1
Staða skólameistara Tækniskólans, skóla atvinnulífsins Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins leitar eftir nýjum skólameistara. Hér geturðu kynnt þér hvernig þú sækir um starfið, upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknarferlið. Ágæti umsækjandi. Takk fyrir þann áhuga sem þú sýnir Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Upplýsingar um skólann, sögu hans og hlutverk er að finna hér á nýjum vef skólans. Við hvetjum þig til að skoða vefinn vel og leita þar upplýsinga sem svara einhverjum af þeim spurningum sem þú hefur um skólann og skólastarfið. Núverandi skólameistari Jón B. Stefánsson mun svara frekari fyrirspurnum í síma 894 2269 eða í tölvupósti [email protected]. Ef þú ert að hugsa um að sækja um starfið þá eru hér atriði sem við höfum áhuga á að vita um þig og viljum að komi fram í umsókninni: Við biðjum þig að skrifa stutt kynningarbréf þar sem meðal annars eftirfarandi kemur fram: • Af hverju ert þú að þínum dómi góður kostur sem næsti skólameistari Tækniskólans, skóla atvinnulífsins? • Hverjir eru þínir helstu styrkleikar annars vegar og veikleikar hinsvegar? • Hver yrðu helstu áhersluatriði þín varðandi skipulag og þróun tækni- og iðnnáms í næstu framtíð? • Í stuttu máli hvernig lýsirðu sjálfum þér? Með umsókninni þurfa eftirfarandi gögn að fylgja: Ferilskrá: o Nafn - kennitala og persónulegir hagir. o Upplýsingar um menntun formlega og óformlega sem að gagni gæti komið. o Starfsreynsla bæði úr skólakerfinu og úr atvinnulífinu. o Upplýsingar um stjórnunarreynslu. o Annað sem getur haft áhrif á störf eða stöðu þína sem skólameistari. o Upplýsingar um meðmælendur. Skrif um skólamál - dæmi. Nefna aðkomu að mótun stefnu og framkvæmd menntamála og þátttöku í opinberu starfi/nefndum/álitsgjöf ef um slíkt er að ræða. Helstu áhugamál og tómstundaiðja. Við erum að leita að einstaklingi sem hefur: Menntun í tækni- eða iðngrein. Réttindi til að kenna á framhaldsskólastigi. Háskólamenntun, á meistarastigi. Reynslu úr skólakerfinu. Reynslu úr atvinnulífinu. Rekstar- og stjórnunarreynslu með mannaforráð. Góða tungumálakunnáttu. Hæfileika í mannlegum samskiptum og reynslu á því sviði. Hæfileika til að tjá sig opinberlega í ræðu og riti. Úrvinnsla umsókna: Umsóknir verða yfirfarnar og flokkaðar um leið og þær berast. Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins velur umsækjendur í fyrsta viðtal. Viðtölin munu fara fram um miðjan febrúar og tekur stjórn skólans viðtölin. Væntanlega verða 2-3 umsækjendur valdir í annað viðtal. Þeim umsækjendum sem komast í annað viðtal verður falið verkefni og settur tími til undirbúnings og kynningar. Þeir þurfa að kynna og flytja verkefni sitt, hver í sínu lagi, fyrir stjórninni sem velur næsta skólameistara Tækniskólans. Að lokum er rétt að nefna eftirfarandi: Ekki er ætlast til að send séu staðfest skírteini um menntun. Kallað verður eftir slíkum upplýsingum frá þeim sem valdir verða til viðtals. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar í fullum trúnaði og ekki verða veittar upplýsingar um umsóknarferlið eða niðurstöður meðan ferlið er í gangi. Öllum umsóknum verður svarað og umsóknargögnum sem ekki komast á lokastig verður eytt. Ef spurningar vakna biðjum við þig um að hafa samband við Jón B. Stefánsson skólameistara, sími 894 2269 eða [email protected] Umsóknarfrestur og viðtakandi umsókna: Umsóknir skal senda til Jóns B. Stefánssonar í tölvupósti/bréfi með umbeðnum viðhengjum í síðasta lagi föstudaginn 9. febrúar 2018. Tekið skal fram að öllum umsóknum verður svarað og er fullum trúnaði heitið. Þökkum áhugann og gangi þér vel, kjósir þú að sækja um starfið. Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins.

Staða skólameistara Tækniskólans, skóla atvinnulífsins³lameistari-atvinnuauglýsing-1.pdf · • Ferilskrá: o Nafn - kennitala og persónulegir hagir. o Upplýsingar um menntun

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Staða skólameistara Tækniskólans, skóla atvinnulífsins³lameistari-atvinnuauglýsing-1.pdf · • Ferilskrá: o Nafn - kennitala og persónulegir hagir. o Upplýsingar um menntun

Staða skólameistara Tækniskólans, skóla atvinnulífsins Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins leitar eftir nýjum skólameistara. Hér geturðu kynnt þér hvernig þú sækir um starfið, upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknarferlið.

Ágæti umsækjandi. Takk fyrir þann áhuga sem þú sýnir Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Upplýsingar um skólann, sögu hans og hlutverk er að finna hér á nýjum vef skólans. Við hvetjum þig til að skoða vefinn vel og leita þar upplýsinga sem svara einhverjum af þeim spurningum sem þú hefur um skólann og skólastarfið. Núverandi skólameistari Jón B. Stefánsson mun svara frekari fyrirspurnum í síma 894 2269 eða í tölvupósti [email protected].

Ef þú ert að hugsa um að sækja um starfið þá eru hér atriði sem við höfum áhuga á að vita um þig og viljum að komi fram í umsókninni:

Við biðjum þig að skrifa stutt kynningarbréf þar sem meðal annars eftirfarandi kemur fram:

• Af hverju ert þú að þínum dómi góður kostur sem næsti skólameistari Tækniskólans, skóla atvinnulífsins?• Hverjir eru þínir helstu styrkleikar annars vegar og veikleikar hinsvegar?• Hver yrðu helstu áhersluatriði þín varðandi skipulag og þróun tækni- og iðnnáms í næstu framtíð? • Í stuttu máli hvernig lýsirðu sjálfum þér?

Með umsókninni þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:

• Ferilskrá: o Nafn - kennitala og persónulegir hagir. o Upplýsingar um menntun formlega og óformlega sem að gagni gæti komið. o Starfsreynsla bæði úr skólakerfinu og úr atvinnulífinu. o Upplýsingar um stjórnunarreynslu. o Annað sem getur haft áhrif á störf eða stöðu þína sem skólameistari. o Upplýsingar um meðmælendur.• Skrif um skólamál - dæmi. • Nefna aðkomu að mótun stefnu og framkvæmd menntamála og þátttöku í opinberu starfi/nefndum/álitsgjöf ef um slíkt er að ræða. • Helstu áhugamál og tómstundaiðja.

Við erum að leita að einstaklingi sem hefur:

• Menntun í tækni- eða iðngrein.• Réttindi til að kenna á framhaldsskólastigi. • Háskólamenntun, á meistarastigi. • Reynslu úr skólakerfinu.• Reynslu úr atvinnulífinu. • Rekstar- og stjórnunarreynslu með mannaforráð.• Góða tungumálakunnáttu.• Hæfileika í mannlegum samskiptum og reynslu á því sviði. • Hæfileika til að tjá sig opinberlega í ræðu og riti.

Úrvinnsla umsókna:

• Umsóknir verða yfirfarnar og flokkaðar um leið og þær berast.• Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins velur umsækjendur í fyrsta viðtal. • Viðtölin munu fara fram um miðjan febrúar og tekur stjórn skólans viðtölin. • Væntanlega verða 2-3 umsækjendur valdir í annað viðtal. Þeim umsækjendum sem komast í annað viðtal verður falið verkefni og settur tími til undirbúnings og kynningar. Þeir þurfa að kynna og flytja verkefni sitt, hver í sínu lagi, fyrir stjórninni sem velur næsta skólameistara Tækniskólans.

Að lokum er rétt að nefna eftirfarandi:

• Ekki er ætlast til að send séu staðfest skírteini um menntun. Kallað verður eftir slíkum upplýsingum frá þeim sem valdir verða til viðtals. • Allar umsóknir verða meðhöndlaðar í fullum trúnaði og ekki verða veittar upplýsingar um umsóknarferlið eða niðurstöður meðan ferlið er í gangi. • Öllum umsóknum verður svarað og umsóknargögnum sem ekki komast á lokastig verður eytt.

Ef spurningar vakna biðjum við þig um að hafa samband við Jón B. Stefánsson skólameistara, sími 894 2269 eða [email protected]

Umsóknarfrestur og viðtakandi umsókna:Umsóknir skal senda til Jóns B. Stefánssonar í tölvupósti/bréfi með umbeðnum viðhengjum í síðasta lagi föstudaginn 9. febrúar 2018. Tekið skal fram að öllum umsóknum verður svarað og er fullum trúnaði heitið.

Þökkum áhugann og gangi þér vel, kjósir þú að sækja um starfið.

Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins.