16
Febrúar 2009 Tillögur um leiðir til að kynna iðn- og starfsnám í leik- og grunnskólum Reykjavíkur Steinunn Ármannsdóttir, Valgerður Erna Þorvaldsdóttir, Anton Már Gylfason, Halldóra Guðmundsdóttir, Ingi Bogi Bogason, Jón B. Stefánsson og Þorgerður L. Diðriksdóttir.

Tillögur um leiðir til kynningar iðn- og starfsnáms í leik- og ......menntaráðs en helstu verkefni skv. erindisbréfi voru: 1. Vinna samkvæmt tillögu borgarstjórnar um kynningu

  • Upload
    others

  • View
    6

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • Febrúar 2009

    Tillögur um leiðir til að kynna

    iðn- og starfsnám

    í leik- og grunnskólum Reykjavíkur

    Steinunn Ármannsdóttir, Valgerður Erna Þorvaldsdóttir,

    Anton Már Gylfason, Halldóra Guðmundsdóttir, Ingi Bogi

    Bogason, Jón B. Stefánsson og Þorgerður L. Diðriksdóttir.

  • Tillögur um leiðir til kynningar iðn- og starfsnáms í leik- og grunnskólum Reykjavíkur

    2

    Tillögur um leiðir til að kynna iðn- og starfsnám

    í leik- og grunnskólum Reykjavíkur

    Kynning sem flutt er til skólanna

    Færanlegar kennslustofur

    Íverugámur með einni til tveimur vinnustöðvum

    Bílar (sbr. t.d. bókabíllinn) með einu verkstæði innanborðs

    Verkfærakistur, hver kista inniheldur eina til tvær kynningar

    Kynning í leikskólum

    Nám í gegnum leik

    Heimsóknir og vettvangsferðir

    Móðurskólar þróunarverkefna

    Kynning í grunnskólum

    Grunnskólakynningar

    Grunnskólastofa í framhaldsskóla

    Grunnskóli starfsmennta

    Námsefni

    Gera úttekt á því sem til er með tilliti til innihalds

    Flokka og semja námsefni

    Samstarf

    Leikskólinn

    Grunnskólinn

    Náms- og starfsráðgjafar

    Samtök í atvinnulífinu

  • Tillögur um leiðir til kynningar iðn- og starfsnáms í leik- og grunnskólum Reykjavíkur

    3

    Efnisyfirlit

    Inngangur ......................................................................................................... 4

    Skipun nefndar – tildrög .............................................................................. 4

    Nefndin – hlutverk og helstu verkefni ........................................................ 4

    Nefndin – starfshættir .................................................................................. 5

    Kynning sem flutt er til skólanna ..................................................................... 5

    Færanlegar vinnustofur ............................................................................... 5

    Verkfærakistur ............................................................................................. 6

    Kynning í leikskólum ....................................................................................... 7

    Nám í gegnum leik ...................................................................................... 7

    Heimsóknir og vettvangsferðir .................................................................... 7

    Móðurskólar þróunarverkefna ..................................................................... 7

    Kynninga í grunnskólum .................................................................................. 7

    Verkstæði í grunnskólunum ........................................................................ 7

    Grunnskólakynningar .................................................................................. 8

    Grunnskólastofa í framhaldsskóla ............................................................... 8

    Grunnskóli starfsmennta ............................................................................. 8

    Námsefni .......................................................................................................... 8

    Samstarf ............................................................................................................ 9

    Leikskólar .................................................................................................... 9

    Grunnskólar ................................................................................................. 9

    Framhaldsskólar ........................................................................................ 10

    Náms- og starfsráðgjafar ........................................................................... 10

    Atvinnulífið ............................................................................................... 10

    Að lokum ....................................................................................................... 10

    Fylgiskjal l – Færanlegar verkmenntastofur

    Fylgiskjal 2 – Erindisbréf nefndar

  • Tillögur um leiðir til kynningar iðn- og starfsnáms í leik- og grunnskólum Reykjavíkur

    4

    Inngangur

    Skipun nefndar - tildrög

    Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 18. mars 2008 var samþykkt að vísa svohljóðandi tillögu til

    menntaráðs og leikskólaráðs:

    „ Lagt er til að Reykjavíkurborg geri áætlun um hvernig höfuðborgin verði í fremstu röð sveitarfélaga

    varðandi kynningu fyrir börn og unglinga á iðn- og starfsnámi. Það verði gert meðal annars með

    skipulagðri starfs- og námsfræðslu í öllum skólum og færanlegum vinnustofum fyrir námskeið í

    iðnnámi í samstarfi við atvinnulífið og iðnskóla borgarinnar.“

    Greinargerð borgarstjórnar fylgir tillögunni. (fylgiskjal 2)

    Í október 2008 var sett á fót nefnd til að vinna úr tillögu borgarstjórnar.

    Fulltrúar nefndarinnar voru:

    Steinunn Ármannsdóttir verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu Menntasviðs, formaður

    nefndarinnar

    Valgerður Erna Þorvaldsdóttir mannauðsráðgjafi Leikskólasviði,

    Anton Már Gylfason, áfangastjóri Borgarholtsskóla,

    Halldóra Guðmundsdóttir, Félagi leikskólakennara,

    Ingi Bogi Bogason, forstöðumaður menntunar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins

    Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans – skóla atvinnulífsins,

    Þorgerður L. Diðriksdóttir, Kennarafélagi Reykjavíkur.

    Nefndin - hlutverk og helstu verkefni

    Nefndin starfaði samkvæmt erindisbréfi (fylgiskjal 3) og var starfstíminn frá því í nóvember 2008 og

    þar til í febrúar 2009. Áætluð skil nefndarinnar voru um miðjan febrúar.

    Meginhlutverk nefndarinnar var að kanna hvaða leiðir væru færar til að koma til móts við tillögu

    menntaráðs en helstu verkefni skv. erindisbréfi voru:

    1. Vinna samkvæmt tillögu borgarstjórnar um kynningu á iðn- og starfsnámi fyrir börn

    og unglinga.

    2. Taka afstöðu til hugmynda borgarstjórnar um þetta verkefni.

    3. Koma með tillögur um hvernig best verði staðið að kynningu verkefnisins.

    4. Kynna tillögur fyrir fræðslustjóra og forstöðumönnum mennta- og leikskólastigs.

  • Tillögur um leiðir til kynningar iðn- og starfsnáms í leik- og grunnskólum Reykjavíkur

    5

    Nefndin - starfshættir

    Fyrsti fundur nefndarinnar var 2. nóvember 2008 og urðu fundirnir alls 7 talsins, sá síðasti 11. febrúar

    2009.

    Nefndin tók strax í upphafi starfs síns þá afstöðu að ræða fleiri hugmyndir sem varða eflingu iðn- og

    starfnáms, en þær sem fram koma í samþykkt borgarstjórnar. Í samþykktinni segir að gera skuli áætlun

    um það hvernig borgin verði í fararbroddi í eflingu iðn- og starfsnáms. Nefndin telur að áður en farið

    er í slíka áætlanagerð þurfi kjörnir fulltrúar að taka afstöðu til þeirra tillagna sem fram koma í

    skýrslunni. Reynt var að meta kostnað við nokkrar tillögur en það reyndist erfitt á þessu stigi málsins.

    Nefndin hefur forgangsraðað tillögum sínum að nokkru leyti en endanleg ákvarðanataka veltur, ef að

    líkum lætur, að miklu leyti á þeim fjármunum sem fást til verkefnisins.

    Nefndin fékk á fundina, til skrafs og ráðagerða, náms- og starfsráðgjafa, leikskólastjóra og

    leikskólakennara, sérfæðinga frá fjármáladeild Menntasviðs og deildarstjóra Gámaþjónustunnar.

    Einn fundur var haldinn í íverugámi í Hafnarfirði.

    Fundarmenn veltu fyrir sér kostum og göllum margvíslegra leiða til kynningar á viðfangsefninu. Hér á

    eftir fer greinargerð með hverri fyrir sig.

    Kynning sem flutt er til skólanna

    Færanlegar vinnustofur

    Nefndin velti fyrir sér með hvaða hætti væri hægt að koma upp færanlegum vinnustöðvum, útbúnum

    fyrir verk og starfsnám, við grunnskólana eða sem næst þeim.

    Þrjár leiðir voru ræddar:

    Í fyrsta lagi að staðsetja á skólalóð, miðsvæðis í

    hverju skólahverfi, færanlegar kennslustofur með

    verkstæðum fyrir tvær til þrjár greinar. Nemendur

    kæmu úr nærliggjandi skólum til kynninganna.

    Slíkar stofur yrðu leigðar frá Framkvæmdasviði

    Reykjavíkurborgar og er leigan áætluð frá 115 -

    150 þúsund á mánuði. Gera má ráð fyrir að

    kostnaður við útbúnað í verkmenntastofu

    (smíðastofu) geti verið 5-8 milljónir miðað við 20 nemendur og að kostnaður við flutning slíkrar stofu

    verði tvær og hálf milljón (samkvæmt upplýsingum frá fjármálastjórnun Menntasviðs Reykjavíkur).

    Nauðsynlegt er að byggja léttan grunn fyrir stofurnar og tengja þær við vatn, rafmagn og frárennsli en

    ekki er lagt mat á hvaða kostnaður gæti hlotist af slíku. Ekki er lagt til hve margar slíkar stofur yrðu

    útbúnar en líklegt er að gera þyrfti ráð fyrir að minnsta kosti 3-4 slíkum stofum í borginni. Færanlegar

    stofur sem þessar eru ekki færanlegar í þeim skilningi að þær flakki á milli skóla, heldur staðsettar til

    lengri tíma á hverjum stað. Nefndin var sammála um að færanlegar kennslustofur sem þessar væri ekki

    fýsilegur kostur, bæði vegna kostnaðar og eins vegna þess að færanleikinn er í raun takmarkaður.

    Í öðru lagi var rætt um að útbúa íverugám sem verkstæði með svipuðum hætti og gert yrði í færanlegri

    kennslustofu. Íverugámar eru einangraðir, á þeim eru gluggar, þeir eru hitaðir upp með

  • Tillögur um leiðir til kynningar iðn- og starfsnáms í leik- og grunnskólum Reykjavíkur

    6

    rafmagnsofnum og því tilbúnir til notkunar. Slík gámahús yrðu væntanlega keypt frekar en leigð þar

    sem útbúa þyrfti gámana sérstaklega fyrir þetta verkefni og ólíklegt að leiga til langs tíma væri

    hagkvæmari en kaup. Þessir íverugámar væru fluttir á milli skóla/skólahverfa eftir ákveðnu skipulagi

    og staðsettir við hvern skóla fyrir sig. Sjá hugmyndir að færanlegum verkmenntastofum í fylgiskjali 1.

    Ekki er nauðsynlegt að byggja grunn fyrir gámahúsin en þau yrðu sett á hellur eða sambærilegar

    undirstöður og lagt að þeim rafmagn. Sé þörf á vatni vegna verkefna sem unnin verða í gámunum yrði

    það leyst með vatnstanki.

    Gámahúsin eru 27m2 að stærð (9m x 3m), með 2,5m lofthæð, og kosta um 1,7 milljónir kr., þannig að

    fullbúið gámahús kostar hugsanlega 5-10 milljónir kr. eftir að búið væri að innrétta og kaupa

    tækjabúnað sem settur yrði í hvern gám. Kostnaður við að leigja gám er 1.500 kr. á dag og

    flutningskostnaður er 50 þúsund kr. í hvert skipti (miðað við desember 2008).

    Í þriðja lagi var rætt um að innrétta bíla (samanber bókabíll,

    blóðbíll) með sambærilegt hlutverk og greint er frá hér að ofan.

    Kostirnir sem felast í slíku fyrirkomulagi eru mikill hreyfanleiki og

    auglýsingagildi. Gallarnir eru hins vegar, mikill kostnaður við

    bílinn sjálfan (stofnkostnaður 30-50 milljónir kr. auk reksturs- og

    viðhaldskostnaðar) og takmarkað athafnarými innan hans.

    Niðurstaða nefndarinnar er að hagkvæmasti kosturinn og um leið sá virkasti af þessum þremur sé

    íverugámur og leggur nefndin til að það úrræði verði skoðað nánar með tilliti til skipulags og virkni og

    að fram fari ítarlegra mat á kostnaði. Í fylgiskjali 4 eru nokkrar hugmyndir um innihald gámanna sem

    hægt er að hafa til hliðsjónar við kostnaðarmat.

    Verkfærakistur

    Nefndin lagði til að útbúnar yrðu verkfærakistur sem yrðu í

    förum milli leikskóla og grunnskóla borgarinnar.

    Verkfærakistur myndu henta sérlega vel til kynningar á iðn- og

    starfsnámi í leikskólum og einnig í yngstu deildum grunnskóla.

    Til að byrja með væru 1-3 leikskólar fengnir til að taka að sér að

    þróa námsefni og verkefni í samvinnu við fulltrúa frá

    Samtökum iðnaðarins og/eða fagfélaga starfs- og iðngreina.

    Með kistunum þyrfti að fylgja fræðsluefni, s.s. hugmyndir að

    verkefnum og leikjum fyrir mismunandi aldurshópa á

  • Tillögur um leiðir til kynningar iðn- og starfsnáms í leik- og grunnskólum Reykjavíkur

    7

    leikskólum. Leikskólar gætu valið úr mismunandi kistum sem hver og ein innihéldi tæki og tól tengd

    ákveðnum iðngreinum. Fagmenn í hverri iðngrein fyrir sig myndu ákveða innihald verkfærakistunnar í

    samráði við leikskólakennara til að það henti þörfum og þroska leikskólabarna. Leikskólar gætu síðan

    unnið verkefni tengd ákveðnum iðngreinum, fengið verkfærakistur að láni í skólann og í framhaldi af

    því farið í vettvangsferðir eða fengið fagfólk í heimsókn á leikskólann til frekari kynningar á starfinu

    og þeim verkfærum sem tengjast því. Verkfærakisturnar gætu annaðhvort verið hluti af sérstökum

    verkefnum tengdum starfs- og iðngreinum, eða verið hluti af öðrum verkefnum, t.d. í tengslum við

    hlutverkaleiki eða könnunarleiki. Kostnaður færi að sjálfsögðu eftir búnaði kistunnar.

    Þessi kostur virtist nefndinni afar ákjósanlegur og kostnaður þyrfti ekki að verða óyfirstíganlegur.

    Kynning í leikskólum

    Nám í gegnum leik

    Í leikskólanum fái börn fyrstu kynninguna á iðn- og starfsnámi í gegnum leikinn. Hlutverkaleikurinn

    býður upp á endalausa möguleika í því sambandi og hægt væri að gera kynninguna markvissari með

    kennsluleiðbeiningum fyrir leikskólakennara, verkfærakistum og aðstöðu til þess að prófa tæki og tól

    tengd mismunandi iðngreinum.

    Heimsóknir og vettvangsferðir

    Hópar leikskólabarna færu í vettvangsferðir til fyrirtækja sem hefðu aðstöðu til að taka á móti þeim.

    Börnin fengju að skoða þau verkfæri sem eru notuð, þau gætu séð hvernig hlutir eru búnir til, hvaða

    handtökum er beitt og einnig fengju þau að spyrja spurninga um það sem vekur forvitni þeirra og

    áhuga. Fagmenn gætu komið í heimsókn í leikskólana, kynnt starf sitt og frætt börnin um ýmislegt því

    tengdu. Einnig mætti koma á samstarfi við fyrirtæki og stofnanir, t.d. skóla og elliheimili, í nágrenni

    leikskólanna.

    Móðurskólar þróunarverkefna

    Ákveðnir leikskólar tækju að sér að þróa verkefni og leiki sem tengjast iðn- og starfsnámi og séð um

    að miðla þeim áfram til annarra leikskóla. Mörg dæmi eru um slík þróunarverkefni í leikskólunum nú

    þegar sem gefið hafa góða raun.

    Þessar leiðir eru allar nokkuð greiðfærar og kalla fremur á breytt skipulag og nýja hugsun í

    skólastarfinu en mikinn kostnað.

    Kynning í grunnskólum

    Nefndin ræddi með hvaða hætti mögulegt væri að efla kynningu og vitund grunnskólanemenda um

    iðn- og starfsnám og voru eftirfarandi leiðir einkum ræddar:

    Verkstæði í grunnskólunum

    Grunnskólar sem hafa til þess aðstöðu setji upp verkstæði og þrói námsefni í samstarfi við

    verkmenntakennara skólanna. Hér væri þess gætt að kynningin væri á greinum sem ekki eru til

  • Tillögur um leiðir til kynningar iðn- og starfsnáms í leik- og grunnskólum Reykjavíkur

    8

    kennslu í stundaskrá. Hugsanlega væri þá hægt að samnýta ýmislegt með skólanum jafnframt því að

    þessi aðstaða myndi nýtast fleiri en einum skóla í skólahverfi.

    Grunnskólakynningar

    Framhaldskólarnir í Reykjavík geri ráð fyrir kynningum fyrir leik- og grunnskóla í starfsemi sinni.

    Framhaldsskólarnir gætu boðið grunnskólaáfanga þar sem nemendur grunnskólans kæmu með

    skipulögðum hætti í takmarkaðan tíma í framhaldsskólann og fengju kynningu á tilteknu iðn- og

    starfsnámi. Framhaldsskólarnir nýti aðstöðu sem þegar er til og felli slíkar kynningar inn í stundaskrá

    sína. Þetta fyrirkomuleg hefur reynst vel en verið boðið sem valgrein fyrir grunnskólanemendur og því

    einungis verið sótt af takmörkuðum hópi grunnskólanema.

    Grunnskólastofa í framhaldsskóla

    Mögulegt er að einn eða fleiri framhaldsskólar setji upp sértæka góða aðstöðu fyrir

    grunnskólanemendur innan framhaldsskólans. Slík aðstaða gæti verið 100-500m2 rými sem innréttað

    væri sérstaklega með grunnskólann í huga og innihéldi 6-10 mismunandi vinnustöðvar fyrir ólíkar

    faggreinar. Rekstur slíkrar aðstöðu væri á ábyrgð framhaldsskólans og aðstaða og kennslukraftar

    framhaldsskólans nýttir. Grunnskólaskrifstofa Menntasviðs skipulegði starfið með því að setja í

    stundaskrá grunnskólanna nýtingu aðstöðunnar og flutning nemendanna. Vel má hugsa fyrirkomulagið

    þannig að tiltekna viku eða tiltekna daga mættu börnin í framhaldsskólann og væru þar allan daginn.

    Grunnskóli starfsmennta

    Sú hugmynd kom fram að mögulegt væri að starfræktur yrði sérstakur grunnskóli starfsmennta á

    einum stað í borginni. Þar yrði fléttað saman hefðbundið grunnskólanám og starfsnám án þess að slaka

    nokkuð á kröfum um að nemendur þess skóla yrðu vel undirbúnir undir framhaldsskólann og síðar

    starfsréttindanám eða háskólanám. Slíkur skóli gæti orðið stefnumarkandi og tilraunaskóli í

    innleiðingu nýrra viðhorfa í grunnskólakennslu sem síðan gæti orðið leiðsögn fyrir mun virkari

    samþættingu starfs- og bóknáms í grunnskólanum almennt.

    Allar þessar hugmyndir eru talsvert kostnaðarsamar, þó mismikið, en nefndinni þótti þær mjög

    athygliverðar og þess virði að verða skoðaðar nánar.

    Námsefni

    Lagt er til að gerð verði úttekt á því hvort til er námsefni (og þá hvað) t.d í lestri, tungumálum og

    samfélagsfræði, sem samið hefur verið með það að markmiði að kynna þau störf sem bjóðast að loknu

    iðn- og starfsnámi. Í framhaldi af því verði ráðist í að flokka og semja slíkt efni í samvinnu kennara og

    fagaðila. Það gæti aukið vitund nemenda á öllum skólastigum um þau störf sem bjóðast að loknu slíku

    námi auk þess sem efnið gæti skapað grundvöll fyrir umræðum um störfin innan fjölskyldu

    nemandans. Sem dæmi um verkefni mætti nefna léttlestrarbækur fyrir yngsta stigið og verkefnahefti í

    íslensku, dönsku, ensku og lífsleikni fyrir miðstig og efsta stig.

  • Tillögur um leiðir til kynningar iðn- og starfsnáms í leik- og grunnskólum Reykjavíkur

    9

    Samstarf

    Leikskólar

    Börn læra fyrst og fremst í gegnum leik. Í leikskóla fá börn fyrstu

    hugmyndir um hlutverk og störf fullorðinna. Börnin vinna mikið með

    höndunum og í flestum leikskólum er smíðakrókur, myndmenntastofa

    eða önnur aðstaða til að vinna að skapandi verkefnum. Hlutverkaleikir

    eru mikilvægur hluti af leikskólastarfinu og hægt væri að auka vægi

    þeirra enn frekar með leiktækjum og verkfærum. Samstarf við fyrirtæki

    og stofnanir í grenndarsamfélaginu myndi henta vel fyrir leikskólana.

    Algengt er að börn á eldri deildum fari reglulega í vettvangsferðir án

    mikils tilkostnaðar. Samtök iðnaðarins gætu tekið að sér að vera eins

    konar tengiliður milli leikskólanna og mismunandi fagstétta innan

    samtakanna. Leikskólinn gæti líka komið á markvissara samstarfi við

    foreldrafélög og fengið foreldra eða aðra ættingja barna sem eru með

    tiltekna starfs- eða iðnmenntun til að kynna störf sín fyrir börnunum.

    Leikskólinn Austurborg hefur t.d. farið með elstu börnin í heimsókn til

    foreldar í vinnuna. Mikil ánægja hefur verið með þær heimsóknir, bæði hjá börnum, foreldrum og

    starfsfólki. Koma mætti á samstarfi við Félag leikskólakennara til að kynna starfs- og iðnmenntun fyrir

    leikskólakennurum og vekja áhuga þeirra á að þróa verkefni í tengslum við það.

    Grunnskólar

    Grunnskólinn gegnir veigamiklu hlutverki í starfsvali

    nemenda. Mikilvægt er að nota fjölbreytt tækifæri til að

    kynna fyrir nemendum hin ýmsu störf samfélagsins

    þannig að þeir geti tekið sjálfstæða ákvörðun um námsval

    síðar á lífsleiðinni. Samstarf leik-, grunn og

    framhaldsskóla þarf að vera náið til þess að kynningin

    verði fjölbreytt og markviss. Hugmynd um að nemendum

    grunnskólans standi til boða að kynnast starfsmenntun í

    framhaldskóla, á meðan á námi þeirra stendur í

    grunnskóla, hefur verið reynd með góðum árangri meðal

    annars í Borgarholtskóla, í samstarfi við grunnskólana í Grafarvogshverfi og Tækniskólann – skóla

    atvinnulífsins.

    Nefndin leggur til að þess konar samstarfi verði komið á víðar og við fleiri framhaldsskóla.

    Verkmenntaskólar gætu þannig útbúið, í samstarfi við grunnskóla, verkmenntastofur. Grunnskólar

    hefðu þannig tækifæri til að skipuleggja hluta af námi nemenda sem „þemaverkefni í starfsmennt“ og

    gætu fengið afnot af og aðstoð verkmenntakennara viðkomandi skóla til að skipuleggja þemaverkefnið

    „Starfsmenntabúðir“. Þetta verkefni væri fyrir alla nemendur þess árgangs en ekki sérstakt val

    nemenda, þannig væri stuðlað að því að nemendur sem ella hefðu ekki valið verknám, gæfist tækifæri

    til jafns við aðra að kynnast verkmenntaskólum. Við sjáum fyrir okkur að þetta verkefni gæti verið

    fyrir miðstig grunnskólans.

  • Tillögur um leiðir til kynningar iðn- og starfsnáms í leik- og grunnskólum Reykjavíkur

    10

    Framhaldsskólar

    Samstarf við grunnskóla Reykjavíkur er mikið

    hagsmunamál framhaldsskólanna sem eiga eftir að taka

    við nemendum grunnskólanna. Mikilvægt er að nýta þá

    aðstöðu og þá þekkingu sem liggur í þeim

    framhaldsskólum sem byggja á iðn- og starfsnámi og þá

    kennara sem þar starfa. Nauðsynlegt er að mynda góða

    tengingu milli þessara skólastiga.

    Náms- og starfsráðgjafar

    Náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum hafa m.a. það hlutverk að fræða nemendur um möguleika á

    námi og starfi að lokinni grunnskólagöngu. Þeir eru því í lykilaðstöðu að opna augu nemenda fyrir

    iðn- og starfsnámi og auka þekkingu þeirra og víðsýni í þeim efnum. Nefndin telur nauðsynlegt að

    hafa þá með í ráðum þegar gerð verður áætlun um eflingu iðn- og starfsnáms ásamt skipulagi varðandi

    hlutlæga lýsingu á menntun og störfum atvinnulífsins.

    Atvinnulífið

    Skipulagt verði reglubundið samstarf við fyrirtæki í Reykjavík um kynningar á störfum sem

    nemendum í iðn- og starfsnámi bjóðast. Nemendum verði boðið í heimsókn í fyrirtæki og þeir fái að

    spreyta sig á daglegum verkefnum, t.d. við að framleiða vöru. Til greina kemur að fulltrúar fyrirtækja

    heimsæki skóla og kynni nemendum starfsemi fyrirtækisins.

    Mikilvægt er að nemendum standi til boða námsefni um starfsemi starfsgreina og einstakra fyrirtækja.

    Við skipulagningu á þessu verkefni sé byggt á reynslu atvinnulífs, fyrirtækja og skóla af slíku

    samstarfi.

    Að lokum

    Markmiðið með samþykkt borgarstjórnar er að vekja börn til umhugsunar um hvaða störf eru í boði í

    samfélaginu og hvaða leiðir eru færar að þessum störfum. Til þess að Reykjavíkurborg geti orðið í

    fararbroddi sveitarfélaga hvað varðar kynningu á iðn- og starfsnámi þarf að leggja áherslu á að auka

    vitund nemenda og forráðamanna þeirra um aðra valkosti en bóknám þegar kemur að því að velja nám

    við hæfi að loknum grunnskóla.

    Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að frá upphafi verði unnið af alvöru og metnaði þannig að

    nemendur skynji hvað það er að vinna í efni, hanna og móta hluti. Tengja þarf verkefnin við aðrar

    námsgreinar eins og stærðfræði, eðlisfræði og teikningar og samþætta þannig þá þekkingu sem

    nemendur hafa. Afar mikilvægt er að leggja áherslu á að þessi kennsla er ekki uppfylling eða

    aukatímar heldur markvisst innlegg í þroskaferil nemenda.

  • Fylgiskjal 1

    Kynning á iðnnámi fyrir grunn- og leikskólanema:

    Færanlegar verkmenntastofur

    -Nokkrar hugmyndir-

  • Stofa 1

    Snyrtiiðnir:

    Hársnyrtiiðnir

    Snyrtifræði

    Samstarfsaðilar:

    Fjölbrautaskólinn í Breiðholti – snyrtibraut

    Tækniskólinn – hársnyrtiskólinn

    Þessar iðngreinar mætti kynna í íverugámi, með verkfærakistu og/eða á sérútbúnu verkstæði í framhaldsskóla.

    Stofa 2

    Matvælaiðnir:

    Bakaraiðn

    Framreiðsla

    Kjötiðn

    Matreiðsla

    Samstarfsaðilar:

    Menntaskólinn í Kópavogi

    Þessar iðngreinar mætti kynna í íverugámi og/eða á sérútbúnu verkstæði í framhaldsskóla.

    Stofa 3

    Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar:

    Prentun

    Grafísk miðlun

    Margmiðlunarhönnun

    Fjölmiðlatækni

    Bókasafnstækni

    Samstarfsaðilar:

    Borgarholtsskóli – Lista- og fjölmiðlasvið

    Tækniskólinn – Margmiðlunarskólinn

    Þessar greinar mætti kynna í íverugámi, með verkfærakistu og/eða á sérútbúnu verkstæði í framhaldsskóla.

    Stofa 4

    Hönnun og handverk:

    Almenn hönnun

    Fataiðnir

    Gull- og silfursmíði

    Handverkshönnun

    Textíl- og fatahönnun

    Samstarfsaðili:

    Tækniskólinn – Hönnunar- og handverksskólinn

    Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

    Þessar greinar mætti kynna í íverugámi, með verkfærakistu og/eða á sérútbúnu verkstæði í framhaldsskóla.

  • Stofa 5

    Byggingariðnir:

    Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina

    Húsasmíðabraut

    Húsgagnabólstrun

    Húsgagnasmíðabraut

    Málarabraut

    Múrsmíðabraut

    Tækniteiknun

    Veggfóðrunar- og dúklagningabraut

    Samstarfsaðilar:

    Tækniskólinn – Byggingartækniskólinn

    Fjölbrautaskólinn í Breiðholti – húsasmíðabraut

    Þessar iðngreinar mætti kynna í íverugámi, með verkfærakistu og/eða á sérútbúnu verkstæði í framhaldsskóla.

    Stofa 6

    Rafiðnir:

    Rafvirkjun

    Rafeindavirkjun

    Rafveituvirkjun

    Rafvélavirkjun

    Símsmíði

    Hljóðtækni

    Kvikmyndasýningastjórnun

    Samstarfsaðilar:

    Tækniskólinn – Raftækniskólinn

    Fjölbrautaskólinn í Breiðholti – rafvirkjabraut

    Þessar greinar mætti kynna í íverugámi, með verkfærakistu og/eða á sérútbúnu verkstæði í framhaldsskóla.

    Stofa 7

    Málm- og véltæknigreinar:

    Blikksmíði

    Rennismíði

    Stálsmíði

    Vélvirkjun

    Samstarfsaðili:

    Borgarholtsskóli

    Tækniskólinn – Véltækniskólinn

    Þessar iðngreinar mætti kynna í íverugámi, með verkfærakistu og/eða á sérútbúnu verkstæði í framhaldsskóla.

  • Fylgiskjal 2

    (Greinargerð borgarstjórnar)

  • Fylgiskjal 3

    (Erindisbréfi nefndar)

  • Fylgiskjal 4

    (Nokkrar hugmyndir um innihald gámanna) Er þetta kannski það sama og heitir núna fylgiskjal 1?