3
Norðlingaskóli Sif Vígþórsdóttir Skólasetning 22. ágúst 2012 1 SKÓLASETNING 2012 Kæru Norðlingar - nemendur, foreldrar, starfsfólk og aðrir gestir! Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til skólasetningar Norðlingaskóla í upphafi áttunda starfsárs skólans. Sérstaklega vil ég bjóða alla nemendurna okkar velkomna, ekki hvað síst þá sem eru að hefja skólagöngu sína við skólann nú í haust, alla 6 ára krakkana og einnig þá sem eru að koma nýir inn í eldri bekki skólans. Í morgun voru nemendur skólans orðnir 430 talsins og ef að vanda lætur munu fleiri bætast í hópinn í vetur. Það verður því fríður flokkur nemenda sem stundar nám í Norðlingaskóla þetta skólárið. Og rétt eins og í fyrra er það okkur nokkurt umhugsunarefni að færri komast í okkar hóp en vilja því við höfum neyðst til að hafna mörgum umsóknum um skólavist frá nemendum úr öðrum hverfum borgarinnar á síðustu vikum. Við verðum því að líta svo á að það sé eftirsóknarvert að verða Norðlingur enda vitum við það sem hér störfum og búum að í fáum hverfum borgarinnar er betra að vera. Krakkar mínir, verið öll innilega velkomin í skólann. Mikið óskaplega hlakka ég til að verja vetrinum með ykkur við starf og leik og ég veit að það gerir allt starfsfólk skólans líka. Við eigum öll spennandi og gjöfulan vetur farmundan. Við sem störfum við Norðlingaskóla höfum stundum rætt það okkar á milli hvað við erum einstaklega gæfusöm þegar litið er til þess hvernig foreldrarnir sem standa að nemendum skólans eru. Það er eins og hingað hafi safnast algert úrval foreldra. Foreldrar sem láta til sín taka, standa saman um velferð barna sinna og sýna okkur og því sem við erum að bardúsa í skólanum endalausan áhuga, jákvæðni og stöðugan stuðning. Við þann öldungis einvala foreldarhóp sem hér er fyrir erum við að fá frábæra viðbót í dag og það hefur sýnt sig á undanförnum dögum í skólaboðunarheimsóknunum að hér er saman komið foreldralandsliðið. Landslið sem kæmist örugglega lengra en í fimmtasæti væri sérstök keppni í því að vera foreldrar á Ólympíuleikunum. Kæru foreldrar, það er okkur, starfsfólki skólans, mikið tilhlökkunarefni að vinna með ykkur að velferð barnanna okkar og áframhaldandi þróun skólans okkar í vetur. Þá er það okkur mikið ánægjuefni hversu margir hafa séð sér fært að koma hingað í dag og er það von okkar að við eigum hér saman skemmtilega stund. Ég átti von á því að í dag yrði hefðbundið hamingjuregn eins og svo oft áður á hátíðarstundum í skólalífi okkar Norðlinga - en viti menn - það stytti upp þegar fór að líða á morguninn. Dagurinn í dag virðist því ætla, eins og síðustu vikur og reyndar sumarið allt, að einkennst af sömu einmuna veðurblíðunni. Það er mál manna að vart hafi önnur eins blíða mælst síðan menn

Skólasetningarræða 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

skolasetningarraeda

Citation preview

Norðlingaskóli Sif Vígþórsdóttir

Skólasetning 22. ágúst 2012 1

SKÓLASETNING 2012

Kæru Norðlingar - nemendur, foreldrar, starfsfólk og aðrir gestir!

Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til skólasetningar Norðlingaskóla í upphafi áttunda

starfsárs skólans.

Sérstaklega vil ég bjóða alla nemendurna okkar velkomna, ekki hvað síst þá sem eru að hefja

skólagöngu sína við skólann nú í haust, alla 6 ára krakkana og einnig þá sem eru að koma nýir inn

í eldri bekki skólans. Í morgun voru nemendur skólans orðnir 430 talsins og ef að vanda lætur

munu fleiri bætast í hópinn í vetur.

Það verður því fríður flokkur nemenda sem stundar nám í Norðlingaskóla þetta skólárið.

Og rétt eins og í fyrra er það okkur nokkurt umhugsunarefni að færri komast í okkar hóp en

vilja því við höfum neyðst til að hafna mörgum umsóknum um skólavist frá nemendum úr

öðrum hverfum borgarinnar á síðustu vikum. Við verðum því að líta svo á að það sé

eftirsóknarvert að verða Norðlingur enda vitum við það sem hér störfum og búum að í fáum

hverfum borgarinnar er betra að vera.

Krakkar mínir, verið öll innilega velkomin í skólann. Mikið óskaplega hlakka ég til

að verja vetrinum með ykkur við starf og leik og ég veit að það gerir allt starfsfólk

skólans líka. Við eigum öll spennandi og gjöfulan vetur farmundan.

Við sem störfum við Norðlingaskóla höfum stundum rætt það okkar á milli hvað við erum

einstaklega gæfusöm þegar litið er til þess hvernig foreldrarnir sem standa að nemendum

skólans eru. Það er eins og hingað hafi safnast algert úrval foreldra. Foreldrar sem láta til sín

taka, standa saman um velferð barna sinna og sýna okkur og því sem við erum að bardúsa í

skólanum endalausan áhuga, jákvæðni og stöðugan stuðning. Við þann öldungis einvala

foreldarhóp sem hér er fyrir erum við að fá frábæra viðbót í dag og það hefur sýnt sig á

undanförnum dögum í skólaboðunarheimsóknunum að hér er saman komið foreldralandsliðið.

Landslið sem kæmist örugglega lengra en í fimmtasæti væri sérstök keppni í því að vera

foreldrar á Ólympíuleikunum.

Kæru foreldrar, það er okkur, starfsfólki skólans, mikið tilhlökkunarefni að vinna með ykkur að

velferð barnanna okkar og áframhaldandi þróun skólans okkar í vetur. Þá er það okkur mikið

ánægjuefni hversu margir hafa séð sér fært að koma hingað í dag og er það von okkar að við

eigum hér saman skemmtilega stund.

Ég átti von á því að í dag yrði hefðbundið hamingjuregn eins og svo oft áður á hátíðarstundum í

skólalífi okkar Norðlinga - en viti menn - það stytti upp þegar fór að líða á morguninn.

Dagurinn í dag virðist því ætla, eins og síðustu vikur og reyndar sumarið allt, að einkennst af

sömu einmuna veðurblíðunni. Það er mál manna að vart hafi önnur eins blíða mælst síðan menn

Norðlingaskóli Sif Vígþórsdóttir

Skólasetning 22. ágúst 2012 2

fóru að mæla íslenskt veður með öðrum hætti en fjölgun músa og verk í mjöðm. Og útlit virðist

fyrir að veðurblíðan haldist eitthvað áfram. En nú bregður svo við að við Norðlingar, nánast í

fyrsta sinn í sögu skólans, þurfum ekki að stóla algerlega á veðrið, því núna getum við hafið

skólastarfið INNI! Já húsið okkar, langþráða og stórglæsilega er nánast fullbúið. Þegar fyrsta

skóflustungan var tekin, fyrir margtlöngu var ort til okkar:

Hér var áð í árdaga

eftir stranga ferð,

syðra nefndir Norðlingar,

til nægta ferðin gerð.

Ráðist yfir reginfjöll

í Reykjavíkurferð.

Á sama holti er hópur manns

að hefja mikið verk.

Hér skal rísa hús til heilla

- hugsjónin er sterk.

Hver einstaklingur sem eignast von

er eilíft kraftaverk.

Glöð í starfi, glöð í námi

göngum lífsins fjöll.

Sækjum í gnægtir gæfunnar

góða menntun - öll.

Hér skal reisa æsku okkar

ævintýrahöll.

Já nýja skólahúsið okkar er sannkölluð höll og rétt eins og í ævintýrinu höfum við nú flutt úr

kotinu inn í sjálfa höllina. Og nú er bara að sjá hvort okkur tekst að láta börnin okkar eignast í

það minnsta hálft konungsríkið með metnaðarfullu og framskænu skólastarfi sem miðar að því

einu að gera þau stek, sjálfstæð og lífsglöð. Sem sagt að efla þau til frekari dáða.

Já, skólahúsið okkar er glæsilegt og ekki er skólalóðin síðri. Ég minnist þess ekki að hafa séð

aðra slíka. Hún er reyndar ekki alveg tilbúin en stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við hana

nú í haust. Ég vil hvetja ykkur til að koma og skoða bæði skólann og lóðina og svo munum við

auðvitað blása til veglegrar hátíðar þegar allt verður tilbúið.

En það er ekki bara ný umgjörð um starfið sem við höfum eignast með nýju húsi. Við höfum líka

fengið enn betri möguleika á að efla annars mjög gott samstarf við leikskólann í hverfinu,

Rauðhól, en nú verður stór hluti hans rekinn undir sama þaki og Norðlingaskóli. Þetta er okkur

mikið tilhlökkunarefni.

Norðlingaskóli Sif Vígþórsdóttir

Skólasetning 22. ágúst 2012 3

Ég hef oft sagt það áður að mér finnst haustið skemmtilegasti tími ársins. Þá fer aftur að færast

ró yfir mannfólkið sem verið hefur á ferð og flugi allt sumarið og flestir ferðamennirnir sem

heimsækja landið okkar kveðja. Allt fer að taka á sig reglubundinn blæ þar sem hver dagur kemst

í fastar skorður og fram undan er tími sem einkennist af reglu og staðfestu.

Og svo byrjar skólinn. Skólinn sem er svo mikill hluti af tilveru okkar, sem hér erum saman

komin í dag.

Skólasetning er í mínum huga einstaklega ánægjuleg stund og markar upphafið af því að nú förum

við að hittast daglega og starfa saman að því að skapa hér á Holtinu þau skilyrði sem til þarf svo

að nemendurnir okkar fái notið sín sem best þannig að þeir megi þroskast og dafna. Til þess að

svo megi verða þurfum við að taka höndum saman, nemendur, starfsfólk og foreldrar.

Eitt af því sem ræður miklu um velgengni í skólastarfi er fagleg færni og stöðugleiki í

starfsmannahópnum. Ég hef stundum haft á orði að mér líði eins og landsliðsþjálfara sem hafi

fengið leyfi til að velja í liðið þá leikmenn sem færastir eru og líklegastir til að efla liðsheildina og

ná settu marki. Og nú hef ég fengið að bæta við þetta frábæra lið nokkrum leikmönnum sem

hafa sýnt það á síðustu dögum að þau falla einkar vel í hópinn sem hér er fyrir. Þau eru sem sagt

líka geislandi af áhuga, sprengikrafti, elju og starfsgleði. Hér hefur verið gantast og hlegið alla

daga um leið og verkin hafa ruðst áfram enda höldum við því statt og stöðugt fram að hér sé

unnið samkvæmt húmorískri og húmanískri skólastefnu og trúum því að gleði og kæti sé

einstaklega vel til þess fallin að byggja á gott og gjöfult skólastarf.

Um leið og ég býð allt starfsfólk skólans hjartanlega velkomið til starfa, veit ég að það verður

sérlega ánægjulegt að vinna með ykkur öllum hér í vetur.

Já, með skólasetningu hefst vetrarstarfið hér í Norðlingaskóla.

Starf sem stendur yfir næstu mánuðina og skilar einungis tilætluðum árangri ef það er byggt á

samspili þeirra fjögurra mikilvægu hornsteina sem ævinlega þurfa að vera til staðar þegar byggja

skal það sem lengi skal standa. Þessir hornsteinar eru auðvitað í okkar tilfelli nemendur,

foreldar, starfsfólk og fræðsluyfirvöld og límið í verkinu er gert af samstöðu og

semheldni þessara lykilstoða. Og af þessari samstöðu og samheldni erum við rík hér í

Norðlinagskóla.

Kæru nemendur, starfsfólk, foreldrar og aðrir gestir!!

Að svo mæltu býð ykkur öll hjartanlega velkomið til starfa og vona að veturinn verði okkur

öllum góður og gjöfull og uppfylli þær væntingar sem við berum í brjósti til þess starfs sem hér

er að hefjast í dag.

Norðlingaskóli er settur haustið 2012.