23
Háskóli Íslands Haustönn 2003 Framkvæmdarfræði 08.11.45 Ný prentsmiðja Morgunblaðsins Skilamat

skilamat1 - University of Iceland · Web viewhugbúnaður sem nýtist hverju sinni, s.s. Microsoft Word, Microsoft Excel, Microsoft PowerPoint, Microsoft Fronpage og Microsoft Project

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

skilamat1

PAGE

Háskóli Íslands

Haustönn 2003

Framkvæmdarfræði

08.11.45

Ný prentsmiðja Morgunblaðsins

Skilamat

Birgir Viðarsson

Birgir Jónsson

Helgi Þór Guðmundsson

Þorgeir Hólm Ólafsson

21. Inngangur

21.1. Um skilamat

21.2. Skilgreining verkefnisins

42. Samspil við umhverfi

42.1. Hagsmunaaðilar

42.2. Áhættugreining

73. Skilgreining markmiða

84. Meginrás og deilirásir

84.1 Meginrás

84.2 Deilirásir

84.3 Ganttrit

84.4 Lagskipting verkefnis

94.5 Áfanganiðurstöður

105. Verkefnisskipulag

105.1. Þáttakendur og samstarfsaðilar í verkefninu

105.2. Verkefnisskipulag

126. Samskiptakerfi

126.1 Samvinna og Samskipti

126.2 Fundir

126.3 Fundargerðir

136.4 Heimasíða verkefnisins

147. Verkefnisvinna

147.1 Vinnuform

147.2 Gæðatrygging

147.3 Aðstaða

158. Lokaorð

169. Viðauki

179.2. Ganttrit-verkefnisáætlun

189.3. Ganttrit-skilamat

1. Inngangur

1.1. Um skilamat

Skilamatið segir til um hversu vel hefur gengið að fylgja verkefnisáætluninni eftir. Verkefnisáætlunin var unnin með aðferðum verkefnastjórnunar og var stuðst við rit Mortens Fongel um gerð verkefnisáætlana og fyrirlestra Helga Þórs Ingasonar sem sér um námskeiðið verkefnastjórnun. Í verkefnisáætluninni var gerð heildaráætlun um úrvinnslu verkefnis, stjórnun þess og framvindu. Skilamatið er sett upp í aðalatriðum eins og verkefnisáætlunin að viðbættum upplýsingum um það hvernig gengið hefur að fylgja verkefnisáætluninni.

1.2. Skilgreining verkefnisins

1.2.1. Viðfang

Morgunblaðið er að ráðast í framkvæmdir við byggingu nýrrar prentsmiðju við Hádegismóa í Reykjavík, í nágrenni Rauðavatns. Viðfangsefni verkefnisins er að greina stjórn verksins, athuga þróun og undirbúning og kanna hvaða leiðir voru farnar í hönnun og útboði.

1.2.2. Afmörkun

Verkefnið afmarkast við undirbúningstíma verksins, þ.e. ekki verður farið í byggingarhluta þess.

1.2.3. Umhverfi

Við erum þrír nemar við umhverfis- og byggingarverkfræðiu skor sem skapa helsta umhverfi verkefnisins, en auk þess erum við í samstarfi við VSÓ Ráðgjöf sem hefur umsjón með verkinu. Þess vegna er skólinn aðal umhverfi verkefnisins.

1.2.4. Mat á einkennum

Í verkefnisáætlun var verkefnið í töflu 1.1.

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

Sífelluverk

X

Einskiptisverk

Rúmur tímarammi

X

Þröngur tímarammi

Grunnskipulagið hentar í aðalatriðum

X

Skipulagslegar ráðstafanir nauðsynlegar

Leiðir ekki af sér miklar breytingar

X

Leiðir til verulegra breytinga

Fáir, vel þekktir samstarfsaðilar

X

Margir aðilar innri og ytri taka þátt

Einföld og vel skilgreind niðurstaða

X

Ýmsir þættir hafa áhrif á niðurstöðuna

Svipaður bakgrunnur þátttakenda

X

Margskonar þátttakendur

Nauðsynleg þekking í einni delid

X

Samvinna margra aðila nauðsynleg

Helstu þáttakendur í fullu starfi

X

Allir í hlutastarfi, líka lykilmenn

tafla 1.1.

Þessi greining hefur staðist í aðalatriðum, en þó tímaramminn hafi verið nokkuð rúmur drógust skrif verkefnishandbókarinnar nokkuð vegna heimildaskorts.

2. Samspil við umhverfi

2.1. Hagsmunaaðilar

Við greiningu á hagsmunaðilum er hægt að gera sér grein fyrir hverja verkefnið snertir og hvernig. Skiptum hagsmunaaðilum upp í tvo megin flokka innri og ytri hagsmunaaðila.Verkefnishópurinn sjálfur myndi flokkast undir innri hagsmunaaðila, þar sem við komum til með að öðlast reynslu og þekkingu íverkefnastjórnun. Ytri hagsmunaaðilar eru hins vegar kennarar, VSÓ Ráðgjöf og Morgunblaðið, þ.e. þeir sem veita upplýsingar eða koma til með að hafa not af niðurstöðum verkefnisins.

Nánari útlistun á Hagsmunaaðilum í töflu 2.1.

Hagsmunaaðilar

Hlutverk/Framlag fyrir verkefnið

Þýðing fyrir verkefnið

Væntingar hagsmunaaðila

Innri:

Við sem vinnum verkefnið

Vinna að gerð skýrslu.

5

Læra framkvæmdarfræði og öðlast reynslu í stjórnun.

Ytri:

Kennarar (Verkkaupi)

Kenna framkvæmdarfræði og veita aðstoð við gerð skýrslu.

3

Að nemendur nái tökum á hugtökum námskeiðisins og skili góðri skýrslu.

VSÓ Ráðgjöf

Unnið náið með VSÓ, sem veitir hjálp/aðstoð við gerð verkefnisins.

3

Góð skýrsla, annað sjónarmið (okkar framlag).*

Morgunblaðið og byggingaaðilar

ekki bein þýðing

1

tafla 2.1.; Þar sem 5 er mesta þýðing og 1 minnsta.

Þessi greining hagsmunaaðila reyndist nokkuð rétt fyrir verkefnið og verður látin standa eins og hún er í verkefnisáætlun.

2.2. Áhættugreining

Með áhættugreiningu er ætlunin að finna út þau hugsanlegu vandamál sem upp gætu komið við gerð verkefnisins. Möguleg vandamál eru sett upp og þeim gefin einkunn (1-5) eftir afleiðingum og líkindum. Þar sem 1 er mjög ólíklegt, 2 er ólíklegt, 3 er frekar líklegt, 4 er líklegt og 5 er mjög líklegt. Einkunnirnar eru svo margfaldaðar saman og fundin út svokölluð áhættutala. Ef áhættutalan er á bilinu 15-25 er mikilvægt að hafa í huga mögulegar ráðstafanir til að sporna við vandamálum, sem upp gætu komið. Áhættugreining eins og hún var í verkefnisáætlun má sjá í töflu 2.2.

Möguleg vandamál

Afleiðingar

Líkur á vandamáli

Áhættutala

Varúðarráðstafanir

Kostnaður

4

1

4

Skipuleggja sig betur

Tímaskortur

4

2

8

Takmarka verkefnið, eyða meiri tíma í það.

Heimildaskortur

4

2

8

Þrýsta á VSÓ um upplýsingar.

Fáir nemendur í vinnuhópi (3)

3

5

15

Takmarka verkefnið meira.

Skortur á þekkingu í verkefnastjórnun

4

3

12

Tala við kennara, leita upplýsinga í bókum (rit Mortens Fangel).

Aðstaða

3

1

3

Leita utan Háskólans

tafla 2.2.

· Heimildaskortur reyndist vera aðal vandamálið framan af, þrýstum sennilega ekki nóg

· Kostnaðurinn felur sig í vinnu okkar í gegnum verkefnið.

· Tímaskortur hefði átt að vera lítill en vegna heimildaskorts dróst á langin að klára að skrifa verkefnisáætlunina.

· Það reyndist ekki verða að vandamál að nemendur væru aðeins 3 í vinnuhópnum. Vegna þess að verkefnið sjálft er ekki það stórt í sniðum.

Sjá breytingar í töflu 2.3.

Möguleg vandamál

Afleiðingar

Líkur á vandamáli

Áhættutala

Varúðarráðstafanir

Kostnaður

4

1

4

Skipuleggja sig betur

Tímaskortur

4

4

16

Takmarka verkefnið, eyða meiri tíma í það.

Heimildaskortur

4

4

16

Þrýsta á VSÓ um upplýsingar.

Fáir nemendur í vinnuhópi (3)

1

5

5

Takmarka verkefnið meira.

Skortur á þekkingu í verkefnastjórnun

4

3

12

Tala við kennara, leita upplýsinga í bókum (rit Mortens Fangel).

Aðstaða

3

1

3

Leita utan Háskólans

tafla 2.3.

Fleiri möguleg vandamál komu til greina, svo sem tæknileg vandamál, en áhættutalan var metin lítil.

3. Skilgreining markmiða

Mikilvægt er að setja sér markmið til að auka skilvirkni í hópvinnunni. Markmiðin þurfa að vera mælanleg og vel skilgreind svo að þau skili tilskildum árangri. Markmiðunum má skipta í þrjá flokka: grunnhugmynd, meginmarkmið og aðrar niðurstöður. Markmiðunum er lýst í töflu 3.1. en hámarks og lágmarks væntingum gerð skil í töflu 3.2.

Grunnhugmynd

Varðandi þörf

Greina stjórnun verksins fram að bygggingaframkvæmdum

Lausn og tækni

Að læra aðferðir verkefnastjórnunar

Varðandi tíma

Ljúka á tilsettum tíma

Meginmarkmið

Um afköst og umfang

Halda okkur innan ramma verkefnisins

Um gæði

Fá sómasamlega einkunn

Aðrar niðurstöður

Fagleg reynsla

Að við lærum að nota helstu aðferðir verkefnastjórnunar

tafla 3.1.

Möguleg markmið/ niðurstöður

max. væntingar

min. væntingar

Grunnhugmynd

Varðandi þörf

Að VSÓ nýti sér niðurstöðurnar

Að einhver sjái hag sinni í að lesa skýrsluna

Lausn og tækni

Lærum allar aðferðir verkefnastjórnunar

Lærum nóg til að ljúka verkefninu

Varðandi tíma

Vera vel innan tímamarka

Náum að skila á tilsettum tíma

Meginmarkmið

Um afköst og umfang

Förum aldrei útaf sporinu

Förum ekki langt út fyrir efnið

Um gæði

Fá ágætis einkunn

Ná faginu

Aðrar niðurstöður

Fagleg reynsla

Verðum fullmótaðir verkefnisstjórar

Skiljum helstu aðferðir og verkfæri verkefnastjórnunar

tafla 3.2.

Að setja upp markmiðalýsingu er eitt aðalatriði verkefnisáætlunar, það heldur mönnum á sporinu og fær fólk til að hugsa um aðalatriðin. Þetta hefur tekist með ágætum við gerð verkefnishandbókarinnar.

Þegar upp er staðið má segja að við höfum kynnst hinum ýmsu þáttum verkefnisstjórnunar og öðlast töluverða reynslu í henni.

4. Meginrás og deilirásir

4.1 Meginrás

Meginrás lýsir grundvallarþáttum verkefnisvinnunar. Þeir eru verkefnisáætlunin, söfnun upplýsinga og úrvinnsla þeirra ásamt gerð skýrslu og skilamats.

4.2 Deilirásir

Meginrásinni er skipt niður í deilirásir. Hver deilirás skiptir einstökum verkþáttum meginrásarinnar enn frekar niður og lýsir honum nánar.

4.3 Ganttrit

Ganttritin í viðauka sýna tímaáætlunina úr verkefnisáætluninni annars vegar og svo tímaáætlunina eins og hún leit út við lok námskeiðisins hins vegar. Í ganttritunum má sjá, helstu vörður þ.e. ákveðna fasta tímapunkta. Meginrásin er táknuð með feitletraðari línu en deilirásirnar með bláum línum.

Ef ganttritið úr verkefnisáætluninni er borið saman við ganttritið úr skilamati (sjá viðauka) má sjá töluverðar breytingar varðandi skipulag á heimildaröflun, gerð verkefnishandbókar og skilamats. Heimildaröflunin þekur mun lengri tíma en áætlað var, tímasetningar við gerð verkefnishandbókar og skilamats hafa breyst og gerð skilamats tók meiri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir.

4.4 Lagskipting verkefnis

Verkefnið sjálft er lag 0, áfangarnir sem mynda meginrásina eru lag 1, þeir þættir sem mynda deilirásina eru lag 2 og svo kemur lag 3 með aðeins nákvæmari útlistun á lagi 2 eftir því sem við á, sjá töflu 4.4.

Lag 0

Lag 1

Lag 2

Lag 3

Verkefni

Heimildaöflun

VSÓ Ráðgjöf

Fundir

Vekefnisáætlun

Verkefnisvinna

Undirbúningur kynningar

Kynning áætlunarinnar

Upplýsingamiðlun

Heimasíða

Verkefnishandbók

Úrvinnsla gagna

Skrif handbókar

Yfirferð

skil skýrslu

Skilamat

Endurgerð verkefnisáætlunar m.v. úrvindu mála.

Skil skilamats

tafla 4.4.

4.5 Áfanganiðurstöður

Má sjá á Ganttriti, Helstu atriði eru:

4.5.1 Gerð verkefnisáætlunar

Þarf að vera lokið fyrir 25. september

4.5.2 Gerð skýrslu

Skil skýrslu var frestað frá 5. nóvember til 12. nóvember.

4.5.3 Gerð skilamats

Skil skilamats var frestað frá 5. nóvember til 12. nóvember.

5. Verkefnisskipulag

5.1. Þáttakendur og samstarfsaðilar í verkefninu

Verkefnishópurinn samanstendur af Birgi Viðarssyni, Helga Þór Guðmundssyni og Þorgeiri Hólm Ólafssyni og teljast beinir þátttakendur. Óbeinir þáttakendur eru hins vegar þeir sem veita aðstoð, kennslu og ráðgjöf. Þeir eru Birgir Jónsson (kennari), Helgi Þór Ingasson (kennari) og Grímur Jónasson (starfsmaður VSÓ Ráðgjöf).

5.2. Verkefnisskipulag

Skiptum verkefnisskipulaginu í 3 meginflokka. Það er samvinnuform, skipurit og aðföng.

5.2.1. Samvinnuform

Í verkefnisáætlun er þess getið að samvinnuform mun vera með einfaldara formi þar sem hópurinn er fámennur og hópsmeðlimir sækja að einhverju leiti sömu tímana í skólanum. Það kom á daginn að samvinna innan hópsins gekk vel.

5.2.2. Skipurit

Skipuritið sýnir verkaskiptingu innan hópsinns. Skipaður er einn verkefnisstjóri (Helgi Þór Guðmundsson) sem hefur umsjón með verkinu í heild og síðan eru skipaðir stjórnendur yfir minni verkum innan verkefnisins. Vegna smæðar hópsins var samvinna mjög nauðsynleg.

5.2.3. Aðföng

Aðföng í þessu verkefni eru nær eingöngu í formi vinnuframlags og upplýsinga. Aðfangadreifing verkefnisins er að mestu leiti hagað þannig að allir sjá um upplýsingaöflun og aðföng í formi mannafla verða sótt jafnt og þétt allan tímann sem verkið stendur yfir til að forðast álagstoppa.

Í verkefnisáætluninni er talað um að vinnuframlag hvers og eins ætti að vera um 120 klst. og má áætla að það hafi tekist nokkurn veginn að halda okkur innan tímaramma, sjá kökurit 5.2.1.

Skipting vinnu

46%

14%

22%

11%

7%

Kennslustundir

Verkefnisáætlun

Verkefnishandbók

Skilamat

Heimildaröflun

kökurit 5.2.1

6. Samskiptakerfi

6.1 Samvinna og Samskipti

Samskipti þessa hóps hafa bæði verið á formi formlegra samskipta (fundir) og óformlegra samskipta (símtöl og tölvupóstur). Nú þegar komið er að lokum verkefnisins hefur það sýnt sig að óformlegu samskiptaleiðirnar hafa verið í aðalhlutverki hvað boðleiðir milli hópsmeðlima varðar. Vegna smæðar hópsins var auðvelt að halda utan um verkefnið og boðleiðir milli hópsmeðlima. Samvinna hefur verið með besta móti.

6.2 Fundir

Fundir hafa verið haldnir með reglulegu millibili út námskeiðið. Á fundunum eru allar helstu ákvarðanir varðandi verkefni teknar í sameiningu. Á fundum er skráðs niður helstu atriði sem koma í umræðu og helstu ákvarðanir, til að halda utan um verkefnið.

6.3 Fundargerðir

Fundarritari Birgir Viðarsson skráir niður fundargerðir og sér um að þær séu gerðar aðgengilegar fyrir hópinn (sett á vefinn). Haft var fyrir reglu að fundargerðir síðasta fundar voru lesnar upp í upphafi hvers fundar. Þessir fundir eru um stjórn, skipulag og skiptingu verkefnisins og hafa verið skráðir niður í eftirfarandi dagbók.

· Föstudagur 5.9.03; Fyrsti fundur, hópsmeðlimar hittast og ræða málin lauslega, engar sérstakar ákvarðanir teknar enda of snemmt að fara að hugsa um það.

· Mánudagur 15.9.03; Skipting aðila hópsins í stöður innan verkefnisins, sjá nánar skipurit. Í sameiningu er uppbyggingu verkefnisáætlunarinnar ákveðin. Ákveðið var að skipta skrifum hennar niður í þrjá hluta sem hver og einn hópsmeðlimur sér um. Yfirumsjón með verkefnisáætluninni fer Þorgeir Hólm Ólafsson og er aðal hlutverk hans að setja verkefnið upp í lokin.

· Föstudagur 19.9.03; Hópurinn hittist til að samræma þá vinnu sem þegar hefur verið lögð í verkefnisáætlunina.

· Þriðjudagur 23.9.03; Fyrsti fundur með heimildarmanni, farið lauslega yfir viðfangsefni verkefnisins (þ.e. verkefnishandbókarinnar), til að fá heildarsýn yfir þá vinnu sem er framundan í skýrslugerð. Ákveðið að vera aðalega í e-mail sambandi við heimildarmann á næstunni.

· Þriðjudagur 23.9.03; Undirbúningur kynningar undir stjórn Helga Guðmundssonar og lokafrágangur verkefnisáætlunar.

· Föstudagur 28.9.03 ; Fyrsti fundur um gerð verkefnishandbókar, eftir að hafa talað við heimildarmann er uppbygging verkefnishandbókarinnar ákveðin að hluta.Verkefninu er skipt niður milli aðila hópsins, sjá nánar skýrslu-skipurit í verkefnishandbókinni. En of snemmt er að taka ákvörðun um gerð handbókarinnar.

· Fimmtudagur 2.10.03; Vegna fjölda hópsmeðlima og umfangs skýrslunnar er ákveðið að reyna að takmarka verkefnið eitthvað. Ákvörðun ekki tekin um hvar skera á niður, enda hefur lítið af gögnum komið í hús.

· Mánudagur 5.10.03; Ákveðið að Þorgeir Ólafsson sjái um gerð heimasíðu og að byrjað verði sem fyrst á uppsetningu hennar.

· Föstudagur 10.10.03; Hópurinn hittist og ræðir núverandi stöðu hvers og eins í verkefninu, þe. hvernig gengur, þarf að breyta skipulaginu á einhvern hátt til að jafna út vinnuálag félaga. Engin ákvörðun tekin að svo komnu.

· Þriðjudagur 14.10.03; Stutt spjall eftir kennslutíma um framgang verkefnisins.

· Mánudagur 20.10.03; Hópurinn hittist og ræðir hin ýmsu vandamál sem hafa komið upp við heimildaröflun, lítil sem engin gögn hafa fengist og útlitið ekki bjart.

· Föstudagur 24.10.03; Hópurinn hittist og byrjað er að púsla skýrslunni saman út frá einstaklingsframtaki hvers og eins. Komumst að því að heimildamaður verður frá, næstu daga.

· Mánudagur 27.10.03; Haft samband við heimildarmann, eitthvað farið að birta til. Heimildarmaður lofar gögnum þegar hann kemur til baka.

· Miðvikudagur 5.11.03; Ný sending frá heimildamanni okkar, gögnin yfirfarin og komin fyrir í skýrslunni.

· Föstudagur 7.11.03; Hópurinn hittist og leggur lokahönd á skýrsluna.

6.4 Heimasíða verkefnisins

Sett var upp heimsíða með upplýsingum um verkefnið. Á síðunni er hægt að nálgast verkefnisáætlunina, verkefnishandbókina, skilamatið o.s.frv. Einnig er boðið uppá að skoða myndir sem teknar voru af framkvæmdum við nýja morgunblaðshúsið. Þessa heimasíða er að finna á veffanginu http://www.hi.is/~thho

7. Verkefnisvinna

7.1 Vinnuform

Beitt er aðferðafræði verkefnastjórnunar, meðlimir hópsins mæta á fyrirlestra til að

kynna sér verkefnastjórnun. Hjálpartæki við geymslu og framsetningu gagna er sá

hugbúnaður sem nýtist hverju sinni, s.s. Microsoft Word, Microsoft Excel, Microsoft PowerPoint, Microsoft Fronpage og Microsoft Project. Öll skrifleg gögn eru í vörslu hópstjóra upplýsingaöflunar Birgis Viðarssonar.

7.2 Gæðatrygging

Helsta gæðatryggingin er innri gagnrýni allra hópmeðlima þ.e. sjálfsgagnrýni og agi sem og gagnrýni á verk annara hópmeðlima. Skil á öllum einstökum verkhlutum er undir stjórn verkefnisstjóra.

7.3 Aðstaða

Nóg er af lausum stofum og tölvum í byggingu verkfræðideildar VR-2 við Háskóla Íslands. Ef vísað er í áhættugreiningu, kafla 2.2 verkefnisáætlunar hvað aðstöðu við verkefnisvinnslu varðar má sjá að áhættutalan er 3 sem gefur til kynna að líkur á að vandamál komi upp eru litlar. Þetta hefur verið metið af nemendum sem þekkja vel til aðstöðu háskólans. Þegar upp var staðið lentum við ekki í neinum vandræðum hvað aðstöðu varðar.

8. Lokaorð

Kennslan í verkefnisstjórnun á eftir að koma sér vel þegar út á vinnumarkaðinn er komið, enda er verkefnisstjórnun, greining og þróun eitt af helstu viðfangsefnum verkfræðingsins. Námskeiðið mun einnig gera vinnuaðferðir nemandans skilvirkari í framtíðinni.

Verkefnisáætlunin sem var gerð í upphafi námskeiðisins nýttist vel við gerð verkefnishandbókarinnar. Ef vísað er í inngang ”skilamatið felur í sér hversu vel hefur gengið að fylgja verkefnisáætluninni” þ.e. við gerð verkefnishandbókar þá má sjá af skrifum okkar og niðurstöðum hér að ofan að það hefur gengið vel og er viðfang verkefnisins uppfyllt.

_________________________________

Birgir Viðarsson

_________________________________

Helgi Þór Guðmundsson

_________________________________

Þorgeir Hólm Ólafsson

9. Viðauki

9.1 Skipurit

Verkkaupi

Brigir Jónsson

Helgi Þór Ingason

Ritari á fundum

BV

Allir

Hópstjóri

Verkefnisáætlunar

ÞHÓ

Allir

Hópstjóri

Upplýsingaöflunar

BV

Allir

Umsjón með heimasíðu

ÞHÓ

Allir

Ritstjóri

verkefnis

BV

Allir

Yfirumsjón með

Kynningu

HÞG

Allir

Hópstjóri

skilamats

ÞHÓ

Verkefnisstjóri

HÞG

Stýrihópur

Allir

9.2. Ganttrit-verkefnisáætlun

9.3. Ganttrit-skilamat

� EMBED OrgPlusWOPX.4 ���

PAGE

1

Verkkaupi

Brigir Jónsson

Helgi Þór Ingason

Ritari á fundum

BV

Allir

Hópstjóri

Verkefnisáætlunar

ÞHÓ

Allir

Hópstjóri

Upplýsingaöflunar

BV

Allir

Umsjón með heimasíðu

ÞHÓ

Allir

Ritstjóri

verkefnis

BV

Allir

Yfirumsjón með

Kynningu

HÞG

Allir

Hópstjóri

skilamats

ÞHÓ

Verkefnisstjóri

HÞG

Stýrihópur

Allir

_1129916308.xls

Chart1

KennslustundirKennslustundirKennslustundirKennslustundirKennslustundir

VerkefnisáætlunVerkefnisáætlunVerkefnisáætlunVerkefnisáætlunVerkefnisáætlun

VerkefnishandbókVerkefnishandbókVerkefnishandbókVerkefnishandbókVerkefnishandbók

SkilamatSkilamatSkilamatSkilamatSkilamat

HeimildaröflunHeimildaröflunHeimildaröflunHeimildaröflunHeimildaröflun

Kennslustundir
Verkefnisáætlun
Verkefnishandbók
Skilamat
Heimildaröflun
Skipting vinnu
165
1
1
1
1
50
80
40
25

Sheet1

Heildartími360

Kennslustundir165

Verkefnisáætlun50

Verkefnishandbók80

Skilamat40

Heimildaröflun25

360

Sheet1

01111

0

0

0

0

Kennslustundir
Verkefnisáætlun
Verkefnishandbók
Skilamat
Heimildaröflun
Skipting vinnu

Sheet2

Sheet3

_1129446091.bin