56
Skólavarðan Kennarasamband Íslands Haust 2020 1. tbl. Tónlistardeild LHÍ Námið ætlað kennur- um með reynslu 44 Menntamálastofnun Breyttar aðstæður kölluðu á ný úrræði 50 COVID-19 Skólastarf í faraldrinum 20 Anna María og Ragnar Þór Ekki nóg að hafa áhrif, við þurfum að hafa erindi 14

SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: [email protected] Ritstjórar: Arndís

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

Skólavarðan Kennarasamband ÍslandsHaust 20201. tbl.

Tónlistardeild LHÍ

Námið ætlað kennur-um með reynslu

44

Menntamálastofnun

Breyttar aðstæður kölluðu á ný úrræði

50

COVID-19

Skólastarf í faraldrinum

20

Anna María og Ragnar Þór

Ekki nóg að hafa áhrif, við þurfum að hafa erindi

14

Page 2: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

ERU NEMENDUR ÞÍNIR TILBÚNIR FYRIR VINNUMARKAÐINN?

VR-Skóli lífsins er netnámskeið fyrir framhaldsskólanemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.

Hvernig fæ ég vinnu? Hvað á ég að fá í laun? Hvað er jafnaðarkaup?

Þessum spurningum og ótal �eirum er svarað á mannamáli. Námskeiðið

er tvær kennslustundir: 60 mínútna netnám og ein verkleg

kennslustund með kennara. VR sendir skólunum námsefnið þeim að

kostnaðarlausu og nemendur fá skírteini þegar þeir klára námskeiðið.

Frábær viðbót við ferilskrána.

„Okkur �nnst myndböndin skemmtileg viðbót við kennsluna og nemendum �nnst þetta fróðlegt og skemmtilegt. Vinnan fyrir okkur kennarana er einföld. Það fylgja góðar leiðbeiningar og auðvelt að fá svör frá VR ef spurningar vakna.“ Viðskiptagreinakennarar í Verzlunarskóla Íslands

Nánari upplýsingar á [email protected]

Page 3: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 3

1. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT

Kennarasamband ÍslandsBorgartúni 30, 105 ReykjavíkSími 595 1111Netfang: [email protected]

Ritstjórar: Arndís Þorgeirsdóttir og Dagný JónsdóttirÁbyrgðarmaður: Ragnar Þór PéturssonHönnun og umbrot: Birgir Þór HarðarsonPrófarkalestur: Urður SnædalPrentun: Prentmet Oddi

VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 3

1. tbl. 2019 / EFNISYFIRLIT

Kennarasamband ÍslandsKennarahúsinuLaufásvegi 81, 101 ReykjavíkSími 595 1111Netfang: [email protected]

Ritstjórar: Arndís Þorgeirsdóttir og Dagný JónsdóttirÁbyrgðarmaður: Ragnar Þór PéturssonHönnun og umbrot: Birgir Þór HarðarsonPrófarkalestur: Urður SnædalAuglýsingar: ÖflunPrentun: Oddi

141 776

UMHVERFISMERKI

PRENTGRIPUR

SkólavarðanKennarasamband

Íslands

Vor 20191. tbl.

Kristín Valsdóttir

Sjálfsmynd kennara­

efna í listgreinum

22

Helga Hauksdóttir

Tjáning og samræða

eru lykill að árangri

26

Baldvin Ringsted

Eigum að hætta að

tala niður verknám

38Heimsreisa og heimanám

Foreldrar með tvo skóladrengi

segja ferðasögu

46

#snjallirnemendur

Það eina sem er hamlandi við

tæknina er okkar eigið

ímyndunarafl

12-21

Snjalltækni í skólastarfi er þema Skólavörðunnar að þessu sinni. Vakin er athygli á snjöllum nemend­um með myllumerkinu #snjallirnemendur.

Efnisyfirlit 1. tbl. 2019

4 Leiðari

6 Fjölgum kennurum

7 Ársfundur Kennara­sambandsins 2019

8 Nesti til nýrra tíma – forystufræðsla KÍ

8 KÍ flytur í Borgartún

10 „Fjarvist unglingabóka í unglinga­kennslu algerlega óskiljanleg“

11 Félaginn – Pamela De Sensi

12 Ekki lengur hægt að bíða af sér tæknina

13 Lærum meira þegar námsleiðir eru fjölbreyttar

14 Þrautseigja, lausnamiðun og sköpun

16 Börnum er eðlislægt að fikta, skoða og snerta

18 Rúmlega 600.000 áhorf

20 Þegar börnunum blöskrar

22 Sjálfsmynd listgreinakennaraefna

26 Tjáning og samræður lykill að árangri

30 Þar sem glaðir spekingar leika og læra saman

32 Kveðjustund í Kennarahúsi

34 Ófreskjuhandbókin

36 Vegferðinni langt í frá lokið

38 Eigum að hætta að tala niður verknám

40 Orlofshús KÍ

42 Leiðsagnarkennarinn, lykillinn að velfarnaði

44 Nótan 2019

46 Heimsreisa og heima­nám – fer það saman?

50 Mál í myndum

52 Steinunn Inga mælir með

53 Dagur leikskólans

54 Flöskuskeyti Vogaskóla

56 Barnaþing í nóvember

58 Krossgátan

14Þrautseigja, lausnamiðun og sköpunAnna María Þorkelsdóttir, kennsluráðgjafi hóf störf í Hörðuvallaskóla síðasta haust og hennar hlutverk er að innleiða nýja kennsluhætti, aðstoða kennara við hæfniviðmið, auka þematengd verkefni og samvinnuverkefni og síðast en ekki síst vinna að því að nýta tæknina enn betur í allri kennslu.

46Heimsreisa og heimanám – fer það saman?Ferðasaga fjögurra manna fjölskyldu sem ferðast um heiminn. Samveru­stundirnar eru að þeirra mati stærsti kostur ferðalagsins; þau hafa bara hvert annað og gæðastundir eru því margar. Einnig þarf að huga að námi barnanna þótt verið sé í heimsreisu.

Eigum að hætta að tala niður verknámÞað er enginn barlómur í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Aðsókn í skól­ann er góð og nemendur í vetur eru nær eitt þúsund talsins. Skólavarðan hitti fyrir Baldvin Ringsted og tók stöðuna á verknáminu.

38Þar sem glaðir spekingar leika og læra samanHeimspeki skipar stóran sess í starfi leikskólans Lundarsels á Akureyri. Börnin læra að að greina hugmyndir sínar, koma auga á áður óþekkt tengsl og verða færari í að mynda sér sjálfstæða skoðun. Skólavarðan heimsótti Lundarsel.

30

12Ekki lengur hægt að bíða af sér tækninaIngvi Hrannar Ómarsson er kennsluráðgjafi í tækni, nýsköpun og skóla­þróun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Skólavarðan lagði nokkrar spurningar fyrir Ingva Hrannar en hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín.

Þú getur sparað í appinu

Stafræn þjónusta Íslandsbanka

isla

ndsb

anki

.is

Þú finnur Kort frá Íslandsbanka

í App Store og Google Play Store

@is

land

sban

ki4

40

40

00

SkólavarðanKennarasamband

Íslands

Haust 20201. tbl.

Tónlistardeild LHÍ

Námið ætlað kennur-

um með reynslu

44

Menntamálastofnun

Breyttar aðstæður

kölluðu á ný úrræði

50

COVID-19

Skólastarf í faraldrinum

20

Anna María og Ragnar

Ekki nóg að hafa áhrif,

við þurfum að hafa erindi

14

Forsíðumyndina tók Anton Brink á Eiði í Leikskóla Seltjarnarness.Umfjöllunina má finna á síðu 24.

Efnisyfirlit 1. tbl. 2020

4 Leiðari

6 Gjörbreytt vinnuaðstaða

7 Helstu atriði í kjarasamningum félaganna þriggja

8 Flokka, fræða og fylgja grænum skrefum

10 Nýr valkostur í kennaranámi

11 Félaginn: Halldóra Guðmundsdóttir

12 10 ára afmæli Nótunnar

14 Ekki nóg að hafa áhrif, við þurfum að hafa erindi

20 COVID-19

23 Skólastarf í COVID-19 faraldri

24 Hvað verður um dýrin í eldgosi?

28 Hægt að hafa mikil áhrif á framfarir nemenda

32 Að fegra eða ekki að fegra

34 Vinnuumhverfismál – samskipti

36 Bjóst við að það yrði erfitt að hætta

40 Eigum að hlusta meira á raddir barna

43 Leiðtoginn í mér

44 Námið ætlað kennurum með reynslu

46 Ímyndum okkur að ég starfi á hönnunarstofu

48 eTwinning eykur víðsýni nemenda og ýtir undir samvinnu kennara

49 KÍ á Instagram

50 Breyttar aðstæður kölluðu á önnur úrræði

52 Skólavarðan mælir með

53 Nordplus – áætlun þróunar og tækifæra

54 Krossgáta

1210 ára afmæliNótan er árlegur viðburður í kerfi tónlistarskóla á Íslandi og skipar stóran sess í hugum nemenda, kennara og áhugafólks um tónlist.

36Bjóst við að það yrði erfitt að hættaAlma Guðmundsdóttir er annar tveggja snyrtifræðinga sem unnu að stofnun snyrtifræðináms við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún kenndi við skólann í 32 ár og hafa ýmsar breytingar orðið á náminu í gegnum tíðina.

Að fegra eða ekki að fegraEr í lagi að ljósmyndarar breyti myndum sem þeir taka af börnum til að þau líti „betur“ út? Já, segja sumir en aðrir eru því mótfallnir og telja að með því sé verið að falsa útlit barnsins.

32Hvað verður um dýrin í eldgosi?Börnin á Eiði í Leikskóla Seltjarnarness tóku þátt í Hönnunarmars sem fór fram í sumar. Þau eru fyrstu leikskólabörnin sem verða þess heiðurs aðnjótandi að taka þátt í þessari hönnunarhátíð.

24

11Halldóra Guðmundsdóttir er Félaginn„Í leikskólanum eru engir tveir dagar eins og mér finnst gott vesen skemmtilegt svo að fjölbreyttar áskoranir í starfi leikskólastjórans henta mér vel.”

Page 4: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

4 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

KENNARASAMBANDIÐ / Leiðari

Kennarar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við að halda samfé-laginu gangandi og sinna nemendum sínum á þessum furðulegu tímum sem hafa leitt í ljós hversu mikil lífæð í samfélagi ungs fólks skólar eru.

LeiðariAnna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ

Nú er tíminn til að standa saman

K ennarasamband Íslands er á sínu tuttugasta og fyrsta starfsári og enn heyrast raddir þess efnis að kennara- og skólastjórnendafélögin sjö eigi ekki nægilega margt sameiginlegt til að það sé réttlætanlegt að eyða fullorðins-

árunum í að byggja upp samband þeirra á milli. Samkvæmt lögum sambandsins er hlutverk þess einkum að gæta réttinda og hagsmuna félagsfólks og fara með samningsrétt um kaup og kjör. Samningsréttinum er svo framvísað til einstakra aðildarfélaga sem sjá að mestu um sín samningsmál. Því væri hægt að spyrja: Hvað er þá eftir? Hvað gerir KÍ að sambandi kennara og skólastjórnenda utan skólameistara neðan háskólastigs? Því er auðsvarað. Það eru hin fjölmörgu faglegu málefni sem tengja kennara og stjórnendur saman. Sjálfsmynd stéttarinnar eða ímynd er ekki hægt að kaupa eða fá utan frá. Hana byggja kennarar upp sjálfir. Stoð alls starfs eru hin faglegu mál stéttarinnar. Hvernig gengur í kjarasamningum ræðst af því hvernig fagmennsku okkar er háttað. Gegnum öflugt starf að skólamálum, samstarf við háskóla sem mennta kennara, hagsmunasamtök kennara í nágrannalöndum og samvinnu við menntamálayfirvöld byggjum við upp jákvæða ímynd af stéttinni og því má færa rök fyrir því að kjör stéttarinnar verði aldrei betri en trú hennar á fagmennsku sinni.

Bandaríski heimspekingurinn og menntun-arfræðingurinn John Dewey sagði ýmislegt um skólastarf sem er í senn klassískt og allra tíma. Hann hélt því fram að menntavísindi ættu ekki eingöngu að verða til hjá vísindamönnum í há-skóla heldur einnig kennurunum sjálfum, að menntun væri í eðli sínu óvissuferð, að mismunandi aðferðir hittu nemendur fyrir á mismunandi hátt og að menntun hefði hliðstæð áhrif á samfélagið og næring hefur á lífveru, nefnilega að viðhalda lífi þess.

Kennarastarfið er margslungið og það er fjarri því að kennarar séu fullnuma er þeir hefja störf eftir háskólanám. Fagmennska þeirra byggist upp í starfi þeirra, bæði af eigin reynslu og samstarfi við aðra. Fjölmargir þættir mynda

grunninn að fagmennsku kennarans og gera honum kleift að ráða við erfiðar aðstæður, sinna nemendum sínum sem best og viðhalda jafnframt eigin starfshæfni. Kennarar þurfa að hafa sterka tilfinningu fyrir því hvert hlutverk þeirra sé og hvaða tilgang starf þeirra hafi. Því skiptir miklu máli að kennarar ígrundi sífellt eigið starf sitt og þrói sig í störfum sínum. Því var það fagnaðarefni og stórt framfaraskref þegar nýjum kennur-um var tryggð leiðsögn í upphafi starfsferils síns. Þannig læra nýir kennarar af þeim sem reyndari eru og þeir reyndari kynnast nýjum hugmyndum og aðferðum þeirra sem yngri eru.

Það fer ekki hjá því að margt af þessu leiti á hugann nú þegar skólahald víðsvegar um heim er með óhefðbundnum hætti og 26 milljónir barna um heim allan hafa ekki komið inn í sína skóla síðan í mars. Hér á landi er ástandið sem betur fer ekki svona slæmt en þó hefur skert skólahald með fjarlægðartakmörkunum, fjarnámi, lokunum, sóttkví og því sem fylgir komið upp á öllum skólastigum og í tónlistarskólum síðan í vor. Við slíkar aðstæður getur skólahald aldrei orðið annað en skólahald við neyðaraðstæður. Sem betur fer hefur skólahald í leik- og grunnskólum verið með næstum eðlilegu sniði en sömu sögu er ekki að segja um framhalds- og háskóla. Þar fara nemend-ur í raun á mis við meginhlutverk framhaldsskóla um að stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.

Kennarar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við að halda samfélaginu gangandi og sinna nemend-um sínum á þessum furðulegu tímum sem hafa leitt í ljós hversu mikil lífæð í samfélagi ungs fólks skólar eru. Hingað til hefur skólum og skólakerfinu verið tekið sem sjálfsögðum hlut. Gengið hefur

verið að faglegu og góðu starfi sem vísu og vanmats hefur gætt á flóknum störfum kennara. Það er því skylda okkar nú að sjá til þess að heimurinn dragi lærdóm af heimsfaraldrinum. Til að það gerist verðum við að standa saman sem stétt og taka að okkur faglegt forystuhlutverk fyrir nemendur okkar, starfið og samfélagið. Kennarar hafa verið alveg framúrskarandi á þess-um ótrúlega erfiðu tímum. Nú er tíminn til að standa saman því saman höfum við kraftinn til að framkvæma raunverulegar breytingar í heiminum. Við erum kennarastéttin.

Page 5: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

Georg og klukkanÍ Georg og klukkan appinu fá krakkar alls konar

skemmtileg verkefni sem tengjast klukkunni, kennslu,

æfingar og leiki sem þau leysa eins og meistarar.

Appið, sem er ókeypis, má nálgast á íslandsbanki.is/georg

Page 6: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

6 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir

Þrír nýir kjara-samningarViðræðunefnd Kennarasambands Íslands tók til starfa á vor-mánuðum 2019. Hún er skipuð formönnum Félags grunnskóla-kennara, Félags leikskólakennara, Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félags stjórnenda leikskóla, Skóla-stjórafélags Íslands, formanni KÍ og hagfræðingi KÍ. Á vettvangi viðræðunefndarinnar eru tekin fyrir sameiginleg hagsmunamál áðurnefndra félaga og þau rædd við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Rúmlega ári síðar, eða í júlí 2020, urðu þau tímamót að þrjú félög kláruðu sína samninga við Samband íslenskra sveitarfélaga og tvö félög framlengdu viðræðu-áætlanir til 1. október 2020.

Félag leikskólakennara skrifaði undir samning sem gildir til 31. desember 2021. Í samn-ingnum er sérstök áhersla lögð á faglegt starf og undirbúning þess. Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands skrifuðu undir jafnlanga samninga sem fela m.a. í sér samræmingu á kjaramálum félaganna og nýtt mat á starfsreynslu.

Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum endurnýjuðu viðræðuáætlanir sínar og eru viðræður í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Eins eru samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum í viðræðum við ríkið, en þeirra samningar renna út 31. desember 2020.

Félag grunnskóla-kennara og Félag kennara og stjórn-enda í tónlistarskól-um endurnýjuðu viðræðuáætlanir sínar og eru viðræður í full-um gangi.

Gjörbreytt vinnuaðstaða í nýjum húsakynnumÞau tímamót urðu snemma árs að Kennarasambandið yfirgaf gamla Kennarahúsið við Laufásveg og færði starfsemina í Borgartún 30, sjöttu hæð. Skrifstofa KÍ var opnuð á nýjum stað að morgni 3. febrúar síðast-liðinn. Þar með lauk nærfellt 30 ára dvöl kennarasamtakanna í gamla Kennarahúsinu.

Það má með sanni segja að vinnuumhverfi starfsfólks og kjörinna fulltrúa hafi gjörbreyst á einni nóttu. Nú er starfsemin á einni hæð og vinnuaðstaða öll

í samræmi við nútímakröfur. Fyrirkomulag er með þeim hætti að starfsfólk á ekki sinn fasta stað heldur velur sér vinnusvæði í upphafi hvers dags.

Aðstaða fyrir félagsmenn hefur um leið tekið stakka-skiptum. Ekki einasta er nú aðgengi fyrir fatlaða félagsmenn en því var vart að heilsa í gamla Kennarahúsinu. Aðstaða til funda er jafnframt mun betri; fleiri fundarherbergi en áður og vel tækjum búin. Þá er hæðinni skipt í tvennt þannig

að vinnusvæði starfsfólks er afmarkað sérstaklega og hins vegar er opið svæði með fundaaðstöðu og opnu svæði fyrir félagsmenn.

Til stóð að hafa opið hús fyrir félagsmenn á vordögum en af því gat ekki orðið vegna COVID-19. Fjöldi félagsmanna hefur þótt heimsótt Borgartúnið í hinum ýmsu erindagjörðum. Þegar um hægist í heimsfaraldri standa vonir til að hægt verði að bjóða félagsmönnum í heim-sókn.

Þröstur Brynjarsson, þjónustufulltrúi á félagssviði, Ásta Eiríksdóttir, gjaldkeri sjóða, Elísabet Vignir, þjónustu-fulltrúi sjóða, Hannes K. Þorsteinsson skrifstofustjóri, Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélagsins, Dagný Jónsdóttir, sérfræðingur á útgáfusviði, Steinunn Inga Óttarsdóttir, sérfræðingur hjá FF (nú skóla-meistari FVA) , Sigrún Birna Björnsdóttir, sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum, og Ingibjörg Karlsdóttir, sérfræðingur í vinnumati hjá Félagi framhaldsskólakennara.

Kennararáð tók til starfa í sumarNýskipað Kennararáð hóf störf í júní 2020. Kennararáð er skipað ellefu fulltrúum og þar af eru þrír frá Kennarasambandi Íslands – Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ, Haraldur Freyr Gíslason, formaður FL, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG. Varamenn af hálfu KÍ eru Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður FT, Guðjón Hreinn Hauksson, formaður FF, og Þorsteinn Sæberg, formaður SÍ.

Skipað er í ráðið samkvæmt ákvæði laga 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn.

Samkvæmt laganna bókstaf er hinu nýja

Kennararáði falið víðtækt hlutverk; svo sem að veita ráðherra ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun hæfniramma fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Þá er Kennararáði ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun kennara og skólastjórnenda, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum og auk þess að veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu sem og að efla vitund almennings um mikilvægi kennarastarfsins.

Kennarasamband Íslands væntir mikils af starfi Kennararáðsins og bindur vonir við að það verði öflugur vettvangur til að standa vörð um fagmennsku og gæði í skólasamfélaginu.

Page 7: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 7

Fréttir / KENNARASAMBANDIÐ

Helstu atriði í kjarasamningum félaganna þriggja

Skólastjórafélag ÍslandsKjarasamningur SÍ gildir frá 1. janúar 2020 til 31. desem-ber 2021. Launabreytingar eru samkvæmt lífskjara-samningi og hafa áhrif á launatöflur 1. janúar 2020, 1. apríl 2020 og 1. janúar 2021. Þá er í samningnum kveðið á um 30 daga orlof fyrir alla.

Þann 1. ágúst sl. urðu breytingar á mati á starfsreynslu auk þess sem deildarstjórar og starfsmenn skólaskrifstofa

voru færðir inn í launatöflu skólastjóra og aðstoðar-skólastjóra. Einnig voru gerðar breytingar á röðun og kennsluskyldu deildar-stjóra þann 1. ágúst 2020. Markmið þessara breytinga er ekki síst það að ýta undir að yngra fólk komi inn í stéttina.

Mikilvægt skref var stig-ið þegar ákveðin sátt náðist um skilgreiningu á fast-launasamningi skólastjóra og aðstoðarskólastjóra.

Félag stjórnenda leikskólaGildistími kjarasamnings FSL er til 31. desember 2021 og eru launa-hækkanir samkvæmt lífskjarasamn-ingi. Samningurinn er afturvirkur, eingreiðsla í nóvember 2019 fyrir tímabilið ágúst til og með desember 2019 og uppgjör var í september fyrir janúar til og með ágúst 2020. Öllum félagsmönnum FSL er nú varpað yfir í sameiginlega launatöflu FSL og SÍ. Stytting vinnuvikunnar verður útfærð hjá stofnunum og sveitarfélögum. Í samningnum er kveðið á um 30 daga orlof fyrir alla óháð aldri.

Kennslureynsla allt að 10 árum er metin með sama hætti og ef um stjórnunarreynslu væri að ræða.

Sama á við um reynslu starfsmanna skólaskrifstofu. Tekið er skref í átt að jafnræði við kennarafélögin og bætt við einum launaflokki til viðbótar vegna 15 ára reynslu og við bætist einnig einn launaflokkur fyrir 20 ára reynslu sem var ekki áður. Mat á menntun breytist í persónuálag og fyrir hverjar 30 ECTS einingar um-fram grunnnám til B.Ed. prófs fær félagsmaður FSL 2% persónuálag.

Bókun 3 var gerð um launa-þróunartryggingu og stefnt að því að semja um hana fyrir tímabilið 2019 til 2022. Bókun 4 var gerð um fast-launasamning og eru samningsaðilar sammála um að fastlaunasamningur nái ekki til óhefðbundinna starfa.

Þann 1. ágúst sl. urðu breytingar á mati á starfsreynslu auk þess

sem deildarstjórar og starfs-menn skólaskrifstofa voru færð-ir inn í launatöflu skólastjóra og

aðstoðarskólastjóra.

Kennslureynsla allt að 10 árum er metin með sama hætti og ef um stjórnunar-

reynslu væri að ræða.

Félag leikskólakennaraKjarasamningur FL gildir til 31. desember 2021 og eru launa-hækkanir samkvæmt lífskjara-samningi. Tímabilið frá 1. júlí 2019 til dagsins í dag var gert upp afturvirkt. Helstu breytingar eru þær að öll starfsreynsla í leikskóla verður metin hjá leikskólakennur-um/kennurum og þeim sem hafa leikskólafræði á bak við sitt nám, líka starfsreynsla sem ófaglærður starfsmaður í leikskóla. Þá verður launasetning starfsmanna með annað háskólapróf en leik-skólafræði samræmd við önnur félög sem semja fyrir sömu störf.

Margra ára baráttumál félagsins er loks í höfn þar sem undirbúningstími leikskóla-kennara verður að lágmarki 7 tímar á viku og undirbúningstími

deildarstjóra að lágmarki 10 tímar á viku miðað við fullt starf. Skýrari og betri rammi er settur um fyrirkomulag undirbúningstíma. Eingöngu verður hægt að færa hann til innan vinnuvikunnar. Sé því ekki við komið er undirbún-ingur sem mögulega fellur niður

innan vikunnar greiddur sem yfirvinna enda eykst vikulegt/daglegt vinnuframlag. Í kjara-samningnum er hvatt til þess að horft sé til sveigjanleika um hvort undirbúningur starfsmanna geti farið fram utan vinnustaðar.

Varðandi styttingu vinnu-

vikunnar verða ýmsir möguleikar skoðaðir og eiga útfærsl ur að liggja fyrir þann 1. október 2020 og munu félagsmenn fá að greiða atkvæði um útfærslurnar sem taka gildi 1. janúar 2021. Þá er í samningnum kveðið á um 30 daga orlof fyrir alla.

Margra ára baráttu mál loks í höfn:

Undirbúnings-tími leikskóla-kennara verður að lágmarki 7 tímar á viku.

Page 8: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

8 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir

Flokka, fræða og fylgja grænum skrefum

Sameiginleg viljayfirlýsing

Stöndum vörð um skólastarfUmhyggja, sveigjanleiki og þrautseigja verða leiðarljós samvinnu Kennarasambands Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Grunns, félags fræðslu-stjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, í skólastarfi á tímum COVID-19. Undirritun þess efnis fór fram í Hörpu þann 20. ágúst síðastliðinn og voru allir aðilar sammála um mikilvægi þess að skólastarf fari fram með eins hefðbundnum hætti og frekast er unnt.

„Á síðasta skólaári var gripið til markvissra aðgerða svo skólastarf raskaðist sem allra minnst. Samstaða skólafólks og lausnamiðuð viðhorf

einkenndu þær aðgerðir og skiluðu þær góðum árangri, sem er hvatning inn í nýtt skólaár,“ segir í yfirlýsingunni.

Reynslan frá liðnu vori er dýrmæt og það er markmið allra að bregðast hratt við þróun mála, nýjum upplýsingum og aðstæðum hverju sinni. Hugsað verður í lausnum og tryggt að nemendur hafi viðeigandi aðstöðu og stuðning til að stunda nám sitt og starfsskilyrði í skólum séu eins og best verður á kosið hverju sinni.

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að mikilvægt sé að samfélagið allt leggist á sveif með skólum landsins og standi vörð um skólastarf.

Jafnréttisnefnd segir

 X ...að hinn 6. júní 2019 tóku gildi lög um kynrænt sjálfræði einstaklinga. Lögin kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og fá það skráð í þjóðskrá. Ef einstaklingur skilgreinir sig hvorki karl né konu fær hann kynskráninguna X í þjóðskrá.  X ... að félagsfólk

Kennarasambands Íslands sé þverskurður samfé-lagsins alls svo ætla megi að þessar breytingar hjá þjóðskránni hafi áhrif á félagatal KÍ.

 X ...að þjóðskrá hafi 18 mánuði frá gildistöku laganna til að aðlaga skráningarkerfi sitt að breytingunni og það sama gildi um alla aðra. Jafn-réttisnefnd hvetur stjórn KÍ til að breyta félagaskrá sinni í takt við lögin.  X ...að breyta þurfi

jafnréttisstefnu og -áætlun KÍ sem og kynjabókhaldi í samræmi við lögin.

Markmið KÍ í umhverfismálum � Fylgja Grænum skrefum. � Velja umhverfismerktar vörur og þjónustu í innkaupum umfram aðrar.

� Lágmarka neikvæð umhverfisáhrif vegna notkunar samgöngutækja á vegum KÍ.

� Lágmarka notkun á hráefnum og orku. � Færa grænt bókhald. � Flokka og skila endurnýtanlegum úrgangi. � Fræða starfsfólk um umhverfismál og auka innra um-hverfisstarf.

� Hvetja starfsfólk til að tileinka sér vistvænan lífsstíl.

Kennarasamband Íslands hefur sett sér umhverfisstefnu og vill vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Þetta var tilkynnt á degi íslenskrar náttúru þann 16. september en Kennarasambandið mun gegna forystuhlutverki í fræðslu um um-hverfismál til aðildarfélaga sinna.

Byggt verður á Grænum skref-um þar sem finna má árangursríka leið til að vinna markvisst að umhverfismálum í starfsemi Kennarasambandsins.

Ertu með hugmynd?

Ritstjórn Skólavörðunnar er alltaf á höttunum eftir góðu umfjöllunarefni sem tengist skóla- og mennta-málum. Endilega sendið okkur línu ef þið lumið á hugmynd að áhugaverðu efni sem við getum gert skil í blaðinu. Netfangið er [email protected].

Page 9: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HALLÓ HEIMURSamfélags- og náttúrugreinarSamfélags- og náttúrugreinar

nemendabóknemendabók verkefnabókverkefnabók

yngsta stigyngsta stig

HALLÓ HEIMUR

Höfundar: Jónella Sigurjónsdóttir og Unnur María SólmundsdóttirMyndhöfundur: Iðunn Arna

Námsefnið kom út í haust á vegum Menntamálastofnunar.Það samanstendur af nemendabók, verkefnabók og kennsluleiðbeiningum

sem eru stútfullar af hugmyndum og tillögum að útfærslum.

Hægt er að varpa rafbókinni upp á vegg, lesa saman, ræða um og skoða myndir.

íslenska | ritun | lestur | stærðfræði | spil kortalestur | stafavinna | rökhugsun

tilraunir | orðavinna | þrautir | dulmál

Fjölbreytt verkefni með hverjum kafla.

kennsluleidbeiningarkennsluleidbeiningar

· kveikjur-smásögur-myndabanki

· markmiðaspjöld

· orðalistar· umræðupunktar· fylgiskjöl· ítarefni

· fróðleikur· sönglög· verkefni

trútrú

fjölskyldanfjölskyldan

sjálfsmyndinsjálfsmyndin

umhverfid okkarumhverfid okkar

umferdinumferdin

MannslíkaminnMannslíkaminnljós og skuggarljós og skuggar

árstídirárstídirhúsdyr og gæludyrhúsdyr og gæludyr

opnumyndir | markmið | ný orð verkefni | spurningar | umræður

gefa efninu nýja vídd.

Útbrot þjálfar lesskilning en valdir hafa verið fjölbreyttir textar sem nemendur þurfa að vinna úr á ýmsan máta. Verkefni eru með hverjum texta en að auki fylgir efninu vefur með rafrænum verkefnum ásamt kennsluleiðbeiningum.

Sagan Arfurinn er skáldsaga, frumsamin með það í huga að nota í kennslu. Hún byggir á upplestri kennara og samspili þeirra og nemenda meðan á lestrinum stendur. Í leiðarvísi með efninu er að finna skýrar og nákvæmar leiðbeiningar.

ÚTBROTARFURINN– LESIÐ UPPHÁTT

NYTT!NYTT!--

Um er að ræða ítarefni í stærðfræði fyrir yngsta stig en það getur einnig nýst vel í öðrum nemenda- hópum. Fjölbreyttar hug-myndir um innlögn og þjálfun eru í kennsluleið-beiningum.

STÆRÐFRÆÐI-SPÆJARAR 2

NYTT!NYTT!--

NYTT!NYTT!--

NYTT!NYTT!--

NÝTT EFNINÝTT EFNIÍSLENSKA MIÐSTIG ÍSLENSKA UNGLINGASTIGSTÆRÐFRÆÐI YNGSTA STIG

Page 10: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

10 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir

Nýr valkostur í kennaranámiAlls hófu 540 nemendur nám, í haust, á nýju MT-námsleiðunum (Master of Teaching) fyrir verðandi leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í þessum hópi eru um 200 nemendur sem voru í M.Ed námi en óskuðu eftir að færa sig yfir í MT-námið. Um sjötíu nýnemar skráðu sig til náms í MT við kennaradeild Háskólans á Akureyri nú í haust og þá mun stór hópur sem stundaði M.Ed nám í fyrravetur hafa fært sig yfir í MT-námsleiðina.

Þá berast þær fregnir af Mennta-vísindasviði HÍ að þó nokkrir hafi snúið aftur í leikskóla- og grunnskóla-kennaranám eftir hlé. Þessi hópur hyggst ljúka MT-gráðu.

En hvað felst í MT-gráðu? Þessi nýja námsleið er ein af þeim breyting-um sem var innleidd þegar ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla tóku gildi árið 2019.

Þá var það gert mögulegt að hægt væri að ljúka kennaranámi með því að taka kennslufræðileg námskeið í stað þess að skrifa 30 eininga rannsóknar-ritgerð. Samkvæmt lögum fá þessir

nemendur gráðuna MT en þess ber að geta að þessi prófgráða veitir ekki rétt til að hefja doktorsnám.

MT-námsleiðin býður nemendum að sérhæfa sig meira en áður; svo sem í kennslu yngri barna eða ákveðinni námsgrein. MT-gráðan uppfyllir skilyrði fyrir því að fá leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.

Ljóst er að þessi nýja námsleið fer vel af stað ef horft er á aðsókn í Háskól-anum á Akureyri og Háskóla Íslands.

MT-gráða í kennaranámi

540hófu nám á nýjum MT-

námsleiðum í haust.

Mynd: Kristinn Ingvarsson, Háskóla Íslands.

Námskeið að hausti falla niðurEkki verður efnt til námskeiða fyrir trúnaðarmenn KÍ í haust eins og venja hefur verið mörg undanfarin ár. Ástæð-an er heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Þess í stað verður efni fyrir trún-aðarmenn yfirfarið og betrumbætt á vef KÍ. Standa vonir til að þær umbætur nýtist ekki bara trúnaðarmönnum heldur öllum félagsmönnum.

Merkileg skýrsla kynntKjaratölfræðinefnd kynnti sína fyrstu skýrslu, Samningalotan 2019-2020, á dögunum. Fjallað er um efnahags-mál, umgjörð kjarasamninga, gerða kjarasamninga í yfirstandandi lotu og mælingar Hagstofunnar á launaþróun.

Aðild að kjaratölfræðinefnd eiga forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Samband íslenskra sveitarfélaga, SA og Hagstofa Íslands. Fulltrúi KÍ er Oddur S. Jakobsson hagfræðingur. Auðvelt er að nálgast skýrsluna á vef KÍ.

Aukaþing í nóvemberKennarasamband Íslands hefur boðað til aukaþings sem fram fer dagana 26. og 27. nóvember.

Sökum óvissu í þjóðfélaginu vegna COVID-19 verður aukaþingið rafrænt og þingfulltrúar munu taka þátt í störfum þingsins á netinu. Ekki verður um staðbundna viðburði að ræða.

Ástæða þess að efnt er til auka-þings er samþykkt frá 7. þingi KÍ sem fram fór í apríl 2018. „Boða skal til aukaþings árið 2020 sem hefur heimild til lagabreytinga sem geta öðlast gildi skv. ákvörðun aukaþingsins,“ segir í bráðabirgðaákvæði síðasta þings.

Þingsetning verður klukkan 13 fimmtudaginn 26. nóvember og er áformað að þinginu ljúki klukkan 17 daginn eftir, eða þann 27. nóvember.

Aukaþingið verður kynnt nánar á vef KÍ þegar nær dregur.

Page 11: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 11

Félaginn / KENNARASAMBANDIÐ

Halldóra GuðmundsdóttirSkóli: DrafnarsteinnStarf: Leikskólastjóri

 X Ég er kennari/leikskólastjóri vegna þess ... Að ég hef gaman af því að vinna með fólki á öllum aldri, þar sem samstarf og mannleg samskipti heilla mig. Í leik-skólanum eru engir tveir dagar eins og mér finnst gott vesen skemmtilegt svo að fjöl-breyttar áskoranir í starfi leikskóla stjórans henta mér vel. Svo hef ég líklega alltaf verið frekar stjórnsöm. X Besta stund vikunnar ... Þær eru

nokkrar og erfitt að gera upp á milli. Þegar ég helli upp á kaffi á laugardagsmorgni, þegar ég knúsa börnin mín þegar ég kem heim, þegar ég heyri æðislega heimspekileg samtöl barna í leikskólanum mínum (sem gerist stundum oft í viku), þegar ég leggst í slökun á jógadýnuna mína eftir jóga-tímann, þegar ég dansa í Kramhúsinu á þriðjudagskvöldum... X Þessu myndi ég vilja breyta ...

Ég myndi vilja að kennarastarfið væri eins eftirsótt og það á skilið, sérstaklega leikskólakennarastarfið. Litlu manneskjurnar okkar eiga það besta skilið og það er svo gam-an að vinna í leikskóla, svo mikið frelsi í kennsluháttum. Þá gæt-um við skólastjórar átt alvöru val um starfsfólk og jafnrétti til náms væri þar með aukið hjá börnum. Ég myndi líka vilja að það væru til fjölbreyttari úrræði fyrir börn og unglinga sem við fagfólkið gætum skoðað með foreldr-um og biðlistar væru ekki til. Síðast en ekki síst myndi ég vilja að öll dýrin í skóginum væru vinir.

Litlu mann-eskjurnar okkar eiga það besta skilið og það er svo gaman að vinna í leik-skóla, svo mikið frelsi í kennslu-háttum.

Mynd: Anton Brink

Page 12: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

12 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

TÓNLISTARNÁM / Uppskeruhátíð

Nótan

10 ára afmæli

Page 13: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 13

Uppskeruhátíð / TÓNLISTARNÁM

N ótan – uppskeru-hátíð tónlistar-skóla var fyrst haldin skólaárið 2009-2010 og fagnar því 10

ára afmæli á þessu ári. Nótan er árlegur viðburður í kerfi tónlistarskóla á Íslandi og skipar stóran sess í hugum nemenda, kennara og áhugafólks um tónlist. Há-tíðin hefur ávallt verið faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið fyrir alla aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan.

Til stóð að halda afmælishátíð í vor þar sem kastljósinu væri beint að samfélagi tónlistarskóla og tónlist-arnemendum veittar viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu sinnar. Hátíðin átti að vera í Hörpu en af henni varð ekki vegna COVID-19.

Skipulagning Nótunnar 2021 stendur yfir og er undirbúningshópur á fullu að finna leiðir til að skólarnir geti sent inn efni og verður útfærslan á rafrænu formi. Stefnumiðið er eftir sem áður það sama, þ.e. að styrkja ungt fólk til listsköpunar og að efla listir, menntun og menningu í samfélaginu.

Tónlistarkennarar stóðu frammi fyrir heilmikilli áskorun síðastliðið vor þegar þeir þurftu að færa tónlistar-kennsluna yfir í fjarkennslu og því er bæði táknrænt og framsækið að bregða spegli á starfsemi tónlistarskóla með því að hafa Nótuna í netheimum árið 2021.

Undirbúningshópur er að skoða nánari útfærslur en útgangspunkturinn er að tryggja að öllum skólum verði gert kleift að taka þátt óháð tækniinnviðum. Horft verður til þess að Nótan 2021 geti allt í senn þjónað sem skemmtileg og gagnleg reynsla fyrir nemendur, kynningarátak á starfsemi tónlistar-skóla, þekkingarsköpun og fjárfesting í tækniinnviðum og áhugaverð heim-ildaröflun um tónlistarskólakerfið á Íslandi. Allar nánari upplýsingar verða sendar tónlistarskólum.

Skipulagning Nótunnar 2021 stendur yfir og er undirbúningshópur á fullu að finna leiðir til að skólarnir geti sent inn efni og verður útfærslan á rafrænu formi.

Page 14: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

14 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

VIÐTAL / Forysta KÍ

Ekki nóg að hafa áhrif, við þurfum

að hafa erindi

Page 15: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 15

Forysta KÍ / VIÐTAL

R itstjórar Skólavörðunnar settust niður með Ragnari Þór og Önnu Maríu á dögunum. Þau

voru fyrst beðin að líta aðeins um öxl og segja frá því sem þeim finnst standa upp úr frá því þau tóku við.

Ragnar Þór: Það er ekki að sjá að við séum á miðju kjörtímabili því það hafa orðið svo margháttaðar breytingar og við höfum umbylt svo mörgu í starfseminni. Skrifstofa KÍ var flutt í nýtt húsnæði í febrúar á þessu ári og mánuðina þar á undan var gerð tæknibylting á skrifstofunni. Það var mikið lán að við tókum þessi skref og einhentum okkur í að breyta því sem við töldum að þyrfti að breyta.

Anna María: Mér fannst við Ragnar koma að mjög góðu búi þegar við tókum við okkar embættum. Fráfarandi stjórn KÍ hafði unnið afar gott starf er varðar stefnumörkun og við fengum ansi magnaðan pakka til að vinna með eftir síðasta þing. Þá tek ég undir með Ragnari að flutningur starfseminnar í ný húsakynni var af hinu góða og almennt hefur nútímavæðing á skrifstofunni skilað meiri starfsánægju og betri starfsháttum. Það sem mér finnst persónulega standa upp úr er að hafa fengið tækifæri til að kynnast starfi á öllum skólastigum. Ég kem úr framhaldsskólanum og þekkti það skólastig best en nú blasir við mér hversu blússandi og blómstrandi starf

er unnið á öllum skólastigum og í tónlistarskólum um landið allt.

Á þingi KÍ eru lagðar skýrar línur um hvernig unnið skuli að öllum mála-flokkum næstu fjögur árin. Hvernig fannst ykkur að samsama ykkur hugmyndum og málum sem urðu til á síðasta þingi?

Ragnar Þór: Ég er sammála Önnu Maríu um að stefnumörkun síðasta þings KÍ hafi verið vönduð og góð. Þetta féll hins vegar ekki bara af himnum ofan, hér hafði ríkt ákveðin kreppa í menntamálum. Menntamálaráðherrar hafa verið misgóðir í áranna rás og sumir meira að segja skaðvaldar.

Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, og Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ, hafa nú gegnt embætti í rúmlega tvö ár og kjörtímabil þeirra því rúmlega hálfnað. Þau tóku formlega við stjórnartaumunum á þingi KÍ sem fram fór í apríl 2018 og verður ekki annað sagt en það sem af er hafi verið afskaplega viðburðaríkur tími.

Ekki nóg að hafa áhrif, við þurfum

að hafa erindi

Ragnar Þór Pétursson, for-maður KÍ, og Anna María Gunnars-dóttir, varaformað-ur KÍ. Þau eru rétt hálfnuð með sitt fyrsta kjörtímabil en bæði voru þau kosin í allsherjar-kosningu félags-manna KÍ.

Á meðan menntayfir-völd treysta fagfólk-inu sínu og leyfa því að hafa raunveruleg

áhrif á skólastarf þá átta þau sig fljótt

á að þannig næst mestur og bestur

árangur. Ragnar Þór Pétursson

Page 16: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

16 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

VIÐTAL / Forysta KÍ

Anna María: Um það leyti sem við tókum við forystuhlutverkum hér hjá KÍ voru nokkur stór samstarfsverkefni í gangi eða að fara í gang. Ber þar hæst vinnu Samstarfsráðs um starfs-þróun kennara og skólastjórnenda og starfshóp um Menntun fyrir alla. Verkefni sem voru að fara af stað voru til dæmis starfshópur um börn með annað móðurmál en íslensku, aðgerðir í menntamálum sem fólust meðal annars í verkefni um leiðsögn við nýliða og fjölgun kennaranema og svo vinna við Menntastefnu til 2030.

Það var frábært að finna strax á fyrstu dögum að verk-efni sem féllu að miklu leyti í skaut varaformanns voru afar áhugaverð og mikilvæg fyrir skólasamfélagið. Flest falla þessi verkefni saman við samþykktir síðasta þings KÍ en mig langar að nefna sérstaklega eitt verkefni sem mér þykir sérstaklega vænt um að við höfðum forgöngu um og það var frumkvæði KÍ að vinnu við vernd íslenskrar tungu og skólamálaþingið sem haldið var undir yfirskriftinni, Íslenska er stórmál. Fleira má nefna eins og hið yfirgripsmikla verkefni um Menntun fyrir alla og einnig annað gott viðfangsefni sem snýr að menntun barna með annað móðurmál en íslensku. Það var jákvætt að finna strax í upphafi að við vorum ekki í stjórnarandstöðu við ráðuneytið heldur var staðan sú að við gátum hafist handa við að vinna saman með fólki á hinum ýmsu stigum menntamála.

Ragnar Þór: Það er nefnilega þannig að lykilaðilar í menntakerfinu eru sammála um svo miklu fleira en þeir eru ósammála um. Menn höfðu dálítið dvalið við ágreining en það hefur einkennt síðustu misseri að við höfum séð mikinn þrótt í skólastarfinu sjálfu. Skólastarfið hefur ekki tíma til að það sé verið að leggja þránda í götu þess og að mínu viti hafa flestir aðilar komið samhentir að því að vinna með þá þætti sem við erum sammála um, má þar nefna Menntun fyrir alla, þar sem farið var hringinn um landið, haldnir fundir og efnt til samræðu við skólafólk. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru þess eðlis að ég held að fólk átti sig á að það gengur ekki að drepa orkunni á dreif. Við Anna María kom-um inn í það umhverfi og höfum hvorki lent í mikilli innri né ytri mótstöðu heldur fyrst og fremst í straumi fólks sem vill láta verkin tala.

Anna María: Það er af fleiru af

taka þegar kemur að skólamálum og aðkomu KÍ. Fyrir þremur árum var ljóst að það þyrfti ekkert minna en stóraðgerðir til að koma í veg fyrir að kennarastéttin hreinlega hyrfi ekki. Staðan var sú að það vantaði minnst

1.700 nýja kennara fyrir árið 2030 og þá var ekkert annað að gera en sameinast í því að breyta þessu. Þetta verkefni hefur haft marga anga, svo sem að fjölga kennaranemum auðvitað, bjóða launað starfs-nám og leiðsögn við nýliða. Svo hefur ný námsleið verið sett í gang, MT-gráða, sem nýtur þegar mikilla vinsælda og er til þess að fallin að fjölga kennurum svo um munar. Svo erum við alltaf með skólastefnuna í bakpok-anum en hún ber yfirskriftina Menntun er mannréttindi. Þá má nefna vinnu við ný lög um hæfni og menntun kennara, leyfisbréfamálið svokallaða, en það reyndi verulega á að vinna okkur í gegnum það mál.

Skrum hefur ekkert vægiKennarasambandið er í senn

stéttarfélag og fagfélag. Teljið þið að rödd KÍ sé sterk á báðum sviðum?

Ragnar Þór: Rödd KÍ er mjög sterk, það er engin spurning. Ég hef stund-um haft á orði að það sé ekki nóg að

Kennarasambandið hafi áhrif heldur verðum við að hafa erindi. Það er einfaldlega þannig að með skólastefn-unni sem við vinnum eftir, en kannski fyrst og síðast með fagmennskunni sem einkennir allt skólastarf hér á landi, þá hefur Kennarasambandið lengi vel haft mikið erindi. Þeir ráðamenn sem ákveða að taka mark á því sem sagt er innan menntakerfisins taka betri og upplýstari ákvarðanir. Í þeim tilfellum þar sem skort hefur á þetta samstarf hefur farið illa, þar á ég við að þegar menntayfirvöld eða aðrir ætla að keyra mál áfram án þess að endurspegla þau í hinum stóra hópi kennara þá gera þeir mistökin. Á meðan menntayfirvöld treysta fagfólkinu sínu og leyfa því að hafa raunveruleg áhrif á skólastarf þá átta þau sig fljótt á að þannig næst mestur og bestur árangur.

Anna María: Kennarasambandið er vissulega bæði fagfélag og stéttarfélag. Ég tel að styrkur kjaralega vinkilsins helgist af því hvernig við stöndum okkur í hinum faglegu þáttum. Ef við erum ekki reiðubúin að taka faglega ábyrgð á okkar verkum þá komumst við ekki áfram í baráttunni fyrir bættum kjörum.

Ímynd kennarastéttarinnar hefur oft verið til umræðu og talað um að það þurfi að lyfta henni. Hver er ykkar skoðun á því?

Ragnar Þór: Þegar fólki verður tíðrætt um ímynd stétta þá tel ég það stundum vera hættumerki. Ég held að

Sjálfsmynd okkar byggist á fagleg-

um styrk okkar og viðhorfi okkar sjálfra

til hlutverks okkar. Sú sjálfsmynd þarf að vera grundvöllur ímyndarinnar og við getum ekki búið til ímynd sem er ekki í tengslum við sjálfs-

myndina.Ragnar Þór Pétursson

Ragnar Þór Pétursson, for-

maður KÍ, í ræðu-stól á ráðstefnu

um hlutverk leið-sagnarkennara.

Mynd: SOS

Page 17: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 17

Forysta KÍ / VIÐTAL

sjálfsmynd stéttar skipti miklu meira máli. Við verðum að átta okkur á því að margt hefur verið gert á síðustu árum sem er metnaðarfullt fyrir hönd kennarastéttarinnar og skólastarfs almennt. Til dæmis hefur verið fest í lög að til að geta sinnt starfi kennara í breyttum heimi þarf meistaragráðu úr háskóla. Það eru ekkert rosalega mörg ár síðan þrasað var um hvort það þyrfti yfirhöfuð einhverja háskólamenntun til að vinna við kennslu. Sjálfsmynd okkar byggist á faglegum styrk okkar og viðhorfi okkar sjálfra til hlutverks okkar. Sú sjálfsmynd þarf að vera grundvöllur ímyndarinnar og við getum ekki búið til ímynd sem er ekki í tengsl-um við sjálfsmyndina. Ímyndarvinna sem ekki er sönn í veruleikanum er bara skrum. Það kann að vera að slíkt virki á einhverja þætti atvinnulífs og stjórn-mála en í menntakerfinu hefur skrum ekkert vægi.

Ragnar Þór kom beint úr kennslu í starf formanns KÍ, Anna María hafði starfað fyrir Félag framhaldsskóla-kennara samhliða kennslu. Hvað hefur komið ykkur mest á óvart í núverandi starfi?

Anna María: Það kom mér svolítið á óvart hversu fjölbreytt og erilsamt starf varaformanns er. Það eru forréttindi að fá að vinna að skólamálum, bæði inn á við og út á við. Varaformaður leiðir skólamálaráð KÍ þar sem sitja formenn skólamálanefnda aðildarfélaganna, öflugt fólk sem hefur metnað og dug til að koma málum áfram. Þetta er í alla staði mjög gefandi starf.

Þá hefur erlenda samstarfið verið afar lærdómsríkt og ánægjulegt að sjá hve mikill samhljómur er meðal Norðurlandaþjóðanna, þótt við séum ekki með allt eins. Við fáum mikið út úr þessu samstarfi þótt kannski megi segja að við séum svolítið smækkuð mynd af því sem kennarasamtökin á hinum Norðurlöndunum eru að gera; þau búa flest að því að hafa mikinn mannafla og

stórar skrifstofur í hverjum málaflokki. Það vinna til dæmis 20 manns á skrifstofu trúnaðarmanna í Svíþjóð.

Ragnar Þór: Það hefur komið mér ánægjulega á óvart hversu mikið af mínu daglega starfi snýst um hluti sem skipta verulegu máli. Fyrir fram hefði ég ekki reiknað með að fá tækifæri til að beita mér með jafnvirkum hætti að þeim málaflokkum sem voru ástæða þess að ég bauð mig fram í embættið. Þar vil ég nefna það að fá að vera þátttakandi og hafa raunveruleg áhrif á stefnumótun í menntamálum og um leið halda á lofti þeim sjónarmiðum sem ég veit að eiga samhljóm í kennarastétt en hafa kannski ekki alltaf náð inn á stóra sviðið. Þá kom mér líka á óvart hversu mikinn meðbyr ég hef fengið í starfinu, og á ég þá bæði við innri og ytri aðstæður. Það hefur verið ánægjulegt að kynnast öllu því frábæra starfsfólki sem starfar á skrifstofu KÍ, þetta er fólk sem býr yfir sömu orku, metnaði og dugnaði og einkennir kennara um allt land. Starfið hefur því komið skemmtilega á óvart, hlutirnir gerast hratt en því er ég vanur úr skólanum.

Eigum að læra af reynslu annarraTalið hefur nú borist að erlendu samstarfi. Anna María og Ragnar Þór eiga bæði sæti í stjórn Norrænu kennarasamtakanna (NLS). Anna María hefur líka unnið á vettvangi Evrópu og situr í stjórn Evrópsku kennarasamtakanna (ETUCE). Þá á KÍ aðild að Alþjóðasamtökum kennara (Education International) sem eru þau stærstu í heimi, með rúmlega 30 milljón kennara innanborðs.

Ragnar Þór: Það er ekkert rótfastara í starfi íslenskra kennarasamtaka en

erlent samstarf. Kennarar hér á landi voru ekki fyrr farnir að bindast sam-tökum en þeir hófu samtal og samráð við hin Norðurlöndin. Hin norræna menntahugsjón er stórmerkilegt fyr-irbæri á alþjóðavísu og Norðurlöndin eru umsvifameiri í alþjóðasamtökum kennara en mannfjöldi þessara þjóða segir til um. Þetta er hugmyndafræði sem á sér sterkan hljómgrunn víða í heiminum sem er gríðarlega mikil-vægt, ekki síst nú þegar við höfum verið að hrinda af okkur svokallaðri umbótaplágu í menntamálum, plágu sem hefur einkennst af kaldrifjuðum viðskiptahugmyndum um mennta-kerfið. Á sama tíma hafa ráðherrar og ráðamenn á Norðurlöndunum haft með sér virkt samráð og í raun hefur ekki áður verið jafn mikilvægt að kennarasamtökin á Norðurlöndunum standi saman sem ein heild því þannig getum við beitt okkur markvisst að þeim umbótamálum sem uppi eru á hverjum tíma.

Við erum í víðara samráði á hinum evrópska vettvangi og þá hefur aukist að aðildarfélög innan KÍ séu í samstarfi við Vesturheim; Kanada og Bandaríkin. Við búum í miklu opnari heimi en áður og hug-myndir geta breiðst út miklu hraðar en fólk kannski óraði fyrir. Þá skiptir máli í hvers konar landslagi við lendum í og að góðu hugmyndirnar verði ofan á gagnvart hinum slæmu.

Anna María: Hin Norð-urlöndin eru oft að takast á við nýjar áskoranir á undan okkur hérlendis. Dæmi um það er menntun barna af erlendum uppruna en þar má segja að samstarf við hin

Norðurlöndin hafi stytt okkur leið við að takast á þau verkefni og vandamál sem fylgja þessum málaflokki.

Evrópusamstarfið hefur verið nefnt og óhætt að segja að sá vettvangur er einnig mikilvægur. Við mætum til leiks með fulltrúum annarra kennara-samtaka á Norðurlöndum. Við búum til dæmis yfir því að eiga sterkari hefð þegar kemur að jafnréttismálum og rekstri opinberra skóla og höfum því margt fram að færa í þeim efnum. Það er lærdómsríkt að sitja í stjórn ETUCE og til dæmis hefur stefnumörkun samtakanna vegna COVID-19 verið afar vönduð. Þannig fáum við innlit í hluti sem aðrir hafa skoðað og getum verið betur undirbúin undir það sem koma skal.

Samstarf Norðurlandanna er kemur að hinu faglega er mikið og gjöfult. En hvað með kjaramálin,

Skólastarf verður örugglega aldrei

eins og það var fyrir COVID-19 og margt sem maður hefði

talið óframkvæman-legt fyrir faraldurinn

reyndist allt í einu gerlegt.

Anna María Gunnarsdóttir

Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ, ásamt Tonje Harbek Brokke verkefnastjóra á ráðstefnu um hlut-verk leiðsagnar-kennara í norrænu samstarfi. Mynd: SOS

Page 18: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

18 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

VIÐTAL / Forysta KÍ

kjarabaráttuna? Getum við lært eitthvað af öðrum?

Ragnar Þór: Eitt og annað þarf að breytast í íslensku samfélagi, svo sem það að við megum sýna meiri auðmýkt þegar kemur að reynslu annarra þjóða. Það á ekki að vera lífsspursmál að við prófum öll mistök á okkur sjálfum því þegar þjóðir hafa fundið leiðir til að takast á við áskoranir þá er okkur óhætt að taka mark á því. Þetta þykir mér eiga við bæði faglegt starf skólanna og kjara-málin. Við höfum hér á landi verið föst í vítahring höfrungahlaups og vantrausts sem hefur leitt af sér þá staðreynd að fólk, einkum og sér í lagi kennarar, búa við algjörlega afskræmda launaþróun miðað við alla aðra. Oft gerist lítið í okkar kjaramálum svo árum skiptir og þá safnast upp spenna sem á endanum brýst út í einhvers konar átökum og erfiðleikum sem jafnvel getur haft í för með sér mikinn skaða. Verkfall grunn-skólakennara árið 2004 er dæmi um átök sem ollu miklum skaða í skólakerf-inu. Kjaramál opinberra starfsmanna á Íslandi eru lík landslaginu að því leyti að það verða jarðskjálftar og gos með reglulegu millibili. Þetta á ekki við almenna markaðinn hér, þar sem launaþróun virkar ekki svona og heldur ekki í öðrum löndum; vinnubrögð af þessu tagi tíðkast ekki þar.

Allur vanþroski og ranglæti í íslensku samfélagi bitnar með einum eða öðrum hætti á menntastéttunum, þær eru skurðpunktur vandamálanna. Þetta verður aldrei leyst með einni lokaorrustu heldur með vandaðri

vinnubrögðum og virðingu fyrir starfi fólks. Við höfum leitað til hinna Norðurlandanna að fyrirmyndum en þar eru vinnubrögð frábrugðin okkar. Þar hafa sveitarfélög, ríki og kennara-samtök komið sér saman um að bæta hlutfallslega kjör kennara til þess að mæta þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir, en þær eru nákvæmlega sama eðlis hér. Þessi vinnubrögð þyrftu að tíðkast hér á landi.

Eitt af því sem hefur einkennt okkar tíma hjá KÍ, og um leið verið áskorun, er að órói á vinnumarkaði hefur sjaldan verið meiri. Ólga hefur verið ríkjandi og við sjáum það nú að þótt nýbúið sé að gera kjarasamninga við þrjú af okkar aðildarfélögum þá eru tvö með lausa samninga og tvö með samning sem losnar um áramót. Út úr þessum vítahring þurfum við að brjótast og það mun ekki takast nema með breyttum vinnubrögðum.

Eruð þið bjartsýn á það takist að breyta vinnubrögðum eins og nefnt var hér að framan?

Anna María: Það hefur gætt ákveðins vanmats á störfum kennara en mér finnst að þetta sé að breytast; að bæði stjórnvöld og almenningur séu farin að gera sér grein fyrir hversu mikilvægt það er að hafa gott menntakerfi, kerfi sem virkar vel. Menntakerfið er mikilvæg grunnstoð í velferðarsamfé-laginu og ef eitthvað gott kemur út úr COVID-19 þá er það að við höfum tekist á við gríðarlegar áskoranir á þessu ári. Það hefur runnið upp fyrir þjóðinni að skólastarf skiptir miklu máli og er

í raun einn mikilvægasti hlekkurinn í velferð barna og unglinga. Skólagangan er eitt besta jöfnunartæki samfélagins og öll börn eiga rétt til fyrsta flokks skólagöngu.

Ragnar Þór: Það er ástæða til hóflegrar bjartsýni ef horft er til þess að við sjáum vísa að ákveðnu samstarfi, til dæmis er kemur að jöfnun launa milli markaða – þar sem taka á á kerfislæg-um, ranglátum launamun á milli hins almenna markaðar og hins opinbera. Upplýsingagjöf hefur verið bætt og nægir að nefna starfandi kjaratölfræði-nefnd sem nýlega sendi frá sér skýrslu.

Menntakerfið stóðst álagiðKennarasambandið flutti úr hinu sögufræga Kennarahúsi snemma árs og mörgu í starfsháttum var breytt í leiðinni. Síðan brast á með heimsfar-aldri COVID-19. Hvaða áhrif hafði þetta á starfsemina?

Ragnar Þór: Við höfðum nútímavætt okkar vinnubrögð fyrir flutningana af Laufásvegi yfir í Borgartún. Það kom okkur sjálfum svolítið á óvart hversu vel við vorum í stakk búin til að takast á við COVID-19 og á sama tíma rann okkur kalt vatn milli skinns og hörunds við tilhugsunina um hvernig starfseminni hefði verið haldið úti ef við hefðum ekki tekið þessi mikilvægu skref í tækni-væðingu. Skrifstofan hefði hæglega getað lamast en af því varð ekki og án vandræða gátum við skipt vinnustaðn-um upp sem endaði svo með fjarvinnu allra í nokkrar vikur á vordögum.

Það mæddi mikið á skólakerfinu

Íslenska er stór-mál var yfirskrift viljayfirlýsingar sem undirrituð var á vel heppnuðu Skólamálaþingi KÍ árið 2018. Sigrún Edda Eðvarðs-dóttir, formaður Heimilis og skóla, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands ís-lenskra sveitar-félaga, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Lilja Dögg Alfreðsdótt-ir, mennta- og menningarmála-ráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands.

Mynd: Anton Brink

Page 19: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 19

Forysta KÍ / VIÐTAL

þegar fyrsta bylgja COVID-19 óð yfir landið. Hvernig sneri þetta að forystu KÍ?

Ragnar Þór: Það kom mér á óvart hversu mörgum kom á óvart hvernig skólafólk tæklaði COVID. Skólafólk er vant að takast á við áskoranir, erfiðleika og kreppu – og vill bara vinna sín verk. Þess vegna settu kennarar og skólastjórnendur undir sig hausinn og gengu til verka. Því miður höfðu ekki allir aðgang að nauðsynlegum tækjabúnaði og bjuggu ekki yfir reynslu og kunnáttu sem þurfti til – þannig varð þetta nýja ástand þeim mikil áskorun og olli auðvitað miklu álagi.

Hvaða hlutverki gegndi KÍ í þessu öllu saman?

Anna María: Við einsettum okkur strax á fyrstu dögum samkomutakmarkana að vera til staðar fyrir kennara og skólastjórnendur um land allt. Forysta Kennarasambandsins hélt fjarfundi á hverjum morgni svo vikum skipti og þannig gátu formenn aðildarfélaganna skipst á upplýsingum. Þá var strax sett í gang vinna við að svara þeim fjölmörgu og oft flóknu spurningum sem bárust frá félagsmönnum. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að svara þessum spurningum og settum upp sérstakt svæði á vef KÍ til að auðvelda félagsmönnum að kynna sér þessi mál.

Við komumst fljótt að því að verkefnin og vandamálin voru mismunandi eftir skóla-stigum. Formenn aðildarfé-laganna unnu þétt með okkur Ragnari og starfsfólki KÍ og við lærðum hvert af öðru í þessu óvenjulega og erfiða ferli. Formennirnir reyndust afar öflugur og samhentur hópur á erfiðum tímum.

Ragnar Þór: Hvað varðar Kennarasambandið þá skipti mestu máli að sjá til þess að þeir sem tóku ákvarðanir á þessum tíma væru vel upplýstir. Ferill ákvarðana hefur aldrei verið skýrari, sóttvarnalæknir leggur fram tillögur sem ráðherra heilbrigðismála kemur til framkvæmda. Við þurftum að beita býsna hörðu við að tryggja að þeir sem tækju ákvarðanir væru upplýstir um raunveruleikann í skólunum en byggðu ekki ákvarðanir sínar á hlutum sem gætu ekki gengið upp.

Fyrstu viðbrögð yfirvalda við COVID-19 voru ákveðin afneitun

gagnvart fjölbreytileika og erfiðleikum sem geta fylgt því að reka skóla. Fólk taldi að það væri bara ekkert mál að flytja skólastarf yfir á netið og viðhafa tveggja metra nándarreglu milli barna í leikskólum. Stjórn KÍ stóð saman í þessu öllu og þurfti oftsinnis að beita

sér af hörku. Við fórum síðan í markvisst og mikið samstarf með menntayfirvöldum til að tryggja að ákvarðanir byggðu á raunsærri mynd og það er ekki vafi á því í mínum huga að þetta samstarf skilaði sér í betri ákvörðunum. Mennta-málaráðherra var ákveðin lykilmanneskja í þessu öllu. Staðan var tekin daglega langt fram eftir vori og ég fullyrði að ekkert kerfi í samfélaginu hafi staðið sig betur en menntakerfið. Það skilaði sér í því að röskun á lífi barna og

ungmenna var hvergi eins lítil og hér á landi – og var hún þó ærin.

Anna María: Þá er vert að geta þess að við buðum félagsmönnum sem upplifðu óöryggi, álag og streitu vegna COVID-19 að sækja sér sálfræðiþjón-ustu. Þetta gerðum við í samstarfi við menntamálaráðuneytið og báru

félagsmenn engan kostnað af. Skólastarf verður

örugglega aldrei eins og það var fyrir COVID-19 og margt sem maður hefði talið ófram-kvæmanlegt fyrir faraldurinn reyndist allt í einu gerlegt. Við kynntumst þarna nýjum veruleika sem við byggjum á til framtíðar.

Ragnar Þór: Lærdómur-inn af COVID-19 hefur verið margvíslegur. Það sem kannski gekk verst var þegar fólk reyndi að viðhalda hinum venjulega veruleika og færa hann einhvern veginn yfir á netið. Í þeim tilfellum varð ekki sú gerjun sem þurfti til. Hins vegar má segja að styrkleikarnir sem komu í ljós hafi falið í sér lykla að möguleikum til skólaþróunar, sem sums staðar voru til staðar áður. Skólaþróun heldur áfram og COVID-19 er ekki upphafs-, vendi- eða lokapunktur í þeim efnum.

Mikilvægt að fá tækifæri til að dýpka sig í starfiStarfsþróun og endurmenntun eru málaflokkur sem KÍ hefur lengi haft á sinni stefnuskrá. Hvar stöndum við í þeim efnum?

Anna María: Starfsþróun þarf að vera hluti af starfi kennarans á hverjum

tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að kennarar fái tækifæri til að dýpka sig í starfi og bæta við sig þekkingu um þau viðfangsefni sem blasa við, á þeim tíma sem þau koma upp.

Stundum er því haldið fram að skólakerfið hafi lítið breyst síðustu 100 árin en það er fjarri sanni. Börn eru til dæmis þrisvar sinnum lengur í skóla en fyrir sextíu árum. Almenn skólaganga byrjar oftast við tveggja ára aldur og endar nær tvítugu. Við hljótum að vera sammála um að öll börn þurfi á því að halda að fá tækifæri til menntunar, tækifæri sem henta þeim og að sama skapi þurfa kennararnir okkar að fá tækifæri til að þróa sig í starfi, alla starfsævina. Þá þarf að útfæra stoðkerfi sem styður við starfsþróun kennara, aðstæður og möguleika skóla til að hafa með höndum starfsþróun á vinnustað og við þátttöku háskóla í starfsþróun á vettvangi. Þá bind ég vonir við hið tiltölulega nýskipaða Kennararáð en því er meðal annars ætlað að veita ráðgjöf þegar kemur að starfsþróun kennara og skólastjórnenda – og um leið fylgjast grannt með því sem er að gerast í menntamálum úti í heimi.

Ragnar Þór: Ég tek undir með Önnu Maríu um að kennarastarfið hefur mikið breyst, á sama hátt og lífið hefur breyst. Því er ekki lengur svo farið að fólk mennti sig í einhverjum rosaspretti 20 prósent ævinnar og búi svo að því að nestið sé nóg til framtíðar. Samfélagið er þannig að við lifum lengur en áður og líkurnar á að fólk fáist við nákvæmlega sömu hluti alla ævina eru hverfandi. Þú þarft stöðugt að endurskapa sjálfan þig og læra nýja hluti og starfsþróun nú á tímum er að minnsta kosti jafn mikilvæg fyrir kennarastarfið og öflug grunnmenntun.

Fram undan er vetur óvissu þegar kemur að COVID-19 og áhrifum þess á skólastarf og samfélagið allt. KÍ hefur boðað til aukaþings, sem ber að halda á þessu ári, og verður það rafrænt. Á þinginu verður fjallað um skipulag KÍ.

Ragnar Þór: Já, við höfum boðað til aukaþings í lok nóvember. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um starfsemi Kennarasambandsins og í framhaldinu verður farið að undirbúa breytingar sem hafa verið í farvatninu um hríð og byggja meðal annars á úttektum sem hafa verið gerðar á starfseminni. Það er ljóst að Kennara-sambandið þarf að þróast, rétt eins og skólakerfið.

Anna María: Við erum stödd úti í miðri á og verkefnin eru mörg og stór. Við höfum haldið vel á spöðum í stórum málaflokkum og unnið okkur í gegnum ákvarðanir síðasta þings. Það munum við gera áfram hvað sem framtíðin ber í skauti sér.

Skólagangan er eitt besta jöfnunar-tæki samfélagins og öll börn eiga

rétt á fyrsta flokks skólagöngu.

Anna María Gunnarsdóttir

Allur vanþroski og ranglæti í íslensku samfélagi bitnar

með einum eða öðr-um hætti á mennta-stéttunum, þær eru

skurðpunktur vanda-málanna. Þetta verð-ur aldrei leyst með einni lokaorrustu

heldur með vandaðri vinnubrögðum og

virðingu fyrir starfi fólks.

Ragnar Þór Pétursson

Page 20: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

20 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

UMFJÖLLUN / Kórónuveirufaraldur

Heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft gríðarleg áhrif á skólastarf á öllum skólastig-um og allar skólagerðir það sem af er þessu ári. Ósköpin dundu á okkur í byrjun mars og þá þegar mæddi mikið á skólakerfinu og röskun varð á skólastarfi. Mikið mæddi á skólafólki sem sýndu útsjónarsemi og úthald á erfiðum tímum.

S kólamálaráð KÍ hóf þegar síðasta vor að leggja drög að mál-þingi þar sem fjalla átti um lærdóminn af COVID-19 þegar

kemur að skólahaldi. Til stóð að halda málþingið á Grand Hótel Reykjavík og yfirskriftin var Hvað lærðum við af COVID-19? Eins og allir vita þá reið önnur bylgja COVID yfir í ágúst og ljóst að bjartsýnin sem ríkti um mitt sumar var ekki lengur til staðar.

Skólamálaráð ákvað að færa mál-þingið yfir á netið og yfirskriftinni var breytt í Hvað lærum við af COVID-19? Spurningar sem voru lagðar til grundvallar voru meðal annars þessar: Hvað lærum við skólafólk af ástandinu? Hvernig hefur námsumhverfi breyst? Hefur skólafólk öðlast aukna hæfni til að vinna þvert á ólík svið og leita nýrra lausna?

Málþinginu var streymt á netinu og komu fyrirlesarar saman í Stórholti,

Erum reynslunni ríkari

sal Kennarasambandsins í Borgartúni. Þetta var fyrsta beina útsendingin úr húsakynnum KÍ og standa vonir til að þær verði miklu fleiri í framtíðinni.

Ávörp fluttu Anna María Gunnars-dóttir, varaformaður KÍ, Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Katla Ketilsdóttir, grunnskólakennari í Dalvíkurskóla, Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri Stakkaborgar, og Unnar Þór Bachmann, kennari við Fjölbrautaskólann við

Ármúla. Huginn Freyr Þorsteinsson heimspekingur sat málþingið og flutti samantekt í lokin.

Hér á eftir verður stiklað á stóru í því sem kom fram á málþinginu en lesendum er bent á að hægt er að horfa á erindin á vef Kennarasambandsins.

Anna María Gunnarsdóttir, vara-formaður KÍ, setti málþingið og sagði að þegar horft væri til baka þá fyndist henni svo langt síðan allt breyttist með veirufaraldrinum, en þó væru það ekki nema rétt rúmir fjórir mánuðir. „Þá

28. febrúar Greint frá því í fréttum að fyrsti Íslendingurinn sé smitaður af COVID-19.

2. marsKÍ sendir út fyrsta COVID- fréttabréfið til félagsmanna.

9. marsLjóst að ekki getur orðið af aukaþingi KÍ sem halda átti í apríl. Þinginu frestað fram á haust.

10. marsNeyðarstigi lýst yfir í landinu. Starfsfólki KÍ skipt upp í tvo hópa. Annar hópurinn sendur í heimavinnu. Skipt verður á vikufresti. Reglur um sóttvarnir í Borgartúni taka gildi og mælst til þess að fundahöldum sé haldið í lágmarki.

11. marsNótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, sem fram átti að fara 29. mars, frestað um eitt ár.

12. marsSpurt og svarað um réttindi og COVID-19 sett upp á vef KÍ. Fjölmörgum algengum spurningum félagsmanna svarað og átti eftir að bætast verulega í næstu vikurnar.

13. marsStjórn KÍ fundaði með menntamálaráðherra vegna fyrirhugaðs samkomubanns og þeirrar ákvörðunar loka skuli framhaldsskólum en grunn-, leik- og tónlistarskólar skuli starfa áfram. KÍ fer fram á að upplýsingar um hvernig sveitarfélög hyggist tryggja öryggi nemenda og starfsfólks í leik-,grunn- og tónlistarskólum.

14. marsStjórn KÍ fundaði með sóttvarna-lækni, fulltrúum almannavarna, menntamálaráðuneytis, formanni Sambandsins og borgarstjóra. Ljóst að skólastarf verður ekki með hefðbundnum hætti næstu vikur.

Málþingið Hvað lærum við af COVID-19 fór fram 20. ágúst.

Page 21: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 21

Kórónuveirufaraldur / UMFJÖLLUN

17. marsMenntamálastofnun opnar Fræðslugátt með aðgangi að efni stofnunarinnar. Starfsfólki KÍ tilkynnt að heimavinnuplan gildi fram yfir páska; helmingur starfsfólks á skrifstofunni í einu.

2. aprílKÍ býður félagsmönn-um fjarsamtal við sálfræðing.

23. marsSkellt í lás á skrif-stofu KÍ. Öll þjónusta veitt með rafrænum hætti. Markmið að tryggja öryggi starfs-fólks og félagsmanna.

1. maí Engin kröfuganga í fyrsta sinn í sögu Kennarasambandsins og ekkert 1. maí kaffi. Formaður KÍ flytur ávarp í baráttuþætti á RÚV.

15. mars Kennarasambandið ásamt menntamálaráðuneyti, Sambandi ís-lenskra sveitarfélaga, ríkislögreglustjóra, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kemur fram að það sé mat sóttvarnalæknis að mikilvægt sé að leik-, grunn og tónlistarskólar starfi áfram. „Starfsemi skóla verður þó skilyrðum háð og ljóst að skólahald mun raskast“.

16. marsSamkomubann tekur gildi. Ekki mega fleiri en 100 koma saman. Ljóst að röskun verður á starfi framhaldsskóla. Stjórn KÍ fundar með menntayfirvöld-um. Í minnisblaði sóttvarnalæknis, frá 13.3., segir að takmörkun skólahalds muni standa í fjórar vikur. Tryggja skuli að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu stofu í grunnskólum og að leikskólabörn séu í sem minnstum hópum. Starfsfólk KÍ boðað á starfsmannafund.

kom í ljós sem aldrei fyrr hversu miklu máli skólaganga barna og ungmenna skiptir. Skólafólk stóð frammi fyrir margs konar áskorunum og lagði mikið á sig til að halda skólastarfinu gang-andi,“ sagði Anna María.

Jákvætt viðmótFulltrúi tónlistarskólanna á málþinginu var Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hann var sá eini fyrirlesaranna sem var ekki í Stórholti heldur flutti sitt erindi í gegnum fjarfundabúnað.

Guðlaugur rakti hvernig tónlistar-skólinn lagaði sig að breyttum aðstæð-um. „Þegar COVID-faraldurinn skall á okkur stóðum við frammi fyrir mörgum ólíkum og erfiðum verkefnum,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði næstum enga tónlistarkennara hafa kennt að ráði í fjarkennslu áður. Gerð var könnun í Tónlistarskóla Eyjafjarðar og þar kom fram að í annarri viku eftir lokun skól-anna töldu 89 prósent tónlistarkennara að það gengi mjög vel eða frekar vel að halda úti kennslu í streymi, þannig að aðlögun að breyttum kennsluháttum gekk hratt fyrir sig.

Guðlaugur sagði nokkrar hindr-anir hafa verið tæknilegs eðlis; hljóð hafi verið of lengi að berast, hávaði í umhverfi truflaði stundum og ekki var hægt að spila undir. Guðlaugur sagði jafnframt að það sem helst hefði komið á óvart var jákvætt viðmót nemenda og foreldra, mæting var góð, einbeiting góð og kennslustundirnar markvissar. Þá varð til möguleiki á góðri eftirfylgni við nemendur í stuttum kennslulotum.

Nemendur sýndu meira sjálfstæðiKatla Ketilsdóttir, grunnskólakennari í Dalvíkurskóla, fór yfir marga praktíska þætti náms í unglingadeild á tímum skertrar starfsemi. Hún sagði frá því

hvernig nemendahópnum var skipt upp og hversu gott það reyndist að byrja hvern dag á lestrarstund. Það skapaði festu í lífi nemenda að ganga ævinlega að því vísu hvernig skóladagurinn myndi byrja. „Þetta færði yfirvegun yfir hópinn,“ sagði Katla. Hún sagði verkefnin hafa verið sett upp í lotum og krakkarnir hefðu verið fljótir að átta sig á hvað þeir gætu gert sjálfir heima og í hvaða verkefnum þeir þyrftu aðstoð kennara.

„Á þessum tíma sáum við mikla breytingu á nemendum, þeir urðu sjálf-stæðari í vinnubrögðum. Árekstrar milli nemenda voru færri og töluðu þeir um hvað þeim fannst gott að geta ráðið að hvaða viðfangsefnum þeir unnu hverju sinni,“ sagði Katla.

Á tímabili var unglinga-deildin send heim og hófst þá fjarkennsla á netinu – sem gekk vel.

„Við kennararnir á unglingastigi vorum sammála um að öðruvísi og nánara samband hefði myndast milli nemenda og kennara þar sem bæði við og þau sáum meira af hinu daglega lífi hvers annars,“ sagði Katla og bætti við að aukin útivera nemenda með göngutúr á hverjum degi hefði skilað meiri einbeitingu, vinnusemi og betri samskiptum nemenda.

Lærdómssamfélag í mótunJónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg, flutti erindi sem hún kallaði Leikskólinn í kófinu – lær-dómssamfélag í mótun. Leikskólinn Stakkaborg fékk heldur betur sinn skerf af COVID-19 en þann 16. mars var einn

starfsmaður heima og reyndist síðan smitaður af veirunni. Jónína sagði að daginn eftir hefði annar starfsmaður verið orðinn veikur og þann 18. mars hefði leikskólanum verið lokað í tvær vikur; starfsfólk, nemendur og foreldar voru öll komin í sóttkví. „Á næstu tveimur vikum féll Stakkaborg, 12 smit greindust og við vorum hrædd og kvíðin. Dagarnir liðu í rafrænu rými og við áttum samskipti á netinu.“

Jónína sagði að eftir sóttkví hefðu tólf starfsmenn verið óvinnufærir, en þessu var þó ekki lokið því 9. apríl greindist þrettándi starfsmaðurinn og þá fóru fjórir í sóttkví. Tveimur dögum síðar lá svo fjórtánda smitið fyrir. „Þegar upp er staðið eru 60 prósent starfsmanna með mótefni gegn COVID-19.“

„Það voru skiptar skoðanir um hvort það ætti að vera opið eða lokað. Þetta var mikið púsl og skóla-stjórnendur þurftu að draga vagninn. Það tekur á og við vissum ekki hvar þetta myndi enda,“ sagði Jónína.

Hún skoðaði upplifun annarra leikskólastjóra í

þessu ástandi. Þeir lögðu til orð á borð við lausnamiðun, samheldni, úthald, þrautseigju, þolinmæði, virðingu, vinsemd og að vera í núinu. „Það var líka margt gott sem börnin upplifðu í COVID. Með fækkun í hópum náðu sumir einstaklingar að blómstra,“ sagði Jónína og bætti við að í sumum tilfellum hefði verið mikið um jákvæðar framfarir og málþroski sumra hafi tekið kipp.

Jónína sagði kennara og starfs-fólk hafa staðið sig afar vel. Nýjum

Það voru skiptar skoðanir um hvort það ætti að vera opið eða lokað. Þetta var mikið púsl og skóla-stjórnendur þurftu að draga vagninn. Það tekur á og við vissum ekki hvar þetta myndi enda.

Page 22: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

22 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

UMFJÖLLUN / Kórónuveirufaraldur

verkefnum, svo sem sótthreinsun, þurfti að sinna, starfsmenn unnu að undirbúningi heima við og þar fram eftir götunum. Hún sagði jafnframt mikilvægt fyrir alla starfsmenn að njóta stuðnings næsta yfirmanns þegar svona ástand gengur yfir.

Virkni nemendaVirkni nemenda í kófinu var heiti erindis sem Unnar Þór Bachmann, framhaldsskólakennari við Fjölbrauta-skólann við Ármúla (FÁ), flutti en þar greindi hann frá frumniðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á vorönn í FÁ. Unnar Þór hlaut styrk úr Rann-sóknasjóði KÍ til að gera rannsóknina.

Unnar sagði hugmyndina að rannsókninni hafa verið að skoða viðburðaskrár allra nemenda í dagskóla í Moodle tímabilinu frá 16. mars til 15. maí. Skoðaðir voru þrír áfangar auk fjarnáms.

Meðal þess sem Unnar skoðaði var virkni nemenda; hvenær fóru þeir í Moodle, hvað voru þeir að gera og hvað voru þeir lengi. Þess var, að sögn Unnars, gætt vel að fara að persónuverndarlögum við meðhöndlun upplýsinganna.

Greina mátti breytingu á umferð nemenda en þeir voru meira inni á kvöldin en fyrir COVID-19, en þó var ekki mikið um næturtraffík. Þá kom fram fylgni virkni og árangurs; þ.e. þeir nemendur sem voru virkastir í Moodle fengu betri einkunnir. Þá sagði Unnar að fram hefði komið áhættuþáttur sem lýsir sér í því að ef nemandi kemur ekki inn í tvær vikur eða meira, þá er líklegt að hann sé alveg farinn. „Ég hefði viljað taka meira markvisst á þessu og myndi ekki bíða lengur en viku með að hafa samband við nemanda sem er óvirkur.“

Það verður spennandi að sjá frekari niðurstöður úr þessari rannsókn

Unnars og verða þær vafalaust kynntar áður en langt um líður.

Stöndum vörð um menntakerfiðRagnar Þór Pétursson, formaður KÍ, hélt stutt ávarp á málþinginu. Hann hóf ræðu sína á að tala um óvissuna og þá staðreynd að faraldurinn hefur aftur náð sér á strik. „Það er hrollvekjandi til þess að hugsa að heimsbyggðin þurfi að lifa með veirunni um ókomin ár.“

Þá greindi Ragnar frá yfirlýsingu sem hann hafði skrifað undir fyrr um daginn fyrir hönd KÍ. Í henni er skorað á yfirvöld að standa vörð um

menntakerfið. Auk KÍ stóðu mennta-málaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag fræðslustjóra að yfirlýsingunni. „Við hétum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að ákvarðanataka í mennta-málum byggist ávallt á bestu fáanlegum upplýsingum. Þannig vinnum við kennarar, við vinnum saman, við vinnum af hreinskilni og við þurfum oft að bregðast hratt við,“ sagði Ragnar Þór meðal annars í ræðu sinni.

Við hvetjum félagsfólk KÍ til að horfa á málþingið. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir á vef KÍ.

4. maí Skrifstofa KÍ opnuð á nýjan leik. Samkomubann í þjóðfélaginu miðast við 50 manns og tveggja metra reglan er í gildi. Hefðbundið skólastarf hefst í leik- og grunnskólum. Framhaldsskólar opnaðir með takmörkunum; fjöldatakmarkanir hækkaðar úr 20 í 50. Áfram gildir tveggja metra regla.

20. ágúst KÍ efnir til málþings um skólahald og COVID-19. Fyrsta beina netútsending úr húsakynnum KÍ. KÍ ásamt menntamálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Grunni, félagi fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, senda frá sér viljayfirlýsingu þar sem meðal annars kemur fram að mikilvægt sé að skólasamfélagið allt leggist á sveif með skólum landsins og standi vörð um skólastarf.

30. júní Menntamála-ráðuneytið auglýsir eftir sögum í bók um skólahald og COVID-19.

13. ágústEins metra regla tekur gildi í framhaldsskól-um. Engin nálægðar-mörk eru þegar kemur að börnum fæddum 2005 eða síðar.

25. ágúst Lagt til að notaðar séu grímur þar sem eins metra reglu verður ekki við komið – svo sem í verknámi í framhaldsskólum.

21. septemberGrímuskylda í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.

Málþingið var haldið í húsakynn-um Kennarasam-bandsins. Einungis framsögumenn voru í salnum.

Page 23: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 23

Kórónuveirufaraldur / UMFJÖLLUN

Kennarasamband Íslands framleiddi í vor myndbönd um skólastarf á COVID-19 tímum. Markmiðið var að safna heimildum um hina óvenjulegu og vonandi einstæðu stöðu sem upp kom í skólum landsins, sem og samfélaginu öllu.

Hér fylgja innlegg frá félagsfólki sem tók þátt í verkefninu og þess má geta að öll myndböndin eru aðgengileg á vefsíðu KÍ.

„Helstu áskoranir voru að gera þrif og sótthreinsun gerlega. Þar þurftum við að vera útsjónarsöm en höfum líka þurft að krefja fólk um umtals-

verða vinnu. Síðan voru áskoranir í því að manna kennsluna en þar kom skemmtileg lausn upp í hendurnar á okkur. Við höfum verið með kennara-nema og þegar við vorum með sem flesta starfsmenn í burtu þá réðum við kennaranema inn í stundakennslu til að bjarga málunum,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækj-arskóla.

„Gaman að sjá hvað krakkarnir tóku þessu alvarlega strax. Það sem ég myndi vilja sjá núna þegar aðstæður verða „eðlilegar“ aftur

er að sjá þennan aga sem við höfum fengið núna, þannig að ef allir taka sig til þá heldur það vonandi áfram,“ segir Sandra Jónasdóttir, kennari í Hofsstaðaskóla.

„Við þurfum að byrja daginn á handþvotti og við förum hér nokkrum sinnum á dag og sprittum hurðarhúna og kranana og svona helstu snertifleti.

Þetta gengur samt vel og börnin lifa svo mikið í núinu. Foreldrar taka á öllu sem upp á kemur og sýna mikinn skilning á þessum skiptingum okkar. En ég hef alveg þurft að taka mitt hugarfar í gegn og hugsa – þetta tekur enda,“ segir Gróa Sigurðar dóttir, deildarstjóri í leikskólanum Hofi.

„Þetta verður til þess að maður hugsar líka almennt um byggingu leik-skóla í sambandi við fermetrafjölda á barn og svo framvegis. Við

erum að sjá það að börnin eru að njóta sín margfalt betur í rýminu þegar þau eru svona fá. Börn sem fór ekki mjög mikið fyrir eru að njóta sín miklu betur,“ segir Ásta Kristín Svavarsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Sæborg.

„Ég hef svolitlar áhyggjur af brottfalli. Í eðlilegu árferði er brottfall. Það má ekki gleyma því. Það eru ákveðnir nemendur sem ég hef áhyggjur

af en ég veit ekki nema að einhverju leyti hefðu þeir verið í áhættu líka ef að engin veira hefði komið upp. Mér finnst seiglan í langstærstum hluta nemenda vera mjög aðdáunarverð. Langstærsti hluti nemenda er að sinna þessu mjög vel,“ segir Viðar Hrafn Steingrímsson framhalds-skólakennari.

„Þetta eru tímar þar sem skólafólk hefur upp til hópa sannað gildi sitt og sannað fagmennsku sína og sýnt á margan hátt að það var tilbúið í þessa

rosalega stóru áskorun sem var að taka allt skólastarf í landinu og finna nýja fleti á öllu skólastarfi og öllum tengslum án þess að glata því sem er mikilvægast í skólastarfi sem er tengslin við nemendur. Grunnur alls þess sem við erum búin að vera að gera hefur verið sá að tryggja að þráður samfélagsins við hvert ein-asta barn á landinu slitni ekki,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands.

„Við vorum með námskeið í talglærugerð, hvernig maður héldi fundi á Teams, hvernig maður byggi til rafrænar vinnubækur og

svo framvegis. Það lögðust allir á eitt að láta þetta ganga. Við sjáum fyrir okkur að geta þjónað breiðari hópi nemenda mun betur í framtíðinni með þeim aðferðum sem við höfum verið að tileinka okkur á þessum tím-um,“ segir Helga Sigríður Þórsdóttir, konrektor MS.

„Stærsta breytingin var að hitta ekki nem-endur og fá ekki tilfinningu fyrir þeim og þessi svona spontant viðtöl duttu alveg upp fyrir. Það eru

kannski mest nemendur sem voru búnir að mynda ráðgjafarsamband við okkur sem halda áfram að eiga í samskiptum núna. Það er auðveldara fyrir nemendur að segja mér að allt sé í lagi því ég sé þau ekki og ég hitti þau ekki. Ég er fegin að það eru bara tvær vikur eftir af önninni, því að þetta er allt að þyngjast og þetta er að verða svolítið erfiðara,“ segir Sandra Hlín Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Borgarholtsskóla.

COVID-19

Skólastarf í heimsfaraldri

„Við í tónlist-arskólunum þurftum eiginlega yfir nótt að vippa öllu okkar starfi yfir á rafrænt form. Það er gott fyrir skólana að vera ýtt út

í þetta. Þetta hefur verið krefjandi tímabil að setja sig inn í þetta allt og með stuttum fyrirvara. Ég held að fjarkennsla komi aldrei í staðinn fyrir tímana en ég held hún geti gagnast okkur meðfram náminu og þannig verið öflugt stoðtæki,“ segir Aron Örn Óskarsson, deildarstjóri við Tónlist-arskóla Hafnarfjarðar.

Page 24: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

24 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

LEIKSKÓLI / Könnunaraðferðin

Page 25: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 25

Könnunaraðferðin / LEIKSKÓLI

V ið fundum strax í byrjun árs að krakkarnir höfðu mikinn áhuga á eldfjöllum og við ákváðum að fylgja því eftir,“ segir Helga Lotta Reyn-isdóttir leikskólakennari í Leikskóla Seltjarness, um tilurð verkefnisins

Eldurinn í jörðinni sem ekki aðeins fól í sér mikinn fróðleik fyrir börnin á deildinni Eiði heldur rataði afraksturinn, sem fyrr segir, fyrir almannaaugu á glæsilegri sýningu í Norræna húsinu.

Helga hélt utan um eldfjallaverkefnið, ásamt samstarfs-fólki á deildinni Eiði. Hún segir verkefnið til komið vegna þess að í Leikskóla Seltjarnarness er unnið með frumefnin; jörð eld, loft og vatn. Þegar árið 2020 gekk í garð var komið að jörðinni. „Við byrjuðum að velta jörðinni fyrir okkur og krakkarnir komu strax með margar góðar hugmyndir. Um-ræðan spannst svo áfram á þann veg að þau fóru að velta fyrir sér eldfjöllum; bæði eldfjöllunum okkar hér á landi og líka úti í heimi,“ segir Helga um fyrstu skrefin í verkefninu.

Þekkingarleitin í fyrirrúmiKönnunaraðferðin er í hávegum höfð í leikskólanum og segir Helga að þegar krakkarnir á Eiði hófu að færa umræðuna um jörðina yfir á svið eldsumbrota og jarðhræringa hafi verið ákveðið að fylgja því eftir. „Við skynjuðum áhuga þeirra og ekki leið langur tími þar til hópurinn var farinn að sökkva sér í alls kyns pælingar um eldgos og eldfjöll. Könnunaraðferðin byggir meðal annars á því að grípa hugmyndir barnanna, hjálpa þeim að þróa þær áfram, í gegnum verkefni og með vettvangsferðum,“ segir Helga og bætir við að verkefnið hafi frá upphafi verið samvinnuverkefni þar sem þekkingarleit barnanna var í fyrirrúmi.

Hvað verður um dýrin í eldgosi?Börnin á Eiði í Leikskóla Seltjarnarness tóku þátt í Hönnunarmars sem fram fór í sumar. Þau eru fyrstu leikskólabörnin sem verða þess heiðurs aðnjótandi að taka þátt í þessari hönnunarhátíð. Sýningargripir barnanna voru sérlega glæsilegir, sautján hangandi jarðarkringlur, fagurlega skreyttar eldfjöllum og ýmsu öðru.

Börnin á Eiði í Leikskóla Sel-tjarnarness með jarðirnar sem þau bjuggu til sjálf.Mynd: Anton Brink

Page 26: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

26 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

LEIKSKÓLI / Könnunaraðferðin

„Það er svo frábært að fylgjast með hvernig hugmyndirnar þróast í svona verkefni og viðfangsefnið tekur smám saman á sig mynd. Við vitum ekki hvert förinni er heitið enda okkar hlutverk að elta hugmyndir barnanna og aðstoða þau við að fara lengra, verða meiri sérfræðingar í því sem þau hafa áhuga á. Þannig hófumst við handa í janúar með því að kynna jörðina, fengum lánað hnattlíkan sem börnin skoðuðu í þaula, notuðum spjaldtölvurnar til að skoða myndir af jörðinni og velta fyrir okkur mismunandi sjónarhornum. Smám saman beindust sjónir þeirra að eldfjöll-um og eldgosum,“ segir Helga.

Góðir gestir glæða áhugann enn frekarMikilvægt er að hlusta á hugmyndir barnanna, segir Helga, og því lá næst við að afla upplýsinga um eldfjöll og jarðhræringar. „Við veltum fyrir okkur hvert best væri að leita til að fræðast um eldfjöll og hvort við gætum nálgast einhvern eða einhverja sem þekkja til þessara mála,“ segir Helga.

Það reyndist góð hugmynd að leita út fyrir leikskólann og fyrstur fyrir valinu varð Jónas Þór Steinarsson, afi eins stráksins á deildinni. Jónas, sem er ríflega sjötugur, upplifði Vestmanna-eyjagosið í janúar 1973.

„Hann var svo glaður að koma til okkar og ekki spillti fyrir hversu góða hlustendur hann fékk. Jónas sagði frá því hvernig var að vakna upp við eldgos um miðja nótt. Börnin tóku virkan þátt í samtalinu og voru með spurningar sem þau höfðu undirbúið, svo sem um hvort fólk hefði getað tekið dótið sitt með sér, hvernig veðrið var, hvort fólk hefði farið á flugvöllinn og hvort eyjafólk hefði fengið skilaboð í símann sinn. Jónas svaraði öllum spurningum barnanna. Það sem brann einna mest á börnunum var hvað hefði orðið um dýrin, kýrnar og kindurnar til dæmis.

Það sem brann einna mest á börnunum var hvað hefði orðið um dýrin, kýrnar og kindurnar til dæmis. Þau sýndu samkennd með dýrunum sem voru auðvitað skilin eftir

Afi, Jónas Þór Steinarsson, rifjar upp gosið í Heimaey 1973. Ánægjuleg stund fyrir alla, börnin voru vel undir-búin og spurðu margra frábærra spurninga.

Ein mamman, Sólveig G. Hannesdóttir jarðfræðikennari, sýndi börnunum steingervinga, hrafntinnu og ösku úr Eyjafjallajökli.

Prófessor Magnús Tumi Guðmundsson stillir sér upp með krökkunum í Öskju, Háskóla Íslands. Jarðfræðitím-inn var hinn skemmtilegasti og börnin athugul og áhugasöm allan tímann.

Page 27: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 27

Könnunaraðferðin / LEIKSKÓLI

Þau sýndu samkennd með dýrunum sem voru auðvitað skilin eftir,“ segir Helga.

Næsta gesti var líka tekið afar vel. Þar var á ferð Sólveig G. Hannesdóttir, líffræðikennari í MR og móðir barns á deildinni. „Sólveig kom með heilmikinn farangur, steingervinga, ösku úr Eyja-fjallajökli, hrafntinnu og baggalúta sem börnin gerðu tilraunir með. Hún kom líka með líkan af jörðinni sem börnin gátu skoðað og tekið í sundur. Þetta var alveg frábær heimsókn og kveikti enn meiri áhuga á jarðfræðinni.“

Þessar heimsóknir eru gott dæmi um samstarf leikskólans við foreldra og fjölskyldur barnanna. Helga segir verk-efnið hafa verið unnið í góðu samstarfi við heimilin og ýmis tengsl nýtt til að glæða verkefnið enn frekar.

Börnin setjast á háskólabekkVettvangsferðir eru hluti af könnunar-aðferðinni og einn kaldan morgun seint í febrúar lögðu börnin ásamt kennurum í ferðalag sem endaði í Háskóla Íslands, nánar til tekið í Öskju, húsi jarðfræðinnar. Þar beið einn helsti

sérfræðingur þjóðarinnar í jarðfræði, Magnús Tumi Guðmundsson prófessor, eftir krökkunum. „Magnús Tumi tók afar vel á móti okkur og hélt frábæran fyrirlestur fyrir krakkana. Hann hafði á orði að hann hefði ekki áður kennt svo ungum nemendum. En honum fórst það vel úr hendi og krakkarnir nutu þess að hlusta og fræðast, ekki síður en við fullorðna fólkið.“

Verklegi þáttur þessa mikla verkefnis er ónefndur en börnin unnu hörðum höndum að því að búa til hnetti, hvert með sínu lagi auðvitað. „Þetta tók margar vikur en stefnan var að þetta yrði tilbúið í mars, í Hönnunarmars. Við notuðum blöðrur sem innvols í hnettina og síðan þurfti að líma mikið magn af pappír utan á sem síðan var málaður. Börnin létu ekki þar við sitja og í sameiningu bjuggu þau til stærðar eldfjall. Við nutum aðstoðar starfsmanna og kennara á deildinni og ekki síst Kristínar Vilborgar sem er sérgreinastjóri í listaskála leikskólans.“

Eldfjallið er sérlega glæsilegt, hátt og tignarlegt, og var það flutt með sendibíl í Norræna húsið.

Helga Lotta Reynisdóttir leikskólakennari hélt utan um verkefnið og segir það hafa veitt bæði börnum og starfsfólki einskæra gleði. Hún vill koma þökkum til starfsfólks og kennara, Elínar Margrétar, Jórunnar, Sollu og Kristínar Vilborgar sérgreinastjóra. Einnig vill hún þakka börnum og foreldrum fyrir frábært samstarf í verkefninu.

Mynd: Anton Brink

Samheldni og einskær gleði í starfsmannahópnumÞegar leið nær Hönnunarmars var staðan hins vegar breytt. COVID-19 skók samfélagið og hátíðarhöldunum var frestað.

Börnin höfðu þá og þegar valið sýningunni nafn, Eldurinn í jörðinni skyldi hún heita. Tíminn leið og um mitt sumar var hægt að halda hátíðina og opna sýninguna í Norræna húsinu. Sýningaropnunin var hátíðleg, öll börnin mættu prúðbúin og salinn fylltu foreldrar, systkini, ömmur, afar og aðrir ættingjar.

„Þetta var falleg stund og mikil gleði í loftinu. Jarðirnar sómdu sér vel í sýningarrýminu og þetta gat ekki tekist betur til,“ segir Helga og bætir við að verkefni á borð við þetta sé ekki bara jákvætt fyrir börnin heldur hafi þetta haft mjög góð áhrif á starfsandann í leikskólanum. „Við fengum öll mikið út úr þessu verkefni. Samheldnin er mikil meðal kennara og starfsfólks og það eru engar ýkjur að segja að við vorum öll saman í þessu og gleðin var einskær,“ segir Helga Lotta Reynisdóttir.

Hönnunarmars í júníHönnunarmars 2020 átti eðli málsins samkvæmt að fara fram í mars. Það gekk ekki upp, hátíðinni var frestað vegna COVID-19 og fór fram dagana 24. til 28. júní. Sýning barn-anna á Eiði var einn 80 viðburða á hátíðinni þetta árið.

Glæsilegar jarðir gleðja sýningargesti í Norræna húsinu.

Page 28: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

28 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

GRUNNSKÓLI / Leiðsagnarnám

Samkeppni er alger-lega bönnuð. Sam-vinna og gagnkvæm-ur stuðningur eru lykilatriði.

Í stuttu máli má segja að leiðsagnarnám snúist um að hjálpa nemandanum til að komast frá þeim stað sem hann er á í náminu og að markmiði sínu.

Það er gert með leiðsögninni,“ segir Nanna Kristín Christiansen, fyrrverandi verkefnastjóri hjá fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.

„Það er búið að gera ótrúlega mikið af rannsóknum sem tengjast leiðsagnar-námi og sérstaklega endurgjöf því það er þessi endurgjöf sem við köllum leiðsögn. Það hefur sýnt sig að með réttri endurgjöf er hægt að hafa mikil áhrif á framfarir nemenda en þegar rangt er að henni staðið getur hún beinlínis hindrað námsár-angurinn.

Það er búið að sýna fram á að það er ekki nóg að leiðbeina nemandanum frá A til B heldur þarf kennar-inn að búa yfir ákveðnu hugarfari til að þetta virki; hann þarf í fyrsta lagi að hafa miklar væntingar til nemenda sinna, hann þarf að hafa miklar væntingar til sjálfs sín og hann þarf að líta á árangur og framfarir nemendanna sem skilaboð um hvernig hann sjálfur er að standa sig ekki síður en nemendur. Ef eitthvað gengur ekki nógu vel þarf hann að vera tilbúinn til að setjast niður og ræða við kollega sína um hvað hann geti gert – ekki hvernig hann geti breytt nemendum sínum heldur hvernig hann geti breytt sjálfum sér til að nemendurnir fái það sem þeim ber.

Það þarf að vinna mjög vel með bekkjarbraginn, það á að vera leyfilegt að gera mistök og það á að byggja upp eins konar þekkingarský í bekknum þar sem þekking, reynsla og hæfni allra nemenda safnast saman og verður

eign allra þannig að allir læri af öllum. Samkeppni er algerlega bönnuð.

Samvinna og gagnkvæmur stuðningur eru lykilatriði. Það er mikil áhersla lögð á samræðuna vegna þess að menntun er fólgin í hugsun og til að hjálpa nemendunum að hugsa er best að láta þá tala vegna þess að þá forma þeir hugsanir sínar og skilja oft betur – bæði þegar þeir tala sjálfir og hlusta á aðra.“

Megintilgangur leiðsagnarnáms er með öðrum orðum að auka sjálfstæði nemenda og gera þá eins ábyrga fyrir sínu eigin námi og kostur er.

Nanna segir að rann-sóknir Carol Dweck hafi sýnt að börnum með vaxandi hugarfar vegni miklu betur í námi en þeim sem eru með fastmótað hugarfar. Barn með fastmótað hugarfar hafi til dæmis þá hugmynd að það sé gott í stærðfræði en ekki tungumálum og leggi sig þess vegna ekki fram í tungumálanámi, í stað þess að hugsa að það verði betra í

tungumálunum ef það leggi sig fram.„Börnin verða að vera meðvituð

um að það eru taugabrautir í heilanum sem örvast og verða til þegar þau leggja á sig í náminu og að það þarf ýmislegt að vera í námsmenningunni til að þetta virki. Það þarf þess vegna að leggja mikla áherslu á að búa til rétta námsmenningu.“

Breyting á viðhorfumShirley Clarke, sem er enskur menntun-arfræðingur, hefur undanfarna áratugi stutt við og innleitt leiðsagnarnám í enskum skólum auk þess sem hún hefur skrifað bækur, haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra sem og veitt ráðgjöf í heimalandi sínu og víðar, til að mynda fyrir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.

Margir skólar í Bretlandi og víðar byggja á aðferðum Clarke en megin-áherslur hennar eru á nám 5-12 ára nemenda. Samkvæmt henni á að leggja áherslu á eftirfarandi þætti þegar kemur að leiðsagnarnámi:

1. Námsmenning, væntingar og námsvitund

2. Skipulag3. Áhugi, markmið, viðmið og

fyrirmyndir4. Spurningar og samræður5. Endurgjöf

„Þegar ég kenndi við Vesturbæjar-skóla veturinn 2006-2007 fékk skólinn styrk frá menntasviði borgarinnar til að skoða hvernig hægt væri að koma betur til móts við drengi í námi,“ segir Nanna.

Vesturbæjarskóli var á þeim tíma móðurskóli í verkefninu Drengir og grunnskólinn „vegna þess að við vorum að sjá niðurstöður meðal annars úr Pisa-könnun og öðrum könnunum sem sýndu hvað drengir voru að dragast aftur úr í námi. Við vorum líklega sex kennarar í teymi sem vorum að skoða þetta og fengum við Ingólf Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, til að vera handleiðari okkar og koma með fræðilegan vinkil inn í verkefnið. Eftir að hafa lesið gögn og aflað okkur töluvert mikillar þekkingar og upplýsinga um hvernig staða drengja væri miðað við stöðu stúlkna í heimin-um, hvað hefur verið gert og hvað hefur reynst vel þá komumst við að þeirri niðurstöðu að við þyrftum að fara og sjá með eigin augum einhverja skóla þar sem drengir hefðu náð góðum árangri.

Við höfðum samband við prófessor við Oxford, Michael Younger, en hann, Molly Warrington og Ros McLella voru búin að gera umfangsmikla rannsókn í Bretlandi, Under-Achieving Boys in English Primary Schools. Markmið

Leiðsagnarnám

Hægt að hafa mikil áhrif á framfarir nemendaNanna Kristín Christiansen, stjórnandi verkefnisins, segir samvinnu og gagnkvæman stuðning vera lykilatriði í námsmenningu sem byggir á leiðsagnarmámi. Fjórir skólar í Reykjavík tóku þátt í verkefninu Þekkingarskólar í leiðsagnarnámi á liðnu skólaári.

Svava Jónsdóttirskrifar

Page 29: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 29

Leiðsagnarnám / GRUNNSKÓLI

hennar var að finna hvort það væri eitthvað í skólunum sem styddi betur við nám drengja en annað og hvort það væru einhverjir skólar í Bretlandi að ná betri árangri með drengi heldur en aðrir skólar.

Younger benti okkur á tvo skóla og er annar þeirra Ardleigh Green Junior School í London. Við fórum þangað vor-ið 2007 og hittum skólastjórann, John Morris, og kom í ljós að í þeim skóla mældist minni munur á námsárangri drengja og stúlkna en í öðrum skólum sem voru í rannsókninni sem var mjög viðamikil. Þetta kom skólastjóranum og kennurunum algjörlega í opna skjöldu vegna þess að þau höfðu ekki verið að gera neitt sérstakt fyrir stráka. John Morris var hins vegar sannfærður um að skýringanna væri að leita í innleiðingu á leiðsagnarnámi sem hafði átt sér stað nokkrum árum áður og sagðist hann hafa séð algjöra breytingu á strákum og viðhorfum þeirra til náms eftir að þau tóku upp þessa aðferðafræði sem byggir á aðferðum Shirley Clarke. Í rannsókninni var dregin sú ályktun að góðan árangur drengja í Ardleigh Green Junior School mætti fyrst og fremst skýra með góðum kennsluháttum sem hentuðu öllum nemendum óháð kyni.“

Áhugi íslensku kennaranna á

náms- og kennsluaðferðum leiðsagnar-náms var vakinn og var John Morris í kjölfarið boðið að halda námskeið fyrir kennara Vesturbæjarskóla sem hann gerði síðsumars næsta ár. Hann var aðalfyrirlesari Öskudagsráðstefnu Menntasviðs Reykjavíkur og Kennara-félags Reykjavíkur, auk þess sem hann var með vinnustofu um leiðsagnarnám í samstarfi við kennara Vesturbæjar-skóla.

Boltinn var farinn að rúlla og síðan hafa rúmlega 200 íslenskir kennarar og skólastjórnendur heimsótt Ardleigh Green Junior School auk þess sem John Morris og kennarar við skólann hafa haldið fjölmörg námskeið, og þá sérstaklega um leiðsagnarnám, fyrir íslenska kennara og skólastjórnendur bæði í Reykjavík og London. Þá hefur John Morris veitt nokkrum skólum í Reykjavík ráðgjöf til lengri eða skemmri tíma. Þess má geta að hann var árið 2012 valinn skólastjóri ársins í London. Þá hlaut hann OBE-orðuna sem Elísabet Bretadrottning veitir árið 2015.

Fyrirlestrar og námskeiðNanna hætti störfum við Vestur-bæjarskóla skömmu eftir að John Morris hélt þar námskeið og var um árabil verkefnastjóri á skrifstofu

Nanna Kristín Christiansen. „Í stuttu máli má segja að leið-sagnarnám snúist um að hjálpa nemandanum til að komast frá þeim stað sem hann er á í náminu og að markmiði sínu. Það er gert með leiðsögninni.“

„Kennarar hafa mismikinn áhuga á leiðsagnarnámi en á meðan sumir eru ástríðufullir í þróunarverkefninu láta aðrir sig það minna varða og það sá maður í þessum rýnihópsviðtölum.“

Page 30: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

30 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

GRUNNSKÓLI / Leiðsagnarnám

grunnskólamála á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs sem hefur að mestu leyti skipulagt og haft milligöngu um samstarfið við John Morris. Nanna hefur í gegnum árin aflað sér þekkingar á aðferðum leiðsagnarnáms með því að sækja námskeið og ráðstefnur erlendis og skólaheimsóknum og lestri bóka til að byggja upp þekkingu til að geta síðan stutt skólana í Reykavík varðandi leið-sagnarnám. Aðaláherslur hafa verið á efni og rannsóknir Shirley Clarke, John Hattie, Carol Dweck, Dylan Wiliam og James Nottingham.

„Meðal verkefna minna á skrifstofu skóla- og frístundasviðs var að taka þátt í að skipuleggja símenntun kennara, meðal annars með því að leita til viðurkenndra, erlendra sérfræðinga. Ætli John Morris hafi ekki komið hingað upp undir 20 sinnum á rúmlega 10 ára tímabili og lítið virðist draga úr áhuga kennara á námskeiðum hans. Það var svo mikil eftirspurn. Það var alltaf verið að hafa samband og biðja um aðstoð vegna þess að þeir kennarar sem áttuðu sig á því hvernig þetta virkaði og þeir skólastjórar sem höfðu trú á þessu vildu stuðning og þegar við hjá skóla- og frístundasviði auglýstum fundi um leiðsagnarnám þá fylltist allt, alveg sama hve stór salurinn var. Það segir bara til um hvað áhugi kennaranna var mikill og hve þörfin var rík sem var ótrúlega skemmtilegt.“

ÞróunarverkefniSkrifstofa skóla- og frístundasviðs stóð skólaárið 2017-2018 fyrir þróunarver-kefni um leiðsagnarnám og var sótt um styrk til Endurmenntunarsjóðs grunnskóla. 17 grunnskólar skráðu sig og var í hverjum skóla starfandi innleiðingarteymi sem leiddi starfið innan skólans. Um 20 fræðslufundir um leiðsagnarnám voru haldnir á vegum skrifstofu skóla- og frístunda-sviðs, auk þess sem Shirley Clarke var með námskeið í mars árið 2018 sem um 450 kennarar og skólastjórnendur sóttu. Verkefnastjórar verkefnisins stofnuðu vefsíðu með hagnýtu efni um leiðsagnarnám sem finna má á slóðinni nammedleidsogn.wordpress.com

Þá má lesa nánar um fyrirkomulag þróunarverkefnis skólaárið 2017-2018 í skýrslunni Leiðsagnarmat er málið, en Nanna og Edda G. Kjartansdóttir stýrðu verkefninu.

Sjö skólar sem óskuðu eftir að efla leiðsagnarnámið í starfi bættust við haustið 2018. Það var í höndum hvers skóla að setja sér markmið með

þátttökunni og að ákveða að hve miklu leyti þeir nýttu tilboð skrifstofunnar varðandi fræðslu og umræður. Endur-menntunarsjóður grunnskóla styrkti verkefnið. 23 námskeið og fundir um leiðsagnarnám voru haldnir með að-komu ýmissa sérfræðinga á skólaárinu og má lesa nánar um verkefnið í Skýrslu um leiðsagnarmat 2018-2019.

Fjórir þekkingarskólarNanna hætti síðan störfum vegna aldurs í sumar. „Ég var farin að hafa áhyggjur af því og margir farnir að tala við mig um hvernig stuðningi við skóla sem vildu auka hæfni sína í notkun leiðsagnarnáms yrði háttað þegar ég

hætti að vinna. Ég hugsaði með mér að ég yrði að gera eitthvað svo það yrði til einhver þekking fyrir hina skólana þegar ég hætti.“

Skrifstofa skóla- og frístundasviðs auglýsti vorið 2019 eftir skólum sem óskuðu eftir að verða þekkingarskólar varðandi leiðsagnarnám og úr varð að fjórir skólar urðu fyrir valinu: Hlíðaskóli, Hamraskóli, Kelduskóli og Dalskóli. Hver skóli er með

innleiðingarteymi. „Megináherslan var lögð á að efla innleiðingarteymin þannig að þau yrðu sérfræðingar inni í skólunum og setti hver skóli sér markmið um hvaða þætti hann vildi efla og teymin stuðluðu að því.“

Nanna sótti um styrki til að byggja upp þekkingarskólana fjóra í Reykjavík og fékk styrki hjá Sprotasjóði, Endurmenntunarsjóði grunnskóla og Erasmus. Erasmus-styrkurinn var notaður til að heimsækja þrjá skóla í Bretlandi ásamt 19 kennurum og skólastjórnendum. Í einum þessara skóla starfar John Morris. „Þau sem fóru með mér út sannfærðust endanlega um hvað þessi aðferð, leiðsagnarnám, getur haft ótrúlega mikil áhrif jafnvel í aðstæðum sem við teljum algjörlega vonlausar. Ég vann síðan markvisst með innleiðingarteymum þessara fjögurra þekkingarskóla með að mark-miði að þau fengju nægilega reynslu og þekkingu til að geta leiðbeint kennurum í öðrum skólum í framtíðinni.“

Skólaárið 2019-2020 var stuðningi fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs einkum beint að þessum fjórum þekkingarskólum. Vefsíðu verkefnisins var áfram haldið úti og hún tengd við vef skrifstofunnar, menntastefna.is. Skrifstofa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur stóð fyrir opnum fundi fyrir skólana sem hafa tekið þátt í eflingu leiðsagnarnáms, auk þess sem hún hélt 12 fræðslufundi í einstökum

skólum sem óskuðu eftir því – fyrir utan þá fundi sem haldnir voru í þekkingarskólunum.

„Ég hélt fræðslufundi fyrir inn-leiðingarteymin og fékk utanaðkomandi sérfræðinga við Háskóla Íslands og víðar til að tala til dæmis um stærðfræði og leiðsagnarnám. Við fengum til dæmis Guðbjörgu Pálsdóttur við HÍ til að vera með námskeið í stærðfræði og leiðsagnarnámi sem þurfti að endur-taka fimm sinnum til að mæta áhuga kennara og Sólveigu Zophoníasdóttur frá Akureyri til að tala um leiðsagnar-nám á unglingastigi og svo var í eitt skiptið talað um leiðsagnarnám í tengslum við börn sem eru með annað móðurmál en íslensku svo eitthvað sé nefnt. Ég leitaði til sérfræðinga hér og þar og var með námskeið annars vegar fyrir innleiðingarteymin og hins vegar opin námskeið þar sem allir kennarar-nir í þekkingarskólunum máttu koma.“

Mismikill áhugi kennaraÍ skýrslunni um leiðsagnarnám skóla-árið 2019-2020 segir: „Markmiðið með stuðningi við þekkingarskólana er að efla skóla/kennara í borginni sem hafa næga þekkingu og reynslu í aðferðum leiðsagnarnáms til að geta í framtíðinni stutt við aðra grunnskóla og einstaka kennara með jafningjastuðningi.“

Fyrir hönd skóla- og frístunda-sviðs fór Nanna í vettvangskannanir í hverjum þekkingarskóla og fylgdist með kennslustundum til að skoða framkvæmd leiðsagnarnámsins og var fjallað um niðurstöðurnar á sameigin-legum fundi teymanna í vor. Auglýstir voru fjórir opnir fræðslufundir um leiðsagnarnám á vegum þekkingar-skólanna en einungis tveir þeirra voru haldnir vegna COVID-19: „Hvernig

Það er svo mikið sjálfstæði á Íslandi; ekki bara hjá nem-endum heldur líka hjá kennurum.

Megintilgangur leiðsagnar-náms er að

auka sjálfstæði nemenda og gera þá eins ábyrga fyrir

sínu eigin námi og kostur er.

Page 31: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31

Leiðsagnarnám / GRUNNSKÓLI

byggjum við upp námsmenningu sem er forsenda leiðsagnarnáms?“ og „Að setja námsmarkmið, viðmið og nota fyr-irmyndir á unglingastigi“. Þess má geta að efni hinna fundanna var tekið upp á myndband sem finna má á slóðinni nammedleidsogn.wordpress.com

Haldnir voru rýnifundir með hópi nemenda í hverjum þekkingarskóla til að athuga hvort áherslur leiðsagnar-námsins hefðu náð til þeirra. Þá var einnig rætt við nemendur í tveimur öðrum skólum sem hafa ekki verið að vinna markvisst með leiðsagnarnám til að fá samanburð.

Vafasamt þykir að fullyrða um niðurstöður þar sem úrtakið var lítið en þær benda hins vegar til þess að munur sé á reynslu nemenda varðandi áherslur leiðsagnarnáms en hún er meiri á meðal nemenda í þekkingarskólunum fjórum. Munurinn virðist þó vera mestur milli einstakra bekkja sem þykir sýna að það skipti meira máli hver kenni nemendunum heldur en í hvaða skóla þeir séu.

Þess má geta að erfiðara var um vik en ella að hitta rýnihópana vegna COVID-19 og verkfalla en Nanna segir að þetta hafi samt tekist ágætlega. „Þetta átti að vera stærra og fleiri hópar. Við völdum með tilviljanakenndu úrtaki hóp nemenda í hverjum skóla fyrir sig og tóku sérfræðingar af skóla- og frístundasviði viðtöl við nemendurna. Við vorum síðan með fjóra skóla til samanburðar þar sem ekki er lögð áhersla á leiðsagnarnám en við vorum að reyna að greina hvort það væri mun-ur á nemendum í þekkingarskólunum og öðrum og hver sá munur væri.

Við sáum að munurinn er meiri á milli kennara heldur en á milli skóla, en nemendur í tilteknum árgöngum í tilteknum þekkingarskólum eru búnir að tileinka sér best hugmyndafræði leiðsagnarnáms. Það var kannski stóri munurinn.

Það er svo mikið sjálfstæði á Ís-landi; ekki bara hjá nemendum heldur líka hjá kennurum. Kennarar hafa svo mikið val um hvort þeir fylgi einhverri stefnu eða ekki og þó að skóli ákveði að verða móðurskóli eða þekkingarskóli í leiðsagnarnámi er ekkert endilega víst að allir hafi áhuga á því. Kennarar hafa mismikinn áhuga á leiðsagnarnámi en á meðan sumir eru ástríðufullir í þróunarverkefninu láta aðrir sig það minna varða og það sá maður í þessum rýnihópsviðtölum. Svo sá maður líka að í sumum bekkjum var greinilega mikið verið að vinna með þetta og þar voru krakkarnir algjörlega með þetta á hreinu.“

Allir þekkingarskólarnir fjórir munu halda áfram þróun leiðsagnar-náms og vonandi munu kennarar þar

meðal annars taka þátt í eða annast að öllu leyti kennslu á námskeiðum sem skrifstofa skóla- og frístundasviðs stendur fyrir um leiðsagnarnám. Þá er gert ráð fyrir að þeir muni taka á móti kennurum annarra skóla sem óska eftir að koma í vettvangsheimsóknir til að sjá leiðsagnarnámið í framkvæmd.

Bók um leiðsagnarnámEins og komið hefur fram hefur Nanna hætt störfum hjá skrifstofu skóla- og frí-stundasviðs vegna aldurs og segist hún þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu verkefni tengdu leiðsagnarnámi. „Mér finnst það vera hápunktur á starfsferli mínum að hafa fengið að kynnast þessu, fá að taka þátt í þessu og fá að vinna með það sem maður hefur ástríðu fyrir að gera. Það er vegna þess að ég er svo sannfærð um og ég er búin að sjá svo margar staðfestingar á því hvað þetta skilar ótrúlega miklum árangri þegar rétt er að þessu staðið. Það er ekki bara það að þetta valdefli nemendur – þetta valdeflir líka svo mikið kennara. Mér hefur í gegnum tíðina fundist kennarar stundum ekki varðveita fagmennsku sína nógu mikið og mér finnst leiðsagnarnámið gefa þeim svo mikla fagmennsku vegna þess að þetta byggir allt á svo miklum rannsóknum. Þarna geta kennarar gert sér grein fyrir hvers vegna þeir gera það sem þeir gera, hvaða áhrif það hefur og rökstutt það; það gerir þá að fagmönnum. Það er ekki nógu sterkt að gera eitthvað af því að maður hefur alltaf gert það og gengið vel.“

Nanna segir að þetta verkefni hafi líka gefið sér mikla yfirsýn og þekkingu. „Mér finnst þessi fræða-heimur ofsalega áhugaverður og skemmtilegur. Þetta hefur líka gefið mér mjög ánægjuleg samskipti við marga skólastjóra og kennara auk þess sem ég hef verið í ótrúlega dýrmætum samskiptum við erlenda sérfræðinga. Svo er ég alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og það er fátt skemmtilegra heldur en að fá að uppgötva eitthvað nýtt, sérstaklega ef maður sér hlutina frá nýju sjónarhorni.“

Nanna er að skrifa bók um leið-sagnarnám og segist vona að hún geti orðið dýrmætur stuðningur við kennara og skóla þannig að þeir geti notað hana til að byggja upp leiðsagnarnám. „Ég reyni að hafa hana mjög praktíska en um leið finnst mér mikilvægt að kennarar skilji hvers vegna hlutirnir séu svona og hvaða áhrif það hafi á nám nemenda. Það er ekki nóg að spyrja bara hvað nemendur eigi að gera heldur þarf að spyrja sig að því hvaða hæfni nemendur eigi að tileinka sér og hvers vegna. Slíkt krefst ígrundunar, samræðu og gagnrýninnar hugsunar.“

Í aðalnámskrá grunnskólaKennarar víða um heim hafa í áratugi notað leiðsagnarmat (e. formative assessment), sem byrjað var að kalla leiðsagnarnám fyrir nokkrum árum í skólum í Reykjavík og víðar, og segir Nanna að ástæðan sé einfaldlega sú að megintilgangur nálgunarinnar sé ekki námsmat heldur það sem gert er við niðurstöður námsmatsins.

Samkvæmt aðalnámskrá grunn-skóla 2008 segir að leggja skuli áherslu á leiðsagnarmat þar sem nemendur velti reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Þá þarf nemendum að vera ljóst hvaða viðmið eru lögð til grundvallar í matinu. Markmiðið er að gera nem-endum kleift að taka aukna ábyrgð á námi sínu en þannig aukast líkurnar á framförum.

Í skýrslunni Leiðsagnarmat í grunnskólum Reykjavíkur 2019-2010. Þekkingarskólar í leiðsagnarnámi - Dalskóli, Hamraskóli, Hlíðaskóli og Kelduskóli, sem Nanna Kristín vann fyrir skóla- og frístundasvið Reykjavík-ur, segir: „Ýmsar leiðir eru farnar til að leggja mat á stöðu nemenda í námi. Þar má nefna próf, símat, sjálfsmat og námsmöppur. Það kallast lokamat (summative assessment) þegar tilgangur matsins er að greina hver hæfni nem-enda er í náminu. Yfirleitt fer lokamat fram þegar námi eða áfanga lýkur.

Þegar tilgangur kennarans er að nota niðurstöður matsins til að leiðbeina nemendum betur í átt að markmiðum sínum er um leiðsagnarmat að ræða. Leiðsögnin er almennt veitt með skriflegri eða munnlegri endurgjöf.“ Í skýrslunni segir enn fremur að ein meginforsenda þess að nemandi geti notfært sér endurgjöf sé að kennarinn hafi áður áunnið sér traust hans en að jafnframt þurfi að ríkja traust í nemenda-hópnum. Þá vegi það þungt að kennarinn hafi væntingar til allra nemenda og líti á sjálfan sig sem áhrifavald í námi þeirra. Nemandinn þarf að vera vel meðvitaður um hvert hann stefnir í námi sínu og miðast endurgjöfin við það en til að nemendur geti nýtt sér endurgjöfina, hvort sem hún kemur frá kennara eða öðrum nemanda, er nauðsynlegt að þeir hafi trú á eigin getu.

Forsendur framfara nemenda þykja byggjast á að ákveðin námsmenning sé fyrir hendi og vega þar fagmennska og ástríða kennarans þyngst, sem og bekkjarbragurinn. Það er einmitt þessi námsmenning sem byggt er á þegar talað er um leiðsagnarnám.

Page 32: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

32 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

TÆKNI / Ljósmyndun

Er í lagi að ljósmyndarar breyti myndum sem þeir taka af börnum til að þau líti „betur“ út? Já, segja sumir en aðrir eru því mótfallnir og telja að með því sé verið að falsa útlit barnsins.

Að fegra eða ekki að fegra

Page 33: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 33

Ljósmyndun / TÆKNI

Borgþór Arngrímsson skrifar

H öfundur þessa pistils var um árabil framhalds-skólakennari og spurði

einhverju sinni (árið 1985 eða 1986) hóp nemenda hvenær þeir héldu að fyrsta ljósmyndin hefði verið tekin. Eftir nokkra þögn sagði einn „það hlýtur að hafa verið sautjánhundruð og súrkál“. Undir þetta tóku fleiri og sögðust oft hafa séð eldgamlar myndir af einhverju fólki, alvarlegu á svip og í sparifötum.

Kennarinn brá þá upp mynd (á glæru) og lét þau orð fylgja að þetta væri fyrsta ljósmynd sem tekin hefði verið í Danmörku og að líkindum á Norðurlöndum, tekin árið 1840. Nemendunum þótti ótrúlegt að ekki væri lengra síðan þetta gerðist.

Í framhaldinu urðu miklar umræð-ur í bekknum og allir voru sammála um að tæknin hefði breyst ótrúlega mikið. Auglýsing frá árinu 1875 þar sem sjá mátti léttan og meðfærilegan ljós-myndabúnað fyrir farandljósmyndara (eins og það var orðað), sem hægt var að bera á bakinu, vakti mikla athygli. Búnaðurinn vó 75 kíló.

Eins og áður sagði fór þessi kennslustund fram um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Þá var sú tækni sem kannski er mesta bylting frá upphafi ljósmyndunar ekki komin fram.

Stafræna tæknin og útlitsdýrkuninÞessi bylting er vitaskuld tilkoma staf-rænu tækninnar. Hún hafði í för með sér margháttaðar breytingar sem flestir þekkja. Stafrænan leysti ljósmynda-filmuna að langmestu leyti af hólmi og síðar urðu símar með innbyggðri myndavél svo enn ein byltingin.

Með stafrænu tækninni gerðist það líka að skyndilega var hægt að „lagfæra“ myndir, nokkuð sem áður voru mjög takmarkaðir möguleikar á að gera.

Dönsku skólamyndirnarÍ Danmörku hefur það lengi tíðkast að taka svokallaðar skólamyndir, bæði hópmyndir af bekkjardeildum og sömuleiðis myndir af hverjum og einum. Nemendur fara þá í betri fötin áður en farið er til ljósmyndarans og myndirnar eru síðan settar í fjölskyldu-albúmið þar sem þær eru mikilvægur vitnisburður um útlit og klæðnað viðkomandi þegar smellt var af. Myndin sýnir viðkomandi eins og hann eða hún leit út á þeim tíma. Eða þannig var það. Með stafrænu tækninni komu nýir möguleikar á þessu sviði og nú var skyndilega hægt að breyta og „laga“ að vild. Blett á skyrtunni eða bólu á nefinu var einfaldlega hægt að fjarlægja, sama

gilti um krumpu á kjólnum o.s.frv. „Leiðréttingamöguleikarnir“ voru næstum ótæmandi.

Að fegra veruleikann Fyrir nokkrum árum fóru ljósmyndarar sem taka myndir af börnum í grunn- og leikskólum skyndilega að fá um það fyrirspurnir, einkum frá foreldrum, hvort ekki væri hægt laga myndirnar af afkvæmunum. Til dæmis að hvítta sjáanlegar tennur og rétta skakkar, fjarlægja bólur, lagfæra hárgreiðslu o.fl o.fl.

Sálfræðingurinn Eva Steensig sem fréttamaður DR ræddi við kvaðst ekki undrandi á þessum tíðindum. „Allir vilja líta sem best út í augum annarra og það gildir ekki síst um myndirnar sem teknar eru í dag og verða framvegis vitnisburður um útlit okkar. Það velur enginn verstu myndina til að setja í albúmið. Hér áður völdum við bestu myndina og hún endaði í albúminu eða á fjölskyldumyndaveggnum. Nú er það ekki lengur spurning um að velja bestu myndina og láta þar við sitja. Nú veljum við bestu myndina og látum svo laga hana til, þannig að hún verði ennþá betri.“

Af hverju að breyta?Ástæður þessara „fegrunaraðgerða“ eru, að sögn nokkurra foreldra sem danska útvarpið DR ræddi við, fyrst og fremst óskir um að „litli gullmolinn“ (orðalag DR) þurfi ekki að skammast sín fyrir gula litinn á tönnunum eða úfna hárið þegar fjölskyldualbúminu verður flett síðar meir. Móðir sex ára drengs sagði að hún ætti erfitt með að útskýra af hverju hún hefði beðið um að eitt og annað yrði lagfært á mynd sem tekin var af honum stuttu eftir að hann byrjaði í skóla. Hún vildi til dæmis láta laga litinn á annarri framtönninni (barnatönn) sem var dekkri en hin. „Hann er ekkert að velta þessu fyrir sér núna en þegar hann verður eldri myndi hann örugglega spyrja hvort hann hafi virkilega verið svona, með þessa dökku

framtönn“. Þegar fréttamaður spurði hvort hún væri óánægð með útlit sonar-ins svaraði hún því neitandi en bætti svo við: „ég er fyrrverandi fyrirsæta og vön því að til dæmis sé reynt að eyða og fela hrukkur á myndum sem birtast í tískutímaritum. Þess vegna finnst mér kannski ekkert að því að myndasmiður-inn fikti svolítið í útlitinu, til að lagfæra ýmislegt smávegis.“

Ljósmyndarar notfærðu sér tækn-inaMargir danskir ljósmyndarar sem taka myndir í skólum hafa óbeðnir breytt myndum af nemendum. Fréttamenn danska útvarpsins ræddu við þrjá ljósmyndara sem sögðu að eftir að foreldrar fóru að biðja um „lagfær-ingar“ hefðu þeir farið að gera þetta án þess að beðið væri um. „Maður velti þessu ekki sérstaklega fyrir sér, taldi bara að allir vildu að börnin litu sem best út á myndunum,“ sagði einn ljósmyndarinn.

Foreldrar kvörtuðu yfir „breyttum“ börnumEkki hafa þó allir foreldrar verið jafn hrifnir af þessu framtaki. Margir skólaljósmyndarar hafa fengið kvartanir þar sem fundið er að „lagfæringunum“. Faðir níu ára drengs sagði í kvörtunarbréfi sínu til ljós-myndastofunnar að hann hefði þurft að setja á sig gleraugun til að átta sig á því að þessi fullorðinslegi drengur á myndinni væri sonur hans. „Mér finnst að myndin eigi að sýna drenginn eins og hann lítur út þegar smellt er af en ekki eins og einhvern annan og eldri.“ Flestar kvartanir foreldra hafa verið í sama dúr, myndin eigi ekki að vera fegruð mynd af barninu. Í tengslum við umfjöllun danska útvarpsins var efnt til könnunar á vefsíðu útvarpsins. Þar var spurt hvort svarendur vildu að skólamyndir af börnum þeirra yrðu „lagfærðar“ eða ekki. Rúmlega 11 þús-und svöruðu og mikill meirihluti (93%) sagðist mótfallinn því að myndum væri breytt.

Auglýsir óbreyttar myndirFyrir skömmu tók til starfa í Dan-mörku ný ljósmyndastofa, Kontrafej. Eigandinn, Katrine Kjeldsen, er ekki nýgræðingur á þessu sviði því hún hefur um árabil starfað sem ljósmyndari og nýja stofan er aðili að samtökum skólaljósmyndara, Dansk Skolefoto. Kontrafej auglýsir að þar á bæ sé mynd-um ekki breytt og eigandinn segir að hún og starfsfólk stofunnar hafi ákveðið að rétt væri að stíga þetta skref. Hún segir að ákvörðunin mælist vel fyrir hjá foreldrum og kveðst þess fullviss að fleiri stofur fylgi í kjölfarið.

Myndin frá 1840 er tekin á Ulfeldts-torgi í Kaupmannahöfn.

Page 34: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

34 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

KENNARINN / Vinnuumhverfi

Frekari upplýsingar um samskipti er að finna á

síðu Virk velvirk.is og á vef Kennarasambands-

ins á slóðinni: ki.is/kennarastarfid/vinnuum-

hverfismal/heilbrigdi-a-vinnustad/

A llt er þetta eitt-hvað sem við þurfum öll að tileinka okkur, sérstaklega í samskiptum.

VirðingVirðing er grundvöllur góðra samskipta. Virðing er í raun hæfileikinn til að sýna umburðarlyndi, líta á aðra sem jafn-ingja, setja sig í spor annarra og leysa ágreining á farsælan hátt. Þessir þættir eru ekki meðfæddir heldur ber hverjum og einum að rækta þá með sér, ekki síst þeim sem starfa á fjölmennum vinnu-stöðum hvar fjölbreytileiki starfsfólks er mikill. Rannsóknir sýna að starfsfólk metur góð samskipti við samstarfsfólk og stjórnendur hvað mest í starfi sínu og að ágreiningur og samskiptavandi valda óþarfa álagi. Kennarar telja almennt að samskipti sín á milli séu góð og að gagnkvæm virðing ríki en engu að síður koma upp ágreiningsmál eða atvik sem leiða til samskiptavanda.

Vissulega er ágreiningur hluti samskipta og daglegs lífs en það er viljinn og hæfileikinn til að leysa úr slíkum ágreiningi sem gildir. Einstak-lingar eru ólíkir og mikilvægt að virða ólík viðbrögð við atvikum. Þar skiptir öllu máli að setja sig í spor annarra og bera virðingu fyrir upplifun hvers og eins, hvernig sem hún er.

SamskiptavandiSamskiptavandi skapast einkum þar sem skipulag er óljóst eða samskiptaferlar í ólagi. Einnig eru vinnustaðir þar sem upplýsingagjöf er ófullnægjandi og álag og tímaskortur mikið mjög útsettir fyrir samskipta-vanda. Þessir þættir snúa að verulegu leyti að stjórnun vinnustaðarins og er mikilvægt að haga skipulagi þannig að það skapi ekki óþarfa álag. Kynna þarf verkferla og viðbragðsáætlanir reglulega og hafa skýrar starfslýsingar því mikilvægt er að hver og einn viti hvers er ætlast af honum. Einnig er mikilvægt að upplýsingagjöf sé í lagi og að starfsfólk upplifi sig ekki afskipt. Einn mikilvægasti þáttur stjórnunar er að veita umbun fyrir unnin störf og meta þau að verðleikum. Rannsóknir sýna að umbun sé einn þeirra þátta sem hafi áhrif á streitu í starfi og sé starfsfólki umbunað fyrir vel unnin störf hafi það áhrif á líðan, ánægju og helgun fólks í starfi.

Helgun í starfi merkir að starfs-maður sýni vinnustaðnum hollustu og tryggð. Starfsfólk sem helgar sig vinnu-stað er tilfinningalega tengt vinnustaðn-um og vinnur af ástríðu. Einnig skilar helgun sér í virkari þátttöku á vinnustað og minni fjarveru.

Ljóðlínur Einars Benediktssonar eru kannski ekki allra en hverfast um samskipti á kjarnyrtan og skýran hátt. Í stuttu máli er merking þriðja erindis Einræða Starkaðar einföld:

Verum jákvæð og brosum, berum virðingu fyrir fólki og verum kurteis og tillitssöm. Ekki segja eitthvað í hugsunar-

leysi því það getur sært.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,sem dropi breytir veig heillar skálar.

Þel getur snúist við atorð eitt.Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brastvið biturt andsvar, gefið án saka.

Hve iðrar margt líf eitt augnakast,sem aldrei verður tekið til baka.

Page 35: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

Vinnuumhverfi / KENNARINN

Samskiptavandi getur einnig skap-ast vegna einstaklingsbundinna þátta. Ágreiningur verður þá persónulegur og getur tengst sjálfsmynd, sanngirni, trausti eða framkomu og/eða hegðun ákveðinna einstaklinga. Faglegur ágreiningur er algengur á vinnustöðum og er oft af hinu góða ef unnið er mark-visst úr honum en getur einnig sprottið upp þar sem verkefni og/eða hlutverk eru illa skilgreind. Einnig skiptir máli að almenn umræða um fagmennsku og stefnu skóla sé meðal kennara svo koma megi í veg fyrir faglegan ágreining milli einstaklinga.

Algengur samskiptavandiMikilvægt er að hlusta vel, ræða saman augliti til auglitis og forðast að treysta um of á stafræn samskipti. Einnig þurf-um við að hugsa áður en við bregðumst við og leyfa fólki að ljúka máli sínu. Ég-boð eru af hinu góða, enda forða þau okkur frá þú-fullyrðingum. Við þurfum að temja okkur að vera skýr og skelegg í máli svo allir skilji það sem við viljum segja og vinda okkur frekar í að ræða málið heldur en að fara í kringum það. Menningarmunur skiptir einnig máli þegar samskiptamál koma upp og stjórnendur verða að gefa honum gaum og átta sig á samhenginu.

Mikilvægt er að virða ólík

sjónarmið og huga að því að óyrt samskipti geta líka misskilist. Óyrt samskipti geta verið svipbrigði eða látbragð sem okkur er tamt en þeir sem ekki þekkja okkur skilja ekki eða mistúlka.

ÚrræðiRannsóknir hafa sýnt að kennarar vilja meiri þjálfun og stuðning til að takast á við ný verkefni og gera kröfu um meiri starfsþró-un, faglega handleiðslu og að starfið sé skilgreint á skýran hátt. Óskýrar eða engar starfslýsingar valda óþarfa árekstrum eða misskilningi. Skert upplýsingaflæði, óskýrar boðleiðir og tímaskortur eru allt þættir sem valda óþarfa streitu, misskilningi og jafnvel árekstrum þegar kemur að breytingum í skólastarfi. Gagnsæi á vinnustað er ein leið til að minnka hættuna á árekstrum. Um leið og samskipti milli stjórnenda og starfsmanna eru opin og hreinskiptin og stjórnendur veita reglulega endurgjöf og viðurkenna mistök skapast traust og fleiri tækifæri til þróunar.

Enn fremur segja fræðin það lykilatriði að stjórnendur hlusti á starfsmenn og taki hugmyndum þeirra með opnum huga. Krafa um aukna

þverfaglega samvinnu er af hinu góða en komið getur til árekstra ef sameig-inleg markmið eru óskýr og þjálfun starfsfólks ófullnægjandi.

Samskiptasáttmáli Samskiptareglur eru alltaf

af hinu góða. Starfsfólk upplifir sálrænt öryggi þegar ákveðið er í sameiningu hvaða hegðun er æskileg. Samskiptasáttmáli er líkur siðareglum að því leyti að

fólk er hvatt til að fara eftir honum og um leið eru til leik-

reglur sem hægt er að nýta til að ræða hegðun sem einhverjum

hugnast ekki. Samskiptasáttmáli er þannig skýr leiðarvísir sem er þróaður í samvinnu alls starfsfólks og samþykktur af því. Í raun er samskiptasáttmáli góð leið til að móta samskipti á jákvæðan hátt hvort sem er á vinnustöðum þar sem ekki kennir almennt samskipta-erfiðleika og á vinnustöðum þar sem árekstrar eru algengir og álag vegna samskiptavanda mikið.

Kennarasambandið mælir með að skólar útbúi sinn sáttmála bæði meðal starfsfólks og nemenda. Enn fremur mætti hver bekkur eða hópur setja sér samskiptareglur sem byggja á sáttmála skólans.

Sigrún Birna Björnsdóttirsérfræðingur í jafnréttis- og vinnuum-hverfismálum hjá KÍ.

Eldri léttlestrarbækur

NÝJAR léttlestrarbækur væntanlegar í október

M.v. bekkjarsett, 15 bækur eða fleiri, eru léttlestrarbækurnar á tilboðsverði 790 kr. stk.Gildir til 15. nóvember 2020. Pantanir sendist á tölvupóstfangið [email protected].

Bókin dregur upp gamansama en jafnframt dökka mynd af áhrifum of mikillar skjánotkunar. Bókin er tæki til að ræða skjátíma barna og mikilvægi þess að fara út að leika sér og tala ekki bara við vinina í gegnum síma. Hentar vel til að æfa lestur.

Áhugasvið barna eru ólík og mikilvægt að í boði séu bækur sem ýta undir löngun þeirra til að lesa. Þessi bók hentar börnum sem heillast af dýrum.Stuttur texti á hverri blaðsíðu auðveldar börnum lestur bókarinnar.

Ókeypis verkefnahefti fylgja með bekkjarsettum.

Page 36: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

36 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

KENNARINN / Viðtal

Bjóst við aðþað yrði erfittað hætta

Page 37: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 37

Viðtal / KENNARINN

É g ákvað að læra snyrtifræði þegar ég var unglingur. Það var svolítið skrýtið vegna þess að ég var ekkert

mikið fyrir að mála mig eða snyrta yfir höfuð. Þetta var bara eitthvað sem mig langaði til að gera. Þá var námið á Ís-landi á snyrtistofu í tvö ár og var svolítið erfitt að komast að. Foreldrar mínir þekktu Maríu Dalberg sem var með stærstu snyrtistofuna í Reykjavík og ég komst að hjá henni og lærði þar í tvö ár. Hún var strangur kennari þannig að ég lærði vel hjá henni. Þetta var herminám eins og var í þá daga og svo lærðum við líf- og lífeðlisfræðina hjá lækni úti í bæ.“

Alma vann eftir námið í tvö ár á snyrtistofu Maju og síðan sem gjaldkeri í heildverslun í áratug. Hún rak eigin snyrtistofu í stuttan tíma áður en hún gerðist kennari.

Alma segir að mannlegu samskipt-in í snyrtifræðinni hafi heillað sig mest. „Þetta er mikið þjónustustarf. Maður er svolítið að hjálpa náunganum og gera vel við hann. Þetta er mjög þakklátt starf og þessi nánd við einstaklingana heillaði mig strax.“

Alma vann síðan ásamt Bergljótu Stefánsdóttur að uppbyggingu snyrti-fræðináms við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

„Ég var í stjórn Félags snyrti-fræðinga og það hafði verið mikil barátta fyrir að reyna að gera snyrtifræðina að löggildri iðngrein sem tókst í febrúar 1985. Félag snyrtifræðinga fór í kjölfarið að vinna að því að boðið yrði upp á snyrtifræðinám í skóla en fram að þeim tíma hafði fagið verið kennt á snyrtistof-um. Við vorum tvær sem vorum fengnar í að koma þessu af stað og hófst kennsla í snyrtifræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti haustið 1985.“

Meira nám en fólk bjóst viðAlma segir að sér hafi fundist það góður kostur að snyrtifræði yrði kennd í fjölbrautakerfinu. „Margir hafa spurt af hverju þetta fór ekki í iðnskólann en við töldum að snyrtifræði tengdist meira heilbrigðisgreinum. FB bauð upp á sjúkraliðanám þannig að það var mjög góður kostur að koma snyrtifræðinni þangað en nemendur í snyrtifræði sækja meðal annars tíma hjá hjúkrunar-fræðingum með sjúkraliðabrautinni

og efnafræðingum með náttúrufræði-braut.“

Sjö nemendur hófu nám í snyrtifræði við FB haustið 1985 og fór þeim fjölgandi með hverju árinu sem leið. Þegar Alma hætti að vinna í lok haustannar 2017 höfðu 14 nemendur hafið nám í upphafi þeirrar annar. Nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára þegar þeir hefja nám og segir Alma að sumir nemendur hafi verið um fimm-tugt við upphaf námsins. „Algengasti aldurinn var þó milli 18 ára og þrítugs.“ Alma segir að einu sinni hafi karl ætlað að hefja nám í snyrtifræði, en hætt við. „Það er mikið um karlmenn í þessu fagi erlendis.“ Snyrtifræðingar nýta menntun sína víða svo sem á snyrtistof-um, á heilsulindum hótela, í heildsölum sem flytja inn snyrtivörur og í snyrti-vörudeildum verslana.

Alma og Bergljót fóru í kennslu-réttindanám við Kennaraskólann árið 1988. „Þá var gefinn kostur fyrir meist-ara í iðngreinum að fara í svokallað UF nám og við gerðum það báðar með kennslunni þannig að það var ansi mik-ið að gera á því tímabili. Síðan sóttum við reglulega ráðstefnur og námskeið erlendis á vegum alþjóðasamtaka snyrtifræðinga, Cidesco, og pössuðum upp á að bjóða upp á nýjungar í náminu þannig að kennslugögn breyttust í samræmi við það.“

Alma og Bergljót voru einu kennararnir á snyrtibrautinni fyrstu árin, en núna eru sex kennarar í verknáminu. Kennslan var fyrstu árin í einni kennslustofu en nú er um að ræða aflokað svæði með fjórum kennslustof-um auk séraðstöðu fyrir nemendur þar sem þeir geta skipt um föt auk þess sem þar er séraðstaða fyrir kennara.

Í byrjun var um að ræða tvær annir þar sem var kennt bóklegt og verklegt nám og síðan tók við starfsþjálfun í 10 mánuði. Námið hefur lengst og í dag skiptist námið í bóklegt og verklegt nám og starfsþjálfun í níu mánuði og tekur námið að jafnaði fjögur ár. Eftir að hafa lokið öllum áföngum, bæði í skóla og starfsþjálfun, geta nemendur sótt um að taka sveinspróf sem veitir starfsheitið snyrtifræðingur. Síðan er hægt að bæta við meistaranámi sem eru þrjár annir.

„Þessar meðferðir í snyrtifræðinni eru alltaf að verða flóknari. Það er verið að vinna með svo öflug efni og tæki og sérstaklega í meðferðum á líkamann þannig að það þurfti að lengja námið sem var gert fyrir nokkrum árum. Starf snyrtifræðinga er mikið starf. Fólk sem kom í heimsókn í skólann og sá hvað við vorum að gera varð oft mjög hissa vegna þess að það hélt að þetta væri miklu minna nám og nemendur ráku sig oft á að þetta var miklu meira nám en þeir bjuggust við.“

Alma Guðmundsdóttir er annar tveggja snyrtifræðinga sem unnu að stofnun snyrtifræðináms við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún kenndi við skólann í 32 ár og hafa ýmsar breytingar orðið á náminu í gegnum tíðina. Alma hætti að vinna fyrir nokkrum árum og nýtti tímann til að ferðast mikið erlendis þar til COVID-19 faraldurinn skall á.

„Ég bjóst við að það yrði svolítið erfitt að hætta að vinna og ég myndi sakna þess að fara í vinnuna en það kom mér svolítið á óvart að svo var ekki. Það var svo skrýtið. Þetta er nýr kafli í lífinu.“

Svava Jónsdóttir skrifar

Page 38: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

38 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

KENNARINN / Viðtal

Bjuggu til kennslugögnAlma segir að engin kennslugögn hafi verið til þegar byrjað var að kenna snyrtifræði við FB og lítið sem ekkert sem þær Bergljót höfðu í raun og veru í höndunum. „Við fórum mikið eftir enskri bók og höfðum í huga kröfur al-þjóðasamtaka snyrtifræðinga, Cidesco. Snyrtifræði fellur undir iðnfræðslulögin og þar af leiðandi var lögð áhersla á fleira heldur en alþjóðasamtökin gerðu kröfur um.“

Alma og Bergljót bjuggu til kennslugögn og var þá oft um helgar- og næturvinnu að ræða. „Það var mikil vinna sem lá þar á bak við. Það var voða gaman þegar ég var að grúska í nýjungunum og koma með nýtt inn í kennslugögnin. Mér leiddist aldrei að betrumbæta og koma með meira, og alltaf það nýjasta, inn í gögnin og það var gaman að nemendur voru alltaf opnir fyrir til dæmis nýjum litum eða nýjum aðferðum. Þetta er þannig fag.

Kennslugögnin þróuðust úr því að við vorum alltaf að þýða úr ensku yfir á íslensku til að gera nemendum auðveldara fyrir. Ætli það séu ekki 15-20 ár síðan ég bjó til kennsluhefti fyrir áfangana sem ég kenndi. Þessi kennsluhefti eru enn notuð en þau eru uppfærð reglulega. Árið 2012 sömdu tveir kennarar á snyrtifræðibrautinni kennslubók sem er mikill munur fyrir nemendur.“

Það hefur líka verið þróun í tækninni. „Þetta var fyrst allt á glærum og endalaust verið að klippa myndir og púsla saman og reyna að gera þetta svo-lítið myndrænt því þetta er verknám og gott að hafa kennslugögnin myndræn. Þetta varð allt miklu auðveldara eftir að

byrjað var að nota tölvur.“ Þess má geta að Alma hefur áhuga á að kennsluheftin sem hún útbjó verði gerð rafræn.

Mannlegi þátturinnAlma minntist á mannlegu samskiptin og hún segir að mannlegi þátturinn hafi verið sterkur í starfi sínu hjá FB. „Það þarf að vera mjög gefandi manneskja til að geta unnið sem snyrtifræðingur. Það sem mér fannst skemmtilegast í starfinu var að reyna að þroska þessa hæfileika hjá nemendunum og kenna þeim ef þeir áttu erfitt með eðlileg samskipti - þjónustusamskipti - og hjálpa þeim varðandi það. Það var svo mismunandi hvaða hæfileika nemendur höfðu hvað þetta varðar og það var gaman að þróa séreinkenni þeirra,en það þarf visst fágaða framkomu. Ég held að áherslurnar hafi aðallega falist í að hjálpa nemendunum í að þroska hæfileika sína.“

Alma segir að sér hafi aldrei leiðst í vinnunni. „Ég hafði alltaf gaman af að fara í vinnuna.“ Hún segir að hún sakni nemendanna mest. „Í fjölbrautakerfinu eru nemendur mikið að fara á milli en á snyrtibrautinni er þetta svolítið eins og bekkjakerfi. Maður var með sömu nemendurna í sama hópnum í nokkrar annir. Það er eftirminnilegast að hafa tekið á móti nýjum hópi og kynnast nemendum síðan smátt og smátt mjög vel. Það var líka gaman að vera með samkennurum og ég hitti þær reglulega sem kenndu á snyrtifræðibrautinni og svo fer ég upp í skóla og hitti fólkið.“

Rafmagnshjól í húsbílnumAlma segir að hún hafi hætt störfum í FB þar sem maðurinn hennar hafi verið

Markmiðin í snyrtifræðiNámið er umfangsmikið og á heimasíðu FB (fb.is) er meðal annars að finna þess-ar lýsingar á markmiðum en nemendur eiga að: X geta greint ástand

húðar líkamans, andlits, handa og fóta á grundvelli fræðilegrar þekkingar á uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans með sérstakri áherslu á vöðva-, blóðrásar- og taugastarf-semi, húð og líffæri hennar, t.d. neglur og hár og sjúkdóma þeim tengdum X búa yfir grundvallar-

þekkingu í eðlis- og efnafræði, og efnafræði snyrtivara sérstaklega og þekkja þá rafstrauma sem eru notaðir við snyrtingu X kunna mismunandi

meðferðir með tækjum fyrir líkama og andlit, geta greint á milli þeirra og valið eftir þörfum viðskiptavinar X geta greint einstak-

lingsþarfir viðskiptavinar varðandi húðmeðferð og gefið leiðbeiningar um val og notkun snyrtivara fyrir líkama, andlit, hendur og fætur X geta nuddað höfuð,

líkama, hendur og fætur eftir sænska nuddkerfinu ásamt ilmolíu- og/eða punktanuddi X kunna snyrtingu

líkama, handa, fóta og andlits, þar með talið litun augnhára og augabrúna, með tilliti til þarfa einstak-lings X þekkja áhrif og notkun

hitagjafa sem eru notaðir við meðhöndlun líkamans, s.s. gufu, saunu, innrauðs ljóss, paraffínvax og hitamaska X þekkja mismunandi

ásetningu gervinagla og naglaskrauts X geta farðað einstakling

með hliðsjón af aldri, þörfum og tilefni X kunna að fjarlægja hár

með vaxi og þekkja aðrar aðferðir við að fjarlægja hár, svo sem rafræna háreyðingu og háreyðandi krem

„Ég hafði alltaf gaman af að fara í vinnuna.“ Á myndinni er Alma í góðum félagsskap samstarfskvenna.

Page 39: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

Viðtal / KENNARINN

hættur að vinna og þau langaði til að ferðast meira á veturna. „Ég bjóst við að það yrði svolítið erfitt að hætta að vinna og ég myndi sakna þess að fara ekki í vinnuna en það kom mér svolítið á óvart að svo var ekki. Það var svo skrýtið. Þetta er nýr kafli í lífinu. Við vorum bæði búin að vinna mikið; ég var með heimili, vann í FB og svo rákum við fyrirtækið Pústþjónustu BJB og ég vann stundum þar eftir að ég minnkaði við mig kennslu á sínum tíma. Við seldum fyrirtækið, sem var orðið ansi stórt, árið 2007. Ég kalla þetta uppskeruhátíðina mína. Við hjónin erum að uppskera eftir mikla vinnu.“

Hjónin fóru að ferðast eftir að Alma hætti að vinna og hafa farið í nokkrar utanlandsferðir. „Ég hef ekki haft tíma til að láta mér leiðast. Við vorum búin að ferðast mikið áður en ég hætti að vinna. Við höfðum til dæmis farið í tvær Evrópuferðir í húsbíl og okkur langaði til að gera meira af því og vera lengur; það var kannski hvatning til að hætta að vinna. Við höfum síðan farið í tvær þriggja og fjögurra mánaða Evrópuferðir í bílnum.“ Hjónin hafa alltaf farið með húsbílinn sinn með Norrænu og ekið frá Danmörku suður

á bóginn hvað þessar ferðir varðar. „Í einni ferðinni ókum við til dæmis niður allan Spán og svo upp Portúgal. Við vor-um í síðustu Evrópuferð í fjóra mánuði en þá ókum við alla leið til Grikklands. Við tókum síðan ferju yfir til Ítalíu og fórum til Sikileyjar og fórum síðan aftur norður eftir. Þetta er voðalega skemmtilegur ferðamáti og maður sér löndin með öðrum augum en ella. Við erum með rafmagnshjól í bílnum og hjólum mikið erlendis. Við höfum til dæmis hjólað upp klettinn á Gíbraltar og eftir Champs-Élysées-breiðgötunni í París.“

Frá því Alma hætti að vinna hafa

hjónin einnig farið til Flórída þar sem þau hafa leigt hús á svæði fyrir 50 ára og eldri. Þar hafa þau stundað golf þar sem golfvellir eru í nágrenninu. „Það er voða notalegt. Maður er þá eigin herra og getur bara notið þess að vera í góða veðrinu.“ Hún segir að í einni ferðinni hafi þau svo að áeggjan vinahópsins farið á siglingu á skemmtiferðaskipi sem sigldi til Mexíkó þannig að vina-hópurinn naut félagsskaparins undir suðrænni sól.

Í sumar ferðuðust hjónin um Ísland á húsbílnum. Svo eiga þau sumarbústað við Laugarvatn þar sem er mikill skógur og alltaf nóg að gera.

Hjónin hafa líka nóg að gera þegar þau eru ekki að ferðast. „Við förum í sund daglega og ég er alveg búin að venjast því og tel það lúxus að fara í sund, borða morgunmatinn í róleg-heitunum og lesa blöðin.“

Alma segir að hún sé búin að skipta út bókunum í bókahillunum á heimilinu. „Fræðibækurnar voru teknar út og núna eru þar aðallega ferða- og prjónabækur en mér finnst agalega gaman að prjóna. Ég hef prjónað í bíln-um í Evrópuferðunum. Maður er búinn að skipta um gír. Þetta er nýr kafli.“

Þetta er mjög þakk-látt starf og þessi nánd við einstak-lingana heillaði mig strax.

Page 40: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

40 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

MANNRÉTTINDI / UNESCO-skólar

Page 41: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 41

UNESCO-skólar / MANNRÉTTINDI

Að vera UNESCO-skóli felur í sér samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO þar sem skólinn innleiðir verkefni tengd einhverjum af fjórum

þemum UNESCO-skóla. Þemun eru: alþjóðasamvinna, starfsemi Sam-einuðu þjóðanna og heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og/eða frið og mannréttindi, “ segir Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO--skóla á Íslandi. „Skólanet UNESCO hefur verið starfrækt frá árinu 1953 og nú eru um 10 þúsund skólar sem tilheyra netinu og starfa í 181 landi um allan heim. Á skólanetinu, sem er öllum opið, er fjölbreytt námsefni sem fellur vel að grunnþáttum aðalnámskráa grunn- og framhaldsskóla.“

UNESCO skólar á Íslandi eru Landakotsskóli, Salaskóli, Fjölbrauta-skólinn í Breiðholti og Kvennaskólinn í Reykjavík. Félag Sameinuðu þjóðanna fer fyrir skólanetinu á Íslandi í sam-starfi við íslensku UNESCO nefndina. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

„Heimsmarkmiðin eru eitt af stóru verkefnum UNESCO-skóla. Um er að ræða 17 markmið og 169 undirmarkmið sem taka til alls heimsins og ber ríkjum að ná þeim fyrir árið 2030. Íslenska rík-isstjórnin hefur skipað verkefnastjórn sem nú vinnur að innleiðingu mark-miðanna og eitt af forgangsmarkmiðum hennar er að efla menntun og fræðslu á sviðum sjálfbærni, friðar og mann-réttinda.“ Kristrún segir innleiðingu á kennsluefni um heimsmarkmiðin gefa nemendum innsýn í ferlið og auka skilning þeirra á alþjóðamálum. „Markmiðið er að nemendur þjálfist í gagnrýnni hugsun og öðlist nauðsyn-lega þekkingu og færni til að ýta undir sjálfbæra þróun í heiminum.“

Að sögn Kristrúnar skuldbinda UNESCO skólarnir sig til að halda árlega upp á tvo ólíka alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna. „Þar má t.d. nefna alþjóðadaga læsis, mann-réttinda, hafsins, einhverfu, barnsins,

UNESCO, Menningarmála-stofnun Sameinuðu þjóð-anna, starfrækir alþjóðlegt samstarfsnet skóla sem kallast UNESCO-skólar. Meginmarkmið UNESCO er að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla alþjóðlega samvinnu á sviði menntunar, vísinda- og menningarmála.

Page 42: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

42 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

MANNRÉTTINDI / UNESCO-skólar

friðar, jarðarinnar og vísinda. Skól-arnir eiga jafnframt að standa árlega fyrir einum viðburði sem tengist Sameinuðu þjóðunum. Þetta geta verið þemadagar eða viðburðir sem tengjast gildum Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðunum. Á hverju ári skila síðan skólarnir yfirliti yfir þau verkefni sem skólinn hefur sinnt innan vettvangs skólanetsins. Félag Sameinuðu þjóðanna aðstoðar skóla í umsóknarferlinu og veitir ráðgjöf við innleiðingu verkefnisins.“

Mikilvæg fræðslaKristrún, sem er sjálf kennari, er með M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræði frá Háskóla Íslands. Lokaritgerðin hennar fjallaði um mannréttinda-kennslu í grunnskólum. Hún er einnig með B.A. gráðu í blaðamennsku og stjórnmálafræði frá Metropolitan State University of Denver. „Ég hef starfað sem grunnskólakennari frá árinu 2010 og hef lengi haft áhuga á mannréttindum. Ég hef ávallt lagt mikla áherslu á mannréttindi í minni kennslu og hef kennt sérstaka áfanga um mannréttindi, lýðræði, jafnrétti og gagnrýna hugsun.“ Kristrún segir mikilvægt að nemendur fræðist um mannréttindi og að þeir séu meðvitaðir um gildi þeirra. Að þeir þekki og skilji lýðræði, jafnrétti, samkennd, sam-vinnu og gagnrýna hugsun. „Skólinn sem menntastofnun gegnir veigamiklu hlutverki í uppeldi, námi og þroska barna. Mannréttindi eru ekki sjálfsögð og því verður að standa vörð um þau og varðveita það sem áunnist hefur. Margir skólar eru að gera góða hluti í að notast við fjölbreyttar kennslu-aðferðir og efla þar með félagsfærni nemenda. Í kjölfarið hafa nemendur tekið meiri þátt í kennslustundum sem er auðvitað jákvætt og gott. Það er mikilvægt að vekja nemendur til umhugsunar og kalla eftir umræðum í skólastofunni.“

Heimsins stærsta kennslustundKristrún segir ábyrgðarhlutverk núverandi kynslóðar gagnvart komandi kynslóðum vera mikið og þar komi hlutverk skólans sterkt inn í. „Mik-ilvægt er að heyra hvað nemendur hafa fram að færa og hvaða skoðanir þeir hafa á málum. Grundvallarþættir Barnasáttmálans eru jafnrétti, lýðræði og mannréttindi. Þar er einnig kveðið skýrt á um rétt barna til að tjá skoðanir sínar og taka þátt í ákvarðanatöku er varðar hagsmuni þeirra. Í verkefnum tengdum heimsmarkmiðunum er m.a. lögð áhersla á að fá börnin að borðinu í ákvarðanatöku. Þau eru spurð álits.“

Heimsins stærsta kennslustund (World Largest Lesson) er árlegt

átak sem snýr að kennslu á heims -markmiðunum og er styrkt af UNESCO og UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna). Að sögn Kristrúnar er markmiðið að efla vitund nemenda og hvetja þá til aðgerða er kemur að sjálf-bærri þróun og heimsmarkmiðunum. „Í ár verður lögð áhersla á loftslagsmál og hvernig ungt fólk getur lagt sitt af mörkum til að styðja við aðgerðir í loftslagsmálum. Unga fólkið hefur verið duglegt við að vekja athygli á þessum málaflokki sem er gott mál. Umhverfis-vernd skipar æ meiri sess í lífi fólks og það vekur von.“

Að sögn Kristrúnar þarf að hlusta meira á raddir barna. „Börn hafa svo margt til málanna að leggja. Það er alltof oft sem verið er að taka ákvarð-anir um börn án þess að þau séu spurð. Það er gaman að sjá hvernig börn sjá

heiminn fyrir sér, þau sjá hlutina oft með öðrum augum en fullorðnir, jafnvel nýja og athyglisverða fleti. Framtíðin er þeirra og þá er ekki nema eðlilegt að þau séu spurð álits.“

Kristrún segir starf kennara vera mjög annasamt og að mörgu að hyggja. „Eitt af því sem kennarar hafa ekki mik-ið af er tími. Þess vegna er mikilvægt að þeir hafi aðgang að skólaneti eins og því sem UNESCO skólanetið býður upp á. Auk þess hafa kennarar UNESCO- skóla aðgang að sérstakri FB-síðu þar sem þeir skiptast á skoðunum og deila m.a. námsefni og góðum kennsluhugmynd-um. Slíkt tengslanet er mikilvægt og lærdómsríkt.“

Kristrún hvetur skóla endilega til að hafa samband hafi þeir áhuga á að gerast UNESCO- skólar. Netfang Kristrúnar er [email protected].

EfstKristrún María

Heiðberg, verkefnastjóri

UNESCO-skóla.

Til hægriEliza Reid forseta-

frú er verndari Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Hún hefur tekið þátt í vinnu að

bættum heimi með nemendum.

Til vinstriVerkefni um

heimsmarkmiðin sem nemendur í

7. bekk Kelduskóla Korpu unnu.

Page 43: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 43

Uppeldi / RADDIR

Aðsend grein

Leiðtoginn í mérRæktum félags- og tilfinningalega hæfni barna og eflum lífsfærni til að blómstra á þekkingaröld.

Ímyndaðu þér heim þar sem hlúð er að forystuhæfileikum, virkni og ábyrgð hvers barns og lögð áhersla á að rækta og þróa leiðtogaeiginleika óháð félags-legri eða fjárhagslegri stöðu, menntun, heimilisaðstæðum eða bakgrunni.

Þekkingarsamfélag okkar kallar eftir næstu kynslóð leiðtoga sem skapa jákvæðar breytingar, hvetja aðra til að hugsa öðruvísi, viðra skoðanir sínar af virðingu og festu, hvetja til framfara, og bæta stöðugt heiminn. Við trúum á samfélag þar sem hlúð er að frumkvæði, ábyrgð og getu hvers og eins og lögð er áhersla á að rækta og þróa samskipta-hæfileika og leiðtogaeiginleika allra.

Leiðtoginn í mér er framlag FranklinCovey til skóla á öllum stigum þar sem lagður er grunnur að persónulegri forystu og færni nemenda, kennara og fjölskyldna. Nálgunin byggir á rannsóknum um hvernig megi umbreyta menningu skólasamfélags og efla færni nemenda í mannlegum samskiptum á öllum skólastigum.

Alþjóðlegar verðlauna-lausnir FranklinCovey eru sérsniðnar að viðfangsefnum skóla á öllum stigum. Þær fela í sér grunnfærni á sviði ábyrgðar, áhrifa, samningatækni, tímastjórnunar og nýsköp-unar. Leiðtoginn í mér aðstoðar nemendur við að auka sjálfstraust sitt, tilfinn-ingastjórnun, frumkvæði, virkni og skipulagshæfileika. Ásamt því er lögð áhersla á notkun markmiða-setningar og forgangsröðunar, sem og heilbrigðs tjáningarmynsturs við að leysa ágreining, finna skapandi lausnir, virða fjölbreytileika og ólíkar skoðanir.

Þessi lífsleikni færir börnum á öllum aldri möguleika til að blómstra í skóla og lífinu sjálfu, mæta áskorunum og hvetja til umbóta á ýmsum sviðum. Við virkjum kennara, nemendur og aðra starfsmenn með námskeiðum, markþjálfun og námsefni sem byggir í senn á rannsóknum og húmor og stuðlar að árangri til framtíðar í námi og starfi. Notast er við skemmtilegar og gagnlegar æfingar, myndbönd og vandað kennsluefni til að leiðbeina ungu fólki við að temja sér heilbrigð

lífsviðhorf og færni til að byggja upp gott líf sem grundvallast á trausti.

Auk þessarar þekkingar sem mun skila kennurum og nemendum ævilöngum ávinning í samskiptum og leiðtogahæfni, þá hljóta kennarar aðgang að vefsíðu sem býður upp á fjölbreytt efni á íslensku (og 15 öðrum tungumálum) og einingar í sérfræðslu á sviði ýmissa þátta sem mikilvægt er að efla innan skólakerfisins, þ.m.t. heilbrigðra samskipta og skapandi hugsunar.

Leiðtoginn í mér hefur hlotið jákvæðar móttökur innan skólakerfisins á Íslandi og hefur skilað góðum árangri fyrir nemendur og kennara. Þar á meðal er Kristín Gísladóttir, skólastjóri á Uglukletti, sem segir:

„Í Uglukletti leggjum við meðal annars áherslu á jákvæða sálfræði,

sjálfræði, leiðandi uppeldi, heilsueflandi leikskóla og styrkleikamiðaða nálgun. Markmið okkar er að byggja upp hvern og einn einstakling þannig að hann standi uppi sem öflugur og sterkur. Til að ná því er mikilvægt að þekkja inn á sjálfan sig, geta unnið með öðrum, vita hvaða gildi maður vill standa fyrir og geta nýtt þetta allt sér til vaxtar í lífinu. Í þessu samhengi gerum við engan greinarmun á því hvort um sé að ræða börn, starfsfólk, foreldra eða samfélagið í

heild. Efni Leiðtogans í mér getur stutt við alla þessa þætti og við gátum tengt það við þá hugmyndafræði sem fyrir var í leikskólanum. Við notum hug-myndafræðina og þar með venjurnar á þann hátt að við reynum að láta það hafa áhrif á vinnuaðferðir, viðmót og það hvernig við byggjum upp „andann í húsinu“.“

Enn fremur segir Steinunn Baldursdóttir, skólastjóri í leikskólan-um Klettaborg, sem hefur nýtt nálgun og efni Leiðtogans í mér síðan árið 2013:

„Verkáætlun er uppfærð árlega og unnið er samkvæmt henni allt skólaárið, í daglegu starfi er unnið með venjurnar 7, leiðtogahandbók, leið-togahlutverk, leiðtogatré, leiðtogadag,

samstarfssáttmála, 7 venju mat fyrir starfsfólk og marga fleiri þætti í leikskólastarfinu. Aðaláherslan er á að byggja upp sterka einstaklinga með góða leiðtogafærni til að takast á við áskoranir í lífi og starfi. Leiðtogaverk-efnið snýst ekki um að búa til litla leið-toga úr öllum börnum, heldur að hjálpa hverjum einstaklingi að blómstra. Hver einstaklingur fær þannig tækifæri til að vinna út frá sínum eigin styrkleikum og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Í grunninn byggir leiðtogaverkefnið upp skilning og færni til að geta borið ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig mótað líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni barna og kennara. Flestir kennarar Klettaborgar hafa farið á námskeið í venjunum 7 og telja sig hafa haft mikið gagn af hugmyndafræðinni bæði í leik og starfi. Foreldrar hafa lýst ánægju sinni með starfið og fá reglulega kynningu á venjunum í vikulegum fréttaskotum, með vissu er hægt að segja að leiðtoga-verkefnið hafi haft mjög jákvæð áhrif á skólasamfélagið í heild.“

Hugmyndafræði Leiðtogans í mér var grunnur að rannsókn á Íslandi í M.Ed. verkefni eftir Aðalheiði Krist-jánsdóttur og Dagnýju Vilhjálmsdóttur. Niðurstöður leiddu í ljós að kennarar sem unnu eftir Leiðtoganum í mér lögðu aukna áherslu á frumkvæði, samvinnu og markmiðasetningu. Því var ljóst að sú hugmyndafræði sem notast er við nýtist kennurum í að efla forystu- og leiðtogahæfni, ásamt því að hafa jákvæð áhrif á lærdómssamfélagið innan og utan skólaumhverfisins. Það er mikilvægt að forgangsraða tækifær-um til umbóta á sviðum leiðtogahæfni, frumkvæðis, sjálfstrausts og heilbrigðra samskipta þar sem bæði nemendur og kennarar geta notið góðs af um ókomin ár í starfi og einkalífi.

Kolbrún Harpa Kristinsdóttirverkefnastjóri skrifar

Leiðtoginn í mér hefur hlotið jákvæð-ar móttökur innan skólakerfisins á Ís-landi og hefur skil-að góðum árangri fyrir nemendur og kennara.

Steinunn Baldurs-dóttir, skólastjóri í leikskólanum Klettaborg.

Kristín Gísladótt-ir, skólastjóri á Uglukletti.

Page 44: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

44 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

FJARNÁM / Tónlistardeild LHÍ

Umsagnir nemenda um námskeiðið

 X Námskeiðið stóðst svo sannarlega væntingar, því þær upplýsingar sem ég fékk í gegnum námskeiðið voru margfalt meiri en ég bjóst við.

 X Inntak, lesefni og umfjöll-unarefni námskeiðsins var mjög vel valið og finnst mér ég nú hafa upplýsingabanka sem ég get leitað í og lært af langt fyrir utan þennan stutta tíma sem námskeiðið varði. Námskeiðið var heilt yfir nokkuð gott, og ég er ánægður að ég tók þátt. Það hefur aukið fagmennsku mína í starfi og gefið mér verkfæri sem ég mun nota áfram.

 X Þegar á allt er litið þá er ég mjög hrifinn af því sem ég hef lært. Þetta námskeið er dúndrandi fínt og hefur hreyft við mér á margvís-legan hátt.

 X Lestrarefnið var allt saman viðeigandi og nauðsynlegur partur af kennslunni, glærur og fyrirlestr-ar skýrt framsett og í hæfilegum skömmtum.

 X Ég bara sá að þetta væri akkúrat það sem ég þyrfti að nýta mér þar sem ég hef ekki þessi eig-inlegu kennsluréttindi. Var svolítið hikandi hvort ég gæti þetta og hefði nægan tíma. Sendi spurningu um hvort þetta væri nám fyrir „mið-aldra“ sem ekki hefði verið í skóla í mörg ár. Fékk frábært svar [..] um að námskeiðið væri algjörlega fyrir „miðaldra“ og einmitt hugsað fyrir starfandi kennara sem hefðu ekki verið í skóla nýlega. Þetta svar varð til þess að ég velti þessu ekki meira fyrir mér og sló til, sé ekki eftir því.

 X Þegar ég sá að boðið var upp á fjarnám í kennslufræði tónlistar við Listaháskólann fagnaði ég mjög því þetta er nokkuð sem beðið hefur verið eftir með mikilli óþreyju. Námskeiðslýsingin var mjög í anda þess sem mig hefur langað til að læra og skráði ég mig á námskeiðið án þess að hika.

Fjarnám við tónlistardeild LHÍ

Námið ætlað kennurum með

reynslu

Á innfelldri mynd er Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri tónlistardeildar Listaháskóla Íslands.

Page 45: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 45

Tónlistardeild LHÍ / FJARNÁM

T ónlist-ardeild Lista-háskóla Íslands býður

nú upp á fjarnámskeið fyrir starfandi tónlistarskóla-kennara á vettvangi Opna Listaháskólans.

Fyrsta námskeiðið, Almenn kennslufræði tónlistar, var kennt í fyrsta skipti á vorönn 2020 og nú í haust er boðið upp á fjarnámskeið í Sálfræði.

Ný námskeið 2021Fyrirhugað er að bjóða tvö til þrjú ný námskeið til viðbótar á vorönn 2021 auk þess sem kennslufræðin verður kennd aftur.

„Hugmyndin að baki námsframboðinu er að starfandi tónlistarkennarar geti tekið einingabært nám á sviði kennslufræða til að styrkja réttindastöðu sína á starfsvettvangi eða sem áhugaverðan valkost til starfsþróunar. Sömuleiðis er Listaháskólinn að þróa möguleika á raunfærnimati og er stefnt að því að tónlistardeild bjóði upp á slíkt mat fyrir kennara og stjórnendur tónlistar-skólanna 2021,“ segir Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri tónlistardeildar Listahá-skóla Íslands.

Hvatinn að þróun fjarnámsins var rann-sóknarvinna sem lagt var í fyrir tilstilli mennta- og menningarmálaráðuneytis-ins, en verkefnið var unnið 2018-2019.

Mikilvægt innlegg í umræðu og vinnu

„Strax í upphafi lögðum við áherslu á að ná til starfs-fólks tónlistarskólanna vítt og breitt um landið til að fá sem raunhæfasta og skýrasta mynd af viðhorfum og þörfum. Fljótlega varð ljóst að verkefnið væri mikilvægt innlegg í umræðu og vinnu við stefnumótun á sviði kennaramenntunar, þróunar nýrra námsleiða, uppbyggingu fjarnáms og þróunar raunfærnimats. Við settum kennaramenntun og mikilvægi hennar í

brennidepil,“ segir Elín Anna.

„Niðurstöðurnar leiddu ótvírætt í ljós mikla þörf á námsframboði í fjarkennslu og að hægt væri að stunda námið samhliða vinnu,“ segir Elín Anna og bætir við að þegar spurt hafi verið um inntak námskeiða hafi fög eins og kennslufræði og sálfræði oftast verið nefnd, auk hagnýtra faga eins og útsetningar og námskeiða í tengslum við tækni og skapandi vinnu.

Í ljósi ótvíræðra niður-staðna um mikilvægi aukins námsframboðs í fjarnámi var ákveðið að hefjast handa sem fyrst við þróun þess og fyrsta námskeiðinu hrundið af stað í janúar 2020.

Elín Anna útskýrir að námskeiðin séu annað hvort kennd alfarið í fjarnámi eða sem fjarnámskeið með staðlotum. Reiknað er með að á vorönn 2021 verði tilbúinn námskeiðskjarni sem hægt verði að byggja við smátt og smátt.

Strax mikil viðbrögðNámið er eins og er ætlað starfandi tónlistarskóla-kennurum með reynslu af vettvangi.

„Eins og komið hefur fram var fyrsta námskeiðið kennt á síðustu vorönn.

Við renndum nokkuð blint í sjóinn og námskeiðið var kynnt með stuttum fyrirvara en það urðu þó strax mikil viðbrögð og margar fyrirspurnir sem bárust. Nemendur sem sóttu námskeiðið voru þrettán talsins, flestir með langa og mikla reynslu af kennsluvettvangi. Þetta var frábær hópur og það skapaðist strax mjög góður andi,“ segir Elín Anna.

„Við lögðum upp með að vinnuálag væri viðráðanlegt með kennslu og að verkefnin tengdust starfsvettvangi á einhvern hátt og er það útgangs-punkturinn við öll nám-skeiðin. Vonir okkar standa til þess að námsframboð af þessum toga haldi áfram að þróast jafnt og þétt við Listaháskólann,“ segir Elín Anna að lokum.

Aðalfög X Almenn

kennslufræði tónlistar, 10 ECTS (kennt í annað skipti vor 2021, janúar-apríl) X Sálfræði, 10 ECTS

(kennt á haustönn 2020)

Bundið val X Námskeið í þróun:

Umfjöllunarefnið er skóli margbreytileikans, fjölmenning á Íslandi og menntun fyrir alla, 5 ECTS (kennt vor 2021, jan-febrúar) X Námskeið í þróun:

Umfjöllunarefnið er tónlistarskólinn sem faglegt námssamfélag, 5 ECTS (kennt vor 2021, mars-apríl)

Valfög X Útsetningar í skóla-

starfi, 5 ECTS (kennt vor 2021)

Námskeið vorannar verða auglýst síðar á þessari önn.

Útskrift LHÍ í Hörpu í júní 2020.

Page 46: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

46 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

RADDIR / Samræmt námsmat

S tofan er ein sú virtasta á landinu og hjá henni starfa um 100 hönnuðir. Viðskiptavinir stof-unnar eru af öllum

þjóðfélagsgerðum og -stigum og biðja um alls konar hönnun, allt frá hnífa-pörum og skóreimum til klósettseta og hringstiga. Beiðnum viðskiptavina er deilt til starfsmanna eftir sérhæfingu og áhuga hvers og eins. Aldrei hefur komið upp sú fyrirspurn sem ekki hefur verið hægt að leysa enda býr stofan yfir einstaklega jákvæðu, lausnamiðuðu og fjölhæfu starfsfólki. Aldrei hefur viðskiptavinur gengið óánægður út af stofunni því hönnun telst ekki klár fyrr en báðir aðilar eru sáttir við hana.

Yfirmaður minn leggur mikla áherslu á sjálfstæða og skapandi hugsun og hvetur mig til að hugsa út fyrir kassann og leita leiða sem ekki endilega eru augljósar eða fyrirfram ákveðnar. Á daglegum örfundi starfsmanna á kaffistofunni tekur hann ávallt fram að það sé kostur að hafa kjark og þor til breytinga og umbóta. Ég fæ allt það frelsi sem mér hugnast og eru allir vegir færir í listsköpun minni,

hugmyndavinnu og útfærslu svo lengi sem viðskiptavinurinn er sáttur.

Að sjálfsögðu eru til þeir viðskiptavinir sem hafa fastmótaðar, óhagganlegar og fyrirframákveðnar hugmyndir eða koma með gamlan hlut og vilja nánast eftirmynd af honum. Það eru verkefnin sem ég er fljót að vinna og ég geri af illri nauðsyn, ég kýs frekar að skapa sjálf, ögra sjálfri mér og viðskiptavininum. Ég legg mig alla fram um að tengjast viðkomandi og ræði mikið við hann og um hann. Í nær öllum tilfellum er við-skiptavinurinn jákvæður gagnvart oft glæfralegri hönnun minni enda finnur hann tengingu milli hönnunarinnar og eigin sjálfs.

Nýjar hugmyndir og sveigjanleikiVið sem vinnum á stofunni erum ekki öll eins, sem er aldeilis frábært. Viðskiptavinir hafa misjafnar þarfir og því er hægt að beina þeim nákvæmlega þangað sem fyrirsjánlegt er að þeir verði ánægðastir með útkomuna. Einn samstarfsfélagi minn hefur sérhæft

Aðsend grein

Ímyndum okkur að ég starfi á hönnunarstofu

sig í hönnun timburhúsgagna, annar hannar aðallega hluti úr málmi og sá þriðji vill helst eingöngu notast við form náttúrunnar til sinnar sköpunar. Ég hef

lagt mig fram um alhliða hönnun, ég legg meiri áherslu á viðskipta-

vininn en sérstakan efnivið eða stíl. Erfiðu viðskiptavinirnir eru oft sendir til mín, nema hvað mér finnst þeir ekki erfiðir. Mér finnst þeir auðga hugmyndaflæði mitt. Ég fæ

stanslaust nýjar hugmyndir og finnst nauðsynlegt í mínu

starfi að geta verið sveigjanleg og ekki föst í fyrirfram ákveðnum

hugmyndum.Stólar í hinum ýmsu stærðum og

gerðum eru um fimmtungur umbeðinna hönnunarverkefna stofunnar, sem er hæsta hlutfall hönnunarbeiðna fyrir ákveðinn hlut, enda eru stólar notaðir hvarvetna í þjóðfélaginu. Sex hönnuðir innan stofunnar hafa sérhæft sig í og sjá eingöngu um stólahönnun, en mun fleiri hafa tekið að sér einstök stólaverkefni og jafnvel unnið til hönnunarverðlauna fyrir hönnun sína. Ég hef hins vegar aldrei haft sérlegan áhuga á stólahönnun og hef því helst

Hjördís Albertsdóttirvaraformaður Félags grunn-skólakennara

Page 47: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

Samræmt námsmat / RADDIR

vísað þeim verkefnum frá mér enda nóg annað fyrir mig að gera.

Stjórn stofunnar hefur skipað hönnunarráð. Hlutverk hönnunarráðs er að meta hvernig starfsfólkið heldur sér við í starfi og hvort úrbóta sé þörf innan stof-unnar. Þar sem stólahönnun er stór partur af hönnunar-beiðnum til stofunnar þarf hver einasti starfsmaður í mars ár hvert að skila inn hönnun að stól til hönnun-arráðs. Einu skilyrðin eru þau að stóllinn þarf að vera með baki og leðuráklæði, önnur hönnun er frjáls.

Með hnút í maganumÞetta hefur haft þau áhrif að í mínu daglega lífi er ég alltaf með augun opin fyrir stólum og hönnun þeirra, þrátt fyrir að hafa lítinn sem engan áhuga á þeim (mér þykja líka baklausir stólar fallegastir og vil helst sitja á kollum). Það hefur komið fyrir að ég sé svo upptekin af því að horfa á hinar ýmsu gerðir stóla þar sem ég fer að ég missi af öðrum meira spennandi og skemmtilegri hlutum í kringum mig. Ég eyði líka, að því er mér finnst, of miklum tíma af árinu í að undirbúa hönnunina sem ég á að

skila inn í mars. Strax er líða tekur á haustið er ég ósjálfrátt farin að láta hugmyndir að stólahönnun trufla aðra hönnunarvinnu og einhvern veginn er krafa hönnunarráðs alltaf bak við eyrað.

Megnið af febrúar fer svo í að fínpússa hönnunina og annað situr á hakanum. Þetta fer oft í taugarnar á viðskiptavinum þar sem hönnunin þeirra gengur ekki jafn hratt fyrir sig og þeir myndu kjósa. Ég er alltaf með hnút í magan-um þegar ég stend fyrir framan hönnunarráð með stólahönnunina mína og upplifi mig sem ómögulegan hönnuð. Í október hannaði ég þó bæði vínstand sem komst í hönnunarkafla

Vogue og handklæðaofn sem vann til verðlauna á alþjóðlegri hönnunarhátíð.

Að auki hef ég verið tilnefnd til hönnunarverðlauna Kjarksins þrisvar sinnum, en hönnunarráð fékk aldrei að vita af þessum viðurkenningum á störfum mínum. Þrátt fyrir þetta hefur þetta haft þau áhrif að yfirmaður minn hvetur mig til að undirbúa mig vel fyrir fundinn með hönnunarráði og ég skuli nýta allan tíma sem ég mögulega hafi aflögu til að æfa mig í stólahönnun.

Hann gerir sér samt grein fyrir því að ég hef lítinn sem engan áhuga á því og það tekur tíma frá minni eigin hönnun og raunverulegum viðskiptavinum.

Ímyndum okkur nú að hönnunar-stofan sé skóli. Ímyndum okkur líka að starfsfólkið sé nemendur. Ímyndum okkur enn frekar að viðskiptavinirnir séu það sem tekur við nemendum að skóla loknum. Ímyndum okkur að yfirmaðurinn sé blanda af kennurum og Aðalnámskrá. Ímyndum okkur að stjórnin sé menntayfirvöld. Ímyndum okkur að stólahönnun sé íslenska og stærðfræði. Ímyndum okkur að hönnunarráð sé samræmdu prófin.

Að lokum skulum við ímynda okkur að hönnunarráð segi mér að stólahönnunin mín sé alls ekki nógu góð og ég þurfi heldur betur að taka mig saman í andlitinu ætli ég að halda vinnunni við stofuna.

Þarf að segja meira?

Höfundur var í starfshópi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis sem skilaði skýrslu sem ber heitið Framtíðarstefna um samræmt náms-mat – tillögur starfshóps um markmið, hlutverk, framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Skýrsl-una má finna á vef stjórnarráðsins.

Erfiðu viðskipta-vinirnir eru oft sendir til mín, nema hvað mér finnst þeir ekki erfiðir. Mér finnst þeir auðga hug-myndaflæði mitt.

Vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur á menntun, þjálfun og æskulýðsstarf hefur nú verið opnað fyrir umsóknir um Erasmus+ samstarfsverkefni þar sem markmiðið er að bregðast við áhrifum faraldursins.

Samstarfsverkefnin skulu styðja við eftirfarandi viðfangsefni: Rafrænar aðferðir við kennslu (Partnership for Digital Education) á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, háskólastigi og starfsmenntun. Nýjar og skapandi aðferðir (Partnership for Creativity) í æskulýðsstarfi, fullorðinsfræðslu og leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Nýtt - Erasmus aðildMenntastofnanir sem hafa áhuga á fjölþjóðlegu samstarfi geta sótt um Erasmus aðild fyrir sinn skóla/stofnun/fyrirtæki eða til þess að leiða samstarfsnet (consortium). Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af Erasmus+ verkefnum (2014-2020) til að geta sótt um.

Stofnanir sem fá Erasmus aðild staðfesta munu hafa einfaldari aðgang að styrkjamöguleikum náms- og þjálfunarverkefna í nýrri áætlun 2021-2027.

Sjá nánar á www.erasmusplus.isVíkkar sjóndeildarhringinn

Athugið umsóknarfresti um Erasmus+ samstarfsverkefni og Erasmus aðild 2021-27 þann 29. október 2020

Page 48: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

48 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

RADDIR / Samstarf

eTwinning er Evrópuáætlun um rafrænt skólasamstarf á fyrstu þremur skólastigunum og er hluti Erasmus+, menntaáætlunar ESB. Í gegnum eTwinning er hægt að komast í sam-band við evrópska kennara, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum, sækja frí netnámskeið og sækja um styrki til að komast á evrópskar vinnustofur, svo nokkuð sé nefnt.

Í mars síðastliðnum bættust við níu íslenskir skólar í eTwinning fjölskylduna. eTwinning skólar á Íslandi eru því orðnir 11 talsins. Þeir eru Brekkubæjarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Hamraskóli, Heilsuleik-skólinn Skógarás, Leikskólinn Furugrund, Leikskólinn Holt, Norð-lingaskóli, Selásskóli, Setbergsskóli, Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands.

eTwinning skólar eru fyrirmyndir og leiðtogar innan eTwinning samfé-lagsins. Nafnbótin ber fyrst og fremst merki um öflugt alþjóðasamstarf en kennarar í þessum skólum eiga það sameiginlegt að taka virkan þátt í eTwinning. Skólar sækja um að gerast eTwinning skólar og þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að komast í gegnum umsóknarferlið. Titillinn er veittur til tveggja ára en eftir þann tíma geta skólar sótt um að nýju.

Grunnskóli Bolungarvíkur hefur verið eTwinning skóli samfellt síðan árið 2016. Þær Elín Þóra Stefánsdóttir og Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir skólastjóri, sögðu okkur frá sinni reynslu af því að vera eTwinning skóli, hvernig þeirra ferli hefur verið og hvaða

áhrif það hefur haft á skólastarfið þeirra.

Skólinn hefur lagt sitt af mörkum í Evrópusamstarfi og hefur tekið þátt í Erasmus+ og eTwinning í um 15 ár. Þau ákváðu að sækja um að gerast eTwinning skóli því þátttakan hefur verið góð meðal kennara og þau fengið viðurkenningar fyrir vel unnin verkefni. „Það sem skipti miklu máli hjá okkur í ferlinu að gerast eTwinning skóli var að hafa góðan upplýsingatækni-kennara sem heldur vel utan öll slík mál,“ segja þær. „Auk þess byggir þetta oft á samvinnu milli kennara. Tungu-málið getur til dæmis verið hindrun því sumir treysta sér ekki til að skrifa umsókn eða skýrslu á ensku. Þá kemur samvinnan inn og við hjálpumst öll að.“

Spurðar um áhrif þess að vera eTwinning skóli á þeirra skólastarf nefna þær fyrst og fremst að þau hafi verið góð, enda sé hægt að líta á eTwinning sem ákveðna endurmenntun fyrir starfsfólkið. Það hefur gert það að verkum að þátttaka kennara hefur smátt

Aðsend grein

eTwinning eykur víðsýni nemenda og ýtir undir samvinnu kennara

og smátt aukist. „Við erum stolt af því að vera eTwinning skóli,“ segja þær

glaðar, „við hengjum viðurkenn-ingarskjölin til dæmis upp frami

á gangi þar sem allir geta séð. Fólki finnst þetta vera jákvætt. Þetta gefur einnig kost á því að maður getur tekið þátt í fleiri evrópskum ráðstefnum og vinnustofum,“

bætir Elín við. „Til dæmis ráðstefnum sem eru bara

ætlaðar eTwinning skólum.“ „Síðan er auðvitað það sem

er mikilvægast í þessu,“ bætir Elín við, „og það er að þátttaka í eTwinning gerir börnin víðsýnni. Eldri nemendurnir hafa til dæmis verið að tala við nemend-ur á Spáni í rauntíma og sjá að það eru börn úti í heim að gera sömu hluti og þau. Með tækninni er þetta orðið svo þægilegt.“

Nánari upplýsingar um eTwinning má finna á www.etwinning.is og á evrópsku vefsíðunni www.etwinning.net. Einnig er hægt að hægt að leita til eTwinning sendiherra víða um land, starfandi kennara með mikla reynslu af eTwinning.

Sólveig Sigurðardóttirverkefnisstjóri eTwinning hjá Rannís.

Í mars síðastliðn-um bættust við níu íslenskir skólar í eTwinning fjöl-skylduna. eTwinning skólar á Íslandi eru því orðnir 11 talsins.

Page 49: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 49

Instagram / KENNARASAMBANDIÐ

Instagram

@kennarasambandKennarasambandið er á Instagram og er alltaf á höttunum eftir skemmtilegum myndum úr skólastarfinu. Félagsfólk er hvatt til að fylgja @kennarasamband.

Page 50: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

50 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

NÁMSEFNI / Menntamálastofnun

K ennarar og foreldrar stóðu frammi fyrir nýjum áskor-unum í vor þar sem nám grunn-

skólabarna þurfti að hluta til að fara fram á heimilum. Til að koma til móts við þarfir kennara, nemenda og foreldra brá starfsfólk Menntamálastofnunar á það ráð að gera rafrænt námsefni aðgengilegra fyrir heimilin. Harpa Pálmadóttir, útgáfustjóri miðlunarsviðs Menntamálastofnunar, og Andrea Anna Guðjónsdóttir, sérfræðingur í læsisteymi stofnunarinnar, sáu um uppsetningu og utanumhald á Fræðslu-gátt sem stofnunin setti á laggirnar.

Tilgangur FræðslugáttarinnarAðspurðar um það hvernig Fræðslu-gáttin kom til segja þær að þegar leit út fyrir að til samkomubanns kæmi og að kennsla yrði skert hafi þau hjá Mennta-málastofnun farið að velta því upp hvernig hægt væri að koma til móts við kennara, nemendur og foreldra.

„Vefur Menntamálastofnunar er vissulega öllum opinn og kennarar þekkja hann en öðru máli gegnir um marga foreldra og nemendur og því var Fræðslugáttin sett upp til að auðvelda þeim aðgengi að rafrænu námsefni. Allt rafrænt efni sem í boði er hjá stofnuninni er sett þar fram og hægt að nálgast eftir aldursstigum en auk þess var meira efni bætt við vegna breyttra aðstæðna,“ segja Harpa og Andrea Anna.

Aukið aðgengi að rafrænu efni Ráðist var í að setja fleiri lestrarbækur á rafbókaform og gera verkefni með

þeim aðgengileg á vefnum, eins og t.d. bækur í flokkunum Smábók og Listin að lesa og skrifa fyrir yngsta stig. Nokkrar bækur í flokknum Auðlesnar sögubækur fyrir unglingastig eru nú á rafbókarformi ásamt fleiri bókum sem áður voru eingöngu í boði prentaðar. Fræðslumyndir sem hafa verið að-gengilegar fyrir skóla eru öllum opnar á meðan þetta ástand varir.

„Við auglýstum eftir gagnlegu og áhugaverðu efni frá kennurum og fleiri aðilum sem við síðan gerð-um aðgengilegt inni á Fræðslugáttinni, undir Annað efni. Við áttum í góðu samstarfi við skólasamfélagið en allir lögðust á eitt að skapa nemendum sem bestar aðstæður á þessum óvenjulegu tímum. Mennta- og menningarmála-ráðuneytið fór af stað með lestrarátakið Tími til að lesa þar sem markmiðið var að setja heimsmet í lestri og RÚV stóð fyrir Mennta-RÚV með dagskrá fullri af efni fyrir börn og ungmenni. Vísað var í þetta efni í fræðslugáttinni.“

Þær segja það ánægjulegt að auðsótt mál hafi verið að fá leyfi hjá er-lendum forlögum til að heimila birtingu

Breyttar aðstæður kölluðu á

önnur úrræði

á ýmsu efni sem áður var á læstu svæði kennara.

Betri yfirsýn yfir námsefni Þær segja að fyrst og fremst gefi Fræðslugáttin yfirsýn yfir það námsefni Menntamálastofnunar sem til er á rafrænu formi, þar sem efnið er allt aðgengilegt á einum stað. Margir kennarar hafi útbúið stunda-töflur eða dagbækur fyrir nemendur með fjölbreyttum verkefnum þvert á greinar eins og t.d. hreyfingu, lestur, uppskrift til að fara eftir, myndasögu-gerð, að kynna sér fugl á Fuglavefn-um, syngja, teikna og svona mætti áfram telja.

„Stuðningur við foreldra felst í því að efnið er aðgengilegt hvar og hvenær sem er þar sem er nettengd tölva. Þeir geta farið inn á Fræðslugáttina og sótt rafbækur, hljóðbækur, fræðslumyndir og verkefni. Dæmi um efni fyrir yngstu nemendurna er Smábókaskápurinn en markmið hans er að þjálfa lestur, efla lesskilning og lestraráhuga og gefa börnum tækifæri til að nota tölvu sér til gagns og á skipulegan hátt. Foreldrar geta átt notalega lestrarstund með barninu sínu þar sem hægt er að lesa bækurnar og hlusta á þær upplesnar í leiðinni, svara síðan spurningum og spreyta sig á verkefnum.“

Þá benda þær á að tilval-ið sé fyrir nemendur að þjálfa ýmsa færni í gegnum námsleiki, hvort sem er í dönsku, stærðfræði eða ís-lensku. Klukkuvefurinn sé sívinsæll en hann hjálpi nemendum að læra á skífuklukku og tölvuúr. Það sé því af mörgu að taka.

 Hefur hjálpað nemendum í sóttkví eða einangrun„Við fengum mörg skilaboð frá ánægð-um kennurum, foreldrum og bókasafns-fræðingum um að Fræðslugáttin hefði

Stuðningur við for-eldra felst í því að efnið er aðgengi-legt hvar og hvenær sem er þar sem er nettengd tölva.

Við fengum mörg skilaboð frá ánægðum kennur-um, foreldrum og bókasafnsfræðingum um að Fræðslugáttin hefði komið sér vel á meðan skólahald var með skertum hætti.

Page 51: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 51

Menntamálastofnun / NÁMSEFNI

um COVID-19 á skólastarf. Hún auðveldaði heimanám barna ef þau voru í sóttkví eða einangrun og þau gátu nálgast námsefnið án þess að hafa mikið fyrir því en samkvæmt könnuninni jókst heimanám mikið.

„Það er líka gaman að segja frá því að eldri borgari hafði samband og lýsti yfir ánægju sinni með að efnið væri aðgengilegt en hann kynnti sér ensku og ítalíuskrift,“ segja þær.

Opin svo lengi sem þörf er áNú er óvíst hvernig veturinn verður og hvort kennsla í skólum verði með eðli-legu móti. Má búast við því að kennarar

og heimilin geti nýtt sér Fræðslugáttina áfram? „Það er ánægjulegt að segja frá því að ákvörðun hefur verið tekin um að Fræðslugáttin verði opin þetta skólaár eða svo lengi sem þörf er á,“ segja þær Harpa og Andrea Anna að lokum.

komið sér vel á meðan skólahald var með skertum hætti. Kennarar vísuðu á rafbækur í auknum mæli sem sparaði vinnu við að sótthreinsa hverja einustu bók eftir skil. Foreldrar urðu einnig meðvitaðri um að þær væru til staðar, sem og ýmsar hljóðbækur.“

Einnig hjálpaði þetta skólum sem þurftu að loka fyrirvaralaust við að skipuleggja skólahaldið og halda uppi kennslu, líkt og kom fram í könnun sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands gerði á áhrif-

Harpa Pálmadóttir, útgáfustjóri miðlunarsviðs Menntamálastofnunar, og Andrea Anna Guðjónsdóttir, sérfræðingur í læsisteymi Menntamálastofnunar.

Við áttum í góðu samstarfi við skóla-samfélagið en allir lögðust á eitt að skapa nemendum sem bestar aðstæður á þessum óvenjulegu tímum.

Page 52: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

52 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

KENNARINN / Mælistikan

Skólavarðan mælir með

Fáryrði, grikkur og mikilvægi þess að dansa

Það má gera sér ýmislegt til dundurs þegar vinnudegi í skólanum lýkur. Við höfum tekið saman ofurlítinn lista af áhugaverðu efni sem getur hugsanlega nýst í starfi en er líka alveg

tilvalið til að stytta sér stundir og gleðjast yfir.

Ken RobinsonTED og YouTubeBörn eiga að fá að dansa á hverjum degi. Það er jafnmikilvægt og að þau læri stærðfræði. Ken Robinson er skólafólki afar kunnugur en þessi virti og vinsæli fræðimaður lést fyrir skömmu, sjötugur að aldri. Hægt er að mæla með fyrirlestrum Robinson á TED, einkum „Do schools kill creativity?“ en sá fyrirlestur er sá allra vinsælasti í sögu TED. Horft hefur verið á hann 66 milljón sinnum og auk þess hafa 20 milljónir horft á sama fyrirlestur á YouTube.

Social DilemmaHeimildarmynd á Netflix

Hreint út sagt sláandi heimilda-mynd um hvernig samfélags-miðlarnir tengja okkur ekki bara saman held-ur stjórna lífi okkar og hafa áhrif á stjórnmál og fleira í heiminum. Í myndinni

koma fram margir háttsettir starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækjanna og er frásögn þeirra oft og tíðum hrollvekjandi. Mynd sem vert er að gefa gaum.

Skoðum heiminnLeikur og landafræði Ferðalög eru víst ekki málið þetta árið, eins og allir vita. Hins vegar getur útþrá gert vart við sig og löngun til að skoða heiminn. Þá getur verið snjallt að fara í landafræði-gisk-leik á vefnum Geoguessr.com. Þátttakandinn lendir einhvers staðar úti í heimi og þarf að fikra sig áfram, jafnvel „ferðast“ marga kílómetra, reyna að átta sig á landslagi og lesa á skilti til að sjá hvar hann er staddur. Það getur líka verið gaman að spila leikinn í hóp þar sem allir vinna saman.

Flimtan og fáryrði Hlaðvarp um íslenskar bókmenntir fyrri alda Þeir Gunnlaugur Bjarnason íslensku-fræðingur og Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum fræðum, halda úti hlaðvarp-inu þar sem gerð er tilraun til að miðla íslenskum miðaldabókmenntum og nýlegum rannsóknum á þeim til áheyrenda í léttum dúr þannig að þeim finnist þeir ekki staddir í skólastofu heldur í léttu spjalli í kaffiboði. Markmiðið er að kveikja áhuga á fornum bókmenntum. Heiti hlaðvarpsins er sótt til Þórhildar skáldkonu sem var rekin úr brúðkaupi fyrir flimtan og fáryrði og þeir félagar reyna að taka hana sér til fyrirmynd-ar. Þættirnir eru aðgengilegir á Spotify og Buzzsprout.

Glæpur við fæðinguÆvisaga, Angústúra

Bókin Glæpur við fæðingu er eftir Trevor Noah sem margir þekkja sem uppistandara og þáttastjórnanda The Daily Show. Noah segir frá uppvexti sínum í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Titill bókarinnar vísar til þess að Noah

er sonur hvíts Svisslendings og svartrar Xhosa-konu og tilvist hans er sönnun þess að foreldrar hans frömdu glæp. Noah skrifar sögu sína með gamansömum stíl þótt lesandinn skynji alvöruna sem býr undir. Mögnuð ævisaga og afskaplega vel þýdd af Helgu Soffíu Einarsdóttur.

GrikkurBenedikt bókaútgáfa 2020 Grikkur er önn-ur bók Domen-ico Starnone, eins fremsta skáldsagnahöf-undar Ítala. Á vef útgáfunnar kemur fram að bókin fjallar um myndlistarmann á áttræðisaldri sem deilir íbúð í fáeina sólarhringa með fjögurra ára dóttursyni sínum á meðan einkadóttir hans og tengda-sonur fara í ráðstefnuferð. Samspil hans við dóttursoninn, dótturina og tengdasoninn er fullt af grátbroslegum uppákomum. Fortíðardraugar fara á kreik og tilvistar-kreppa aldraðs listamanns snýst upp í eins konar einvígi við dóttursoninn, sem reynist honum ofjarl á flestum sviðum og gerir honum óvæntan grikk. Grikkur er fljótlesin skáldsaga og virkilega góð skemmtun sem skilur mikið eftir sig.

ParísarsögurSjónvarpsþættir á RÚVSkemmtileg frönsk þáttaröð með nokkuð dökkum húmor þar sem fylgst er með lífi fimm kvenna sem segja hver sína söguna í ástarborginni París. Leiðir þeirra liggja saman á mismunandi tímum og oft með skoplegum hætti. Þættirnir eru að klárast en eru aðgengilegir á Sarpinum.

Page 53: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 53

Norrænt samstarf / RADDIR

Það hefur enginn farið varhug af þeim áhrifum

sem kórónuveir-an hefur haft á starf í skólum, stofnunum og

samfélögum al-mennt.

Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfi og gæðum í menntun á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Fjölmargir kennarar, nemendur og mennta- og fræðslustofnanir á Íslandi hafa nýtt sér styrki til að þróa og bæta starf og þekkingu, samfélaginu öllu til góða.

Ísland tók við stjórn Nordplus fyrir tæpum tveimur árum en áætlunin færist á 3-5 ára fresti milli Norður-landanna. Það er Rannís sem sér um rekstur aðalskrifstofunnar þann tíma sem Ísland heldur um stjórnartaumana, en Rannís hefur rekið landsskrifstofu Nordplus á Íslandi frá 2013.

Fimm undiráætlanirNordplus felur í sér fimm undiráætlanir sem samanlagt ná yfir öll stig menntun-ar. Þær eru:

• Leik-, grunn- og framhaldskólastig• Háskólastig• Fullorðinsfræðsla• Horizontal, sem fer þvert á

skólastig• Sprog - tungumálahluti

Umsóknir í áætlunina skulu vera í takt við almenn markmið Nordplus ásamt því að falla vel að einni undirá-ætlun. Eins er lagt upp með sérstakar áherslur hverju sinni sem hafa meðal annars verið jöfn tækifæri, síðast var það stafræn færni og núna leggur Norræna ráðherranefndin áherslu á græn markmið og sjálfbærni.

Á hverju ári veitir Nordplus styrki upp á rúmlega 10 milljónir evra til fjölbreyttra menntaverkefna. Ísland hefur tekið virkan þátt í þessu samstarfi frá upphafi og hafa hátt í fimm þúsund Íslendingar fengið styrki á þeim tíma.

Nordplus býður styrki til samstarfsneta og þróunarverkefna, ferðastyrki vegna nemendaheimsókna og kennaraskipta, styrki fyrir þjálfun nema í starfsnámi og fyrir undirbún-ingsheimsóknir svo eitthvað sé nefnt.

Verkefni sem hlaut styrkVerkefni sem hafa hlotið styrk úr Nordplus eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Eitt þeirra sem hefur hlotið viðurkenningu og eftirtekt er Atlant-bib.org. Það er skólaverkefni með þátttakendum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi, Færeyjum,

Grænlandi, Lettlandi, Litháen og Suður-Slésvík sem og samísku svæðunum í Skandinavíu. Verkefnið hófst árið 2015 með stuðningi frá tungumálahluta Nordplus, Nordplus Språk.

Verkefnið er bókaverkefni þar sem nemendur og kennarar skrifa ókeypis fagbækur til afnota í öllum skólum. Bækurnar eru rafbækur með áherslu á það sem er ólíkt og líkt á Norðurlöndunum og baltísku löndun-um í sambandi við sögu, landafræði, tungumál og menningu. Nemendur taka þátt í að rannsaka, skrifa, þýða og talsetja bækurnar áður en þær eru gefnar út. Verkefnið er opið öllum, svo allir skólar geta skrifað og þýtt bækur. Endilega skoðið heimasíðu verkefnisins og jafnvel nýtið ykkur það.

Sérstakir tímar kalla á sér-stakar aðgerðirÞað hefur enginn farið varhug af þeim áhrifum sem kórónuveiran hefur haft á starf í skólum, stofnunum og samfélögum almennt.

En þeir sem starfa að menntamálum þekkja það að þurfa sífellt að laga sig að hröðum samfélagsbreyting-um. Stjórn Nordplus ákvað á vormánuðum að nýta mætti hluta styrkja sem þegar höfðu verið veittir til að fjármagna og kaupa fjarbúnað og annað til að halda verkefnum gangandi og auka líkur á að þau geti klárast. Þykir

Aðsend grein

Nordplus – áætlun þróunar og tækifæra

þetta hafa gengið vonum framar og verður væntanlega haldið áfram með slíkan stuðning á tímum óvissu. Það er stjórn Nordplus og starfsfólki mikilvægt að þátttakendur og styrkþegar finni fyrir velvilja og sveigjanleika áætlunar-innar. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að góð verkefni geti haldið áfram.

Á næstunniÞað er jákvætt að greina frá því að við hjá Nordplus upplifum þrautseigju og jákvæðni þegar við heyrum í fólki og allflestir eru ákveðnir í að halda sínum verkefnum áfram, þó sum hver verði

með aðeins breyttum áherslum og lengri tíma.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir undirbúnings-styrki í Nordplus Junior, (leik-, grunn- og framhaldsskólastig), Nordplus Voksen (fullorðins-fræðsla) og Nordplus Sprog (tungumál) og var umsóknar-frestur til 1. október 2020.

Tilgangurinn með undir-búningsstyrkjum er að auðvelda leit að samstarfsaðilum fyrir þróun umsókna í Nordplus fyrir komandi umsóknarfrest sem er til 1. febrúar 2021 og einnig má nýta undirbúningsstyrkinn fyrir umsóknarfrestinn 1. febrúar 2022.

Endilega kynnið ykkur þau tækifæri sem Nordplus býður upp á. Við á landsskrifstofu Nordplus erum sömuleiðis alltaf til í samtal og að leiðbeina hverjum og einum af stað.

Starfsfólk Nord-plus á Íslandi f.v.: Þorgerður Eva Björnsdóttir, Hulda Hrafnkelsdóttir , Dóra Stefánsdóttir, Eva Einarsdóttir, Andrés Pétursson og Skúli Leifsson.

Page 54: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

54 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020

SKÓLAVARÐAN / Krossgáta

Lárétt f 1. Mensjevikar og ________

mynduðu tvær fylkingar í sósíal-demókratíska verkalýðsflokknum í Rússlandi. (10) f 4. Stofnun sem miðlar

upplýsingum um staðbundinn menningararf hér á landi. (10) f 9. Plöntur sem mynda óvarin

fræ. (12) f 10. Ítalskur alþýðudans sem

köngulóategund er kennd við. (10) f 12. Mexíkönsk sterk sósa. (7) f 13. Smáríki í Evrópu sem fékk

sjálfstæði 1815. (10) f 14. Hrogn úr styrju. (6) f 16. Annað orð yfir kóp. (8) f 18. Bandarískur rithöfundur

sem skrifaði meðal annars Sláturhús fimm. (4,8) f 20. Tré (Salix babylonica) með

löngum slútandi greinum. (9) f 24. Þeir hættu að vera lögmæt-

ur gjaldmiðill hérlendis 1. október 2003. (5) f 25. Vara sem var notuð um

síðustu öld, gerð úr sikkorírót til að drýgja ákveðinn drykk. (10) f 26. Yfirmaður bandaríska

hersins á Filippseyjum í seinna stríði. (9) f 27. Frumefni sem kona fann

og nefndi eftir heimalandi sínu í þeirri von að það yrði sjálfstætt ríki. (5) f 29. Annað algengasta germ-

anska málið í Suður-Afríku. (9) f 31. Vík sem Látrar stendur við.

(7) f 34. Annað orðið yfir sýkinga-

varnir. (7) f 35. Dýr af undirættbálki

tvívængna, Nematocera. (7) f 37. Þekktasti bátur Thors

Heyerdahl. (3,4) f 38. Jökulá á Austurlandi. (10) f 39. Bandarísk tónlistarstefna.

Frægasti lagahöfundurinn sem tilheyrði þeirri stefnu var Scott Joplin. (7) f 40. Hátíðisdagur haldinn til

að minnast konungs sem féll við Stiklastaði árið 1030. (10)

Lóðrétt f 1. Frægt virki í Frakklandi.

(9) f 2. Könguló (Oligolophus

tridens) sem finnst á nokkrum stöðum hér á landi. Hún er með langa leggi eins og nafnið gefur til kynna. (10) f 3. Þýskt heiti þýskrar hafnar-

borgar við Eystrasaltið. (4) f 4. Klettaborg milli Vestur-

hóps og Víðidals. (11) f 5. ____ Oldman, enskur

leikari. (4) f 6. Afi óvelkomins barns sem

er hvorki Kúld né Schiöth. (9) f 7. Snyrtivörur notaðar til að

lita augnlok. (11) f 8. Hérað á Englandi.

Samnefnt skip tók þátt í að sökkva skipinu Bismarck í seinni heimsstyrjöldinni. (7) f 9. Borg sem stendur við Chao

Phraya ána. (7) f 11. Bunga á fæti, næst tánum.

(6) f 12. Stytting á ensku orði notað

yfir forþjöppu. (5) f 15. Eyja þar sem stærsta

borgin er Heraklion. (4) f 17. Annað heiti bergmintu. (7) f 19. Það að ná sér í torf. (9)

 f 20. Það að fella saman trébúta þannig að þeir falli hver inn í annan. (11) f 21. Tilgreining á því hvaða

grein laga einhver á að hafa brotið. (11) f 22. Nafn sem bróðursonur 33.

lóðrétt fékk eftir að hafa unnið glímu. (6) f 23. Annað orð yfir rúmmál. (6) f 24. Annað heiti sanktipálíu.

(11) f 27. Rússneskt ljóðskáld sem

lést af sárum sem hann hlaut í einvígi. (7) f 28. Íþróttafélag stofnað í

Efra-Breiðholti 1973. (7) f 30. Sá sem drap bróður sinn í

deilu um hvað borgin Róm átti að heita. (7) f 32. Breskur forsætisráðherra

sem tók við af Churchill. (6) f 33. Elsti sonur Abrahams,

getinn með Hagar. (6) f 36. Fornafn tónlistarmanns

sem hvarf í flugi yfir Ermarsundi í desember 1944. (5)

KrossgátaSendu okkur lausn gátunnar á

[email protected]íðasti skiladagur er 1. nóvember 2020

 f LAUSN SÍÐUSTU GÁTU

Í verðlaun er bókin Grikkur eftir

Domenico Starnone.

Page 55: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

Sigtúni 42 I 105 Reykjavík I sími 540 0700 I lanamal@li�ru.is

REIKNAÐU DÆMIÐhjá Brú

Bráðabirgðagreiðslumat á vefnum

Sjóðfélögum okkar bjóðast �ölbrey� lán til íbúðakaupa,viðhalds á húsnæði eða endur�ármögnunar.

Núna er hægt að gera bráðabirgðagreiðslumat á heimasíðu okkar, www.li�ru.is/greidslumat, þar sem þú getur séð áætlaða greiðslugetu á mánuði. Gagnlegt er að nota niðurstöðu greiðslumatsins við notkun á lánareiknivélinni til að bera saman lán og lánakosti sem bjóðast.

Kynntu þér lánaframboð okkarog við hlökkum til að heyra frá þér.

Page 56: SkólavarðanHAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 31. tbl. 2020 / EFNISYFIRLIT Kennarasamband Íslands Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is Ritstjórar: Arndís

ÞEKKIR ÞÚ RÉTTINDI ÞÍN?Eftirlaun ævilangt

Örorkulífeyrir komi til tekjutaps vegna sjúkdóms eða slyss

Maka- og barnalífeyrir

Séreignarsparnaður

Kannaðu réttindi þín á Mínum síðum á vef LSR