28
HÖNNUNARSAMKEPPNI SAMKEPPNISLÝSING NÓVEMBER 2009 ÚTBOÐ NR. 14734 Verkkaupi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Mosfellsbær Umsjónaraðili: Framkvæmdasýsla ríkisins Samstarfsaðili: Arkitektafélag Íslands FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ

Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar FMOS

Citation preview

Page 1: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

HÖNNUNARSAMKEPPNI

SAMKEPPNISLÝSING NÓVEMBER 2009

ÚTBOÐ NR. 14734

Verkkaupi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Mosfellsbær Umsjónaraðili: Framkvæmdasýsla ríkisins Samstarfsaðili: Arkitektafélag Íslands

FRAMHALDSSKÓLINN

Í MOSFELLSBÆ

Page 2: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing Efnisyfirlit

i

Efnisyfirlit

1. ALMENN ATRIÐI ................................................................................................ 1 1.1 INNGANGUR ........................................................................................................... 1

1.2 VERKKAUPI ............................................................................................................ 2

1.3 ÁHERSLUR DÓMNEFNDAR ....................................................................................... 2

1.4 SAMKEPPNISFORM ................................................................................................. 2

1.4.1 Lykildagsetningar samkeppninnar: ......................................................... 3

1.5 VERÐLAUN ............................................................................................................ 3

1.6 TUNGUMÁL SAMKEPPNINNAR ................................................................................... 3

2. LÝSING VERKEFNISINS ................................................................................... 4

2.1 MARKMIÐ .............................................................................................................. 4

2.2 KEPPNISSVÆÐIÐ .................................................................................................... 4

2.3 LÓÐ – UMHVERFI – SKIPULAG ................................................................................. 5

2.3.1 Lóð ……………………………………………………...…......…….…………..5

2.3.2 Umhverfi ..................................................................................................... 5

2.3.3 Skipulag ...................................................................................................... 5

2.4 JARÐVEGSAÐSTÆÐUR OG VEÐURFAR ...................................................................... 6

2.5 UMFERÐARHÁVAÐI ................................................................................................. 9

2.6 ALMENN STARFSEMISLÝSING .................................................................................. 9

2.7 HÚSRÝMISÁÆTLUN ................................................................................................. 9

2.7.1 Kennsluhættir og hugmyndafræði ............................................................... 9

2.7.2 Rýmislýsing ............................................................................................... 10

2.8 GERÐ OG GÆÐI HÚSS ........................................................................................... 15

2.8.1 Tæknilegar útfærslur ................................................................................. 15

2.8.2 Listskreyting .............................................................................................. 17

2.8.3 Hönnun lóðar ............................................................................................ 17

2.9 KOSTNAÐARVIÐMIÐ .............................................................................................. 17

3. KEPPNISLÝSING ............................................................................................. 18

3.1 ÞÁTTTÖKURÉTTUR ............................................................................................... 18

3.2 AFHENDING SAMKEPPNISGAGNA ........................................................................... 18

3.3 DÓMNEFND OG RITARI DÓMNEFNDAR .................................................................... 18

3.4 TRÚNAÐAR- OG UMSJÓNARMAÐUR ........................................................................ 19

3.5 SAMKEPPNISGÖGN ............................................................................................... 19

3.6 VETTVANGSSKOÐUN - KYNNINGARFUNDUR ........................................................... 19

3.7 FYRIRSPURNIR ..................................................................................................... 19

3.8 SAMKEPPNISTILLÖGUR ......................................................................................... 20

3.9 MERKING, AFHENDING OG SKILAFRESTUR GAGNA .................................................. 20 3.10 ÚRSLIT ................................................................................................................ 21

3.11 SÝNING TILLAGNA ................................................................................................ 21

3.12 RÝNIFUNDUR ....................................................................................................... 21

Page 3: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing Efnisyfirlit

ii

4. VERK Í KJÖLFAR SAMKEPPNI ...................................................................... 22

4.1 HÖNNUNAR- OG FRAMKVÆMDATÍMI ....................................................................... 22

4.2 HAGNÝTING KEPPNISTILLAGNA .............................................................................. 22

4.3 ÞÓKNUN HÖNNUÐA .............................................................................................. 22

5. SAMÞYKKI KEPPNISLÝSINGAR .................................................................... 23

6. UMSÖGN ARKITEKTAFÉLAGS ÍSLANDS ..................................................... 25

Page 4: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

1

1. ALMENN ATRIÐI

1.1 INNGANGUR Samkomulag um stofnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var undirritað 19. febrúar 2008 af mennta- og menningarmálamálaráðherra og bæjarstjóra Mosfellsbæjar, þar sem gert er ráð fyrir að skólinn hefji starfsemi haustið 2009. Í samkomulaginu kemur fram að aðilar séu sammála um að byggja nýjan skóla og að í fyrsta áfanga verði gert ráð fyrir allt að 4.000 m² byggingu sem rúmi 4-500 nemendur. Við hönnun hússins og undirbúning skólastarfs skal lögð áhersla á sveigjanleika og möguleika til nýbreytni. Jafnframt verði við ákvörðun lóðarstærðar gert ráð fyrir möguleikum til verulegrar stækkunar í framtíðinni.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er framhaldsskóli sem kennir sig við auðlindir og umhverfi í víðum skilningi og verða þær áherslur samfléttaðar við skólastarfið. Þar er átt jafnt við auðlindir í náttúrunni sem og mannauð með áherslu á lýðheilsu og menn-ingarlegar auðlindir. Enn fremur er stefnt að því að gera umhverfi skólans að lifandi þætti í skólastarfinu þar sem hugað verður m.a. að náttúrufræði umhverfisins, virðingu fyrir umhverfinu og hvernig njóta má umhverfisins og nýta á skynsamlegan hátt. Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði og lögð er áhersla á að bjóða nemendum metnaðarfullt nám við hæfi hvers og eins, á stúdentsbrautum, stuttum starfsnáms-brautum og almennum brautum. Það endurspeglast í námsframboði skólans á þann hátt að þó að skólinn sé að stærstum hluta bóknámsskóli, mun hann bjóða fram nám í verknáms- og handverksgreinum og listgreinum til að auka fjölbreytni námsins.

Stefna skólans gerir ráð fyrir því að kennsluhættir einkennist af því að nemendur verði virkir þátttakendur í eigin námi og öðlist þannig sjálfstæði og frumkvæði. Til að ná þessu fram verða notaðar fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir þar sem hugmyndafræðin gengur út á að nemandinn tileinki sér námsefnið í gegnum verkefni sem hann vinnur eða umræður sem hann tekur þátt í. Rýmisáætlunin tekur mið af þessum kennsluháttum með skilgreiningu á svokölluðum klösum sem samanstanda af lokuðum rýmum fyrir 20-30 nemendur, lokuðum rýmum fyrir minni hópa og opnum rýmum bæði fyrir minni og stærri hópa. Í rýmisáætluninni er gert ráð fyrir um 1.900 m2 í kennslurými, 400 m2 í stjórnunarrými og um 500 m2 í önnur rými; samtals 2.800 m2 nettó fermetra. Miðað við reynslutölur frá sambærilegum byggingum má gera ráð fyrir að auka þurfi nettórými um 40 % vegna tæknirýma, ganga og veggja og því er áætlað að nýbygging skólans verði um 4.000 m2 brúttó.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ verður staðsettur í miðbæ Mosfellsbæjar. Fyrirhuguð lóð framhaldsskólans liggur við götuna Háholt og er áætluð um 12.000 m2 að stærð. Samkvæmt nýjum hugmyndum að deiliskipulagi miðbæjarins er gert ráð fyrir allt að fjögurra hæða byggingum á miðbæjarsvæðinu. Í fyrri athugun Mosfellsbæjar um staðarval framhaldsskólans í Mosfellsbæ var gert ráð fyrir samtals 8.000 m2 byggingu á um 12.000 m2 lóð. Þar var gert ráð fyrir allt að þriggja hæða framhaldsskóla og einnar hæðar íþróttarhúsi á lóð skólans.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hóf kennslu haustið 2009 í Brúarlandi, húsnæði í eigu Mosfellsbæjar. Einn árgangur var tekinn inn í haust og gert er ráð fyrir að bæta við öðrum haustið 2010. Áætlað er að nýtt húsnæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ verði tekið í notkun 2012-2013.

Page 5: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

2

1.2 VERKKAUPI Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Mosfellsbær, verkkaupi þessa verkefnis, býður til hönnunarsamkeppni um nýbyggingu fyrir framhaldsskóla í Mosfellsbæ.

1.3 ÁHERSLUR DÓMNEFNDAR Dómnefnd metur tillögur sem berast í samkeppnina með hliðsjón af fyrirliggjandi samkeppnislýsingu og gögnum sem þar er vísað til.

Dómnefnd leggur höfuðáherslu á eftirfarandi atriði við mat sitt á úrlausnum: � Heildarlausn húsnæðisins skili vandaðri og góðri byggingarlist, þ.m.t. form,

efnisval og heildar yfirbragð, sem hæfi starfseminni.

� Yfirbragð hússins marki sérstöðu í miðbæ Mosfellsbæjar.

� Snjallar lausnir með vel ígrunduðum innbyrðis tengslum, m.a. milli hæða, athyglisverðum rýmum í samræmi við markmið skólans um kennsluhætti og í góðum hlutföllum ásamt markvissri dagsbirtunotkun.

� Hagkvæma byggingu sem uppfylli kröfur forsagnar um stærðir rýma og innra fyrirkomulag.

� Lausnir og efnisval sé ákjósanlegt með tilliti til endingar, rekstrarkostnaðar, umhverfis- og vistfræðiþátta.

� Sveigjanleika

� Umferðar-, aðgengis- og öryggismál

� Fyrirkomulag á lóð og aðlögun að umhverfinu.

Dómnefnd mun í niðurstöðum sínum fjalla almennt um allar innkomnar tillögur, þar sem mun verða tekið á mismunandi lausnum höfunda, mismunandi einkenni tillagna dregin fram og afstaða dómnefndar til þeirra birt. Dómnefnd gefur umsögn um allar innsendar tillögur. Sjá einnig kafla 4.2 Hagnýting keppnistillagna.

Niðurstöður dómnefndar verða gefnar út á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is og á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mos.is.

1.4 SAMKEPPNISFORM Samkeppnin er almenn framkvæmdasamkeppni sem er öllum opin, sem uppfylla skilyrði verkkaupa og keppnislýsingar sbr. 3.1.

Samkeppnin er í samræmi við keppnislýsingu þessa og meðfylgjandi drög að leið-beiningum fjármálaráðuneytis og AÍ: Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni, drög dags. 17.11.2007 (fylgiskjal A).

Áður en dómnefnd hefur yfirferð á innsendum tillögum mun hún vísa frá tillögum sem: � ekki er skilað inn á tilsettum tíma

� ekki fullnægja kröfu um nafnleynd

� ekki uppfylla veigamiklar kröfur samkeppnislýsingar

Dómnefnd metur tillögur sem berast í samkeppnina með hliðsjón af fyrirliggjandi samkeppnislýsingu og gögnum sem þar er vísað til. Hún leggur áherslu á að tillögur höfunda uppfylli markmið samkeppninnar.

Um greiðslur og verðlaunafé er fjallað í kafla 1.5. Um hagnýtingu verðlaunatillagna er fjallað í kafla 4.

Page 6: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

3

1.4.1 Lykildagsetningar samkeppninnar:

Samkeppnisgögn afhent 24. nóvember 2009

Skilafrestur fyrirspurna 1 13. janúar 2010

Svör við fyrirspurnum 1 20. janúar 2010

Lokaskilafrestur fyrirspurna 2 24. febrúar 2010

Lokasvör við fyrirspurnum 2 3. mars 2010

Skilafrestur tillagna fyrir kl. 16.00, 10. mars 2010

Niðurstaða dómnefndar (áætluð) í viku 16 2010

1.5 VERÐLAUN Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð kr. 8.000.000 án vsk. Veitt verða þrenn verðlaun, 1. 2. og 3. Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en kr. 4.000.000 án vsk.

Auk þess hefur dómnefnd umboð til að kaupa áhugaverðar tillögur fyrir allt að kr. 1.000.000 án vsk.

Verðlaunafé er ekki hluti af þóknun ráðgjafa.

Verkkaupi hyggst nýta sér niðurstöðu samkeppninnar og reiknar með að fyrstu verðlaun verði útfærð sbr kafla 4. Verkkaupi áskilur sér rétt til þess að nýta hugmyndir úr öllum verðlaunuðum og innkeyptum tillögum að teknu tilliti til höfundarréttar. Verkkaupi áskilur sér loks rétt til að hafna öllum tillögum sé dómnefnd sammála um að engin þeirra sé verðlaunahæf.

1.6 TUNGUMÁL SAMKEPPNINNAR Tungumál þessarar samkeppni er íslenska og sama á við um verkefnið sjálft eftir samkeppnina. Öll gögn þátttakenda, þ.e.a.s. greinargerð og útskýringar á teikningum við skil tillögu, skulu vera á íslensku.

Page 7: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

4

2. LÝSING VERKEFNISINS

2.1 MARKMIÐ Markmið samkeppninnar er að fá tillögur um hönnun húss og lóðar fyrir framhalds-skóla í Mosfellsbæ í samræmi við markmiðssetningar og hugmyndir sem lýst er í þessum gögnum og meðfylgjandi rýmisáætlun.

Markmið í samkomulagi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Mosfellsbæjar um byggingu skólans eru að við hönnun hússins og undirbúning skólastarfs skal lögð áhersla á sveigjanleika og möguleika til nýbreytni. Jafnframt að í framtíðinni verði gert ráð fyrir möguleikum til verulegrar stækkunar skólans en ákvörðun um lóðarstærð fyrir skólann tók tillit til þess.

Stefna skólans gerir ráð fyrir því að kennsluhættir einkennist af því að nemendur verði virkir þátttakendur í eigin námi og öðlist þannig sjálfstæði og frumkvæði. Til að ná þessu fram verða notaðar fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir þar sem hugmyndafræðin gengur út á að nemandinn tileinki sér námsefnið í gegnum verkefni sem hann vinnur eða umræður sem hann tekur þátt í. Rýmisáætlunin tekur mið af þessum kennsluháttum með skilgreiningu á svokölluðum klösum sem samanstanda af lokuðum rýmum fyrir 20-30 nemendur, lokuðum rýmum fyrir minni hópa og opnum rýmum bæði fyrir minni og stærri hópa.

Jafnframt skulu keppendur sýna tillögu að reit fyrir stækkun skólans í framtíðinni upp á allt að 2.000 m² grunnflöt til viðbótar sem sýni mögulega samtengingu við fyrsta áfanga sem þó er gerð krafa um að geti staðið sjálfstæður til nokkurra ára. Framtíðarhúsnæði er hugsað sem stækkun við bóknámsskólann og/eða íþróttahús fyrir skólann.

Þátttakendur eru hvattir til að leita leiða við tillögugerðina sem miða að því að byggingin og umhverfi hennar verði góður og vistlegur vinnustaður.

� Byggingin skal vera vönduð og fögur og njóta sín vel í umhverfinu.

� Húsið á að mynda hagkvæma og örvandi umgjörð um þá fjölþættu starfsemi sem þar fer fram.

� Æskilegt er að byggingin sé í samræmi við markmið tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir miðbæ Mosfellsbæjar og verði metnaðarfullt frumkvæði í uppbyggingu hans.

2.2 KEPPNISSVÆÐIÐ Keppnissvæðið er á um það bil 12.000 m² lóð á svæðinu næst Langatanga, milli Háholts og Vesturlandsvegar. Í keppnisgögnum er lóðin afmörkuð og innan hennar er byggingareitur sem er leiðbeinandi fyrir keppendur.

Í markmiðum tillögu að deiliskipulagi er lögð áhersla á að í göturými Háholts munu hlutar bygginganna liggja að götu og styrkja þannig og „teikna upp“ göturýmið þar sem það liggur í sveig í gegnum nýju byggðina. Að götu er gerð krafa um uppbrot byggingar og þannig forðast langa einsleita byggingahlið.

Framhaldsskólinn skal liggja að götulínu byggingarreits á a.m.k. 25 m kafla m.v. fullbyggðan skóla. Æskilegt er að byggingin verði að stærstum hluta þrjár hæðir og að götu skal hún vera a.m.k. tvær hæðir.

Page 8: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

5

2.3 LÓÐ – UMHVERFI – SKIPULAG

2.3.1 Lóð

Byggingarreiturinn er staðsettur á lóð sem liggur við Háholt 35-37 og afmarkast af nærliggjandi lóð númer 29-33 til austurs, Háholti til norðurs, Langatanga til vesturs og Vesturlandsvegi til suðurs. Lóðin er afmörkuð í deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Mosfellsbæjar og er um 12.000 m². Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er hámarks-byggingarmagn ofanjarðar á lóðinni um 8.000 m² og má byggingin vera 3 hæðir og kjallari.

Lóð framhaldsskólans stendur við Háholt og öll aðkoma gangandi vegfarenda og ökutækja að lóðinni verður frá Háholti. Inn- og útkeyrsla í bílastæði er frá Háholti.

Gert er ráð fyrir að næsta biðstöð almenningssamgangna verði í miðbænum eða við Háholti.

Höfundar skulu setja fram hugmyndir að ytra umhverfi skólans og tengingu hans við miðbæinn.

Taka skal tillit til nálægðar Vesturlandsvegar hvað varðar hönnun byggingarinnar gagnvart umferðarhávaða.

2.3.2 Umhverfi

Lóð framhaldsskólans er hluti af nýju deiliskipulagi fyrir miðbæ Mosfellsbæjar. Markmið deiliskipulagsins er að skapa nýjan lífvænlegan miðbæ í Mosfellsbæ. Miðbærinn er fyrst og fremst byggð og bæjarrými við göturnar Háholt og Þverholt. Lóð framhaldsskólans stendur við Háholt og endar við Langatanga. Miðbæjarskipulagið gengur út á að skapa mismunandi einkenni á þessum tveimur göturýmum. Háholtið þar sem hliðar bygginganna teikna göturýmið þar sem það liggur í sveig í gegnum nýju byggðina og Þverholtið beint breiðstræti með gróskumiklum trjábeðum. Þar sem miðbæjargöturnar mætast verður miðja bæjarins, líflegt bæjartorg sem ætlað er að verða vettvangur margvíslegra viðburða í bæjarlífinu. Þar er gert ráð fyrir að nýtt menningarhús og kirkja verði staðsett ásamt verslunar- og þjónustubyggingum.

Framhaldsskólinn verður ein þeirra bygginga sem umlykja miðbæinn. Gert er ráð fyrir að framhaldsskólinn muni gefa miðbæ Mosfellsbæjar nýja vídd og efla aðdráttarafl hans. Framhaldsskóinn þarf að kallast á við aðra þætti svæðisins og þarf sérstaklega að huga að tengingu hans við miðbæjarskipulagið.

2.3.3 Skipulag

Gildandi Aðalskipulag Mosfellsbæjar er frá 2003. Á fylgiblaði með keppnislýsingu þessari eru smækkaðar myndir af Aðalskipulaginu til frekari glöggvunar fyrir þátttakendur.

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi svæðisins, sem er hluti keppnisgagna. Í tillögunni er miðað við að skólabyggingin liggi að götu og taki þannig þátt í að mynda göturýmið. Á lóðinni er reiknað með að hægt verði að byggja íþróttahús eða aðra óákveðna starfsemi við framhaldsskólann. Þessi framtíðarviðbót er í skipulagstillögunni lögð fjær miðju bæjarins þannig að skólahusið myndi strax samfellu með nýju byggðinni sem rísa mun við Háholt. Víki keppendur verulega frá þeim hugmyndum sem liggja fyrir ber þeim þó að gera sérstaka grein fyrir ástæðum þess í greinagerð með tillögu sinni.

Bílastæði

Í tillögu að deiliskipulagi fyrir miðbæ Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir að allt að helmingur nauðsynlegra bílastæða verði undir þaki, annað hvort sem kjallari undir húsum eða hálfniðurgrafið bílskýli.

Page 9: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

6

Gert er ráð fyrir að framhaldsskólin byggist upp í áföngum en samkeppni þessi innifelur fyrsta áfanga framkvæmda við framhaldsskólann. Í öðrum áfanga er gert ráð fyrir tvöföldun kennsluhúsnæðis og í þriðja áfanga er bygging íþróttahúss fyrirhuguð.

Heildarþörf bílastæða fyrir fullbyggðan skóla má áætla a.m.k. um 230 bílastæði. Í fyrsta áfanga þarf að koma fyrir 115 bílastæðum að lágmarki. Mikilvægt er hins vegar að keppendur sýni einnig endanlegt fyrirkomulag bílastæða í tillögum sínum miðað við fullbyggð mannvirki. Gerð er krafa um að bílastæðum sé komið fyrir á snyrtilegan hátt á lóðinni og að þau falli vel að skólabyggingunni og verði ekki of áberandi í útliti og ásýnd svæðisins.

2.4 JARÐVEGSAÐSTÆÐUR OG VEÐURFAR Kannað var jarðvegsdýpi á lóðinni og eru niðurstöður sýndar á hjálagðri teikningu (fylgiskjal C). Í fylgiskjalinu eru einnig sýnd þversnið í byggingarsvæðið.

Helstu niðurstöður þeirrar könnunar eru að dýpi jarðvegs, lífræns að mestu, á fyrirhuguðu byggingarsvæði lóðarinnar er frá rúmum 1 m í um 3 m þar sem komið er niður á jökulruðning. Vatn kom í dýpstu holur en lak hægt sem bendir til að lífræni jarðvegurinn er frekar þéttur.

Af vindrósum frá Korpu má dæma að austlægar áttir séu ríkjandi þar. Austan og norðaustanáttir geta orðið hvassar víðast hvar í sveitarfélaginu. Suðaustanátt getur orðið hvöss í grennd við Úlfarsfell en dregur nokkuð úr vindstyrk er norðar dregur. Norðanátt er að jafnaði hæg á öllu svæðinu. Suðvestanátt er að jafnaði hæg vindátt á svæðinu. Á sumardögum er hafgola, hæg norðvestanátt, áberandi þáttur í vindafari bæjarins. Á mynd 1 er sýnd vindrós frá veðurstöð Veðurstofu við Korpu.

Sveitarfélagið lét setja upp eigin veðurstöð við áhaldahús Mosfellsbæjar sumarið 2008 og hófust mælingar 1. sept. 2008. Í fylgiskjali F má sjá gögn sem verkfræðistofan Vista hefur tekið saman upp úr niðurstöðum mælinga frá 1. sept. 2008 til 1. maí 2009. Samantektin sýnir annars vegar vindrós fyrir allt mælitímabilið og hins vegar fyrir hvern mánuð fyrir sig. Tvær tegundir af vindrósum eru sýndar í skýrslunni þar sem önnur er hefðbundin og sýnir vindátt flokkaða eftir vindstyrk en hin sýnir hvaðan blæs og hvaðan rignir þegar mikill vindur er. Niðurstöður mælinga fyrir þennan fyrsta vetur gefa til kynna að megin niðurstaðan sé sú, að mest blási úr austri og suðaustri en það rigni helst í austan, suðaustan eða suðvestan áttum. Bent er á að hugað sé að því að vera með innganga skólans í hléi fyrir helstu vindáttum og byggingin sé þannig byggð að hún verji sig vel og þoli vindálag og rigningu úr þessum vindáttum. Frekari upplýsingar um niðurstöður veðurmælinga þessa fyrsta vetrar er að finna í áðurnefndu fylgiskjali sem Verkfræðistofna Vista hefur unnið.

Page 10: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

7

Mynd 1. Vindrós við Korpu frá Veðurstofunni

Page 11: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

8

Vindur >= 10 m/s

Úrkoma >= 0,1 mm

Mynd 2. Vindrósir við áhaldahús Mosfellsbæjar frá Verkfræðistofunni Vista sem sýna tíðni vindátta frá 1. sept. 2008 til 1. maí 2009. Efsta rósin sýnir tíðnina fyrir allan mældan vind, miðrósin fyrir vind sem mælist yfir 10 m/s og sú neðsta fyrir allan vind þegar úrkoma er yfir 0,1 mm/10 mín. sem sýnir vindrós áhaldahús Mosfellsbæjar. Vindrós fyrir vindhraða jafnt eða yfir 10m/s og úrkomuátt þegar úrkoma er yfir jörn eða yfir 0,1mm/10min. Að mati heimamanna eru veðuraðstæður við áhaldahúsið svipaðar og á lóð skólans.

Page 12: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

9

2.5 UMFERÐARHÁVAÐI Lóð skólans liggur við Vesturlandsveg. Við mótun tillagna að hönnun skólans og fyrir-komulagi rýma þarf að taka tillit til hávaða sem stafar frá umferð um Vesturlandsveg.

Gerðir hafa verið útreikningar á umferðarhávaða eða jafngildishljóðstigi sem gera má ráð fyrir að verði á lóðinni m.v. tilteknar forsendur. Á hjálögðum fylgiskjölum (fylgiskjal G) eru sýndar niðurstöður þeirra útreikninga. Sýnd eru dæmi með niður-stöðum útreikninga á hljóðstigi í tveggja metra hæð á lóðinni án mótvægisaðgerða og með annars vegar 1 m hárri jarðvegsmön meðfram Vesturlandsvegi og hins vegar 2 m hárri. Einnig eru sýnd snið í lóðina þar sem fram kemur hvernig jafngildishljóðstig dreifist á lóð eftir hæð. Sýnd eru tvö dæmi, þ.e. annars vegar miðað við að 1 m hárri jarðvegsmön verði komið fyrir meðfram Vesturlandsveginum og hins vegar miðað við 2 m háa jarðvegsmön.

2.6 ALMENN STARFSEMISLÝSING Í skólanum verða notaðar fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmatið verður í samhengi við það. Stefnt er að því að gera umhverfi skólans að lifandi þætti í skólastarfinu þar sem hugað verður m.a. að náttúrufræði umhverfisins, virðingu fyrir umhverfinu og hvernig nýta má náttúruna á skynsamlegan hátt. Skólinn stefnir einnig að góðu og virku samstarfi við menningarlíf og atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu.

2.7 HÚSRÝMISÁÆTLUN Áætluð hámarksbrúttóstærð 1. áfanga Framhaldsskólans í Mosfellsbæ er um 4.000 m² og ræðst nýting rýmis af hagkvæmni lausnar viðkomandi hönnuðar og gæðum m.t.t. samsetningu rýma innan byggingarinnar og tengsla þeirra.

Í meðfylgjandi rýmistöflu (fylgiskjal D) kemur fram yfirlit yfir nettó fermetra fyrir skólann eftir helstu rýmisflokkum. Yfirlitstaflan sýnir hvernig skipting rýma er hugsuð innan hvers klasarýmis. Áætluð rýmisþörf skólans er um 2.800 m2 nettó.

Stærðir rýma í rýmistöflu eru áætlaðar nettó stærðir án anddyris/forsalar, umferðar-rýma, tæknirýma og útveggja. Hér er um viðmiðunarstærðir að ræða sem verða yfirfarnar við endanlega hönnun skólans.

Eftirfarandi rými eru ekki innifalin í nettófermetrum: � Anddyri/forsalur

� Umferðarrými, gangar,stigar og lyftur.

� Lagnaleiðir, láréttar sem lóðréttar.

� Snyrtingar, fatahengi og ræstiherbergi.

� Innveggir og útveggir.

� Sorpgeymsla með rými fyrir flokkað sorp.

� Tæknirými.

2.7.1 Kennsluhættir og hugmyndafræði

Kennsla í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ er skipulögð á annan hátt en hefðbundið er í flestum framhaldsskólum landsins. Í stað beinnar kennslu er megináherslan lögð á að nemendur tileinki sér námsefnið með verkefnavinnu. Kennsluhættir skólans í einkennast af því að nemendur eru virkir þátttakendur í eigin námi, öðlast sjálfstæði, frumkvæði og gagnrýna hugsun, auk þess sem þeir þjálfast í nútímalegum og árangursríkum vinnubrögðum. Til að ná þessu fram verða notaðar fjölbreyttar

Page 13: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

10

verkefnamiðaðar kennsluaðferðir þar sem hugmyndafræðin gengur út á að nemandinn tileinki sér námsefnið í gegnum verkefni sem hann vinnur eða umræður sem hann tekur þátt í. Verkefnin geta verið af margvíslegum toga í samhengi við efnisþætti námsefnisins, t.d. skrifleg verkefni s.s. ritgerðir, dagbækur og skýrslur. Einnig munnleg verkefni þar sem ætlast er til að nemandinn tileinki sér ákveðið efnisatriði og geri svo grein fyrir því við nemendahópinn. Umræður undir stjórn kennara eru stór þáttur í kennsluaðferðum af þessu tagi, til að ræða um námsefnið almennt, til að ræða um verkefnin áður en nemendur byrja að vinna og einnig til að leggja mat á verkefnin eftir að þeim er lokið. Til viðbótar má nefna að bein miðlun, eins og innlagnir eða fyrirlestrar verður einnig notuð að einhverju marki. Námsmatið er síðan fléttað inn í kennsluaðferðirnar og einkennist af því að mat á nemandanum er sífellt í gangi og gengur út á að hann fái gagnlegar og viðeigandi athugasemdir og ábendingar frá kennara um hvað gengur vel og hvaða þætti þarf að bæta (leiðsagnarmat).

Mikilvægt er að kennslurýmin taki mið af þessu og verði sem fjölbreyttust; lokuð rými fyrir 20-30 nemendur, lokuð rými fyrir minni hópa, opin rými bæði fyrir minni og stærri hópa, hálflokuð rými fyrir stærri og minni hópa. Kennslu- og vinnurýmin þurfa að henta fyrir verkefnamiðaða kennslu (kennari situr með nemendum og leiðbeinir þeim eftir þörfum), beina kennslu (fyrirlestra), hópavinnu nemenda (með eða án kennara) og einstaklingsvinnu nemenda.

Best er ef hægt er að skapa vinnuumhverfi sem er hvetjandi og aðlaðandi, þannig að alls staðar í húsinu sé auðvelt að finna stað til að setjast niður og vinna. Hljóðvist þarf að vera góð og einnig er mikilvægt að gera ekki ráð fyrir mjög stórum hópum í einu lagi, betra að skipta rýmum upp til tryggja betri vinnufrið.

Til að ná þessum markmiðum fram má hugsa sér að húsinu verði skipt upp í eins konar klasa þar sem í hverjum klasa væru 2 lokuð kennslurými (60 m2 hvort), 3 lokuð hópvinnurými (20 m2 hvert) og í samhengi við þessi 5 rými væru þrjú opin vinnurými (40 m2 hvert) sem ætluð væru jafnt til kennslu, hópvinnu nemenda og verkefnavinnu almennt. Þessi lýsing gæti átt við einn af fjórum almennum bóknámsklösum en auk þeirra þarf að gera ráð fyrir raungreinaklasa með tveimur raungreinastofum (90 m2 hvorri), einu lokuðu kennslurými (60 m2), tveimur hópvinnurýmum (20 m2 hvoru) og tveimur opnum vinnurýmum (40 m2 hvoru) og listgreinaklasa með lokuðu listgreina-rými/verkstæði (90 m2), einu lokuðu kennslurými (60 m2), þremur hópvinnurýmum (20 m2 hvert) og þremur opnum vinnurýmum (40 m2 hvert). Gott flæði þarf vera innan hvers klasa til þess að hægt sé að nýta allt rýmið innan klasans til hins ýtrasta og í margs konar tilgangi. Sem dæmi má nefna að stundum getur hentað fyrir kennara að skipta hópnum sem hann er að kenna í tvennt og geta þá nýtt lokað rými fyrir annan hópinn og opið eða hálfopið fyrir hinn, eftir því hvaða verkefni verið er að vinna. Annað dæmi gæti verið kennari sem lætur nemendur vinna mikið saman í hópum og nemendur kynna síðan munnlega niðurstöður úr hópavinnunni. Fyrir þetta fyrirkomu-lag á kennslunni getur verið gott að nýta opnu rýmin í klasanum á meðan hópavinnan er í gangi, en fara svo í lokuðu rýmin þegar kemur að kynningum á verkefnum.

2.7.2 Rýmislýsing

Í þessum kafla er nánari lýsing á rýmum sem fram koma í rýmistöflu (fylgiskjal D).

Lokað kennslurými – 60 m2

Kennsla verður að hluta með þeim hætti að nauðsynlegt er að geta farið í lokað rými. Hér er um hefðbundið bóknámskennslurými að ræða fyrir 20-30 nemendur. Viðmiðunarstærð fyrir lokað kennslurými er 60 m2. Rýmið má gjarnan vera með þann vegg sem snýr út í aðalrýmið/gang sem glervegg þannig að sjáist að hluta inn í kennslustofuna og verði þannig eins og hluti af klasarýminu.

Page 14: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

11

Opið vinnurými – 40 m2

Hóprými eru hugsuð sem opin rými milli lokaðra kennslurýma. Rýmin geta verið misjafnlega opin eða hálflokuð og mega gjarnan vera misstór eða mismunandi í laginu og dreifð um skólann. Viðmiðunarstærð fyrir hóprými er um 40 m2. Hóprými eru aðallega hugsuð fyrir verkefnamiðaða kennslu með eða án kennara sem veitir leiðsögn eftir þörfum. Ekki er gert ráð fyrir sérstöku rými fyrir tölvuver heldur eru öll kennslurými notuð almennrar kennslu á notkun tölva og er þá sérstaklega hugsað til þess að nýta opnu vinnurýmin á milli kennslustofa þar sem kennari gengur á milli og leiðbeinir nemendum. Í opnu rýmunum þarf að huga sérstaklega að hljóðvist svo þau nýtist vel fyrir misstóra hópa. Við hönnun þarf að huga sérstaklega að hljóðvist í rýminu.

Lokað hópvinnurými – 20 m2

Lokuð hópvinnurými eru hugsuð fyrir hópvinnu nemenda eða sem minni kennslurými fyrir einstaklingsmiðað nám eða kennslu fyrir 2-3 nemendur. Gert er ráð fyrir að starfsbraut verði kennd í þessum rýmum.

Raungreinastofur – 90 m2

Í skólanum þurfa að vera tvær vel búnar raungreinastofur til verklegrar raungreina-kennslu. Viðmiðunarstærð fyrir raungreinastofu eru 90 m2. Gert er ráð fyrir að kenna raungreinar í stofunum s.s. eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði og líffræði.

Ein stofan er hugsuð fyrir kennslu í líf- og jarðfræði og önnur fyrir kennslu í efna- og eðlisfræði.

Líf- og jarðfræðistofan þarf að vera búin lokuðum skápum fyrir steinasafn og hvers konar sýni og efni til kennslu í raungreinum.

Efna- og eðlisfræðistofan þarf að vera útbúin sem tilraunastofa til kennslu fyrir um 15 manna hópa. Rýmið þarf að hafa tækja- og efnisgeymslu þar sem einnig er hægt að lagfæra tækin. Einnig er nauðsynlegt er geta gengið frá öllum tækjum í lok tíma í skápum. Heppilegast er að nota stóra skápa með glerhurðum til að halda yfirsýn yfir búnaðinn. Raflagnir og tölvulagnir þurfa að vera við öll borð.

Vel kemur til álita að sameiginleg geymsla verði fyrir báðar þessar raungreinastofur á milli þeirra með aðgengi úr þeim báðum.

Listgreinastofa – 90 m2

Eitt sérútbúið kennslurými þarf fyrir listgreina- og handverkskennslu. Rýmið þarf að vera sæmilega stórt og með sérstaklega góðu aðgengi að vatni og rafmagni. Viðmiðunarstærð rýmis er 90 m2. Gert er ráð fyrir að þarna verði kenndar ýmsar námsgreinar á lista- og handverkssviði, s.s. myndlist, léttar smíðar bæði úr tré og málmi, textílvinnsla og fleira.

Nægjanlegt rými þarf að vera í stofunni svo nemendur geti unnið að stærri verkefnum og geymt þau í stofunni þótt verið sé að kenna í annarri grein. Góð geymsla þarf að vera í tengslum við listgreinastofu og heppilegt að aðgengi fyrir móttöku kennsluefnis sé gott.

Stofan þarf að geta rúmað t.d. keramikofn, smíðaborð og hvers konar handverksverkfæri. Gera verður ráð fyrir góðu geymsluplássi í stofunni, bæði í læstum og ólæstum skápum.

Kennslueldhús/Lokað kennslurými – 80 m2

Eitt kennslurými verður útbúið sem kennslueldhús. Rýmið þarf að vera útbúið fyrir kennslu í matreiðslu fyrir um 8-10 nemendur og þarf að vera með gott aðgengi að vatni og rafmagni. Í matreiðslueldhúsinu er gert ráð fyrir að nota hefðbundin heimilis-

Page 15: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

12

tæki og innréttingar til kennslu. Ekki er reiknað með vélrænni loftræstingu heldur verði settir upp kolasíu háfar ofan við eldavélar. Viðmiðunarstærð rýmis er 80 m2 og er geymslurými hluti af því þar sem þurrlager og ísskápar fyrir matvæli eru staðsett.

Í kennslueldhúsi verður ein uppþvottavél, örbylgjuofn, tvö helluborð, fimm ofnar, tveir ísskápar og vinnuborð fyrir 8-10 nemendur í kennslu.

Í kennslueldhúsinu er jafnframt gert ráð fyrir að hægt sé að kenna þar hefðbundna bóknámskennslu.

Eldhús – 100 m2

Eldhús framhaldsskólans í Mosfellsbæ skal vera hannað sem mötuneytiseldhús þar sem hægt er að elda heitan mat fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Gert er ráð fyrir að hægt sé að bjóða upp á heitan mat í hádeginu og hressingu morgna og seinnipart dags. Rýmið skal vera um 100 m2 og skiptast í eldunaraðstöðu, frysti, kæli, þurrlager, uppþvottasvæði, afgreiðslusvæði, búningsaðstöðu starfsmanna í eldhúsi ásamt skrifstofu/kaffiaðstöðu fyrir starfsfólk eldhúss.

Gert er ráð fyrir að sjálfsafgreiðsla sé milli eldhúss og matsalar og að unnt sé að afgreiða allt að 200 nemendur á klukkustund. Í sjálfsafgreiðslu þarf að vera aðstaða fyrir heitan mat, kalda rétti, drykki, kaffi, bakkelsi og sælgæti. Skipulag svæðisins þarf að vera þannig að þar sé mikið og gott flæði á álagstímum. Mikilvægt er að hönnun og staðsetning tækja sé þannig að starfsmenn í eldhúsi geti jafnframt sinn áfyllingu í sjálfsafgreiðslukæliskápa.

Rýmið þarf að uppfylla lög og reglugerðir um heilbrigðismál.

Helstu lög og reglugerðir eru: • Lög um matvæli nr. 93/1995. • Reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu

matvæla nr. 522/1994 með breytingarreglugerðum nr. 191/1999 og 842/2004 • Reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla • Lög um veitinga- og gististaði nr. 67/1985 • Reglugerð um veitinga- og gististaði nr. 288/1987 með síðari breytingum • Reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 • Mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994 með breytingum • Lög um tóbaksvarnir, nr. 6/2002

Allar reglugerðir og lög má nálgast á slóðinni: http://www.ust.is/Matvaeli/loggjof/

Matsalur/Fjölnotasalur – 200 m2

Matsalurinn er hugsaður fyrir þriðjung til helming nemenda skal jafnframt nýtast sem vinnusvæði nemenda á skólatíma. Viðmiðunarstærð fyrir matsalinn er um 200 m2. Salurinn skal tengjast eldhúsi og geta nýst sem fjölnotasalur fyrir stærri viðburði á vegum skólans eins og sýningu á verkum nemenda (mynd- og leiklist).

Æskilegt er að matsalurinn og eldhúsið geti að hluta þjónað sem veitingasalur eða samkomusalur utan skólatíma og því standa sem sjálfstæð eining meðan aðrir hlutar skólahúsnæðisins eru lokaðir.

Ekki er gert ráð fyrir sérstakri geymslu fyrir húsbúnað heldur reiknað með að honum verði staflað upp eða flutt í nærliggjandi rými ef þess þarf.

Stjórnunarrými – 400 m2

Stjórnunarrými eru rými sem lúta að starfsfólki framhaldsskólans s.s. • Móttaka • Skrifstofur stjórnenda • Vinnusvæði kennara

Page 16: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

13

• Setustofa og fatahengi kennara • Félags- og námsráðgjöf sem einnig nýtist fyrir heilsugæslu

Í móttöku er gert ráð fyrir almennri móttöku gesta og nemenda og verður að vera rými fyrir 2-3 starfsmenn, ljósritun og geymslurými fyrir pappír og ljósritun. Bókasafn skólans verður einnig hluti af móttökurýminu þar sem aðstaða er fyrir bókasafnsfræðing og hillur fyrir orðabækur og helstu kennslubækur. Rýmið þarf að vera aðgengilegt frá anddyri og miðju skólans.

Skrifstofur skólameistara og annarra stjórnenda verða hefðbundnar skrifstofur frá 10-20 m2 að stærð og er gert ráð um 5 lokuðum skrifstofum. Eitt fundarherbergi fyrir 15-20 manns skal vera tengt skrifstofum stjórnenda. Mögulega gæti fundarherbergið legið við hlið setustofu kennara með færanlegum veggjum á milli til að búa til eitt mjög stórt fundarherbergi.

Sameiginleg vinnusvæði kennara eru hluti af stjórnunarrýminu. Gert er ráð fyrir vinnu-svæði fyrir um 32 kennara. Vinnuaðstaðan verður í opnu vinnurými þar sem hver kennari hafi sér vinnuaðstöðu ásamt læsanlega hirslu fyrir sín gögn. Viðmiðunarstærð fyrir vinnustöð er um 4 m2 og heildarvinnusvæðið um 128 m2.

Í stjórnunarrými er gert ráð fyrir rúmgóðri kaffistofu starfsfólks þar sem verður bæði borð til að sitja við og borða og einnig setkrókur með þægilegum sætum.

Rými fyrir félags- og námsráðgjafa er áætlað um 45 m2. Rýmið er hugsað sem tvö 15 m2 viðtalsrými ásamt sér rými fyrir sameiginlega biðstofu. Hér er einnig gert ráð fyrir að hægt sé að samnýta rýmið með aðstöðu fyrir hjúkrunarfræðing eða lækni til viðtala og þeirra starfa. Æskilegt er að finna þessari starfsemi stað þar sem umferð er ekki mikil en þó aðgengileg fyrir nemendur. Ekki hentar vel að þetta rými sé hluti af almennri móttöku eða skrifstofu skólans.

Nemendaaðstaða – 50 m2

Rýmið er hugsað fyrir aðstöðu nemendafélagsins. Viðmiðunarstærð þess er um 50 m2. Starfsemi sem fer fram í rýminu er m.a. skrifstofu- og fundaraðstaða fyrir nemendafélagið og geymsla fyrir gögn á vegum félagsins.

Geymslurými – 170 m2

Gera þarf ráð fyrir geymslurými dreift um skólann. Geymslurýmin geta verið fyrir minniháttar tækjabúnað skólans eða skjöl sem skólinn þarf að geyma.

Gert er ráð fyrir sérstöku rými fyrir húsvörð þar sem mögulega er hægt að lagfæra minniháttar tæki fyrir skólann og aðstaða er fyrir húsvörð.

Í rými fyrir netþjón þarf að gera ráð fyrir öllum búnaði sem þarf fyrir netþjónakerfi skólans og þarf rýmið að vera sér loftræst. Auðvelt aðgengi fyrir þjónustu þarf að vera að rýminu.

Í húsnæðinu er gert ráð fyrir fatahengi fyrir nemendur við aðalinngang skólans. Hér skulu vera læsanlegir munaskápar sem nemendur geta fengið úthlutað til að geyma skó, yfirhafnir, skólabækur, fartölvur og fleira. Gert er ráð fyrir að um fjórir skápar geti verið í hverri skápaeiningu og að allir nemenda geti fengið úthlutað skápum.

Sorpgeymsla

Sorpgeymslu þarf að koma fyrir á lóðinni en ekki er æskilegt að hún verði innbyggð í skólabygginguna. Gott aðgengi þarf að vera að sorpgeymslu sem fjærst frá aðalinngangi hússins.

Gerð er krafa um að mögulegt verði að flokka sorp.

Page 17: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

14

Tengslarit

Á neðangreindri mynd eru sýnd tengsl rýma í byggingunni. Sýnir hún innbyrðis tengsl milli rýma. Stærð og uppröðun reita gefur ekki til kynna umfang eða mikilvægi svæðis.

Page 18: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

15

2.8 GERÐ OG GÆÐI HÚSS Miða skal við að allur frágangur byggingar og lóðar sé vandaður viðhaldslítill og endingargóður. Tillöguhöfundar skulu gera grein fyrir efnisvali og uppbyggingu hússins í greinargerð. Byggingin skal falla vel að nánasta umhverfi og taka tillit til fyrirliggjandi tillagna að deiliskipulagi miðbæjarsvæðis bæjarins. Mikilvægt er að vandað sé til heildarhönnunar á frágangi kringum húsið, staðsetningu á lóð og fyrirkomulagi bílastæða, tillögu að staðsetningu síðari áfanga skólans og íþróttahúss.

Almennt skal gera ráð fyrir hefðbundnum innanhússfrágangi og tæknilegum útfærslum í byggingunni í samræmi við starfsemina. Taka skal tillit til sólarljóss og afstöðu þess til einstakra rýma svo sem vinnurýma, kennslurýma og fundaherbergja með skjávarpa og fjarfundabúnaði. Hita- og loftræstikerfi skulu sjá til þess að eðlilegum hita sé haldið í öllum rýmum.

Gera skal ráð fyrir að raflagnakerfi, lýsing og allar aðrar lagnir séu unnar með stýrikerfum og þannig að allar breytingar eftir á verði auðveldar vegna kröfunnar um sveigjanleika í lausnum á grunnmyndum byggingarinnar. Einnig þarf að vera auðvelt með þessu kerfi að fylgjast með orkunotkun, afköstum loftræstikerfa o.þ.h.

Byggingu af þessari gerð fylgja eðlilega miklar kröfur til starfsseminnar og verða nokkur atriði nefnd hér: efnisval og hönnun, orkunotkun, brunavarnir, hljóðvist, rakastig, o.fl., og skulu þátttakendur taka tillit til þess við gerð tillögunnar.

Gæta skal að því að aðgengi fatlaðra og almenn umferð um húsið séu tryggð og auðveld, ennfremur að hægt sé að skapa fötluðum hentuga vinnuaðstöðu.

2.8.1 Tæknilegar útfærslur

Í þessum kafla er lýst kröfum sem verða gerðar til hönnunar skólans og taka þarf tillit til í tillögum vegna rýmismyndunar og við skipulag hvort sem er innanhúss, utanhúss eða á lóð.

Anddyri, stigar og lyftur

Anddyri skal búið fullkomnum og slitsterkum efnum og hurðabúnaði sem hæfa starfsemi framhaldsskóla og með góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Gera skal ráð fyrir að stigar séu almennt notaðir til umferðar milli hæða hússins. Lyftur skulu vera í húsinu sem tryggi flutning fólks og aðfanga. Ef mötuneyti eða rými sem krefjast mikilla aðfanga eru staðsett þannig að flytja þurfi aðföng með lyftum skal sú lyfta vera aðskilin frá fólksflutningalyftu.

Raflagnakerfi

Gert er ráð fyrir hefðbundnum kröfum til raflagnakerfis.

Gert er ráð fyrir hefðbundnu aðgangsstýrikerfi í byggingunni.

Gera er ráð fyrir myndavélakerfi í byggingunni með vöktun á öllum inngangsdyrum hússins og jafnvel öðrum mögulegum aðkomuleiðum inn í bygginguna sem fylgjast þarf með.

Hússtjórnarkerfi

Gert er ráð fyrir miðlægt stýrðu hússtjórnarkerfi til stýringar og vöktunar m.a. á lýsingu, hitastigi, loftræstingu og öðrum þeim kerfum sem við á. Gera er ráð fyrir að stjórnstöð verði í rými húsumsjónarmanns.

Page 19: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

16

Loftræsting

Loftræsting rýma skal vera í samræmi við byggingarreglugerð og skal tryggja að loftræsting og loftræstibúnaður séu í samræmi við þær kröfur sem starfsemin í byggingunni gerir hverju sinn og tryggi loftgæði í viðkomandi rými.

Gengið er út frá því að húsið sé náttúrulega loftræst þar sem því verður við komið. Loftræsa skal með vélrænni loftræstingu eldhús, matsal, raungreinastofur, listgreinastofu, snyrtingar, öll gluggalaus rými og önnur rými þar sem aðstæður krefjast þess. Loftræsting í kennslueldhúsi getur verið vélræn með hefðbundnum stokkum og háfum en ekki er gerð meiri krafa til loftræstingar þar en sú að yfir hverri eldavélahellu verði loftháfur með kolasíu.

Á þeim rýmum þar sem sólarálag er mikið er vert að hafa í huga að nota t.d. gler sem dregur úr áhrifum sólarljóss í stað kælingar með loftræstingu.

Bent er á upplýsingar í fylgiskjali G um hávaða frá umferð eftir Vesturlandsvegi sem taka þarf tillit til við ákvörðun rýma sem hægt er að loftræsa á náttúrlegan hátt.

Gera þarf ráð fyrir aðgengilegu tæknirými fyrir loftræstisamstæður og annan tæknibúnað.

Lofthæð rýma

Gerð er sú krafa að hæð rýma taki mið af kröfum um sveigjanleika rýmis og kröfum um loftræstingu. Hugsað er til þess að lagnaleiðir verði í niðurteknu lofti sem auðvelt er að komast að vegna mögulegra breytinga á rýmum með tilheyrandi breytingum á lagnaleiðum sem og kröfum um loftræstingu með loftstokkum af viðeigandi stærð.

Gaskerfi

Í raunvísindastofum skal gera ráð fyrir notkun á gasi til kennslu og skal miða við það við rýmisskipulag, t.d. hvað varðar kröfur til geymslu þess og alla notkun ásamt umhirðu.

Brunahönnun/Brunaviðvörunarkerfi

Brunahönnun skal vera í samræmi við reglur.

Innbrota- og vatnsviðvörunarkerfi

Gera skal ráð fyrir að innbrota- og vatnsviðvörunarkerfi verði komið fyrir í byggingunni. Gera skal ráð fyrir að vöktun kerfis geti verið að hluta í hússtjórnarkerfi.

Bílastæði/bílageymsla

Vísað er til greinar um bílastæði í kafla 2.3 Lóð – Umhverfi – Skipulag þar sem kemur fram að í deiliskipulagshugmyndum fyrir miðbæ Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir að allt að helmingur nauðsynlegra bílastæða verði undir þaki, annað hvort sem kjallari undir húsum eða hálfniðurgrafið bílskýli.

Þar koma einnig fram upplýsingar um áfangaskiptingu heildarframkvæmda við skólann.

Heildarþörf bílastæða fyrir fullbyggðan skóla má áætla a.m.k. um 230 bílastæði. Í fyrsta áfanga þarf að koma fyrir 115 bílastæðum að lágmarki. Mikilvægt er hins vegar að keppendur sýni einnig endanlegt fyrirkomulag bílastæða í tillögum sínum miðað við fullbyggð mannvirki. Gerð er krafa um að bílastæðum sé komið fyrir á snyrtilegan hátt á lóðinni og að þau falli vel að skólabyggingunni og verði ekki of áberandi í útliti og ásýnd svæðisins.

Page 20: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

17

Hljóðvist

Huga skal vel að hljóðvist við heildarhönnun hússins t.d. í efnisvali og lögun rýma. Kröfur um hljóðvist skulu miðast við þá starfsemi sem fram fer í húsinu en mjög mikilvægt er að tryggja góða hljóðvist í skóla sem byggir á þeim kennsluháttum sem hér eru að markmiði.

Miklu máli skiptir að hljóðvist sé vel hönnuð þannig að ekki sé gjallandi í opnum svæðum þar sem unnið er. Þetta gildir sérstaklega í opnum vinnu- og kennslurýmum.

Burðarkerfi

Huga þarf að kröfum verkkaupa um sveigjanleika hússins þegar burðarvirki þess er ákveðið.

2.8.2 Listskreyting

Listskreyting er ekki hluti af þessari samkeppni en reglur um listskreytingu í opinberum byggingum eru gefnar út af listskreytingarsjóði og er aðilum bent á að kynna sér þær af þessu tilefni.

2.8.3 Hönnun lóðar

Áhersla er lögð á að frágangur og hönnun lóðar sé í samræmi við umhverfið.

Keppendur skulu gera tillögu um mótun og nýtingu lóðarinnar og sýna gangstíga og bílastæði á lóðinni.

Á tillögu að reit fyrir stækkun skólans í framtíðinni upp á allt að 3.000 m² grunnflöt til viðbótar skal sýna hugmyndir að lóðarfrágangi og fyrirkomulagi lóðar. Einnig skal sýna hugmynd að mögulegri staðsetningu íþróttahúss og fyrirkomulagi þess ásamt aðkomu í lóðinni.

Sýna skal í tillögu aðgengi fyrir slökkvilið og sjúkralið, aðgengi fyrir vöruafgreiðslu og sorpgeymslu svo eitthvað sé nefnt.

2.9 KOSTNAÐARVIÐMIÐ Verkkaupi gerir ráð fyrir að framkvæmdakostnaður (verktakakostnaður) verði um 280.000 kr/m² fyrir bygginguna m.v. verðlag í apríl 2008 og skulu þátttakendur halda sig innan þess ramma.

Ofangreind kostnaðarviðmið á hvern fermetra innihalda eingöngu beinan verktakakostnað. Hönnun, umsjón og eftirlit, opinber gjöld, búnaður og annað er ekki inni í ofangreindum tölum.

Þátttakendur skulu sýna kostnaðargát og er miðað við að allur frágangur byggingarinnar og lóðar hennar sé vandaður og viðhaldskostnaður í lágmarki og að kostnaður sé innan ofangreinds ramma. Þær kröfur verða gerðar að við endanlega hönnun mannvirkisins verði tekið tillit til lífsferilskostnaðar þess (e. Life cycle cost).

Tillagan skal uppfylla öll skilyrði, sem lýst er í samkeppnislýsingu þessari, fylgja húsrýmisáætlun, uppfylla tæknilegar kröfur, o.s.frv. Í tillögunni skal gera grein fyrir frágangi byggingarinnar, þ.e. efnisvali, frágangi utanhúss, frágangi gólfa, lofta og veggja innanhúss, loftræstingu, lagnakerfi, frágangi lóðar og bílastæða og öðru því sem getur haft áhrif á kostnaðarmat dómnefndar og ráðgjafa hennar.

Í samningi sem gerður verður við hönnuði mun verða settur kostnaðarrammi sem hönnuðir verða að vinna innan.

Page 21: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

18

3. KEPPNISLÝSING

3.1 ÞÁTTTÖKURÉTTUR Þátttaka er öllum heimil.

Auk dómnefndar og starfsmanna hennar, (ritara, trúnaðarmanns, sérfræðinga), er þátttaka óheimil þeim, sem rekur teiknistofu með þessum aðilum, vinnur að verkefnum með þeim eða er þeim nátengdur. Þá hafa þeir sem tóku þátt í undirbúningi samkeppninnar ekki þátttökurétt. Vafatilfelli skal bera undir lögfræðing(a) Ríkiskaupa. Sjá nánar grein 3.2.4 Dómnefndarstörf í Leiðbeiningum um hönnunarsamkeppni.

3.2 AFHENDING SAMKEPPNISGAGNA Samkeppnislýsing þessi verður birt á vefsíðu Ríkiskaupa: http://rikiskaup.is, útboðsnúmer 14734, frá og með þeim tíma sem fram kemur í kafla 1.4.1 Lykildagsetningar samkeppninnar.

Keppnislýsingin er öllum opin en til þess að fá ítargögn þurfa þátttakendur að skrá sig á vefsíðu Ríkiskaupa http://rikiskaup.is, útboðsnúmer 14734.

Upplýsingar er einnig hægt að nálgast á vef Arkitektafélags Íslands: http://ai.is.

Ítargögn á geisladiski er hægt að nálgast, gegn framvísun staðfestingar á þátttöku og 3.500 kr. greiðslu, á skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 8:00-16:00.

Ítargögn eru tilgreind í kafla 3.5 Samkeppnisgögn.

3.3 DÓMNEFND OG RITARI DÓMNEFNDAR Dómnefnd er skipuð af fimm fulltrúum.

Tilnefndir af verkkaupa: Þráinn Sigurðsson, formaður dómnefndar, sérfræðingur mennta- og menningarmálaráðuneytinu Jóhanna Björg Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar Ólafur Sigurðsson, sérfræðingur mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands: Kristín Brynja Gunnarsdóttir, arkitekt FAÍ Sigurður Einarsson, arkitekt FAÍ

Ritari dómnefndar er: Bergljót S. Einarsdóttir, verkefnisstjóri/arkitekt FAÍ Framkvæmdasýslu ríkisins

Sérfræðingar dómnefndar eru: Flosi Sigurðsson, deildarstjóri/byggingarverkfræðingur Verkís hf Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Framhaldsskóla Mosfellsbæjar

Telji dómnnefnd þörf á verður leitað frekari ráðgjafar hjá verkfræðistofunni Verkís hf.

Dómnefnd er heimilt, í samráði við verkkaupa að kalla til sérfræðinga sér til ráðuneytis, t.d. á sviði umferðarmála, hljóðvistar og kostnaðarmats. Sérfræðingar dómnefndar mega hvorki eiga þátt í neinni tillögu, né hafa hagsmunatengsl við neinn tillöguhöfunda. Viðfangsefni sérfræðinga er eingöngu á þeirra sérsviði og koma þeir ekki að annarri umfjöllun dómnefndar og dæma ekki tillögurnar. Þegar sérfræðingur er kallaður til skal það gert með milligöngu trúnaðar- og umsjónarmanns. Sjá einnig grein 3.2.4 Dómnefndarstörf í Leiðbeiningum um hönnunarsamkeppni.

Page 22: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

19

3.4 TRÚNAÐAR- OG UMSJÓNARMAÐUR Trúnaðar- og umsjónarmaður samkeppninnar er: Gísli Þór Gíslason Ríkiskaup, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími: 530 1400 / Fax: 530 1414 Netfang: [email protected]

Verkefnisstjóri samkeppninnar er Bergljót S. Einarsdóttir Framkvæmdasýslu ríkisins.

3.5 SAMKEPPNISGÖGN Samkeppnisgögn þessarar samkeppni sem afhent verða á geisladiski eru:

• Kortagrunnur með hæðarlínum í dwg, dxf og dgn formi, sem skýra legu lands og hæðarlínur.

• Loftmynd.

• Ljósmyndir.

• Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni, drög dags.17.11.2007. (fylgiskjal A)

• Tillaga að deiliskipulagi ásamt skilmálum og byggingarreit. (fylgiskjal B)

• Jarðvegskönnun, þversnið í byggingarsvæði (fylgiskjal C)

• Rýmistafla. (fylgiskjal D)

• Leiðbeiningarit um kaup á ráðgjöf. (fylgiskjal E)

• Samantekt á veðurfarsgögnum veðurstöðvar Mosfellsbæjar. (fylgiskjal F)

• Jafngildishljóðstig (umferðarhávaði) á byggingarreitunum. (fylgiskjal G)

• Gildandi aðalskipulag. (fylgiskjal H)

• Frumathugun, Nýr framhaldsskóli í Mosfellsbæ, 11. júní 2009. (fylgiskjal I)

Sjá einnig kafla 3.2 Afhending samkeppnisgagna.

3.6 VETTVANGSSKOÐUN - KYNNINGARFUNDUR Ekki verður boðað til vettvangsskoðunar né kynningarfundar um verkefnið, en þátttakendur er hvattir til að kynna sér aðstæður á byggingarreitnum og nágrenni.

3.7 FYRIRSPURNIR Fyrirspurnir skal senda skriflega með netpósti beint til trúnaðar-og umsjónarmanns á netfangið [email protected]. Um er að ræða tvo formlega fyrirspurnartíma eins og fram kemur í grein 1.4.1 Lykildagsetningar samkeppninnar:. Trúnaðar- og umsjónarmaður flokkar fyrirspurnir og sendir þær fyrirspurnir sem snúa að kafla 2 til dómnefndar, en aðrar til verkefnisstjóra samkeppninnar og setur síðan öll svör á vef Ríkiskaupa, http://rikiskaup.is, útboðsnúmer 14734.

Vakin er athygli á því að allar fyrirspurnir og svör við þeim verða eingöngu birtar á vef Ríkiskaupa http://rikiskaup.is, útboðsnúmer 14734. Svör verða ekki send í tölvupósti til keppenda.

Áhersla er lögð á að nota fyrri fyrirspurnartímann.

Page 23: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

20

3.8 SAMKEPPNISTILLÖGUR Keppendur skulu skila útprentuðum gögnum, og gögnum á geisladiski til trúnaðar- og umsjónarmanns hjá Ríkiskaupum. Óskað er eftir öllum gögnum á geisladiski, tveimur eintökum, og skulu þau vera á pdf-formi auk rýmistöflu á excel formi. Óskað er eftir tveimur eintökum af umræddum geisladiski.

Skila skal eftirfarandi gögnum:

TEIKNINGAR:

• Afstöðumynd (með norður upp) í mkv. 1:500, sem sýnir svæðið og tengsl við nágrennið.

• Grunnmyndir, skurðmyndir og útlit í mælikvarðanum 1:200. Grunnmynd kjallara má skila í mkv 1:500.

• Fjarvíddar og rúmteikningar (þrívíddarmyndir), og/eða ljósmyndir að vali höfunda.

• Skýringarmyndir (riss) að vali höfunda.

Líkön og önnur gögn, sem ekki er beðið um í keppnislýsingu, verða ekki lögð fyrir dómnefnd.

Teikningar (tillöguarkir) skulu vera í stærð A1 (594x841 mm) prentaðar út á ógegnsæjan pappír og upplímdar á pappa. Allur texti skal ritaður á vélrænan hátt.

Tillöguarkir skulu ekki vera fleiri en 4.

Tillöguarkir skulu einnig vera í pdf-formi á geisladiski.

GREINARGERÐ: (hámark 1000 orð)

• Þar sem lýst er megininntaki tillögunnar, helstu forsendum, markmiðum og áherslum tillöguhöfunda. Gerð grein fyrir skipulagi, helstu stærðum, efnisnotkun og tæknilegum útfærslum. Þar skal gerð grein fyrir þeim atriðum sem dómnefnd leggur áherslu á sbr. kafla 1.3 og 2.1 auk annarra atriða sem keppendur vilja skýra frá.

Í greinargerðinni skal gera grein fyrir frágangi byggingarinnar, þ.e. efnisvali, frágangi utanhúss, frágangi gólfa, lofta og veggja innanhúss, loftræstingu, lagnakerfi, frágangi lóðar og bílastæða og öðru því sem getur haft áhrif á kostnaðarmat dómnefndar og ráðgjafa hennar.

Greinargerðinni skal skila í 6 eintökum í arkarstærðinni A4 og á geisladiski (tveimur eintökum). Birta skal smækkuð afrit allra uppdrátta í greinargerð í A3 (brotnu) og gæta ber þess að samræmi sé milli texta á uppdráttum og í greinargerð.

RÝMISTAFLA:

Rýmistafla, sem fylgir samkeppnisgögnum, er exel-skjal. Þar eru upptalin þau rými sem lögð voru til grundvallar við rýmisáætlun verkefnisstjórnar. Höfundum ber að skila rýmistöflu með tillögum sínum og er mælst til þess að fyrrgreind rýmistafla verði notuð og skal hún þá fyllt út, eins og texti hennar segir til um. Rýmistölur fyrir einstök rými skulu vera nettóstærðir. Ennfremur skal gefa upp brúttóstærð fyrir heildarstærð húss.

3.9 MERKING, AFHENDING OG SKILAFRESTUR GAGNA Tillögur skal merkja sem hér segir:

A) Auðkenna skal öll tillögugögn með fimm stafa tölu í 2x5 cm stóran reit í hægra horni að neðan. Ógagnsætt umslag, merkt sömu tölu og orðinu – Nafnmiði – skal fylgja tillögunni. Í umslaginu sem skal skilað lokuðu skulu vera nöfn, heimilisföng, símanúmer/GSM númer og netfang tillöguhöfunda.

Page 24: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

21

Tillögur skal afhenda sem hér segir:

B) Tillöguörkum, skal skila í flötum umbúðum, útprentuðum og upplímdum. Umbúðirnar skal einnig merkja á sama hátt og önnur gögn. Greinargerð skal skila útprentaðri í 6 eintökum. Teikningar í ramma eða gleri verða ekki lagðar fyrir dómnefnd. Tillögur skal einnig afhenda á geisladiski í 2 eintökum. Þess skal gætt að geisladiskur og öll gögn sem á honum eru verði merkt á sama hátt og önnur gögn. Þess skal gætt sérstaklega að ekki komi fram neinar upplýsingar um tillöguhöfund á gögnum sem sett eru á geisladisk.

C) Skila skal tillögum til trúnaðar- og umsjónarmanns hjá Ríkiskaupum að Borgartúni 7C, í síðasta lagi fyrir þann tíma sem skilafrestur tillagna er skilgreindur í kafla 1.4.1 Lykildagsetningar samkeppninnar. Við afhendingu tillagna til trúnaðar- og umsjónarmanns fær þátttakandi kvittun merkta auðkennitölunni. Þeir sem óska eftir að skila tillögum fyrir þann tíma, skulu hafa samráð við trúnaðarmann.

D) Nægilegt er að tillögum sé komið í póst eða flugafgreiðslu fyrir lok skilafrests, enda skal vottorð um það frá hlutaðeigandi afgreiðslumanni sent til trúnaðar- og umsjónarmanns. Auk framanskráðs skal keppandi, fyrir lok skilafrests, tilkynna trúnaðar- og umsjónarmanni með tölvupósti eða símbréfi að tillaga hafi verið send. Í símbréfinu (tölvupóstinum) skal koma fram auðkennistala tillögunnar. Póstsendar tillögur skal merkja trúnaðar- og umsjónarmanni. Tillögum, sem sendar eru í pósti, verður ekki veitt viðtaka lengur en sjö dögum eftir að skilafresti lýkur. Vakin er athygli á að póstsending getur tekið lengri tíma en sjö daga.

E) Ófrávíkjanlegt skilyrði þess að tillögu sé veitt viðtaka og hún dæmd, er að henni sé skilað á réttum tíma og nafnleyndar sé gætt samkvæmt samkeppnisreglum.

3.10 ÚRSLIT Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum á þeim degi er fram kemur í kafla 1.4.1 Lykildagsetningar samkeppninnar. Um nafnleynd og tilhögun við úrslit samkeppninnar verður farið í samræmi við greinar 3.2.5 og 3.2.6 í Leiðbeiningum um hönnunarsamkeppni. Verkkaupi gefur út dómnefndarálit með umsögn um allar tillögur á prentuðu formi.

3.11 SÝNING TILLAGNA Eftir að úrslit liggja fyrir verður haldin sýning í Mosfellsbæ á tillögum sem bárust, í samræmi við greinar 3.3.3 í Leiðbeiningum um hönnunarsamkeppni. Sýningin verður haldin í beinu framhaldi af kynningu úrslita samkeppninnar.

3.12 RÝNIFUNDUR

Í samræmi við grein 3.3.2 í Leiðbeiningum um hönnunarsamkeppni, skal halda rýnifund innan eins mánaðar frá verðlaunaafhendingu.

Page 25: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar

Samkeppnislýsing

22

4. VERK Í KJÖLFAR SAMKEPPNI

4.1 HÖNNUNAR- OG FRAMKVÆMDATÍMI Gert er ráð fyrir að fylgja eftirfarandi tímaáætlun vegna verkefnisins: Framhaldsskóli í Mosfellsbæ.

Úrslit samkeppninnar kynnt eigi síðar en fram kemur í kafla 1.4.1 Lykildagsetningar samkeppninnar:.

Hönnun lokið og útboðsgögn tilbúin í byrjun árs 2011.

Framkvæmdum lokið og byggingin tekin í notkun 2012-2013.

4.2 HAGNÝTING KEPPNISTILLAGNA Verkkaupi stefnir að því að ganga til samninga við höfunda þeirrar tillögu sem dómnefnd mælir með til áframhaldandi hönnunar á húsinu.

Falli verkkaupi frá frekari áformum um að framkvæma samkvæmt 1. verðlauna-tillögunni um framhaldskóla í Mosfellsbæ, eða óski útbjóðandi að ráða annan aðila til verksins, en dómnefnd hefur mælt með, skal greiða 1. verðlaunahafa bætur vegna verkefnismissis, sem nemur 100% af upphæð 1. verðlauna.

Dómnefnd mun í dómnefndaráliti með niðurstöðum samkeppninnar ganga frá ítarlegu áliti um verðlaunaðar tillögur. Þar verður ekki bara fjallað um þá kosti sem fyrstu verð-launatillaga hefur til að vera valin í það sæti, heldur verða talin upp þau atriði sem dómnefnd telur nauðsynlegt að fara yfir og jafnvel endurskoða við útfærslu tillögunnar. Við gerð hönnunarsamnings verða þessi atriði tekin til skoðunar og ákveðið hvaða áhrif þau munu hafa á fullnaðarhönnun verksins.

Verkkaupi öðlast afnotarétt af verðlaunuðum og viðurkenndum tilögum, með þeim takmörkunum sem höfundarlög setja.

4.3 ÞÓKNUN HÖNNUÐA Í Leiðbeiningum fjármálaráðuneytis um kaup á ráðgjöf (fylgiskjal E) er kveðið á um að í samkeppnum sé þóknun til hönnuða að lokinni samkeppni skilgreind í keppnis-lýsingu. Samskonar ákvæði er einnig í grein 3.3.5 í Leiðbeiningum um hönnunar-samkeppni (fylgiskjal A).

Þrátt fyrir þessi ákvæði hefur verkkaupi, í samráði við AÍ, ákveðið að í þessari samkeppni verði hafður sá háttur á að sest verði að samningaborði með þeim aðila sem hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppninni og samið um hönnunarþóknunina. Verkkaupi setur þó þann fyrirvara að ef samningar nást ekki, þá getur hann leitað til þeirra aðila sem fengu önnur verðlaun í samkeppninni og samið við þá um útfærslu á sinni tillögu. Einn samningur verður gerður við allan hönnunarhópinn og skal hópurinn koma sér saman um hönnunarstjóra verksins og mun hann sjá um alla samræmingu á gögnum hönnuða.

Page 26: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar
Page 27: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar
Page 28: Samkeppnislýsing Framhaldsskóli Mosfellsbæjar