40
1. tbl. 32. árgangur 2013 SNÆFELL Lögmenn allra landsmanna

Snæfell 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Jólablað Snæfells 2013

Citation preview

Page 1: Snæfell 2013

1. tbl. 32. árgangur 2013

SNÆFELL

Lögmenn a l l ra landsmanna

Page 2: Snæfell 2013

– FÖSTUDAGUR TIL FJÁR – 

1 2 3 4 5

6 7 8 9 10

11 12 13 14 15

16 17 18 19 20

21 22 23 24 25

26 27 28 29 30

31 32 33 34 35

36 37 38 39 40

41 42 43 44 45

46 47 48 49 50

12345678

ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM!A. 12 14 17 21 41 48B. 05 16 23 36 37 38C. 07 09 13 22 34 38D. 03 06 19 24 25 31E. 11 19 21 25 38 42F. 01 25 35 36 39 46G. 18 19 20 23 28 46H. 22 27 29 39 40 42

WWW.LOTTO.IS

EKKI MISSA AF

MILLJÓNUMT RYG G ÐU ÞÉ R Á S K R I FT Á L O T T O. I S

Áskriftin

v innur

fyrir þig!

Page 3: Snæfell 2013

3 Snæfell

SNÆFELL1. tölublað, 32. árgangur

Útgefandi:Ungmenna- og íþróttasamband

Austurlands

Ritstjórn:Gunnar Gunnarsson

Sandra María Ásgeirsdóttir

Myndir:UÍA

Höfundar efnis

Prófarkalesari:Urður Snædal

Umbrot, prentun og bókband:Héraðsprent

Upplag:4100 eintök

Dreifing:Öll heimili á sambandssvæði UÍA

Afgreiðsla:Skrifstofa UÍA

Tjarnarás 6, 700 EgilsstaðirSími: 471-1353

www.uia.is – [email protected]

ForsíðumyndirSvipmyndir frá starfsemi UÍA 2013

„Fer örugglega með blakboltann með mér í

gröfina.“ ..................................................18

Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona úr Þrótti og íþróttamaður UÍA, ætlar að spila blak eins lengi og hún getur.

„Það hefur aldrei komið til greina að skipta um

félag. Það væru landráð.“ ...........................20

Leiknismaðurinn Sigurður Haraldsson ræðir um afreksferilinn sem hófst eftir sjötugt, uppeldið á Fáskrúðsfirði og næstu áskoranir.

„Ég tek þátt í svona því mér finnst það

skemmtilegt.“ ...........................................28

Kristjana Bergsdóttir byrjaði að hlaupa þegar hún var 55 ára gömul. Hún hefur tekið þátt í ofurþrautum víða um heim síðan og spreytti sig í Öxi – þríþraut í sumar.

Árangur er

þolinmæðisverkÍ íþróttum er það einföld, fljótleg og vinsæl lausn að skipta út þjálfaranum þegar illa gengur, einkum í hópíþróttum. Það er jú auðveldara en að skipta út öllu liðinu, en oft skilar þessi lausn litlu.

Í haust hefur mikið verið gert úr íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og þjálfaranum Lars Lägerback þakkað fyrir að vinna kraftaverk með liðið. Vissulega á Svíinn mikinn heiður skilinn, en það verður líka að skoða undirstöðurnar. Varla er það tóm tilviljun að bæði A-landslið Íslendinga eru meðal þeirra fremstu í heimi, sérstaklega miðað við höfðatölu.

Gagnlegt væri að skoða uppbyggingu innviða knattspyrnunnar. Byggðir hafa verið upp sparkvellir og knattspyrnuhallir víða um land. Eins hefur verið fjárfest í menntun knatt-spyrnuþjálfara, en fjöldi þeirra margfaldaðist frá 2002-2008 eftir að slíkt átak fór í gang. Leikmenn sem alist hafa upp í þessari umgjörð eru farnir að skila sér upp í A-landsliðin.

Við gætum haldið áfram. Hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona eru leikmenn aldir upp með áherslu á gildi félagsins og ákveðinn leikstíl, fremur en sigur allt frá unga aldri. Hjá Manchester United fékk Sir Alex Ferguson fjögur ár til að vinna ekkert. Hann segist hafa notað tímann í að byggja upp knattspyrnufélag en ekki bara knattspyrnulið. United uppskar margfalt af þessari þolinmæði.

Í byrjun árs kom Dr. Viðar Halldórsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, í heimsókn austur til að ræða árangur íþróttastarfs fyrir barna og unglinga. Hann lagði áherslu á jákvæðni, ekki árangur. Ungir íþróttamenn þurfi tíma til að þroskast, læra tækni og fá svigrúm til að gera mistök.

Á þetta minnist Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, íþróttamaður UÍA árið 2012, í viðtali hér í Snæfelli. Hún hvetur unga íþróttamenn til að vera óhrædda við að gera mistök. Án þeirra læri menn ekkert. Hún minnist líka á að Þróttur hafi þurft nokkur ár til að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í blaki en áður hafði félagið átt velgengni að fagna í yngri flokkum. Síðan hafa þeir orðið fleiri og sífellt koma nýir blakmenn úr Neskaupstað.

Segja má að það sé því stefnumörkun og heildarsýn sem skipti meira máli heldur en einstaklingurinn. Að hafa trú á og missa ekki sjónar af endamarkinu þótt illa gangi á leiðinni. Hvernig haldið það væri ef við snérum alltaf við um leið og við byrjuðum að sjá kóf á Fagradalnum?

Árið 2008 var ráðist í breytingar og stefnumörkun fyrir UÍA. Vissulega sáum við strax ákveðinn árangur af því, en segja má að það hafi ekki verið fyrr en eftir 3-5 ár sem hinn raunverulegi árangur kom í ljós.

Við erum til dæmis farin að sjá árangur af farandþjálfun okkar. Sigursveit okkar í 13 ára flokki pilta á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanlands var samansett af ein-staklingum úr fjórum mis- munandi aðildarfélögum.

Og þegar í ljós kemur að þolinmæði skilar árangri eru menn tilbúnir að halda áfram og ná enn lengra.

� Stjórn�UÍA

Stjórn UÍA 2013-2014Gunnar Gunnarsson, formaður, Fljótsdal

Jósef Auðunn Friðriksson, ritari, StöðvarfirðiGunnlaugur Aðalbjarnarson, gjaldkeri, Egilsstöðum

Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, meðstjórnandi, NeskaupstaðSóley Dögg Birgisdóttir, meðstjórnandi, Djúpavogi

Böðvar Bjarnason, varamaður, EgilsstöðumStefán Bogi Sveinsson, varamaður, Egilsstöðum

Framkvæmdastýrur: Sandra María Ásgeirsdóttir, ÁlftafirðiHildur Bergsdóttir, Egilsstöðum (í leyfi).

Page 4: Snæfell 2013

4 Snæfell

UÍA�býður�austfirskum�unglingum�upp�á�ræðu-námskeið�í�vetur�undir�yfirskriftinni�„Losað�um�málbeinið.“�Leiðbeinandi�námskeiðsins�segir�að�lykilatriði�sé�að�ræðumaðurinn�sé�öruggur�með�sjálfan�sig.

Markmið námskeiðsins er að kenna unglingum á Austurlandi helstu undirstöðu-atriði í ræðumennsku og búa þau þannig undir og hvetja til þátttöku í ýmis konar félagsmálum. Á námskeiðunum fá nem-endur að spreyta sig í pontu, fræðslu um hvernig tala eigi fyrir framan hóp og rædd eru ólík tækifæri og nálganir í ræðuflutningi. Námskeiðið mun flakka á milli þéttbýlisstaða á Austurlandi og er sett upp í samvinnu við grunnskólana á hverjum stað fyrir sig.

„Upp til hópa eru þau góð í að tala fyrir framan aðra. Þau hafa fengið ákveðna til-sögn í gegnum Stóru upplestrarkeppnina, sem er mjög jákvætt,“ segir Stefán Bogi Sveinsson sem leiðbeinir á námskeiðinu.

„Ég kenni hvað þarf til að flytja góða ræðu, og hvernig krakkarnir geta með ákveðnum aðferðum komið sér upp tækni til þess.“

Með ræðunámskeiði UÍA er aukin áhersla lögð á þátttöku í félagsstörfum. „Við ræðum um félagslega þátttöku, mikilvægi skoðana og að geta miðlað þeim í gegnum talað orð.“

Haldin voru námskeið í Hallormsstað, Brúarási og Fellabæ nú í haust og haldið verður áfram víðar eftir áramót.

„Það er eitt grunnatriði að góðri ræðu og það er sjálfsöryggi. Það getur verið með-

fætt, en þú getur líka unnið þér það inn. Það er það sem ég er fyrst og fremst að fara yfir. Það geta allir flutt góða ræðu, það er bara misjafnt hvað þeir þurfa að hafa mikið fyrir henni.“

Losað um málbeinið

Góð ræða grundvallast á sjálfsöryggi

Stefán Bogi leiðbeinir um ræðu-mennsku í Hallormsstaðarskóla. Mynd: Elín Rán Björnsdóttir

Úr Spretti - Afrekssjóði UÍA og Alcoa var úthlutað 2,5 milljónum króna á árinu til 42 verkefna. Úthlutað er tvisvar á ári, að vori og hausti. Sjóðnum er ætlað að styrkja íþróttaiðkun barna og unglinga og lögð er áhersla á að hvetja til fjölbreytni í starfi. UÍA sér um skipulag og utanumhald sjóðsins og Alcoa sér um fjármögnun hans. Báðir aðilar skipa sameiginlega úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlutar úr sjóðnum. Auk neðangreindra úthlutana fær íþróttamaður UÍA 100.000 styrk úr sjóðnum. Nánari upplýsingar um sjóðinn eru á www.uia.is.

Afreksstyrkir:Eva Dögg Jóhannsdóttir, glíma, Valur, 100.000,-Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfubolti, Höttur, 100.000,- Kristófer Páll Viðarsson, fótbolti, Leiknir, 100.000,-

Iðkendastyrkir:Alexandra Sigurdórsdóttir, fimleikar, Höttur, 50.000,-Aron Steinn Halldórsson, skíði, Skíðafélagið í Stafdal, 50.000,-Atli Pálmar Snorrason, frjálsíþróttir, Höttur, 50.000,-Einar Bjarni Helgason, golf, Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs, 25.000,-Eiríkur Ingi Elísson, skíði, Skíðafélagið í Stafdal, 50.000,-Eydís Elva Gunnarsdóttir, blak, Þróttur, 50.000,-Hrefna Ösp Heimisdóttir, frjálsíþróttir, Höttur, 50.000,-Kamilla Marín Björgvinsdóttir, sund, Neisti, 50.000,- Kári Tómasson, mótorkross, VÍF, 50.000,-Kristinn Már Hjaltason, fimleikar, Höttur, 50.000,-María Rún Karlsdóttir, blak, Þróttur, 50.000,-Mikael Máni Freysson, frjálsíþróttir/skák, Þristur, 50.000,-Nikólína Dís Kristjánsdóttir, sund, Austri, 25.000,-Ólafía Ósk Svanbergsdóttir, sund/skíði, Þróttur, 25.000,- Ragnar Ingi Axelsson, blak, Þróttur, 50.000,-Rebekka Karlsdóttir, fimleikar, Höttur, 50.000,-Steinunn Bjarkey Gunnlaugsdóttir, fimleikar, Höttur, 50.000,-Þuríður Lilý Sigurðardóttir, hestaíþróttir, Freyfaxi, 35.000,- Þorvaldur Marteinn Jónsson, skíði, Skíðafélag Fjarðabyggðar, 50.000,-

ÞjálfarastyrkirBlakdeild Hattar, 50.000,-Brynjar Skúlason, fótbolti, Huginn, 50.000,-Frjálsíþróttadeild Hattar, 100.000,- Guðni Rúnar Jónsson, golf, GHH, 50.000,-Heiður Vigfúsdóttir, skíði, Skíðafélagið í Stafdal, 25.000,-Helgi Ásgeirsson, fótbolti, Fjarðabyggð, 50.000,- Hildur Jóna Gunnlaugsdóttir, skíði, Skíðafélagið í Stafdal, 25.000,-Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir, blak, Huginn, 50.000,- Lilja Tekla Jóhannsdóttir, skíði, Skíðafélagið í Stafdal, 25.000,-Ólafur Hlynur Guðmarsson, fótbolti, Fjarðabyggð, 50.000,- Stefán Jóhann Jóhannsson, skíði, Þróttur, 50.000,-Unnur Ása Atladóttir, blak, Þróttur, 50.000,- Viðar Örn Hafsteinsson, körfubolti, Höttur, 50.000,-

Félagastyrkir:Blakdeild Hugins, 100.000,- Fimleikadeild Hattar, 85.000,- Fjarðabyggð/Leiknir 100.000,-Hestamannafélagið Blær 30.000,-Íþróttafélagið Þróttur 50.000,- Ungmennafélagið Neisti, 50.000,- Ungmennafélagið Valur, 50.000,-

Sprettur afrekssjóður

2,5 milljónum úthlutað úr SprettiUÍA og Alcoa

SPRETTUR

Styrkþegar við úthlutun í nóvember í Dalahöllinni á jólamarkaði Hestamannafélagsins Blæs.

Page 5: Snæfell 2013

www.alcoa.is

Hressandi leiðangur í Eyjólfsstaðaskóg á Héraði er fullkomin

byrjun á jólahaldi Aðalheiðar og Óskars, starfsmanna Fjarðaáls,

og drengjanna þeirra. Saman njóta þau þess að geta valið sér

jólatré úr skóginum og kunna vel að meta alla þá kosti sem gefast

á hollri og góðri útivist á Austurlandi.

Gleðileg jólAlcoa Fjarðaál óskar öllum Austfirðingum gleði og friðar um

hátíðarnar og þakkar samskiptin á árinu sem er að líða.

Page 6: Snæfell 2013

6 Snæfell

Verið velkomin á Sumarhátíð UÍA 2014 11.-13. júlí á Egilsstöðum

Takið helgina frá.

Alls�keppti�131�keppandi�undir�merkjum�UÍA�á�Unglingalandsmóti�UMFÍ�sem�haldið�var�á�Höfn�í�Hornafirði�og�átti�sambandið�stærsta�hópinn,�fyrir�utan�heimamenn�í�Úlfljóti.�

Keppendum UÍA gekk vel og voru til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. UÍA hlaut Fyrirmyndarbikar mótsins en hann

er viðurkenning til þess sambandsaðila UMFÍ sem sýnt hefur góða umgengni á keppnisstöðum, tjaldsvæði og almennum svæðum yfir mótsdagana og háttvísi og prúðmannlega fram-göngu, meðal annars í skrúðgöngunni við setningu mótsins.

Að venju var góð stemming á tjaldsvæði UÍA og var m.a. efnt til hinnar árlegu spurningakeppni Tjaldsvars þó hún færi reyndar ekki fram í tjaldi þetta árið, en það var hvasst yfir helgina og því ákveðið að tjaldið færi ekki upp. Tjaldsvar var því haldið undir berum himni í þetta skiptið. Sprettur Sporlangi heilsaði einnig upp á tjaldgesti og tók virkan þátt í skrúðgöngu við setningu mótsins ásamt því að veita fyrirmyndarbikarnum viðtöku.

„Við erum þakklát bæði keppendum og fjölskyldum þeirra sem mættu á mótið. Við erum stolt af því að hafa fengið þessa viðurkenningu sem minnir okkur á að þátttaka í íþróttum snýst ekki bara um hver skorar flest mörk eða hleypur hraðast, heldur að vera góð manneskja í sátt og samlyndi við aðra,“ segir Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA.

Keppendum UÍA gekk að vonum vel og náðu margir á verð-launapall í ýmsum og ólíkum greinum. Næsta Unglingalands-mót verður haldið á Sauðárkróki.

Unglingalandsmótið á Höfn í Hornafirði

UÍA hlaut fyrirmyndarbikarinn

Landsmót 50+Breyta þurfti hlaupaleiðinni út af þoku

Landsmót�UMFÍ�50�ára�og�eldri�var�haldið�í�Vík�í�Mýrdal�dagana�7.�-�9.�júní.�Mótið�er�íþrótta-�og�heilsuhátíð�með�fjölbreyttri�dagskrá.�Meðal�þátttakenda�í�ár�var�Jóhann�Tryggvason,�fyrrverandi�formaður�UÍA.

„Mótið var mjög vel skipulagt og öll móttaka og það hvernig mótið gekk fyrir sig var alveg til fyrirmyndar,“ segir Jóhann. Hann keppti í opnum flokki karla í 10 km utanvegarhlaupi um náttúruperlur Mýrdals.

Hlaupið var ræst við Dyrhólaey í Reynisfjöru og hlaupið eftir fjörunni og svo á malbikuðum vegi inn fyrir Reyniskirkju, þaðan sem átti að hlaupa upp í Reynisfjall. Þar átti að hlaupa eftir slóða upp fjallið, eftir vesturbrúninni fram á syðsta hluta þess og svo austurbrúnina inn á malarveg sem liggur niður fjallið, niður hann og enda á iþróttavellinum í Vík. „Hlaupaleiðin gekk ekki alveg eftir því það var svo mikil þoka og rigning að þeir þorðu ekki að láta fólk hlaupa meðfram brúninni. En í staðinn var bætt við aukahring niðri í Reynis-hverfinu áður en farið var upp fjallið og þetta var ofsalega skemmtilegt hlaup þrátt fyrir þokuna,“ sagði Jóhann.

Mótið er ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvamms-

tanga 2011 og annað í Mosfellsbæ 2012. Landsmótið í Vík í Mýrdal er því það þriðja. Keppt var í almenningshlaupi, boccia, bridge, golfi, frjálsíþróttum, hestaíþróttum, hringdönsum, línudansi, pútti, ringó, skák, starfsíþróttum, sundi, þríþraut og hjólreiðum.

Nágrannar okkar á Húsavík, Héraðssamband Þingeyinga, mótshaldarar Landsmóts UMFÍ 50+ 2014 og mun mótið standa yfir dagana 20.- 22. júní.

Lið UÍA gengur inn á völlinn við setningu.

Víðavangshlauparar á Landsmóti eldri ungmennafélaga. Jóhann er lengst til hægri í efri röð. Mynd: UMFÍ/Sigurður Guðmundsson

Page 7: Snæfell 2013

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er.

Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja

réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem

þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

• j

l.is

SÍA

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 8: Snæfell 2013

8 Snæfell

Meira en bara frjálsarí frjálsíþróttaskóla

Farandþjálfunin gefur krökkum færi á að spreyta sig í greinum sem þau hefðu annars ekki prófað.

Nemendur skólans í göngu upp að Hengifossi ásamt Söndru Maríu.

Fjögur�félög�þáðu�farandþjálfun�UÍA�í�sumar�og�voru�æfingarnar�vel�nýttar.�Þjálfað�var�tvisvar�í�viku�hjá�Þrótti�Neskaupsstað�og�Val�á�Reyðarfirði,�og�vikulega�hjá�Súlunni�Stöðvarfirði�og�Einherja�á�Vopnafirði.�

Þjálfuninni er ætlað að auka framboð íþróttagreina á hverjum stað og um 10-20 krakkar mættu á hverja æfingu. Krakkarnir lutu leiðsagnar þjálfara sem lagði áherslu á frjálsar íþróttir. „Það var ótrúlega gaman að vera partur af farand-þjálfun UÍA í sumar og fá að þjálfa krakk-ana í frjálsum. Sum þeirra hafa ef til vill ekki fundið sig í öðrum greinum og því finnst mér frábært að þau fái tækifæri til að spreyta sig í öðrum íþróttum, eins og til dæmis frjálsum, í sinni heimabyggð,“

segir Sandra María Ásgeirsdóttir, fram-kvæmdastýra UÍA, sem stýrði æfingunum. „Það var mikið líf og fjör á æfingum í sumar. Dágóður hópur hafði nýtt sér farandþjálfunina áður, en það komu líka nýir einstaklingar inn. Getusviðið var því breitt og því fylgir alltaf ákveðin áskorun. Lagt var upp með að allir næðu grunn-tækniatriðum og svo var farið dýpra í tækniatriði með þeim reyndari.“

Eins og undanfarin sumur var boðið upp á tvær samæfingar á Vilhjálmsvelli, fyrir Sumarhátíð og Unglingalandsmót. „Samæfingarnar eru opnar öllum og gefa meðal annars krökkunum sem nýta sér farandþjálfunina tækifæri til að æfa við bestu aðstæður og prufa völlinn. Að-stæður til iðkunar eru misjafnar eftir

stöðum, en við létum það ekki aftra okkur og það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að redda sér með ýmsum ráðum. Krakkarnir áttu svo kost á að mæta á samæfingarnar til að fínpússa tæknina og var langstökksgryfjan á Vilhjálmsvelli til dæmis mjög vinsæl meðal þeirra, enda ýmsar útgáfur af gryfjum á stöðunum – þar sem eru gryfjur yfirhöfuð“.

Bílaverkstæði Austurlands studdi þjálfunina eins og undanfarin ár og gerði hana mögulega með því að leggja til bíl í verkið, en í hverri viku voru eknir nokkur hundruð kílómetrar. Þjálfunin hófst fyrstu vikuna í júní og stóð fram að Unglinga-landsmóti, eða um mánuði lengur en undanfarin sumur. Gert var vikuhlé á meðan Frjálsíþróttaskóli UMFÍ stóð yfir.

Farandþjálfun

Mikið líf og fjör á æfingum

Í vikunni er lögð áhersla á frjálsar íþróttir og eins og undanfarin ár voru tvær æfingar á dag. Það var Sandra María Ásgeirsdóttir sem stýrði skólanum og fékk fjölmarga gestaþjálfara sér til aðstoðar. Sem fyrr var lögð áhersla á fjölbreytni innan skólans og fengnar inn spennandi kynningar á ýmsum íþróttagreinum. Það hefur sýnt sig síðustu ár að það hefur verið mjög vinsælt og setur skemmtilegan svip á dagskrá vikunnar.

Michal Janicek leiðbeindi í tennis, Guðmundur Rúnar Einarsson kenndi golf, Haraldur Gústafsson bogf imi,

Alda Jónsdóttir skylmingar, Hjálmar Elíesersson taekwondo og Þorsteinn Sigur laugsson kajakróður. Gesta - þjálfarar í frjálsum voru fengnir til að aðstoða krakkana á æfingum og má þar nefna Önnu Katrínu Svavarsdóttur, Elínu Rán Björnsdóttur, Evu Ýr Óttars-dóttur, Lovísu Hreinsdóttur, Bjarma Hreinsson, Örnu Óttarsdóttur og Daða Fannar Sverrisson. Í miðri viku var farið í gönguferð upp að Hengifossi í blíðskapar-veðri og glampandi sólskini og farið var í hina árlegu Innsvarskeppni sem stýrt var

af Gunnari Gunnarssyni. Á kvöldin var farið í sund, gripið í spil og horft á bíómyndir.

Á lokadegi skólans hefur venjan verið sú að halda uppskerumót og var engin undan-tekning gerð á því í ár. Á mótið mættu fjölskyldur til að hvetja krakkana áfram og hjálpuðu einnig til við framkvæmd mótsins. Eftir mótið var komið að kveðjustund og skólanum var slitið með pizzuveislu og útskrift þar sem þátttakendur fengu viðurkenningarskjal. Matráður vikunnar, Sigurbjörg Ármannsdóttir, uppskar einnig lófatak nemenda fyrir frammistöðu sína.

Fimmtán�krakkar�víðsvegar�af�Austurlandi�tóku�þátt� í� frjálsíþróttaskóla�UMFÍ�sem�UÍA�hélt�á�Egilsstöðum�vikuna�10.�–�14.�júní.�Vikan�var�stútfull�af� fjölbreyttri�og�skemmtilegri�dagskrá.

Page 9: Snæfell 2013

9 Snæfell

Óskum Austfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Launafl ehf vill óska öllum starfsmönnum og viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla, árs og friðar, með þökk fyrir góð samskipti og samstarf á árinu

sem er að líða.

Page 10: Snæfell 2013

10 Snæfell

BólholtsbikarinnUngmennafélagið Ásinn stóð uppi sem sigurvegari

Ungmennafélagið Máni hampaði Launaflsbikarnum

Það�var� lið�Ássins�sem�hampaði�titlinum�eftir�spennandi�úrslitahátíð�Bólholtsbikarsins�sem�fór� fram�17.�mars� í� íþróttahúsinu�á�Egilsstöðum.�Í�úrslitakeppnina�komust�fjögur�stigahæstu� liðin�og�því�var�spilað�af�kappi�allan�veturinn�til�þess�að�eiga�möguleika�á�að�spila�í�úrslitakeppni�bikarsins.��

Það voru lið Austra, Ássins, ME, tvö lið frá Sérdeildinni og 10. flokkur Hattar sem skráð voru til leiks að þessu sinni. Eftir tíu umferðir sem spilaðar voru yfir veturinn mættust lið Sérdeildanna, Ássins og Austra í úrslitakeppninni sem spiluð var á einum degi.

Það var Sérdeildin 1 sem atti kappi við Ásinn í úrslitaleiknum og ríkti mikil spenna á meðal keppenda og áhorfenda, enda bæði lið sterk. Ásinn tók forystuna strax í fyrsta fjórðungi og hélt henni til loka. Í seinni hálf-leik dró aðeins saman með liðunum en það var Ásinn sem fagnaði sigri, 58-46, og því nýtt nafn skráð á bikarinn í ár.

Stigakóngur keppninnar varð Fannar Magnússon, Sérdeildinni 2, með 143 stig í sjö leikjum.

Bólholtsbikarinn er nú hafinn í fjórða sinn og eru fimm lið skráð til leiks að þessu sinni: Austri, 10. flokkur Hattar, ME og lið Sér-deildarinnar 1 og 2. Hægt er að fylgjast með keppninni á Facebook-síðu hennar.

Sæti Lið L U T Stig

1. Ásinn 10 8 2 16

2. Sérdeildin 2 10 8 2 16

3. Sérdeildin 1 10 6 4 12

4. Austri 10 5 5 10

5. 10. flokkur 10 3 7 6

6. ME 10 0 10 0

UMF�Máni�úr�Nesjum�í�Hornafirði�fór�með�sigur�af�hólmi�í�bikarkeppni�UÍA�og�Launafls�í�knattspyrnu� í�ár.�Liðið�vann�Spyrni�5-4� í�framlengdum�úrslitaleik�á�Djúpavogi.�

Keppnin hefur verið hörð undanfarin ár, en þetta er í þriðja skipti á fjórum árum sem ekki tekst að ljúka úrslitaleiknum í venju-

legum leiktíma. Reyndar var ekki haldinn úr-slitaleikur í fyrra og því eru það þrír síðustu úrslitaleikirnir sem lent hafa í framlengingu.

Keppnin er aðeins auglýst fyrir lið á sam-bandssvæði UÍA en Hornfirðingar hafa fengið undanþágu til að taka þátt. Reglurnar eru ákveðnar í samráði við forráðamenn félaganna sem skrá lið til leiks en Horn-

firðingar hafa meðal annars þurft að spila leiki sína á Djúpavogi til að ná inn á sambandssvæðið. Svo var þó ekki í ár heldur spiluðu þeir heima í Nesjum.

Sjö lið hófu leik í Launaflsbikarnum í ár og léku einfalda umferð í deild. Máni fékk þar flest stig en Spyrnir var í þriðja sæti. Spyrnir tryggði sér hins vegar sæti í úrslitum með því að vinna UMFB í undanúrslitum á Borgarfirði á meðan Máni sló út ríkjandi meistara frá Norðfirði sem enduðu í fjórða sæti.

Arnar Jóel Rúnarsson úr Spyrni var valinn besti leikmaður keppninnar í kjöri fyrirliða þátttökufélaganna. Ingi Steinn Þorsteinsson úr Mána fékk viðurkenningu sem marka-hæsti leikmaðurinn, en hann skoraði fjórtán mörk í sumar.

Sæti Lið L U J T Mörk Stig

1 UMF Máni 6 5 1 0 22-10 16

2 UMFB 6 4 1 1 20-12 13

3 Spyrnir 6 4 0 2 21-12 12

4 BN ‘96 6 2 1 3 16-19 7

5 Valur Reyðarf. 6 2 0 4 17-27 6

6 Hrafnk. Freysg. 6 1 1 4 18-17 4

7 Þristur 6 1 0 5 11-28 -3

Bólholtsbikarmeistarar Ássins

Leikmenn Mána fagna sigri í Launaflsbikarnum.

BÓLHOLTS BIKARINN

LAUNAFLSBIKARINN2013

Page 11: Snæfell 2013

11 Snæfell

grömmaf f itu260 kcal*2,5

Teriyaki kjúklingur

Hugmyndaðhollustu

*Miðað við staðlaða 6“ báta í heilhveitibrauði, með fersku grænmeti án sósu og osts.© 2013 Doctor’s Associates Inc.SUBWAY® er skráð vörumerki af Doctor’s Associates Inc.

Alhliða bókhalds- uppgjörs- og skattaþjónusta

Skrifstofuþjónusta AusturlandsBorgar�rði eystra s. 472 9872 [email protected]

Egilsstöðum s. 471 1171 [email protected] Seyðis�rði 472 1212 [email protected]

Fjarðabyggð 474 1123 [email protected] www.skrifa.is

Sendum viðskiptavinum og öllum Austfirðingum bestu jóla- og nýárskveðjur

með þökkum fyrir viðskiptin síðastliðin 24 ár.

Hér

aðsp

rent

Sími 471 2013 · www.rafey.is

Page 12: Snæfell 2013

12 Snæfell

Íþróttafélagið Huginn á Seyðisfirði er 100 ára í ár og af því tilefni hafa verið mikil há-tíðahöld hjá okkur Seyðfirðingum. Í hverjum mánuði á afmælisárinu hafa verið einn eða fleiri íþróttatengdir viðburðir og má þar nefna íþróttadag, handboltadag, 100 km sundátak, Fjarðarheiðargöngu, badminton-mót, blakmót, Lionshlaup og fleira. Í Hreyfi-vikunni (Move Week) í október byrjaði átak hjá hópnum „Út að hlaupa á Seyðis“ þar sem fólk var hvatt til að ganga eða hlaupa 100 km fram að jólum og/eða hjóla 200 km á sama tíma. Þetta gekk mjög vel og margir tóku þátt. Stóru bridgemóti er nýlokið og í byrjun janúar ætlum við að loka afmælisárinu með skemmtilegri hátíð fyrir alla fjölskylduna.

Aðalhátíðin hjá okkur var helgina 28. -30. júní og lukkaðist hún einstaklega vel. Margt skemmtilegt var í boði eins og Íþróttaálfurinn og Solla stirða, dansleikir fyrir alla aldurs-

hópa, setning og ræðuhöld, söngur, sjósund, „Borum, Borum“ gjörningurinn, minjasýning og val á íþróttamanni Seyðisfjarðar árið 2012. Þess má geta að meistaraflokkur Hugins í knattspyrnu átti heimaleik þessa helgi og var metaðsókn á völlinn þar sem Huginn vann auðvitað sigur. Helgin endaði svo á galakvöldverði, tónleikum og dansleik með frábærum skemmtikröftum. Margir brottfluttir komu til að fagna með afmælis-barninu og þetta var, eins og áður sagði, stórkostleg helgi. Hún hefði ekki verið möguleg nema með hjálp margra frábærra einstaklinga sem gerðu þetta að einstöku afmælisári.

Gaman er líka að segja frá því að búið er að koma öllum verðlaunabikurum félagsins í nýja skápa í íþróttahúsinu þar sem almenningur getur skoðað safnið.

Íþróttastarf Það er ekki auðvelt að halda úti íþróttastarfi í dag á Seyðisfirði því börnum hefur fækkað mikið hjá okkur síðustu árin. Þess vegna er gaman að segja frá því að það er fjölbreytt úrval hjá okkur: sund fyrir yngri börnin, hand-bolti fyrir alla aldursflokka, blak fyrir 7. bekk og yngri, badminton fyrir eldri börnin og íþróttaskóli fyrir yngstu börnin. Ekki má heldur gleyma skíðaíþróttinni, þó hún sé reyndar ekki á okkar könnu. Meistaraflokkur Hugins í knattspyrnu er líka starfandi og stóðu þeir sig svo vel í sumar að þeir eru komnir upp í 2 deild.

Jólakveðja�frá�aðalstjórn�Hugins,Jóhanna�Pálsdóttir,�Svava�Lárusdóttir�og�

Eva�Björk�Jónudóttir

Átta iðkendur í afrekshópi í fimleikumÍ vetur hefur verið haldið áfram með afrekshóp í fimleikum sem komið var á laggirnar í nóvember 2012. Verkefnið gafst vel fyrsta veturinn og þátttakendur voru mjög ánægðir. Í haust skrifuðu undir samninginn 8 iðkendur á aldrinum 15-17 ára. Krakkarnir í þessum hóp hafa æft fimleika frá 6 ára aldri og hafa náð langt í greininni. Að afrekshópnum standa Fimleikadeild Hattar, UÍA og Menntaskólinn á Egilsstöðum.

Markmiðið með afrekshópnum er að halda ungmennunum okkar lengur heima í héraði. Aðstaða til fimleikaiðkunar fyrir þá sem hafa náð langt í íþróttinni er ekki til staðar og því fer hópurinn til fim-leikadeildar Stjörnunnar í Garða-bæ, tvisvar sinnum á haustönn og þrisvar á vorönn 2014. Þar æfa

krakkarnir við góðar aðstæður í 4 daga. Þessir dagar eru nýttir í að stökkva stökk sem þarfnast betri útbúnaðar og öryggis en er í boði hér eystra. Krakkarnir hafa nýtt ferðirnar mjög vel og tekið miklum framförum í hvert skipti.

Það er von okkar með þessum afrekshópi að við getum komið til móts við iðkendur sem þurfa betri aðstöðu til æfinga og stutt við þá sem stunda fimleika af mikilli sam-viskusemi. Við viljum halda þátt-takendum lengur í heimabyggð og um leið styðja við þær mennta-stofnanir og íþróttastarf sem eru hér á svæðinu með aukinni fræðslu og verkefnum sem henta hverjum og einum.

Auður�Vala�Gunnarsdóttir

Auður Vala Gunnarsdóttir, y f irþjálfari fimleikadeildar Hattar, leiðbeinir iðkendum.

Blöðrum í Huginslitunum sleppt á afmælishátíðinni í sumar.

Huginn 100 áraAfmælisviðburðir í hverjum mánuði

Page 13: Snæfell 2013

13 Snæfell

Gjöf sem er alltafefst á óskalistanum

Gjafakort Íslandsbanka

Glæsileg jólagjöf handa ættingjum og vinum. Veldu gjöf sem hittir í mark!

Þú færð gjafakortið í útibúum okkar á Reyðarfirði og Egilsstöðum

Við bjóðumgóða þjónustu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Viðskiptavinir Íslandsbanka fá gjafakortin sér að kostnaðarlausu.

Page 14: Snæfell 2013

Sprettur Sporlangi stóð sig stórkostlega við að afhenda tíu ára og yngri þátttökuverðlaun.

Jóney Jónsdóttir í leiknum um bronsið.

Guðmundur Hallgrímsson og Kristján Jónsson kampakátir með sigurlaun úr keppni í boccia.

Sumarhátíð�UÍA�og�Síldarvinnslunnar�var�með�hefðbundnu�sniði�í�ár.�Keppt�var�í�sundi,�frjáls-íþróttum,�boccia�og�strandblaki�líkt�og�síðustu�ár,�en�auk�þess�bættist�borðtennis�í�hópinn.

Keppni í borðtennis var endurvakin á Sumarhátíðinni, en keppt var í greininni á níunda áratugnum. Keppt var í tveimur riðlum og má segja að húsmæður hafi verið í öðrum þeirra og unglingspiltar í hinum. Tveir efstu keppendurnir úr hvorum riðli komust í undanúrslit. Að lokum var það Kristófer Gauti Þórhallsson úr Hetti sem vann Þóreyju Eiríksdóttur úr Ásnum í úrslitum. Í leik um þriðja sætið hafði Jóney Jónsdóttir betur gegn Mikael Mána Freyssyni.

Sundkeppnin hefur sjaldan verið fjöl-mennari, en keppendur í Eskjumótinu voru um 100 talsins að þessu sinni. Austra tókst að rjúfa sigurgöngu Neista í stigakeppninni og fengu Eskfirðingar 526 stig gegn 434 stigum Djúpavogsbúa.

Þá voru veittir bikarar fyrir afrek ein-staklinga. Í flokki 11-12 ára voru það Sesselja Bára Jónsdóttir úr Austra og Hubert Henryk Wojtas úr Hetti sem fengu viðurkenningar, í flokki 13-14 ára Heiðdís Ninna Skúladóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Bergvin Stefánsson úr Leikni og í flokki 15-16 ára Nikólína Dís Kristjánsdóttir úr Austra og Bjarni Tristan Vilbergsson úr Neista.

Um 200 keppendur tóku þátt í Nettó-mótinu í frjálsum þar sem Höttur vann stigakeppnina með töluverðum yfir-burðum. Halla Helgadóttir úr Hetti og Bjarni Tristan Vilbergsson úr Neista fengu verðlaun fyrir mestu afrek einstaklinga í keppninni. Halla fékk viðurkenninguna fyrir að stökkva 9,24 metra í þrístökki en Bjarni Tristan kastaði spjóti 46,40 metra.

Lið Skrúðs, undir stjórn Guðmundar Hallgrímssonar, vann Bocciakeppnina en þar tóku einnig þátt framsóknarmenn af Fljótsdalshéraði og liðsmenn Viljans frá Seyðisfirði.

Laxableiku bomburnar hrósuðu sigri í strandblaki. Liðið mynduðu þær Nanna Elvarsdóttir og Eyrún Einarsdóttir. Fjögur lið voru skráð til keppni, öll skipuð ung-lingum fæddum árið 2000 sem búsettir eru í Neskaupstað. Laxableiku bomburnar unnu alla sína leiki og hlutu sex stig.

Ákveðið var að vera ekki með neina sérstaka hátíðardagskrá að þessu sinni, en að vanda heimsótti Sprettur sporlangi hátíðarsvæðið. Ekki var heldur auglýst keppni í knattspyrnu en þátttaka í henni hefur verið dræm undanfarin ár, enda fjöldi knattspyrnumóta fyrir flesta aldurs-flokka í boði víða um landið allt sumarið. Tækifærið var hins vegar notað til að úthluta styrkjum úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Fjarðaáls, og félagar úr SKAUST sýndu bogfimi.

Tve i r s ys t rahópar h lupu í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Erla, Áslaug Munda, Eyrún og Björg Gunnlaugs - dætur urðu í öðru sæti. Halla Helgadóttir og Heiðdís Sigurjónsdóttir komu á pall úr sigur- sveitinni. Á myndina vantar Sigurlaugu Helgadóttur og mágkonu þeirra Fanneyju Kristinsdóttur.

Frá keppni í 800 metra hlaupi pilta.

Beðið eftir flauti ræsis í sundi.

Strandblakið var síðast á dagskrá.

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

Húsmæður slógu unglingspilta út af laginu í borðtennis

14 Snæfell

Page 15: Snæfell 2013

15 Snæfell

Bílaverkstæði AusturlandsMiðási 2 - 700 Egilsstöðum - S. 470-5070

Starfsfólk Bílaverkstæðis Austurlands óskar

viðskiptavinum og Austfirðingum öllumgleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum viðskiptin á liðnum árum.

Lokað á þorláksmessu og milli hátíðanna.Opnunartími 08-17 alla virka daga.

Héraðsprent

Neskaups tað S ím i 477 1133

Sendum landsmönnum öllum

okkar bestu jóla- og nýárskveðjur

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

Logo tillaga fyrirSÚN, Samvinnufélag útgerðarmanna NeskaupstaðHönnun: Hanna Gyða Þráinsdóttir

Svart/hvítt

Miðvangi 1 ~ 700 Egilsstaðir ~ 471 1449 [email protected] ~ www.heradsprent.is

HÉRAÐSPRENT

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

Pantone 7477 C

Kæru Austfirðingar.Okkar allra bestu óskir um gleðilega jólahátíð

og farsæld á komandi ári.Þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

VERKTAKAR ehf.Miðási 8-10 / 700 EgilsstaðirSími 471 1170 / 892 5770 / Fax 471 1553 Netfang: [email protected]

Page 16: Snæfell 2013

16 Snæfell

Hreyfivikan� á� Fljótsdalshéraði� hlaut�viðurkenningu�sem�eitt�af� fyrirmyndar-verkefnum�evrópsku�Move�Week�vikunnar.�Á�Fljótsdalshéraði�gekk�sérstaklega�vel�að�virkja�ólíka�aðila�til�þátttöku�í�verkefninu.

Vikan var nú haldin í annað sinn, en fyrir henni standa ISCA-samtökin með stuðningi Evrópusambandsins. Hreyfingarleysi er orðið eitt helsta heilbrigðisvandamál álf-unnar. Markmiðið er að fá 100 milljónum fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega árið 2020 en gera það í dag.

Ungmennafélag Íslands er aðili að ISCA og tengiliður vikunnar hérlendis. Höttur og Fljótsdalshérað tóku þátt þegar vikan var haldin í fyrsta sinn í fyrra, en það samstarf vakti athygli forsvarsmanna ISCA. Meðal annars fyrir hvatningu UMFÍ var kraftur settur í vikuna í ár.

Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar, segir vikuna hafa lukkast vel og alls hafi um 1700 manns tekið þátt í þeim viðburðum sem í boði voru. „Við erum afar ánægð með hvernig til tókst og stefnum á að halda þessu áfram,“ segir Davíð.

UÍA veitti ráðgjöf og sá um ytri sam-skipti. Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, fór síðan út á lokaráðstefnuna í

Barselónu og tók v ið v iður -kenningunni. „Við eigum eftir að heyra meira af umræðunni um nauðsyn á hreyfingu til að stemma stigu við heil-brigðisvandamálum,“ segir Gunnar.

„Við þurfum ekki að hugsa hreyfingu sem stórt átak, til dæmis að fara í ræktina og lyfta lóðum í klukkutíma í dag. Við þurfum hins vegar að standa upp úr stólunum og ganga t.d. í vinnuna frekar

en keyra. Stórfyrirtæki eins og Coca-Cola eru að efla stuðning sinn við almennings-íþróttaverkefni og margar ríkisstjórnir eru hugsi yfir þróuninni. Meðal fyrir- lesara á ráðstefnunni var til dæmis ráð-gjafi Obama Bandaríkjaforseta.

Við sem sátum ráðstefnuna vorum líka minnt á nauðsyn þess að hreyfa okkur. Allir ráðstefnugestir voru drifnir upp í stuttan dans á klukkutíma fresti og sumir fyrirlesaranna voru látnir hjóla á þrek-hjólum meðan þeir voru á sviðinu.“

Hreyfivika hlaut alþjóðleg verðlaun

Með verðlaunin í Barselónu. Gunnar ásamt Sabínu Steinunni Halldórsdóttur og Sæmundi Runólfssyni frá UMFÍ.

Hvers vegna æfir þú íþróttir?Þetta hefur verið áhugamál mitt síðan ég var lítill og mig langar að ná langt.

Hversu oft æfir þú?Ég er á körfuboltaæfingum sex sinnum í viku og reyni að fara fjórum sinnum í viku í ræktina.

Hverjir eru helstu styrkleikar þínir sem íþróttamanns?Ég er stór en snöggur þrátt fyrir það. Ég þarf að þyngja mig aðeins og geri mitt besta til þess.

Hvaða þætti þarftu helst að bæta?Ég þarf að bæta mig andlega. Ég missi stundum hausinn, eins og flestir íþrótta-menn. Síðan má alltaf bæta knatt- og skottækni.

Hvað skiptir máli til að ná árangri í íþróttum?Æfingin skapar meistarann.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum?Allar ferðirnar með landsliðinu hafa verið mjög eftirminnilegar.

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir framtíðina?Atvinnumennskan er mér ofarlega í huga.

Hverjar eru helstu fyrirmyndir þínar í íþróttum?Lebron James og Kevin Durant.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkur úr Spretti fyrir þig?Það er gott að fá hjálp við að fjármagna íþróttaiðkunina og þetta er góð hvatning.

AfreksmaðurEysteinn Bjarni Ævarsson

UÍA og Alcoa

SPRETTUR

Eysteinn�Bjarni�Ævarsson�er�átján�ára�körfuknattleiksmaður�úr�Hetti.�Hann�hefur�verið�lykilmaður�í�meistaraflokki�Hattar�síðustu�tvö�ár�og�var�í�vor�í�U-18�ára�lands-liðinu�sem�vann�til�silfurverðlauna�á�Norðurlandamótinu�í�Svíþjóð.�Eysteinn�Bjarni�er�einn�þeirra�þriggja�sem�fengu�afreksstyrk�úr�styrktarsjóði�Fjarðaáls�og�UÍA�á�árinu.

Page 17: Snæfell 2013

17 Snæfell

Önnumst

CABAS

tjónaskoðanir

fyrirtryggingafélög.

VÖNDUÐ

Réttingar og sprautunFramrúðuskipti

Bílaleiga

Opið virka daga kl. 8 - 18

VINNUBRÖGÐ

VOTTAÐ RÉTTINGAVERKSTÆÐI

Rúðuviðgerðir

Miðvangi 1, 700 EgilsstaðirSími 471 1449 | www.heradsprent.is

HÉRAÐSPRENT

Verslum í

heimabyggð

gott fólk!

Bæklingar

Stafrænprentun

Eyðublöð

Plaköt

PappírHönnun

Prentun

Hér

aðsp

rent

Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári.Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

JÓLAGJÖF SEM ALLIR GETA NOTAÐ

Gjafakortið fæst í öllumútibúum Arion banka.

Page 18: Snæfell 2013

18 Snæfell

Blakkonan Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir (Bobba) var útnefnd íþróttamaður UÍA árið 2012 á þingi sambandsins í vor. Þorbjörg hefur árum saman verið máttarstólpi í liði Þróttar og virðist ætla að verða það áfram. Hún varð Íslands- og deildarmeistari með Þrótti í vor og fór með íslenska landsliðinu á Smá-þjóðaleikana í Lúxemborg. Hún segir að þar með hafi landsliðsferlinum lokið.

„Ég ætla ekki að gefa kost á mér í lands-liðið oftar þótt ég haldi kannski áfram hér heima. Þetta var tíu daga ferð og það er erfitt að vera svona lengi í burtu. Það var líka dálítið súrrealískt að horfa yfir nafna-listana hjá liðunum og sjá að ég var alltaf langelst. Þá kom hugsunin: „Jæja, best að fara að hætta á a.m.k. þessum vettvangi“.“

Bobba verður fertug í mars. Hún á að baki fimm Íslandsmeistaratitla í blaki, fjóra með Þrótti og einn með Íþróttafélagi Stúd-

enta. „Ég varð meistari 1997 með ÍS og 2001, 2008, 2011 og 2013 með Þrótti. Börnin eru fædd 1998, 2002 og 2009, sannkölluð Íslandsmeistarabörn.“

Hún segir að það hafi ekki verið neitt mál að byrja aftur að æfa eftir að hafa eignast barn, en hún hafi samt gefið sér góðan tíma til að ná aftur fyrra formi. „Það tekur á og krefst mikils skipulags – og vilja til að halda áfram. Það hefði náttúrulega verið auðvelt eftir eitthvað af þessum börnum að byrja ekki aftur.“

Eitt barnanna, María Rún er komið upp í meistaraflokk og fagnaði Íslandsmeistara-titlinum með móður sinni í vor. „Þetta er annar veturinn sem við erum að æfa saman og það er rosalega gaman. Það eru líka forréttindi að fá að æfa með barninu sínu og fylgjast með henni vaxa sem leikmanni, sem maður sér svo vel þegar maður er alltaf á æfingum með henni. Ég veit hins vegar ekkert hvort henni finnst það alltaf jafn gaman og mér. Ég held það sé allt í lagi þegar hún tapar fyrir mömmu sinni í blaki en ætli mér þætti ekki erfitt að tapa fyrir henni.“

Aðeins vantar yngsta barnið í blakhópinn. „Miðjubarnið, Hlynur, æfir blak en sú yngsta, Fanney, er ekki enn byrjuð. Hún kann samt orðin, „bagger“ og „fingurslag“.“ Að auki er eiginmaðurinn, Karl Rúnar Róbertsson, í blakinu með karlaliði Þróttar.

Íþróttaáhuginn þýðir að erfitt getur verið að stoppa fjölskylduna alla af á sama tíma. „Það er kannski eitt kvöld í viku þar sem allir eru heima í mat á eðlilegum matartíma,“ segir Bobba en hún æfir fjórum sinnum í viku. „Eins og staðan er núna þá er það á mánudögum, en þá komum við mæðgur heim af æfingu klukkan sjö og svo fer maðurinn minn á æfingu klukkan hálf níu. Þetta er púsl, sérstaklega ef við erum að fara í keppnisferðir öll þrjú í einu. Við búum svo vel að eiga góða að sem eru þá tilbúnir til að taka hin börnin. Árangurinn er að stórum hluta fjölskyldunni að þakka. Maður nær ekki þessum árangri nema hafa góða á bakvið sig og ég á náttúrulega mjög yndislegan eiginmann.“

Þorbjörg er alin upp í Neskaupstað og hefur búið þar nánast alla ævi. Íþrótta- ferillinn hófst á skíðaferðum með fjöl-

Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, íþróttamaður UÍA 2012

„Fer örugglega með blakboltann með mér í gröfina“

„Það er kannski eitt kvöld í viku þar sem allir eru heima í mat á eðlilegum

matartíma.“

Page 19: Snæfell 2013

19 Snæfell

skyldunni en hún byrjaði að æfa sund og skíði átta ára gömul. Blakið bættist við um ellefu ára aldurinn og fótboltinn á sama tíma. „Blakið var alltaf á veturna og sundið á sumrin, skíðin á veturna og fótboltinn á sumrin. Ég held að ég hafi aldrei náð að vera í fjórum íþróttum í einu, en það kom fyrir að ég náði þremur.“

Hún segir góðan vinahóp í kringum blakið hafa orðið til þess að það varð hennar grein auk þess sem það var laust við snertingar, ólíkt fótboltanum.

Forréttindi að fá að spila svona lengiSíðustu ár hefur Bobba sérhæft sig sem frelsingi (e. libero) og spilar fyrst og fremst vörn. Stöðunni var bætt inn í blakið um síðustu aldamót og Bogga hefur gert hana að sinni, bæði hjá Þrótti og í landsliðinu. „Ég er í rauninni bara í afturlínu, ekkert að hoppa eða gefa uppgjafir. Þetta er bara vörn.“

Þótt landsliðsferlinum virðist lokið stefnir Bobba ótrauð áfram á að spila með Þrótti. „Á meðan maður hefur gaman af og líkaminn segir ekki stopp langar mig að spila. Kannski fer að líða að því að maður fari að draga sig eitthvað til hlés, en ég veit ekki hvernig það verður að vera ekki í íþróttahúsinu.

Það var bandarískur leikmaður hjá okkur í fyrra og hún sagði það einmitt við mig að það væru algjör forréttindi fyrir mig að geta enn spilað á þessum aldri. Úti í Banda-ríkjunum er til dæmis bara háskóladeildin og þegar þú ert búinn með háskóla er í raun ekkert meira alvöru keppnisblak. Ef þú ætlar að ná lengra þarftu þá að komast til Evrópu eða Suður Ameríku eða eitthvert burt til að spila. Ég hafði ekkert hugsað út í hvað þetta eru í rauninni mikil forréttindi.“

Bobbu verður tíðrætt um áhuga, gleði og vilja á meðan við tölum saman. Að hennar mati eru þessir þættir forsendurnar fyrir að ná langt í íþróttum. „Maður sér að þeim áhugasömu gengur vel. Þeir vilja leggja sig fram og vilja leggja allt í þetta.“

Hún hefur alltaf litið á íþróttirnar sem hluta af sínum lífsstíl. „Ég þarf alltaf að vera í einhverri íþrótt.“

Eftir tæplega þrjátíu ára feril eru það Íslandsmeistaratitlarnir sem standa upp úr. „Ég held ég geti ekki valið einhvern einn fram yfir annan. Þetta voru allt mjög sætir titlar, en það var náttúrulega mjög skemmtilegt að verða Íslandsmeistari á heimavelli í vor. Ég held að það sjáist alveg á myndum sem voru teknar. Myndin af mér hoppandi næstum því hæð mína í loft upp eftir síðasta stigið segir ótrúlega margt.

Árið 2007 var mjög gott með landsliðinu og á Smá-þjóðaleikunum árið 2001 var ég valin besti móttakarinn á móti. Það var líka mjög gaman.“

Héldu þorrablót í liðs-rútunniNeskaupstaður er blakbær Íslands. Aftur og aftur koma landsfjölmiðlarnir í heimsókn og spyrja af hverju blakið sé svona vinsælt þar. Oftar en ekki hefur Bobba orðið fyrir svörum því auk þess að spila með liðinu er hún formaður blakdeildar Þróttar.

Þegar við spyrjum þessarar sígildu spurningar bendir hún á lykilmenn sem hafi haldið starfinu gangandi, góða þjálfara og að tekist hafi að mynda góða stemmingu og hefð í kringum blakið. Síðan hafi myndast sigurhefð. Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn vannst ekki fyrr en 1996, en þá var liðið búið að safna að sér titlum í yngri flokkunum. „Það er einhvern veginn þannig á svona litlum stað að þegar þú nærð fjöldanum í íþróttina þá virðist það haldast áfram.“

Hún segir að íþróttin þyrfti að ná meiri útbreiðslu á Austurlandi þannig að Norð-firðingar gætu spilað við nágranna sína. „Kannski vantar okkur farandþjálfara í

blaki, eins og UÍA hefur verið að gera í frjálsum og gengið mjög vel. En það þarf alltaf að gefa þessu tíma, þú ert ekkert að ná fjöldanum inn bara einn tveir og tíu.“

Á meðan ekki eru blaklið í næstu bæjum þurfa Þróttarar að

leggja á sig löng ferðalög til að keppa. „Þegar ég var um tvítugt fórum við allar okkar ferðir með rútu. Þær voru mjög misjafnar. Stundum var brjálað veður og svo er náttúrulega eftirminnilegt að fara niður Almannaskarð í hálku.

Þegar maður er á svona flandri út og suður missir maður alltaf af einhverju. Einhvern tímann vorum við á leið suður að keppa og misstum fyrir vikið af þorra-blóti í skólanum. Við ákváðum í staðinn að hafa blót á leiðinni. Við vorum með trog og settum nestið okkar, m.a. þorramat í það. Það myndaðist mjög skemmtileg stemming í rútunni og var mikið sungið.

Í rauninni voru ferðirnar þegar maður var yngri allt öðruvísi, þegar þurfti að keyra allt. Núna flýgur maður bara og myndi endilega ekkert leggja í að keyra suður. Það

eru alveg tíu tímar með rútu, svo þetta er bara lúxus núna.“

Sextug á öldungamóti með blásið hárÞorbjörg segir það hafa verið viðurkenningu á vinnusemi að vera útnefnd íþróttamaður UÍA. „Það er alltaf frábært að fá viður- kenningar og að verða íþróttamaður UÍA þegar maður er kominn á fertugsaldurinn sýnir að það er allt hægt.“

Yngri iðkendum ráðleggur hún að gera sitt besta og óttast ekki að gera mistök. „Við lærum ekkert nema að gera mistök.“ Að auki verði menn að setja sér markmið um hversu langt þeir vilji ná og hvernig eigi að ná því marki. Síðast en ekki síst verða menn líka að hafa gaman af þessu.

Þannig er það að minnsta kosti hjá Bobbu. „Ég ætla að halda áfram í blaki eins lengi og ég get og hef áhuga á, hvort sem það er að spila í fyrstu deildinni eða með konuhópnum í neðri deildum. Ég fer örugglega með blakboltann með mér í gröfina,“ segir hún.

Þegar (og ef) hún hættir að spila með meistaraflokki bíður hennar öflugt öldunga-blak. Öldungamót í blaki er haldið árlega og er einn af stærri íþróttaviðburðum hvers árs hérlendis. „Það er alveg stórkostlegt að horfa á konur um sextugt mæta þarna fínar og flottar og spila sitt blak. Ég ætla að mæta með blásið hárið á öldungamót í blaki þegar ég verð sextug. Ég sé sjálfa mig alveg í anda með mínum vinkonum að spila á öldungamóti og hafa gaman af. Eins lengi og ég hef gaman af þessu ætla ég að halda áfram að spila. En svo kemur að því að maður fer að minnka við sig. Maður þarf náttúrulega að hleypa hinum að.“

„Ég ætla að mæta með blásið hárið á öldungamót í blaki þegar ég verð sextug.“

Íslandsmeistaratitlinum 2001 fagnað ásamt Maríu Rún og Eydísi Elvu Gunnarsdóttur. Þær þrjár voru síðan saman í leikmannahópnum sem varð Íslandsmeistari í vor.

Page 20: Snæfell 2013

20 Snæfell

Sigurður Haraldsson, Leikni Fáskrúðsfirði

„Það hefur aldrei komið til greina að skipta um félag - það væru landráð“

Page 21: Snæfell 2013

21 Snæfell

Sigurður Haraldsson er margfaldur Íslands-, Norðurlanda-, Evrópu- og heimsmeistari í frjálsíþróttum. Enn merkilegra er að keppnisferill hans á alþjóðavettvangi hófst ekki fyrr en eftir sjötugt, að liðnu fjörutíu ára hléi frá íþróttaiðkun. Þrátt fyrir að hafa ekki búið á Austurlandi í rúma hálfa öld kannast Sigurður ekki við neitt annað en vera Leiknis-maður. Snæfell ræddi við hann um uppeldið á Fáskrúðs-firði, verðlaunasöfnun á stórmótum og harða samkeppni á öldungamótum.

„Ræturnar eru þar sem barn breytist í ungling og unglingur í fullorðinn mann,“ segir Sigurður. Hann er fæddur í Reykjavík 17. janúar árið 1929 og ólst upp í Þing-holtunum. Ragna systir hans var tveimur árum eldri en móðir þeirra, Súsanna María Árnadóttir, lést þegar Sigurður var aðeins fimm ára gamall. Fjórum árum síðar flutti fjölskyldan til Kaupmannahafnar til að faðirinn, Haraldur Sigurðsson, gæti lokið læknisprófi.

Dvölin í Danmörku varð ekki löng. Stríðið skall á og í byrjun október 1940 fór um 260 manna hópur Íslendinga frá Petsamó, sem þá var í Finnlandi, með Esjunni heim til Íslands. Samkomulag náðist á milli stríðs-aðila um að hleypa Íslendingunum heim til sín. Um borð var fjölskyldan sem í hafði bæst Lita Caroline Bohn-Ipsen sem einnig var lærður læknir.

„Þetta var erfið ferð en minnisstæð. Hún bar svo snöggt að. Við þurftum að fara fyrst frá Danmörku til Svíþjóðar og þegar við komum til Stokkhólms komu upp miklar efasemdir um að Esjan kæmi til Petsamó. Samskiptin voru slæm og við fórum út í óvissuna. Þjóðverjar höfðu kallað hana inn til Noregs sem var ekki inni í sam-komulaginu en þetta blessaðist allt. Við fórum með járnbrautarlest eftir endilangri Svíþjóð í vögnum sem voru ekki á nútíma-mælikvarða. Við sátum á trébekkjum og það hristist allt og skókst í þrjá sólarhringa. Síðan tók við 15 tíma rútuferð til að komast til Petsamó.“

Esjan kom til Reykjavíkur eftir tíu daga ferð. Þann 23. október 1940, á afmælis-degi Haraldar, kom fjölskyldan svo í fyrsta skipti til Fáskrúðsfjarðar. „Það voru ansi mikil viðbrigði að fara frá Kaupmannahöfn til Fáskrúðsfjarðar. Það var á þeim tíma 500 manna þorp og einangrunin mikil en ég hafði ekki beint vit á hversu mikil umskipti þetta voru. Fólkið tók okkur vel og ég var orðinn eins og innfæddur eftir tiltölulega stuttan tíma.“

Haraldur var héraðslæknir þar í 33 ár og naut aðstoðar Litu Caroline. Fjórum árum eftir komuna til Fáskrúðsfjarðar eignuðust þau síðan soninn Gunnar. „Þetta er uppruni

minn og sagan af því hvernig ég varð að Fáskrúðsfirðingi sem ég hef verið æ síðan.“

Heppinn að koma í byggðarlag með öflugu félagsstarfiSigurður var fljótur að koma sér inn í lífið á Fáskrúðsfirði. Hann segir að þátttakan í æskulýðsstarfinu sem þar var í boði hafi skipt sköpum. „Við vorum heppin að koma í byggðarlag þar sem var frábær æskulýðs-leiðtogi og kennari, Gunnar Ólafsson. Hann var búinn að byggja upp mikið félagsstarf og þroskaði okkur sem leiðtoga. Hann hélt fundi sem við stjórnuðum sjálf, en hann sat úti í horni og lét okkur grassera um hvernig við vildum byggja upp og örva starfið. Þetta borgaði sig því þegar hann flutti á Norðfjörð vissum við eftir hvaða mynstri og formi við áttum að fara.“

Af lýsingum Sigurðar að dæma var Gunnar einstakur drifkraftur í íþrótta-starfinu á Fáskrúðsfirði. „Gunnar byggði með okkur skíðaskála þar sem við vorum síðan allar helgar í útilegu. Við girtum líka af svæði inni á Eyrum og byggðum þar upp íþróttavöll undir hans stjórn. Það vantaði mikið upp á að sá völlur teldist boðlegur síðar meir en við þekktum ekkert annað og nutum okkar á honum.

Við sýndum fimleika og glímu til að afla tekna fyrir félagið. Sýnt var í salnum í skólanum sem

þætti ekki mikill í dag, en að flatarmáli var hann álíka stór og fordyrið í íþrótta-húsinu í dag. Gunnar var með okkur öllum stundum, öll kvöld og um helgar til að æfa þetta sýningafélag.

Við fórum á Austurlandsmót í fótbolta, en ég held að við höfum bara unnið það einu sinni. Við misstum mikið af mönnum á vertíð á veturna, sem komu síðan heim og æfðu í 2-3 vikur fyrir mótið og fóru svo á síld. Við vorum með ágæta menn innan um sem hefðu orðið góðir ef þeir hefðu fengið tíma og þjálfun, en það var ekki um neina þjálfara að ræða. Við notuðum bara það sem Gunnar kenndi okkur og sáum hvernig aðrir gerðu.

Það var því enginn stöðugleiki í knatt-spyrnuliðinu, en í frjálsíþróttunum voru einstaklingar sem voru á staðnum og við áttum mikið af frambærilegu fólki. Ólafur Jónsson, sem dó fyrir nokkrum vikum, var mikill stökkvari og Guðmundur Vilhjálmsson var einn af bestu spretthlauprum landsins. Hann vann landsmótið á Eiðum 1952 í snarrótinni á 10,9 sekúndum.“

Með flugbáti í EiðaSigurður segir einstakan anda hafa ríkt í hópi Fáskrúðsfirðinga þegar farið var í keppnisferðalög. Flestar leiðir lágu upp í Eiða þar sem keppnissvæði UÍA var. „Við fórum gjarnan með 8-10 manna hóp og ferðalögin voru mjög skemmtileg. Það var svo glatt yfir fólkinu, sungið og trallað og gert að gamni sínu. Menn fóru til að skemmta sér og gerðu það. Það þekktist ekki í svona hópi að vera með óreglu og það var ekki til að menn væru að fá sér í glas. Það kom seinna. Þetta var bara lífsgleði.

Það voru útbúin hús aftan á vörubílana og þar sat fólkið. Við fórum með bíl yfir Staðarskarð í Kolmúla og síðan frá Hafra-nesi á báti sem hét Hekla inn á Reyðarfjörð. Þaðan fórum við svo með bíl upp í Hérað. Þá fór dagurinn í ferðalagið en nú fara menn þetta á hálftíma.

Einu sinni vildi svo vel til að það var staddur flugbátur heima, Katalína, sem var í áætlunarferðum um firðina. Við áttum erfitt með að fá bíl yfir fjallið svo okkur datt í hug að tala við flugstjórann og spyrja hvort hann væri ekki til í að fara með hópinn í Eiða og lenda á Lagarfljótinu. Hann sagði bara: „Gangið í bæinn“ og hópurinn fór upp í vélina. Síðan var flogið yfir fjöll og firnindi. Þetta var mikil upplifun því ég held að fáir eða enginn í hópnum hafi áður farið upp í flugvél. Síðan fórum við gömlu leiðina heim.“

Stangarstökkið spurning um að koma niður lifandiÞað er ekki svo að Sigurður hafi eingöngu verið á Fáskrúðsfirði. Hann gekk síðar í skóla á Eiðum en þar var fjörugt íþróttalíf: „leikfimi, glíma, knattspyrna og allt sem hugurinn girntist,“ útskýrir hann. Sjálfur

Það voru ansi mikil viðbrigði

að fara frá Kaupmannahöfn

til Fáskrúðsfjarðar. Það var á

þeim tíma 500 manna þorp og

einangrunin mikil.

Page 22: Snæfell 2013

22 Snæfell22 Snæfell

lagði Sigurður áherslu á spretthlaup og stökk, meðal annars stangarstökk, þegar hann keppti í frjálsum.

„Við stukkum á bambusstöngum og komum niður í sandgryfjur. Þær voru oft þröngar og maður þurfti að passa sig á að koma ekki niður á kantana. Það þurfti að hugsa um hvar maður ætlaði að koma niður áður en var farið af stað. Annað hvort kom maður út úr þessu lifandi eða dauður. Um það snérist stökkið fyrst og fremst. Í dag koma menn bara niður á mjúka dýnu. Ég gef ekki mikið fyrir svoleiðis!“ segir hann og hlær.

Það var samt ekki í stangarstökkinu sem Sigurður varð fyrir sínum verstu meiðslum. „Ég hryggbrotnaði þegar ég var í spjótkasti og rann til í átakinu þannig að tveir liðir gáfu sig. Ég er allur spengdur, en ég var heppinn með lækna og aðgerðin tókst vel. Ég hef aldrei fundið fyrir þessu síðan. Það þýddi ekkert að væla. Þá væri maður í hjólastól.“

Þá var hann kaupamaður hjá Gunnari Gunnarssyni skáldi á Skriðuklaustri sumrin 1943 og 44. Haraldur, faðir Sigurðar og Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri á Eiðum, voru ágætir kunningjar og þegar Haraldur leitaði að vist fyrir son sinn benti Þórarinn honum á Klaustur. Sigurður segir hafa verið líflegt fyrra sumarið, en þá voru þar 4 kaupamenn og 4 kaupakonur og auk Sigurðar var Guðgeir Björnsson frá Eskifirði í unglingaflokknum. Einnig voru á bænum Gunnar yngri og kona hans, Signý Sveins-dóttir. „Þarna var óskaplega gott að vera. Við fórum í útreiðartúra og gerðum að gamni okkar.“

Seinna sumarið var umhverfið breytt og erfitt að fá Íslendinga til að vera verkamenn í sveitum. Í staðinn voru Færeyingar ráðnir sem vinnumenn. „Þetta var allt ágætisfólk en dálítið önnur menning. Þeir voru tilbúnir að dansa hringdans þegar við vildum fara í tangó.

Gunnar var höfðingi en hafði ekki mikil samskipti við vinnufólkið. Þau fóru mest í gegnum ráðsmanninn, Örn Ingólfsson frá

Vopnafirði. Gunnar borðaði samt alltaf með okkur hádegismatinn. Það komu þarna margir góðir gestir og þá var gjarnan farið í útreiðartúrana. Þá var ég hálfgerður hesta-sveinn og átti þannig nokkur samskipti við Gunnar.“

Gunnar hafði sterk tengsl við Þýskaland áður en stríðið skall á, en bækur hans nutu gríðarlegra vinsælda þar, og var sagður stuðningsmaður nasista. Sigurður segir þær fullyrðingar hafa verið „kviksögur frá andstæðingum hans.“ Þær hafi ekki náð teljandi fótfestu en valdið Gunnari óþæg-indum. „Það þarf ekki nema eitt illfygli til að búa til leiðindi. Hann varð óneitanlega fyrir

þeim en ég held að enginn sem þekkti til leggi trúnað á sögurnar. Ég held að engum heilvita manni hafi dottið í hug að hann væri með njósnastarfsemi. Það komu þarna Englendingar og vildu leita en fundu náttúru- lega ekkert. Því var haldið fram að hann væri með sendistöð uppi í Kringilsárrana. Ég er hræddur um að ég hefði einhvern tímann verið kallaður út ef svo hefði verið!“

Íþróttaferillinn hófst aftur um sjötugtSigurður hélt áfram námi, fór í Samvinnu-skólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1950. Fyrst fór hann á Selfoss en svo heim á Fáskrúðsfjörð og var gjaldkeri hjá Kaupfélaginu og frystihúsinu í sex ár. Næsti viðkomustaður var Akranes þar sem Sigurður var bæjargjaldkeri en svo fór hann í Stykkishólm og stýrði kaupfélaginu þar. Því starfi gegndi hann í um þrjú ár en réðist svo í útgerð, „keypti báta og fór að verka fisk.“ Við það starfaði hann í 27 ár í Stykkishólmi, á Suðurnesjum og í Ólafsvík. „Maður er búinn að vera víða þótt ungur

sé!“ Hann stofnaði fjölskyldu, byggði sér hús og hafði nóg að sýsla við útgerðina. „Þetta var starfsferillinn, og svo heldur íþróttaferillinn áfram. Þegar ég var að verða sjötugur og hættur í útgerðinni fékk ég spurnir af því að eldri menn væru að glíma við tækin í kastgreinunum. Ég fór að forvitnast um þá og dróst þannig inn í starfið og er þar enn.“

Hann endurnýjaði kynnin við fleira en kastáhöldin, því í æfingahópnum er sam-stúdent hans úr Samvinnuskólanum. „Árni Einarsson kom inn í hópinn fyrir 3-4 árum, þá um áttrætt. Við höfðum ekki sést síðan við útskrifuðumst. Hann fór á Selfoss en

ég austur á firði. Við höfðum verið aðskildir í sextíu ár, en í dag erum við leikbræður.“

Fyrstu æfingarnar voru erfiðar en Sigurð-ur komst yfir múrinn. „Maður fékk náttúru- lega strengi en hélt áfram og djöflaðist þar til þeir voru farnir. Það þarf að fara í gegnum ákveðið tímabil. Ef maður hefði látið það eftir sér að hætta hefðu sömu strengirnir alltaf komið aftur. Ég hef aldrei fundið fyrir harðsperrum síðan, þótt ég væri að keppa í mörgum greinum á dag.“

Í öldungahópnum í frjálsum eru karlmenn frá 35 ára aldri og upp í 85 ára, en Sigurður er elstur. Hann segir alla hafa sama markmið, að æfa og keppa og ná árangri. Hópurinn æfir á kastsvæðinu í Laugardal 4-5 daga vikunnar, 1-1,5 tíma í senn. „Það fer eftir veðurfari og hvernig stendur á mótum hversu margar æfingarnar eru. Við æfum oftast fimm daga, en aldrei minna en fjóra.“

Á veturna er æft í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. „Við höfðum lengi vel enga að-stöðu á veturna. Við sópuðum klakann af kasthringnum, söltuðum hann og sprikluðum þar í norðanáttinni. Síðan fengum við þessa fínu höll og erum þar frá klukkan eitt til hálf þrjú flesta daga vikunnar. Þetta er aðstaða á heimsmælikvarða og hefur gjörbreytt allri tilveru frjálsíþróttamanna.“

Fæ mikla ánægju af þessum mótumÁ þeim fimmtán árum sem liðin eru frá því Sigurður fór að æfa frjálsíþróttir á ný hefur hann ferðast og tekið þátt í stórmótum vítt og breitt um heiminn. „Ég er búinn að fara á svona tuttugu mót erlendis,“ segir Sigurður.

Fyrsta alþjóðamótið var Norðurlandamót í Lillehammer í Noregi árið 2005. „Ég dróst inn í þessi mót. Vinirnir sem ég fór og lék mér með voru búnir að vera á svona mótum út um allar jarðir.“

„Það var svo glatt yfir fólkinu, sungið og trallað og gert að gamni sínu. Menn fóru til að skemmta sér og gerðu það.“

Sigurður tekur við verðlaunum sem Evrópumeistari í kringlukasti á Ítalíu 2009.

Page 23: Snæfell 2013

23 Snæfell

Síðan hefur Sigurður náð í þrettán Norðurlandatitla, auk heimsmeistaratitils í lóðakasti og Evrópumeistaratitils í kringlu-kasti. Þá er ótalinn fjöldi annarra verðlauna frá þessum mótum. „Já, já, það er mikið miðað við aldur og fyrri störf.

Þetta eru glæsileg mót og vel að þeim staðið. Á heimsmeistaramótum koma saman 6000 keppendur úr öllum heims-álfum og á Norðurlandamótunum eru yfir 2000 keppendur. Það er allt gert til að sigra á þessum mótum og þangað mæta íþróttamenn sem voru mjög framarlega á sínum tíma. Þeir hafa haldið áfram og berjast um að komast á efsta pall.

Ég hef fengið mikla ánægju út úr þessum mótum og góða heilsu. Ég held að það sé mjög dýrmætt að halda áfram að byggja sig upp. Maður verður að reyna á sig og finna hvar maður stendur. Það er ekki minna spennandi þegar maður er kominn á þennan aldur. Maður hefur markmið og vill ná árangri.“

Sigurður segir árið 2009 standa upp úr á keppnisferlinum. Þá sigraði hann í lóða-kasti á heimsmeistaramótinu í Finnlandi og varð annar í kringlukasti sem hann síðan vann á Evrópumeistaramótinu á Ítalíu. Sex gull komu svo í hús á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. „Þetta var gott ár. Mér er óhætt að fullyrða það.“

Hér heima eru um 30-40 keppendur á stærri mótum, eins og Öldungameistara-móti Íslands. Síðan eru minni mót, svo-kölluð kappamót, þar sem keppa um 15-20 manns. Þá hefur Ungmennafélag Íslands staðið fyrir Landsmóti 50+ í þrjú skipti. „Það eru mjög skemmtileg mót. Þangað mæta þessir gömlu jálkar og keppa. Þetta er mjög gott framtak.“

Sigurður hefur keppt á tveimur 50+ mótum, í Vík í sumar og í Mosfellsbæ í fyrra. „Það var ofboðslegt óveður í Vík. Rok og grenjandi rigning og menn hímdu undir vegg þar til kom að þeim að keppa. Árangurinn var eftir því en maður verður að láta sig hafa það sem veðrið býður upp á.“

Sigurður telur að auka mætti umfjöllun um íþróttir aldraðra til að fá fleiri til að vera með. „Það fjölgar ekkert í hópnum okkar, því menn detta út og það koma ekki aðrir í staðinn. Það eru alltaf einhverjir þarna úti sem væru til í að vera með ef þeir fengju hvatningu eða vissu af því sem er í boði. Fyrst og fremst þarf að vekja athygli á þeirri starfsemi sem er í gangi, en það gerist ekkert ef enginn veit af því félagsstarfi sem stendur til boða. Í öðrum greinum er gert meira til að vekja athygli og byggja upp áhuga. Sjáið hvernig körfuboltinn hefur verið auglýstur upp og er orðinn ein af okkar helstu íþróttagreinum. Íþróttamenn fara þangað sem er athygli og stemming.

Maður sér sáralítið skrifað um frjáls-íþróttir í dag. Allir íþróttafréttaritararnir voru boltastrákar og þeim finnst ekki neitt

vera íþrótt nema þar sé bolti. Áður voru frjálsíþróttir í hávegum hafðar og því var slegið upp á forsíðu ef góðir íþróttamenn stóðu sig vel á alþjóðavísu. Nú er það svo að ef fótboltastrákur er búinn að sitja á bekknum heilan leik í Noregi þá þarf að greina frá því.“

„Ég sætti mig ekki við þessa tölu en veit að hún er rétt!“Þrátt fyrir að hafa flust frá Fáskrúðsfirði fyrir 57 árum, og farið víða síðan, harð-neitar Sigurður að líta á sig sem annað en Leiknismann. „Það hefur aldrei komið til greina að skipta um félag. Það væru bara landráð í mínum huga,“ segir hann ákveðið.

Verðlaunin sendir hann öll austur og fara þau langt með að fylla skáp á efri hæðinni í íþróttahúsi Fáskrúðsfirðinga. „Ég held að það sé kominn ansi góður slatti í gegnum árin.“ Í stofunni í Reykjavík er hann með afrakstur sumarsins, tvenn gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun frá Norðurlandamótinu, fjóra peninga frá Landsmóti 50+ og tvo bikara. Að auki er þar viðurkenningarsúla frá því Sigurður var gerður að heiðursfélaga í Leikni árið 2005. „Ég er mjög ánægður með hana. Hún hefur hvatt mig meira áfram en margt annað.

Ég er þeirrar skoðunar að íþrótta- maðurinn sé fyrir félagið. Á Fáskrúðsfirði vorum við aldir upp við að standa að upp-byggingu félagsins. Ég hef aldrei farið fram á neitt frá félaginu og tel mig ekki hafa neinar kröfur á það. Í dag virðast margir íþróttamenn telja sig eiga kröfur á félögin. Ég tel það vera misskilning því félagið er ekkert meira en við. Ef við gerum ekki hlutina þá gerir félagið ekkert.“

Sjálfur var Sigurður gjaldkeri Leiknis um tíma. „Ég lét formanninn eftir þeim

sem höfðu meira gaman af að halda ræður.“ Hann segir rekstur félagsins hafa gengið vel og fólk hafi alltaf verið boðið og búið að leggja sitt af mörkum þannig að hlutirnir gengju. „Það var ekki farið í bakarí og keyptar kökur fyrir sam-kvæmin. Það var bara farið með hveitipoka, sykur og egg og bakað í heimahúsum. Svona gekk þetta í mörg ár.“

Í samtali okkar margítrekar Sigurður þakklæti sitt fyrir að hafa fengið að alast upp og þroskast, bæði á líkama og sál, á Fáskrúðsfirði. „Uppbygging á þessum árum er mikils virði fyrir heilsu og fleira síðar meira. Ég verð 85 ára í janúar og mér líður ekki þannig. Ég sætti mig ekki við þessa tölu en ég veit að hún er rétt!“

Afmælið markar nýtt upphaf. Öldunga-mótum er skipt upp í flokka og Sigurður færist upp um flokk, hefur keppt í 80-84 ára flokki en verður á næsta ári í 85-89 ára flokki. Þegar menn eldast veitir það forskot að vera yngstur í sínum flokki.

„Það munar miklu hvort maður er 80 eða 84 ára. Við þann aldur fara menn að missa snerpu og tækni. Ég myndi halda að ég væri búinn að tapa að minnsta kosti 20-30% styrk frá því ég var 80 ára, sem sést á árangrinum. Þetta er bara lögmálið um hana Elli kerlingu. En það hlakka allir til að komast upp í nýjan flokk, þá verða þeir bestir.

Það eru 95 ára gamlir menn sem keppa enn og það er aldrei að vita hverju maður tekur upp á í ellinni. Ég veit ekki hvað maður ætti að gera af sér ef maður væri ekki í svona starfsemi. Maður væri einhvers staðar að væflast og bíða eftir að tíminn liði. Ég byrjaði á ný að æfa þegar ég varð sjötugur og þetta er alltaf jafn gaman.“

Í stofunni heima. Verðlaun ársins eru hengd á viðurkenningarsúluna sem heiðursfélaginn fékk frá Leikni.

Page 24: Snæfell 2013

24 Snæfell

Í janúar fór Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar fram á Fáskrúðsfirði, í samstarfi við Leikni. Fjörutíu keppendur frá 7 félögum spreyttu sig í boltakasti, spretthlaupi og langstökki án atrennu. Mótið var helgað yngstu kynslóðinni, en keppendur voru á aldrinum 4-10 ára, og árangur ekki síður mældur í brosum en sekúndum og sentímetrum.

Eldri kynslóðin spreytti sig svo á Páskaeggjamóti UÍA og Fjarðasports sem haldið var í Neskaupstað í mars. Ekki voru veitt verðlaun fyrir einstakar greinar heldur voru stigahæstu keppendur í hverjum aldursflokki verðlaunaðir. Þá fengu keppendur árangur sinn metinn til þátttöku í forkeppni Skólaþríþrautar FRÍ. Heimamenn í Þrótti sáu um framkvæmd mótsins og nutu aðstoðar nemenda í íþróttaakademíu Verkmennaskólans.

UÍA sendi keppendur á fjölda móta á árinu. Má þar nefna Stórmót ÍR í janúar, bikarmót FRÍ fyrir 15 ára og yngri í ágúst og Silfurleika ÍR í nóvember. Þá sendi UÍA einnig keppendur á meistaramót Íslands, innan- og utanhúss, og á Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn. Árangur okkar fólks á árinu var með ágætum, en sem dæmi má nefna að á MÍ 11-14 ára innanhúss lönduðu keppendur UÍA sex Íslandsmeistaratitlum. Halla Helgadóttir sigraði í 800m hlaupi og hástökki 12 ára stelpna; Henrý Elís Gunnlaugsson sigraði í 800m hlaupi 13 ára pilta og Steingrímur Örn Þorsteinsson í 60m hlaupi og langstökki í sama aldursflokki. Þá voru þeir Steingrímur og Henrý líka í sigursveit UÍA í 4x100m boðhlaupi ásamt þeim Daða Þór Jóhannssyni og Atla Fannari Péturssyni. Sveitin sú bar gróskunni í austfirsku frjálsíþróttalífi glöggt vitni, en hún var samansett af hlaupurum úr fjórum aðildarfélögum UÍA. UÍA varð að auki stigahæsta félagið í flokki 13 ára pilta

og hömpuðu þeir félagar því stigabikar í lok móts. Á MÍ 15-22 ára utanhúss eignaðist UÍA tvo Íslandsmeistara, en þar sigraði Hrefna Ösp Heimisdóttir í 400 metra hlaupi 15 ára stúlkna og Mikael Máni Freysson í 300 metra grindahlaupi 15 ára pilta.

Þá átti UÍA 60 keppendur í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmótinu. Þar skilaði fjöldi verðlauna sér til UÍA og féllu fimm landsmótsmeistaratitlar okkur í skaut. Halla Helgadóttir sigraði í 600m hlaupi 12 ára stúlkna, Henrý Elís Gunnlaugsson í 600m hlaupi 13 ára pilta, Hrefna Ösp Heimisdóttir í 800m hlaupi 15 ára stúlkna og Daði Fannar Sverrisson í spjótkasti og kúluvarpi 16-17 ára pilta.

Af verkefnum sumarsins á heimaslóðum stóð frjálsíþróttamót Sumarhátíðarinnar uppúr eins og undanfarin ár. Mótið var haldið í samstarfi við Nettó og voru um 200 keppendur skráðir til leiks. Höttur fagnaði sigri í stigakeppninni, bæði í yngri og eldri flokki. Þá fengu Halla Helgadóttir úr Hetti og Bjarni Tristan Vilbergsson úr Neista verðlaun fyrir afrek einstaklinga. Halla fékk viðurkenninguna fyrir að stökkva 9,24 metra í þrístökki en Bjarni Tristan fyrir að kasta spjóti 46,40 metra.

Eins og undanfarin sumur stóð ráðið fyrir þremur mótum í samstarfi við Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Keppt var í mismunandi greinum á hverjum móti og stigahæstu einstaklingarnir verðlaunaðir í lok sumars. Sigurvegarar mótaraðarinnar í ár voru:

Í flokki 11 ára: Almar Aðalsteinsson, Hetti og Ásdís Hvönn Jónsdóttir, Hetti. Í flokki 12-13 ára: Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þrótti og Steingrímur Þorsteinsson, Hetti. Í flokki 14-15 ára: Mikael Máni Freysson, Þristi og Helga Jóna Svansdóttir, Hetti. Í flokki 16 ára

og eldri: Daði Fannar Sverrisson, Hetti og Lovísa Hreinsdóttir, Hetti.

Fimmtán krakkar tóku þát t í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem haldinn var á Egilsstöðum í júní. Þar er um að ræða vikulangar íþróttasumarbúðir þar sem aðaláherslan er lögð á frjálsar íþróttir, en þátttakendur fá einnig að kynnast ýmsum öðrum greinum. Sandra María Ásgeirsdóttir stýrði skólanum og fékk til liðs við sig ýmsar gamlar frjálsíþróttakempur af svæðinu og aðra gestaþjálfara. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir að gera skólann sem fjölbreyttastan.

Ráðið stóð einnig fyrir samæfingum fyrir frjálsíþróttafólkið okkar til að gefa sem flestum kost á að æfa við kjöraðstæður. Í ár voru tvær slíkar æfingar haldnar á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum, ein fyrir Sumarhátíðina og önnur fyrir Unglingalandsmótið. Auk þess var ein slík æfing haldin í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í janúar.

Af öðrum verkefnum frjálsíþróttaráðs má nefna Maraþonboðhlaup FRÍ sem fram fór í maí á þremur stöðum á landinu, Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum, en ráðið sá um framkvæmd hlaupsins hér. Markmið hlaupsins er að styðja við það íslenska frjálsíþróttafólk sem á möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro árið 2016 og að vekja athygli á götuhlaupum sem hluta af frjálsum íþróttum. Þá fór Víðavangshlaup UÍA fram í Neskaupstað í júní í tengslum við afmælishátíð Þróttar.

Frjálsíþróttaráð vill að lokum þakka keppendum og styrktaraðilum og síðast en ekki síst öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu að frjálsíþróttastarfinu á árinu kærlega fyrir samstarfið.

Fyrir�hönd�frjálsíþróttaráðsElsa�Guðný�Björgvinsdóttir,�formaður

Verðlaunahafar í HEF móta-röðinni, frá vinstri: Almar Aðalsteinsson, Ásdís Hvönn Jónsdóttir, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Steingrímur Þorsteinsson, Helga Jóna Svansdóttir, Mikael Máni Freysson, Lovísa Hreinsdóttir og Daði Fannar Sverrisson.

Frjálsar íþróttir hafa sótt í sig veðriðVerkefni frjálsíþróttaráðs UÍA voru venju samkvæmt fjölbreytt á árinu. Frjálsar íþróttir hafa sótt í sig veðrið í fjórðungnum á undanförnum árum og sambandið á nú margt ungt og efnilegt frjálsíþróttafólk.

Frjálsíþróttaráð

Page 25: Snæfell 2013

25 Snæfell

XEIN

N VH

131

2002

Grillsvæðið í Stekkjarvík er alltaf opið - líka á veturna!Um fjórum kílómetrum áður en komið er í Hallormsstað er Stekkjarvík. Þar er að finna góða grillaðstöðu og leiksvæði fyrir börn.

Þjóðskógar Íslands - opnir alla daga, allan ársins hring.

Page 26: Snæfell 2013

26 Snæfell

Lið Austra ásamt þjálfaranum Jóhanni Valgeiri Davíðssyni fagnar sigri í stigakeppni Eskju-mótsins í sundi á Sumarhátíð.

Eftir�áralanga�yfirburði�Neista� í�sundi�á�Austurlandi�sóttu�Eskfirðingar�í�sig�veðrið�og� sigruðu� í� tveimur� stigakeppnum� af�þremur.� Frábær� þátttaka� hefur� verið� í�sundstarfi�innan�UÍA�á�árinu.

Íþróttir snúast ekki eingöngu um að ná árangri og vinna, heldur hefur félags-legi þátturinn mikil áhrif. Þetta upplifa foreldrar sterkt þegar þeir fylgjast með börnum sínum í íþróttum. Hópíþróttir virðast hafa félagslega yfirburði fram yfir einstaklingsíþróttirnar og hóp- þrýstingurinn hefur mikil áhrif, einkum þegar kemur að árekstrum milli íþrótta-greina. Maður veltir því oft fyrir sér hvort breyta þurfi skipulagi einstaklingsgrein-anna til að styrkja félagslega þáttinn. Í sundinu getur verið erfitt að eiga skemmti-legar samræður við félagana um leið og þarf að huga að því að halda sér á floti og anda ekki að sér vatni. Einnig er það svo að aðalæfingatíminn er á veturna og þá er best að vera á hreyfingu og hafa sem mest af líkamanum ofan í vatninu í útilauginni.

Það er reyndar svo að þegar tekst að mynda góða umgjörð utan um einhverja ákveðna grein flykkjast krakkarnir í hana. Svo virðist sem þetta hafi tekist hjá Esk-firðingum því þar blómstrar sundstarfið og þeir sækja nú hart að Neista sem borið hefur höfuð og herðar yfir önnur lið á Austurlandi síðustu árin.

Undanfarin ár hefur mikil vakning orðið í sjósundi á suðvesturhorninu og greinilegt að þar er eitthvað á ferð sem fólk sækir í. Hér er einnig farið að stunda svokölluð víðavangssund, og má þar nefna Urriða-

vatnssund og hluta af þríþrautarkeppninni Öxi þar sem synt er í Berufirði. Einnig er hópur á Seyðisfirði sem stundar sjósund.

Fyrsta mót ársins á vegum sundráðs var meistaramótið sem haldið var á vordögum í Neskaupstað. Um 50 keppendur voru þar mættir til leiks. Austri vann stiga-bikarinn að þessu sinni og heimamenn í Þrótti voru í öðru sæti. Fyrir mótið hélt Brian Marshall, fyrrverandi landsliðs-þjálfari, endurmenntunarnámskeið fyrir þjálfara sem var ágætlega sótt og mikil ánægja með. Brian fylgdist með fyrsta hluta mótsins og var þjálfurum og móts-höldurum innan handar, sem var bæði fræðandi og skemmtilegt.

Sundmót Sumarhátíðar er síðasta mót fyrir sumarfrí og lokahnykkurinn á sund-starfinu hér á Austurlandi, en sundárið er frá september fram í júlí. Rúmlega 100 keppendur mættu til leiks og stóð mótið frá föstudegi til laugardags. Þar kom Austri með öflugan hóp til leiks og náði stigabikarnum af Neista sem hafði unnið hann undangengin fjögur ár. Fjöldi þátttakenda og samkeppni á milli félaga er vonandi merki um að sundið sé á uppleið hjá okkur hérna austan jökla.

Misjafnt er hvenær deildirnar fara af stað með æfingar eftir sumarfrí. Í haust var til dæmis horfið frá því að halda haust-mót, annað árið í röð. Vonum við sundfólk að tíðin verði okkur góð og við getum jafn-vel skellt á móti í góðri suðvestanblíðu eftir áramótin.

Í lok nóvember fór fram Bikarmótið á Djúpavogi, en þar er alltaf skemmtileg stemming sem snýst um liðsheildina.

Aðeins er keppt um stigabikar milli liða og engin einstaklingsverðlaun veitt, en yngstu keppendurnir fá þó þátttökuverðlaun. Á Djúpavogi er eina innilaugin sem keppt er í á mótum UÍA, enda gott að vera inni þegar þessi árstími er kominn. Að þessu sinni mættu um 100 keppendur til leiks sem er afar ánægjulegt. Neisti vann stigabikarinn eins og undanfarin ár.

Í vor fóru þrír úr úrvalshópi UÍA til keppni á aldursmeistaramóti Íslands. Á því móti er keppt í aldursflokkum frá 12 til 15 ára. Óskar Hjartarson, sem hefur haft veg og vanda af afrekshópnum, fylgdi krökkunum á mótið. Keppendum gekk ágætlega og von-andi náum við að fjölga iðkendum og efla þátttöku okkar í mótum á landsvísu. Einnig fóru þrír keppendur á vormót Ármanns og gekk þeim vel.

Bæði Neisti og Austri hafa haldið boðs-mót á vormisseri síðustu ár og hefur það verið góð viðbót við sundstarfið.

Fyrir hönd sundráðs vil ég þakka öllum þeim sem komið hafa að sundstarfinu hér á Austurlandi síðasta árið. Einnig vil ég þakka fráfarandi formanni sundráðs, Gunnari Jónssyni á Eskifirði, fyrir ötult starf síðustu ár en hann hefur stýrt sund-starfinu með dyggri hendi. Það er ekki hægt að kveðja án þess að hvetja alla Austfirðinga til að drífa sig í sund, hvort heldur er í sjó eða laug, því þetta er ein besta heilsurækt sem hægt er að stunda.

f.h.�sundráðsÁgúst�Þór�Margeirsson,�formaður

Sundráð

Austri stríðir Neista í stigakeppnunum

Page 27: Snæfell 2013

27 Snæfell

Óskum Austfirðingum og lAndsmönnum öllumgleðiríkrAr jÓlAhátíðAr og gæfu á komAndi ári.

Sprettur Sporlangi, Stjórn og StarfSmenn uÍa.

Starfsfólk Bólholts óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Starfsfólk Miðáss hf. óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Berjumst fyrir öflugu atvinnulífi á ÖLLU Austurlandi

Bílar og Vélar ehf. Hafnarbyggð 14, 690 Vopnafirði.

Við styrkjum íþróttastarf á Austurlandi

Sendum Austfirðingumóskir um blessunarríka

aðventu og jólahátíð

Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum

Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að finna á landflutningar.is

Hámark 30 kg eða 0,1 m3

790

GLEÐIGJAFIR

Sendu jólapakkana með Landflutningum og allt andvirði flutningsgjaldsins rennur óskipt í barna- og unglingastarf á þínu svæði.

staðgreittkr.

Page 28: Snæfell 2013

28 Snæfell

Kristjana�Bergsdóttir�byrjaði�að�hlaupa�þegar�hún�var�55�ára�gömul.�Í�dag,�sex�árum�síðar,�hefur�hún�hlaupið�maraþon�í�Bandaríkjunum,�tekið�þátt�í�300�km�hjólakeppni�í�Svíþjóð�og�þreytt�járnkarlsþraut�í�Mexíkó.�Í�sumar�tók�hún�þátt�í�þríþrautarkeppninni�Öxi�í�Djúpavogshreppi.

„Ég tek þátt í svona því mér finnst það skemmtilegt,“ sagði Kristjana í viðtali við Snæfell. Tveimur vikum áður en hún kom austur lauk hún Vätternrundan í Svíþjóð sem er 300 km hjólreiðakeppni. „Ég var búin að vera of löt svo ég ákvað að drífa mig austur.“

Öxi hefst á 750 metra sjósundi suður yfir Berufjörð. Síðan eru hjólaðir 13 km upp Öxi og svo hlaupnir 19 km niður í Fossárdal. Síðasti leggurinn er 18 km á hjóli út á Djúpavog.

Kristjana segir að hana hafi langað austur í keppnina þegar hún var haldin í fyrsta skipti í fyrra. Í sumar lét hún hins vegar slag standa. „Ég er orðin 61 árs og hugsa þannig að ég hafi ekkert of mörg ár. Því dríf ég í hlutunum.“

Kristjana er Austfirðingur en hún bjó á Seyðisfirði frá 1986-1998 en hún hefur einnig búið í Neskaupstað, Vopnafirði og á Egilsstöðum. Hún segist hafa byrjað að hlaupa þegar hún var orðin 55 ára gömul. „Ég byrjaði á 5 km, síðan 10 og svo sífellt lengra. Ég upplifði að svona keppnir eru skemmtilegar og setti mér markmið með vinum og vinkonum.“

Síðan hefur hún tekið þátt í ýmsum þrautum. Hún hefur hlaupið maraþon í Boston í Bandaríkjunum og í París í Frakklandi, 100 km hlaup á Englandi og tekið þátt í járnkarli (e. Iron Man) í Mexíkó auk þess að hlaupa Laugaveginn „nokkrum sinnum.“ Hún kom aftur austur í sumar til að synda Urriðavatnssund, en hún kláraði Land-vættaþrautirnar fjórar sem eru auk sundsins Jökulsárhlaupið,

BlueLagoonChallenge hjólreiðakeppnin og skíðaganga sem kennd er við Fossavatn.

Hún segir Öxi standast vel samanburðinn við erlendu keppnirnar og spáir vaxandi vinsældum þrautarinnar. „Hún er alveg sér á parti. Í flestum þríþrautum er maður í vernduðu umhverfi, klæðir sig inni í húsi, hefur skápa undir fötin sín og hleypur á götum. Ég held að það sé ekki hlaupið í óbyggðum í neinni annarri þraut hérlendis. Það er ekki einu sinni kindagata til staðar en fegurðin á leiðinni er ómetanleg.

Ég hef heyrt í mörgum vinum mínum sem eru búnir að tala um Öxi, skoða þrautina og langar til að fara. Fólkið sem tekur þátt í þríþrautakeppnum erlendis er oft um sextugt, vel stætt og vill ferðast um heiminn til að taka þátt í skemmtilegum viðburðum. Ég er sannfærð um að þetta verður vinsæl keppni því hún er öðruvísi.”

Öxi þríþraut

„Ég tek þátt í svona því mér finnst það skemmtilegt“

UrriðavatnssundFramlag Austfirðinga til Landvættaþrautarinnar

Urriðavatnssund�var�synt�í�fjórða�sinn�í�sumar�og�var�að�þessu�sinni�hluti�af�Landvættakeppninni.�Hópur�áhugamanna�hefur�haldið�utan�um�sundið,�en�UÍA�veitti�aðstoð�við�mótahaldið�í�ár.

Að þessu sinni tóku 27 manns, 17 karlar og 10 konur þátt. Urriðavatnssundið sjálft er 2,5 langt, en ræst er úr víkinni við Hitaveitutangann og synt norður fyrir hann að bauju við Bræðratanga. Þar er snúið við og synt til baka á upphafsreit. Einnig er í boði 400 metra skemmtisund umhverfis Hitaveitutangann.

Landvættaþraut gátu menn þreytt í fyrsta sinn í sumar en hún samanstendur af fjórum ofurmannaþrautum í öllum landsfjórðungum. Urriðavatnssundið er framlag Austfirðinga til þrautarinnar. Svanhvít Antonsdóttir varð í ágúst fyrsti Austfirðingurinn til að ljúka þrautunum fjórum.

Sundið gekk vel enda haldið við kjöraðstæður, glampandi sól og hita síðustu helgina í júlí. Eiríkur Stefán Einarsson, frá Urriðavatni, var meðal þátttakenda en hann var fyrstur til að synda þessa leið árið 2010. Hann synti þá einn, en árið 2011 synti vinur hans með honum. Því er ljóst að þátttakan hefur vaxið mjög á stuttum tíma.

Fyrstur karla í Landvættasundinu í ár var Ásgeir Elíasson á rúmum 42 mínútum. Halldóra G. Matthíasdóttir kom fyrst kvenna í mark, níu mínútum síðar.

Kristjana kemur í mark á Djúpavogi: „Ég hef heyrt í mörgum vinum mínum sem eru búnir að tala um Öxi, skoða þrautina og langar til að fara.“

Keppendur synda af stað úr víkinni við Hitaveitutangann.

Page 29: Snæfell 2013

29 Snæfell

Kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur!

Útbreiddasti�ölmiðill

Austurlands

7.926notendur á viku*

1.576notendur á dag*

Taktu þáttí umræðunni

* Tölur frá 46. viku 2013 samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernus / Internet á ÍslandiMeðaltal síðustu 8 vikna: 6.633 notendur á viku og 1.298 daglegir notendur

Page 30: Snæfell 2013

30 Snæfell

Knattspyrnustarf� yngri� flokkanna� er�blómlegt� í�Fjarðabyggð�og�má�þar�nefna�Knattspyrnuakademíu�Tandrabergs�fyrir�3.-7.�flokk�karla�og�kvenna�sem�var�haldin�í�Fjarðabyggðarhöllinni�á�Reyðarfirði�1.-2.�nóvember�og�Eimskipsmótið�fyrir�6.�og�7.�flokk�karla�og�kvenna�sem�haldið�var�á�sama�stað�þann�16.�nóvember.�Fram-undan�eru�svo�stúlknadagar�VHE�og�mark-mannsnámskeið�í�janúar.

Knattspyrnuakademían var haldin í sjötta sinn í haust og var einstaklega glæsileg að þessu sinni. Þátttakendur voru um 190, sem er aukning frá fyrra ári.

Fjöldi þjálfara og fyrirlesara kom við sögu, eins og Almarr Ormarsson, leik-maður Íslandsmeistara KR, Ásgerður Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar og landsliðskona, Daði Rafns-son, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, Hákon Sverrisson, þjálfari hjá Breiðabliki, Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Guðrún Arnardóttir, landsliðskonur frá Breiðabliki og tvær af efnilegustu knatt-spyrnukonum landsins, Brynjar Gestsson, þjálfari KFF, Viðar Jónsson og Helgi (Moli) Ásgeirsson og fleiri þjálfarar yngri flokka Fjarðabyggðar.

Gefur nýja innsýn og ný markmiðJóhann Eðvald Benediktsson, formaður yngri flokka, er ánægður með hvernig til tókst. „Akademían tókst vel, en svona væri ekki hægt að halda nema með samhentu átaki allra foreldra knattspyrnukrakka í Fjarðabyggð sem koma og vinna í sjálf-boðavinnu þannig að hægt sé að gera

þetta að veruleika. Ekki má heldur gleyma stuðningi frá fyrirtækjum í formi fjárfram-laga sem við fáum ár hvert. Að halda svona akademíu gefur þátttakendum nýja innsýn og ný markmið. Þetta gefur okkur einnig tækifæri til að fá færustu þjálfara landsins til okkar. Með því fáum við að sjá það nýjasta sem er í gangi í þjálfun barna.“

Aðstaðan er alger draumurDaði Rafnsson, yfirþjálfara yngri flokka hjá Breiðabliki, sem bæði þjálfaði krakkana og hélt fyrirlestur fyrir þau á akademíunni, sagði í viðtali við Austurgluggann að hann væri afar hrifinn af aðstöðunni og þessum efnilega krakkahóp. „Æfingarnar gengu vel, við sjáum að það er verið að vinna mjög vel með þessa krakka og vitum að það hafa verið fínir þjálfarar á svæðinu undanfarin ár. Aðstaðan er alger draumur en hún munar gríðarlega miklu,“ sagði Daði. „Þetta var mjög skemmtilegt og við erum ánægð að fá að taka þátt. Frábær aðstaða og flottir krakkar.“

Eimskipamótið tókst vel Eimskipamótið var haldið 16. nóvember fyrir 6. og 7. flokk drengja og stúlkna, en það er árviss atburður eins og akademían. Þar fá þeir krakkar sem eru að byrja í skóla að stíga sín fyrstu skref á fótboltavell-inum og fá viðurkenningarpening fyrir þátt- tökuna. Að þessu sinni voru um 120 krakkar sem tóku þátt.

Stúlknadagur framundan og mark-mannsnámskeiðStefnt er að því hjá yngri flokkunum að standa fyrir stúlknadegi í samvinnu við Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf, en það er nýr viðburður sem vonast er til að verði árviss. „Það er þannig hér í Fjarðabyggð og á Austurlandi öllu að við finnum fyrir því að erfitt er að fá stúlkur til að vera með í knattspyrnu. Með þessu framtaki vonumst við að til verði vettvangur sem skapa muni áhugaverða umgjörð um kvennaknattspyrnuna,“ segir Jóhann. Daginn átti að halda þann 30. nóvember síðastliðinn en hann frestaðist vegna veðurs. Þar áttu t.d. landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir, Hallbera G.

Gísladóttir, Rakel Hönnudóttir og Katrín Ómarsdóttir að sjá um æfingar og þjálfun.

Líklegt er að af þessu geti orðið í janúar og við hvetjum áhugasama til að fylgjast með auglýsingum.

Einnig er fyrirhugað markmannsnám-skeið dagana 18.-19. janúar ef næg þátt-taka fæst. Þar munu markmenn eins og Srdjan Rajkoviz (Rækó), Baldvin Guðmunds-son og Júlíus Tryggvason sjá um æfingar.

Í lokin er svo gaman að segja frá því að Helgi (Moli) Ásgeirsson, yfirþjálfari Fjarða-byggðar, fékk á dögunum viðurkenningu Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands fyrir vel unnin störfum við þjálfun yngri flokka. Moli er að vonum ánægður með það og kveðst aðspurður vera „afskaplega þakk-látur með það að starf hans og annarra sem standa að þessu í Fjarðabyggð hljóti svona viðurkenningu.“

Aðalheiður�Vilbergsdóttir,�formaðurUMF�Valur,�Reyðarfirði

Fjör í fótbolta í Fjarðabyggð

Höttur og Fjarðabyggð kljást á Eimskipsmótinu. Mynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir.

Daði Rafnsson, yfirþjálfari frá Breiðabliki, leiðbeinir í Tandrabergsakademíunni. Mynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir.

Helgi „Moli“ Ásgeirsson, yfirþjálfari Fjarðabyggðar, fer yfir málin. Mynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir.

Takk fyrir æfinguna. Samheldin lið úr Fjarðabyggð. Mynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir.

Page 31: Snæfell 2013

31 Snæfell

Gullberg

Gullberg ehfsendir landsmönnum

öllum bestu jóla- og nýárskveðjur.

1

morthensNr. 08

120 grömm af baulandi ungnautakjöti með stökku beikoni, bræddum osti, hvítlaluksristuðum sveppum og bernaise sósu sem er löguð á staðnum. Þessi má

heita Morthens.

ViðskiptavinirHitaveitu Egilsstaða

og Fella og aðrir Austfirðingar

Bestu jóla- og nýárskveðjur og farsælt komandi ár.

Stjórn Sambands sveitarfélagaá Austurlandi óskar íbúum Austurlands gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári.

Page 32: Snæfell 2013

32 Snæfell

Afreksmaður

Eva Dögg JóhannsdóttirEva�Dögg�Jóhannsdóttir�er�átján�ára�glímukona�úr�Val�á�Reyðarfirði.�Á�árinu�varð�hún�Evrópumeistari�í�glímu,�lenti�í�þriðja�sæti�í�Íslandsglímunni�og�varð�önnur�á�Landsmóti�UMFÍ,�þrátt�fyrir�að�keppa�þar�í�fyrsta�sinn�í�+65�kg�flokki.�Eva�Dögg�er�ein�þeirra�þriggja�sem�fengu�afreksstyrk�úr�Spretti,�styrktar-sjóði�UÍA�og�Alcoa,�í�ár.

Hvenær byrjaðir þú að stunda íþróttir?Ég hef verið í íþróttum eins lengi og ég man eftir mér. Ég byrjaði í fótbolta í leikskóla.

Hvaða íþróttir hefur þú stundað?Fótbolta, karate, glímu, badminton, júdó og kastgreinar í frjálsíþróttum.

Hver eru helstu afrekin á ferlinum?Evrópumeistaratitillinn sem ég fékk nú í vor er klárlega helsta afrekið mitt.

Hverju viltu þakka árangurinn?Öllum frábæru þjálfurunum sem ég hef haft og þeim einstaklingum sem hafa hvatt mig til að æfa meira og ná lengra en ég bjóst við að ég gæti.

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir framtíðina?Í glímu er það að vinna Freyjumenið. Svo er ég að vinna að því að verða betri í kringlukasti.

Hvert er uppáhalds íþróttaliðið þitt?Íslenska landsliðið í handbolta.

Hvað er skemmtilegast við að æfa íþróttir?Að fá að æfa með fjölbreyttu fólki með sömu stefnu og ég sjálf. Í glímunni finnst mér skemmtilegast að fella menn sem eru tvisvar sinnum þyngri og stærri en ég!

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkurinn úr Spretti fyrir þig?Hann getur hjálpað mikið við að niðurgreiða landsliðsferðirnar sem ég fer vonandi í á nýju ári.

Afreksmaður

Kristófer Páll ViðarssonKristófer�Páll�Viðarsson�er�sextán�ára�knattspyrnumaður�úr�Leikni�Fáskrúðs-firði.�Hann�komst�í�vor�inn�í�U-16�ára�landsliðið�og�spilaði�með�því�þrjá�leiki�á�erlendri�grundu,�auk�þess�að�vera�lykilmaður�í�Leiknisliðinu�í�þriðju�deildinni�í�sumar.�Kristófer�Páll�er�einn�þriggja�afreksstyrkhafa�úr�Spretti,�styrktarsjóði�UÍA�og�Fjarðaáls,�á�þessu�ári.

Hvenær byrjaðir þú að stunda íþróttir? Ég byrjaði að æfa fótbolta af alvöru um 8 ára aldurinn.

Manstu eftir fyrstu æfingunni þinni? Nei, ég hafði ekki það mikinn áhuga að það væri eftirminnileg æfing. En áhuginn kom svo fljótlega. Hvaða íþróttir hefur þú stundað? Bara fótbolta.

Hver eru helstu afrekin á ferlinum? Að fara á æfingamót til Wales með U-17 landsliðinu. Það var mikil upplifun og reynsla.

Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Fjölskyldunni minni sem hefur alltaf stutt og hvatt mig en pabbi minn á mestan þátt í þessu. Einnig Izudin Daða Dervic sem gaf mér séns með meistaraflokki þegar ég var á eldra ári í 4. flokki. Það er ekki algengt að menn fái tækifærið svo ungir. Svo auðvitað öllum liðsfélögum mínum í Leikni F. og Fjarðabyggð/Leikni.

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir framtíðina? Ég hef sett mér það markmið að komast í atvinnumennsku.

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Mín helsta fyrirmynd er Ívar Ingimarsson en hann hefur gefið mér góð ráð varðandi fótboltann og styrktarþjálfun. Hann er fyrrverandi atvinnumaður sem ólst upp á Austurlandi og mig langar að feta í hans spor. Fernando Torres hefur einnig verið í miklu uppáhaldi en núna er það klárlega Coutinho, miðjumaður Liverpool.

Hvað er uppáhalds íþróttaliðið þitt? Klárlega Leiknir Fáskrúðsfirði. Á eftir því kemur væntanlega Liverpool á Englandi.

Hvað er skemmtilegast við að æfa íþróttir? Það er gaman að hreyfa sig og það er líka ánægjulegt þegar maður tekur sýnilegum framförum. Félagsskapurinn skiptir líka miklu máli.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkur úr Spretti fyrir þig? Hann hefur mikla þýðingu fyrir mig þar sem ég hef undanfarin ár farið oft til Reykjavíkur á æfingar með U 17 og það er mjög dýrt.

32 Snæfell

UÍA og Alcoa

SPRETTUR

Page 33: Snæfell 2013

33 Snæfell

MENNTASKÓLINNÁ EGILSSTÖÐUM

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

FJARÐABYGGÐ

VERKMENNTASKÓLIAUSTURLANDS

Samvinna - þekking - árangur

Seyðis�örður

Steiney 893-1263

Page 34: Snæfell 2013

34 Snæfell

Undanfarin�ár�hafa�Skíðafélag�Fjarðabyggar�(SFF)�og�Skíðafélagið� í�Stafdal�(SKÍS)�hvort�í�sínu�lagi�sent�keppendur�á�skíðamót�á�vegum�Skíðasambands� Íslands.�Félögin�ákváðu� í�byrjun�síðasta�vetrar�að�senda�sameiginlegt�lið�og�að�keppa�undir�merkjum�UÍA.�Tilgangurinn�var�að�tefla� fram�sterkara� liði,�styrkja�tengsl�keppenda�og�félaga�og�styrkja�skíðaíþróttina�á�Austurlandi,�sem�og�að�reyna�að�halda�keppendum�lengur�við�iðkun,�en�það�hefur�loðað�við�skíðaíþróttina�að�iðkendum�hennar�hefur�fækkað�þegar�kemur�ofar�á�unglingsárin.�

Í Skíðafélaginu í Stafdal eru keppendur frá Seyðisfirði og Fljótsdals-héraði. Skíðafélag Fjarðabyggðar er sameiginlegt rekstrarfélag skíðadeilda Vals, Austra og Þróttar.

Mótin sem um ræðir eru þrjú bikarmót og Unglingalandsmót í 14-15 ára flokki og fimm FIS/Bikarmót og Landsmót í fullorðins-flokki, 16 ára og eldri. Einnig var gerð sú nýbreytni í vetur að 12-13 ára fengu að keppa á Unglingalandsmótinu, sem að þessu sinni var haldið í Oddsskarði á vegum Skíðafélags Fjarðabyggðar. Keppendur frá UÍA hafa tekið þátt í öllum þessum mótum. Í 14-15 ára flokki voru tíu keppendur (4 frá SKÍS og 6 frá SFF) og í 16 ára og eldri tveir keppendur frá SFF. Í 12-13 ára flokki tóku 5 keppendur þátt á Unglingalandsmótinu.

Árangur keppenda UÍA hefur verið mjög góður og voru þeir í efstu sætum á þessum mótum. Nefna má að í 14-15 ára flokki var einn keppandi UÍA í fyrsta sæti á einu bikarmótanna og á Unglinga-landsmótinu var einn keppandi í 12-13 ára flokki í fyrsta sæti í alpatvíkeppni. Á flestum mótum hafa einhverjir keppendur UÍA verið

í efstu 5 sætunum og oftast einhverjir á verðlaunapalli. Í stigakeppni Skíðasambands Íslands í 14-15 ára flokki var lið UÍA í þriðja sæti eftir veturinn, á eftir Skíðaráði Reykjavíkur og Skíðafélagi Akureyrar.

Það verður því ekki annað sagt en þessi breyting hafi heppnast vel og ríkir almenn ánægja innan félaganna með árangurinn og sam-starfið. Er það mat félaganna að þetta muni styrkja skíðaíþróttina á Austurlandi til lengri tíma litið og ætlunin er að halda samstarfinu áfram í vetur.

Skíðafélag�Fjarðabyggðar,�Jón�Einar�MarteinssonSkíðafélagið�í�Stafdal,�Magnús�Baldur�Kristjánsson

Skíðaráð

Fjarðabyggð og Stafdalur keppa saman undir merkjum UÍA

Áhugasamur�og�kraftmikill�hópur�stundar�æfingar�í�glímu�á�Reyðarfirði�nú�sem�endranær.�Fyrr�á�árinu�voru�stelpurnar�í�miklum�meirihluta�en�í�haust�jafnaðist�leikurinn�og�fjölmennur�strákahópur�hóf�að�stunda�glímu.�Nú�eru�að�jafnaði�um�25�börn�á�æfingum,�en�þær�eru�milli�klukkan�18�og�19�á�þriðjudögum�og�fimmtudögum.�Hjalti�Þórarinn�Ásmundsson�stýrir�æfingum�og�Þóroddur�Helgason�aðstoðar�við�þjálfunina.

Yfir aðalglímutímabilið, frá október og út apríl, er stefnan tekin á fjögur stærri mót. Eitt hér eystra, en Fjórðungsglíma Austurlands þar sem keppt er um Aðalsteinsbikarinn er haldin 27. desember, og þrjú mót þar sem farið er út úr fjórðungnum: Unglingalandsmót UMFÍ að sumri, meistaramót að hausti og grunnskólamót að vori. Hópurinn stefnir nú á grunnskólamótið 5. apríl 2014 en á sama tíma fer fram Íslandsglíman, keppnin um Grettisbeltið og Freyjumenið. Síðustu ár hafa Austfirðingar staðið sig vel á mótinu og 2013 náðu þau Eva Dögg Jóhannsdóttir og Hjalti Þórarinn Ásmundsson hvort um sig þriðja sæti á þessu sterkasta glímumóti landsins.

Þeir keppendur á aldrinum 16-30 ára sem eru lengra komnir fara á enn fleiri mót og taka þátt í glímu og fleiri fangbrögðum bæði hérlendis og erlendis. Evrópumótið í keltneskum fangbrögðum fór að þessu sinni fram á Íslandi. Sjö þjóðir mættu til leiks og átti UÍA fjóra fulltrúa í landsliði Íslands, þau Evu Dögg Jóhannsdóttur, Hjört Elí Steindórsson, Magnús Karl Ásmundsson og Sindra Frey Jóns-son. Keppt var í glímu, backhold og gouren og stóðu Íslendingarnir sig að sjálfsögðu best í glímunni þar sem þau sigruðu sína flokka. Ágætur árangur náðist einnig í hinum greinunum tveimur, meðal annars varð Eva Dögg þriðja í þeim báðum.

Of langt mál væri að telja upp árangur keppenda UÍA á mótum ársins 2013, en öll úrslit má finna á heimasíðu Glímusambands Íslands, glima.is.

Þóroddur�Helgason

Tæplega þrjátíu krakkar á glímuæfingum

Keppendur UÍA á Unglinga-meistaramóti á skíðum sem haldið var í Oddsskarði.

Sindri Freyr Jónsson tekur á móti verðlaunum sem Evrópumeistari í glímu. Mynd: Glímusamband Íslands

Page 35: Snæfell 2013

35 Snæfell

Hjólreiðakeppnin�Tour�de�Ormurinn�var�haldin�í�annað�sinn�nú�í�ágúst.�Þrettán�keppendur�tóku�þátt�og�hjóluðu�Fljótsdalshringinn�í�blíð-skaparveðri,�en�þeir�voru�ræstir�á�Hallorms-stað�klukkan�níu�um�morguninn.�Keppnis-vegalengdirnar�voru�tvær,�68�km�umhverfis�fljótið�og�103�km�umhverfis�fljótið�og�inn�í�Fljótsdal.�

Þórarinn Sigurbergsson setti brautarmet, en hann varð fyrstur í mark á lengri vega-lengdinni á tímanum 3:49,12 klst. Hann bætti þar með brautarmetið frá því í fyrra um þrettán mínútur.

Í styttri hringnum sigraði Hafliði Sævars-son í karlaflokki á tímanum 2:30,19 klst sem er einnig nýtt brautarmet. Stefanía Gunnarsdóttir varð fyrst í kvennaflokki á tímanum 2:59,14.

Í styttri vegalengdinni er einnig boðið upp á liðakeppni þar sem þrír skipta með sér erfiðinu og í sigurliðinu voru þeir Hilmar Gunnlaugsson, Sigurður Magnússon og Ívar Ingimarsson sem komu í mark á tímanum 2:39,28.

Nokkuð heitt var í veðri, ríflega fimmtán stigi hiti og sól. Sunnangolan kældi niður keppendur en gerði þeim sums staðar erfitt

fyrir, sérstaklega í brekkunum í Fellum. Það eru Austurför, UÍA og sveitarfélagið Fljóts-dalshérað sem standa að keppninni.

Tour de Ormurinn

Nýtt brautarmet

Um�þrjátíu�keppendur�undir�merki�UÍA�tóku�þátt�á�Landsmóti�Ungmennafélags� Íslands�sem�haldið�var�á�Selfossi� fyrstu�helgina� í�júlí.�Betur�gekk�hjá�einstaklingum�heldur�en�sveitum�eða�liðum.

Afrek Þorsteins Bergssonar í plöntu- greiningu stóð þar upp úr. Steini, sem jafnan er kenndur við Unaós í Hjaltastaðaþinghá, var eini keppandinn sem greindi allar 40 plönturnar rétt og var að auki fyrstur til að ljúka þrautinni. Keppnisstjórinn, Jón Kr. Arnarsson, var Austfirðingum einnig að góðu kunnur en hann stýrði Barra um árabil.

Þrenn silfurverðlaun komu í hús. Stefán Bogi Sveinsson varð annar í opnum flokki í einstaklingskeppni í boccia. Hann varð einnig í 2. - 6. sæti í stafsetningu og hlaut þar silfurverðlaun, en hann gerði tvær villur.

Eva Dögg Jóhannsdóttir, glímukona úr Val, varð í öðru sæti í +65 kg flokki í glímu. Eva Dögg er vanari að glíma í -65 kg flokknum en var að þessu sinni í þyngri flokknum. Hún stóðst þá áskorun með prýði og lagði meðal annars glímudrottningu Íslands að velli.

Þá náði knattspyrnulið UÍA bronsverð-launum. Rétt er að taka fram að aðeins þrjú lið voru í keppninni en leikið var gegn Skarphéðinsmönnum og Skagfirðingum. Eftir

2x25 mínútna leiki grátbað lið UÍA um að þurfa ekki að spila meira. HSK lagði UMSS í úrslitaleik.

Auk fyrrnefndra greina kepptu UÍAmenn í bridds, skák, körfuknattleik og pútti, en sambandið varð í tólfta sæti í stigakeppni mótsins með 197,5 stig.

Alls voru um eitt þúsund þátttakendur skráðir til leiks á mótinu. Veðrið setti strik í reikninginn, rokhvasst alla dagana og blautt flesta þeirra. Aðeins eitt tjald var því á tjald-svæði UÍA en aðrir nýttu sér sumarbústaði og skólastofur.

Þrjátíu keppendur á Landsmóti UMFÍ

Óskar Gunnlaugsson kemur í mark í Tour de Orminum eftir 68 km hringinn.

Knattspyrnulið UÍA: Efri röð frá vinstri: Stefán Bogi Sveinsson, Vilhjálmur Pálmi Snædal, Sveinn Guðmundsson, Fjölnir Jónsson og Narfi Jónsson. Neðri röð frá vinstri: Víðir Þórarinsson, Sigmar Stefánsson, Olgeir Pétursson og Gunnar Gunnarsson.

Page 36: Snæfell 2013

Um sjötíu ungmenni á aldrinum 14-25 ára tóku þátt í ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem Ungmenna-félag Íslands stóð fyrir á Egilsstöðum í mars. Þátt-takendur ráðstefnunnar lýstu henni sem frábæru tækifæri fyrir ungt fólk til að mynda tengsl, ræða sín viðhorf, koma þeim á framfæri og sannfærast um að það geti haft áhrif.

„Virk lýðræðisþátttaka ungmenna snýst um meira en árlegan fund með bæjarstjórn fyrir framan myndavélar. Hún snýst um samræður og samskipti alla daga ársins,“ segir í lokaályktun ráðstefnunnar.Ráðstefnan stóð yfir frá miðvikudegi til fimmtudags en aðalfyrirlesarar voru Katrín Karlsdóttir, M.Sc. í skipulagsverkfræði og umhverfissálarfræði, og Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, en Sabína Steinunn Halldórsdóttir, lands-fulltrúi UMFÍ, og Gunnar Gunnarsson frá UÍA stýrðu ráðstefnunni.Þá ávarpaði Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjar-stjórnar á Fljótsdalshéraði, ráðstefnuna og hvatti

ungmennin til að láta vel í sér heyra. „Ekki láta neinn segja ykkur hverju þið eigið eða megið hafa skoðun á. Hafið skoðun á því sem þið viljið sjálf og takið þátt í því sem þið viljið sjálf, félögum, flokkum og samtökum. Segið ykkar skoðun og rökstyðjið hana eins vel og þið getið. Farið í boltann en ekki manninn. Talið um málefnið en ekki andstæðinginn.“Þátttakendur komu víðsvegar af landinu, en flestir hafa setið í ungmennaráðum sveitarfélaganna. Sumir voru að koma í Egilsstaði í fyrsta sinn en tíu fulltrúar á ráðstefnunni komu af sambandssvæði UÍA.„Ég fékk mjög mikla reynslu í mannlegum sam-skiptum, lærði fullt um barnasáttmálann og réttindi barna. Aðallega lærði ég á sjálfa mig og það að ég skipti máli og röddin mín líka,“ var mat eins ráðstefnugests á hvernig til tókst.„Glæsileg ráðstefna! Ég vil koma á næsta ári! Og...já, ég hef bara brennandi áhuga á þessu öllu og ég vil taka þátt í að breyta heiminum,“ var mat annars. Stefnt er að því að næsta ungmennaráðstefna UMFÍ verði haldin á Ísafirði.

Ungt fólk og lýðræðiVirk lýðræðisþátttaka snýst um meira en árlegan fund

Stólaleikur á ungmennaráðstefnu.

36 Snæfell

Björg�Sigurðardóttir�Blöndal�frá�Seyðisfirði�var�gerð�að�heiðurs-félaga� Íþrótta-� og� Ólympíu-�sambands�Íslands�á�þingi�sam-bandsins� í�vor,�þar�sem�fjöldi�annarra�UÍA-manna�fékk�einnig�viðurkenningar�fyrir�störf�sín.

Björg hefur alla tíð unnið að framgangi íþrótta af ýmsu tagi en segja má að hún hafi hafið leiðtogastörf innan íþrótta- hreyfingarinnar með formennsku í skíðadeild Hugins 1976, þar sem börn hennar stunduðu skíða-mennsku. Embættinu gegndi hún allt til ársins 1999 og með-fram þeim störfum átti hún sæti í skíðaráði UÍA, þar sem hún var einnig formaður um tíma.

Björg sat í varastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á árunum 1996-2006 og starf-aði á þeim tíma einnig í ýmsum nefndum og ráðum ÍSÍ. Að vera heiðursfélagi er æðsta viður-kenning sem veitt er af hálfu ÍSÍ.

Grímur Magnússon, Þóroddur Helgason Seljan og Þorvaldur Jóhannsson voru allir sæmdir gull-merki ÍSÍ í ár. Grímur fékk viður-kenninguna þar sem hann var staddur við störf á yngri flokka móti í blaki í Neskaupstað en

Þóroddur tók við sinni fyrir störf fyrir glímu á þingi UÍA sama dag. Þorvaldur var sæmdur merkinu á 100 ára afmæli Hugins, en hann var meðal annars for-maður félagsins í þrjú ár.

Tvö gullmerki Ungmennafélags Íslands voru afhent á þinginu en þau hlutu Jóhann Tryggvason og Stefán Þorleifsson. Jóhann var formaður UÍA og átti sæti í varastjórn UMFÍ en Stefán hefur áratugum saman verið drifkraftur í uppbyggingu íþrótta-starfs í Neskaupstað.

Á afmælishátíð Hugins fékk Ingibjörg Svanbergsdóttir starfsmerki UMFÍ en hún var

lengi drifkraftur í frjálsíþróttum hjá Hugin og formaður frjáls-íþróttaráðs UÍA.

Átta einstaklingar fengu starfsmerki UÍA sem afhent voru á þingi sambandsins en þeir eru: Árni Guðjónsson og Brynja Garðarsdóttir úr Golf-klúbbi Norðfjarðar; Helga Skúladóttir og Vilberg Einars-son úr Hestamannafélaginu Blæ og Björgúlfur Halldórs-son, Eysteinn Þór Kristinsson, Jenny Jörgensen og Karl Rúnar Róbertsson úr Þrótti.

Heiðranir

Björg Blöndal heiðursfélagi ÍSÍ

Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður í UMFÍ, afhenti Stefáni og Jóhanni gullmerkin og lét fylgja með vísur til þeirra.

Til Stefáns:

Öldungurinn�þykir�ungur,enn�á�skíðum�rennir�sér.Eigi�þykir�á�sér�þungur,fyrirmyndin�okkar�hér.

Til Jóhanns:

Góður�drengur,�ætíð�glaður,gerir�vísur�af�og�til.Jói�Tryggva,�tunguhraður,traustur�skíðum�gerir�skil.

Starfsmerkjahafar UÍA.

Page 37: Snæfell 2013

37 Snæfell

Fjall UÍA: Lolli

Austurbrú óskar íbúum á Austurlandi og samstarfsaðilum um land allt gleðilegra jóla, árs og friðar og þakkar ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

Störfum saman að jákvæðri þróun menntunar,

menningar og atvinnusköpunar á Austurlandi.

Upplýsingar um opnunartíma Austurbrúar

yfir hátíðirnar er að finna á austurbru.is

Fjallið�Lolli�í�Norðfirði�var�fjall�UÍA�árið�2013�í�gönguverkefni�UMFÍ,�Fjölskyldan�á� fjallið.�Gestabók�var�komið�fyrir�á�fjallinu�í�sumar.

Fjall UÍA er valið ár hvert á þingi sam- bandsins en aðildarfélög UÍA geta tilnefnt fjöll sem kosið er á milli. Það var Hesta-mannafélagið Blær sem sendi inn tillöguna um Lolla.

Frá þjóðveginum við Skuggahlíð er ekið út malarveg, framhjá golfvellinum í suður-hlíð Norðfjarðar að heimreiðinni að bænum Grænanesi. Þar er ágætt að leggja bílnum.

Haldið er af stað upp brekkurnar og er bergstandurinn Lolli nær beint fyrir ofan Grænanes. Leiðin upp brekkurnar er auðveld yfirferðar og tindurinn blasir við.

Gönguleið er til Hellisfjarðar í Lollaskarði innan við Lolla. Einnig er það þægileg og skemmtileg gönguferð að ganga fjallgarðinn út á Hellisfjarðarmúla og er útsýni á leiðinni ægifagurt og gott yfir byggðina í Neskaup-stað.

Til stóð að fara í fjölskyldugöngu á fjallið í haust á vegum UÍA, en hún féll niður vegna þoku.

Horft frá Lolla yfir Neskaupstað.

Mynd: Guðrún Sólveig Sigurðardóttir.

Page 38: Snæfell 2013

38 Snæfell

Árið 1983 ákváðu forsvarsmenn UÍA að ráðast í það verkefni að halda stórbingó í Reykjavík til að afla fjár handa sambandinu. Markhóparnir voru Austfirðingar búsettir í borginni og á Reykjanesi, sem og „bingósjúklingar“. Í pistli Hermanns Níelssonar, þáverandi formanns UÍA, kemur fram að Austfirðingarnir hafi mætt en nokkuð hafi vantað upp á bingó-áhugafólkið. Fjárhagsleg útkoma var því í járnum. Þeir sem mættu skemmtu sér þó vel, enda var skotið inn gamansögum á milli bingótalnanna.

Þórhallur Jónasson, formaður Þróttar í Neskaupstað, rifjar upp þegar hann kom fyrst á svæðið í ferð með öðrum flokki Víkings úr Reykjavík í fjögurra daga keppnis-ferð. Blaðamaður Snæfells spyr hvort það hafi ekki verið í þeirri ferð sem Guðjón Magnússon hafi fengið lánaða dráttarvélina og Þórhallur svarar: „Jú, alveg rétt, ef ég man rétt þá kom hann dráttarvél í gang

síðla nætur á Eskifirði og prufu-keyrði hana um plássið.“

Hann hafnar því einnig að hann sé „bölvaður ruddi“ inni á vellinum. „Ég held að það sé bara vegna þess að það heyrist stundum ansi hátt í mér, að þeir segja að ég sé ruddi. Hvers konar fyrirliði er það sem ekkert heyrist í?“

Þá er rætt við Halldóru Hafþórs-dóttur á Stöðvarfirði, núverandi skólastjóra á Djúpavogi, þegar efnilegir íþróttamenn eru kynntir til sögunnar. Hún segist æfa með vinkonu sinni, Lillý Viðarsdóttur, eftir æfingakerfi sem þær hafi sjálfar búið til út frá fyrri reynslu.

Aftasta grein blaðsins er ferða-saga frá handknattleikshópi Hugins sem um sumarið fór í tveggja vikna ferð til Árósa í Danmörku þangað sem félagið AAG bauð Seyð- firðingum í tilefni 400 ára Skanne-borgar, en á afmælismótinu var keppt á fimmtán handboltavöllum í einu.

Svona var það ´83

Stórbingó í Reykjavík

Málningarþjónusta Jóns og Þórarins Miðási 1, 700 Egilsstöðum, s. 471-1989Sesam Brauðhús Hafnargötu 1, 740 Reyðarfirði, s. 475-8000KLM Verðlaunagripir Marbakkabraut 32, 200 Kópavogi, s. 467-1133Holt og Heiðar ehf. Akurgerði, Hallormsstað, 701 Egilsst., [email protected]ÁS bókhald Austurvegi 20, 740 Reyðarfirði, s. 474-1123Ráðgjöf og Lausnir ehf. Kaupvangi 2, 700 Egilsst. s. 471-3200, [email protected] bókhaldsþjónusta Hafnarbyggð 19, 690 Vopnafirði, s. 473-1378Efnalaug Vopnafjarðar Miðbraut 4, 690 Vopnafirði, s. 473-1346

Hárgreiðslustofan SOLO Kolbeinsgötu 8, 690 Vopnafirði, s. 473-1221Sláturfélag Vopnafjarðar Hafnarbyggð 8a, 690 Vopnafirði, s. 473-1336Bókráð bókhald og ráðgjöf ehf. Miðvangi 2-6, 700 Egilsstöðum, s. 471-3130, [email protected] Island ehf. Hafnargötu 2, 735 Eskifirði, s. 4706700, www.egersund.isBorgarfjarðarhreppur

Hreppstofu Borgarfirði eystra, s. 472-9999

Við Voginn Vogalandi 2, 765 Djúpavogi, s. 478-8860Vaskur Miðási 7, 700 Egilsstöðum, s. 470-0010, www.vaskur.is, [email protected]

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

Vísindagarðurinn ehf.

SÍMI 471-1800

Karlakór Stöðvarfjarðar skemmti á Sumarhátíð.

Þórhallur Jónasson: Hvers konar fyrirliði er það sem ekkert heyrist í?

Page 39: Snæfell 2013

KPMG á AusturlAndi

Gleðilega hátíð

starfsfólk KPMG á Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði og Fjarðabyggð óska

viðskiptavinum og öðrum Austfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

kpmg.is

r

Page 40: Snæfell 2013

Svo allir fái sitt...Heilbrigt efnahagslíf byggist á góðu flæði fjármagns.

Við stuðlum að heilbrigðu efnahagslífi með því að gera viðskipti einföld, örugg og sanngjörn.

Því meiri viðskipti sem eiga sér stað, því betra fyrir þjóðfélagið, fyrirtæki og neytendur.

Við hjálpum báðum aðilum viðskiptasambands að eiga sanngjörn viðskipti og byggja þannig upp

langtíma viðskiptasambönd sem skapa verðmæti fyrir alla aðila.

Motus - svo allir fái sitt.

Niðurstaðan er sú að það er allra hagur að fjárstreymi og viðskiptalífið virki sem best. Um það snýst Motus

www.motus.is

MO

T 11

12-0

1

.