29
Simone de Beauvoir Inngangur að Hinu kyninu Forspjallsvísindi Hugvísindadeild, 16/2/05 Sigríður Þorgeirsdóttir

Simone de Beauvoir Inngangur að Hinu kyninu

  • Upload
    kato

  • View
    75

  • Download
    4

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Simone de Beauvoir Inngangur að Hinu kyninu. Forspjallsvísindi Hugvísindadeild, 16/2/05 Sigríður Þorgeirsdóttir. Spurningar. Hvers vegna gagnrýnir og hafnar Beauvoir eðlishyggju um konur? Hvers vegna hafa karlar ekki þurft að skilgreina sig? - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Simone de BeauvoirInngangur að Hinu kyninu

Forspjallsvísindi

Hugvísindadeild, 16/2/05

Sigríður Þorgeirsdóttir

Page 2: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Spurningar

• Hvers vegna gagnrýnir og hafnar Beauvoir eðlishyggju um konur?

• Hvers vegna hafa karlar ekki þurft að skilgreina sig?

• Hvers vegna eru konur “hitt kynið” og hvað merkir það fyrir þær að vera í stöðu “hins” að mati Beauvoir?

• Hvers vegna eru konur ekki minnihlutahópur í sama skilningi og t.d. blökkumenn eða gyðingar að dómi Beauvoir?

Page 3: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Konan sem Hitt kynið

• Konan er hitt kynið

• Á frönsku Le deuxiéme sex: “Annað” kynið, leitt af hinu fyrsta

• Hvað er að vera hin(n)?

• Ég og hinn

• Við og hinir

Page 4: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Hitt kynið (1949)

•N.k. stofnskrá femínisma á 20. öld

Aðalhugmynd:• Hið Eina sem er viðmiðið sem allt annað er metið

út frá • Hitt/hinir sem er frávik frá hinu eina og algilda•  Konur hafa verið skv. skilgreiningu Beauvoir

“hitt kynið” og karlar hið eina og algilda kyn sem konur eru frávik frá

Page 5: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Tvíhyggja kynjanna

• Þetta á sér langa forsögu, sbr. heimspeki Aristótelesar:

• Karlinn er “maðurinn”, skynsemisvera• Konan er síðri að skynsemi en karlinn, hún er

frávik frá honum• Eðli konunnar ræðst af því sem hana skortir miðað

við karlinn/manninn• Tómas frá Akvínó: “Konan er ófullkominn karl”

Page 6: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Hefðbundin kynjatvíhyggja

• Karlinn = skynsemi, menning, sál

• Konan = tilfinningar, náttúra, líkami

• Hlutverk kvenna er að eiga og ala börn

• Hlutverk karla er að ráða á heimili og stjórna ríkinu

Page 7: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Hefðbundin kynjatvíhyggja

• Konur eru “hættulegar” á vettvangi hins opinbera þar sem þær eru “óútreiknanlegar tilfinningaverur”

• Þess vegna eiga þær að þegja í kirkjunni (sbr. orð Páls postula)

• og þær mega ekki taka þátt í pólitík (höfðu ekki kosningarétt)

Page 8: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Beauvoir gegn eðlishyggju

• Beauvoir hafnar hugmyndum sem þessum um hinn “eilífa kvenleika”,

• þ.e. eðlishyggju um kynin (fastmótað karl- eða kveneðli) sem hefur nýst til að réttlæta fasta, kynbundna hlutverkaskiptingu

Page 9: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Eðlishyggja um kynin

• “Eðli” = eiginleikar sem geta gilt um allar konur, alltaf, alls staðar

• Líffræðileg eðlishyggja = Konur hafa ákveðna líkamlega eiginleika sem eru taldir orsök tiltekinna vitsmunalegra og siðferðilegra eiginleika

• Eðlishyggja hefur nýst til að réttlæta hefðbundna hlutverkaskipan kynjanna og lægri stöðu kvenna í gegnum tíðina

Page 10: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Eðli?

• Samfélagsleg eðlishyggja: Vegna aðstæðna sem þeim eru búnar er hægt að tala um ákveðin eðliseinkenni kvenna og karla

• Ekki “eðli” sem gildir um alla og alls staðar og alltaf

• Einungis “eðli” sem ríkjandi tilhneigingar, “dæmigerðir” eiginleikar osfrv.

Page 11: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Eðlishyggja

• Hefur verið til líffræðileg eðlishyggja um karla?• Skv. Beauvoir ekki til í sama mæli• Karlinn = Maðurinn• Konan er skilgreind út frá Manninum/Karlinum• Konan er leidd af karlinum, • Konan er af-leit(t) fyribæri• Konan er það sem vantar upp á að hún sé karl (sbr.

skortskenningu Aristótelesar)

Page 12: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Er kyn ekki til

• Eru konur/karlar ekki til sem kyn með ákveðna sameiginlega eiginleika? 

• Jú, en eiginleikar þeirra ráðast af sögulegum félagslegum, menningarlegum aðstæðum og hlutverkum þeirra (sem einnig eru líffræðilega skilyrt)

Page 13: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Kyn og kyngervi

• Oft gerður greinarmunur á:

• Sex og Gender

• Kyni og kyngervi

• Kynið = líffræðilegir kyneiginleikar

• Kyngervið = Sögulegir, félagslegir, menningarlegir kyneiginleikar

Page 14: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Eðlishyggja og félagsmótunarhyggja

• Ef við aðhyllumst ekki eðlishyggju, erum við þá félagsmótunarsinnar?

• Er kyn jafnvel kyngervi (Judith Butler)

• Er bara til kyngervi og ekki kyn

Page 15: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Beauvoir gegn líffræðilegri eðlishyggju og gegn nafnhyggju

• Beauvoir hafnar bæði eðlishyggju og strangri félagsmótunarhyggju, sem hún kallar “nafnhyggju” í Innganginum að Hinu kyninu (bls. 26)

• Félagsmótunarhyggja um kyn = Að samfélgslegar aðstæður og skilyrði móti kynið

• Að vísu segir hún: “Maður fæðist ekki kona, maður verður kona”

• En með því staðhæfir hún að sögulegar og félagslegar aðstæður móti kynin

Page 16: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Kyn/kyngervi

Kyngervi er ekki frjálst val skv. Beauvoir• Maður fæðist ekki kona, maður verður kona

merkir að maður fæðist inn í aðstæður sem móta kyngervi þess kyns sem maður er af

• Mótun kyngervis hefur verið breytileg• Maður getur ekki verið hafinn upp yfir

kynferði sitt (Inngangur, bls. 27)• Að vera kona eða karl mótar þannig líf allra

Page 17: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Hvers vegna er kyn eitthvað mál?

• Karlinn, segir Beauvoir, lýsir sér ekki sem ákveðnu kyni

• Það er sjálfgefið að hann sé karl

• Að vera karl er ekki sérkenni

• Karlinn er maðurinn

• Konan er það sem hefur verið skilgreint sem öðruvísi (í hugmyndasögunni)

Page 18: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Skilgreiningarvald

• Hver hefur skilgreint konur?

• Konur þurfa að skilgreina sjálfar sig

• Karlinn hefur verið hið jákvæða, hið hlutlausa

Page 19: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

• Konan er “kynið”, hún birtist fyrst og fremst sem kynvera 

• Karlinn er sjálfsveran, veruleikinn, aðalatriði

• Konan er “hinn”, aukaatriði

• Konan allt hitt, “neikvæði póllinn

Page 20: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

J.S. Mill, Kúgun kvenna (1869)

• “Nú eru einmitt tilfinningar vorar með tilliti til hinnar misjöfnu stöðu karla og kvenna í mannfélaginu ... meir lifandi og rótgrónari en allar aðrar tilfinningar sem geyma og vernda venjur fortíðarinnar. Það er því eigi að furða þótt þær séu öflugastar af öllum og hafi varist best gegn andlegum byltingum sem orðið hafa í mannfélaginu á seinni tímum.” (71)

Page 21: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Hvers vegna varð konan “hitt kynið”?

• Tvískipting vitundar í sjálf og hinn

• Annar-leiki = eitt af grundvallarhugtökum mannlegrar hugsunar

• Samfélag skilgreinir sig sem “við” gegn “hinum”

• við, hinir, “hinir hinir” (þeir sem eru enn meira framandi)

Page 22: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

• Kerfi andstæðna

• Minnihlutahópar sem “hinir”, öðruvísi, jafnvel annar-legir eða úrhrök (sbr. stéttaskiptingu á Indlandi forðum)

• Beauvoir tekur dæmi um Gyðinga, blökkumenn ofl. minnihlutahópa

Page 23: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

• Konur eru ekki minnihlutahópur í sama skilningi og áðurnefndir hópar

• Þær hafa ævinlega verið tengdar karlinum

• Konur eiga sér ekki sameiginlega sögu eins og t.d. Gyðingar, blökkumenn

• Beauvoir segir konur að byrja að hafna því að vera í stöðu hins

Page 24: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Fyrirbærafræði kúgunar

• Beauvoir skrifaði bók um USA, m.a.um stöðu svartra

• Fyrirbærafræði kúgunar

• Fólk er ævinlega hvort öðru háð

Page 25: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Gagnkvæmni

• Misræmi í gagnkvæmni, valdamisræmi/kúgun

• Vanlíðan hvítra v. ráðandi stöðu sinnar yfir lituðum

• Leiðir til þess að þeir varpa yfir á svarta “dýrslegum holdleika og náttúruleika”

• Hin hliðin á sjálfsfyrirlitningu hvítra (v. sektarkenndar)

Page 26: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Misræmi, kúgun, ekki jafnvægi

• Sama og með konur: Ævinlega verið að líta á þær sem “KYNIД, líkamlegri, sbr. klám

• “Enginn er jafndramblátur í garð kvenna, jafnágengur og jafnfullur fyrirlitningar og karl sem er í vafa um karlmennsku sína.” (bls. 39)

Page 27: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Hitt kynið skrifað um miðja síðustu öld

• Um miðja 20. öld eru karlar á öllum sviðum þjóðlífs í algerri yfirburðastöðu

• “Til viðbótar við áþreifanlegt vald þeirra eru þeir hjúpaðir virðingarljóma sem viðhaldið er í uppeldi barnsins” (bls. 34, Inngangur að Hinu kyninu)

• Konur höfðu ekki val um að sinna bæði starfi og móðurhlutverki

• Fóstureyðingar bannaðar, pillan ekki komin til sögunnar

Page 28: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Misvægi í gagnkvæmni

• Karlinn viðurkennir ekki konuna sem jafningja• Konur hafa sætt sig við að vera í stöðu hins• Kynin aldrei deilt heimi á milli sín• Komin tími til að breyta því• Gagnkvæm virðing og viðurkenning• Viðurkenna eiginleika sem hafa verið eignaðir

konum sem jafngilda og jafnréttháa• (tilfinningar, líkamleiki osfrv.)

Page 29: Simone de Beauvoir Inngangur að  Hinu kyninu

Siðfræði tilvistarspeki sem Beauvoir aðhyllist

• Maðurinn er frjáls að því leyti að hann hefur val• Frelsi = Yfirstig (transcendence)• Ívera, staðvera (immanence) = að taka ekki ábyrgð

á eigin lífi, láta reka á reiðanum, láta aðra/aðstæður stjórna eigin lífi

• andstætt• frelsi sem yfirstigi (transcendence) = að taka líf sitt

í eigin hendur, að skapa sjálfan sig• Konur eiga skv. Beauvoir að nýta sér frelsi sitt, ekki

staðna í íveru