48
SNÆFELL 1. tbl. 29. árgangur 2010

Snæfell 2010

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Jólablað Snæfells 2010

Citation preview

Page 1: Snæfell 2010

SNÆFELL1. tbl. 29. árgangur 2010

Page 2: Snæfell 2010

Við könnum rétt þinn á bótum!

Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 / Suðurlandsbraut 18 Rvk.EF

LIR

alm

an

na

ten

gs

l /

HN

OT

SK

ÓG

UR

gra

fís

k h

ön

nu

n

Lífið tekur oft óvænta stefnuAfleiðingar slysa geta verið margþættar

NB

I hf.

(Lan

dsb

anki

nn),

kt.

471

00

8-0

28

0.

* Á

myn

dun

um s

érð

u hv

að þ

ú g

æti

r key

pt

hjá

sam

star

fsað

ilum

Auk

akró

na m

.v. 1

50

þús

und

kr.

innl

end

a ve

rslu

n á

mán

i, þ

.a. 1

/3 h

já s

amst

arfs

aðilu

m. S

já n

ánar

á a

ukak

ronu

r.is.

Þú færð meira fyrir Aukakrónur

AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000

Þú safnar Aukakrónum þegar þú notar A-kortið þitt og fyrir þær getur þú keypt allt mögulegt sem þig vantar eða langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.

Sæktu um A-kort á aukakronur.is

A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig

ersl

un á

mán

uði,

þ.a

. 1/3

hjá

sam

star

fsað

ilum

. Sjá

nán

ar

áa

á au

kaá

k

Page 3: Snæfell 2010

SNÆFELL 3

Árið 2010 hefur verið annasamt hjá UÍA. Mörgum verkefnum hefur verið sinnt á árinu og flestum þeirra eru gerð skil í þessu Snæfellsblaði. Meðal annars var ráðist í gerð kynningarbæklings um starfsemi UÍA, „UÍA maður á stormandi ferð“, sem var dreift í alla grunnskóla á Austurlandi í vor. Þetta er liður í því að kynna hvað UÍA stendur fyrir og starfsemi sambandsins. Það er svo komið að margt fólk á Austurlandi, bæði fullorðnir og börn, gerir sér ekki grein fyrir hlutverki eða tilgangi héraðssambands. Það er því verðugt verkefni fyrir okkur að kynna það fyrir Austfirðingum.

UÍA er héraðssamband og öll aðildarfélög þess fá keppnisrétt á landsvísu í gegnum sambandið. Knattspyrnudeildir og -félög fá aðild að Knattspyrnusambandi Íslands, skíðadeildir og -félög fá aðild að Skíðasambandi Íslands og íþróttafélög fatlaðra fá aðild að Íþróttasambandi fatlaðra. Án héraðssambandsins hafa aðildarfélög ekki aðild að ÍSÍ og UMFÍ, en í gegnum það koma miklar tekjur fyrir íþróttahreyfinguna af lottói og getraunum.

Þó er annað sem stendur upp úr íhlutverki héraðssambanda í mínum huga, sem er það að UÍA er samstarfs-vettvangur og hlutlaus samnefnari yfir alla íþróttastarfsemi á Austurlandi. Undir merkjum þess er unnt er að vinna saman undir sameiginlegu nafni og koma fram undir einum fána í keppnum utan fjórðungs.

UÍA hefur lagt metnað sinn í að aðstoða þau félög og greinar innan fjórðungsins sem á þurfa að halda og að vera öflug tenging allra aðildarfélaga sinna við landssamtökin, með því að koma mönnum inn í stjórnir og ráð á vegum þeirra. Þannig verjum við best hagsmuni íþróttafélaga á Austurlandi, en við þurfum alltaf að gæta þess að við gleymumst ekki. Við þurfum að vinna saman innan sem utan fjórðungs og þar á UÍA að vera samstarfsvettvangur okkar.

UÍA verður aldrei sterkara en félögin innan þess. Ef samstarfsvilji er ekki til staðar getur UÍA ekki blómstrað. Það hefur hins vegar verið reynsla

mín, þau ár sem ég hef unnið fyrir UÍA, að um leið og gengið er á undan með góðu fordæmi í samstarfi og brautryðjendaverkefnum koma aðrir og vilja vera með.

Við stöndum frammi fyrir því risavaxna verkefni í sumar að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Sameigin-legt átak er nauðsynlegt til að leysa það verkefni vel af hendi. Ég hef fulla trú á að aðildarfélög UÍA standi saman um að halda glæsilegt mót sem allir Austfirðingar verða stoltir af og njóta góðs af.

Ég hlakka til að starfa með ykkur áfram og óska Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi íþróttaári.

Íslandi allt!

Elín Rán BjörnsdóttirFormaður UÍA

SNÆFELL Hvað gerir héraðs-sambandið UÍA?

Efnisyfirlit

Útgefandi:Ungmenna- og íþróttasamband

AusturlandsRitstjórn:

Gunnar GunnarssonHildur Bergsdóttir

Stefán Bogi SveinssonÁbyrgðarmaður:Hildur Bergsdóttir

Myndir:UÍA

Höfundar efnisPrófarkalesari:Urður Snædal

Umbrot, prentun og bókband:Héraðsprent

Upplag:4000 eintök

Dreifing:Öll heimili á sambandssvæði UÍA

Afgreiðsla:Skrifstofa UÍA

Tjarnarás 6, 700 EgilsstaðirSími: 471-1353

www.uia.is – [email protected]

Stjórn UÍA 2009-2011:Elín Rán Björnsdóttir,

Egilsstöðum, formaðurGunnar Gunnarsson,

Fljótsdal, ritariGunnar Jónsson, Eskifirði, gjaldkeri

Berglind Ósk Agnarsdóttir, Fáskrúðsfirði, meðstjórnandi

Jónas Þór Jóhannsson, Egilsstöðum, meðstjórnandi

Böðvar Bjarnason, Egilsstöðum, varamaður

Steinn Jónasson, Fáskrúðsfirði, varamaður

Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Vopnafirði, varamaður

Forsíðumynd:Erla Gunnlaugsdóttir, Hetti,

í langstökkskeppni á Unglingalands-mótinu í Borgarnesi.

Mynd: Gunnar Gunnarsson

Frá stjórn UÍA ......................................3Afreksmenn ........................................4- Sylvía Brá og Sara Þöll Helgi á göngu ......................................6Dreki fær völl til leirdúfuskotfimi ............6Úthlutanir úr Spretti ............................6Viðtal við Helgu Alfreðsdóttur ................8Báðu um sparkvöll en fengu sparkhöll ...14Hjálmar Jónsson mótorkrossmaður ..... 16UMF Fram 100 ára ............................ 18Skvísurnar unnu VHE bikarinn .............. 18Sambandsráðsfundur UMFÍ ................. 18Björn Ármann Ólafsson, formaður Unglingalandamótsnefndar 2011 .........20Lokið við áætlun gegn einelti ...............20Ákvað strax að stefna á næstu leika ....22 - Erna Friðriksdóttir, íþróttamaður UÍAGengið frá Borgarfirði til Breiðuvíkur ....24Unglingalandsmót 2010 .....................26Fimleikar á ULM í fyrsta sinn ...............26Ungmennaráð skipuleggur skemmtidagskrána ............................26Úrvalshópur UÍA í frjálsum endurvakinn 28Farsælt sundsamstarf ........................30UMF Egill Rauði 95 ára .......................32Leiknir sjötugur..................................32Starfshópur endurskoðar skiptingu lottótekna ...........................32Gautaborgarleikarnir 2010 .................34Dagbókarbrot frá Danmörku ...............36- UÍA fólk á námskeiði á vegum EUFSkíðalyfta lítur dagsins ljós í Stafdal .....38Sundmenn vilja æfa oftar ....................38Launaflsbikarinn.................................40Þátttaka er lífsstíll .............................40Austurlandsmótið í blaki .....................42Knattspyrnuakademía Tandrabergs .....42Glímufólkið sankar að sér verðlaunum ..42Úrslit Sumarhátíðar UÍA og Síldarvinnslunnar 2010 ..................44

Page 4: Snæfell 2010

4 SNÆFELL

Sylvía Kolbrá Hákonardóttir er sautján ára blakkona úr Þrótti N. Hún er annar tveggja íþróttamanna sem fengu afreksstyrki úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa Fjarðaáls, í ár. Þrátt fyrir ungan aldur er hún komin í A-landsliðið og stefnir enn hærra.

Hvenær byrjaðir þú að stunda íþróttir? Sex ára byrjaði ég að æfa skíði en blakáhuginn kom síðar, eða um 10 ára aldurinn.

Manstu eftir fyrstu æfingunni þinni? Nei.

Hvaða íþróttir hefurðu stundað? Skíði, sund, fótbolta, hestaíþróttir og blak.

Hver eru helstu afrekin á ferlinum? Ég varð Oddsskarðsmeistari í svigi og stórsvigi þegar ég var sex ára. Í blakinu hef ég orðið Íslandsmeistari í nokkrum flokkum. Hins vegar keppti ég aldrei í fótbolta og sundi, en ég á nokkur silfur og brons úr hestaíþróttunum.

Hverjum eða hverju viltu þakka árangur

þinn? Fjölskyldu minni, þjálfurum, liðinu og vinunum.

Hvaða markmið hefurðu sett þér fyrir framtíðina? Að keppa með A- landsliðinu og vonandi fæ ég tækifæri til að vera atvinnukona í blaki.

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþrótt-unum? Miglena Apostolova sem hefur þjálfað mig undanfarin ár.

Hvert er uppáhalds íþróttaliðið þitt? Þróttur Nes., auðvitað!

Hvað er eftirminnilegast á árinu? Landsliðsferðirnar til Svíþjóðar og Dan-merkur, og sætir sigrar í keppninni hér heima.

Hvert er næsta verkefni í íþróttunum? Að halda áfram á þessari braut og svo stefni ég á Íslandsmeistaratitilinn í meist-araflokki.

Hvað er skemmtilegast við íþróttir? Hreyfingin, vera með skemmtilegu fólki og að sjálfsögðu að vinna.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkur úr Spretti fyrir þig? Þetta er mikill heiður og góð hvatning til að bæta sig meira. Það er dýrt að vera í landsliðinu. Ég hef þurft að fjármagna ferðirnar að mestu leyti sjálf og því kemur þessi styrkur sér afar vel fyrir mig.

Sara Þöll Halldórsdóttir er sautján ára fimleikakona úr Hetti. Hún var valin íþrótta-maður ársins hjá félaginu fyrir árið 2009 og var í sigurliði Hattar á Haustmóti Fimleikasambandsins í haust. Sara Þöll var annar tveggja íþróttamanna semfengu afreksstyrki úr Spretti, styrktar-sjóði Alcoa Fjarðaáls og UÍA, í ár.

Hvenær byrjaðir þú að stunda íþróttir? Ég var um 3 ára gömul þegar ég steig fyrst á skíði, og ég held að ég hafi verið eitthvað um 8-9 ára þegar ég byrjaði í fimleikum.

Manstu eftir fyrstu æfingunni þinni? Nei, en hún hefur verið nokkuð skrautleg held ég.

Hvaða íþróttir hefurðu stundað? Fimleika, fótbolta, skíði og frjálsar.

Hver eru helstu afrekin á ferlinum? Ég held að það hafi verið í febrúar á þessu ári þegar við í hópnum mínum í fimleikunum urðum unglingameistarar. Sem einstaklingur var það svo þegar ég varð Íslandsmeistari í 1. þrepi í almennum fimleikum og í 4. sæti á Andrésar Andarleikunum á skíðum.

Hverjum eða hverju viltu þakka árangur þinn? Það eru svo margir, en í fimleikunum held ég að það sé Auður Vala, sem er búin að þjálfa mig næstum alveg frá upphafi, og svo Nick, sænskur þjálfari sem kom hingað að þjálfa okkur í fyrra.

Hvaða markmið hefurðu sett þér fyrir framtíðina? Ég stefni að því að halda áfram sem lengst í fimleikum og byggja áfram ofan á og bæta stökkin mín.

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþrótt-unum? Það eru stelpurnar í meistara-hópi Gerplu í hópfimleikum sem fóru og kepptu fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í ár og urðu Evrópumeistarar.

Hvert er uppáhaldsíþróttaliðið þitt? Ég á mér ekkert uppáhaldslið, en þegar ég fer til Reykjavíkur myndi mig langa að fara í annað hvort Stjörnuna eða Gerplu, þannig

að ég held að þau lið komist næst því að vera í uppáhaldi.

Hvað er eftirminnilegast á árinu? Það er án efa þegar við unnum Haustmótið í hópfimleikum núna í nóvember. Það var mjög tilfinningaríkt. Einnig var mjög gaman að taka þátt í landsliðsúrtaki fyrir yngra landsliðið í hópfimleikum, og auðvitað er líka mjög eftirminnilegt þegar ég var kjörin íþróttamaður Hattar í janúar.

Hvert er næsta verkefni í íþróttunum? Það er næsta hópfimleikamót sem er í febrúar.

Hvað er skemmtilegast við íþróttir? Aðallega félagsskapurinn og hreyfingin. En í fimleikunum er það líka áskorunin og það að framfarir sjást vel í því sem maður gerir.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkur úr Spretti fyrir þig? Hann hefur mikla þýðingu fyrir mig. Þetta er mjög mikil viðurkenning og gerir mér fært að fara á æfingar í betri aðstöðu, til dæmis hjá Stjörnunni þar sem ég er alltaf velkomin á æfingar hjá Jimmy. Aðstæður hér eru ekki nægilega góðar og erfitt er að keyra ný og flókin stökk í þær lendingar sem við höfum vegna slysahættu, þannig að ef ég ætla taka frekari framförum verð ég að fara þangað sem aðstaðan er betri. Ég vil því þakka kærlega fyrir mig.

Afreksmaður

Sylvía Kolbrá Hákonardóttir

Afreksmaður

Sara Þöll HalldórsdóttirAfreksmaður

Page 5: Snæfell 2010

SNÆFELL 5

Barcelona

Alicante

Edinborg

Kaupmannahöfn

París

Berlín

Frankfurt Hahn

Friedrichshafen

Bologna

Stokkhólmur

Varsjá

Osló

Kraká

Orlando

Boston

Chicago

Winnipeg

New York

ÁlaborgGautaborg

Akureyri

Reykjavík

Basel

London

Billund

BelfastDublin

to

n/

A

Gleðilegtferðasumar

2011!

Enn stækkar leiðakerfi okkar og næsta sumar bjóðum

við flugsæti til fleiri áfangastaða í Evrópu og Ameríku

en nokkru sinni fyrr. Við höldum því áfram að stækka

og dafna en auðvitað færðu flugsæti á sama gamla lága

verðinu. Kynntu þér nýja áfangastaði okkar og bókaðu

flugsæti fyrir þig og þína á www.icelandexpress.is

Orlandoo

Chicago

Winnipeg

onn

to

to

tFF

/S

ÍA

/S

ÍA

/S

ÍÍÍ/

S/

S

Enn

við

en

og

ver

flu

www.icelandexpress.is

Bókaðu

núna!

Page 6: Snæfell 2010

6 SNÆFELL

Helgi á göngu, samvinnuverkefni Ung-mennafélags Borgarfjarðar (UMFB), UÍA og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), fór fram í fyrsta skipti í sumar. Verkefnið felst í skipulögðum gönguferðum víða um land til heiðurs Helga Arngrímssyni, gönguforkólfi.

Þoka setti strik í reikninginn fyrsta dag verkefnisins, á Jónsmessunni. Til stóð að ganga á Svartfell, en í staðinn var gengið inn hjá Urðarhólum og Urðarhólavatni, þar sem er ein stærsta líparítströnd landsins. Urðarhólar eru framhlaup, innst í Borgarfirðinum, og um þá liggur um þriggja kílómetra stikuð gönguleið. Skyggni í göngunni var lítið og leiddi Hafþór Snjólfur Helgason göngumenn, sem voru á þriðja tug, áfram eftir GPS tæki. Sérlega gott þykir að fleyta kerlingum á Urðarhólavatni. Keppt var í greininni þar um kvöldið og bar Bjarni Björgvinsson, lögmaður á Egilsstöðum, sigur úr býtum en steinninn hans skoppaði átta sinnum á vatninu.

Gönguleiðin er meðal fjölda leiða sem skráðar eru á Ganga.is og í verkefnið Göngum um Ísland, en það var einmitt Helgi Arngrímsson sem dreif það verkefni af stað.Hátíðin á Borgarfirði náði yfir alla helgina og þar var líka boðið upp á lengri göngur, til dæmis frá Borgarfirði til Breiðuvíkur, en þeirri leið er nánar lýst á öðrum stað hér í Snæfelli.Á seinasta þingi UMFÍ fluttu fulltrúar UÍA tillögu, sem var samþykkt, um að sem flestir sambandsaðilar heiðruðu minningu Helga með skipulögðum gönguferðum.

Borgfirðingar vestri og Keflvíkingar brugðust vel við og lögðu af því tilefni land undir fót um Jónsmessuna.

Skotfélagið Dreki í Fjarðabyggð hefur verið starfrækt frá árinu 1998 og eru félagsmenn nú rúmlega 230 talsins.Um þessar mundir er félagið að taka í notkun skeet-völl, en hann verður formlega vígður á næsta ári. Skeet er einnig kallað leirdúfuskotfimi og er hefðbundin haglabyssugrein. Þátttakendur skjóta frá 8 skotstöðum á leirdúfur sem skotið er úr tveimur skotturnum, en alls eru 25 skot í hverri lotu. Um 12 slíkir vellir eru víðsvegar um landið. Mikill fengur verður fyrir skotíþróttamenn að fá slíkan völl hingað austur en þá geta félagsmenn stundað og keppt á skeetvelli sem verður viðurkenndur af Skotíþróttasambandi Íslands og hægt verður að halda lögleg mót á þessum velli.

Helgi Rafnsson, formaður Skotfélagsins Dreka.

Ungmenna- og íþróttasamband Austur-lands og Alcoa Fjarðaál gerðu sumarið 2009 með sér samkomulag um að endurreisa afrekssjóðinn Sprett sem starfræktur var á árunum 2005-2007. Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja íþróttaiðkun barna og unglinga með einkunnarorð Alcoa um afburði að leiðar-ljósi. Alcoa Fjarðaál sér um fjármögnun sjóðsins, en UÍA um skipulag og umsýslu. Aðilar skipa sameiginlega úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlutar úr sjóðnum. Úthlutanir fara fram að vori og hausti ár hvert og var 1,4 milljónum úthlutað úr sjóðnum á þessu ári. Fulltrúar UÍA og Alcoa hittust á aðventunni og fóru yfir samstarfið, og áfram verður haldið á sömu braut.

AfreksstyrkirSara Þöll Halldórsdóttir, fimleikakona úr Hetti.Sylvía Kolbrá Hákonardóttir, blakkona úr Þrótti.

IðkendastyrkirAndrés Kristleifsson, körfuboltamaður úr Hetti.Björgvin Jónsson, mótorkrossmaður úr START. Daði Fannar Sverrisson, frjálsíþróttamaður úr Hetti.Erla Gunnlaugsdóttir, frjálsíþróttakona úr Hetti. Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuboltamaður úr Hetti.Fannar Bjarki Pétursson, knattspyrnumaður úr Leikni.Helena Kristín Gunnarsdóttir, blakkona úr Þrótti. Kristina Apostolova, blakkona úr Þrótti. Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, blakkona úr Þrótti.Tadas Jocys, knattspyrnumaður úr Leikni.Valdís Ellen Kristjánsdóttir, fimleikakona úr Hetti.

ÞjálfarastyrkirAuður Vala Gunnarsdóttir, fimleikaþjálfari hjá Hetti. Guðný Margrét Bjarnadóttir, skíðaþjálfari hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar.Jóhann Arnarson, golfkennari hjá Golfklúbbi Byggðarholts.Miglena Kostova Apostolova, blakþjálfari hjá Þrótti.

FélagsstyrkirBlakdeild Þróttar vegna námskeiðahalds í strandblaki barna og unglinga.Fimleikadeild Hattar vegna fjölföldunar æfingadagbóka.Frjálsíþróttadeild Hattar vegna þátttöku iðkenda í Úrvalshópi UÍA.Hestamannafélagið Blær vegna námskeiðahalds í knapamerkjum. Kajakklúbburinn Kaj vegna kaupa á öryggisbúnaði fyrir börn og unglinga.Skíðafélagið í Stafdal vegna námskeiða fyrir börn.

Afrekssjóður UÍA og Alcoa Fjarðaáls

1,4 milljónum króna úthlutað úr Spretti

Helgi á göngu

Göngumenn létu ekki þokuna á sig fá og rötuðueftir GPS punktum.

Frá skotvopnanámskeiði á nýja vellinum.

Dreki fær völl fyrir

leirdúfuskotfimi

Page 7: Snæfell 2010

SNÆFELL 7

Namo ehf - Skútuvogi 11

104 Reykjavík (móti Blómaval)

Sími: 566 7310

Opnunartími:Mánudaga til föstudaga 9-18Laugardaga 11-16

Frábær fatnaður og annar íþróttavarningur frá Jako

Gerum tilboð fyrir hópa í búninga, íþróttagalla og merktan fatnað

Page 8: Snæfell 2010

8 SNÆFELL

Seinasta blómaskeið frjálsra íþrótta á Austurlandi var á níunda áratugnum. Lið sambandsins unnu þá bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í flokki fjórtán ára og yngri fimm sinnum í röð og voru í verðlaunasætum í meistaraflokki. Þjálfari liðsins var Helga Ruth Alfreðsdóttir, íþróttakennari á Egilsstöðum. Hún er þó hvað þekktust fyrir að hafa kennt Austfirðingum á öllum aldri sund í fjörutíu ár.Í samtali við Snæfell segir Helga frá uppvaxtarárum sínum í Austur-Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni og árunum eftir stríð, þegar hún kunni ekki að synda en þurfti að þreyta inntökuprófið í íþróttaháskólann í Leipzig og kynnum sínum af austfirskum afreksmönnum og þjálfun þeirra.

Helga býður okkur velkomin á heimili sitt á Egilsstöðum um miðjan desember. Hús hennar og Magnúsar Magnússonar, fyrrverandi skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum, stendur rétt ofan við þann stað þar sem hún byrjar hvern dag, sundlaugina. „Ég vakna hálf sex á hverjum degi og fer í sund. Við erum ákveðinn hópur sem hittist í sundi á hverjum morgni. Félagsskapurinn skiptir okkur miklu máli. Við sitjum saman í pottinum eftir sundið og skjótum hvert á annað, allt á léttu nótunum. Mér finnst þetta góð byrjun á deginum og ég hef þennan tíma út af fyrir mig.“Hún býður okkur til stofu. Á borðinu eru þrír diskar og þýskt jólabrauð (Christstollen) sem hún bakar fyrir hver jól. Það er uppfullt af næringu, enda var brauðið upphaflega bakað til að fæða fátæklinga. Síðan þróaðist siðurinn. „Það á hver fjölskylda sína uppskrift. Ég hef kennt mörgum að baka eftir þessari uppskrift.“ Síðan spyr hún hvað við viljum vita um hana. Svarið er allt.

Alin upp við hvítar strendurHelga og Magnús eiga þrjár dætur, Ruth og Helgu sem báðar kenna við grunnskólann á Egilsstöðum og Kristínu sem kennir í Reykjavík. Barnabörnin eru 12. Að auki á Helga soninn Jens sem býr í Þýskalandi.Helga fæddist í borginni Swinemünde á eyjunni Usedom við árósa stórfljótsins

Oder á landamærum Þýskalands og Póllands árið 1938. „Þessi borg var á þessum tíma þekktur baðstaður fyrir Berlínarbúa. Usedom, með sínum hvítu ströndum, er algjör orlofsparadís.“Ströndin var leiksvæði systkinanna. Þangað fór móðir hennar með þeim meðan pabbi hennar var í vinnunni. „Pabbi var úr fjölskyldu trésmiða. Afi átti fyrirtæki sem

smíðaði báta, hús og húsgögn og synir hans tveir lærðu hjá honum. Pabbi fór áfram í byggingaverkfræði. Hann starfaði í Peenemünde þar sem Hitler þróaði eldflaugar sem skotið var á Bretland.Móðir mín var dóttir sjómanns sem sigldi lengi til Bandaríkjanna. Hann hafði umsjón með hleðslu skipa í Swinemünde. Mamma fór í menntaskóla, fann sér síðan vinnu

Helga Ruth Alfreðsdóttir, íþróttakennari – og þjálfari á Egilsstöðum

„Annað hvort er maður að þessuá fullu eða ekki“

Svo voru keppendur sem æfðu ekki mikið en biðu eftir að ég hefði samband fyrir Sumarhátíð. Þegar ég hringdi og spurði: „Ætlarðu ekki að koma á æfingu?“ var svarið: „Jú jú, ég er búinn að taka skóna fram.“ Mynd: GG

Page 9: Snæfell 2010

SNÆFELL 9

hjá lögfræðingi. Eftir stríðið starfaði hún sem kennari. Ég átti tvö systkini, eldri systur og yngri bróðir, en bróðir minn er látinn.“

Ekkert barn á að þurfaað upplifa stríðHelga var ársgömul þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland og seinni heims-styrjöldin hófst, sem markaði djúp spor í æsku hennar og mótaði hana fyrir lífstíð.„Árið 1943 gerðu Bretar stóra sprengjuárás á Peenemünde. Þeir köstuðu fosfór og allt brann, húsið okkar og allar eigur. Konur og börn höfðu verið flutt í burtu nokkru áður þannig við urðum ekki fyrir líkamlegum skaða. Pabbi hafði lokið viðbótarnámi í byggingartækni, en til að fá réttindi þurfti hann að fara eitt ár á vígstöðvarnar. Þaðan kom hann ekki aftur, hann féll 23. desember 1943. Þá stóð mamma uppi ein með þrjú börn. Vígstöðvarnar færðust alltaf nær og í byrjun mars 1945 vorum við flutt frá Usedom. Annar afi okkar rúmlega áttræður kom með, hinn varð eftir. Sá kom svo með seinasta skipinu frá eyjunni í apríl. Á leiðinni ferðuðumst við með lest sem varð fyrir árás breskra herflugvéla. Allir þurftu að fara út. Ég átti að gæta móðurömmu minnar, sem var blind. Mamma hugsaði um pabba sinn og systkini mín tvö. Ég var þá sex ára og með silfurborðbúnað okkar í skólatösku á bakinu. Flugvélarnar flugu yfir og skutu á lestina. Það hlupu allir í skjól inn í rjóður og ég skreið með ömmu undir nálægan runna. Það lá við að ég yrði skömmuð þegar árásin var afstaðin því mamma varð æf þegar hún fann mig ekki strax. Lestin var ónýt og við vorum heila viku að ferðast krókaleiðir, vegalengd sem vanalega var farin á 2-3 tímum. Við fórum til Wismar þar sem systir

mömmu bjó. Bandamenn réðust á borgina í lok stríðsins. Þeir ætluðu að skjóta á vöruskemmur við höfnina ,en borgarbúar höfðu búið til gervihöfn til að blekkja flugmennina. Það gekk eftir en tvær gotneskar kirkjur voru eyðilagðar. Önnur stóð örskammt frá húsinu okkar og á hana féllu tvær sprengjur. Í hama-gangnum gætti ég ömmu minnar og við vorum síðastar á leiðinni í kjallarann. Loftþrýstingurinn sem myndaðist við seinni sprengjuna var svo mikill að við runnum niður stigann, allt niður á næstu hæð. Kjallarinn var um leið loftvarnarbirgi og innangengt var milli kjallara, göturnar á enda. Ég óska þess síðan af heilum hug að enginn þurfi að upplifa stríð eða styrjaldir, og allra síst börn.“

„Ég átti hamingjusama æsku“Mikill skortur var í Þýskalandi árin eftir styrjöldina. Þrátt fyrir það hugsar Helga

með hlýhug til æskuáranna. „Ég átti samt góða og hamingjusama æsku. Það var fátt sem mamma bannaði okkur að gera.“Móðir hennar flutti í sveitaþorpið Ludersdorf og gerðist þar kennari. Helga ólst upp í sveit til tólf ára aldurs. „Ég fór beint úr fyrsta í þriðja bekk og var þar yngst. Það höfðu allir misst úr ár í skóla vegna stríðsins en mamma hafði lesið og reiknað með mér heima og því gat ég fylgt eldri nemendunum eftir. Þegar við fluttum til Ludersdorf var ég komin í fimmta bekk og þurfti þá að ganga þrjá kílómetra fram og til baka á hverjum degi í skóla. Mér var bannað það um tíma, því ég fékk berkla sem barn. Ég fór aðeins í skólann á vorin og haustin og til að taka próf, en las þess á milli heima. Frá og með sjöunda bekk lengdist skólagangan, en þá fluttist ég til frænku minnar í Wismar. Þar kynntist ég tónmennt og fékk góðan tónmenntakennara sem fylgdi mér alla leið upp í 10. bekk. Hann kenndi okkur meðal annars að lesa nótur og gaf okkur innsýn í tónlistarsögu.Í Ludersdorf áttum við stóran ávaxtagarð og akurspildu. Við ræktuðum allt sem var nauðsynlegt, auk þess sem við héldum dýr. Þarna lærði ég garðyrkjustörf því við þurftum að hjálpa til á hverjum morgni. Að launum máttum við velja okkur eitt kirsuberjatré sem enginn mátti taka af nema með okkar leyfi. Við áttum alls 42 kirsuberjatré og urðum að tína af þeim á hverjum degi á uppskerutímanum. Við ræktuðum líka perur og epli sem mamma seldi.Í Ludersdorf léku börn á öllum aldri sér saman í kýló (slábolta). Ég var alltaf minnst, alveg eins og písl með mjóa handleggi og gat ekki kýlt, en ég gat hlaupið. Í raun hef ég aldrei liðið skort en ég var lengi undir eftirliti lækna og þurfti að taka lýsi. Á fimmtánda ári fékk ég læknisvottorð upp á að ég mætti stunda íþróttir. Ég byrjaði fyrst í handbolta en fannst íþróttin of gróf og fór í fimleika. Þegar ég var sautján ára vann ég til silfurverðlauna á austur-þýsku meistaramóti unglinga. Ég fékk gaddaskó í verðlaun.“

„Ég hafði ekki lært að synda“Þrátt fyrir að byrja seint að æfa íþróttir náði Helga góðum árangri á sínu landsvæði. Þá byrjaði hún líka að leiðbeina. „Ég leiðbeindi fimleikakrökkum og var oft ein með 50-60 börn á æfingu. Íþróttafélögin voru tengd verkalýðsfélögum og á bakvið félagið mitt, SV-Einheit, voru opinberir starfsmenn og kennarar. Mamma var formaður kennarafélagsins. Aðstaðan í félaginu okkar var ekki sem verst. Við áttum gott félagsheimili og fallegt grassvæði þar sem við æfðum fimleika allt sumarið. Allt þetta var byggt upp í sjálfboðavinnu. Gamlir félagar úr

Æskuheimili Helgu í Peenemünde. Það brann í fosfórárás Bandamanna. Mynd: Úr einkasafni

Helga við upphaf skólagöngunnar í Leipzig. Mynd: Úr einkasafni.

Page 10: Snæfell 2010

10 SNÆFELL

verkalýðsfélaginu leiðbeindu okkur og drifu áfram starfið í SV-Einheit.Einn veturinn komu fulltrúar frá Berlín að kynna sér starf okkar. Ég bar kol og uppkveikju upp á skrifstofuna hennar mömmu og þegar ég kom þangað sátu þessir sömu menn þar. Þeir þekktu mig og sögðu: „Við höfum sést.“ Ég var þá sautján ára, nýbyrjuð í stúdentsprófi. Þeir sögðu: „Við sendum þig í íþróttaskóla.“ Það varð úr að ég færi og tæki inntökupróf í íþróttaháskólann í Leipzig sem þá var einn besti íþróttaháskóli Evrópu.“En þar vandaðist málið. Það var íþróttagrein sem Helga hafði aldrei lært. Og sú staðreynd kemur eflaust fjölda Austfirðinga sem Helga hefur komið á flot undanfarin fjörutíu ár á óvart. „Ég hafði ekki lært að synda. Ég var vön að busla í sjónum þegar ég var lítil og var ekki vatnshrædd, kunni að kafa og fleira en tæknilega séð var ég algjör kafbátur. Mér tókst samt að ná prófinu.“Í skólanum lagði Helga áherslu á nútímafimleika. Í verðlaun fyrir góðan námsárangur eftir fjögurra ára nám fékk hún ferð til Prag þar sem félagar hennar sýndu hópfimleika. „Þar hittum við merkan mann, Raúl Castro (núverandi forseta Kúbu). Það var galsi í okkur í stelpuhópnum, en við gátum ekki talað við heiðursgestinn. Hann kom samt og heilsaði okkur með handabandi.“Helga ílengdist í skólanum þótt hún vildi flytja frá Leipzig og út á land í bernskuumhverfið. „Eftir þrjú ár var ég beðin um að kenna nútímafimleika, en af sérstökum ástæðum kenndi ég þess í stað í fimm ár íþróttasögu við háskólann. Ég var búin að gifta mig og eignast mitt fyrsta barn. Maðurinn minn þáverandi var

líka í námi í skólanum. Ég fór í doktorsnám og eignaðist annað barn áður en við hjónin skildum.Ég kynntist svo Magnúsi, sem var við tónlistarnám í Leipzig, og fór með honum til Íslands. Í ágúst 1965 fluttum við til Ólafsfjarðar þar sem Magnús stofnaði Tónskóla. Þar bjuggum við í sex ár og fluttum síðan austur í Egilsstaði.Þegar aðstæður breyttust á Ólafsfirði komu okkur tveir staðir í hug: Egilsstaðir og Höfn. Magnús þekkti einn mann á Austurlandi, Hjörleif Guttormsson, en þeir voru samtíða í Þýskalandi. Magnús hafði samband við Hjörleif, en Sigurður Blöndal var þá staddur hjá honum í Neskaupstað. Sigurður bar erindið til Magnúsar Einarssonar, formanns Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs, sem hringdi daginn eftir og bauð okkur í kynningarferð. Við komum hingað austur í sól og blíðu, Magnús ók okkur um nágrennið og sýndi okkur allt það helsta. Þá ákváðum við að láta slag standa og flytja austur. Við komum hingað í ágúst, erum hér enn og líður vel.

Viltu þjálfa körfubolta?Það varð bið á að Helga skellti sér í íþróttirnar á Egilsstöðum. „Um veturinn fékk ég lítið, nafnlaust blað inn um dyrnar hjá mér. Á því stóð að ef ég hefði áhuga á að þjálfa körfubolta karla mætti ég hringja í ákveðið símanúmer. Ekki höfðu þeir sömu frumkvæði að því að tala beint við mig. Þegar ég byrjaði að kenna árið 1974 heyrði ég svo að félagar hjá Hetti bæru sig illa, hér væri vel menntaður íþróttakennari sem ekki vildi liðsinna þeim.”Fyrst um sinn vann Helga við sjúkraþjálfun á sjúkrahúsinu og skúraði einnig í

grunnskólanum. Haustið 1974 var henni boðið að hlaupa í skarðið sem forfallakennari í íþróttum. „Það sem áttu að vera átta vikur varð að 27 árum í kennslu.“Árið 1976 dróst hún síðan inn í frjálsíþróttastarfið, fyrst hjá Hetti og síðan UÍA. „Um vorið hafði ég aðstoðað nokkra krakka fyrir Austurlandsmót í frjálsum og leyft þeim að æfa í kennslutímum. Um sumarið kepptu margir þessara krakka á Andrésar Andar leikum á Eiðum, sem Emil Björnsson hafði byrjað með árið áður. Við fórum út í Eiða til að horfa á. Helga, yngri dóttir okkar, hljóp af rælni með í spretthlaupi. Það gleymdist að taka tímann hennar. Tímatökumaðurinn sagði: „Það getur ekki verið að þessi sé keppandi“.“Um haustið fór ég á aðalfund Hattar þar sem Sigurjón Bjarnason var að segja frá góðum árangri á Austurlandsmótum í frjálsum íþróttum. Ég skoraði á stjórnina að fá æfingaaðstöðu fyrir frjálsíþróttafólk í Valaskjálf. Þetta varð til þess að mér var falið að hóa saman hópi til æfinga og þannig byrjaði ég að þjálfa frjálsar íþróttir hjá Hetti.Vetraræfingarnar gengu vel og Hetti gekk vel á næstu sumarhátíð. „Borgfirðingar voru á þessum tíma sterkir í frjálsum. Þar nýttist smæð þorpsins þeim. Allir unglingarnir léku sér saman, þeir kepptu saman, þekktu hvern annan og helstu styrkleika. Höttur vann fyrst stigakeppni Sumarhátíðar árið 1978 og allt fram til ársins 1992 unnum við alltaf með tveim undantekningum. Góður árangur vetrarstarfs Hattar vakti athygli og áhuga í öðrum byggðarlögum.“

Laus við berklana og komin í íþróttirnar. Helga er minnst fyrir miðju í handboltaliðinu sínu. Mynd: Úr einkasafni.

Page 11: Snæfell 2010

SNÆFELL 11

„Má ég ekki vera með í liðinu“Auk Helgu kom fjöldi sjálfboðaliða að starfinu hjá Hetti. „Mikið var unnið í sjálfboðavinnu og keppendur þurftu aðeins að borga húsaleigu í Valaskjálf, og svo notfærðum við okkur aðstæður í nágrenni Egilsstaða, til dæmis Þórsnes eða Selskóg, þar sem enginn æfingavöllur var fyrir hendi. Seinna tyrfðum við, með aðstoð foreldra og annars áhugafólks, smá grassvæði við enda fótboltavallarins. Höttur keypti skipadregla sem við gátum neglt niður til að gefa betri spyrnu og seinna voru þeir notaðir á Eiðum. Áhugafólk smíðaði startklossa og grindur fyrir grindahlaup.Það komu margir að frjálsíþróttastarfinu hjá Hetti : Hrafnkell Kárason, Sigurjón Antonsson, Magnús Einarsson, Sveinn Þórarinsson, Björn Kristleifsson og fleiri. Ég fann smá ríg frá körlum niður á fjörðum en þaðan kom líka fólk eins og Dóra Gunnarsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson og Magnús Stefánsson frá Fáskrúðsfirði og Björn Hafþór Guðmundsson frá Stöðvarfirði og við urðum öll miklir vinir. Við byrjuðum strax að hausti að undirbúa næsta sumar. UÍA borgaði mér ekkert þann tíma sem ég vann fyrir sambandið, nema bensín á landsmót í Keflavík því það voru tveir keppendur í bílnum með okkur Magnúsi.Á þessum tíma byrjuðu margir efnilegir frjálsíþróttamenn að æfa. Arney Magnúsdóttir, Ármann Einarsson og Þórdís Hrafnkelsdóttir og dætur mínar, Ruth og Helga. Dag einn kom síðan allt í einu inn á æfingu hjá Hetti maður sem heitir Stefán Friðleifsson, sem ég hafði séð nokkrum sinnum í körfubolta. Hann spurði hvort hann mætti ekki koma og stökkva með okkur og ég sagði að það væri sjálfsagt, þar sem það var föst regla að ef einhver kom fékk hann að vera með. Stefán var áhugasamur. Hann byrjaði á að stökkva 160 sm í ársbyrjun 1978, á Íslandsmóti í júní stökk hann 195 sm og í byrjun ágúst tvo metra. Hann skráði fyrir mig í bók öll mót sem hann fór á, hversu hátt hann stökk og hversu hátt hann reyndi að stökkva. Með honum var komin ákveðin fyrirmynd í félagið, þar sem þarna var fullorðinn maður sem fór að æfa með börnum og unglingum. Fleiri fylgdu á eftir og þegar kom að Sumarhátíð mætti fullt af fólki á staðinn og spurði: „Má ég ekki vera með í liðinu?“Þetta var dásamlegur tími og margt var gert til skemmtunar og fjáröflunar utan æfinga. Við hlupum í kringum Lagarfljótið, syntum maraþonsund í sundlauginni og stóðum fyrir minigolfkeppni til að afla fjár. Fjölskyldurnar fylgdu ævinlega með og alltaf var nóg af starfsmönnum frá Egilsstöðum. Ólíklegustu menn buðu sig fram og hjálpuðu.

Svo voru keppendur sem æfðu ekki mikið en biðu eftir að ég hefði samband fyrir Sumarhátíð. Þegar ég hringdi og spurði: „Ætlarðu ekki að koma á æfingu?“ var svarið: „Jú jú, ég er búinn að taka skóna fram.“ Það var yndislegt. Kjartan Yngvason, sem var með vélsmiðjuna Gunnar og Kjartan, kom á völlinn og spurði: „Má ég ekki keppa í kringlu? Ég er gamall kringlukastari.“ Og hann kastaði vel.Þá fann ég að sveitarfélagið horfði til okkar, við vorum ekki úti í horni. Í skólanum ríkti velvild og ég hafði frumkvæði að því að koma á skólamótum á landsvísu, þar sem átta krakkar í hverjum aldursflokki fóru til Reykjavíkur til að keppa. Þá gátum við alltaf fengið frí.“

„Ég var meira FRÍ en UMFÍ“Strax árið 1977 var Helga valin í frjálsíþróttaráð UÍA þar sem hún sat til ársins 1988, þar af um tíma sem formaður. Á þessum árum fór hún margar eftirminnilegar keppnisferðir út fyrir sambandssvæðið. Þeir sem Helga þjálfaði lýsa henni þannig að hún hafi verið ströng en alltaf skemmtileg og lítið hafi kvarnast úr hópnum. Sjálf viðurkennir hún að hafa verið af öðrum skóla en margir félagar hennar innan UÍA.„Þegar ég settist í frjálsíþróttaráð UÍA breyttum við ýmsu í framkvæmd sumarhátíðarinnar. Komum á fyrirfram skráningu og gerðum betri tímaseðla. Öllum sem æfðu frjálsar utan sambandssvæðis var velkomið að keppa sem gestir, en ekki til verðlauna. Vinum mínum, eins og Pétri Eiðssyni, fannst þetta of langt gengið. Ég hafði ekki þessa ungmennafélagshugsjón. Ég var fagmaður í frjálsum íþróttum og starfaði meira í anda þess. Ég fann mig frekar í FRÍ en UMFÍ og hef alla tíð verið þannig.Þegar Sumarhátíðin var á Eiðum

eyddum við nóttinni í að ganga frá öllum merkingum og skráningum. Fyrir mót sótti Stebbi Friðleifs mig heim, við sóttum hástökksdótið í geymslu, hlóðum því á kerru og keyrðum með það út í Eiða. Hann hjálpaði mér við að taka það af áður en ég leyfði honum að fara að hita upp. Þegar hann seinna kom heim úr námi frá Bandaríkjunum færði hann mér tvær stangarstökksstangir, rásbyssu og hástökksrá úr trefjaefni. Ég fékk einmitt kort frá Stebba um daginn. Hann býr nú í Afríku en var þá nýbúinn að vera í Frankfurt og hefur sjálfsagt þar orðið hugsað til gamla þjálfarans síns.Ég held annars að það sé hollt fyrir keppendur að taka þátt í starfinu í kringum íþróttaæfingarnar og mótin.

Okkar krakkar í Hetti fengu ekki allt upp í hendurnar.“

„Blessaður – það er eitt sæti laust!“Á þessum tíma myndaðist samhentur hópur sem vann að uppgangi frjálsra á svæðinu, og má þar nefna þá sem sátu í frjálsíþróttaráði: Guðmundur Hallgrímsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Pétur Eiðsson, Magnús Stefánsson, Magnús Pétursson, Hermann Níelsson, Hrafnkell Kárason og náttúrulega Helga.„Fyrir utan að halda skólahlaup, mót og æfingabúðir hér á Austurlandi útveguðum við námsfólki okkar í Reykjavík aðstöðu til æfinga í Baldurshaga. Vinnan lá aðallega í því að skipuleggja og ná saman liðinu og halda utanum keppendur á keppnisstað. Margir af okkar bestu keppendum bjuggu ekki á svæðinu, en héldu tryggð við UÍA, til dæmis Brynjúlfur Hilmarsson, Einar Vilhjálmsson og Egill Eiðsson. Þegar árið 1978 var á landsvísu tekið eftir góðum árangri UIA á mótum og margir af okkar bestu keppendum voru komnir í landslið Íslands.

Helga ásamt öflugum íþróttamönnum, Stefán Friðleifssyni og Andra Snæ Sigurjónssyni. Mynd: Úr einkasafni.

Page 12: Snæfell 2010

12 SNÆFELL

Frá 1978 sá UÍA um að skipuleggja og halda fjölda móta fyrir hönd FRÍ. Auðvelt var að koma á fót liði 14 ára og yngri og jafnvel 15-18 ára, þar sem keppendur bjuggu á svæðinu. Reyndar unnum við frá árinu 1978 fimm ár í röð bikarkeppni 14 ára og yngri. Það voru að venju skemmtilegustu ferðirnar.“UÍA vann sig fljótt upp í bikarkeppni FRÍ, því árið 1979 fórum við upp í aðra deild og 1982 upp í 1. deild. „Að ná saman liði fullorðinna var oft erfitt, sérstaklega í kvennagreinum, og þurftu þá yngri stúlkur oft að keppa upp fyrir sig. Stundum þurfti að grípa fólk úr öðrum greinum til að fylla upp í til dæmis boðsveit. Þetta varð oft til að kveikja áhuga viðkomandi á frjálsum. Alltaf tókst að ná í lið á keppnisstað, þó ekki væri það alltaf eftir hefðbundnum leiðum. Til dæmis flaug Stefán Friðleifsson með Unnar Vilhjálmsson til Borgarness til að keppa. Árið 1979 þegar bikarkeppni var haldin á Snæfellsnesi ók Pétur Eiðsson keppanda á flugvöllinn á Egilsstöðum. Pétur var upptekinn í heyskap en samt kipptum við honum með suður, þar sem eitt sæti var laust í flugvélinni, og það kom sér vel þar sem allt liðið gisti hjá systur hans, Gróu Eiðsdóttur, í Reykjavík.“Stærstu viðburðirnir í starfi UÍA voru samt landsmót Ungmennafélagsins. Allt kapp var lagt á að ná sem bestum árangri þar. Helga fór fyrst á landsmót árið 1978. „Þar vöktu athygli góðir hlauparar karla og kvenna. Í heild var UÍA í 2.-3. sæti. Á Landsmótinu á Akureyri 1981 unnum við svo hástökkskeppni karla með yfirburðum, með Stefán Friðleifsson í fyrsta sæti og Unnar Vilhjálmsson í öðru. Þeir stukku báðir yfir tvo metra, en ekkert annað lið átti svo góða stökkvara. Egill Eiðsson vann

hundrað metra hlaup, Helga Unnarsdóttir kringlukast og báðar boðsveitir karla fengu gull.Á landsmótinu í Keflavík 1984 var hápunktur mótsins Íslandsmet Unnars Vilhjálmssonar í hástökki, en hún stökk 2,12 metra. Þórdís Hrafnkelsdóttir vann hástökk kvenna, Helga Unnarsdóttir vann bæði kúluvarp og kringlukast kvenna og Helga Magnúsdóttir varð önnur í 100 metra hlaupi.Árið 1987 á landsmótinu á Húsavík var hápunktur mótsins Norðurlandamet Einars Vilhjálmssonar í spjótkasti.

Erfitt að hættaEftir Landsmótið á Húsavík hætti Helga í frjálsíþróttaráði UÍA, þótt hún sæti í stjórn sambandsins í eitt ár til viðbótar. Árið 1992 hætti hún svo að þjálfa hjá Hetti. „Það var ekki létt ákvörðun, þar sem þjálfun í frjálsum íþróttum fylgdi í mörg ár mínu daglega amstri. Tímabil mitt hjá UÍA var eftirminnilegt og skemmtilegt, og

gegnum þetta starf eignaðist ég marga vini, en annað hvort er maður í þessu á fullu eða ekki.Nú sinni ég öðrum áhugamálum. Við hjónin fórum í leiðsögunám fyrir ferðamenn og höfum farið í nokkrar slíkar ferðir. Árin 1991-93 stjórnaði ég Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Egilsstöðum og frá 1993 tók ég þátt í starfi Randalín þar sem ég kenndi nútíma prjónaskap.Ég rækta garðinn minn, og er meðal annars með ávexti og grænmeti. Stoltið er eplauppskeran sem ég hef fengið þrjú ár í röð, auk grænmetisins. Ég er svo heppin að eiga stóran hóp af barnabörnum í nágrenninu og hef gaman af því að sinna þeim. Þau koma til mín og stússast með mér í garðinum eða hverju því sem ég er að gera. Það er mér mikils virði.“

Þjálfarinn er aldrei númer eittHelga segir það útheimta mikla þolinmæði að byggja upp afreksfólk í íþróttum. Ætli Austfirðingar að ná aftur fyrri styrk þurfi vitundarvakningin að byrja í skólunum.„Margt þarf að fylgjast að til að búa til afreksmann í íþróttum eða sterkt lið. Aðstaða þarf að vera fyrir hendi, vakning þarf að byrja hjá börnum, og möguleikar til framhaldsnáms þurfa að vera til staðar svo fólk flytji ekki af svæðinu.Skapa þarf jákvætt umhverfi fyrir íþróttafólk, bæði heima, í vinahópnum og skólanum. Það skiptir miklu máli að foreldrar fylgi börnum sínum eftir. Ekki samt endilega til að segja þeim hvað þau eigi að gera, því barnið verður að finna það sjálft með aðstoð þjálfara.Síðan bætist við góður þjálfari. Hann þarf að hafa góða fagvitund, víðsýni og staðfestu, vera umburðarlyndur og jákvæður, örva keppendur og skapa gott andrúmsloft á æfingum. Hann þarf að setja sér markmið, gera langa og stutta þjálfunaráætlun og miðla þekkingu til keppenda. Því betri sem keppandi er, því einstaklingsmiðaðri er þjálfunin. Þjálfarinn er aldrei í fyrsta sæti. “

Helga ásamt börnum sínum. Frá vinstri: Ruth, Helga, Helga sjálf, Jens og Kristín. Mynd: Úr einkasafni

Samrýmd. Helga og maður hennar, Magnús Magnússon. Mynd: Úr einkasafni

Page 13: Snæfell 2010

SNÆFELL 13

Vinur við veginn

SÆKTU UM STAÐGREIÐSLUKORTÁ OLIS.IS

„Þetta er mjög einfalt“Þú færð kortið frítt, greiðir með peningum eða greiðslukorti, framvísar Staðgreiðslukortinu um leið og nýtur betri kjara.

Vildarpunktar

Icelandair

VVVViVil-3kr.af e

ldsneyti

Afsláttur

af vörum

PIP

AR

\TB

WA

· S

ÍA ·

103

183

Page 14: Snæfell 2010

14 SNÆFELL

Forsvarsmenn Ungmennafélags Borgarfjarðar (UMFB) - hvöttu hreppsnefnd sína til að nýta sér sparkvallaátak Knattspyrnusam-bands Íslands (KSÍ) og koma upp gervigrasvelli. Hreppsnefndin gekk skrefinu lengra og byggði sparkhöll. Hún er trúlega sú minnsta á landinu en á eftir að nýtast boltaóðum Borgfirðingum komandi ár, fyrir utan að hlífa öðru húsnæði á staðnum.

Nú eru liðin rúm tvö ár síðan tekinn var í notkun yfirbyggður sparkvöllur á Borgarfirði eystra. Reynslan af þessari byggingu er afar góð og hún hefur svo sannarlega sannað gildi sitt.

Það eru liðin um það bil fimm ár síðan stjórn UMFB sendi hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps beiðni um að skoða möguleikana á því að nýta sér stuðning frá KSÍ til þess að byggja sparkvöll á Borgarfirði. Aðstaða til knattspyrnuiðkunar utan hásumars á staðnum hafði lengi verið bágborin enda ekkert íþróttahús til staðar.

Gengið nærri húsunumÁhuginn á knattspyrnu hefur þó alltaf verið fyrir hendi og íþróttin stunduð með misjöfnum árangri og afleiðingum í hinum ýmsu húsum á Borgarfirði sem svo sannarlega voru ekki hönnuð til þess. Óhætt er að segja að sá atgangur hafi gengið nærri sumum þeirra. Þannig fékk hátíðarsalurinn í félagsheimilinu Fjarðarborg oft að finna fyrir misnettum tilþrifum borgfirskra knattspyrnumanna og –kvenna með tilheyrandi tjóni. Einnig er að finna atvinnuhúsnæði á staðnum sem ennþá ber þess merki að þar hafi verið sparkað ógætilega í bolta á tíunda áratug síðustu aldar.

Þið fáið sparkhöllÞað er skemmst frá því að segja að hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps fór langt fram úr því sem Ungmennafélagsmönnum hefði nokkurn tímann dottið í hug að fara fram á. Hún ákvað að ráðast í að byggja það

sem gárungarnir fóru fljótlega að kalla SPARKHÖLLINA.

UMFB lagði til hluta af íþróttavelli félagsins sem lóð undir húsið. Sótt var um undanþágu til KSÍ um að hafa gervigrasið örlítið mjórra en vant er, til að hægt væri að kaupa staðlaða skemmu utan um völlinn. Það leyfi fékkst og í kjölfarið lét hreppurinn steypa grunn

undir skemmuna sem gervigrasið frá KSÍ var svo lagt í.

Haustið 2008 var skemman svo reist og húsið var komið í notkun fyrir jól. Starfsmenn hreppsins eiga mikið hrós skilið ásamt þeim iðnaðarmönnum sem komu að byggingunni því frágangur á húsinu er allur til fyrirmyndar.

Sérhannað mannvirki sem nýtist öllumHafa verður í huga að margt í því er sérhannað svo sem lýsing og fleira, enda er þetta eina svona mannvirkið á Íslandi og reyndar ekki vitað um annað slíkt í heiminum. Mannvirkið varð lítið eitt dýrara en ef hefði verið farið í byggingu hefðbundins sparkvallar en nýtist allt árið án kyndikostnaðar.

Húsið hefur reynst notadrýgra en margur hugði í upphafi því þar hafa verið stundaðar margar aðrar íþróttir en knattspyrna, svo sem blak, golf og badminton, auk þess sem grunnskólinn hefur nýtt það til íþróttakennslu. Eldri borgarar og fleiri hafa einnig getað notað húsið til göngu eða hlaupa yfir hávetrartímann þegar hálka, snjór og myrkur geta komið í veg fyrir slíka líkamsrækt. Það væru þó í besta falli ýkjur að halda því fram að húsið væri stöðugt í notkun. Til þess þyrfti íbúatalan að hækka verulega, en það þjónar engu að síður byggðarlaginu ákaflega vel.

Nú myndu eflaust flestir vænta þess að þessi stórbætta aðstaða hefði þegar fleytt knattspyrnuliði UMFB í fremstu röð, en það skal fúslega viðurkennt að það hefur ekki gerst ennþá. Hreppsnefnd Borgarfjarðar

og íbúar eru hér með beðnir afsökunar á því en góðir hlutir gerast hægt auk þess sem árangurinn hefði líklega orðið enn verri ef blessuð sparkhöllin hefði ekki komið til.

F.h. stjórnar UMFB Ásgrímur Ingi Arngrímsson

Boltaóðir Borgfirðingar

,,Báðum um sparkvöll en fengum SPARKHÖLL”

Grindurnar reistar fyrir höllina.

Frá æfi ngunni í höllinni. Myndir: Hafþór Snjólfur Helgason

Höllin tilbúin.

Page 15: Snæfell 2010

SNÆFELL 15

ALLT FYRIRJÓLIN

í Húsasmiðjunni og Blómavali

Þú færð

Þökkum viskiptiná árinu sem er að líða!Húsasmiðjan og Blómaval í heimabyggðEgilsstaðir, Reyðarfjörður, Höfn í Hornafirði

Fjarðabyggð

sendir Austfirðingum

öllum hugheilar jóla-

og nýárskveðjur og þakkar

fyrir gott samstarf á árinu sem

er að líða.

Hér

aðsp

raðs

pðs

rent

r

Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári.Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Þökkum viðskiptiná árinu sem er að líðaHúsasmiðjan og Blómaval í heimabyggðEgilsstaðir, Reyðarfjörður, Höfn í Hornafirði

Page 16: Snæfell 2010

16 SNÆFELL

Hjálmar Jónsson, akstursíþróttamaður úr Akstursíþróttafélaginu START, var í sumar valinn í íslenska landsliðið í mótorkrossi sem keppti síðan á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum í haust. Hann varð að auki í þriðja sæti í Íslandsmótinu. Hjálmar sagði Snæfelli frá keppnisárinu 2010.

Ég var mjög vel undirbúinn fyrir keppnistímabilið 2010, búinn að æfa stíft og tilbúinn til að takast á við verkefni sumarsins. Keppnistímabilið í mótorkrossi/enduro byrjaði í maí, með sex tíma þolakstri (enduro) á Klaustri. Þar kepptum við Björgvin bróðir minn sem lið og enduðum í 10. sæti af 140 liðum.Íslandsmótin í mótorkrossi voru 5 á árinu og tvö moto (umferðir) í hverri keppni. Fyrsta keppnin var á Ólafsfirði þar sem mér gekk vel og endaði í 2. sæti. Næsta keppni sem var haldin í Álfsnesi klúðraðist hjá mér á alveg hreint ótrúlegan hátt, en ég endaði samt í 4. sæti. Betur gekk í þriðju keppni Íslandsmótsins sem haldin var í Grindavík. Þar gekk allt upp nema að ná fyrsta sætinu, því ég endaði annar. Á þessum tímapunkti var ég annar að stigum til Íslandsmeistara. Fjórða keppnin var haldin á Akureyri þar sem allt gekk vel, nema í seinna moto-i en þar var ég í öðru sæti, en var þá keyrður niður og missti marga keppendur fram úr mér. Ég þurfti að vinna mig upp um mörg

sæti og endaði fjórði. Síðasta keppni ársins til Íslandsmeistara var haldin í Bolaöldu við Litlu kaffistofuna, og þar gekk mér vel og endaði í 3. sæti.Eftir klúðrið í Álfsnesi og á Akureyri varð ég í þriðja sæti í Íslandsmótinu, tveimur stigum frá öðru sætinu.

HM í BandaríkjunumEftir fjórðu keppnina var ég, ásamt tveimur öðrum, valinn í landsliðið í mótorkrossi til að taka þátt í MXON (HM landliða í mótorkrossi) sem fram fór í Denver í Colorado seinnipartinn í september Það var mikill heiður fyrir mig að fá að keppa fyrir hönd Íslands á svona stóru móti. Þangað fór ég ásamt föður mínum (Jóni Kristni Jónssyni) og bróður og fleiri góðum mönnum. Þar sem Bandaríkin eru mekka íþróttarinnar sá ég og upplifði stórkostlega hluti, þar sem brautirnar og öll umgjörð eru allt öðruvísi, og allt miklu stærra en hér heima. Keppnin stóð yfir í tvo daga og þar keyrði ég með núverandi og fyrrverandi heimsmeisturum í mótorkrossi og supercross. Áhorfendur voru um 100 þúsund og ekki laust við að ég fengi netta gæsahúð. Því miður var árangurinn ekki nógu góður hjá landsliðinu í heild þar sem félagar mínir í MX1 og MX2 duttu báðir úr leik. Þá var ég einn eftir en ég keppti í MX

open í B-úrslitum. Ég keyrði nokkuð vel og var í 15. sæti af 33 þegar 2 hringir voru eftir, en þá datt ég og beygði stýrisklemmur og hrapaði niður í 25. sæti. Þó náði ég að keyra mig upp í 21. sætið, þrátt fyrir mikið bogið stýri. Þetta er besti árangur sem Íslendingur hefur náð í MXON.Þessi ferð til Bandaríkjanna var gífurlega skemmtileg og fer beint í reynslubankann og ég mæti sterkari til leiks næsta sumar.

Stífar æfingarÁ haustin er ekki mikið um að vera í þessu sporti en þó hefur verið tekin upp sú nýbreytni að halda innanhússenduro eða endurocross, eins og það er líka kallað. Í því var keppt nú í byrjun desember í Reiðhöllinni í Víðidal. Þar keppti ég og endaði í öðru sæti.Ég legg mikinn metnað í sportið og æfi gríðarlega, bæði þol og styrk ásamt stífu mataræði, en til þess að stunda svona hjólamennsku þarf maður að vera í góðu formi, bæði andlega og ekki síst líkamlega. Að lokum vil ég þakka UÍA fyrir að veita mér afreksstyrk og einnig þakka ég fyrirtækjum, einstaklingum og ekki síst fjölskyldu minni þeirra stuðning.

Takk fyrir mig og gleðilega hátíð.Hjálmar Jónsson #139,

Hjálmar Jónsson

Besti árangur Íslendings á heimsmeistaramótinu í mótorkrossi

Hjálmar Jónsson varð í þriðja sæti á Íslands-meistaramótinu í ár. Mynd: motocross.is

Page 17: Snæfell 2010

SNÆFELL 17

Starfsfólk KPMG óskar viðskiptamönnum sínum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári.

Page 18: Snæfell 2010

18 SNÆFELL

VHE BIKARINN2010

Sambandsráðsfundur UMFÍ

Væntanlegir gestir kynntust umhverfi

UnglingalandsmótsinsUÍA var gestgjafi 37. sambands-ráðsfundar Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) sem fram fór á Egilsstöðum um miðjan október. Tækifærið var nýtt til að kynna væntanlegum gestum hvað bíður þeirra á Unglingalandsmótinu næsta sumar.

Forsvarsmenn flestra þeirra 39 sambandsaðila sem eru innan raða UMFÍ mættu á fundinn á Egilsstöðum. Fundurinn er samráðsvettvangur þeirra á milli þinga, sem eru á tveggja ára fresti. Á fundinum voru meðal annars rædd fjármál hreyfingarinnar en á árinu kom í ljós að hún hafði tapað um fjörutíu milljónum króna sem voru í vörslu VBS fjárfestingabanka.Fundurinn var haldinn á Egilsstöðum meðal annars vegna þess að UÍA heldur Unglingalandsmótið á næsta ári. Í lok fundar var Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri UMFÍ og formaður Unglingalandsmótsnefndar 2011, leiðsögumaður fundargesta um Egilsstaði með áherslu á væntanleg keppnissvæði og aðstöðu fyrir gesti. Á fundinum var undirritaður samningur milli UMFÍ og UÍA um framkvæmd Unglingalandsmótsins.

Lið Skvísanna sigraði í bikarkeppni VHE og UÍA í knattspyrnu kvenna sem fram fór á Fellavelli í ágúst. Skvísurnar mættu Hettunum í tveimur leikjum, töpuðu þeim fyrri 1-2 en unnu þann seinni 3-0, en Særún Sævarsdóttir úr liði Skvísanna varð markahæsti leikmaðurinn með þrjú mörk. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem UÍA stendur fyrir bikarkeppni kvenna í knattspyrnu en á árum áður var reglulega leikið í sjö manna liðum um allan fjórðung.

Eitt hundrað ára afmæli Ungmennafélags-ins Fram í Hjaltastaðaþinghá var fagnað í sumar með samkomu við félagsheimilið Hjaltalund. Á sínum tíma var ung-mennafélagið mjög virkt í byggingu heimilisins og íþróttaaðstöðu þar í kring og hefur æ síðan lagt rækt við umhverfi staðarins.

Félagið var endurreist í vor eftir að hafa legið í dvala í um tuttugu ár. María Guðbjörg Guðjónsdóttir, Laufási, var þá kjörin formaður, Dagbjartur Jónsson ritari og Sigbjörn Sævarsson gjaldkeri. Á afmælishátíðinni var meðal annars valið snyrtilegasta býlið í ábúð í sveitinni, en sá heiður fór til Dala. Boðið var upp á ratleik í skóginum við Hjaltalund, keppt í boðhlaupi og rúllubaggaveltu.

Framkvæmdastjóri UÍA færði Fram heillaóskir frá sambandinu og bókina

„Vormenn Íslands - saga UMFÍ í 100 ár“ að gjöf.

Skvísurnar unnu VHE bikarinn

Sigurlið Skvísanna fagnar sigrinum.

UMF Fram 100 ára

Frá keppni í rúllubaggaveltingu á afmælishátíðinni.

Björn Ármann Ólafsson, formaður ung-lingalandsmótsnefndar 2011, kynnir væntanlegt landsmótssvæði fyrir fundargestum.

Page 19: Snæfell 2010

SNÆFELL 19

EFTIRRÉTTIRNIR Á FABRIKKUNNI ERU FYRIR ALLA!Afmælisbörn fá frían afmælisís og óskalag að eigin vali.

GULRÓTAKAKA

MJÓLKURHRISTINGURJARÐABERJA - SÚKKULAÐI - KAFFI

HAMBORGARAMUFFINS

BANANASPLITT AFMÆLISÍS

FULLORÐINSÍSENGLATERTA

SKYRTERTAVanillu - Jarðarberja - Sítrónu

Page 20: Snæfell 2010

20 SNÆFELL

Björn Ármann Ólafsson, formaður Unglingalandsmótsnefndar 2011

„Egilsstaðir eru vel í stakk búnir til að taka á móti 8-10 þúsund gestum“

Björn Ármann Ólafsson, formaður Unglingalandsmótsnefndar 2011, segir undirbúning mótsins, sem verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, ganga vel. Hann býst við að um 8-10 þúsund manns muni sækja mótið og segir Austfirðinga þurfa að leggjast á eitt til að taka vel á móti mannfjöldanum.

„Mótin hafa tilhneigingu til að vaxa og menn verða að standa á bremsunni, frekar en hitt, varðandi hvað þeir bjóða upp á. Á seinasta móti var í fyrsta skipti keppt í dansi og nú hafa menn verið að þreifa fyrir sér með fimleika sem munu koma inn á fullu, sem þýðir að hér verða enn fleiri þátttakendur.“

1500-2500 keppendurBjörn Ármann reiknar með að 8-10 þúsund manns sæki mótið, þar af 1500-2500 keppendur. Mótið er orðið eitt allra stærsta íþróttamót ársins og næststærsta samkoman um Verslunarmannahelgina, á eftir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni. „Þetta verður mikil samkoma, bæði hvað varðar íþróttir og skemmtun.“Björn Ármann fór fyrir stjórn UÍA þegar Landsmót UMFÍ var haldið á Egilsstöðum árið 2001. Þá voru vígð ný og endurbætt íþróttamannvirki, eins og t.d. Vilhjálmsvöllur, sem mynda grunninn að keppnisaðstöðunni í ár. „Mótið árið 2001 gekk mjög vel og bærinn er enn betur í stakk búinn til að taka á móti gestum í dag.“

Undirbúningur á góðu róliBjörn Ármann segir undirbúninginn allan í góðum farvegi. „Ég var nýlega á fundi með bæjarráði Fljótsdalshéraðs og þar sagði Katla Steinsson, sem þekkir vel til markaðssetningar fyrir ferðamenn að við séum langt á undan því sem gengur og gerist í svona undirbúningi. Við erum búin að semja við Egilsstaðabóndann um tjaldsvæði fyrir gesti á gamla flugvallarstæðinu. Næst á dagskrá er að setja upp skipulag fyrir hverja grein og þá finnum við út hversu marga sjálfboðaliða við þurfum. Við þurfum að reyna að ljúka fjármögnun mótsins

snemma á næsta ári og í janúar verður skrifað undir samning við Fljótsdalshérað vegna framkvæmdar mótsins. Ég held að við

séum á mjög góðu róli hvað undirbúninginn varðar.“Eftir er að finna keppnisssvæði fyrir mótorkross en á Fljótsdalshéraði hafa menn stefnt að því að nýta tækifærið og koma upp varanlegu svæði fyrir vélíþróttamenn. „Það er sveitarfélagsins að leysa það mál. Það hefur lengi gengið illa að leysa mál mótorkrossmanna á Egilsstöðum. Ég hef trú á að málið leysist með einhverjum hætti, vonandi varanlegum fyrir þá sem stunda íþróttina, snemma á næsta ári.“

Félögin njóti ágóðansTil að mótið gangi upp þarf fjölda sjálfboðaliða. Aðstoða þarf við íþróttakeppnina sjálfa, og þess utan þarf að manna sölutjöld og tryggja ýmsa þjónustu við gestina.„Við stólum á að íþróttafélögin standi við bakið á okkur. Við erum búin að finna greinarstjóra og næst verður farið í að ná inn sjálfboðaliðum. Ég vona að afkoma mótsins verði góð þannig að íþróttafélögin, sem leggja til vinnuna, geti fengið eitthvað fyrir sinn snúð.“

„Þetta verður mikil samkoma, bæði hvað varðar íþróttir og skemmtun.“

Íþróttafélagið Höttur hefur lokið vinnu við áætlun gegn einelti hjá félaginu. Á aðalfundi félagsins á árinu var stjórnarmönnum í aðalstjórn fækkað úr fimm í þrjá. Aukin áhersla er lögð á gagnsæi í stjórnsýslu félagsins.

Árið 2010 hefur á margan hátt verið gott hjá Íþróttafélaginu Hetti. Árangur í starfi deilda hefur verið mikill og íþróttastarf barna gott. En á árinu hafa einnig verið gerðar breytingar á skipulagi félagsins og nýjar áherslur kynntar. Meðal þess sem breyttist á árinu var stjórnarskipan aðalstjórnar félagsins. Áður fyrr voru 5 einstaklingar sem mynduðu aðalstjórn en á síðasta aðalfundi var samþykkt að breyta því í 3 kosna aðila, ásamt formönnum allra deildar félagsins. Þeir 3 aðilar sem kosnir eru mynda framkvæmdastjórn félagsins. Við þessa breytingu var lögum félagsins einnig breytt.

Annar stór áfangi náðist á árinu, en það var vinna við áætlun gegn einelti hjá félaginu. Vonast er til þess að áætlunin hjálpi til við skýra stefnumótun er varðar einelti í starfi félagsins. Í áætluninni er

tekið á ferli eineltismála og hvernig skuli unnið úr málum sem koma upp. Með því eiga öll mál að njóta sömu meðferðar og allir aðilar að vita hvað gerist er einelti kemur upp.Einnig voru gerðar breytingar

á heimasíðu félagsins og nýtt skipulag ásamt upplýsingum um

fundargerðir og margt fleira sett inn. Eftir þessa breytingu geta allir kynnt sér það starf sem unnið er í Hetti og séð fréttir tengdar starfinu. Með þessu á félagið að vera opið og gegnsætt er varðar ákvarðanatökur og áherslur í starfinu.

Davíð Þór Sigurðarson,formaður Hattar

Íþróttafélagið HötturLokið við áætlun gegn einelti

Page 21: Snæfell 2010

SNÆFELL 21

Óskum Fáskrúðsfirðingum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs.

Kaupvangi 5 700 Egilsstaðir S: 471 1551

Starfsfólk Miðáss hf. óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Berjumst fyrir öflugu atvinnulífi á ÖLLU Austurlandi

Bílar og Vélar ehf. Hafnarbyggð 14, 690 Vopnafirði.

OLLINN söluskáli Bíla og Vélaverkstæði.Vöruafgreiðsla - Skoðunarstöð - Olíuafgreiðsla

Við styrkjum íþróttastarf á Austurlandi

Óskum Austfirðingum öllum gleðilegrajóla og gleðilegs nýs árs. Þökkum frábærar

viðtökur á árinu sem er að líða.

Óskum viðskiptavinumokkar og Austfirðingum öllum

gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum

Page 22: Snæfell 2010

22 SNÆFELL

Erna Friðriksdóttir, skíðakona úr Skíðafélaginu Stafdal, varð í mars fyrsti Íslendingurinn til að keppa í alpagreinum á Vetrarólympíuleikum fatlaðra. Hún var valin íþróttamaður ársins 2009 hjá UÍA og útnefnd íþróttakona ársins 2010 hjá Íþróttasambandi fatlaðra fyrir afrek sín. Snæfell ræddi við Ernu um ferðina á leikana í Vancouver í Kanada og undirbúning fyrir þá næstu, sem er þegar hafinn.

Erna er Fellbæingur í húð og hár, gekk í Fellaskóla og síðan Menntaskólann á Egilsstöðum. Erna er fædd með hryggrauf og er því með skerta hreyfigetu og tilfinningar í neðri hluta líkamans.Aðspurð um fötlun sína segir Erna að sem barn hafi hún ekki hugsað mikið um að hún væri fötluð eða upplifað sig öðruvísi en hina krakkana. Á unglingsárunum hefði hún vissulega rekið sig á að hún gat ekki fylgt jafnöldrum sínum eftir í öllu. Það gat verið erfitt en jafnframt „forréttindi að tilheyra litlu samfélagi þar sem hver og einn var bara og fékk að vera eins og hann er.“

Námskeið í Hlíðarfjallibreytti ölluSem barn æfði Erna sund með Hetti og Örvari, íþróttafélagi fatlaðra á Egilsstöðum. Hún hafði fylgst af aðdáun með bræðrum sínum og föður á skíðum og langaði mikið til að reyna þá grein, en venjuleg skíði hentuðu henni ekki. Fyrir um 10 árum opnaðist henni nýr heimur þegar hópur frá Aspen í Colorado kom til landsins og hélt námskeið og kynningu á skíðabúnaði fyrir fatlaða á Akureyri. Þar kynntist Erna setskíðum, sem eru nokkurs konar sæti með einu eða tveim skíðum undir, og þá má segja að boltinn

hafi farið að rúlla. Pabbi Ernu var henni mikill stuðningur þegar hún var að læra á búnaðinn en hann var þá nýlega búinn að læra á skíði sjálfur.

„Þetta var svona haltur leiðir blindan dæmi fyrst,“ segir Erna brosandi er hún minnist fyrstu skíðaferða þeirra feðgina. Þegar Erna hafði náð tökum á íþróttinni skipti hún yfir í svokölluð mónóskíði, sem eru keppnisskíði þar sem einungis eitt skíði er undir sætinu. Þegar Erna hafði náð færni á mónóskíðunum fóru draumar

um að keppa á Ólympíuleikum að láta á sér kræla. Árið 2005 kom svo annar hópur, í það skiptið frá Winter Park í Colorado, og hélt námskeið. Þar komst Erna í tengsl við fyrirtækið National Sport Center for the Disabled sem sérhæfir sig í íþróttum fatlaðra. Fyrir tilstilli þeirra og Íþróttasambands fatlaðra komst hún til æfinga í Winter Park og má segja að það hafi orðið hennar annað heimili en þar hefur hún dvalið við æfingar á veturna síðastliðin fjögur ár.

Erna Friðriksdóttir, íþróttamaður UÍA 2009

Ákvað strax að stefna á næstu leika

Ófeiminn gestur í

heimsókn á æfingu.

Í boði hjá Íslendinga-félaginu í Vancouver.

Page 23: Snæfell 2010

SNÆFELL 23

Takmarkinu náðElja við æfingar skilaði Ernu keppnisrétti í svigi og stórsvigi á Vetrarlympíuleikum fatlaðra sem fram fóru í Vancouver í Kanada 12.-21. mars síðastliðinn. Erna segir að það hafi í raun verið ólýsanlegt að vera loksins kominn á Ólympíuleikana. „Það var mjög skrítið að standa loksins þar sem maður hafði stefnt á að komast í svona langan tíma.“Erna var búin að stunda stífar æfingar fram að leikunum, en hópnum gafst ekki tækifæri til æfinga í keppnisbrautinni sjálfri. „Ég var búin að einblína á brautina þegar sýnt var frá Vetrarólympíuleikum og reyna að fá tilfinningu fyrir henni.“

„Rosalega fúl og svekkt fyrst“Erna keppti fyrst í svigi en þar eru tvær umferðir og samanlagður tími þeirra gildir til úrslita. Erna skíðaði báðar ferðarnar en datt á erfiðum stað í brautinni og þrátt fyrir að sýna einstakan baráttuvilja og ná að klára brautina missti hún af hliði og var því dæmd úr leik.„Þetta var mjög sárt og ég var rosalega fúl og svekkt fyrst, en ákvað að horfa bara fram á veginn og vera þakklát fyrir að hafa þó tekið þátt og var staðráðin í að gera betur í stórsviginu,“ segir Erna um reynsluna að falla úr keppni í sviginu. Ernu gekk vel í fyrri ferðinni í stórsviginu en féll þegar hún var vel á veg komin í þeirri síðari. „Ég var undirbúnari fyrir vonbrigðin þegar ég datt í seinna skiptið, en ég gerði mistök í brautinni sem ég átti að vera búin að læra á æfingum að gera ekki og þess vegna var þetta enn sárara.“„Ég upplifði enga pressu eða vonbrigði frá fjölskyldunni minni eða fólkinu í kringum mig. Ég sá um það sjálf að svekkja mig á þessu og auðvitað sat þetta í mér fyrst, en ég dró þann lærdóm af að hugsa eins í keppni og á æfingum og setja ekki einhverja pressu á mig í huganum þó ég sé á stóru móti eins og þessu. Æfingar fram að leikum gengu svo vel

og þá hugsaði ég líka bara um það að skíða og að þjálfararnir myndu aðstoða mig við að bæta tæknina, en á leikunum fór ég að hugsa um allt fólkið sem væri að horfa á mig og það væri eins gott að maður gerði vel.“

„Hvatning að hafa tekið þátt“Sum áföll efla mann og þegar Erna reisti sig við eftir fallið í Vancouver setti hún strax stefnuna á næstu leika, sem verða í Sochi í Rússlandi eftir fjögur ár.„Ég var búin að ákveða það þegar ég fór heim af Ólympíuleikunum að ég vildi halda áfram og stefna á að taka aftur þátt á næstu leikum. Það er mér hvatning að hafa tekið þátt þó ekki hafi allt gengið að óskum og mér finnst ég þurfa að fara aftur og gera þetta betur.“Undirbúningurinn er þegar hafinn. Erna

fór út í Winter Park til æfinga í lok nóvember og verður þar fram á vor. „Við æfum í um fimm klst. á dag á skíðum og erum svo í ræktinni og öðru þess háttar þar fyrir utan.“Hún segir það mikla hvatningu að hafa verið útnefnd íþróttamaður UÍA.„Það var rosalega gaman að fá þessa viðurkenningu fyrir það sem ég hef verið að gera. Þetta er mér hvatning til að halda áfram og merki um að fólk hafi fylgst með verkefninu og sýnt því áhuga.“

Erna ásamt foreldrum sínum, Friðriki Erni

Guðmundssyni og Margréti Gunnarsdóttur,

Birki bróður sínum og Önnu Katrínu Vilhjálms-

dóttur, fararstjóra.

www.landsvirkjun.is

Sendum landsmönnum öllum okkar bestu óskir um

gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Page 24: Snæfell 2010

24 SNÆFELL

Í þessari grein ætla ég að lýsa fyrir ykkur spennandi gönguleið fyrir alla fjölskylduna sem liggur frá Borgarfirði að skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Breiðuvík. Áætla má 6-7 klst í þessa göngu sem er um 14 km og er þá reiknað með góðum stoppum. Allan tímann er gengið á góðum og skýrum slóðum og því ekkert að óttast á þessari leið. Náttúran á leiðinni er einstök og um margt frábrugðin því landslagi sem við eigum að venjast á Austurlandi. Þetta landsvæði líkist einna helst Landmannalaugum, nema það er mun eldra og liggur að sjó. Víða er að finna fágætar plöntur og forvitnilegar

jarðmyndanir.

Lagt er af stað frá Kolbeinsfjöru í Borgarfirði við upphafsskilt i gönguleiðarinnar. Þaðan liggur stikuð leið áleiðis upp í Brúnavíkurskarð sem er í um 350 metra hæð. Á leiðinni upp er fallegt útsýni yfir Borgarfjörð og Njarðvík og í fjarska má sjá út á Font á Langanesi.

Þegar komið er upp í Brúnavíkurskarð sést vel yfir Brúnavík, þar sem var búið til ársins 1944, en íbúar voru þar flestir 33. Brúnavík er grösug og fögur og kyrrðin þar einstök. Leiðin niður er frekar brött en gamlar og góðar reiðgötur leiða göngumenn niður að gamla bæjarstæðinu. Þar er að finna margar gamlar tóftir sem minna á búsetu liðinna alda. Vaða þarf yfir ána við slysavarnarskýlið en á mjúkum sandbotninum við Ósinn er það lítið mál. Tilvalið er að gefa sér góðan tíma á Brúnavíkursandi en litadýrðin þar er einstök. Háar klettabrúnir úr líparíti gnæfa yfir sandinn og er talið að víkin dragi nafn sitt af þessum brúnum.

Upp í SúluskarðGengið er upp af sandinum og inn víkina austanverða, fram hjá fallegri tjörn er heitir Haftjörn, í átt að Súluskarði. Leiðin þar upp er brattasti hluti leiðarinnar, en stígar eru mjög góðir. Úr Súluskarði sést vel yfir Brúnavík og þau miklu bergflóð sem hafa fyllt upp í dalbotninn eftir seinustu ísöld. Úr skarðinu sést einnig vel yfir Hvalvík þar sem búið var með hléum til 1842. Fjallið Glettingur gnæfir yfir víkinni, en utan í

fjallshlíðum Glettings liggur gönguleiðin út á Glettingsnes.

Úr Súluskarði er haldið áfram upp í Syðra-varp sem liggur í dalsbotni Hvalvíkur. Þaðan er einstakt útsýni yfir Breiðuvík og Hvalvík. Í fjarska má sjá suður á Barðsneshorn, Dalatanga og aðeins inn í Herjólfsvík sem er sunnan Breiðuvíkur. Eftir að komið er niður úr Syðra-varpi tekur við þægileg ganga um mela ofan Kjólsvíkur þar sem búið var til 1938. Á leiðinni liggur merkt gönguleið að gamla bænum í Kjólsvík, en það telst með sérstæðari bæjarstæðum á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Stefnan frá Kjólsvíkurmelum er sett á Kjólsvíkurvarp en þar er komið inn á gömlu alfaraleiðina á milli Kjólsvíkur og Breiðuvíkurbæjanna.

Komið í BreiðuvíkÞaðan er um um klukkustundar ganga niður að skálanum í Breiðuvík, gengið um mela og mýrar og gott að vera vel skóaður þegar gengið er um Blautumýri. Þegar nær dregur skálanum sjást vel tóftir af gömlu

Gengið frá Borgarfirði til Breiðuvíkur u

Skemmtileg gönguleið

Náttúran í Breiðuvík lætur engan ósnortinn.

Gönguleiðin frá Borgarfirði yfir í Breiðuvík og til baka.

Page 25: Snæfell 2010

SNÆFELL 25

r um Brúnavík, Hvalvík og Kjólsvík

ð fyrir alla fjölskylduna

bæjunum í Breiðuvík og Litluvík, en sunnan við ána sem rennur um dalbotninn var alltaf talað um Litluvík. Á þessum jörðum var fjölmennt fyrr á öldum og þóttu þetta góðar bújarðir, þótt Austfjarðaþokan og regnvot sumur hafi oft gert bændum þar lífið leitt. Skálinn í Breiðuvík er til fyrirmyndar og aðbúnaður þar eins og

best verður á kosið fyrir göngufólk og því tilvalið að dvelja þar um nótt. Gott er að panta gistingu í Breiðuvík með nokkrum fyrirvara ef gengið er um háannatímann.

Tilvalið er að rölta niður á sand um kvöldið, en fjaran í Breiðuvík er er einstaklega skemmtileg fyrir unga sem aldna. Hægt er að velja um nokkrar leiðir til baka til Borgarfjarðar, til dæmis um Víknaheiði, en einfaldast er að ganga með jeppaslóða sem liggur um Gagnheiði aftur til Borgarfjarðar, um 13 km leið. Útsýnið af Gagnheiði lætur engan ósnortinn. Þar sést vel yfir Víkur og Borgarfjörð og er þar að finna útsýnisskífu með helstu örnefnum.

Verið velkomin á Víknaslóðir

Hafþór Snjólfur Helgason

Ferðamálahópur Borgarfjarðar hefur gefið út öflugt göngukort af svæðinu og staðið fyrir merkingu á fjölda leiða á Víknaslóðum. Kortið er til sölu hjá ferðaþjónustuaðilum á Borgarfirði og fæst einnig á Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum. Frá Borgarfirði eru farnar nokkrar skipulagðar gönguferðir á hverju sumri, en einnig er hægt að panta flutning á farangri og matarsendingar í skála.

Allar nánari upplýsingar um gönguleiðir við Borgarfjörð eystri er að finna á www.borgarfjordureystri.is

Gönguleiðin er meðal 800 gönguleiða sem lýst er á vefnum ganga.is, sam-starfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Ferðamálastofu og Land-mælinga Íslands. UMFÍ hefur undan-farin ár haldið úti landsverkefninu Göngum um Ísland. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Ár hvert er gefin út leiðabók með um 300 gönguleiðum þar sem áhersla er lögð á stuttar, stikaðar og aðgengilegar gönguleiðir. Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verk-efninu. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.

Göngufólk samankomið á Brúnavíkursandi.

Page 26: Snæfell 2010

26 SNÆFELL

Keppendur UÍA unnu til þrennra gullverðlauna, fyrir sund, frjálsar og körfuknattleik, á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór í Borgarnesi um Verslunarmannahelgina. Tæplega þrjátíu keppendur kepptu undir merkjum sambandsins á mótinu.

Daði Fannar Sverrisson vann til tvennra gullverðlauna. Hann sigraði í spjótkasti pilta 14 ára, með kasti upp á 49,14 metra, og í körfuknattleik, með liði Íþróttastrákanna. Daði varð þriðji í 100 metra hlaupi, á tímanum 13,38 sek, og í langstökki, þar sem hann stökk 4,93 metra.Hekla Liv Maríasdóttir vann gullverðlaun í 4x50 metra fjórsundi og silfurverðlaun í 4x50 metra skriðsundi. Hekla Liv synti með sveit sem kallaði sig „Bland í poka.“ Hún synti baksund í fjórsundinu.

Mikael Máni Freysson hljóp undir unglingalandsmótsmetinu í 600 metra hlaupi stráka 11-12 ára, en tími hans var 1:46,14 mín. Það dugði þó ekki til þar sem keppandi úr Fjölni kom í mark rúmri sekúndu á undan. Mikael Máni komst einnig á pall í langstökki stráka 12 ára, þar sem hann varð í öðru sæti með stökk upp á 4,3 metra. Heiðdís Sigurjónsdóttir vann til silfurverðlauna í langstökki telpna 14 ára, þar sem hún stökk 4,87 metra, og

í 800 metra hlaupi telpna á 2:32,26 mín og bronsverðlauna í hástökki þar sem hún fór yfir 1,46 m.Í glímu stelpna 13-14 ára varð Arnbjörg Bára Frímannsdóttir önnur með þrjá vinninga. Andrés Kristleifsson fékk silfurverðlaun með liði sínu ORKÞKB í körfuknattleik stráka 15-16 ára.Alls kepptu 27 manns frá UÍA í frjálsum íþróttum, sundi, knattspyrnu, körfuknattleik, golfi, glímu og skák.

Ungmennaráð UÍA er skipað nokkrum vöskum ungmennum víða að af Austurlandi, og hafa þau verið kölluð til og ráðið ráðum sínum í tengslum við hina ýmsu viðburði í starfi UÍA. Ráðið kom meðal annars að undirbúningi og framkvæmd málþingsins Þátttaka er lífsstíll sem UÍA stóð fyrir í samstarfi við Fjarðabyggð og Menntamálaráðuneytið.

Næsta stóra verkefni ráðsins er að aðstoða við undirbúning og framkvæmd afþreyingar- og skemmtidagskrár Unglingalandsmóts. Ráðið hittist nú fyrir skemmstu ásamt Jónasi Þór Jóhannssyni skemmtanastjóra Unglingalandsmóts. Það er skemmst frá því að segja að ráðið lumaði á mörgum skemmtilegum tillögum fyrir ULM og ljóst að gestir eiga von á góðu.„Framkvæmd Unglingalandsmóts er ákaflega stórt og spennandi verkefni, sem ég hlakka mikið til að taka þátt í,“ segir Brynjar Gauti Snorrason. Félagar hans í ráðinu taka undir þau orð. Helena Kristín Gunnarsdóttir bætir

við að það sé „skemmtilegt að taka þátt í mótun afþreyingardagskránnar og

afar jákvætt að ungt fólk skuli vera þar með í ráðum“. „Við munum að sjálfsögðu gera okkar besta til að skapa fjölbreytta og skemmtilega

dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ skýtur Jóhann Atli Hafliðason inn í.

h1ssáh4tá

UvorvamsM

NvoRJUþslj„ásí,Fo

Fimleikar á Unglingalandsmóti

í fyrsta sinn

Fimleikar verða ný keppnisgrein á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum. Auður Vala Gunnarsdóttir, yfir-þjálfari fimleikadeildar Hattar, stýrir keppninni. Hún segir það sannaánægju að fá að byrja með fimleikana á Egilsstöðum, þar sem þeir séu ein vinsælasta íþróttagreinin.

„Að mörgu er að huga við undirbúning og margir innan Fimleikasambands Íslands hafa komið að skipulagningu, enda mikilvægt að fagaðilar komi að svo mikilvægu verkefni ef vel á að takast. Keppt verður í Landsreglum á Unglingalandsmótinu og verður sú nýjung að liðin myndi 3-6 keppendur. Þjálfarar verða að fylgja liðunum í keppni. Það sem hefur einkennt unglingalandsmótin er að allir eigi möguleika á að taka þátt og við vonum að þetta keppnisfyrirkomulag auðveldi félögum, börnum og unglingum að vera með í skemmtilegri keppni á Unglingalandsmóti sumarið 2011. Við hvetjum fimleikafélög, börn og unglinga til að mæta og keppa í greininni, nú þegar hún verður í fyrsta sinn keppnisgrein á Unglingalandsmóti,“ segir Auður Vala og bætir við að allar nánari upplýsingar sé hægt að nálgast á netfanginu [email protected]

Unglingalandsmót 2010Þrenn gullverðlun í hús hjá UÍA

Efri röð frá vinstri: Helena Kristín Gunnarsdóttir frá Neskaupstað, Jóhann Atli Hafliðason frá Djúpavogi og Brynjar Gauti Snorrason frá Egilsstöðum. Jónas Þór Jóhannsson situr fyrir miðri mynd. Á myndina vantar Sólveigu Helgu Hjarðar sem á sæti í Ungmennaráði.

Keppendur UÍA kampakátir við setningar-athöfn Unglingalandsmótsins. Arnbjörg Bára Frímannsdóttir, glímukona úr Val, er fremst á myndinni.

Ungmennaráð aðstoðar við skemmtidagskrána

Page 27: Snæfell 2010

SNÆFELL 27

Jólin 2010

G JÞ

StarfsfólkSamkaupa úrvals og

Samkaupa strax

Page 28: Snæfell 2010

28 SNÆFELL

Frjálsíþróttastarf UÍA var mjög líflegt árið 2010. Frjálsíþróttaráð UÍA stóð fyrir mörgum mótum og fjöldi þátttakenda var mikill. Keppendur UÍA stóðu sig með ágætum á árinu og sýndu góðan árangur. UÍA á Íslandsmeistara, Íslandsmethafa og Unglingalandsmótsmeistara þetta árið. Fjórir ungir frjálsíþróttamenn UÍA náðu lágmarki í úrvalshóp FRÍ í sumar og sex komust í úrvalshóp UÍA sem ráðið hefur endurvakið.

Í mars var haldið Austurlandsmót innanhúss, sem skipt var í tvennt. Annars vegar kepptu 11 ára og eldri í Fjarða-byggðarhöllinni á Reyðarfirði 6. mars og hins vegar 10 ára og yngri í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði þann 20. mars. Á báðum mótunum voru keppendur nálægt fimmtíu frá sex félögum. Ágætur árangur náðist í mörgum greinum. Á mótinu fyrir yngri hópinn var keppt í skemmtilegri þrautabraut þar sem skipt var í lið á staðnum.

SumarstarfiðÍ sumar voru þrjú greinamót haldin á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Það var kastmót þar sem keppt var í kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Einnig var haldið hlaupamót þar sem keppt var í grindahlaupi og 80m, 200m og 1500m hlaupum. Mótaseríunni lauk svo með

stökk-, sleggjukasts- og boðhlaupsmóti. Verðlaun voru veitt að loknu hverju móti fyrir stigahæstu einstaklinga beggja kynja í hverjum aldursflokki. Í ágúst var síðan haldið krakkamót, fyrir 10 ára og yngri,á Vilhjálmsvelli. Þar var keppt í ýmsum greinum ásamt þrautabraut sem var vinsæl hjá ungviðinu.Víðavangshlaup UÍA var endurvakið eftir margra ára dvala og fór það fram á Djúpavogi 22. maí. Til stendur að halda slíkt hlaup í maí ár hvert.Samkvæmt venju var vandað frjáls-íþróttamót á Sumarhátíð UÍA í júlí. Eins og í fyrra náði mótið yfir þrjá daga og mættu 177 þátttakendur á öllum aldri.Ellefu krakkar á aldrinum 11-15 ára voru í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem starfræktur var á Egilsstöðum eina viku í júní. Ýmsir sérfróðir aðilar komu að fræðslunni að þessu sinni en Hildur Bergsdóttir stýrði skólanum. Þótt frjálsar íþróttir hafi verið aðalatriði skólastarfsins var margt annað gert til gamans, meðal annars farið í fjallgöngu og hjólreiðar og keppt í fáránleikum.

Úrvalshópar UÍA og FRÍÍ sumar endurskoðaði Frjálsíþróttaráð UÍA lágmarksárangurinn sem þarf að ná til að komast í úrvalshóp UÍA í frjálsum íþróttum. Strax í sumar náðu sex keppendur lágmarkinu, og þar með var hópurinn endurvakinn. Úrvalshópinn 2010 skipa þau Árdís Aðalsteinsdóttir úr Ásnum og Bjarmi Hreinsson, Daði Fannar Sverrisson, Erla Gunnlaugsdóttir, Heiðdís Sigurjónsdóttir og Örvar Þór Guðnason sem öll eru úr Hetti. Hópurinn hefur hist tvisvar nú á haustdögum og framundan er skemmtilegt starf og fróðlegt. Fjórir frjálsíþróttamenn UÍA náðu lágmarki í úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ). Það eru Bjarmi Hreinsson og Daði Fannar Sverrisson, báðir í sleggjukasti,

Erla Gunnlaugsdóttir í langstökki og Heiðdís Sigurjónsdóttir í 80m grindarhlaupi. Öll koma þau úr Hetti.

Meistarar og methafarAtli Geir Sverrisson, Hetti, setti Íslandsmet í sleggjukasti í 12 ára flokki á Sumarleikum HSÞ á Laugum í júní. Atli kastaði sleggjunni 27,83 m og bætti eldra met um 1,98 m.Daði Fannar Sverrisson, Hetti, varð Íslandsmeistari í spjótkasti 14 ára pilta þegar hann kastaði spjótinu 48,6 m. Hann varði þar með Íslands-meistaratitil sinn. Einnig varð hann Unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti pilta 14 ára með kasti upp á 49,14 m. Ár ið 2010 var blómlegt og árangursríkt frjálsíþróttasumar hjá UÍA. Frjálsíþróttamenn hlakka til næsta árs enda margt framundan, m.a. Unglingalandsmót UMFÍ á heimaslóðum.

Fyrir hönd FrjálsíþróttaráðsJóney Jónsdóttir, formaður.

Frjálsíþróttaráð

Úrvalshópur UÍA endurvakinn

Hressir krakkar í Frjálsíþróttaskólanum ásamt skólastjóranum.

Atli Geir Sverrisson setti Íslandsmetí sleggjukasti í sumar.

TIL YNDIS Á ALLA SKÍN SÓLIN,OKKAR HÉR HEIMSINS UM BÓLIN.

ÓSKUM ÞESS VIÐ,AÐ ÖLL FÁIÐ ÞIÐ,

FRÁ UÍA - GLEÐILEG JÓLIN. JÞJ

Page 29: Snæfell 2010

SNÆFELL 29

Viðskiptavinir Hitaveitu Egilsstaða og Fella og aðrir Austfirðingar

Bestu jóla- og nýjárskveðjur og farsælt komandi nýtt ár

Nú erum við að raða niður verkefnum fyrir næsta ár.

Þeir sem eru í framkvæmda-hug ættu að hafa samband

við okkur sem fyrst.

HT hús ehf. er á Facebook með allar almennar

upplýsingar og myndir.

Page 30: Snæfell 2010

30 SNÆFELL

Víða á Austurlandi er góð aðstaða til sundiðkunar og innan vébanda UÍA eru starfandi 5 sunddeildir: hjá Íþróttafélaginu Þrótti Neskaupstað, UMF Neista á Djúpavogi, UMF Leikni á Fáskrúðsfirði, Íþróttafélaginu Hetti á Egilsstöðum og UMF Austra á Eskifirði. Samstarf milli deildanna hefur verið mikið og farsælt. Sunddeildirnar eiga allar fulltrúa í sundráði UÍA sem sér um skipulagningu sundmóta og annarra sundviðburða á vegum sambandsins.

Fjögur mót skipa fastan sess í starfi Sundráðs UÍA og settu þau svo um munar svip sinn á íþróttalífið á Austurlandi á þessu ári. Fyrsta mót ársins er Vormót UÍA sem fór fram á Eskifirði í lok maí. Þar kepptu um 40 börn og unglingar, 17 ára og yngri, og höfðu gagn og gaman af.

Þetta sumarið bar Sumarhátíðarmótið nafnið Eskjumótið og var hluti af Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar. Keppt er til verðlauna í hverri grein, en að auki eru veitt afreksverðlaun fyrir bæði kyn í aldursflokkum 11 ára og eldri. Þá er keppnin liðakeppni og var hún æsispennandi allt til loka, en lið Neista tryggði sér sigur með 6 stigum en Þróttur lenti í öðru sæti.

Neisti bætir við fleiri bikurumMeistaramót Austurlands var haldið í Neskaupstað á haustdögum. Þar mættu til leiks um 50 keppendur á aldrinum 7-17 ára, víðsvegar að af Austurlandi. Líkt og á Sumarhátíðarmótinu er keppt til afreksverðlauna og verðlauna liða. Keppnin var jöfn og spennandi, en UMF Neisti vann heildarstigakeppni mótsins.

Bikarmót Austurlands fór fram 13. nóvember á Djúpavogi, en þar er fyrst og fremst um liðakeppni að ræða. Mótið var ætlað keppendum 17 ára og yngri, og mættu um 90 þátttakendur frá 5 félögum til leiks. Mótið var í alla staði skemmtilegt og margir ungir og upprennandi sundkappar þreyttu þar frumraun sína. Neisti varð bikarmeistari að þessu sinni, lið Sindra varð annað og sunddeild Hattar hafnaði i þriðja sæti.

Lið Neista á Djúpavogi hefur staðið sig mjög vel í stigakeppni liða á þessu ári, eins og á síðasta ári, og fer með fullt hús stiga frá mótunum. Þá unnu til afreksverðlauna í sínum aldursflokkum Bjarni Tristan Vilbergsson og Nikólína Dís Kristjánsdóttir, 11 til 12 ára, Þórunn Egilsdóttir og Adrian Daníelsson, 13-14 ára og Einar Bjarni Hermannsson, Hildur Heimisdóttir og Gabríel Örn Björgvinsson í 15 – 17 ára.

ULM undirbúiðAuk hefðbundins mótahalds mun Sundráðið nú leggja á ráðin um hvernig megi virkja sem flesta til þátttöku á unglingalandsmóti. Stefnt er að því að halda sameiginlegar æfingabúðir til að þjappa liðinu betur saman, en eins og gefur að skilja getur verið snúið að vera ýmist samherjar eða keppinautar, allt eftir því hvort keppnisleikvangurinn er innan eða utan fjórðungs. Óhætt er því að segja að komandi ár beri margt spennandi í skauti sér.

Sundstarfið hefur gengið ágætlega á árinu og á viðburðum og mótum ársins hafa margir lagt hönd á plóginn og veitt ómetanlega aðstoð. Þeim eru færðar bestu þakkir og sérstaklega þeim sem koma langt að til að dæma á mótunum.

Fyrir hönd sundráðs UÍAGunnar Jónsson, formaður

Fréttir frá Sundráði UÍA

Farsælt samstarf, flottari mót

Kynntu þér helstu birgja LOGO á www.logo.is

Auglýsinga-vörur

Gjafavörur Pennar, fundarbækur

Sælgæti Spil

Barnavörur

Barnavörur

Músamottur,seglar

Fatnaður

Barmmerki, lyklakippurRegnhlífar, töskur ofl.

Fatnaður fyrir veitingahús

LOGO auglýsingavörur ehf. Borgartún 33 - 105 ReykjavíkSími 533 1030 - GSM 895 5233www.logo.is - [email protected]

FJÖLBREYTTVÖRUVAL LOGO ehf.

Neisti hampði öllum bikurum ársins. Hér fagnar sigursveit þeirra á Sumarhátíð.

Page 31: Snæfell 2010

SNÆFELL 31

Óskum Seyðfirðingum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á

komandi ári.

Sendum Austfirðingum nær og fjær okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir

samskiptin á árinu sem er að líða.

ÞS verktakar óska Austfirðingum gleðilegra jóla og farsældar

á komandi ári, með kærri þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Óskum viðskiptavinumokkar og Austfirðingum öllum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Seyðisfjarðarkaupstaður

Sendum íbúumBreiðdalshrepps og Austfirðingum öllum

okkar bestu jólakveðjur og ósk umgæfuríkt komandi ár.

NEW BALANCE HLAUPASKÓRNIR GETA

KOMIÐ Í VEG FYRIR BEINHIMNUBÓLGU, HNÉVERKI,

STÍFLEIKA Í KÁLFUM OG ÖNNUR ÁLAGSMEIÐSL.

AFREKSVÖRUR SÍMI. 553-1020.

Page 32: Snæfell 2010

32 SNÆFELL

Afmæli

Leiknir sjötugur

UMF Egill Rauði blés til afmælisfögnuðar í Nesskóla á Norðfirði þann 21. nóvember síðastliðinn vegna 95 ára afmælis félagsins. Við það tilefni var kynnt nýtt merki félagsins.

Á aðalfundi félagsins í byrjun árs var samþykkt að minnast þessara tímamóta með afmælishófi og efna jafnframt til samkeppni um merki fyrir félagið, en þrátt fyrir háan aldur átti það ekkert slíkt. Á afmælishátíðinni var merkið sem bar sigur úr býtum kynnt, en höfundur

þess er Sigríður Friðjónsdóttir frá Kópavogi. Margar góðar tillögur bárust í samkeppnina víðsvegar af landinu og gaman að sjá hugmyndaauðgina sem lá að baki mörgum þeirra. Afmælishátíðina sóttu um 100 manns sem þáðu góðar veitingar ásamt því að hlýða á dagskrá. Félagar úr Agli Rauða fluttu efni úr innanfélagsblaðinu Vorboða, sem gefinn var út á árdögum þess, og ungmenni úr Djúpinu, leikfélagi Verkmenntaskóla Austurlands, brugðu á leik. Þá var flutt ágrip af sögu félagsins ásamt því að Steinar Gunnarsson og Bjarni Tryggvason

léku frumsamin lög tileinkuð Norðfirði, sem þeir hyggja á að gefa út á næstunni. Þá var samkvæmt hefðinni sunginn fjöldasöngur og að lokum var stiginn dans við undirleik félagsmanna. Stjórnarmenn Egils Rauða vonast til að með hátíðarhöldunum hafi fleiri íbúar kynnst félaginu og að það verði til þess að nýir félagar gangi til liðs við það og taki þátt í þeirri vinnu sem nú fer fram innan vébanda félagsins um starfsemi þess í framtíðinni.

Fyrir hönd Egils RauðaJón Björn Hákonarson, formaður

UMF Egill Rauði á Norðfirði 95 ára

Fyrsta merkið í sögu félagsins

Formaðurinn í ræðustól á afmælishátíðinni. Mynd: Viðar Guðmundsson

Formannafundur UÍA

Starfshópur skipaður um endurskoðun

lottóteknaStarfshópur um endurskoðun úthlutunar lottótekna til sam-bandsaðila UÍA var skipaður á formannafundi sambandsins sem fram fór á Vopnafirði í apríl. Níu fulltrúar frá sex aðildarfélögum sóttu fundinn, ásamt gestum frá UMFÍ og ÍSÍ.

Fundarmenn lýstu ánægju sinni með það stefnumótunarstarf sem unnið hefur verið hjá UÍA, vel hafi gengið að virkja sérgreinaráð til samstarfs og með aðstoð aðildarfélaganna hafi uppbygging sambandsins gengið vel.Þær gagnrýnisraddir sem fram komu á fundinum snéru einkum að úthlutun lottótekna. Samþykkt var tillaga um að mynda þriggja manna starfshóp sem endurskoðar lottóúthlutunarreglur sambandsins. Í starfshópnum eru þrír formenn aðildarfélaga, Davíð Þór Sigurðsson (Hetti), Einar Björn Kristbergsson (Einherja) og Jósef Auðunn Friðriksson (Súlunni). Með hópnum vinnur Gunnar Jónsson, gjaldkeri UÍA. Niðurstöður starfshópsins verða lagðar fyrir sambandsþing 2011.Helgi Sigurðsson, fyrrverandi formaður Hattar og stjórnarmaður í Íþrótta- og ólympíusambandinu, var sæmdur starfsmerki UÍA á fundinum.

Ungmennafélagið Leiknir á Fáskrúðsfirði fagnaði 70 ára afmæli sínu þann 23. nóvember síðastliðinn. Í tilefni þess var blásið til þríþrautarkeppni, þar sem ungir sem aldnir spreyttu sig á að synda, hjóla og hlaupa. Ungmennafélagsandinn var þar í fyrirrúmi og höfðu þátttakendur gott og gaman af.Síðar um daginn var efnt til hátíðarsamkomu í skólamiðstöðinni, snædd var dýrindis afmæliskaka og afmælisbarnið heiðrað með margvíslegum hætti. Jakob Skúlason, fulltrúi frá KSÍ, veitti þeim Steinunni Björgu Elísdóttur og Steini Jónassyni starfsmerki KSí fyrir mikið og gott starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Steinn Jónasson, formaður Leiknis, sæmdi Gísla

Jónatansson gullmerki UMF Leiknis fyrir dyggan stuðning við félagið.

Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, færði Steini Jónassyni, formanni Leiknis, blómvönd í tilefni dagsins.

Page 33: Snæfell 2010

SNÆFELL 33

Hér

aðsp

rent

Gullberg

Gullberg ehfsendir landsmönnum

öllum bestu jóla- og nýárskveðjur.

Starfsfólk Sóknar lögmannsstofuóskar viðskiptamönnum sínum

og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Hilmar Gunnlaugsson Eva Dís Pálmadóttir Jón Jónsson hæstaréttarlögmaður hæstaréttarlögmaður hæstaréttarlögmað[email protected] [email protected] [email protected]

Page 34: Snæfell 2010

34 SNÆFELL

Fjórtán manna hópur frjálsíþróttafólks frá Fljótsdalshéraði hélt til Svíþjóðar síðastliðið sumar til að taka þátt í Gautaborgarleikum, einu stærsta íþróttamóti sem haldið er fyrir börn og unglinga.

Frjálsíþróttadeild Hattar ákvað haustið 2009 að setja stefnuna á þátttöku í Världsungdomsspelen eða Heimsleikum unglinga í Gautaborg, betur þekkt sem Gautaborgarleikum, sumarið 2010. Árið 2006 fóru nokkrir krakkar á leikana á vegum UÍA, þar af einn þeirra sem fóru með okkur í ár. Um tíu frjálsíþróttakrakkar og foreldrar þeirra tóku til óspilltra málanna og hófu fjáröflun. Með því að selja lakkrís og matreiðslubækur, afla styrkja og taka að sér margs konar fjáröflunarverkefni tókst að fjármagna ferðina að mestu.Krakkarnir æfðu af kappi og voru vel undirbúin þegar stóra stundin rann upp. Þann 30. júní héldu níu frjálsíþróttakrakkar, ásamt þjálfara, þremur fararstjórum og einum 11 mánaða snáða sem sinnti hlutverki lukkudýrs af miklum myndugleik, til Gautaborgar. Hópurinn að austan var í samfloti með stórum hópi ÍR-inga og dvaldi ásamt þeim á huggulegu gistiheimili í nágreni Ullevi leikvangsins þar sem leikarnir fóru fram.Fyrstu tveir dagarnir í Gautaborg voru

nýttir til skoðunarferða og æfinga. Mótið sjálft hófst snemma á föstudegi og stóð frá morgni til kvölds í þrjá daga. Um 3200 keppendur frá 15-20 þjóðlöndum voru á leikunum, og mættu um 110 Íslendingar til leiks. Það var einstakt að koma inn á þennan glæsilega keppnisleikvang, þar sem aðstæður eru með því besta sem gerist í heiminum, og fjölmörg stórmót hafa farið fram, t.d. HM í frjálsum íþróttum 1995 og EM 2006. Leikvangurinn er sá stærsti í Skandinavíu og tekur 43.000 manns í sæti og eru níu brautir allan hringinn.

Góður árangurKrakkarnir stóðu sig afar vel og stórbættu sig í mörgum greinum, enda veður og aðstæður eins og best verður á kosið. Þegar hópurinn kom þreyttur og svangur heim á gistiheimili að loknum vel heppnuðum keppnisdegi göldruðu

fararstýrurnar fram heimatilbúna máltíð. Keppendur annarra félaga borðuðu í mötuneyti og gutu öfundaraugum á kræsingarnar okkar.Að mótinu loknu áttum við tvo daga í Gautaborg og voru þeir vel nýttir til verslunar-, skoðunar-, og skemmtiferða. Hópurinn fór meðal annars í skemmtigarðinn Liseberg og átti þar frábæran dag í rússíbönum, klessubílum og fleira tilheyrandi. Hópurinn fór auk þess mikinn í skotbökkum og lukkuskífum garðsins og vann ótal bangsa og alls kyns góðgæti.

Ætla aftur 2012Það var þreyttur en ákaflega ánægður hópur sem kom aftur austur tveimur dögum fyrir Sumarhátíð, reynslunni ríkari og staðráðinn í að halda aftur út á Gautaborgarleika sumarið 2012. Undirbúningur fyrir þá ferð er þegar hafinn og vilji einhverjir slást í hópinn eða fá frekari upplýsingar má hafa samband við UÍA skrifstofuna.Að lokum viljum við þakka Samkaupum, Securitas, Regula og Hótel Héraði og öllum þeim einstaklingum sem keyptu af okkur lakkrís og annan varning eða studdu með öðrum hætti.

Hildur Bergsdóttir, Hrefna Björnsdóttir, Lovísa Hreinsdóttir og Mekkin Guðrún

Bjarnadóttir

Hópurinn eftir ánægjulegan dag í Liseberg. Mynd: Hrefna Björnsdóttir

Gautaborgarleikarnir 2010

UÍA fólk á stærsta leikvangi Norðurlanda

Fremri röð frá vinstri: Einar Bjarni Helgason, Mikael Máni Freysson, Atli Geir Sverrisson, Atli Pálmar Snorrason og Heiðdís Sigurjónsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Örvar Þór Guðnason, Bjarmi Hreinsson, Daði Fannar Sverrisson, Brynjar Gauti Snorrason. Mynd: Hrefna Björnsdóttir

Page 35: Snæfell 2010

SNÆFELL 35

HÉRAÐS- OG AUSTURLANDSSKÓGAR

Vísindagarðurinn ehf.

ARFÉLAG AUSTURLANDS

MENNTASKÓLINNÁ EGILSSTÖÐUM

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

Fiskverkun Kalla Sveins ehf.

Gleraugnaþjónusta, gullsmíði & úrsmíði

Lagarás 8 - Egilsstaðir - s. 471 2020

Gsm 692-9990

Búðareyri 15 - Reyðarfjörður - s. 474 1234

Ökuskóli Austurlands

Page 36: Snæfell 2010

36 SNÆFELL

Gunnar Gunnarsson, sumarstarfsmaður og stjórnarmaður UÍA og Hildur Bergs-dóttir, framkvæmdastjóri sambandsins, fóru til Danmerkur í október á vikulangt leiðtoganámskeið hjá Mellem-folkeligt Samvirke (MS), dönskum hjálparsamtökum sem berjast gegn fátækt í heiminum. Ferð þeirra var styrkt af Evrópu unga fólksins.

Formáli:Um mitt sumar barst UÍA tölvupóstur frá Evrópu unga fólksins (EUF), sem hýst er hjá Ungmennafélagi Íslands. Um var að ræða kynningu á námskeiðum þar sem EUF styrkir þátttakendur um ferðakostnað frá heimili og að því aftur, auk námskeiðsgjalds. Hjá stjórn UÍA hefur verið mörkuð sú stefna að taka virkari þátt í alþjóðlegu samstarfi og til að kanna hvernig námskeið EUF virka ákváðum við tvö að sækja um eitt af námskeiðunum. Við vissum ekki mikið meira en að það væri leiðtoganámskeið og það fannst okkur hljóma vel.Í hreinskilni sagt áttum við von á þægilegu námskeiði á hóteli í Kaupmannahöfn, þaðan sem við gætum annað slagið farið í skoðunar- og búðarferðir. Því runnu á okkur tvær grímur, ef ekki fleiri, þegar dagskráin fyrir námskeiðið kom. Okkur var tilkynnt að þetta væri 24/7 námskeið, sem við héldum reyndar að væri grín þar til við sáum endanlega dagskrá. Þar var tilkynnt að „enginn tími gæfist til að skoða borgina eða heimsækja vini,“ sem var alveg rétt, því dagskrá hvers dags var skipulögð frá kl. 7:30 til 22:00. Við bættust tilkynningar um að við yrðum að koma með svefnpoka og yrðum líklega 10-20 í herbergi.

Þrátt fyrir ýmis skakkaföll skemmtum við okkur vel á námskeiðinu, lærðum ýmislegt sem mun nýtast bæði okkur sjálfum og UÍA, og eignuðumst marga nýja vini. Af um fjörutíu þátttakendum var helmingurinn frá Danmörku en aðrir m.a.

frá Nepal, Rúmeníu, Belgíu, Afganistan, Líbanon, Palestínu, Mongólíu, Íran, Spáni, Nýja-Sjálandi og Ungverjalandi. Við hvetjum austfirska ungmennafélaga að skoða vel þá möguleika sem í boði eru í gegnum EUF og vera óhrædda að stökkva á tækifærin.Til að róa fjölskyldur og vini heima á Íslandi héldum við dagbók á meðan við vorum í Danmörku. Hér á eftir fer brot af því besta sem á daga okkar dreif.

Fyrir hönd Hildar og Gunnars,Gunnar

Dagur 1 – Engum líkar við Ísland„Okkur var skipt niður i nokkra fjölskyldu-hópa sem við vinnum með að verkefnum í vikunni. Í mínum hóp er hálf-íslensk stelpa, Anna Ásgeirsdóttir. Hún átti besta leik kvöldsins í hópeflis-leiknum „Me too.“ Við áttum að segja frá einhverju sem við fílum, eins og t.d. „mér finnst ís góður.“ Þeir sem eru sammála kalla þá „me too,“ standa upp úr stólunum og finna sér nýtt sæti. Einn vantar þó sæti og á næsta leik.Anna kallaði „I like Iceland“Ég stóð einn upp af tíu manna hóp.Það líkar engum við Ísland.“

Dagur 2 – Kapítalísku túristarnir„Opinbert tungumál námskeiðsins er enska og þótt rúmur helmingur þátttakenda sé Danir standast þeir freistinguna að skipta yfir í sitt eigið tungumál. Við Hildur tölum

aftur á móti íslensku þegar við hittumst. Eftir hádegismatinn skipulögðum við mikinn flótta út af svæðinu og gengum hring um hverfið þar sem við gátum í friði talað íslensku.Við vorum í raun frelsinu fegin þegar við komum út fyrir múrana og töluðum um að okkur langaði ógeðslega mikið að gerast bara „kapítalískir túristar“ og fara beint niður í miðbæ í verslunarferð.Við skemmtum okkur til skiptis. Hildur fílar leikina og ég vinnuna.“

Dagur 3 – Íslenska lúkkið„Hildur hefur vakið mikla athygli fyrir prjónahæfileika sína en hún dregur upp prjónana í hvert skipti sem hún á dauðan tíma. Ullarpeysan hennar, sem hún prjónaði sjálf, þykir sérlega smekkleg. Hildur er hógvær og beinir athyglinni að Íslandi

UÍA fólk á stormandi ferð á námskeiði á vegum Evrópu unga fólksins

Dagbókarbrot frá Danmörku

Gunnar og hans hópur. Frá vinstri: Birgitte, Maya, Hamid, Kristine, Anna, Karen, Nina, Fredrik, Anne, Gunnar og Sancaar. Á myndina vantar Aline.

Gunnar og Hamid leiða hópinn.

Hildur og Sarah leika loftnet og klessubíl

Page 37: Snæfell 2010

SNÆFELL 37

með orðunum „I‘m trying to look Icelandic“ þegar hún er spurð út í peysuna.“

Dagur 5 – Íslensku kúrekarnir„Aðalverkefni dagsins var að stýra hópi Hildar. Það tókum við Hamid að okkur þar sem hann stýrði leiknum í byrjun og ég sá nokkurn veginn um restina. Hópurinn hefur verið út og suður, en mér skilst að hann hafi loksins náð saman í að sameinast gegn okkur.Málið er að í honum eru sterkir einstaklingar sem eru misfúsir til að láta stjórna sér. Við stormuðum inn, frekjuðumst til valda og höfðum sigur. Hópurinn gúdderaði okkur ekki í byrjun en þegar hann fór yfir málin í lok dags áttaði hann sig á að skipulagið sem við komum á beindi honum í raun í rétta átt.[...]Hópurinn minn lét fyrstur til skarar skríða í kvöldmatnum með atriði. Þegar menn ætluðu að fara að borða stormuðu inn sendiherrar sem tóku matinn af borðunum. Skilaboðin voru að á næstu árum verða fleiri og fleiri án matar og matarverð hækkar einnig því uppskera, sem annars gæti nýst til manneldis, er seld til að búa til lífrænt eldsneyti (biofuel).Kvöldinu lauk á fjölmenningarkvöldi þar sem fólki var boðið að troða upp með skemmtiatriði frá sínu heimalandi.Fyrir ferðina höfðum við Hildur íhugað um hvað við skyldum gera við slíkar aðstæður. Við vorum sammála um að við myndum hvorki syngja né dansa og Hildur skaut líka niður hugmynd mína um að versla brennivín og hákarl í fríhöfninni og gefa mönnum snafsa. Slíkt má ekki sjást í bókhaldi ungmennafélags.Þannig að við sungum og dönsuðum.Þar sem við vorum þrjú frá Íslandi fannst okkur ómögulegt að troða ekki upp. Ég spilaði á gítar og raddaði og

Hildur og Jónsi sungu. Á efnisskránni var íslenski aktívistasöngurinn Öxar við ána, landkynningarlagið Icelandic Cowboy (því eftir fyrsta daginn töldum við ekki vanþörf á land- og ímyndarkynningu í áttina að Niceland) og íslensk/færeyskur vikivakahringdans við Krummi svaf í klettagjá með rækilegu hummi á milli.Þetta vakti allt gríðarlega lukku, einkum dansinn því allir þátttakendurnir tóku þátt í seinna skiptið.“

Dagur 6 – Spilatími„Hildar hópur byrjaði með mennsku borðspili til að vekja athygli á landréttindum afrískra kvenna. Spilið, sem varð til út úr neyð seinnipart þriðjudags, hafði tekið mótun og varð að lokum býsna skemmtilegt.Meðal þess sem menn gátu fengið á

teningnum í spilinu voru tvær beljur sem dönsuðu í kringum hópinn og færðu hann einn reit áfram. Minni lukka var aftur á móti þegar karlarnir, höfðingjarnir, birtust og færðu menn reit aftar.

Loks var komið að Hildi að leiða hópa-vinnu þar sem litið var yfir farinn veg. Íþróttaþjálfarinn sá að sjálfsögðu um leikinn í byrjun og tíminn tókst líka vel.Landi okkar Jónsi bauð upp á harðfisk í lokapartýinu. Skálin var fyrst úti í horni en fyrir tilstuðlan okkar Hildar var hún dregin inn á borð til okkar. Nokkrir voguðu sér að smakka. Fáeinir fíluðu fiskinn, aðrir nánast kúguðust og enn aðrir gátu ekki hugsað sér að hafa skálina nær sér en í meters fjarlægð.“

Sérfærsla – Leynivinurinn(Í upphafi vikunnar var kynntur til sögunnar leynivinaleikur. Ég taldi mig snemma vita hver væri leynivinur minn, en hann átti krók á móti bragði. Hann fékk allan hópinn í lið með sér þannig að ég fór að efast um hver væri leynivinurinn, og eiginlega um hvort einhver væri vinur minn yfirhöfuð – fyrir utan Hildi.)„Í lokapartýinu fékk ég alls konar skeyta-sendingar. Fjórar servíettur með ástar-játningum. Drykki frá leynivininum. Pappírsdrífu með miðum með nafninu mínu og hjörtum rigndi yfir mig ofan af svölum. Tvær gellur komu og kysstu mig á sitt hvora kinnina. Tveir gaurar komu og kysstu mig á sitt hvora kinnina!Hápunkturinn var samt eftir. Sjálfsbjargar-viðleitni mín rak mig á barinn en þá var skrúfað niður í tónlistinni og allt í kringum mig upphófst söngurinn „Gunnar, I‘m your secret friend“ . Ég snéri mér í hring og horfði á allt fólkið í salnum mynda hálfhring í kringum mig og syngja (fyrir utan nokkra sem gátu ekki sungið fyrir hlátri).

Ég var stjarfur og orðlaus – og það gerist ekki oft.“

Sigurvegurum fagnað í lok spilsins hjá hópi Hildar. Hún er með svarta hárkollu, á milli Söruh Natalie og Emily sem klæddust beljubúningum.

Gunnar á kafi í skilaboðum frá leynivininum.

Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópu-sambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára. Á hverju ári veitir Evrópa unga fólksins á Íslandi um 1.000.000€ í styrki til góðra verk-efna sem skipulögð eru af ungu fólki og/eða fyrir ungt fólk. Meðal annars eru veittir styrkir til ungmennaskipta, lýðræðisverkefna, sjálfboðaliðavinnu, þjálfun og samstarfs, námskeiða og samstarfs við nágrannalönd. Nánari upplýsingar eru á www.euf.is

Page 38: Snæfell 2010

38 SNÆFELL

Síðsumars var flutt skíðalyfta úr norðurbrún Fjarðarheiðar yfir á skíðasvæðið í Stafdal. Tilkoma hennar mun styrkja starf Skíðafélagsins í Stafdal enn frekar. Á ýmsu gekk þó þegar setja átti lyftuna upp.

Þann 20. ágúst 2010 fóru nokkrir bjartsýnismenn úr Skíðafélaginu í Stafdal upp í Stafdalsfell að leggja slóðir og slétta tilvonandi lyftuspor. Nú skyldi flytja skíðalyftu úr norðurbrún Fjarðarheiðar yfir á skíðasvæðið í Stafdal. Undirbúningur að þessari framkvæmd hafði staðið yfir frá því snemma sumars 2009 með mörgum fundum og miklum bollaleggingum um hvernig, hvar og hvenær og fleira og fleira. En nú var loks komið að því að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Þessa helgi var lögð slóð upp á Stafdalsfell og lyftuspor sléttað og grjóthreinsað. Næsta mál var að grafa fyrir undirstöðum en strax þá kom í ljós að breytinga var þörf. Þarna reyndist ekki hægt að grafa neitt. Á svæðinu eru bara tvær gerðir af jarðvegi, þ.e. grjót og klöpp. Seinna kom svo í ljós að báðar gerðirnar breytast í drullu þegar það fer að rigna!

Gott að lyftan er á úrkomusvæðiÍ byrjun september fór einmitt að rigna og það svo um munaði, því eiginlega rigndi meira og minna allan mánuðinn. Þessar miklu rigningar töfðu verkið talsvert, þar sem slóðir urðu ónýtar og allt svæðið meira og minna ófært. En það er gott til þess að vita að lyftan er á úrkomusvæði! Áfram var haldið, boraðar niður bergfestur, járn klippt og bundið, slegið upp og steypt. Steypuflutningar eru ekki auðveldir á svona svæði enda voru steypubílar dregnir á jarðýtu að neðsta mastri lyftunnar. Í efri möstrin var steypan svo flutt í sílóum sem hénguframan á jarðýtu og í skóflu á beltagröfu. Þegar steypuvinnunni lauk var safnað liði í að slá frá og hreinsa timbur og skila því. Sömu helgi var farið í að plægja niður rör fyrir kapla meðfram lyftunni, reisa endastöð niðri, ganga frá landinu og flytja 40 fermetra hús á staðinn. Því er ætlað að hýsa lyftuvörð og salerni og einnig verður hægt að tylla

sér þar inn með nesti. Þetta verk hefur að mestu verið unnið í sjálfboðavinnu af félagsmönnum í Skíðafélaginu í Stafdal og með stuðningi fyrirtækja á svæðinu. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir þeirra framlag.

Í notkun eftir áramótReiknað er með að lyftan verði tekin í notkun eftir áramótin. Þá er lyftulengd í Stafdal orðin rúmlega 1,6 km og fallhæð 350 metrar. Mesta hæð svæðisins 800 metrar og lengsta brautin um 3 km. Þetta er m.ö.o. glæsilegt svæði þar sem verður gaman að renna sér í framtíðinni, og það verða engar biðraðir næstu árin.

Strax eftir áramótin fara svo æfingar í gang, ef snjóalög

og guðirnir lofa. Krílaskólinn hefst á byrjendanámskeiði og síðan verða reglubundnar æfingar fyrir krílin á laugardögum. Krílaskólinn er hugsaður

fyrir þriggja til fimm ára krakka.

Krakkar frá sex ára og upp úr verða svo á æfingum þrisvar

til fjórum sinnum í viku eftir aldri og getu. Einnig verða námskeið í boði fyrir fullorðna, bæði byrjendur og lengra komna.

Að minnsta kosti tvö mót verða í Stafdal í vetur. Björnsmót sem er fyrir alla krakkana sem æfa reglulega og bikarmót fyrir 13 til 14 ára. Einnig fara krakkarnir bæði á Austurlandsmót, sem verður í Oddsskarði þetta árið, og Oddsskarðsmót. Í lok vetrar förum við svo að sjálfsögðu á Andrésar Andar leikana í Hlíðarfjalli með allan hópinn. Myndir af starfinu er að finna á heimasíðu SKÍS, 123.is/skis

F.h. SKÍSAgnar Sverrisson

Skíðafélagið í Stafdal

Lyfta lítur dagsins ljós

Unnið að undirbúningi lyftufærslunnar í haust. Mynd: SKÍS.

Sunddeild Hattar

Vilja fleiri æfingarUm þrjátíu iðkendur æfa sund hjá Hetti um þessar mundir en nýr þjálfari kom til starfa í haust. Deildin tekur þátt í vaxandi samstarfi austfirskra sunddeilda á vettvangi UÍA. Mikill metnaður ríkir meðal þeirra og þeir hafa beðið um fleiri æfingar, enda stefna þeir á Unglingalandsmótið.

Aðalstarf deildarinnar fer fram á veturna, auk þess sem við höldum sundnámskeið fyrir verðandi fyrstu bekkinga á vorin. Í sumar var boðið upp á þá nýbreytni að halda úti sundæfingum í tengslum við sundmót UÍA og mæltist það vel fyrir. Í haust æfðu um 30 krakkar sund hjá deildinni. Sunddeild Hattar hefur verið afar heppin með þjálfara og jafnan státað af vel menntuðum og góðum þjálfurum. Soffía Björg Sveinsdóttir, sem hefur þjálfað hjá okkur um árabil, hætti um sumarmál og þökkum við henni kærlega vel unnin störf og yndislega nærveru. Til starfa í haust tók Óskar Aðalsteinn Hjartarson. Við bjóðum hann velkominn og vonum að hann verði lengi hjá okkur. Sunddeildin leggur áherslu á að sundíþróttin rúmi jafnt þá sem vilja stunda hana sem keppnisíþrótt og þá sem vilja einungis synda sér til heilsubótar og ánægju. Boðið er upp á þrjár æfingar í viku en börnin geta valið hversu margar æfingar í viku þau sækja. Elstu sundgarparnir hafa óskað eftir að fá fjórðu æfinguna í viku, svo þeim virðist ekki leiðast!Foreldrar hafa stutt okkur með ráðum og dáð. Keppendur frá sunddeildinni hafa tekið þátt í mótum hér austanlands og nokkrum sinnum sent keppendur á mót á Suðurlandi. Undanfarið hefur samvinna þjálfaranna á Austurlandi aukist og uppi eru hugmyndir um að þeir sem vilja og geta keppt, sameinist oftar í þjálfunarbúðum og taki saman þátt í keppnum, og að þjálfarar skiptist þá á um að fara með þeim. Nú leggjum við metnað okkar í að hafa þátttakendur á Unglingalandsmótinu næsta sumar. Í starfinu reynum við að hafa líka fasta punkta, við höfum þurræfingu á hverri önn þar sem krakkarnir hittast „í fötum“ og skemmta sér saman. Eldri krakkarnir hafa farið árlega í sumarbústað og einnig í þjálfunarbúðir þar sem þau hitta krakka sem æfa sund. Svo ætlum við að halda innanfélagsmót og stefnum á áheitasund eftir áramót.

Fyrir hönd sunddeildar Hattar,Anna Heiða Ólafsdóttir

Page 39: Snæfell 2010

SNÆFELL 39

Óskum starfsmönnum, viðskiptavinum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Óskum starfsmönnum, viðskiptavinum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

„Er þíns landshlutamerki þú berð“

Page 40: Snæfell 2010

40 SNÆFELL

Þátttaka er lífsstíllSkemmtum okkur saman –

eyðum hrepparígnumMikilvægt er að halda fleiri áfengislausar samkomur þar sem austfirskum ungmennum gefst tækifæri til að kynnast hvert öðru. Hrepparígur getur hamlað samstarfi og samskiptum milli svæða á Austurlandi.

Þetta er meðal niðurstaðna málþingsins „Þátttaka er lífsstíll – Ungt fólk á Austurlandi“ sem UÍA hélt í samstarfi við Fjarðabyggð og Mennta- og menningarmálaráðuneytið í Verkmenntaskóla Austurlands, Nes-kaupstað í nóvember. Um sextíu manns sóttu þingið.Markmið málþingsins var að vekja ungt fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að taka virkan þátt í samfélagi sínu, svo og að vera nokkurs konar brúarsmíð milli ungs fólks og þeirra sem ákvarðanir taka um málefni þess. Á málþinginu var boðið upp á vinnusmiðjur þar sem gestum málþingsins var skipt í hópa og hver hópur ræddi ákveðin málefni tengd yfirskrift þingsins. Líflegar umræður sköpuðust í vinnuhópum og margar góðar hugmyndir kviknuðu. Unga fólkið benti meðal annars á að að mikilvægt væri að halda oftar vímuefnalausar skemmtanir þar sem unglingum af öllu Austurlandi gæfist kostur á að koma saman, til að spjalla og kynnast. Gott væri til dæmis að bjóða upp á

íþróttasamkomur þar sem keppni væri ekki aðalatriðið, heldur að allir gætu verið með óháð getu. Gamli hrepparígurinn var tekinn til umræðu og benti unga fólkið á að hann gæti hamlað samstarfi og samskiptum milli staða og svæða á Austurlandi og væri það miður. Einnig kom fram að vegalengdir og takmarkaðar almenningssamgöngur gerðu ungu fólki erfitt fyrir að halda tengslum milli svæða. Dagskrá málþingsins var fjölbreytt. Erindi héldu þau Andri Bergmann tónlistarmaður, Björn Hafþór Guðmundsson framkvæmdastjóri SSA, Jóhann Atli Hafliðason nemandi í ME, Karítas Ósk Valgeirsdóttir nemandi í VA, Þóroddur Helgason frá glímudeild Vals og Hjörtur Ágústsson kynningarfulltrúi Evrópu unga fólksins. Björn Ármann Ólafsson gjaldkeri UMFÍ sleit málþinginu og Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, stýrði því.

Um sextíu unglingar af öllu Austurlandi mættu á málþingið í Neskaupstað.

Þátttaka er lífsstíll

MsuhsA

Þ„Þsoí ksMfótavfómÁþhteshmhskk

Verið velkomin á Sumarhátíð UÍA 2011 8.-10. júlí á Egilsstöðum

Takið helgina frá.

Hrafnkell Freysgoði hampaði Launafls-bikarnum í sumar eftir einn æsilegasta úrslitaleik austfirskrar knattspyrnu-sögu á Eskifjarðarvelli. Sjö lið tóku þátt í keppninni í ár.

Staðan eftir venjulegan leiktíma í úrslita-leiknum var 3-3 eftir að staðan hafði verið 2-2 í hálfleik. Ekkert mark var skorað í framlengingu og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Hvort lið klúðraði einni af sínum fyrstu fimm spyrnum. Breiðdælingar fögnuðu þegar þeir héldu að sjötta spyrna Norðfirðinga hefði farið í þverslána og út. Dómararnir voru ekki á sama máli og dæmdu mark. Bæði lið voru því fagnandi um tíma, Hrafnkelsmenn héldu að þeir væru meistarar en hinir grænleitu BN menn vissu að vonin lifði enn. Hún slökknaði samt við sjöundu spyrnu BN sem Natan Leó Arnarsson, markvörður, Hrafnkels, varði. Þá hafði teygst verulega úr leiknum og nær myrkvað orðið á Eskifirði.Snjólfur Gunnarsson og Hrafnkell Hannesson, reynsluboltarnir í liði Hrafnkels, tóku við bikarnum en Snjólfur hefur unnið keppnina þrjú ár í röð með þremur mismunandi liðum: UMFB, Spyrni og nú Hrafnkeli. Flestir leikmanna Hrafnkels eru búsettir í Breiðdals- og Djúpavogshreppum, en nokkrir í Fjarðabyggð. Úrslitaleikinn bar upp á 73ja afmælisdag félagsins. Boltafélag Norðfjarðar varð í öðru sæti keppninnar fjórða árið í röð.Dobrycky Norbert, framherji Hrafnkels, fékk verðlaun sem markahæsti leikmaður keppninnar, en hann skoraði 20 mörk í sumar. Hann var einnig valinn besti leikmaðurinn af forráðamönnum liðanna í keppninni. Sjö lið af öllu Austurlandi tóku þátt í keppninni í ár og tefldu þau fram samtals 260 leikmönnum. Boltafélag Norðfjarðar var efst eftir deildarkeppnina en Hrafnkell í öðru sæti.

Launaflsbikarinn

Hrafnkell Freysgoði meistari eftir æsilegan úrslitaleik

Staðan að lokinni riðlakeppni: Lið Stig1 BN ‘96 152 Hrafnkell Freysgoði 153 Spyrnir 104 06. Apríl 65 UMFB 56 SE 47 Þristur 2

Lið Hrafnkels Freysgoða, Launaflsbikarmeistari 2010

LAUNAFLSBIKARINN2010

Page 41: Snæfell 2010

SNÆFELL 41

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

Bú›aröxl 3 • 690 Vopnafjör›ur • Sími 97-3140

VÖRUMARKA‹UR

Sími 471 2000 · [email protected]

VERKMENNTASKÓLIAUSTURLANDS

Samvinna - þekking - árangur

Nátthagi701 Egilsstaðir

pípulagnir ehf.

Fjarðaþrif ræstiþjónusta Strandgötu 46c, Eskifirði, sími 476-1270

Tónspil Hafnarbraut 22, Neskaupstað, www.tonspil.is

Verslunin Skógar Dynskógum 4, Egilsstöðum, sími 471-1230

Borgarfjarðarhreppur Hreppsstofu, sími 472-9999

Bókráð Miðvangi 2-4, Egilsstöðum, sími 471-3130

ÁS bókhald Austurvegi 20, Reyðarfirði, sími 474-1123

Vaðall ehf - Á hreindýraslóðum Skjöldólfsstöðum, Jökuldal, sími 471-2006

Sláturfélag Vopnfirðinga Hafnarbyggð 8a, sími 473-1840

Böggablóm Strandgötu 12, Eskifirði, sími 476-1267

Hótel Tangi Hafnarbyggð 17, Vopnafirði, sími 473-1840

Verslunin Pan Egilsbraut 6, Neskaupstað, sími 477-1900

Blikar bókhaldsþjónusta Hafnarbyggð 19, Vopnafirði, sími 473-1378

Stjörnuhár Tjarnarbraut 21, Egilsstöðum, sími 471-2919

Kaskó ehf Miðvangi 1, Egilsstöðum, sími 471-2312

Café Sumarlína Búðarvegi 59, Fáskrúðsfirði, www.123.is/sumarlina

Myndsmiðjan Dynskógum 4, Egilsstöðum, www.mynd.is

Verslunin Klassík Selási 1, Egilsstöðum, sími 471-1886

Page 42: Snæfell 2010

42 SNÆFELL

Yngri flokkar Fjarðabyggðar, í samstarfi við Tandraberg, stóðu fyrir knattspyrnuakademíu í Fjarðabyggðarhöllinni 20. og 21. nóvember. Þátttakendur voru vel á annað hundrað og skemmtu þeir sér allir mjög vel.

Fjöldi þjálfara og annarra sjálfboðaliða kom að þessum viðburði og má þar helsta nefna Ólaf Jóhannesson, landsliðseinvald, og Þorvald Örlygsson, þjálfara Fram. Þjálfarar úr Fjarðabyggð unnu mikið og gott starf, en þeir skipulögðu æfingarnar ásamt þjálfurum annars staðar af Austurlandi, svo sem frá Hetti. Einnig kom Gunnar Jarl Jónsson, sem var valinn besti dómari úrvalsdeildar karla seinasta sumar, í heimsókn og hélt erindi fyrir krakkana.Sjálfboðaliðastarf er ómetanlegur þáttur í þessu öllu saman. Fjölmargir foreldrar úr Fjarðabyggð aðstoðuðu okkur við að fæða liðið og að vakta svæðið yfir nóttina, en elstu krökkunum var boðin gisting í grunnskóla Reyðarfjarðar. Á laugardagskvöldinu sá svo Stefán Már Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri grunnskóla Reyðarfjarðar, um að skipuleggja kvöldvöku fyrir okkur og stóð hann sig vel eins og von var á.Tandraberg hefur styrkt síðustu tvær akademíur og þeir eiga sérstakar þakkir skildar fyrir sinn þátt í að gera okkur þetta kleift. Einnig komu önnur fyrirtæki að þessu með okkur, eins og Lostæti sem sá um matinn, Vífilfell sem sá um drykkina, Fellabakarí sem sá um brauðið og Samkaup sem reddaði okkur ávöxtum og öllu hinu sem út af stóð.Yngriflokkaráð Fjarðabyggðar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í þessu kærlega fyrir samstarfið og ekki síst þessum frábæru og upprennandi fótboltastjönum fyrir komuna.

Arnar GuðmundssonFramkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Þróttar Nes.

Barna- og unglingaráð Fjarðabyggðar/Leiknis

Í byrjun maí fór fram Austurlandsmót í blaki í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Umsjá þess var í höndum blakdeildar Hattar, sem var sérlega sigursæl á mótinu.

Mótið var líflegt og skemmtilegt og greinilegt að mikil gróska er í blakstarfi á Austurlandi, en 16 lið frá sex félögum mættu til leiks. Keppt var í þremur deildum, einni karladeild og tveimur kvennadeildum, og er skemmst frá því að segja að lið frá Hetti sigruðu í öllum deildum.Í 1. deild karla varð Sindri í þriðja sæti með 5 stig, A lið Hugins Seyðisfirði í öðru sæti með 6 stig og Höttur vann með 8 stig. Í annarri deild kvenna var í þriðja sæti Höttur C með 4 stig, í öðru sæti Valur B með 6 stig og í fyrsta sæti var Höttur B með 8 stig. Í fyrstu deild kvenna var það

Huginn Seyðisfirði sem var í þriðja sæti með 6 stig, Þróttur Neskaupstað í öðru sæti með 7 stig og í fyrsta sæti Höttur

með 9 stig. Vel var að mótinu staðið og það gekk afar vel.

Glímustarf innan vébanda UÍA var með miklum blóma á árinu og óhætt er að fullyrða að það barna- og unglingastarf sem unnið er á Reyðarfirði er með því allra

besta á landinu.

Glímufólk UÍA lagði meðal annars land undir fót og tók þátt í Meistaramóti Íslands og Sveitaglímu Íslands, 15 ára og yngri, og fyrstu umferð í Meistaramóti Íslands, 16 ára og eldri, sem fram fóru í október. Mótin fóru fram á Selfossi og á þeim átti UÍA 22 keppendur, sem unnu þar til fjölmargra verðlauna í bæði einstaklings- og sveitakeppnum. Sveitir 10 og 11 ára stráka og 14 og 15 ára stelpna unnu til gullverðlauna og endaði UÍA í öðru sæti í heildarstigakeppninni. Þá sendi UÍA einnig sveitir til keppni í sveitakeppni 17 ára og eldri sem fram fór í apríl í Borg í Grímsnesi. Þar vannst gull í unglingaflokki og silfur í flokki fullorðinna. Glímufólk UÍA kemur flest frá Reyðarfirði, en þar hefur löngum verið öflugt glímustarf. Þar æfa nú um 30 börn og unglingar, sem öll eru staðráðin í að vera í toppformi í vetur og næsta sumar enda margt framundan. Aðalsteinsbikarinn, mót sem er haldið á Reyðarfirði, verður 27. desember, Grunnskólamót Íslands 2. apríl og sama dag sjálf Íslandsglíman þar sem keppt er um Grettisbeltið og Freyjumenið. Að sjálfsögðu mun svo glímulið UÍA líka mæta glaðbeitt til leiks á Unglingalandsmót á Egilsstöðum næsta sumar.Gaman verður að fylgjast með þessu fima og kröftuga glímufólki okkar áfram og vonandi verður vöxtur og viðgangur í glímustarfi víða í fjórðungnum á næstunni.

Austurlandsmótið í blaki

Höttur sigursællÚr leik Hugins og Þróttar í karlaflokki.

Glíma

Glímufólkið sankar að sér verðlaunum

Stolt glímulið UÍA að lokinni keppni á Selfossi.

Knattspyrna

Knattspyrnu-akademía Tandrabergs

Page 43: Snæfell 2010

SNÆFELL 43

Úrslit Sumarhátíðar UÍA og Síldarvinnslunnar 2010

Samkaupsmótið í frjálsum íþróttum

60 m pollar 8 ára og yngri1 Trausti Dagbjartsson UMF Fram 11,44

2 Þór Albertsson Neisti 11,50

3 Askur Egilsson Neisti 11,83

60 m pæjur 8 ára og yngri1 Elísa Maren Ragnarsdóttir Huginn S. 11,55

2 Ísabella Nótt Ómarsdóttir Neisti 11,60

3 Helga Sóley Þorsteinsdóttir Höttur 11,91

60 m hnokkar 9 - 10 ára1 Daði Þór Jóhannsson Leiknir 9,89

2 Helgi Pétur Davíðsson UMSE 10,16

3 Arnar Óli Jóhannsson Þristur 10,38

60 m hnátur 9 - 10 ára1 Halla Helgadóttir Höttur 10,38

2 Kamilla Marín Björgvinsd. Neisti 10,42

3 Mist Björgvinsdóttir Leiknir 10,59

60 m strákar 11 - 12 ára1 Mikael Máni Freysson Þristur 8,96

2 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 9,58

3 Atli Pálmar Snorrason Höttur 9,70

60 m stelpur 11 - 12 ára1 Helga Jóna Svansdóttir Höttur 9,20

2 Eyrún Gunnlaugsdóttir Höttur 9,76

3 Hrefna Ösp Heimisdóttir Höttur 9,82

100 m piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar sverrisson Höttur 13,73

2 Ólafur Surawut Halldórsson USÚ 15,38

3 Nikulás Arnarsson Höttur 15,93

100 m telpur 13 - 14 ára1 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 14,32

2 Anna Soffía Ingólfsdóttir USÚ 15,39

3 Freydís Guðnadóttir Leiknir 15,43

100 m sveinar 15 - 16 ára1 Einar Ásgeir Ásgeirsson USÚ 12,97

2 Birkir Einar Gunnlaugsson Valur 13,42

3 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 13,74

100 m meyjar 15 - 16 ára1 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 14,18

2 Sigríður Tinna Sveinbjörnsd. Höttur 15,39

3 Auðbjörg Hulda Þórarinsd. Höttur 15,85

100 m karlar1 Sindri Snær Birgisson Ásinn 12,70

2 Örvar Þór Guðnason Höttur 12,90

3 Bjarmi Hreinsson Höttur 12,97

100 m konur1 Steinunn Erla Davíðsdóttir UMSE 13,77

2 María Lena Heiðarsdóttir Höttur 14,07

3 Karítas Hvönn Baldursdóttir Ásinn 14,69

400 m pollar 8 ára og yngri1 Trausti Dagbjartsson UMF Fram 1:35,92

2 Þór Albertsson Neisti 1:41,76

3 Anton Unnar Steinsson Leiknir 1:42,99

400 m pæjur 8 ára og yngri1 Ísabella Nótt Ómarsdóttir Neisti 1:32,49

2 Elísa Maren Ragnarsdóttir Huginn S. 1:39,94

3 Eydís Una Jóhannsdóttir Neisti 1:46,47

400 m piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar sverrisson Höttur 1:06,39

2 Mikael Máni Freysson Þristur 1:11,74

3 Bjarki Örn Fannarsson Þristur 1:15,78

400 m telpur 13 - 14 ára1 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 1:05,78

2 Edda Jónsdóttir Sviss 1:12,54

3 Alrún Irene Stephensdóttir USÚ 1:22,31

400 m sveinar 15 - 16 ára1 Einar Ásgeir Ásgeirsson USÚ 56,05

2 Hrafnkell Jónsson Sviss 56,16

3 Birkir Einar Gunnlaugsson Valur 60,12

400 m meyjar 15 - 16 ára1 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 1:06,66

2 Sigríður Tinna Sveinbjörnsd. Höttur 1:18,16

600 m hnokkar 9 - 10 ára1 Bergsveinn Ás Hafliðason Neisti 2:05,20

2 Helgi Pétur Davíðsson UMSE 2:08,12

3 Daði Þór Jóhannsson Leiknir 2:22,80

600 m hnátur 9 - 10 ára1 Halla Helgadóttir Höttur 2:14,12

2 Kara Hildur Axelsdóttir UMSE 2:18,73

3 Ylfa Beatrix Stephensdóttir USÚ 2:35,54

600 m strákar 11 - 12 ára1 Mikael Máni Freysson Þristur 1:57,07

2 Atli Pálmar Snorrason Höttur 2:01,44

3 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 2:03,51

600 m stelpur 11 - 12 ára1 Helga Jóna Svansdóttir Höttur 2:06,75

2 Eyrún Gunnlaugsdóttir Höttur 2:08,04

3 Gígja Guðnadóttir Leiknir 2:12,21

800 m piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar Sverrisson Höttur 2:53,66

2 Rannver Olsen USÚ 3:11,67

3 Bjarki Örn Fannarsson Þristur 3:15,67

800 m telpur 13 - 14 ára1 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 2:33,95

2 Alrún Irene Stephensdóttir USÚ 3:00,71

800 m sveinar 15 - 16 ára1 Einar Ásgeir Ásgeirsson USÚ 2:12,24

800 m meyjar 15 - 16 ára1 Sigríður Tinna Sveinbjörnsd. Höttur 3:13,4

800 m karlar1 Brynjar Gauti Snorrason Höttur 2:19,34

2 Daníel Sigurðsson Ásinn 2:49,34

3 Benedikt Guðgeirsson Ásinn 3:14,94

Höttur hrósaði sigri í stigakeppni

Sumarhátíðarinnar

Page 44: Snæfell 2010

44 SNÆFELL

800 m konur1 Steinunn Erla Davíðsdóttir UMSE 2:42,77

2 Lillý Viðarsdóttir Höttur 2:46,10

3 Freydís Edda Benediktsdóttir Höttur 2:57,92

80 m grind. piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar Sverrisson Höttur 13,86

2 Nikulás Arnarsson Höttur 18,28

3 Benjamín Fannar Árnason Valur 18,39

80 m grind. telpur 13 - 14 ára1 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 14,43

2 Freydís Guðnadóttir Leiknir 16,87

3 Anna Soffía Ingólfsdóttir USÚ 17,44

80 m grind. meyjar 15 - 16 ára1 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 13,65

2 Sigríður Tinna Sveinbjörnsd. Höttur 15,91

4x100 m boðhl. strákar 11 - 12 ára1 Þristur 1:08,71

2 Höttur 1:06,35

4x100 m boðhl. stelpur 11 - 12 ára1 Höttur 67,53

4x100 m boðhl. piltar 13 - 14 ára1 Þristur 67:06

4x100 m boðhl. sveinar 15 - 16 ára1 Höttur 56:73

4x100 m boðhl. meyjar 15 - 16 ára1 Höttur 59,41

Hástökk strákar 11 - 12 ára1 Mikael Máni Freysson Þristur 1,35

2 Atli Pálmar Snorrason Höttur 1,30

3 Einar Bjarni Helgason Höttur 1,25

Hástökk stelpur 11 - 12 ára1 Helga Jóna Svansdóttir Höttur 1,20

2 Telma Ívarsdóttir Þróttur 1,20

3 Sóley Björk Gísladóttir UFA 1,10

Hástökk piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar Sverrisson Höttur 1,50

2 Benjamín Fannar Árnason Valur 1,30

3 Rannver Olsen USÚ 1,20

Hástökk telpur 13 - 14 ára1 Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir Ásinn 1,40

2 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 1,40

3 Alrún Irene Stephensdóttir USÚ 1,10

Hástökk sveinar 15 - 16 ára1 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 1,55

2 Einar Ásgeir Ásgeirsson USÚ 1,50

Hástökk meyjar 15 - 16 ára1 Sigríður Tinna Sveinbjörnsd. Höttur 1,35

2 Vigdís Diljá Óskarsd. Fjeldsted Ásinn 1,20

3 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 1,20

Hástökk karlar1 Örvar Þór Guðnason Höttur 1,65

2 Benedikt Guðgeirsson Ásinn 1,60

3 Björgvin Elísson Ásinn 1,60

Hástökk konur1 Anna Katrín Svavarsdóttir Valur 1,45

2 Freydís Edda Benediktsdóttir Höttur 1,45

3 Steinunn Erla Davíðsdóttir UMSE 1,45

Langstökk pollar 8 ára og yngri1 Trausti Dagbjartsson UMF Fram 2,84

2 Þór Albertsson Neisti 2,70

3 Fannar Haukur Hjálmarsson Leiknir 2,59

Langstökk pæjur 8 ára og yngri1 Helga Sóley Þorsteinsdóttir Höttur 2,75

2 Elísa Maren Ragnarsdóttir Huginn S. 2,66

3 Rósey Björgvinsdóttir Höttur 2,57

Langstökk hnokkar 9 - 10 ára1 Arnar Óli Jóhannsson Þristur 3,57

2 Helgi Pétur Davíðsson UMSE 3,54

3 Daði Þór Jóhannsson Leiknir 3,46

Langstökk hnátur 9 - 10 ára1 Halla Helgadóttir Höttur 3,74

2 Eva Björk Björgvinsdóttir Austri 3,44

3 Kamilla Marín Björgvinsdóttir Neisti 3,27

Langstökk strákar 11 - 12 ára1 Mikael Máni Freysson Þristur 4,42

2 Hörður Kristleifsson Höttur 3,76

3 Atli Pálmar Snorrason Höttur 3,74

Langstökk stelpur 11 - 12 ára1 Helga Jóna Svansdóttir Höttur 4,04

2 Eyrún Gunnlaugsdóttir Höttur 3,83

3 Telma Ívarsdóttir Þróttur 3,54

Langstökk piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar Sverrisson Höttur 4,74

2 Nikulás Arnarsson Höttur 3,84

3 Ólafur Surawut Halldórsson USÚ 3,78

Langstökk telpur 13 - 14 ára1 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 4,87

2 Anna Soffía Ingólfsdóttir USÚ 4,32

3 Freydís Guðnadóttir Leiknir 3,81

Langstökk sveinar 15 - 16 ára1 Einar Ásgeir Ásgeirsson USÚ 5,09

2 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 4,70

Langstökk meyjar 15 - 16 ára1 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 4,67

2 Sigríður Tinna Sveinbjörnsd. Höttur 4,41

3 Vigdís Diljá Óskarsd. Fjeldsted Ásinn 3,90

Langstökk karlar1 Örvar Þór Guðnason Höttur 5,85

2 Bjarmi Hreinsson Höttur 5,79

3 Stefán Fannar Steinarsson Ásinn 5,23

Langstökk konur1 Anna Katrín Svavarsdóttir Valur 4,85

2 Freydís Edda Benediktsdóttir Höttur 4,78

3 Karítas Hvönn Baldursdóttir Ásinn 4,43

Þrístökk piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar Sverrisson Höttur 10,21

2 Mikael Máni Freysson Þristur 8,92

3 Nikulás Arnarsson Höttur 7,81

Þrístökk telpur 13 - 14 ára1 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 9,96

2 Anna Soffía Ingólfsdóttir USÚ 8,86

3 Alrún Irene Stephensdóttir USÚ 7,78

Þrístökk sveinar 15 - 16 ára1 Einar Ásgeir Ásgeirsson USÚ 10,57

2 Andrés Kristleifsson Höttur 10,24

3 Stefán Bragi Birgisson Höttur 8,68

Þrístökk meyjar 15 - 16 ára1 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 9,78

2 Sigríður Tinna Sveinbjörnsd. Höttur 8,63

3 Auðbjörg Hulda Þórarinsd. Höttur 8,06

Þrístökk karlar1 Örvar Þór Guðnason Höttur 11,85

2 Bjarmi Hreinsson Höttur 11,45

3 Benedikt Guðgeirsson Ásinn 10,95

Boltakast pollar 8 ára og yngri1 Þór Albertsson Neisti 20,69

2 Fannar Haukur Hjálmarsson Leiknir 20,03

3 Ragnar Björgvin Ólafsson Valur 18,18

Boltakast pæjur 8 ára og yngri1 Ísabella Nótt Ómarsdóttir Neisti 14,75

2 Eydís Una Jóhannsdóttir Neisti 13,16

3 Helena Lind Ólafsdóttir Huginn S. 11,60

Boltakast hnokkar 9 - 10 ára1 Gabríel Arnarsson Höttur 28,25

2 Hubert Henryk Wojtas Þristur 27,56

3 Trausti Marel Þorsteinsson Höttur 26,78

Boltakast hnátur 9 - 10 ára1 Ylfa Beatrix Stephensdóttir USÚ 28,53

2 Katrín Rós Torfadóttir UMSE 21,14

3 Kara Hildur Axelsdóttir UMSE 18,02

Kúluvarp 2,0 kg hnokkar 9 - 10 ára1 Helgi Pétur Davíðsson UMSE 6,50

Úr bændaglímu Launafls

á Sumarhátíðinni sem

glímudeild Vals sá um.

Page 45: Snæfell 2010

SNÆFELL 45

2 Trausti Marel Þorsteinsson Höttur 6,23

3 Ásgeir Páll Magnússon Leiknir 6,13

Kúluvarp 2,0 kg hnátur 9 - 10 ára1 Ylfa Beatrix Stephensdóttir USÚ 4,96

2 Halla Helgadóttir Höttur 4,55

3 Stefanía Björg Olsen USÚ 4,53

Kúluvarp 2,0 kg strákar 11 - 12 ára1 Atli Geir Sverrisson Höttur 9,67

2 Atli Pálmar Snorrason Höttur 9,00

3 Einar Bjarni Helgason Höttur 8,73

Kúluvarp 2,0 kg stelpur 11 - 12 ára1 Embla Ósk Tjörvadóttir Höttur 5,96

2 Eyrún Gunnlaugsdóttir Höttur 5,24

3 Jóhanna Malen Skúladóttir Þristur 4,81

Kúluvarp 3,0 kg piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar Sverrisson Höttur 12,36

2 Bjarki Örn Fannarsson Þristur 8,54

3 Ólafur Surawut Halldórsson USÚ 7,93

Kúluvarp 3,0 kg telpur 13 - 14 ára1 Guðrún Birta Hafsteinsdóttir Leiknir 5,95

2 Anna Soffía Ingólfsdóttir USÚ 5,66

3 Alrún Irene Stephensdóttir USÚ 5,05

Kúluvarp 3,0 kg meyjar 15 - 16 ára1 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 8,62

2 Auðbjörg Hulda Þórarinsd. Höttur 7,93

3 Sigríður Tinna Sveinbjörnsd. Höttur 5,30

Kúluvarp 4,0 kg sveinar 15 - 16 ára1 Einar Ásgeir Ásgeirsson USÚ 11,92

2 Andrés Kristleifsson Höttur 10,65

3 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 10,29

Kúluvarp 4,0 kg konur1 Elín Rán Björnsdóttir Þristur 9,70

2 Lovísa Hreinsdóttir Höttur 8,98

3 Anna Katrín Svavarsdóttir Valur 8,60

Kúluvarp 7,26 kg karlar1 Bjarmi Hreinsson Höttur 11,44

2 Benedikt Guðgeirsson Ásinn 10,88

3 Eiríkur Þorri Einarsson Ásinn 10,65

Kringlukast 600 g piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar Sverrisson Höttur 32,80

2 Ólafur Surawut Halldórsson USÚ 23,19

3 Rannver Olsen USÚ 21,46

Kringlukast 600 g telpur 13 - 14 ára1 Heiðdís Sigurjónsdóttir Höttur 25,70

2 Alrún Irene Stephensdóttir USÚ 15,46

3 Anna Soffía Ingólfsdóttir USÚ 13,50

Kringlukast 600 g meyjar 15 - 16 ára1 Auðbjörg Hulda Þórarinsd. Höttur 22,38

2 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 22,22

3 Sigríður Tinna Sveinbjörnsd. Höttur 17,92

Kringlukast 1,0 kg sveinar 15 - 16 ára1 Einar Ásgeir Ásgeirsson USÚ 26,62

2 Stefán Bragi Birgisson Höttur 23,97

3 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 23,93

Kringlukast 1,0 kg konur1 Lovísa Hreinsdóttir Höttur 27,01

2 Anna Katrín Svavarsdóttir Valur 22,83

3 Elín Rán Björnsdóttir Þristur 21,95

Kringlukast 2,0 kg karlar1 Bjarmi Hreinsson Höttur 31,87

2 Eiríkur Þorri Einarsson Ásinn 28,71

3 Benedikt Guðgeirsson Ásinn 26,28

Spjótkast (400 g) strákar 11 - 12 ára1 Hörður Kristleifsson Höttur 32,24

2 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 29,96

3 Atli Geir Sverrisson Höttur 26,10

Spjótkast (400 g) stelpur 11 - 12 ára1 Katla Heimisdóttir Þróttur 17,62

2 Eyrún Gunnlaugsdóttir Höttur 17,09

3 Embla Ósk Tjörvadóttir Höttur 12,26

Spjótkast (400 g) piltar 13 - 14 ára1 Daði Fannar Sverrisson Höttur 47,44

2 Ásmundur Þórarinsson Þristur 25,71

3 Ólafur Surawut Halldórsson USÚ 24,60

Spjótkast (400 g) telpur 13 - 14 ára1 Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir Höttur 20,04

2 Alrún Irene Stephensdóttir USÚ 18,06

3 Anna Soffía Ingólfsdóttir USÚ 16,96

Spjótkast (600 g) sveinar 15 - 16 ára1 Andrés Kristleifsson Höttur 37,66

2 Einar Ásgeir Ásgeirsson USÚ 36,29

3 Stefán Bragi Birgisson Höttur 26,24

Spjótkast (600 g) meyjar 15 - 16 ára1 Erla Gunnlaugsdóttir Höttur 26,12

2 Auðbjörg Hulda Þórarinsd. Höttur 15,98

3 Sigríður Tinna Sveinbjörnsd. Höttur 15,40

Spjótkast (600 g) konur1 Anna Katrín Svavarsdóttir Valur 29,12

2 Þuríður Sigurjónsdóttir Valur 21,78

3 Elín Rán Björnsdóttir Þristur 21,66

Spjótkast (800 g) karlar1 Elvar Þór Ægisson Höttur 45,47

2 Bjarmi Hreinsson Höttur 43,18

3 Benedikt Guðgeirsson Ásinn 42,04

Eskjumótið í sundi1 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 1:44,18

100 m bringusund meyja 11-12 ára 1 Anný Mist Snjólfsdóttir Neisti 1:56,62

2 Þórunn Amanda Þráinsdóttir Neisti 1:57,25

100 m fjórsund telpna 13-14 ára 1 Þórunn Egilsdóttir Þróttur 1:26,52

2 Ásdís Helga Jóhannesdóttir Þróttur 1:36,60

3 Katrín Sigurjónsdóttir Þróttur 1:37,13

100 m fjórsund pilta 15-17 ára 1 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 1:23,48

2 Einar Ásgeir Ásgeirsson Sindri 1:26,56

25 m baksund hnokka 8 ára og yngri 1 Hlynur Karlsson Þróttur 38,80

25 m baksund hnátur 8 ára og yngri 1 Eydís Una Jóhannsdóttir Neisti 31,63

2 Ísabella Nótt Ómarsdóttir Neisti 32,40

3 Hafrún Alexía Ægisdóttir Neisti 37,44

25 m baksund hnokka 9-10 ára 1 Jens Albertsson Neisti 25,88

2 Bergsveinn Ás Hafliðason Neisti 30,72

3 Davíð Örn Sigurðarson Neisti 37,25

25 m baksund hnátur 9-10 ára 1 Natalía Weronika Jegielska Þróttur 23,40

2 Kamilla Marín Björgvinsdóttir Neisti 24,19

3 Dagný Sól Þorradóttir Leiknir 26,16

50 m baksund sveina 11-12 ára 1 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 49,05

50 m baksund meyja 11-12 ára 1 Nikólína Dís Kristjánsdóttir Austri 49,24

2 Þórunn Amanda Þráinsdóttir Neisti 55,95

3 Anný Mist Snjólfsdóttir Neisti 56,31

Guðlaug Ragnarsdóttir, sund-

þjálfari Þróttar, fer yfir málin

með sínu liði.

Page 46: Snæfell 2010

46 SNÆFELL

50 m baksund telpna 13-14 ára 1 Þórunn Egilsdóttir Þróttur 41,13

2 Una Sólveig Bergsteinsdóttir Höttur 42,91

3 Hekla Liv Maríasdóttir Þróttur 47,38

50 m baksund pilta 15-17 ára 1 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 40,63

2 Einar Ásgeir Ásgeirsson Sindri 42,97

50 m baksund stúlkna 15-17 ára 1 Hildur Heimisdóttir Þróttur 47,59

50 m baksund garpa konur 1 Guðný Ósk Gunnarsdóttir Austri 40,75

2 Salome Rut Harðardóttir Þróttur 41,62

25 m skriðsund hnokka 8 ára og yngri 1 Hlynur Karlsson Þróttur 29,91

2 Trausti Dagbjartsson Höttur 44,62

25 m skriðsund hnátur 8 ára og yngri 1 Hafrún Alexía Ægisdóttir Neisti 29,67

2 Ísabella Nótt Ómarsdóttir Neisti 31,21

3 Eydís Una Jóhannsdóttir Neisti 34,15

50 m skriðsund hnokka 9-10 ára 1 Bergsveinn Ás Hafliðason Neisti 49,16

2 Jens Albertsson Neisti 53,47

3 Hjálmar Pjétursson Þróttur 41,50

50 m skriðsund hnátur 9-10 ára 1 Kamilla Marín Björgvinsdóttir Neisti 47,52

2 Natalía Weronika Jegielska Þróttur 49,03

3 Eva Dröfn Jónsdóttir Leiknir 51,72

50 m skriðsund sveina 11-12 ára 1 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 38,41

2 Kristófer Dan Stefánsson Neisti 53,99

50 m skriðsund meyja 11-12 ára 1 Nikólína Dís Kristjánsdóttir Austri 40,02

2 Sigurlaug Hjálmarsdóttir Þróttur 45,85

3 Anný Mist Snjólfsdóttir Neisti 47,15

50 m skriðsund telpna 13-14 ára 1 Þórunn Egilsdóttir Þróttur 34,79

2 Una Sólveig Bergsteinsdóttir Höttur 38,34

3 Ásdís Helga Jóhannesdóttir Þróttur 39,47

100 m skriðsund pilta 15-17 ára 1 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 1:14,63

2 Einar Ásgeir Ásgeirsson Sindri 1:17,16

100 m skriðsund stúlkna 15-17 ára 1 Hildur Heimisdóttir Þróttur 1:29,03

50 m skriðsund garpar konur 1 Salome Rut Harðardóttir Þróttur 34,08

2 Guðný Ósk Gunnarsdóttir Austri 34,50

3 Þorbjörg Jónsdóttir Þróttur 37,25

4x50 m boðsund skriðsund 12 ára og yngri 1 Neisti A Neisti 3:07,77

2 Þróttur A Þróttur 3:46,28

3 Neisti B Neisti 3:46,44

4x50 m boðsund skriðsund 17 ára og yngri 1 Þróttur Þróttur 2:33,69

25 m flugsund hnokka 8 ára og yngri 1 Trausti Dagbjartsson Höttur 41,09

2 Týr Haraldsson Þróttur 54,48

3 Hlynur Karlsson Þróttur 59,47

25 m flugsund hnátur 8 ára og yngri 1 Ísabella Nótt Ómarsdóttir Neisti 33,79

2 Eydís Una Jóhannsdóttir Neisti 39,66

3 Hafrún Alexía Ægisdóttir Neisti 41,43

25 m flugsund hnokka 9-10 ára 1 Jens Albertsson Neisti 28,18

2 Bergsveinn Ás Hafliðason Neisti 31,92

25 m flugsund hnátur 9-10 ára 1 Kamilla Marín Björgvinsdóttir Neisti 21,64

2 Nanna Björk Elvarsdóttir Þróttur 26,47

3 Eva Dröfn Jónsdóttir Leiknir 27,09

50 m flugsund sveina 11-12 ára 1 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 50,10

2 Kristófer Dan Stefánsson Neisti 1:22,12

50 m flugsund meyja 11-12 ára 1 Þórunn Amanda Þráinsdóttir Neisti 54,00

2 Anný Mist Snjólfsdóttir Neisti 57,49

3 Anna Mínerva Kristinsdóttir Þróttur 1:07,57

50 m flugsund telpna 13-14 ára 1 Þórunn Egilsdóttir Þróttur 39,24

2 Una Sólveig Bergsteinsdóttir Höttur 42,88

3 Katrín Sigurjónsdóttir Þróttur 44,88

50 m flugsund pilta 15-17 ára 1 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 35,75

2 Einar Ásgeir Ásgeirsson Sindri 38,59

50 m flugsund stúlkna 15-17 ára 1 Hildur Heimisdóttir Þróttur 46,41

2 Ásdís Pálsdóttir Sindri 46,52

3 Aníta Ýr Snjólfsdóttir Neisti 46,96

25 m bringusund hnokka 8 og yngri 1 Trausti Dagbjartsson Höttur 38,63

2 Kári Haraldsson Þróttur 55,25

3 Týr Haraldsson Þróttur 1:17,31

25 m bringusund hnátur 8 og yngri 1 Ísabella Nótt Ómarsdóttir Neisti 30,87

2 Eydís Una Jóhannsdóttir Neisti 32,84

3 Hafrún Alexía Ægisdóttir Neisti 36,58

50 m bringusund hnokka 9-10 ára 1 Jens Albertsson Neisti 59,28

2 Davíð Örn Sigurðarson Neisti 1:19,55

3 Hjálmar Pjétursson Þróttur 1:43,78

50 m bringusund hnátur 9-10 ára 1 Kamilla Marín Björgvinsdóttir Neisti 50,53

2 Fanný Dröfn Emilsdóttir Neisti 1:02,34

3 Embla Guðrún Sigfúsdóttir Neisti 1:02,66

50 m bringusund sveina 11-12 ára 1 Bjarni Tristan Vilbergsson Neisti 49,51

2 Kristófer Dan Stefánsson Neisti 1:10,18

50 m bringusund meyja 11-12 ára 1 Nikólína Dís Kristjánsdóttir Austri 52,65

2 Þórunn Amanda Þráinsdóttir Neisti 53,27

3 Anný Mist Snjólfsdóttir Neisti 55,06

100 m bringusund telpna 13-14 ára 1 Þórunn Egilsdóttir Þróttur 1:39,96

2 Hekla Liv Maríasdóttir Þróttur 1:46,69

3 Ásdís Helga Jóhannesdóttir Þróttur 1:48,08

200 m bringusund pilta 15-17 ára 1 Einar Bjarni Hermannsson Höttur 3:22,48

2 Einar Ásgeir Ásgeirsson Sindri 3:42,92

200 m bringusund stúlkna 15-17 ára 1 Ásdís Pálsdóttir Sindri 3:42,37

2 Hildur Heimisdóttir Þróttur 3:43,59

3 Hafrún Hálfdanardóttir Þróttur 3:56,72

100 m bringusund garpar konur 1 Salome Rut Harðardóttir Þróttur 1:42,94

2 Þorbjörg Jónsdóttir Þróttur 1:43,41

3 Freydís Edda Benediktsdóttir Höttur 1:52,15

100 m skriðsund telpna 13-14 ára 1 Þórunn Egilsdóttir Þróttur 1:16,80

2 Ásdís Jóhannesdóttir Þróttur 1:24,78

3 Hekla Liv Maríasdóttir Þróttur 1:29,53

4x50 m boðsund fjórsund 12 ára og yngri 1 Neisti A Neisti 3:30,65

2 Þróttur A Þróttur 4:18,26

3 Neisti C Neisti 5:21,50

4x50 m boðsund fjórsund 17 ára og yngri 1 Þróttur A Þróttur 3:19,72

2 Þróttur B Þróttur 3:24,50

3 Neisti A Neisti 3:52,68

4x50 m boðsund fjórsund garpar 1 Þróttur Þróttur 3:11,77

Golf13-18 ára1. Stefán Númi Stefánsson, 10 punktar

2. Ólafur Tryggvi Þorsteinsson, 3 punktar

12 ára og yngri1. Einar Bjarni Helgason, 22 punktar

2. Viktor Páll Magnússon, 12 punktar

3. Maron Brynjar Árnason, 5 punktar

Boccia1. Lið Viljans

2. Lið Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði

3. Lið Skrúðs

4. Lið Hugins

Keppt var í strandblaki í fyrsta

sinn á Sumarhátíð.

Page 47: Snæfell 2010

SNÆFELL 47

Óskum Austfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs.

Launafl ehf vill óska öllum starfsmönnum og

viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla, árs og friðar,

með þökk fyrir góð samskipti og samstarf á árinu

sem er að líða.

Page 48: Snæfell 2010