24
Heilsugæslustöðin á Akureyri ÁRSSKÝRSLA 2012 Hreindýrstarfar – mynd H. Þorgils Sigurðsson

ÁRSSKÝRSLA 2012 - Akureyri · 2013. 7. 16. · 2012 var fjöldi samskipta á íbúa á svæði HAK sá sami og landsmeðaltal fyrir heilsugæslur. Þegar rýnt er betur í starfsemina

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri

    ÁRSSKÝRSLA 2012

    Hreindýrstarfar – mynd H. Þorgils Sigurðsson

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 2 Ársskýrsla 2012

    EFNISYFIRLIT Inngangur .......................................................................................................................................................................... 3 Stjórnun ............................................................................................................................................................................. 4 Ársreikningur .................................................................................................................................................................... 5 Starfsmenn ........................................................................................................................................................................ 6 Læknisþjónusta ................................................................................................................................................................ 7 Sjúkraskráning og móttaka ............................................................................................................................................. 9 Móttaka hjúkrunarfræðinga .......................................................................................................................................... 10 Mæðravernd .................................................................................................................................................................... 11 Ungbarnavernd .............................................................................................................................................................. 12 Heilsuvernd skólabarna ................................................................................................................................................ 13 Unglingamóttaka ............................................................................................................................................................ 14 Fjölskylduráðgjöf ........................................................................................................................................................... 15 Heimahjúkrun ................................................................................................................................................................ 16 Krabbameinsleit ............................................................................................................................................................. 17 Rannsóknastofa .............................................................................................................................................................. 18 Heilsugæslustöðin á Grenivík ...................................................................................................................................... 19 Gjafir ................................................................................................................................................................................ 20 Félagsstarfsemi starfsmanna ........................................................................................................................................ 21 Fagráð um fjölskylduvernd .......................................................................................................................................... 22 Heilsuvernd aldraðra, Heilsueflandi heimsóknir ...................................................................................................... 23 Færni- og heilsumatsnefnd Norðurlands ................................................................................................................... 24

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 3 Ársskýrsla 2012

    INNGANGUR

    Niðurskurður og hagræðing hefur sett mark sitt á starfsemi heilsugæslunnar undanfarin ár. Ársverkum starfsmanna hefur farið fækkandi um tæplega 4% frá 2008 og fjöldi samskipta íbúa við heilsugæsluna fækkaði um 14% frá 2008 samkvæmt starfsemisskýrslum Embættis landlæknis. Íbúafjöldi jókst á sama tíma um tæplega 2%. Frá árinu 2008 hefur átt sér stað einhver þróun og breytingar á skráningu samskipta sem getur haft áhrif á þessar tölur en árið 2012 var fjöldi samskipta á íbúa á svæði HAK sá sami og landsmeðaltal fyrir heilsugæslur.

    Þegar rýnt er betur í starfsemina þá má sjá ýmis áhrif niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu þar sem sparnaður á einum stað eykur kostnað á öðrum. Milli áranna 2011 og 2012 fækkaði til dæmis viðtölum hjá læknum á dagvinnutíma um 5% en viðtöl á bráðadagvakt jukust um 24% og 11% aukning var á viðtölum hjá vaktlækni um kvöld og helgar. Frá 2008 fækkaði viðtölum hjá hjúkrunarfræðingum í móttöku um 24% vegna fækkun starfsmanna en hins vegar voru 24% fleiri skoðanir framkvæmdar í ungbarnavernd. Er fjölgun fæðinga árið 2010 ein aðalástæðan. Í heimahjúkrun hafa vitjanir orðið mun þyngri og tímafrekari, ekki síst vegna færri hjúkrunarrýma og breyttri starfssemi sjúkrahússins. Heimaþjónusta Akureyrarbæjar hefur tekið við ýmsum verkum sem voru í verkahring hjúkrunar en með því móti geta hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar tekið að sér flóknari og tímafrekari hjúkrunarverk sem áður voru framkvæmd á sjúkrahúsi eða á öldrunarstofnunum.

    Bið eftir tímum hjá heimilislækni var óæskilega löng á árinu, að meðaltali 5,2 virkir dagar og verður lengri á meðan ekki verður unnt að ráða þann fjölda lækna sem þarf til að sinna íbúafjöldanum. Eins lengist bið eftir

    fjölskylduráðgjöf og mikil eftirspurn er eftir almennri sálfræðiþjónustu á heilsugæslu.

    Þrátt fyrir að dregið hefur verið úr starfsemi á undanförnum árum vegna niðurskurðar þá hefur gengið erfiðlega að ná endum saman í rekstrinum og ljóst er að komið er að þolmörkum miðað við núverandi starfsemi. Ef ekki verður bætt í er ljóst að heilsugæslan nær ekki því takmarki að verða fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu og að vera sú almenna grunnþjónusta sem er talin hagkvæm og skynsamleg út frá lýðheilsu- og heilsuhagfræðisjónarmiðum. Það sem uppúr stendur eftir fimm erfið ár er metnaðarfull frammistaða starfsfólks heilsugæslunnar og vilji til að veita góða þjónustu og bæta árangur þrátt fyrir að starfsmönnum hafi fækkað og álagið aukist. HAKar geta því litið stoltir til baka og eiga bestu þakkir skildar fyrir sitt framlag. Eins ber að þakka ýmsum félgasamtökum fyrir hlýhug og gjafmildi í garð heilsugæslunnar og má þar nefna Hjartavernd Norðulands sem gaf stöðinni 13 rafræna blóðþrýstingsmæla, Hjartaheill á Akureyri sem gaf nýtt hjartalínuritstæki og Lionsklúbb Akureyrar sem afhenti heilsugæslunni aðgerðarbekk. Án þessara velunnara værum við mun fátækari af tækjum og búnaði og aðstaðan öllu lakari. Að lokum vil ég þakka öllum samstarfsaðilum heilsugæslunnar fyrir góða og ómetanlega samvinnu á hinum ýmsu sviðum, samvinnu sem öll hefur haft það markmið að auka skilvirkni og hagræði en fyrst og fremst að bæta þjónustu við íbúa.

    Margrét Guðjónsdóttir Framkvæmastjóri

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 4 Ársskýrsla 2012

    STJÓRNUN

    Stjórn heilsugæslustöðvarinnar er skipuð félagsmálaráði Akureyrarbæjar. Frá árinu 2012 var það skipað eftirfarandi:

    Inda Björk Gunnarsdóttir formaður Dagur Dagsson Jóhann Ásmundsson / Valur Sæmundsson Oktavía Jóhannesdóttir Sif Sigurðardóttir

    Framkvæmdastjóri/hjúkrunarforstjóri, yfirlæknir og ýmsir starfsmenn sátu þá fundi sem fjallað var um málefni heilsugæslustöðvarinnar. Dagleg stjórnun var í höndum framkvæmda-stjórnar sem skipuð er framkvæmdastjóra/hjúkr-unarforstjóra, yfirlækni og skrifstofustjóra sem funduðu vikulega. Framkvæmdastjóri er einn af embættismönnum Akureyrarbæjar og sat hálfsmánaðarlega samráðsfundi embættismanna með bæjarritara og bæjarstjóra.

    Umdæmi heilsugæslustöðvarinnar eru 5 sveitarfélög í Eyjafirði og Fnjóskadal: Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðseyrarhreppur.

    Umdæmi og íbúafjöldi:

    Einnig heyra fyrrverandi íbúar Hálshrepps til um-dæmis Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri að eigin ósk, en hreppurinn hefur sameinast öðrum hreppum undir nafni Þingeyjarsveitar. Íbúar Hrís-eyjar, sem núna tilheyra Akureyri njóta áfram heilsugæsluþjónustu frá Dalvíkurumdæmi. Íbúafjöldi í umdæminu 1. des. 2012 var 20.267, þar af 17.784 á Akureyri (Hrísey undanskilin).

    Framkvæmdastjóri Margrét Guðjónsdóttir

    Móttaka Sigríður Jónsdóttir

    Mæðravernd Hulda Pétursdóttir

    Ungbarnavernd Hrafnhildur Ævarsdóttir

    Heilsuvernd skólabarna Ingibjörg S. Ingimundard.

    Heimahjúkrun Inga Dagný Eydal

    Hjúkrun á Grenivík Sesselja Bjarnadóttir

    Krabbameinsleit Sólveig H. Jónsdóttir

    Færni- og heilsumat Rannveig Guðnadóttir

    Heimilislæknar

    Þórir V. Þórisson yfirlæknir

    Fjölskylduráðgjöf Karólína Stefánsdóttir

    Ritarar Sigurbjörg Haraldsdóttir

    Fjölskyldu-

    ráðgjöf

    Ritarar

    quo

    te

    Matráður

    Lækningar Þórir V. Þórisson

    yfirlæknir

    Skrifstofa

    Lára Ólafsdóttir

    Matráður

    Heimilis-

    læknar

    Hjúkrun Margrét Guðjónsdóttir

    Skipurit HAK

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 5 Ársskýrsla 2012

    ÚR ÁRSREIKNINGI

    Allar tölur í þús.kr. 2010 2011 2012 Rekstrartekjur : Seld þjónusta 54.755 61.043 71.634 Framlag ríkissjóðs 477.100 503.600 524.975 Tekjur samtals: 531.855 564.643 596.609 Rekstrargjöld: Rekstrarkostnaður heilsugæslu 481.264 514.267 542.601 Húsnæðis- og skrifstofukostnaður 85.546 94.172 78.524 Afskriftir fastafjármuna 861 1.116 Heildarkostnaður: 566.810 609.300 622.241 Rekstrarhagnaður (-tap) án fjármunatekna og fjármagnsgjalda -34.955 -44.658 -25.632 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 2.691 -54 -2.415 Breyting á lífeyrissjóðsskuldbindingu 4.400 14.700 10.656 Niðurstaða án lífeyrissjóðsskuldbindingu: -27.864 -30.012 -17.391 Niðurstaða með lífeyrissjóðsskuldbindingu: -32.264 -44.712 -28.047

    Heildarkostnaður heilsugæslunnar á verðlagi ársins 2012 (vísitala neysluverðs) og kostnaður pr. íbúa á verðlagi 2012:

    Rekstur HAK hefur verið þungur síðastliðin ár en heilsugæslan hefur mætt niðurskurði eins og aðrar stofnanir ríkisins. Árið 2012 var gert upp með tæplega 3% halla og er það heldur betri útkoma en tvö næstu ár á undan. Halli ársins var tilkominn að mestu vegna langtímaveikinda starfsmanna og kostnaðar vegna aukinna verka um kvöld og helgar. Tilraunir til sparnaðar með samdrætti á dagvinnutíma juku á móti kostnað vegna vaktþjónustu utan dagvinnu . Ljóst er að áfram verður mjög erfitt að reka heilsugæsluna í sömu mynd á óbreyttum

    fjárframlögum. Ásókn í þjónustu heilsugæslunar fer vaxandi vegna niðurskurðar annarstaðar í kerfinu og áherslu yfirvalda á að heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Umfang starfseminnar nægir ekki til að sinna hlutverki og eftirspurn. Sést það best á þeim fjölda íbúa sem ekki eiga kost á skráningu hjá heimilislækni.

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 6 Ársskýrsla 2012

    STARFSMENN

    Fjöldi setinna stöðugilda eftir starfsstéttum Stöðugildi 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

    Læknar 10,8 10,8 10,5 11,5 11,3 11,8 10

    Hjúkrunarfr. og ljósm. 16,7 16,9 17,2 15,5 15,8 15,7 17,45

    Sjúkraliðar 10,2 10,5 12,1 12,7 11,9 12,4 11,4

    Fjölskylduráðgjafar 2 1,6 1,6 1 1,8 1,8 1,5

    Lækna- og móttökuritarar 11,2 11 10,2 8,7 8,9 8,9 8

    Aðrar stöður 2,8 2,8 2,2 2,7 2,8 2,7 2,7

    Samtals stöðugildi 31.12. 53,68 53,64 53,78 52,08 52,45 53,3 51,05

    Fjöldi stöðugilda eftir starfsemi Stöðugildi 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

    Heimilislækningar 10,8 10,8 10,5 11,5 11,3 11,8 10,0

    Móttaka hjúkrunar 2,2 2,2 2,1 1,3 1,1 1,1 1,3

    Mæðravernd 1,5 1,3 1,4 1,4 1,4 1,4 1,4

    Ungbarnavernd 2,8 2,9 2,9 2,9 2,9 2,9 2,9

    Skólahjúkrun 4,9 4,8 4,8 4,2 4,7 4,8 4,8

    Heimahjúkrun 15,1 15,3 16,9 16,9 16,6 17,3 17,8

    Fjölskylduráðgjöf 2,0 1,6 1,6 1,0 1,8 1,8 1,5

    Krabbameinsleit 0,4 0,4 0,4 0,4 0,4 0,4 0,2

    Hjúkrun Grenivík 0,6 0,6 0,6 0,6 0,6 0,6 0,6

    Ritarar 11,2 11,0 10,2 8,7 8,9 8,9 8,0

    Skrifstofa 2,0 2,0 2,0 2,0 2,0 2,0 2,0

    Fjöldi setinna stöðugilda lækna vs. ársverk lækna:

    Fjöldi ársverka allra starfsmanna vs. íbúafjöldi:

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 7 Ársskýrsla 2012

    LÆKNISÞJÓNUSTA

    Árið 2012 var frekar þungt hjá heimilislæknum. Helsti vandinn var að stöður heimilislækna eru of fáir til að sinna þeim íbúafjölda sem er á svæðinu ásamt ferðamönnum og skólafólki. Rúmlega 4800 íbúar áttu þess ekki kost að skrá sig hjá heimilislækni í árslok.

    Enn er gengið er út frá því að allir íbúar geti verið skráðir hjá heimilislækni en æ erfiðara verður að ná því takmarki. Læknar á HAK telja að samlagskerfið sé bæði faglega og fjárhagslega besta heilsugæslukerfið og miðar allt skipulag við það. Því stendur hætta búin ef ekki verður hægt að bæta við læknum fljótlega. Biðtími eftir tíma hjá heimilislækni hefur verið að aukast undanfarið eftir að hafa verið stöðugur fyrri ár og er orðinn alltof langur.

    Meðaltals biðtími eftir tíma hjá heimilislæknum, dagafjöldi:

    Vakthafandi heimilislæknir hafði aðsetur á slysadeild FSA. Fjöldi viðtala á vakttíma jókst um 11% milli áranna 2011 og 2012 en fjöldi koma á bráðamóttöku á HAK jókst um 24% á sama tíma. Viðtölum fækkaði um 5% á dagvinnutíma 2011-2012. Þetta er augljós afleiðing þess að hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að ráða fleiri heimilislækna og telst mjög óæskileg þróun. Fjöldi viðtala vs. ársverk hjá heimilislæknum:

    Sem fyrr var tekið á móti unglæknum og kandidötum á HAK en þeir voru þó færri en oft áður. Lítið sást til lækna í sérnámi til heimilislækninga þrátt fyrir metfjölda á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægasta verkefnið framundan er að fá stjórnvöld til að efla heilsugæsluna með auknum fjárveitingum þannig að verkefnið verði viðráðanlegt og hægt verði að byggja upp stöðugan hóp sérfræðinga í heimilislækningum og öflugan námshóp á okkar svæði.

    Fjöldi samskipta við heimilislækna 2008-2012

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 8 Ársskýrsla 2012

    HAK sinnir heilbrigðisþjónstu í fangelsinu á Akureyri. Læknar fóru vikulega í fangelsið og hittu þá fanga sem þess óska. Samstarf milli HAK og fangavarða er gott og gengur oftast vel að sinna þessari þjónustu. Fjöldi viðtala í fangelsi:

    Ýmsar vangaveltur hafa verið um það hvort að efnahagshrunið hafi haft áhrif á heilsufar þjóðarinnar. Öll samskipti við fagfólk heilsugæslunnar eru skráð í Sögukerfið sem fyrst og fremst er hannað fyrir utanumhald um sjúkraskrár einstaklinga. Að takmörkuðu leiti er hægt að taka út skýrslur um heildarstarfsemi en það getur verið fróðlegt að rýna í þær og velta fyrir sér vísbendingum er varða lýðheilsu. Taka verður tölum úr skýrslugerð um algengar sjúkdómsgreiningar með fyrirvara þar sem vinnulag og aðrir þættir hafa einnig áhrif. Fjöldi sjúkdómsgreininga vegna svefntruflana:

    Fjöldi sjúkdómsgreininga vegna þunglyndis og kvíða/vanlíðunar:

    Svefntruflanir virðast aukast um 5% frá 2008. Greiningar á kvíða og vanlíðan jukust um 17% en þunglyndisgreiningum fækkaði um 31%.

    Fjöldi sjúkdómsgreininga vegna miðeyrnabólgna og efri loftvegasýkinga:

    Greiningum á miðeyrnarbólgum og efri loftvegasýkingum hefur fækkað enda var farið að bólusetja börn gegn algengum orsakavöldum eyrnabólgna árið 2010. Samtals hefur þessum greiningum fækkað um 15% frá árinu 2008 og geiningum á miðeyrnarbólgum fækkaði um tæplega 30% frá 2011 eftir að öll börn voru bólusett.

    Fjöldi sjúkdómsgreininga vegna bakverkja, vöðvabólgu og vefjagiktar:

    Greiningar á vöðvabólgu og vefjagikt fækkaði heldur frá árinu 2008 en bakverkir virðast hafa aukist meðal íbúa.

    Varasamt er þó að fullyrða neitt um lýðheilsu út frá þessum tölum en vel getur verið að læknar skrái greiningar með mismunandi hætti og að mannabreytingar hafi áhrif á fjölda greininga hverju sinni. Það er því verðugt gæðaverkefni framtíðar að samræma skráningu þannig hægt verði að skoða breytingar á lýðheilsu út frá skráningu í sjúkraskrá.

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 9 Ársskýrsla 2012

    SJÚKRASKRÁNING OG MÓTTAKA

    Markmið sjúkraskráningar er að halda til haga heilsufarsupplýsingum skjólstæðinga HAK með skipulegum hætti. Þannig er hægt að hafa yfirsýn yfir vanda íbúanna og upplýsingar verða aðgengilegar fyrir þá meðferðaraðila sem að málum koma. Góð sjúkraskáning er nauðsynleg til að hægt sé að fylgjast með tíðni og fá heildaryfirsýn yfir heilbrigðismál, bæði til samanburðar við aðrar heilsugæslustöðvar sem og fyrir heilbrigðisyfirvöld.

    Læknaritar sáu um ritun dagála í sjúkra-skrár í SÖGU-kerfið, ritun bréfa og vottorða og skráningu aðsendra gagna varðandi sjúklinga. Þeir höfðu umsjón með skráningu fyrir fjölskyldu-ráðgjöf og krabbameinsleit. Ritarar sáu um að flokka rafræn bréf og sendingar í Sögu og áframsenda á viðeigandi starfsmenn. Árið 2010 tengdist HAK rannsóknargrunni FSA og stöðug

    þróun í rafrænu umhverfi hefur orðið til þess að störf ritara taka sífelldum breytingum. Árið 2011 fóru læknaritarar að taka við lyfjaumsjón í auknu mæli, bæði gegnum síma og með tölvupóstum. Læknaritarar tóku einnig við fyrirspurnum frá sjúklingum og skilaboðum og afgreiddu ýmis mál.

    Í almennri móttöku var tekið á móti öllum sem leituðu á HAK. Móttökuritarar leiðbeindu um heilbrigðiskerfið og afgreiddu þá sem komu á heilsugæsluna, tóku við greiðslum og sinntu daglegu uppgjöri. Móttökuritarar sáu um allan póst til og frá stöðinni og gengu frá öllum aðsendum pappírum í sjúkraskýrslur undir um-sjón læknaritara. Aðsend gögn voru skönnuð inn í SÖGU og frá árinu 2010 hafa rafrænar sendingar læknabréfa verið að aukast og fleiri stofnanir tengst með þeim hætti. Skönnun hefur að sama skapi minnkað.

    Fjöldi einstaklinga sem komu á HAK (ekki meðtalið móttaka vaktlækna á FSA, heilsuvernd skólabarna og heimahjúkrun):

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 10 Ársskýrsla 2012

    MÓTTAKA HJÚKRUNARFRÆÐINGA

    Hjúkrunarfræðingar sinntu margskonar erindum bæði gegnum bókaða tíma og með ráðgjöf í síma. Þeir sinntu fjölbreyttri móttöku svo sem húð- og sárameðferð, ónæmisaðgerðum, saumatökum, eftirliti vegna klamydíusmits, tóku hjartalínurit og öndunarpróf og sinntu í vaxandi mæli ráðgjöf og fræðslu. Ritarar hafa að mestu tekið við lyfjaendunýjun gegnum síma og tölvupóst.

    Helstu tilefni samskipta í hjúkrunarmóttöku:

    Hjúkrunarfræðingar og læknar sinntu ferða-mannabólusetningum einu sinni í viku. Eftirspurn eftir þeirri þjónustu jókst eftir lægð 2009-2010

    Helstu bóluefni sem gefin voru ferðamönnum:

    Eins og undanfarin ár fór bólusetning gegn árlegri inflúensu fram á haustmánuðum og var aðsókn með ágætum.

    Fjöldi bólusetninga gegn inflúensu:

    Hjúkrunarfræðingur sá um að fylgja þeim eftir sem greindust með klamydíusmit en þeim virðist fara fjölgandi. Rekja þarf smitleiðir sl. sex mánuði og rannsaka og meðhöndla þá sem hafa smitast. Klamydía getur verið alvarlegt mál því hún getur leitt til ófrjósemi hjá konum, er oft einkennalítil og því mikilvægt að meðhöldla hana hjá ungu fólki.

    Fjöldi klamydíugreininga á HAK:

    1

    Fjöldi viðtala og símtala í hjúkrunarmóttöku:

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 11 Ársskýrsla 2012

    MÆÐRAVERND

    Allir verðandi foreldrar á svæði HAK eru velkomnir í mæðravernd. Markmiðið er að stuðla að farsælli meðgöngu með faglegu eftirliti, fræðslu og stuðningi. Algengast er að hraust kona komi í tíu skipti í mæðravernd á fyrstu meðgöngu en um sjö skipti eigi hún börn fyrir. Ef eitthvað bregður út af eðlilegri meðgöngu, þekktir eru undirliggjandi sjúkdómar, andleg vanlíðan eða erfiðar félagslegar aðstæður getur verið ástæða til að fjölga komum til ljósmóður.

    Sem fyrr var konum með mikla áhættuþætti og álitamál vísað til fæðingarlækna FSA sem höfðu skipulagða móttöku fyrir barnshafandi konur með líkamlega áhættuþætti. Allar konur í mæðravernd á HAK voru hvattar til þess að hitta heimilislækninn sinn samkvæmt vinnulagi Nýja barnsins.

    Árið 2009 var gerð breyting á reglubundnum skoðunum m.a. í ljósi klínískra leiðbeininga Embættis Landlæknis sem þá litu dagsins ljós en jafnframt var hver viðtalstími lengdur. Af þeim sökum fækkaði fjölda viðtala árið 2009 en þeim fjölgaði aftur árið eftir vegna þess að óvenju margar konur áttu von á sér árið 2010.

    Aldursskipting verðandi mæðra í mæðravernd á HAK árið 2011 og 2012:

    Öllum verðandi foreldrum var boðin fræðsla í opnu húsi, sama dagskrá var í gangi vor og haust og gafst foreldrum tækifæri til að fræðast og spjalla. 10 fyrirlestrar voru haldnir bæði að hausti og vori og mættu að meðaltali 7 mæður á hvern fyrirlestur og maki kom með í 2/3 tilvika.

    Fjöldi mæðra, heildarfjöldi viðtala við ljósmæður:

    Fjöldi fyrstu viðtala og skyndikoma:

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 12 Ársskýrsla 2012

    UNGBARNAVERND

    Ungbarnavernd stendur öllum nýorðnum foreldrum til boða og nær allir þiggja þessa þjónustu. Hjúkrunarfræðingar og heimilislæknar fylgjast með vexti og þroska barna, leiðbeina og fræða foreldra og stuðla að velferð fjölskyldunnar.

    Breytingar voru gerðar á skoðunum og bólusetningum barna árið 2010. Í stað 2 ½ árs og 5 ára skoðana áður eru börn núna skoðuð 3 ½ og 4 ára. Var breytingin gert til að betur færi saman aldur barna og mælitæki sem notuð eru til að meta þroska. Bætt var við einni bólusetningu á yfirgangstímanum þannig að öll börn héldu sínu bólusetningarskema. Aukinn fjöldi skoðana árin 2010 og 2011 er kominn til vegna þessa en einnig hafði áhrif að árið 2010 fæddist óvenju stór árgangur barna og 4 ára börn eru núna skoðuð í tveimur skoðunum, á leikskóla með foreldrum og leikskólakennara og síðan bólusett á heilsugæslu.

    Fjöldi barna fædd á upptökusvæði HAK:

    Skipting ónæmisaðgerða og skoðana eftir aldri: • > 6 vikna, 9 vikna, 5, 8, 12 mánaða og 4 ára börn voru skoðuð af hjúkrunarfræðingi.

    • 6 vikna, 3, 6, 18 mánaða og 2½ árs börn voru skoðuð af hjúkrunarfræðingi og heimilislækni

    • Á 3ja, 5, 6, 8, 12, 18 mánaða og 4 ára börnum voru gerðar ónæmisaðgerðir.

    Sérstakur stuðningur, vitjanir í dreifbýli og fjöldi barna skoðuð í leikskólum:

    Ungbarnaverndin fór fram í samráði Nýja barnsins með ljósmæðrum mæðraverndar, fjölskylduráðgjafa og heimilislæknum. Einnig voru reglulegir samráðsfundir með fæðingardeild og Fagráði um fjölskylduvernd sem er samráðsvettvangur heilsugæslu og félagsþjónustu. Sjá nánar aftar í ársskýrslu.

    Komur og vitjanir í ungbarnavernd:

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 13 Ársskýrsla 2012

    HEILSUVERND SKÓLABARNA

    Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemena og stuðla að vellíðan þeirra. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. Heilsugæslan sinnti 11 grunnskólum í heilsugæsluumdæminu. Hjúkrunarfræðingar höfðu aðsetur í öllum stærri skólunum. Skimanir voru framkvæmdar í 1., 4., 7. og 9. bekk og fólust í mælingu á hæð, þyngd, sjónskerpu, litaskyni og heyrn. Nemendur í öðrum árgöngum voru skimaðir eftir þörfum.

    Viðtöl um lífsstíl og líðan fóru fram samhliða skimunum í 1., 4., 7. og 9. bekk. Markmið þessara viðtala er að styrkja vitund nemenda um eigin lífsstíl og líðan. Eins að geta gripið til úrræða ef vart verður við vanlíðan eða áhyggjur.

    Bólusett var í 7. bekk við mislingum, hettusótt og rauðum hundum og í 9. bekk við barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænusótt. Stúlkur í 7. bekk voru einnig bólusettar gegn HPV (Human papilloma veirum) sem geta valdið leghálskrabbameini. Það er á ábyrgð foreldra að láta bólusetja börn sín.

    Skipulögð heilbrigðisfræðsla var framkvæmd í öllum árgöngum og var áherslan að hvetja til heilbrigðra lífshátta. Byggt er á hugmyndafræðinni um 6-H heilsunnar sem eru: Hollusta – Hreyfing - Hreinlæti – Hvíld - Hamingja - Hugrekki.

    Haustið 2010 var sett á fót nýr

    samráðsvettvangur á heilsugæslunni til að styðja betur við skólahjúkrunarfræðinga í erfiðum málum nemenda sem frekar snúast um heilsufar en námsfærni. Einnig getur samráðið unnið að sameiginlegum lausnum í málefnum fjölskyldna með flókin vandamál. Í samráðinu sátu skólahjúkrunarfræðingur, heimilislæknir og sálfræðingur. Allir skólahjúkrunarfræðingar og heimilislæknar gátu tekið upp mál á samráðsfundinn. Á haustmánuðum var tekið upp nýtt skráningarkerfi fyrir heilsuvernd skólabarna, ÍSKRÁ, en það kerfi hefur verið í notkun á höfuðborgarsvæðinu um árabil. Á næsta ári verður hægt að gera ýtarlega grein fyrir verkefnum skólahjúkrunarfræðinga. Framhaldsskólar

    Ekki hefur verið gert ráð fyrir fjárveitingum á HAK til að sinna framhaldsskólum sérstaklega. Læknar hafa skipt á milli sín framhaldsskólum til að aðstoða skólafólki utan svæðis sem ekki á heimilislækni á HAK.

    Fjöldi nemenda í grunnskólum á svæði HAK

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 14 Ársskýrsla 2012

    UNGLINGAMÓTTAKA

    Unglingamóttakan hefur verið starfrækt síðan árið 2000. Ungt fólk getur leitað á móttökuna með ýmiskonar vandamál sem það af einhverjum orsökum velur að fara ekki með til heimilislæknis síns. Leitast er við að meðhöndla öll mál sem trúnaðarmál. Samstarf er haft við aðra fagaðila og vísað til annara sérfræðinga þegar við. Unglingamóttakan er ókeypis þeim er þangað leita og tímapantanir eru óþarfar.

    Fjöldi koma í unglingamóttöku:

    Skipting eftir kynjum:

    Af þeim sem komið hafa í

    unglingamóttökuna á undanförnum árum bjó meirihlutinn í foreldrahúsum.

    Búseta þeirra sem komu í unglingamóttöku:

    Um 40% bjó ekki heima og endurspeglar

    það fjölda námsmanna sem hér eru allstaðar frá af landinu. Nær allir voru í skóla og flestir í framhaldsskóla.

    Skipting eftir skólum:

    Flestar komur undanfarin ár tengdust kynsjúkdómum. Langflestir þeirra höfðu áhyggjur af því að hafa smitast af klamydiu, en það smit er ein algengasta orsök fyrir ófrjósemi.

    Helstu ástæður komu í unglingamóttöku:

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 15 Ársskýrsla 2012

    FJÖLSKYLDURÁÐGJÖF

    Í fjölskylduráðgjöf var veitt meðferð, ráðgjöf og stuðningsviðtöl við fjölskyldur og einstaklinga. Forgang að þjónustunni höfðu verðandi foreldrar, foreldrar ungra barna, einstæðir foreldrar og fjölskyldur grunnskólabarna. Helstu tilefni tengdust fjölskyldu- og tilfinningatengslum, áföllum og streitu, vanlíðan og kvíða, depurð eftir fæðingu og stuðningi í makasambandi. Tilefni koma í fjölskylduráðgjöf:

    Tímafrekustu málin vörðuðu djúpstæð og erfið áföll, svo sem kynbundið ofbeldi, til-finningalega vanrækslu, kreppur í makasambandi, skilnað, sjúkdóma eða missi. Lögð var áhersla á forvarnir og samvinnu milli fagaðila og stofnana sem að málum komu. Fjöldi viðtala og einstaklinga vegna kynbundins ofbeldis (greining):

    Samráð Nýja barnsins fór fram vikulega með þáttöku allra fagstétta heilsugæslunnar sem koma að mæðra- og ungbarnavernd. Markmiðið var alltaf að auka foreldrahæfni og bæta aðstæður nýfæddra barna. Fjöldi áhættumála ( A og B) í Nýja barninu:

    Formleg samvinna er milli heilsugæslu og félagsþjónustu: Fagráð um fjölskylduvernd, um það má lesa aftar í ársskýrslunni.

    Haustið 2010 var sett á fót nýr samráðsvettvangur á heilsugæslunni til að styðja betur við skólahjúkrunarfræðinga. Nánar má sjá um skólasamráðið í kaflanum um skólaheilsugæslu. Viðtöl í fjölskylduráðgjöf:

    Fjöldi samskipta og einstaklinga í fjölskylduráðgjöf:

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 16 Ársskýrsla 2012

    HEIMAHJÚKRUN

    Heimahjúkrun heyrir undir heilsugæsluna en skipulögð í mikilli samvinnu með heimaþjónustu Akureyrarbæjar. Yfir 20 ár eru síðan dagleg starfsemi þessarar þjónustu fluttist í sameiginlegt húsnæði og síðan hefur þjónustan verið samræmd hjá sameiginlegum skjólstæðingum sem þurfa mikla þjónustu. Þetta fyrirkomulag auðveldar faglega yfirsýn, eykur hagkvæmni og gerir um leið þjónustuna persónulegri fyrir hvern og einn skjólstæðing.

    Sameiginlegt matsteymi heimaþjónustu og heimahjúkrunar fundaði vikulega og fór sameiginlega yfir allar umsóknir sem bárust um þjónustu í heimahús, hvort sem um var að ræða umsóknir vegna heilsufarsvanda, félagslegan vanda eða vegna fötlunar. Niðurstaða matsins barst síðan teymisstjórum heimahjúkrunar eða heimaþjónustu sem voru ábyrgir fyrir því að veita samþykkta þjónustu. Fjöldi samskipta og skjólstæðinga

    Árið 2012 fengu fengu 339 einstaklingar

    heimahjúkrun, og hefur einstaklingum fækkað sl. ár. Tilfærsla hefur orðið á verkefnum milli heimahjúkrunar og heimaþjónustu sem sinnir

    núna í auknu mæli aðhlynningu. Heimahjúkrun hefur í staðin fengið flóknari og tímafrekari hjúkrunarverk sem áður voru framkvæmd á sjúkrahúsi eða á öldrunarstofnunum. Helstu verkefni heimahjúkrunar 2012

    Samskipti heimahjúkrunar við skjól-stæðinga sína voru alls 31.185 Næturvaktir eru sameiginlegar með félagsþjónustunni og allar vitjanir voru skráðar í heimahjúkrun. Fjöldi samskipta hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða

    Fjöldi samskipta í heimahjúkrun eftir vöktum

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 17 Ársskýrsla 2012

    KRABBAMEINSLEIT

    Tilgangur skipulegrar krabbameinsleitar er að koma í veg fyrir myndun krabbameina með því að finna þau á forstigi, áður en ífarandi krabbamein hefur myndast. Konur á aldrinum 20-69 ára var boðin skoðun á tveggja ára fresti, með undantekningu að konur 40 – 69 ára með eðlilega fyrri leitarsögu og tiltekinn fjölda skoðana voru boðaðar á 4 ára ára fresti. Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands (LKÍ) sér um boðun kvenna í skoðanir.

    Um haustið 2008 kom nýtt brjóstamyndatæki á FSA og síðan þá hefur krabbameinsleitin alfarið farið fram þar. Samkvæmt samningi LKÍ, FSA og HAK sér HAK um bókun, móttöku og umsjón með skoðunum. Skoðanir hafa verið að meðaltali tvo daga í mánuði en lokað var yfir sumartímann.

    Fjöldi aðgerða í kjölfar krabbameinsleitar:

    Árið 2010 var fækkun á fjölda legsýna vegna breytinga á skoðunum. Eldri konur með eðlilega færri leitarsögu voru boðaðar sjaldnar í skoðun. Ekki þarf að tíunda mikilvægi þess fyrir konur að mæta reglulega í krabbameinsleit

    Fjöldi legsýna og brjóstamyndatöku

    Það sem fannst við hópleit í leghálsskoðun:

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 18 Ársskýrsla 2012

    RANNSÓKNASTOFA

    Á árinu 2000 var samið við FSA um yfirtöku rannsóknaþjónustu og var þá rannsóknastofa heilsugæslustöðvarinnar lögð niður. Eftir sem áður voru blóðsýni tekin á heilsugæslustöðinni og voru meinatæknar að störfum við það daglega kl. 8-10. Einnig var tekið á móti þvagsýnum og sýni voru sótt á heilsu-gæslustöðina seinnipart dags. FSA fékk nýtt rann-sóknastofuforrit árið 2004 og þar með gátu læknar á HAK séð að niðurstöður rannsókna beint frá rannsóknastofunni. Árið 2009 – 2010

    kom nýr rannsóknarhugbúnaður á FSA og þar með vinna læknar á HAK í rannsóknagrunni FSA. Einnig komst á bein tenging myndgreiningar milli HAK og FSA og þar með er vinnuumhverfi sérfræðinga á þessum stofnunum það sama. Er það mikil framför frá því sem var. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á aðhald í rannsóknum og hefur læknum gengið vel að fylgja því eftir eins og sést hér í að neðan.

    Fjöldi rannsóknareininga vegna blóð- og klínískra rannsókna á FSA:

    Fjöldi koma á rannsóknastofu HAK:

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 19 Ársskýrsla 2012

    HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á GRENIVÍK

    Heilsugæslustöðin á Grenivík er staðsett í Grenilundi og undir hana heyra íbúar Grýtubakkahrepps. Stöðin er skilgreind sem heilsugæslusel og heyrir undir Heilsugæslustöðina á Akureyri. Hjúkrunarfræðingur á Grenivík sinnir ungbarnavernd, heimahjúkrun, heilsuvernd skólabarna og móttöku á heilsugæslunni. Mæðravernd fer fram á Heilsugæslustöðinni á Akureyri.

    Heilsugæslulæknar voru sem fyrr með móttöku tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Hjúkrunarfræðingur sinnti ungbarnavernd á sama tíma. Hann starfaði einn dag í viku í skólanum á Grenivík og sinnti vitjunum í heimahús vegna heimahjúkrunar og ungbarnaverndar. Hjúkrunarfræðingur sinnti

    vitjunum og móttöku vegna slysa og veikinda utan vinnutíma eftir þörfum.

    Komur til hjúkrunarfræðings á heilsugæslustöðina voru samtals 201, þar af 95 í ungbarnavernd, í móttöku hjúkrunarfræðings komu 106. 5 börn fæddust á árinu í Grýtubakkahreppi og var þeirra vitjað 19 sinnum og vitjanir í heimahjúkrun voru 82. Samskipti heilsugæslu í skólum voru ekki talin þetta árið en á næsta ári verður hægt að gera ýtarlega grein fyrir verkefnum skólahjúkrunarfræðings úr nýju skráningarkerfi sem tekið var í notkun í árslok 2012. Bráðavitjanir utan vinnutíma voru 41.

    Fjöldi samskipta hjá heimilislæknum í móttöku á Grenivík var 508 árið 2012. Vegna galla í talningu árin 2010-2011 var ekki unnt að telja fjölda samskipta.

    Fjöldi samskipta við hjúkrunarfræðing á Grenivík

    Fjöldi samskipta við lækna á Grenivík

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 20 Ársskýrsla 2012

    GJAFIR

    Listi yfir búnað og tæki sem Heilsugæslustöðinni á Akureyri hefur fengið að gjöf frá 1985 til 2012.

    Búnaður/tæki Ár Gefandi ____________________________________________________________

    Eyrnasmásjá 1986 Kiwanisklúbburinn Kaldbakur Heyrnarmælir 1987 Lionessuklúbburinn Ösp Ómskoðunartæki og síriti (monitor)

    1987 Innerwheel klúbburinn, „Krúttmagar” skemmtikvöld Kvenfélag Akureyrarkirkju, Kvenfélag Fnjóskdæla Kvenfélag Grenivíkur, Kvenfélag Hörgdæla Kvenfélag Reykdæla, Kvenfélag Svalbarðsstrandar Kvenfélagið Baldursbrá, Kvenfélagið Framtíðin Kvenfélagið Freyja, Kvenfélagið Gleym-mér-ei Kvenfélagið Hlíf, Kvenfélagið Iðunn Lionessuklúbburinn Ösp, Samband eyfirskra kvenna Sinawik klúbburinn, Soroptimistaklúbbur Akureyrar Verkalýðsfélagið Eining, kvennadeild, Zontaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna

    Öndunarmælir (Spirometer) 1988 Lionsklúbbur Akureyrar Hjartalínuritstæki 1989 Lionskúbbur Akureyrar, Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi,

    Svalbarðsströnd og Eyjafjarðarsveit

    Hjartalínuritstæki (ferðatæki) 1989 Lionessuklúbburinn Ösp Hjartalínuritstæki (ferðatæki) 1994 Hjarta- og æðaverndarfélag Akureyrar og nágrennis

    Hjartastuðtæki 1998 Hjarta- og æðaverndarfélag Akureyrar og nágrennis

    Eyrnasmásjártæki 1998 Lionsklúbburinn Ösp, Lionsklúbbur Akureyrar Lionsblúbburinn Hængur Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi

    Síriti (monitor) Hlustunartæki (doppler) Hægindastóll

    2000 Kvennasamband Akureyrar

    Eyrnaþrýstingsmælir 2000 Kvenfélagið Baugur, Grímsey Öndunarmælir 2001 Lionsklúbbur Akureyrar Hjartalínuritstæki 2001 Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæði Aðgerðasmásjá 2002 Lionsklúbbur Akureyrar, Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi Súrefnismettunarmælir 2002 Kvenfélagið Hlín á Grenivík Sjálfvirkt hjartastuðtæki 2004 Kvenfélagið Hlín á Grenivík

    Lionsklúbburinn Þengill á Grenivík

    Bráðataska (akút taska) 2004 Kvenfélagið Hlín Lionsklúbburinn Þengill á Grenivík

    Öndunarmælir 2004 Glaxo-Smith-Kline Sjónvarpstæki, Myndbandsspilari, Upptökuvél, Ljósmyndavél/húðsjártæki

    2004 Lionsklúbbur Akureyrar, Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi

    Súrefnismælir 2010 Kiwanisklúbburinn Grímur, Grímsey Hjartastuðtæki, Sólarhringsblóðþrystingsmælir

    2010 Hjartavernd Norðurlands

    Skoðunarbekkur fyrir krabbameinsleit 2010 Lionsklúbburinn Ösp Vogir fyrir ungbarnavernd Rafrænir blóðþrystingsmælar Aðgerðarbekkur Hjartalínuritstæki

    2011 2012 2012 2012

    Lionsklúbburinn Ösp Hjartavernd Norðurlands Lionsklúbbur Akureyrar Hjartaheill Akureyri

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 21 Ársskýrsla 2012

    FÉLAGSSTARFSEMI STARFSMANNA

    Á árinu héldu starfsmenn uppteknum hætti og notuðu tækifæri sem gáfust til skemmtunar og afþreyingu. Starfsmannaráð skipulagði ýmiskonar uppákomur og sumir viðburðir eru löngu orðnir að fastri dagskrá á HAK. Akureyrarbær býður starfsmönnum á árshátið annað hvert ár og er þá kátt í höllinni enda oft á annað þúsund manns samankomnir til að skemmta sér. HAK- óvissuferð hefur verið farin að vori eða hausti og ýmislegt brallað.

    HAK – bólið, trjáreitur HAKA í landi Háls í Saurbæjarhreppi vex og dafnar og er upplagt að fara þangað með nesti og njóta. HAK – jól eru á sínum stað, þar er jafnan dansað kringum jólatré við harmonikku og gítarleik og Bronsbeljan eftirsótta afhent þeim er skarað hafa framúr á árinu. HAK-hóf hefur verið haldið síðasta vinnudag ársins eða á Þrettándanum í kaffistofu HAK. Þá koma HAKAR saman og líta yfir farinn veg og horfa bjartsýnir fram á næsta ár.

    Þessir léku yfirlækna á öskudagÞessir léku yfirlækna á öskudagÞessir léku yfirlækna á öskudagÞessir léku yfirlækna á öskudag

    1111----2222----75757575----6666----7….7….7….7….

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 22 Ársskýrsla 2012

    FAGRÁÐ UM FJÖLSKYLDUVERND

    Fagráðið tók til starfa í september 2004. Tilgangurinn með því var að vinna sameiginlega að málefnum einstaklinga og fjölskyldna sem þiggja þjónustu bæði frá heilsugæslu og félags-þjónustu. Í fagráðinu sátu tveir fastir starfsmenn frá Fjölskyldudeild Akureyrar og tveir frá heilsu-gæslustöðinni. Allir starfsmenn beggja deilda gátu komið með mál inn til fagráðsins og kallað til aðra starfsmenn til samráðs um málið. Að auki fundaði fagráðið með stjórnendum HAK og Fjölskyldudeildar.

    Fjöldi funda í Fagráði:

    Árið 2011 voru 37 mál tekin fyrir. Að beiðni Fjölskyldudeildar voru tekin fyrir 18 mál og heilsugæslustöð tók fyrir 19 mál. Öll mál voru tekin fyrir með upplýstu samþykki skjólstæðinga.

    Fjöldi mála tekin fyrir í Fagráði ( sundurliðað FD og HAK eftir upphafsstað mála:

    Á fundunum voru kallaðir til viðeigandi fagmenn að málum, að ósk þeirra sem hófu málið. Starfsmenn frá félagsþjónustu og barnavernd komu oftasta að málum frá Fjölskyldudeild. Frá heilsugæslu voru það heimilislæknar sem oftast mættu til samráðs, ásamt fjölskylduráðgjafa og hjúkrunarfræðingum í ungbarnavernd.

    Mikilvægt þótti að fá upplýsingar um fjölskyldugerð þeirra aðila sem voru teknir fyrir á fagráðsfundum. Meirihluti þeirra sem eiga í

    erfiðum vanda og eru í þörf fyrir margs konar aðstoð frá mörgum aðilum í kefinu eru einstæðir foreldrar.

    Fjölskyldugerð mál er tekin voru upp í Fagráði:

    Starfsmenn stofnananna sem setið hafa í Fagráði um fjölskylduvernd eru ekki í nokkrum vafa um að þessi vinnubrögð hafi skilað sér til góðs fyrir skjólstæðinga. Algengt var að mál væru tekin upp frá heilsugæslu og höfðu í för með sér úrræði félagsþjónustunnar, t.d. fjárhagsaðstoð eða húsnæðisaðstoð á meðan beðið var eftir endurhæfingarlífeyri, úrræði sem starfsmenn heilsugæslunnar hefðu síður geta bent skjólstæðingum á. Auðveldara reyndist í flestum tilfellum að finna úrlausnir sameiginlega úr báðum kerfum, leiðbeiningahlutverk beggja stofnana var auðveldara og nýttist vel.

    Á árinu fékkst gæðastyrkur frá Velferðarráðuneytinu til þess að gera úttekt á vinnulagi Fagráðsins. Helstu niðurstöður voru samhljóma skoðun starfsmanna um að vinnulagið skili bættri samvinnu og samráði sem auðveldi að finna úrræði við hæfi. Margt má þó fara betur og t.d. hefur reynst erfiðara að halda skipulagi funda með auknu álagi og vaxandi biðlistum. Ýmsar tillögur að úrbótum er að finna í skýrslunni og verður unnið með þær til að bæta vinnulagið enn frekar. Skýrsluna er að finna á heimasíðu heilsugæslunnar: www. Akureyri.is / hak

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 23 Ársskýrsla 2012

    HEILSUEFLANDI HEIMSÓKNIR TIL ALDRAÐRA

    Akureyrarbær í samvinnu við Heilsugæslustöðina á Akureyri hefur boðið upp á heilsueflandi heimsóknir til aldraðra, 75 ára og eldri, frá árinu 2000 í umdæmissvæði heilsugæslunnar. Þeir íbúar, 75 ára og eldri, sem búa heima og nutu ekki heimahjúkrunar eða mikilla dagvistar er boðið upp á heimsókn heil-brigðisstarfsmanns einu sinni til tvisvar á ári. Auk heimsóknanna höfðu starfsmenn símatíma alla virka daga.

    Í heimsóknunum var rætt um m.a. heilsufar og heilbrigði, vellíðan, öryggi, lífsgæði og hugmyndir um framtíðina, búsetu, samvistir við aðra, tómstundir og fleira. Frá upphafi hefur þessu þjónustutilboði verið afar vel tekið og á árinu 2012 voru um 71% 75 ára og eldri sem þáðu heimsókn. Þjónustan myndar samskiptaleið frá notandanum til þjónustukerfis bæjarins.

    Boðið var upp á að hafa einn ákveðinn tengilið sem hægt er að hafa samband við hvenær sem er eftir fyrstu heimsókn.

    Ríkið stendur undir kostnaði af þjónustunni með hluta af framlagi sínu til heilsugæslunnar. Fram til ársins 2009 voru starfsmenn þrír í 1,7 stöðugildum. Í niðurskurðinum var tekin ákvörðun um að fækka stöðugildum í 1,3 og draga úr heimsóknum án þess þó að leggja þær niður. Árið 2009 var frestað að taka inn nýjan árgang en lögð áhersla á að aðrir fengu eina heimsókn á ári. Auk þess var gerð tilraun til að hringja í þá sem talið var að þyrftu síst á heimsókn að halda. Það þótti ekki gott fyrirkomulag, símtöl skila ekki því sama og heimsókn og ekki var mikil ánægja með þetta. Árið 2010 var aftur farið að heimsækja nýja árganga.

    Fjöldi boða, heimsókna og afþakkana í heilsueflandi heimsóknum:

    Fjöldi 75 ára og eldri á svæðinu og fjöldi með heimahjúkrun, dagvist eða á stofnum og

    fengu ekki boð um heimsókn:

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri 24 Ársskýrsla 2012

    FÆRNI- OG HEILSUMATSNEFND NORÐURLANDS

    Starfsmenn færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands hafa starfsaðstöðu á HAK og ráðningarsamband en staðan er greidd af Embætti landlæknis sem einnig sér um stjórnun á þessum málaflokki. Starfsmenn færni- og heilsumatsnefndar unnu í nánu samstarfi við nefndarmenn og voru í sambandi við heimahjúkrun og stofnanir fyrir aldraða á Norðurlandi.

    1. júní 2012 tók gildi ný reglugerð sem breytti vinnureglum nefndarinnar og við bættist afgreiðsla á umsókna um hvíldarinnlagnir í hjúkrunarrými. Færni- og heilsumatsnefndin fundaði reglulega á HAK og tilnefndi í hjúkrunarrými eftir því sem pláss losnuðu. Einnig sinntu starfsmenn tilnefningum í dvalarrýmispláss.

    Fjöldi afgreiddra mála í Færni- og heilsumatsnefnd Norðurlands:

    Niðurstaða umsókna 2012: