32
1 skátablaðið Varúð: Eldfim verkefni fyrir skátastarfið! 1. tölublað 2018

skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

1

skátablaðið

Varúð: Eldfim verkefni fyrir skátastarfið!

1. tölublað 2018

Page 2: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

2 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Grunngildin

í þessu blaði:

drekarfálkardróttir

rekkar & róverfullorðnir

Skátaaðferðin

Falinn fjársjóður | Uppþvottaboðhlaup | Brauð á teini | Stórleikir

Bananaleikurinn | Umgengni við hnífa | Flugnavörnin mikla

Spurningakönnun | Blaðamennska | Flekagerð

Hornstrandir | Gönguferðir | Þinn eigin svitalyktareyðir

Verkefnahugmyndir | Leiðtogaþjálfun | Góð ráð fyrir útileguna

4610141826

Page 3: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

3

Ritstýruspjall

Breyttar áherslur Skátablaðsins

Skátablaðið, 1. tbl 2018Útgefandi: Bandalag íslenskra skáta (BÍS)

Ritstjórn: Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir (ritstýra), Heiður Dögg Sigmarsdóttir, Magnús Geir Björnsson og Sunna Líf Þórarinsdóttir.

Aðrir pistlahöfundar: Arnór Bjarki Svarfdal, Vala Hauksdóttir (þýðingar).Prófarkalestur: Heiður Dögg Sigmarsdóttir.

Útlit og umbrot: Inga Auðbjörg Straumland.Ljósmyndir: Halldór Valberg Skúlason og Anna Margrét Sverrisdóttir.

Ábyrgðarmaður: Kristinn Ólafsson

Áskrift: Breytingar á póstfangi tilkynnist í síma 550 9800 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]

Bandalag íslenskra skátaHraunbær 123110 ReykjavíkSími: 5509800Netfang: [email protected]öng: skatamal.is og skatar.is Facebook: SkátarnirSnapchat: SkatarnirInstagram: @skatarnir#skatarnir

Bandalag íslenskra skáta er aðili að WAGGGS, World Association of Girl Guides and Girl Scouts og WOSM, World Scout Organisation of the Scout Movement.

Fyrir þremur árum síðan bauðst mér að taka þátt í Upplýsingaráði BÍS. Hluti af starfi mínu fyrir ráðið er að semja Skátablaðið. Ég hef gaman að því að skrifa greinar og taka viðtöl og vinnan hefur mér fundist skemmtileg, lærdómsrík og gefandi.

Vinnan á bakvið Skátablaðið er þó meiri en flesta órar fyrir. Það þarf til að mynda að velja viðfangsefni, skrifa greinar, endurskrifa greinarnar, hella upp á kaffi, finna réttu myndirnar, prófarkalesa, brjóta um blaðið, drekka kaffið, safna auglýsingum og ýmislegt fleira. Því er mikilvægt að blaðið skili tilsettum árangri og þjóni tilgangi sínum, en þá er einmitt nauðsynlegt að staldra aðeins við og velta fyrir sér: Hver er tilgangurinn með útgáfu Skátablaðsins?

Upplýsingar á nýjum vettvangiÉg hóf smá rannsóknarvinnu og skoðaði eldri eintök af blaðinu. Það sem ég sá voru blöð sem höfðu þann tilgang að upplýsa

skáta landsins um allt það helsta sem skeð hafði síðastliðið ár.

Upplýsingaflæði er vissulega mikilvægt fyrir félagasamtök á við skátana, en í dag höfum við fleiri leiðir til þess að uppfylla upplýsingaskylduna. Í einu orði: Netið. Við erum með nokkra vefi á vegum skátanna, Facebook-hópa, Instagram-aðgang og síðast en ekki síst; Þriðjudagspóstinn.

Gott skátastarf er góð auglýsingSvo virðist sem að ákveðinn samhugur sé innan skátahreyfingarinnar um að besta auglýsingin fyrir skátana sé gott skátastarf. Stuðningur við skátaforingjann skiptir þar höfuðmáli.

Þetta blað gengur út á skátastarf. Blaðið er ekki upptalning á atvikum og afrekum skátanna síðastliðið ár, heldur verkefnamiðað upplýsingarrit fyrir alla þá sem vilja stunda virkt skátastarf næsta veturinn og í framtíðinni. Í stað greinargerða um

starfsemi skátanna síðustu misseri, þá kynnir blaðið hvern aldurshóp fyrir sig með fjölbreyttum verkefnum. Landsmót aldursbila og umhverfið eru sérstök áhersluatriði í blaðinu. Tilgangur blaðsins er hreinlega að stuðla að góðu skátastarfi með hugmyndum að verkefnum. Von ritstjórnar er að blaðið komi til með að nýtast sem hugmyndabanki fyrir einstaka skáta, sveitir, flokka og sjálfboðaliða. Að blaðið sé tímalaust, nýtist sem kynningarefni og geymist á góðum stað.

Ég vona að þið séuð jafn spennt fyrir blaðinu og ég er!

Bestu skátakveðjur til ykkar allra,

Vigdís Fríða

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, ritstýra

Page 4: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

4 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

grunngildi skátahreyfingarinnarHvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur, vinnum góðverk, syngjum og segjum sögur, klífum fjöll og lendum í ævintýrum, en hvað liggur eiginlega á bakvið þetta allt? Svarið er skátaaðferðin! Skátaaðferðin samanstendur af átta þáttum sem allir haldast í hendur og vinna sem ein heild að því að gera skátastarf skemmtilegt, lærdómsríkt, ögrandi og einstakt. Ef það rúmast innan skátaaðferðarinnar, þá er það skátastarf!

Skátalög, skátaheitið og kjörorð skátaSaman mynda lögin, heitið og kjörorðið siðaboðskap skátanna. Allt okkar starf snýst um að læra að lifa eftir gildunum sem felast í þeim. Þegar þú gengur í skátana ferð þú með skátaheitið og lofar að halda skátalögin. Þau eru leiðarvísir í lífinu, eins konar siðferðislegur áttaviti, jafnt innan sem utan skátastarfs. Það er þó ekki þannig að lögin og heitið séu utanbókarlærdómur. Þau eru frekar eins konar hugarfar sem við temjum okkur hægt og rólega. Þau lýsa því hvernig skáti er og vill vera. Framfarir einstaklingsins

Hvað meina skátar með “framförum einstaklingsins?” - í raun tvennt:• Í fyrsta lagi að enginn getur allt, en allir geta

eitthvað. Allir geta lært og þroskast. Það er hlutverk skátaforingjanna að finna þetta „eitthvað” og hjálpa krökkunum að blómstra á því sviði.

• Í öðru lagi að skátar fylgjast með og viðurkenna framfarir. Þetta má t.d. gera með markmiðasetningu, merkjum, viðurkenningum, hátíðum o.fl. Svo lengi sem fylgst er með framförum og þær viðurkenndar.

Stuðningur fullorðinnaHér er lykilorðið stuðningur. Skátarnir eru nefnilega grasrótarhreyfing barna og ungmenna, en fullorðnir styðja við starf þeirra. Hlutverk fullorðinna er annars vegar formlegt - t.d. að sjá til þess að öryggis sé gætt, fjármál séu í lagi, foreldrar séu upplýstir, lögum sé fylgt og skátaaðferðin notuð - og hins vegar óformlegt - t.d. að vera jákvæðar fyrirmyndir, hvetja gott starf og búa til stemmingu - en alltaf eru það börnin og ungmennin sjálf sem eiga að vinna verkefnin. Þau ráða og þau gera. Skátaforingi er stóri bróðir eða systir, ekki yfirmaður, kennari eða herforingi.

FlokkakerfiðSkátaflokkurinn er grunneining skátastarfs, þ.e. langstærsti hluti skátastarfs á að fara fram í flokknum. Flokkurinn samanstendur af 4-8 skátum sem mynda vinahóp þar sem meðlimirnir vinna verkefni saman og skipta með sér hlutverkum. Einn er valinn flokksforingi og hann eða hún verkstýrir flokknum. Gott er að krakkarnir skiptist á að vera flokksforingjar. Skátaflokkar mynda síðan saman skátasveitir og skátafélög sem fullorðnir foringjar leiða, en flokkurinn er aðalatriðið!

Page 5: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

5

SamfélagsþátttakaMarkmið skátanna er að þroska börn og ungt fólk til þess að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélaginu. Það verður auðvitað ekki gert nema skátastarfið hafi einhvern snertiflöt við samfélagið. Skátar eiga að gera starf sitt sýnilegt og velta fyrir sér hvernig verkefnin nýtast þeim sem þátttakendur í samfélaginu. Skáti er nefnilega virkur gerandi, ekki óvirkur áhorfandi. Að vinna ýmis sjálfboðastörf fyrir nærsamfélagið, gera góðverk, rækja skyldur sínar og temja sér hjálpsemi ætti að vera stór hluti skátastarfsins. Skáti spyr sig: Hvernig verð ég virkari þátttakandi? Með því að læra skyndihjálp? Baka köku? Kjósa til þingkosninga?

NáttúranSkátastarf á að fara fram í náttúrunni, í sátt við

náttúruna og fjalla um náttúruna. Skátar fara í útilegur vegna þess að þær eru smekkfullar af lærdómstækifærum. Náttúran er risastór skólastofa þar sem hægt er að læra sjálfsbjargarviðleitni, virðingu, samvinnu og ýmsa verklega færni. Úti í náttúrunni má

öðlast líkamlegt hreysti og andlega vellíðan. Hægt er að vinna með náttúruna á margan hátt,

t.d. með fjallgöngum, klifri, siglingum og öðru útilífi, en einnig með útileikjum, föndri úr náttúrulegum hráefnum, umhverfisvernd, og náttúrufræði. Allt þetta á svo náttúrulega að leiða til löngunar til að vernda náttúruna. Enda er skáti náttúruvinur.

Táknrænn rammiOrðið skáti þýðir könnuður og vísar til þess að skátinn kannar nýjar lendur, bæði táknrænt og bókstaflega. Þetta setur tóninn fyrir skátastarf og er dæmi um „tákn.” Í skátunum vinnum við með stórar hugmyndir og til að tengja þær betur við reynsluheim og ímyndunarafl krakka notum við tákn, sögur, hefðir og fyrirmyndir. Saman nefnist þetta „táknrænn rammi.” Hér er af ógrynni að taka, og augljósust eru ýmis ytri tákn á borð við skátabúninga og skátakveðjur. Með því að segja sögur, búa til hefðir í skátaflokkum og vísa í jákvæðar fyrirmyndir má t.d. gera skátalögin áþreifanlegri. Táknin og sögurnar búa líka til mikla „skátastemmingu” og eru þannig góð verkfæri til þess

að búa til samheldni og félagsskap. Innan táknræna rammans falla líka þemu, t.d. Skógarlífs þema

drekaskátanna. Einfalt verkefni á borð við að kveikja eld verður að ævintýri ef foringinn tengir eldinn við söguna af rauða blóminu í Skógarlífi.

ReynslunámÞetta hefur oft verið nefnt „að læra með því að gera” (e. learning by doing). Í skátunum eiga verkefnin að vera áþreifanleg og tengjast raunverulegri reynslu barnanna. Þau eiga að fá að leysa verkefnin sjálf. Reynslunám er andstæðan við fyrirlestra og bókalestur, enda fer skátastarf fram í leikjum, verklegum viðfangsefnum og raunhæfum verkefnum. Sem dæmi: ef skáti ætlar að læra á áttavita, þá les hann ekki um segulgráður í bók, heldur fer hann í fjallgöngu þar sem hann þarf að reiða sig á áttavita. Það er þó ekki nóg að bara „gera” - það þarf líka að undirbúa og endurmeta. Krakkarnir eiga sjálfir að fá

aðkomu að því að velja og undirbúa verkefnin, framkvæma þau svo sjálf

og endurmeta þau svo. Þannig verður lærdómurinn dýpri en

með eintómum æfingum.

Texti: Arnór Bjarki Svarfdal. Tákn hönnuð af Freepik og fengin af Flaticon.com

Page 6: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

6 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Glaðværir grallararDrekaskátar hittast og læra nýja hluti innan- sem utandyra. Skátastarf þeirra einkennist af ævintýrum, leikjum og spennandi verkefnum í hópi jafnaldra. Lögð er áhersla á hjálpsemi og glaðværð, sjálfstæði og tillitssemi, ábyrgð og virðingu fyrir náttúrunni.

#StuttlegaViltu sjá hvernig náttúran fer með ólíka hluti? Í þessu verkefni er nokkrum hlutum safnað og þeir síðan grafnir niður. Eftir um það bil hálft ár eru þeir grafnir upp aftur til að skoða hvernig þeir líta út.

Fyrsti hluti verkefnis:Safnið nokkrum mismunandi hlutum sem þið viljið prófa að grafa niður. Setjið hlutina í blómapott og grafið hann svo niður í jörðina!

Áður en hlutirnir eru grafnir niður er giskað á það hve lengi þeir eru að brotna niður í náttúrunni. Gott er að taka ljósmyndir af því sem þið settuð í blómapottinn og búa til lista yfir það sem fór í hann. Þá er allt sett

í blómapottinn, hann fylltur með mold og svo grafinn niður þannig að efsta brún standi aðeins upp úr jörðinni.

Hvað getum við grafið niður? Hér eru nokkur dæmi!

• Eplahýði• Umbúðir utan af

nammi• Tyggjó• Bananahýði• Álpappír• Vírbútur• Appelsínubörkur• Plastpoki• Spotti• Blað• Nagli• Eggjaskurn• Brauðsneið

Annar hluti verkefnis:Þegar liðið er hálft ár er blómapotturinn grafinn upp aftur. Setjið upp rannsóknarstofu og skoðið það sem er eftir af hlutunum og berið saman við ágiskanirnar sem þið skráðuð niður þegar þið grófuð pottinn niður.

Falinn fjársjóður!

Drekaskátar | 7-9 ára

Page 7: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

7

Hefur þú einhverntímann óskað þess að þú gætir fengið bréf frá sjálfum þér í fortíðinni? Það er mögulegt með þessu verkefni!

Það sem þarf: • Blöð• Blýanta• Umslög• Traustan aðila til þess

að passa uppá bréfin

Verkefnalýsing:1. Ákveðið hvenær þið

viljið fá bréfin frá ykkur sjálfum aftur. Ætlið þið að láta hálft ár líða? Eitt ár eða jafnvel tvö?

2. Setjist niður með blaðið og blýantinn, veltið fyrir ykkur hverju þið viljið koma til skila við “ykkur í framtíðinni”.

3. Skrifið allt sem þið viljið í bréfið, setjið það í umslag og lokið því.

4. Látið skátaforingjann ykkar eða annan traustan aðila hafa bréfin. Þegar tíminn er liðinn lætur hann ykkur svo hafa bréfin.

Tímavélin!

Uppþvottaboðhlaup!Þegar skátasveitin ykkar hefur borðað ljúffenga máltíð og það eina sem á eftir að gera fyrir fundarslit er að vaska upp, þá er um að gera að búa til smá leik úr því!

Lýsing á leik:1. Sveitinni er skipt

upp í tvö lið sem standa við línu, um það bil 5 metrum frá þeim stað þar sem uppþvotturinn fer fram. Sami fjöldi óhreinna mataríláta er settur annað hvort í einn stafla sem allir þátttakendur taka af eða í tvo minni stafla.

2. Ílát með sápuvatni og hreinu vatni fyrir hvorn hóp.

3. Svo hefst keppnin: Einn keppandi úr hvoru liði hleypur að þvottastaðnum, þvær, skolar og þurrkar eitt ílát, leggur það á fyrirfram ákveðinn stað og hleypur til baka.

4. Sá næsti hleypur þá

af stað og þannig fer leikurinn fram þar til allt leirtau er hreint.

5. Athugið: Leikurinn hentar best úti en má auðvitað leika inni, en þá þarf að þrífa gólfið á eftir. Þátttakendur eiga alls ekki að hlaupa með uppvaskið og æskilegt er að hafa enga beitta hnífa með í leiknum.

7

Page 8: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

8 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

landsmót drekaskátaÁ landsmóti drekaskáta var ýmislegt brallað. Þar á meðal bakstur, klifur, bogfimi, vatnsslagur, þrautabraut, poppað popp og blindraþraut. Skoðum þetta nánar.

Aðferð1. Kveiktu varðeld eins

og sannur skáti!2. Blandaðu

innihaldsefnunum saman í skál, hnoðaðu deigið og rúllaðu í mjóar lengjur.

3. Vefðu brauðlengjunni um endan á löngum teini eða trjágrein.

4. Njóttu!

Góð ráðEf eldurinn er aflangur komast fleiri að honum. Einnig má vefja öllu deiginu um eina grein eða trjábút sem komið er fyrir yfir eldinum og snúið öðru hvoru meðan deigið bakast.

Brauð á teini

Það eina sem þarf í blindraþrautina er eitthvað til þess að binda fyrir augun. Hægt er að framkvæma þrautina nánast hvar sem er.

Lýsing á verkefni: Veljið einn aðila til þess að vera tímabundið blindur. Hinir í hópnum leiðbeina hinum blinda

Uppskrift fyrir 5

Innihald2,5 dl hveiti

1 tsk lyftiduft0,5 tsk salt

1 dl vatn

í því verkefni sem hann þarf að sinna. Það getur til dæmis verið að ná í eitthvað, ganga þrautabraut eða búa til spilaborg. Einnig er hægt að útfæra leikinn þannig að sá blindi matar annan einstakling. Alls kyns útfærslur eru í boði en þær krefjast allar samvinnu.

Komdu með mér í blindraþraut!

#STUTTLEGA8 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Page 9: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

9

Hvað er stórleikur? Einfalt svar, það er stór leikur sem inniheldur marga minni leiki.Stórleikir geta verið bæði flóknir eða einfaldir og geta hentað drekum jafnt sem „ávallt skátum“ á besta aldri. Leikirnir geta verið af ýmsum toga; sumir eru einstaklingsmiðaðir, aðrir henta fyrir hópa. Oft eru leikirnir settir í ævintýralegan búnað með þema, þemun eru svo stundum sett í samhengi með spilaborði eða markaði sem þátttakendur verða að nýta til að vinna og klára leikinn. Að skapa góðan stórleik getur verið tímafrekt, en hér eru nokkur ráð sem geta komið að góðum notum.

1. UppbyggingFyrst er gott að spyrja hver tilgangur leiksins á að vera: er þetta stigakeppni, eða keppni um að komast á endapunktinn á spilaborðinu, þarf að finna efnivið til að búa til pizzu eða smíða eitthvað, eða þarf að snúa á og sigra „vonda karlinn“ eða hin liðin?

2. HagkerfiFlestir stórleikir innihalda einhverskonar hagkerfi. Það gæti verið allt frá baunum yfir í ávísanir

sem skátarnir þurfa að safna með því að leysa þrautir. Gjaldmiðillinn er í raun og veru ekkert annað en leið til að halda utan um stig liðanna. Til að flækja leikinn má nota gjaldmiðilinn sem „lykil“ að lausn leiksins, til dæmis til að kaupa sér teningaköst fyrir spilaborð, efnivið í lokaverkefnið (t.d. grillpinna til að byggja brú, - liðið með sterkustu brúna vinnur í lok leiksins).Núna er aðal spurningin, gengur hagkerfið upp? Hversu mörg verkefni þarf að leysa og hversu mörg stig fást fyrir hvert? Hvað taka verkefnin langan tíma og hvað þarf að klára mörg til að geta klárað leikinn? Þetta kemur í veg fyrir að leikurinn klárist óvænt á mikið styttri tíma en var áætlað eða þá að leikurinn ætli aldrei að taka enda.

3. ÞemaStórleiki má oft tvinna saman við þema viðburðarins. Sem dæmi má nefna að á Drekaskátamótinu voru táknrænar fyrirmyndir drekaskáta nýttar í stórleikinn, skátarnir unnu verkefni á mismunandi þroskasviðum og fengu límmiða með myndum af Bagheera, Balú, Kotick og félögum. Þema

mótsins getur til dæmis endurspeglast í búningum póstastjóranna, skreytingum á spilaborði, heildarhugmynd í uppbyggingu og fleiru.

4. VerkefniÞegar uppbygging, útfærsla og hagkerfi hafa verið hönnuð þarf að búa til verkefnin sjálf sem eru megininnihald leiksins. Verkefnin, eða þrautirnar, geta verið af fjölbreyttum toga, til dæmis limbó, hrópa bottom-sjú, labba aftur á bak á stultum, borða sítrónusneið, syngja lag eða gera manngerðan pýramída. Þrautirnar eiga að reyna á vitsmunalega og líkamlega burði. Þær eiga einnig að stuðla að samvinnu og útsjónarsemi hópsins.

5. ReglurÞað er lykilatriði að allir skilji reglurnar, hvort sem það eru drekaskátar í upphafi einfalds stórleiks, eða fullorðnir skátar sem eru að fara að hefja margslunginn leik þar sem nauðsynlegt er að beita kænsku. Vertu búin/n að hugsa fyrirfram hvernig þú vilt koma reglunum til skila og prófa að útskýra leikinn fyrir einverjum sem tók ekki þátt í að búa hann til.

5 góð ráð til að gera velheppnaðan stórleik

9

Page 10: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

10 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Ólm í ævintýri!Fálkaskátar eru á aldrinum 10 - 12 ára. Flokkarnir velja sér spennandi verkefni til að fást við og vinna saman að margskonar verkefnum. Starfið á fyrst og fremst að vera spennandi og skemmtilegt. Verkefnin, fundirnir og útilegurnar búa skátana undir lífið með því að auka þekkingu og færni. Lögð er áhersla á virkni, ábyrgð, virðingu fyrir sér og öðrum, sjálfstæði og náttúruna.

A Á B D Ð E É F G H I Í J K L M N O Ó P R S T U Ú V X Y Ý Þ Æ Ö

A Á B D Ð E É F G H I Í J K L M N O Ó P R S T U Ú V X Y Ý Þ Æ Ö

Heimsókn í endurvinnslustöð!Hafið þið séð hvað verður um ruslið sem við hendum? Það er kjörið tækifæri fyrir skátasveitir að fara saman og heimsækja endurvinnslustöð í nágrenni við skátaheimilið. Þá er einnig mögulegt að heimsækja Græna skáta sem er fjáröflunarfyrirtæki skátanna. Bæði er hægt að fara í vettvangsferð í Hraunbæ og á Eldshöfða.

Aðferð:Fáðu foringjann þinn til þess að panta kynningu fyrir sveitina. Farið saman í vettvangsferðina og takið sérstaklega vel eftir:• Hvað verður um

plast?• Hvað verður um

pappír?• Hvað verður um það

sem fer í almenna ruslið?

Ígrundun:Eftir ferðina gæti verið góð hugmynd að spjalla saman um það sem þið lærðuð, • Er eitthvað sem kom

ykkur sérstaklega á óvart?

• Flokkið þið í skátaheimilinu?

• En heima hjá ykkur? • Er eitthvað sem þið

gætuð gert betur sjálf?

Fálkaskátar | 10-12 ára

BananaleikurinnVantar þig skemmtilegan ísbrjót? Þá er banana leikurinn málið!

Hér eru einfaldar leiðbeiningar:1. Sveitinni er skipt í jöfn

lið.2. Hverju liði er fenginn

einn banani.3. Hvert lið leggst í beina

línu með tá í haus með smá millibili.

4. Banani er látinn ganga frá fremsta manni til þess aftasta en aðeins má meðhöndla bananann með fótunum.

5. Seinasti maður borðar bananann og hleypur því næst fremst í röðina og leggst niður.

6. Liðið sem fyrst klárar þrautina fær banana í verðlaun.

Fylgdu foringjanumErt þú orðin(n) þreytt(ur) á að fá aldrei að ráða neinu? Þá er þessi leikur tilvalinn fyrir flokksfundinn þinn!

Hér eru einfaldar leiðbeiningar:1. Flokkurinn myndar

hring og einn leggst á grúfu í miðjunni.

2. Með handbendingum og án þess að tala ákveður flokkurinn hver sé foringinn fyrir þessa umferð.

3. Skátinn í miðjunni stendur upp.

4. Foringinn gerir einhverja sérstaka hreyfingu og skiptir reglulega um hreyfingu, allir hinir í hringnum herma eftir hreyfingunni.

5. Skátinn í miðjunni hefur þrjú gisk til að komast að því hver sé foringinn. Ef giskið er rétt fer foringinn í miðjuna, annars er miðjumaðurinn aftur í miðjunni og leikur hefst á ný (skref 1-5 endurtekið).

Vantar þig fleiri dagskrárhugmyndir? Kynntu þér dagskrárpakkann „Byggjum betri heim“ á vef skátanna.

Page 11: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

11

Getur þú leyst dulmálið?

ÞAÐ ER ÞESS VIRÐI AÐ GLEÐJA AÐRA

SKÁTAR BROSA OG FLAUTA UNDIR

ÖLLUM KRINGUMSTÆÐUM

EKKERT KEMUR SKÁTA Á ÓVART - HANN HEFUR RÁÐ UNDIR RIFI HVERJU

KLÚTURINN ER SAMEININGARTÁKN

OKKAR HANN BRÝTUR Á BAK ÞAÐ

SEM AÐGREINIR OKKUR ÞJÓÐERNI OG

STÉTT

11

Page 12: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

12 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Á Laugum í Sælingsdal þar sem kvenskörungurinn Auður Djúpúðga nam land var haldið landsmót fálkaskáta 5.-8. júlí síðastliðinn. Táp, fjör og ísbirnir voru einkennandi fyrir þetta glæsilega mót. Fjölbreytt dagskrá var á mótinu og meðal annars var boðið upp á að taka þátt í ísbjarnar áskorun, spjalla við talandi hrafn, prjóna og þæfa að hætti landnema, leita uppi seiðkonu og margt fleira. Einnig má nefna að snilldar kvöldvaka var haldin á laugardagskvöldinu og hlaupið var á eftir fljúgandi matartjöldum á sunnudagsmorgninum. Landsmótið á Laugum var frábært og allir sem komu að skipulagningu, framkvæmd og þátttöku eiga rikk tikk skilið.

Hreinna og beinnaTil þess að allt fari vel fram í útilegum og að allt dótið komi aftur heim er mikilvægt að tileinka sér nokkrar reglur í útilegum og lengri ferðum. Hefð er fyrir tjaldbúðaskoðunum þar sem farið er yfir hvort allt sé ekki í tipp topp ástandi í tjaldbúðinni. Hér eru nokkrar reglur sem gott er að hafa í huga og eru oft notaðar í tjaldbúðaskoðun:• Hreinlæti skáta,

tennur, hár, hendur, neglur og allt hitt.

• Uppsetning tjalda, passa þarf að stög og hælar séu almennilega fest og strekkt.

• Rusl í tjaldbúð, allt í poka og ekkert á jörðinni.

• Umgengni í tjaldi, allt dót í bakpoka nema dýna og svefnpoki sem er raðað snyrtilega í svefnrými. Pokum og skóm raðað í forstofu tjalds.

• Eldhússvæði snyrtilegt og brunavarnir í lagi.

Notaðu bitið með viti!-10 ráð um umgengni við hnífa.

Það er fátt skemmtilegra en að geta búið til næstum hvað sem er með skátahnífnum þínum. Gleymdist grillspaðinn heima? Hvernig væri að tálga bara nýjan úr eldiviðarhrúgunni? Hér eru 10 öryggisráð um hvernig er gott að meðhöndla hnífa á öruggan hátt:1. Geymdu hnífinn

alltaf í hulstri og láttu oddinn vísa niður.

2. Gættu að því þegar hnífurinn er tekinn úr hulstri að hönd komist aldrei í snertingu við hnífsblaðið.

3. Þegar þú notar hnífinn sitjandi gættu að því að olnbogar hvíli á hnjám og að hnífurinn sé vel frá líkamanum.

4. Skerðu alltaf í átt frá líkamanum.

5. Hafðu rúmt pláss í

kringum þig þegar þú vinnur með hníf.

6. Hafðu alltaf blaðið beitt, beittur hnífur er öruggur hnífur.

7. Notaðu stöðugt undirlag þegar þú skerð með hníf.

8. Notaðu réttan hníf í verkið, pældu í stærð og lagi blaðsins.

9. Fylgstu vel með og einbeittu þér þegar þú notar hníf.

10. Geymdu saman-brjótanlega hnífa alltaf samanbrotna.

landsmót FÁLKAskáta

#þjóðlega

Page 13: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

13

Þinn eiginn klúturFátt er skemmtilegra en að eiga flottan mótsklút og ekki er leiðinlegra ef maður gerir hann sjálfur! Þetta verkefni var gert á Fálkaskátamótinu 2018 en þú getur gert það líka sjálf/ur heima, hvort sem er fyrir flokkinn þinn, sveitina eða næstu ævintýraferð.

Hvað þarf:• Eitthvað efni (geggjað

sniðugt að nota gömul föt, eða rúmföt.)

• Skæri eða hníf.• Málningu eða

tússpenna.• Skraut og fylgihluti.

Hvernig?1. Taktu efnið þitt og

klipptu út hyrnu, það er sniðugt að merkja útlínur á efnið áður en hafist er handa við að klippa út hyrnuna.

2. Skreyttu klútinn. Núna er tíminn til að láta sköpunargleðina leika lausum hala, gamlar rúnir, skemmtilegar myndir og margir litir voru það sem einkenndi meistaraverkin á Fálkaskátamótinu. Skraut og fylgihlutir eru sérlega kúl á heimatilbúnum klútum, litlir hlutir eins og band með apahnút á endanum eða fallegur hnappur af gamalli peysu er það sem setur punktinn yfir i-ið.

Háskalaust hækÞegar þú er orðin/n þreytt/ur á skátasveitinni á næstu flöt, sem virðist vera með ging gang-gúlí gúlí fast í hálsinum, er afbragðs hugmynd að skella sér í gott hæk. Að mörgu er þó að huga áður en haldið er af stað.

Hvernig fer maður í gott hæk?1. Skipulegðu leiðina vel,

veldu leið, taktu kort og gagnlega fylgihluti með eins og áttavita.

2. Taktu sjúkrakassann með og passaðu að allt sé á sínum stað í honum.

3. Pakkaðu nesti og vatnsflösku.

4. Passaðu að vera klædd/ur eftir aðstæðum.

5. Láttu vita hvert þú ert að fara, hvað þú ætlar að vera lengi og hvenær þú kemur aftur.

6. Taktu fullorðinn með og drífðu þig af stað!

Flugnavörnin miklaStundum gerist það í útilegum á Íslandi að veður er gott. Þrátt fyrir að það sé ekki jafn oft og við vildum flest, þá er mikilvægt að vera undir það búinn. Á landsmóti fálkaskáta var veðrið gott alveg fram að seinasta deginum en þá fór að hvessa. Þessu góða veðri fylgdi mikið af flugu og hér til hliðar eru örfá ráð til að verjast þessum skaðræðisskepnum:

• Settu hendina upp, flugur leita að hæsta punkti.

• Leitaðu að golu, flugur fíla ekki vind.

• Haltu umhverfinu þínu hreinu, flugur og matarafgangar eru bestu vinir.

• Láttu köngulærnar í friði, þær eru með þér í liði.

• Búðu til þína eigin flugnagildru, hér til hliðar er ein einföld og fljótleg.

Hvað þarf?• Plastflösku• Sætan vökva (til

dæmis gos eða safi)• Hníf• Límband• Hvernig fer ég að?• Skerðu efsta hlutann

af flöskunni (sirka þriðjung).

• Láttu stút flöskunnar snúa niður og legðu ofan á flöskuna.

• Límdu stútinn við flöskuna

• Helltu vökvanum ofan í flöskuna.

Lifðu áhyggjulaus með aðeins færri flugum!

Vantar þig fleiri dagskrárhugmyndir? Kynntu þér færnimerkin á vef skátanna.

Page 14: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

14 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Djarfar drótt irDróttskátaflokkar fá mikið frelsi til þess að velja sér verkefni sjálfir en áherslan er ábyrgð á eigin starfi. Þátttaka í ákvörðunum og undirbúningi er mikil á þessum aldri.

1. Lifðu af! - Hvað af þessu er mikilvægast?A. Matur.B. Skýli.C. Vatn.

2. Svalaðu þorstanum - hvað áttu að gera ef eina drykkjarvatnið sem þú finnur er saltvatn/sjór?A. Drekka vatnið, það er

mikilvægt að líkaminn fái eitthvað vatn.

B. Sleppir því að drekka vatnið, saltvatn gerir þig þyrstari en þú varst fyrir.

C. Drekka vatnið, steinefnin í

saltvatninu hjálpa þér að lifa af.

3. Eitthvað í kroppinn - Hungur steðjar að en það er enginn matur sjáanlegur. Hvað gerirðu?A. Sleikir stein/hraun,

inniheldur steinefni.B. Sleppir því að borða,

heilinn hugsar svo rökrétt þegar hann er svangur.

C. Borðar pöddur eða flugur, þær innihalda prótein.

4. Finndu réttu leiðina -

0 - 2: Við mælum með að þú takir skátaforingjann þinn með í næstu ferð!

3 - 4: Ekki svo slæmt, þú kannt greinilega ýmislegt en það má alltaf bæta sig!

5 - 6: Vel gert! Þú ert augljóslega útivistartýpan og ert með allt á hreinu!

Rétt svör: 1: C, 2: B, 3: C, 4: B, 5: A, 6:B

hvert af þessum ráðum hjálpa þér ekki við rötun?A. Staðsetning

sólarinnar á himninum, sólin rís í austri og sest í vestri.

B. Árfarvegur áa, vatnið rennur alltaf frá norðri í suður.

C. Staðsetning skugga á hlut, skugginn snýr yfirleitt í vestur.

5. Kallaðu á hjálp! - Ef að þú ert með vasaljós, prik eða byssu (fyrir fullorðna), hversu oft áttu að senda merki svo

Dróttskátar | 13-15 ára

það þýði ósk um aðstoð?A. 3B. 6C. 9

6. Góður nætursvefn - Ef þú ert með jakka meðferðis, hvernig er best að halda á sér hita yfir nótt?A. Hengja hann yfir þig

svo hann skýli þér fyrir rigningunni.

B. Leggja hann undir þig svo hann skýli þér fyrir kaldri jörðinni.

C. Leggja hann yfir þig svo hann skýli þér fyrir köldu loftinu.

Getur þú bjargað þér í náttúrunni?

SpurningakönnunKannt þú að spjara þig

upp á eigin spýtur úti í

náttúrunni? Taktu prófið

og finndu út hversu mikla

sjálfsbjargarviðleitni þú

hefur!

Hversu mörg rétt svör fékkstu?

14 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Page 15: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

15

UndirbúningurRæðið og takið ákvörðun um:• Þema blaðsins,

innihald, uppsetning, fjöldi eintaka, kostnaður o.fl.

• Hver er markhópurinn ykkar? - hverjir ættu að lesa blaðið?

• Hugmyndir að greinum og þema í blaðið: Upphaf skátahreyfingarinnar, stofnun skátafélagsins.

• Mikilvægir atburðir í sögu félagsins. Viðtöl við unga sem aldna; til dæmis minningar úr starfinu, hvaða gildi skátastarf hefur haft í þeirra lífi eða uppáhaldsiðja í starfinu.

• Skiptið verkefnum á flokkinn, t.d. að lesa gömul blöð, taka viðtöl, skoða skjalasöfn.

• Hver á að ritstýra blaðinu? Hver ber ábyrgð á hverju?

Framkvæmd:Mörg ritvinnsluforrit, t.d. Microsoft Publisher, koma með fyrirfram útbúnum formum og römmum sem gætu hjálpað við hönnun á útliti og uppsetningu. • Fáið einhvern, sem

ekki hefur verið með í framleiðsluferlinu til að lesa greinarnar og fáið prófarkalesara til að lesa yfir málfar og stafsetningu.

• Safnið auglýsingum til að fjármagna prentun.

• Gerið lokabreytingar og lagfæringar fyrir prentun.

• Leitið tilboða í prentun eða ljósritun blaðsins.

• Látið prenta og dreifið.

• Verið viss um að eintak af blaðinu berist til bókasafns, bæjarstjóra, héraðsskjalasafns, ritstjóra héraðsblaðsins og skiljið einnig

eftir nokkur eintök hér og þar, t.d. á kaffihúsum eða í íþróttamiðstöðinni.

Athugið! Munið að fá samþykki fyrir notkun efnis sem fer í blaðið!

Endurmat:Ræðið saman um hvernig ykkur þótti til takast.• Var undirbúningur

verkefnisins góður eða mátti gera betur?

• Hvernig gekk að útvega allt efnið í blaðið?

• Gátu allir tekið virkan þátt í verkefninu?

• Hvað munduð þið gera öðruvísi ef þið ætluðuð að útbúa annað blað?

• Var verkefnið skemmtilegt?

• Hvað lærðuð þið um skátastarf?

• Hvað lærðuð þið af því að vinna verkefnið?

• Eruð þið ánægð með blaðið ykkar?

Súra ruslatunnanErtu súr? Er ekki flokkað í tjaldbúðinni þinni? Ekki vera súr, súrraðu frekar hina fullkomnu flokkunarstöð með plássi fyrir öll lífrænu súru eplin og alla endurvinnanlegu pappírspokana þína!

Hér eru einfaldar leiðbeiningar:1. Farðu á Youtube og

finndu Square Lashing, Diagonal Lashing og Tripod Lashing. Þessar þrjár súrringar ættu að gefa þér góðan grunn til að geta súrrað næstum hvað sem er.

2. Teiknaðu upp flokkunarstöðina þína á blaði eða notaðu aðra teikningu.

3. Safnaðu saman því sem þú þarft, hníf, spottum, trönum og öðru sem teikningin gefur til kynna að þú þurfir.

4. Ef spýtur eru reknar niður í jörðina á teikningunni er það gert fyrst.

5. Súrraðu!6. Flokkaðu!

Blundar í þér blaðamaður? Hefur þig alltaf langað að prófa greinaskrif? Þá ættir þú kannski að prófa þetta með skátaflokknum þínum!

Efniviður: • Tölva• Pennar• Pappír • Ljósmyndir• Leikja og

þrautabækur• Gömul fréttabréf og

tímarit

F J A L L A L E I D S O G U M E N N . I S M O U N TA I N G U I D E S . I S

Dagsferðir • Lengri ferðirÚtivistarhópar • Námskeið

Utanlandsferðir

Page 16: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

16 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

landsmótDróttskáta

Landsmót dróttskáta var haldið 20.-24. júní í Viðey. Dagskráin var margslungin enda margt hægt að gera í Viðey og nágrenni. Skátarnir fóru meðal annars í fjallgöngu, sigu niður kletta, spiluðu fótbolta, bjuggu til fleka og dönsuðu af sér gönguskóna á hinu árlega bryggjuballi.

Vélmennið Það er alltaf fjör á bryggjuballinu, en þú getur komið fjörinu á hærra plan með að sýna öllum hvað þú ert frábær dansari! Einn auðveldur skemmtilegur dans er vélmennadansinn. Til þess að dansa vélmennadansinn þarftu að hugsa eins og þú sért vélmenni. Allar hreyfingar eru stífar og beinar. Fyrsta skref er að standa bein/nn með hendur út til hliðanna. Þú hreyfir bara einn líkamshluta í einu, t.d lætur hendina frá olnboga detta niður eða labbar eins og vélmenni. Hljóðbrellur gera muninn á ryðguðu þreyttu vélmenni og vel smurðu ofur vélmenni. Fáðu vini þína með í vélmennadansinn og takið saman yfir bryggjuballið!

Fluga í fjallgönguÁ leiðinni upp og niður tindinn er ágætt að vera með eitthvað skemmtilegt hliðarverkefni. Ein þvottaklemma getur gert gæfumun í útilegum, fjallgöngum og lengri ferðum.

Foringinn byrjar með fluguna (þvotta-klemmuna) og markmið leiksins er að láta annan aðila fá fluguna án þess að hann taki eftir því. Þegar þið stoppið á leiðinni upp fjallið, þá er athugað hvert flugan hefur ferðast og sá aðili sem er með hana þarf að draga sér eitt verkefni og framkvæma það í pásunni.

Athugið! Passið að allir séu meðvitaðir um leikinn. Gott er að fara vel yfir leikreglur áður en flugan fer af stað.

#fjörlega

Dæmi um verkefni: • Hrópa hróp• Gefa foringja

bita af nestinu þínu

• Halda á tösku annars skáta

• Syngja félagssöng

• Herma eftir foringjanum

• Sýna fimleika atriði

• Segja örsögu sem inniheldur orðin fluga, fákur og ferskja.

Page 17: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

17

Lýsing á verkefniFleki er gerður úr sterkum, þurrum trönum sem eru bundnar saman. Flekinn er byggður rétt við vatnið og tryggja þarf að hann fljóti vel. Ágætt er að nota stórar olíutunnur eða tunnur úr plasti sem bundnar eru fastar með reipi. Komið flotholtunum fyrir eins nálægt brúnum flekans og hægt er til að koma í veg fyrir að honum hvolfi þegar setið er utarlega á honum. Ágætt er að reikna með 100 lítra af lofti til að halda uppi hverjum skáta.

UndirbúningurRæðið og takið ákvörðun um;• Hvar er heppilegt

að sigla flekanum. Öruggast er að vera á vatni þar sem straumur er lítill.

• Hvar er heppilegt að byggja flekann með tilliti til aðfanga og sjósetningar.

• Hversu stór flekinn á að vera.

Útbúið vandaða vinnuteikningu af flekanum. Það má bæði finna teikningar í ýmsum verkefnabókum skáta og kennslumyndbönd á netinu (leitið með leitarorðunum How to build a raft?) Útbúið efnislista yfir allt efni og búnað sem þarf til verkefnisins, skipuleggið og skiptið á milli ykkar efnisútvegun.• Skipuleggið flutning

efnis og aðfanga á byggingastað.

• Farið vandlega yfir öll

möguleg öryggisatriði og skráið þau niður.

• Leitið leyfa fyrir verkefninu og siglingunni (landeigandi, sveitarforingi, foreldrar).

FramkvæmdÞegar öll leyfi eru fengin, efni komið á byggingarstað og búið að tryggja alla öryggisþætti er ekki eftir neinu að bíða með að hefjast handa við flekasmíðina.Hafið með ykkur nokkur eintök af vinnuteikningunni þannig að allir geti unnið í einu.Að smíðinni lokinni er rétt að setja flekann á flot þar sem aðgrunnt er í fjörunni. Bindið kaðal í flekann og stjakið honum mannlausum frá landi í fyrstu atrennu. Þannig sjáið þið hvernig hann flýtur, hvort hann hallar og hvort gera þurfi á honum einhverjar breytingar.Þegar allt er klárt þá stökkvið þið um borð og siglingarævintýrið hefst.

FrágangurHluti verkefnisins er að ganga frá öllu efni og búnaði. Skila því sem fengið var að láni og þakka fyrir ykkur.

Efni og búnaðurFjórar olíutunnur ættu að duga til að halda uppi átta skátum. Langar trönur, kaðlar, snæri, árar, björgunarvesti, farangur.

Farsæl flekagerðÞað eykur styrk að takast á við verkefni sem þetta. Hugmyndaflug og samvinna er líka nauðsynleg.

EndurmatRæðið saman um hvernig ykkur þótti til takast:• Var undirbúningur verkefnisins

góður eða mátti gera betur?• Hvernig gekk að útvega allt

efni og búnað og koma því á staðinn?

• Gátu allir tekið virkan þátt í verkefninu?

• Hvað mynduð þið gera öðruvísi ef þið ætluðuð að útbúa fleka aftur?

• Var verkefnið skemmtilegt?• Hvað lærðuð þið af verkefninu?• Hvað lærðuð þið af því að

vinna verkefnið?• Eruð þið ánægð með

flekasmíðina ykkar?

17

Page 18: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

18 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

hugr ekk i ð30 daga plastlausáskorunPlast endist í þúsundir ára og er ekki gott fyrir umhverfið. Það er sérstaklega slæmur kostur fyrir einnota notkun.

Leggðu þitt af mörkum til að draga úr plastnotkun, þó ekki sé nema í einn mánuð. Kannski verður það að lífsstíl!

Bannað að nota og kaupa:• Einnota hnífapör,

plaströr, plastglös, plastdiska og plastpoka

• Matvöru í plasti• Snyrtivörur í

plastumbúðum og með plastögnum

• Þurrvörur í plastumbúðum

• Tannbursta úr plasti• Plastfilmu• Allt einnota plast!

Hugmyndir að lausnum:• Taktu með þér

fjölnota hnífapör, glös, mataráhöld og rör.

• Notaðu fjölnota poka við innkaup.

• Prófaðu að fá þér tannbursta úr bambus.

• Leitaðu uppi búðir sem selja umbúðalausar vörur.

Athugið! Ef að þú neyðist til þess að nota plast, passaðu þá að það sé margnota og endurvinnanlegt.

Hefur þú tekið þátt í alþjóðastarfi?Innan skátahreyfingar-innar gefast mörg tækifæri til þess að taka þátt í alþjóðastarfi. Viltu dæmi um slík?Þú getur skellt þér á landsmót skáta í öðru landi!

Þú getur tekið þátt í alls kyns alþjóðlegum viðburðum!Skátaflokkurinn þinn getur ákveðið að hafa alþjóðaþema á fundi!Þú getur orðið sjálfboðaliði í skátamiðstöðvum víðsvegar um heiminn!

Ef þú hefur áhuga getur þú sent Alþjóðaráði BÍS póst á netfangið [email protected] eða fylgst með Facebook hópnum Tækifæri í Alþjóðastarfi.

Pappírsskátinn föndrar!Það er hægt að finna ótal aðferðir við origami á netinu og gera þannig einfalt blað að einhverju allt öðru! Nánast hverju sem er. Viltu skreyta íbúðina þína með pappa-fuglum? Gefa frænku þinni seðil í afmælisgjöf sem lítur út eins og gítar? Eða bíll? Æfðu þig! Það eina sem þarf er blað og þolinmæði til verksins.

Rekkaskátar eru á aldrinum 16 - 18 ára. Á þessum aldri eru skátarnir komnir með mjög mikið frelsi í starfi. Rekkaskátar velja sjálfir hvaða viðfangsefni þeir taka fyrir. Forsetamerkið er aðal einkenni aldurshópsins.

Rekkaskátar | 16-18 ára

Hefur þú áhuga á plast-lausum lífstíl? Þú finnur nánari upp-lýsingar á vefsíðunni plastlausseptember.is

uppmá l a ð

Page 19: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

19

Þrjár skot-heldar leiðir til að laga kaffi úti í náttúrunni Gleymdu instant kaffinu og vektu ferðafélagana með almennilegu kaffi í næstu útilegu! Hér á eftir fylgja þrjár leiðir til að brugga hinn fullkomna kaffibolla við frumstæðar aðstæður. Það er nefnilega ekkert mál að laga gott kaffi ef maður hefur aðferðirnar á hreinu.

Aeropress – fljótlegt og bragðgottTekur um 1.5 mín. Aeropress er létt og fyrirferðarlítil græja sem útbýr gæða kaffi beint í bollann. Þetta er svipað pressukönnu-kaffi þar sem kaffið blandast vel við vatnið áður en því er þrýst í gegnum síu niður í bollann. Svo er auðvelt að þrífa kaffipressuna og stinga henni í bakpokann að lokinni kaffipásu. Byrjendum er bent á að nota meðalmalað kaffi í Aeropress en lengra komnir geta prófað sig áfram með mismunandi kornastærðir, hlutföll og lögunartíma. Þetta þarftu:• Aeropress kaffipressu• Kaffi (prófið 3 msk á

móti 2 dl af vatni)• Aeropress síur Aðferð:Fyrst þarf að sjóða vatnið

og láta það standa í 1-2 mínútur til að ná hitanum niður í 92°-96°C. Á meðan skal mæla kaffið, en kaffimagnið hefur mikil áhrif á útkomuna. Hvolfið Aeropress hólknum og ýtið stimpl-inum inn þar til hann nemur við tölustafinn 4 á hólknum. Setjið kaffið í hólkinn og hellið vatninu útí. Skolið eina síu með hreinu vatni, komið henni í síuhaldarann og skrúfið hann á pressuna. Leyfið kaffinu að samlagast vatninu í eina mínútu. Hafið gott og stöðugt undirlag undir kaffibollanum, komið Aeropressunni tryggilega fyrir á kaffibollanum og þrýstið þéttingsfast á stimpilinn þar til allt kaffið er komið í bollann.Þá er ekkert eftir nema að drekka rjúkandi heitt

og sterkt kaffið og njóta. Verði þér að góðu!

Handvirk uppáhelling - heppileg í félags-útilegunniTekur um 3 mín.

Þessi gamla góða aðferð færir þér kaffi

sem bragðast alveg eins og kaffi úr klassískum uppáhellingarvélum. Munurinn er aðeins sá að hér er ekki þörf á rafmagni. Þetta er góð leið til að laga mikið kaffi á stuttum tíma, fyrir lítinn pening. Uppáhelt kaffi er hreint og milt og krefst ekki mikils umstangs. Ljóst eða meðalbrennt kaffi hentar vel og best er að hafa það grófmalað. Þetta þarftu:• Hitabrúsi (1 líter)• Trekt

• Kaffipoki• Kaffi (prófið 65

grömm á móti 1 líter af vatni)

Aðferð:Sjóðum vatnið og látum það standa í 1-2 mínútur þar til hitastigið hefur fallið í 92°-96°C. Á meðan má vigta kaffið eða mæla það með öðrum hætti. Við mælum með að skola kaffipokann áður en honum er komið fyrir í trektinni til að koma í veg fyrir að það komi pappírsbragð af kaffinu. Svo er gott að bretta aðeins upp á kaffipokann að neðanverðu svo hann rifni síður. Trektin er látin standa í kaffibrúsa með rökum kaffipokanum, réttu magni af kaffi mokað í og vatninu að lokum hellt yfir. Nú er bara að halda athyglinni, það er auðvelt að gleyma sér á meðan vatnið sígur hægt úr trektinni. Pössum því að hella jafnt og rólega í miðja trektina og aldrei láta hana tæmast fyrr en kaffibrúsinn er orðinn fullur. Ilmurinn af uppáhellingunni dugir oftast til að fá ferðafélagana á lappir mótmælalaust.

Jet-boil pressukaffiTekur um 3 mín

Síðasta aðferðin er frábær fyrir alvöru útivistarfólk. Jet-boil og sambærilegir hólklaga prímusar eru vinsælir í bakpokaferðum þar sem þeir eru fyrirferðarlitlir og sjóða vatn á augabragði. Það sem færri vita er að það fást pressukönnu stimplar í flestar gerðir slíkra prímusa. Með þessum litla aukahlut ertu ekki bara með suðupott í bakpokanum heldur líka

fínustu pressukönnu.Til að laga gott pressukaffi þarf grófmalað kaffi. Ef kaffið er of fínt vill það sleppa í gegnum síuna og þá verður kaffið gruggugt. Athugið að þessir prímusar eru misjafnir að stærð og þú gætir þurft að prófa þig áfram með hlutföllin á milli vatns og kaffis. Þetta þarftu:• Jet-boil eða

sambærilegan prímus• Pressukönnustimpil

af sömu gerð• Kaffi (prófið 4 msk á

móti 3 dl af vatni) Aðferð:Sjóðið vatn í jetboil könnunni og passið að það sé nóg pláss í pottinum fyrir kaffið. Slökkvið undir, smellið suðupottinum af prímusnum og látið standa í stutta stund. Setjið næst hæfilegt magn af kaffi út í og hrærið varlega með skeið. Lokið könnunni með pressunni en látið standa í 2-3 mínútur áður en þið þrýstið stimplinum varlega niður. Passið að hafa stöðugt undirlag undir pottinum svo hann velti ekki. Best notið í fjallakyrrð á köldum vetrarmorgni á meðan mesta frostið þiðnar úr gönguskónum.

Greinin er þýdd og staðfærð úr grein af dds.dk

Page 20: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

20 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

róverskátar

Róverskátar eru á aldrinum 19 - 25 ára. Það má segja að róverstarfið sé lokaáfanginn á vegferð skátans í skipulögðu skátastarfi. Starfið snýr fyrst og fremst að því að gera skátann að leiðtoga í eigin lífi. Algengt er að róverskátar skipuleggi eigin ferðir og útilegur án aðstoðar foringja. Róverskátar starfa sjálfstætt en hafa yfirleitt fullorðinn aðila innan félagsins sem að þau geta leitað til.

Róverskátar | 19-25 ára

20 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Page 21: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

21

Róverskátar eiga að geta valið sína eigin dagskrá og framkvæmt hana á eigin spýtur en það er alltaf gott að fá smá innblástur. Hornstrandir eru skemmtileg gönguleið og tilvalin sumarferð fyrir sveit eða hópa. Hópurinn tekur bát frá Ísafirði yfir á Hornstrandir en þar er hægt að labba margar mismunandi leiðir svo að þið stjórnið hversu löng ferð þetta getur orðið. Á Hornströndum eru um 5-6 áfangastaðir sem hægt er að velja á milli t.d. Aðalvík, Hesteyri og Veiðileysufjörður. Gott er að kynna sér bátaáætlunina yfir til Hornstranda með góðum fyrirvara svo hægt sé að bóka þá bátsferð sem hentar best fyrir gönguleiðina ykkar. Það er möguleiki að ganga með allt á bakinu en þægilegast er að fá einhvern til að trússa hluta farangursins svo að gangan verði þægilegri. Hornstrandir eru friðað landsvæði og því er mikilvægt að kynna sér reglur um umgengni á svæðinu og virða náttúruna.Einnig er mikilvægt að skoða kort, veðurspár og skilja eftir ferðaáætlun hjá einhverjum t.d félagsforingja, með helstu upplýsingum um hópinn, enda er markmið okkar allra að við skiljum ekkert eftir, hvorki rusl né ferðafélaga okkar.

Hér er dæmi um útbún-aðarlista, hann er ekki tæmandi og hver og einn þarf að sníða hann eftir persónulegum þörfum.

Gönguklæðnaður• Göngufatnaður• Góðir gönguskór og

mjúkir göngusokkar• Nærföt, ull eða flís,

eftir veðri• Peysa úr ull eða flís• Göngubuxur /

stuttbuxur

Í dagpokann• Bakpokahlíf /

plastpoki inni í bakpokanum

• Áttaviti, landakort og GPS tæki

• Smurt nesti fyrir daginn

• Göngunasl t.d þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur

• Vatnsbrúsi• Hitabrúsi með kakói,

tei eða kaffi• Göngustafir• Myndavél og kíkir• Sólgleraugu• Góð sólarvörn og

varasalvi• Sjúkrataska sem

inniheldur m.a hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf

• Klósettpappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír

• Húfa, vettlingar og buff fyrir hálsinn

• Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður

• Legghlífar, vaðskór og broddar (fer eftir veðri)

Það sem fer í trúss• Svefnpoki og lítill

koddi• Bolur til skiptanna og

til að sofa í• Auka nærbuxur og

sokkar• Höfuðljós• Tannbursti og

tannkrem• Sápa / sjampó• Lítið handklæði• Eyrnatappar• Skálaskór• Peningar• Núðlur eða pasta í

pokum• Eitthvað fljótlegt til

að elda t.d pulsur/bulsur eða foreldaðar kjúklingabringur

• Eitthvað gott á grillið• Kol og uppkveikilögur• Haframjöl• Brauð og flatkökur• Smjör og álegg, svo

sem ostur, kæfa, hangikjöt

• Hrökkbrauð og kex

• Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur fyrir gönguna

• Kakó, te og/eða kaffi• Súpur• Krydd, t.d. salt og

pipar

Ef þið viljið sofa í tjaldi*• Tjald og tjalddýna• Prímus og eldsneyti• Eldspýtur• Pottur• Hitabrúsi og

drykkjarbrúsi• Diskur og drykkjarmál• Hnífapör• Vasahnífur / skæri• Viðgerðasett, nál

og tvinni, snæri og klemmur

*Ef þið sofið í skála þurfið þið ekki tjald og dýnu en það er gott að hafa allt hitt með

Gönguferð um Hornstrandir

Page 22: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

22 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

rekka &róverskáta

landsmót

1. Athuga veðurspá áður en lagt er af stað og fylgjast með veðurþróun fram að ferð.

2. Fara vel yfir allan búnað og gæta þess að allt sem þarf sé með og að það sem ekki þarf sé heima. Gott er að fara yfir hvað var ekki notað í seinustu ferð og meta hvort það sé nauðsynlegt.

3. Gera ferðaáætlun, setja inn atriði á borð við hverjir fari í ferðina og tengiliðsupplýsingar. Ferða áætlun; hvaðan, hvenær, hvernig, hvaða leið, hvenær á að koma til baka og hvenær á fólk að byrja að hafa áhyggjur. Búnaður og flóttaleiðir er einnig gott að

hafa. Nauðsynlegt er að skilja eftir nokkur eintök í byggð, til dæmis hjá félagsforingja eða mömmu. Einnig gott að skrá ferðina sína inn á safetravel.is.

4. Matarplan, passa að hafa nægan mat sem endist alla ferðina, gott að muna að líkaminn brennir meiru í löngum gönguferðum heldur en dags daglega.

5. Athugið staðarhætti, má tjalda alls staðar? Er svæðið friðað? Þarf að bóka ferju? Þarf einhvern sérhæfðan búnað?

6. Ert þú líkamlega undirbúinn í ferðina? Væri gott að taka nokkrar styttri göngur til að undirbúa þig? Jafnvel heilsa uppá stigavélina í ræktinni?

Aldursbilamót rekka- og róverskáta fór fram í Þórsmörk í júlí. Dagana fyrir mótið gekk stór hópur mótsgesta hinn svokallaða Laugaveg frá Landmannalaugum og í Þórsmörk og þjófstartaði þannig gleðinni. Rekka- og róverskátamótið í Þórsmörk var fjölbreytt, svo að allir skátar gætu notið þess, óháð áhugasviði.

Sex ráð fyrir lengri gönguferðir

22 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Page 23: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

23

Stundum er krefjandi að standa á tímamótum þar sem maður þarf að velja eina leið fram yfir aðra. Hvað langar mig að læra? Hvað langar mig að gera?

Hér er einfalt flokks-verkefni fullkomið fyrir næsta dagskrárhring. 1. Lesið ykkur til um

áhugasviðskenningu Hollands á netinu og veljið í sameiningu eitt svið. Áhugasvið Hollands eru mjög fjölbreytt, þar má meðal annars nefna skipulagssvið, athafnasvið og listasvið.

2. Finnið fyrirtæki, einstaklinga eða stofnanir í nærumhverfi ykkar sem falla undir þetta svið.

3. Hafið samband við eitthvert þessara fyrirtækja og spyrjið hvort þið megið koma í starfskynningu.

4. Munið að áin rennur alltaf til sjávar að lokum.

Innihald:• 2 ½ Kúfullar teskeiðar

af matarsóda• 4 teskeiðar af örvarrót• 2,5 teskeiðar af

kókosolíu• 2 – 5 dropar af

ilmkjarnaolíu að eigin vild

Byrjið á því að blanda saman matarsódanum og örvarrótinni. Bætið hinum hráefnunum síðan saman við og hrærið vel. Að því loknu má bæta við smá þurrefnum eða kókosolíu til þess að ná þeirri áferð sem óskað er eftir.

Finndu þinn stað

Búðu til þinn eigin

svita-lyktareyði!

#náttúrulega23

Page 24: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

24 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

PökkunarpælingarVið getum öll verið sammála um að það er mikilvægt að vera með góðan bakpoka í ferðum, en það gleymist oft að hugsa út í hvernig á að pakka sem best í pokann sinn. Veist þú hvernig er best að pakka í bakpokann þinn? Þumalputtareglan er að pakka þyngsta dótinu sem næst hryggnum (merkt rautt og gult) og því léttasta fjær.

Hér geymum við allt sem við viljum hafa auðvelt aðgengi að,

eins og til dæmis höfuðljós, hníf, regnföt

og sjúkratösku. Við pössum samt upp á að efsti hluti bakpokans

sé eins léttur og mögulegt er.

Hér er allt létt sem ekki þarf að ná í á göngu. Tjaldið og

matarsettið kunna mjög vel við sig hérna svo eitthvað sé nefnt.

Hér geymum við allt þunga dótið: vatn, matur,

prímus, tjaldsúlur og margt fleira á heima

hér. Við reynum alltaf að hafa þyngstu

hlutina í pokanum sem næst bakinu því þyngdarpunkturinn

á að vera eins þétt upp við bakið og unnt er.

Harðir hlutir og hvassir eiga ekki að vera beint

upp við bakið.

Hér geymum við meðalþungu hlutina okkar. Til dæmis föt

og dýnu.

Hér geymum við svefnpokann. Á

mörgum pokum er sér hólf fyrir hann

neðst.

Mjaðmaböndin eiga að vera vel föst.

Mjaðmirnar eiga að bera mestan

þunga pokans.

Axlarböndin eiga að halda pokanum nálægt líkamanum

en eiga ekki að bera þunga pokans.

24 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Page 25: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

25

Dagsferð á Hamra eða ÚlfljótsvatnDrekasveitin þín hefur ákveðið að fara í dagsferð. Það verður mikið að gera hjá ykkur en þið ætlið meðal annars að fara í stutta fjallgöngu og skella ykkur í vatnasafaríið ef að veður leyfir.

Hvað þarft þú að taka með þér í þessa ævintýraferð? Hvort er betra að taka með spilastokk eða Twister-mottu? Jólastellið eða útilegu matarsett? Með listanum hér fyrir neðan getur þú verið viss um að ferðin verði hlý og skemmtileg.

Útbúnaður:• Regnjakki/úlpa• Útibuxur (regn og

vindheldar)• Ullarnærfatnaður• Húfa • Vettlingar• Hlýir sokkar• Hlý peysa• Föt til skiptanna ef þú

blotnar• Sundföt• Handklæði• Gönguskór• Matarsett (diskur,

bolli, skál og hnífapör)• Vatnsflaska• Höfuðljós ef að það er

dimmt eða ef þið farið í helli

• Nesti• Hnífur

Útilega í 2 nætur á Hafravatn eða í VaglaskógÞað er október og það er komið að sveitarútilegu hjá Fálkaskátasveitinni þinni. Það er byrjað að kólna í veðri en þið viljið gista í tjaldi í 2 nætur. Þessi listi er tilvalinn til að nota fyrir stuttar haust útilegur:

Útbúnaður:• Tjald • Svefnpoki• Bakpoki• Einangrunardýna• Matur fyrir 3 daga• 1 par ullarnærföt• Regnjakki/úlpa• Útibuxur (regn og

vindheldar)• 1 húfa • 2 vettlingapör• 4 pör hlýir sokkar• Hlý peysa• Föt til skiptana• Sundföt• Handklæði• Gönguskór• Prímus • Dagpoki fyrir göngur • Vatnsbrúsi• Matarsett (diskur,

bolli, skál og hnífapör)• Hreinlætisvörur

(tannbursti, tannkrem og sápa)

• Spilastokkur• Gítar fyrir kvöldvöku

(ef þú kannt á svoleiðis)

3 nætur í Skátastykki í VestmannaeyjumDróttskátasveit leggur upp í fjögurra daga ferðalag til Vestmannaeyja og ætlar að hitta sveit úr Faxa og gista í Skátastykkinu. Veðurspáin segir að eyjan verði þakin snjó en það stoppar ekki hressan dróttskátahóp enda er ekkert mál að klæða sig vel. Aðalspurningin er, hvað er það helsta sem þarf að fara í bakpokann góða?

Útbúnaður:• Svefnpoki• Bakpoki• Matur fyrir 4 daga• Lítil sjúkrataska með

helstu nauðsynjum• 1 par ullarnærföt• Regnjakki/úlpa/

snjógalli• Útibuxur (regn og

vindheldar)• 2 Húfur • 2 pör vettlingar• 5-6 pör hlýja sokka• Hlý peysa• Föt til skiptanna• Handklæði• Gönguskór• Inniskór • Prímus • Dagpoki fyrir göngur • Vatnsbrúsi• Áttaviti/GPS• Vasahnífur• Matarsett (diskur,

bolli, skál og hnífapör)• Hreinlætisvörur

(tannbursti, tannkrem og sápa)

• Spilastokkur eða eitthvað skemmtilegt borðspil

• Gítar fyrir kvöldvöku (ef þú kannt á svoleiðis)

25

Page 26: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

26 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Ertu orðinn 26 ára? Ertu jafnvel eldri en það? Engar áhyggjur, þú getur enn tekið þátt í skátastarfi!

Skátar sem hafa náð 26 ára aldri kallast fullorðnir sjálfboðaliðar. Til að halda úti góðu skátastarfi fyrir börn og unglinga er nauðsynlegt að hafa fullorðna sjálfboðaliða til að sinna ýmsum verkefnum, stórum og smáum til lengri eða skemmri tíma. Verkefnin sem fullorðnir geta sinnt eru nánast óteljandi og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikilvægustu störfin eru án efa þau þar sem unnið er beint með skátunum, til dæmis sem sveitarforingjar, aðstoðarsveitarforingjar

eða ráðgjafar rekka- og róversveita.

Önnur mikilvæg störf eru til dæmis að taka sæti í stjórn skátafélagsins, skátasambanda eða Bandalags íslenskra skáta (BÍS). Þá er einnig hægt að setjast í ráð, nefnd eða vinnuhóp á vegum skátafélags, skátasambands eða BÍS.

Ef að þú ert foreldri barns í skátunum að þá getur verið auðvelt að byrja sjálfboðaliðastarfið sem hluti af baklandi félagsins. Þar er hægt að taka að sér mörg einföld verkefni eins og að hita kaffi fyrir kvöldvökur, taka að sér eldhúsvakt í útilegu eða á skátamóti, taka að sér dagskrárpóst í útilegu, taka myndir af

Hvers vegna að verða sjálfboðaliði fyrir skáta?

krökkunum á viðburðum, laga brotna hurð í skátaheimilinu, aðstoða sveitarforingja í dagsferð, hjálpa til við fjáraflanir skátanna eða skutla og sækja skáta í útilegur.

Fyrir þau sem hafa áhuga á viðburðastjórnun viðburðastjórnun þá er skátastarf góður vettvangur til að framkvæma góðar hugmyndir um viðburði, fræðslu og námskeið. Tilvalið er að sækja um fjármagn fyrir slíkt í Styrktarsjóð skáta.Sum skátafélög eru einnig með stóra viðburði á sínum snærum eins og Vormót, Viðeyjarmót og hátíðarhöld í tengslum við sumardaginn fyrsta eða 17. júní.

Kostir þess að vera sjálfboðaliði í skátunum:• Gott á ferilskrá.• Öðlast reynslu í

viðburðastjórnun og verkefnastjórnun.

• Góður félagsskapur.

• Færð tækifæri til að vinna með börnum.

• Öðlast reynslu af samstarfi og hópavinnu.

• Færð að fara ókeypis í sturturnar á Úlfljótsvatni, sem eru bestu sturtur í heimi!

Page 27: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

27

BÍS rekur öfluga og metnaðar-fulla leiðtogaþjálfun fyrir fullorðna sjálfboðaliða í skátastarfi sem kallast Gilwell. Fyrir þá sem hafa metnað og áhuga á að starfa af fullum krafti í leiðtoga og sjálfboðaliðastarfi í skátunum ættu að skrá sig á Gilwell námskeið. Boðið er bæði upp á grunnnámskeið og framhaldsnámskeið. Þá eru reglulega haldnir Gilwell hittingar hér á landi en einnig er hægt að skella sér á Gilwell skátamót í Bretlandi. Meiri upplýsingar um Gilwell leiðtogaþjálfnunina er hægt að nálgast á Skátamálum, upplýsinga og fréttaveitu skátanna.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir möguleg verkefni fyrir fullorðna sjálfboðaliða. Þessi listi var búinn til af verkefnahóp á vegum Félagaráðs sem tók að sér afmarkað verkefni í sjálfboðaliðastarfi fyrir ráðið. Listinn er að sjálfsögðu ekki tæmandi en gefur góða yfirsýn yfir fjölbreytileika þeirra verkefna sem skátahreyfingin býður upp á:

Flokks- eða sveitarstarfið:• Aðstoða við

viðburði, s.s.útilegur, hellaferðir, gönguferðir, hjólaferðir...

• Aðstoða við dagskrá á flokksfundum

• Akstur, flutningur, matur, dagskrá, fjáröflun, búnaður, kennsla, ráðgjöf.

Félagseignir, uppbygging og viðhald • Verkefni tengd

skátaheimili • Verkefni tengd

skátaskála • Verkefni tengd

útivistarsvæði • Verkefni tengd

útbúnaði skátafélags

Félagsstarfið • Aðstoða við

félagsviðburði t.d. • akstur, flutningur,

matur, dagskrá, uppsetning, frágangur, fjáröflun, búnaður...

• Fjáraflanir • Samskipti við

sveitarstjórn • Eignastjórn

(skátaheimili, skáli, birgðir...)

• Seta í félagsstjórn • Sveitarforingi

Verkefna-hugmyndir

fyrir fullorðna:

Verkefni á vegum BÍS eða skátasambanda • Seta í stjórn • Seta í ýmsum

nefndum • Aðstoð við rekstur

og/eða viðhald útilífsmiðstöðva

• Undirbúa og annast framkvæmd viðburða (skátamót, hátíðir o.fl.)

• Tengsl við stjórnvöld • Tengsl við önnur

félagasamtök • Almannatengsl • Fjáröflun

Rétt upp hönd sem vill verða leiðtogi!

Page 28: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

28 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Gleymdir þú matardisknum heima? Eða ertu folfari (frisbígolfspilari)? Sláðu tvær flugur í einu höggi og notaðu frisbídiskinn þinn í stað venjulegs plastdisks. Það sparar pláss og gerir frisbídiskinn fjölnota!

5 góð ráð fyrir útileguna

Misstir þú símann ofan í Úlfljótsvatn eða vatnasafaríið? Prufaðu að setja símann ofan í hrísgrjónapoka og geymdu hann þar í 2 daga. Það er aldrei að vita nema að hrísgrjónin nái að sjúga vatnið úr símanum í sig og bjargi honum þannig. Við ábyrgjumst þó ekki að þetta virki alltaf.

Ertu að yfirfara tjöldin hjá félaginu og tókst eftir því að rennilásarnir eru eitthvað slappir? Prufaðu að nudda kerti/kertavaxi á rennilásana. Kertavaxið gæti hjálpað rennilásunum að vera rennilegri og betri.

Fattaðir þú of seint að klemmurnar gleymdust heima? Notaðu hvíta plaststykkið á brauðpokum sem klemmur. Plaststykkin taka margfalt minna pláss en hefðbundnar klemmur og því er auðvelt að koma heilum haug fyrir í farangrinum. Hinsvegar geta stykkin brotnað auðveldlega svo farið þið varlega þegar þið hengið upp þvott eða takið hann niður. Þetta hentar stórkostlega vel fyrir tuskur, sokka og boli en kannski verr fyrir þykkar buxur og peysur.

Gleymdirðu koddanum heima? Settu föt ofan í pokann utan af svefnpokanum þínum og notaðu það sem kodda. Það er mjög snyrtileg og smart lausn. Svo er líka hægt að stinga fötunum beint undir höfuðið en það er auðvitað ekki jafn smart.1.

2.

3.

4.

5.

Page 29: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

29

ReykjavíkAðalverkstæðið ehf, Malarhöfða 2Aðalvík ehf, Síðumúla 13Arkís arkitektar ehf, Kleppsvegi 152Auglýsingastofan ENNEMM, Skeifunni 10Árbæjarapótek ehf, Hraunbæ 115Ásbjörn Ólafsson ehf, Köllunarklettsvegi 6ÁTVR Vínbúðir, Stuðlahálsi 2B.B. rafverktakar ehf, Bíldshöfða 18Bílasala Guðfinns ehf, Stórhöfða 15Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16Bókhaldsstofa Arnar Ingólfssonar ehf, Nethyl 2aBókhaldsstofa Haraldar slf, Síðumúla 29Bólstrarinn ehf, Langholtsvegi 82Danica sjávarafurðir ehf, Suðurgötu 10Dansskóli Jóns Péturs og Köru, Síðumúla 30E.T. hf, Klettagörðum 11Engo verkefni ehf, Sporhömrum 12Ernst & Young ehf, Borgartúni 30Ferðafélagið Útivist, Laugavegi 178Ferskar kjötvörur hf, Síðumúla 34Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22Fjárfestingamiðlun Íslands ehf, Síðumúla 35Fjárhald ehfFöt og skór ehf, Kringlunni 8-12Gallerí Fold, Rauðarárstíg12-14Gallerý Fiskur, Nethyl 2GB Tjónaviðgerðir ehf, Draghálsi 6-8Gilbert úrsmiður-www.jswatch.com, Laugavegi 62Gjögur hf, Kringlunni 7Guðmundur Arason ehf, smíðajárn, Skútuvogi 4Gullsmiðurinn í Mjódd,

Álfabakka 14bHamborgarabúlla Tómasar - Við erum öll jöfn, Bíldshöfða 18Henson sports, Brautarholti 24Hið íslenska reðasafn ehf, Laugavegi 116Hitastýring hf, Ármúla 16Hótel Leifur Eiríksson ehf, Skólavörðustíg 45Hótel Óðinsvé, Þórsgötu 1Hótel Örkin, sjómannaheimili, Brautarholti 29Húsaklæðning ehf-www.husco.is, Kaplaskjólsvegi 93Höfði fasteignasala, Suðurlandsbraut 52Innnes ehf, Fossaleyni 21Íslenska útflutnings-miðstöðin hf, Síðumúla 34Ísmar ehf, Síðumúla 28Ísold ehf, Nethyl 3Íþrótta-og tómstundasvið Reykjavíkur, Borgartúni 12-14Íþróttasamband fatlaðra, Engjavegi 6Kemi ehf-www.kemi.is, Tunguhálsi 10KOM almannatengsl, Katrínartúni 2Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68Lifandi vísindi, Klapparstíg 25Logoflex ehf, Smiðshöfða 9Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Hverfisgötu 115Löndun ehf, Kjalarvogi 21MG flísalagnir ehf, Vallengi 5Múlaradíó ehf, Fellsmúla 28Nýi ökuskólinn ehf, Klettagörðum 11Ósal ehf, Tangarhöfða 4Rafstilling ehf, Dugguvogi 23Rafsvið sf, Viðarhöfða 6Rafver hf, Skeifunni 3eRannsókna- og háskólanet Íslands hf,

Dunhaga 5Rannsóknarþjónustan Sýni ehf, Lynghálsi 3Rarik ohf, Dvergshöfða 2Ratsjá ehf, Laugavegi 26Regla - netbókhaldskerfi, Suðurlandsbraut 50Reykjagarður hf, Fosshálsi 1Rikki Chan ehf, Kringlunni 4-12 og Smáratorgi 1Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Borgartúni 35Segull ehf, Hólmaslóð 6Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14Steypustöðin ehf, Malarhöfða 10Stólpi Gámar, Klettagörðum 5TREX-Hópferðamiðstöðin, Hesthálsi 10Umslag ehf, Lágmúla 5Velmerkt ehf, Dugguvogi 23Verslunartækni ehf, Draghálsi 4Verslunin Brynja ehf, Laugavegi 29Vélar og verkfæri ehf, Skútuvogi 1cVélvík ehf, Höfðabakka 1VSÓ Ráðgjöf ehf, Borgartúni 20Wurth á Íslandi ehf, Norðlingabraut 8www.tst.is, Laugavegi 26Ögurverk ehf, Skipholti 29bÖrninn ehf, Faxafeni 8

SeltjarnarnesFalleg gólf - parketþjónusta frá 1984, Nesbala 25H.Ó. & B. sf, Nesbala 54

KópavogurALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18Atlantic Tank Storage ehf, Hlíðasmára 4Bifreiðastillingin ehf, Smiðjuvegi 40dBílasprautun og réttingar Auðuns, Nýbýlavegi 10Bílaverkstæði Kjartans og

Þorgeirs sf, Smiðjuvegi 48dIðnvélar ehf, Smiðjuvegi 44Init ehf, Smáratorgi 3JS-hús ehf, Skemmuvegi 34aKambur ehf, Geirlandi v/SuðurlandsvegKraftvélar ehf, Dalvegi 6-8Loft og raftæki ehf, Hjallabrekku 1MHG verslun ehf, Víkurhvarfi 8Rafholt ehf, Smiðjuvegi 8Rafmiðlun hf, Ögurhvarfi 8Svansprent ehf, Auðbrekku 12Söluturninn Smári, Dalvegi 16cUngmennafélagið Breiðablik, Dalsmára 5

GarðabærDýraspítalinn Garðabæ, Kirkjulundi 13Garðabær, Garðatorgi 7Garðasókn, KirkjuhvoliGeislatækni ehf - Laser þjónustan, Suðurhrauni 12cHannes Arnórsson ehf, Móaflöt 41Kópavogspósturinn ehf, Stekkjarflöt 22Spöng ehf, Furulundi 9Val - Ás ehf, Suðurhrauni 2Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2

HafnarfjörðurBarkasuða Guðmundar ehf, Hvaleyrarbraut 27Bortækni ehf, Miðhrauni 14Danco - Daníel Pétursson ehfDonna ehfDverghamrar ehf, Lækjarbergi 46EÓ-Tréverk sf, Háabergi 23Gámaþjónustan hf, Berghellu 1Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4Hagstál ehf, Brekkutröð 1

Við þökkum stuðninginn:

Page 30: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

30 Skátablaðið | 1. tölublað 2018

Hagtak hf, Fjarðargötu 13-15Hársnyrtistofan Fagfólk ehf, Fjarðargötu 19Hlaðbær-Colas hf, malbikunarstöð, Gullhellu 1Hvalur hf, Reykjavíkurvegi 48Marax ehf, Lónsbraut 2Markus Lifenet, Gjáhellu 13Opal Sjávarfang ehf, Grandatröð 4Rafgeymasalan ehf, Dalshrauni 17Raftaki ehf, Efstuhlíð 4Strendingur ehf, Fjarðargötu 13-15Umbúðamiðlun ehf, Fornubúðum 3Víðir og Alda ehf, Reykjavíkurvegi 52aVSB verkfræðistofa ehf, Bæjarhrauni 20

ÁlftanesGO múrverk ehf, Norðurtúni 14Prentmiðlun ehf, Hólmatúni 55

ReykjanesbærDacoda ehf, Krossmóa 4aDMM Lausnir ehf, Hafnargötu 91M² Fasteignasala & Leigumiðlun, Hólmgarði 2cNesraf ehf, Grófinni 18aOSN lagnir ehf, Iðavöllum 7bSamband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945Skólamatur ehf, Iðavöllum 1Skólar ehf, Flugvallarbraut 752Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Krossmóa 4aVerslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, Hafnargötu 90

MosfellsbærEignarhaldsfélagið Bakki ehf, Þverholti 2Fagverk verktakar sf, Spóahöfða 18Hestaleigan Laxnesi, LaxnesiÍsfugl ehf, Reykjavegi 36Kjósarhreppur, ÁsgarðiMosfellsbakarí, Háholti 13-15Mosfellsbær, Þverholti 2Nonni litli ehf, Þverholti 8

AkranesBifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Smiðjuvellir 15Bílver, bílaverkstæði ehf, Innnesvegi 1Fasteignasalan Hákot, Kirkjubraut 12Galito veitingastaður, Stillholti 16-18Smurstöð Akraness sf, Smiðjuvöllum 2Snókur verktakar ehf, Vogatungu

BorgarnesBorgarbyggð, Borgarbraut 14Eyja- og Miklaholtshreppur, SnæfellsnesiHótel Borgarnes hf, Egilsgötu 14-16Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8SkorradalshreppurSprautu- og bifreiðaverkstæðið Borgarness sf, Sólbakka 5

GrundarfjörðurGuðmundur Runólfsson hf, útgerð, Sólvöllum 2KB bílaverkstæði ehf, Sólvöllum 5Þjónustustofan ehf, Grundargötu 30

BúðardalurDalabyggð, Miðbraut 11

Reykhóla-hreppurÞörungaverksmiðjan hf

ÍsafjörðurBílasmiðja S.G.B. ehf, Seljalandsvegi 86Ferðaþjónustan í Heydal, MjóafirðiHamraborg ehf, Hafnarstræti 7Ísblikk ehf, Árnagötu 1Orkubú Vestfjarða ohf, Stakkanesi 1Samgöngufélagið-www.samgongur.is, Engjavegi 29Sólberg ehf, Góuholti 8

BolungarvíkEndurskoðun Vestfjarða ehf, Aðalstræti 19Glaður ehf, Holtabrún 5Sigurgeir G. Jóhannsson ehf, Hafnargötu 17

PatreksfjörðurEinherji ehf, Mýrum 15

TálknafjörðurBókhaldsstofan Tálknafirði, Strandgötu 40

HvammstangiGeitafell - Seafood Restaurant, Geitafelli, VatnsnesiKaupfélag Vestur-Húnvetninga, Strandgötu 1

BlönduósHúnavatnshreppur, HúnavöllumPöntunar og viðgerðarþjónusta Villa ehf, Árbraut 19Skagabyggð, Ytra-Hóli 1Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1Sveitabakarí sf, Auðkúlu 1

SauðárkrókurÓ.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf, Borgarflöt 15Steinull hf, Skarðseyri 5Steypustöð Skagafjarðar, Skarðseyri 2

HofsósÍslenska fánasaumastofan ehf, Suðurbraut 8

AkureyriÁsco ehf, bílarafmagn, Glerárgötu 34bBifreiðastöð Oddeyrar ehf, StrandgötuBlikk- og tækniþjónustan ehf, Kaldbaksgötu 2Blikkrás ehf, Óseyri 16Finnur ehf, Óseyri 2Geimstofan ehf, auglýsingastofa og skiltagerð, Glerárgötu 34bHagvís ehf, Hvammi 1HSH verktakar ehf, Skarðshlíð 7Höldur ehf, bílaleiga, Tryggvabraut 12Jafnréttisstofa, Borgum v/NorðurslóðKranabílar Norðurlands, Daggarlundi 18Norðurorka hf, RangárvöllumS.S. byggir ehf, Njarðarnesi 14Samherji ehf, Glerárgötu 30Timbra ehf,byggingarverktaki, Vaðlatúni 1Þverá, EyjafjarðarsveitÖsp sf, trésmiðja, Furulundi 15f

GrímseySigurbjörn ehf

HúsavíkFjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf-www.fjallasyn.is, Smiðjuteigi 7Víkurraf ehf, Garðarsbraut 18a

ÞórshöfnGeir ehf, Sunnuvegi 3

EgilsstaðirBókráð, bókhald og ráðgjöf ehf, Miðvangi 2-4Fljótsdalshérað, Lyngási 12Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir, Egilsstöðum 1-2Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf, Fagradalsbraut 11

ReyðarfjörðurFjarðabyggð, Hafnargötu

Page 31: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

31

NeskaupstaðurSíldarvinnslan hf, Hafnarbraut 6

SelfossÁrvirkinn ehf, Eyravegi 32Bílverk BÁ ehf, bílamálun og bílaréttingar, Gagnheiði 3Blásteinn byggingafélag sf, Miðtúni 5Fossvélar ehf, Hellismýri 7Hjá Maddý ehf, Eyravegi 27Jáverk ehf, Gagnheiði 28Jóhann Helgi og Co ehf, Vatnsholti 2K.Þ Verktakar ehf, Hraunbraut 27Sveitarfélagið Árborg, Austurvegi 2Tæki og tól ehf, Stekkholti 4Þingborg ullarvinnsla og verslun

HveragerðiHótel Örk, Breiðumörk 1c

ÞorlákshöfnÞorlákshafnarhöfn

ÖlfusEldhestar ehf, Völlum

FlúðirFlúðasveppir ehf, Undirheimum

HellaStrókur ehf, Grásteini

HvolsvöllurFerðaþjónusta bænda Stóru-Mörk 3Ferðaþjónustan Hellishólum ehf

VestmannaeyjarIP-lagnir slf, Illugagötu 31Miðstöðin ehf, Strandvegi 30Ós ehf, Illugagötu 44Tvisturinn ehf, Faxastíg 36Vélaverkstæðið Þór ehf, Norðursundi 9

Rekstrarvörur- vinna með þér

Rekstrarvörur– fyrir þig og þinn vinnustað

Page 32: skátablaðið - skatamal.is · 4 Skátablaðið 1. tölublað 2018 grunngildi skátahreyfingarinnar Hvernig fer skátastarf eiginlega fram? Í skátunum förum við í útilegur,

32 Skátablaðið | 1. tölublað 2018