldséð á plánet-unni og til að komast á milli staðanota þeir önnur úrræði. Sem dæmimá nefna svokallaðar bifreiðar,reiðhjól og hlaupahjól, auk þesssem þeir ganga auðvitað. Þettagerir það að verkum að umferð-armenningin er gjörólík okkar ogferðamátanum fylgir annars konarslysahætta en sú sem við eigumað venjast.

    Farartækin kalla jafnframt á aðraraðstæður en við notum í fluginu.Mennirnir hafa því lagt sérstakarakbrautir, samið umferðarreglurog hannað margar tegundir af um-ferðarmerkjum. Einnig hafa þeir,af mikilli hugvitssemi, hannaðog framleitt nauðsynlegan öryggis-búnað til að draga úr slysum áfólki í umferðinni.

    Í viðleitni til að komast aftur heimvar ég auðvitað mjög spenntur aðkanna möguleika þessara farar-tækja og allt sem þeim fylgdi. Þaðvar margt sem ég átti ólært endaóvanur umhverfi þar sem mörgfarartæki ferðast um í sömu hæð.

    Umferðin

    Síða 3

    Umferðin á Íslandi

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:26 Side 3

  • Frá unga aldri fá jarðarbúar um-ferðarfræðslu og því vita börn ogunglingar ýmislegt um umferð-ina. Til að kynna mér málin heim-sótti ég nokkra staði og aflaði upp-lýsinga sem við getum stuðst viðí flugumferðarfræðslunni áVarslys.

    Hér eru einmitt myndir af mérmeð löggubangsa og tröllskessusem vinna að því að fræða ungajarðarbúa um umferðina. Tröll-skessan minnti mig pínulítið á„3?od2Ns6z6“ sem lifa á hálendiVarslyss enda átti ég eftir aðkomast að því, kæra Stjörnuráð,

    að ýmislegt er skylt með íbúunumá plánetunum tveimur.

    Margar ástæður eru fyrir því aðmannabörn fara sér að voða í um-ferðinni. Þær má meðal annarsrekja til þess að með vaxandi um-ferð á Jörðinni aukast hætturnar.Börnin eru óvön umferðinni oghafa ekki öðlast nægan þroska tilað vara sig á hættum. Einnig eigaökumenn og aðrir vegfarendurerfitt með að sjá börnin vegna þesshve smávaxin þau eru.

    Ég varð mjög hissa þegar mér varsagt að 6 ára gamalt barn átti sigekki á fjarlægð og hraða bíls. Enþað er mjög mikilvægt þegar fariðer yfir götu og einnig að venju-legur jarðarbúi hafi ekki þroskatil að meta og takast á við hætturí umhverfinu fyrr en við 10-12ára aldur. En það var margt fleiraathyglisvert sem ég komst að ogþið getið lesið nánar um í fylgi-gögnunum.

    �Er nauðsynlegt að hafa um-ferðarfræðslu?

    �Hverjir fara í Umferðarskóla Ungra vegfar-enda?

    �Hvað gerir Lúlli löggubangsi?

    �Hve margir hafa kynnst umferðar-fræðslu Siggu ogskessunnar?

    �Hver er Elli eld-fluga?

    Umferðin

    Síða 4

    Umferðarfræðsla

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:26 Side 4

  • �Hvað þýða þessi merki?

    Umferðin

    Síða 5

    Verkefni 3a) Ólíkar hættur steðja að okkur í umferðinni eftir aldri. Gerðu tímaássem sýnir hvaða slysahættur þetta eru og á hvaða aldri okkur stafarhelst hætta af þessu tagi.

    b) Færðu eftirfarandi upplýsingar inn á tímaásinn.9 mánaða: Ég get fengið hjólreiðahjálm sem hentar mér.7 ára: Ekki má lengur reiða mig á hjóli.12 ára: Ég má hjóla án fylgdar í umferðinni.15 ára: Ég má reiða börn yngri en 7 ára.17 ára: Ég má taka bílpróf.

    Verkefni 2Geimálfurinn hefur aldrei kynnst umferðarmenningu okkar og er þvíí sömu sporum og lítil börn. Aðstoðaðu hann við að svaraspurningum sem hann er að velta fyrir sér?

    1) Af hverju er litlum börnum sérstaklega hætt í umferðinni?2) Hvernig getum við aukið öryggi lítilla barna í umferðinni?3) Af hverju er hættulegt að leika sér fyrir aftan kyrrstæðan bíl?

    Verkefni 1Geimálfinn vantar upplýsingar um umferðarþekkingu grunnskólanem-enda til að kynna fyrir Stjörnuráði sínu. Skrifaðu ritgerð um allt semþú hefur lært um umferðina og vistaðu inn á Hugarflugsdiskinnundir heitinu: Ungir í umferðinni.

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:26 Side 5

  • Á Jörðinni er mikið um merkingareins og ég hef áður komið inn áog er umferðin ekki undanskilin.Umferðarmerki eru víða fest ástaura, yfirborðsmerkingar mál-aðar á götur og borðar og keilurnotaðar til að afmarka ákveðinsvæði til lengri eða skemmri tíma.Gott dæmi um það er slysavett-vangur og vinnusvæði.

    Mikið ber á umferðarmerkjunumá Jörðinni og þau eru margvíslegað lit og lögun. Mér fannst óþægi-legt að vita ekkert um merkin ogeinsetti mér að læra allt um þau.Ég sé ýmsa möguleika á notkunþeirra hér á Varslys, kæra Stjörnu-ráð, ekki síst þar sem flugumferðgeimkríla til og frá „9N4v6s5S-N2þ“ er mikil.

    Mennirnir eru duglegir að setjaupp merki og úrræði sem auð-velda hreyfihömluðu, heyrnar-skertu og blindu fólki að komastum í umferðinni. Þó vegfarendurá Jörðinni mættu taka meira tillittil þessara þjóðfélagshópa. Sumirjarðarbúar leggja bílum sínum ístæði merkt fötluðum og aðrirleggja upp á gangstétt. Hvorttveggja er óþægilegt fyrir hreyfi-hamlað eða blint fólk og geturjafnvel reynst slysagildra.

    �Hvað eru merkja-flokkarnir margir? Hvað heita þeir?

    �Til hvers eru yfirborðsmerk-ingar?

    �Hvað er vegstika,gátskjöldur, undirmerki og bráðabirgða-merki?

    �Þegar mörg umferðarmerki standa saman gefur það þeim aukna þýðingu. Hvað táknar þessi merkjasam-setning?

    Umferðin

    Síða 6

    Umferðarmerkingar

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:26 Side 6

  • Verkefni 4Geimálfinn vantar upplýsingar um yfirborðsmerkingar. Aðstoðaðuhann við að ljúka verkefnablaðinu Stenslað á steypurenning.

    Verkefni 5a) Leystu umferðarmerkjaþrautina sem geimálfurinn bjó til úrbannmerkjum. Hvað þýða þessi merki? Eru þau nauðsynleg?

    b) Búðu til þraut úr boðmerkjum og leggðu fyrir bekkjarfélaga þína.

    Verkefni 7Á verkefnablaðið Merkjasamsetningar hefurgeimálfurinn tekið saman nokkur dæmi til aðsýna Stjörnuráði Varslyss. Því miður duttuumferðarmerkin út og verkefni þitt er að teikna þauaftur inn.

    Verkefni 8Slysavarnafélagið Landsbjörg, Blindrafélagið ogSjálfsbjörg efna til verðlaunasamkeppni um bestuteiknimyndasöguna. Sagan á að fjalla um það hvernigvið getum tekið tillit til blindra og hreyfihamlaðra ogstuðlað að öryggi þeirra í umferðinni.

    Verkefni 6Geimálfurinn kannaði hve vel íslensk börn þekkja umferðar-merkin. Niðurstaðan var nokkuð ruglingsleg.Aðstoðaðu hann við að ráða í vísbending-arnar á verkefnablaðinu Merkjarannsóknin.

    �Hvað merkir að vera hreyfihaml-aður?

    �Hvernig er hægt að auka öryggi fatlaðs fólks í umferðinni?

    �Hvernig getum við aðstoðað blinda og heyrnarskerta í umferðinni?

    �Hvað tákna merkin?

    Umferðin

    Síða 7

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 7

  • Það er mikið að læra þegar um-ferðarmerki og umferðarljós eruannars vegar, kæra Stjörnuráð,og mikilvægt að fara vel eftir þeimþví annars er hætta á að illa fari.Það má til dæmis aldrei breytamerkingum, eyðileggja þær eðafæra til.

    Ég uppgötvaði það reyndar eftirað hafa brotið af mér. Ég hafðifundið fína staura á víðavangisem enginn virtist eiga. Sem um-hverfisverndarsinni fannst mértilvalið að hreinsa svolítið til svoég dröslaði þeim heim og nýttivið heimilishaldið.

    Seinna frétti ég að bíll hefði lentutan vegar á þessu svæði og fjórir

    jarðarbúar, sem voru farþegar íbílnum, slösuðust. Lögreglan lýstieftir vitnum því stuttu áður hafðisést til ófrýnilegs náunga í ál-pappír stela keilum sem afmörk-uðu hættulegan vegarkafla meðþessum afleiðingum. Honum varlýst sem sérlega ófríðum og senni-lega mjög hættulegum.

    Þegar ég komst að því að tíma-setningin passaði við mig varð égpínu móðgaður yfir lýsingunni ogfannst vitnið nokkuð dómhartenda var mér kennt að dæma ekkieftir útlitinu. Svo viku særindinfyrir vanlíðaninni yfir því að hafavaldið slysi því hér var auðvitaðum algjört óviljaverk að ræða.

    �Hvernig virka ljósastýrð gatna-mót?

    �Nefndu 4 ólíkar tegundir umferð-arljósa.

    �Hvað þýðir gult blikkandi ljós á gatnamótum? En rautt blikkandi ljós? En blátt?

    �Hvað þýðir þetta viðvörunar -merki?

    Umferðin

    Síða 8

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 8

  • Um svipað leyti hafði ég veriðstaðinn að því að fikta í forvitni-legum „S6ææ6sS62N2þ“ og sagtað það væri varasamt uppátæki.Auðvitað vissi ég ekki hvers vegnaenda á þeim tíma ekki búinn aðtengja saman að „S6ææ6sS62-

    N6NzwN“ stjórnuðu umferðar-ljósunum á svæðinu! Þetta kenndimér að láta í friði hluti sem égþekki ekki eða hef lítið vit á. Þóttforvitni mín og uppátækjasemiskaði ekki sjálfan mig getur húnsamt sem áður skaðað aðra.

    Verkefni 9a) Stundum gerum við eitthvað rangt í umferðinnivegna þess að við vitum ekki betur og dýrin eruengin undantekning. Hvað gera kindurnar á mynd-inni rangt? Hvað gæti gerst? Hvað væri betra aðgera?

    b) Semdu forvarnarsögu um persónu sem gerirýmislegt rangt í umferðinni. Útskýrðu hvað gætigerst og hvað væri betra að gera undir þessumkringumstæðum. Vistaðu söguna inn áHugarflugsdiskinn undir heitinu: Álfur áferð.

    �Hvernig geta dýrskapað slysa-hættu í umferð-inni?

    �Hvernig er hægt að fyrirbyggja umferðarslys af völdum dýra?

    �Hvað þýða þessi merki? Hvers þarf að gæta þarsem þau eru staðsett?

    Umferðin

    Síða 9

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 9

  • Verkefni 10Á netinu er að finna öll umferðarmerkin. Finndu og afritaðu á eittskjal öll merki sem tengjast umferð gangandi vegfarenda. Skrifaðuvið hvert og eitt hvað þau tákna og vistaðu skjalið áHugarflugsdiskinn undir heitinu: Gangandi vegfarendur.

    Segja má að fyrstu dagarnir á plá-netunni hafi verið mér hættuleg-astir hvað umferðina varðar. Margtforvitnilegt bar fyrir augu, ég varmjög upptekinn af tungumálinuog lifnaðarháttum mannanna.

    Ég hafði enga hugmynd um hætturtengdar bílum né hvernig ætti aðumgangast þá.

    Áður en ég gerði mér grein fyrirþví að steyptu renningarnir, semlágu þvers og kruss um vistkerfið,væru akreinar fyrir bíla hafði égnotað þær sem hverjar aðrar göngubrautir.

    Og þó ég hafi ekki skilið tungu-mál jarðarbúa strax veit ég beturí dag af hverju ökumennirnir vorualltaf að öskra á mig með handa-pati og látum.

    Fljótlega lærði ég ágæta leið tilað róa ökumennina. Hún fólst íþví að fara eingöngu yfir steypu-renningana þar sem hvít striklágu þvert á þá. Furðuleg sérviskafannst mér.

    Stundum voru bara alls enginstrik og þá vissi ég ekkerthvernig ég átti að komast yfir.

    �Hvernig er örugg-ast að ganga meðfram götu þar sem engar gangstéttir eru?

    �Hvernig er örugg-ast að fara yfir götu þar sem engar gang-brautir eru?

    �Af hverju erhættulegt að fara út á götu milli tveggja kyrrstæðra bíla?

    �Hvernig getum við verið kurteis og tillitssöm í umferðinni?

    �Hver er munur-inn á þessum merkjum?

    Umferðin

    Síða 10

    Gangandi vegfarendur

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 10

  • Verkefni 11Hvernig er öruggast að haga sér í skólabíl og almenningsvögnum?Búðu til öryggisreglur fyrir þessi samgöngutæki og vistaðu inn áHugarflugsdiskinn undir heitinu: Örugg í alfaraleið.

    Verkefni 12Skólasystkini ætlar að heimsækja þig en ratar ekki. Teiknaðu upp-drátt af leiðinni og teiknaðu inn kennileiti sem auðvelda því að finnaheimilið þitt, svo sem götuheiti, umferðarmerki, umferðarljós,undirgöng, vegstikur og fleira. Taktu fram ef almenningsvagnar eðaskólabílar aka um svæðið og gerðu grein fyrir umferðarhættum semleynast á leiðinni.

    �Hvaða öryggis-þáttum þarf að huga að í og við skólabíla og almennings-vagna?

    �Hvar sjáum við endurskinsefni í umferðinni?

    �Hvernig virkar endurskinsefni?

    �Hvar er best að staðsetja endur-skinsmerki?

    �Hvaða öryggis-búnaður er til fyrir gangandi vegfarendur?

    �Af hverju er stysta göngu-leiðin ekki alltaf sú öruggasta?

    �Hvað tákna þessimerki? Hvaða merkjaflokki tilheyra þau?

    Áður en ég fékk bílprófið gekk égmikið um, hjólaði og tók svokall-aða almenningsvagna. Þeir eruekki ósvipaðir „9u7?þ5zzws97-N2z2þ“ okkar. Þið eruð eflaustekkert hissa á því, kæra Stjörnuráð,þó ég hafi villst nokkuð fyrstudagana enda ekkert óalgengt aðþað gerist í nýju umhverfi.

    Það er í sjálfu sér hættulítið aðvillast innanbæjar því Íslendingareru almennt hjálpsöm þjóð. En ákvöldin þegar dimma tekur og ílélegu skyggni getur hættan á um-ferðarslysum aukist. Þá er nú betraað þekkja vel til vegar og veljaöruggustu leiðirnar. Mennirnirhafa fundið ágætis ráð við myrkr-inu og nota svokölluð

    endurskinsmerki. Þetta eru lítilmerki sem endurvarpa ljósi oggeta bjargað mannslífum á ögur-stundu. Eins og þið sjáið á þessarimynd þá birgði ég mig vel upp afþeim!

    Umferðin

    Síða 11

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 11

  • Verkefni 13Ólíkar umferðarreglur gilda fyrir gangandi og hjólandi veg-farendur. Á verkefnablaðinu Reglugerðaruglið hafa þær lentí einni súpu. Flokkaðu þær eftir því hvaða vegfarendumþær eru ætlaðar.

    Verkefni 14Á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru upplýsingar umhjólanámskeiðið sem Gígur tók. Leystu verkefnin og taktuhjólreiðaprófið. Af því loknu getur þú, með aðstoð kennara þíns, sóttum og fengið þitt eigið hjólaskírteini.

    Víða er að finna sniðugar upp-finningar á Jörðinni og samgöngu-tæki eru þar ekki undanskilin.Mennirnir fundu upp hjól fyrirhundruðum ára og nýta það ámargan hátt. Reiðhjól er eitt afþessum uppfinningum og fólk áöllum aldri ferðast um á þeim.

    Það gilda þó ákveðnar umferðar-reglur fyrir hjólandi vegfarendurog ef ég ætlaði mér að verða ör-uggur í umferðinni þurfti ég auð-vitað að læra þær. Reyndar fórég í gegnum gott hjólreiðanám-skeið hjá Slysavarnafélaginu

    Landsbjörg og lærði heilmargt.Mér skilst að hver sá sem leysirþau verkefni geti fengið hjóla-skírteini líkt og ég fékk. Upplýs-ingar um námskeiðið eru í fylgi-gögnum og ég hvet ykkur, kæraStjörnuráð, að skoða þau nánar.

    �Á hvaða aldriþarft þú að veratil að mega reiðaannan einstakl-ing á hjóli?

    �Á hvaða aldriþurfa börn að vera svo reiða megi þau á hjóli?

    �Vissir þú að börn yngri en 12 ára mega aðeins hjóla á göngu- og hjólreiðastígum?

    � Hvað þýða þessimerki og úr hvaða merkja-flokki eru þau?

    Umferðin

    Síða 12

    Hjólandi vegfarendur

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 12

  • Verkefni 15Við getum lært margt af reynslu annarra. Lestu bréfið sem Gígur fékkfrá unga jarðarbúanum. Hefði drengurinn getað komist hjá því aðslasast? Ef þú hefur svipaða lífsreynslu sem þú vilt deila meðgeimálfinum þá geturðu sent honum tölvupóst á netfangið [email protected]

    �Af hverju er hvítt glitmerki framan á reiðhjólum en rautt að aftan?

    �Af hverju er mikilvægara að verja höfuð en útlimi?

    �Á hjálmum eru ýmist grænar eða rauðar spennur. Hver er munurinn?

    �Ekki má setja límmiða á hjól-reiðahjálma. Hvers vegna ekki?

    �Þetta merki þýðir að hjálmur uppfylli lág-markskröfur um öryggi. Er svona merki í þínum hjálmi?

    Mikilvægt er vera varkár þegarhjólað er í umferðinni en það erlíka áríðandi að vera með réttanöryggisbúnað. Margt getur gerst ástuttum hjólreiðaferðum og bílarþurfa ekki endilega að vera ná-lægt til að slys eigi sér stað.

    Ungur jarðarbúi fékk að kynnastþví illilega þegar hjólið hans brotn-aði og hann féll í götuna. Hannvar ekki með hjólreiðahjálm ogslasaðist töluvert, meðal annars íandliti. Jarðarbúinn var svo vin-samlegur að leyfa mér að sýnaykkur þessar myndir, kæra

    Stjörnuráð, ef það gæti orðið tilþess að fækka alvarlegum hjól-reiðaslysum.

    Það er gaman að geta sagt frá þvíað drengurinn hefur náð góðumbata en því miður sleppa ekkiallir svo vel.

    Þegar hann frétti að ég ætlaði aðtaka þessa skýrslu saman handaykkur, kæra Stjörnuráð, bað hannmig að færa ykkur bréf sem finnamá í fylgigögnum. Ég hvet ykkurog alla þá sem stunda hjólreiðartil að lesa það.

    Umferðin

    Síða 13

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 13

  • Verkefni 16a) Á verkefnablaðinu Öryggisbúnaður reiðhjóla sést hvaða búnaður áað vera á öllum reiðhjólum til að þau uppfylli lög og reglugerðir.Hvers vegna er þessi búnaður svona mikilvægur?

    b) Tengdu rétt saman á verkefnablaðinu Hjálmur skiptir höfuðmáli.Hvaða fleiri atriði þarf að hafa í huga varðandi hjólreiðahjálma?

    Slysið vakti mig auðvitað til um-hugsunar og ég lét það verða mittfyrsta verk að kaupa hjálm. Þaðsem kom mér á óvart var aðhjálmur er ekki bara hjálmur ogþað þarf að huga að ýmsu áður enbúnaðurinn er keyptur. Meira umþað í fylgigögnunum.

    Áður en ég lýk samantektinni umhjálminn, kæra Stjörnuráð, langarmig að sýna ykkur skemmtileganhjálmlás sem Anton Heiðar Þór-ólfsson sendi inn í Nýsköpunar-keppni grunnskólanemenda. Talnalás er fastur við hjálm og

    hjálmlásinn notaður til að læsareiðhjólinu eftir notkun. Þanniggleymist hjálmurinn aldrei ogeinnig er búið að koma í veg fyrirað hjólinu verði stolið!

    Eftir að ég náðitökum á reiðhjóliþóttist ég fær íflestan sjó og fjár-festi í hlaupa-hjóli, hjólabrettiog línuskautum.

    Þaðeruskemmtilegleiktæki semrúlla áfram ogjarðarbúar hafanáð mikillileikni á þeim.En þetta ererfiðara en

    �Hverjar eru algengustu orsakir reið-hjólaslysa hjá börnum?

    �Hefur þú slysa-varnahugmynd sem tengist um-ferð gangandi oghjólandi veg-farenda?

    Umferðin

    Síða 14

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 14

  • �Hvaða öryggis-búnaður er til fyrir hlaupahjól, hjólabretti og línuskauta?

    �Hvaða umferðar-reglur gilda fyrirþá sem nota þessi leiktæki?

    �Hvaða slys eru algengust þegar þessi tæki eru annars vegar?

    �Hver er skyndi-hjálpin við blóð-nösum?

    �Af hverju er hættulegt að leika sér þar sem þetta merki er?

    virðist í fyrstu. Jarðkrílin hafa slas-ast illa á höfði og útlimum, ogjafnvel brotið í sér tennurnar efþau hafa misst vald á tækjunum.Ég hef nú fengið nokkrar byltur árúllutækjunum en oftast sloppiðvel enda fékk ég mér strax tilheyr-andi öryggisbúnað. Ég hef þófengið einstaka mar og blóðnasir,og það er ekki þægilegt!

    Umferðin

    Síða 15

    Við tannmissi er mikilvægt að bregðast fljótt við, þvístundum er hægt að festa tönn aftur, ef ekki líðurlengra en hálftími frá slysinu. Skola þarf munn ogstöðva blæðingu með því að stinga grisju eða hreinum

    tuskubút í sárið. Passa verður að taka ekki utan um rót tannarinnarsem dottið hefur, það getur skemmt hana. Gott er að geyma tönn-ina í mjólk þar til sá slasaði kemst til tannlæknis.

    Verkefni 17a) Bekknum er falið að skipuleggja rúllutækjamót sem geimálfurinnætlar að standa fyrir á Varslys. Á kynningarveggspjaldi keppninnarþurfa eftirfarandi atriði að koma fram:

    1) Hvernig á að velja línuskauta, hjólabretti og hlaupahjól?2) Hvernig á að nota þessi leiktæki?3) Hvernig viðhald þurfa þau?4) Hvar má leika sér á þeim?

    b) Hannaðu keppnisbraut fyrir hvert leiktæki og settu uppumferðarmerki á viðeigandi staði til að auka öryggi keppenda.

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 15

  • Ekki er langt síðan jarðarbúar fóruað nota bifreiðar í svo miklummæli sem þeir gera í dag. Með auk-inni umferð fjölgaði umferðar-slysum sem árlega kosta mörgmannslíf. Eins og sést á þessummyndum, kæra Stjörnuráð, eruökutækin vandmeðfarin.

    Menn geta tekið ökupróf þegarþeir ná 17 ára aldri en fram að þvíer margt sem þeir þurfa að tileinkasér sem farþegar í umferðinni. Tildæmis að nota réttan öryggis-

    búnað, trufla ekki bílstjóra í akstriog fara réttum megin út úr bílnum.

    Þótt ég teljist vel þjálfaður flug-álfur þá var ég ekki reyndur þegarkom að því að aka bifreið. Þaðsannaðist best í einni ferð afmörgum að eldgígnum, þar semég tók mér nafnið Gígur á sínumtíma. Ég lenti á hálkubletti, þeytt-ist langa leið utan vegar og láósjálfbjarga og slasaður þegarkunnuglegar verur nálguðust mig.

    Í fyrstu hélt ég að þarna værikomin leitarsveit frá Varslys svolíkar voru þær okkur í útliti oghátterni. En í ljós kom að þettavoru fjarskyldir ættingjar okkarsem brotlentu á plánetunni Jörðfyrir þúsundum ára. Af mörgumástæðum hafa þeir kosið að farahuldu höfði og því hafði ég ekkiorðið þeirra var fyrr.

    �Hefur þú lent í bílslysi?

    �Hver eru rétt viðbrögð á slysstað?

    �Hvernig á að bjarga sér út úr bíl sem hefur fallið í á?

    Umferðin

    Síða 16

    Aðkoma að slysi

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 16

  • �Til hvers er neyð-arskýli?

    Jarðálfarnir báru mig að næstaneyðarskýli og gerðu að sárummínum áður en þeir fluttu mig tilbyggðar sinnar. Þar dvaldist égmeðan sár mín greru og kynntistvel varðveittu leyndarmáli semvarð upphafið að því að ég komstaftur heim til Varslyss.

    Þá sögu kannist þið vel við, kæraStjörnuráð, en til upplýsingar fyrirkomandi kynslóðir hef ég tekiðþá svaðilför saman og læt fylgjalokaskýrslunni um veru mína áplánetunni Jörð. Einnig má finnasamantekt um heimferðina á síð-unni minni www.geimalfurinn.isen þar hef ég safnað saman marg-víslegum gögnum, fræðsluefni ogleikjum sem tengjast lífsreynsluminni.

    Það er ótrúlegt að vera kominnheim eftir allar hremmingarnarsem biðu mín þegar ég lagði afstað í saklausu geimrykssöfnuninaá sínum tíma. Þegar horft er til

    baka er ég þakklátur fyrir að hafafengið að upplifa ævintýrið ogkynnast jarðarbúum.

    Kynnin hafa án efa gert mig aðbetri og víðsýnni geimálfi auk þesssem ég hef lært ógrynnin öll umslys og slysavarnir. Ég eignaðisteinnig marga góða vini og hefreglulega skotist í heimsókn tilað segja sögu mína enda ánægðuref lífsreynsla mín getur orðið tilþess að draga úr slysum á plánet-unum tveimur.

    Það er með gleði en þó ákveðnumsöknuði sem ég slæ botninn í síð-ustu skýrsluna mína. Ég vil þvíítreka í lokin, kæra Stjörnuráð,að ykkur hér á Varslys, jafnt semvinum mínum á plánetunni Jörð,er velkomið að hafa samband viðmig hvenær sem er. Ég kem tilmeð að verða mikið á ferðinni ensvara öllum tölvupósti sem berstá netfangið [email protected].

    Umferðin

    Síða 17

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 17

  • Verkefni 18a) Öryggisbúnaður getur bjargað mannslífum þegar alvarlegtumferðarslys verður. Skoðaðu gátlistann Örugg í umferðinni og taktuút öryggi fólksbifreiðarinnar sem þú ferðast oftast með.

    b) Flestir hafa lent í einhverjum slysum eða veikindum um ævina ogbera ör eftir aðgerðir eða áverka. Á verkefnablaðinu Áverkavottorðiðskaltu færa inn allt sem þú manst eftir. Hver er mesti hrakfalla-bálkurinn í bekknum?

    c) Á verkefnablaðinu Slysavarnasamningurinn minn skaltu færa innhvað þú getur gert til að taka ábyrgð á eigin öryggi í umferðinni. Aðhalda samninginn er sterkt vopn í baráttunni við umferðarslysin!

    Verkefni 19Þú ert gestastjórnandi í Útvarpi Umferðarstofu og tekur viðtal viðmann sem lifði af hörmulegt bílslys. Skrifaðu fréttahandrit, taktuþáttinn upp á segulbandstæki og spilaðu fyrir bekkinn þinn.

    Verkefni 20Skráðu niður öll feitletruðu orðin í lesefninu og finndu hvað þauþýða. Þú getur bæði stuðst við alfræðiorðabók eða notað leitarvél áveraldarvefnum.

    �Hvaða öryggis-búnaður er til fyrir farþega í bifreiðum?

    �Hvað er loftpúði og hvernig virkar hann?

    �Hvenær mega börn sitja í fram-sætinu?

    �Hvenær mega börn sitja á bílpúða í bif-reiðum?

    �Af hverju er hættulegt að skilja lítil börn ein eftir í bílum?

    Umferðin

    Síða 18

    Að lokum óska ég ykkur öllumbjartrar og slysalausrar framtíðarog kveð með orðunum:

    „s?ús 5N2 5ææw zoSSaN2?-7jþo?G þ5v 6vjoS Mj 9MN-suo?zw þo 9úNwN3újju6 d62.d6v S5æsS 5ææw z5þ6 6v6??wN S6æw J7zR2þ s6þ6zG“

    Virðingarfyllst„jbj2N j5wþo?92N“

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 18

  • Umferðin

    Síða 19

    Slysavarnafélagið Landsbjörg þakkar stuðninginn

    UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐSLYSAVARNADEILDIN

    HRAUNPRÝÐI HAFNARFIRÐI

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 19

  • Skógarhlíð 14 • 105 Reykjavík • Sími 570 5900 • Fax 570 5901

    [email protected] • www.landsbjorg.is

    6 hefti nýtt 28.01.2004 17:27 Side 20